f1646 hj.lp n.tt.q4-1 · 2016. 1. 18. · mæri, stéttir og strauma. rauði kross Íslands hefur...

16
Hjálp 1. tölublað 7. árgangur Janúar 2000 Hvar þrengir að? Krakkar með Kalashnikov Rauði kross Íslands 75 ára Þöglar hamfarir í Afríku

Upload: others

Post on 08-Nov-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: F1646 hj.lp n.tt.Q4-1 · 2016. 1. 18. · mæri, stéttir og strauma. Rauði kross Íslands hefur í þrjá aldar-fjórðunga reynst slíkt sameining-arafl og sannað að þegar þörf

H j á l p1. tölublað 7. árgangur Janúar 2000

Hvarþrengir að? Krakkar með

Kalashnikov

Rauði kross Íslands 75 áraÞöglar

hamfarir í Afríku

Page 2: F1646 hj.lp n.tt.Q4-1 · 2016. 1. 18. · mæri, stéttir og strauma. Rauði kross Íslands hefur í þrjá aldar-fjórðunga reynst slíkt sameining-arafl og sannað að þegar þörf

2Kjósardeildin brást skjótt viðhjálparbeiðni frá Delvina í Alban-íu síðastliðið sumar og sendi bæn-um 12 tonn af mat eftir að flótta-menn frá Kosovó höfðu étið bæj-arbúa „út á gaddinn”.

K jósardeildin er ekki mann-mörg og er þetta sennilegaeitt stærsta einstaka verk-efni svo lítillar deildar

Rauða krossins hér á landi. Það varfyrir um tveimur árum að nemendur íKlébergsskóla á Kjalarnesi sendugám með fatnaði og skólavörum,sem þeir höfðu safnað af mikilli eljuog dugnaði, til Vergo sem er í samahéraði og Delvina. „Við Úlfur Ragn-arsson hjá Kjósardeildinni fórumþangað að afhenda gáminn og rák-umst þá á nýstofnaða Rauða krossdeild í Delvina. Þeir sendu okkur svo

hjálparbeiðni í maí síðastliðnum ítilefni af því að flóttamennirnir fráKosovó voru búnir að éta þá út ágaddinn,” sagði Örn Ragnarsson hjáKjósardeildinni þegar Hjálpin náði á

hann í matarhléi frá kennslu í Klé-bergsskóla.

Deildin brást skjótt við, keyptieitt þúsund 12 kílóa matarpakka ogbauð til sölu í Nóatúni. Þar gat fólkkeypt matarpakka á 1000 kr. til aðsenda út til Albaníu. Um helmingurpakkanna seldist en hinn helmingur-inn var framlag Kjósardeildarinnar.Gámurinn var sendur út í júlí. „Viðfengum svo staðfestingu á því aðsendingin nýttist um 900 fjölskyld-

um,” segir Örn en þegar hann var íDelvina fyrir tveimur árum var þargríðarlegt atvinnuleysi og íbúarnirmjög háðir árstíðabundinni upp-skeruvinnu í Grikklandi. Ástandið varþví ekki sérlega gott þegar flótta-mennirnir komu frá Kosovó en bæj-arbúar tóku vel á móti þeim og mat-arbúrin urðu fljótlega uppurin. „Viðhöfum nú tekið upp vinadeildarsam-starf á milli deildanna og markmiðiðmeð því er að aðstoða við menntunog skólastarf á svæðinu enda erástandið í skólunum hrikalegt, börn-in hafa ekki almennileg húsgögn aðsitja á og það er ekki einu sinni glerí öllum gluggum,” sagði Örn að lok-um. Fljótlega verður undirritaðursamningur um aðstoðina á millivinadeildanna.

Við stöndum á tímamótum, hvortsem við viljum vísa til þeirra semupphafs nýrrar aldar, nýs árþús-unds eða þúsaldar. Flest okkarhugleiða á slíkum tímamótum hvarvið stöndum og hvert við stefnum.Margir strengja heit og setjamarkið hátt. Þetta á einnig viðum Rauða kross Íslands og þá fé-laga sem samtökin skipa.

Landsfélagið og stjórn þesshafa sett sér markmið um nýjalandvinninga og öflugra starf.Fyrst er að telja eflingu félagsinsog fjölgun félagsmanna en mark-mið okkar er að tíundi hver Ís-lendingur gangi til liðs við Rauðakrossinn hér á landi. Til þess aðþetta markmið náist þurfum við aðfjölga félagsmönnum um 10 pró-sent. Rauði krossinn byggir árang-ur sinn og starfsemi fyrst ogfremst á framlagi sjálfboðaliða oger nú þegar ein öflugasta fjölda-hreyfing landsmanna. Brýn verk-efni framundan kalla á enn ríkarisamtakamátt.

Þetta fyrsta tölublað Hjálpar áárinu 2000 vitnar um breyttaráherslur. Útlitinu hefur veriðbreytt og við hyggjumst nú ná tilfleiri landsmanna. Blaðið á hér

eftir að koma út tvisvar á ári, íþessu formi, og verður dreift tilallra félagsmanna og styrktarfé-laga auk annarra hópa. Má kannskisegja að það sé liður í því að eflasamvitund okkar og miðla þeimgildum sem Rauða kross hreyfinginstendur fyrir og kynna að auki þæráherslur sem hæst ber hverju sinnií starfi Rauða kross Íslands. Þáverða þrjú tölublöð, minni að um-fangi, send til styrktarfélaga tilað flytja þeim fréttir af alþjóða-

starfinu, einkumverkefnum semþeir styðja.

Rauði kross Ís-lands hefur látiðtil sín taka þegará reynir, bæði hérheima og erlendis.Ný könnun félags-ins á högum þeirra

sem höllum fæti standa í íslenskusamfélagi leiðir í ljós að þörf fyrirliðsinni hefur síst minnkað þráttfyrir almenna velsæld, og aðmargir hópar þurfa verulega ástuðningi að halda. Að þessariþörf munum við einbeita okkur ístarfi Rauða krossins á næstumisserum. Af starfi okkar á er-

lendum vettvangi vil ég sérstak-lega nefna baráttuna við alnæmisem er einn mesti vandi sem nústeðjar að íbúum Afríku. Á þessuári verður eflt starf í suðurhlutaAfríku, einkum í Malaví, þar semþessi sjúkdómur ógnar tilveru ogframtíð þjóða. Orð fá vart lýst þvíhörmulega ástandi sem þar ríkir,eins og nánar er vikið að í greinhér í blaðinu.

Rauði krossinn um allan heimnýtur trausts og vegur þar eflaustþyngst mannúðarstefna hans oghlutleysi. Hann er afl sem hefurnáð að byggja brýr í þjóðfélögum,skapa sátt og vinna þvert á landa-mæri, stéttir og strauma. Rauðikross Íslands hefur í þrjá aldar-fjórðunga reynst slíkt sameining-arafl og sannað að þegar þörfkrefur getur þessi litla þjóð lyftgrettistaki. Rauði kross Íslandshefur átt gott samstarf við al-menning og yfirvöld á liðnumárum og slíkt samstarf hyggjumstvið rækta áfram. Um leið og égþakka félagsmönnum gott samstarfá liðnu ári er það von mín að semeinstaklingar og hreyfing eigumvið áfram láni og meðbyr aðfagna.

Hjálp – á tímamótum

Kjósardeildinaðstoðar 900

fjölskyldur

Sigrún Árnadóttirframkvæmda-stjóri skrifar

Matarpakkarnir frá Kjósardeild komusér vel í Albaníu, þar sem miklarefnahagslegar þrengingar komaeinkum niður á barnmörgum fátækumfjölskyldum og eldra fólki sem áengan að.

Viðskiptavinir Nóatúns í Mosfellsbæ brugðustvel við þegar þeim var boðið að kaupa 12kílóa matarpakka fyrir fátæka íbúa Albaníu.

1. tölublað, 7. árgangur. Janúar2000Útgefandi:Rauði kross ÍslandsEfstaleiti 3, 103 ReykjavíkSími: 570 4000 Fax: 570 4010Netfang: [email protected]: www.redcross.isRitstjóri og ábyrgðarmaður:Þórir GuðmundssonUmsjón: Lóa AldísardóttirÚtlit: Mátturinn og dýrðinUmbrot: BlaðasmiðjanPrófarkarlestur: Mörður ÁrnasonPrentun: Prentsmiðjan OddiLjósmynd á forsíðu: RAXUpplag: 30.000

Stjórn Rauða kross Íslands:Anna Þrúður Þorkelsdóttir, formaðurÚlfar Hauksson, varaformaðurGunnlaugur Dan Ólafsson, ritariBjörn Jónsson, gjaldkeriHörður HögnasonSigurður A. SigurðssonSigurður Kr. SigurðssonTorben FriðrikssonSveinborg Helga SveinsdóttirGuðmundur R.J. GuðmundssonJóhannes Rúnar JóhannssonGuðný SigurðardóttirFramkvæmdastjóri:Sigrún Árnadóttir

H j á l p

Page 3: F1646 hj.lp n.tt.Q4-1 · 2016. 1. 18. · mæri, stéttir og strauma. Rauði kross Íslands hefur í þrjá aldar-fjórðunga reynst slíkt sameining-arafl og sannað að þegar þörf

3„Þettaer ekki

gustukavinna”

H ugmyndin um verkþjálfun-arsetur á rætur að rekja tilkönnunar sem Rauði krossÍslands gerði árið 1995 um

þá sem minnst mega sín í þjóðfélag-inu. Í kjölfarið hafði Rauði krossinnsamband við Ásgeir og bað hann aðleita leiða til að verða því ungafólki að liði sem kom illa út úrkönnuninni, en það var ýmist at-vinnulaust eða ómenntað.

Ásgeir lagði heilann í bleytiásamt nefnd sem sett var á laggirnartil að skoða málið. Eftir að hafakannað þau úrræði sem þegar stóðuþessum hópi til boða komst nefndinað þeirri niðurstöðu að þau dygðuekki til að liðsinna þessum hópi meðfullnægjandi hætti. Flest úrræðinlögðu mesta áherslu á sjálfstyrkinguen mun minni áherslu á tengsl viðatvinnulífið og markvissa starfsþjálf-un.

Nefndin velti fyrir sér ýmsumhugmyndum en það var ekki fyrr enÁsgeir var á ferð í Kaupmannahöfn íeinkaerindum að hann rakst fyrir til-viljun á hugmynd að lausn. Starfs-maður í Köbenhavns Kvindedag-höjskole gaukaði að honum heftimeð lögum um „produktions”-skóla íDanmörku, sem á íslensku mættikalla framleiðsluskóla.

Ásgeir féll strax fyrir hugmynd-inni um framleiðsluskólana sem hafaverið reknir í Danmörku í ein tutt-ugu ár. Þeir skera sig úr öðrum verk-menntaskólum að því leyti að þar

eru framleiddar söluvörur á sam-keppnishæfu verði, nemendur fágreidd laun fyrir vinnu sína og aukþess tækifæri til að prófa hvert starfí 1–3 mánuði eða lengur til að fáraunhæfar hugmyndir um hvað þeirvilja leggja fyrir sig.

