375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · title (microsoft word - \336j\363\360jar\360ir...

34
Þjóðjarðir Greinargerð og tillögur Lagðar fyrir landbúnaðarráðherra Landbúnaðarráðuneytið desember 2005

Upload: others

Post on 18-Jul-2020

4 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

Þjóðjarðir

Greinargerð og tillögur

Lagðar fyrir landbúnaðarráðherra

Landbúnaðarráðuneytið desember 2005

Page 2: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

2

Inngangur Á árinu 2003 fól landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, okkur undirrituðum, Níelsi Árna Lund, skrifstofustjóra og Sigurði Þráinssyni deildarstjóra jarðardeildar landbúnaðarráðuneytisins að leggja mat á og koma með tillögur um hvaða ríkisjarðir á forræði landbúnaðarráðuneytisins skuli ekki seldar, með það að markmiði að þær verði þjóðareign í framtíðinni, sbr. einnig 39. gr. jarðarlaga nr. 81/2004. Landbúnaðarráðherra gerði ríkisstjórninni grein fyrir verkefninu haustið 2004 og í framhaldi af því tilnefndu fleiri ráðuneyti tengiliði við verkefnið, með það að markmiði að skoðanir og hugmyndir annarra ráðuneyta kæmu fram við endanlega tillögugerð. Þeir aðilar voru: Sigurður Á. Þráinsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu, Kjartan Gunnarsson skrifstofustjóri og síðar Pétur Örn Sverrisson lögfræðingur í iðaðarráðuneytinu og Stefán Stefánsson deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu. Fundað var um verkefnið og skýrð tilurð þess og markmið. Þá voru tillögur undirritaðra sendar þessum aðilum og leitað álits á þeim. Greinargerð Á allra síðustu árum hefur ásókn í jarðir og þar á meðal ríkisjarðir, aukist verulega. Í mörgum tilfellum er kaupréttur skýr en einnig hefur færst í aukana að jarðir séu seldar á fjálsum markaði. Af þessum ástæðum er m.a. nauðsynlegt að fyrir liggi ákveðin stefna ríkisins um hvort og þá hvaða jarðir skuli ekki seldar. Með þessu verki er ætlunin að auðvelda stjórnvöldum að taka ákvörðun þar að lútandi. Hér er lagt til að ákveðnar ríkisjarðir verði áfram þjóðareign og skilgreindar sem þjóðjarðir og verður sú nafngift notuð í skýrslunni. Við eftirgrennslan virðist fátt hamla notkun þessa skýra og gamla orðs og sem fellur vel að þekktum hugtökum s.b.r. þjóðgarður, þjóðlenda og þjóðskógur. Verkefni þetta er yfirgripsmikið, og eins og gefur að skilja ekki til ákveðnar leikreglur að fara eftir. Einkum hefur þó verið litið til þeirra þátta sem valda því að þær jarðir sem lagt er til að verði þjóðjarðir, eru í hugum landsmanna svo sérstakar að talið er rétt sé að þjóðin sjálf eigi þær áfram og að komandi kynslóðir geti haft opið aðgengi að þeim. Má þar nefna atriði eins og sögu jarðarinnar, sérstæða náttúru, legu hennar, menningu og minjar. Er umhugsunarvert að ekki skuli vera til sérstakar reglur um umgengni, viðhald eða starfsemi á jörðum í eigu ríkis, annarra opinberra aðila; kirkju - og jafnvel einkaaðila sem gegna svo mikilsverðu hlutverki í landkynningu, menningu og sögu þjóðarinnar. Vissulega var staðnæmst við mun fleiri jarðir, en hér eru nefndar, og koma til álita að verða skilgreindar sem þjóðjarðir. Niðurstaðan varð hins vegar sú að færast ekki of mikið í fang. Hafa ber í huga að ekki er nóg að ákveða að

Page 3: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

3

einhver jörð skuli verða þjóðjörð. Rökstyðja þarf hvers vegna og ákvörðunin þarf að njóta skilnings og stuðnings þjóðarinnar. Í sumum tilvikum þarf að ákveða með hvaða hætti eigi að haga ráðstöfn þeirra þannig að markmiðum sé náð. Alltaf má líka bæta á listann eftir því sem vilji ráðamanna stendur til. Þá skal skýrt tekið fram að þótt hér sé lögð fram tillaga um að áveðnar jarðir verði gerðar að þjóðjörðum og ekki seldar, munu áfram gilda þær reglur er við eru hafðar við sölu annarra ríkisjarða. Þær verða aðeins seldar þegar og ef ákvörðun liggur fyrir í ráðuneytinu sbr. 27. gr, 35. gr, 36. gr og 38. gr. jarðarlaga nr. 81/2004 sbr. einnig 5. gr. laga um jarðasjóð nr 34/1992, og eða fyrir liggur heimild til sölu í fjárlögum hvers árs. Í tillögunum er að nokkru leitast við að raða saman þeim jörðum sem forsendur þjóðjarðanna eru byggðar á og þeim skipt niður á kafla. Skýrt skal tekið fram að hér er einungis fjallað um jarðir sem eru á forræði landbúnaðarráðuneytisins. Það er hins vegar skoðun skýrsluhöfunda að leggja ætti svipað mat á aðar jarðir sem eru á forræði annarra, s.s. undirstofnana landbúnaðarráðuneytisins, annarra ráðuneyta, undirstofnana þeirra og Prestsetrasjóðs. Má hér nefna sögufræg prestssetur, mennta- og menningarsetur og jarðir með sérstöku náttúrufari. Með ákvörðun stjórnvalda í þá veru sem hér er lagt til, má ætla ruddur sé að nokkru vegur fyrir aðra að fara eftir. Í viðauka við skýrslu þessa er erindi frá Orkustofnun sem lagt var fram af hálfu Iðanaðarráðuneytisins. Þar er að finna greinagóðar upplýsingar er varða jarðrænar auðlindir jarða í opinberri eigu og styðja enn frekar þá skoðun að rétt sé að marka stefnu um framtíð þeirra jarða hvað varðar ábúðarréttindi og hugsanlega sölu þeirra. Það er von okkar að áfangaskýrslan varpi ljósi á stöðu þessara mála og á grundvelli hennar verði hægt að marka opinbera stefnu í því hvaða jarðir eigi að vera þjóðjarðir í framtíðinni. ______________________ ______________________ Níels Árni Lund Sigurður Þráinsson Ljósmyndir í skýrslu Mats Wibe Lund

Page 4: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

4

Náttúruperlur og friðað land Hér eru taldar saman í flokki jarðir, sem á einn að annan hátt hafa upp á sérstaka náttúru að bjóða. Markmiðið er að lofa þeim að vera sem mest óröskuðum þannig að náttúran fái að njóta sín en jafnframt að þær verði opnar almenningi eftir því sem tök eru á. 1.Arnarbæli,Ölfusi.

Gamalt höfuðból sem nú er í eyði en að einhverju leyti nýtt til beitar. Nokkur sumarhús hafa verið leyfð á jörðinni. Í Arnarbæli var kirkjustaður til 1909 og prestsetur fram um 1940. Arnarbæli er votlend og mikið fuglalíf þar um slóðir.

Niðurstaða: Vegna votlendissvæðisins og fuglalífsins sem þar er, er lagt til að jörðin Arnarbæli verði þjóðjörð.

Page 5: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

5

2. Búðir, Snæfellsbæ, Snæfellssýslu.

Búðir eru bújörð og kirkjustaður vestast í Staðarsveit, við Búðaósa austan við Búðahraun. Útsýn frá Búðum er mikil og fögur. Þar er ein mesta og besta skeljasandsfjara á Íslandi. Þegar í fornöld var skipalægi við Búðaósa og hét þá í Hraunhafnarósi en Hraunhöfn hét höfuðbólið og stóð uppi undir fjallinu, nálægt því sem nú er farið upp á Fróðárheiði. Verstöð var snemma á Búðum. Reis þar þorp þurrabúða og var þar oft búsett á annað hundrað manns. Þar versluðu Brimakaupmenn á 16. öld. Sjást þar miklar rústir. Útgerð var stunduð frá Búðum allt til 1933. Mynjar um akuryrkju hafa fundist á Búðum. Þar var gistihús frá 1948 og fram yfir 1970 og opnað aftur sumarið 1980. Fyrir ofan Hraunhöfn steypist Bjarnarfoss fram af háum bergstalli. Er hann vatnslítill en sést víða að. Í brekkunum við fossinn er hið fegursta blómgresi, hvannir, burknar, blágresi og margar skrúðjurtir. Þar í grennd er friðað skóglendi. Hluti Búðarjarðarinnar er friðland. Snæfellsbær hefur óskað eftir að kaupa lítinn hluta lands utan friðlandsins. Sú sala rýrir ekki heildarmyndina og er ráðgert að fallast á ósk sveitarfélagsins.

