aðalskipulag skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · aðalskipulag...

100
Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 GREINARGERÐ DESEMBER 2009 LENDIS

Upload: ngonhi

Post on 02-Mar-2019

226 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

GREINARGERÐ

DESEMBER 2009 LENDIS

Page 2: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og
Page 3: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI i

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 Undirskrift tillögunnar, 1. Kafli, Inngangur og 4. Kafli, DESEMBER 2009

Page 4: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI ii

Page 5: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI iii

Aðalskipulag þetta sem auglýst var samkvæmt 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr.

73/1997 var samþykkt í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann._______________

_________________________________________________

Aðalskipulag þetta var afgreitt af Skipulagsstofnun til staðfestingar ráðherra samkvæmt 19.

gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 þann __________________

___________________________________________________

Aðalskipulag þetta var staðfest af Umhverfisráðherra þann ___________________

Í þessum 4 kafla greinargerðarinnar er gerð grein fyrir einstökum tillögum aðalskipulagsins og honum fylgja tveir skipulagsuppdrættir,annars vegar sveitarfélagsuppdráttur sem sýnir allt sveitarfélagið og hins vegar þéttbýlisuppdráttur sem sýnir þéttbýlin í Skagafirði. Aftast í þessum Tillögukafla sem er til staðfestingar eru upplýsingakort 2.7.1 sem sýnir efnisnámur og skrá yfir þær nr. 4.9.4, upplýsingakort 3.6.1.8 sem sýnir skógræktarsvæði Norðurlandsskóga og upplýsingakort 3.10.1 sem sýnir rafveitukerfið , umrædd skjöl eru einnig til staðfestingar. Ennfremur upplýsingakort 3.9.1-1 sem sýnir vegakerfið og tillögur til umræðu. Vakin er athygli á fornleifaskrám sem nefndar eru í kafla 4.20.3 greinargerðarinnar. Með þessum 4. Kafla greinargerðarinnar fylgir, Inngangur í kafla nr. 1 , Forsendur í köflum nr. 2 og 3, og Umhverfisskýrsla. Ef ósamræmi er á milli texta, mynda eða skýringauppdrátta í forsenduköflum 2 og 3 og stefnu til staðfestingar á skipulagsuppdráttum eða i tillögum í kafla 4, gildir aðalskipulagsuppdráttur þessi og texti í tillögukafla, 4. kafla greinargerðarinnar. Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 er staðfest með fyrirvara um niðurstöður á mati á umhverfisáhrifum þeirra framkvæmda sem háðar eru mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um nr. 106/2000 með síðari breytingum. Aðalskipulagið er staðfest með fyrirvara um ofanflóða hættumat samkvæmt lögum nr. 49/1997 við gerð deiliskipulags og afgreiðslu einstakra bygginga- og framkvæmdaleyfisumsókna. Ennfremur er bent á ákvæði í þjóðarskjali FS ENV 1998-1-1:1994, um hönnunarhraða jarðskjálfta á Íslandi.

Page 6: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI iv

Page 7: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI v

Efnisyfirlit 1.  Inngangur ......................................................................................... 1 

1.1  Forsaga ....................................................................... 1 

1.2  Ráðgjafar og starfsmenn ............................................... 1 

1.3  Úr svæðisskipulagi í aðalskipulag ................................... 2 

1.4  Aðferð ......................................................................... 2 

1.5  Kynning tillagna og meginbreytingar............................... 3 

1.6  Nýjar tillögur frá 4. tillögu .............................................. 4 

1.7  Umhverfisskýrsla .......................................................... 5 

1.8  Fylgiskjöl með tillögu..................................................... 5 

1.9  Meðferð 5. Tillögu ......................................................... 5 

1.10  Umsagnir og athugasemdir við 5. Tillögu ........................ 7 

1.11  Afgreiðsla 5. Tillögu ...................................................... 7 

1.12  Athugasemdir við 5. tillögu .......................................... 10 

1.13  Niðurlag ..................................................................... 11 

4.  Notkun lands, stefna og skipulagsákvæði ........................................... 13 

4.0  Stefna og skipulagstillagan .......................................... 13 

4.1  Þéttbýli ...................................................................... 17 

4.2  Íbúðarsvæði ............................................................... 22 

4.3  Svæði fyrir þjónustustofnanir ....................................... 25 

4.4  Miðsvæði ................................................................... 29 

4.5  Verslunar- og þjónustusvæði ....................................... 31 

4.6  Athafnasvæði ............................................................. 33 

4.7  Iðnaðarsvæði ............................................................. 34 

4.8  Hafnarsvæði............................................................... 37 

4.9  Efnistökusvæði ........................................................... 39 

4.10  Sorpförgunarsvæði ..................................................... 41 

4.11  Svæði fyrir frístundabyggð........................................... 42 

4.12  Opin svæði til sérstakra nota ....................................... 46 

4.13  Óbyggð svæði ............................................................ 50 

4.14  Landbúnaðarsvæði ..................................................... 51 

4.15  Vötn, ár og sjór .......................................................... 54 

Page 8: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI vi

4.16  Samgöngur ................................................................ 54 

4.17  Veitur ........................................................................ 61 

4.18  Svæði undir náttúruvá................................................. 63 

4.19  Náttúruverndarsvæði .................................................. 65 

4.20  Minjasvæði, minjaheildir .............................................. 68 

4.21  Verndarsvæði vegna grunnvatns- og strandmengunar ... 71 

4.22  Hverfisverndarsvæði ................................................... 75 

4.23  Skipulagi frestað. ........................................................ 77 

4.24  Samantekt umhverfisskýrslu ........................................ 78 

4.25  Uppdrættir og fylgiskjöl ............................................... 83 

Page 9: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 1

1. Inngangur

1.1 Forsaga Fimmta tillaga að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 byggist á fyrri tillögum að aðalskipulagi og svæðisskipulagi fyrir Skagafjörð sem samþykkt var á árunum 1995-1998 í öllum 12 sveitarfélögum Skagafjarðar sem þá voru en var ekki afgreitt frá Skipulagsstofnun til staðfestingar umhverfisráðherra. Sérstök samvinnunefnd sveitarfélaganna stóð fyrir þeirri skipulagsvinnu og starfaði samkvæmt reglum um samvinnunefnd um svæðisskipulag í Skagafirði 23. febrúar 1995 sem umhverfisráðherra setti. Samkvæmt vinnureglunum kusu sveitarfélögin 12 í Skagafirði sér hvert tvo fulltrúa í samvinnunefnd til þess að móta svæðisskipulagið og sátu í henni: Hermann Guðjónsson, formaður, skipaður af umhverfisráðherra, Hermann Jónsson og Þorsteinn Jónsson, Fljótahreppi, Árni Egilsson, sem kom í stað Jóns Guðmundssonar og Stefán Gunnarsson, Hofshreppi, Einar Svavarsson og Davíð Jónsson, Hólahreppi Haraldur Þór Jóhannsson og Halldór Steingrímsson, Viðvíkurhreppi, Símon Traustason og Sævar Einarsson, Rípurhreppi, Broddi Björnsson og Þórarinn Magnússon, Akrahreppi, Elín Sigurðardóttir og Björn Ófeigsson, Lýtingsstaðahreppi. Sigurður Haraldsson og Anna S Hróðmarsdóttir, Seyluhreppi, Sigurður Sigfússon og Þorsteinn Ásgrímsson, Staðarhreppi, Björn Björnsson og Bragi Haraldsson, Sauðárkróksbæ, Andrés Helgason og Sigurður Guðjónsson, Skarðshreppi, Bjarni Egilsson og Jón Stefánsson, Skefilsstaðahreppi. Samvinnunefndin kaus úr sínum hópi eftirtalda í framkvæmdanefnd til þess að fjalla um framkvæmd skipulagsvinnunnar og verklag: Hermann Guðjónsson, formaður, Símon Traustason, Hermann Jónsson, Björn Björnsson og Sigurð Haraldsson. Guðrún Halla Gunnarsdóttir, umsjónarmaður með skipulagsvinnunni af hálfu skipulagsstjóra ríkisins, var kosin ritari nefndanna og sat fundi þeirra beggja. Árni Bjarnason, formaður Héraðsnefndar sat að auki fundi nefndanna eftir að Jón Guðmundsson hvarf frá formennsku í Héraðsnefnd Skagafjarðar og setu í samvinnunefnd. Magnús Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Héraðsnefndar Skagfirðinga sat fundi beggja nefndanna og byggingarfulltrúarnir Ingvar Gýgjar Jónsson í Skagafirði og Guðmundur Ragnarsson á Sauðárkróki sátu fundi samvinnunefndarinnar.

1.2 Ráðgjafar og starfsmenn Samvinnunefndin réði Lendisskipulag ehf., þá Árna Ragnarsson og Pál Zóphóníasson, sem ráðgjafa við svæðisskipulagið og höfðu þeir umsjón með vinnslu þess. Mikil vinna var lögð í gagnaöflun og úrvinnslu og margir komu að verki, veittu upplýsingar, söfnuðu þeim og unnu úr þeim efni sem sett var fram í forsenduköflum greinargerðar, 2. og 3. kafla. Að upplýsingaöflun og úrvinnslu unnu eftirtaldir auk ráðgjafanna: Freysteinn Sigurðsson, kafla um ár vötn og vatnasvæði. Bjarni Jónsson, líf- og sagnfræðingur, kafla um dýralíf að fuglum undanskildum, minjar og vernd. Haraldur Sigurðsson, landfræðingur, kafla um minjar og vernd ásamt Bjarna Jónssyni. Jón Pálmason, rafvirki og fuglaáhugamaður, sem vann kafla um fuglalíf. Jóhanna Lára Pálsdóttir, landfræðingur, kafla um atvinnuvegi og íbúaþróun. Páll Brynjarsson, stjórnmálafræðingur, kaflana um þjónustu og stjórnsýslu ríkisins og sveitarfélaganna og félagsmál. Jóhann Svavarsson, þáverandi rafveitustjóri, sem vann kafla um sögulega virkjunarkosti. Ásdís S. Hermannsdóttir, kennari og framkvæmdastjóri, tölfræðigrunn fyrir ýmsa forsendukafla, lestur prófarkar og bréfaskriftir.

Page 10: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 2

Hjalti Þórðarson, landfræðingur, kaflana um landslag og jarðfræði, veðurfar, gróðurfar, jarðhita og orkulindir, aðrar auðlindir, lögsögumörk og eignarhald, byggðir, samgöngur og veitur og hefur að auki fengist við alla forsendukaflana, viðbætur og leiðréttingar, og samantektarkaflana. Egill Bjarnason, ráðunautur, var sérstaklega mikilvægur upplýsingaveitandi varðandi landbúnað og náttúrufar, einkum gróðurfar og Hjalti Pálsson, héraðsskjalavörður, las kaflann um minjar og vernd, leiðrétti og gaf góðar ábendingar. Upplýsingar sem safnað hefur verið eru settar fram í forsenduköflum greinargerðarinnar, 2. og 3. kafla, og á 20 þemakortum, þar af 19 lituðum. 19 þemakort og skipulagsuppdráttur voru unnin á tölvu á Teiknistofu Páls Zóphóníassonar af honum og Evu Andersen, tækniteiknara.

1.3 Úr svæðisskipulagi í aðalskipulag Árið 1998 var svæðisskipulagið samþykkt í sveitarfélögunum 12 og 11 þeirra ákváðu síðan að sameinast í eitt sveitarfélag, Sveitarfélagið Skagafjörð. Þetta ár tóku ný skipulags- og byggingarlög gildi. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ákvað árið 2001 að gera aðalskipulag fyrir sveitarfélagið á grundvelli svæðisskipulagsins. Við gerð þess hafði aðaláhersla verið lögð á svæði utan þéttbýlisstaðanna fjögurra en fyrir þrjá þeirra lá fyrir staðfest aðalskipulag og fyrir Steinsstaðabyggð að auki. Lendisskipulag var fengið til ráðgjafar og forsendur sem breyst höfðu voru uppfærðar og hafa verið uppfærðar nokkrum sinnum síðan sem og þemakort sem líka hefur verið fjölgað í 32. Þessar uppfærslur hafa ráðgjafar haft með höndum og notið liðsinnis Ragnars Páls Árnasonar og Hjalta Þórðarsonar. Heimildaskrá aðalskipulagsins var og er áherslumál, að safna saman skrá yfir rit sem varða Skagafjörð og hún hefur verið uppfærð og vex hratt með sífellt fleiri úttektum og rannsóknum. Hana hafa Árni Ragnarsson og Hjalti Þórðarson uppfært. Skipulagsuppdrættir hafa verið færðir á nýja tölvugrunna sveitarfélagsins og hefur Stoð verkfræðistofa unnið grunna og Teiknistofa PZ í Vestmannaeyjum uppfært tillögur á þá, þau Páll og Eva Andersen sem fyrr. Samkvæmt skipulags- og byggingarlögum eiga öll sveitarfélög landsins að hafa gilt aðalskipulag árið 2007 og fyrir liggur að Akrahreppur mun láta vinna aðalskipulag á næstu mánuðum og mun þá geta notfært sér gagnagrunninn sem líta má á sem sameign frá gerð svæðisskipulagsins forðum. Á þeim tíma sem aðalskipulag fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð hefur verið í vinnslu hefur málahald við vinnslu og gerð aðalskipulags smám saman verið að breytast miðað við lögin sem gildi tóku 1998. Þá voru samþykkt ný lög um umhverfismat áætlana 105/2006 og fylgir Umhverfisskýrsla með aðalskipulagstillögu þessari sem tekur mið af þeim lögum.

1.4 Aðferð Við gerð og framsetningu aðalskipulagstillagna var ákveðið láta númer standast á í köflum um forsendur, markmið og tillögur, þannig að „gagnsæi“ fengist og auðvelt yrði að sjá á milli, hvaða tillögur heyrðu undir ákveðið markmið og hvaða forsendur lægju til grundvallar. Þá var ákveðið að skjóta inn aukakafla, kafla 4, samantektarkafla fyrir forsendur. Þar var í grófum dráttum byggt á forsenduköflunum nr. 2 og 3 og bætt inn sjónarmiðum og skírskotunum til þróunar í ýmsum málum sem vörðuðu aðalskipulagið. Í kafla 5 voru sett fram markmið sem voru yfirgripsmikil og almenn og úr þeim unnin undirmarkmið. Undir þau voru tillögur síðan gerðar, sveitarfélagstillögur í kafla 6 og tillögur fyrir þéttbýlisstaðina í köflum 7 til 11. Meginsjónarmið var að safna staðfestum breytingum á aðalskipulagi þéttbýlisstaðanna inn á einn uppdrátt fyrir hvern stað en breyta þeim ekki að öðru leyti. Þetta á þó ekki við um Hofsós þar sem ekki hefur verið gert aðalskipulag áður þar. Áhersla var því á þéttbýlisuppdrátt fyrir Hofsós. Ætlunin er síðan að taka þéttbýlisuppdrættina til gagngerrar endurskoðunar hvern á fætur öðrum á næstu árum, þannig að hæfileg viðfangsefni verði fyrir nefndir og stjórn sveitarfélagsins og ljóst að endurskoðunarferill hinna ýmsu hluta aðalskipulags sveitarfélagsins verður samfelldur ferill.

Page 11: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3

Við gerð 4. tillögu og síðar 5. tillögu að aðalskipulagi voru greinargerðarkaflar frá 4 til 11 endurmótaðir í 12. kafla sem í 5. tillögu var breytt í 4. kafla og hann settur fram til þess að svara kröfum Skipulagsstofnunar um framsetningu. Fyrir liggur að þessi kafli mun koma í staðinn fyrir hina, þeir falla út. Þessir kaflar fylgdu þó allir 4. tillögu, til glöggvunar, en eru nú alveg felldir burt úr greinargerðinni. Þau gögn sem á endanum verða staðfest verða því aðalskipulagsuppdrættir sveitarfélags og þéttbýlisstaða og gögn sem þar er vísað er á og 4. kafli greinargerðar.

1.5 Kynning tillagna og meginbreytingar Frá því svæðisskipulag fyrir Skagafjörð var í vinnslu hafa margir almennir fundir verið haldnir um tillögurnar. Síðan hafa tillögur komist í framkvæmd, eins og nýr vegur yfir Þverárfjall. Margar tillögur í 4. tillögu eru sem næst óbreyttar og meginbreytingar eru þær að gert er ráð fyrir veggöngum milli Fljóta og Siglufjarðar, Hjaltadals og Hörgárdals og breyttum þjóðvegi í Viðvíkursveit. Í Viðvíkursveit er gert ráð fyrir iðnaðarsvæði og höfn, og virkjun Héraðsvatna við Villinganes er felld út úr aðalskipulagstillögunni. Áður en 4. tillaga var mótuð voru haldnir 3 kynningarfundir um 3. tillögu, 5. desember 2005 í Varmahlíð, 6. desember á Sauðárkróki og 7. desember á Hofsósi. Aðalskipulagstillaga fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð hefur verið til umfjöllunar á mörgum fundum skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar síðan 2001 og til umræðu hjá flestum nefndum sveitarfélagsins auk þess sem bréf hafa verið send stofnunum og nágrannasveitarfélögum í samræmi við 3.2 gr. skipulagsreglugerðar. Skipulags-og byggingarnefnd tók athugasemdirnar til afgreiðslu á fundi þann 22. febrúar 2006. “Eftirtöldum aðilum var skrifað og óskað svara fyrir 14. janúar 2006: Flugmálastjórn, Fornleifavernd ríkisins, Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra, Landbúnaðarráðuneyti, Samgöngunefnd Skagafjarðar, Siglingastofnun Íslands, Skipulagsnefnd kirkjugarða, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Vegagerðinni, Akrahreppi, Blönduósbæ, Bólstaðarhlíðarhreppi, Dalvíkurbyggð, Héraðsnefnd Austur- Húnvetninga, Héraðsnefnd Eyjafjarðar, Hörgárbyggð, Höfðahreppi, Ólafsfjarðarbæ, Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Siglufjarðarbæ og Skagabyggð. Þá var Landsneti og Samvinnunefnd um skipulag miðhálendisins send bréf Svarbréf hefur borist frá eftirtöldum aðilum: Flugmálastjórn, Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra, Landbúnaðarráðuneyti, Siglingastofnun Íslands, Skipulagsnefnd kirkjugarða, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Vegagerðinni, Blönduósbæ, Héraðsnefnd Austur Húnvetninga, Héraðsnefnd Eyjafjarðar, Hörgárbyggð og Skagabyggð. Athugasemdir og ábendingar við Aðalskipulagstillöguna gerðu eftirtaldir: Flugmálastjórn, Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra, Siglingastofnun Íslands, Veðurstofa Íslands, Vegagerðin, Blönduósbær, Héraðsnefnd Austur- Húnvetninga og Skagabyggð. Skipulags- og byggingarnefnd er í meginatriðum sammála þeim ábendingum og tillögum sem borist hafa og felur skipulags- og byggingarfulltrúa og skipulagsráðgjöfum að taka tillit til þessa við gerð lokatillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021. Fulltrúar Bólstaðarhlíðarhrepps komu til fundar við skipulags- og byggingarfulltrúa vegna aðalskipulagsvinnunnar og gerði skipulags- og byggingafulltrúi grein fyrir þeim fundi. Bólhlíðingar, eins og Skagabyggð, Blönduósbær og Héraðsnefnd Austur-Húnvetninga, gera fyrirvara um að sýslumörk milli Austur Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu kunni á nokkrum stöðum að vera óviss. Ábendingar við Aðalskipulagstillöguna bárust frá safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, og hefur þegar verið tekið tillit til þeirra við tillögugerðina.“ Skipulags-og byggingarnefnd tók 4. tillögu til afgreiðslu á fundi sínum þann 2. mars 2006 og samþykkti „að leggja tillöguna eins og hún liggur fyrir til fyrri umræðu í sveitarstjórn og

Page 12: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 4

leggur til að sveitarstjórn óski eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa aðalskipulagstillöguna samkvæmt skipulags- og byggingarlögum“. Sveitarstjórn Skagafjarðar gerði eftirfarandi samþykkt fundi sínum þann 9. mars 2006. „Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar staðfestir samþykkt Skipulags- og byggingarnefndar frá 2. mars 2006, sbr. tölulið 1 í fundargerð nefndarinnar. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa framlagða 4. tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2005 – 2017 samkvæmt 18. gr. Skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 með síðari breytingum“. Þá hefur fullt tillit verið tekið til athugasemda Umhverfisstofnunnar sem bárust síðar. Fyrir liggur svarbréf frá Samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendis Íslands dags. 27. júlí 2006 þar sem fram kemur staðfesting á að tillögur Aðalskipulagsins eru í samræmi við Svæðisskipulag Miðhálendisins. Þann 5. júní 2006 barst sveitarstjórn bréf frá Skipulagsstofnun þar sem fram kemur að, Skipulagsstofnun telur að tillagan geti fullnægt kröfum um aðalskipulag, verði tekið tillit til fjölmargra athugasemda áður en gengið er frá tillögunni til auglýsingar. Að öðrum kosti ber sveitarstjórn að birta athugasemdir Skipulagsstofnunar með tillögunni á auglýsingartíma. Tillagan eins og hún lá fyrir var ekki auglýst en gerðar voru á henni breytingar til þess að bæta úr þeim vanköntum sem Skipulagsstofnun fann að. Forsendukaflar 2 og 3 hafa ekki verið leiðréttir m.t. til breyttra laga og reglna, ný heiti á stofnunum fyrirtækjum og öðrum þeim breytingum sem orðið hafa. Þessi atriði munu verða leiðrétt á meðan á auglýsingaferlinu stendur ásamt öðru sem ábendingar koma fram um. Hins vegar hefur 4 . kaflinn (var 12. kafli) verið leiðréttur, einnig hvað varðar atriði sem tilheyra Akrahreppi einum. Eftirtaldar leiðréttingar hafa verið gerðar á skipulagsgögnum: Aðalskipulagsuppdráttur, sveitarfélagsuppdráttur, er nú settur fram í mælikvarða 1:150.000 í stað 1:200.000 og þéttbýlisuppdrættir eru allir í sama mælikvarða 1:10.000. Framsetning á númerum og táknum hefur verið samræmd og fylgir nýjum reglum um framsetningu í litavali o.þ.h. Á uppdrættina hafa verið færðir inn umbeðnir fyrirvarar og tilvísanir ásamt svæði fyrir undirskriftir. Í kafla 4 (var 12. kafli) voru settar fram landnotkunartillögur á þéttbýlisstöðum þar sem í gildi er aðalskipulag svo sem á Sauðárkróki, Hólum, Varmahlíð og Steinsstöðum, þar sem það átti við. Nú hefur í greinargerðinni og á uppdráttum verið gerð grein fyrir þeim þáttum í eldri aðalskipulögum sem halda munu óbreyttu gildi sínu. Samanber bókun Skipulags- og byggingarnefndar á fundi nefndarinnar þann 19.09.2006: „Skipulags- og byggingarnefnd vill árétta að hún er sammála þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið við skipulagsvinnuna varðandi þéttbýlisstaði, þ.e.a.s að einungis séu gerðar breytingar á staðfestum aðalskipulagsuppdráttum þéttbýlisstaðanna og að aðalskipulagsáætlanir þeirra gildi áfram. Ein af aðalskipulagstillögunum er sú stefna að í beinu framhaldi af samþykkt aðalskipulagstillögunnar verði farið í markvissa vinnu við gerð nýs aðalskipulags fyrir þéttbýlisstaðina Sauðárkrók, Hóla, Varmahlíð og Steinsstaði.“ Á viðeigandi stöðum í þessum 4. (var 12. kafli) kafla hefur verið gerð frekari grein fyrir stærð einstakra landnotkunarsvæða, bæði í þéttbýli og dreifbýli og fyrir þéttleika byggðar á einstökum landnotkunarsvæðum.

1.6 Nýjar tillögur frá 4. tillögu Í kafla 4 og á sveitarfélagsuppdrátt er ennfremur bætt við tillögu um nýja 220 kV háspennulínu frá Blöndu til Akureyrar.

Page 13: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 5

Í tillögunni verði gert ráð fyrir að línan liggi frá Blöndu að Kollagröf þar sem tvær leiðir komi til greina – þ.e Efribyggðarleiðin og leiðin fram miðhéraðið. (Héraðsvatnaleið). Afstaða til leiðanna verði ekki tekin – báðar leiðir sýndar á uppdrætti en skipulagi er frestað, samkvæmt 20.gr. Skipulags- og byggingarlaga 73/1997 þar til nánari útfærsla og hönnun tillagnanna liggur fyrir. Skipulagi er frestað, samkvæmt 20. gr Skipulags- og byggingarlaga 73/1997, á virkjunarsvæðum og áhrifasvæðum þeirra í Héraðsvötnum við Villinganes og Skatastaði. Þá er gert ráð fyrir jarðstreng sem að mestu liggur samsiða núverandi 66 kV háspennulínu frá Varmahlíð til Sauðárkróks. Frekari grein er gerð fyrir skógrækt nytjaskóga samkvæmt áætlun Norðurlandsskóga í kafla 3.6.1.8 og tillögum um skógrækt í kafla 4.14. Í tillögu 5 er ennfremur gerð tillaga um hafnaraðstöðu, bryggjustúf, að Reykjum á Reykjaströnd

1.7 Umhverfisskýrsla Með þessari 5. tillögu fylgir Umhverfisskýrsla, umhverfismat aðalskipulagsáætlunarinnar eins og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 gera ráð fyrir. Umhverfisskýrslan var unnin af VSÓ-Ráðgjöf í samvinnu við skipulagshöfund, sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins. Umhverfismat áætlana er aðferð til þess að auka gæði áætlana, breyta þeim og samþætta að fyrirliggjandi stefnu í umhverfismálum og sjálfbærri þróun. Umhverfismat áætlana er ákveðið ferli sem ber að fylgja við gerð áætlana svo leggja megi mat á hvort og þá hvaða áhrif tiltekin áætlun hefur á umhverfið. Grundvallarhugmyndin með slíku mati er að átta sig á orsakasambandi milli áætlana og umhverfisáhrifa þeirra. Tilgangur þessarar umhverfisskýrslu er að greina frá því á hvaða hátt ákvarðanir um landnotkun og stefnumið aðalskipulags Skagafjarðar 2009-2021 í tilteknum málaflokkum hafa áhrif á umhverfið og hvernig tekið var tillit til þessara áhrifa við mótun aðalskipulags Skagafjarðar 2009-2021. Í 1.gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 kemur fram að markmið þeirra sé að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og stuðla að því við gerð framkvæmda- og skipulagsáætlana að tekið sé tillit til umhverfissjónarmiða.

1.8 Fylgiskjöl með tillögu .Eftirfarandi gögn tilheyra tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021: Tveir skipulagsuppdrættir, annars vegar sveitarfélagsuppdráttur sem sýnir allt sveitarfélagið og hins vegar þéttbýlisuppdráttur sem sýnir þéttbýlin í Skagafirði. Aftast í þessum Tillögukafla sem er til staðfestingar eru upplýsingakort 2.7.1 sem sýnir efnisnámur og skrá yfir þær nr. 4.9.4, upplýsingakort 3.6.1.8 sem sýnir skógræktarsvæði Norðurlandsskóga og upplýsingakort 3.10.1 sem sýnir rafveitukerfið , umrædd skjöl eru einnig til staðfestingar. Ennfremur upplýsingakort 3.9.1-1 sem sýnir vegakerfið og tillögur til umræðu.

1.9 Meðferð 5. Tillögu 5. tillaga var fyrst tekin fyrir í skipulags- og byggingarnefnd fimmtudaginn 30. október 2008 svo aftur föstudaginn 14. nóvember og á fundi nefndarinnar miðvikudaginn 19. nóvember var tillögunni vísað til sveitarstjórnar og óskað eftir að aðalskipulagstillagan verði kynnt almenningi á opnum fundi. Sveitarstjórn samþykkti það á fundi sínum þann 2. desember 2008. Umræddur kynningarfundur var síðan haldinn þann 17. desember á Sauðárkróki Á fundi sveitarstjórnar þann.18. desember var samþykkt að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til þess að auglýsa tillöguna.

Page 14: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 6

Skipulagsstofnun var send tillagan með bréfi skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar dagsett 20.02.2009 með öllum fylgigögnum sem fram koma í bréfinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi sendi eftirtöldum aðilum 5. tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 til umsagnar með bréfi dagsettu 27. febrúar 2009: Flugmálastjórn, Fornleifavernd ríkisins, Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra, Landbúnaðarráðuneyti, Landsneti hf., Siglingastofnun Íslands, Skipulagsnefnd kirkjugarða, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Vegagerðinni, Skógrækt ríkisins, Akrahreppi, Blönduósbæ, Húnavatnshreppi, Dalvíkurbyggð, Héraðsnefnd Austur-Húnavatnssýslu, Héraðsnefnd Eyjafjarðar, Sveitarfélaginu Skagaströnd, Hörgárbyggð, Fjallabyggð, Samtökum sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra, Skagabyggð og Samvinnunefnd um skipulag miðhálendisins. Þann 8. apríl 2009 barst sveitarstjórn bréf frá Skipulagsstofnun þar sem fram kemur að, Skipulagsstofnun telur að tillagan geti fullnægt kröfum um aðalskipulag, verði tekið tillit til fjölmargra athugasemda áður en gengið er frá tillögunni til auglýsingar. Að öðrum kosti ber sveitarstjórn að birta athugasemdir Skipulagsstofnunar með tillögunni á auglýsingartíma. Í bréfi skipulagsstofnunar eru nokkur atriði þar sem óskað er eftir frekari upplýsingum og/eða leiðréttingum. Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar og þær eru helstar:

• 2. og 3. kaflinn, Forsendur, hafa verið leiðréttir, upplýsingar uppfærðar sem og nafn og númer á lögum og reglugerðum sem vitnað er í.

• Aðalskipulagsuppdrættir hafa verið leiðréttir í samræmi við athugasemdir sem fram komu í bréfi Skipulagsstofnunar:

• Undirskriftartexti á báðum uppdráttum hefur verið leiðréttur í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar. Á sveitarfélagsuppdrátt hefur virkjunar- og borholusvæðum I-1.4 – I-1.9 verið bætt inn.

• Á þéttbýlisuppdráttum eru breytingar/viðbætur helstar: Á Sauðárkróki er aðveitustokkur rafveitu merktur og á Iðnaðarsvæði I-3.1 var litur lagfærður. Á Hofsósi var svæði M-2.1 litað sem miðsvæði og á Hólum var ÍB-4.4 litað sem íbúðarsvæði. Í Varmahlíð voru litir og númer fyrir íbúðarsvæði lagfærð og svæði sérstakra nota austan við hringveginn á að vera opið svæði og ljósgrænt.

• 4. Kaflinn, Tillögur, hefur verið leiðréttur með hliðsjón af athugasemdum Skipulagsstofnunar og almennum leiðréttingum sem ábendingar haf komið fram um. Þær eru helstar: Um að samþykkt skipulagsins séu gerðar með fyrirvara um að einstakar framkvæmdir sé háðar mati á lögum um mat á umhverfisáhrifum. Þá eru ákvæði í núverandi aðalskipulögum sem eiga að halda gildi sínu verið ítrekuð og inn á hin ýmsu svæði þéttbýlisstaðanna verið gerð grein fyrir stærðum svæðanna og nýtingu. Virkjunarkaflinn sem var undir veitum hefur verið færður undir Iðnaðarsvæði í kafla 4.7 eins og reglugerð gerir ráð fyrir. Þá hafa borholusvæði í dreifbýli verið listuð upp. Skrár yfir efnistökusvæði hafa verið leiðréttar í samvinnu við Vegagerðina. Frekari grein er gerð fyrir þéttingu byggðar milli á Varmahlíðar og Hofsóss í landbúnaðarkaflanum 4.14.7 og þar er ennfremur gerð grein fyrir þeim gögnum og ákvæðum sem fylgja skuli umsókn um nytjaskóg. Frekari grein er gerð fyrir ákvæðum staðla um jarðskjálfta. Samkvæmt ábendingum frá Byggðasafni Skagfirðinga hefur kafli 4.14.20 um Minjar verið leiðréttur. Ákvæði sem fram eiga að koma í væntanlegum reglugerðum um hverfisverndarsvæði hefur verið bætt inn í kafla 4. 22.7 . Nýjum kafla 4.24, Samantekt umhverfisskýrslu, hefur verið bætt við greinargerðina.

• Umhverfisskýrslan hefur verið leiðrétt í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar og framangreindar breytingar á 4. Kafla.

• Samkvæmt ábendingu Skipulagsstofnunar eru greinargerðirnar þrjár: 1.kafli, Inngangur, og 4. Kafli, Notkun lands, stefna og skipulagsákvæði, eru settir saman í

Page 15: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 7

eitt hefti og 2. og 3. Kafli, Forsendur, í annað og Umhverfisskýrsla í það þriðja. Fyrir framan Innganginn hefur verið bætt við undirskriftablaði.

1.10 Umsagnir og athugasemdir við 5. Tillögu Í auglýsingu samkvæmt 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. kom fram að 5. Tillaga að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 væri til sýnis í Ráðhúsinu á Sauðárkróki dagana 28 maí til 2. júlí 2009. Jafnframt var tillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun og á vefsíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Eftirtaldir aðilar sem send voru bréf þann 27. Febrúar 2009 svöruðu og bréf þeirra eru listuð upp hér á eftir, samtals 9 bréf. U1 Flugmálastjórn dagsett 3. apríl 2009, U2 Siglingastofnun Íslands dagsett 12. mars 2009, U3 Veðurstofu Íslands dagsett 31. mars 2009, U4 Vegagerðin dagsett 7. apríl 2009, U5 Skógrækt ríkisins dagsett 26. mars 2009, U6 Blönduósbæ dagsett 15. júlí 2009,, U7 Sveitarfélaginu Skagaströnd dagsett 9. júlí 2009, U8 Fjallabyggð dagsett 16. apríl 2009 og U9 Skagabyggð dagsett 7. mars 2009. Afrit af framangreindum umsögnum eru í möppu, Fylgiskjali 1. með 5. Tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 útgefið í september 2009. Athugunarfrestur við tillöguna var til kl 15. föstudaginn 17. júlí. Alls bárust , innan tilskilins athugasemdafrests, 18 athugasemdir við 5. Tillögu að aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021. Þar af eru tvær í formi undirskriftalista: Nr. 1 Bréf frá Jónínu Friðriksdóttur og Stefáni Sigurðssyni dagsett 1.janúar 2009. Nr. 2 Bréf frá Leið ehf. dagsett 10.júní 2009. Nr. 3 Tölvupóstur, frá Þóru Björk Jóndóttir kennslu og sérkennsluráðgjafa dagsett 11.06.2009. Nr. 4 Bréf frá Golfklúbbi Sauðárkróks dagsett 26.júní 2009 Nr. 5 Bréf frá landeigendum Móskóga dagsett 29.07.2009. Nr. 6 Bréf frá eigendum Laufhóls, Kýrholts, Bakka og Lóns dagsett 30.júní 2009. Nr. 7 Bréf frá Vegagerðinni dagsett 10.07.2009. Nr. 8 Undirskriftalisti gegn tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar um friðlýsingu Austara Eylendisins móttekið 10 júlí 2009. Nr. 9 Bréf frá Hestamannafélögunum Léttfeta, Stíganda og Svaða dagsett 14.07.2009. Nr. 10 Fundargerð frá íbúafundi í Fljótum þann 12.07.2009. Nr. 11 Bréf frá Kolkuós ses. dagsett 05.07.2009. Nr. 12 Undirskriftarlisti frá 37 íbúum Viðvíkursveitar og Hjaltadals dagsett 08.06.2009. Nr. 13 Bréf frá Guðmundi Viðari Péturssyni bónda á Hrauni í Fljótum dagsett16.07.2009. Nr. 14 Tölvupóstur frá Gísla Birni Gíslasyni Vöglum Nr. 15 Bréf frá Umhverfisstofnun ríkisins dagsett 17.07.2009 Nr. 16 Bréf frá Ingibjörgu Jónasdóttur, Þórunni Jónasdóttur og Moniku Jónasdóttur ódagsett en móttekið 17. júlí 2009. Nr. 17 Bréf frá Geir Eyjólfssyni dagsett 16.07.2009. Nr. 18 Bréf frá Trausta Sveinssyni Bjarnagili dagsett 16.07.2009. Afrit af framangreindum athugasemdum eru í möppu, Fylgiskjali 1. með 5. Tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélsgsins Skagafjarðar 2009-2021, útgefið í september 2009.

1.11 Afgreiðsla 5. Tillögu Á 182. fundi Skipulags- og byggingarnefndar þann 31. ágúst voru bæði bréf frá umsagnaraðilunum 9 og athugasemdirnar 18 bókaðar inn samanber fundargerð nefndarinnar, afrit af fundargerðinni fylgir í Fylgiskjali 1. með 5. Tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, útgefin í september 2009.

Page 16: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 8

Á 183. fundi Skipulags- og byggingarnefndar þann 2. september voru framangreindar athugasemdir frá umsagnaraðilunum 9 og athugasemdirnar 18 teknar til efnislegrar meðferðar. Fjallað var um aðalskipulagstillöguna og framkomnar athugasemdir við tillöguna sem lagðar voru fram og bókaðar á 182. fundi nefndarinnar þann 31. ágúst sl. auk bréfs Skipulagsstofnunar frá 3. apríl 2009. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að mæla með við sveitarstjórn að neðangreindar afgreiðslur verði samþykktar og sveitarstjórn samþykki Aðalskipulagstillöguna með áorðnum breytingum. Umsögnum og athugasemdum við 5. tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 er raðað þannig að þeir sem engar athugasemdir gera eru fremstir og síðan athugasemdir við sveitarfélagsuppdráttinn og síðar athugasemdir við þéttbýlisuppdrættina. Þá er umsögnunum og/eða athugasemdunum raðað eftir kaflaskiptum í greinargerðum, forsendur framan við tillögur í kafla 4. Skipulags- og byggingarnefnd afgreiðir hvert atriði með bókun sem fram kemur í umræddri fundargerð frá 183. fundi nefndarinnar. Afrit af framangreindum fundargerðum af 182. og 183. fundum eru í möppu, Fylgiskjali 1. með 5. Tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, útgefið í september 2009. Breytingar hafa verið gerðar á greinargerðum og uppdráttum í samræmi við samþykktir og bókanir skipulags- og byggingarnefndar og staðfestingu sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 09.09.09 og eru þessar: Kafli 2.2 Ár, vötn og vatnasvæði Viðbót við Kafla 2.2.8 Þekkingar og rannsóknarstörf: „Veðurstofan getur látið í té frekari upplýsingar um flóð og útbreiðslu þeirra í Hólminum og víðar í Skagafirði.“ Kafli 2.3 Veðurfar Tilvísanir í texta og myndir hafa verið auknar og texti leiðréttur þar sem því hefur verið við komið í samræmi við ábendingar Veðurstofunnar. Kafli 2.9 Hættusvæði:. Viðbót við kaflann: „Fram kemur að ekki hefur verið unnið hættumat yfir svæðið utan greinargerðar um ofanflóðahættu þéttbýlanna á Sauðárkróki, Hofsósi, Hólum og Varmahlíð, greinargerð Veðurstofunnar 2006. Til standi að Veðurstofan geri formlegt hættumat fyrir þéttbýlið Sauðárkrók og úttekt á ofanflóðaaðstæðum í dreifbýli í sveitarfélagsins.“

Kafli 2.4.4 Skógar og skógræktarsvæði: Texti leiðréttur, þar sem því hefur verið við komið, í samræmi við ábendingar Skógræktar ríkisins.

Kafli 3.9.1 Vegakerfið og umferð: Texti leiðréttur, er varðar vegaflokka og annan texta þar sem því hefur verið við komið, í samræmi við ábendingar Vegagerðarinnar. Sveitarfélagsuppdráttur: Sveitarfélagamörk, sýslumörk og landamerki, skipulagsmörk verði leiðrétt á skipulagstímanum í samræmi við niðurstöður viðræðna við nágrannasveitarfélögin og texta bætt inn í greinargerð aftast í kafla 4.0.5.1 Sveitarfélagsuppdráttur. Stofnvegir og tengivegir á sveitarfélagsuppdrætti eru leiðréttir í samræmi við ný vegalög frá 2007, þar sem því verði við komið í samræmi við ábendingar Vegagerðarinnar. Ennfremur fellur út vegtenging í Viðvíkursveit sjá 4.16.4.1 hér á eftir.

Page 17: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 9

Svæði á náttúruminjaskrá, mörk svæða 413 sem eru Orravatnsrústir og 418 sem er Austara Eylendið, hafa verði leiðrétt á Skipulagsuppdrætti í samræmi við ábendingar Umhverfisstofnunar. Svæði norðanvert við Hofsjökul eru sýnd í samræmi við svæðisskipulag Miðhálendisins.

Þéttbýlisuppdráttur af Sauðárkróki Skipulags- og byggingarnefnd mun beita sér fyrir að ábendingar um stækkun golfsvæðis og ábendingar um reiðleiðir verði teknar til frekari skoðunar við næstu endurskoðun á aðalskipulagi Sauðárkróks. Þéttbýlisuppdráttur af Steinsstöðum Landnotkun í hólma undan garðyrkjustöðinni á Steinsstöðum er landbúnaðarsvæði og merkt sem slíkt í gildandi aðalskipulagi. Þéttbýlisuppdráttur aðalskipulagstillögunar er leiðréttur í samræmi við það. Kafli 4.9 Efnistökusvæði Leiðrétta númer skráar um efnisnámur á láglendi Skagafjarðar sem er aftast í tillögukaflanum. Rétt númer skráar er 4.9.4.

