Árbók 2012

148

Upload: oloef-baldursdottir

Post on 24-Mar-2016

301 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Árbók Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2012

TRANSCRIPT

Árbók 2012

Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega og skemmtilega bók.Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum.

Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is

Prentun frá A til Ö

VERÐ FRÁ

6.990 kR. EINTAkIÐ

��������������������� �����������������������

���������������������� ��������������������� ����������� ��������������������� ������������ �� ­������������ � ��� ­��������������� ­������������ ��� ­������������

����������� �� ��� ����� ��

���������������������������������������������

��������������������������������������������������������� �������������������������������� ������ ��

���������� ���������������������� ������ �������������������������������� ��������� �������������������������������������� ������� ��������������� ������ ��������������� ������ ���������������������������� ������ ���������������������������� ����� ������������������� ����� ����������� ���� ����������������� ������� ����������������������� ����������� ������������� ����� �������������������������� ��� ����������� ����������� ��� ������������� �������� ���������������������������������� �¡����� ��¢�������� ������� ��������������� ������� ���������������

��������������� �������������������� ��������������������

Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega og skemmtilega bók.Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum.

Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is

Prentun frá A til Ö

VERÐ FRÁ

6.990 kR. EINTAkIÐ

4

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Umsjón: Ólöf Snæhólm BaldursdóttirÁbyrgðarmaður: Guðmundur Örn JóhannssonPrófarkalestur: Haraldur IngólfssonPrentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi,umhverfisvottuð prentsmiðjaISSN 1670-10155ISBN 978-9979-9903-0-7

Árbók 2012Ávarp formanns . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6

Ávarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8

Skýrsla stjórnar 2011 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10

Útdráttur úr ársreikningi 2011 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14

Skýrsla björgunar- og slysavarnasviðs 2011 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18

Björgunarsveitir SL árið 2011 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24

Björgunarskólinn 2011 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28

Slysavarnadeildir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 31

Gufuskálar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32

Ársskýrsla Slysavarnaskóla sjómanna 2011 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33

Skýrsla unglingastarfs 2011 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38

Unglingadeildir 2011 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42

Starfsfólk Slysavarnafélagsins Landsbjargar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 43

Nefndir og ráð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44

Skjöldurinn og áttavitinn – viðurkenningar SL . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 47

Útkall Múlakvísl . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 50

Eldgos í Grímsvötnum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð 40 ára . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 58

Björgunarsveitin Ársól 50 ára . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 60

Slysavarnir ferðamanna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 64

Aðgerðir björgunarsveita 2011 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 76

Skipsskaðar og slys á sjó 2011 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 120

Banaslys 2011 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 124

Björgunarskip og bátar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 127

Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 131

Þingsköp landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 137

Siðareglur félagsins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 141

Öryggisstefna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 143

Umhverfisstefna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 145

Forsíðumyndina tók Styrmir Frostason, HSSK.

141 776

UMHVERFISMERKI

PRENTGRIPUR

Hafið býr yfir Hundrað Hættum

Öryggistæki sjófarenda eru frá Garmin. Sjón er sögu ríkari.Þú finnur næsta Garmin söluaðila á garmin.is

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is

PIPA

R\TB

WA

SÍA

112

444

6

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Ávarp formanns

Óhætt er að fullyrða að það sé mikil gæfa okkar Íslendinga að hafa á að skipa jafn öflugum sjálfboðaliðum sem starfa í fjöl-mörgum einingum Slysavarnafélagsins Landsbjargar eins og raun ber vitni. Reglulega erum við minnt á skelfilegar afleiðingar slysa og um leið þá staðreynd að hætturnar í umhverfi okkar leynast víða. Slysavarnafélagið Landsbjörg og móðurfélög þess hafa sinnt slysavörnum á Íslandi í allt að 85 ár. Á þeirra vegum hafa þúsundir sjálfboðaliða lagt fram óteljandi vinnustundir í þeim tilgangi að gera umhverfi sitt öruggara og koma í veg fyrir slys hjá samborgurunum.

Sá tími sem liðinn er frá því að efnahagsþrengingar hófust á Íslandi hefur verið viðburðaríkur. Á sama tíma og grípa hefur þurft til mikilla sparnaðaraðgerða í rekstri hefur náttúran minnt rækilega á sig og einingar félagsins þurft að glíma við afar erfið verkefni. Eldgos á Fimmvörðuhálsi, í Eyjafjallajökli og í Grímsvötnum, jökulhlaup úr Mýrdalsjökli ásamt afar umhleypingasamri veðráttu er meðal þess sem félagsfólk hefur þurft að takast á við.

Í kjölfar mikilla væringa í íslenskri náttúru hefur áhugi erlendra ferðamanna aldrei verið meiri. Ósnortin náttúra, ásamt þeirri nýmótuðu, hefur dregið erlenda ferðamenn til landsins. En stór-kostleg upplifun á náttúru Íslands getur breyst í martröð á skammri stundu ef ekki er farið með gát. Fjölgun verkefna björgunarsveita vegna erlendra ferðamanna er því miður staðreynd. Á síðasta starfsári fór t.a.m. fram ein stærsta leitaraðgerð sem tekist hefur verið á við er erlendur ferðamaður týndist á Sólheimajökli.

Verkefni stjórnar félagsins hafa verið mörg og sum hver ansi erfið. Grípa hefur þurft til niður-skurðar í starfseminni, segja upp starfsfólki og færa til verkefni milli starfsmanna. Ein stærsta tekjuöflun félagsins, Íslandsspil, hefur dregist saman og er það mikið áhyggjuefni. En þrátt fyrir vandasöm verkefni og oft mikið álag hefur starfsfólk okkar staðið sig frábærlega og ber að þakka því fyrir þann árangur sem náðst hefur. Það er von stjórnar að erfiðleikarnir séu að baki og fram-undan séu bjartari tímar.

Áræðni og dugnaður einstaklinganna sem standa á bakvið þær fjölmörgu einingar sem mynda Slysavarnafélagið Landsbjörg er aðdáunarverð. Einkunnarorð félagsins, Forysta – Fagmennska – Fórnfýsi, eru sannarlega lýsandi fyrir þann öfluga hóp sjálfboðaliða sem leggur á sig ómælda vinnu til að gera samfélag okkar enn betra. Fagleg vinnubrögð verða sífellt meiri í starfinu og þjálfun nýrra félaga markvissari, en forsendan að starfi eininganna innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru félagarnir sem leggja grunninn að starfinu.

Hörður Már Harðarson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Fiskifélag ÍslandsGlerárgata 28 | 600 Akureyrisími: 551 0500 | fax: 552 7969

Heimasíða: www.fiskifelag.isnetfang: [email protected]

8

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Steingrímur J. Sigfússon

» Ávarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Víst heyrðum við gnýinn og fundum eim af þeim eldisem álfur og lönd hefur slegið og leikið grátt,en í gróandans heilaga hljóðleik á júníkveldivið hlýddum á rödd þína tala um mannlega sátt.

Um ókunnug lönd og borgir, um fjöll og firðivið förum, sem okkar sé jarðkringlan meira en hálf,og samt skal það sagt um okkur, að einhvers virðierum við helst hjá þér, og finnum það sjálf.

Þannig orti skáldið Guðmundur Böðvarsson.Þessar ljóðlínur fá okkur til að hlusta og minna okkur á þann sannleik að landið okkar – land elds og ísa, á sér ólíkar myndir. Stutt er síðan þjóðin upplifði þá hættu – móðuna – sem af eldgosum getur leitt; höfðum heyrt um hana og lesið en fæstir upplifað fyrr en allt í einu að hún skall yfir. Landsmenn skynjuðu vanmátt sinn og umheiminum varð ljós hættan sem af öskufalli stafar.Á slíkum tímum er gott að eiga Slysavarnafélagið Landsbjörg. Aldrei sem fyrr voru það björgunar-sveitir hundruða sjálfboðaliða sem fólkið mændi á – til þeirra leitað og þær sönnuðu hvers þær eru megnugar.Þótt hér sé minnst á nýlega hildi þeirra við eldinn og öskuna er skammt að minnast þátttöku þeirra í björgunarstarfi í kjölfar jarðskjálfta og allt of oft þarf að kalla þær til hjálpar; sjóslys, ófærð á vegum, sinubruni, leit að týndum, hrap í klettum, flugvélaslys og svo má áfram nefna. Og hinn venjulegi landsmaður upplifir að björgunarsveitirnar eru til taks – ávallt viðbúnar hvar á landinu sem er. Þetta er ómetanlegt og vandséð hver ætti að hlaupa í þeirra skarð hjá landi sem á ekki her – sem betur fer.Yfir starfi björgunarsveitanna hvílir viss ævintýraljómi – þar eru hetjur sem treysta má á, til í allt og fólk lítur með lotningu til búnaðar þeirra, hvort heldur er til kraftmikilla farartækja á sjó og landi eða smæstu staðsetningartækja og annars öreindarbúnaðar.Hjá björgunarsveitunum hefur byggst upp mikil þekking og færni svo fullyrða má að ekki eru aðrir betur í stakk búnir til að takast á við íslenskar aðstæður en þær. Hafa ber þó í huga að um er að ræða venjulegt fólk sem af einskærum áhuga og dugnaði hefur sótt námskeið á námskeið ofan og stundað þrotlausar æfingar við erfiðar aðstæður án þess að þiggja laun fyrir. Gleymum því heldur ekki að fjölmargir launagreiðendur heimila fólki sínu að taka þátt í æfingum og björgunarstörfum án þess að rýra tekjur þeirra. Þá er vert að benda á að tæki og búnaður hefur að stórum hluta

9

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

verið keyptur og fyrir samskotafé og fjáröflun meðal landsmanna sem vilja sýna velvilja sinn og stuðning við starfsemi björgunarsveitanna.Liðsmenn björgunarsveitanna eru hluti af íslenskri þjóð – samnefnari þess fólks sem kýs að byggja þetta land þrátt fyrir að hér sé ekki alltaf sól og blíða. Íslendingar horfa með stolti til Slysavarnafélagsins Landsbjargar og um leið og ég þakka þeirra liðsmönnum öll sín fórnfúsu störf vil ég leyfa mér að vona að Íslendingar geti enn sem fyrr treyst á þá áfram.Megi gæfa fylgja störfum Slysavarnafélagsins Landsbjargar um ókomna tíð.

Ávarp sjávarútvegsráðherra

Björgunarsveitin Brimrún á námskeiði í Pool á Englandi.

10

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Skýrsla stjórnar 2011

Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar fundaði 18 sinnum á árinu 2011. Að auki kom stjórn, eða hluti hennar, saman af ýmsum öðrum tilefnum, svo sem vegna goss í Grímsvötnum, hlaups í Múlakvísl, hátíðarhalda vegna afmæla eininga og landshlutafunda.

Frá janúar til maí sátu eftirfarandi aðilar í stjórn SL:

Sigurgeir Guðmundsson - formaðurSmári Sigurðsson - varaformaðurLilja Magnúsdóttir - ritariGunnar Þorgeirsson - gjaldkeriEiður RagnarssonHannes Frímann SigurðssonHörður Már HarðarsonMargrét L. LaxdalPétur Bjarni Gíslason

Heimsóknir til eininga

Á vormánuðum heimsótti stjórn þær einingar sem eftir var að hitta á kjörtímabilinu en stjórnin sem kjörin var á landsþingi árið 2009 ásetti sér að heimsækja þær allar. Almenn ánægja var með þessar heimsóknir og stjórnarfólk ánægt með að hitta formenn og félaga í óformlegu spjalli og heyra hvað liggur félagsfólki á hjarta í björgunar- og slysavarnamálum.

Landsþing SL haldið á Hellu

Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldið dagana 13. til 15. maí á Hellu. Flugbjörg-unarsveitin á Hellu ásamt starfsfólki skrifstofu sá um skipulagningu þingsins. Góð þátttaka var á þingið og þá viðburði sem í kringum það voru; kúrekaballið og árshátíð félagsins sem fram fór á laugardagskvöldinu. Að vanda voru björgunarleikarnir haldnir samhliða þinginu og mættu mörg lið til leiks. Hjálparsveit skáta í Reykjavík og Flugbjörgunarsveitin á Hellu sáu um skipulag þrauta og verkefna fyrir liðin að takast á við.

Á þinginu var kosinn nýr formaður félagsins þar sem Sigurgeir Guðmundsson lét af formennsku. Hörður Már Harðarson var kjörinn formaður SL til næstu tveggja ára. Aðrir sem voru kosnir í stjórn SL á þinginu eru eftirfarandi:

Hörður Már Harðarson – formaðurMargrét Laxdal – varaformaðurGunnar Þorgeirsson – gjaldkeriHannes Frímann Sigurðsson – ritariSmári Sigurðsson – meðstjórnandi

11

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Skýrsla stjórnar

Eiður Ragnarsson – meðstjórnandiGuðjón Guðmundsson – meðstjórnandiJón Svanberg Hjartarson – meðstjórnandiPáll Ágúst Ásgeirsson – meðstjórnandi

Á haustmánuðum 2011 sagði Smári Sigurðsson sig úr stjórn SL. Eftir samráð stjórnar við laga-nefnd félagsins er varðar lög um fjölda í stjórn var sú ákvörðun tekin að stjórn sæti áfram með átta stjórnarmenn.

Þjónustumerki SL

Á landsþinginu á Hellu var þjónustumerki félagsins kynnt. Um nokkurn tíma hefur félagið unnið að gerð merkis sem einingar geta veitt félögum sínum fyrir vel unnin störf í þágu björgunar- og slysavarnamála.

Landshlutafundir

Ný stjórn sem tók við eftir landsþing félagsins í maí ákvað að gera breytingar á heimsóknum til eininga félagsins. Í stað heimsókna til stakra eininga verða haldnir fundir í öllum landshlutum. Verða þeir sjö talsins fram að Landsþingi 2013 og á þeim munu stjórnir eininga og stjórn SL funda og svo verða málstofur um málefni félagsins opnar öllu félagsfólki. Fyrsti fundurinn var haldinn á Selfossi á haustmánuðum og þótti fyrirkomulagið koma vel út.

Fulltrúaráðsfundur

Fulltrúaráðsfundur SL var haldinn í Reykjavík 26. nóvember. Á fundinum var m.a. rætt um mál-efni þjálfunarbúða félagsins á Gufuskálum, sölu Neyðarkalls, viðbragðs- og aðgerðaáætlanir í

Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

12

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

unglingamálum, landahlutafundi, fjölmiðlahandbók, húnsæðismál Slysavarnaskóla sjómanna og fleira. Mjög góð mæting var á fundinn og miklar og líflegar umræður um málefni félagsins.

Fjáröflun

Sala flugelda hefur verið mikilvægasta fjáröflun eininga félagsins. Salan í ár gekk mjög vel og ljóst er að almenningur stendur vel við bakið á björgunarsveitum landsins sem koma að stórum sem smáum verkum er viðkoma almannaheill og öryggi.

Sama má segja um sölu á Neyðarkalli björgunarsveita en eins og fyrri ár jókst salan á milli ára. Er Neyðarkall björgunarsveita orðin önnur stærsta fjáröflun eininga félagsins.

Starfsemi Íslandsspila skilaði félaginu minni tekjum en oft áður enda hefur spilun í spilakössum dregist mikið saman.

Félagið er þó alltaf að leita nýrra leiða til fjáröflunar fyrir einingar sínar.

Menntamál

Stjórn félagsins leggur ríka áherslu á menntun félagsfólks og hefur Björgunarskólinn haft veg og vanda af námskeiðahaldi eins og fyrri ár. Námskeiðin eru vel sótt og hefur aðsókn að þeim aukist. Einnig hefur skólinn farið með stærri námskeið út á land vegna óska eininga um að fá námskeið í heimabyggð.

Unglingamál

Stjórn félagsins hefur lagt meiri áherslu á málefni er varða unglingamál á liðnu starfsári. Unnið hefur verið í nánu samstarfi við Ungmennafélag Íslands og Bandalag íslenskra skáta um hvernig megi bæta gæði í starfi með unglingum. Einnig hafa þessi félög unnið að viðbragðsáætlun er varðar kynferðismál sem kunna að koma upp í starfi félaganna.

Unglingalandsmótið var haldið á Dalvík sumarið 2011 þar sem mikil þátttaka var frá unglinga-deildum ásamt því að fjöldi erlendra gesta sótti mótið.

Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Skyggni er ekkert vandamál í brakandi blíðu þegar sólin er hátt á lofti. Í úrkomu og slæmu veðri er annað uppi á teningnum. Þá verða rúðu þurrkurnar að vera í lagi til að geta hreinsað rúðuna fyrirvaralaust. Til viðbótar við rúðuþurrkur skoðar Frumherji 166 önnur öryggisatriði í almennri skoðun. Frumherji – örugg bifreiðaskoðun.

Rúðuþurrkur?

Frumherji hf - sími 570 9000 - fijónustuver og tímapantanir 570 9090 - www.frumherji.is

14

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Útdráttur úr ársreikningi 2011RekstrarreikningurTekjur

Sala á vörum og þjónustu 411.234.487 Íslandsspil 236.809.998 Samningsbundnar tekjur, ráðuneyti 182.500.000 Ýmis fjáröflunarverkefni 72.854.777 Aðrar tekjur 149.352.126

1.052.751.388

GjöldVörunotkun 334.437.615 Laun og launatengd gjöld 212.700.590 Húsnæðiskostnaður 43.329.658 Annar rekstrarkostnaður 294.506.179 Veittir styrkir 184.883.358 Afskriftir 33.316.040

1.103.173.440

Gjöld umfram tekjur fyrir fjármagnsliði (50.422.052 )

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöldFjármunatekjur 7.487.676 Fjármagnsgjöld (17.814.880 )

(10.327.204 )

Gjöld umfram tekjur (60.749.256 )

EfnahagsreikningurEignir

Hugbúnaður 41.839.087 Fasteignir 179.799.369 Björgunarskip 83.971.468 Bifreiðar 6.993.430 Innréttingar, áhöld og tæki 7.115.289 Vörubirgðir 57.425.808 Viðskiptakröfur 415.987.914 Aðrar skammtímakröfur 28.613.039 Verðbréf 139.295.092 Handbært fé 6.171.701

Eignir samtals 967.212.197

Eigið fé og skuldirEndurnýjunar-, tjóna- og áfallasjóður björgunarbáta 36.207.425 Varasjóður 159.000.000 Sérsjóður 2.924.326 Óráðstafað eigið fé 115.075.041 Langtímaskuldir 93.981.515 Skammtímaskuldir við lánastofnanir 315.420.022 Næsta árs afborgun langtímaskulda 8.543.774 Aðrar skammtímaskuldir 236.060.094

Eigið fé og skuldir samtals 967.212.197

Við treystum á þauog þau treysta á VodafoneÞað er engin tilviljun að Landsbjörg, Neyðarlínan og Landspítalinn eru öll í viðskiptum hjá Vodafone. Þau þurfa trygga og örugga fjarskiptaþjónustu um allt land, hvort sem er í byggð, uppi á hálendi eða úti á sjó. 3G dreifikerfi Vodafone er á öllum helstu þéttbýlisstöðum landsins og þar sem því sleppir tekur við hraðvirkt 2G EDGE-dreifikerfi sem tryggir gott gagnasamband um allt land. Kröfuhörðustu fjarskiptanotendurnir þurfa öruggt og hraðvirkt samband um allt land. Þeir geta reitt sig á Vodafone.

Þín ánægja er okkar markmið

Sjáðu nákvæmt kort af þjónustusvæði Vodafone á vodafone.is/thjonustusvaedi

16

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Skýrsla björgunar- og slysavarnasviðs 2011

Mikið var um að vera hjá einingum félagsins við að sinna útköllum á árinu og má þar helst nefna gosið í Grímsvötnum, en þar byrjaði að gjósa 21. maí. Á þessum tíma var stór hópur aðgerða-stjórnenda félagsins staddur í Seattle á ráðstefnu um aðgerðamál og þurfti að vera lengur þar sem allt flug til Keflavíkurflugvallar var fellt niður. Einingar SL höfðu nóg að gera við að aðstoða íbúa á Suðurlandi þar sem mikið öskufall var frá gosinu. Goslok voru síðan 30. maí. Finna má fyrir fjölgun útkalla á árinu við að sinna ferðamönnum, en um haustið var farið í markaðsátak til að kynna Ísland sem ferðamannaland allt árið af hálfu ríkisins og ferðaþjónustunnar. Það er nokkuð ljóst að við eigum eftir að finna fyrir enn meiri fjölgun á næstu árum þar sem ferðamönnum á eftir að fjölga. Gert er ráð fyrir að ferðamenn verði um 800 þúsund til ein milljón árið 2020 sam-kvæmt spám Ferðamálastofu. Sá vaxtarsproti sem ferðaþjónustan er og menn horfa mikið til við uppbygginu landsins eftir fjármálahrunið er af hinu góða en hins vegar virðist eiga að reiða sig á sjálfboðaliðann til að tryggja ímynd landsins sem öruggs og góðs ferðamannalands. Ljóst er að opinberir aðilar þurfa að koma enn frekar að stuðningi við félagið og einingar í framtíðinni til að hægt verði að halda úti þessari nauðsynlegu samfélagsþjónustu sem björgunarsveitir og slysavarnadeildir sinna.

Landsþing og björgunarleikar

Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldið á Hellu í maí. Vinna við undirbúning hófst strax á nýju ári og var allt kapp lagt á að gera þingið og björgunarleikana sem glæsilegasta. Þingið gekk vel í alla staði og er FBSH þakkað fyrir þeirra framlag við undirbúning og framkvæmd þings-ins og þá viðburði sem því fylgdu. Mikill áhugi er fyrir björgunarleikunum og tóku 20 lið þátt að þessu sinni, en það voru félagar úr HSSR og FBSH sem sáu um framkvæmd og skipulagninguna með miklum myndarskap. Á árshátíðinni var síðan tilkynnt hverjir það voru sem lentu í þrem efstu sætunum. Súlur – Björgunarsveitin á Akureyri (Alfa) vann að þessu sinni og hlaut samtals 2.475 stig, í öðru sæti var Björgunarfélag Akraness (Menn ársins) með 2.445 stig og í þriðja sæti var Hjálparsveit skáta Garðabæ (Skrefi framar) með 2.440 stig.

Æfingar og ráðstefnur

Haldin var sjóbjörgunaræfing á Skagaströnd, en hún er haldin annað hvert ár og að þessu sinni tóku 14 hópar frá 11 björgunarsveitum víðs vegar af landinu þátt í æfingunni auk þyrlu Land-helgisgæslunnar, TF-LÍF. Alls leystu hóparnir 99 verkefni á æfingunni sem mörg hver voru mjög krefjandi. Mikið var um sker og grynningar á svæðinu sem reyndi á samstarf áhafna við að finna hentugar leiðir að verkefnunum. Æfingin þótti takast vel en það voru Björgunarsveitirnar Strönd á Skagaströnd og Húnar á Hvammstanga sem undirbjuggu hana og stýrðu verkefnunum. Að lokinni æfingu var boðið í grillveislu í félagsheimilinu á Skagaströnd áður en hóparnir héldu heim á leið. Frábær æfing í alla staði og ekki spillti veðrið fyrir en sól og logn var á svæðinu. Í upphafi árs var farið í að undirbúa landsæfingu með Vestfirðingum en það voru Björgunarfélag Ísafjarðar, Björgunarsveitin Björg, Björgunarsveitin Ernir, Björgunarsveitin Sæbjörg, Björgunar-

17

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Skýrsla björgunar- og slysavarnasviðs 2011

sveitin Tindar, Björgunarsveitin Kofri og Björgunarsveitin Dýri sem sáu um skipulagninguna og vinnuna. Landsæfing Slysavarnafélagsins Landsbjargar fór síðan fram á Ísafirði þann 8. október í ekta æfingaveðri, rigningu og roki. Sveitir félagsins víðsvegar af landinu tóku að streyma vestur á föstudagskvöldinu og dreifðu sér á gististaði á Ísafirði og nágrenni. Alls tóku um 350 björg-unarsveitamenn af öllu landinu þátt og fylgdi þeim mikill búnaður og fjöldi björgunartækja skipti tugum. Æfingin tókst afar vel og leysti björgunarsveitafólk leitar-, skyndihjálpar- og fjallabjörg-unarverkefni ásamt almennum tækjaverkefnum frábærlega vel. Frábært æfingasvæði hjá þeim fyrir vestan og eiga sveitirnar á svæðinu hrós skilið fyrir gott skipulag og framkvæmd.

Flugslysaæfingar. Björgunarsviðið vann við skipulagningu og fræðslu vegna flugslysaæfinga sem haldnar eru um allt land reglulega á vegum Flugstoða.

Tækjamót var haldið laugardaginn 12. febrúar. Til stóð að halda mótið á Skaga haustið 2010 en sökum snjóleysis var mótið fært að nágrenni Grenivíkur. Björgunarsveitin Ægir á Grenivík, Súlur - Björgunarsveitin á Akureyri og Hjálparsveitin Dalbjörg sáu um að skipuleggja leiðir og manna fararstjórastöður og slógu upp grillveislu í lokin. Sveitir alls staðar að af landinu tóku þátt enda voru menn orðnir þyrstir í að komast í tækjaferð.

Sjóbjörgun. Slysavarnafélagið Landsbjörg á 14 björgunarskip sem staðsett eru hringinn í kringum landið og rekin eru af björgunarbátasjóðum á hverjum stað fyrir sig. Að auki á SL auka björgunar-skip sem hugsað er sem skiptibátur ef upp koma alvarlegar bilanir eða stórar upptektir annars staðar. Er það geymt í Njarðvíkurhöfn og hefur Björgunarsveitin Suðurnes umsjón með skipinu. Á árinu 2011 hafði björgunarsvið milligöngu um kaup á Atlantic 75 harðbotna björgunarbátum sem Björgunarsveitirnar Ársæll í Reykjavík og Þorbjörn í Grindavík keyptu frá RNLI. Alls fóru björg-unarskip og bátar SL í 108 útköll á árinu sem er um 18% aðgerða félagsins. Líkt og árið 2010

Hópur frá Súlum – björgunarsveitinni á Akureyri var sigurvegari björgunarleikanna á landsþingi 2011.

18

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

var fjöldi útkalla í maí og júní afgerandi eða 41 talsins. Að auki sinntu björgunarskipin fjöldanum öllum af aðstoðarbeiðnum, s.s. aðstoð við lóðs og fleira þar sem ekki var nein hætta á ferðum.

Erindrekstur

Á árinu 2011 voru heimsóttar 16 björgunarsveitir á svæðum 9, 13 og 15. Sama fyrirkomulag var haft og undanfarin ár, einungis stuttar heimsóknir þar sem farið var yfir helstu mál og púlsinn tekinn á sveitunum.

112 dagurinn

Um 100 starfsmenn og sjálfboðaliðar í öryggis- og neyðarþjónustu af öllu landinu komu saman til fundar í tilefni af 112-deginum sem að venju er haldinn 11. febrúar. Fundurinn var haldinn á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 10. febrúar. Markmið hans var að ræða framtíðarskipan öryggis- og neyðarþjónustu og hvernig þjónustan verði best sniðin að þörfum almennings. Þátt-takendur komu hvaðanæva af landinu og úr öllum greinum öryggis- og neyðarþjónustu, háir sem lágir. Þar voru lögreglumenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, starfsfólk heilbrigðisþjónustu, barnaverndar, 112, Landhelgisgæslunnar og starfsfólk og sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum og Slysavarnafélaginu Landsbjörg.Meginniðurstöður fundarins voru síðan kynntar á 112 deginum í Björgunarmiðstöðinni Skógar-hlíð. Á dagskránni þann 11. febrúar var auk þess útnefndur skyndihjálparmaður Rauða krossins, veitt verðlaun fyrir þátttöku í Eldvarnagetrauninni og viðurkenning til handa neyðarverði 112 fyrir framúrskarandi frammistöðu í starfi.

Starf ÍA á árinu 2011

Mikið starf var hjá ÍA starfsárið 2011. Sveitin hélt sjö vinnukvöld á vegum aðildareininganna í þeirra húsnæði og tókst afar vel. Skrifborðsæfing var haldin í febrúar og í september var haldin æfing við Keflavíkurflugvöll, þar sem sveitin æfði útkall. Að auki hafa einingarnar æft á eigin vegum og sumar einingarnar hafa æft saman og má nefna að Ársæll og HSSK æfðu á Gufuskálum í maí. Að auki var einn stór sveitarfundur haldinn á árinu.

Frá tækjamóti.

19

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Skýrsla björgunar- og slysavarnasviðs 2011

Sveitin var sett í viðbragðsstöðu vegna jarðskjálftanna í Japan í mars og var reiðubúin til brott-farar. Japönsk stjórnvöld þurftu hins vegar ekki nema mjög takmarkaða erlenda aðstoð og því fór sveitin aldrei af stað. Stjórnendur sveitarinnar vakta alla meiriháttar skjálfta sem verða og koma fram á alþjóðlegum viðvörunarkerfum. Auk skjálftans í Japan má nefna skjálfta í Tyrklandi. Þar fyrir utan hafa stjórnendur vaktað tugi annarra minni atburða á árinu.

Stefnumótunarvinna vegna framtíðarstefnu ÍA hófst á haustmánuðum og komu margir að því verki. Niðurstaða þeirrar vinnu verður send til stjórnar félagsins til frekari ákvörðunar. Í kjölfar þess mun framtíðarstefna ÍA verða kynnt.Fimm félagar ÍA fóru á námskeið til Svíþjóðar (Modular Basic Course) hjá EU, sem er eins konar grunnámskeið varðandi uppbyggingu almannavarnakerfa í Evrópu.

Á árinu lauk læknisskoðunum og þrekprófum og enn er verið að vinna úr því með hvaða hætti þetta nýtist að fullu og hvert framhald þessa verður.

Endanleg lokaskýrsla vegna útkallsins til Haítí kom út og var send til eininga. Hana er hægt að nálgast á skrifstofu SL.

Aðstaða sveitarinnar á Keflavíkurflugvelli var lagfærð og henni komið í betra horf, m.a. var raf-lagnakerfi bætt og netsamband.

Fulltrúi ÍA tók þátt í fundi stjórnenda alþjóðabjörgunarsveita í heiminum á Costa Rica. Þessir fundir eru árlegir og á þeim er farið yfir ýmislegt sem betur má fara varðandi leit og björgun í kjölfar hamfara auk þess sem ýmsar nýjungar eru ræddar.

Stjórnendur héldu 19 fundi á árinu. Breytingar urðu á stjórnendahópnum. Dagbjartur Kr. Brynj-arsson og Víðir Reynisson létu af störfum. Nú eru stjórnendur fjórir. Einn nýr UNDAC-liði bættist í hópinn á árinu og annar fór í endurþjálfun (Refresher). Íslenskir UNDAC-liðar gáfu kost á sér í nokkur verkefni á árinu.

F.h. stjórnenda, Ólafur Loftsson.

Slysavarnamál

Árið 2011 heimsóttu starfsmenn björgunar- og slysavarnasviðs eftirtaldar slysavarna- og kvenna-deildir:Slysavarnadeild kvenna ReykjavíkSlysavarnadeildin Varðan, Seltjarnarnesi Slysavarnadeildin Káraborg, Hvammstanga Slysavarnadeild Skagfirðingasveitar, Sauðárkróki Slysavarnadeildin Harpa, HofsósiSlysavarnadeildin Vörn, Siglufirði Slysavarnadeildin Eykyndill, Vestmannaeyjum.

20

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Númi stendur í ströngu. Í upphafi árs kom út lestrarþjálfunarbók í samvinnu við Námsgagna-stofnun. Jón Guðmundsson skrifaði söguna Númi stendur í ströngu en þar fer Númi með afa sínum í sumarbústað og lendir í mörgum hættum. Halldór Baldursson teiknaði myndirnar. Bókin er ætluð börnum á aldrinum 6-8 ára. Áður hafði félagið, í samvinnu við Námsgagnastofnun, gefið út bókina Númi og konurnar þrjár.

Númi á ferð og flugi. Brúðuleikhúsið Númi á ferð og flugi í samvinnu við Helgu Steffensen hélt áfram sýningum.

Bókamerki. Halldór Baldursson teiknaði mynd af Núma á reiðhjóli sem prentað var á bókamerki. Á bakhlið merkisins eru leiðbeiningar um gagnsemi endurskinsmerkja. Bókamerkið er gefið með endurskinsmerkjum.

Endurskinsmerki. Margar einingar gefa leikskóla- og grunnskólabörnum endurskinsmerki á haustin. Þar eru fígúrumerkin vinsælust.

Göngum í skólann verkefnið hófst 7. september og því lauk á alþjóðlega Göngum í skólann deginum 5. október. Aldrei hafa jafn margir skólar tekið þátt, en 57 skólar voru skráðir. Verk-efnið hófst formlega í Síðuskóla á Akureyri. Að setningarathöfninni lokinni gengu allir nemendur skólans um nágrennið með hvatningarspjöld um ágæti þess að ganga í skólann. Verkefnið hófst í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi. Meginmarkmið Göngum í skólann er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða fara á annan virkan hátt til og frá skóla.