Niðurstaða: Vegna sérstæðrar náttúru og nálægðar við þjóðgarðinn umhverfis Snæfellsjökul, er lagt til að friðland Búða verði skilgreind sem þjóðjörð.

Page 6: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

6

3. Flatey, Breiðafirði, Reykhólahreppur.

Flatey á Breiðafirði er stærst svonefndra Vestureyja og hefur ætíð verið þeirra fjölmennust. Alls heyra henni til um 40 eyjar og hólmar. Tveir ábúendur eru í Flatey. Í Flatey er kauptún og hefur verið verslun allt frá því á miðöldum. Árið 1777 var löggiltur verslunarstaður í Flatey og hefur stöðugt verið verslun þar síðan. Klaustur var reist í Flatey árið 1172 en var flutt fáum árum síðar að Helgafelli á Snæfellsnesi. Klausturhólar heita í Flatey þar sem klaustrið stóð. Enn sér á stóran stein upp út sverðinum á Klausturhólum, er Klaustursteinn heitir. Á hann að hafa staðið úti fyrir aðaldyrum klaustursins. Í steininn er klöppuð lítil þró. Í hana helltu munkarnir vígðu vatni og signdu sig upp úr því áður en þeir gengu til iðju sinnar. Um miðbik 19. aldar var Flatey ein helsta miðstöð menningar og framfara á Íslandi, menningarfélög voru stofnuð þar og að tilhlutan þeirra var eitt meðal merkustu tímarita aldarinnar, Gestur Vestfirðingur (1847-1855) gefið út. Fyrir nokkrum áratugum var blómlegt athafnalíf í Flatey, land-búnaður, sjávarútvegur og verslun. Þá var mannmargt á eyjunni en nú er þar aðeins fátt fólk eftir. Prestssetur var þar, kirkja og læknissetur, hraðfrystihús, landsímastöð og póstafgreiðsla. Auk þess eitt af elstu og kunnustu bókasöfnum á landinu. Niðurstaða:

Vegna sögu Flateyjar, gildis hennar fyrir ferðaþjónustu, legu hennar og náttúru er lagt til að Flatey verði skilgreind sem þjóðjörð.

Page 7: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

7

4. Flatey I, II, og III, á Mýrum, Hornafirði.

Landmikil jörð er nær frá sjó og til jökla. Ríkið á stærstan hluta jarðarinnar. Hreindýr koma árlega á jörðina, mikil og tignarleg náttúra og fjöldi ferðamanna leggur leið sína með jökulröndinni. Niðurstaða: Lagt er til að það land jarðarinnar sem er í ríkiseign, ofan markalínu þjóðgarðsins, verði ekki selt.. 5. Hraundalur ytri, Mýrasýslu. Hraundalur ytri, liggur í myni Hraundals sem gengur inn á milli Grímsstaðamúla og Svarfhólsmúla. Í mynni dalsins eru háir urðarhólar, fornir jökulruðningar, en innan við þá er sléttlendara. Hraun er í dalbotninum, en það er að verulegu leyti fyllt upp af framburði frá lækjum úr hlíðinni og eru þar vallendisblettir milli hraungarðanna. Fram af dalnum, þar sem hraunið myndar breiðan hraunfláka, er það úfið með lyng- og kjarrgróðri í hraunbollum. Í Ytri-Hraundal bjó Helga hin fagra að sögn Gunnlaugssögu ormstungu og þar á Helguhól rakti hún skikkju Gunnlaugs ástvinar síns. Í Hraundal eru Hraundalsréttir sem fyrr á tímum voru einhverjar nafnkunnustu fjárréttir landsins og jafnframt þær mannflestu. Greinir Eggert Ólafsson ítarlega frá þeim. Segir hann að þar sé nær því eini staðurinn á landinu þar sem haldinn sé eins konar markaður. Komi þar saman bændur og sjómenn til að skiptast á sjávarafurðum og landbúnaðarvörum. Réttardagar séu oft 3-4 og sé þar stundum drykkjuskapur en honum fylgdi oft illdeilur, áflog og hvers kyns óreiða. Niðurstaða:

Jörðin er afskekkt og friðsæl. Hún hefur mikið útivistargildi og þar er mikil náttúrufegurð. Lagt er til að jörðin Hraundalur ytri verði verði áfram í eigu þjóðarinnar og skilgreind sem þjóðjörð.

Page 8: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

8

6. Kaldárhöfði, Grímsness- og Grafningshreppi.

Efsti bær sveitarinnar að vestanverðu og liggur land jarðarinnar meðfram Úlfljótsvatni, Efra-Sogi og Þingvallavatni. Á land til Lyngdalsheiðar. Niðurstaða:

Vegna legu sinnar að Þjóðgarðinum í Þingvallasveit, náttúrufegurðar og útivistargildis er lagt til að Kaldárhöfði verði áfram í eigu þjóðarinnar og skilgreind sem þjóðjörð.

Page 9: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

9

7. Laug, Biskupstungum

Jörðin er upphaflega hjáleiga frá Haukadal. Jörðin er er á svokallaðri Geysistorfu og hverasvæðið skammt norðaustan við bæinn. Niðurstaða:

Vegna nálægðar við Geysistorfuna er lagt til að jörðin verði ekki seld og skilgreind sem þjóðjörð. 8. Lundey, Kollafirði, Reykjavík. Lundey er smáeyja í Kollafirði um 1 ½ km vestur frá Geldinganesi og 2 km austur af Birnunesi á Kjalarnesi. Stærð varla meiri en 400 m á lengd og 2 – 300 m á breidd. Óvíst hvort þar hefur verið búseta. Í Jarðarbók Árna Magnússonar kemur fram á eyjan er Konungseign, ekki í byggð. Heyfengur fyrir 4 kýr, æðarvarp, lundatekja og öðuskelfiskatekja. Vatn ekki gott og lending slæm. Lundey er í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins þar sem flestir landsmenn búa. Eyjan er sérstætt útivistarsvæði. Með því að auðvelda fólki að njóta eyjunnar gæti opnast nýr möguleik fyrir náttúruunnendur og ferðafólk að fylgjast með fuglalífi og ósnortnu náttúrufari. Eyjan er nú leigð einstaklingum frá ári til árs.

Niðurstaða: Vegna nálægðar Lundeyjar við höfuðborgarsvæðið, möguleikum á tengingu hennar við náttúruskoðun og ferðamennsku er lagt til að Lundey verði þjóðjörð.

Page 10: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

10

9. Skrúður, á Fáskrúðsfirði.

Eyja fyrir minni Fáskrúðsfjarðar með mikla sögu og náttúrfegurð. Eyjan tilheyrir jörðinni Vattarnesi sem verið er að selja, en Skrúður verður undanskilin þeirri sölu. Niðurstaða: Vegna sögu,sérstæðrar náttúru og fuglalífs er lagt til að Skrúður og friðland hans verði þjóðjörð.

Page 11: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

11

10. Skáleyjar, Breiðafirði, Reykhólahreppur.

Skáleyjar á Breiðafirði, liggja næst fastalandi af eyjum þeim sem heyra til Reykhólahrepps, áður Flateyjarhrepps. Eru 4-5 sjómílur þaðan í norðurátt að Skálmanesi í Múlasveit og álíka langt til austurs, að Skálanesi í Gufudalssveit. Skálaeyjar eru tæplega 140 að tölu. Þær voru meðal bestu bújarða á Breiðafjarðareyjum sökum mikilla hlunninda, einkum af æðarvarpi og selveiði. Þar mun vera fjölbreyttari gróður en í öðrum Vestureyjum. Í einni eyjunni sem liggur undir Skáleyjar er 50-60°C heitur hver í fremsta fjöruborði. Tvíbýli er í Skáleyjum og er önnur jörðin í eigu ríkisins. Sífellt eykst áhugi almennings á að njóta útivistar á stöðum eins og eyjum Breiðafjarðar. Eyjar á Breiðafirði eru eftirsóttar til leigu og kaups en takmarkað framboð. Niðurstaða: Vegna einstakrar náttúru og umhverfis eyjanna á Breiðafirði, sögu þeirra og gildi fyrir ferðaþjónustu og á annan hátt sérstöðu þeirrra er lagt til að hlutur ríkissjóðs í Skáleyjum verði áfram í eigu þjóðarinnar og skilgreindur sem þjóðjörð.

Page 12: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

12

11. Sandfell, Öræfum, Hornafjörður

Sandfell er eyðibýli og eitt af elstu býlum í Öræfum. Þar var áður prestsetur. Í landi Sandfells er Háalda sem er talin far eftir geysistóran ísjaka úr Öræfajökulsgosinu 1727, friðlýst sem náttúruvætti. Frá Sandfelli hefst oftast ferð er gengið er á Öræfajökul. Niðurstaða: Vegna sérstæðrar náttúru og staðsetningar jarðarinnar er lagt til að Sandfell verði þjóðjörð. 12. -13. Hornstrandir - Staður í Grunnavík og Staður í Aðalvík. Jarðirnar eru innan friðlands Hornstranda og njóta því friðunar. Niðurstaða: Vegna náttúrufegurðar og staðsetningar er lagt til að ríkisjarðir innan friðlands á Hornströndum verði gerðar að þjóðjörðum.

