fjarðarpósturinn 16. október 2014 - 37. tbl. 32. árg

12
ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Gleraugnaverslun Strandgötu, Hafnarfirði Sími 555 7060 www.sjonlinan.is 37. tbl. 32. árg. Fimmtudagur 16. október 2014 Upplag 10.500 eintök. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Hafnarfirði – einfalt og ódýrt VELKOMIN Í LÆGRA LYFJAVERÐ Apótekið Setbergi Opið virka daga 9-18.30 og laugard. 10-16 Rúðuvökvi FLATAHRAUN HRAUNBRÚN HJALLAHRAUN KAPLAKRIKI KFC FJARÐARHRAUN REYKJAVÍKURVEGUR SÓLNING RAUÐHELLU OG SÓLNING HJALLAHRAUNI... ...SAMEINAST Í HJALLAHRAUNI Þeir sem eiga geymsludekk í Rauðhellu þurfa ekki að hafa áhyggjur. Þau bíða ykkar í Hjallahrauni. 15% afsláttur af vörum og vinnu gegn afhendingu miðans. Afslátturinn gildir til 30. júní 2014 www. solning.is Stofnuð 1988 Fjarðargötu 17 Opið virka daga kl. 9-17 Sími: 520 2600 [email protected] www.as.is Firði • sími 555 6655 www.kökulist.is súrdeigsbrauðin okkar! Sú fyrri af tveimur nýjum lofthreinsistöðvum í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík sem ræst var í sumar reyndist mun háværari en forskrifað hafði verið. Við það jókst hávaði frá stöðinni auk þess sem tíðnisviðið varð dýpra en áður. Þetta olli ónæði sums staðar á lóð álversins og sums staðar í næstu hverfum og í efstu byggðum Setbergs. Á mánudaginn var settur hljóðdeyfir á hreinsistöðina og heyrðu menn árangurinn strax á svæðinu þó enn sé eftir að sannreyna hann með mælingum. Í næstu viku verður hin nýja hreinsistöðin, næst Hafnarfirði, ræst og verður hún með sams- konar hljóðdeyfi. Ekki var skipt um hreinsistöð við skála 3 þar sem framleiðslu- aukning þar var óveruleg. Straumstækkunarverkefnið sk. skilaði 8% framleiðsluaukningu og verðmætari framleiðslu auk þess sem rekstraröryggið var aukið til muna. Hins vegar voru væntingarnar meiri og hefur fyritækið þurft að afskrifa háar upphæðir vegna þess. Hljóðkútur á hreinsibúnað Ný og betri lofthreinsistöð var háværari en ætlað var Hljóðdeyfir hýfður á sinn stað - ofan í strompinum. – BÍLAVERKSTÆÐI VARAHLUTIR OG VIÐGERÐIR – FRUM www.bilaraf.is [email protected] Bílaraf ehf. Flatahrauni 25 220 Hafnarörður Hemlahlutir, kúplingar, startarar, alternatorar, rafgeymar, bilanagreiningar o.fl. o.fl. Sími 564 0400 Sigurjón Einarsson málarameistari Sími 894 1134 [email protected]

Upload: fjardarposturinn

Post on 05-Apr-2016

235 views

Category:

Documents


8 download

DESCRIPTION

Fjarðarpósturinn 16. október 2014 - 37. tbl. 32. árg. Bæjarblað Hafnfirðinga

TRANSCRIPT

Page 1: Fjarðarpósturinn 16. október 2014 - 37. tbl. 32. árg

ISSN 1670-4169Vefútgáfa: ISSN 1670-4193

www. f ja rda rpos tu r inn . i s

Gleraugnaverslun

Strandgötu, Hafnar�rðiSími 555 7060

www.sjonlinan.is37. tbl. 32. árg. Fimmtudagur 16. október 2014

Upplag 10.500 eintök. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Hafnarfirði

– einfalt og ódýrtVELKOMIN Í LÆGRA LYFJAVERÐApótekið Setbergi • Opið virka daga 9-18.30 og laugard. 10-16

Rúðuvökvi

FLATAHRAUN

HRAUNBRÚN

HJALLAHRAUN

KAPLAKRIKI

KFC

FJAR

ÐA

RH

RA

UN

REYK

JAV

ÍKU

RVEG

UR

SÓLNING RAUÐHELLU OG SÓLNING HJALLAHRAUNI...

... SAMEINAST Í HJALLAHRAUNIÞeir sem eiga geymsludekk í Rauðhellu þurfa ekki

að hafa áhyggjur. Þau bíða ykkar í Hjallahrauni.

15% afsláttur af vörum og vinnu gegn afhendingu miðans. Afslátturinn gildir til 30. júní 2014

www.solning.is

Stofnuð 1988

Fjarðargötu 17

Opið virka daga kl. 9-17Sími: 520 2600

[email protected]

www.as.isFirði • sími 555 6655

www.kökulist.is

súrdeigsbrauðin okkar!

Sú fyrri af tveimur nýjum lofthreinsistöðvum í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík sem ræst var í sumar reyndist mun háværari en forskrifað hafði verið. Við það jókst hávaði frá stöðinni auk þess sem tíðnisviðið varð dýpra en áður. Þetta olli ónæði sums staðar á lóð álversins og sums staðar í næstu hverfum og í efstu byggðum Setbergs.

Á mánudaginn var settur hljóðdeyfir á hreinsistöðina og heyrðu menn árangurinn strax á svæðinu þó enn sé eftir að sannreyna hann með mælingum. Í næstu viku verður hin nýja hreinsistöðin, næst Hafnarfirði, ræst og verður hún með sams­konar hljóðdeyfi.

Ekki var skipt um hreinsistöð við skála 3 þar sem framleiðslu­aukning þar var óveruleg.

Straumstækkunarverkefnið sk. skilaði 8% framleiðsluaukningu og verðmætari framleiðslu auk þess sem rekstraröryggið var

aukið til muna. Hins vegar voru væntingarnar meiri og hefur fyritækið þurft að afskrifa háar upphæðir vegna þess.

Hljóðkútur á hreinsibúnaðNý og betri lofthreinsistöð var háværari en ætlað var

Hljóðdeyfir hýfður á sinn stað - ofan í strompinum.

