Ástand a

24
Ól. H. Jóh. Mars 2007 Ástand a Hvað felst í skólaþróun? Ástand b Tími Sóknarmör k Aðgerðir Gæðavísar G æ ð i

Upload: blake-may

Post on 15-Mar-2016

41 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

Hvað felst í skólaþróun?. Ástand a. Sóknarmörk Aðgerðir Gæðavísar. G æ ð i. Ástand b. Tími. Hvað felst í skólaþróun?. Hvaðan kemur frumkvæðið: Skólar þurfa að bregðast við bæði: Innri og ytri þörfum og kröfum Laga sig að - taka frumkvæði - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Page 1: Ástand a

Ól. H. Jóh. Mars 2007

Ástand a

Hvað felst í skólaþróun?

Ástand b

Tími

SóknarmörkAðgerðirGæðavísarG

æði

Page 2: Ástand a

Ól. H. Jóh. Mars 2007

Hvað felst í skólaþróun?

Hvaðan kemur frumkvæðið: Skólar þurfa að bregðast við bæði:

– Innri og ytri þörfum og kröfum» Laga sig að - taka frumkvæði

“Skóli í þróun er skóli sem hefur lært að læra og hefur öðlast burði til að fást við nýjar kröfur þannig að öllum komi að gagni“

Page 3: Ástand a

Ól. H. Jóh. Mars 2007

Hvað felst í skólaþróun?Breytingaferli:

Missir SkuldbindingGömul hæfni Ný hæfniRuglingur HeildstæðniÁgreiningur Samstaða

Page 4: Ástand a

Ól. H. Jóh. Mars 2007

Hvað felst í skólaþróun?

1. Hvað þarfnast úrbóta?

2. Hver er staðan?

3. Hvert viljum við stefna?

4. Hvernig náum við þangað

5. Hvernig miðar?

Page 5: Ástand a

Ól. H. Jóh. Mars 2007

Hvað felst í skólaþróun?

Efnið á næstu glærum er úr bókinni: Fullan, Michael. 2001. The new meaning of educational change. London: RouthledgeFalmer, einkum úr köflum 4-5.

Ekki er skortur á tillögum um hvernig eigi að bæta úr ágöllum skólastarfs, en þær koma til lítils ef ekki er til staðar þekking á því hvarnig unnt er að hefjast handa og hvaða öfl eru þar að verki.

Um þetta efni fjalla kaflar 4 og 5. Um þróunarstarf gilda engar fastar og hraðvirkar reglur,

fremur er unnt að gefa góðar ábendingar sem laga þarf að aðstæðum á hverjum stað. Og einmitt hugtakið “staðbundnar aðstæður” er mikilvægt í þessu samhengi.

Page 6: Ástand a

Ól. H. Jóh. Mars 2007

Hvað felst í skólaþróun? Fullan: 4. kafli

Oft er þróunarstarfi skipt í þrjá fasa sem samanlagt taka yfir talsvert langan tíma.

Fyrst er upphafið (initiation). Mikilvægt er að til þess sé vandað. Þá er viðfangsefnið rætt og skilgreint og leitað að sameiginlegum skilningi og samstöðu um það. Þessum fasa þarf að gefa góðan tíma, getur jafnvel skipt árum.

Næsti fasi er að festa í sessi (implementation). Þessi hluti er oft notaður um 2-3 fystu árin sem verkefnið er í gangi og er að öðlast fótfestu í stofnuninni.

Page 7: Ástand a

Ól. H. Jóh. Mars 2007

Hvað felst í skólaþróun? Fullan: 4. kafli

Í þriðji fasanum (institutionalization) er reynt að festa viðfangsefnið varanlega í sessi í stofnuninni, gera það að hluta hins venjubundna starfs, (stundum á stirðu máli kallað að stofnanagera). Fullan segir að oft taki þessi hluti allt upp í tvö ár. Heildartími þróunarverkefnis sem er víðtækt og róttækt getur því samtals tekið 5 – 10 ár.

Höfundur vekur athygli á að þessir þrír fasar eru gagnvirkir eins og örvarnar á næstu glæru sýna og þegar hafist er handa er verið að leggja grunn að næsta fasa.

Page 8: Ástand a

Ól. H. Jóh. Mars 2007

Hvað felst í skólaþróun? Fullan: 4. kafli

Ákvarðanirum að

hefjast handa

Gæði þróunarverksins

Aðgengi að upplýsingum

Frumkvæði frá stjórnvöldum

Frumkvæði frá kennurumYtri breytingavaldar

Stuðningur/Þrýstingur/andúð samfélagsins

Ný stefna stjórnvaldaFjárveitingar

Lausnaleit eða skrifræðislausn

Page 9: Ástand a

Ól. H. Jóh. Mars 2007

Hvað felst í skólaþróun? Fullan: 4. kafli

Á myndinni á bls. 54 er gefið yfirlit yfir þá þætti sem tengjast fyrsta fasanum, þ.e. þegar upphafið er ákveðið (initiation decision). Hverjum þessara átta þátta eru svo gerð skil í þeim texta sem á eftir fer.

