blakkur – hópstjóri (group manager)skrif.hi.is/thpalma/files/2009/04/group_manager1.pdfvelur...

14
Blakkur Hópstjóri (Group manager) 1 1. desember 2008 - Menntasmiðja HÍ. © Þorvaldur Pálmason, [email protected] Efnisyfirlit Yfirlit ................................................................................................................. 2 Kennari myndar hóp og velur þátttakendur ........................................................ 3 Kennari stofnar hóp og velur þátttakendur síðar ................................................. 4 Hópar þar sem nemendur skrá þátttöku sjálfir .................................................... 7 Stofna lokuð umræðusvæði og rauntíamsamskipti fyrir hópa ............................. 9 Setja upp rauntímasamskipti og/eða teiknitöflu fyrir hópa ................................ 10 Senda tölvupóst á hópa ..................................................................................... 11

Upload: others

Post on 01-Sep-2020

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Blakkur – Hópstjóri (Group manager)skrif.hi.is/thpalma/files/2009/04/group_manager1.pdfvelur Chat room og smellir svo á græna gogginn þar til hægri. 3. Nú kemur nýr gluggi

Blakkur – Hópstjóri (Group manager)

1 1. desember 2008 - Menntasmiðja HÍ. © Þorvaldur Pálmason, [email protected]

Efnisyfirlit

Yfirlit ................................................................................................................. 2

Kennari myndar hóp og velur þátttakendur ........................................................ 3

Kennari stofnar hóp og velur þátttakendur síðar ................................................. 4

Hópar þar sem nemendur skrá þátttöku sjálfir .................................................... 7

Stofna lokuð umræðusvæði og rauntíamsamskipti fyrir hópa ............................. 9

Setja upp rauntímasamskipti og/eða teiknitöflu fyrir hópa................................ 10

Senda tölvupóst á hópa..................................................................................... 11

Page 2: Blakkur – Hópstjóri (Group manager)skrif.hi.is/thpalma/files/2009/04/group_manager1.pdfvelur Chat room og smellir svo á græna gogginn þar til hægri. 3. Nú kemur nýr gluggi

Blakkur – Hópstjóri (Group manager)

2 1. desember 2008 - Menntasmiðja HÍ. © Þorvaldur Pálmason, [email protected]

Yfirlit

Helstu markmið með þessari námseiningu eru að:

1. kennari geti skipt nemendum í hópa eftir mismunandi forsendum og

stofnað til samskipta innan þeirra.

2. kennari geti breytt hópskiptinu efti að hópar hafa verið stofnaðir, afskráð

þátttakendur og skráð nýja.

Hópstjórinn er nefndur Group Manager í kerfinu og

þar gefst kennurum kostur á að skipa nemendum í

lokaða hópa með aðgangi að ýmiss konar tækjum til

samskipta og miðlunar .

Ábending : Þátttakendur eru valdir úr hópi þeirra sem

skráðir eru í námskeiðið og geta verið kennarar,

námskeiðshönnuðir, aðstoðarkennarar, nemendur og

svokallaður Auditor sem einungis hefur réttindi til að

fylgjast með.

Kennari getur stofnað hópa á þrjá vegu:

1. Hann stofnar hópa og velur sjálfur þátttakendur (Custom group).

2. Hann lætur kerfið stofna hópa og velur þátttakendur tilviljanakennt

(Multiple groups). 3. Hann stofnar hópa en nemendur skrá sig sjálfir (Sign-up sheets).

Page 3: Blakkur – Hópstjóri (Group manager)skrif.hi.is/thpalma/files/2009/04/group_manager1.pdfvelur Chat room og smellir svo á græna gogginn þar til hægri. 3. Nú kemur nýr gluggi

Blakkur – Hópstjóri (Group manager)

3 1. desember 2008 - Menntasmiðja HÍ. © Þorvaldur Pálmason, [email protected]

Kennari myndar hóp og velur þátttakendur

Þessi aðferð krefst þess að kennari velji þátttakendur sjálfur.

Opnaðu hópstjórann (Group Manager) og smelltu á Create Groups.

1. Veldu Create custom group og smelltu á Continue.

2. Skrifaðu heiti hópsins í textagluggann og lýsingu eða fyrirmæli í næsta

glugga (Group description).

