boð og tjáskipti barna sem eru með meðfædda samþætta sjón og … · 2018. 10. 15. ·...

21
Boð- og tjáskipti barna sem eru með meðfædda samþætta sjón og heyrnarskerðingu og nám þeirra Lokaverkefni til M.Ed. –prófs í Menntunarfræði leikskóla Leiðbeinandi: Guðrún Valgerður Stefánsdóttir Menntavísindasvið Háskóla Íslands, kennaradeild, janúar 2017 Chavdar Ivanov

Upload: others

Post on 28-Jan-2021

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • Boð- og tjáskipti barna sem eru með meðfædda samþætta

    sjón og heyrnarskerðingu og nám þeirra

    Lokaverkefni til M.Ed. –prófs í Menntunarfræði leikskóla

    Leiðbeinandi: Guðrún Valgerður Stefánsdóttir

    Menntavísindasvið Háskóla Íslands, kennaradeild, janúar 2017

    Chavdar Ivanov

  • 2

    Til minnis...

    Engin tvö börn sem eru

    með meðfædda samþætta

    sjón- og heyrnarskerðingu

    eru eins.

    Barn sem er með

    meðfædda samþætta sjón-

    og heyrnarskerðingu skapar

    merkingu með því að

    mynda tengsl við aðra

    einstaklinga á grundvelli

    trausts og sameiginlegrar upplifunar. Tengslin leiða af sér

    sameiginlega sköpun, sem báðir aðilar hafa skilning á.

    Barn sem er með meðfædda samþætta sjón- og heyrnarskerðingu lærir

    ekki af tilviljun. Það þarf kerfisbundið að kenna þá hluti sem önnur

    börn læra óformlega með því að fylgjast með öðrum, herma eftir og

    hafa samskipti við aðra.

    Kennsluaðferðir fyrir hvert barn byggjast á því hvernig samsetning

    skerðinganna er og hvort barnið sé með viðbótarfötlun sem hefur áhrif

    á nám þess.

    Námsþarfir hvers barns sem er með meðfædda samþætta sjón- og

    heyrnarskerðingu eru einstakar.

    Mikilvægt er að kennari barns sem er með meðfædda samþætta sjón-

    og heyrnarskerðingu fái viðeigandi þjálfun á sérsviði meðfæddrar

    samþættrar sjón- og heyrnarskerðingar til þess að geta mætt

    námsþörfum nemandans.

    Mikilvægt er að kennarinn fái stuðning í starfi sínu með barni sem er

    með meðfædda samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

  • 3

    Leiðir til tjáskipta fyrir börn sem eru með

    meðfædda samþætta sjón- og

    heyrnarskerðingu

    Snerting sem merki

    Hlutur sem merki

    Einfalt látbragð sem

    merki

    Flókið látbragð sem

    merki

    Hluti af heild sem

    merki

    Myndir

    Teikningar

    Litlir hlutir

    Áþreifanleg tákn (e.

    symbols)

    Snertitáknmál

    Táknmál

    Raddmál

    Svipbrigði

    Beiting raddar

    Látbragð

    Rituð orð/Braille

    3D áþreifanleg tákn

    Líkamstjáning

    Lykt sem merki

    Hreyfing sem merki

    Sameiginleg athygli

    Haptísk tákn

    Málskilningur krefst:

    1. Færni allra aðila í málgerðinni sem er notað: talmáli,

    táknmáli eða snertitáknmáli eða jafnvel samblandi af tveimur

    eða öllum.

    2. Færni til að skilja innihald skilaboða.

    Máltjáning krefst þess af viðmælandanum að hann

    geti túlkað alla tjáningu barns sem leiða til tjáskipa:

    frá óhefðbundinni og óviðeigandi tjáningu, beitingu

    raddar, hlutum sem merki, myndum sem merki

    og tölvustýrðum tækjum til samskipta til

    notkunar máls í eiginlegum skilningi

    eða frekar notkunar máls í

    hefðbundnum skilningi.

