21 05 2016

36
frettatiminn.is [email protected] [email protected] 23. tölublað 7. árgangur Laugardagur 21.05.2016 Meira í miðjunni LJÚFFENG KJÚKLINGASPJÓT LÆKNISINS MATARÆÐIÐ HEFUR ÁHRIF Á SVEFN OKKAR HORNFIRÐINGUR KEPPIR Í STÓRRI FÖRÐUNARKEPPNI SPRENGING Í VINSÆLDUM WHOLE30 GERI HLUTINA Á MÍNUM FORSENDUM GULI LITURINN ÁBERANDI Í SUMAR 6 JENNÝ KEYRIR VÖRUBÍL OG LÆTUR STRÁKANA EKKI VAÐA YFIR SIG STEINUNN JÓNS LAUGARDAGUR 21.05.16 Tvö félög á Tortóla Stjórnarformaður Íslands í Panama- skjölunum Varð doktor 84 ára Sigurður E. Guðmundsson settist á skólabekk að lokinni starfsævi Algengt er að Íslendingar þjáist einhvern tíma á lífsleiðinni af öfgakenndri ímyndunarveiki og heilsukvíða. Þvælist á milli lækna og knýi fram rannsóknir á minniháttar kvillum. En það er til kúr, líka við ímynduðum sjúkdómum. Óttinn við dauðann 6 Ljósleiðari hjá Nova! Skráðu þig í Ljósleiðara hjá Nova á nova.is, í þjónustuveri Nova eða í næstu Nova verslun. 100 GB Netið hjá Nova 3.990 kr. Gagnaveitan, aðgangsgjald 2.580 kr. Leiga á beini 690 kr. Samtals: 7.260 kr. Hver 100 GB umfram 990 kr. 1.000 GB Netið hjá Nova 5.990 kr. Gagnaveitan, aðgangsgjald 2.580 kr. Leiga á beini 690 kr. Samtals: 9.260 kr. Hver 100 GB umfram 990 kr. SagaPro Minna mál með www.sagamedica.is Ímyndunarveiki 14 lík fundust á Vatnajökli Ráðgáta úr fortíð 18 24 5 2 Einrúmið tekið burt Örstutt saga prívatsíunnar

Upload: frettatiminn

Post on 30-Jul-2016

225 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

news, iceland, fréttatíminn

TRANSCRIPT

Page 1: 21 05 2016

frettatiminn.is [email protected]@frettatiminn.is

23. tölublað7. árgangur

Laugardagur 21.05.2016

Meira í miðjunni

5 5 2 - 6 0 6 05 5 2 - 6 0 6 0

Ugly. is - smiðjUvegi 2 og l angarima 21

LJÚFFENG KJÚKLINGASPJÓT

LÆKNISINS

MATARÆÐIÐ HEFUR ÁHRIF Á

SVEFN OKKAR

HORNFIRÐINGUR KEPPIR Í STÓRRI

FÖRÐUNARKEPPNI

SPRENGING Í VINSÆLDUM

WHOLE30

GERI HLUTINA Á MÍNUM FORSENDUM

GULI LITURINN ÁBERANDI Í SUMAR 6

JENNÝ KEYRIR VÖRUBÍL

OG LÆTUR STRÁKANA EKKI

VAÐA YFIR SIG

STEINUNN JÓNS

LAUGARDAGUR 21.05.16

Mynd | Rut

Tvö félög á TortólaStjórnarformaður Íslands í Panama- skjölunum

Varð doktor 84 áraSigurður E. Guðmundsson settist á skólabekk að lokinni starfsævi

Algengt er að Íslendingar þjáist einhvern tíma á lífsleiðinni af öfgakenndri ímyndunarveiki og heilsukvíða. Þvælist á milli lækna og knýi fram rannsóknir á minniháttar kvillum. En það er til

kúr, líka við ímynduðum sjúkdómum.

Óttinn við dauðann 6

Ljósleiðari hjá Nova!

Skráðu þig í Ljósleiðara hjá Nova á nova.is, í þjónustuveri Nova eða í næstu Nova verslun.

100GB

Netið hjá Nova 3.990 kr.Gagnaveitan, aðgangsgjald 2.580 kr.

Leiga á beini 690 kr.

Samtals: 7.260 kr.

Hver 100GB umfram 990 kr.

1.000GB

Netið hjá Nova 5.990 kr.Gagnaveitan, aðgangsgjald 2.580 kr.

Leiga á beini 690 kr.

Samtals: 9.260 kr.

Hver 100GB umfram 990 kr.

SagaProMinna mál með

www.sagamedica.is

Ímyndunarveiki

14 lík fundust á VatnajökliRáðgáta úr fortíð 18

24

5

2

Einrúmið tekið burt

Örstutt saga prívatsíunnar

Page 2: 21 05 2016

GrillbúðinSmiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400

gasgrill 3ja brennara

Niðurfellanleg hliðarborð

• 3 brennarar úr ryðfríu stáli• Postulínsemalerað eldhólf• Grillgrindur úr pottjárni• PTS hitajöfnunarkerfi• Kveiking í öllum tökkum• Niðurfellanleg hliðarborð• Tvöfalt einangrað lok• Postulínsemaleruð efri grind• Hitamælir• Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu• Vönduð yfirbreiðsla fylgir

• Afl 10,5 KW

Á R A

grillbudin.is

AFMÆLISTILBOÐ

79.900 VERÐ ÁÐUR 98.900

50 áraAFMÆLISTILBOÐ

Nr. 12934

„Stjórnarformaður Íslands“ með tvö aflandsfélög á TortólaVar formaður útvarps-ráðs þegar félögin voru stofnuð – Náinn vinur Davíðs Oddssonar og Guðbjargar Matthí-asdóttur

Valur [email protected]

Stjórnarformaður Ísfélagsins, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, og fyrrverandi formaður Útvarps-ráðs, var með skráð tvö eignarhalds-félög á Bresku Jómfrúareyjunum, samkvæmt Panamaskjölunum. Bæði félögin voru stofnuð árið 2005, þegar Gunnlaugur var enn formaður útvarpsráðs.

DV greindi frá því í desember árið 2010 að hrunið hefði bitnað á Gunnlaugi Sævari eins og svo mörg-um öðrum og úr varð að hann var í persónulegum ábyrgðum fyrir fé-lagið Hnotskurn. Hann og Katrín Pétursdóttir, sem bæði voru eigend-ur fyrirtækisins, voru í persónuleg-um ábyrgðum fyrir um milljarði króna vegna lána sem eignarhalds-félagið þeirra fékk að láni frá Glitni í lok árs 2007, sem nam 2,7 milljörð-um í heildina.

Samkvæmt frétt DV endaði skuldauppgjörið hugsanlega þannig að þau greiddu nokkra tugi milljóna af skuldinni.

Panamafélögin tvö heita Tantami Venture og Tetris Estates og voru þau bæði stofnuð árið 2005. Það var

Landsbankinn í Lúxemborg sem stofnaði félögin en búið er að slíta þeim báðum. Tantami var endan-lega slitið 2012 og Tetris var slitið árið 2010.

Gunnlaugur og Katrín seldu Guð-björgu Matthíasdóttur, eiganda Ísfé-lagsins og stærsta hluthafa Árvak-urs, lýsisverksmiðjuna í miðju

hruninu árið 2009 og var kaup-verðið 235 milljónir króna. Þess má geta að Gunnlaugur og Guðbjörg eru nánir vinir og viðskiptafélagar. Þá var félagið afar skuldsett og voru vaxtaberandi skuldir þá rúmlega 5,5 milljarðar króna.

Gunnlaugur Sævar er einnig náinn vinur Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðanda, en dóttir Gunnlaugs, Erla, er til að mynda upplýsingafulltrúi forsetaframboðs Davíðs.

Gunnlaugur sat í útvarpsráði frá 1995 og alveg til 2007 og á þeim tíma var hann lengst af formaður stjórnarinnar.

Gunnlaugi voru svo veitt verð-launin Stjórnarformaður Íslands árið 2006 en ekki er vitað til þess að slík verðlaun hafi verið afhent síðustu ár. Tilgangurinn með verð-laununum var sagður vera að skapa umræðu og vekja athygli á mikil-vægi og gæðum stjórnarstarfa, um leið og stuðlað væri að bættu við-skiptasiðferði.

Það var þáverandi viðskipta- og iðnaðarráðherra, Jón Sigurðsson, sem afhenti verðlaunin við hátíð-lega athöfn. Við það tækifæri sagði ráðherrann:

„Gott orðspor fyrir góða dóm-greind og heiðarleika er þáttur sem flýtt getur fyrir í viðskiptum.“

Hann bætti svo við: „Gott orðspor borgar sig, bæði beint og óbeint.“

Ekki náðist í Gunnlaug Sævar vegna fréttarinnar og svaraði hann engum skilaboðum heldur.

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson var formaður Útvarpsráðs þegar félögin

voru stofnuð.

Hátt í hundrað hafa sagt sig úr Samtökunum '78Fjölmennur hópur vill nýjan aðalfund – Varaformaður segir annan aðalfund laga-tæknilega ómögulegan.

„Þetta snýst fyrst og síðast um að halda löglegan aðalfund þar sem umboð og ákvarðanir eru hafnar yfir allan vafa,“ segir Frosti Jóns-son sem er einn af fjölmörgum velunnurum Samtakanna ´78.

Hópurinn hefur látið vinna fyrir sig lögfræðiálit þar sem fram kem-ur að aðalfundur samtakanna, sem haldin var í apríl síðastliðnum, hafi verið ólöglegur. Þar af leiðandi vill hópurinn að boðað verði til nýs að-

alfundar, sem þau telja löglegan, en rót átakanna má rekja til umdeildr-ar samþykktar á aðild BDSM félags-ins inn í Samtökin ´78. Málið hefur valdið slíkri ólgu að tugir hafa sagt sig úr félaginu, þar á meðal áhrifa-fólk úr samtökunum. Þá voru stjórn samtakanna afhentar hátt í 150 undirskriftir fyrr í vikunni.

„Það hafa um 85 hafa sagt sig úr samtökunum,“ svarar Auður Magn-dís Auðardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna, en hún bætir við að jafn margir, eða aðeins fleiri, hafa skráð sig á móti inn í félagið á síð-ustu vikum og mánuðum. Hún segir uppgang félagsins gífurlegan og að

starfsemin sé með líflegasta móti. Auður segir aftur á móti fullan vilja innan samtakanna að koma til móts við velunnara Samtakanna.

Varaformaður samtakanna, Ást-hildur Gunnarsdóttir, segir í sam-tali við Fréttatímann að stjórnin hafi rætt möguleikana á aðalfundi.

„En það er ákveðinn lagatækni-legur ómöguleiki í þessu þar sem hann yrði jafn ólöglegur og sá fyrri, í ljósi þess að samkvæmt lögum á að halda aðalfundi félagsins fyrir lok mars,“ útskýrir hún.

Frosti bendir á að slíkur fjöldi úr-sagna úr samtökunum séu líklega án fordæma. „Og ef þeir bregðast ekki við þessu ákalli þá eru þeir að loka augunum fyrir grafalvarlegri stöðu innan félagsins,“ segir hann. | VG

Mjólkurkvóti fyrir 28 millj-arða hefur gengið kaupum og sölum síðan kvótakerfi var komið á í landbúnaði

Baldur Helgi Benjamínsson, fráfar-andi framkvæmdastjóri Landssam-bands kúabænda, telur að þetta fé hafi að stórum hluta runnið út úr greininni. „Þetta var umfang við-skiptanna með mjólkurkvótann, en menn geta auðvitað deilt um hvort allir þessi fjármunir, það er 28 millj-arðar, hafi farið út úr greininni en margt bendir til að svo sé. Þá er fjár-magnskostnaður ekki talinn með í þessum útreikningum.“

Baldur Helgi segir að þessi mikli kostnaður við kvótann hafi verið íþyngjandi fyrir greinina þótt það hafi verið komið í veg fyrir offram-leiðslu. Bændur hafi veigrað sér við að byggja upp á jörðunum enda hafi verðmætin legið í kvóta en ekki í

byggingunum og jörðunum sjálf-um.

2019 á að fara fram allsherjarat-kvæðagreiðsla um kvótakerfið með-al bænda.

Baldur segir ómögulegt að segja til um hvernig hún fari. Lánastofn-anir hafa sett spurningamerki við breytingar enda er kvótinn veð-settur. Málið er þó enn umdeildara meðal bænda sjálfra, margir vilji kvótakerfið burt en aðrir sem eru búnir að koma sér vel fyrir og hugsa

sér jafnvel til hreyf-ings eru síður til í breytingar. | þká

28 milljarðar runnu úr rekstri kúabúa

Fjölmargir hafa sagt sig úr Samtökun-um '78 frá síðasta aðalfundi félagsins þar sem samþykkt var að BDSM sam-tökin hlytu inngöngu.

Róbert hættir„Ég ætla ekki fram,“ segir Róbert Marshall, þing-maður Bjartrar framtíðar. „Ég hef setið á þingi

í sjö ár og það er góður tími. Ég ætlaði aldrei að gera þetta að ævistarfi. Nú má einhver annar af-

plána tíma á þingi.“Róbert segir óráðið hvað hann taki

sér fyrir hendur. Mig langar að skrifa meira, syngja meira og vera meira á fjöllum.“ | þka

Gabríela fær mikinn stuðningHin ellefu ára gamla Gabrí-ela María Daðadóttir fékk gríðarlega sterk viðbrögð við sögu sinni sem hún sagði í Fréttatímanum um síðustu helgi. Gabríela María fæddist sem strákur og var nefnd Gabríel Már.

Gabríela hefur alltaf vitað að hún er stelpa og breytti nafninu sínu, aðeins sjö ára gömul.

„Fólk hafði samband úr öllum áttum. Við fengum meiri viðbrögð en okkur óraði fyr-ir. Fjölskyldan fékk öll sterk viðbrögð og báðar ömmur hennar fengu ótal símtöl og skilaboð. Það kom sérstaklega á óvart hve margt eldra

fólk setti sig í samband við okkur og vildi koma á framfæri þakklæti til Gabríelu fyrir hugrekkið sem hún sýndi. Henni er mætt með algjöru fordómaleysi.

Mjög margir sögðust hafa grátið yfir frásögn hennar og vildu senda henni kveðjur. Foreldrar átta ára

gamals barns, sem vill breyta nafni sínu, hafði samband við okkur. Foreldrar sex ára gamals barns hafði samband við kennarann henn-ar. Þau höfðu fengið einhverskonar upp-ljómun við lestur-

inn og fundu samhljóm í sögu transbarnanna í blaðinu og þeirra eigin barna. Við höfum líka fengið fyrirspurnir um hvar sé hægt að fá fræðslu.“

María fagnar umfjölluninni sem fór fram í þættinum Samfélagið á Rás 2 í kjölfarið en þar kom önn-ur transstelpa fram auk kennara og námsráðgjafa Gabríelu úr Vatns-endaskóla sem ræddu um allt það sem skólarnir geta gert til að mæta þörfum transbarna.

„Ég held að þessar frásagnir hafi ekki síður hreyft við skólakerf-inu. Því það er mikilvægt að fylgj-ast með og vera með opinn huga. Það þarf að taka mark á því þegar börn tjá sig með þessum hætti. Eft-ir að transbörnin sögðu sögu sína í Fréttatímanum bárust Samtökun-um’78 fjórar nýjar viðtalsbeiðnir vegna transungmenna. | þt

Gabríela kom fram í Fréttatímanum um síðustu helgi.

frettatiminn.is [email protected]@frettatiminn.is

21. tölublað7. árgangur

Laugardagur 14.05.2016

Endurkoma RisaeðlunnarHalldóra Geirharðs gefur '68 kynslóðinni puttann 8

Kvikmynd Sólveigar Anspach til CannesSá fyrstu útgáfu áður en hún lést 28

Reiði á meðal listamannaKjarval á skrifstofu Gylfa

2

Alltaf með Fréttatímanum

5 5 2 - 6 0 6 05 5 2 - 6 0 6 0

Ugly.is - smiðjUvegi 2 og l angarima 21

STJÖRNUKOKKUR FLYTUR TIL

LOS ANGELES

INGA HEFUR MISST 30 KÍLÓ

FRÁ ÁRAMÓTUM

MATARVEISLA FYRIR 30 MANNS

FÉKK EKKI VINNU VIÐ INNANHÚS­

HÖNNUN OG FÓR AÐ HANNA FÖT

FYRSTA ÍSLENSKA KONAN SEM GERIST ATVINNUMAÐUR Í BLÖNDUÐUM BARDAGAÍÞRÓTTUM

GYÐA DÖMUBINDI TIL AÐ BERA Á SIG BRÚNKUKREM 18

AMMA KEPPIR Í

KRAFT­LYFTINGUM

SUNNA DAVÍÐS

LAUGARDAGUR 14.05.16

Piprum allt Íslendingar óðir í duftið

Stríð á sviðinuRússland og Úkraína kljást í Eurovision

Götudansarinn Reggie „Regg Rock“ Svarar rasisma með dansi

„Það er ekkert mál að vera eins og ég,“ segir hin ellefu

ára gamla Gabríela María. Hún fæddist sem strákur og

var upprunalega skírð Gabríel Már. Nú vill hún hvetja

krakka í svipuðum sporum til að vera hugrökk.