– B Í L A V E R K S T Æ Ð I – V A R A H L U T I R O G V I Ð G E R Ð I R –

FRUM

www.bilaraf.is [email protected] Bílaraf ehf. Flatahrauni 25 220 Hafnar�örður

Hemlahlutir, kúpl ingar, startarar, a lter natorar, rafgeymar, bi lanagreiningar o.�. o .�.

Sími 564 0400

Sigurjón Einarsson málarameistari

Sími 894 1134 [email protected]

Page 2: Fjarðarpósturinn 16. október 2014 - 37. tbl. 32. árg

2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. október 2014

Það væri óskandi að pólitíkin væri einföld og að það væri einfalt að efna kosningaloforð. Það er það greinilega ekki og eflaust hafa bæjarfulltrúar þá tilfinningu að þeir berjist við ósýnilegan draug. Hlutir sem eiga að vera einfaldir eru það

ekki og enginn veit af hverju. Kerfið leyfir ekki alltaf snör viðbrögð áhugasamra bæjarfulltrúa. Að ýmsu þarf að gæta, flóknum reglum, hefðum og ekki síst reynslu embættismanna af álíka tilraunum. Regluverkið er sennilega erfiðasti hjallurinn í mörgum verkum þar sem andmælaréttur og eignarréttur er það rétthár að það skerðir rétt þeirra sem brotið er á. Þannig virðist erfiðlega ganga að fjarlægja drasl og hluti sem ekki er heimilt að hafa á lóðum og á almannafæri og það er jafnvel ekki sjálfsagt mál að hægt sé að láta fjarlægja bíl af einkalóð án þess að geta átt von á að borga kostnaðinn sjálfur.

Eitt af betri verkum eru hreinsunarátak sem í sjálfu sér ætti hins vegar að vera óþarfi. Þau eru þó ekki einföld í framkvæmd og kosta fé og vinnu starfsmanna sem þegar hafa nóg að gera. Auðvitað ætti það að vera á ábyrgð lóðarhafa að hafa snyrtilegt á sinni lóð sem það er í sjálfu sér. Það er vonandi að hreinsunarátakið sem nú stendur yfir skili tilætluðum árangri en ef litið er í ruslagámana sem settir hafa verið upp víðs vegar um bæinn spyr maður sig um árangurinn. Þar virðist að stórum hluta vera drasl sem kemur innan úr húsum en ekki af lóðum. Sleppa menn við að aka út í Sorpu eða Gámavelli og þurfa ekki að hafa stórar áhyggjur af flokkun. Eykur þetta umhverfisvitund bæjarbúa?

Ratleik Hafnarfjarðar lauk fyrir skömmu en þessi sumarlangi leikur hefur verið haldinn 17 sinnum. Þó hin mikla vætutíð hafi sett strik í útivist bæjarbúa þá nutu þess fjölmargir að upplifa uppland Hafnarfjarðar og kynnast menningarverðmætum þar sem lítt eru í hávegum höfð í hinu stóra samhengi. Ekki aðeins eru menningar­verðmæti sem leynast í mannvistarleyfum heldur er náttúrufegurð víða mikil og jarðmyndanir sem heilla fólk hreinlega upp úr gönguskónum. Vert er að geta mikillar vinnu sem Ómar Smári Ármannsson, rannsóknar­lögreglu maður og fornleifafræðingur hefur lagt í skráningu minja og söfnun upplýsinga. Má finna þessar upplýsingar að stærstum hluta inn á vefsíðunni www.ferlir.is. Það ætti að vera forgangs verkefni hjá Hafnar­fjaðrarbæ að tryggja aðgengi að þessum upplýsingum og varðveiðslu þeirra og ekki síður þeirra minja sem þar er lýst. Aukin byggð og vegalagning á eftir að eyðileggja margar minjar ef ekki verður betur staðið að formlegri skráningu þeirra en nú er gert. Þarna liggur þekking sem má ekki glatast.

Guðni Gíslason ritstjóri.

leiðarinn

Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði

Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf.Ritstjóri: Guðni Gíslason

Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson.Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, [email protected]

Auglýsingar: 565 3066, [email protected]: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur

ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193

www.fjardarposturinn.iswww.facebook.com/fjardarposturinn

35 árStolt að þjóna ykkur

Útfararskreytingarkransar, altarisvendir,

kistuskreytingar, hjörtu

Bæjarhrauni 26Opið til kl. 21 öll kvöldSímar 555 0202 og 555 3848

www.blomabudin.is

Sunnudagurinn 19. október

Sunnudagaskóli kl. 11Sameiginleg

guðsþjónusta með Kvennakirkjunni kl. 14

Fríkirkjukórinn og Fríkirkjubandið leiða sönginn undir stjórn Aðalheiðar

Þorsteinsdóttur organista Kvennakirkjunnar.

www.frikirkja.is

Sunnudagurinn 19. október

Sunnudagaskóli kl. 11Vinadagur, allir komi með gest.

Gospelguðsþjónusta kl. 20Kór Ástjarnarkirkju syngur

undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar.Prestur er sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson

fv. Dómkirkjuprestur

Eldriborgarastarf á miðvikudögum kl. 13.30-15.30

Unglingastarf á miðvikudögum kl. 20

www.astjarnarkirkja.is

Sunnudagurinn 19. október

Sálmahátíð kl. 11 Mark Anderson, organisti, leiðir viðstadda í

almennum sálmasöng ásamt Guðmundi organista. Upplifðu alvöru fjöldasöng í kirkjunni!

Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson.

Sunnudagaskóli kl. 11 í safnaðarheimilinu undir leiðsögn Önnu Elísu,

Margrétar Hebu og fleiri.

Kaffi, kex og djús á eftir.

Alla miðvikudaga

Morgunmessa kl. 8.15Morgunverður kl. 8.45

www.hafnarfjardarkirkja.is.

HAFNARFJARÐARKIRKJA

1914 - 2014

VíðistaðakirkjaSunnudagur 19. október:

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11Sr. Hulda Hrönn Helgadóttir þjónar.

Félagar úr kirkjukórnum leiða söng undir stjórn Helgu Þ. Guðmundsdóttur organista.