Upptendraðir í Danmörku

Rauði krossinn sendi síðan Ásgeir og

Bjarna Kristjánsson starfsmannRauða kross Íslands til að kannanánar þetta fyrirkomulag í Dan-mörku. „Þar skoðuðum við þrjá skólaog vorum alveg upptendraðir,” segirÁsgeir. Í Danmörku eru nú reknir108 slíkir skólar með á fimmta þús-und nemendur. Nemendur yngri en18 ára fá sem nemur 22 þúsundkrónum íslenskum í mánaðarlaun enhinir eldri 44 þúsund. Ásgeir telurhins vegar eðlilegast að laun nem-enda séu jafnhá atvinnuleysisbótumog er stefnt að því að svo verði íhinu nýja Framleiðslu- og verkþjálf-unarsetri í Reykjavík. Starfsdeildirdönsku skólanna eru afar fjölbreytt-ar. Iðulega eru um tíu valgreinar íboði, meðal annars trésmíði, fiski-rækt, matvælaframleiðsla, tölvunámog skrifstofuvinna. Víða taka val-greinarnar mið af atvinnulífinu ígrenndinni. Þannig hefur járnsmíða-verkstæðið í framleiðsluskólanum íÓðinsvéum framleitt mikið af hjól-reiðastöndum fyrir borgina, skólinná eyjunni Torö rekur fiskideild og íMedieteknik-framleiðsluskólanum íKaupmannahöfn er hljóðtæknideildþar sem nemendur fást við útsend-ingar á sjónvarpsrás sem næst áKaupmannahafnarsvæðinu. Ásgeir ogBjarni undruðu sig einmitt á því

hvað skólinn þar var vel búinn nýj-ustu tækni og var þeim þá sagt aðeitt af grundvallaratriðunum í hug-myndafræði skólanna sé að nemend-ur framleiði samkeppnishæfa vörumeð nýjustu fáanlegu tækni og vél-um. „Þetta er ekkert gustukamál.Þarna eru menn að framleiða meðfyrsta flokks tækjum. Væru notaðarúreltar vélar héldu nemendur áframað líta á sig sem annarsflokks þjóð-félagsþegna.”

Hvaða framtíð er á kassa í stórmarkaði?

Ólíkt öðrum úrræðum og skólum hérá landi geta nemendur í Framleiðslu-og verkþjálfunarsetrinu hvílt sig áskræðunum. „Þarna er ekki minnst ábóklegt nám í upphafi, menn erubara að vinna og finna sig. Það erekkert svona á Íslandi, það eru al-staðar bækur. Ungu fólki er linnu-laust stýrt inn í bóklegt nám hér álandi en þetta gæti aukið mjögbreiddina í möguleikum ungs fólkshér,” segir Ásgeir. Þrátt fyrir þungaáherslu á verknám undanfarin ár ítyllidagaræðum ráðamanna hefur lít-ið verið aðhafst. „Vissulega hefuratvinnuástandið breyst síðan 1995en þótt atvinnuleysi fari minnkandi,þá spyr ég hvaða framtíð sé í þvífyrir ungt fólk að vinna til dæmis ákassa í stórmarkaði þegar horft er tilnýrrar aldar – aldar þar sem tækni-þekking og verkkunnátta verðavæntanlega helsta undirstaðan aðfarsælu einka- og fjölskyldulífi. Auk-in verkþjálfun og verkmenntun erumeðal hornsteinanna að samfélagiframtíðarinnar.”

Árangur af starfi „framleiðsluskól-anna” í Danmörku var metinn árið1996 og kom þá í ljós að● 60% nemenda fóru í framhaldsnám

eða vinnu að lokinni dvöl í skólan-um,

● 15% fóru í herinn, í fæðingarorlofeða til dvalar erlendis,

● 15% voru áfram atvinnulaus.

Þegar fulltrúar Rauða krossins kynntu ráðamönnum hugmyndina umframleiðslu- og verkþjálfunarsetur spurðu menn fullir efasemda hvortþörf væri á slíku hér á landi. Ásgeir Jóhannesson, fulltrúi Rauða kross-ins í framkvæmdanefndinni, safnaði saman nýjustu upplýsingum Hag-stofunnar og kom þá í ljós að fjórðungur allra 16–19 ára íbúa á höfuð-borgarsvæðinu hafði hætt í skóla án þess að ljúka tilskildu prófi. Hinn1. október 1998 voru 330 ungmenni á aldrinum 16–25 ára skráð at-vinnulaus á höfuðborgarsvæðinu og höfðu langflest þeirra eingöngu lok-ið skyldunámi. Með þessar tölur upp á vasann breyttist viðhorf ráða-manna. Reykjavíkurborg hyggst leggja fram fjármagn til að stofna slíktverkþjálfunarsetur, einnig Atvinnuleysistryggingasjóður, menntamála-ráðuneytið og félagsmálaráðuneytið, og Rauði kross Íslands hefur þegarsamþykkt 10 milljóna króna stofnframlag. Félagsmálaráðherra hefurskipað framkvæmdanefnd í málið og er Gissur Pétursson forstjóriVinnumálaskrifstofunnar formaður hennar.

„Það sem vakti athygli mína var að komaseinnipart dags í skóla og sjá að þar var alltá fullu. Menn voru að vinna langt frameftiraf því að þeir voru niðursokknir í sitt starfog áhugamál,” segir Ásgeir sem skoðaði þrjá„framleiðsluskóla” í Danmörku.

Page 4: F1646 hj.lp n.tt.Q4-1 · 2016. 1. 18. · mæri, stéttir og strauma. Rauði kross Íslands hefur í þrjá aldar-fjórðunga reynst slíkt sameining-arafl og sannað að þegar þörf

4H átíðadagskráin vegna 75

ára afmælis Rauða kross Ís-lands stóð yfir í tvo dagameð viðburðum bæði í ráð-

húsi Reykjavíkur og aðalstöðvum fé-lagsins í Efstaleiti. Mættu margirgóðir gestir í afmælisveisluna, ogflugu þeir Cornelio Sommaruga, for-seti Alþjóðaráðs Rauða krossins, Ge-orge Weber, framkvæmdastjóri Al-þjóðasambandsins, og SinaiNhatitima, formaður mósambískaRauða krossins, til landsins til aðfagna 75 ára afmælinu með Rauðakrossi Íslands. Afmælið var sett meðviðhöfn föstudaginn 10. desember í

húsi Rauða krossins. Snjófjúk geisaðiúti svo virðulegir gestir samkomunn-ar stóðu í hnapp við að hrista af sérsnjóinn áður en þeir settust niðurtil að hlýða á ræður og tónlist. For-seti Íslands steig fyrstur í pontu ogkomu svo ræðumenn hver af öðrumtil að þakka Rauða krossi Íslandsfyrir framlag sitt til hjálparstarfs íheiminum.

Forðast pólitíkina

Fyrr um daginn höfðu þeir Sommar-uga og Weber, tveir af æðstu stjórn-endum Rauða krossins í heiminum,haldið fyrirlestra í Háskóla Íslandsum starfsemi samtakanna og fram-tíðarverkefni þeirra. Þar velti Somm-aruga því meðal annars fyrir sérhvort Genfarsamningarnir hefðukomið að raunverulegu gagni. Hannsagðist þess fullviss að svo væri.Samningarnir væru vissulega þver-brotnir víða en virtir enn víðar. „Áþessari stundu er Rauði krossinn að

störfum í um 30 löndum heims ágrundvelli Genfarsamninganna,”sagði Sommaruga. Hann gerði einnigað umtalsefni vaxandi völd alþjóð-legra stórfyrirtækja á þessum hnatt-væðingartímum. Nauðsynlegt værifyrir Rauða krossinn að taka mið af

þessari þróun og vera í aðstöðu tilað eiga viðræður við stórfyrirtækinjafnhliða ríkisstjórnum heimsins. „En

stærsta og mikilvægasta framtíðar-verkefnið er að forðast að blandastinn í pólitík heimsins. Rauði kross-inn verður að vera í góðu sambandivið pólitíska valdamenn en hann máalls ekki verða háður þeim. Samtökinverða að halda sjálfstæði sínu. Að-eins þannig getur Rauði krossinnviðhaldið trúverðugleika sínum.”

Metár í sögu Rauða krossins

Weber þakkaði í ræðu sinni stuðningog framlag Rauða kross Íslands tilhjálparstarfs samtakanna og benti áað þrátt fyrir smæð þjóðarinnar væriÍsland í 22. sæti af 176 landsfélög-um Alþjóðasambands Rauða krossinsog Rauða hálfmánans þegar framlagþeirra væri metið með tilliti til fjár-stuðnings og sendifulltrúa. „En þvímiður er þetta metár, núna á þessuári erum við að aðstoða um 30,5milljónir manna og hefur hjálpar-starfið aldrei verið viðameira í sögusambandsins. Fyrir því eru margarsamverkandi ástæður en náttúruham-farir vega þó þyngst,“ sagði Weber.Flóttamannastraumur og fólksflutn-

Á afmælinu● var ákveðið að veita 5 milljón-

um til starfs Alþjóðaráðsins áKákasus-svæðinu

● var ákveðið að veita 5 millj-ónum til þróunarsjóðs Al-þjóðasambandsins

● var ákveðið að veita 15 millj-ónum til að stofna fram-leiðslu- og verkþjálfunarsetur

● var gefinn út bæklingur umhvernig nota skal merki Rauðakrossins

● veitti Reykjavíkurborg Rauðakross Íslands húsnæði Vinjartil fullra afnota og umráða

75 áraafmælishátíð

Fjölmargir lögðu leið sína á 75ára afmælishátíð Rauða kross Ís-lands illviðrisdaginn 10. desem-ber. Sökum ófærðar voru uppá-búnir gestir ferjaðir í smárútu frábílastæði Ríkisútvarpsins að húsiRauða krossins.

Fjölmörg börn hafa stutt við starfsemi Rauða kross Íslands með tombólum og þau flykktust íRáðhúsið laugardaginn 11. desember til að taka á móti viðurkenningum fyrir stuðninginn.

Hún léttist brúnin á afmæl-isgestum þegar RagnhildurGísladóttir og Guðni Franz-son stigu á svið og fluttumeðal annars Sigurdrífumálog rappaða útgáfu af Jólak-ettinum eftir Jóhannes úrKötlum.

Á afmælisfundi stjórnar Rauða kross Íslands var meðal annars ákveðið að veita fimm milljónumkróna til verkefna Alþjóðaráðs Rauða krossins á Kákasussvæðinu. Hér býður Ólafur RagnarGrímsson, forseti Íslands og verndari félagsins, Cornelio Sommaruga, forseta Alþjóðaráðsins,velkominn á stjórnarfundinn.

Page 5: F1646 hj.lp n.tt.Q4-1 · 2016. 1. 18. · mæri, stéttir og strauma. Rauði kross Íslands hefur í þrjá aldar-fjórðunga reynst slíkt sameining-arafl og sannað að þegar þörf

ingar vegna þjóðernishreinsana ogvopnaðra átaka væri hins vegarstærsta vandamálið sem Alþjóðasam-bandið hefði glímt við að undan-förnu og yrði það sennilega enn ífyrirsjáanlegri framtíð. Weber sagðisambandið þurfa að takast á við

mörg stór verkefni í náinni framtíð,ekki síst aukna samkeppni um auð-lindir heimsins en einnig samkeppniá sviði hjálparstarfs. Herir og fyrir-tæki séu farin að gera út á hjálpar-starf, og það raskar þeim siðareglumog brenglar sem gilt hafa um hlut-

lausa aðstoð hjá viðurkenndumhjálparstofnunum.

