erghdgolf.net/ghd-skyrsla.pdf · 2016. 9. 8. · einnig er hugsanlegt að sala eigna ghd í...

17
SAMANBURÐUR VALKOSTA Framtíð golfaðstöðu í Dalvíkurbyggð A. ENDURNÝJUN ARNARHOLTSVALLAR B. GERÐ NÝS GOLFVALLAR Í BREKKUSELI edwinroald.com JANÚAR 2016 A B ER

Upload: others

Post on 01-Jan-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: ERghdgolf.net/GHD-skyrsla.pdf · 2016. 9. 8. · Einnig er hugsanlegt að sala eigna GHD í Arnarholti, með húsi, geri klúbbnum kleift að leggja til nokkra tugi milljóna, sem

SAMANBURÐUR VALKOSTA

Framtíð golfaðstöðu í

Dalvíkurbyggð

A. ENDURNÝJUN ARNARHOLTSVALLARB. GERÐ NÝS GOLFVALLAR Í BREKKUSELI

edwinroald.com

JANÚAR 2016A B

ER

Page 2: ERghdgolf.net/GHD-skyrsla.pdf · 2016. 9. 8. · Einnig er hugsanlegt að sala eigna GHD í Arnarholti, með húsi, geri klúbbnum kleift að leggja til nokkra tugi milljóna, sem

Edwin RoaldGolfvallaarkitekt [email protected]

3

Golfklúbburinn Hamar, Dalvík (GHD) heldur úti níu-holna golfvelli og æfingasvæði í Arnarholti í Svarfaðardal, um sjö kílómetra frá Dalvík. Til umræðu hefur komið að gerður verði nýr golfvöllur innan fólkvangs við rætur skíðasvæðis Dalvíkurbyggðar í Brekkuseli, m.a. til að gera golfvöll sveitarfélagsins aðgengilegri, stuðla að aukinni hagkvæmni í rekstri golfklúbbs og skíðafélags, sem þegar vinna náið saman, og auka gæði.

Óskað hefur verið eftir úttekt á þessari hugmynd til að skera úr um hvort skynsamlegra sé að halda áfram uppbyggingu golfvallar í Arnarholti eða ráðast í gerð nýs vallar í Brekkuseli. Hún er lögð fram hér.

Til að svara þessu hafa ákveðin markmið verið skilgreind. Til að þeim megi ná þarf að fjárfesta í Arnarholtsvelli fyrir um 160-210 milljónir króna, m.a. til að reisa varnargarða meðfram Svarfaðardalsá. Eigi að síður er erfitt að segja til um hversu miklu endurnýjun vallarins raunverulega skilar, því staðsetning hans gagnvart æskulýðsstarfi og plássleysi er illyfirstíganlegt.

Áætlaður kostnaður við gerð nýs golfvallar í Brekkuseli er 145-185 milljónir króna. Einnig er hugsanlegt að sala eigna GHD í Arnarholti, með húsi, geri klúbbnum kleift að leggja til nokkra tugi milljóna, sem gæti þýtt að fjármagnsþörf verkefnisins lækki niður í 105-165 milljónir króna. Gerð er tillaga um að dreifa kostnaði yfir sex ára tímabil.

Færsla golfvallarins í Brekkusel er ekki síst hagstæðari þar sem húsnæði og bílastæði er þar þegar til staðar auk safnlóns og dælustöðvar sem nýst geta til vatnsöflunar fyrir vökvunarkerfi, sem ekki er að finna í Arnarholti.

Enn fremur, þá er ávinningur GHD og Dalvíkurbyggðar meiri af færslu golfvallarins inn í þéttbýlið. Líklegra er að markmið um gæði golfvallar náist og að samnýting lands, mannvirkja og innviða kalli fram margvísleg samlegðaráhrif í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfs, útivistar, lýðheilsu, grænna svæða og ferðaiðnaðar.

Fáist fjármunir til framkvæmda, þá er þeim betur varið til uppbyggingar á nýjum golfvelli í Brekkuseli, sem skipulagður er á forsendum fjölnota útivistarsvæðis í hjarta Dalvíkurbyggðar, en til áframhaldandi uppbyggingar í Arnarholti, miðað við óbreyttar forsendur þar.

Til vinstri:Frá Arnarholtsvelli.

Gerð nýs golfvallar kostar almennt minna en allsherjar endurnýjun. Þessi samanburður á við hér.

SAMANTEKT

Page 3: ERghdgolf.net/GHD-skyrsla.pdf · 2016. 9. 8. · Einnig er hugsanlegt að sala eigna GHD í Arnarholti, með húsi, geri klúbbnum kleift að leggja til nokkra tugi milljóna, sem

5

Bls.

Forsendur samanburðar 6

A. ENDURNÝJUN ARNARHOLTSVALLAR 8Völlurinn og svæðið 10Hvað þarf að gera í Arnarholti? 12Kostnaður við endurnýjun Arnarholtsvallar 14

B. GERÐ NÝS GOLFVALLAR Í BREKKUSELI 16Forsendur landnotkunar 18Drög að brautaskipan og legu stíga 20Kostnaður við nýjan völl 22

Niðurstöður og tillögur 24Rökstuðningur; Ávinningur af færslu vallar 26

Hefur starfað sjálfstætt sem hönnuður golfvalla og ráðgjafi síðan 2002, eftir að hafa hlotið í sérmenntun í faginu frá European Institute of Golf Course Architects, EIGCA.

Situr í stjórn EIGCA sem formaður nefndar um sjálfbæra þróun.

Hefur hannað og/eða veitt ráðgjöf í sjö löndum.

Situr í stjórn Norræna grasa- og umhverfisrannsóknasjóðsins STERF.

Er viðurkenndur vottunaraðili fyrir sjálfbærnivottunina GEO Certified.Nánar á golfenvironment.org.

Hefur hlotið stuðning R&A í St. Andrews, sem fer með yfirstjórn málefna golfhreyfingarinnar utan Bandaríkjanna og Mexíkó, við endurskoðun hugmynda um holufjölda á golfvöllum. Nánar á why18holes.com.

Vann að umfangsmikilli endurnýjun og endurskipulagningu Jaðarsvallar á Akureyri á árunum 2004-2014.

Hefur undanfarin ár hannað og haft umsjón með gerð nýs golfvallar og útivistarsvæðis í Hólsdal, Siglufirði.

Frekari upplýsingar á edwinroald.com.

Skýrsla þessi er unnin fyrir Golfklúbbinn Hamar. Megintilgangur hennar er að skera úr um hvort skynsamlegra sé að halda áfram uppbyggingu golfvallar í Arnarholti eða ráðast í gerð nýs vallar í Brekkuseli.

Til vinstri:Skíðaskálinn Brekkusel, neðst í Böggvisstaðafjalli.

HÖFUNDUR

EFNISYFIRLIT

© Edwin Roald 2015. Opinber birting er heimil.

Page 4: ERghdgolf.net/GHD-skyrsla.pdf · 2016. 9. 8. · Einnig er hugsanlegt að sala eigna GHD í Arnarholti, með húsi, geri klúbbnum kleift að leggja til nokkra tugi milljóna, sem

Golfklúbburinn Hamar, Dalvík (GHD) heldur úti níu-holna golfvelli og æfingasvæði í Arnarholti í Svarfaðardal, um sjö kílómetra frá Dalvík. Til umræðu hefur komið að gerður verði nýr golfvöllur innan fólkvangs við rætur skíðasvæðis Dalvíkurbyggðar í Brekkuseli, m.a. til að gera golfvöll sveitarfélagsins aðgengilegri, stuðla að aukinni hagkvæmni í rekstri golfklúbbs og skíðafélags, sem þegar vinna náið saman, og auka gæði.

Óskað hefur verið eftir úttekt á þessari hugmynd, sem hér er lögð fram, til að skera úr um hvort skynsamlegra sé að halda áfram uppbyggingu golfvallar í Arnarholti eða ráðast í gerð nýs vallar í Brekkuseli.