Molasopi á eftir. Allir velkomnir

Starfsfólk Víðistaðakirkju.

www.vidistadakirkja.is

Handbolti: 16. okt. kl. 19, Akureyri

Akureyri ­ FHúrvalsdeild karla

16. okt. kl. 19.30, Mosfellsbæ Afturelding ­ Haukarúrvalsdeild karla

17. okt. kl. 19.30, Kaplakriki FH - HKúrvalsdeild kvenna

Körfubolti: 16. okt. kl. 19.15, Stykkishólmur

Snæfell ­ Haukarúrvalsdeild karla

22. okt. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Hamarúrvalsdeild kvenna

15. okt. kl. 19.15, Grindavík Grindavík ­ Haukarúrvalsdeild kvenna

Körfubolti úrslit:Konur:

Grindavík ­ Haukar: (miðv.dag)Haukar ­ Keflavík: 74­72Snæfell ­ Haukar: 65­60

Karlar: Haukar ­ Grindavík: 97­77

Handbolti úrslit:Karlar:

Haukar ­ Valur: 25­24FH ­ HK: 36­28

Konur:Haukar ­ ÍBV: 28­30

Haukar mæta Stjörnunni

Dregið hefur verið í 32 liða keppni í bikarkeppni KSÍ, karla

Haukar heimsækja Stjörnuna og b­lið Hauka sækir Reyni Sandgerði heim. Leikið verður dagana 31. október til 3. nóvember.

ÞjálfararLuka Kostic mun þjálfa karlalið

Hauka í knattspyrnu næstu þrjú árin.

Þá skrifaði Heimir Guðjónsson í vikunni undir framlenginu um tvö ár á samningi sínum um þjálfun karla liðs FH.

Íþróttir

Page 3: Fjarðarpósturinn 16. október 2014 - 37. tbl. 32. árg

www.fjardarposturinn.is 3 Fimmtudagur 16. október 2014

...blaðið sem allir Hafnfirðingar lesa

..bæjarblað Hafnfirðinga síðan 1983

HVAR auglýsir þú?

Fáðu 20% afslátt af NOKIAN dekkjumog styrktu Bleiku slaufuna um leið

Veldu margverðlaunuð finnsk gæðadekk sem eru sérstaklega hönnuð fyrir krefjandi aðstæður norðlægra slóða.

ein öruggustu dekk sem völ er á

ítrekað valin bestu dekkin í gæðakönnunum

breitt úrval nagla-, vetrar- og heilsársdekkja

eigum dekk fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla

Bíldshöfða 5a, RvkJafnaseli 6, RvkDalshrauni 5, Hfj

Aðalsímanúmer515 7190

Opnunartími:Virka daga kl. 8-17Laugardaga: sjá MAX1.is

Fáðu ráðgjöf frá sérfræðingum MAX1. Skoðaðu dekkjaleitarvélina á MAX1.is

MAX1 býður 20% afslátt af hágæða Nokian dekkjum út októberog hluti söluágóða rennur til Krabbameinsfélagsins.

Eru dekkin þín lögleg? Kynntu þér nýja reglugerð

um mynstursdýpt á MAX1.is

Knarrarvogi 2, Rvk (ath. ekki dekkjaþjónusta)

MAX1 &

Gaflaraleikhúsið stofnar framtíðardeild

Frumsýnir Heili, hjarta, typpi í næstu viku

„Þegar litið er yfir leiklistar­flóru Íslands sést að það er ákveð in eyðimörk þegar kemur að leikhúsi fyrir ungt fólk þar sem ungt fólk er sjálft að skrifa og setja upp verk um sinn veruleika,“ segir Lárus Vil­hjálms son leikhússtjóri Gaflara­leikhússins.

„Uppfærslan á Unglingnum í Gaflaraleikhúsinu seinasta vetur var ákveðin tilraun og gekk vonum framar og var sýningin sýnd fyrir fullu húsi síðasta vetur og fékk tvær Grímutilnefningar. „Barnasýning ársins“ og „Sproti ársins“. Ríkissjónvarpið mun svo sýna Unglinginn í vetur. Eftir svona stórkostlegar viðtökur langar okkur náttúrulega bara að halda áfram.

Þess vegna höfum við ákveðið að stofna sérstaka ungmennadeild innan leikhússins sem ber nafnið Framtíðardeildin.“

Framtíðardeildin mun setja upp 1­2 sýningar á ári með fólki á aldrinum 12­24 ára. Þar fær unga fólkið okkar vettvang til að tjá sig, spreyta sig á sviðinu og eldra fólkið fær tækifæri til að skyggnast inn í hugarheim yngri kynslóða.

Í vetur verða frumsýnd í Gaflaraleikhúsinu tvö ný íslensk verk eftir ungt fólk.

„Þann 24. október frumsýnum við „Heili, hjarta, typpi“ sem er skrifað og leikið af 3 strákum. Í janúar ætlum við svo að frum­sýna leikritið „Konubörn“ sem er verk eftir 6 stelpur. Bæði verkin fjalla á gamansaman máta um pressuna og tilvistarkreppuna sem krakkar upplifa eftir útskrift úr menntaskóla.“

Björk Jakobsdóttir mun leik­stýra báðum verkunum og það stefnir allt í að framtíðin verði óvenju björt í Gaflaraleikhúsinu í vetur að sögn Lárusar.

Nýr fjármálastjóriKom til starfa sl. fimmtudag

Rósa Steingrímsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Hafnar­fjarðarbæjar og kom hún til starfa sl. fimmtudag. Ekki hafði þó verið upplýst um ráðningu hennar daginn fyrr. Rósa tekur við starfinu af Gerði Guðjóns­dóttur sem hvarf til annarra starfa í vor.

Rósa er 51 árs gömul Reyk­víkingur, viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún lauk MBA námi frá University of Southern California og prófi í verð bréfa­viðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur reynslu af störfum sem fjárm álastjóri m.a hjá SP fjármögnun, Flögu Group og Dróma hf. Rósa Steingrímsdóttir.

Hlaupahópur FH býður bæjarbúum að taka þátt í „Bleika Hlaupinu“, hlaupi til styrktar átaki Krabbameinsfélagsins sem hvetur konur til að mæta reglu­lega í leghálskrabbameins­skoðun.