Page 13: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

13

14. Jarðir er tilheyra Þingvöllum. Heiðarbær og umhverfi

Vart þarf að rökstyðja nauðsyn þess að ríkið eigi áfram jarðir sínar á Þingvöllum. Niðurstaða: Vegna sérstæðrar náttúru og friðun Þingvalla er lagt til að þær ríkisjarðir innan þjóðgarðsins, sem eru á forræði landbúnaðarráðuneytisins, verði ekki seldar, svo og jarðirnar Heiðarbær I og Heiðarbær II.

Page 14: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

14

Saga og menning Í þessum flokki eru jarðir sem eru fyrst og fremst tengdar sögu og menningu. Huga þarf að framtíðaruppbyggingu þeirra og ráðstafa þeim í samræmi við þær áætlanir. Benda má á þætti eins og umgengni og upplýsingaskyldu ábúenda og hvort og þá hvernig má halda þeim í byggð með þeim hætti að sómi sé að. 1. Breiðabólsstaður, Vestur-Húnavatnssýslu. Kirkjustaður og prestssetur í Vesturhópi. Núverandi kirkja í Breiðabólsstað var reist 1893 úr timbri. Hún á altaristöflu eftir Anker Lund sem hann málaði 1920 og er það önnur tveggja yngstu taflns eftir Anker Lund sem til eru hér á landi. Þær munu vera alls 25, flestar málaðar um eða fyrir aldamótin. Á Breiðabólsstað bjó fyrir og eftir aldamótin 1100 höfðinginn Hafliði Másson. Hjá honum voru íslensk landslög fyrst færð í letur árið 1117. Lögmannafélag Íslands lét reisa minnisvarða um lagaritunina á Breiðabólsstað á þjóðhátíðarári 1974. Prentsmiðja var á Breiðabólsstað á 16. öld. Jón Arason Hólabiskup fékk prentsmiðjuna til Íslands um 1530 og með henni sænskan prentara, séra Jón Matthíasson. Var séra Jóni veittur Breiðabólsstaður árið 1535 og flutti hann prentsmiðjuna með sér frá Hólum. Kunnugt er um þrjár bækur sem prentaðar voru á Breiðabólsstað en ein þeirra er glötuð með öllu. Niðurstaða:

Vegna sögu jarðarinnar og menningarlegs gildis hennar er lagt til að Breiðabólsstaður verði þjóðjörð.

Page 15: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

15

2. Brjánslækur, Barðaströnd.

Brjánslækur I - II og Seftjörn ásamt eyðijörðunum Moshlíð, Þverá, Hellu og Uppsölum í Vesturbyggð, Barðastrandarsýslu mynda svokallaða Brjánslækjartorfu. Brjánslækur stendur utanvert við Vatnsfjörð vestanverðan og er austasti bær á hinni eiginlegu Barðaströnd. Landið er fjölbreytt og allvíða kjarri vaxið. Ferjuhöfn Breiðafjarðarferjunnar Baldurs er á Brjánslæk og þaðan hefur nokkur útgerð verið stunduð, hrognkelsa-veiði og hrefnuveiðar. Krossgötur þjóðvegar eru að austan og áfram til Patreksfjarðar og vegarins yfir Dynjandisheiði. Land er fjölbreytt og allvíða kjarri vaxið. Nokkrar eyjar tilheyra jörðinni. Brjánslækjartorfan er nytjuð af bændum á Brjánslæk II og Seftjörn. Verið er að gera upp gamla íbúðarhúsið á Brjánslæk I og er það leigt Frændgarði, áhugamannafélagi um endurbyggingu hússins. Brjánslækur er stór jörð með fjölbreytt landslag og náttúrufegurð. Undir hana falla hjáleigurnar Moshlíð, Þverá, Hella og Uppsalir. Friðlandið í Vatnsfirði er innan Brjánslækjarjarðar. M.a. er í landi Brjánslækjar frægt surtarbrandsgil, sem er lýst náttúruvætti. Fjalllendi töluvert mikið. Mikilvægur staður fyrir ferðaþjónustu. Eyjar úti fyrir landinu. Æðarvarp, eggjataka, skógur. Jarðhiti er í landinu og var nokkuð nýtt í fiskeldi og einnig hefur verið byggð sundlaug í landi orlofshúsanna. Niðurstaða:

Vegna sögu og menningarlegs gildis og sérstakrar náttúrufergurðar leggjum til að sá hluti Brjánslækjar sem er innan friðlands í Vatnsfirði verði ekki seldur og verði áfram í þjóðareign. Sömuleiðis Surtarbrandsgilin.

Page 16: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

16

3. Hvammur, Dalabyggð, Dalasýslu.

Hvammur er í dal sem ber heitið Skeggjadalur. Þar er einstæð veður- og skjólsæld. Skeggi sá sem dalurinn er að sögn kenndur við bjó í Hvammi. Hann var sonur Þórðar gellis. Þrír bæir eru í Skeggjadal, Hvammur og Skerðingsstaðir að austan en Hofakur að vestan. Hvammur í Dölum er mikill sögustaður, kirkjustaður og prestssetur. Núverandi kirkja var vígð árið 1884. Hún er timburkirkja. Hvammur var eitt mesta höfðingjasetur í Dölum til forna. Þar bjó Auður djúpúðga Ketilsdóttir er „nam öll Dalalönd í innanverðum (Hvamms)firðinum frá Dögurðará til Skraumhlaupsár“ að sögn Landnámabókar. Þórður gellir Ólafsson (uppi á 10. öld) bjó í Hvammi. Hann var einn mesti höfðingi á Vesturlandi á sinni tíð og átti frumkvæði að setningu fjórðungsþinga. Í Hvammi bjó einnig Hvamms-Sturla Þórðarson (1115-1183), ættfaðir Sturlunga, og þar fæddist Snorri Sturluson, sonur hans. Séra Þórður Þórðarson (1684-1739) var prestur í Hvammi frá 1721 til æviloka. Hann ritaði Hvammsannál um árin 1707-1738. Í Hvammi er skógræktargirðing, 55 ha, gerð af Skógræktarfélagi Dalamanna Hvammur í Dölum er órjúfanlegur sögu lands og þjóðar. Núverandi leigutaki hefur setið jörðina mjög lengi án skriflegs samnings.

Niðurstaða: Hvammur er ein þekktasta jörð Íslendingasagna og allt fram á þennan dag. Vegna sögulegs og menningarlegs gildis er lagt til að Hvammur verði skilgreind sem þjóðjörð.

Page 17: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

17

4. Ólafsdalur, Saurbæjarhreppi, Dalasýslu.

Ólafsdalur er í eyði og liggur í samnefndum dal sem gengur frá Gilsfirði. Holtahlíð sem er brött í sjó fram, skilur jörðina frá undirlendi Saurbæjar. Innar með friðinum er Ólafsdalshlíð, einnig sæbrött og síðan Kleifahlíð inn að Kleifum sem eru fyrir botni Gils-fjarðar. Þjóðvegur lá um þessar hlíðar inn fyrir Gilsfjörð, áður en hann var brúaður. Dalurinn er hvorki víður né djúpur, varla meira en 1 km breiður við dalsmynni og um 2 ½ km frá sjó inn í dalbotn. Umhverfis dalinn eru fjallabrúir í um 400 m hæð yfir sjávarmál og fjalllendi – Hvolfjall gengur upp í 5-600 m hæð. Landkostir voru aldrei miklir í Ólafsdal en sögulegt gildi staðarins er ótvírætt. Þar var fyrst stofnaður búnaðarskóli á Íslandi af Torfa Bjarnasyni með stuðningi Vestur-amtsins og síðan sýslnanna á Vesturlandi. Búnaðarskólinn var starf-ræktur frá 1880 – 1907. Skólahúsið byggt 1896. Þaðan komu þau tæki og verkfæri til jarðyrkju og annarra bústarfa sem urðu upphaf tæknibyltingar í íslenskum landbúnaði. Skólahúsið er nú nær eitt til minningar á þessum merka stað. Margir hafa spurst fyrir um skólahúsið, svo og jörðina en á hefur skort að finna staðnum tilgang. Ólafsdalur er útivistarsvæði og þar eru menningaminjar.

Niðurstaða:Vegna merkrar sögu jarðarinnar er lagt til að Ólafsdalur verði skilgreind sem þjóðjörð.

