Ársskýrsla st. georgsgildisins í hafnarfirði 2012-2013

8
Skýrsla stjórnar 2012-2013

Upload: gudni-gislason

Post on 09-Mar-2016

231 views

Category:

Documents


9 download

DESCRIPTION

Ársskýrsla St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 2012-2013

TRANSCRIPT

Page 1: Ársskýrsla St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 2012-2013

Aðalfundur 28. febrúar 2013 1

Skýrsla stjórnar 2012-2013

Page 2: Ársskýrsla St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 2012-2013

2 St. Georgsgildið í Hafnarfirði Starfsskýrla 2012 - 2013

AðalfundurAðalfundur var haldinn 9. febrúar 2012. Flutt var skýrsla stjórnar og reikningar kynntir og samþykktir. Guðbjörg Guðvarðardóttir gildismeistari gaf ekki kost á áframhaldandi setu í stjórn en féllst á að sitja þangað til annar fengist. Gjaldkeri Jóna Bríet  Guðjónsdóttir gaf ekki heldur kost á sér og tók Edda M. Hjaltested meðstjórnandi við hennar stöðu fram í maí en þá var boðað til framhaldsaðalfundar þar sem ekki hafði tekist að finna fólk til að gefa kost á sér. Fjallað var vítt og breitt um stöðu gildisins. Á framhaldsaðalfundi 24. maí 2012 var ný stjórn kjörin að tillögu uppstillinganefndar:

Gildismeistari: Guðni Gíslason (til eins árs) Gjaldkeri: Pétrún Pétursdóttir (til tveggja ára) Meðstjórnandi: Ægir Ellertsson (til tveggja ára)

Varamenn: Edda M. Hjaltested (til eins árs) Sigurður Baldvinsson (til eins árs)

Fyrir í stjórn voru:

Varagildismeistari: Edda M. Halldórsdóttir (kjörin til tveggja ára 2011) Ritari: Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir (kjörin til tveggja ára 2011)

Ekki var ákveðið á fundinum hvor gegndi embætti gjaldkera og ritara en á fyrsta stjórnarfundi var ákveðið að Pétrún yrði gjaldkeri og Ægir yrði meðstjórnandi. Sveinn Þráinn Jóhannesson og Ragnheiður Sigurbjartsdóttir voru kjörnir skoðunarmenn reikninga til eins árs. Á fundinum voru eftirfarandi formenn nefnda kjörnir en stjórn skipaði síðar nefndarfólk sem með þeim er talið:

Skálanefnd:

• Ólafur Kr. Guðmundsson, formaður• Albert J. Kristinsson• Egill Strange• Hreiðar Sigurjónsson• Ragnar Sigurðsson

Minjanefnd gildisins og Hraunbúa

• Ólafur Proppé, fulltrúi gildisins• Sigurður Baldvinsson, fulltrúi gildisins• Jóna Bríet Guðjónsdóttir starfar með nefndinni• Ásgeir Ólafsson, fulltrúi Hraunbúa• Guðvarður B. F. Ólafsson, fulltrúi Hraunbúa

Uppstillinganefnd:

• Hreiðar Sigurjónsson, formaður

Friðarljóssnefnd:

• Renata Scholz, formaður• Árni Rosenkjær• Guðríður Karlsdóttir

Laganefnd:

• Gunnar Einarsson, formaður• Sveinn Þráinn Jóhannesson• Ása María Valdimarsdóttir

Skemmtinefnd/ferðanefnd

• Anna Þormar• Dagbjört Lára Ragnarsdóttir• Hallfríður Helgadóttir

Leiðisnefnd EJ

• Skálanefnd

Áður en gildismeistari var kjörinn sagði Guðni Gíslason, sem var einn tilnefndur, að hann væri tilbúinn til þess að gegna embættinu til þess að geta unnið að eflingu eldriskátastarfs í Hafnarfirði. Hann vildi vinna að því að stofna nýtt gildi eða ný gildi í Hafnarfirði og samtök skátagilda í Hafnarfirði sem ættu Skátalund og tryggði framtíð hans óháð afkomu einstakra gilda. Vildi hann að þessi stefna væri ljós áður en komið væri að kosningu. Óskaði hann eftir meðbyr til þeirra starfa og sagði hann að með þessum hugsjónum væri hann tilbúinn til starfa.