Hlaupið verður frá Suður­bæjarlaug og verður lagt af stað kl. 9. Í boði verða þrjár vega­lengdir, 5, 10 og 20 km og hlaupið verður í fallegum haust­litunum um uppsveitir Hafnar­fjarðar.

Hver hlaupari mætir með 1.000 kr. í reiðufé og það fjármagn sem safnast mun renna óskipt til Krabbameinsfélagsins.

Að hlaupi loknu verða í boði veitingar auk þess sem frítt verður í sund í Suðurbæjarlaug

fyrir þátttakendur í boði Hafnarfjarðarbnæjar.

Aldrei er að vita hvernig búningar hlauparanna verður.

„Bleika hlaupið“ á laugardagHlaupahópur FH býður bæjarbúum að taka þátt í styrktarhlaupi

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Vinna er að hefjast við gerð þróunaráætlunar fyrir svæðið sem afmarkast af garðinum sem sést við slippinn og Suðurgarði sem sést glitta í til hægri á myndinni. Hvað verður þarna í framtíðinni?

Hvað mun breytast á hafnarsvæðinu?

Page 4: Fjarðarpósturinn 16. október 2014 - 37. tbl. 32. árg

4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. október 2014

Í hverri viku koma foreldrar sem ætla á Skólaskrifstofu Hafn­arfjarðar að leita að henni í hús­næði að Strandgötu 31, þaðan sem hún flutti fyrir nokkr um ár um, enda er skiltið enn til staðar. Þeir sem starfa í Kveikj­unni í Hafnarfirði vísa af þolin­mæði foreldrum á nýja staðinn en til að spara þeim sporin sem ætla á skólaskrifstofu mætti taka skiltið niður. Ítrekað hefur verið bent á að það þyrfti en engu að síður er þetta fína skilti með vitann sem lýsir leitendum ranga leið.

Metnaðar- eða hirðuleysi?

Þetta skilti var sett upp eftir gagnrýni á að það vantaði merkingar á stofnanir bæjarins.

Það vakti athygli, þegar annars svo áhugavert verkefni um þróun hafnarsvæðisins frá Suðurbakka (bryggjunni gegnt Norðurbakka) inn að sjóvarnar garði norðan slippsins var rætt á fundi skipulags­ og bygg ingarráðs, að tillaga að verkefna lýsingu sem samþykkt var á fundinum sé haldið leyndri. Segir formaður ráðsins, Ingi Tómasson að hún komi inn þegar málið sé frágengið.

Það hlýtur að vera lágmarks­krafa að samþykktir á fundum séu birtar og er þetta í engu samræmi við loforð nýs meiri­hluta um aukið gangsæi og þátt­töku íbúanna.

Skipulags­ og byggingarráð samþykkti framlagða verkefna­lýsingu sem íbúar fengu ekki að sjá og að ráðinn verði verkefna­stjóri á forsendum hennar.

Stefnt er að því að starfs­hópurinn verði fullskipaður eigi síðar en 3. nóvember nk. Skipu­lags­ og byggingarráð leggur áherslu á að unnið verði í nánu

samstarfi við lóðarhafa og hags­munaaðila á svæðinu, sem kall­aðir verði á fundi verk efnastjóra/hópsins eftir atvikum. Sviðstjóra

skipulags­ og bygg ingarsviðs er falið að ganga frá samningi við væntanlegan verk efnastjóra á grundvelli verkefna lýsingar í samráði við hafnar stjóra. Samn­ingur við verkefna stjórann verð­ur lagður fram á næsta fundi skipulags­ og bygg ingarráðs. Sviðsstjóra er jafn framt falið að gera tillögu að erind isbréfi fyrir

starfshópinn í samræmi við „Reglur fyrir starfs nefndir á vegum skipulags­ og bygg ingar­ráðs Hafnarfjarðar“. Sviðsstjóri

Skipulags­ og byggingarsviðs verður tengiliður sviðsins við verkefnið.

Ekkert kemur fram í sam­þykktum ráðsins hvernig skipað er í þennan starfshóp að öðru leyti en því að beint er til hafnar­stjórnar að skipa fulltrúa í starfs­hópinn.

Margir bíða spenntirSvæði þetta hefur verið lengi í

umræðunni og fjölmargar hugmyndir hafa verið lagðar fram og ræddar en aldrei hefur verið samþykkt nein þróunar­áætlun fyrir svæðið. Sú vinna er að fara af stað nú og bíða margir spenntir eftir að fá að leggja orð í belg og aðrir bíða spenntir eftir því hvað út úr þessum tillögum kemur. Eflaust verður þetta ekki létt verk, að tengja saman atvinnustarfsemina við drauma um um veitingastaði, kaffihús, menningarstarfsemi og jafnvel ferðaþjónustu sem kæmi sem ný viðbót við atvinnustarfsemina á svæðinu. Þróun svæðisins hangir saman með þróun verslunar og þjónustu í miðbæ Hafnarfjarðar og fjölda ferðamanna í bænum.

Í dag fara flestir farþegar skemmtiferðaskipanna beint upp í rútu og út úr bænum.

Samþykkt verkefnalýsing ekki birtLoforð um aukið aðgengi bæjarbúa að gögnum svikið?

Stutt málverkasýning

Tengingin á milli miðbæjarins og smábátahafnarinnar hefur oft ver-ið rædd. Hlutinn frá miðbænum að slippnum er ekki til umræðu nú.

Marga dreymir um áframhaldandi veru slippsins en aðrir vilja að hann fari.

Björn Traustason og Kristinn Þór Elíasson opna samsýningu í Samfylkingarhúsinu á Strand­götu 43 á morgun, föstudag kl. 18. Stendur sýningin til sunnu­dags.

Í trélitaverkum sínum túlkar Björn af mikilli einlægni og nákvæmni líf og starf bóndans. Björn hefur lengi heillast af íslensku sveitinni og eyðir löngum stundum í að teikna hvert smáatriði, hverja vél, tæki og tól sem notuð eru í sveitinni sem hann þekkir svo vel.

Kristinn Þór hneigðist snemma til teikninga. Hann hefur numið myndlist við ýmsa skóla og lagði einnig stund á auglýsingateiknun. Hann hefur ræktað með sér mikla næmni fyrir mannslíkamanum sem hann skilar áfram í olíuverkum

sínum. Fantasíur eru hluti af hugmyndaheimi verkanna og skýrskotun í goðaheiminn og vaxtarækt.

