pecs boðskiptakerfið - greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins...laugardal /háaleiti einhverfa...

Post on 15-May-2021

3 Views

Category:

Documents

0 Downloads

Preview:

Click to see full reader

TRANSCRIPT

PECS boðskiptakerfið The picture exchange communication system

Sigrún Kristjánsdóttir

Þroskaþjálfi / ráðgjafi í þjónustumiðstöð Laugardal /Háaleiti

Einhverfa og boðskipti

• Þar sem flest ef ekki öll börn sem greinast með röskun á einhverfurófi eiga í erfiðleikum með að eiga eðlileg boðskipti þarf oft að nota óhefðbundnar aðferðir til að auka boðskiptafærni þeirra samhliða því að þjálfa upp talmál

2 Sigrún Kristjánsdóttir

Einhverfa og boðskipti

• Einnig skortir mörg börn með einhverfu frumkvæði til boðskipta, sem birtist oft í að þau bíða eftir merkjum, fyrirmælum eða spurningum frá öðrum áður en að þau nota talmál, tákn með tali, myndir eða aðrar óhefðbundnar boðskiptaleiðir (Bondy og Frost, 2001)

3 Sigrún Kristjánsdóttir

Hvað er PECS ?

• PECS er myndrænt boðskiptakerfi, barn lærir að nota myndir til að tjá sig með í stað talmáls

• PECS var þróað fyrir börn með einhverfu af Bondy og Frost

1994 • PECS er vel skipulagt kerfi í sex stigum, á hverju stigi er þjálfuð

stigvaxandi færni til boðskipta

• Mikil áhersla er lögð á að þjálfa frumkvæði til boðskipta • PECS er notað í skipulögðum þjálfunaraðstæðum og í öllum

daglegum athöfnum/aðstæðum

4 Sigrún Kristjánsdóttir

Sigrún Kristjánsdóttir 5

Þannig virkar PECS...

• Það fyrsta sem barn lærir með PECS er að nota mynd til að biðja um eftirsóknarverðan hlut eða athöfn

• Barnið lærir að taka upp mynd og rétta hana þeim sem það á erindi við (viðmælanda), sem svarar síðan barninu með því að nefna það sem beðið er um og veita barninu aðgang að því strax. Með þessu kemst barnið samstundis í samband við öfluga styrkja (reinforcers) sem auka líkur á því að boðskiptin endurtaki sig

6 Sigrún Kristjánsdóttir

Sigrún Kristjánsdóttir 7

Fyrir hverja er PECS ?

• Pecs boðskiptakerfið er ætlað fyrir þá sem búa ekki yfir færni til að nota talmál til að tjá sig

• PECS nýtist líka fyrir þá sem hafa eitthvað talmál en skortir frumkvæði til að nota það sér til gagns í samskiptum við aðra sbr. mörg börn með einhverfu

8 Sigrún Kristjánsdóttir

Fyrir hverja er PECS ?

• Aðferðin hefur verið mest notuð og þróuð með ungum börnum með einhverfu

• PECS boðskiptakerfið hefur einnig verið notað með fólki á öllum aldri með mismunandi fatlanir

9 Sigrún Kristjánsdóttir

Fræðilegur grunnur PECS

• Aðferðin byggir á aðferðum hagnýtrar

atferlisgreiningar (applied behavior analysis)

og kenningum Skinners um málhegðun

(verbal behavior)

10 Sigrún Kristjánsdóttir

Fræðilegur grunnur PECS

Eftirtaldar aðferðir eru notaðar til að þjálfa

boðskiptafærni í PECS – Styrkjar (reinforcement)

– Stýringar (promt)

– Keðjun (chaining)

– Töf (time-delay)

– Aðgreining (discrimination)

– Alhæfing/yfirfærsla (generalization)

11 Sigrún Kristjánsdóttir

Málhegðun (verbal behavior)

• Höfundar boðskiptakerfisins hafa lýst því hvernig kenning Skinners (1957) um málhegðun hefur haft áhrif á þróun PECS og hvernig hvert stig boðskiptakerfisins er byggt á hugmyndum Skinners um flokkun málhegðunar

