beneventum ii

136
BENEVENTUM

Upload: beneventum-nfmh

Post on 10-Mar-2016

250 views

Category:

Documents


14 download

DESCRIPTION

Beneventum vorönn 2012.

TRANSCRIPT

Page 1: Beneventum ii

BENEVENTUM

Page 2: Beneventum ii

EFNISYFIRLITávarp ritstjórnar - 4fólkið í beneventum - 5síðasta beneventum - 6ávarp forseta - 7 ávarp húsvarðar - 8útskriftargrein almars - 10allt gott tekur einhverntímann enda - 14skoðanakönnun beneventi - 16hipsters - 20að vera innilokaður með eigin hugsunum - 22steidl biður að heilsa - 28tekið til í myrkrakompunni - 30hvar er lalli? - 32þýskuþáttur - 34tískuþáttur - 36flótti - 44list getur líka verið líkamsrækt - 46ljóðasamkeppni - 48nota bene - 52qr - 54seint kaupi ég kvennatímarit - 56apfelsin bros - 58beneventum fer í heimsókn - 60lolcano - 66pikköpplínur - 70nöllagrein - 72ljósmyndakeppni myrkrahöfðingja - 74og í ljós kemur þitt takmarkaða mannlega eðli - 78crêpeventum - 80stofa 48 - 82það sem busaárið kenndi mér - 84mh-ingar í útlöndum - 86það þarf vilja til - 90félag ungra jafnréttissinna - 91paint tvíæringurinn - 92spyrðu gettu betur spjörunum úr - 96skemmtiráðsannáll - 98söngkeppnisannáll - 99lagningadagar og mímisbrunnur - 100sigurvegari söngkeppni mh - 101sullið - 102gæslustjórannáll - 104neti yoga - 106hótel esmeralda - 108ska & skinheads - 114gunnlaugur tískugoð - 116orðin sem vantar - 118nfmh mælir með - 120af óhappi hárlausrar manneskju - 124model 101 - 126hverfaskiptingin, kvennabarátta og töfrateningamót - 128baráttan um borðin - 129

Page 3: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-1-

Page 4: Beneventum ii
Page 5: Beneventum ii

BENEVENTUMVOR 2012

Page 6: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-4-

Ritstjórn BeneventiBergur ÞórissonBjörk BrynjarsdóttirJúlía RunólfsdóttirKatrín Helga AndrésdóttirSalka ValsdóttirSolveig ÓskarsdóttirSölvi RögnvaldssonValgerður Jónsdóttir

Umbrot og hönnunJúlía Runólfsdóttir(www.juliarunolfs.com)

TeikningarHugi Þeyr GunnarssonJúlía RunólfsdóttirValgerður Jónsdóttir

PrentunÍsafoldarprentsmiðja

LjósmyndirBjörk BrynjarsdóttirJúlía RunólfsdóttirMyrkrahöfðingjar NFMHSalka ValsdóttirValgerður Jónsdóttir

Útgefandi og ábyrgðNFMH

ÁVARP RITSTJÓRNAR

Takk fyrir að kjósa lífið síðasta vor, sú ákvörðun hefur svo sannarlega glætt líf okkar stuði og ævintýrum! Beneventum er besti skóli sem við höfum farið í. Enginn áfangi í MH hefur kennt okkur jafn mikinn dugnað og erilsemi. Bene þjálfaði okkur líka í óþægilegum símtölum við ókunnuga og tölvupóstaskrif sem eitt sinn voru mikill hausverkur hættu að vera framandi. Mikilvægasta lexían var mögulega sú, að með viljann fyrir hendi er hægt að koma nánast hverju sem er í verk sama hversu frjarstæðukennt það er. Sunnudagsfundir héldu Beneventum uppi og urðu fljótt að órjúfanlegum parti af skólavikunni. Þeir sýndu okkur hvað samvinna og samvera eru mikilvægir þættir í að skapa eitthvað nýtt. Þrátt fyrir þá gríðarmiklu vinnu sem við höfum sett í gerð blaðsins hefur hún aldrei verið leiðinleg. Með réttu viðhorfi og skipulagningu er gerð skólablaðs gefandi og skemmtileg! Við erum ótrúlega ánægð að hafa ákveðið að gera þrjú blöð en ekki eitt. Við lærðum svo margt af fyrstu tvemur að hið þriðja er nánast fullkomið!

Beneventum gaf okkur tækifæri til að upplifa svo margt. Við gistum í eyðibýli og í fan-gelsi, heimsóttum skrítnasta hús Reykjavíkur og eignuðumst nýja og kæra vini. Við munum seint gleyma því þegar Björk braut rammann inní myrkrakompunni, þegar Sölvi laug uppá sig austurísku þjóðerni, þegar Vala burstaði í sér tennurnar inná ógeðfellda Njallaraklósettinu og þegar við mættum óvænt í brúðkaup á Hótel Búðum. Að spjalla við Bjarna Benedikt um tísku á hverjum degi í viku verður alltaf skemmtileg minning. Og síðast en ekki síst stendur gubbað af gleði óneitanlega upp úr. Tónlistarferill Beneventum er einnig glæstur! Við tókum upp lag sem hefur hlotið ómældar vinsældir en velgengi okkar í söngkeppni MH er kannski ekki neitt til að tala um (lifi Hrossaræktunarfélagið!). Við erum svo ánægð með viðtökur nemenda við blaðinu. Takk fyrir ljóðin! Takk fyrir greinar-nar! Takk fyrir hvatninguna og takk fyrir hrósin!Beneventum 2011-2012 kveður með tár í auga og bros á vör.

Og munið! þriðja hjólið er ávallt besta getnaðarvörnin!

Page 7: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-5-

1.

2.

3.

4.

5.

6.

7.

1.Bergur er rockstar. Hann er alltaf að djamma með celebum og refsar básún- unni á milli þess sem hann hellir salt-vatni upp í nefið á sér.

7.Salka er businn sem afsannar þá reglu að businn geri ekki neitt. Salka er líka með fullt af samböndum! Hún er klikk- uð!

4.Katrín Helga er legend í að lifa lífinu. Hún hefur sko hitt Johnny Rotten! Katrín stundar nám við Myndlistaskólann í Reykjavík en gefur sér þó tíma til þess að vera með í Beneventum.

5.Björk er formaður línuskautaklúbbs- ins Fáks og elskar Skátahreyfinguna. Drifkraftur hennar og jákvæðni eru vandfundin. Svo er hún líka beip!

2.Sölvi er fyrirmyndardrengur Ben-eventi. Hann hefur einu sinni skrópað í tíma, og það var vegna þess að Bene- ventum píndi hann til þess. Sölvi æfir fótbolta fimm sinnum í viku og hefur aldrei smakkað kaffi.

8.Vala uberfussjon dregur hópinn áfram. Hún er geggjað sniðug og ógeðslega nett og kúl. Hennar ofsa stóra bros og ofsa stóra hjarta bræða margan manninn.

3.Júlía er ofurhipster hópsins, hún gerir nett layout og er bara sjúklega kúl. Júlía er líka sérfræðingur í hákarlabíó-myndum.

8.

6.Sóla veit ótrúlegustu hluti og er ofur-hetju og sci-fi nörd. Hún er líka snill-ingur í að detta. Sóla er ógeðslega fyndin (bæði viljandi og óviljandi) það eru text- arnir hennar líka.

Page 8: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-6-

BENEVENTUM VOL. I

Page 9: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-7-

ÁVARP FORSETA

Þá er komið að annarri út-gáfu Beneventum sem þessir flottu og einstöku krakkar í ritstjórn Beneventum hafa unnið hörðum hönd- um að. Þegar önnur útgáfa Beneventum (þriðja ef busa-bene er talið með) kemur út gefur það okkur ekki bara til kynna hversu öflugt þetta ráð hefur verið í ár, heldur einnig að nú sé árið senn á enda. Þetta ár hefur svo sannarlega verið eitt stórt ævintýri. Ég vona svo inni- lega að það eigi við um ykkur

eins og mig þegar þið lítið til baka til þessa árs að þið munið mest eftir einhverju glensi og gamani. MH hefur svo margt til brunns að bera. Hér er enda- laust af flottu og fjölbreyttu fólki. Eitt sem virðist aftra fólki frá þátttöku innan NFMH er sú staðreynd að það heldur að því sé ekki velkomið að taka þátt. Margir virðast vera full-vissir um að nauðsynlegt sé að vera í stórfélaginu til að fá sínu framgegnt. Þetta er síður en svo satt. Þetta fólk sem er hluti af hinu svokallaða stór-

félagi á einmitt að vera fólkið sem gerir öllum öðrum auð- veldara að láta ljós sitt skína og koma sínum hugmyndum á framfæri. Svo næst þegar þið fáið eina af þessum brilliant hugmyndum eða einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að leita áfram. Það bítur enginn í MH. Að þessu sögðu vil ég nýta tækifærið til þess að þakka ykkur fyrir frábært ár og óska ykkur til hamingju með útgáfu Beneventum.

Njótið vel!

-KAREN MARÍA MAGNÚSDÓTTIR-

Page 10: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-8-

ÁVARP HÚSVARÐAR-GUÐLAUGUR GÍSLASON-

Klukkan er sjö að morgni. Nýr vinnudagur er hafinn. Bíla- plan Menntaskólans við Hamrahlíð er autt og stóra gráa byggingin í rökkrinu er eins og dimmur og kaldur stein- kassi. Stór útiljós lýsa upp nálægt umhverfið í von um að birtan haldi í burtu óboðnum gestum sem sækja í skjávarpa og tölvur. Ég geng inn í bygginguna og tek öryggiskerfið af og kveiki ljós á ganginum. Enn ríkir grafarþögn í bygg- ingunni fyrir utan einstaka bresti í loftræstikerfinu. Stund- um heyrast hljóð eins og einhver sé á ferli en þær hugsanir hverfa fljótt þegar ljósin kvikna og auðir bekkir og borð koma í ljós, vinnusvæði nemenda og kennara. Ég tek fjórar útidyrahurðir úr lás og ekki líður á löngu þar til ein og ein mannvera mætir á staðinn, bæði nemendur og kennarar. Kaldi og tómi kassinn lifnar við. Skvaldur og hlátur allra breytir kassanum í hlýjan íverustað þar sem allir eru mættir til að gera skyldu sína. Kennarar til að miðla fræðunum til nemenda og nemendur til að taka við fróðleik. Frjáls tími á milli kennslustunda er nýttur til kviðfylli og til að efla félagsleg tengsl. Þannig líða dagar, vikur, mánuðir og ár og fyrr en varir hefur nemandinn sem hóf veru sína í stóra kassanum lokið námi og er tilbúinn að útskrifast. Honum

má líkja við Tímon úr kvikmyndinni Konungi ljónanna sem er jarðköttur sem dvelur að mestu neðan jarðar en skýt- ur upp kollinum öðru hvoru til að skima í kringum sig. Þeir eru miklar félagsverur og halda hópinn margir saman þar sem þeir eru iðnir við að snyrta hver annan og gjarn- an stendur einn þráðbeint upp í loftið eins og vörður á meðan hinir leita sér ætis. Nemendur MH dvelja, í stórum og litlum hópum, ófáar stundir eins og neðan jarðar í stóru byggingunni, skjóta upp kollinum öðru hvoru til að skima í kringum sig en sleppa að lokum út þegar náminu lýkur. Undirritaður vonar að öllum Tímonum hafi liðið vel í skól- anum og hafi lært og þroskast nægilega mikið til að takast á við næstu áfanga lífsins. Einnig að minningar námstímans séu góðar og vinabönd haldi áfram að styrkjast þótt leiðir kunni að skiljast. Þið hafið gefið mér margar góðar minn- ingar og ég hugsa til ykkar þegar ég slekk ljósin á kvöldin og læsi hurðum í stóra gráa kassanum. Allt verður hljótt aftur en á morgun er nýr dagur og nýr hópur nýrra Tím- ona mun fylla skólann lífi. Ég kveð með frægri setningu Tímons: Hakuna matata, engar áhyggjur og óska ykkur alls góðs í framtíðinni.

Page 11: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-9-

Page 12: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-10-

- Ú TSKRIF TARGREIN -- Ú TSKRIF TARGREIN -AL MAR ST EINN AT L ASONAL MAR ST EINN AT L ASON

Page 13: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-11-

HVER MAN EKKI ÞEGAR EINHVER FÓR Í SLEIK VIÐ EINHVERN EINHVERS STAÐAR EINHVERN TÍMA?

Við Menntaskólann við Hamrahlíð er mikið líf, annað er ekki hægt að segja, en hvort mér líkar það bet- ur eða verr veit ég ekki og kemst líklega aldrei að. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um emm- há er félagsskapurinn, starfið og ódauðlegu hugmyndirnar sem þarna hafa fæðst. Ég tala núna fyrst og fremst um þau félög sem ég hef sjálfur tilheyrt og læt önnur liggja milli hluta. Byrjum á rafhljómsveitinni Electric Amputee og Mensafélagi fyllerísþyrstra menntskælinga. Mensafélagið varð reyndar seinna að Gáfumannafélaginu Gandalfi en aldrei hefur betri félagsskapur átt ánægjulegri stundir. Þar þekktu menn fólk sem þekkti fólk sem reykti gras og allt það. Þar flæddu hinar gullnu veigar og þótt umrædd hljómsveit ætti ekki nema 1 lag en 16 meðlimi og þótt mensafélagið mældist ekki með greindarvísitölu upp á nema 73 sökum áhrifa þessara gullnu veiga þá var gleðin við völd. Í þessum félagsskap fæddust margar meistaralegar áætlanir og ráðagerðir mannkynssögunnar og geta eflaust þeir emmháingar sem ekki þekkja til vitnað um svipuð stórvirki úr eigin félagsskap. Prímtölukerfið

7 er meðal þeirra afreka sem þarna voru unnin en það er hið fullkomna talnakerfi. Einnig voru uppi hugmyndir um að stela brauði og áleggi úr 10/11 til þess að vinna fyrir sér sem samlokusmyrjarar í eyðum og matarhléum. Þessar samlokur mátti svo selja með 100% hagnaði þar sem hráefnið væri fríkeypis. Við ætluðum á einhverjum tímapunkti bæði að kaupa bát og pulsuvagn. Á bátnum átti svo að ala upp barn í algerri fáfræði við kartöfluskrælingar undir fögru flaggi atferlisrannsókna. Báturinn átti að sigla með okkur um heiminn en barnið að sjá okkur fyrir nýskrældum kartöflum svo við fengjum ekki skyrbjúg. Pulsuvagninn átti á sínum tíma að sjá okkur bæði fyrir atvinnu, fæði og húsnæði ef erfið væri sambúðin með foreldrum okkar. Ein og ein hugmynd náði þeim ótrúlega árangri að verða að veruleika. Fljúga þar hæst þau tímarit sem gefin voru út og látin ólesin af öðrum en félagsmönnum þeirra fámennu félaga sem stóðu að útgáfu þeirra. Meðal blaða voru Vísindablaðið Barnagirnd, Kommúnistapésinn Rauða Mekkan og svo blaðið sem ég ætla að fjalla aðeins um:

Félagsrýniritið Leikhúsið við Hamrahlíð. Félagsrýniritið var reyndar ekki til nema á internet-formi og í samræðustíl, geymt að mestu á hinum trausta en því miður lítt notaða miðli emmessenn. Það fjallaði um leikritið okkar emmháinga. Hamrahlíðarskólinn er nefnilega einsog leikhús þar sem fólk felur sig og sitt bakvið misflambojant hlutverk í þessu óendanlega flókna félagsmunstri sem ríkir meðal nemenda. Þetta stuðlar að einhverju allt öðru en góðum námsárangri, hollu líferni og heilbrigðri sál. Athugið að orðinu sál má skipta út fyrir orðið hugur ef menn eru vísindalega þenkjandi af náttúrufræðibraut og vilja ekki neitt spákellingabull í þess eigin útskriftargrein. Mystískar skuggahliðar þessa kerfis eru margar og fletti ritið ofan af tilgerðarlegri fordild þess. Það sneri reyndar aðallega að þeim sem voru góðir með sig og buðu okkur ekki í partý. Mig langaði ekkert í þetta asnalega partý. Reyndar held ég að Hamrahlíðarleikhúsið sé einungis æfing fyrir borgaraleikhúsið sem tekur við þar á eftir. Kannski leika menn meira að segja svipuð hlutverk í þeim báðum.

Page 14: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-12-

Mig reyndar hryllir við tilhugsuninni um að framapotararnir með sleikta hárið, hreysikattar- brosið og vaffhálsmálspeysurnar komi til með að ráða yfir mínum örlögum og vera fulltrúar minnar kynslóðar. Það er líka víst einsog gang- ur sólar að þegar þú hittir framapotarann þá er hann í símanum að segja meðalfyndinn brandara og flýta sér í miklu ofboði, með til-heyrandi handapati, á ótilgreindan stað sem á sér ekki tilvist nema rétt í hugum þeirra sem sjá hann. Reyndar eru þeir ekkert skárri sem labba um ganga skólans í útmáluðum gatasigt- um sem einu sinni voru úlpur, með kaffibolla á hundraðogtíukrónur frá Ellý. Síðarnefnda týpan er líka svo óheppin að hún þjáist af krónískri þynnku og sturtuofnæmi. Reyndar eru þeir flest- ir hvorki ónæmir fyrir tannkremi né svita- lyktareyði því það er ekki töff að lykta illa sama hvað þú ert kerfrí dark og mistiríös. Ef maður rekst á þunna töffarann þá þarf maður ekki að spyrja hann um ferðir sínar. Það er ekki hádegi og hann er ekki búinn í skólanum og hann er ekki í gati. Þunni töffarinn er nefnilega með kompölsiv skróp disorder og þykir fræðimönn- um merkilegt að nokkrum einstaklingum af þessari stétt hafi tekist að skrópa í hádegishléi. Svo er annað á hreinu. Ef hann er ekki á leiðinni út í sígó þá er næsta víst að hann var að koma til baka úr einni laufléttri snellu, - eða spliffi ef því er að skipta. Ekki er sjúkdómaflóði hans enn lokið því hann er með bronkítis og flaggar þeirri greiningu viðstöðulaust ef einhver svo mikið sem gefur í skyn að hann sé bara djammreyk- ingamaður.

Nú í lok pistilsins ætla ég að vera með pólitísk- an áróður og troða skoðunum mínum uppá ykkur sem mest ég má. Það er nefnilega þann- ig að í þessum skóla er blásinn upp í okkur gíf- urlegur metnaður til að verða góð í einhverju, jafnt náms- og félagslega. Góð í að teikna, að tjútta, að mála, að skrifa, að vera læknar og góðir neytendur svo fátt eitt sé nefnt. Í öll- um þessum hafsjó lífsins gæða gleymir fólk svo að vera gott við hvert annað og heiminn í kringum sig. Það gleymir því að vera gott við aðra og hjálpast að. Þegar ég spyr mig hvað ég vilji vera þá kemst ég að því að ég vil vera góður. Ég vil kenna öðrum að vera betri og jafnframt læra að verða betri sjálfur. Hvað er þá að vera góður? Ég held það sé að gefa með sér og hjálpast að. Þetta er svona einfalt. Einfalt er gott. Það er líka hollt að hafa skoðanir og þótt það sé auðvelt að vera kaldhæðni gæinn sem rakkar allt niður og er rosa fyndinn væs ass í ræðuliði eru einlægar skoðanir frá hjartanu það sem hlýjar manni og gefur raunverulegan eld-móð sem bræðir grýlukerti kaldhæðninnar svo ég leyfi mér að tala einsog skáld. Mitt er þitt og hjá mér áttu heima, víst skaltu öllum veraldar-sorgum gleyma. Jafnrétti! Bræðralag! Öreigar allra landa sameinist undir blóðrauðum bylt-ingarfána ókominna árþúsunda. Hallelúja og Amen í upphæðum og í Jesú nafni. Og allt það. Ég ætla að reyna að vera góður.

Eitt er það líka sem öll reykingabörn skólans þekkja. Það er Vésteinn eðlisfræðikennari og er ástríða hans fyrir því að góma logandi sígarett- ur í leyfisleysi á skólalóðinni og koma eigend- um þeirra í hendurnar á áhuglausum rektor okk- ur öllum hin mesta lífsnautn. Sögur eru um að þessi krossfari heilbrigðra lungna sjáist á bílastæðinu banka á reykmettaða bílglugga og svo er það bara beint uppá skrifstofu fyrir fólkið á bakvið þá. Þetta starf skilar miklum árangri enda er áminningaflóðið sem skólalóðarreyk- ingar hafa skilað svo mikið að komið hefur til tals á efri hæðinni að minnka prentkvóta reykinga-manna um 20 síður til þess að vega á móti þeim pappír sem notaður er í áminningar. Marg- ur hefur meira að segja hlotið nægar áminn- ingar til þess að vera rekinn brott úr skólanum margsinnis. Um kennslu Vésteins get ég hins vegar ekki talað án þess að signa mig sjösinnum og fara með maríubæn því hún er af slíkum gæðum að öðru eins hef ég ekki kynnst nema helst væri hjá kollegum hans. Sumum.

