ferðabók húnakórsins 2002

21
Eiríkur gRímsson Sumar í 6 löndum

Upload: eirikur-grimsson

Post on 02-Mar-2016

222 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Dagbók og ferðalýsingar

TRANSCRIPT

Page 1: Ferðabók Húnakórsins 2002

Eiríkur gRímsson

Sumar í 6 löndum

Page 2: Ferðabók Húnakórsins 2002

Sumar í sex löndum 2002

HúnakórinnMánudagur 10. júní 2002Undanreið

Á haustum í Húnaþingi var að sjálfsögðu farið í göngur. Fé var smalað af Auðkúluheiði og til þess að undirbúa hinar eiginlegu göngur var sendur flokkur manna í svokallaða undanreið. Það sama var gert nú þegar Húnakórsfélagar, ásamt mökum, ákváðu að smala saman efni í minningar frá Eystrasaltsríkjum og Póllandi.

Raunar var það vegna samskipta ferðaskrifstofunnar og Flugleiða sem 12 manna hópur þurfti að fara degi á undan hinum til Stokkhólms. Af þessum 12 þurftu 4 að fara í gegnum Osló. Þau 8 sem fóru beint voru komin á hótel um klukkan 14:30 og fjórmenningarnir skiluðu sér svo um fimmleytið. Voru þau vel á sig komin.

Veður var afar gott; sólfar og létt gola. Töðuþurrkur. Eftir hamborgaraát á McDonalds var rölt smástund um bæinn til að kanna aðstæður sem reyndust hinar bestu. Í Stokkhólmi er allt til alls.

Um kvöldið var borðað hjá Magnúsi lánlausa á Gamla Stan og síðan komið við á Stampen og hlustað á frábæra hljómsveit ungra manna og bakraddakvenna.

Allir fóru í háttinn um miðnætti enda allt ferðalagið framundan.

Taka nú Þórdís og Grétar við bókfærslu.

Steina og Eiríkur

Ferðadagbók Húnakórs 2

Page 3: Ferðabók Húnakórsins 2002

Sumar í sex löndum 2002

Þriðjudagur 14. júní 2002

Hlýr og bjartur dagur blasti við undanreiðarmönnum í Stokkhólmi. Að loknu miklu morgunverðaráti var þrammað fram og aftur um götur - einkum í Gamla Stan. Ótrúlega lítið var um innkaup miðað við fyrri reynslu. Síðan tók við talsverð vinna við undirbúning að móttökuathöfn fyrir aðalhópinn sem kom um þrjúleytið. Blásnar voru upp blöðrur í tugavís og útbúnar til að afhenda fararstjóra svo auðveldara yrði að finna hann ef hann skyldi týnast. Halldóri var afhent forláta húfa með þyrluspaða í sárabætur fyrir þyrluna sem Runólfur hafði átt að útvega honum til ferðarinnar yfir Eystrasalt.

"Ekkert er nýtt undir sólinni." Þegar ég vaknaði í Stokkhólmi varð mér hugsað til orða meistarans: "Í húsi föður míns eru margar vistarverur og ég mun fara á undan yður að búa yður stað". Hið sama gerði ferðafrömuður Húnakórsins nú, en tók þó með sér nokkra lærisveina til fararinnar. Heppni mín að vera með í þeim hópi því gærdagurinn var grand. Veðrið lék við okkur Frónbúana og svo var enn í morgunskímu þessa dags. Dagurinn annars eins og Dísa hefur lýst hér að framan. Eftir stutta móttökuathöfn en virðulega var ekið með rútunni skoðunarferð um Stokkhólm undir leiðsögn fararstjóra sem nú var kominn og með blöðrubúnað gengum við svolítið um í Gamla Stan og hópurinn fékk sér bita á matsölustöðum þar.