Kafli 4.10. Sorpförgunarsvæði Viðbót við kafla 4.10.7 framkvæmd tillögunnar: „Nú er nokkuð ljóst að urðunarsvæðið við Sölvabakka verður tekið í notkun síðla árs 2010. Þegar og ef urðunarstaðurinn við Sölvabakka verður tekinn í notkun þá verður Sorpurðunarstaður merktur S-1.1 í aðalskipulagtillögu Sveitarfélagsins Skagafjarðar ofaukið. Skipulags- og byggingarnefnd mun þá beita sér fyrir að gerðar verði viðeigandi breytingar á Aðalskipulaginu og urðunarstaðurinn við Brimnes tekinn út af Aðalskipulaginu.“ 4.14.3 Landbúnaðarsvæði Í kafla. 4.14.3 er gerð grein fyrir skógum og skógræktarverkefnum og kaflinn hefur verið leiðréttur þar sem því hefur verið við komið í samræmi við ábendingar Skógræktar ríkisins.

Kafli 4.16.3.1 Vegir og umferð Texti leiðréttur, er varðar vegaflokka og annan texta þar sem því hefur verið við komið, í samræmi við ábendingar Vegagerðarinnar. Kafli 4.16.4.1 Vegir og umferð, liður 8. Tillaga um veglínu nýs vegar frá Sauðárkróksbraut við Austari-Héraðsvötn að Hólavegi í Hjaltadal fellur af Sveitarfélagsuppdrætti og texta í greinargerð. Kafli 4.16.4.2 Stígar og reiðgötur Í kaflanum er gerð grein fyrir reiðleiðum og viðbót gerð við kafla 4.16.7 Framkvæmd tillögunnar: „ Áður en framkvæmdir hefjast skal liggja fyrir deiliskipulag eða framkvæmdaleyfi sem unnið verði í samvinnu við hlutaðeigandi landeigendur og/ eða ábúendur. Í umræddum leyfum verði ákvæði um umgengni og girðingar, hlið og annan frágangi sem máli skiptir. Skipulags- og byggingarnefnd mun beita sér fyrir nánari útfærslu reiðleiða að lokinni staðfestingu aðalskipulagsins.

Kafli 4.19 Náttúruverndarsvæði Viðbót við kafla 4.19.7 Framkvæmd tillögunnar: „Frestað verði að friðlýsa Austara- Eylendið þar til frekari vinna í samvinnu landeigenda við Náttúrustofu Norðurlands Vestra og Umhverfisstofnun hefur farið fram. Reglugerð verði þá sett, sem lýsi sérkennum og tilgangi friðunar og umgengni við náttúru svæðisins. Núverandi landnot, landbúnaður og veiði verði áfram heimiluð og umferð óbreytt, nema annað komi í ljós við frekari rannsóknir.

Page 18: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 10

Kafli 4.24 Samantekt umhverfisskýrslu Viðbót: Í samræmi við 9. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana leggur Sveitarfélagið Skagafjörður fram eftirfarandi samantekt á umhverfismati: „Umhverfisskýrsla og tillaga að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir sorpförgunarsvæði voru unnar samhliða. Lagt var mat á áhrif á jarðfræði og jarðmyndanir, lífríki, landrými og landslag. Við vinnslu tillögunnar voru umhverfissjónarmið tekin til greina. Aðalskipulagstillagan er talin hafa áhrif á umhverfið sem þarf að fylgja eftir á stigi mats á umhverfisárhrifum framkvæmda, sérstaklega er bent á nálægð sorpförgunarsvæðis við sérhæft útivistarsvæði. Einnig er möguleiki talinn vera á samlegðaráhrifum sem tengjast iðnaðarsvæði og sorpförgunarsvæði við Brimnes. Þessi áhrif geta orðið neikvæð þegar starfsemi þessara svæða hefur náð fullu umfangi. 1.12 Athugasemdir við 5. tillögu Samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum þurfa förgunarstöðvar sem urða meira en 500t/ári að fara í mat á umhverfisáhrifum. Í framkvæmdarmati vegna fyrirhugaðrar sorpförgunar er lagt til að athugað verði frekar áhrif sorpförgunarsvæðis og annarrar starfsemi á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði á sérhæft útivistarsvæði, náttúrufar,loftgæði og auðlindir. Með bréfi dagsettu þann 10.september 2009 sendi skipulags- og byggingarfulltrúinn í Sveitarfélaginu Skagafirði 5. tillögu með áorðnum breytingum til Skipulagsstofnunar , með beiðni um að skipulagið verði staðfest. Skipulagsstofnun gerir með bréfi sínu dagsettu 6. nóvember athugasemdir við þessa 5. tillögu og óskar eftir að sveitarstjórn bregðist við nokkrum atriðum sem talin eru upp í bréfinu og taka þau til endurskoðunar. Einnig atriði er varða greinargerð sveitarstjórnar skv. 9. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Þá gerir Skipulagsstofnun athugasemdir við stefnu og framsetningu og ítrekar önnur atriði samanber fyrri bréf. Afrit af umræddu bréfi verður fylgiskjal með Aðalskipulaginu og bætt inn í hefti með fylgiskjölum Aðalskipulagsins. Á fundum sínum 3. og 9. desember 2009 samþykkti skipulags- og byggingarnefnd að bregðast við bréfi Skipulagsstofnunar og samþykkti nýja greinargerð sveitarstjórnar skv. 9. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana og birtist í kafla 4.24 hér á eftir. Til þess að bregðast við öðrum athugasemdum samþykkti skipulags- og byggingarnefnd ennfremur að gera leiðréttingar á uppdráttum og á texta greinargerðarinnar og bæta við öðrum. Umræddar breytingar eru skrásettar í fundargerðum sem í heild sinni verða fylgiskjöl með Aðalskipulaginu og bætt inn í hefti með fylgiskjölum Aðalskipulagsins. Í heftinu er einnig útskrift úr fundargerð sveitarstjórnar frá 17. desember 2009 þar sem umræddar breytingar eru samþykktar og Aðalskipulagið í heild sinni og óskað eftir að ráðherra staðfesti Aðalskipulagið. Helstu breytingar eru: Sveitarfélagsuppdráttur Á Sveitarfélagsuppdrætti verður verndarsvæði Svæðisskipulags miðhálendisins annað en svæði á náttúruminjaskrá, hverfisverndarsvæði. Veggöng milli Hjaltadals og Hörgárdals felld út af sveitarfélagsuppdrætti (en sýnd á upplýsingakorti 3.9.1-1). Óviss sveitarfélagamörk merkt sem óviss mörk, (Sveitarfélagamörk að Skagabyggð, Sveitarfélaginu Skagaströnd, Blönduósbæ og að hluta að Fjallabyggð) Afmörkun Akrahrepps hefur verið fjarlægð af uppdrættinum.

Page 19: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 11

Stofnvegur í norðanverðum Fljótum merktur sem slíkur. Landsvegir upp á miðhálendið merktir sem slíkir. Þéttbýlisuppdrættir Sauðárkrókur: Blár rammi utan um opið svæði U-3.8 fjarlægður Hólar: Blönduðu svæði (stofnun-verslanir og þjónusta) breytt í þjónustustofnanasvæði, Þ-4.1. og Blönduðu svæði (íbúðabyggð og stofnanir) breytt í íbúðabyggð, ÍB-4.2 Svæði merkt ÍB-4.3 tengd saman og Þjónustusvæði Þ-4.1 stækkað til norðvesturs og sameinað öðrum þjónustusvæðum á því svæði. Varmahlíð: Iðnaðarsvæði I-5.1 stækkað með nýrri lóð undir borholu. Nýr upplýsingauppdráttur 3.9.1-1, sem sýnir Vegakerfið og tillögur til umræðu. Helstu breytingar í greinargerð aðalskipulagsins eru: Bókun vegna erindis Golfklúbbsins og ábendingar um reiðleiðir vantar í kafla 1.11, þar sem erindunum er vísað til endurskoðunar Aðalskipulags Sauðárkróks. Gömlu aðalskipulagsuppdrættir þéttbýlisstaðanna eru ekki fylgiskjöl með Aðalskipulaginu þó þeir hafi verið merktir sem slíkir, textar „sjá fylgiskjal.....“ í kafla 4.1.3 felldir út. Setningin „Ákvæði í gildandi aðalskipulagi haldi gildi sínu nema annað sé tekið fram“ felld út í kafla 4.1.3 og svipaðar setningar í kafla 4.3.3 og 4.5.3. Í staðinn verði bætt inn „Við endurskoðun á aðalskipulagi þéttbýlisstaðanna hefur ávallt verið tekið mið af ákvæðum í núverandi aðalskipulögum og þau yfirfærð í tillögurnar nema annað sé tekið fram“. Setningin komi fremst í kafla 4.1.4. Fyrsta setningin í kafla 4.3.3.5 Skólar og starfsvæði , er felld út. Þá er áréttað í kafla 4.3.4 að engar nýjar þjónustustofnanir eru áformaðar utan þéttbýlis og óverulegar framkvæmdir áformaðar á þeim sem fyrir eru. Frekari upplýsingar um stærðir svæða og stefnumörkun er skráð þar sem það á við í köflunum 4.7.5, 4.8.5, 4.11.5, 4.12.5 og 4.14.5 . Rökstuðningur fyrir nýju iðnaðar- og hafnarsvæði kemur fram í kafla 4.7.4. Efnisnámur eru með tilskilin leyfi, en ekki hefur tekist að safna upplýsingum um stærð þeirra nema innan þéttbýlisins á Sauðárkróki. (E-3.1). Bætt hefur verið við upplýsingum um skálabyggingar á miðhálendinu í kafla 4.11. Felld út ákvæði um rýmri heimildir til bygginga á bújörðum í kafla 4.14.4 Ítarlegri texti um málsmeðferð reiðleiða í kafla 4.16.7. Gerð er grein fyrir vatnsvernd á miðhálendinu í kafla 4.21 og náttúruvernd og hverfisvernd á sama svæði í kafla 4.22. Í sama kafla eru tillögur um ákvæði í reglugerð um friðlýsingu svæða tekin út. Í kafla 4.22.7 er gerð grein fyrir reglum sem gilda á hverfisverndarsvæðum. Þá er gerð grein fyrir áhrifum frestunar í kafla 4.23.4 Ný greinargerð sveitarstjórnar skv. 9. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana birtist í kafla 4.24.

1.13 Niðurlag Á vinnslutíma aðalskipulagsins hafa margir setið í skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar en frá 2002 hafa þar setið og fjallað um tillögur og vinnslu þau Bjarni Maronsson, formaður, Sigurbjörg Guðmundsdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson. Frá 2006 hafa setið í nefndinni þau Einar E. Einarsson formaður, Svanhildur Guðmundsdóttir varaformaður og Páll Dagbjartsson, síðar tók Gísli Sigurðsson við af honum. Gísli Árnason hefur verið áheyrnarfulltrúi. Þennan tíma og raunar lengur hefur Jón Örn Berndsen verið skipulags- og byggingarfulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og borið hitann og þungann af framvindu og samræmingu starfs við aðalskipulagið.

Page 20: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 12

Að dómi ráðgjafa eru fyrirliggjandi gögn að aðalskipulagi til þess bær að fá þau staðfest af umhverfisráðherra. Þökkum öllum sem komu að vinnu við Aðalskipulagið fyrir samstarfið. Í desember 2009, Páll Zóphóníasson, Árni Ragnarsson.

Page 21: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 13

4. Notkun lands, stefna og skipulagsákvæði

4.0 Stefna og skipulagstillagan Sú 5. tillaga að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem kynnt verður í þessum 4. kafla er byggð á fyrri köflum, aðalatriðin dregin saman úr 2. og 3. kafla í styttra mál eða vísað til þeirra eftir því sem við á. Þá eru markmið úr fyrri útgáfum og tillögur teknar í heild sinni og yfirfærðar á skipulagssvæðin 22 samanber skipulagsreglugerð sem vísað er til hér á eftir. Þessi 4. kafli er settur fram í samræmi við 4. kafla skipulagsreglugerðar nr. 400/1998 með síðari breytingum. Tillögurnar varða stefnu, settar fram um markmið og landnotkun og um hverja starfsemi eða svæðisgerð aðalskipulags skv. skipulagsreglugerðinni. Umfjöllun um tillögurnar er þannig sett fram í 23 undirköflunum, hér eftir nefndir kaflar 4.1-4.23 og fyrstu 22 þeirra er skipt að jafnaði í 7 greinar:

1. Ákvæði í reglugerð Farið er yfir ákvæði og kröfur skipulagsreglugerðar nr. 400/1998 um svæði fyrir viðkomandi starfsemi sem taka skal tillit til við framfylgd aðalskipulagsáætlunarinnar. Þá er vitnað til laga og annarra reglugerða sem við getur átt. Þar sem upptalning er ekki tæmandi er að öðru leyti vísað til laga og reglugerða í heild sinni.

2. Markmið: Farið er yfir tillögur að markmiðum sem fram hafa komið við gerð aðalskipulagsins.

3. Skipulagssvæðið Farið er yfir ástand svæða fyrir viðkomandi starfsemi og sérkenni þeirra. Vísað er til viðeigandi forsendukafla eftir ástæðum og gildandi aðalskipulög þéttbýlisstaðanna eftir því sem við á.

4. Tillögur Farið er yfir tillögur sem fram hafa komið við gerð aðalskipulagsins.

5. Aðalskipulagssvæði Fjallað er um hvert svæði fyrir viðkomandi starfsemi á aðalskipulagsuppdráttum, sveitarfélagsuppdrætti og þéttbýlisuppdráttum og vísað til þeirra.

6. Umhverfismat Fjallað er um þörf og kröfur fyrir mat á umhverfisáhrifum tillagna og framkvæmda skv. skipulagsreglugerð nr. 400/1998 og lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

7. Framkvæmd Fjallað er um áætlaða framkvæmd tillagna.

4.0.1 Almennt Í 1. grein hvers kafla sem vísar til landnotkunarflokka skipulagsreglugerðar nr. 400/1998 með síðari breytingum, er gerð grein fyrir ákvæðum reglugerðar sem við á og öðrum ákvæðum laga og reglugerða sem við geta átt. Í grein 3.1.3 skipulagsreglugerðarinnar er gerð grein fyrir aðalskipulagi og þar segir m.a.: Aðalskipulag er skipulagsáætlun fyrir eitt sveitarfélag. Sveitarstjórn ber ábyrgð á að gert sé aðalskipulag og skal það taka til alls lands innan viðkomandi sveitarfélags. Í aðalskipulagi er sett fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar. Þar er mörkuð stefna varðandi þéttleika byggðar og byggðamynstur. Sveitarstjórnir ákveða lengd skipulagstímabils hverju sinni, sem skal eigi vera skemmra en 12 ár, og gera í skipulagsáætlun grein fyrir samhengi áætlunarinnar og einstakra þátta hennar við langtímaþróun sveitarfélagsins.

Page 22: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 14

Um gerð aðalskipulags gilda ákvæði í gr. 3.1.1 og 4. kafla reglugerðar þessarar eftir því sem við getur átt.

4.0.2 Markmið, almennt Í 2. grein hvers kafla viðeigandi landnotkunarflokks er gerð grein fyrir markmiðum sem eiga við. Markmið skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 eru sett fram í fjórum málsgreinum og í 1. gr. laganna. Markmið laganna í 2. málsgrein er:

“að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja varðveislu náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.”

Við gerð aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa komið fram tillögur um markmið sem höfð hafa verið að leiðarljósi við tillögugerðina. Markmiðstillögur hafa ýmist komið frá ráðgjöfum eða umræðum í nefndum sveitarfélagsins, ýmsum félagasamtökum og íbúafundum. Sumar markmiðstillögur eiga við starfsemi eða jafnvel við svæði og eru settar fram í viðeigandi köflum 4.1-4.22 hér á eftir en aðrar eru víðtækari og má kalla tillögur um yfirmarkmið. Þær fylgja hér á eftir. Þær eru um að í Sveitarfélaginu Skagafirði verði:

1. Öflugt lýðræðissamfélag í sátt við náttúru héraðsins, með góð skilyrði fyrir allt fólk, fyrirtæki og stofnanir.

2. Framsækið samfélag, opið fyrir nýjungum, byggi á skagfirskum menningar- og náttúruarfi og nýti náttúrugæði til sjálfbærrar þróunar og fólksfjölgunar.

3. Náið og réttlátt samfélag með áherslu á virkni og ábyrgð hvers einstaks, félagslegt öryggi og fjölbreytt félagslíf.

4. Þróttmikið mennta- og menningarstarf með þróun einstaklingsins og skagfirsks samfélags að leiðarljósi.

5. Virkt atvinnu- og stofnanaumhverfi í fararbroddi á öllum sviðum sem hvetur til framfara eftir vistvænum leiðum.

Ennfremur að: 6. Framkvæmdum verði hagað þannig að vel fari í landslagi. 7. Örnefni og fornleifar í Skagafirði verði skráð og kortlögð. 8. Haldin verði skrá yfir land í eigu almenningsstofnana, ríkis og sveitarfélags. 9. Staðardagskrá 21 verði stöðugt unnin, virk og virt og leitað eftir þátttöku

almennings við skilgreiningu viðfangsefna og mótun úrlausna Hvatt verði til að fyrirtæki og stofnanir leggi sig fram um hreinni framleiðslu og vistvæna.

10. Rannsóknir á lífríki og náttúrufari í Skagafirði, á landi og í sjó, verði efldar í starfi stofnana í héraði og samstarfi þeirra við stofnanir annars staðar.

11. Áhersla verði á sjálfbæra nýtingu. 12. Votlendissvæði verði vernduð. 13. Til að hindra gróðureyðingu verði viðeigandi vernd komið á, beitarstjórnun og

friðun sérstæðra gróðursamfélaga. 14. Skjólbelta- og skógrækt verði studd, með skipulagi leitast við að skógur falli vel að

landslagi og skógarminjar verndaðar á viðeigandi hátt. 15. Ferðaþjónusta verði efld í héraðinu með áherslu á náttúru- og menningartengda

ferðaþjónustu og hagsmunir henni tengdir hafðir til hliðsjónar við skipulag vegna annarrar starfsemi. Sérstök áhersla verði á uppbyggingu við vegi inn í Skagafjörð. Og að:

16. Samstarf ferðaþjónustufyrirtækja verði eflt.

4.0.3 Skipulagssvæði, almennt Í 3. grein hvers undirkafla er gerð grein fyrir ástandi skipulagssvæða eða vísað á viðeigandi forsendukafla.

Page 23: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 15

Forsendum er lýst í 2. og 3. meginkafla greinargerðar. Í 2. kafla er gerð grein fyrir náttúrufari skipulagssvæðisins, landslagi og jarðfræði, vatnafari, veðurfari, gróðurfari, dýralífi, jarðhita og orkulindum. Ennfremur minjum og vernd, hættusvæðum og örnefnum. Í 3. kafla er byggðum lýst, skipulagssvæðinu öllu sem er Skagafjarðarsýsla að undanskildum Akrahreppi, lögsögumörkum og eignarhaldi, mannfjölda og búsetu, atvinnuháttum og lífskjörum, félagsmálum og atvinnuvegum. Þá er stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélagsins lýst og þar gerð grein fyrir skipulagsáætlunum sem gerðar hafa verið og þeim sem í gildi eru. Ákvæði í gildandi aðalskipulögum halda gildi sínu nema annað sé tekið fram.

4.0.4 Tillögur, almennt Tillaga að aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð felur í sér margar tillögur á ýmsum sviðum og þær eru settar fram í 4. grein hvers kafla hér á eftir. Með tillögunum er miðað við að byggðarmynstur í Sveitarfélaginu Skagafirði breytist ekki, svæði haldist að mestu óbreytt og ekki er gert ráð fyrir nýjum þéttbýlissvæðum. Tillögurnar falla undir tillögur að yfirmarkmiðum sem settar eru fram hér að framan í gr. 4.0.2. og tillögur að undirmarkmiðum sem settar eru fram í 2. gr. hvers kafla. Sumar tillögur í þessum kafla eiga við svæði eða starfsemi og eru settar fram í viðeigandi köflum 4.1-4.22 hér á eftir en aðrar eru víðtækari eins og eftirfarandi tillögur sem eiga við um fleiri en einn landnotkunarflokk:

1. Miðað er við að nýta vel svæði sem ekki eru fullbyggð, að viðhalda byggðarmynstri og náttúruvernd í Sveitarfélaginu Skagafirði. Og verkefni sem ákveðið er að unnin verða á skipulagstímanum:

2. Örnefnaskráning er hluti af ritun byggðasögu Skagafjarðar sem stendur yfir. Örnefnaskrá fyrir sveitarfélagið verði gerð öllum aðgengileg í framhaldinu.

3. Sveitarfélagið skrái sérstaklega og kortleggi lönd og jarðir í eigu almenningsstofnana og félaga.

4. Gengið verði frá Staðardagskrá 21 fyrir sveitarfélagið og hún verði virk og virt við ákvarðanir þess og innbyggð í aðalskipulag.

5. Rannsóknir og ráðgjöf á sviði fiskeldis verði efldar á Hólum. 6. Sveitarfélagið beiti sér áfram markvisst að því að takmarka útbreiðslu refs og

minks. 7. Staðir með góð skilyrði fyrir fiskeldi verði skipulega skilgreindir í samvinnu við

stofnanir á Hólum. 8. Sveitarfélagið beiti sér fyrir stofnun sölusamlags fiskeldisfyrirtækja. 9. Sveitarfélagið beiti sér fyrir samræmingu og umboðssölu fyrir ferðaþjónustu og

afþreyingu í Skagafirði. 10. Stutt verði við starfandi hótel og gistihús og stuðlað að auknu samstarfi þeirra. 11. Í samstarfi við menntastofnanir í héraðinu og ferðaþjónustuaðila verði unnið að

frekari þróun og uppbyggingu ferðaþjónustu í Skagafirði.

Í 4. grein hvers kafla er eru tillögur settar fram um hvert svæði. Þá er gerð grein fyrir notkun og stærð þess þegar það á við.

4.0.5 Aðalskipulagsuppdrættir, tillöguuppdrættir, almennt Í 5. grein hvers kafla eru tillögurnar settar fram undir svæðum með númeri sem vísar til svæða á aðalskipulagsuppdráttum. Með tillögum þessum fylgir einn uppdráttur sem sýnir allt sveitarfélagið annars vegar og fimm uppdrættir sem sýna þéttbýlisstaði í sveitarfélaginu hins vegar. Ef ósamræmi er á milli texta, mynda eða skýringaruppdrátta í forsenduköflum 2 og 3 og stefnu til staðfestingar á skipulagsuppdráttum eða í tillögum í kafla 4, gilda skipulagsuppdrættir og texti í tillögukafla, 4. kafla, þessarar greinargerðar. Svæðin eru merkt og lituð í samræmi við reglugerð og gefinn bókstafur og númer.

Page 24: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 16

Hverju svæði er gefið númer til aðgreiningar:

1. Á sveitarfélagsuppdrætti 2. Á aðalskipulagsuppdrætti af Hofsósi 3. Á aðalskipulagsuppdrætti af Sauðárkróki 4. Á aðalskipulagsuppdrætti af Hólum í Hjaltadal 5. Á aðalskipulagsuppdrætti af Varmahlíð 6. Á aðalskipulagsuppdrætti af Steinsstöðum

Númer svæða vísa til skýringa í haus á uppdráttarblaði, t.d. Þ-3.2, sem þýðir þá: þjónustusvæði númer 2 á Sauðárkróksuppdrætti.

4.0.5.1 Sveitarfélagsuppdráttur Á sveitarfélagsuppdrætti aðalskipulagsins er sett fram sú stefna sem kynnt er í greinargerð aðalskipulagsins um landnotkun í sveitarfélaginu utan þéttbýlis. Uppdrátturinn er í mælikvarða 1:150.000. Á uppdrættinum eru óviss sveitarfélagamörk merkt sérstaklega.

4.0.5.2 Þéttbýlisuppdrættir Á þéttbýlisuppdráttum aðalskipulagsins er sett fram sú stefna sem kynnt er í greinargerð aðalskipulagsins um landnotkun og þróun byggðar á þéttbýlissvæðum sveitarfélagsins. Uppdrættirnir eru: Sauðárkrókur, Hofsós, Hólar, Varmahlíð og Steinsstaðir í mælikvarða 1:10.000. Á þéttbýlisuppdráttum eru svæði merkt í samræmi við skipulagsreglugerð og við 5. grein hvers kafla hér á eftir.

4.0.6 Mat á umhverfisáhrifum

4.0.6.1 Matsskyldar framkvæmdir Í 1. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 með síðari viðaukum er listi yfir matsskyldar framkvæmdir. Í umhverfisskýrslu og 6. grein hvers kafla hér á eftir er matsskyldum framkvæmdum lýst og tekið fram að samþykkt aðalskipulagsins sé með fyrirvara um niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum.

4.0.6.2 Tilkynningaskyldar framkvæmdir Í 2. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 með síðari viðaukum er listi yfir framkvæmdir sem kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og krafist er að tilkynnt sé til Skipulagsstofnunar. Stofnunin metur síðan hvort meta þurfi umhverfisáhrifin. Í umhverfisskýrslu og 6. grein hvers kafla hér á eftir er þessum framkvæmdum lýst og tekið fram að samþykkt aðalskipulagsins sé með fyrirvara um niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum.

4.0.6.3 Umhverfismat áætlana. Samkvæmt 1. gr.laga nr. 105/2006 er markmið laganna „að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt að stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða. Það skal gert með umhverfismati tiltekinna skipulags- og framkvæmdaáætlana stjórnvalda sem líklegt er að hafi í för með sér veruleg áhrif á umhverfið.“

Page 25: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 17

Samkvæmt 6. gr. sömu laga, skal gera umhverfisskýrslu sem skal hafa að geyma þær upplýsingar sem sanngjarnt er að krefjast að teknu tilliti til þeirrar þekkingar sem er til staðar, þekktra matsaðferða, efnis og nákvæmni áætlunarinnar og stöðu áætlunarinnar í stigskiptri áætlanagerð. Þá skal í umhverfisskýrslu koma fram að hve miklu leyti betur á við að fjalla um tiltekin umhverfisáhrif á síðari stigum áætlanagerðar til að forðast endurtekningar sama mats.

Umhverfismat áætlunarinnar hefur verið sett fram í sérstakri umhverfisskýrslu sem er hluti af skipulagsgögnum með áætluninni. Í umhverfisskýrslunni er gerð grein fyrir niðurstöðu matsins og forsendum þess

Í 6. grein hvers kafla hér á eftir verður vísað í umhverfisskýrsluna þar sem það á við. Umhverfisskýrsla þessi verður hluti af staðfestu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.

4.0.7 Framkvæmd skipulagstillagna Í 7. grein hvers kafla hér á eftir kemur fram hvernig stefnt er að framkvæmd tillagna, áfangaskiptingu og röð framkvæmda á svæðinu ef þurfa þykir. Í sumum tilvikum er gert ráð fyrir að byggt verði í hverfum sem ekki eru fullbyggð og götur og lagnir fyrir hendi. Í öðrum tilvikum þarf að gera deiliskipulag af svæðum og fyrir svæði sem lagt er til að verði friðlýst þarf samstarf stofnana og hagsmunaaðila um reglugerð. Á skipulagstímanum verði unnið að verkefnum s.s. örnefnaskráningu, kortlagningu landa og jarða í eigu almenningsstofnana og félaga og gengið verði frá Staðardagskrá 21 fyrir sveitarfélagið. Ennfremur verði unnið að öðrum verkefnum sem tillögur eru gerðar um. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mun beita sér fyrir að tillögur, sem fram koma í 4.0.4. gr. þessa kafla en eru ekki nefndar í þessari grein, komi til framkvæmda á skipulagstímanum.

4.1 Þéttbýli

4.1.1 Ákvæði reglugerðar Í grein 4.1.1 skipulagsreglugerðar er þéttbýli lýst sem: Þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra. Og í 4.1.2 sömu reglugerðar eru ákvæði um skipulagsuppdrætti : Á ....sveitarfélagsuppdrætti aðalskipulags skal auðkenna þéttbýlisstaði sem einn landnotkunarflokk, þéttbýli. Þetta getur einnig átt við um staði sem ekki ná lágmarksíbúafjölda samkvæmt skilgreiningu þéttbýlis. Á þéttbýlisuppdráttum aðalskipulags skal gera grein fyrir fyrirhugaðri landnotkun innan viðkomandi þéttbýlisstaðar. Það á einnig við um staði sem ekki ná lágmarksíbúafjölda samkvæmt skilgreiningu þéttbýlis en auðkenndir eru sem þéttbýli á sveitarfélagsuppdrætti aðalskipulagsins. Þéttbýlisuppdráttur skal ná yfir alla byggð á viðkomandi þéttbýlisstað ásamt því svæði umhverfis sem nauðsynlegt þykir til að gera grein fyrir landnotkun.

4.1.2 Markmið þéttbýli

1. Íbúafjölgun í sveitarfélaginu verði í samræmi við landsmeðaltal eða meiri. 2. Íbúðarsvæði verði á þéttbýlisstöðunum og lóðir til fjölbreyttrar íbúðarbyggðar. 3. Skipulögð athafnasvæði verði á þéttbýlisstöðunum, með lóðir sem henta litlum og

meðalstórum iðnfyrirtækjum. 4. Skipulögð svæði fyrir verslun og þjónustufyrirtæki verði á þéttbýlisstöðunum. 5. Stjórnsýslustofnanir hafi aðsetur á Sauðárkróki og þar verði lóðir sem henta. 6. Starf Hólaskóla verði stutt og þróun hans á háskólastigi. Stofnunum með skylda

starfsemi við starf á Hólum verði vísað þangað til sætis.

4.1.3 Þéttbýlisstaðir Eins og fram kemur í 3. kafla greinargerðarinnar, Byggð, eru þéttbýlisstaðir í Sveitarfélaginu Skagafirði fjórir auk Steinsstaða:

Page 26: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 18

4.1.3.1 Hofsós Aðalskipulag fyrir Hofsós hefur ekki verið gert fyrr. Tillögur voru gerðar á 9. áratug síðustu aldar og byggir tillögugerðin nú á þeim, forsendum sem settar eru fram í greinargerðarköflum nr. 2 og 3, umræðum nefnda sveitarfélagsins Skagafjarðar og markmiðum 2. gr. hvers tillögukafla þessarar greinargerðar. 5. tillaga að aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð felur í sér tillögur að aðalskipulagi fyrir Hofsós, settar fram á þéttbýlisuppdrætti og í þessum tillögukafla og miðast við skipulagstímabilið frá 2005 til 2017. Sérstaða Hofsóss er að nokkru leyti sú að íbúum hefur fækkað mikið síðustu ár, mörg íbúðarhús eru notuð sem orlofshús og lausar lóðir eru fyrirliggjandi. Deiliskipulag fyrir Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann á Hofsósi var gert í kjölfar bæjar- og húsakönnunar og það samþykkt síðla árs 2000. Þessir bæjarhlutar eru hinn gamli Hofsós og markmið deiliskipulagsins var að vernda sérkenni byggðar meira en einstök hús, sem sum voru léleg orðin, en opna þó leið til þess að byggt yrði inn í byggðina á stöðum þar sem hús höfðu staðið áður.

4.1.3.2 Sauðárkrókur Aðalskipulag Sauðárkróks hefur gildistíma 1994-2014 staðfest 20.02.1987 og byggist á aðalskipulagi frá 1971 og 1975. Meginþætti aðalskipulags Sauðárkróks má rekja aftur til fyrsta aðalskipulagsins sem staðfest var 1971. Þetta á við um miðsvæðið, Aðalgötu og Skagfirðingabraut með tilheyrandi torgum, ný íbúðarsvæði í Hlíðum og á Túnum og athafnasvæði á Eyri og á Mölum. Áhersla hefur verið og er enn á opin svæði milli fjalls og fjöru og á sérhæfð útivistarsvæði á Móum. Sjá ennfremur kafla 3.7.9 í forsendukafla greinargerðarinnar hér að framan. Gerð hefur verið ein breyting á þessu aðalskipulagi. Á legu þjóðvegar til norðurs, staðfest 26.04.2006, Í þessari tillögu að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2005-2017 eru gerðar nokkrar breytingar á Aðalskipulagi Sauðárkróks 1994-2014.

4.1.3.3 Hólar Í gildi er aðalskipulag fyrir Hóla 1990-2010, staðfest 31.12.1990. Tvær breytingar á því hafa verið staðfestar, sú fyrri er staðfest af skipulagsstjórn þann 29.10.1997, og sú síðari af umhverfisráðherra, gerðar þann 4.9.1998,. Óskað eftir breytingum við Nátthaga þann 22. júlí 2005 (sjá fundargerð skipulags- og byggingarnefndar nr. 74 og 76-78).

4.1.3.4 Varmahlíð Í gildi er aðalskipulag fyrir Varmahlíð 1995-2015, staðfest 23.05.1996. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á aðalskipulaginu síðan.

1) Uppdráttur gerðum af Pétri Jónssyni arkitekt, sýnir svæði vestan við þjóðveg 1, fyrir og eftir breytingu á staðfestu aðalskipulagi:

1. Vegur um skógræktarspildu á aðalskipulagsuppdrætti færist í austur og mun liggja samsíða þjóðvegi 1. Er þetta gert til að skerða land skógræktarinnar sem minnst.

2. Reitur undir opinberarar stofnanir breytist úr íbúðum aldraðra í leikskóla. Þessi tillaga tekin fyrir á fundi Umhverfis- og tækninefndar þann 18. ágúst 1998.

2) Á uppdrætti gerðum af Pétri Jónssyni arkitekt, árið 2002 sýnir svæði austan og sunnan

við þjóðveg 1 fyrir og eftir breytingu á staðfestu aðalskipulagi: 1. Opið óbyggt svæði breytist í frístundabyggð. 2. Reitur undir iðnað breytist í verslun og þjónustu. 3. Opið óbyggt svæði breytist í opið svæði til sérstakra nota. 4. Vegir um iðnaðarlóðir breytast.

Þessar tillögur voru samþykktar á fundi skipulags- og byggingarnefndar 4. maí 2001 og deiliskipulagstillaga lögð fram á sama fundi og samþykkt fundi þann 19. september sama ár að undangenginni auglýsingu, í samræmi við 6.2.3 gr. skipulagsreglugerðar nr. 400/1198.

Page 27: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 19

3) Skipulagstillaga á uppdrætti gerðum af Pétri Jónssyni arkitekt, árið 2002 sýnir svæði sunnan við Reykjarhól fyrir og eftir breytingu á staðfestu aðalskipulagi:

1. Opið svæði til sérstakra nota breytist í land undir frístundabyggð ca. 5.5 ha. 2. Svæði undir frístundabyggð stækkar(verður ca. 20 ha) og opið óbyggt svæði verður

opið svæði til sérstakra nota. 3. Opið svæði til sérstakra nota og land undir íbúðir eftir lok skipulagstímabilsins, breytist

í land undir frístundabyggð.ca. 5.0 ha 4. Land undir íbúðir, eftir lok skipulagstímabils breytist í opið svæði til sérstakra nota.

Þessar tillögur voru samþykktar á fundi skipulags- og byggingarnefndar 8. maí árið 2002 og deiliskipulagstillaga samþykkt á sama fundi að undangenginni auglýsingu, í samræmi við 6.2.3 gr. skipulagsreglugerðar nr. 400/1998.

4.1.3.5 Steinsstaðir Í gildi er aðalskipulag fyrir Steinsstaði 1990-2010, staðfest 17.02.1992.

4.1.4 Tillögur, þéttbýli

4.1.4.1 Almennt um þéttbýlisstaði. Við endurskoðun á aðalskipulagi þéttbýlisstaðanna hefur ávallt verið tekið mið af ákvæðum í núverandi aðalskipulögum og þau yfirfærð í tillögurnar nema annað sé tekið fram. Í framhaldi af staðfestingu aðalskipulags fyrir sveitarfélagið verði þéttbýlisuppdrættir teknir til gagngerrar endurskoðunar hver af öðrum. Skipulagssvæði þéttbýlisstaðanna verða þá líka endurskoðuð.

4.1.4.2 Hofsós Meginþættir aðalskipulagstillögunnar eru:

1. að verslunar-, stofnana-, íbúðar- og athafnasvæði eru sunnan Hofsár nema svæði fiskverkunar norður af höfninni,

2. að ekki er gert ráð fyrir fiskverkun á hafnarsvæðinu sjálfu, heldur er það hluti hverfisverndarsvæðis þar sem, ásamt Kvosinni og Sandinum, er gert ráð fyrir uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu,

3. að opið svæði nær upp með ánni að íþróttasvæði vestan við Siglufjarðarveg og félagssvæði hestamanna austan við veginn,

4. að stuðlabergsfjara í Staðarbjarga- og Naustavíkum verða hverfisverndarsvæði. Ennfremur:

5. Áhersla verði á ferðaþjónustu í gömlu bæjarhlutunum á Hofsósi. 6. Svæði fyrir orlofshús verði norðan við byggð á Hofsósi. 7. Heimilt verði að breyta íbúðum í gömlu bæjarhlutunum í frístundahús.

Í hverjum undirkafla þessa 4. kafla hér á eftir mun Hofsósi, eftir því sem við á, verða gerð sérstaklega skil, eina þéttbýliskjarnanum þar sem ekki liggur fyrir aðalskipulag. Tillögurnar varða stefnu, settar fram um markmið, landnotkun og hverja starfsemi eða svæðisgerð aðalskipulags skv. skipulagsreglugerð nr. 400/1998.

4.1.4.3 Sauðárkrókur Breytingar Í 5. tillögu að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru gerðar nokkrar breytingar á Aðalskipulagi Sauðárkróks 1994-2014, ekki þó á meginþáttum þess. Flestar breytingar varða aðlögun að breyttum skipulags- og byggingarlögum og skipulagsreglugerð.

Page 28: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 20

Breytingarnar eru settar fram á uppdrætti og í þessum tillögukafla og öðrum viðeigandi undirköflum. Breytingar eru m.a.:

1. Hesthúsa- og skeiðvallarsvæði á Flæðum við Tjarnartjörn verður stytt til austurs í samræmi við deiliskipulag og í staðinn gert ráð fyrir almennu útivistarsvæði, merkt U-3.6 á þéttbýlisuppdrætti Sauðárkróks.

2. Olíugeymslusvæði á Eyri, vestan við Eyrarveg, verður almennt opið svæði. 3. Hraðatakmörkunum ökutækja á skipulagssvæðinu verður breytt þannig að

hámarkshraði verði 30 km á húsagötum, 50 km á safnbrautum og tengibrautum, 70 km á stofnbrautum (Sauðárkróksbraut og Strandvegi).

4. Svonefnd hægrihandarregla fellur niður í Hlíða- og Túnahverfum. Í staðinn verður biðskylda á húsagötum gagnvart safnbrautum.

5. Stöðvunarskylda verður á Freyjugötu gagnvart Skólastíg og Knarrarstíg og á götum sem tengjast Eyrarvegi.

4.1.4.4 Hólar Auk framangreindra breytinga á uppdráttum er ein breytingartillaga gerð: Vegur sunnan við byggðina, Nátthagi, verður tengdur þjóðvegi sunnan við staðinn.

4.1.4.5 Varmahlíð Auk framangreindra breytinga á uppdráttum, eru gerðar tillögur að breytingum sem settar eru fram á uppdrætti og í þessum tillögukafla og öðrum viðeigandi undirköflum. Breytingar eru m.a.: Áningarstaður verður við þjóðvegamót sunnan við Víðimel.

4.1.4.6 Steinsstaðir. Gerð er ein breytingartillaga á gildandi aðalskipulagi: Opnu almennu útivistarsvæði milli byggðarinnar og Héraðsvatna er breytt í skógræktarsvæði, samkvæmt samningi við Skógræktarfélag Íslands frá í ágúst 2000, merkt U-6.3 (sjá síðar í kafla 4.12 Opin svæði til sérstakra nota). Auk tilfærslna á milli landnotkunarflokka án verulegra breytinga á byggðamunstri og nýtingarhlutfalli.

4.1.5 Aðalskipulagsuppdrættir, þéttbýli Svæðin eru lituð í samræmi við reglugerð og gefnir bókstafir og númer þar sem það á við. Uppdrættirnir eru:

4.1.5.1 Hofsós • Hofsós í mælikvarða 1:10.000. Aðalskipulagsuppdráttur sem sýnir skipulagssvæðið þar sem fram koma tillögur að

landnotkun, til staðfestingar.

4.1.5.2 Sauðárkrókur • Sauðárkrókur í mælikvarða 1:10.000. • Uppdráttur sem sýnir áorðnar breytingar og tillögur að breytingum, lagður fram til

staðfestingar. Auðkennum svæða er breytt í samræmi við breytingar á skipulagsreglugerð: 1. Hafnarsvæði, H-3.1 austan við Eyrarveg, á Eyri og undir Gránumóum var

Iðnaðarsvæði. 2. Athafnasvæði, A-3.1 – A-3.4 , vestan við Eyrarveg, á Eyri og á Mölum var

Iðnaðarsvæði. 3. Athafnasvæði á Gránumóum og í Borgarmýrum, var Landbúnaðarsvæði. 4. Miðsvæði við Aðalgötu, Sæmundargötu og Ártorg var Verslunar- og

þjónustusvæði. 5. Útivistarsvæði ,tún ofan við Kristjánsklauf var Íbúðarsvæði eftir gildistíma

aðalskipulagsins frá 1994-2014.

Page 29: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 21

6. Útivistarsvæði, tún norðan við Sauðárgil var Íbúðarsvæði eftir gildistíma aðalskipulagsins frá 1994-2014.

7. Útivistarsvæði vestan við Ásthildarholtsvatn og austan við Sauðárkróksbraut var Miðsvæði eftir gildistíma aðalskipulagsins frá 1994-2014.

8. Útivistarsvæði, tún , sunnan Sauðár, milli Borgargerðis og Skagfirðingabrautar var Íþróttasvæði eftir gildistíma aðalskipulagsins frá 1994-2014.

9. Útivistarsvæði, tún, sunnan við Fornós var Iðnaðarsvæði (athafnasvæði) eftir gildistíma aðalskipulagsins frá 1994-2014.