Hjálpin tekur svo undir lokaorðWebers sem hann flutti á sinni ný-lærðu íslensku: „Til hamingju meðafmælið!”

5

Fimm manns voru sæmdir heiðursmerki Rauða kross Íslands á afmælinu. Fjórir fengu silfurmerki: Hugsjónamaðurinn og eldhuginn Ásgeir Jóhann-esson, fyrrverandi formaður Kópavogsdeildar, sem var í fararbroddi um stofnun Sunnuhlíðarsamtakanna um hjúkrunarheimili fyrir aldraða og einnhelsti hvatamaðurinn að stofnun Rauðakrosshússins; Halldóra S. Jónsdóttir, formaður Siglufjarðardeildar frá árinu 1991, sem hefur meðal annarsbarist fyrir velferðarmálum og látið til sína taka í umferðarmálum bæjarins og fengið breytt vegum og vegarköflum; hugsjónakonan HólmfríðurGísladóttir sem hefur starfað hjá Rauða krossi Íslands frá 1981 og hafa fjölmargir notið liðsinnis hennar og ómældrar umhyggju; Karitas Bjarg-mundsdóttir sem hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu Rauða krossins, var meðal annars einn af stofnendum Kvennadeildar Reykjavíkur-deildarinnar árið 1966 og formaður frá 1985–91. Gullmerkið hlaut að þessu sinni George Weber, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands landsfélagaRauða krossins og Rauða hálfmánans frá 1993, samataka 176 landsfélaga með um 122,4 milljónir félaga og sjálfboðaliða.

Stuttar fréttir

Gjafir til Rauðakrosshússins

Rauðakrosshúsinu, neyðarat-hvarfi fyrir börn og unglinga,hefur borist mikið af góðumgjöfum að undanförnu. Tölvu-fyrirtækið Hugvit færði at-hvarfinu 300.000 krónur aðgjöf. Þar af eru 100.000 krónurí peningum en meirihluti gjaf-arinnar, 200.000 krónur, verðurtekinn út í vinnuframlagistarfsmanna fyrirtækisins viðað fullgera tölvuleikinn„Fikt.is”. Það er hlutverkaleikurhannaður fyrir ungt fólk og ermarkmið hans að sýna þátttak-endum að allir hafa val í lífinuog að ákvarðanir hafa áhrif áframtíðina. Þessi höfðinglegagjöf gerir Rauðakrosshúsinu líkakleift að eignast tölvubúnað tilafnota fyrir gesti athvarfsins.Margir þeirra eru í námi ogþurfa aðgang að tölvum. Fyrirskömmu færðu allir Soroptim-istaklúbbar í Reykjavík athvarf-inu sjónvarp, myndbandstækiog skáp undir tækin. Þá gafSoroptimistaklúbbur Akranessathvarfinu 30.000 krónur tilkaupa á tækjum eða öðrumbúnaði sem nýtist gestumRauðakrosshússins.

Ný stefna

Alþjóðasamband Rauða krossfélaga, regnhlífarsamtök 176landsfélaga Rauða krossins ogRauða hálfmánans, samþykktifyrir skömmu nýja stefnu fyrirstarfsemi allra landsfélaga.Stefnan gengur undir heitinu„Framkvæmdaáætlun til ársins2010” og var samin í kjölfarúttektar á starfsemi landsfélag-anna árin 1990–2000. Úttektinleiddi í ljós að landsfélöginsinna mjög fjölbreyttum verk-efnum, jafnvel of fjölbreyttumtil að hafa veruleg áhrif. Í nýjustefnunni er þeim tilmælumbeint til landsfélaganna að eft-irfarandi fjögur kjarnaverkefniverði viðamest í starfsemi þeir-ra:

• Að breiða út hugsjónir hreyf-ingarinnar, vera málsvariþeirra sem minnst mega sínog vinna gegn ofbeldi ogfordómum í samfélaginu

• Neyðarvarnir• Neyðaraðstoð• Heilsuvernd og umönnun í

samfélaginu

2010-stefnan mun ekki hafaveruleg áhrif á starfsemi Rauðakross Íslands fyrr en nýsam-þykkt stefna félagsins verðurendurskoðuð árið 2003.

Fjörug tónlistaratriði Ragnhildar Gísladóttur og Guðna Franzsonar tókust með afbrigðum vel og vöktu kátínu gesta á afmælishátíðinni.

Page 6: F1646 hj.lp n.tt.Q4-1 · 2016. 1. 18. · mæri, stéttir og strauma. Rauði kross Íslands hefur í þrjá aldar-fjórðunga reynst slíkt sameining-arafl og sannað að þegar þörf

6Sláandi upplýsingar koma fram íkönnun Rauða kross Íslands á þvíhverjir mega sín minnst í þjóðfé-laginu. Þrátt fyrir góðærið erusvartir blettir á launa- og bóta-stefnu yfirvalda. Þeir sem verststanda eru bótaþegarnir, fólkiðsem þjóðfélagið ber sameiginlegaábyrgð á, og láglaunafólkið semekki nær endum saman. Þeir semverst standa fjárhagslega eiga þaðsameiginlegt að kjör þeirra eru aðmestu ákvörðuð af hinu opinberaog að þeir geta illa bætt við sigvinnu. Heima við eldhúsborðiðheitir það að vera fastur í víta-hring.

Rauði kross Íslands stóð fyrirlandskönnuninni „Þeir semminnst mega sín” í lok síð-asta árs til að meta hvar

þörfin væri mest til að hægt væri aðforgangsraða verkefnum Rauða krossÍslands í samræmi við aðstæður íþjóðfélaginu. Könnunin var tvíþætt,annars vegar símakönnun um viðhorfalmennings og hins vegar 54 viðtölvið sérfræðinga sem starfa við fé-lagsleg málefni eða þekkja til þeirraum land allt. Stefnt er að því aðgera slíka könnun á 4–5 ára frestiog var hin fyrsta gerð árið 1994.Niðurstöður hennar hafa síðan veriðhafðar að leiðarljósi í innanlands-starfi Rauða kross Íslands og urðumeðal annars til þess að ákveðið varað setja á laggirnar Menntasjóð fyrireinstæðra foreldra, styrkja Mennta-smiðju kvenna á Akureyri og fjöl-margt fleira.

Breyttar aðstæður í þjóðfélaginu

koma glöggt fram í nýju könnuninni.Talsvert atvinnuleysi var á landinu ísíðustu könnun og atvinnulausirvoru þá einna fjölmennastir meðalþeirra sem illa stóðu. Nú standabótaþegar og láglaunafólk verst aðvígi í efnahagsuppsveiflunni aukgeðfatlaðra, einstæðinga og ákveð-inna hópa barna og unglinga. Bóta-þegar og láglaunafólk hafa misst afgóðærinu sem meirihluti landsmannahefur notið að undanförnu. Of lágarbætur til öryrkja, of lágur lífeyrir tileldri borgara og skerðingin á barna-bótum eru helstu ástæður fátæktar ílandinu að mati sérfræðinganna.

Öryrkjum gengur illa að náendum saman

Viðmælendurnir voru nokkuð einhuga

um að öryrkjar sem fá engar greiðsl-ur eða lágar úr lífeyrissjóði ogþyrftu því að lifa á tekjutrygginguTryggingastofnunar ættu bágt meðað ná endum saman. Lítið fer fyrirþessum hópi sem er þó stór hluti ör-yrkja. Á árinu 1998 voru 7980 ör-yrkjar á Íslandi og þar af voru41,6% með óskerta tekjutryggingu.

Fjöldi öryrkja bíður eftir vinnuen bætt atvinnuástand hefur ekkiauðveldað þeim að finna vinnu því

með góðærinu hafa arðsemiskröfuraukist og arðsemissjónarmið ráða núríkjum.

Leiðir til úrbóta að matisérfræðinganna:

● Tekjutenging örorkubóta drepurniður sjálfsbjargarviðleitni. Nauð-synlegt að minnka eða jafnvel af-nema tekjutengingu.

● Auka ráðstöfunartekjur örorku-bótaþega.

● Gera þarf úrbætur í atvinnumálumöryrkja, koma á fót fleiri vernduð-um vinnustöðum eða stofna tilsérstakra samninga við fyrirtæki.

Eignalausir ellilífeyrisþegarstanda illa

Mikil stéttaskipting er í hópi aldr-aðra að mati sérfræðinganna, stærstihópurinn hefur það ágætt fjárhags-lega en samkvæmt skýrslu um lífs-kjör, lífshætti og lífsskoðun eldriborgara á Íslandi 1998–99 búa rúm-lega eitt þúsund þeirra við kröppkjör. Flestir þeirra eru eignalausir ogtöldu margir að þessi 4–5% aldraðrahefðu gleymst í kjarabaráttu eldriborgara. Ráðstöfunartekjur lífeyris-þega og verkakarla voru mjög svip-aðar árið 1989 en nú hafa lífeyris-þegar að meðaltali 60% af launumverkakarla.

Álit sérfræðinganna:

● Tekjutryggingin er of lág.

Hverjir hafa það bágast?

● Bótaþegar og láglaunafólk● Geðfatlaðir● Einstæðingar● Ákveðinn hópur barna og

unglinga

Jafnhliða viðtölum við sérfræðingafór fram símakönnun í lok síðastaárs til að kanna viðhorf almenningstil hlutverks Rauða krossins, leiða íljós hvaða þjóðfélagshópa fólk telurstanda illa fjárhagslega og félags-lega og fá fram viðhorf fólks tilsjálfboðaliðastarfa. Í síðastnefndumhluta könnunarinnar urðu niðurstöð-ur afar ánægjulegar því að í ljós

kom að 63% þeirra sem aldrei hafaunnið sjálfboðastörf í þágu mannúð-ar hefðu áhuga á því og töldu flestir(51%) að 2–3 klukkustundir á vikuværi heppilegur tímafjöldi til sjálf-boðins starfs. Þá kom einnig fram að35% Íslendinga höfðu unnið sjálf-boðastörf í þágu mannúðar.

● 41% landsmanna telur að lág-

launafólk og eignalausir standiverst fjárhagslega

● 26% telja að öryrkjar, fatlaðir ogsjúkir standi verst fjárhagslega

● 39% landsmanna telja að fatlaðir,sjúkir og öryrkjar standi verst félagslega

● 19% telja að aldraðir standi illafélagslega

Vítahringurfátæktarí góðærinu

Hraðinn(og góðærið?)fjölgar einstæð-ingumViðmælendur telja að með auknumhraða í samfélaginu fjölgi einstæð-ingum. Flestir einstæðingar eru ör-yrkjar, geðfatlaðir og eldri borgarar– og fleiri karlmenn virðast finna tileinsemdar en konur. Einnig nefndusérfræðingarnir fólk á „gráu svæði”,þ.e. fólk sem hefur ekki verið flokk-að formlega í ákveðinn hóp en á þósökum fötlunar, greindarskorts eðageðrænna örðugleika erfitt með aðtakast á við daglegt líf.