Page 3: Ársskýrsla St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 2012-2013

Aðalfundur 28. febrúar 2013 3

StjórnFormlegir stjórnarfundir voru haldnir í Skátalundi og að heimili formanns. Þegar mikið lá við voru samskipti í tölvupósti notuð milli formlegra stjórnarfunda. Varamenn voru boðaðir á alla fundina.

• Gildismeistari: Guðni Gíslason (til eins árs)• Varagildismeistari: Edda M. Halldórsdóttir (kjörin til eins árs 2010)• Ritari: Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir (kjörin til eins árs 2010)• Gjaldkeri: Pétrún Pétursdóttir (til tveggja ára)• Meðstjórnandi: Ægir Ellertsson (til tveggja ára)

Varamenn: Edda M. Hjaltested (til eins árs) Sigurður Baldvinsson (til eins árs)

FélagarÍ lok starfsársins voru félagar 78 talsins en á starfsárinu létust Jóhannes Ágústsson 15. nóvember 2012 en hann hafði verið rúmt ár í gildinu, Kristinn Jóhann Sigurðsson sem lést 9. febrúar 2013 en hann er einn af okkar elstu félögum og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir gildið og Egill Strange, einn af stofnfélögunum lést 27. febrúar en hann hefur verið einn af öflugu félögunum í skálanefnd. Við skoðun á aldursdreifingu félaganna kemur eftirfarandi í ljós:

• Meðalaldur 70,6 • Elstur 89,2• Yngstur 35,8 • Miðgildi 74,9

Ekki hefur verið gert átak í að fjölga í gildinu á starfsárinu og beðið eftir stofnun nýs gildis. Vonandi verður hægt að taka inn nýja félaga á komandi starfsári en tveir skátar hafa þegar sýnt áhuga.

Heiðursfélagar:Ólafur Guðmundsson var gerður að heiðursfélaga 20. mars 2004. Hörður Zóphaníasson var gerður að heiðursfélaga á 80 ára afmæli hans 25. apríl 2011.

FélagsstarfiðÁ fyrsta fundi sínum 22. júní 2012 gerði stjórnin metnaðarfulla starfsáætlun fyrir allt starfsárið. Ýmsu þurfti að breyta en þó hefur tekist að fylgja henni að mestu. Að venju liggur hefðbundið fundarstarf niðri yfir sumarmánuðina en að fenginni reynslu er skoðandi að bjóða upp á starf í þessari paradís sem Skátalundur er á sumrin.

Landsmót skáta:Fjölmargir félagar í gildinu tóku þátt í Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni sem haldið var í tilefni 100 ára skátastarfs á Íslandi. Tóku þeir að sér ýmis störf fyrir mótið og fyrir Hraunbúa.

Gildismeistari tók á móti þó nokkrum gildisfélögum á heimsóknardegi mótsins og var ánægjulegt að sjá hvað margir sáu sér fært að mæta. Gildismeistari saknaði þess að eiga ekki fána gildisins til að geta flaggað við tjald sitt.