    Leiðir sem hægt er að nota til að

    örvamálskilning barns með þessa skerðingu

  • 4

    Leiðir fyrir máltjáningu

    barns með þessa skerðingu

    Táknmál

    Raddmál

    Svipbrigði

    Beiting raddar

    Óæskileg og óhefðbundin hegðun

    Hreyfing líkama

    Taltæki (e. calling device)

    Að snerta einstakling eða hlut

    Stjórna einstaklingi/hlut

    Nota augnsamband

    Rétta hlut

    Einfalt látbragð

    Bending

    Litlir hlutir

    Myndir/teikningar

    Áþreifanleg tákn (e. symbols)

    Tákn úr táknmáli

    Ná athygli

    Svipbrigði

    Lykt

    Haptísk tákn

    Hjal/Hlátur

    Leikur með röddina (e. vocal play)

    Fyrstu orð (sem eru í raun ekki

    eiginleg orð)

    Takmarkaður fjöldi orða/tákna/

    snertitákna

    Fleiri orð/tákn/snertitákn tengd

    saman

    Snertitáknun (e. tactile signing)

    Tákna saman (e. coactive

    signing)

    Líkaminn sem talfæri og táknun

    á líkama (e. body signing) eða

    líkamstjáning

    Notkun lykilorða í táknun (e. key

    word signing) eða

    lykilorðatjáning

    Snerting sem merki

    Hlutur sem merki

    Öll hegðun getur gengt

    hlutverki tjá– og samskipta

  • 5

    Samskiptareglur

    Hvað er mikilvægt

    að hafa í huga?

    Styðjandi og jákvæð samskipti

    Markviss samskipti

    Svörun

    Birtuskilyrði: Hvernig er birtan og hvernig hefur hún áhrif á

    samskiptin?

    Biðtími: Gefðu einstaklingnum tíma til þess að vinna úr

    upplýsingunum.

    Gera SAMAN, en ekki FYRIR – upplifið eitthvað saman, ekki

    kenna upplifunina.

    Fullvissa sig um að barnið hafi skilið þig með því að spyrja aftur

    og aftur og leita staðfestingar.

    Nálægð: að hafa aðgang að fólki og hlutum til þess að rannsaka í

    nálægð (eins nálægt og mögulegt er).

    Láta alltaf vita hvað er að gerast í kringum ykkur.

    Staðfesta: Ég skildi þig.

    Samskipti út frá því sem einstaklingurinn hefur upplifað. Mál og

    tjáning tengd reynsluheimi einstaklingsins.

    Nota hluti sem skipta máli fyrir einstaklinginn, ekki fyrir aðra.

    Að vera meðvitaður um hvað nemandinn getur og getur ekki séð

    og/eða heyrt og hvernig það breytist í ólíku umhverfi.

  • 6

    Alltaf skal hafa í huga

    Hlusta og vera til staðar.

    Fylgjast með.

    Tjáskiptaorðabók: Merking orða, tákna, látbragðs og bendinga er lýst

    í henni.

    Samskiptadagbók: Allir viti hvað einstaklingurinn hefur verið að

    gera. Nám er aðstæðubundið.

    Námið: Skilgreining á ólíkum námsþáttum fyrir einstaklinginn út frá

    viðmiðum í einstaklingsnámskrá og kennsluleiðir valdar út frá því.

    Mikilvægi læsis: Skilgreina læsi fyrir einstaklinginn sem er með

    meðfædda samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, í þrengri og víðari

    skilningi. Hvað er læsi? Læsi á umhverfi, á tilfinningar, á

    námsbækur, á eigin líkama og líkamlegar þarfir, að vera skrifandi og

    læs eða á eitthvað annað? Kennsluleiðir eru valdar út frá því.

    Allt nám barna sem eru með meðfædda samþætta sjón- og

    heyrnarskerðingu á að vera hagnýtt þar sem börn sem eru með

    meðfædda samþætta sjón- og heyrnarskerðingu læra mjög hægt.

  • 7

    Markmiðin ættu að vera fá þar sem barnið þarf á lengri tíma að halda en

    heilbrigð börn til þess að ná þeim (veita tækifæri til að æfa færnina)

    áður en barnið getur yfirfært færnina á aðrar aðstæður (barnið gæti t.d.

    ekki greint á milli síðs hárs á ketti eða hundi).

    Gefa börnunum tíma til að svara, þau þurfa lengri tíma en önnur

    (heilbrigð) börn.

    Kennslan fari fram með því að barnið upplifi fyrirbærið með snertingu

    (e. hands-on experiences).

    Kennt sé í röð og reyna að fá barnið til að muna hluti í röð (e.

    sequential memory strategies).

    Kennslan byggist á notkun merkja og hluta (e. symbolic instructional

    strategies).

