31 10 2014

76
31. október–2. nóvember 2014 44. tölublað 5. árgangur Katrín slær í gegn í Hæpinu á RÚV Spilar skvass til að forðast skvap Ragga Gröndal nálgast þrí- tugt og gefur út áttundu plötuna DÆGURMÁL 72 24 VIÐTAL 20 Reykt eistu í sviðaveislu DÆGURMÁL 74 Alvöru menn klæðast nátt- fötum 34 TÍSKA VIÐTAL Birta Árdal fann sig sem múslimi FACEBOOK: NAME IT ICELAND INSTAGRAM: @NAMEITICELAND Kjóll 2990 Jólabæklingurinn er komin út Kringlunni og Smáralind Suomi PRKL! Design Laugavegi 27 (bakhús) www.suomi.is, 519 6688 finnskabudin Nýtt! Rugl er lífinu nauðsynlegt VIÐTAL 32 SÍÐA 28 Ljósmynd/Lindsey Rose Inman Birta Árdal Bergsteinsdóttir er 23 ára stúlka úr Mosfellsbæ sem gerðist múslimi eftir að hafa kynnst trúnni á ferða- lögum erlendis og er nýflutt til Marokkó. Hún segist hafa verið dæmigerð íslensk stelpa sem djammaði um helgar og klæddi sig eftir ríkjandi tísku en gengur nú með slæðu á höfðinu, sem hún segir samræmast sínum femínisku gildum. Birta er heilluð af ísl- am og Múhameð spámanni og sárnaði umræðan um mosku í Reykjavík. Fjölskylda Birtu hefur stutt hana dyggilega þó fregnirnar hafi reynt á bæði fjölskyldu hennar og vini.

Upload: frettatiminn

Post on 06-Apr-2016

327 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

news, newspaper, iceland

TRANSCRIPT

Page 1: 31 10 2014

31. október–2. nóvember 201444. tölublað 5. árgangur

Katrín slær í gegn í Hæpinu á RÚV

Spilar skvass til að forðast skvap

Ragga Gröndal nálgast þrí-tugt og gefur út áttundu plötuna

dæGuRmál72

24Viðtal

20

Reykt eistu í sviðaveislu

dæGuRmál 74

alvöru menn klæðast nátt-fötum

34tíSKaViðtal

Birta Árdal fann sig sem múslimi

FACEBOOK: NAME IT ICELANDINSTAGRAM: @NAMEITICELAND

Kjóll2990

Jólabæklingurinner komin út

Kringlunni og Smáralind

Suomi PRKL! DesignLaugavegi 27 (bakhús)www.suomi.is, 519 6688

finnskabudin

Nýtt!

Rugl er lífinu nauðsynlegt

Viðtal 32

síða 28

Ljós

myn

d/Li

ndse

y R

ose

Inm

an

Birta Árdal Bergsteinsdóttir

er 23 ára stúlka úr Mosfellsbæ

sem gerðist múslimi eftir að

hafa kynnst trúnni á ferða-

lögum erlendis og er nýflutt

til Marokkó. Hún segist hafa

verið dæmigerð íslensk stelpa

sem djammaði um helgar og

klæddi sig eftir ríkjandi tísku

en gengur nú með slæðu

á höfðinu, sem hún segir

samræmast sínum femínisku

gildum. Birta er heilluð af ísl-

am og Múhameð spámanni og

sárnaði umræðan um mosku

í Reykjavík. Fjölskylda Birtu

hefur stutt hana dyggilega þó

fregnirnar hafi reynt á bæði

fjölskyldu hennar og vini.

Page 2: 31 10 2014

kynntu þér málið!

SIÐMENNTw w w . s i d m e n n t . i s

Siðmennt styður trúfrelsi og aðskilnað ríkis og kirkju

Trúfrelsi

Annað þing Arctic Circle hafiðForseti Finnlands, Sauli Niinistö, kom í gær til Íslands til að taka þátt í alþjóðaþingi Arctic Circle – Hringborðs Norðurslóða. Forsetinn hélt ræðu á setningarfundi Arctic Circle í morgun, föstudag, og opnaði sérstakan fund Arctic Circle þar sem gerð var grein fyrir stefnu Finnlands í málefnum Norðurslóða, framtíðarsýn og umsvi-fum. Fyrsta þing Arctic Circle var haldið í Hörpu í fyrra og þingið nú sitja um 1400 þátttakendur frá 34 löndum, ráðherrar, embættismenn, forystumenn í atvinnulífi og vísindum og fulltrúar náttúruverndar-samtaka. - eh

Ótengt FréttatímanumVefritið Kjarninn ræddi í vikunni við Ólaf M. Magnússon, fyrrum stjórnarformann DV, og hafði eftir honum að Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, hefði þrívegis fundað með sér undir því yfirskini að menn tengdir flokknum vildu kaupa DV. Þar sagði enn fremur: „Ólafur var beðinn um að taka sæti í stjórn DV að nýju eftir að nýir eigendur, undir forystu Þorsteins Guðnasonar, tóku við miðlinum

í september. Hann segir að í kjölfarið hafi Þorsteinn sagt honum að í bígerð væri stór sameining DV við annan fjölmiðil. Heimildir Kjarnans herma að fjölmiðlarnir sem Þorsteinn hafi áhuga á að sameinast séu Vefpressan (sem rekur m.a. Eyjuna, Bleikt og Pressuna), Fréttatíminn og/eða Útvarp Saga. Einhverjar viðræður hafa átt sér stað við að minnsta kosti hluta þessarra fjölmiðla.“

Vegna þessa skal það áréttað að þetta er rangt hvað Fréttatímann varðar. Blaðið hefur hvorki tengst slíkum sameiningar-hugmyndum né meintum viðræðum. - jh

Barist um formennsku í NorðurlandaráðiHöskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var í gær kjörinn formaður Norðurlandaráðs. Fyrirfram var reiknað með því að Höskuldur yrði nýr formaður Norðurlandaráðs en í fyrsta skipti fékk forsetaefni Norðurlandaráðs mótframboð, frá Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri grænna. Vísir.is greinir frá því að Steingrímur hafi orðið að láta í minni pokann en meðal þeirra sem hann studdu voru systurflokkar Vinstri grænna á Norðurlöndum en einnig Róbert Mars-hall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem segist ekki geta stutt framsóknarmann til slíkra trúnaðarstarfa á meðan Framsókn hefur ekki svarað skýrt fyrir stefnu sína í málefnum trúfrelsis og byggingar mosku á Íslandi. - eh

Titancar í Kópavogi alltaf með lægsta verðið

180%VERðMuNuR á

DEKKJASKiPtuM

á JEPPA MEð

18” álFElGuM

(265/60R18)

E nn sem komið er geta kon-ur á Íslandi ekki látið frysta ófrjóvguð egg. Ég á þó von

á því að við förum að bjóða upp á þann möguleika, jafnvel strax á næsta ári,“ segir Þórður Óskars-son, læknir og annar eigenda ART Medica – læknastöðvar og tæknifrjóvgunarstofu. „Það er fyrst á síðustu árum sem frysting á ófrjóvguðuðum eggjum er að verða raunhæfur kostur. Lengst af var lélegur árangur af því að frysta ófrjóvguð egg því þau hrein-lega skemmdust. Hins vegar hefur lengi verið hægt að frysta frjóvguð egg sem þá kallast fósturvísar og við gerum það hér,“ segir hann.

Fyrr í þessum mánuði bárust fregnir af því að tæknifyrirtæki á borð við Apple og Google ætli að bjóða kvenkyns starfsfólki að frysta úr sér egg til að fresta barn-eignum og helga sig starfsframan-um. Fyrirtækin greiða allan kostn-að við að frysta og geyma eggin, sem samsvarar allt að tveimur og hálfri milljón íslenskra króna.

Þórður segist aldrei hafa fengið beiðni um frystingu á eggjum vegna starfsframa viðkomandi og mælir hreint ekki með því. „Þetta er auðvitað lúxusvandamál og ekkert sem við myndum gera út á.

Mestar líkur eru á að meðgangan gangi eðlilega fyrir sig þegar konur eru ungar og hraustar. Við myndum ekki hvetja konur til að fresta barneignum og þannig óbeint stuðla að erfiðari og hættu-legri meðgöngu þegar þær verða eldri,“ segir hann.

Þeim möguleika að frysta ófrjóvguð egg hér á landi væri fyrst og fremst beint að ungum konum sem greinast með alvarlega sjúkdóma þar sem sjúkdómurinn, eða meðferð við honum, getur skemmt eggjaforða konunnar.

„Hingað til hefur eina leiðin verið að frjóvga eggin fyrst. Þá hafa kon-urnar ýmist átt maka eða fengið hefur verið gjafasæði. Það er hins vegar ekki alltaf ákjósanlegt því konan er mögulega komin í annað samband og þá er búið að frjóvga egg með sæði annars manns. Það er fyrst og fremst þessi hópur sem við myndum einbeita okkur að og sem betur fer er hann ekki stór,“ segir Þórður.

Ýmsir aðrir kostir eru í boði fyrir fólk vegna frjósemisvanda-mála og á þeim tíu árum sem ART Medica hefur starfað hafa að jafn-aði verið um 450-550 glasafrjóvg-unarmeðferðir á ári og um 600 tæknisæðingar. „Það hefur farið vaxandi að einhleypar konur og samkynhneigðar konur í sambandi nýti sér þessa þjónustu,“ segir hann. Þá hefur það færst í aukana að íslenskar konur gefi egg sem þá nýtist barnlausum pörum. „Þegar konur gefa egg þarf oft ekki að nota öll eggin sem fást og þegar sá möguleiki verður fyrir hendi að frysta ófrjóvguð egg nýtist það einnig í þessu sambandi,“ segir hann.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

FrjósEmi Ekki hEFur vErið hægt að Frysta óFrjóvguð Egg hér

Konur geta brátt fryst ófrjóvguð eggÞórður Óskarsson, læknir og annar eigenda ARt Medica, vonast til að geta boðið upp á frystingu ófrjóvgaðra eggja, jafnvel á næsta ári. Erlendis hefur færst í aukana að konur láti frysta egg til að helga sig starfsframanum en Þórður mælir ekki með því. Markhópur þessarar þjónustu hjá ARt Medica væri ungar konur sem greinast með alvarlega sjúkdóma sem hafa áhrif á eggjabúskapinn.

læknastofur í Valencia á Spáni eru taldar standa hvað fremst í rannsóknum á frystingu ófrjóvgaðra eggja. Eftir egg-heimtu tekur starfsfólk á rannsóknar-stofu við vökva úr eggbúum og skoðar undir smásjá. NordicPhotos/Getty

Þórður Óskarsson, læknir og annar eigenda ARt Medica – læknastöðvar og tæknifrjóvgunarstofu, vonast til að geta boðið upp á frystingu ófrjóvgaðra eggja jafnvel á næsta ári. ljósmynd/Hari

Í slenska gámafélagið hefur hafið sölu á burðarpokum úr maís og fjölmargar verslanir

bjóða nú upp á þennan umhverfis-væna valkost við afgreiðslukass-ana. Þeirra á meðal eru Krónan, Bónus, Frú Lauga, Kostur, Olís, Vínbúðin og Lyfja. „Núna eru pok-arnir sérmerktir frá okkur en versl-unum býðst að sérmerkja sé pantað í stærra upplagi,“ segir Jón Þórir Fransson hjá Íslenska gámafélag-inu. „Um er að ræða þann poka sem reynst hefur best á Ítalíu en um 10 ár er síðan verslanir þar hættu að bjóða plastpoka undir vörur sínar.“

Stóru verslunarkeðjurnar munu þó ekki taka plastið úr umferð í bráð. „Eins og er vilja verslanir fá reynslu á pokana og viðbrögð frá neytendum áður en farið er í að sér-merkja og panta í stóru upplagi,“ seg-ir Jón Þórir. Guð-mundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, tekur í sama streng. „Við þurfum að fá reynslu á þetta og ef hún verður góð, eins og

við auðvitað vonum, þá verðum við fljót að skipta plastinu út fyrir

maíspokana.“ Það lít-ur þó ekki út fyrir að við munum fá að sjá gula pokann með bleika grísnum fara úr plasti í maís í

bráð.„Það er ekki

hægt eins og staðan er í dag því það er ekki um-

hver f isvænt að setja litarefni í pokana,“

segir Guðmundur, „en þróunin á nú samt vonandi eftir að verða hröð í þeim efnum.“ Hann bætir því við að viðbrögð neytenda við fjölnota pokunum í Bónus hafi farið fram úr björtustu vonum. „Það eru komnir yfir 100.000 fjölnota pokar í umferð og plastpokanotkun hefur minnkað í takt við það.“ -hh

Fjölmargar verslanir bjóða nú upp á nýja maíspoka frá Íslenska gáma-félaginu við kassana. Stóru verslunar-keðjurnar vilja fá jákvæð viðbrögð við pokunum frá neytendum áður en plastið verður tekið úr umferð.

Yfir 100.000 fjölnota Bónuspokar seldir

Allt að 9.000 krónu verðmunur er á þjónustu við dekkja-skipti fyrir jeppa af stærri gerðinni með álfelgur af stærð 265/60R18. Þetta kemur fram í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði hjá 27 hjólbarðaverkstæðum víðsvegar um landið þann 27. október. N1 var oftast með hæsta verðið á þjónustunni en titancar í Kópavogi var alltaf með lægsta verðið. Mestur verðmunur í könnuninni var á þjónustu við dekkjaskipti á jeppa með 18 tommu álfelgur (265/60R18) sem var ódýrust á 5.000 kr. hjá titancar en dýrust á 14.010 kr. hjá N1. Verðmunurinn var 9.010 kr. eða 180%. - eh

2 fréttir Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Page 3: 31 10 2014

Þetta segir sig sjálft!

Page 4: 31 10 2014

Demantshringur 0.70ctVerð 680.000.-

Demantshringur 0.70ctVerð 680.000.-

LINNETSSTÍG 2 | 565 4854Mánudag - Föstudag 11:00 - 18:00 | Laugardag 11:00 - 14:00

Það þótti ekki boð-legt að bjóða þeim upp á heimili sem er bara her-bergi í sam-býli

veður Föstudagur laugardagur sunnudagur

Hvöss A-átt og rigning en slyddA eðA snjókomA n-til.

HöfuðborgArsvæðið: Rigning með köflum.

A-læg átt, HvAssviðri nv-til AnnArs HægAri. ÚrkomA með köflum.

HöfuðborgArsvæðið: Skýjað en úRkomulítið.

nA-átt og snjókomA n- og A-lAnds og kólnAndi veður.

HöfuðborgArsvæðið: léttiR til.

lægðagangur og kólnandi veður Öflug lægð er nú suður af landinu og veldur hún hvassviðri eða stormi, en ber einnig með sér tiltölulega hlýtt loft. Í dag er því útlit fyrir hvassa austanátt með rigningu um landið sunnanvert og á láglendi norð-

antil en snjókomu eða slyddu til fjalla. Það lægir talsvert í nótt, en þó verður áfram hvasst og NV-lands. Á morgun dregur úr úrkomu

en áframhaldandi snjókoma eða slydda fyrir norðan. Á sunnudag tekur við norðaustanátt með kólnandi veðri og snjókomu norðan og austanlands.

6

3 24

74

1 23

5

3

0 01

4

elín björk jónasdóttir

[email protected]

velFerð Bætt þjónusta við heimilislausar konur

Heimili sem starfrækt hefur verið fyrir heimilislausar konur að Skeggjagötu 1 hefur verið flutt að Hringbraut 121. Þjónustan er þar með bætt við heimilislausar konur sem fá einstaklingsíbúðir í stað herbergja. Um er að ræða úrræði á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar fyrir konur sem margar hverjar glíma bæði við geðræn vandamál og vímuefnafíkn.

v elferðarsvið Reykjavíkurborgar hef-ur bætt þjónustu við heimilislausar konur með því að færa búsetuúr-

ræði fyrir þær í stærra húsnæði. „Þarna er áfram pláss fyrir 5 konur en í stað þess að þær búi í herbergjum fá þær ein-staklingsíbúðir,“ segir Sigtrygg-ur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborg-ar- og Hlíða, sem hefur yfirum-sjón með úrræðum fyrir heim-ilislausa í borginni. „Það þótti ekki boðlegt að bjóða þeim upp á heimili sem er bara herbergi í sambýli,“ segir hann.

Síðustu ár hefur velferðar-svið rekið heimili fyrir konur sem margar eru tvígreindar, það er eiga bæði við geðsjúk-dóma að etja og vímuefnavanda, að Skeggjagötu 1 þar sem fimm konum hefur verið boðið upp á herbergi. Sú starfsemi hefur nú verið flutt að Hringbraut 121, í portinu bak við JL-húsið, þar sem fimm íbúðir eru í boði en þar er starfsmaður á vakt allan sólarhringinn sem veitir konunum stuðn-ing. „Markmið með úrræðinu er að útvega þeim hópi heimilislausra kvenna húsnæði, sem hefur gengið erfiðlega að veita búsetu annars staðar,“ segir Sigtryggur.

Sigtryggur segir að konur sem þarna komi til með að búa þurfi ekki aðeins að

undirrita húsaleigusamning heldur einn-ig búsetusamning þar sem þær gengast undir ákveðnar reglur varðandi gesta-komur og umgengni. Tvær af þeim fimm konum sem bjuggu á Skeggjagötu hafa flutt

á Hringbrautina en eftir á að úthluta hinum íbúðunum. Hjá Félagsbústöðum fengust þær upplýsingar að ekki hafa verið teknar ákvarðanir um framtíð húsnæðisins að Skeggjagötu en mögulega verður það selt.

Á mánudag urðu einnig þau tímamót í þjónustu við heim-ilislausa að Gistiskýlið, neyðar-næturskýli fyrir heimilislausa karlmenn, flutti í stærra hús-næði við Lindargötu 28. Gistis- kýlið hafði verið starfrækt við Þingholtsstræði í 45 ár en á síðustu árum jókst þörf fyrir stærra húsnæði þegar vísa þurftu frá mönnum vegna plássleysis og tímabundið var sett upp viðbótargisting við Vatnsstíg. „Við höfðum ekki heimild til að taka við fleiri

en 20 á Þingholtsstrætinu sem er friðað timburhús. Á Lindargötunni er starfsemin í steinhúsi sem er mun rýmra og þar verður engum vísað frá,“ segir Sigtryggur.

erla Hlynsdóttir

[email protected]

Heimilislausar konur fá íbúðir vestur í bæ

Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar- og Hlíða, sem hefur yfirumsjón með úrræðum fyrir heimilis-lausa í borginni.

Heimilislausum konum var áður boðið upp á búsetuúrræði í herbergjum við Skeggjagötu en þeim býðst nú að leigja einstak-lingsíbúðir við Hringbraut 121. Starfsmaður er þar á vakt allan sólarhringinn. Mynd/Hari

1.000skurðaðgerðir gætu fallið niður á Land spít al anum ef lækn ar þar fella niður störf eins og þeir hafa boðað fram til 11. des em ber.

12.929milljarða króna eiga erlendir að-ilar innan íslenska hagkerfisins. Það nemur nærri sjöfaldri landsfram-leiðslu.

Kominn í undanúrslit í Austur-ríkiÞórsteinn Ingi Einarsson, 18 ára kokkur sem búsettur er í Salzburg, er kominn í undanúrslit í raun-veruleikaþættinum Die große Chance sem sýndur er á stærstu sjónvarpsstöðinni í Austurríki. Und-anúrslitin eru í kvöld, föstudagskvöld. Þórsteinn söng Wrecking Ball með Miley Cyrus í átta manna úrslitunum um liðna helgi. Verðlaunaféð nemur 100 þúsund evrum.

Óli Palli sendur í fríÚtvarpsþátturinn Rokkland á Rás 2 hefur verið settur í frí fram í mars. Þetta er gert til að rýma til fyrir þætt-inum Árið er. Ólafur Páll Gunnarsson hefur stjórnað Rokklandi samfleytt í 19 ár.

Hrossin verðlaunuð í Stokk-hólmiBene dikt Erl ings son, leik stjóri og hand rits höf und ur, og Friðrik Þór Friðriks son fram leiðandi tóku á móti Kvik mynda verðlaun um Norður-landaráðs 2014 fyr ir mynd ina Hross í oss í Stokk hólmi á miðvikudagskvöld. Verðlaunin nema um sjö milljónum króna.

vikan sem var

Stjórn ar formaður Fjár mála eft ir lits ins, Halla Sigrún Hjart-ar dótt ir, lætur af störfum um áramót þegar skipun hennar rennur út. Halla Sigrún hagnaðist um 830 millj ón ir króna þegar gengið var frá sölu á Skelj ungi og fær eyska olíu fé-lag inu P/F Magn í lok árs 2013.

Hættir hjá Fjármálaeftirlitinu

4 fréttir Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Page 5: 31 10 2014

Glæsilegur kaupaukiNýr iPhone er kominn í verslanir Símans. Til að fagna því bjóðum við veglegan

kaupauka með nýjum iPhone 6 og iPhone 6 Plus til 1. desember: Endalaust snjall 1GB GSM áskrift í tvo mánuði, að verðmæti 11.980 kr. Innifalin eru endalaus símtöl,

endalaus SMS og sex mánuðir af Spotify Premium fylgja með.

iPhone 6 er kominn í verslanir Símans

Page 6: 31 10 2014

Í viðtali við Fréttatímann í síðustu viku lýsti Díana Ósk Óskarsdóttir því hvernig fíkniefni hefðu verið hennar

flóttaleið frá óöryggi og vanlíðan í kjölfar ofbeldisfullra heimilisaðstæðna. Í sinni fyrstu meðferð, þegar hún var sextán ára, fann hún ekki það öryggi sem hana sárlega vantaði þar sem framkoma eldri manns í hennar garð kom henni úr jafnvægi. Hún fór í fjölda meðferða áður en hún náði bata, þá tvítug að aldri. Díana, sem starfar sem meðferðarfulltrúi í dag, er algjörlega mót-fallin því að karlar og konur séu í meðferð á sama stað.

Ófagleg svör frá landlækniRótin, félag um málefni kvenna með áfeng-is-og fíknivanda, sendi landlækni bréf í apríl árið 2013 þar sem þess var krafist að yfirvöld tryggðu öryggi kvenna í áfengis-meðferð. Í svari frá landlækni sem barst í síðustu viku kemur fram að öryggismál kvenna sé viðfangsefni sem sífellt sé verið að vinna með og að boðið sé upp á sérstaka 10 daga kvennameðferð á Vík að lokinni meðferð á Vogi, þar sem karlmenn undir 55 ára aldri séu ekki til staðar. Einnig er Rótarkonum bent á að fara í samstarf með SÁÁ, en Rótin varð upphaflega til vegna klofnings við SÁÁ. „Við vorum mjög óánægðar með þetta svar landlæknis og fannst það ófaglegt,“ segir Kristín Páls-dóttir, ein stjórnarkvenna Rótarinnar. „Við

ætlumst til að ríkið setji fram hugmyndir um það hvernig þjónustu það vilji kaupa. Að aðeins sé talað við yfirlækni á Vogi en ekki notendur kerfisins þýðir að málið er skoðað út frá mjög þröngu sjónarhorni og að hagsmunir aðeins eins aðila komi fram.“

Birtingarmyndir ofbeldis eru mis-jafnarKristín Pálsdóttir segir Rótarkonur hafa marga vitnisburði notenda kerfisins og þar að auki starfsfólks á Vogi, sem lýsi áhyggjum af samskiptum kynjanna á Vogi. „Það eru engin meðferðarúrræði í boði í dag sem eru einungis fyrir konur. Víkinga-meðferðin á Staðarfelli er eina kynjaskipta eftirmeðferðin í dag, en hún er fyrir karla. Í kvennameðferðina á Vík fara karlar líka, eldri en 55 ára.“

„Ég hef sjálf farið í gegnum þetta með-ferðarprógram og veit af eigin raun hvernig þetta er, sem og margar konur í Rótinni.“ Kristín bendir á að ofbeldið sem eigi sér stað í meðferðum sé ekki endilega sýnilegt enda séu birtingarmyndir ofbeldis mjög misjafnar. „Þetta þarf ekki endilega að vera mjög gróft ofbeldi, stundum er þetta bara maður sem horfir mikið á þig en það getur auðveldlega komið veikri mann-eskju úr jafnvægi.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Meðferð rótarkonur ósáttar við svör landlæknis

Engin sérstök meðferðar-úrræði fyrir konurMeðferðarheimilið Vík á Kjalarnesi er eini staðurinn þar sem boðið er upp á sérstakt með-ferðarúrræði fyrir konur, en þar eru samt líka karlmenn, eldri en 55 ára. Eina kynjaskipta eftir-meðferðin er Víkingameðferðin á Staðarfelli, en hún er fyrir karla.

Allar meðferðir byrja á sjúkrahúsinu Vogi áður en farið er í eftirmeðferð. Engin eftirmeðferð eingöngu fyrir konur er í boði, einungis fyrir karla. Ljóssmynd/Nordic Photo/Getty

60.524Fjöldi innritAnA

á Vog 1977–2009

Fjöldi

EinStAKlingA

ÞAr AF Konur

Ársrit

sÁÁ 2007-2010

vogur

60.524

5.903 R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I

nemendur í Fossvogsskóla með yfirmanni mötuneytisins, Halldóri Halldórssyni. Ljóssmynd/Reykjavíkurborg

næring næringargildi Matseðla Í ölluM leik- og grunnskóluM reiknað út

Fossvogsskóli fyrstur til að birta næringargildi matseðlaErla

Hlynsdóttir

[email protected]

Fossvogsskóli er fyrsti skólinn í Reykjavík til að birta matseðla með nákvæmum útreikningum á næringargildi þess sem er á matseðlinum hverju sinni. Á vef skólans má einnig sjá meðaltals næringarsamsetningu og inni-hald hráefna á matseðlinum.

Fyrir tæpu ári hóf mötuneyt-isþjónusta skóla- og frístunda-sviðs að innleiða þjónustu-staðal fyrir mötuneyti leik- og grunnskóla. Einn þáttur í inn-leiðingunni er að allir matseðl-

ar í skólum Reykjavíkurborgar verði næringarútreiknaðir og í samræmi við ráðleggingar embættis landslæknis.

Allir skólar munu fá aðgang að gagnagrunninum þegar þjónustustaðallinn hefur verið innleiddur í öllum hverfum. Nú þegar hafa tvö hverfi byrj-að að nota gagnagrunninn við matseðlagerð, Grafarvogur og Laugardalur/Háaleiti, og má þess vænta á næstunni að fleiri skólar bætist við sem birta

matseðla með útreiknuðu nær-ingargildi.

Á vef Fosssvogsskóla má til að mynda sjá að hádegismatur-inn í dag, föstudag, er tómat-súpa með beikoni, heimabakað brauð og mjólkurglas. Með því að smella á hvert og eitt heit má sjá útlistun á innihaldsefnum og næringargildi – sundurliðað eft-ir súpunni, brauðinu og mjólk-inni – og svo kökurit þar sem sjá má skiptingu á milli kolvetnis, próteins og fitu.

6 fréttir Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Page 7: 31 10 2014

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

3-29

19

Draumaferð á hverjum degiEf þú vilt sparneytinn og rúmgóðan fjölskyldubíl sem kemur skemmtilega á óvart er óþarfi að leita lengra. Nýr Mercedes-Benz B-Class eyðir frá 4,1 l/100 km í blönduðum akstri og mengar svo lítið að hann fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mínútur. Gerðu allar ferðir að draumaferðum á Mercedes-Benz B-Class.

Hjá Öskju á Krókhálsi 11 bíður þín glæsilegur B-Class til sýnis og reynsluaksturs.

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.isViðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook

Mercedes-Benz B-Class 160 CDI, dísil, beinskiptur 6 gíra. Verð frá 4.790.000 kr.B 180 CDI, beinskiptur, 109 hö. Bakkmyndavél, krómlistapakki, álfelgur, aukin veghæð og margt fleira. Verð frá 5.430.000 kr.

Page 8: 31 10 2014

Þið eruð verð verðlækkunar strax!Sældarlíf með Siemens

Nóatúni 4 Sími 520 3000www.sminor.is

Eins og alþjóð veit er afar líklegt að vörugjöld af heimilistækjum verði felld niður um áramót. Til að kæta ykkur ætlum við samt strax að lækka vöruverð um 20% til áramóta af þeim tækjum, sem nú bera vörugjöld; ofnum, helluborðum, eldavélum, uppþvottavélum, kæliskápum, þvottavélum og þurrkurum.

20%20%20%20%20%20%20%

Skordýr edikSgerla er hin eiginlega barfluga Sem Sækir í áfengi

Barflugan tíðari gesturEdiksgerla verður sífellt tíðari gestur á heimilum lands-manna, þessi litla gula fluga sem er sólgin í bjór, edik og gerjaða ávexti. Erling Ólafs-son, skordýrafræðingur, segir að frá aldamótum hafi henni fjölgað nánast ár frá ári. Ediksgerla, sem stundum er ranglega kölluð ávaxtafluga, er ekki eiginlegt meindýr en til að losna við hana er best að þrífa vel. Jafnvel er hægt að lokka hana í skál með ediki.

É g er með púlsinn á pöddusál þjóðarinnar og ég get fullyrt að ediksgerlu er að fjölga.

Hennar fór að verða nokkuð vart eftir aldamótin og fjöldinn virðist aukast ár frá ári. Þetta er að verða mjög almennur húsvinur,“ segir Er-ling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ediksgerla er lítil gul fluga sem sækir í edik, vel þroskaða ávexti og gerjaða drykki á borð við bjór. Hún er einnig kölluð bananafluga eða ávaxtafluga en Erling heldur fast við nafnið ediksgerla enda er heil ætt annarra flugna sem kallast ávaxtaflugur. „Ediksgerla sækir í ýmislegt ónýtt og sem er að gerj-ast, eins og mar í ávöxtum, hún sést gjarnan við ruslafötur, tómar bjór-dósir sem safnað er saman og líf-rænan úrgang,“ segir hann.

Ediksgerla er ein mest rannsak-aða lífvera heims á sviði erfðafræði og lengst af fannst hún aðeins á Ís-landi í tilraunastofum. Eins merk og þessi fluga er þá er fólk mishrifið af því að hafa hana á heimilum sín-um en ediksgerla lifir aðeins inn-anhúss, allt árið um kring. Erling segir hana hafa borist til landsins með innfluttum varningi og fólk komi jafnvel með þær inn á heim-

ilið í ávaxtapokanum. „Þær geta hafst við heillengi á heimilum og eru fljótar að þefa það uppi ef maður fær sér bjórsopa. Þær eru hrifnar af bjór og víni og flögra jafnvel um vit fólks þegar það hefur fengið sér í glas,“ segir Erling. Ediksgerla er því hin eina sanna barfluga.

Erlingur segir ediksgerluna ekki vera meindýr og tekur sem dæmi að á veitingahúsum erlendis sjáist þær víða flögra. Þeir sem vilja losna við þær ættu að reyna að einangra það sem flugurnar líta á sem æti. „Það þarf að losa sig reglulega við tómar dósir og flöskur, og fara út með lífrænan úrgang. Almennt er erfitt að góma flugurnar en hægt er að setja edik í eldhús-pappír í skál við vaskinn – hvítvínsedik er í sérstöku uppáhaldi – og þá sækja flugurnar í það. Þetta drepur þær ekki en þannig er hægt að safna þeim saman og þá mögulega spreyja á þær skor-dýraeitri,“ segir Erling.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Erling Ólafsson er skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og sannar-lega með púlsinn á pöddusál landsmanna. Mynd/Hari

Ediksgerlan er agnarsmá, að mestu gul að lit með áberandi rauð augu og heldur dekkri afturbol, sérstak-lega karlflugurnar sem hafa nær svartan afturenda. Mynd/Erling Ólafsson

Þær eru hrifnar af bjór og víni og flögra jafnvel um vit fólks þegar það hefur fengið sér í glas

DDaglegaD3 vítamín styrkir m.a. ónæmiskerfi, tennur og bein og hjálpar til við upptöku kalks.

www.icewear.is

ALLT AÐ 80% AFSLÁTTURALLT AÐ 80% AFSLÁTTURVETRAR- OG ÚTIVISTARFATNAÐUR

FÁKAFEN 9 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 555 7412

EMILIA Vatteraður jakkiVerð áður: 22.900Verð nú: 4.990

Aðventuferð til Vínarborgar 27. - 30. nóvember

VITASkógarhlíð 12Sími 570 4444Flogið með Icelandair

Verð frá 99.900 kr.*og 12.500 Vildarpunktar á mann m.v.í tvíbýli á Hotel Artis. Innifalið er flug og gisting með morgunverði.

*Verð án Vildarpunkta 109.900 kr.

8 fréttir Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Page 9: 31 10 2014

* Frí

upps

etni

ng m

iðas

t við

upp

setn

ingu

á h

öfuð

borg

arsv

æði

nu o

g ná

gran

naby

ggða

lögu

m. F

rír se

ndin

gark

ostn

aður

fyrir

land

sbyg

gðin

a.

555 3888Bæjarhrauni 26 220 Hafnarfirði

Hægt er að sjá fleiri tilboðspakka á:

Uppsetning fyrir JólAllt innifalið!

Page 10: 31 10 2014

Við elskum skóSmáralind • S. 511 2020 • Skoðið úrvalið á bata.is

Andi borgarinnarer í heitu pottunumArna Mathiassen, starfandi arkitekt í Noregi og ritstjóri nýrrar bókar um skipulagsmál höfuðborgarinnar fyrir og eftir hrun, vill sjá fleiri vistvænar lausnir í Reykjavík. Við þurfum að læra að lifa í sátt við umhverfið, hætta að byggja í rokrassgati og rækta fleiri nytjajurtagarða. Heiti potturinn er uppáhaldsstaðurinn hennar í Reykjavík.

B ókin Scarcity in Excess, The Built Environment and the Economic Crisis in

Iceland, er stútfull af greinum, gröfum og ljósmyndum sem taka á fjölbreyttan hátt á byggingar- og skipulagsmálum Reykjavíkur í aðdraganda hrunsins. Bókin er afsprengi nokkurra ára rann-sóknarvinnu og að henni kemur fjöldi íslenskra og erlendra fræði-manna, listamanna, arkitekta, skipulagsfræðinga og aðgerðas-inna. Arna Mathiesen ritstýri-bókinni.

Hörgull í allsnægtum„Ég var að vinna að alþjóðlegu rannsóknarverkefni fyrir Arki-tektaskólann í Osló um hörgul og sköpun,“ segir Arna um upphafið að verkefninu sem svo leiddi af sér bókina. „Vinna arkitekta er að breytast og sjónum er í miklu meira mæli beint að stóra sam-henginu. Þar sem við göngum hratt á auðlindir jarðarinnar, og getum ekki farið annað að sækja

þær, eru arkitektar farnir að rannsaka hvað sé hægt að gera svo það sé hægt að búa áfram á þessari plánetu út frá sjónarmiði hönnunar. Í miðju umsóknarferl-inu að rannsóknarstyrkjum skall hrunið á og þá lá beint við að taka Reykjavíkursvæðið sem dæmi um stað sem virtist hafa allt í landi ríkulegra auðlinda, en þar sem margir berjast samt mjög í bökkum eftir hrunið.“

Bankar og sveitarfélög bera ábyrgðArna bendir á að í skýrslu Rann-sóknarnefndar Alþingis hafi ekki verið minnst einu orði á uppbygg-ingu húsnæðis og mannvirkja, þrátt fyrir að bankarnir hafi spil-að stærsta hlutverkið í bygging-arbólunni. Byggingariðnaðurinn sé málaflokkur sem fleiri þurfi að láta sig varða þar sem hann komi öllum við. „Fyrir hrun stjórnaðist hið byggða umhverfi af hagfræði frekar en nokkru öðru og bygg-ingar spruttu upp hvorki í takt við fólksfjölda né umhverfið. Það

var allt slitið úr samhengi og eins og kemur fram í bókinni áttu sveitarfélögin stóran þátt í því, auk bankanna. Það voru engar forsendur til að byggja svona mikið og það lítur nánast út fyrir að mannvirkin hafi verið byggð fyrir eitthvað allt annað en fólkið í landinu,“ segir Arna.