10. Iðnaðarsvæði, borholusvæði hitaveitu I-3.1 (var sérhæft útivistarsvæði hitaveitu) og tengivirki rafveitu I-3.2 er nýtt á uppdrætti.

4.1.5.3 Hólar í Hjaltadal • Hólar í mælikvarða 1:10.000 • Uppdráttur sem sýnir áorðnar breytingar og tillögur að breytingum á vegi sunnan við

byggðina. Auk þess sem auðkennum svæða er breytt til samræmis við skipulagsreglugerð, er lagður fram til staðfestingar.

4.1.5.4 Varmahlíð • Varmahlíð í mælikvarða 1:10.000 • Uppdráttur sem sýnir áorðnar breytingar og tillögur að breytingum, auk þess sem

auðkennum svæða á uppdrætti er breytt til samræmis við skipulagsreglugerð, lagður fram til staðfestingar.

4.1.5.5 Steinsstaðir • Steinsstaðir í mælikvarða 1:10.000 • Uppdráttur sem sýnir tillögu að breytingu sem fram kom hér að framan auk þess sem

auðkennum svæða á uppdrætti er breytt til samræmis við skipulagsreglugerð. Uppdrátturinn er lagður fram til staðfestingar.

4.1.6 Mat á umhverfisáhrifum, þéttbýli Sjá umhverfisskýrslu, m.a. kafla 3.1, Byggð. Ekki er gert ráð fyrir að tillögurnar séu háðar lögum um mat á umhverfisáhrifum.

4.1.7 Framkvæmd skipulagstillögunnar, þéttbýli Byggt verði á þegar skipulögðum svæðum, inn í eyður eftir því sem óskað verður eftir. Flestar götur eru frágengnar. Gert er ráð fyrir að deiliskipulag verði gert á þéttbýlisstöðum eins og fram kemur í hverjum kafla hér á eftir. Í framhaldi af staðfestingu aðalskipulags fyrir sveitarfélagið verða þéttbýlisuppdrættir teknir til gagngerrar endurskoðunar hver af öðrum. Skipulagssvæði þéttbýlisstaðanna verða þá líka endurskoðuð. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mun beita sér fyrir að tillögur sem fram koma í 4.1.4. gr. þessa kafla og eru ekki nefndar hér í gr. 4.1.7 , komi til framkvæmda á næstu 4 árum.

Page 30: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 22

4.2 Íbúðarsvæði

4.2.1 Ákvæði reglugerðar Á íbúðasvæðum er fyrst og fremst gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði. Þar má þó einnig gera ráð fyrir starfsemi sem eðlilegt er að þar sé til þjónustu við íbúa viðkomandi hverfis, s.s. verslunum, hreinlegum iðnaði, handiðnaðarfyrirtækjum, þjónustustarfsemi og leiksvæðum, eða annarri starfsemi sem hvorki verður ætlað að muni valda óþægindum vegna lyktar, hávaða eða óþrifnaðar né dragi að sér óeðlilega mikla umferð. Í aðalskipulagi skal gera grein fyrir þegar byggðum og fyrirhuguðum íbúðarsvæðum. Íbúðarsvæði utan þéttbýlis skulu sýnd á sveitarfélagsuppdrætti en íbúðarhús í þéttbýli á þéttbýlisuppdráttum skipulagsins. Gera skal grein fyrir staðsetningu og stærð íbúðarsvæða, þéttleika byggðar og öðrum einkennum þegar byggðra og fyrirhugaðra íbúðarsvæða eftir því sem þurfa þykir. Gera skal grein fyrir tengslum íbúðarsvæða við þjónustu, atvinnusvæði, opin svæði og samgöngur. Einnig skal gera grein fyrir áfangaskiptingu og áfangaröð byggingarsvæða. Við byggingu íbúða utan þéttbýlis: Samkvæmt gr. 4.15.2 Vötn, ár og sjór í skipulagsáætlunum ......“skal þess gætt að ekki sé byggt nær vötnum, ám eða sjó en 50 m og að ekki verði hindruð leið fótgangandi meðfram þeim”. Samkvæmt Reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 gr. 23 skal íbúðarhúsnæði ekki vera á þynningarsvæðum samkvæmt reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun og samkvæmt 24. gr. sömu reglugerðar er óheimilt að byggja íbúðarhúsnæði nær loðdýrabúum, alifuglabúum og svínabúum en 500 m.

4.2.2 Markmið, íbúðarsvæði Áhersla verði á að íbúafjölgun í Skagafirði fylgi landsmeðaltali eða verði meiri. Íbúðarsvæði verði á þéttbýlisstöðunum og lóðir þar til fjölbreyttrar íbúðarbyggðar.

4.2.3 Íbúðir og íbúðarsvæði Samandregið, samtals Íbúar nú 4.465 Íbúðir nú 1.733, 2,8 íbúi/íbúð. Íbúðarsvæði fullbyggð Íbúar þá 4.965 Íbúðir þá 1.945, 2,5 íbúi/íbúð. Núverandi íbúðarsvæði verða ekki fullbyggð á skipulagstímabilinu og því er ekki gert ráð fyrir nýjum íbúðasvæðum nema á Hofsósi. 2. Deiliskipulag á Hofsósi. Sjá kafla 3.7.9.2.1

Árið 1982 var til vinnslu deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði milli kirkju og Skólabrautar. 3. Deiliskipulög fyrir Sauðárkrók. Sjá kafla 3.7.9.2.2

Norðurhluti Túnahverfis, júní 1980. Laufblaðið, maí 1990. Suðurhlíðar.

4. Deiliskipulag á Hólum Sjá kafla 3.7.9.2.3 Geitagerði

5. Deiliskipulag í Varmahlíð Sjá kafla 3.7.9.2.4 Birkimelsreitur Brekkupartur Reykjarhóll

6. Í aðalskipulagi Steinsstaða 1990-2010 segir: “Fjórar íbúðarhúsalóðir munu koma við Merkigarðsveginn. Á skipulagsuppdrættinum er einnig gert ráð fyrir tveimur lóðum inná Laugarhvammslandi. Ef að líkum lætur verða þar byggð fremur smá hús sem þó munu teljast til heilsárshúsa.”

4.2.4 Tillögur, íbúðarsvæði Almennt um alla þéttbýlisstaði: Núverandi íbúðarsvæði verði fullbyggð.

2. Hofsós: Nýtt íbúðarsvæði, 3,5 ha, verði austan við núverandi íbúðarsvæði og annað, 7,2 ha, þar sunnan við. Í einbýlishúsum mun verða rými fyrir 380 íbúa á þessum nýju svæðum.

Page 31: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 23

3. Sauðárkrókur: 1. Íbúðarsvæði milli Sauðármýrar og Víðimýrar mun stækka inn á hluta blandaðs

svæðis stofnana og verslana við Ártorg. 2. Útivistarsvæði, tún ofan við Kristjánsklauf var íbúðarsvæði eftir gildistíma

aðalskipulagsins 1994-2014. 3. Útivistarsvæði, tún norðan við Sauðárgil, var íbúðarsvæði eftir gildistíma

aðalskipulagsins 1994-2014.

4.2.5 Aðalskipulagsuppdráttur, íbúðarsvæði Svæðin eru lituð í samræmi við reglugerð og gefnir bókstafirnir ÍB- og númer þar sem það á við. 2. Hofsós:

ÍB-2.1 Á íbúðarsvæðinu sem er 1,6 ha, norðan Skólagötu, eru nú 11 einbýlishús eða 7 íbúðir/ha.

ÍB-2.2 Á íbúðarsvæðinu sem er 6,3 ha, sunnan við Skólagötu, eru nú 42 einbýlishús eða 7 íbúðir á ha. Á svæðinu fullbyggðu verða 70 íbúðir, eða 11 íbúðir á ha. Viðbót 28 íbúðir.

ÍB-2.3 Óbyggð íbúðarsvæði, 3,5 ha, verði austan við núverandi íbúðarsvæði. Í 40 einbýlishúsum á þessum nýju svæðum mun verða rými fyrir um 130 íbúa. 12 íbúðir á ha.

ÍB-2.4 Óbyggð íbúðarsvæði, 7,7 ha þar sunnan við. Í 85 einbýlishúsum mun verða rými fyrir um 250 íbúa. 12 íbúðir á ha.

Á öðrum svæðum á Hofsósi eru 36 íbúðir.

Samandregið, samtals Íbúðir nú 117 og 170 íbúar eða 1,5 íbúar/íbúð. Íbúðarsvæði viðbót Íbúar þá 155. Íbúðir þá 400 íbúar eða 2,6 íbúi/íbúð. Íbúðarsvæði fullbyggð Íbúar þá 272 Íbúðir þá 570 íbúar eða 2,1 íbúi/íbúð. 3. Sauðárkrókur:

ÍB-3.1-3.13

Í aðalskipulagi Sauðárkróks kemur fram að á íbúðarsvæðunum verði byggð einbýlishús, parhús, raðhús og fjölbýlishús og nýtingarhlutfall íbúðasvæða verði 0,25-0,35 og miðað við það er gert ráð fyrir allt að 5-15 íbúðum/hektara. Miðað við íbúaspá er reiknað með um 2,5-2,8 íbúum í hverja íbúð. Svæði eru lituð í samræmi við gildandi aðalskipulag. Stærðir íbúðarsvæðanna, nýtingarhlutfall og þéttleiki er:

Svæði nr. Stærð ha nýtingarhlutfall Íbúðir/hektaraÍB-3.1 3,21 0,20-0,40 5-15ÍB-3.2 1,77 0,20-0,40 5-15

ÍB-3.3 3,69 0,20-0,40 5-15

ÍB-3.4 18,74 0,20-0,40 5-15

ÍB-3.5 3,72 0,20-0,40 5-15

ÍB-3.6 11,35 0,20-0,40 5-15

ÍB-3.7 7,78 0,20-0,40 5-15

ÍB-3.8 6,62 0,20-0,40 5-15

Svæði nr. Stærð ha nýtingarhlutfall Íbúðir/hektara

Page 32: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 24

ÍB-3.9 24,23 0,20-0,40 5-15

ÍB-3.10 2,88 0,20-0,40 5-15

ÍB-3.11 5,52 0,20-0,40 5-15

ÍB-3.12 5,56 0,20-0,40 5-15

ÍB-3.13 8,37 0,20-0,40 5-15

4. Hólar í Hjaltadal ÍB-4.1-4.4

Í aðalskipulagi Hóla kemur fram að á íbúðarsvæðunum verði byggð einbýlishús, parhús, raðhús og svæði eru lituð í samræmi við gildandi aðalskipulag. Íbúðarsvæði ÍB-4.2. Svæðið stækkað og sameinað svæði sem áður var merkt sem blandað svæði. Nyrst í svæðinu eru eldri útihús og vélageymsla . Stærðir íbúðarsvæðanna, nýtingarhlutfall og þéttleiki er: Svæði nr. Stærð ha nýtingarhlutfall Íbúðir/hektaraÍB-4.1 1,20 0,20-0,40 5-15ÍB-4.2 5,6 0,20-0,40 5-15ÍB-4.3 3,26 0,20-0,40 5-15ÍB-4.4 3,18 0,20-0,40 5-15 5. Varmahlíð ÍB-5.1–5.3

Í aðalskipulagi Varmahlíðar kemur fram að á íbúðasvæðunum verði byggð einbýlishús, parhús og raðhús og svæði eru lituð í samræmi við gildandi aðalskipulag. Stærðir íbúðarsvæðanna, nýtingarhlutfall og þéttleiki er: Svæði nr. Stærð ha nýtingarhlutfall Íbúðir/hektaraÍB-5.1 9,75 0,20-0,40 5-15ÍB-5.2 1,14 0,20-0,40 5-15ÍB-5.3 3,23 0,20-0,40 5-15 6. Steinsstaðir

ÍB-6-1. –6.5

Í aðalskipulagi Steinsstaða kemur fram að á íbúðarsvæðunum verði byggð íbúðarhús, svæði eru lituð í samræmi við gildandi aðalskipulag. Stærðir íbúðarsvæðanna, nýtingarhlutfall og þéttleiki er: Svæði nr. Stærð ha nýtingarhlutfall Íbúðir/hektaraÍB-6.1 1,07 0,20-0,40 5-15ÍB-6.2 0,19 0,20-0,40 5-15ÍB-6.3 0,17 0,20-0,40 5-15ÍB-6.4 0,41 0,20-0,40 5-15ÍB-6.5 0,71 0,20-0,40 5-15

Page 33: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 25

4.2.6 Mat á umhverfisáhrifum, íbúðarsvæði Sjá umhverfisskýrslu, m.a. kafla 3.1, Byggð. Ekki er gert ráð fyrir að tillögurnar séu háðar lögum um mat á umhverfisáhrifum.

4.2.7 Framkvæmd skipulagstillögunnar, íbúðarsvæði • Íbúðarsvæðin á Hofsósi ÍB-2.3 og ÍB-2.4 verði deiliskipulögð áður en framkvæmdir

hefjast. • Íbúðarsvæði milli Sauðármýrar og Víðimýrar á Sauðárkróki, samkvæmt deiliskipulagi.

4.3 Svæði fyrir þjónustustofnanir

4.3.1 Ákvæði reglugerðar Á svæðum fyrir þjónustustofnanir er fyrst og fremst gert ráð fyrir stofnunum og fyrirtækjum sem óháð eignaraðild veita almenna þjónustu við samfélagið, s.s. menntastofnunum, heilbrigðisstofnunum, menningar-stofnunum, félagslegum stofnunum, trúarstofnunum, umferðarmiðstöðvum og öðrum þjónustustofnunum ríkis, sveitarfélaga eða annarra aðila. Í aðalskipulagi er gerð grein fyrir þegar byggðum og fyrirhuguðum svæðum fyrir þjónustustofnanir. Svæði fyrir þjónustustofnanir utan þéttbýlis eru sýnd á sveitarfélagsuppdrætti en svæði fyrir þjónustustofnanir í þéttbýli á þéttbýlisuppdráttum aðalskipulags. Gerð er grein fyrir staðsetningu og stærð svæðanna, þéttleika byggðar og öðrum einkennum þegar byggðra og fyrirhugaðra svæða fyrir þjónustustofnanir, eftir því sem þurfa þykir, og tengslum þeirra við aðra landnotkun.

4.3.2 Markmið, þjónustustofnanir 1. Þjónustusvæði þéttbýlisstaða verði efld og sameinuð með samgöngubótum,

almenningssamgöngum og vegagerð. 2. Áhersla verði á menntunarskilyrði í sveitarfélaginu, á hagnýtt nám, iðn-, tækni- og

háskólanám sem tengist skagfirskum atvinnuvegum, nýsköpun og rafrænt samfélag og á listnám og sögu skagfirskra byggða.

3. Ritun byggðasögu Skagafjarðar verði áfram áhersluefni. 4. Eflt verði samstarf skóla, annarra stofnana og fyrirtækja á öllum sviðum við

hliðstæða starfsemi utan Skagafjarðar og utanlands. 5. Starfsemi verði efld á sviði aðhlynningar, heilsugæslu, endurhæfingar og betrunar. 6. Samstarf verði við Akrahrepp á flestum sviðum. 7. Stjórnsýslustofnanir hafi aðsetur á Sauðárkróki og þar verði lóðir sem henta. 8. Starf Hólaskóla verði stutt og þróun hans á háskólastigi. Stofnunum með skylda

starfsemi við starf á Hólum verði vísað þangað til sætis. 9. Starf safnastofnana verði eflt til að styðja menningartengda ferðaþjónustu.

4.3.3 Þjónustustofnanir

4.3.3.1 Samstarf og stjórnkerfi 11 af 12 sveitarfélögum sameinuðust í eitt, Sveitarfélagið Skagafjörð, árið 1998. Með því og hinu sveitarfélaginu í Skagafirði, Akrahreppi, er víðtækt samstarf, t.d. um heilsugæslu og sjúkrahús, söfn, leik-, tónlistar-, grunn- og fjölbrautaskóla og ýmsa félagsþjónustu. Starfrækt er sérstök samstarfsnefnd sveitarfélaganna tveggja. Á Sauðárkróki er aðsetur stjórnar sveitarfélagsins, skrifstofur þess og flestar þjónustustofnanir. Í kjölfar sameiningar og við tilfærslu verkefna frá ríkinu hafa umsvif aukist.

4.3.3.2 Heilbrigðisþjónusta Starfsemi Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki nær yfir heilsugæslustöð, sjúkrahús og hjúkrunarheimili og í útibúi á Hofsósi starfar hjúkrunarfræðingur og læknar frá Heilbrigðisstofnuninni hafa þar opna stofu reglulega. Svæði Heilbrigðisstofnunar á Sauðárkróki er hluti stofnanasvæðis við Sæmundarhlíð.

Page 34: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 26

4.3.3.3 Þjónusta við aldraða Á Sauðárkróki er dvalarheimili fyrir aldraða í tengslum við hjúkrunarheimili og sjúkrahús. Íbúðir fyrir aldraða hafa verið í byggingu á Sauðárkróki á fyrstu árum 21. aldar og hafa nokkrar verið teknar í notkun. Íbúðarsvæði aldraðra, deiliskipulag frá 1994, sjá kafla 3.7.9.2.2.

4.3.3.4 Félagsþjónusta og þjónustusvæði Sveitarfélagið stendur fyrir öflugri félagsþjónustu sem hefur aðsetur á Sauðárkróki með allt sveitarfélagið að starfssvæði. Þar eru íbúðir í félagseign, sambýli og vinnustaður fyrir fatlaða.

4.3.3.5 Skólar og starfssvæði Á starfssvæðinu eru 6 leikskólar, 6 grunnskólar og tónlistarskóli sem starfar á nokkrum stöðum í héraðinu. Grunnskólar í sveitarfélaginu eru allir einsetnir, Árskóli á Sauðárkróki frá því viðbygging við hús hans var tekin í notkun haustið 2001. Í aðalskipulagi Varmahlíðar 1995-2015 er gert ráð fyrir dagheimili sunnan skógræktar fyrir neðan Fagrahvol. Á Steinsstöðum hefur skóla verið breytt í verslunar- og þjónustusvæði.

4.3.3.6 Meðferðarheimili Á Háholti er meðferðarheimili fyrir unglinga og sérfræðiþjónusta hefur byggst upp í tengslum við það og kunnátta á starfssviði þess.

4.3.3.7 Söfn og starfssvæði Fá sveitarfélög munu verja eins miklum fjármunum til safna og sveitarfélagið Skagafjörður. Í sveitarfélaginu starfa eftirtalin söfn: Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ og Minjahúsinu Sauðárkróki, Héraðsskjalasafn Skagfirðinga á Sauðárkróki, Náttúrugripasafn Skagafjarðar í Varmahlíð, Héraðsbókasafn Skagfirðinga á Sauðárkróki, Listasafn Skagfirðinga á Sauðárkróki, og bókasöfn skólanna. Einkasöfn og setur í sveitarfélaginu, opin almenningi, eru nokkur: Búvélasafn Sigmars Jóhannssonar, Minjasafn Kristjáns á Reykjum, Sögusetur íslenska hestsins, Samgöngu-minjasafnið í Stóragerði og Vesturfarasetrið.

4.3.3.8 Almanna-, eldvarnir og löggæsla Rauðakrossdeildin í Skagafirði á sjúkrabíla sem staðsettir eru á Slökkvistöðinni á Sauðárkróki. Slökkvistöð, slökkvilið og eldvarnaeftirlit er starfrækt af sveitarfélaginu. Sýslumaður situr á Sauðárkróki og þar er lögreglustöð. Starfssvæðið spannar bæði sveitarfélögin í Skagafirði.

4.3.3.9 Íþróttamannvirki og félagsheimili Íþróttahús eru við skólana nema á Hofsósi og á Sólgörðum þar sem félagsheimili eru nýtt fyrir leikfimi. Sundlaugar eru á þéttbýlisstöðunum og á Sólgörðum, verið að byggja á Hofsósi. Knattspyrnuvellir eru á þéttbýlisstöðunum, á Sólgörðum í Fljótum og Steinsstöðum í Tungusveit og malbikaðir körfuboltavellir eru á Sauðárkróki og í Varmahlíð. Félagsheimili eru 9 í sveitarfélaginu.

4.3.3.10 Byggingar og skipulag Sveitarfélagið starfrækir tæknideild á Sauðárkróki og þar er líka aðsetur skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins sem einnig starfar fyrir Akrahrepp. Aðalskipulag er í gildi fyrir þéttbýlisstaðina Hóla, Sauðárkrók og Varmahlíð auk Steinsstaða. Deiliskipulag einstakra svæða hefur einkum verið gert á Sauðárkróki og Hólum.

4.3.3.11 Framhaldsskólar, háskólar starfssvæði Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki

Page 35: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 27

Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal Hólaskóli starfar aðallega á þrem brautum, á háskólastigi frá 2003, og leggur mikla áherslu á rannsóknir; hrossabraut, ferðamálabraut og fiskeldisbraut.

4.3.3.12 Eftirlitsstofnanir Á Sauðárkróki er aðsetur útibúa nokkurra ríkisstofnana, s.s. Fornleifaverndar ríkisins og Vinnueftirlits ríkisins, þar er líka Náttúrustofa og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra. Veiðimálastofnun Norðurlands hefur aðsetur á Hólum í Hjaltadal og á Sauðárkróki.

4.3.3.13 Aðrar ríkisstofnanir Á Sauðárkróki eru höfuðstöðvar Byggðastofnunar og Þjónustuver Íbúðalánasjóðs.

4.3.3.14 Vitar Vitar eru fjórir í Sveitarfélaginu: • Yst á Skagatá var árið 1913 reist 5 m há stálgrind með 3.5 m háu ljóshúsi. Núverandi viti

á Skagatá er steinsteypt 9 metra bygging, byggður árið 1935 og rafvæddur árið 1974. Þar er nú sjálfvirk veðurathugunarstöð, radarsvari og GPS- leiðréttingarbúnaður.

• Hegranesviti, sem er steinsteyptur og um 10 metrar á hæð, var byggður nyrst á nesinu árið 1935 og rafvæddur árið 1986.

• Málmeyjarviti, sem er steinsteyptur og um 10 metrar á hæð, sömu gerðar og Hegranesviti, var byggður árið 1935 og rafvæddur með sólarorku árið 1992.

• Straumnesviti í Sléttuhlíð, sem er steinsteyptur og um 8 metrar á hæð, var byggður árið 1940 og rafvæddur með sólarorku árið 1992.

Frekari upplýsingar um þjónustustofnanir má sjá í kafla 3.7 Stjórnsýsla og þjónusta sveitarfélagsins og 3.8 Stjórnsýsla og þjónusta ríkisstofnana, í forsenduköflum greinargerðarinnar.

4.3.4 Tillögur, þjónustustofnanir 1. Sveitarfélagsuppdráttur:

Engar tillögur eru um nýjar þjónustustofnarnir fyrir utan þéttbýli og engar eða óverulegar framkvæmdir eru áformaðar á núverandi þjónustusvæðum.

2. Hofsós: 1. Stjórnsýslustofnunum verði beint á svæði fyrir slíka starfsemi við mót

Suðurbrautar og Skólabrautar og í gamla bæjarhlutanum. 2. Safnastofnanir og sýningarhús verði líka á þessu svæði verslunar og þjónustu. 3. Stofnanasvæði, svæði skóla, slökkvistöðvar, heilbrigðisþjónustu og kirkju verði

áfram við Suðurbraut og Skólabraut. 4. Stofnanasvæði, svæði fyrir sundlaug verði vestan við Suðurbraut.

Almennt um þjónustustofnanir: Stjórnsýsla og þjónusta sveitarfélags

1. Samstarf við sveitarfélög um afmörkuð verkefni verði aukið. 2. Samstarf safnastofnana í héraðinu verði eflt og samræmt. 3. Félagsheimili á skólastöðum verði nýtt sem íþróttahús þar sem slík hús eru ekki fyrir. 4. Menningarhús fyrir Norðurland vestra verði í Skagafirði.

Stjórnsýsla og þjónusta ríkisstofnana

1. Þjónustusvæði stofnana í sveitarfélaginu stækki með nýjum og bættum vegtengingum og það gert eftirsóknarverðara fyrir ríkisstofnanir.

2. Áhersla verði áfram á fjölþjóðlegt samstarf stofnana í sveitarfélaginu og fjármögnun á rannsóknum og ráðgjöf samkvæmt ESB-reglum.

3. Heilbrigðisstofnun taki þátt í mótun ferðamála og sérstaklega því sem lýtur að “heilsuferðalögum”, endurhæfingu fólks, orlofsheimilum fyrir aldraða og notkun heita vatnsins.

Page 36: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 28

4. Markvisst verði leitað eftir því að fleiri stofnanir ríkisins á sviði aðhlynningar og gæslu komi sér fyrir í sveitarfélaginu.

5. Í samvinnu Hólaskóla, Skógræktar ríkisins, Norðurlandsskóga og Landgræðslu ríkisins verði stofnsett sameiginleg stofnun á Hólum í Hjaltadal, í tengslum við Héraðssetur Landgræðslunnar og annist rannsóknir og ráðgjöf á sviði landgræðslu og skógræktar í héraðinu og á Norðurlandi vestra.

4.3.5 Aðalskipulagsuppdráttur, þjónustusvæði Svæðin eru merkt og lituð í samræmi við reglugerð og gefinn bókstafurinn Þ- og númer þar sem það á við.

1. Sveitarfélagsuppdráttur: Þ-1.1 Kirkja, Keta á Skaga. Þ-1.2 Félagsheimili, Skagasel, Skaga. Þ-1.3 Kirkja, Hvammi í Laxaárdal. Þ-1.4 Félagsheimilið Ljósheimar, Borgarsveit. Þ-1.5 Kirkja, Reynisstað, Staðarbyggð. Þ-1.6 Félagsheimilið Melsgil, Staðarbyggð. Þ-1.7 Félagsheimili Rípurhr., Hegranesi. Þ-1.8 Kirkja, Ríp, Hegranesi. Þ-1.9 Byggðasafn og kirkja, Glaumbæ, einnig merkt FM-1.4 Þ-1.10 Kirkja, Víðimýri, Víðimýrarhverfi Í vörslu Þjóðminjavarðar, einnig merkt

FM-1.5. Þ-1.11 Orlofsheimili þjóðkirkjunnar, Löngumýri, Vallhólmi. Þ-1.12 Kirkja, Reykjum, Tungusveit. Þ-1.13 Kirkja, Mælifelli, Fremribyggð. Þ-1.14 Kirkja, Goðdölum, Vesturdal. Þ-1.15 Kirkja, Hofstöðum, Hofstaðaplássi. Þ-1.16 Kirkja, Viðvík, Viðvíkursveit. Þ-1.17 Félagsheimilið Hlíðarhúsið, Óslandshlíð. Þ-1.18 Kirkja, Hofi, Höfðaströnd. Þ-1.19 Kirkja, Felli, Sléttuhlíð. Þ-1.20 Grunnskóli, Sólgörðum, Fljótum. Þar er líka sundlaug, tjaldsvæði og

Barðskirkja. Þ-1.21 Félagsheimilið Ketilás, Fljótum. Þar er einnig verslun og tjaldsvæði.

2. Hofsós: Þ-2.1 Stofnanasvæði, svæði skóla (sunnan vegar) og slökkvistöðvar (norðan

vegar) verði áfram við Skólagötu. Stærð svæðis 2,5 ha. Fullbyggt 10.000 m2 með nýtingarhlutfall 0,4.

Þ-2.2 Stofnanasvæði, kirkja. Stærð svæðis 0,7 ha. Fullbyggt 1.250 m2 með nýtingarhlutfall 0,25.

Þ-2.3 Stofnanasvæði fyrir sundlaug, stærð svæðis 1 ha. Fullbyggt 2.500 m2

með nýtingarhlutfall 0,25.

3. Sauðárkrókur Þ-3.1 Árskóli, íþróttahús og heimavist FNV, stærð 2,3 ha og nýtingahlutfall

0,2-0,4 Þ-3.2 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra. Verknámshús, stærð 2,3 ha og

nýtingarhlutfall 0,2-0,4. Þ-3.3 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, bóknámshús, stærð 1,3 ha og

nýtingarhlutfall 0,2-0,4. Þ-3.4 Heimavist Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, stærð 1,0 ha og

nýtingarhlutfall 0,2-0,4.

Page 37: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 29

Þ-3.5 Heilbrigðisþjónusta, stærð 4,4 ha og nýtingarhlutfall 0,2-0,4. Þ-3.6 Flugstöð og tækjageymsla á Alexandersflugvelli, stærð 6,9 ha og

nýtingarhlutfall 0,2.

4. Hólar í Hjaltadal: Þ-4.1 Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal, stærð 4,4 ha og nýtingarhlutfall 0,2-0,4.

Svæðið stækkað og sameinað svæði sem áður var merkt sem blandað svæði.

Þ-4.2 Barnaskóli, stærð 2,5 ha og nýtingarhlutfall 0,2-0,4.

5. Varmahlíð: Þ-5.1 Félagsheimili, stærð 0,5 ha og nýtingarhlutfall 0,2-0,4. Þ-5.2 Grunnskóli, stærð 0,7 ha og nýtingarhlutfall 0,2-0,4. Þ-5.3 Sundlaug, stærð 0,3 ha og nýtingarhlutfall 0,2-0,4. Þ-5.4 Íþróttahús, stærð 0,3 ha og nýtingarhlutfall 0,2-0,4. Þ-5.5 Dagheimili, stærð 0,4 ha og nýtingarhlutfall 0,2-0,4. Þ-5.6 Banki (var heilsugæsla),stærð 0,5 ha, nýtingarhlutfall 0,2-0,4. Þ-5.7 Slökkvistöð, stærð 0,3 ha og nýtingarhlutfall 0,2-0,4. Þ-5.8 Áhaldahús, stærð 0,6 ha og nýtingarhlutfall 0,2-0,4. Þ-5.9 Kirkja, stærð 0,4 ha og nýtingarhlutfall 0,2-0,4.

6. Steinsstaðir

Þ-6.1 Samkomuhús, stærð 0,1 ha og nýtingarhlutfall 0,4-0,6. Þ-6.2 Jarðhitalaugar, stærð 0,6 ha og nýtingarhlutfall 0,2-0,4.

4.3.6 Mat á umhverfisáhrifum, þjónustusvæði Sjá umhverfisskýrslu, m.a. kafla 3.1, Byggð. Ekki er gert ráð fyrir að tillögurnar séu háðar lögum um mat á umhverfisáhrifum.

4.3.7 Framkvæmd skipulagstillögunnar, þjónustusvæði Byggðar verða nýjar stofnanir á þegar skipulögðum svæðum, inn í eyður, eftir því sem óskað verður eftir samkvæmt deiliskipulagi. Flestar götur eru frágengnar. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mun beita sér fyrir að tillögur sem fram koma í 4.3.4. gr. komi til framkvæmda á skipulagstímanum þó ekki séu þær taldar upp hér.

4.4 Miðsvæði

4.4.1 Ákvæði reglugerðar Á miðsvæðum er fyrst og fremst verslunar- og þjónustustarfsemi og stjórnsýslu sem þjónar heilu landsvæði, þéttbýlisstað eða fleiri en einu bæjarhverfi, s.s. verslunum, skrifstofum, þjónustustofnunum, veitinga- og gistihúsum, menningarstofnunum og hreinlegum iðnaði. Þar sem aðstæður leyfa er á miðsvæðum gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði, sérstaklega á efri hæðum bygginga. Í aðalskipulagi er gerð grein fyrir þegar byggðum og fyrirhuguðum miðsvæðum. Miðsvæði utan þéttbýlis eru sýnd á sveitarfélagsuppdrætti en miðsvæði í þéttbýli á þéttbýlisuppdráttum aðalskipulags. Gerð er grein fyrir staðsetningu og stærð miðsvæða, þéttleika byggðar og öðrum einkennum þegar byggðra og fyrirhugaðra miðsvæða, eftir því sem þurfa þykir, og tengslum þeirra við aðra landnotkun.

4.4.2 Markmið, miðsvæði Markmið um verslun og þjónustu í gr. 4.5.2. eiga líka við um miðsvæði.

4.4.3 Miðsvæði 1. Engin miðsvæði eru á Sveitarfélagsuppdrætti.

2. Hofsós: Deiliskipulag fyrir Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann á Hofsósi var gert í kjölfar bæjar- og húskönnunar og það samþykkt síðla árs 2000, sjá kafla 3.7.9.2.1.

3. Sauðárkrókur:

Page 38: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 30

Miðsvæði eru á Sauðárkróki samkvæmt gildandi aðalskipulagi: 1. Deiliskipulag gamla bæjarins, 31. janúar 1986, sjá kafla 3.7.9.2.2. 2. Deiliskipulag Ártorgs 1975, 1982 og endurskoðað 1990, sjá kafla 3.7.9.2.2.

4.4.4 Tillögur, miðsvæði 1. Sveitarfélagsuppdráttur:

Engar tillögur eru fyrir miðsvæði fyrir utan þéttbýli. 2. Hofsós:

Sjá deiliskipulagstillögur samanber lið 4.4.3 hér að framan. Svæði verslunar- og þjónustu verði í Kvosinni, á Sandinum og Brekkunni og við mót Skólagötu og Suðurbrautar. Þessi svæði verði líka fyrir íbúðir.

3. Sauðárkrókur: Verslunar- og þjónustusvæði við Aðalgötu, Sæmundargötu, Ártorg og Sauðárkíla verða miðsvæði.

4.4.5 Aðalskipulagsuppdráttur, miðsvæði Svæðið eru litað í samræmi við reglugerð eins og að um blandað svæði sé að ræða, miðsvæði, íbúðarsvæði og frístundabyggð og gefinn bókstafurinn M- og númer þar sem það á við. Svæðið er einnig merkt sem hverfisverndarsvæði, sjá síðar í kafla 4.22.

1. Sveitarfélagsuppdráttur: Engin miðsvæði eru á sveitarfélagsuppdrætti.

2. Hofsós: M-2.1 Stærð svæðis 8,5 ha. Fullbyggt 17.000 m2 með nýtingarhlutfall 0,2. Þá

er gert ráð fyrir allt að 45 íbúðum eða 5 íbúðum/ha.

3. Sauðárkrókur: M-3.1 Áður stofnana-, verslunar- og íbúðarsvæði, 10,7 ha,nýtingarhlutfall

0,2-0,4. M-3.2 Áður stofnana- og verslunarsvæði 4,7 ha, nýtingarhlutfall 0,2-0,4. M-3.3 Sauðárkílar, áður stofnana- og verslunarsvæði til síðari nota 4,2 ha,

nýtingarhlutfall 0,2-0,4. 4. Hólar í Hjaltadal: Engin miðsvæði eru á Hólum í Hjaltadal. 5. Varmahlíð: Engin miðsvæði eru í Varmahlíð. 6. Steinsstaðir: Engin miðsvæði eru á Steinsstöðum.

4.4.6 Mat á umhverfisáhrifum, miðsvæði Sjá umhverfisskýrslu, m.a. kafla 3.1, Byggð. Ekki er gert ráð fyrir að tillögurnar séu háðar lögum um mat á umhverfisáhrifum.

4.4.7 Framkvæmd skipulagstillögunnar, miðsvæði Nýbyggingar verða á þegar skipulögðum svæðum samkvæmt deiliskipulagi, eyðum, eftir því sem óskað verður eftir. Flestar götur eru frágengnar.

Page 39: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 31

4.5 Verslunar- og þjónustusvæði

4.5.1 Ákvæði reglugerðar Á verslunar- og þjónustusvæðum er fyrst og fremst gert ráð fyrir verslunum og þjónustustarfsemi sem þjónar viðkomandi hverfi. Þar sem aðstæður leyfa er gert ráð fyrir íbúðum á verslunar- og þjónustusvæðum, sérstaklega á efri hæðum bygginga. Í aðalskipulagi er gerð grein fyrir þegar byggðum og fyrirhuguðum verslunar- og þjónustusvæðum. Verslunar- og þjónustusvæði utan þéttbýlis skulu sýnd á sveitarfélagsuppdrætti en verslunar- og þjónustusvæði í þéttbýli eru á þéttbýlisuppdráttum aðalskipulags. Gerð er grein fyrir staðsetningu og stærð verslunar- og þjónustusvæða, þéttleika byggðar og öðrum einkennum þegar byggðra og fyrirhugaðra verslunar- og þjónustusvæða eftir því sem þurfa þykir og tengslum svæðanna við aðra landnotkun.

4.5.2 Markmið, verslunar- og þjónustusvæði 1. Áhersla verði á öfluga og samkeppnishæfa verslun og þjónustu. 2. Skipulögð svæði fyrir verslun og þjónustufyrirtæki verði á þéttbýlisstöðunum.

4.5.3 Verslun og þjónusta

1. Almennt: Verslanir eru á þéttbýlisstöðunum nema á Hólum og utan þeirra er bensínstöð og kaupfélagsverslun að Ketilási í Fljótum og bensínstöð með sjoppu á Sleitustöðum. Stofnanafyrirtæki í bankastarfsemi hafa flutt til Sauðárkróks frá Reykjavík á síðustu misserum. Ný fyrirtæki í upplýsingatækni með allt landið að þjónustusvæði hafa haslað sér völl á Sauðárkróki á síðustu árum, merk nýsköpunarfyrirtæki.

2. Hofsós: Svæði verslunar- og þjónustu við mót Skólagötu og Suðurbrauta.

3. Sauðárkrókur: Deiliskipulögð svæði verslunar og þjónustu eru á Sauðárkróki:

1. Verslunar- og þjónustusvæði við Aðalgötu, Sæmundargötu og Ártorg verða miðsvæði.

2. Verslun í Hlíðarhverfi, við Sæmundarbraut.

4. Hólar í Hjaltadal: Í aðalskipulagi 1990-2010 kemur fram: “Starfsemi sem banki og pósthús, er ætlaður staður á hlaðinu þar sem núverandi fjós er. Þar er einnig gert ráð fyrir verslun.”

5. Varmahlíð: Samkvæmt aðalskipulagi Varmahlíðar 1995-2015, eru helstu svæði verslunar og þjónustu í þjónustukjarnanum við gatnamót Sauðárkróksbrautar og Norðurlandsvegar. Verslun er einnig í Lundi sunnan skógræktarreits. Gert er ráð fyrir að verslun og þjónusta byggist einkum upp í miðkjarnanum og í grennd við hann. Svæði og lóðir fyrir verslun og þjónustu eru eftirfarandi:

1. (V-5.1) Lóð Kaupfélagsins og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. 2. V-5.2 Svæðið norðan við banka. Þar er rými fyrir tvær lóðir. 3. V-5.3 Svæðið neðan þjóðvegar sunnan Norðurlandsvegar er ætlað verslun og

þjónustu.

6. Steinsstaðir: Gistiheimilið Bakkaflöt, ferðaþjónustubýli annarsvegar í Svartárdal (Miðdal) og hinsvegar á Varmalæk. Skólanum og iðnaðarsvæði hefur verið breytt í verslun og þjónustu.

Page 40: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 32

4.5.4 Tillögur, verslun og þjónusta Almennt:

Verslunar- og þjónustufyrirtækjum verði beint á deiliskipulögð svæði fyrir slíka starfsemi á þéttbýlisstöðum.

Hofsós: Svæði verslunar- og þjónustu verði í Kvosinni, á Sandinum og Brekkunni, á Miðsvæði merkt M-2.1 og við mót Skólagötu og Suðurbrauta. Þessi svæði verði líka fyrir íbúðir.

4.5.5 Aðalskipulagsuppdráttur, verslun og þjónusta Svæðin eru lituð í samræmi við reglugerð og gefinn bókstafurinn V- og númer þar sem það á við. 1. Sveitarfélagsuppdráttur:

V-1.1 Sleitustaðir, bensínstöð og sjoppa:Stærð svæðis 0,5 ha og nýtingar-hlutfall 0,2-0,5

V-1.2 Ketilás í Fljótum:Stærð svæðis 1,0 ha og nýtingarhlutfall 0,2-0,5 (þar er einnig félagsheimili, Þ1.21).

2. Hofsós: V-2.1 Svæði verslunar- og þjónustu verði við mót Skólagötu- og

Suðurbrautar. Þessi svæði verði líka fyrir íbúðir: Stærð svæðis 1,8 ha og nýtingarhlutfall 0,2-0,5.

3. Sauðárkrókur: V-3.1 Verslun í hlíðarhverfi, V-3.1: Stærð svæðis 0,4 ha og nýtingarhlutfall

0,2-0,5. 4. Hólar í Hjaltadal:

Engin svæði.

5. Varmahlíð V-5.1: Stærð svæðis 1,2 ha og nýtingarhlutfall 0,2-0,5. V-5.2: Stærð svæðis 0,5 ha og nýtingarhlutfall 0,2-0,5. V-5.3: Stærð svæðis 0,7 ha og nýtingarhlutfall 0,2-0,5. V-5.4: Stærð svæðis 0,4 ha og nýtingarhlutfall 0,2-0,5.

6. Steinsstaðir

V-6.1: Stærð svæðis 1,8h a og nýtingarhlutfall 0,2-0,5. V-6.2: Stærð svæðis 0,3 ha og nýtingarhlutfall 0,2-0,5. V-6.3: Stærð svæðis 0,4 ha og nýtingarhlutfall 0,2-0,5.

4.5.6 Mat á umhverfisáhrifum, verslun og þjónusta Sjá umhverfisskýrslu, m.a. kafla 3.1, Byggð. Ekki er gert ráð fyrir að tillögurnar séu háðar lögum um mat á umhverfisáhrifum.

4.5.7 Framkvæmd skipulagstillögunnar, verslun og þjónusta Byggt verður á þegar skipulögðum svæðum, inn í eyður eftir því sem óskað verður eftir í samræmi við deiliskipulag. Flestar götur eru frágengnar. Frekari uppbygging utan þéttbýlis verði einnig gerð í samræmi við deiliskipulag. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mun beita sér fyrir að tillögur sem fram koma í 4.5.4. gr., komi til framkvæmda á skipulagstímanum þó ekki séu þær taldar upp hér.

