samningur sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og ný hugmyndafræði

Post on 20-Mar-2016

80 Views

Category:

Documents

3 Downloads

Preview:

Click to see full reader

DESCRIPTION

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og ný hugmyndafræði. Fatlað fólk á tímamótum. Eru mannréttindi faltaðs fólks virt? Helga Baldvinsd. Bjargardóttir, þroskaþjálfi, lögfræðingur og MA nemi í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands. Hugmyndafræðilegur grunnur. - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og ný hugmyndafræði

Fatlað fólk á tímamótum. Eru mannréttindi faltaðs fólks virt?

Helga Baldvinsd. Bjargardóttir, þroskaþjálfi, lögfræðingur og MA nemi í fötlunarfræðum við Háskóla

Íslands

Hugmyndafræðilegur grunnur

• Þróun frá ölmusu og góðgerðar sjónarhorni yfir í réttindamiðað sjónarhorn

• Hvers vegna hafa fyrri mannréttindasáttmálar ekki duga?– Ósýnileiki fatlaðs fólks– Viðfangsefni annarra– Félagsleg vandamál

Mannréttindasjónarhorn

• Fjögur grundvallargildi mannréttinda:• 1) Mannleg reisn• 2) Sjálfræði, frelsi til að taka eigin ákvarðanir• 3) Jafnrétti• 4) Samstaða og félagslegur stuðningur

Mannleg reisn

• Hornsteinn allra mannréttinda• Sérhver manneskja er óendanlega verðmæt • Virðing er ekki tengd notagildi• Brýtur gegn mannlegri reisn að útskúfa þá sem

teljast öðruvísi og gera þá að samfélagslegu “vandamáli”

• “Vandamál” fötlunar er staðsett hjá samfélaginu:– Skylda stjórnvalda til að uppræta hindranir

Sjálfræði

• Gamlar hugmyndir um sjálfstæði• Tvö vandamál:

– Tilhneiging til að láta fötlun jafngilda skort á hæfileikanum til að njóta sjálfræðis

– Sjálfræði fatlaðs fólks ekki tekið alvarlega, vanrækt að gera fötluðu fólki kleift að nýta þennan hæfileika sinn.

Jafnrétti og fjölbreytileiki

• Allir jafnir að virði óháð fjölbreytileika• Krafan um jöfn tækifæri:

=> Grípa þarf til aðgerða til að koma til móts við ólíkar þarfir fólks

=> Koma þarf á jafnréttislöggjöf sem bannar mismunun=> Vinna þarf markvisst gegn fordómum og neikvæðum

staðalímyndum=> Skapa þarf samfélag án aðgreiningar sem virkjar og

eflir vald einstaklingsins yfir eigin lífi

Samstaða: félagslegur stuðningur

• Erum öll tengd órjúfanlegum böndum• Frelsi verður ekki til í tómarúmi, það krefst aðgerða

til að gera það áþreifanlegt– Löggjöf ein og sér ekki nóg– Geta allir lært verkfræði?

• Ef aðgengi og næg þjónusta eru til staðar• Félagsleg þjónustukerfi eiga ekki að leiða til ófrelsis

og einangrunar• Markmiðið er full þátttaka fatlaðs fólks á öllum

sviðum

Afhverju sérstakur sáttmáli?

• Fatlað fólk á sama tilkall til allra mannréttinda sem áður hafa verið tryggð

• Samt sem áður hefur það ekki haft sömu tækifæri og aðrir.– Álitið þiggjendur velferðarþjónustu frekar en

einstaklingar sem eiga réttindi. • Sáttmálinn sýnir hvaða breytingar þarf að gera til

að fatlað fólk hafi í raun sömu réttindi og aðrir.

Nýi sáttmálinn

• Samþykktur frá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 2006.

• Ísland undirritaði þann 30. mars 2007.

• Í dag hafa hafa 147 lönd undirritað sáttmálann og 98 þjóðir fullgilt hann.

• Tók gildi sem mannréttindasattmáli 3. maí 2008

Markmið (1. grein)

• Að fatlað fólk hafi í raun sömu mannréttindi og frelsi og aðrir.

• Passa upp á að þessi réttindi og frelsi séu virt.