Brúðusýning fyrir börn í leikskólum.

21

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Skýrsla björgunar- og slysavarnasviðs 2011

Þeir sem að verkefninu standa hérlendis eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Lýðheilsustöð, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umferðarstofa og landssamtökin Heimili og skóli.

Öryggi barna í bílum. Umferðarstofa og Slysavarnafélagið Landsbjörg lögðu fyrir hina árlegu könnun á öryggi barna í bílum í maí. Könnunin var gerð við 68 leikskóla víða um land með 2.504 þátttakendum. Á fyrstu árum þessara kannana voru niðurstöður vægast sagt óásættanlegar. Ef þróunin er skoðuð undanfarin 16 ár kemur í ljós að ástandið hefur batnað mikið. Frá 1997 hefur tilfellum þar sem enginn búnaður er notaður fækkað mikið, nánar tiltekið úr 32% í 2% í ár. Færri eru nú í ófullnægjandi búnaði, þ.e. í engum eða aðeins með öryggisbelti, 10,8% í fyrra en 8,7% í ár. Því reyndust nú 91,3% barna vera í viðeigandi öryggisbúnaði í bíl á leið til leikskóla. Þrátt fyrir góðan árangur er aldrei ásættanlegt að einhverjir noti ekki einfaldan og ódýran öryggisbúnað sem getur skilið á milli lífs og dauða. Félagar í deildum Slysavarnafélagsins Landsbjargar víða um land og starfsfólk Umferðarstofu sáu um framkvæmdina á vettvangi.

Veggspjöld og skilti. Nokkrar tegundir af veggspjöldum, sem flest tengjast ferðamennsku á einn eða annan hátt, hafa verið notaðar í forvarnastarfi sviðsins. Haldið verður áfram að bjóða upp á þessi veggspjöld, en þau eru um trampólín, tjaldsvæði, almenn ferðaheilræði, skyndihjálp, heil-ræði fyrir bátsferðir og viðbrögð við drukknun.

Flugeldaforvarnir. RÚV og Stöð 2 sýndu myndband um rétta meðhöndlum flugelda sem félagið lét búa til árið 2009. Gjafabréf fyrir flugeldagleraugum var sent til allra barna 10 til 15 ára og gátu þau farið á sölustaði Flugeldamarkaða björgunarsveita til að sækja þau. Gjafabréfin voru send í

Kópur 6 er afar vel búinn fjallabíll. Mynd: Arnar Sigurðsson.

22

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

samvinnu við Blindrafélagið, Sjóvá og Póstinn. Framlag Póstsins skiptir verkefnið sköpum þar sem það væri ekki framkvæmanlegt án þeirra framlags. Víða fóru björgunarsveitir í grunnskóla og sýndu myndina ekkert fikt og ræddu við börn og unglinga um þær hættur sem geta skapast af rangri notkun flugelda. Í samvinnu við Sjóvá voru útbúnar nýjar auglýsingar sem birtust í blöðum um mikilvægi þess að allir, líka mömmur og pabbar, notuðu flugeldagleraugu.

Óvirkar einingar. Í félagaskrá Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru um 80 slysavarnadeildir skráðar en einungis hluti af þeim var virkur. Ástæðan fyrir þessum fjölda slysavarnadeilda er sá að hér áður varð að stofna slysavarnadeild til að reka björgunarsveit og því urðu til fjölmargar slysavarnadeildir sem voru aldrei annað en nafnið. Árið 2010 hófst vinna við að færa þessar einingar undir óvirkan flokk þannig að félagið væri með réttan fjölda deilda skráðan. Í lok árs voru 33 slysavarnadeildir skráðar virkar hjá félaginu. Ef vilji er fyrir að endurvekja óvirka deild er það lítið mál, deildin þarf einungis að hefja starf og skila inn ársskýrslu og ársreikningum.

Slysavarnasjóður

Úthlutað var tvisvar sinnum úr slysavarnasjóði í apríl og október. Eftirtaldar deildir hlutu styrk:Slysavarnadeildin Unnur Patreksfirði – fyrir verkefnið, uppsetning á handriði í bænum.Kvennasveitin Dagbjörg – vegna kaupa á fingravinum.Slysavarnadeildin Hafdís – vegna kaupa á endurskinsvestum og kassa utan um þau.Slysavarnadeildin Ársól – vegna kaupa á björgunarvestum og kassa utan um þau.

Ráðstefnur

Dagbjört, starfsmaður SL, og Margrét, stjórnarmaður SL, fóru á þriðju evrópsku ráðstefnuna um slysavarnir í Búdapest í júní. Þar kom fram að alls staðar í Evrópu er verið að leggja mun meiri

Björgunarfélag Árborgar á æfingu. Mynd: Karl Á. Hoffriz.

23

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Skýrsla björgunar- og slysavarnasviðs 2011

áherslu á að slysaforvarnir verði rannsakaðar betur, þ.e. að ekki verði farið af stað með verkefni áður en búið sé að rannsaka hvað það er sem er að og hvernig sé hægt að koma í veg fyrir það. Einnig verða tölur úr gagnagrunnum að vera til staðar áður en farið er af stað og síðan eru tölur skoðaðar eftir að átakinu lýkur til að sjá hvort það hafði einhver áhrif. Forvarnir kosta peninga og stjórnvöld, sem oft greiða fyrir þær, vilja vera viss um að þau séu að leggja peninga í verkefni sem virka.

Fólk er að vakna upp við að hreyfingarleysi og offita barna er að skapa mikil vandamál, þannig að slysaforvarnir barna eru í auknum mæli farnar að blandast öðrum heilbrigðisvandamálum. Innlendar ráðstefnur. Nokkrar innlendar ráðstefnur, þing og morgunverðarfundir sem áhugaverðir voru fyrir slysavarnasviðið voru sótt. Með því að sjá hvað aðrir eru að gera eflist þekking sviðsins og nýjar útfærslur og hugmyndir koma inn.

Eldvarnabandalagið. Síðla árs ákvað Eldvarnabandalagið að hefja átak til að efla eldvarnir fyrir-tækja um allt land og jafnframt á heimilum starfsmanna. Stuðlað var að því að fyrirtæki tækju upp eigið eftirlit með eldvörnum og að starfsmenn yrðu virkir þátttakendur í eldvörnum, bæði á vinnustaðnum og heima. Átakinu verður síðan hrint úr vör árið 2012.

Að Eldvarnabandalaginu stendur öflugur hópur stofnana, félagasamtaka og tryggingafélaga sem hafa það sameiginlega markmið að auka eldvarnir til að draga úr banaslysum og tjóni á heilsu og eignum. Bandalagið var stofnað 2010 og gaf þá út vandað fræðsluefni um eldvarnir heimila sem síðan hefur fengið víðtæka dreifingu.

Slysavarnanefnd félagsins. Eftir landsþing félagsins var skipað að nýju í slysavarnanefnd félags-ins sem hefur það hlutverk að fjalla um þau mál sem stjórn félagsins vísar til hennar um slysa-varnamál ásamt því að styðja við bakið á slysavarnasviðinu. Í nefndina voru skipuð: Margrét Laxdal úr stjórn félagsins (formaður), Díana Dröfn Ólafsdóttir, slysavarnadeild kvenna Reykjavík, Ásdís Snót Guðmundsdóttir, Slysavarnadeildinni Gyðu Bíldudal, Jóhanna Þorsteinsdóttir, Slysa-varnadeildinni Hafdísi Fáskrúðsfirði, Hreiðar Jónsson björgunarfélaginu Árborg, og Jón Svanberg Hjartarson úr stjórn félagsins.

Fyrirlestrar. Dagbjört, starfsmaður SL, hélt fyrirlestur fyrir umsjónarmenn leikjanámskeiða og var með fyrirlestur á mömmumorgni um slysavarnir barna.

Starfsmannamál

Starfsmenn björgunar- og slysavarnasviðs árið 2011 voru: Gunnar Stefánsson sviðsstjóri, Frið-finnur Guðmundsson aðgerðamál, Ingólfur Haraldsson æfingar/erindrekstur, Sigurður Viðarson sjóbjörgunarmál/erindrekstur, Brynjar Ásmundsson unglingamál, Björgvin Herjólfsson ÍA og einnig starfsmaður björgunarskólans, Dagbjört H. Kristinsdóttir slysavarnamál, og Jónas Guð-mundsson slysavarnamál/Safetravel. Helena Dögg Magnúsdóttir leysti Brynjar af frá maí þar sem hann fór í launalaust frí. Ingólfur og Brynjar luku störfum fyrir félagið um áramótin. Gunnar Stefánsson, sviðsstjóri björgunar- og slysavarnasviðs

24

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Björgunarsveitir SL árið 2011Björgunarfélag AkranessBjörgunarfélag ÁrborgarBjörgunarfélag HornafjarðarBjörgunarfélag ÍsafjarðarBjörgunarfélag VestmannaeyjaBjörgunarfélagið BlandaBjörgunarfélagið EyvindurBjörgunarhundasveit ÍslandsBjörgunarsveit ÁrskógsstrandarBjörgunarsveit BiskupstungnaBjörgunarsveit HafnarfjarðarBjörgunarsveit LandeyjaBjörgunarsveit MýrarhreppsBjörgunarsveitin ÁrsólBjörgunarsveitin ÁrsællBjörgunarsveitin BáraBjörgunarsveitin BerserkirBjörgunarsveitin Björg DrangsnesiBjörgunarsveitin Björg EyrarbakkaBjörgunarsveitin Björg SuðureyriBjörgunarsveitin BlakkurBjörgunarsveitin BrákBjörgunarsveitin BrimrúnBjörgunarsveitin BróðurhöndinBjörgunarsveitin BræðrabandiðBjörgunarsveitin Dagrenning - HólmavíkBjörgunarsveitin Dagrenning - HvolsvöllurBjörgunarsveitin DalvíkBjörgunarsveitin DýriBjörgunarsveitin EiningBjörgunarsveitin ElliðiBjörgunarsveitin ErnirBjörgunarsveitin GarðarBjörgunarstöðinni NaustiBjörgunarsveitin GeisliBjörgunarsveitin GerpirBjörgunarsveitin GrettirBjörgunarsveitin HafliðiBjörgunarsveitin Heiðar

Björgunarsveitin HeimamennBjörgunarsveitin HéraðBjörgunarsveitin HúnarBjörgunarsveitin IngunnBjörgunarsveitin ÍsólfurBjörgunarsveitin JökullBjörgunarsveitin JörundurBjörgunarsveitin KáriBjörgunarsveitin KjölurBjörgunarsveitin KlakkurBjörgunarsveitin KofriBjörgunarsveitin KópurBjörgunarsveitin Kyndill - Mosf.Björgunarsveitin Kyndill – Kbkl.Björgunarsveitin LífsbjörgBjörgunarsveitin LífgjöfBjörgunarsveitin MannbjörgBjörgunarsveitin NúparBjörgunarsveitin OkBjörgunarsveitin ÓskBjörgunarsveitin PólstjarnanBjörgunarsveitin SigurgeirBjörgunarsveitin SigurvonBjörgunarsveitin SkagfirðingasveitBjörgunarsveitin SkyggnirBjörgunarsveitin StefánBjörgunarsveitin StjarnanBjörgunarsveitin StrákarBjörgunarsveitin StrandasólBjörgunarsveitin StröndBjörgunarsveitin SuðurnesBjörgunarsveitin SveinungiBjörgunarsveitin Sæbjörg FlateyriBjörgunarsveitin SæþórBjörgunarsveitin TálkniBjörgunarsveitin TindarBjörgunarsveitin TindurBjörgunarsveitin TýrBjörgunarsveitin Víkverji

25

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björgunarsveitir SL árið 2011

Björgunarsveitin VopniBjörgunarsveitin ÞingeyBjörgunarsveitin ÞorbjörnBjörgunarsveitin Ægir GarðiBjörgunarsveitin Ægir GrenivíkFlugbjörgunarsveitin A-SkaftafellssýsluFlugbjörgunarsveitin HelluFlugbjörgunarsveitin í ReykjavíkFlugbjörgunarsveitin í VarmahlíðHjálparsveit skáta á FjöllumHjálparsveit skáta Aðaldal

Hjálparsveit skáta GarðabæHjálparsveit skáta HveragerðiHjálparsveit skáta KópavogiHjálparsveit skáta ReykjadalHjálparsveit skáta ReykjavíkHjálparsveitin DalbjörgHjálparsveitin LómfellHjálparsveitin TintronÍslenska alþjóðabjörgunarsveitin ICE-SARLeitarhundar SLSúlur - Björgunarsveitin á Akureyri

Björgunarsveitir æfa reglulega með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mynd: Arnar Sigurðsson.

26

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Ekki urðu stórvægilegar breytingar á starfsemi Björgunarskólans á árinu 2011. Í heildina séð gekk starfsemin vel fyrir sig. Hjá skólanum eru enn 2,5 stöðugildi sem skiptast þannig að Arna Björg Arnarsdóttir og Sigurður Ólafur Sigurðsson eru í 100% starfi og Björgvin Herjólfsson í 50% starfi fyrir skólann. Í byrjun júlí fór Arna í fæðingarorlof og á meðan tók Einar Eysteinsson við hluta af hennar verkefnum í 50 % starfi. Þá fór Sigurður Ólafur Sigurðsson í eins árs leyfi frá 1. nóvember. Dagbjartur Kr. Brynj-arsson tók við starfi skólastjóra á meðan Sigurður er í leyfi.Á árinu hélt skólinn 191 námskeið sem var átta námskeiðum meira en árið áður. Á þessi námskeið komu samtals 2.428 nemendur. Fella þurfti niður fleiri námskeið en árið áður. Helsta ástæða þess var að á árinu var lágmarksfjöldi nemenda á námskeiðum hækkaður úr sex í átta til að námskeiðin stæðu undir beinum kostnaði, þ.e. launum leiðbeinanda og ferða- og gistikostnaði.

MenntunarátakiðMenntunarátak skólans hélt áfram á árinu. Lögð var áhersla bæði á staðarnám og fjarnám í þeim námskeiðum sem heyra undir björgunarmann 1. Björgunarskólinn setur námskeið til björgunar-manns 1 á dagskrá á öllum svæðum á árinu ásamt því að bjóða upp á þau öll í fjarnámi fyrir þá sem það hentar betur. Aðsókn í fjarnám skólans hefur aftur á móti dregist töluvert saman. Það veldur mikilli aukningu kostnaðar á verklega hlutanum þar sem í sumum tilfellum eru aðeins 2-3 nemendur á hverjum stað. Skólinn setti sér þá vinnureglu að ná saman að lágmarki sex nemendum til að hægt sé að halda verklega hlutann. Þá var boðið upp á stöðumat í öllum nám-skeiðum sem tilheyra björgunarmanni 1. Því miður er skráning í stöðumatið ekki nægilega góð og því hefur gengið illa að halda því úti.

Stærri námskeiðMæting á ýmis framhalds- og fagnámskeið hefur verið mjög góð á árinu og oft myndast biðlisti. Tvö ný fagnámskeið voru haldin á árinu, fagnámskeið í snjóflóðum og aðgerðarstjórnun. Fag-námskeiðið í snjóflóðum var haldið á Dalvík í febrúar og skiptist skólastofan á milli hefðbundinnar skólastofu og fjallanna á Tröllaskaganum. Námskeiðið mæltist mjög vel fyrir og voru nemendur afar ánægðir. Fagnámskeiðið í aðgerðarstjórnun var haldið að Gufuskálum í september. Nám-skeiðið er hluti af heildaruppbyggingu á námi í aðgerðarstjórnun hjá skólanum. Þetta er í fyrsta sinn sem námskeið í aðgerðarstjórnun af þessari stærðargráðu er haldið á íslensku og því gríðar-lega stórt skref tekið í þeim málum. Á námskeiðinu var handriti að bókinni Stjórnun leitaraðgerða á landi sem skólinn hefur verið að þýða úr ensku dreift til þátttakenda. Námskeiðið mæltist mjög vel fyrir, bæði hjá nemendum og leiðbeinendum, og stefnt er að því að halda það árlega. Þá voru einnig haldin fagnámskeið í ferðamennsku og rötun, leitartækni og fjallamennsku ásamt því að haldin voru þrjú fyrsta hjálp í óbyggðum námskeið. Þá voru fleiri námskeið sem stóðu út úr á árinu. Hópstjóranámskeið mæltist mjög vel fyrir og voru færri sem komust að en vildu. Námskeiðinu er ætlað að gera stjórnendur hópa hæfari til að stýra þeim, bæði í aðgerðum og almennu starfi sveita. Óveður og björgun verðmæta er nýtt

» Björgunarskólinn 2011

27

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Skýrsla Björgunarskóla SL 2011

kvöldnámskeið þar sem farið er yfir þau atriðið sem hafa þarf í huga við vinnu í óveðursútköllum. Mjög góð mæting hefur verið á námskeiðið og menn eru almennt mjög ánægðir með það sem kemur þar fram.

ÚtivistarskólinnFyrir sumarið 2011 var ákveðið að halda fimm námskeið á vegum Útivistarskólans, þrjú grunn-námskeið og tvö framhaldsnámskeið. Samtals mættu 97 unglingar á námskeiðin. Námskeiðin voru frá mánudegi til föstudags, en undanfarin ár hafa námskeiðin verið frá fimmtudegi til þriðju-dags. Grunnnámskeiðin voru að þessu sinni öll haldin í júní sökum þess að í júlí var Landsmót unglingadeilda. Í upphafi stóð til að halda tvö framhaldsnámskeið, en sökum lítillar þátttöku var fyrra námskeiðið fellt niður en einungis fimm einstaklingar voru skráðir á það. Í sumar voru skráningar á námskeiðin opin öllum unglingum, en ekki bara þeim sem voru meðlimir í unglinga-deildum björgunarsveita og voru nokkrir sem komu á eigin vegum.Miklar breytingar urðu á starfsfólki skólans þetta sumarið en Svava Guðmundsdóttir, Sonja Kristín Kjartansdóttir, Arnar Páll Gíslason og Brynjar Ásmundsson létu af störfum og Einar Ey-steinsson, Brynja Ingólfsdóttir, Eva Arnfríður Aradóttir og Daníel Másson komu í þeirra stað, Einar Örn Arnarsson sá áfram um fyrstu hjálpina.Ákveðið var að halda aðalmarkmiði síðasta sumars um að kynna fjölbreytt björgunarsveitarstarf fyrir unglingum og vekja áhuga þeirra á útivist og ferðamennsku.

Rigging for Rescue, fjallabjörgunarnámskeið.

28

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

YfirleiðbeinendurSamningar við yfirleiðbeinendur voru endurnýjaðir á árinu og þá var einnig skipt um yfirleiðbein-anda í fjallamennsku. Ásmundur Ívarsson lét af störfum eftir áralangt starf sem yfirleiðbeinandi í fjallamennsku og í hans stað var ráðinn Freyr Ingi Björnsson. Björgunarskólinn vill þakka Ás-mundi fyrir hans störf í þau ár sem að hann starfaði fyrir skólann. Eftirfarandi er listi yfir leiðbein-endur og þeirra fög:

Aðgerðarstjórnun Dagbjartur Kr. BrynjarssonBílamál Elvar JónssonFerðamennska og rötun Sigurður JónssonFjallabjörgun Gunnar Agnar VilhjálmssonFjallamennska Freyr Ingi BjörnssonFjarskipti Daníel Eyþór GunnlaugssonFyrsta hjálp Einar Örn ArnarsonKöfun Guðjón S. GuðjónssonLeitartækni Sigurður Ólafur SigurðssonRústabjörgun Magnús Örn HákonarsonSlysavarnir Jónas GuðmundssonSnjóflóð Anton Berg CarrascoVélsleðar Gísli Páll Hannesson

Fjórhjól á beltum komast næstum hvert sem er í vetrarfærðinni. Mynd: Björgunarsveitin Blakkur, Patreksfirði.

29

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björgunarskólinn 2011

Endurskoðun á námi í fjallamennskuÍ kjölfar þess að skipt var um yfirleiðbeinanda í fjallamennsku var hafist handa við að endur-skoða fjallamennskunámið hjá skólanum í heild sinni. Til þess að tryggja aðkomu grasrótarinnar að þeirri vinnu var sett á laggirnar fagráð í fjallamennsku sem hafði það að markmiði að vinna með yfirleiðbeinanda að stefnumótun og uppbyggingu námsins. Auglýst var eftir þátttakendum á vef félagsins ásamt því að það var auglýst í póstlista SL. Þá var einnig óskað eftir fulltrúum frá undanförum á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Akureyri í ráðið. Fljótlega var ljóst að sýn þeirra á námið var mjög svipuð og fór endurskoðunin af stað með þá sýn að leiðarljósi.

Námskeið fyrir almenningÁ hverju ári er töluvert um að Björgunarskólinn haldi námskeið fyrir almenning. Krafa til þeirra námskeiða er að þau séu haldin á markaðslegum forsendum og skili arði til skólans. Þá eru flest námskeið skólans opin almenningi sem getur skráð sig á þau námskeið sem eru í boði.Næstu verkefniNæsta verkefni skólans er að endurskoða námskrá skólans sem er liður í að skilgreina og útbúa skýran ramma í kringum starf hans. Þá er ætlunin að skilgreina inn í námskrána aðkomu Björg-unarskólans að námskeiðum fyrir unglingadeildir. Endurskoðuð námskrá er lykillinn að því að skólinn geti fengið námskeið á vegum skólans metin til eininga á framhaldsskólastigi, en það er einmitt stefna skólans að svo verði í framtíðinni.

Dagbjartur Kr. Brynjarsson, Skólastjóri Björgunarskólans

Neyðarkall seldur í Kringlunni.

Eftirtalin fyrirtæki styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:

Stuðningur þeirra styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.

SÆVARHÖFÐI 33 - REYKJAVÍK - SÍMI 557 2000 S A N D U R - M Ö L - U P P F Y L L I N G A R E F N I

SÆVARHÖF‹I 33 - REYK JAVÍK - SÍMI 557 2000 S A N D U R - M Ö L - U P P F Y L L I N G A R E F N I

31

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Svæði 1. Slysavarnadeildin Hraunprýði - HafnarfirðiSvæði 1. Slysavarnadeild kvenna ReykjavíkSvæði 1. Slysavarnadeildin Varðan - SeltjarnarnesSvæði 2. Slysavarnadeildin Una - GarðiSvæði 2. Kvennasveitin Dagbjörg - ReykjanesbæSvæði 2. Slysavarnadeildin Þórkatla - GrindavíkSvæði 3. Slysavarnadeildin Björg - EyrarbakkaSvæði 4. Slysavarnadeild Þverárþings - VarmalandSvæði 4. Slysavarnadeildin Líf - AkranesSvæði 5. Slysavarnadeildin Snæbjörg - GrundarfjörðurSvæði 5. Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir - HellissandurSvæði 5. Slysavarnadeildin Sumargjöf - ÓlafsvíkSvæði 6. Slysavarnadeild Kvenna BíldudalSvæði 6. Slysavarnadeildin Unnur - PatreksfirðiSvæði 7. Slysavarnadeild kvenna ÍsafirðiSvæði 7. Slysavarnadeild HnífsdalsSvæði 7. Slysavarnadeildin Hjálp - BolungarvíkSvæði 7. Slysavarnadeild kvenna BolungarvíkSvæði 9. Slysavarnadeildin Káraborg -HvammstangaSvæði 10. Slysavarnadeild Skagfirðingasveitar - SauðárkrókurSvæði 10. Slysavarnadeildin Vörn - SiglufirðiSvæði 11. Slysavarnadeildin á AkureyriSvæði 11. Slysavarnadeildin DalvíkSvæði 11. Slysavarnadeild kvenna ÓlafsfirðiSvæði 12. Slysavarnadeild kvenna HúsavíkSvæði 12. Slysavarnadeildin Hringur - MývatnSvæði 13. Slysavarnadeild kvenna NeskaupsstaðSvæði 13. Slysavarnadeildin Rán - SeyðisfjörðurSvæði 13. Slysavarnadeildin Hafrún- EskifjörðurSvæði 13. Slysavarnadeildin Hafdís - FáskrúðsfjörðurSvæði 13. Slysavarnadeildin Sjöfn - VopnafirðiSvæði 13. Slysavarnadeildin Ársól - ReyðarfjörðurSvæði 16. Slysavarnadeildin Framtíðin - HöfnSvæði 18. Slysavarnadeildin Eykyndill - Vestmannaeyjum

» Slysavarnadeildir

32

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Starfsemi á Gufuskálum var með nokkuð hefðbundnu sniði á árinu. Nýting aðstöðunnar var í heildina ágæt miðað við árin á undan og aðstæður í þjóðfélaginu, en engu að síður hefðu einingar félagsins mátt vera duglegri að koma. Nokkrar sveitir eru fastagestir og koma reglulega og er Björgunarhundasveitin þar í fararbroddi. Björgunarskólinn var með nokkur hefðbundin námskeið þó dregið hafi úr starfsemi hans á Gufuskálum. Námskeið Útivistarskólans gengu vel og voru vel sótt enda leiðbeinendur frábærir og aðstaðan eins og best gerist. Unglingadeildir hafa margar hverjar komið ár eftir ár og lítil breyting á notkun þeirra á árinu, en einn af föstum liðum er nokk-urs konar unglingadeildamót þar sem deildir frá nokkrum stöðum taka sig saman og hittast og voru um 80 krakkar saman á einu slíku. Þá var haldið skátamót eina helgi og jafnframt var Rauði krossinn með viku námskeið fyrir innlenda og erlenda sendifulltrúa á hamfarasvæði og voru þeir mjög ánægðir með aðstöðuna og að geta einbeitt sér lausir við borgarskarkalann.

Eins og árin á undan voru sparnaðarsjónarmið ríkjandi og því engar stórframkvæmdir í upp-byggingu eða breytingum er varða þjálfun og æfingar. Hins vegar var farið í löngu tímabærar lagfæringar á fjórum íbúðum í Vinaklettum. Þessar framkvæmdir fólust í að mála íbúðirnar og setja parket á neðri hæðina en talsvert var farið að sjá á íbúðunum eftir 14 ára notkun. Auk þessara framkvæmda var unnið að hefðbundnu viðhaldi og lagfæringum eins og fjármagn og geta leyfði.

Þór Magnússon, staðarhaldari á Gufuskálum

» Gufuskálar

Fundur umsjónarmanna unglingadeilda á Gufuskálum.

33

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Árið 2011 var annasamasta ár í starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna frá upphafi og voru öll aðsóknarmet slegin á árinu. Má rekja þessa aukningu til breytinga á lögskráningarlögum þar sem ákvæði um lögskráningarskyldu á bátum undir 20 brúttótonnum tók gildi. Með þeirri breytingu var komin skylda til grunn- og endurmenntunar í öryggismálum fyrir sjómenn þessara báta.

Á árinu voru haldin 213 námskeið sem 3.112 nemendur sóttu. Samanlagðir námskeiðsdagar urðu 440 sem er 12% fjölgun fá árinu á undan. Sundurliðun námskeiða má sjá á meðfylgjandi töflu:

Námskeið Fjöldi Námskeið

Áhafnir björgunarskipa 65 8

Eldvarnir fyrirtækja 14 3

Endurmenntun öryggisfræðslu 809 53

Endurmenntun öryggisfræðslu smábáta 475 24

Framhaldsnámskeið eldvarna STCW95 A-VI/3 109 9

Harðbotna slöngubátar 65 9

Hóp- og neyðarstjórnun A-V/2 & A-V/3 155 7

Léttbátar 7 1

Líf- og léttbátar aðrir en hraðskreiðir léttbátar 127 10

Lokuð rými 99 9

Lögreglunámskeið 35 2

Meðferð slysa- og lyfjakistu skipa 69 7

Sérnámskeið Jarðborana 29 3

Slöngubátur 1 91 9

Slöngubátur 2 27 4

Smábátanámskeið 385 19

Stjórnendur björgunarskipa 13 2

Öryggisfræðsla flugliða 14 4

Öryggisfræðsla STCW95 A-VI/1-1, 1-2, 1-3 & 1-4 384 24

Wet drill 140 6

Samtals árið 2011 3.112 213

Samtals 2010 2.309 165

Breyting milli ára 34% 29%

Frá stofnun Slysavarnaskóla sjómanna hafa verið haldin 2.027 námskeið sem 34.523 manns hafa sótt.

» Ársskýrsla Slysavarnaskóla sjómanna 2011

34

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Skólaskipið Sæbjörg var tekið í tíu daga slipp á vormánuðum en slippurinn var liður í venjulegu viðhaldi skipsins. Auk þess að skipið var botnhreinsað og málað var skipt um litla járnplötu í botni í kjölfar tæringar. Þá voru settir upp tveir af þeim þremur björgunarbátum sem skólinn festi kaup á í Færeyjum árið áður. Tók það verk mun lengri tíma en slippstaðan þar sem styrkja þurfti þilfar undir bátana umtalsvert. Lauk því ekki fyrr en í endaðan maí.

Í árslok 2010 voru, eins og áður hefur komið fram, þrír björgunarbátar ásamt sjósetningarbúnaði keyptir frá Færeyjum sem voru afhentir Slysavarnafélaginu Landsbjörg seinni hluta janúarmán-aðar 2011. Félagar í Havnar Bjargingarfelag í Þórshöfn, undir stjórn Jens Hansens, tóku að sér að taka niður búnaðinn, sem var staðsettur í höfninni í Þórshöfn, og undirbúa til flutnings til Íslands. Eimskip bauðst til að flytja búnaðinn skólanum að kostnaðarlausu til Íslands og kom hann með skipi félagsins, Dettifossi, til landsins um miðjan febrúar. Þakkar skólinn Eimskipum þennan mikilvæga stuðning. Að uppsetningu lokinni þurfti allur búnaðurinn að fara í gegnum ítar-legar prófanir sem Siglingastofnun Íslands framkvæmdi. Voru björgunarbátarnir teknir í formlega notkun 14. september við hátíðlega athöfn þar sem þeim voru gefin nöfn. Forstjóri Eimskipa, Gylfi Sigfússon, gaf stærsta bátnum nafnið Fossinn en Björn Valur Gíslason og Ragnar Björnsson, meðlimir hljómsveitarinnar Roðlaust og beinlaust, sem hafa styrkt starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna veglega, gáfu hinum bátunum nöfnin Roðlaus og Beinlaus.

Á sjómannadagshelginni í byrjun júní tók skólaskipið Sæbjörg þátt í hátíðarhöldum í tengslum við Hátíð hafsins og Sjómannadaginn. Að þessu sinni voru gerðar þær breytingar að á laugardeginum var haft svokallað sjóræningjaþema þar sem áhöfn og slysavarnakonur klæddust eins og sjóræn-ingjar. Fjöldi barna og fullorðinna mætti einnig í sjóræningjaskrúða og var góður rómur kveðinn að þessari uppákomu. Þá var farin svokölluð flöskuskeytaferð sem nýtur stöðugt meiri vinsælda. Samtals tóku 2.338 manns sér far með skipinu báða dagana. Slysavarnafélagið Landsbjörg veitti

3112 nemendur sóttu Slysavarnaskóla sjómanna árið 2011.

35

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Ársskýrsla Slysavarnaskóla sjómann 2011

í áttunda sinn viðurkenningu á Sjómannadaginn, til áhafna skipa sem sótt höfðu námskeið við Slysavarnaskóla sjómanna og sýndu öðrum fremur góða öryggisvitund að mati kennara skólans. Viðurkenninguna, sem er farandbikar, fékk áhöfnin á Ásgrími Halldórssyni SF og tóku vélstjórarnir Sævar Guðmundsson og Guðmundur Snorri Guðmundsson við bikarnum fyrir hönd áhafnarinnar.Sænska sjóbjörgunarfélagið, Svenska Sällskapet för Räddning af Skeppsbrutne, lánaði Slysa-varnaskólanum björgunartækið Rescue Runner sem er björgunarsæþota, til að prófa við íslenskar aðstæður og kynna fyrir björgunarsveitum hér á landi. Samskip fluttu Rescue runnerinn endur-gjaldslaust til landsins og þakkar skólinn þeim þennan góða stuðning. Alls var farið á 10 staði og haldnar 12 kynningar á tækinu.

Í apríl var undirritaður samningur milli Sjóvár – Almennra trygginga og Slysavarnaskólans um samstarf til að fækka og koma í veg fyrir slys og eignatjón hjá þeim sjávarútvegsfyrirtækjum sem eru viðskiptavinir félagsins. Byrjaði síðan samstarfið á haustdögum og var þá byrjað á fyrsta skipinu í þessu verkefni, hjá Þormóði Ramma, sem lýtur að innleiðingu áhættumats og atvikaskráningu til forvarna í skipum. Fyrir er skólinn í samstarfi við VÍS og á árinu voru sjö skip heimsótt auk þess að haldinn var fundur með öllum starfsmönnum á sjó hjá Fisk-Seafood á Sauðárkróki. Þá var skólinn einnig í samstarfi við Tryggingamiðstöðina, TM, og var fundað með áhöfnum Síldarvinnslunnar á Neskaupstað á þeirra vegum.