„JAFNRÉTTI! BRÆÐRALAG! ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEIN-IST UNDIR BLÓÐRAUÐUM BYLTINGAR- FÁNA ÓKOMINNA ÁRÞÚSUNDA.“

Page 15: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-13-

Page 16: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-14-

KATRÍN ÁSMUNDSDÓTTIR

-ALLT GOTT TEKUR EINHVERN TÍMANN ENDA-

Þá er komið að því – útskriftinni. Tímanum sem ég kveið fyrir í þrjú ár en hef loks tekið í sátt. Það er þá komið að tímamótum. Nú í fyrsta sinn á okkar ævi eru hlutirnir ekki fyrir fram ákveðnir. Við fæðumst og förum í leikskóla. Að honum loknum tekur við 10 ára grunnskólanám og að því loknu tekur við framhaldsskólanám. En núna er hins vegar ekkert ákveðið – og það getur verið óþægilegt. Það fylgir því einhvers konar óöryggi að vita ekki alveg hvað bíður okkar, en um leið fylgir því ákveðin spenna, eins og allt geti gerst. Okk- ar forréttindakynslóð eru nokkurn veginn allir vegir færir og þá er bara að velja – auðveldara sagt en gert þegar svo margt stendur manni til boða. Þegar þessum áfanga hefur verið náð er aðeins viðeigandi að líta um öxl og skoða nánar hvað ég á eftir að taka með mér út í lífið héðan. Og þá vil ég byrja á því að segja að ég er afar þakk-lát fyrir að hafa fengið að stunda nám við Menntaskólann við Hamrahlíð, héðan á ég margar af mínum skemmtilegustu og áhugaverðustu minningum. Allar virðast þær hafa tengst þess-

um skóla á einvern hátt, beint eða óbeint. Að baka vöfflur á Matgarði í kosningaviku, allt of minnisstæðar busakynningar, mjög svo skrautleg ráðamatarboð, böll þar sem man snurrar i skallann daginn eftir, ræðukeppni þar sem allir áhorfendurnir sátu fastir í rútu við hjara veraldar, Mortar-keppnir sem eru við öll velsæmis- og siðferðismörk, ,,ógleymanlegar“ ferðir út á land með stóru-félagi og endalaust fleira. Allt það fallega, gáf- aða og endalaust skemmtilega og áhugaverða fólk sem ég hef fengið þann heiður að kynnast fyrir tilstilli þessarar stofnunar. Fólk sem hefur staðið sig eins og hetjur við að gera þessi fjögur ár ógleymanleg.Með allt þetta í huga getur það reynst ljúfsárt að kveðja. En, eins og ég sá nú sagt í einhverjum fyrsta klassa raunveruleika þætti, þá verða allir góðir hlutir að taka enda – svo að aðrir betri geti tekið við. Og fyrir allar þær kærkomnu minningar og kærkomnu vini sem ég hef eignast á þessum fjórum árum mínum hér verð ég ævinlega þakklát. Og allt þetta á ég einni menntaskólastofnun að þakka. Takk fyrir mig, MH!

Ú T S K R IF TA R G R EIN

Page 17: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-15-

Page 18: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-16-

20% MH-INGA STELA FRÁ FJÖLSKYLDUMEÐLIMUM-KÖNNUN BENEVENTI-

Um ganga skólans ómar sífellt væl yfir utanaðkomandi aðilum sem hnupla ýmsu smálegu frá saklausum MH-ingum. En hversu saklausir eru MH-ingar þegar öllu er á botninn hvolft? Beneventum afhjúpar hinn tæra sannleik þjófa- menningar Menntaskólans við Hamrahlíð í þessari GROUNDBREAKING könnun. Eftirfarandi skífurit sýna fram á stelsýki MH-inga á ýmsum sviðum, fyrst meðaltal allra MH-inga og síðar hæstu glæpatíðni miðað við kyn og aldur.

STELUR ÞÚ NAMMI?

ALLIR

KK

3.ÁR

OJ, ALDREI

ÉG GRÍP GÆSINA Í HVERT SINN SEM HÚN GEFST

AF VINUM

AF NAMMIBARNUM

OJ, ALDREI

ÉG GRÍP GÆSINA Í HVERT SINN SEM HÚN GEFST

AF VINUM

AF NAMMIBARNUM

(hæsta glæpatíðni)

Page 19: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-17-

ALLIR

OJ, ALDREI

ÓGILDIR SEÐLAR

GRÍP GÆSINA

REGLULEGA

ENDRUM OG SINNUM

KK

3.ÁR

GRÍP GÆSINA

REGLULEGA

ENDRUM OG SINNUM

KVK

1.ÁR

GRÍP GÆSINA

ÓGEÐSLEGIR SEÐLAR

REGLULEGA

ENDRUM OG SINNUM

STELUR ÞÚ AF NETINU?

(hæsta glæpatíðni)

(hæsta glæpatíðni)

Page 20: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-18-

ALLIR

KK

4.ÁR

STELUR ÞÚ ÁFENGI?

OJ, ALDREI

GRÍP GÆSINA

Á BARNUM

Í PARTÍUM

OJ, ALDREI

GRÍP GÆSINA

Á BARNUM

Í PARTÍUM

(hæsta glæpatíðni)

Page 21: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-19-

STELUR ÞÚ FÖTUM?

ALLIR

OJ, ALDREI

FRÁ VINUM

ÚR ÓSKILAMUNUM MH

FRÁ FJÖLSKYLDU

GRÍP GÆSINA

KVK

2.ÁR

OJ, ALDREI

FRÁ VINUM

ÚR ÓSKILAMUNUM MH

FRÁ FJÖLSKYLDU

(hæsta glæpatíðni)

Page 22: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-20-

Kæra Dagbók.Tilfinningum mínum í dag mætti vel líkja við týndan ref í óbyggðum. Í skólanum ráfaði ég um Njallarann í gamalli lopapeysu af afa og velti fyrir mér umhverfismálum í Mið-Austur Asíu. Með reglulegu millibili saup ég á tvöföldum soya-cappuchino úr take-away máli frá Kaffitári. Í röðinni í Maraþaraborg kom skvísa til mín (hún var með bleikt dip-dye hár í úlfabol með filmuvél um hálsinn) og sagðist vita hvert tumblr-lénið mitt væri. Þetta kom mér mjög úr jafnvægi svo ég vafði mér oregano. Á meðan ég reykti það við jaðar skólalóðarinnar samdi ég ljóð um þetta nýútsprungna lyfjagras í lífi mínu.

Á fjallstindi,einamana prins.

Brátt munu allir vitatömblið mitt.

Ég þorði ekki að mæta í tíma að hádegis- hléi loknu svo ég fór á listasýningu á Kaffistofunni. Sýningin var mjög djúp og myndirnar voru dálítið í anda súr-realísks dada með verulegum kúbískum áhrifum. Ég varð mjög inspireraður af listinni svo ég ákvað að gefa öndunum brauð. Svo fattaði ég að ég ætti ekkert brauð til að gefa þeim svo ég kom við á Tíu dropum og fékk þar gefins afganga frá því í gær. Mér til mikillar undrunar voru engar endur á tjörninni heldur

bara mávar. Þetta gerði mig reiðan enda mávar ekkert nema sjónmengun í fal- legu borginni okkar. En ég veit að reiði er neikvæð tilfinning svo ég ákvað að láta hugann reika og kíkja í Rauða kross búðina. Að versla öðrum til góðs er eins og friðþæging í hinum síbreytilega kapítalíska heimi. Nú var klukkan farin að ganga fimm og garnirnar farnar að gaula. Mér þykir garnagaul hljóma svo fallega og hugsaði rétt áður en ég fékk mér líf- ræna graskerssúpu á grænum kosti, að kannski væri sniðugt að taka upp garna- gaulstónverk einn daginn.

-Starkaður

- B J Ö R K B R Y N J A R S D Ó T T I R -

R A U N I R S TA R K A Ð A R

Page 23: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-21-

Page 24: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-22-

AÐ VERA INNILOKAÐUR MEÐ EIGIN HUGSUNUM-VALA OG BJÖRK GISTA FANGAKLEFA-

Page 25: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-23-

Page 26: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-24-

Page 27: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-25-

Ævintýrið byrjar þegar Stefán lögreglustjóri pikkar okkur upp. Hann er vinalegur og jákvæður og hefur þægilega nærveru sem heldur spenntum útsendurum Beneventi á jörðinni. Í miðjum samræðum um fíkla og fráhvörf hringir síminn hans Stefáns. Í ljós kemur að við þurfum að snúa við því að lögreglustjórinn hefur gleymt að knúsa yngsta strákinn sinn góða nótt. Næst liggur leiðin á lögreglustöðina.

Á móti okkur tekur varðstjóri og við erum leiddar í gegnum hið hefð- bundna ferli tilvonandi fanga. Hann tekur það fram að vistun í fangageymslu sé örþrifa- ráð, fyrst er allt reynt til að koma fólki í öruggar hendur. Þá eru þeir sem vistaðir eru yfirleitt undir áhrifum vímuefna. Þegar við hittum fangaverðina lýsa þau yfir undr- un sinni á þessu einkennilega uppá- tæki. ,,Ég fæ allavega borgað fyrir að vera hérna.” segir vinaleg kona í lögreglubún-ingi. Við skiljum skólatöskurnar eftir og það er leitað á okkur. Við erum grand-skoðaðar og sviptar öllum lausamunum. Erfiðir fangar þurfa að leggjast undir enn strangari leit og á sumum er jafnvel leitað undir nærbuxunum. Starfsfólkið segir okk- ur sögur af ofbeldi, látum, grátköstum og andvökunóttum vegna hávaða í klef- unum. Að lokum erum við varaðar við því sem gæti í raun verið óþægilegast af öllu. Það er enginn barnaleikur að vera lokaður inni, einn með eigin hugsunum. Ekki er

óalgengt að fangaverðir stoppi fólk af við að reyna að binda enda á líf sitt með föt- unum sem það er í. Reynist sá vilji einbeitt- ur endar fólk allsnakið. Að lokum nefnir varðstjórinn að fólk eigi það til að ærast inni í klefunum. Nú finnum við að það eru ekki einungis lítil löggubörn sem þurfa knús fyrir háttinn. Fangarnir kveðjast með faðmlagi og það er skellt á eftir okkur.

Við blasir hurð sem hefur fengið að finna fyrir reiðispörkum fyrrverandi fanga og veggirnir eru útklóraðir. Klefinn er ekkert hótelherbergi. Rýmið er lítið og grænleitt, ekki meira en 190 sentimetrar á breidd og þrír metrar á lengd. Skært ljós lýsir upp herbergið og lítill gluggi hleypir nánast engri birtu inn. Hér er ekkert annað en steypt rúm með örþunnri plastdýnu og ennþá þynnra teppi. Við vefjum okkur inni í teppið en það er það eina sem veitir okkur öryggi.

Það er sérkennilegt að vera svo hræddur að maður þorir ekki að hreyfa sig í herbergi þar sem engin raunveruleg ógn steðjar að manni. Meira að segja saklausir fangaverðir urðu uggvænlegir. Á tuttugu mínútna fresti birtist andlit örsnöggt í pínu-litlum glugga á hurðinni. Fangaverðirnir hafa stöðugt auga með manni svo maður fari sér ekki að voða. Með sumum föng- um er eftirlit á fimm mínútna fresti. Þessi tékk eru okkar eina klukka þessa nótt. Eftir fyrsta klukkutímann er færður inn fangi.

Þegar hún er lokuð inni heyrist barið í klefahurðina af alefli og hún er fljótlega opnuð aftur. Við tekur hávær grátur en hún er róuð niður af reyndum vörðum og aftur færist ró yfir álmuna.

Manni líður mest eins og fanga í klósettferðum. Að þurfa að hringja bjöllu og biðja vörðinn um leyfi í gegnum litla gluggann er niðurlægjandi, jafnvel þótt þetta sé bara leikur. Á klósettunum eru eng- ir speglar vegna slysahættu og engar set- ur á klósettunum. Maður getur ekki læst að sér og hurðin veitir lítið skjól. Þannig hafa verðirnir möguleika á að fylgjast með manni meðan á klósettferðinni stendur.

Fyrstu tveir tímarnir voru erfiðastir, sem og lokastundirnar. Tíminn leið löt- urhægt og við höfðum ekki hugmynd um hvað við sváfum mikið. Eina hljóðið sem barst okkur var frá loftræstingunni, píp úr tuttugumínútnatékkinu og hurðir sem opnuðust og lokuðust. Inni á milli heyrðist barningur á hurðir, grátur og óhljóð frá samföngum. Við vorum ótrúlega einangr- aðar en samt saman. Það var næstum því pirrandi að vita af hvor annarri án þess að geta átt í nokkrum samskiptum. Í raun viss- um við ekki hvort hin væri ennþá á staðn- um eða hefði guggnað.

Léttirinn þegar dyrnar opnuðust eftir 11 tíma í einangrunarklefa var ólýsan-legur. Á móti okkur tók Júlía með bros á vör og við héldum beint í skólann.

Page 28: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-26-

Við sátum í Crépe-veislu hjá Júlíu síðasta sumar þegar okkur datt í hug að gista í fangaklefa í þágu Beneventi. Hugmyndin var jafn mikið rokk og hún var fjarstæðu- kennd og á bakvið hana bjó allt annar boðskapur en í þeirri grein sem við skrifum núna. Það er undarlegt að fara frá því að vera kokhraustur unglingur á leið í gistipartý á lögreglustöðinni í taugatrekkta písl sem veit ekki hvort hún muni þrauka út nóttina.

Page 29: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-27-

Page 30: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-28-

-VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR-

Page 31: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-29-

Ef þú hefur fylgst með auglýsingum Bene- venti í vetur hefurðu mögulega rekist á Steidl nokkurn sem sífellt biður að heilsa. Þetta eru haugalygar. Steidl biður ekkert að heilsa, því miður. Að baki þessum stælum eru aðeins einlægir aðdáendur hans í Beneventum. Steidl er nefnilega meistari layoutsins, sensei týpógrafíunnar. Þar að auki er hann prentari frá himnum og dugnaðarforkur frá annarri plánetu. Fyrir Beneventum er Steidl sætasti strákurinn í bekknum.

Sem unglingur fiktaði Gerhard Steidl, eins og svo margir, við ljósmynd-un. Þegar hann var sextán var ljósmynd eftir hann notuð á plakat þýska leikrits- ins ,,Mann ist Mann”. Steidl var þó síður en svo sáttur þegar plakatið kom úr prentun, prentunin var ekki nógu skýr og litirnir daufir. Prentsmiðjan tók tak-markað mark á kvarti 16 ára þverhauss en Steidl lét ekki haggast. Hann stakk upp á því að prentað yrði aftur á sömu plaköt og prentsmiðjan lét undan til þess að los-na við vælið í grey drengnum.

Hugmynd verðandi prentarans gekk dæmalaust vel, grátt ofan á grátt reyndist verða nokkurn veginn svart. Það var þá sem Steidl komst að mikilvægum sannleik. Ef maður ætlaði að fást við ljósmyndun eða aðra listsköpun gæti maður aldrei

treyst því að verkum manns yrðu gerð nógu góð skil af utanaðkomandi aðil- um. Maður yrði því að gera allt sjálfur. Og það var einmitt það sem Steidl gerði. Ári síðar, aðeins 17 ára gamall, stofnaði hann útgáfufyrirtæki sitt, Steidlville. Þetta er allt örlítið írónískt þar sem að Steidl hefur aldrei gefið út bók með myndum eða efni eftir sjálfan sig. Hið upprunalega markmið er því löngu gleymt. Svona geta hlutirnir verið öfugsnúnir.

Í Steidlville er vandað svo til verks að biðlisti eftir bók þaðan er hvorki meira né minna en 4 ár. Þó segir Steidl nei við fjöldanum öllum af verkefnum. Hann vinnur eins lítið og hægt er við tölvu. Digital tækni einfaldlega fullnæ-gir honum ekki við vinnslu bókar. Hann verður að hafa pappírinn milli hand- anna, lyktin af bókinni verður að vera rétt. Þá skiptir máli hvernig sólarljósið skín í gegnum blaðsíðurnar þegar maður flett- ir, þyngdin, hlutföllin, viðkoma papp- írsins og bleksins, litatónarnir, jú og miðtónarnir! Nei ókei, kannski ekki, þeir mega nú alveg fokka sér.

Vinnuferli Steidls með viðskiptavin- um sínum er ansi sérstakt. Hann ber lang- oftast virðingu fyrir óskum kúnnans en er þó hvergi banginn við að láta í ljós eig- in skoðun. Í upphafi fór það í taugarnar

á Steidl að listamenn eyddu verðmætum vinnutíma í að fara út að borða í hádeg- inu. Svo ferðuðust þeir jafnvel til og frá gistihúsi og vinnustaðar kvölds og morgna. Þetta var náttúrulega óásættanlegt. Nú hefur Steidl komið því í kring að kúnninn hafi ekki þörf (og ekki leyfi ef út í það er farið) til að fara út fyrir hússins dyr meðan á útgáfuferlinu stendur. Gistiaðstaða er við prentsmiðjuna og á staðnum er einkakokkur Steidls, Rudy Schellong, sem kemur í veg fyrir hádegisdeit með því að elda dýrindis grænmetisrétti fyrir bókafólkið. Það dugir ekkert minna, fullkomnun þarf að ná á sem skemmstum tíma!

Steidl er alveg sama hvað borgar sig og hvað borgar sig ekki. Hann gefur út það sem hann langar til að gefa út, fjárhagsáætlanir eru sjaldséðar í útgáf- unni frómu. Enda er betra að eyða tíma sínum í að gera eins vel og maður getur, þá fer allt vel. Bróðurparturinn af því sem kemur frá Steidlville selst líka upp hratt og örugglega. Nýverið var haldin safnsýning á verkum Steidls í hinu virta Belgíska safni Musée de l’Eysée. Það er örlítið nýstárlegt þegar svona stór sýn-ing er tileinkuð prentara, en hún er ekki óverðskulduð í tilfelli Steidls. Steidl er ekki bara prentari, hann er listamaður!

„WHEN YOU HAVE BEEN PUSHED ALL YOUR LIFE WITH THIS STRUCK OF INKSMELL AND PAPER, YOU CAN´T MISS IT.“

Page 32: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-30-

-TEKIÐ TIL Í MYRKRAKOMPUNNI-

Myrkrakompan, litla sniðuga herbergið sem nemendastjórnir MH hafa löngum notað sem ruslakompu, er sannkallað ævintýra herbergi. Þar er að finna fjöldan allan af myndum úr félagslífinu frá fyrri árum auk margvíslegs framköllunar-búnaðar. Við hvetjum þig eindregið til að nýta þessa aðstöðu ef þig langar að framkalla, þú gætir jafnvel fundið mynd af foreldrum þínum í sleik á meðan þú bíður þess að myndirnar þínar verði tilbúnar.

Page 33: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-31-

Page 34: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-32-

Hæ vinir!

Einu sinni fyrir langa löngu nam ég land við Menntaskólann við Hamrahlíð. Á leið minni á meðal brjálaðra nemenda og klikkaðra kennara týndist ég alveg. Getur þú fundið mig?

Bestu kveðjur,Lalli rektor

Page 35: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-33-

Page 36: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-34-

+ÞÝSKUÞÁTTUR+

VIÐTAL VIÐ GUÐRÚNU MATTHÍASDÓTTUR UM NÁM Í AUSTUR-ÞÝSKALANDI ÁRIN 1975-1981

-TEXTI: VALA / MYNDIR: JÚLÍA-

Page 37: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-35-

En sú varð ekki raunin. Guðrún Matthíasdóttir þýskukennari í MH til margra ára lagði stund á Germanistik í Leipzig í Þýskalandi árin 1975-1981. Viðbrögð fólks í kringum hana voru mis-jöfn. „Ætlarðu austur fyrir járntjaldið?“ sagði fólk með undrunarróm. En Guðrúnu bauðst fullur skólastyrkur og hafði heyrt góðar sögur af náminu í Leipzig. Hvers vegna ætti maður líka alltaf að gera það sem er venjulegt og auðvelt? Guðrún sér heldur betur ekki eftir ákvörðun sinni enda lítur hún enn á þessi ár í Þýskalandi sem bestu ár ævi sinnar.