Ekki vera hrædd

Fleiri transbörn segja sína sögu í blaðinu. 20

Pólitík 26

Listahátíð 26

Nammi 26

Mynd | Rut

Baldur Helgi Benja-mínsson er fráfarandi fram-kvæmdastjóri Landsambands kúabænda.

2 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 21. MAÍ – 22. MAÍ 2016

Page 3: 21 05 2016

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isHöldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

www.volkswagen.is

Með blóm til mömmu?Hoppaðu upp í Polo!

VW Polo frá aðeins

2.490.000 kr.

Það er sama hvert tilefnið er, það verður alltaf meira spennandi með Volkswagen Polo. Hann hefur þennan eiginleika að keyra þig áfram með hvað sem þér dettur í hug. Gefðu hugarfluginulausan tauminn og hoppaðu upp í Polo. Ævintýrin bíða þín.

Page 4: 21 05 2016

Íslendingar of sætir og of feitirÍslendingar eru í farar-broddi of feitra Evrópubúa

Sykur er ein helsta orsök þess að Íslendingar eru í fararbroddi feitra í Evrópu. Erla Gerður Sveinsdótt-ir, læknir og formaður félags fag-fólks um offitu, segir að vandinn liggi ekki bara í sælgætisneyslu, heldur neyslu sykraðra drykkja, gosdrykkja, orkudrykkja og ávaxtasafa.

Dagurinn í dag er helgaður offituvandanum en Alþjóða heil-brigðismálastofnunin telur offitu vera stærsta lýðheilsuvandamál 21. aldarinnar. Talið er að meira en helmingur allra Evrópubúa muni þjást af offitu 2030 og í sumum löndum allt að 90 prósent lands-manna.

Á Íslandi ætlar Félag fagfólks

um offitu að nýta daginn til að leggja áherslu á vatns-drykkju í stað neyslu sykraðra drykkja og brýn-ir fyrir foreldrum að þeir kenni börnum sínum að vatn er besti svaladrykk-urinn. „Sykur er falinn víða í matnum okkar. Í Bandaríkj-unum er að finna sykur í 80 prósent allra unn-inna matvæla. Það er mikilvægt að fólk borði hreinar og hollar afurðir og komi jafnvægi á líkamsstarfsem-ina, borði til að mynda matinn en drekki hann ekki,“ segir Erla Gerður. | þká

Rannsókn á hlut kynjanna í búvörusamningnum, sem leiddi í ljós að verulega hallaði á konur varð til þess að nú er komið ákvæði um að hjón eða sambýlisfólk geti skipt með sér beingreiðslum. Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Félags sauðfjárbænda, segir að þetta leysi ekki allan vandann en þetta sé engu að síður spor í áttina. Í undirbúningi sé stærri og ítarlegri greining, til að undirbúa jarðveg-inn fyrir frekari breytingar.

Í skýrslu rannsóknarstofnunar Háskóla Íslands í jafnréttisfræðum kom í ljós að karlar hafa betri aðgang að styrkjum og lánsfé, ýmis-legt bendi til þess að vinna kvenna í sveitum sé óskráð, ólaunuð og ósýnileg. Karlar afli meiri lífeyrisréttinda og séu fremur skráðir fyrir eignum. | þká

Jafnréttisákvæði er komið í búvörusamninga.

Hallar á bændakonur

Sykur er falinn víða í matnum

okkar. Í Banda-ríkjunum er að

finna sykur í 80 prósent allra

unninna matvæla.

Erla Gerður Sveinsdóttir,

formaður félags

fagfólks um offitu

Hælisleitendur Fær næringu í æð eftir fimm daga hungurverkfall í ReykjanesbæSegir brottvísun jafngilda dauðadómi fyrir eiginkonuna

Sjúkrabíll vitjaði hælisleitandans Steven Ajemiare í Reykjanesbæ á fimmtudag og gaf honum nær-ingu í æð, en hann hefur verið í hungurverkfalli í fimm daga eftir að beiðni hans um hæli var hafn-að. Steven hefur búið á Íslandi í þrjú ár en kona hans, Salome Bu-

abonah, í tæp tvö. Saman eiga þau eins árs dóttir og þriggja ára son sem er í Akraskóla. „Þau hafa ekki gefið okkur neina dagsetningu, en gætu komið hvenær sem er,“ segir Steven.

Steven og Salóme eru ekki gift og eru þau hrædd um að verða send til mismunandi landa, hún er frá Mið-baugs-Gíneu en hann er frá Níger-íu. Ættingjar Salóme eru ósatt við ráðahaginn þar sem hann er krist-inn en hún múslími, og segjast þau

hrædd við að lenda í vandræðum fari þau aftur.

Salóme er sykursjúk og þarf að fá sprautur fjórum sinnum á dag. „Það væri ekki hægt í Afríku, ef börn-in verða send þangað með móður sinni væri það til að horfa á hana deyja,“ segir Steven.

„Ég myndi vilja vinna í verk-smiðju, í fiski, sem bílstjóri, hvað sem er til að sjá fyrir fjölskyldunni,“ segir Steven sem er með borð-tenniskennarapróf. „Ég vil að börn-in mín fái þau tækifæri sem ég fékk ekki. Að fara frá Íslandi væri eins og að fara úr ljósinu og aftur í myrkr-ið.“

Útlendingastofnun segist ekki svara fyrirspurnum um einstaka mál. | vsg

„Að fara héðan væri eins og fara úr ljósi í myrkur.“Eftir næstum þrjú ár á Ísland á að senda Steven Ajemiare úr landi.

Steven og Salome ásamt dótturinni sem er fædd á Íslandi.

4 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 21. MAÍ – 22. MAÍ 2016

Page 5: 21 05 2016

„Dásamlegt hlut - skipti að vera eilífðar stúdent“

Hittir barnabarnið í nemakaffiteríunni

Valur Gunnarssonvalurgunnars@frettatiminn

„Það eru margir sem hafa þráð að setjast aftur á skólabekk en eru smeykir við að vera í kringum yngra fólkið. Það þarf þó engu að kvíða,“ segir Sigurður E. Guð-mundsson, sem hóf BA nám við Háskóla Íslands fyrir 18 árum, þá

66 ára gamall. Hann er nú að skila inn doktorsritgerðinni.

„Markmiðið var að vera búinn með BA prófið á sjötugsafmælinu, sama ár og ég varð 50 ára stúdent. En þar sem ég fékk ágætis einkunn opnaðist leiðin í MA nám og þau á deildinni byrjuðu snemma að „agitera“ fyrir að ég færi í dokt-orsnám.“

En hvernig voru viðbrögð þinna nánustu þegar þú ákvaðst að fara aftur í skóla?

„Gömlu vinirnir ráku upp stór augu en voru ánægðir og hafa veitt mér hvatningu. Nemendurnir voru flestir á milli tvítugs og þrítugs en við drukkum kaffi saman og spjöll-uðum um lífið og námið og tilver-

una. Og dótturdóttir mín er að læra sálfræði í háskólanum og við höf-um stundum hist í kaffiteríunni.“

Öll þrjú börn Sigurðar eru sagn-fræðingar, en sjálfur fór hann í læknisfræði á sínum tíma. „Hugur fylgdi ekki máli og ég varð blaða-maður Alþýðublaðsins, svo fram-kvæmdarstjóri Alþýðuflokksins og loks forstjóri Húsnæðisstofnunn-ar sem varð ævistarfið. Hugurinn stefndi alltaf að námi í hugvísind-um, ég var ekki að fara í nám í von um vinnu síðar svo ég vildi eitthvað skemmtilegt. Fólk á mínum aldri hefur feikimikið til málanna að leggja og mikla reynslu að baki.“

Doktorsritgerðin fjallar um þró-un velferðarkerfisins á fyrri hluta

20. aldar, en MA ritgerðin fjallaði um tilurð lífeyrissjóðanna, þar sem hann byggir að nokkru á eigin reynslu. Sigurður missti konu sína fyrir næstum áratug og tók þá hlé frá námi en byrjaði síðan í dokt-orsnáminu sem hann segir veita gríðarlega lífsfyllingu. Síðan þá hefur hann setið á Bókhlöðunni í átta tíma á dag árið um kring og hefur litla þörf yfir sumarfrí. En hvað tekur nú við?

„Ég vil að vel fari fyrir doktors-ritgerðinni og mér, sem ég mun verja í haust, og ég vonast til að fá útgefna bók um lífeyrissjóðina sem ég byggi á ritgerðinni. Það er dásamlegt hlutskipti að vera ei-lífðarstúdent.“

84 ára að verða doktorSigurður E. Guðmundsson hóf BA nám við Háskóla Íslands fyrir 18 árum, þá 66 ára gamall. Hann er nú að skila inn doktorsritgerðinni, 84 ára. Mynd | Rut

Guðrún Eva Mínervudóttir leikur í sinni fyrstu myndÞað eru konur í öllum helstu hlut-verkum í nýjustu myndum Tinnu Hrafnsdóttir. Önnur þeirra, Kaþars-is, vann nýlega keppnina Shorts TV á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem helguð er verkum í vinnslu. Hin nefnist Helga og skartar Guðrúnu Evu Mínervudóttir rithöfundi í að-alhlutverki, en þetta er fyrsta kvikmynd rithöfundarins.

„Guðrúnu Evu fékk ég til liðs við mig því mig vant-aði konu á hennar aldri sem væri lík þeirri sem leikur Helgu unga, en sú heitir Viðja Dís Rögnvaldsdóttur,“ segir Tinna. „Þær eru sláandi líkar, með einstak-lega fallega útgeislun sem var mikil-vægt fyrir myndina. Guðrún Eva er mikill listamaður og lék eins og hún hefði gert það oft áður.“

Hin reynda Guðrúnu Gísladóttir leikur síðan aðalhlutverkið í Kaþars-is. „Ég hlakka til að vinna með Guð-rúnu Gísla. Mér hefur alltaf fund-ist hún með betri leikkonum þessa lands, hún er með sterkt andlit og áru sem er gott fyrir hlutverkið.“

Tinna skrifaði handritið að Helgu sjálf en Bergþóra Snæbjörnsdóttir skrifaði handritið að Kaþarsis.

„Okkur langar báðar að segja sögur af konum og þær tvær sem myndirnar eru um ganga í gegnum ákveðið þroskaferli, þó ólíkt sé. Til að þroskast og læra er fortíðin, það sem þú hefur upplifað eða reynt, besti kennarinn.“ | vsg

| 5FRÉTTATÍMINN | HELGIN 21. MAÍ – 22. MAÍ 2016

Page 6: 21 05 2016

Hvað er heilsukvíði? Heilsukvíðnir hafa ósjald-an gengið á milli lækna og eiga margir hverjir flókna sjúkrasögu að baki. Þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir eru þeir oft óánægðir með þjónustuna sem þeir hafa feng-ið enda hafa þeir oftar fengið að heyra hvað sé ekki að þeim en trúverðugar skýringar lækna á því hvað sé raunverulega að hrjá þá.

Heilsukvíði einkennist af óhóf-legum og hamlandi kvíða þar sem fólk óttast að vera haldið alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að niðurstöður læknisskoðana og rannsókna bendi til annars. Heilsukvíðnir hafa margir hverjir ítrekað gengist undir læknisrann-sóknir sem ekki hafa verið til þess fallnar að veita trúverðugar skýr-ingar á þeim vanda sem fyrir er. Endurteknar fregnir af því hvað sé líklegast ekki að hrjá hinn heilsu-kvíðna slær aðeins á kvíða hans í skamman tíma og getur aukið á ráðaleysið og grafið undan trausti hans á heilbrigðiskerfinu þegar til lengri tíma er litið.

Aukinn áhugi hefur vaknað á heilsukvíða á síðastliðnum árum og áratugum. Ekki síst er það góður árangur hugrænnar atferl-ismeðferðar sem getið hefur af sér þennan aukna áhuga.Sam-kvæmt hugrænu skýringarlíkani á heilsukvíði rætur í og er viðhaldið af rangtúlkunum á eðlilegum líkamseinkennum. Auk þess hef-ur lyfjameðferð með sértækum serótónín-endurupptökuhemlum getið af sér ágætis árangur. Hefur vandinn löngum þótt illviðráðan-legur en með hugrænni atferl-ismeðferð og/eða lyfjameðferð hefur náðst betri árangur í með-ferð þessa oft illvíga vanda.

Einnig hefur komið í ljós að fræðsla ber góðan árangur við vægum heilsukvíða, en þá er veitt fræðsla í nokkur skipti um áhrif hugarfars, athygli, öryggisráðstaf-ana og streitu á vandann.

Úr grein í Læknablaðinu frá árinu 2010. Höfundar: Sóley Dröfn Davíðsdóttir,

klínískur sálfræðingur hjá Kvíðameð- ferðarstöðinni og Ólafur Árni Sveinsson

taugalæknir.

Þóra Tómasdó[email protected]

Ingvard Wilhelmsen er helsti sér-fræðingur Norðmanna í því sem kallast heilsukvíði og meðhöndlar fólk með því að tala við það. Hann er prófessor og sérfræðingur í lyf-lækningum, meltingarsjúkdómum og geðlækningum.

„Vandamálið er að fólki líkar ekki að þurfa að deyja. Það er ekkert nýtt. Sumir reyna því að ná stjórn á dauðanum með því að vera forsjálir og sérlega athugulir. Nú orðið getur fólk með heilsukvíða komist í alls-konar rannsóknir, troðist fram fyrir biðraðir og látið kanna allt sem það heldur að sé að. Það getur aflað sér upplýsinga á netinu og talið sig geta greint sig með banvæna sjúkdóma. En við getum ekki stjórnast af dauð-anum. Það er ekki hægt.“

Ingvard segir að fólk sem ímynd-ar sér að það sé veikt geti fundið fyr-ir líkamlegum einkennum. „Það fær gjarnan vöðvaspennu, hjartslátt, svima, meltingartruflanir. Sumum flökrar. Líkamleg hræðsluviðbrögð eru í eðli sínu mjög góð, þau eru lífsnauðsynlegt viðbragð. En þegar hræðsluviðbrögðin koma af algjör-um óþarfa, geta þau verið mjög þreytandi. Fólk verður örmagna. Þess vegna er mikilvægt að túlka heiminn á réttan hátt. Heilsukvíði er í raun túlkunarvandi. Venjulegt fólk er í nokkuð góðu standi til að meta hvort líkamlegir kvillar kalli á læknisheimsókn eða hvort skyn-samlegra sé að bíða aðeins og sjá til. Það getur verið ágætt að sjá til stundum. Fólk með heilsukvíða reynir oft af mikilli ákefð að túlka

líkamleg einkenni, án þess að hafa sömu forsendur og menntað heil-brigðisstarfsfólk.“

Sættum okkur við óöryggi„Heimurinn er ekki einfaldur stað-ur til að búa á. Við vitum fátt með vissu. Hlutir eru ófyrirsjáanlegir. Slys inn á heimilum eru mjög al-geng. Samt þurfum við stundum að vera heima hjá okkur. Við verð-um að velja að trúa því að það verði allt í lagi. Að við dettum ekki niður stigann. Við verðum að þola að lifa með óvissunni. Þegar við setjumst upp í flugvél getum við ekki verið viss um að við lendum, en við velj-um að trúa því. Alveg eins og ef þú átt maka. Þú getur aldrei verið viss um að hann sé þér trúr en þú get-ur valið að trúa því að hann sé það. Maður þarf að velja að trúa því að maður sé frískur þar til annað kem-ur í ljós. Að makinn sé þér trúr þar til annað kemur í ljós. Það er ekkert heimskuleg regla.“

Ingvar segist ekki vera að hvetja fólk til að vera kærulaust. „Flestir eru mátulega varkárir. Fólk leikur sér ekki að dauðanum. Það er ekki útbreitt vandamál.“

En af hverju stafar ótti heilsu-kvíðasjúklinga?