Á árinu lauk starfsmannaskiptaverkefni sem skólinn tók þátt í á vegum Leonardo da Vinci áætl-unarinnar sem hófst árið 2009. Þrír starfsmenn fóru í heimsóknir til skóla í Evrópu til að kynna sér kennslu í sjóbjörgun í sundlaugum. Tveir fóru til Merriturva í Lohja í Finnlandi og síðasta verkefnið var heimsókn eins starfsmanns til National Maritime College of Ireland í Cork á Írlandi. Allir starfsmenn skólans sem þátt tóku í verkefninu rómuðu heimsóknir sínar sem gáfu skólanum aukna þekkingu og innsýn í starfsemi sambærilegra skóla að ógleymdum samskiptum við kollega í öðrum löndum.

Öryggisfræðsla flugliða fer m.a. fram í sundlauginni á vallarsvæðinu í Reykjanesbæ.

36

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Skólastjóri sótti tvo fundi alþjóðasamtaka sjóbjörgunarskóla, IASST, þann fyrri í Mariehamn á Álandseyjum í apríl en þann seinni í Walvis Bay í Namibíu í október. Ný skólanefnd var skipuð á árinu. Hana skipa: Gunnar Tómason formaður, Lilja Magnúsdóttir, Kristinn Ólafsson, Sævar Gunn-arsson og Jónas G. Ragnarsson. Jónas lést í byrjun apríl eftir langvarandi veikindi og tók Árni Bjarnason sæti hans. Skólanefndin hélt tvo fundi á árinu.

Mikið kynningarstarf er ávallt í gangi við skólann. Í september var haldin alþjóleg sjávarútvegs-sýning í Fífunni í Kópavogi og var skólinn með bás þar sem fjölmargir heimsóttu. Fjöldi björgunar-sveita, félagasamtaka og skóla komu í heimsóknir í skólaskipið Sæbjörgu og fengu kynningu á starfseminni.

Á árinu 2010 bárust skólanum margar góðar gjafir. Starfsmenn Hafnarfjarðarhafnar gáfu skólan-um peningagjöf til minningar um Ragnar Hrein Ormsson hafnsögumann sem lést við skyldustörf á árinu. Þá barst skólanum 136.000 krónur í gegnum minningarkort til minningar um Ragnar heitinn. Fyrir þá fjárhæð keypti skólinn neyðartösku til nota við endurlífgun. Færir skólinn fjöl-skyldu Ragnars þakkir fyrir og vottar þeim samúð við fráfall hans. Í október veitti Landssam-band íslenskra útvegsmanna skólanum viðurkenningu fyrir mikilsvert framlag til öryggismála sjómanna ásamt tveimur 60 tommu flatskjáum, að verðmæti 1,1 milljón króna, sem settir voru upp í kennslustofum skólans. Í tilefni af 70 ára afmælisári Vélasölunnar styrkti fyrirtækið 15 nem-endur til náms á grunnnámskeið við Slysavarnaskólann. Var Vinnumálastofnun fengin til að skrá í þessi pláss í tengslum við verkefnið „Ungt fólk til athafna“. Faxaflóahafnir styrktu starfsemi skólans, eins og endranær, með niðurfellingu hafnargjalda. Þá færðu nokkrir nemendur skólanum peningagjafir sem notaðar hafa verið til kaupa á kennslu- og öryggisbúnaði. Eins og endranær berst skólanum árlega fjöldinn allur af búnaði sem skipverjar eru að skipta út á skipum sínum og kemur hann í góðar þarfir á námskeiðum skólans. Er öllum þeim aðilum sem studdu starf Slysavarnaskólans á árinu, með einum eða öðrum hætti, þakkað fyrir þeirra framlag.Í árslok voru níu starfsmenn í fullu starfi við skólann en þeir eru: Hilmar Snorrason skólastjóri,

Námið í slysavarnaskóla sjómanna er bæði bóklegt og verklegt.

37

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Ársskýrsla Slysavarnaskóla sjómann 2011

Þráinn Skúlason aðstoðarskólastjóri, Kristinn Guðbrandsson leiðbeinandi, Pétur Ingjaldsson, yfirvélstjóri og leiðbeinandi, Bogi Þorsteinsson leiðbeinandi, Þórarinn Þórarinsson leiðbeinandi, Ingimundur Valgeirsson verkefnisstjóri, Sigrún Anna Stefánsdóttir skrifstofumaður og Vidas Kenzgaila við ræstingu. Hluta úr árinu starfaði Benedikt Jón Þórðarson sem yfirvélstjóri og leiðbeinandi. Auk þeirra voru eftirtaldir stundakennarar sem komu að kennslu á námskeiðum skólans: Fróði Jónsson, Guðjón Sig. Guðjónsson, Valur Elías Marteinsson, Sigvaldi Torfason, Ingi Haukur Georgsson, Þorbjörn Jóhannsson, Sigurdór Steinar Guðmundsson, Eiríkur Aðalsteins-son, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Guðlaugur Ottesen, Jóhann Bæring Pálmason, Ólafur Geir Sigur-jónsson, Daði Benediktsson og Ingvar Stefán Árnason. Einnig komu læknar og hjúkrunarfólk frá LHS, starfsmenn LHG fluggæslu og slökkviliðsmenn SHS að kennslu við skólann.

Hilmar Snorrason, skólastjóri

Fræðsla til sjómanna um um öryggismál um borð í skipum getur skipt sköpum þegar hætta skapast á sjó.

Sjóræningjasigling í tengslum við Hátíð hafsins.

38

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Unglingastarfið hefur verið öflugt og eru nú starfandi 53 unglingadeildir á landinu. Unglinga-starfið er mörgum björgunarsveitum mjög mikilvægt því þar fá unglingarnir sína fyrstu kynningu og reynslu af því hvernig það er að vera í björgunarsveit. Einnig nýtist margt í starfinu í hinu daglega lífi.

Volunteer Together

Á árinu var mikil vinna lögð í undirbúning, skipulagningu og framkvæmd á alþjóðlegri ráðstefnu um-sjónarmanna sem fór fram dagana 1.-10. júlí, fyrst á Gufuskálum og endaði á landsmótinu á Dalvík. Nefnd um unglingamál fékk leyfi hjá stjórn SL fyrir því að sjá um verkefnið og ákvað stjórn að umsjón þess væri í höndum nefndarmanna. Því var farið í að sækja um styrk til Evrópu unga fólksins (EUF) í gegnum verkefni Evrópusambandsins „Youth in Action“.

Verkefnið fór fram á þremur stöðum, Reykjavík, Gufuskálum á Snæfellsnesi og Dalvík. Fyrsti dagurinn var í höfuðstöðvum félagsins í Reykjavík þar sem byrjað var á hitta stjórnarmenn og framkvæmdastjóra félagsins og starfsemin kynnt. Eftir það var frjáls dagur í höfuðborginni. Þátt-takendur mættu svo til kvöldverðar í skólaskipinu Sæbjörg, þar sem þeir fengu kynningu á starf-seminni þar og snæddu íslenska kjötsúpu. Eftir góðan kvöldverð var síðan ekið með rútu vestur að Gufuskálum. Á Gufuskálum var dvalið í þrjá daga, fyrsti dagurinn fór í kynningar á samtökum þátttakenda og þeim kynnt útisvæði Gufuskála. Kvöldin voru helguð menningarheimum þjóðanna og áttu hóparnir að elda kvöldverð sem átti að segja eitthvað frá þeirra menningu. Íslendingar hófu þessi menningarkvöld og grilluðu íslenskt lambalæri og ís í eftirrétt. Dagur tvö fór í fundahöld. Fundahöldum og umræðuhópum var stýrt af Sigurjóni Þórðarsyni frá Capacent. Þarna voru fimm mismunandi samtök, með mismunandi áherslur í starfi sínu, frá mismunandi menningarsvæðum sem þó áttu mjög margt sameiginlegt. Í umræðuhópana var skipt þannig að ekki væru fleiri en tveir frá hverjum samtökum saman í hóp. Þannig fengum við sem mesta víðsýni inn í umræðuna.

Umræðuefnin voru:1. Hvernig getum við örvað áhuga ungmenna á þátttöku í uppbyggilegu íþrótta- og æskulýðs-

starfi sjálfboðaliðasamtaka?2. Hvernig getum við aukið þátttöku minnihlutahópa eins og innflytjenda og fatlaðra í þessu

starfi?3. Hvernig getum við örvað ábyrgðartilfinningu ungmenna með því að deila ábyrgð á lausn verk-

efna til þeirra?4. Hvernig getum við örvað áhuga og aukið starfstíma umsjónarmanna í ungmennastarfi?5. Hverjar eru eðlilegar kröfur til umsjónarmanna ungmennastarfs?6. Skoðað hvernig öryggismálum í ungmennastarfi mismunandi landa er háttað og það nýtt til að

finna sameiginlegan öryggisgrunn í fyrirhuguðum ungmennaskiptum mismunandi landa.

» Skýrsla unglingastarfs 2011

39

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Skýrsla unglingastarfs 2011

Öllum þátttakendum fannst mikilvægt að skipta hópnum upp eins og gert var í þessum um-ræðum. Umræðuhóparnir fóru vel yfir umræðuefnin og margt áhugavert kom fram. Umræðuefnin hittu í mark og sköpuðust góðar og málefnalegar umræður út frá þeim. Öll þau gögn sem unnust í umræðuhópunum eru til hjá starfsmanni unglingamála félagsins.

Degi þrjú var varið í ferðir um nærumhverfi Gufuskála, m.a. var farið með snjótroðara upp á Snæfellsjökul. Hádegisverður var snæddur á Arnarstapa og farið var með hópinn á Djúpalóns-sand þar sem einhverjir fengu sér sundsprett á meðan aðrir rétt bleyttu fæturna. Miðvikudagurinn var stór ferðadagur þar sem ekið var frá Gufuskálum til Dalvíkur með viðkomu í flúðasiglingum. Komið var til Dalvíkur seint um kvöldið og þá farið í að tjalda og koma sér fyrir. Hópnum var skipt upp í minni hópa sem tóku þátt af fullum þunga í öllum dagskrárliðum landsmótsins. Að lands-móti loknu var haldið af stað suður og allur hópurinn kom saman í Grindavík til að snæða síðustu kvöldmáltíðina saman.

Þegar horft er yfir verkefnið í heild sinni þá var það samspil allra þátta dagskrárinnar sem gerðu verkefnið að því góða sem það var og þennan hóp að þeim góða vinahóp sem hann er í dag. Eitt meginmarkmið verkefnisins var að efla og búa til tengslanet og tókst það mjög vel enda hafa myndast hópar frá þessum erlendu samtökum og íslenskra unglingadeilda innan SL, t.a.m. hafa tveir hópar hafið undirbúning að ungmennaskiptum.

Landsmót

Á árinu var haldið landsmót unglingadeilda SL á Dalvík dagana 6.-10. júlí. Metþátttaka var á

Öflugt unglingastarf var á árinu.

40

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

mótinu eða í kringum 400 manns. Dagskráin var þétt en leyfði samt sem áður ágætis frítíma sem er góður fyrir unglingana til að kynnast betur utan dagskrár. Sigurjón Þórðarson frá Capacent aðstoðaði við landsþing unglinga, sem heppnaðist vel. Póstarnir gengu vel upp og þar má helst nefna nýjan póst sem nefnist fjáröflunarpóstur. Sá póstur gekk út á það að krakkarnir gengu um götur og seldu salernispappír gegn frjálsu framlagi. Þessi póstur gekk vonum framar og söfnuðust 253.000 kr. sem voru færðar barnadeild FSA í vikunni eftir landsmótið. 23 gestir af ráðstefnunni Volunteer Together settu mikinn svip á mótið og var mjög gaman að þeir skyldu koma og taka þátt. Þess má geta að umsjónarmaður ársins kom frá RLSS í Bretlandi og tók því titillinn með sér úr landi.

Allir voru sáttir með mótið og fóru með bros á vör frá Dalvík.

Ungmennaskipti

Ekki var farið í nein ungmennaskipti erlendis á þessu ári. Þrír einstaklingar úr nefnd um unglinga-mál fóru til Þýskalands sem áhorfendur á rústabjörgunaræfingu fyrir unglinga sem haldin var af THW. Tilgangurinn var að koma á samstarfi milli þessara tveggja björgunarsamtaka og kynna fyrir SL þau alþjóðasamskipti sem unglingastarf THW er aðili að. Á æfingunni voru þátttakendur frá Rússlandi, Rúmeníu og Þýskalandi. Æfingin var vel sett upp og lærdómsrík fyrir nefndarmennina. Í framhaldi af þessari æfingu komu fimm aðilar frá THW á ráðstefnuna Volunteer Together og hugmyndir um meira samstarf á milli THW og SL urðu raunverulegri fyrir báða aðila.

Landsfundur umsjónarmanna

Landsfundur umsjónarmanna var haldinn á Gufuskálum helgina 24.-26. september. Mjög góð mæting var á fundinn, en 63 umsjónarmenn frá 21 unglingadeild tóku þátt.

Unglingar spreyta sig í fjáröflun á landsmóti.

41

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Skýrsla unglingastarfs 2011

Á laugardagsmorguninn var farið yfir framkvæmd landsmótsins sem haldið var á Dalvík og voru umsjónarmenn sammála um að mjög vel hafi tekist til. Ferðin sem Helena, Otti og Pétur Bjarni fóru til THW í Þýskalandi var kynnt fyrir umsjónarmönnum og einnig var sagt frá alþjóðlegu ráð-stefnunni Volunteer Together. Einar Eysteins, starfsmaður Útivistarskólans, kynnti nýtt námsefni fyrir unglinga sem hann hefur verið að vinna að og áætlað er að verði tilbúið árið 2012.Því næst komu Ólafur Proppé, fræðslustjóri Bandalags íslenskra skáta, og Hermann Sigurðsson framkvæmdastjóri og kynntu skátastarfið og þá vinnu sem þeir hafa verið í undanfarin ár. Mikið var rætt um aukið samstarf á milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar og BÍS.Eftir hádegi voru umræðuhópar þar sem rædd voru málefni eins og samstarf við skátana, heima-síðan, menntunarmál og umsjónarmaðurinn. Umsjónarmenn völdu sér það umræðuefni þar sem þeir höfðu áhuga á að koma fram sínum sjónarmiðum og síðan voru niðurstöður kynntar. Á fundinum var kosið um fulltrúa í nefnd um unglingamál en landsfundur umsjónarmanna má tilnefna tvo umsjónarmenn í nefndina. Þessir fundir eru málefnalegir og góður vettvangur fyrir umsjónarmenn unglingadeilda.

Starfsmannamál

Breytingar urðu í starfsmannamálum unglingamála á árinu, Helena Dögg Magnúsdóttir tók við unglingamálunum og Brynjar Ásmundsson lét af störfum í árslok.

Helena Dögg MagnúsdóttirStarfsmaður unglingamála

Samvinnuverkefni í Útivistaskólanum. Mynd: Einar Eysteinsson.

42

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Unglingadeildir 2011Unglingadeild ÁrskógstrandarUnglingadeild Björgunarsveitarinnar HafliðaUnglingadeild HeimamannaUnglingadeild LandseyjaUnglingadeildin ArnesUnglingadeildin ÁrnýUnglingadeildin ÁrsólUnglingadeildin BjarmiUnglingadeildin BjörgUnglingadeildin BjörgúlfurUnglingadeildin Blanda Unglingadeildin BrandurUnglingadeildin BruniUnglingadeildin DalbjörgUnglingadeildin DasarUnglingadeildin DjarfurUnglingadeildin DrekiUnglingadeildin EflingUnglingadeildin ErnirUnglingadeildin EyjarUnglingadeildin GerpirUnglingadeildin GlaumurUnglingadeildin GreipurUnglingadeildin HafbjörgUnglingadeildin HafstjarnanUnglingadeildin HamarUnglingadeildin HellingurUnglingadeildin HéraðsstubbarUnglingadeildin HnoðriUnglingadeildin Hólmverjar

Unglingadeildin JökullUnglingadeildin KletturUnglingadeildin KofriUnglingadeildin KópurUnglingadeildin KyndillUnglingadeildin Litla BrákUnglingadeildin LogiUnglingadeildin MývargarUnglingadeildin NáttfariUnglingadeildin NúparUnglingadeildin ÓskarUnglingadeildin PjakkurUnglingadeildin RánUnglingadeildin SigfúsUnglingadeildin SkjöldurUnglingadeildin SmástrákarUnglingadeildin StormurUnglingadeildin StrumpurUnglingadeildin StröndUnglingadeildin SærúnUnglingadeildin SæunnUnglingadeildin TindarUnglingadeildin TígullUnglingadeildin TrölliUnglingadeildin UngarUnglingadeildin VestriUnglingadeildin VindurUnglingadeildin VonUnglingadeildin Vopni - ÖrnUnglingadeildin Ýmir

43

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Starfsfólk Slysavarnafélagsins LandsbjargarKristinn Ólafsson, framkvæmdastjóriArna Björg Arnarsdóttir, Björgunarskóli SLÁsta Björk Björnsdóttir, ræstingarBjörgvin Herjólfsson, Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin, Björgunarskóli SLBrynjar Ásmundsson, unglingamálDagbjartur Kr. Brynjarsson, skólastjóri Björgunarskóla SLDagbjört Kristinsdóttir, slysavarnamálEinar Eysteinsson, unglingamálFriðfinnur Freyr Guðmundsson, aðgerðamálGuðrún G. Bergmann, bókariGunnar Stefánsson, sviðsstjóri björgunar- og slysavarnasviðsHelena Dögg Magnúsdóttir, unglingamálHelga Björk Pálsdóttir, verkefnastjóriJón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölustjóriJónas Guðmundsson, slysavarnamálOddur Einar Kristinsson, verkefnastjóri tölvumálaÓlöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsinga- og kynningarfulltrúiSigurður R. Viðarsson, sjóbjörgunarmálSteingerður Hilmarsdóttir, gjaldkeriSvanhvít Ásmundsdóttir, GufuskálarÞór Magnússon, Gufuskálar

Slysavarnaskóli sjómannaHilmar Snorrason, skólastjóri, skipstjóriBogi Þorsteinsson, leiðbeinandiIngimundur Valgeirsson, verkefnisstjóri, hásetiKristinn Guðbrandsson, leiðbeinandi, hásetiPétur Ingjaldsson, yfirvélstjóri, leiðbeinandiSigrún Anna Stefánsdóttir, skrifstofumaður, hásetiVidas Kenzgaila, ræstingarÞórarinn Þórarinsson, leiðbeinandiÞráinn Eiríkur Skúlason, aðstoðarskólastjóri, bátsmaður

44

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Félagslegir endurskoðendurFríður Birna StefánsdóttirGarðar EiríkssonPetrea Ingibjörg Jónsdóttir - til vara FjárveitinganefndIngimar Eydal - formaðurGunnar Örn JakobssonHjálmar ÞorvaldssonIngólfur FinnssonÓlafur Hallgrímsson LaganefndPálmi Másson - formaðurBjörn GuðmundssonJóhann Bæring Pálmason UppstillingarnefndAdolf Þórsson - formaðurÁsgeir Örn KristinssonBorgþór Hjörvarsson

Framkvæmdastjórn björgunarbátasjóðs SLGuðjón GuðmundssonPáll Ágúst ÁsgeirssonKristinn Ólafsson Gunnar StefánssonHeiðar Hrafn EiríkssonSigurður R. Viðarsson - starfsmaður Faghópur um sjóbjörgunarmálGuðmundur H. StefánssonHafþór B. HelgasonÓskar Þór GuðmundssonKristinn GuðbrandssonSiggeir PálssonSigurður R. Viðarsson - stafsmaður

Stýrihópur umÍslensku alþjóðabjörgunarsveitinaHannes Frímann SigurðssonGuðjón GuðmundssonGunnar StefánssonKristinn Ólafsson Björgvin Herjólfsson - starfsmaður Stjórnendur ÍAVíðir Reynisson Svanur Sævar LárussonHilmar Már AðalsteinssonBjörn ÞorvaldssonÓlafur Loftsson

Almannavarna- og öryggisráð Hörður Már Harðarson

SiglingaráðHilmar SnorrasonGunnar Tómasson - varamaður Skólanefnd Slysavarnaskóla sjómannaGunnar TómassonJónas G. RagnarssonSævar GunnarssonLilja Magnúsdóttir SkyndihjálparráðEinar Örn Arnarson

SlysavarnaráðDagbjört H. KristinsdóttirJónas Guðmundsson - varamaður

UmferðarráðDagbjört H. KristinsdóttirJónas Guðmundsson - varamaður

» Nefndir og ráð

45

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Nefndir og ráð

Fjarskiptaráð björgunarsveitannaHörður Már Harðarson - formaðurDaníel Eyþór GunnlaugssonJón HermannssonValur HaraldssonHelgi ReynissonBragi ReynissonJónas Guðmundsson - starfsmaður FlugeldanefndGunnar ÞorgeirssonKristinn Ólafsson Guðjón GuðmundssonJón Ingi Sigvaldason - starfsmaður

ÍslandsspilGunnar ÞorgeirssonKristinn Ólafsson Hörður Már Harðarson - varamaðurHannes Frímann Sigurðsson - varamaður

Nefnd um neyðarskýliBryndís F. HarðardóttirHaraldur JúlíussonReynir ArnórssonJónas Guðmundsson - starfsmaður

Nefnd um slysavarnamálMargrét L. Laxdal - formaðurÁsdís Snót GuðmundsdóttirJóhanna ÞorsteinsdóttirDíana Dröfn ÓlafsdóttirHreiðar JónssonJón Svanberg HjartarsonDagbjört H. Kristinsdóttir - starfsmaður Nefnd um unglingamálMargrét L. Laxdal - formaðurEiður RagnarssonJúlíana KristjánsdóttirAndri Rafn Sveinsson

Frá köfunarnámskeiði í Reykjavíkurhöfn.

46

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Helgi GrímssonOtti Rafn SigmarssonHelena Dögg Magnúsdóttir - starfsmaður

SkólaráðEiður RagnarssonEdda Björk GunnarsdóttirIngibjörg EiríksdóttirReimar ViðarssonAnna FilbertSigurður Ó. Sigurðsson - starfsmaður ViðurkenninganefndSigurgeir GuðmundssonPetrea I. JónsdóttirÞorsteinn ÞorkelssonGunnar Stefánsson - starfsmaður

Ritnefnd sögu SLSigurgeir GuðmundssonÞorsteinn ÞorkelssonTryggvi Páll FriðrikssonKristinn Ólafsson - starfsmaður Nefnd um bókhald og fjárreiður einingaGunnar Þorgeirsson - formaðurGunnlaugur BriemKjartan KjartanssonVilhjálmur HalldórssonVíglundur GuðmundssonÓskar Örn ÁgústssonÖrn GuðmundssonMargrét Þóra BaldursdóttirArna Björg Arnarsdóttir - starfsmaður Nefnd um þjálfunarbúðir félagsinsHörður Már HarðarsonGunnar StefánssonSigurður Ó. SigurðssonFulltrúi frá Landsstjórn

Fulltrúi frá unglinganefndFriðfinnur Guðmundsson - starfsmaður

Nefnd um upplýsingakerfi SLPáll Ágúst ÁsgeirssonFriðfinnur GuðmundssonOddur E. Kristinsson - starfsmaður Ritnefnd um útgefið efni SLHannes Frímann SigurðssonElvar JónssonBjörk HauksdóttirÓlöf S. Baldursdóttir - starfsmaður Safnanefnd minjasafns SL að SkógumSigurgeir GuðmundssonGarðar EiríkssonBenedikt GröndalSigurður Viðarsson - starfsmaður Nefnd um fjáröflunGunnar ÞorgeirssonGuðmundur Örn JóhannssonÁsgeir KristinssonSigþór GunnarssonJón Ingi Sigvaldason - starfsmaður Fulltrúar í stjórn SSTGunnar StefánssonFriðfinnur Guðmundsson - varamaður Landsstjórn björgunarsveitaÞorsteinn Þorkelsson - formaðurÁrni BirgissonÞór MagnússonDagbjartur Kr. BrynjarssonHilmar FrímannssonJón Svanberg HjartarsonBjarni Kristófer KristjánssonFriðfinnur Guðmundsson

47

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Hellu í maí sl. fengu einstaklingar og fyrirtæki viðurkenningar frá félaginu. Skjöldurinn, heiðursmerki SL, var afhentur í annað skipti en hann er æðsta viðurkenning félagsins og veitist einstaklingum fyrir sérlega fórnfúst starf í þágu þess. Að þessu sinni fengu hann eftirtaldir aðilar:

Fyrir forystustörf í þágu félagsins, m.a. við sameiningu Slysavarnafélags Íslands og Landsbjargar og sem formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri SL:Jón Gunnarsson

Fyrir forystustörf í þágu félagsins, m.a við sameiningu Slysavarnafélags Íslands og Landsbjargar og sem fyrsti framkvæmdastjóri SL:Kristbjörn Óli Guðmundsson

Fyrir frumkvöðlastarf við notkun á sporhundum til leitar að týndu fólki:Snorri Magnússon

» Skjöldurinn og áttavitinn – viðurkenningar SL

Kristbjörn Óli Guðmundsson, Jón Gunnarsson og Sigurgeir Guðmundsson.

48

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Fyrir óeigingjarnt brautryðjandastarf við uppbyggingu og rekstur VHF fjarskiptakerfis björgunar-sveita:Jón Hermannson Sigurður Harðarson Valur Haraldsson

Áttavitinn er ný viðkenning innan félagsins. Hann er veittur til þeirra fyrirtækja og stofnana sem hafa stutt við starf Slysavarnafélagsins Landsbjargar í gegnum tíðina. Slíkur stuðningur er fé-laginu ómetanlegur og öllu starfinu til framdráttar. Við teljum að þau fyrirtæki sem hafa starfað með okkur séu þannig að leggja lóð sitt á vogarskálar leitar, björgunar og slysavarna í landinu.Tillögur um úthlutun Áttavitans voru lagðar fyrir stjórn félagsins og samþykkti hún að veita Sjóvá og Neyðarlínunni þessa viðurkenningu í ár.

Sjóvá hefur verið einn af aðal styrktaraðilum félagsins í allmörg ár og boðið einingum og félaginu tryggingar á afar hagstæðum kjörum. Afar mikilvægt er að fólkið okkar sé vel tryggt í störfum

Jón Hermannson, Sigurður Harðarson og Valur Haraldsson.

49

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Skjöldurinn og áttavitinn – viðurkenningar SL

sínum, enda er það oft að vinna í hættulegum aðstæðum og eins og við öll vitum gera slysin ekki boð á undan sér. Neyðarlínan er annað fyrirtæki sem á lof skilið. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur átt við hana mikið og gott samstarf og stuðningur Neyðarlínunnar við félagið hefur verið öflugur á undan-förnum árum. Þar má m.a. nefna gott og farsælt samstarf við uppbyggingu á neyðarfjarskiptum viðbragðsaðila.

Lárus Ásgeirsson, forstjóri Sjóvár, og Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.

50

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Útkall MúlakvíslAðfararnótt laugardagsins 9. júlí kom hlaup niður Múlakvísl. Upptökin voru syðst í Mýrdalsjökli og kom hlaupið úr þrem þekktum kötlum í jöklinum. Flóðið jókst mjög hratt og rétt eftir klukkan fjögur aðfararnótt 9. júlí hafði það hrifið brúna yfir Múlakvísl af uppistöðum hennar í heilu lagi og þar með lokað hringveginum.Nýlega kom í ljós að líklegasta ástæðan fyrir þessu snögga hlaupi hafi verið lítið eldgos eða upp-streymi hrauns undir jökli.Þegar í ljós kom að hlaup var hafið lýstu Almannavarnir yfir hættustigi og voru þá bæði svæðis-stjórn og aðgerðarstjórn á svæði 16 ræstar út, ásamt því að samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð. Þar með var hafin ein stærsta aðgerð björgunarsveita þetta árið. Um 80 björgunarsveitamenn tóku þátt í aðgerðinni sem stóð í viku.

Rýming vegna goshættuVegna hugsanlegs Kötlugoss fór Björgunarsveitin Lífgjöf í rýmingu í Álftarveri þar sem var óvenju margt fólk þessa helgi vegna ættarmóts. Fór það í samfloti við Álftveringa austur að Klaustri þar sem opnuð var fjöldahjálparstöð í grunnskólanum. Gekk það allt hratt og vel fyrir sig, en um 180 manns var að ræða. Lögreglan og tveir björgunarsveitarmenn frá Lífgjöf voru eftir við Skálm við Álftaversafleggjara þar sem þeir settu upp lokunarpóst.Björgunarsveitin Stjarnan fór út í Hrífunes þar sem hún hafði útsýni yfir Mýrdalssand og gat einnig fylgst með umferð á Öldufellsleið sem er hluti af Syðri-Fjallabaksleiðinni og síðar þann dag setti hún lokunarpóst þar. Um kl. 8 fór Kyndill 1 að rýma Meðallandið og voru rýmdir bæirnir

Trukkur frá Víkverja að flytja bíla yfir ána.

51

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Útkall Múlakvísl

frá Melhól og að Syðri-Fljótum og tóku flestir ábúenda því með skaftfellskri ró. Á sama tíma fór Kyndill 2 og setti upp lokunarpóst við Meðallandsafleggjara austan við Kúðafljót. Nokkuð vinsælt tjaldsvæði er í Þakgili og var Björgunarsveitin Víkverji send þangað til að grennsl-ast fyrir um hvort og þá hve margir væru staddir þar. Nokkuð reyndist um tjaldferðalanga og hóf sveitin þegar að lóðsa fólk af svæðinu og setja upp lokunarpóst við Höfðabrekku. Einnig tók þyrla Landhelgisgæslunnar þátt í að rýma Þakgil og flutti erlent ferðafólk til Víkur þar sem búið var að opna fjöldahjálparstöð í grunnskólanum. Þegar leið á daginn var flogið með vísindamenn yfir Mýrdalsjökul og seinnipartinn voru menn farnir að átta sig betur á ástandinu og var þá ákveðið að fólk mætti fara aftur til síns heima og lauk þá aðgerðum sveitanna að sinni.Þar sem hringvegurinn var rofinn var meiri þungi á Fjallabaksleiðunum, á vegum sem ekki eru gerðir fyrir mikla umferð. Var öllum stærri bílum og fjórhjóladrifnum jepplingum beint þangað. Því var tekin sú ákvörðun að bæta í hálendisvakt björgunarsveita á þessu svæði og sá hún meðal annars um að aðstoða fólk við vöð sem höfðu dýpkað við aukna umferð. Á mánudeginum 11. júlí var heldur farið að sjatna í ánni og var þá ákveðið að fara að ferja bíla og fólk yfir Múlakvísl, ekki síst vegna mikils þrýstings frá ferðaþjónustuaðilum. Var það verkefni á höndum Vegagerðarinnar og bílaleiga. Svæðisstjórn á svæði 1 var kölluð til og var hlutverk hennar að skipuleggja starf björgunarsveita við ána, en þær stóðu vaktir frá morgni til miðnættis.

Þau eru mörg störfn svæðisstjórnarmannanna.

52

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Tóku þær sér stöðu beggja vegna árinnar, bíll og þrír menn á hvorum stað, til aðstoðar við að lesta og afferma trukkana auk þess að vera í viðbragðsstöðu ef eitthvað færi úrskeiðis. Einnig komu að verkinu trukkar frá Víkverja og Flugbjörgunarsveitinni á Hellu auk tveggja trukka frá Vík og rútu frá Hólmavík. Kyndill og Stjarnan skiptu með sér vöktum á austurbakkanum og á vestur-bakkanum voru Lífgjöf og fleiri sveitir af landinu. Björgunarsveitir tóku einnig að sér að leiðbeina ferðamönnum sem þar komu að, en áður en til þess kom höfðu margir lent í vandræðum, meðal annars vegna skorts á upplýsingum. Ferðamenn þyrsti mjög í upplýsingar, til dæmis um hversu lengi þyrfti að bíða eftir því að komast yfir ána. En flestir litu nú á þetta sem meiriháttar upplifun og auka bónus við Íslandsferðalagið.

Ferjað yfir ánaKlukkan 15 mánudaginn 11. júlí var svo fyrsta ferðin yfir ána, sem þá rann í mörgum álum, farin með bíla og fólk. Hver trukkur gat flutt 1-2 bíla í einu yfir og fólkið fór með rútu. Á bökkum árinnar voru svo starfsmenn bílaleiganna og sáu þeir um að keyra bílana upp á pallinn á trukkunum. Gekk verkið ágætlega og var fjöldi bíla og manna ferjaður yfir með þessum hætti. Um klukkan 22:00 var svo gert hlé yfir nóttina. Næsta morgun hófu Kyndill og Lífgjöf vaktina við ána þegar farið var að ferja fólk og bíla yfir um sjöleytið og gekk það ágætlega fyrir sig. Brúarsmíðin var komin á fullt skrið og var farið að veita ánni í ákveðinn farveg og rann hún í einum ál upp við austurbakkann. Farvegurinn breyttist hratt og mynduðust stöðugt nýir hyljir og var mikil hreyfing á aurnum í ánni. Eftir hádegi lenti rútan með 20 farþegum ofan í hyl og fékk vatn inn á mótorinn. Þar sat hún föst og grófst hratt undan henni svo hún hallaðist talsvert. Viðbragð frá þeim sem biðu á bakka árinnar var snöggt og var strax farið með aðstoð út að rútunni. Ástandið var ekki gott, vatnið flaut upp undir topp rútunnar og fólkið braut sér leið út um glugga og upp á þak. Gripið var

Upplýsingagjöf til ferðafólks er mikilvæg á svona stundum. Margir þurftu að bíða nokkuð lengi eftir að komast yfir Múlakvísl.