Hittingur í Skátalundi:16. ágúst var boðað til óformlegs hittings í Skátalundi og var mæting ágæt í frábæru veðri og tuttugu stiga hita. Það fór vel um þá gildisfélaga sem mættu á þennan „hitting“ þar sem kynntur var nýr leigusamningur við Hafnarfjarðarbæ  um leigu á skálanum. Einnig var kynnt nýtt skipulag og þinglýstur lóðarsamningur við Hafnarfjarðarbæ. Eftir að hafa sungið nokkur lög eftir Tryggva Þorsteinsson í tilefni af endurútgáfu söngbókar hans héldu flestir í göngu um landið á meðan hinir sötruðu kaffi og bitu í kökur. Sveppir voru tíndir og fróðleik deilt á milli manna. Áður en haldið var í skálann á ný var komið við í Riddaralundinum. Í skálanum beið rjúkandi kaffi, kökur og kex. Þessum ánægjulega hittingi lauk svo með söng, mest textar eftir Tryggva, við gítarglamur gildismeistara. Nína klippari, gamall skáti úr Keflavík og skátamamma var gestur á þessum fundi.

Skógardagur fjölskyldunnar:18. ágúst var Skógardagur fjölskyldunnar sem gild-ið hefur tekið þátt í en vegna óheppilegrar tíma-steningar (menningarnótt) var ákveðið að taka ekki þátt að þessu sinni. Lagt hefur verið til við Skóg-ræktarfélagið að huga betur að tímasetningu næst og hugsanlega að nýta sunnudag. Var vel tekið í það.

Page 4: Ársskýrsla St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 2012-2013

4 St. Georgsgildið í Hafnarfirði Starfsskýrla 2012 - 2013

Hugmyndafundur:13. september var boðað til hugmyndafundar í Hraun byrgi og mikið lagt í undirbúning. Því voru það mikil vonbrigði hversu fáir mættu. Setið var við eitt borð og hugmyndir lagðar fram um starfið, m.a. um afmælishald og fl.

Skátakvöldvaka með Hraunbúum:11. október stóð gildið ásamt Hraunbúum fyrir sameiginlegri kvöldvöku í Hraunbyrgi. Skemmst er frá að segja að salurinn var troðfullur og dagskrá þétt með söng, skemmtiatriðum og vígslu skáta sem okkar félagar höfðu sérstaklega ánægju af að fylgjast með. Kakó og meðlæti bauð gesta í lokin og sáu okkar félagar um það að mestu en Hraunbúar um kvöldvökuna sjálfa. Mikil ánægja var á báðum stöðum með kvöldvökuna og vilji var til þess að endurtaka þetta, jafnvel með meiri þátttöku gildisfélaga í sjálfri kvöldvökunni.

Vináttudagurinn:Tæplega 60 skátar frá flestum St. Georgsgildum á landinu tóku þátt í Vináttudegi St. Georgsskáta sem St. Georgsgildið í Hafnarfirði hélt 28. október 2012. Vandað var til dagsins sem hófst með athöfn í Hraunbyrgi þar sem gildismeistari bauð gesti velkomna, flutti vináttboðskapinn og söngvar tengdir vináttu voru sungnir.

Anna Íris Pétursdóttir, ungur Hraunbúi heillaði fólk upp úr skónum með fallegri hugleiðingu um vináttu í skátastarfi og Hrefna Hjálmarsdóttir landsgildismeistari flutti ávarp og flutti kveðjur að utan.

Þá var Gallerí Múkki heimsótt þar sem skátinn Lárus Jón Guðmundsson tók höfðinglega á móti okkar í glæsilegu galleríinu þar sem kona hans Aðalheiður Skarphéðinsdóttir hefur vinnustofu. Þaðan var svo farið í Annríki en þar tók Guðrún Hildur Rosenkjær á móti gestum og fræddi um gerð þjóðbúninga og varðveislu þeirra. Færri komust að en vildu í einu og þurfti Hildur að flytja kynningu sína tvisvar.

Dagskránni var svo framhaldið í Hraunbyrgi þar sem beið gesta dekkuð borð, kaffi og glæsileg kaka með mynd af skálanum okkar á. Diskarnir voru litamerktir og gestirnir drógu liti svo tilviljun réð hverjir sátu saman. Ólafur Proppé sagði frá starfi minjanefndar og Guðni gildismeistari sagði frá fyrirhugaðri stofnun nýs gildis, góðu samstarfi við Hraunbúa og þakkaði svo gestum fyrir komuna og sleit formlega vináttudeginum en gestir spjölluðu saman eins og góðum vinum sæmir og skoðuðu minjar í Hraunbyrgi.