„Fólk vill ekki deyja. Það vill eignast börn og barnabörn. Kvíð-inn tengist oftast því sem við aldrei fáum svör við. Tökum félagsfælni sem dæmi. Óttinn við að fólki líki ekki við þig er mjög algengur. Það er ekki fyrirbæri sem fjölmiðlar eða samskiptamiðlar hafa getið af sér. Það er skiljanlegt að það sé þér mikilvægt að fólki líki við þig, en

hversu mikilvægt? Hvað ertu tilbú-inn að ganga langt svo fólki líki vel við þig? Þú færð aldrei að vita hvað öðru fólki finnst um þig. Þá fer fólk stundum að túlka og við þurfum að aðstoða það við að finna jafnvægi.“

Makinn gefst uppFólk með heilsukvíða þvælist oft á milli lækna og knýr fram rannsókn-ir á minnstu líkamlegu kvillum. Það heldur að smávægilegir verkir séu einkenni banvænna sjúkdóma og reynir, eftir fremsta megni, að sækja hughreystingu við áhyggjum sínum. Algengt er að fólk lesi sig til um alvarlega sjúkdóma og sannfær-ist enn frekar um að vera veikt við lesturinn.

„Þú getur lengt lífið með því að skokka. en ekki lengur en tímann sem þú skokkar.“

„Það sem er ekki alvarlegt þarf ekki að taka svo alvarlega.“

„Þú getur orðið fyrir bíl þó þú sért fullur af andoxunarefn-um.“

ERTU ÍMYNDUNAR-

VEIKUR?Um fimm prósent Íslendinga þjást af öfgakenndri sjúkdómahræðslu og heilsukvíða. Ingvard

Wilhelmsen stýrir sérstakri klíník á sjúkrahúsinu í Bergen, fyrir fólk sem heldur að það sé veikt.

Sóley Dröfn Davíðsdóttir.

Ingvard Wilhelmsen.

Ímyndunar-veiki

6 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 21. MAÍ – 22. MAÍ 2016

Page 7: 21 05 2016

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða er 21. maí, til og með 29. maí, eða meðan birgðir endast. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

Austurstræti 18Skólavörðustíg 11Laugavegi 77Hallarmúla 4

Álfabakka 16, MjóddKringlunni norðurKringlunni suðurSmáralind

Hafnarfirði - Strandgötu 31Keflavík - Sólvallagötu 2Akureyri - Hafnarstræti 91-93Akranesi - Dalbraut 1

Ísafirði - Hafnarstræti 2Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

540 2000 | [email protected] | www.penninn.is | www.eymundsson.is

EKKI MISSA AF ÞESSU!

FYRIR HEIMSBORGARANN

VILDARAFSLÁTTUR

40%

100 Contemporary HousesVerð: 4.499.-

Scandinavian DesignVerð: 4.499.-

20th Century PhotographyVerð: 4.499.-

Architectural TheoryVerð: 4.499.-

100 Interiors Around The WorldVerð: 4.499.-

DALÍ The PaintingsVerð: 4.499.-

The North American IndianVerð: 4.499.-

Monet The Triumph of ImpressionismVerð: 4.499.-

Portofino StórVILDARVERÐ: 13.307.-Verð: 22.179.-

Portofino MiðstærðVILDARVERÐ: 11.489.-Verð: 19.149.-

Portofino LítilVILDARVERÐ: 10.283.-Verð: 17.139.-

FRÁBÆR AFSLÁTTUR

Page 8: 21 05 2016

Alvarleg tilfelli af heilsukvíða

Borðaði sigtaða súpu í 20 árEinn af sjúklingum Ingvards steig fram í norska dagblað-inu VG og lýsti reynslu sinni af sjúklegum heilsukvíða. Hin 49 ára gamla Sissel Odland glímdi við margskonar ótta og afleiðingar alvarlegra áfalla. Einn helsti ótti hennar var að hjartað gæfi sig og að eitt-hvað myndi festast í kokinu á henni. Af þeim sökum lifði hún á súpu og sigtuðum mat. Eft- ir að hún fékk meðferð við heilsu-kvíðanum gat hún borðað fasta fæðu í fyrsta sinn í 20 ár.

Spör

ehf

.

Verð: 678.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!

Í þessari skemmtilegu ferð um Mið-Ameríku skyggnumst við inn í undraveröld hitabeltisskóganna með sínum spennandi menningarheimum. Við skoðum Panamaborg og skurðinn fræga og í Kosta Ríka kynnumst við m.a. óviðjafnanlegu dýralífi og flóru. Við heimsækjum Managua í Nígaragúa og siglum um stærsta stöðuvatn Mið-Ameríku. Ógleymanleg ferð sem lætur engan ósnortinn.

8. - 22. nóvember Fararstjóri: Steingrímur Gunnarsson

Panama, Kosta Ríka og Nígaragúa

Bókaðu núna á baendaferdir.isSími 570 2790 | [email protected] | Síðumúla 2, 108 RVK

Alvarleg tilfelli af heilsukvíða

Viðþolslaus af áhyggjum – sannfærður um að vera með MSGunnar er 41 árs gamall og hefur lengi glímt við mikinn heilsu-kvíða, en móðir hans lést þegar hann var 14 ára gamall af völd-um krabbameins sem uppgötv-að var á lokastigi. Gunnar hefur farið í gegnum mörg tímabil þar sem hann hefur talið sig vera haldinn alvarlegum sjúkdómum. Í fyrra taldi hann sig vera með eitlakrabbamein sem leiddi loks til sýnatöku. Fyrir fjórum árum taldi hann sig vera með heilaæxli vegna spennuhöfuðverkjar sem endaði með segulómskoðun. Í dag getur hann minnst þessara uppákoma með bros á vör en það kemur ekki í veg fyrir að hann óttist nú að vera haldinn MS. Undanfarna mánuði hefur hann fundið fyrir dofa af og til á nokkrum stöðum vinstra megin í líkamanum. Fyrir um hálfu ári fann hann fyrir svima í eina viku, sem gekk yfir af sjálfu sér. Gunnar hefur lesið sér mikið til um MS og finnst lesturinn renna stoðum undir grunsemdir hans. Hann telur sig uppfylla skilmerki sjúkdómsins, taugaeinkenni sem samrýmast MS (dofa og svima) frá tveimur aðskildum hlutum taugakerfisins á mismunandi tímum.

Gunnar fór til heimilislækn-isins sem taldi afar ólíklegt að hann væri haldinn sjúkdóminum en sendi engu að síður beiðni til taugalæknis að ósk Gunnars, og fékk þar tíma eftir þrjá mánuði. Í millitíðinni leitaði Gunnar, við-þolslaus af áhyggjum, til bráða-móttökunnar, og bað um stera-gjöf sem hann hafði lesið sér til um að gæfist vel við MS-köstum.

Við skoðun þar fundust engin teikn um taugasjúkdóm. Þó að læknirinn teldi ekki þörf á frekari rannsóknum náði Gunnar í sömu viku að knýja fram segulómun af höfði og mænu, auk mænuvökva-prófs. Reyndust rannsóknirnar

eðlilegar nema að þrír ósértækir flekkir sáust í hvíta efninu um-hverfis heilahólfin. Sjúkrahús-læknirinn útskýrði fyrir Gunnari að engin teikn væru um MS en að þrír ósértækir flekkir sæjust á segulómskoðun af höfði. Fyrir Gunnari var þetta staðfesting á því að hann væri haldinn MS. Hann spurði lækninn hvort hann gæti útilokað að þetta væru breytingar af völdum MS. Lækn-irinn sagðist nokkuð viss í sinni sök og útskýrði að margir væru með slíkar breytingar án þess að um sjúkdóm væri að ræða. Þess-ar skýringar nægðu Gunnari ekki, hann taldi að einkennin hlytu að eiga sér vefræna orsök.

Á þessum tímapunkti var kvíð-inn orðinn svo mikill að Gunnar var hættur að geta sinnt starfi sínu, átti erfitt með svefn og það hrikti í stoðum hjónabandsins. Óvissan var honum svo erfið að hann var farinn að óska þess að fá einhverja sjúkdómsgreiningu í stað þess að fá ítrekað þau skila-boð að „ekkert væri að“. Gunnar fékk meðhöndlun með serótónín endurupptökuhemli í stigvaxandi skömmtum og var vísað til sál-fræðings sem hann þó var tregur til að hitta í fyrstu. Hann sá ekki tengslin milli líkamlegu ein-kennanna og þess að taka geðlyf, hvað þá að hitta sálfræðing. Hann viðurkenndi þó að kvíðinn, svefnerfiðleikarnir og áhyggjurn-ar væru honum um megn. Eftir nokkrar vikur af lyfja- og sálfræði-meðferð minnkaði kvíðinn til muna og hjálpaði sálfræðimeð-ferðin Gunnari að öðlast innsýn í þann hugarfarslega vítahring sem hann var kominn í. Hann varð fær um að skoða og trúa öðrum skýringum á meinlausum líkam-legum óþægindum sem hann, líkt og aðrir, fann og finnur enn fyrir með reglulegu millibili.

Dæmi úr Læknablaðinu

Ímyndunar-veiki

„Fólk leitar í það sem kallast re-assurance. Það vill fá tryggingu fyrir því að það sé ekki að fara að deyja. Það spyr makann í sífellu um álit og fer til margra lækna. Mak-anum finnst auðvitað ekki áhuga-vert að hlusta á svona til lengdar og missir á einhverjum tímapunkti þolinmæðina. En það er oftast ekki nóg. Því heilsukvíðinn einstakling-ur heldur áfram með verkefnið sitt, að reyna staðfastlega að uppgötva sjúkdóma nógu snemma.“

Lifa í staðinn fyrir að hafa áhyggjurHann segir læknisheimsóknir geta slegið á ótta þeirra í stutta stund, fyrir hvert einkenni sem er útilok-að. „Þá kemur oftast eitthvað nýtt einkenni í staðinn. Okkur þarf ekki að líka sú staðreynd að við mun-um deyja en við verðum að sætta okkur við að hafa ekki stjórn á því. Vandinn við að reyna að koma í veg fyrir dauðann er að maður veit ekki að hverju maður á að einbeita sér. Við vitum ekki úr hverju við deyj-

um. Jafnvel þó þú reynir að sjá við dauðanum með því að borða rétt og hreyfa þig, er hann ekki á þínu valdi. Þú getur verið skotinn til bana með fullkomið kólestról í blóð-inu. Þú getur orðið fyrir bíl þó þú sért fullur af andoxunarefnum. Við þurfum að kunna að lifa í staðinn fyrir að hafa áhyggjur.“

Ingvard segir áhyggjur stórlega ofmetnar. „Já, áhyggjur og fabúler-ingar hafa ekki læknað nokkurn mann. Heilsukvíðið fólk getur

Ingvard Wilhelmsen segir að heilsukvíðasjúklingar eigi það sameiginlegt að hafa öflugt hugmyndaflug.

8 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 21. MAÍ – 22. MAÍ 2016

Page 9: 21 05 2016

Þriðjudaginn 24. maí verður nýtt stjórnmálaafl, Viðreisn, stofnað

Staður: Silfurberg í Hörpu.Tími: 17.00 - 18.00

Allir velkomnir frá kl. 16.45

Við erum frjálslynt stjórnmálaafl sem vill réttlátt samfélag, stöðugleika,opna umræðu, viðskiptafrelsi og vestræna samvinnu.

Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni.

Öflugt atvinnulíf á að vera undirstaða velferðar og velmegunar almennings.

Búa þarf til umgjörð stöðugleika sem dregur úr hættu á þvíað stjórnmálamenn eða sérhagsmunaöfl geti ráðskast

með þjóðina og eignir hennar.

/ Vidreisn

Stofnfundur Viðreisnar24. maí

Page 10: 21 05 2016

Miðvikudaginn 25. maí

KYNNINGARFUNDIRLENGRI NÁMSLÍNA

Opni háskólinn í HR heldur kynningarfundi um námslínur haustsins kl. 9 -12 miðvikudaginn 25. maí. Opið hús verður kl. 12-13. Eftirfarandi námslínur verða kynntar:• Straumlínustjórnun kl. 9:00• APME verkefnastjórnun kl. 9:00• Mannauðsstjórnun og leiðtogaþjálfun kl. 9:00• Stafræn markaðssetning kl. 9:45• Vinnsla og greining gagna kl. 9:45• Rekstrar- og fjármálanám kl. 10:30• Hótelstjórnun og veitingahúsarekstur kl. 10:30• PMD stjórnendanám kl. 10:30• Viðurkenndir bókarar kl. 11:15• Markþjálfun kl. 11:15• Verðbréfaviðskipti kl. 11:15

Í kjölfar kynningarfunda gefst gestum tækifæri til þess að ræða við starfsmenn Opna háskólans í HRum námsframboð haustsins.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Allir velkomnir

veitt líkamanum of mikla athygli. Sumir skokka og reyna þannig að lengja lífið. Skokkararnir lifa lengur en þeir sem ekki skokka. En líklega ekki lengur en þeir skokka. Og ef þú ert duglegur að skokka, og segjum að þér takist að fá þrjú auka ár, þá verðurðu að muna að þau bætast við alveg undir lokin. Það er ekki ung-lingsárin sem bætast við. Nú er ég ekki að segja fólki að hreyfing sé til-gangslaus. Ég hreyfi mig til að vera í góðu formi og til að hafa orku, en ekki til að koma í veg fyrir dauð-ann.“

Hugurinn öflugri en lyfAð sögn Ingvards er algengt að fólk geri sér grein fyrir að það hljómi eins og það sé klikkað. „Og þá verð ég stundum að taka undir. Ég reyni að fá fólk til að horfa á hlutina úr fjarlægð og velta því fyrir sér hvers

vegna frásögn þess hljómar klikk-uð. Oftast getur fólk þá séð það fyndna hliðarnar á þessu og hlegið að sjálfu sér. Því það sem er ekki alvarlegt þarf ekki að taka svo alvarlega. Ég get auðvitað gefið fólki seratónín til að slá á áhyggjur þess en mér finnst miklu árangursrík-ara að reyna að fá fólk til að breyta viðhorfi sínu. Það er fljótlegra og skilar meiru.“

Að sögn Ingvards er meðferðin oftast stutt og byggir fyrst og fremst á samtölum sérfræðings og sjúk-lings. „Þó það taki stuttan tíma fyr-ir sjúklinginn að skilja vandann og breyta hugsunum sínum, þá tekur lengri tíma að breyta gjörðum sín-um. Rétt eins og afbrýðisami eigin-maðurinn sem vill vera við stjórn. Hann getur valið að treysta kon-unni sinni. En svo þarf hann að fara heim og haga sér eins og hann

meini það. Hann þarf að hætta að yfirheyra konuna sína og leyfa henni að fara á ráðstefnur. Hann þarf að sleppa tökunum og það er miklu erfiðara. Eins þarf heilsu-kvíðinn einstaklingur að æfa sig í því að hætta að lesa um sjúkdóma og treysta því að ef hann verð-ur í alvöru alvarlega veikur, þá fái hann einkenni sem fara ekki á milli mála.“

En hvað er sammerkt með heilsu-kvíðasjúklingum? „Þeir eru mjög misjafnir. Það eina sem þeir eiga virkilega sameiginlegt er að vera hugmyndaríkir. Því það þarf frjóan hug til að sjá allar þessar hættur. Svo eru þeir þrautsegir og þrjóskir og gefast ekki upp þó þeim sé sagt að hætta. Það getur verið frábær eiginleiki ef maður er á réttu spori. En að nota krafta sína í áhyggjur ef algjör sóun.“

Ímyndunar-veiki Óttast krabbamein og Alzheimer

Oftast með önnur kvíðavandamál

Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði, segir heilsu-kvíða algengan á Íslandi. Engin ástæða sé til að ætla að tíðni hans sé minni hér en annars staðar í Evrópu.

„Fólk með heilsukvíða leitar oftast fyrst til heilsugæslunnar, enda snýst óttinn um að vera með líkamlegan kvilla, en það leitar einnig til sálfræðinga, geðlækna, lyflækna, taugalækna og víðar. Þess vegna er erfitt að fá nákvæm-ar tölum um hversu margir eru haldnir slíkum kvíða hér á landi.