Álit sérfræðinganna:

● Stofna til vinnuhópa fyrir ein-stæðinga

● Sjálfboðaliðar, til dæmis fráRauða krossinum eða kirkjunni,gætu aðstoðað við að rjúfa ein-angrun einstæðinga

● Minna fólk á sína nánustu?

Enn fordómar ígarð geðfatlaðaGeðfatlaðir eru sá hópur öryrkja semtalinn er eiga í mestum félagslegumerfiðleikum. Sérfræðingarnir telja aðgeðfatlaðir karlar standi verr að vígien geðfatlaðar konur þar sem þærvirðast halda betri tengslum viðfjölskyldur sínar og börn. Alvarleg-ustu vandamál sem geðfatlaðir eigavið að glíma eru enn sem fyrr for-dómar í samfélaginu.

Fjöldi Íslendinga reiðubúinn til sjálfboðins starfs

Page 7: F1646 hj.lp n.tt.Q4-1 · 2016. 1. 18. · mæri, stéttir og strauma. Rauði kross Íslands hefur í þrjá aldar-fjórðunga reynst slíkt sameining-arafl og sannað að þegar þörf

7Á alþjóðaráðstefnu Rauða krossinsog Rauða hálfmánans í nóvemberhélt Anna Þrúður Þorkelsdóttir, for-maður Rauða kross Íslands, erindium fátækt í heiminum þar sem framkom að þriðjungur mannkyns býr viðörbirgð. „Það fór nú nokkur þyturum salinn þegar ég sagði að heimur-inn eyddi 150 milljónum bandaríkja-dollara á ári til að aðstoða við al-næmi í Afríku en 26 milljörðumbandaríkjadollara á einum mánuði ísprengjuárásir í Júgóslavíu. Ég heldað einn aðalvígvöllurinn nú sé fá-tæktin og örbirgðin.”

„Hér á landi er ekki örbirgð,”segir Anna Þrúður, „en ákveðnirhópar búa við fátækt. Tekjur margrabótaþega eru til dæmis um 60 þús-und krónur. Það getur hver maðurséð að þetta fólk má ekki verða fyrirmiklum skakkaföllum. Bæturnar hjáokkur og lægstu launin eru skelfi-lega lág. Maður lifir ekki eða deyr –

og deyr alls ekki því það kostar aðlágmarki 140 þúsund að koma sérofan í jörðina – fyrir 60 þúsundkrónur á mánuði.”

Bilið milli ríkra og fátækra ferbreikkandi hér á landi að sögn ÖnnuÞrúðar, og hún telur það alvarleganlöst á þjóðfélaginu. Nauðsynlegt séað hækka skattleysismörk og greiðamannsæmandi bætur. „Grunnþarfirhvers einstaklings breytast ekki eftirþví hvort hann er Jón eða séra Jón.Ein ríkasta þjóð heims verður aðgreiða bætur og lágmarkslaun semekki þarf að skammast sín fyrir.”

Góðærið ekki allsráðandi –Reykjavíkurdeild Rauða kross-ins og Hjálparstofnun kirkj-

unnar bárust samtals yfir 700beiðnir um aðstoð fyrir jólin.

Hefur þeim ekki fækkað ámilli ára þrátt fyrir góðærið.Allir sem sendu inn umsókn

gátu upp úr miðjum desember-mánuði sótt matarpakka meðbrauði, kjöti, meðlæti, gosi,kartöflum og fleiri nauðsynj-um fyrir jólahátíðina. Eins og

undanfarin ár voru öryrkjarstærsti hópur þeirra sem höfðu

ekki efni á jólunum.Mynd: Kristinn Ingvarsson

Sérfræðingarnir álitu að staðabarna sem búa við bágar fjár-hagslegar aðstæður hafi versnaðundanfarin ár samfara auknumkröfum í þjóðfélaginu. Nauðsyn-legt væri að aðstoða unglingasem flosna upp úr námi og ný-búa sem komast ekki út á vinnu-markaðinn vegna tungumálaörð-ugleika. Skortur á stuðningi viðmisþroska börn og ofvirk með at-hyglisbrest í skólunum þótti ein-nig vandamál, og einnig aðstöðu-leysi í kerfinu til að aðstoða

börn áður en vandamál þeirraverða áþreifanleg með afbrotum,fíkniefnaneyslu eða sjálfsmorð-stilraunum. Raunar töldu sér-fræðingarnir að íslenskt samfé-lag væri ekki mjög barnvænt ogað það kæmi niður á börnum ogforeldrum að engin heildstæðfjölskyldustefna skuli hafa veriðmótuð hér á landi.

Álit sérfræðinganna:● Vanrækt hefur verið að kenna

fólki að vera foreldrar

● Nauðsynlegt er að bregðastvið þeirri staðreynd að allt að45% framhaldsskólanemaflosna upp úr námi án þess aðljúka prófi

● Það vantar einhvers konaróformlega göngudeild þar sembörn og foreldrar geta komiðvið og fengið ráðgjöf

● Yfirvöld þurfa að móta heild-stæða fjölskyldustefnu

LáglaunafólkiðEinstæðar mæður og forsjárlausir feður

Láglaunafólk stendur almennt höllum fæti íþjóðfélaginu, sérstaklega ungar, ómenntaðarog einstæðar mæður sem geta illa bætt viðsig vinnu vegna barna. Þar að auki er atvinnu-leysi nokkuð algengt í þessum hópi. Vegnaþess hvað lágmarkslaun eru lág og barnagæsladýr geta þessar konur lent í því að ráðstöfun-artekjur lækka til muna ef þær eru í vinnu.Þær eiga oft örðugt með að afla sér menntun-ar og menntunarskorturinn kemur í veg fyrirað þær fái betur launuð störf. Einstæðir for-eldrar eru 30,2% styrkþega hjá Félagsþjónust-unni í Reykjavík. Skólagöngu margra stúlknalýkur þegar barnið er komið í heiminn. Aðvísu geta einstæðir foreldrar á aldrinum 18–24ára sem ekki hafa lokið grunn- eða framhalds-skóla sótt um námsstyrk hjá Félagsþjónust-unni – ef þeir hafa haft tekjur undir 720.000krónum á síðasta ári. Sú viðmiðunartala dæm-ir allmargar úr leik, til dæmis eru atvinnuleys-isbætur hærri en 720.000 á ári.

Að mati viðmælenda standa forræðislausirfeður með lág laun eða án atvinnu mjög illabæði félagslega og fjárhagslega. Safni þeirmeðlagsskuldum virðist þeim nær ómögulegtað borga þær niður og þeir missa iðulegasamband við börn sín. Einhleypir karlmenn erustærsti hópurinn sem fær fjárstuðning hjá Fé-lagsþjónustunni í Reykjavík (36,1% árið 1998).

Álit sérfræðinganna:

● Auka mætti fræðslu um getnaðarvarnir,nauðsyn menntunar, ábyrgð og skyldur for-eldra

● Nauðsynlegt er að gefa ungum einstæðummæðrum kost á að mennta sig og um leiðþyrfti að auðvelda þeim aðgang að dagvist-un fyrir börn sín

● Það er ekki nóg að bjóða fram námskeiðsem efla sjálfstraust ungra einstæðramæðra. Til að rjúfa vítahringinn þarf starfs-tengt nám

Barnafjölskyldur í láglaunastörfum

Fjölskyldur með nokkur börn á framfæri, semættu að hafa alla burði til að spjara sig, eruað komast í þrot vegna lágra launa að matisérfræðinganna. Breytingar á barnabótakerfinuhafa komið niður á þessu fólki. Þá fækkaðiþeim sem fengu barnabætur úr 70.105 árið1997 í 41.391 árið 1999. Hvergi annars staðará Norðurlöndum eru barnabætur tekjutengdar.Fáir á höfuðborgarsvæðinu nefndu þennan hópen margir á landsbyggðinni enda er víða ísmáum byggðum erfitt að finna aukavinnu tilað brúa bilið. Hér eiga að vera jöfn tækifæritil náms en ákveðinn hópur unglinga af lands-byggðinni getur ekki menntað sig sökumbágrar fjárhagsstöðu foreldranna.

Álit sérfræðinganna:

● Hærri laun● Sanngjarnara barnabótakerfi● Tekjutengja mætti dreifbýlisstyrkinn svo

þau börn sem standa verst að vígi fái meiraí sinn hlut

Sömu grunnþarfir hjá Jóni og séra Jóni

Ekki barnvænt samfélag

Page 8: F1646 hj.lp n.tt.Q4-1 · 2016. 1. 18. · mæri, stéttir og strauma. Rauði kross Íslands hefur í þrjá aldar-fjórðunga reynst slíkt sameining-arafl og sannað að þegar þörf

8Þorkell Díegó Þorkelsson hefurreynt á eigin skinni stjórnleysihermanna á unglingsaldri. Hannhefur oft staðið frammi fyrirheilaþvegnum krökkum veifandivopnum sem þau eru þjálfuð til aðbeita og gera það svikalaust. Íeitt skiptið fleygðu nokkrir ung-lingsstrákar honum og fleiristarfsmönnum Rauða krossins ígötuna, stungu Kalashnikov-byssu-kjöftunum í hnakkann á þeim ogkveiktu svo í tveimur mönnum tilað sýna hvað biði þeirra.

Þ orkell Díegó Þorkelsson hefurlengi unnið fyrir Rauðakrossinn á stríðshrjáðumsvæðum og oft staðið frammi

fyrir stjórnlausum vopnuðum krökk-um sem vita ekki í hvorn fótinn þaueiga að stíga við óvæntar aðstæður.Börn eru viðsjálir hermenn, van-þroskinn, menntunarskorturinn oghvatvísin gera viðbrögð þeirra ófyr-irsjáanleg en oft bregðast þau viðmeð því að grípa til vopna eða of-beldis – enda heilaþvegin af „skæru-liðafjölskyldunni” sem ól þau upp ogþjálfaði.

Rænt, heilaþvegin og undiráhrifum

Þorkell komst fyrst í kast við vopn-aða unglinga í Líberíu árið 1994.Stríðið var í algleymingi og margirskæruliðahópanna rændu börnum frá7–8 ára aldri til að þjálfa þau í her-mennsku og beita þeim í vopnuðumátökum. Hermannsefnunum er meðalannars safnað saman með því aðryðjast inn í þorp, taka íbúana ogláta þá bera ránsfenginn í átt aðbúðum skæruliðanna. Á áfangastaðeru hinir fullorðnu iðulega drepnireða hendur þeirra höggnar, nef eðaeyru skorin af og þeir sendir þannigtil baka. Krökkunum er hins vegarhaldið eftir. „Venjulega eru þettamjög ungir krakkar sem eru svo aldirupp og heilaþvegnir gjörsamlega.Það er mjög auðvelt að þjálfa þessibörn, þau eru svo áhrifagjörn. Stúlk-urnar eru notaðar til að kokka oggera það sem konum í þessumheimshluta er ætlað – að þjóna karl-manninum. Sumar þeirra fara mjögilla út úr þessu, er nauðgað og þaðeru hryllilegar sögur sem maður

heyrir frá stúlkunum. Fyrir drengjun-um er þetta meira eins og ævintýri,”sagði Þorkell þegar Hjálpin hafðisímasamband við hann úti í Belgradþar sem hann starfar nú sem sendi-fulltrúi Rauða kross Íslands.