Vistvæn framtíðarsýn Í bókinni er þannig litið gagn-rýnum augum á byggingarbóluna fyrir hrun en í henni er líka að finna skýra framtíðarsýn sem byggir á sjálfbærri þróun og vist-vænum hugsunarhætti, því eins og Arna segir þá snýst þetta allt um að lifa í sátt við umhverfið. „Við viljum alls ekki einblína bara á hvað allt hafi verið ómögulegt, þótt margt megi læra af greining-unni. Í bókinni er að finna fram-tíðarsýnir og upplýsingar sem við vonum að geti veitt mörgum innblástur”.

Halla Harðardóttir

[email protected]

Hver er

Hefur varið 22 árum í Osló, utan tveggja ára í MA námi í arkitektúr Princeton og eins

árs í fæðingarorlofi á Íslandi.

Á heima í miðborg Oslóar með 40

tegundir fjölærra ætiplantna í pínu-

litlum garði.

Fæddist í miðborg Reykjavíkur en

ólst upp á mörkum borgar og náttúru í Hraunbæ og Mos-

fellssveit

Gift og á tvö börn, Önnu Stínu (21) og

Úlf Kjalar (15)

Vinnur á eigin arki-tektastofu í Osló, Apríl Arkitektar.

Arna Mathiassen

?

25% stækkun höfuð-borgarsvæðisins

60

km af hraðbrautum163

km af minni vegum3

km af hjólastígum9

mislæg gatnamót 11% fólksfjölgun

20% íbuðafjölgun

árin 2002-2008

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú kemur til Íslands? „Að hoppa í heita pottinn. Það er yndislegur

lúxus að geta yljað sér svo vel í pottinum að hægt sé að sitja hálfnakin úti mínútum saman, jafnvel þótt það sé snjór og frost. Þar sem eru fleiri pottar er hægt að ganga á röðina og velja sér hitastig, samræðu-partner og samræður eftir smekk. Hér er andinn! Fólk kemur til dyranna bókstaf-lega eins og það er klætt og ræðir af ein-lægni um allskonar mál sem skipta máli.“ (Leitið að heita pottinum á Facebook)

Hver er þinn uppáhaldsstaður á höfuðborg-arsvæðinu? „Borgin þar sem hún mætir náttúrunni umhverfis.“

Afhverju? „Vistfræðingarnir benda á að möguleikarnir í vistkerfum séu alltaf mestir þar sem tvö vistkerfi mætast. Þar er fjölbreytnin mest og mestar líkur á að hægt sé að búa til eitthvað nýtt. Að jaðri höfuðborgarinnar eru stórkostleg tæki-færi sem höfuðborgarsvæðið má ekki missa af.“Hvað er það besta við Reykjavík? „Það besta við Reykjavík er ferskt loft af hafi, hreint vatn, heitt vatn og fjölbreytnin í gamla bæj-arkjarnanum.“

En það versta? „Það versta er að þessum gæðum er ógnað með mengun frá Hellis-heiðarvirkjun og miðbæjarsvæðið á undir högg að sækja vegna þess að enginn er dugurinn hjá borginni til að taka dóms-mál um eldgamalt deiliskipulag sem gaf

hálfgert skotleyfi á gömlu byggðina. Í því var heimild til að byggja sjö hæðir á línuna og gróðapungar vísa sífellt í þetta gamla plan með hótun um lögsókn fái þeir ekki að byggja magn byggðar sem hverfið þolir ekki nema breyta algerlega um karakter. Þetta rýrir gildi gömlu byggðarinnar og menningarverðmæti hverfa, að óþörfu. Þetta náttúrulega stríðir gegn öllum sjálf-bærni-prinsippum.“

Hvaða hverfi, gömul eða ný, finnst þér hafa lukkast vel? „Verkamannabústaðirnir við Hringbraut frá millistríðsárunum eru dæmi um góða byggð. Íbúðirnar eru vel hannaðar þar sem hver fermetri er vel nýttur. Skilin milli einkarýmis eru vel af-mörkuð, sameiginlegs rýmis samfélagsins sem þarna býr, og almenningsrýmis gang-stéttar og götu. Þar er öruggt að vera með börn, með góðri yfirsýn og litlum hættum í garðinum, og lóðin er vel nýtt með bygg-ingarnar alveg út að gangstétt sem gerir rýminu í miðjunni hátt undir höfði, með góðum möguleikum fyrir ýmsa iðju. Og ekki síst, þar er skjól! Hvers vegna hönn-um við ekki skjól við fleiri fjölbýlishús? Já það er gott með ferskt loft af hafi, en það er óþarfi að búa við rokrassgat alls staðar á þessu vindasama svæði. Skjól er líka afar æskilegt til ræktunar nytjajurta. Þetta er gott að hafa bak við eyrað þegar við und-irbúum okkur undir þá stund þegar búð-irnar loka í einhverju framtíðarhruninu.“„Ég veit ekki um nein vel-lukkuð ný hverfi því miður, en skora á einhverja aðra að benda á einhver.“

10 fréttir Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Page 11: 31 10 2014

Láttu sparnaðinnrætast

Sparnaður

Settu þér skemmtilegt markmið og náðu því!Við vitum að það getur verið erfitt að hefja reglulegan sparnað. Þess vegna höfum við einfaldað fyrstu skrefin í Netbankanum. Um leið og sparnaðurinn er orðinn hluti af föstum útgjöldum er eftirleikurinn miklu auðveldari.

Hvað hefur þig alltaf dreymt um að gera? Láttu sparnaðinn rætast!

Fyrsta skrefið er að stofna reikning í Netbankanum og gefa honum gott og hvetjandi nafn.

USA mótorhjólaferð

islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

610

71

Page 12: 31 10 2014

'89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 '98 '99 '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13

Stöðug aukning í sölu jólabjórs

www.volkswagen.is

Meistari í sparsemi

Volkswagen up!

Volkswagen Take up! kostar

1.990.000 kr.

Samkvæmt könnun breska bílablaðsins Autoexpress er enginn bíll ódýrari í rekstri en Volkswagen up! Með Volkswagen up! hafa jafnframt verið sett ný viðmið í hönnun því hann er einstaklega nettur að utan en afar rúmgóður að innan.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isUmboðsmenn: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

Komdu og reynsluaktu Volkswagen up!

Eyðsla frá 4,1 l/100 km

Auk

abún

aður

á m

ynd:

Sam

lit h

andf

öng,

sólþ

ak, þ

okul

jós,

lista

r á h

urðu

m, k

róm

á sp

eglu

m.

Sala á jólabjór hefst eftir tvær vikur, föstudaginn 14. nóvember. Áhugi Íslendinga á jólabjórnum hefur aukist með hverju árinu sem líður. Úrvalið hefur þre-faldast frá hruni og salan hefur rúm-lega tvöfaldast.

Sífellt meira úrval Jólabjór hefur verið bruggaður og seldur hér á landi síðan bjórbanninu var aflétt en vinsældir hans hafa margfaldast síðustu ár. Fyrst um sinn var úrvalið fátæklegt en frá 2008 hefur það næstum þrefaldast. Með-fylgjandi graf sýnir fjölda vörunúmera sem verið hafa í sölu í Vínbúðunum. Ekki eru til tölur um fjölda vörutegunda aftur í tímann og því er notast við vörunúmerin. Fleiri vöru-númer eru til sölu í dag en vörutegundir því sumir bjórar eru seldir í fleiri en einum um-búðum. Til glöggvunar verða 35 vörunúmer af jólabjór í boði í ár en 29 vörutegundir.

Lítið hlutfall af heildinni

10.356 l.

26.784 l.

75.489 l.

57.702 l.

36.425 l.

17.117 l.

15.195 l.

21.570 l.

57.196 l.

61.869 l.

80.768 l.

132.580 l.

195.596 l.

217.767 l.

267.969 l.

342.572 l.

313.372 l.280.605 l.

359.963 l.

510.861 l.

574.717 l.

616.291 l.

252.433 l.

42.970 l.

36.895 l.

'07

'08

'09

'10

'11

'12

'13

'14

ÁrAukning frá 2007

11

12

16

20

24

26

30

35

Alls seldust 14.374.999 lítrar af öllum bjór í Vínbúð-unum árið 2013. Þar af voru 14.093.052 lítrar af lagerbjór og 281.947 lítrar af öli. Þar af voru 616.291 lítrar af jólabjór.

Þó Íslendingar drekki meira af jóla-bjór með hverju árinu sem líður er jólabjórinn þó tiltölulega lítill hluti af bjór sem seldur er í Vín-búðunum. Að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, hefur raunin ekki verið sú að jólabjórinn sé viðbót við sölu í Vínbúðunum heldur tilfærsla.

4,4 % jólabjór

95,6% lagerbjór

og öl

12 fréttir Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Page 13: 31 10 2014

Garðheimar • Stekkjarbakka 6 • 540 3300 • gardheimar.is

Vinsælu l jósaser íurnar komnarVinsælu l jósaser íurnar komnar

Helgar-tilboð

20% afsláttur af útiseríum um helgina

Opið • 9 til 21 virka daga •10 til 21 um helgar

SíGrænAr VeTraRPlönTur í úrValIFrábærT vErð

Ný SenDiNg AF hOmE aRt hEimIlIs Og gjAfAvöruM

sAmTenGjAnlEgaReKkeRt SnúrUveSeN

hEnTa VeL vIð ísLenSkAr AðStæðuR

bAra eIn Kló

30% AfsLátTur af ölLum hAusTlAukUM

Page 14: 31 10 2014

VVið búum nú við þá óvenjulegu stöðu að

verðbólga er engin. Á þetta benda Sam-tök atvinnulífsins sem segja að verðbólgan í október hafi engin verið þrátt fyrir að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 0,14% milli mánaða. Skýringin er sú að áhrif vegna lækkunar flugfargjalda voru ofmetin í vísi-tölu síðasta mánaðar um 0,17%. Verðbólgan síðustu 12 mánuði er 1,9% og hefur verið undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í 10

mánuði samfleytt. Samtökin benda enn fremur á að verðlag sé stöðugra nú en í heilan áratug og ef hækkanir á hús-næði væru undanskildar hefði verðlag verið óbreytt frá því í desember. Horfur í efnahags-lífinu, miðað við hagspár til komandi ára, eru að óbreyttu bærilegar.

Á samningstímanum hefur kaupmáttur aukist en þann árangur þakka samtökin inn-

leiðingu nýrra vinnubragða á vinnumark-aði, samhentu átaki aðila á vinnumarkaði, stjórnvalda, fyrirtækja og starfsfólks. Með hvatningu um að launahækkanir hér yrðu sambærilegar og í nágrannalöndunum væri stuðlað að stöðugu verðlagi og aukningu kaupmáttar launa í hægum en öruggum skrefum, eins og annars staðar á Norður-löndunum, en ekki með öfgafullum sveiflum sem tíðkast hafa hér.

Síðustu kjarasamningar á almennum markaði, sem gerðir voru til árs, voru hóg-værir, en með fyrrgreind markmið, að auka kaupmátt. Það tókst. Aðrar stéttir, einkum í opinbera geiranum, hafa hins vegar hækkað hlutfallslega meira. Í fréttaskýringu Frétta-blaðsins í gær kom fram að launahækkun félaga í Alþýðusambandi Íslands hefði verið 3,1% á árinu, 4% meðal félags í Bandalagi há-skólamanna, 7,5% meðal grunnskólakennara og 16% meðal framhaldsskólakennara. Þar sagði jafnframt að frá sjónarhóli Alþýðusam-bandsins hefði tilraunin sem gerð var með desembersamningunum síðustu mistekist að stórum hluta því þegar félög á almenna markaðnum höfðu gengið frá sínum samn-ingum hefðu fyrrgreindir hópar, auk flug-

manna, samið um mun meiri hækkanir. Þó viðurkenna aðildarfélög Alþýðusambandsins að markmiðið um að ná verðbólgunni niður hefði tekist.

Til viðbótar standa nú yfir skæruverkföll lækna. Þeir hafa ekki gefið upp launakröfur sínar en að lágmarki er talið að þeir óski 30% launahækkunar grunnlauna. Sú staða setur allt í uppnám. Heilbrigðiskerfið er ein helsta grunnstoð samfélagsins, stoð sem ekki má bresta. Heilbrigðisstarfsfólk varð að taka á sig skerðingu við hrunið, rétt eins og aðrir, en fólki í þessum geira standa til boða betur launuð störf í nágrannalöndunum. Því hafa margir leitað á þau mið – sem vitaskuld kemur niður á þeirri þjónustu sem þarf að veita hér. Varla þarf að efast um það að sam-staða sé um það meðal almennings að læknar – og aðrar heilbrigðisstéttir – búi við bærileg launakjör en vandinn er geta hins opinbera til að taka þær hækkanir á sig en ekki síður eilífur samanburður milli starfsstétta. Launa-hækkun einnar stéttar hefur keðjuverkandi áhrif. Aðrar heilbrigðisstéttir munu fylgja í kjölfar þess sem læknar ná fram og saman-burðarstéttir meðal annarra opinberra starfs-manna munu síðan fara fram á hið sama.

Þá segir sagan okkur að allt fari úr bönd-unum, við taki víxlhækkun kauplags og verðlags og verðbólgudraugurinn lifni á ný. Verkalýðshreyfingin býr sig enda undir harða baráttu í vetur, horfir meðal annars til þess sem er að gerast í opinbera geiranum. Í fyrrnefndri fréttaskýringu er gengið út frá því að dagar samræmdrar launastefnu séu taldir. Fullreynt sé með kjarasamninga sem byggi á hóflegum launahækkunum og vænt-ingum um litla verðbólgu.

Það er því hætt við að við stefnum enn á ný inn í tímabil sem við þekkjum af ömurlegri reynslu, óraunhæfa samninga, krónutölu-hækkanir sem hverfa fljótt í óðaverðbólgu og gengifalli krónunnar – sem aftur leiðir til hækkunar gengistryggðra húsnæðislána sem ógna mun afkomu heimilanna. Á það hefur verið bent að verðbólguárin hér skil-uðu Norðurlandameti í launahækkunum en síðasta sætinu í kaupmætti og lífskjörum.

Haldi menn aftur á þær slóðir er það ófögur framtíðarsýn.

Gamall draugur verður vakinn upp haldi menn á fornar slóðir að nýju

Ófögur framtíðarsýn

Jónas [email protected]

LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jónas Haraldsson [email protected] Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon [email protected]. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson [email protected]. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@

frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

S i g u r b j ö r g Þ r a s t a r d ó t t i r

Skandall

Lífsgleðin er margvísleg en

mjaðmarbrotnir

gera

engan

engil í skafl

KÁTT SKINN(og g lo r ía )

Sigurbjörg Þrastardóttir hlaut Bókmennta- verðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir skáldsöguna Sólar sögu og tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir ljóðsöguna Blysfarir. Kátt skinn (og gloría) er áttunda ljóðabók hennar.

www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu

14 viðhorf Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Page 15: 31 10 2014

Opið:

LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · 2. HÆÐ · SÍMI: 530-2819 & 530-2821 · www.ormsson.is

INNRÉTTINGAR

Það erallt hægt! eldhúsinnréttingar baðinnréttingar þvottahúsinnréttingar fataskápar

HTH er einn stærsti framleiðandi innréttinga í Evrópu, enda er dönsk

hönnun mikils metin og danskt handverk eftirsótt um allan heim.

Við teiknum tillögur að nýju drauma-eldhúsi fyrir þig, án skuldbindinga,

og gerum þér frábært verðtilboð.

Velkomin í ORMSSON LÁGMÚLA 8og kynnist því nýjasta í innréttingum

frá HTH – og því heitasta í AEGeldhústækjum.

með kaupum á HTHeldhúsinnréttingum

afsláttur afhágæðaeldhústækjum

20%

NÝTT Model Oslo · Verðdæmi kr. 338.400,- (sbr. mynd)

Mánudaga – föstudaga frá kl.10-18 og á laugardögum frá kl.11-15Á Akureyri er HTH sýningarsalur í ORMSSON, Furuvöllum 5

KV

IKA

Page 16: 31 10 2014

Á þriðjudagsmorgni sit ég með stírurnar í augunum að sinna morgunverkunum. Nei, þau

felast ekki bara í því að kasta af sér þvagi. Mín morgunverk innihalda einnig sjóðheitan svartan kaffibolla og örsnöggt rúll yfir Feisbúkk. Mögulega tvo súkkulaðibita líka. Svona ef vel liggur á mér.

Óvenju mikið er um síendur-teknar stöðuuppfærslur þennan morguninn. Margir vinir mínir (ef vini skyldi kalla – af fimmhundruð Feisbúkk vinum myndi ég heilsa svona fimmtán á förnum vegi) eru að deila ákveðnu bloggi og láta orðin „Má ekkert lengur?“ fylgja. Hér er um að ræða bloggið Trendsetterinn sem fór mikinn í síðustu viku. Þarna ryðst einhver frussandi fyndinn aðili inn í íslenskan bloggheim. Og það með látum. Trendsetterinn var hvergi banginn og tók fyrir íslenska bloggmenningu eins og hún leggur sig. Íslenskt samfélag kannski líka og hjarðhegðunina sem einkennir okkur oft á tíðum. Trendsetterinn var frökk. Dásamlega kaldhæðin. Hreint út sagt stórskemmtileg. Henni virtist ekkert óviðkomandi og var ískrandi hæðnin sem hana einkenndi virkilega hress-andi.

Þegar hún stóð í myndatökum með nýja varalitinn sinn og tróð að minnsta kosti fimmtán fokdýrum hlutum frá Iittala inn á myndina. Það þurfti nánast að beita mig skyndi-hjálp fyrir framan tölvuna. Löngu tímabær brandari. Afsakið mig. Ég hef persónulega aldrei skilið hvernig fólk fer að því að troða þessu góssi inn á vel flestar myndir sem það tekur. Merkilegt hvernig blogg-

færsla um kökur eða jafnvel kaktusa getur innihaldið allavega ellefu mis-munandi hluti frá Iittala. Án þess að þeir komi viðfangsefninu nokkuð við. Kannski er ég öfundsjúk. Ég á bara einn auman kertastjaka frá þessu merki. Það hefur samt aldrei hvarflað að mér að nota hann undir salt á meðan ég matreiði. Eða snæða kókópöffsið mitt úr honum. Ljómandi fallegir hlutir. Því mótmæli ég ekki. En öllu má ofgera. Ó, þegar hún kenndi svo Íslendingum að útbúa sín eigin Calvin Klein nærföt sem eru að tröllríða tískuheiminum um þessar mundir. Bara nógu fjári stórar aðhaldsnærbuxur úr Lindex (sem ég

íhugaði líka að hætta að versla við, því eins og Trendsetternum var mér ekki boðið í bloggaraboðið góða á vegum Lindex um daginn) og túss-penni. Voilá, þínar eigin My Calvins eða hvað þetta nú kallast. Pissfyndið svo ekki sé meira sagt. Ég gældi við þá hugmynd að fara að hennar for-dæmi. Hver hefur efni á bómullar-brók á 5000 kall? Mér er nokk sama hvort Calvin Klein eða móðir Teresa skrifar undir þær. Ég þarf að borða.

Trendsetterinn fékk ekki að baða sig í sviðsljósinu lengi áður en hún var skriðtækluð. Einhverjum blogg-urum misbauð svona líka þessi stórkostlega satíra. Sökuðu hana um

einelti og að koma sér á framfæri á kostnað annarra. Margumræddur Trendsetter baðst auðmjúklega afsökunar og dró sig í hlé. Fyrr má nú aldeilis fyrr vera viðkvæmnin. Afsakið mig aftur.

Ég er líka íslenskur bloggari. Ég hef ó svo margoft gerst sek um að skrifa um tilgangs-lausa hluti eins og naglalökk. Troða Kitc-henAid vélinni minni inn á myndir af ein-hverju allt öðru en mat. Ég hef stillt hlutum upp á gærudruslu til þess eins að mynda þá. Ég hef búið til grauta í krukku. Kokteila líka. Myndað þetta allt saman í bak og fyrir og bloggað eins og vindurinn. Ekki hvarflaði þó að mér að ganga í hóp þeirra sem vildu Trendsetterinn feigan. Fyrir mér var þetta eins og ferskur andvari inn í oft á tíðum einsleitan blogg-heim. Minnti mann á að hafa dálítinn húmor fyrir sjálfum sér og sjá kómísku hliðina á því hversu hégómagjörn og yfirborðskennd við eigum til að vera. Þar er ég að sjálfsögðu ekki undanskilin, almátt-ugur minn.

Það er eftirsjá af Trendsetternum. Ég spyr þess sama og vinir mínir á Feisbúkk, má bara ekkert lengur?

4.990.000 kr.

Kia Carens EXÁrgerð 3/2014, ekinn 8 þús. km, dísil, 1.685 cc, 136 hö, sjálfskiptur, 7 manna, eyðsla 6,0 l/100 km.

3.590.000 kr.

Kia cee’d EXÁrgerð 3/2014, ekinn 7 þús. km, dísil, 1.582 cc, 128 hö, beinskiptur, eyðsla 4,3 l/100 km.

5.390.000 kr.4.990.000 kr.

Kia Sorento EX LuxuryKia Sportage EXÁrgerð 5/2012, ekinn 75 þús. km, dísil, 2.199 cc, 198 hö, sjálfskiptur, fjór hjóladrifinn, eyðsla 6,7 l/100 km.

Árgerð 6/2013, ekinn 33 þús. km, dísil, 1.995 cc, 136 hö, beinskiptur, fjór hjóladrifinn, eyðsla 5,7 l/100 km.

3.390.000 kr.

Kia Cee’d SW EXÁrgerð 6/2013, ekinn 34 þús. km, dísil, 1.582 cc, 128 hö, beinskiptur, eyðsla 4,5 l/100 km.

*Áby

rgð

er í

7 ár

frá

skr

ánin

gard

egi b

ifre

iðar

Afborgun aðeins 51.170 kr. á mánuði m.v. 339.000 kr.útborgun og 90% bílalán frá Lykli í 84 mánuði. 9,15%vextir, 10,83% árleg hlutfallstala kostnaðar og lán til 84 mánaða. Nánar á lykill.is

Útborgun aðeins:

339.000 kr.

ÁR EFTIR AFÁBYRGÐ

Notaðir

Notaðir

ÁR EFTIR AFÁBYRGÐ

ÁR EFTIR AFÁBYRGÐ

Notaðir

ÁR EFTIR AFÁBYRGÐ

Notaðir

ÁR EFTIR AFÁBYRGÐ

Notaðir

Allt að 7 ára ábyrgð fylgirnotuðum Kia*Ábyrgð fylgir!

NOTAÐIR BÍLARwww.notadir.is

Kletthálsi 2110 Reykjavík590 2160

Opnunartímar:Virka daga 10–18Laugardaga 12–16

Ég hef ó svo

margoft gerst

sek um að skrifa

um tilgangslausa

hluti eins og

naglalökk. Troða

KitchenAid

vélinni minni inn

á myndir af ein-

hverju allt öðru

en mat. Ég hef

stillt hlutum upp

á gærudruslu

til þess eins að

mynda þá.

Guðrún Veiga

Guðmundsdóttir er

mannfræðinemi frá

Eskifirði sem vakið

hefur athygli fyrir

bloggskrif sín. Hún

stjórnaði sjónvarps-

þættinum Nenni ekki

að elda og gefur út

samnefnda bók fyrir

jólin. Guðrún Veiga

furðar sig á tímanum

sem hægt er að eyða

í vitleysu án þess

að yrða á annað

fólk. Hún getur

samt ekki stillt sig

um að fylgjast með

eiginkonum gamalla

kærasta á netinu.

Má ekkert lengur?

Guðrún VeigaGuðmundsdóttirritstjorn@

frettatiminn.is

Trendsetterinn kom eins og stormsveipur inn í bloggheima og gerði gys að tískubloggurum landsins.

16 pistill Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Page 17: 31 10 2014

dagar til jóla – Íslensk tónlist í jólapakkann!

3CD

2CD

3CD

2CD

3CD

Það besta frá Hjálmum í síðustu 10 ár. 25 ára ferill Páls á þremur diskum. Enn eitt meistaraverkið frá Gus Gus.

2.399,-Verð áður 2.999,-

2.639,-Verð áður 3.299,-

2.639,-Verð áður 3.299,-

3.039,-Verð áður 3.799,-2.399,-

Verð áður 2.999,-2.799,-

Verð áður 3.499,-2.399,-Verð áður 2.999,-

2.639,-Verð áður 3.299,-

dagar til jóla – Íslensk tónlist í jólapakkann! 54KRINGLAN OG SMÁRALIND · 591-5300 · WWW.SKIFAN.IS

Gildir 3

0.1

0.1

4 til og m

eð 9.1

1.1

4

2.639,-Verð áður 3.299,-

Platan sem kemur þér í jólaskapið.Stórgott framhald frá Helga Júlíus.Það besta á ferlinum frá Ragga BjarnaFrábært frumraun Kviku!

Page 18: 31 10 2014

+ Bókaðu núna á icelandair.is

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S I

CE

682

02 1

0/14

GEFÐU ÞÉR GÓÐAN TÍMA Í KAUPMANNAHÖFNVerð frá 19.800*

kr.Þessi ferð gefur frá 1.500 til 4.500 Vildarpunkta aðra leiðina.

* Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.

Vertu með okkur

Njóttu hverrar mínútu Það er óþarfi að gleypa í sig pylsuna á Rådhuspladsen í tveimur bitum. Eða missa kandíflossið á hlaupum milli tækja í Tívolí. Það sem skiptir máli er að njóta tímans. Horfa upp frekar en niður. Villast í hliðargötum út frá Strikinu. Finna framandi lykt og smakka spennandi mat. Fara með lest á óþekktar slóðir. Eiga gæðastundir og safna minningum sem lifa.

Page 19: 31 10 2014

+ Bókaðu núna á icelandair.is

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S I

CE

682

02 1

0/14

GEFÐU ÞÉR GÓÐAN TÍMA Í KAUPMANNAHÖFNVerð frá 19.800*

kr.Þessi ferð gefur frá 1.500 til 4.500 Vildarpunkta aðra leiðina.

* Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.

Vertu með okkur

Njóttu hverrar mínútu Það er óþarfi að gleypa í sig pylsuna á Rådhuspladsen í tveimur bitum. Eða missa kandíflossið á hlaupum milli tækja í Tívolí. Það sem skiptir máli er að njóta tímans. Horfa upp frekar en niður. Villast í hliðargötum út frá Strikinu. Finna framandi lykt og smakka spennandi mat. Fara með lest á óþekktar slóðir. Eiga gæðastundir og safna minningum sem lifa.

Page 20: 31 10 2014

Nærandi, orkugefandi og eykur lífsgæði

Spírandi ofurfæðiÚtsölustaðir: Bónus um allt land.

Aðrir: Fjarðarkaup, Græni hlekkurinn, Hagkaup, Krónan, Lifandi Markaður, Melabúðin, Nettó og Nóatún.

Nærandi, orkugefandi og eykur lífsgæðiNærandi, orkugefandi og eykur lífsgæði

Spírandi ofurfæðiSpírandi ofurfæðiÚtsölustaðir: Bónus um allt land.

Aðrir: Fjarðarkaup, Græni hlekkurinn, Hagkaup, Krónan, Fjarðarkaup, Græni hlekkurinn, Hagkaup, Krónan, Lifandi Markaður, Melabúðin, Nettó og Nóatún.Lifandi Markaður, Melabúðin, Nettó og Nóatún.www.ecospira.is

Sölustaðir Höfuðborgarsvæðið: Fjarðarkaup, Græni Hlekkurinn, Hagkaup, Lifandi Markaður og Melabúðin. Um land allt: Bónus, Krónan, Nóatún, Kaskó, Nettó, Samkaup Úrval og Strax.

É g er ekki alltaf að semja tónlist, þetta birtist í ein-hverjum óróa sem breytist í

lag, einhver tilfinningalegur órói“, segir Ragnheiður Gröndal tón-listarkona. „Ég dvel yfirleitt ekki lengi við lagasmíðar og ef þær ganga eitthvað illa þá hendi ég bara hugmyndunum eða bíð eftir því að þær þróist á eðlilegan máta,“ segir Ragnheiður sem var að senda frá sér áttundu plötu sína, Svefnljóð.

„Hugmyndin að plötunni varð til út frá ljóðinu Svefnljóð sem er að finna í ljóðabókinni Bréf til nætur-innar eftir Kristínu Jónsdóttur frá Hlíð. Þetta er ótrúlega fallegt og vel ort ljóð sem fangaði huga minn mjög sterkt. Í stuttu máli fjallar það um það hvernig við erum stundum eins og þrælar vinnunnar og hvers-dagsleikans – og hvernig hvíldin endurnærir okkur. Ég hugsa Svefn-ljóð bæði sem plötu sem hægt er að setja á og njóta með fullri athygli, en einnig má nota hana til þess að hjálpa sér að sofna og hvílast vel. Ég lagði áherslu á að öll stemn-ingin á henni virkaði róandi fyrir taugakerfið – og í raun var ferlið ekkert annað en þerapía fyrir sjálfa mig þar sem ég er oft frekar ör og stressuð yfir lífinu almennt. Öll lögin komu mjög auðveldlega og ég man nánast stað og stund fyrir hvert lag.“

Engir stælar í upptökunumÁ Svefnljóðum er að finna mörg

falleg ljóð eftir ýmsa höfunda, ásamt ljóðum eftir Röggu sjálfa og segir hún lögin oftast verða til í kringum ljóðin. „Stundum kviknar samt ákveðin tilfinning og í kjöl-farið kemur laglína sem svo kallar á texta eftir á.

Það er eitt lag sem mig dreymdi á plötunni sem heitir Lifandi vatnið

og er við ljóð Sigurðar Pálssonar. Við vorum pöruð saman í verk-efni sem nefnist Sálmafoss og mig dreymdi lagið áður en ég fékk ljóðið sent. Svo kom það og small saman, enda er þetta mjög sterkt ljóð.“

Þú hefur leitað svolítið í Hallgrím Helgason, henta hans ljóð þinni músík vel?

„Já, hann er hæfilega húmor-ískur og pínu skrýtinn. Hann er líka orðasmiður, býr til hugtök sem gaman er að vinna með. Svo er þetta líka allt í takt við þær upp-lifanir og reynslu sem ég hef orðið fyrir. Ég eignaðist barn árið 2012 og í kjölfarið leitaði ég meira inn á við og langaði að gera lágstemmda, einfalda plötu,“ segir Ragga. „Ég tók þá ákvörðun að hafa eins litla stæla og ég gat í upptökunum. Á sumum plötunum mínum hef ég verið með hinar og þessar tilraunir, bæði í útsetningum og söngstíl. Núna langaði mig að fara aðeins til baka og hafa sönginn og píanóið sem kjarna og fanga einfaldleik-ann.“

8 plötur fyrir þrítugtRagga hefur gefið út 8 sólóplötur á löngum ferli þrátt fyrir að vera ekki orðinn þrítug. Hún nær þremur tugum í desember. „Ég var 18 ára þegar fyrsta platan mín kom út og voru það djass standardar. Þetta hafa ekki allt verið plötur með minni músík en í mínu nafni þó.“ Þú ert orðinn meira en djasssöng-kona eins og þú byrjaðir? „Mig hefur alltaf dreymt um að búa til tónlist þar sem mörgum stílum ægir saman. Fyrir tæpum tíu árum fékk ég brennandi áhuga á íslenskum þjóðlögum og í kjölfarið leitaði ég í að hlusta á þjóðlaga- og heimstónlist frá mörgum og

Nýjasta plata Ragnheiðar Gröndal nefnist Svefnljóð, og er það hennar 8. sólóplata. Ragga, eins og hún er kölluð, segist ekki viss hvort hún hefði náð jafn langt hefði hún komið seinna fram á sjónarsviðið.

Hún gaf út sína fyrstu plötu aðeins 18 ára gömul og gerði sér enga grein fyrir bransanum sem hún

var að demba sér út í. Hún segir djassinn geta verið harðan húsbónda og segir langa leið frá því að læra

eitthvað og að geta eitthvað. Svefnljóð er hennar meðal við stressinu sem hún hefur gagnvart lífinu.

ólíkum stöðum – og þá einkum til þess að stúdera söngstílinn. Ég er farin að líta á þessar plötur mínar sem litlar etýður og æfingar í því að komast nær mínum kjarna. Auðvi-tað er eina vitið að vera ekki alltaf að rembast við að ætla að búa til meistaraverk, heldur á maður að leyfa sér að flæða þangað sem áhugi manns beinist hverju sinni,“ segir Ragga.

Eru Íslendingar kannski ekki með-tækilegir fyrir þjóðlaga-tónlist? „Ég held að ég geti fullyrt það að það er lítill hópur. Íslend-ingum finnst mörgum þetta vera óþægileg músík. Hún er þung og þessi hefð er svo bundin við ljóðin og rímurnar. Stemningin í íslenskum þjóðlögum minnir okkur of harkalega á hvað stutt er síðan við bjuggum í torfkofum. Mér finnst þjóðlögin til dæmis kenna okkur ým-islegt um æðruleysi kynslóðanna á undan okkur. Tek þó fram að ég hefði samt alls ekki viljað vera uppi fyrir tvöhundruð árum síðan og gæti ekki fyrir mitt litla líf komist af án þess að fá mér daglega soja-latte. En hafandi unnið með tónlistarfólki frá ýmsum löndum sem iðkar þjóð-

lagatónlist komst ég að því að marg-ir hafa sömu sögu að segja – það er að fólki upp til hópa finnst sín eigin þjóðlagatónlist ekki áhugaverð. Fólk heillast frekar af hefðum sem

eru þeim meira fram-andi. En þetta er þó gríðarlega mismunandi eftir löndum og ég er síst einhver sérfræðingur í þessum efnum.“

Þráhyggja fyrir söngRagga ákvað mjög snemma að hún ætlaði að verða söngkona og þegar hún vann söng-keppni Samfés, 15 ára gömul, var það ráðið.

„Þetta lá í kortunum. Ég heillaðist mjög snemma af þessu öllu og fannst bara svo gaman að syngja. Ég er með þráhyggju fyrir söng,“ segir Ragga. „Svo þegar ég hugsa til baka þá finnst mér algert brjál-æði hvað ég byrjaði ung – vaðandi uppi á sjálfs-trausti ungrar sálar en

jafnframt vanþroska. Í dag finnst mér ég hafa verið ótrúlega heppin að hafa náð að stimpla mig inn. Ég er ekkert viss um að ég hefði haft sjálfstraustið til þess að vaða í þetta síðar. Þegar maður er 15 ára þá hefur maður enga hugmynd um hvað þetta er erfiður bransi og hvað

það getur verið erfitt að komast að. Velgengni veltur mikið til á því hvort maður fái góð tækifæri til að láta ljós sitt skína.“

Af hverju valdirðu djassinn svona snemma? „Það er eiginlega bara Hauki bróður að kenna, og mamma hlustaði líka mikið á djass,“ segir Ragga en bróðir hennar er klarín-ett- og saxófónleikarinn Haukur Gröndal.

„Við vorum ekki alin upp við popptónlist. Við erum í grunn-inn algjörir nördar og í dag er ég að uppgötva allskonar músík sem fólki hefur þótt vera klassík í mörg ár. Sem dæmi nefni ég Fleetwood Mac. Ég heillaðist mikið af söng-konum eins og Natalie Cole, Ellu Fitzgerald, Söruh Vaughan og svo Nancy Wilson sem er mín uppá-halds söngkona. Á þetta hlustaði ég daginn út og inn og grenjaði svo yfir Celine Dion, Whitney og Mariuh á hápunkti gelgjuskeiðsins. Þær kenndu mér hinn svokallaða slaufusöng, en þeirri tónlistar-stefnu afneitaði ég þó í mörg ár og reyndi að hafa látleysið í fyrirrúmi í söng mínum.“

Fékk nóg af námiRagga fór í nám við FÍH strax eftir grunnskóla og kláraði þar nám í söng árið 2005, þá rúmlega tvítug að aldri.