Tilgangur þessarar skýrslu er að taka afstöðu, en til þess er gagnlegt að skilgreina væntingarnar, svo hámarka megi þann

Samgöngur, ferðamáti og tími, kostnaður #aðgengiMöguleikar á að halda úti öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi #notagildiOrkunotkun og útblástur #náttúruverndAðgengi annarra en kylfinga, blönduð notkun #samnýting

Ráða mestu um stofn- og rekstrarkostnað m.t.t. gæða #efnahagurVerður völlurinn nógu auðveldur á fótinn svo höfða megi til fólks á öllum aldri? #lýðheilsaHversu góður/skemmtilegur getur völlurinn orðið? #gæðiGetur völlurinn orðið aðdráttarafl fyrir gesti, innlenda og erlenda? #ferðaþjónusta

76

N500 m 1 km 2 km

SVARFAÐARDALSÁ

DALVÍK

Golfklúbburinn Hamar hefur sýnt því áhuga á að flytja starfsemi sína úr Arnarholti í Svarfaðardal og yfir í Brekkusel, sem er

steinsnar frá þéttbýliskjarnanum á Dalvík. Mynd tekin úr loftmyndagrunni Google.

Aku

reyr

i

Fjallabyggð

#ávinningurmargþætta ávinning sem golfvellir geta skilað út í samfélagið. Þessum atriðum er ætlað að gegna hlutverki eins konar gleraugna sem brugðið er á nefið við samanburð á þessum tveimur kostum. Hér eru nokkur lykilorð:

• Að golfvöllur, æfingasvæði og tengd aðstaða sam-ræmist því umhverfi sem Golfklúbburinn Hamar (GHD), íþróttafélag sem nú er komið í fremstu röð á landsvísu, óskar eftir að starfa í.

• Að golfvöllur og æfingasvæði GHD standist saman-burð við það sem best gerist á Norðurlandi, m.t.t. þeirrar þróunar sem nú er að verða í golfvallamálum landsfjórðungsins.

• Að golfvöllur Dalvíkur verði aðdráttarafl fyrir bæinn.

FORSENDUR SAMANBURÐAR

STAÐSETNING

STAÐHÆTTIR

Arnarholtsvöllur9-holna golfvöllur GHD, 19 ha.

Brekkusel og BöggvisstaðafólkvangurHugmynd um golfvöll á blönduðuútivistarsvæði, alls um 50 ha.

Page 5: ERghdgolf.net/GHD-skyrsla.pdf · 2016. 9. 8. · Einnig er hugsanlegt að sala eigna GHD í Arnarholti, með húsi, geri klúbbnum kleift að leggja til nokkra tugi milljóna, sem

9 2

1

3

4

5

6

7

8

SVARFAÐARDALSÁ

Frá stofnun hans árið 1989 hefur Golfklúbburinn Hamar (GHD) haldið úti golfvelli í Arnarholti í Svarfaðardal, á spildu úr Ytra-Garðshorni um 7 km frá Dalvík. Völlurinn liggur um gömul tún á og umhverfis sjálft Arnarholtið, en einnig um síður hentug túnstykki ofan vegar og niðri á eyrunum meðfram Svarfaðardalsá, sem átt hefur til að flæða yfir bakka sína og valda skemmdum á þremur brautum sem þar liggja.

N

Braut 1 2 3 4 5 6 7 8 9 ALLSPar 3 5 3 4 4 4 3 4 5 35Gulur 131 453 137 337 329 307 81 247 405 4.854Rauður 116 404 129 288 285 272 68 192 388 4.284Gull 81 287 76 170 98 129 66 113 177 2.394

20 50 100 200 m

Skáli

PÆfingasvæði

A. ENDURNÝJUN ARNARHOLTSVALLAR

Page 6: ERghdgolf.net/GHD-skyrsla.pdf · 2016. 9. 8. · Einnig er hugsanlegt að sala eigna GHD í Arnarholti, með húsi, geri klúbbnum kleift að leggja til nokkra tugi milljóna, sem

Arnarholtsvelli hefur vaxið fiskur um hrygg gegnum árin fyrir tilstilli þróttmikilla eldhuga sem gefið hafa óteljandi sjálfboðavinnustundir til viðhalds og frekari uppbyggingar. Eigi að síður eru takmörk fyrir því hversu miklu unnt er að áorka með þennan vilja einan að vopni, ef litið er til þeirrar þróunar sem nú er að verða í golfvallamálum landsfjórðungsins, en um þau er fjallað frekar í lokakafla skýrslunnar. Frekari fjárfesting er óumflýjanleg, vilji Golfklúbburinn Hamar og Dalvíkurbyggð standast slíkan samanburð.

Viðfangsefni í Arnarholti, sem krefjast úrlausnar, eru einkum plássleysi, flóða- og kalhætta og almenn ræktunarskilyrði fyrir golfvallagrös.

Svarfaðardalur er þekktur fyrir fegurð sína. Hún endurspeglast vel á 2. braut Arnarholtsvallar, sem liggur með bökkum Svarfaðardalsár, sem því miður duga ekki ekki alltaf til að halda henni í skefjum. Ljósmynd: Edwin Roald.

1110

BREYTTAR FORSENDUR

Nýting gamalla túna til golfleiks er algeng, þar sem að á slíku landi er auðvelt að koma golfvöllum á legg. Lítið þarf annað að gera en að slá grasið til að boltinn geti farið að rúlla, en eftir því sem notkun vallanna verður meiri, starf golfklúbba vex að umfangi og kröfur um gæði verða ríkari kemur æ betur í ljós að golf á gömlum túnum er barn síns tíma.

Breyttar forsendur kalla á faglegri nálgun, á viðurkenndar byggingaraðferðir og efni, betri ræktunarskilyrði og sérvalin grös til að höfða betur til kylfinga sem og sjónarmiða um hagkvæmni og náttúruvernd.

STAÐSETNING HAMLAR ÍÞRÓTTASTARFI

Auk golfskálans, þá á GHD landið sjálfur, sem er sjaldgæft meðal íslenskra golfklúbba. Landrými, sem klúbburinn hefur til umráða, er þó takmarkað. Heildarflatarmál vallarins er um 19 hektarar, sem dugar tæpast undir níu brautir af þeirri lengd sem jafnan eru gerðar væntingar um meðal kylfinga. Heildarlengd brauta nær þess vegna ekki fimm þúsund metrum, sem er sjaldgæft.

Til að höfða til ríkjandi sjónarmiða um fjölda brauta, heildarlengd þeirra og fjölbreytileika, þá þvingar plássleysi golfvallaeigendur til að gernýta það rými sem býðst. Gildir þá einu hvort ákveðnir hlutar landareignarinnar henti

síður eða jafnvel mjög illa til golfvallagerðar. Í stað þess að geta lagt brautir óhindrað um hentugustu, þurrustu og áhugaverðustu svæðin, þá verður skipulagið þvingað, sem leiðir beint og óbeint til hærri stofn- og rekstrarkostnaðar, en einnig að nokkru leyti til leiktafa, slysahættu, erfiðari göngu og ýmissa glataðra tækifæra í þágu ríkari upplifunar. GHD hefur reynt að fá meira land undir völlinn, en slíkar tilraunir hafa til þessa ekki borið árangur.

Flesta þá þætti, sem hér hafa verið nefndir til sögunnar, er hægt að hafa áhrif á með aðgerðum og/eða fjármagni. Hið sama verður ekki sagt um staðsetningu vallarins, en hún hamlar augljóslega ástundun og takmarkar möguleika GHD á að halda úti öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi.

