bÍ/boltinn

32
BÍ/BOLtinn vertíðarlok

Upload: gunnar-bjarni-gudmundsson

Post on 06-Apr-2016

216 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

Vertíðarlok BÍ/BOlungarvíkur 2014

TRANSCRIPT

Page 1: BÍ/BOLtinn

BÍ/BOLtinnvertíðarlok

Page 2: BÍ/BOLtinn

Jólagjafabréfið er ferðalag í hlýjan faðm og dekur og er fullkomin gjöf fyrir ferðaglaða ættingja og vini á öllum aldri. Hvern viltu knúsa núna? Eftir áramót? Í vor? Jólagjöfina í ár er einungis hægt að kaupa og bóka á flugfelag.is

Fullorðinsbréf: 19.100 kr.* Barnabréf: 10.850 kr.**

* Flug fram og til baka og flugvallarskattar. ** Fyrir börn á aldrinum 2-11 ára.

JÓLAGJAFABRÉF FLUGFÉLAGS ÍSLANDS

Jólag jafaflug er hægt að bóka frá 29. des. 2014 til 28. feb. 2015 fyrir ferðatímabilið: 6. jan. til 31. maí 2015. Takmarkað sætaframboð. Frá 1. júní til 1. des. 2015 gildir jólapakkinn sem inneign upp í önnur farg jöld. Nánar um skilmála á flugfelag.is

STYTTRI FERÐALÖG, LENGRI FAÐMLÖG UM JÓLIN

Page 3: BÍ/BOLtinn

Boltafélag Ísafjarðar, BÍ 88, er stærsta íþróttafélag Vestfjarða og vinnur því eðli málsins samkvæmt mikilvægt og krefjandi starf í uppeldis- og afreksmálum hér í héraði. Innan Boltafélagsins starfa 3 deildir; barna- og unglingaráð, meistaraflokksráð kvenna og meistaraflokksráð karla. Yfir félaginu er svo aðalstjórn.

Félagið hefur haldið úti öflugu knattspyrnustarfi í öllum aldursflokkum karla og kvenna og fjölmargir stuðningsmenn og velunnarar koma að félaginu með beinum og óbeinum hætti. Við höfum eignast afreksfólk, unnið titla og komið á öflugri liðsheild iðkenda og aðstandenda. Við höfum líka eignast mannvirki fyrir tilstuðlan góðra manna og eigum okkur drauma um enn betri aðstöðu fyrir iðkendur okkar.

Sameining íþróttafélagaÁ þessu ári hefur aðaláhersla stjórnenda félagsins legið í því að vinna að sameiningu íþróttafélaga í Ísafjarðarbæ og vonandi víðar á norðanverðum Vestfjörðum.

Boltafélag Ísafjarðar ásamt Blakfélaginu Skelli og Körfuknattleiksfélagi Ísafjarðar hafa unnið að greiningarvinnu og stillt upp sviðsmynd af nýju félagi, svokölluðu fjölgreinafélagi. Þess er gætt að hafa undirbúningsferlið opið á mótunarstigi hins nýja félags og nú þegar eiga sér stað viðræður við forystumenn í fleiri félögum um aðkomu að stofnun þess.

Við sem erum í forystu fyrir Boltafélag Ísafjarðar sjáum fyrir okkur fjölmennt og öflugt félag sem getur orðið samnefnari íþróttafólks og stuðningsfólks á norðanverðum Vestfjörðum. Við viljum að það verði áberandi á landsvísu og nafn þess verði þjált í notkun og helst lýsandi fyrir svæðið.

Gangi allt eftir munum við vonandi sjá nýtt félag líta dagsins ljós fyrir vordaga á næsta ári.

Hið nýja félag verður deildaskipt eftir tegundum þeirra íþróttagreina sem stundaðar eru innan vébanda þess. Yfir félaginu verður aðalstjórn sem ber ábyrgð á rekstri félagsins og skuldbindingum deilda, en deildirnar verða eftir sem áður fjárhagslega sjálfstæðar og sinna allri daglegri umsýslu auk tekjuöflunar. Það verður því enginn afsláttur gefinn á þeirri samkeppni sem verið hefur um styrktaraðila milli og jafnvel innan keppnisgreina eða deilda. Þó er vonast til að félagið sem heild muni geta aflað sér stærri styrktaraðila sem byggja undir getu til að vinna að sameiginlegum verkefnum.

Helsti styrkur fjölgreinafélags liggur í hinu sameinaða afli sem dregur að sér stolta iðkendur en kallar jafnframt fram hagræðingu í starfi. Í sameinuðu félagi sjáum við fyrir okkur að samnýta megi starfskrafta og jafnvel ráða framkvæmdastjóra. Augljóst hagræði liggur í sameiginlegu stjórnkerfi, heimasíðu, kynningarmálum, nýtingu farartækja, félagsaðstöðu og samningum við stærri styrktaraðila.

Félagið mun hafa sameiginleg lög, uppeldis- og afreksstefnu, siðareglur og jafnréttisstefnu.

Vonandi auðnast okkur að sjá íbúa norðanverðra Vestfjarða sameinast undir einum fána þegar þeir mæta til leiks í ólíkum greinum, stoltir í fallegum búningum undir öflugu nafni!

ÞakkirÞetta blað er gefið út af barna- og unglingaráði Boltafélags Ísafjarðar. Þeir fjölmörgu forsvarsmenn sem hafa í gegnum tíðina komið að starfi þess hafa unnið mjög ötullega að uppeldis- og íþróttamálum í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík í samvinnu við Ungmennafélag Bolungarvíkur.

Ég vil fyrir hönd félagsins, og tel mig einnig tala fyrir hönd bæjarbúa allra, þakka öllu því fólki sem af dugnaði, fórnfýsi og stuðningi hefur lagt félaginu og uppeldisstarfi þess lið.

Gísli Jón Hjaltason, formaður aðalstjórnar Boltafélags Ísafjarðar

Aðalstjórn:Gísli Jón Hjaltason form.Halldór MagnússonMarzellíus SveinbjörnssonEinar PéturssonBrjánn Guðjónsson

Stjórn yngri flokka:Kristján Þór Kristjánsson form.Aníta ÓlafsdóttirHafþór HalldórssonGunnar EydalGarðar Sigurgeirsson

Stjórn meistaflokks karla:Samúel Samúelsson form.Hákon HermannssonGuðbjartur FlosasonAnna Sigríður JörundsdóttirVeigar GuðbjörnssonKristján Guðmundsson

Stjórn meistarflokks kvenna:Guðbjörg Stefanía HafþórsdóttirHulda GuðmundsdóttirHermann ÞorbjörnssonÞórdís JensdóttirSigríður Lára Gunnlaugsdóttir

BÍ/BOLtinn 2014Útgefandi: stjórn yngri flokka BÍ/BolungarvíkÁbyrgðarmaður: Jón Hálfdán PéturssonPrentun: Ísafold prentsmiðjaUmbrot: Gunnar Bjarni GuðmundssonLjósmyndir: Halldór Sveinbjörnsson, Hafþór Gunnarsson, Ívar Atli Sigurjónsson, foreldrar og félagsmenn BÍ/Bolungarvíkur.

Stjórnir og ráð BÍ/Bolungarvík 2013-2014

Ávarp formanns

Page 4: BÍ/BOLtinn
Page 5: BÍ/BOLtinn

5 BÍBOLtinn

Mikil eftirvænting var fyrir komandi tímabil 2014, eftir alveg frábært tímabil 2013 þar sem að félagið endaði í 5.sæti. Samt sem áður var félagið aðeins hársbreidd frá því að vinna sér sæti í Pepsí-deildinni, þar sem að munaði einungis 3 stigum á liðunum í 1. og 5. sæti.

Liðið byrjaði undirbúningstímabilið í nóvember 2013 þar sem að hluti liðsins æfði fyrir vestan undir stjórn Ásgeirs Guðmundssonar, og höfuðborgarhluti liðsins æfði undir stjórn Jörundar Áka. Í janúar hóf liðið leik í Fótbolti.net-mótinu þar er liðið var B-deild og riðli 2, ásamt Njarðvík, Selfoss og Aftureldingu. Liðið endaði í 2.sæti b-riðils, unnu 1 leik, gerðu 1 jafntefli og töpuðu 1 leik. Liðið spilaði því við Gróttu um 3.sæti B-deildar, og unnu þann leik 1-0.

Lengjubikarinn hófst svo í febrúar og var liðið í riðli 1 í A-deild, ásamt KR, Breiðablik, Keflavík, ÍA, Grindavík, Fram og Afturedlingu. Liðið hlaut 5 stig út úr þessum 7 leikjum og endaði í 7.sæti riðilsins.

Mikil spenna var komin í liðið og í var liðinu spáð í 7. sæti fyrir komandi tímabil af þjálfurum og fyrirliðum 1.deildar.

Fyrir tímabilið fékk félagið nokkra nýja leikmenn til liðsins: Aaron Robert Spear, Andreas Pachipis, Björgvin

Stefánsson, Fabian Broich, Kári Ársælsson, Magnús Þór Gunnarsson, Mark Tubæk, Sourosh Amani

Á miðju tímabili komu til liðsins: Agnar Darri Sverrisson, Goran Jovanovski, José Carlos Perny Figura, Orlando Esteban Bayona, Óskar Elías Zoega Óskarsson, Philip Andrew Saunders.

Liðið fór vel af stað í fyrsta leik í 4-0 heimasigri á móti Tindastól og voru væntingar miklar. Liðinu gekk upp og ofan í fyrri umferðinni og halaði inn 11 stigum í fyrstu 11 leikjunum, þar af voru 4 stig á heimavelli. Í seinni umferðinni losaði félagið sig við nokkra erlenda leikmenn og fékk nýja til liðs við sig. Liðið sótti 14 stig í seinni umferðinni, 7 stig á heimavelli og 7 á útivelli. Markatalan hjá liðinu eftir tímabil var 34-45.

Liðið tók þátt í Borgunarbikarnum og

mætti Berserkjum á útivelli í 2.umferð og hafði sigur 2-8. Í 32-liða úrslitum mætti liðið Fjarðarbyggð á heimavelli og sigraði 4-2. ÍR-ingar voru næstu andstæðingar í 16-liða úrslitum og vannst sá leikur á heimavelli efitr framlengingu, 5-2. Andstæðingurinn í 8-liða úrslitum var Víkingur R. og fór leikurinn fram á Torfnesvelli, og féll liðið úr keppni eftir 0-3 tap. Mjög góður árangur hjá liðinu að komast í 8-liða úrslit í Borgunarbikarnum

Á lokahófi félagsins eftir tímabil voru veittar verðlaun og viðurkenningar:

Besti leikmaður: Matthías Kroknes Jóhannsson.Efnilegasti leikmaður: Elmar Atli Garðarsson.Markahæsti leikmaður: Andri Rúnar Bjarnason.