Klukkan 17 var mætt við skipshlið m/s Regina Baltica, sem lagði úr höfn áleiðis til Tallinn klukkan 18. Klukkan 20 upphófst glæsilegt kvöldverðarhlaðborð, eitt það mesta sem annálsritari dagsins hefur augum litið um sína daga og er þá mikið sagt. Að borðhaldi loknu gafst kostur á að koma á skemmtistaði skipsins, en hér er allt með slíkum glæsibrag að mörlandanum ofbýður með öllu og hefur þó til viðmiðunar önnur eins skip og Akraborgina og Herjólf. Siglingin úr höfn um skerjagarðinn var hreint stórkostleg.

Skrif þessi gerð á rólegri siglingu um Eystrasalt í góðu veðri og sæmilegri spá um veður næstu daga.

Þórdís og Grétar

Ferðadagbók Húnakórs 3

Page 4: Ferðabók Húnakórsins 2002

Sumar í sex löndum 2002

Miðvikudagur 12. júní 2002

Áttum góða nótt í ferjunni til Tallinn. Vöknuðum við hress og endurnærð í morgunverð sem var af flottustu gerð og ekki möguleiki að fá sér af öllum tegundum. Í þennan morgunverð mættu flestir. Klukkan 10 lagðist ferjan að bryggju og tók smá tíma að fara í gegnum tollhlið. Úti beið okkar rúta og var farin smá skoðunarferð um bæinn undir leiðsögn Þorleifs, okkar ágæta fararstjóra.

Klukkan 12 á hádegi innrituðum við okkur á Hotel Scandia sem er **** hótel. Síðan fórum við að snæða hádegisverð á veitingastað sem er rétt við hótelið. Búið var að greiða matinn fyrir hópinn fyrirfram. Eftir þessa ágætu máltíð var frjáls tími og fór hver sína leið. Klukkan 17 hittist hópurinn í anddyri hótelsins og var ferðinni heitið í kirkju, nánar tiltekið í rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna þar sem hinir ýmsu siðir voru viðhafðir sem voru okkur mjög framandi. Eftir stutta viðdvöl í þessari mjög svo fögru kirkju var spáð í matsölustað og varð fyrir valinu rússnesk-franskur staður.Allir voru ánægðir með matinn sem var frekar ódýr. Síðan var rölt niður á torg þar sem fólk sat dágóða stund.

Góður og afslappaður dagur.

Ragna og Þorsteinn

Ferðadagbók Húnakórs 4

Page 5: Ferðabók Húnakórsins 2002

Sumar í sex löndum 2002

Fimmtudagur 13. júní 2002

Eftir góðan morgunverð var lagt af stað í gönguferð um elsta hluta Tallinn með Þorleifi fararstjóra. Gengið var upp Toompeahæð, þar sem Þorleifur sagði sögu borgarinnar, en gamla Tallinn er ein elsta Hansaborg í Evrópu.Gönguferðinni lauk á Ráðhústorginu, þar sem sumir fengu sér hressingu en aðrir kíktu í búðir. Um klukkan 13 hittist hópurinn á hótelinu og nú var mættur í heimsókn maður að nafni Sigurður Örn, hann er teiknimyndahöfundur og hefur búið Eistlandi í 10 ár. Hann fræddi okkur um land og þjóð og svaraði ýmsum spurningum.Að lokum fór hann með okkur í tískuverslun sem kona hans rekur ásamt fleirum. Síðari hluti dagsins var ekki skipulagður, en var nýttur í búðarráp og kaffihúsaheimsóknir.Klukkan 19 hittist hópurinn á Olde Hansa og var þar snæddur margréttaður eistnenskur matur sem bragðaðist mjög vel. Þetta hús (veitingahús) var byggt á 16. öld heldur að mestu leyti sínum upprunalega byggingarstíl. Að máltíð lokinni var haldið á Ráðhústorgið þar sem syngja átti eitt lag, en þegar átti að hefja sönginn tók himnafaðirinn í taumana og skellti yfir hellidembu svo ekkert var af söngnum, en flúið inn á næstu krá. Þar var setið litla stund yfir öli, en síðan haldið heim á hótel og tekið til við að pakka því á morgun yfirgefum við þessa borg og höldum til Riga.