Þegar umræðan um AIDS var í algleymingi í lok síðustu aldar kom ótti við að vera smitaður af HIV mjög oft við sögu en mér finnst hafa dregið úr því á síðustu árum. Algengt er að heilsukvíðið fólk hafi áhyggjur af því að vera með alvarlegan og ólæknandi sjúkdóm eins og krabbamein eða heilasjúkdóm, eins og Alzheimer. Inn í mat einstaklingsins á þessari áhættu fléttast ættarsaga hans og einnig hvort vinir eða ættingjar hafi veikst af slíkum sjúkdómum. Heilsukvíði getur einnig blossað upp hjá einstaklingi sem er kvíð-inn að upplagi í kjölfar sýkingar, til dæmis sýkingar sem getur alið á skömm, eins og kynsjúkdómar. Fólk með heilsukvíða fer í seinni tíð gjarnan á netið og finnur lista yfir ýmis sjúkdómseinkenni alvarlegra sjúkdóma og sjúkdóms-greinir sig sjálft, einatt ranglega. Það leggur saman 2 plús 2 og fær

út 9. Þá er kvíðastýrð hugsana-bjögun við völd og litlu breyt-ir þótt búið sé sýna fram á það með endurteknum skoðunum og rannsóknum að einstaklingur-inn sé ekki haldinn sjúkdómnum sem hann telur sig þjást af. Heilsu-kvíða er best að meðhöndla með fræðslu, hóflegum rannsóknum og hugrænni atferlismeðferð. Flakk á milli sérfræðinga í mis-munandi greinum læknisfræðinn-ar getur kynt undir einkennunum og það ber að forðast. Best er að einn heimilislæknir stýri með-ferðinni í samvinnu við annað fagfólk eftir þörfum.“

Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði.

Ragnar Pétur Ólafsson, doktor í klínískri sálfræði.

Ragnar Pétur Ólafsson er dósent í sálfræði við Háskóla Íslands og hefur rannsakað áráttu og þrá-hyggju. Hann telur líklegt að fjögur til fimm prósent fólks þjá-ist einhverntíma af heilsukvíða. Nokkrir þeirra hafa ratað í með-ferð til hans.

„Einkennandi fyrir fólk með heilsukvíða eru þrálátar áhyggj-ur af heilsunni og hugmyndir um að vera haldið alvarlegum veik-indum. Fólk sækir sér síendur-tekið læknisaðstoð og þjónustu á heilsugæslu án þess að fullt tilefni sé til. Þessar heilsutengdu áhyggj-ur geta svo knúið fram líkamleg einkenni. Áhyggjur fólks með heilsukvíða geta stundum dalað í stutta stund eftir læknisheimsókn en þráhyggjan snýst um að sækja sér í sífellu hughreystingu við áhyggjum sínum. Óttinn um að lækninum hafi yfirsést eitthvað, getur svo komið upp stuttu síðar og þá er jafnvel leitað til annars læknis.“

Ragnar Pétur telur að kjarni í ótta heilsukvíðasjúklings sé hræðsla við að deyja. „Fólk held-ur oft að ef það er ekki nægilega

varkárt þá muni alvarlegur sjúk-dómur daga það til dauða. Það hefur þá kannski kynnst alvarleg-um sjúkdómi úr umhverfi sínu og hugmyndin um að slíkt geti kom-ið fyrir það sjálft, er því nálæg. Algengast er að fólk með heilsu-kvíða sé einnig að glíma við önn-ur kvíðavandamál.“

Ragnar Pétur beitir hugrænni atferlismeðferð til að reyna að fá fólk til að breyta hugsanamynstri sínu. „Í upphafi vinnum við með hvort óljós líkamleg einkenni geti verið merki um að eitthvað alvar-legt sé að. Við byrjum á að fá stað-festingu á því að líkaminn sé í lagi en við göngum út frá því að það sé nægilegt að rannsaka og útiloka líkamlegu kvillana einu sinni. Þaðan förum við í að vinna með áhyggjurnar og auka innsæi fólks á því að áhyggjurnar séu óþarfar og innistæðulausar.“

Aðspurður um hvort heilsu-kvíðið fólk sé þá ekki pirrandi skjólstæðingar, segir Ragnar ekki svo vera. „Sálfræðingar taka að sér að vinna með þennan vanda. Það getur hinsvegar verið krefj-andi.“

10 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 21. MAÍ – 22. MAÍ 2016

Page 11: 21 05 2016

BLÓMAVALSHELGARTILBOÐ Á SUMARBLÓMUM

1.799kr2.490

TÓBAKSHORN

999kr2.490

Sýpris hæð ca. 100 cm.

27%afsláttur

1.190kr1.490

Sólboði, allar stærðir

1.790kr2.490

Millionbells

1.199kr1.690

Lobelia

1.399kr1.990

Fuchhsia

Gómsætt úr garðinum og Vinnan í garðinum.Fróðleikur á mannamáli.Handbækur Blómavals

1.199kr1.690

STJÖRNUHNAPPUR699kr

Svalaker verð frá:

429kr

Garðhanskar Blómavals

1.499kr/stk1.990

Tilboð á bókum

27%afsláttur

29%afsláttur

20%afsláttur

29%afsláttur

24%afsláttur

29%afsláttur

Page 12: 21 05 2016

20% AF BÆLUM

25 - 30% AFSLÁTTURAF ÖLLUM SUMARVÖRUM

25% AF ÖLLUM TRAMPOLÍNUM

TAX FREE AF ÖLLUM VÖRUM

VORHÁTÍÐKORPUTORGSLAUGARDAGINN 21. MAÍ

Leiktækifyrir

börnin

Næg bílastæði og auðvelt aðgengi

Grillaðar pylsur frá 14 til 16

Vortilboðhjá

verslunum

Nægbílastæði

LEIKTÆKI FYRIR BÖRNIN

ALLIR SKÓR 25% AFSLÁTTUR

YFIRDÝNUR & DÝNUHLÍFAR 20-30% AFSLÁTTUR

VEGLEGUR AUKAHLUTAPAKKI FYLGIR MEÐ HVERJUM SELDUM

TJALDVAGNI UM HELGINA

30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUMVÖRUM ÚT HELGINA

Page 13: 21 05 2016

20% AF BÆLUM

25 - 30% AFSLÁTTURAF ÖLLUM SUMARVÖRUM

25% AF ÖLLUM TRAMPOLÍNUM

TAX FREE AF ÖLLUM VÖRUM

VORHÁTÍÐKORPUTORGSLAUGARDAGINN 21. MAÍ

Leiktækifyrir

börnin

Næg bílastæði og auðvelt aðgengi

Grillaðar pylsur frá 14 til 16

Vortilboðhjá

verslunum

Nægbílastæði

LEIKTÆKI FYRIR BÖRNIN

ALLIR SKÓR 25% AFSLÁTTUR

YFIRDÝNUR & DÝNUHLÍFAR 20-30% AFSLÁTTUR

VEGLEGUR AUKAHLUTAPAKKI FYLGIR MEÐ HVERJUM SELDUM

TJALDVAGNI UM HELGINA

30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUMVÖRUM ÚT HELGINA

Page 14: 21 05 2016

á Tenerife með GamanFerðum!

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS [email protected]

LYON f rá

9.999 kr.*

DUBLIN f rá

7.999 kr.*

NICE

9.999 kr.*

STOKKHÓLMUR f rá

7.999 kr.*

*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

EDINBORG f rá

9.999 kr.*

VERTUMEMM!

jún í - sept .

maí - jún í

jú l í - okt .

jún í - des .

jún í - sept .

Fimm mánuðum fyrir boð-aðar þingkosningar er óvenju mikil óvissa í stjórn-málum. Það er óljóst hver

verða helstu kosningamálin og í hverskyns ásigkomulagi flokkarnir mæta til kosninga.

Af flokkunum hafa Vinstri grænir og Píratar það best. Píratar hafa notið óvenjulegs stuðnings samkvæmt skoðanakönnunum í rúmt ár, eða allt frá því að fylgi við miðjuflokkanna tvo, Bjarta framtíð og Samfylkinguna, skrapp saman. Píratar eru að ganga í gegnum vaxt-arverki. Þeir birtast bæði í núningi milli áhrifafólks innan flokksins og í því hvernig stuðningsmenn bregð-ast við stefnumálum flokksins eftir því sem þau mótast. Píratar eru iðulega gagnrýndir fyrir að hafa ekki skýra stefnu í mörgum málum en sú gagnrýni stenst enga skoðun. Þvert á móti er stefna Píratanna í flestum málum skýrari en stefna hinna flokkanna og meira í takt við tímann.

Vinstri græn njóta þess að hafa lengst af véfengt þá stefnu sem hér hefur verið ríkjandi undanfarna áratugi. Það vegur upp vonbrigði fólks með flokkinn í síðustu ríkis-stjórn. Þá leystist flokkurinn upp vegna átaka um Evrópumál og skuldamál heimilanna. Eftir á að hyggja er ljóst að ríkisstjórnin hefði átt að teygja sig til þeirra arma VG sem verst undu sér í ríkisstjórninni; hægja á Evrópuumsókn eða senda hana í þjóðaratkvæði og taka af meiri festu á skuldum heimilanna.

Miðað við fylgissveiflur undan-farinna mánaða virðist fólk skilja

betur vanlíðan Vinstri grænna með stefnu síðustu ríkisstjórnar en skil-yrðislausa fylgispekt Samfylkingar-innar við stjórnina sem mistókst að afla stefnu sinni fylgi meðal al-mennings.

Kjósendur refsuðu Samfylkingunni miskunnarlaust fyrir verk og verk-leysi þessarar stjórnar í síðustu kosningum. Um tíma virtist sem flokkurinn ætti möguleika á að vinna sig upp en svo brast botninn undan flokknum snemma á síðasta ári.

Samfylkingin sat bæði í ríkis-stjórninni sem sigldi sofandi inn í Hrunið og þeirri sem mistókst að skapa sátt um leiðina út úr rústun-um. En eitthvað veldur því að flokk-urinn vill ekki axla ábyrgð á stjórn-arsetu sinni frá 2007 til 2013. Af ummælum forystumanna flokks-ins að dæma var allt sem gerðist á þessum árum einhverjum öðrum að kenna. Samfylkingin var þolandi aðstæðna en aldrei gerandi.

Gríðarlegt tap í kosningunum 2013 veldur því að ekki verður séð að flokkurinn nái að vinna sig út úr vondri stöðu. Eins og hjá öðr-um stjórnmálaflokkum er grasrót flokksins löngu dauð og öll völd innan flokksins hverfast um þing-flokkinn. Þar situr hins vegar ein-vörðungu fólk sem tapaði kosning-um, og tapaði þeim mjög illa. Það er upptekið við sjálfsréttlætingar og getur í raun ekki horft fram á veg.

Kosningatapið girti fyrir endur-nýjun Samfylkingarinnar, flokk-inn sem líklega þarf helst allra að

endurnýja hugmyndir sínar og stöðu.

Svo til allir þingmenn Framsókn-ar geta þakkað Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni setu sína á þingi. Þegar horft er yfir þingflokkinn er ekki hægt að ímynda sér hvernig það fólk ætlar að komast á þing án aðstoðar.

Framsókn er því sannarlega eins og höfuðlaus her. Sigmundur Dav-íð mun án efa reyna að yrkja sína höfuðlausn en það verður að teljast ólíklegt að það takist. Forsætisráð-herra sem hrekst úr embætti fyrir að ósannsögli og óheiðarleika á ekki endurkomu í venjulegu opnu lýðræðisríki.

En Ísland er svo sem ekki venju-legt opið lýðræðisríki.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur orðið fyrir miklum álitshnekki vegna Panamaskjalanna. Það hefur ekki sést enn í skoðanakönnunum, með-al annars vegna enn verri stöðu Framsóknar, en það er ólíklegt annað en uppljóstranir síðustu vikna muni hafa áhrif á flokkinn.

Einkum ef hægri sinnað fólk fær valkost.

Það gildir í stjórnmálum að fólk heldur tryggð við vonda stjórn og lakan flokk þar til það sér annan kost betri. Léleg stjórnarandstaða getur þannig haldið lífi í vondri rík-isstjórn.

Staða Sjálfstæðisflokksins er þannig að það hefur aldrei verið betra tækifæri fyrir nýjan flokk að skjóta rótum á hægri vængnum. Það ætlar Viðreisn sér. En ef sá flokkur ætlar að ná árangri verður hann að stilla upp meira afgerandi mannvali en hingað til.

Það er margt sem bendir til að almenningur sé tilbúinn í uppgjör í mörgum helstu málum samfélags-ins. Svo virðist sem flokkarnir séu það síður. Það er skiljanlegt, þar sem þeir eru ekki lengur megin far-vegur stjórnmálaumræðunnar.

Gunnar Smári

KJÓSENDUR KLÁRIR EN

FLOKKARNIR EKKI

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir.

Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.

Nú þegar þú ert búin með doktorinn vantar þig bara meiraprófið til að fá vinnu. Þú verður að hafa tekjur, ástin mín, svo þú getir leigt þér kjallaraherbergi út í bæ. Við mamma þín settum

herbergið þitt á airbnb og það koma hingað amerísk hjón á eftir.

Teikning | Hari

14 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 21. MAÍ – 22. MAÍ 2016

Page 15: 21 05 2016

RÚM • SÓFAR • HVÍLDARASTÓLAR LJÓS • HÚSGÖGN • GJAFAVÖRUR

HEILSUKODDAR SÆNGUR • BORÐ

FRÁBÆRT ÚRVAL AF RÚMUM, SÓFUM OG HVÍLDARSTÓLUM

VERIÐ VELKOMIN Í HEIMSÓKN

Á SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍKOpið alla virka daga 10 -18. Lau.11-16

Í NÝJU VERSLUNINA

LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL

10 áraFRÁBÆR AFMÆLISTILBOÐ!

Page 16: 21 05 2016

Bara skemmtilegur!

Tivoli frumsýning í dag!Fjórhjóladrifin skemmtun!

Bílabúð Benna frumsýnir með stolti, sportjeppann Tivoli, nýjasta smellinn frá bílaframleiðandanum SsangYong í Suður-Kóreu. Sportjeppinn Tivoli er allt í senn, flottur, ríkulega búinn, fjórhjóladrifinn og einstaklega lipur í akstri. Tivoli er fyrir þá kröfuhörðu sem kunna að meta stílhreina hönnun, gegnheil gæði og frábært verð. Tivoli verður frumsýndur hjá Bílabúð Benna, Tangarhöfða 8, í dag frá kl. 12:00 - 16:00 og jafnframt hjá Bílabúð Benna, Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ.

• Fjórhjóladrifinn!

• Ríkulega búinn!

• Frábært verð!

4WD – 50/50 skipt4WD – læst

ReykjavíkTangarhöfða 8 Sími: 590 2000

ReykjanesbærNjarðarbraut 9 Sími: 420 3330

OpnunartímarVirka daga frá 9:00 til 18:00Laugardaga frá 12:00 til 16:00

Kíktu í heimsókn á benni.is. Verið velkomin í reynsluakstur.

Page 17: 21 05 2016

Bara skemmtilegur!

Tivoli frumsýning í dag!Fjórhjóladrifin skemmtun!

Bílabúð Benna frumsýnir með stolti, sportjeppann Tivoli, nýjasta smellinn frá bílaframleiðandanum SsangYong í Suður-Kóreu. Sportjeppinn Tivoli er allt í senn, flottur, ríkulega búinn, fjórhjóladrifinn og einstaklega lipur í akstri. Tivoli er fyrir þá kröfuhörðu sem kunna að meta stílhreina hönnun, gegnheil gæði og frábært verð. Tivoli verður frumsýndur hjá Bílabúð Benna, Tangarhöfða 8, í dag frá kl. 12:00 - 16:00 og jafnframt hjá Bílabúð Benna, Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ.

• Fjórhjóladrifinn!

• Ríkulega búinn!

• Frábært verð!

4WD – 50/50 skipt4WD – læst

ReykjavíkTangarhöfða 8 Sími: 590 2000

ReykjanesbærNjarðarbraut 9 Sími: 420 3330

OpnunartímarVirka daga frá 9:00 til 18:00Laugardaga frá 12:00 til 16:00

Kíktu í heimsókn á benni.is. Verið velkomin í reynsluakstur.