VÖLLURINN OG SVÆÐIÐ

Page 7: ERghdgolf.net/GHD-skyrsla.pdf · 2016. 9. 8. · Einnig er hugsanlegt að sala eigna GHD í Arnarholti, með húsi, geri klúbbnum kleift að leggja til nokkra tugi milljóna, sem

Vegna plássleysis kemur vart til greina að hörfa undan ágangi Svarfaðardalsár. Þess í stað þarf að bregðast við flóðahættunni með aðgerðum. Reisa þarf varnargarða til að fyrirbyggja frekari skemmdir. Slíka garða má jafnvel dulbúa sem nýjar golfbrautir og nýta þannig til landvinninga. Eftirsóknarvert er að koma þannig fyrir einni braut, og jafnvel hluta úr annarri, til að losa um hömlur í skipulagi og leyfa vellinum að flæða betur.

Flatir vallarins eru margar hverjar gerðar úr jarðvegi sem ekki stenst nútímakröfur um kornastærð, jafnvægi milli vatnsheldni og losunar, hlutdeild lífræns massa o.fl. Þetta torveldar ræktun á heilbrigðum grassverði og auðveldar óæskilegum grastegundum að ná fótfestu í honum. Einnig er stærð flatanna, lögun og halli víða óheppilegur m.t.t.

7. braut Arnarholtsvallar liggur heim að golfskála, en hann er í eigu GHD líkt og golfvöllurinn, sem þekur um 19 hektara lands. Ljósmynd: Edwin Roald.

1312

HVAÐ ÞARF AÐ GERA Í ARNARHOLTI?

afrennslis ofanvatns, sem eykur hættu á tjóni af völdum svellkals. Erfitt getur því reynst að tryggja áreiðanleg gæði frá ári til árs.

Endurbyggja þarf flatir og hækka flestar þeirra upp, sérstaklega þær sem liggja niðri á eyrunum. Með tilkomu nýrrar brautar, eða tveggja, við ána ætti að vera hægt að endurbyggja flatir samhliða lítils háttar endurskipulagningu á fáeinum brautum. Þannig gæti orðið mögulegt að byggja nýjar flatir fjarri þeim stöðum sem nú eru í notkun, en það dregur úr truflunum á notkun vallar á meðan framkvæmdum stendur og gerir klúbbnum kleift að rækta nýjar flatir upp með sáningu fremur en tyrfingu, en sáning kostar mun minna en tyrfing og skilar enn fremur meiri árangri.

Svipaða sögu er að segja af teigum vallarins. Þá þarf að stækka verulega svo þeir standist eðlilega notkun. Á teigum, sérstaklega á styttri brautum, er nokkuð um kylfuför eftir upphafshögg kylfinga, sem þurfa langan tíma til að gróa. Þess vegna er mikilvægt að hafa teiga nógu stóra svo hægt sé að dreifa álagi. Þetta er sérstaklega mikilvægt á Norðurlandi, þar sem eitt kylfufar getur tekið mánuði fremur en vikur að gróa.

Koma þarf upp sjálfvirku vökvunarkerfi á flötum auk þeirra teiga þar sem mest ber á kylfuförum. Á flötum getur slíkt kerfi skipt sköpum við nýræktun í kjölfar kalskemmda að vori, sem ómögulegt er að koma alfarið í veg fyrir þótt viðurkenndar byggingaraðferðir geti dregið verulega úr hættunni. Koma þarf upp safnlóni og dælustöð, til dæmis

samhliða gerð varnargarða við Svarfaðardalsá, þaðan sem vatni yrði dælt um lagnakerfi til sjálfvirkra úðastúta.

Ef grafa þarf fyrir safnlóni, þá er heppilegt að nýta allan uppgröft í varnargarða. Sömu sögu er að segja af allri annarri vinnu þar sem jarðvegur fellur til, t.d. formbreytingu gamalla framræsluskurða sem gjarnan mætti breyta í hlykkjótta læki og tjarnir með ávalar brúnir og aflíðandi bakka, sem hægt er að hirða með afkastameiri ásetuvélum.

Við framkvæmdir af þessu tagi er oft nauðsynlegt að leggja vinnuvegi, en flesta þeirra á að vera hægt að skipuleggja þannig að þeir geti orðið varanlegir stígar í þágu kylfinga eða þjónustuvegir fyrir vallarstarfsmenn. Þeir létta störf, bæta afköst og fara betur með fólk og tæki.

Page 8: ERghdgolf.net/GHD-skyrsla.pdf · 2016. 9. 8. · Einnig er hugsanlegt að sala eigna GHD í Arnarholti, með húsi, geri klúbbnum kleift að leggja til nokkra tugi milljóna, sem

1514

Kostnaður taki mið af verðlagsþróun á tímabilinu. Ekki er reiknað með tækjageymslu, sem vöntun er á.

KOSTNAÐARÁÆTLUNA. ENDURNÝJUN ARNARHOLTSVALLAR HELSTU KOSTNAÐARLIÐIR

SAMTALS 210 m.kr.

Golfvöllur 150-175+ Æfingasvæði 10-35

= Heild 160-210

Kostnaður við endurnýjun Arnarholtsvallar auk endurbóta á æfingasvæði GHD nemur á bilinu 170 til 210 milljóna króna. Sveigjanleiki áætlunarinnar kemur til vegna ýmissa

valkosta sem í boði eru um hversu langt eigi að ganga, t.d. um það hversu fullkomið vökvunarkerfið á að vera, auk nokkurra óvissuþátta eins og hversu vel tekst til við að

einskorða framkvæmdir við svæði utan núgildandi brauta, sem minnkar þörf á að aka efni til og frá vinnusvæði.

Neðri mörk í áætlun eru ákvörðuð út frá því hve mikið þarf að gera, að lágmarki, til að golfvöllurinn geti gegnt hlutverki sínu sómasamlega, þó að um leið kunni að vakna

ákveðnar efasemdir um að hann uppfylli skilgreind markmið.

m.kr.Kostnaður

# Verkþáttur Heildarverð Án stjórnunar Töluliður alls og ófyrirséðs m/ ófyrirséðu1 Undirbúningura Ráðgjöf 1.500.000 kr. b Sýnataka og greiningar 300.000 kr. c Landmælingar 450.000 kr. 2.250.000 kr. 2.587.500 kr.

2 Vatnsöfluna Safnlón 7.250.000 kr. b Dælustöð 7.475.000 kr. 14.725.000 kr. 16.933.750 kr. 3 Stofn vökvunarkerfisa Lagnaefni 1.414.875 kr. b Jarðstrengur 365.200 kr. c Plæging/gröftur 1.320.000 kr. 3.100.075 kr. 3.565.087 kr.

4 Flatir m/ vökvunarkerfia Með tyrfingu 21.793.611 kr. b Með sáningu 17.692.014 kr. 39.485.625 kr. 45.408.468 kr.

5 Teigar m/ vökvunarkerfi 25.116.368 kr. 25.116.368 kr. 28.883.823 kr.

6 Stígar og þjónustuvegira Stígar ætlaðir kylfingum 8.800.000 kr. b Brýr 2.750.000 kr. 11.550.000 kr. 13.282.500 kr. 7 Þurrkun/drenlagnir 19.385.369 kr. 19.385.369 kr. 22.293.174 kr. 8 Sandgryfjur (glompur) 3.793.090 kr. 3.793.090 kr. 4.362.053 kr.

9 Jarðvegstilfærslaa Innan seilingar (cut & fill) b Keyrt innan svæðis 17.000.000 kr. 17.000.000 kr. 19.550.000 kr. 10 Moldarhörpun 5.148.000 kr. 5.148.000 kr. 5.920.200 kr.

11 Nýræktun a Árviss söndun brauta í 5 ár 11.342.050 kr. b Almenn umhirða fram að notkun 1.355.422 kr. 12.697.472 kr. 14.602.093 kr.

12 Æfingasvæðia Æfingaflatir 8.846.007 kr. b Grasteigur 4.200.000 kr. c Búnaður 4.575.000 kr. d Lendingarsvæði 3.024.000 kr. e Hús 9.500.000 kr. 30.145.007 kr. 34.666.758 kr.

táknar verkþátt með svigrúm til lækkunar í neðri mörk skv. töflu til vinstri.