Einstaka sinnum varð Guðrún vör við hinar vafasömu hliðar Austur-Þýskalands. Sem útlend-ingi leið henni frábærlega, framkoma gagnvart henni var góð og réttindi hennar eiginlega betri en heima á Íslandi. Þegar hún kynntist innfæddum var þeim ekki heimilt að fara út fyrir landsstein- ana og vissulega var eftirlit með þjóðinni heldur náið. „Villi, maðurinn minn, tók stundum eftir því að hlutir höfðu verið færðir þegar hann yfir-

gaf stúdentagarðinn og það var fólk með okkur í skólanum sem greinilega fékk önnur fríðindi en hinn óbreytti nemandi. Þegar múrinn féll kom oftar en ekki í ljós að þetta fólk hafði verið að njósna um nemendur fyrir Stasi.“ Herbergis-félagi  Villa og ágætis vinur hjónanna vann alla tíð hjá Stasi án þess að þau vissu af því. Guðrún segist ekki eiga neitt við þetta fólk að sakast í dag, svona voru tímarnir og  mikill hluti þessa fólks var í þokkabót neytt til starfa hjá „das Min-isterium für Staatssicherheit.“ 

Einu sinni hélt Guðrún þó að hún væri komin í vandræði hjá yfirvöldum. Það var þegar hún lenti í yfirheyrslu hjá die Kriminalpolizei; Kripo. Dag einn við lok kennslustundar var Guðrún beðin um að mæta á skrifstofu glæpa-deildar lögreglunnar. „Lömuð af hræðslu kallaði ég á vinkonu mína og bað hana að koma með mér, bara til öryggis, svo ég myndi ekki hverfa!“ Við hina alldramatísku yfirheyrslu kom í ljós smávægileg ástæða hennar. Fundist hafði passa-

mynd af Guðrúnu í fórum smáþjófs í háskólan- um. Það þótti Kripo ærin ástæða til að kalla fólk inn til yfirheyrslu.

„Die Deutsche Demokratische Republik“ var að mörgu leyti heillandi. „Fólk var félagslega vel tryggt þarna. Menntun var ókeypis og nem- endur í háskóla fengu styrk frá ríkinu, bæði Þjóðverjar og útlendingar. Læknisþjónusta var sömuleiðis ókeypis.“

Konur voru úti á vinnumarkaðnum (þetta var t.d. ekki algilt á Íslandi á sama tíma) en áttu þó rétt á þriggja ára fæðingarleyfi og aðgangi að sama starfi að því loknu. Ef fjölskyldur áttu þrjú eða fleiri börn töldust þær kinderreich og fengu ókeypis mjólk og fæði frá ríkinu. „Það þyrfti að sameina bæði kerfin, sósíalismann og kapítal- ismann!“ segir Guðrún að lokum. „Ég hugsaði oft á þessum árum að þarna væri ýmislegt sem við þyrftum að taka upp hjá okkur á Íslandi. Þannig yrði óskasamfélagið!“ 

„VIÐ ÝTTUM Á RECORD OG BJUGGUM OKKUR UNDIR SVÆSNAR SÖGUR AF STASI OG SÓSÍALISMA. VONDIR KALLAR OG VIÐBJÓÐUR, DAS LEBEN DER ANDEREN STEMMNING.“

Page 38: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-36-

-TÍSKUÞÁTTUR-

Ljósmyndir: Júlía RunólfsdóttirHönnun og útsetning: Björk Brynjarsdóttir,

Valgerður JónsdóttirMódel: Elín Pálsdóttir, Sverrir Örn Pálsson,

Viktoría Mjöll Snorradóttir

Page 39: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-37-

Page 40: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-38-

Page 41: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-39-

Page 42: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-40-

Page 43: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-41-

Page 44: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-42-

Page 45: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-43-

Page 46: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-44-

Henni var kalt. Nú er komið að því. Hún tók tóman kaffi- bollann og gekk út að glugganum. Rúðan var svo stór að hún náði frá loftinu og niður á gólf. Hún nötraði af slagveðrinu sem lamdi hana vægðarlaust utan frá. Aspirnar sveigðust í rokinu og rigningin sleit af þeim gul blöðin. Ég höndla ekki annan svona vetur. Hún lokaði augunum. Þegar myrkrið umlukti vitund hennar var eins og dagaði í sálinni. Hægt og rólega dró hugur hennar upp mynd innan á augnlokin. Skærir litir. Kyrrð og ró. Sólskin sem strýkur henni um vangann. Náttúran svo blíð og róleg, fegurðin falin í víðátt- unni. Gegnum mjúka þögnina berst örlítill þytur í stráum.Þegar hún opnaði augun þrengdi grá og hráslagaleg dags-birtan sér inn í vitund hennar á ný. Ekki meiri vetur. Ekki meira myrkur. Ekki fleiri kalda og drungalega daga. Án þess að hugsa sig tvisvar um setti hún bollann í vaskinn og skrúfaði frá. Hún gekk fram í forstofu og tók kápuna sína. Klæddi sig í skóna, veskið í vasann. Lokaði hurðinni í síð- asta sinn og leit ekki um öxl. Tveimur tímum síðar sat hún í þægilegu sæti. Það var ekki lengur kalt en samt var eins og

einhverjar leifar af hrollinum gerðu vart við sig. Hún horfði út yfir vænginn og skýjaborgirnar blöstu við og sólin í allri sinni dýrð. Hún brosti út um gluggann. Ég er á réttri leið.Lendingin var mjúk og ferðalagið tók fljótt af. Þegar hún steig út út bílnum og leit upp þegar hann ók burt, blasti við henni hús. Það var lítið og hvítt. Það var eins og ein- hver yfirnáttúrulegur friður svifi yfir húsþakinu. Eins og hún væri fyrsta mannveran í öllum heiminum til að sjá þetta hús. Hún brosti aftur. Mitt eigið himnaríki. Inni voru tvö herbergi. Í öðru rúm og stóll. Á veggnum kross úr tré. Hún stóð í dyragættinni og horfði út. Andaði að sér heitu og þurru loftinu. Svona djúpt og innilega hafði hún ekki andað lengi. Um leið og lungun fylltust af lofti fylltist sálin friði og hugurinn hamingju. Grasi vaxin víðáttan blasti við í allar áttir svo langt sem augað eygði. Stöku lágvaxið tré. Handan við sléttuna leyndist auðnin, ósýnileg. Enginn kuldi. Engin rigning. Ekkert nema gresjan, hitinn og auðnin í fjarsk- anum.

-FLÓTTI-ÁSTA KRISTENSA STEINSEN

Page 47: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-45-

Page 48: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-46-

LIST GETUR LÍKA VERIÐ LÍKAMSRÆKT-BJÖRK BRYNJARSDÓTTIR-

Page 49: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-47-

Skrifaðu bókina á hlaupum... eða ljóðið eða söguna eða ritgerðina. Það skipt- ir ekki máli. Hlaup eru mikilvæg fyrir alla vöðva líkamans auk þess sem þau auka þol og þar með hamingju. Að skrifa bók á hlaupum er sáraeinfalt, stilltu tölvunni bara á hlaupabrettið og komdu þér af stað. Hver segir að listamenn geti ekki gert tvennt í einu?

Snúðu aftur til rússneska agansDansinn er eflaust eina listgreinin sem ávallt hefur getað stært sig af listamönnum í kjörþyngd. En eftir að Simmi og Jói lofuðu fríu óskalagi á afmælisdag-inn og fæddu þjóðina á ferningslaga borgurum fóru björgunarhringir og ístruvambir smám saman að setj- ast á íslenska dansara. Beneventum telur þó Fabrikk- una eina ekki bera ábyrgð á þessari ósæmilegu þróun heldur frekar aukinna vinsælda nútímadanslistar- innar. Að liggja á gólfi Borgarleikhússins og rúlla sér í hringi er ekki líkamsrækt og mun þar að auki seint vera kallað fallegt eða eftirtektarvert. Því hvetjum við alla feita nútímadansara til að hætta þessu rugli og snúa sér aftur til rússneska agans. Þar með leiðréttist bæði fitustuðull dansaranna ásamt skemmtanagildi sýninga þeirra.

að á síðustu árum hefur okkar stælta þjóð komist í offituflokk á heimsmælikvarða. Þetta kemur svosem engum á óvart enda Íslendingar einir helstu kókneytendur heims, auk þess sem við skörum fram úr öðrum þjóðum í transfituáti. Þá hefur Sirrý verið skipt út af sjónvarpsskjáum heimilanna fyrir Egil Helgason og Geiri Goldfinger orðinn einn af aðal skemmtipésum landsins. Þegar Beneventum skoðaði fituprósentur miðað við starfsstéttir kom í ljós að listamenn og þess háttar letingjar eru umtalsvert feitari en aðrir. Myndlistarmenn eru til að mynda þrisvar sinnum feitari en bankastjórar og fatahönnuðir svipaðir á stærð og þrír kennarar í Grandaskóla. Þá eru þeir 217 einstaklingar og hópar sem hlutu listamannalaun þetta árið með um 30% hærri fituprósentu en hinn almenni listamaður. Meðlimir Beneventi hafa þó aldrei verið þekktir fyrir að einblína á vandamálin heldur finna þeir lausn í hverjum krók og kima. Því höfum við sett saman stuttan en gagnlegan lista fyrir þessar fitubollur til að hrista af sér spikið og koma sér í form. Allt saman án þess að leggja listsköpun sína til hliðar. Þá finnst okkur að þeir sem fengu listamannalaun þetta árið ættu að kaupa sér kort í ræktina fyrir peninginn í stað þess að sverta mannorð Íslendinga á alþjóðavísu.

Vertu þitt eigið módelÞegar þú hefur hannað svakalega fína fatalínu fyrir fólk sem er þrisvar sinnum grennra en þú getur oft verið dýrt að ráða módel við hæfi. Til að spara pen-ing hefur Beneventum gert ágætt skedjúal til að koma þér í fyrirsætuform. Þar sem við gerum ráð fyrir að BMI-stuðull þinn sé 45 og módelsins 16 er hér mikið verk fyrir höndum. Til að gera mergrunarferlið sem auðveldast og áhrifaríkast skaltu einungis drekka fro-mosa oolon te og borða sellerí, fara út að hlaupa þrisv- ar á dag og skrá þig í Hot yoga. Þá ættir þú að vera fabjúlös á u.þ.b. þremur mánuðum.

Lyftu lóðum fyrir hvern bitaÞað er algengur og réttmætur misskilningur að rugla saman konseptlistamönnum og konfektlistamönn- um. Ég meina, hvað gera konfektlistamenn? Þeir borða konfekt. Og hvað gera konseptlistamenn? Þeir raða hugsanlega konfektinu fallega upp áður en þeir borða það. Á endanum verður það þó að fitu á þegar feitum afturendum þeirra rétt eins og hjá konfektlista- mönnunum. Sem lausn við þessum vanda hvetur Beneventum til þess að lóðum sé lyft með annarri hendi á meðan konfektið er borðað með hinni. Þann- ig ætti kaloríuátið og kaloríubrennslan í það minnsta að koma út á jöfnu.

Það hefur ekki farið framhjá neinum

Page 50: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-48-

LJÓÐASAMKEPPNI BENEVENTI Dómarar: Andri Snær Magnason, Oddný Eir Ævarsdóttir

og Salka Guðmundsdóttir.

1. SÆTISUNNA AXELSDÓTTIR

Tækifæri Prógrammsins

Mynstur dýraríkisins harðnarsamskipti kynjanna eru grimmhiminninn er hulinn skýjumkvenskortur í miðborginnibiskupinn beraði sig í eldsvoðanumfallbyssur nauðga saklausum almenningnum.Hún situr og syngur um voriðfær sér rjóma inn á millihún var tilraunaverkefni Mjólkursamsölunnaren borgin stefnir lengrahnökralausar innsláttarvillur eru til hagsbótarafræn skilvirkni og gæði offitunnareru tækifæri prógrammsins.Lísa í einangrun.Matardagbók og markmið Salat Barsinsrjúfa hugsanir hennar„Glöggt ég skil, mig binda bönd“.

Page 51: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-49-

2. SÆTIDÍANA SJÖFN JÓHANNSDÓTTIR

3. SÆTISARA MJÖLL MAGNÚSDÓTTIR

Lífið

Lífið er leikurog ef maður er rétt lyklaðurverður vinnslan skilvirkari til hagsbóta

Kærleikurer ekki enn einn kúrinnheldur restin af lífinu.

Með óttann sem leiðsögneinkennist það af einangrunsnurfusi í rjóðri.

Af handahófimeð innsláttarvillum og trúgetur allt gerst

Lífið er leikur.

Bara einu sinni enn

Hoppa í fang þér og aftengist alvörunni.Skynsemin er kvefuð í feluleik.Einu sinni enn. 

Æi góði besti, ertu maður eða mús?

Myrkrið faðmar nóttinaog ætlar aldrei að sleppa. Tíminn er í nánd, hann fer um mig silkihönskum,hvíslar að mér orðum sem kitla. 

Hér er ávísun fyrir kæruleysi,hentar fyrir alla.Reyndu nú að hugsa aftur á bak. 

Hjartað mitt steypist,í kollhnísum um magann.Finn sætan ilm af ánægju. Mitt er þitt, og þitt er mitt.Bara einu sinni enn. 

Page 52: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-50-

ÞESSIR UNNU NÆSTUM ÞVÍ!

Ómur

Læt mig dreymaum forna haga,fagra hlíð oggóða dagaHátt ég heyri,í huganum óma:Ótal fleiridagar í ljóma.

Konráð Bragason

án titils

Því miður bjargar ljóðlistin fáu;vandamálin fara einungis úr svörtuog klæðast í staðinn gráu.

án höfundar

Bindisskylda

Virðulegi forseti,það er enginn að hlusta á þig.Allir líta undan, neita að horfast í augu við vandann.Á meðan sjofförinn bíður,þramma þau fram og til baka,leysa vanda og skapa annan.Þingfundi er lokið.Keyrðu mig bara heim,mér finnst jogging nefnilega þægilegra en sérsaumað.

Kjartan Hreinsson

Page 53: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-51-

Gömlu miðin

Ég er einmana og hræddur,í vitum mér er salt.Ég er einn og hundelturog í kvöld er mér kalt.Viltu vera mér frjóreinn dag í viðbót, minn sómalski sjór.

Ég kann mjög vel á öll miðinman enn vel eftir þeimfrá þeim dögum þá er fiskurfylgdi bátunum heimEn ég sef ekki róreinn dag í viðbót, minn sómalski sjór.

Ég hef aldrei stolið neinuaf fólki ef í neyð.Ég hef ekki drepið löndinog þjóðirnar um leið.Viltu vera mér frjóreinn dag í viðbót, minn sómalski sjór.

Er ég illur mér að takaaf öllum þeirra auðhluta lítinn þegar heimahungruð börn þurfa brauð.En ég sef ekki róreinn dag í viðbót, minn sómalski sjór.

Fór ég frá sveltandi börnumfyrir vonin’um líf.En ég komst aldrei til bakaaldrei kanski ég dríf.Viltu vera mér frjóreinn dag í viðbót, minn sómalski sjór.

Dreymir mig nótt hverja dag þanndaginn heimkomunnar.Fylgir mér þar fiskur aftur.Fjölskyldan mín er þar.En ég sef ekki róreinn dag í viðbót, minn sómalski sjór.

Miðin góðu eittsinn gjöfulgleypa menn í blámann.Dimm núna litast þau dökkrauðdögum þjóðar sem brann.Viltu vera mér frjóreinn dag í viðbót, minn sómalski sjór.

Almar Steinn Atlason

Fyrirmyndar Ljóð

Höfuðstafir teknir af handavaliÞeir eru settir á Stuðlatil að stuðla að betri setningumfyrir samfélagiðVerst að það gleymdist rímiðEn hey!Svona er límið..

Gylfi Hvannberg

Page 54: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-52-

NOTA BENE

Fróðir menn sem hafa lesið Beneventum hafa ávallt farið fögrum orðum um blaðið. Ef þú hins vegar kannt nú þegar hverja grein utan að má, nota bene, nota bene á fjölmarga aðra vegu. Hér eru nota bene nokkrar leiðir til að nota bene. Nota bene, varist þó að nota bene í strætó þar sem strætókerfið er helsti óvinur bene. (Við elsk- um þó, nota bene, almenningssamgöngur og nátt- úruna og allt það!)

Það er hægt að nota bene til að ná upp í vaskinn við tannburstun.

Það er hægt að nota bene við byggingarvinnu.

Page 55: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-53-

Það er hægt að nota bene sem regnhlíf.

Það er hægt að nota bene sem blævæng

Það er hægt að nota bene til að njósna um nemendur

Page 56: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-54-

QR

Page 57: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-55-

Page 58: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-56-

SEINT KAUPI ÉG KVENNATÍMARIT

Þjóðkunnur rithöfundur sagði mér eitt sinn að ungur að árum hefði hann ákveðið að ganga aldrei framhjá bókabúð nema eiga þar stutta viðkomu. Sjálf hef ég reynt að tileinka mér slíkt hið sama og fann mig því knúna til þess að stinga nefinu inn um gættina á einni slíkri fyrir stuttu. Þar sem ég stóð á miðju gólfi búðarinnar hafði ég ágæta yfirsýn yfir dýrgripi hennar. Hver titillinn á fætur öðrum vakti áhuga minn svo mig langaði helst að eignast sér- hverja bók. En fátækur námsmaður getur vart óskað sér þessháttar munaðar. Í stað þess ímyndaði ég mér að ég ætti fúlgur fjár sem ég geymdi á milli skólabókanna í töskunni minni og myndi kaupa hverja og eina ein- ustu bók! Eftir því sem á leið hugsaði ég með mér að ég ætti ef til vill að fjárfesta í ein- hverju fleiru í búðinni, fyrst ég væri þar komin með allan þennan aur. Ég gekk því glöð um gólf og gaf hverskyns hlutum gaum þangað til ég stóð frammi fyrir ógrynni tíma- rita. Forsíður þeirra voru ekki síður áhuga- verðar en titlar bókanna; framan á Der Spiegel var fagurmálað andlit geisju og við munnvik hennar stóð „Die unglaubliche Geschichte“ eða „Hin ótrúlega saga“, bókmenntatíma- ritið Stína stóð einnig meðal blaðanna og hafði m.a. að geyma forvitnilega grein um

módernískan skáldskap á Íslandi. Neðst við miðju á tímaritaveggnum rak ég svo augun í „blöð fyrir konur“ eins og þau eru gjarnan kölluð. Vikan og Nýtt líf voru þeirra á meðal. Ungur starfsmaður verslunarinnar gekk hjá og sagði mér að íslensku „kvennatímaritin“ væru líka á endanum á blaðastandinum. Ég þakkaði honum fyrir og lét sem ég hefði ein-mitt verið að velta því fyrir mér – en því fór fjarri, því í sannleika sagt var ég að hugsa um hve óspennandi mér þættu þessi blöð, sem verður að teljast spaugilegt þar sem ég er ein-mitt hluti af markhópi þeirra. Tvær huggu- legar kynsystur mínar á forsíðum þeirra virtust allt að ómannlega vel útlítandi – og í ljósi þess fráhrindandi. Elín Hirst stóð í hálf- spastískri dansstöðu með bros á vör sem virtist ætla að teygjast þvert yfir síðuna og við hlið hennar stóð „Misboðið fyrir hönd samlanda sinna“. Ung stúlka með álíka breitt bros og sú fyrrnefnda stóð á fjólubláum, níðþröngum, íþróttatopp og við hlið hægra brjóstsins stóð með stórum stöfum „Þurfti að læra að ganga upp á nýtt eftir slys“. Í sjálfu sér eru þessar fyrirsagnir ekkert verri en hvað annað og mörgum þykir þær líklega áhugaverðar, en vonsvikin var ég yfir því að umfjöllunarefni blaðanna væri ekki fjöl-breyttara en svo að nýjustu förðunarlínur,

útsölur, uppskriftir, reynslusögur og frá- sagnir af hjálparstarfi væru þorri alls sem ég las og fletti! Eigi blað að seljast vel þurfa greinar þess að höfða til áhugasviðs lesenda, sem um leið gefur ákveðna mynd af þeim, líkt og áhugasvið mitt gefur ákveðna mynd af mér. Í þessu tilfelli gaf blaðið ákveðna mynd af konum sem mér bókstaflega mislíkaði og vil sjálf ekki tilheyra. Ég gekk því nokkrum mínútum síðar út úr bókabúðinni og hugs- aði mér að þótt ég hefði allan heimsins aur í vösum mínum myndi ég seint kaupa „kvenna- tímarit“.Vissulega hafa blöð sem þessi ákveðinn markhóp en varla geta þau talist „kvenna- tímarit“ eins og starfsmaður verslunarinnar hafði kallað þau. Orðið nær einfaldlega yfir hálfan hluta mannkyns sem varla hefur allur sömu áhugamál – þau fara eftir manneskj- unni sjálfri en ekki kyni hennar. Á landi, líkt og Íslandi, þar sem jafnrétti kynjanna er sagt langt á veg komið, er undarlegt að tímarit sem þessi séu ekki margbreytilegri en raun ber vitni. Sjálfri þætti mér ekki leitt ef rit sem þessi hyrfu bókstaflega af íslenskum markaði – því ef kynjajafnrétti (líkt og við státum okkur gjarnan af ) ríkir eru tímarit sem stíluð eru á konur eða karla til vitnis um félagsleg skringi- legheit.