Page 18: 21 05 2016

Dularfull frásögn birtist í þýsku blaði árið 1912 um að lík 14 fórnarlamba í Skaftáreldum hefðu fundist varðveitt í Vatnajökli. Síðar gufaði eitt líkanna upp í vínanda á rannsóknarstofu í Englandi

Helgi Hrafn Guð[email protected]

Árið 1934 skrifaði Vilmundur Jóns-son, landlæknir og alþingismað-ur, tímaritinu Náttúrufræðingn-um. Bréfið var birt með hinum drungalega titli: „Lík fundin í jökl-um“ og efni þess var dularfull þýsk tímaritsgrein um nokkuð hrylli-lega atburði á Íslandi. „Tengdafað-ir minn, séra Ólafur Ólafsson frá Hjarðarholti, hélt um nokkur ár fyr-ir ófriðinn mikla alþýðlegt mánað-arrit, „Bibliothek der Unterhaltung und des Wissens“. Tengdafaðirinn

snaraði svo greininni yfir á íslensku, eins og kemur

fram hér síðar.

Vilmundur hafði greinilega leg-ið yfir þessum texta og velt mikið fyrir sér því hann ráðfærði sig við Árna Friðriksson fiskifræðing, einn virtasta náttúrufræðing þjóðarinn-ar. Þar fékk Vilmundur þau tilmæli að best væri að senda tímaritinu Náttúrufræðingnum greinina til birtingar til að botn fengist í „hvernig „reyfari“ þessi hefir orðið til, og hver er fótur fyrir slíkum at-burðum, sem hann er ortur út af, eftir áreiðanlegum heimildum“.

Hér er frásögnin, sem birtist upp-haflega í fyrrnefndu þýsku tímariti árið 1912 í þýðingu séra Ólafs:

Uppi á háfjöllum landanna, þar sem hvert snjólagið hleðst ofan á annað og þrýstir með þunga sín-um á það, sem áður er komið og undir liggur, myndast víðast hinir

svo nefndu skriðjöklar, er smátt og smátt mjakast eftir hallanum ofan á láglendið eða til hafs, þar sem sjór tekur við og landið þrýt-ur. Þegar skriðjöklar þessir færast niður þangað sem hlýrra loft fær að leika um þá, taka þeir að renna og lækir að streyma eftir þeim, er oft skipta ísspildunni í renninga, oft totumyndaða. Í þessum lokaleif-um skriðjökulsins hafa einatt, og vitanlega oftast af tilviljun einni, fundizt lík af mönnum, sem fyrir áratugum hafa farist í byljum eða snjóskriðum hæst uppi á tindum jöklanna, orðið samfrosta í jöklin-um, og aldrei sézt eða fundizt, fyrr en jökullinn skilaði líkum þeirra á endastöð sinni. En þótt hér sé oft um óraveg að ræða og áratugi, sem líkin hafa verið á leiðinni, hafa þau varðveitzt ágætlega, líkt og skrokk-arnir af mammútdýrum þeim, er fundizt hafa í snjóbreiðum Síberíu, og víst er um, að þar hafa geymst þúsundum ára saman.

Árið 1783 urðu á Íslandi eldgos þau hin miklu, er nefnd hafa

Þegar 14 lík fundustí Vatnajökli

Engar þjóðsögur, hvað þá sannar sagnir, munu

vera til um lík fundin í jöklum hér á landi á

svipaðan hátt, sem hér greinir frá. Tilgáta mín er,

að hugkvæmur og í meðal-lagi ráðvandur blaðamað-ur hafi snuðrað í fræðibók

um skriðjökla o.fl., og farið heldur frjálslega

með efnið

Vilmundur Jónsson landlæknir og alþingismaður

Skór sem fannst í Eyjafjallajökli árið 1964. Eigandi hans hafði velkst um í jöklinum í 14 ár þegar lík hans fannst.

18 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 21. MAÍ – 22. MAÍ 2016

Page 19: 21 05 2016

Gunnar

Arna

Hannes

Stefán

Kristín

LáraHarpa

Ólafur VernharðKristján

Þórunn Bjarni

Magnús

tökum myndbönd video af eignum

notum dróna myndatökur

útvegum flutningsþrif

útvegum matsmann

hjálpum þér að finna nýtt heimili

útvegum sérkjör á málningu, gólfefnum og innréttingum

höldum opin hús

sýnum allar eignir

notum atvinnuljósmyndara

Við vinnum fyrir þig

Við gerum eitt eða allt - algjörlega eins og þú vilt

Á LIND fasteignasölu er veitt góð og persónuleg þjónusta og frá upphafi hefur verið lögð rík áhersla á hátt þjónustustig.

Á fasteignasölunni vinnur starfsfólk saman að því markmiði að veita framúrskarandi þjónustu.

Á LIND starfa einstaklingar með mikla reynslu og sérþekkingu á sviði fasteignaviðskipta.

Fyrirtækið fylgir siðareglum félags fasteignasala og er með gott innra eftirlit sem tryggir að hags-munum kaupanda og seljanda sé vel gætt.

Page 20: 21 05 2016

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS [email protected]

BOSTON f rá

15.999 kr.*

WASHINGTON D.C. f rá

15.999 kr.*

MONTRÉAL f rá

15.999 kr.*

TENERIFE f rá

17.999 kr.*

WOW ALL ALEIÐ!

*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

okt . - des .

sept . - des .

maí - jún í

okt . - des .

TORONTO f rá

15.999 kr.*sept . - des .

verið Skaftáreldar. Ein tilraun-in, sem gerð var af íbúum þessara sveita til þess að bjarga sér frá öll-um þeim hörmungum, vatnsflóð-um og eiturgufum, er gosinu voru samfara, var sú, að flýja til fjall-anna og freista að komast yfir þau, þar sem, til að sjá, einhver rénun virtist vera á gosunum og eitur-mekki þeim, er út frá þeim lagði. En á þessum skelfingatímum var sem allar leiðir til lífs og bjargar væru lokaðar. Þegar upp í fjöllin kom, skullu öskubyljir með frost-hörkum yfir ferðafólkið, er allt eða flestallt, varð þarna úti. Tæpum hundrað árum síðar fundust, svo að segja fyrir tilviljun eina, lík af fjórtán manns, er á svona ferðalagi hafði orðið til þar uppi á jöklinum.

Í júnímánuði árið 1876 ferðaðist um Ísland lærður Englendingur, er Tómas Housding hét, og aðal-lega í þeim erindum, að skoða og rannsaka jökla þar í landi. Í Vatna-jökli sunnanverðum rakst hann á skriðjökul, er runnið hafði á leið sinni ofan yfir feiknamikið gil eða gljúfur, og niður úr honum, þarna

í gilinu, hafði myndazt tota afar mikil, líkt og vínþrúga í laginu; var hún um 20 metra á lengd, 8 m. á þykkt og 15 m. á breidd. Jökultota þessi vakti þá athygli Housdings, að hann lét sig síga í sterkri festi, er fylgdarmenn hans héldu í efri endann á, alla leið ofan á móts við totu-endann.

Hér var jökullinn vitanlega orðinn meir og minna gegnsær, og sá Housding þar lík af manni inni í klakanum. Reyndi hann með ísöxi, er hann hafði með sér, að

komast að því, og var lengi að bisa við það, en árangurslaust. Þegar Housding kom upp til manna sinna, urðu umræður um þessi ís-lík, og sögðu þá fylgdarmenn hans honum ýmis dæmi þess, að slík lík hefðu áður fundizt við og við, er nokkurn veginn vissa væri fyrir, að hefðu geymst þannig í jöklin-um um heila öld eða lengur. Við þessar frásagnir óx áhugi Housd-ings um allan helming. Daginn eftir lét hann bora sprengiholur þvert yfir skriðjökulstotuna, þar sem hún mjakaðist fram af gljúfur-barminum, og fylla þær skotpúðri, í þeirri von að totan spryngi frá og steyptist niður í gljúfrin, molaðist þar sundur og yrði þá hægra um vik með rannsóknir á því, er hún hafði í sér að geyma. Þetta tókst 3. júlí 1876. Eftir fimmtu sprengingu losnaði totan og hrundi með af-skaplegu braki og brestum niður í gljúfurbotninn, og fór þar í ótelj-andi mola. Var fallhæðin um 20 metrar.

Þegar farið var síðan að að hyggja, fundust í jökulbrotunum 14

Þegar leiðangursmenn voru á ferð í skriðjökl-

inum, sem gengur út úr aðaljöklinum, fyrir ofan

Jökultungurnar fundu þeir þar lærlegg úr manni ásamt hælbeini og einum

leðurskó

Alþýðublaðið1964

20 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 21. MAÍ – 22. MAÍ 2016

Page 21: 21 05 2016

Nóatúni 4 Sími 520 3000www.sminor.is

SIEMENS - RyksugaVS 06B120

Nýr „highPower“ mótor: Meiri sogkraftur, minni orkunotkun. „powerSecure System“: Tryggir betri afköst jafnvel þótt pokinn sé fullur. Öflugar síur, þar á meðal PureAir Hepa-sía. Fjögurra lítra poki. Vinnuradíus: 9 metrar. Orkuflokkur B. Parkett og flísar, flokkur D. Teppi, flokkur E. Hljóð: 81 dB. Útblástur A.

Afmælistilboð:

14.900 kr.(Fullt verð: 19.900 kr.)

110 ára afmæli Fyrsta Siemens ryksugan kom á markað árið 1906 og því eru liðin 110 ár frá þeim merkisatburði. Þessi ryksuga kallaðist ryksogsdæla og var níðþung.

Í tilefni þessa afmælis bjóðum við nú ryksuguna VS 06B120 á sérstökum kostakjörum.

Auk þess veitum við 15% afslátt af öðrum ryksugum.

Láttu sjá þig og fáðu þér nýtísku ryksogsdælufrá Siemens.

Tilboð gilda í maí eða á meðan birgðir endast.

mannslík, margir hundsskrokkar, og auk þess ýmis búsgögn og áhöld. Ennfremur fannst þar eintak af biblíunni á dönsku, útg. 1772. Af þessu var auðráðið að líkin og ann-að, er þarna fannst, hefði geymst þarna í ísnum nær 100 ár, og á þeim tíma borizt með honum alla leiðina ofan að áður nefndu gljúfri.

Við síðari rannsóknir kom það upp úr kafinu, að íslík þessi voru jarðneskar leifar af einum þeim flokki fólks, er í Skaftáreldunum hefði ætlað sér að bjarga lífinu með því að leita til fjalla undan eiturlofti því, er gosinu fylgdi, og farist þar uppi. Og með nokkurn veginn vissu mátti benda á þann stað á jöklinum, þar sem fólk þetta hafði orðið úti. Fyrir margra ára athugun á hraða skriðjökla á þess-um slóðum, komust lærðir menn að því, að skriðjökull sá, er líkin bar í skauti sínu, færi sem svarar 0,2 m. á sólarhring. Eftir því hafa líkin á 93 árum borizt vegalengd sem svarar 678 m.

Það var ætlun Housdings að flytja eitt af líkunum með sér til Englands til rannsókna þar. Á þeim árum var ekki völ á öðrum rotverjandi efnum en vínanda, og var hann því notaður. En það kom þá þegar í ljós, og þótti þó þeim, er vit höfðu á slíku, það harla undar-legt, að í þessum legi leystist líkið algerlega upp á fáum dögum; varð Housding því að hætta við þessa fyrirætlun sína, og leifarnar, sem eftir voru, urðu því, ásamt hinum líkunum, að hvíla áfram í móður-skauti jarðarinnar.

Eins og Vilmundur segir í bréfi sín-um til Náttúrufræðingsins er þessi saga nokkuð furðuleg. Að minnsta kosti þætti manni líklegt að hafa heyrt af þessu minnst. Vilmund-ur skrifar: „Sagan er að vísu nátt-úrufræðilegs efnis með allmiklum veruleikablæ, og mun í f lestum atriðum vera innan þeirra tak-marka, sem hugsanlegt er, að skeð geti. En að því, er til Íslands kem-ur að minnsta kosti, er hún áreið-anlega uppspuni einn, þó að hún, af útlendingi að vera, sé staðsett af furðulegum kunnugleika á sögu landsins og staðháttum.“

Hver var Housding?Vilmundur segist hvergi hafa fund-ið nafn Tómasar (eða væntanlega Thomas) Housding, hins „lærða Englendings“, aðalhetjunnar í greininni. Maður sér landlækninn Vilmund fyrir sér að fletta í fornum bókum á bókasöfnum.

En við í nútímanum höfum við netið. Ég fletti nafninu Housding upp á Google. Þar kemur harla fátt í ljós. Sárafáir virðast bera þetta nafn. Ef maður leitar svo sérstak-lega af „Thomas Housding“ kem-ur ekkert annað upp en greinin frá 1912 sem varðveitt er á síðunni Wikisource. Sú leit ber því ekki ár-angur. Kannski var nafnið vitlaust skrifað eða maðurinn var kannski ekki svo frægur?

Hver var hér 1876?Vilmundur Jónsson hefur greinilega miklar áhyggjur af þessu undarlega máli og ritar: „Enginn útlendingur með því nafni virðist hafa verið hér

á ferð 1876. Þorvaldur Thoroddsen, sem sjálfur fór á milli landa það ár og hefði átt að verða þessum merki-lega ferðalang samferða, kann ekk-ert af honum að segja. Engar þjóð-sögur, hvað þá sannar sagnir, munu vera til um lík fundin í jöklum hér á landi á svipaðan hátt, sem hér greinir frá. Tilgáta mín er, að hug-kvæmur og í meðallagi ráðvandur blaðamaður hafi snuðrað í fræðibók um skriðjökla o.fl., og farið heldur frjálslega með efnið.“

Giftingarhringur fannst 1964Hvort sem þessi saga er endilega rétt, vitum við ekki. Þó er hægt að nefna að lík hafa vissulega fundist í varðveittu ástandi eftir að hafa velkst um í íslenskum skriðjökli

árum saman. Gígjökull er ann-ar tveggja skriðjökla sem renna úr Eyjafjallajökli. Árið 1964 var tíu manna hópur frá Slysavarnar-félaginu Ingólfi við klifur- og fjall-gönguæfingar í jöklinum. Al-þýðublaðið sagði svo frá: „Þegar leiðangursmenn voru á ferð í skrið-jöklinum, sem gengur út úr aðal-jöklinum, fyrir ofan Jökultungurn-ar fundu þeir þar lærlegg úr manni ásamt hælbeini og einum leðurskó.

14 ár í jöklinumUm 50 metra frá beinunum fundu þeir svo giftingarhring, sem lá ber ofan á sandlagi á jöklinum. Í hr-ingnum var áletrun, sem sýnir að viðkomandi hefur gift sig 29. ágúst 1928.“

Böndin beindust f ljótlega að áhöfn bandarískar herf lugvél-ar, frá herstöðinni í Keflavík, sem farist hafði í jöklinum í maí 1952. Enginn hafði komist lífs af úr slys-inu. Þegar leitarmenn komust loks að slysstað, nokkrum dögum síð-ar eftir að vonskuveður hafði geng-ið niður, var þar aðeins eitt líka að finna. Þeir fundu svo spor sem lágu frá slysstaðnum og í átt niður af jöklinum og ýmis blys. En hinir 4 úr áhöfninni voru horfnir.

Í ágúst 1966, fundust loks hin lík áhafnarinnar með ýmsum munum þeirra, skilríkjum og armbandsúr-um, í jöklinum. „Líkin voru mjög illa farin og óþekkjanleg með öllu, enda hafa þau velkzt með skriðjökl-inum í rúm 14 ár,“ sagði í Vísi.

Giftingarhringur með áletrun sem sýndi að eigandi hans gifti sig 29.

ágúst 1928. Skjáskot úr Morgunblað-inu í maí 1964.

|21FRÉTTATÍMINN | HELGIN 21. MAÍ – 22. MAÍ 2016

Page 22: 21 05 2016

Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

www.honda.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535

Hvort sem þú vilt öryggi, sparneytni og lipurð í borgarsnúningana eða þægindi, rými og útsýni í skoðunarferðina þá er Honda CR-V fyrir þig. Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims í tæp 10 ár í röð.

Page 23: 21 05 2016

Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

www.honda.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535

Hvort sem þú vilt öryggi, sparneytni og lipurð í borgarsnúningana eða þægindi, rými og útsýni í skoðunarferðina þá er Honda CR-V fyrir þig. Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims í tæp 10 ár í röð.