Í dag var hálfskýjað fyrripartinn, um miðjan daginn smá skúrir, um kvöldið gerði nokkrar alvörudembur.Hiti var um 20 gráður.

Imma og Villi

Ferðadagbók Húnakórs 5

Page 6: Ferðabók Húnakórsins 2002

Sumar í sex löndum 2002

Föstudagur 14. júní 2002

Þennan dag þurfti að vakna snemma og pakka niður. Eftir morgunmat var tékkað út af hótelinu. Rútan kom rétt upp úr klukkan 9. Allir stigu um borð og klukkan 9:08 var lagt af stað í hellirigningu. Þorleifur fararstjóri lýsti sínum næturförum. Hann hefur átt að stríða við bakvandamál. Margir í hópnum hafa veitt honum læknisráð og gefið honum ýmsar pillur við vandamálinu. Þorleifur vildi vera hress í dag og yfirgaf því hálfdrukkinn bjór og í gærkveldi og er heim á hótelið kom tók hann eina af þeim pillum sem honum hafði verið gefin. Var sú pilla bleik að lit. En er hann sofnar hefur hann draumfarir miklar. Þar ríður rauðhærð nakin kona á kústskafti. Bogomil Font spilaði á hnjáskeljar og hausa-og fingratangó var dansaður. Eftir þessi næturævintýri er Þorleifur öllu betri í bakinu.

Eftir þriggja tíma akstur vorum við nálægt Parnu. Þar var stoppað í vegasjoppu til að frá sér hressingu.Og enn rignir.

Við komum að landamærum Eistlands og Lettlands. Þar kom landamæravörður (ung stúlka) inn í rútuna og tók vegabréfin hjá okkur eftir að hafa horft á hvert okkar haukfránum augum. Hún tók öll vegabréfin með sér og við sátum góða stund. Þorleifur sagði okkur sögu á meðan. Svo var öllum vegabréfunum skilað og áfram héldum við. Klukkan var um 13 og enn rignir, e.t.v. örlítið minna.

Svo komum við til Cesis. Þar stoppaði rútan við súlu í miðjum bænum. Nú flykktist hver sem betur gat að hraðbönkum eða í banka til að ná sér í Lötur.

Það hafði stytt upp, en nú kom hellidemba. Það var því gott að komast inn í veitingahúsið handan götunnar og fá sér mat og drykk.

Um klukkan 16 var haldið áfram. Á leiðinni til Sigulda, rétt hjá ánni Gauja, var kastali. Við fórum út úr rútunni til að skoða hann en hættum við og létum okkur nægja að sjá mynd af honum. Og enn rignir.

Í Sigulda stoppaði rútan smástund meðan Þorleifur hljóp út og tók mynd af kastala sem þar var, við hin sátum sem fastast.

Þá var stefnan tekin á Riga og rigndi sem aldrei fyrr. Barinn í bílnum var opnaður og menn gæddu sér á bjór og gini í grape.Við keyrðum inn í Riga og vorum fljótlega komin í bílalest sem mjakaðist hægt áfram. Eftir um 2 tíma náðum við til hótelsins Karavella.

Út af rigningunni var ákveðið að fá mat á hótelinu ef það væri hægt. Þorleifur græjaði það og klukkan 9 fengum við mat. Hluti af hópnum borðaði á 7. hæð og hluti á 4. hæð.Eftir mat söfnuðust allri saman á 4. hæð á barinn þar.

Blautur dagur, en von um betri tíð á morgun.

Anna Kristmunds.