-BIRNA GUÐMUNDSDÓTTIR-

Page 59: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-57-

Page 60: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-58-

Fyrir jól kom út bókin Apfelsin bros eftir Sindra Má Sigfússon og Örvar Þóreyjarson Smárason tónlistar- og myndlistarmenn. Bókin hreif útsendara Beneventi sem tóku sig til og höfðu samband við þá félaga til að ræða bækur, list og allt þar á milli.

Sindri er 29 ára og gráhærður myndlistarmaður úr LHÍ. Hann er þekktastur fyrir hljómsveitir sínar, Seabear og Sing fang. Fyrrum fréttapésaspaðinn Örvar er hins vegar Múm-legend. Hann leggur einnig stund á kvikmyndafræði við Háskóla Íslands. Í þau tíu ár sem Örvar og Sindri hafa þekkst

hafa þeir unnið að nokkrum smávægilegum uppátækjum. Þeir hafa hannað boli saman, haldið myndlistarsýningar og spilað saman í ýmsum hljóm- sveitum. Apfelsin bros er það umfangsmesta sem þeir hafa gert saman hingað til.

Page 61: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-59-

-APFELSIN BROS.--JÚLÍA OG VALA TALA VIÐ SINDRA & ÖRVAR-

S&Ö: Það var eiginlega útgáfufyrirtækið sem ýtti okkur út í þetta. Þau voru búin að gera einhvern samning við prentfyrirtæki og hvöttu okkur til að gera Apfelsin. Þá vorum við búnir að vera að leita eftir ein- hverju til að gera saman þannig að þetta var bara kjörið. S: Ég á helminginn af myndunum í bók- inni og Örvar helminginn. Svo byrjuðum við á 5 myndum hvor og hittumst saman yfir fótbolta og kláruðum þær saman.B: Á tímum tækninnar heldur fólk því stundum fram að dagar bókarinnar og bókverksins séu taldir. Hvað finnst ykkur um það viðhorf?S: Ég er ekki samála því, ég get ekki lesið af þessu kindle shitti, ég verð að lesa bók. Ö: Sérstaklega þegar kemur að svona lista-bókum, það er ekkert sami hluturinn að gera einhverja heimasíðu eða tumblr, það mun ekkert koma í staðinn fyrir vel gerðar og fallegar bækur. Strax þegar hlutirnir eru komnir í bók öðlast þeir meira líf, ég held að ef við hefðum gert sama hlutinn og sett á einhverja heimasíðu hefði verkefnið ekki lifnað við á sama hátt.Ö: Ég var byrjaður á þessum myndum áður en við ákváðum að gera bókina. Ég var alltaf að teikna eitthvað fólk sem ég rakst á, þetta er örugglega í fyrsta sinn sem ég hef gert eitthvað svoleiðis, eitthvað

ákveðið. Að vinna alltaf út frá einhverri manneskju. Fyrsta manneskjan sem ég teiknaði var Emma Goldman. Þegar ég var að lesa ævisöguna hennar langaði mig að teikna hana og fuglana með henni. Þannig byrjaði þetta eiginlega. Svo var ég að horfa á heimildarmynd um Eusébio þar sem hann var að hágráta eftir heimsmeistara-mót. Gerði mynd af honum. Á sama tíma og ég gerði Eusébio myndina gerði ég líka texta við lagið Eusébio fyrir Retro Stefson um akkúrat þetta, þegar hann er að gráta eftir leikinn. B: Hvað er málið með pítsur?Ö: Já hvað er málið með pítsur?S: Já, ég er mikill pítsuáhugamaður. Við erum búnir að vera að hanna grafík á stutt- ermaboli og Örvar er búinn að banna alla pítsunotkun hjá mér. Ég sem var farinn að sjá fyrir mér pítsugrímur og fólk í pítsu- skyrtum og svona. Já, ég er mjög hrifinn af pítsum. Ö: Ertu með pítsutattú?S: Nei, það er ekki komið ennþá, en ég er kominn með stað fyrir það. Það er einmitt eitt sem við Örvar höfum gert saman. Við höfum fengið okkur mikið af eins tattúum á sömu staði.Ö: Til dæmis daginn sem bókin kom út fengum við okkur báðir tattú með myndinni sem er framan á bókinni.

B: Þið teiknið mikið á línupappír, hvaða snobb er það?Ö: Ég get ekki teiknað bara á hvítan papp- ír, ég bara hef ekki eins mikið gaman af því. Ég hef rosalega mikinn áhuga á mis-munandi pappír. S: Inga, kærastan mín, safnar bara heilu kössunum af gömlum stílabókum. Ég var einhvern tíma að teikna á svona pappír þegar ég var í LHÍ og kennarinn var bara, af hverju teiknarðu ekki bara á hvítt blað? En jájá, ég teikna bara á allan pappír, og það er oft gaman að teikna á línupappír. Það er líka gaman að teikna á eitthvað sem er 60 ára gamalt.B: Finnst ykkur mikilvægt að vera góður handverksmaður, góður að teikna? Við tökum eftir því að myndirnar ykkar eru kaótískar og ólíkar akademískum blýants- teikningum.S: Já, ég bara fíla þennan stíl, það er ágætis stefna að bara byrja að teikna. Ég er aldrei með neitt í hausnum þegar ég byrja að gera eitthvað. Mig langar ekkert að gera ein- hverja blýantsmynd af einhverjum bolla, er meira fyrir eitthvað undirmeðvitundar- flæði.Ö: Ég var sko ári lengur í leikskóla því ég var með svo lélegar fínhreyfingar. Þetta er eitthvað sem hefur háð mér allt mitt líf en hefur á sama tíma verið mikil blessun!

Page 62: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-60-

-BENEVENTUM FER Í HEIMSÓKN-

Það fer ekki framhjá neinum að MH-ingar eru afar frjóir og skemmtilegir einstaklingar. En hvað gerir einstaklinga svona einstaka? Hvar ef ekki í herbergi einstaklinga getur maður fundið safn allra persónueinkenna þeirra á einum stað ? Í stað þess að sitja á rass- inum og velta fyrir mér slíkum spurningum ákvað ég að ganga í málin og rannsaka nokk- ur áhugaverð og afar mismunandi herbergi hjá samnemendum mínum.

Hundarnir Rósa og Valentínó tóku spenntir á móti mér þegar ég heimsótti Grettisgötuna. Litlu krílin leiddu mig síðan inn í eitt fegursta herbergi sem ég hef nokkru sinni augum litið. Það var engu líkara en ég væri komin inn í ævintýri þar sem ég væri gestur prinsessunnar. Á hverju strái voru uppröðuð naglalökk, ilmvötn, fagrir skartgripir í öllum regnbogans litum og aragrúi skópara sem reyndust vera 49 talsins. Falleg birta frá appelsínugulum lampa og kertaljósum ljómaði á rósableikan vegginn í herberginu. Gunnlöð segist hafa nokkurs konar röðunaráráttu en sé þó alls ekki skipulögð. Það má því segja að herbergið sé í pínu blekkingarleik. Það kæmi mér ekkert á óvart ef Gunnlöð vaknaði við það að syngjandi kanínur og fuglar kæmu streymandi inn um gluggann hennar í sólskinsskapi. Að minnsta kosti vekja hana líklega tveir litlir hundar.

GUNNLÖÐ JÓNA RÚNARSDÓTTIR

SALKA VALSDÓTTIR

Page 63: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-61-

Ef þið hafið einhvern tímann séð Back to the Future þá vitið þið mæta vel að tímaflakk er mögulegt. Ég upplifði mitt allra fyrsta tímaflakk þegar ég kíkti í heimsókn til hennar Maríu. Skyndilega var ég komin til ársins 1960 þar sem fal- legir bleikir kjólar, hárborðar og Audrey Hepburn réðu ríkjum. Speglarnir og hvítu litirnir í herberginu bjóða mann velkominn um leið og þeir stækka rýmið afar mikið. Maður hálfskammast sín fyrir að bera saman hreinleika herbergis síns og Maríu og segir hún að herbergið sé alltaf hreint. Til þess að finna skítugan blett á gólfinu þyrfti maður að rífa upp gólffjalirnar. Það vill nefnilega svo til að vinkonu Maríu tókst einu sinni að kveikja í gólfinu inni í herberginu hennar. Bletturinn fékk þó ekki að njóta sín lengi og var falinn með nýjum gólffjölum. Ég endaði með því að eyða um þremur klukkustundum á sjöunda áratugnum áður en ég hélt aftur heim. Tuttugasta og fyrsta öldin virðist núna örlítið grárri.

MARÍA ÁRNADÓTTIR

Page 64: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-62-

Þegar Geir sýndi mér dyrnar sem liggja að herberginu hans hélt ég í fyrstu að það hefði orðið skothríð. Hurðin var öll brotin og sprungin. Það var þó ekki fyrr en inn í herbergið var komið að mér varð fyrst bilt við. Stór Lara Croft gína horfði á mig með stingandi augnaráði og hafði vopn í hendi. Eins og við mátti búast voru til útskýringar á þessu. Það vildi svo til að Geir hafði læst sig úti í afmælinu sínu. Bróðir hans greip til örþrifaráða og gjörsamlega hakkaði hurðina í spað. Hvað varðar gínuna þá fékk Geir hana að gjöf en hún er keypt í BT og var ekki upprunalega til sölu. Það fer ekki framhjá manni að Geir sé húmoristi þegar inn í herbergið er komið. Veggina prýða Beyoncé-mynd, plakat með mynd af Edward Cullen og fleiri skemmtilegir hlutir sem kitla hláturtaugarnar. Ein mynd sker sig þó sérstaklega úr. Það er fallegt gullrammað málverk sem langamma Geirs átti á undan honum. Heimsóknin til Geirs var frábær en ég þakka þó Guði fyrir að hafa komist út úr skothríðinni lifandi.

GEIR FINNSSON

Page 65: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-63-

Á Seltjarnarnesi leynist týndur fjarsjóður. Sólveig Matthildur er svo heppin að hún lifir og hrærist í þessum fyrr- nefnda fjarsjóði. Þegar fyrst er gengið upp á háaloftið hennar grípur mann strax heimilisleg og afslöppuð tilfinning. Hin síðarnefnda skýrir sig kannski á því að í herberginu er mjög skemmtileg óreiða: mikið af hangandi blómum á víð og dreif, múmínálfar á gólfinu og óþarfi sem ekki má sjást felur sig undir sæng. Sólveig segir þó að óreiðan sé í raun afar skipulögð sem hún segir endurspegla ýmislegt í henni sjálfri. Það sem setur einna helst lit á herbergið eru málverkin sem prýða veggina og hefur Sólveig málað þau öll sjálf. Herbergið er stútfullt af leyndardómum sem ég hafði engan tíma til að ljóstra upp um en þó fékk ég að heyra ýmislegt um fjölmenn Star Wars gláp, ófá súpuboð og svefnlausar nætur sem fóru í ræðuskrif. Heimsóknin til Sólveigar var hreint út sagt frábær og ég hlakka sannarlega til að fara aftur í fjársjóðsleit á Seltjarnarnesið.

SÓLVEIG MATTHILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR

Page 66: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-64-

Ef þið hafið einhverntímann horft á hryllingsmynd þá vitið þið eflaust í hverskonar aðstæðum þær eiga sér stað. Þegar ég gekk fyrst inn á heimili Ásbjarnar leið mér svolítið eins og ég væri komin í eina slíka. Gangurinn að herberginu var dimmur, illa lyktandi og óskilgreindur vökvi sem líktist blóði prýddi veggina. Það var því mikill léttir þegar inn í her-bergið var komið og allt önnur sjón blasti við. Mörg brosandi andlit taka á móti manni sem mynda minningasafn á vegg Ásbjarnar en það er þó ekki það merkilegasta á veggnum. Það vill nefnilega svo til að hryllingsmynda þemað tekur sér einnig bólfestu í Ghost Busters plakati sem breytist í grænan sjálflýsandi furðuhlut þegar slökkt er á ljósunum. Herber-gið er stútfullt af stórmerkilegum hlutum og má þá nefna óteljandi tölvuleiki, uppraðaðar teiknimynda plastfígúrur og skuggalega raunverulega trúðagrímu. Þrátt fyrir þetta síðastnefnda og hryllingsögurnar sem ég hef sagt ber ykkur ekki að hræðast þegar þið komið inn í herbergi Ásbjarnar. Jafnvel ef þið fylgið leiðbeiningum plakata sem hanga á hurðinni hans gætuð þið slakað á og fengið ykkur bjór.

ÁSBJÖRN ERLINGSSON

Page 67: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-65-

Það var varla að ég ætlaði að komast upp litla hringstigann sem liggur upp að háaloftinu hennar Ásdísar. Ekki skánaði það þegar inn í pínulitla herbergið var komið og enn versnaði það þegar ég gerði mér ferð á klósettið hennar. Það væri seint sagt að Ásdís sé lítill persónuleiki og kom því stærð herbergisins mér verulega á óvart. Þrátt fyrir það hefur Ásdísi tekist að koma ótrúlegustu hlutum inn í þetta litla rými. Sófinn, tvíbreiða rúmið, risastóra kommóðan og síðast en ekki síst ísskápurinn eru meðal þess sem gleður augað þegar maður litast um. Það þykir ef til vill einkennilegt að vera með ísskáp í herberginu sínu en hann gegnir því mikilvæga hlutverki að hýsa föt Ásdísar sem eru ekki fá talsins. Til að ramma herbergið inn hefur Ásdís útbúið stóran striga sem er þakinn gömlum andrésblöðum. Herbergið leynir þó á sér því að ýmislegt kemur í ljós þegar byrjað er að færa til húsgögnin. Ummerki um brjálað partístand býr í permanent pennaförum sem innihalda misgá-fulegar setningar. Þau hefur Ásdís falið bakvið hrúgu af kjólum. Ef enn betur er leitað gæti maður jafnvel fundið einhverjar líkamsleifar á borð við tennur. Þegar þið eruð útskrifuð og flutt út í pínulitlu studioíbúðina ykkar á Meistaravöllum mæli ég eindregið með því að þið ráðið Ásdísi sem innanhúshönnuðinn ykkar. Guð má vita hverju hún mun geta troðið inn í íbúðina.

ÁSDÍS MARÍA VIÐARSDÓTTIR

Page 68: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-66-

HALDIÐ UM FREMRI SÍÐU OG FLETTIÐ HENNI FRAM OG TIL BAKA.

Page 69: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-67-

Page 70: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-68-

Page 71: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-69-

Page 72: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-70-

PIKKÖPPLÍNUR-JARA HILMARSDÓTTIR OG STEINN HELGI MAGNÚSSON-

Page 73: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-71-

en það getur líka verið ansi tricky á tímapunktum. Þú hlýtur til dæmis að kannast við tilfinninguna þegar þú spottar eitthvað augnayndi hinum megin í herberginu en getur bara ekki fundið út hvernig þú gætir mögulega byrjað samtalið sem gæti komið ykkur heim saman. Þú, kæri MH-ingur, þarft þó ekki að örvænta því Jar of hearts og Piparsteinn eru mætt á svæðið og tilbúin að bjarga þér úr krísunni. Við höfum farið í gegnum heilu alfræðiritin af pikköpplínum og eftir mánuði af rannsóknum höfum við tekið saman þær bestu (og verstu) og flokkað þær niður svo að þú hafir alltaf einhvern til að hlýja rúmið þitt. Hægt er að nota þessar pikköpplínur við flestallar aðstæður, hvort sem það er á djamminu, í Njallaranum eða jafnvel bara á ættarmótum.

CHEESY-BASIC

ÖMURLEGAR

VERSTA PIKKÖPP

FYRIR ÞÁ DJÖRFUByrjum á þessum klassísku. Með smá romance og dálítið af krútt- leika ertu good to go.

Eftirfarandi línur áttu að forðast eins og heitan eldinn, eða jafnvel nota þær á uppáþrengjandi píu/peyja sem þú vilt losna við sem fyrst.

Ef þú ert aftur á móti orðinn þreyttur á krúttleikanum er næsti dálkur fyrir þig. Þessar línur eru ansi áhættusamar en ef þú velur réttan tímapunkt og rétt target getur þetta skilað fullkomnum árangri.

-Ætlarðu að kyssa mig eða þarf ég að ljúga að dagbókinni minni?-Trúirðu á ást við fyrstu sýn eða ætti ég að labba framhjá þér aftur?-Ástin er soldið eins og ljósmyndun - kemur best fram í myrkrinu.-Ef þú værir nýr hamborgari á McDonald’s, værirðu kölluð/kallaður McGorgeous.-Ef ég klappa þér, muntu elta mig heim?-Afsakið, veistu hversu þungur ísbjörn er? [-Nei, hversu þungur?] Nógu þungur til að brjóta ísinn.

-Ef þú værir hor, myndi ég bora í þig fyrst.-Ég var að skoða dagatalið mitt og ég get gert þig ólétta fyrir jól.-Sestu hérna í kjöltuna mína og við tölum um það fyrsta sem kemur upp.-Fyrst þú ert búin að missa mey/sveindóminn, mætti ég leika með pakkninguna?-Afsakaðu, bragðast tungan mín undarlega?

-Kemurðu í Ljónaleik? Hann lýsir sér þannig að þú ferð á fjóra fætur meðan ég mata þig á kjötinu mínu.-Ef vinstri fóturinn á þér væri páskar og hægri fóturinn jólin, gæti ég þá hitt þig milli hátíðanna?-Ég væri til í að vefja fótunum þínum um háls minn og klæðast þér eins og fóðurpoka/beisli.-Það er partí í munninum þínum og ég er að koma.-Hefuru einhvern tímann kysst kanínu milli eyrnanna? [togaðu út vasana á buxunum þínum] Viltu prófa?-[Gríptu í rassinn á targetinu] Afsakið, er þetta sæti frátekið? (Í strætó eða Norðurkjallara)-Þú ert afar lík fyrstu eiginkonu minni. [-Er það? Hversu oft hef- urðu verið giftur?] Ég er enn piparsveinn.-[Sleiktu fingur og strjúktu honum fyrst á bol/kjól targetsins] Ó Guð, við ættum að fjarlægja þessi blautu föt.

Semi það versta sem þú gætir sagt við manneskju sem þú vonast til að fá heim með þér.

-Hæ. Þú dugar.

DJAMMIÐ ER SNILLD,

Page 74: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-72-

NÖLLAGREIN-STEINARR INGÓLFSSON-

Sci-fi er stefna í kvikmyndum og bókmenntum sem íslenskuð hefur verið sem vísindaskáldskapur. Sögusvið hennar er oft í framtíðinni en einnig í nútímanum þar sem fjallað er um hvernig framvinda vísinda hefur áhrif á líf persóna. Í kringum stefnuna hefur myndast ákveðinn hópur áhugamanna eða nörda. Þegar áhugamaður um sci-fi er búinn að horfa á myndir eins og Star Wars eða The Matrix á hann til að velta fyrir sér hvort til sé eitthvað meira og dýpra. Svarið við bón sinni getur hann fundið í myndum svo sem Blade Runner, Twelve Monkeys eða þá 2001. Hins vegar fara margir á mis við kvikmyndirnar sem fengu lágstemmdari dreifingu, sérstaklega þær sem eru ekki á ensku. Í gegnum tíðina hafa þjóðir víða um heim framleitt a-klassa sci-fi meistarastykki sem alltof fáir hafa séð. Þessar myndir eiga jafnvel til að taka fagurfræði og absúrdisma skrefinu lengra. Því þykir mér rétt að benda á nokkrar erlendar sci-fi myndir sem hafa mikið til síns ágætis en njóta minni athygli en amerískir blokkbösterar.

