aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 samhæfing...

31
Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík Júní 2011

Upload: others

Post on 22-Mar-2021

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

Aðgerðaáætlun um sjálfbæra

orkunýtingu í Reykjavík

Júní 2011

Page 2: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

i

Efnisyfirlit Ágrip ..................................................................................................................................... 1

1 Inngangur ......................................................................................................................... 2

2 Stefnumótun Reykjavíkurborgar ......................................................................................... 3

2.1 Framtíðarsýn ........................................................................................................................... 3

2.2 Kerfisskipan og fjármál ............................................................................................................ 4

2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla ................................................................................................. 4

2.2.2 Mannafli verkefnisins ........................................................................................................ 4

2.2.3 Þátttaka íbúa og hagsmunaaðila ....................................................................................... 4

2.2.4 Heildarkostnaðaráætlun ................................................................................................... 4

2.2.5 Fyrirhuguð fjármögnun aðgerða ........................................................................................ 5

2.2.6 Fyrirhuguð vöktun og eftirfylgni ......................................................................................... 5

3 Orkunotkunar- og losunarbókhald ...................................................................................... 6

3.1 Samgöngur .............................................................................................................................. 6

3.1.1 Orkunotkun ...................................................................................................................... 7

3.1.2 Losun gróðurhúsalofttegunda ........................................................................................... 9

3.2 Byggingar og götulýsing .......................................................................................................... 9

3.2.1 Orkunotkun ...................................................................................................................... 9

3.2.2 Losun gróðurhúsalofttegunda ......................................................................................... 10

3.3 Úrgangsmál ........................................................................................................................... 10

3.3.1 Losun gróðurhúsalofttegunda ......................................................................................... 10

3.4 Samantekt ............................................................................................................................. 11

3.4.1 Heildarorkunotkun .......................................................................................................... 11

3.4.2 Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda ............................................................................... 12

4 Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu .......................................................................... 13

4.1 Samantekt ............................................................................................................................. 13

4.2 Samgöngumál ....................................................................................................................... 16

4.2.1 Aukin metannotkun ........................................................................................................ 16

Page 3: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

i

4.2.1.1 Lýsing og árangur ....................................................................................................... 16

4.2.1.2 Rekstur verkefnisins ....................................................................................................17

4.2.2 Bættar hjólaleiðir .............................................................................................................17

4.2.2.1 Lýsing og árangur ........................................................................................................17

4.2.2.2 Rekstur verkefnisins ................................................................................................... 18

4.2.3 Endurnýjun bílaflota Reykjavíkurborgar ........................................................................... 19

4.2.3.1 Lýsing og árangur ....................................................................................................... 19

4.2.3.2 Rekstur verkefnisins ................................................................................................... 19

4.3 Landnotkun ........................................................................................................................... 19

4.3.1 Þétting byggðar .............................................................................................................. 20

4.3.1.1 Lýsing og árangur ....................................................................................................... 20

4.3.1.2 Rekstur verkefnisins ................................................................................................... 21

4.4 Samvinna við íbúa og hagsmunaaðila .................................................................................... 21

4.4.1 Vitundarvakning ............................................................................................................. 22

4.4.1.1 Lýsing og árangur ....................................................................................................... 22

4.4.1.2 Rekstur verkefnisins ................................................................................................... 23

4.5 Úrgangsmál ........................................................................................................................... 23

4.5.1 Bygging gasgerðarstöðvar............................................................................................... 24

4.5.1.1 Lýsing og árangur ....................................................................................................... 24

4.5.1.2 Rekstur verkefnisins ................................................................................................... 24

4.5.2 Aukin endurvinnsla ......................................................................................................... 24

4.5.2.1 Lýsing og árangur ....................................................................................................... 24

4.5.2.2 Rekstur verkefnisins ................................................................................................... 25

5 Heimildaskrá ................................................................................................................... 26

Tengdar heimasíður ......................................................................................................................... 27

6 Viðauki........................................................................................................................ 28

Page 4: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

1

Ágrip Reykjavíkurborg hefur sett sér það markmið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) í

borgarlandinu um 35% fram til ársins 2020 m.v. 2007. Reykjavíkurborg hefur með undirritun

Loftslagssáttmála sveitarfélaga (Covenant of Mayors, CoM) skuldbundið sig til að draga úr losun GHL

um a.m.k. 20% árið 2020.

Í tengslum við stefnumótun Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum hefur verið unnið mat á losun GHL í

borgarlandinu fyrir árin 2007 og 2009 en vegna aðildar borgarinnar að sáttmálanum hefur borgin einnig

unnið orkunýtingar- og losunarbókhald fyrir árið 2007. Í þessari skýrslu er eingöngu litið til uppsprettna

sem falla undir sáttmálann en í raun er orkunotkunin og losun gróðurhúsalofttegunda meiri en tilgreind

eru þar sem ekki er tekið tillit til landbúnaðar, iðnaðar, siglinga og flugs.

Í orkunýtingar- og losunarbókhaldinu kemur fram að notaðar voru rúmar 4,1 TWh1 árið 2007. Stærsti

hlutinn fór í hita- og rafmagnsnotkun bygginga, auk götulýsingar eða tæpar 3,2 TWh sem eru tæp 77%

af heildarorkunotkuninni. Samgöngur voru einungis um 23% af notkuninni eða rúmar 0,9 TWh. Í

Reykjavík er öll orka sem nýtt er til rafmagnsnotkunar og upphitunar bygginga upprunnin frá

endurnýjanlegum auðlindum, þ.e. jarðhita og vatnsorku en samkv. leiðbeiningum Loftslagssáttmála

sveitarfélaga á ekki að telja til losun GHL í þeim geira. Losunarbókhaldið inniber losun GHL fyrir

samgöngur og meðhöndlun úrgangs. Losunin var rúm 307 þúsund tonn ígilda koltvísýrings (CO2e2).

Langstærsti hlutinn er upprunnin frá samgöngum, tæp 236 þúsund tonn CO2e, eða um 76% af

heildarlosun GHL. Önnur losun var uppruninn frá urðun úrgangs.

Í skýrslunni er gerð grein fyrir sjö aðgerðum til að minnka losun GHL í Reykjavík. Árið 2020 er gert ráð

fyrir að hver íbúi losi u.þ.b. 2,1 tonn CO2e í stað 2,6 tonna árið 2007. Losunin mun því dragast saman og

fara úr rúmum 307 þúsund tonnum CO2e árið 2007 í tæp 267 þúsund tonn árið 2020. Alls er því

samdrátturinn rúm 41 þúsund tonn CO2e eða um 0,6 tonn á hvern íbúa. Aðgerðir borgarinnar draga úr

losun GHL um rúmt 1 tonn CO2e á hvern íbúa ef miðað er við óbreytta þróun til ársins 2020, en þar er

gert ráð fyrir að losunin á hvern íbúa muni nema um 3,1 tonnum CO2e. Áætlað er að aðgerðirnar sem

farið verður í muni skila samdrætti á losun GHL um rúm 22%. Þær eru allar til þess fallnar að bæta

umhverfi og þar með lífsgæði íbúa og eru nú þegar flestar komnar til aðgerða eða á

undirbúningsstigi.Við bætast aðgerðir sem ekki eru gerðar skil í aðgerðaráætluninni. Óbreytt þróun í

losun GHL myndi þýða losun rúmra 404 þúsunda tonna CO2e árið 2020 en með aðgerðunum er losunin

áætluð tæp 267 þúsund tonn.

1 Terravattstundir (milljón megavattstundir = 10

6 MWh).

2 Koltvísýringsígildi.

Page 5: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

2

1 Inngangur Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum því að með staðbundnum

aðgerðum er hægt að ná miklum árangri í samdrætti GHL. Loftslagsmál tengjast orkumálum með

beinum hætti þar sem undirstaða þess að ná árangri snýst um orkuna sem við notum til að knýja

samfélagið. Leggja þarf áherslu á að koma í veg fyrir sóun á orku og að nýta vistvæna innlenda orku sem

dregur úr þörf á innfluttu jarðefnaeldsneyti.

Reykjavík er höfuðborg Íslands og norðlægasta höfuðborg veraldar. Borgin var stofnuð árið 1786 og er

því ung borg í samanburði við flestar Evrópskar borgir með tæplega 119 þúsund íbúa en gert er ráð fyrir

að árið 2020 verði þeir um 130 þúsund. Landsvæði borgarinnar spannar 274 km2 og hefur um 23 íbúar á

ha. Borgin er umkringd sex öðrum sveitarfélögum og búa um 200 þúsund manns á stór

Reykjavíkursvæðinu eða rúmlega 60% allra landsmanna.

Í maí 2010 undirritaði Reykjavíkurborg Loftslagssáttmála sveitarfélaga (Covenant of Mayors, CoM). Við

undirritun sáttmálans skuldbinda sveitafélög sig að draga úr útblæstri GHL um a.m.k. 20% minna af

gróðurhúsalofttegunda (GHL) árið 2020. Til að gerast fullgildur aðili að Loftslagssáttmála sveitarfélaga

þarf að vinna Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu (Sustainable Energy Action Plan, SEAP) innan

árs frá undirskrift sem byggir á bókhaldi um orkunýtingu og losun GHL í borginni (Baseline Emission

Inventory, BEI). Markmiðið með áætluninni er að sýna fram á hvernig borgin ætlar að draga úr losuninni

fram til ársins 2020 til uppfylla sáttmálann. Á tveggja ára fresti mun Reykjavíkurborg vinna

framvinduskýrslu um framgang áætlunarinnar fyrir Loftslagssáttmála sveitarfélaga.

Fjölmargir hafa komið að gerð áætlunarinnar. Auk sérfræðinga innan borgarinnar hafa aðilar stofnana

borgarinnar lagt hönd á plóg, s.s. Orkuveitu Reykjavíkur, Strætó bs. og SORPU bs. Sérfræðingar

Mannvits komu að mati á orkunýtingu og losun GHL sem og spá til ársins 2020 fyrir þær aðgerðir sem

áætlunin inniber.

Áætlunin skiptist í megindráttum í þrjá kafla, fyrst er stefnumótun Reykjavíkurborgar þar sem farið yfir

framtíðarsýn borgarinnar í loftslagsmálum, utanumhald í kringum aðild borgarinnar að

Loftslagslagssáttmála sveitarfélaga og kostnaði honum tengdum. Næst eru teknar saman upplýsingar

um orkunýtingu og losun GHL og í kafla um sjálfbæra orkunýtingu er að lokum fjallað um sjö megin

aðgerðir í loftslagsmálum sem Reykjavíkurborg hefur hug á að einbeita sér að. Taka skal fram að

framsetning skýrslunnar kallar á endurtekningar.