Sameiginlegur fundur með Kópavogsgildinu:Sameiginlegur fundur Kópavogsgildisins og Hafnar-fjarðargildisins var haldinn í Skátalundi 8. nóvember 2012. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur og félagi í Hjálparsveit skáta í Garðabæ flutti mjög áhuga-vert og skemmtilegt erindi um eldfjöll og eldgos á Reykjanesi. Á mjög skipulagðan máta sagði hann frá sprungukerfinu á Reykjaneshryggnum, frá eldgosum fyrri tíma og hvar hugsanlega gæti gosið næst. Þá skýrði hann frá þeim þáttum sem ráða því hvert hraunstraumar liggja. Taldi hann mestu líkur á að næsta gos yrði í Móhálsadal, ekki langt frá Djúpavatni!

Síðan var kaffið teygað og kökurnar hurfu eins og dögg fyrir sólu enda snæddar í góðra vina hópi. Félagar í St. Georgsgildinu í Kópavogi þökkuðu fyrir ánægjulegan fund og buðu félögum í St. Georgs-gildinu í Hafnarfirði á fund með sér í mars,

Tæknifundur22. nóvember var boðað til tæknifundar - Skype, Facebook og snjallsímar. Mikið var lagt í undirbúning og ungir skátar úr Hraunbúum voru fengnir til að aðstoða auk eins utanaðkomandi. Enn á ný var mæting félaga mikil vonbrigði og enn á ný var setið við aðeins eitt borð. Fundurinn var hins vegar hinn ánægjulegasti og nutu þeir sem komu vel fræðslunnar og lærðu margt nýtt um galdra nýrrar tækni.

FriðarljósiðFriðarljósið var afhent í Skátamiðstöðinni 29. nóvem-ber og sótti Sigurður Baldvinsson logann fyrir okkar hönd. Hann var svo afhentur kirkjunum í bænum í samstarfi við Hraunbúa, í Hafnarfjarðarkirkju, Ástjarnarkirkju og Víðistaðakirkju 9. desember og til Fríkirkjunnar í Jólaþorpinu 16. desember.

JólafundurinnSunnudaginn 9. desember var haldinn hinn hefð-bundni jólafundur gildisins. Þangað mættu gildisfélagar ásamt börnum og barnabörnum og skemmtu sér við jólasöngva og dans í kringum bálið þar sem jólasveinninn kom í heimsókn færandi hendi. Jólasaga og jólaguðspjallið var lesið og ekki má gleyma glæsilegri kökuveislunni í Skátalundi.

LeikhúsferðSunnudaginn 10. febrúar var boðið upp á leikhúsferð í Gaflaraleikhúsið. Þar sáu gildisfélagar hið bráð-skemmtilega leikrit Hjartaspaða og tækifæri gafst á að spjalla við leikarana á eftir sem var einstaklega fróðlegt.

Page 5: Ársskýrsla St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 2012-2013

Aðalfundur 28. febrúar 2013 5

Skátakvöldvaka með HraunbúumFimmtudaginn 21. febrúar vorum við með sameigin-lega kvöldvöku með Hraunbúum í Hraunbyrgi. Þetta var önnur sameiginlega kvöldvakan á starfs árinu og tókst hún mjög vel. Að þessu sinni tókum við meiri þátt, gildismeistari sá um lagaval og að gera skyggnur með textum og Hreiðar var annar gítarleikaranna. Kristjana stjórnaði hinu bráðskemmtilega atriði um Lilla litla og birnina þrjá við góðan orðstír.

