16 18-19 24-25 · 23. tölublað 2012 o fimmtudagur 29. nóvember o blað nr. 384 o 18. árg.o...

48
23. tölublað 2012 O Fimmtudagur 29. nóvember O Blað nr. 384 O 18. árg. O Upplag 25.000 Hrossarækt: Íslendingar að dragast aftur úr Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ, flutti erindi á aðalfundi Félags hrossabænda um samanburð á íslenskri hrossarækt og ræktun íslenskra hrossa erlendis. Ýmis teikn eru á lofti um að Íslendingar séu að dragast aftur úr í ræktunar- starfinu. Benti Ágúst á áhrif þess að ein- ungis er leyfður útflutningur á erfða- efni héðan en enginn innflutningur á móti, sem þýðir auðvitað að erlendir ræktendur hafa aðgang bæði að erfða- efni hérlendis og erlendis og geta því sótt sér allt það besta úr þeim potti. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST, flutti einnig erindi um nýútkomna skýrslu sína varðandi áverka á keppnis- hrossum. Urðu nokkuð líflegar umræður þar um enda hrossabændur sammála um að núverandi ástand sé óviðunandi og leita verði leiða til að bæta úr sem allra fyrst. /HGG Sjá nánar um aðalfund Félags hrossabænda á bls. 2 og 4 Björn B. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Suðurlandsskóga, hefur undanfarin ár unnið að brunavarnaráætlunum í bænda- skógum á Suðurlandi. Hann segir að það hafi verið búið að gera 100 skógræktaráætlanir á Suðurlandi án þess að hugað væri að bruna- vörnum. „Við létum taka út skógræktar- áætlanir hér á Suðurlandi fyrir nokkrum árum og þá kom í ljós að þær eru að flestu leyti vel gerðar nema að inn í þær vantaði brunavarnir. Við þetta fór boltinn að rúlla og við fórum að vinna með ýmsum aðilum, eins og Brunamálastofnun, að því að laga þetta. Síðan hefur margt gerst og sem betur fer orðið vakning um brunavarnir í skógum. Meðal annars var gefin út bók sem send hefur verið á alla skógareigendur á landinu og á heima inni á hverju lögbýli á landinu því þar er fjallað um sinuelda eins og skógarelda.“ Í byrjun október var í Bænda- blaðinu fjallað um tilraunir Guð- mundar Hallgrímssonar í þróun eld- varna í skógum. Tilraunina gerði Guð- mundur í Skorradal og þótti hún um margt heppnast vel. Í sömu umfjöllun var rætt við Björn Karlsson, forstjóra Mannvirkjastofnunar, um eldvarnir í skógum og sinuelda og einnig við Huldu Guðmundsdóttur, skógarbónda á Fitjum í Skorradal, um eldvarnar- áætlanir sem gerðar hafa verið þar. Öllum bar þeim saman um mikilvægi þess að vinna að frekari eldvörnum í skógum landsins. Skógarbændur orðnir meðvitaðir um hættuna Björn segir skógarbændur mjög með- vitaða um þá hættu sem skógareldar geti skapað og þeir séu tilbúnir að framkvæma það sem til þurfi svo þeirra skógar séu í stakk búnir ef til slíkra áfalla kemur. „Þetta er afar margþætt. Það sem snýr að okkur sem störfum við þessar skógræktaráætlanir er að gera þær þannig úr garði að þeim fylgi brunavarnaráætlanir frá upphafi. Grunnurinn er að hafa greiða leið inn í skóginn en líka greiða leið út úr honum. Það þarf einnig að vera skráð hvar næsti vatnstökustaður er. Það sem við erum komin styst í er að ákveðnar tegundir leiða síður eld en aðrar. Þar er til dæmis talað um ösp og hvort mætti nota hana sem hálfgerðan eldvegg í skógum, að planta henni í beltum í jöðrunum. Við erum líka að skoða hvort eigi að koma upp einhvers konar staðal- búnaði í skógum, svo sem klöppum til að berja niður fyrsta eld ef hann kviknar. Fyrst og fremst eru þetta þó vegir og slóðar inn í skóga og flóttaleiðir út, auk vatnstökustaða. Í ákveðnum skógum erum við að útbúa vatnstökustaði, þar sem ekki hefur verið hugsað fyrir því í upphafi. Við erum líka farin að huga að því hvort nauðsynlegt sé að hólfa stærri skóga niður. Neyðarlínan þarf svo að hafa góðar upplýsingar um alla bænda- skóga og þessi atriði sem rakin eru hér að framan svo hún geti leiðbeint slökkviliðum ef eldur kviknar. Það er svo eitt að gera áætlun en annað að henni sé framfylgt. Það þýðir ekki að senda inn teikningar af skógum sem sýna fína vegi og slóða ef staðreyndin er sú að þeir eru ekki til staðar. Slíkt getur bara verið hættulegt.“ Mikil vinna fram undan Björn segir að um stórt verkefni sé að ræða. „Ég er vonast til að innan fimm til átta ára verðum við búin að vinna brunavarnaráætlanir fyrir alla skóga á Suðurlandi. Það var búið að gera um 100 skógræktaráætlanir hér áður en við fórum að huga að þessu. Þetta er því mikil vinna og verður ekki hrist fram úr erminni. Nánast í öllum eldri skógum þarf að fara í aðgerðir varðandi stíga og vegi en það getur vel farið saman við grisjun þeirra í einhverjum tilfellum. Það mun því vonandi passa saman við næstu aðgerðaráætlanir í þessum skógum. Hugsanlega mun einnig þurfa að búa til tjarnir eða vatnslón í einhverj- um þessara skóga til að ná vatni til slökkvistarfa. Þetta þarf hins vegar ekki að þýða skemmdir á skógun- um, fjarri því. Það getur orðið mjög jákvætt, bæði upp á fuglalíf og til fegurðarauka, og getur gefið skógum meira gildi til útivistar meðal annars.“ /fr Sjá nánar bls. 2 Unnið að bættum brunavörnum í skógum – um 100 skógræktaráætlanir hafa verið gerðar á Suðurlandi án þess að hugað væri að brunavörnum Frá tilraun Guðmundar Hallgrímssonar við brunavarnir í Skorradal fyrr í haust. Búa til appelsínuost fyrir forsetaboð Stella Jórunn A. Levy, bóndi og sjúkraliðanemi, og Sæunn Vigdís Sigvaldadóttir þroskaþjálfi hafa stundað ostaframleiðslu í frí- stundum í rúmt ár undir vöru- merkinu Sæluostur úr sveitinni. Þær fengu nýverið boð frá Bessa- stöðum um að gera nýjan ost fyrir jólahlaðborð forsetans sem haldið er ár hvert fyrir þingmenn lands- ins. „Þetta verður stór ostur, um það bil kíló að þyngd, mjög líklega með appelsínubragði og appelsínuberki. Skilaboðin til okkar voru að forsetinn vildi fá ost sem væri alveg nýr og hvergi í sölu. Við lögðum höfuðið í bleyti og niðurstaðan er appelsínuostur. Þetta er mikill heiður fyrir okkur. Við ætlum að keyra sjálfar með ostinn suður daginn áður. Kokkurinn á Bessastöðum hefur keypt sæluosta frá okkur hjá Eirnýju í Búrinu svo hann kannast við vörurnar frá okkur. Í haust fórum við jafnframt með matarkörfu á Bessastaði sem í voru gjafir frá Húnaþingi vestra sem var ákveðin markaðssetning á svæðinu og svona hefur þetta undið upp á sig,“ útskýrir Stella Jórunn glaðbeitt. Hún bætir því við að þær stöllur framleiði ferskost með stutt geymsluþol þar sem engum viðbættum gerlum sé bætt út í ostablönduna og þær kryddi með nátt- úrulegum kryddum. /ehg 16 Algjörlega óraunhæft að örmerkja allan mink 18-19 Raforkuverð til heimila gæti nærri fjórfaldast við lagningu sæstrengs 24-25 Hönnunarþjónusta í sveitinni Mynd / Helga Hinriksdóttir

Upload: others

Post on 31-Jan-2021

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • 23. tölublað 2012 Fimmtudagur 29. nóvember Blað nr. 384 18. árg. Upplag 25.000

    Hrossarækt:Íslendingar að dragast aftur úr Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ, flutti erindi á aðalfundi Félags hrossabænda um samanburð á íslenskri hrossarækt og ræktun íslenskra hrossa erlendis. Ýmis teikn eru á lofti um að Íslendingar séu að dragast aftur úr í ræktunar-starfinu.

    Benti Ágúst á áhrif þess að ein-ungis er leyfður útflutningur á erfða-efni héðan en enginn innflutningur á móti, sem þýðir auðvitað að erlendir ræktendur hafa aðgang bæði að erfða-efni hérlendis og erlendis og geta því sótt sér allt það besta úr þeim potti.

    Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST, flutti einnig erindi um nýútkomna skýrslu sína varðandi áverka á keppnis-hrossum. Urðu nokkuð líflegar umræður þar um enda hrossabændur sammála um að núverandi ástand sé óviðunandi og leita verði leiða til að bæta úr sem allra fyrst. /HGG

    Sjá nánar um aðalfund Félags hrossabænda á bls. 2 og 4

    Björn B. Jónsson, fram-kvæmdastjóri Suðurlands skóga, hefur undan farin ár unnið að brunavarnar áætlunum í bænda-skógum á Suðurlandi. Hann segir að það hafi verið búið að gera 100 skógræktaráætlanir á Suðurlandi án þess að hugað væri að bruna-vörnum.

    „Við létum taka út skógræktar-áætlanir hér á Suðurlandi fyrir nokkrum árum og þá kom í ljós að þær eru að flestu leyti vel gerðar nema að inn í þær vantaði brunavarnir. Við þetta fór boltinn að rúlla og við fórum að vinna með ýmsum aðilum, eins og Brunamálastofnun, að því að laga þetta. Síðan hefur margt gerst og sem betur fer orðið vakning um brunavarnir í skógum. Meðal annars var gefin út bók sem send hefur verið á alla skógareigendur á landinu og á heima inni á hverju lögbýli á landinu því þar er fjallað um sinuelda eins og skógarelda.“

    Í byrjun október var í Bænda-blaðinu fjallað um tilraunir Guð-mundar Hallgrímssonar í þróun eld-varna í skógum. Tilraun ina gerði Guð-mundur í Skorra dal og þótti hún um margt heppnast vel. Í sömu umfjöllun var rætt við Björn Karlsson, forstjóra Mann virkja stofnunar, um eld varnir í skógum og sinuelda og einnig við Huldu Guðmunds dóttur, skógar bónda á Fitjum í Skorradal, um eld varnar-áætlanir sem gerðar hafa verið þar.

    Öllum bar þeim saman um mikilvægi þess að vinna að frekari eldvörnum í skógum landsins.

    Skógarbændur orðnir meðvitaðir um hættuna

    Björn segir skógarbændur mjög með-vitaða um þá hættu sem skógareldar geti skapað og þeir séu tilbúnir að framkvæma það sem til þurfi svo þeirra skógar séu í stakk búnir ef til slíkra áfalla kemur.

    „Þetta er afar margþætt. Það sem snýr að okkur sem störfum við þessar skógræktaráætlanir er að gera þær þannig úr garði að þeim fylgi brunavarnaráætlanir frá upphafi. Grunnurinn er að hafa greiða leið inn í skóginn en líka greiða leið út úr honum. Það þarf einnig að vera skráð hvar næsti vatnstökustaður er. Það sem við erum komin styst í er að

    ákveðnar tegundir leiða síður eld en aðrar. Þar er til dæmis talað um ösp og hvort mætti nota hana sem hálfgerðan eldvegg í skógum, að planta henni í beltum í jöðrunum.

    Við erum líka að skoða hvort eigi að koma upp einhvers konar staðal-búnaði í skógum, svo sem klöppum til að berja niður fyrsta eld ef hann kviknar. Fyrst og fremst eru þetta þó vegir og slóðar inn í skóga og flóttaleiðir út, auk vatnstökustaða. Í ákveðnum skógum erum við að útbúa vatnstökustaði, þar sem ekki hefur verið hugsað fyrir því í upphafi. Við erum líka farin að huga að því hvort nauðsynlegt sé að hólfa stærri skóga niður. Neyðarlínan þarf svo að hafa góðar upplýsingar um alla bænda-skóga og þessi atriði sem rakin eru hér að framan svo hún geti leiðbeint slökkviliðum ef eldur kviknar.

    Það er svo eitt að gera áætlun en

    annað að henni sé framfylgt. Það þýðir ekki að senda inn teikningar af skógum sem sýna fína vegi og slóða ef staðreyndin er sú að þeir eru ekki til staðar. Slíkt getur bara verið hættulegt.“

    Mikil vinna fram undan

    Björn segir að um stórt verkefni sé að ræða. „Ég er vonast til að innan fimm til átta ára verðum við búin að vinna brunavarnaráætlanir fyrir alla skóga á Suðurlandi.

    Það var búið að gera um 100 skógræktaráætlanir hér áður en við fórum að huga að þessu. Þetta er því mikil vinna og verður ekki hrist fram úr erminni.

    Nánast í öllum eldri skógum þarf að fara í aðgerðir varðandi stíga og vegi en það getur vel farið saman við grisjun þeirra í einhverjum tilfellum. Það mun því vonandi passa saman við næstu aðgerðaráætlanir í þessum skógum.