Page 24: 21 05 2016

24 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 21. MAÍ – 22. MAÍ 2016

Fagstjóri meistaranámsHáskólasetur Vestfjarða leitar að kraftmiklum einstaklingi í krefjandi starf fagstjóra á sviði haf- og strandsvæða stjórnunar. Við Háskólasetrið er kennd alþjóðleg, þverfagleg námsleið á meistarastigi í haf- og strandsvæðastjórnun (Coastal and Marine Management) í samstarfi við Háskólann á Akureyri, með um 40-50 virka meistaranema.

Fagstjóri vinnur í litlu en framsæknu háskóla- og rannsóknarumhverfi á Ísafirði og hefur rík tækifæri til að sýna frumkvæði með það að markmiði að skapa framúrskarandi náms- og vinnuumhverfi fyrir alþjóðlegan nemendahóp. Fagstjóri er leiðandi á sínu sviði í samstarfi Háskólasetursins og atvinnulífs. Hann skipuleggur kennslu, viðheldur tengslum við samstarfsaðila námsins og forleiðbeinir nemendum í meistaraprófsritgerðum. Starfið krefst mikillar skipulagshæfni, faglegra vinnubragða og vilja til að veita frábæra þjónustu. Fagstjóri þarf að fylgjast vel með lokaritgerðarvinnu nemenda í nánu samstarfi við leiðbeinendur og þarf til þess að hafa góða faglega yfirsýn sem og þekkingu á helstu rannsóknaraðferðum í umhverfis- og auðlindastjórnun. Til greina kemur að fagstjórinn taki að sér kennslu.

Menntunar- og hæfniskröfur• Þverfræðileg menntun og/eða rannsóknar-

reynsla á viðeigandi sviði• Meistarapróf eða doktorspróf• Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum• Skipulagshæfni• Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi• Góð enskukunnátta í ræðu og riti. Kunnátta í

íslensku er mjög æskileg

Nýr fagstjóri þarf að geta hafið störf á haustmisseri 2016. Upplýsingar veitir Peter Weiss, forstöðumaður, í síma 450 3045 eða [email protected]

Umsóknir með ritaskrá og skrá yfir kennslureynslu, ef við á, sendist á Háskólasetur Vestfjarða og í tölvupósti á [email protected]. Umsóknarfrestur er til og með 14.06.2016.

www.uw.is Á þessum tímum Facebook og Google, sam-félagsmiðla og sjálfsmynda er auðvelt að fá það á tilfinninguna að hugmyndin um friðhelgi einkalífsins sé að verða úrelt. Senn verði ekkert sem heiti einkalíf þar sem við munum öll lifa lífi okkar opinberlega í gegnum samfélagsmiðla framtíðar, miðla jafnóðum jafnvel því sem nú teljast persónulegustu athafn-ir. Margir agnúast út í slíka framtíðar-sýn en aðrir hafa bent á að hugmyndin um einkalíf sé í raun svo ný af nálinni – að kannski sé það ekki að undra að við hverfum frá henni aftur.Vera Illugadó[email protected]

Það vakti talsverða athygli, og jafnframt þó nokkra hneysklan, fyrir tveimur árum þegar einn af „arkí-tektum internetsins“, Vint Cerf lét hafa eftir sér að nútímahugmyndin um einkalíf og friðhelgi þess væri hugsanlega bara frávik í mannkynssögunni.

Cerf þessi var einn af lykilmönnunum í þróun ARPANET, fyrirrennara internetsins sem bandaríska varnarmálaráðuneytið vann að í byrjun áttunda ára-tugarins, en á síðari árum hefur hann meðal annars unnið fyrir netrisann Google. Því tóku einhverjir orð-um hans sem tilraun til að réttlæta það hvernig Google virðist seilast æ lengra inn í einkalíf okkar í gegn-um leitarvél sína, tölvupóst og aðra þjónustu; safn-ar persónuupplýsingum um notendur til að geta birt þeim klæðskerasniðnar auglýsingar og svo framvegis. Vélarnar virðist jafnvel lesa tölvupóstinn manns.

En hvaða skoðun sem maður hefur á starfsemi Google, Facebook og sambærilegra netfyrirtækja, þá er ekki hægt að neita því að Cerf hafði þarna nokkuð til síns máls, eins og bandaríski blaðamaðurinn Greg Ferenstein hefur bent á í nýlegri grein á vefnum, The Birth and Death of Privacy. Líkt og fjölmargir fræði-menn hafi fjallað um í gegnum tíðina, sé það sem við köllum „einkalíf“ og lítum á sem sjálfsagðan hlut, jafn-vel lífsnauðsyn, í raun tiltölulega ný uppfinning – í raun ekki nema rétt 150 ára gömul, þó að segja megi að hún hafi verið í þróun, smátt og smátt, síðustu þrjú þúsund árin eða svo.

Trúvilla og draumórar í einrúmiÞað er ákveðin forsenda þess að hægt sé að njóta einkalífs að maður geti verið í einrúmi. Á heimilum í dag eru það einna helst veggir sem skapa slíkt rými – en að skipta húsakynnum á þennan hátt er í raun mun-aður sem ekki hefur alltaf tíðkast. Bæði juku margir veggir byggingarkostnað og auðveldara var að halda húsakynnum heitum héldi heimilisfólkið allt til í sama opna rýminu.

Á tímum Rómaveldis bjuggu flestir í byggingum með

fáa eða þá þunna innri veggi, svo að allt sást og allt heyrðist. Rómverjar kipptu sér lítið upp við það, enda voru þeir vanir að baða sig í stórum og fjölmennum baðhúsum og gera þarfir sínar á opnum almennings-salernum þar sem allir sátu hlið við hlið og samræð-urnar gátu víst orðið fjörugar. Jafnvel þeir Rómverjar sem höfðu efni á því að byggja alla þá veggi sem þeim sýndist völdu gjarnan að gera það ekki – því opnari sem húsin voru, því sýnilegra var jú ríkidæmi manns gestum og gangandi.

Í Evrópu miðalda má segja að það hafi helst verið kirkjunnar menn sem héldu hugmyndinni um einkalíf og einveru á lofti. Að einangra sig frá umheiminum til að geta helgað sig trúnni var álitin mikil dyggð og munkar víða um lönd lokuðu sig af í litlum klefum eða kofum til að hugleiða, biðja eða lesa helgirit. Slík iðja var þó aldrei á færi nema fárra.

Margir – munkar eður ei – kannast örugglega við það að grúfa sig niður í bók til að vera í friði, einn með sjálfum sér. Slíkt „einkalíf“ má segja að sé þó einnig frekar nýtt af nálinni og má þakka það, eins og svo margt annað, prentvél Gutenbergs. Áður en hún kom til sögunnar um miðbik fimmtándu aldar, og auðveld-aði alla fjöldaframleiðslu á bókum og öðru prentverki, höfðu fæstir tækifæri til þess að loka sig einir af við lesturinn. Bækur voru fágætir gripir og læsi óalgengt. Lestur var því sameiginleg iðja. Fólk safnaðist saman til að hlusta á lesara lesa upphátt, rétt eins og við söfn-umst saman til að hlusta á tónleika í dag. Þeir sem höfðu ráð á þeim lúxus að eignast eigin bækur lásu þær gjarnan með ættingjum sínum eða vinum.

Kirkjan leit meira að segja lestur í einrúmi lengi vel hornauga – athæfi sem hefði ekkert upp á sig annað en að hvetja til iðjuleysis, draumóra og trúvillu.

Gestir og þjónustufólk saman uppi í rúmiÁ dögum endurreisnarinnar fór það að verða al-gengara meðal leikmanna, í það minnsta hjá þeim

Örstutt saga prívatsíunnar Friðhelgin sem kom og hvarf svo strax aftur

Internetfrum- kvöðullinn Vint

Cerf benti á að það væri í raun tæknin, sem nú virtist ætla að svipta

okkur allri friðhelgi einkalífs.

Page 25: 21 05 2016

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími vildartilboða er 21. maí, til og með 23. maí, eða meðan birgðir endast. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

Austurstræti 18Skólavörðustíg 11Laugavegi 77Hallarmúla 4

Álfabakka 16, MjóddKringlunni norðurKringlunni suðurSmáralind

Hafnarfirði - Strandgötu 31Keflavík - Sólvallagötu 2Akureyri - Hafnarstræti 91-93Akranesi - Dalbraut 1

Ísafirði - Hafnarstræti 2Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

540 2000 | [email protected] | www.penninn.is | www.eymundsson.is

ÖRLÖG OG ÆVINTÝRI

SKÚLI SKELFIR VERÐUR RÍKUR Í HVELLI VILDARVERÐ: 1.499.-Verð: 1.699.-

SKÚLI SKELFIR OG BÖLVUN MANNÆTUNNAR VILDARVERÐ: 1.499.-Verð: 1.699.-

VélmennaárásinVILDARVERÐ: 3.599.-Verð: 3.899.-

DALALÍF -ÆSKULEIKIR OG ÁSTIR

DALALÍF II -ALVARA OG SORGIR

KAKKALAKKARNIRVILDARVERÐ: 3.599.-Verð: 3.899.-

VILDARVERÐ:

3.299.-Verð:

3.899.-

VILDARVERÐ:

3.299.-Verð:

3.899.-

MetsölulistiEymundsson

1.

MetsölulistiEymundsson

2.

MetsölulistiEymundsson

2.

-KILJUR-

MetsölulistiEymundsson

3.

MetsölulistiEymundsson

3.

-KILJUR-

MetsölulistiEymundsson

1.-BÖRN-

-BÖRN-

-BÖRN-

Page 26: 21 05 2016

Laugavegur 53b - Sími 5513469 / Kringlan / kunigund.is

Útskriftargjafir í úrvali

vel stæðu, að geta lokað sig af á heimilum sínum. Hugmyndin um sérstakt „svefnherbergi“ fór sömuleiðis að ryðja sér rúms.

Lengi vel bjó fólk og svaf þó enn mjög náið, ekki síst af praktískum ástæðum. Rúm voru með dýrustu húsgögnum heimilisins, svo að þeim sem höfðu á annað borð efni á slíkum munaði kom ekki til hugar að ætla sér að njóta hans alein-ir. Stórt rúm gat verið félagslegur miðpunktur heimilisins og þar svaf gjarnan ekki aðeins öll fjölskyld-an, heldur einnig þjónustufólk og gestir gátu átt von á því að vera boðið að gista beinlínis uppi í rúmi hjá gestgjöfum sínum. Svipað var uppi á teningunum á spítölum þess tíma þar sem sjúklingar lágu hver innan um annan, sem auðvitað jók smithættu.

Eins og internetmógúllinn Vint Cerf hefur sjálfur bent á var það í raun tæknin, sem nú virðist ætla að svipta okkur allri friðhelgi einkalífs, sem varð til þess að slíkar hugmyndir fengu byr und-ir báða vængi. Það var á tímum iðnbyltingarinnar þegar fólk flutti til borganna og velsæld jókst, að al-menningur fór að gera meiri kröfur til einkalífs. Lögspekingar byrjuðu sömuleiðis að íhuga þessi mál og fyrstu lögin sem snéru að málum tengdum friðhelgi einkalífsins litu dagsins ljós á lagabókum á Vestur-löndum undir lok nítjándu aldar.

Ósýnilegir veggir baðstofunnarÞeir fátækustu þurftu þó enn að búa ansi þröngt, heilu fjölskyldurn-ar í litlum kytrum þar sem tækifær-in til einkalífs voru ekki ýkja mikil. Íslendingar þekkja auðvitað vel til slíks fyrirkomulags frá dögum bað-stofunnar, þar sem öll fjölskyldan mataðist, vann og svaf – þá yfirleitt tveir eða fleiri um hvert rúm og næturgestir lögðust til svefns við hlið gestgjafa sinna.

Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur hefur skrifað um einkalíf í baðstofunni í greininni Private Spaces, Private Lives sem birt var í bókinni Power and Cult-ure: New Perspectives on Spatiality in European History árið 2008. Í greininni, sem byggð er á vitnis-burði vitna í tveimur dómsmálum í Árnessýslu á síðari hluta 19. aldar, skrifar Guðmundur að „flestir Ís-lendingar á nítjándu öld lifðu mjög litlu einkalífi.“

Þó hafi það ekki þýtt að þeir hafi verið áhugalausir um, eða alveg ófærir um að rækta einkalíf sitt. Baðstofubúar hafi reynt að skapa sér sín eigin persónulegi rými, meðal annars með því að reiða sig á óskrifaðar reglur um eftirtekt-arleysi og þögn sambýlisfólks síns um það sem augljóslega var ekki þeirra að skipta sér af – „ósýnilega

þagnarveggi“ og „menningu af-skiptaleysis“, eins og Guðmundur orðað það í greininni.

Innstu leyndarmálin á póstkortiEn þýðir aukin notkun samfélags-miðla að friðhelgi einkalífsins sé á undanhaldi, að við séum aftur á leið til einkalífslausra tíma? Það er án efa orðum aukið. Þrátt fyrir að á vissan hátt þýði samfélags-miðlavæðingin að við lifum lífi okk-ar á opinberari hátt en verið hefur lengi, hefur umræðan um friðhelgi einkalífsins sömuleiðis örugglega sjaldan verið eins fyrirferðarmikil.

Æ fleiri netnotendur eru sömuleiðis varir um sig þegar kemur að því að deila persónuleg-um upplýsingum um sig og sína á netinu. Nýleg og umfangsmik-il könnun sem gerð var meðal í Bandaríkjunum leiddi í ljós að um 45 prósent netnotenda þar hefðu breytt venjum sínum á netinu vegna þess að þeir hefðu áhyggjur af friðhelgi einkalífs síns eða ör-yggismálum.

Það eru dæmi um það úr sögunni að þegar nýr samskipta-miðill eða samskiptatækni kemur fram sé einkalífið ekki endilega fólki efst í huga við notkun hans, allavega fyrst um sinn.

Þannig má nefna að mikið póst-kortaæði greip um sig í Bandaríkj-unum eftir að bandaríska póst-þjónustan bauð fyrst upp á slíka þjónustu á áttunda áratug nítjándu aldar. Að senda póstkort var minna vesen og ódýrara en að senda bréf í umslagi og æstir póstkorta-skrifarar á þessum tíma virðast hafa lítið hugsað út í það að hver sem handléki kortið gæti lesið allt sem á því stæði. Þannig býsnað-ist ritstjóri tímaritsins Atlantic í grein árið 1905 yfir ungum konum sem skrifuðu fjálglega um öll sín innstu leyndarmál á póstkort og segðu „gáleysislega frá misgjörð-um sínum og óháttvísi“ án þess, virtist vera, að hugsa út í það að póstburðarmenn gætu svo skemmt sér konunglega við lestur þessara krassandi leyndarmála.

Í dag eru líklega fáir sem skrifa sín innstu leyndarmál á póstkort, en segja má að áhyggjur ritstjóra Atlantic kallast á vissan hátt á við áhyggjur margra í dag af því að unga fólkið láti of mikið flakka á samfélagsmiðlum eða bloggsíðum, án þess að hirða um það hver lesi og hversu lengi skrifin eða mynd-irnar lifa.

Sjálfur segir Vint Cerf líklegt að tæknin sem fólk hafi áhyggjur af í dag sé enn ný af nálinni og þegar á líður sé líklegt að við þróum með okkur aðrar venjur hvað notkun hennar og friðhelgi einkalífsins varðar. Þangað til verðum við þó að lifa með áhyggjunum.

Þrátt fyrir að fræðimenn séu á þeirri skoðun að einkalífið og mikilvægi þess sé ákveðin nýlunda eru einnig vísbendingar um að ákveðin þörf á einkalífi og prívattíma sé manninum engu að síður eðlislæg. Rann-sóknir mannfræðing-anna Clellan S. Ford og Frank A. Beach á kynlífs-hegðun í frumstæðari ættbálkasamfélögum á

sjötta áratuginum sýndu fram á að víðast hvar vildi fólk helst stunda kynlíf afsíðis eða í ein-rúmi. Í samfélögum þar sem sérstök aðskilin svefnherbergi tíðkist á heimilum velji flestir að stunda slíka iðju þar – en þar sem slíkt sé ekki upp á teningum kjósi fólk fremur að stunda kynlíf utandyra.