Page 18: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

18

5. Sauðlauksdalur, Vesturbyggð, Barðast.sýslu.

Sauðlauksdalur er kirkjustaður og var prestssetur. Jörðin er í 5-6 km löngu dalverpi við sunnanverðan Patreksfjörð. Kirkja sú sem nú stendur í Sauðlauksdal var smíðuð árið 1863. Á hundrað ára afmæli hennar var gerð gagnger endurbót á hinu gamla húsi sem enn er staðarprýði. Sauðlauksdalur er kunnastur frá tíma séra Björns Halldórssonar (1724-1794) sem varð nafnkunnur fyrir garðræktar- og jarðyrkju-störf sín, svo og ritstörf. Séra Björn varð fyrstur manna til að rækta kartöflur á Íslandi. Þá lét hann hlaða varnargarð gegn uppblæstri og sandfoki í Sauðlauksdal. Garðurinn hlaut nafnið Ranglátur vegna þess að prestur lagði kvöð á sóknarbændur að byggja hann í þegnskaparvinnu. Sést enn hluti hans. Þessi garður er fyrsta tilraun sem vitað er til að hafi verið gerð hérlendis til að hefta sandfok en í Suðlauksdal er mikill foksandur (gulur og laus skeljasandur). Í Sauðlauksdal er lítið stöðuvatn. Í því er silungsveiði. Niðurstaða: Vegna sögulegs og menningarlegs gildis er lagt til að jörðin Sauðlauksdalur verði skilgreind sem þjóðjörð.

Page 19: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

19

6. Skriðuklaustur, Fljótdalshéraði. Fornt stórbýli, klaustur og menningarsetur. Þar sátu fyrrum valdamenn. Þar bjó Gunnar Gunnarsson skáld og ánafnaði hann ríkinu eigur sínar þar. Á Skriðuklaustri er nú af hálfu hins opinbera rekið fræðasetur. Þegar ríkið fékk jörðina að gjöf var áskilið að hún yrði eign þjóðarinnar. Jörðin er að hluta til í ábúð en menntamálaráðuneytið hefur forræði yfir byggingum og ákveðinni lóð.

Niðurstaða: Lagt er til að vegna skilmála í gjafabréfi, sögu og menningu verði Skriðuklaustur gert að þjóðjörð. 7. Víðimýri í Skagafirði.

Kirkjustaður sunnan við þjóðveginn þegar kemur niður af Vatnsskarði. Þar var til forna eitt kunnasta höfuðból í Skagafirði og höfðingjasetur. Þar bjuggu forustumenn einnar voldugustu ættar Íslands á Sturlungaöld, Ásbirningar. Kunnastir þeirra voru nafnarnir Kolbeinn Tumason sem var einn helsti andstæðingur Guðmundar biskups Arasonar og Kolbeinn Arnórsson, sem háði við Sturlunga tvær orrustur, Ölygsstaða- og Flóabardaga. Torfkirkja sú sem nú stendur á Víðimýri var byggð árið 1834. Þegar kirkjan var aldargömul stóð til að „taka hana ofan“. Varð þá að ráði að ríkissjóður keypti hið aldna torfhús. Var það svo endurbætt á vegum Þjóðminjasafns og er notað sem sóknarkirkja Víðimýrarsafnaðar enn í dag, „einn stílhreinasti og fegursti minjagripur íslenskrar byggingarlistar, sem til er“. (Kristján Eldjárn: Hundrað ár í Þjóðminjasafni). Altaristaflan í kirkjunni er frá 1727 og sýnir heilaga kvöldmáltíð. Árið 1934 keypti Landnámssjóður stóran hluta jarðarinnar og voru þar síðan stofnuð þrjú nýbýli. Niðurstaða:

Vegna sögu jarðarinnar og menningalegs gildis hennar er lagt til að Víðimýri verði skilgreind sem þjóðjörð.

Page 20: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

20

Fyrrum byggð en nú í eyði. Ríkið á nokkrar jarðir á stöðum sem fyrrum var byggð er eru nú í eyði. Þeir staðir eiga sér langa og merka sögu og hver með sín einkenni sem talið er rétt að huga að. Gera þarf áætlanir um framtíð þessara staða/byggða með það fyrir augum að varðveita það sem varðveita skal eftir þeim leiðum sem eðlilegar eru, jafnframt að gera staðina aðgengilega almenningi með tilheyrandi þjónustu. Í einhverjum tilfella þarf að rífa mannvirki og hreinsa fyrrum athafnasvæði og ákveða hvort og þá hvernig megi gefa fólki kost á að byggja þessa staði að nýju og gæða þá lífi. Hér er eru tiltekin þrjú svæði sem þegar hefur verið unnið að nokkru samkvæmt áætlun og stefnt að því að halda slíku verki áfram. Þá er bent á önnur svæði þar sem ríkið á jarðir, sem að einhverju leyti má flokka sem sérstæðar byggðaheildir og eiga í vök aða verjast. Velta má því upp hvort og þá hvað eigi að gera við þær jarðir. 1. Flatey á Skjálfanda.

Flatey liggur fyrir minni Skjálfandaflóa skammt undan landi við Fjörður. Þar var áður blómleg byggð en íbúar þar fluttu allir í burtu undir lok sjöunda áratugs síðustu aldar. Ríkið á eyjuna og nokkuð af mannvirkjum í misjöfnu ástandi; sumt ónýtt drasl sem þarf að fjarlægja, annað má lagfæra og koma í veg fyrir hættu því samfara og enn önnur mannvirki má gera upp. Eitthvað er um fornminjar sem þarf að staðsetja og kanna eftir því sem efni standa til. Nokkrir fyrrum íbúar Flateyjar og afkomendur þeirra eiga margar eignir þar úti og þá fyrst og fremst íbúðarhús sem eru í misjöfnu ástandi. Sumum er mjög vel við haldið. Leigendur eru tveir að hlunnindum sem aðallega er æðarvarp. Talsvert er um að ferðafólk komi til Flateyjar og þá yfir sumartímann. Þessum ferðum mætti fjölga til muna væri aðstaða gerð í Flatey til að sinna þeim. Niðurstaða: Vegna sérstöðu Flateyjar m.t.t. fyrrum byggðar þar, ferðamennsku og fl. atriða er lagt til að Flatey verði þjóðjörð.

Page 21: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

21

2. - 3. - 4. Klyppstaðir, Sævarendi, Hjálmarsströnd.

Eyðibýli í Loðmundafirði. Klyppstaður stendur nokkuð innarlega í dalnum upp af sjónum. Þar var kirkjustaður og prestsetur. Kirkjan þar hefur verið endurbyggð að nokkru. Sævarendi er lítil jörð í fjarðarbotni og eru talsverð hlunnindi af æðarrækt sem þarf sérstaka aðhlynningu. Út með firðinum á fyrrum leið til Seyðisfjarðar er jörðin Hjálmarsströnd. Loðmundafjörður fór í eyði á sjöunda tug síðustu aldar. Sveitarfélagið hefur bannað lausagöngu hrossa í firðinum sem töluverður ágangur var af. Þá hefur verið rætt um að endurheimta stórt votlendissvæði í dalnum sem ræst var fram undir lok búsetu þar og nýttist aldrei til þeirra hluta sem til var sáð.

Niðurstaða: Vegna sérstöðu Loðmundarfjarðar, friðunarhugmynda og ferðamennsku er lagt til að ríkisjarðirnar Klyppstaðir, Sævarendi og Hjálmarsströnd verði gerðar að þjóðjörðum.

Page 22: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

22

5. - .6. Selárdalur og Uppsalir og hjáleigur Selárdals; Brautarholt, Melstaður, Kolbeinsskeið og Krókur, Arnarfirði, Barðastrandasýslu.