„Ég lærði söng hjá Jóhönnu Linnet og Kristjönu Stefáns og hjá

Hver er

FæðiNGaRdaGuR: 15. desember 1984.

Maki: Guðmundur Péturs-son tónlistarmaður.

BaRN: Gunnar Magnús 2ja og hálfs árs.

StaRF: Tónlistarkona.

ÁHuGaMÁl: Heilsa, næringar-

fræði, jóga, líkams-rækt og andleg

málefni. Matargerð og þá einkum og

sér í lagi grænmetis-matargerð.

Ragnheiður Gröndal

?

Framhald á næstu opnu

Þerapía fyrir sjálfa mig

Mér finnst bara svo gaman að syngja. Ég er með þráhyggju fyrir söng, segir Ragnheiður Gröndal. Myndir/Hari

20 viðtal Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Page 21: 31 10 2014

1499 kr./kg

Folaldagúllasog folaldasnitsel

1998 kr./kg

H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t

Öll v

erð

eru

bir

t m

eð f

yrir

vara

um

pre

ntv

illu

r og

/eð

a m

yndabre

ngl

.

Við gerum meira fyrir þig

Hollursafi

319 kr./pk.

Lay s snakk,5 tegundir, 175 g

249 kr./stk.

Frey súkkulaði, 3 tegundir

999 kr./pk.

Pepsi og Pepsi Max,4x2 lítrar

329 kr./stk.

Happy Daytrönuberjasafi,1 lítri

598 kr./kg449 kr./kg

Folaldahakk

199 kr./stk.

Rjómaosturm/svörtum pipar, 125 g

569 kr./stk.

Óðals Gouda sterkurog Havarti, 330 g

2999 kr./kg

Folaldafille

3998 kr./kg

Helgartilboð!358 kr./stk.

Myllu 1/2 jólaterta m/sultu eða hvít 475 kr./pk.

Gæðabakstur,lágkolvetnabrauð

Folalda innralæri

Folalda innralæri

219921992199kr./kg

3398 kr./kg

Helgartilboð!kr./pk.

Folaldakjötaf

nýslátruðu

Frey súkkulaði,

Page 22: 31 10 2014

öllum þeim frábæru kennurum sem þar eru. Ég gef út mína fyrstu frumsömdu plötu sama ár og ég út-skrifast og það heyrist vel á henni að ég hafði verið í námi í FÍH, það er ýmislegt alveg eftir bókinni þar. Svo fer ég út til New York í eitt ár í nám í djasssöng og svo fékk ég bara hálf-partinn nóg af námi,“ segir Ragga. „Ég var búin að vera svo lengi í þessum djasspæl-ingum að ég fékk bara nóg.“ Er auðvelt að festast í djassinum? „Já ég held það að mörgu leyti. Í djassinum er mjög löng leið frá því að læra eitthvað og að geta eitthvað. Það fara mörg þúsund klukkutímar í æfingar á leiðinni og þá er svolítið algengt að fólk sjái ekki skóginn fyrir trénu,“ segir Ragga. „Það fer allur tíminn í að æfa sig og svo getur mikið sjálfshatur, sjálfsgagn-rýni og fullkomnunarárátta gert vart við sig því maður áttar sig á því hvað maður í raun kann og veit lítið. Það tekur mörg ár að verða frjáls og geta tjáð sig bara með tónlist og sett alla þekkinguna og kunnáttuna til hliðar. Ég þekki marga sem eru bara fullir af einhverjum sjálfsefa og ég hef alveg verið þar sjálf. Fer reyndar reglulega á þann stað. Þá er aldrei neitt nógu gott, sama hvað maður rembist.“

Eru þá ákveðnir fordómar í djassheiminum? „Já, það getur örlað á ákveðnum hroka gagnvart einfaldari tónlist. Og að sama skapi geta hlustendur verið hræddir við djass því þeim finnst þeir ekki heyra neitt út úr honum. En ég full-yrði að slíkur ótti er ástæðulaus og allir ættu að fara einhvern tímann um ævina á djasstónleika og vera opnir fyrir þeirri upplifun. Ég held að þessi djassótti hafi ekki verið til þegar djasslög voru dægurmúsík síns tíma, en í dag hefur djasstón-list orð á sér fyrir að vera keppni fyrir flinka hljóðfæraleikara. Það finnst mér sorglegt því keppni og tónlist eiga enga sérstaka samleið í mínum huga.“

12 ára aldursmunurRagga eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Gunnar Magnús, fyrir tveimur og hálfu ári síðan ásamt sambýlismanni sínum, gítarleikar-anum Guðmundi Péturssyni. Hún segir margt hafa breyst við þau kaflaskil.

„Þetta breytti mjög miklu finnst mér. Mér líður betur í mínu eigin skinni og það er auðveldara að for-gangsraða og sigta út hvað skiptir máli,“ segir Ragga. „Svo fylgir því líka ákveðin togstreita því þetta er óbarnvænn bransi. Maður er mikið frá á kvöldin og um helgar

og stundum þarf maður að fara í langar tónleikaferðir. Við erum bæði tónlistar-menn og stundum er ég alveg að bugast yfir því hvernig ég eigi að láta þetta ganga upp. Hugsa með mér hvort ég ætti ekki bara að fá mér þægilega inni-vinnu.“ Ragga og Guð-mundur eru búin að vera par síðan 2008 og er 12 ára aldursmunur á þeim. „Við byrjuðum að hittast í kringum 2006 áður en ég fór út og svo byrjaði þetta af einhverri alvöru þegar ég flutti heim aftur, segir Ragga. Við erum miklir vinir og vinnum

mjög mikið saman.“

KarlabransiRagga er ein af stofnendum félags kvenna í tónlist, KÍTÓN, og segir hún félagskapinn mjög mikilvæg-an, ekki bara út á við heldur líka innan félagsins. „Við eigum mikið athvarf í hver annarri. Við veitum hvor annarri ráð og hjálp, og þetta er ómetanlegt tengslanet. Við höfum áorkað gríðarlega miklu frá stofnun félagsins og náð að skapa umræðu um þessi mál. Eitt af því sem okkur finnst erfitt að horfa upp á er að konur sem höfundar eru bara að fá 9% af þeim stefgjöldum sem úthlutað er. Það er of lítið að okkar mati og við viljum efla kon-ur til þess að semja meiri tónlist og skrá verkin sín, en einnig reyna að stuðla að því að tónlist eftir kon-ur fái meira vægi í samfélaginu og ekki síst útvarpsspilun. Þetta er auðvitað karlabransi að mörgu leyti en við erum að minnsta kosti fjórðungur af honum – auðvitað mikið til söngkonur og flytjendur, en líka höfundar. Við fáum oft þau skilaboð að staðan sé svona því við séum ekki nógu duglegar að koma okkur á framfæri, eða nógu frekar en ég held að málið sé flóknara en svo,“ segir Ragga.

Eru konur lengur að sannfæra fólk um það sem þær standa fyrir? „Já, ég gæti trúað því að einhverju leyti. En svo má ekki gleyma því í allri kynjaumræðunni að það er mikið af tónlistarfólki, bæði körlum og konum, sem nær alls ekki í gegn með tónlistina sína. Einmitt því að það er kannski ekki nógu vel tengt í bransanum, eða innundir hjá fólki sem hefur völd innan hans. Það finnst mér leiðinlegt því við erum svo fámenn og ég myndi vilja að tónlistarmenn á Íslandi sýndu meiri samstöðu. Ef raddir sem flestra fá að heyrast er það betra fyrir menninguna okkar í heild.“

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Plötur

röggu gröndal

2003 Ragnheiður Gröndal

2004 Vetrarljóð

2005 After the rain

2006 Þjóðlög

2008 Bella and

her black coffee

2009 Tregagás

2011 Astrocat Lullaby

2014 Svefnljóð

Ég gæti ekki fyrir mitt litla líf komist af án þess að fá mér daglega soja-latte.

Laugardagstilboð– á völdum servéttum og kertum

Rekstrarvörur- vinna með þér

Réttarhálsi 2 • 110 ReykjavíkSími: 520 6666 • [email protected] • rv.is

Opið laugardaga kl. 10-16

Nýir og

fallegir haust- og

vetrarlitir í servéttum

og kertum

®

Fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa kynna styrki og samstarfsmöguleika. Kjörið tækifæri fyrir skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök að kynna sér möguleika til samstarfs

á flestum sviðum menntunar, menningar og atvinnulífs.

Háskólatorgi, 6. nóvember 2014 kl. 15:00-17:00Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi

l H

orizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun

l Erasm

us+ menntun, æ

skulýðsmál og íþróttir

l Evrópa unga fólksins

l EU

RES – evrópsk vinnumiðlun

l Enterprise Europe N

etwork

l ESPO

N – byggðaþróun

l Creative Europe – kvikm

yndir og menning

l eTw

inning – rafrænt skólasam

starf

l N

orðurslóðaáætlun

l Europass – evrópsk ferilskrá og fæ

rnipassi

l Erasm

us for Young Entrepreneurs

l N

ORA

– Norræ

nt Atlantshafssam

starf

l CO

ST rannsóknasamstarf

l A

lmannavarnaráæ

tlunin

l Euraxess – evrópskt rannsóknastarfatorg

l N

ordplus – norræn m

enntaáætlun

l PRO

GRESS – jafnrétti og vinnum

ál

l D

aphne – gegn ofbeldi

l Evrópustofa

l H

eilbrigðisáætlun ESB

l U

ppbyggingarsjóður EES

Komdu og hittu okkur á Háskólatorgi:

Allir velkomnir!

www.evropusamvinna.is

Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Page 23: 31 10 2014

Lá�u hjartað ráða

Ítalska ólífuolían mín er kaldpressuð úr lífrænt rækt-uðum ólífum. Góð jafnt innvortis sem útvortis.

Page 24: 31 10 2014

fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420

Heimilistæki

Heimilistækjadagar 20% afsláttur

E f þú vilt heyra konur og menn stynja við borðið skaltu prófa uppskrift mína að konfiter-

aðri svínasíðu. Það er alltaf gaman þegar maður er með gesti þegar allir hlæja og skemmta sér en það er líka gaman þegar allir þegja og stynja af ánægju,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir og matar-bloggari í Svíþjóð.

Í vikunni kom út önnur mat-reiðslubók Ragnars - Læknirinn í eldhúsinu, veislan endalausa - og Ragnar segir að áðurnefnd svínasíða, elduð upp úr andafitu, sé í uppáhaldi hjá sér af þeim upp-skriftum sem er að finna í bókinni. „Ég er hrifinn af því að elda upp úr fitu. Þetta er kannski flóknasta upp-skriftin í bókinni en hún er líka sú besta.“

Hrein skemmtun að elda matRagnar hefur um árabil haldið úti blogginu Læknirinn í eldhúsinu þar sem hann deilir tilraunum sínum og uppskriftum með lesendum. Til-viljun réði því að hann er kominn þangað sem hann er í dag. Upphaf-lega ákvað hann að halda dagbók um það sem hann eldaði því honum fannst hann alltaf vera að elda það sama. Svo undu bloggskrifin upp á sig og hann eignaðist traustan hóp lesenda.

„Það er ákveðin fíkn að vera bloggari. Það er gleði fólgin í því að fá klapp á bakið,“ segir Ragnar um skrif sín. „Ég er læknir, ég er ekki í þessu til að græða peninga. Fyrir mér er þetta hrein skemmtun, fjör, eins og annað fólk fer í golfferðir.“

Hann er með Facebook-síðu sem yfir níu þúsund manns hafa líkað við. „Það er ofsalega verðlaunandi. Þar sendir fólk mér fyrirspurnir, spyr mig ráða og þakkar mér fyrir uppskriftirnar.“

Þrátt fyrir vinsældirnar átti Ragn-ar Freyr ekki von á því að hann væri að fara að gefa út matreiðslubók eins og raunin varð í fyrra. Sér í lagi eftir að hann talaði við Forlagið fyrir nokkrum árum og var sagt að hann gæti gleymt því, hann væri

Fíkn að vera bloggari og fá klapp á bakiðRagnar Freyr Ingvarsson hefur sent frá sér aðra mat-reiðslubók sína á tveimur árum. Hann starfar sem læknir í Lundi í Svíþjóð en nýtir hverja lausa stund í eldhúsinu og bloggar um árangurinn af miklum móð. Ragnar nýtur þess að búa í Svíþjóð og horfir með hryll-ingi á ástandið í íslenska heil-brigðiskerfinu.

þeirri fyrri?„Þessi er meira frá hjartanu.

Fyrri bókin hvíldi mikið á blogginu þó ég hafi auðvitað eldað allt upp aftur og betrumbætt. Um síðustu jól settist ég niður og skrifaði niður 200 uppskriftir. Bæði sígildar og nýjar.“

Hræðilegt ástand í íslenska heilbrigðiskerfinuRagnar Freyr starfar sem gigtar-læknir á háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann segir að það hafi verið mikil viðbrigði þegar hann flutti út fyrir sex árum til að fara í sérnám. „Þá þurfti ég ekki lengur að vinna kvöld- og helgarvaktir. Það var eins og að fá 160 tíma á mánuði gefins. Þá gat ég farið að prófa erfiðari hluti í eldhúsinu.“

Hvernig líst þér á ástandið hjá kollegum þínum í læknastétt heima á Íslandi?

„Ástandið er hræðilegt. Mér finnst leiðinlegt að vera neikvæður en staðan er bara sú að við eigum frábært heilbrigðisstarfsfólk - vel menntaða lækna og hjúkrunar-fræðinga - en restin er bara skelin tóm. Kollegar mínir í Svíþjóð eiga ekki til aukatekið orð þegar ég segi þeim frá tækjabúnaðinum á Ís-landi,“ segir Ragnar.

Hann nefnir sem dæmi að furðu sæti að á Íslandi sé enginn jáeindaskanni. „Við erum fimm-tán árum á eftir öðrum. Ég panta þessa rannsókn 2-3 í viku úti. Þetta er vissulega dýr rannsókn en hún skiptir sköpum í greiningu og með-ferð krabbameina.“

Ragnar segir að nauðsynlegt sé að leggja í margumtalaða 60 milljarða fjárfestingu og koma upp

almennilegu háskóla-sjúkrahúsi hér. „Svo þarf augljóslega að greiða fólki betri laun, sam-keppnishæfari laun. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk éti þjóðern-isástina.“

Af hverju telurðu að ástandinu hafi verið leyft að drabbast svona niður?

„Það er „þetta redd-ast“ viðhorfið, við reddum alltaf öllu. Í Svíþjóð er allt skipulagt og greint 2-3 ár fram í tímann. Ég veit til að mynda nákvæmlega hvað ég verð að gera í viku 21 á næsta ári. Við vitum líka nákvæm-lega hvað við þurfum af lyfjaskömmtun í mars 2015 og þá leggjum við bara inn pöntun fyrir það og fáum afslátt fyrir vikið. Það er auðvitað mun dýrara að gera allt á síðustu stundu. Maður sparar peninga á að skipuleggja og gera áætlanir fram í tímann. Það skortir framtíðarsýn á Íslandi.“

Hann segist þó ekki útiloka það að flytja aftur heim, jafnvel þó það myndi þýða launalækkun upp á marga tugi prósenta miðað við nú-verandi aðstæður.

„Naflastrengurinn togar alltaf í mann. Ég finn það þegar ég kem. Hér er auðvitað vinir manns og ættingjar. Ég er búinn að vera úti í sex ár og er búinn að læra að vera eins og Svíi. Samt næ ég því aldrei alveg, það er í hjartanu að vilja gera eitthvað spontant.“

Spilar skvass til að geta borðað meiraEins og sakir standa nýtur Ragnar Freyr þess að búa í Lundi. Þar spilar hann skvass þrisvar í viku og lyftir lóðum. „Ég hef komist að því að skvass brennir flestum hitaeiningum. Þannig að ég stunda það og lyfti lóðum til að geta borðað meira!“

Í Svíþjóð kveðst hann fá frábært hráefni þó hann taki reyndar alltaf fisk og lambakjöt með sér frá Íslandi. „Skánn er landbúnaðarhérað Svíþjóðar og hér er ofboðslega gott úrval af grænmeti. Ég er með 20 ólíkar krydd-jurtir úti í garði og sæki mér steinselju þangað í desember. Svo er Evr-ópa við þröskuldinn hjá okkur.“

Hann hyggst halda ótrauður áfram að blogga og kveðst meira en til í að skrifa fleiri bækur ef áhugi reynist fyrir því. „Maður þarf jú alltaf að borða svo ég er ekki að fara að hætta að elda. Svo eru börnin farin að elda með mér. Dóttir mín er efnilegur bakari og sonur minn deilir hnífaáhuga mín-um. Hann er mikið í salatgerð. Sú yngsta er reyndar aðallega fyrir.“

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Ragnar Freyr Ingvarsson lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum að fá sér pylsu á Bæjarins bestu í Hafnarstræti. Hann er á Íslandi til að kynna nýja matreiðslubók sína. Ljósmyndari Fréttatímans stakk upp á því að Ragnar fengi sér tvíhleypu, tvær pylsur í einu brauði, en læknirinn lagði ekki í það í þetta skiptið. Ljósmynd/Hari

HvEr Er

38 ára gigtarlæknir í Lundi.

Kvæntur Snædísi Evu Sigurðardóttur

sálfræðingi.

Þau eiga þrjú börn á aldrinum 2-13

ára.

Áhugamál: Mat-reiðslan, skvass og

líkamsrækt.

Var að gefa út aðra matreiðslubók sína. Útgáfuhóf hennar verður í Eymunds-son á Skólavörðu-

stíg í dag, föstudag, klukkan 17. Á

laugardag verður hann svo í Líf og

list í Smáralind frá 13-17.

Ragnar Freyr

?hvorki kokkur né frægur. Ragnar komst hins vegar í kynni

við Tomma og Önnu sem reka bókafélagið Sögur. „Það kom í ljós að þau voru nýflutt til Lundar og við Tommi hittumst í hádegis-mat. Okkur varð mjög vel til vina og hann tók séns á því að læknir gæti skrifað bók. Það virkaði og við seldum fullt af bókum. Við höfum farið í ferðalög með þeim og þau hafa étið helminginn af báðum bók-unum hjá okkur!“

Þessi bók kemur frá hjartanuNýja bókin ber undirtitilinn Veislan endalausa og segir Ragnar að hún standi undir nafni. „Frá 5. janúar og fram til 10. júní þegar ég skilaði af mér handritinu var gegndarlaus veisla hjá okkur. Það var smá pása tekin þegar ég tók upp sjónvarps-þætti á Íslandi og þegar við fórum í stutt skíðafrí en annars var þessi bók í matinn.“

Hver er munurinn á þessari og

Vel vopnum búinnRagnar Freyr viðurkennir fús-lega að eldamennskan kalli á talsverða fjárfestingu í græjum. „Þú ættir að sjá eldhúsið mitt, ég á allt! Ég er með tíu hellur og tvo ofna. 8 eða 9 Le Creuset potta, nóg af kopar og hnífum. Ég er

vel vopnum búinn. Þetta er fíkn, það er gaman að vera með góðar græjur.“

Hvað segir konan við þessu?„Hún er hrifin af stígvélum

og ég geri ekki athugasemdir við þau kaup hennar.“

24 viðtal Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Page 25: 31 10 2014

BETRI KOSTURFYRIR HELGINA!

Gott í matinn

Kostakaup

Verð

19.980,-

Með

fyrir

vara

um

villu

r og

á m

eðan

birg

ðir e

ndas

t. At

hugi

ð að

ver

ð ge

ta b

reys

t milli

sen

ding

a. G

ildir

helg

ina

31. o

któb

er -

2. n

óvem

ber 2

014.

Þetta frábæra tæki er komið aftur í Kost!

Kynning á laugardag frá klukkan

13-17

kr/stk 8.998,-

Hnífasett

kr/stk 898,-

Hrekkjavökusælgæti255 stk. í poka.1,8 kg

Wonka

Krydd-brauð

kr/stk 1.898,-

4 skammtarí kassa

Þetta frábæra tæki vinnur á næstum hvaða hráefnum sem er og breytir í silkimjúka drykki.

Einnig er hægt að að mylja þurrefni líkt og hnetur, kaffibaunir, fræ og fleira.

Nánari upplýsingar um tækið má finna á síðunni www.nutribullet.is.

6 litríkir hnífar með hlífum

Krusteaz

Pure Komachi 2

898,-

Pure Komachi 2

Kjúklinga- bringur

kr/kg 1.895,-

KosturGrísa-hnakka-sneiðarkr/kg 1.298,-

Stjörnugrís

Lamba-lærikr/kg 1.395,-

Kjarnafæði

Lamba-hryggurkr/kg 1.885,-

Kjarnafæði

Nokkrar tegundir

Hrekkjavöku

898,-

SnakkRisapokar

kr/stk 4.995,-

Dalvegur 10-14 | 201 Kópavogur | S: 560-2500 | [email protected] | www.kostur.is

Opið alla daga frá klukkan 10.00 til 20.00

Fylgstu með okkur á Facebook www.facebook.com/kostur.dalvegi

Page 26: 31 10 2014
Page 27: 31 10 2014
Page 28: 31 10 2014

M ig hefði aldrei grunað að þetta yrði sá staður sem ég er á í dag. Stundum er hreint ótrúlegt hvert lífið fer með mann,“ segir Birta Árdal Bergsteinsdóttir, 23 ára stúlka úr Mosfellsbænum, sem gerðist múslimi eftir að hafa kynnst trúnni á

ferðalögum erlendis og er nýflutt til Marokkó. „Það eru tvær vikur síðan ég kom hingað í þetta skiptið og hreinlega veit ekki hvað ég ætla að búa hér lengi. Það bara kemur í ljós, eða „Insha’Allah“ eins og við segjum,“ segir Birta og notar eitt algengasta orðatiltæk-ið í hinum arabíska heimi sem merkir: Ef Guð lofar.

Birta segist hafa verið dæmigerð íslensk stelpa fram að tvítugu, hún er ljóshærð og bláeygð, djammaði um helgar og klæddi sig eftir ríkjandi tísku. Hún var í stuttu viðtali í Morgunblaðinu árið 2011 af því tilefni að hún var ein aðal stjarnan í söngleiknum Hairspray, sem Menntaskólinn við Sund setti upp, og ennfremur formaður nemendafélagsins. Þar segir hún frá því að draumastarfið sé annað hvort söngkona eða leikkona, að hennar uppáhalds iðja á heim-ilinu sé að knúsa mömmu og pabba og að mest af öllu langi hana til að geta farið í heimsreisu eftir útskrift. Þessi heimsreisa varð að veruleika og endaði í Marokkó.

Stóru spurningar lífsins„Eftir útskrift úr MS fór ég fyrst með vinkonu minni, síðan fór ég til Mexíkó og loks til Vestur-Afríku þar sem ég var á þriðja mánuð,“ seg-ir Birta. Hún kom aftur til Íslands en ævintýraþráin kallaði og í þetta skiptið fór hún til Marokkó að heimsækja vini sem hún hafði eignast þegar hún var í Senegal. Það var í mars 2012 sem hún kom fyrst til Marokkó og bjó þá í sjávarbænum Essaouira um 200 kílómetrum vestan við Marrakesh þar sem hún vann á hosteli fyrir mat og húsnæði. „Ég fékk vinnu hjá þessum vinum mínum á hostelinu. Ég var þá úti í þrjá mánuði og við ræddum aldrei trúmál. Þetta var bara rétt eins og í íslensku samfélagi er iðkun kristni ekki stór hluti af daglegu lífi,“ segir hún og bendir á að trúarviðhorf séu mun frjálslegri í Marokkó en til að mynda í Sádi-Arabíu þar sem samfélagið er mjög strangtrúað, og í Marokkó á hún bæði strákavini og stelpuvini. „Ég kynntist þeim mjög vel og við vorum öll að velta fyrir okkur hinum stóru spurningum lífsins um af hverju við erum hér og hver sé tilgangur lífsins. Við vorum gagnrýnin á þá neysluhyggju og ofgnótt sem víða er við lýði. Í nútímasamfélagi búum við víða við að eiga allt og erfiðum ekki fyrir lífsnauðsynjum heldur fyrir einhverju sem við þurfum ekki á að halda.“ Þeir vinir sem Birta eignaðist úti voru frá Marokkó en höfðu ferðast um heiminn, kynnt sér aðra menningarkima og velt upp gagnrýnum spurningum. „Einn þeirra bjó á Spáni í áratug og kann 6 tungumál,“ segir hún til skýringar.

Birta sneri aftur til Íslands eftir 3ja mánaða dvöl en fannst hún sogast aftur inn í hringiðu neysluhyggju, langaði að leggja meiri rækt við sinn innri mann og fór aftur til Marokkó. „Þegar ég kom aftur út fann ég að þessir vinir mínir höfðu breyst, á jákvæðan hátt. Þá kom í ljós að þeir voru byrjaðir að stunda trúna, lesa Kóraninn og leita meira inn á við. Þeir sögðu mér að þeir væru búnir að finna svörin við öllum spurningunum sem við hefðum verið að velta fyrir okk-ur og þau stæði svart á hvítu í Kóraninum.“ Birta segist nánast hafa hlegið að þeim í fyrstu og líkir þessu við þau viðbrögð sem dæmigerður Íslendingur myndi fá ef hann tilkynnti að hann hefði fundið öll svör lífsins í Biblíunni. „Ég varð samt mjög forvitin og við tóku daglegar djúpar samræður svo vikum skipti.“

Var áður trúlausFyrir þetta var Birta trúlaus og fannst trúarbrögð frek-ar hafa slæmar afleiðingar fyrir samfélög en hitt. Hún segir erfitt að útskýra hvað það var sem heillaði hana við íslam. „Eftir að hafa rætt sleitulaust um lífið og til-veruna fór ég að fá sterka tilfinningu fyrir því að það væri eitthvað æðra og við værum á jörðinni af ástæðu. Ég fór að lesa mér til um trúarbrögð, ekki bara íslam. Að vera múslimi skilgreinir þig á þann hátt að þú trúir að það sé bara einn guð, einn Allah eða eitt almætti. Múslimar trúa því líka að Múhameð hafi verið sendiboði Allah, eða Guðs, en með því að trúa að hann hafi verið sendiboði Guðs trúir mús-limi líka að allir hinir sendiboðarnir hafi verið til; Abraham, Jesú og Móses. Það er ekkert í trú múslima sem girðir fyrir að Búdda hafi verið sendiboði Guðs. Múslimar setja Jesú á háan stall en það sem greinir á er að múslimar líta ekki á hann sem son Guðs heldur einn af sendiboðunum. Þetta eru ólíkir sendiboðar sem komu á ólíkum tímum en Múhameð er sá sem kom með síðustu skilaboðin

og því líta múslimar á að hann hafi fullkomnað skilaboðin.“Samkvæmt trúnni fæddist Múhameð spámaður 20. apríl 570 í borginni

Mekka í Sádi-Arabíu. Hann varð snemma munaðarlaus en þegar hann var þrítugur fékk hann vitrun frá erkienglinum Gabríel sem sagði honum að

hann væri spámaður Guðs og ætti að bera út boðskap hans. Þremur árum seinna byrjaði hann að predika en til að byrja með virtu

hann fæstir viðlits. Birta segir sögu Múhameðs hafa haft mikil áhrif á sig en tekur fram að hún trúi ekki á Múhameð heldur Allah. „Múhameð var maður rétt eins og Jesú var maður. Þeir höfðu þó tengingu sem við hin höfum ekki og munum aldrei hafa.“

Slæðan samræmist femíniskum gildumBirta lagðist í mikla sjálfsskoðun, sneri í raun við öllum þeim gildum sem hún hafði viðhaft og lagð nýtt mat á lífið og tilveruna. „Eftir að ég gerðist múslimi í hjartanu ákvað

ég að fara aftur til Íslands og sannreyna hvort trúin væri sönn eða hvort ég væri mögulega að verða

fyrir áhrifum frá vinum mínum í Marokkó. Ég fór að vinna við tamningar úti í sveit, tók með mér fjöldann allan af bókum um íslam og vildi sjálf upplifa að sjá ástæðuna fyrir þessu öllu.“ Almennt er talað um fimm stoðir íslam sem allir múslimar fylgja og ein þeirra er að biðja fimm sinnum á dag. „Mér fannst í fyrstu alveg fáránlegt að biðja fimm sinnum á dag bara því það á að gera það fimm sinnum.

Ég byrjaði á að biðja einu sinni, þegar mig langaði til þess og þegar mér hent-

aði. Ég fann síðan hversu mikið það gaf mér að biðja, að leggja ennið á

jörðina einu sinni á dag og jarðbind-ast. Rétt eins og hugleiðslan hjá búddistum þá náði ég með þess-um hætti að tengja sjálfa mig

og minna mig á hversu mikil-vægt er að gleyma mér ekki

í daglegu amstri yfir stressi sem engu málið skiptir.

Ég ákvað síðan að fjölga því hversu oft ég bað og ákvað loks að prófa að biðja fimm sinnum á dag. Ég bið enn fimm sinnum á dag og finn hvað það er mér nauðsynlegt.“

Annað sem Birtu fannst í fyrstu frek-ar tilgangslaust var að bera slæðu yfir hárinu á sér. „Við Íslendingar og margir aðrir tengja slæðuna helst við kúgun, að konur í múslimalöndum hafi ekki rétt-indi og að þeim sé ætlað að hylja líkam-ann fyrir karlmönnum. Þegar ég byrjaði að kynnast íslam fannst mér erfitt að skilja tilgang slæðunnar. Ég er mikill femínisti og í dag samræmist notkun hennar algjörlega mínum femínísku gild-um. Það hefur enginn sagt mér að setja slæðu á höfuðið og það stendur ekkert um notkun slæðu í Kóraninum. Þar eru hins vegar fyrirmæli um að ekki skuli horfa á fólk af hinu kyninu á kynferðis-legan hátt, en það eru fyrirmæli bæði til karla og kvenna. Eitt af því sem hafði úrslitaáhrif á það að ég tók upp slæðuna eru þær staðalmyndir sem fylgja notkun hennar. Ég vildi nota slæðuna til að sýna

að íslensk stelpa með blá augu getur kosið að bera slæðu,“ segir Birta sem ákvað í

ágúst á þessu ári að byrja að nota hana en þá var hún stödd á Íslandi.

„Slæðan er mjög persónuleg fyrir hverja konu. Fyrir mig var þetta skref í minni andlegu vegferð og líka til að minna mig

á að halda sjálfri mér fyrir mig og engan annan. Ég kýs að klæðast fötum sem sýna ekki

brjóstaskoruna, leggina eða magann. Áður fór ég á djammið eins og hver önnur íslensk stelpa og klædd samkvæmt hefðbundnum íslenskum stöðum. En þetta er núna mitt val. Ég tel það ekki neins annars hvernig ég er vaxin eða hvernig líkami minn lítur út. Klæðnaður sem hylur líkamann er líka vörn fyrir staðalímyndum um

Ég heiti Birta og ég er múslimiBirta Árdal Bergsteinsdóttir er 23 ára stúlka úr Mosfellsbænum sem gerðist múslimi eftir að hafa kynnst trúnni á ferðalögum erlendis og er nýflutt til Marokkó. Birta segist hafa verið dæmigerð íslensk stelpa sem djammaði um helgar og klæddi sig eftir ríkjandi tísku en gengur nú með slæðu á höfðinu. Birta var á Íslandi þegar hatrammar umræður áttu sér stað um mosku í Sogamýri og segir hún að sér hafi sárnað mjög. Hún er heilluð af íslam og Múhameð spámanni og segir umræðuna á Vesturlöndum oft vera á villigötum.

Hver er

Fæðingardagur: 26. janúar 1991 og uppalin í Mosfells-

sveit.

Foreldrar: Bergsteinn Björg-

úlfsson kvikmynda-tökumaður og

Sigríður Þóra Árdal hönnuður.

SyStkini: Bjarmi Árdal Berg-steinsson, 26 ára og Sindri Árdal Berg-steinsson, 17 ára.

HjúSkapaStaða: Einhleyp og

barnlaus.

FélagSStörF: Ármaður Skóla-félags Mennta-

skólans við Sund 2010-2011.

ÁhugaMÁl: Mikil hestakona, á eigin hesta og starf-aði við tamningar.

náM og StörF: Lauk framhalds-prófi í klassískum söng frá Söngskól-anum í Reykjavík.Hefur starfað við

kvikmyndagerð og var meðal annars

annar aðstoðarleik-stjóri Hross í Oss

Birta Árdal Bergsteinsdóttir

?

Framhald á næstu opnu

Birta Árdal Bergsteinsdóttir kynntist íslam upphaflega í Marokkó og er nú nýflutt þangað til að læra arabísku og finna sig betur í trúnni.

Ljósmynd/Lindsey Rose Inman

28 viðtal Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Page 29: 31 10 2014

Rannsóknir sýna að útvistun á prentrekstri getur lækkað prentkostnað um allt að 30%. Með útvistun fá fyrirtæki líka aukinn tíma og svigrúm til að sinna kjarnarekstri sínum. Advania býður fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum sérsniðna prentþjónustu. Náðu tökum á prentkostnaðinum. Hafðu samband við okkur og við sérsníðum lausn handa þér og þínu fyrirtæki.

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

1

3-3

50

2Lækkaðu hann um allt að 30%

Er prentkostnaðurinn í ruglinu?

Betri yfirsýnyfir prentun

Lægri kostnaður –fast verð á mánuði

Umhverfisvænniprentun

Við sjáum umrekstur og viðhald

advania.is/prentlausnir | Sími 440 9010

Page 30: 31 10 2014

Þetta var erfitt fyrir fólk í kringum mig því í hugum margra er íslam allt annað en það raunverulega er.

TILBOÐ

EX20skrifstofustóll

ALMENNT VERÐ

95.026 kr.TILBOÐSVERÐ

66.518 kr.Hæðarstillanlegt bak

Armar hæða- og dýptarstillanlegir

Dýptarstilling á setu

Hallastilling á baki, fylgir hreyfingu notanda

Hæðarstilling setu

Mótstöðustilling fyrir mismunandi þyngd notanda

Sjálfstæð „fljótandi“ hallastilling setu fylgir hreyfingu notandans

Mjúk hjól

STOFNAÐ 1956

Íslensk hönnun & handverk

Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur

s: 510 7300 www.ag.is

frekar en það er hægt að dæma kristni út frá afmörkuðum hluta kristinna manna.“

Moskuumræðan tók áBirta var á Íslandi fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar þegar heitar umræður um múslima áttu sér stað eftir að oddviti Framsóknarflokksins í Reykja-vík sagðist vilja afturkalla lóð sem trúfélag múslima fékk til að byggja mosku. „Ég var ný-komin frá Marokkó þegar þetta dundi yfir. Mér leið ekki vel og það var mjög sárt að fylgjast með þess-ari um-ræðu. Það voru dæmi um að ég opnaði Facebook og þá var fólk sem ég þekkti að tjá sig um mús-lima á þann hátt að mér sárnaði. Ég lít samt ekki svo á að þetta sé slæmt fólk sem talar svona, það er væntan-lega að tala út frá þeim upplýs-ingum sem það býr yfir en á meðan fólk býr yfir takmörk-uðum upplýsingum ætti það kannski að sýna minni hleypi-dóma. En þetta þarf að ræða og ég fagna umræðu um múslima í íslensku samfélagi.“

Ákvörðunin um að flytja til Marokkó í ótilgreindan tíma kom meðal annars til því Birta vildi læra arabísku en líka til að hafa næði til að finna sig betur í trúnni. „Ég ætla að leggja áherslu á nám í arabísku. Líklega verð ég að kenna ensku og fæ tíma í arabísku í staðinn. Til að byrja með verð ég á ein-hverju flakki og gisti hjá vinum og vandamönnum. Áður en ég fór út byrjaði ég í heimspeki í háskólanum en fann að þetta var ekki rétti tíminn fyrir það nám. Núna þarf ég að finna mig betur í íslam og það er erfitt að hafa ekki einhvern með mér sem er á sama stað og ég. Það er ekki eins og fólk sé á móti mér en það er stundum erfitt þegar enginn skilur mann.“

Birta segir að fjölskyldunni á Íslandi hafi vissulega þótt erfitt að kveðja hana, í þetta skiptið sem í öll hin. „Þau verða alltaf leið þegar ég fer en þau styðja

TrúarjáTningin. jáTa Trúna á guð og að MúhaMeð sé sendiboði hans.

biðja fiMM sinnuM á dag Til að hreinsa hugann og fá jarðTengingu.