Ferðadagbók Húnakórs 6

Page 7: Ferðabók Húnakórsins 2002

Sumar í sex löndum 2002

Laugardagur 15. júní 2002

Upp er runninn bjartur og fagur dagur, sá sjötti í þessari ferð. Hressilega blæs vindurinn sem minnir töluvert á íslenska veðrið. Fastir liðir eins og venjulega. Um tíuleytið haldið af stað með okkar ágætu rútu og nú á að skoða vélasafn sem samanstendur af eldgömlum bílum og reiðhjólum, sennilega mótorhjólum líka. Þar mátti sjá Brezhnef sitjandi hálf- eða aldauðan í sæti klessukeyrðrar bifreiðar sinnar og ýmsir fleiri koma við sögu. Eitthvað gæti nú hafa farið fram hjá undirritaðri varðandi þetta.

Þessu næst var farið á markað þar sem aðalvörurnar voru matarkyns, sér í lagi grænmeti og tjáði Þorleifur fararstjóri okkur að hann mundi vera sá stærsti sinnar tegundar í öllum heimi, enda ekki ósennilegt, hvílík ósköp sem þarna voru af slíku.

Eftir ca. eina og hálfa klukkustund þarna var enn á ný stigið upp í rútuna, en ekki var farið langt og nú átti að skoða gamlan heim. Þar sem sögumaður þessa dags er ekki mikill sagnaritari skal farið fljótt yfir sögu. Var nú gengið í gegnum þennan elsta hluta Riga í sólinni, sem var nú orðin ansi heit og fólk farið að fækka fötum. Í sænska hliðinu, sem svo er kallað, hélt okkar ágæti söngstjóri dálítinn ræðustúf um sögu þessa staðar, en undirrituð verður að viðurkenna að hafa haft meiri áhuga á ungri konu sem sat þarna með strengjahljóðfæri á hnjám sér og framkallaði úr því ljúfa tóna sem hljómuðu líkt og hörpuhljómar. Til stóð að hlýða á orgelleik í Dómkirkjunni um fjögurleytið og var skundað þangað eftir að hafa fengið sér svolitla hressingu, en því miður voru engir tónleikar þennan daginn.

Var nú haldið á hótel til þess að undirbúa okkur fyrir kvöldið, en búið var að velja okkur stað sem reyndist vera ævintýralegt bjálkahús með skemmtigarði og hefði næstum getað verið “hús andanna”. Þarna var matur og tónlist og dans og áttum við þarna góða kvöldstund og reikna ég með að allir hafi lagst þreyttir og sælir til hvílu.

Eftirmáli.

Þar sem sú sem þetta ritar hefur tilhneigingu til að hugsa dálítið afturábak kemur smá viðbót.

Ekki má gleyma Hjörleifs þætti Húnvetnings, sem hér hefur sett sig niður með tól sín og tæki og stofnað ásamt félaga sínum timburvinnslufyrirtæki, en hann vísaði okkur á staðinn þar sem við neyttum kvöldverðar.

Ekki má heldur láta undir höfuð leggjast að minnast hinna gullfallegu bygginga sem prýða gamla hluta bæjarins og byggðar eru í Jugend stíl og lét Þorleifur sig ekki muna um að fleygja sér niður í götuna til þessa að geta myndað eitt fegursta húsið “upp og niður” ef svo má segja.

Lýkur svo þessari frásögn.

Kristín og Gunnar

Ferðadagbók Húnakórs 7

Page 8: Ferðabók Húnakórsins 2002

Sumar í sex löndum 2002

Sunnudagur 16. júní 2002

Eftir fallegan sólardag í gær vaknaði hópurinn í smá sudda og klukkan 10 var lagt af stað frá Riga til Siuliai. Það birti fljótt til en var sólarlaust. Ekið var að landamærum, Lettlands og Litháen og var þar um 2ja tíma bið meðan vegabréfin voru skoðuð í tvígang. Verðir sáu myndavélar á lofti og kom það í ljós að myndataka var bönnuð. Þorleifur sagði að stundum væri sektað við þessu athæfi en við sluppum vel.