Stofnun nýs skátagildisStarfsárið hefur verið nýtt til að undarbúa stofnun nýs skátagildis. Gildismeistari kynnti hugmyndir um stofnun nýs skátagildis og regnhlifarsamtaka skátagilda í Hafnarfirði sem komi til með að eiga skálann og svæðið en þau gildi sem starfa í Hafnarfirði standi að þeim regnhlífarsamtökum. Þannig séu það í raun alltaf gildisskátar framtíðar-innar sem eigi skálann óháð gengi hvers gildis. Hugmyndirnar fengu góðar viðtökur en þær voru kynntar á fundum og í Gildispóstinum.

Yngri skátar hafa sýnt áhuga á að starfa í nýju gildi og hefur verið tekinn saman listi með áhugasömum félögum. Uppkast af lögum nýs gildis og regnhlifarsamtaka hefur verið gert og Davíð Már Bjarnason hefur tekið að sér að vinna með gildismeistara að stofnun gildisins. Markmiðið var að ganga frá stofnun í febrúar en björtustu vonir ganga ekki alltaf upp og stefnt er að því að kynningarfundur og stofnfundur viku síðar verði haldnir í mars.

LandsgildiðÁrlegur fundur stjórnar St. Georgsgildanna á Íslandi með gildismeisturum og aðstoðargildismeisturum var haldinn 3. nóvember í Skátamiðstöðinni og þrátt fyrir vont veður var mæting ágæt. Kynnt var starfið í gildunum sl. ár og kom fram að starfið er fjölbreytt.

Meðal þess sem var til umræðu var Bálið og heima-síðan sem þróaðist út í ágætar umræður um sýnileika gildanna og spurningar voru settar fram um það hvað við vildum fá með þessari útgáfu. Hvatt var til þess að skoða vel heimasíðuna og þróa hana til að geta orðið góður upplýsingarbrunnur um störf gildisskáta á Íslandi.

Gildismeistari lagði til að Landsgildið yrði nefnt „Skátagildin“ og formlega „Skátagildin á Íslandi“. Var vel tekið í þetta og áhugi að nota þetta strax samhliða formlega nafninu. Rætt var um Facebook síðuna „Skátagildi“ en þar hafa fjölmargir tengst síðunni, yngri skátar sem eldri og erlendir gildisfélagar, ekki

síst eftir að tengill á hana var settur á Facebook síðu alþjóðasamtakanna ISGF.

Tillögur voru settar fram um að fækka í landsgildis-stjórn úr 7 í 5 en sú tillaga verður tekin fyrir á landsgildisþinginu 4. maí nk. á Akureyri. Þá var Evrópuþing ISGF „Crossing Borders“ sem haldið verður 4.-8. september 2013 um borð í M/S Mariella sem siglir milli Stokkhólms til Helsinki, kynnt. Árlegir viðburðir á vegum Landsgildisins eru Vináttu-dagurinn í október, sem við sáum um eins og áður er getið og St. Georgsdaginn í apríl en Landsgildisþing er svo haldið annað hvert ár.

FulltrúarSt. Georgsgildið í Hafnarfirði á einn fulltrúa í lands gildisstjórn, Claus Hermann Magnússon spjaldskrárritara auk þess sem Guðvarður B. F. Ólafsson er í varastjórn landsgildisins.

Þá sér Guðni Gíslason um útlit og umbrot á Bálinu.

GildispósturinnGildispósturinn kom út sex sinnum á starfsárinu. Gildismeistari hefur séð um útgáfu hans en hann er sendur öllum félögum í pósti auk þess sem hann er aðgengilegur á heimasíðu okkar. Hönnunarhúsið ehf. hefur kostað prentun og áritun á Gildispóstinum án endurgjalds.

SkátalundurGerður var leigusamningur við Hafnarfjarðarbæ um leigu á Skátalundi undir skógardeild leikskólans Hlíðarenda frá 1. sept. til 30. júní. Starf leikskólans hefur gengið mjög vel og mikil ánægja með aðstöð-una. Samstarfið hefur gengið mjög vel og hefur Hafnar fjarðarbær þegar óskað eftir framlenginu á samningnum.