ÖlMusa. gefa árlega hluTa af eiguM sínuM beinT Til fáTækra.

fasTa í raMadan­Mánuði frá dÖgun Til sólar­lags.

PílagríMsferð Til Mekka einu sinni á ævinni ef fjárhagur og heilsa leyfa.

5 stoðir íslam

hvernig konur eiga að vera vaxnar og hvernig samfélagið ætlast til þess að við lítum út. Þetta eru því líka mótmæli hjá mér, mótmæli gegn útlitsdýrkun og staðalímyndum. Sumir femínistar eru opinberlega berir að ofan því bara karlar mega vera berir að ofan en ég kýs frekar að hylja líkamann.“

Neytir ekki áfengisBirta segist ekki aðeins líta á íslam sem trúarbrögð heldur lífsstíl. „Sam-kvæmt Múhameð er þetta lífsstíll. Það hefur breytt mér mjög mikið að lesa Kóraninn, líta inn á við og leggja mig fram um að vera heiðarleg og sann-gjörn við alla sem ég mæti.“ Nokkru áður en hún gerðist múslimi hafði hún þegar hætt að neyta áfengis. „Ég var orðin þreytt á þessu djammi og þeim tilfinningasveiflum sem því fylgja að detta í það og orkuleysinu í kjölfarið. Ég myndi ekki segja að áfengisneysla hafi verið vandamál hjá mér en mér leið betur eftir að ég hætti að drekka og þar sem múslimar mega ekki verða

ölvaðir þá var komin enn frekari ástæða til að drekka ekki.“

Fjölskylda Birtu hefur stutt hana dyggilega eftir að hún sagði þeim frá áhuga sínum á íslam þó fregnirnar hafi reynt á bæði fjölskyldu hennar og vini. „Ég hef heyrt hryllilegar sögur þar sem foreldrar hreinlega afneita börnunum sínum þegar þau gerast múslimar og það er mikið af konum á Vesturlöndum sem eru að gerast múslimar vegna þess að þær tengja við gildin í trúarbrögðunum en ekki út af hjónabandi eða slíku. Þetta var erfitt fyrir marga í kring um mig því í hugum margra er íslam allt annað en það raunverulega er. Við fáum ömurlegar fréttir frá múslimal-öndum sem gefa einfaldaða og oft á tíðum mjög ranga mynd af því um hvað íslam snýst. Það er ekki hægt að dæma íslam út frá því ekki

birtu fannst í fyrstu ástæðulaust að biðja fimm sinnum á dag og ástæðulaust að bera slæðu en nú gerir hún hvoru tveggja. Ljósmyndir/Lindsey Rose Inman.

30 viðtal helgin 31. október­2. nóvember 2012

Page 31: 31 10 2014

Nýr miði, nýtt útlit - sömu gæðin!Áleggið frá Kjarnafæði er sannkallað gæðaálegg og því bera margar tegundanna græna skráargatið.Svo má ekki gleyma gullinu sem pepperóníið og spægipylsan státa af.Veldu gæði, veldu Kjarnafæði.

Kjarnafæði framleiðir flestar þær afurðir úr íslensku gæðakjöti sem í boði eru á íslenskum neytendamarkaði. Höfuðáherslur Kjarnafæðis eru á vöruvöndun og gæði framleiðslunnar og því er markvisst stefnt að aukinni hollustu, unnið að fækkun aukefna og ofnæmisvalda. Kjötiðnaðarmeistarar fyrirtækisins hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir færni sína.

Kjarnafæði hf.601 AkureyriSími 460 7400kjarnafaedi.is

mig líka í því að ég eigi að gera það sem ég tel vera réttast fyrir mig og það sem gerir mig hamingjusama. Auðvitað finnst mér líka erfitt að vera í burtu frá þeim en ég held

að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Insha’Allah.“

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Birta segist hafa verið afsaplega dæmigerð íslensk stelpa sem djammaði um helgar og klæddi sig eftir ríkjandi tísku. Mynd úr einkasafni

Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Page 32: 31 10 2014

Lífsnauðsynlegt að ruglaHalldóra Geirharðsdóttir vonast til að farsinn „Beint í æð“ eftir Ray Cooney, sem hún leikstýrir og frumsýnir í Borgarleikhús-inu í kvöld, skilji ekkert eftir sig nema hamingju og hlátur. Hún er mætt aftur í leikhúsið eftir að hafa farið í heimsreisu með fjölskyldunni þar sem hún lærði meðal annars að rugl er lífinu nauðsynlegt. Hún er hrifin af kynslóð dætra sinna sem er frjáls og óhrædd við að rugla.

M ér var boðið að setja upp gamanleik og mér fannst það vera akkúrat það sem

hentaði mér. Ég var svo til í að fara beint í það og þurfa ekki að hugsa neitt sérstaklega um að búa til eitt-

hvað stórkostlegt listaverk,“ segir Halldóra sem frumsýnir „Beint í æð“ í Borgarleikhúsinu í kvöld.

Góður farsi eins og gott partí„Beint í æð“ fjallar um einn dag í

lífi Jóns Borgars, sem er læknir á Landakostspítala. Á spítalanum er ráðstefna þrjátíu erlendra tauga-lækna sem enginn hefur áhuga á nema Jón Borgar því hann á að flytja eina mikilvægustu ræðu lífs síns á ráðstefnunni. Allir aðrir eru að hugsa um jólaballið sem á að vera um kvöld-ið. Stuttu fyrir fyrirlest-urinn birtist svo gömul kærasta af spítalanum og Jón Borgar þarf að gangast við gömlum syndum, frá því fyrir sautján árum og níu mánuðum síðan. Þetta er auðvitað ávísun á mikið klúður, Jón Borg-ar byrjar að hagræða sannleikanum og úr verður ein risa flækja.

„Þetta er auðvitað pjúra farsi,“ segir Hall-dóra, „hálfgert tónverk, mikill hraði, opna dyr, loka dyrum, inn, út og aftur til baka og alveg ógeðslega fyndið. Að stjórna svona verki er í raun eins og að stjórna hljómsveit. Eða eins og að búa til gott popplag, stroka út og lengja og velja hvað virkar og hvað virk-ar ekki,“ segir Halldóra en það er Gísli Rúnar Jónsson sem staðfær-ir farsann yfir á Ísland. „Hann er náttúrulega bara snillingur í því og svo er ég með frábæran leik-hóp. Hilmir Snær er í aðalhlut-verki en hann hefur ekki leikið í gamanleik í tuttugu ár. Það er ógeðslega gaman að leika farsa en hann er svo góður leikari að hann er alltaf fenginn í Ríkharð þriðja eða einhverjar dramatískar rullur. En það er fátt skemmtilegra fyrir

leikara en að leika farsa því þú ert í svo miklu sambandi við salinn, færð ánægju eða óánægju áhorf-enda beint í æð. Það er soldið eins og að vera í góðu partíi, þú veist alveg hvort það er góð stemning og gaman í partíinu eða ekki. Von-

andi á þessi sýning ekki eftir að skilja neitt eftir sig annað en það að fólk fari hamingjusamara út. Eða eins og það hafi vaknað, því ef maður hlær mikið þá vaknar maður.“

Stolt af heimsreis-unniHalldóra tók sér ársleyfi frá störfum í fyrravor til að ferðast um heiminn með manni sínum og tveimur yngstu börnum þeirra og „Beint í æð“ er því hennar fyrsta verkefni eftir langt frí. „Þessi ferð er eitt af því sem mér finnst ég geta

verið mjög stolt af að hafa tekist á við. Þetta var bara dásamlegt í alla staði og miklu auðveldara en ég bjóst við. Það erfiðasta við þetta allt saman var að taka ákvörðun um að fara. Það er alltaf aðalmálið að breyta til og fara út af sporinu sínu,“ segir Halldóra sem finnst líka gott að vera komin aftur í leikhúsið. Hún stígur þó ekki á svið fyrr en í desember þegar sýningar á Jesú litla og Billy El-liot hefjast. „Þetta er náttúrulega bara skemmtilegasti vinnustaður í heimi. Og að æfa farsa er svo ógeðslega gaman, við erum búin að hlæja stanslaust í sjö vikur. En svo er líka gott að fara ekki upp á

svið fyrr en í desember og fá þann-ig að vera áfram í fríi um helgar og að geta borðað kvöldmat með fjöl-skyldunni.“

Verðum að þora að ruglaÞað eru fleiri en Halldóra sem hafa gaman af því að grínast í fjölskyld-unni því Steiney, dóttir Halldóru, hefur vakið athygli fyrir frábæra frammistöðu sína í Hraðfréttum. „Hún fær mikið hrós fyrir og það hlýjar auðvitað móðurhjartanu. Hún Steiney er alveg frábær og þrátt fyrir að vera komin í grínið er hún að feta einhverja leið núna sem er algjörlega hennar eigin,“ segir Halldóra, en Steiney dóttir henn-ar og Kolfinna, stjúpdóttir henn-ar, eru báðar meðlimir í kvenna-söngsveitinni Reykjavíkurdætrum. „Þetta eru rosalega flottar stelpur og ég er svo ánægð með þær. Ég var sjálf í hljómsveit áður en ég fór í leiklistarskólann en í gamla daga þá var það dáldið þannig að allt þurfti að vera svo fullkomið sem stelpurnar gerðu. Við þorðum ekki að rugla nógu mikið. Þess vegna finnst mér svo ógeðslega gaman að sjá Reykjavíkurdætur, því þær eru svo frjálsar. Þessi kynslóð af stúlk-um þorir mikið meira að rugla, hlutirnir þurfa ekki endilega að vera 100% því það er bara gaman að rugla. Að vera ekki svona markmið-asettur alltaf heldur læra að hafa bara gaman af þessu öllu saman. Og gera bara það sem manni dett-ur í hug. Það var líka eitt sem ég ákvað eftir heimsreisuna, að það er nauðsynlegt að hafa meira rugl í lífi sínu.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Halldóra Geir-harðsdóttir er ánægð með að vera komin aftur í leikhúsið eftir ársleyfi, enda sé það „skemmti-legasti vinnu-staður í heimi“.

Hver er

Maki:

Nikkó.

BöRn:

3 og 2 stjúpbörn.

Uppalin:

Í Fossvogi.

BýR núna:

Í Skerjafirði.

leyndUR Hæfi-leiki:

Að bakka í stæði.

Halldóra Geirharðsdóttir

?

32 viðtal Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Page 33: 31 10 2014

Fáir efast um að það hafi verið rétt ákvörðun að skipta yfir

í hægri umferð á Íslandi enda þótt sú vinstri hafi gengið

þokkalega fyrir sig. Við færðum okkur nær nútímanum og

tókum samstíga skref í átt til umferðarmenningar sem víðast

gilti í heiminum.

Á sama hátt er innleiðing rafrænna skilríkja mikið fram-

faraskref í íslensku samfélagi. Hún eykur öryggi okkar í raf-

rænum heimi, opnar fjölmargar nýjar og fljótvirkari leiðir

að persónulegum upplýsingum á netinu, gerir okkur kleift

að undirrita skjöl með rafrænum hætti og sparar bæði okkur

og umhverfinu sporin á margvíslegan máta.

Rafræn skilríki leysa gömlu notandanöfnin þín og lykil-

orðin, auðkennislykla, veflykla og flest aðgangsorð af

hólmi. Í staðinn býrðu til eitt nýtt númer, leggur það á

minnið og gerir að ferðafélaga hvert sem leiðin liggur.

Skilríkin einfalda þér lífið, auka öryggi til muna og greiða

þér leið í netheimum með því að sanna það á augabragði

að þetta sért þú - og enginn annar.

Þetta ert þú

Nánari upplýsingar fást á www.skilriki.is og einnig m.a. á vefsíðum banka og símfyrirtækja og vefjum ýmissa opinberra aðila sem opna upplýsingasvæðisín fyrir handhafa rafrænna skilríkja.

Page 34: 31 10 2014

Karlmennskudraumar náttfatamanns

Hvað er það sem skilur okkur frá hinum dýrunum? Jú, ef frá eru

teknir einstaka púðluhundar erum við eina tegundin sem klæðist fötum. Það kveikir því í dýrslegum

eðlishvötum þegar fötum fækkar á kvöldin sem aftur

sér um að viðhalda stofninum. Þess vegna kemur kannski ekki á óvart að náttföt þykja ekkert sérstaklega sexí fatnaður. Það

lekur ekki karlmennskan af þeim sem klæðist röndóttum flannels-

náttfötum eða hvað? Eru þeir sem eru nógu öruggir með sig

einmitt þeir sem klæða sig upp fyrir nóttina eða er betra fyrir

karlmennskuímyndina að sofa á sprellanum

allar nætur.

AllsberirFrelsið er það fyrsta sem menn sem sofa allsberir tala um. En er það svona frelsandi að sofa á tittlingnum eða étur það menn smám saman að innan? Það er ekki bara óttinn við að börnin læðist upp í eða að ræningjarnir komi loksins að stela sjónvarpinu. Tilhugsunin um slagsmál við ræningja á fermingarbróðurnum yljar ekki hjartaræturnar. Svo er það líka óttinn um bremsufarið og hvað með þá sem eiga það til að ganga í svefni?

Að sofa nakinn er því mest fyrir unga tarfa sem vilja sanna sig, ekki þá gömlu með börn, nágranna og siginn pung.

Á brókinniNæsta skref er því yfirleitt að forða sér í nærbuxur. Brókin reddar karlmanninum yfir vel flest velsæmismörk án þess að hefta frelsið of mikið. Sérstaklega ef brókin er boxer frekar en aðsniðin. En einfalt lag lítillar bómullarpjötlu er ekki mikið ef óboðna gesti ber að garði. Hvort sem það eru ræningjarnir eða börnin. Þá er oft brugðið á það ráð að skella sér í bol. Margir eiga þó erfitt með að aðlagast næturlífinu í bol og bregða oft á það ráð að fara frekar í léttar náttbuxur. Bæta svo kannski hlýrabol við þegar fram í sækir. Líka ef það skyldi vera dragsúgur.

Brókin er greinilega fyrir þá sem eru enn ungir í anda en farnir að síga á seinni helminginn í tilhugalífinu og vilja vera við öllu búnir.

HeilgallinnÞá er nú orðið stutt í að náttfata sig almennilega upp. Hætta að leita eftir samþykki samfélagsins fyrir því hvað er karlmennska og hvað ekki. Flannelsnáttföt á veturna og létt bómullarföt yfir sumarið. Við búum jú ekki við miðbaug og það þarf að kynda ansi vel upp í kofanum til að verða of heitt. Svo er það líka harka að hafa svolítið svalt í svefnherberginu. Líka svo holt að sofa við opinn glugga og svona.Þeir sem geta enn ekki séð sig í röndóttum jakkanáttfötum ættu þá að prófa að galla sig upp. Það væri hægt að fullyrða hér að rauður heilgalli með rassrauf sé hámark karlmennskunnar og hver sá sem segir annað hefur einfaldlega rangt fyrir sér. Passa þó að bera hann meira eins og Jeff Bridges en Ofurguffi.

Náttföt eru fyrir karlmenn sem hættir eru að reyna að aðlaga væntingar annarra að sinni tilveru. Alvöru menn sem jafnvel eru tilbúnir til að klæðast flottum velúrslopp heima við – en það er önnur saga.

Haraldur Jónasson

[email protected]

Nýtt tilboðalla daga til jólaalla daga til jólaalla daga til jóla

1799kr.stk.

Verð áður 2999 kr. stk.Mackintosh Quality Street, 1.3 kg

40%afsláttur

31. OKTÓBER

AÐEINSÍ DAG

HÁMARK1 STK.Á MANN

á meðan birgðir endast!

Fylgstu með nýjum tilboðum daglega á kronan.is og sparaðu stórt alla daga til jóla

Jeff Bridges er maður sem ber náttföt

einstaklega vel. Allr muna efitr honum á

náttfötunum sem The Dude úr meistara-

stykki kvikmyndanna The Big Lebowski en

hann bar skítugan náttfatasamfesting

ekki verr í kvikmynd-inni True grit um árið

Ofurguffi ber náttfata-gallann sinn svo sem vel en er kannski ekki karlmennskan upp-máluð. Kannski röndótt henti honum betur.

34 náttföt Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Page 35: 31 10 2014

BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARD. 11 - 16

HANNAÐUÞINN EIGINSetup SÓFA

þú velur einingar og raðar saman svo úr verði sófi sem passar í þitt rými. Setup getur verið allt frá því að vera stóll upp í stór U-laga fjölskyldusófi . Þú velur arma sem falla að þínum smekk. þú velur áklæði á sófann sem undirstrikar þinn persónulega stíl. Að lokum velur þú lit á fæturna. Við aðstoðum þig við að teikna draumasófann.

NÝJAR OGFERSKAR LÍNUR

MIA skenkur 160 cm kr. 144.500

FINN skenkur108x80 cm kr. 115.400

Pillar21.900

Pax21 cm

22.900Pax30 cm31.900

Stripe motta60x90kr. 5.900

Vintage velvetpúðar 50x50

kr. 8.600

Dixie90x45

kr. 48.900

Genaborðstofustóll

kr. 19.900

TurtleHægindastóll

kr. 239.000

Traybakkaborðkr. 23.900

Dixie55x35

kr. 29.900

Velv púðar50x50

kr. 6.600

Yumi borð2 saman

kr. 28.700

FINN glerskápur95x190 cm kr. 172.600

FINN TV skenkur150 cm kr. 83.900

MIA TV skenkur 140 cm kr. 79.900

Page 36: 31 10 2014

Fréttanefið lengist

ÞÞótt íslenska sé um margt gagnsætt tungu-mál á það ekki við um orðið fréttir. Þar kemst danskan nær með sínar nyheder og news í enskunni, frásagnir af því sem ný-lunda er. Það má lengi deila um hvað frétt-næmt sé og hvað ekki. Hið sígilda er að það þyki vart tíðindi að hundur bíti mann en hitt fréttnæmara bíti maður hund. Gamall lærifaðir minn, Þorbjörn Broddason pró-fessor, orðar það svo, þegar spurt er hvað sé frétt, þá sé tilraun til skilgreiningar á þá leið að frétt sé frásögn af atburði eða fyrir-bæri sem almenning varðar um og var ekki áður kunnugt um. Þorbjörn minnir jafn-framt á að fréttamaðurinn velur þá atburði sem hann fjallar um og mótar fréttina þó hann fylgi þá oftast hefðum.

Þorbjörn talar um fréttanef, innbyggða eða áunna tilfinningu fyrir fréttnæmi – og að nálægir atburðir verði frekar fréttaefni en fjarlægir – en tilgreinir jafnframt að frétt verði ekki til fyrr en fréttamaðurinn hefur skapað hana og ekki síst að fram fari val. Einungis örlítið brot af öllum þeim aragrúa viðburða sem almenning getur varðað um rúmast á fréttasíðum blaða eða í fréttatímum ljósvakamiðla. Fréttastjóri og fréttamaður standa frammi fyrir því á hverjum degi að hafna margfalt fleiri frétt-um en þeir birta. Þannig mætti með nokk-urri kaldhæðni segja að fréttamaðurinn sé sífellt í því lítt öfundsverða hlutverki að stöðva fréttir, segir Þorbjörn Broddason.

Þótt maður eigi að gleyma vinnunni bregði maður sér í nokkurra daga frí er það hægara sagt en gert. Við hjónakornin héld-um á dögunum í vikudvöl á suðlægum slóð-um. Þar var veður að vonum með allt öðru móti en hér í norðrinu. Það snjóaði þegar við ókum árla morguns suður til Keflavíkur en fjórum tímum seinna mætti okkur 30 stiga hiti á Spánarströnd. Við spókuðum okkur í góða veðrinu þessa daga, bættum okkur upp rigningarsumarið og fengum í okkur D-vítamín þótt það viðurkennist að dökkt litaraft míns betri helmings henti betur á þeirri breiddargráðu en hánorræn ásjóna mín. Meðal þess sem við stunduð-um okkur til vetrarundirbúnings var dag-leg ganga í gullnum sandi þar sem öldur Miðjarðarhafsins léku um tærnar. Lítið atvik í einni slíkri göngu varð til þess að ég mundi eftir vinnunni, hinu fréttnæma, fréttanefinu og mikilvægi nálægðar við at-burðinn. Í þessari göngu okkar á strönd-inni setti ég mig nefnilega í stöðu blaða-mannsins, þótt í fríi væri – en minntist um leið eins minnisstæðasta samferðamanns míns í blaðamennskunni, Sveins Þormóðs-sonar ljósmyndara.

Þegar ég hóf störf á Dagblaðinu, vorið 1977, voru þar ýmsar hetjur fyrir á fleti og þeirra á meðal Sveinn ljósmyndari, á aldri við föður minn og landskunnur af störfum sínum. Hann hafði áður verið ljósmyndari á Morgunblaðinu og var síðar með okkur á DV, eftir sameiningu síðdegisblaðanna Dagblaðsins og Vísis haustið 1981. Sveinn

er látinn fyrir allmörgum árum en skildi eftir sig myndræna sögu þjóðar um langt árabil. Fáir höfðu jafn öflugt fréttanef og Sveinn Þormóðsson en hann sérhæfði sig í lögreglu- og slysafréttum. Mikil áhersla var lögð á þennan þátt í dagblöðum þess tíma, ekki síst síðdegisblöðunum. Sveinn var vel búinn tækjum, jafnt heima og í bíln-um, og fylgdist grannt með fjarskiptum lögreglu, sjúkraliðs og slökkviliðs og var oft fljótari á vettvang en þessar mikilvægu starfsstéttir. Þessi árvekni hans skilaði ótölulegum grúa mynda – og þar með frétta í þau blöð sem Sveinn starfaði við. Svo inngróinn var áhugi Sveins á slysa-málum að hann myndaði jafnvel árekst-ur tveggja fólksbíla í Amsterdam og bauð mér, sem fréttastjóra DV, myndina við heimkomu úr fríi.

Flestar fréttamyndir Sveins fengu skjóta afgreiðslu á síður blaðsins en þessari varð ég að hafna, beitti vali fréttastjórans sem Þorbjörn nefnir í yfirliti sínu um hið frétt-næma og benti hinum ágæta ljósmynd-ara og fréttahauki á einn grunnþátt frétt-næmis, nefnilega nálægð við atburðinn. Það taldist ekki fréttnæmt uppi á Íslandi þótt Fiat Uno rækist á annan bíl á götu í Amsterdam. Myndin hefði kannski sloppið í gegnum nálaraugað í tveggja dálka pláss á innsíðu ef áreksturinn hefði orðið á mót-um Bankastrætis og Lækjargötu.

Atburðurinn sem við hjónin urðum vitni að á strandgöngunni okkar þessa ljúfu haustdaga okkar á Spáni var svipaðs eðlis og á Amsterdamgöngu Sveins forð-um daga. Við sáum skútu sigla meðfram ströndinni, seglum þöndum, en veittum henni svo sem ekki sérstaka athygli fyrr en hún var komin óeðlilega nálægt landi. Þá var augljóst að eitthvað var að enda strand-aði skútan skömmu síðar, lagðist þvert fyr-ir og fylltist af sjó. Hún var þá komin svo grunnt að skipverjar óðu í land. Strand-gestir ruku til og reyndu, með áhöfninni, að beina stefni hennar til sjávar á ný en það var árangurslaust.

Fréttanef mitt lengdist vitaskuld við þennan atburð og síminn var nálægur svo auðvelt var að mynda. Sendimöguleikar heim voru allt aðrir en þegar Sveinn sá Únóinn skella á öðrum bíl í Amsterdam – en fjarlægðin við atburðinn var of mikil. Þess vegna gerði ég ekki neitt, annað en að horfa á, enda veit ég ekki hvað samstarfs-fólk mitt á Fréttatímanum hefði hugsað ef ég hefði, svona upp úr þurru, sent myndir heim af skútustrandi á Spánarströnd.

Þess vegna sendi ég heldur enga mynd frá göngutúr okkar hjóna næsta dag þegar dráttarbátur reyndi árangurslaust að draga skútuna af strandstað. Taugin slitnaði enda sýndist mér hún heldur ómerkileg.

Ég tók heldur ekki mynd og sendi enga frétt heim frá göngu okkar síðasta frídaginn þar sem skútan lá með brotið mastur grafin í sandinn. Þar bar hún beinin – en það þykir víst ekki fréttnæmt uppi á Íslandi.

JónasHaraldssonjonas@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

Teik

ning

/Har

i

SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT

METSÖLULISTI EYMUNDSSON

VIKAN 22.10.14 - 28.10.14

1 2

5 6

7 8

109

43

Arfurinn Borgar Jónsteinsson

Í innsta hring Viveca Sten

Svarthvítir dagar Jóhanna Kristjónsdóttir

Koparakur Gyrðir Elíasson

Náttblinda Ragnar Jónasson

Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason

Saga þeirra, sagan mín Helga Guðrún Johnson

Nála - Riddarasaga Eva Þengilsdóttir

Leitin að Blóðey Guðni Líndal Benediktsson

Í krafti sannfæringar Jón Steinar Gunnlaugsson

Litlu dauðarnir Stefán Máni

36 viðhorf Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Page 37: 31 10 2014

kl. 21:00 – UPPSELTÍ Eldborg Hörpu 20. desember

Á tónleikunum flytja Pálmi, Ragnheiður og góðir gestir fjölmargar þekktar jólaperlur. Ekki missa af þessu tækifæri til að eiga ógleymanlega stund í Eldborg með þessum ástsælu flytjendum.

Aðrir flytjendur:

MIÐASALA HAFIN Á AUKATÓNLEIKA

Bran

denb

urg

á harpa.is, midi.is eða í síma 528 5050

Tólf manna strengjasveit, ásamt hljómsveit undir stjórn Þóris Úlfarssonar. Sönghópur Fríkirkjunnar við Tjörnina. Gunnar Gunnarsson stýrir og leikur á Hammond-orgel. Sigurður Helgi, Ragnheiður og Ninna Rún, börn Pálma.

kl. 17:00 – Aukatónleikar

Page 38: 31 10 2014

OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

490kr./pk.

SíríuS 56% eða 70%verð áður frá 237 kr./stk.

FjallalambS liFrarpylSa FroSinverð áður 798 kr./kg

SíríuS KonSum KaKóduFtverð áður 478 kr.

FjallalambS blóðmör FroSinnverð áður 754 kr./kg

íSFugl KalKúnabringur FroSnarverð áður 3.298 kr./kg

2.898kr./kg

Hamborgarar 2x115g m/brauðiverð áður 540 kr./pk.

Fylgstu með okkur á Facebook

nauta innralæriverð áður 3.598 kr./kg

- Tilvalið gjafakort

mandarínurverð áður 498 kr./kg

abena griSKjur 10x10 cmverð áður 198 kr.

rauð papriKaverð áður 498 kr./kg

ananaSverð áður 269 kr./kg

SíríuS Hvítir KonSum droparverð áður 278 kr.

SíríuSKonSum droparverð áður 265 kr.

nóa döKKur eða ljóS Hjúpurverð áður 148 kr./stk.

nóa laKKríS- eða KaramelluKurlverð áður 248 kr./stk.

túlipanarverð xxx kr.

rauð epliverð 298 kr./kg

FK vanillu eða SúKKulaðiíS 2lverð áður 548 kr./pk.

perurverð áður 198 kr./kg

bambo blautþurrKurverð áður 298 kr.

SKólajógúrt 4 gerðirverð áður 92 kr./stk.

pepSi eða pepSi max 4 x 2lverð áður 912 kr./kippan

andrex wc pappír 9+3verð áður 1.398 kr.

298kr./kg

brauðoSturverð áður 1.515 kr./kg

Kellogg´S nutri grain 4 gerðirverð áður frá 433 kr./pk.

398kr./kg

198kr./kg

Helgar-tilboð

FJARDARKAUP-

31. október - 1. nóvember

398kr./kg

1.898kr./kg

nautagúllaSverð áður 2.398 kr./kg

KjarnaFæði reyKt FolaldaKjötverð áður 798 kr./kg

nautaHaKKverð áður 1.698 kr./kg

weetoS HeilHveitiHringirverð áður 598 kr.

ota Sólgrjón 950gverð áður 469 kr.

æði reyKt FolaldaKjöt

629kr./kg

1.298kr./kg

1.798kr./pk. 248

kr.

1.098kr.

148kr./kg

2.539kr./kg

639kr./kg

598kr./kg

398kr.

1.212kr./kg

548kr.

128kr./stk.

218kr./stk.

248kr.

248kr.

398kr.

498kr.

218kr./stk.

QuaKer rug FraSverð áður 595 kr.

498kr.

168kr.

82kr./stk.

398kr./pk.

448kr./pk.

leSieur íSío 4 olíaverð áður 692 kr.

898kr./kippan

bambo nature Stærðir: 3, 4, 5 og 6verð áður 1.998 kr./pk.

FACEBOOK LOGO ICON for Adobe Illustrator

Page 39: 31 10 2014

OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

490kr./pk.

SíríuS 56% eða 70%verð áður frá 237 kr./stk.

FjallalambS liFrarpylSa FroSinverð áður 798 kr./kg

SíríuS KonSum KaKóduFtverð áður 478 kr.

FjallalambS blóðmör FroSinnverð áður 754 kr./kg

íSFugl KalKúnabringur FroSnarverð áður 3.298 kr./kg

2.898kr./kg

Hamborgarar 2x115g m/brauðiverð áður 540 kr./pk.

Fylgstu með okkur á Facebook

nauta innralæriverð áður 3.598 kr./kg

- Tilvalið gjafakort

mandarínurverð áður 498 kr./kg

abena griSKjur 10x10 cmverð áður 198 kr.

rauð papriKaverð áður 498 kr./kg

ananaSverð áður 269 kr./kg

SíríuS Hvítir KonSum droparverð áður 278 kr.

SíríuSKonSum droparverð áður 265 kr.

nóa döKKur eða ljóS Hjúpurverð áður 148 kr./stk.

nóa laKKríS- eða KaramelluKurlverð áður 248 kr./stk.

túlipanarverð xxx kr.

rauð epliverð 298 kr./kg

FK vanillu eða SúKKulaðiíS 2lverð áður 548 kr./pk.

perurverð áður 198 kr./kg

bambo blautþurrKurverð áður 298 kr.

SKólajógúrt 4 gerðirverð áður 92 kr./stk.

pepSi eða pepSi max 4 x 2lverð áður 912 kr./kippan

andrex wc pappír 9+3verð áður 1.398 kr.

298kr./kg

brauðoSturverð áður 1.515 kr./kg

Kellogg´S nutri grain 4 gerðirverð áður frá 433 kr./pk.

398kr./kg

198kr./kg

verð áður 548 kr./pk.

Helgar-tilboð

FJARDARKAUP-

31. október - 1. nóvember

398kr./kg

1.898kr./kg

nautagúllaSverð áður 2.398 kr./kg

KjarnaFæði reyKt FolaldaKjötverð áður 798 kr./kg

nautaHaKKverð áður 1.698 kr./kg

weetoS HeilHveitiHringirverð áður 598 kr.

ota Sólgrjón 950gverð áður 469 kr.

629kr./kg

1.298kr./kg

1.798kr./pk. 248

kr.

1.098kr.

148kr./kg

2.539kr./kg

639kr./kg

598kr./kg

398kr.

1.212kr./kg

548kr.

128kr./stk.

218kr./stk.

248kr.

248kr.

398kr.

498kr.

218kr./stk.

QuaKer rug FraSverð áður 595 kr.

498kr.

168kr.

82kr./stk.

398kr./pk.

448kr./pk.

leSieur íSío 4 olíaverð áður 692 kr.

898kr./kippan

bambo nature Stærðir: 3, 4, 5 og 6verð áður 1.998 kr./pk.

FACEBOOK LOGO ICON for Adobe Illustrator

Page 40: 31 10 2014

40 fyrirtæki Helgin 31. október-2. nóvember 2012

F alleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum og öðru góðgæti er gjöf sem gleður í

aðdraganda jólanna. „Ostakörfurnar frá MS hafa verið vinsæl gjöf meðal fyrir-tækja undanfarin ár en áhersla er lögð á að veita góða þjónustu og aðstoðar sölu-fólk MS aðilana við að velja körfur eða setja saman sínar eigin,“ segir Erna Er-lendsdóttir, verkefnastjóri hjá MS. Upp-lýsingar um innihald og verð karfanna er að finna á vef Mjólkursamsölunnar.

Í öllum körfunum eru mygluostar úr Dölunum í aðalhlutverki en þeim fylgja einnig ostakex og sultur. Að sögn Ernu eru körfurnar af ýmsum stærðum og gerðum en minnstu ostakörfurnar kosta undir 3000 krónum. Einnig er hægt að velja um stærri og veglegri körfur sem innihalda fjölbreytt úrval mygluosta og annarra osta, ásamt því að innihalda kjöt og sælgæti. „Færst hefur í aukana að fyrirtæki panti stærri körfurnar en þar eru tvær tegundir í boði kjötkarfa og

svo sælkerakarfa. Í öllum körfunum er hugað vel að því að úrval af ostum og meðlæti sé fjölbreytt og að ost-arnir passi vel saman á ostabakka,“ segir Erna.

Þó nokkuð hefur bæst við úrvalið af ostum á síðustu miss-erum. Ljótur og Auð-ur eru dæmi um nýlega mygluosta sem hafa á frek-ar skömmum tíma náð mikl-um vinsældum meðal neyt-enda, að sögn Ernu. „Aðrir ostar, eins og Gullostur og Camenbert, eru ostaunnendum að góðu kunnir og þykja ómissandi á ostabakkann. Á undanförnum árum hefur færst í aukana áhugi neytenda á föstum bragð-meiri ostum á borð við sterkan Gouda ost og Óðals-Tind,“ segir Erna.

Unnið í samstarfi við

MS

Tilvalin gjöf fyrir ostaunnendur

Góð ráð við samsetn- ingu á ostabakkaÞegar velja á saman osta á ostabakka er mikilvægt að hafa í huga að velja saman ólíka osta svo að bragð-eiginleikar hvers og eins njóti sín sem best. Einnig er mjög mikil-vægt að taka ostana úr kæli um 1-2 klukkustund áður en ostarnir eru bornir fram. Þannig njóta þeir sín best. Hvað meðlæti varðar þá er gaman að sjá hversu mikil breyting hefur þar orðið á, en vinsælt þykir að setja á bakkann vínber og hefðbundna berjasultu en undan-farin misseri er fólk farið að prófa sig áfram með þurrkaðar pylsur, hnetur, hunang, ávaxta-mauk og hráskinku, svo eitthvað sé talið.

V ið vorum öll tiltölulega nýbúin að læra og vorum að þreifa fyrir okkur í þessum efnum, eins og margir,“ segir

Jóhann Fannar um upphaf samstarf hönnunarteymisins Krí8. „Síðan kynnt-umst við í gegnum sameiginlega vini og ákváðum að skoða það að vinna saman.“

„Hér eru margar stórar arkitekta-stofur og okkur fannst vanta stofu þar sem nokkrir hönnuðir skapa eitthvað skemmtilegt saman og það gerir okkur svolítið kröftug,“ segir Aníta. „Við þrjú erum ólík og með ólíka styrkleika og vinnum mjög vel saman og veitum hvort öðru stuðning. Það er aldrei leiðinlegt á hugmyndafundum hjá okkur.“

Hver hafa helstu verkefnin verið að undanförnu?

„Fljótlega eftir að við byrjuðum að vinna saman var haft samband við okkur um að hanna veitingastaðinn Meze á Laugavegi 42. Eigendurnir voru með ákveðnar hugmyndir sem við þró-uðum með þeim og erum rosalega sátt við útkomuna. Þetta tengdi okkur sem teymi og erum reynslunni ríkari. Einnig unnum við tillögur á breytingum fyrir Skautahöllina í Reykjavík,“ segir Jónína.