Page 6: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

3

2 Stefnumótun Reykjavíkurborgar

2.1 Framtíðarsýn Með staðfestingu loftslags- og loftgæðastefnu Reykjavíkur í september 2009 setti borgin sér sín fyrstu

heildarmarkmiðin í losun gróðurhúsaloftegunda (GHL) fyrst sveitarfélaga á Íslandi. Í stefnunni er gert

ráð fyrir að dregið verði úr nettólosun GHL um 35% til ársins 2020 og 73% til ársins 2050 miðað við

losunina árið 2007. Árið 2007 var heildarlosun GHL á hvern íbúa í Reykjavík um 3 tonn CO2e3. Markmið

stefnunnar um heildarlosun GHL gera ráð fyrir að losun á hvern íbúa verði um 1,7 tonn CO2e árið 2020

og um 0,6 tonn árið 2050. Aðgerðir sem heyra undir aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í

Reykjavík eru taldar draga úr losun um a.m.k. 22,1% og að hver íbúi muni losa u.þ.b. 2,1 tonn árið 2020.

Aðrar minni aðgerðir borgarinnar bætast við það hlutfall auk almennrar tækniþróunar og aðgerða

ríkisvaldsins þannig að talið er að 35% heildarminnkun verði náð árið 2020.

Í loftslags- og loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar er að finna almenn markmið um að:

vakta losun gróðurhúsaloftegunda

skilgreina aðgerðir reglulega

hafa frumkvæði að samstarfi við íbúa, fyrirtæki, stofnanir, nágrannasveitarfélög og ríkið með

það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

hvetja til rannsókna er varða loftslagsmál

upplýsa íbúa um stöðu loftslagsmála í Reykjavík

Í stefnunni voru settir fram sex lykilmálaflokkar er varða loftslagsmál:

Kolefnisbinding

Samgöngur

Úrgangsmál

Vistvænn rekstur

Iðnaður og landbúnaður

Skipulagsmál

Unnin var spá um losun miðað við afskiptalausa þróun4 og greind helstu tækifæri til að draga úr losun

GHL umfram hana. Samkvæmt henni liggja tækifærin helst í samgöngumálum og við meðhöndlun

úrgangs enda voru 69% losunar GHL innan borgarmarkanna árið 2007 vegna samgangna en næst

stærsta uppsprettan var meðhöndlun úrgangs eða 22%. Einnig eru möguleikar til minnkunar á losun

GHL frá fiskveiðum og siglingum en borgin hefur minni áhrif á þá þætti.

3 Hér er átt við alla losun í borgarlandinu, ekki einungis losun sem heyrir undir aðgerðaáætlun borgarinnar.

4 Spá um afskiptalausa þróun (e. Business As Usual) sýnir mögulega þróun miðað við að engin breyting verði á

hegðan eða stjórnvaldsaðgerðum frá grunnári spárinnar, þ.e. spá, sem miðar við gildandi lög og reglur.

Page 7: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

4

2.2 Kerfisskipan og fjármál

2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla

Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón innleiðingar Loftslagssáttmála

sveitarfélaga. Á sviðinu starfar þriggja manna samhæfingarteymi sem fer með rekstur verkefnisins,

vöktun á losun GHL og orkunotkun sem og eftirfylgni aðgerða sem heyra undir orkuaðgerðaáætlunina. Í

hópnum sitja fulltrúar Skrifstofu Neyslu og úrgangs og Samgönguskrifstofu auk fulltrúa Skrifstofu

sviðsstýru sem fer með yfirumsjón með verkefninu. Sérfræðingar Orkuveitu Reykjavíkur verða hópnum

til halds og trausts. Hópurinn upplýsir umhverfis- og samgönguráð um framvindu á innleiðingu

sáttmálans árlega.

2.2.2 Mannafli verkefnisins

Í undirbúning verkefnisins var veitt u.þ.b. 1.500 vinnutímum á meðal starfsmanna borgarinnar. Ekki er

talin með aðkeypt ráðgjafaþjónusta og vinnutímar starfsmanna fyrirtækja borgarinnar. Í innleiðingu

sáttmálans er gert ráð fyrir hálfu stöðugildi, þar er með talin vinnutími samhæfingarteymisins og

tilfallandi aðkomu annarra starfsmanna.

2.2.3 Þátttaka íbúa og hagsmunaaðila

Fulltrúar mismunandi sviða innan borgarinnar sáu um mótun stefnu í loftslagsmálum sem samþykkt var

2009 og óskuðu eftir umsögnum 40 aðila innan sem utan borgarinnar auk þess sem óskað var eftir

ábendingum frá íbúum. Niðurstaða samráðsins var haft til hliðsjónar við gerð aðgerðaáætlunarinnar.

Orkuveita Reykjavíkur, Strætó bs. og sorpsamlagið SORPA bs. voru höfð með í ráðum við gerð

áætlunarinnar. Samhæfingarteymið mun upplýsa hagsmunaaðila og almenning um áætlunina og

framvindu hennar, m.a. hefur verið stofnuð heimasíða og hægt að nálgast teymið í gegnum síðuna.

2.2.4 Heildarkostnaðaráætlun Formleg vinna við gerð áætlunarinnar hófst upp úr maí 2010. Kostnaðurinn við gerð hennar vegna

vinnuframlags starfsmanna Reykjavíkurborgar er áætlaður um 6 milljónir kr.5 en annar kostnaður var

um 3,5 milljónir. Áætlaður kostnaður við innleiðingu áætlunarinnar er settur fram í töflu 2.1. Innleiðing

áætlunarinnar er áætlaður ríflega 10 milljónir en kostnaður við aðgerðirnar spannar frá 13.124 til 18.364

milljónum6. Aðgerðirnar sem snúa að því að bæta hjólaleiðir og byggja gasgerðarstöð vega stærstan

hluta af áætluðum kostnaði.

5 Launakostnaður fastráðinna starfsmanna borgarinnar.

6 Þessi texti er settur fram með fyrirvara um samþykki borgarráðs.

Page 8: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

5

Tafla 2.1. Kostnaður og tímarammi aðgerða borgarinnar.

Liður Kostnaður (m.kr.) Tímarammi Innleiðing áætlunarinnar Rekstur 8,6 2011-2013 Vöktun og annar kostnaður 2 2011-2013

Innleiðing samtals: 10,6

Aðgerðir Bættar hjólaleiðir 11.000-16.000 2011-2020 Aukin metannotkun 412 2011-2020 Endurnýjun bílaflotans 80-100 2011-2012 Þétting byggðar 25 2011-2013 Samvinna við íbúa og hagsmunaaðila 36,9 2011-2013 Bygging gasgerðarstöðvar 1.725 2011-2014 Aukin endurvinnsla +/- 40 2011-2012

Aðgerðir samtals: 13.099 - 18.339

Heildarkostnaður: 13.200 – 18.350

2.2.5 Fyrirhuguð fjármögnun aðgerða

Reykjavíkurborg kostar flestar aðgerðirnar auk þess sem stefnt er að því að sækja um styrk til

undirbúnings nokkurra stórra verkefna í ELENA7 sem gæfi möguleika á að sækja um lán til Evrópska

fjárfestingarbankans þegar undirbúning er lokið.

Tafla 2.2. Fjármögnun aðgerða borgarinnar.

Aðgerðir Fyrirhuguð fjármögnun Bættar hjólaleiðir Reykjavíkurborg og ELENA Aukin metannotkun Reykjavíkurborg Endurnýjun bílaflota Reykjavíkurborgar Reykjavíkurborg Þétting byggðar Reykjavíkurborg Samvinna Reykjavíkurborg Bygging gasgerðarstöðvar SORPA bs. og ELENA Aukin endurvinnsla Reykjavíkurborg

2.2.6 Fyrirhuguð vöktun og eftirfylgni

Samhæfingarteymið mun vakta framgang aðgerðanna sem heyra undir aðgerðaáætlunina og hafa

umsjón með gerð framvinduskýrslu vegna Loftslagssáttmálans og skila inn í maí 2013. Unnið verður mat

á samdrætti í losun GHL með aðstoð sérfræðinga á því sviði. Eftirfylgni með aðgerðunum verður í

samstarfi við þá aðila sem koma að mismunandi aðgerðum eftir því sem við á, s.s. Orkuveitu

Reykjavíkur, Strætó bs. og SORPA bs. Hópurinn upplýsir umhverfis- og samgönguráð um framvindu á

innleiðingu sáttmálans árlega.

7 Sjóðurinn ELENA (European Local Energy Assistance) veitir styrki til undirbúnings fjárfestinga sem draga úr

loftslagsbreytingum og er var stofnaður af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Evrópska fjárfestingabankanum til að auðvelda sveitarfélögum og öðrum opinberum aðilum að nálgast fjármagn til fjárfestinga í sjálfbærri orku.

Page 9: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

6

3 Orkunotkunar- og losunarbókhald Orkunotkunar og losunarbókhaldið lýsir orkunotkun í Reykjavík og losun gróðurhúsalofttegunda (GHL)

vegna hennar. Bent skal á að heildaryfirlit yfir orkunotkun og losun GHL í Reykjavík er að finna í lok

kaflans. Ákveðið var að styðjast við árið 2007, en fyrsta ítarlega úttektin á losun GHL var gerð fyrir

borgina það ár. Einnig eru settar fram upplýsingar fyrir árið 2009 þar sem þær liggja fyrir. Í bókhaldinu

er að finna þau viðmið sem markmið og aðgerðir til að draga úr losun GHL til ársins 2020 grundvallast á.

Bókhaldið skiptist í eftirfarandi flokka:

Byggingar og götulýsing

Byggingar borgarinnar

Íbúðarhúsnæði

Atvinnuhúsnæði

Götulýsing

Samgöngur

Almenningssamgöngur

Akstur farartækja borgarinnar

Umferð einka- og atvinnubíla

Úrgangsmál

Losun gróðurhúsalofttegunda vegna urðunar

Þar sem aðgerðir borgarinnar sem hér eru skilgreindar miða ekki að því að lágmarka GHL losun frá

iðnaði, landbúnaði, flugi, fiskveiðum og siglingum verður ekki tekið tillit til þessara þátta í bókhaldinu.

Heildarlosun þessara uppspretta hefur verið tekin saman og var metin um 30 þúsund tonn CO2e8 fyrir

árið 2007 eða um 9% af heildarlosuninni.

Til að meta losun GHL í Reykjavík var ákveðið að styðjast við leiðbeiningar Loftslagsráðs Sameinuðu

Þjóðanna en fyrri úttektir á losun GHL í Reykjavík hafa einnig stuðst við leiðbeiningar ráðsins. Gert er

ráð fyrir að útstreymisgildi sé núll fyrir vatnsorku og jarðhita og vísað er í leiðbeiningar

Loftslagssáttmála sveitarfélaga varðandi það.