Page 41: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 33

4.6 Athafnasvæði

4.6.1 Ákvæði reglugerðar Á athafnasvæðum er fyrst og fremst gert ráð fyrir atvinnustarfsemi þar sem lítil hætta er á mengun, s.s. léttum iðnaði, vörugeymslum, hreinlegum verkstæðum og umboðs- og heildverslunum. Almennt er ekki gert ráð fyrir íbúðum á athafnasvæðum. Þó er unnt að gera ráð fyrir íbúðum tengdri starfsemi fyrirtækja, s.s. fyrir húsverði. Í aðalskipulagi er gerð grein fyrir þegar byggðum og fyrirhuguðum athafnasvæðum. Athafnasvæði utan þéttbýlis eru sýnd á sveitarfélagsuppdrætti en athafnasvæði í þéttbýli á þéttbýlisuppdráttum aðalskipulags. Gerð er grein fyrir staðsetningu og stærð svæðanna, þéttleika byggðar og öðrum einkennum þegar byggðra og fyrirhugaðra athafnasvæða, eftir því sem þurfa þykir og tengslum þeirra við aðra landnotkun.

4.6.2 Markmið, athafnasvæði 1. Skipulögð athafnasvæði verði á þéttbýlisstöðunum, með lóðir sem henta litlum og

meðalstórum iðnfyrirtækjum. 2. Iðnfyrirtækjum verði beint á deiliskipulögð athafnasvæði á þéttbýlisstöðum.

4.6.3 Athafnasvæði 1. Athafnasvæði utan þéttbýliskjarna eru ekki í fyrirliggjandi tillögu. 2. Hofsós:

Athafnasvæði á Hofsósi eru tvö, norðan hafnar og suður með Suðurbraut. 3. Sauðárkrókur:

Deiliskipulag 1971, sjá 3.7.9.2.2 Iðnaðarhverfið. Lóðir á iðnaðarhverfi á Mölunum hafa verið minnkaðar í norðausturhlutanum og byggingarskilmálum verið breytt til þess að byggja megi minni iðnaðarhús en upphaflegu skilmálarnir gáfu kost á.

4. Hólar í Hjaltadal: Engin athafnasvæði eru á Hólum í Hjaltadal. 5. Varmahlíð:

Í aðalskipulagi 1995-2015 segir: ”Á iðnaðarsvæðinu meðfram veginum fram í Lýtingsstaðahrepp eru nú þegar tvær lóðir nýttar á um 1 ha lands. Gert er ráð fyrir iðnaðarlóðum til suðurs og norður af núverandi iðnaði á samtals um 3 ha. Iðnaðartengd starfsemi er nú einnig á lóð milli Laugarhlíðar og Reykjahlíðar. Frekari uppbygging iðnaðar er ekki æskileg þar né annars staðar innan íbúðarbyggðar.”

6. Steinsstaðir: Í aðalskipulagi 1990-2010 segir: ”Eins og stendur er ekki líklegt að þörf verði á lóð fyrir iðnaðarstarfsemi en samkvæmt skipulagsuppdrættinum þá er reiknað með um 3000 fm lóð þar sem nú stendur aðstöðuhús hreppsins. Á Lambeyri eru stækkunarmöguleikar fyrir trésmíðaverkstæðið.”

4.6.4 Tillögur, athafnasvæði 1. Sveitarfélagsuppdráttur:

Engar tillögur eru fyrir athafnasvæði utan þéttbýlis. 2. Hofsós:

1. Athafnasvæði verði með Suðurbraut, að mótum hennar við Siglufjarðarveg, sunnan við byggð á Hofsósi.

2. Fyrirtæki í léttum iðnaði og öðrum atvinnufyrirtækjum verði beint á deiliskipulögð athafnasvæði í þéttbýlisstöðum.

3. Sauðárkrókur: Iðnaðarsvæði, vestan við Eyrarveg á Eyri og á Mölum, verða athafnasvæði.

Page 42: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 34

4.6.5 Aðalskipulagsuppdráttur, athafnasvæði Svæðin eru lituð í samræmi við reglugerð og gefinn bókstafurinn A- og númer þar sem það á við. 1. Sveitarfélagsuppdráttur:

Engin athafnasvæði eru utan þéttbýliskjarnanna. 2. Hofsós:

A-2.1 Svæði norðan við höfnina. Stærð svæðis 2,5 ha. Fullbyggt 10.000 m2

með nýtingarhlutfall 0,4. A-2.2 Svæði með Suðurbraut. Stærð svæðis 10 ha. Fullbyggt 30.000 m2

með nýtingarhlutfall 0,3. 3. Sauðárkrókur:

A-3.1 Athafnasvæði, var áður iðnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi, stærð svæðisins 7,2 ha nýtingarhlutfall 0,2-0,4.

A-3.2 Athafnasvæði, var áður iðnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi, 0,6 ha, nýtingarhlutfall 0,2-0,4.

A-3.3 Athafnasvæði, var áður iðnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi, 32,6 ha, nýtingarhlutfall 0,2-0,4.

A-3.4 Athafnasvæði, var áður landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi, 14,0 ha, nýtingarhlutfall 0,2-0,4.

A-3.5 Athafnasvæði, var áður iðnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi, 6,5 ha, nýtingarhlutfall 0,2-0,4.

4. Hólar í Hjaltadal: Engin athafnasvæði eru á Hólum í Hjaltadal.

5. Varmahlíð A-5.1 Athafnasvæði, var áður iðnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi, 4,0 ha,

nýtingarhlutfall 0,2-0,4. 6. Steinsstaðir:

A-6.1 Athafnasvæði, var áður iðnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi, 0,3 ha ,nýtingarhlutfall 0,2-0,4.

4.6.6 Mat á umhverfisáhrifum, athafnasvæði Sjá umhverfisskýrslu, m.a. kafla 3.1, Byggð. Ekki er gert ráð fyrir að tillögurnar séu háðar lögum um mat á umhverfisáhrifum.

4.6.7 Framkvæmd skipulagstillögunnar, athafnasvæði Byggt verður á þegar skipulögðum svæðum, á svæði A-2.1 inn í eyður eftir því sem óskað verður eftir. Flestar götur eru þar frágengnar. Á svæði A-2.2, stækkun svæðis til suðurs, skal gera deiliskipulag sem tekur mið af tillögum hér að framan.

4.7 Iðnaðarsvæði 4.7.1 Ákvæði reglugerðar Á iðnaðarsvæðum skal fyrst og fremst gera ráð fyrir umfangsmikilli iðnaðarstarfsemi eða starfsemi sem er talin geta haft mengun í för með sér, s.s. verksmiðjum, virkjunum, tengivirkjum, veitustöðvum, skólpdælu- og hreinsistöðvum, birgðastöðvum fyrir olíur og móttökustöðvum fyrir úrgang. Íbúðir eru ekki heimilar á iðnaðarsvæðum. Í aðalskipulagi skal gera grein fyrir þegar byggðum og fyrirhuguðum iðnaðarsvæðum. Iðnaðarsvæði utan þéttbýlis skulu sýnd á sveitarfélagsuppdrætti en iðnaðarsvæði í þéttbýli á þéttbýlisuppdráttum aðalskipulags. Gera skal grein fyrir staðsetningu og stærð svæðanna, þéttleika byggðar og öðrum einkennum þegar byggðra og fyrirhugaðra iðnaðarsvæða, eftir því sem þurfa þykir, og tengslum þeirra við aðra landnotkun og hugsanlegum áhrifum á hana, s.s. vegna mengunar.

4.7.2 Markmið, iðnaðarsvæði 1. Iðnaðarlóðir verði á svæðum með góð skilyrði með tilliti til náttúrufars, orkuflutninga

og samgangna.

Page 43: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 35

2. Vatnsafl verði virkjað þar sem virkjanir eru hagkvæmar fyrir íbúa héraðsins og valda litlu umhverfisraski.

3. Vindorka verði hagnýtt á vistvænan hátt fyrir fyrirtæki og heimili í héraðinu.

4.7.3 Iðnaðarsvæði Skagafjörður er lághitasvæði og því er haldið fram að óvíða sé jarðhiti eins aðgengilegur til virkjunar. Þetta skapar Skagafirði sérstöðu sem ekki hefur þó tekist að nýta nema að nokkru leyti. Mikilvægt er að nýta lághita til ræktunar og veita heitu vatni sem víðast um sveitarfélagið. Orku fallvatna er eftirsóknarvert að virkja til hagsbóta fyrir fólk og fyrirtæki. Skagfirsk fallvötn hafa aðeins að litlu leyti verið virkjuð til rafmagnsframleiðslu. Áform hafa verið um að virkja Héraðsvötn við Villinganes og hugmyndir um að virkja þau víðar og ofar, uppi á miðhálendishluta Skagafjarðar, og leiða vatn neðanjarðar að stöðvarhúsi við Skatastaði. Víða eru talin skilyrði til að virkja ár og bæjarlæki. Samkvæmt skipulagsreglugerð eru virkjanasvæði iðnaðarsvæði. RARIK á og rekur tvær vatnsaflsvirkjanir í sveitarfélaginu, Skeiðsfossvirkjun í Fljótum og Gönguskarðsárvirkjun á Sauðárkróki. Skeiðsfoss I var gangsett 1945 og Skeiðsfoss II 1976. Stífla er í Skeiðsá við Stífluhóla, og fallhæð 30-42 m eftir vatnsstöðu í virkjunarlóninu. Samtals er uppsett afl í virkjunum 5400 kílówött og árleg orkuvinnsla 20 gígavattstundir. Gönguskarðsárvirkjun var gangsett 1949. Fallhæð er 64 m, miðlun er lítil, og uppsett afl rúmlega 1100 kílóvött. Meðal ársorkuvinnsla er 8 gígavattstundir. Gönguskarðsárvirkjun er ekki í rekstri eins og stendur þar sem aðveitustokkur er skemmdur og viðgerð hefur enn ekki farið fram. Á Sleitustöðum er heimarafstöð, vatnsaflstöð, 500 kílóvött og framleiðir inn á netið. RARIK á meirihluta í Héraðsvötnum, hlutafélagi þess, Akrahrepps og KS. Það hefur rétt til að virkja Héraðsvötn við Villinganes samkvæmt lögum frá Alþingi og lögð hefur verið vinna í undirbúning þeirrar virkjunar. Jafnhliða er leitað að kaupanda fyrir orkuna og þá er ekki síst horft til þess hvort unnt er að finna iðnfyrirtæki sem notar hæfilega mikla orku og vænlegt væri að setja niður í Skagafirði. Fyrir liggur svæðisskipulag fyrir miðhálendi Íslands þar sem gert er ráð fyrir miðlunarlóni fyrir Skatastaðavirkjun, Bugslóni. Landsvirkjun hefur virkjunarréttinn og hefur gert ráð fyrir stöðvarhúsi við Skatastaði í Akrahreppi með aðrennslisgöngum í Sveitarfélaginu Skagafirði. Samkvæmt skipulagsreglugerð er starfsemi Steinullarverksmiðunar á Sauðárkróki skilgreind sem starfsemi á athafnasvæði.

4.7.4 Tillögur, iðnaðarsvæði 1. Sveitarfélagsuppdráttur:

1. Iðnaðarsvæði fyrir umsvifamikil og stór fyrirtæki verði í Viðvíkursveit, milli Skollaness og Karlsness, á nesjunum sjálfum, á Skarðsmóum og á Reykjaströnd, norðan við Sauðárkrók. Sveitarfélagið telur að einn af grundvallarþáttum til að byggja upp öflugt samfélag og virkt atvinnuumhverfi, sé að nýta staðhætti og auðlindir í sveitarfélaginu. Iðnaðarsvæði í Víðvíkursveit er í samræmi við þessa stefnu, þar sem gert er ráð fyrir rýmisfrekum og mannaflafrekum iðnaði. Gert er ráð fyrir að stóriðja nýti orku frá þeim orkuvinnslusvæðum sem eru innan sveitarfélagsins.

2. Skolpdælustöð á Borgarsandi austan við Sauðárkrók fellur undir iðnaðarsvæði. 3. Jarðhiti og orka fallvatna verði nýtt til hagsbóta fyrir fyrirtæki og heimili í

héraðinu. 4. Leit og nýting jarðvarma fari fram sem víðast í Skagafirði með það að markmiði

að nýta hann til húshitunar, atvinnusköpunar og raforkuvinnslu þar sem hagkvæmt reynist.

5. Skagafjarðarveitur annist rannsóknir, framkvæmdir á og eftirlit með jarðhitasvæðum í héraðinu og beiti sér fyrir virkjunum þeirra og stækkuðu veitusvæði.

Page 44: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 36

6. Sveitarfélagið leiti leiða til að nýta vindorku í Skagafirði, bæði fyrir orkuvinnslu og ferðaþjónustu.

7. Borholusvæði hitaveitu verður á hluta útivistarsvæðis efst á Reykjarhóli og við Hofsós.

8. Heimilt verði að byggja litlar vatnsaflsvirkjanir, minni en 200 kw, til staðbundinnar framleiðslu og sölu inn á almenn veitukerfi.

9. Rætt hefur verið um mögulegar virkjanir í Héraðsvötnum við Skatastaði og Villinganes. Gerð er tillaga um að fresta skipulagi á þessum svæðum í samræmi við 20. gr. Skipulagslaga samanber kafla 4.23 hér á eftir.

Iðnaðarsvæði austan við Eyrarveg, á Eyri og undir Gránumóum, verða hafnarsvæði. Iðnaðarsvæði, vestan við Eyrarveg, á Eyri og á Mölum, verða athafnasvæði. Iðnaðarsvæði (athafnasvæði) eftir gildistíma aðalskipulagsins, sunnan við Fornós, verður útivistarsvæði, tún.

4.7.5 Aðalskipulagsuppdráttur, iðnaðarsvæði Svæðin eru lituð í samræmi við reglugerð og gefinn bókstafurinn I- og númer þar sem það á við.

1. Sveitarfélagsuppdráttur: I-1.1 Svæði fyrir iðnað í Viðvíkursveit, frá Skollanesi að Karlsnesi. Stærð

svæðis 212 ha, nýtingarhlutfall 0,1 I-1.2 Svæði fyrir iðnað á Skarðsmóum og á Reykjarströnd (núverandi

sorpsvæði sveitarfélagsins sem áformað er að leggja niður). Stærð svæðis 175 ha nýtingarhlutfall 0,1

I-1.3 Skolpdælustöð fyrir frárennsli á Borgarsandi austan við Sauðárkrók. Sjá undir veitur.

I-1.4 Skeiðsfossvirkjun 5.400 kv virkjun og virkjunarlón í Skeiðsá. Lónstærð: F=365 ha. Landstærð Skeiðsfoss: F=38 ha

I-1.5 Borholusvæði að Reykjum í Hjaltadal fyrir hitaveitu Hóla: Stærð svæðis 1,0 ha, nýtingarhlutfall 0,1-0,2

I-1.6 Borholusvæði í Hrollleifsdal fyrir hitaveitu á Hofsósi er í landi veitunnar, sem er um 7,9 ha. Stærð lóðar undir dælustöð hitaveitu er 200 m2, nýtingarhlutfall 0,1-0,5.

I-1.7 Borholusvæði að Langhúsi fyrir hitaveitu þar: Stærð svæðis 0,5 ha, nýtingarhlutfall 0,1-0,2

I-1.8 Borholusvæði er í landi Sólgarða landnúmer 146780, sem er um 7,2 ha. Stærð lóðar undir dælustöð hitaveitu er 150 m². Nýtingarhlutfall 0,3-0,5.

I-1.9 Borholusvæði að Lambanesreykjum fyrir hitaveitu í Fljótum. Stærð svæðis 1,0 ha, nýtingarhlutfall 0,1-0,2.

Ekki er gert ráð fyrir svæðum til að nýta vindorku í þessari tillögu.

Villinganesvirkjun samkvæmt lögum og staðfestu umhverfismati, þar er skipulagi frestað samkvæmt 20. gr. Skipulags- og byggingarlaga, sjá nánar í kafla 4.23 hér á eftir.

2. Hofsós: Engin iðnaðarsvæði eru á Hofsósi.

3. Sauðárkrókur: I -3.1 Iðnaðarsvæði, var sérhæft útivistarsvæði vatnsveitu og hitaveitu:

Stærð svæðis 14,9 ha, nýtingarhlutfall 0,1-0,2.

Page 45: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 37

I-3.2 Iðnaðarsvæði, spennuvirki rafveitu. Stærð svæðis 0,4 ha, nýtingarhlutfall 0,1-0,2.

4. Hólar í Hjaltadal: Engin iðnaðarsvæði eru á Hólum í Hjaltadal.

5. Varmahlíð: I-5.1 Borholusvæði hitaveitu efst á Reykjarhóli (var útivistarsvæði): Stærð

svæðis 2,3 ha, nýtingarhlutfall 0,1-0,2. I-5.2 Tengivirki rafveitu: Stærð svæðis 0,4 ha, nýtingarhlutfall 0,1-0,2.

6. Steinsstaðir: Engin iðnaðarsvæði eru á Steinsstöðum.

4.7.6 Mat á umhverfisáhrifum, iðnaðarsvæði Sjá umhverfisskýrslu, kafla 3.2.1, Iðnaðarsvæði. Litlar vatnsaflsvirkjanir sem eru stærri en 200kw eða meira falla undir 3.gr. lið a í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum og skipulagið er samþykkt með þeim fyrirvara. Samþykkt aðalskipulagsins er gert með fyrirvara um mat á umhverfisáhrifum samanber lög nr. 106/2000 með síðari breytingum.

4.7.7 Framkvæmd skipulagstillögunnar, iðnaðarsvæði Á svæði I-1.1 í Viðvíkursveit skal gera deiliskipulag áður en framkvæmdir hefjast, sem tekur mið af tillögum hér að framan. Á svæði I-1.2 á Skarðsmóum og Reykjarströnd skal gera deiliskipulag áður en framkvæmdir hefjast, sem tekur mið af tillögum hér að framan. Á svæði I-1.3 skólpdælustöð á Borgarsandi við Sauðárkrók skal gera deiliskipulag áður en framkvæmdir hefjast, sem tekur mið af tillögum hér að framan.

4.8 Hafnarsvæði

4.8.1 Ákvæði reglugerðar Á hafnarsvæðum tengist landnotkun fyrst og fremst hafnsækinni starfsemi, s.s. útgerð, fiskvinnslu og starfsemi tengdri sjóflutningum og skipasmíði eða viðgerðum. Almennt skal ekki gera ráð fyrir íbúðum á hafnarsvæðum. Þó er, í undantekningartilvikum, unnt að gera ráð fyrir íbúðum tengdri starfsemi fyrirtækja, s.s. fyrir húsverði. Hafnarsvæði eru svæði sem heyra undir stjórn viðkomandi hafnarstjórnar. Um skilgreiningu hafnarsvæða, sjá hafnalög og reglugerðir um einstakar hafnir. Í aðalskipulagi skal gera grein fyrir þegar byggðum og fyrirhuguðum hafnarsvæðum. Hafnarsvæði utan þéttbýlis skulu sýnd á sveitarfélagsuppdrætti en hafnarsvæði í þéttbýli á þéttbýlisuppdráttum aðalskipulags. Gera skal grein fyrir staðsetningu og stærð svæðanna, þéttleika byggðar og öðrum einkennum þegar byggðra og fyrirhugaðra hafnarsvæða, eftir því sem þurfa þykir, og tengslum þeirra við aðra landnotkun. Samkvæmt Hafnarlög nr. 61/2003 5. gr. skal “skipulag hafnasvæðis miðast við þarfir hafna og skylt er að hafa samráð við hafnarstjórn og Siglingastofnun Íslands við gerð þess. Og samkvæmt 6.gr. sömu laga “ Öll mannvirkjagerð í höfnum skal vera í samræmi við gildandi skipulag fyrir viðkomandi höfn”.

4.8.2 Markmið, hafnarsvæði • Áfram verði stunduð útgerð og fiskvinnsla í Skagafirði og leitað leiða til að efla þá

starfsemi enn frekar.

4.8.3 Hafnarsvæði Vísað er í kafla 3.9.3 þar sem hafnarsvæðum og starfsemi hafna er lýst. 1. Hafnarsvæði utan þéttbýlis. Aðrar hafnir í Skagafirði eru í Haganesvík í Fljótum og í Selvík á Skaga. Þær eru litlar og

ætlaðar fyrir smábáta. Góð skilyrði eru fyrir hafskipahöfn undan Brimnesskógum, innan við Kolkuós, sem lagt er til að byggð verði í tengslum við Iðnaðarsvæði I-1,1

Page 46: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 38

2. Hofsós. Hofsóshöfn er bátahöfn. Á hafnarsvæðinu er starfsemi Vesturfarasetursins, á Sandi. Þar

framan við hefur verið gerð lítil trébryggja. 3. Sauðárkrókur.

Aðalhöfn í sveitarfélaginu er Sauðárkrókshöfn, deiliskipulag var gert fyrir svæði hennar árið 1982 og endurskoðað síðast 1998. Deiliskipulagstillögurnar fjalla um stækkunarmöguleika fyrir Hafnarsvæðið. Tillagan frá 1998 byggist á þeim niðurstöðum og tillögum úr líkantilraunum og öðrum rannsóknum Rannsóknadeildar Hafnamálastofnunar, sem settar voru fram í drögum að greinargerð þeirra Gísla Viggóssonar og Sigurðar Sigurðarsonar í júní 1990. Markmið og tillögur sem þar voru settar fram og mestu skipta fyrir deiliskipulag má taka saman á eftirfarandi hátt: A. Vöruflutningahöfn, fyrir þau farmskip sem nauðsynleg eru til að fullnægja þörfum bæjarins fyrir sjóflutninga. B. Fiskihöfn, sem fullnægir fiskiskipaflota heimamanna og getur þjónað fiskiskipum af öllum stærðum. C. Sandflutningar. Setja fram tillögur að uppbyggingu sandvarnargarða og dýpkunum til að draga sem mest úr sandflutningum inn á hafnarsvæðið og til að beina þeim á æskileg svæði. Breytingar á landi frá deiliskipulaginu frá 1981 eru einkum yst við Hafnargarðinn, þar sem gámavöllur er stækkaður og hvorki gert ráð fyrir vöruhúsum þar né fyllingu fyrir olíubirgðasvæði við Sandfangarann. Skarðseyri er aðalumferðargatan á Eyrinni milli þjóðvegar og Steinullarverksmiðju annars vegar og hafnarbakka og gámavallar hins vegar. Lóðir á Hafnarsvæðinu eru, eins og í deiliskipulaginu frá 1981, ætlaðar fyrir útgerðar- og flutningastarfsemi, fiskvinnslu og iðnað sem þjónustar útgerðina og iðnað sem er háður mikilli nálægð við hafnarbakka.

4.8.4 Tillögur, hafnarsvæði

1. Almennt: 1. Lóðir verði tiltækar á Sauðárkróki og Hofsósi fyrir fiskvinnslufyrirtæki. 2. Útgerð verði studd með hafnarbótum á útgerðarstöðum í sveitarfélaginu. 3. Hafnarsvæði í tengslum við framkvæmdir á iðnaðarsvæði í Viðvíkursveit.

2. Hofsós: 1. Lóðir fyrir fiskvinnslufyrirtæki verði áfram á athafnasvæði, norðan við

hafnarsvæðið.

3. Sauðárkrókur: 1. Á fyllingu norðan á Gönguskarðsáreyri. 2. Iðnaðarsvæði austan við Eyrarveg á Eyri og undir Gránumóum verða

hafnarsvæði. Sjá 4.1.5.2

4.8.5 Aðalskipulagsuppdráttur, hafnarsvæði Svæðin eru lituð í samræmi við reglugerð og gefinn bókstafurinn H- og númer þar sem það á við. Hafnsækinni starfsemi verði beint á deiliskipulagðar lóðir á athafnasvæði hafna.

1. Sveitarfélagsuppdráttur: H-1.1 Hafnarsvæði í Haganesvík við núverandi bryggju; stærð svæðis 0,5

ha; nýtingarhlutfall 0,3. H-1.2 Hafnarsvæði í Selvík við núverandi bryggju; stærð svæðis 1,0 ha;

nýtingarhlutfall 0,3. H-1.3 Hafnarsvæði í Viðvíkursveit fyrir iðnaðarsvæði og verður hluti af því

sjá I-1.1 í kafla 4.7.5: Stærð svæðis 20 ha; nýtingarhlutfall 0,3.

Page 47: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 39

H-1.4 Hafnarsvæði að Reykjum á Reykjaströnd stærð svæðis 1,0 ha; nýtingarhlutfall 0,3.

2. Hofsós: H-2.1 Hafnarsvæði á Hofsósi, upp af höfninni og vestur Sandinn. Stærð

svæðis 1,5 ha. Fullbyggt 4.500 m2 með nýtingarhlutfall 0,3. 3. Sauðárkrókur:

H-3.1 Hafnarsvæði á Sauðárkróki er samkvæmt deiliskipulagi. Fylling í sjó norðan á Gönguskarðsáreyri verður stækkuð um. 3 ha. Fyllingar verði framkvæmdar með svipuðu sniði og verið hefur með því að leggja út grjótgarða hornrétt á ströndina, síðan munu straumar sjá um að flytja sand úr fjarðarbotninum á milli garðanna. Stærð svæðis 11,5 ha; nýtingarhlutfall 0,3.

H-3.2 Iðnaðarsvæði austan við Eyrarveg á Eyri og undir Gránumóum verða hafnarsvæði : Stærð svæðis 4,8 ha;nýtingarhlutfall 0,3.

4. Hólar í Hjaltadal: Engin hafnarsvæði eru á Hólum í Hjaltadal.

5. Varmahlíð: Engin hafnarsvæði eru í Varmahlíð.

6. Steinsstaðir: Engin hafnarsvæði eru á Steinsstöðum.

4.8.6 Mat á umhverfisáhrifum, hafnarsvæði Sjá umhverfisskýrslu, kafla 3.2.3, Hafnarsvæði. Samkvæmt viðauka 1 í lögum um mat á

umhverfisáhrifum nr. 106/2000 eru hafnir þar sem skip stærri en 1.350 tonn geta siglt um ávallt háðar mati á umhverfisáhrifum. Samkvæmt viðauka 2 þessara sömu laga þá eru landfyllingar sem eru 5 ha eða stærri einnig háðar mati á umhverfisáhrifum. Samþykkt aðalskipulagsins er gerð með fyrirvara um mat á umhverfisáhrifum samanber lög nr. 106/2000 með síðari breytingum.

4.8.7 Framkvæmd skipulagstillögunnar, hafnarsvæði Byggt verður á þegar skipulögðum svæðum, á svæðum H-2.1 og H-3.1 (Hofsós og Sauðárkrókur) inn í eyður eftir því sem óskað verður eftir. Flestar götur eru þar frágengnar. Aðrar hafnir utan þéttbýlis: Nýlega hafa farið fram viðhaldsframkvæmdir á svæði H-1.1 og H-1.2 og ekki er gert ráð fyrir frekari framkvæmdum þar á skipulagstímanum. Framkvæmdir á H-1.3 og H-1.4 verða samkvæmt deiliskipulagi.

4.9 Efnistökusvæði

4.9.1 Ákvæði reglugerðar Efnistökusvæði eru þau svæði á landi, í sjó eða vötnum þar sem fram fer eða fyrirhuguð er efnistaka, s.s. malarnám, sandnám, grjótnám, gjallnám eða vikurnám. Íbúðir eru ekki heimilaðar á efnistökusvæðum. Um efnistöku í almenningum/þjóðlendum gilda ákvæði laga um náttúruvernd. Í aðalskipulagi skal gera grein fyrir þeim svæðum þar sem fram fer og fyrirhuguð er efnistaka. Efnistökusvæði utan þéttbýlisstaða skulu sýnd á sveitarfélagsuppdrætti en efnistökusvæði innan þéttbýlis á þéttbýlis-uppdráttum aðalskipulags. Gera skal grein fyrir staðsetningu og stærð svæðanna og öðru sem þurfa þykir. Þá segir í Lögum um náttúruvernd nr. 44/1999, 47 gr. “ Öll efnistaka á landi og af eða úr hafsbotni innan netalagna er háð framkvæmdaleyfi hluteigandi sveitarstjórna sbr. 27 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. og í 49 gr.laga nr. 44/1999 kemur framað ”Efnistökusvæði skal ekki standa ónotað lengur en þrjú ár”. Þá segir í lögum nr. 44/1999 í ákvæði til bráðabyrgða “Umhverfisráðherra skal fela umhverfisstofnun í samráði við hlutaðeigandi ráðuneyti og stofnanir, sveitarfélög og framkvæmdaraðila, að gera tillögur um frágang efnistökusvæða sem hætt er að nota”.

Page 48: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 40

4.9.2 Markmið, efnistökusvæði 1. Haldin verði skrá yfir efnisnámur og virkt eftirlit með vali á námum og frágangi

þeirra. Námum verði lokað að efnistöku lokinni í samræmi við upphaflegar áætlanir og námaskrá þeirri sem er stefnumarkandi fylgiskjal með aðalskipulagstillögunni.

2. Áhersla verði á að efnisnám fari fram í samræmi við lög og reglur, áætlanir um efnistöku verði gerðar og samþykktar og námum lokað að efnistöku lokinni í samræmi við áætlanir.

4.9.3 Jarðefnanámur Efnisnámur eru aðgengilegar meðfram vegum um allan Skagafjörð og mikilvægar á meðan byggð verða hús og vegir. Vegagerðin hefur á skrá rúmlega 160 efnisnámur með leyfi í Skagafirði, misjafnar að efnisgerð og notkun. Í forsendum, kafla 2.7 Aðrar auðlindir, fylgir þemakort sem byggt er á kortum Vegagerðarinnar. Á því er sýnt hvar námur eru staðsettar á láglendi Skagafjarðar. Námurnar eru sýndar með númeri Vegagerðarinnar og þau númer má finna á námaskrá stofnunarinnar. Úr skránni var sett upp önnur skrá í nánu samstarfi við Vegagerðina þar sem námur voru flokkaðar og áætlun gerð um hvenær þeim verður lokað. Þessi námaskrá er stefnumarkandi fylgiskjal með aðalskipulagstillögunni. Víða hafa námur verið áberandi lýti á landi og jafnvel þó efni sé sjaldan úr þeim numið. Vegagerðin hefur umsjón með flestum námum og hagar nú vinnslu og frágangi þeirra náma sem eru notaðar samkvæmt nýjum reglum og lokar hinum smám saman. Víða má þó sjá að frágengið yfirborð yfir námum hefur verið rofið. Mikilvægt er að halda góða námaskrá, takmarka fjölda opinna náma og vanda frágang þegar námu er lokað. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvar jarðefni til hafnargerðar verði tekið.

4.9.4 Tillögur, efnistökusvæði 1. Efnisvinnsla á nýjum svæðum verði háð mati á efnisgæðum, hagkvæmni og

framlögðu skipulagi á efnistöku sem taki til eftirlits, vals á nýjum stöðum með tilliti til áhrifa á náttúru, landslag og aðra starfsemi og frágangs námu að vinnslu lokinni. Sveitarstjórn annist leyfisveitingar að fenginni umsögn og eftirlit með námum og frágangi að vinnslu lokinni.

2. Skrá yfir efnisnámur í Skagafirði og áætlun sem þar er sett fram verði hluti aðalskipulagsins.

3. Áhersla er á stjórnun á efnistökusvæðum, að þeim verði fækkað og lokað.

4.9.5 Aðalskipulagsuppdráttur, efnistökusvæði Svæðin eru í greinargerð og á þemauppdrætti 2.7.1 og yfirlit yfir þau á skrá 4.9.4 , sem verði hluti af aðalskipulagi þessu. 1. Sveitarfélagsuppdráttur: Sjá þemauppdrátt 2.7.1 og yfirlit yfir þau á skrá 4.9.4. 2. Hofsós: Engin efnistökusvæði eru á Hofsósi. 3. Sauðárkrókur

Svæðið er litað í samræmi við reglugerð og gildandi aðalskipulags og gefinn bókstafurinn E- og númerið 3.1.:

E-3.1: Stærð svæðis 12,5 ha sem skiptist í hálffrágengið 9,2 ha og svæði í vinnslu sem er 3,3 ha.

4. Hólar í Hjaltadal: Engin efnistökusvæði eru á Hólum í Hjaltadal. 5. Varmahlíð: Engin efnistökusvæði eru í Varmahlíð. 6. Steinsstaðir: Engin efnistökusvæði eru á Steinsstöðum.

Page 49: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 41

4.9.6 Mat á umhverfisáhrifum, efnistökusvæði Sjá umhverfisskýrslu, kafla 3.4.3, Efnistaka. Samkvæmt viðauka 1 og 2 í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum með síðari viðaukum, kunna efnisnámur að vera matskyldar og eru það ef efnistakan raskar 25.000 m2 svæði eða stærra eða er 50.000 m3 eða meira að stærð. Ekki er í aðalskipulagi þessu gert ráð fyrir námum sem fara yfir þessi mörk og samþykkt aðalskipulagsins er gerð með fyrirvara um mat á umhverfisáhrifum samanber lög nr. 106/2000.

4.9.7 Framkvæmd skipulagstillögunnar, efnistökusvæði Vinna skal vinnsluáætlun í samræmi við aðalskipulagið þar sem fram kemur magn efnis og gerð þess, vinnslutími í námunni og frágangur hennar að vinnslu lokinni. Sveitarfélagið mun gefa út framkvæmdaleyfi fyrir gryfjum sem opnaðar hafa verið eftir 1999. Gera skal deiliskipulag af nýjum svæðum og sveitarstjórn Skagafjarðar gefur út starfsleyfi og hefur eftirlit með starfseminni.

4.10 Sorpförgunarsvæði

4.10.1 Ákvæði reglugerðar Sorpförgunarsvæði eru svæði þar sem fram fer eða fyrirhuguð er förgun á sorpi og öðrum úrgangi, s.s. urðun eða brennsla. Íbúðir eru ekki heimilar á sorpförgunarsvæðum. Í aðalskipulagi skal gera grein fyrir þeim svæðum þar sem fram fer og fyrirhuguð er förgun á sorpi og öðrum úrgangi. Sorpförgunarsvæði utan þéttbýlisstaða skal sýna á sveitarfélagsuppdrætti en sorpförgunarsvæði innan þéttbýlis á þéttbýlisuppdráttum aðalskipulags. Gera skal grein fyrir staðsetningu og stærð svæðanna, áhrifum á aðra landnotkun og öðru sem þurfa þykir. Auk þess er vísað til laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 og reglugerðar 738/2003 um urðun úrgangs þar sem fram kemur í 6. gr. að “ Sveitarstjórn skal sjá um að starfræktar séu móttöku- og söfnunarstöðvar fyrir úrgang sem til fellur í sveitarfélaginu.” Og í 8 gr.: „Sveitarstjórn skal semja og staðfesta áætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til minnst tólf ára í senn og skal sú áætlun byggjast á markmiðum landsáætlunar sbr. 5. gr. Í áætluninni skal gera grein fyrir með hvaða hætti sveitarfélagið hyggst ná markmiðum landsáætlunarunnar þ.m.t. leiðum til að draga úr myndun úrgangs, endurnota eða endurnýta úrgang, förgunarleiðum. Þá skal í áætluninni vera yfirlit yfir hentug svæði þar sem úrgangi kann að vera fargað.” Í 5. gr. reglugerð nr. 806/1999 eru ákvæði um að “ Viðkomandi sveitarstjórnir leggja til og sjá um að rekin sé söfnunarstöð og/eða móttökustöð fyrir spilliefni eða tryggja á annan hátt greiðan aðgang fyrir slíkum skilum”.

4.10.2 Markmið, sorpförgunarsvæði • Sorp verði minnkað, flokkað, hirt og því komið fyrir á vistvænan hátt í samræmi við

Staðardagskrá 21 fyrir sveitarfélagið.

4.10.3 Sorpförgunarsvæði, urðunarsvæði • Sorpveitur, veitusvæði Sorphirða er í höndum verktaka í Skagafirði og nær starfssvæði hans líka til Siglufjarðar. Safngámar fyrir sorp eru á ákveðnum stöðum í sveitarfélaginu og þeir eru tæmdir reglulega. Á þemakorti 3.10.6.4 er sýnd staðsetning sorpgáma, svæðin sem þeir þjóna og hversu oft þeir eru tæmdir. Sorphirða frá húsum er á Sauðárkróki, tekið er á móti sorpi og garðúrgangi í flokkunarstöð á athafnasvæði A 3.3. Spilliefnum er safnað á Sauðárkróki og þau flutt brott til eyðingar. Sorpsvæði sveitarfélagsins er innst á Reykjaströnd þar sem sorp frá Sauðárkróki hefur verið urðað um árabil, samkvæmt gildandi starfsleyfi sem er ótímabundið og útgefið 7. des. 1987. Sorpsvæðið er að verða fullnýtt og þar er gert ráð fyrir iðnaðarsvæði I-1.2. Í svæðisskipulagi Skagafjarðar 1998 var gert ráð fyrir nýju sorpsvæði við Finnbogahóla, í jaðri Brimnesskóga. Með rannsóknum hefur verið sýnt fram á að þar er kjörlendi fyrir sorpsvæði, umhverfisáhrif af sorpsvæði á þessum stað voru metin og gert var deiliskipulag. Óánægja íbúa í nágrenninu varð hins vegar til þess sveitarstjórn tók upp samstarf við sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu árið 2003 um að finna sameiginlegu sorpsvæði stað þar og í samstarfi við þessa aðila er verið að vinna að staðfestri áætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir

Page 50: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 42

viðkomandi svæði til minnst tólf ára og skal sú áætlun byggjast á markmiðum landsáætlunar sbr. 5. gr.

4.10.4 Tillögur, sorpförgunarsvæði 1. Sorp verði minnkað, flokkað, hirt og því komið fyrir á vistvænan hátt í samræmi við

Staðardagskrá 21 fyrir sveitarfélagið. 2. Fundið verði gott sorpsvæði í samstarfi við sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslum.

Staðsetning þess í Húnaþingi eða austan og norðan við iðnaðarsvæðið í Viðvíkursveit. Flokkun og jarðgerð sorps fari fram á þéttbýlisstöðum í sveitarfélaginu.

4.10.5 Aðalskipulagsuppdráttur, sorpförgunarsvæði Svæðin eru lituð í samræmi við reglugerð og gefinn bókstafurinn S- og númer þar sem það á við.

1. Sveitarfélagsuppdráttur: S-1.1 Nýtt urðunarsvæði verði við iðnaðarsvæðið í Viðvíkursveit, 50 ha. I-1.2 Sorpsvæði sveitarfélagsins er nú innst á Reykjaströnd, þar er

gert ráð fyrir iðnaði

2. Hofsós: Engin sorpförgunarsvæði eru á Hofsós.

3. Sauðárkrókur: Engin sorpförgunarsvæði eru á Sauðárkróki.

4. Hólar í Hjaltadal: Engin sorpförgunarsvæði eru á Hólum í Hjaltadal.

5. Varmahlíð: Engin sorpförgunarsvæði eru í Varmahlíð.

6. Steinsstaðir: Engin sorpförgunarsvæði eru á Steinsstöðum.

4.10.6 Mat á umhverfisáhrifum, sorpförgunarsvæði. Sjá umhverfisskýrslu, kafla 3.2.2, Sorpförgunarsvæði. Samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 með síðari breytingum, þurfa förgunarstöðvar sem urða meira en 500t/ári að fara í mat á umhverfisáhrifum og skipulagið er samþykkt með þeim fyrirvara.

4.10.7 Framkvæmd skipulagstillögunnar, sorpförgunarsvæði. Nokkuð ljóst er að urðunarsvæðið við Sölvabakka verður tekið í notkun síðla árs 2010. Þegar og ef urðunarstaðurinn við Sölvabakka verður tekinn í notkun þá verður Sorpurðunarstaður merktur S-1.1 í aðalskipulagstillögu Sveitarfélagsins Skagafjarðar ofaukið. Skipulags- og byggingarnefnd mun þá beita sér fyrir að gerðar verði viðeigandi breytingar á Aðalskipulaginu og urðunarstaðurinn við Brimnes tekinn út af Aðalskipulaginu. Áður en framkvæmdir hefjast á förgunarsvæðinu skal gera af því deiliskipulag þar sem fram kemur hæð þess og annar frágangur.

4.11 Svæði fyrir frístundabyggð

4.11.1 Ákvæði reglugerðar Svæði fyrir frístundabyggð eru svæði ætluð fyrir frístundahús, þ.e. byggð sem ekki er ætluð til heilsársbúsetu. Til svæða fyrir frístundabyggð teljast einnig svæði fyrir fjallaskála, gangnamannaskála og neyðarskýli. Á sveitarfélagsuppdrætti aðalskipulags skal gera grein fyrir þegar byggðum og fyrirhuguðum svæðum fyrir frístundabyggð utan þéttbýlisstaða. Gera skal grein fyrir staðsetningu og stærð svæðanna, þéttleika byggðar og öðrum einkennum þegar byggðra og fyrirhugaðra svæða fyrir frístundabyggð, eftir því sem þurfa þykir. Gera skal grein fyrir tengslum svæðanna við samgöngur, þjónustu og opin svæði. Einnig skal gera grein fyrir áfangaskiptingu og áfangaröð, eftir því sem kostur er.