    Læsi fyrir börn sem eru með meðfædda samþætta sjón- og

    heyrnarskerðingu inniheldur þróun málskilnings og máltjáningar, því er

    mikilvægt að allt nám barnsins styðji þessa þróun.

    Hafa þarf alltaf í huga hvaða sjón- og heyrnarleifar barnið hefur og nota

    þær í kennslunni.

    Kennsluaðferðin sem notuð er hverju sinni þarf að gefa barninu

    tækifæri til að sjá fyrir hvað það er sem er að fara að gerast og að það

    skilji vel það sem er að gerast.

    Hlutverk kennarans er að setja markmið fyrir barnið sem eru

    raunhæf, sem hægt er að ná og sem hæfa þroska barnsins.

    Að hafa í huga samþættingu skerðinganna og hvernig þær lýsa sér

    – eða hvað einkennir þær.

    Að vera meðvitaður við undirbúning kennslu að barnið sé með frá

    upphafi til enda. Allt of oft gerist það að fólk og hlutir hverfa eða birtast

    án þess að barnið viti hvernig.

    Tengist barninu sterkum böndum. Þessi tengsl eru grundvöllurinn fyrir

    allri kennslunni.

  • 8

    Gefa tíma fyrir svörun: Mikilvægt er að gera ráð fyrir því í kennslunni

    að það þurfi tvö- eða þrefalt lengra tíma fyrir svörun. Þess vegna

    þegar kennsla er skipulögð þarf að hafa þennan þátt í huga. Æfið að

    bíða, eftir svari frá börnunum.

    Svörun: Svarið hegðun nemandans strax og tilraunum hans til

    tjáskipta. Það er mikilvægt að nota svörun fyrir nemanda sem er með

    meðfædda samþætta sjón- og heyrnarskerðingu því hann hefur færri

    tækifæri til að átta sig á því hvort hann hefur gert rétt eða ekki

    skerðinganna vegna. Það er ekkert sem er sjálfsagt.

    Kennsluaðferðir: Rétt kennsluaðferð er aðferð sem er sérstaklega

    þróuð fyrir barn til þess að mæta sérstökum þörfum þess með því að

    að hafa allan tímann heildrænan þroska þess í huga.

    Kennsluaðferð er ekki námsskrá eða skjal, það er leið til að hjálpa

    kennurum að ná settum markmiðum.

    Engan æsing. Nemandinn getur brugðist neikvætt við kennara sem er

    að missa eða hefur misst stjórn á sér.

    Hvetjið til áframhaldandi notkunar og alhæfingar nýrrar færni:

    Nemendur eru hvattir til að reyna að nota færnina við aðrar aðstæður í

    námsumhverfinu.

    Kennið færni sem er hagnýt og merkingarfull (eða sem felur í sér

    merkingu fyrir barnið).

    Kennið í náttúrulegu umhverfi.

    Veitið ítrekað tækifæri til að æfa

    færnina.

    Notið hverja stund sem hægt er til náms.

    Notið hluti úr daglegu lífi.

  • 9

    Kennsluaðferðir

    Barnið með: Mikilvægasta kennsluleið fyrir börn sem eru með

    meðfædda samþætta sjón- og heyrnarskerðingu er að barnið sé alltaf

    með og námið fari ekki fram fyrir barnið heldur með barninu.

    Daglegar stundaskrár: Einnig þekktar sem dagatalakerfi. Stundaskrár

    gefa tækifæri til tjáskipta og að byggja upp skilning á því sem gerist

    (eða er að gerast).

    Sögukassar: Einnig þekktir sem samskiptakassar (e. conversation

    boxes). Sögukassar eru samansafn hluta/merkja sem tengjast

    sameiginlegri upplifun eða bók. Hver hlutur hefur sína merkingu og

    hlutverk.

    Samskiptabók milli heimilis og skóla: Hver blaðsíða er byggð

    þannig upp að barnið sjálft getur líka „lesið“ hana og með því skapast

    tækifæri til samskipta út frá því sem barnið hefur gert þann dag.

  • 10

    Kennslan styður undir þroska minnis og til að taka afstöðu í tíma.

    Samskiptabókin getur verið margs konar eðlis: Hljóðræn, með Braille,

    með hlutum til að snerta, með mismunandi merkjum, á spjaldtölvu

    o.s.frv. Eðli bókanna fer eftir samsetningu skerðinga barnsins og

    vitsmunaþroska þess.