Nokkrar konur í hópnum þurftu að fara á snyrtingu (eins og gerist og gengur) á landamærastöðinni og eru nú þessa heiðurs aðnjótandi að eiga kvittun fyrir.

Nú var ekið af stað og stoppað við Krosshæð þar sem standa þúsundir krossa til marks um trú fólks og fyrirbænir. Stoppað var ca 1 klst. og gengið um svæðið og var áhrifamikið að vera þarna innan um alla þessa krossa sem ýmist stóðu einir sér, í haugum eða margir festir utan um hvern annan.

KL. 14:30 var komið til Siuliai og tékkað inn á hótel. Gengið var um nánasta umhverfi og leitað að matsölustað til að snarla á og “kaupfélagið” skoðað vel. Kl. 18:30 hittist hópurinn og fór á veitingastað til að borða kvöldmat.

Eyjólfur Ólafsson og Vilma kona hans, en þau búa hér á sumrin, fóru með okkur á country stað sem heitir Juoné Pastuocé. Þarna var mjög góður matur og tónlist svo allir fengu eitthvað við sitt hæfi.

Núna er ennþá einn góður dagur að kvöldi kominn og best að búa sig vel undir þjóðhátíðardaginn.

Sigga og Gísli

Ferðadagbók Húnakórs 8

Page 9: Ferðabók Húnakórsins 2002

Sumar í sex löndum 2002

Mánudagur 17. júní 2002

Að morgni þjóðhátíðardags vaknaði fólk í hinu fegursta veðri, sól og “sunnan” þey og væri það talið hið besta heyskaparveður í Húnaþingi.

Allir gengu glaðir í bragði til morgunverðar þrátt fyrir mjög misjafnan aðbúnað á Hótel Siuliai. Herbergi þau sem hluta hópsins var úthlutað væru ekki talin bústaðir manna á Íslandi en hinn hlutinn væri talinn vart ásættanlegur.

Kl. 8:30 var boðið upp á ferð á markað í fylgd þeirra ágætu hjóna Eyjólfs og Vilmu. Hluti hópsins fór í þá ferð en aðrir kusu að verja tímanum með öðrum hætti.

Kl. 10:00 var haldið af stað í rútuferð um næsta nágrenni Siuliai undir leiðsögn Vilmu. M.a. var skoðað “Árbæjarsafn” Litháa, en þar eru nokkur gömul hús varðveitt ásamt nokkrum búvélum. Í ferðinni var stansað á veitingastaðnum Zariga. Verið er að byggja þennan stað upp og eru þar m.a. fögur listaverk höggvin í trjádrumba.

Undirrituðum fannst athyglisvert að aka um sveitir Litháen og sjá hina frumstæðu búskaparhætti m.a. hestum beitt fyrir plóg og rakstrarvél.

Kl. 14:00 – 18:00 var frjáls tími og þá var nú heldur betur tekið á rás og verslunargatan stikuð fram og til baka. Sumir vildu helst bara stika fram og þurfa ekki að stika til baka. En að lokum komu samt allir til baka þar sem Vilhjálmur og Halldór formenn þeirra tveggja fylkinga sem hér ferðast saman höfðu boðað til æfinga. Æfingar gengu vel og um kl. 19:30 var gengið í skrúðgöngu undir íslenska fánanum og sungin ættjarðarlög. Ferðinni var heitið á veitingastaðinn Juoné Pastuocé þar sem haldin var þjóðhátíðarsamkoma. Var það hin besta skemmtun sem tókst í alla staði mjög vel.

Í tilefni dagsins færði Eyjólfur Húnakórnum að gjöf lag sem hann samdi þegar hann var kennari á Hvammstanga fyrir c.a. 30 árum. Sem þakklætisvott fyrir veitta aðstoð og velvild færði kórinn þeim Eyjólfi og Vilmu að gjöf fána og disk Húnakórsins. Yndislegur og hamingjuríkur dagur.