1. Tilvist og gæði þróunarverkefna.Höfundur rekur dæmi úr bandarísku skólakerfi. Heppilegra til skilning fyrir okkur er að leita í eigin reynslu að íslenskum dæmum sem eiga við ykkar stofnanir eða þið þekkið af eigin raun.

Page 10: Ástand a

Ól. H. Jóh. Mars 2007

Hvað felst í skólaþróun? Fullan: 4. kafli

2. Aðgengi að upplýsingumHér er varpað fram spurningunni um hver hefur aðgengi að upplýsingum og hverjir hafa haft aðstöðu til að kynna sér nýjar hugmyndir sem á sveimi eru. Kannski þekkir skólastjóri hugmyndirnar vel og hefur haft ráðrúm til að kynna sér þær meðan aðrir starfmenn hafa ekki átt þess kost. Nú verður sífellt auðveldara að verða sér úti um upplýsingar, en það tekur tíma að vinna úr þeim og spurning er hvort allir sem málið varðar hafa þann tíma.

Page 11: Ástand a

Ól. H. Jóh. Mars 2007

Hvað felst í skólaþróun? Fullan: 4. kafli

3. Frumkvæði frá yfirvöldumUmbætur eiga sé að jafnaði ekki stað nema einhver ýti á þær. Allir geta nefnt dæmi um þróunarverkefni sem eiga rætur hjá yfirvöldum. Er ekki Skólastefna Hafnarfjarðar dæmi um það?

4. Frumkvæði frá kennnurumMörg dæmi má einnig finna um viðfangsefni sem eiga upptök sín í skólunum. Dæmi um slíkt eru allar þær fjölmörgu umsóknir sem árlega berast í þróunarsjóðina hér á landi.

Page 12: Ástand a

Ól. H. Jóh. Mars 2007

Hvað felst í skólaþróun? Fullan: 4. kafli

5. Ytri breytingavaldarAlgengt er að þeir sem stunda þróunarstörf verði sér úti um aðgang að sérfræðiráðgjöf og faglegum stuðningi.

6. Þrýstingur frá samfélaginu/ stuðningur/ andstaða/andúðHér rekur höfundur hvaða breytingar það eru í ytra umhverfinu sem auka líkur á að þrýst sé á um breytingar í skólum. En mikilvægt er þeir sem leiða breytingastarf séu vel “læsir” á umhverfi sitt.

Page 13: Ástand a

Ól. H. Jóh. Mars 2007

Hvað felst í skólaþróun? Fullan: 4. kafli

7. Ný menntastefna og fjárveitingarOft leiðir menntapólitísk stefnumörkun til breytinga á skólastarfi, einkum ef fjármagn fylgir.Höfundur bendir á tvennt í þessu samhengi. Stundum er stefnumörkun svo óskýr og almenn og lðítið fylgt eftir að skólar hafa svigrúm til að laga sig að henni eftir eigin skilningi, en í vöxt hefur færst að mati höfundar að slíkri stefnumörkun sé fylgt fast eftir og það getur kallað á andstöðu eða yfirborðslausnir. Er styttinga framhaldsskólans og auknar kröfur til grunnskólans dæmi um það?

Page 14: Ástand a

Ól. H. Jóh. Mars 2007

Hvað felst í skólaþróun? Fullan: 4. kafli

8. Lausnaleit eða skrifræðislausnStundum taka skólar við hugmyndum um þróunarstarf eða umbætur og gera þær virkilega að sínum, leita leiða til að breyta skólastarfinu þannig að hagsmunir nemenda séu hafðir að leiðarljósi, stundum eru lausnir hins vegar yfirborðslegar, skólar skreyta sig með nýbreytni (jólatrésskólinn) og eru þá fremur að hugsa um ímynd sín en raunverulega hagsmuni nemenda.

Page 15: Ástand a

Ól. H. Jóh. Mars 2007

Hvað felst í skólaþróun? Fullan: 5. kafli

Í fimmta kafla er fjallað um þátt nr. 2, að festa breytingar í sessi og halda þeim áfram.

“Breytingar í menntamálum eru tæknilega einfaldar en félagslega flóknar”. Út frá þessari setningu spinnur höfundur þráðinn í fysta hluta kaflans.

Í kaflanum greinir höfundur þá þætti sem ráða miklu um hvort áform ná að festa rætur í daglegu starfi.

Page 16: Ástand a

Ól. H. Jóh. Mars 2007

Hvað felst í skólaþróun?? Fullan: 5. kafli

A. Einkenni breytinga1. Þarfir2. Skýrleiki3. Hvesu flókið verkefnið er4. Gæði, framkvæmanleiki

B. Einkenni samfélagsins5. Skólahverfið6. Samfélagið7. Skólastjórinn8. Kennararnir

C. Ytri þættir9. Stjórnvöld og aðrir áhrifavaldar

Að festa breytingar í sessi

Page 17: Ástand a

Ól. H. Jóh. Mars 2007

Hvað felst í skólaþróun? Fullan: 5. kafli

Mikilvægt er að hafa í huga að menntabreytingar fela í sér nám fyrir hina fullorðnu sem hluta eiga að máli ekki síður en nemendur.