    Útikennsla: Einstaklingurinn læri í samhengi, það að liggja bara í

    grasinu er líka nám,

    það sama á við um

    það að finna fyrir

    vindinum,

    rigningunni, hitanum

    o.s.frv.:

    einstaklingurinn

    skapar reynslu og

    hugmyndir um

    umheiminn í gegnum

    snertinguna. Upplifunin og námið fer í gengum húðina og þessi leið er

    opin hjá einstaklingum sem eru með meðfædda samþætta sjón- og

    heyrnarskerðingu.

    Hlutverkaleikir: Mismunandi leikir sem reyna á að barn læri að

    skiptast á, að stofna til sameiginlegrar athygli eða eftirtektar sem er

    grundvöllur fyrir tjáskipti.

    Staðsetning barns og kennara í rýminu: Út frá því hvar barn og

    kennari sitja er hægt að kenna læsi á rýmið.

    Upplifun og sameiginleg upplifun sem kennsluaðferð: Mikilvægt er

    að barn læri með því að upplifa og skilji sjálft það sem það er að

    upplifa. Upplifun sem reynir líka á að leysa vandamál og gefa barninu

    tíma til að leysa þau.

  • 11

    Upplifunarbækur: Einnig þekktar sem minnisbækur. Þessar bækur

    tengjast því sem barnið hefur upplifað, þær eru skráðar út frá

    sjónarhorni barnsins og

    eru notaðar með

    barninu. Til dæmis geta

    kennari og barn safnað

    mismunandi laufum

    saman, þau geta síðan

    búið til bók með því að

    líma eitt lauf á eina

    blaðsíðu og síðan talað

    um ferðina. Tjáskipin

    eru því um eina

    blaðsíðu í einu.

    Ímyndunarafl

    kennarans er

    mikilvægasta

    kennsluaðferðin:

    Hvernig kennum við

    barni sem er með

    meðfædda samþætta

    sjón- og

    heyrnarskerðingu til dæmis litina á forsendum barnsins? Blái liturinn

    er oftast tengdur við ís, notum ísmola; rauði liturinn er tengdur við

    eld, notum eitthvað sem gefur frá sér hita; græni liturinn tengist

    grasinu: leyfum barninu að finna graslykt o.s.frv.; appelsínuguli

    liturinn tengist appelsínum, leyfum barninu að smakka appelsínu;

    brúnni liturinn er oft tengdur við súkkulaði, leyfum barninu að

    smakka dökkt súkkulaði til að það upplifi þessa djúpu tóna litarins

    o.s.frv.

  • 12

    Bein kennsla: Að kenna barni til dæmis hvað þarf að vera mikið í

    skeiðinni með því að bera saman þyngd, að átta sig til dæmis á hvar

    tagl í hári er og hvernig hárið er í laginu þann dag, að brjóta saman

    þvott, að merkja matarbox o.s.frv.

    Hönd-yfir-hönd og hönd-undir-hönd: Notið þessa aðferð eftir að

    barn hefur náð ákveðinni færni. Í byrjuninni er notað hönd-yfir-hönd

    þegar verið er að kenna nýja færni en um leið og barnið hefur náð

    færninni notið hönd-undir-hönd. Þessi leið gefur barninu færi á að vera

    stjórnandi í verkefninu, að hafna, rannsaka, að spyrja um meira, að

    biðja um eitthvað o.s.frv.

    Hönd-yfir-hönd: Viðmælandinn tekur

    utan um hendur barns. Þegar hönd-yfir-

    hönd leiðin er notuð er barnið í hlutverki

    hlustanda en viðmælandinn er sá sem

    talar. Markmiðið er að viðmælandinn

    hjálpi barninu að rannsaka hlut, að gera

    eitthvað með hlut, að nota bendingu eða

    tákn úr viðkomandi táknmáli.

    Hönd-undir-hönd: Hendur viðmælandans eru undir höndum barns.

    Barnið er sá sem talar en viðmælandinn

    er sá sem hlustar. Markmiðið er að

    barnið sjálft hafi frumkvæði að

    tjáskiptum. Þessa leið er notuð líka þegar

    barnið rannsakar nýja hluti.

    Fyrir frekari skýringar sjá t.d. Chen,

    Downing og Rodriguez-Gil (2001).