Page 51: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 43

Ef tilefni er til skal á þéttbýlisuppdráttum aðalskipulags gera grein fyrir þeim svæðum þar sem fyrir er eða fyrirhuguð er frístundabyggð innan þéttbýlis. Gera skal grein fyrir staðsetningu og stærð svæðanna, þéttleika byggðar og öðrum einkennum þegar byggðra og fyrirhugaðra svæða fyrir frístundabyggð, eftir því sem þurfa þykir. Samkvæmt gr. 4.15.2 Vötn, ár og sjór í skipulagsáætlunum ......“skal þess gætt að ekki sé byggt nær vötnum, ám eða sjó en 50 m og að ekki verði hindruð leið fótgangandi meðfram þeim”. Samkvæmt gr.4.16.2 Samgöngur í skipulagsáætlunum ......”Við deiliskipulag svæða utan þéttbýlis skal þess gætt að ekki sé byggt nær stofn- og tengivegum en 100 m og ekki nær öðrum þjóðvegum og almennum vegum en 50 m”. Samkvæmt Reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 gr. 23 skal íbúðarhúsnæði ekki vera á þynningarsvæðum samkvæmt reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun og samkvæmt 24. gr. sömu reglugerðar er óheimilt að byggja íbúðarhúsnæði nær loðdýrabúum, alifuglabúum og svínabúum en 500 m. Ennfremur er skv. 29 gr. “ Við staðsetningu frístundahúsa skal þess sérstaklega gætt að þeir sem þar dvelja verði ekki fyrir hættu eða ónæði sem getur stafað frá umhverfinu, s.s. vegna umferðar, hávaða og ólyktar.

4.11.2 Markmið, svæði fyrir frístundabyggð • Sumarhús verði byggð á svæðum sem skipulögð hafa verið.

4.11.3 Svæði fyrir frístundabyggð Í dreifbýli er nokkur fjöldi íbúðarhúsa, sumarhúsa, eldri bóndabæja, útihúsa og túna sem í sumum tilfellum eru ótengd bóndabæjunum. Þessi fjölbreytta notkun mun halda sér. Sumarhúsasvæði þar sem hús eru til útleigu eru að Vatni á Höfðaströnd, í Varmahlíð og á Hólum. Sumarbústaðir eru margir í Fljótum, einkum við Miklavatn og Hópsvatn. Alls eru skráðir 115 sumarbústaðir í Skagafirði en auk þeirra eru nokkur hús á Sauðárkróki og Hofsósi aðeins notuð til orlofsdvalar. Deiliskipulögð svæði fyrir frístundabyggð eru: Orlofshúsasvæði, deiliskipulag í landi Neðra-Áss í Hjaltadal. Tvö orlofshúsasvæði eru við Varmahlíð, deiliskipulögð árið 2002, annað í landi Víðimels og hitt sunnan og vestan undir Reykjarhól. Auk þess segir í aðalskipulagi frá 1995-2015 að á ferðaþjónustusvæðinu sunnan tjaldstæðis er gert ráð fyrir um 4 ha svæði fyrir orlofsbústaði félagasamtaka. Orlofshús við Steinsstaði samkvæmt aðalskipulagi frá 1992, þar sem gert var ráð fyrir 27

0,4-0,8 ha lóðum. Skilgreining skála í Svæðisskipulagi miðhálendisins. Hálendismiðstöðvar Hálendismiðstöðvar eru þjónustumiðstöðvar ferðamanna í nánd við aðalfjallvegi hálendisins og tengjast alhliða ferðamennsku. Engin Hálendismiðstöð er skilgreind í Svæðisskipulagi miðhálendisins innan marka Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skálar Skálar eru staðir í góðu sambandi við vegakerfi en þjónustustig jafnan lægra en á hálendismiðstöðvum. Gistiskálar sem þjóna breiðum hópi ferðamanna, þar á meðal veiðimönnum,göngufólki, og hestamönnum, en mörg þessara húsa eru jafnframt gagnamannahús. Á skálasvæðum er gert ráð fyrir að nokkur hús kunni að verða byggð að undangenginu deiliskipulagi. Eitt svæði er skilgreint sem slíkt í Svæðisskipulagi miðhálendisins innan marka Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Ingólfsskáli við Lambafell. Skálinn stendur vestan Ásbjarnarfells og er í eigu Ferðafélags Skagfirðinga, gistirými fyrir 40 manns. Skálinn er jafnframt nýttur sem gagnamannaskáli og er vinsæll áningarstaður í vetrarferðum. Fjallasel Fjallasel eru hús í takmörkuðu eða engu vegasambandi. Um fjallasel gildir, eins og um miðstöðva- og skálasvæði að þau eru opin fyrir almenningi. Reiknað er með að fjögur fjallasel geti risið í Skagafirði meðfram gönguleið umhverfis Hofsjökul. Tvö svæði eru skilgreind sem slík í Svæðisskipulagi miðhálendisins innan marka Sveitarfélagsins

Page 52: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 44

Skagafjarðar. Skiptabakki er gagnamannahús inn af Goðdaladal, á austurmörkum Hrauna og er í eigu Upprekstarfélags Eyvindarstaðaheiðar. Almennt um byggingarmál á Miðhálendinu Eins fram kemur hér að framan eru þjónustusvæði ferðamann og aðrir uppbyggingastaðir skilgreindir sem byggingarsvæði sem skal deiliskipuleggja áður en framkvæmdir hefjast. Allar byggingar sem rísa munu á hálendinu, eiga að uppfylla kröfur um hagkvæmni, tæknilega gerð og fagurfræðilegt útlit. Gera verður grein fyrir förgun sorps og frárennslis áður en ráðist er í framkvæmdir. Engin mannvirki má byggja nema byggingarleyfi liggi fyrir. Mat á umhverfisáhrifum þarf að liggja fyrir áður en mannvirki vegna ferðaþjónustu á Miðhálendinu verður reist. Önnur mannvirki Önnur mannvirki eru hús sem ekki nýtast í þágu ferðamanna og eiga það sameiginlegt að vera ekki opin til almennra ferðaþjónustu. Skúr Landsvirkjunar við Orravatnsrústir. 4.11.4 Tillögur, svæði fyrir frístundabyggð Almennt um frístundabyggð utan þéttbýlis: 1. Sveitarfélagsuppdráttur:

1. Ný svæði fyrir orlofs- og sumarhúsabyggð verði í Fljótum, að Hólavöllum, Sólgörðum og við Hópsvatn, í landi Neðra-Áss og við Skarðsá eins og fram kemur á sveitarfélagsuppdrætti og, Varmahlíð, Hóla og Steinsstaði eins og sýnt er á þéttbýlisuppdráttum.

2. Byggingu sumarbústaða verði beint á skipulögð svæði fyrir frístundabyggð. 3. Skálasvæði á miðhálendishluta Skagafjarðar verði í Lambahrauni í samræmi við

Svæðisskipulag miðhálendisins og skilmálum sem þar koma fram. 4. Nýir skálar við gönguleiðir s.s. á Tröllaskaga, frá Móafellsdal að Kolbeinsdal, og á

Skagaheiði falli vel að landslagi og í samræmi við skilmála í lið 3 hér að framan. 2. Hofsós:

1. Sveitarfélagið beiti sér fyrir kaupum á landi norðan byggðar á Hofsósi fyrir orlofshúsabyggð.

2. Svæði fyrir orlofshús verði norðan við byggð á Hofsósi.

4.11.5 Aðalskipulagsuppdráttur, svæði fyrir frístundabyggð Svæðin eru lituð í samræmi við reglugerð og gefin bókstafurinn F- og númer þar sem það á við. Byggingu sumarbústaða verði beint á skipulögð svæði fyrir frístundabyggð. 1. Sveitarfélagsuppdráttur:

F-1.1 Svæði fyrir frístundabyggð er í deiliskipulögðu landi Neðra-Áss. Stærð svæðisins 25 ha og byggingarmagn verður 7.500 m2 eða nýtingarhlutfall allt að 0,03 að jafnaði. 25-50 hús.

F-1.2 Svæði fyrir frístundabyggð verði við Hólavelli í Fljótum , stækkun á svæði sem fyrir er: Stærð svæðisins 40 ha og byggingarmagn verður 12.000 m2 eða nýtingarhlutfall allt að 0,03 að jafnaði. 40-90 hús.

F-1.3 Svæði fyrir frístundabyggð verði við Höfðavatn, að Vatni, stækkun á svæði. Stærð svæðisins 20 ha og byggingarmagn verður 6.000 m2 eða nýtingarhlutfall allt að 0,03 að jafnaði. 20-50 hús.

F-1.4 Svæði fyrir frístundabyggð verði við Hópsvatn, stækkun á svæði. Stærð svæðisins 10 ha og byggingarmagn verður 3.000 m2 eða nýtingarhlutfall allt að 0,03 að jafnaði. 14-20 hús.

F-1.5 Svæði fyrir frístundabyggð verði við Sólgarða, stækkun á svæði. Stærð svæðisins 5 ha og byggingarmagn verður 3.000 m2 eða nýtingarhlutfall allt að 0,06 að jafnaði. 14-20 hús.

F-1.6 Svæði fyrir frístundabyggð verði vestan við Miklavatn, stækkun á svæði. Stærð svæðisins 200 ha og byggingarmagn verður 10.000 m2

eða nýtingarhlutfall allt að 0,005 að jafnaði. 50-75 hús.

Page 53: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 45

F-1.7 Svæði fyrir frístundabyggð verði austan við Miklavatn, stækkun svæðis. Stærð svæðisins 40 ha og byggingarmagn verður 4.000 m2

eða nýtingarhlutfall allt að 0,01 að jafnaði. 20-30 hús. F-1.8 Svæði fyrir frístundabyggð verði við Bjarnargil, stækkun á svæði.

Stærð svæðisins 5 ha.og byggingarmagn verður 1.500 m2 eða nýtingarhlutfall allt að 0,03 að jafnaði. 10- 15 hús.

F-1.9 Svæði fyrir frístundabyggð verði í landi Skarðsár, á röskuðu landi (tún). Stærð svæðisins 15 ha og byggingarmagn verður 1.500 m2 eða nýtingarhlutfall allt að 0,01 að jafnaði. 10-20 hús.

2. Hofsós F-2.1 Svæði fyrir frístundabyggð norðan við athafnasvæði og austur af

Naustavík. Stærð svæðisins 6.3 ha og byggingarmagn verður 4.000 m2 eða nýtingarhlutfall allt að 0,05 að jafnaði. 14-25 hús.

F-2.2 Svæði fyrir frístundabyggð austan við svæði F-1. Stærð svæðisins 10 ha og byggingarmagn verður 5.000 m2 eða nýtingarhlutfall allt að 0,05 að jafnaði. 15-30 hús.

3. Sauðárkrókur Ekki er gert ráð fyrir frístundabyggð á Sauðárkróki

4. Hólar í Hjaltadal F-4.1 Svæðið sem er um 25 ha er í samræmi við gildandi aðalskipulag og er

litað í samræmi við reglugerð

5. Varmahlíð F-5.1 Svæði fyrir frístundabyggð í Varmahlíð, orlofshúsasvæði sunnan við

Varmahlíð, stærð svæðisins er um 25 ha. F-5.2 Svæði fyrir frístundabyggð í Varmahlíð, orlofshúsasvæði vestan við

Varmahlíð, stærð svæðisins er um 25 ha. F-5.3 Svæði fyrir frístundabyggð í Varmahlíð, orlofshúsasvæði í Hofslandi,

stærð svæðisins er 1,5 ha og byggingarmagn verður 1.500 m2 eða nýtingarhlutfall allt að 0,1 að jafnaði.

6. Steinsstaðir F-6.1-6.8 Svæði fyrir frístundabyggð er í samræmi við aðalskipulag og lituð í

samræmi við reglugerð. F-6.1: Stærð svæðis 30,8 ha; nýtingarhlutfall 0,05-0,1 F-6.2: Stærð svæðis 2,6 ha; nýtingarhlutfall 0,05-0,1 F-6.3: Stærð svæðis 3,3 ha; nýtingarhlutfall 0,05-0,1 F-6.4: Stærð svæðis 2,7 ha; nýtingarhlutfall 0,05-0,1 F-6.5: Stærð svæðis 2,3 ha; nýtingarhlutfall 0,05-0,1 F-6.6: Stærð svæðis 1,8 ha; nýtingarhlutfall 0,05-0,1 F-6.7: Stærð svæðis 2,2 ha; nýtingarhlutfall 0,05-0,1 F-6.8: Stærð svæðis 0,3 ha; nýtingarhlutfall 0,05-0,1

4.11.6 Mat á umhverfisáhrifum, frístundabyggð. Sjá umhverfisskýrslu, kafla 3.1.2, Frístundabyggð.

4.11.7 Framkvæmd skipulagstillögunnar, frístundabyggð Byggt verður á þegar skipulögðum svæðum samkvæmt deiliskipulagi, inn í eyður eftir því sem óskað verður eftir. Flestar götur eru þar ófrágengnar. Svæði F-2.1, F-2.2 og F-5.1 skal deiliskipuleggja áður en úthlutun lóða á svæðunum fer fram. Svæði utan þéttbýlis verði deiliskipulögð eftir því sem þörf er á og þróun verður á hverju svæði. Þá verði heimilað að endurbyggja eða byggja við núverandi skála á hálendinu.

Page 54: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 46

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mun beita sér fyrir að tillögur sem fram koma í 4.11.4. gr. komi til framkvæmda á skipulagstímanum, þó ekki séu þær taldar upp hér.

4.12 Opin svæði til sérstakra nota

4.12.1 Ákvæði reglugerðar Opin svæði til sérstakra nota eru svæði með útivistargildi á einn eða annan hátt þar sem gert er ráð fyrir mannvirkjagerð í tengslum við þá starfsemi sem þar er stunduð s.s. tjald- og hjólhýsasvæði, skrúðgarðar, kirkjugarðar, leiksvæði, íþróttasvæði, golfvellir, sleða- og skíðasvæði, skautasæði ,siglingaraðstaða, hesthús og reiðvellir, rallybrautir og skotvellir. Einnig garðlönd og trjáræktarsvæði. Í aðalskipulagi skal gera grein fyrir þeim svæðum sem skilgreind eru sem opin svæði til sérstakra nota. Gera skal grein fyrir megindráttum svæðanna og skýra helstu atriði sem varða útivistaraðstöðu og tengsl þeirra við byggð. Samkvæmt 2. viðauka við lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum ásamt síðari breytingum kann nýræktun skóga stærri en 200 ha eða stærri og skíðasvæði vera háðar mati samkvæmt lögunum.

4.12.2 Markmið, opin svæði til sérstakra nota 1. Skilyrði til frekari uppbyggingar útivistar- og afþreyingarstarfsemi verði bætt og stutt

við starfsemi félaga sem að þeim vinna. 2. Áhersla verði á góð, sameiginleg barnaleiksvæði í íbúðarsvæðum. 3. Áhersla verði á góð og vel búin tjaldsvæði með gott aðgengi fyrir ferðafólk og

aðstöðu fyrir rútur, húsbíla, tjald- og húsvagna.

4.12.3 Opin svæði til sérstakra nota Í forsendum í 2. og 3. kafla greinargerðarinnar er gerð grein fyrir núverandi landnotkun sem að mestu er staðfest í tillögum þessum. 1. Almennt:

1. Tjaldsvæði Helstu tjaldsvæði í Skagafirði eru á Hofsósi, Hólum, Sauðárkróki, Varmahlíð, við

Steinsstaði og á Bakkaflöt. Í flestum tilvikum hefur rekstur þeirra verið í höndum sveitarfélagsins.

2. Í undirbúningi er skíðasvæði að Bjarnargili í Fljótum, þar sem jafnan er nægur snjór Skíðasvæði er í Tindastóli (Deiliskipulag var gert fyrir skíðasvæði í Ytri-Skarðsdal í Tindastóli 1998 í kjölfar þess að metin voru umhverfisáhrif af gerð svæðisins og lagningu vegar að því).

3. Skógræktarsvæði er við Reykjarhól ofan við Varmahlíð og á Hólum í Hjaltadal, innan aðalskipulags staðanna. Tillögur eru um Skógræktarsvæði Brimnesskógum.

4. Íþróttasvæði eru á þéttbýlisstöðunum Sauðárkróki, Hólum, Varmahlíð og Steinsstöðum og gerð er tillaga að svæði á Hofsósi.

5. Skotsvæði er á Reykjarströnd.

2. Sauðárkrókur: 1. Opin svæði, útivistarsvæði, náttúrugarður Sauðárgil: Sjá 3.7.9.2.2 2. Fjárhúsasvæði í Móagerði. Sjá 3.7.9.2.2 3. Ræktunarsvæði í Borgarmýrum. Sjá 3.7.9.2.2 4. Flæðar og Faxatorg. Sjá 3.7.9.2.2 5. Íþróttasvæðið undir Nöfum. Sjá 3.7.9.2.2

3. Varmahlíð: 1. Samkvæmt aðalskipulagi Varmahlíðar 1995-2015 er fyrirhugað útihátíðarsvæði innan

skógræktargirðingar í suðausturhlíðum Reykjarhóls. Svæðið er um 1,5 ha að stærð með aðkomu frá heimreiðinni að Skógrækt ríkisins.

2. Einnig kemur fram í aðalskipulaginu að fyrirhugað er hesthúsasvæði á 7 ha svæði neðan Sauðárkróksbrautar í grennd við bakka Húseyjarkvíslar.

3. Samkvæmt aðalskipulagi Varmahlíðar 1995-2015 er golfvöllur fyrirhugaður á 30 ha svæði vestan Víðimýrarár sem verður í góðum tengslum við tjald- og sumarhúsasvæðið.

Page 55: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 47

4.12.4 Tillögur, opin svæði til sérstakra nota

1. Almennt:

Atvinnu- og félagasvæði: 1. Félagsheimili verði nýtt á markvissan hátt fyrir ferðaþjónustu og starfi náið með

Upplýsingamiðstöð ferðamála í Varmahlíð. Tjaldsvæði verði í nánd við þessi félagsheimili og á þéttbýlis- og skólastöðum.

2. Sveitarfélagið beiti sér fyrir uppbyggingu tjaldsvæða í Skagafirði og setningu staðla fyrir útbúnað og gæði þeirra í samstarfi við hagsmunaaðila og Hólaskóla.

3. Aðalíþróttasvæði og -íþróttahús sveitarfélagsins verði á Sauðárkróki og íþróttavellir og íþróttahús á öðrum þéttbýlis- og skólastöðum.

4. Aðalgolfvöllur sveitarfélagsins verði á Sauðárkróki.

Almennt um opin svæði til sérstakra nota utan þéttbýlis: 1. Skeiðvellir verði á félagssvæðum hestamanna og á Vindheimamelum og Hólum. 2. Skíðasvæði sveitarfélagsins verði í Tindastóli. Að auki verði í aðalskipulagi gert ráð

fyrir skíðalandi í Bjarnargilslandi og Holtsdal í Fljótum. Nýir skálar í fjalllendi Skagafjarðar verði á skíðasvæði í Tindastóli og Fljótum.

3. Skotæfingasvæði verði í landi Steins á Reykjaströnd.

2. Hofsós: 1. Skeiðvallar- og félagssvæði hestamanna verði austan við Siglufjarðarveg, milli Hofsár

og Unadalsvegar. 2. Íþróttasvæði verði vestan við Siglufjarðarveg, milli Hofsár og Skólabrautar (framhaldi

Unadalsvegar). 3. Tjaldsvæði verði við Grafará, (í Ártúni) upp af Grafarósi og keyrt að því norðan frá. 4. Fjárhúsasvæði verði austan við félagssvæði hestamanna. 5. Tún og beitarhólf verði sunnan við Skólabraut, vestan við Siglufjarðarveg og í mýrinni

austan hans. 6. Kirkjugarður verði austan við Hofóskirkju.

3. Sauðárkrókur: 1. Tjaldsvæði verður á Móum, sunnan við kirkjugarð. 2. Útivistarsvæði, tún ofan við Kristjánsklauf, var íbúðarsvæði eftir gildistíma

aðalskipulagsins 1994-2014, 3. Útivistarsvæði, tún norðan við Sauðárgil, var íbúðarsvæði eftir gildistíma

aðalskipulagsins 1994-2014,. 4. Útivistarsvæði sunnan við Sauðá, austan við Skagfirðingabraut, var miðsvæði eftir

gildistíma aðalskipulagsins 1994-2014. 5. Útivistarsvæði, beitarsvæði sunnan Sauðár, milli Borgargerðis og Skagfirðingabrautar

var íþróttasvæði eftir gildistíma aðalskipulagsins 1994-2014. 6. Útivistarsvæði, tún sunnan við Fornós, var iðnaðarsvæði (athafnasvæði) eftir

gildistíma aðalskipulagsins 1994-2014. 7. Hesthúsa- og skeiðvallarsvæði á Flæðum við Tjarnartjörn verður stytt til austurs í

samræmi við deiliskipulag og í staðinn gert ráð fyrir almennu útivistarsvæði

4. Hólar í Hjaltadal

5. Varmahlíð: 1.Stækkun tjaldsvæðis sunnan við Reykjarhól.

6. Steinsstaðir 1.Opið svæði austur af Steinstöðum verði breytt í skógræktarsvæði.

4.12.5 Aðalskipulagsuppdráttur, opin svæði til sérstakra nota Svæðin eru lituð í samræmi við reglugerð og gefin bókstafurinn U- og númer þar sem það á við.

Page 56: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 48

1. Sveitarfélagsuppdráttur: U-1.1 Skíðasvæði sveitarfélagsins í Tindastól, samkvæmt deiliskipulagi af

Ytri- Skarðsdal frá 1998. Stærð svæðis er um 300 ha. U-1.2 Skógræktar- og ferðaþjónustusvæði , Brimnesskógar. Stærð svæðis er

um 270 ha. U-1.3 Skíðasvæði í landi Bjarnargils. Stærð svæðis er 50 ha. U-1.4 Skotæfingasvæði í landi Steins á Reykjaströnd. Útmæling lóðar hefur

farið fram. Stærð svæðis er 5 ha. U-1.5 Félagsvæði hestamanna við á Vindheimamelum. Stærð svæðis er 10

ha. U-1.6 Tjaldsvæði að Sólgörðum í Fljótum. Stærð svæðis er 0,8 ha.

2. Hofsós: U-2.1 Íþróttasvæði á Hofsósi norðan við Skólabraut. Stærð svæðis er 6,0 ha. U-2.2 Tjaldsvæði á Hofsósi á bökkum Grafarár. Stærð svæðis er 2,0 ha og

gert ráð fyrir 150 m2 þjónustuhúsi. U-2.3 Hesthúsavæði á Hofsósi austan við Siglufjarðarveg. Stærð svæðis er

8,0 ha. U-2.4 Kirkjugarður á Hofsósi. Stærð svæðis er 1,0 ha. U-2.5 Tún beitarhólf á Hofsósi. Stærð svæðis er 3,0 ha. Þetta svæði verður

íbúðarsvæði eftir 2021. 3. Sauðárkrókur:

U-3.1 Leikvallarsvæði í Túnahverfi, neðan við Ártún og suðaustan við hverfið. Stærð svæðis; 3,3 ha (tvö svæði)

U-3.2 Íþróttasvæði á Sauðárkróki er við Skagfirðingabraut, á milli sundlaugar og íþróttarhúss. Stærð svæðis; 4,6 ha

U-3.3 Golfsvæði. Golfklúbbur Sauðárkróks að Hlíðarenda. Stærð svæðis; 40,0 ha

U-3.4 Tjaldsvæði. Tjaldsvæði á Sauðárkróki verður á Móum, sunnan við kirkjugarðinn, þar sem er æfingasvæði íþróttafólks í gildandi aðalskipulagi. Stærð svæðis 8,8 ha lands og gert ráð fyrir 150 m2 þjónustuhúsi

U-3.5 Fjárhúsasvæði: Stærð svæðis; 3,8 ha U-3.6 Hesthúsasvæði Hesthúsa- og skeiðvallarsvæði á Flæðum við

Tjarnartjörn verður stytt til austurs í samræmi við deiliskipulag og í staðinn gert ráð fyrir almennu útivistarsvæði: Stærð svæðis; 23,6 ha.

U-3.7 Kirkjugarðssvæði: Stærð svæðis; 2,3 ha. U-3.8 Tún. Stærð svæðis 2,8 ha (svæði við Áshildarholtsvatn). U-3.8 Tún ofan við Kristjánsklauf, var íbúðarsvæði eftir gildistíma

aðalskipulagsins 1994-2014: Stærð svæðis; 13,4 ha. U-3.9 Tún ofan og norðan við Sauðárgil, var íbúðarsvæði eftir gildistíma

aðalskipulagsins 1994-2014. Stærð svæðis; 11,5ha. U-3.10 Útivistarsvæði, tún , sunnan við Fornós, var iðnaðarsvæði

(athafnasvæði) eftir gildistíma aðalskipulagsins 1994-2014. Stærð svæðis; 25,3 ha .

U-3.11 Útivistarsvæði, tún , sunnan Sauðár, milli Borgargerðis og Skagfirðingabrautar , var íþróttasvæði eftir gildistíma aðalskipulagsins 1994-2014. Stærð svæðis; 10,2 ha.

U-3.12 Skógræktarsvæði. Skógræktarsvæði, vestan við Sauðárkrók. Stærð svæðis; 121,9 ha. .

U-3.13: Svæði vatnsveitu, stærð svæðis; 1,2 ha.

4. Hólar í Hjaltadal: U-4.1 Útivistarsvæði(Leikvallarsvæði): Stærð svæðis; 0,7 ha.

Page 57: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 49

U-4.2 Íþróttasvæði: Stærð svæðis; 2,1 ha. U-4.3 Tjaldsvæði: Stærð svæðis; 2,0 ha. U-4.4 Kirkjugarðssvæði: Stærð svæðis; 5,4 ha. U-4.5 Skógræktarsvæði: Stærð svæðis; 118,4 ha. U-4.6 Félagsvæði hestamanna á Hólum. Stærð svæðis er 16,0 ha.

5. Varmahlíð: U-5.1 Leikvallarsvæði, stærð svæðis er 1,2 ha. U-5.2 Íþróttasvæði byggist upp til vesturs frá skólanum og tengist

fyrirhuguðu ferðaþjónustusvæði, stærð svæðis er 2,3 ha. U-5.3 Golfsvæði vestan Víðimýrarár. Stærð svæðis 30 ha. U-5.4 Stækkað tjaldsvæði í Varmahlíð þar sem var skógræktarsvæði, sunnan

við Reykjarhól. Stærð svæðis er 3.7 ha og gert ráð fyrir 150 m2 þjónustuhúsi.

U-5.5 Hesthúsasvæði neðan Sauðárkróksbrautar í grennd við bakka Húseyjarkvíslar. Stærð svæðis er 7 ha.

U-5.6 Skógræktarsvæði. Stærð svæðis er 40,1 ha. (Á fjórum stöðum.) U-5.7 Útihátíðarsvæði. Innan skógræktargirðingar í suðausturhluthlíðum

Reykjarhóls Stærð svæðis er 1,5 ha. U-5.8 Boltavöllur . Stærð svæðis er 12,9 ha. U-5.9 Minningarreitur. Stærð svæðis er 0,1 ha. U-5.10 Útsýnisskífa. Stærð svæðis er 0,1 ha.

6. Steinsstaðir: U-6.1 Íþróttasvæði. Stærð svæðis er 6,3 ha. U-6.2 Tjaldsvæði (austan við skólahúsið, og einnig er tjaldsvæði vestan við

Bakkaflöt, á milli Merkigarðsvegar og Svartár). Stærð svæðis er 5,8 ha.

U-6.3 Skógræktarsvæði að Steinsstöðum samkvæmt samningi við Skógræktarfélag Íslands frá í águst 2000. Stærð svæðisins 90 ha.

4.12.6 Mat á umhverfisáhrifum, opin svæði til sérstakra nota Sjá umhverfisskýrslu, kafla 3.3.3, Skógrækt og 3.3.4, Útivistarsvæði.

4.12.7 Framkvæmd skipulagstillögunnar, opin svæði til sérstakra nota Að undanskildum eftirfarandi svæðum fer öll önnur starfsemi en getið er um hér að framan fram á svæðum sem þegar eru notuð undir starfsemina, samkvæmt samþykktum í aðalskipulagi eða samkvæmt samþykktum skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar. Gert verði deiliskipulag á eftirtöldum svæðum:

Utan þéttbýlis: U-1.2 Skógræktar- og ferðaþjónustusvæði, Brimnesskógum. U-1.3 Skíðasvæði í landi Bjarnargils.

Hofsós: U-2.1 Íþróttasvæði á Hofsósi, norðan við Skólabraut. U-2.2 Tjaldsvæði á bökkum Grafarár. U-2.3 Hesthúsavæði á Hofsósi, austan við Siglufjarðarveg.

Sauðárkrókur:

U-3.4 Tjaldsvæði á Móum á Sauðárkróki. U-3.5 Stækkun tjaldsvæðis í Varmahlíð.

Page 58: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 50

4.13 Óbyggð svæði

4.13.1 Ákvæði reglugerðar Óbyggð svæði eru opin svæði til almennrar útiveru eða takmarkaðrar umferðar fólks og þar sem ekki er gert ráð fyrir mannvirkjagerð, þ.m.t. skógræktarsvæði önnur en nytjaskógrækt á bújörðum og landgræðslusvæði. Í aðalskipulagi skal gera grein fyrir þeim svæðum sem skilgreind eru sem óbyggð svæði.

4.13.2 Markmið, óbyggð svæði

• Til að hindra gróðureyðingu verði viðeigandi vernd komið á, beitarstjórnun og friðun sérstæðra gróðursamfélaga.

• Votlendissvæði verði vernduð.

4.13.3 Óbyggð svæði í Skagafirði Óbyggð svæði eru fyrir ofan 200 m.y.s. og eru landsvæði sem eru í landbúnaðarnotkun þar sem beitar- og afréttarnot er meginlandnotkun en svæði ofan afgirtra heimalanda er einnig ætluð til almennrar útivistar. Umferð og mannvirkjagerð verði haldið í lágmarki á óbyggðum svæðum og því eru gangnamannahús, veiðihús, reiðleiðir, vegir o.fl. afmörkuð sérstaklega með viðeigandi landnotkunartáknum. Úrdráttur úr kafla 2.4.2 Gróðurfar: Á hálendinu norðan Hofsjökuls er sáralítill gróður, veldur því bæði að landið liggur hátt og lítið er um vatn. Gróðurinn er einkum meðfram vatnsfarvegum og í kvosum þar sem vötn eða flár hafa myndast. Einstaka gróðursvæði eru nyrst á hálendinu við hálendisbrúnina en þar liggur land heldur lægra en innar á hálendinu. Í Orravatnsrústum má finna rústir á öllum þróunarstigum og eftir því margbreytileg gróðursamfélög. Tröllaskagi er mjög hálendur og því örfoka og jöklar á hæstu stöðum. Þó finnst gróður sums staðar í skjólsælum hlíðum í mikilli hæð og hægt er að finna samfellt gróðurlendi, þýfða móa eða mýrarbletti í allt að 1000 metra hæð. Hæstu blettir með gróðri, jafnvel samfelldum, finnast enn hærra eða allt upp í 1200 metra hæð sem er hærra en gerist annars staðar á landinu. Skagafjarðardalir eru gróðurfarslega sérstakir fyrir Skagafjörð en þar er víða skógargróður sem skepnur hafa ekki náð til. Einnig eru þar fágætar tegundir á landsvísu s.s. reyniviður, liðfætla, sigurskúfur og kjarrhveiti. Mólendi á jökulurðargrunni er langalgengasta landslagsgerðin í dölunum og gróðurinn aðallega mosi en stör og elfting þar sem rakara er en mýrar og mýrargróður er mjög fátæklegur og á stórum köflum er hann alls ekki til. Yfirleitt er gróðurinn heldur rýr og ber merki um langvarandi beit. Skaginn er mikið til láglendur og gróðurinn fylgir mest lægðum og dokkum. Inn á milli eru gróðurrýrir ásar og melar. Fjölbreytni gróðurfarsins er allmikil en þar skiptast á valllendi, móar, mýrardrög og tjarnir. Utanvert við miðjan Skaga vex mikið af geitaskóf sem þótti fyrrum ágæt neyslujurt og jafnvel betri en fjallagrös.

4.13.4 Tillögur, óbyggð svæði 1. Sveitarfélagið beiti sér áfram markvisst að því að takmarka útbreiðslu refs og minks. 2. Markviss beitarstýring verði á öllum afréttum og heimalöndum í Skagafirði. 3. Beit á viðkvæmum svæðum á láglendi verði kortlögð og náið fylgst með ástandi

heimalanda og afrétta í samstarfi sveitarfélagsins og Landgræðslu ríkisins. Ofbeit verði fyrirbyggð á skipulagstímabilinu.

4. Óbyggð svæði, önnur en verndarsvæði, verði auðkennd á tillöguuppdrætti, afréttur og heimalönd, ýmist í umsjá sveitarfélaga, upprekstrarfélaga eða landeigenda.

5. Mannvirkjagerð verði almennt hagað þannig að votlendi skerðist ekki. 6. Opin svæði verði í hvömmunum með Hofsá og Grafará. 7. Olíugeymslusvæði á Eyri, Sauðárkróki, vestan við Eyrarveg, verður almennt opið

svæði.

4.13.5 Aðalskipulagsuppdráttur, óbyggð svæði Óbyggð svæði sem eru fyrir ofan 200 m.y.s. eru lituð í samræmi við reglugerð.

Page 59: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 51

Skálar í fjöllum verði áfram þar sem þeir eru.

4.13.6 Mat á umhverfisáhrifum, óbyggð svæði Ekki er gert ráð fyrir að fram fari umhverfismat óbyggðra svæða sérstaklega og þau eru ekki háðar mati samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum.

4.13.7 Framkvæmd skipulagstillögunnar, óbyggð svæði Eins og fram kemur hér að framan er öll starfsemi sem getið er um óbreytt. Á vegum Búnaðarsambands Skagafjarðar og Landgræðslu ríkisins er verið að kortleggja gróðurlendi Skagafjarðar, fyrst í framsveitum en í framhaldinu er eftirsóknarvert að allt gróðurlendið verði kortlagt. Með gróðurkortum fást betri skilyrði til þess að skipuleggja nýtingu gróðurlendis og stýra beit. Landgræðslan hefur líka kannað ástand gróðurs með skoðun á staðnum og gervitunglamyndum, metið land og flokkað eftir ástandi gróðurfars.

4.14 Landbúnaðarsvæði

4.14.1 Ákvæði reglugerðar Landbúnaðarsvæði ná yfir allt land jarða eða lögbýla, sbr. ákvæði jarðalaga og ábúðarlaga um land sem nýtt er til landbúnaðar. Á landbúnaðarsvæðum skal fyrst og fremst gera ráð fyrir byggingum og starfsemi sem tengist búrekstri á jörðinni.

Í svæðis- og aðalskipulagi skal gera grein fyrir landbúnaðarsvæðum, helstu einkennum svæðanna og þess búrekstrar sem þar er stundaður og er fyrirhugað að stunda. Gera skal sérstaklega grein fyrir ræktuðum svæðum, uppgræðslusvæðum og skógræktarsvæðum innan landbúnaðarsvæða. Í deiliskipulagi landbúnaðarsvæða skal gera grein fyrir byggingarreitum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði, vatnsveitu, fráveitu, byggingarmagni, aðkomu og öðru hliðstæðu. Áburðargeymslur og gripahús, þar með talin loðdýrabú, alifuglabú, og svínabú mega aldrei standa nær vatnsbóli en 100 metra og ætíð svo að land halli frá vatnsbóli og ekki sé hætta á mengun grunnvatns, sbr. ákvæði reglugerðar um neysluvatn. Í gr. 4.15.2 kemur fram að:Í deiliskipulagi utan þéttbýlis skal þess gætt að ekki sé byggt nær vötnum, ám eða sjó en 50 m og að ekki verði hindruð leið fótgangandi meðfram þeim. Í gr. 4.16.2 kemur fram að:Við deiliskipulag svæða utan þéttbýlis skal þess gætt að ekki sé byggt nær stofn- og tengivegum en 100 m og ekki nær öðrum þjóðvegum og almennum vegum en 50 m. Samkvæmt jarðalögum nr. 81/2004 5. gr. segir að: Land sem við gildistöku þessara laga er nýtt eða nýtanlegt til landbúnaðar, þar með taldir afréttir, almenningar, þjóðlendur, eyðijarðir, landspildur og lóðir, má ekki taka til annarra nota, nema með heimild sé til slíks í lögum, Samkvæmt 2. viðauka við lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum ásamt síðari breytingum kann nýræktun skóga stærri en 200 ha eða stærri og skíðasvæði vera háðar mati samkvæmt lögunum, einnig framkvæmda til endurskipulagningar á landareignum í dreifbýli sem taka til stærra svæðis en 20 ha. Samkvæmt náttúruverndarlögum nr. 44/1999 er skógrækt ekki heimiluð á svæðum sem taka til jarðmyndana og vistkerfa sem getið er um 37. gr. laganna og ekki nær árbökkum en 20 metrar. Skógrækt með innfluttum tegundum er ekki heimil á svæðum sem liggja yfir 500 m hæð yfir sjávarmálim og gæta skal þess að skógrækt spilli ekki ásýnd merkra staða og útsýni að og frá þeim. Samkvæmt Reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 gr. 23 skal íbúðarhúsnæði ekki vera á þynningarsvæðum samkvæmt reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun og samkvæmt 24. gr. sömu reglugerðar er óheimilt að byggja íbúðarhúsnæði nær loðdýrabúum, alifuglabúum og svínabúum en 500 m.

4.14.2 Markmið, landbúnaðarsvæði Áfram verði öflugur landbúnaður í sveitarfélaginu, í sátt við umhverfið. Áhersla verði lögð á sjálfbæra þróun og nýjungar í landbúnaði. • Skjólbelta- og skógrækt verði studd, með skipulagi leitast við að skógur falli vel að

landslagi og skógarminjar verði verndaðar á viðeigandi hátt. • Votlendissvæði verði vernduð. Greint verði hvar skilyrði eru hentugust fyrir hinar ýmsu greinar landbúnaðar (þ.m.t. vistvæn ræktun, skógrækt, kornrækt og fiskeldi) til að stuðla að hagkvæmri landnotkun. Úrvinnsla landbúnaðarafurða: Áfram verði öflug úrvinnsla stunduð í sveitarfélaginu og leitað eftir fullvinnslu eins og kostur er.

Page 60: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 52

4.14.3 Landbúnaðarsvæði Vísað er í upplýsingauppdrátt nr. 3.6.1 Landbúnaður. Hefðbundinn búskapur, sauðfjár- og nautgriparækt er stundaður á 215 býlum í Skagafjarðarsýslu af 226 skráðum aðilum. Sauðfjárbú eru 194 (af þeim 30 með 20-50 kindur), kúabú 32 og býli með blandaðan búskap eru 33 (af þeim 11 með 20-50 kindur). Flest þessi bú eru í á því svæði sem var Lýtingsstaða- og Seyluhreppar og þar eru sauðfjárbú einnig flest. Rúmlega helmingur búa sem stunda nautgriparækt, stunda líka sauðfjárrækt. Nytjun skóga er lítil í Skagafirði og ekki eru fljótfengnar tekjur af skógrækt á Íslandi. Með tilkomu landshlutabundinnar skógræktarverkefna hafa 33 býli í héraðinu hafið plöntun í stórum stíl þar af 28 í Sveitarfélaginu Skagafirði. Sjá upplýsingauppdrátt 3.6.1.8 og skrá 3.6.1.8 í forsendum 3. kafla. Alls voru gróðursettar um 500 000 plöntur í sýslunni á árinu 2005 og eru þar með Skagfirðingar orðnir stórtækastir á því sviði á Norðurlandi. Á þemakorti 2.4.1 er yfirlit skógræktarskilyrði og í kafla 2.4.4 skógrækt í héraði gerð frekari skil. Landbúnaður á Hofsósi 7.3.6.1:. Svæði austan við Siglufjarðarveg verði fyrir loðdýrabúskap eins og þar er nú, auk þess að vera til beitar. Landbúnaðarsvæði á Steinstöðum hafa blandast svæðum til sérstakra nota, jarðhitalaugar og gróðurhús.

4.14.4 Tillögur, landbúnaður 1. Landbúnaður verði studdur í sveitarfélaginu t.d. með vegabótum, bæði á fjölförnum

stofnvegum og afréttaslóðum. 2. Svæði á láglendi utan við þéttbýlisstaðina verði landbúnaðarsvæði en afrétt ofan

girtra heimalanda, nema sérstaklega auðkennd svæði. 3. Á hitaveitusvæðum verði stuðlað að uppbyggingu á ylrækt m.t.t. þess að auðvelda

samvinnu og markaðssetningu. 4. Í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á sviði landbúnaðar í héraðinu verði svæði

skilgreind sem henta fyrir hverja grein landbúnaðar m.t.t. þess að auðvelda sérhæfingu og samvinnu og lágmarka kostnað við aðdrætti og truflun frá annarri starfsemi.

5. Í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á sviði landbúnaðar í héraðinu verði farið yfir kosti og takmarkanir vistvænnar ræktunar og eldis á öllum sviðum í Skagafirði.

6. Skógrækt verði efld í Skagafirði, bæði til nytja og útivistar og skjólbeltarækt, bæði til skjóls og fegrunar. Leyfi til skógræktar á nýjum svæðum sem eru umfram einn hektari að stærð verður háð mati á aðstæðum, m.t.t áhrifa á náttúru og landslag. Sveitastjórn annist leyfisveitingar að fenginni umsögn Norðurlandsskóga. Ská yfir skógræktarsvæði verði hluti af skipulagi þessu.

7. Aðalskipulag kemur ekki í veg fyrir að bændur á landbúnaðarsvæði byggi og breyti landnotkun á jörðum sínum fyrir ferðaþjónustu.

8. Aðalskipulag kemur ekki í veg fyrir einstakar nýbyggingar og breytingar á húsum á bújörðum.

9. Greint verði kjörlendi fyrir fiskeldi í Skagafirði og það eflt með áherslu á smáar einingar til eldis á ferskvatnsfiski með notkun lindarvatns og jarðhita

Almennt, íbúar og íbúðarsvæði Íbúðarsvæði verði á þéttbýlisstöðum og þétting íbúðarbyggðar leyfð til sveita þar sem áhugi er og aðstæður leyfa.