Til að auðvelda þjálfunina ogslæva hina óþroskuðu samvisku beitaskæruliðaforingjar fleira en heila-þvotti. „Foringjarnir lúberja þau tilhlýðni. En þegar maður var að talavið krakkana þá vörðu þau ekki sjálfsig heldur foringjann, hann er sásem þau bera virðingu fyrir. Og íLíberíu notuðu þeir líka eiturlyf,”segir Þorkell en hann hefur það fráunglingum sem gegnt hafa her-mennsku að þeim hafi verið gefnarpillur eða áfengi áður en haldið varí bardaga. „En það er svo einkenni-legt að í þessum endurhæfingarbúð-um hjálparstofnananna koma alltafupp vandamál ef skærur brjótast útá ný í nágrenninu. Þótt krakkarnirfái mat og húsaskjól í búðunum þáeru skæruliðahóparnir eins og segullá þau og ef kallað er eftir þeim þákoma þau. Það er mjög sérkennilegthvað skæruliðafjölskyldan hefur mik-

ið vald yfir krökk-unum.”

Hættulegri enfullorðnir

Þorkell dvaldist íSíerra Leóne um 14 mánaða skeið ogum mitt ár 1997, skömmu eftir komuhans, var gerð bylting í landinu ogsameinuðust skæruliðar þá herstjórn-inni. Á þeim tíma umgekkst Þorkellmarga skæruliða. „Hermenn eru aðnokkru leyti fyrirsjáanlegir. Þeirgangast undir ákveðinn aga, eru velskipulagðir og maður veit að ein-hverju leyti hvers má vænta af her-manni. Maður þjálfast upp í að um-gangast hermenn, en hefur engahugmynd um hvernig krakkarnirbregðast við. Það er mjög erfitt oghættulegt að umgangast krakkana.Ef það er einhver offíser nálægt þáer besta ráðið að snúa sér til hansen tala aldrei við unglingana.”

Dag einn skömmu eftir bylting-una var Þorkell að keyra innfæddastarfsmenn heim til sín að loknumvinnudegi eins og ævinlega var gert

þegar órólegt var í borginni. Bardag-ar höfðu brotist út um daginn ná-lægt flugvellinum milli Vestur-Afr-íku-hersins, skæruliðanna og her-stjórnarinnar. Þorkell stöðvaði bílinná krossgötum og var að velta þvífyrir sér hvort hann ætti að fara tilhægri eða vinstri. „Þá kemur vörubíllfullur af hermönnum, mest ungling-um, sem voru að koma beint frá víg-línunni. Þau voru hálfvitlaus eðaeiginlega alvitlaus, öskrandi ogskjótandi í allar áttir. Ég var einiútlendingurinn í bílnum og um leiðog þau sáu mig komu þau hlaupandiað okkur. Blessunarlega var ég í bíl-

Stjórnlausirkrakkarí stríði

Börn og unglingar þykja fyrirtakshermenn því þau hlýða skipunum í blindni og víla ekki fyrir sér að fremja verstu hermdarverk, ef þeim er sagt aðgera það.

Börnum er oft beitt í innanlandsátökum, einsog þeim sem hafa geysað í rúma tvo áratugi íAfganistan.

Page 9: F1646 hj.lp n.tt.Q4-1 · 2016. 1. 18. · mæri, stéttir og strauma. Rauði kross Íslands hefur í þrjá aldar-fjórðunga reynst slíkt sameining-arafl og sannað að þegar þörf

9Það stríðir ekki gegn neinum al-þjóðasamþykktum að afhenda 15ára börnum byssu og kenna þeimað drepa. Talið er að yfir 300þúsund börn, aðallega strákar,gegni hermennsku í um 20 lönd-um Afríku, Suður-Ameríku, Asíuog Evrópu. Víða beita stríðsherrarallt niður í fimm ára börnum ístríðsátökum.

„Litlir hermenn eru óttalausir,”segir ofursti í einum af þeim vopn-uðu hópum sem börðust í blóðugriborgarastyrjöld í Líberíu á árunum1989–96. „Þeir drápu föður minn.Þess vegna varð ég hermaður ...Hann [ofurstinn] rífur hjartað úrfólki. Hann bað mig um að slítaaugun úr fólki ... Ég var hræddur,ef ég hefði ekki hlýtt honum þáhefði hann drepið mig,” segir Abra-ham, einn af litlu hermönnunumofurstans. Hann var sjö ára gamallþegar hann gekk til liðs við herinn.

Í sumum heimshlutum eru börneftirsóttir hermenn. Börn hlýðaskipunum yfirmanna sinna möglun-arlaust, krefjast lítils og eru fljótað læra. Þau eru ekki farin að ef-ast, samviskan og réttlætiskenndineru óþroskuð. Sé þeim skipað að

drepa þá drepa þau óhikað. Börninneyðast til að tileinka sér hatriðsem umkringir þau til að falla inn íhópinn. Sumir stríðsherrar ganga

jafnvel svo langt að neyða börnintil að drepa vini sína eða fjölskyldutil að herða þau. Þannig hafa þausjálf skorið á persónuleg tengsl ogverða stríðsherrunum auðsveiparieftirleiðis.

Notkun barna sé stríðsglæpur

Samkvæmt barnasáttmála Samein-uðu þjóðanna eru allir börn fram að18 ára aldri. Hins vegar stríðir þaðekki gegn alþjóðasamþykktum némannúðarlögum að fá börnum byssuí hendur hafi þau náð 15 ára aldri.Rauða kross hreyfingin hefur lengibarist fyrir því að þetta aldursmarkverði hækkað í 18 ár og að tekiðverði á því sem stríðsglæp þegarbörn undir 15 ára eru notuð ístríðsátökum. En hreyfingin gerirsér fulla grein fyrir að lagasetningdugir ekki ein og sér enda er 15 áraaldursmarkið víða þverbrotið. Al-þjóðaráð Rauða krossins hefur því

lagt til að herskráning barna undir15 ára aldri og þátttaka þeirra ívopnuðum átökum skuli flokkastsem stríðsglæpur og heyra undir Al-þjóðlega stríðsglæpadómstólinnþegar hann verður stofnaður.

Vinnuhópur á vegum Sameinuðuþjóðanna hefur undanfarin ár unniðað því að semja viðbótarbókun viðbarnasáttmálann frá 1989. Skömmufyrir útgáfu Hjálpar náðist sam-komulag í vinnuhópnum sem gengur mjög í átt að kröfum Rauðakrossins. Samkvæmt því verður börnum undir átján ára aldri bannaðað taka þátt í stríðsátökum. Súundanþága er þó gerð að ríki megaskrá yngri börn í her að því tilskylduað ekki sé um herskyldu að ræða.

Fulltrúi Alþjóða Rauða krossinslýsti því yfir á fundinum aðhreyfingin myndi áfram leggja áher-slu á aðstoð við börn áátakasvæðum.

„Við megum ekki loka augumokkar fyrir því að börn undirvopnum eru bæði ofbeldismennog fórnarlömb. Þau fremjastundum hryllileg ofbeldisverk.En hver sem glæpur þessarabarna er þá er ábyrgðin okkar,fullorðna fólksins.”

Desmond M. Tutu erkibiskup.

„Litlir hermenn eru óttalausir”

belti því þau rifu upp hurðina, bruturúður, börðu mig og reyndu að rífamig út úr bílnum – en ég hékk nú íbeltinu.” Til allrar hamingju var enguskoti hleypt af og krakkarnir höfðuekki náð að opna afturdyrnar þar semsex innfæddir starfsmenn sátu – þeg-ar svona stendur á eru nefnilega allirsvikarar sem vinna fyrir hvíta menn.„Við vitum ekkert hvað hefði gerst efekki hefði verið þarna eldri foringisem við höfðum lengi átt góð sam-skipti við. Hann kom aðvífandi, reifþau í burtu og sagði: Hypjið ykkurburtu í hvelli! Ég hlýddi því svika-laust.”

Félagar þeirra rændu búðirnar

Viðbrögð foringjans voru að nokkruleyti fyrirsjáanleg, hann hafði áttgóð samskipti við Rauða krossinn ogvildi ekki hætta þeim. Slíkt skiptirhins vegar litlu þegar vopnaðir ung-lingar eru annars vegar. Rétt fyrirutan flóttamannabúðirnar sem Rauðikrossinn rak í Freetown, höfuðborgSíerra Leóne, var varðstöð mönnuðhópi ungra skæruliða. StarfsmennRauða krossins fóru í gegnum varð-stöðina mörgum sinnum á dag ogstoppuðu þá alltaf til að heilsa upp ákrakkana í varðstöðinni. „Mannifannst þetta bara vera félagar manns.Ég fór minnst fjórum sinnum á dagþarna í gegn og stundum skruppumvið til að spjalla við þau og segjaþeim frá Rauða krossinum, reyna aðhalda við þau góðu sambandi. En það

fauk allt út í veður og vind. Þegarbardagar brutust aftur út í borginni íbyrjun ‘98 var eins og við hefðumaldrei talað við þessa krakka áður.Þau voru gersamlega stjórnlaus. Viðvorum þarna með 4500 flóttamenninnan girðingarinnar en þau brutust ígegnum hliðið, tóku bíla frá okkur ogá endanum fór nánast allt. Við reynd-um að semja við þau en það er ekk-ert hægt að rökræða undir svonakringumstæðum.”

Brenndir lifandi

Það munaði hins vegar ekki nemahársbreidd að vopnaðir hermenn áunglingsaldri myrtu Þorkel og sexaðra starfsmenn Rauða krossins í

byrjun árs 1998 þegar Vestur-Afríku-herinn hafði gert gagnárás á her-stjórnina í Freetown. „Það voru mikilátök inni í borginni og nokkrir félag-ar okkar á annarri hjálparstofnun lok-aðir inni á aðalspítalanum. Þeir voruuppiskroppa með öll hjálpargögnþannig að við ákváðum að fara einaferð á spítalann í gegnum borgina.Venjulega er þetta um tíu mínútnaakstur en þessi ferð tók um hálftíma.Við vorum sex á tveimur bílum og áleiðinni vorum við tvívegis stoppuð.Í seinna skiptið vorum við kominmjög nálægt spítalanum og á göt-unni lágu tveir menn bundnir áhöndum. Okkur er fleygt í götuna,með Kalashnikov í hnakkanum. Þettavoru tveir hálffullorðnir hermenn og

nokkrir unglingar og þeir sögðu viðokkur: Nú fáiði að sjá hvað við ætl-um að gera við ykkur. Þeir settukaðal um hendurnar á mönnunumtveimur, hengdu þá upp, settu hjól-barða utan um þá og kveiktu í ...Þeir voru lifandi. Þeir brenndu þá lif-andi ...”