Meistaraflokkur karla

Page 6: BÍ/BOLtinn

6 BÍBOLtinn

1. deld karla 20141. umferð BÍ/Bolungarvík Tindastóll 4-0

2. umferð Leiknir R. BÍ/Bolungarvík 2-0

3. umferð BÍ/Bolungarvík Grindavík 1-1

4. umferð BÍ/Bolungarvík KV 0-5

5. umferð Haukar BÍ/Bolungarvík 3-1

6. umferð BÍ/Bolungarvík KA 1-3

7. umferð Selfoss BÍ/Bolungarvík 0-1

8. umferð BÍ/Bolungarvík ÍA 0-6

9. umferð Víkingur Ó. BÍ/Bolungarvík 2-4

10. umferð Þróttur R. BÍ/Bolungarvík 2-2

11. umferð HK BÍ/Bolungarvík 1-0

12. umferð Tindastóll BÍ/Bolungarvík 4-6

13. umferð BÍ/Bolungarvík Leiknir R. 2-3

14. umferð Grindavík BÍ/Bolungarvík 3-0

15. umferð KV BÍ/Bolungarvík 0-3

16. umferð BÍ/Bolungarvík Haukar 3-2

17. umferð KA BÍ/Bolungarvík 1-1

18. umferð BÍ/Bolungarvík Selfoss 2-1

19. umferð ÍA BÍ/Bolungarvík 1-0

20. umferð BÍ/Bolungarvík Víkingur Ó. 1-1

21. umferð BÍ/Bolungarvík Þróttur R. 1-2

22. umferð BÍ/Bolungarvík HK 1-2

Aaron Robert Spear 15/2Agnar Darri Sverrisson 6/2Andreas Pachipis 11/0Andri Rúnar Bjarnason 17/7Björgvin Stefánsson 12/5Daníel Agnar Ásgeirsson 3/0Elmar Atli Garðarsson 7/0Fabian Broich 2/0Friðrik Þórir Hjaltason 1/0Gísli Rafnsson 1/0Goran Jovanovski 5/0Hafsteinn Rúnar Helgason 18/0Halldór Páll Hermannsson 2/0Hjalti Hermann Gíslason 2/0José Carlos Perny Figura 8/1

Kári Ársælsson 21/0Loic Cédric Mbang Ondo 12/0Magnús Þór Gunnarsson 9/0Mark Tubæk 10/2Matthías Kroknes Jóhannsson 18/1Nigel Francis Quashie 12/4Nikulás Jónsson 22/4Orlando Esteban Bayona 8/3Ólafur Atli Einarsson 22/0Óskar Elías Zoega Óskarsson 8/1Pétur Bjarnason 1/0Philip Andrew Saunders 11/0Sigurgeir Sveinn Gíslason 15/0Sourosh Amani 5/0Viktor Júlíusson 8/0

1. deild karla 2014 - leikir/mörk

Page 7: BÍ/BOLtinn

7 BÍBOLtinn

Nú er þriðja tímabili meistaraflokks kvenna lokið. Liðið er að öðlast reynslu og færni og er áhugavert að sjá þá þróun sem hefur verið í gegnum árin hjá þeim leikmönnum sem hafa spilað með liðinu og þeim leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Í apríl 2014 kom til landsins markvörðurinn Dida, Ana Lúcia Dida, og var hún að koma í annað sinn að spila með BÍ/Bolungarvík. Það var einnig í apríl sem stelpurnar fóru ásamt Jónasi Leifi Sigursteinssyni þjálfara í æfingaferð til Spánar. Sú ferð gerði þeim gott og vel mátti merkja að æfingar ferðarinnar hafi borið árangur þegar þær hófu að spila í Lengjubikarnum.

Í lok maí hófst Íslandsmótið og spiluðu stelpurnar í A-riðli 1. deildar ásamt Fjölni, HK/Víking, Grindavík, Víking Ólafsvík, Tindastól, Haukum, Hömrunum og Keflavík. Gabi, Gabriela Vieira, kom til liðs við okkur aftur en þetta var í þriðja sinn sem

hún kom og spilaði með stelpunum. Lið BÍ/Bolungarvíkur endaði í 8. sæti með 8 stig, 2 unnir leikir, 2 leikir sem enduðu með jafntefli og 12 leikir sem töpuðust. Stelpurnar áttu oft góðar marktilraunir og voru ógnandi en Jónas Leifur þjálfari komst svo skemmtilega að orði á einum leiknum í sumar að það þyrfti að stilla boltanum upp á marklínunni þá, kannski, færi hann inn.

Þeir sem koma að meistaraflokki kvenna sjá fram á að eftir nokkur

ár eigi BÍ/Bolungarvík enn betra lið í meistaraflokki kvenna. Hingað til hefur liðið að mestu verið byggt upp á heimastelpum sem eru að spila fyrir sitt uppeldisfélag í meistaraflokki, er það ekki draumur hvers knatt-spyrnumanns eða konu?

Framtíðin er björt og risu margar ungar stúlkur upp og skiluðu sínum hlutverkum inná vellinum með sóma. Kvennalið meistaraflokks BÍ/Bolungarvík er ungt og leikmenn þess ungir. Í leik á móti Víking Ó., í Ólafsvík, var meðalaldur liðsins 19,3 ár þar sem Auður Líf Benediktsdóttir sem er fædd 2000 steig sín fyrstu skref í meistaraflokki og var í byrjunarliðinu.

Á lokahófi fengu eftirfarandi leikmenn viðurkenningu eftir sumarið:

Besti leikmaður: Hildur Hálfdánardóttir.Efnilegasti leikmaður: Helga Þórsdís Björnsdóttir.Mikilvægasti leikmaður: Karitas Sigurlaug Ingimarsdóttir.

Markahæsti leikmaður: Erla Rut Sigurðardóttir.

Meistaraflokkur kvenna

Page 8: BÍ/BOLtinn

8 BÍBOLtinn

1. deld kvenna 20141. umferð HK/Víkingur BÍ/Bolungarvík 4-0

2. umferð BÍ/Bolungarvík Haukar 0-3

3. umferð BÍ/Bolungarvík Tindastóll 0-2

4. umferð BÍ/Bolungarvík Víkingur Ó. 1-0

5. umferð Keflavík BÍ/Bolungarvík 1-2

6. umferð

7. umferð BÍ/Bolungarvík Hamrarnir 0-2

8. umferð Fjölnir BÍ/Bolungarvík 3-0

9. umferð Grindavík BÍ/Bolungarvík 5-0

10. umferð BÍ/Bolungarvík HK/Víkingur 0-6

11. umferð Haukar BÍ/Bolungarvík 4-0

12. umferð Tindastóll BÍ/Bolungarvík 3-0

13. umferð Víkingur Ó. BÍ/Bolungarvík 0-0

14. umferð BÍ/Bolungarvík Keflavík 0-1

15. umferð

16. umferð Hamrarnir BÍ/Bolungarvík 3-2

17. umferð BÍ/Bolungarvík Fjölnir 0-0

18. umferð BÍ/Bolungarvík Grindavík 0-2

Ana Lucia N. Dos Santos 15/0Auður Líf Benediktsdóttir 6/0Elín Lóa Sveinsdóttir 9/0Erla Rut Sigurðardóttir 13/1Fjóla Björk Kristinsdóttir 1/0Helena Ólafsdóttir 3/0Helga Guðrún Magnúsdóttir 13/0Helga Þórdís Björnsdóttir 15/0Hildur Hálfdánardóttir 16/1Hjörný Eik Hjaltadóttir 12/0Hugrún Embla Bryndísardóttir 2/0Karitas S Ingimarsdóttir 15/0

Klara Alexandra Birgisdóttir 2/0Kolfinna Brá Ewa Einarsdóttir 14/0Kristbjörg Steingrímsdóttir 5/0Magðalena Jónasdóttir 2/0Marilia de Melo 12/1Natalia Kaja Fjölnisdóttir 15/1Rannveig Hjaltadóttir 14/1Sigrún Gunndís Harðardóttir 3/0Stella Guðrún Jóhannsdóttir 14/0Telma Ólafsdóttir 2/0Thelma Rut Jóhannsdóttir 1/0

1. deild kvenna 2014 - leikir/mörk

Page 9: BÍ/BOLtinn

9 BÍBOLtinn

8. flokkur:

Flokkurinn æfði tvisvar sinnum í viku vetur og sumar, þar er vetraræfingar fóru fram í íþróttasalnum Austurvegi og sumaræfingar á gervigrasvellinum Torfnesi. 10-15 krakkar æfðu yfir vetrartímann en fjölgaði svo upp í 25 krakka á sumaræfingunum, jafnt

stelpur sem strákar. Yfir veturinn tók flokkurinn þátt í innanfélagsmótum félagsins þ.e. bæði í Bolungarvík og á Ísafirði. Í júní sl. tók flokkurinn þátt í Smábæjarleikunum á Blönduósi og sendi til þátttöku eitt lið. Skemmst er frá því að segja að liðið vann alla sína leiki með glæsibrag. Í endaðan júlí tók flokkurinn þátt í Sparisjóðsmóti UMFB í Bolungarvík, þar sem að öllum þátttakendum var blandað í lið og spilaður fótbolti, en mótið endaði svo á grillveislu. Síðasta mót sumarsins var Arionbankamót Víkings og fór það fram um miðjan ágúst. Tvö lið frá BÍ/Bolungarvík tóku þátt og stóðu þau sig með mikilli prýði. Félagið og

þjálfarar vilja þakka öllum iðkendum 8.flokks fyrir sumarið og hlakka til að þjálfa þau í vetur og næstkomandi sumar.

Þjálfarar flokksins: Ólafur Atli Einarsson og Þórir Karlsson

7. flokkur karla:Flokkurinn er hluti af íþróttaskóla HSV frá september-júní og æfir flokkurinn einu sinni í viku á þessu tímabili. Flokkurinn æfði 5 sinnum í viku í sumar og þá klukkutíma í senn, að jafnaði æfðu um 15-20 strákar allt árið. Vetraræfingar fóru fram í íþróttahúsinu Torfnesi og sumaræfingar á gervigrasvellinum

Yngri flokkar BÍ/Bolungarvík 2014

6. flokkur drengja á Shellmótinu í Vestmannaeyjum

Æfingatafla BÍ/Bolungarvík veturinn 2014-2015Ísafjörður

kl: Mánudagar Þriðjudagar Miðvikudagar Fimmtudagar Föstudagar kl: Laugardagar Sunnudagar

13-14 9-10 Hittingur 5.kvk/4.kvk

14-15 5.kvk/4.kvk 6.kvk 6.kk 10-11 5.kk

15-16 5 kk/4.kk 5 kvk/4.kvk 3.kk/4.kk 11-12 4.kk 7.fl kvk & kk.