Opið er föstudag til kl. 21 en um helgina er opið kl. 13­17.

Viktor Strange í Tor-Net sem framleiðir net á Eyrartröðinni og á Las Palmas.

Þröstur Auðunsson í Trefjum sem sýndi m.a. skærgula Cleopötru.

Hafnfirski listamaðurinn Eyjólfur Kristjánsson skemmti gestum.

Þorsteinn úr Þorlákshöfn þáði Pækil frá Saltkaupum sem var með stóran bás.

Ljós

myn

dir:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Page 5: Fjarðarpósturinn 16. október 2014 - 37. tbl. 32. árg

www.fjardarposturinn.is 5 Fimmtudagur 16. október 2014

www.hafnarfjordur.is

22. september - 22. nóvember 2014

Hreinsun íbúðar-, iðnaðar- og nýbyggingarsvæða

Minnum á:

Hausttiltekt

Við minnum á hreinsunarátakið sem stendur til 22. nóvember. Bæjarbúar eru hvattir til að hreinsa lóðir sínar og nærumhverfi og til nýta sér gámastöðvar

sem eru á sex stöðum í bænum. Þar er hægt að henda timbri, stáli og blönduðu rusli í

þar til merkta gáma.

Á Mínum síðum á vef Hafnarfjarðarbæjar, hafnarfjordur.is, geta fyrirtæki og húsfélög

óskað eftir að rusl verði sótt.

Tökum höndum saman og gerum bæinn okkar enn fallegri.

Nánari upplýsingar eru á www.hafnarfjordur.isFallegur bær er okkur kær!

Öflug sjávarútvegsfyrirtækiÞjónustufyrirtæki mörg og gríðarlega öflug í Hafnarfirði

Sjávarútvegssýningin var haldin í lok september í Kópavogi. Þar var sýnt allt það nýjasta tengt útgerð og vinnslu og kenndi þar margra grasa. Sýningin var greinilega líka samkomustaður fólks í útgerð og þjónustu. 30 ára eru síðan fyrsta sýningin var haldin en sýning í ár var sú stærsta frá upphafi með yfir 500 sýnendur frá 32 löndum. Gestir sýningarinnar voru flestir fagfólk og hafa aldrei verið fleiri en nú, rúmlega 13.500. Skipuleggjandi sýningarinnar er breska fyrirtækið Mer­cator Media.

Fjölmörg hafnfirsk fyrirtæki voru meðal sýnenda enda er þjónustuiðnaðurinn við sjávarútveg gríðarlega öflugur í Hafnar­firði.

Sónar ehf. var með mjög stóran bás og fengu gríðarlega athygli. Hér ræðir Vilhjálmur Árnason framkvæmdastjóri við áhugasama sýningargesti.

Héðinn hf. er eitt af stóru iðnfyrirtækj-un um í Hafnarfirði og þjónustar fyrir-tæki víða um heim. Hér ræðir Guð-mund ur S. Sveinsson framkvæmda stjóri við Guðjón Guðnason rafvirkjameistara sjávarútvegssýningarinnar.

Gunnar Sigurðsson í Naust Marine hf. sýnir fullkominn stjórnbúnað fyrir togvindur. Allur búnaðurinn er smíðaður í Hafnarfirði.

Gára skipamiðlun er vaxandi fyrirtæki í Hafnarfirði og þjónustar m.a. farþega-skip og togara. Vilhjálmur K. Karlsson frá Isavia og Jóhann Bogason hjá Gáru.

Þeir Sigurður Óskarsson og Jóhann Ólafur Ársælsson hjá Ásafli ehf. höfðu í nógu að snúast enda mikill uppgangur hjá fyrirtækinu.

Þeir Haukur Valdimarsson, Davíð Þor-steins son og Jón Ingi Bjarnfinnson kynntu hreinsivörur Mjallar Friggjar en fyrir-tækið kom í Fjörðinn fyrir nokkrum árum.

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Page 6: Fjarðarpósturinn 16. október 2014 - 37. tbl. 32. árg

6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. október 2014

...blaðið sem allir Hafnfirðingar lesa..bæjarblað Hafnfirðinga síðan 1983

Hvar auglýsir þú?

www.n1.is facebook.com/enneinn

ÍSLEN

SKA

/SIA.IS E

NN

70873 10/14

Jeppaeigendur þekkja að við íslenskar aðstæður veltur mikið á að

hjólbarðarnir séu af bestu gerð. Láttu dekkin frá Cooper draga fram það

besta í jeppanum þínum í vetur.

Hjólbarðaþjónusta N1:Bíldshöfða 440-1318 Fellsmúla 440-1322 Réttarhálsi 440-1326 Ægissíðu 440-1320

Langatanga Mosfellsbæ 440-1378 Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 440-1374 Grænásbraut Reykjanesbæ 440-1372 Dalbraut Akranesi 440-1394

Opið mánudaga-föstudaga kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.n1.is www.dekk.is 

Cooper undirjeppann í vetur • Nýtt og endurbætt vetrardekk

með öflugu gripi

• Mikið skorið og neglanlegt fyrir veturinn

• Hentar íslenskum aðstæðum enda hannað fyrir norræna vegi

Cooper Discoverer M+S 2

• Nýtt óneglanlegt vetrardekk

• Mikið skorið, mjúkt og góðir aksturseiginleikar

• Míkróskorið með góða vatnslosun og magnað veggrip

Cooper SA2

Cooper Discoverer M+S

• Vetrardekk fyrir jeppa, mikið skorið með sérhönnuðu snjómynstri

• Neglanlegt með nákvæmri röðun nagla sem grípur vel á hálum vegum

• Endist vel og vinsælt sem heilsársdekk

Þriðja árið í röð hömpuðu FH­ingar Íslandsmeistara bik­arnum í öldungamóti karla +30 í knattspyrnu. Menn þurfa þó ekki að vera neinir öldungar til að fá að vera með því karlar

verða gjaldgengir í öldunga­flokk 30 ára. Aðeins fjögur félög sendu lið til keppni, FH, Breiðablik/Augnablik, Aftur­elding og Þróttur R.