3. Smelltu Add Members sem er undir Membership Information og nú kemur

upp gluggi með öllum sem skráðir eru á námskeiðið. 4. Valkostir:

o Haka framan við tiltekna nemendur og smella að lokum á Add

Page 4: Blakkur – Hópstjóri (Group manager)skrif.hi.is/thpalma/files/2009/04/group_manager1.pdfvelur Chat room og smellir svo á græna gogginn þar til hægri. 3. Nú kemur nýr gluggi

Blakkur – Hópstjóri (Group manager)

4 1. desember 2008 - Menntasmiðja HÍ. © Þorvaldur Pálmason, [email protected]

Selected neðst í glugganum.

o Smella á Add All en þá verða allir þátttakendur í hópnum sem

skráðir eru á námskeiðið. Nú ætti að birtast listi með þátttakendum

undir efnisflokknum Membership Information.

5. Vista og stofna annan hóp:

o Smelltu á Save and Create Another Group. Nú hreinsast glugginn

og hægt að halda áfram og stofna nýjan hóp.

6. Smelltu að lokum á Save.

Hægt er að afskrá þátttakendur með því að haka framan við þá og smella á

Remove Selected hnappinn. Ef þátttakendur í hópi eru fleiri en 10 þarf að smella

á hnappinn View All Members neðst til hægri á skjánum til að sjá þá alla. Fyrst er smellt á gogginn, því næst valið All Members og að lokum er svo smellt á

græn gogginn.

Page 5: Blakkur – Hópstjóri (Group manager)skrif.hi.is/thpalma/files/2009/04/group_manager1.pdfvelur Chat room og smellir svo á græna gogginn þar til hægri. 3. Nú kemur nýr gluggi

Blakkur – Hópstjóri (Group manager)

5 1. desember 2008 - Menntasmiðja HÍ. © Þorvaldur Pálmason, [email protected]

Kennari stofnar hóp og velur þátttakendur síðar

Valkostir:

Stofna hópa og velja þátttakendur síðar.

Stofna hópa og skrá þátttakendur tilviljanakennt. Hægt er að velja

tiltekinn fjölda hópa og þá ræðst þátttakendafjöldi af því hversu margir eru skráðir á námskeiðið. Einnig má ákveða þátttakendafjölda fyrirfram

en þá ræðst hópafjöldi af fjölda nemenda á námskeiðinu.

Farðu inn í hópstjórann (Group Manager) og smelltu á Create Groups.

1. Veldu Create multiple groups og smelltu á Continue.

2. Undir flokknum Group Information er fyrst gluggi fyrir eitthvert samheiti

allra hópanna. Kerfið sér síðan um að auðkenna hvern hóp, 1, 2, 3 o.s.frv.

Í næsta glugga koma síðan fyrirmæli eða lýsing sem á við alla hópana.

Síðar má bæta við fyrirmælum sem eiga við hvern hóp og/eða breyta

textanum sem þegar er kominn.

Framh. á næstu síðu

Page 6: Blakkur – Hópstjóri (Group manager)skrif.hi.is/thpalma/files/2009/04/group_manager1.pdfvelur Chat room og smellir svo á græna gogginn þar til hægri. 3. Nú kemur nýr gluggi

Blakkur – Hópstjóri (Group manager)

6 1. desember 2008 - Menntasmiðja HÍ. © Þorvaldur Pálmason, [email protected]

3. Í flokknum How Should the Groups Be Created koma nokkrir valkostir:

o Stofna hóp og velja þátttakendur síðar:

Hakaðu við Create empty groups, and add members later.

Í textasvæðinu fyrir Number of groups má síðan

ákveða fjölda hópa sem á að stofna.

o Stofna hóp og velja þátttakendur tilviljanakennt:

Hakaðu við Create full groups, and randomly distribute

Students.

Hakaðu við include the demo student in one of the groups til

að geta séð í Student Wiew hvernig verkefni hópsins verður

til og þá færðu einnig aðgang að tólum og tækjum

sem tilheyra viðkomandi hópi. Valkostir:

Ef þú velur By number of groups og skrifar

tiltekinn fjölda hópa sem eiga að verða til þá

raðar kerfið tilviljanakennt í hópana og

þátttakendafjöldi fer þá

Page 7: Blakkur – Hópstjóri (Group manager)skrif.hi.is/thpalma/files/2009/04/group_manager1.pdfvelur Chat room og smellir svo á græna gogginn þar til hægri. 3. Nú kemur nýr gluggi

Blakkur – Hópstjóri (Group manager)

7 1. desember 2008 - Menntasmiðja HÍ. © Þorvaldur Pálmason, [email protected]

eftir fjölda hópa.

Ef þú velur By number of Students per group og

síðan fjölda þátttakenda í hverjum hópi þá verða

sjálfkrafa til

hópar í samræmi við það og kerfið velur

aftur tilviljanakennt.