16-17 8.fl Austurv. 8.fl Austurv. 12-13 3.kk

17:20-18:20 3.kk 3.kvk/m.fl. kvk 13-14

Bolungarvík

kl: Mánudagar Þriðjudagar Miðvikudagar Fimmtudagar Föstudagar kl: Laugardagar Sunnudagar

13-14 9-10 1-4 Bol/hittingur

14-15 10-11 1-4 Bol/hittingur

15-16 6.fl. Bol 11-12

16-17 8.fl. Bol 5.kk BÍ/Bol 12-13

17-18 7.fl. Bol 13-14

Page 10: BÍ/BOLtinn

10 BÍBOLtinn

Torfnesi. Yfir veturinn tók flokkurinn þátt í innanfélagsmótum félagsins þ.e. bæði í Bolungarvík og á Ísafirði. Í júní sl. tók 7.flokkur þátt í Smábæjarleikunum á Blönduósi og sendi til þátttöku 3 lið sem voru blönduð strákum og stelpum. Öll liðin stóðu sig mjög vel á mótinu og enduðu ýmist í 3.-4.sæti. Í endaðan júlí tók flokkurinn þátt í Sparisjóðsmóti UMFB í Bolungarvík, þar sem að öllum þátttakendum var blandað í lið og spilaður fótbolti, en mótið endaði svo á grillveislu. Síðasta mót sumarsins var Arionbankamót Víkings og fór það fram um miðjan ágúst. Tvö lið frá BÍ/Bolungarvík tóku þátt og stóðu þau sig með mikilli prýði. Félagið og þjálfari vilja þakka öllum iðkendum 7.flokks karla fyrir sumarið og hlakka til að þjálfa þá í vetur og næstkomandi sumar.

Þjálfari flokksins: Jón Hálfdán Pétursson

7. flokkur kvenna:

Flokkurinn er hluti af íþróttaskóla HSV frá september-júní og æfir flokkurinn einu sinni í viku á þessu tímabili. Flokkurinn æfði 4 sinnum í viku í sumar og þá 80 mínútur í senn, að jafnaði æfðu um 5-6 stelpur allt árið. Yfir veturinn var flokkurinn sameiginlegur með 7.flokki karla, en á sumartímabilinu var hann sameiginlegur með 6.flokki kvenna. Vetraræfingar fóru fram í íþróttahúsinu Torfnesi og sumaræfingar á gervigrasvellinum Torfnesi. Yfir veturinn tók flokkurinn þátt í innanfélagsmótum félagsins þ.e. bæði í Bolungarvík og á Ísafirði.

Nokkrar stelpur úr flokknum tóku þátt í Smábæjarleikunum á Blönduósi í blönduðum liðum 7.flokks karla. Öll liðin stóðu sig mjög vel á mótinu og enduðu ýmist í 3.-4.sæti. Stúlkurnar tóku svo þátt í Símamótinu í Kópavogi í júlí, þar sem að þær tóku þátt með sameiginlegu liði 6.flokks kvenna. Tvö lið tóku þátt í keppni 6.flokks kvenna og unnu þau 10 af þeim 16 leikjum sem þær spiluðu. Í ágúst var svo brunað í Fjallabyggð með tvö lið og tekið þátt í Pæjumóti TM þar sem keppt var með sameiginlegu liði 6.flokks kvenna. Bæði liðin stóðu sig með prýði og voru stelpurnar sáttar í mótslok. Félagið og þjálfari vilja þakka öllum iðkendum 7.flokks kvenna fyrir sumarið og hlakka til að þjálfa þær í vetur og næstkomandi sumar.

Þjálfarar flokksins: Gabriela Marilla de Melo

6.flokkur karla:

Flokkurinn er hluti af íþróttaskóla HSV frá september-júní og æfir flokkurinn einu sinni í viku á þessu tímabili. Flokkurinn æfði 4 sinnum í viku í sumar og þá 90 mínútur í senn, að jafnaði æfðu um 15 strákar allt árið. Vetraræfingar fóru fram í íþróttahúsunum á Torfnesi og í Bolungarvík, og sumaræfingar á gervigrasvellinum Torfnesi. Yfir veturinn tók flokkurinn þátt í innanfélagsmótum félagsins þ.e. bæði í Bolungarvík og á Ísafirði. Í endaðan júlí sigldi flokkurinn til Vestmannaeyja og tók þátt í Shellmótinu, var þetta í annað skiptið sem að lið frá félaginu tekur þátt í Eyjum. Fyrsta skiptið var árið 1987 þegar þjálfari flokksins var leikmaður og tók þátt. Mótið í Eyjum var glæsilegt í alla staði og er skemmst frá því að segja að strákarnir unnu alla sína leiki og sinn styrkleikaflokk. Í lok móts fengu þeir svo afhentan

Heimaklettsbikarinn við mikinn fögnuð. Einnig var einn leikmaður frá félaginu valinn til að taka þátt í Pressuleiknum. Hluti af flokknum tók svo þátt í Sparisjóðsmóti UMFB í Bolungarvík, þar sem að öllum þátttakendum var blandað í lið og spilaður fótbolti, en mótið endaði svo á grillveislu. Félagið og þjálfari vilja þakka öllum iðkendum 6.flokks karla fyrir sumarið og hlakka til að þjálfa þá í vetur og næstkomandi sumar.

Þjálfarar flokksins: Jón Hálfdán Pétursson

6.flokkur kvenna:

Flokkurinn er hluti af íþróttaskóla HSV frá september-júní og æfir flokkurinn einu sinni í viku á þessu tímabili. Flokkurinn æfði 4 sinnum í viku í sumar og þá 80 mínútur í senn, að jafnaði æfðu um 10-12 yfir sumarið. Yfir veturinn var flokkurinn sameiginlegur með 6.flokki karla, en á sumartímabilinu var hann sameiginlegur með 7.flokki kvenna. Vetraræfingar fóru fram í íþróttahúsinu Torfnesi og sumaræfingar á gervigrasvellinum Torfnesi. Yfir veturinn tók flokkurinn þátt í innanfélagsmótum félagsins þ.e. bæði í Bolungarvík og á Ísafirði. Stúlkurnar tóku svo þátt í Símamótinu í Kópavogi í júlí, þar sem að þær tóku þátt með sameiginlegu liði 7.flokks kvenna. Tvö lið tóku þátt í keppni 6.flokks kvenna og unnu þau 10 af þeim 16 leikjum sem þær spiluðu, og endaði annað liðið í 3.sæti síns í sínum styrkleika. Í ágúst var svo brunað í Fjallabyggð með tvö lið og tekið þátt í Pæjumóti TM þar sem keppt var með sameiginlegu liði 7.flokks kvenna. Bæði liðin stóðu sig með prýði og voru stelpurnar sáttar í mótslok. Félagið og þjálfari vilja þakka öllum iðkendum 6.flokks kvenna fyrir sumarið og

Page 11: BÍ/BOLtinn

11 BÍBOLtinn

hlakka til að þjálfa þær í vetur og næstkomandi sumar.

Þjálfarar flokksins: Gabriela Marilla de Melo

5. flokkur karla:

Flokkurinn æfði 3 sinnum í viku frá september–júní og þá um 60 mínútur í senn. En yfir sumartímabilið æfði flokkurinn 4 sinnum í viku og þá um 90 mínútur í hvert skipti. Að jafnaði æfðu um 15-18 strákar í þessum aldursflokki og fóru æfingarnar fram í íþróttahúsinu og gervigrasvellinum á Torfnesi. Yfir veturinn tók flokkurinn þátt í innanfélagsmótum félagsins þ.e. bæði í Bolungarvík og á Ísafirði. Flokkurinn tók þátt í Íslandsmóti sem hófst í júní og lauk í ágúst og var með a og b-lið í því móti. A-liðið spilaði 8 leiki, vann 5 leiki, gerði 1 jafntefli og tapaði 2 leikjum. Markatalan var 31-16 og endaði liðið í 3.sæti C-riðils með 16 stig. B-liðið spilaði 10 leiki, vann 2 leiki, gerði 1 jafntefli og tapaði 7 leikjum. Markatalan var 26-49 og endaði liðið í 11.sæti C-riðils. Flokkurinn tók þátt í Smábæjarleikunum á Blönduósi og spiluðu þar 7 leiki, gerðu eitt jafntefli og töpuðu 6 leikjum. Í byrjun júlí tók flokkurinn þátt í hinu geysivinsæla N1-móti á Akureyri þar sem að skráð voru til leiks 2 lið frá BÍ/Bolungarvík. A-liðið spilaði 8 leiki, vann 3 leiki, gerði 2 jafntefli og tapaði 3 leikjum. B-liðið spilaði 8 leiki, vann 1 leik og tapaði 7 leikjum. Strákarnir voru mjög sáttir í mótslok með góða og skemmtilega dvöl á Akureyri. Félagið og þjálfari vilja þakka öllum iðkendum 5.flokks karla fyrir sumarið og hlakka til að þjálfa þá í vetur og næstkomandi sumar.

Þjálfarar flokksins: Atli Freyr Rúnarsson

5.flokkur kvenna:Flokkurinn æfði 3 sinnum í viku frá

september–júní og þá um 60 mínútur í senn. En yfir sumartímabilið æfði flokkurinn 4 sinnum í viku og þá um 90 mínútur í hvert skipti. Að jafnaði æfðu um 7-8 stelpur í þessum aldursflokki og fóru æfingarnar fram í íþróttahúsinu og gervigrasvellinum á Torfnesi. Yfir veturinn tók flokkurinn þátt í innanfélagsmótum félagsins þ.e. bæði í Bolungarvík og á Ísafirði. Flokkurinn var of fámennur til að taka þátt í Íslandsmóti, þannig að verkefni sumarsins var Símamótið í Kópavogi. Eitt lið eða 9 stelpur tóku þátt fyrir hönd félagsins á Símamótinu. Stelpurnar spiluðu 8 leiki, unnu 5 leiki, gerðu 2 jafntefli og töpuðu 1 leik. Liðið stóð sig með prýði og vann sinn styrkleikaflokk, og voru stelpurnar sáttar í mótslok. Félagið og þjálfari vilja þakka öllum iðkendum 5.flokks kvenna fyrir sumarið og hlakka til að þjálfa þær í vetur og næstkomandi sumar.

Þjálfarar flokksins: Gabriela Marilla de Melo

4. flokkur karla:

Flokkurinn æfði 3 sinnum í viku frá september–júní og þá um 60 mínútur í senn. En yfir sumartímabilið æfði flokkurinn 4 sinnum í viku og þá um 90 mínútur í hvert skipti. Að jafnaði æfðu um 10-12 strákar í þessum aldursflokki og fóru æfingarnar fram

í íþróttahúsinu og gervigrasvellinum á Torfnesi. Yfir veturinn tók flokkurinn þátt í innanfélagsmótum félagsins þ.e. bæði í Bolungarvík og á Ísafirði. Flokkurinn tók þátt í Smábæjarleikunum á Blönduósi í júní og báru sigur úr bítum í keppni 4.flokks karla í 7 manna liðum, unnu 5 leiki, 1 jafntefli og töpuðu einum leik. Einnig tóku þeir þátt í Íslandsmótinu í 4.flokki 7 manna liðum og spiluðu 2 leiki við Hvöt frá Blönduósi, unnust báðir leikirnir og var liðið því komið í úrslit. Í júlí tóku strákarnir þátt í REY-CUP, alþjóðlegu knattspyrnumóti sem Þróttur R. heldur. Liðið spilaði 6 leiki, unnu 4 leiki en töpuðu 2 leikjum og enduðu í 5.sæti. Í ágústmánuði var förinni heitið til Dalvíkur til að taka þátt í úrslitakeppni 4.flokks karla í 7 manna liðum. Þar spilaði liðið 3 leiki, vann 2 leiki en tapaði úrslitaleiknum og enduðu því í 2.sæti Íslandsmótsins. Félagið og þjálfari vilja þakka öllum iðkendum 4.flokks karla fyrir sumarið og hlakka til að þjálfa þá í vetur og næstkomandi sumar.