• Auka virðingu fyrir fötluðu fólki sem manneskjur.

Skilgreining á fötlun (2. grein)

• Fötlun er hugtak sem er breytingum háð• Fötlun verður til þegar:• 1) einstaklingar með skerðingar• 2) eiga í samspili við umhverfi og viðhorf• 3) sem hindra fulla og virka samfélags þátttöku

þeirra til jafns á við aðra

Meginreglur (3. grein)

Virðing fyrir mannlegri reisn og sjálfræðiBann við mismununFull og áhrifarík þáttakaVirðing fyrir fjölbreytileikaJöfn tækifæriAðgengiJafnrétti kynjannaVirðing fyrir réttindum fatlaðra barna

Skilgreiningar (2. grein)

• Mismunun:

– Aðgreining, útilokun eða takmörkun af hvaða tagi sem er, sem kemur í veg fyrir að fatlað fólk njóti réttinda sinna

– Eða þegar ekki er tekið tillit til fötlunar • T.d. Skortur á aðgengi eða þjónustu sem mætir

þörfum allra

Skilgreiningar (2. grein)

• Viðeigandi aðlögun:– Nauðsynlegar breytingar

(lagfæringar) sem tryggja að fatlað fólk geti notið eða nýtt sér mannréttindi sín til jafns á við aðra

– Skilyrði:• 1) Sérstakt tilvik• 2) Ekki meiri en eðlilegt getur talist• 3) Ekki of íþyngjandi• DÆMI: Lyftarapróf á 30 dögum í stað 5

Jafnrétti (5. grein)

• Allir eru jafnir fyrir lögum

• Mismunun vegna fötlunar á að banna með lögum

• Fatlað fólk á rétt á viðeigandi aðlögun

• Sértækar aðgerðir teljast ekki mismunun

Réttarstaða til jafns við aðra (12. grein)

• Réttur til að fara með réttindi sín á öllum sviðum– Taka eigin ákvarðanir – Fara með fjármuni sína

• Aðstoð!– Vilji og séróskir virtar– Laus við hagsmunaárekstra

• Endurskoðað af sjálfstæðu og hlutlausu yfirvaldi

Frelsi frá misnotkun (15. og 16 grein)

• Nauðsynlegar ráðstafnir til verndunar – Misnotkun í gróðaskyni– Ofbeldi– Misþyrmingar

• Fræðsla og upplýsingar– Forvarnir– Hvernig koma skuli auga á ofbeldi– Hvernig beri að tilkynna

• Stuðningur við þolendur ofbeldis

Sjálfstætt líf (19. grein)

• Rétturinn til að velja og hafna:– Velja sér búsetustað.– Hvar og með hverjum.

• Fjölbreytt þjónusta:– Heimaþjónusta.– Aðstoð við að taka þátt í samfélaginu.– Koma í veg fyrir einangrun.– Þjónusta fyrir almenning á að standa öllum til

boða

Skoðanafrelsi (21.grein)

• Réttur til að segja skoðanir sínar.

• Réttur til að nota þá samskipta aðferð sem hentar hverjum og einum.

• Aðgengi að upplýsingum sem eru fyrir alla:– Til dæmis á auðskildu máli.

• Hvetja fjölmiðla og aðra sem veita upplýsingar til að gera þær aðgengilegar fyrir alla.

Virðing fyrir einkalífi (22. grein)

• Enginn fatlaður einstaklingur skal, sæta því að einkalíf hans, fjölskyldulíf, heimilislíf, bréfaskipti eða samskipti af öðru tagi séu trufluð að geðþótta eða með ólögmætum hætti

• Upplýsingar um persónulega hagi, heilsufar og endurhæfingu fatlaðs fólks skal farið með sem trúnaðarmál á sama hátt og gildir um aðra.

Fjölskyldulíf (23.grein)

• Uppræta mismunun gagnvart fötluðu fólki í öllum málum sem lúta að hjónabandi, fjölskyldu, foreldrahlutverki og samböndum

• Réttur til að eignast börn.• Fræðsla og stuðningur.• Réttur til að halda frjósemi sinni• Ekki má taka barn af foreldrum sínum

eingöngu vegna fötlunar þeirra eða barnsins.