    Hugsanlega mun einnig þurfa að búa til tjarnir eða vatnslón í einhverj-um þessara skóga til að ná vatni til slökkvistarfa. Þetta þarf hins vegar ekki að þýða skemmdir á skógun-um, fjarri því. Það getur orðið mjög jákvætt, bæði upp á fuglalíf og til fegurðarauka, og getur gefið skógum meira gildi til útivistar meðal annars.“ /fr

    Sjá nánar bls. 2

    Unnið að bættum brunavörnum í skógum– um 100 skógræktaráætlanir hafa verið gerðar á Suðurlandi án þess að hugað væri að brunavörnum

    Frá tilraun Guðmundar Hallgrímssonar við brunavarnir í Skorradal fyrr í haust.

    Búa til appelsínuost fyrir forsetaboðStella Jórunn A. Levy, bóndi og sjúkraliðanemi, og Sæunn Vigdís Sigvalda dóttir þroskaþjálfi hafa stundað osta framleiðslu í frí-stundum í rúmt ár undir vöru-merkinu Sælu ostur úr sveitinni. Þær fengu nýverið boð frá Bessa-stöðum um að gera nýjan ost fyrir jólahlaðborð forsetans sem haldið er ár hvert fyrir þingmenn lands-ins.

    „Þetta verður stór ostur, um það bil kíló að þyngd, mjög líklega með appelsínubragði og appelsínuberki. Skilaboðin til okkar voru að forsetinn vildi fá ost sem væri alveg nýr og hvergi í sölu. Við lögðum höfuðið í bleyti og niðurstaðan er appelsínuostur. Þetta er mikill heiður fyrir okkur. Við ætlum að keyra sjálfar með ostinn suður daginn áður. Kokkurinn á Bessastöðum hefur keypt sæluosta frá okkur hjá Eirnýju í Búrinu svo hann kannast við vörurnar frá okkur. Í haust fórum við jafnframt með matarkörfu á Bessastaði sem í voru gjafir frá Húnaþingi vestra sem var ákveðin markaðssetning á svæðinu og svona hefur þetta undið upp á sig,“ útskýrir Stella Jórunn glaðbeitt. Hún bætir því við að þær stöllur framleiði ferskost með stutt geymsluþol þar sem engum viðbættum gerlum sé bætt út í ostablönduna og þær kryddi með nátt-úrulegum kryddum. /ehg

    16Algjörlega óraunhæft að örmerkja allan mink

    18-19Raforkuverð til heimila gæti nærri fjórfaldast við lagningu sæstrengs

    24-25Hönnunarþjónusta í sveitinni

    Mynd / Helga Hinriksdóttir

  • Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 20122

    Fréttir

    Dagur íslenskugeitarinnarErfðanefnd landbúnaðarins stend-ur fyrir málþingi 30. nóvember í Þjóðminjasafni Íslands sem er helgað íslensku geitinni. Kynnt verður verndaráætlun fyrir stofn-inn auk margra fróðlegra erinda um þennan einstaka stofn sem er í útrýmingarhættu.

    Málþingið stendur yfir frá klukk-an 13-16 og hefst með inngangi Ólafs Dýrmundssonar en síðan er dagskrá sem hér segir:13.10 Verndaráætlun fyrir íslenska

    geitastofninn – Birna Kristín Baldursdóttir, Erfðalindasetur Landbúnaðarháskóla Íslands

    13.40 Geitfjárræktarfélag ÍslandsGunnar Júlíus Helgason for-maður

    13.55 Geitfjársetur, Jón Ingi Einars-son, áhugamaður um geitur

    14.10 Ræktun og vinnsla afurða á Háafelli, Jóhanna B. Þorvaldsdóttir geitabóndi Háafelli í Hvítársíðu

    14.40 Kaffihlé15.00 Kasmírull af íslenskum geitum

    Anna María Lind Geirsdóttir myndlistarmaður

    15.20 Framleiðsla sérmerktra afurðabúfjár af sérstökum stofnum erlendis. Emma Eyþórsdóttir, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands

    Fundarstjóri verður Áslaug Helgadóttir, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.

    Kvikmynd Benedikts Erlingssonar Hross og menn verður frumsýnd á næsta ári– tökum lokið og unnið að klippingu og eftirvinnslu en um 500 hross koma fyrir í myndinni

    Kúabændur á Vestfjörðum:

    Ósáttir við MS

    Fóðurblandan með opið húsFóðurblandan var með opið hús í verslun sinni á Selfossi í gær og verður einnig opið hús hjá fyrirtæk-inu á Hvolsvelli í dag, 29. nóvember.

    Á Egilsstöðum verður Fóður-blandan síðan með opið hús til kl. 20 á morgun, föstudaginn 30. nóvember.

    Þarna mætir m.a. Chris King, sér-fræðingur í landbúnaðarvörum frá Rumenco og Nettex, og Erlendur Jóhannsson, fóðurfræðingur Fóður-blöndunnar, og veita þeir fóður-ráðgjöf. Eru bændur hvattir til að hafa niðurstöður heysýna meðferðis.

    Ný heimasíða Fóðurblöndunnar, fodur.is , verður kynnt sérstaklega og FMC 60 eftirlitsmyndavél frá Delaval verður sett upp.

    Tilboð með allt að 20% afslætti verða veitt á mörgum vörum sem Fóðurblandan selur og framleiðir í tilefni af opnu húsi. Þá er boðið upp á léttar veitingar og lofað skemmtilegri stund. Þá segja þau hjá Fóðurblöndunni að óvæntur glaðn-ingur sé í boði til bænda og klykkja út með þessari vísu:

    Komdu gæskur og gakktu í bævið góðan bjóðum kost.Mjöðinn góða með gullinn blæ,girðingarstaura og ost.

    Tökum er lokið á fyrstu kvik-mynd í fullri lengd hérlendis þar sem íslenski hesturinn er í aðal-hlutverki. Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri, er nú að klippa og vinna að eftirvinnslu með mynd sína Hross og menn sem frumsýnd verður á næsta ári.

    Myndinni er lýst sem grimmri sveitarómantík um hið mennska í hrossinu og hrossið í manninum. Ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum. Hér eru örlagasögur af fólki í sveit frá sjónarhóli

    hestsins. Samskipti manns og hests eru í aðalhlutverki.

    „Það gekk óskaplega vel í tökunum, sem fóru fram í ágúst og september í Borgarfirði og Skagafirði. Það komu margir að þessu, fjöldi tæknifólks, leikarar og bændur lögðu margt til í stóru sem smáu. Stærsta atriðið var við smölun í Þverárrétt þar sem um 400 hross voru á svæðinu. Við vorum að telja það saman að sennilega eru þetta um 500 hross sem koma fyrir í myndinni, þannig að það verða bæði leikarar og hross á þakkarlistanum sem er nokkuð óvenjulegt,“ segir Benedikt og bætir við:

    „Hér koma margir frægir leikarar við sögu, sem og verðandi heimsfræg hross eins og Myrra frá Vindheimum og Gammur frá Hemlu sem dæmi. Ég er byrjaður að klippa og eftirvinnslan er hafin. Við leitum lags og hjálpar á heimasíðunni karolinafund.com sem er ný fjáröflunarsíðan, en þar getur fólk styrkt okkur með því að kaupa DVD-disk myndarinnar fyrir fram og lagt okkur ómetanlegt lið. Við vorum í upptökum í Borgarfirði á sama tíma og Ben Stiller fyrir Hollywood-mynd sína og grínuðumst við með það að hann hafði fjármagn upp á um 16 milljarða en myndin okkar mun kosta um eitt prósent af þeirri upphæð, svona til að setja þetta í eitthvert samhengi.“ /ehg

    Björn B. Jónsson, fram kvæmda-stjóri Suðurlands skóga, segir að látlaust hafi verið unnið að brunavarnarmálum á skógræktar-svæðum síðustu fimm til sex ár. Hann hefur þó áhyggjur af sumarhúsahverfum, sem mörg hver eru umkringd skógi.

    „Flestallir taka þessi mál inn í nýjar skógræktaráætlanir nú og mér sýnist á öllu að innan eins til tveggja ára muni allar skógræktaráætlanir taka mið af þessu. Þetta er komið á í flestum landshlutum og við ætlum að hafa þessa hluti algjörlega í lagi hjá okkur.“

    Það mun kvikna í

    „Við vitum að það mun kvikna í skógum, við vitum bara ekki hvenær og hvar. Ég hef hins vegar áhyggjur af því að þrátt fyrir að við séum að

    koma þessu í þokkalegt lag hjá okkur í bændaskógunum eru víða stórir skógar sem ekki eru bændaskógar.

    Ég held að víða þurfi sveitarfélög að fara af stað og skoða þessi mál, ekki síst í sumarhúsahverfum. Það stendur fyrir dyrum að mynda starfshóp þar sem sveitarfélögin, slökkvilið,

    landshlutaverkefnin í skógrækt og fleiri aðilar eigi fulltrúa. Þessi hópur á svo að mynda samræmda áætlun á landsvísu þannig að það verði ekki allir að reyna að finna upp hjólið í þessum efnum.

    Landssamtök skógareigenda hafa ályktað um þessi mál á fundum sínum

    og það nýjasta er að á síðasta aðalfundi slökkviliðsstjóra samþykktu þeir að vinna að heilsteyptri áætlun á landsvísu með brunavarnir í skógum að leiðarljósi.

    Þessi vinna er að því er mér skilst að fara á fullt og ég er að vonast til þess að hún skili afurð eftir eitt til tvö ár.“

    Ekki hægt að tryggja skóga

    Það er hins vegar áhyggjuefni að mati Björns að ekki er hægt að brunatryggja skóga á Íslandi í dag.

    „Að mörgu leyti eru trygginga-félögin tilbúin en Viðlagatrygging Íslands gerir ekki ráð fyrir að hægt sé að tryggja skóga. Það þarf lagabreytingu til og ég veit að verið er að skoða þau mál og vonandi mun það bara ganga sem hraðast og best fyrir sig.“ /fr

    Björn B. Jónsson, fram kvæmda stjóri Suðurlands skóga, segir að betur megi gera í brunavörnum skóga:

    Hefur áhyggjur af sumarhúsahverfum

    Átta hryssur hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á aðalfundi Félags hrossabænda 16. nóvember. Hér má sjá eigendur eða fulltrúa þeirra allra. Fyrir miðju eru Þórarinn Eymundsson og Sigríður Gunnarsdóttir, sem tóku við Glettubikarnum til handa Þoku frá Hólum. Mynd / HGG

    „Við vitum að það mun kvikna í skógum, við vitum bara ekki hvenær og hvar.“

    Kúabændur á norðanverðum Vestfjörðum eru ekki sáttir við MS, að því er fram kom í frétt RÚV á þriðjudag.

    Stóðu bændur í þeirri trú að fram-leiðslu og pökkun yrði haldið áfram á Ísafirði þegar MS tók við mjólkur-stöðinni á Ísafirði fyrir sex árum. Þar er hins vegar engin vinnsla lengur.

    Vestfirskir bændur töldu sig hafa í hendi tryggingu fyrir því að áfram yrði vinnsla á Ísafirði. Bændur skildu orð forsvarsmanna MS þannig að á meðan þeir framleiddu mjólk og þar væru neytendur sem þyrftu á henni að halda væri hagkvæmast að vinna hana á Ísafirði, eins og Árni Brynjólfsson, bóndi á Völlum, sagði í viðtali við fréttastofu RÚV.

  • Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 2012 3

    gluggar og hurðir í gripahús á 30% afslætti

    30% afsláttur

    Verðdæmi miðað við 30% afslátt:Gluggi: 19.900 kr.m/vskGluggi: 28.000 kr.m/vskGluggi: 42.000 kr.m/vskÚtihurð: 99.000 kr.m/vsk

    Staðalbúnaður

    Það þarf ekki

  • Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 20124

    Fréttir

    Olil Amble og Bergur Jónsson í Syðri-Gegnishólum voru útnefnd hrossaræktendur ársins á ráðstefnunni „Ræktun 2012“ sem haldin var í Hlégarði í Mosfellsbæ 17. nóvember. Þrettán bú voru tilnefnd til verðlaunanna, af 74 sem náðu eftirtektarverðum árangri, en árangur þeirra Bergs og Olil þótti afgerandi bestur.

    Alls komu 25 hross til dóms frá þeim á árinu, meðalaldur sýndra hrossa er 5,76 ár og meðaleinkunnin er 8,12. Tíu hross náðu lágmörkum inn á landsmót og fimm þeirra kom-ust í verðlaunasæti í sínum flokki á LM. Álfur frá Selfossi stóð efstur heiðursverðlaunahesta og hampaði Sleipnisbikarnum, auk þess sem gaman er að nefna að Flugnir frá Ketilsstöðum hlaut 10,0 fyrir skeið og Álfhildur, fjögurra vetra alsystir Álfs, hlaut 9,5 fyrir fegurð í reið. Þá hlaut Framkvæmd frá Ketilsstöðum einnig heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, svo árangurinn er góður á mörgum sviðum.

    Hrossarækt þeirra Olil og Bergs byggir á gömlum merg, annars vegar hrossarækt Olil frá fyrri tíð sem kennd er við Stangarholt og svo Selfoss, og svo ræktun Bergs og föður hans Jóns heitins, austur á Ketilsstöðum á Völlum, en frá 2001 hafa Bergur og Olil staðið saman að sinni hrossarækt og rekið myndarbú á Syðri-Gegnishólum í Flóahreppi.