Selárdalur liggur utarlega í Ketildölum og voru Selárdalsbæir þeir ystu við sunnanverðan Arnarfjörð. Auk jarðarinnar Selárdals og hjáleiga hennar, Króks, Kolbeinsskeiðs, Melstaðar og Brautarholts er jörðin Uppsalir einnig í ríkiseign. Jörðin Neðri-Bær hefur vereið seldur til ábúanda ásamt hjáleigunni Grund. Eru þær jarðir austan Selárdalsár. Kirkjustaður, sögustaður frá fornu og nýju, menningarverðmæti, listasafn. Framtíðaráform eru um að endurlífga þessa eyðibyggð með skipulögðum hætti. Selárdalur er stór jörð og hefur verið kostamikil að gömlu lagi. Sakir mikils og fagurs landslags og legu yst á einu vestasta annesi landsins, hefur hún ótvírætt gildi fyrir útivist og ferðamennsku. Sögulegt gildi hefur staðurinn vegna merkra klerka sem hér hafa setið og þar eru merkar minjar frá síðustu öld, listaverk Samúels Jónssonar. Af hlunnindum eru aðeins tilgreind hrognkelsi og svo útræði. Í Selárdal (Brautarholti) átti Samúel Jónsson (1884-1969) heima lengi, sérstæður listamaður, og sjást þar verk hans, höggmyndir. Verið er að vinna að viðgerðum á verkum hans. Er Samúel reistur sérkennilegur bautasteinn við hús hans. Við Árum-Kára, sem í fyrndinni á að hafa verið prestur í Selárdal, og ítarleg saga er af í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, er Kárasteinn kenndur, vænn, tilhöggvinn steinn með þremur skálum. Er hann í hlaði á staðnum, talinn forn steinsmíði en tilgangur óviss. Í Þórshlíðarafjalli (474 m. y. s.) vestan við Selárdal, hafa fundist plöntusteingervingar. Undir fjallinu liggur reiðvegurinn um Selárdalsheiði, milli

Page 23: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

23

staðarins og Krossadals við Tálknafjörð en þá leið fóru Selárdalsprestar jafnan til útkirkjunnar í Stóra-Laugardal. Kunn verstöð var í svonefndum Verdölum, milli Selárdalsfjalls (528 m y. s.) og Kóps (458 m y. s.) yst á skaganum milli Arnarfjarðar og Tálknafjarðar. Þar héldust úrtóðrar fram undir 1920 og sést enn fyrir miklum tóttum. Niðurstaða: Selárdalur á langa og merkilega sögu og þjóðfrægir einstaklingar hafa búið þar. Verið er að vinna að einstakri uppbyggingu dalsins sem hefur að mestu verið í eyði undanfarin ár. Þúsundir ferðamanna koma þangað árlega. Sakir fegurðar og legu yst á einu vestasta annesi landsins, hefur hún ótvírætt gildi fyrir útivist og ferðamennsku. Vegna þessa auk menningar og sögulegs gildis er lagt til að jarðirnar Selárdalur, Uppsalir ásamt hjáleigum Selárdals verði verði skilgreindar sem þjóðjarðir.

Page 24: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

24

Hálendið og öræfin. Hér eru tiltaldar jarðir í eigu ríkisins að hluta eða öllu leyti sem hafa þá sérstöðu að liggja hvað hæst á landinu. Á nokkrum þeirra er búskapur en sum í eyði. Á flestum þessara jarða er unnið að uppgræðslustarfi á vegum Landgræðslu ríkisins enda jarðirnar viðkvæmar fyrir sauðfjárbeit. 1. Aðalból, Fljótsdalshérað. Efsta jörð í Hrafnkelsdal. Þar bjó fyrrum Hrafnkell Freysgoði og sagnir við staðinn kenndar. Um Aðalból liggja leiðir að Snæfelli og víðar inn á öræfin. Niðurstaða: Vegna staðsetnngar og sögu jarðarinnar er lagt til að hún verði gerð að þjóðjörð. 2.- 3. Grímsstaðir II, og Hólssel Öxarfjarðarhreppi. Grímsstaðir

Page 25: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

25

Hólssel

Grímsstaðir er fyrsti bær sem komið er að þegar kemur austur fyrir Jökulsá á Fjöllum. Á Hólsfjöllum var búið á nokkrum jörðum áður fyrr og var byggðin þéttust á Grímsstöðum var margbýlt áður fyrr og rekinn viðamikill sauðfjárbúskpur. Á áttunda áratug síðust aldar var gerð tilraun með að endurheimta byggð þar og gerð sérstök Hólsfjallaáætlun. Sú áætlun náði ekki markmiði sínu. Árið 1989 var sauðfjárbúskap hætt á Hólsfjöllum og ekki gert ráð fyrir að hann verði aftur upp tekinn í þeirri mynd sem var. Hólsfjöllin eru hins vegar skammt frá alfaraleið (hringveginum) og þar er búið á tveimur býlum. Talsvert er um ferðamenn og Grímsstaðir eru vegfarendum öryggi á langri leið, ekki síst að vetri. Áður en brú kom á Jökulsá hjá Grímsstöðum 1947, var þar lögferja. Ríkissjóður á jarðirnar Grímsstaði II og Hólssel sem er stutt þar frá. Eini ábúandinn á Grímsstaðatorfunni hefur annast eignir ríkisins á jörðinni gegn afnotum af húsum þegar þurfa þykir. Hólssel byggðist fyrst um 1650. Vegur þangað liggur um Hólssand og liggur hliðarvegur frá honum að Dettifossi. Síðasti ábúandi hefur haft umsjón með húsum staðarins. Stórvirkjanavötn eru fyrir landi jarðar. Niðurstaða: Vegna legu sinnar, landverndarsjónarmiða, öryggisþátta og sérstæðrar náttúru er lagt til að Grímsstaðir II og Hólssel verði þjóðjarðir.

Page 26: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

26

4. Mýri í Bárðardal. Mýri í Bárðardal er innsti bærinn í byggð þar. Um hann liggur leiðin um Sprengisand. Miklar bollaleggingar eru uppi um hálendisveg og gæti Mýri þjónað tilgangi þar að lútandi síðar meir. Þar er gamall áningar- og gististaður ferðamanna sem yfir sandinn fóru. Skammt innan við Mýri er foss í Skjálfandafljóti er Aldeyjarfoss heitir. Fellur áin þar niður í mikla og sérkennilega kvos eða gljúfur og eru fallegar stuðlabergsmyndanir í fossgljúfrinu. Stórvirkjanavötn eru fyrir landi jarðar. Niðurstaða: Vegna staðsetningar og náttúru er lagt til að Mýri verði þjóðjörð. 5. Möðrudalur, Fljótsdalshérað.

Jörðin er lengst inni í óbyggðum og er í mestri hæð af jörðum sem byggðar eru. Jörðin er landstór og þar var stórbúskapur rekinn um aldir. Frá Möðrudal er mikil og tignarleg fjallasýn. Þar var fyrrum prestsetur og kirkjustaðaður en nú er þar bændakirkja í eigu fyrrum ábúenda og afkomenda þeirra. Skammt er síðan hringvegurinn lá um hlöð á Möðrudal en honum hefur nú verið breytt. Samt sem áður leggja margir ferðamenn lykkju á leið sína og koma við á þessu fornfræga merkisstað. Næsta jörð norðan Möðrudals er Víðidalur sem Landgræðslan keypti með tilstuðlan Alþingis fyrir tveimur árum síðan. Í reynd eru samtengdar jarðirnar Möðrudalur - Víðidalur og jarðir á Hólsfjöllum Stórvirkjanavötn eru fyrir landi jarðar.

Niðurstaða: Vegna legu jarðarinnar og sérstöðu hennar í íslenskri náttúru er lagt til að Möðrudalur verði gerð að þjóðjörð.

Page 27: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

27

Viðauki

Af hálfu Iðnaðarráðuneytisins var unnin hjá Orkustofnun ítarleg greinargerð um jarðrænar aulindir á ríkisjörðum. Þar eru tilgreindar jarðir sem ekki eru á forræði landbúnaðarráðuneytisins og eiga því ekki allskostar heima í þessari skýrslu. Greinargerð Orkustofnunar sem unnin var af Freysteini Sigurðssyni er hins vegar svo ítarleg og gagnleg í umræðu um sölu ríkisjarða að ástæða þótti að láta hana fylgja með þessari skýrslu. Nokkrar af þeim jörðum sem Orkustofnun bendir á hafa vegna annarra verðleika verið tilteknar í köflunum hér að framan.

Val á þjóðjörðum Erindi og umfjöllun:

Hér á eftir fara skrár um þær jarðir í ríkiseigu, samkvæmt Jarðaskrá frá desember 2003, þar sem helst má telja að séu jarðrænar auðlindir í meira háttar mæli. Skrár þessar eru teknar saman í tilefni af beiðni Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins til Orkustofnunar frá 05.07.2005 um upplýsingar í þá veru. Að baki þeirri beiðni liggur athugun, sem er í gangi á vegum landbúnaðarráðuneytisins, á margs konar verðmæti jarða í ríkiseign og sú hugmynd að lýsa hinar verðmætari jarðir þjóðjarðir og halda þeim í eigu ríkisins. Jarðrænar auðlindir eru ólífrænar auðlindir á og í jörðu, sbr. lög nr. 57/1998 (svokölluð auðlindalög) og lög nr. 65/2002 (Raforkulög). Þær eru samkvæmt lögum á forræði Iðnaðarráðuneytisins og í umsýslun Orkustofnunar, sbr. lög nr. 87/2002 (um Orkustofnun). Helstu jarðrænar auðlindir eru jarðhiti, grunnvatn, jarðefni ýmis konar og vatnsafl. Engar ákvarðanir hafa verið teknar, hversu miklar eða verðmætar þessar auðlindir skuli vera, til þess að ástæða sé til að lýsa jarðir þjóðjarðir þeirra vegna. Því þarf fyrir skrárnar að velja einhver mörk, sem ætla má að séu sanngjörn lágmörk og hafa eitthvert innbyrðis samræmi. Miðað er hér við mörk þau, sem sett eru fyrir nýtingu umræddra auðlinda í framangreindum lögum og leyfi ráðherra þarf fyrir. Þau ákvæði fela í sér, að stjórnvöld vilja geta haft stýringu á nýtingu auðlindanna í þeim mæli. Tilvist auðlinda í þeim mæli á ríkisjörð gerir þá slíka nýtingu mögulega þar, en þar eð ekki þarf að vera um fullnýtingu auðlindarinnar að ræða, þá er slík tilvist í raun lágmarksforsenda fyrir slíkri nýtingu. Upplýsingar um jarðrænar auðlindir á ríkisjörðum eru mjög misjafnar að gæðum, öryggi og nákvæmni. Yfirlitsskrár um jarðhitastaði hafa tvisvar verið teknar saman eftir tiltækum heimildum (Guðmundur Pálmason o.fl. 1985, Helgi Torfason 2003). Ýmsar athuganir hafa verið gerðar á grunnvatni á ýmsum stöðum (heimildir, sjá síðar), en ekki hefir enn verið unnt að taka þær saman í skipulega yfirlitsskrá. Vitað er um helstu staði á landinu, þar sem námurekstur hefur verið reyndur (Freysteinn