10. Stuðlað verði að þéttingu byggðar meðfram veginum um Sauðárkrók, milli Hofsóss og Varmahlíðar. Gert er ráð fyrir að heimila fjölbreytta uppbyggingu sem tengist landbúnaði á landbúnaðarsvæðum meðfram þjóðveginum á milli Hofsós og Varmahlíð. Tilgangur þess er að stýra uppbyggingu á svæði sem þegar eru í byggð. Leyfilegt er að byggja stök íbúðarhús, frístundahús eða aðstöðu fyrir þjónustu eða athafnastarfsemi,.

Page 61: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 53

11. Heimilt verði að byggja litlar vatnsaflsvirkjanir, minni en 200 kw til staðbundinnar framleiðslu og sölu inn á almenn veitukerfi.

4.14.5 Aðalskipulagsuppdráttur, landbúnaður Svæðin eru lituð í samræmi við reglugerð og á þéttbýlisuppdrætti af Hofsós gefin bókstafurinn L- og númer þar sem þar á við. 1. Sveitarfélagsuppdráttur 2. Hofsós

L-2.1 Landbúnaðarsvæði austan við Siglufjarðarveg. Stærð svæðisins um 92 ha.

3. Sauðárkrókur

4. Hólar í Hjaltadal L-4.1 Landbúnaðarsvæði sunnan við Hólastað, stærð svæðisins er 55,9 ha.

5. Varmahlíð Landbúnaðarsvæði eru lituð í samræmi við gildandi aðalskipulag og reglugerð. L-5.1: Stærð svæðisins er 32,3 ha. L-5.2: Stærð svæðisins er 5,9 ha. L-5.3: Stærð svæðisins er 5,0 ha.

6. Steinsstaðir Landbúnaðarsvæði eru lituð í samræmi við gildandi aðalskipulag og reglugerð. L-6.1: Stærð svæðisins er 76,0 ha. L-6.2 Stærð svæðisins er 2,7 ha. L-6.3: Stærð svæðisins er 6,3 ha. L-6.4: Stærð svæðisins er 25,0 ha.

4.14.6 Mat á umhverfisáhrifum, landbúnaður. Sjá Umhverfisskýrslu, kafla 3.3.3. Samkvæmt viðauka 2 í lögum nr. 106/2000 um mat á

umhverfisáhrifum ber framkvæmd þar sem nýræktun skóga á 200 ha svæði eða stærra eða á verndarsvæðum og ruðningur á náttúrulegum skógi að fara í umhverfismat og skipulagið er samþykkt með þeim fyrirvara.

4.14.7 Framkvæmd skipulagstillögunar, landbúnaður • Byggingar sem ekki tengjast búrekstri á jörð skulu byggðar samkvæmt deiliskipulagi. • Þétting íbúðarbyggðar meðfram veginum um Sauðárkrók, milli Hofsóss og Varmahlíðar

verði í samræmi við deiliskipulag, sem gert verður eftir þörfum. • Skógrækt nytjaskóga verði í samræmi við skipulag Norðurlandsskóga sjá þemauppdrátt

3.6.1.8 sem er fylgiskjal með þessum 4. kafla. Í umsóknum aðila til sveitarstjórnar skal koma fram stærð og lega fyrirhugaðra skógræktarsvæða. Einnig skal koma fram að fyrirhuguð skógrækt taki mið af þeim verndarákvæðum sem sett eru fram í 4. kafla greinargerðar s.s. vegna svæða á náttúruminjaskrá, hverfisverndarsvæða og friðlýstra fornminja skv. Þjóðminjalögum og skórækt skal ekki fara nær þekktum fornminjum en 20 metra. Þá skal koma fram í umsókn að tekið hafi verið tillit til jarðmyndana og vistkerfa sem njóta verndar skv. 37. náttúruverndarlaga og hafa skal samband við Umhverfisstofnun áður en farið er í skógrækt á þeim svæðum sem kveðið er á um í náttúruverndarlögum. Skógar verði ekki ræktaðir nær vegum en 30 m frá miðlínu og á jaðarsvæðum verði notaðar lávaxnari tegundir svo skil á jaðarsvæðum verði milduð.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mun beita sér fyrir að tillögur sem fram koma í 4.14.4 gr. komi til framkvæmda á skipulagstímanum þó ekki séu þær taldar upp hér.

Page 62: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 54

4.15 Vötn, ár og sjór

4.15.1 Ákvæði reglugerðar Undir þennan flokk falla vatnsfletir vatna, fallvatna og sjávar. Í aðalskipulagi skal auðkenna núverandi og fyrirhugaða vatnsfleti vatna, fallvatna og sjávar og greina frá ef fyrirhugaðar eru breytingar á legu þeirra vegna stífla, breytinga á árfarvegum eða landfyllinga.

4.15.2 Markmið, vötn, ár og sjór 1. Staðbundnir stofnar í sjó, ám og vötnum verði rannsakaðir og nýttir með sjálfbærni að

leiðarljósi. 2. Stefnt verði að fullvinnslu sjávar- og vatnafangs og eldisafurða eins og kostur er og

samstarfi við markaðssetningu. Fiskeldi:

3. Greint verði kjörlendi fyrir fiskeldi í Skagafirði og það eflt með áherslu á smáar einingar til eldis á ferskvatnsfiski með notkun lindarvatns og jarðhita.

4. Áhersla verði einnig lögð á uppbyggingu eldis sjávarfiska og annarra sjávardýra.

4.15.3 Vötn, ár og sjór Skagafjörður liggur milli tveggja meginfjallabálka. Er Tröllaskagi að austan víða upp í 1.000 - 1.200 metra hæð yfir sjó en lægri fjöll og slitróttari að vestan, mörg 800-1.000 metra há yfir sjó nema Mælifellshnjúkur sem er yfir 1.100 metrar á hæð. Vesturfjöllin enda á lágum heiðalöndum úti á Skaga en í háum heiðalöndum inn til jökla, í 600 - 800 metra hæð yfir sjó. Renna þau þar saman við flatt hálendið inn af Tröllaskaga. Skagafjörður, héraðið inn af honum og þverdalirnir, eru grafnir ofan í þetta hálendi sem er fornt að aldri bergs. Dalir eru margir djúpir og dalahlíðar yfirleitt brattar en hásléttur með hnjúkum og kollum þegar upp á fjöllin kemur. Situr snjór lengi á hálendum þessum enda eru jökulskæklar víða um miðjan hrygginn á Tröllaskaga. Mikilli úrkomu hleður á fjöllin og veldur þetta tvennt því að vötn af Tröllaskaga eru mörg óðaflóðvötn. Ekki eru vötn af vestari fjallabálkinum heldur laus við flóð þó minni séu. Innan af heiðum (framan að) falla svo jökulvötn þau sem dragast saman í Héraðsvötn. Eru þau mest vatna í héraðinu.

4.15.4 Tillögur, vötn, ár og sjór Ekki eru gerðar tillögur um notkun lands einar og sér.

4.15.5 Aðalskipulaguppdráttur, vötn, ár og sjór Svæðin eru lituð í samræmi við reglugerð.

4.15.6 Mat á umhverfisáhrifum, vötn, ár og sjór Sjá Umhverfisskýrslu, m.a. kafla 3.3.2

4.15.7 Framkvæmd skipulagstillögunnar, vötn, ár og sjór Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mun beita sér fyrir að tillögur sem fram koma í 4.15.4 gr. komi til framkvæmda á skipulagstímanum. þó ekki séu þær taldar upp hér.

4.16 Samgöngur

4.16.1 Ákvæði reglugerðar Undir þennan flokk falla öll helstu samgöngumannvirki, s.s. vegir og götur, þ.m.t. brýr, mislæg gatnamót, göngubrýr, undirgöng og jarðgöng, göngu-, hjólreiða- og reiðstígar, flugvellir og flugbrautir, komustaðir farþegaferja, sporbundin umferð og önnur samgöngumannvirki. Um skilgreiningar vega og helgunarsvæða vega, sjá vegalög. Um skilgreiningar flugvalla og helgunarsvæða flugvalla, sjá lög um loftferðir og reglur um einstaka flugvelli. Um skilgreiningar hafna, sjá hafnalög og reglugerðir um einstakar hafnir. Í þéttbýli flokkast götur í stofnbrautir, tengibrautir, safnbrautir og húsagötur. Stofnbrautir eru aðalumferðarbrautir í þéttbýli og tengjast stofnvegakerfi utan þéttbýlis. Tengibrautir tengja einstaka bæjarhluta við stofnbrautarkerfið og nálæga bæjarhluta saman innbyrðis og eru helstu umferðargötur í hverjum bæjarhluta. Stofn- og tengibrautir mynda saman kerfi helstu umferðargatna í þéttbýli. Safnbrautir eru helstu umferðargötur

Page 63: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 55

innan hvers hverfis. Þær tengja húsagötur við tengi- og stofnbrautir. Húsagötur eiga fyrst og fremst að veita aðgang að húsum og starfsemi við viðkomandi götu....... ....Í aðalskipulagi skal gera grein fyrir þegar byggðum og fyrirhuguðum samgöngumannvirkjum, s.s. þjóðvegum og höfnum, svo og helstu umferðaræðum og tengingum við þær. Einnig skal gera grein fyrir flugvöllum og áhrifasvæðum þeirra, sbr. ákvæði laga um loftferðir og skipulagsreglur settar á grundvelli þeirra fyrir viðkomandi flugvelli. Gera skal grein fyrir umferð um helstu vegi og önnur helstu samgöngumannvirki við skipulagsgerð og áætlaðri þróun umferðar á skipulagstímabilinu. Gera skal grein fyrir ráðgerðum leiðum almenningsvagna, þar sem það á við. Í aðalskipulagi skal eins og kostur er leggja mat á hávaða- og loftmengun frá umferð um helstu samgöngumannvirki, miðað við umferð við skipulagsgerð og áætlaða umferð á skipulagstímabilinu og fjarlægð og tilhögun næstliggjandi byggðar skipulögð með tilliti til þess. Á sveitarfélagsuppdrætti aðalskipulags skal gera grein fyrir þjóðvegum og almennum vegum. Einnig skal gera grein fyrir gömlum þjóðbrautum og göngu-, hjólreiða- eða reiðstígum, þegar til staðar eða fyrirhuguðum. Á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulags skal gera grein fyrir stofnbrautum og tengibrautum. Við deiliskipulag svæða í þéttbýli skal gera grein fyrir gatnakerfi sem fyrir er og fyrirhugað. Gera skal grein fyrir flokkun gatnakerfis í stofnbrautir, tengibrautir, safnbrautir, húsagötur, vistgötur og göngugötur, eftir því sem við á. Einnig skal þar gera grein fyrir fyrirkomulagi göngu-, hjólreiða- og reiðstíga og biðstöðvum almenningsvagna, eftir því sem við á. Kortleggja skal og meta hávaða samanber reglugerð nr. 1000/2005 um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir, til að draga úr ónæði og truflunum af völdum hávaða. Uppfylla skal ákvæði reglugerðar 724/2008 um hávaða og við skipulagsgerð skal miða við að hljóðstig verði undir mörkum í viðaukum sömu reglugerðar.

4.16.2 Markmið, samgöngur Umferð, vegir, götur, stígar

1. Eitt atvinnu- og félagssvæði héraðsins verði virkt fyrir alla íbúa með samgöngubótum, almenningssamgöngum og vegagerð.

2. Þjónustusvæði þéttbýlisstaða verði efld og sameinuð með samgöngubótum, almenningssamgöngum og vegagerð.

3. Umferðaröryggi verði aukið með því aðgreina aðra umferð frá bílaumferð og draga úr lausagöngu búfjár.

4. Skagfirðingum verði tryggt aðgengi að öflugum flutningsleiðum fyrir rafræna gagnaflutninga.

5. Áfram verði unnið að uppbyggingu innanhéraðsvega að innstu og ystu bæjum. Virkni eins þjónustu-, atvinnu- og félagssvæðis í Skagafirði verði aukin með nýjum vegtengingum.

6. Almenningssamgöngur verði efldar og skilyrði farþega bætt. 7. Skagafjörður verði betur tengdur öðrum þjónustu- og atvinnusvæðum. 8. Vegir upp á miðhálendið verði bættir. 9. Reiðvegir verði meðfram aðalvegum. Gamlar reiðleiðir verði opnar áfram eins og

kostur er. 10. Gönguleiðir í Skagafirði og milli Skagafjarðar og aðliggjandi svæða verði kortlagðar. Flug: 11. Skagfirðingum verði áfram tryggt gott aðgengi að öruggum flugsamgöngum. Höfn: 12. Hafnaraðstaða útgerðar og strandflutninga verði trygg.

4.16.3 Samgöngur Vísað er í kafla 3.9 Samgöngur í forsenduhluta greinargerðarinnar. • Fólksflutningar Almennir fólksflutningar hafa verið með sama sniði í Skagafirði síðustu áratugi. Rútur fara hvora leið milli Reykjavíkur og Akureyrar einu sinni á dag, stansa í Varmahlíð og hitta þar rútu sem fer milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Farþegar í Varmahlíð geta beðið eftir rútum í veitingasal og á Sauðárkróki inni í verslun á opnunartíma. Skólabílaakstur er umfangsmikill í Skagafirði en hefur ekki þróast í að flytja aðra farþega en skólabörn. Þó gætu rútuferðir milli Hóla í Hjaltadal og Sauðárkróks sem hófust um áramót 2003-4 markað þáttaskil í þeirri þróun.

Page 64: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 56

Á síðasta áratug liðinnar aldar fækkaði farþegum áætlunarflugs á Íslandi og höfuðskýringin var talin vera fargjaldahækkanir í kjölfar hækkana á eldsneyti, samfara bættum þjóðvegum. • Póst- og vöruflutningar Mjólkurflutningar eru miklir í Skagafirði að vinnslustöð á Sauðárkróki, að austan frá Fljótum inn á Kjálka og úr Hegranesi og Borgarsveit inn í Vesturdal. Mjólkurframleiðsla hefur aukist en mjólkurflutningum hefur verið breytt mikið til einföldunar.

4.16.3.1 Vegir Vegakerfið er flokkað í stofn-, tengi,-héraðs-,- og landsvegi og kostar vegagerðin þá vegi, ásamt brúargerð. Vegagerðin sér um gerð vegaskrár, sem er skrá yfir þjóðvegi samanber 7. gr. Vegalaga nr. 80;2007. Stofnvegir, um Skagafjörð eru 1) Hringvegurinn af Vatnsskarði yfir á Öxnadalsheiði, 75) Sauðárkróksbraut af Hringveginum við Varmahlíð um Langholt Sauðárkrók, Hegranes á Siglufjarðarveg hjá Narfastöðum, 76) Siglufjarðarvegur frá Almenningsnöf að Hringveginum á Grundarstokk, 77) Hofsósbraut af Siglufjarðarvegi sunnan Hofsár að Lindargötu,.82) Ólafsfjarðavegur frá Siglufjarðarvegi um Stíflu yfir Lágheiði, 744) Þverárfjallsvegur um Þverárfjall, Laxárdal og Gönguskörð að Sauðárkróki, 749) Flugvallavegur Sauðárkróki og 767) Hólavegur frá Siglufjarðarvegi að Hólum. Þessir vegir eru allir klæddir bundnu slitlagi. Tengivegurinn 752) Skagafjarðavegur frá hringveginum í Varmahlíð fram að Steinsstaðabyggð er einnig lagður bundnu slitlagi. Aðrir tengivegir í Vegaskrá eru 745) Skagavegur, 746) Tindastólsvegur, 751 Efribyggðarvegur og 764) Hegranesvegur. Héraðsvegir hétu áður safnvegir, en auk þeirra fóru margir stuttir tengivegir í þennan flokk. Landsvegir eru tveir - upp á hálendið úr Vesturdal og fram Mælifellsdal. Síðustu misseri hefur verið lögð áhersla á vegabætur að innstu bæjum í Fljótum og í Vesturdal. Fyrir dyrum standa bætur á Skagavegi, að ystu bæjum. Sérkenni vegakerfisins í Skagafirði eru hinir löngu vegir frá norðri til suðurs, beggja vegna við fjörðinn og Vötnin, frá Skaga inn í Vesturdal að vestan og úr Fljótum inn á Kjálka og Norðurárdal að austan, og að þeir tengjast ekki beint heldur með “millivegum” og aðeins á tveim stöðum, fyrir botni fjarðarins og um Vallhólm. Þrátt fyrir að þessir löngu vegir liggi í önnur héruð er umferðarkerfið innanhéraðs með langa vegenda eða botnlanga sem dregur úr hagkvæmni þess miðað við hringtengt kerfi. Hugmyndir hafa verið um tengingu yfir Héraðsvötn við Villinganes. Umræður hafa orðið um breyttar veglínur og veggöng til þess að styrkja svæði og svæðisbundna starfsemi. Þetta á við um Þverárfjallsveg milli Skagastrandarvegar og Sauðárkróks og legu vegarins áfram austur, að Hólum í Hjaltadal og um veggöng í Hörgárdal. Að sama skapi hafa veggöng milli Siglufjarðar og Fljóta komið til umræðu í sambandi við áform um Héðinsfjarðargöng og neikvæð áhrif þeirra á þjónustu í Skagafirði. Í áætlunum um Blönduvirkjun var gert ráð fyrir vegi frá stíflunni austur í Mælifellsdal. Í svæðisskipulagi miðhálendisins virðist þessi vegur vera aðalfjallvegur á uppdrætti en í greinargerð er Skagafjarðarleið, frá Giljum að Laugafelli, eini vegkaflinn í flokki aðalfjallvega. Umferðaróhöpp verða um allar götur í Skagafirði. Bílaumferð er mest í miðhéraðinu, bæði vegna þess að þjóðvegur nr. 1 liggur þar um og vegna þess að Skagafjörður er eitt atvinnu- og félagssvæði. Athygli vekja mörg slys við gatnamót Varmahlíðar við Sauðarkróksbraut. Hestaslys á fólki í Skagafirði eru algengari og jafnan alvarlegri en í bílslysum. Á þemakorti 3.9.1-2 er gerð grein fyrir árdagsumferð árið 2002. Helsta breyting síðan þá er aðallega vegna Þverárfjallsvegar sem var með um og innan við 50 bíla ADU en árið 2006 er umferðin komin upp í 236 bíla ÁDU. Umferð á Þjóðvegi 1 um Vatnsskarð voru um 880 bílar ÁDU árið 2002 og hefur haldist í sama fjölda. Umferðaspár hafa verið gerðar fyrir Þjóðveg 1, Hringveginn, og ein þeirra er í „ Stytting Þjóðvegar 1 í Húnaþingi i einkaframkvæmd“ kemur fram að umferð vaxi um 5% á ári næstu ár en fari lækkandi um 0,125 % á ári niður í 1,5% árið 2034. Í spánni var tekið tillit til að enn á einhver umferð eftir að flytjast af Vatnsskarði yfir á Þverárfjall.

Page 65: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 57

4.16.3.2 Stígar og reiðgötur Frá fornu fari lágu margar leiðir að Skagafirði um dali og skörð, sumar kunnar af atburðum sem áttu sér stað þegar þær voru alfaravegir s.s. Hólamannavegur, Hjaltadalsheiði og Heljardalsheiði að ekki sé minnst á Kjalveg. Aldagamlar alfaraleiðir um héraðið hafa lagst af sem slíkar s.s. leiðin fram með Vestari-Héraðsvötnum. Þessar leiðir liggja þó enn á sínum stað, fjallaleiðirnar sumar varðaðar. Þær eru ekki fjölfarnar lengur en áhugi ferðamanna fyrir þeim fer þó vaxandi. Sumar þessar leiðir hafa hestamenn merkt inn á reiðleiðakort, einkum þær sem liggja um Staðarfjöll og dalina milli Langadals og Skagafjarðar. Reiðleiðir liggja nú um aflagða akvegi og undanfarin ár hafa reiðvegir verið lagðir meðfram þjóðvegum þar sem bílaumferð er mest. Áhugi hefur verið mikill fyrir reiðvegagerð enda mikið riðið út í Skagafirði og nokkrir hafa atvinnu af að fara með fólk í hestaferðir. Þá fara tamningar að einhverju leyti fram á reiðvegum. Hestaslys verður að telja tíð í Skagafirði þar sem þau eru fleiri en bílslys.

4.16.3.3 Flugvellir Einn áætlunarflugvöllur er í Skagafirði, á Sauðárkróki. Talið er að ástand vallarins sé í heildina gott. Flugbraut er við Lambahraun, norður af Ingólfsskála. Flugbrautir á hálendinu eru einkum nýttar í þágu ferðaþjónustu, veiðinytja og landgræðslu en gegna líka öryggishlutverki. Þá er flugbraut við Varmahlíð. Flugmálafélag Íslands vinnur að skráningu og viðurkenningu Flugmálastjórnar.

4.16.3.4 Höfn Aðalhöfn í sveitarfélaginu er Sauðárkrókshöfn H-5.3, þangað sem strandflutningaskip sigla og togarar landa. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á höfninni, bæði fyrir viðlegu og starfsemi tengda útgerð. Haustið 2001 var stálþil við hafnargarðinn lengt um 60 metra og árið 2003 var höfnin dýpkuð niður á 8 metra dýpi í innsiglingu og við hafnargarð og efni þá dælt inn í vegstæði Strandvegar. Hofsóshöfn H-4.2 er bátahöfn, og hefur verið endurbætt á síðustu árum. Á hafnarsvæðinu er starfsemi Vesturfarasetursins, á Sandi. Þar framan við hefur verið gerð lítil trébryggja. Aðrar hafnir í Skagafirði eru H-1.1 í Haganesvík í Fljótum og H-2.1 í Selvík á Skaga. Þær eru litlar og ætlaðar fyrir smábáta. Með niðurstöðum rannsókna hefur verið sýnt fram á góð skilyrði fyrir hafskipahöfn undan Brimnesskógum, H-3.1, innan við Kolkuós. Þessar niðurstöður haldast í hendur við niðurstöður jarðfræðirannsókna á Brimnesskógunum sjálfum, með þeim er sýnt fram á góð skilyrði fyrir sorpurðun og fyrir stór iðnfyrirtæki sem þurfa hafnarskilyrði eins og þar er að finna.

4.16.4 Tillögur, samgöngur 1. Sveitarfélagsuppdráttur: 2. Hofsós:

1. Áhersla verði á umferðaröryggi með því að greina að umferð akandi og gangandi fólks og reglum um hámarkshraða bíla.

2. Áhersla verði á aðstöðu báta til löndunar við Suðurgarðinn. 3. Tengibraut verði um Skólabraut frá Siglufjarðarvegi til vesturs, yfir Hofsá og

niður að höfn og til norðurs um Bæjarbraut. 4. Suðurbraut verði safnbraut með stöðvunarskyldu við Siglufjarðarveg. 5. Stöðvunarskylda verði á mótum Skólabrautar og innanbæjargatna. 6. Aðalreiðleið um Hofsós verði meðfram Siglufjarðarvegi.

3. Sauðárkrókur: 1. Reiðvegur yfir Gönguskarðsárbrú við Svínavað.

2. Reiðvegur verði upp sunnan byggðar í Hlíðahverfi, upp á Sauðárháls og norður yfir Sauðá og þaðan eftir vegi með háspennulínu, norður yfir Gönguskarðsá.

5. Varmahlíð:

Page 66: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 58

1. Veglína, vestan við Húseyjarkvísl við gatnamót við þjóðveg 1, samkvæmt deiliskipulagi.

2. Vegtenging, frá þjóðvegi 1 að Lundi, fellur niður samkvæmt deiliskipulagi.

4.16.4.1 Vegir og umferð 1. Innanhéraðsvegir verði byggðir upp og bættir, safn- og tengivegir. 2. Lokið verði við að byggja upp veg fram að Hofi í Vesturdal, Þrasastöðum í Fljótum

og fyrir Skaga. 3. Nýr vegur verði lagður í veglínu Kjálka- og Villinganesvega, frá hringveginum í

Norðurárdal á Skagafjarðarveg við Tunguháls, með brú yfir Héraðsvötn. (Skipulagi verði frestað samkvæmt 20 gr. Skipulags- og byggingarlaga á svæði til virkjunar Héraðsvatna við Villinganes).

4. Vegur yfir Lágheiði verði bættur og honum haldið við sem góðum sumarvegi. 5. Gerð verði veggöng milli Fljóta og Siglufjarðar. 6. Lokið verði lagningu vegar um Þverárfjall, frá Sauðárkróki að Skagastrandarvegi. 7. .Vegur frá Hofi í Vesturdal upp á Sprengisandsveg verði aðalfjallvegur í samræmi

við Svæðisskipulag miðhálendisins og vegir úr Vesturdal að Lambahrauni og Ingólfsskála verði fjallvegir til samræmis við fjallvegareglur og svæðisskipulag.

8. Kjalvegur frá Efribyggðarvegi um Mælifellsdal að Blöndustíflu verði byggður í samræmi við áætlanir.

Sjá skilgreiningu vegflokka Vegagerðar í kafla 3.9.1. 9. Brú verði byggð yfir Vestari-Héraðsvötn við Húsabakka með tilheyrandi

vegtengingum við Hegranesveg og Sauðárkróksbraut til að treysta ferðaþjónustu og landbúnað í miðhéraðinu.

10. Auk vegabóta verði leitast við að efla almenningssamgöngur um þjónustusvæði þéttbýlisstaðanna.

11. Umferðaröryggi verði aukið með því að aðgreina aðra umferð frá bílaumferð, með breikkun brúa og takmörkunum á lausagöngu búfjár.

12. Kortleggja skal hávaða á þéttbýlissvæðum og við stóra vegi við þær aðstæður sem tilgreindar eru í viðauka VI í reglugerð nr. 1000/2005 og meta hve margir verða fyrir áhrifum af völdum hans. Kortlagning skal framkvæmd í samræmi við aðferðir tilgreindar í 6. og 7. gr. sömu reglugerðar.

4.16.4.2 Stígar og reiðgötur 1. Aðalreiðleið um miðhéraðið, milli Sauðárkróks og Vindheimamela, verði meðfram

Hegranesvegi og yfir Vestari-Héraðsvötn á brú sbr. tillögu 15 hér á eftir og fram bakka Héraðsvatna að þjóðvegi nr. 1. Þaðan fylgi reiðvegur akvegi að Vindheimamelum.(Framkvæmd tillögunnar er samkvæmt 4.16.7 hér á eftir).

2. Reiðleiðir verði meðfram aðalvegum og um gömlu vegina eftir því sem kostur er. (Framkvæmd tillögunnar er samkvæmt 4.16.7 hér á eftir).

3. Reiðleiðir og gönguleiðir milli Skagafjarðar og aðliggjandi svæða verði um gömlu leiðirnar um fjallaskörð á Tröllaskaga og dali vesturfjallanna og meðfram aðalfjallvegi fram á Sprengisand og Eyfirðingaleið norðan Hofsjökuls.

4.16.4.3 Flugvöllur 1. Aðalflugvöllur verði á Sauðárkróki. 2. Flugbraut verði við Lambahraun á miðhálendishluta Skagafjarðar, í samræmi við

Svæðisskipulag miðhálendisins. 3. Flugbraut við Varmahlíð.

4.16.4.4 Höfn

4.16.4.5 Hafnarsvæði á Hofsósi verði óbreytt, hluti af hverfisverndarsvæði á Sandinum. 1. Hafnarsvæði í tengslum við uppbyggingu á iðnaðarsvæðum í Viðvíkursveit. 2. Ný höfn á Reykjaströnd (H 1.4).

Page 67: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 59

4.16.5 Aðalskipulagsuppdráttur skipulagstillögunnar, samgöngur 1. Sveitarfélagsuppdráttur: Stofnvegir, tengivegir og aðrir vegir (stofnbrautir, tengibrautir, safnbrautir og húsagötur í skipulagsreglugerð) eru merktir á þéttbýlisuppdrátt samkvæmt viðauka I skipulagsreglugerðar. Göngustigar og reiðstígar eru merktir á þéttbýlisuppdrátt samkvæmt viðauka I skipulagsreglugerðar. 2. Hofsós:

1. Tengibraut verði um Skólagötu frá Siglufjarðarvegi til vesturs, yfir Hofsá og niður að höfn og til norðurs um Bæjarbraut, samkvæmt samþykktu deiliskipulagi frá árinu 2000.

2. Suðurbraut verði safnbraut með stöðvunarskyldu við Siglufjarðarveg. 3. Aðalreiðleið um Hofsós verði meðfram Siglufjarðarvegi sem er stofnbraut.

3. Sauðárkrókur: 1. Reiðvegur yfir Gönguskarðsárbrú við Svínavað. 2. Reiðvegur verði upp sunnan byggðar í Hlíðahverfi, upp á Sauðárháls og norður

yfir Sauðá og þaðan eftir vegi með háspennulínu, norður yfir Gönguskarðsá.

4. Hólar í Hjaltadal 5. Varmahlíð:

1. Veglínu verði breytt, vestan við Húseyjarkvísl við gatnamót við þjóðveg 1, samkvæmt deiliskipulagi.

6.Steinsstaðir

4.16.5.1 Vegir Stofnvegir, tengivegir (stofnbrautir og tengibrautir í skipulagsreglugerð) og aðrir vegir eru merktir á sveitarfélagsskipulagsuppdrátt samkvæmt 1. viðauka skipulagsreglugerðar og lýsingu á vegakerfinu hér að framan. Tillögur að nýjum vegum eru númeraðar á uppdrættinum í samræmi við upptalningu hér á eftir:

1. Nýr vegur verði lagður í veglínu Kjálka- og Villinganesvega, frá hringveginum í Norðurárdal á Skagafjarðarveg við Tunguháls, með brú yfir Héraðsvötn. Lengd vegarins verður um 4 km.

2. Brú verði byggð yfir Vestari-Héraðsvötn við Húsabakka með tilheyrandi vegtengingum við Hegranesveg og Sauðárkróksbraut til að treysta ferðaþjónustu og landbúnað í miðhéraðinu. Lengd vegar um 2 km.

3. Ný veggöng milli Fljóta og Siglufjarðar. Lengd gangna um 5 km.

4.16.5.2 Stígar og götur Göngustígar og reiðstígar eru merktir á sveitarfélagsskipulagsuppdrátt samkvæmt viðauka I skipulagsreglugerðar.

1. Aðalreiðleið um miðhéraðið, milli Sauðárkróks og Vindheimamela, verði meðfram Hegranesvegi og yfir Vestari-Héraðsvötn á brú sbr. tillögu 15 hér á eftir og fram bakka Héraðsvatna að þjóðvegi nr. 1. Þaðan fylgi reiðvegur akvegi að Vindheimamelum.

2. Reiðleiðir verði meðfram aðalvegum og um gömlu vegina eftir því sem kostur er og merkt er inn á uppdráttinn.

3. Reiðleiðir og gönguleiðir milli Skagafjarðar og aðliggjandi svæða verði um gömlu leiðirnar um fjallaskörð á Tröllaskaga og dali vesturfjallanna og meðfram aðalfjallvegi fram á Sprengisand og Eyfirðingaleið norðan Hofsjökuls.

Page 68: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 60

4.16.5.3 Flugvellir • Flugbraut við Lambahraun á miðhálendishluta Skagafjarðar sem er í samræmi við

Svæðisskipulag miðhálendisins. Svæðið er merkt í samræmi við reglugerð og gefinn bókstafurinn FV og númer 1.1.

• Flugbraut við Varmahlíð. Svæðið er merkt í samræmi við reglugerð og gefinn bókstafurinn FV og númer 1.2

• Á þéttbýlisuppdrætti Sauðárkróks er öryggissvæði flugbrauta merkt, 300 m við enda og 150 m til hliðar mælt frá miðri flugbraut, með heildreginni rauðri línu og girðing við norðurenda flugbrautar færð til. Húslína bygginga verði ekki nær flugbraut en nú er. Á sveitarfélagsuppdrætti er svæðið merkt í samræmi við reglugerð og gefinn bókstafurinn FV og númer 3.1.

4.16.5.4 Hafnir Svæðin eru lituð í samræmi við reglugerð og gefinn bókstafurinn H- og númer. Sjá einnig 4.8 Hafnarsvæði. 1. Hafnir utan þéttbýlis:

H-1.1 Höfn í Haganesvík. H-1.2 Höfn í Selvík. H-1.3 Ný höfn í Viðvíkursveit. H-1.4 Ný höfn að Reykjum á Reykjaströnd

2. Hofsós: H-2.1 Höfn á Hofsósi.

3. Sauðárkrókur: H-3.1 Höfn á Sauðárkróki er samkvæmt deiliskipulagi. H-3.2 Höfn á Sauðárkróki

4.16.6 Mat á umhverfisáhrifum, samgöngur Sjá Umhverfisskýrslu, kafla 3.4.1, Samgöngur. Samkvæmt viðauka 1 og 2 í lögum um

mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 þá eru ákveðin samgöngumannvirki háðar mati á umhverfisáhrifum. Samþykkt aðalskipulagsins er gert með fyrirvara um mat á umhverfisáhrifum samanber lög nr. 106/2000 með síðari breytingum.

4.16.7 Framkvæmd skipulagstillögunnar, samgöngur, Eins og fram kemur hér að framan eru nýframkvæmdir sem háðar eru mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum ekki heimilaðar nema fyrir liggi niðurstaða. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mun beita sér fyrir að tillögur sem fram koma í 4.16.4. gr. , komi til framkvæmda á skipulagstímanum þó ekki séu þær taldar upp hér. Þegar tillögur að nýjum reiðleiðum sem ætlað er að liggja um ræktuð lönd, innan við 50 m frá byggð, um friðuð lönd eða deiliskipulagðar frístundabyggðir skal gert deiliskipulag. Tillögur að fyrirhuguðum reiðleiðum verði ávallt kynntar viðkomandi landeigendum og framkvæmdir undirbúnar í samráði við þá, áður en framkvæmdaleyfi eru gefin út, það á einnig við þar sem nú liggja reiðleiðir um land án framkvæmdaleyfis, ef beiðni berst frá landeigendum eða notendum. Skipulags- og byggingarnefnd mun beita sér fyrir nánari útfærslu reiðleiða að lokinni staðfestingu aðalskipulagsins. Kortleggja skal hávaða á þéttbýlissvæðum og við stóra vegi í samræmi við reglugerð nr. 1000/2005 og því lokið fyrir 30. Júní 2012 Komi í ljós við hávaðakortlagningu að hávaði er yfir umhverfismörkum (viðmiðunarmörk í reglugerð 724/2008) skal sveitarstjórn láta vinna áætlun í samvinnu við veghaldara og heilbrigðisnefnd um aðgerðir með það að markmiði að draga úr áhrifum hávaða og því lokið fyrir 18. Júlí 2013.

Page 69: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 61

4.17 Veitur

4.17.1 Ákvæði reglugerðar Til veitna teljast stofn- og dreifikerfi veitna, s.s. vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu, fjarskipta og fráveitu. Með stofnkerfi er í reglugerð þessari átt við flutningskerfi, frá upptökum að dreifikerfi. Í aðalskipulagi skal gera grein fyrir þegar byggðum og fyrirhuguðum stofnkerfum vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu, fjarskipta og fráveitu. Á öllum skipulagsstigum skal gera grein fyrir helgunarsvæðum veitna í skipulagsgreinargerðum. Þau skulu ennfremur sýnd á deiliskipulagsuppdráttum.

4.17.2 Markmið, veitur 1. Fráveitur í þéttbýli og til sveita verði í samræmi við staðla og reglugerðir. 2. Hitaveita verði lögð um sveitarfélagið þar sem hagkvæmt er og henni beitt til að

styðja nýsköpun í hvers kyns ræktun í sveitarfélaginu. 3. Haldin verði skrá um vatnsveitur í sveitarfélaginu. Skagafjarðarveitur veiti ráðgjöf um

aðbúnað. 4. Stofnlagnaleiðir liggi meðfram aðalvegum eftir föngum og fari vel í landslagi.

4.17.3 Veitur, svæði, staðsetning

4.17.3.1 Rafveita Rafveitur, virkjanir og veitusvæði Rafveitusvæði hafa verið tvö í Skagafirði, svæði Rafveitu Sauðárkróks og svæði RARIK. Rafveita Sauðárkróks, eign Sveitarfélagsins Skagafjarðar, var seld RARIK 2002, þannig að Skagafjörður varð eitt rafveitusvæði, hluti af miklu stærra rafveitusvæði RARIK.

4.17.3.2 Hitaveita Hitaveitur, veitusvæði Hitaveita Sauðárkróks og Varmahlíðar voru sameinaðar í Hitaveitu Skagafjarðar eftir sameiningu sveitarfélaganna 1998 og síðar var vatnsveitum þéttbýlisstaðanna bætt við og stofnaðar Skagafjarðarveitur ehf. um rekstur veitnanna. Hofsós var lengi talinn á “köldu svæði”en nú hafa vonir ræst því jarðhiti er fundinn svo nálægt Hofsósi að hagkvæmt hefur reynst að leggja þangað hitaveitu. Ennfremur er hitaveitur í Fljótunum. Borholusvæði hitaveitna er á Iðnaðarsvæðum sjá kafla 4.7.5 hér að framan. Að undanförnu hefur verið unnið að endurbótum á hitaveitu Varmahlíðar á Langholti og lagningu nýrrar hitaveitu um svæðið allt þar norðan við, út að veitusvæði Sauðárkróks. Sem fyrr er heita vatnið notað til húshitunar.

4.17.3.3 Fjarskiptakerfið Sími og boðveitur, veitusvæði Ljósleiðari liggur um héraðið og Sauðárkrók. Skilyrði eru því góð til að tengjast háhraðaneti í upplýsingasamfélaginu. Í sveitarfélaginu eru fjarskiptasendar vegna flugumsjónar og endurvarpsstöðvar sjónvarps og útvarps:

4.17.3.4 Vatnsveita Vatnsveitur, veitusvæði Vatnsveitur eru á þéttbýlisstöðunum og Sólgörðum og vatnsból í nálægu fjalllendi. Skagafjarðaveitur hafa unnið að gagngerum endurbótum veitukerfum Varmahlíðar og Hofsós Víða eru samveitur til sveita og ástand þeirra misgott. Stærsta veitan er á Sauðárkróki en hún fær megnið af vatni sínu úr ungum og lekum berglögum í Heiðarhnjúki. Þar munu fást um og yfir 20 lítrar á sekúndu af lindavatni. Nokkuð vatn er einnig fengið úr lindum uppi í fjöllum sunnan og vestan við bæinn. Möguleikar eru nokkrir til frekari vatnstöku innan núverandi vatnstökusvæðis í Gönguskörðum en þeir eru þó meiri torkvæðum bundnir. Hofsós fær vatn sitt úr lindum í framhlaupi í fjallinu norðaustur frá þorpinu og munu þar fást um eða yfir 5 lítrar á sekúndu.

Page 70: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 62

Varmahlíð fær vatn úr lindum í jökulseti austan Vatnsskarðs. Hólar í Hjaltadal fá vatn úr lindum í fjallinu ofan staðarins. Vatnsveita er á einhverja bæi í Sæmundarhlíð og Langholti frá lindum í lausum jarðlögum við mynni Vatnsskarðs. Vatn hefur verið numið í atvinnuskyni á nokkrum stöðum og þá einkum til fiskeldis. Fiskeldisstöð og kennslustöð er á Hólum í Hjaltadal og þjónar m.a. þörfum Hólaskóla til kennslu, þjálfunar og rannsókna. Fiskeldisstöðvar hafa einnig verið reknar eða gerð atrenna til þeirra, á Lambanesreykjum í Fljótum, á Reykjarhóli á Bökkum og á Sauðárkróki. Hefur þar jafnan verið litið til samnýtingar jarðhita og ferskvatns. Fiskeldi þarf mikið vatn og duga því aðeins þær lindir eða grunnvatnsgeymar sem hafa stór aðrennslissvæði og tryggt aðrennsli. Lengi hefur og verið í uppsiglingu útflutningur ferskvatns (neysluvatns) frá Sauðárkróki.

4.17.3.5 Fráveita Fráveitur, veitusvæði Fráveitur þarf víða að bæta. Fyrir liggur mikil undirbúningsvinna um fráveitumannvirki á Sauðárkróki samanber drög að skýrslu um fráveitu á Sauðarkróki sem unnin var af Verkfræðistofunni Stoð ehf. árið 2001. Með framkvæmdum í samræmi við hana mun fráveitan svara evrópskum staðli. Fráveitum tengist flokkun strandsvæða. Þá liggur ennfremur fyrir drög að skýrslu um fráveitu í dreifbýli sem sömu aðilar hafa tekið saman og greinir frá aðstæðum á Hofsósi, Varmahlíð, Steinsstöðum og Hólum í Hjaltadal. Vísað er á reglugerð nr. 249 frá 22. febrúar 2005, SAMÞYKKT um fráveitu í Sveitarfélaginu Skagafirði. Víða í sveitum liggja fráveitur ekki í rotþró.

4.17.4 Tillögur, veitur 1. Aðveituæðar veitna verði með aðalgötum. 2. Stofnlagnaleiðir raf- og hitaveitu um héraðið, nýjar og þær sem verða endurnýjaðar

neðanjarðar og fylgi aðalvegum eins og kostur og þannig að vel fari í landslagi. 3. Núverandi háspennulína frá Varmahlíð til Sauðarkróks er 66kV loftlína. Tillaga er um

að tvöfalda flutningsgetu á þessari leið með lagningu 66 kV jarðstrengs sem er að mestu samsíða loftlínunni nema á kaflanum frá Sæmundará að Gili þar sem hún mun liggja með Sauðárkróksbraut. Gert er ráð fyrir að ljósleiðari verði lagður með jarðstrengingum.