3.1 Samgöngur Einkabíllinn er ríkjandi ferðamáti innan Reykjavíkur. Á tímabilinu 1990 til 2007 fjölgaði fólksbílum í

Reykjavík í heildina um ríflega 70% til ársins 2007 en hefur dregist saman síðustu ár. Skipting ferðamáta

í Reykjavík kemur fram í mynd 3.1. Um 87% ferðuðust á einkabíl árið 2007, 7% gangandi og hjólandi og

4% með almenningsvögnum. Árið 2010 hafði þetta hlutfall breyst og ferðamáti innan borgarinnar orðin

8

Koltvísýringsígildi.

Page 10: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

7

vistvænni en og þá ferðuðust 82% á einkabíl, 12% gangandi eða hjólandi og 4% með

almenningsvögnum.

Mynd 3.1 Ferðamáti í Reykjavík 2007-2010 skv. ferðamátakönnun Landráðs sf.

Samkvæmt ferðamátakönnun frá 2002 voru um 50% allra ferða styttri en 2 km og 60% styttri en 3 km

og því eru möguleikar til að ferðast gangandi eða hjólandi um borgina talsverðir. Strætókerfið er eina

almenningsvagnakerfið í borginni og tengist nærliggjandi sveitarfélögum og í dag búa 85% borgarbúa

innan við 300 m frá biðstöð strætó.

Hér á eftir eru upplýsingar um orkunotkun og losun GHL vegna farartækja á vegum borgarinnar, vegna

almenningssamgangna og vegna fólksbíla- og atvinnuumferðar. Losunarstuðla fyrir bruna

jarðefnaeldsneytis í bílvélum er að finna í viðauka.

3.1.1 Orkunotkun

Upplýsingar um orkunotkun eru settar fram í töflu 3.1. Upplýsingar um orkunotkun farartækja

borgarinnar eru fengnar úr bókhaldi Reykjavíkurborgar. Upplýsingar um orkunotkun vegna

strætisvagna í notkun í Reykjavík eru fengnar frá Strætó bs. og fólksbíla- og atvinnuumferð er metin út

frá niðurstöðum talninga á umferð í níu sniðum og 30 talningarstöðum innan Reykjavíkur.

Orkunotkun vegna umferðar farartækja á vegum Reykjavíkurborgar var um 1.500 MWh9 árið 2007 en

hafði dregist saman árið 2009 og var þá eitt þúsund MWh. Þá er ekki talin með notkun vegna umferðar

9

Megavattstundir.

Page 11: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

8

starfsmanna á aksturssamningi sem hefur verið kallaður grái flotinn. Síðan árið 2007 hafa sorphirðubílar

borgarinnar verið keyrðir á metani unnu úr hauggasi frá urðunarstað höfuðborgarsvæðisins. Árið 2007

voru keypt inn tæp 33 þúsund Nm3 af metani vegna reksturs þeirra bíla eða sem samsvarar um 286

MWh. Síðan þá hefur notkunin verið um 120 þúsund Nm3 á ári eins og sést á mynd 3.2.

Mynd 3.2 Notkun á metani í starfsemi Reykjavíkurborgar.

Heildarorkunotkun vegna almenningssamgangna voru rúmlega 25 þúsund MWh vegna notkunar á

jarðefnaeldsneyti og um 800 MWh vegna notkunar á metani árið 2007 eða samtals um 26 þúsund MWh.

Árið 2009 hafði orkunotkunin dregist saman og var þá samtals 21 þúsund MWh, þar af 700 MWh vegna

metannotkunar. Meðaleldsneytisnotkun vagnana hefur farið minnkandi síðustu ár, fyrst og fremst

vegna betri nýtingar véla á eldsneyti, samfara endurnýjun vagna. Nefna má að á tímabilinu 2003-2007

var í gangi tilraunaverkefni sem miðaði að því að nota vetni til almenningssamgangna.

Heildarorkunotkun einka- og atvinnuumferðar í Reykjavík var um 919 þúsund MWh árið 2007 en hafði

minnkað í um 915 þúsund MWh árið 2009. Orkunotkunin er metin með ekinni vegalengd einka- og

atvinnuumferðar innan sveitarfélagamarka Reykjavíkur og meðalorkunotkun fólksbíla, millistórra

flutningabíla og stórra flutningabíla sem reiknuð er út frá eldsneytisspá Orkuspárnefndar10. Heildarfjöldi

ökutækja sem fór um níu talningarsnið Reykjavíkur árið 2009 var 3,7% minni en árið 2007. Af þessu má

draga þá ályktun að fjöldi ekinna kílómetra innan borgarmarkanna hafi að meðaltali lækkað sem nemur

þessu hlutfalli á tímabilinu. Einnig er gert ráð fyrir að losun GHL á hvern ekinn km hafi dregist lítillega

saman í samræmi við eldsneytisspá Orkuspárnefndar. Hlutur bensíns sem orkugjafa fólksbíla var um

75% árið 2007 og dísil var orkugjafi um 25% fólksbíla. Áætlaður hlutur bensíns sem orkugjafa fólksbíla

árið 2009 var u.þ.b. 77%, dísils 23% og hlutur annarra orkugjafa var 0,1%.

10

Orkuspárnefnd er samstarfsvettvangur nokkurra helstu fyrirtækja, stofnana og samtaka í orkuiðnaði hér á landi auk Hagstofu Íslands, Fasteignamats ríkisins og fjármálaráðuneytisins. Nefndin hefur m.a. það hlutverk að taka saman upplýsingar um eldsneytisnotkun og vinna spá fram í tímann.

Page 12: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

9

3.1.2 Losun gróðurhúsalofttegunda

Losun GHL vegna farartækja borgarinnar var rúmlega 300 tonn CO2e árið 2007 og 260 tonn árið 2009 og

dróst því saman um rúm 20% á þessu árabili. Losunin var um 7 þúsund tonn CO2e vegna

almenningssamgangna árið 2007, en 6 þúsund tonn CO2e árið 2009 eða tæplega 20% minni. Hluti

almenningsvagna keyrir á vistvænu eldsneyti, þ.e. metani unnu úr hauggasi, sem telur því ekki með í

heildarlosuninni. Losun frá almenningsvögnum hefur dregist saman frá því fyrir 2006, annarsvegar

vegna betri nýtingar á eldsneyti samfara betri vélum og hins vegar minni aksturs árin 2006 og 2007

vegna breyttar akstursáætlunar á sumrin þau ár.

Bílaumferð er ein af aðaluppsprettum losunar gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík. Árið 2007 losaði

einka- og atvinnuumferð um samtals um 228 þúsund tonn CO2e. Tveimur árum síðar hafði losunin

minnkað um tæp 4% og var þá komin í um 220 þúsund tonn CO2e. Talið er að 0,1% heildarorkunnar sem

notuð var 2007 hafi verið úr vistvænu eldsneyti, að langmestu leyti metani, sem telur ekki með inn í

heildarlosun GHL.

3.2 Byggingar og götulýsing Reykvíkingar hafa í dag aðgang að rafmagni og hita sem er framleitt með endurnýjanlegum

orkugjöfum. Allt heitt vatn kemur frá jarðhitasvæðum sem eru u.þ.b. 20 kílómetra frá efstu byggðum

borgarinnar. Öll raforka sem framleidd er fer inn á flutningskerfi Landsnets hf. 11 en árið 2007 voru

79,1% af raforkunni upprunnin frá vatnsorku en restin, þ.e. 29,9%, kom frá jarðvarma. Innlend vistvæn

orka hefur komið í stað kola og olíu til upphitunar og rafmagnsframleiðslu fyrir hús og önnur mannvirki.

Orkuveita Reykjavíkur er sjálfstæður framleiðsluaðili raforku og heits vatns og er í stærstum hluta í eigu

Reykjavíkurborgar eða 93,5%. Fyrirtækið ber ábyrgð á framleiðslu á heitu vatni til húshitunar fyrir

reykvísk heimili og fyrirtæki innan borgarmarkanna auk framleiðslu á rafmagni sem fer inná dreifikerfi

Landsnets hf. Orkuveitan heldur utan um rafmagns- og hitanotkun í borginni auk þess sem hver og einn

íbúi getur nálgast upplýsingar um sína eigin notkun á heimasíðu fyrirtækisins. Mælum hefur verið komið

fyrir í nokkrum borgarbyggingum til að vakta notkun á rafmagni og hita sem gerir það að verkum að

hægt er að fylgjast með og gripa til aðgerða ef þörf er á. Það hefur sýnt sig að orkunýtni verður 20%

betri þar sem vöktun fer fram.

3.2.1 Orkunotkun

Heildarnotkun á orku til rafmagnsnotkunar og upphitunar í byggingum í Reykjavík var u.þ.b. 3,2 TWh12

árið 2007. Stærsti hluti orkunnar fór til íbúa eða um 1,6 TWh, en tæplega 1,2 TWh fór til ýmissa

fyrirtækja í borginni en borgarfyrirtæki notuðu u.þ.b. 374 þúsund MWh, auk þess sem um 5 þúsund

MWh fóru til götulýsingar (sjá töflu 3.1).

Byggingar í Reykjavík eru yfirleitt vel einangraðar. Að meðaltali eru notuð um 179 kWh/m2 á ári, en

orkunýtni er um 20% betri í byggingum sem eru yngri en 20 ára eða u.þ.b. 140 kWh/m2 á ári. Hitanotkun

11 Landsnet hf. var stofnað á grundvelli raforkulaga sem samþykkt voru á Alþingi árið 2003. Hlutverk fyrirtækisins

er að annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfisins.

12 Terravattstundir (milljón megavattstundir = 10

6 MWh).

Page 13: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

10

í Reykjavík ræðst m.a. af veðurfari, en meðalhiti í Reykjavík á tímabilinu 1949 til 2009 var 4,65 °C og

meðalvindhraði var 5,7 m/s.

Benda má á að Ísland fékk undanþágu frá því að innleiða tilskipun Evrópusambandsins sem fjallar um

orkunýtni bygginga13 á þeim forsendum að 99% alls rafmagns og 98% alls hita sem kemur frá

endurnýjanlegum orkugjöfum.

3.2.2 Losun gróðurhúsalofttegunda

Húshitun og rafmagnsnotkun bygginga og götulýsing í Reykjavík sem framleidd er með jarðvarma og

vatnsorku framleiddri staðbundið er ekki talin valda losun GHL skv. leiðbeiningum Loftslagssáttmála

sveitarfélaga.