Page 9: ERghdgolf.net/GHD-skyrsla.pdf · 2016. 9. 8. · Einnig er hugsanlegt að sala eigna GHD í Arnarholti, með húsi, geri klúbbnum kleift að leggja til nokkra tugi milljóna, sem

Brekkusel er heiti á skíðaskála Dalvíkurbyggðar neðst í hlíðum Böggvisstaðafjalls, en er hér notað yfir svæðið í nágrenni skálans og meðfram fjallsrótunum, sem skýrsluhöfundur hefur kannað m.t.t. golfvallargerðar í kjölfar hugmynda um að Golfklúbburinn Hamar flytji þangað starfsemi sína. Stærstur hluti hins skoðaða svæðis var friðaður sem fólkvangur árið 1994, en hann er einfaldlega nefndur eftir Böggvisstaðafjalli þar sem hann liggur að mestu í fjallinu. Fólkvangar eru ein tegund friðunar samkvæmt lögum um náttúruvernd. Í þeim segir: “Skal verndun svæðisins miða að því að auðvelda almenningi aðgang að náttúru og tengdum menningarminjum í nánd við þéttbýli til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu.”

Fjallað er um fólkvanginn og almenn útivistarsvæði í greinargerð aðalskipulags Dalvíkurbyggðar, sem gildir

Skíðaskáli

Dælu- ogspennustöð

Safnlón

BRIMNESÁ

Böggvisstaðir

Loftmynd af hinu skoðaða svæði og hluta Böggvisstaðafólkvangs, tekin úr loftmyndagrunni Google.

1716

50 100 250 500 m

N

Stekkjarleifar

til 2018. Þar segir: “Sérstök áhersla skal lögð á að gera útivistarsvæði sveitarfélagsins aðgengileg og eftirsótt. Það skal gert m.a. með lagningu göngustíga og tengingu við stígakerfi þéttbýlisstaðanna þar sem þess er kostur. Fólkvangurinn í Böggvisstaðafjalli verði þróaður áfram sem útivistasvæði sumar jafnt og vetur.” Í greinargerðinni er fólkvanginum lýst sem vinsælu útivistarsvæði, gjöfulu berjalandi að sumri og skíðaaðstöðu að vetri.

Svæðið, sem hér er til skoðunar, afmarkast af fjallshlíðinni í vestri og þéttbýli í austri. Engar sérstakar leiðbeiningar eru fyrir hendi á þessu stigi um afmörkun til norðurs og suðurs.

Skipta má svæðinu í tvo hluta, annars vegar norðan Brekkuselsvegar, sem tengir skíðaskálann við þéttbýlis-

kjarnann, og hinsvegar sunnan hans. Síðarnefnda svæðið einkennist af lyngmóum sem hefur að nokkru leyti verið ráðstafað til skógræktar. Elsti hluti hennar, Böggur, hefur greinileg mörk og er ákjósanleg til útivistar, en jafnframt er nokkuð um yngri plöntur sunnan og vestan hennar sem keyptar hafa verið og gróðursett, m.a. fyrir gjafafé frá velunnurum. Um skógræktarsvæðin liggja ýmsir göngustígar og slóðar.

Gróðurfar á svæðinu norðan vegar er einungis keimlíkt því syðra að hluta til og einkennist meir af smáskornum holtum sem hamla leysingum og mynda þannig mýrar og tjarnir. Þeirra stærst er safnlón sem drýgt hefur verið með veitu vatns um opinn skurð úr Brimnesá til snjóframleiðslu fyrir skíðasvæðið. Vatninu er dælt áleiðis upp hlíðina í snjóbyssur með brunndælu sem hýst er í spennustöð.

Raflína liggur um svæðið norður-suður, ofanjarðar, og sker þannig endilangt svæðið nærri þéttbýlisjaðrinum á austurhlið þess.

DÍSA Í DALAKOFANUM

Á svæðinu er nokkuð um skráðar fornminjar. Þeirra á meðal eru stekkjarleifar (sjá kort). Í samantekt frá Fornleifastofnun Íslands vegna aðalskipulagsgerðar árið 2006 kemur fram: „Tilvalin gönguleið væri um Dalagötur frá stekknum, upp hlíðina, í selið og svo áfram sem leið liggur inn á Böggvistaðadal að smalakofa 101:014. Kofinn er talinn vera sami kofi og Davíð Stefánsson yrkir um í kvæðinu um Dísu í dalakofanum. Þessir minjastaðir hafa kynningargildi, sér í lagi vegna nálægðar sinnar við þéttbýlið.“

B. GERÐ NÝS GOLFVALLAR Í BREKKUSELI

STAÐHÆTTIR

Böggurskógrækt

Núgildandiæfingavöllur GHD

Page 10: ERghdgolf.net/GHD-skyrsla.pdf · 2016. 9. 8. · Einnig er hugsanlegt að sala eigna GHD í Arnarholti, með húsi, geri klúbbnum kleift að leggja til nokkra tugi milljóna, sem

1918

Kostnaður við gerð nýs golfvallar er að miklu leyti háður hönnun og staðháttum. Til að gera megi áreiðanlega kostnaðaráætlun er því þörf á að gera frumdrög að tillögu um landnotkun, sem lögð eru fram hér í skýrslunni með ítrekun um að þau þurfi að þróa frekar í samstarfi við aðra hagsmunaaðila. Til viðbótar við þær forsendur sem skilgreindar hafa verið í inngangi, þá hefur þessi frumhönnun tekið mið af eftirfarandi:

NÝTA INNVIÐI Á STAÐNUM

Með þessu er átt við byggingar, vegi og bílastæði. Raunar byggist öll hugmyndin um golfvöll í Brekkuseli á því að skíðaskálinn og svæðið þar í kring verði nýtt og þróað frekar sem miðsvæði. Upphaf og endir golfvallar þarf að tengjast því.

HÖFÐA TIL SEM FLESTRA GETUHÓPA MEÐSEM MINNSTUM TILKOSTNAÐI

Hvað þetta varðar er mest áhrif hægt að hafa strax í upphafi með því að skipuleggja brautir alfarið um þurr og áhugaverð svæði þar sem heppilegur ræktunarjarðvegur er innan seilingar, með lágmarks þverun yfir mýrar eða

vatnsfarvegi. Þannig er unnt að gera völlinn viðráðanlegri fyrir nýlið, minnka brúargerð og vernda votlendi.

ÁHERSLA Á RASKAÐ LAND

Keppikeflið á að vera að ganga sem minnst á upphaflegan gróður af þeirri gerð sem erfitt er að endurheimta. Hér er gerð tillaga um að nokkrar brautanna verði lagðar eftir raflínustæðinu og að gerð þeirra stuðli um leið að því að línan verði grafin í jörðu, í þágu allra sem vilja geta notið svæðisins.

TAKA TILLIT TIL HAGSMUNA ANNARRA

Auk skíðafélagsins, sem hefur hingað til nýtt svæðið, er vitað um aðra hópa sem hafa á því áhuga. Hönnun og landnotkun þarf að taka tillit til þessa. Gert er ráð fyrir almennum útivistarstígum og reiðgötum um opin svæði þar sem vegfarendum stafar ekki hætta af flugi golfbolta. Sérstök áhersla er lögð á að tengja þessar leiðir fyrirliggjandi stígakerfi auk flestra þeirra fornminja sem skráðar hafa verið. Frekari þróun þarf að eiga sér stað að teknu tilliti til sjónarmiða um áframhaldandi skógrækt. Frekar er fjallað um samstarf við aðra hagsmunaaðila á bls. 30.

Gert er ráð fyrir almennum útivistarstígum og reiðgötum um opin svæði þar sem vegfarendum stafar ekki hætta af flugi golfbolta. Sérstök áhersla er lögð á að tengja þessar leiðir fyrirliggjandi stígakerfi auk flestra þeirra fornminja sem skráðar hafa verið.