4. Gert verði ráð fyrir frekari styrkingu og uppbyggingu á háspennulínum milli Blönduvirkjunar og Skagafjarðar vegna mögulegra iðnaðarnota. Landsnet hefur hafið undirbúning að lagningu 220 kV háspennulínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Í tillögum Landsnets er gert ráð fyrir að línan liggi um Vatnsskarð og þaðan eru tveir valkostir, annars vegar svokölluð Efribyggðaleið (valkostur 1) frá Kolgröf og áleiðis inn að Mælifelli og þaðan yfir Reykjatungu og Héraðsvötn við Flatatungu, og hins vegar að Stokkhólma (valkostur 2) og síðan suður farveg Héraðsvatnanálægt sveitarfélagsmörkum Akrahrepps að Flatatungu. Framhald linunar liggur inn Norðurárdalinn. Afstaða til leiðanna verði ekki tekin báðar leiðir sýndar á uppdrætti en skipulagi frestað þar til nánari útfærsla og hönnun liggur fyrir.Gerð er tillaga um að fresta skipulagi á svæðum sem valkostur 1 og 2 liggja um í samræmi við 20. Gr. Skipulagslaga samanber kafla 4.23 hér á eftir.i

5. Hitaveita verði lögð um þau svæði í sveitarfélaginu sem hagkvæmt reynist. 6. Vatnsbólasvæði þéttbýlisstaðanna verði greind í brunnsvæði og grannsvæði, settar

verði fyrir þau verndarreglur og brunnsvæðin girt. Sjá 4.21.5. 7. Vatnsból samveitna til sveita verði skilgreind og girt. 8. Skagafjarðarveitur annist ráðgjöf um vatnsveitur til sveita, rannsóknir og eftirlit með

vatnsverndarsvæðum ásamt heilbrigðisyfirvöldum og setji umferðar- og umgengnisreglur í samræmi við lög og framfylgi þeim í samvinnu við landeigendur.

9. Áfram verði unnið að lausn fráveitu frá þéttbýlisstöðum í samræmi við áætlanir sem fyrir liggja.

Page 71: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 63

4.17.5 Aðalskipulagsuppdráttur skipulagstillögunnar, veitur 1. Sveitarfélagsuppdráttur:

Háspennulínan frá Varmahlíð að Sauðárkróki er 66 kV loftlína og merkt inn á sveitarfélagsuppdráttinn eins og tillaga að jarðstreng sem einnig er merktur inn á uppdráttinn. 66 kV jarðstrengurinn verði að mestu samsíða loftlínunni nema frá Sæmundará að Gili þar fylgir hann Sauðárkróksbraut. Ljósleiðari er lagður með jarðstrengnum. Byggðalína, er merkt inn á sveitarfélagsuppdrátt, aðrar loftlínur í Skagafirði eru á þemakorti, nema framangreindar 66kV línur/strengur og tillaga að 220 kV háspennulínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Í tillögunni verði gert ráð fyrir að línan liggi frá Blöndu að Kolgröf þar sem tvær leiðir komi til greina – þ.e Efribyggðarleiðin og leiðin fram miðhéraðið (Héraðsvatnaleið). Framhald linunar liggur inn Norðurárdalinn. Afstaða til leiðanna verði ekki tekin– báðar leiðir sýndar á uppdrætti en skipulagi frestað þar til nánari útfærsla og hönnun liggur fyrir. Gerð er tillaga um að fresta skipulagi á svæðum sem valkostur 1 og 2 liggja um í samræmi við 20. gr. Skipulagslaga samanber kafla 4.23 hér á eftir.i Staðsetning radíósenda merktir á sveitarfélagsuppdráttinn. Flokkun strandsvæða í samræmi við reglugerð nr. 789/1999.

2. Þéttbýlisuppdráttur: Í 3. Kafla greinargerðar eru veitukerfi á Sauðárkróki sýnd á upplýsingakortum 3.10.1.2, 3.10.2.1 og 3.10.5.1 og á þéttbýlisuppdrætti eru meginlagnir merktar í samræmi við reglugerð.

4.17.6 Mat á umhverfisáhrifum, veitur Sjá Umhverfisskýrslu kafla 3.4.2, Veitur. Samkvæmt viðauka 1 í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum þurfa loftlínur sem eru utan þéttbýlis og flytja raforku með 66kV spennu eða hærri að fara í mat á umhverfisáhrifum. Landsnet er að láta vinna umhverfismat framkvæmda vegna nýrrar 220 kV línu samkvæmt lögum nr. 106/2000, með síðari breytingum og tillagan er gerð með fyrirvara um niðurstöðum matsins.

4.17.7 Framkvæmd skipulagstillögunnar, veitur Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mun beita sér fyrir að tillögur sem fram koma í 4.17.4. gr., komi til framkvæmda á skipulagstímanum þó ekki séu þær taldar upp hér.

4.18 Svæði undir náttúruvá

4.18.1 Ákvæði reglugerðar Svæði undir náttúruvá eru svæði þar sem hætta er talin stafa af náttúruhamförum, s.s. snjóflóðum, skriðuföllum, sjávarflóðum, vatnsflóðum, jarðskjálftum, eldvirkni eða veðurfari (ofviðri). Um landnotkun á svæðum þar sem hætta er talin stafa af ofanflóðum fer samkvæmt ákvæðum laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum og reglugerð um nýtingu hættusvæða. Í aðalskipulagi skal auðkenna og gera grein fyrir svæðum undir náttúruvá, staðsetningu þeirra, hvaða landnotkun er fyrirhuguð á svæðunum og hvaða reglur gilda á hverju þeirra um umgengni og mannvirkjagerð. Gera skal grein fyrir þegar byggðum og fyrirhuguðum varnarvirkjum vegna ofanflóða, sjávarflóða og vatnsflóða og hvaða landnotkun er fyrirhuguð á svæðum undir náttúruvá og nærliggjandi svæðum og hvernig hún fellur að reglum sem gilda á hverju svæði fyrir sig. Taka skal fullt tillit til hættumats við alla skipulagsgerð. Þar sem fyrir liggja niðurstöður Veðurstofu Íslands um hættumat vegna ofanflóða skulu þær birtar sem fylgiskjal með skipulagsáætlun, skv. lögum nr. 49/1997. Vísað er í þjóðarskjal FS ENV 1198-1-1:1994 EuroCode 8 um Ísland um hönnunarhraða um jarðskjálfta á Íslandi.

4.18.2 Markmið, svæði undir náttúruvá • Skriðu-, snjó- og vatnsflóðasvæði í Skagafirði verði skilgreind og skráð og

framkvæmdir á þeim háðar lögum og reglum fyrir hættusvæði.

4.18.3 Svæði undir náttúruvá Í kafla 2.9 Hættusvæði í forsenduhluta greinargerðarinnar er gerð grein fyrir hættusvæðum í Skagafirði. þeim er skipt í 4 meginflokka. Vatnsflóðsvæði, jarðskjálftasvæði, aurskriðu- og berghlaupssvæði og snjóflóðasvæði.

Page 72: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 64

Vatnsflóðahætta: Vísað er í skráningu Veðurstofunnar á flóðasvæði Héraðsvatna. (Kortlagningu ekki lokið).

Kafla 2.9 fylgir þemakort nr. 2.3.1.5 Veðraskil og snjóflóð. Snjóflóðasvæði Skagafjarðar eru einkum í austurbyggðum, austurdölum og Fljótum. Almannavarnanefnd hefur tekið saman lista yfir snjóflóð sem vitað er að runnið hafa í Skagafirði. Þau eru sýnd á þemakortinu. Viðbragðsáætlanir hafa verið samdar í samvinnu við Almannavarnir og eru þær endurskoðaðar reglulega. Jarðskjálftar: Vísað er þjóðarskjal FS ENV 1198-1-1:1994 EuroCode 8 um Ísland.

Mynd 4.8.4 Skipting Íslands í hönnunarhröðunarsvæði miðað við 500 ára meðalendurkomutíma. Heimild: Staðlaráð Íslands, Íslenskur staðall, þjóðarskjals FS ENV 1998-1-1: 1994

4.18.3.1 Tillögur, svæði undir náttúruvá • Sveitarfélagið geri nákvæma skrá yfir hættusvæði í sveitarfélaginu, svæði sem ógnað

er af snjó- og vatnsflóðum, aurskriðum og jarðskjálftum.

4.18.3.2 Aðalskipulagsuppdráttur, svæði undir náttúruvá Vísað er á þemauppdrátt 2.3.1.

4.18.4 Mat á umhverfisáhrifum, svæði undir náttúruvá Ekki er gert ráð fyrir að fram fari umhverfismat skipulagstillagnanna.

4.18.5 Framkvæmd skipulagstillögunnar, svæði undir náttúruvá Ekki eru tillögur um framkvæmdir á þekktum hættusvæðum og við deiliskipulagsgerð skal tekið tillit til upplýsinga sem fram koma á væntanlegri skrá yfir hættusvæði sem sveitarfélagið lætur gera sjá 4.18.4 hér að framan og samanber fyrirvara hér á eftir. Aðalskipulag þetta er samþykkt með fyrirvara um gerð ofanflóðahættumats, skv. lögum nr. 49/1997 við gerð deiliskipulags og afgreiðslu einstakra byggingar- og framkvæmdaleyfisumsókna. Ennfremur er bent á ákvæði þjóðarskjals FS ENV 1998-1-1: 1994 um hönnunarhraða í jarðskjálftum á Íslandi. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mun beita sér fyrir að tillögur sem fram koma í 4.18.4. gr. þessa kafla og ekki hafa verið nefndar í þessari grein, komi til framkvæmda á skipulagstímanum.

Page 73: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 65

4.19 Náttúruverndarsvæði

4.19.1 Ákvæði reglugerðar Til náttúruverndarsvæða teljast annarsvegar friðlýst svæði, þ.e. náttúruvætti, friðlönd, þjóðgarðar og fólkvangar, og hinsvegar svæði á náttúruminjaskrá. Einnig afmörkuð svæði á landi og sjó sem njóta verndar vegna náttúru eða landslags. Um náttúruverndarsvæði gilda lög um náttúruvernd nr. 44/1999 ásamt auglýsingum um einstök svæði í Stjórnartíðindum og sérlögum um verndun einstakra svæða. Í aðalskipulagi skal auðkenna og gera grein fyrir náttúruverndarsvæðum, staðsetningu þeirra og helstu einkennum, hvaða landnotkun er fyrirhuguð á svæðunum og hvaða reglur gilda á hverju þeirra um umgengni og mannvirkjagerð. Gera skal grein fyrir hvaða landnotkun er fyrirhuguð á náttúruverndarsvæðum og hvernig hún fellur að reglum sem gilda á hverju svæði fyrir sig, sbr. gr. 3.2. Þar sem mannvirkjagerð er fyrirhuguð á náttúruverndarsvæðum skal gera grein fyrir henni í deiliskipulagi.

4.19.2 Markmið, náttúruverndarsvæði • Áhersla verði á að varðveita sérkenni náttúrufars, landslags og lífríkis í Skagafirði og

friðlýsa svæði á náttúruminjaskrá.

4.19.3 Friðlýstar minjar og náttúruminjaskrá Náttúra Skagafjarðar skapar honum að sjálfsögðu sérkenni og sérstöðu, er auðlind í sjálfu sér. Auk þess sem að framan er talið eru landslagssérkenni, sérstakar náttúru- og landslagsminjar og staðhættir einkenni hinna ýmsu hluta héraðsins. Margar náttúruminjar eru á náttúruminjaskrá. Sú skrá er óskalisti eða biðlisti, en þær eru ekki friðlýstar samkvæmt Náttúruverndarlögum. Miklavatn í Borgarsveit og svæðið umhverfis vatnið er eina friðlýsta svæðið í Skagafirði. Friðlýst svæði vekja athygli því sjálfsagt er að friðlýsingin felur í sér að svæðið er metið merkilegt. Um leið og friðlýsingar bera vott um að þeir sem byggja sveitarfélagið og stjórna því skynji verðmæti náttúru þess, hafa friðlýst svæði áreiðanlega áhrif á það hvert heimafólk sjálft, einkum þéttbýlisbúarnir, og ferðamenn leggja leið sína. Hvert svæði er friðlýst með sérstakri reglugerð og þar kveðið á um hvað sé verndað með friðlýsingunni, hvað má og hvað má ekki. Friðlýsing gefur til kynna að svæði sé opið öllum en með ákveðnum skilyrðum. Andstaða við friðlýsingar hefur að hluta verið andstaða við að lögsaga friðlýstra svæða flytjist inn í stofnanir syðra og er skiljanleg, t.d. í ljósi þess að þar hafa svæði verið sett á Náttúruminjaskrá án samráðs við landeigendur og sveitarstjórn. Náttúrustofur í landshlutunum, m.a. á Sauðárkróki, kunna að hafa breytt forsendum. Mikilvægt er að svæði á Náttúruminjaskrá verði friðlýst í samráði við landeigendur og að Náttúrustofa fái hlutverk við friðlýsingar, eftirlit og stjórnsýslu friðlýstra svæða.

4.19.3.1 Friðlönd og aðrar skráðar náttúruminjar Kafla 2.8 Minjar og vernd í forsenduhluta greinargerðarinnar fylgir þemakort nr. 2.8.1 Friðlýst svæði, svæði á náttúruminjaskrá og í Náttúruverndaráætlun. Friðlýstar minjar. Miklavatn, Borgarsveit, Skagafjarðarsýslu. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 29/1977. Stærð 1.550 ha.

4.19.3.2 Önnur svæði á Náttúruminjaskrá Sjá svæði á náttúruminjaskrá á þemakorti nr. 2.8.1. 413. Orravatnsrústir á Hofsafrétt. (1) Votlendi umhverfis Orravatn allt norður að Reyðarvatni. (2) Einstakt rústasvæði, flár og tjarnir. Lýtingsstaðahreppi. 414. Botn Vesturdals (Hofsdals) (1) Innsti hluti Vesturdals, innan Miðmundargils og gljúfrið inn af honum. (2) Sérkennilegur og gróðursæll dalur, umgirtur hömrum og snarbröttum hlíðum. Fagrir fossar Fossár.

Page 74: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 66

417. Malarásar í Sæmundarhlíð. (1) Malarásar meðfram Sæmundará, milli bæjanna Fjalls og Auðna. (2) Óvenju fallegir og reglulega lagaðir malarásar auk jökulkerja. Merkar jarðsögulegar minjar um hop jökulsins í lok ísaldar. 418. Austara- Eylendið. nr. 418 (1) Óshólmasvæði Austari- Héraðsvatna. Að austan fylgja mörk austurbakka Austari- Héraðsvatna frá sjó suður að norðurodda Holtseyjar, en að vestan fylgja þau vesturjaðri mýrlendis við Ríp og síðan vesturbökkum Ásvatns og Garðsvatns og til sjávar í Garðskróki. (2) Fjölbreytt fuglalíf og gróður. 419. Ketubjörg á Skaga. (1) Strandlengjan frá Ketukögri suður á móts við eyðibýlið Kleif. (2) Tilkomumikil sjávarbjörg, drangar og gatklettar, leifar af eldstöð frá ísöld. 420. Drangey. (1) Drangey ásamt Kerlingu. (2) Há, þverhnípt klettaeyja með miklum fuglabjörgum og gróskumiklum gróðri. Jurtaskrá fyrir Drangey var tekin saman af Guðbrandi Magnússyni: 1982. Jurtaskrár úr Drangey, Málmey og Þórðarhöfða. Týli, 12 (2), bls. 61- 68. Stutta umsögn um fuglalíf í Drangey er að finna í bókinni Important bird areas in Europe. Ritstj. R. F. A. Grimmett og T. A. Jones. ICBP Technical puplication No. 9. Cambridge 1989. 421. Höfðavatn og Þórðarhöfði, Höfðaströnd (1) Höfðavatn og Þórðarhöfði við austanverðan Skagafjörð. (2) Stöðuvatn með ísöltu vatni. Fjölbreytt og auðugt lífríki. Jurtaskrá fyrir Þórðarhöfða var tekin saman af Guðbrandi Magnússyni: 1982. Jurtaskrár úr Drangey, Málmey og Þórðarhöfða. Týli, 12 (2), bls. 61- 68. Stutta umsögn um fuglalíf við Höfðavatn er að finna í bókinni Important bird areas in Europe. Ritstj. R. F. A. Grimmett og T. A. Jones. ICBP Technical puplication No. 9. Cambridge 1989. 422. Reykjarhóll á Bökkum, (1) Reykjarhóll og nánasta umhverfi, við samnefndan bæ. (2) Sérkennilegur, stakur, keilulaga jökulbergshóll með laug í kollinum. Í hólnum hefur verið malarnám sem hefur skaðað ásýnd hans. 423. Fjalllendið milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, (501), Skagafjarðarsýslu, Eyjafjarðarsýslu. (1) Hálendi milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar norðan þjóðvegar nr. 1 á Öxnadalsheiði. Á vestanverðum skaganum eru mörk miðuð við 200 m h.y.s, mörk ná víðast í sjó fram á norðanverðum skaganum og á austanverðum skaganum eru mörk í 150- 250 m h.y.s. (2) Hálendur og hrikalegur skagi með djúpum dölum, stórbrotið land. Á hæstu fjöllum eru jöklar. Um hálendið liggja fornar leiðir milli byggða. 427. Ásbúðavatn, Torfavatn og Þangskálavatn. Torfavatn og Þangskálavatn eru við Hraun á Skaga, en Ásbúðavatn skammt vestan við sýslumörk Skagafjarðarsýslu og Austur-Húnavatnssýslu miðja vegu á milli bæjanna Víkur og Hrauns. Þessi þrjú vötn eru talin hér saman þar sem þau eru á sama svæði. 428. Miklavatn í Fljótum.

4.19.4 Tillögur, friðlýst svæði og á náttúruminjaskrá 1. Svæði á náttúruminjaskrá verði friðlýst eftir föngum í samráði við landeigendur og

Umhverfisstofnun. Friðlýsing náttúruminja fari fram með hliðsjón af menningartengdri ferðaþjónustu.

2. Sveitarfélagið beiti sér fyrir samstarfi við Náttúrustofu, hreppsnefnd Akrahrepps og landeigendur um náttúrufarsrannsóknir á svæði sem nær yfir Vallhólm, Hegranes, Austur-Eylendið (nr. 418 á Náttúruminjaskrá) og Vestur-Eylendið og strandlengju þessa svæðis. Með rannsóknunum fáist lýsing á gildi náttúrufars á svæðinu á landsvísu og heimsvísu og áherslur fyrir áætlanir og verndun.

3. Frestað verði að friðlýsa Austara-Eylendið þar til frekari vinna í samvinnu landeigenda við Náttúrustofu Norðurlands Vestra og Umhverfisstofnun hafi farið fram. Reglugerð verði þá sett, sem lýsi sérkennum og tilgangi friðunar og umgengni við náttúru svæðisins. Núverandi landnot, landbúnaður og veiði verði áfram heimiluð og umferð óbreytt, nema annað komi í ljós við frekari rannsóknir.

4 Drangey (nr. 420 Náttúruminjaskrá) ásamt 2 km belti umhverfis eyna verði friðlýst í samræmi Náttúruverndaráætlun 2004-2008 í samvinnu við Náttúrustofu og Umhverfisstofnun. Reglugerð verði sett, lýsi sérkennum og tilgangi friðunar og

Page 75: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 67

umgengni við náttúru eyjunnar. Hefðbundnar nytjar, fugla- og eggjataka, verði áfram heimilar og aðsókn ferðafólks.

5. Orravatnsrústir (nr. 413 á Náttúruminjaskrá) verði friðlýstar í samræmi Náttúruverndaráætlun 2004-2008 í samvinnu við Náttúrustofu og Umhverfisstofnun. Friðlýst svæði leyfi Bugslón og breytta veglínu skv. áætlunum. Reglugerð verði sett og lýsi sérkennum svæðisins og tilgangi friðunar og umgengni við náttúru þess. Jafnframt verði tekið mið af frestun skipulags í lónsstæði Bugslóns.

6. Drög Austari-Jökulsár, Ásbjarnarvötn og Orravatn á miðhálendishluta Skagafjarðar og svæði frá Fjórðungskvísl að Austari-Jökulsá og Pollagili verði verndarsvæði í samræmi við Svæðisskipulag miðhálendisins.

7. Friðlýst svæði og svæði á Náttúruminjaskrá samkvæmt lögum um náttúruvernd verði sérstaklega auðkennd á tillöguuppdrætti. Með þau verði farið eins og lög segja fyrir um.

8. Votlendissvæði verði vernduð. 9. Fjölbreytt fuglalíf á Austur- og Vestur-Eylendinu, í eyjunum og á sérstökum svæðum

verði verndað á viðeigandi hátt. Tillögur um náttúruverndarsvæði á miðhálendishluta Skagafjarðar liggja fyrir frá samvinnunefnd um svæðisskipulag fyrir miðhálendi Íslands.

4.19.5 Aðalskipulagsuppdráttur, friðlýst svæði og á náttúruminjaskrá Friðlýst svæði er litað í samræmi við reglugerð, þéttskástrikað og gefnir bókstafirnir FS- og númer. 1. Sveitarfélagsuppdráttur:

FS-1.1 Miklavatn, Borgarsveit.

Svæðin á Náttúruminjaskrá eru lituð í samræmi við reglugerð, skástrikað og gefinn bókstafurinn N- og númer þar sem það á við.

N-1.1 Orravatnsrústir á Hofsafrétt. Verndartillaga um friðland, NS og US.(413) N-1.2 Malarásar við Skarðsá í Sæmundarhlíð.(417) N-1.3 Austara- Eylendið. (418) N-1.4 Ketubjörg á Skaga.(419) N-1.5 Drangey, nr. 420 auk 2 km út frá eyjunni. Verndartillaga um friðland,

NS og US. N-1.6 Höfðavatn og Þórðarhöfði.(422) N-1.7 Reykjarhóll á Bökkum.(422) N-1.8 Fjalllendið milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. (423) N-1.9 Torfavatn og Þangskálavatn.(427) N-1.10 Miklavatn í Fljótum.(427) N-1.11 Botn Vesturdals (414)

2. Hofsós 3. Sauðárkrókur 4. Hólar í Hjaltadal 5. Varmahlíð 6. Steinsstaðir Umsögn Umhverfisstofnunar þarf að liggja fyrir vegna útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfa á svæðum á náttúrminjaskrá og í þeim tilvikum sem hætta er á röskun á jarðmyndunum eða vistkerfum sem njóta verndar skv. 37. gr. laga um náttúrvernd. Sbr. umsögn Umhverfisstofnunar dags. 14. apríl 2003.

Page 76: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 68

Á sveitarfélagsuppdrætti eru þau svæði merkt sem fram koma í tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Umhverfisstofnunar að Náttúruverndaráætlun 2004-2008.

4.20 Minjasvæði, minjaheildir

4.20.1 Ákvæði reglugerðar Ákvæði um minjasvæði, fornleifar og forngripi í IV. kafla í gildandi þjóðminjalögum taka til svæða þar sem eru friðlýstar fornminjar, þekktar fornleifar eða friðuð hús samkvæmt þjóðminjalögum. Í aðalskipulagi skal auðkenna og gera grein fyrir fornleifum, staðsetningu þeirra og helstu einkennum, hvaða landnotkun er fyrirhuguð á svæðunum og hvaða reglur gilda á hverju þeirra um umgengni og mannvirkjagerð, í samræmi við ákvæði þjóðminjalaga. Skylt er að fram fari fornleifaskráning áður en gengið er frá skipulagi, sbr. gr. 3.2. Fornleifaskráning skal taka mið af þeirri nákvæmni sem skipulag er unnið í og frekari skráning eftir atvikum fara fram í tengslum við gerð deiliskipulags þar sem mannvirkjagerð er fyrirhuguð. Vakin er athygli á 13. og 14. gr. Þjóðminjalaga nr. 107 frá 31. maí 2001.

4.20.2 Markmið, minjasvæði

4.20.2.1 Menningarminjar Áætlun verði gerð um skráningu fornleifa í sveitarfélaginu, fyrst á hugsanlegum byggingarsvæðum, og fornleifar verndaðar á viðeigandi hátt og umbúnaður og aðgengi þeirra verði þannig að þær nýtist m.t.t. fræðslu, uppeldis og ferðaþjónustu.

4.20.3 Skrásettar og friðaðar fornminjar Í kafla 2.8.4.2 greinargerðar er gerð grein fyrir friðlýstum fornleifum skv. þjóðminjalögum. Lýsingar þær sem fylgja friðlýsingarskjölum einstakra fornleifa og birtast í Fornleifaskrá (1990) Þjóðminjasafns, hafa ekki í öllum tilvikum staðist tímans tönn. Síðari tíma rannsóknir hafa sýnt fram á að ýmsar fullyrðingar í einstaka lýsingum geta vart staðist. Þá hefur verndargildi sumra fornleifa einfaldlega minnkað vegna rasks (t.d. vegna túnsléttunar) eða þær verið algjörlega eyðilagðar (farið undir vatnsyfirborð v/virkjunar). Þessi misbrestur á varðveislu minja er ekkert einsdæmi því svo virðist hafa verið víðs vegar um landið (sjá Ágúst Ó. Georgsson: “Könnun um friðlýstar fornleifar”, Ljóri, bls. 15-20). Einnig virðist nokkrum tilviljunum háð hvaða fornleifar hafa verið friðlýstar í héraðinu í gegnum tíðina. Vegna þessa er nauðsynlegt að frekari rannsóknir fari fram áður en friðlýsing einstakra fornleifa er endurskoðuð og verndarsvæði þeirra afmarkað með meiri nákvæmni. Eftirfarandi fornleifaskráningar Byggðasafns Skagfirðinga liggja fyrir í skýrslum, einar sér eða inni í öðrum skýrslum: 1. Villinganesvirkjun, 2. Hof í Hjaltadal, 3. Hólar í Hjaltadal, 4. Steinsstaðir í Tungusveit, 5. Grafarós og Hofsós, 6. Víðimelur í Skagafirði, 7. Reykjarhóll í Skagafirði, 11. Glaumbær, 12. Rannsóknir á torf- og grjóthleðsluleifum í Skagafirði, 13. Höfði á Höfðaströnd, 14. Hátún og Mikligarður fyrir aðalskipulag, 18. Kirkjugarður í Keldudal Hegranesi, 19. Fornleifaskráning vegna aðalskipulags, 20. Varmahlíð, 21. Fornleifaskráning vegna aðalskipulags, Áshildarholt, 22. Fornleifaskráning vegna aðalskipulags, Kimbastaðir, Messuholt og Lyngholt, 23. Fornleifaskráning vegna aðalskipulags, Sjávarborg, 24. Fornleifaskráning vegna aðalskipulags, Borgargerði, 25. Fornleifaskráning vegna aðalskipulags, Brennigerði, 26. Fornleifaskráning vegna aðalskipulags, Gil, Tröð og Bergsstaðir, 36. Neðri Ás, 38. Fornleifaskráning vegna aðalskipulags, Langholti, 42. Fornleifaskráning vegna aðalskipulags, Sauðá í Borgarsveit. 49. Fornleifaskrá Reynistaðar, 52. Fornleifaskráning á Langholti II, 55. Forn-leifakönnun við Staðará, Skagafirði, 62. Fornleifaskráning. Stóragerði, Kolkuós, Brimnes, Bakki og Skarð. 63. Eyðibyggð og afdalir Skagafjarðar I. Byggðasöguleg fornleifarannsókn, 64. Suðurgata 5 á Sauðárkróki, húsakönnun, 67.Tyrfingsstaðir í Akrahreppi, húsakönnun, 75. Eyðibyggð og afdalir Skagafjarðar II. Byggðasögurannsókn, 79. Kirkjustaðir miðalda í Skagafirði, 80. Nautabú í Neðribyggð.

Page 77: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 69

Fornleifar í Skagafirði sem eru á Fornleifaskrá eru eftirfarandi: 1. Hvammur, Skefilsstaðahreppi. Bæjarrústir Atlastaða við Atlastaðaá. Skjal undirritað af

MÞ 10.06. 1926. Þinglýst 13.08. 1926. 2. Sjávarborg, Skarðshreppi. Sjávarborgarkirkja; tekin á fornleifaskrá með bréfi

menntamálaráðuneytisins 06.10. 1972. Ekki þinglýst. 3. Brekka, Seyluhreppi. Rústir beitarhúsa frá Brekku nokkru sunnan við þjóðveginn upp á

Vatnsskarð. Sbr.. Skjal undirritað af ÞM 16.09. 1976. Þinglýst 24.09. 1976. 4. Bú(ts)staðir, Lýtingsstaðahreppi. Einirlækjarrústir. Skjal undirritað af MÞ 10.06. 1926.

Þinglýst 13.08. 1926. 5. Hof, Lýtingsstaðahreppi. Fornar rústir í Vesturdal: Hrafnstaðarústir, Hringanessrústir,

Hraunþúfuklausturs-rústir og Tungurústir. Skjal undirritað af MÞ 10.06. 1926. Þinglýst 13.08. 1926.

6. Garður (Litli-Garður), Rípurhreppi. Þingbúðatóttir allar og aðrar fornar tóttir á Hegraness-þingstað. Skjal undirritað af MÞ 10.06. 1926. Þinglýst 13.08. 1926.

7. Hofsstaðir, Viðvíkurhreppi. Hoftóft á hæðinni Valhöll, fyrir vestan túnið, norðan við fjárhús, sem þar eru. Skjal undirritað af MÞ 10.06. 1926. Þinglýst 13.08. 1926.

8. Hof, Hólahreppi. Bæjartóttir, nefndar Skálatóttir (1), útnorður frá bænum. Hoftótt (2) sunnan og vestanmegin við fjárhúsin, sem standa á háum hól norður í túninu. Tóttir miklar og samhangandi á rana (3) er fer lækkandi til norðurs frá hólnum, sem fjárhúsin standa á. Leifar Hjaltahaugs (4) og hringmyndaðrar girðingar um hann austur frá bænum. Garðlög (5), sem hafa verið gerð til að mynda sundtjörn í lægð þeirri er verður suðaustur frá bæjarhólnum og lækjarfarvegur þangað frá bæjarlæknum. Skjal undirritað af MÞ 10.06. 1926. Þinglýst 13.08. 1926.

9. Hólar, Hólahreppi. I. Altarisleifar í Gvendarskál uppi í Hólabyrðu og leifar af upphleyptum vegi þangað. “Slotið” svo nefnda, fyrir norðan kirkjuna. Skjal undirritað af MÞ 10.06. 1926. Þinglýst 13.08. 1926. II. Gamli bærinn á Hólum; tekinn á fornleifaskrá með bréfi menntamálaráðuneytisins 14.11. 1956. Ekki þinglýst og ógild friðlýsing.

10. Neðri-Ás, Hólahreppi. Tóttarleifar kirkju þeirrar er Þorvarður Spak-Böðvarsson reisti. Skjal undirritað af MÞ 10.06. 1926. Þinglýst 13.08. 1926.

11. Reykir, Hólahreppi. Lítil, upphlaðin laug neðst í túninu, sem nefnd er “Biskupslaug”. Skjal undirritað af ÞM 16.09. 1969. Þinglýst 19.09. 1969.

12. Gröf, Hofshreppi. I. Höfðinn við ós Grafarár, með öllum minjum um kaupstaðinn Grafarós. Skjal undirritað af KE 07.09. 1964. Þinglýst 10.09. 1964. II. Bænhús tekið á fornleifaskrá með bréfi menntamálaráðuneytisins 05.06. 1948. Ekki þinglýst og friðlýsing ógild.

13. Vatn, Hofshreppi. Svokallaðar Ræningjadysjar er enskir menn áttu að vera heygðir í. Skjal undirritað af K.E. 12.05. 1954. Þinglýst 10.08. 1954.

14. Húnsstaðir, Fljótahreppi. Goðahússtótt á svonefndum Goðahól og girðingarleifar um hólinn. Skjal undirritað af MÞ 10.06. 1926. Þinglýst 13.08. 1926.

15. Langhús, Fljótahreppi. Naust geysistórt neðantil á túninu, ca. 100 faðma frá bökkum Hópsvatns. Annað naust á vatnsbakkanum beint fyrir neðan Langhús. Skjal hvorki undirritað né þinglýst.

4.20.3.1 Friðuð og friðlýst hús: 1. Sjávarborgarkirkja, Skarðshreppi. (FM-1.1) 2. Glaumbær, Seyluhreppi. Merkt Þ-1.9 3. Víðimýrarkirkja, Seyluhreppi. Merkt Þ-1.10 4. Hóladómkirkja, Hólahreppi. Á þéttbýlisuppdrætti. (FM-4.1) 5. Gamli bærinn Hólum, Hólahreppi. Á þéttbýlisuppdrætti. (FM-4.1) 6. Grafarkirkja, Hofshreppi. ( FM-1.2) 7 Pakkhúsið Hofsósi, Hofshreppi. Á þéttbýlisuppdrætti.(FM-2.1) 8. Knappstaðakirkja í Stíflu, elsta timburkirkja á landinu. ( FM-1.3) 9. Bæjardyrahús að Reynistað (Þ-7)

Page 78: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 70

10. Barðskirkja í Fljótum 11. Fellskirkja í Sléttuhlíð (Þ-21) 12. Hofskirkja á Höfðaströnd (Þ20-) 13. Viðvíkurkirkja í Viðvíkursveit (þ-19) 14. Hofstaðakirkja í Hofstaðabyggð (Þ-17) 15. Goðdalakirkja í Vesturdal (Þ-16) 16. Reykjakirkja í Tungusveit (Þ-14) 17. Reynistaðarkirkja (Þ-7) 18. Sauðárkrókskirkja 19. Hvammskirkja (þ-5) 20. Ketukirkja (Þ-3)

4.20.3.2 Aðrar menningarminjar: Í kafla 2.8.4.3 í forsenduhluta greinargerðarinnar er gerð grein fyrir öðrum þekktum fornleifum (einkum skv. prentuðum heimildum; sjáanlegar, huldar jarðvegi eða mannvirkjum, eða e.t.v. horfnar með öllu): Þar er listi yfir fornleifar sem getið er um í ýmsum rituðum heimildum. Fornleifarnar eiga flestar það sammerkt að hafa ekki verið kannaðar á undanförnum áratugum eða hafa alls ekki verið kannaðar að neinu viti. Þar sem í flestum tilvikum er bent á viðkomandi fornleifar í nokkuð gömlum heimildum er alls óvíst að þær séu enn sjáanlegar, heillegar eða hvort um misskilning hafi verið að ræða hjá skrásetjara (þ.e. fyrirbærið gæti verið af náttúrunnar völdum en ekki manna, sbr. t.d. hugmyndir manna um Skeljungsstein í Norðurárdal). Listinn er birtur með ofangreindum fyrirvörum og til yfirlestrar kunnugri mönnum. Fornleifarnar eru flokkaðar eftir staðsetningu og er þá yfirleitt miðað við bújarðir (fornar sem nýrri) og sveitarfélag.

4.20.4 Tillögur, minjasvæði

4.20.4.1 Menningarminjar 1. Byggðasafn Skagfirðinga í samráði við Fornleifavernd ríkisins haldi áfram með og geri

heildarskrá, yfirlitsskrá, yfir fornleifar í sveitarfélaginu. Vísað er í yfirlitsskrá yfir fornleifaskráningar í kafla 4.20.3 hér að framan. Gerð verði áætlun um frekari nákvæma fornleifaskráningu einstakra staða í Skagafirði.

2. Byggðasafnið verði eflt til samstarfs við aðrar stofnanir um menningartengda ferðaþjónustu. Það hafi ásamt Minjaverði Norðurlands vestra og landeigendum umsjón með söguminjum og fornleifum á fornleifaskrá, viðhaldi þeirra og vernd.

3. Markvisst verði unnið að því að Víðimýrarkirkja verði tekin á heimsminjaskrá. 4. Unnið verði að fornleifarannsóknum við Kolkuós, við bæinn og ósinn sjálfan og stuðlað

að viðhaldi og vernd fornleifa sem þar er að finna. 5. Með bæjar- og húskönnunum á Hofsósi og Sauðárkróki var lagður grundvöllur að

verndarstefnu fyrir hús og hverfi. Þessu hefur verið fylgt eftir með deiliskipulagi á Hofsósi. Það verði líka gert á Sauðárkróki og dreifbýli.

4.20.5 Aðalskipulagsuppdráttur, menningarminjar Svæðin eru lituð í samræmi við reglugerð og gefnir bókstafirnir FM- og númer þar sem það á við. 1. Sveitarfélagsuppdráttur: Á svæðunum eru friðaðar fornminjar.

FM-1.1 Sjávarborgarkirkja, Borgarsveit (Skarðshreppi). FM-1.2 Grafarkirkja, Höfðaströnd (Hofshreppi). FM-1.3 Knappstaðakirkja í Stíflu í Fljótum, elsta timburkirkja á landinu. FM-1.4 Glaumbær og Áshús, (Seyluhreppi) Langholti , einnig merkt Þ-1.9 FM-1.5 Víðimýrarkirkja, (Seyluhreppi) , einnig merkt Þ-1.10 FM-1.6 Hvammur, (Skefilsstaðahreppi) Laxárdal.

Page 79: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 71

FM-1.7 Sjávarborg, (Skarðshreppi) Borgarsveit. FM-1.8 Brekka, (Seyluhreppi) FM-1.9 Bústaðir, Lýtingsstaðahreppi Austurdal FM-1.10 Hof, (Lýtingsstaðahreppi) Vesturdal. FM-1.11 Garður (Litli-Garður), (Rípurhreppi) Hegranesi. FM-1.12 Hofsstaðir, (Viðvíkurhreppi) Hofstaðabyggð. FM-1.13 Hof, (Hólahreppi) Hjaltadal. FM-1.14 Hólar, (Hólahreppi). Hjaltadal. FM-1.15 Neðri-Ás,. Hjaltadal. FM-1.16 Reykir, (Hólahreppi) Hjaltadal. FM-1.17 Gröf, (Hofshreppi) Höfðaströnd. FM-1.18 Vatn, (Hofshreppi). Höfðaströnd.. FM-1.19 Húnsstaðir, (Fljótahreppi) Fljótum. FM-1.20 Langhús, (Fljótahreppi) Fljótum.

2. Hofsós FM-2.1 Pakkhúsið Hofsósi á þéttbýlisuppdrætti.

3. Sauðárkrókur Engar fornminjar eru skráðar uppdrátt á Sauðárkróks.

4. Hólar í Hjaltadal FM-4.1 Umhverfi dómkirkjunnar og kirkjugarðsins, allt umhverfi gamla

bæjarstæðisins og gamla torfbæjarins, sjá lið 9 í 4.20.3.1 5. Varmahlíð

Engar fornminjar eru skráðar á aðalskipulagsuppdrátt af Varmahlíð. 6. Steinsstaðir

Engar fornminjar eru skráðar á skipulagsuppdrátt af Steinsstöðum. Mannvirkjagerð á svæðum þar sem fornleifar er að finna er ekki heimil nema með sérstöku leyfi Fornleifaverndar ríkisins. Umhverfis fornleifar skal ekki hróflað við jarðvegi innan 20 m frá ystu mörkum þeirra nema að fengnu leyfi Fornleifaverndar. Áætlanir að hálfu Fornleifaverndar ríkisins um friðlýsingu þjóðminja í sveitarfélaginu liggja ekki fyrir.

4.21 Verndarsvæði vegna grunnvatns- og strandmengunar

4.21.1 Ákvæði reglugerðar Undir þennan flokk falla svæði sem njóta verndar í samræmi við ákvæði mengunarvarnareglugerðar og reglugerðar um neysluvatn vegna grunnvatns og varna gegn sjávarmengun og vatnsmengun. Vatnsverndarsvæði skulu flokkuð í eftirfarandi flokka, sbr. ákvæði reglugerðar um neysluvatn: I. flokkur. Brunnsvæði. II. flokkur. Grannsvæði. III. flokkur. Fjarsvæði. Strandsvæði skulu flokkuð í eftirfarandi flokka vegna varna gegn sjávarmengun, sbr. ákvæði mengunarvarnareglugerðar: Flokkur I. Strandsvæði mikilvæg vegna nytja, lífríkis, jarðmyndana og útivistar. Flokkur II. Önnur strandsvæði. Vatnasvæði skulu flokkuð í eftirfarandi flokka vegna varna gegn vatnsmengun, sbr. ákvæði mengunarvarnareglugerðar: Flokkur I. Svæði sem hafa sérstaka þýðingu vegna nytja af ýmsu tagi, lífríkis, jarðmyndana eða útivistar. Flokkur II. Vötn, ár og lækir sem nýta má til afrennslis. Í svæðis- og aðalskipulagi skal gera grein fyrir og flokka verndarsvæði vegna grunnvatns- og strandmengunar og mengunar í ám og vötnum. Þá skal einnig gera grein fyrir og flokka verndarsvæði vatnsbóla. Þar sem mannvirkjagerð er fyrirhuguð, á eða nærri verndarsvæðum, ber að taka fullt tillit til verndunarákvæða.

Page 80: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 72

4.21.2 Markmið, vatnsvernd Vatnsbólavernd þarf að bæta og til að tryggja neysluvatn til framtíðar hljóti vötn og vatnasvæði viðeigandi vernd við skipulag og framkvæmd sé þess gætt að spilla ekki lífríki vötnum og ám. Vatn er ein af höfuðforsendum lífs og góðar vatnslindir auðlind til framtíðar. Með hliðsjón af ástandi víða um heim getur vinnsla vatns til útflutnings orðið raunhæfur og mikilvægur atvinnuvegur. Forgangsverk er að vernda mun stærri svæði með tilliti til þess að vatnslindum og vatnasvæðum verði ekki spillt, einkum fjalllendi, þó slík verndun sé ekki grundvölluð á rannsóknum á einstökum vatnasviðum. Í framhaldinu gætu rannsóknir leitt til þess að verndun yrði létt af svæðum.