3.3 Úrgangsmál Sorpsamlagið SORPA, sem Reykjavík stendur að ásamt 6 öðrum sveitarfélögum, rekur 4

endurvinnslustöðvar í Reykjavík fyrir móttöku á 26 tegundum af flokkuðum úrgangi. Reykjavíkurborg

sér um söfnun á blönduðum heimilisúrgangi og hefur umsjón með rekstri 53 grenndarstöðva víðsvegar

um borgina fyrir pappír og plastumbúðir. Einnig býður borgin íbúum sínum upp á að flokka pappír heim

við hús. Verulega hefur dregið úr urðun úrgangs undanfarin 3 ár sem m.a. helst má rekja til aukinnar

endurvinnslu og til breytinga á efnahagsástandi enda er magn úrgangs að hluta háð efnahag

almennings og fyrirtækja.

Við niðurbrot lífrænna efna þar sem úrgangur hefur verið urðaður myndast hauggas sem er blanda af

metani (CH4) og koldíoxíði (CO2) ásamt fleiri lofttegundum. Í Reykjavík eru urðunarstaðirnir tveir,

Álfsnes og Gufunes. Álfsnes er sá urðunarstaður sem notaður er af SORPU bs. en þangað fer allur

úrgangur sem til fellur á höfuðborgarsvæðinu til urðunar. Urðunarstaðurinn í Gufunesi var áður notaður

af Reykjavíkurborg en notkun hans hefur verið hætt. Hauggas myndast þó í mörg ár eftir að urðun er

hætt, á meðan niðurbrot á sér stað.

Í Álfsnesi er gassöfnunarkerfi sem safnar hauggasi í hreinsistöð þar sem metan er unnið úr hauggasinu.

Metan er svo nýtt sem eldsneyti, að mestu á ökutæki. Hluta af því er brennt og þannig breytt í CO2 til að

draga úr gróðurhúsaáhrifum metans, sem eru hlutfallslega mun meiri en áhrif CO2.

3.3.1 Losun gróðurhúsalofttegunda

Áætluð losun GHL vegna meðhöndlunar úrgangs árið 2007 var samtals tæp 72 þúsund tonn CO2e en

2009 var losunin orðin rúm 66 þúsund tonn CO2e. Sá úrgangur sem tekið er tillit til er hvers konar

úrgangur frá rekstri og heimilum sem safnað er við sorphirðu eða skilað er á móttöku- og

endurvinnslustöðvar í Reykjavík. Ekki er tekið tillit til losunar GHL vegna frárennslis. Losun GHL vegna

meðhöndlunar úrgangs á landinu öllu árið 2007 nam að jafnaði 643 kg CO2e á íbúa á meðan að losunin á

íbúa í Reykjavík var 615 kg CO2e.

13

Kallast Directive on the Energy Performance of Buildings og er nr. 2002/91/EC.

Page 14: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

11

3.4 Samantekt

3.4.1 Heildarorkunotkun

Samkvæmt orkunýtingarbókhaldinu í töflu 3.1 fyrir árið 2007 voru notaðar rúmar 4,1 TWh í Reykjavík

árið 2007. Stærsti hlutinn fór í hita- og rafmagnsnotkun bygginga, auk götulýsingar eða rúmar 3,2 TWh

sem eru tæp 77% af heildarorkunotkuninni. Þar af fór stærsti hlutinn í íbúðarhúsnæði eða um 1,6 TWh.

Öll sú orka sem borgin keypti til upphitunar og rafmagnsnotkunar var innlend og vistvæn árið 2007.

Samgöngur voru um 23% af heildarnotkuninni eða tæpar 0,95 TWh. Einungis flokkuðust rúm 0,1%

þeirrar orku sem notuð var í samgöngur árið 2007 sem endurnýjanleg orka. Sú orka var nánast öll úr

metani, sem er unnið úr hauggasi frá sorpurðunarstað höfuðborgarsvæðisins. Hinsvegar var öll sú orka

sem fór í hita- og rafmagnsnotkun bygginga, auk götulýsingar er upprunnin frá jarðhitasvæðum í

nágrenni Reykjavíkur og frá vatnsaflsvirkjunum.

Tafla 3.1. Heildarorkunotkun í Reykjavík árið 2007.

14

Samkvæmt leiðbeiningum Loftslagssáttmála sveitafélaga veldur vatnsorka sem framleidd er staðbundið, engri losun GHL.

Geiri

ORKUNOTKUN [MWh]

Rafmagn Upphitun

Jarðefnaeldsneyti Endurnýjanlegar auðlindir

Samtals Dísill Bensín Metan Vatnsorka

14 Jarðhiti

BYGGINGAR

Byggingar borgarinnar 106.120 267.740 74.390 299.470 373.860

Fyrirtæki 402.945 772.125 282.465 892.605 1.175.070

Íbúðir 222.945 1.385.070 156.285 1.451.730 1.608.015

Götulýsing 4.510 3.160 1.350 4.510

Iðnaður Ekki hluti af orkuaðgerðaáætluninni.

Samtals orkunotkun bygginga:

736.520 2.424.935

516.300 2.645.200 3.161.455

SAMGÖNGUR

Bílafloti borgarinnar 740 455 286 1.481

Almenningssamgöngur 25.300 841 26.141

Einka- og atvinnubílaumferð 252.000 666.000 900 918.900

Samtals orkunotkun samgangna:

278.040 666.455 2.027 946.522

SAMTALS 736.520 2.424.935 278.040 666.455 2.027 516.300 2.645.200 4.112.977

Innkaup borgarinnar á vottaðri grænni orku [MWh]:

378.370

Page 15: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

12

3.4.2 Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda

Bókhaldið yfir losun GHL er sett fram í töflu 3.2 en það gerir ráð fyrir að rúm 307 þúsund tonnum CO2e

hafið verið losuð í Reykjavík árið 2007. Langstærsti hlutinn er upprunnin frá samgöngum, tæp 236

þúsund tonn CO2e eða um 77% af heildarlosun GHL. Afgangurinn er upprunninn vegna urðunar

úrgangs. Samgöngu- og úrgangsmál eru þeir geirar sem hægt er að leggja áherslu á til að minnka losun

GHL í Reykjavík. Hinsvegar veldur hita- og rafmagnsnotkun bygginga og götulýsing sem er framleidd

með jarðvarma og vatnsafli ekki losun GHL og því liggja tækifærin í lágmörkun losunar ekki þar.

Tafla 3.2. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda árið 2007 í Reykjavík.

Geiri

LOSUN GHL [tonn CO2e]

Metan

Jarðefnaeldsneyti

Dísill Bensín Samtals

SAMGÖNGUR

Bílafloti borgarinnar 200 125 300

Almenningssamgöngur 6.850 6.900

Einka- og atvinnubílaumferð

61.750 166.675 228.400

Samtals orkunotkun samgangna:

68.800 166.800 235.600

ANNAÐ

Úrgangsstjórnun 71.700

SAMTALS 71.700 68.800 166.800 307.300

GHL losunarstuðull [tonn CO2e/MWh]

0,00 0,25 0,25

Losun GHL vegna rafmagns sem ekki er framleitt staðbundið [tonn CO2e/MWh]

0,00

Page 16: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

13

4 Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu Reykjavíkurborg hefur samþykkt aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu, sem byggir á orkunýtingar-

og losunarbókhaldi borgarinnar. Áætlunin inniheldur þær aðgerðir sem ráðist verður í til ársins 2020 til

að ná settum markmiðum í loftslagsmálum og um leið markmiðum Loftslagssáttmála sveitarfélaga.

Áætlunin var samþykkt í [Borgarstjórn Reykjavíkur dags.]. Útlistun á áætluðum kostnaði og fjármögnun

einstakra aðgerða er að finna í kafla 2.

4.1 Samantekt Sjö megin aðgerðir Reykjavíkurborgar eru taldar skila samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda (GHL)

um 22,1%. Valið var að skoða losun GHL á hvern íbúa þar sem íbúum borgarinnar fjölgar en gert er ráð

fyrir að aukningin verði um 11% á árabilinu 2007-2020 (sjá mynd 4.1).

Mynd 4.1. Íbúaþróun í Reykjavík 2007-2020.

Við val á aðgerðum var horft til þess hvaða aðgerðir myndu skila mestum árangri í að minnka losun

GHL. Samgöngur losa stærstan hluta GHL og því er forgangsmál að minnka notkun jarðefnaeldsneytis í

samgöngum og því heyra flestar aðgerðirnar undir þann geira. Skipulagsmál hafa mikið að segja

varðandi losun GHL auk þess sem vitundarvakning meðal íbúa, fyrirtækja og stofnanna ásamt

tilheyrandi breytingum á lífsstíl og verklagi skila árangri í að draga úr losun. Því eru settar fram aðgerðir

sem heyra undir þessa geira. Úrgangsmál eru einnig stór uppspretta losunar sem hægt er að minnka

með því að draga úr urðun úrgangs og gasgera lífrænt niðurbrjótanlegan úrgang sem til fellur.

Page 17: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

14

Aðgerðirnar sjö skiptast í fjóra megin geira og eru allar hugsaðar til langs tíma:

Samgöngur 1. Aukin metannotkun 2. Bættar hjólaleiðir 3. Endurnýjun bílaflota Reykjavíkurborgar

Landnotkun 4. Þétting byggðar

Samvinna við íbúa og hagsmunaaðila 5. Vitundarvakning og samstarf

Úrgangsmál 6. Bygging gasgerðarstöðvar 7. Aukin endurvinnsla

Í töflu 4.1 er tekin saman bæði heildarorkunotkun og orkunotkun á íbúa fyrir árið 2007 og borið saman

við spá um orkunotkun árið 2020. Einnig er að finna í töflunni markmið um framleiðslu á

endurnýjanlegum orkugjöfum, þ.e. metani. Taflan sýnir ennfremur spá um hvað hver og einn geiri muni

skila miklum orkusparnaði árið 2020 sé miðað við 2020.

Tafla 4.1. Orkusparnaður aðgerða borgarinnar árið 2020 skipt eftir geirum samanborið við árið 2007.

Geirar

Orkunotkun Orkusparnaður (árið 2020 miðað við árið

2007)

Hlutfallslegur orkusparnaður

(árið 2020 miðað við árið 2007)

Framleiðsla endurnýjanlegra

orkugjafa árið 2020 2007

2020 (með aðgerðum)

Heild Á íbúa Heild Á íbúa Heild Á íbúa Heild Á íbúa

[MWh]

[MWh] [kWh] [MWh] [kWh] [MWh] [kWh]

Byggingar og götulýsing

3.161.500 27.105 3.514.200 27.105 -352.700 0 -11,2% 0,0%

Samgöngur

945.450 8.106 718.300 5.540

101.680 1.148

24,0% 31,6% Landnotkun 122.700 1.386

Samvinna við íbúa og hagsmunaaðila

2.770 31

Úrgangsmál 28.300

Samtals: 4.107.050 35.211 4.232.500 32.645 -125.550 2.565 -3,1% 7,3% 28.300

Árið 2020 er gert ráð fyrir að hver íbúi noti rúm 32 þúsund kWh í stað 35 þúsunda árið 2007. Alls er því

orkusparnaðurinn tæp 3 þúsund kWh á íbúa, mest vegna þéttingar byggðar og breyttra samgangna.