5.Tetsuo (Japan, 1989)Tetsuo er ein hinna upprunalegu og sönnu sæberpönkmynda sem virkilega endurspegla hvað stefnan gengur út á. Óút-skýranlegir hlutir henda óbreyttan skrifstofustarfsmann eftir að hann keyrir niður brjálæðing haldinn járnblæti. Hann er ásóttur af ofskynjunum og járnrusl byrjar að yfirtaka líkama hans líkt og krabbamein. Tetsuo er B-mynd eins og þær ger-ast bestar. Vegna lítils fjármagns eru tæknibrellurnar grófar og myndin svarthvít en báðir þættir leggja línurnar fullkomlega að anda þessa grófa meistaraverks. Eins og Japönum einum er lagið tekst leikstjóranum að búa til algjörlega ný kynferðis- fyrirbrigði, s.s. járnblæti eða borgetnarðalim. Málmkennd tónlist Der Eisenrost, vel framvæmd stop-motion myndataka og ádeila á Japan sem iðnaðarsamfélag eru allt hlutir sem gera Tetsuo að sönnu tímamótaverki.

4. La cité des enfants perdus (Frakkland, 1995)Meistararnir sem leikstýrðu Amelie bera ábyrgð á Borg týndra barna. Hún hefur fengið mun minni athygli en sú fyrrnefnda og er það merkilegt, hún er ekki síðri og jafnvel betri. Í myndinni hefur illur vísindamaður komið sér upp her barnaræningja, en hann sækist eftir draumum barna til að hætta að eldast. Myndin er súrrealísk og gerist í undarlegri hafnarborg, loftið er mengað og borgarbúar svelta á milli þess sem þeir stela og drekka sig fulla. Myndin tilheyrir í raun lítilli stefnu sem kallast ,,gufupönk“ en þó er hún á listanum vegna draumaþjófa, vísindamanna, ýmissa skringilega hannaðra tækja og andrúmsloftsins yfir höfuð, en hún gæti vel gerst í heimi eftir heimsenda. Myndin fær sérstakt hrós fyrir drungalega tónlist Angelo Badalamenti og bestu sviðsmyndar- og búningahönnun listans.

Page 75: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-73-

3. Stalker (Sovétríkin,1979)Hefur þú einhverja hugmynd um hvað það er sem þú þráir heitast af öllu? Stalker er þekktasta verk sovétmannsins And- reis Tarkovsky en hún fjallar um mann sem leiðir rithöfund og vísindamann inn á hervaktað svæði. Þar hafa sögur farið af herbergi sem hefur þann eiginleika að uppfylla óskir. Langar tökur og draumkennd tónlist einkenna myndina, auk ótrúlegrar náttúrufegurðar og siðfræðilegra samtala. Stalker vekur upp ótrúlega margar spurningar um heiminn og mann- inn, hún væri tilvalið viðfangsefni í HEI103 fyrirlestur. Marg- ar góðar pælingar um myndina hafa komið fram, sumir halda því fram að hún sé táknræn fyrir líf í kommúnistaveldi og aðrir segja hana hafa spáð fyrir um Chernobyl-slysið sem átti sér stað 7 árum eftir að hún kom út. Þar að auki fær Stalker props fyrir bestu kvikmyndatöku listans.

2. Akira (Japan, 1988)Geislavirk börn, vélhjólagengi, eiturlyf, herátök og sértrúar- söfnuðir, allt þetta er að finna í fulltrúa anime-mynda á listanum. Sögusvið Akira er Neo-Tokyo, tilbúin borg byggð á rústum þeirrar Tokyo sem við þekkjum í dag. Ungur meðlimur vélhjólagengis öðlast krafta sem ógna öryggi Tokyo nú í annað sinn, en hún eyðilagðist 31 ári fyrr fyrir tilstilli hins mikla Akira, barns með svipaða krafta. Líkt og landi sinn Tetsuo er Akira einnig í flokki sæberpönk mynda, hún fæst við götumenningu unglinga jafnt sem mistök framsækinna vísindamanna. Vert er að benda aðdáendum myndarinnar á mögnuðu teiknimyndasöguna sem hún er byggð á. Leikstjóri Akira, Katsuhiro Otomo, á einnig heiðurinn af því verki. Tónlistin í myndinni er snilld og hefur verið sömpluð af bæði Panda Bear og Gísla Pálma.

1. Alphaville, une étrange aventure de Lemmy Caution (Frakkland, 1965)Franski fagurkerinn Jean-Luc Godard gerði aðeins eina sci-fi kvikmynd, þó var hún ekki í lakari kantinum. Hin ofurnetti leynilögreglumaður Lemmy Caution er sendur til geimborg- arinnar Alphaville þar sem hann á að rannsaka hvarf koll- ega síns og komast að því hver einræðisherra borgarinnar er. Grunnhugmyndinni svipar mikið til skáldsögunnar Brave New World en í báðum verkum eru ást og fegurð orð sem ekki þekkjast. Godard lét það vera að búa til sviðsmynd en tók myndina heldur upp í nýstárlegum og umdeildum glerbyggingum Parísar. Frekar solid redding, frekar skörp ádeila. Ef þú hefur gaman af film noir og sci-fi, horfðu þá á Alphaville.

Page 76: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-74-

LJÓSMYNDAKEPPNI MYRKRAHÖFÐINGJA

1. SÆTIÁlfheiður Erla Guðmundsdóttir

ÞEMA / SKYNJUN

Page 77: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-75-

2. SÆTITómas Davíð Stankiewicz

Page 78: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-76-

3. SÆTIJóhann Kristófer Stefánsson

Page 79: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-77-

4. SÆTIDaníel PerezEðvarðsson

5. SÆTIBerglind ErnaTryggvadóttir

Page 80: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-78-

OG Í LJÓS KEMUR ÞITT TAKMARKAÐA MANNLEGA EÐLI-VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR-

Þegar gengið er inn á eitt af „kúkaklósettum“ skólans blasir við manni stór og metnaðarfull mynd af typpi með yfirskriftinni „þetta er btw fyrsta veggjakrotið mitt!“ Gleði hins nývígða krotara hefur þó verið spillt af öðrum mögulega reyndari með orðunum „og í ljós kemur þitt takmarkaða mannlega eðli“. Í þessum orðum kristallast að sumu leyti klósettkrotsmenning MH-inga. Þeir sem kippa pennanum með sér inn á kamarinn eru oftar en ekki örlítið bitrir, þeir þykjast hafa rétt fyrir sér hvort sem það er raunin eður ei, svo geta þeir líka verið fyndnir og sniðugir. Jafnvel mætti ganga svo langt að notast við þessa alhæfingu yfir MH-inga yfirleitt og er efni í allt aðra grein sem birtist reglulega í Beneventum undir yfirskriftinni kveðja frá útskriftarnema. Hinum alræmdu klósettkroturum skólans er ekkert heilagt og varla er nein kamarskreyting né setning látin óáreitt. Stafsetningar- og málfarsvillur eru leiðréttar af miklum ákafa og einnig er bitist hart um ýmsa hluti. Hér má nefna vangaveltur um gæði IB-nema, spurningar á borð við hvaða múmínálfabók beri af eða hvaða MH-ingur er myndarlegastur. Sumum virðist vera svo umhugað um snyrtimennsku skólans að ávítandi skilaboð þeirra rata á veggina: „wash your hands with soap!“, „kúkaðu á móti bókasafninu, plís.“ Þetta er skemmtilega kaldhæðið, krotum á veggina í þágu hreinlætis!Klósettpólitíkusar MH eru í sérstöku uppáhaldi hjá undirritaðri. Fyrir jól prýddi sama vegginn bæði mynd af sigð og einhverju allt öðru en hamri ásamt orðunum „imagen peace“. Þessar útpældu og vel stafsettu yfirlýsingar hafa nú fengið að víkja fyrir orðunum „stop Kony 2012“ ásamt þeirri athugasemd að aðeins 30% söfnunarinnar fari til Nígeríu. Nígeríu? Frábært.Allavega. Ef þú ert einn af þessum nemendum sem ferð bara á klósettið heima hjá þér hvet ég þig til að kynna þér krotmenningu skólans og hætta að halda í þér! Ég hef heyrt að það sé nokkuð óhollt.

Á síðunni hér til hægri má sjá málsnilld einhvers skáldsins sem hefur lagt leið sína á kamarinn, undir ljóðinu hefur síðan einhver bætt við -nafnlaus freðinn MH-ingur.

Page 81: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-79-

Page 82: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-80-

-CRÊPEVENTUM-

*nema franskar kartöflur, þær eru of mainstream fyrir okkur umhverfishipsterana.

Það er sprengidagur seint að kvöldi og Beneventum ráfar glorhungrað um götur Reykjavíkurborgar. Við erum indí og arty og nýbúin að skoða listasýningar og ræða heimsmálin. En nú erum við svöng. Og langar í eitthvað franskt og indí. Í rauninni er allt sem er franskt rosa indí, það skiptir ekki máli hvað það er.* Á einni listasýningunni voru myndir af mat og pönnukökum svo við ákváðum að gera krep. Krep er nafn yfir franskar pönnukökur en frakkarnir, rétt eins og við, vita að pönnsur eru alveg jafnhentugar í aðalrétt sem og eftirrétt. Hér eru leiðbeiningarnar okkar, en ef þú ert sannur matar- hipster og eldhússpaði ættir þú alveg að geta skáldað smá sjálfur.

Page 83: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-81-

CRÊPES MOUSSE DE CAFÉ

Pönnukökurnar1 bolli hveiti

2 egg1/2 bolli mjólk (bætt í eftir þörfum)

1/2 tsk salt50 g smjör

1/2 tsk lyftiduft

Þurrefnin sett saman í skál og dálítið af mjólk hellt útí. Eggin koma svo næst, og brætt smjörið þar á eftir. Þynnið svo með mjólk eftir þörfum. Athugið að deigið á að vera þunnt.Svo er deiginu ausið með ausu á heita, smurða pönnuköku- pönnu og dýrindis pönnukökur steiktar.

FyllinginÍ fyllinguna er hægt að setja ýmist grænmeti blandað við hrís- grjón. Endilega prófið ykkur áfram og verið skapandi!

Kaffimús2 eggjahvítur

3 dl rjómi2 msk instant kaffi

3 msk sykursúkkulaðispænir

Stífþeytið eggjahvíturnar og þeytið rjómann. Blandið því næst stífþeyttu eggjahvítunum og þeytta rjómanum varlega saman. Í raun er gott að muna að þegar stífþeyttar eggjahvítur eru í skál skal allt gert varlega.Þá er komið að því að hræra kaffinu og sykrinum við eggja- hvíturjómablönduna. Varlega, þar til kaffið er uppleyst. Þegar þessu öllu er lokið er um að gera að skammta jafnt í skálar og strá smá súkkulaði yfir dýrðina. Nú ættu allir kaffiperrar Menntaskólans við Hamrahlíð að sofna sáttir ... eða ekki sofna.

Page 84: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-82-

-SIGURÐUR HERMANNSSON-

Page 85: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-83-

Það heyrðist klingja í lyklum. Skólanum hafði lokið tæpum hálftíma fyrr og stofa 48 var yfir- gefin, suðið í tölvum sem ekki hafði verið slökkt á var það eina sem truflaði kyrrðina. Honum leið eins og boðflennu í tómri stofunni og hálfóttaðist að einhver kæmi til að reka hann burt. Annars hafði hann ekkert að óttast, sagði hann sjálfum sér: ef einhver kæmi gæti hann bent þeim á að spyrja Ragnhildi Ricther íslenskukennara, sem hafði látið hann fá lyklana, hvað hann væri að gera.Hann bölvaði sjálfum sér fyrir að hafa vistað skjalið með verkefninu sem hann var nú kominn í tímaþröng með á tölvunni sjálfri í staðinn fyrir að senda sér það í tölvupósti, en það var ekkert við því að gera núna. Hann varð bara að fara í tölvuna sem hann hafði verið á um daginn, finna verkefnið á „desktoppinu“ og senda sér það til að klára í kvöld. Þegar ljós lýsti upp stofuna og tölvurnar fékk hann sterka endurfinningu, eins og hann hefði oft gengið einn inn í tóma tölvustofuna og kveikt ljósið. Hann blikkaði augunum og hristi af sér tilfinninguna þegar hann steig í átt að tölvunni í horninu, þeirri sem hann hafði verið í um daginn. Þegar hann settist og skráði sig inn tók hann eftir miða við hliðina á lyklaborðinu.Hann tók upp miðann og las: Skrifaðu örsögu þar sem eftirtalin orð koma fyrir: líffræði, skólaskírteini, skiptinemi, laufblað, blóðsýni. Í efra vinstra horninu stóð Ísl 363, sem hann þekkti sem skapandi skrif áfangann. Hann hafði íhugað að taka hann sjálfur en á endanum hætt við til að geta komið Stæ 503 inn í töfluna. Hann lagði miðann frá sér án þess að hugsa meira um hann.Þegar skjalið sem hann var að leita að var öruggt í innboxinu hans varð honum hugsað til miðans. Þetta getur ekki verið svo erfitt, hugsaði hann með sér og opnaði nýjan glugga í Word.Hann sat og skrifaði stutta stund á eftir, fingurnir pikkuðu hratt og örugglega án þess að stoppa nokkurn tímann. Kunnugleg tilfinningin sem fylgdi sköpuninni, spenningurinn og athafna-gleðin, rann eins og á úr eldi um huga hans þegar hann skrifaði lokaorðin. Hann byrjaði að lesa yfir textann, stoltur af verki sínu, en ánægjubrosið dofnaði hratt eftir því sem hann las:„Það heyrðist klingja í lyklum,” byrjaði textinn og honum fannst hann bara versna eftir það. Með óánægjusvip eyddi hann skjalinu óvistuðu. Það var gott að hann hafði ekki tekið áfangann, ákvað hann, hann hefði enga hæfileika í skriftum hvort eð var.Þegar ljósin voru slokknuð og herbergið tómt var miðinn það eina sem ekki tilheyrði stofunni í raun. Það heyrðist klingja í lyklum.

Page 86: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-84-

Það er vitað mál að í skólanum lærir maður fullt. Við lærum til að mynda að stilla efnajöfnur, um sálgreiningar Freuds og passé composé. En lærdómur er ekki einungis akademískur, hann kemur líka lífnu við almennt. Því tóku nokkrir útsendarar Beneventi sig saman og fengu nemendur skólans til að segja hvað þau lærðu félagslegt og bráðskemmtilegt á busaárinu sínu.

ÞAÐ SEM BUSAÁRIÐ KENNDI MÉR

Page 87: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-85-

Page 88: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-86-

Page 89: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-87-

Page 90: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-88-

Page 91: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-89-

Page 92: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-90-

„Ég hata feminista,“ sagði strákurinn.Hvað átti ég að segja? Ég man hvernig svona álit náði að sannfæra mig um að feminismi væri bara kvenremba. Í grunnskóla var jafnmikið tabú að viðurkenna feminískar hugmyndir eins og að koma út úr skápnum.Reyndar efast ég um að strákurinn þekki marga feminista persónulega (hvað þá alla!).Það sem feministar eiga sameiginlegt er hugmyndafræðin – og jafnvel um hana er ágreiningur. Ætli strákurinn þekki muninn á borgaralegum og frjálslyndum feminisma? Sjónarmiðs-, einstaklingshyggju- og umhverfis-feminisma? Hvað þá muninn á mismunarfeminisma og pró-sex feminisma. Þá eru ótaldar feministastefnur tengdar pólitík, kynhneigð, rasisma, stéttaskipt- ingu, stríðsrekstri ...Það er auðvelt að horfa fram hjá áhrifum útlitsdýrkunar, klámvæðingar og kvenfyrirlitningar en það er ekki takmarkalaust hægt. Í fyrsta sinn sem við opnum augun í þessum heimi er það til að horfa á kvenkyns kynfærin sem við komum út um. Síðan lærum við að fyrirlíta þennan ómissandi líkamspart og kalla hann ljótum nöfnum og meira að segja lærum við að nota hann til að niðurlægja stelpur (helvítis smápíka, tussan þín, kuntan þín, o.s.frv.). Helmingur mannkyns hefur kvenkyns kynfæri og geldur þess. Við erum ekki að tala um minnihlutahóp sem hægt er að hunsa.Því miður lendir strákurinn í þeim sorglega stóra hópi fólks sem er hrætt við breytingar. Frelsi kvenna til jafns við karlmenn í félagsmálum, fjármálum og menningarmálum hljómar vissulega mjög ógnandi.„Ekkert er stöðugt nema breytingar,“ sagði einhver spakur og þótt mannskepnan sé íhaldssöm þá hefur hún vilja.Ég elska breytingavilja.

-LEA MARÍA LEMARQUIS-

ÞAÐ ÞARF VILJA TIL

Page 93: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-91-

-SUNNA AXELSDÓTTIR-

FÉLAG UNGRA JAFNRÉTTISSINNA

Margir telja að kynjamisrétti sé ekki til hér á landi. Stelpur tilheyri ekki lengur neinum minnihlutahópi og hafi nákvæmlega sömu tækifæri og strákar til þess að láta eitthvað úr sér verða. Hvað þýðir það að vera árangursríkur strákur ? Hvað þýðir það að vera árangursrík stelpa?Því meira sem ég velti þessum spurningum fyrir mér því ósáttari varð ég við steríótýpísku hugmyndirnar sem krauma í samfélaginu um mismunandi hlutverk kynjanna. Smám saman fór ég að átta mig á nokkrum mikilvægum atriðum sem ekki aðeins ýta undir heldur móta þessar hugmyndir. Áhugaverðast fannst mér hvernig kynin eru sýnd á mismunandi hátt í fjölmiðlum. Ég fór að lesa mér til um þetta, horfa á heimildarmyndir og fyrirlestra á net- inu og komst fjótlega að því að mikill munur er á umfjöllun um stelpur og stráka í fjölmiðlum. Oftar en ekki er fjallað um stelpur út frá útlitinu meðan strákar virðast fá meiri umfjöllun fyrir það sem þeir hafa áorkað. Þegar ég fór að tala við vinkonur mínar um þetta voru margar þeirra sammála mér meðan aðrar sögðust lítið sem ekkert hafa tekið eftir þessu. Það var þá sem ég áttaði mig á því að það væri kannski ekki svo sjálfsagt að fólk væri mikið að velta því fyrir sér hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru. Þeir væru bara svona.

Við ræddum þetta og fannst vera kominn tími á eitthvað stórfeng-legt, byltingu. Við komumst að því að við vildum ekki eingöngu einbeita okkur að jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti fyrir allra. Tveimur dögum síðar, þann 3. janúar, var Félag ungra jafnréttis- sinna stofnað. Tilgangur félagsins er að stuðla að vitundarvakn- ingu um jafnréttismál og að hvetja til umræðu og skoðanaskipta um þau. Framtíðarsýn félagsins er að hver einstaklingur sé metinn á einstaklingsgrundvelli en ekki á grundvelli kyns, kynhneigðar, litarafts, uppruna, þjóðernis, búsetu eða líkamsgerðar. Að einstak-lingur sé metinn út frá sínum hugsunum, skoðunum og gjörðum. Félagið hefur stækkað gífurlega á örskömmum tíma, nú eru yfir 150 búnir að læka facebooksíðu félagsins og þann 28. janúar var kosin stjórn. Á síðunni er hægt að sjá hvenær fundir eru haldnir og að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Ég vil líka benda á að hægt er að senda póst á [email protected] ef það vakna upp einhverjar spurningar.Fordómar og staðalmyndir eru daglegt brauð í samfélagi okk- ar. Með því að átta sig á þeim, hvernig þær birtast okkur, hafa áhrif á okkur og jafnvel stjórna okkur, er hægt að gera eitt- hvað stórkostlegt. Við getum hætt að láta þær skipta okkur máli. Það er staðreynd.

Page 94: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-92-

PAINT-TVÍÆRINGUR BENEVENTI

1. SÆTIEydís Blöndal

Paint-tvíæringur Beneventi var einkar glæsilegur í ár. Verkin sem bárust okkur voru einkar artí og indí og trendí. Myndirnar sem urðu í eftstu þremur sætunum þótti okkur þar að auki vera þrungnar djúpri merkingu. Við fundum fyrir flæði og tjáningu í þeim og það bar greinilega á mikilli ádeilu á nútímasamfélagið, kreppuna, græðgi og hatur. Við hvetjum þarnæsta Beneventum til að halda uppi heiðri Paint-tvíæringsins en eins og allir sannir hipsterar vita eru tvíæringar (Bienalle) hátíðir sem haldnar eru á tveggja ára fresti.