„Innblásturinn kemur gjörsamlega úr öllum áttum. Það er auðvelt að ná sér í innblástur hérlendis sem og erlendis með því að fylgjast með öðrum hönn-uðum, tímaritum, vefmiðlum, listinni og umhverfinu öllu,“ segir Aníta. „Við pössum okkur á að fylgjast með hvað er í gangi. Og þar sem við erum þrjú sækjum við kannski öll svolítið sitt hvora staðina, á meðan einn tengir

meira við arkitektúr, annar við húsgögn og vöruhönnun og sá þriðji við efnisval og lýsingu. Við erum gott teymi,“ segir Aníta. „Síðan eru sýningar líka mikil-vægar og nú síðast fór partur af teyminu á Salone del Mobile í Milanó í apríl og hafði verulega ánægju af,“ segir Jónína.

Hvernig hefur gengið að koma fyrir-tækinu á framfæri?

„Við höfum verið heppin að fá að spreyta okkur talsvert síðan við byrj-uðum á þessu ævintýri. Maður er alltaf

þakklátur því að geta unnið við það sem maður hefur gaman af. Við erum í dag rétt að koma okkur fyrir á nýju skrif-stofunni okkar við Bankastræti 10 og erum staðráðin í að sækja okkur enn meiri innblástur í hjarta borgarinnar,“ segir Jóhann.

„Erum núna með nokkur áhugaverð og skemmtileg verkefni í gangi þar á meðal bruggverksmiðju í Grafarholtinu, einbýli í Garðabæ og Kópavogi svo eitt-hvað sé nefnt. Yndislegt þegar maður

getur verið í nokkrum ólíkum verkefn-um á sama tíma, þannig eru dagarnir okkar alltaf áhugaverðir. Nú er ferða-iðnaðurinn í mikilli grósku og vonumst við til að fá að spreyta okkur meira í tengslum við hann. Við erum bara mjög bjartsýn á framtíðina,“ segir Aníta.

Allar nánari upplýsingar um Krí8 er að finna á heimasíðu þeirra www.kri8.is

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Arkitektúr HönnunArstúdíó í BAnkAstræti

Innblástur úr öllum áttumKrí8 Reykjavik Studio er ungt hönn-unarfyrirtæki í Bankastrætinu sem sérhæfir sig í öllu sem tengist innan-hússarkitektúr. Hönnunar-teymið Krí8 eru þau Jóhann Fannar, Jónína Einars-dóttir og Aníta Gísladóttir sem lærðu innan-hússarkitektúr í Evrópu og Asíu. Þau hafa unnið að ýmis-konar verk-efnum og segja öll verkefni áhugaverð. Hvort sem það eru heimili eða bruggverk-smiðjur.

Aníta Gísladóttir og Jónína Einarsdóttir eru ásamt Jóhanni Fannari hönnunarteymi Krí8 Studio. Ljósmynd/Hari

Page 41: 31 10 2014

Íslensk gjöf fyrir sælkera

Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum er tilvalin jólagjöf handa

starfsfólki og viðskiptavinum.

EN

NE

MM

/ S

IA •

NM

5949

7

Körfurnar eru afhentar í sellófani með fallegri slaufu. Einnig bjóðum við fallega ostakassa til að senda til viðskiptavina og starfsfólks innanlands.

Pantaðu ostakörfu á www.ms.is. Einfalt, fljótlegt og þægilegt.

www.ms.is

Page 42: 31 10 2014

Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is

VÖNDUÐ & VISTVÆN VIÐARGÓLF30 ÁRA ÁBYRGÐ

Page 43: 31 10 2014

Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is

VÖNDUÐ & VISTVÆN VIÐARGÓLF30 ÁRA ÁBYRGÐ

Page 44: 31 10 2014

R úm eru miklu meira en bara staður þar sem maður leggur höfuðið á koddann. Rúm er

hluti af lífsstíl fólks. Það veit norski rúmaframleiðandinn, Jensen, sem leitar stöðugt nýrra lausna í þróun á rúmum sínum með það eitt að markmiði að tryggja viðskiptavinum sínum góðan og fullnægjandi nætur-svefn.

Jensen leggur áherslu á tíma-lausa hönnun úr umhverfisvænum efnum og hefur hlotið verðlaun fyrir framleiðslu sína og hönnun. Jensen rúmin eru norsk gæðaframleiðsla sem eru sérsniðin að hverjum og einum viðskiptavini. Jensen hefur verið leiðandi framleiðandi rúma á Norðurlöndunum frá árinu 1947 þegar fyrirtækið framleiddi fyrstu rúmin úr hrosshárum og bómull. Margt hefur þróast á betri veg, bæði í efnisvali og tæknilausnum sem mörg einkaleyfi eru á bak við.

Meðal nýjunganna er svokallað svæðakerfi í dýnunni (Jensen

Original Zone System) þar sem svæðið undir öxlunum er mýkra og eftirgefanlegra en annars staðar í dýnunni og einnig er sérstakur stuðningur við mjóbakið. Fjaðraút-færslan er einnig einstök þar sem fjaðrirnar bregðast mismunandi við ólíkri þyngd og svefnstöðu og veitir stuðning á réttum stöðum.

Rúm skipta verulegu máli fyrir líðan fólks því við verjum þriðjungi af ævinni í rúminu. Það er því veiga-mikið atriði fyrir heilsuna að velja rétt rúm.

Framleiðslan er umhverfisvæn og eru rúmin með 5 til 25 ára ábyrgð, sem segir heilmikið um gæði og ending rúmanna. Jensen hefur verið umhverfisvænt fyrirtæki frá upphafi. Það notar náttúrulegt hráefni og hefur fengið margar umhverfisvott-anir í gegnum árin, þar á meðal hina virtu Svansvottun.

Unnið í samvinnu við

Heimahúsið

44 heimili Helgin 31. október-2. nóvember 2012

V erslunin Parki Int-eriors ásamt sænska fyrirtækinu Con-

sentino héldu á dögunum vel heppnaða kynningu á nýstárlegu og spennandi efni sem bæði er hægt að nota til innan- og utanhússklæðn-ingar.

Sérfræðingar frá Consent-ino mættu til landsins og kynntu nýju Dekton plöt-urnar frá Consentino fyrir íslenskum arkitektum og innanhússarkitektum í húsa-kynnum Parka á Dalvegi.

Plöturnar, sem hægt er að nota bæði til innan- og utan-hússklæðningar, eru fáanleg-ar í mjög stórum stærðum, með ígröfnum mynstrum og myndum en þessir eiginleik-ar eru einstakir í efnum sem þessu. Mynstrið nær alveg í gegnum efnið en ekki ein-ungis stimplað á yfirborðið. Plöturnar bjóða upp á spenn-andi nýjungar sem hafa vafa-laust veitt gestum kynningar-innar mikinn innblástur en mikil ánægja með efnið var á meðal arkitekta.

Plöturnar eru mjög þolnar og henta því fullkomlega fyrir íslenskar aðstæður.

Hægt er að kynna sér efnið betur á heimasíðu Parka. (http://www.parki.is/ser-vorudeild/utanhusklaedn-ingar-2/)

Unnið í samstarfi við

Parka

Parki með nýjung í klæðningum

Við hjá Heimahúsinu tökum vel á móti þér í sýningarsal okkar. Verið velkomin.

Nota má snjallsíma til að fjarstýra nýju rafstýrðu rúmunum frá Jensen.

Norsku gæðarúmin frá Jensen eru sérsniðin að þínum þörfum

Sitnow só� til söluLítið notaður leðursó� frá Epal til sölu.

Só�nn er úr slitsterku nautsleðri með krómfætur.Kostar nýr ca. 1.400.000 kr.

Óska eftir tilboðum!Í síma 897 4444 eða á netfangið [email protected]

Hverjir hittu í mark á árinu?

MarkaðsverðlaunÍMARK 06|11|2014

Markaðsverðlaun ÍMARK verða afhent fimmtudaginn 6. nóvember klukkan 12 á Hilton Reykjavík Nordica.

Tilkynnt verður um val á Markaðsfyrirtæki ársins 2014 og Markaðsmann ársins 2014.

Allir velkomnir!

Skráning og nánari upplýsingar á imark.is

í mark á árinu?

Þ vottaklemmur geta verið til margra hluta nytsamlegar, svona utan við upphaflega

notagildið. Flestir kannast eflaust við að hafa notað þær við smávægi-legar lagfæringar inni á heimilinu, sem hurðastoppara eða einfald-lega til þess að klemma aftur kaffi-pokann. Fæstir sjá þó í þeim fagur-fræðilegt gildi en til eru hinar ýmsu útfærslur til þess að lífga upp á og auka við notagildi þessa gamal-grónu heimilisvina.

Aðventukransar eru órjúfanleg hefð jólanna á mörgum heimilum. Ekki þurfa þeir þó að vera flóknir í smíðum því það er einfaldlega hægt að klemma þvottaklemmur á neðri enda kertis og láta þær standa sem stjaka. Vilji menn ögn meiri metn-

að fyrir klemmuskreytingunum er hægt að taka litla áldós, eins og utan af túnfiski og klemma nokkrar þvot-taklemmur þétt allan hringinn svo ekki sjáist í dósina. Kertið er svo sett ofan í. Hægt er að skreyta með borða eða pakkaslaufu.

Þvottaklemmur og kerti

Page 45: 31 10 2014

Skipholti 37, Sími 568 8388. Opið laugardag frá 11-16

Til að rýmafyrir nýjum vörum

bjóðum við úrval ljósa & fylgihluta á frábæru verði í nokkra daga

ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR

Page 46: 31 10 2014

nú 179.925Þriggja sæta sófi bólstraður með fallegu ullaráklæði. L 204 x D 86 cm. 239.900 kr. Nú 179.925 kr. Sparaðu 59.975 kr. Verðflokkur 3. Sófann er hægt að fá með tau- eða leðuráklæði.

Limas-sófi

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

nú 179.925

995 kr.

Camembert-ostur, sólþurrkað tómatpestó, rauðlaukur, basilolía, papriku chili sulta og salatblanda. 995 kr.

Camembert-beygla

2VELDU STÆRÐ

Veldu stærð og einingar sem henta þér og þínu heimili.

3VELDU ÁKLÆÐI

Þú endar á því að velja áklæði. Þú getur valið á milli 104 áklæðisgerða og 32 leðurgerða í þremur verðflokkum. Ekki er hægt að fá alla sófa í leðri.

minnS Ó F I

1VELDU TEGUND

Komdu í verslun okkar eða inná ilva.is, þar sérð þú allt úrvalið. Leitaðu eftir sófum sem eru merktir MINN SÓFI.

VELDU TEGUND

25%AFSLÁTTUR AF„MINN SÓFI“

31. okt. - 9 nóv.

HANNAÐU SJÁLF(UR) Í ÞRÍVÍDD

Nýttu þér þrívíddarforrit ILVA til að hanna þinn eigin sófa og veldu þinn persónulega stíl, í þínu eftirlætis efni eða leðri. Forritið getur þú nálgast á ilva.is eða komið í verslun okkar. www.ilva.is/minnsofi

Ef pantað er fyrir 9. nóvember kemur sófinn fyrir jól.

15.848á mánuði í 12 mánuði

Kingston-sófi

Bólstraður með mjúku Lana áklæði. Þriggja sæta sófi. L 231 x D 113 cm. 239.900 kr. NÚ 179.925 kr. Sparaðu 59.975 kr. Verðflokkur 2. Sófann er hægt að fá með áklæði.

FEGRAÐU STOFUNA FYRIR JÓLIN

Röndótt áklæði. L 273 x D 200 cm. 335.385 kr. Nú 251.539 kr. Sparaðu 83.846 kr. Óendanlegir möguleikar í uppröðun á Houston-einingasófanum. Þú velur stærðina, armana og áklæðið. Láttu nú drauminn rætast og settu saman þinn eigin sófa. Verðflokkur 2. Sófann er hægt að fá með áklæði eða leðri.

Houston-einingasófi

Það ætti að vera auðveldara að finna sófa sem passar í stofuna heldur en, stofu sem passar fyrir sófann. Það eina sem þarf eru réttu einingarnar þegar á að fara að setja saman sófann. Houston einingasófinn er einmitt þannig. Hægt er að velja milli 12 mismunandi eininga, 104 áklæðisgerða og 32 leðurgerða ásamt því að hægt er að fá mismunandi arma og fætur. Eigum við að skoða þetta eitthvað betur? Komdu og skoðaðu hjá okkur úrvalið.

Settu saman þinn eigin sófa - við elskum að hjálpa

nú 187.425Þriggja sæta sófi með einstaklega fallegu ullaráklæði. L 218 x D 94 cm. 249.900 kr. Nú 187.425 kr. Sparaðu 62.475 kr. Verðflokkur 3. Sófann er hægt að fá með tau- eða leðuráklæði.

Carlton Dun-sófi

nú 164.925Bólstraður með fallegu Mosaic áklæði. Þriggja sæta sófi. L 240 x D 95 cm. 219.900 kr. Nú 164.925 kr. Sparaðu 54.975 kr. Verðflokkur 2. Sófann er aðeins hægt að fá með tauáklæði.

Alabama-sófi nú 164.925Bólstraður með fallegu gráu áklæði. 1 ½ sæti + legubekkur. L 205 x D 161 cm. 219.900 kr. Nú 164.925 kr. Sparaðu 52.475 kr. Verðflokkur 1. Sófann er aðeins hægt að fá með tauáklæði.

Kingston city-sófi

nú 224.925Hornsófi, bólstraður með fallegu gráu áklæði. L 276 x D 86 cm. 299.900 kr. Nú 224.925 kr. Sparaðu 74.975 kr. Verðflokkur 1. Sófann er hægt að fá með tau- eða leðuráklæði.

Brooklyn-sófinú 202.425Bólstraður með mjúku bleiku áklæði úr pólýester. 2½ sæti + legubekkur. L 300 x D 160 cm. 269.900 kr. Nú 202.425 kr. Sparaðu 67.945 kr. Verðflokkur 1. Sófann er hægt að fá með tau- eða leðuráklæði.

Siena-sófi

nú 419.625Einingasófi með einstaklega fallegu og endingargóðu áklæði.L 378 x D 244 cm. 559.500 kr. Nú 419.625 kr. Sparaðu 139.875 kr. Verðflokkur 3. Sófann er hægt að fá með tau- eða leðuráklæði.

Vesta-sófi

nú 74.925Fallegur hægindastóll. Svampur með dúnyfirlagi í sessu. 99.900 kr. Nú 74.925 kr. Sparaðu 24.975 kr. Verðflokkur 2. Stólinn er hægt að fá með tau- eða leðuráklæði.

Dione-hægindastóll

nú 149.9252½ sæti. Bólstraður með fallegu áklæði. L 218 x D 95 cm. 199.900 kr. Nú 149.925 kr. Sparaðu 49.975 kr. Verðflokkur 1. Sófann er aðeins hægt að fá með tauáklæði.

Berber-sófi

nú 209.925Þriggja sæta sófi + legubekkur. Bólstraður með fallegu gráu áklæði. L 200 x D 289 cm. 279.900 kr. Nú 209.925 kr. Sparaðu 69.975 kr. Verðflokkur 1. Sófann er hægt að fá með tau- eða leðuráklæði.

Malibu-sófi

nú 112.425

nú 251.539

Þriggja sæta sófi með endingargóðu gráu áklæði. L 213 x D 93 cm. 149.900 kr. Nú 112.425 kr. Sparaðu 37.475 kr. Verðflokkur 1. Sófann er hægt að fá með tau- eða leðuráklæði.

Easy-sófi

nú 89.925Fallegur hægindastóll með ullaráklæði. Svampur í sessu. 119.900 kr. Nú 89.925 kr. Sparaðu 29.975 kr. Verðflokkur 3. Stólinn er aðeins hægt að fá með tauáklæði.

Zoe-hægindastóll

nú 202.425Bólstraður með Surprise gráu áklæði úr 100% pólýpropylene. L 209 x D 88 cm. 269.900 kr. Nú 202.425 kr. Sparaðu 67.475 kr. Verðflokkur 2. Sófann er hægt að fá með tau- eða leðuráklæði.

Auro-sófi

16.495á mánuði í 12 mánuði

8.086á mánuði í 12 mánuði

22.025á mánuði í 12 mánuði

6.792á mánuði í 12 mánuði

17.789á mánuði í 12 mánuði

14.555á mánuði í 12 mánuði

19.730á mánuði í 12 mánuði

17.789á mánuði í 12 mánuði

18.436á mánuði í 12 mánuði

14.555á mánuði í 12 mánuði

13.261á mánuði í 12 mánuði

36.523á mánuði í 12 mánuði

10.027á mánuði í 12 mánuði

15.848á mánuði í 12 mánuði

*Nú getur þú fengið 12 mánaða vaxtalausa greiðsludreifingu þegar verslað er með VISA eða MasterCard. Þegar verslað er fær kaupandi að sjá yfirlit yfir greiðsluáætlun sem sýnir áætlaðar mánaðarlegar greiðslur, þ.e. afborgun ásamt lántökukostnaði og færslugjaldi. Kaupandi þarf að undirrita áætlunina til að staðfesta útreikninginn.KAUPTU NÚNA0%*

VEXTIR

Page 47: 31 10 2014

nú 179.925Þriggja sæta sófi bólstraður með fallegu ullaráklæði. L 204 x D 86 cm. 239.900 kr. Nú 179.925 kr. Sparaðu 59.975 kr. Verðflokkur 3. Sófann er hægt að fá með tau- eða leðuráklæði.

Limas-sófi

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

nú 179.925

995 kr.

Camembert-ostur, sólþurrkað tómatpestó, rauðlaukur, basilolía, papriku chili sulta og salatblanda. 995 kr.

Camembert-beygla

2VELDU STÆRÐ

Veldu stærð og einingar sem henta þér og þínu heimili.

3VELDU ÁKLÆÐI

Þú endar á því að velja áklæði. Þú getur valið á milli 104 áklæðisgerða og 32 leðurgerða í þremur verðflokkum. Ekki er hægt að fá alla sófa í leðri.

minnS Ó F I

1VELDU TEGUND

Komdu í verslun okkar eða inná ilva.is, þar sérð þú allt úrvalið. Leitaðu eftir sófum sem eru merktir MINN SÓFI.

25%AFSLÁTTUR AF„MINN SÓFI“

31. okt. - 9 nóv.

HANNAÐU SJÁLF(UR) Í ÞRÍVÍDD

Nýttu þér þrívíddarforrit ILVA til að hanna þinn eigin sófa og veldu þinn persónulega stíl, í þínu eftirlætis efni eða leðri. Forritið getur þú nálgast á ilva.is eða komið í verslun okkar. www.ilva.is/minnsofi

Ef pantað er fyrir 9. nóvember kemur sófinn fyrir jól.

15.848á mánuði í 12 mánuði

Kingston-sófi

Bólstraður með mjúku Lana áklæði. Þriggja sæta sófi. L 231 x D 113 cm. 239.900 kr. NÚ 179.925 kr. Sparaðu 59.975 kr. Verðflokkur 2. Sófann er hægt að fá með áklæði.

FEGRAÐU STOFUNA FYRIR JÓLIN

Röndótt áklæði. L 273 x D 200 cm. 335.385 kr. Nú 251.539 kr. Sparaðu 83.846 kr. Óendanlegir möguleikar í uppröðun á Houston-einingasófanum. Þú velur stærðina, armana og áklæðið. Láttu nú drauminn rætast og settu saman þinn eigin sófa. Verðflokkur 2. Sófann er hægt að fá með áklæði eða leðri.

Houston-einingasófi

Það ætti að vera auðveldara að finna sófa sem passar í stofuna heldur en, stofu sem passar fyrir sófann. Það eina sem þarf eru réttu einingarnar þegar á að fara að setja saman sófann. Houston einingasófinn er einmitt þannig. Hægt er að velja milli 12 mismunandi eininga, 104 áklæðisgerða og 32 leðurgerða ásamt því að hægt er að fá mismunandi arma og fætur. Eigum við að skoða þetta eitthvað betur? Komdu og skoðaðu hjá okkur úrvalið.

Settu saman þinn eigin sófa - við elskum að hjálpa

nú 187.425Þriggja sæta sófi með einstaklega fallegu ullaráklæði. L 218 x D 94 cm. 249.900 kr. Nú 187.425 kr. Sparaðu 62.475 kr. Verðflokkur 3. Sófann er hægt að fá með tau- eða leðuráklæði.

Carlton Dun-sófi

nú 164.925Bólstraður með fallegu Mosaic áklæði. Þriggja sæta sófi. L 240 x D 95 cm. 219.900 kr. Nú 164.925 kr. Sparaðu 54.975 kr. Verðflokkur 2. Sófann er aðeins hægt að fá með tauáklæði.

Alabama-sófi nú 164.925Bólstraður með fallegu gráu áklæði. 1 ½ sæti + legubekkur. L 205 x D 161 cm. 219.900 kr. Nú 164.925 kr. Sparaðu 52.475 kr. Verðflokkur 1. Sófann er aðeins hægt að fá með tauáklæði.

Kingston city-sófi

nú 224.925Hornsófi, bólstraður með fallegu gráu áklæði. L 276 x D 86 cm. 299.900 kr. Nú 224.925 kr. Sparaðu 74.975 kr. Verðflokkur 1. Sófann er hægt að fá með tau- eða leðuráklæði.

Brooklyn-sófinú 202.425Bólstraður með mjúku bleiku áklæði úr pólýester. 2½ sæti + legubekkur. L 300 x D 160 cm. 269.900 kr. Nú 202.425 kr. Sparaðu 67.945 kr. Verðflokkur 1. Sófann er hægt að fá með tau- eða leðuráklæði.

Siena-sófi

nú 419.625Einingasófi með einstaklega fallegu og endingargóðu áklæði.L 378 x D 244 cm. 559.500 kr. Nú 419.625 kr. Sparaðu 139.875 kr. Verðflokkur 3. Sófann er hægt að fá með tau- eða leðuráklæði.

Vesta-sófi

nú 74.925Fallegur hægindastóll. Svampur með dúnyfirlagi í sessu. 99.900 kr. Nú 74.925 kr. Sparaðu 24.975 kr. Verðflokkur 2. Stólinn er hægt að fá með tau- eða leðuráklæði.

Dione-hægindastóll

nú 149.9252½ sæti. Bólstraður með fallegu áklæði. L 218 x D 95 cm. 199.900 kr. Nú 149.925 kr. Sparaðu 49.975 kr. Verðflokkur 1. Sófann er aðeins hægt að fá með tauáklæði.

Berber-sófi

nú 209.925Þriggja sæta sófi + legubekkur. Bólstraður með fallegu gráu áklæði. L 200 x D 289 cm. 279.900 kr. Nú 209.925 kr. Sparaðu 69.975 kr. Verðflokkur 1. Sófann er hægt að fá með tau- eða leðuráklæði.

Malibu-sófi

nú 112.425

nú 251.539

Þriggja sæta sófi með endingargóðu gráu áklæði. L 213 x D 93 cm. 149.900 kr. Nú 112.425 kr. Sparaðu 37.475 kr. Verðflokkur 1. Sófann er hægt að fá með tau- eða leðuráklæði.

Easy-sófi

nú 89.925Fallegur hægindastóll með ullaráklæði. Svampur í sessu. 119.900 kr. Nú 89.925 kr. Sparaðu 29.975 kr. Verðflokkur 3. Stólinn er aðeins hægt að fá með tauáklæði.

Zoe-hægindastóll

nú 202.425Bólstraður með Surprise gráu áklæði úr 100% pólýpropylene. L 209 x D 88 cm. 269.900 kr. Nú 202.425 kr. Sparaðu 67.475 kr. Verðflokkur 2. Sófann er hægt að fá með tau- eða leðuráklæði.

Auro-sófi

16.495á mánuði í 12 mánuði

8.086á mánuði í 12 mánuði

22.025á mánuði í 12 mánuði

6.792á mánuði í 12 mánuði

17.789á mánuði í 12 mánuði

14.555á mánuði í 12 mánuði

19.730á mánuði í 12 mánuði

17.789á mánuði í 12 mánuði

18.436á mánuði í 12 mánuði

14.555á mánuði í 12 mánuði

13.261á mánuði í 12 mánuði

36.523á mánuði í 12 mánuði

10.027á mánuði í 12 mánuði

15.848á mánuði í 12 mánuði

*Nú getur þú fengið 12 mánaða vaxtalausa greiðsludreifingu þegar verslað er með VISA eða MasterCard. Þegar verslað er fær kaupandi að sjá yfirlit yfir greiðsluáætlun sem sýnir áætlaðar mánaðarlegar greiðslur, þ.e. afborgun ásamt lántökukostnaði og færslugjaldi. Kaupandi þarf að undirrita áætlunina til að staðfesta útreikninginn.KAUPTU NÚNA0%*

VEXTIR

Page 48: 31 10 2014

Helgin 31. október-2. nóvember 201248 tíska

Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 10-16Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar

Verð 8.500 kr.

2 litir: munstrað og einlitt svart.

Stærð S - XXL (36 - 46).

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar

Flottir toppar

Köflótt skal það veraF rá skyrtum hipstera yfir á

kápur, sokka, peysur, buxur og jakka hefur köflótt náð

yfirhöndinni sem heitasta tísku-mynstrið í vetur. Köflótta mynstr-ið náði fyrst vinsældum á 18. öld í Skotlandi og var tákn um andstöðu gegn Englandi og var bannað í fjóra áratugi í kjölfarið. Ekki furða að köflótt hafi heillað andófsmenn og uppreisnarseggi okkar tíma eins og tískuhönnuðinn og pönkarann Vivienne Westwood sem hefur notað köflótt mynstur í alla sína hönnun til margra ára. Síðustu ár höfum við helst séð köflótt á vinnu-skyrtum og á náttbuxum en nú er fátt flottara en að ganga í köflóttu og þá helst að hafa köflótta skyrtu bundna um mittið við slitnar svart-ar gallabuxur.

Sarah Jessica Parker er alltaf með puttann á púlsinum og klæðist hér léttum köflóttum kjól.

Jessica Alba með köflótta skyrtu um

mjaðmirnar og í slitnum gallabuxum.

Saint Laurent notar köfl-ótta efnið óspart í haust- og vetrar-línunni 2014.

Úr haust- og vetrarlínu Saint Laurent í París.

Köflóttir kjólar,

blússur, jakkar og

buxur úr haust

og vetrar- línu Veru

Wang.

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

Verslunin Belladonna

Alltaf eitthvað nýtt og spennandi

Stærðir 38-58

Handprjónasamband Íslands

Skólavörðustíg 19 s. 552-1890 www.handknit.is

Rennilásar eftir máli í lopapeysur,

úlpur og galla.

Síðumúli 34 · 108 RVK · S. 551 4884 · www.stillfashion.is

Opnunartilboð!

20% afsláttur af vörum frá Créton

Bæjarlind 6 • Sími 554 7030 Ríta tískuverslun

kr. 8.900.-Str. S-XXL

Gull-topparmeð siffonermum

Page 49: 31 10 2014

Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Leikkonan Chloe Mo-retz í jakka frá Vivienne Westwood.

Köflótt herðaslá frá Saint Laurent.

Köflótt mynstur hafa alltaf einkennt hönnun Vivienne Westwood, en þetta er kápa úr haust- og vetrarlín-unni 2014.

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

Laugavegi 178

OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18,

Laugardaga 10 - 14

NÝTT OG SPENNANDI teg OH LA LA

bh í stærðum 32-38D,D-D,E,F,FF,G,GG

á kr. 8.950,-

buxur kr. 4.850,- sokkabandabelti kr. 6.880,- og svo er til úrval af sokkum

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

kr. 14.900

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Glæsilegur jakki og kjóll

Page 50: 31 10 2014
Page 51: 31 10 2014
Page 52: 31 10 2014

G rænkál inniheldur öflug andoxunarefni sem hjálpa líkamanum að verjast

krabbameini. Þá hefur það bólgu-eyðandi eiginleika þar sem það inniheldur omega 3 fitusýrur sem geta meðal annars gagnast gegn liðagigt og sjálfsofnæmissjúk-dómum,“ segir Júlía Magnúsdóttir, næringar- og lífsstílsráðgjafi Lifðu til Fulls heilsumarkþjálfunnar. „Í einum bolla af grænkáli ertu með 5 grömm af trefjum og 15% af ráðlögðum dagskammti af kalki og vítamín B6, 40% af ráðlögðum dagskammti magnesíum, 180% af A vítamíni, 200% af C vítamíni og 1,020% af K vítamíni. Grænkál

inniheldur einnig járn, kalíum og fosfór,“ segir hún og mælir sannar-lega með neyslu á grænkáli.

„Alltaf skal þó leita jafnvægis í neyslu á grænkáli, ef þú upp-lifir viðkvæma meltingu. Þá getur verið betra að blanda grænkálið í drykki og brjóta það niður fyrir meltinguna í blandara í stað þess að neyta meira magns af hráu grænkáli. Ef þú glímir við vanvirk-an skjaldkirtil er eldað grænkál í lagi en ekki er mælt með of miklu af hráu grænkáli vegna áhrifa þess á skjaldkirtilinn,“ segir Júlía.

Grænkál er gott í drykki, í safapressu, í ofn/pönnu eða með maríneringu. Júlía gefur hér upp-skrift að góðu grænkálssalati með sykurlausri Sesar salatdressingu.

52 heilsa Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Heilsa Grænkál er nærinGarríkt oG HæGt að neyta á fjölda veGu

Fjörefni úr frystinum

Fæst í verslunum Bónus

498KRÓNUR

H reysti stendur fyrir kenn-aranámskeiði í Jump-Sport fitness, sem er ein

vinsælasta nýjungin í heilsurækt-inni um þessar mundir, að sögn Írisar Huldar Guðmundsdóttur íþróttafræðings. Þó svo að líkams-rækt með trampólíni sé ekki ný af nálinni þá hefur þetta líkams-ræktarform gengið í endurnýjun lífdaga undanfarin misseri með nýjum gerðum af trampólínum. Trampólínin sem nú eru notuð eru sterkari og mýkri en þau sem voru notuð áður fyrr og draga verulega úr höggum og álagi á mjaðmir, bak og hné við hopp.

Líkamsrækt á trampólíni er al-hliða þjálfun. Æfingarnar auka þol og brennslu en einnig eru gerðar styrktar- og teygjuæfingar á eða

við trampólínin, að sögn Írisar. Þetta er í fyrsta sinn sem kenn-

aranámskeið í JumpSport fitness er haldið hér á landi. Kennari nám-skeiðsins er margverðlaunaður þjálfari frá Vancouver í Kanada, Krista Popowych. Hún kennir und-ir merkjum JumpSport fitness og munu þeir sem ljúka námskeiðinu fá réttindi til að kenna námskeið undir því nafni.

Námskeiðið fer fram í World Class í Laugum þann 8. nóvember. Öllum er heimil þátttaka, jafnt líkamsræktarþjálfurum sem öðru áhugafólki um JumpSport fitness. Nánari upplýsingar veitir Íris Huld Guðmundsdóttir á [email protected]

Unnið í samstarfi við

Hreysti

Kennaranámskeið í JumpSport fitness

BENECOS DAGARÍ HEILSUHÚSINU

30. okt. - 3. nóv.

Glæsilegar náttúrulegar snyrtivörur!

BENECOS – náttúruleg fegurðLífrænt vottaðar snyrtivörur þurfa ekki að vera dýrari!

Benecos eru frábærar lífrænar snyrtivörur á enn betra verði.

Lífrænt vottað Ótrúlegt verð Án parabena

Benecos eru frábærar lífrænar snyrtivörur á enn betra verði.

Lífrænt vottað Ótrúlegt verð

20%

Bæði grænkálið og hempfræin í uppskriftinni eru frábær uppspretta af omega 3 fitusýrum sem hjálpa til að vinna bug á liðverkjum og stuðla að léttari líkama. Avocadó og kasjúhneturnar veita líkamanum magnesíum og góða fitu sem hjálpar til að slá á sykurlöngun.

Fyrir 2 1 stórt grænkálsbúnt, hreinsað*1 veglegt avocadó1/4 gúrka1-2 tómatarsesamfræ 1 laukur, skorinn niður (val)

Dressing:3 msk hvítt tahini2 msk eplaedik1 msk ferskur sítrónusafi2 tsk lífræn tamarí sósa (glútenfrí soja sósa)4 msk eða meira ristuð sesamolía eða ólífuolía salt og pipar eftir smekk

1. Undirbúið grænkálið með því að fjarlægja stilkana og skola vel.

2. Blandaðu saman inni-haldsefnum dressingar-innar í litla skál, helltu henni svo yfir grænkálið og mixaðu saman með hreinum höndum.

3. Skerið avocadó út á ásamt gúrku og ferskum tómötum.

* Ef þú ert með vanvirkan skjaldkirtil er mælt með að borða síður grænkálið hrátt og því er hægt að gufusjóða það örlítið þar til það verður mýkra eða létt steikja á pönnu.

Uppskriftin er fengin úr sykurlausri áskorun

Lifðu til Fulls.

Áskorunin er hafin og getur hver sem er tekið þátt með skráningu á lifdutilfulls.is og þannig fást fleiri álíka uppskriftir, innkaupalisti og hollráð að sykurfríu líferni. Þátttaka er ókeypis.

Gómsætt grænkálGrænkál er gott í drykki, á pönnu eða í salat með maríneringu. Júlía Magnúsdóttir hjá Lifðu til fulls bendir á að grænkál inniheldur mikið magn heilsusamlegra efna og gefur hér uppskrift að sesarsalati með grænkáli. Hún bendir á að þeir sem eru með viðkvæman meltingarveg ættu frekar að neyta grænkáls eftir að það hefur verið brotið niður í blandara.

Júlía Magnúsdóttir, næringar- og lífs-stílsráðgjafi Lifðu til Fulls heilsumark-þjálfunnar, mælir með neyslu á grænkáli til heilsubótar.

Hér sést skref fyrir skref hvernig er best að búa til salatið.

„Grænkáls Sesarsalat“

Page 53: 31 10 2014

REEBOK FITNESS

KONUKVÖLD18:30 - 19:00BodyShred Gurrý og Palli kynna nýjasta æfingakerfið.

19:00 - 19:10Reebok tískusýning með Dansskóla Brynju Péturs.

19:15 - 20:00Magadans með Helgu BröguEkki missa af þessum einstaka tíma með einni skemmtilegustu konu landsins

KYNNINGAR FRÁ

NIVEA · ANDRÁ · FITNESS SPORTÖLGERÐINNI · HEILSU

LÉTTAR VEITINGAR Í BOÐI

Í KVÖLD 31. OKTÓBER KL. 18:30 - 20:30

ENGIN BINDINGREEBOKFITNESS.IS HOLTAGÖRÐUMOPNUM 1500m2 Í URÐARHVARFI JANÚAR 2015

20%AFSLÁTTUR

AF REEBOK FATNAÐI

OG SKÓM

KOMDU ÍPARTÝ

Page 54: 31 10 2014

54 heilsa Helgin 31. október-2. nóvember 2012

F ootner Exfoliating sokkar eru byltingarkennd vara sem veitir þér silkimjúka

fætur eftir aðeins klukkustundar meðferð. Footner hefur hlotið verðlaun sem besta nýja varan 2010, í Benelux löndunum, og var kosin vara ársins hjá lyfsölum í Hollandi sama ár. Einnig er þetta eina varan þess-arar tegundar sem Boots lyf-sölukeðjan í Bret-landi hefur á boð-stólum. Það segir allt um gæðin.

Húðin hefur því hlutverki að gegna að verja líkamann fyrir utanaðkomandi þáttum. Húð-frumurnar mynd-ast í innri lögum húðarinnar og flytjast smám-saman yfir í ytra

lag húðarinnar og ljúka þeirri veg-ferð á um það bil 28 dögum.

Húð okkar er þó misþykk og á fótunum er hún hvað þykkust og

sterkust. Með aldr-inum gerist það að húðin þykknar of mikið á þessu svæði og svo getur farið að hún harðni og í hana komi sprungur með tilheyrandi óþæg-indum.