4.21.3 Vatnsverndarsvæði Formlega eru vatnsból Veðramótsveitu vernduð samkvæmt reglugerð, skipt í brunnsvæði og grannsvæði, en ekki annarra veitna. Helstu verndunarsvæði vatnsveitna eru nálægt þéttbýlisstöðunum í héraðinu, Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð og Hólum en einnig eru vatnsveitur í nokkrum sveitum eða sveitahlutum, eins og fram kemur í kafla 4.17.3.4 Vatnsveita.. Verndun nytjavatnssvæða er með þrennu móti, eftir stöðu svæðanna.

• Í einn stað eru vatnstökusvæði núverandi vatnsveitna. • Í annan stað eru aðrennslissvæði vatnsbóla þeirra, sem nýtt eru í atvinnuskyni,

einkum vegna fiskeldis. • Í þriðja lagi eru svo vatnsauðug svæði sem ástæða væri til að halda hlífiskildi yfir til

að fyrirbyggja óþarfa spjöll og eyðingu eða rýrnun auðlindanna á þeim þó svo að engin sérstök nýting sé enn í sjónmáli.

Á aðrennslissvæðum vatnsbóla vatnsveitna ber að afmarka vatnsverndarsvæði, sem skiptast í:

• brunnsvæði, umhverfis vatnsbólið sjálft hið næsta, • grannsvæði, á þeim hluta aðrennslissvæðis vatnsbólanna sem næst því liggur og þar

sem mest hætta er frá mengun, og loks • fjarsvæði, sem spannar hinn fjarlægari hluta aðrennslissvæðisins, þar sem

mengunarhætta er minni og ekki þörf eins strangrar verndar og á grannsvæðunum. Hlutaðeigandi heilbrigðisnefndir skulu sjá til þess að vatnsverndarsvæði séu afmörkuð á grundvelli vatnafræðilegra og jarðfræðilegra aðstæðna. Vatnsverndarsvæði hafa verið afmörkuð fyrir vatnsból Sauðárkróks. Á svæðisskipulagsuppdrætti Miðhálendisins er gerð grein fyrir vatnsverndarsvæðum og þar er aðeins sýndur einn flokkur vatnsverndarsvæða. Svæðin sem merkt eru á uppdrætti Svæðisskipulags Miðhálendisins og talin upp í greinargerð með skipulaginu eru:

1) Tvö svæði við Svartá, Svartárpollar og Runukvísl. 2) Miðhlutur við Jökulsá vestari, 5 svæði. 3) Ásbjargarvötn, 4) Fossá í Hofsafrétt 5) Hraunþúfudrög. Ekki liggja fyrir upplýsingar um önnur vatnsverndarsvæði.

4.21.4 Tillögur, vatnsverndarsvæði Vatnsverndarsvæði verði ofan við 200 m hæð yfir sjó í vestur- og austurfjöllum Skagafjarðar, Tindastóli, Staðar- og Efribyggðarfjöllum og á Tröllaskaga til að tryggja neysluvatn til framtíðar. Vatnsverndarsvæði skulu flokkuð í eftirfarandi flokka, sbr. ákvæði reglugerðar um neysluvatn:

I. flokkur. Brunnsvæði. II. flokkur. Grannsvæði.

Page 81: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 73

III. flokkur. Fjarsvæði. Flokkun strandsvæða verði í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns og ákvæði skipulagsreglugerðar. Strandsvæði skulu flokkuð í eftirfarandi flokka vegna varna gegn sjávarmengun, sbr. ákvæði mengunarvarnareglugerðar: Flokkur I. Strandsvæði, mikilvæg vegna nytja, lífríkis, jarðmyndana og útivistar. Flokkur II. Önnur strandsvæði. Vatnasvæði skulu flokkuð í eftirfarandi flokka vegna varna gegn vatnsmengun, sbr. ákvæði mengunarvarnareglugerðar: Flokkur I. Svæði sem hafa sérstaka þýðingu vegna nytja af ýmsu tagi, lífríkis, jarðmyndana eða útivistar. Flokkur II. Vötn, ár og lækir sem nýta má til afrennslis.

4.21.5 Aðalskipulaguppdráttur, vatnsverndarsvæði Vatnsverndarsvæðin eru lituð í samræmi við reglugerð og gefnir bókstafirnir VV- og númer þar sem það á við. 1. Sveitarfélagsuppdráttur:

VV-1 Vatnsverndarsvæði verði ofan við 200 m hæð yfir sjó í vesturfjöllum Skagafjarðar, Staðar- og Efribyggðarfjöllum, fjarsvæði sem spannar hinn fjarlægari hluta aðrennslissvæðisins, um það bil 630 km² landsvæði þar sem mengunarhætta er minni og ekki þörf eins strangrar verndar og á grannsvæðunum sem eru eftirfarandi svæði:

VV-1.1 Grannsvæði í Staðarfjöllum sunnan og ofan við Sauðárkrók samtals að stærð 100 ha.

VV-1.2 Grannsvæði í hlíðum austan Vatnsskarðs, samtals 100 ha að stærð.

VV-1.3 Grannsvæði fyrir ofan Efribyggð vestan við Steinsstaði, samtals 100 ha að stærð.

VV-2 Vatnsverndarsvæði verði ofan við 200 m hæð yfir sjó í Tindastóli, er fjarsvæði, sem spannar hinn fjarlægari hluta aðrennslissvæðisins, um það bil 70 km² landsvæði þar sem mengunarhætta er minni og ekki þörf eins strangrar verndar og á grannsvæðunum sem eru eftirfarandi svæði:

VV-2.1 Grannsvæði í Tindasóli, (Gönguskörðum) samtals 150 ha að stærð. VV-3 Vatnsverndarsvæði verði ofan við 200 m hæð yfir sjó í austurfjöllum

Skagafjarðar, á Tröllaskaga, eru fjarsvæði, sem spanna hinn fjarlægari hluta aðrennslissvæðisins, um það bil 700 km² landsvæði þar sem mengunarhætta er minni og ekki þörf eins strangrar verndar og á grannsvæðunum sem eru eftirfarandi svæði:

VV-3.1 Grannsvæði í Hólabyðu samtals 100 ha að stærð. VV-3.2 Grannsvæði í fjallinu norðaustur af Hofsós, samtals að stærð 100 ha.

2. Hofsós Engin vatnsverndarsvæði eru á Hofsósi.

3. Sauðárkrókur Engin vatnsverndarsvæði eru á Sauðárkróki.

4. Hólar í Hjaltadal Engin vatnsverndarsvæði eru á Hólum í Hjaltadal.

5. Varmahlíð Engin vatnsverndarsvæði eru í Varmahlíð.

6. Steinsstaðir Engin vatnsverndarsvæði eru á Steinsstöðum.

Page 82: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 74

Vatnasvæði skulu flokkuð vegna varna gegn vatnsmengun, sbr. ákvæði mengunarvarnareglugerðar. Flokkun strandsvæða verði í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns og ákvæði skipulagsreglugerðar.

4.21.6 Mat á umhverfisáhrifum, vötn, ár og sjór. Sjá Umhverfisskýrslu kafla 3.3.2, Vatnsvernd.

4.21.7 Framkvæmd skipulagstillögunnar, vatnsverndarsvæði Eins og fram kemur hér að framan er öll starfsemi sem getið er um óbreytt og flokkun vatnsverndarsvæða við Sauðárkrók er lokið og áformað er að flokkun annarra svæða verði lokið á næstu 4 árum. Flokkun vatnasvæða hefur ekki farið fram en stefnt er að því að þeirri vinnu verði lokið á næstu 4 árum. Flokkun strandsvæða skal lokið á næstu 4 árum eða áður en framkvæmdir við skólpdælustöð á Sauðárkróki hefst.

Page 83: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 75

4.22 Hverfisverndarsvæði

4.22.1 Ákvæði reglugerðar Um hverfisverndarsvæði gilda sérstök ákvæði í skipulagsáætlunum sem sveitarstjórnir hafa sett og kveða á um verndun sérkenna eldri byggðar eða annarra menningarsögulegra minja, s.s. einstakra bygginga, mannvirkja eða húsaþyrpinga, náttúruminja eða trjágróðurs sem æskilegt er talið að vernda vegna sögulegs, náttúrulegs eða menningarlegs gildis, án þess að um lögformlega friðun sé að ræða. Í aðalskipulagi skal gera grein fyrir svæðum sem njóta eiga hverfisverndar, staðsetningu þeirra og helstu einkennum og hvaða reglur gilda á hverju þeirra um landnotkun, umgengni og mannvirkjagerð. Gera skal grein fyrir hvaða þættir í umhverfi viðkomandi svæðis skulu njóta forgangs og tiltekinnar verndunar og hvaða réttindi, skyldur og kvaðir eru samfara hverfisvernd fyrir stjórnvöld og borgara varðandi landnotkun og framkvæmdir. Gera skal grein fyrir hvaða landnotkun er fyrirhuguð á hverfisverndarsvæðum og hvernig hún fellur að reglum sem gilda á hverju svæði fyrir sig. Öll svæði sem um gildir staðfest hverfisvernd samkvæmt aðalskipulagi skulu deiliskipulögð ef framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Í deiliskipulagi er landnotkun, mannvirkjagerð og umgengni nánar útfærð í samræmi við reglur settar í svæðis- og aðalskipulagi. Þegar unnið er deiliskipulag í þegar byggðu hverfi skal samhliða gerð bæja- og húsakönnun sem skal höfð til hliðsjónar.

4.22.2 Markmið, hverfisverndarsvæði Áhersla verði á sjálfbæra nýtingu.

4.22.3 Hverfisverndarsvæði búsetuminja Hofsós: Eins og fram kemur í kafla 4.1.3 hér að framan var deiliskipulag fyrir Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann á Hofsósi gert í kjölfar bæjar- og húskönnunarinnar og það samþykkt síðla árs 2000. Þessir bæjarhlutar eru hinn gamli Hofsós og markmið deiliskipulagsins var að vernda sérkenni byggðar meira en einstök hús, sem sum voru léleg orðin, en opna þó leið til þess að byggt yrði inn í byggðina á stöðum þar sem hús höfðu staðið áður. Starfsemi Vesturfarasetursins á Hofsósi hafði gengið vel og áform voru um að byggja upp fyrir viðameiri starfsemi á þeim grundvelli, nýta staðhætti og snúa vörn í sókn á Hofsósi. Í greinargerð deiliskipulagsins segir svo um meginþætti þess: “Deiliskipulagstillagan er í raun safn af mörgum tillögum. Þær helstu að stuðla að því að vernda

- hús og önnur sérstæð byggingarverk, - gróna starfsemi, - einkenni hvers af hinum fjórum hlutum gömlu byggðarinnar, - heildarsvipmót gamla þorpsins.

Leitast er við viðhalda mynd gamals verslunarstaðar í Plássinu, vettvangi vélbátaútgerðar með uppsátri á Sandinum, þorps í mótun á Brekkunni og samstæðri húsahvirfingunni á Bakkanum. Áhersla er lögð á að ný hús og viðbyggingar falli að þeim húsum sem fyrir eru hvað varðar stærðir, húsagerð, byggingarefni og liti og að viðbyggingar verði ekki ríkjandi húshlutar. Fyrir þá mynd, sem reynt er að vernda, er áhersla á að hafnarmannvirkin nýtist bátaútgerðinni, að húsdýrahald verði áfram á Brekkunni, að ekki verði “rýmt” fyrir bílaumferð og að fjaran haldist sem óbrotið náttúrusvæði. Miðhálendið Almenn verndarsvæði: Verndarsvæði fela í sér alhliða verndargildi sem tekur til náttúruminja, þjóðminja og mikilvægustu lindasvæða. Ennfremur svæði með mikið útivistargildi, þ.á.m. jaðarsvæði við byggð. Sunnan við Náttúruverndarsvæði er Almennt verndarsvæði í Svæðisskipulagi Miðhálendisins frá Fjórðungskvísl að Austari-Jökulsá og Pollagili og meðfram austanverðum Hofjökli. Svæðið er hrjóstrugt en áhugavert út frá jarðfræði m.a. vegna jökulgarða. Við Austari-Polla er fjöldi tjarna og nokkuð af rústum. Pollagil er sérkennilega bugðótt þar sem það er grafið í berg og þykka setlagstapa.

Page 84: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 76

4.22.4 Tillögur, hverfisverndarsvæði náttúruminja

1. Sveitarfélagsuppdráttur: 1. Í samvinnu við Náttúrustofu, Umhverfisstofnun og landeigendur verði skógarleifar

í Hrollleifsdal friðlýstar með reglugerð sem lýsi sérkennum svæðisins, tilgangi friðunar og umgengni við náttúru svæðisins.

2. Hverfisvernd verði á svæðum norðan Hofsjökuls og merkt eru á uppdrætti Svæðisskipulags Miðhálendisins sem náttúruverndarsvæði og ekki eru á Náttúruminjaskrá.

2. Hofsós: 1. Hverfisvernd verði á stuðlabergsklettum í Staðarbjargavík, brekkunum við hana og

á fjörunni frá Naustavík suðurundir athafnasvæði við fiskverkunarhús. 2. Hverfisvernd verði á gömlu bæjarhlutunum, Kvosinni, Sandinum, Brekkunni og

Bakkanum í samræmi við deiliskipulag af svæðinu sem gert var í kjölfar bæjar- og húsakönnunar árið 2000.

3. Sauðárkrókur: Hverfisvernd verður á hluta almenns útivistarsvæðis norðan við

Alexandersflugvöll. Tjarnir og fuglalíf verður verndað sem skoðunarsvæði.

4.22.5 Aðalskipulagsuppdráttur, hverfisverndarsvæði Svæðin eru lituð í samræmi við reglugerð og gefnir bókstafirnir HV- og númer þar sem það á við. 1. Sveitarfélagsuppdráttur:

HV-1.1 Hverfisvernd verður á skógarleifum í Hrolleifsdal samkvæmt reglum sem fram komi í 4.22.7 . Stærð svæðisins er um 1.600 ha.

HV-1.2 Hverfisvernd á Miðhálendinu Sunnan við Svæði N1.1 sem er á Náttúruverndarskrá er Almennt náttúruverndarsvæði í Svæðisskipulagi Miðhálendisins frá Fjórðungskvísl að Austari-Jökulsá og meðfram austanverðum Hofsjökli. Svæðið hverfisverndað samkvæmt reglum sem fram komi í 4.22.7.

2. Hofsós HV-2.1 Hverfisvernd verði á fjörunni frá Naustavík suðurundir athafnasvæði

við fiskverkunarhús samkvæmt reglum sem fram komi í 4.22.7. Stærð svæðisins 5,0 ha.

HV-2.2 Hverfisvernd verði á stuðlabergsklettum í Staðarbjargavík og brekkunum við hana. samkvæmt reglum sem fram komi í kafla 4.22.7 Stærð svæðisins 5,2 ha.

HV-2.3 Hverfisvernd verði á gömlu bæjarhlutunum, Kvosinni, Sandinum, Brekkunni og Bakkanum í samræmi við deiliskipulag af svæðinu sem gert var í kjölfar bæjar- og húsakönnunar árið 2000. Stærð svæðisins 8,5 ha.

3. Sauðárkrókur HV-3.1 Hverfisvernd verður á hluta almenns útivistarsvæðis norðan við

Alexandersflugvöll. Tjarnir og fuglalíf verður verndað sem skoðunarsvæði. Stærð svæðisins 5 ha.

HV-3.2 Hverfisvernd er lögð til á gamla bæjarhlutunum í samræmi við deiliskipulag af svæðinu sem staðfesta var af ráðherra 1986. Í bæjar- og húsakönnun sem lauk árið 2001 er lagður grundvöllur að verndarstefnu sveitarstjórnar fyrir bæjarhlutann. (sjá 3.7.9.2.2)

4.22.6 Mat á umhverfisáhrifum, hverfisvernd. Sjá Umhverfisskýrslu kafla 3.3.1, Hverfisvernd.

Page 85: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 77

4.22.7 Framkvæmd skipulagstillögunnar, hverfisvernd. Verndunarákvæði eru sett fram í skipulagsskilmálum á uppdrætti og byggingarskilmálum í greinargerð með deiliskipulagi af svæðum í þéttbýli Eftirfarandi hverfisverndarreglur taka m.a. mið af tillögum í Svæðisskipulagi Miðhálendisins og ná til svæðanna (HV-3,1)við Alexandersflugvöll,(HV-1,1) í Hrollleifsdal, (HV-1,2) á náttúruverndarsvæði Miðhálendisins og svæðanna við Hofsós, (HV-2.1) Naustavík og (HV-2,2), Staðarbjargavík:

• Hefðbundnar landbúnaðarnytjar geta haldist eins og verið hefur.

• Halda skal framkvæmdum í lágmarki og þær leiði til eins lítillar röskunar og kostur er.

• Vega- og/eða slóðagerð verði háð leyfum.

• Framkvæmdir verða háðar leyfum og í samræmi við samþykkt deiliskipulag þar sem það á við.

• Almennt er reiknað með að gönguleiðir séu einungis merktar með staurum eða litlum vörðum. Yfir læki og votlendi er reiknað með einföldum trébrúm.

4.23 Skipulagi frestað.

4.23.1 Ákvæði laga og reglugerðar. Samkvæmt 20 gr. Skipulags- og byggingarlaga nr.73 frá 28 maí 1997 með síðari breytingum er heimilt að fresta gerð skipulagsáætlana fyrir ákveðið svæði. „20. gr. Frestun á gerð eða staðfestingu aðalskipulags.Sveitarstjórn er heimilt að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og með samþykki ráðherra að fresta um ákveðið árabil, þó ekki lengur en um fjögur ár í senn, gerð aðalskipulagsáætlunar fyrir ákveðið svæði ef óvissa ríkir um atriði sem haft geta veruleg áhrif á framkvæmd skipulagsins.Ráðherra getur, að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar, frestað staðfestingu á aðalskipulagi fyrir ákveðið landsvæði, þó ekki lengur en um fjögur ár í senn, ef nauðsyn þykir til að samræma betur skipulagsáætlanir aðliggjandi sveitarfélaga. Slík svæði skal auðkenna á uppdrætti.“

4.23.2 Markmið. 1. Vatnsafl verði virkjað þar sem virkjanir eru hagkvæmar fyrir íbúa héraðsins og valda

litlu umhverfisraski.

4.23.3 Veitur, svæði og staðsetning. RARIK á meirihluta í Héraðsvötnum, hlutafélagi þess, Akrahrepps og KS. Það hefur rétt til að virkja Héraðsvötn við Villinganes samkvæmt lögum frá Alþingi og lögð hefur verið vinna í undirbúning þeirrar virkjunar. Jafnhliða er leitað að kaupanda fyrir orkuna og þá er ekki síst horft til þess hvort unnt er finna iðnfyrirtæki sem notar hæfilega mikla orku og vænlegt væri að setja niður í Skagafirði. Fyrir liggur svæðisskipulag fyrir miðhálendi Íslands þar sem gert er ráð fyrir miðlunarlóni fyrir Skatastaðavirkjun, Bugslóni. Landsvirkjun hefur virkjunarréttinn og hefur gert ráð fyrir stöðvarhúsi við Skatastaði í Akrahreppi með aðrennslisgöngum í Sveitarfélaginu Skagafirði. Landsnet hefur hafið undirbúning að lagningu 220 kV háspennulínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Í tillögum Landsnets er gert ráð fyrir að línan liggi um Vatnsskarð og þaðan eru tveir valkostir. Annars vegar svokölluð Efribyggðaleið (valkostur 1) frá Kolgröf og áleiðis inn að Mælifelli og þaðan yfir Reykjatungu og Héraðsvötn við Flatatungu. Hins vegar Héraðsvatnaleið að Stokkhólma (valkostur 2) og síðan suður farveg Héraðsvatna nálægt sveitarfélagsmörkum Akrahrepps að Flatatungu. Framhald línunnar liggur inn Norðurárdalinn.

4.23.4 Skipulagi frestað, tillögur, veitur. Rætt hefur verið um virkjanir í Héraðsvötnum þ.e.a.s. við Skatastaði og Villinganes. Virkjanir í Héraðsvötnum koma aðeins til greina að undangengnum víðtækum rannsóknum og almennri upplýstri umræðu um kosti og galla, þar sem m.a. verði leitað álits íbúa Skagafjarðar. Ennfremur er það skilyrði fyrir tillögunni að mögulegir virkjunarréttir verði á höndum Skagfirðinga og einungis nýttir til eflingar atvinnu og mannlífs innan héraðs.” Bygging Villinganesvirkjunar verði samkvæmt lögum og með þeim skilyrðum sem fram komu

Page 86: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 78

í úrskurði Umhverfisráðherra við umhverfismat virkjunarinnar. Unnið verði að nánari tillögugerð á svæðum sem tengjast virkjun við Skatastaði, sem byggist á rannsóknum á áhrifum virkjunarinnar á lífríki á vatnasvæði Héraðsvatna. Einnig verði unnar áætlanir um varnir gegn landrofi jarða er liggja að Héraðsvötnum og við ósa Vatnanna, ásamt mati á hugsanlegum afleiðingum og ávinningi mismunandi valkosta fyrir náttúru, mannlíf og atvinnulíf í Skagafirði. Í Tillögu að 220 kV háspennulínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar er gert ráð fyrir nýrri 220 kw línu frá Blöndu að Kolgröf þar sem tvær leiðir komi til greina – þ.e Efribyggðarleiðin og leiðin fram miðhéraðið (Héraðsvatnaleið). Afstaða til leiðanna verði ekki tekin þar til nánari útfærsla og hönnun liggur fyrir, báðar leiðir sýndar á uppdrætti en skipulagi frestað Áhrif þess að fresta skipulagi á áformuðum virkjunarsvæðum eru að á meðan svo er verður ólíklegt að orkufrek stóriðja rísi á iðnaðarsvæðinu í Viðvíkursveit. Það hefur síðan það í för með sér að hægja muni á uppbyggingu íbúða í Skagafirði. Frestun á skipulagi byggðalína á milli Blönduvirkjunar og Akureyrar hefur ekki áhrif á stefnumörkun eða uppbyggingu í sveitarfélaginu.

4.23.5 Aðalskipulagsuppdráttur skipulagstillögunnar, Skipulagi frestað, veitur. Svæðin eru lituð í samræmi við reglugerð og gefnir bókstafirnir SF og númer þar sem það á við. 1. Sveitarfélagsuppdráttur:

SF-1.1 Villinganesvirkjun samkvæmt lögum og staðfestu umhverfismati, SF-1.2 Skatastaðavirkjun hluti mannvirkja einnig í Akrahreppi,skipulagi

frestað

Ný byggðalína Ný Byggðalína, tillaga að 220 kV háspennulínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar er merkt inn á sveitarfélagsuppdráttinn. Í tillögunni verði gert ráð fyrir nýrri 220 kV línu frá Blöndu að Kollagröf þar sem tvær leiðir komi til greina – þ.e Efribyggðarleiðin og leiðin fram miðhéraðið (Héraðsvatnaleið).

4.23.6 Mat á umhverfisáhrifum, veitur. Sjá Umhverfisskýrslu kafla 3.4.2, Veitur.

4.23.7 Framkvæmd skipulagstillögunnar, veitur. Eins og fram kemur hér að framan er gert ráð fyrir að skipulagi verði frestað um fjögur ár og þá verði málið tekið upp aftur i sveitarstjórn.

4.24 Samantekt umhverfisskýrslu Líkleg áhrif tillögu að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru á heildina litið óveruleg til jákvæð á samfélag sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir auknu framboði íbúðarlóða, góðu aðgengi og tengslum við nágranna sveitarfélög með bættu gatnakerfi. Einnig er gert ráð fyrir að varðveita sérkenni í náttúrufari, landslagi og lífríki Skagafjarðar. Styðja við skjólbelta- og skógrækt og að skógrækt falli vel að landslagi, stuðla að verndun skógarminja á viðeigandi hátt og áframhaldandi uppbyggingu útivistar- og afþreyingarstarfsemi. Hætta er á neikvæðum áhrifum iðnaðaruppbyggingar í Viðvíkursveit (sjá I-1.1) á náttúrufar og auðlindir eins og jarðmyndanir, lífríki, strandlengju, jarðefnanotkun, orkunotkun, vatnsnotkun, ásýnd landslags og landrými. Einnig er líklegt að nálægð iðnaðarsvæðisins við sérhæft útivistarsvæði hafi neikvæð áhrif á gildi þess. Áhrifin eru þó ávallt háð þeirri gerð iðnaðar sem fyrirhugaður er á svæðinu en í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar kemur fram að gert sé ráð fyrir orkufrekum iðnaði á svæðinu.

Page 87: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 79

Óvissa ríkir þó um áhrif iðnaðaruppbyggingar þar sem ekki liggur fyrir um hvers konar iðnað mun verða að ræða né hvernig orkuöflun muni verða háttað fyrir slíka starfsemi. En með frestun Villinganes- og Skatastaðvirkjana (sbr. kafla. 3.4.2) ríkir óvissa um tímasetningu iðnaðaruppbyggingar í Skagafirði. Iðnaðaruppbygging í sveitarfélaginu hefði líklega verulega jákvæð áhrif á efnahag og félagslegt umhverfi. Aukin atvinna myndi skapast bæði í beinum tengslum við framkvæmdir tengdum iðnaðaruppbyggingu sem og afleiddum störfum. Einnig er hætta á óverulegum til neikvæðum áhrifum sorpförgunarsvæðis við Brimnes í Viðvíkursveit (sjá S-1.1) á náttúrufar og auðlindir eins og jarðfræði og jarðmyndanir, lífríki, landrými og ásýnd landslags. Líklegt er að nálægð sorpförgunarsvæðis við sérhæft útivistarsvæði hefði neikvæð áhrif á gildi þess. Umfang áhrifa er þó háð tilhögun og umfangi starfseminnar og er hér vísað til þess hvort svæðið muni einnig þjóna sem sorpurðunarstaður fyrir nálæg sveitarfélög. Með flutningi á sorpförgunarsvæði af Reykjarströnd í Viðvíkursveit (sjá I-1.2) er líklegt að áhrifin verði verulega jákvæð þar sem sorpförgunarsvæði er flutt fjær byggð og þau óþægindi sem kunna að hafa verið af völdum þess, s.s eins og lykt, fuglager og smithætta, hverfa. Áhrif efnistöku í sveitarfélaginu á náttúrufar og auðlindir eins og jarðfræði og jarðmyndanir, jarðefnanotkun og ásýnd landslags eru líkleg til að vera óveruleg/neikvæð. Áhrif efnistöku fer þó eftir umfangi hennar og eftirspurn og helst í hendur við uppbyggingu í sveitarfélaginu. Áhersla sveitarstjórnar er á stjórnun efnistökusvæða og að þeim verði fækkað og lokað enda um töluverðan fjölda að ræða Búast má við jákvæðum áhrifum vegna samgangna á samfélag með bættri tengingu atvinnu- og þjónustusvæða, á öryggi, efnahag, loftgæði og orkunotkun en neikvæðum á náttúrufar og auðlindir eins og jarðmyndanir, lífríki landslag og landrými. Áhrif samgangna fer þó eftir þeirri uppbyggingu sem ráðist verður í á skipulagstímabilinu. Möguleiki er talin vera á samlegðaráhrifum sem tengjast iðnaðarsvæði og sorpförgunarsvæði við Brimnes. Þessi áhrif geta orðið neikvæð þegar starfsemi þessara svæða hefur náð fullu umfangi.

4.24.1 Umhverfissjónarmið við afgreiðslu skipulagsáætlunarinnar“. Í samræmi við 9. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana leggur Sveitarfélagið Skagafjörður fram samantekt á því hvernig umhverfissjónarmið hafa verið felld inn í skipulagsáætlunina, hvernig höfð hefur verið hliðsjón af umhverfisskýrslu og athugasemdum sem bárust á kynningartíma við tillögu og umhverfisskýrslu og rökstuðningur fyrir endanlegri áætlun, í ljósi þeirra valkosta sem skoðaðir voru. Í vinnu að gerð aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar var lögð á áhersla á samanburð valkosta fyrir sorpförgunarsvæði, samgöngur og iðnaðar- og hafnarsvæði í Viðvíkursveit. Í kjölfar athugasemda við tillögu að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og drög að umhverfisskýrslu var bætt við valkostum til skoðunar og farið yfir þau umhverfissjónarmið sem fram komu um stefnu Sveitarfélagsins um landnotkun.

Sorpförgun Við vinnslu aðalskipulagsins voru umhverfissjónarmið tekin til greina við mat á valkostum en þeir voru sorpförgunarsvæði við Brimnes í Viðvíkursveit og sorpförgunarsvæði utan Skagafjarðar. Stefna aðalskipulagsins um sorpförgun er talin hafa áhrif á umhverfið að því leyti að óbrotið land er tekið undir nýtt sorpförgunarsvæði, sem mun skera sig verulega úr náttúrulegu landslagi og hafa áhrif á ásýnd svæðisins sem er að hluta til útivistarsvæði til sérstakra nota. Einnig eru líkleg samlegðaráhrif af uppbyggingu iðnaðar á landslag og ásýnd. Sorpförgun hefur neikvæð áhrif sama hvar hún verður staðsett. Auk ofangreindra áhrifa hefur hún áhrif á lykt og hugsanlega aðra landnotkun, eins og kom fram í athugasemdum. Það mun hafa minnst neikvæð áhrif á Sveitarfélagið Skagafjörð að staðsetja sorpförgun utan sveitarfélagsins eins og hugsanlegt er að verði skv. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2007-2020 og er sveitarfélagið fylgjandi þeirri stefnu, eins og kemur fram í kafla 4.10.3. Það er þó mikilvægt að mati Sveitarfélagsins Skagafjarðar að þar til sameiginleg sorpförgun fyrir

Page 88: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 80

Norðurland vestra verði endanlega ákveðin, hafi Sveitarfélagið Skagafjörður sett fram á skipulagi hvar þess háttar starfsemi yrði staðsett í sveitarfélaginu. Eftir athugasemdir íbúa við staðsetningu sorpförgunarsvæðis var farið yfir staðarval og umfang helstu áhrifa. Einnig var lagt mat á hvort áhrif yrðu á menningarminjar, en þeim stendur ekki ógn af fyrirhuguðu sorpförgunarsvæði þar sem skráðar menningarminjar liggja utan þess. Það er stefna sveitarfélagsins að ef og þegar ákvörðun og rekstrarfyrirkomulag sameiginlegs sorpförgunarsvæðis liggur fyrir mun landnotkun um sorpförgun við Brimnes víkja og felld út af aðalskipulagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Til að bregðast við athugasemdum um sorpförgunarsvæði hefur Sveitarfélagið Skagafjörður lagt fram ákveðin skilyrði fyrir sorpförgunarsvæðinu sem ætlað er að tryggja að neikvæð umhverfisáhrif verði sem minnst. Þessi skilyrði eru:

• Í mati á umhverfisáhrifum mögulegs sorpförgunarsvæðis skal áhersla lögð á loftgæði, landslag, lífríki og landnotkun og þá fyrst og fremst útivist og landbúnað.

• Í deiliskipulagi skal taka tillit til menningarminja í grennd við fyrirhugað sorpförgunarsvæði, og að lögð sé áhersla á að takmarka fok frá sorpförgunarsvæði og sjónræn áhrif þess.

• Þegar upplýsingar úr mati á umhverfisáhrifum og deiliskipulagi liggja fyrir verði gerð áætlun um vöktun og mótvægisaðgerðir vegna ofangreindra áhrifa og vöktun, eftir því sem þurfa þykir.

Iðnaðar- og hafnarsvæði Við mat á áhrifum stefnu aðalskipulagsins um iðnaðar- og hafnarsvæði í Viðvíkursveit var litið til samfélags, lífríkis, strandlengju, landslags, landrýmis, jarðefnanotkunar og jarðfræði. Stefnan er talin hafa neikvæð áhrif á lífríki, landbúnaðarland, landslag og veruleg neikvæða áhrif á útivistarsvæði, ef ekki verði gripið til ákveðinna aðgerða við uppbyggingu iðnaðar. Einnig mun strandlengjan breytast með tilkomu nýs hafnarsvæðis. Hins vegar er stefnan í aðalskipulaginu talin hafa veruleg jákvæð áhrif á samfélag Sveitarfélagins Skagafjarðar og vera nauðsynlegur grundvöllur fyrir atvinnu og jákvæða byggðaþróun á skipulagstímabilinu. Sveitarfélagið hefur við val á staðsetningu iðnaðar- og hafnarsvæða gætt þess að vera utan verndarsvæða, að hafa ákveðna fjarlægð frá þéttbýli, til að draga úr hugsanlegum hagsmunaárekstrum og að nýta auðlindir og staðhætti sveitarfélagsins til atvinnuuppbyggingar. Ákveðin óvissa er um eðli áhrifa vegna iðnaðarsvæðis, þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um hvers konar iðnað verður að ræða. Við ákvörðun um staðsetningu var litið til ofangreindra umhverfissjónarmiða, en það er mat Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hagsmunir og ávinningur af stórfelldri atvinnuuppbyggingu vegi þyngra en möguleg neikvæð áhrif á umhverfið. Jafnframt eru sett skilyrði til að draga úr neikvæðum áhrifum: Við uppbyggingu iðnaðar- og hafnarsvæða beri að leita leiða til að draga úr hugsanlega neikvæðri ásýnd iðnaðarsvæðis og takmarka áhrif á útivistarsvæði. Ef áform um iðnað eru háð lögum um mat á umhverfisáhrifum skal í matsvinnu leggja áherslu á ásýnd, loftgæði, hávaða og áhrif á aðra landnotkun. Þegar ítarlegri upplýsingar liggja fyrir um framkvæmdir og hugsanleg áhrif skal leggja fram áætlun um vöktun og mótvægisaðgerðir.

Samgöngur Umfjöllun um stefnu skipulagsins um samgöngur hefur m.a. snúist um tengingar Skagafjarðar við aðliggjandi sveitarfélög til að stækka og styrkja atvinnu- og þjónustusvæði, m.a. í samræmi við byggðaáætlun. Athugasemdir um stefnu skipulagsáætlunarinnar í samgöngumálum bárust frá Vegagerðinni, Leið ehf. og íbúum í Fljótunum. Í kjölfar þess voru bornir saman staðarvalkostir jarðganga milli Fljóta og Siglufjarðar, ásamt núll kosti. Tilgangur þessara framkvæmda er fyrst og fremst sá að stækka þjónustu- og atvinnusvæði Skagafjarðar, sem er talið mikilvægt samhliða uppbyggingu iðnaðar í Viðvíkursveit og því kemur 0-kostur ekki til greina. Í samanburði á ofangreindum valkostum jarðganga er

Page 89: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 81

niðurstaðan að neikvæð áhrif þeirra eru ekki veruleg eða frábrugðin, miðað við fyrirliggjandi gögn. Þá ber að geta þess að áformuð jarðgöng eru í samræmi við tillögu að aðalskipulagi Fjallabyggðar 2003-2023. Sveitarfélagið Skagafjörður telur því ekki ástæðu til að breyta staðsetningu ganganna frá því sem áður hefur verið kynnt. Vegna legu Hringvegar voru tillögur Vegagerðarinnar, Leiðar ehf. og stefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar bornar saman. Við vinnslu aðalskipulagsins voru umhverfissjónarmið tekin til greina við mat á áðurnefndum valkostum. Líklegt þykir að tillögur Vegagerðarinnar og Leiðar ehf. muni stuðla að bættu umferðaröryggi þar sem umferð er beint frá þéttbýli. Hins vegar munu ný vegstæði liggja að einhverju leyti um mýrlendi og ræktað land. Einnig mun nýr vegur vera nokkuð áberandi enda mun hann liggja þvert yfir Skagafjörð. Ekki er marktækur munur á umhverfisáhrifum tillögu Leiðar ehf. og Vegagerðarinnar. Með breytingu á legu Hringvegar, samkvæmt tillögum Vegagerðarinnar og Leiðar ehf., fellur Varmahlíð úr leið, en hún er mikilvæg þjónustumiðstöð fyrir íbúa í suðurhluta sveitarfélagsins. Leiða má líkur að því að ef hún fellur úr alfaraleið er líklegt að ekki verði rekstrargrundvöllur fyrir þeirri þjónustu og verslun sem er í dag. Slíkt gengur þvert á stefnu sveitarfélagsins. Á meðan ekki liggja fyrir áætlanir hvernig unnt verði að tryggja þjónustu og verslun í þessum hluta sveitarfélagsins og samanburð við lagfæringu á Hringveginum um Varmahlíð m.t.t. umferðaröryggis, mun Sveitarfélagið Skagafjörður ekki breyta legu Hringvegarins. Sveitarfélagið mun í kjölfar staðfestingar á aðalskipulaginu leita samráðs við Vegagerðina um undirbúning að endurskoðun á stofnvegakerfi sveitarfélagsins.

4.24.2 Vöktun og mótvægisaðgerðir Vöktun helstu neikvæðra áhrifa verði liður í hefðbundinni skipulagsvinnu við reglulega endurskoðun aðalskipulags, þar sem lagt er mat á þróun umhverfisþátta frá fyrra skipulagi. Í tengslum við fyrirhugaðan iðnað og sorpförgun í Viðvíkursveit, mun Sveitarfélagið Skagafjörður gera kröfu um vöktun og mótvægisaðgerðir í samræmi við upplýsingar sem fram koma í mati á umhverfisáhrifum, deiliskipulagi og leyfisumsóknum. Einnig mun sveitarfélagið hafa umfjöllun umhverfisskýrslu til hliðsjónar og gæta mögulegra áhrifa vegna nálægðar iðnaðarsvæðis og sorpförgunarsvæðis við útivistarsvæði. Lögð verður áhersla á að viðkomandi aðilar grípi til viðeigandi mótvægisaðgerða. Þar sem framkvæmd aðalskipulagsins kemur ekki til með að raska votlendissvæðum er ekki talin þörf á sérstökum aðgerðum um endurheimt votlendis. En vegna mikilvægis þessara svæða leggur Sveitarfélagið Skagafjörður áherslu á að ef framkvæmdir komi til með að raska votlendi, skal meta raunhæfi þess að endurheimta votlendi á þeim votlendissvæðum sem talin eru upp í kafla 2.8.3.3. Með því móti er á kerfisbundinn hátt hægt að endurheimta votlendi í sveitarfélaginu í stað þess sem kann að raskast við framkvæmdir.

Page 90: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 82

Eftirtaldar framkvæmdir eru háðar mati á umhverfisáhrifum: Samkvæmt viðauka 1 í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum þurfa loftlínur

sem eru utan þéttbýlis og flytja raforku með 66kV spennu eða hærri að fara í mat á umhverfisáhrifum.

Samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum þurfa förgunarstöðvar sem urða meira en 500t/ári að fara í mat á umhverfisáhrifum.

Samkvæmt viðauka 1 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 eru hafnir þar sem skip stærri en 1.350 tonn geta siglt um ávallt háðar mati á umhverfisáhrifum. Samkvæmt viðauka 2 þessara sömu laga þá eru landfyllingar sem eru 5 ha eða stærri einnig háðar mati á umhverfisáhrifum.

Samkvæmt viðauka 2 í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum ber framkvæmd þar sem nýræktun skóga á 200 ha svæði eða stærra eða á verndarsvæðum og ruðningur á náttúrulegum skógi að fara í umhverfismat.

Samkvæmt viðauka 1 og 2 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 þá eru ákveðin samgöngumannvirki háðar mati á umhverfisáhrifum. Líklegt þykir að þessi lög nái til hluta eða allra þeirra framkvæmda sem lagðar eru til í aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.

Samkvæmt viðauka 2 í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum ber að tilkynna til Skipulagsstofnunar djúpboranir eftir jarðhita á lághitasvæðum ef ölkeldur, laugar eða hverir eru á yfirborði eða í næsta nágrenni borholusvæðis.

Samkvæmt viðauka 1 í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum er skolphreinsistöð fyrir 50.000 persónueiningar eða meira háð mati á umhverfisáhrifum.

Samkvæmt viðauka 1 og viðauka 2 í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum kunna efnisnámur að vera matsskyldar.

Page 91: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 83

4.25 Uppdrættir og fylgiskjöl

4.25.1 Aðalskipulagsuppdráttur, Sveitarfélagsuppdráttur

4.25.2 Aðalskipulagsuppdráttur, Þéttbýlisuppdráttur

4.25.3 Upplýsingauppdráttur, 2.7,1 Efnisnámur

4.25.4 Skrá (blað 1-3) 4.14.3 Efnisnámur

4.25.5 Upplýsingauppdráttur, 3.10,1 Raforkukerfið

4.25.6 Upplýsingakort, 3.6.1.8 Norðurlandsskógar

4.25.7 Upplýsingakort, 3.9.1-1 Vegakerfið

Page 92: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 84

4.25.1 Aðalskipulagsuppdráttur, Sveitarfélagsuppdráttur

Page 93: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 85

4.25.2 Aðalskipulagsuppdráttur, Þéttbýlisuppdráttur

Page 94: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 86

4.25.3 Upplýsingauppdráttur, 2.7.1 Efnisnámur

Page 95: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 87

Heimildir. Vegagerðin, Námuskrá 2007.

4.25.4 Skrá (blað 1-3) 4.14.3 Efnisnámur Efnisnámur á láglendi Skagafjarðar: Skrá 4.9.4 bls 1

Page 96: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 88

Heimildir. Vegagerðin, Námuskrá 2007. Efnisnámur á láglendi Skagafjarðar: Skrá 4.9.4 bls 2

Page 97: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 89

Heimildir. Vegagerðin, Námuskrá 2007. Efnisnámur á láglendi Skagafjarðar: Skrá 4.9.4 bls. 3

Page 98: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 90

4.25.5 Upplýsingauppdráttur, 3.101 Raforkukerfið

Page 99: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 91

4.25.6 Upplýsingakort, 3.6.1.8 Norðurlandsskógar

Page 100: Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 desember 2009 … · 2013-05-21 · Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 LENDIS 1. OG 4. KAFLI 3 Við gerð 4. tillögu og

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

LENDIS 1. OG 4. KAFLI 92

4.25.7 Upplýsingakort, 3.9.1-1 Vegakerfið