Þögn á línunni.„Þetta var mjög erfitt en það er

svo skrýtið að þegar þetta gerist þáer það eina sem kemur upp í hugamanns að reyna að bjarga lífi og lim-um sjálfs sín og annarra. Ég var elst-ur og reyndastur þarna í hópnumþannig að ég var allan tímann aðreyna að semja við þá, segja þeim aðvið værum þarna líka til að hjálpaþeim og þeirra fólki. Í þetta skiptiðvorum við svo heppin að það varkomið með einn særðan úr þeirrahópi og við tókum hann með í bílinnniður á spítala. Þannig sluppum við íþetta sinn.”

Þorkell Díego er einn reyndasti sendifulltrúi Rauða kross Íslands, en hann slapp naumlega úrklóm unglinga með Kalashnikov riffla í Afríkuríkinu Síerra Leone.

Page 10: F1646 hj.lp n.tt.Q4-1 · 2016. 1. 18. · mæri, stéttir og strauma. Rauði kross Íslands hefur í þrjá aldar-fjórðunga reynst slíkt sameining-arafl og sannað að þegar þörf

10Í harðvítugri borgarastyrjöld semgeisaði í Mósambík þar til fyrirnokkrum árum var fimmtungurheilsugæslustöðva eyðilagður eðastarfsemi lagðist niður. Talið er aðopinbera heilbrigðiskerfið náiekki til nema 30% af íbúum ídreifbýli og því hafa Rauði krossÍslands og Mósambíkur ákveðið ísamvinnu við Þróunarsamvinnu-stofnun að hrinda af stað viða-miklu heilbrigðisverkefni í Map-uto-héraði og að byggja þar meðalannars litla heilsugæslustöð.

Íúttekt sem gerð var á starf-semi Þróunarsamvinnustofnun-ar árið 1997 var lagt til aðstofnunin tæki upp frekara

samstarf við frjáls félagasamtök. Íkjölfarið hafði Rauði kross Íslandssamband við stofnunina og bauðhenni samstarf, og var fljótlegaákveðið að aðstoða við uppbygginguheilsugæslu í Maputo-héraði um-hverfis höfuðborg Mósambíkur enheilsugæsla í landinu er í molumeftir margra ára borgarastyrjöld. Þró-unarsamvinnustofnun og Rauði krossÍslands hafa bæði reynslu af hjálpar-starfi í Mósambík, sú fyrrnefnda ísjávarútvegi en Rauði krossinn hefurm.a. rekið þar heimili fyrir götu-börn. Undirritaður var samningurupp á 60 milljónir króna til fjögurraára en Rauði kross Íslands leggur til

40% fjármagnsins. Byggja á heilsu-gæslustöð í Hindane, hjúkrunarfræð-ingur verður sendur til að hafa um-sjón með verkefninu fyrstu tvö árinog ýmiss konar heilsugæslu í nokkr-um aðliggjandi þorpum verður sinnt.„Það er meiningin hér að vera ímeiri samvinnu við þessa íslenskuaðila sem stunda svipuð störf,” segir

Björn Dagbjartsson hjá Þróunarsam-vinnustofnun og telur eðlilegt aðhafa gengið til samstarfs við Rauðakross Íslands enda er sú hreyfingstærsta hjálparstofnunin hér á landi.„Við munum svo líta á árangurinn af

þessu samstarfi og ef það gengur velfinnst mér líklegt að samvinnanhaldi áfram annars staðar.”

Hagstætt ástandfyrir hjálparstofnanir

Að sögn Sigríðar Guðmundsdóttursem hefur séð um verkefnið hjá

Rauða krossi Íslands er mjög væn-legt að vinna í Mósambík um þessarmundir. „Efnahagsástandið er hag-stætt eftir að friður komst á, hag-vöxtur er um 10% og það er mikiluppsveifla í landinu. Hjálparstofnan-

ir hafa farið inn í landið í auknummæli því þarna eru tækifæri til upp-byggingar og til að starfa að verk-efnum sem gagnast þeim sem verststanda.”

Stærsti hluti verkefnisins felst íað byggja litla heilsugæslustöð íþorpinu Hindane. Hún á að þjónasamtals um 4000 íbúum og tveirmósambískir hjúkrunarfræðingarmunu sinna þar hefðbundinni heilsu-gæslu, svo sem ungbarnaeftirliti,mæðravernd og bólusetningum. Sam-starfsaðilarnir kosta bygginguna enmósambíska ríkið sér um reksturinn.

Mósambík hlaut sjálfstæði árið 1975 eftir tíu ára vopnaða baráttu gegnportúgölskum nýlenduherrum. Frelsisflokkur Mósambíkur (FRELIMO) tókvið stjórnartaumum og kommúnísku kerfi var komið á fót. Smám samanfærðust völdin á fárra hendur og á 9. áratugnum logaði landið í deilumog skæruhernaði. Þegar borgarstyrjöldin harðnaði voru félagslegir inn-viðir þjóðfélagsins og framleiðslukerfið gjöreyðilagt. Ein og hálf milljónmanna flúði til nærliggjandi landa, yfir 3 milljónir fóru á vergang inn-anlands og þjóðin varð háð erlendri matvælaaðstoð. Borgarastyrjöldinnilauk formlega í október 1992 og FRELIMO sigraði í almennum kosning-um sem haldnar voru árið 1994.• Mósambík er 8 sinnum stærra en Ísland• Íbúafjöldi er talinn vera um 15,7 milljónir• Mósambík er annað fátækasta ríki heims• Eitt af hverjum fimm börnum deyr áður en það nær fimm ára aldri• Lífslíkur barna fæddra 1997 eru 45,5 ár• 700 ný alnæmissmit greinast á degi hverjum• 1,2 milljónir manna eru HIV-smitaðar, þar af 141 þúsund börn• Í lok þessa árs er búist við að 250 þúsund börn verði smituð

Heilbrigðis-þjónustan í rúst

Mósambík

Page 11: F1646 hj.lp n.tt.Q4-1 · 2016. 1. 18. · mæri, stéttir og strauma. Rauði kross Íslands hefur í þrjá aldar-fjórðunga reynst slíkt sameining-arafl og sannað að þegar þörf

11Viljum þjálfa grasrótina

Heilbrigðiskerfið í Mósambík varðilla úti í borgarastyrjöldinni á 9.áratugnum, fjöldinn allur af heilsu-gæslustöðvum var eyðilagður oghætti starfsemi, sem leiddi til þessað 2–3 milljónir manna bjuggu viðverulega skerta heilsugæslu. Eftirstríðið tók ríkisstjórnin málið föst-um tökum og hefur róið að því öllumárum undanfarin ár að heilsugæslannái til allrar þjóðarinnar áður enárið 2000 er úti. Áætlað er að bygg-ja á annað þúsund stórar sem smáarheilsugæslustöðvar fyrir þann tíma.Heilsugæsla ríkisins nær aðeins til30% íbúa í dreifbýli, þar sem 70%landsmanna búa, og hafa stjórnvöldhvatt félagasamtök eins og mósamb-íska Rauða krossinn til að haldaáfram þjálfun sjálfboðaliða sem getibrúað bilið milli opinbera heilbrigð-iskerfisins og almennings.

Heilbrigði þjóðarinnar er bágbor-ið, eitt af hverjum fimm börnumdeyr áður en það nær fimm ára aldri

og fjöldi kvenna deyr af barnsförum.Helstu heilsuvandamál eru, líkt og ínágrannaríkjunum, vannæring barna,malaría, niðurgangspestir, sníkjudýrí meltingarfærum, lungnasýkingar,húðsýkingar, berklar, kynsjúkdómar

og HIV-veiran enda er notkun getn-aðarvarna afar takmörkuð. Til aðefla almenna heilsugæslu í þorpun-um kringum Hindane verður haldiðnámskeið fyrir yfirsetukonur og þar-lenda sjálfboðaliða. Ætlunin er aðfinna sjálfboðaliða sem eiga heima íþorpunum svo þeir geti í framtíðinnisinnt forvarnarstarfi og heilbrigðis-fræðslu í sínum þorpum. Í sumumþeirra verða byggðir kofar með að-stöðu fyrir sjálfboðaliðana til aðsinna frumheilsugæslu og útbýtanauðsynlegustu lyfjum, svo semverkjalyfjum, vítamínum og malaríu-töflum. Þá verða einnig byggðirbrunnar til að þorpsbúar hafi aðgangað hreinu vatni til að koma í vegfyrir smitsjúkdóma. „Markmiðið erþekkingin færist niður í grasrótinaog með því að þjálfa heimafólkiðsem á að taka við heilsugæslu ásvæðinu að fjórum árum liðnumerum við að styrkja innviði Rauðakrossins og deildarinnar í Maputo-héraði.”

Úlfar Hauksson, varaformaðurRauða kross Íslands, var meðalþeirra sem fóru héðan til aðleggja grunninn að samvinnu-verkefninu. Hann segir Mósam-bík afar fallegt land og komþað honum nokkuð á óvart aðfólk virtist ekki mjög illa hald-ið – í ljósi þess að Mósambíker annað fátækasta ríki verald-ar og meðallandsframleiðsla ámann er um 140 dollarar (enhérlendis u.þ.b. 27.000 doll-arar). „Maður var hissa á því aðfólkið gæti yfirhöfuð dregiðfram lífið en það virtist víðasthvar hafa í sig. Hins vegar eröll heilbrigðisþjónusta í rústeftir þetta heiftarlega stríðsem þarna geisaði. Sérstaklegaá landsbyggðinni þar sem fólkbýr í raun bara við lágmarks-skyndihjálparþjónustu. Það erutil sáraumbúðir, malaríulyf ogsmokkar en þar með er heil-brigðisþjónustan upptalin. Þógat ég ekki séð að þetta fólkværi neitt óhamingjusamara envið og af því sem ég sá ogheyrði eru heilmiklir möguleik-ar í þessu landi.”

Þessi hnokki á áreiðanlega eftir að heimsækja heilsugæslustöðina í Hindane þegar hún er kominupp. Myndir: Hjördís Guðbjörnsdóttir.

Fulltrúar Rauða kross Íslands, Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og mósambíska Rauða krossinsskrifuðu undir samkomulag sem færir þúsundum manna í suðurhluta Mósambík heil-brigðisþjónustu á næstu árum.

Page 12: F1646 hj.lp n.tt.Q4-1 · 2016. 1. 18. · mæri, stéttir og strauma. Rauði kross Íslands hefur í þrjá aldar-fjórðunga reynst slíkt sameining-arafl og sannað að þegar þörf

12 Rösklega tveir þriðju allraHIV-smitaðra í heiminum búaí sunnanverðri Afríku þarsem fátækt er almenn og

heilsugæsla takmörkuð. Þar eru 22,5milljónir manna HIV-smitaðar, mun-aðarlausum börnum fjölgar með ógn-arhraða og menn sjá engan veginnfyrir endann á þeirri keðjuverkunsem farin er af stað. Alnæmið leggstnefnilega einkum á þá kynslóð sember uppi atvinnulíf, framleiðslu,uppeldi, menntun og umönnun aldr-aðra. Í sumum héruðum í Svasílandiog Suður-Afríku fækkar fólki nú afvöldum faraldursins – þar deyja núfleiri en fæðast.