53

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Útkall Múlakvísl

til þess ráðs að aka stórri jarðýtu út í ána og henni komið þannig fyrir að hún braut strauminn við rútuna. Þá var trukk frá Víkverja ekið upp að framenda rútunnar þar sem fólkið sat á þak-brúninni og var fólkið aðstoðað við að komast af rútuþakinu yfir á þakið á trukknum, niður á pallinn og þaðan yfir á annan bíl sem flutti það yfir á austurbakkann. Mikið happ þykir að þegar óhappið varð voru þrír trukkar staddir á austurbakkanum og því mjög nálægt rútunni þegar hún stoppaði. Þegar komið var með farþegana að bakkanum voru sjúkrabílar að koma á staðinn og búið var að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar og var hún á leið á vettvang. Sem betur fer reyndist ekki þörf á þeirri aðstoð þar sem farþegarnir voru allir heilir á húfi fyrir utan smá skrámur og volk. Voru þeir vafðir í teppi og skráðir. Í kjölfar þessa atviks tók lögreglan á staðnum þá ákvörðun að loka fyrir umferð yfir Múlakvísl á meðan farið væri yfir aðstæður. Fólk sem var á austurleið var flutt í fjöldahjálparmiðstöðina á Klaustri og þyrla LHG flutti fólk á austurbakkanum sem átti bíla á vesturbakkanum yfir. Um fjórum tímum eftir lokun var svo tekin ákvörðun um að hefja aftur flutninga á bílum sem voru á austurbakkanum til eigenda sinna á vesturbakkanum.

Aðgát skal höfðEftir þennan atburð vildu lögregla og almannavarnir tryggja enn betur öryggið við flutning yfir Múlakvísl þótt ekki hafi allir aðilar haft mikinn skilning á því. Jarðýta var sett í ána til að passa vöðin og Vegagerðin fékk til liðs við sig sérútbúinn torfærutrukk frá Sæmundi í Borgarnesi. Sá stóri trukkur stóð sig með ágætum, enda er um að ræða gamlan björgunarsveitarbíl frá Ársæli í Reykjavík, og flutti hann fólk yfir ána allt þar til bráðabirgðabrúin yfir Múlakvísl var tilbúin. Lögreglan og fulltrúi Vegagerðarinnar unnu svo með svæðisstjórnarmönnum sem komu með Björninn, stjórnstöðvarbílinn af höfuðborgarsvæðinu á staðinn. Eftir þessar ráðstafanir gekk verkefnið áfallalaust fyrir sig. Á föstudegi, tæpri viku eftir flóðið, var vatni hleypt undir nýja brú. Var þá lokað fyrir flutninga í fjóra tíma og mynduðust langar bið-raðir. Um hádegi á laugardeginum var svo opnað fyrir umferð yfir nýju bráðarbirgðabrúna og lauk þá aðkomu björgunarsveita. Á heildina litið gekk þessi aðgerð við Múlakvíslina mjög vel.

Svæðisstjórnarbíllinn Björninn á staðnum.

54

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Eldgos í GrímsvötnumSíðdegis laugardaginn 21. maí hófst eldgos í Grímsvötnum sem stóð í viku og fylgdi því gríðar-mikið öskufall á svæðinu frá Kirkjubæjarklaustri, inn á Mýrdalssand og víðar. Björgunarsveitir unnu gríðarmikið starf á meðan á gosinu stóð og ein þeirra var heppin að lenda ekki í því miðju því 18 manna hópur frá HSSR var í Grímsvötnum aðeins nokkrum klukkustundum áður en gosið hófst. Hér á eftir fer frásögn þeirra Jónu Margrétar Jónsdóttur, sem er í svæðisstjórn á svæði 15, og Svavars Helga Ólafssonar, sem var í vettvangsstjórn á Kirkjubæjarklaustri, af þessari viku meðan gosið varði. Jóna: Ég bý á Hornafirði og er í svæðisstjórn á svæði 15. Þann 21. maí 2011 var ég stödd í út-skriftarveislu litlu systur minnar þegar ég frétti að hafið væri eldgos í Grímsvötnum. Seinna um kvöldið sáum við gráa slikju á himninum og fljótlega kom svo útkallið. Þegar ég mætti upp í hús spariklædd og fín, ásamt fleirum sem voru í slíkum veislum, var byrjað á að fara yfir stöðu mála og kom í ljós að þetta væri kröftugt gos með mikilli ösku. Útskriftin úr Framhaldsskólanum þennan dag spillti ekki fyrir því flestir mættu spariklæddir í aðgerðarstjórnina og einhverjir með veisluafganga með sér, þannig að við úðuðum í okkur kökum og fíneríi þegar færi gafst. Svavar: Lögreglan hafði samband við formann sveitarinnar (Kyndill, Kbkl.) á laugardagskvöldinu daginn sem gosið hófst. Þá var aska farin að falla í Fljótshverfi og austur með Síðu. Við byrjuðum á því að hringja í alla sveitabæi á svæðinu til að athuga hvort fólk vanhagaði um grímur, vatn eða annað. Í ljós kom að lítið þurfti að gera þar sem flestir voru í ágætu ástandi. Á sama tíma hófst undirbúningsvinna fyrir frekari aðgerðir en á þessum tíma gerði enginn sér grein fyrir því sem framundan var. Jóna: Við létum setja upp viðvörunarpósta í Nesjum, aðvörun að gos væri hafið og hringvegurinn lokaður. Svo var farið í að hringja í alla bændur í Öræfunum og Suðursveit og þeir látnir vita af gosinu og mengunarhættu, beðnir um að huga að búpeningi og gæta þess að til reiðu væri renn-andi vatn og skjól. Buðum við fram aðstoð björgunarsveitar ef bændur vildu. Gosið hófst á sauð-

Askan fór í augun á fénu og þurfti að ná því og skola hana úr. Mynd: Halldóra Hjörleifsdóttir.

55

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Eldgos í Grímsvötnum

burðartíma og bændur búnir að sleppa miklu af fé á tún og lítið pláss í húsum. Flestir voru mjög brattir og vildu enga aðstoð fyrst um sinn. Einnig könnuðum við í leiðinni hvernig skyggnið væri á bæjunum, þannig fengum við smá hugmynd um ástandið. Svavar: Aðfararnótt sunnudags hefst öskufallið af fullum krafti og þegar ég vaknaði eldsnemma morguns var orðið nokkuð dimmt. Ég bý rétt fyrir utan Klaustur og þegar ég kom þangað er komið svartamyrkur. Þá var lítið hægt að gera og við tók nokkurra klukkustunda bið þar sem menn reyndu að aðstoða eftir því sem hægt var en aðstæður voru afar erfiðar. Menn bundu sig við bílana ef þeir þurftu að fara frá þeim til að týnast ekki því skyggni var lítið sem ekkert. Svona var ástandið frá Fljótshverfi/Lómagnúp og vestur í Eldhraun, og svo í Landbroti og Meðallandi og alveg niður að sjó. Jóna: Björgunarmenn fengu eitt útkall í smölun á fé aðfararnótt 22. maí. Þá var kolsvarta ösku-myrkur og kindur með augun full af ösku. Einnig fóru björgunarmenn með dýnur og það sem var til af grímum og gleraugum á Hornafirði í Hofgarð, en þar var opnuð fjöldahjálparstöð sem hýsti rúmlega 200 manns. Í Öræfum voru staddir einstaklingar úr nokkrum björgunarsveitum sem nýttir voru í hin ýmsu verk. Öræfingar fóru á Dreka yfir sandinn til að ná í fleiri grímur og gler-augu, þær birgðir voru allar á Hvolsvelli síðan í Eyjafjallajökulsgosinu. Þeim var ekið að Núpum en komust ekki lengra út af skyggni. Þá fór Dreki, brynvarinn bíll björgunarfélagsins í Öræfunum, yfir Skeiðarársand til að ná í grímurnar. Það tók Dreka um fjórar klukkustundir að fara þennan stutta spöl yfir Skeiðarársand sem tekur um 20 mínútur undir venjulegum kringumstæðum. En grímurnar komust á leiðarenda. Svavar: Eins og áætlanir gera ráð fyrir var vettvangsstjórnin sett upp í húsi Kyndils á Kirkju-bæjarklaustri þar sem hún var staðsett fyrstu tvo dagana. Þá var tekin ákvörðun um að færa hana í félagsheimilið þar sem húsið hentaði ekki nægilega vel, t.d. í móttöku á hópum auk þess sem það fylltist af ösku þegar opna þurfti stórar dyr fyrir farartæki. Því var allt, bæði menn og

Byggingar voru skolaðar með kraftmiklum búnaði slökkviliðs. Mynd: Margrét Hildur Pétursdóttir.

56

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

tækjabúnaður, undirlagt í ösku. Aðgerðir fyrsta daginn snérust að mestu um að útvega fólki vatn og gleraugu og fengum við hópa frá Vík og Hvolsvelli til aðstoðar. Jóna: Um morguninn 22. maí fóru svo tveir hópar frá Björgunarfélagi Hornafjarðar, Slysavarna-deildinni Framtíð og Rauða krossinum á Höfn í Hofgarð í Öræfum þar sem fjöldahjálparstöðin hafði verið opnuð kvöldið áður. Björgunarmenn leystu Öræfingana af en þeir voru búnir að standa vaktina frá gosbyrjun og flestir þeirra eru með búskap og þurftu að fara að sinna sínum búum. Farið var í að dreifa grímum og gleraugum á bæi. Svavar: Á mánudeginum var áfram mikið öskufall og þá komu hópar frá svæði 3 til okkar í vinnu. Þá var hið sama uppi á teningnum, fólk þurfti ekki mikla aðstoð en við vildum kanna ástandið og fórum tvisvar á dag á alla bæi. Eftir á heyrðum við að íbúar kunnu vel að meta það að fá heimsókn frá okkur, það fylgdi því góð tilfinning að vita af okkur og að einhver væri að fylgjast vel með. Þessi dagur var einnig nýttur í að útvega tanka fyrir drykkjarvatn þar sem það hafði spillst á sumum bæjum.Jóna: Aðgerðarstjórn á Höfn var opin í rúman sólarhring, eftir það hittumst við einu sinni á dag í um viku, eftir að gosinu lauk hittumst við líka bara til að ræða málin og fara yfir það sem okkur fannst ganga vel og hvað hefði mátt fara betur.Svavar: Á þriðjudag hefst svo annar fasi verkefnisins hjá okkur. Þá var mesta öskufallinu lokið og við gátum hafið hreinsunarstarf og unnið að því að koma búpeningi í hús þar sem það var hægt. Fyrir þann tíma var lítið hægt að gera, t.d. gátu bændur ekki farið sjálfir út því ekki sást út úr augum. Við vorum reyndar heppin með veður því á mánudeginum kom norðan bræla sem feykti öskunni sem sat á vegum, gangstéttum og húsþökum í burtu. Því var í raun frekar lítil aska í bænum á þriðjudagsmorguninn sé miðað við það sem verið hafði deginum áður. Þrátt fyrir það

Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri í vettvangsstjórn á Kirkjubæjarklaustri.

57

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Eldgos í Grímsvötnum

voru verkefnin ærin í hreinsunarstarfinu. Þrífa þurfti skólann, leikskólann og elliheimilið að utan sem innan og svo var sundlaugin full af ösku. Líka var farið á alla bæi í hreppnum og sú aðstoð veitt sem óskað var eftir. Við vorum með nægan mannskap og í upphafi aðgerðarinnar var jafnvel ofmannað. Það voru mistök hjá okkur að setjast ekki strax niður og skilgreina þörfina. En það er alltaf gott að vera vitur eftir á. Um miðja viku voru þessir hlutir komnir í betra horf, þá sendum við landsstjórn óskir um fjölda björgunarsveitamanna sem þörf var á og hún sá um að uppfylla þær og fengum við hópa víða að. Það einfaldaði allt skipulag að vita hverjum við áttum von á og hvenær. Vettvangsstjórnin samanstóð af fjórum manneskjum og þess var gætt að hafa alltaf 1-2 heima-menn á vakt. Það er þó alls ekki nauðsynlegt að heimamenn stjórni svona aðgerðum en staðar-þekking verður alltaf að vera til staðar. Við sáum þarna hversu mikilvægt það er að fá stjórnendur utan frá því eftir tvo sólarhringa vorum við algerlega búin með okkar mannskap. Samvinnan milli heimamanna og þeirra sem komu af öðrum svæðum gekk vel og oft og tíðum komu þeir með meiri reynslu en sum okkar höfðu, eins og t.d. ég. Þetta skipti okkur því miklu máli. Aðgerðin stóð í 10 daga og settar voru upp átta tíma vaktir vettvangsstjórnenda. Ég hef aldrei unnið eftir slíku skipulagi fyrr enda bara tekið þátt í styttri útköllum en þessu, en það gafst vel. Jóna: Það kom sér vel að stuttu fyrir þessa aðgerð hafði verið haldin stór flugslysaæfing á Horna-firði, þar sem var mjög góð þátttaka frá öllum aðilum, þannig að svæðisstjórn, aðgerðarstjórn, björgunarmenn, slysavarnarkonur, Rauði krossinn, bærinn, slökkvilið og heilbrigðisstofnunin voru nýbúin að æfa og starfa saman í einhverja daga, voru því allir ferskir, hressir og tilbúnir í sín hlutverk. Svavar: Vettvangsstjórnin á Klaustri var virk í u.þ.b. viku, eða rétt fram yfir goslok. Heilt yfir gekk þetta vel en alltaf má læra eitthvað af svona stórri aðgerð. Ég sé t.d. hversu mikilvægt það er að menn passi upp á sjálfa sig og aðra. Álagið er svo mikið. Við sáum þetta líka í Eyjafjallagosinu, fólk var að vinna of mikið en við verðum að gera okkur grein fyrir að enginn er ómissandi. Flestir gleyma sér bara í því að gera sitt besta og leggja sig of mikið fram. En vaktir, eins og þær sem við settum upp, koma í veg fyrir þetta. Það er ekki hægt að vera dauðþreyttur í aðgerðastjórn, það býður heim hættunni á að teknar séu misgáfulegar ákvarðanir.

Um tíma sást ekki út úr augum fyrir öskufallinu.

58

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð var stofnuð 17. október árið 1971. Á félagaskrá er 71 félagi, þar af 30 á útkallsskrá. Starfssvæði sveitarinnar er framhluti Skagafjarðar sem og hálendið inn að Hofsjökli, en raunar má segja að allt landið liggi undir ef útköll verða erfið og mannaflafrek því eins og dæmi sýna fóru félagar nýverið suður á land til leitar að útlendingi sem villtist á Sól-heimajökli. Félagsstarf sveitarinnar er með miklum ágætum, fundir, æfingar haldnar vikulega yfir vetrar-mánuðina auk námskeiða hjá Björgunarskólanum sem og annarra samæfinga björgunarsveita í Skagafirði. Allt frá stofnun sveitarinnar hefur starfið einkennst að nokkru leyti af ferðum og útköllum til fjalla en sveitin hefur frá stofnun haft vélsleða og öfluga jeppa í tækjahópnum til að takast á við þær erfiðu aðstæður sem skapast á hálendi Íslands þar sem veður eru válynd. Björgunarsveitin hefur kappkostað að sækja námskeið hjá Björgunarskólanum. Allir sveitarmeð-limir þurfa að hafa góða þekkingu á fyrstu hjálp að auki hafa allmargir sérhæft sig í klettaklifri, en sveitin er í viðbragðsáætlun vegna flúðasiglinga á austari og vestari Jökulsá í Skagafirði, nokkrir sveitarmeðlimir hafa verið leiðsögumenn í þessum siglingum og hafa mikla þekkingu á því sviði. Þá eru nokkrir úr sveitinni starfandi í hjá Brunavörnum Skagafjarðar. Haldið var upp á 40 ára afmæli sveitarinnar þann 2. desember 2011 með opnu húsi og mætti fjöldi fólks. Boðið var upp á kaffi og kökur og gestum boðið að skoða og kynna sér starfsemina.Mikill undirbúningur var vikurnar áður og komu flestir félagar að þeim undirbúningi. Þrífa þurfti

» Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð 40 ára

59

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð 40 ára

allt hátt og lágt, raða upp tækjum og græja upp sýningu þar sem rifjuð voru upp árin 40 með gömlum búnaði. Ekki má gleyma kokknum sem sá um að enginn færi svangur heim en einn félaginn átti heiðurinn af veitingunum.

60

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

„Þann 29. janúar 1961 komu saman í grunnskólanum á Reyðarfirði nokkrir menn í þeim tilgangi að stofna landbjörgunarsveit. Kristinn Þ. Einarsson bauð fundarmenn velkomna. Hann gat þess að Slysavarnadeildin Ársól hefði falið Marinó Sigurbjörnssyni að stofna og veita forstöðu björg-unarsveit. Marinó las drög að lögum fyrir sveitina og voru þau rædd og gerðar á þeim breytingar. Lögin voru síðar samþykkt og undirrituð af öllum viðstöddum.“Svona hljóma fyrstu skráðu línurnar á stofnfundi Björgunarsveitarinnar Ársólar sem 14 ungir menn sóttu. Eru liðin heil 50 ár síðan og hefur margt drifið á daga sveitarinnar á þeim tíma.

Fjárfestingar

Árið 1987 vígði Slysavarnadeildin Ársól hús undir sjúkrabíl í eigu deildarinnar sem var 127 fm stálgrindarhús. Hýsti það húsnæði sjúkrabíl og Lapplanderbifreið björgunarsveitarinnar. Volvo Lapplander bifreið var keypt í sveitina 1983. Árið 1994 var keypt Ural bifreið og árin sem fylgdu á eftir voru notuð í að yfirbyggja hana sem stjórnstöð (fór mikill tími í það og var fórnarkostnaðurinn mikill en margir gáfust upp í sveitinni). Árið 1999 var keypt til sveitarinnar Land Rover bifreið 38“ breytt og Lapplanderinn seldur. Árið 2002 var svo Uralinn seldur ásamt yfirbyggingunni sem seld var stök. Árið 2006 var keypt breytt Ford Econoline bifreið 35“, árgerð 2000. Fyrsti bátur sveitarinnar var keyptur 1989 og var 50 hp Humber. Báturinn var seldur árið 2000 og nokkurra ára Avon bátur keyptur 2002. Árið 2008 var svo Avon báturinn endurnýjaður og nýr 6 metra Zodiac bátur keyptur.

Húsnæðið

Árið 2005 var tekin ákvörðun um að stækka húsnæðið en húsnæði sveitarinnar (127 fm) var löngu sprungið og farið að hamla frekari aukningu á starfi sveitarinnar. Byggingartímabilið er talið frá jarðvegsskiptum fyrir jólin 2005 og fram á þennan dag, en sveitarmeðlimir hafa sjálfir lagt mikla

» Björgunarsveitin Ársól 50 ára

61

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björgunarsveitin Ársól 50 ára

vinnu á sig við bygginguna og hafa fáir byggingarþættir verið unnir með aðkeyptri vinnu. Fljótlega var ákveðið að það yrði ekki kvöð á einum eða neinum að taka þátt í byggingarframkvæmdunum, því ekki eru mikil not í húsnæði ef það er engin starfsemi innan þess. Fyrsti áfangi var 187 fm límtréshús, reist 2007. Um haustið byrjuðum við á áfanga tvö, sem fólst í endurinnréttingu á gamla húsnæðinu. Það húsnæði var innréttað sem fundarsalur, eldhús, salerni, stjórnstöð og geymsluherbergi. Árið 2010 var svo byrjað á þriðja áfanga sem er 30 fm viðbygging og á að þjóna hlutverki búnaðargeymslu. Ráðdeild og fyrirhyggja hefur verið höfð að leiðarljósi en húsið er skuldlaust og má þakka það mikilli vinnu sveitarmeðlima ásamt góðum stuðningi einstaklinga og fyrirtækja.

Fjáröflun

Til að byggja þarf pening en félagar í sveitinni hafa sinnt ýmsum fjáröflunarverkefnum og hafa þau verið af ýmsum toga. Má þar nefna t.d. dósasöfnun en hún fólst í því að sækja allar dósir sem til féllu í vinnubúðum Becthel (Alcoa) þar sem starfsmenn Fjarðaálsverkefnisins gistu (1.800 þegar mest var) og voru í tvö og hálft ár flokkaðar dósir og taldar á hverjum einasta mánudegi, hvernig sem viðraði. Við stóðum einnig fyrir flutningi á sumarhúsi 1 km upp Selfljótið á Héraði 2011 sem við leystum með bátnum og heimasmíðuðum pramma. Eitt árið rifum við gamla trébryggju með hinu öfluga spili sem Ural var búinn. Í byrjun stórframkvæmdanna við álver Alcoa Fjarðaáls árið 2004 hreinsuðum við allar girðingar af framkvæmdasvæðinu ásamt fleiri sveitum af Austurlandi. Í lok framkvæmdanna hreinsuðum við girðingu sem afmarkaði framkvæmdasvæðið. Við leigðum Avon bátinn okkar upp í Kárahnjúka tvö sumur þegar Hálslón var að fyllast. Við aðstoðuðum við loftnetsuppsetningu á Goðatindi og margt fleira sem er hefðbundið og óhefðbundið!

Starfsemi

Björgunarsveitin hefur rekið samhliða starfi sínu unglingadeildina Ársól með hléum síðan 25. maí 1983. Starf hennar hefur reynst björgunarsveitinni gott, en megnið af þeim sem starfa í sveitinni í dag hafa sinn bakgrunn úr unglingadeildinni.

62

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Starfsemin síðustu misserin hefur gengið með þokkalegasta móti; námskeið hafa verið sótt reglulega, grunnnámskeið og svo í framhaldinu fagnámskeið. Með aukinni menntun hefur sveitin sömuleiðis fjárfest í meiri búnaði, t.d. varðandi fyrstu hjálp og fjallabjörgun. Æfingar hafa verið sóttar; við höfum m.a. farið á síðustu landsæfingar, ásamt því að taka þátt í síðustu tveimur björgunarleikum sem haldnir eru samhliða Landsþingi SL. Einnig hafa verið sóttar æfingar innan fjórðungsins.Útköll sem sveitin leysir af hendi eru af ýmsum toga, flest eru þau innt af hendi uppi á Fagradal, sem er leiðin á milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða, við að losa bíla, en með tilkomu álvers Alcoa jókst tíðni ferða þar á milli óháð veðri. Leit á landi er regluleg, flutningur á slösuðum einstakling-um kemur fyrir en síðasta áratuginn hefur verið dálítið um slasaða vélsleðamenn, rjúpnaskyttur og hreindýraveiðimenn. Nú þegar farið er að líða á sextugsaldurinn er bjart yfir björgunarsveitinni Ársól og ekki tilefni til annars en að hún eflist með komandi kynslóðum.

Fyrir hönd bjsv. ÁrsólarIngi Lár Vilbergsson, formaður.

Eftirtalin fyrirtæki styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:

Stuðningur þeirra styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.

Grindavík, Hafnar�örður, Höfn, Ísa�örður, Reykjanesbær, Sandgerðiwww.fms.is

Reykjavík, Akranesi, Snæfellsnesi, Skagaströnd, Þorlákshöfnwww.fmis.is

www.lvf.is www.oddihf.is

NESKAUPSTAÐ

64

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Í kjölfar fjölgunar ferðamanna erlendis frá og aukinna ferðalaga innanlands hefur þessi mála-flokkur vaxið hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg undanfarin ár. Lögð hefur verið meiri áhersla á sýnileika verkefna og þau sett öll undir einn hatt, undir Safetravel.

Hálendisvakt björgunarsveita

Eitt stærsta verkefni félagsins í þessum málaflokki er hálendisvakt björgunarsveita. Hún var starf-rækt í sjötta skiptið sumarið 2011. Sjálfboðaliðar félagsins voru til staðar á fjórum stöðum á hálendinu; að Fjallabaki, á Sprengisandi, á Kjalvegi og á svæðinu norðan Vatnajökuls. Lágt hitastig fyrri part sumars orsakaði að fyrsti hópur að Sprengisandi komst ekki fyrr en þann 8. júlí. Viku fyrr mætti fyrsti hópur á svæðið norðan Vatnajökuls og þann 24. júní fóru hópar á Kjöl og Fjallabak. Árangur Hálendisvaktarinnar hefur verið góður. Útköllum sveita sem liggja að hálendinu hefur fækkað og þær sveitið sem hafa staðið vaktina fengið góða æfingu og reynslu. Þjónusta við ferða-menn á hálendinu hefur aukist og álag á land- og skálaverði minnkað og geta þeir nú sinnt sínu starfi betur. Er það von Slysavarnafélagsins Landsbjargar að ferðamenn séu nú öruggari á ferðum sínum um hálendið.Líkt og undanfarin ár voru haldin námskeið á nokkrum stöðum á landinu fyrir það björgunar-sveitafólk sem hugðist taka þátt. Þau voru í Reykjavík, á Egilsstöðum, Stóru Tjörnum, Varmahlíð, Hellu og Reykjavík. Mikilvægt er að allir sem að verkefninu koma séu vel upplýstir um tilgang þess og til hvers er ætlast af þeim. Á námskeiðinu voru meðal annars kynntar nýjar áherslur og samstarf við Vegagerðina varðandi skilti, stikur og skráningu vaða. Þá var einnig farið yfir skráningarform, ferli varðandi utanvegaakstur og fleira. Þátttaka á námskeiðunum var góð en yfir 70 manns mættu á þau. Meðal samstarfsaðila sumarið 2011 voru Vegagerðin, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarður og allar helstu bílaleigur landsins. Allir þeir sem sinna hálendisvakt á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar gera það í sjálf-boðavinnu. Fólk kemur úr flestum geirum samfélagsins þ.á m. hjúkrunarfræðingar, bifvélavirkjar, smiðir, bændur og verslunarfólk. Alls stóðu 153 sjálfboðaliðar vaktina þetta sumarið og skiluðu af sér 923 vinnudögum. Hver sjálfboðaliði var því að meðaltali sex daga á vaktinni. Það voru alls 30 björgunarsveitir sem tóku þátt sumarið 2011.Í byrjun júlí gerði hlaup í Múlakvísl austan Víkur í Mýrdal og tók þar af brúna á þjóðvegi eitt. Var umferð fjórhjóladrifinna bifreiða beint um Fjallabaksleið. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra óskaði eftir því að hálendisvakt yrði aukin á þessu svæði. Björgunarsveitir brugðust fljótt við og ekki tók nema nokkrar klukkustundir að manna 2ja vikna tímabil. Þegar til kom gekk brúarsmíðin vel og þessi aukavakt var því ekki nema frá 11.-16. júlí.

» Slysavarnir ferðamanna

65

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Slysavarnir ferðamanna

Hálendisvaktin í tölum

Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að leiðbeina og upplýsa ferðamenn um aðstæður á há-lendinu. Undanfarin ár hefur verið haldið sérstaklega utan um fjölda þeirra sem aðstoðaðir eru á þennan hátt. Síðastliðin tvö ár voru þær tölur og tölur um aðra aðstoð lagðar saman. Nú hins

Slysavarnafélagið Landsbjörg     Hálendisvakt  3  

Verkefnin 

 

 

162

234

367409

273

244

050100150200250300350400450

2006 2007 2008 2009 2010 2011

Verkefni

51

71

101

5061

34

106

43

0

20

40

60

80

100

120

Kjölur Sprengisandur Fjallabak NorðanVatnajökuls

Dreifing verkefna á svæði

2010

2011

18

29

42

59

26

38

25

11

0

10

20

30

40

50

60

70

Vika 1(24.júní ‐1.júlí)

Vika 2(2.júlí ‐8.júlí)

Vika 3(9:júlí ‐15.júlí)

Vika 4(16.júlí ‐22.júlí)

Vika 5(23.júlí ‐29.júlí)

Vika 6(30.júlí ‐5.ágúst)

Vika 7(6.ágúst ‐12.ágúst)

Vika 8(13.ágúst

‐14.ágúst)

Dreifing verkefna á vikur

Verkefni hálendisvaktar eru fjölbreytt, bæði stór og smá.

66

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

vegar eru þessar birtar sérstaklega og skýrir það mun á heildartölum á milli ára. Í framtíðinni verður talinn sá fjöldi ferðamanna sem nýtur leiðbeiningar hálendisvaktarinnar en áður voru hóp-arnir taldir. Það skýrir mun á súluritinu hér að neðan. Nú er verið að safna mun nákvæmari upp-lýsingum og enn sem komið er ekki hægt að rýna beint í þær.Alls sinntu björgunarsveitir 224 aðstoðarbeiðnum miðað við 273 árið 2010. Mun færri verkefni voru á Sprengisandi en í fyrra. Það skýrist af styttri vakt svo og að í fyrra voru árnar við Nýjadal oft erfiðar yfirferðar, þurfti þá jafnvel að vera með stöðuga vakt við vöðin. Það er þó almenn til-finning þeirra sem voru á vaktinni að umferð á hálendinu í ár hafi verið eitthvað minni en síðustu ár. Það átti sérstaklega við um Sprengisand og Kjalveg. Þá fór umferð um Fjallabak seinna af stað

Slysavarnafélagið Landsbjörg     Hálendisvakt  3  

Verkefnin 

 

 

162

234

367409

273

244

050100150200250300350400450

2006 2007 2008 2009 2010 2011

Verkefni

51

71

101

5061

34

106

43

0

20

40

60

80

100

120

Kjölur Sprengisandur Fjallabak NorðanVatnajökuls

Dreifing verkefna á svæði

2010

2011

18

29

42

59

26

38

25

11

0

10

20

30

40

50

60

70

Vika 1(24.júní ‐1.júlí)

Vika 2(2.júlí ‐8.júlí)

Vika 3(9:júlí ‐15.júlí)

Vika 4(16.júlí ‐22.júlí)

Vika 5(23.júlí ‐29.júlí)

Vika 6(30.júlí ‐5.ágúst)

Vika 7(6.ágúst ‐12.ágúst)

Vika 8(13.ágúst

‐14.ágúst)

Dreifing verkefna á vikur

67

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Slysavarnir ferðamanna

Akstur björgunarsveita á hálendisvaktinni gefur vísbendingar um umfang verkefnisins. Svæðin fjögur eru misjöfn að stærð og því mismargir kílómetrar sem sveitir þurfa að leggja baki. Lagt er upp með að hver hópur kanni allt sitt svæði einu sinni í hverri viku. Eins fer það eftir verkefnum sem sveitirnar þurfa að sinna hversu mikið þær ferðast um svæðin. Í hverri viku er gróft skipulag gert fyrir hvert svæði sem sveitirnar fylgja. Einnig er ekið í skála á svæðinu að minnsta kosti einu sinni í viku. Eknir kílómetrar voru 48.063 sem gerir um 300 km að meðaltali á hvern hóp á dag. Þetta er heldur minna en á fyrra ári. Munar þar mestu að vaktin hófst síðar á Sprengisandi og norðan Vatnajökuls.

Slysavarnafélagið Landsbjörg     Hálendisvakt  

10  

 

  

    

19%

2%5% 6%

24%

10%

2%

21%

12%

0%5%10%15%20%25%30%

Tegund ferðamanna

86%

13%

1%0%

10%20%30%40%50%60%70%80%90%100%

Á eigin vegum Í hópi frá ferðaskrifstofu Í hópi frá ferðafélagi

Tegund hóps

68

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Gögn um fjölda ferðamanna

Samkvæmt gögnum frá Ferðamálastofu jókst umferð erlendra ferðamanna í júlí um rúm 17% frá fyrra ári. Að sama skapi sýna umferðartölur að umferð hefur lítið sem ekkert breyst.Samkvæmt upplýsingum frá Ferðafélagi Íslands var talsverð fækkun gistinátta í skálum félagsins í sumar, eða um 25%. Nokkrir þættir eru taldir skýra þá fækkun. Kuldakast í vor varð til þess að opnun skála seinkaði um þrjár til fjórar vikur. Eldsneytisverð er talið hafa breytt ferðatíðni og

Slysavarnafélagið Landsbjörg     Hálendisvakt  9  

Þjóðerniogtegundferðamannasemfáaðstoð   

  

 

     

   

35 32

65 68

0

10

20

30

40

50

60

70

80

2010 2011

Aðstoð eftir þjóðerni

Íslenskir

Erlendir

0

5

10

15

20

25

30

35

Austurrík

iÁstralía

Band

aríkin

Belgía

Bretland

Danm

örk

Finn

land

Frakkland

Holland

Ísrael

Ítalía

Kanada

Lettland

Noregur

Pólland

Rússland

Skotland

Sviss

Svíþjóð

Tékkland

Þýskaland

Ekki vita

ð

Aðstoð eftir þjóðerni

Slysavarnafélagið Landsbjörg     Hálendisvakt  9  

Þjóðerniogtegundferðamannasemfáaðstoð   

  

 

     

   

35 32

65 68

0

10

20

30

40

50

60

70

80

2010 2011

Aðstoð eftir þjóðerni

Íslenskir

Erlendir

0

5

10

15

20

25

30

35

Austurrík

iÁstralía

Band

aríkin

Belgía

Bretland

Danm

örk

Finn

land

Frakkland

Holland

Ísrael

Ítalía

Kanada

Lettland

Noregur

Pólland

Rússland

Skotland

Sviss

Svíþjóð

Tékkland

Þýskaland

Ekki vita

ð

Aðstoð eftir þjóðerni

69

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Slysavarnir ferðamanna

mynstri Íslendinga. Samkvæmt tölum frá Vegagerðinni hefur heildarumferð í júní á milli ára ekki breyst mikið. Ef borin er saman umferð í hverjum landshluta fyrir sig er niðurstaðan sú sama, svipuð umferð milli ára.