• Skinner skipti málhegðun í sjö flokka (verbal operants) með hliðsjón af virknisambandi milli aðdraganda, mállegrar svörunar og afleiðinga

12 Sigrún Kristjánsdóttir

Málhegðun (verbal behavior)

Í PECS þjálfun er unnið með þrjá af þessum málflokkum

– Boð (mand)

– Band (tact)

– Innanyrðing (intraverbal)

• Dæmi um þríliða styrkingarskilmála, barn að biðja um djús eða að “manda”

– Barn er þyrst og langar í djús (aðdragandi)

– Barnið segir „djús“ (svörun)

– Barnið fær djús (afleiðing)

13 Sigrún Kristjánsdóttir

Málhegðun (verbal behavior)

• Nálgun Skinners felur í sér að sama mállega tjáningin getur haft ólíkan tilgang eða virkni háð því samhengi sem það er notað í

– Málið getur verið undir stjórn mismunandi áreita:

– Dæmi:

Barn er þyrst og segir DJÚS (mand/boð)

Barn sér mynd af djús og segir DJÚS (tact/band)

Pabbi segir “hvað viltu drekka”? Barnið segir DJÚS (intraverbal/ innanyrðing)

14 Sigrún Kristjánsdóttir

Undirbúningur og tilhögun PECS þjálfunar

• Góð þekking hjá þeim sem halda utan um þjálfun barnsins

• Samvinna milli foreldra og leikskóla /skóla

• Gera athugun á því sem barninu þykir eftirsóknarvert, hlutir, athafnir og annað

• Útbúa myndir, möppu, spjöld...

• Fræðsla til allra þeirra sem sem sinna barninu daglega, tryggja að það fólk sé öruggt í hlutverki viðmælanda

15 Sigrún Kristjánsdóttir

Stigin 6 í PECS

1. Grunnatriðin þjálfuð, taka upp mynd og rétta

viðmælanda og fá það sem beðið var um

2. Fjarlægð, frumkvæði og alhæfing

3. Aðgreining

4. Myndun setninga

5. Svara spurningunni “hvað vilt þú”?

6. Gera athugasemdir (commenting)

(orðaforði eykst, smáorð, lýsingarorð, hugtök ofl.

bætist við, lengri setningar)

16 Sigrún Kristjánsdóttir

Skráningar og mat

Þarf að gera:

– Til þess að meta framvindu í þjálfun

– Til þess að ákveða næstu skref í þjálfun

– Til samræmingar á milli heimilis og skóla

– Til að stuðla að alhæfingu

17 Sigrún Kristjánsdóttir

Er PECS árangursrík aðferð ?

• Það er hægt að fylgjast með því hjá hverju barni fyrir sig

• Með því að setja upp nákvæm og mælanleg markmið og fylgjast með framvindu

• Með því að tryggja að það sé verið að nota aðferðina eins og henni er lýst í handbók

• Skoða niðurstöður rannsókna á PECS þjálfun hjá sambærilegum hópum (t.d. ung börn með einhverfu)

Sigrún Kristjánsdóttir 18

Gagnreyndar aðferðir

• Með aukinni þekkingu á aðferðum í kennslu og þjálfun barna með einhverfu, og um leið gagnrýni á notkun aðferða sem hafa ekki sýnt árangur, hafa hugtökin „leiðbeiningar um viðurkennt verklag“ (best practice guidelines) og „gagnreyndar aðferðir“ (evidence-based practice) orðið æ meira áberandi í umræðu um snemm­tæka íhlutun fyrir börn með einhverfu (Odom o.fl., 2003; Reichow, Volkmar og Cicchetti, 2007; Simpson, 2005).