Page 95: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-93-

3. SÆTISólveig Matthildur Kristjánsdóttir

2. SÆTIBaldvin Þormóðsson

Page 96: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-94-

MEIRI LIST

untitledJóhann Pétur Jóhannsson

Reyktir bananarJómar Stafn Hjaltason

Page 97: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-95-

MEIRI LIST

Bacon goðiðVilhelm Þór Neto

Calle de las PutasSveinn H. Kristjánsson

Page 98: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-96-

Page 99: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-97-

Af hverju fá ríku krakkarnir alltaf dýrari gjafir í skóinn?Sé þessari spurningu svarað út frá fræðum Jóhanns Kalvíns komumst við að þeirri niðurstöðu að það sé einfaldlega vegna þess að guð hefur valið þau til eilífðar- vistar í paradís, guð einfaldlega elskar þau meira. Átta ára strákurinn sem fékk iPad í skóinn um síðustu jól getur því farið að búa sig undir paradísarvistina, sé hann kalvínisti.

Af hverju eru karlmenn með g-blett í rassinum? Vegna þess að guð skapaði þá þannig.

Hvað er eiginlega málið með list? Kv. The artistSæll, monsieur Valentine. List er mjög flókið fyrirbæri en þó má í raun útskýra hana í aðeins einu orði: síld. Eitt sinn stóð ég á afnesi einu á eynni Mön og sá síldartorfu synda hjá, a.m.k. 100.000 fiska. Symmetríkin var allsráðandi og samræmið milli raufarugganna og eyrugganna og sam-hæfðar hreyfingar torfunnar urðu til þess að ég táraðist. Silfurglitrandi hreistur Clupea Harengus gæti prýtt hvaða striga sem er.

Hver af ykkur er líklegastur til að verða forseti? Við í Mímisbrunni getum ekki beðið eftir þeim degi þegar Leifur verður forseti og svarar spurningum blaðamanna í eins atkvæðis orðum. Líklegastur til að verða varaforseti er hins vegar Sigurgeir.

Hvað er sætasta potential parið í Mímis-brunni? Þórgnýr og Jóhann.

Hvar finnur maður svona tjokkó gaura?Gettu betur ;)))

Hvað eru páfagaukar með margar fjaðrir? 42.

Hvernig nær maður í πur?96 er solid.

Hvað er tíska? Hawaii-skyrtur.

Ætti ég að klippa á mér hárið? Kv. Maggi magg Sæll, Magnús, okkur finnst að þú ættir endilega að taka hann Þórgný til fyrirmyndar. Síðastliðið haust skartaði hann síðu hári en klippti það nú í annarbyrjun. Almennt er það góð hugmynd að líta einfaldlega til okkar Gettu betur liðsmannanna ef fólk vantar fyrirmyndir.

Hvernig stjórna ég standpínu í tíma?Ef það að fá standpínu í tíma er eitthvað sem hrjáir þig, ungi maður (hér gerum við ráð fyrir að það hafi verið nemandi sem sendi þetta inn) ættir þú að hugleiða það að þú ert mögulega haldinn ristruflunum og ættir að leita þér hjálpar sérfræðings. Síðan ristruflanir.is gæti reynst góður upphafsstaður í upplýsingaöflun.

Hver er mest sexy MH-ingurinn? ÉG VIL SVÖR!Kent í konrektor!

Af hverju er ekki 8. dagur vikunnar?Að hafa átta vikudaga myndi í raun henta alveg jafn illa og að hafa sjö (ókei, það kæmi reyndar inn alveg heill auka- dagur). Það sem væri fullkomið væri fimm daga vika, þrír virkir dagar og síðan tveggja daga helgi. Þá myndi fjöldi vikna líka ganga upp í fjölda daga ársins, 365. Á hlaupári myndi síðan skapast aukafrídagur sem myndi einfaldlega kallast hlaupársdagur.

Hver er þjóðarfiskur Dana? Dronninglortesværdfisk.

Page 100: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-98-

ÁRSHÁTÍÐIN-ANNÁLL-

Þegar við í skemmtiráði settumst niður til að plana árshátíðina þá var það fyrsta sem var ákveðið að Moses Hightower skyldi spila á meðan okkar kæru MH-ingar sætu að snæðingi. Á þeim fundi var eiginlega ekkert annað ákveðið þar sem árshátíðin er haldin í hátíðarsal okkar nemenda og því ekki þörf á því að vesenast með vettvang, skemmtanaleyfi eða gæslu.Aðdragandi árshátíðarinnar eru að sjálfsögðu Lagningardagar sem voru með þeim hætti þetta árið að MH var skipt í heims- álfur og hátíðarsalurinn varð Suður-Ameríka sem þýddi að leitast var eftir að skreytingar og matur yrðu í latino þema. Það skapaði smá vandamál af því að Tapas-barinn er ekki með veisluþjónustu! En á árshátíðardeginum sjálfum fengum við prýðismat, þó að erfitt hafi verið að koma auga á Suður-Ameríska þemað. Það voru aðeins grænmetisæturnar sem fengu burrito, sem gert er ráð fyrir að í hafi verið grænmeti, en það er með engu móti hægt að sanna. Á meðan við borðuðum öll saman forrétt og aðalrétt sögðu herramennirnir í Mið-Ísland ælubrandara sem féllu vel í kramið hjá nemendum og heyrst hefur að Lárusi rektor hafi ekki tekist nógu vel að bæla niður hláturinn.Eftir að hafa hlustað á ljúfa tóna Moses Hightower var rýmt til í salnum og búið til dansgólf þar sem saddir nemendur dönsuðu undir tónlist Yoda Remote. Það sem er og hefur alltaf verið best við árshátíðina er að hún er sjaldnast vettvangur fyrir drykkjuskap og því ríkir pjúra gleði hjá nemendum og ómennis-sleikir eru sjaldséðir. Lárus rektor var í skýjunum yfir því hvað þetta hefði allt saman verið vel heppnað og yfir því hversu margir dönsuðu alveg til enda kvölds.Við nutum þessarar ljúfu kvöldstundar út í ystu æsar og vonum að þið sem komuð hafið notið hennar með okkur.

Page 101: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-99-

SÖNGKEPPNI-ANNÁLL-

Frá því að ég sá að Daníel Perez æltaði að keppa í söngkeppninni gat ég varla beðið eftir þessu magnaða kvöldi. Um það bil korteri áður en húsið opnaði var ég mætt, bara svona til að tryggja að ég fengi gott sæti til að sjá hinn sæta og sjarmerandi performer. Daníel stóð líka undir væntingum með lagið sitt ,,CHAN CHAN” enda algjört latino goð. Legið mitt tók sko kipp þegar hann fékk sér smók af vindlinum sínum og ég hélt að það myndi líða yfir mig (ekki það að ég vilji eignast börn með Daníel, ég er alltof ung til þess, legið mitt lætur bara svona þegar ég sé kynþokkafulla menn á sviði). Ég var svo geggjað sár þegar hann vann ekki en það var svo sem allt í lagi því atriðið hennar Karenar var líka mjög flott. Söngkeppnin var líka ótrúlega glæsileg í heildina litið, miklu betri en Samfés í fyrra.-busaskvísa

Page 102: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-100-

MÍMISBRUNNUR-ANNÁLL-

Mímisbrunnur fer með málefni tengd Gettu betur. Meðlimir Mímisbrunns eru valdir með inntökuprófi. Í ráðinu eru Gettu betur liðsmenn og liðstjórar. Liðið í ár skipuðu Sigurgeir Ingi Þorkelsson, Leifur Geir Stefánsson og Þórgnýr Einar Albertsson sem þykja allir mannsefni góð (blikk, blikk). Liðstjórar voru Berglind Erna Tryggvadóttir, Jóhann Hall og Stefnir Sveinsson. Þjálfari var Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, þekkt sem „vor ástkæri eilífðarleiðtogi Kim il-Auður“ af liðsmönnum. Sérstakur andlegur leiðtogi var Einar Ben (Ediktsson), skáld og athafnamaður, sem birtist liðsmönnum snemma í æfingaferlinu.

Á vorönn héldum við, að vanda, hina sívinsælu innanskólaspurningakeppni Besserwisserinn. Sextán lið öttu kappi og má m.a. nefna KGB, Eitt lag enn með Stjórninni og Danslið Brynju Péturs. Sigurliðið í ár var Clop clop, skipað þeim Birki, Bjarti og Hörpu. Keppnin sló sitt eigið met þegar Matgarður fylltist í undanúrslitunum og áhugamenn um keppnina þurftu frá að hverfa.

Þann 9. janúar keppti lið MH sína fyrstu keppni í Gettu betur. Þá sigraði liðið Fjölbrautaskóla Austur-Skaftafellssýslu 15-3. Í næstu umferð var att kappi við ME og bar MH sigur úr býtum. Þegar þetta er skrifað, þann 10. mars, er lið MH komið í undanúrslit Gettu betur eftir sannfærandi sigur á Borgarholtsskóla, 19-14, í beinni sjónvarpsútsendingu. Ég vil ómögulega leggja fram spádóma um framhaldið. Við munum halda áfram að gera okkar besta en það hefur nú þegar fleytt okkur langt. Að lokum vil ég koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem komið hafa að starfi Mímisbrunns og þakka fyrir gott og ein- staklega skemmtilegt samstarf. Sigurgeir Ingi Þorkelsson, oddviti Mímisbrunns(Ef þú last alla leið hingað þá elska ég þig.)

LAGNINGADAGAR-ANNÁLL-

Mikið var um dýrðir á Lagningadögum þetta árið! Heimsálfuþemað vakti mikla lukku enda tókst skreytinganefnd Lagn- ingadaga að gera MH glæsilegan með óteljandi plakötum, fánum, höttum grímum og öllu mögulegu. Upp úr stuðinu standa viðburðir á borð við miðilsfund með hinum þjóðþekkta Þórhalli miðli, Bergur Ebbi og Dóri DNA kenndu fólki að pressa eins og sannar pöndur og Helga Braga kom fólki til að hlæja. Stebbi sögukennari hélt goðsagnakenndan fyrirlestur um konurnar í lífi Fidels Castro og þýskuelskir kennarar vorir reyndu með góðum boðum að lokka okkur í nám til Þýska-lands. Fassjón-sýningin var sjúklega fassjón að venju. Hrefna nokkur Björg átti þar stórleik þegar hún vippaði sér í kollhnís á sviðinu, áhorfendum fyrst til ógnar og skelfingar en síðar mikillar aðdáunar og gleði þegar hún reisti sig við heil á húfi.

Page 103: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-101-

-SIGURVEGARI SÖNGKEPPNI NFMH-SÓLA TALAR VIÐ KAREN ANDREASSEN ÞRÁINSDÓTTUR

Af hverju valdirðu þetta lag?Ég byrjaði að hlusta á Ed Sheeran og fann þetta lag með honum, og mér fannst svo fáránlega flott hvernig hann gerði það. Mig langaði að prufa bara með öðruvísi röddum. Hann gerir þetta allt með sinni rödd og setur þetta saman en mig langaði að prufa hvernig þetta kæmi út með vinum mínum.

Hvernig var þetta útsett?Við vorum með þrjár raddir sem humma undir á meðan ég söng laglínuna og svo var beatboxari líka.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í söngheiminum, eða bara lífinu?Já, það er soldið mikil klisja að segja þetta en Adelle, hún er brjálæðislega góð. Svo hef ég alveg frá því ég var lítil, þá hlustaði pabbi minn mjög mikið á Micheal Jackson og það er soldið svona, fast í mér. Svo má ekki gleyma Beyoncé!

Hver er uppáhaldshljómsveitin þín eða tónlistarmaður?Það er Adelle, og svo bara, ekkert svona uppáhalds, ég hlusta eiginlega bara á hvað sem er.

Af hverju er himinninn blár?Af hverju er himinninn blár? Ó GUÐ MINN ALMÁTT- UGUR. Æjj, af því það er bara svo fallegur litur.

Hver er uppáhaldskennarinn þinn?Þorleifur var alltaf uppáhaldskennarinn minn, en svo ... er hann það ekki lengur. Þannig að í augnablikinu á ég mér engan uppáhaldskennara.

Hvernig fílarðu þig hérna í MH?Bara mjög vel, þetta er þægilegt umhverfi og fínt að vera hérna.

Karen Andreassen Þráinsdóttir söng Wayfaring stranger í Söngkeppni MH, kom, sá og sigraði. Hún er busi á félagsfræðibraut og heitir Randy innan sviga á feisbúkk. Beneventum tók stutt

spjall við hana.

Page 104: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-102-

SULLIÐ

Page 105: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-103-

Í lok janúar ákvað listafélag NFMH að endurvekja Sullið eftir tveggja ára dvala. Sullið er tónlist-arhátíð MH-inga þar sem nemendum skólans gefst kostur á að koma fram og spila tónlist í Norður- kjallara. Tónlistarhátíðin stóð yfir í tvo daga og stigu stórhljómsveitir á borð við Guð blessi Ís-land, Fönksveinar og Blanco á svið. Alls skráðu tólf hljómsveitir sig til leiks en vegna ófærðar fækk- aði þeim niður í átta. Gólfplássið var svo sannarlega ekki af skornum skammti sem gerði það að verk- um að dansað var langt fram eftir kvöldi af þeim tónleikagestum sem sáu sér fært að mæta. Sullið er svo sannarlega skemmtileg hátíð sem er komin til að vera og þakkar listafélag kærlega fyrir sig.

Page 106: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-104-

Page 107: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-105-

GÆSLUSTJÓRAANNÁLL-EGILL ÁSGEIRSSON-

Þetta var bjartur þriðjudagur. Lífið lék í lyndi og sól skein í haga. Ég kíkti inn á nemó og talaði við Sverri varaforseta. Sverr- ir var góður í skapi og tók daginn létt. Við spjölluðum í smástund áður en hann sagði svo loks: „Já, á meðan ég man, þú ert orðinn gæslustjóri NFMH 2011-2012.“ Ég varð agndofa. Ég, gæslustjóri. Ég vissi að viðtalið hafði gekk vel, en svona vel? Þetta var hamingjusamasta stund lífs míns. Að minnsta kosti þá vikuna. Þann daginn. Sverrir hélt svo áfram og sagði: „Þú byrjar bara á föstudaginn.“ Það eru metal tónleik- ar í Norðurkjallara sem listafélagið skipu-lagði.” Það var ekkert annað. Mér var bara hent beint í djúpu laugina. Metal tónleik- ar á föstudegi. Ég fór því samstundis og smalaði saman í gæslu. Ég fékk Helga Jarl, Vöku og Jöru með mér. Þau stóðu gæsluna afar faglega, svo ekki sé annað sagt. Við leituðum á fólki, ekkert fannst. Að minnsta kosti ekki strax. Eftir rúman hálftíma kom maður inn. Hann hafði blátt hár og gasgrímu á sér. Svo ekki sé minnst á stjörnulöguðu linsurnar. Ég leitaði á þess- um manni og hugsaði með mér: „Nei, nei, hann er ekki með neitt.“ En viti menn, hann hafði tvo hnífa á sér. Þessir hnífar voru gerðir upptækir. Þetta var það fyrsta sem var gert upptækt. Korteri seinna kom maður inn. Hann var á fimmtugsaldri og í

hermannabuxum. Helgi Jarl leitaði á hon- um og fann litla sprengju. Þetta var svona sprengja sem litlir krakkar fá á gamlárs-dag. Svona lítil, kringlótt, græn. Það versta við hana var þó að hún hafði verið tekin í sundur. Getgátur komu upp um það hvað væri í henni. Sú besta var að hún væri full af kókaíni. Við kölluðum þetta því kókaín- sprengjuna það sem eftir var kvöldsins, og gerum það enn. Allt annað fór þó að ós-kum. Við fengum fría pítsu það kvöldið eins og öll önnur og voru allir sáttir með það. Það mætti svo sannarlega segja að þetta kvöld hafi heppnast vel.

Margar gæslur komu eftir það en ekki er þó hægt að segja sögur á næsta bæ. Allt- af vildu fleiri og fleiri vera með í gæslunni og alltaf var pláss fyrir þá. Í nóvember var fyrsta back-to-back gæslan. Þetta var alveg í byrjun nóvember, í góðgerðarvikunni. Á fyrra kvöldinu var Góðgerðarkvöldið. Það gekk vel og allt fór að óskum. Hins vegar gekk seinna kvöldið ekki jafn vel. Þetta var Leiktu betur forkeppnin. Kvöldið hófst vel en svo kom upp atvik sem breytti lífi allra í gæslunni. Það fór maður fram á gang eftir að kerfið var farið á. Hann smeygði sér fram hjá traustum gæsluliðum mínum og braut sér leið fram. Svo fór kerfið í gang. Mikil hræðsla kom upp á meðal gesta kvöldsins en leikendur byrjuðu að grínast með þetta.

Ég og Ásdís, þáverandi skólastjórnarfull-trúi, hringdum strax í Kent og létum hann vita. Kent reddaði öllu og við sluppum svo sannarlega með skrekkinn. Næst á dag-skrá var fótboltamótið. Þetta árið var það haldið í Kórnum. Sjálfur var ég ekki í gæsl- unni sökum þess að ég var að keppa en aðrir traustir voru í staðinn. Gæslan það kvöldið stóð sig mjög vel og gerði margt ólöglegt upptækt. Ekkert meira markvert gerðist þá önnina en næsta gæsla var bara eftir áramót. Það hefur margt gerst á þessu ári, m.a. White Signal tónleikar og fleiri back-to-back gæslur, m.a. Sullið.

Næsta gæsla þar á eftir var Morfís. Það gekk vel og ekkert gert upptækt nema einn lítill froskur. Næsta dag var svo önnur gæsla. Það var söngkeppni NFMH í Gamla Bíó. Kjartan, kynnirinn góðkunni réð mig sem lífvörðinn sinn það kvöldið og því var ég ekki í gæslunni. Hins vegar stóð gæslan sig vel og ekkert hægt að setja út á hana. Margt hefur verið gert til að auka þægin-di gæslunnar, m.a. grúppa á facebook, en þar eru allar mikilvægustu upplýsingar postaðar, sem og umsagnir frá kvöldunum. Að lokum vil ég svo bara þakka öllum sem hafa komið nálægt gæslunni fyrir hjálpina og samstarfið og nú get ég ekki annað sagt en að ég bíði spenntur eftir næstu gæslu og tilheyrandi skemmtun.

Page 108: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-106-

NETI YOGA

Frá því að ég var mjög ungur hef ég átt við mikil ennis- og kinnholuvandamál að stríða. Eflaust kljást mörg ykkar við svipuð vanda- mál, jafnvel án þess að vita hvað er í gangi og haldið að þið séuð bara alltaf kvefuð. Ennis- og kinnholubólga verður þegar sýking mynd- ast í ennis- og kinnholum. Afleiðingarnar geta verið léttur hausverkur, hósti og enda-laust stíflað nef. Sýkingarnar geta síðan lekið um allan líkamann og orskaðað til dæmis lungnabólgu og alls kyns vesen. Ef drullan sem kemur út úr nefinu á þér er ekki glær þá ertu líklega með einhvers konar sýkingu. En hvað er til ráða?

Ég hef oft farið til læknis og verið settur á ofurskammt af pensillíni sem er svo mass- ívur að hann væri frekar við hæfi fyrir hesta heldur en menn. Með þessu fylgir svo stera- kúr. Aukaverkanirnar af þessu eru ömurlegar og manni líður hræðilega. Fyrir mig virka lyf- in meðan ég er á þeim en strax og ég hætti á þeim kemur aftur upp sýking. Þegar verst lét fór ég á fjóra kúra í röð og í þokkabót fór ég í tvær stórar aðgerðir og fullt af myndatökum.

Í fjóra mánuði leið mér semsagt ömurlega af aukaverkunum og það var ekkert grín. Þá ákvað ég að þetta gengi ekki lengur og fór að reyna að finna mínar eigin leiðir til að losna við helvítið. Ég googlaði ýmislegt sem tengist þessu og var snöggur að finna svolítið sem vakti áhuga minn. Eitthvað sem menn kölluðu Netipot. Ég hló fyrst að þessu vegna þess að ég hafði séð þessa auglýsingu í Svíþjóð fyrir einhverjum árum og gert mikið grín að þessu.

Því meira sem ég googlaði varð það hins vegar augljósara að fólk var ekkert að grín- ast með þetta. Ég komst að því að það væri hægt að kaupa svona græju í Heilsuhúsinu og ákvað að ég hefði engu að tapa. Græjan var frekar dýr, 3.500 kall, en samanborið við læknis- og lyfjakostnað undanfarinna mánaða (líklega yfir 200.000) var þetta klink.