En nú er komin lausn á þessu vandamáli. Footner sokkurinn inni-heldur ávaxtasýrur sem vinna á ysta lagi húðarinnar og fjarlægja harða og sprungna húð. Foot-ner sokkurinn nýtir hina náttúrulegu aðferð húðarinnar til að endurnýja sig og fjarlægir um-framhúð sem hefur myndast í tímans rás. Með reglulegri notkun á footner sokknum má koma

í veg fyrir vandamál og viðhalda mjúkum fótum. Hver meðferð tekur aðeins 60 mínútur og mælt er með að endurtaka meðferðina á tveggja til þriggja mánaða fresti.

Undirbúningur fyrir meðferð:Áður en meðferð hefst er mælt með að fjarlægja snyrtivörur svo sem naglalakk af nöglum og húðvörur af húð. Til þess að flýta ferlinu er gott að fara í fótabað rétt áður en meðferðin hefst og svo tvisvar til þrisvar í vikunni þar á eftir. Þetta er ekki nauðsynlegt en flýtir ferlinu og eykur virkni. Látið líða að minnsta kosti þrjár vikur milli meðferða.

Eftir notkun sokkanna getur húðin orðið þurr. Ekki skal nota rakakrem til að mýkja húðina fyrstu vikuna eftir meðferð. Með-ferðin tekur að jafnaði 5-10 daga og á þeim tíma flagnar dauð húð af fætinum.

Þetta ástand getur varað í allt að tvær vikur. Ekki skal rífa af húð sem enn hefur festu heldur einung-is plokka af lausa húð.

Unnið í samstarfi við

Ýmus ehf.

S veppur í nögl er algengur kvilli sem veldur óþægindum og getur verið stórt lýti á nöglum. Margir

skammast sín fyrir útlitið á nöglinni og hætta því að sækja bað- eða sundstaði. Hvort sem þú ert að fara utan á sólar-strönd eða bara í sundlaugarnar þá er engin ástæða til að hafa áhyggjur. Því nú er komin einföld lausn á þessu hvimleiða vandamáli.

Nailner penninn er ekki bara til þess að losna við svepp sem kominn er í nöglina heldur veitir líka fyrirbyggj-andi vörn með áframhaldandi notkun. Sérstakt burðarefni í efnablöndunni í pennanum, sem YouMedical hefur einkaleyfi á, gerir það að verkum að efnin ganga einstaklega vel inn í nöglina.

Naglsveppinn burt á einfaldan háttá einfaldan hátt

Auðvelt er að bera efnið á nögl-ina. Það er einfaldlega smurt á með pennanum daglega þar til sveppur-inn hverfur.

Þannig er ráðist að rótum svepps-ins og umhverfi hans breytt á þann veg að hann getur ekki þrifist í nöglinni. Nöglin heldur áfram að vaxa og að lokum hverfur sveppur-inn og nöglin verður eins og áður. Árangur af meðferðinni sést fljót-lega og er greinilegur að nokkrum vikum liðnum. Penninn hefur verið klínískt prófaður og er viðurkennd-ur sem meðferðarúrræði við svepp í nöglum.

Notkunarleiðbeiningar:Berið lausnina á nöglina tvisvar á dag fyrstu 3-4 vikurnar. Eftir það er nóg að bera á nöglina einu sinni á dag. Meðferðartími getur verið allt að 6-8 mánuðir fyrir fingurnögl og 8-12 mánuðir fyrir tánögl. Berist yfir alla nöglina auk þess sem mælt er með að bera undir fremri brún naglarinnar. Látið virka í 1-2 mínútur áður en farið er í sokka. Nailner penninn inniheldur efnablöndu sem dugar í u.þ.b. 400 áferðir á eina meðalstóra nögl. Nailner penninn fæst án lyfseðils.

Sérstakur 25% kynningarafsláttur er á vörunni sem fæst í eftirfarandi apótekum: Reykjavíkur apóteki, Apóteki Vesturlands, Garðsapóteki, Lyfjavali Hæðarsmára, Lyfjavali Mjódd, Apóteki Hafnarfjarðar, Árbæjar apóteki, Urðarapóteki, Apóteki Garðabæjar, Rima Apóteki, Akureyrarapóteki og Apóteki Ólafs-víkur.

Sjá frekari upplýsingar á nailner.com. Innihalds-efni: Ethyl Lactate, Aqua, Glycerin, Lactic Acid, Citric Acid. Geymist við stofuhita. Nailner er skrásett vöru-merki YouMedical.

Framleiðandi: YouMedical International AG. Footner er skrásett vörumerki YouMedical. Inn-flytjandi: Ýmus ehf. Dalbrekku 28, 200 Kópavogi. sími 564 3607 www.ymus.is

Unnið í samstarfi við

Ýmus ehf.

Footner fyrir mjúka fætur

Leiðbeiningar um notkun:Hafið tilbúna sokka til að klæðast utan yfir Footner plastsokkinn áður en með-ferðin hefst.1 Notið skæri til að klippa eftir

brotalínunni á pokunum.2 Klæðið ykkur í plastsokk-

inn og notið límbandið sem fylgir (stendur á því „Footner“) og er framar-lega á sokknum. Klæðið ykkur í ykkar eigin sokka yfir Footner plastsokkinn þannig að Footner plastsokkurinn haldist vel að fætinum.

3 Meðferðin tekur 60 mínútur og ekki skal fara úr sokknum á meðan. Mælt er með því að hafa einhverskonar klukku við höndina til að koma í veg fyrir of stuttan eða langan tíma.

4 Að lokinni meðferð í 60 mín-útur skal fjarlægja sokkinn og skola fætur í volgu vatni til að fjarlægja umfram gel sem situr eftir á fætinum.

5 Gömul umfram húð á fætinum mun nú falla af og getur það ferli tekið allt að 5-10 daga. Tímalengdin fer eftir þykkt húðarinnar.

Innihaldslýsing og varnaðarorð:Aqua, Lactobacillus/ Milk Ferment filtrate, Ethyl Alcohol, Glycolic Acid, Lactic Acid, Aloe Barbadensis flower extratct, Glycerin, Sodium citrate, Purified Bamboo Vinegar, Butylene Glycol, Propylene Glycol, Salicylic Acid, Hydroxyethyl cellulose, citric acid, calendula officinalis flower Extract, anthemis noblis flower extract, tilia cordata flower extract, centaurea cyanus flower extract, chamomilla recutitia (matricaria) flower extract, hypericum per-foratum extract, salix alba (willow) bark extract, ginkgo biloba leaf extract, ascorbic acid.

Athugið að vöruna er ekki hægt að endurnýta. Einnota. Hendið sokknum eftir notkun.

Geymist þar sem börn ná ekki

til. Notist ekki á einstaklinga yngri en 12 ára. Einungis til notkunar á fætur. Varist að efni í sokknum komist í snertingu við augu eða opin sár. Varist að nota vöruna ef vitað er af opnum blæðandi sárum eða ofnæmi fyrir efnum sem getið er um í innihaldslýsingu.

Það er eðlilegt að finna kalda kitlandi tilfinningu á meðan verið er í sokknum. Hættið strax notkun ef þið finnið fyrir brennandi tilfinningu eða miklum kláða. Varist mikil sólböð fyrstu vikuna eftir meðferð þar sem ný húð getur verið viðkvæm fyrir geislun sólar.

Geymist við stofuhita.

Framleiðandi: YouMedical Inter-national AG. Footner er skrásett vöru-merki YouMedical. Innflytjandi: Ýmus ehf. Dalbrekku 28, 200 Kópavogi. sími 564 3607 www.ymus.isHamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t

Grillaður kjúklingur – heill

Franskar kartöflur – 500 g

Kjúklingasósa – heit, 150 g

Coke – 2 lítrar*

*Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 2198,-

Verð aðeins

+ 1 flaska af2 L

Grillaður kjúklingur – heillGrillaður kjúklingurGrillaður kjúklingur

Hlíðasmára 10, 201 Kóp, S. 568 3868www.matarfikn.is

Stjórnar át- og þyngdarvandi lí� þínu?

Áhugasamir ha� samband í síma 568 3868 eða sendið póst á matar�kn@matar�kn.is

9 vikna námskeið fyrir byrjendur og endurkomufólk eru að he�ast 05.11.14.Meðferðin hefst með helgarnámskeiði, síðan tekur við daglegur stuðningur viðmeðferða- og matarprógramm, vikulegir hópfundir, fyrirlestrar og kynningar m.a. á12 spora star�. Sérstakt námskeið fyrir endurkomufólk.

VIÐTÖL: Skimunarviðtöl, samtals- og dáleiðslumeðferðir, leiðbeiningar ummataræðisbreytingar í fráhaldi.

Frá skjólstæðingum MFM miðstöðvarinnar:„Mér �nnst alveg frábært að það séu til fagaðilar sem taka á þessum kvilla og

þið vinna frábært og mjög svo þarft verk. Áfram MFM“.

www.birkiaska.is

Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

Bodyflex Strong

Evonia stuðlar að auknum hárvexti með því að færa hárrótunum styrk til vaxtar. Evonia er þrungið bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira.

Evonia

www.birkiaska.is

www.birkiaska.is

MinnistöflurBætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

VAKANDI!VERTU

blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR

93% þolenda þekkja þann sem beitir þá kynferðislegu ofbeldi!

Page 55: 31 10 2014

heilsa 55Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Kundalini jóga á breytingaskeiðinu

Námskeiðið er frá 4. - 27. nóvember og er í 8 skipti á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 19.30-20.30. Lögð verður áhersla á mjúkar en áhrifaríkar æfingar.

Meðan námskeiðið stendur yfir býðst þátttakendum að sækja jóga nidra/djúpslökunartíma í Yoga Húsinu á föstu-dögum klukkan 17.15-18 og aðgangur að almennum kundalini jógatímum á laugardögum klukkan 9.30, mánudög-

um og miðvikudögum klukkan 18.50.

Verð 18.000 kr.

Námskeiðið hentar jafnt fyrir byrjendur sem og lengra komna. Engin krafa er gerð um reynslu af jóga eða hugleiðslu. Námskeiðið er ætlað báðum kynjum.

Skráning: [email protected]

Yoga húsið er að Trönuhrauni 6, 220 Hafnarfirði.

Í Yoga Húsinu verður boðið upp á námskeið í Kundalini jóga í nóvember. Námskeiðið er

miðað að þeim sem eru að ganga í gegnum breytingaskeiðið.

Kundalini jóga er þekkt kerfi æf-inga og hugleiðslu sem stundum er kallað jóga vitundar. Það er kraft-mikið og skjótvirkt og kemur jafn-vægi á innkirtlastarfsemina, styrkir tauga-, hjarta- og æðakerfið og hefur góð áhrif á meltinguna.

Helga Óskarsdóttir jógakennari kennir á námskeiðinu en hún byggir tímana meðal annars á eigin reynslu af því að nota jóga, hugleiðslu og mat-aræði til að takast á við þær andlegu og líkamlegu breytingar sem breyt-ingaskeiðið getur haft í för með sér.

„Ég er að fara í gegnum þetta sjálf og mér fannst ég hafa einhverju að miðla“, segir Helga. Breytingaskeið-inu fylgir oft innri órói, eirðarleysi, skapsveiflur, svefntruflanir, hitakóf og andlegar og líkamlegar breyt-ingar. „Fólk sem er að fara í gegnum breytingaskeiðið getur fundið fyrir miklum breytingum á líkama sínum. Við leggjum áherslu á og kennum öndunaræfingar sem miða að því að láta fólki líða betur í eigin skinni,“ segir Helga en ásamt því að vera með æfingar verður boðið upp á fræðslu af ýmsum toga tengt breytingaskeið-inu meðal annars um mataræði.

Unnið í samstarfi við

Yoga Húsið

Helga Óskars-dóttir jógakenn-ari nýtir sína eigin reynslu af jóga, hugleiðslu og mataræði á námskeiðinu.

Bragðgo� ogglútenlaust– beint úr frystinum

Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus

Curcumin gullkryddið fyrir líkama og sál

Allt að 50 sinnum áhrifameira en hefðbundið Túrmerik!

Monika Jagusiak, Kundalini- jógakennari og svæðanuddsnemi:

C urcumin (gullkryddið) er virka innihaldsefnið í Túr-merik rótinni og hefur verið

notað til lækninga og til matargerð-ar í yfir 2000 ár í Asíu. Hátt í 3.000 rannsóknir hafa verið gerðar á þess-ari undrarót undanfarna áratugi sem sýna að Curcumin getur unnið kraftaverk fyrir líkama og sál.

SÖLUSTAÐIR Nær öll apótek, Lyfja, Lyf og Heilsa, Apótekið, Apótekarinn, Heilsuhúsið, Fjarðarkaup, Hagkaup, Heimkaup og Heilsutorgið Blómaval

n Ég er heilsusamleg kona og vil hugsa vel um líkamann. Eftir að ég byrjaði að taka inn tvö Curc-umin hylki á dag hafa liðamótin og vöðvarnir styrkst til munan Dregið hefur verulega úr bólgumyndunn Ég hef aukna og jafnari orku yfir daginn. Finn ekki lengur

fyrir þreytu og orkuleysu seinni-partinnn Ég finn að ég er í betra jafn-vægi og að hugsun er skýrarin Hárið mitt átti það til að vera þurrt en núna finnst mér það mun heilbrigðara og fallegran Hef ég tekið eftir því að appelsínuhúðin hefur minnkað

Page 56: 31 10 2014

VÖRU-

GJÖ

LDAF

NUMIN

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

UE32/40/48H5005 LED SJÓNVARP · 100 Hz. Full HD 1920x1080p · Mega skerpa · Afspilun USB: kvikmyndir, ljósmyndir, tónlist · Sjónvarpsmóttakari: Digital DVB-T2

32” 87.920 áður 109.900

40” 111.920 áður 139.900

48” 151.920 áður 189.900

UE48H6675 LED SJÓNVARP · 600 Hz. · Full HD 1920x1080p 3D · SMART TV · Gervihnatta móttakari · Micro Dimming · Gervihnatta móttakari

48” 229.920 Verð áður 287.400

Soundbar310W og þráðlaus tenging við símaeða tölvu. Til í svörtu og silfur.

HWH550

111.920 áður 139.900

HWH751 310W og þráðlaus tenging við síma eða tölvu.

151.920 áður 189.900

HWH7501 310W og þráðlaus tenging við síma eða tölvu.

151.920 áður 189.900

UE32/40/55/65H6475 LED sjónvarp · 400 CMR (rið)3D · smart TV með þráðlausu neti.

32“ 119.920 áður 149.900

40“ 151.920 áður 189.900

55“ 279.920 áður 349.900

65“ 519.920 áður 649.900

UE46/55/65H8005 LED SJÓNVARP · 1000 Hz. · Full HD 1920x1080p SMART TV · CURVED

46” 399.920 áður 499.900

55” 495.920 áður 619.900

65” 719.920 áður 899.900

hvítur 178 cmRB29FSRNDWW/EF

99.517 Verð áður 119.900

Stállitur 178 cmRB29FSRNDSS/EF 107.817Verð áður 129.900

kælir/fryStir„no frost,“ það þarf aldrei að afþýða

hvítur 185 cmRB31FERNCSS/EF

124.417Verð áður 149.900

Stállitur 185 cm RB31FERNCSS/EF

132.717Verð áður 159.900

Síðumúla 9 · Sími 530 2900 · samsungsetrid.isOPið ViRkA DAGA kL. 10-18 · LAUGARDAGA kL. 12-16

lágmúla 8 · Sími 530 2800 · ormsson.isOPið ViRkA DAGA kL. 10-18 · LAUGARDAGA kL. 11-15

FYRiR HEiMiLiN Í LANDiNUorMSSon hEfur afnuMiÐ VÖRUGJÖLD í ÖlluM vErSlunuM SínuM fyrStir allraVegna niðurfellingar vörugjalds hafa öll helstu heimilistækin lækkað í verði um 17% og sjónvörp, hljómtæki og annað um 20%.

ÞvottavélWF70F5E3P4W/EEECO Buble.Tekur 7 kg af þvotti, 1400 snúninga vinda og kolalaus mótor.

99.517 Verð áður 119.900

tvÖfaldur kæliSkápurRFG23UERS192 cm á breidd. kælir efrihluta og frystir niðri. Með „frönskum“ hurðum. Vatns- og klakavél.

464.717 Verð áður 559.900

kælir og fryStirRS7567THCSR92 cm á breidd. Tvöfalt kælikerfi, loft fer aldrei á milli kælis og frystis.Vatns- og klakavél.

282.117Verð áður 339.900

Við höfum náð samningum við okkar helstu birgja, sem gerir okkur mögulegt að afnema þessi gjöld nú þegar. Fólk þarf því ekki að bíða eftir nýju ári til að gera hagstæð innkaup fyrir heimilið, heldur getur þú nú komið í verslanir ORMSSON um allt land og fengið umtalsvert meira fyrir peninginn en áður.

EKKI EFTIR NEINU AÐ BÍÐA

Page 57: 31 10 2014

VÖRU-

GJÖ

LDAF

NUMIN

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

UE32/40/48H5005 LED SJÓNVARP · 100 Hz. Full HD 1920x1080p · Mega skerpa · Afspilun USB: kvikmyndir, ljósmyndir, tónlist · Sjónvarpsmóttakari: Digital DVB-T2

32” 87.920 áður 109.900

40” 111.920 áður 139.900

48” 151.920 áður 189.900

UE48H6675 LED SJÓNVARP · 600 Hz. · Full HD 1920x1080p 3D · SMART TV · Gervihnatta móttakari · Micro Dimming · Gervihnatta móttakari

48” 229.920 Verð áður 287.400

Soundbar310W og þráðlaus tenging við símaeða tölvu. Til í svörtu og silfur.

HWH550

111.920 áður 139.900

HWH751 310W og þráðlaus tenging við síma eða tölvu.

151.920 áður 189.900

HWH7501 310W og þráðlaus tenging við síma eða tölvu.

151.920 áður 189.900

UE32/40/55/65H6475 LED sjónvarp · 400 CMR (rið)3D · smart TV með þráðlausu neti.

32“ 119.920 áður 149.900

40“ 151.920 áður 189.900

55“ 279.920 áður 349.900

65“ 519.920 áður 649.900

UE46/55/65H8005 LED SJÓNVARP · 1000 Hz. · Full HD 1920x1080p SMART TV · CURVED

46” 399.920 áður 499.900

55” 495.920 áður 619.900

65” 719.920 áður 899.900

hvítur 178 cmRB29FSRNDWW/EF

99.517 Verð áður 119.900

Stállitur 178 cmRB29FSRNDSS/EF 107.817Verð áður 129.900

kælir/fryStir„no frost,“ það þarf aldrei að afþýða

hvítur 185 cmRB31FERNCSS/EF

124.417Verð áður 149.900

Stállitur 185 cm RB31FERNCSS/EF

132.717Verð áður 159.900

Síðumúla 9 · Sími 530 2900 · samsungsetrid.isOPið ViRkA DAGA kL. 10-18 · LAUGARDAGA kL. 12-16

lágmúla 8 · Sími 530 2800 · ormsson.isOPið ViRkA DAGA kL. 10-18 · LAUGARDAGA kL. 11-15

FYRiR HEiMiLiN Í LANDiNUorMSSon hEfur afnuMiÐ VÖRUGJÖLD í ÖlluM vErSlunuM SínuM fyrStir allraVegna niðurfellingar vörugjalds hafa öll helstu heimilistækin lækkað í verði um 17% og sjónvörp, hljómtæki og annað um 20%.

ÞvottavélWF70F5E3P4W/EEECO Buble.Tekur 7 kg af þvotti, 1400 snúninga vinda og kolalaus mótor.

99.517 Verð áður 119.900

tvÖfaldur kæliSkápurRFG23UERS192 cm á breidd. kælir efrihluta og frystir niðri. Með „frönskum“ hurðum. Vatns- og klakavél.

464.717 Verð áður 559.900

kælir og fryStirRS7567THCSR92 cm á breidd. Tvöfalt kælikerfi, loft fer aldrei á milli kælis og frystis.Vatns- og klakavél.

282.117Verð áður 339.900

Við höfum náð samningum við okkar helstu birgja, sem gerir okkur mögulegt að afnema þessi gjöld nú þegar. Fólk þarf því ekki að bíða eftir nýju ári til að gera hagstæð innkaup fyrir heimilið, heldur getur þú nú komið í verslanir ORMSSON um allt land og fengið umtalsvert meira fyrir peninginn en áður.

EKKI EFTIR NEINU AÐ BÍÐA

Page 58: 31 10 2014

58 matur & vín Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Íslenska landsliðið í fótbolta komst ekki á HM og sömuleiðis ís-lenska landsliðið í handbolta en það er í það minnsta eitt lands-lið sem er á leiðinni á HM og það er kokkalandsliðið. Liðið, sem skipað er mörgum okkar færustu matreiðslumönnum, er á leiðinni á heimsmeistaramótið sem haldið verður í Lúxemborg í nóvember.

Vín vikunnar

F lestir para vín með grunn-þætti máltíðarinnar, sem er yfirleitt prótínið, rautt kjöt,

fuglakjöt eða fiskur og það er fín-asta regla. Stundum borgar sig að para vínið með öðrum þáttum eins og sósu eða kryddi en það er önnur saga. Þegar vín og prótín eru pöruð saman er grunnreglan sú að finna

vín sem hefur svipuð einkenni og maturinn, ljós einföld vín með léttri áferð fyrir léttari máltíðir eins og hvítan fisk og salöt og dökk, fyllri og flóknari vín með flóknari og bragðmeiri mat.

Fullyrðingin hvítt með fiski og rautt með kjöti stendur alveg fyrir sínu en þó ekki alveg. Með feitari

fiskum eins og laxi og silungi og jafnvel skötusel er t.d. oft gott að vera með léttari rauðvín eins og Pinot Noir, sérstaklega ef hann er grillaður og með léttara kjöti eins og sumu svínakjöti og kálfakjöti (ef þú finnur það) getur virkað vel að vera með þyngri og fyllri hvítvín eins og kalifornískt Chardonnay.

Shiraz-vín eiga það til að vera í þyngri kantinum og vel krydduð. Þetta Shiraz er er í þá áttina en

milt engu að síður miðað við og nær einnig að vera vel rúnnað með ágætsifyllingu. Dökkt vín með dökkum berjum og plómum. Byrjar örlítið sætt en endar þurrt. Tilvalið með krydduðum mat, t.d. þyngri pottréttum með kjöti eða jafnvel sterkrydduðum asískum mat.

Mureda TempranilloGerð: Rauðvín

Uppruni: Spánn, 2013

Styrkleiki: 14,5%

Þrúga: Tempranillo

Verð í Vínbúðunum: 1.899 kr.

Mureda er tiltölulega nýtt vörumerki í ÁTVR. Þetta líf-rænt ræktaða Tempranillo-vín frá þeim lætur ekki

mikið yfir sér en kemur ágætlega á óvart. Milt, auðdrukkið og bragðgott er það með berjakeim og

örlítilli sveit. Tannínin eru þarna en þau taka ekki völdin. Þetta er ekta létt rauðvín til að drekka með

tómatpasta og öðrum létt-ari réttum sem hugsanlega annars hentuðu þyngra hvítvíni.

Einfalt með einföldu og flókið með flóknu

Suður Afríka er spennandi víngerðarland. Þetta vín er ekta fordrykkur. Þurrt og ferskt með sítrus og ávexti og ekkert mikið meira um

það að segja. Það væri gaman að prófa það með sushi útaf þurrleikanum sem virkar oft vel á móti edikinu í sushi. Ef það er drukkið með fiski er líklega best að hafa réttinn eins einfaldan og hægt er.

Alsace í Frakklandi er prýðis-svæði með mörgum úrvalsvínum. Þetta vín er eilítið sætt og milt og rennur niður án teljanlegra átaka. Ávaxtaríkt er það og sætan kemur eiginlega mest þaðan enda er hún ekkert aðalatriði. Flestir myndu para þetta vín saman við óágengan mildan mat eins og kjúlla en sætan gerir það að verkum að vínið getur alveg staðið af sér smá seltu eins og í reyktu kjöti o.þ.h.

Wyndham Bin 555 ShirazGerð: Rauðvín

Uppruni: Ástralía, 2012

Styrkleiki: 14,2%

Þrúga: Shiraz

Verð í Vínbúðunum: 2.599 kr.

Arthur Metz Pinot GrisGerð: Hvítvín

Uppruni: Alsace, Frakkland 2013

Styrkleiki: 12,5%

Þrúga: Pinot Gris

Verð í Vínbúðunum: 2.299 kr.

La Motte Sauvignon Blanc 2013Gerð: Hvítvín

Uppruni: S-Afríka 2013

Styrkleiki: 13%

Þrúga: Sauvignon Blanc

Verð í Vínbúðunum: 2.299 kr.

Höskuldur Daði MagnússonTeitur Jónasson

[email protected]

S: 1819 | 1819. IS

ÞRÆLGAMAN

S á sem þetta skrifar er áhuga-samur um mat og matseld og því var stutt í jáið þegar boðið

kom um að mæta á eina af lokaæf-ingum fyrir heimsmeistaramótið og borða hádegismat af keppnis-seðlinum.

Ég vissi svo sem ekki mikið um matreiðslukeppni annað en það sem gerist í Masterchef í sjónvarp-inu. Helst það að það sem gerist í Masterchef fer ekkert út fyrir Masterchef, en það er önnur saga. Vissi þó að maturinn er hjúpaður í gelatíni eða einhverju jukki til að hann standist tímans tönn þar til dómararnir komast í að dæma. Sem betur fer var það bara hálf sagan því kokkarnir eru dæmdir bæði á þessu kalda borði þar sem allt er hjúpað og líka eftir heitu borði, venjulegum, eða kannski ekki svo venjulegum, þriggja rétta matseðli þar sem 110 gestum er þjónað til borðs. Dómararnir grípa svo tíu diska af handahófi til að dæma svo það er eins gott að halda gæðunum uppi.

Sem betur fer fyrir mig var það æfing á heita matnum sem

boðið var í þetta þriðjudagshádegi. Byrjað var á forrétti, en ekki hvað. Í honum var meðal annars humar og þorskur og var rétturinn borinn fram með skelfiskssósu og vineg-rette. Ég ákvað að geyma humar-inn til síðast af því að hann er svona spari. Komst þó fljótlega að því að kokkalandsliðið eldar fisk ekki eins og allir hinir því humarinn var vissulega ljúffengur en þorskurinn, sem var hægeldaður, var með því betra sem ég hef smakkað lengi og vinegrettið var út úr þessum heimi.

Lambakjöt í sparifötunumÍ aðalrétt var borið fram lamba-kjöt, hvað annað. Ég kom stykkinu ekki fyrir mig en það reyndist við nánari athugun vera frá mjöðm dýrsins. Ég hugsa að það hafi verið við hlið þorsksins í hægelduninni því ég gat tuggið mjöðmina með augnlokunum, svo mjúk var hún. Á diskinum var líka maukelduð tungu- og skankablanda sem rann einstaklega ljúft niður. Allt meðlæti var augljóslega vel hugsað og ef það hefði þótt samfélagslega ásættan-legt í félagsskapnum þetta hádegið

Kokkalandsliðið er ekki skipað neinum aukvisum úr greininni og augljóst að framtíðin er björt í matreiðslu á Íslandi. Ljósmyndir/Hari

Löns hjá landsliðinu

hefði ég sleikt diskinn í lokin.Eftirrétturinn bar keim jarðar-

berja og sendi mig með afar ljúf-fengt eftirbragð út í daginn. Það

eina sem vantaði eftir matinn var að ég kæmist heim í kósíföt og upp í sófa. Svona rétt til að melta þessa ljúfu máltíð landsliðsins með þeim

hætti sem hún átti skilið.

Haraldur Jónasson

[email protected]

Page 59: 31 10 2014

Sjáðu hetjurnar í íslenska landsliðinu mæta einu sterkasta landsliði Evrópu aðeins fjórum dögum fyrir stórleikinn gegn Tékkum í undankeppni EM.

Sjónvarp Símans: Rás 30/230 (HD) | Vodafone Sjónvarp: Rás 28/528 (HD)

ÁFRAM ÍSLAND!

MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER KL. 19.45Í OPINNI DAGSKRÁ Á SKJÁRSPORT

MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER KL. 19.45BELGÍA–ÍSLAND

STÓRLEIKUR Í ÞÝSKA BOLTANUM UM HELGINABAYERN MÜNCHEN - BORUSSIA DORTMUND – LAUGARDAGUR KL. 17.25Í OPINNI DAGSKRÁ Á SKJÁRSPORTNær Dortmund að hrista af sér slenið á móti meisturunum frá München?

Skjárinn hefur náð samningum við Eurosport um einkaleyfi á dreifingu Eurosport rásanna á Íslandi frá og með áramótum.

Page 60: 31 10 2014

StaropramenTegund: Lager.Styrkleiki: 5%Verð: 289 kr. 330 ml flaska.

60 bjór Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Góð sagaí jólapakkann

Í yfir 50 ár hefur fólk eignast ógleymanlegar minningar á Hótel Sögu

Við bjóðum upp á fjölbreytt gjafabréf á Hótel Sögu, svo allir finna eitthvað við sitt hæfi.

Kynntu þér Óskasögu, Rómantíska sögu, Draumasögu, Ástarsögu og Dekursögu á vefnum okkar.

www.hotelsaga.is

AN

TO

N &

BE

RG

UR

B úist má því að fjöldi Íslendinga ferðist til Tékklands í næsta mánuði þegar við mæt-um Tékkum í undankeppni EM í fótbolta.

Leikurinn fer fram sunnudaginn 16. nóvem-ber. Bæði þeir sem ferðast út og þeir sem horfa heima í stofu ættu að fara að koma sér í gírinn enda er um toppslag í riðlinum að ræða. Sígilt er að kynna sér matar- og drykkjarmenningu and-stæðinganna. Efstur á blaði fyrir þennan leik er hinn vinsæli lagerbjór Staropramen.

Staropramen er klassískur tékkneskur lager-bjór, ferskur en um leið með þægilegu humla-bragði. Hér á landi fæst hann bæði í 330 ml flösku og í 500 ml dós.

Staropramen-bjórinn á rætur sínar að rekja til ársins 1869 en fyrsti bjórinn var bruggaður árið 1871. Eftir síðari heimsstyrjöldina voru öll brugghús í Tékkóslóvakíu þjóðnýtt en eftir hrun kommúnismans stóðu þau á eigin fótum á ný. Staropramen hefur verið á góðri siglingu síðan 1989 og er nú annar stærsti bjórframleiðandinn í Tékklandi. Staropramen er vinsælasti bjórinn sem framleiddur er í Prag.

Þeir sem eiga leið um Prag ættu að gera sér ferð í Staropramen-brugghúsið. Þar er boðið upp á skoðunarferðir um brugghúsið og að sjálfsögðu fá gestir að smakka á veigunum að skoðunar-ferðinni lokinni. Brugghúsið er á frábærum stað og skoðunarferðirnar eru mjög vinsælar meðal ferðamanna í Prag. Staropramen fæst í Vínbúð-unum Heiðrúnu, Skútuvogi, Dalvegi, Skeifunni, Hafnarfirði, Akureyri og Kringlunni.

Frábær bjór til að hita upp fyrir Tékkaleikinn

Íslenska landsliðið í knattspyrnu sækir Tékka heim í undankeppni EM 2016 hinn 16. nóvember næstkomandi. Nú er um að gera að fara að hefja undirbúning og fyrsta skrefið er að velja rétta bjórinn. Staropramen er vinsælasti bjórinn sem framleiddur er í Prag og er frábær til að hita upp fyrir leikinn.

StaropramenTegund: Lager.Styrkleiki: 5%Verð: 349 kr. 500 ml dós.

Staropramen er klassískur tékkneskur lagerbjór, ferskur en um leið með þægilegu humlabragði.

Staropramen er vinsælasti bjórinn sem framleiddur er í Prag.

Page 61: 31 10 2014

Magnús Lyngdal Magnússon kynnir óperuna Don Carloí Hörpuhorninu kl. 19.15 öll sýningarkvöld– aðgangur ókeypis í boði Vinafélags Íslensku óperunnar.

– RÖP, Mbl.

Glæsileg uppfærsla– Jónas Sen, Fbl.

Fimmstjörnu-kvöld í Íslensku óperunni.Hver stórsöngvarinn toppar annan í glæsilegri og þaulunninni sviðsetningu.Kristinn rís bókstaflega í shakespearskar hæðir í nístandi og hrollvekjandi túlkun sinni …– Jón Viðar Jónsson

Stórviðburður í íslensku menningarlífi … Stórkostleg sýning – Óðinn Jónsson, RÚV

Kristinn söng svo vel að jöklar bráðnuðu – Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is

Hitti mig í hjartastað– Bergþór Pálsson, óperusöngvari

Hrein unun! – Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri hjá Rvk.

Gaman að sjá stjörnu fæðast …– Magnús Ragnarsson, kórstjóri

Var að koma af flottustu óperusýningu sem ég hef séð á Íslandi– Hildigunnur Rúnarsdóttir, tónskáld

Ég fór í Óperuna. Það var geggjað. Drífið ykkur. – Sigríður Thorlacius, söngkona

Giuseppe Verdi

www.opera.is

1. nóvember kl. 20 - örfá sæti laus8. nóvember kl. 20 - örfá sæti laus

15. nóvember kl. 20 - allra síðasta sýning

Miðasala í Hörpu og á harpa.isMiðasölusími 528 5050

Aukasýning 15. nóvember kl. 20

ALLrA sÍðAstA sýninG

Page 62: 31 10 2014

62 fjölskyldan Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Uppalendur horfi í spegil

B örn endurspegla uppalendur sína á hreint ótrúlegan hátt fyrstu æviárin. Ég horfði einmitt í ógáti inn um gluggann hjá nokkrum fjölskyldum í haust – vitaskuld án þess að umræddar fjölskyldur vissu af því og tilefnið var aðlögun yngsta barna-

barnsins í leikskólanum. Þessi kríli frá 18 mánaða og upp í tveggja ára aldurinn gripu alla lausamuni innan seilingar og breyttu þeim í snjallsíma. Ein snótin „talaði“ viðstöðulaust í trékubbinn og gekk um gólf af miklum ákafa á meðan en sú næsta lagðist út af á mjúka dýnu og lét fara vel um sig meðan hún lét dæluna ganga – báðar útfarnar í eins konar „símensku“ sem enginn fullorðinn í rýminu skildi enda hreinn óþarfi. Sú þriðja hrópaði og kallaði í símann og pataði út í loftið með lausu hendinni og sú fjórða potaði ákaflega í skjáinn á gamalli myndavél. Sú fimmta og síðasta sló þær allar út. Hún stóð á gólfinu með

fornan síma úr tískusmiðju síðustu aldamóta, hélt honum armslengd frá sér og brosti ákaflega. Svo hreyfði hún úr stað og endurtók athöfnina aftur og aftur með sífellt nýjum líkamsstellingum en sama fullkomna myndabrosinu allan tímann.

Svo fara sömu börn heim til sín og þá fá fjölskyldurnar að horfa inn um glugga leik-skólans. Enginn má snerta kvöldverðinn fyrr en barnið er búið að þylja seremóníu leikskólans eða þá að öllum böngsum og dúkkum er raðað upp við vegg og barnið skammar hópinn – alveg eins og það hefur séð kennarann sinn gera um daginn. Herminám fyrstu æviáranna er stundum afskaplega skemmtilegt en stundum birt-umst við hjá barninu okkar þannig að við hrökkvum við. „Er ég virkilega svona ergi-leg í röddinni þegar ég neita með sömu setningunni og alltaf; ekki núna, ekki núna.“

Allan þennan langa formála má ummynda í eitt orð; fyrirmynd.Börnin okkar munu nota orðin sem við notum, þau munu verða pirruð og ergileg

ef þau skynja þau tilfinningablæbrigði hjá okkur. Þau verða áhyggjufull og döpur ef þau skynja áhyggjur hjá okkur, þau verða streitt og þreytt ef það er ástandið á okkur. Þau munu leyfa sér að kalla vini sína og vinkonur hálfvita ef þau heyra slíkt orðbragð okkar við kvöldfréttirnar og þau munu sparka í næsta barn rétt eins og pabbi sparkaði til heimilishundsins sem pissaði á stofugólfið. Svo eru börn líka eins og barómet á foreldra sína og skynja minnstu veðrabrigði á augabragði. Þau skilja fullkomlega svip og tón og hafa minna þol gegn slíkum stjórnunarháttum heldur en

fullorðnir. Þau munu spyrja í undrun hvort eitthvað sé að og við svörum ósjálfrátt, nei, nei, það er ekkert að – og mamma er ekkert að gráta þótt svo að tárin renni. Börn eru í reynd næmari á okkur en við sjálf.