    Hrannar hæst dæmdahross ársins

    Félag hrossabænda veitir tvenn verðlaun á ráðstefnunni, annars vegar fyrir hæst dæmda hross árs-ins, aldursleiðrétt og án áverka, og hins vegar til þess knapa sem sýnir hross í hæsta hæfileikadóm ársins, án áverka. Að þessu sinni var það gæðingurinn Hrannar frá Flugumýri II sem var hæst dæmda hross ársins með 8,85 og hans hæfileikadómur var jafnframt sá hæsti, eða 9,16. Þorvaldur Árni Þorvaldsson sýndi Hrannar.

    Átta hryssur hlutu svo heiðurs-verðlaun fyrir afkvæmi en þeirra efst stóð Þoka frá Hólum í eigu Ingu og Ingars Jensen í Svíþjóð, en þau kenna hrossarækt sína hér á landi við Prestsbæ.

    Líkamlegt álagí kynbótasýningu mikið

    Guðrún Stefánsdóttir flutti erindi á ráðstefnunni og kynnti frum niðurstöður úr rannsókn sinni á líkamlegu álagi sýningarhrossa. Gögnum var safnað í tvær vikur á kynbótasýningu á Hellu árið 2011. Í samantekt Guðrúnar kom fram að: „Lífeðlisfræðilegt álag sem íslensk

    hross fara í gegnum við hæfileikadóm í kynbótasýningu er mikið. Til sam-anburðar eru ákveðnir álagsþættir ekki ósvipaðir og þeir sem mælast hjá veðhlaupahestum (Thoroughbred) og keppnisbrokkurum (Standardbred) í keppni. Undirbúningur, þjálfun og endurheimt (niðurkæling) kynbóta-hrossa þarf að miða að því að þola

    slíkt álag.“ Einnig kom fram að við uppgjör gagnanna kom víða fram munur eftir kynferði en sjaldnar eftir aldri. Frekari úrvinnsla gagna er fram undan og verður spennandi fyrir hrossaræktendur og sýnendur að sjá frekari niðurstöður þessarar áhugaverðu rannsóknar. /HGG

    Aðalfundur Félags hrossabænda: Syðri-Gegnishólar ræktunarbú ársins

    Hrossaræktin 2012 komin út

    Heilsárs skiptiræktun í fyrsta sinn á Akri:Ferskt íslenskt, lífrænt vottað í allan veturÁ Akri í Laugarási í Biskups-tungum stunda þau Karólína Gunnarsdóttur og Þórður G. Halldórsson lífrænt vottaða grænmetis ræktun. Mest rækta þau af agúrkum, tómötum, og papriku – og nú bregður svo við að þessar tegundir verða allar ræktaðar á sama tíma yfir allan veturinn.

    Fyrir tveimur árum fóru þau að rækta á heilsársgrunni og skiptust á að rækta tómata, papriku og gúrkur. Í líf-rænni ræktun er gert ráð fyrir því sem kallast skiptiræktun og felur í sér að færa verður tegundir til á milli rækt-unarsvæða eftir tiltekinn tíma; m.a. til að komast hjá jarðvegsþreytu og forðast sjúkdóma. Öll ræktun á slíkum garðyrkjustöðvum fer nefnilega fram í mold.

    Sami ferskleiki í öllum verslunum

    Þórður segir að það hafi verið ákveðnum vandkvæðum bundið að stunda skiptiræktun, með allar tegundirnar í gangi í einu, en nú láti þau reyna á það í fyrsta skiptið. „Við gerum nú hlé í fjórar vikur á vorin,

    en okkur ber að hvíla jarðveginn svo lengi einu sinni á ári. Þá hreinsum við alveg út úr húsunum. Að því búnu tökum við nýjar plöntur inn og erum að uppskera af fullorðnum plöntum yfir veturinn. Skiptiræktunin á sér stað hér á stöðinni bæði á milli húsa en einnig innan húsanna. Við erum eina lífrænt vottaða garðyrkjustöðin sem er með lýsingu og því er paprikan okkar, tómatarnir og gúrkurnar – sem ræktað er yfir vetrartímann – einu lífrænt vottuðu íslensku afurðirnar á markaði á heilsárs grunni.“

    Þórður segir að þau selji sínar vörur í gegnum Græna hlekkinn, sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í dreifingu á lífrænt vottuðum afurðum. „Megnið fer í sölu í stórmarkaðina en við sinnum líka öllum heilsuvörubúðunum og smærri verslunum kaupmönnum.“

    Hann segir að ekki sé munur á ferksleika afurðanna sem fara í stórmarkaðina og til smærri verslana. „Nei, við erum í raun alltaf að selja bara dagsvöruna þannig að það safnast ekki upp lager hjá okkur.“

    /smh

    Hrossaræktendur ársins, Bergur Jónsson og Olil Amble í Syðri-Gegnishólum. Með þeim standa Haraldur Benedikts-son, formaður BÍ, og Kristinn Guðnason, formaður FHB og fagráðs í hrossarækt. Myndir / HGG

    Leifur Kr. Jóhannesson afhenti Páli Bjarka og Eyrúnu Önnu á Flugumýri II verðlaunin fyrir hæst dæmda hross ársins, Hrannar frá Flugumýri II.

    Þorvaldur Árni Þorvaldsson hlaut verðlaun fyrir að sýna hross í hæsta

    Á aðalfundi Félags hrossa bænda sem fór fram 16. nóvember síð-astliðinn á Hótel Sögu voru þeir Ólafur Einarsson Torfastöðum og Magnús Jósefsson Steinnesi báðir einróma endurkjörnir í stjórn.

    Þá var Sigbjörn Björnsson á

    Lundum II endurkjörinn búnaðar-þingsfulltrúi FHB.

    Fundargerð fundarins mun birtast á heimasíðunni www.fhb.is innan tíðar og þar er að finna allar þær tillögur málefni er voru til umræðu á fundinum.

    Ólafur og Magnús endurkjörnir í stjórn FHB

    Ársrit hrossaræktarinnar „Hrossa-ræktin 2012“ er komin út. Í bókinni er fjallað um tíu efstu hross í öllum aldursflokkum, öll ræktunar bú sem tilnefnd voru til ræktunarverðlauna í ár, heiðurs -, verðlaunahryssur og stóðhesta.

    Skýrslu hrossaræktarráðunautar BÍ og ársskýrslu Félags hrossabænda er að finna í ritinu ásamt umfjöllun um kynbótasýningar erlendis. Einnig er að finna ítarlegar greinar um sögu Stóðhestastöðvar ríkisins og hrossaræktarinnar á Stóra-Hofi, auk skemmtilegs viðtals við Daníel Jónsson knapa.

    Hrossaræktin fæst í hestavöru-verslunum um land allt, auk þess sem hægt er að kaupa hana í gegnum vefverslanir þeirra. Félagar í Félagi hrossabænda fá bókina endurgjalds-laust í gegnum aðildarfélög sín.

    Bókin er 324 síður og forsíðuna

    prýðir hæst dæmda hross ársins, Hrannar frá Flugumýri II, og knapi hans Þorvaldur Árni Þorvaldsson, en forsíðumyndina tók Henk Peterse. Útgefandi bókarinnar er Hrossarækt ehf. sem einnig rekur hestafrétta vefinn www.isibless.is og stóðhestavefinn www.stodhestar.com og gefur út að auki út árlega stóðhestabók.

    Þórður og Karólína hjá plómuberjatómötunum. Mynd /smh

    Kúabændur sprauta mjólk á EvrópuþingiðEvópskir kúabændur sprautuðu mjólk yfir Evrópuþingið og óeirða lögreglu í Brussel í mót-mælum á mánudag og þriðjudag. Bændurnir voru að mótmæla kjörum sínum, en síaukinn kostnaður við mjólkur framleiðslu er að þeirra mati að sliga greinina. Þeir vilja allt að fjórðungshækkun á mjólkur verði til að mæta auknum kostnaði, að því er kemur fram á fréttavef BBC.

    Þúsundir kúabænda, á hundruðum dráttarvéla, héldu inn í belgísku

    höfuðborgina Brussel á mánudag til mótmælaaðgerða sem stóðu fram á þriðjudag.

    Mótmælaaðgerðirnar hafa valdið miklu uppnámi og komust embættismenn Evrópusambandsins margir hverjir ekki til vinnu vegna dráttarvéla sem stöðvuðu umferð. Mjólk hefur verið sprautað yfir Evrópu þingið með háþrýstislöngum og kveikt var í heyvagni við Lúxemborgar torg. Þar voru jafn-framt reistir gálgar og brúða í gervi bónda hengd upp.

  • Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 2012 5

    HLUTI AF BYGMA

    ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956

    ÁLKLÆDD EINANGRUNfyrir gripahús, hlöður og vöruskemmur

    Húsasmiðjan býður nú upp á afar hentuga lausn við einangrun þessarra bygginga.Um er að ræða stífar steinullarplötur frá Steinull h.f. með álímdri óbrennandi netstyrktri álfilmu, sem bæði nýtist sem endanlegt innra yfirborð og rakasperra.Plötuna er auðvelt að festa upp og útfæra með ýmsu móti. Ódýr og fljótleg lausn sem uppfyllir fyllilega væntingar um útlit og endingu.

    Fáðu nánari upplýsingar og tilboð í timburdeildum okkar um land allt.

    Reykjavík

    FA

    GMANN

    A

    KLÚBBUR

    NÚ LÍKA FYRIR BÆNDUR!

    ERTU BÚINN AÐ SKRÁ ÞIG?

  • Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 20126

    Málgagn bænda og landsbyggðar

    LOKAORÐIN

    Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu.

    Árgangurinn kostar kr. 6.600 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.300.Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands.

    Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) [email protected] – Sími: 563 0339 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir [email protected]

    Margrét Þ. Þórsdóttir [email protected] – Freyr Rögnvaldsson [email protected] – Sigurður M. Harðarson [email protected]ýsingastjóri: Eiríkur Helgason [email protected] – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf.

    Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er [email protected] Netfang auglýsinga er [email protected] Vefsíða blaðsins er www.bbl.isPrentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621

    Samstaða með bændumLEIÐARINN

    Þó að Íslendingar búi á marga hátt við einstæða möguleika til að efla velmegun með öflugri sókn í matvælaframleiðslu eru ýmis varúðarteikn á lofti. Gildir þá einu að nýjasta hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD sé jákvæð fyrir Ísland.

    Það vekur þó athygli í spá OECD að hagspá fyrir Danmörk, Svíþjóð og Finnland skuli vera mun verri en fyrir Ísland og Noreg, sem trónir á toppnum. Það skyldi þó ekki vera að þar sé farið að gæta áhrifa af veru Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands í Evrópusambandinu. Fáar aðrar haldbærar skýringar eru á dæminu, því ekki lentu þessi lönd í viðlíka áfalli af hruni efnahagskerfis og Ísland. Þau sitja hins vegar uppi með þá staðreynd að undanfarin ár hefur verið dælt óheyrilegum fjármunum úr sjóðum almennings til að bjarga fallandi bönkum í ESB-löndunum. Það eru gríðarlegar tölur, jafnvel miðað við höfðatölu allra ESB-landanna. Segir OECD að ESB-frændþjóðir okkar á Norðurlöndum þurfi að spýta í lófana til að efla atvinnulífið ef ekki eigi vel að fara.

    Ef Danmörk, Svíþjóð og Finnland þurfa að efla atvinnulífið til að ekki fari allt í kaldakol, hvað má þá segja um Ísland? Hér hafa ekki beinlínis verið stigin skref á liðnum misserum til að auðvelda atvinnuuppbyggingu nema síður sé. Ekki er stjórnun Seðlabankans á sínum þætti í efnahagsstjórnuninni með stöðugum stýrivaxtahækkunum heldur til að hrópa húrra fyrir. Þær aðgerðir draga beinlínis úr krafti efnahagslífsins og hlaða óheyrilegum byrðum á bak ofurskuldsetts almennings í formi verðtryggingarvaxta.

    Bændur vita að ef kind er rúin lengra en inn að skinni mun henni blæða, jafnvel til dauða. Samt er þetta sú aðferð sem yfirvöld og bankar þessa lands hafa verið að ganga gagnvart almenningi og rekstraraðilum í landinu.

    Á sama tíma hefur „norræna velferðarstjórnin“ á Íslandi lagt ofurkapp á að tryggja hag fjármagnseigenda í gegnum gegndarlausan fjáraustur inn í allt of stórt bankakerfi. Þar hafa meira að segja verið viðurkennd tuga milljarða tjón fyrir ríkisjóð. Fjárausturinn í bankakerfið er allur tekinn að láni erlendis. Hvað ætli OECD segi þegar reikningurinn fyrir þeim ósköpum kemur inn um bréfalúgu íslensks almennings, sem þegar er orðin illa sár undan rúningsklippum yfirvalda og banka? /HKr.

    Nú hefur verið tekið saman heildartjón bænda af völdum óveðursins 10. september. Eins og strax var ljóst er um verulegt tjón að ræða. Ríkisstjórnin hefur tryggt Bjargráðasjóði aukafjárveitingu til að standa straum af bótagreiðslum til bænda.

    Ástæða er til að nefna jákvæð viðbrögð ríkisstjórnarinnar og mikilvægi þess að bændur eiga Bjargráðasjóð. Í þeim áföllum sem dunið hafa yfir á undanförnum árum hefur hann reynst betri en enginn. Eins og rætt var á bændafundum BÍ í haust er mikilvægt fyrir bændur að huga að áfallasjóði. Ekki er á vísan að róa með skilning á mikilvægi þess að standa á bak við Bjargráðasjóð, eins og dæmi sanna. Þannig stendur ennþá óbætt að verulegu leyti tilfinnanlegt tjón kartöflubænda í Þykkvabæ frá árinu 2009.