Page 28: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

28

Sigurðsson og Helgi Torfason 1989). Yfirlitsmat á virkjanlegu vatnsafli smærri vatnsfalla hefur ekki verið tekið saman og hefur þar orðið að styðjast við mjög gróft mat, sem gert hefur verið að þessu tilefni, en er hér ekki nánar tilgreint í einstökum atriðum. Við þessar upplýsingar hefur einkum verið stuðst, en auk þess ýmsar almennar eða staðbundnar upplýsingar, sem starfsmenn Auðlindadeildar Orkustofnunar hafa undir höndum, þó þeirra sé ekki sérstaklega getið hér. Greint er nokkru nánar frá upplýsingum og mati á einstökum flokkum auðlinda í tengslum við skrána um hvern þeirra flokka. Tilgreind eru hvarvetna jarðanúmer samkvæmt Jarðaskrá frá desember 2003, sjá fyrr.

1. Jarðhiti:

Stuðst er einkum við eftirtaldar yfirlitsskrár um jarðhita og jarðhitastaði á landinu: Guðmundur Pálmason, Gunnar V. Johnsen, Helgi Torfason, Kristján Sæmundsson, Karl Ragnars, Guðmundur I. Haraldsson og Gísli Karel Halldórsson 1985: Mat á jarðvarma á Íslandi. Orkustofnun. OS-85076/JHD-10. Helgi Torfason 2003: Jarðhitakort af Íslandi og gagnasafn um jarðhita. Orkustofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. OS-2003/062, NÍ-03016. Freysteinn Sigurðsson 1998: Sögulegar laugar í byggð á Íslandi. Stutt og ófullkomin drög að yfirlitsskrá. Orkustofnun. Greinargerð FS-98/02. Jörðum með jarðhita er hér skift í þrennt, eftir eðli jarðhitans og upplýsingastöðu. Fyrst eru lághitastaðir (vatnshverir) og er þá miðað við hita og rennsli í samræmi við ákvæði laga nr. 57/1998 (10. gr.) um leyfismörk, sem eru við 3,5 MW vermis. Því samsvara nærri 8 l/s af 100 °C heitu vatni, miðað við venjulegan lágmarkshita nýtingar. Tilgreindar eru upplýsingar um hita og vatnsflæði (rennsli) úr ofannefndum skrám. Næst eru jarðir með háhita í landareigninni, eða á næstu grösum, en útbreiðsla háhita í jörðu samsvarar ekki alltaf útbreiðslu hans á yfirborði. Þar er varmaafl ekki tilgreint, enda háð vinnslu og ýmsu öðru. Loks eru tilgreindir staðir, þar sem jarðvarmaaflið nær ekki tilgreindum mörkum, en jarðhitinn hefur sérstöðu á einhvern hátt, liggur til nýtingar á markverðum stöðum, sögufrægar laugar eru til staðar eða jarðhitinn er vonarpeningur, sökum ófullnægjandi rannsókna. Hafa verður hugfast, að yfirleitt hefur tekist með borunum að ná meira varmaafli úr jörðu en berst til yfirborðs við náttúrulegar aðstæður. Litið til þess er skrá þessi einnig skrá yfir lágmarksmegin (“minimal-potential”) auðlindarinnar. Lághitastaðir: 134 414 Kleppjárnsreykir í Reykholtsdal (hugsanlega með garðyrkjubýlum, sjá Jarðaskrá): Um 70 l/s, allt að 100 °C. 134 439 Reykholt í Reykholtsdal: 8 – 9 l/s, allt að 98 °C, aukið með borunum. Þar er Snorralaug, líklega frægust laug á Íslandi. 139 639 Reykhólar á Reykjanesi vestur (með sérstökum býlum, sjá Jarðaskrá): 23 l/s, allt að 100 °C. Þar er Grettislaug eða Bóndalaug og fleiri nafnkenndar laugar. 167 638 Laugarvatn í Laugardal: 30 l/s, 70 – 100 °C. Þar er Vígðalaug.

Page 29: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

29

167 166 Skálholt í Biskupstungum: 20 l/s, 61 – 97 °C. Þar var Þorlákslaug út við Brúará. Háhitastaðir: Hveragerði – Hengladalir: 171 710 Gufudalur í Ölfusi. 171 792 Reykir í Ölfusi. 171 794 Reykjakot í Ölfusi. 171 795 Reykjakot I, Ölfusi. Geysir í Haukadal (Geysissvæðið): 167 095 Haukadalur I í Biskupstungum. 167 137 Laug í Biskupstungum. Athugunarverðir staðir: 136 227 Lýsuhóll í Staðarsveit. Jarðhiti lítilfjörlegur, en glæddur með borunum. Jarðhitavatnið sérstakt að efnasamsetningu, m.a. kalkhrúður í stað kísilhrúðurs, hár flúor styrkur o.fl. Þar var baðlaug á Sturlungaöld. 146 482 Reykir í Hjaltadal. Lítill jarðhiti en merkar laugar (Biskupslaug, hellulögð með setþrepi, og Vinnuhjúalaug, óvandaðri). Helsta jarðhitauppspretta fyrir Hólastað. 165 010 Stóri-Klofi á Landi. Lítill jarðhiti, sem kemur upp í gegnum mikið grunnvatnsstreymi. Gæti verið til muna meiri jarðhiti. Þar var frægt jarðbað (gufubað).

2. Grunnvatn (nytjavatn):

Stuðst er einkum við eftirtaldar heimildir. Tilvísanir í texta hér eru skammstafaðar á þann hátt, sem tilgreint er á eftir heimild.. Árni Hjartarson og Freysteinn Sigurðsson 1988: Lindir í uppsveitum Árnessýslu og Rangárvallasýslu. Orkustofnun. OS-88013/VOD-06 B. ÁH & FS ´88. Árni Hjartarson og Freysteinn Sigurðsson 1997: Vatnafarskort, Mosfell 1613 III NA-V 1:25.000., Landmælingar Íslands, Orkustofnun, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Kópavogsbær, Seltjarnarnesbær og Reykjavíkurborg. ÁH & FS ´97. Árni Hjartarson, Freysteinn Sigurðsson og Þórólfur H. Hafstað 1981: Vatnsbúskapur Austurlands III. Lokaskýrsla. Orkustofnun. OS81006/VOD04. Unnið fyrir Samband sveitarfélaga á Austurlandi. ÁH ofl ´81. Árni Hjartarson og Þóroddur F. Þóroddsson 1981: Kaldar lindir milli Sogs og Hvítár. Orkustofnun. Greinargerð ÁH-ÞFÞ-81-02. ÁH & ÞFÞ´81. Einar Örn Hreinsson og Freysteinn Sigurðsson 2005: Upprunaþættir Skaftárlinda. Orkustofnun. OS-2004/028. unnið fyrir Landsvirkjun. EÖH & FS ´05. Freysteinn Sigurðsson 1995: Lindir í Landbroti og Meðallandi. Uppruni lindavatnsins. Orkustofnun. OS-97021. Unnið fyrir Vegagerðina, Landgræðslu ríkisins og Skaftárhrepp. FS ´95. Freysteinn Sigurðsson 1996: Vatnafar í Mýrasýslu. Orkustofnun. Greinargerð FS-96/06. FS ´96.