    Hönd–yfir –hönd

    Hönd–undir–hönd

  • 13

    Val: Að skapa tækifæri fyrir val.

    Nudd sem kennsluaðferð, til dæmis ef markmiðið með kennslunni er

    að barn öðlist líkamsvitund til að barn leyfi snertingu eða ef

    markmiðið er að barn læri að slappa af o.s.frv.

    Tónlist sem kennsluaðferð: Ákveðið stef getur verið merki (t.d.

    upphaf eða endir).

    Samvinna milli barns og kennara: Í byrjun myndi barn sem er með

    meðfædda samþætta sjón- og heyrnarskerðingu þurfa að gera hlutina

    með kennaranum til að það skilji hvers er vænst af því. Með auknum

    skilningi þá er dregið úr aðstoð kennarans. Hægt er að nota markorð/

    marktákn/markhlut (e. prompt) til þess að minna barnið á hvað það á

    að gera. Til dæmis ef barn er í dýraleik með öðrum börnum þá myndi

    barnið láta sem að það sé kisa. Með kennaranum myndi barnið til

    dæmis læra að krafsa/klóra eins og kisur gera; í listgreinatímum

    myndi barnið t.d. læra að finna fyrir ólíku efni sem unnið er með:

    sand, litum, vatnslitum, lími, ull o.s.frv.

  • 14

    Rútínur: Þær ættu að vera fyrirsjáanlegar. Byrja með rútínur sem

    krefjast færri skrefa (t.d. fara og þvo hendur). Þróið leikrútínur (t.d.

    hver er undir teppinu) sem innihalda fyrirsjáanlegar reglur og byggja á

    rytma. Hafið alltaf í huga hvaða markmið/rútínu þið getið náð í

    gegnum leikinn.

    Sameiginlegar rútínur (e. joint action routines): Sem dæmi má nefna

    að kennari og barn sæki saman matarvagn, vökvi blóm saman eða

    hvað sem er.

  • 15

    Munið alltaf

    Sama röð, sama stelling, sömu námsgögn, sama staðsetning, sömu

    markorð/marktákn/markhlutur (e. prompt).

    Ef rútínan byggist á því að fara á milli staða, notið sömu rútínu: farið

    alltaf sömu leið, klæðist alltaf sömu skóm og fatnaði, finnið sömu lykt

    o.s.frv. Munið að nota mál (orð, tákn, snertitákn) og önnur merki á

    meðan þið eruð að vinna.

    Mikilvægt er að barnið sé með allan tímann og taki virkan þátt í

    rútínunni (til dæmis sæki skó með/án aðstoðar).

    Nánd og nálægð: Það er mikilvægt að barn sem er með meðfædda

    samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og kennari séu nálægt hvort öðru.

    Þessi leið skapar traust og öryggi hjá barninu.

    Snertingin sem kennsluaðferð: Berið virðingu fyrir höndum

    einstaklings sem er með meðfædda samþætta sjón- og

    heyrnarskerðingu. Notið hönd-í-hönd og hönd-undir-hönd.

    Að klára verkefnið sjálft: Þessi leið skilar miklum árangri, t.d.

    gengur börnum vel að læra að borða þar sem þau sjálf klára verkefnið

    og eru ekki mötuð. Ef kennarinn lætur barnið vita að hann sé ánægður

    með það sem barnið hefur klárað óstutt þá lærir barn með tímanum að

    það fær hrós þegar það klárar verkefni. Þessi jákvæða svörun styður

    nám barnsins.

    Snerting og áþreifanlegir hlutir: Það er afar mikilvægt að allir noti

    sömu snertingu í sömu merkingu, t.d. að klapp á bakið þýðir t.d. hæ,

    ég er hér; klapp á öxl = vel gert; klapp á hönd= sestu niður o.s.frv. Það

    þarf að vera samræmi milli allra í umhverfi barnsins hvað merkingar

    snertinga og áþreifanlegra hluta varðar.