Þjálfarar flokksins: Nigel Quashie

4. flokkur kvenna:

Flokkurinn æfði 3 sinnum í viku frá september–júní og þá um 60 mínútur í senn. En yfir sumartímabilið æfði flokkurinn 4 sinnum í viku og þá um 90 mínútur í hvert skipti. Að jafnaði æfðu um 15-16 stúlkur í þessum aldursflokki og fóru æfingarnar fram í íþróttahúsinu og gervigrasvellinum á Torfnesi. Yfir veturinn tók flokkurinn þátt í innanfélagsmótum félagsins þ.e. bæði í Bolungarvík og á Ísafirði. Stelpurnar tóku þátt í Íslandsmótinu sem fór fram frá byrjun júní til loka ágúst. Í mótinu spilaði liðið 10 leiki, vann 2 leiki og tapaði 8 leikjum. Markatalan var 17-45 og endaði liðið í 10.sæti B-riðils. Í júlí tók liðið þátt í REY-CUP, alþjóðlegu knattspyrnumóti

Page 12: BÍ/BOLtinn

12 BÍBOLtinn

sem Þróttur R. heldur. Þar spilaði liðið 6 leiki, unnu 3 leiki, gerðu 1 jafntefli og töpuðu 2 leikjum. Félagið og þjálfari vilja þakka öllum iðkendum 4.flokks kvenna fyrir sumarið og hlakka til að þjálfa þær í vetur og næstkomandi sumar.

Þjálfarar flokksins: Atli Freyr Rúnarsson

3. flokkur karla:

Flokkurinn æfði 3-4 sinnum í viku frá september–júní og þá um 60 mínútur í senn. En yfir sumartímabilið æfði flokkurinn 4 sinnum í viku og þá um 90 mínútur í hvert skipti. Að jafnaði æfðu um 15-20 strákar í þessum aldursflokki og fóru æfingarnar fram í íþróttahúsinu og gervigrasvellinum á Torfnesi. Undirbúningur flokksins fyrir tímabilið var tekinn með trompi í apríl og flokknum stefnt til

Manchester á Englandi í æfingaferð ásamt 2.flokki karla. Dvalið var í viku og spilaðir 3 æfingaleikir, sem reyndar töpuðust allir. En margt jákvætt var tekið úr þessari ferð, m.a. sátu leikmenn 2 fyrirlestra sem gáfu innsýn inn í atvinnumennskuna. Flokkurinn tók þátt í Íslandsmóti og spiluðu í riðli C2, léku 10 leiki, unnu 8 leiki og töpuðu 2 leikjum. Með þessum árangri hafði liðið tryggt sér sæti í C-úrslitum, þar er liðið mætti ÍBV og tapaði þeim leik og datt út. Þess ber að geta að 4 leikmenn 3.flokks spiluðu leiki með meistaraflokki annað hvort í Íslandsmóti 1.deildar eða í Lengjubikarnum.Félagið og þjálfari vilja þakka öllum iðkendum 3.flokks karla fyrir sumarið og hlakka til að þjálfa þá í vetur og næstkomandi sumar.

Þjálfarar flokksins: Jón Hálfdán Pétursson og Nigel Quashie

2. flokkur karla:Flokkurinn æfði 4-5 sinnum í viku frá september–júní og þá um 60-80 mínútur í senn og fóru æfingar fram samhliða æfingum meistaraflokks karla. En yfir sumartímabilið æfði flokkurinn 4 sinnum í viku og þá um

90 mínútur í hvert skipti. Að jafnaði æfðu um 15-20 strákar í þessum aldursflokki og fóru æfingarnar fram í íþróttahúsinu og gervigrasvellinum á Torfnesi. Undirbúningur flokksins fyrir tímabilið var tekinn með trompi í apríl og flokknum stefnt til Manchester á Englandi í æfingaferð ásamt 3.flokki karla. Dvalið var í viku og spilaðir 3 æfingaleikir, sem reyndar töpuðust allir. En margt jákvætt var tekið úr þessari ferð, m.a. sátu leikmenn 2 fyrirlestra sem gáfu innsýn inn í atvinnumennskuna. Flokkurinn tók þátt í Íslandsmóti og spiluðu í C-deild, léku 14 leiki, unnu 5 leiki, gerðu 2 jafntefli og töpuðu 7 leikjum. Markatalan var 18-28 og endaði liðið í 4 sæti C-deildar með 17 stig. Þess ber að geta að 10 leikmenn 2.flokks spiluðu leiki með meistaraflokki annað hvort í Íslandsmóti 1.deildar eða í Lengjubikarnum.

Þjálfarar flokksins: Jón Hálfdán Pétursson og Nigel Quashie

Æfingar UMFB í BolungarvíkBÍ og UMFB starfa saman undir merkjum BÍ/Bolungarvíkur. Sam-starfið sem byrjaði í meistara flokki karla hefur smá saman aukist og færst niður í yngstu flokka. Ennþá eru þó æfingar í Bolungarvík undir merkjum UMFB. Á veturna eru 2 æfingar í viku í þremur aldursflokkum. Leikskóla-aldur, 1. - 3. bekkur og 4. - 6. bekkur. Á sumrin eru 4 æfingar í viku á æfinga-svæð UMFB fyrir krakka frá 4 – 12 ára.

Þegar kemur að keppni þá hefur UMFB í samstarfi við Súðavík sótt

Smábæjarleikana á Blönduósi undir nafni Vestfjarða. Síðasta sumar var þó samstarf við BÍ niður í 8. flokk á mótum og er það í fyrsta skipti sem við höfum farið alla leið í sameiningu.

Það samstarf gekk frábærlega og verður örugglega framhald á þeirri samvinnu.Þjálfari yngri flokka UMFB: Jónas Leifur Sigursteinsson

Page 13: BÍ/BOLtinn

13 BÍBOLtinn

Mánudaginn 7. apríl fórum við strákarnir í 2. og 3. flokki BÍ/Bolungarvíkur ásamt þjálfurum og fararstjórum í ferð til Manchester á Englandi. Við keyrðum með rútu frá íþróttahúsinu Torfnesi beint á gistihús í Keflavík þar sem við lögðum okkur í stutta stund áður en við keyrðum út á Keflavíkurflugvöll. Flugið okkar átti að vera klukkan 9 en það var verkfall á flugvellinum og fluginu var frestað. Við höfðum engan tíma á flugvellinum og fórum beint út í vél. Við lentum seinni partinn í Manchester og vorum komnir á hótelið um kl.14:30, þar sem okkur var skipt niður í herbergi, komum okkur fyrir og slökuðum á.

Á miðvikudeginum voru svo fyrstu leikirnir spilaðir. Við áttum leiki á móti Widnes FC, og fóru þeir fram á Halton leikvanginum. 3. flokkur spilaði klukkan 12:40 og 2. flokkur strax að þeim leik loknum. Það gekk ekki alveg nógu vel í leikjunum þar sem 3. flokkur tapaði 7-1 og 2. flokkur 5-2.

Á fimmtudeginum byrjuðum við daginn á skoðunarferð á Old Trafford

þar sem við skoðuðum völlinn og allt í kringum hann. Seinnipartinn á fimmtudeginum var svo fyrirlestur hjá motivational speaker hjá Oldham Athletic FC, en hann fór yfir það með okkur hvað þyrfti til að ná langt og hversu miklu máli hugsunarhátturinn skiptir ef maður vill ná langt.

Á föstudeginum spiluðum við á móti Ardwick FC. 3. flokkur tapaði 2-1, en andstæðingarnir laumuðu marki inn á lokamínútu síðari hálfleiks og 2. flokkur tapaði 3-1. Það sást greinileg breyting til hins betra hjá báðum liðunum og gekk töluvert betur í þessum leikjum heldur en þeim fyrstu.

Við byrjuðum laugardaginn á fyrirlestri hjá yfirmanni leikmannaráðninga hjá Man.Utd.. Hann fræddi okkur um það hvernig þeir tækju leikmenn inn í akademíuna og margt annað. Eftir það

var svo komið að ferð á æfingasvæði Manchester United þar sem við horfðum á leik milli U-18 liða Man. Utd og Tottenham. Seinni partinn á laugardeginum var smá frítími og við ákváðum að skella okkur í miðborgina í verslunarferð, þar sem við kíktum meðal annars í Primark og H&M.

Á sunnudeginum kíktum við svo í Trafford Center og versluðum smá meira Við enduðum daginn svo á að þeir sem vildu fóru í bíó á meðan aðrir kusu að hvíla sig.

Á mánudeginum spiluðum við síðustu leikina okkar á móti Chester City. Leikirnir áttu að fara fram seinni partinn og þar sem margir okkar höfðu ekki náð að kaupa skó fórum við í enn aðra verslunarferðina og versluðum okkur skó.

3. flokkur átti leik klukkan 16:00 og 2. flokkur strax á eftir. Það var greinilegt að menn voru orðnir þreyttir eftir hina leikina og sást það í lok leikjanna, en 3. flokkur tapaði 3-1 og 2. flokkur 4-1. Þegar við komum svo aftur upp á hótel, var farið beint að pakka og svo að sofa því það var brottför frá hótelinu klukkan 4 um morguninn daginn eftir.

Ferðinni lauk svo á mánudeginum með rútuferð á Manchester Airport, fluginu heim og rútuferð beint aftur til Ísafjarðar. Menn voru almennt mjög ánægðir með ferðina og komu allir ánægðir heim.

Haraldur Jóhann Hannesson

Æfingaferð 2. og 3. flokks BÍ/Bolungarvík til Manchester

Page 14: BÍ/BOLtinn

14 BÍBOLtinn

Aksturinn norður gekk vel, strákarnir með næga afþreyingu í formi farsíma og annarra örsmárra raftækja auk þess sem ekkert virðist stoppa talandann í ungum drengjum, ekki einu sinni átta tíma rútuferð!