Til hægri: Ein leið til að nálgast golfvallagerð í Brekkuseli er að leggja

hluta golfbrautanna eftir raflínustæðinu og stuðla um leið að því að línan verði

grafin í jörðu, í þágu allra sem vilja geta notið svæðisins.

FORSENDUR LANDNOTKUNARÍ BREKKUSELI

Page 11: ERghdgolf.net/GHD-skyrsla.pdf · 2016. 9. 8. · Einnig er hugsanlegt að sala eigna GHD í Arnarholti, með húsi, geri klúbbnum kleift að leggja til nokkra tugi milljóna, sem

Suðursvæðið hentar á margan hátt betur til golfvallagerðar en norðurhlutinn. Þar er útlit fyrir að auðveldara og ódýrara verði að leggja golfbrautir. Mólendið þar gefur til kynna að þar sé að finna heppilegan ræktunarjarðveg. Þar á því að vera mögulegt að vinna golfbrautir nánast alfarið með sambærilegum ræktunaraðferðum og beitt er við túngerð, þ.e. plægingu, tætingu, slóðun og sáningu. Flatir eru á hinn bóginn byggðar eftir þekktum aðferðum, með aðfluttum efnum, óháð staðháttum. Eigi að síður er útlit fyrir að því fleiri brautir sem gera má þeim megin, því minni verður kostnaðurinn. Málið er þó ekki svo einfalt, þar sem tillit þarf að taka til skógræktar á þessu svæði.

Á hinn bóginn virðist norðursvæðið bjóða upp á meiri möguleika á að skapa eftirminnilegar golfbrautir, sérstaklega í nánd við tjörnina. Ljóst er þó að gerð golfbrauta á því svæði krefst meiri jarðvegstilfærslu, þar sem það einkennist af misstórum tjörnum og/eða mýrum innan um grýtt holt. Kostnaðurinn verður þess vegna hærri.

Þar sem að áhersla skal lögð á að leggja brautir sem mest um þurr svæði með aðgang að lausum jarðvegi án mikillar

þverunar yfir votlendi, þá eru valkostir um brautaskipan á norðursvæðinu fremur fáir. Meðfylgjandi uppdráttur sýnir eina af fáum útfærslum sem í boði eru um golfbrautir á þeim hluta.

Sveigjanleiki er meiri sunnan vegar. Líklega er vænlegast að leggja fimm eða sex brautir á suðurhlutanum og aðrar þrjár eða fjórar á þeim nyrðri. Þar að auki mætti nálgast verkefnið þannig að lengri og umfangsmeiri brautir yrðu lagðar um suðursvæðið, en að norðurhlutinn henti betur til að koma fyrir styttri brautum þar sem tjörnin gæti verið í aðahlutverki og auglýst völlinn og bæinn út á við.

ÆFINGASVÆÐI RÚMAST BETUR Í SUÐRI

Æfingasvæði á golfvöllum (e. driving range) útheimta þurr og óslitin lendingarsvæði sem nema vel á þriðja hektara að flatarmáli. Auðveldara er að finna slíkri aðstöðu stað sunnan skála og hefur það verið gert í drögunum. Sú afstaða og staðsetning, sem þar er sýnd, er afrakstur samráðs við Heiðar Davíð Bragason, atvinnukylfing og þjálfara hjá GHD, þar sem heppileg höggstefna var ákvörðuð m.t.t. ríkjandi vindátta.

Þar sem að áhersla skal lögð á að leggja brautir sem mest um þurr svæði með aðgang að lausum jarðvegi án mikillar þverunar yfir votlendi, þá eru valkostir um brautaskipan á norðursvæðinu fremur fáir. Meðfylgjandi uppdráttur sýnir eina af fáum útfærslum sem í boði eru um golfbrautir á þeim hluta.

20 21

DRÖG AÐ BRAUTASKIPAN OG LEGU STÍGA

Stekkjarleifar

Raflína

5

4

3

2

1

6

7

8

9

Æfingasvæði

Reiðgata

Núgildandiæfingavöllur GHD

“Hreiðrið”tækjageymsla

Til hægri: Einfalt dæmi um skipulag fjölnota útivistarsvæðis í Brekkuseli og

Böggvisstaðafólkvangi með hugmynd um nýja útivistarstíga, reiðgötur, stækkun skógræktar og golfvöll. Þó völlurinn teygi sig víða um svæðið, þá nema grænskyggð svæði aðeins um tuttugu hekturum af þeim fimmtíu sem ráðstafað er til

útivistar á uppdrættinum. Þar af þekja golfbrautir um sautján hektara, en æfingasvæðið þrjá.

SkógræktinBöggur

Skíðasvæði

Lón

Opinn aðveituskurður í safnlón

Skráðar fornminjar

Böggvisstaðir

Mörkfólkvangs

8b

Hugmynd aðstaðsetningutækjageymslu

Hola m 1 380 2 210 3 410 4 190 5 310 6 170 7 480 8 245 9 455 Alls 2.850

Lengd brautafrá aftasta teig

Æfingasvæðifyrir styttri högg

50 100 250 500 m

N

Hugmyndir hafa komið fram um strandblak ískógræktinni.

Göngustígur

Page 12: ERghdgolf.net/GHD-skyrsla.pdf · 2016. 9. 8. · Einnig er hugsanlegt að sala eigna GHD í Arnarholti, með húsi, geri klúbbnum kleift að leggja til nokkra tugi milljóna, sem

2322

Kostnaður taki mið af verðlagsþróun á tímabilinu. Ekki er reiknað með tækjageymslu, færslu raflínu í jörðu og almennum útivistarstígum, öðrum en þeim sem tilheyra golfvell, en hluti þeirra ætti eigi að

síður að nýtast öðrum.

KOSTNAÐARÁÆTLUNB. GERÐ NÝS GOLFVALLAR Í BREKKUSELI HELSTU KOSTNAÐARLIÐIR

Tillaga að dreifingu kostnaðar/fjárheimilda milli ára1 2016 Landnotkun, samráð, deiliskipulag 102 2017 Æfingasvæði 1/2 10-153 2018 Jarðvinna: 4-5 golfbrautir gerðar 35-454 2019 Aðrar 4-5 golfbrautir, nýræktun eldri brauta 50-555 2020 Nýræktun, stíga- og brúargerð, 4-5 holur vígðar 256 2021 Nýræktun, stíga- og brúargerð, 9 holur vígðar 15

145-165

Val Æfingasvæði 2/2: Skýli, betri búnaður, stærri teigur 0-20* 145-185

*

# Verkþáttur Heildarverð Án stjórnunar Töluliður alls & 15% ófyrriséðs m/ ófyrirséðu1 Undirbúningur a Ráðgjöf 1.500.000 kr. b Sýnataka og greiningar 300.000 kr. c Landmælingar 700.000 kr. 2.500.000 kr. 2.875.000 kr. 2 Vatnsöflun/dælubúnaður 3.000.000 kr. 3.000.000 kr. 3.450.000 kr. 3 Stofn vökvunarkerfis a Lagnaefni 2.477.200 kr. b Jarðstrengur 415.000 kr. c Plæging/gröftur 1.500.000 kr. 4.392.200 kr. 5.051.030 kr. 4 Flatir m/ vökvunarkerfi a Með tyrfingu b Með sáningu 31.845.625 kr. 31.845.625 kr. 36.622.468 kr. 5 Teigar m/ vökvunarkerfi 16.566.368 kr. 16.566.368 kr. 19.051.323 kr. 6 Stígar og þjónustuvegir a Stígar ætlaðir kylfingum 14.640.000 kr. b Brýr 3.300.000 kr. 17.940.000 kr. 20.631.000 kr. 7 Sandgryfjur (glompur) 3.793.090 kr. 3.793.090 kr. 4.362.053 kr. 8 Jarðvegstilfærsla a Innan seilingar (cut & fill) 7.920.000 kr. b Keyrt innan svæðis 7.722.000 kr. 15.642.000 kr. 17.988.300 kr. 9 Moldarhörpun 5.148.000 kr. 5.148.000 kr. 5.920.200 kr. 10 Fínni formun & jöfnun 7.500.000 kr. 7.500.000 kr. 8.625.000 kr. 11 Fræ 3.960.000 kr. 3.960.000 kr. 4.554.000 kr. 12 Jarðvinnsla & sáning 2.250.000 kr. 2.250.000 kr. 2.587.500 kr. 13 Nýræktun Almenn umhirða fram að notkun 14.885.422 kr. 14.885.422 kr. 17.118.236 kr. 14 Æfingasvæði a Æfingaflatir 8.846.007 kr. b Grasteigur 4.200.000 kr. c Búnaður 4.575.000 kr. d Lendingarsvæði 3.024.000 kr. e Hús 9.500.000 kr. 30.145.007 kr. 34.666.758 kr.