Markaðsmál

Þetta árið var ákveðið að fara aðeins öðruvísi leiðir í markaðsstarfi. Lítið sem ekkert var auglýst í prent- og ljósvakamiðlum en þeim mun meiri áhersla lögð á netmiðla og beina sókn á ákveðna markhópa með kynningum, fræðslu og útgefnu efni. Fyrstu mánuði ársins var áherslan á að heimsækja félagasamtök, skóla og aðila í ferðaþjónustu til að kynna þeim slysavarnir ferðamanna með áherslu á www.safetravel.is. Þannig voru nemar í ferðamálafræðum heimsóttir, landverðir, nemar í leiðsögunámi þriggja skóla, félagasamtök og fleiri. Það er mat þess sem þetta skrifar að svona heimsóknir skili gríðargóðri kynningu. Þær eru hins vegar tímafrekar og fara fram utan hefðbundins dagvinnutíma. Á vordögum 2011 var merki verkefnisins Safetravel útbúið og sent á samstarfsaðila og aðra hagsmunaaðila. Voru þeir beðnir að gera það sýnilegt á vefsíðum sínum og öðru markaðsefni. Þetta er mjög mikilvægt til að auka sýnileika verkefnisins. Samfélagsmiðlar og aðrir netmiðlar voru einnig nýttir til auglýsinga.Settur var meiri kraftur í dreifingu sumarið 2011 en árið áður. Fór sá er þetta ritar þrjár ferðir um landsbyggðina í alls tíu daga auk styttri ferða um höfuðborgarsvæðið og nágrenni. Útstillingar-stöðum var fjölgað og reynt að stíla meira inn á staði þar sem ferðalangar koma við er þeir ferðast á eigin vegum. Alls er nú Safetravel efni á um 200 stöðum víða um landið. Mikilvægt er að halda úti öflugri eftirfylgni á dreifingu allt árið um kring því fáir staðir hafa samband að fyrra bragði.

Slysavarnafélagið Landsbjörg     Hálendisvakt  9  

Þjóðerniogtegundferðamannasemfáaðstoð   

  

 

     

   

35 32

65 68

0

10

20

30

40

50

60

70

80

2010 2011

Aðstoð eftir þjóðerni

Íslenskir

Erlendir

0

5

10

15

20

25

30

35

Austurrík

iÁstralía

Band

aríkin

Belgía

Bretland

Danm

örk

Finn

land

Frakkland

Holland

Ísrael

Ítalía

Kanada

Lettland

Noregur

Pólland

Rússland

Skotland

Sviss

Svíþjóð

Tékkland

Þýskaland

Ekki vita

ð

Aðstoð eftir þjóðerni

Slysavarnafélagið Landsbjörg     Hálendisvakt  9  

Þjóðerniogtegundferðamannasemfáaðstoð   

  

 

     

   

35 32

65 68

0

10

20

30

40

50

60

70

80

2010 2011

Aðstoð eftir þjóðerni

Íslenskir

Erlendir

0

5

10

15

20

25

30

35

Austurrík

iÁstralía

Band

aríkin

Belgía

Bretland

Danm

örk

Finn

land

Frakkland

Holland

Ísrael

Ítalía

Kanada

Lettland

Noregur

Pólland

Rússland

Skotland

Sviss

Svíþjóð

Tékkland

Þýskaland

Ekki vita

ð

Aðstoð eftir þjóðerniFrá Savetravel deginum í júní. Ferðalangar voru ánægðir með að fá fræðslu og fróðleik frá björg-unarsveitum.

70

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Heimasíðan

Síðla vetrar eða snemma vors, allt eftir því hver horfir, settum við svo í loftið endurbætta heima-síðu, www.safetravel.is. Hafði hún verið þróuð eftir ábendingum og reynslu ársins á undan. Sem fyrr var lagt upp með að ferðalangar gætu sótt sér fræðslu um örugg ferðalög á skömmum tíma og á einfaldan hátt. Aðalflokkum var fækkað um einn en undirflokkum fjölgað svo nú má finna fræðslu fyrir flestar ef ekki allar tegundir ferðalaga. Þannig var efni aukið en um leið var aðgengið að því gert betra með því að einfalda valmynd. Þannig eru færri músarsmellir á hvern ákvörðunar-stað. Á síðuna var einnig bætt við útbúnaðarlistum fyrir á annan tug mismunandi ferðalaga. Svo og geta ferðalangar skilið eftir ferðaáætlun sína á vefnum sem eykur öryggi ef til óhapps kemur. Síðast en ekki síst hefur verið unnið í samvinnu við ferðahóp í ferðaklúbbnum 4x4 að kortlagningu sprungusvæða á jöklum og eru þau kort á vefsíðunni. Að okkar mati er framangreint til þess fallið að koma mikilvægum hlutum enn betur á framfæri á þeim skamma tíma sem hver ferðalangur eyðir á síðu sem þessari.

Slysavarnafélagið Landsbjörg     Hálendisvakt  

11  

Fjöldiferðamannogumferð 

    

          

   

0

2.000

4.000

6.000

8.000

10.000

12.000

14.000

16.000

Brottfarir um Leifsstöð í júlí

2010

2011

72721 72457

0

10000

20000

30000

40000

50000

60000

70000

80000

2010 2011

Umferð á vegum í júní

Slysavarnafélagið Landsbjörg     Hálendisvakt  

11  

Fjöldiferðamannogumferð 

    

          

   

0

2.000

4.000

6.000

8.000

10.000

12.000

14.000

16.000

Brottfarir um Leifsstöð í júlí

2010

2011

72721 72457

0

10000

20000

30000

40000

50000

60000

70000

80000

2010 2011

Umferð á vegum í júní

71

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Slysavarnir ferðamanna

Heimsóknartölur árið 2011 hafa sýnt að við erum á réttri leið og sú þróun á síðunni sem hefur átt sér stað er til hins betra. Heimsóknum fjölgar umtalsvert á milli ára. Þegar hvað mest var heimsóttu vel yfir eitt þúsund ferðamenn síðuna á degi hverjum.

Fræðslu- og stuðningsefni

Tímaritinu Safetravel var dreift sumarið 2011 eins og gert var árinu áður en stöðum var fjölgað töluvert. Snemmsumars voru útbúin svokölluð öryggiskort í kreditkortastærð. Á framhlið þeirra var minnt á www.safetravel.is og neyðarnúmerið 112 en á bakhlið bauð Olís ferðalöngum kaffi-bolla á þjónustustöðvum sínum um allt land, aftur og aftur. Á svipuðum tíma voru útbúin vegg-spjöld í stærðinni A3 þar sem helstu heilræði til ferðalanga komu fram. Með þeim er sérstaklega verið að ná til þeirra sem ferðast á eigin vegum (Yaris ferðamenn). Veggspjöldin voru bæði á íslensku og ensku. Ýmsar greinar voru skrifaðar til að fjalla um slysavarnir ferðamanna og hvaða hjálpartæki ferðalangar geta nýtt sér til að geta átt örugg ferðalög.Sem fyrr var vefsíðan safetravel.is í aðalhlutverki. Meðal miðla sem skrifað var í má nefna Atlan-tica, „inflight“ tímarit Icelandair, Vegahandbókina á ensku, bók um Vatnajökulsþjóðgarð, Raving Ravens og víðar. Greinaskrif sem þessi þarf að efla enn frekar á komandi misserum og er það mitt mat að reyna þurfi að fá greinar birtar í innlendum sem og erlendum miðlum.

Safetravel-dagurinn

Forvarnastarf sumarsins 2011 hófst formlega af miklum krafti með svokölluðum Safetravel-degi. Sjálfboðaliðar félagsins stóðu vaktina þann 24. júní á Olís stöðvum um allt land. Þar tóku þeir

Slysavarnadeildir létu ekki sitt eftir liggja í forvarnastarfinu.

72

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

ferðalanga tali, afhentu þeim öryggiskortið ásamt einblöðungunum með heilræðum frá Sjóvá og Olís. Mæltist þetta mjög vel fyrir hjá ferðalöngum og ekki síður hjá þeim er vaktina stóðu. Unnið var vel með fjölmiðlum og fjallað var um þetta átaka dagana á undan, sama daginn og næstu daga á eftir. Birtust fréttir og greinar í öllum helstu prentmiðlum landsins svo og ýmsum svæð-ismiðlum. Ljósvakamiðlar fjölluðu einnig um daginn með veglegum hætti. Var afar ánægjulegt að sjá hvað fjölmiðlamenn tóku vel í að fjalla um þetta mikilvæga málefni. Alls tóku rúmlega tvö hundruð sjálfboðaliðar úr kvenna- og slysavarnadeildum svo og björgunarsveitum félagsins þátt í deginum. Þótti flestum gaman að geta nálgast ferðalanga með þessum hætti og rætt við þá beint um málaflokkinn. Í heild sinni tókst dagurinn afar vel en áætlað er að nokkuð þúsund ferðalangar hafi rætt við sjálfboðaliða félagsins og fengið fræðslu og fróðleik fyrir komandi ferðasumar.

Samstarf

Ýmislegt annað starf hefur farið fram sem tengist slysavörnum ferðamanna. Mikið og gott starf hefur verið unnið með Ferðamálastofu. Sitja fulltrúar félagsins í nefnd um leyfisveitingar í ferða-þjónustu og í nefnd um öryggismál á ferðamannastöðum. Unnið hefur verið með Vegagerðinni að því að bæta merkingar við vöð á hálendingu. Að sama skapi hefur félagið nálgast Veðurstofuna með tillögur um að bæta veðurspár til ferðamanna og margt fleira mætti telja til.

Jónas GuðmundssonIngólfur Haraldsson

Frá hálendisvakt björgunarsveita. Viðvera björgunarsveita á hálendinu skiptir máli þegar um lífs-hættulegar aðstæður er að ræða.

PIPA

R\T

BWA

- SÍA

- 12

1133

Góðir vinir við veGinn

Olís er einn af aðalstyrktaraðilum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og styður við sam tökin bæði með fjár fram lög um og veru legum afslætti af elds neyti og öðrum vör um. Þá er einnig sam starf á öðrum svið um sam kvæmt sam komu lagi hverju sinni, svo sem um nýt ingu Slysa varnar félags ins Landsbjargar á þjónustu stöðv um Olís á út kalls tímum.

Starfs fólk Olís er stolt af þessu góða sam starfi og stuðn ingnum við frábært starf björg unar sveit anna, sem unnið er af fórn fýsi, lands mönn um til heilla.

Þessir sæstrengir eru eina tenging Íslands við umheiminn og eru gríðarlega mikilvægur hlekkur í samskiptum þjóðarinnar við helstu útflutningslönd sín.

Afar mikilvægt er að sjófarendur gæti ítrustu varúðar í námunda við strengina. Mjög dýrt er að bæta skemmdir á þeim og er viðgerð alfarið á kostnað þess sem tjóninu veldur. Þar sem strengirnir eru spennufæddir getur snerting við þá valdið manntjóni, bæði raflosti og brunasárum.

Ath! Bannsvæði er mílufjórðungur frá streng til hvorrar áttar eða hálf míla í heild

Sæsímastrengir

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

37

93

3

Míla ehf. Stórhöfða 22-30 Sími 585-6000 www.mila.is

Óheimilt er að veiða með veiðarfærum sem fest eru í botn eða dregin eftir honum, svo sem netum, botnvörpum eða skelfiskplógum, á svæðum þar sem sæstrengir liggja. Einnig er óheimilt að leggja skipum við akkeri eða önnur legufæri nær strengnum en mílufjórðung til beggja átta.

Ef veiðarfæri eða legufæri festast í sæstreng skal tilkynnt um það í síma 800 1050.Festið bauju eða belg við legu- eða veiðarfærið. Gefið upp staðsetningu (hnit) og þá munu starfsmenn Mílu og Farice aðstoða eins fljótt og unnt er og aðstoða við að ná viðkomandi hlutum af sæstrengnum, svo að sem minnstur skaði verði. Ef skip í nauð þarf að leggjast við akkeri á bannsvæði, þar sem sæstrengur liggur, eða skip rekur á sæstreng, ber að draga akkerisfestina varlega inn. Ef vart verður við að akkerið hafi fest á sæstreng, t.d. þannig að drátturinn verði stöðugt þyngri eða akkerið renni til, ber að slaka festinni varlega út aftur, setja við hana bauju eða belg og tilkynna til Mílu eins og fyrr segir. Starfs-menn Mílu munu þá sjá um að losa akkerið og koma því í hendur eigenda.

Aldrei má reyna að losa skip eða veiðarfæri við sæstreng með því að höggva eða saga strenginn í sundur. Getur það valdið manntjóni vegna raflosts eða að minnsta kosti alvarlegum brunasárum.

Með tilvísun til laga um fjarskipti frá 28. maí 1984 með síðari tíma breytingum og alþjóðasamnings frá 14. mars 1884 um vernd sæstrengja skal bent á að skemmi einhver sæstrengi viljandi eða með gálausu atferli skal sá hinn sami greiða allan kostnað sem af því hlýst.

Áríðandi er að tilkynna ef grunur er um að fest hafi í sæstreng en síðan losnað aftur. Gefa skal upp staðsetningu (hnit). Sé farið eftir þessum tilmælum má oft koma í veg fyrir röskun á samböndum og oftast minnka kostnað vegna skemmda á sæstrengjum og sömuleiðis legu- eða veiðarfærum. Fara þar saman hagsmunir allra.

Á það skal bent að ef stjórnendur skips hafa neyðst til að sleppa akkeri eða lagt veiðarfæri í sölurnar til þess að komast hjá því að skemma sæstrengi (enda hafi þeir sjálfir ekki stofnað til hættunnar með gálausu atferli) eiga þeir kröfu til skaðabóta frá eigendum strengjanna.

Sjófarendur – vinsamlegast athugið!

Kortið sýnir innanfjarðarstrengi. Nánari upplýsingar um sæsíma-strengi er að finna á www.mila.is

FARICE-1

CANTAT-3

DANICEGreenland Connect

Ef veiðarfæri eða legufæri

festast í sæstreng skal tilkynnt um það í síma

800 1050

Kortið sýnir legu sæstrengja við Ísland. Nánari upplýsingar á www.farice.is

Þessir sæstrengir eru eina tenging Íslands við umheiminn og eru gríðarlega mikilvægur hlekkur í samskiptum þjóðarinnar við helstu útflutningslönd sín.

Afar mikilvægt er að sjófarendur gæti ítrustu varúðar í námunda við strengina. Mjög dýrt er að bæta skemmdir á þeim og er viðgerð alfarið á kostnað þess sem tjóninu veldur. Þar sem strengirnir eru spennufæddir getur snerting við þá valdið manntjóni, bæði raflosti og brunasárum.

Ath! Bannsvæði er mílufjórðungur frá streng til hvorrar áttar eða hálf míla í heild

Sæsímastrengir

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

37

93

3

Míla ehf. Stórhöfða 22-30 Sími 585-6000 www.mila.is

Óheimilt er að veiða með veiðarfærum sem fest eru í botn eða dregin eftir honum, svo sem netum, botnvörpum eða skelfiskplógum, á svæðum þar sem sæstrengir liggja. Einnig er óheimilt að leggja skipum við akkeri eða önnur legufæri nær strengnum en mílufjórðung til beggja átta.

Ef veiðarfæri eða legufæri festast í sæstreng skal tilkynnt um það í síma 800 1050.Festið bauju eða belg við legu- eða veiðarfærið. Gefið upp staðsetningu (hnit) og þá munu starfsmenn Mílu og Farice aðstoða eins fljótt og unnt er og aðstoða við að ná viðkomandi hlutum af sæstrengnum, svo að sem minnstur skaði verði. Ef skip í nauð þarf að leggjast við akkeri á bannsvæði, þar sem sæstrengur liggur, eða skip rekur á sæstreng, ber að draga akkerisfestina varlega inn. Ef vart verður við að akkerið hafi fest á sæstreng, t.d. þannig að drátturinn verði stöðugt þyngri eða akkerið renni til, ber að slaka festinni varlega út aftur, setja við hana bauju eða belg og tilkynna til Mílu eins og fyrr segir. Starfs-menn Mílu munu þá sjá um að losa akkerið og koma því í hendur eigenda.

Aldrei má reyna að losa skip eða veiðarfæri við sæstreng með því að höggva eða saga strenginn í sundur. Getur það valdið manntjóni vegna raflosts eða að minnsta kosti alvarlegum brunasárum.

Með tilvísun til laga um fjarskipti frá 28. maí 1984 með síðari tíma breytingum og alþjóðasamnings frá 14. mars 1884 um vernd sæstrengja skal bent á að skemmi einhver sæstrengi viljandi eða með gálausu atferli skal sá hinn sami greiða allan kostnað sem af því hlýst.

Áríðandi er að tilkynna ef grunur er um að fest hafi í sæstreng en síðan losnað aftur. Gefa skal upp staðsetningu (hnit). Sé farið eftir þessum tilmælum má oft koma í veg fyrir röskun á samböndum og oftast minnka kostnað vegna skemmda á sæstrengjum og sömuleiðis legu- eða veiðarfærum. Fara þar saman hagsmunir allra.

Á það skal bent að ef stjórnendur skips hafa neyðst til að sleppa akkeri eða lagt veiðarfæri í sölurnar til þess að komast hjá því að skemma sæstrengi (enda hafi þeir sjálfir ekki stofnað til hættunnar með gálausu atferli) eiga þeir kröfu til skaðabóta frá eigendum strengjanna.

Sjófarendur – vinsamlegast athugið!

Kortið sýnir innanfjarðarstrengi. Nánari upplýsingar um sæsíma-strengi er að finna á www.mila.is

FARICE-1

CANTAT-3

DANICEGreenland Connect

Ef veiðarfæri eða legufæri

festast í sæstreng skal tilkynnt um það í síma

800 1050

Kortið sýnir legu sæstrengja við Ísland. Nánari upplýsingar á www.farice.is

76

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Árið 2011 var kaflaskipt þegar kemur að aðgerðum björgunarsveita. Desembermánuður var annasamur miðað við undanfarin ár en aðrir mánuðir ársins voru undir meðallagi í fjölda aðgerða. Þó segir fjöldi aðgerða ekki alla söguna þar sem á árinu voru bæði stórar leitaraðgerðir og eldgos. Hér að neðan má sjá samanburð á fjölda aðgerða eftir mánuðum og samanburð við 2010. Í ljós kemur sama eða svipað ferli og undanfarin ár, aðgerðum fer fjölgandi fyrstu mánuði ársins fram í maí, þá fer þeim fækkandi en taka svo kipp í lok ársins.

Janúar1. janúar 2011. Draga bíl á Breiðdalsheiði.4. janúar 2011. Bíll útaf á Austurlandsvegi.6. janúar 2011. Bíll fastur í grennd við Sleitustaði á svæði 10.6. janúar 2011. Bíll útaf við Gröf á Höfðaströnd.6. janúar 2011. Draga bíl á Fagradal.6. janúar 2011. Óveður á svæði 11.7. janúar 2011. Óveður á Blönduósi.7. janúar 2011. Óveðursaðstoð í Húnaþingi vestra.8. janúar 2011. Aðstoð innanbæjar á Reyðarfirði.8. janúar 2011. Draga upp bíl á Fagradal.8. janúar 2011. Losa bíl á Fagradal.8. janúar 2011. Óveður á Sauðárkróki.10. janúar 2011. Fastur bíll.10. janúar 2011. Draga bíl á Hólmahálsi.

» Aðgerðir björgunarsveita 2011

0

20

40

60

80

100

120

Fjöl

di

Mánuðir

2011

2010

78

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

10. janúar 2011. Þrándarhlíðarfjall.12. janúar 2011. Leita að hrossum á svæði 9.13. janúar 2011. Sækja bíl á Hólmaháls.14. janúar 2011. Leit að manni á Kjalarnesi.17. janúar 2011. Hreinsun í Veisuseli.18. janúar 2011. Vélsleðaslys á Glerárdal.22. janúar 2011. Hrossum bjargað úr Víðidalsá.22. janúar 2011. Fastur bíll á Grjótagjárvegi.24. janúar 2011. Bíll útaf vegi í Staðarsveit í Snæfellsbæ.30. janúar 2011. Aðstoð vegna óveðurs á Öxnadalsheiði.30. janúar 2011. Óveður í Snæfellsbæ.31. janúar 2011. Ófærð á Mikladal.31. janúar 2011. Sækja Frakka í Arnabæli.

Febrúar2. febrúar 2011. Kona aðstoðuð í Skarðsvík í Snæfellsbæ.3. febrúar 2011. Fastur bíll í Mýrdal.4. febrúar 2011. Svæði 16, fastur Bíll í Reynisfjalli.5. febrúar 2011. Fastur bíll á Norðfjarðarvegi.5. febrúar 2011. Draga upp jeppa.5. febrúar 2011. F1, bílslys á Kjalarnesi.7. febrúar 2011. Bíll dreginn upp við Hjörleifshöfða.7. febrúar 2011. Sækja bíl sem fór út af við Bláfjallaafleggjara.

Björgunarfélag Árborgar á æfingu. Mynd: Karl Á. Hoffriz.

www.tskoli.is

Dreifnám Tækniskólans fyrir framsækna nemendur

Skipstjórnarskólinn•

Smáskiparéttindi•

Skipstjórnarnám

Upplýsingatækniskólinn•

Grunnnám upplýsinga- og f jölmiðlagreina•

Tölvubraut

Véltækniskólinn•

Vélstjórn 750 kW réttindi•

Rafvirkjun fyrir vélfræðinga

Meistaraskólinn•

Allar iðngreinar

Lýsingarfræði•

Tveggja anna nám

Rekstur og stjórnun í atvinnulífinuí samvinnu við Háskólann í Reykjavík•

Flugrekstrarfræði •

Útvegsrekstrarfræði

Nánari upplýsingar og innritun á tskoli.is

80

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

8. febrúar 2011. Bíll útaf á Haga.8. febrúar 2011. Óveðursaðstoð á Selfossi.8. febrúar 2011. Óveðursaðstoð á Suðurnesjum.9. febrúar 2011. Aðstoð vegna bruna í Reykjanesbæ.9. febrúar 2011. Draga bíl á Fagradal.9. febrúar 2011. Óveður á höfuðborgarsvæðinu.10. febrúar 2011. Óveðursaðstoð í Snæfellsbæ.11. febrúar 2011. Auglýsingaskilti að losna í sundur í Ólafsvík.11. febrúar 2011. Óveður í Hveragerði.12. febrúar 2011. Bílvelta í Kjós.13. febrúar 2011. Bíll útaf við snjóflóðagarða.14. febrúar 2011. Draga bíla við Bolöldu.14. febrúar 2011. Fastur bíll á Fróðárheiði.14. febrúar 2011. Fastur bíll á Grjótagjárvegi.14. febrúar 2011. Sjálfsvígstilraun á Kjalarnesi.17. febrúar 2011. Bílvelta við Eyri í Kjós.19. febrúar 2011. Bíll fastur við Dettifoss.22. febrúar 2011. Leit að Alzheimersjúklingi í Reykjavík.22. febrúar 2011. Fastur bíll norður af Kröflu.26. febrúar 2011. Bíll fastur við Hrossaborg.26. febrúar 2011. Bíll í vandræðum við Dettifoss.26. febrúar 2011. Bíll útaf vegi á Fróðárheiði.26. febrúar 2011. Leit að bíl í Vöðlavík.

Mars5. mars 2011. Óveðursaðstoð á Kjalarnesi.5. mars 2011. Óveðursaðstoð á Suðurnesjum.5. mars 2011. Leit að vélsleðamönnum við Hrafntinnusker.6. mars 2011. Ná í göngumenn við Snæbreið.10. mars 2011. Aðstoð á Fróðárheiði.10. mars 2011. Ferðamenn aðstoðaðir á Fróðárheiði.10. mars 2011. Ófærð á Fróðárheiði.10. mars 2011. Vélarvana bátur sunnan við Bjargtanga.11. mars 2011. Íslenska Alþjóðasveitin í viðbragðsstöðu vegna jarðskjálfta í Japan.11. mars 2011. F1-rauður í Hrísey.12. mars 2011. Tveir menn í sjálfheldu í Skarðsheiði.13. mars 2011. Aðstoð við fastan bíl á Vatnsskarði.13. mars 2011. Fastir bílar á Fróðárheiði.13. mars 2011. Fastur bíll við Hólahóla í Snæfellsbæ.13. mars 2011. Fótbrotinn maður á Karlsárdal.13. mars 2011. Óveðursaðstoð á Holtavörðuheiði.

R á ð s t e f n u R o g v e i s l u h ö l d

Við leggjum okkur fram við að bjóða bestu og tæknilega fullkomnustu ráðstefnuaðstöðu á landinu.

. Fyrirmyndaraðstaða fyrir allt að 10 – 470 manna ráðstefnur.. 15 funda- og veislusalir fyrir stórar sem smáar veislur.

. Frábær aðstaða fyrir stórsýningar, fjarfundi og beinar útsendingar.

upplifðu fagmennsku í ráðstefnu- og veisluhöldum.

Við leysum málið

Grand Hótel Reykjavík / Sigtún 38 / 105 Reykjavík / Sími: 514 8019 / Fax: 514 8030 / [email protected] / www.grand.is

R á ð s t e f n u R o g v e i s l u h ö l d

Við leggjum okkur fram við að bjóða bestu og tæknilega fullkomnustu ráðstefnuaðstöðu á landinu.

. Fyrirmyndaraðstaða fyrir allt að 10 – 470 manna ráðstefnur.. 15 funda- og veislusalir fyrir stórar sem smáar veislur.

. Frábær aðstaða fyrir stórsýningar, fjarfundi og beinar útsendingar.

upplifðu fagmennsku í ráðstefnu- og veisluhöldum.

Við leysum málið

Grand Hótel Reykjavík / Sigtún 38 / 105 Reykjavík / Sími: 514 8019 / Fax: 514 8030 / [email protected] / www.grand.is

82

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

13. mars 2011. Óveðursaðstoð á Öxnadalsheiði.13. mars 2011. Vélsleði niður um ís á Mývatni.14. mars 2011. Óveður í Eyjafirði.14. mars 2011. Óveður í Ljósavatnsskarði.14. mars 2011. Óveðursaðstoð á Suðurnesjum.15. mars 2011. Aðstoð á Holtavörðuheiði.16. mars 2011. Aðstoð á Vopnafjarðarheiði.18. mars 2011. Fastur bíll í Fljótum.18. mars 2011. Umferðarslys í Ljósavatnsskarði.20. mars 2011. Aðstoð í Vindáshlíð.20. mars 2011. Bílar fastir á Hólasandi.20. mars 2011. F3, aðstoð á Arnarvatnsheiði.22. mars 2011. Óveður og ófærð í Reykjavík.23. mars 2011. Fastur bíll við Kvoslæk.23. mars 2011. Fastur bíll við Hverfjall.23. mars 2011. Umferðaróhapp á Kjalarnesi.23. mars 2011. Vélsleðaslys við Vestdalsvatn.24. mars 2011. Slasaður maður sóttur í Grímsvötn.26. mars 2011. Aðstoð á Öxi.26. mars 2011. Bátur að sökkva við Akurey.26. mars 2011. Bilaður vélsleði á Svínadal.26. mars 2011. Leit að barni við Lækjarbotna.28. mars 2011. Aðstoð við vélarvana bát við Vogarstapa.

Frá eldsvoða í Reykjanesbæ. Mynd: Brynjar Ásmundsson.

Nánari upplýsingar á www.visitvatnajokull.is

Ríki Vatnajökuls - ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasi Suðausturlands býður upp á einstaka upplifun allan ársins hring.

• Girnilegur matur úr héraði• Mikið úrval gistingar• Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar• Gestrisni heimamanna

84

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

28. mars 2011. Slys í kjötvinnslu á Kjalarnesi.29. mars 2011. Fastur bíll við Dettifoss.31. mars 2011. Bíll fastur austan Hrútaár.31. mars 2011. Bíll snýst í hálku á Skeiðarárbrú.31. mars 2011. Slösuð kona á Svínafellsjökli.

Apríl1. apríl 2011. Athuga með bát sem næst ekki samband við í Viðfirði.1. apríl 2011. Sjálfsvígshótun á Kjalarnesi.2. apríl 2011. Bátur á Þingvallavatni.2. apríl 2011. Sækja slasaðan mann.4. apríl 2011. Sækja bilaðan vélsleða.5. apríl 2011. Bs. Björg aðstoðar tvo báta á Breiðafirði.6. apríl 2011. Bs. Húnabjörg aðstoðaði vélarvana bát við Óðinsboða.7. apríl 2011. Útkall vegna óveðurs á Austfjörðum.7. apríl 2011. Vélarvana bátur á Skagafirði.7. apríl 2011. Þak að fjúka í Húnavatnssýslu. 8. apríl 2011. Fastur bíll vestan Jökulsár á Breiðamerkursandi.8. apríl 2011. Leit að eldri manni í miðbæ Reykjavíkur.10. apríl 2011. Bílslys á Möðrudalsöræfum.10. apríl 2011. Óveður í Reykjavík.10. apríl 2011. Óveður í Snæfellsbæ.10. apríl 2011. Óveður á Suðurnesjum.10. apríl 2011. Óveðursaðstoð.10. apríl 2011. Óveðursaðstoð í Borgarnesi.10. apríl 2011. Óveðursaðstoð á svæði 3.10. apríl 2011. Óveður á Hvolsvelli.10. apríl 2011. Eldur á bænum Nesi á svæði 11.10. apríl 2011. Trilla að slitna upp á Sauðárkróki.11. apríl 2011. Óveðursaðstoð á Akureyri.11. apríl 2011. Maður varð fyrir Snjóhengju á svæði 3.12. apríl 2011. Skúta í vanda í Húsavíkurhöfn.14. apríl 2011. Bíll fastur við Víti norðan Kröflu.18. apríl 2011. Vegfarandi á föstum bíl aðstoðaður.18. apríl 2011. Sækja vélarvana bát.19. apríl 2011. Ökklabrotinn maður í Héðinsfirði sóttur.20. apríl 2011. Ökumaður á föstum bíl aðstoðaður við Skógarhóla.20. apríl 2011. Sækja bíl á Kolkustíflu á svæði 9.20. apríl 2011. Trilla strönduð við Gróttu.21. apríl 2011. Leit við Þríhnjúkahelli.21. apríl 2011. Slys á Grenjárdal við Grenivík.22. apríl 2011. Sokkinn skemmtibátur í Seltjarnarneshöfn.

Star

fsst

öð

var

Ísfe

lls

og

Ísn

ets:

• Ís

net

Þo

rlák

shö

fn -

Óse

yrar

bra

ut

28•

Ísn

et V

estm

ann

aeyj

ar -

Flö

tum

19

• Ís

net

saví

k -

Bar

ðah

úsi

• Ís

net

Aku

reyr

i -

Od

dey

rart

ang

i•

Ísn

et S

auð

árkr

óku

r -

Háe

yri

1•

Ísfe

ll /

Ísn

et H

afn

arfj

örð

ur

Ísfe

ll e

hf

• Ó

sey

rarb

rau

t 2

8 •

22

0 H

afn

arf

jörð

ur

• S

ími

52

00

50

0 •

isf

ell

@is

fell

.is

ww

w.is

fell.

is

Allu

r h

elst

i bjö

rgun

arb

únað

ur

til s

jós

og

lan

ds.

.....