Þegar til Akureyrar var komið var byrjað á að fara með farangurinn í Brekkuskóla en þar gisti hópurinn í skólastofu. Þar hittum við svo Atla þjálfara, Jónas aðstoðarþjálfara og Akureyring og tvo stráka til viðbótar sem ferðast höfðu norður með foreldrum sínum. Þangað mætti líka gamli Ísfirðingurinn, hann Siggi Bogi, sem býr nú á Akureyri. Siggi Bogi stökk til og gekk til liðs við gamla félaga í BÍ/Bolungarvík þegar tveir strákar heltust úr lestinni á síðustu stundu. Alls voru því strákarnir orðnir 15 talsins.

En ferðin var ekki farin til að slæpast, nú var komið að boltanum. Strákarnir þurftu fljótlega að skipta um föt því fyrsti leikur var skammt undan. BÍ/Bolungarvík var með tvö lið á þessu móti, annað liðið, B-lið, spilaði í braslilísku deildinni en hitt liðið, E-lið, spilaðið í ensku deildinni. Það var E-liðið sem átti fyrsta leik gegn Haukum. Að þeim leik loknum var stutt í næsta leik en þá spilaði B-liðið við

Breiðablik. Báðir leikirnir töpuðust, ferðaþreyta eftir langan akstur virtist sitja í strákunum. Þó voru skoruð tvö mörk og bæði af glæsilegra taginu. Töpin höfðu þó ekki áhrif á andann, allir voru þeir fljótir að ná sér á strik og talandinn fór í gang sem aldrei fyrr. Þokkalega viðraði þennan fyrsta dag mótsins. Náðist meira að segja mynd af hópnum í sólskini við komuna til Akureyrar.

Fimmtudagurinn fór rólega af stað, fyrsti leikur ekki fyrr en kl. 10:20 og því hægt að vakna í rólegheitum. Sumir gengu mjög langt í rólegheitunum og voru fararstjórar farnir að hugsa um að tæma stöku vindsængur til að koma köppunum á lappir en allt hafðist þetta nú að lokum. Enda betra að vera vaskur og vakandi því framundan voru tveir leikir hjá B-liðinu og þrír hjá E-liðinu. Árangur var þokkalegur. Einn leikur vannst með sex marka mun, í öðrum varð jafntefli en þrír töpuðust, þar af einn naumlega með sigurmarki í uppbótartíma. Skoruð voru 12 mörk og var á stundum sem Messi væri kominn í liðið, svo glæsilegir sáust stundum sóknartaktar. Líklegt er þó að Messi hefði lítið gert á þessu N1 móti, veðrið ekki líkt því sem hann er vanur. Hitastigið þennan fimmtudag var lágt, lognið var að flýta sér og loftið mjög rakt, eiginlega bara blautt. Það var því blautur mannskapur sem eftir góðan kvöldmat, brunaði með Sophusi inn að Hrafnagili þar sem farið var í sund. Óhætt er að segja að í sundinu hafi losnað rækilega um málbeinið og var ýmislegt krufið til mergjar af strákunum í lauginni og í

rútunni til baka. Virtist talandinn varla stoppa þó komið væri við í ísbúð á leið heim í Brekkuskóla. Það var því auðvelt að komast í ró er heim var komið, kroppurinn þreyttur og andinn sáttur eftir góðan dag.

Fyrsti leikur föstudagsins var kl. 8:35. Það var því ekki í boði að sofa út þennan morguninn og strákarnir drifnir á fætur vel fyrir sjö. Framundan voru fimm leikir. Hafi veðrið verið vott á fimmtudeginum þá var það öllu verra á föstudeginum. Það var kaldara, hvassara og nú hellirigndi. Ekki virtist það þó slá okkar stráka út af laginu. Brosandi mættu þeir til leiks og brostu enn í lok dags, rennandi blautir með eitt jafntefli og fjögur töp í farteskinu. Tvö mörk voru skoruð þennan dag en tvisvar fór boltinn í slá, einu sinni í stöng og nokkrum sinnum rétt fram hjá. Lukkan var bara ekki í okkar liði þennan dag. En lífið er ekki bara bolti, það var ýmis afþreying í boði líka. Boðið var í bíó og að því loknu var farið í keilu. Ekki skal fjölyrt um árangur keilunnar, sumir fararstjórar þurfa að æfa sig í þeirri íþrótt áður en keppt verður aftur. En dagurinn var ekki búinn, þegar heim var komið var dregin fram afmæliskaka og haldið upp á afmæli eins liðsfélagans en Ásgeir Óli varð einmitt 12 ára þennan dag. Óhætt er að segja að ýmislegt hafi verið rætt í þessari óvæntu afmælisveislu, súkkulaðikakan smurði málbeinið og setti talandann í gang, virtist sem sumir sofnuðu með hann í gangi. Að lokum hljóðnaði yfir hópnum og allir sváfu vært.

Seint verður sagt að laugardagurinn hafi runnið upp bjartur og fagur. Úti var hávaðarok, grenjandi rigning og hitastigið náði ekki yfir sex gráðurnar. Það hefti þó ekki vaska drengi og mættir voru þeir á völlinn kl. 8:35

Ferð á N1 mót á AkureyriEldsnemma að morgni mið vikudagsins 2. júlí mætti ferðaglaður hópur á bíla stæðið á Torfnesi. Þetta voru 12 hressir strákar úr 5. flokki BÍ/Bolungarvíkur og fjórir fararstjórar á leið á N1 mótið á Akureyri. Ekki var bílstjórinn síður hress en sjálfur Sophus Magnússon var rútubílsjórinn og aðstoðar fararstjóri liðsins. Spennan var mikil í hópnum, fjögurra daga ferð framundan með boltasparki og allskyns afþreyingu. Fararstjórar voru ögn minna kátir, veðurspáin afleit fyrir næstu daga en með von í hjarta var sparibrosinu tjaldað og ferðaspenningur fundinn.

Framhald á bls. 19

Page 15: BÍ/BOLtinn

15 BÍBOLtinn

Page 16: BÍ/BOLtinn
Page 17: BÍ/BOLtinn
Page 18: BÍ/BOLtinn
Page 19: BÍ/BOLtinn

19 BÍBOLtinn

Stelpurnar í 6. - 7.flokki kvenna fóru á Pæjumótið á Siglufirði 7.-10. ágúst í sumar. Þetta voru 14 stelpur sem spiluðu í 2 liðum. Siglufjörður skartaði sínu fegursta þegar stúlkurnar ásamt forleldrum tíndust í bæinn fram eftir kvöldi. Þær komu sér fyrir í efri skólanum eins og stelpurnar kalla hann, en það var nú heldur þröngt fyrir þetta stóran hóp í einni lítilli skólastofu, en þær létu það ekki á sig fá og sváfu bara í kremju þessa einu nótt því þær áttu svo að flytja í leikskólann næsta dag. Foreldrar voru ýmist á tjaldstæði eða í heimahúsum.

Föstudagurinn heilsaði með svona líka svakalegri rigningu og vindi, en stelpurnar létu það ekki á sig fá og létu sig vaða í drullupollana á vellinum í baráttunni um boltann. Veðrið gerði þeim óneytanlega erfitt fyrir en þær stóðu sig eins og hetjur. Það er kalt að bíða á milli leikja rennblautar, og lítið við að vera annað en að koma sér

fyrir inni í sölutjaldi eða matsalnum á vallarsvæðinu á Hóli. Við fengum líka að stinga okkur inn í stórt tjald sem Stjarnan var með niðri á tjaldstæðinu, þar gátu þær farið í leiki og hreyft sig aðeins.

Það kom sér vel að hafa stóran hóp foreldra á svæðinu sem hjálpuðu fararstjórum að halda utan um hópinn, bera heilu ruslapokana af utanyfirfatnaði og aðstoða stelpurnar við að klæða sig í og úr hálfblautm fötunum. Ekki má gleyma snörum handbrögðum við að flytja þær yfir í leik skólann.

Í lok dags voru vellirnir vægast sagt alveg skelfilegir, og tjaldsvæðið var orðið ansi blautt og farið að leka inn í mörg tjöld. Stelpurnar höfðu á orði að þær þurfi nú ekki að koma til Siglufjarðar til að spila mýrarbolta.

Á fundi um kvöldið var ákveðið að 6. flokkurinn myndi spila á Ólafsfirði á laugardeginum þar sem ekkert lát var á rigningunni.

Á laugardeginum var brunað yfir á

Ólafsfjörð, það var eins og maður væri kominn í aðra veröld þegar við komum út úr göngunum, það hafði ekki rignt eins mikið þar eins og á Siglufirði.

Vellirnir voru góðir og veðrið bara fínt, gott að fá þurran andvara til að lofta um illa lyktandi búningana eftir gærdaginn. Stelpurnar stóðu sig að sjálfsögðu alveg ljómandi vel, voru duglegar að horfa á hina leikina og hvetja hvor aðra sem var ekki hægt á föstudeginum út af veðrinu. Svo var að sjálfsögðu farið í sund á Ólafsfirði áður en brunað var aftur á Siglufjörð í mat og kvöldvöku. Þar hafði rignt allan daginn og margir tjaldbúar flúnir af svæðinu, fluttu sig yfir á Ólafsfjörð eða fengið húsaskjól.

Sunnudagurinn heilsaði með rigningu og roki, einhverjir máttu fara út um miðja nótt til að hemja tjöldin.

Úrslitaleikirnir í 6.flokki voru spilaðir á Ólafsfirði þar sem aðstæður höfðu ekki skánað á Siglufirði. Okkar stelpur stóðu sig alveg ljómandi vel, þær sýndu miklar framfarir eftir sumarið. Við getum sko verið stolt af þeim.

Verðlaunaafhendingin var með öðru sniði en vanalega vegna aðstæðna eins og svo margt á þessu móti, hún átti að fara fram á Siglufirði eftir lok allra leikja. Í staðinn voru verðlaun veitt strax að loknum leikjunum hjá 6.flokki á Ólafsfirði þannig að þá var hægt að leggja fyrr af stað heim en ella.

Það voru þreyttar og sælar stelpur sem héldu heim á leið þennan sunnudag frá Siglufirði, þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður í þessu leiðinda veðri. Góður endir á glæsilegu sumri hjá stelpunum.

Elva Jóhannsdóttir

Pæjumót Sparisjóðsins og Rauðku

í fyrsta leik. Þegar BÍ /Bolungarvík hafði spilað tvo leiki af fjórum fyrirhuguðum þennan dag var keppni frestað og einungis spilaðir leikir um 10 efstu sætin. Farastjórahópurinn varpaði öndinni léttar og sá fram á að komast af stað á skikkanlegum tíma en strákarnir mótmæltu harðlega og hótuðu kærum. Virtist það ekkert draga úr áhuganum að ekki var á þeim þurr þráður eftir þessa leiki og flestir skulfu þeir svo úr kulda að það glömruðu í þeim tennurnar. En mótstjórn varð ekki snúið og því lagt af stað heim á leið um hádegi. Gott var að hafa góðann og öruggan bílstjóra því veðrið var slæmt á leiðinni, mikil úrkoma og nokkuð sterkar hviður. Farastjórar tóku lífinu með ró og sváfu vært á leiðinni heim enda fátt meira svæfandi en 11 og 12 ára fótboltastrákar að ræða stelpur og önnur lífsins undur.Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir

Page 20: BÍ/BOLtinn

20 BÍBOLtinn

Lagt var af stað frá íþróttahúsinu á Torfnesi að morgni miðvikudagsins 23. júlí. Sophus Magnússon bílstjóri liðsins sá um að koma farangrinum fyrir á lítilli kerru þar sem takmarkað farangurspláss var inni í rútunni. Ferðin suður gekk klakklaust fyrir sig og auðvitað var stoppað í öllum sjoppum á leiðinni.