Horfum í spegil, elsku uppalendur áður en við látum eftir okkur neikvæða orðanotkun, uppþot og skammir yfir smáræði, pirring og ergelsi og annan slíkan óhollan munað við börnin okkar. Verum heiðarleg og grandskoðum hegðun okkar, öndum svo djúpt og ró-

lega og hugsum hvernig við viljum að börnin okkar endurspegli okk-

ur í framtíðinni.„Gættu að hugsunum þínum því þær verða orð þín. Gættu að orðum þínum því þau verða athafnir þínar. Gættu að at-höfnum þínum því að þær verða vani þinn.

Gættu að vana þínum því hann verður gildi

þín. Gættu að gildum þínum því þau verða

örlög þín.“ Við þessu frægu orð Ma-hatma Gandhis er því einu að bæta að hugsanir þín-ar, orð og vani verða líka örlög barnanna þinna.

Horfum í spegil, elsku uppalendur áður en við látum eftir okkur neikvæða orðanotkun, uppþot og skammir yfir smáræði, pirring og ergelsi og annan slíkan óholl-an munað við börnin okkar.

Vöndum okkur, elsku þjóð

Börnin okkar munu nota orðin sem við notum, þau munu verða pirruð

og ergileg ef þau skynja þau tilfinn-ingablæbrigði hjá okkur. Þau verða áhyggjufull og döpur ef þau skynja

áhyggjur hjá okkur.

HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18

og sunnudaga kl. 13 -18

afmælisafslátturaf öllum vörum

frá habitat

PoP-uP kaffihús frá

kaffitári kl. 13-17kynning:

sælkeravörur frá nicholas vahé

SÍÐAN1964

afmælistilboÐunum

lÝkur ásunnudag!

af öllumhabitat–

húsgögnum aÐeins þessa

helgi!

Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17

Iana Reykjavík

Ný sending af útigöllum og

húfum

Full búð af �ottumJólafötum

JólagjöfumSængurgjöfumAfmælisgjöfumGalli

19.895.- Húfa3995.-

Barnatónleikar í HannesarholtiD úó Stemma verður með

barnatónleika í Hannesar-holti á laugardaginn, klukk-

an 13. Dúettinn skipa hjónin Her-dís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverks-leikari, en þau eru bæði meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Lög um Fíu frænku, Villihrafninn, dverginn Bokka og leiðindaskjóðuna Bárðar-bungu eru meðal laga á splunku-nýrri efnisskrá sem er hugsuð fyrir börn á öllum aldri.

„Dúó Stemma varð til fyrir tíu árum þegar börnin okkar voru á leikskóla og við vorum beðin um að spila eitthvað fyrir krakkana. Þá

fóru hugmyndinar að rúlla og við fundum okkur svo vel í því að miðla tónlist til barna. Það er svo dásam-legt að spila fyrir börn því þau eru

með svo hreint hjarta. Börn eru án efa best hlustendurnir því þau eru svo einlæg, maður fær viðbrögðin við tónlistinni beint í æð,“ segir Her-dís en þau hjónin sækja innblástur sinn í þjóðararfinn. „Sögurnar eru okkar en við byggjum á íslenskum þjóðlögum og hollenskum vísum. Þetta er skrifað með börn á leik-skólastigi í huga en við erum sann-færð um að börn á öllum aldri, sem geta líka verið fullorðnir, muni hafa gaman af dagskránni. Við erum með aðra tónleika síðar um daginn þar sem við bregðum líka á leik og það ætti líka að höfða til allrar fjöl-skyldunnar.“ -hh

Tónleikarnir hefjast klukkan 13 og kostar 1000 krónur inn. Seinni tónleik-arnir hefjast klukkan 17 og kostar 2000 krónur inn.

Margrét Pála Ólafsdóttirritstjórn@

frettatiminn.is

heimur Barna

Page 63: 31 10 2014

Fös 31/10 Kl. 19:30 – 6. sýning – UPPSELT

Lau 1/11 Kl. 19:30 – 7. sýning – UPPSELT

Fim 6/11 Kl. 19:30 – 8. sýning – UPPSELT

Fös 7/11 Kl. 19:30 – 9. sýning – UPPSELT

Lau 8/11 Kl. 19:30 – 10. sýning – UPPSELT

Fim 13/11 Kl. 19:30 – 11. sýning – UPPSELT

Fös 14/11 Kl. 19:30 – 12. sýning – UPPSELT

Lau 15/11 Kl. 19:30 – 13. sýning – Örfá sæti

Sun 16/11 Kl. 19:30 – Aukasýning

Fim 20/11 Kl. 19:30 – 14. sýning – Örfá sæti

Fös 21/11 Kl. 19:30 – 15. sýning – UPPSELT

Lau 22/11 Kl. 19:30 – 16. sýning – UPPSELT

Fim 27/11 Kl. 19:30 – 17. sýning – UPPSELT

Fös 28/11 Kl.19:30 – 18. sýning – Örfá sæti

Lau 29/11 Kl. 19:30 – 19. sýning – Örfá sæti

Fim 4/12 Kl. 19:30 – 20. sýning

Fös 5/12 Kl. 19:30 – 21. sýning

Lau 6/12 Kl. 19:30 – 22. sýning

WWW.LEIKHUSID.IS Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.isÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

„Brynhildur Guðjónsdóttir er sem sköpuð í hlut-verk Karitasar og leggur sál og líkama í leikinn.“

— TMM.IS

„Metnaðarfull sviðsetning á magnaðri sögu.“ — Fréttablaðið

„Mér fannst þetta alveg stórkostleg upp lifun… Þetta er gott leikhús.“

— Listaukinn

„Brynhildur vinnur sannkallaðan leiksigur í hlutverki Karitasar þar sem hún leikur á allan tilfinninga skalann og fær áhorfendur til að gráta með öðru auganu og hlæja með hinu. Karitas er áhrifamikil, falleg og myndrænt sterk sýning sem Þjóðleikhúsið og aðstandendur allir mega vera stoltir af.“ — Morgunblaðið

Bra

nden

bur

g

Page 64: 31 10 2014

Kristján sigrar og er kominn í 10 manna úrslit. ?

? 7 stig

6 stig

Kristján Jónssoníþróttafréttamaður

1. Boston og San Fransisco.

2. Litlu dauðarnir. 3. 1982. 4. Computer says no.

5. 28.sæti. 6. Mosfellsbæ.

7. 24. nóvember.

8. Arnar Grétarsson.

9. Skálmöld.

10. Sport.

11. Tvo. 12. Steinar Bragi.

13. Skutulsfjörð. 14. Drakk eitur. 15. Bob Geldof.

1. New York og Boston.

2. Úlfshjarta.

3. 1982. 4. Little Rabbit

5. 28. sæti. 6. Hafnarfirði. 7. 7. desember.

8. Sigurður Guðmundsson.

9. Yggdrasill.

10. Sporto. 11. 4.

12. Kristín Marja Baldursdóttir.

13. Skutulsfjörð. 14. Drakk eitur. 15. Danny.

Úlfhildur Eysteinsdóttirdagskrárgerðarkona á RÚV

64 heilabrot Helgin 31. október-2. nóvember 2012

sudoku

sudoku fyrir lengra komna

ÁLUN KOSIÐ SNÖGG SJÓÐA

KRAKKI

HÁTTURVOFA NES

VINGSA

HERMA

DRABBA

TÁL

VÆTLAHÓTUN

SKEMMA

AFSPURNTVEIR EINS

ÓNEFNDUR

SPYRJA

ÝKJUR

HAMINGJA

KOMAST

UNGUR FUGL

BEIN

STRIT

SKÁLMA

VESÆLL

ÁVÖXTURSPAUG

SÍA

LÍTILS-VIRÐINGFORMUN

VEFENGJA

FLÍKROF HRÓPA

NIÐUR-FELLING

SKYNFÆRI

FRAMA-GOSI

VÆLAVESKI

RIST

BUMBA

HEILAN

FISKURSAMTÖK

MÁLUÐ

NÝLEGRI

ANGAN

ÁFORM

ÁFALL

HLJÓTA

HVORT

STEFNA

HYGGJAST

VEITT EFTIRFÖR

FRAMBURÐUR

GUFU-HREINSA

BARDAGI

SEYTLAR

AÐ BAKI

ÞRJÓSKUR

KANN

ÍÞRÓTTA-FÉLAG

SLÆMA

UPPSKRIFTGRÓANDI FÍFLAST

EFTIRRITA

GLÆPA-FÉLAG

MUNNBITI

SKAPFÁT

STIG

ÁNÆGJU-BLOSSI

SKÓLI

HUGGA

KROPP

KRAFS

DÁÐ

ÞROT

SEFA

FÆÐAVÆTU

TALA

TVEIR EINS

RUGLA

VERSLUN

VÖRU-MERKI

KLIÐURFJÖL

VIÐBÓT FNYKUR

DETTAFLUG-ELDUR

HLJÓM-SVEIT

my

nd

: Ta

kes

hi

ku

bo

ki

(CC

by

2.0

)

213

9 2

5 3 4

8 1 3

3 5 1 2 4

1 8

9 7

8 3 2

6 8

4 9

9 2 3 5

7 4 3

8 9

2 7

6 2 3 5

8

6 9 4 5

7

6 3

Skálmöld - Með vættum- er komin í Skífuna

2.399,-Verð áður 2.999,-

KRINGLAN OG SMÁRALIND · 591-5300 · WWW.SKIFAN.IS

Coca Cola

fylgir með!

20%afsláttur

ÓVILJUGUR SKIPAÐ NIÐUR Ú

DRYKKUR

DREPA NIÐUR K SVÍ-

VIRÐING SKÍTA EFTIRSJÁ

ÓNÆÐIS-SAMUR

PÚKA T R U F L A N D IÁ R A

MEINLÆTA-MAÐUR

TÁL F A K Í R ÐJAFNVEL E Ð MAMMA

GÓLA M Ó Ð I RG A G G A NEÐAN

VIÐ

Í RÖÐ

TIL DÆMIS T UÁMÆLA MÓÐURLÍF

UNG KVENGEIT

SKÓLI H U Ð N A ERLENDIS

EINSKÆR U T A N

UPP-HRÓPUN

GÆLUNAFN

BIFA

A

M Á L F A R HEIMURLÁÐ

GARGA L A N D SKÝLA GÆTA SÍNMÆLI

Á L E G G VERKFÆRI

FLÓN Á H A L D ÁTT

KLÆÐI S VOFAN Á BRAUÐ

L A GMELTINGAR-

VÖKVI

HORFÐU G A L L GETA G I S K ATÆKIFÆRI

SKILABOÐ

M SBLAÐA

FYRIR-GANGUR L A U F A ILLINDI

SKERGÁLA E R J U RSB A L I LÉLEGUR

TRAÐKAÐI L A K U R STÆLA

ÚTLIMUR A P AR SKYLDI

VELTA Æ T T IGJALD-MIÐILL

HÆÐ K RSAMTALS

DÝRA-HLJÓÐ A L L SÝ

Æ S T U RFJAND-SKAPUR

TJARGA H A T U RÓLÆTI

STEIN-TEGUND A TREIÐUR

DUGNAÐUR

Ð N I HLJÓÐFÆRI

SEYTLAR Ó B Ó HANDA

HNUGGINN A R M A GANI HVERS EINASTAI

S Ú HLUTDEILD

AFSPURN A Ð I L D VAGGA

HENDA R U G G AGYLTU

L A U G ÚTUNGUN

ÞEFA K L A K DJAMM

Í RÖÐ R A L LKER

U EGGJA

RÁ M A N A SAMSTÆÐA

FLÍK P A R MÁL

REGLA T A LO S T R A

SVEIA

SJÚK-DÓMUR F U S S A NÚMER

FÆDDI N RSKELDÝR

STYRKJA

F L A FLOTT S M A R T GLÁPA G Ó N AEN Á L G A S T ÞÁTT-

TAKANDI A Ð I L IKOMA NÆR

STAMPUR

BOGI

my

nd

: Jea

n-P

ol G

Ra

nd

mo

nT (

CC

By

-S

a 3

.0)

212

lausnLausn á krossgátunni í síðustu viku.

krossgátan

1. Boston og Washington. 2. Litlu dauðarnir. 3. 1982.

4. Rottuborgari. 5. 28. sæti. 6. Hafnarfirði. 7. 30.

nóvember. 8. Arnar Grétarsson. 9. Með vættum.

10. Sporto. 11. Tvo. 12. Harold Pinter. 13. Skutulsfjörð.

14. Hann drakk eitur. 15. Eric Clapton.

1. Til hvaða tveggja borga í Bandaríkj-

unum flýgur WOW Air?

2. Hvað heitir nýjasta bók Stefáns Mána?

3. Hvaða ár var kvikmyndin Með allt á

hreinu frumsýnd?

4. Hvað heitir nýjasta bók Little Britain

leikarans, David Walliams?

5. Í hvaða sæti var íslenska knattspyrnu-

landsliðið í nýútkomnum styrkleikalista

FIFA?

6. Hvar á höfuðborgarsvæðinu er veitinga-

staðurinn BannKúnn ?

7. Hvenær er fyrsti sunnudagur í aðventu?

8. Hver er þjálfari Breiðabliks í Pepsi deild

karla?

9. Hvað heitir nýjasta plata þunga-

rokkaranna í Skálmöld?

10. Hvernig segir maður íþróttir á esper-

anto?

11. Hversu marga vængi hefur mýfluga?

12. Eftir hvern er leikritið Elskhuginn?

13. Við hvaða fjörð er Ísafjarðarkaup-

staður?

14. Hvernig endaði Sókrates líf sitt?

15. Undir hvaða nafni er Derek í Derek and

the Dominos betur þekktur?

Spurningakeppni fólksins

svör

Page 65: 31 10 2014

skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja

Í Minju finnur þú úrval lampa og frumlegra ljósgjafasem færa birtu og yl inn á heimilið

Led Sveppurkr. 1.790

Led Kanínakr. 1.890

Led Íkornikr. 1.690

Led rafhlöðu-næturljós margar gerðir

SOI sjálfvirkt töskuljós - Kr. 5.400Um leið og ljósið nemur hreyfingu handarí töskunni kviknar á því og þegar töskunnier lokað slökknar á því aftur.Ljósið kemur í stílhreinni gjafaöskju.

SOI TÖSKULJÓSCLIP ON LED

Kr. 1.390Öflugt lesljós til að festa á gleraugu

Töskuljós - Kr. 1.290

Snilldar ljós í sílíkonreim sem fest erí hanka töskunnar og því ávallt klárttil að lýsa upp myrka innviði hennar.

Heico kanínaKr. 7.400

Heico CockatooKr. 10.900

Heico PáfagaukurKr. 9.800

Heico SveppurKr. 6.200

Heico UglaKr. 7.400

Heico ÖndKr. 7.400

Heico ÍkorniKr. 7.600

Heico sparigrísKr. 2.690

Heico BroddgölturKr. 7.400

Heico KisaKr. 7.400

Heico BambiKr. 13.900

Page 66: 31 10 2014

Föstudagur 31. október Laugardagur 1. nóvember Sunnudagur

66 sjónvarp Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

19:45 Logi (6/30) Þáttur þar sem Logi Bergman fær til sín viðmælendur og boðið uppá tónlist og óvæntar uppákomur.

21.15 Hringadróttins-saga: Föruneyti hringsins Meistaraverk J.R.R. Tolkien í leikstjórn Peters Jackson.

RÚV15.40 Ástareldur17.20 Kúlugúbbarnir (15:18)17.43 Nína Pataló (4:39)17.51 Sanjay og Craig (10:20)18.15 Táknmálsfréttir (61)18.25 Nautnir norðursins (7:8) e.19.00 Fréttir19.20 Íþróttir19.30 Veðurfréttir19.35 Hraðfréttir (6)20.00 Óskalagið 1954 - 1963 (2:7)20.10 Útsvar Ásahreppur - Fjarðabyggð. Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. 21.15 Hringadróttinssaga: Föru-neyti hringsins Meistaraverk J.R.R. Tolkien í leikstjórn Peters Jackson. Margverðlaunuð mynd með stórleikurum í flestum hlut-verkum. Hobbiti leggur af stað í ævintýralegt ferðalag og nýtur fulltingis átta skrautlegra félaga. Aðalhlutverk: Elijah Wood, Ian McKellen og Orlando Bloom.00.10 Camilla Läckberg: Vinir að eilífu Æsispennandi sænsk saka-málamynd eins og þær gerast bestar, en handritið er eftir hinn vinsæla glæpasagnahöfund Camillu Läckberg. Rithöfundur sökkvir sér ofan í eigin fortíð í leit að efni í bók og finnur meira en hana óraði fyrir. Aðalhlut-verk: Claudia Galli, Richard Ulfs-äter og Eva Fritjofson. Leikstjóri: Richard Holm. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e.01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:00 Everybody Loves Raymond08:20 Dr.Phil09:00 The Talk09:40 Pepsi MAX tónlist14:45 Friday Night Lights (12:13)15:30 Survivor (4:15)16:15 Growing Up Fisher (7:13)16:40 Minute To Win It Ísland (7:10)17:40 Dr.Phil18:20 The Talk19:00 The Biggest Loser (14/15:27)20:30 The Voice (10/11:26)22:45 The Tonight Show23:25 Law & Order: SVU (11:24)00:10 Fargo (5:10)01:00 Hannibal (5:13)01:45 The Tonight Show03:05 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:30 & 16:15 Contact 12:55 & 18:40 10 Years14:35 & 20:20 Street Dance22:00 & 04:25 Insidious23:40 Scream 4 01:30 Braveheart

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 208:05 Wonder Years (6/23) 08:30 Drop Dead Diva (9/13) 09:15 Bold and the Beautiful09:35 Doctors (75/175) 10:15 Last Man Standing (2/18) 10:40 White Collar (4/16) 11:25 Heimsókn11:45 Junior Masterchef Australia12:35 Nágrannar13:00 The Borrowers14:30 Another Cinderella Story16:00 Young Justice16:30 New Girl (9/25) 16:50 Bold and the Beautiful17:12 Nágrannar17:37 Simpson-fjölskyldan (16/22) 18:03 Töfrahetjurnar (6/10) 18:23 Veður18:30 Fréttir Stöðvar 2 & Íþróttir 18:54 Ísland í dag19:11 Veður 19:20 The Simpsons19:45 Logi (6/30) 20:35 Mike and Molly (8/22) 21:00 NCIS: Los Angeles (22/24) 21:45 Louie (4/14) 23:45 Kill The Irishman01:30 Solitary Man 03:00 Season Of The Witch04:30 Love Never Dies

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

12:30 Lettland - Ísland14:15 Anderlecht - Arsenal15:55 Cordoba - Real Sociedad17:35 Rhein-Neckar Löwen - Kiel19:05 Þýsku mörkin19:30 Meistaradeild Evrópu 20:00 La Liga Report20:30 Moto GP - Malasía21:30 Ronda Rousey22:15 UFC Fight Night: Nelson vs Story23:50 NBA - Shaqtin’ a Fool00:10 Upphitun - Bulls vs Cleveland01:00 Chicago - Cleveland Beint

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:50 Sunderland - Arsenal13:35 Burnley - Everton15:15 Liverpool - Hull 16:55 Premier League World 2014/ 17:25 Tottenham - Newcastle19:10 Match Pack19:40 Norwich - Bolton Beint21:40 Messan22:25 Enska úrvalsdeildin - upphitun22:55 Man. Utd. - Chelsea00:45 Messan

SkjárSport 11:00 Bundesliga Highlights Show11:50 B. Mönchengl. - B. Munchen13:40 & 21:30 Wolfsburg - Mainz15:30 Borussia Dortmund - Hannover17:20 Bayer Leverkusen - Schalke19:25 & 23:20 Schalke - Augsburg

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnaefni Stöðvar 2 11:35 Big Time Rush12:00 Bold and the Beautiful13:50 Neyðarlínan (6/7) 14:20 Logi (6/30) 15:10 Sjálfstætt fólk (5/20) 15:50 Heimsókn (6/28) 16:15 Gulli byggir (7/8) 16:40 ET Weekend (7/53) 17:25 Íslenski listinn17:55 Sjáðu (363/400)18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Sportpakkinn (12/50) 19:10 Mið-Ísland (6/8) 19:35 Lottó 19:40 The Big Bang Theory (14/24) 20:05 Stelpurnar (6/10) 20:30 Her22:35 Carrie00:15 From Paris With Love Hörku-spennandi hasamynd með John Travolta og Jonathan Rhys Meyers í aðalhlutverki og fjallar um tvo ólíka menn sem freista þess að koma í veg fyrir yfir-vofandi hryðjuverkaárás í París.01:45 In Time Spennutryllir með Justin Timberlake og Amöndu Seyfried í aðalhlutverkum. 03:30 Scent of a Woman06:00 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:40 Chicago - Cleveland10:30 Ísland - Holland 12:10 Liverpool - Swansea13:50 League Cup Highlights14:20 La Liga Report14:50 Granada - Real Madrid Beint16:50 Man. City - Newcastle.18:30 Looking Back at Gary Payton18:50 Barcelona - Celta Beint20:50 Real Sociedad - Malaga Beint22:50 UFC Now 201423:40 Granada - Real Madrid01:20 Formula 1 2014 - Tímataka

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:10 Match Pack09:40 Norwich - Bolton11:20 Messan12:05 Enska úrvalsdeildin - upphitun12:35 Newcastle - Liverpool Beint14:50 Arsenal - Burnley Beint17:00 Markasyrpa17:20 Chelsea - QPR19:00 Everton - Swansea20:40 Hull - Southampton22:20 Leicester - WBA 00:00 Stoke - West Ham

SkjárSport 12:35 Schalke - Augsburg14:25 Hamburg - Bayer Leverkusen17:25 & 21:20 B. München - Dortmund19:30 & 23:10 Hamburg - Leverkusen

RÚV07.00 Morgunstundin okkar10.20 Fisk í dag (3:8) e.10.30 Óskalög þjóðarinnar (3:8) e.11.25 Hraðfréttir e.11.45 Nautnir norðursins (8:8) e.12.15 Djöflaeyjan (5:27) e.12.45 Trúin flytur fjöll e.14.30 Svipmyndir frá Noregi14.35 Hringfararnir e.15.10 Challenger: Lokaflug e.16.40 Táknmálsfréttir (63)16.50 Forkeppni EM í handbolta karlaÍsland - Svartfjallaland Beint18.30 Stundin okkar (5:28)19.00 Fréttir19.20 Íþróttir19.35 Veðurfréttir19.40 Landinn (8)20.10 Óskalögin 1964 - 1973 (1:5)20.15 Orðbragð (1:6) Skemmtiþátt-ur um tungumálið á reiprenn-andi íslensku. Umsjón: Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason.20.50 Downton Abbey (3:8)21.40 Innrás frá tunglinu Ævintýra- og gamanmynd frá 2012. Árið 1945 komu nasistar sér fyrir í felum á myrka hluta tunglsins og skipuleggja heimsyfirráð árið 2018. Aðalhlutverk: Julia Dietze, Christopher Kirby og Götz Otto. Leikstjóri: Timo Vuorensola.23.10 Afturgöngurnar (5:8) e.00.05 Útvarpsfréttir í dagskrá

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist10:45 The Talk12:45 Dr.Phil14:05 Survivor (4:15)14:50 Kitchen Nightmares 15:35 Growing Up Fisher (7:13)16:00 The Royal Family (7:10)16:25 Welcome to Sweden (7:10)16:50 Parenthood (6:22)17:35 Remedy (6:10)18:20 Reckless (9:13)19:05 Minute To Win It Ísland (7:10) 20:05 Gordon Ramsay Ultimate20:30 Red Band Society (4:13)21:15 Law & Order: SVU (12:24)22:00 Fargo (6:10)22:50 Hannibal (6:13)23:35 Ray Donovan (9:12)00:25 The Tonight Show01:05 Fargo (6:10)01:55 Hannibal (6:13)

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:20 & 14:40 One Fine Day09:10 & 16:30 Big10:55 & 18:15 Airheads12:25 & 19:45 Bridges of Madison22:00 & 04:20 4200:05 Sherlock Holmes: A Game of ...02:10 Anonymous

22:35 Carrie Endurgerð þessarar þekktu hroll-vekju með Julianne Moore og Chloë Grace Moretz.

20:10 Secret Street Crew (1:6) Dansarinn Ashley Banjo stjórnar þessum frumlega þætti þar sem hann æfir flóknar dansrútínur með ólíklegasta fólki.

RÚV07.00 Morgunstundin okkar10.25 Útsvar e.11.25 Landinn e.11.55 Vesturfarar (10:10) e.12.40 Viðtalið - Hans Rosling e.13.05 Kiljan (6:28) e.13.45 Kjarnakonur í Bandaríkjunum e.14.45 Ebóla - Leitin að lækningu e.15.40 Fjársjóður framtíðar II (4:6) e.16.15 Vísindahorn Ævars16.20 Visindahorn Ævars16.25 Ástin grípur unglinginn (8:12)17.10 Táknmálsfréttir (62)17.20 Violetta (25:26)18.05 Vasaljós (5:10)18.30 Hraðfréttir (6:29) e.18.54 Lottó (10:52)19.00 Fréttir19.20 Íþróttir19.35 Veðurfréttir19.40 Óskalög þjóðarinnar (3:8)20.40 Í strákaliðinu Gamanmynd frá 2006. Til að fá tækifæri til að gera það sem henni finnst skemmtilegast þykist Viola vera tvíburabróðir sinn og tekur hans sæti í fótboltaliði skólans. Aðal-hlutverk: Amanda Bynes, Laura Ramsey og Channing Tatum. Leikstjóri: Andy Fickman22.25 Einræðisherrann Aðalhlut-verk: Sacha Baron Cohen, Anna Faris og John C. Reilly. Leikstjóri: Larry Charles. Ekki við hæfi barna.23.50 Húðin sem ég á heima í Ekki við hæfi ungra barna. Leikstjóri er Pedro Almodóvar og meðal leikenda eru Antonio Banderas, Elena Anaya og Jan Cornet. e.01.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist11:35 The Talk12:55 Dr.Phil14:55 Red Band Society (3:13)15:40 The Voice (10/11:26)17:55 Extant (9:13)18:40 The Biggest Loser (14/15:27)20:10 Secret Street Crew (1:6)21:00 NYC 22 (9:13)21:45 The Mob Doctor (2:13)22:30 Vegas (10:21)23:15 Dexter (9:12)00:05 Unforgettable (6:13)00:50 Flashpoint (7:13)01:35 The Tonight Show

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:40 & 14:50 The American President09:30 & 16:40 The Mask of Zorro11:45 & 18:55 Haunting of Molly Hartl.13:10 & 20:20 Grown Ups 222:00 & 03:10 Insidious: Chapter 223:45 Saw VI01:15 Now You See Me

22:00 Fargo (6:10) Sjón-varpsþættir sem eru undir áhrifum samnefndrar kvikmyndar Coen bræðra.

20.15 Orðbragð (1:6) Skemmtiþáttur um tungu-málið á reiprennandi íslensku. Við höldum áfram að uppgötva nýjar hliðar á íslenskunni, þessu sérvisku-lega og kröftuga máli.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is

ÞÚ Þ

ARFT

B

ARA AÐ SKANNA QR KÓÐANN

TIL AÐ FÁ NÝJASTA BÆKLINGINN Í SÍM

ANN

ÞINN

SNJALLÚRMest selda snjallúr í heimi er nú loksins

fáanlegt á Íslandi. Pebble úrið er með

baklýstum LED 1.26” e-paper skjá,

BT 4.0 og allt að 7 daga rafhlöðu :)

19.900

SNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚRSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚR

NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI

4BLS

Page 67: 31 10 2014

Nú eru Sveppamyndirnar hættar að vera þrí-leikur þar sem sú fjórða verður frumsýnd í dag, föstudag. Við fjórðu mynd missa menn oft þolið og myndirnar slappast fyrir vikið. En það er ekki tilfellið hjá höfundum og prímusmótorum bálks-ins, Braga og Sveppa, sem slá frekar í klárinn en hitt. Því þessi mynd er spennandi og fyndin frá fyrstu mínútu. Sú besta að mínu mati. Sessu-nautur minn, átta ára dóttir mín, iðaði í sætinu allan tímann og hló, ýmist af gleði eða geðshær-ingu. Sumt skildi hún ekki alveg enda nokkrir brandarar ætlaðir eldri kynslóðinni og er það vel í svona fjölskyldumynd.

Sveppi, Villi og Gói halda myndinni uppi að vanda og gera það vel en vert er að nefna alla aukaleikarana sem að eru ekki síðri, Vondi

kallinn, gott ef hann var ekki vondu karlarnir, virkaði sérlega vondur og langaði í landsyfirráð. Fabrikku Jói var góður sem og Einar Örn sem margir kannast frekar við sem Manna úr Nonna og Manna. Hilmi Snæ þarf ekki að nefna, enda toppeintak þar á ferð, sérlega myndarlegur með ljómandi yfirskegg. En hins vegar má taka út fyrir sviga hann Gulla okkar Helga sem átti gæða innkomu í myndina. Lék þar lífsglaðan Jóhannes sem keyrir flutningabíl upp í Borgarnes og alla leið á Snæfellsnes.

Sum sé. Þetta er ljómandi skemmtileg og vel gerð fjölskyldumynd þar sem ímyndunaraflið er nýtt til hins ýtrasta og kjánalátum og vitleysu gert sérlega hátt undir höfði. Haraldur Jónasson

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 211:20 iCarly (22/25)11:45 Töfrahetjurnar (6/10) 12:00 Nágrannar13:50 Stelpurnar (6/10) 14:15 The Big Bang Theory (2/24) 14:40 Heilsugengið (4/8) 15:05 Um land allt (2/12) 15:35 Louis Theroux: Miami Mega Jail16:40 60 mínútur (5/53) 17:30 Eyjan (10/20) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Sportpakkinn (62/100) 19:10 Ástríður (12/12) 19:35 Sjálfstætt fólk (6/20) 20:10 Neyðarlínan (7/7) 20:40 Rizzoli & Isles (15/16) 21:25 Homeland (5/12) 22:15 Shamelsess (2/12) 23:05 60 mínútur (6/53) 23:55 Eyjan (10/20)00:45 Brestir (2/8) 01:15 Outlander (3/16) Magnaðir þættir sem fjalla um hjúkrunar-konuna Claire Beauchamp en hún vinnur við að hjúkra særðum her-mönnum í seinni heimsstyrjöld-inni. Á dularfullan er hún allt í einu komin til ársins 1743.02:15 Legends (7/10)02:55 Boardwalk Empire (8/8) 03:55 The Devil Wears Prada05:40 Neyðarlínan (7/7)

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:40 CSKA Moscow - Man. City12:25 Þýsku mörkin12:50 Skallagrímur - Snæfell14:10 Sounds of the Finals 201415:00 Chicago - Cleveland16:50 Meistaradeild Evrópu 17:20 League Cup Highlights 17:50 Barcelona - Celta19:30 Formúla 1 - Bandaríkin Beint22:30 Granada - Real Madrid00:10 Real Sociedad - Malaga

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:20 Everton - Swansea10:00 Stoke - West Ham11:40 Newcastle - Liverpool13:20 Man. City - Man. Utd. Beint15:50 Aston Villa - Tottenham Beint18:00 Man. City - Man. Utd. 19:40 Aston Villa - Tottenham21:20 Hull - Southampton23:00 Arsenal - Burnley00:40 Leicester - WBA

SkjárSport 10:45 Hamburg - Bayer Leverkusen12:35 & 22:10 B. München - Dortmund14:25 B. Mönchengl. - Hoffenheim16:25 & 20:20 FC Köln - Freiburg18:30 B. Mönchengl. - Hoffenheim

2. nóvember

sjónvarp 67Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Bíó Sveppi iv

Besta Sveppamyndin til þessa

GS SKÓRÁ AFMÆLIí tilefni af því ætlum

við að bjóða

Kringlan | Smáralind

ntc.is| /gsskor/ /#gs_skor

10%fim 30. okt. - sun 2. nóv.

afsl.af öllum skóm

Page 68: 31 10 2014

ererkomiðkomið

á kfc

fylgirfylgirfylgirfylgirfylgirmeðfylgirmeðmeðmeðmeðmeðmeð

öllumöllumöllumbarnaboxum

svooogott™

PIPAR

\TBW

A • SÍA

• 132743

Rogastanz eftir Ingibjörgu Reynisdóttur

Fjörug skáldsaga byggð á fjölskrúðugum persónum og atburðum sem eiga sér stað í raunveruleikanum þar sem meðal annars varpað er fram spurningunni um hvenær kynlíf sé kynlíf.

Bara ef... eftir Jónínu Leósdóttur

Sprenghlægileg saga úr samtímanum sem Jónína skrifar eins og henni er einni lagið. Þetta er saga sem sjónum er beint að því hversu mikið við veljum að horfa í baksýnisspegilinn í daglegu lífi.

Litlu dauðarnir eftir Stefán Mána

Mögnuð spennusaga þar sem drunginn svífur yfir vötnunum. Stefán Máni sýnir hér á sér nýjar hliðar og skyggnist enn lengra inn í persónur sínar. Svik, leyndarmál og lygar – allt í einni bók.

Vonarlandið eftir Kristínu Steinsdóttur

Heillandi saga sem segir frá forvitnilegum alþýðukonum sem komu fótgangandi til Reykjavíkur á seinni hluta 19. aldar í von um betra líf. Þær byrja í saltfiski, kolaburði og þvotti og láta ekki sitja við orðin tóm. Kristín sló eftirminnilega í gegn með met-sölubókinni Ljósu.

Kata eftir Steinar Braga

Kata er saga um kynferðisglæp og eftir-köst hans og nálgast Steinar Bragi við-fangsefnið af því vægðarleysi sem hann er þekktur fyrir. Bókin um Kötu hefur þegar vakið mikið umtal en meðal persóna eru þjóðþekktir Íslendingar sem eru enn á lífi.

Kvíðasnillingarnir eftir Sverri Norland

Höfundur dregur hér fram frumlega og fjöruga mynd af hlutskipti karla í sam-tímanum, saga drengja sem brátt verða unglingar og svo fullorðnir menn. Þetta er fyrsta skáldsaga Sverris og hlaut hann nýræktarstyrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta.

Hafnarfjarðarbrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur

Drepfyndin saga fyrir unglinga á öllum aldri um Klöru sem býr í svínastíu í Hafnarfirði sem er skilin eftir hjá ömmu sinni á meðan foreldrar hennar fara til Kanaríeyja. Bryndís hlaut íslensku barna-bókaverðlaunin fyrir bókina Flugan sem stöðvaði stríðið.

Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson

Ófeigur skaust upp á stjörnuhimin ís-lenskra höfunda með bókinni Skáldsaga

um Jón sem fékk Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins. Hér skiptist á fjar-stæðukennt grín og kraftmikil ádeila sem ber vitni um djúpa tilfinningu fyrir íslenskri náttúru og mannlífi.

Stundarfró eftir Orra Harðarson

Átakanleg saga sem þó er full af leiftrandi húmor og hráslagalegri kaldhæðni. Hér er sagt frá efnilegasta skáldi Íslands sem fimm árum eftir sína fyrstu bók er engu nær um framhaldið. Norðurland kemur mikið við sögu í þessari fyrstu skáldsögu Orra.

Segulskekkja eftir Soffíu Bjarnadóttur

Ljóðræn skáldsaga um lífsviljann og þá krákustíga sem manneskjan fetar í leit að sátt við eigin tilvist, um unga konu sem fer til Flateyjar til að jarða móður sína. Þetta er fyrsta skáldsaga Soffíu og hefur hún hlotið góðar viðtökur.