Hlutfallslegur orkusparnaður er þ.a.l. 7,3% á hvern íbúa. Ef gert er ráð fyrir óbreyttri þróun mun hver íbúi

nota 35 þúsund kWh árið 2020 sem er nánast sama notkun á hvern íbúa árið 2007. Gert er ráð fyrir að

metanframleiðsla skili orku uppá rúm 28 þúsund MWh.

Page 18: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

15

Tafla 4.2. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna aðgerða borgarinnar árið 2020 samanborið við árið 2007 skipt eftir geirum.

Geirar

Losun GHL Samdráttur í losun GHL (árið 2020 miðað við árið

2007)

Hlutfallslegur samdráttur í losun GHL

(árið 2020 miðað við árið 2007) 2007

2020 (með aðgerðum)

Heild Á íbúa Heild Á íbúa Heild Á íbúa Heild Á íbúa

[tonn CO2e] [kg CO2e] [tonn CO2e] [kg CO2e] [tonn CO2e] [kg CO2e]

Byggingar og götulýsing

Samgöngur

235.600 2.019 203.800 1.572

11.810 166

13,5% 22,2% Landnotkun 19.450 274

Samvinna við íbúa og hagsmunaaðila

540 8

Úrgangsmál 71.700 615 62.200 480 9.500 134 13,2% 21,9%

Samtals: 307.300 2.634 266.000 2.052 41.300 582 13,4% 22,1%

Árið 2020 er gert ráð fyrir að losun GHL á hvern íbúa verði um 2,1 tonn CO2e í stað um 2,6 tonna árið

2007. Talið er að heildarlosunin muni því dragast saman og fara úr rúmum 307 þúsund tonnum árið 2007

í um 266 þúsund tonn CO2e árið 2020. Alls er því samdrátturinn rúmlega 41 þúsund tonn eða 0,6 tonn á

hvern íbúa. Ef miðað er við óbreytta þróun til ársins 2020 eru aðgerðir borgarinnar taldar draga úr losun

GHL um 1,1 tonn á hvern íbúa frá 2007 og gert er ráð fyrir að hver íbúi muni losa alls 3,1 tonn.

Aðgerðirnar sjö sem farið verður í er áætlað að muni skila samdrætti á losun GHL um 22,1%. Hlutfallsleg

skipting milli aðgerða er sett fram í töflu 4.3.

Tafla 4.3. Hlutfallsleg skipting samdráttar í losun GHL vegna sjö megin aðgerða Reykjavíkurborgar.

Geirar Aðgerð Ávinningur innan geira

Ávinningur af heild

Samgöngur

Aukin metannotkun 6,3% 2,0%

32% Bætt hjólastíganet 93% 29%

Endurnýjun bílaflotans 0,74% 0,24%

Landnotkun Þétting byggðar 100% 52% 52%

Samvinna við íbúa og hagsmunaaðila

Vitundarvakning 100% 1,5% 1,5%

Úrgangsmál

Gasgerðarstöð 67% 10%

15%

Aukin endurvinnsla 33% 4,8%

Samtals 100% 100%

Page 19: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

16

Við bætast aðgerðir Reykjavíkurborgar sem ekki eru gerðar skil í aðgerðaráætluninni. Óbreytt ástand

og án inngrips borgarinnar myndi þýða að heildarlosun GHL um 404 þúsund tonn árið 2020.

4.2 Samgöngumál Samgöngur eru stærsti pósturinn í losun GHL eins og komið hefur fram enda er sú orka sem notuð er á

bílaflotann á götum Reykjavíkur að mestum hluta jarðefnaeldsneyti. Til að meta losun GHL frá

bílaumferð innan Reykjavíkur var farin sú leið að nota umferðarlíkan fyrir höfuðborgarsvæðið sem hefur

verið notað við mat á heildarlosun fyrir landið allt, sbr. kafli 3.1.1. Greint var hlutfall ekinnar vegalengdar

innan borgarmarkanna og alls höfuðborgarsvæðisins og var það áætlað um 66% árið 2004.

Umferðarspá til ársins 2024 bendir til að hlutfallið lækki niður í um 60%. Í töflu 4.3. kemur m.a. fram

hversu mikið mismunandi aðgerðir í samgöngumálum eru taldar skila í samdrætti á losun GHL.

Tafla 4.4. Áhrif aðgerða í samgöngum á orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda árið 2020.

Aðgerðir

Áætlaður orkusparnaður árið 2020

Áætluð framleiðsla

endurnýjanlegra orkugjafa árið

2020

Samdráttur í losun GHL árið 2020

Af heild Á íbúa Af heild Á íbúa

[MWh] [kWh] [MWh] [tonn CO2e] [kg CO2e]

Aukin metannotkun 0 0 2.740 21

Bættar hjólaleiðir 148.880 1.148 40.770 314

Endurnýjun bílaflotans

0 0 325 3

Samgöngur alls 148.880 1.148 0 43.835 338

Hlutfallslegur orkusparnaður við aðgerðir (árið 2020) 3,3%

Hlutfallslegur samdráttur í losun GHL við aðgerðir (árið 2020) 10,8%

Gert er ráð fyrir þremur aðgerðum undir samgöngumálum. Bættar samgöngur eru taldar skila

samdrætti í losun GHL rúmlega 0,3 tonn á hvern íbúa og um rúm eitt þúsund kWh. Aðgerðir í

samgöngum vega 10,8% af heildarsamdrætti GHL árið 2020, en einungis 3,3% í heildarorkusparnaði.

Bætt net hjólaleiða með tilheyrandi aukningu í hjólreiðum er áætlað að skili mestum árangri.

4.2.1 Aukin metannotkun

4.2.1.1 Lýsing og árangur

Aukin metannotkun felur í sér nýtingu helmings þess metans á ökutæki sem framleitt verður í

fyrirhugaðri 30 þúsund tonna gasgerðarstöð byggðarsamlagsins SORPU (sjá kafla 4.5.1) eða alls rúm 1

milljón Nm3 árið 2020. Með þessu er áætlað að draga megi úr losun GHL árið 2020 um sem nemur

rúmum 2,7 þúsund tonnum CO2e sem samsvarar um 21 kg CO2e á íbúa. Milli áranna 2007 til 2020 er

áætlað að aðgerðin muni draga úr losun GHL frá samgöngum um tæp 0,9%, en það er um 0,7% af

Page 20: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

17

heildarlosuninni. Talið er líklegt að nýtingin geti orðið töluvert meiri þar sem mikill áhugi er fyrir notkun

metans til samgangna á Íslandi m.a. vegna hækkandi verðs jarðefnaeldsneytis og auknum áhuga hjá

almenningi, fyrirtækjum og hinu opinvera á notkun vistvænna orkugjafa.

Hauggas úr urðunarstað höfuðborgarsvæðisins í Álfsnesi hefur verið hreinsað og metanið nýtt frá árinu

2001. Í dag annar framleiðslan 400 Nm³/h af metani sem er flutt í lögn til Reykjavíkur. Níu sorphirðubílar

borgarinnar keyra á metani frá urðunarstaðnum og tveir strætisvagnar voru teknir í gagnið árið 2005.

Fjöldi farartækja sem nýta metanið fer ört fjölgandi og haldi sú þróun áfram verður hauggas, sem hægt

er að vinna úr metangas í Álfsnesi, fullnýtt á næstu árum. Því er bygging gasgerðarstöðvar nauðsynleg

eigi ökutækjum sem ganga fyrir metangasi að fjölga á síðari hluta þessa áratugar.

Í skoðun er að nota metan í meira mæli á almenningsvagna innan Reykjavíkur. Umrætt magn metans

myndi duga á 44 strætisvagna árið 2020, sé gert ráð fyrir að keyptir séu 7 nýir vagnar á ári frá árinu 2014

og að 6‐7 þeirra séu metanknúnir. Þá er gert ráð fyrir að meðalakstursvegalengd hvers vagns haldist

óbreytt frá því sem nú er. Miðað við að eldsneytiseyðsla hvers vagns sé nú um 45 lítrar af dísilolíu á 100

km, en nýir vagnar muni eyða sem samsvarar 40 lítrum af dísilolíu á 100 km. Með tilkomu

metanvagnanna mun notkun jarðefnaeldsneytis í almenningssamgöngum í Reykjavík minnka um 2

milljónir lítra á ári. Koma þarf fyrir áfyllingardælum fyrir nýju vagnanna og breyta núverandi

metanlagnakerfi til að tengja nýju stöðina.

Yrði metanið notað á fólksbíla myndi það duga á um 980 bíla miðað við meðaleldsneytisnotkun ársins

2010. Sé tekið tillit til spár Orkuspánefndar um meðalorkunotkun fólksbíla árið 2020 myndi

metanmagnið nægja á rúmlega 1.400 bíla.

4.2.1.2 Rekstur verkefnisins

Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar ber ábyrgð á að hvetja til aukinnar metannotkunar

íbúa, stofnana og fyrirtækja í Reykjavík. Tilkoma fleiri metanáfyllingarstöðva fyrir fólksbíla í Reykjavík

er á höndum olíufyrirtækjanna en byggðarsamlagið Strætó bs. mun bera ábyrgð á áfyllingarstöð fyrir

metanstrætó á sínu svæði. Kostnaður Strætó bs vegna nýrrar metanáfyllingarstöðvar er áætlaður 412

milljónir kr. og gert er ráð fyrir að hún komist í gagnið 2013.

4.2.2 Bættar hjólaleiðir

4.2.2.1 Lýsing og árangur

Heildarlengd hjólaleiða í Reykjavík sem eru eingöngu ætlaðar hjólandi vegfarendum er um 10 km. Gert

er ráð fyrir að manneskja geti hjólað 2 km á 6-8 mínútum og 3 km á 9-12 mínútum að meðaltali. Vel

skipulagt net hjólaleiða, sem gerir íbúum kleift að ferðast þessar stuttu vegalengdir á auðveldan,

ódýran, öruggan og umhverfisvænan máta, er lykilatriði í aðgerðum til að ná markmiðum

Reykjavíkurborgar um minnkun á losun GHL.

Stefnt er að því að heildarlengd sérstakra hjólaleiða í Reykjavík verði um 100 km árið 2020. Gert er ráð

fyrir að bæta 30 km við hjólaleiðir í fyrstu þremur áföngunum eins og fram kemur í mynd 4.2. Hjólaleiðir

munu samanstanda af hjólareinum í götustæði, hjólavísum og aðskildum hjólastígum eftir atvikum.