Skálanefndin hefur sem fyrr séð um Skátalund með Ólaf K. Guðmundsson í broddi fylkingar. Heldur hefur kvarnast úr skálahópnum en Hreiðar Sigurjónsson kom inn sem nýr skála nefndarmaður á síðasta ári en fleiri vinnandi hendur þarf við ýmsar lagfæringar og endurbætur sem eru framundan.

Nýr lóðarsamningurLangþráður lóðarsamningur var undirritaður 3. ágúst en fyrri stjórn hafði unnið að undirbúningi hans. Á lokasprettinum tókst að fá skátanafn á lóðina og nefnist hún nú í opinberum gögnum Kaldárselsvegur skáta en hún er rúmir 7 ha að stærð.

Page 6: Ársskýrsla St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 2012-2013

6 St. Georgsgildið í Hafnarfirði Starfsskýrla 2012 - 2013

GöngustígarEftir viðræður við nágranna okkar, Skógræktarfélag Hafnarfjarðar hefur það lýst vilja til að leggja göngustíg sem tengdi svæði skógræktarfélagsins við okkar svæði og í gegnum það, ofarlega á svæðinu. Fyrir liggur að gera samstarfssamning við skógræktarfélagið.

Samstarf við HraunbúaÁnægjulegt samstarf hefur verið við Skátafélagið Hraunbúa og fundaði gildismeistari með stjórn Hraunbúa sl. sumar. Þar kom fram vilji um samstarf og mögulegan samstarfssamning á milli félaganna. Samstarfið endurspeglaðist í tveimur sameiginlegum kvöldvökum og góðu samstarfi í Minjanefnd. Er vonandi að samstarfið eigi eftir að þroskast og nýtast báðum félögunum vel.

ÝmislegtÁkveðið hefur verið að gera fána gildisins til að hafa á stöng og að því tilefni var unnið merki gildisins sem kynnt er á forsíðu þessarar skýrslu. Merkið er einfalt, skátaliljan og skátasmárinn í endurbætri útgáf á merki alþjóðasamtakanna á bláum grunni með nafni félagsins í hring um merkið.

Merkið, sem má nota í ýmsar merkingar, hefur að markmiði að gera gildisfélaga og starf gildisins sýnilegri.

Þakkir og hugleiðingarGildismeistari vill koma á framfæri þökkum til stjórn-armanna og allra þeirra sem lagt hafa starfinu lið á starfsárinu, bæði félagsmanna og annarra. Það er ánægjulegt að fólk er tilbúið til að leggja okkur lið með fyrirlestrum og á annan hátt og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Með söknuði kveðjum við félaga sem farnir eru heim og minnumst þeirra með virðingu og þakklæti.

Gildið stendur á tímamótum, fagnar 50 ára afmæli á þessu ári. Ennþá eru margir stofnfélagar í gildinu sem er einkar ánægjulegt sem og aðrir sem hafa starfað í gildinu í áratugi. Það er vilji núverandi stjórnar að í kjölfar stofnunar nýs gildis verði gert átak í að fá inn nýja félaga.

Umhverfi Skátalundar er orðin paradís og ef skoðaðar eru aldarfjórðungsgamlar myndir þá sést að mörg tré hafa vaxið til himins á þessum tíma. Nú er komið að plöntun trjáa í bland við skógarhögg og víða þarf að grisja og snyrta til að gera umgengni um skóginn betri. Þannig má gera skóginn að ævintýraparadís ungu skátanna og annarra sem njóta skógarins. Það er vonandi að það skapist áhugi yngri félaga til að vinna að uppbyggingu á svæðinu.

Til að fjármagna framkvæmdir höfum við fátt annað en leigutekjur því félagsgjöld gera lítið annað en að greiða kostnað við almennan rekstur gildisins. Þannig þurfum við að skoða hvernig við getum nýtt skálann og svæðið á sem bestan hátt og hvað þurfi að gera til að mögulegt sé að hafa enn meiri leigutekjur af skálanum en við gerum í dag.