Í flokknum What Should Be Done with Any Extra Members

má ákveða hvort aukanemendur (þ.e. ef þannig

stendur á að þeir ná ekki tilskildum fjölda) skiptast á

hópana, hvort til

verður nýr hópur eða kennaranum er látið eftir að bæta

þeim við síðar.

4. Smelltu á Continue og nú gefst kostur á að breyta sameiginlegum

texta og/eða setja viðbótarfyrirmæli.

Page 8: Blakkur – Hópstjóri (Group manager)skrif.hi.is/thpalma/files/2009/04/group_manager1.pdfvelur Chat room og smellir svo á græna gogginn þar til hægri. 3. Nú kemur nýr gluggi

Blakkur – Hópstjóri (Group manager)

8 1. desember 2008 - Menntasmiðja HÍ. © Þorvaldur Pálmason, [email protected]

5. Nú má endurraða í hópana með því að smella á Shuffle Members.

6. Smelltu að lokum á Save.

Hópar þar sem nemendur skrá þátttöku sjálfir

Hér geta nemendur sjálfir skráð sig í hópa að eigin vali.

Ábendingar:

1. Þátttakendur geta einungis valið einn hóp af þeim sem í boði eru. 2. Kennarar og aðstoðarkenanrar geta þrátt fyrir það skráð þátttakendur.

3. Þátttakendur geta ekki sjálfir afskráð sig, kennari eða aðstoðarkennari

framkvæma slíkt.

Page 9: Blakkur – Hópstjóri (Group manager)skrif.hi.is/thpalma/files/2009/04/group_manager1.pdfvelur Chat room og smellir svo á græna gogginn þar til hægri. 3. Nú kemur nýr gluggi

Blakkur – Hópstjóri (Group manager)

9 1. desember 2008 - Menntasmiðja HÍ. © Þorvaldur Pálmason, [email protected]

1. Opnaðu Group Manager og smelltu á Create Groups. 2. Veldu Create groups with sign-up sheets og smelltu á Continue. 3. Í Group Settings velur þú fjölda hópa.

4. Undir flokknum Group Information gilda sömu leiðbeiningar og

þegar kennari velur þátttakendur.

5. Skrifaðu hámarksfjölda nemenda fyrir hvern hóp í textagluggann fyrir

Maximum Students per group.

6. Hakaðu við Allow Students who have not yet joined a group to see the

names of group members on the sign-up sheet til að leyfa nemendum

sem ekki hafa skráð sig að skoða hverjir eru þegar skráðir. 7. Skrifaðu titil og síðan fyrirmæli í textgagluggann fyrir neðan . Aftan við

sign-up sheet link on er felligluggi þar sem velja má möppuna þar

sem hópvinnan verður aðgengileg.

Page 10: Blakkur – Hópstjóri (Group manager)skrif.hi.is/thpalma/files/2009/04/group_manager1.pdfvelur Chat room og smellir svo á græna gogginn þar til hægri. 3. Nú kemur nýr gluggi

Blakkur – Hópstjóri (Group manager)

10 1. desember 2008 - Menntasmiðja HÍ. © Þorvaldur Pálmason, [email protected]

Hér þarf að búa til táknmynd fyrir nemendur ásamt fyrirmælum svo þeir

geti skráð sig í hópa. Í fyrirmælum er gott að fram komi hve margir að

hámarki geta skráð sig í hóp.

8. Smelltu á Continue og nú gefst kostur á að breyta sameiginlegum

texta og/eða setja viðbótarfyrirmæli.

Page 11: Blakkur – Hópstjóri (Group manager)skrif.hi.is/thpalma/files/2009/04/group_manager1.pdfvelur Chat room og smellir svo á græna gogginn þar til hægri. 3. Nú kemur nýr gluggi

Blakkur – Hópstjóri (Group manager)

11 1. desember 2008 - Menntasmiðja HÍ. © Þorvaldur Pálmason, [email protected]

Að þessum verkum loknum verður til tákn sem nemendur smella á til að skrá sig

í hóp. Mikilvægt er að benda nemendum á að vanda til þessara verka . Það kemur í veg fyrir ónæði við að endurraða handvirkt, t.d. ef nemendur eru sífellt

að skipta um skoðun. Þeir geta ekki sjálfir endurskoðað skráninguna.

Stofna lokuð umræðusvæði og rauntímasamskipti fyrir hópa

Stofna má umræðu fyrir hópa þar sem eingöngu meðlimir hópsins hafa aðgang.

Umræða er stofnuð fyrir einstaka hópa eða sem hægt er að tengja við marga

hópa. Þá má einnig ákveða að gefa einkunn fyrir þátttöku í hópumræðunni. Valkostir:

1. Opnaðu hópstjóra (Group Manager) og hakaðu framan við hópa einn eða

fleiri. Einnig má velja þá alla samtímis með því að haka framan við Group

Name.