Í þessari ferð voru 17 leikmenn ásamt fríðu föruneyti sem samanstóð af þjálfara, fararstjórum og tveimur lifandi lukkudýrum sem hvöttu liðið áfram ásamt nokkrum foreldrum á svæðinu.

Þegar hópurinn hafði komið sér fyrir í Laugalækjaskóla var haldið af stað í Smáralindina en búið var að panta borð fyrir hópinn á Pizza Hut. Stelpurnar sýndu ísvélinni á staðnum mikinn áhuga og verða eflaust öflugir starfskraftar í ísbúð seinna meir.

Þá var komið að mótssetningu sem var í Laugardalnum. Stelpurnar voru ekki tilbúnar að opinbera fararkostinn fyrir öðrum þátttakendum og báðu bílstjórann vinsamlegast um að

stoppa í töluverðri fjarlægð frá skrúðgöngunni. Já þær vilja „lúkka“ vel þessar elskur.

Ýmislegt var gert til þess að koma stelpunum í rétta gírinn fyrir leiki. Sem dæmi ákváðu fararstjórar að taka stelpurnar í slökun á fimmtudagskvöldinu. Liðið spilaði sérlega vel á föstudag og því var ákveðið að halda þessari taktík áfram næstu kvöld. Það sem eftir lifði mótsins bættu stelpurnar í og náðu að þétta sig sem lið og mynda frábæra liðsheild.

Margt var gert til að gera ferðina sem eftirminnilegasta. Sophus fór með hópinn í ísrúnt og í leiðinni fengum

við skemmtilega leiðsögn um miðbæ Reykjavíkur þar sem helstu byggingar og kennileiti höfuðborgarinnar voru skoðuð. Smáralindin var auðvitað tekin með trompi. Stelpurnar kíktu í búðir og skemmtu sér vel í Smáratívolí á meðan fararstjórarnir hlóðu batteríin fyrir komandi átök. Laugardalslaugin var í göngufæri og þar áttum við góðar stundir.

Veðrið lék okkur grátt til að byrja með. Stelpurnar voru skítugar upp fyrir haus og má segja að um hálfgerðan mýrarbolta hafi verið að ræða fyrstu tvo dagana. Þá kom sér vel að eiga góða frænku í höfuðborginni sem miklaði það ekki fyrir sér að þvo búningana fyrir liðið.

Verðir laganna voru auðvitað á staðnum og sáu til þess að allir legðu bílum sínum löglega. Þjálfari liðsins var seinn fyrir í einn leikinn og fékk að launun sektarmiða á framrúðuna. Já það er að mörgu að hyggja þegar lið utan af landi bregður sér í stórborgina.

Það var þreyttur en glaður hópur sem renndi í hlað á Torfnesi seint á sunnudagskvöld reynslunni ríkari.

Við undirritaðar viljum koma á framfæri þakklæti til allra sem styrktu liðið í sumar með ýmsum hætti. Það hefur verið lærdómsríkt og gefandi fyrir okkur að starfa í kringum liðið. Öflugt foreldrastarf er mikilvægur hlekkur í íþróttastarfi barna- og unglinga og viljum við hvetja sem flesta foreldra til þess að taka þátt í starfi félagsins því margar hendur vinna létt verk.

Takk fyrir okkur!

Hanna Mjöll Ólafsdóttir og Stella Hjaltadóttir, fararstjórar og tengiliðir 4. flokks stúlkna

Rey Cup4. flokkur stúlkna BÍ/Bolungarvík tók þátt í Rey Cup sem haldið var í Reykjavík 23.-27. júlí s.l. Rey Cup er alþjóðlegt knattspyrnumót fyrir 3. og 4. flokk drengja og stúlkna sem dregur að fjölda innlendra sem erlendra knattspyrnuliða. Í þessari grein er ætlunin að gefa lesendum innsýn í það helsta sem gerðist í ferðinni.

Page 21: BÍ/BOLtinn

21 BÍBOLtinn

Mótið fór fram dagana 24. – 28. júní að þessu sinni. Fjáröflun stóð yfir allan veturinn eins og vera ber og þegar leið á mótið voru drengirnir orðnir mjög spenntir. Foreldrar og systkini fóru með í ferðina og gistu ýmist á tjaldsvæðinu eða í heimahúsum. Drengirnir gistu í Hamarskólanum ásamt liðstjórum og það er skemmst frá því að segja að þeir stóðu sig eins og hetjur, og voru mjög kurteisir.

Mótið byrjaði á fimmtudegi og leiknir voru þrír leikir, allir leikirnir unnu þeir stórt og voru mjög glaðir drengir sem fóru í sund þann dag. Á föstudeginum var búið að setja þá í nýjan riðil, leikirnir urðu aðeins erfiðari en það kom ekki að sök þeir unnu alla þrjá.

Á hverju ári er landslið og pressulið sem spila og þar eru drengir úr öllum liðum sem þátt taka á mótinu. Einn leikmaður BÍ/Bolungarvík var valinn til að taka þátt og stóð hann sig mjög vel, ekki við öðru að búðast. Á laugar-deginum spiluðu þeir þrjá leiki og með því að vinna þá alla þá myndu þeir

spila til úrslita í sínum riðli. Þeir unnu alla leikina og einnig úrslitaleikinn við Fram sem varð til þess að þeir unnu Heimakletts bikarinn.

Sælir og sáttir en jafnframt þreyttir

drengir fóru glaðir heim úr Eyjum og munu muna eftir þessari ferð út ævina. Auk þess að spila fótbolta á daginn fóru þeir bátsferð í kringum Heimaey, fóru á söfn og fengu rútuferð um eyjuna. Það voru allir sammála um það, foreldrar og keppendur að ekki mættu líða önnur 20 ár þangað til að aftur kæmi lið frá Vestfjörðum á Shellmót.

Guðný Stefanía Stefánsdóttir

Shellmót í EyjumÁ haustdögum 2013 var tekin sú ákvörðun að fara með 6. flokk drengja BÍ/Bolungarvík á Shellmótið í Vest-mannaeyjum. Árið 1987 var BÍ88 (ÍBÍ) síðast með lið á mótinu og því löngu tímabært að bæta úr því. Gaman að segja frá því að Jón Hálfdán var að spila á því móti en að þessu sinni fór hann sem þjálfari og foreldri.

Page 22: BÍ/BOLtinn

22 BÍBOLtinn

Lagt var af stað frá íþróttahúsinu á Vöknuðum snemma á föstudeginum og fórum í morgunmat, dagurinn skipulagður, ætluðum að gera okkar besta og skemmta okkur vel. Finni beið við skólann og keyrði hópnum á keppnisstað. Fyrsta liðið byrjaði að spila, og um leið féllu fyrstu regndroparnir niður, regnslárnar teknar úr töskunum, við vorum við öllu búnar. Leikirnir gegnu mis vel en allir ánægðir. Í næstu leikjum var rigningin orðin mjög mikil og vellirnir líktust meira skógarsvæðinu okkar um verslunarmannahelgi en venjulegum fótboltavelli, þannig að yngstu kepp-endurnir áttu í vandræðum með að ná boltanum upp úr sumum pollunum og auðvitað var dýpsti pollurinn beint fyrir framan markið.

Skvísurnar orðnar rennblautar og skít-ugar eftir því. Eina leiðinn til að þurr ka þær var að setja þær á ofn inn. Hléið fyrir síðasta leikinn fór því í að sitja á ofni í Fífunni og hlýja sér. Eftir síðasta leikinn var svo farið upp í Salaskóla til að skipta um föt og skella sér í sund. Í Salaskóla voru foreldrar barna í Breiðablik að vinna, þau tóku á móti

okkur sáu hvernig keppnisbúningarnir litu út og áður en við vissum af var búið að setja alla galla í þvottavél, þurka þá og fengum við þá samanbrotna, tilbúnir í næsta leik.

Bæði föstudag og laugardag voru leikir 6. flokks fluttir inn í Fífu en dömurnar í 5. flokki sem höfðu sloppið við rigninguna á fimmtudeginum og spilað sína leiki inni, lentu núna í því að spila í rigningunni. Kvöldvakan á föstudagskvöldinu var líka skemmti-leg og þreyttar dömur sem lögðust á koddana um kvöldið.

Á laugardeginum voru spilaðir úrslitaleikir og eftir leikina var pakkað saman og hent út í rútu. En auðvitað skelltum við okkur í sund, og svo út að borða áður en við keyrðum af stað vestur. Pizza Hut varð fyrir valinu enda hægt að fá ís í eftirrétt þar.

Þetta hefði ekki verið hægt að fara 3 fararstjórar með 26 stelpur sem spiluðu í þremur liðum á sitthvorum vellinum nema með mikilli hjálp frá foreldrum sem voru á staðnum. Það var hópur af foreldrum sem tók að sér verkefni með okkur, fylgdu liðunum eftir, sáu um að gefa hópnum að borða á milli leikja og hjálpuðu við að taka saman í skólastofunum við brottför.

Kolbrún Jónasdóttir

SímamótiðÞað var snemma á fimmtudagsmorgni sem við hittumst við íþróttahúsið, 13 stelpur á aldrinum 8-12 ára, 2 farar-stjórar og Finni bilstjóri, ferðinni var heitið á Símamótið í Kópavogi. Það var mikil tilhlökkun í hópnum og ferðin suður hin skemmtilegasta. Þegar suður var komið bætt-ust í hópinn fleiri dömur og fararstjóri. Við komum okkur vel fyrir í Salaskóla en þar hafði hópurinn aðsetur. Við fengum 2 skólastofur og var skipt niður í stofur eftir flokkum, 5. flokkur sér og 6.- 7. flokkur sér. Flott aðstaða sem við fengum með stórum ísskáp fyrir allt góða nestið sem við vorum með. Hópurinn fór í skrúð göngu um kvöldið og sá maður að sumar dömurnar voru nú svolítið hissa á öllu þessu fólki, enda fóru að koma litlar hendur í lófa fararstjóra og héldu fast í okkur.

Page 23: BÍ/BOLtinn

23 BÍBOLtinn

Matti VillaFyrstu árin ólst ég upp hjá föður mínum Vilhjálmi V. Matthíassyni á heimili ömmu minnar Guðrúnar Valgeirsdóttur og afa Matthíasar S. Vilhjálmssonar á Urðarvegi 64 á Ísafirði. Þegar ég var orðinn þriggja ára kynntist faðir minn stjúpmóður minni Ásdísi B. Pálsdóttur sem ég lít á sem móður mína í dag. Við fluttum svo öll þrjú niður í Tangagötu 20 og þau búa þar ennþá í dag.