    Tjónabætur koma sjaldnast til með að bæta allan skaða sem af slæmu hamfaraveðri hlýst. Mikil vinna er fólgin í að takast á við slíkar aðstæður. Bústofn sem fellur er ekki í framleiðslu næstu ár og tæki eru skemmd og slitin. Svo mætti lengi telja. Það hefur svo sem aldrei verið stóráfallalaust að búa á Íslandi – en með samstöðu má mæta áföllum.

    Samstöðutónleikar á Akureyri

    Samstöðutónleikar, til stuðnings bændum sem urðu fyrir tjóni af völdum óveðursins, fóru fram á Akureyri fyrir nokkru. Á tónleikunum komu fram fjölmargir listamenn og gáfu þeir vinnu sína. Tónleikarnir voru í alla staði vel heppnaðir. Af þeim viðtökum sem listamennirnir fengu er ljóst að framlag þeirra var vel þegið og metið að verðleikum. Listafólkið sem þarna kom fram á allar góðar óskir og þakkir okkar bænda skilið. Ekki síður er framtak þeirra til dæmis um hug fólks til bænda og sveitanna, búskapar og ekki síst til sauðkindarinnar sem svo sannarlega snertir þjóðarsálina.

    Þá er lofsvert framtak að efna til söfnunar til að styðja og efla búskap bændanna á nýjan leik. Guðni Ágústsson og þau öll sem lögðu fram krafta sína í söfnunarátaki til stuðnings bændum unnu gott verk. Glæsilegt framtak og góður árangur sem mun bera góðan ávöxt.

    Forsetahjónin heimsóttu bændur og aðra viðbragðsaðila sem tókust á við afleiðingar óveðursins. Heimsókn þeirra og athygli á því mikla verki sem unnið var í kjölfar óveðursins er dýrmæt. Ekki síst að opna umræður um málið á meðal bænda og þeirra sem að almannavörnum koma. Það er ljóst að viðbrögð voru mismunandi á milli héraða. Þá reynslu á ekki að læsa ofan í skúffu heldur nýta til úrbóta. Bændur eiga líka að fara yfir hvers konar viðbrögð hægt er að hafa uppi við slíka vá, hvert ber að leita eftir aðstoð og hvar ákvarðanir eru teknar. Vonandi tekst að fylgja því eftir að útbúin verði viðbragðsáætlun fyrir alla bændur landsins um það hvernig bregðast skuli við óvæntri vá.

    Hvernig væri að svara af hreinskilni?

    Bændasamtökin hafa ekki getað fengið hreinskilnislegt svar um það hvort í gildi sé yfirlýsing landbúnaðarráðherra frá 22. júní 2011 um fullan stuðning við varnarlínur BÍ í gerð samningsafstöðu í landbúnaðarmálum vegna ESB-umsóknarinnar. Við vinnu á gerð svokallaðrar samningsafstöðu í 11. kafla um landbúnað og drefibýlisþróun hefur ítrekað verið óskað eftir því að fylgt sé þeirri stefnu sem ráðherrann markaði í bréfi til BÍ. Með allnokkrum æfingum forðast yfirvöld að svara því beint.

    Aðferðarfræðin sem beitt er, að skrifa samningsafstöðu fyrir einstaka kafla, gerir það að verkum að ekki er hægt að búta hagsmuni Íslands í nokkra aðskilda kassa, sem aftur verður til þess að hagsmunagæslan fyrir Ísland er í molum. Pólitískri ábyrgð er reynt að dreifa út um koppagrundir og stundaðir orðaleikir. Hvernig væri að ríkjandi stjórnvöld svöruðu því hvort yfirlýsing Jóns Bjarnasonar þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, frá 22. júní 2011 er í gildi eða ekki? Eða þorir enginn að svara því?

    Umboð umsóknarinnar er pólitískt dautt

    Það sem allir sjá hins vegar er að umsókn um aðild að ESB hefur strandað. Pólitískt þrek er þorrið en enginn vill segja aðstandendum umsóknarinnar sannleikann. Sú samningsafstaða sem verður væntanlega til á næstu vikum er merkingarlaus, hún er unnin án þess að stefnumörkun fagráðherrans sé fylgt og án þess að ný hafi komið til. Tæplega er þess að vænta að bréf Jóns Bjarnasonar verði dregið til baka. Þegar svo langt er gengið á kjörtímabilið sem nú er, og margir endar lausir, er pólitískt andlát umsóknarinnar yfirvofandi. /HB

    Rúið til blóðs

    Skyldi einhver Rúdolf leynast í þessari hreindýrahjörð á Héraði og bíða eftir að vera spenntur fyrir sleða jólasveinsins? Mynd / Gréta Bergrún Jóhannesdóttir

  • Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 2012 7

    Hjá Leikfélagi Húsavíkur hefur Jakob S. Jónsson leikstjóri sett upp söngleikinn Ást sem frumsýndur var laugardaginn 24. nóvember. Önnur sýning var á þriðjudaginn, en verkið er eftir þá Vesturportsfélaga Gísla Örn Garðarsson og Víking Kristjánsson. Var söngleikurinn frumsýndur í Borgarleikhúsinu fyrir um fimm árum og gekk þá fyrir fullu húsi í tvö ár. Á endanum var sýningum hætt þrátt fyrir mikla aðsókn. Að sögn Jakobs er þetta í fyrsta sinn sem Vesturportssýning er sett upp hjá áhugaleikfélagi á landsbyggðinni.

    Leikritið gerist á elliheimili og um 20 leikarar taka þátt í sýningunni ásamt þriggja manna hljómsveit, en tónlistarstjóri er Knútur Emil Jónsson. Erlendu lögin eru öll velþekkt, eftir höfunda á borð við John Lennon, Paul McCartney, Lou Reed og fleiri sæmdarmenn. Var öllum erlendu textunum nema einum snarað yfir á íslensku fyrir þessa uppsetningu. Íslensku lögin í sýningunni eru eftir Valgeir Guðjónsson, Megas, Eyjólf Kristjánsson og fleiri.

    Mjög gaman og einvala lið

    Söngleikurinn Ást er íslensk saga, sem tekur á ástinni á fjörugum nótum en samt sem áður með alvarlegum undir-tón.

    „Það hefur verið mjög gaman að setja upp þetta verk. Ég hef aldrei skemmt mér eins vel á nokkru æfinga-tímabili og núna með leikfélagi Húsavíkur. Ég er að vinna með öllum reynsluboltunum og af því að þeta gerist á elliheimili er náð í allt gamla leikaragengið. Það eru forréttindi að fá að vinna með svo stórkostlegu og einvala liði.

    Verkið snýst um ást á elliheimili og spurningin er hvort við eigum rétt á okkar tilfinningum þegar við erum orðin gömul og komin á elli-heimili. Megum við verða ástfangin? Í sýningunni finnst sumum það ekkert voðalega sniðugt að mamma gamla sé að verða skotin í einhverjum manni. Við reynum að lyfta þessari umræðu og jafnframt að halda því fram að það sé bara allt í lagi að verða ástfanginn ef manni býður svo við að horfa. Alveg sama hvar maður er staddur í lífinu. Ástin er jákvætt afl í lífi hvers einasta manns. Reyndar endar sýningin dálítið óvænt eins og svo margt í lífinu, en á þeim punkti að við eigum rétt á okkar eigin tilfinningum,“ segir Jakob. „Þetta er fallegt atriði, sem kveikti í mér þá spurningu hvort sveitarómantíkin væri kannski að lifna við aftur.“

    Með Söngleiknum Ást vill Leikfélag Húsavíkur í samvinnu við fyrirtæki í bænum og Húsavíkurstofu

    gera Húsavík að höfuðborg ástarinnar og gefur félagið kost á leikhúsferðum

    af öllu Norður- og Austurlandi í sam-vinnu við Fjallasýn ehf., Veitingahúsið Sölku, Foss Hótel Húsavík og flug-félagið Erni.

    Þriðja sýning á söngleiknum Ást verður á morgun, föstudaginn 30. nóvember kl. 20.00. Síðan verða sýn-ingar sem hér segir en 20 sýningar hafa verið planlagðar: 4. sýning laugard. 1.des. kl. 16:00. 5. sýning sunnud. 2.des. kl. 16:00. 6. sýning miðvikud. 5.des. kl. 20:00. 7. sýning föstud. 7.des. kl. 20:00. 8. sýning laugard. 8. des. kl. 16:00. UPPSELT 9. sýning sunnud. 9.des. kl. 16:00. Jólaföstufrí 10. sýning fimmtud. 27. des. kl. 20:0011. sýning föstud. 28. des. kl. 20:0012. sýning fimmtud. 3. jan. kl. 20:0013. sýning laugard. 5. jan. kl. 16:0014. sýning sunnud. 6.jan. kl. 16:0015. sýning miðvikud. 9.jan. kl. 20:0016. sýning föstud. 11. jan. kl. 20:0017. sýning sunnud. 13. jan. kl. 16:0018. sýning miðvikud. 16. jan. kl. 20:0019. sýning föstud. 18. jan. kl. 20:0020. sýning laugard. 19. jan. kl. 16:00

    /HKr.

    að fór fyrir hjartað í mörgum málvöndunar-manninum þegar birtist í síðasta Bændablaði ítarleg

    frétt um útflutning á „lambatyppum“. Umsjónarmanni vísna þáttarins barst af þessu tilefni hneykslunarfullt bréf frá æfum íslenskumanni. Þar segir m.a: „Ekki veit ég hvort kenna á þessi „ósköp“ við pempíuskap eða leikskólabarnamál. Ég móðgaðist fyrir hönd allra hrúta landsins. Og þetta gerist daginn sem hrútaskráin kemur út.“ Í ofanálag ber svo orðfátæktina upp á nýliðinn Dag íslenskrar tungu. Bréfritari orti tvær limrur af tilefni fréttarinnar, en kýs að kalla sig ritara Hrúts í Kró, og láta lesendum eftir að ráða í gátuna um höfundinn:

    Margt er í leynum þarfaþing.Þyrfti að stanga þann vitleysingsem sök á því berað í Blaðinu erbannað að nefna hrútstittling.

    Til ánna ég óðara skryppief úr minni prísund ég slyppiog fangaði drættisem frekast ég mættimeð faglegri sin – ekki typpi.

    Þar sem þátturinn byrjar á frábrugðu bragformi, þ.e.a.s. limruformi, er tilvalið að kynna í leiðinni nýgerðan bragarhátt sem Björn Ingólfsson „ritari“ og rithöfundur á Grenivík kynnti á vísnavefnum Leir nýverið og leggur til að nefndur verði 6u háttur. Höfundur háttarins er Ingi Steinar Gunnlaugsson, fv. skólastj. á Akranesi, og er hið fyrsta vers háttarins eftir Inga Steinar:

    Veröldin er viðbjóðslega fögur,veikum mætti gjálfrar unn við stein.Helga mín er hræðilega mögur,hugsun mín er auð sem nakin grein.En fuglar yrkja ástarljóð og sögur.Ég ætla að fá mér tesopa og kleinu.

    Næstu þrjú vers hins nýja háttar eru svo eftir Björn Ingólfsson á Grenivík:

    Frá Víkurskarði alveg út á Gjögurallan daginn blessuð sólin skein.Húsbóndinn í Höfðagötu 4hangir úti á palli og nagar bein.Systir hans með sykurpúða og flögurí sólbaðinu klæðist varla neinu.

    Hanna Dísa komin er með kögurá kjólfaldinn og fer að hitta Svein.Fyrir hann hún leggur langar drögurog langar til að tjóðra hann við stein,flýja með hann, jafnvel út í Ögurog eig‘ann bara, sýnist mér á hreinu.

    Það er hægt að yrkja ýmsar bögurum það mál og skrifa langa greiner á menn sækir læraskjálfti og skjögur,skollablinda og allra handa meinsem hlýst af því að mikill ljúfur lögurlapinn er í stórum slurk í einu.

    Þorleifur Konráðsson frá Frosta-stöðum í Skagafirði sendi þættinum tvær næstu vísur. Hina fyrri yrkir hann um einbeittan inngönguvilja sitjandi kratastjórnar í ESB, en hina síðari orti Þorleifur eftir sýningu myndarinnar „Fjallkonan hrópar á vægð“:

    Þvælist móð um lög og láðlúmsk með rjóðar kinnar.Bruggar hróðug banaráðbændum þjóðar sinnar.

    Hefur gráan háralitHerdís, kæra vina,en enga fegurð eða vitá við sauðkindina.

    Umsjón:Árni Geirhjörtur Jónsson

    [email protected]

    Í umræðunni

    MÆLT AF MUNNI FRAM

    ÞSöngleikurinn Ást frumsýndur hjá Leikfélagi Húsavíkur – fyrsta Vesturportsverkið í sýningu áhugaleikfélags:

    „Það eru forréttindi að fá að vinna með svo stórkostlegu og einvala liði" – segir Jakob S. Jónsson leikstjóri um leikarahópinn, sem samanstendur af miklum reynsluboltum

    Talið frá vinstri: Anna Kristrún Sigmarsdóttir í hlutverki Tótu, Sigurður Illugason í hlutverki Péturs og Þorkell Björnsson í hlutverki Sigurjóns eða Grjóna. Myndir / Hafþór Hreiðarsson.

    Fyrir aftan eru Sigurður (Pétur) og Anna Kristrún (Tóta), en lengst til vinstri er Kamilla hjúkrunarkona á Elliheimilinu sem leikin er af Svanhildi Diego. Síðan koma Sigurjón Ármannsson, Regína Sigurðardóttir, Esther Arnardóttir, Rósa Jónsdóttir og Arna Þórarinsdóttir.