Sigrún Kristjánsdóttir 19

Gagnreyndar aðferðir

• Til þess að aðferð (practice) geti talist gagnreynd þarf hún að byggja á niðurstöðum vísindalegra rannsókna sem hafa sýnt fram á ótvíræðan árangur aðferðarinnar fyrir þá einstaklinga eða hópa sem hún á að gagnast

Sigrún Kristjánsdóttir 20

Gagnreyndar aðferðir

• Mat á aðferðum er brýnt verkefni til þess að upplýsa notendur og um leið að auka líkur á að árangursríkar aðferðir verði notaðar í starfi með börnum með einhverfu (Reichow o.fl., 2007)

Sigrún Kristjánsdóttir 21

Hvernig kemur PECS út þegar er verið að meta gagnsemi aðferða?

• Simpson (2005) segir að PECS sé„aðferð sem lofar góðu“ en bendir á að frekari rannsókna sé þörf

• Í umsögn um PECS segir í skýrslu Research Autism (2008) að áhrif PECS þjálfunar hafi sýnt jákvæðan árangur og er sett í hæsta gæðaflokk aðferða

• Í umfjöllun Association for Science in Autism Treatment (ASAT ) er bent á að PECS sé áhrifarík aðferð til að kenna börnum með einhverfu virk boðskipti

Sigrún Kristjánsdóttir 22

Það sem styrkir PECS • Er m.a. hvað aðferðinni er lýst nákvæmlega í

handbók og að á hverju stigi fyrir sig eru skýr markmið um hvernig skuli kenna nýja færni

• Mælt er með að meta

frammistöðu þeirra sem

þjálfa barnið, meðferðarheldni

þeirra (treatment fidelity)

til þess að tryggja

að þjálfunin sé rétt framkvæmd

Sigrún Kristjánsdóttir 23

PECS getur verið á pappír og plasti eða í margmiðlunartæki

• Til að ná fram markmiðum í þjálfun og kennslu beitum við ákveðinni tækni eða aðferð

• Tæki og myndaforrit koma þar til hjálpar en eru ekki aðferð í sjálfu sér

• Tæknin er spennandi kostur

• Þurfum samt að muna að verða ekki of upptekin af tækinu og tækninni , þjálfun boðskipta og mikilvægi frumkvæðis er aðalatriðið í PECS

Sigrún Kristjánsdóttir 24

PECS í möppu með plöstuðum myndum

Sigrún Kristjánsdóttir 25

PECS í iPhone, iPod Touch eða iPad

26 Sigrún Kristjánsdóttir

Sigrún Kristjánsdóttir 27

Reynslan af PECS þjálfun

• Aukin frumkvæðistjáning

• Aukinn orðaforði

• Eykur viðeigandi

félagslega hegðun

• Dregur úr óæskilegri hegðun

• Ýtir undir hljóðamyndun og

talmál

• Markvissari notkun talmáls sem er til staðar

28 Sigrún Kristjánsdóttir

Að lokum

• Til að ná árangri þarf að skapa aðstæður allann daginn til að ýta undir þörf barnsins til að hafa boðskipti

• Muna þarf að gefa tíma í samskiptin, fara í augnhæð barnsins og veita því góða athygli

• PECS þarf að vera inn í þjálfunaráæltun barnsins og tryggja þarf margar æfingar daglega

• Í áætlun þurfa vera skýr markmið og plan um að viðhalda því sem búið er að þjálfa og bæta við nýjum möguleikum til boðskipta

29 Sigrún Kristjánsdóttir

Hvar er hægt að læra meira um PECS?

• PECS Handbók ( Frost og Bondy, Training Manual, 2002)

• Picture Worth (Bondy og Frost 2002)

• pecs.org.uk (breska heimasíðan)

• pecs.com (bandaríska heimasíðan)

• Rannsóknir og greinar á internetinu

• Áhrif myndræna boðskiptakerfisins PECS á boðskiptafærni og hegðun

barna með einhverfu (Sigrún Kristjánsdóttir, 2008, óbirt

meistarprófsritgerð)

• Námskeið á vegum Þroskaþjálfunar s/f. Grunn- og framhaldsnámskeið

30 Sigrún Kristjánsdóttir

top related