Fyrstu boltaárin og vinirnirÉg var líklega í kringum 6 ára aldurinn þegar ég mætti að mína fyrstu fótboltaæfingu en ég man ekki beint eftir henni. Fyrsti þjálfarinn sem ég man eftir var Trausti Hrafnsson og ég man sérstaklega eftir því þegar hann var að kenna okkur á gamla malarvellinum á Torfnesi að sparka boltanum upp í loftið og taka boltann niður, sem sagt æfa móttökur á bolta.

Fyrstu árin snýst þetta að öllu leyti að hafa gaman og vera með vinum eins og þetta á alltaf að snúast um. Ég var heppinn að eiga marga góða vini og nánast allir voru í sama árgangi og ég. Ég get nefnt nokkra Birkir H. Sverrisson, Guðmundur Atli, Þór Sveinsson, Sigurgeir S. Gíslason, Rúnar Jón, Almar Þór og Jón Ólafur (Nonni). Nánast hver einasti dagur var nýttur

í að fara í fótbolta, í frímínútum, fyrir og eftir skóla og um helgar og einnig á veturnar. Við létum aldrei snjó stoppa okkur. Þetta var fyrir tíma snjallsíma og internets. Eða internet var mjög framandi á þessum tímum. Ég man vel eftir því að við höfðum okkar eigin símalínu sem virkaði þannig að ég t.d. hringdi í Almar og bað hann að koma í bolta á skólalóðinni kl. 4 og svo átti hann að hringja í Sigurgeir og svo koll af kolli. Við sköpuðum kjarna sem ég er ótrúlega þakklátur fyrir í dag því þessi tími í mínu lífi var geggjaður. Við héldum mót innbyrðis með alls kyns fyrirkomulagi, bjuggum til okkar eigin leik sem við kölluðum Gústaf. Sigurgeir og Nonni eru með einkaleyfi á þeim leik þannig að ég má ekki segja hvernig hann var.

Allir þessir strákar sem ég hef nefndi hérna á undan höfðu það eitt sameiginlegt að hafa ástríðu fyrir fótbolta. Mín skoðun er sú að ef þú hefur hana ekki þá kemst maður ekki langt. En þetta snýst ekki bara um að reyna að komast langt. Mikilvægast er félagsskapurinn, að finna sig sem manneskjur og finna stuðning frá hvor öðrum. Yngri flokka starfsemi í fótbolta eða öllum íþróttum er heljarinnar batterí. Fórnir sem fjöl-skyldur okkar færðu með því að sleppa ferðalögum svo við kæmumst á mót og í leiki, skutl á æfingar eru taldar í þúsundum klukkustunda og er varla hægt að þakka nógu mikið fyrir það. Stuðningur foreldra skiptir miklu fyrir krakka í íþróttum og samfélagið allt.

Á hverju ári fórum við á Króksmótið á Sauðárkróki. Það var hápunktur ársins hvert einasta ár og ég held að okkar lið hafi unnið í öll skipti nema tvö. Kannski þess vegna var það svona gaman! Í 5. flokki unnum við Íslandsmótið í innanhúsfótbolta og var það ákveðin viðurkenning fyrir okkur að vita að við höfðum helling fram að færa á landsvísu. Ég man að við æfðum og æfðum til þess eins að fá ekki skell því okkur fannst öruggt að höfuðborgin ætti að vera með bestu liðin. Að standa okkur vel á þessu innanhúsmóti gaf okkur smjörþefinn af því að við vorum ekkert síðri en liðin að sunnan.

UnglingsárinGagnfræðiskólaárin voru skemmtileg með alls kyns viðburðum í félagslífinu og skóla en fótboltinn var alltaf númer eitt. Ég man að ég tók svona bindindisköst í matarræði og styrktaræfingum. T.d. borðaði ekki nammi í nokkra mánuði, drakk ekki gos, gerði maga-, bakæfingar og armbeygjur fyrir svefn í margar vikur. Ég veit ekki alveg af hverju ég gerði þetta en þetta hjálpaði hugarfarinu mínu í framtíðinni og hjálpaði mér sjálfsögðu að komast í betra form. Ég veit það í dag að það er mjög mikilvægt að huga vel að matarræði og aukaæfinging kemur manni lengra. Það er gríðarlega mikilvægt að hugsa vel um sig ef maður vill ná langt í íþróttum.

Ég hef fengið að kynnast mörgum

Matthías Vilhjálmsson

Frá Ísafirði til atvinnumennskuVið höfðum samband við Matthías Vilhjálmsson atvinnumann hjá Start í Noregi. Matti er eins og flestir vita uppalinn Ísfirðingur og BÍ-maður. Matthías var tilbúinn að segja okkur aðeins frá uppvexti sínum í fótboltanum, tímanum í FH og hvernig hefur verið hjá Start í Noregi.

Hápunkturinn var að fara á Króksmótið. Matti er annar frá vinstri í aftari röð.

Við félagarnir höfðum

það eitt sameiginlegt að

hafa ástríðu fyrir fótbolta.

Page 24: BÍ/BOLtinn

24 BÍBOLtinn

þjálfurum í gegnum tíðina og nokkrum eftirminnilegum. Fyrsti sem kemur upp í hugann er Zeljko Sanko-vic, Króati sem varð yfirþjálfari yngri flokka og mfl. þjálfari BÍ. Hann lagði mikið upp úr tækniæfingum og vildi að við æfðum tvisvar sinnum á dag á sumrin. Ég man að okkur fannst

þetta byltingarkennt og spennandi. Á einum tímapunkti sagði hann við okkur að velja á milli íþróttagreina ef við stunduðum fleiri en eina. Þá æfði ég einnig körfubolta og voru menn ekki par hrifnir þar þegar ég ákvað að hlusta á þetta og valdi fótboltann fram yfir. Ég hef samt alveg frá því að ég fluttist frá Ísafirði langað að taka einn vetur með KFÍ í körfunni og aldrei að vita að ég láti það rætast einhvern tímann. Ég held að það sé gott fyrir krakka og unglinga að kynnast fleiri greinum og æfa fleiri greinar eins lengi og hægt er. Fjölbreytileikinn gerir manni vel á þessum árum og nýtist manni vel.

FHÉg flutti suður 16 ára gamall til að komast í betri aðstöðu og betra lið. Í þá tíma var liðið á Ísafirði ekki jafn sterkt og í dag. Ég hefði líklega ekki farið svona snemma miðað við stöðu BÍ í dag. Ég fór í Verzlunarskóla Íslands

og eftir nokkra mánaða þreyfingar ákvað ég að það væri best fyrir mig að fara í FH. Virkilega sáttur við þá ákvörðun í dag því ég lærði óskaplega margt og þá helst náði að þróa sigurvilja. Árangurinn er ekki góður í FH nema að þú vinnir og þeir fela sig ekki á bak við afsakanir heldur viðurkenna ef eitthvað er ekki nógu gott. Fyrsti meistaraflokksleikurinn með FH var gegn Fram árið 2005. Kom inn á í 15 mín og náði að fiska víti eftir eina mínútu í 5-1 sigri. FH tíminn var frábær, við vorum með mjög sigursælt lið og unnum marga Íslandsmeistaratitla. Þar kynntist ég einnig mörgum góðum vinum og félögum.

AtvinnumennskanEftir FH fór ég til Noregs í atvinnumennsku og spila með Start. Lífið hér í Noregi er mjög gott og fjölskyldunni líður vel sem er fyrir öllu. Venjulegur dagur er að fara með

strákinn í skóla kl. 08.00, mættur á æfingasvæðið 08.30 og kominn heim um 13.00 eftir æfingar og hádegismat með liðinu. Eftir það er það fjölskyldutími eða vinir. Helsti munurinn á FH og Start er umgjörðin og að vera í fullri vinnu við að spila

fótbolta. En FH er orðinn glæsilegur klúbbur í dag og klárlega með eina bestu aðstöðuna á Íslandi. Mánuði eftir að ég kom til Start fengum við Bolvíkinginn og leikmann Breiðabliks, Guðmund Kristjánsson. Frábært að hafa hann hérna hjá okkur og við erum orðnir góðir vinir í dag.

Matti skorar í leik með Start á móti Sandnes Ulf.

Matti skorar í leik með Start á móti Sarpsborg 08.

Matti og félagar í FH unnu marga Íslandsmeistaratitla.

Matti var 15 ára þegar hann lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki BÍ88.

Matti hefur leikið 11 landsleiki fyrir Ísland og skorað eitt mark. Hér er hann í vináttuleik á

móti Mexíkó árið 2010.

Matti var lánaður frá FH til Colchester í nóvember árið 2010. Hann spilaði 2 leiki en

náði ekki að skora.Langar að taka einn

vetur með KFÍ í körfunni

Page 25: BÍ/BOLtinn

25 BÍBOLtinn

Landsliðsmenn BÍ/Bolungarvík 2014Daði Freyr Arnarsson og Viktor Júlíusson leikmenn BÍ/Bolungar vík tóku þátt í verkefnum U-17 landsliðsins á árinu 2014.Þeir tóku báðir þátt í undirbúningsmóti UEFA dagana 7.-11.apríl, en mótið var haldið í Belfast á N-Írlandi. Báðir spiluðu þeir fyrsta leik mótsins á móti Wales. Viktor spilaði svo í öðrum leiknum á móti N-Írlandi, og svo léku þeir báði þriðja og síðasta leikinn gegn Færeyjum þar sem að Viktor skoraði eitt marka Íslands í 5-0 sigri.

Daði Freyr Arnarsson var valinn til að taka þátt í Norðurlandamóti U-17 sem fór fram í Danmörku dagana 28.júlí-2.ágúst. Daði Freyr kom við sögu í öllum fjórum leikjum Íslands á mótinu. Hann var í byrjunarliðinu á móti Sviþjóð og Finlandi, en kom inn á sem varamaður í leikjunum gegn Englandi og Færeyjum.

Viktor Júlíusson var valinn til að taka þátt í undankeppni EM U-17 sem fór fram í Moldóvu dagana 15.-20.október. Viktor kom inn á sem varamaður í fyrsta leiknum gegn Moldóvu, og kom ekki við sögu í öðrum leiknum gegn Armeníu. Hann var hins vegar í byrjunarliðinu í jafnteflisleik gegn Ítalíu, þar sem íslenska liðið tryggði sér sæti í milliriðli.

Vinir barna og unglingaráðs BÍ

Page 26: BÍ/BOLtinn

26 BÍBOLtinn

Takk fyrir stuðninginn!