Page 30: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

30

Freysteinn Sigurðsson og Árni Hjartarson 1983: Óbirt gögn um lindavötn í Rangárþingi frá 1983. Orkustofnun. FS & ÁH ´83. Freysteinn Sigurðsson og Guttormur Sigbjarnarson 2002: Grunnvatnið til Þingvallavatns. Í: Þingvallavatn. Undraheimur í mótun. Ritstjórar Pétur M. Jónasson og Páll Hersteinsson. Mál og Menning. Reykjavík. 121 – 135. FS & GS ´02. Freysteinn Sigurðsson og Þórólfur H. Hafstað 1995: Þorlákshöfn. Grunnvatn og vatnsvernd. Orkustofnun. OS-9502/VOD-04 B. Unnið fyrir Ölfushrepp. FS & ÞHH ´95. Ríkey Hlín Sævarsdóttir 2001: Samantekt rennslismælinga á vatnasviði Skaftár, Hverfisfljóts og Eldhraunslinda. Orkustofnun. OS-2001/013. RHS ´01. Þórólfur H. Hafstað 1989: Öxarfjörður. Grunnvatnsathuganir 1987 – 1988. Orkustofnun. OS 89039/VOD-08 B. ÞHH ´89. Mörk leyfisskyldu í lögum nr. 57/1998 eru 70 l/s (14. gr.), en í frumvarpi til nýrra auðlindalaga, sem lá fyrir Alþingi 2004 – 2005, var miðað við 10 l/s, þar eð talið var, að misferð hefði verið með fyrri tölu (70 l/s). Upplýsingar þær um rennsli, sem fyrir liggja, miðast yfirleitt við einstakar athuganir og ná ekki alltaf til alls þess grunnvatns / lindavatns, sem er á jörð hverri. Því eru upplýsingar um vatnsflæði (rennsli) ekki gefnar upp nema í stærðargráðum, tugum, hundruðum eða þúsundum l/s. Getið er sérstakra aðstæðna eða notenda, þar sem það á við. Vísað er til heimilda, sjá hér fyrr. 125 707 Kollafjörður á Kjalarnesi. Tugir til hundruð l/s. ÁH & FS ´97. 125 733 Mógilsá á Kjalarnesi. Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins. A.m.k. tugir l/s. ÁH & FS ´97. 136 013 Hraundalur-Ytri á Mýrum. Tugir til hundruð l/s, FS ´96. 136 029 Staðarhraun á Mýrum. Tugir til hundruð l/s. FS ´96. 154 123 Svínadalur í Kelduhverfi. Nálægð við Hólmatungur með þúsundir l/s. Ýmis gögn. 154 201 Presthólar í Núpasveit. Tugir l/s. ÞHH ´89. 154 179 Katastaðir í Núpasveit. Yfir þúsund l/s. ÞHH ´89. 154 220 Snartarstaðir og 154 224 Snartarstaðir II í Núpasveit. Hundruð l/s, ÞHH ´89. 158 486 Dalir í Fáskrúðsfirði: Tugir l/s. ÁH o.fl. ´81. 163 419 Nýibær í Landbroti. Hundruð l/s. RHS ´01, EÖH & FS ´05. 163 459 Syðri-Steinsmýri I og 163 458 Syðri-Steinsmýri II í Meðallandi. Líklega hundruð l/s. FS ´95. 163 474 Þykkvibær II í Landbroti. Tugir til hundruð l/s. RHS ´01. EÖH & FS ´05. 164 495 Gunnarsholt á Rangárvöllum, 164 520 Hróarslækur á Rangárvöllum og 164 544 Reyðarvatn á Rangárvöllum. Samfellt grunnvatnssvæði. Þúsundir l/s. FS & ÁH ´83. 164 491 Geldingalækur á Rangárvöllum. Hundruð l/s. FS & ÁH ´83. 164 972 Fellsmúli á Landi. Líklega hundruð l/s. ÁH & FS ´88. 165 010 Stóri-Klofi á Landi. Líka hugsanlega jarðhitastaður. Hundruð l/s. ÁH & FS ´88. 167 095 Haukadalur I í Biskupstungum. Líka jarðhitastaður. Þúsundir l/s. ÁH & ÞFÞ ´81. ÁH & FS ´88. 167 643 Miðdalskot í Laugardal. Líklega tugir til hundruð l/s. ÁH & ÞFÞ ´81. ÁH & FS ´88. 168 256 Kaldárhöfði í Grímsnesi. Yfir þúsund l/s. ÁH & ÞFÞ ´81.

Page 31: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

31

170 153 Arnarfell í Þingvallasveit. Þúsundir l/s. FS & GS ´02. 170 169 Þingvellir og 170 168 Vatnskot í Þingvallasveit. Tugir þúsunda l/s. FS & GS ´02. 170 157 Heiðarbær I og 170 158 Heiðarbær í Þingvallasveit. Líklega hundruð til þúsundir l/s. FS & GS ´02. 171 716 Herdísarvík í Selvogi. Þúsundir l/s. FS & ÞHH ´95.

3. Jarðefni (námur):

Mörk eru ekki sett í lögum nr. 57/1998 fyrir leyfisskyldu í vinnslu jarðefna. Talin eru þar upp ýmis byggingarefni og fleiri hefðbundin vinnsluefni (mór, surtarbrandur), sem heimilt sé að rannsaka og hagnýta á eignarlandi (8. gr.). Þó er efnistaka umfram minni háttar efnistöku til eigin nota háð leyfum og eftirliti samkvæmt lögum nr. 44/1999 (um náttúruvernd), framkvæmdaleyfi, sbr. skipulags- og byggingarlög 73/1997, og eftirliti Umhverfisstofnunar, sbr. lög nr. 44/1999, IV kafli (45. – 49. gr.). Gert var ráð fyrir leyfisskyldu til efnistöku umfram heimilis- og búsþarfir í fyrrnefndu frumvarpi til auðlindalaga. Mikill hluti byggingarefna, sem notuð eru á landinu til annars en stórvirkjana, er sóttur á hafsbotn og er sú efnistaka leyfisskyld, sbr. lög nr. 73/1990 . Viðmiðanir er því ekki að sækja í gildandi lög um byggingarefni. Þau efni eru hins vegar fyrst og fremst til svæðisbundinna nota og byggingarefnisnámur sjaldan slíkar, að þær hafi verulega þýðingu á landsvísu. Því er hér ekki talin ástæða til að tíunda líkur á auðugum byggingarefnisnámum á jörðum þeim, sem til umfjöllunar eru, þó að umtalsverð auðæfi geti verið fólgin í þeim. . Aðrar námur eru nánast ekki í rekstri, en nokkrir sögufrægir staðir eru á landinu, þar sem námur hafa verið reknar, freistað að reka námur, eða efni hefðu getað verið til námurekstrar. Er þar þó ekki um auðugan garð að gresja (Freysteinn Sigurðsson og Helgi Torfason 1989, Tómas Tryggvason + og Freysteinn Sigurðsson 1980). Tilvísaðar heimildir eru: Freysteinn Sigurðsson og Helgi Torfason 1989: Iceland. In: Mineral Deposits of Europe. Vol. 4/5. Southwest and Eastern Europe, with Iceland. The Institution of Mining and Metallurgy, The Mineralogical Society. UK. 421 – 431. Leó Kristjánsson 2001: Silfurberg: einstæð saga kristallanna frá Helgustöðum. Jökull, 50. 95 – 108. Tómas Tryggvason + og Freysteinn Sigurðsson 1980: Hagnýt jarðefni. Í: Náttúra Íslands, 2. útgáfa, aukin og endurbætt. Almenna bókafélagið. Reykjavík. 201 – 235. Tilgreindir, sögufrægir námustaðir eru eftirtaldir: 125 733 Mógilsá í Kollafirði / á Kjalarnesi. Þar var kalknám (sbr. Kalkofnsveg í Reykjavík), sem gullvottur fannst í og hefur verið gullglampi af staðnum síðan. 123 813 Þormóðsdalur í Mosfellssveit. Þar fannst líka gullvottur og hafa verið uppi áform um rannsóknir þess vegna á þeim stað. 139 787 Brjánslækur I og 139 790 Brjánslækur II á Barðaströnd. Þar er surtarbrandur í svokölluðu Surtarbrandsgili, sem er einhver frægasti fundarstaður plöntusteingervinga á Íslandi.

Page 32: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

32

155 976 Helgustaðir í Reyðarfirði. Þar var silfurbergsnám frá því á 17. öld og fram á 20. öld, en nú löngu aflagt.Tví-ljósbrot (skautun, “polarisation”) í efnum var uppgötvað í silfurbergi frá Helgustöðum á 17. öld. Fram á 20. öld voru svokallaðar skautunarsmásjár (“polarisation-mikroskop”) líklega allar útbúnar með silfurbergskristöllum úr Helgustaðanámu.