Keppt er í tveimur aldurs­flokkum en FH sendi annað lið til keppni í +40 ára flokki sem hafnaði í tíunda og síðasta sæti á meðan KR hampaði titlinum í þessum flokki.

Efri röð f.v.: Már Valþórsson, Ólafur Már Sigurðsson, Davíð Ellertsson, Birgir Jóhannsson, Þórður Elfarsson, Hrannar Már Ásgeirsson og Helgi Þórðarson. Neðri röð f.v.: Vignir Óttar Sigfússon, Kristinn þór Garðarsson, Finnbogi Viðar Finnbogason og Magnús Ingi Einarsson.

FH Íslandsmeistarar öldunga í fótboltaÞriðja árið í röð sem liðið sigrar í flokki +30 ára

Anas verður KonaSömu vörur, nýtt nafn, nýr eigandi

Laufey Vilhjálmsdóttir, sem starfað hefur í Anas tískufata­verslun sl. 14 ár opnar í dag verslunina Konu þar sem Anas var áður. Húsnæðið hefur verið tekið í gegn en vöruúrvalið verður það sama, „sömu glæsi­legu merkin og ég seldi þar,“ segir Laufey.

Tilboð verða á völdum vörum í tilefni af opnuninni og 50 fyrstu viðskiptavinirnir fá fallega gjöf.

Laufey segist muni veita sömu persónulegu þjónustuna sem fyrr og í dag verður boðið upp á léttar veitingar.

Það var létt í Laufeyju rúmum sólarhring fyrir opnun enda allt að smella saman og búðin að verða tilbúin.

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Page 7: Fjarðarpósturinn 16. október 2014 - 37. tbl. 32. árg

www.fjardarposturinn.is 7 Fimmtudagur 16. október 2014

© 1

410

Hön

nuna

rhús

ið e

hf.

L

jósm

yndi

r: S

igur

jón

Pét

urss

on o

g fl.

Hafnar� arðarkirkja100 ára 1914-2014MARK ANDERSON

á kirkjutónlistarhátíð í Hafnarfi rði 18. - 20. október 2014

ORGELTÓNLEIKAR - SÁLMAHÁTÍÐ - NÁMSKEIÐ

Laugardagur 18. október kl. 17 Orgeltónleikar í HafnarfjarðarkirkjuMark Anderson leikur á bæði orgel kirkjunnar

VERIÐ HJARTANLEGA VELKOMIN – AÐGANGUR ÓKEYPIS Á ALLA VIÐBURÐINA

Sigfried Karg-Elert (1877-1933) Nun Danket Alle GottJoseph Willcocks-Jenkins (1928-2014) Six Pieces for Organ

II. Arioso VI. Deo Gratias

César Franck (1822-1890) Prelude, Fuge et VariationMax Reger (1873-1916) Toccata und Fuga, op. 59

Dietrich Buxtehude (1637-1707) Praeludium in g BuxWV 149Daniel Pinkham (1923-2006) Revelations

I. Pastorale III. Toccata

Johann Sebastian Bach (1685-1750) Átta sálmforleikir úr Neumeister safninu.

Sunnudagur 19. október kl. 11Sálmahátíð

Mark Anderson leiðir viðstadda í almennum sálmasöng. Einstök upplifun og næring fyrir sálina. Upplifðu alvöru fjöldasöng í kirkjunni!

Mánudagur 20. október kl. 17-21Námskeið í kórstjórn

Samstarfsverkefni Hafnarfjarðarkirkju, Félags íslenskra kórstjóra og Félags íslenskra organleikara. Félagsmenn stjórna og þiggja

leiðbeiningar Marks. Allir eru hins vegar velkomnir að fylgjast með kennslunni og áhugafólk í söng er velkomið að taka þátt og syngja með í hinum nýja og spennandi kór hússins - Námskeiðskórnum!

Hægt er að vera allan tímann eða hluta hans.

Efnisskrá:

Page 8: Fjarðarpósturinn 16. október 2014 - 37. tbl. 32. árg

8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. október 2014

Gleraugnaverslunin þín

Barnagleraugufrá 0 kr.(Já, þú last rétt!)

Nú er veturinn framundan og mikilvægt að barnið þitt sjái vel á töfluna í kennslustofunni og eigi auðvelt með að lesa námsefnið í skólabókunum.

Öll börn upp að 18 ára aldri eiga rétt á endurgreiðslu frá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð vegna gleraugnakaupa. Þú getur fengið gleraugu hjá okkur á endurgreiðsluverði miðstöðvarinnar.

Starfsfólk Augastaðar tekur vel á móti barninu þínu og aðstoðar við val á umgjörðum.

Velkomin í Augastað.

MJÓDDIN Álfabakka 14 Sími 587 2123

FJÖRÐUR Fjarðargötu 13–15 Sími 555 4789

SELFOSS Austurvegi 4 Sími 482 3949

Þriðji hluti tónleikaraðarinnar „Skriðið út úr Skelinni“ verður haldinn á A. Hansen Bar á laugardagskvöld klukkan 22 og standa tónleikarnir fram að miðnætti.

Fyrsta atriði kvöldsins verður bræðradúettinn „Svenni & Krissi“ sem eru Guðmundssynir. Sveinn hefur verið að leika lög af fyrstu plötu sinni „Fyrir herra Spock, MacGyver og mig“ víða um Stór­Hafnarfjarðarsvæðið síðasta árið. Kristmundur er aftur á móti að skríða út úr skelinni og flytja í fyrsta sinn eigið efni.

„Fox Train Safari“ mun eftir bræðrunum færa sál í húsið. Hljómsveitin hefur verið að gera það gott með ferskum sálar­ og djassbræðingi sínum og fór meðal annars í velheppnaða

tónleikaferð til Kaupmanna hafn­ar síðasta sumar. Bandið sló í gegn á Djasshátið þar í borg og er um þessar mundir að taka upp sína fyrstu breiðskífu.

„Kvika“ lýkur svo Skelinni í þetta sinn en bandið hefur verið að gera það gott síðustu vikurnar

með frumburði sínum „Seasons“ sem hljómar nú á öllum helstu útvarpsstöðvum. Þetta er í fyrsta sinn sem Kvika spilar í Hafnar­firði.