Á morgun bíður langur og strangur dagur og er því tími til að ljúka þessari bókfærslu.

María og Hjálmur

Ferðadagbók Húnakórs 9

Page 10: Ferðabók Húnakórsins 2002

Sumar í sex löndum 2002

Þriðjudagur 18. júní 2002

Allir vöknuðu hressir og sprækir eftir velheppnaða þjóðhátíð. Og nú var dagurinn tekinn snemma, morgunveður kl. 6:30. Lagt af stað til Póllands kl. 7:20 en langt ferðalag er fyrir höndum. Áætlað er að koma þangað um kl. 22:00. Kl. 8:18 var fyrsti snapsinn tekinn svona rétt til að ná úr sér morgunsleninu. Veður var mjög gott, glaðasólskin og logn sem allir dásömuðu eftir rigningardaga fyrr í ferðinni. Þorleifur rakti sögu lands og þjóðar Póllands í upphafi ferðar. Saga landsins er stórbrotin og Þorleifur hér á heimavelli, margfróður og skemmtilegur sögumaður.

Klukkan 11:10 var komið að landamærum Litháen og Póllands. Allir voru búnir að búa sig undir tafir og vesen. Kom því þægilega á óvart að það tók ekki nema ½ klukkustund að komast í gegnum þessa passaskoðun beggja landanna.

Nú var heldur betur farið að hitna, en fréttir að heiman segja að þar sé stormasamt og 8° hiti. Stoppað var í sjoppu og átu sumir nesti sem keypt var í “kaupfélaginu” í Siuliai áður en lagt var af stað.

Grétar fór með vísur og gamanmál að austan og Þorleifur hélt áfram að fræða okkur og segja skemmtisögur.

Runólfur sýndi videoupptöku frá kvöldinu áður svo við gætum lært lagið sem Eyjólfur gaf kórnum. Villi formaður og Grétar fyrrverandi formaður sungu og allir tóku undir í viðlaginu.

Vilhjálmur hafði fengið tölvupóst fá tengdasyni sínum Einari Kolbeinssyni kvöldið áður og er eftirfarandi ritað hér:

Með Eistunum!

Horfin loks er hugarþröng,hefur gleðin völdin.Áður fyrr ég aldrei söngmeð Eistunum á kvöldin.

Allra vekur eftirtekt,óskaljóðin klingja.Enda finnst mér unaðslegt,með Eistunum að syngja.

Þó að væri leiðin löng,látlaust kneyfður bjórinn.Undurblítt með Eistum söngallur Húnakórinn.

Ferðadagbók Húnakórs 10

Page 11: Ferðabók Húnakórsins 2002

Sumar í sex löndum 2002

Landsins konur göfga geð,gleði raskar lítið.Að þær syngi Eistum meðer nú soldið skrýtið.

Eðlilega meta máað meyja ljúfur fjöldinn,ósköp glaður uni hjáEistunum á kvöldin.

EK

Eiríkur kom síðan með tvær vísur og voru þær svona:

Í Húnakórnum konur góðaraf körlum náðu völdunum.Með Eistunum voru þær ansi góðareinkum seint á kvöldunum.

Hin er um Þorleif:

Þorleifur með þrútinn fótþrammar eftir vellinum.Ásýndin er afar ljótEinkanlega á ...hægri fætinum!

Þetta er nauðhenda með afturkræfu endarími.

Stuttu seinna skammaðist hann sín voðalega og gerði bragarbót.Verður þá seinniparturinn svona:

Ásýndin er ekki ljótað undanskildum ...hægra fætinum.