SAMTALS 185 m.kr.

Golfvöllur 135-150+ Æfingasvæði 10-35

= Heild 145-185- Sala á eignum GHD 20-40

= Fjármagnsþörf 105-165

Kostnaður við uppkominn golfvöll og æfingasvæði í Brekkuseli er áætlaður á bilinu 145-185 milljónir króna. Honum er hægt að dreifa á allnokkur ár, eins og gerð er tillaga

um hér að neðan. Þá getur fjármagnsþörf til verksins lækkað um fáeina milljónatugi, selji GHD eignir sínar í Arnarholti.

Sveigjanleiki í áætlun kemur til af sömu ástæðu og í tilfelli Arnarholtsvallar. Endanleg landnotkun og nákvæm lega brauta getur þar haft nokkur áhrif, hvort endurnýta megi

brýr og ýmislegt annað frá Arnarholtsvelli o.s.frv.

Þessi áætlun verður nákvæmari eftir því sem landnotkun og markmið þróast frekar. Í framhaldinu er eðlilegt að kostnaðarheimildir verði ákvarðaðar og stjórnendum verksins

falið að vinna innan þeirra.

m.kr.

m.kr.

Kostnaður

Hugsanlegt er að sameina æfingaskýli og tækjageymslu sem áhugi er fyrir að koma upp í Brekkuseli, sjá áætlaðan kostnað við skýli eitt og sér í lið 14e á bls. 23.

táknar verkþátt með svigrúm til lækkunar í neðri mörk skv. töflum til vinstri.

Page 13: ERghdgolf.net/GHD-skyrsla.pdf · 2016. 9. 8. · Einnig er hugsanlegt að sala eigna GHD í Arnarholti, með húsi, geri klúbbnum kleift að leggja til nokkra tugi milljóna, sem

24 25

Komið hefur til tals að í Brekkuseli skorti ákveðið húsrými, s.s. til að koma upp skíðaleigu. Þess vegna hefur komið til greina að GHD flytji þangað golfskála sinn úr Arnarholti og að öll aðstaða í Brekkuseli verði endurskoðuð með tilkomu aukahúss. Áætlaður kostnaður við flutning skálans er 2,5 til 3 milljónir króna.

Hinn kosturinn er þó vænlegri, að GHD selji Arnarholtslandið með húsi. Salan yrði auðveldari og klúbburinn yrði þannig betur í stakk búinn að fjármagna framlag sitt, eða stóran hluta þess, til framkvæmda við nýja aðstöðu í Brekkuseli, að því gefnu að Dalvíkurbyggð standi straum af meirihluta kostnaðar við nýja aðstöðu líkt og æ fleiri sveitarfélög gera og gildir um flest önnur íþróttamannvirki.

Einnig gæti Dalvíkurbyggð keypt umræddar eignir snemma með fyrirvara um að GHD hafi afnot af Arnarholtsvelli í fáein ár. Lítil sem engin vinna hefur farið í að áætla mögulegt söluverð, en hér er reiknað með að það hlaupi á milljónatugum sem telja má á fingrum annarrar handar.

Þetta er ekki síður lagt til þar sem skíðafélagið vantar tækjageymslu í Brekkuseli, sem golfklúbburinn og jafnvel fleiri gætu þá einnig nýtt. Með því að reisa nýja byggingu

með slíkan megintilgang mætti þá gera ráð fyrir rými undir skíðaleigu og aðra aðstöðu um leið.

Samanburður kostnaðar leiðir í ljós, eins og almennt gildir um golfvallagerð, að endurnýjun kostar meira en gerð nýs vallar án tillits til fjárfestinga í húsakosti, bílastæðum, aðkomu og veitum. Hér er enda ekki um slíka þætti að ræða, þar sem þessir innviðir eru til staðar í Brekkuseli og eru raunar forsenda þess að hugmyndin hefur yfir höfuð orðið til.

Vel hannaður golfvöllur í Brekkuseli hefur enn fremur fjölmarga augljósa kosti í för með sér umfram kostnaðarsamanburðinn einan. Þess vegna er fáeinum orðum hér varið til frekari umræðu um þá möguleika sem við blasa í Brekkuseli og Böggvisstaðafólkvangi.

Niðurstaðan er sú að fjármunum er betur varið til nýs golfvallar í Brekkuseli en til endurnýjunar á Arnarholtsvelli. Að teknu tilliti til hins margþætta ávinnings sem njóta má af nýjum golfvelli í Brekkuseli verður ljósara að endurnýjun Arnarholtsvallar skilur óhjákvæmilega eftir nokkrar spurningar sem hugsanlega verður ekki fullsvarað. Erfitt er að segja til um hversu miklu endurnýjun Arnarholtsvallar raunverulega skilar. Staðsetning vallarins gagnvart æskulýðsstarfi og plássleysi er illyfirstíganlegt.

A. Arnarholtsvöllur 160-210B. Brekkusel 105-165

m.kr.Samanburður á fjármagnsþörf

Hinn kosturinn er þó vænlegri, að GHD selji Arnarholtslandið með húsi. Salan yrði auðveldari og klúbburinn yrði þannig betur í stakk búinn að fjármagna framlag sitt, eða stóran hluta þess, til framkvæmda við nýja aðstöðu í Brekkuseli.

NIÐURSTÖÐUR OG TILLÖGUR

Til hægri: Úr skógræktinni.Ljósmynd: Edwin Roald

Page 14: ERghdgolf.net/GHD-skyrsla.pdf · 2016. 9. 8. · Einnig er hugsanlegt að sala eigna GHD í Arnarholti, með húsi, geri klúbbnum kleift að leggja til nokkra tugi milljóna, sem

26 27

og veljið:Projects >Multifunctional Golf Courses

TIL FRÓÐLEIKSOpin svæði á golfvöllum - vannýtt auðlind

sterf.org

Golfvellir eru frábrugðnir flestum öðrum íþróttavöllum að því leyti að stærð þeirra og lögun er breytileg. Hún er og á að vera háð staðháttum. Þess vegna eru ýmis tækifæri fólgin í að skipuleggja og hanna golfvelli sérstaklega til að koma megi ýmsum landbótum eða samfélagsverkefnum til leiðar. Oft eru þetta verkefni sem áttu litla möguleika á að fá fjármögnun fyrr en golfvallargerð kom til sögunnar sem frumkvæði í þágu bættra lífsgæða, lýðheilsu, aukinnar hagkvæmni í rekstri íþrótta- og útivistaraðstöðu, atvinnusköpunar og tækifæra í ferðaþjónustu.

NÁND VIÐ SKÓG EYKUR SÉRSTÖÐU

Þetta á t.d. við um nýjan golfvöll sem er í bígerð í Hólsdal í Siglufirði, sem er burðarás í almennu útivistarsvæði sem liggur að hluta í gamalli malarnámu í ármótum Hólsár og Leyningsár. Þar voru brautir skipulagðar sérstaklega til að framkvæmdir við þær gætu falið í sér sem áhrifamestar aðgerðir til að endurheimta búsvæði og bæta fiskgengd sem hafði beðið hnekki vegna malarnáms og slæmrar umgengni.