Aðaláherslan í miðbæ Reykjavíkur verður að nýta núverandi götustæði til að búa til þétt net hjólaleiða

Page 21: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

18

með forgangi á gatnamótum. Á öðrum stöðum í borginni verður áhersla lögð á að búa til aðskilda

göngu- og hjólastíga sem tengja hverfin og nærliggjandi sveitarfélög saman við miðbæinn.

Gert er ráð fyrir að með uppbyggingu innviða, markvissum stuðningsaðgerðum og bættum áherslum á

vistvænar samgöngur í skipulagi byggðar aukist hlutdeild ferða sem farnar eru gangandi og hjólandi

innan höfuðborgarsvæðisins úr 19% í 27% árið 2020. Áætlað er að þessar ferðir hefðu annars verið

farnar á einkabíl og því eru eingöngu notaðar tölur fyrir fólksbíla í útreikningum um orkusparnað.

Mynd 4.2. Þrír fyrstu áfangar í gerð net hjólaleiða, 1. áfangi (blátt), 2. áfangi (rautt), 3. áfangi (gult).

Þessi aukna hlutdeild gangandi og hjólandi er talin skila árið 2020 tæplega 41 þúsund tonna minnkun á

útblæstri CO2 sem samsvarar 314 kg CO2e á íbúa eða 10% af heildarlosuninni. Forsendur sem gengið var

út frá í mati á árangri eru að hluta til fengnar úr spá fyrir losun á landinu öllu sem unnin var 2009. Þar eru

m.a. settar fram tölur um samdrátt í ekinni vegalengd fólksbíla í Reykjavík vegna aukins hlutfalls

hjólandi og gangandi og hve mikil orka sparast vegna þessa samdráttar. Út frá orkunotkun og ekinni

vegalengd fyrir allt landið má reikna út hve mikil orka fer í hvern ekinn kílómetra.

4.2.2.2 Rekstur verkefnisins

Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur er ábyrgt fyrir aðgerðinni sem skiptist í þrjá áfanga til ársins

2014 en verkefnaáætlunin nær til ársins 2020, sjá töflu 4.4.

Page 22: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

19

Tafla 4.5. Helstu verkþættir hjólreiðaáætlunar, lengd leiða og tímaáætlun.

Helstu vörður Ár Lengd leiða

Áfangar 1 til 3 2011-2013 30 km

Framhald 2014-2020 70 km

Samtals:

100 km

Áætlað er að kostnaður fyrstu þriggja áfanganna verði 3 .798 milljónir kr. en áætlaður heildarkostnaður

til ársins 2020 er áætlaður 11 til 16 milljarðar.

4.2.3 Endurnýjun bílaflota Reykjavíkurborgar

4.2.3.1 Lýsing og árangur

Talið er að með því að endurnýja bílaflota Reykjavíkurborgar verði dregið úr losun GHL sem nemur 325

tonnum CO2e árið 2020, sbr. töflu 4.3. Reykjavíkurborg er með um 150 bíla í rekstri, þar af eru um 58

smábílar, 4 fólksbílar, 20 iðnaðarmannabílar, 58 flokkabílar og jeppar og 10 sorpbílar. Níu sorpbílar, þrír

iðnaðarmannabílar og tveir jeppar ganga fyrir metangasi en annars eru bílarnir annað hvort bensín- eða

dísilknúnir. Þegar hefur verið samþykkt að endurnýjun bílaflotans verði með vistvænum bílum. Næsta

endurnýjun verður að mestu með metanknúnum bílum en hugsanlega verða teknir nokkrir rafknúnir

bílar til reynslu.

4.2.3.2 Rekstur verkefnisins

Eignasjóður Reykjavíkurborgar býður út og kaupir bíla sem önnur svið borgarinnar leigja af Eignasjóði.

Eignasjóður tryggir að eingöngu verði keyptir vistvænir bílar. Vorið 2011 hafa verið boðin út kaup á 49

metanknúnum smábílum. Fyrirsjáanlegt er að endurnýja þarf um 50 bíla til viðbótar árið 2011 og um 30

bíla árið 2012. Borgarráð hefur samþykkt að endurnýjun á bílum verði með vistvænum bílum en ekki er

ljóst hversu hratt það verður. Endurnýjun á 49 metanknúnum smábílum mun kosta um 80 – 100

milljónir kr. Kostnaður við endurnýjun á öðrum bílum hefur ekki verið metin.

4.3 Landnotkun Með þéttingu byggðar er hægt að skapa heildstæðari og skjólbetri borgarbyggð auk þess að nýta betur

land og fjárfestingar í gatna‐ og veitukerfum og þjónustustofnunum. Einnig má draga úr vegalengdum,

samgöngukostnaði og umhverfisáhrifum samgangna og stuðla að breytingum á ferðavenjum. Í

núgildandi aðalskipulagi (2001-2024) er stefnt að þéttingu byggðar og í endurskoðun aðalskipulagsins

til ársins 2030 sem nú er í vinnslu er gert ráð fyrir enn frekari þéttingu.

Í dag spannar landsvæði Reykjavíkur 274 km2, 43% eru fjallendi og hæðir ofar 200 m hæð, 12% Græni

trefillinn, 38% landbúnaðarsvæði, 19% byggð svæði, vatnasvæði 1% og eyjur tæplega 1%. Um 68%

byggða svæðisins eru íbúða- og verslunarsvæði eða blönduð svæði, 28% eru græn opin svæði.

Íbúaþéttleiki borgarinnar er í dag 23 íbúar á hektara. Áætluð áhrif aðgerða í breytingu á landnotkun eru

sett fram í töflu 4.5.

Page 23: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

20

Tafla 4.6. Áhrif aðgerða í landnotkun á orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2020.

Aðgerðir

Áætlaður orkusparnaður árið 2020

Áætluð framleiðsla

endurnýjanlegra orkugjafa

árið 2020

Samdráttur í losun GHL árið 2020

Af heild Á íbúa Af heild Á íbúa

[MWh] [kWh] [MWh] [tonn CO2e] [kg CO2e]

Þétting byggðar 179.660 1.386 72.180 557

Landnotkun alls

179.660 1.386 0 72.180 557

Hlutfallslegur orkusparnaður við aðgerðir (árið 2020) 3,9%

Hlutfallslegur samdráttur í losun GHL við aðgerðir (árið 2020) 17,9%

Þétting byggðar er eina aðgerðin undir geiranum landnotkun. Áætlað er að aukin þétting muni skila

samdrætti í losun GHL um tæp 0,6 tonn á íbúa eða mestum samdrætti sem er 17,9% ef horft er yfir allar

aðgerðir borgarinnar til að minnka losun GHL. Samsvarandi orkusparnaður er áætlaður um 1.4 þúsund

kWh.

4.3.1 Þétting byggðar

4.3.1.1 Lýsing og árangur

Talið er að með þéttingu byggðar innan borgarinnar megi draga úr losun GHL sem nemur rúmum 72

þúsund tonnum CO2e sem samsvarar um 557 kg CO2e á íbúa árið 2020. Því mun aðgerðin draga úr losun

GHL frá samgöngum um rúm 22,4%, en það er tæplega 17,9% af heildarlosuninni. Nýtt aðalskipulag

leggur áherslu á þéttingu byggðar og uppbyggingu innan núverandi borgarmarka. Markmiðið er að um

75% allra nýrra íbúða rísi innan núverandi byggðar.

Spár um samdrátt í losun GHL byggjast á þeirri forsendu að hann sé eingöngu tilkominn vegna styttingu

ferða í þéttari byggð en ekki vegna afleiddra breytinga á ferðavenjum vegna bættra skilyrða fyrir

vistvæna ferðamáta í þéttari byggð. Gert er ráð fyrir að losun GHL á hvern ekin km árið 2007 sé sú sama

og árið 2020, þ.e. engin þróun í nýtni og engin breyting verði á eldsneytisgjöfum.

Þéttingar‐ og þróunarsvæði borgarinnar verða næst miðborg og þróunarás. Með þéttingunni er gert ráð

fyrir að árið 2024 verði um 60% ekinnar vegalengdar á höfuðborgarsvæðinu innan sveitarfélagamarka

Reykjavíkur en árið 2004 var þetta hlutfall rúm 66%. Áætlað er að íbúafjöldi innan Reykjavíkur aukist úr

118.898 í byrjun árs 2011 í 129.654 í lok árs 2020, sjá mynd 4.1. Út frá þessum upplýsingum má því

reikna ekna vegalengd per íbúa í Reykjavík. Árið 2007 er áætlað að hver íbúi aki rúmlega 6.950 km/ár en

árið 2020 er gert ráð fyrir að sú tala lækki í rúmlega 6.850 km/ár. Þessi stytting ferða skilar sér í

samdrætti á losun GHL, sbr. tafla 4.5.

Öll uppbygging innan skilgreindra borgarmarka er skilgreind sem þétting byggðar. Þéttingin er af

mismunandi toga:

Page 24: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

21

Fylla í götin, skapa heilsteyptar götumyndir. Venjulega á þegar skilgreindri byggingarlóð.

Endurbyggingarsvæði, þróunarsvæði. Eldra athafnasvæði (iðnaður, hafnarsvæði,

flugvallarstarfsemi) tekið til heildarskipulagningar.

Vannýtt opið svæði innan hverfa, ekki með sérstakt útivistargildi, verðmætum gróðri eða

náttúru.

Vannýtt opið svæði í jaðri hverfa, ekki með sérstakt útivistargildi, verðmætum gróðri eða

náttúru.

Opið svæði, með mögulegt útivistargildi, verðmætum gróðri eða náttúru.

Landfyllingar, nýtt land.

4.3.1.2 Rekstur verkefnisins

Skipulagráð Reykjavíkurborgar ber ábyrgð á að leggja fram tillögur að þéttingu byggðar og Skipulags-

og byggingarsvið ber því ábyrgð á framkvæmd þéttingarinnar. Stefnt er að því að nýtt aðalskipulag

Reykjavíkur með markmið um 75% þéttingu taki gildi árið 2011. Áætlaður kostnaður þéttingarinnar er

talin vera um 25 milljónir kr. sem er kostnaður við að móta stefnuna og tryggja framgang hennar og

tryggja að farið sé eftir henni. Kostnaður við að framkvæma stefnuna, þ.e. uppbyggingu á

þéttingarreitum, er ekki meðtalin enda er hann fyrst og fremst einkaaðila.

4.4 Samvinna við íbúa og hagsmunaaðila Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi í umhverfismálum á Íslandi. Borgin hefur hvatt íbúa sína til

þátttöku í ýmsum verkefnum sem miða að því að standa vörð um umhverfisgæði bæði svæðisbundið og

hnattrænt. Forsenda þess að árangur náist í samdrætti í losun GHL er samstarf stofnana, fyrirtækja og

íbúa borgarinnar.