Komið var til Gdansk um klukkan 10 að kvöldi og voru allir voða fegnir að þessum langa ferðadegi væri að ljúka. Þá kom í ljós að bílstjórarnir færu heim til Eistlands í kvöld og hvað þá? Engin rúta á morgun! Safnað var saman fullt af peningum og þeim fært sem þjórfé. Þorleifur hringdi í Jón Karl og hann sagði nýja rútu koma í fyrramálið. Allir urðu voða glaðir en það bara í smástund því þá kom í ljós að ekkert hótel fannst; þ.e.a.s hótel Novotel. Þorleifur tók undir sig stökk inn á næsta hótel til að hringja og kanna málið. Eftir langa mæðu kom hann glaðbeittur út af hótelinu og sagði okkur að við færum á Hótel Gdynia. Þangað var haldið og allir fengu góð herbergi. Síðan var sameiginlegur kvöldverður á hótelinu.

Allir fóru svo hamingjusamir í rúmið fyrir kl. 24:00. Á morgun verður farið í skoðunarferðir um nærliggjandi svæði.

Anna og Runólfur

Ferðadagbók Húnakórs 11

Page 12: Ferðabók Húnakórsins 2002

Sumar í sex löndum 2002

Miðvikudagur 19. júní, kvenréttindadagur

Nú hefur Húnakór skipt um rútu og bílstjóra. Brottför í skoðunarferð var áætluð kl. 10:00 en varð 10:30 sem er dæmigerð Húnakórsóstundvísi.

Farið til Sopot, hætt við bryggjuskoðun því tími of knappur, en í staðinn gengið smá stund um Monte Casino strætið, litið inn á einn bar þar sem gamaldags hlutir skreyttu hýbýli og einnig litið inn í eina kirkju. Þangað kom fólk greinilega í ákveðnum bænatilgangi og ferðamenn fóru hjá sér. Þess ber að geta að veður var einstaklega gott, sólskin og sterkjuhiti svo mörgum þótti nóg um. Því næst var haldið til Oliwa sem er í útjaðri Gdansk og farið í kirkju frá 1755 eða þar um bil en þarna er hljómburður stórkostlegur.

Að þessu loknu var stefnan sett á Stutthof, útrýmingarbúðir nazista í síðari heimstyrjöld. Margir kórfélagar máttu ekki til þess hugsa að fara þangað með hálftóman maga og því var stoppað á fyrsta McDonalds stað sem fannst. Sá stans mæltist misjafnlega fyrir.

Í Stutthof voru fangabúðir fyrst byggðar í ágúst 1939, sem er fyrr en hin raunverulega heimstyrjöld hófst sem gefur til kynna að þá þegar hafi örlög pólskra gyðinga verið ráðin. Safnið er ömurlegt sýnishorn af ótrúlegri mannvonsku þar sem 70 – 80 þúsund manns létu lífið.

Í bakaleið var komið við hjá hliði Lenin skipasmíðastöðvarinnar í Gdansk. Þar var Samstaða stofnuð 1980. Lech Walesa tók þá við stjórn baráttu verkamanna og er oft vitnað í að hann stökk yfir hliðið til að sameinast sínum mönnum sem höfðu lokað sig þar inni í mótmælaskyni. Þarna eru krossarnir þrír sem eru minnisvarði um menn sem féllu í þessari verkalýðsbaráttu. Við hliðið voru nýlegar blómaskreytingar sem sýna að þessi barátta er ekki gleymd.

Skoðunarferð dagsins tók meira en 6 klukkustundir, mikil gróska í öllu! – og ef farbar verða aftur slíkar ferðir þarf að huga betur að tímasetningum því þessi fór talsvert fram út tímaáætlun.

Hópurinn kom á hótel kl. rúmlega hálf sex og bjó sig í skyndi til grillveislu úti í skógi sunnan við Gdansk. Sú veisla heppnaðist frábærlega og hafi einhver pirringur verið fyrri hluta dags hvarf hann í yndislegu sveitaumhverfinu við notalegt viðmót gestgjafa. Flokkur hljóðfæraleikara í þjóðbúningum tók á móti okkur og skemmti síðar bæði með dansi og söng. Hópur þessi er frá Vestur –Pommern eða Kaszuby í Póllandi. Tungumál þeirra er Kaszubski sem er deyjandi tungumál. Þetta eru frábærir listamenn sem glöddu gesti mjög. Matur var frábær, grillað villisvín og margskonar annað góðgæti. Síðar var kveiktur varðeldur úti í garði og gestgjafar héldu áfram að grilla í mannskapinn. Hafa trúlega frétt af mataráhuga kórfélaga.Svo var dansað á grundinni og kórfélagar sungu, sjálfum sér til skemmtunar ef ekki öðrum.