    Anna Ragnarsdóttir leikur Nínu og Guðrún Kr. Jóhannsdóttir í hlutverki Sigurlaugar.

    Jakob S. Jónsson leikstjóri.

    Þorkell Björnsson (Grjóni) og Valdís Jósefsdóttir í hlut-verki Auðar sem Jakob leikstjóri skrifaði sérstaklega inn í þessa sýningu. Auður er barnabarn Grjóna. Segir Jakob

    Anna Kristrún Sigmarsdóttir, Sigurður Illugason, Þorkell Björnsson og lengst til hægri er bassaleikari hljómsveitar-innar, Pétur Ingólfsson. Með honum á trommur er Þórgnýr Valþórsson og Knútur Emil Jónasson hljómborðsleikari en hann er einnig tónlistarstjóri sýningarinnar.

  • Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 20128

    Fréttir

    Í vor var hleypt af stokkunum norrænu samstarfsverkefni um byggkynbætur. Þar leiða saman hesta sína öll kynbóta fyrirtæki sem sinna byggkynbótum á Norður-löndunum og tveir háskólar, LbhÍ og Kaupmannahafnar-háskóli. Landbúnaðar ráðuneyti allra landanna leggja til fjármagn til verkefnisins auk þess sem fyrirtækin sjálf greiða helming af öllum kostnaði. Umsýsla er síðan í höndum Norræna genbankans (NordGen).

    Megináherslan í verkefninu er á að treysta grunninn fyrir kynbætur á byggyrkjum sem þola helstu sjúkdóma og meindýr er

    herja á svæðinu og gefa stöðuga og góða uppskeru við breytt veðurfar. Hvert kynbótafyrirtæki, þar með talið LbhÍ, hefur lagt til 30 kynbótalínur og yrki og eru samtals 180 línur í prófun. Þessum línum var sáð í tilraunir hjá öllum kynbótafyrirtækjunum í vor og mátu menn sjúkdómsþol, skriðtíma, strástyrk, legu og uppskeru. Síðan er leitað að merkigenum, sem geta nýst við val á æskilegum eiginleikum í kynbótunum, og munu fyrirtækin deila þeirri þekkingu með sér.

    Magnus Göransson vinnur nú að doktorsverkefni við LbhÍ innan ramma þessa verkefnis og stundar hann nám sitt jafnframt við Lífvísindaháskólann í Ási.

    Landsmarkaskrá kemur í vefútgáfu:

    Tímamót í birtingu búfjármarka Vefútgáfa Landsmarkaskrár er nú komin í loftið. Markar hún tímamót í birtingu búfjármarka hér á landi. Hún á sér langan aðdraganda og var orðin mjög tímabær vegna sívaxandi tölvunotkunar á seinni árum.

    Tölvudeild Bændasamtaka Íslands (áður Búnaðarfélags Íslands) skráði öll mörk í Landsmarkaskrá allt frá 1989 og hafa þrjár slíkar verið gefnar út á prenti, 1989, 1997 og 2004. Nú, 2012, voru gefnar út nýjar markaskrár í öllum markaumdæmum landsins, 17 að tölu, og var þeim dreift fyrir og um réttir í haust. Efni þeirra myndar grunn þessarar vefútgáfu auk þeirra marka sem síðan hafa borist til birtingar frá markavörðum. Framvegis verður hún í stöðugri endurnýjum, ný mörk verða skráð inn jafnóðum og þau berast, og því verður hægt að leita öruggra upplýsinga úr henni eftir þörfum, hvenær sem er. Nýtt forrit hefur nú leyst hið gamla af hólmi.

    Auk markanna er ýmiss konar annar fróðleikur í skránni varðandi fjallskil og notkun marka, þar með um liti plötumerkja að ógleymdum öllum bæjarnúmerum í landinu. Til fróðleiks má geta þess að nú þegar vefútgáfu Landsmarkaskrár er hleypt af stokkunum eru þar samtals 14.700 mörk að frostmörkum meðtöldum.

    Svo sem bent hefur verið á í formálum fyrri Landsmarkaskráa eru eyrnamörkin af norrænum uppruna, hafa verið í notkun allt frá landnámi og tengjast náið nýtingu

    afrétta og annarra sameiginlegra sumarbeitilanda. Ekki er vitað til þess að notkun marka og útgáfa markaskráa sé nokkurs staðar nú á tímum með jafn skipulegum hætti og hér á landi.

    Dr. Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur sem hefur haft umsjón með skráningu og útgáfu marka um nær þriggja áratuga skeið segir að nú sem fyrr hafi samstarfið við markaverðina verið hið ánægjulegasta en þeir eru 22 að tölu.

    „Þetta er mikil framför og Tölvudeild Bændasamtakanna undir stjórn Jóns Baldurs Lorange hefur skilað frá sér prýðilegu verki.“

    Þeir Jóhann Þór Sigurvinsson og Þorberg Þ. Þorbergsson eru

    höfundar hins nýja forrits en Guðlaug Eyþórsdóttir hefur annast alla tölvuskráningu og uppsetningu efnis.

    Vefur landsmarkaskrárinnar, www.landsmarkaskra.is, verður opnaður 30. nóvember nk.

    Aðspurður hvort Landsmarkaskrá verði gefin út í prentútgáfu, eins og fyrri skrár, segir Ólafur það vera í athugun.

    „Ég verð var nokkurs áhuga en ljóst er að upplagið yrði lítið og spurningin er hve mörg eintök seljist“, segir Ólafur, og bætir við að hann vilji gjarnan heyra frá þeim sem hafa áhuga á að eignast prentaða Landsmarkaskrá 2012 (tölvupóstfang: [email protected], símar 563-0300 og 563-0317).

    Dr. Ólafur R. DýrmundssonJón Baldur Lorange

    Nýleg dæmi hafa sýnt að ástæða er til að minna bændur á að gæta að aldursmörkum nautgripa varðandi kjötmat. Einkum á þetta við um ungneytakjöt, þ.e. af nautum, uxum og kvígum á aldrinum 12-30 mánaða, en einnig um kýr.

    Samkvæmt kjötmatsreglugerð-inni (nr. 882/2010) flokkast naut og uxar, eldri en 30 mánaða, sem bolakjöt (merktir Vinnslukjöt N) og kvígur sem kýr (KI U: vel holdfylltir skrokkar af 30-48 mánaða gömlum kúm eða í K-flokka eftir holdfyll-ingu og fitu).

    Flokkun nautgripakjöts eftir aldri og kyni er þessi:

    MK, UK: ungkálfakjöt (yngri en þriggja mán.)

    AK: alikálfakjöt (þriggja til tólf mánaða)

    UN:Ungneytakjöt (naut, uxar, kvígur) 12-30 mánaða.

    N: Bolakjöt (eldri naut og uxar)

    KI U: ungkýr, 30-48 mán. (vel holdfylltar)

    K: kýr, eldri en 30 mán.

    Aldur nautgripa er gefinn upp í mánuðum í reglugerðinni og því er miðað við heilan mánuð við að ákvarða aldur. Gripur sem fæðist í maí 2010 telst 24 mánaða til maíloka 2012 og 30 mánaða til nóvember-loka 2012. Frá og með 1. desember 2012 getur hann ekki flokkast sem ungneyti (UN).

    Einstaklingsmerking nautgripa hefur í för með sér að aldur slátur-gripa liggur ljós fyrir og er ekki lengur matsatriði eftir beinmyndun í brjóski á hátindum brjósthryggjar-liða og útliti skrokks að öðru leyti. Opið aðgengi er á www.huppa.is að grunnupplýsingum, þar á meðal fæðingardegi, um nautgripi eftir ein-staklingsnúmerum. Kjötmatsmenn nýta sér það og ber að sjálfsögðu að fara eftir þeirri skráningu. Að sama skapi geta starfsmenn í kjöt-vinnslum sannreynt aldur sláturgripa við móttöku skrokka.

    Þeirri ábendingu er því komið á framfæri við framleiðendur að fylgj-ast með aldri gripa sinna og áætla sláturtíma í samræmi við ofangreind aldursmörk.

    Stefán Vilhjálmsson, fagsviðsstjóri kjötmatshjá Matvælastofnun

    Aldur sláturgripa:

    Ábending til kúabænda

    Norrænt samstarfsverkefni um byggkynbætur Meistaraprófsverkefni í skógfræði við Norska landbúnaðarháskólann:

    Öflugur skógariðnaður á starfssvæði Norðurlandsskóga á komandi árumBenjamín Örn Davíðsson lauk meistaraprófi í skógfræði frá Norska landbúnaðarháskólanum að Ási í Noregi í maí síðastliðinn. Hann vann lokaverkefni sitt í samstarfi við Norðurlandsskóga, Skógrækt ríkisins, Orkusjóð og Akureyrarbæ en markmið þess var að kanna núverandi og framtíðar viðarmagn rússalerkis og stafafuru á hluta af starfssvæði Norðurlandsskóga. Rannsóknin fór fram í Eyjafirði og Fnjóskadal. Samtals voru 199 mælifletir lagðir út á 38 skógræktarsvæðum. Heildarstærð skógræktarsvæðanna var 936,5 hektarar og var stærsti hlutinn lerkigróðursetningar.

    Fram kemur á vefsíðu Norðurlands skóga að meginmarkmið rannsóknarinnar hafi verið þrjú. Það fyrsta var að reikna út standandi viðarmagn og lífmassa í lerki- og furuskógum sem var plantað á tímabilinu 1983-2010. Annað var að leggja mat á framtíðar standandi viðarmagn og lífmassa sömu svæða. Það þriðja var að finna hvernig skógarauðlind þessa svæðis myndi þróast næstu 60 árin miðað við þrjár mismunandi meðferðir.

    Núverandi skógarauðlind var reiknuð út frá mælingum á skógræktar-svæðunum og hermi líkön voru látin meta framtíðar skógar auðlind út frá mismunandi umhirðu aðgerðum á sömu svæðum. Hermi líkönin voru gerð í forritinu IceForest, sem er áætlanagerðarforrit fyrir skógrækt og Skógrækt ríkisins hefur nýlega fest kaup á.

    Með fyrsta hermilíkaninu „venjuleg grisjun“ var reynt að líkja eftir grisjun eins og hún er framkvæmd í dag. Grisjað var þegar grunnflötur náði 8, 21, 25, 26 eða 27 m2/ha. Grisjunarstyrkur var 30 % af standandi rúmmáli. Fyrir hermilíkan tvö „mikil grisjun“ var grisjað þegar grunnflötur náði 8, 21, 25, 26 eða 27 m2/ha og grisjunarstyrkur var 50 % af standandi

    viðarrúmmáli. Markmiðið með þriðja hermilíkaninu „Fáar grisjanir við háan grunnflöt“ var að grisja sem minnst. Grunnflöturinn þurfti að ná 50 m2/ha og grisjunarstyrkurinn var 30 % af standandi viðarrúmmáli. Skipulagstímabilið var 60 ár, deilt niður í þrjú 20 ára tímabil fyrir öll þrjú hermilíkönin.

    Niðurstaðan björt fyrir skógarbændur norðan heiða

    Helstu niðurstöður verkefnisins voru að standandi rúmmál rannsóknar-svæðisins í dag er 8.161 m3. Áætluð framtíðar heildarframleiðsla svæðisins fyrir hermilíkan eitt er 578.480 m3 og grisjunarmagn er 220.258 m3.

    Áætluð heildarframleiðsla svæðisins fyrir hermilíkan tvö er

    515.608 m3 og grisjunarmagn er 283550 m3.

    Áætluð heildarframleiðsla svæðisins fyrir hermilíkan þrjú af nýtanlegum viði er 426.743 m3 og grisjunarmagn er 4.179 m3.

    Verkefnið nýtist m.a til að styðja við þá útreikninga sem fara nú fram vegna Grímseyjarverkefnisins svokallaða, en þar eru kannaðir möguleikar á því að kynda Grímsey með viðarkurli úr norðlenskum skógum. Með því mætti draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og auka að sama skapi notkun vistvæns innlends orkugjafa. Miðað við þessar niðurstöður má reikna með að framtíðin sé björt fyrir skógarbændur og að öflugur skógariðnaður verði á starfssvæði Norðurlandsskóga áður en langt um líður.

    landbúnaðarháskólann síðastliðið vor, en lokaverkefni hans fjallaði um núverandi og framtíðar viðarmagn rússalerkis og stafafuru á hluta af

    Gaf fjölskyldunni námskeið ískyndihjálp í stað afmælisgjafa„Þetta var alveg meiriháttar enda allir hæstánægðir og ekki spillir fyrir hvað við vorum með góðan leiðbeinanda frá Rauða krossinum, sem talaði mannamál og skýrði allt svo vel út fyrir okkur,“ sagði Hólmfríður Kjartansdóttir á Selfossi. Hún bauð eiginmanni sínum, börnum og barnabörnum yfir fermingaraldri á skyndihjálparnámskeið nýlega á vegum Rauða krossins í Árnessýslu í stað afmælisgjafa.