4. Vatnsafl: Mörk leyfisskyldu vatnsaflsvirkjana eru við 1 MW, sbr. lög nr. 65/2003 (Raforkulög, 4. gr.). Er og við það miðað hér. Tvennt er til með það á umfjölluðum jörðum. Eitt er, þegar stórvirkjanavötn falla fyrir landi jarðar og fallið er það mikið, að hlutur þess í virkjanlegu heildarfalli næmi meira en 1 MW í heildarafli slíkrar virkjunar. Þar er ekki endilega um það að ræða, að virkja mætti afl þetta fyrir landi jarðarinar einnar og sér. Hér er í raun um vatnsaflsréttindi að ræða. Annað er, ef virkja má vatnsfall á landi jarðar, eða vatnsfall fyrir landi jarðar, einnar og sér, eða í sameiningu með móteiganda handan vatnsfalls (sbr. Vatnalög 15/1923). . Þar er yfirleitt um minni háttar vatnsföll að ræða, en þó það mikil, að virkjun þeirra gæti slagað hátt í 1 MW. Til þess þarf viðeigandi vatnsflæði (rennsli) og fallhæð. Flest vatnsföll þau munu vera dragár, sem hér koma til greina. Lágrennsli í þeim og litlir miðlunarmöguleikar takmarka möguleika til stöðugrar aflnýtingar. Ætla má, að lágrennsli í slíkum ám sé oft ekki meira en á bilinu 10 – 50 % af meðaltalsrennsli árinnar, þegar litið er til vatnsrýrasta mánaðar ársins, en lægsta (minnsta) rennsli getur verið til muna minna. Möguleikar til miðlunar eru yfirleitt litlir í þessum ám vegna landslags (brattlendi) og því óvíst, að þeir dugi til meira en koma vatnsflæðinu í lágrennsli upp í vatnsflæði vatnsrýrasta mánaðarins. Ærið misjafnt er að auki um lágrennslishlutfallið og miðlunarmöguleikanna milli vatnsfalla, svo að ekki er hægt að setja fram neinar nákvæmar reiknireglur fyrir mat á hagkvæmt virkjanlegu vatnsafli svona vatnsfalla. Líklegt er, að nýtnistuðull í dragám sé ekki nema 5 – 30 % í ljósi framanskráðs. Vatnsflæðið er margfeldi flatarmáls vatnasviðs vatnsfallsins ofan virkjunarstaðar (eða miðlunarlóns) og afrennsli af flatareiningu (l/s af km2), sem aftur er háð úrkomu og töpum (1.000 mm/ári úrkoma samsvarar um 32 l/s af km2, ef hún skilar sér öll). Vatnsaflið er svo margfeldi af vatnsflæðinu og virkjunarlegu falli að þyngdarstuðli aðdráttarafls jarðar meðreiknuðum (um 9,8 m/s2). Lætur því nærri að 1 m3/s af virkjanlegu vatni yfir 100 m virkjanlegt fall skili 1 MW, en þó eru eðlilega lítils háttar tæknitöp í því dæmi. Þau eru þó langt innan allra skekkjumarka í því mati, sem hér er gerlegt. Miðað við 20 % nýtnistuðul, sem oft myndi vera vel í lagt, og 2.000 mm/ári úrkomu, sem er ekki ósanngjarnt gildi fyrir fjallabrúnasvæði í fjarða- og dala löndum gömlu blágrýtissvæðanna, þyrfti 80 km2 vatnasvið til að skila 1 m3/s í virkjanlegu rennsli. Svo stór vatnasvið eru fremur fágæt innan einnar jarðar, eða á móti annarri. Með því að giska á líklegt virkjanlegt fall eftir kortum, flatarmál vatnasviðs á sama grunni og úrkomu eftir úrkomukortum, þá má giska á líklegt virkjanlegt vatnsafl vatnsfalla. Höfð er einnig hliðsjón af eldra mati á vatnsafli landsins (Haukur Tómasson 1981), en þar matið byggt sömu aðferð, þ.e. á mati á afrennsli og stærð vatnasviða, en að vísu á aðeins 5 km fresti ofan eftir helstu vatnsföllum landsins. Það

Page 33: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

33

mat skilar í þessu tilviki annað hvort hámarksgildum (fall fyrir jörð milli punkta) eða lágmarksgildum (punktar innan falls fyrir jörðu). Tilvísuð heimild er: Haukur Tómasson 1981: Vatnsafl Íslands, mat á stærð orkulindar. Erindi flutt á Orkuþingi 1981. Svona ágiskanir eru eðlilega mjög ónákvæmar. Með þeirri aðferð fekkst, að á nokkrum jörðum gæti verið hægt að virkja afl sem næmi ½ - > 1 MW, en þó oftar en hitt á móti jörð á hinum bakka árinnar. Álitamál má vera, hvort eftir nægu sé þar að slægjast. Hitt er þó á að líta, að nákvæmara mat á virkjanlegu falli og aðstæðum til miðlunar og nákvæmari reikningar á stærð vatnasviðsins og afrennsli á flatareiningu gætu gefið hagstæðari niðurstöðu í einhverjum tilvikum. Því eru ekki efni til að líta á skrá þá, sem hér er saman tekin, nema sem ábendingu um hugsanlega möguleika á virkjun af umræddu afli. Svo er annað mál, hvort þetta afl (hugsanlega 1/3 – 3 MW) væri nægt efni til að lýsa jarðir þjóðjarðir. Jarðir með virkjanlegt vatnsafl á eða fyrir landi jarðar (metið ½ - > 1 MW): 146 023 Mælifell í Skagafirði. Mælifellsá. 152 164 Kleif í Þorvaldsdal. Þorvaldsdalsá. 153 512 Mýri í Bárðardal. Mjóadalsá. 158 091 Gilsárteigur í Eiðaþinghá. Gilsá í Eiðaþinghá. 157 416 Arnhólsstaðir í Skriðdal. Jóka (Jórudalsá). 157 464 Buðlungavellir í Skógum. Gilsá í Fljótsdal. 156 970 Sturluflöt í Fljótsdal. Strútsá, Sultarranaá, Fellsá. 159 335 Hamarssel í Hamarsfirði. Hamarsá. Jarðir með fall í stórvirkjanavötnum fyrir landi jarðar: Skjálfandafljót: 153 512 Mýri í Bárðardal. 153 519 Stóra-Tunga í Bárðardal. 153 733 Fosssel í Reykdælahreppi. Jökulsá á Fjöllum: 156 923 Möðrudalur á Efra-Fjalli. 154 349 Grímsstaðir II á Hólsfjöllum. 154 354 Hólssel á Hólsfjöllum. 154 123 Svínadalur í Kelduhverfi. 154 067 Ás í Kelduhverfi. 154 231 Vestara-Land III í Öxarfirði. Jökulsá í Fljótsdal: 156 963 Kleif í Fljótsdal. 156 950 Egilsstaðir í Fljótsdal. 156 979 Þuríðarstaðir í Fljótsdal. 156 972 Valþjófsstaður I og 156 975 Valþjófsstaður II í Fljótsdal. Þjórsá: 166 046 Þjótandi í Villingaholtshreppi.

Page 34: 375rsla feb. 2006.doc) - stjornarradid.is · Title (Microsoft Word - \336j\363\360jar\360ir -lokask\375rsla feb. 2006.doc) Author: r04johel Created Date: 2/20/2006 9:30:23 AM

34

Samantekt:

Hér að framan hafa verið taldar 14 jarðir, þar sem jarðhiti væri athugunarverður, 29 jarðir eða jarðapartar með ríkulegt grunnvatn (sem hefur verið heldur vanmetin auðlind), 4 fornfrægir námustaðir og 22 jarðir vegna hugsanlegs vatnsafls. Líta má svo á, að hér sé um hámarksfjölda að ræða, þar eð miðað hafi verið við lágmarksgildi auðlindanna. Hækka má þessi lágmörk á ýmsan hátt. Sleppa má t.d. athugunarverðum stöðum með jarðhita, grunnvatnsstöðum með minna en hundruðum l/s og smávirkjanastöðunum með hugsanlega 1/3 – 3 MW öllum. Þá verða jarðhitajarðirnar 5 og 2 háhitasvæði, grunnvatnsjarðir 15, námujarðir 4 og vatnsaflsjarðir að stórvirkjanavötnum 11 talsins. Þetta dæmi sýnir, hvernig fjöldi vænlegra þjóðjarða breytist með viðmiðunarmörkum þeim, sem valin eru, enda er það sett hér einungis fram sem dæmi. Sumar jarðir búa yfir fleiri en einni auðlind (t.d. Stóri-Klofi á Landi og Haukadalur í Biskupstungum með bæði grunnvatn og jarðhita). Aðrir staðir hafa merkilega sögu eða núverandi athafnasemi, stjórnsýslu eða menningariðju auk jarðrænu auðlindanna (Mógilsá, Reykholt, Reykhólar, Gunnarsholt með útbýlum, Haukadalur, Skálholt, Laugarvatn, Þingvellir með útbýlum). Námujarðirnar eru sem stendur merkilegastar vegna sögu sinnar og náttúruminja.