Hafð

u sa

mba

nd v

ið s

ölum

enn

okka

r og

fáðu

alla

r upp

lýsi

ngar

86

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

23. apríl 2011. Óveður í Reykjanesbæ.23. apríl 2011. Slasaður maður í Áreyjardal.24. apríl 2011. Fastur bíll á leið ofan af Mýrdalsjökli.24. apríl 2011. Óveðursaðstoð í Sandgerði.24. apríl 2011. Sækja tvo bíla við Mosaskarð.25. apríl 2011. Aðstoð á Holtavörðuheiði.25. apríl 2011. Aðstoð í Reykjadal.25. apríl 2011. Fastur bíll í Berserkjahrauni.28. apríl 2011. Ferðamenn aðstoðaðir í Eysteinsdal í Snæfellsbæ.28. apríl 2011. Óveðursaðstoð á golfvelli.28. apríl 2011. Óveðursaðstoð á höfuðborgarsvæðinu.28. apríl 2011. Óveðursaðstoð á Suðurnesjum.28. apríl 2011. Óveðursaðstoð í Grindavík.29. apríl 2011. Sækja fólk á Fimmvörðuháls.30. apríl 2011. Fastur bíll á Djúpavatnsleið.30. apríl 2011. Leit að manni á höfuðborgarsvæðinu.30. apríl 2011. Skera úr skrúfu við Belgsholt.

Maí1. maí 2011. Aðstoð við Gróttu.2. maí 2011. Sækja vélarvana bát.3. maí 2011. Fastur bíll á Þórsdalsheiði á svæði 13.3. maí 2011. Bátur dottinn út úr tilkynningaskyldunni.3. maí 2011. Draga upp bíl í Botnsdal.

Í ÞÍNUM HÖNDUMHafið er matarkistan okkar og nátengt ímynd landsins. Við viljum halda hafinu og ströndum Íslands hreinum og ómenguðum um ókomna tíð. Á því veltur framtíð okkar,

velferð og sjálfsvirðing.

Máltækið „lengi tekur hafið við“ á ekki að eiga við um sorp og ýmis hættuleg efni sem geta borist í hafið af mannavöldum.

to

n/

A

Björgunarsveitin Kjölur á óveðursvaktinni.

Í ÞÍNUM HÖNDUMHafið er matarkistan okkar og nátengt ímynd landsins. Við viljum halda hafinu og ströndum Íslands hreinum og ómenguðum um ókomna tíð. Á því veltur framtíð okkar,

velferð og sjálfsvirðing.

Máltækið „lengi tekur hafið við“ á ekki að eiga við um sorp og ýmis hættuleg efni sem geta borist í hafið af mannavöldum.

to

n/

A

88

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

3. maí 2011. Ná í vélarvana bát útaf Brimnesi.3. maí 2011. Ná í vélarvana bát útaf Svörtuloftum.4. maí 2011. Vélarvana bátur í Fáskrúðsfirði.5. maí 2011. Eldur í báti á Faxaflóa.7. maí 2011. Vélarvana bátur.8. maí 2011. Eftirgrennslan eftir gönguhóp.8. maí 2011. Fastur bíll í Hengladalsá.9. maí 2011. Týndur eldri maður í Esju.12. maí 2011. Kona með snúinn ökkla í Esju.17. maí 2011. Fastur bíll við Hjörleifshöfða.19. maí 2011. Aðstoð á Hálfdán.19. maí 2011. Aðstoð við bíl á Vopnafjarðarheiði.20. maí 2011. Ófærð og óveður á Fagradal.20. maí 2011. Sækja bíla sem skildir voru eftir á Fagradal.20. maí 2011. Útkall á Öxnadalsheiði.21. maí 2011. Vegfarendur aðstoðaðir á Dynjandisheiði.21. maí 2011. Eldgos í Grímsvötnum.22. maí 2011. Ná í bíl við Ölkelduháls.22. maí 2011. Aðstoða bíl við Hellisheiðarvirkjun.22. maí 2011. Bíll fastur í Sandvík.22. maí 2011. Bíll í Húsavíkurhöfn.22. maí 2011. Maður í sjóinn við Ægissíðu.22. maí 2011. Sækja mótorhjól.22. maí 2011. Vélarvana bátur 49 sjómílur sv af Sandgerði.22. maí 2011. Vélarvana bátur út af Reykjanesi.23. maí 2011. Aðstoð á Fljótsheiði.23. maí 2011. Aðstoða bíl á Dettifossvegi.23. maí 2011. Bíll útaf í Tungu við þjóðveg 1.23. maí 2011. Bjarga fé inn í hús á Keldhólum.23. maí 2011. Fastur bíll á Hólsfjallavegi.23. maí 2011. Fastur bíll við Tunguvegamót.23. maí 2011. Fastur bíll, Fjarðarheiði.23. maí 2011. Fastur rútukálfur við Dettifoss.24. maí 2011. Bíll frá Vegagerðinni út af á Fagradal.24. maí 2011. Eftirgrennslan eftir þýskum ferðamanni.24. maí 2011. Enn einn bíllinn fastur á Dettifossvegi.24. maí 2011. Óveðursútkall Selfoss.24. maí 2011. Erlendir ferðamenn í vanda á Fagradal.24. maí 2011. Viðbragðsstaða vegna ófærðar á Fjarðarheiði.26. maí 2011. Bíll fastur á F225 (Dómadal).26. maí 2011. Óveður.27. maí 2011. Fastur bíll við Baugstaðaós.

90

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

28. maí 2011. Bíll fastur á Fjarðarheiði.28. maí 2011. Fastur bíll á Kjalvegi.28. maí 2011. Eftirgrennslan eftir manni í Snæfellsbæ.30. maí 2011. Bátur í vandræðum 20 sjómílur suður af Skálasnagavita.30. maí 2011. Vélarvana bátur.31. maí 2011. Aðstoð á Skeiðarársandi.31. maí 2011. Skúta í vandræðum við Straumsvík.

Júní1. júní 2011. Ná kvígu úr Þjórsá.1. júní 2011. Aðstoða ökumann á Kjalvegi.1. júní 2011. Vélarvana bátur í innsiglingunni í Grindavík, F1 rauður.2. júní 2011. Hjartatilfelli í hvalaskoðunarbát.3. júní 2011. Fastur bíll í Þjórsárdal.6. júní 2011. Bs. Björg aðstoðaði vegna elds í strandveiðibát.7. júní 2011. Fastur bíll Kjalvegi.7. júní 2011. Svæði 9, aðstoða bíl á Kjalvegi.7. júní 2011. Vélarvana bátur 13 sjómílur út af Sandgerði.7. júní 2011. Vélarvana bátur 5 mílur fyrir utan Akranes.8. júní 2011. Fastur bíll á Lakavegi.8. júní 2011. Sækja bát við Hafnarfjörð.8. júní 2011. Sækja veikan sjómann um borð í Farsæl.9. júní 2011. Bátur strand í Tálknafirði.9. júní 2011. Bíll í vandræðum á Fjarðarheiði.9. júní 2011. Fastur bíll.9. júní 2011. Fastur bíll að Fjallabaki, F208.

Á fjöllum í blíðskaparveðri. Mynd: Björgunarsveitin Blakkur.

SKIPASKOÐANIR UM ALLT LANDÁ SKIPUM OG BÁTUM

BSI Á ÍSLANDI EHFSkipholti 50c 105 Reykjavík

Sími: 414 4444Fax: 414 4455

Netfang: [email protected]óð: www.ce.is

Faggild skoðunarstofa

BSI Á ÍSLANDI EHF

Úttektir · Mat · Eftirlit · Skoðanir · Þjálfun · Vottun

PANTANIR Á SKRIFSTOFU BSI Í SÍMA 414 4444 EÐA HJÁ ÚTTEKTARMÖNNUMHálfdan Henrysson – GSM 840 0250, Vestur- og SuðurlandLeifur Gunnarsson - GSM 898 4023, Vestmannaeyjar og SuðurlandGrétar Örn Sigfinnsson - GSM 840 0252, AusturlandÓli Austfjörð - GSM 840 0253, Norðurland

Einnig er hægt að panta skoðun á www.ce.is

Útgerðar- og sjómenn, setjum öryggismál sjómanna í forgang og látið skoðunarmenn með áratuga reynslu sjá um úttektir og skoðanir á ykkar skipum.

Öryggismál sjómanna í forgang

92

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

9. júní 2011. Fastur bíll á Skeiðarársandi.10. júní 2011. Fastur dráttarbíll á Suðurstrandarvegi. 10. júní 2011. Ferðalangar sóttir á Fimmvörðuháls.11. júní 2011. Fastur bíll á Fagradal.12. júní 2011. Eldur í bát við Granda.13. júní 2011. Vélarvana bátur út af Kjalarnesi.14. júní 2011. Vélarvana bátur við Garðskaga.14. júní 2011. Fjölskylda tapaði bíllyklum við Hverfjall.14. júní 2011. Leit í jökli, Loðmundarfirði.14. júní 2011. Stýrislaus bátur við Sandvík.14. júní 2011. Svæði 9, bíll fastur sunnan Hveravalla.15. júní 2011. Hestaslys í Svínaskarði.16. júní 2011. Aðstoð við Laufafell.16. júní 2011. Slasaður maður í Laugarfelli.16. júní 2011. Vélarvana skúta í Önundarfirði.18. júní 2011. Sæþota í vanda við Mávanes.18. júní 2011. Leit að karlmanni í Hekluhrauni.19. júní 2011. Bíll fastur í Austdalsá.21. júní 2011. Sækja vélarvana bát út frá Sandgerði.21. júní 2011. Tveir menn í sjálfheldu í Esju.22. júní 2011. Fastur bíll á Sprengisandsleið.23. júní 2011. Aðstoð við göngufólk í Kolbeinsdal.23. júní 2011. Fastur bíll á Mælifellssandi.23. júní 2011. Leit að ferðamanni í Fljótsdal.

Vettvangsstjórn leitar á Sólheimajökli. Mynd: Sigosig.

94

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

24. júní 2011. Kópur aðstoðar kóp í Kópavogi.25. júní 2011. Bs. Björg aðstoðar Kóp GK 175.25. júní 2011. Bs. Björg fylgir Kidda HF til hafnar.26. júní 2011. Leit að manni í Reykjavík.27. júní 2011. Föst kind í Brimnesgili við Dalvík.27. júní 2011. Fastur bíll í Þórólfsá.27. júní 2011. Fjallabjörgun í Kverkfjöllum.27. júní 2011. Meðvitundarlaus maður milli Víðikers og Engidals.27. júní 2011. Þak að losna út á Stað.28. júní 2011. Fastur bíll á Fagradal.28. júní 2011. Kvíagil.29. júní 2011. Eyrarbakki, fastur bíll.30. júní 2011. Slasaður maður á Sólheimaskriðjökli.

Júlí1. júlí 2011. Bílvelta við Saltvík á Kjalarnesi.2. júlí 2011. Bátur með troll í skrúfunni.2. júlí 2011. Bátur strandaður við Lundey.2. júlí 2011. Slys á Meðalfellsvatni.2. júlí 2011. Öndunarerfiðleikar á Kjalarnesi.

Stjórn SL heimsækir RNLI.

FAJFriðrik A.Jónsson ehf

Friðrik A. Jónsson ehfAkralind 2 - 201 KópavogurS: +354 552 2111 - F: + 354 552 2115www.faj.is

Allt fyrir nýsmíðina

Fagleg ráðgjöf, sala og þjónustaBjóðum aðeins viðurkenndan búnað

70Ára

Flytjum í haust að Miðhrauni 13Garðabæ við hlið 66° Norður.

Friðrik A. Jónsson ehfverður 70ára

Nýtt Inmarsat C fráThrane&Thrane. Nýlega settiThrane á markaðinn nýttInmarst C tæki og er það fyrstiIMO samþykkti búnaðurinn semer með snertiskjá og valmyndarkerfisem einfaldar alla notkun búnaðarins.Þetta er hluti af hinni nýju Sailorfjarskipta línu sem byggir ásamtenginum með ThraneLinksem einfaldar og flýtir allriuppsetningarvinnu.

Mini-CMini-CInmarsatInmarsat

SAILOR

SeltumagnSjávar hæð

Hitaskil 0-50m

Yfiborðshiti

Svif og áta

SeaStarSeaStar

Gervitunglaupplýsingar gefa nákvæma mynd afyfirborðshita, hitaskilum miðað við dýpi, sjávarhæð,seltumagni og veðurspá. Einnig svif og átu í sjónumsem nýtist best við uppsjávarveiðar til að sjá hvort síldareða loðnutorfur eru fyrir utan svif og átuskil. Makríllleitar í jaðarinn á átuskilum þar sem hiti, selta og fleiraeru í réttum hlutföllum. Hægt er að sjá hvar sömu skilyrðieru við Ísland í dag og voru við veiðar fyrir ári síðan.Forritið nýtir upplýsingar til að benda á hentug svæði tilveiða þar sem skilyrði fyrir tilteknar fisktegundir eruæskilegar

Hvernig finn égMakrílinn?

SIMRAD ES70dýptarmælirUppfærðu

ES60 í ES70

Hliðargeislar 50/200kHz

ES70ES70

96

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

3. júlí 2011. Draga upp fastan bíl í Eysteinsdal.3. júlí 2011. Fastur bíll á Lakavegi.3. júlí 2011. Fastur bíll inni á Hungurfit.3. júlí 2011. Föst rúta við Geirlandsá.3. júlí 2011. Hópur í vandræðum í Lónsöræfum.5. júlí 2011. Leit að týndum manni í Svínadal.6. júlí 2011. Fastur bíll á Lakavegi.7. júlí 2011. Bráðaveikindi í Hvammsvík.8. júlí 2011. Slys á Meðalfellsvatni.9. júlí 2011. Drengur í sjálfheldu í Ólafsvík.9. júlí 2011. Fastur bíll á Lakavegi.9. júlí 2011. Hlaup í Múlakvísl.9. júlí 2011. Sóttur slasaður maður inn í Bása.10. júlí 2011. Kona slösuð á Hverfjalli.12. júlí 2011. Aðstoð við Eistnaflugsgesti.12. júlí 2011. Rúta föst í Múlakvísl.12. júlí 2011. Slösuð kona í Dimmuborgum.13. júlí 2011. Aðstoð við sjúkraflutning.13. júlí 2011. Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi.16. júlí 2011. Aðstoð við ferðafólk í Unadal í Skagafirði.16. júlí 2011. Sækja hjartveikan mann á Hvannadalshnjúk.17. júlí 2011. Sprungið á bíl á Mælifellsdal.18. júlí 2011. Eftirgrennslan eftir hestamönnum.19. júlí 2011. Sækja slasaðan mann í nágrenni við Klaustur.20. júlí 2011. Neyðarsendir í gangi við Akureyri.20. júlí 2011. Vélarvana bátur eina sjómílu frá Hælisvík. 21. júlí 2011. Fastur bíll við Selatanga.21. júlí 2011. Kona tognuð á fæti í Esju.22. júlí 2011. Aðstoð vegna bruna í Eden.22. júlí 2011. Kona slösuð á fæti við Dettifoss.23. júlí 2011. Kona ökklabrotin við Fuglasafn Sigurgeirs.24. júlí 2011. Aðstoð við sjúkraflutning úr Þórsmörk.24. júlí 2011. Fastur bíll í Gilsá.24. júlí 2011. Fastur bíll við Geldingafell á Jökulhálsi.

98

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

24. júlí 2011. Fastur Land Rover í Eysteinsdal.24. júlí 2011. Franskir ferðamenn í vandræðum á Fróðárheiði.24. júlí 2011. Leit að konu á leið í Kálfadal í Skagafirði.24. júlí 2011. Leit við Kisubotna.25. júlí 2011. Slys í hjólabraut í Kjarna.26. júlí 2011. Bs. Björg nær í bát út af Grundarfirði.26. júlí 2011. Bíll í lóni stíflunnar á Jökulhálsi.26. júlí 2011. Kona fellur af hestbaki í Kjós.28. júlí 2011. Hótun um sjálfsskaða.28. júlí 2011. Kajakræðari aðstoðaður í Mávahlíðarfjöru.

Ágúst1. ágúst 2011. Bíll fastur í Sandvík.1. ágúst 2011. Kona slösuð í Esju.1. ágúst 2011. Týndir kajakræðarar í Önundarfirði.3. ágúst 2011. Bs. Grindavík til aðstoðar vélarvana bát.4. ágúst 2011. Fólk í sjálfheldu í Úlfarsfelli.

Úr páskaferð HSSK. Mynd Eva Arnfríður Aradóttir.

100

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

4. ágúst 2011. Leit að konu í Reykjanesbæ.4. ágúst 2011. Ná í fólk upp á Eyjabakkajökul.5. ágúst 2011. F1, barn með krampa.6. ágúst 2011. Bátafólk í sjálfheldu.6. ágúst 2011. Dalvík F2, kona í sjálfheldu í Böggvisstaðadal.6. ágúst 2011. Maður fastur undir traktor.6. ágúst 2011. Föstu rúta að Fjallabaki.7. ágúst 2011. Draga jeppa úr skurði.8. ágúst 2011. Fastur bíll á Ölkelduhálsi.8. ágúst 2011. Fastur bíll við Núpsvötn.8. ágúst 2011. Ógangfær bíll við Geirlandsá.8. ágúst 2011. Hlutur á reki á sjó.9. ágúst 2011. Fastur bíll í Sandvík.9. ágúst 2011. Sækja vélarvana bát.10. ágúst 2011. Geisli, vélarvana bátur sóttur.10. ágúst 2011. Leit að göngumanni við Þverárbrekku.11. ágúst 2011. Slasaður maður við Ísafjarðardjúp.11. ágúst 2011. Fastur bíll við Hagavatn.14. ágúst 2011. Fótbrotinn einstaklingur á Fimmvörðuhálsi.14. ágúst 2011. Róðrabátar lausir á Pollinum.16. ágúst 2011. Fastur bíll á veginum við Dyrhólaey.16. ágúst 2011. Fastur húsbíll við Tunguós vestan við Mávahlíðarfjöru.16. ágúst 2011. Ferðamenn aðstoðaðir í Mávahlíðarfjöru.16. ágúst 2011. Ferðamenn í vandræðum á Jökulhálsi.16. ágúst 2011. Sækja slasaðan mann í Kistufell.17. ágúst 2011. Athugað með bíl við Fagrafoss.18. ágúst 2011. Leit á höfuðborgarsvæðinu.18. ágúst 2011. Brotinn maður í Kverkfjöllum.18. ágúst 2011. Böruburður.19. ágúst 2011. Tveir í sjálfheldu í Búðargili við Bíldudal.24. ágúst 2011. Hjólreiðamenn í vanda við Bakkafjörð.24. ágúst 2011. Sjúkraflutningur frá Herðubreiðarlindum.25. ágúst 2011. Aðstoð við sjúkraflutninga.25. ágúst 2011. Fastur bíll á Dettifossvegi.27. ágúst 2011. Hættustig á Akureyrarflugvelli.27. ágúst 2011. Hættustig Rauður, Keflavíkurflugvöllur.31. ágúst 2011. Leit að konu við Folaldafoss við Berufjarðará.

September1. september 2011. Bíll stopp við Jökulsá á Fjöllum.2. september 2011. Vélarvana skúta.3. september 2011. Leit að manni við Vesturberg.

Danfoss hf • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is

Góðar úrlausnir byggjast á faglegriþekkingu og vönduðum búnaði

Það besta er aldrei of gott!

Stjórnendum í sjávarútvegi og fiskvinnslu er mikið í mun að öll áhöld, tæki og vélar,bæði í landi og um borð, séu í góðu lagi. Vandaðar vörur þurfa minna viðhald og

lipur þjónusta í landi kemur í veg fyrir kostnaðarsamar tafir, sem skapar mikiðöryggi og sparnað í rekstri.

Danfoss hf. hefur kappkostað að bjóða landsmönnum heimsþekktargæðavörur, tryggan lager og góða þjónustu.

Hjá Danfoss hf. starfa tæknimenn með góða sérþekkingu hver á sínu sviði.Þeir leggja sig fram um að aðstoða við val á rétta búnaðinum við hvert úrlausnarefni.

Stjórnbúnaður fyrirhita-, kæli- og frystikerfi

Varmaskiptar • HraðabreytarIðnaðarstýringar

Vökvakerfislausnir

Dælur

Dælur

Dælur

Dælur

Dælur

Rafsuðubúnaður

Varmaskiptar

Varmaskiptar

Hitablásarar

Dælur

102

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

5. september 2011. Fastur bíll á við Blautalón.6. september 2011. Dalsá.7. september 2011. Fastir mótorhjólamenn norðan við Trölladyngju.7. september 2011. Neyðarblys sést frá Ártúnshöfða.8. september 2011. Fastur bíll í Faxasundum á Fjallabaki nyrðra. 12. september 2011. Eldur í sumarbústað.12. september 2011. Skemmtibátur vélarvana innan hafnar í Grindavík.12. september 2011. Bilaður bíll sóttur í Eldgjá.13. september 2011. Endurlífgun á Kjalarnesi.13. september 2011. Rolla afvelta.16. september 2011. Bátur að sökkva í mynni Seyðisfjarðar.18. september 2011. Bjarga konu sem féll niður í fönn í Dimmadal við Dyrfjöll.18. september 2011. Fastur bíll í Vatnamótum, austan Kirkjubæjarklausturs.18. september 2011. Fastur bíll í Víkurflóðum, Landbroti.18. september 2011. Maður í sjálfheldu við Purká.20. september 2011. Draga upp fastan bíl.

Baldvinsskáli, eða Fúkki, á Fimmvörðuhálsi. Mynd Kamil Kluczynski.

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/TO

Y 59

763

05/1

2

LAND CRUISER.

Þarf að segja meira?

*Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.

Toyota SelfossiFossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000

Toyota ReykjanesbæNjarðarbraut 19ReykjanesbæSími: 420-6600

Land Cruiser. Nafn sem segir meira en þúsund orð. Íslendingar þekkja Land Cruiser betur en flestar aðrar þjóðir. Við íslenskar aðstæður hefur Land Cruiser öðlast sess sem ímynd áreiðanleika og gæða. Með Land Cruiser heldur sagan áfram um stræti og torg, um vegi og vegleysur. Fáðu nánari upplýsingar á www.toyota.isErum á Facebook - Toyota á Íslandi

5 ÁRA ÁBYRGÐ

Toyota AkureyriBaldursnesi 1AkureyriSími: 460-4300

Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4KópavogiSími: 570-5070

104

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

20. september 2011. Gæsaskytta með sprungið dekk.21. september 2011. Fastur bíll í N-ófæru á F208.21. september 2011. Viðbeinsbrotinn maður í Reykjadal.22. september 2011. Eldri kona dettur í heimahúsi.22. september 2011. Skert meðvitund á Kjalarnesi.25. september 2011. Aðstoð á bíl.25. september 2011. Fjórhjólaslys í Breiðdal.26. september 2011. Hjartatilfelli á Mosfellsheiði.30. september 2011. Óveðursútkall í Hnífsdal.30. september 2011. Sækja bíl í Holtsdal vestan við klaustur.30. september 2011. Þakplötur að losna á Hellissandi.

Október1. október 2011. Fastur bíll við Kötlujökul.1. október 2011. Fastur bíll í Þórsmörk.1. október 2011. Meðvitundarleysi á Kjalarnesi.1. október 2011. Óveðursútkall Hofsósi.5. október 2011. Bíll fastur á Hellisheiði eystri.6. október 2011. Bílar fastir og út af við Dettifoss.6. október 2011. Bíll útaf á Háreksstaðaleið.6. október 2011. Fastur bíll á Kjalvegi.

Bílvelta á Holtavörðuheiði, 2011.

105

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

6. október 2011. Leita að manni á Hellnum (Snæfellsbæ).7. október 2011. Bíll í vandræðum norðan Hveravalla.7. október 2011. Leit að manni fyrir ofan Syðri-Vík í Vopnafirði.7. október 2011. Strandað skip í Sandgerði.8. október 2011. Óveður á höfuðborgarsvæðinu.8. október 2011. Bíll út af á Mjóafjarðarheiði.8. október 2011. Bíll út af vegi á Vopnafjarðarheiði.8. október 2011. Óveður á Akranesi.8. október 2011. Óveðursaðstoð á Suðurnesjum.9. október 2011. Bíll fastur rétt við Dettifoss.9. október 2011. Bíll út af 12 km austan Mývatns.10. október 2011. Þrír bílar fastir í brekku norðan Kröflu.10. október 2011. Bílstjóri í vandræðum rétt norðan Kröflu.11. október 2011. Draga fastan bíl af Jökulhálsi.11. október 2011. Húsbíll í vandræðum í brekku norðan Kröflu.12. október 2011. Fastur bíll.13. október 2011. Fastur bíl á leið að Dettifossi.14. október 2011. Villtir ferðamenn.17. október 2011. Óveðursútkall á Selfossi.17. október 2011. F1, aðstoð við sjúkrabíl.18. október 2011. Barn slasast í heimahúsi.18. október 2011. Fastir bílar við Úlfarsfell.24. október 2011. Fastur bíll á Fjallabaksleið nyrðri.

Frá tækjamóti 2011. Mynd:Styrmir Frostason.

106

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

27. október 2011. F1, hugsanlegt andlát.27. október 2011. Verðmætabjörgun í Bitrufirði.28. október 2011. Kaldalón.28. október 2011. Leit að unglingum í Skagafirði.29. október 2011. Leit að rjúpnaskyttu, F2 gulur.30. október 2011. Óveður.31. október 2011. Vélarvana bátur.

Nóvember1. nóvember 2011. Bílar fastir á leið frá Þeystareykjum.2. nóvember 2011. Erlendir ferðamenn fastir norðan við Kröflu.2. nóvember 2011. Fastur bíll á Ólafsfjarðarvegi.2. nóvember 2011. Maður á bíl skilar sér ekki frá Þeystareykjum upp á Hólasand.5. nóvember 2011. Leit að manni í Stöðvarfirði.6. nóvember 2011. Gámur á floti í Stöðvarfirði.6. nóvember 2011. Svæði 9, fastur bíll við Rjúpnafell á Kili.7. nóvember 2011. Aðstoða bíl á Þröskuldum.7. nóvember 2011. Miða út blokkuð fjarskipti.7. nóvember 2011. Óveður á Akranesi.7. nóvember 2011. Óveður í Reykjavík.8. nóvember 2011. Óveðursaðstoð á Suðurnesjum.9. nóvember 2011. Leit á Skógarheiði og Sólheimajökli.

Ófærð á Eskifirði. Mynd: Björgunarsveitin Brimrún.

gnaften xaf imís

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar 545 2100 545 2001 [email protected]

StrandarstöðvarReykjavík radíó TFA Nes radíó TFM Hornafjörður Radíó TFT 551 1030 562 9043 [email protected]. Vestmannaeyjar radíó TFV Ísafjörður radíó TFZ Hornafjörður radíó TFX

Upplýsingar um skip og báta 552 3440

Útgerðarmenn · Sjómenn · Aðstandendur sjófarendaNýtið ykkur þjónustu Vaktstöðvar siglinga

VAKTSTÖÐ SIGLINGAfjarskipti og öryggisvöktun á sjó

Sjálfvirk tilkynningaskylda

Útkallssími511 3333

Með stofnun Vaktstöðvar siglinga sameinuðust lykilaðilar vegna leitar og björgunar á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Vaktstöð siglinga veitir öryggisþjónustu við sjófarendur. Helstu verkefnin eru vöktun og stjórnun neyðarsamskipta, vöktun sjálfvirkra tilkynningakerfa á sjó, almenn talfjarskipti við skip og báta og boðun sjóbjörgunarsveita, auk verkefna stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar.

Skógarhlíð 14 105 Reykjavík www.vaktstod.is www.lhg.is

108

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

9. nóvember 2011. Týndur maður við Selfoss.12. nóvember 2011. Eftirgrennslan í Snæfellsbæ.12. nóvember 2011. Fastur bíll á Jökulhálsi.13. nóvember 2011. Fótbrotin kona í Reykjadal.13. nóvember 2011. Innanbæjarleit á Seltjarnarnesi.14. nóvember 2011. Fastir jeppar við Kleifarvatn.14. nóvember 2011. Óveðursaðstoð í Reykjanesbæ.16. nóvember 2011. Ná í bát sv af Sandgerði.19. nóvember 2011. Leit að rjúpnaskyttu.20. nóvember 2011. Leit á Rangárvöllum.21. nóvember 2011. Strandaður bátur sunnanvert í Fáskrúðsfirði.21. nóvember 2011. Svæði 13, innanbæjarleit á Reyðarfirði.22. nóvember 2011. Bátur strandaður í Stöðvarfirði.22. nóvember 2011. Strandaður bátur í Stöðvarfirði.23. nóvember 2011. Aðstoð við slökkvilið.23. nóvember 2011. Óveðursaðstoð á Hellisheiði.26. nóvember 2011. Aðstoð á Víðidalstunguheiði, svæði 9.26. nóvember 2011. Bíll farinn út af við Sauðhúsaskóg.26. nóvember 2011. Eyrarbakki, fastir bílar í fjörunni.27. nóvember 2011. Bílvelta á Vesturlandsvegi.27. nóvember 2011. Bíll fastur á Nesjavallaleið.27. nóvember 2011. Fastur bíll í Svínadal.27. nóvember 2011. Maður slasaður á fæti í Reykjadal.

Hálendisvakt björgunarsveitanna, 2011.

110

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

27. nóvember 2011. Sækja vélsleða niður í Ölfus.28. nóvember 2011. Aðstoð á Fagradal.29. nóvember 2011. Beiðni um aðstoð við að ná í bíl á Vatnskarði.29. nóvember 2011. Fastur bíll í Ólafsfjarðarmúla.29. nóvember 2011. Fastur bíll við Djúpalónssand.29. nóvember 2011. Losa vörur úr flutningabíl á Öxnadalsheiði.29. nóvember 2011. Svæði 10 - Bíll útaf í Unadal.30. nóvember 2011. Fastur bíll í Stapabrekku.

Desember2. desember 2011. Aðstoða bíl í Þrengslum.2. desember 2011. Bíll út af við Kleifarvatn.4. desember 2011. Aðstoð á Bröttubrekku.4. desember 2011. Bíll út af í Mývatnssveit.4. desember 2011. Fastir bílar í Snæfellsbæ.6. desember 2011. Draga bíl.7. desember 2011. Bíll út af á Tjörnesi.8. desember 2011. Aðstoð, jeppar fastir á Krísuvíkurvegi.8. desember 2011. Draga upp bíl við Héðinshöfða.

Skipt um rafgeyma í endurvarpa á Kristínartindum. Mynd: Sigurður Gunnarsson.

Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga

SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA

Sjómennt – Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins – Háteigsvegi – 105 Reykjavík – sími 514 9601

Félagsmenn Sjómenntar sem unnið hafa í að minnsta kosti sex mánuði á síðastliðnum tólf mánuðum geta sótt um styrk til félagsins:

• starfstengt nám eða námskeið • tómstundastyrkir

• meirapróf

• kaup á hjálpartækjum vegna lestrar- eða ritörðugleika

Samtök atvinnulífsins (SA), Landssamband íslenskra útvegsmanna

(LÍÚ) og Sjómannasamband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt.

Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

Átt þú réttá styrk?

112

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

8. desember 2011. Leit að fé í Meðallandi.8. desember 2011. Ófærð í Eyjum.8. desember 2011. Ófærð í Grindavík.8. desember 2011. Sækja lækni.9. desember 2011. Fastir hestar í vatni.10. desember 2011. F3, aðstoð Víðidal.10. desember 2011. Fastir bílar í Grindavík.10. desember 2011. Fastir bílar við Reykjavík.10. desember 2011. Fastur bíll á Fróðárheiði.10. desember 2011. Fastur bíll á Mosfellsheiði.10. desember 2011. Fastur bíll í Eyjum.10. desember 2011. Ferðamenn í vandræðum í Krísuvík.10. desember 2011. Fjarðarheiði.10. desember 2011. Föst rúta við Vatnshelli í Snæfellsbæ.10. desember 2011. Hross fast í gjótu.10. desember 2011. Ófærð í Grindavík.10. desember 2011. Ófærð í Reykjanesbæ.10. desember 2011. Ófærð í Sandgerði.11. desember 2011. Árekstur á Kjalarnesi.11. desember 2011. Bátar lausir í höfninni í Sandgerði.

Björgunarsveitamenn stóðu vaktina þegar flóðið kom í Múlakvísl.

Í ÖRUGGA HÖFNSiglingastofnun Íslands vinnur að auknu öryggi og velferð sjófarenda og stuðlar að hagkvæmni í siglingum, sjávarútvegi og samgöngum. Á meðal hlutverka stofnunar-innar eru rannsóknir á sviði siglinga- og hafnamála, upplýsingakerfi um veður og sjólag, siglingavernd, umsjón með skipaskoðun og eftirlit með erlendum skipum sem hingað koma. Undirbúningur og eftirlit við gerð hafna og sjóvarna, rekstur vita og leiðsögukerfis og umsjón með vöktun skipaumferðar. Útgáfa atvinnuskírteina sjómanna og starfsleyfa útgerða og rekstraraðila, skipaskrá og lögskráning sjómanna.Í einkunnarorðunum Í örugga höfn felst leiðarljós og inntak starfs Siglingastofnunar Íslands.