Menntun (24. grein)

• Menntakerfi á öllum skólastigum án aðgreiningar • Menntun á að gera fötluðu fólki kleift að vera

virkir þátttakendur í frjálsu þjóðfélagi • Tryggja að fatlað fólk sé ekki útilokað frá hinu

almenna menntakerfi vegna fötlunar • Stuðningur í samræmi við þarfir.

– Viðeigandi aðlögun.• Kennarar hafi sérþekkingu á fötlunum og

sérkennslu aðferðum.

Heilsa (25. grein)

• Besta þjónusta sem völ er á.• Þjónusta nálægt heimabyggð.• Greining og þjónusta sem uppfyllir þarfir allt frá

barnsaldri. • Réttur til líf- og sjúkdómatrygginga.• Bannað að neita fötluðu fólki heilbrigðisþjónustu.

Vinna og starf (27. grein)

• Lög sem banna mismunun• Vinnumarkaðurinn á að vera opinn öllum. • Vinnu umhverfi sem er sanngjarnt og hvetjandi. • Jöfn tækifæri og sömu laun fyrir sömu vinnu. • Ekki má þvinga fatlað fólk til að vinna. • Vernd stéttarfélaga. • Vernd gegn áreitni. • Viðeigandi aðlögun

Stjórnmál (29. grein)

• Nota stjórnmálaleg réttindi sín.• Taka þátt í stjórnmálaumræðu:

– Beint eða í gegnum talsmann• Réttur til að kjósa:

– Velja eigin aðstoðarmann• Réttur til að bjóða sig fram.• Réttur til að stofna hagsmuna samtök og berjast

fyrir rétti sínum.

Menning (30. grein)

• Þátttaka í menningarlífi og aðgengi:– Sjónvarpsþættir, kvikmyndir og leikhús

• Hvetja til þátttöku í íþróttum og tómstundum í skólum.

• Hvetja til þátttöku í algengum íþróttagreinum– Veita stuðning eftir þörfum

• Hafa aðgengi að stöðum þar sem íþróttir, menning og tómstundir fara fram.

Skuldbindingar (4. grein)

• Samþykkja lög og reglur svo réttindin verði virk

• Afnema lög, reglur, venjur og starfshætti sem fela í sér mismunun

• Stefnumótun og áætlanagerð– Taka mið af réttindum fatlaðs fólks

Skuldbindingar (4. grein, framh.)

• Samvinna við fatlað fólk og hagsmuna samtök

• Auka meðvitund starfsmanna um réttindi fatlaðs fólks

• Fyrirvari um efnahagsleg og félagsleg réttindi:– Eins og efni þess frekast leyfa– Ekki afsökun fyrir aðgerðarleysi

Vitundarvakning (8. grein)

• Viðeigandi ráðstafanir– Auka virðingu fyrir réttindum og reisn

• Vinna gegn fordómum og staðalímyndum• Efla vitund um framlag og færni• Leiðir:

– Börn læri um réttindi fatlaðra– Fjölmiðlar gefi ímynd í samræmi við þessi markmið– Átaksverkefni um fræðslu

Aðgengi (9. grein)

• Sjálfstætt líf og full þátttaka krefst:– Aðgengi að efnislega umhverfi og samgöngum– Aðgengi að upplýsingum og samskiptum

• Aðstaða innandyra jafnt sem utan• Bein aðstoð og þjónusta milliliða• Internetið og aðrar nýjungar• Ryðja hindrunum úr vegi og setja reglur um

lágmarkskröfur.

Yfirfærslan og umbætur

• Umbætur að verða lagaleg skylda• Ný hugsun og ný nálgun varðandi hvernig fötlun

er skilin og skilgreind– Fatlað fólk á að hafa frelsi og tækifæri til að velja

• Samvinna helstu hagsmunaaðila• Nú er sögulegt tækifæri til umbóta• Gerum þetta saman og gerum þetta vel!

Helga Baldvins- og Bjargardóttir

Rannsóknasetur í fötlunarfræðumFélagsvísindasvið

Háskóli Íslandshttp://www.fotlunarfraedi.hi.is

top related