Frítt er á tónleikana og allir velkomnir!

Svenni & Krissi Guðmundssynir.Kvika spilar í fyrsta sinn í Hafnarfirði.

Skriðið út úr SkelinniSvenni & Krissi, Fox Train Safari og Kvika á tónleikum

Fox Train Safari, „soulful funky R&B Pop“ hljómsveit.

Page 9: Fjarðarpósturinn 16. október 2014 - 37. tbl. 32. árg

www.fjardarposturinn.is 9 Fimmtudagur 16. október 2014

„Kæru vinir…“ Á þessa leið er séra Einari Eyjólfssyni gjarnt að hefja orð sín til safnaðarins í Fríkirkjunni. Þarf enginn að velkjast í vafa um að þar meinar hann hvert orð. Því eftir 30 ára þjónustu hefur þessi farsæli prestur Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði eignast marga góða vini. Og það sama má segja um eiginkonu hans, Eddu Möller. Hún steig strax á stokk og hefur stjórnað sunnudagaskólanum við miklar vinsældir alla áratug­ina þrjá.

Er til dæmis sagt frá því í sögu kirkjunnar, Loksins klukkna­hljómi, sem kom út á bók í fyr ra, að kvenfélagið hafi keypt söng­bækur í ársbyrjun 1985 fyrir barna starfið og Edda Möller hafi tekið við þeim og þakkað fyrir. Um sama leyti var kynntur til sögunnar Örn gítarleikari og sön gv ari Arnarson sem hefur verið viðloðandi safnaðarstarfið æ síðan og tók síðar við sem tónlistarstjóri safnaðarins.

Séra Einar var ráðinn prestur við Fríkirkjuna, settur í embætti þann 7. október 1984 og tók þar með við starfinu af sr. Bern harði Guðmundssyni. Einar hafði verið kirkjuvörður í Nes kirkju í rúm 2 ár þar sem hann starfaði sem aðstoðarmaður sr. Guðmundar Óskars sem verið hafði prestur við Fríkirkjuna í Hafnarfirði á undan sr. Bern­harði. Einnig hafði Einar verið aðstoðarmaður sr. Árna Páls­sonar í Kópavogi við barnasam­komur í sókninni þar.

Söngfugl og sjómaðurSöfnuðinum hefur vaxið veru­

lega fiskur um hrygg meðan Einar og Edda hafa í sameiningu leitt starfið með dyggri hjálp safn­aðarfólks, bæði starfsmanna og stjórna. Til dæmis má nefna að frá árinu 1998 hefur fjöldinn tvöfald­ast úr rétt um 3.000 manns á þeim tíma í vel á sjö unda þúsund 2014. Fyrstu árin var Einar aðeins í hálfu starfi en það var fljótt að vinda upp á sig og í fyrrnefndri bók segir frá því að árið 1987 hafi hann verið í 100% starfi en á aðeins 75% launum! Úr því var bætt eftir ábendingu hans þar um.

Nú hefur Einar verið lengi í fullu starfi og fékk árið 2000 til liðs við sig unga konu, sr. Sigríði Kristínu Helgadóttur, en hún hafði einmitt verið með fyrstu ferm ingarbörnum sr. Einars.

Edda tók strax við barna starf­inu sem fyrr segir en fram til þess tíma hafði hún m.a sungið í kór Bústaðakirkju frá unglings aldri og síðan í kór Neskirkju þegar Einar var þar kirkjuvörður. Svo þegar Einar fór í róðra á sumr in á Ingólfi Arnarsyni, tog ara frá Reykjavík, leysti hún hann af við kirkjuvörsluna. Ein ar gegndi einn ig ýmsum öðrum störfum, s.s. í lögreglunni og útlendinga­eftir litinu.

„Hey, þú þarna!“Þegar fyrstu kynni þeirra Eddu

og Einars bar á góma og þau voru spurð hvort í sínu lagi þannig að hitt heyrði ekki til, fengum við þessi svör:

„Við kynntumst í Mennta­skólanum við Sund,“ segir Edda. „Ég man að hann var alltaf í klossum og Álafossúlpu, frekar síðhærður og fallegur. Svo sagði hann einhvern tímann: „Hey, þú þarna!“ Og síðan hefur leiðir okk ar ekki skilið. Þetta var árið 1978.“

Og Einar segir: „Við kynnt­umst á MS­balli í Sigtúni við Suðurlandsbraut. Ég bara sá hana þarna í mannfjöldanum. Smellti fingri og sagði: Þú þarna. Höfum við ekki sést áður?“

Því er frásögn þeirra nokkuð samhljóða varðandi þetta mikil­væga atriði.

„Eftir að Einar hætti í Nes­kirkju sáum við um sunnu daga­skólann í Kópavogskirkju,“ segir Edda, „og allt í einu var bara árið 1984 runnið upp, hann orðinn prestur og ég búin með mitt háskólapróf í sagnfræði og þýsku. Fljótlega eftir það fór ég að vinna við Skálholtsútgáfuna. Svona hefur þetta verið síðan bara. Við skiptum varla um bíl, hvað þá meira.“

Edda hefur verið virk í Frí­kirkju kórnum og „svo læt ég eins og ég sé rosalega dugleg í kvenfélaginu en mig langar alltaf að gera meira þar,“ bætir hún glettin við.

Sunnudagaskólafjör!Edda er þó væntanlega þekkt­

ust fyrir einlægan metnað sinn og framgöngu í sunnudaga skól­anum.

„Mér finnst svo hrikalega gaman í barnastarfinu þar sem er þetta yndislega samspil tónlistar

og samfélags ­ að eignast svona marga vini og geta á leikrænan hátt kennt börnunum. Að nota leik og söng til að kenna börnum. Það fylgir þessu svo ótrúlega mikil lífsfylling sem þynnir ör­ugglega í manni blóðið og veit ir ekki af!“ segir Edda og hlær við.