Ekið heim á mildu sumarkvöldi klukkan að ganga 23.

María og Haukur

Ferðadagbók Húnakórs 12

Page 13: Ferðabók Húnakórsins 2002

Sumar í sex löndum 2002

Fimmtudagur 20. júní 2002

Allir mættir í rútuna klukkan 10:00 nema Þorleifur fararstjóri, sem lét bíða eftir sér í 10 mínútur eins og hefðarmanni sæmir. Ekið til Gdansk en þar hófst seinni heimstyrjöldin. Forsjálir menn höfðu gert uppdrátt af borginni sem kom sér vel þar sem hún var lögð í rúst og það eina sem eftir var, voru sprengjugígar. Þegar farið var að byggja borgina upp, fundust einar kjallaratröppur til að miða hæðarpunkta við.

Svona rennur fróðleikurinn upp úr Þorleifi með mörgum “hérna” á milli.

Þorleifur byrjaði á því að ganga með hópinn að Neptúnusarbrunninum og síðan út um gullna hliðið sem var tollhlið á Hansatímanum. Þaðan var gengið að Maríukirkjunni sem er stærsta múrsteinskirkja í Evrópu. Þaðan var farið um eina af gömlu götunum, en þar eru margar raf-verslanir. Farið niður að höfn þar sem gamall skipskrani stendur, en hann er frá ca. 1443. Nokkrir úr hópnum fóru með Þorleifi og pólskum samkennara hans að gamla pósthúsinu en seinni heimstyrjöldin hófst með því að herskipið Slésvík Holstein, sem var í kurteisisheimsókn, skaut á það 1. sept. 1939 klukkan 4:38. Þar fórust margir en þeir sem eftir lifðu vörðust inni í húsinu í viku en þá voru þeir allir drepnir.

Þaðan var farið í kirkju sem var griðastaður Samstöðu og Lech Walesa kom oft til. Eftir bænastund í kirkjunni var farið aftur í bæinn.

Aðalsteinn og Ingólfur sáu dúkabúð, snöruðu sér inn og keyptu sér dúka. Um miðjan daginn komu þrumur og eldingar. Himininn opnaðist og það hellirigndi. Eftir ca. 2 klukkustundir stytti upp og sólin fór að skína. Fólk stytti sér stundir við að skoða bæinn, kíkja í verslanir og seðja hungrið. Klukkan 18:45 var farið í rútuna og haldið niður að höfn til að fara um borð í ferjuna til Karlskrona.

Það gekk nokkuð seint að komast í gegnum tollskoðunina en hafðist þó og allir fóru með strætó að skipsskut.

Mönnum var raðað í herbergi og urðu sumir herrarnir öfundsjúkir er kom í ljós að tveir þeirra fengu fullar káetur af kvenfólki en aðrir urðu að notast við gamla settið. Klukkan 22:30 mættu allir upp á búnir til kveðjuhófs. Fluttar voru ræður. Eiríki og Runólfi voru færðar smá gjafir sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf fyrir kórinn. Eftir stutt stopp á barnum fóru allir út á dekk til þess að horfa á “flugeldasýningu” í boði fararstjóra.

Agga og Addi

Ferðadagbók Húnakórs 13

Page 14: Ferðabók Húnakórsins 2002

Sumar í sex löndum 2002

Föstudagur 21. júní 2002 - lokadagur

Ferðadagbók Húnakórs 14