    „Ég ákvað að gefa engum afmælis gjöf í ár heldur fengu allir gjafabréf á námskeiðið. Ég fór sjálf á svona námskeið í vor á vegum vinnunnar minnar og heillaðist svo mikið þá að ég ákvað að láta slag standa og kaupa svona námskeið fyrir mitt fólk. Ég hvet aðrar fjölskyldur til að gera slíkt hið saman, það þurfa allir að kunna skyndihjálp og geta brugðist rétt við ef eitthvað ber út af eða fólk kemur að slysi eða öðru slíku,“ bætti Hólmfríður við. /MHH

    Fjölskyldan á námskeiðinu. Hólmfríður er sú fjórða til vinstri og eiginmaður hennar Björn Gíslason stendur við hliðina á henni. Þess má geta að allir í fjölskyldunni

  • 9Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 2012

    Veður er engin afsökun

    Sölustaðir:Vinnufataverslun 66°NORÐUR Miðhrauni 11, GarðabæVinnufataverslun 66°NORÐUR Glerárgötu, AkureyriVinnufataverslun 66°NORÐUR Faxafeni, ReykjavíkVefverslun 66north.is

    Það borgar sig að vera vel búinn þegar koma á hlutunum í verk. Flatey kuldagallarnir frá 66°NORÐUR verða á tilboði til 21. desember á aðeins 12.500 kr.

    Kuldagallarnir eru úr slitsterku pólýesterefni, vattfóðraðir með endurskini á skálmum, ermum og mitti, hnepptum brjóstvösum og rennilásum á hliðum.

    Klæddu þig vel 66°NORÐUR

    MILLILIÐALAUS VERSLUN BEINT VIÐ LISTAMANN - THORSVEGI 1 - 112 REYKJAVÍK

    10.000 kr.

    GJAFABRÉF

    DREGIÐ VIKULEGA

    .

    KOMDU OG

    TAKTU ÞÁTT!

    ALLIR SEM KOMA

    Í GALLERÍIÐ EIGA

    MÖGULEIKA Á GJ

    AFABRÉFI AÐ VER

    ÐMÆTI

    10.000 KR. DREGI

    Ð VERÐUR UM EIT

    T GJAFABRÉF Á F

    IMMTUDÖGUM TI

    L JÓLA.

    NÖFN HINNA HEP

    PNU VERÐA BIRT

    Á www.facebook.co

    m/gallerikorpulfss

    tadir

    FALLEGIR LISTMUN

    IR

    HEILLANDI HÖNN

    UN

    OG

    OPIÐ: FIMMTUDAGA KL. 14-21 FÖSTUDAGA KL. 14-18 LAUGARDAGA KL. 12-18 SUNNUDAGA KL. 12-18

    BændablaðiðSmáauglýsingar 56-30-300

  • Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 201210

    Fréttir

    Ég er uppalinn í sveit. Frá níu ára aldri tók ég þátt í flestum hefðbundnum bústörfum og meiri ábyrgð var lögð á herðar mínar eftir því sem ég eltist. En eins og gengur fannst mér stundum biðin eftir því að ég fengi að inna af hendi ýmis störf heldur löng.

    Ég minntist þess stundum á unglingsárum, þegar letin var að drepa mig, hversu áfram ég hafði verið sem barn um að fá að keyra dráttarvélar og sinna vélavinnu. Þegar ég vaknaði grútsyfjaður, fimmtán ára, eldsnemma morguns til að snúa heyi á sumardögum bölvaði ég stundum yfir þeirri dómadags heimsku að hafa vælt út að keyra dráttarvélar þegar ég var barn.

    En það er nú samt svo að börn og unglingar eru sífellt að eltast við einhverjar fyrirmyndir á þessum sviðum sem öðrum. Það var fullorðinslegt að keyra dráttarvélar, snúa og garða, og öllu meiri svipur yfir því en að staulast með hrífu umhverfis flekkinn og laga horn á múgunum. Auk þess fannst manni labbið leiðinlegt og horfði með öfund á þá sem keyrðu dráttarvélarnar. Seinna komst ég reyndar að því að Massey Ferguson 135 er ekki þjálasta tæki sem til er, hvað þá á þýfðum túnum, svo hvíldin sem barnið ég sá í hillingum við að sitja á vélinni var kannski ekki alveg í takt við raunveruleikann.

    En ég var að tala um eftir-væntinguna eftir því að fullorðn-ast og vera tekinn inn í heim hinna fullorðnu. Ekkert var meira full-orðins í mínum huga en að fara í smalamennsku, göngur eins og það heitir á mínum heimaslóð-um. Að fá að ríða fram í gangna-kofa með körlunum, syngja með þeim, vera kannski réttur sopi eða tveir og vera einn af þeim. Þetta dreymdi mig um frá því ég var smá pjakkur.

    Ekki man ég nú hvort fyrstu göngurnar stóðu undir öllum þeim væntingum sem ég var búinn að gera mér í hugarlund. Ég man hins vegar að það var gaman, jafnvel þó að pabbi gengi svo hratt á seinni deginum þegar við vorum í sama plássi, að hann fór langt með að drepa mig. Og þannig hefur það verið flest haust í göngum en á erfiðum stundum hefur einstaka sinnum hvarflað að mér sama hugsun og sumarmorgnana þegar dráttarvélin beið mín. Stundum hef ég, jafnvel timbraður, hugsað með mér að næsta haust sitji ég nú bara heima. En alltaf hefur það bráð af mér, í það minnsta þegar ég er kominn í rjúkandi kjötsúpuna í gangnakofanum.

    Í haust var erfitt í göngum. Þó var það hjóm eitt á mínum heimaslóðum miðað við það sem víða gerðist á Norðurlandi. Þegar ég kom í kofa seinnipart dags í haust minntist ég þess varla að hafa verið jafn þreyttur eftir smalamennsku í aðra tíð. En það var hreinasta húmbúkk miðað við aðra smala sem voru að dögum saman, við að bjarga fé úr fönn. Þó að ég væri þreyttur hvarflaði ekki að mér að barma mér því ég vissi af vinum og kunningjum annars staðar á Norðurlandi sem voru margfalt þreyttari en ég. Þeir myndu samt þurfa að fara aftur af stað strax morguninn eftir. Mér væri því engin vorkunn að mæta aftur að ári. Og næsta haust mun ég mæta aftur, glaður og reifur með lögg á pela, hitta vini mína og syngja með þeim og smala svo fé af fjalli. Ég veit að það munu allir, hversu erfið sem smalamennska hefur verið í haust, líka gera. /fr

    STEKKUR

    Spónaverksmiðjan Fengur er starfrækt í Hveragerði en þar er unninn undirburður úr endur-unnu timbri, þekktur undir merkinu Spónn.is. Einkum er unninn undirburður undir hross en fyrirtækið hefur einnig verið að fikra sig í áttina að því að þjónusta kúa- og kjúklingabændur. Afurðirnar sem Fengur vinnur eru mjög umhverfisvænar auk þess að vera gjaldeyris sparandi en verulegur hluti þess undirburðar sem notaður hefur verið hér á landi er innfluttur.

    Sigurður Halldórsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann segir að upphafið að rekstri Fengs hafi verið að hann hafi, í gegnum önnur verkefni, verið í samskiptum við Gámaþjónustuna og Íslenska gámafélagið. „Ég fór að grennslast fyrir um það timbur sem fellur til hjá þeim vegna þess að ég er hestamaður og það er mikill kostnaður fólginn í undirburði undir hrossin. Á þessum tíma, fyrir efnahagskreppuna, féll gríðarlegt magn af timbri til og mest af því var bara urðað. Ég fór þá að kynna mér endurvinnslu á timbri erlendis, en þar er endurunnið timbur mikið notað við framleiðslu á húshitunarkögglum. Það er sama vinnsluaðferð og við beitum hér hjá Feng, að kurla timbrið, þurrka það og köggla. Á þessum tíma voru flutt inn um 7.000 tonn af undirburði og þegar ég fór að skoða þetta af alvöru leiddi eitt af öðru.“

    Jarðgufan forsenda framleiðslunnar

    Árið 2007 hóf Sigurður tilraunafram-leiðslu með minni vélum sem hann flutti inn og hóf að prófa sig áfram með þurrkun, grófleika efnis og aðra þróun. Sigurður segir að fljótlega hafi komið í ljós að kurl úr endur-unni timbri gæti hentað mjög vel sem undirburður undir hross. „Það tókst að þurrka það mjög vel og

    þess vegna þurrkaði það stíur undir hrossunum mjög vel. Árið 2009 var svo komið að því að hrökkva eða stökkva. Þá fórum við að skoða vélar og fluttum í framhaldinu inn kurl-ara frá Þýskalandi, afar öflugt tæki. Síðan þá hefur mesta þróunarvinnan farið í þurrkunina. Staðsetningin hér í Hveragerði var valin út af jarðguf-unni. Hún er forsenda þess að þetta sé hægt hér á landi að mínu mati. Erlendis er verið að keyra á olíu og það er bara of dýrt hér á landi.“

    Umbúðirnar endurnýttar

    Að sögn Sigurðar er spóna-framleiðslan mjög umhverfisvænn iðnaður. „Við nýtum eins og áður segir jarðgufuna og rafmagn auk þess sem allt kurlið er unnið úr endurnýttu timbri. Þetta er hreint timbur sem skilað er inn til Gámaþjónustunnar. Þeir forvinna það, kurla til að minnka rúmmálið og segla úr því járnaðskotahluti, eins og nagla. Þetta eru mikið vörubretti en einnig ýmist annað timbur. Framleiðslan á þessu ári verður á milli 1.500 og 1.700 tonn en við ætlum okkur að fara upp í 3.000 tonn á næsta ári. Við notum skoska fyrirmynd í kornþurrkun við þurrkunina á timbrinu hjá okkur. Kurlað timbur er breitt út á gólf og svo er blásið heitu loftu upp undir það. Við fáum 140° heita gufu hingað inn og blásturinn sem við náum er um 70° heitur. Þetta er klassísk aðferð við súgþurrkun, sem margir bændur þekkja. Raunar notum við einmitt tvo gamla súgþurrkunarblásara

    til verksins, sem við fengum fyrir lítið hér í nágrenninu.“ Auk þess eru umbúðir fyrirtækisins endurnýtanlegar en viðskiptavinir skila þeim inn og fá fyllt á þær að nýju.

    Sem stendur eru fjórir starfsmenn í fullri vinnu hjá fyrirtækinu en að því er Sigurður segir stendur til að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. Auk þess skapar fyrirtækið afleidd störf í útkeyrslu og öðru. Spónninn er keyrður til viðskiptavina og í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu eru ákveðnir útkeyrsludagar.

    Spónn undir kýr og kjúklinga

    Stefna fyrirtækisins er að auka enn við markaðshlutdeild sína og er unnið að áframhaldandi vöruþróun í því skyni. „ Við höfum meðal annars verið að þróa undirburð í legubása fyrir kýr og sömuleiðis viljum við koma með vöru fyrir kjúklingabændur. Það er nokkur munur á undirburði fyrir hross og kýr, það sem notað er undir kýrnar er fínna efni sem fer betur með júgrin. Við erum búnir að senda á þrjú kúabú hér á Suðurlandi til prufu og við höfum fengið mjög góð viðbrögð við því. Okkur er sagt að það sé minna magn sem þarf að nota undir kýrnar af okkar undirburði en hann þurrki samt sem áður jafn mikið. Við höfum líka farið með efni inn í eitt kjúklingabú og það hefur fengið mjög góð viðbrögð.“

    Góð reynsla í fjósi

    Pétur Guðmundsson og Charlotta Clausen, kúabændur í Hvammi í Ölfusi hafa tekið spón frá Feng í notkun í fjósið hjá sér til reynslu. Í samtali við blaðamann sögðu þau að spónninn reyndist mjög vel. Hann þurrkaði básana vel án þess að nota þyrfti mikið af honum og ekki væri annað að sjá en að hann færi vel með júgur kúnna. /fr

    Endurunnið timbur frá Spónaverksmiðjunni Feng nýtt í undirburð:

    Umhverfisvænn og gjaldeyris-sparandi iðnaður í Hveragerði– tilraunir með undirburð í legubása fyrir kýr lofa góðu

    Kýrnar í Hvammi virðast hæstánægðar með að liggja á spóninum. Myndir / fr

    Sigurður og Pétur ræða um kosti og galla undirburðar undir kýr.

    Menn prófa margt hjá Feng, meðal annars að lita spóninn með jarðlitum. Slíkur spónn hefur meðal annars verið notaður til að skreyta garða.

    Sveitapiltsins draumur

  • Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 2012 11

    VERKIN TALA

    Hafið því samband við sölumenn Vélfangs

    í síma 580 8200 eða með tölvupósti

    á [email protected] sem fyrst og tryggið ykkur

    KUHN á lágmarksverði fyrir 5. janúar.

    - VELDU

    Sjáðu kosti tilboðsins og tryggðu þér hagstætt verð og afhendingu í tæka tíð:

    15% afsláttur af verðlistaverði ef pantað er fyrir 5. janúar 2013

    Vélin er af árgerð 2013

    Kaupandi staðfestir pöntun sína með undirskrift og bindur því ekki lausafé frá rekstri marga mánuði fram í tímann

    Kaupandi gengur frá greiðslu við afhendingu og getur því skipulagt vélakaup fram í tímann

    Verksmiðjuábyrgð gildir til 2014

    Kaupandi fær þá vél sem honum hentar en ekki vél sem orðið hefur útundan í sölu sumarið 2012

    Með hverri seldri vél fylgir sjónauki og LED vinnuljós frá

    KUHN

    ÁRAMÓTATILBOÐ

    VERTU KLÁR

    FRU

    M

    Abbey 200 haugsugaStærð 7.200 ltr., árg. 2005

    Verð:kr. 1.600.000,- án vsk.(kr. 2.008.000,- m/vsk.)