Gott er að hugsa sem svo: “Ef við lítum 2 ár fram í tímann, hvernig væri þá umhorfs ef breytingar næðu fram að ganga. Til frekari glöggvunar má spyrja: er um að ræða breytingar á námsefni, kennsluháttum eða viðhorfum?

Page 18: Ástand a

Ól. H. Jóh. Mars 2007

Hvað felst í skólaþróun? Fullan: 5. kafli

Og þá er að athuga hvaða þættir þetta eru sem úrslitum geta ráðið um farsæla framvindu.

Segja má að því fleiri þættir sem eru jákvæðir þeim mun meiri líkur eru á árangri.

Rétt er að ítreka að þessir þættir eru ekki einangraðir hver frá öðrum heldur ber að líta á þá sem þáttakerfi (breytukerfi).

Page 19: Ástand a

Ól. H. Jóh. Mars 2007

Hvað felst í skólaþróun? Fullan: 5. kafli

Undir lok kaflans er lögð áhersla á nokkur atriði:– Hætta er á að flókin viðfangsefni séu einfölduð um of– Árangur byggist 25% á því að hafa góðar hugmyndir og 75% á

því að leggja upp hyggilegt verklag og það er erfitt að læra af öðrum því hvert tilvik er sérstakt.

– Vandi er að ákveða hvernig best er að hefjast handa þegar breyting snertir mikinn fjölda starfsmanna.

– Bæði þrýstingur og stuðningur eru mikilvægir ef árangur á að nást. Vandinn er að meta hvenær þarf að beita þrýstingi og hvenær stuðningur er mikilvægur.

– Mikilvægt er að hugað sé jöfnum höndum að breytingum á verklagi og á viðhorfum.

– Eignarhald starfsmanna á viðfangsefninu er afar mikilvægt.

Page 20: Ástand a

Ól. H. Jóh. febr. 2005Ól. H. Jóh. nóv. 2005Ól. H. Jóh. nóv. 2005

Áhrif dreifstýringar á störf kennara í grunnskólum

Amalía Björnsdóttir, Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og Steinunn Helga Lárusdóttir

Page 21: Ástand a

Ól. H. Jóh. Mars 2007

Breytingar á faglegu sjálfstæði

513

39 36

7413

61

17

6

010203040506070

Minnkaðmikið

Minnkaðnokkuð

Er svipað Aukistnokkuð

Aukistmikið

Skólans

Þitt

Page 22: Ástand a

Ól. H. Jóh. Mars 2007

Vil hafa áhrif - fæ að hafa áhrif

7,9

8,8

9,1

6,5

6,9

5,8

7,3

8,2

2,9

4,0

0 10

Áherslur í skólanámskrá

Námsmat

Kennsluhættir

Skipan nemenda í bekki/hópa

Skóladagatal

Vil Fæ

Page 23: Ástand a

Ól. H. Jóh. Mars 2007

Vil hafa áhrif - fæ að hafa áhrif

7,9

5,7

6,9

5,1

6,8

6,4

6,7

3,3

2,9

1,3

3,6

2,9

0 10

Samstarf viðforeldra

Sjálfsmat skólans

Símenntunaráætlun

Fjárveitingar

Sérkennsla

Þróunarverkefni

Vil Fæ

Page 24: Ástand a

Ól. H. Jóh. Mars 2007

Hvað merkir breytingastarf?

Fáeinar ábendingar um lesefni: Baldur Gíslason. 1999. Að breyta skóla. Ný menntamál, 17. árg., 1.tbl.  Guðrún Kristinsdóttir. 1998. Ótroðnar slóðir: leiðbeiningar um þróunarstarf.

Reykjavík, Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands Jón Baldvin Hannesson, Rósa Eggertsdóttir og Rúnar Sigþórsson. 2002.

Aukin gæði náms - skóli sem lærir. Reykjavík, Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Rúnar Sigþórsson og fl. 1999. Aukin gæði náms. Skólaþróun í þágu nemenda. Reykjavík, Rannsóknarstofnun KHÍ. 

Rúnar Sigþórsson. 2004. Hún er löng, leiðin til stjarnanna. Þarfir nemenda, starfsþróun og skólaþróun. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Grein birt 17. nóvember

Steinunn Helga Lárusdóttir. 2002. Mat á skólastarfi. Handbók fyrir skóla. Reykjavík, Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Amalía Björnsdóttir, Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson. 2006. Mótun skólastarfs: Hver er hlutur kennara? FUM- Tímarit um menntarannsóknir, 3. 2006, 12 – 24.

Á þessaari heimasíðu er að finna lesefni um skólaþróun: http://skolastjornun.khi.is/ohj/lesefni.htm