Í bók sinni, The World

Until Yesterday, segir bandaríski höfundurinn Jared Diamond meðal annars frá rannsóknum pólska mannfræðingsins Bronislaw Malinowski á samfélagi og menningu eyjaskeggja á Tobriand-eyjum, eyjaklasa austur af strönd Papúa Nýju Gíneu: „Vegna þess að börn veiðimanna og safnara sofa með for-eldrum sínum, annað

hvort í sama rúmi eða sama kofa, er einkalífið ekkert. Börnin sjá for-eldra sína stunda kynlíf. Á Tobriandeyjum var Malinowski sagt að for-eldrar gripu ekki til sér-stakra ráðstafana til að koma í veg fyrir að börn-in horfðu á þá stunda kynlíf: þau skömmuðu bara barnið og sögðu því að setja mottu yfir hausinn.“

Breiddu yfir þig mottuna, krakki!

Á þessari mynd úr handriti frá sextándu öld er Henry VIII Eng-landskonungur að glugga í bók í friði í svefnherberginu. En fyrr á öldum var alsiða að fólk deildi rúmum sínum með ættingjum, gestum og jafnvel þjón-ustufólki, og lestur í einrúmi var lengi litinn hornauga.

Pólski mannfræðingurinn Bronislaw Malinowski með innfæddum á Tobriand-eyjum um 1918. Eyjaskeggjar eru þekktir fyrir opinskáa kynhegðun en eru öllu feimnari við að neyta matar fyrir framan aðra.

26 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 21. MAÍ – 22. MAÍ 2016

Page 27: 21 05 2016

ÞAR SEM FJÓRIR VEGIR MÆTAST EFTIR TOMMI KINNUNEN

STÓRBROTIN OGHEILLANDI FINNSKFJÖLSKYLDUSAGA

SEX STJÖRNUR (AF SEX MÖGULEGUM) JYLLANDS-POSTEN

ÞÝÐING: ERLA E. VÖLUDÓTTIR

Tommi Kinnunen

„Sérlega

mögnuð frumraun

… Eftir aðeins fáeinar síður

verður lesandanum ljóst

að hér er á ferð

einstök bók.“

HELSINGIN SANOMAT

Page 28: 21 05 2016

21. 5. – 11. 9. 2016HVERFANDI MENNING – DJÚPIÐ

ÞORVALDUR ÖRN KRISTMUNDSSON

AÐGANGUR ÓKEYPIS

Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð, 101 Reykjavík · Opið 12–19 mán–fim, 12–18 fös, 13–17 um helgar · www.borgarsogusafn.is

GOTT

UM

HELGINA

Þungarokksveitin DIMMA kemur fram á tvennum tónleikum á Húrra á laugardaginn. Fyrri tónleikarnir hefjast klukkan 17 og eru fyrir alla aldurshópa, seinni tónleikarnir eru klukkan 23 og fer miðasala fram á tix.is. DIMMA er að hefja vinnu við nýja hljómplötu og mun leggja tón-leikahald á hilluna til að einbeita sér að því verkefni. Þetta er því síðasti séns að sjá bandið í núverandi mynd í bili. Sérstakur gestur á seinni tón-leikunum er rokksveitin Nykur. Hvar: Skemmtistaðurinn Húrra.

Hvenær: Laugardaginn klukkan 19 og 23.

Þungarokk á Húrra

Blásið verður til tónlistarveislu í Bæjarbíói í kvöld, laugardag. Ástkær reggíhljómsveit allra landsmanna, Amabadama, lofar stuði og tekur alla sína slagara. „Hossa hossa“ fær að óma nýja lagið þeirra „AiAiAi“ sem hefur hlotið miklar vinsældir. Hljómsveitin undirbýr tónleikahald sumarsins um þessar mundir og stefnir á eina stærstu tónlistarhátíð Bretlands, Boom town.

RVK soundsystem verður með

í reggíveislunni. Þetta er hópur 5 plötusnúða og tónlistarmanna, þeirra DJ Elvars, Gnúsa Yones, DJ Kára, Kalla Youze og Arnljóts úr Ojba Rasta. Hópurinn starfar við kynningu reggítónlistar á Íslandi og er markmiðið að efla senu þessarar tónlistar sem hefur ekki verið sinnt sem skyldi hér á landi.Hvar: Bæjarbíói Hafnarfirði.

Hvenær: Laugardaginn klukkan 21.

Við vorum einu sinni

nágrannar

Þó listamaðurinn Hreinn Frið-finnsson sé frá Miðdölum og John Zurier frá Suður-Kaliforníu er ein-hver samhljómur í verkum þeirra. Abstraktmálverk John og innsetn-ingar og fundnir hlutir Hreins verða nú nágrannar á sýningu í Listasafni ASÍ. Þetta er í annað sinn sem það gerist, en verk þeirra voru sýnd í samliggjandi rýmum á listatvíæringnum í Sao Paulo árið 2012.Hvað? Listasýning Hreins Frið-

finnssonar og John Zurier, „Við

vorum einu sinni nágrannar“.

Hvar? Listasafni ASÍ.

Hvenær? 21. maí til 26. júní.

Flóamarkaður

tískudrósa

Fjölmargar tískuflær úr bransan-um selja af sér spjarirnar á flóa-markaði í Iðnó um helgina. Auk þess verður pop-up hönnunarbúð Stefáns Svan, með fallegar töskur og aukahluti til sölu. Plötusnúður-inn Eva Einars verður á staðnum að þeyta skífum, pop-up kaffihús og góð tilboð á barnum. Hvar: Iðnó.

Hvenær: Sunnudaginn frá klukkan

13-15.

Prjónað í takt við tónlist

Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður býður þátttak-endum í taktfast samprjón við undirleik Sigtryggs Baldurssonar (slagverk) og Steingríms Guð-mundssonar (tabla). Prjón getur verið bæði listrænn miðill og framleiðsluaðferð en markmiðið með þessum prjóna-gjörningi er að auka skilninginn á menningarlegu og listrænu gildi prjóns. Þátttakendur eru beðnir um að mæta með eigin prjóna og garn. Það er takmarkaður sæta-fjöldi og hægt að tryggja sér frímiða á tix.isHvar: Norræna húsið.

Hvenær: Sunnudaginn frá

klukkan 16-19.

Býtta, selja og kaupa spil

Spilavinir standa fyrir borðspila-markaði í dag, laugardag, frá klukkan 13. Nú er tækifærið til að býtta, selja og kaupa ný og not-uð spil. Fjársjóðir gætu leynst á markaðinum fyrir spilaáhugafólk. Það verður heitt á könnunni, góð stemning og frjálst að grípa í spil inn á milli. Hvar: Suðurlandsbraut 48.

Hvenær: Laugardaginn klukkan 13.

Ring-Ring það er hjóladagur

Hjóladagur fjölskyldunnar verður haldinn í dag, laugardag, í Kópavogi. Við menningarhús Kópavogs verður boðið upp á ástandsskoðun á hjólum, kynningu á rafhjól-um og öðrum búnaði. Einnig verður verkefnið „Hjólað óháð aldri“ kynnt fyrir vegfarendum. Bókasafnið ber fram bækur sem tengj-ast hjólreiðum og grillmeti verður selt á vægu verði. Klukkan tvö verður farið í reiðhjólatúr og ratleik með sérfræðingum Náttúrufræðistofu og Héraðsskjalasafns. Nánari dagskrá kopavogur.isHvar: Bókasafn Kópavogs.

Hvenær: Laugardaginn frá klukkan 13-17.

Mjaðmahnykkir í Bæjarbíói

28 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 21. MAÍ – 22. MAÍ 2016

Dýnudagar

SKETCH

Síðumúla 30 . ReykjavíkHofsbót 4 . Akureyri

www.vogue.is

20-40%afsláttur

Dönsk hágæða húsgögn

Smáratorgi, KópavogiOpið virka daga 11.00-18.00 Laugardaga 11.00-18.00 Sunnudaga 12.00-18.00

Vínlandsleið, GrafarholtiOpið virka daga 11.00-18.00 Laugardaga 11.00-16.00 Sunnudaga 13.00-17.00

Markaður Smáratorgi Outlet Grafarvogi

60%50%

50%

40%40%

LÁGMARKS-AFLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM NÚ

40%60%

Page 29: 21 05 2016

utilif. isGLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND

ÁRNASYNIR

*Gildir ekki með öðrum tilboðum.

ÁRNASYNIR

ÁRNASYNIR

afsláttur afhlaupaskóm, hlaupafatnaðiog hlaupaaukahlutumGildir út mánudag20%

Hlaupadagar

Page 30: 21 05 2016

HANNAÐU ÞINN EIGIN

SÓFA

20% AFSLÁTTUR

AF EININGASÓFUM

20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM

ETHNICRAFTHÚSGÖGNUM

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGISÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17

VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS

VELKOMIN Í NÝJU

VERSLUNINA OKKAR Í

SKÓGARLINDNÝR STAÐUR:

SKÓGARLIND 2,KÓPAVOGI

Page 31: 21 05 2016

HANNAÐU ÞINN EIGIN

SÓFA

20% AFSLÁTTUR

AF EININGASÓFUM

20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM

ETHNICRAFTHÚSGÖGNUM

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGISÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17

VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS

VELKOMIN Í NÝJU

VERSLUNINA OKKAR Í

SKÓGARLINDNÝR STAÐUR:

SKÓGARLIND 2,KÓPAVOGI

Page 32: 21 05 2016

auglýsir inntöku nýnema fyrir skólaárið 2016-2017

GRAFÍSK HÖNNUNLISTHÖNNUNARDEILD veitir starfsmenntun í grafískri hönnun. Á námstímanum öðlast nemendur yfirgripsmikla þekkingu og þjálfun í faginu sem gerir þá hæfa til að fást við krefjandi verkefni á sviði hönnunar fyrir prentmiðla og margmiðlun. Nemendur útskrifast að loknu þriggja ára námi með því að vinna lokaverkefni innan sérgreinarinnar og skrifa rannsóknarritgerð.

FRJÁLS MYNDLISTFAGURLISTADEILD veitir starfsmenntun í frjálsri myndlist. Nemendur fá alhliða þjálfun í hefðbundnum greinum þar sem áhersla er lögð á tæknilega og listræna ögun. Nemendur útskrifast að loknu þriggja ára námi með því að vinna lokaverkefni innan sérgreinarinnar og skrifa rannsóknarritgerð.

MYNDLIST - HÖNNUN - ARKÍTEKTÚRFORNÁM - Alhliða undirbúningur fyrir nám í hönnun og listum. Myndlistaskólinn á Akureyri býður upp á hnitmiðað 60 feininga heildstætt nám í sjónlistum. Listrænn og tæknilegur undirbúningur fyrir framhaldsnám á sviði myndlistar, hönnunar og arkitektúrs.

Kaupvangsstræti 16 - Sími. 462 4958 - [email protected] - www.myndak.is - www.facebook.com/myndak

Umsóknarfrestur til 1. júní.Skóli með sterkan prófíl

Karl Ólafur notar sína ástkæru Kindle--tölvu til að ná utan lestur margra bóka í einu. Mynd | Hari

Karl Ólafur Hallbjörnsson blaða-maður (@SYSIPHUS): „Ég les eins mikið og tími minn leyfir og hef yfirleitt margar bækur í lestri á hverjum tíma. Þar kemur kyndill-inn, mín ástkæra rafbók, að góðum notum. Eins og stendur var ég að byrja á bókinni Margin of Safety, eftir Seth Klarman. Hún fjallar um verðgildisfjárfestingastefnuna og ég sé fram á að læra mikið af henni.

Svo lauk ég við Book of the New Sun fjórleikinn fyrir skömmu síðan, en það er Gene Wolfe sem skrif-aði hana. Hún er löng og prósinn í þyngri kantinum, en sagan er töfr-andi og persónurnar spretta nánast lifandi upp af blaðsíðunum. Sagan er vísindafantasía, sem gerist í fjar-

lægri framtíð jarðarinnar – þar sem sólin er nálægt því að kulna.

Annars hef ég yndi af smásögum. Nýlega las ég smásagnasafn Ernest Hemingway, Men Without Women. Hún veitti góða innsýn í fyrstu verk höfundarins. Auk þess las ég The General Zapped an Angel, smásagnasafn Howard Fast, fyrir skömmu og naut þess sérstaklega – það innihélt skemmtilegar hug-myndir og söguformið var knappt.“

Á náttborðinuFrá verðgildisfjár-festingastefnu til

vísindafantasía

Fyrir skömmu og naut þess sérstaklega – það innihélt skemmtilegar hugmyndir og söguformið var knappt.

SKAM brjálæðið

Framúrstefnulegasta sjónvarpsefni sem framleitt hefur verið á Norðurlöndunum

Norska ríkissjónvarpið hefur reynt ýmislegt til að ná upp áhorfi á þáttaraðir sínar. En þegar stöðin bjó til unglinga-efni sem ekkert var auglýst, fór allt á hliðina. Nú þekkir hver einasti Norðmaður sjón-varpsfyrirbærið SKAM. Þóra Tómasdó[email protected]

Að horfa á sjónvarps-þættina SKAM er lík-lega besta leið í heimi til að læra norsku og rifja upp hinn ógnarstóra til-finningaskala unglings-

áranna í sömu andrá. (Vinsamleg ábending til mennaskólakennara.) Þættirnir eru svo vinsælir að þeir eiga sér enga hliðstæðu í norsku sjónvarpi.

Þeir eru öllum aðgengilegir á netinu og það kostar ekkert að horfa á þá. Heimildir Fréttatímans herma að RÚV vilji taka þá til sýninga. Enn sem komið er, er bara hægt að horfa á þá með norskum texta.

Í stuttu máli segja þeir frá lífs-baráttu unglinga sem hefja nám í menntaskólanum Nissen í Osló. Hvernig fyrstu bekkingar aðlagast í nýjum skóla, marka sér stöðu í fé-lagslífinu, eignast vini, kærasta og reyna að komast í réttu partíin. Frá-bær leikur aðalpersónanna dregur fram nístandi sársauka og einlæga gleði. Loksins, loksins, loksins er hversdagslegum unglingavanda-málum gefið það vægi sem þau eiga skilið.

En SKAM er miklu meira en bara sjónvarpsþættir. Þeir eru í raun

eins og heill heimur sem sogar að-dáendur sína til sín á öllum sam-félagsmiðlum. Hver þáttur er eins og dagbók. Á hverjum degi birtast nokkurra mínútna atriði úr lífi að-alpersónanna á heimasíðu þátt-anna. Brotin gerast í fullkomnum takti við nútímann og þátturinn um þjóðhátíðardaginn gerist á þjóðhá-tíðardaginn sjálfan. Brotin eru svo saumuð saman í heilan þátt sem spannar viku í lífi ungmennanna og er aðgengilegur á hverjum föstudegi. Þannig geta áhangendur SKAM fengið sinn daglega skammt af lífi persónanna, en til viðbót-ar má fylgjast með þeim öllum á instagram. Samtöl þeirra á samfé-lagsmiðlum birtast einnig á heima-síðunni, ásamt Spotify-lagalistum með tónlist þáttanna.

Þættirnir eru bornir uppi af tveim-ur unglingsstelpum sem eru orðn-ar sannkallaðar þjóðhetjur í Noregi. Þær tækla ástarmál, fjölskylduvanda og samskiptaflækjur með hæfilegri blöndu af varkárni og ákveðni. Óör-yggi, lífsgleði og ævintýraþrá. Þær eru orðnar svo áhrifamiklar í sam-félaginu að þær framkalla sjóðheitar samræður á kaffistofum um landið allt. Meira að segja próf í norskum menntaskólum eru farin að snúast um viðfangsefni þáttanna.

Norðmenn hafa lengi orðið að lúta í lægra haldi fyrir Dönum og Svíum í sjónvarpsþáttagerð.

En þegar þeir bjuggu til hræbil-lega þætti um líf unglinga í mennta-skóla, tók alþýðan við sér. Áhorfs-tölurnar hafa slegið öll met.

Þættina má sjá á slóðinni: SKAM.P3.NO

Stelpurnar í SKAM -þáttunum eru orðnar þjóðhetjur í Noregi. Hver vill ekki vera í svona vinkvennahóp?

Brauð og co. hoppar á lakkrísvagninnNýi bláberja- og lakkríssnúðurinn hjá Brauð og co. mun eflast lengja röðina í vinsæla bakaríið

Lakkrís og piparduft er allsráðandi á sælgætis-, ís- og poppmarkaði. Piparfyllt-ar lakkrísreimar frá Góu, piparhúðað Nóa kropp frá Nóa Siríus og Djæf ís með pip-ardufti frá Emmessís var sett á markað ný-verið. Bylgjan virðist nú hafa náð til baksturs-gerðar en nýja bakaríið á Frakkastíg, Brauð og co., auglýsti nýjasta góðgætið í gær, lakkrís- og bláberjasnúð.