Tafla 4.7. Áætlaður samdráttur í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda árið 2020 vegna vitundarvakningar á meðal almennings, fyrirtækja og stofnana í Reykjavík.

Aðgerðir

Áætlaður orkusparnaður

árið 2020

Áætluð framleiðsla

endurnýjanlegra orkugjafa árið

2020

Samdráttur í losun GHL árið 2020

Af heild Á íbúa Af heild Á íbúa

[MWh] [kWh] [MWh] [tonn CO2e] [kg CO2e]

Vitundarvakning 4.057 31 2.020 16

Samvinna við íbúa og hagsmunaaðila alls

4.057 31 0 2.020 16

Hlutfallslegur orkusparnaður við aðgerðir (árið 2020) 0,1%

Hlutfallslegur samdráttur í losun GHL við aðgerðir (árið 2020) 0,5%

Áætlað er að samvinna við íbúa og hagsmunaaðila muni hafa jákvæð áhrif um 0,5% af heildaraðgerðum

borgarinnar hvað varðar losun GHL sem nemur um 2.020 tonnum CO2e. Þetta eru taldar vera fremur

hóflega áætlaðar tölur.

Page 25: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

22

4.4.1 Vitundarvakning

4.4.1.1 Lýsing og árangur

Áhersla verður lögð á vitundarvakningu meðal íbúa, fyrirtækja og stofnana í borginni um að taka

höndum saman og minnka umhverfisspor hvers og eins. Þetta verður gert með því að koma á vettvangi

til að deila reynslu og þverfaglegri þekkingu um umhverfismál og með því að hvetja íbúa og

hagsmunaaðila með ýmiskonar hætti. Helstu verkefni sem lögð verður áhersla á til ársins 2013 eru

eftirfarandi:

Evrópskir orkudagar15

Umhverfismennt nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur

Náttúruskóli Reykjavíkur, reglubundin námskeið bæði fyrir nemendur og kennara í leik- og

grunnskólum

Heimasíða Reykjavíkur, fréttir, upplýsingagjöf og fræðsla

Samgönguvika16

Samstarf við Hverfaráð

Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar

Borgin mun sjá um að ganga á undan með góðu fordæmi s.s. í gegnum verkefnið Græn skref í starfsemi

Reykjavíkurborgar sem miðar að því að innleiða vistvænni rekstur borgarstofnana. Í því verkefni eru

ýmsar aðgerðir í átta málaflokkum sem vinnustaðir borgarinnar geta innleitt í fjórum áföngum. Hluti af

innleiðingu Grænu skrefanna er markviss fræðsla starfsmanna borgarinnar um umhverfismál og

vistvænni hætti sem m.a. skila árangri í að minnka losun GHL. Allt efni verkefnisins verður aðgengilegt á

heimasíðu borgarinnar til notkunar og hvatningar fyrir fyrirtæki og stofnanir í borginni.

Reykjavíkurborg rekur leikskóla og grunnskóla og hefur frætt nemendur um umhverfismál m.a. í

gegnum Náttúruskóla Reykjavíkur sem bæði fræðir nemendur og kennara. Einnig rekur borgin

vinnuskóla þar sem reykvísk ungmenni er boðið starf í nokkrar vikur yfir sumarið og fá um leið fræðslu

um umhverfismál og hvatningu um að stunda vistvænni lífsstíl.

Reykjavíkurborg mun nota þau tækifæri sem gefast til að miðla og fræða íbúa og hagsmunaaðila um

loftslags- og orkumál, s.s. í gegnum ráðstefnur, málstofur og fjölmiðla. Þar sem aðal uppspretta

losunnar GHL eru samgöngur í borginni og meðhöndlun úrgangs mun borgin leggja aðal áherslu á að

opna augu fólks fyrir aðgerðum í þeim geirum.

Í mati á árangri er gert ráð fyrir samdrætti um 0,3% árið 2020 m.v. 2007. Þessi árangur jafngildir því að

árið 2020 muni tíundi hver bíll sem gekk á jarðefnaeldsneyti 2007 eyða rúmlega 3% minni orku en án

aðgerðar eða að tuttugasti hver bíll eyði rúmlega 6% minna.

15

Evrópskir orkudagar (Sustainable Energy Action Week) er átak á vegum Evrópusambandsins sem ætlað er efla hagkvæma orkunýtingu og styðja nýtingu vistvænnar orku. Í flestum Evrópulöndum hafa verið skiplagðir ýmsir viðburðir þessu tengdu. 16

Samgönguvika (European Mobility Week) er átak á vegum Evrópusambandsins um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Einnig er vikunni ætlað að hvetja stjórnvöld til að stuðla að notkun vistvænna ferðamáta.

Page 26: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

23

4.4.1.2 Rekstur verkefnisins

Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar í samstarfi við upplýsingadeild Reykjavíkurborgar ber

ábyrgð á vitundarvakningu í umhverfismálum og samstarfi við íbúa, fyrirtæki og stofnanir um að taka

höndum saman og stuðla að sjálfbærari nýtingu orkuauðlinda og lágmörkun losunar GHL. Gert er ráð

fyrir að markvisst verði unnið að þessu til ársins 2020 og heildarkostnaðurinn verði sem nemur tæplega

37 milljónum kr. árin 2011 til 2013. Fjármagn verður tekið til endurskoðunar samhliða gerð

framvinduskýrslu áætlunarinnar árið 2010.

4.5 Úrgangsmál Við niðurbrot lífrænna efna þar sem úrgangur hefur verið urðaður myndast hauggas sem er að mestu

blanda af metani (CH4) og koldíoxíði (CO2). Reykjavíkurborg er aðili að sorpsamlaginu SORPA ásamt sex

nærliggjandi sveitarfélögum, þar sem u.þ.b. 200.000 manns búa eða um 60% allra landsmanna.

Reykjavíkurborg á þar stærsta hlut eða um 66,1%. Árlegt magn af meðhöndluðu sorpi er u.þ.b. 150

þúsund tonn og þar af er lífrænt niðurbrjótanlegur úrgangur um 80 þúsund tonn. SORPA bs. hefur rekið

urðunarstað á Álfsnesi, sem er staðsett innan borgarmarkanna, fyrir urðun sorps sem fellur til á

höfuðborgarsvæðinu frá árinu 1991. Urðunarstaðurinn í Gufunesi var áður notaður af Reykjavíkurborg

en notkun hans hefur verið hætt. Hauggas myndast þó í mörg ár eftir að urðun er hætt, á meðan

niðurbrot á sér stað. Söfnun á hauggasi í Álfsnesi hófst árið 1996 og var þá brennt en síðan 2000 hefur

það verið nýtt til metanframleiðslu og verið flutt með lögnum að áfyllingastöð fyrir ökutæki.

Hreinsistöðin framleiðir 400 Nm3/h af metangasi.

Tafla 4.8. Áhrif aðgerða í úrgangsmálum á losun gróðurhúsalofttegunda árið 2020.

Aðgerðir

Áætlaður orkusparnaður árið 2020

Áætluð framleiðsla

endurnýjanlegra orkugjafa árið

2020

Samdráttur í losun GHL árið 2020

Heild Á íbúa Heild Á íbúa

[MWh] [kWh] [MWh] [tonn CO2e] [kg CO2e]

Gasgerðarstöð 21.200 13.580 105

Aukin endurvinnsla

7.100 6.630 51

Úrgangsmál alls

0 0 28.300 20.210 156

Hlutfallslegur orkusparnaður við aðgerðir (árið 2020) 0,0%

Hlutfallslegur samdráttur í losun GHL við aðgerðir (árið 2020) 5,0%

Tvær aðgerðir eru undir úrgangsmálum, annarsvegar tilkoma gasgerðarstöðvar og hinsvegar aukin

endurvinnsla heim við íbúðarhús við Reykjavík. Talið er að þær muni skila samdrætti í losun GHL um 156

kg CO2e á hvern íbúa og vega 5,0% af heildarsamdrætti GHL árið 2020 ef miðað er við 2007. Gert er ráð

fyrir að metan unnið úr hauggasi, sem er endurnýjanlegur orkugjafi, skili orkuframleiðslu uppá rúm 28

þúsund MWh. Þar af mun aukin endurvinnsla vega um fjórðung.

Page 27: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

24

4.5.1 Bygging gasgerðarstöðvar

4.5.1.1 Lýsing og árangur

Samkvæmt svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á SV-landi fyrir 2009-2020, sem Reykjavíkurborg

hefur samþykkt, er stefnt að því að reisa í Álfsnesi jarð- og gasgerðarstöð til meðhöndlunar á lífrænt

niðurbrjótanlegum úrgangi. Gert er ráð fyrir því að þessi stöð hefji starfsemi árið 2014 og geti

meðhöndlað 30 þúsund tonn af lífrænum úrgangi á hverju ári og verði útbúin bestu fáanlegu tækni

(BAT). Í náinni framtíð er gert ráð fyrir að stækka stöðina og meðhöndla nær allan lífrænt

niðurbrjótanlegan úrgang sem kemur frá höfuðborgarsvæðinu og ekki fer til annarrar efnisvinnslu (kafli

4.5.2.1). Hauggasið verður hreinsað og fer til Reykjavíkur eftir lögnum að metanáfyllingastöðvum.

Áætlað er að með tilkomu gasgerðarstöðvar í Álfsnesi, sem vinni úr 30 þúsund tonnum af lífrænum

úrgangi árlega, nemi samdráttur í losun árið 2020 tæpum 13,6 þúsund tonnum CO2e sem samsvarar um

105 kg CO2e á íbúa, sjá töflu 4.7. Þessi samdráttur er áætlaður rúm 16% af losun GHL frá meðhöndlun

úrgangs árið 2020 og rúm 3% af allri losun GHL það ár. Urðun 30 þúsund tonna af lífrænum úrgangi

veldur árlegum útblæstri frá urðunarstaðnum í Álfsnesi sem nemur rúmum 809 þúsund Nm3 af

metangasi. Magn metans sem tapast út í andrúmsloftið við gasgerðina er talin vera rúm 42 þúsund Nm3

á ári. Samdráttur í losun GHL til ársins 2020 við að gasgera umrædd 30 þúsund tonn af lífrænum úrgangi

nemur því rúmum 767 þúsund Nm3 af metani árlega. Framleiðsla metans í gasgerðarstöðinni myndi

nema um 2,7 milljón Nm3 árlega og yrði það nýtt sem eldsneyti á ökutæki.