114

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

11. desember 2011. Bílar fastir á Hellissandi.11. desember 2011. Dalvík, F3, moka snjó af þaki.11. desember 2011. Fastur bíll í Mývatnssveit.11. desember 2011. Húsþak farið að leka.11. desember 2011. Leit að þremur mönnum við Snæfell.11. desember 2011. Neyðarljós við Mýrarhúsatanga í Reykjavík.12. desember 2011. Aðstoð vegna háspennulínu í Selvogi.12. desember 2011. Svæði 9, aðstoða bíl á Skagastrandarvegi.12. desember 2011. Útafakstur í Mývatnssveit.15. desember 2011. Ófærð á Sandgerðisheiði.15. desember 2011. Mokaður snjór af bílskúr.16. desember 2011. Bíll út af í hálku austan Hjörleifshöfða.17. desember 2011. Bíll út af á Kaldárselsvegi.17. desember 2011. Fastir bílar í og við Grindavík.17. desember 2011. Fastur bíll á Hólmsheiði.17. desember 2011. Aðstoða bíl við Þóroddsstaði í Hrútafirði.18. desember 2011. Dreginn upp bíll á Þórsmerkurleið.18. desember 2011. Leit að dreng í Heiðmörk, svæði 1.18. desember 2011. Bíll fastur við Borgarvirki.19. desember 2011. Fastur bíll á Nesjavallaleið.20. desember 2011. Fastur bíll á Þingvallavegi.21. desember 2011. Fastur bíll við Dyrhólaey.21. desember 2011. Óveður á Akranesi.21. desember 2011. Aðstoð á Holtavörðuheiði.21. desember 2011. Þak að fjúka í Kúfhól.22. desember 2011. Bílar að fjúka á Ólafsfjarðarvegi.22. desember 2011. Dalvík, F3, verðmætabjörgun.

Varðskipið Þór kemur til hafnar.

www.samskip.is Saman náum við árangri

Persónuleg og traust þjónusta um allan heimHjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.

116

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

24. desember 2011. Aðstoða bíl í Þrengslum.24. desember 2011. Bíll fastur uppi á Breiðdalsheiði.24. desember 2011. Bíll út af við Ásgarð í Landbroti.24. desember 2011. Fólk í vandræðum í Búlandshöfða.24. desember 2011. Óveður í Reykjanesbæ.24. desember 2011. Óveðursaðstoð á Hellisheiði.24. desember 2011. Óverður í Hveragerði og nágrenni.24. desember 2011. Rúta föst í Fáskrúðsfirði.24. desember 2011. Þakplötur að fjúka í Vík í Mýrdal.25. desember 2011. Bíll fastur á Nesjavallaleið.26. desember 2011. Aðstoð á Laxárdalsheiði.26. desember 2011. Aðstoða bíl á Þverárfjalli.26. desember 2011. Bíll útaf við Sólheimajökul, F211. 26. desember 2011. Fastir bílar í Skagafirði.26. desember 2011. Fastur bíll í Svarfshólsskógi.26. desember 2011. Fastur bíll í Krísuvík.27. desember 2011. Bíll sóttur á Hellisheiði.27. desember 2011. Ófærð í Reykjanesbæ.28. desember 2011. Fastur bíll á Kerlingardalsvegi, F214.29. desember 2011. Leit að dreng við Vatnsendahverfi.29. desember 2011. Bíll út af á Grímsstaðaöxl í Mývatnssveit.29. desember 2011. Draga bíl á Ferjubakkavegi.29. desember 2011. Draga upp bíl við Fíflholt.29. desember 2011. Fastir bílar við Grundartanga.29. desember 2011. Fastir bílar við Hótel Glym.29. desember 2011. Fastur bíll við Ölver.29. desember 2011. Fólksbíll fastur á Kleifaheiði.29. desember 2011. Ná í bilaðan sleða við Búrfellsvirkjun.29. desember 2011. Ófærð í Reykjavík.29. desember 2011. Útköll Lífsbjargar yfir jólahátíðina.30. desember 2011. Aðstoð við bíla á höfuðborgarsvæðinu.30. desember 2011. Aðstoð við Kaldbak.30. desember 2011. Bílaaðstoð á Kjalarnesi.30. desember 2011. Bílar fastir á Þingvallavegi.30. desember 2011. Fastur bíll á Grindavíkurvegi.30. desember 2011. Sækja bíl upp á braut.31. desember 2011. Bíll fastur í botni Patreksfjarðar.31. desember 2011. Bíll úti í skurði í Svínadal.31. desember 2011. Fastur bíll á Bláfjallaafleggjara.31. desember 2011. Snjór, klaki og vatn á þaki verslunar.31. desember 2011. Verðmætabjörgun á Patreksfirði.

Plastprent hefur verið leiðandifyrirtæki í umbúðalausnum í meira en 50 ár.Við tryggjum afhendingaröryggi,stuttan afhendingartíma ognálægð við markaðinn.

Áprentaðar og óáprentaðar f ilmurLamineraðar f ilmurMatvælaf ilmurSjávarútvegsf ilmurPökkunarf ilmurArkir og umslögVacuumpokarFiskiumslögFiskipokarStrekkif ilmurBóluplastÁllokPappaöskjurSorppokarRæstipokarBurðarpokarLímbönd of l.

1582

9

Eftirtaldir aðilar styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:

Þeirra stuðningur styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.

Afl starfsgreinafélagwww.asa.is

Akureyrarbærwww.akureyri.is

Alþýðusamband Íslands

Baader Island ehf.

Hafbáran ehf.450 Patreksfjörður

Beitir ehf.www.beitir.is

Bolungarvíkurhöfnwww.bolungarvik.is

Brunavarnir Suðurnesja

Brúin ehf.www.bruin.is

DalvíkurhafnirDalvík - Árskógsströnd - Hauganes

www.dalvik.is

Djúpavogshöfnwww.djúpivogur.is

Farmanna- og fiskimannasamband Íslands

Félag skipstjórnarmannawww.skipstjorn.is

Fisk Seafoodwww.fisk.is

Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar

www.fmbs.is

Fiskmarkaður Hólmavíkur ehf.

Fiskmarkaður Siglufjarðar [email protected]

Fiskmarkaður Austurlands [email protected]

Fiskvinnslan Íslandssagawww.islandssaga.is

Fjallabyggð-Siglufjarðarhöfnwww.fjallabyggd.is

Frár [email protected]

Freydís sf.www.freydis.is

Gjögur hf.

Grundarfjarðarbærwww.grundarfjordur.is

Grundarfjarðarhöfnwww.grundarfjordur.is

Gullberg ehf.

Gúmmísteypa Þ. Lárussonar

Hafnarfjarðarhöfnwww. hafnarfjardarhofn.is

Hafnasamlag Norðurlands

Hafnarsjóður Skagafjarðarwww.skagafjordur.is

Hafnarsjóður Þorlákshafnarwww.olfus.is

Hafnir Ísafjarðarbæjarwww.isafjardarbaer.is

Hita- og vatnsveita Mosfellsbæjarwww.mos.is

Hjallasandur ehf., Snæfellsbæ

Hjálmar ehf.

Hlaðbær-Colas hf.www.colas.is

Hraðfrystihúsið Gunnvör hf.

Húsavíkurhöfn, Raufarhöfn, Kópasker

Ísfélag Vestmannaeyja hf.www.isfelag.is

Eftirtaldir aðilar styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:

Þeirra stuðningur styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.

Jeppaþjónustan Breytir ehf.www.breytir.is

Klúka ehf

Kristinn J. Friðþjófsson ehf.

Landsnet

Listmunasala Foldwww.myndlist.is

Löndun ehf.www.londun.is

[email protected]

Reykjanesbærwww.reykjanesbaer.is

Reykjaneshöfn

Samvinnufélag útgerðarmannawww.veidiflugan.iswww.Fjardasport.is

Segull [email protected]

Seyðisfjarðarkaupstaðurwww.seydisfjordur.is

Siglufjarðardeild RKÍ

Sigurbjörn [email protected]

Sigurður Ólafsson [email protected]

Sjómanna-/vélstjóraf. Grindavíkur

Sjómannafélagið Jötunn, Vestmannaeyjum

Sjómannasamband Íslandswww.ssi.is

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisinswww.shs.is

Stegla ehf.

Steinunn ehf.

Súðavíkurhöfnwww.sudavik.is

Sveitarfélagið Garðurwww.svgardur.is

Tækniþjónusta Vestfjarða [email protected]

Útgerðarfél. Öngull ehf.

Rétt gleraugu fyrir allar aðstæður

120

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Banaslys

Erika GR-18-119

Þann 27. febrúar 2011 var grænlenska nótaveiðiskipið Erika á loðnuveiðum sv af Malarrifi þegar einn skipverja (Grænlendingur) féll fyrir borð meðan verið var að leggja nótina í nótakassann. Annar skipverji brást strax við, hljóp inn í brú þar sem hann fór í björgunarbúning og síðan í sjóinn á eftir manninum. Tókst honum að ná honum og

var þeim báðum náð aftur um borð yfir borðstokk fyrir framan við brú á einni veltu skipsins. Var skipverjinn þá orðinn meðvitundarlaus og þrátt fyrir lífgunartilraunir var hann úrskurðaður látinn þegar þyrlulæknir kom á staðinn.

Eldur í skipum

Sturla GK 12

Þann 8. mars 2011 kom upp eldur í línuskipinu Sturlu sem lá við bryggju í Grindavík. Enginn var um borð þegar eldurinn kom upp en þegar hefja átti löndun daginn eftir kom í ljós að eldur hafði verið laus í gangi á vinnsluþil-farinu. Hafði hann slokknað af sjálfu sér en um töluvert tjón var að ræða á rafmagnsköplum við brunastað.

Ási RE 52

Þann 5. maí 2011 var Ási á siglingu á Faxaflóa um 15 sml nv af Gróttuvita þegar skipstjóri varð var við óeðlileg hljóð frá vélinni og jafnframt dró niður í henni. Tók hann eftir að mikinn reyk lagði frá vélinni og stöðvaði hana. Skipstjórinn reyndi að slökkva eldinn með handslökkvitæki og óskaði eftir aðstoð. Varðskipið Baldur var nærstatt og kom Ása til aðstoðar við að slökkva eldinn endanlega en björgunarbáturinn Halla Jónsdóttir dró bátinn inn í Kópavogshöfn.

Kristbjörg SH 189

Þann 6. júní 2011 var Kristbjörg á siglingu á Ólafsvíkurbrún og var verið að kippa á veiðislóðinni þegar skipstjóri varð var við reyk innan úr klæðningu utan um púströr frá aðalvél. Hann tilkynnti strax strandstöð að eldur væri laus í skipinu, réðst til atlögu við eldinn og sprautaði úr hand-slökkvitæki inn í klæðninguna. Eftir þessar aðgerð slokknaði eldurinn fljótlega svo skipstjórinn gat siglt til hafnar.

» Skipsskaðar og slys á sjó 2011

121

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Skipsskaðar og slys á sjó 2011

Blossi ÍS 125

Á tímabilinu frá 27. október til 2. nóvember 2011 lá Blossi við bryggju á Flateyri en þegar skip-stjóri kom að bátnum að morgni 2. nóvember var sýnilegt að eldur hafði komið upp í framskipi, íbúðum og stýrishúsi. Eldurinn hafði kafnað og má ætla að skortur á súrefni hafi átt þátt í því en aðgangur að framskipinu var lokaður.

Skip sem sukku

Aníta Líf RE 187

Þann 26. mars 2011 var Aníta Líf á siglingu frá Reykjavík til Akraness og þegar komið var norður fyrir Akureyjarbauju tók skipverjinn sem stýrði eftir því að báturinn hreyfðist einkennilega og sá þá að skuturinn var nær sokkinn. Fóru skipverjarnir þegar í að ná í björgunarbúninga og í sjósetja gúmmíbjörgunarbát. Á meðan skipverjar voru að koma sér

fram á sökk báturinn fram að stýrishúsi og áður en þeir komust í björgunarbúningana lagðist hann á hliðina svo annar féll í sjóinn með búninginn í höndunum. Tókst honum að komast í björgunarbúninginn í sjónum en hinum skipverjanum tókst að komast í búninginn áður en hann lenti í sjónum. Var þeim bjargað úr sjónum af skipverjum á björgunarskipinu Höllu Jónsdóttur. Aníta Líf sökk skömmu síðar.

Salka GK 79

Þann 23. október 2011 sökk Salka eftir að Rán GK 91 sigldi á hana í höfninni í Sandgerði. Rán hafði verið að koma til hafnar og rakst á miðsíðu Sölku með fyrrgreind-um afleiðingum.

Skip sem strönduðu

Havfrakt

Þann 11. janúar 2011 var flutningaskipið Havfrakt að fara fulllestað frá Þórshöfn áleiðis til Myre í Noregi. Þegar skipinu var siglt norður fyrir Grenjanes tók skipið niðri á stað, 66°16’185N og 015°21’476V eða um 0,86 sml nnv af Grenjanesi. Losnaði skipið af sjálfsdáðum og hélt aftur inn til Þórshafnar og komu kafarar frá Akureyri til að kanna skemmdir og gera við til bráðabirgða.

122

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Goðafoss

Þann 17. febrúar 2011 var Goðafoss á siglingu frá Fre-drikstad í Noregi til Helsingjaborgar í Svíþjóð en skömmu eftir að hafnsögumaður fór frá borði strandaði skipið við Hvaler í utanverðum Oslóarfirði. Ekki tókst að ná skipinu af strandstað fyrr en 23. sama mánaðar þá mikið skemmdu. Talsverð mengun hlaust af strandinu vegna leka frá olíu-

tönkum skipsins.

Bjarni G. BA 66

Þann 2. júní 2011 var Bjarni G. á siglingu norður af Andrið-sey í Hvalfirði þegar báturinn strandaði. Eftir lekaleit fannst enginn leki að bátnum og þar sem engin frekari hætta var talin steðja að var aðstoð afþökkuð og útkall björgunar-sveita afturkallað en þá hafði bátinn rekið af skerinu. Var Bjarna siglt til Reykjavíkur undir eigin vélarafli.

Christina

Þann 2. júlí 2011 strandaði farþegaskipið Christina norður af Lundey þegar það var í útsýnissiglingu á Kollafirði. Björgunarsveitir voru kallaðar út og þar sem skipið hall-aði voru farþegar settir um borð í björgunarbát. Þeir voru síðan teknir um borð í björgunarskipið Stefni sem flutti fólkið í land. Á meðan beðið var eftir aðfalli hélt b/s. Ás-

grímur Björnsson við Christinu til að varna því að hún legðist frekar upp í fjöruna. Komst skipið fyrir eigin vélarafli af strandstað eftir að flætt hafði að.

Gammur BA 82

Þann 9. júní 2011 varð Gammur fyrir vélarbilun þar sem hann var á handfæraveiðum í Patreks-fjarðarflóa. Tók bátinn að reka upp að fjörunni en akkerisfesti slitnaði þegar það var látið í sjó. Reynt var að koma taug í Gamm án árangurs og rak hann upp í fjöru í Bolanesi undan Kálfadal. Björgunarskipið Vörður dró Gamm úr fjörunni og til hafnar í Tálknafirði.

Lágey ÞH 265

Þann 16. september 2011 var Lágey siglt á grynningar undir Eyrum í Seyðisfirði. Skipstjóri kúplaði strax frá skrúfu en þá var báturinn kominn yfir grynningarnar svo bakkað var frá landi út á meira dýpi. Björgunarbátar voru sendir með dælur á vettvang og dró einn þeirra Lágey að bryggju.

123

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Skipsskaðar og slys á sjó 2011

Axel

Þann 7. október 2011 strandaði frystiflutningaskipið Axel rétt fyrir utan höfnina í Sandgerði þegar skipið var að fara þaðan. Björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein ásamt tog-skipinu Erni KE tókst að draga það á flot aftur samdægurs.

Kaprifol

Þann 4. október 2011 strandaði tankskipið Kaprifol í höfninni á Þórshöfn. Tókst að ná skipinu aftur á flot með því að koma landfestum upp á bryggju og hífa í þær auk þess sem notið var aðstoðar vörubíls við að toga í skipið.

Sigrún SU 166

Þann 21. nóvember 2011 strandaði Sigrún nokkru innan við Hafnarnes á landleið inn Fáskrúðsfjörð. Óskað var eftir aðstoð en skipverjum tókst að losa bátinn áður en björgunaraðilar komu á staðinn. Björgunarbáturinn Hafdís dró Sigrúnu inn til Fáskrúðsfjarðar.

Dóri GK 42

Þann 22. nóvember 2011 strandaði Dóri við Hvalsnes í Stöðvarfirði en báturinn var á landleið til Stöðvarfjarðar. Veður: SV 5-6 m/sek. og 7-8 m/sek. í hviðum. Von GK 113 kom á staðinn og reyndi ásamt björgunarskipinu Hafdísi að draga bátinn á flot en það gekk ekki. Björgunarskipið Hafbjörg kom á vettvang og náði að draga Dóra GK af

strandstað þegar meira hafði flætt að.

Valur ÍS 20

Þann 15. desember 2011 strandaði Valur rétt utan við hafnargarðinn í Súðavík en þangað var för hans heitið. Var reynt að losa Val fyrir eigin vélarafli af strandstað en án árangurs. Var því brunnskipið Papey fengið til aðstoðar og náði Val á flot á ný.

124

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Umferðarslys20. janúar lést Gísli Ólafur Ólafsson, 49 ára, þegar ekið var á hann þegar hann var að skokka á Eyjafjarðarbraut vestari í Eyjafjarðarsveit. Gísli lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn. 10. apríl lést Daniel Krzysztof Sakaluk, 17 ára, þegar bíll sem hann ók fór út af veginum í Langa-dal á Möðrudalsöræfum. Daníel var pólskur að ætt. 15. apríl lést Ólafur Oddur Marteinsson, 17 ára, þegar fólksbifreið sem hann ók valt á Land-eyjavegi við bæinn Strönd í Vestur-Landeyjum.19. apríl lést Steinunn Guðmundsdóttir, 68 ára, þegar jepplingur sem hún ók lenti framan á flutn-ingabíl á Norðurlandsvegi í Víðidal. Steinunn lætur eftir sig eiginmann og þrjá uppkomna syni. 7. maí lést Jens Jóhannes Jónsson, 90 ára, af völdum áverka sem hann hlaut í bílslysi í aprílmán-uði. Hann varð fyrir strætisvagni á Seljabraut í Breiðholti þann 13. apríl. 10. maí lést Eyþór Stefánsson, 44ra ára, þegar bíll hans fór út af þjóðveginum um Kambanes á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Eyþór var ókvæntur og barnlaus.19. júlí lést Árni S. Karlsson, 60 ára, af völdum áverka sem hann fékk eftir bifhjólaslys við bæinn Víkur á Skaga. Árni var ókvæntur og barnlaus. 16. júlí lést Jón Pétursson, 65 ára, af völdum áverka sem hann hlaut í bílslysi í Víðidal í byrjun júlí. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. 3. ágúst lést Eva Lynn Fogg, 5 ára, þegar bifreið ók á hana við sumarhús í Landsveit í Rangárþingi ytra. 13. ágúst lést Eyþór Darri Róbertsson, 17 ára, þegar bíll sem hann var í hafnaði á húsvegg við Geirsgötu í Reykjavík. 12. október lést Þorbjörg Henný Eiríksdóttir, 18 ára, í bílslysi. Slysið varð á veginum um Fagradal á milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða, rétt ofan við Grænafell. 16. nóvember lést Elva Ýr Óskarsdóttir, 13 ára, þegar bifreið ók á hana á Langeyrarvegi Siglufirði.

Drukknunarslys22. maí lést Vilhelm Þór Guðmundsson, 5 ára, en hann drukknaði í sundlaug Selfoss.

Sjóslys27. febrúar lést Hans Jonathansen Bäjare, 31 árs, grænlenskur sjómaður sem var háseti á loðnu-skipinu Eriku. Hann lést þegar hann féll fyrir borð þegar skipið var statt út af Malarrifi á Snæfells-nesi. Hans lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Vinnuslys17. maí lést Guðjón Jónsson, 73ja ára, er grjóthnullungur féll á vélgröfu þar sem hann var að vinna við námu í Hrunamannahreppi. Guðjón lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn.

» Banaslys 2011

125

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Banaslys 2011

Umferðarslys; 12

Drukknun; 1

Vinnuslys; 2

Sjóslys; 1

Heima- og frítímaslys; 2Önnur slys; 1

Fjöldi látinna í slysum á Íslandi 2011

0 5 10 15

Karlmenn

Konur

14 ára og yngri

Fjöldi

Kynjaskipting slysa 2011

Öll slys árið 2011

Umferðarslysárið 2011

63%5%

11%

11%5% 5%

Skipting slysa árið 2011

Umferðarslys

Drukknun

Vinnuslys

Heima- og frítímaslys

Sjóslys

Önnur slys

126

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

12. október lést Jón Ægir Ingimundarson, 41 árs, þegar krani sem var notaður við að losa salt úr skipi brotnaði og féll á hann. Jón lætur eftir sig sambýliskonu og tvö börn.

Heima og frítímaslys27. júní lést Jesus Martinez Barja, 52ja ára, spænskur ríkisborgari búsettur á höfuðborgarsvæð-inu, þegar íshröngl féll á hann fyrir utan íshelli í Kverkfjöllum. Hann var fararstjóri hóps erlendra ferðamanna sem var að skoða hellinn. Hann lætur eftir sig þrjú börn. 12. nóvember lést Daniel Markus Hoij, sænskur ferðamaður. Hann lést úr ofkælingu á Sólheima-jökli, hans hafði verið leitað í þrjá daga. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Önnur slys5. mars lést Kristófer Alexander Konráðsson, 5 ára gamall, þegar hann lenti í drifskafti vélar á sveitabæ á Mýrum í Borgarbyggð. Kristófer á eina systur og tvö samfeðra systkini.

Íslendingar sem létust erlendis og eru skráðir í banaslysatölur þar.

17. júlí lést Eiríkur Sverrir Karlsson, 51s árs, af slysförum í Taílandi. Hann lætur eftir sig tvö börn. 13. ágúst lést Finnur Dór Þórðarson, 32ja ára. Hann lést er hann féll ofan af háum vegg. Hann var búsettur í Lúxemborg. 4. ágúst lést Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson, 35 ára. Gunnar lést er hann var við köfun skammt frá Eyrarsundsbrú. Gunnar lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. 20. október létust Erla Tryggvadóttir, 82ja ára, og systir hennar, Svana Tryggvadóttir, 80 ára, í bílslysi á Spáni.

127

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Björgunarskip og bátar

Slysavarnafélagið Landsbjörg á 14 stór björgunarskip sem staðsett eru hringinn í kringum landið. Flest björgunarskipanna eru af gerðinni ARUN Class, byggð hjá Haimatic ltd. í Bretlandi og keypt notuð af Konunglega breska sjóbjörgunarfélaginu. Þau eru smíðuð sérstaklega sem björgunar-skip og búin flestum fullkomnustu tækjum til björgunar á sjó. Í skipunum eru tvær Caterpillar vélar sem hvor um sig skilar 500 hestöflum en ganghraði skipanna er um 17 sjómílur. Skipin eru 14,7 m á lengd, 5,2 m á breidd og djúprista er 1,58 m. Skipin eru í eigu Slysavarnafélagsins Landsbjargar en rekin af björgunarbátasjóðum á þeim stöðum sem þau eru staðsett.

Ásgrímur S. Björnsson Staðsetning: ReykjavíkFjöldi í áhöfn: 6 mannsGanghraði: 16-17 sml/klst.Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra-búnaður, 3 sjúkrabörur, súrefni, slökkvi tæki, föst brunadæla, slöngur og stútar, 2 reyk-köfunartæki, sjódæla, léttabátur og mótor, 6 m björgunar bátur.

Einar SigurjónssonStaðsetning: HafnarfjörðurFjöldi í áhöfn: 6 mannsGanghraði: 16-17 sml/klst.Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, lyfja kista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, 2 skel börur, 2 börur, varma poki, föst brunadæla, slöngur og stútar, fluglínutæki, léttabátur, neyðarnótin

Hjálp, belti til hífingar úr sjó.

1 1 2ÚTKALLSSÍMIbjörgunArSveITA

Gunnar FriðrikssonStaðsetning: ÍsafjörðurFjöldi í áhöfn: 6 mannsGanghraði: 16-17 sml/klst.Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra-búnaður, 2 skelbörur, börur, föst bruna dæla, laus brunadæla, slöngur og stútar, léttabátur, neyðarnótin Hjálp, 8 og 20 m björgunarbátar.

128

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

BjörgStaðsetning: RifFjöldi í áhöfn: 6 mannsGanghraði: 16-17 sml/klst.Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, lyfja kista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, slökkvi tæki, föst bruna dæla, 2 lausar brunadælur, slöngur og stútar, léttabátur og mótor, Björgvinsbelti, neyðar nótin Hjálp.

Jón OddgeirStaðsetning: SandgerðiFjöldi í áhöfn: 6 mannsGanghraði: 16-17 sml/klst.Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra-búnaður, 2 skelbörur, börur, föst bruna dæla, laus brunadæla, slöngur og stútar, léttabátur, neyðarnótin Hjálp, 8 og 20 m björgunarbátar.

SigurvinStaðsetning: SiglufjörðurFjöldi í áhöfn: 4-6 mannsGanghraði: 15-18 sml/klst.Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra-búnaður, skelbörur, seglbörur, slökkvi tæki, 3 sjódælur, léttabátur og mótor, 4 björgunargallar, 8 þurrbúningar, 5 RNLI bjargvesti, 6 m björgun-arbátur á skotgálga, Björgvinsbelti.

Hannes Þ. Hafstein Staðsetning: Sandgerði

Fjöldi í áhöfn: 6 manns

Ganghraði: 16-17 sml/klst.

Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-

bundinn björgunarbúnaður skipa, lyfja kista,

laus sjúkrabúnaður, súrefni, 2 skel börur, 2

börur, varma poki, föst brunadæla, slöngur og

stútar, fluglínutæki, léttabátur, neyðarnótin

Hjálp, belti til hífingar úr sjó.

129

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björgunarskip og bátar

Oddur V. GíslasonStaðsetning: GrindavíkÁhöfn 4-6 mannsGanghraði 17-19 sm/klstSjúkra og björgunarbúnaður um borðLögbundinn björgunarbúnaður skipa, lyfjakista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, skelbörur, börur, varmapoki, föst brunadæla, slöngur og stútar, fluglínutæki, léttabátur, neyðarnótin Hjálp, belti til hífingar úr sjó.

Sveinbjörn SveinssonStaðsetning: VopnafjörðurFjöldi í áhöfn: 4-6 mannsGanghraði: 16-17 sml/klst.Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra-búnaður, sjúkrabörur, Björgvinsbelti, laus lensi-dæla (bensín), léttabátur (Zodiac MK II 30 Hp), 6 flotgallar, sjódælur á báðum aðalvélum.

HafbjörgStaðsetning: NeskaupstaðurFjöldi í áhöfn: 6 mannsGanghraði: 16-17 sml/klst.Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, lyfja kista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, 2 skel börur, 2 börur, varmapoki, föst brunadæla, slöngur og stútar, fluglínutæki, léttabátur, neyðarnótin Hjálp, belti til hífingar úr sjó.

GunnbjörgStaðsetning: RaufarhöfnFjöldi í áhöfn: 4-6Ganghraði: 17-19 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra-búnaður, 3 x sjúkrabörur, súrefni, slökkvitæki, föst brunadæla, slöngur og stútar, sjódæla, léttabátur + mótor, 6 m. björgunar bátur. Annar búnaður: 2 x krókstjakar, hífinga gálgar á síðum, 2 x brunaslönguúttök.

130

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

ÞórStaðsetning: VestmannaeyjarFjöldi í áhöfn: 5 mannsGanghraði: 27 sml/klst.Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra-búnaður, súrefni, kedvesti, bakbretti, spelkur, vökvasett, sjúkrabörur, trollbörur, skrapa, skel-börur, búnaður til öndunar aðstoðar. Þór er bú-

inn eins og sjúkrabíll fyrir utan hjarta stuð tæki.

Vörður IIStaðsetning: PatreksfjörðurFjöldi í áhöfn: 4-6Ganghraði: 16-18 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, lyfjakista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, slökkvitæki, föst brunadæla, 2 x laus brunadæla, slöngur og stútar, léttabátur + mótor, Björgvinsbelti, neyð-arnótin Hjálp.

HúnabjörgStaðsetning: Skagaströnd Fjöldi í áhöfn: 5-6Ganghraði: 17-19 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra-búnaður, 3 x sjúkabörur, súrefni, slökkvitæki, föst brunadæla, slöngur og stútar, sjódæla, léttabátur + mótor, 6 m. björgunarbátur.Annar búnaður: 2 x krókstjakar, hífingagálgar á síðum, brunaslönguúttak.

IngibjörgStaðsetning: Höfn í HornafirðiFjöldi í áhöfn: 5-6Ganghraði: 17-19 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra búnaður, 3 x sjúkabörur, súrefni, slökkvi-tæki, föst brunadæla, slöngur og stútar, 2 x reyk köfunartæki, sjódæla, léttabátur + mótor, 6 m. björgunarbátur.Annar búnaður: 2 x krókstjakar, hífingagálgar á síðum, 2 x brunaslönguúttök.

131

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar

1. gr.Heiti félagsins

Félagið heitir Slysavarnafélagið Landsbjörg. Lögheimili og varnarþing þess er í Reykjavík.

2. gr.Hlutverk

Hlutverk félagsins er að reka öflugt björgunar- og slysavarnastarf.

3. gr.Einkenni

Merki félagsins er gulur kross og björgunarhringur umhverfis hann. Undir tákninu er nafn félags-ins ritað. Stjórn setur reglur um nánari útfærslu og notkun á merki félagsins.

4. gr.Skipulag

Ákvörðunar- og framkvæmdavald Slysavarnafélagsins Landsbjargar er í höndum landsþings, full-trúaráðsfundar og stjórnar, samkvæmt því sem nánar segir í lögum þessum.

5. gr.Aðild

Rétt til aðildar að Slysavarnafélaginu Landsbjörg eiga allar félagseiningar sem hafa björgunar- og/eða slysavarnamál á stefnuskrá sinni. Hver félagseining Slysavarnafélagsins Landsbjargar er sjálfstæð gagnvart félaginu, bæði hvað varðar störf sín og fjármál. Unglingadeildir geta starfað innan félagseininga. Slysavarnafélagið Landsbjörg starfar í tengslum við Bandalag íslenskra skáta og önnur félög og stofnanir sem starfa að björgunar- og slysavarnamálum.Inntaka nýrrar félagseiningar er háð samþykki landsþings en lög hinnar nýju félagseiningar ogfélagatal skal þá liggja fyrir. Stjórn félagsins er heimilt að veita félagseiningu, sem uppfyllir nefndskilyrði, inngöngu með fyrirvara um samþykki þings.Gerist félagseining eða stjórn hennar sek um brot á lögum þessum er landsþingi Slysavarna-félagsins Landsbjargar heimilt að víkja henni úr félaginu, að því tilskyldu að 2/3 hlutar þingfulltrúa greiði því atkvæði. Úrsögn félagseiningar úr félaginu er því aðeins gild að hún hafi verið samþykkt á lögmætum aðalfundi hennar og að stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafi verið tilkynnt með tveggja mánaða fyrirvara að tillaga um úrsögn komi til afgreiðslu á fundinum. Úrsögn tekur gildi frá lokum þess reikningsárs félagsins er hún hlýtur samþykki. Félagseining, sem vikið hefur verið úr félaginu eða hefur sagt sig úr því, á ekki tilkall til sjóða þess eða annarra eigna, en veita má henni aðild að nýju. Allir geta gerst styrktaraðilar að Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

132

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

6. gr.Réttindi og skyldur félagseininga

Allar félagseiningar eiga jafnan rétt á þeirri þjónustu sem félagið getur látið í té.

Félagseiningar skulu árlega halda aðalfund. Þar leggi stjórnir þeirra fram skýrslu um störf liðins árs og ársreikninga áritaða af stjórn. Félagseiningar skulu árlega senda starfsskýrslu og árs-reikninga til skrifstofu félagsins. Að uppfylltum þessum skilyrðum öðlast félagseining rétt til út-hlutunar úr sameiginlegum sjóðum félagsins og atkvæðisrétt á fulltrúaráðsfundi og landsþingi, ella teljast einingar óvirkar.Verði eining óvirk um lengri eða skemmri tíma skal stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar ráð-stafa eigum hennar samkvæmt lögum félagseiningarinnar og í samráði við heimamenn.*Reglugerð nr. 1/2009

7. gr.Fjármál

Slysavarnafélagið Landsbjörg aflar fjár á þann hátt sem fulltrúaráðsfundur í nóvember ákveður.Fjárhagsáætlun félagsins fyrir næsta ár skal lögð fyrir fulltrúaráðsfund til afgreiðslu. Landsþing ákveður hlutfallsskiptingu þess fjár sem félagseiningar fá úr sameiginlegum fjáröflunarverkefn-um. Breytingar á slíkri samþykkt taka gildi um næstu áramót þar á eftir. Sameinist félagseiningar, tvær eða fleiri, halda þær óbreyttri fjárúthlutun úr sameiginlegum fjáröflunarverkefnum í tvö almanaksár frá sameiningu. Reikningsárfélagsins er almanaksárið. Fyrir lok apríl ár hvert sendir stjórnin félagseiningunum endurskoðaðareikninga félagsins.