Völlurinn nýtur einnig góðs af mikilli velvild sem Skógræktarfélag Siglufjarðar hefur sýnt verkefninu með því að opna golfvellinum leið um skógi vaxin svæði sem félagið sat eitt að. Gengið er út frá því að ávinningur skógræktarinnar felist m.a. í aukinni umferð fólks, kynningu á þeirri perlu sem gamla skógræktin í Hólsdal er, bættum vinnuvegatengingum milli skógræktarsvæða og frágangi á áningarstöðum. Ávinningur golfvallarins er augljós, því nánd hans við skóg gerir hann fjölbreyttari, áhugaverðari og meira spennandi, sem ætti að skila sér í auknum vinsældum.

KYLFINGAR ERU LÍKA ÚTIVISTARFÓLK

Samstarf við fagfólk hjá Dalvíkurbyggð og annað áhugafólk um skógrækt á svæðinu er spennandi viðfangsefni sem getur ráðið miklu um gæði hugsanlegs golfvallar í og við Böggvisstaðafólkvang. Skógræktin Böggur er þegar mjög álitlegur kostur fyrir útivistarfólk. Mikilvægt er að gleyma ekki að kylfingar geta verið þeirra á meðal. Eigi að síður er of algengt að dregnar séu víglínur milli kylfinga og annars útivistarfólks. Kylfingar eru líka fólk. Þeir mynda stóran

hóp útivistarfólks sem sækist eftir sömu náttúruupplifun og aðrir, þó þeir gangi um með kylfu í hönd. Líklegt er að á dæmigerðu sumarkvöldi færu jafnmargir kylfingar um Bögg, eða jafnvel fleiri, heldur en fólk á hefðbundinni göngu eða hlaupum. Golf er lítið annað en gagnvirk upplifun af náttúru og landslagi sem á sér mjög sérstakan menningarheim, þar sem hægt er að gera einstaka staði eða brautir að þekktum og umtöluðum kennileitum sem þúsundir manna vakna til vitundar um og vilja sjá.

SAMSTARFS ÓSKAÐ VIÐ SKÓGRÆKTARFÓLK

Í ljósi þessa er vonandi að þeir sem borið hafa hitann og þungann af því myndarlega skógræktarstarfi, sem svæðið ber vott um, verði viljugir til að íhuga minni háttar tilfærslu á einhverjum þeirra trjáplantna sem gróðursettar hafa verið, en um leið festa betur í sessi ákveðin áform um útvíkkun skógræktarinnar, sem staðfesta mætti með gerð deiliskipulags. Slík stækkun gæti t.d. falið í sér gróðursetningu eða færslu trjáa upp með rótum skíðasvæðis til að auðvelda snjósöfnun á tilteknum stöðum og marka skíðasvæðinu um leið ákveðna sérstöðu.

FJÖLÞÆTTUR ÁVINNINGUR GETUR HLOTIST AF FÆRSLU VALLAR

Farið á

Frá nýju skógræktinni. Ljósmynd: Edwin Roald.

Betri nýting á opnum svæðum á og við golfvelli er allra hagur, eins og fram kemur í þessu riti frá Norræna

grasa- og umhverfisrannsóknasjóðnum STERF, sem nýtur m.a. stuðnings Norrænu ráðherranefndarinnar

og Golfsamband Íslands er aðili að.

Page 15: ERghdgolf.net/GHD-skyrsla.pdf · 2016. 9. 8. · Einnig er hugsanlegt að sala eigna GHD í Arnarholti, með húsi, geri klúbbnum kleift að leggja til nokkra tugi milljóna, sem

Flutningur á starfsemi GHD úr Arnarholti í Brekkusel hefur burði til að höfða allt í senn til efnahagslegra, umhverfislegra og samfélagslegra þátta. Þetta eru þrír máttarstólpar hugmyndarinnar um sjálfbærni, sem leggja ætti til grundvallar allri ákvarðanatöku.

REKSTRARKOSTNAÐUR Á SÍST AÐ HÆKKA

Líkt og margir eldri golfvellir á Íslandi, þá er Arnarholtsvöllur fremur óhagstæður í rekstri. Handavinnustundir eru óþægilega margar. Á vellinum er nokkuð um skarpar brúnir og kverkar sem þarf að hirða með sláttuorfi og öðrum afkastaminni tækjum. Nýr golfvöllur yrði hannaður sérstaklega þannig að hann mætti allan slá með afkastameiri ásetuvélum. Þá er vitaskuld enn mikið um hraðvaxta landbúnaðargrös í Arnarholtstúnunum, sem krefjast örari sláttar en þau grös sem sáð er í nýja golfvelli.

Nýr og betri golfvöllur þarf því ekki að hafa í för með sér hærri rekstrarkostnað. Því er jafnvel öfugt farið, þar sem nýr og nútímalega hannaður og byggður golfvöllur á að vera mun þægilegri í viðhaldi en flestir eldri vellir.

Eigi að síður er mælt með að fjárheimildir til rekstrar og viðhalds verði hugleiddar sérstaklega m.t.t. gæðaaukningar, aukinnar þjónustu við kylfinga, enn frekari eflingar á íþrótta- og æskulýðsstarfi o.s.frv.

STÆRÐARHAGKVÆMNI OG MEIRI GÆÐI

Sú nálægð sem færslan skapar milli golfvallar og skíðasvæðis gefur möguleika á að halda úti einu heilsárs-starfsliði sem þá myndi annast golfvöll að sumri og skíðasvæði að vetri. Líklegt er talið að þetta leiði til hagræðingar, en ekki síður til gæðaaukningar, þar sem skyndilega gefst færi á að sinna ýmsum verkum sem oftast sitja á hakanum. Dæmi um þetta er vöktun svellmyndunar á flötum og öðrum viðkvæmum svæðum á golfvellinum. Með því að grípa til aðgerða nógu snemma kann að verða mögulegt að fyrirbyggja grasdauða af völdum svellkals og koma þannig í veg fyrir tilheyrandi fjárhagstjón og ímyndarhnekki. Þetta er því miður sjaldnast gert í dag vegna aðstöðuleysis og manneklu.

Til slíkra verka þarf t.d. dráttarvél, snjóblásara, rafstöð og önnur fjölnotatæki sem raunhæfara er að fjárfesta í ef virk

notkun allt árið um kring er tryggð. Þess vegna er eftirsóknarvert að setja saman starfslið sem falið er að annast alla umsjón Böggvisstaðafólkvangs, þ.m.t. skógræktarinnar, sem þá myndi njóta góðs af aukinni getu til grisjunar, stígagerðar, snjómoksturs, viðhaldi skilta o.s.frv.

Þá kemur til greina að mynda teymi af þessu tagi strax við gerð nýs golfvallar, með aðgang að ofangreindum tækjum auk smágröfu, til að vinna ýmis smærri jarðvinnuverk. Með þessu á að vera unnt að spara umtalsverða fjármuni.

TÆKJAGEYMSLU MÁ SAMNÝTA

Reisa þarf tækjageymslu og gildir það jafnt um Arnarholt og Brekkusel. Á síðarnefnda staðnum eru meiri samnýtingarmöguleikar, þar sem skíðafélagið horfir einnig til slíkrar aðstöðu. Jafnvel má ganga svo langt að ímynda sér að Dalvíkurbyggð flytji hluta af starfsemi sinni í slíkt húsnæði.

og veljið:Developments >Development guidelines

TIL FRÓÐLEIKSSustainable Golf Development

golfenvironment.orgHeimsækið

Dælustöðin sem þjónustar snjóbyssur skíðasvæðisins er á meðal þeirra innviða sem gera Brekkusel að álitlegum kosti til að hýsa nýja og betri golfaðstöðu. Ljósmynd: Edwin Roald

Ný hugsun í golfvallagerð opnar áður óþekkt tækifæri til að kalla fram efnahagslegan, umhverfislegan og samfélagslegan

ávinning. Þessi tækifæri er að finna víða í ferlinu, eins og fram kemur í þessu riti frá Golf Environment Organization,

sem býður vottun fyrir ný verkefni.