  • 16

    Að lokum

    Það getur stundum verið erfitt að ná til sumra fatlaðra barna með

    samskiptaörðugleika. Þetta á sérstaklega við um börn sem eru með

    meðfædda samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. En öll þessi börn hafa

    mjög sterkan og einstakan persónuleika. Með því að kenna þeim gefst

    kennaranum gullið tækifæri að kynnast þessum persónuleika. Meira

    að segja kennarinn verður hluti af persónuleika nemanda síns þar sem

    barn sem er með meðfædda samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

    skapar merkingu með því að mynda tengsl við aðra einstaklinga (í

    þessum tilfelli kennarann) á grundvelli trausts og sameiginlegrar

    upplifunar. Tengslin leiða til sameiginlegrar sköpunar sem báðir aðilar

    hafa skilning á, þ.e. kennarinn og nemandinn skapa sinn eigin litla

    heim. Að kenna barni sem er með meðfædda samþætta sjón- og

    heyrnarskerðingu er samband sem báðir aðilar — kennarinn og

    nemandinn —græða á – nemandinn með því að vera í samskiptum og

    um leið að skapa merkingu og kennarinn – með því að fá að kynnast

    einstökum persónuleika nemanda síns.

  • 17

  • 18

    Heimildir

    Chen, D., Downing, J., og Rodriguez-Gil, G. (2001) Tactile strategies for children who

    are deaf-blind: Considerations and concerns from Project SALUTE. Deaf-Blind

    Perspectives, 8(2), 1-6. Sótt af http://www.projectsalute.net/Learned/

    Learnedhtml/TactileLearningStrategies.html

    Coonts, T. (2005). Teaching strategies specific to children who are deaf-blind. Sótt af

    http://mtid.ri.umt.edu/MainMenu/Resources/FactSheets/T

    eachingStrategies.pdf

    Demchak, M.A. (2007). Tips for home or school creating conversation boxes. Sótt af

    http://mtid.ri.umt.edu/MainMenu/Topics/Communication/

    CreatingConversationBoxes.pdf

    Endresen, Å.A., Rieber Mohn, B. og Johanessen, A. M. (2015). På vei mot et taktilt

    språk – hva skal til for å få det til? En analyse av en god partner i gode

    dialoger med personer med medfødt døvblindhet. Oslo: Statped. Sótt af

    http://www.statped.no/globalassets/fagomrader/dovblindhet/dokumenter/

    pa-vei-mot-et-taktilt-sprak--hva-skal-til-for-a-fa-det-til-1_0.0.pdf

    Ferrell, K. A., Bruce, S., og Luckner, J. L. (2014). Evidence-based practices for

    students with sensory impairments. Sótt af http://ceedar.education.ufl.edu/

    wp-content/uploads/2014/09/IC-4_FINAL_03-30-15.pdf

    Hanning-Zwanenburg, A. H, Rødbroe, I.B., Nafstad, A. V. og Souriau, J. (2015). N arrative-based conversations with children who are congenitally deafblind. Journal of Deafblind Studies on Communication, 1, 40-53. Sótt af http:// jdbsc.rug.nl/index.php/Deafblindness/article/download/3/3 Hospitál, L. (2015). Effective science instruction for students who are deafblind. Sótt af http://www.perkinselearning.org/accessible-science/effective-science- instruction-students-who-are-deafblind

    Hulburt, Ch., Padhye, I., Connaughton, M.og Bilms, M. (e.d.). Literacy adaptations

    for students who are deafblind. Sótt af http://www.perkinselearning.org/

    videos/webinar/literacy-adaptations-for-students-who-are-deafblind

    Information about your child’s education. (e.d.). Sótt af http://

    www.wonderbaby.org/sites/wonderbaby2.perkinsdev1.org/files/

    Educationprogram.pdf

  • 19

    Layton-Campagna, K. (e.d.). Instructional strategies for teaching learners who are

    deaf-blind. Sótt af https://aerbvi.org/wp-content/uploads/2016/01/ Instruc

    tional-Strategies-for-DB-2015_on-page.ppt

    Luckner, J. L., Bruce, S. M. og Ferrell, K. A. (2016). A summary of the communication

    and literacy evidence-based practices for students who are deaf or hard of

    hearing, visually impaired, and deafblind. Communication Disorders

    Quarterly, 37(4), 225-241. doi: 10.1177/1525740115597507

    Miles, B. (e.d.). Conversations: Connecting and learning with persons who Are

    deafblind. Sótt af http://www.perkinselearning.org/videos/webcast/

    conversations-connecting-and-learning-persons-who-are-deafblind

    Moss., K. og Hagood, L. (1995). Teaching strategies and content modifications for

    the child with deaf-blindness. SEE/HEAR Newsletter. Sótt af http://

    www.tsbvi.edu/seehear/archive/strategies.html

    Paths to Literacy for students who are blind or visually impaired. (e.d.). Auditory

    strategies. Sótt af http://www.pathstoliteracy.org/

    Patterns for consistent routines. (e.d.). Sótt af http://mtid.ri.umt.edu/MainMenu/

    Topics/Communication/PatternsforConsistentRoutines.pdf

    Souriau, J., Rødbroe, I. og. Janssen, M. (2009). Kommunikation og medfødt

    døvblindhed IV: Overgang til kulturelt sprog. Aalborg: Materialecentret.

