visir 50 years icelandic

Post on 21-Jul-2016

238 Views

Category:

Documents

6 Downloads

Preview:

Click to see full reader

DESCRIPTION

Visir is an Icelandic fishing company exclusively with long-line vessels. The company operates a saltfish production and a freezing facility in Grindavík. Vísir has a broad range of seafood products from saltfish (wet salted splitted and fillets) and lightsalted products to fresh and frozen fillets and portions.

TRANSCRIPT

Hálfriöldsíðar

Saga Vísis, sem nú fagnar hálfrar aldar afmæli, er saga áræðis og eljusemi og hún er samofin sögu útgerðar á Íslandi en rætur fyrirtækisins ná allt aftur til 1930. Stofnandi Vísis, hugsjónamaðurinn Páll H. Pálsson, stundaði sjóinn frá unga aldri og bjó þannig sjálfur yfir dýrmætri reynslu og þekkingu á sjávarútvegi. Hann hafði sterka framtíðarsýn, setti markið hátt og byggði á skömmum tíma upp Vísi – kraftmikið félag sem síðan hefur vaxið og dafnað og skipar sér í fremstu röð sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi.

Farsæld í 50 ár

Sterkar rætur

Vísir er rótgróið, kröftugt og framsækið íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki þar sem öll áhersla er lögð á ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði. Fyrirtækið býr yfir góðum skipaflota útbúnum til línuveiða og rekur saltfiskvinnslu og frystihús í Grindavík, einum öflugasta útgerðarbæ landsins. Afurðir Vísis eru fjölbreyttar, unnar úr fyrsta flokks hráefni, og framleiddar fyrir breiðan hóp kröfuharðra viðskiptavina vítt og breitt um heiminn. Vísir hefur í 50 ár notið mikillar gæfu og haft á að skipa metnaðarfullu og tryggu starfsfólki – mannauður fyrirtækisins er því lykillinn að farsælum rekstri þess.

Fólkið ogfiskurinn

Af virðinguviðnáttúruna

Eitt af aðalsmerkjum Vísis er ábyrg veiðistefna sem grundvallast á línuútgerð, rekjanleika og öflugri sóknarstýringu. Vísir á aðild að verkefninu Iceland Responsible Fisheries, sem felur í sér staðfestingu á ábyrgum fiskveiðum Íslendinga, samkvæmt kröfum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Fyrirtækið hefur ennfremur hlotið MSC-vottun, enda uppfyllir það kröfur Marine Stewardship Council um rekjanleika sjávarafurða úr sjálfbærum fiskistofnum.

Nýnálgun

Íslenskt hugvit

Hátæknivinnsla fyrirtækisins byggist á íslensku hugviti og hönnun. Vísir hefur á liðnum árum átt afar farsælt samstarf við mörg íslensk tæknifyrirtæki, sem eru í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu hátæknibúnaðar í fiskiðnaði. Nýjasta tækni í fiskvinnslu leiðir af sér mikla skilvirkni og sveigjanleika í framleiðslu og gerir Vísi kleift að bjóða upp á fjölbreyttar afurðir úr fyrsta flokks hráefni.

Í S L A N D

H E I M S K A U T S B A U G U R

Reykjavík

Grindavík

Akureyri

V AT N

A J ÖK U L L

EYJA FJA L LA JÖKULL

A M E R Í K A

E V R Ó P A

Ferskt úr norður-höfum

Verðmæti

Ekkerttil spillis

Vísir fylgir þeirri grundvallarstefnu að nota allt hráefni til hins ýtrasta og státar nú af 100% nýtingu aflans. Hátæknivinnsla fyrirtækisins og stöðug þróunarvinna hafa ávallt miðað að því að nýta allt hráefni sem best og skapa þannig sem mest verðmæti úr auðlindum hafsins.

100%

Gæði

Lostæti

Vísir framleiðir fiskafurðir fyrir kröfuharða neytendur, sem sækjast eftir fyrsta flokks íslensku hráefni. Fyrirtækið leggur sig fram um að viðhalda traustu og góðu sambandi við viðskiptavini og leggur allt í sölurnar til að uppfylla þarfir þeirra og óskir. Útkoman er ferskur, fallegur gæðafiskur, veiddur við Íslandsstrendur, sem freistar vandlátra og gleður matgæðinga um allan heim.

Sóknar-færi

Vísir er framsækið fyrirtæki, vakandi fyrir nýjum tækifærum, og heldur uppi öflugri vöruþróun þar sem óskir og þarfir neytenda eru hafðar að leiðarljósi. Fyrirtækið færir sér í nyt nýjustu tækni á sviði veiða og vinnslu, leitar sóknarfæra og sækir á nýja markaði. Það er opið fyrir ferskum hugmyndum og nýrri nálgun og á allt undir traustu og góðu starfsfólki. Nú, 50 árum eftir stofnun Vísis, stendur fyrirtækið styrkari fótum en nokkru sinni fyrr og státar af breiðum og sístækkandi hópi ánægðra viðskiptavina.

Horft fram á við

vísir hf

hafnargata 16

240 grindavík

ísland

sími 420 5700

visir@visirhf.is

www.visirhf.is

www.visirhf.is

top related