2. Neðst á síðunni aftan við Create Group Activity er felligluggi þar sem þú

velur Discussion topic og smellir svo á græna gogginn þar til hægri. 3. Þá er hægt að velja Threaded topic fyrir venjulegar umræður, Blog topic

eða Journal topic ef hugmyndin er að nemendur vinni leiðarbók. Hér

er gert ráð fyrir algengasta valkostinum, Threaded topic.

4. Nú kemur nýr gluggi með ýmsum valkostum (Sjá nánar í leiðbeiningum

um umræðuvefinn).

Page 12: Blakkur – Hópstjóri (Group manager)skrif.hi.is/thpalma/files/2009/04/group_manager1.pdfvelur Chat room og smellir svo á græna gogginn þar til hægri. 3. Nú kemur nýr gluggi

Blakkur – Hópstjóri (Group manager)

12 1. desember 2008 - Menntasmiðja HÍ. © Þorvaldur Pálmason, [email protected]

Mikilvægt: Ekki er hægt að breyta neinum stillingum í Topic Gradability eftir að umræðuefnið hefur verið stofnað. Farðu rækilega yfir þessi atriði áður en þú smellir á Save. Hakaðu framan við Editable post til að gefa

nemendum kost á að breyta og eyða eigin skrifum.

Setja upp rauntímasamskipti og/eða teiknitöflu fyrir hópa

Áhugavert er að setja upp rauntímasamskipti fyrir hópavinnu. Hægt er að stofna

spjall (Chat), teiknitöflu (Whiteboard) eða sameinað umhverfi fyrir teiknitöfluna

og spjall. Teiknitaflan gefur m.a. kost á, fyrir utan hefðbundna virkni eins og

textavinnslu, teikningar o.fl., að taka inn myndir og búa til myndasýningar. Ef

spjallið er samtengt geta nemendur tekið þátt í umræðum, t.d. meðan myndasýning er í gangi eða samtímis því að nýta aðra kosti teiknitöflunnar.

Í teiknitöfluna er aðeins hægt að hlaða niður myndum, ekki ritvinnsluskjölum af

neinu tagi.

Page 13: Blakkur – Hópstjóri (Group manager)skrif.hi.is/thpalma/files/2009/04/group_manager1.pdfvelur Chat room og smellir svo á græna gogginn þar til hægri. 3. Nú kemur nýr gluggi

Blakkur – Hópstjóri (Group manager)

13 1. desember 2008 - Menntasmiðja HÍ. © Þorvaldur Pálmason, [email protected]

Valkostir:

1. Opnaðu hópstjóra (Group Manager) og hakaðu framan við hópa einn eða

fleiri. Einnig má velja þá alla samtímis með því að haka framan við Group

Name.

2. Neðst á síðunni aftan við Create Group Activity er felligluggi þar sem þú

velur Chat room og smellir svo á græna gogginn þar til hægri. 3. Nú kemur nýr gluggi með ýmsum valkostum. Skrifaðu heiti stofunar aftan

við Name. Ef um marga hópa er að ræða ber stofan nafn hennar að

viðbættu heiti hópsins . 4. Í textasvæðið aftan við Description

kemur síðan lýsing á tilgangi

umhverfisins.

5. Í textasvæði fyrir Maximum users þarf að skrifa hámarsksfjölda

þátttakenda sem geta verið samtímis í stofunni.

6. Við Type er valið hvort stofan á að vera fyrir teiknitöflu (Whiteboard),

spjall (Chat) eða að setja skuli upp stofu með þessum kostum

sameinuðum.

7. Undir flokknum Group Work má ákveða hvort opnuð er ein stofa fyrir alla

hópana eða hvort hver hópur fær sér stofu. 8. Með því að smella á More Options má framkvæma ýmsar stillingar.

Page 14: Blakkur – Hópstjóri (Group manager)skrif.hi.is/thpalma/files/2009/04/group_manager1.pdfvelur Chat room og smellir svo á græna gogginn þar til hægri. 3. Nú kemur nýr gluggi

Blakkur – Hópstjóri (Group manager)

14 1. desember 2008 - Menntasmiðja HÍ. © Þorvaldur Pálmason, [email protected]

Senda tölvupóst á hópa

Mikilvægt: Ekki er hægt að senda tölvupóst á hópa ef póstforritið er ekki hluti

þeirra kennslutækja sem notuð eru á námskeiðinu.

Í hópstjóra (Group Manager) má senda tölvupóst á einn eða fleiri hópa

samtímis.