Rauði kross Íslands hefur ákveð-ið að hefja samstarf við landsfélögRauða krossins í sunnanverðri Afríkuog leggja þeim lið í baráttunni gegnalnæmi. Þegar blaðið fór í prentunlá sú ákvörðun fyrir að framlögumstyrktarmanna félagsins yrði veitt til

þessa verkefnis næstu þrjú árin, oger takmarkið að safna 50 milljónumkróna.

Læknavísindin gagnslítil

Alnæmi er ólíkt flestum öðrum sjúk-dómum og plágum að því leyti aðþað leggst fyrst og fremst á ungt ogheilbrigt fólk. Fátæk Afríkuríki hafaekki bolmagn til að halda allt aðfjórðungi þegna sinna á rándýrumlyfjum og ódýr bólusetningarlyfverða ekki komin á markað fyrr en íbesta falli eftir áratug. Því er langtí að læknavísindin komi að nokkrugagni við að hemja faraldurinn íAfríku. Ýmsir afrískir stjórnmála-menn hafa viðrað þá skoðun að réttsé að takmarka aðgang smitaðra aðheilsugæslu til að fá rými fyrir þásem eru líklegri til að ná bata. Slíkstefna – sem er þegar fylgt víða –ylli hins vegar verulegum skaða og

Alnæmis-plága íAfríku

● 8 milljónir barnaundir 15 ára aldrihafa misst móðursína eða báða for-eldra úr alnæmi í Afr-íku. Búist er við aðárið 2010 verði 40milljónir barna mun-aðarlausar vegna al-næmisfaraldursins

● 90% smitaðra ung-barna í heiminum eruí sunnanverðri Afríku.

● Um helmingur allrasmitaðra eru 10–24ára

● Þrátt fyrir gríðarlegtumfang alnæmisvand-ans í Afríku hafaaugu Vesturlandabúalokast – sennilega afþví að dregið hefur úrútbreiðslu HIV-veirunnar á Vestur-löndum

Björn Dagbjartsson hjá Þróunarsamvinnustofnun hefur ítengslum við hjálparstarf stofnunarinnar verið í náinni sam-vinnu við fjölda manna í Malaví, þar sem 15% fullorðinnaeru HIV-smituð. „Það er sorglegt að segja frá því, en afþessum um það bil tíu háttsettum samstarfsmönnum okkar ímalavíska sjávarútvegsráðuneytinu eru fjórir dánir úr þess-um sjúkdómi. Þetta voru ungir menntamenn, en flestir þeir-ra sem deyja eru milli 30 og 50 ára,” segir Björn. Stofnuninhefur kostað þrjá unga menn til líffræðináms í Bretlandi entveir þeirra eru nú látnir úr alnæmi. Fjöldi ungra mennta-manna er nú að falla fyrir alnæmi, einmitt það fólk semgegnir lykilhlutverki í framþróun þjóða sinna. „Það deyja tildæmis þrír kennarar úr alnæmi í Malaví á hverjum degi,”segir Björn: „Það er ekki lengi að myndast skarð í mennta-kerfið þegar um 1000 kennarar deyja á ári.”

Page 13: F1646 hj.lp n.tt.Q4-1 · 2016. 1. 18. · mæri, stéttir og strauma. Rauði kross Íslands hefur í þrjá aldar-fjórðunga reynst slíkt sameining-arafl og sannað að þegar þörf

mundi í raun hraða útbreiðslu al-næmis. Líklegt er að fjöldi mannsþegði um smit og að aðrir fylltustótta við að láta kanna hvort þeir séusmitaðir. Í báðum tilfellum mundihættulegum smitberum stórfjölga.

Keðjuverkun

Alnæmisplágan í sunnanverðri Afríkuer að grafa undan fjölskyldulífi ogþjóðskipulagi á svo víðtækan háttað erfitt er að gera sér afleiðingar

hennar í hugarlund. Æ yngri börnneyðast til að vinna á ökrunum eða íiðnaði vegna þess að pabbi er dáinnog missa þar af leiðandi af skóla-göngu. Reynsla og þekking glatastmeð foreldrum, sem leiðir til minnk-

13Alnæmi er ekki horfið af yf-irborði jarðar þótt langt sésíðan landlæknisembættiðhefur hengt upp smokkavegg-spjöld sín. Raunar er alnæmisvo alvarlegt vandamál í suð-urhluta Afríku að önnur einsplága hefur ekki riðið yfirnokkurt svæði síðan stóra-bóla stráfelldi Asteka á 16.öld og svartidauði lagðist áEvrópubúa á hinni fjórtándu.Í Botsvana og Simbabve erfjórði hver fullorðinn HIV-smitaður og innan fimm áraer búist við að þriðja hvertbarn verði munaðarlaust.Hvernig væri ástandið hér álandi ef 60 þúsund Íslending-ar væru HIV-smitaðir? Hvers-konar álag væri það á heil-brigðiskerfið, atvinnulífið ogfjölskyldurnar í landinu?

andi framleiðni. Sá hluti atvinnu-lífsins sem þarfnast sérþjálfaðsstarfsfólks getur einfaldlega riðaðtil falls ef hluti af sprækasta fólkilandsins smitast og deyr. Í mennta-kerfinu eru fjölmargir farandkennararsem stunda kennslu fjarri fjöl-skyldu sinni og eru þeir líklegri tilað smitast en heimakennararnir. ÍMalaví deyja þrír kennarar á dag úralnæmi, um 1000 manns á ári, ogbitnar það á skólagöngu barnannasem eiga að taka við landinu í fram-tíðinni.

Skortir heildstæða framtíðarstefnu

Stjórnvöld í þessum heimshluta hafareynt að stemma stigu við þróuninnien gengur illa enda ráða heilbrigðis-kerfin einfaldlega ekki við þennanfjölda. Landsfélög Rauða krossins ásvæðinu sinna talsvert heimahjúkr-un, annast fjölda munaðarlausrabarna og fræða ungt fólk um smit-leiðir HIV-veirunnar, til dæmis meðþví að fara á milli þorpa með leik-þætti sem sýna meðal annars hvern-ig á að nota smokka.

Þó er baráttan gegn frekari út-breiðslu HIV-veirunnar alltof dreifðog ósamhæfð að mati þeirra semrannsakað hafa útbreiðsluna í sunn-anverðri Afríku. Telja þeir rétt aðutanaðkomandi hjálparstofnanir ein-beiti sér að því að efla það hjálpar-starf sem fyrir er í löndunum oghvetja stjórnvöld þar til að samhæfaaðgerðir og hafa virkara eftirlit meðbaráttunni svo hægt sé að mótastefnu til langframa. Ella mun al-næmisplágan hafa ófyrirsjáanlegarafleiðingar í sunnanverðri Afríku.

Alnæmisplágan í sunnanverðri Afríku hefur meðal annars þær afleiðingar að munaðarlausum börnum stórfjölgar. Til dæmis eru í Malaví, tíu milljó-na manna ríki, 300 þúsund börn sem hafa misst foreldra sína vegna alnæmis.

Page 14: F1646 hj.lp n.tt.Q4-1 · 2016. 1. 18. · mæri, stéttir og strauma. Rauði kross Íslands hefur í þrjá aldar-fjórðunga reynst slíkt sameining-arafl og sannað að þegar þörf

14Mikil umræða varð um spilafíkn ílok síðasta árs þegar nokkrir þing-menn lögðu til að spilakassar yrðubannaðir hér á landi. Í hita um-ræðunnar gerði Gallup könnun semleiðir í ljós að meirihluti þeirrasem taka afstöðu er hlynnturþessari fjáröflunarleið Rauðakross Íslands.

Um 60 prósent þeirra sem af-stöðu tóku í könnun Gallups kváðusthlynnt því að Rauði kross Íslandshefði hluta af tekjum sínum af spila-kössum en um 40 prósent voru því

andvíg. Jafnframt var meirihlutiþeirra sem tóku afstöðu, eða tæp 60prósent, andvígur því að spilakassarverði bannaðir á Íslandi en rúm 40prósent sögðust hlynntir slíkubanni. „Þessar niðurstöður eru at-hyglisverðar, ekki síst í ljósi þess aðá þeim tíma sem könnunin var gerðvar umræða um söfnunarkassana ífjölmiðlum á neikvæðum nótum.

Það er greinilegt að fólk er al-mennt samþykkt því að Rauði kross-inn hafi tekjur af söfnunarkössunumog styður ekki bann við þeim, enda

fráleitt að ætla sér að banna einategund happdrættis. Ef reyna á aðkoma á í veg fyrir spilafíkn þarfmiklu víðtækari aðgerðir. Skoðaþyrfti happdrættismarkaðinn í heildsinni. Við vitum hins vegar og við-urkennum að spilafíkn er vandamálsem þarf að rannsaka betur. Viðþurfum að takast á við þann vandameð yfirveguðum og ábyrgumhætti,” segir Sigrún Árnadóttir,framkvæmdastjóri Rauða kross Ís-lands.

Meirihluti andvígur banni á spilakössum

Stuttar fréttir

Tónlist hjálpar Tyrkjum

Síðastliðið haust kom AxelEinarsson hjá plötuútgáf-unni Stöðinni að máli viðRauða kross Íslands ogbauð félaginu að láta hagn-aðinn af sölu geisladisksins„Lagasafnið 7” renna tilhjálparstarfs vegna barnasem urðu illa úti í jarð-skjálftunum í Tyrklandi íágúst 1999. Á disknum erulög ýmissa lagahöfunda, þará meðal Þrastar Sigtryggs-sonar skipherra sem á fimmlög á diskinum. Lögin flytjatónlistarmenn úr öllum átt-um, meðal annars HerbertGuðmundsson og Gyllinæð.Allir tónlistarmennirnir gáfuvinnu sína. Diskinn er hægtað kaupa í verslunum Skíf-unnar, hjá Rauða krossi Ís-lands eða á heimasíðu fé-lagsins (www.redcross.is).Diskurinn kostar 2000 kr.og rennur ágóðinn óskipturtil tyrkneska Rauða hálf-mánans sem hefur komið áfót búðum fyrir börn semmisstu heimili sitt, foreldraeða ættingja í jarðskjálft-unum.

Formaður fær fálkaorðu

Formanni Rauða kross Ís-lands, Önnu Þrúði Þorkels-dóttur, hlotnaðist óvænturheiður á nýársdag þegarforseti Íslands, ÓlafurRagnar Grímsson, sæmdihana riddarakrossi hinnaríslensku fálkaorðu á Bessa-stöðum fyrir störf að mann-úðarmálum. Ellefu mannsfengu orðuna að þessusinni. „Þetta lýsir virðingufyrir starfi Rauða kross Ís-lands og mér þykir auðvitaðvænt um þann heiður semmér og félaginu er sýndur,”sagði Anna Þrúður í samtalivið Hjálpina.