Þessi aðferðafræði (Neti) kemur úr teg- und af Yoga sem kallast Hatha Yoga en marg- ar aðferðir innan þess beinast að því að hreinsa líkamann og er Neti ein þeirra.

Neti gengur út á það að hella saltvatni inn um aðra nösina, í gegnum ennis- og kinnholukerfið og út um hina nösina. Með þessu getur maður hreinsað þessar holur og unnið á sýkingunum sem geta verið þar.

Ég hafði lesið slatta um þetta áður en ég keypti græjuna og var því t.d. búinn að redda salti (mér finnst best að nota Maldon salt sem ég er búinn að mala örfínt í mort- eli). Ég fór strax í að prófa græjuna og fyrsta skiptið var líklega með því óþægilegra sem ég hef gert. Eftir nokkra daga var ég hins veg- ar kominn upp á lag með þetta, búinn að finna hvað rétt magn af salti var, búinn að finna rétta hitastigið og búinn að læra á það hvernig ég ætti að halla hausnum meðan á athöfninni stóð.

Þegar þarna var komið var þetta alveg hætt að vera óþægilegt og það sem meira er, eftir sirka tvær vikur var ég næstum alveg hættur að hósta og vera með stíflað nef. Mér hafði ekki liðið jafn vel í mörg ár. Núna eru liðnir nokkrir mánuðir síðan ég fór að stunda þetta og ég er farinn að gera þetta tvisvar á

-BERGUR ÞÓRISSON-

Page 109: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-107-

dag, alltaf áður en ég borða morgunmat og áður en ég fer að sofa. Ég er næstum alveg hættur að finna fyrir sýkingum og út af því hefur þetta gjörbreytt mínu lífi. Mér fannst í kjölfarið nauðsynlegt að kynna þetta fyrir öðrum því ég veit að margir eru í svipuðu veseni, kannski ekki jafn alvarlegu og hjá mér en ég meina, hver er ekki til í að losna alveg við stíflað nef?

Netipoturinn sem fæst í Heilsuhúsinu rúmar um það bil 250 ml og mér finnst best að blanda saltvatnið í 0,5 l gosflösku sem ætti að vera til á öllum heimilum. Til þess að þetta sé ekki óþægilegt þarf hitas-tigið á vatninu að vera rétt, ekki of heitt og ekki of kalt. Mér finnst best að láta vatnið renna á handarbakið á mér til að

finna rétt hitastig. Maður byrjar sem sagt á því að fylla flöskuna af vatni og síðan bætir maður saltinu út í. Ég nota sirka ¾ teskeið af salti í hverja 500 ml en saltmagn- ið fer bara eftir smekk og maður þarf bara að læra hvað virkar best fyrir mann. Síðan hellir maður bara helmingnum af blönd-unni í Netipottinn og hellir síðan í geg-num aðra nösina. Eftir það snýtir maður sér lítillega (ekki of fast) og hellir síðan í gegnum hina nösina. Þá snýtir maður sér aftur lítillega og að því loknu tekur þurrkunarprósessið við. Það er auðvelt að sleppa því en það sem gerist þá er að saltvatnið verður eftir inni í holukerf- inu og saltið veldur því að mann getur farið að svíða svakalega og fengið blóðnasir og

alls kyns vesen. Þess vegna mæli ég sterk-lega með því að vanda sig við þurrkunina.

Best er að byrja á því að snýta sér tíu sinn- um hressilega. Standa síðan boginn með hausinn niður og snýta sér tíu sinnum á hvolfi. Að því loknu snýtir maður sér mjög létt, tíu sinnum á hvorri nös og svo tíu sinn- um á báðum samtímis. Þegar maður hefur lokið þessu eru nefgöngin orðin alveg hrein og manni líður yndislega.

Ég mæli með því að þið gefið þessu séns, ekki bara í eitt skipti heldur í kannski eins og tvær vikur og sjá hvað ykkur finnst. Hverju hafið þið að tapa?

Ps. Ég veit að þetta lítur fáránlega út en ekki láta það stoppa ykkur.

Page 110: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-108-

HÓTEL ESMERALDA

Ég vaknaði klukkan hálf sjö. Sólin var rétt skriðin frammúr og ég gekk nakinn út úr her-berginu og fram á gang. Strákarnir voru sof- andi í herbergjunum nr. 206 og 207, sjálfur var ég í 208, og ég bankaði á herbergisdyrn- ar hjá þeim og kallaði „Strákar, time to go!” Við hittumst í anddyrinu á hótelinu 10 mín- útum síðar, allir nýklipptir og með rakaðan pung. Við tókum leigubíl út úr bænum og í lítinn bæ sem heitir Vhlue, þar beið okkar stórt verkefni.Kvöldið áður höfðum við farið í partý heima hjá Manuelle, hann var að fagna komu helgarinnar, en meðal gesta var Tatiana.

Ljósmyndir: Magnús AndersenMódel og útsetjarar: Jóhann Kristófer Stefánsson, Jón Pétur Þorsteinsson og Kjartan Hreinsson

Page 111: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-109-

Page 112: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-110-

Page 113: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-111-

Page 114: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-112-

Page 115: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-113-

Page 116: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-114-

SKA & SKINHEADS-KRISTA ALEXANDERSDÓTTIR-

Ska er tónlistarstefna sem átti upptök sín á 6. áratugnum. Ska var undanfari Reggae og Rocksteady og sameinaði eiginleika Karabísks mento og Bandarísks djazz. Ska er yfirleitt skipt í þrjú skeið: Upprunalega skeiðið var í Jamaica á 7. áratugnum, „Two tone“-skeiðið á Bretlandi á 8. áratugnum og þriðja skeiðið sem byrjaði á seinni hluta 9. áratugarins en náði hátindi vinsælda sinna á 10. áratugnum. Ska var í byrjun aðallega vinsælt í Jamaica en fór síðan að laða að sér sérstaka félagshópa eins og pönkara, skinnhausa (e. skinheads) og suedeheads. Það varð til þess að Ska fékk slæmt orð á sig, aðallega fyrir kynþáttafordóma og almennt vesen.

Til gamans má geta að þetta er ekki í fyrsta skipti sem kynþáttafordómar taka yfir tónlistarstefnu. Í seinni heimsstyrjöldinni var Richard Wagner, þýskur tónsmiður og listamaður, afar vinsæll hjá nasistum. Árið 1850 skrifaði hann rit þar sem hann ás- akar gyðinga um að eyðileggja þýska menn- ingu og lætur fleiri níðyrði falla um þá. Því kemur ekki á óvart að Adolf Hitler var mikill aðdáandi hans og hann sá fordæmi þýsku þjóðarinnar í óperum Wagners. Einn- ig ganga sögusagnir um það að verk Wagners hafi verið spiluð fyrir uppreisnarfanga í fangabúðum nasista til þess að reyna að breyta viðhorfi þeirra. Á þessum tíma varð Wagner mjög óvinsæll meðal andstæðinga

nasista þar sem tónlist hans var talin flytja boðskap þjóðernishyggju, þrátt fyrir að hann væri fyrir löngu látinn. Vegna þessa er mjög umdeilt að spila tónlist Wagners í Ísrael. Þetta svipar mjög til skinnhausaæðis 8. áratugarins. Spurningin er hvort skilaboðin hafi verið eins augljós þá og á tímum nasista, hvort textar hljómsveitanna sem höfðuðu til skinnhausa hafi falið í sér skilaboð um rasisma eða hvort þetta sé hrein tilviljun að ákveðnir félagshópar leiti í ákveðnar tón-listarstefnur eða tónlistarmenn.

Skinnhausar er félagshópur sem á upptök sín meðal lágstéttarungmenna í Bretlandi á 7. áratugnum. Þeir fengu nafn sitt fyrir stuttklippt eða stundum rökuð höf- uð. Upprunalega voru skinnhausar aðeins félagshópur sem hafði orðið fyrir áhrifum frá Jamaica og breskum „mods“ hvað varð- ar tónlist, tísku og lífsstíl, og hafði engan sérstakan áhuga á pólitík eða kynþætti fólks. Síðan breyttist afstaðan þannig að kynferði, kynþættir og pólitík varð stór þáttur í menningu skinnhausa. Snemma á 8. áratugnum fóru nokkrir skinnhausar að aðhyllast þjóðernishyggju og eftir því sem líða tók á 8. áratuginn stigmagnaðist rasískt ofbeldi í Bretlandi. Skinnhausarnir leituðu á Ska-tónleika og voru mjög áberandi þar fyrir ný-nasistaáróður.

Vinsælasta tónlistarstefnan meðal skinn-

hausa var „Two tone“-skeiðið í Bretlandi. Simaryp (sem er Pyrami[d]s afturábak) var fyrsta Ska-hljómsveitin sem höfðaði til þeirra. Hún var stofnuð á seinni hluta 7. áratugarins og starfaði til 1985, en hafði þá verið að spila undir nafninu Zubaba í nokk- urn tíma. Hljómsveitin beindi stefnunni vísvitandi að skinnhausum með lögum eins og „skinhead girl“, „skinhead jamboree“ og „skinhead moonstomp“. Meðal vinsælustu hljómsveita skinnhausa voru Madness, The Special og The Selecter. Það er eiginlega fáránlegt að kynþáttahatarar hafi leitað í þessa stefnu þar sem flestar hljómsveitirnar voru með einn eða fleiri svarta hljómsveit- armeðlimi og textar þeirra boðuðu frið og vináttu. The Specials sungu til dæmis mikið um frið og gegn rasisma í textum sín- um og má þar nefna lagið „Racist Friend“ frá samnefndri smáskífu 1984.

„If you have a racist friendNow is the time, now is the time for your

friendship to end.“Snemma á 8. áratugnum byrjuðu mörg reggae-lög að höfða frekar til blökkufólks í Jamaica sem hvítir skinnhausar gátu ekki tengt sig við. Vegna þessa varð mikil spenna á milli hvítra og svartra aðdáenda ska-tónlistarstefnunnar sem áður hafði komið vel saman. Þjóðernissinnaðir skinnhausar þróuðu með sér sína eigin tónlistarstefnu sem hét RAC eða Rock Against

Page 117: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-115-

Communism. Þetta heiti er nú orðið úrelt og yfirleitt talað um flestalla rasíska tónlist undir samheitinu hatecore. Frægustu RAC-hljómsveitirnar voru Screwdriver og Landser. Í texta eftir Landser segir meðal annars:

Kick out the turkish skum, and bring back the SS now.

Tónleikar hljómsveitarinnar Madness voru sérstakir að því leyti að þeir voru þekktir fyrir að draga að sér stóran áheyrendahóp fas- ista, þ.e.a.s. skinnhausa úr þjóðernisflokkn- um NF (National Front). Hljómsveitin fékk mikinn stuðning frá þeim, aðallega vegna þess að, ólíkt The Selecter og The Beat, voru allir meðlimir hennar hvítir. Tónlist Madness var líka minna póltísk en tónlist hinna. Þetta fór mikið í taug- arnar á meðlimum Madness vegna þess að þeir vildu ekki vera kenndir við kynþátta- hatur og einnig tóku þeir eftir því að traust- ir aðdáendur hættu að láta sjá sig á tón-

leikum. Í viðtali mínu við Mike Barson sagði hann frá því að hann hafi verið mjög vonsvikinn með samband hljómsveitarinn- ar við skinnhausa. Stundum hafi þurft að stöðva tónleika hjá þeim vegna ofbeldis og ljósgeislum var varpað á ofbeldismennina þannig að allir gátu séð hverjir þeir voru. Hann þolir ekki ofbeldi og var aðeins í hljómsveitinni til þess að skemmta sér og öðrum. Hann var höfuðpaurinn í Madness og tók tónlistina mjög alvarlega. Á tónleik- um 18. nóvember 1979 var Madness að spila á tónleikum með hljómsveitinni Red Beans and Rice, sem voru með svartan söngvara. Hljómsveitin náði ekki að klára settið sitt vegna niðurlægjandi og rasískra söngva frá þjóðernissinnuðum skinnhaus- um. Graham „Suggs“ McPherson (Lord Suggs), söngvari Madness, lýsti óánægju sinni með þessa fordóma áður en þeir byrj- uðu að spila en það kom ekki í veg fyrir að margir áhorfendanna gáfu nasistakveðju í

lok tónleikanna.Í viðtali árið 1979 sagði bassaleikari Madness, Cathal Smyth (Chash Smash), að hon- um væri alveg sama hvort áhorfendurnir væru í þjóðernisflokknum National Front eða ekki, svo lengi sem allir væru að skemmta sér. Þetta leiddi til ágiskanna um að Madness væri þjóðernissinnuð hljómsveit en þeir svöruðu með laginu „Don‘t quote me on that“ á smáskífunni Work, Rest and Play sem kom út 1980. Á endanum neituðu allir meðlimir hljómsveitarinnar að hafa nokkurt samband við skinnhausa sem gerði marga skinnhausa óánægða og þeim fækkaði talsvert í aðdáendahópnum.

Sem betur fer entist kynþáttahatrið ekki lengi í Ska-tónlist en þó eru enn tengsl við skinnhausa og hvíta þjóðernissinna. Ennþá blossa upp úti um allan heim skinnhausar sem telja sig stolta nýnasista. Við munum þó aldrei vita hvort það er vegna slæmrar klippingar eða „Two Tone“ Ska-tónlistar.

Page 118: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-116-

GUNNLAUGUR TÍSKUGOÐ

MÁNUDAGUR ÞRIÐJUDAGUR MIÐVIKUDAGUR

Page 119: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-117-

Gunnlaugur Ástgeirsson er ekki síður glæsilegur en BAB the FAB sem prýddi síður síðasta Beneventum í sínu fínasta pússi. BAB og GÁS halda einmitt báðir í þá hefð að ganga með hálstau á föstudögum, Bjarni með bindi og Gunnlaugur með slaufu. Þegar Gunnlaugur sat í stjórn kennarafélagsins kom hann við á fjöldanum öllum af kennarastofum landsins. Þar komst hann að því að kennarastéttin væri ein sú druslulegasta á landinu og stakk upp á því að henni yrði gefinn fatalager Gefjunar en viðbrögð við þeirri hugmynd voru heldur dræm. Hinn frómi fatameistari vill þó meina að klæðaburður kennara hafi batnað til muna með árunum.

FIMMTUDAGUR FÖSTUDAGUR

Page 120: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-118-

Page 121: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-119-

Fremdschämen- að skammast sín eða verða vandræðalegur fyrir hönd annarra. Þýskt. Gigil- að langa að kreista eitthvað, því það er svo sætt. Filipíska. Comeback- svar, mótsvar, en það nær þó ekki yfir það, þegar þú nærð að finna hið fullkomna svar við móðgun, þetta er góð tilfinning. Enska. Pochemuchka- krakki á þeim aldri að hann er alltaf að spyrja endalausra spurninga. Rússneska. Okkar hugmynd: Araheilkenni. L’esprit de l’escalier- þegar þér dettur í hug hið fullkomna comeback við móðgun, eftir að það er orðið of seint. Franska. Feierabend- djammfílíngur eftir að hafa klárað langan vinnudag. Þýska. Desenrascanso- að klastra saman bráðabyrgðalausn, portúgalska. Nunchi- listin að vera ekki backpfeifengesicht, að taka eftir tilfinningum annarra, kóreska. Drachenfutter- þegar eiginmaður, sem hefur gert eitthvað af sér, býður konu sinni gjöf sem afsökunarbeiðni. Þýska. Okkar hugmynd, sem liggur fremur beint við: Drekafóður. Sgriob- kláðinn sem kemur á efri vörina þegar maður er að fara að taka sopa af viskí, gelíska. Mamihlapinatapai- augntillit milli fólks, sem gefur í skyn deildar ástríður. Yaghan (talað í Chile). Backpfeifengesicht- andlit sem virkilega þarf að slá, þýska. Bakku-shan- heit gella, á meðan aðeins sést í bakhliðina, japanska. Sgiomlaireachd- þegar fólk truflar þig þegar þú ert að borða, skosk gelíska.

Stundum, er manni orðavant, það kemur fyrir alla, og ef einhver segist hafa orð fyrir hvert tilefni, þá er hann lygari og ber að vera hent í sjóinn í steypustígvélum. Hins vegar er ekki langt að leita þegar kemur að hugtökum sem við einfaldlega höfum ekki orð yfir. Önnur tungumál hafa margt á borð að bera þegar kemur að þessu. Beneventum safnaði saman í lítinn lista yfir orð sem vantar í íslenska tungu.

-SOLVEIG ÓSKARSDÓTTIR--SOLVEIG ÓSKARSDÓTTIR-

Page 122: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-120-

NF MHNF MHMÆLIR MEÐ:MÆLIR MEÐ:

Page 123: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-121-

NÝUPPGÖTVAÐIR SVEFNSTAÐIR SKÓLANS

PANIQUE AU VILLAGE

NOVA TV

EL PERRO DEL MAR

HÁKARLAMYNDIRVið fyrstu sýn virtust þeir afar takmarkaðir en ekki er allt sem sýnist. Fyrstu mánuðina í MH voru klassísku lúrstaðirnir notaðir óspart, til dæmis bekkir á Matgarði og lesstofa á bókasafni. Seinna uppgvötaði maður þó stólaraðir hjá Kent, hlýja og notalega stiga-ganga sem hægt er að kúra undir tímunum saman og fleiri snilldar- staði. Persónulegt uppáhald er þó undir stiganum hjá kennara- stofunni, lítil umferð og fullkomið hitastig.

Sjónvarpsþættirnir Panique au Village segja frá ævintýrum hests, ind- jána og kúreka. Persónurnar eru gerðar úr plastleikföngum og hrærast í ansi heimagerðu stúdíói. Þættirnir eru fáránlega nettir og ógeðslega fyndnir. Þeir ýta líka undir sjálfstraust hins hrjáða frönskunema sem virðist skilja minna og minna með hverjum FRA áfanganum. Í þáttunum er nefnilega varla sagt neitt annað en cowboy, oui sava og voila. Það skilur maður nú alveg! Ég mæli hiklaust með þessari snilld sem þú gætir rekist á á rúv eða bara á youtube.

Það er ekkert sem kemur mér á fætur á morgnana eins og NOVA TV. Að horfa á Enrique Iglesias með þrem píum á einhverri snekkju í “tonight I’m loving you” á meðan ég bursta tennurnar  er eins og ferskur sumarandvari. Því mæli ég eindregið með að þið kíkið á nova tv með morgunmatnum enda gæðasjónvarpsstöð sem á við allan sólahringinn.

Ég ætla að mæla með hljómsveitinni El Perro del Mar en í henni er aðeins einn meðlimur, hin sænska Sarah Assbring.  Hún hefur gefið út þrjár plötur og er von á þeirri fjórðu núna á þessu ári.  Það er ekki beint auðvelt að lýsa tónlistinni en gagnrýnendur segja hana vera „melankólíska lo-fi indí-pop“ tónlist.  El Perro del Mar hentar vel með teinu, með baðinu, með blaðinu og þá sérstaklega lögin hennar „From The Valley To The Stars“ og „Change of Heart“.

Hvað er langt síðan þú horfðir á hákarlamynd síðast? Það er fátt betra á dimmum vetrum en að kúra uppí rúmi og horfa á sólríka hákarlamynd. Ef þú ert að koma þér inn í þennan bransa er best að byrja á því að horfa á Jaws. Hún er klassík. Svo til þess að koma sér inní hinn pólinn (myndir sem eru svo lélegar að þær eru góðar) myndi ég byrja á Shark attack 3: Megalodon. Tæknibrellurnar eru til fyrirmyndar, leikurinn líka. Þá ertu komin yfir það hvað hákarla- myndir eru ógeðslega fyndnar og góðar og getur horft á rest- ina af Jaws myndunum. Þeim sem Steven Spielberg leikstýrir ekki. Jaws 2 er með nákvæmlega sama söguþráð og Jaws 1, sem gerir hana mjög fyrirsjáanlega og frekar lélega. Jaws 3 er ground-breaking, hún var í þrívídd löngu áður en það varð mainstream. En hún er samt ótrúlega léleg og Jaws 4 er varla í frásögu fær- andi, hún er svo léleg. Þrátt fyrir það eru þær mjög skemmti- legar (fara hringinn sko). Endum svo á umfjöllun um stórmynd- irnar Mega shark vs. Giant octopus, Two headed shark attack, Frankenfish, Dinoshark og Sharkman. Þær eru allar mjög lélegar. Uppáhaldið mitt er Shark attack 3: megalodon, hún er must-see fyrir alla.