Spá um losun GHL til ársins 2010 vegna úrgangsmeðhöndlunar byggir á spá um úrgangsmagn sem fram

kemur í fyrrnefndri svæðisáætlun auk þess sem opinber spá um losun GHL vegna meðhöndlunar

úrgangs fyrir landið allt höfð til hliðsjónar. Sá úrgangur sem tekið er tillit til er hvers konar úrgangur frá

rekstri og heimilum sem safnað er við sorphirðu eða skilað er á móttöku- og endurvinnslustöðvar. Ekki

er tekið tillit til losunar GHL vegna frárennslis, en æskilegt er að slíkt verði gert í framtíðinni.

4.5.1.2 Rekstur verkefnisins

Sorpsamlagið SORPA ber ábyrgð á hönnun, framkvæmd og fjármögnun gasgerðarstöðvarinnar. Stefnt

er að því að hönnunartíma ljúki árið 2012 og framkvæmdir muni þá hefjast og standa til ársins 2014

þegar stöðin verður tekin í notkun. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður vegna þessa verði um 1.725

milljónir. Reykjavíkurborg mun sækja um styrk í Evrópusambandssjóðinn ELENA fyrir

undirbúningsvinnu við uppbyggingu á gasgerðarstöðinni.

4.5.2 Aukin endurvinnsla

4.5.2.1 Lýsing og árangur

Aukin endurvinnsla felur annars vegar í sér stækkun á jarð- og gasgerðarstöðinni sem lýst er í kafla 4.5.1

og hins vegar aukinni flokkun og söfnun á flokkuðum pappírsúrgangi heima við hús. Áætlað er að með

aðgerðinni megi draga úr losun GHL um rúm 6,6 þúsund tonn CO2e árið 2020 en það samsvarar um 51

kg CO2e á íbúa, sjá töflu 4.7. Þessi samdráttur er áætlaður um 8% af losun GHL frá meðhöndlun úrgangs

árið 2020 og tæp 2% af allri losun GHL það ár.

Árið 2007 hóf Reykjavíkurborg að bjóða borgarbúum upp á að sækja flokkaðan pappírsúrgang heima við

hús. Ákveðið hefur verið að hefja markvissa söfnun á endurvinnsluefnum við hús í Reykjavík sem viðbót

Page 28: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

25

við núverandi hirðu á blönduðu sorpi. Við það mun sorpílátum fyrir blandað sorp fækka og umfang hirðu

á blönduðu sorpi að minnka. Gera má ráð fyrir að um 55-65% af sorphirðu í Reykjavík verði blandað sorp

en um 35-45% endurvinnsluefni en það er þó háð því hversu vel íbúar flokka sorpið sitt.

Í dag eru urðuð rúmlega 6 þúsund tonn af pappír árlega. Með aukinni þjónustu við söfnun á flokkuðu

úrgangi, er gert ráð fyrir að skilahlutfall pappírsefna frá heimilum í Reykjavík aukist úr tæpum 35% árið

2007 í 85% árið 2020 eða úr 3,2 þúsund tonnum í 9,4 þúsund tonn. Árið 2007 var pappírsúrgangur um

9,2 þúsund tonn en árið 2020 er gert fyrir að hann verði um 11 þúsund tonn.

Samdráttur í losun GHL með jarð- og gasgerð 10 þúsund tonna af lífrænt niðurbrjótanlegum úrgangi

árlega er metinn á sama hátt og í kafla 4.5.1.1 og er niðurstaðan sú að draga myndi úr losun GHL um 4,5

þúsund tonn CO2e á ári. Árið 2020 ,myndi það samsvara um 35 tonnum CO2e á íbúa.

Komi ekki til aukinnar endurvinnslu benda útreikningar til að urðuð verði um 6,9 þúsund tonn af

pappírsefnum frá heimilum í Reykjavík árið 2020. Verði hins vegar beitt aðgerðum sem stuðla að

aukningu skilahlutfalls í 85% yrðu tæp 1,7 þúsund tonn urðuð. Slíkt myndi leiða til samdráttar í útblæstri

metans frá urðunarstaðnum um rúm 118 þúsund Nm3 sem samsvara um 2,1 þúsund tonnum CO2e

árlega. Á hvern íbúa næmi samdrátturinn þá rúmum 16 kg CO2e á ári. Þess má geta að aukið

skilahlutfall pappírsefna í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu myndi auka enn frekar á

samdráttinn í losun GHL vegna sorpurðunar innan borgarmarkanna.

4.5.2.2 Rekstur verkefnisins

Umhverfis- og samgöngusvið borgarinnar fer með málefni úrgangs sem og sorphirðu hjá

Reykjavíkurborg. Sviðið mun bera ábyrgð á innleiðingu aukinnar endurvinnslu í Reykjavík. Stefnt er að

aukinni söfnun á flokkuðuð úrgangi við öll íbúðarhús í Reykjavík árið 2012. Gert er ráð fyrir því að

kostnaður við það verði svipaður og áður eða um 802milljónir á ári, munurinn gæti verið +/- 40 milljónir

eða 5% ódýrara eða dýrara. Lægri móttökugjöld vinna upp aukinn kostnað við hirðu og tunnukaup.

Page 29: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

26

5 Heimildaskrá Aðalskipulag Reykjavíkurborgar 2001-2024.

Alta ehf. 2009. Losun GHL í Reykjavík. Áætluð losun frá iðnaði, sorpförgun og landbúnaði og samantekt

á áætlaðri heildarlosun, 2009. Unnið fyrir Reykjavíkurborg.

Alta ehf.2008. Áætluð losun GHL frá bílaumferð í Reykjavík. Samantekt fyrir árin 1999-2007. Með

samanburði við 1990. Unnið fyrir Reykjavíkurborg.

Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, 2010.

Landráð sf. 2011. Ferðamáti í Reykjavík 2007 – 2010 samkvæmt ferðavenjukönnunum. Unnið fyrir

Reykjavíkurborg.

Loftslags- og loftgæðastefna Reykjavíkurborgar, 2009.

Mannvit hf. 2011. ASOR, Aukin endurvinnsla lífræns úrgangs - Mat á ávinningi aðgerðar. Unnið fyrir

Reykjavíkurborg.

Mannvit hf. 2011. ASOR, Þétting byggðar - Forsendur útreikninga. Unnið fyrir Reykjavíkurborg.

Mannvit hf. 2011. ASOR, Hjólastígar - Forsendur útreikninga. Unnið fyrir Reykjavíkurborg.

Mannvit hf. 2011. ASOR, Aukin notkun metans - Mat á ávinningi aðgerðar. Unnið fyrir Reykjavíkurborg.

Mannvit hf. 2011. ASOR, Gasgerð - Mat á ávinningi aðgerðar. Unnið fyrir Reykjavíkurborg.

Mannvit hf. 2011. ASOR, Samantekt - Yfirlit yfir orkusparnað og minnkun á losun GHL. Unnið fyrir

Reykjavíkurborg.

Mannvit hf., 2010. Losun GHL í Reykjavík 2009. Unnið fyrir Reykjavíkurborg.

Mannvit hf., 2009. Minnkun á losun GHL frá samgöngum á landi. Raunhæfar aðgerðir til minnkunar á

losun GHL og mat á umhverfislegri skilvirkni. Óútgefin skýrsla unnin fyrir Vegagerðina.

Mannvit hf. 2009. Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009-2020. Lokadrög. Skýrsla

unnin fyrir SORPU bs., Sorpstöð Suðurlands bs., Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. og Sorpurðun

Vesturlands hf. Endurskoðuð svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs hjá 34 sveitarfélögum á

Suðvesturlandi.

Mannvit hf. 2009: Samdráttur í losun GHL – Raunhæf markmið í Reykjavík til 2020 og 2050. Óbirt gögn,

unnið fyrir Reykjavíkurborg.

Orkuveita Reykjavíkur 2011. Hiti- og rafmagnsnotkun í Reykjavík. Unnið uppúr óbirtum tölum frá Sölu-

og markaðssviði, tengiliður Þrándur Ólafsson.

Page 30: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

27

Orkuspárnefnd 2008. Eldsneytisspá 2008-2050. Orkustofnun, orkumálasvið. Nóvember 2008.

Orkustofnun 2008. Ársskýrsla Orkustofnunar árið 2007.

Umsókn Reykjavíkurborgar um aðild að Loftslagssáttmála Sveitarfélaga, 2010.

Reykjavík í mótun, Staðardagskrá 21, 2006.

Reykjavíkurborg 2010. Umhverfisvísar 2009.

Reykjavíkurborg 2009. Sniðtalningar.

Reykjavíkurborg 2010.„Hvert á byggðin að stefna?“ vegna vinnu aðalskipulags í Reykjavík.

Samgönguráðuneytið 2007. Starfshópur um móttöku skemmtiferðaskipa. Samgönguráðuneytið.

Samgöngustefna Reykjavíkurborgar, 2006.

SORPA bs, byggðarsamlag um sorpeyðingu höfuðborgarsvæðinu. Fimm ára rekstraráætlun, 2012-2016,

2010.

Tengdar heimasíður Landsvirkjun: www.landsvirkjun.is

Nýtt Aðalskipulag, Reykjavík 2030: www.adalskipulag.is

Orkuveita Reykjavíkur: www.or.is

Orkustofnun: www.os.is

Reykjavíkurborg: www.reykjavik.is

SORPA: www.sorpa.is

Samlausn, samstarf fjögurra sorpsamlaga um meðhöndlun úrgangs: www.samlausn.is

Staðardagskrá 21 í Reykjavík: www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3822/6631_view-2811/

Strætó bs.: www.straeto.is eða www.bus.is

Page 31: Aðgerðaáætlun um sjálfbæra orkunýtingu í Reykjavík · 2016. 11. 30. · 2.2.1 Samhæfing og stjórnsýsla Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fer með umsjón

28

6 Viðauki Losunarstuðlar fyrir bruna jarðefnaeldsneytis í bílvélum.

Eðlisþyngd Neðra brunagildi

[kg/L] [MJ/kg] [MJ/L] [kWh/L] Bensín 0,755 43,44 32,80 9,11 Dísill 0,848 42,78 36,28 10,08 Eðlisþyngd Neðra brunagildi [kg/Nm3] [MJ/kg] [MJ/Nm3] [kWh/Nm3] Metan (92%) 0,631 50,00 31,55 8,76

Bifreiðagerð

Losunarstuðull

[g CO2e/kg] [g CO2e/MJ] [g CO2e/kWh]

Fólksbíll - bensín, án hvarfakúts 3.118 71,77 258 Fólksbíll - bensín, með þrívirkum hvarfakút 3.324 76,53 275 Fólksbíll - dísill 3.244 75,81 273 Millistór flutningabíll - bensín 3.105 71,49 257 Millistór flutningabíll - dísill 3.243 75,80 273 Stór flutningabíll - bensín 3.097 71,30 257 Stór flutningabíll - dísill 3.215 75,15 271

Skv.: Orkuspánefnd 2008 ICPP 1996 / UST NIR 2008