Verkjatöflurtil LesótósVerðmæt gjöf barst frá Delta hf.og Lyfjaverslun Íslands hf. umáramótin. Fyrirtækin gáfu820.000 Parkódín-verkjatöflur tilnotkunar í hjálparstarfi félagsinsí Lesótó, sem er tveggja millj-óna manna ríki í sunnanverðriAfríku. Ætla má að töflurnardugi í að minnsta kosti 160–200þúsund dagskammta og verðasendar til tveggja heilsugæslu-stöðva sem Rauði kross Íslandshefur aðstoðað við að reka íLesótó en þar er oft skortur áeinföldum lyfjum sem þessum.Gjöfin er metin á rúmar 5 millj-ónir króna og mun áreiðanlegakoma sér vel í þessu landi þarsem barnadauði er gífurlegur ogaðeins einn læknir á hverja 18þúsund íbúa.

Sjúkraflutningaskólinn bauð upp áleiðbeinendanámskeið í sérhæfðriendurlífgun 1. desember síðastlið-inn. Námskeiðið tókst vel í allastaði og voru þátttakendur alls 17,læknar, hjúkrunarfræðingar ogsjúkraflutningamenn. Á námskeiðinuvar kennd endurlífgun með áherslu ánotkun lyfja og sérhæfðs búnaðar,svo sem hjartastuðtækis og búnaðar

til öndunaraðstoðar. Þátttakendurverða svo leiðbeinendur á tveggjadaga námskeiðum skólans í sér-hæfðri endurlífgun sem ætluð erustarfsfólki úr heilbrigðsistéttum.Leiðbeinandi á námskeiðinu varThomas Platt frá Center for Em-ergency Medicine í Pittsburgh íBandaríkjunum.

Sérhæfð endurlífgun

Eftir tveggja ára útlegð er íslenskamannúðarkeðjan komin heim.

Þann 14. nóvember 1997 varsvokölluð bókrolla send af stað íhringferð um heiminn. Hugmyndin varað mynda táknræna mannúðarkeðjumilli þjóða. Keflin eru skorin úr íslen-sku birki af Helga Angantýssynimyndskera. Forseti Íslands, Hr. ÓlafurRagnar Grímsson, fylgdi verkefninu úrhlaði á sínum tíma og skráði nafn ísitt gestabók sem er að finna áheimasíðu verkefnisins á netinu,www.xnet.is/rcchain. Nú eru liðlegatvö ár liðin og á þeim tíma hafa 14

lönd í öllum heimsálfum komið aðverkefninu. Mannúðarkeðjan hefurvakið töluverða athygli víðast hvar íþeim löndum sem hafa myndað hanaog landsfélög Rauða krossins ogRauða hálfmánans hafa ritað slagorðRauða krossins „Allir eru bræður ogsystur” á bókrolluna. Hægt er að lesaum hvað gert var í einstökum löndumog skoða myndir á heimsíðuverkefnisins.

Á 75 ára afmæli Rauða krossÍslands, þann 10. desember sl., tókfoseti Íslands formlega viðMannúðarkeðjunni og var fyrstur

Íslendinga að ská nafn sitt í gesta-bók, sem hefur fylgt keðjunni fráKanada en það var fyrsta landið semtók þátt í verkefninu. Í kjölfariðskrifuðu framkvæmdastjóri Alþjóða-sambands Rauða krossins og Rauðahálfmánans og formaður AlþjóðaráðsRauða krossins ásamt formanniMósambíska Rauða krossins í gesta-bókina en þeir voru staddir hér álandi í tilefni afmælisins. Á næstumánuðum verður verkefnið kynnt umland allt en áætlað er að myndakeðju hringinn í kringum landið meðþátttöku deilda Rauða kross Íslands.

Keðja mannúðar og friðar kemur heim

Page 15: F1646 hj.lp n.tt.Q4-1 · 2016. 1. 18. · mæri, stéttir og strauma. Rauði kross Íslands hefur í þrjá aldar-fjórðunga reynst slíkt sameining-arafl og sannað að þegar þörf

15www.redcross.isLifandi vettvangur Rauða krossins

Forseti Íslands og verndari Rauða kross Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setti vefinn í loftið á75 ára afmæli félagsins 10. desember.

Á forsíðu vefsins eru nýjustu fréttir úr starfi Rauða krossins og auk þess er á vefnum er mikið af fræðsluefni sem deildirnar geta nýtt sér.

Umhyggjaí myndRauði krossinn ætlar að standafyrir ljósmyndamaraþoni um alltland 8. apríl í tengslum við verk-efnið „Gegn ofbeldi.” Maraþoniðfer þannig fram að ljósmyndararfá sólarhring til að ná mynd semlýsir hugtakinu „umhyggja.”

Fyrirhugað er að keppnin farifram bæði innan landshluta og álandsvísu. Nánari útfærsla ræðstaf áhuga deilda Rauða krossinsog hugsanlegra styrktaraðila.

Stjórn Rauða krossins hefurnú ákveðið að verkefninu „Gegnofbeldi” verði haldið áfram tilþriggja ára, enda ljóst að ofbeldií ýmissi mynd er viðvarandivandamál í íslensku samfélagi.

Vefur Rauða kross Íslands –www.redcross.is – hefur tekiðstórfelldum breytingum þannig aðhann getur nú nýst til kynningar,fræðslu og fjáröflunar. Að auki erhægt að finna á honum merki fé-lagsins og deilda þess, svo ogleiðbeiningar um notkun merkis-ins.

Ég vil hvetja alla félagsmenntil að skoða vefinn reglulegaog skrá sig í netklúbbinn ogfá þannig stöðugar fréttir af

starfsemi Rauða krossins,” segir Sig-rún Árnadóttir framkvæmdastjóri.„Þetta er tæki sem við getum nýttokkur í starfinu. Netið er bæðimiklu ódýrari kostur við útgáfu enprentun og er einnig að verða svoútbreitt að þess er vart langt aðbíða að það nái fljótar og betur tilfólks en það sem er skrifað á papp-ír.”

Á vefnum er hægt að skrá sig ínetklúbb Rauða kross Íslands, enþað er póstlisti á netinu fyrir þásem vilja fylgjast með fréttum afstarfinu. Þeir sem áhuga hafa getafarið inn á vefinn og skráð sig þar –og þá fá þeir reglulega með tölvu-pósti fréttatilkynningar og annaðsem fer frá Rauða krossinum.

Þeir sem vilja styrkja Rauðakross Íslands geta sent framlag íhjálparsjóð af greiðslukorti, gerst

styrktarmenn með því að biðja umað 2.500 krónur verði dregnar afkorti þeirra árlega eða sótt um að

gerast félagar. Innan tíðar er ætlun-in að selja á vefnum ýmsar vörursem framleiddar eru til styrktarRauða krossinum og verkefnumhans.

Landshlutarnir eru hver meðsína síðu á vefnum, og sjá svæðis-starfsmenn um þær. Deildir eruhvattar til að senda efni sem þærvilja koma á framfæri – myndir ogtexta – til viðkomandi svæðisstarfs-manna. Takmarkið er að vefurinnverði lifandi vettvangur Rauða krossÍslands.

Mikilvæg nýjung er að nú getadeildir félagsins fundið á vefnumrétta útgáfu af merki félagsins.Merkið er geymt á vefnum í þvíformi sem hægt er að nota á vefn-um, við venjulega tölvuprentun ogvið útgáfu. Þetta er til hægindaaukafyrir deildir sem gefa út fréttabréfeða þurfa að setja auglýsingar íblöð.

Page 16: F1646 hj.lp n.tt.Q4-1 · 2016. 1. 18. · mæri, stéttir og strauma. Rauði kross Íslands hefur í þrjá aldar-fjórðunga reynst slíkt sameining-arafl og sannað að þegar þörf

U m hálf milljón manna býr áþeim svæðum í Venesúelaþar sem flóð og aurskriðursópuðu með sér öllu laus-

legu í kjölfar mikilla rigninga ummiðjan desember. Sumir bæirnir fórubeinlínis á kaf í leðju. La Guairavarð einna verst úti og segja hjálp-arstarfsmenn að það sé eins og bær-inn hafi orðið fyrir sprengjuárás.Húsin sem eftir standa séu eins ogtættir pappakassar og rotnunarlykt-ina leggi yfir bæinn sem sé yfirfulluraf braki, rusli, grjóti og leðju. Aur-inn ruddi sér leið gegnum heimili ogbyggingar og sumstaðar er leðjansvo þykk að rétt glittir í þakið ásímaklefum og farartækjum.

Um 35 þúsund manns bjuggu íLa Guaira en aðeins 5 þúsund mannseru eftir nú. Svo er víða ástatt áflóðasvæðunum í Venesúela en taliðer að um 150 þúsund manns hafimisst heimili sín í þessum mestunáttúruhamförum í Venesúela á allri20. öld. Alþjóðasamband Rauðakrossins og Rauði kross Venesúelakomu til aðstoðar strax og fregnirbárust af flóðunum. Rúmlega þrettánhundruð starfsmenn og sjálfboðalið-ar þustu á vettvang, hjálpuðu til viðbjörgunaraðgerðir, fluttu fólk úrsjálfheldu, komu slösuðum undirlæknishendur og mönnuðu hjálpar-stöðvarnar. Eftir að björgunarstarfilauk var megináhersla lögð á að út-vega mat, hreint drykkjarvatn, teppi,föt og neyðarskýli. Rauða kross fé-lög hafa styrkt hjálparstarfið meðsérhæfðum mannskap og fjármunumog Rauði kross Íslands sendi einamilljón króna til hjálparstarfsinsskömmu fyrir jól.

Rauði kross Íslands sendi á aðramilljón króna til björgunarstarfsins íVenesúela. Meðal þeirra sem lögðufram fé voru deildir félagsins íGarðabæ og Hafnarfirði auk margrasem gáfu með greiðslukorti á vefRauða krossins.

Hjálparstarfinu verður haldiðáfram næstu mánuði og þeir semvilja aðstoða Rauða krossinn íVenesúela geta greitt inn á reikning12 í SPRON á Seltjarnarnesi

(1151–26–12) eða lagt inn á samareikning með því að fylla út gíró-seðla sem liggja frammi í bönkum ogsparisjóðum. Einnig er hægt aðgreiða af greiðslukorti á vef Rauðakrossins: www.redcross.is

Aurinn sökkti heilu bæjunumVatnsflóð kunna að hljóma léttvæg í fréttatímum í samanburði við fregnir af sprengju-árásum og stríðshörmungum en afleiðingar flóðanna í Venesúela voru hrikalegar. Um150 þúsund manns misstu heimili sín rétt fyrir jólahátíðina og að minnsta kosti fimmþúsund manns létust.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins dreifðuhjálpargögnum til þúsunda manna sem

neyddust til að yfirgefa heimili sín.Landsfélög Rauða krossins um allan

heim brugðust skjótt við neyðarkalli fráVenesúela um jólaleitið.

„Harmleikur Venesúela felst ekki í því sem þú heyrir, heldur í þvísem þú heyrir ekki. Ópunum sem aurskriður þögguðu niður að kvöldi

15. desember þegar flestir lágu í fastasvefni ... Þær hljóta að verafáar næturnar í sögunni þar sem svo margt fólk fór að sofa og vakn-

aði aldrei aftur.” Þannig lýsa tveir sjálfboðaliðar Rauða krossins,Gregor Nassief og Abraham Blanco, ástandinu á hörmungasvæðunum í

Venesúela.