Drón eftir Halldór Armand

Frumleg og óvenjuleg skáldsaga eftir höf-und bókarinnar „Vince Vaughn í skýjunum“ sem fékk mikið lof. Hér segir frá Heiðrúnu Sólnes, efnilegustu knattspyrnukonu landsins, en líkami hennar virðist geta spáð fyrir um dularfullar árásir dróna um allan heim.

Mikil breidd í íslenskum skáldsögumÞ að kennir ýmissa grasa í

jólabókaf lóðinu sem þeg-ar er byrjað að flæða inn í

bókabúðir. Íslenskar skáldsögur njóta alltaf sérstakra vinsælda og

fjölmargir sem óska sér einskis heitar en að fá minnst eina íslenska skáldsögu í jólapakkann. Gríðarleg breidd er í efni þeirra skáldsagna sem komið hafa út frá haustmán-

uðum eftir íslenska höfunda; við lesum um svik og leyndarmál, al-þýðukonur sem vinna í saltfiski á 19. öld og sprenghlægilega frásögn af lífi tveggja para á tímamótum. - eh

Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Page 69: 31 10 2014

Föstudagur kl. 15:40 - 16:20 - 17:50 - 18:40 - 20:00 kl. 15:40 - 17:50 kl. 17:40 - 20:00 kl. 17:50 - 20:10 kl. 17:50 - 20:00

Laugardagur kl. *10:30 - 11:40 - 13:00 - 14:00 15:20 - 16:20 - 17:40 - 20:00

kl. 13:00 - 14:00 - 15:20 - 16:20 - 17:40 kl. 13:00 - 15:20 - 17:4020:00

kl. 13:00 - 15:20 - 17:40 - 20:00 kl. 13:00 - 15:20 - 17:40 - 20:00

Sunnudagur kl. *10:30 - 11:40 - 13:00 - 14:00 15:20 - 16:20 - 17:40 - 20:00

kl. 13:00 - 14:00 - 15:20 - 16:20 - 17:40 kl. 13:00 - 15:20 - 17:4020:00

kl. 13:00 - 15:20 - 17:40 - 20:00 kl. 13:00 - 15:20 - 17:40 - 20:00

SÝNINGARTÍMAR HELGINA 30. OKTÓBER TIL 2. NÓVEMBER

*Morgunbíósýningar 1. og 2. nóvember kl. 10.30 í Sambíóinum í Álfabakka. Sveppi mætir á staÐinn og tekur á móti krökkunum.

Endilega kynntu þér máliÐ og miÐasöluna á sambioin.isEndilega kynntu þér máliÐ og miÐasöluna á sambioin.is

“Það er til háborinnar fyrirmyndar að til sé fólk sem nennir að gera bíó

sem allir hafa gaman af”

Jói B. Venjulegur maður

úti í bæ

Page 70: 31 10 2014

Ragnar Kjartansson talar á You Are in Control.

Arnar Jónsson, Halldóra Björnsdóttir og Baldur Trausti Hreinsson ásamt leikstjóranum Svölu Arnarsdóttur. Þau ásamt Agli Ólafssyni og Svandísi Dóru Einarsdóttur koma fram í Hörpu á mánudagskvöld og hylla Einar Benediktsson. Ljósmynd/Hari

Alls eru sjö nýjar bækur í tíu efstu sætunum á metsölulista Pennans Eymundsson þessa vikuna. Helstu tíðindin eru þau að Arfur-inn eftir Borgar Jónsteinsson fer beint í fyrsta sæti listans. Þetta er fyrsta bók höfundar og þar dregur hann lesandann að hildarleik heimstyrjaldarinnar síðari og í ferðalag til Argentínu tíunda áratugarins. Gunnar

Helgason á fótboltabók í öðru sæti, Gula spjaldið í Gautaborg, og í þriðja sæti er bókin Saga þeirra, sagan

mín, eftir Helgu Guðrúnu Johnson, sem er saga þriggja kvenna sem einkennist af sviptivindum og skörpum and-stæðum.

Í fjórða og fimmta sæti eru svo bækurnar Nála Riddarasaga, eftir Evu Þengilsdóttur og Nátt-blinda Ragnars Jónassonar.

Sænska spennusagan Í innsta hring vermir sjötta sætið en Koparakur, ljóðabók eftir Gyrði Elías-son, stekkur beint í sjöunda sæti. Í áttunda sæti er einnig ný bók á lista, Svart-hvítir dagar, eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur þar sem Jóhanna segir frá upp-vaxtarárum sínum.

Nýjasta bók Stefáns Mána, Litlu dauðarnir, fer beint í níunda sæti og verður gaman að sjá hvernig viðtökur hún fær næstu vikurnar.

7 nýjar bækur á topp 10 Ráðstefna You aRe In ContRol í næstu vIku

Skapandi fólk sem vinnur þvert á listgreinarAlþjóðlega ráðstefnan You Are In Control (YAIC) verður haldin í Reykjavík í sjöunda sinn dagana 3. og 4. nóvember næstkomandi í Bíó Paradís. Sem fyrr mætast á ráð-stefnunni skapandi greinar; hönnun, tónlist, bókmenntir, tölvutækni, leik-list, kvikmyndagerð og myndlist. Þemað í ár er Skapandi samsláttur (e. Creative Synergy), þar sem áhersla er lögð á verkefni og skapandi fólk sem vinnur þvert á eða milli listgreina og rýnt í hvaða nýju tækifæri er að finna í þessum samslætti.

Meðal fyrirlesara eru Christine Boland, sem er fræg fyrir svokallað

„Trend Forecasting“ á sviði tísku, hönnunar og neyslumynstri. Banda-ríski tónlistarmaðurinn Zebra Katz sem hefur vakið athygli fyrir að vinna þvert á listgreinar í tónlist sinni. Hann kemur einnig fram á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. Nelly Ben Hayoun hefur verið nefnd „Willy Wonka hönnunar og vísinda“. Vala Halldórsdóttir, aðal-ritstjóri QuizUp. Edward Nawotka, ritstjóri og stofnandi Publishing Per-spectives og listamaðurinn Ragnar Kjartansson.

Nánari upplýsingar um fyrirlesara og fjölmargar vinnustofur ráðstefnunn-ar má finna á www.youareincontrol.is.

tímamót 150 áRum fagnað með sýnIngu um eInaR BenedIktsson

Eitt besta skáld sem álfan hefur áttÍ dag, föstudag, eru 150 ár liðin frá fæðingu Einars Benediktssonar skálds og athafnamanns. Afmælinu verður fagnað á ýmsan hátt um helgina og á mánudagskvöldið verður gestum boðið í ævintýraferð um ljóðheima skáldsins, þar sem kvæðin kallast á við myndir, leik, hljóð og tónlist. Einn af þeim sem haldið hefur utan um afmælisdagskrána er Arthúr Björgvin Bollason sem segir skáldið hafa fallið í gleymsku í menningarlegri umræðu í gegnum tíðina.

Þ etta hófst nú þannig að forsetisráðherra lofaði tvennu í áramótaræðu sinni um síðustu áramót. Annars vegar að fagna

afmæli lýðveldisins og hins vegar 150 ára af-mæli Einars Benediktssonar. Þetta heyrði fjöl-

skylda hans eins og aðrir og fór að kanna það hvort það ætti að efna þetta lof-orð, sem kom í ljós að stóð til,“ segir Arthúr Björgvin Bollason, einn skipuleggj-enda dagskrár í tilefni 150 ára afmælis Einars Benediktssonar.

„Fjölskyldan fékk það hlutverk að leggja sjálf til hvað væri best að gera. Þetta lendir á borðinu hjá mér og konu minni, Svölu Arnarsdóttur dramatúrg, en Einar var langafi hennar. Fyrst var búin til skýrsla með hug-myndum að því sem ætti að gera og við lögðum til

að haldin yrði afmælishátíð og að hús skálds-ins við Elliðavatn yrði gert að húsi ljóðsins þar sem verkum hans yrði haldið á lofti með sýningu eins og gert hefur verið erlendis. Þar sem gestir upplifðu ljóðin á bæði myndrænan og gagnvirkan hátt. Síðan yrði húsið tilvalið til allskyns uppákoma tengdum ljóðum og ljóð-list, við eigum ekkert ljóðahof hér á landi,“ segir Arthúr.

„Svo lögðum við til að Einari yrði gerður

sá heiður að gera afmælisdag hans, 31.októ-ber, að degi ljóðsins. Sérstaklega með það að leiðarljósi að tengja það verkefni inn í skólana, svo þetta er hugsað sem málræktarátak líka og ég hugsa að það hafi kveikt í fólki á æðstu stöðum því þessi hugmynd hefur fengið góðar undirtektir.“

Á mánudagskvöldið verður haldin Ævintýra-ferð um ljóðheima skáldsins í Norðurljósasal Hörpu þar sem leikarar lesa og leikgera ljóðin undir leikstjórn Svölu. „Þetta verður mikið sjónarspil sem hefur verið unnið af Jóni Agli Bergþórssyni kvikmyndatökumanni og Vigni Jóhannssyni myndlistarmanni og við hugsuð-um þetta sem upptakt að því sem verður hægt að sjá í húsi skáldsins,“ segir Arthúr. „Svala lagði áherslu á það að flestar hliðar Einars yrðu þarna sýndar svo þarna fáum við að sjá eldhugann, athafnamanninn, elskhugann og skáldið Einar. Hann var langt á undan sinni samtíð hvað varðar hugmyndir og lífssýn. Hann féll svolítið í gleymsku en útlendingar sem þekkja mikið til í evrópskum bókmennt-um segja hann eitt besta skáld sem álfan hefur átt,“ segir Arthúr Björgvin Bollason.

Sýningin Nú heyrist eldhjarta Íslands slá verður í Norðurljósasal Hörpu mánudags-kvöldið 3. nóvember klukkan 20 og er aðgang-ur ókeypis. Þeir sem koma fram í sýningunni eru Arnar Jónsson, Egill Ólafsson, Halldóra Björnsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson og Svandís Dóra Einarsdóttir.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Einar Benedikts-son.

70 menning Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Lína langsokkur (Stóra sviðið)Lau 1/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 16/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/12 kl. 13:00 30.k.

Sun 2/11 kl. 13:00 20.k. Lau 22/11 kl. 13:00 23.k. Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas.

Fös 7/11 kl. 18:00 Aukas. Sun 23/11 kl. 13:00 24.k. Sun 21/12 kl. 13:00 31.k.

Lau 8/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Fös 26/12 kl. 13:00Lau 8/11 kl. 16:00 Aukas. Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. Fös 26/12 kl. 16:00Sun 9/11 kl. 13:00 21.k. Lau 6/12 kl. 13:00 27.k. Lau 27/12 kl. 13:00Sun 9/11 kl. 16:00 Aukas. Sun 7/12 kl. 13:00 28.k. Sun 28/12 kl. 13:00Lau 15/11 kl. 13:00 22.k. Lau 13/12 kl. 13:00 29.k.

Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins!

Bláskjár (Litla sviðið)Sun 9/11 kl. 20:30 8.k. Þri 11/11 kl. 20:00 Aukas. Mið 12/11 kl. 20:30 9.k.

Sýningin 11. nóvember. verður textuð á ensku.

Kenneth Máni (Litla sviðið)Fös 31/10 kl. 20:00 16.k. Lau 8/11 kl. 20:00 20.k. Fös 21/11 kl. 20:00 24.k.

Lau 1/11 kl. 20:00 17.k. Fim 13/11 kl. 20:00 21.k. Lau 22/11 kl. 20:00 25.k.

Sun 2/11 kl. 20:00 Aukas. Fös 14/11 kl. 20:00 22.k. Sun 23/11 kl. 20:00 aukas.

Mið 5/11 kl. 20:00 Aukas. Lau 15/11 kl. 20:00 23.k. Lau 29/11 kl. 20:00 26.k.

Fim 6/11 kl. 20:00 18.k. Sun 16/11 kl. 20:00 aukas.

Fös 7/11 kl. 20:00 19.k. Fim 20/11 kl. 20:00 aukas.

Nýjar aukasýningar komnar í sölu!

Gaukar (Nýja sviðið)Fös 31/10 kl. 20:00 11.k. Sun 9/11 kl. 20:00 Lau 29/11 kl. 20:00Lau 1/11 kl. 20:00 12.k. Fös 14/11 kl. 20:00 14.k. Sun 30/11 kl. 20:00Fim 6/11 kl. 20:00 13.k. Fim 20/11 kl. 20:00Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur

Beint í æð (Stóra sviðið)Fös 31/10 kl. 20:00Frumsýning

Fös 14/11 kl. 20:00 8.k. Lau 22/11 kl. 20:00 14.k.

Lau 1/11 kl. 20:00 2.k. Lau 15/11 kl. 20:00 9.k. Sun 23/11 kl. 20:00 15.k.

Sun 2/11 kl. 20:00 3.k. Sun 16/11 kl. 20:00 10.k. Fim 27/11 kl. 20:00 16.k.

Þri 4/11 kl. 20:00 4.k. Þri 18/11 kl. 20:00 aukas. Fös 28/11 kl. 20:00 17.k.

Mið 5/11 kl. 20:00 5.k. Mið 19/11 kl. 20:00 11.k. Lau 29/11 kl. 20:00 18.k.

Fim 6/11 kl. 20:00 6.k. Fim 20/11 kl. 20:00 12.k. Sun 30/11 kl. 20:00 19.k.

Fim 13/11 kl. 20:00 7.k. Fös 21/11 kl. 20:00 13.k.

Forsala í fullum gangi - Frumsýning 31. október

Beint í æð – frumsýning í kvöld!

HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS [email protected]

leikhusid.is Konan við 1000° – HHHH „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið

Karitas (Stóra sviðið)Fös 31/10 kl. 19:30 6.sýn Fös 14/11 kl. 19:30 12.sýn Fim 27/11 kl. 19:30 17.sýn

Lau 1/11 kl. 19:30 7.sýn Lau 15/11 kl. 19:30 13.sýn Fös 28/11 kl. 19:30 18.sýn

Fim 6/11 kl. 19:30 8.sýn Sun 16/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 29/11 kl. 19:30 19.sýn

Fös 7/11 kl. 19:30 9.sýn Fim 20/11 kl. 19:30 14.sýn Fim 4/12 kl. 19:30 20.sýn

Lau 8/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 21/11 kl. 19:30 15.sýn Fös 5/12 kl. 19:30 21.sýn

Fim 13/11 kl. 19:30 11.sýn Lau 22/11 kl. 19:30 16.sýn Lau 6/12 kl. 19:30 22.sýn

Seiðandi verk sem hefur hlotið frábærar viðtökur. Nýjar sýningar komnar í sölu.

Konan við 1000° (Kassinn)Fös 31/10 kl. 19:30 19.sýn Fös 14/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 29/11 kl. 19:30 33.sýn

Lau 1/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 15/11 kl. 19:30 28.sýn Fim 4/12 kl. 19:30 35.sýn

Fim 6/11 kl. 19:30 23.sýn Fim 20/11 kl. 19:30 Aukas. Fös 5/12 kl. 19:30 36.sýn

Fös 7/11 kl. 19:30 24.sýn Fös 21/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 6/12 kl. 19:30 37.sýn

Lau 8/11 kl. 19:30 25.sýn Fim 27/11 kl. 19:30 30.sýn

Fim 13/11 kl. 19:30 26.sýn Fös 28/11 kl. 19:30 31.sýn

5 stjörnu sýning - einstök leikhúsupplifun.

Ævintýri í Latabæ (Stóra sviðið)Sun 2/11 kl. 13:00 24.sýn Sun 23/11 kl. 13:00 Sun 28/12 kl. 13:00Sun 9/11 kl. 13:00 26.sýn Sun 30/11 kl. 13:00 Sun 28/12 kl. 16:30Sun 16/11 kl. 13:00 Sun 7/12 kl. 13:00Stórsöngleikur fyrir börn á öllum aldri í Þjóðleikhúsinu.

Hamskiptin (Stóra sviðið)Mið 19/11 kl. 19:30 Aukas.

Aðeins ein aukasýning í nóvember.

Leitin að Jörundi (Þjóðleikhúskjallarinn)Lau 1/11 kl. 17:00 2.sýn Lau 15/11 kl. 17:00 4.sýn

Sun 2/11 kl. 20:00 3.sýn Sun 16/11 kl. 20:00 5.sýn

Sápuópera um hundadagakonung

Page 71: 31 10 2014

FRUMSÝNING Í KVÖLD KL.20Drepfyndin SÝning sem flæðir beint í æð!

TRYGGÐU ÞÉR MIÐA!

A.T.H. - gildir ekki með öðrum tilboðum

Fös. 31/10 kl. 20Lau 1/11 kl. 20Sun 2/11 kl. 20Þri 4/11 kl. 20Mið 5/11 kl. 20

Fim 6/11 kl. 20Fim 13/11 kl. 20Fös 14/11 kl. 20Lau 15/11 kl. 20Sun 16/11 kl. 20

Þri 18/11 kl. 20Mið 19/11 kl. 20Fim 20/11 kl. 20Fös 21/11 kl. 20Lau 22/11 kl. 20

Sun 23/11 kl. 20Fim 27/11 kl. 20Lau 28/11 kl. 19Lau 29/11 kl. 19Sun 30/11 kl. 20

MIÐASALA - 568 8000 - BORGARLEIKHUS.IS

UPPSELTUPPSELTUPPSELTörfá sæti

UPPSELT

UPPSELTUPPSELTUPPSELTUPPSELTörfá sæti

UPPSELTörfá sæti

örfá sæti

UPPSELTUPPSELT

örfá sæti

örfá sæti

UPPSELTUPPSELTUPPSELT

Forsölutilboð TM er einn af máttarstólpum Borgarleikhússins því býðst viðskiptavinum TM 25% afsláttur á fyrstu 20 sýningarnar.

Page 72: 31 10 2014

Í takt við tÍmann katrÍn Ásmundsdóttir

Grænmetisæta með gamlan Nokia-símaKatrín Ásmundsdóttir er 22 ára laganemi í HR og annar stjórn-enda sjónvarpsþáttarins Hæpsins. Hún keyrir um á tólf ára gömlum Honda Jazz og elskar að fara í „brunch“ um helgar.

StaðalbúnaðurFatastíllinn minn er einfaldur, það er eiginlega allt svart. Ég kaupi mest föt í út-löndum, í búðum eins og & Other Stories, Monki og H&M.

HugbúnaðurÞegar ég er ekki í skólanum eða að vinna reyni ég að læra og að eiga gæðastund með vinum og vandamönnum og kærast-anum mínum. Mér finnst sérstaklega gaman að fara í „brunch“ um helgar eða að fara í bíó. Það er til dæmis algert möst að fara á Riff. Ég æfi í World Class en hef verið að æfa dans í Klassíska listdansskól-anum og hef í hyggju að byrja þar aftur þegar það verður aðeins minna að gera. Ég fer ekki mikið út að skemmta mér en það er alltaf gaman að fara út að borða með vinum eða kíkja á góða tónleika. Ég horfi á Homeland og Sopranos, American Horror Story og House of Cards. Svo er klassískt að detta í Sex and the City.

VélbúnaðurÉg er með tvo síma, iPhone sem ekki er hægt að hringja úr eða senda sms, og

gamlan Nokia-síma fyrir einmitt það. Ég nota iPhone-inn til að komast á netið og allt það. Ég myndi ekki segja að samfélagsmiðlar séu minn vettvangur, ég pósta mynd þegar ég man eftir því.

AukabúnaðurMér finnst mjög gaman að elda, það er með því skemmtilegasta sem ég geri. Það fer mikill tími í að skoða og leita að upp-skriftum en ég mætti eyða meiri tíma í að elda. Ég er grænmetiæta og græn-metis smalabaka er einn af uppá-halds réttunum mínum. Ég keypti mér bíl núna í haust – 12 ára gamlan Honda Jazz – og veit ekki hvað ég gerði án hans. Það er erfitt að ætla að fara milli skóla og vinnu í strætó. Í sumar fór ég til London með vinkonum mínum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég kom þangað og við fórum á tónlistarhátíðina Wireless. Þar sáum við Earl Sweatshirt, Azealia Banks og Iggy Azalea og marga fleiri flotta poppara.

Plötuhorn hannesar

5ADHD

Hlýlegur tregiHljómsveitin ADHD hefur fest sig í sessi sem ein áhugaverðasta djasssveit landsins. Nýjasta plata þeirra, sú fimmta í röðinni, nefnist einfaldlega 5 og er sveitin eins og oft áður að gæla við djassstef og form í blöndu við skemmtilegar rytmapælingar. Tónlist ADHD er skandinavísk að mörgu leyti. Það gætir ein-hverrar norrænnar einlægni í þessum stefjum. Lögin eru, ef eitthvað er, aðeins þyngri en á fyrri plötum og sumstaðar minnir hljóð-heimurinn á sveitir eins og Sigur Rós og Godspeed You Black Emperor, sem er ekki leiðum að líkjast. Hlýr tónn saxófónleikarans Óskars Guðjónssonar og snyrtilegar hrynpælingar Magnúsar Trygvasonar Eliassen trommuleikara binda þennan hljóðheim saman. Þessi plata ADHD er aðeins tormeltari en fyrri plötur en samt eru einkenni sveitarinnar sterk og það er virkilega gaman að fylgjast með þróun þessarar sveitar. Bestu lög: Indjánadans-inn, Sveðjan og Eyþór Gunnarsson.

vellirSnorri Sigurðarson

Fyrirmyndar frumraunTrompetleikarinn Snorri Sigurðarson er einn fremsti djasstrompetleikari landsins og er varla neinn tónlistar-maður starfandi sem Snorri hefur ekki spilað með. Vellir er hans fyrsta plata þrátt fyrir að hafa verið lengi að. Lögin eru öll eftir Snorra og nýtur hann aðstoðar hljóðfæraleikaranna Einars Vals Scheving, Agnars Más Magnússonar og Richard Anderson. Tónlistin á plötunni er góð blanda hefð-bundinna Be-Bop skotinna djasslaga og þjóðlegra stefja. Snorri leikur bæði á trompet og flugelhorn á plötunni og ég er ekki frá því að flugelhornið hafi vinning-inn hjá Snorra, þó trompet-leikurinn sé vissulega til fyrirmyndar líka. Platan rennur ákaflega ljúflega í gegn og það er greinilegt að Snorri er lunkinn tón-smiður. Vonandi líður ekki langur tími að næstu plötu. Hljóðfæraleikur á plötunni er til mikillar fyrirmyndar og hljóðheimurinn er mjúkur og áreynslulaus. Bestu lög: Hægt og sljótt, Beint í moll og Vellir.

svefnljóðRagga Gröndal

TímamótSvefnljóð er 8. sólóplata söngkonunnar Röggu Gröndal sem þarf vart að kynna fyrir tónlistaráhuga-fólki. Lögin á plötunni eru eftir Röggu sjálfa fyrir utan eitt lag sem er eftir Guðmund Pétursson gítarleikara. Ragga sýnir á þessari plötu að hún er full-skapaður listamaður sem vert er að taka alvarlega fyrir alla sína vinnu. Platan byrjar á hinu seiðmagnaða titillagi og maður opnar ósjálfrátt eyrun og hlustar af andakt. Það er varla veikan blett að finna á þessari plötu. Söngur Röggu er gríðarlega yfir-vegaður og það heyrist vel hvaða vald hún hefur á hljóðfæri sínu. Hljóðheim-urinn er mjög fallegur og bindur lögin saman ásamt öllum hljóðfæraleik, sem er minimalískur sem gerir það að verkum að laglínur fá að njóta sín til fullnustu. Ég er á því að þessi plata verði til þess að Ragga Gröndal verður talin ein besta tónlistarkona landsins um ókomna tíð – og hana nú!Bestu lög: Svefnljóð, Landgangur, Litla barn, Ástarorð og Lifandi vatnið

Ljós

myn

d/H

ari

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA

72 dægurmál Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Page 73: 31 10 2014

„Í æsku var mamma kletturinn. Hún var alltaf til staðar, traust og ráðagóð, sama

hvað gekk á. Ég var ekki sá auðveldasti en hún kom mér til manns og lambalærið sem hún eldaði á sunnudögum var engu líkt.“

„Í æsku var mamma kletturinn. Hún var alltaf til staðar, traust og ráðagóð, sama

hvað gekk á. Ég var ekki sá auðveldasti en hún kom mér til manns og lambalærið sem hún eldaði á sunnudögum var engu líkt.“

Fáðu þér hægeldað lambalæri

að hætti mömmu

1944 – Matur fyrir sjálfstæða íslendinga1944 – Matur fyrir sjálfstæða íslendinga

Lambalærið er hægeldað við 80 c. Það tryggir að vítamín og næringarefni halda sér. Rétturinn er tilbúinn til neyslu og þarfnast aðeins hitunar.

Fáðu þér hægeldað lambalæri

að hætti mömmuLambalærið er hægeldað við 8Það tryggir að vítamín og næringarefni halda sér. Rétturinn er tilbúinn til neyslu og þarfnast aðeins hitunar.

1944 –

Rétturinn er tilbúinn til neyslu og þarfnast aðeins hitunar.

Page 74: 31 10 2014

Bíó Algjör Sveppi og gói BjArgAr málunum frumSýnd

Ímyndunaraflið er stærsta vopniðÍ vikunni var fjórða kvikmyndin um ævintýri Sveppa og Villa, Algjör Sveppi og Gói bjargar mál-unum frumsýnd og var hennar beðið með mikilli eftirvæntingu þeirra sem hafa fylgst með fyrri myndum þessara kappa. Leikstjóri myndanna og framleiðandi, Bragi Hinriksson, segir að þeir hafi fundið fyrir kröfu frá krökkum um að gera aðra mynd.

Þ etta var auðvitað bara brandari,“ segir Bragi Hinriksson leikstjóri. „Þetta byrjaði þannig að mig langaði að gera bíómynd. Ég nennti ekki að

hugsa það til sextugs og enda á því að gera bara eina og ég þurfti að finna verkefni þar sem ég gat athugað á sjálfum mér hvort ég gæti sagt sögu á 90 mínútum. Það var hugsunin á bak við fyrstu myndina. Svo fundum við bara fyrir því að eftirtekt krakkana er svo mikil að þau vilja framhald. Það voru hlutir í síðustu mynd sem þeim fannst ekki hafa verið kláraðir. Vondi karlinn var ennþá þarna úti og þau kölluðu á fram-hald.“

Auðskrifaðir karakterarSíðasta myndin um ævintýri Sveppa kom út árið 2011 og segir Bragi að eftirvæntingin sé mikil. „Það er búið að selja um 400 miða í forsölu í bíó. Það gerist alla jafna ekki í bíó, það er búið að bóka hópasýningar langt fram í tímann svo það er mikil eftirvænting,“ segir Bragi. Fyrsta myndin kom árið 2009 svo þeir félagar hafa nánast gert eina mynd á ári í 5 ár. „Við vorum að vísu aðeins fljótari að skjóta þessa mynd en hinar og er það vegna þess að við fengum að skjóta í myndveri RÚV sem er meðframleiðandi myndarinnar.“ Er ekki líka kostur að það þarf ekki að kafa mikið í karaktersköpun þegar búið er að gera þrjár myndir? „Vissulega. Það er lítið mál fyrir okkur Sveppa að skrifa textann ofan í Villa eða Góa. Við vitum mjög vel hvað þeir segja í ákveðnum aðstæðum – eða segja ekki.“

Hlustaði á Back to the FutureBragi hefur verið í kvikmyndagerð frá unga aldri og varð mjög snemma sjúkur í kvikmyndir. „Ég ólst upp á Akureyri og man ennþá eftir því þegar mynd eins og Dalalíf kom í bíó og röðin úr miðasölunni náði langt út á Ráðhústorg. Einnig beið ég spenntur eftir Back To The Future myndunum og eitt sinn náði ég ekki að fá miða á myndina, en tók á það ráð að hanga á hurðinni og hlusta á myndina í gegnum vegginn. Maður var alveg veikur,“ segir Bragi.

Ýmislegt á prjónunumBragi hafði ekki gert kvikmynd í fullri lengd áður en Algjör Sveppi og leitin að Villa kom út árið 2009. Nú 5 árum seinna er Bragi búinn að gera 5 myndir því á síðasta ári leikstýrði hann gamanmyndinni Harry og Heimir; Morð eru til alls fyrst, sem naut mikilla vin-sælda. Var erfitt að fara úr því að vera leikstjóri, hand-ritshöfundur og framleiðandi í það að „bara“ leikstýra?

„Ég gat sannfært framleiðandann um það að ég þyrfti að haga hlutum á ákveðinn hátt til þess að þetta gengi upp,“ segir Bragi. „Svo breytingin var ekki það mikil fyrir mig. Ég gat þó sleppt því að vera á gólfinu að panta pítsur.“

Það hlýtur þá að blunda í þér að gera næst kvikmynd sem er ekki um þá félaga Sveppa og Villa?

„Við Sveppi erum með mynd á teikniborð-inu sem við vonumst til þess að geta byrjað á fljótlega,“ segir Bragi. „Það er barnamynd sem heitir Álfur út úr hól, sem fjallar um álfadreng sem kemur út úr hól sínum yfir í mannheima. Svo eru framkvæmdir sem verða til þess að hólinn er fjarlægður og hann er því fastur í mannheimum. Þetta er ein af fjölmörgum hugmynd-um sem við Sveppi erum með á borð-inu,“ segir Bragi.

Hvað er það við Sveppamyndirnar sem gerir þær svona vinsælar?

„Þær taka sig á engan hátt alvar-lega og þemað er það að stærsta vopnið sé ímyndunaraflið og drif-krafturinn í lífinu,“ segir Bragi. „Skilaboðin til barnanna er að láta hausinn ráða.“

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Það er búið að selja um 400 miða í forsölu í bíó. Það gerist alla jafna ekki í bíó, það er búið að bóka hópasýningar langt fram í tímann svo það er mikil eftirvænting, segir Bragi Hinriksson leikstjóri. Ljósmyndir/Erna Ísabella Bragadóttir

Bragi Hinriksson leikstjóri. Ljó

smyn

d/H

ari

mAtur SviðAveiSlA SnæðingSinS í víkinni í kvöld

Reykt eistu eins og fólk getur í sig látið„Bjarni hefur verið með sviðaveislur úti um hvippinn og hvappinn en aldrei í Reykjavík, nema í prívathópum. Hann hefur lengi dreymt um að gera þetta,“ segir Snorri Birgir Snorrason, veitingamaður á Víkinni úti á Granda.

Snorri og Bjarni Geir Alfreðsson, betur þekktur sem Bjarni snæðingur, hafa tekið höndum saman og bjóða til Sviðaveislu snæðingsins í kvöld, föstudagskvöld. Veislan verður í Vík-inni og hefst klukkan 19.30. Bjarni snæðingur, sem nú sér um kaffistofu Samhjálpar, er landsþekktur fyrir sviðakjamma sína. Hann rak veitinga-

söluna á BSÍ í áraraðir og þar runnu ófáir kjammarnir ofan í landsmenn.

Matseðillinn í Víkinni verður ekki af verri endanum, enda er sláturtíðin nýafstaðin. Á boðstólum verða soðin svið, reykt svið, sviðalappir, sviða-sulta, reykt eistu, soðin eistu, fyllt hjörtu, blóðmör, lifrarpylsa, saltkjöts-ragú, uppstúfur, rófustappa, kartöflu-mús og eftirréttur að hætti Bjarna snæðings.

„Þetta verður alveg júník,“ segir Snorri. 6.700 kostar að setjast að borðum í þessari mögnuðu veislu. -hdm

Bjarni snæðingur og

Snorri Birgir hafa undirbúið

Sviðaveislu snæðingsins alla vikuna. Þar verður

hægt að gæða sér á reyktum

eistum og sviðalöppum.

Ljósmynd/Hari

Reykt eistu eins og fólk getur í sig látið

fridaskart.is

Strandgötu 43Hafnar�rði

íslensk hönnun í gulli og silfri

Villi setur ÍslandsmetÖnnur bók hins marghama Vilhelms Antons Jónssonar, Vísindabók Villa 2, kom út í vikunni. Fyrri bókin naut fádæma vinsælda fyrir síðustu jól og seldist í um 15 þúsund eintökum. Útgefandi Villa hefur tröllatrú á því að önnur bókin verði jafn vinsæl og hefur látið prenta tíu þúsund eintök í fyrstu atrennu. Það er stærsta upplag sem prentað er af barnabók í upphafi hér á landi.

Beðið eftir ArnaldiVilli kemst samt ekki með tærnar þar sem Arnaldur Indriðason hefur hælana þegar kemur að upplagi. Nýjasta bók hans, Kamp Knox, kemur út á laugardag og verður á þriðja tug þúsund eintaka prentuð af henni. Átta þúsund eintök fara í búðir fyrsta kastið. Höfundurinn sat á föstudag sveittur við að árita hátt í þúsund bækur sem sendar verða heim til aðdáenda hans á vegum Heimkaupa eftir miðnætti í kvöld.

Svali og félagar á uppleiðÚtvarpsstöðin K100, með dagskrárstjórann Sigvalda Kaldalóns fremst-an í flokki, sækir í sig veðrið um þessar mundir en samkvæmt mælingum Capacent hlusta 60% fleiri landsmenn á stöðina í viku hverri en í byrjun árs. Hefur hlustendahópurinn meðal kvenna á aldrinum 18-49 ára tvö-faldast á sama tíma.

Björgvin hleypur maraþonBjörgvin Guðmundsson, einn eigenda almannatengslafyrirtækisins KOM,

hleypur í New York maraþoninu í næstu viku. Björgvin hefur æft stíft að undanförnu ásamt félögum sínum og er tilbúinn að spreyta sig í þessu fjöl-mennasta maraþonhlaupi í

heimi. Með í för eru félagar Björgvins, Magnús Þór

Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, og Gísli Hauksson, forstjóri Gamma.

74 dægurmál Helgin 31. október-2. nóvember 2012

Page 75: 31 10 2014

1.799kr.

svooogott™ FAXAFENI • GRAFARHOLTI HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆREYKJANESBÆ • SELFOSSI WWW.KFC.IS

PIPAR

\TBW

A • SÍA

• 143027

GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM

Page 76: 31 10 2014

HELGARBLAÐ

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Þórhildur Þorkelsdóttir

Bakhliðin

Sveitalegur fréttahaukurAldur: 24 áraMaki: Hjalti Harðarson.Börn: Engin.Menntun: Hvolsskóli, Grunnskólinn á Flúðum, Menntaskólinn við Hamrahlíð og er í mann- og fjölmiðlafræði í HÍ. Starf: Fréttakona á Stöð 2 og einn um-sjónarmanna Bresta.Fyrri störf: Umönnunarstörf á elli-heimili og leikskóla, umsjón með tjaldsvæði, afgreiðsla í bakaríi og afgreiðslustörf í hinum ýmsu sjoppum, veitingastöðum og tískuverslunum. Áhugamál: Fjölmiðlar, ferðalög, tónlist, tíska og hestamennska. Stjörnumerki: Meyja.Stjörnuspá: Þú ert orkumikill og vilt koma sem flestu í verk á sem skemmstum tíma. Ekkert er eins vont og óvissan.

Þórhildur er mjög ákveðin kona, svo ekki sé meira sagt,“ segir María Lilja

Þrastardóttir, samstarfskona og vinkona Þórhildar. „Hún er skemmtileg og góð og gríðarleg-ur kattavinur, ást hennar á kett-inum sínum er nánast skringileg. Hún er sveitastúlka og henni ferst gríðarlega vel úr hendi að moka skít,“ segir María Lilja.

Þórhildur Þorkelsdóttir hefur, þrátt fyrir ungan aldur, vakið athygli fyrir vasklega framgöngu sem fréttakona á Stöð 2 síð-astliðið ár, en hún er 24 ára. Þá er hún einnig einn umsjónarmanna fréttaskýr-ingaþáttarins Bresta sem hóf göngu sína í síðustu viku og hefur vakið mikla athygli.

Hrósið ...... fær íslenska landsliðið í handknattleik sem vann

til baka trú landsmanna með öflugum 17 marka sigri á Ísrael í Laugardalshöllinni í vikunni.

Silfurrefur

Laugavegur 45 Sími: 519 66 99

Vefverslun: www.myconceptstore.is

Verð 14.900,- Mikið úrval af skinnvöru