28 29

Page 16: ERghdgolf.net/GHD-skyrsla.pdf · 2016. 9. 8. · Einnig er hugsanlegt að sala eigna GHD í Arnarholti, með húsi, geri klúbbnum kleift að leggja til nokkra tugi milljóna, sem

Hér hefur verið einblínt á efnahagsleg samlegðaráhrif sem framkalla má með nýjum golfvelli. Eigi að síður er það hinn samfélagslegi ávinningur sem skiptir mestu máli, þar sem hann snertir almenn lífsgæði íbúanna.

BLÖNDUÐ LANDNOTKUN OGOG AÐRIR HAGSMUNAAÐILAR

Á golfvöllum má oft finna stór, opin svæði sem ekki eru beinlínis notuð til golfleiks. Þessi svæði eru vannýtt auðlind og mætti gera aðgengilegri fyrir þá sem ekki leika golf. Á sama hátt er vel mögulegt að hanna nýjan golfvöll með sérstaka áherslu á blandaða landnotkun, samnýtingu stíga o.s.frv. án þess að takmarka með nokkrum hætti öryggi allra notenda.

Auk skíðafélagsins, sem vitaskuld hefur hagsmuna að gæta vegna þeirrar starfsemi og aðstöðu sem félagið stendur að í Brekkuseli, er vitað að áhugi er á svæðinu hjá ýmsum öðrum hópum. Þar má nefna Hestamannafélagið Hring sem sækist eftir reiðleiðum um svæðið og Blakfélagið Rima sem horfir til strandblakvalla(r) í skógræktinni.

Skýrsluhöfundur kynnti frumhönnun á fundi í Brekkuseli 19. nóvember 2015, sem sóttur var af þessum aðilum auk fulltrúa Dalvíkurbyggðar, sem fer m.a. með málefni skógræktarinnar þar sem ekkert skógræktarfélag er starfandi á svæðinu. Eigi að síður nýtur skógræktarstarfið góðs af fórnfýsi og velvild ýmissa eldhuga, þó að um þá hafi ekki skapast formlegur félagsskapur. Því er mikilvægt að vinna náið með þeim ef framhald verður á. Á fundinum komu fram áhugaverðar og gagnlegar ábendingar og í kjölfar hans tilnefndi hvert félag fulltrúa í samráðshóp um

frekari þróun hugmyndarinnar, að ósk GHD. Þeir hafa fengið gögn sem kynnt voru á fundinum, en hér er lagt til að frekari vinna bíði þar til afstaða sveitarfélagsins liggur fyrir um ályktun þessarar skýrslu.

MIÐNÆTURGOLF VEKI ÁHUGAVEL BORGANDI FERÐAMANNA

Golfferðamennska er ekki ofarlega á baugi, hvorki á Íslandi né á Norðurlandi. Haldbær gögn yfir umfang hennar hérlendis eru ekki á reiðum höndum, sem er óheppilegt því að í skýrslu KPMG um golfferðamennsku kemur fram að kylfingur á faraldsfæti verji tvöfalt og sums staðar þrefalt meiri fjármunum til ferðalaga sinna en hinn dæmigerði ferðamaður.

Golfklúbbur Akureyrar hefur talsverða reynslu af heimsóknum erlendra kylfinga á árlegt miðnæturmót sitt, Arctic Open. Einnig er ákveðin áhersla lögð á ferðamennsku við gerð hins nýja golfvallar á Siglufirði. Miðnæturgolf er áhugavert sóknarfæri, sem sannast einna best á því að stærsta golfvallarekstrarfyrirtæki heims, Troon Golf, hefur nýlega tekið að sér nýjan völl í Noregi, Lofoten Links, sem er langt norðan heimskautsbaugs.

Þróunin í golfvallamálum landsfjórðungsins er því áhugaverð. Sjá má fyrir sér að þriðji völlurinn geti fullkomnað Eyjafjarðarsvæðið sem álitlegan áfangastað fyrir almennan ferðamann með áhuga á golfi, sem kann að hafa orðið áskynja um Ísland og Norðurland gegnum golfmiðla, þó golf sé ekki beinlínis megintilgangur heimsóknarinnar. Þá bendir margt til þess að golfáhugi þeirrar einnar milljónar ferðamanna, sem nú sækir Ísland heim árlega, sé

lítt plægður akur. Staðsetning Dalvíkurbyggðar, mitt á milli Akureyrar og Siglufjarðar, er áhugaverð í þessu samhengi.

AÐGENGI ER LÝÐHEILSU- OG UMHVERFISMÁL

Á Íslandi er golf almennt leikið á tveimur jafnfljótum. Þær fjölmörgu rannsóknaniðurstöður, sem sýna fram á ótvírætt lýðheilsugildi golfleiksins, eru til áminningar um mikilvægi þess að golfvöllur sem nýtur stuðnings hins opinbera verði aðgengilegur fólki á öllum aldri. Staðarval og hönnun þarf að tryggja að ungir sem aldnir geti komist um völlinn fótgangandi. Þannig er íbúum bæjarfélagsins tryggt aðgengi að heilnæmri útivist, þar sem gengið er rösklega á grasi klukkustundum saman með hjartsláttartíðni um og yfir 100 slögum á mínútu. Bjartar sumarnætur og aðgengilegur golfvöllur er blanda ótvíræðra forréttinda sem tryggir fólki gífurlegan fjölda heilnæmra útivistarklukkustunda. Þetta gerir golf að einni alvinsælustu almenningsíþrótt Íslendinga.

Auk þess að krefjast mun minni aksturs, sem dregur úr útblæstri og sparar iðkendum tíma og fjármuni, þá ætti vel hannaður golfvöllur í Brekkuseli að verða auðveldari á fótinn en Arnarholtsvöllur. Með því að koma upp góðri aðstöðu fyrir iðkendur til að geyma búnað sinn gætu kylfingar auðveldlega gengið eða hjólað á völlinn. Hið sama gæti átt við um skíðasvæðið. Þetta undirstrikar eitt af þeim stærri tækifærum sem Dalvíkurbyggð kann hér að standa frammi fyrir, að geta tryggt þéttbýlisíbúum sínum aðgengi að nær öllum helstu íþróttagreinum, útivistar- og afþreyingarmöguleikum í göngufæri, sem ásamt öðru gæti sett bílnotkun í allt annað samhengi. Það er því víða, sem jákvæðra áhrifa gætir af færslu golfvallarins í Brekkusel.

Eftirsóknarvert er að leggja golfbrautir að einhverju leyti umhverfis tjörnina norðan Brekkuselsvegar. Ljósmynd: Edwin Roald.

og veljið:Spiller > Golf og helse

golfforbundet.noFarið á

Norska golfsambandið hefur tekið saman staðreyndir um heilsufarslegan ávinning sem njóta má af golfiðkun.

TIL FRÓÐLEIKS9 hull til bedre helse

30 31

Þær fjölmörgu rannsóknaniðurstöður,

sem sýna fram á ótvírætt lýðheilsugildi golfleiksins,

eru til áminningar um mikilvægi þess að golfvöllur

sem nýtur stuðnings hins opinbera verði aðgengilegur fólki á öllum aldri. Staðarval

og hönnun þarf að tryggja að ungir sem aldnir komist um

völlinn fótgangandi.

Page 17: ERghdgolf.net/GHD-skyrsla.pdf · 2016. 9. 8. · Einnig er hugsanlegt að sala eigna GHD í Arnarholti, með húsi, geri klúbbnum kleift að leggja til nokkra tugi milljóna, sem

edwinroald.comER