-JARA HILMARSDÓTTIR-

-VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR-

-KRISTÍN YLFA HÓLMGRÍMSDÓTTIR-

-SUNNA AXELSDÓTTIR-

-JÚLÍA RUNÓLFSDÓTTIR-

Page 124: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-122-

HEITAR LAUGAR

STURTA

EKKI VERA Í SOKKUM

Ég komst að því í sumar þegar ég hóf skrif á minni fyrstu ferða- lagadagbók að það er alveg ótrúlega mikið þess virði að taka frá smátíma á hverju kvöldi þegar maður ferðast til þess að skrifa. Allar sögurnar og allar bestu minningarnar geymast í raun miklu betur á prenti en á mynd! Allar lýsingar verða líka ótrúlega nákvæmar, allt er skrifað í núinu og öll smáatriði sem gleymast með tímanum eru alltaf ný og alveg fersk í hvert skipti sem maður lítur í bókina. Sama hvað ferðin er löng, innihaldsrík, fyndin eða skemmtileg þá get ég lofað að það er miklu, miklu, MIKLU skemmtilegra að skoða ferða- lagadagbækur löngu eftir frí en myndir. Miklu.

Þegar ég er sveittur og þreyttur eftir erfiðan íþróttatíma í skólanum þykir mér fátt betra en að fara í svellkalda sturtu með strákunum, og þá að sjálfsögðu í hinum síhreina karlasturtuklefa Menntaskólans við Hamrahlíð. Fátt þykir mér nefnilega betra en að deila nekt með góðum vinum. Pissustríð eru því miður liðin tíð en typpamælingar hafa komið í staðinn og hafa þær notið mikilla vinsælda síðustu misseri.Því miður eru alltof fáir sem nýta sér hina afbragðsgóðu sturtu-aðstöðu sem skólinn hefur upp á að bjóða og kjósa í staðinn að lykta hræðilega á göngum skólans. Sveiattan. Að mínu mati ætt- um við að taka höndum saman og sturta okkur í sameiningu eftir íþróttir. Strákar og stelpur, allir saman - fögnum nektinni og förum í sturtu eftir íþróttir.

Ég mæli með því að klæðast sokkum eins lítið og hægt er. Ég kann að hljóma eins og morðingi en það er eitthvað við sokka sem fer mjög í taugarnar á mér, aðallega þá saumurinn sem heldur þeim saman. Auk þess er slæmt að hugsa sér mann sem er ekki klæddur í neitt nema hvíta intersport sokka.

Heitar laugar, eitt sérstæðasta fyrirbæri í náttúru Íslands.Við Íslendingar erum svo afskaplega heppin að vera umkringd svona dásamlega heitum laugum. Bæði ósnertar náttúrulaugar og manngerðar laugar, í byggð og óbyggðum og á misfjölförnum slóðum. Oft getur reynst erfitt að nálgast sumar laugarnar en það felst líka gífurleg skemmtun og spenna við að leita að þeim og finna.Það frábæra við þetta er að þetta er gott fyrir mann bæði andlega og líkamlega, og skemmtilegt!

Ég ætla að mæla með nokkrum laugum sem þið krakkar ættuð að skella ykkur í, taka með ykkur nesti og vera í góðum vinahópi eða bara taka makann ykkar með.

HrunamannalaugGrettislaugHveravellirHellulaugog svo mikið mikið mikið fleiri!

-ALEXANDRA AURORA JÓNSDÓTTIR-

-ATLI JASONARSON-

-EINAR ÞORSTEINN ARNARSON-

FERÐADAGBÆKUR-BRYNJA HELGADÓTTIR-

SÓLÞURRKAÐRA-TÓMATA-RJÓMAOSTUR

Ein sú uppgötvun sem mest áhrif hefur haft á daglegt líf mitt og vinkvenna minna uppá síðkastið er án efa þegar við af rælni upp- götvuðum sólþurrkaðra-tómata-rjómaostinn sem kaffihúsið Kaffi-tár býður upp á. Fallegasta uppfinning allra tíma jafnvel, og sérstak-lega ef maður ákveður að tríta sig tvöfalt og leyfa sér latte meððí. Einu sinni smakkað, þú grætur af gleði.

-SALVÖR GULLBRÁ ÞÓRARINSDÓTTIR-

Page 125: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-123-

ÓSÝNILEGI MAÐURINN

Liu Bolin, kallaður ósýnilegi maðurinn, lærði í einum af fremstu listaháskólum Kína - var lærlingur eins mikilvægasta listamanns landsins - og fjórum árum seinna var hann heimilislaus. Undir formerkjum endur- skipulagningar borgarinnar fyrir Olympíu leikana 2008, gereyðilagði kínverska ríkið listamannaþorpið Soujiacun og setti þar með hundrað listamenn á götuna. Í mótmælaskyni stóð Liu Bolin í rústunum á meðan tveir vinir hans máluðu líkama hans frá toppi til táar þannig að hann blandaðist saman við umhverfi sitt. Ætlunin var að sýna hvernig umhverfi hefur áhrif á einstaklinginn. Þetta varð kveikjan að fyrstu meiri-háttar seríu hans, felustaðir í borginni, sem hefur verið lofuð af gagnrýnendum og sýnd í Kína, Frakklandi, Ítalíu, Bandaríkjunum og Kóreu. Engar brellur - ekkert photoshop - bara málning.

-KATRÍN HELGA ANDRÉSDÓTTIR-

Page 126: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-124-

AF ÓHAPPI HÁRLAUSRAR MANNESKJU

Gróf tunga sleikir á mér handarbakið. Ég lýk upp augunum og horfi til lofts; veggmynd af kvenmanni með þrýstinn barm hangir fyrir ofan mig. Augu okkar mætast líkt og þau hafa gert á hverjum morgni síðustu sautján mánuði. Stend upp, vankaður eftir gleði gærkvöldsins, timbraður ef svo má segja. Rek augun í svangan köttinn sem starir með eftirvæntingu á mig. Hann er hárlaus, þess vegna geðjast mér að honum. Að vísu erum við báðir gjörsamlega hár-lausar karlverur og sker ég mig úr hópi meðalmannsins vegna þessa. Ekki er eitt stakt hár að finna á líkama mínum og mig sundlar bókstaflega við tilhugsunina. Ég geng inn á bað og skola andlitið með ísköldu vatni, lítil sólarglæta læðist inn um gluggann og endurkastast í baðherbergisspeglinum svo ég blindast. Dreg gluggatjöldin fyrir og lep vatnið úr krananum. Í myrkri lít ég á sjálfan mig í speglinum. Fjandinn hafi það! Á miðjum brjóstkassa mínum mótar fyrir bringuhári! Ég geng sem geðveikur að gluggatjöldunum og ríf þau niður. Mér til allrar óhamingju reynist það rétt, út úr líkama mínum stendur á að giska eins og hálfs sentímetra langt hár. Hve viðbjóðslegt! Hvar í ósköpunum er rakvélin? Ég get ekki fundið hana, get ekki án hennar verið! Storma inn í eldhús æfur af bræði, þar stendur kötturinn, til fjandans með hann! Gríp eldhúshníf og geng aftur inn á baðherbergi, sker bannsett bringuhárið burt svo hárlaus megi verða! En mér mistekst – sker í of miklum flýti svo það blæðir. Blóðið fossar út um brjóstið á mér og mig verkjar sárlega. Ég missi fæturna undan mér, skell á baðherbergisgólfið og rek hnakkann í baðvaskinn. Sviminn heltekur mig og ég ligg - hárlaus mannvera í eigin blóði. Að endingu finn ég fyrir grófri tungu lepja á mér handarbakið.

-BIRNA GUÐMUNDSDÓTTIR-

Page 127: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-125-

Page 128: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-126-

Page 129: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-127-

MODEL 101- B J ÖR K BR Y N JA RSD ÓT T IR -

First of all: Don’t get your hopes up! Þótt hér á eftir muni koma ítarlegur listi yfir the do’s and don’ts til að break into the fashion industry er það því miður ekki all it takes to be a successful model. Eins og alheimur veit þarf líka the secret ingredient sem einungis lítil prósenta mannkyns býr yfir.

MODELS ARE REAL PEOPLERétt eins og í the real world er the first rule of the modeling industry að vera þú sjálf. Það vita það ekki allir en módel og tískugoð eru alveg manneskjur líka. Þegar ég var í Milan og Paris back in the day þoldi ég til dæmis ekki þegar fólk kom fram við mig eins og einhverja queen. Ég meina, þó ég sé fabulous er ég alveg venjuleg manneskja sko.

MODELS ARE SKINNIER THAN YOUR ELEVEN YEAR OLD SISTERHluti af starfi okkar modelanna er obviously að vera fit og fabulous 24/7. Þetta er alls ekki easy job og margar stelpur drop out of the industry vegna the pressure til að vera grannar. Þegar ég var í the fashion capital lærði ég nokkrar sniðugar leiðir til að halda sér skinny. Til dæmis að borða einungis mat með minus kaloríum vikuna fyrir shoot eða fara á svona juice diet. Svo er nottla classic að stop eating en það hefur aldrei verið the solution fyrir mig. Ég meina, I’m a woman I gotta have me some chocolate. Það má líka ekki forget water, vatn er SO underrated hérna heima en í alvöru þá er það the best beauty secret.Svo nottla bara exercise as much as you can. Ég fíla yoga og pilates. Það gerir boddíið geggjað hot auk þess sem það soundar geðveikt vel að stunda það þegar maður fer í interviews fyrir fashion magazines.

MODELS ARE FASHIONISTASÞað er nottla bara common sense að til að meika það in the fashion industry þarf maður að vera með eye for great style. Þetta er ekki eitt- hvað sem lærist heldur ertu born with the talent to spot out fabulous clothing. Ef þú hins vegar ert total dork sem veit ekki anything um

fashion eru hér nokkur tips fyrir þig. Verslaðu vintage, það er mjög vel séð að vera í notuðum fötum þegar fashion bloggers spotta þig og vilja taka photo of you. Til að vera chic er líka essential að eiga smá designer clothing. Alexander Wang er til dæmis mjög model friendly. Þá er líka fabulous að eiga smá Alexander McQueen, Givenchy, Prada og svo framvegis. Bara svona basic þú veist.

MODELS GOT ATTITUDEJá, krakkar. Looks aren’t everything. Það þarf líka að hafa great per-sonality. Mitt ráð er bara be yourself. Nema þú sért seriously leiðinleg. Maður þarf nefninlega að vera soldið social chameleon þegar maður er model. Þú ert að fara að hitta fullt af famous and important people svo það er crucial að koma vel fyrir. Mitt ráð er að vekja upp smá svona mistery í kringum your personality. Karl Lagerfeld ætti þá að falla head over his posh gloves fyrir þér!

MODELS DON’T Girls, það er mjög urgent að falla ekki í the model don’ts gryfjuna. Það borgar sig for example ekki að sofa hjá ljósmyndaranum til að komast áfram. Anna Wintour will find out og þá geturðu bara sagt bye bye to your career. Það er líka ekki practical að æla, þó það kann að þykja very tempting at your low points. Your skin lítur horrible út þegar maður er búinn að kasta upp. Það er just not worth it.Að vera pushy og ágeng er líka algjört no no. Það er allt í lagi að vera ambitious en ekki láta metnaðinn láta þig líta út fyrir að vera greedy og needy. Last but not least skaltu ekki vera primadonna eða yfirlætis- leg við neinn. Bad mouthing er hættulegt, þú veist aldrei hvenær þú gætir þurft að eat your own words.

Page 130: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-128-

HVERFASKIPTINGIN, KVENNABARÁTTA OG TÖFRATENINGAMÓT 2012

Á Íslandi búa margir nördar og sækja nokkrir þeirra nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Um 97% þessara nörda munu koma saman fyrsta laugardaginn í júnímánuði í span-dexbúningum til þess að keppast um að leysa töfrateninga. Mótið mun vera haldið af WCA (World cube association) og tengiliður þeirra á Íslandi er Karl Þorláksson, MH-ingur og stolt nörd. Hann situr á 5. borði frá klukku á Matgarði og orðið á göt- unni segir að forðum tíðum hafi hann leyst töfratening á aðeins 11 sekúndum. Karl Þorláksson á undurfagra kærustu sem er hörmu- leg í því að leysa töfratening. Það tekur hana 400% tíma karls að leysa teninginn, því lifir hún í skugga hans. Þótt hún sé mun hávaxnari. Eftir að það var tilkynnt að töfrateningamót yrði haldið á Íslandi hefur World Class fyllst af æstum aðdáendum töfrateningsins sem vilja koma sér í form fyrir mótið. Einnig hafa þeir tileinkað heiftarlega mikinn tíma í að æfa sig í að leysa töfrateninga. Jafnvel meira en Mímisbrunnur æfir sig fyrir Gettur betur, Morfísliðið æfir sig fyrir MORFÍs, meira en Hamrahlíðarkórinn æfir sig fyrir tónleika. Djók. Auðvitað ekki. Kórinn æfir sig alltaf mest. Á mótinu munu koma saman sveittustu, bólugröfnustu,

síðhærðustu og jafnframt gáfuðust menn Íslands. Þetta verður heitara og rosalegra en skák Fissjers og Spatskís. Samkvæmt mjög áreiðanlegum heimildum sem ekki verða nefndar hér, hafa þó nokkur MH nörd nú þegar skráð sig á mótið. Þar á meðal eru t.d. Bjarki Hall, tónskáld og vitleysingurÁsgeir Valfells, stærðfræðingur og klukkudrengur Dagur Ebenezer, golfari og SvíiÁrni Magg, kvennabósi og kórdrengur Karl Þorláksson á sér keppinaut sem skráði sig manna fyrstur á mótið. Við köllum hann X. X er ekki í MH og er þar af leiðandi hvorki svalt né gáfað nörd. Hann komst ekki inní MH vegna hverfaskiptingarinnar þar sem hann býr í Noregi.Ef rýnt er augum vandlega yfir listann hér að ofan má hvergi sjá kvenmannsnöfn. Þess vegna skrifum við greinina. Við viljum hvetja kynsystur okkar UM LAND ALLT (eða bara í MH) til þess að taka sig saman, sýna þessum svokölluðu mönnum í tvo heimana og leysa þessa töfrakubba á ljóshraða! Í lendum okkar eru kjarnorkusprengingar.

-SÍTRÓNU SNIKKET OG PISTASÍUHLUSSAN-

Page 131: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-129-

-BARÁTTAN UM BORÐIN-

Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur len-gi verið þekktur fyrir litskrúðugt félagslíf og jafnréttið sem í því ríkir. Margir velja skólann aðallega vegna félagslífsins og fle-stir hafa miklar væntingar til þess, enda he-fur MH í gegnum tíðina verið talið góður staður til að fá að njóta sín sem einstak-lingur í sátt og samlyndi við aðra nem- endur. Allir eru teknir með og allir eru jafnir, eða svo heyrir maður. Í Menntaskólanum við Hamrahlíð ríkir borðamenning. Það er að segja, nemendur frátaka borð fyrir sig og vini sína og halda því út skólaárið. Og ef einhver dirfist að setjast óboðinn á borð er hann litinn hornauga og á endanum rekinn í burtu á einn eða annan hátt. Þar með fer skólaandinn fyrir lítið ef maður upp- lifir mótlæti og er rekinn í burtu af samnem- endum sínum.Á haustönn byrjar baráttan um borðin. Fólk mætir eldsnemma til að ná sem bestum stað og einhvern stað sem þeir geta kallað sinn eigin. Þar gildir aðeins lögmálið um að þeir frekustu lifa af og þeir sem hafa minni völd innan skólans þurfa að lúta í lægra haldi. Þeir nýnemar sem vita ekki um þessar reglur eiga sér ekki við- reisnar von og enda með að sitja uppi á Mið-garði sem er talinn síðri staður til að sitja á. Matgarður er staðurinn til að vera á, fyrir yngri nemendur skólans, öðrum megin eru borð ætluð nýnemum og hinum megin stærri borð ætluð 2. og 3. árs nemum. Þó trónir Norður-

kjallari yfir öllum stöðunum og þar halda el-stu nemendurnir sig ásamt nokkrum framfær-num 3. árs nemum. Þær óskrifuðu reglur um sætaskipan í Norðurkjallara virðast þó vera aðrar heldur en þær sem gilda á Matgarði. Á Matgarði gildir að maður frátekur borð eitt ár í senn en í Norðurkjallara virðist það vera svo að ef þú sast á einhverjum stað árið áður þá áttu forgang á það borð. Reglumeistari óskrif- uðu reglnanna er þó á huldu og það virðist sem að allir eigi að vita um reglurnar þó að þær séu hvergi skrifaðar eða kynntar. Þeir sem engin sambönd hafa eða eru nýkomnir í skólann vita því ekkert og eiga von á að vera niðurlægðir félagslega. Engu að síður stendur í reglum skólans, sem hægt er að sjá á heima-síðu skólans mh.is, að ,,í frímínútum og töflu- götum eiga allir nemendur að hafa jafnan rétt til aðgangs að sætum á bókasafni, Miðgarði, Matgarði og Norðurkjallara.“ Rektor skólans ásamt konrektor virðast þó styðja þær óskrif- uðu reglur sem hafa myndast í gegnum tíðina og komið hafa upp tilfelli þar sem nemendur hafa kvartað í rektor vegna þess að borð sem þeir telja sitt, vegna aldurs eða sjálfskipaðrar stöðu þeirra innan nemendafélagsins, hefur verið tekið af öðrum.Þetta fyrirkomulag þekkist ekki í öðrum menntaskólum eða grunnskólum landsins. (En þekkist þó á flestum kúabýlum landsins, þar sem þetta minnir helst á beljur á bás.) Fólk situr þar sem það vill, enda frjálst land.

Þó er það oft svo að elstu nemendur skólanna fá ákveðið sérsvæði fyrir sig en það er aldrei þannig að öllum nemendunum er skipað niður á svæði og leyft að gera heilu borðin að sinni eign. Þar með hefur MH skapað sér sína eigin stéttaskiptingu en þó stendur hann í þeirri trú að hann haldi heiðri jafnréttisins á lofti. En jafnrétti virkar oftast á þann veg að allir menn eru jafnir án tillits til stöðu þeirra, tungumáls eða aldurs. Því hlýtur maður að spyrja sig hversu lengi MH ætlar að þykjast vera hinn fullkomni jafnaðarskóli.Nemendur í dagskóla eru um 1180 talsins en aðstaða fyrir nemendur til að sitja og borða er einungis fyrir helminginn eða u.þ.b 737 nem- endur, þó nýtist ekki allt það pláss þar sem til dæmis fimm manna vinahópur gæti tekið sér borð sem er ætlað tíu manns og eru þar af leiðandi fimm sæti ónýtt vegna óskrifuðu reglnanna. Þó að sæti séu á bókasafninu þá er sú aðstaða ekki ætluð fyrir neyslu matar eða drykkja. Maður spyr sig þá hvar hinir 400 nemendurnir halda sig á skólatíma, en oft má sjá nemendur sitja á gólfum fyrir framan kennslustofur eða standandi við borð þar sem engin sæti eru laus. Hvað ef að þessum óskrifuðu reglum væri aflétt og sætisfjöldi væri jafnvel aukinn þá gæti MH verið skóli sem við getum öll verið stolt af. Einnig það sem hann hefur verið þekktur fyrir í gegnum tíðina, skóli sem tekur vel á móti öllum.

D.S.J & A.K

Page 132: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-130-

Page 133: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-131-

Page 134: Beneventum ii

- BENEVENTUM -

-132-

Page 135: Beneventum ii

KÆRAR ÞAKKIRAtli Jasonarson

Guðlaugur Gíslason húsvörðurKennarar sem leyfðu okkur að taka skoðanakönnun

Allir þeir sem sendu inn efniLarparar (við elskum ykkur)

Andri Snær MagnasonSalka GuðmundsdóttirOddný Eir Ævarsdóttir

Þeir sem svöruðu spurningum um busaárFerðalangar sem skrifuðu póstkort

Gunnlaugur ÁstgeirssonStjórn NFMH 2011-2012

Myrkrahöfðingjar NFMH 2011-2012Hjörtur Guðnason hjá Ísafoldarprentsmiðju

Lárus rektorVinir okkar, foreldrar og elskhugar

Elsku besta markaðsnefndinHrefna Björg GylfadóttirSigþrúður GunnarsdóttirSunna Mjöll SverrisdóttirSigurgeir Ingi Þorkelsson

SkólasjóðurVigdís Hafliðadóttir

Birna BjörnsdóttirHandalína

Sindri og ÖrvarSpúútnik fatamarkaður

Stefán Eiríksson og allir þeir sem komu að gerð fangelsisgreinar

Page 136: Beneventum ii