Að lokum vill gildismeistari hvetja gildisfélaga til að taka þátt í viðburðum á vegum gildisins og ekki síst að tjá sig um starfið og taka með sér gesti á fundi, ekki síst þá sem gætu hugsað sér að starfa með gildinu.

Hafnarfirði 28. febrúar 2013 f.h. stjórnar St. Georgsgildisins í Hafnarfirði

Guðni Gíslason gildismeistari

Page 7: Ársskýrsla St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 2012-2013

Aðalfundur 28. febrúar 2013 7

Félagatal

1. Albert Kristinsson2. Anna Þormar3. Arndís Kristinsdóttir4. Árni Rosenkjær5. Ása María Valdimarsdóttir6. Ásdís Elín Guðmundsdóttir7. Áslaug Guðmundsdóttir8. Ásthildur Magnúsdóttir9. Ásthildur Ólafsdóttir10. Benedikt Sveinsson11. Bergur Jónsson12. Claus Hermann Magnússon13. Dagbjört Lára Ragnarsdóttir14. Dóra Pétursdóttir15. Edda M. Halldórsdóttir16. Edda M. Hjaltested17. Elín Soffía Harðardóttir18. Elsa Kristinsdóttir19. Erla Þórðardóttir20. Fríða Ragnarsdóttir21. Guðbjörg Guðvarðardóttir22. Guðni Gíslason23. Guðríður Karlsdóttir24. Guðvarður Björgvin F. Ólafsson25. Gunnar Rafn Einarsson26. Gunnhildur B Þorsteinsdóttir27. Halldór Ámundason28. Hallfríður Helgadóttir29. Herborg Friðriksdóttir30. Hermann Sigurðsson31. Hjördís Jónsdóttir32. Hreiðar Sigurjónsson33. Hörður Zóphaníasson34. Ingibjörg Guðmundsdóttir35. Jón Bergsson36. Jón Kr. Jóhannesson37. Jón Sigurbjörnsson38. Jóna Bríet Guðjónsdóttir39. Kristín Svanhildur Pétursdóttir

40. Kristín Þorvarðardóttir41. Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir42. Lárus Steindór Björnsson43. Lizzi D. Baldvinsson44. Nellý Ragnarsdóttir45. Nína Edvardsdóttir46. Ólafur Ásgeirsson47. Ólafur Kr. Guðmundsson48. Ólafur Pálsson49. Ólafur Proppé50. Ólöf Jónsdóttir51. Páll Hreinn Pálsson52. Pétrún Pétursdóttir53. Ragnar Sigurðsson54. Ragnheiður Kristinsdóttir55. Ragnheiður Sigurbjartsdóttir56. Ragnheiður Sigurðardóttir57. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir58. Rannveig Ólafsdóttir59. Rebekka Árnadóttir60. Renata Scholz61. Sigríður Júlía Bjarnadóttir62. Sigrún Edvardsdóttir63. Sigrún Hjördís Grétarsdóttir64. Sigurður Baldvinsson65. Sigurður H. Þorsteinsson66. Sigurlaug Jónína Jónsdóttir67. Sigursveinn Helgi Jóhannesson68. Sjöfn Lára Janusdóttir69. Steinunn M. Benediktsdóttir70. Svala Jónsdóttir71. Sveinn Þráinn Jóhannesson72. Torfhildur Steingrímsdóttir73. Þóra Sigurjónsdóttir74. Þórdís Kristinsdóttir75. Þórdís Steinunn Sveinsdóttir76. Þórunn S. Kristinsdóttir77. Ægir Ellertsson78. Örn Bergsson

Page 8: Ársskýrsla St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 2012-2013

St. Georgsgildið í Hafnarfirði Starfsskýrla 2012 - 2013