    Alö Quicke Q10.60Ámoksturstækjagálgi, árg. 2004

    Verð:kr. 650.000,- án vsk.(kr. 815.750,- m/vsk.)

    New Holland T6060 Elite

    Stærð 132/142 hestöfl, árg. 09.2007, vinnstundir 7.000Quicke Q55 ámoksturstæki

    Verð:kr. 5.500.000,- án vsk.(kr. 6.902.500,- m/vsk.)

    Til sölunotaðar vélarNánari upplýsingar á

    www.kraftvelar.is

    Dalvegur 6-8201 KópavogurSími 535 [email protected]

    McCormick C105 MaxStærð 100 hestöfl, árg. 04.2006,

    vinnustundir 2.140Stoll Robust 15 ámoksturstæki

    Verð:kr. 4.900.000,- án vsk.(kr. 6.149.500,- m/vsk.)

    Köfunarvörur!

    GSM: 612 5441 • [email protected]

    Köfunarvörur • FatnaðurLeigubúnaður • Viðgerðaþjónusta

    Köfunargallarfrá Hollis og Oceanic.

    Köfunarvestifrá Ocenic, Hollis og Aeris.

    Öndunarfatnaður Vind- og regnheldur fatnaður frá Lavacore

    í karla og kvenna sniði.

    Köfunarúr og tölvur

    Vatnsheld vasaljósVönduð vatnshelt LED og HID vasaljós

    frá 210 til 2000 Lumen.

    held vasaljó

    Hentar bæði

    til sjós og lands!

    Mikið úrval af fylgihlutum til köfunar og sjósunds. Öll verð má sjá á heima-síðunni kofunarvorur.is

  • Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 201212

    Fréttir

    66 þúsund ferðamenn hafa komið á Þorvaldseyri síðan 2011Alls hafa 66 þúsund ferðamenn heimsótt nýju gestastofuna á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum frá því að hún var opnuð í apríl 2011.

    Það sem af er árinu hafa um 44 þúsund ferðamenn komið í heimsókn í stofuna og skoðað sýninguna

    sem þar er um Eyjafjallagosið og afleiðingar þess. „Það er enn vitlaust að gera þrátt fyrir að það sé að koma desember. Við erum að fá að meðaltali 100 ferðamenn á dag, sem hlýtur að teljast gott á þessum árstíma,“ sagði Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri. /MHH

    Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa á Akureyri:

    Bændur að endurheimta bjartsýni og farnir að huga að fjárfestingum

    Rúið inn að skinni í Laxárdal– faðir kennir syni réttu handbögðin við sauðfjárrúninginnJóhann Ragnarsson Laxárdal við Hrútafjörð, stjórnarmaður í Landssambandi Sauðfjárbænda, var í rúningsvinnu þegar tíðindamaður Bændablaðsins kom þar við fyrir síðustu helgi. Jóhann og sonur hans Ármann Ingi voru í fjárhúsunum að taka ullina af kindunum eins og flestir sauðfjárbændur á þessum árstíma. Þeir feðgar voru á síðasta tugnum af 900 kindum sem í húsunum eru. Var Jóhann að kenna 15 ára syninum handbrögðin.

    Þegar Ármann Ingi Jóhannsson hafði rúið fyrstu kindina var hann fljótur að taka þá næstu, en þeir feðgar hafa þann háttinn á að Ármann Ingi sækir kindina og Jóhann klippir. Voru feðgarnir röskir og fljótt komnir á bolinn við rúninginn þrátt fyrir að ekkert sérstaklega mikill hiti hafi verið í fjárhúsunum.

    Næst var að gefa í gjafagrindurnar, en margir sauðfjárbændur eru búnir að útbúa gjafagrindur sem taka heila rúllu í senn og dugir 70 kindum í þrjá til fjóra daga. Fyrst er krækt í rúlluna og hún hífð upp undir loft og rennt á svokölluðum „hlaupaketti“ að þeirri gjafagrind sem á að setja rúlluna í. Þar er skorið utan af henni, jafnað

    út um grindina og lítið þarf að koma nálægt þessum 70 kindum næstu 3-4 sólahringana. /HLJ

    Hólmgeir Karlsson, framkvæmda-stjóri Bústólpa, segir að rekstrar-umhverfi bæði bænda og fyrir-tækis ins hafi verið erfitt allt frá banka hruni, gríðar legar hækkanir hafi orðið á aðföngum og erfiðara sé um vik nú en áður varðandi fjár-mögnun og innheimtu. „Það er því gleðilegt að bændur eru byrjaðir að endurheimta bjartsýni sína og farnir að huga að fjárfestingum og endurnýjun til að tryggja og bæta rekstur sinn,“ segir hann.

    Hólmgeir segir að með fræðslu-fundinum hafi Bústólpi viljað gefa bændum tækifæri til að kynna sér nýjungar í tækniþróun „og jafnframt að vinna með þeim að hugmyndum um hvernig best er að standa að endurbótum þannig að þær skili sem mestum ávinningi bæði fyrir reksturinn og eins vinnuumhverfi bóndans“.

    Völdum sókn í stað varnarleiks

    Hólmgeir segir að Bústólpamenn hafi ekki setið auðum höndum þau ár sem liðin eru frá hruni, en mikil endurnýjung hafi átt sér stað á öllum búnaði við kjarnfóðurframleiðsluna. „Við stóðum einfaldlega frammi fyrir því að leika varnar leik eða fara í sókn og við völdum síðari kostinn,“ segir hann. Í kjölfar fjár festinga hafi fyrirtækinu tekist að styrkja samkeppnis stöðu sína verulega og geti nú boðið fóður af meiri og jafnari gæðum en áður. Þá hafi framleiðsluafköst verksmiðjunnar tvöfaldast, „og með því höfum við náð verulegu hagræði í okkar rekstri,“ segir hann og bætir við að á sama tíma hafi framlegð við fóður sölu farið lækkandi enda verið ógerlegt að setja allar hækkanir á aðföngum út í verðlagið.

    Trúum á framtíð landbúnaðarins

    Þá segir Hólmgeir að jafnhliða hafi verið unnið hörðum höndum að því að styrkja stöðu fyrirtækisins varðandi aðra þjónustu við bændur, m.a. í sölu á rekstrarvörum og hafi sá liður

    vaxið einna mest undanfarin ár. „Með því móti náum við að lifa við lægri framlegð af fóðurframleiðslunni sem þó er áfram okkar kjarnastarfsemi. Við trúum á framtíð landbúnaðarins og matvælavinnslunnar og treystu því að við sem þjóð munum standa vörð um hana til framtíðar. Um leið lítum við á Bústólpa sem mikilvægan hlekk í landbúnaðar- og matvælavinnslu á svæðinu.“

    Að sögn Hólmgeirs hefur velta Bústólpa og umsvif vaxið verulega síðastliðin ár, en félagið var árið 2011 valið af Creditinfo eitt af „Framúrskarandi fyrirtækjum“ þess árs. „Við höfum verið lánsöm með okkar ákvarðanir og erum þakklát fyrir það traust sem bændur hafa sýnt okkur í gegnum þessa erfiðu tíma,“ segir Hólmgeir. „Við sjáum vaxtarbrodd í því að vinna þétt með bændum að þeim mikilvægu málum sem við höfum verið að kynna fyrir þeim.“ /MÞÞ

    Frá fræðslufundi Bústólpa. Myndir / MÞÞ

    Hólmgeir Karlsson.

    170 kótelettur steiktar í 6 kílóum af smjöriDalakofinn á Laugum í Reykjadal bauð til kvöldverðar nú nýverið þar sem félagar úr Kótelettufélagi Íslands steiktu kótelettur ofan í gesti veitingastaðarins og var hráefni, meðhöndlun og eldun að hætti Kótelettu félagsins. Kóteletturnar voru barðar og steiktar upp úr smjöri og raspi. Þær voru síðan bornar fram með brúnuðum kartöflum, rabarbarasultu, rauðkáli og grænum baunum, eins og vera ber.

    Birgir Þór Þórðarson segir við vefmiðilinn 641.is að félagar í Kótelettufélaginu hafi steikt 170 kótelettur ofan í gesti Dalakofans og notað aðeins besta fáanlega hráefni við eldamennskuna, en aðeins kjöt af dilkum sem flokkast hefur í E3+ eða meira uppfyllir gæðakröfur Kótelettufélagsins. Kóteletturnar voru steiktar upp úr 6 kílóum af smjöri og brauðraspi.

    Ströng inntökuskilyrði

    Kótelettufélagið var stofnað fyrir tveimur árum og á þeim tíma hefur það vakið þó nokkra athygli. Félagið hefur efnt til kótelettukvöldverða fyrir hin ýmsu samtök. Kótelettufélagið eldaði td. fyrir hjartasjúklinga nýlega og að sjálfsögðu eru eldaðar kótelettur á öllum matarfundum félagsins. Mjög ströng inntökuskilyrði eru í félagið og þurfa áhugasamir að fá samþykki tveggja aðalfunda til þess að fá aðild að félaginu. Á milli aðalfundar eru áhugasamir í nokkurs konar aðlögun að félaginu. Það fer svo eftir því hvernig aðlögunin gengur hvort viðkomandi verður samþykktur sem fullgildur meðlimur félagsins á seinni aðalfundinum.

    Kótelettufélag Íslands hefur enn fremur verið virkt í málefnum sauðfjárbænda og sent frá sér ýmsar ályktanir sem vakið hafa athygli. Sem dæmi vakti allnokrka athygli ályktun um það þegar félagið

    hvatti sauðfjársæðingastöðvar til að bjóða bændum upp á að nota hrúta sem gefa lengri hrygg. Einnig ályktaði félagið í kjölfar sýningar myndar Herdísar Þorvaldsdóttur um sauðfjárbeit fyrr í haust.

    Birgir Þór Þórðason og Ásdís Sigfúsdóttir skammta kótelettur á disk Finns Baldurssonar í Dalakofanum.

    Ármann Ingi Jóhannsson í Laxárdal lærir hvernig best er að bera sig að við rúning sauðfjár af Jóhanni Ragnarssyni föður sínum. Myndir / HLJ

    Jóhann kann sannarlega til verka.

    Gjafagrindur sem taka heilar hey-

    sparar ófá handtök í fjárhúsunum.

    Gestastofan á Þorvaldseyri sem segir frá gosinu í Eyjafjallajökli. Mynd / MHH

    BændablaðiðSmáauglýsingar 56-30-300Hafa áhrif um land allt!

  • Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 2012 13

    Léttar, öflugar og ódýrar hliðgrindurHentugar fyrir bændur og veiðifélög

    Tekið er við pöntunum á [email protected] og [email protected]ýsingar í síma 899 1776 og 669 1336.

    Stærri gerð: Breidd 4,27 m, hæð 1 m. Þéttir möskvar.Verð: 1 stk. kr. 24.900. 2-5 stk. kr. 21.900. 6 stk. eða fleiri kr. 19.900.

    Minni gerð: Breidd 1,50 m, hæð 1 m.Verð 1 stk. kr. 14.900. 2-5 stk. kr. 11.900. 6 stk. eða fleiri kr. 9.900.

    Verðið er án VSK

    Verðið er án VSK

    Aurasel ehf.

    Dalvegi 6-8201 KópavogurSími 535 [email protected]

    NEW HOLLANDGóður kostur

    T5000 línan af New Holland dráttarvélum á sérlega hagkvæmu verði.

    Verð frá kr. 6.960.000,- án vsk.(kr. 8.734.800,- m/vsk).

    Hitaveitu & gasskápar

    Blikksmiðjan Vík ehf / Skemmuvegur 42, 200 Kópavogi / kt. 4309850279 / Sími: 557-1555 / [email protected]

    fyrir sumarbústaði og heimili

    Gæði • Þjónusta • ÖryggiHitaveituskáparVið sérsmíðum og eigum líka hitaveitukassa á lager. Einnig smíðum við mikið af kössum á kerrur, bíla ofl. Fáanlegir í mörgum litum.

    GasskáparEigum gasskápa á lager. Læsanlegir og smíðaðir úr áli.

    Láttu ekki stela af þér kútunum!

    bifreidar.is - 577 4777

    FORD Explorer sport trac 4x4.Árgerð 2007,ekinn 150 Þ.KM, allt lang-keyrsla, smurbók frá upphafi, bensín, sjálf-skiptur. Verð 2.350. þús Rnr.105572.

    Vökvunarbúnaður fyrir ræktunarsvæði í mörgum útfærslum

    Hákonarson ehf. s. 892-4163, netfang: [email protected] vefslóð: www.hak.is

    Sjálfvirk slöngukefli eða lausar slöngur með kúplingum.Sjálfsogandi, traktorsdrifnar dælur.

    Bensínknúnar dælur með Honda mótorum, allt að 4”Dieseldrifnar dælur í mörgum stærðum.

  • Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 201214

    Undirbúningur að stofnun nýs fyrirtækis á landsvísu um ráðgjafar þjónustu fyrir bændur er nú í fullum gangi. Eiríkur Blöndal, framkvæmda stjóri BÍ og stjórnar-formaður hins nýja félags, fer fyrir stjórninni sem auglýsir nú eftir framkvæmdastjóra og fleiri starfsmönnum. Nýja félagið tekur formlega til starfa um næstu áramót en meðal fyrstu verka nýrra stjórnenda verður að byggja upp öflug fagteymi sem starfa um allt land.