8. gr.Landsþing

Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar fer með æðsta vald í málefnum félagsins og skal það haldið fyrir lok maímánaðar, annað hvert ár. Til landsþings skal boða bréflega með sjö vikna fyrirvara. Eigi síðar en þrem vikum fyrir landsþing skal stjórnin senda félagseiningunum dagskráþingsins, tillögur um lagabreytingar, tillögur fjárveitinganefndar og tillögur uppstillingarnefndar. Stjórn félagsins getur boðað til aukaþings með sama hætti. Einnig skal boða til aukalandsþings ef 3/4 félagseininga óska þess og skal stjórn félagsins boða til aukalandsþings eigi síðar en fjórum vikum frá því beiðnin um aukalandsþing kom fram. Á aukalandsþingi skal einungis taka fyrir mál samkvæmt útsendri dagskrá en að öðru leyti gilda almenn þingsköp.Eftirfarandi mál skulu tekin fyrir á landsþingi:1) Formaður setur þingið og stýrir kjöri þingforseta, varaþingforseta og regluvarðar.2) Þingforseti skipar tvo fundarritara og stýrir kjöri kjörnefndar, sem skal skipuð þremur þing-

fulltrúum, og allsherjarnefndar, sem skal skipuð fimm þingfulltrúum.3) Skýrslur stjórnar og reikningar.4) Inntaka nýrra félagseininga.5) Niðurstöður milliþinganefnda.6) Ýmis þingmál.7) Lagabreytingar.

133

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar

8) Kosning:a) formanns,b) átta stjórnarmanna,c) tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara,d) fjárveitinganefndar, laganefndar og uppstillingarnefndar,e) annarra nefnda.

9) Önnur mál.

Kjörnefnd skal hafa eftirlit með undirbúningi og framkvæmd kosninga, skera úr um kjörgengi og kosningarétt, hafa yfirumsjón með talningu atkvæða og skera úr um gildi vafaatkvæða. Alls-herjarnefnd skal vinna úr og samræma álitamál sem upp kunna að koma á þinginu og fundarstjórivísar málum til.Ef ágreiningur er innan þingnefndar við ákvarðanatöku ræður meirihluti nefndarmanna og er ákvörðun þingnefndar endanleg.Kosið er skv. 8. tölulið í þeirri röð sem þar er ákveðin. Kosning skal ávallt vera skrifleg/rafræn. Kjörseðill er því aðeins gildur að kosnir séu jafnmargir og kjósa skal hverju sinni. Falli atkvæði jafnt skal varpa hlutkesti til að skera úr um hver frambjóðenda hefur náð kjöri. Séu framboð jafn-mörg og fjöldi þeirra sem kjósa skal telst sjálfkjörið og kosning fer ekki fram. Þeir sem ekki ná kjöri skv. a-lið 8. tl. 2. mgr. 8. gr. verða sjálfkrafa í kjöri skv. b-lið 8. tl. 2. mgr. 8. gr.

9. gr.Réttindi á landsþingi

Rétt til setu á landsþingi félagsins eiga allir fullgildir félagar félagseininga. Hver félagseining fer með tvö atkvæði á þingi. Enginn þingfulltrúa fer nema með eitt atkvæði. Þingfulltrúi skal vera lög-ráða. Ef félagseiningar, tvær eða fleiri, sameinast skulu þær á næsta landsþingi þar á eftir halda atkvæðisrétti eins og þær hefðu ekki sameinast en þar á eftir fara með tvö atkvæði á þingi.Kjörbréf, undirritað af formanni eða stjórnarmanni hverrar félagseiningar, skal hafa borist skrif-stofu Slysavarnafélagsins Landsbjargar eigi síðar en viku fyrir landsþing. Kjörnefnd tekur afstöðu til breytinga á framkomnum kjörbréfum og úrskurðar um gildi þeirra. Allir fullgildir félagar félagseininga á landsþingi hafa kosningarétt samkvæmt 1. og 2. tl. 2. mgr. 8. gr.

10. gr.Stjórn

Landsþing kýs félaginu stjórn til tveggja ára í senn. Í stjórn félagsins sitja formaður, varaformaður,ritari og gjaldkeri, auk fimm meðstjórnenda. Kjörgengir í stjórn félagsins eru allir lögráða menn.Stjórn félagsins fylgir eftir samþykktum landsþings og fulltrúaráðs. Stjórnin er í fyrirsvari fyrir fé-lagið og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Séu atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns. Formaður boðar stjórn til fundar. Stjórnarfundur er löglegur ef meirihluti stjórnarmanna sækir fund. Stjórn kemur að jafnaði saman mánaðarlega. Fundargerðir skulu ritaðar. Stjórn boðar til landsþings og annarra funda, þar á meðal funda fulltrúaráðs og formanna. Hún undirbýr fundarmálefni, framfylgir fundaráætlunum og annast störf milli funda.

134

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Stjórn félagsins er í fyrirsvari fyrir félagið gagnvart einstaklingum, lögaðilum eða ríkisvaldi í sam-eiginlegum málefnum félagsins. Á fyrsta fundi stjórnar skal stjórn skipta með sér verkum og gera skipurit og starfslýsingu sem vera skal félagsmönnum aðgengileg. Stjórn er heimilt að skipa nefndir sér til aðstoðar og ákveður verksvið þeirra. Í upphafi starfstímabils stjórnar skal skipa samráðsnefnd um málefni unglingadeilda. Stjórnin ber ábyrgð á að starfsemi félagsins sé innan ramma fjárhagsáætlunar, samþykkta landsþings og fulltrúaráðsfunda.Stjórnin ræður framkvæmdastjóra félagsins.

11. gr.Skýrsla stjórnar

Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar skal á hverju ári gefa út ársskýrslu um starfsemi félags-ins.

12. gr.Milliþinganefndir

Í fjárveitinganefnd skal kjósa formann, auk fjögurra fulltrúa; í laganefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa; í uppstillingarnefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa. Ef landsþing skipar aðrar milliþinganefndir en að framan greinir skal það vera ákvörðun landsþings hver fjöldi og hvernig uppbygging nefndarinnar skuli vera hverju sinni. Nefndirnar skulu skila tillögum sínum til stjórnar eigi síðar en fjórum vikum fyrir landsþing. Milliþinganefndir skulu taka til starfa að þingi loknu og starfa fram til loka þess næsta.Eftirfarandi skal vera hlutverk nefndanna:a) Fjárveitinganefnd skal sjá um endurskoðun á úthlutunarkerfi félagsins og leggja fram tillögu

um skiptingu fjármagns til félagseininga á landsþingi.b) Laganefnd skal annast endurskoðun á lögum félagsins, hafa eftirlit með því að þau standist

rétt íslenskt málfar og brjóti ekki í bága við landslög.c) Uppstillingarnefnd skal tryggja að fram komi að minnsta kosti eitt framboð til hvers embættis

innan stjórnar og þeirra nefnda sem getið er í 8. tl 2. mgr. 8. gr. Komi fram tvö eða fleiri framboð til embættis skal uppstillingarnefnd raða frambjóðendum eftir stafrófsröð. Uppstill-ingarnefnd skal leitast við að stjórn endurspegli breidd félagsins og skal jafnræðis gætt við kynningu á frambjóðendum.

13. gr.Varasjóður

Slysavarnafélagið Landsbjörg skal eiga varasjóð. Varasjóði Slysavarnafélagsins Landsbjargar erætlað:a) að mæta hugsanlegum samdrætti í tekjum;b) að vera tryggingarsjóður vegna áfalla sem félagið kann að verða fyrir;c) að fjármagna önnur verkefni sem fulltrúaráðsfundir eða landsþing ákveða.Fé er lagt í varasjóð í samræmi við samþykktir fulltrúaráðsfunda og landsþinga. Varasjóð skal byggja upp að því marki að upphæð hans nemi um það bil heildarlaunagreiðslum félagsins í sex mánuði og beinum framlögum aðildareininga í 12 mánuði. Þar til því marki er náð skal ávöxtun

135

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar

varasjóðs bætt við höfuðstól hans. Ráðstöfun fjár úr varasjóði er aðeins heimil með samþykki fulltrúaráðsfunda eða landsþinga. Veðsetning varasjóðs, eða lántaka úr honum til skemmri eða lengri tíma, er óheimil nema með samþykki fulltrúaráðsfundar eða landsþings.Varasjóður skal varðveittur í banka eða hjá löggiltu verðbréfafyrirtæki. Meginstefna við vörslu hans skal vera öryggi frekar en há ávöxtun.

14. gr.Fulltrúaráð

Fulltrúaráðsfundir fara með æðsta vald Slysavarnafélagsins Landsbjargar milli landsþinga og þá sitja einn fulltrúi hverrar félagseiningar, ásamt stjórn félagsins. Hver félagseining fer með eitt atkvæði á fulltrúaráðsfundi og hver stjórnarmaður félagsins hefur eitt atkvæði. Fulltrúaráð kemur saman til fundar í nóvember ár hvert, svo og þegar tíu félagseiningar æskja þess eða stjórn félagsins ákveður. Ef tíu félagseiningar hafa óskað eftir fulltrúaráðsfundi skal stjórn félagsins boða til fundarins eigi síðar en fjórum vikum frá því fundarbeiðnin kom fram. Stjórn Slysavarna-félagsins Landsbjargar boðar fundi og skal það gert með minnst tíu daga fyrirvara. Fundarboð skulu send félagseiningum ásamt dagskrárgögnum. Formaður félagsins setur fundi fulltrúaráðs og stýrir kjöri fundarstjóra. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála, nema annars sé getið í lögum félagsins.

15. gr.Formannafundir

Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar skal boða til fundar með formönnum félagseininga það ár sem landsþing er ekki haldið. Formannafundur er vettvangur umræðna um þau mál sem snerta starf félagseininga. Í stað eins sameiginlegs formannafundar allra félagseininga má boða til funda eftir starfsvettvangi þeirra. Formannafundir hafa ekki ákvörðunarvald í málefnum félagsins.

16. gr.Endurskoðun

Reikningar Slysavarnafélagsins Landsbjargar skulu skoðaðir ár hvert af löggiltum endurskoð-anda. Félagsleg endurskoðun reikninga er í höndum tveggja manna sem landsþing Slysavarna-félagsins Landsbjargar kýs til tveggja ára í senn. Skoðunarmenn reikninga mega ekki sinna öðrum störfum fyrir félagið sem snerta fjármál. Þeir bera ábyrgð fyrir landsþingi félagsins, þeir skulu eiga greiðan aðgang að öllu bókhaldi félagsins og er stjórninni skylt að veita þeim allar nauðsyn-legar upplýsingar um fjármál og reikningshald þess. Felli landsþing reikninga félagsins fer fram yfirskoðun eftir reglum sem þingið setur. Að þeirri yfirskoðun lokinni skal boðað til framhalds-þings sem tekur nánari ákvörðun um reikninga.

17. gr.Reglur – reglugerðir

Stjórn setur reglur og reglugerðir er varða starfsemi félagsins og endurskoðar þær eftir því sem þurfa þykir. Hlutverk reglna og reglugerða er að kveða nánar á um skipulag einstakra þátta í starfsemi félagsins og þær verða ávallt að eiga sér stoð í lögum félagsins.

136

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

18. gr.Lagabreytingar og framboðsfrestur

Lögum þessum verður ekki breytt nema á landsþingi og þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða til að breyting nái fram að ganga. Tillögur til lagabreytinga og yfirlýsing um framboð til embættis innan stjórnar eða nefnda sem greinir í 8. tl. 2. mgr. 8. gr. skal beint til skrifstofu félagsins eigi síðar en sex vikum fyrir landsþing.

19. gr.Gildistaka

Lög þessi öðlast þegar gildi.Lög þessi voru samþykkt á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Akureyri þann 16. maí 2009.

Á æfingu á fjöllum. Mikilvægt er að vera með réttan útbúnað og í góðum fatnaði við slíkar að-stæður.

137

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Þingsköp landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar

1. gr.Þingsetning

1.1 Þegar landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar kemur saman skal formaður setja þingið og stjórna fundi þar til kjörnir hafa verið starfsmenn þingfundar. Þá skal formaður afhenda þingforseta stjórn þingfundar.

2. gr.Starfsmenn

2.1 Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar gerir, í samráði við stjórn félagsins, tillögu um hverjir skuli verða starfsmenn þingsins og ber tillöguna undir þingheim. Sérhver þingfulltrúi hefur rétt til að gera tillögu um starfsmenn. Komi fram fleiri tillögur en ein skal þingið kjósa. Einfaldur meirihluti ræður kjöri.

2.2 Kjörnir starfsmenn skulu vera: Þingforseti, varaforseti, ásamt regluverði.2.3 Þingforseti skipar tvo þingritara.

3. gr.Skyldur starfsmanna

3.1 Þingforseti skal vinna eftir þingsköpum þessum og þeim afbrigðum sem þing samþykkir. Þingforseti stjórnar afgreiðslu mála og kosningum.

3.2 Þingforseti stjórnar umræðum og sér um að allt fari fram með góðri reglu. Hann er ábyrgur fyrir því að dagskráin sé haldin. Verði veruleg röskun á framlagðri dagskrá skal þingforseti hið fyrsta gera þingi grein fyrir óhjákvæmilegum breytingum og bera þær upp.

3.3 Vilji þingforseti taka til máls, frekar en staða hans krefur, skal hann víkja sæti og fela vara-manni sínum stjórn fundarins.

3.4 Regluvörður skal fylgjast með því að lögum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sé fylgt í hvívetna, ásamt þingsköpum þessum og vera þingforsetum til aðstoðar við túlkun álitaefna sem upp kunna koma á þinginu.

3.5 Ritarar skulu rita óhlutdræga og réttorða fundargerð. Þeir fylgjast grannt með að allar fram-komnar tillögur berist til skrásetningar. Þingritarar bera, ásamt þingforseta, ábyrgð á taln-ingu atkvæða við atkvæðagreiðslu, auk þeirra fulltrúa sem þingforseti hefur kvatt sérstaklega til þeirra starfa.

4. gr.Þingmál

4.1 Fyrsta þingmál, að kosningu starfsmanna og nefnda þingsins lokinni, ef ekki liggja fyrir breytingar á þingsköpum, skal ávallt vera skýrsla stjórnar og reikningar. Að því loknu skal gera grein fyrir þeim tillögum og öðrum málum sem fyrir þinginu liggja.

138

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

4.2 Þingforseti vísar málum til nefnda og umræðuhópa eftir því sem tilefni gefur til. Engin um-ræða fer fram um tillögur undir þessum lið.

4.3 Þingfulltrúum er heilmilt að bera fram munnlegar breytingartillögur um ákvörðun um vísan mála til nefnda og starfshópa.

4.4 Eigi má taka mál eða tillögu til umræðu fyrr en það hefur verið skýrt og lesið upp af þing-forseta eða framsögumanni.

4.5 Heimilt er flutningsmanni tillögu að draga hana til baka á hvaða stigi sem er, hverjum fulltrúa er heimilt að taka hana upp, enda sé það gert innan sama dagskrárliðar.

4.6 Þegar þingmál hefur verið flutt af framsögumanni, skal þingforseti opna mælendaskrá og gefst þá fundarmönnum tækifæri til að taka einu sinni til máls um efni tillögunnar. Að því loknu gefst flutningsmanni færi til fyrri andsvara. Því næst fá fundarmenn að tjá sig öðru sinni og fær flutningsmaður tækifæri til seinni andsvara. Heimilt er þó þingforseta að leyfa að auki stuttar athugasemdir til að menn geti t.a.m borið af sér sakir eða leiðrétt misskilning.

4.7 Heimilt er hverjum þingfulltrúa að flytja rökstudda frávísunartillögu og sker þingið þá úr með einföldum meirihluta. Engar umræður mega fara fram um frávísunartillögu, utan þess að flutningsmanni aðaltillögu er heimil að veita ein andmæli, og fer atkvæðagreiðslan þegar fram að því loknu. Ekki má greinargerð fylgja með frávísunartillögu.

4.8 Gera má tillögu um breytingar á samþykktri dagskrá. Tillögunni skal fylgja rökstuðningur. Samþykki meirihluti þingfulltrúa slíka dagskrártillögu skal þá þegar breyta dagskrá í sam-ræmi við það, enda sé það heimilt samkvæmt lögum félagsins.

5.gr.Nefndir og umræðuhópar

5.1 Þingforseti stýrir kjöri nefnda skv. 2. tl. 2. mgr. 8. gr. laga SL, eftir að hafa skipað fundarrit-ara.

5.2 Á þinginu skulu starfa a.m.k. eftirfarandi nefndir og umræðuhópar:

AllsherjarnefndKjörnefnd

Umræðuhópur um björgunarmálUmræðuhópur um slysavarnirUmræðuhópar um unglingamál

Umræðuhópar þessir skulu vera opnir öllum þingfulltrúum. Þingfulltrúar með full réttindi skulu skrá sig þar til starfa. Öðrum er þar heimil seta með málfrelsi og tillögurétti.

6. gr.Starfsvið nefnda og umræðuhópa

6.1 Kjörnefnd skal hefja störf að lokinni kosningu hennar. Hún skal leggja fyrir þingið framkomin kjörbréf, sem hún hefur úrskurðað gild. Þeir sem þá hafa ekki lagt inn kjörbréf skulu hafa

139

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Þingsköp landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar

lokið framlagningu þeirra eða leiðréttingum fyrir lok sjötta dagskrárliðar. Kjörnefnd undirbýr kosningu stjórnar í samræmi við lög félagsins.

6.2 Til allsherjarnefndar skal vísa öllum málum sem ekki heyra undir aðrar nefndir eða um-ræðuhópa þingsins. Til allsherjarnefndar skal einnig vísa þeim málum sem hafa svo víðtæka merkingu að margar nefndir þyrftu ella að koma að afgreiðslu. Í slíkum tilfellum getur alls-herjarnefnd leitað álits um einstök atriði hjá þeim nefndum sem um viðkomandi málaflokk fjalla. Allsherjarnefnd skal vinna úr og samræma álitamál sem upp kunna að koma á þinginu og þingforseti vísa málum til.

6.3 Umræðuhópar um björgunarmál, slysavarnir og unglingamál skulu fjalla um fyrirfram ákveð-in málefni og taka til umfjöllunar þær tillögur sem vísað er til þeirra.

6.4 Auk áðurtalinna nefnda og umræðuhópa er þinginu heimilt að skipa sérstakar nefndir eða umræðuhópa um einstök mál, sem þingfulltrúar telja að þurfi sérstaka meðferð. Nefnd má skipa á hvaða stigi málsins sem er, enda nefndinni sett skýr tímamörk.

7. gr.Þingfulltrúar

7.1 Hver fulltrúi á rétt til að flytja mál á þinginu. Mál sem fulltrúar hyggjast flytja skulu hafa borist stjórn félagsins a.m.k tveim vikum fyrir þing og ber að dreifa þeim vélrituðum eða á þinginu.

7.2 Fulltrúi sem óskað hefur eftir að fá að taka til máls og fengið það, skal standa upp úr sæti sínu og mæla þaðan eða úr ræðustól.

7.3 Fulltrúa ber að lúta stjórn þingforseta. Honum ber að sýna félögum sínum og skoðunum þeirra fulla virðingu og varast ótilhlýðileg orð.

7.4 Heimilt er hverjum þingfulltrúa að kveðja sér hljóðs um fundarstjórn þingforseta og skal takmarka ræðutíma við tvær mínútur.

7.5 Skylt er fulltrúum að mæta til þingfunda á réttum tíma. Þeim er skylt að vera viðstaddir atkvæðagreiðslu.

8. gr.Afgreiðsla þingmála

8.1 Þingmál skulu lögð fram eins og greint er frá í 4. gr. Þaðan er þeim vísað til nefnda og umræðuhópa.

8.2 Breytingartillögur við framlögð mál verður að bera upp í viðkomandi nefndum og umræðu-hópum til þess að hægt sé að bera þær upp við afgreiðslu þingmála. Komi fram tillaga sem viðkomandi nefnd eða umræðuhópur getur ekki fallist á, getur flutningsmaður endurflutt tillöguna við lokaafgreiðslu þingmála. Þannig verða breytingartillögur á framlögðum þing-málum að fá tvær umræður.

8.3 Ekki er framsögumanni nefndarálits skylt að greina frá öðrum tillögum en þeim sem við-komandi nefnd/umræðuhópur hefur ákveðið að leggja fyrir þingið.

8.4 Heimilt er nefnd/umræðuhóp að tilnefna fleiri en einn framsögumann fyrir sínu áliti. 8.5 Þyki þingfundi ekki ástæða til að gera ályktun um mál getur hann vísað því til stjórnar félags-

ins.

140

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

9. gr.Atkvæðagreiðsla

9.1 Atkvæðagreiðsla fer venjulega fram með handauppréttingu. Nafnakall má viðhafa, ef at-kvæðagreiðsla er óglögg að mati þingforseta eða ef þingheimur krefst þess. Einfaldur meiri-hluti ræður úrslitum við afgreiðslu almennra þingmála og þingskapa, en tveir þriðju hluta atkvæða þarf til að samþykkja lagabreytingar. Mál telst fallið við nafnakall ef meirihluti þing-fulltrúa greiðir ekki atkvæði. Framkvæma skal stjórnarkjör eins og getið er um í félagslögum.

10. gr. Gildi þingskapa

10.1 Þingsköpum þessum má aðeins breyta á landsþingi. Liggi breytingartillaga á þingsköpum fyrir skal þingforseti kynna hana fyrst allra mála og vísa til allsherjarnefndar. Heimilt er þing-forseta að óska afbrigða og að þing starfi eftir tillögu, ef hún er lögð fyrir af til þess kjörinni milliþinganefnd, enda verði tillagan afgreidd á yfirstandandi þingi.

11. gr. Þingsköp þessi öðlast þegar gildi.

Þingsköp þessi voru samþykkt á auka landsþingi á Grand hóteli 25. nóvember 2006.

Almannavarnaæfing á Reyðarfirði. Mynd: Ingólfur Haraldsson.

141

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Siðareglur félagsins

Sérhverju starfi og hlutverki innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar fylgja tilteknar skyldur og þá um leið tilteknar siðareglur. Siðareglur félagsins eru í samræmi við þær siðareglur sem almennt gilda í samfélaginu. Siðareglur félagsins eru leiðbeiningar um það hvernig starfsfólk og félagar bregðist við þegar siðferðileg álitamál koma upp í störfum þess. Í siðareglunum birtast þau gildi sem eiga að einkenna samskipti innan félagsins. Reglurnar ná til allra félags- og starfsmanna. Siðareglunum er ætlað að auðvelda einstaklingum að rækja störf sín vel. Þær leysa félaga þó ekki undan þeirri ábyrgð að reiða sig á eigin samvisku í siðferðilegum efnum. Mikilvægasta hlutverk siðareglnanna er að veita almennari viðmiðanir um breytni og faglega ábyrgð en lagareglum er ætlað, enda gilda þær áfram þegar hinum lögfestu reglum sleppir. Þessum siðareglum er einnig ætlað að varðveita gott orðspor félagsins, ímynd og trúverðugleika. – Við félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg byggjum starf okkar á megingildum félagsins;

fórnfýsi, forystu og fagmennsku.– Við sýnum góða hegðun í störfum og vanvirðum á engan hátt félagið, markmið þess eða

merki.– Við virðum mikilvægi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í samfélaginu og leggjum okkur fram

um að félagið verði virt og metið í þjóðfélaginu. – Við virðum lög og reglugerðir. – Við virðum öryggi samborgara okkar og högum starfi okkar þannig að ekki skapist hætta af. – Við gætum þagmælsku um atriði sem við fáum vitneskju um í starfi okkar og leynt skulu fara.

Þetta á einnig við um birtingu mynda af slysavettvangi. – Við virðum þann trúnað sem okkur er sýndur þegar okkur eru falin mikilvæg verkefni. – Við virðum tilfinningar, friðhelgi og einkalíf annarra þegar slík mál koma upp í störfum okkar. – Við beitum ekki aðra einelti eða áreitni af neinu tagi. – Við virðum félaga okkar, skjólstæðinga og samstarfsaðila og gerum ekkert það sem rýrir

mannorð okkar og félagsins. – Við hlýðum stjórnendum aðgerða eða æfinga og fylgjum því skipulagi sem sett hefur verið

upp af stjórnendum. – Við virðum þær vinnureglur sem settar eru svo samhæfing starfa verði góð. – Við virðum verkefni okkar og samstarfsmanna okkar og gerum það sem þarf til þess að verk-

efnin megi leysa á skilvirkan og fljótan hátt. – Við þekkjum skyldur okkar, viðhöldum þekkingu okkar og kynnum okkur nýjungar er varða

starfið til að varðveita hæfni okkar. – Við virðum öryggi og heilsu okkar, samstarfsmanna okkar og skjólstæðinga með því að fara

að reglum og þjálfa okkur til að geta aðstoðað aðra í neyð. – Við sýnum fyllstu aðgát og varkárni við stjórn farartækja og gætum þess að valda ekki slysa-

hættu né skemmdum á verðmætum eða náttúru. – Við virðum eignir og verðmæti annarra, mannvirki og sögulegar minjar og forðumst að valda

spjöllum á þeim.

142

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

– Við munum í störfum okkar bera og virða skilgreindan einkennisfatnað Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

– Við virðum merki félagsins við notkun á tækjum okkar og búnaði. – Við neytum ekki áfengis og vímuefna í einkennisfatnaði félagsins. – Við leggjum okkur fram um að láta ekki félaga yngri en 18 ára lenda í aðstæðum sem þeir ráða

ekki við. – Við virðum áhuga þeirra og atorku en gerum okkur grein fyrir minni reynslu þeirra. – Við gætum að því að félagar á útkallslista björgunarsveita skulu vera fullra 18 ára. – Við gerum okkur ljóst að ef félagar gerast brotlegir við reglur þessar má vísa þeim úr starfi á

vegum félagsins, tímabundið eða að fullu. Einstakar félagseiningar geta sett strangari reglur en verða að gæta þess að tryggt sé að framan-greindar reglur séu hluti þeirra. Reglur þessar ná til félaga í björgunarsveitum, slysavarnadeildum og unglingadeildum og starfs-manna Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þegar þeir starfa á vegum þess.

Ég lofaði Maxie að hugsa vel um heilsu hans og hamingju allt lífið.

CATHERINENÆRINGARÞRÓUNARSTJÓRI PRO PLANHÖFUNDUR AÐ PRO PLAN PRO BIFIDUSAxlar ábyrgð eins og þú.

Þetta er þín ábyrgð.Þetta er okkar ábyrgð.

Þetta er PRO PLAN.

ANTI AGE fyrir roskna hundaStaðfest að eykur árvekni og andlega snerpu.

PRO BIFIDUS fyrir fullvaxna hundaEykur magn bifidus-baktería í maganum og kemur þannig jafnvægi á meltinguna.

OPTI START fyrir hvolpa Með broddi, fyrstu móðurmjólkinni, sem staðfest er að eflir ónæmiskerfið.

143

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Öryggisstefna

Stefna Slysavarnafélagsins Landsbjargar er að tryggja öllum félagsmönnum og starfsmönnum eins öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi og frekast er unnt. Markmiðið er að enginn félags-maður eða starfsmaður bíði heilsutjón af starfi sínu eða verkefnum á vegum félagsins.

Í starfsemi félagsins er gert ráð fyrir að fylgt sé öllum kröfum samkvæmt lögum og reglum og að sífellt sé unnið að endurbótum sem stuðla að auknu öryggi félagsmanna, starfsmanna, sam-starfsaðila og viðskiptavina.

– Við sækjum þau námskeið í Björgunarskólanum og Slysavarnaskóla sjómanna sem fjalla um öryggis- og vinnuverndarmál til að minnka líkur á slysum og óhöppum.

– Við sækjum okkur þekkingu í björgunar- og slysavarnamálum bæði erlendis og innanlands til að miðla og nýta í verkefnum á vegum félagsins.

– Við gerum kröfu um að aðstaða, tæki og búnaður sé í góðu ástandi og uppfylli öryggiskröfur.– Við ætlumst til að búnaður sem notaður er í starfi félagsins sé skoðaður og prófaður reglulega

og standist þær öryggiskröfur sem til hans eru gerðar.– Við viljum að gerðar verði áhættugreiningar fyrir sérstaklega vandasöm svæði og staði, svo

sem jarðgöng og jökla, og ætlumst til að slíkar greiningar verði gerðar svo fljótt sem auðið er í samvinnu við aðra viðbragðsaðila og heimamenn.

– Við gerum áhættugreiningar fyrir vandasöm verk sem við þurfum að vinna þar sem við gerum okkur grein fyrir verkþáttum, greinum áhættu og finnum leiðir til að vinna verkin án þess að taka óþarfa áhættu. Við æfingar er sérstaklega mikilvægt að taka ekki óþarfa áhættu.

– Við hvetjum til virkrar þátttöku aðgerðastjórnenda í þjálfun á öryggismálum.– Við þekkjum og vinnum í samræmi við skráðar öryggisreglur félagsins og gildandi vinnu-

verndarreglur til að tryggja öryggi fólks, búnaðar og starfsumhverfis.– Við notum undir öllum kringumstæðum viðeigandi öryggisbúnað, hlífðarfatnað og persónu-

hlífar.– Við tökum virkan þátt í að framfylgja öryggisstefnu félagsins.

Eftirtalin fyrirtæki styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:

Stuðningur þeirra styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.

Sjómannafélag Eyjafjarðarwww.sjoey.is

Eldvarnir ehf.

Heilsugæsla - Sjúkrahús

Heilbrigðisstofnun ÞingeyingaSími: 464 0500 www.heilthing.is

Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki, sími 455 4000 www.hskrokur.is

Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, Sími 463-0100 Eyrarlandsvegi, www.fsa.is

Heilsugæsla - Sjúkrahús

Heilbrigðisstofnun ÞingeyingaSími: 464 0500 www.heilthing.is

Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki, sími 455 4000 www.hskrokur.is

Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, Sími 463-0100 Eyrarlandsvegi, www.fsa.is

145

ÁRBÓ

K 20

12 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Umhverfisstefna

Umhverfisstefna félagsins er leiðbeiningar um það hvernig æskilegt er að starfsfólk og félagar umgangist land og náttúru. Umhverfisstefnan nær til allra félags- og starfsmanna. Umhverfis-stefnunni er ætlað að minna félaga og starfsmenn á mikilvægi virðingar við náttúru og umhverfi. Umhverfisstefnunni er ætlað að varðveita gott orðspor félagsins, ímynd og trúverðugleika.

Við leggjum sérstaka áherslu á eftirtalda þætti:

– Við tökum tillit til umhverfismála í allri starfsemi félagsins og stuðlum þannig að betra um-hverfi til sjós og lands.

– Við sýnum viðkvæmum landssvæðum virðingu og leitumst við að valda sem minnstu tjóni í umhverfinu þegar unnið er við björgun, verið við æfingar eða á ferðalögum.

– Við höfum að leiðarljósi að utanvegaakstur sé ekki stundaður nema í brýnustu neyð og með eins litlum umhverfisáhrifum og kostur er.

– Við kynnum og hvetjum til vistvæns aksturs og siglinga. – Við kynnum félögum Slysavarnafélagsins Landsbjargar umhverfismál og hvetjum þá til

góðrar umgengni í störfum sínum. – Við stefnum að því að setja okkur mælanleg markmið í umhverfismálum, svo sem varðandi

endurvinnslu, innkaup og úrgang. – Við fylgjum öllum stjórnvaldskröfum sem gerðar eru varðandi umhverfismál. – Við vinnum í náinni samvinnu við félaga, viðskiptavini og þjónustuaðila um að þeir uppfylli

umhverfismarkmið félagsins.Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur einsett sér að vera til fyrirmyndar í umgengni við land og náttúru.

Ískrókur

Valberg ehf.

[email protected]

Verkalýðsfélagið Hlífwww.hlif.is

Verslunarmannafélag Suðurnesjawww.vs.is vsvs.is

Vestmannaeyjahöfnwww.vestmannaeyjar.is

Vesturbyggðwww.vesturbyggd.is

Vélsmiðjan Foss ehf.

Vopnafjarðarhöfnwww.vopnafjardarhreppur.is

VRwww.vr.is

Vörður tryggingarwww.vordur.is

Þórsberg ehf.

Þórsnes

Eftirtaldir aðilar styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:

www.66north.is Klæddu þig vel

Höfuðborgarsvæðið: Bankastræti 5 og 9, Faxafen 12, Kringlan, Smáralind og Miðhraun 11 Akureyri: GlerártorgKefl avík: Leifsstöð og söluaðilar um allt land

Það eru til óteljandi orð um misjöfn veðuraðeins ein leið til að klæða þau af sér.