    Stremel, K. og Wilson, R. M. (1998). Communication interactions: It takes two [and]

    receptive communication: How children understand your messages to them

    [and] expressive communication: How children send their messages to you.

    Sótt af http://files.eric.ed.gov/fulltext/ED436057.pdf

    Tomasello, M. (2003). Constructing a language: A usage-based theory of language

    acquisition. Cambridge: Harvard University Press.

    Wanjiku, W. A. R. (2014). Teaching strategies used by teachers to enhance learning

    to learners with multiple disabilities in four selected counties in Kenya

    (doktorsritgerð, Kenyatta University, Kenya). Sótt af http://ir-

    library.ku.ac.ke/bitstream/handle/123456789/11935/Teaching%

    20strategies%20used%20by%20teachers%20to%20enhance%20learning%

    20to%20learners%20with%20multiple%20disabilities%20in%20four%

    20selected%20counties%20in%20Kenya.pdf?sequence=1&isAllowed=y

  • 20

    Myndaskrá

    Myndir sem notaðar eru í fræðslubæklingnum eru birtar á grundvelli Creative

    Commons leyfisins.

    Mynd á kápu – Ahlefeldt, F. (á.a). Building bridges. Sótt af

    http://www.publicdomainpictures.net/view-image.php?

    image=2568&picture=building-bridges

    Mynd á bls. 2 – Wiertz, S. (2013). It always seems impossible until it's done. Nelson

    Mandela. Sótt af https://www.flickr.com/photos/wiertz/8749259103/in/

    album-72157626508610110/

    Mynd á bls. 3 – Belhaj, M. (2010). Communcation. Sótt af http://mbelhaj.com/

    Mynd á bls. 4 – Gratisography. (2009). Ways of communication. Sótt af

    https://www.pexels.com/photo/marketing-man-person-communication-

    362/

    Mynd á bls. 5 – Mikegi. (á.a). [á.n.]. Sótt af

    https://pixabay.com/en/communication-smalltalk-chat-talk-533621/

    Mynd á bls. 6 –Wiertz, S. (2013). Coor Pencil (3). Sótt af https://www.flickr.com/

    photos/wiertz/8553022934/in/album-72157626508610110/

    Mynd á bls. 8 –Wiertz, S. (2013). Sometimes you need to press pause to let

    everything sink in. Sebastian Vettel. Sótt af https://www.flickr.com/photos/

    wiertz/8537791164

    Mynd á bls. 9 – Wiertz, S. (2013). One war or another ... (**explored**). Sótt af

    https://www.flickr.com/photos/wiertz/9855724205/

    Mynd á bls. 10 – Wiertz, S. (2013). Alice through the looking mirror. Sótt af

    https://www.flickr.com/photos/wiertz/11025486664

    Mynd á bls. 11 – Wiertz, S. (2013). What goes up must come down - Isaac Newton.

    Sótt af https://www.flickr.com/photos/wiertz/9475980246/

    Mynd á bls. 12, Hönd yfir hönd – California Deafblind Services. (á.á). Tactile ASL. Sótt

    af https://www.pinterest.com/pin/359091770260678460/

    Mynd á bls. 12, Hönd undir hönd – Cobalt123. (2008). Communication. Sótt af

    https://www.flickr.com/photos/cobalt/2965758071

    Mynd á bls. 13 –Dróżka, B. (á.a). Graphics, Wallpaper, Desktop. Sótt af

    https://pixabay.com/en/graphics-wallpaper-desktop-assembly-942807/

  • 21

    Mynd á bls. 14 – Gupta, P. (2016). Stepping Stones Of A Successful Married Life. Sótt

    af http://www.dumblittleman.com/successful-married-life/

    Mynd á bls. 17 – Wiertz, S. (2014). One travels more usefully when alone. Sótt af

    https://www.flickr.com/photos/wiertz/12885264705/