    Eiríkur Blöndal segir að stjórnin sé búin að halda þrjá formlega fundi og búið sé að gera starfslýsingar fyrir stjórnunarstörfin í nýja fyrirtækinu. Þrír fagstjórar verða ráðnir en þeir fara fyrir málefnum búfjárræktarinnar, nytjaplantna og sviði rekstrar, hlunninda og nýbúgreina. Einnig er búið að auglýsa á vefnum störf starfsmanna- og fjármálastjóra og verkefnisstjóra þróunar og samskipta. „Á næstu dögum munu eiga sér stað viðræður milli nýja félagsins og framkvæmdastjóra búnaðarsambandanna um það hvernig starfsmannamálum verður nánar háttað. Starfsmenn, sem líklega flytjast yfir í hið nýja félag, fengu tölvupóst þar sem þeir voru beðnir um að gefa upp sínar óskir

    eða væntingar um það á hvaða fagsviði þeir vilja helst starfa,“ segir Eiríkur.

    Starf framkvæmdastjóra er auglýst í blaðinu í dag á síðu 21 en gert er ráð fyrir að umsækjendur um hin störfin sé fyrst og fremst að finna innan þeirra félaga sem nú sameina krafta sína í nýrri ráðunautaþjónustu. „Það er þannig að hér er fyrst og fremst um að ræða endurskipulagningu á fyrirkomulagi og þess vegna er aðeins auglýst eftir framkvæmdastjóranum á vinnumarkaðnum öllum, en auðvitað kemur einnig til greina að ráða utanaðkomandi fólk í hin störfin ef það þykir til framdráttar fyrir félagið,“ segir Eiríkur. Umsóknarfrestur um starf framkvæmdastjóra er til 10. desember, en um hinar stöðurnar til 5. desember.

    Markmiðið að dreifa ábyrgðarstörfum um landið

    Að sögn Eiríks er það markmið stjórnar að ábyrgðarstöður innan fyrirtækisins dreifist á starfsstöðvar um landið. „Það er ekki enn fastsett hvort starfsstöð framkvæmdastjóra verður á Akureyri, Hvanneyri eða Selfossi. Þegar umsóknir liggja fyrir verður það einfaldlega metið hvernig ná megi fram markmiðum um dreifingu ábyrgðarstarfa og hið faglega starf fyrirtækisins,“ segir Eiríkur. Á þeim tíma sem liðið hefur frá aukabúnaðarþinginu hafa borist fjölmargar ábendingar sem eru verðmætar fyrir hið nýja fyrirtæki að sögn Eiríks, m.a. lýsingar á því hvernig mismunandi verkefnum verður best fyrir komið í nýju félagi. „Auðvitað koma

    Ráðunautaþjónusta bænda sameinuð á landsvísuAuglýst eftir framkvæmdastjóra hins nýja félags

    Á aukabúnaðarþingi 29. október var samþykkt eftirfarandi ályktun um framtíðarskipan leiðbeiningaþjónustu bænda:Búnaðarþing – aukaþing 2012 samþykkir að stofna félag um leiðbeinin-gaþjónustu bænda. Félagið verði í eigu Bændasamtaka Íslands, en með sjálfstæðri stjórn og fjárhag. Stjórn félagsins skulu skipa framkvæmda-stjóri BÍ auk fjögurra fulltrúa sem þingið velur. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. Umboð stjórnar gildir til búnaðarþings 2013. Þingið felur stjórninni að ljúka nauðsynlegri undirbúningsvinnu og samningagerð til að starfsemi félagsins geti hafist í byrjun næsta árs. Búnaðarþing heimilar stjórn BÍ framsal fjármuna af búnaðargjaldi samtakanna og aðra fjármuni til stofnunar og rekstrar. Búnaðarþing – aukaþing 2012 felur stjórn og starfsmönnum hins nýja félags að leggja áherslur í starfi og uppbyggingu þess. Í þeirri vinnu verði m.a. tekið mið af þeim greiningum og tillögum sem fram hafa komið á fyrri stigum.

    þeim mannauði sem félög bænda eiga, segir Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri BÍ og stjórnarformaður nýrrar leiðbeiningaþjónustu bænda. Myndir / Áskell Þórisson

    Stjórn nýja félagsinsEiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri BÍ og stjórnarformaður nýs félagsGuðbjörg Jónsdóttir, bóndi á LækGuðmundur Bjarnason, bóndi á SvalbarðiGuðný H. Jakobsdóttir, bóndi í Syðri-Knarrartungu Sveinn Sæland, bóndi á Espiflöt.Varamenn eru Björn Halldórsson bóndi á Akri, Guðrún Lárusdóttir bóndi í Keldudal, Jóhannes Sveinbjörnsson bóndi í Heiðarbæ og Sindri Sigurgeirsson bóndi í Bakkakoti.

    Ferðaþjónustubændur eru dug-legir að viðhalda og efla þekkingu innan sinna raða. Á föstudaginn síðasta var haldin árleg upp-skeruhátíð Ferðaþjónustu bænda sem var eins og fyrr blanda af menntun og skemmtun. Um morguninn var haldin þétt setin ráðstefna undir yfirskriftinni „Nýjar áskoranir – ný tækifæri“ þar sem fluttir voru áhugaverðir fyrirlestrar um málefni greinar-innar.

    Gæðamál voru áberandi í dag-skránni en m.a. var rætt um gæða-kerfið Vakann og tækifæri ferða-þjónustubænda í þeim efnum. Þá var haldinn fyrirlestur um skatta-mál, endurmenntun, eldamennsku og húmor í samskiptum og þjón-ustulund.

    Um kvöldið fóru bændur í veislubúninginn og fögnuðu góðu ári sem hefur einkennst af vexti og blómlegum viðskiptum.

    Skrifstofa Ferðaþjónustu bænda veitti 6 bæjum innan

    samtakanna viðurkenningar á uppskeruhátíðinni. Í flokknum Framúrskarandi ferðaþjónustubær 2012, þar sem veitt er viðurkenning fyrir einstaka frammistöðu á árinu þar sem matið byggist m.a. á umsögnum gesta og erlendra ferðaskrifstofa, fengu eftirfarandi viðurkenningu: Lea Helga og Marteinn í Hest-heimum í Ásahreppi, Eyja Þóra og Jóhann á Hótel Önnu á Moldnúpi og Fríða og Guðmundur á Kirkjubóli í Bjarnardal.

    Í flokknum Hvatningarverðlaun Ferðaþjónustu bænda 2012 fengu eftirfarandi viðurkenningu: Arnheiður og Guðmundur á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði, Björg og Snæbjörn í Efstadal við Laugarvatn og Arngrímur Viðar á Gistiheimilinu Álfheimum á Borgarfirði eystri. Hvatningaverðlaunin eru veitt félagsmönnum fyrir einstaka og vel útfærða hugmynd og frumkvæði að uppbyggingu í ferðaþjónustu sem miðar að skemmtilegri og innihaldsríkri upplifun fyrir gestina.

    Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda:

    Nýjar áskoranir og tækifæri í ferðaþjónustu– gæðamálin eru efst á baugi

    Sævar Skaptason og Hugrún Hannesdóttir starfsfólk FB.

    Helga Jónsdóttir og Benedikt Hrafnkelsson í Svartaskógi.

    Björgvin Jóhannesson, Halla Rós Arnarsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir á Höfðabrekku.

    Emilía Sturludóttir og Gunnar Norðdahl frá Hróarslæk.

    Elín Viktorsdóttir gæðastjóri FB og Erna Hauksdóttir framkv.stj. SAF.

    Framúrskarandi ferðaþjónustubæir 2012. Einar á Hótel Önnu á Moldnúpi, Lea Helga í Hestheimum og Fríða og Guðmundur á Kirkjubóli í Bjarnardal.

    Hvatningarverðlaun Ferðaþjónustu bænda 2012. Guðmundur og Arnheiður

    Myndir / TB & Elsa Ágústa

  • Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 2012 15

    HV

    ÍTA

    SIÐ

    / S

    ÍA -

    12

    -23

    67

    GleðistundirAðventan og undirbúningur jólanna er tími til að gleðjast

    með vinum og vandamönnum. Á slíkum gleðistundum eru ostarnir og ostakökurnar ómissandi.

    ms.is

    Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300Dreift í 25 þúsund eintökum á 340 dreifingarstaði og 4.000 býli á Íslandi

    upp í þessu samhengi fjölmörg álitamál og það er okkar verkefni að greiða úr þeim. Það er mikilvægt að við náum þeim markmiðum sem búnaðarþing hefur sett og mótuð hafa verið í áframhaldandi starfi stýrihópsins og nú stjórnar leiðbeiningaþjónustunnar“.

    Auka þarf tekjur af sérhæfðri ráðgjöf

    Í upplýsingum sem stjórn nýja félagsins hefur gefið út er lögð mikil áhersla á að markmiðum búnaðarlaga verði náð með sameiningunni og að fyrirtækið sé þannig upp byggt að það geti staðið af sér hugsanlegar breytingar á búnaðargjaldi. Þar segir jafnframt að vegna skertra fjárframlaga og aukinna krafna um sérhæfingu sé nauðsynlegt að auka sölu á sérhæfðri ráðgjöf. Í sameinuðu fyrirtæki verður lögð aukin áhersla á góða verkefnastjórnun, þar sem landið allt verður starfssvæði ráðunautanna. Komið hefur fram að þegar hafi verið tekið frá fjármagn til þess að efla markvissa endurmenntun í fyrirtækinu, m.a. með tengingu við LbhÍ. Þá verða skoðuð sérstaklega þau sóknarfæri sem felast í að sækja erlenda ráðunauta til samstarfs og einnig leitað leiða til að auka ráðgjafarstarf fyrirtækisins á erlendum vettvangi.

    Markmiðið að búa til fyrsta flokks ráðgjafarfyrirtæki

    „Ákveðið var að leita til starfsfólks um hugmyndir að nafni, en stjórnarmenn voru á einu máli um að nafnið þurfi að vísa sterkt til þess að fyrirtækið verður fyrir bændur og í eigu bænda. Það er sérlega mikilvægt þegar sameinuð leiðbeiningaþjónusta tekur til starfa að bændur vinni að því markmiði með starfsfólki að búa til ráðgjafarfyrirtæki sem stendur undir væntingum og sé fyrsta flokks. Við sem vinnum að sameiningunni viljum aðlaga leiðbeiningaþjónustuna að kröfum og þörfum bænda og samfélags. Markmiðið er að viðhalda öflugri ráðunautaþjónustu með þeim mannauð sem félög bænda eiga. Það eru mikil tækifæri til sóknar í landbúnaði en það eru starfandi bændur og ráðunautar sem þurfa að leiða þá sókn. Með þessum aðskilnaði á faglegri ráðunautaþjónustu og hagsmunagæslu eru línurnar skerptar í þessum efnum. Ráðunautaþjónustan hefur alltaf verið þýðingarmikil fyrir landbúnaðinn og verður það áfram,“ segir Eiríkur Blöndal.

    Markmið nýrrar leiðbein-ingaþjónustu bænda

  • 16 Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 2012

    „Það er algjörlega óraunhæft að örmerkja allan mink á búunum“– segir Einar Eðvald Einarsson, bóndi á loðdýrabúinu Urðarketti á Syðra-Skörðugili í Skagafirði um ályktun ÆðarræktarfélagsinsEinar Eðvald Einarsson, Landsráðunautur í loðdýrarækt og bóndi á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, segir ályktanir Æðarræktarfélags Íslands á síðasta aðalfundi vera algjörlega óraunhæfar, meðal annars um að allir búrminkar verði örmerktir. Þá sé fjarstæða að minkur sé að sleppa úr búrum eins og haldið hefur verið fram.

    Í ályktun Æðarræktarfélagsins segir meðal annars:

    „Tryggja verður að reglur um minkabú og eftirfylgni með þeim séu með þeim hætti að minkar sleppi ekki með nokkru móti úr búrum og húsum minkabúa út í náttúruna. Enn fremur að minkabú taki þátt í kostnaði við útrýmingu minks á meðan minkar finnast í landinu og taki þar með að hluta þátt í að bæta það tjón sem leiðir af starfseminni. Sem lið í virku eftirliti með loðdýrabúum verði örmerkt í framtíðinni. Það eru miklir hagsmunir æðarbænda og íslenskrar náttúru að þetta innflutta aðskotadýr hverfi af landinu.“

    Einar segir að Æðarræktarfélagið vilji ekki að nein minkarækt sé í landinu. Félagið sé sífellt að horfa til upphafs minkaræktar á Íslandi þegar búin voru ófullkomin og búrin gerð úr lélegum efnum sem minkur hafi verið að sleppa úr. Staðan hafi gjörbreyst samhliða því að minkarækt hafi eflst.

    Samtals 40.888 minkalæður í búum á landinu öllu

    Nú eru um 40.888 minkalæður í minkabúum á landinu öllu sam-kvæmt upplýsingum frá Einari. Þar af eru 19.575 læður á Norðurlandi, 11.356 læður á Suðurlandi, 2.876 læður í Vopnafirði og 7.081 læða á öðrum stöðum á landinu. Af ein-stökum svæðum er Skagafjöður með flestar minkalæður á þessu ári, eða 15.800 dýr.

    Búrin orðin vönduðog dýr sleppa ekki

    „Í dag eru búrin úr ryðfríum efnum og endast í það óendanlega en ekki eins og þekktist áður þegar jafnvel var verið að nota hænsnanet í búrin. Þá er gerð úttekt á búunum af eftirlitsmönnum á hverju ári þar sem þau eru tekin út og vandlega farið yfir þessi mál. Það er fullkomlega nægjanlegt að mínu mati.

    Það er algjör fjarstæða að dýr séu að sleppa úr búrunum í dag þó é