Bakaríið er orðið svo vinsælt að hverja helgi er röð út á götu. Það er spurning hvað röðin verður löng þessa helgi en miðað við lakkrísæði Íslendinga, sem þræða hverja búðina af fætur annarri í leit að piparfylltum lakkrísreimum, þá má búast við brjálæði.

Katrín og Unnsteinn halda áfram að rýna í málefni flóttamanna og hælisleit-anda í Hæpinu á miðviku-daginn

„Það fór meiri tími í þessa þætti en aðra því við vildum kynna okkur málaflokkinn vandlega. Þessi mál eru umfangsmikil og í mörg horn í að líta. Þetta var mjög persónulegt fyrir okkur bæði,“ segir Katrín Ásmundsdóttir, annar þáttastjórnandi Hæpsins. Katrín, ásamt Unnsteini Manuel, hóf nýja þáttröð af Hæpinu síðasta mið-vikudag á áhrifaríkan hátt.

Þátturinn fjallaði um landamæri þar sem litið var inn til hælisleit-anda í Arnarholti, rætt við Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og Kristínu Völundardóttur, forstjóra

Útlendingastofnunar, svo fátt eitt sé nefnt. Þátturinn vakti hörð viðbrögð og opnaði augu margra fyrir stöðu hælisleitanda og flótta-manna á Íslandi. Þáttastjórnendur voru beittir, rýndu í kerfið og gáfu hópi réttindalauss fólks rödd.

Framhald af þættinum verður sýnt á miðvikudagskvöld. „Þar köfum við enn dýpra í málefnið, skoðum kerfið betur og fylgjum sögum þeirra Ahmed og Wajden eftir. Þátturinn vakti sterk við-brögð og frábært er að finna fyrir stuðningi í garð fólks sem hefur engin réttindi eða rödd í samfé-laginu.“ | sgk

Þáttinn Landamæri má nálgast á Sarp-inum á ruv.is. Annar þáttur verður

sýndur á miðvikudag klukkan 20.40.

Hæpið vakti sterk viðbrögð32 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 21. MAÍ – 22. MAÍ 2016

Page 33: 21 05 2016

HVAR ER SÓSAN?Það er alltaf veður til að grilla.

Gott hráefni, meðhöndlun þess og meðlæti skipta vissulega máli.Allt er þó til einskis ef sósan gleymist, því þar liggur fullkomnunin.

Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson.

Page 34: 21 05 2016

Tími á hjólaverkstæði – torsóttara en mjaðmarígræðsla

Það er ekki hlaupið að því að koma hjóli í viðgerð þessa dag-ana, slíkt er hjólaæði Íslendinga.

Ekki halda að þú getir mætt með hjólið þitt í viðgerð. Fréttatíminn kannaði biðtíma á hjólaverkstæðum sem takast á við hjólaæði Íslendinga

Með hækkandi sól fjölgar hjólum á strætum borgarinnar. Þetta snýst ekki lengur um að koma sér frá einum reit til annars, hjólreiðar eru lífsstíll. #aðförin

Meðaljón sem er um þessar mundir að draga hjólið úr bílskúrn-um, dusta af því rykið og smyrja keðjuna, þarf að vona að hjólið sé í góðu standi eftir veturinn. Að fá tíma á hjólaverkstæði í maí mánuði er álíka bjartsýnt og að nýja mjöðm í heilbrigðiskerfinu. Fréttatíminn komst á snoðir um biðtíma á hjóla-verkstæði á höfuðborgarsvæðinu.

Hjá Kría Cycles tók símsvari á móti blaðamanni, með ljúfri röddu tilkynnti hún að mikið væri að gera hjá versluninni þessa dagana og vísaði á vefsíðu þeirra. Starfs-maður tók upp tólið að því loknu og var augljóst að blaðamaður var ekki sá fyrsti að bera upp slíka bón þennan dag. Niðurstaðan var sú að þann 6. júní væri laus tími

á verkstæðið. Sömu sögu er að segja af Erninum í Faxafeni. Það mátti heyra starfsmann klóra sér í hausnum og ansa: „Ég er ekki alveg viss, ég myndi segja svona tvær til þrjár vikur.“ Hjá Markinu í Ármúla var laus tími í lok mánað-ar, þann 31. maí.

Hjá Reiðhjóla- og sláttuvéla-þjónustunni svaraði eigandinn og sagði dagskrána heldur þéttsetna. Þó væri möguleiki á að koma með hjólið á mánudag og sækja það nokkrum dögum síðar, bjartsýn-asta tilboðið til þessa. Hjá Berlín hjólaverslun svaraði enginn sím-anum fyrir hádegi, líklegast voru starfsmenn sveittir á skrúfjárninu.

Helsta vonin fyrir þá sem vilja komast í hjólatúr á morgun er að fara á Bikecave í Skerjafirði en þau leigja út aðstöðu til hjólaviðgerða. Það er bara að skella sér á Youtu-be og læra undirstöðuatriðin eða taka handlaginn ættingja með sér. Annars er Stefán í versluninni inn-an handar til að aðstoða. Neyðar-úrræði er að mæta á Hjóladag fjölskyldunnar í Kópavogi um helgina þar sem boðið eru upp á fría ástandsskoðun. Gangi ykkur vel. | sgk

Enginn Mórall/Grunaður – Aron Can61477 áhorf

„Aron hafði samband og við ræddum hvað væri flottast að gera. Þetta er allt tekið upp fyrir utan húsið hans, mest á veg fyrir utan húsið sem hann hefur gengið á hverjum degi síðan hann man eftir sér. Svo þetta er einhvernveginn mjög persónulegt myndband frá Aroni.“ Þetta átta mínútna langa myndband er tekið í einni töku. Eftir á vann Ágúst myndbandið á kaffihúsi og fiktaði í effektum þar til útkoman varð Enginn Mórall/Grunaður.

Væntanlegt frá Ágústi Sturla Atlas - VINO í leikstjórn Jóhanns Kristófers Stefánssonar og Kjartans Hreinssonar.

Þú lærir mest á að fikta1. maí síðastliðinn markaði tímamót íslenskrar tónlistarsögu og það ekki vegna

lúðrasveitanna í verkalýðsgöngum dagsins. Þennan dag var nefnilega mynd-bandið við lögin Enginn Mórall og Grunaður gefið út og krýndi hinn 16 ára

gamla rappara Aron Can þar með RnB-kóng Íslands. Ágúst Elí Ásgeirsson er maðurinn á bak við myndbandið við Enginn Mórall/Grunaður.

Mynd | Hari Hinn átján ára gamli Ágúst Elí er einn efnilegri kvikmyndatökumanna landsins.

Ágúst er alveg sjálflærð-ur í kvikmyndatöku, en hann var um sex ára gamall þegar hann fór fyrst að taka upp mynd-bönd með spóluvél

pabba síns. „Ég fiktaði mig áfram og prófaði hluti eins og að taka mig upp og láta mig hverfa úr ramm-anum. Svo kynntist ég Jakobi, vini mínum, sem gerði með mér leik-þætti og sketsa sem við tókum upp í matarboðum með fjölskyldunum okkar og sýndum þeim þegar við vorum litlir.“ Með Jakobi stofnaði Ágúst rásina JÁ-myndir á YouTube og náðu myndbönd þeirra þar tölu-verðum vinsældum og hálfri millj-ón áhorfa.

Ágúst var í Verzlunarskólan-um í tvö ár, þar sem hann tók upp myndbönd fyrir sketsaþátt skólans, 12:00: „Í Versló fékk ég tækifæri til að fikta í dýrari græjum en ég hafði komist í áður og lærði mikið af því.“

Eftir 12:00 fór boltinn að rúlla í kvikmyndatökuferli Ágústs og fór það svo að hann hætti í Verzló og fór að vinna við gerð tónlistar og kynningarmyndbanda.

„Ég var að gera skemmtilegri hluti utan skólans sem ég fékk borg-að fyrir, svo ég sá ekki alveg tilgang í að halda áfram.“ Ágúst er, eins og áður sagði, sjálflærður í allri kvik-myndatöku, og segist læra mest á að gúgla sér til um aðferðir eða fikta í

forritum þar til hann fær það fram sem hann vill.

Þessa dagana vinnur Ágúst að nýju myndbandi við lag Sturlu Atlas, VINO, sem ku koma út á næstu vikum. Ágúst hefur því nóg

að gera við gerð tónlistarmynd-banda, en ætlar þó að færa sig út í aðra sálma í framhaldinu: „Ég hef ekki gert stuttmyndir síðan ég var lítill, svo mig langar að byrja bráð-lega aftur á því.“ | sgþ

Morgunstundin: Allir dagar eins og sunnudagar

Mynd | Rut Þau Júlía og Hugi skiptast á að sinna morgunverkunum og þriggja vikna syni sínum, Vakri.

„Við eyðum öllum morgnum bara í að dúlla okkur eitthvað hér heima,“ segir Júlía Runólfsdóttir, en líf þeirra Huga Hlynssonar snýst þessa dagana að mestu leyti í kringum hinn þriggja vikna gamla son þeirra, Vakur.

„Við byrjum yfirleitt á að skiptast á að fara í sturtu þegar við vöknum á morgnana, enda er ég alltaf þakin ælu og mjólk eftir nóttina,“ segir Júlía og hlær.

Það er ekki mikil rútína í líf litlu fjölskyldunnar eftir tilkomu nýs meðlims, fyrir utan að alla daga sem veður leyfir fara þau í göngutúr með barnavagninn niður í bæ: „Þá röltum við yfirleitt í Brauð og Co. við Frakkastíg og setjumst á torgið við Kárastíg með kaffibolla og snúð, sem er mjög huggulegt,“ segir Hugi, og Júlía tekur undir: „Eiginlega eru allir dagar eins og sunnudagar síðan Vakur fæddist.“

34 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 21. MAÍ – 22. MAÍ 2016

MALLORCANetverð á mann frá kr. 9.900 aðra leið m/sköttum og tösku.Flugsæti

Birt m

eð fy

rirva

ra um

pren

tvillu

r. He

imsfe

rðir

áskil

ja sé

r rétt

til le

iðrétt

inga á

slíku

. Ath.

að ve

rð ge

tur br

eyst

án fy

rirva

ra.Frá kr.

9.900Aðra leið m/sköttum

og tösku

Page 35: 21 05 2016

Fimmtudag - Föstudag 10 - 18

Laugardagur 10 - 16

Austurhraun 3, Garðabæ | www.cintamani.is

8.750 kr. 24.990 kr.

YLFA 6.993 kr. 15.990 kr. ARNDÍS 13.993 kr. 48.990 kr.

RÍKHARÐUR 700 kr. 2.990 kr.

40-90% OUTLETSPRENGJA

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM

19.-21. MAÍ

GOLF BUXUR

PRIMALOFT JAKKIBARNAJAKKI ÚR MJÚKRI SKEL

27.993 kr. 74.990 kr.

STEINGRÍMUR

ÞRIGGJA LAGA SKEL

BOLUR

LOKAD

AGUR!

Page 36: 21 05 2016

Gott að upplifaVíðsvegar um borgina má sjá hina þverfaglegu Listahátíð Reykjavíkur með áherslu á nýsköpun. Dagskráin spannar fatahönnun, dansverk, lista-mannaspjall, tónlist og leik-verk. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi á listahatid.is

Gott að styðjaÍslenska karlalandsliðið í blaki

leikur á heimavelli þriðja árið í röð. Að þessu sinni leikur liðið í undanriðli EM Smá-þjóða sem í leiðinni er 1. umferð í undankeppni fyrir

HM 2018.

Gott að smakkaPolka pistro er pólskt pop-up

veitingahús sem sprettur annað slagið fram í garði Listasafns Einars Jónssonar. Í þetta sinn í dag, laugardag, frá klukkan 13-17. Heimagerður, bragðgóður og

hefðbundinn pólskur matur.

GOTT

UM

HELGINA

Fólkið mælir með ...

Kristján FreyrMáltíðin: Dumplings

á NAM. Get þó ekki

beðið eftir að Mes-

sinn opni!

Viðburðurinn: Það

væri gaman að

kíkja í Hljómahöllina

að sjá Úlf Úlf, Emmsé

Gauta og Sturlu Atlas. Mig grun-

ar þó að ég endi heima að horfa á

hundamynd á RÚV.

Lesturinn: Ég er á fullu að lesa sögu-

heimildir um Funklistann og stórsig-

ur hans í Ísafjarðarbæ í kosningum

árið 1996. Næstu helgi munu að-

standendur listans koma saman og

fagna 20 ára afmælinu.

Appið: Podcasts appið. Í tilefni

sumars: Laugardagskvöld með

Matta og auðvitað Albúmið á Rás

2. Frábærar hljómplötur krufnar og

skemmtilegir þáttastjórnendur…

hóst!

Hannes Þór EgilssonMáltíðin: Gauti

spes pítsan á

Eldofninum

Viðburðurinn:

Persóna, sýning Ís-

lenska dansflokksins á Listahátíð í

Reykjavík

Lesturinn: Ég er einn af þeim sem

geta ekki lesið sér til gagns, svo

ég ætla að mæla með því að lesa í

stjörnurnar.

Appið: Ég nota símann sem minnst,

einu öpp sem ég nota er Shazam og

Strætóappið.

Karólína JóhannsdóttirMáltíðin: Grænmetis-

borgarinn á Nóru

Magasín er í miklu

uppáhaldi.

Viðburðurinn: Ég er

eiginlega spenntust

að mæta í mína eigin

útskrift úr MR næsta

föstudag. Hún verður „surprise par-

ty“, þar sem „surprise-ið“ er hvort

það verði útskrift eða ekki.

Lesturinn: Sökum prófalesturs hef

ég ekkert náð að lesa, í staðinn hef

ég verið mjög dugleg að hlusta á

Aron Can, James Blake og Beyoncé,

svo fátt eitt sé nefnt.

Appið: Kannski pínu undarlegt en

ég elska Nefnu-appið. Eitthvað

skemmtilegt við það að geta gáð

hvort einhver heiti Snjáka eða hvað

nafnið Þiðrandi þýðir.

LANGVIRK SÓLARVÖRN

Sölustaði má finna á celsus.is

bakhlid.indd 1 11.5.2016 13:10:35

TILBOÐMozzarella beygla Verð 1.195 kr.

Nú 895 kr.

Mán. - Fös. 12 - 18, Lau. og Sun. 12 - 17:30AFGREIÐSLUTÍMI Á KAFFIHÚSI

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

Copenhagen-stóll. 5 mismunandi litir. 24.900 kr. Nú 14.900 kr.

Crocus-púði/sessa. Þrír mismunandi litir. 45 x 45 cm. 3.495 kr./stk. Nú 1.995 kr./stk.

Summer-stóll með sjö stillingum. 14.900 kr. Nú 9.900 kr.

Heimdal-borð. Steypt plata með eikar fótum. 40 cm. 17.900 kr. Nú 13.425 kr. 50 cm. 24.900 kr. Nú 18.675 kr. 60 cm. 34.900 kr. Nú 26.175 kr.

Summer-kollur með geitaskinni. 9.995 kr. Nú 7.496 kr.

Summer-hægindastóll. Bast. 24.900 kr. Nú 18.675 kr.

Vigo-borð. Hert steypa. 200 x 90 x 75,5 cm. 149.900 kr. Nú 112.425 kr. Click-stóll. Stóll með færanlegum plastrimlum. 24.900 kr. Nú 18.675 kr.

14.900SPARAÐU 10.000

9.900SPARAÐU

5.000

25-30%AF ÖLLUM SUMARVÖRUM

20. - 25. MAÍ

Circle-borð. Bambus borð með granít plötu í miðjunni. Ø110 cm. 109.900 kr. Nú 79.900 kr. Ø150 cm. 149.900 kr. Nú 112.425 kr.

Loopy-sófi. Þriggja sæta. 119.900 kr. Nú 89.925 kr. Á mynd eru tveir sófar. 239.800 kr. Nú 179.850 kr.

18.675SPARAÐU

6.225

179.850SPARAÐU 60.050

Nú frá

79.900

Nú 1.995

Nú frá

13.425Nú 7.496