kynnig á degi íslenskrar tungu

Post on 21-Jun-2015

608 Views

Category:

Education

5 Downloads

Preview:

Click to see full reader

TRANSCRIPT

Vegir liggja til allra áttaBækur og börn og Dagur íslenskrar tungu

Guðmundur Engilbertsson

Lektor við hug- og félagsvísindasvið HA

DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU - LESTUR ER GÁTT

• Við lifum og hrærumst í heimi þar sem þekkingu er miðlað og hennar aflað með því að nota tungumál

• Hugsun okkar er bundin tungumálinu sem er lykilverkfæri hugans – orð eru ekki bara ívaf heldur uppistaða hugsunar

• Börn læra tungumál vegna þess að þau eru leið samskipta, þroska og menntunar og þar með gátt að lífsgæðum

• Þegar börn fara að lesa liggja vegir til allra átta, lesturinn getur verðið uppspretta þekkingar og yndis og er líklega öflugasta íslenskunám sem völ er á

2

RANNSÓKN Í FJÓRUM EVRÓPULÖNDUM 2009–2011

• Lestrarvenjur barna og bókmenntir í skóla– Háskólar í Bristol, Murcia, Ankara og Akureyri – Markmið

• Að afla upplýsinga um lestrarvenjur 8–11 ára barna• Að afla upplýsinga um notkun barnabókmennta í skólastarfi• Að útbúa leiðbeiningar til kennara um notkun barnabókmennta

– Framkvæmd• Spurningalistar lagðir fyrir börn og kennara• Viðtöl við börn og kennara

3

ÞÁTTTAKENDUR

• Rannsóknin – gagnagrunnurinn– Um 3000 börn svöruðu spurningalista

• Þar af 820 frá Akureyri og Húsavík– Liðlega 130 kennarar svöruðu spurningalista

• Þar af um 30 kennarar frá Akureyri og Húsavík– Viðtöl voru tekin við um 100 börn og um 50 kennara

• Þar af 24 börn frá Akureyri og 12 kennara

• Sérstaða okkar á Íslandi– Spurningalistinn lagður fyrir alla skóla 8–11 ára barna á Íslandi

og kennara þeirra4

Rýnihópur barna í Tyrklandi

Rannsóknarhópurinn á ráðstefnu í Tyrklandi

MEGINNIÐURSTÖÐUR

• Marktæk fylgni er milli bókakosts á heimili og áhuga og viðhorfa barna til lesturs– Sú bakgrunnsbreyta sem vegur mest

• Áhugi barna á lestri virðist dvína aðeins eftir því sem þau verða eldri. – Sjá síðar

• Meirihluti barna (yfir 70%) segist hafa yndi af námi þar sem barnabókmenntir eru nýttar sem efniviður

• Íslensk börn virðast skrifa sjaldnar en önnur börn um það sem þau lesa í skólanum– Um helmingur miðað við um 80–90% annarra barna 6

FRH

• Þekking kennara á barnabókmenntum og notkun barnabóka í kennslu er að miklum hluta háð kennaranámi og endur- og símenntunar að loknu kennaranámi. Tyrkneskir kennarar virðast njóta slíks í minna mæli en aðrir kennarar.

• Kennarar tengja notkun barnabókmennta í námi og kennslu við ákvæði námskrár en þó í misríkum mæli – Yfir 90% á Englandi og á Spáni– Innan við 60% á Íslandi og Tyrklandi

• Á Spáni, í Tyrklandi og á Englandi er leshorn eða –krókur gróinn hluti námsumhverfis (yfir 90%) en aðeins í ríflega helmingi íslenskra skólastofa

• Kennarar virðast almennt lesa barnabækur fyrir börn – einkum í því skyni að glæða áhuga þeirra á lestri

7

8

Spánn

Tyrkland

Ísland

England

0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100%

54%

78%

33%

45%

49%

17%

58%

47%

6%

5%

8%

8%

Ég elska að lesa Mér líkar að lesa Mér líkar ekki að lesa

Áhugi barna á lestri

9

Drengir

Stúlkur

0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100%

49%

60%

44%

34%

7%

6%

Ég elska að lesa Mér líkar að lesa Mér líkar ekki að lesa

Áhugi barna á lestri eftir kyni

10

11 ára

10 ára

9 ára

8 ára

7 ára

0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100%

44%

49%

61%

60%

65%

46%

45%

33%

33%

27%

9%

6%

6%

7%

8%

Ég elska að lesa Mér líkar að lesa Mér líkar ekki að lesa

Áhugi barna á lestri eftir aldri

VAL BARNA Á LESEFNI

• Börn virðast mjög sjálfstæð í vali á lesefni– Valið fer í grófum dráttum eftir

• Áhuga á efninu• Hvort viðkomandi hafi lesið bækur eftir sama höfund áður og líkað

vel• Hvort um bókaflokk er að ræða sem viðkomandi þekkir og líkar• Hvort bókarkápur, lýsingar þar eða myndir heilla • Hvort vinir, kunningjar eða aðrir lesi eða mæli með bókum

– Mörg velja bók sem þau hafa lesið áður• Endurnýja kynni sín ...• Sjá oft nýja fleti eða uppgötva eitthvað sem fór fram hjá þeim áður

11

ÞAÐ SEM HEILLAR BÖRN VIÐ LESEFNIÐ

• Það vekur tilfinningar– Ánægju, kátínu, hlátur– Spennu – ...jafnvel hroll...

• Það er eitthvað nýtt eða framandi • Sögupersónurnar eru eins og vinir

– Mættu gjarnan vera töfra- eða ævintýraverur– Annars drengir eða stúlkur á svipuðu reki og þau– Jafnvel geimverur eða vélmenni

• Og jafnvel líka fullorðið fólk12

SKÝRSLA RANNSÓKNARHÓPS

• Skýrsla er á vef rannsóknarverkefnis– http://www.um.es/childrensliterature

• Einnig kennsluleiðbeiningar• Áhugaverðir tenglar• ...og fleira

13

Þakkir fyrir að hlusta

14

top related