valgerður gunnarsdóttir - ljóð

Post on 13-Aug-2015

587 Views

Category:

Art & Photos

3 Downloads

Preview:

Click to see full reader

TRANSCRIPT

Valgerður Gunnarsdóttir

Ljóð

Dalvík

Dalvíkin er draumabládýrðleg til að sjá.

Dalvíkin er draumabládýrðleg til að sjá.

Ofar stendur Upsafjalleins og gamall karl.Sólin skín á stein og stekkog stúlkur í okkar bekk.

Sumarnótt

Kemur af hugans hafiheitust ein sumarnótt.

Glampi á gullnu rafigleðin þá sumarnótt.

Leikur á lítill vafiLofnar var sumarnótt.

Fang

Mæti þér nú,

Tröllaskagi, 

týni úr fangi þér

myndir

og steina,

dýjagrænt, mjúkt og hrjóstrugt, 

síkvikt landið,

himinblátt hafið, 

sem tók...

Söknuður

Á enda veraldar 

sólblár himinn, 

og ský úr bómull.

Grásilfruð strá

hrjúf á vanga, 

vagga úr grasi.

 

Rekur á huga

seint gleymdur tími.

Týnist í þrá

og þögn.

Rof

 

Í berg numin

 

bjó hugurí ei stað

 

dillaðvar hjarta

 

í stein runniðhjartaþitt

 

braststrengur.

Gluggi í þríeinum spegli

speglast stund

í stað

alkyrrð

heitt andartak

svo ólgar

hjá

Skógarþoka

Óræði mögnuð

hylur þokan

skógarbotninn,

vefur sig

utan um stofna trjánna,

teygir slóða

upp greinarnar,

þræðir sig

ofar, ofar,

og liðast sundur,

ósnertanleg,

inn í hvíta,

undurhvíta

eilífð.

Bolero

Eins og blæöspin

kliðar í andvara vorsins

eins og stráin

bærast í golunni hægt

eins og bárurnar

freyða við bakka vatnsins

eins og kólgan

ólmast við klettótta strönd

voru dagarnir þeir

voru atlotin þín

ÓráðSvo heit

nóttin,

krefjandi,

dregur þig á tálar,

leggst

þétt að þér,

sefar og egnir,

teygar hug þinn

óræð,

strýkur hlæjandi

hár þitt

undir morgun

fálma

hendur þínar eftir

engu.

Hækur

Í vornótt hvítrivappar mófugl um lyngmó sígur rauðgul sól.

 

Fjárhúsið rökkvaðFluga suðar í glugga Værð yfir ánum

Hækur

Sólin tindrandi

í svalgrænu úthafi

freyðir um stefnið

Úthafsins eyja

sandur og sæbarið grjót

hvönnin gul og græn

Dauðir krossfiskar

er brimaldan fjarar út

á svörtum sandi

top related