Líkaminn þarfnast orku til vaxtar og viðhalds og er það sérlega mikilvægt fyrir börn og unglinga í örum vexti. Mikilvægt er að þau fái næga orku til að takast á við verkefni dagsins og hafi nægilegt

eldsneyti þegar kemur að íþróttaæfingu. Það er ómögulegt að mæta á æfingu og geta ekki gert sitt besta vegna þess að engin orka er til staðar. Mataræði er svo sannarlega einn af þeim þáttum sem hafa áhrif á árangur í íþróttum og hér koma nokkrir punktar sem allir ættu að tileinka sér:• Borðum fjölbreytt – úr öllum fæðuflokkum daglega• Borðum reglulega yfir daginn: Morgunmatur,

morgun hressing, hádegismatur, síðdegishressing, kvöldmatur, (kvöldhressing)

• Borðum meira af ávöxtum, grænmeti og fiski• Takmörkum neyslu á sælgæti, sykruðum gos- og

svaladrykkjum og sætabrauði• Tökum Lýsi því það inniheldur D-vítamín, sem ekki er

að finna í mörgum fæðutegundum. D-vítamín hefur góð áhrif beinheilsuna, ásamt kalkinu (sem við fáum t.d. úr mjólkinni)

• Munum að vatn er besti svaladrykkurinn og ætti alltaf að vera með á æfingum

• Mikilvægt að vökva sig vel yfir daginn, fyrir æfingu, á æfingunni og eftir hana

• Drykkir sem innihalda koffein (t.d. dökkir gosdrykkir,

orkudrykkir, te og kaffi) eru ekki góður kostur• Fæðubótarefni eru óþörf fyrir börn og unglinga (í

langflestum tilfellum)• Þurrkaðir ávextir, ávaxtasafar, hnetur, möndlur og

fræ eru góð orkuviðbót

Mikilvægt er að huga vel að fæðuvali í tengslum við æfingar og keppni

Fyrir æfingu/keppni:• Staðgóð máltíð um 6 klst. fyrir. Máltíð sem innheldur

prótein og kolvetni • Léttari kolvetnarík máltíð 2-3 klst. fyrir, ekki mjög

trefjarík• Dæmi: Samloku/flatköku, pasta með tómatsósu,

morgunkorn, ávaxtasafa, ávöxt ...• Ekki borða skemur en 1 klst. fyrir• Drekka ríflega með máltíðum • Borða eitthvað sem maður “þekkir”

Á æfingu eða í keppni• Ef eitthvað, fá sér þá kolvetnaríka fæðu. Banani í

hálfleik er klassískur• Drekka nóg vatn til að bæta upp vökvatap • Vatn og eplasafi blandað til helminga er einnig góður

kostur við mikla áreynslu

Eftir æfingu/keppni• Drekka vel til að bæta upp vökvatap• Endurnýja orkubirgðir vöðvanna, helst á fyrstu 2

klst eftir æfingu. Borða kolvetnaríka fæðu 20-30 mín eftir átök (t.d. ávöxtur/hreinn ávaxtasafi), svo staðgóða máltíð sem fyrst (blanda af kolvetnum og próteinum)

• Sérstaklega mikilvægt ef keppni heldur áfram daginn eftir.

Næring barna og unglinga í íþróttumSamantekt: Salome Elín Ingólfsdóttir, Næringarfræðingur M.Sc.

Page 27: BÍ/BOLtinn

27 BÍBOLtinn

Ég fór á æfingar með því markmiði að gera mitt allra besta og með því hugarfari að æfingin skapaði meistarann. Ég æfði aukalega og fór á skólavöllinn daglega og æfði mig í allskonar þrautum. Þegar ég varð 13 ára gamall byrjaði ég að stækka mjög ört. Ég var alltaf einn af þeim minnstu í bekknum en á tveimur árum stækkaði ég úr 155 cm í 186 cm. Á þessum tíma var ég með mikla verki í vinstra hné og í baki. Þegar verkirnir voru mestir hvíldi ég á æfingu í nokkra daga og byrjaði svo aftur. Ég meiddi mig oftast fljótt aftur og stóð þessi hringrás yfir í tvö ár.

Á þessum tíma var ekki mikið um það að senda unga íþróttamenn til sjúkraþjálfara. Samkvæmt ráðum var hvíldin besta ráðið. Á þessum tíma hélt ég að ég væri bara alltaf meiddur og dró þetta mikið úr metnaði og mér fannst knattspyrna ekki eins skemmtileg og fyrir meiðslin. Þegar ég var búinn að taka út sem mesta vöxtinn hættu verkirnir en ég tók mikið eftir því að ég var ekki eins leikinn með boltann og áður og fannst ég miklu hægari í að hlaupa.

Þegar ég byrjaði að læra sjúkraþjálfun fór ég að skilja af hverju þessi breyting átti sér stað. Þegar börn eru að komast á táningsaldur er beinvöxtur sem mestur en húð, vöðvar, sinar og liðbönd stækka ekki í jafn hröðu hlutfalli. Við þetta skapast aukið álag á vöðvasinafestur í líkamanum og í mínu tilviki orsakaði það bólguvöxt undir brjóski í

vinstra hné. Þetta einkenni kallast Osgood Sclatter og er algengt hjá boltaíþróttamönnum þá sérstaklega hjá þeim sem spretta og stökkva mikið. Þetta einkenni getur varað í eitt til þrjú ár en tími einkenna fer eftir hvernig einstaklingurinn tekst á við vandamálið og leitar sér viðeigandi hjálpar. Svipuð bólgueinkenni geta skapast við hásinina og verkir í mjóbaki eru einnig algengir á þessu

tímabili af sömu vaxtarástæðum. Þegar knattspyrnumenn verða fyrir meiðslum er mikilvægt að átta sig á rótinni af vandanum og koma í veg fyrir að þessi meiðsli endurtaki sig. Fyrirbygging meiðsla eru aðferðir í formi æfinga sem sjúkraþjálfarar nota og eru notaðar hjá mörgum knattspyrnufélögum í dag. Þessar æfingar draga mikið úr meiðslum. Æfingarnar taka á stöðugleika, jafnvægi, styrk og liðleika en mikilvægt er að einstaklingar komist að sínum veikleikum í líkamanum og vinni sérstaklega í að styrkja þá þætti. Það sem gerir góðan knattspyrnumann enn betri er að knattspyrnumaðurinn sé við góða heilsu og komist hjá langvinnum meiðslum. Þetta er atriði sem þjálfarar og leikmenn þurfa að vera með ofarlega í huga til þess að stefna að hámarksárangri.

,,Æfingin skapar meistarann“ er frábært hugtak en fyrir mér er betra hugtak ,,Gæði æfinga og hugarfar skapa meistarann“.

Fyrirbygging meiðslaTómas Emil Guðmundsson Hansen Lögg. Sjúkraþjálfari, Sjúkraþjálfun Vestfjarða

Flestir sem stunda íþróttir sækjast eftir stöðugum framförum. Þjálfarar gera sitt besta til að einstaklingurinn og liðið nái hámarksárangri. Í knattspyrnu dreymir mörgum um að verða atvinnumenn og spila með íslenska landsliðinu. Þegar ég var yngri var minn draumur að spila með Manchester United og íslenska landsliðinu en þar sem móðir mín er dönsk þá var ég ekkert heldur á móti því að spila með danska landsliðinu.

Page 28: BÍ/BOLtinn

OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA

750KR.

80ÁFANGASTAÐIRUM ALLT LAND

| www.flytjandi.is | sími 525 7820 |

Minnum á fatasöfnun Rauða Krossins á móttökustöðum Eimskips Flytjanda um land allt

Hámarksstærð pakka er 0,5 x 0,5 x 0,5 m og hámarksþyngd 45 kg.

Glimrandi gott verð fyrir allt að 45 kg þungan pakka– aðeins 750 krónur hvert á land sem er.

Sendu jólapakkann þinn fljótt og örugglega með Eimskip Flytjanda.Upplýsingar um næsta afgreiðslustað á www.flytjandi.is

ALLT AÐ

0,5 x 0,5 x 0,5 mKG45

Page 29: BÍ/BOLtinn

29 BÍBOLtinn

Sparisjóðsmót UMFB var haldið í júlí í sumar líkt og undanfarin ár. Það hafði verið ákveðið að gera tilraun með breytta dagsetningu þetta árið og í stað þess að halda mótið síðustu helgina í júlí átti að spila það samhliða markaðsdagshelginni í Bolungarvík í byrjun júlí. Veðurguðirnir voru þó ekki sammála þessari breytingu og sáu til þess með tilheyrandi kulda og ausandi rigningu að enginn fótbolti var spilaður þá helgi. Mótinu var því frestað og fór fram síðustu helgina í júlí í frábæru veðri. Þó mótið hafi minnkað mikið frá því að það átti sitt blómaskeið er það enn mikilvægur þáttur í fótboltalífi krakka hér á svæðinu. Í ár tóku BÍ og Hörður Patreksfirði þátt ásamt UMFB. Keppendur voru frá 4 ára og upp í 14 ára. BÍ og UMFB blönduðu sínum krökkum saman í lið og kepptu við hvort annað og við lið frá Patreksfirði. Um 100 krakkar voru með á mótinu og eyddu deginum í fótbolta sem endaði með hamborgaraveislu fyrir alla sem vildu.

Þegar BÍ/Bolungarvík fer á önnur mót þá kemur oft í ljós að krökkunum vantar reynslu í að keppa. Fyrstu leikir einkennast af stressi og óöryggi. Eftir nokkra leiki fer svo allt að rúlla betur. Við þurfum því að halda í mót eins og Sparisjóðsmótið þar sem krakkarnir fá að keppa án þess að greiða mikla peninga í keppnisgjald og ferðakostnað. Á næstu árum gæti tekið breytingum með auknu samstarfi BÍ og UMFB. Vonandi tekst okkur að halda vel utan um þetta mót og stækka það og bæta.

Sparisjóðsmót UMFB 2014

Page 30: BÍ/BOLtinn

30 BÍBOLtinn

www.Samkaupurval.is Verð eru birt með fyrirvara um villur og eða myndavíxl.

ALLT TILJÓLANNA

MATURINNGJAFIRNARFÖNDRIÐHEIMILIÐBÖRNINGOTTIÐ& MARGTFLEIRA

VERSLUM Í HEIMABYGGÐ

Heilsusetrið Hafnars ræ ti 19 s.823-3500

s.899-6698 Hafnarsræti 6

Með kveðju frá stjórn Púkamótsins

Page 31: BÍ/BOLtinn

www.Samkaupurval.is Verð eru birt með fyrirvara um villur og eða myndavíxl.

ALLT TILJÓLANNA

MATURINNGJAFIRNARFÖNDRIÐHEIMILIÐBÖRNINGOTTIÐ& MARGTFLEIRA

VERSLUM Í HEIMABYGGÐ

Page 32: BÍ/BOLtinn

Co

ca-C

ola

, C

oca-C

ola

Ze

ro, D

iet

Co

ke, th

e C

on

tou

r B

ott

le a

nd

th

e R

ed

Dis

k a

re r

eg

iste

red

Tra

de

mark

s o

f T

he

Co

ca-C

ola

Co

mp

an

y.

aðra umjólin

Gleðjum