„Ég verð aldrei þreytt á þessu og hef ekki leitt hugann að því nokkurn tímann að gera eitthvað annað. Svo hafa kirkjan og kven félagið alltaf staðið svo vel að baki öllu starfinu þannig að maður er aldrei einn. Það er alltaf fullt af fólki með okkur sem vill koma að þessu. Það er svo gaman. Við erum svo mörg að leika okkur þarna. Við erum að leika okkur. Í fúlustu alvöru. Það sem við erum að gera skiptir máli þannig að við verðum að vanda okkur og hafa gaman af þessu. Ég hugsa að það sé málið. Þess vegna höfum við notað orð eins og sunnudagaskólafjör því fjörið er svo mikilvægt í svona starfi í bland við bænina og ein­lægnina. Svo erum við alltaf með heila hljómsveit og setjum í raun á svið leikrit á hverjum sunnudegi.“

Edda fer öll á flug þegar hún ræðir þessi mál og það sem þau hjónin hafa gert í starfinu með góðu samstarfsfólki og vinum virkar greinilega vel því kirkjan er full af lífi alla sunnudaga. Þau taka þó skýrt fram að samt er alltaf pláss fyrir alla sem koma og vel tekið á móti öllum.

Komst upp með það… „Ég er mjög sáttur við hvernig

starfið hefur þróast,“ segir Einar,

„frá því ég var einn á vaktinni öllum stundum og átti til dæmis oft og tíðum erfitt með að fá svo mikið sem helgarfrí upp í það að vera kominn með þéttan hóp af fólki með mér í verkefnin. Til dæmis munaði mikið um það þegar Sigríður Valdimarsdóttir kom inn sem djákni og var á fullu í æskulýðsstarfinu. Svo mun aði einnig auðvitað gríðar­lega um að fá sr. Sigríði til starfa og þá ekki bara hana sem prest heldur einmitt þennan tiltekna einstakling sem ég hafði fermt og tengst fjölskyldu hennar vináttuböndum. Móðir hennar söng til dæmis í kórnum. Ég valdi í raun nákvæmlega þann prest sem ég vildi fá og komst upp með það,“ segir hann og brosir.

„Þriðja stóra breytingin varð síðan þegar ákveðið var að ráða Örn sem tónlistarstjóra en það var sérstaklega athyglisverð ákvörð un kirkjunnar vegna þess að hann er ekki organisti heldur gítar leikari og söngvari. Það olli straumhvörfum í tónlistinni hér. Og alla tíð höfum við öll unnið mjög náið saman í helgihaldinu.“

Spurður um drifkraftinn sem veitir mönnum styrk til að halda út svona lengi í erfiðu en auð­vitað gefandi starfi segir Einar: „Starfið er bara nýtt á hverjum degi, aldrei neinir tveir dagar eins og maður veit aldrei hverju er að mæta. Það veldur því að ég er alltaf jafnspenntur fyrir að koma hér í vinnuna á hverjum ein asta degi.“

Október 2014

Einar og Edda í FríkirkjunniFarsæl vegferð í 30 ár

Presturinn hefur ekki alltaf haft skrifstofu og fyrstu árin var vinnuaðstaðan heima. Hér er Einar að yfirfara predikun umvafinn börnunum þeirra Eddu, Einari Andra og Ingu Rakel.

Prestarnir, tónlistarstjórinn og makar á góðri stund. F.v.: Erna Blöndal, Örn Arnarson, Edda Möller, Einar Eyjólfsson, Sigríður Kristín Helgadóttir og Eyjólfur Elíasson.

Einar og Edda byrjuðu saman árið 1978 og hafa verið saman síðan.

Áby

rgða

rmað

ur: J

óhan

n G

uðni

Rey

niss

on

Page 10: Fjarðarpósturinn 16. október 2014 - 37. tbl. 32. árg

10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. október 2014

húsnæði í boðiTil leigu stór 3ja herbergja íbúð á

Norðurbakka. Glæsilegt útsýni. Stæði í bílakjallara. Til leigu í

a.m.k. ár frá 1. nóvermber. Uppl. í s. 868 9812.

Til leigu 3-4 herbergja íbúð á Völlunum frá 1. nóv. Langtíma­

leiga. Upplýsingar í síma 898 0909.

húsnæði óskastÓska eftir 2-3 herb íbúð sem fyrst

miðsvæðis í Hafnarfirði. Uppl í síma 845 1546.

þjónustaTölvuviðgerðir alla daga, kem á

staðinn, hægstætt verð. Sími 664 1622 ­ 587 7291.

Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun.

Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 824 9938 ­

[email protected]

Innréttingasmíði, viðgerðir, almenn smíði og viðgerð á húsgögnum.

Trésmíðaverkstæði Gylfa ehf. sími 897 7947.

Bílaþrif. Kem og sæki. Nú er rétti tíminn til að bóna bílinn fyrir veturinn. Úrvals efni. Hagstætt

verð. Uppl. í s. 845 2100.

Húsgagna-, dýnu- og teppa hreins-un. Við djúphreinsum: rúmdýnur,

sófasett, tungusófa, hægindarstóla, teppi og mottur. s. 780 8319 eða email: [email protected]

til söluTil sölu átta íslenskar

landnámshænur. Uppl. í s. 896 2555

smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s

s ím i 5 6 5 3 0 6 6A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð

a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . h v e r 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r.

Ta pað - f u n d i ð o g fæs t g e f i n s : FR Í TT

R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r !

www.fjardarposturinn.is

Loftnet - netsjónvarpViðgerðir og uppsetning á loftnetum,

diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi!

Loftnetstaekni.issími 894 2460

Gengið um SetbergshverfiÁ laugardaginn kl. 10 stendur Skóg­ræktarfélag Hafnarfjarðar fyrir göngu um Setbergshverfið þar sem hugað verður að trjágróðri í hverfinu. Lagt verður af stað frá Setbergsskóla kl. 10. Gangan tekur um tvær klukku­stundir. Hvert er hávaxnasta tré hverfisins? Allir velkomnir.

Bleika hlaupiðHlaupahópur FH býður Hafnfirðingum að taka þátt í styrktarhlaupi á laugardaginn kl. 9. Í boði eru þrjár vegalengdir, 5, 10 og 20 km en hlaupið verður frá Suðurbæjarlaug um uppsveitir Hafnarfjarðar. Hver hlaupari leggur til 1.000 kr. sem renna óskiptar til Krabbameinsfélagsins.

HaustvinnufundurHaustvinnudagur Hollvinafélags Hellis gerðis verður á laugardaginn kl 10-14. Verkfæri og kaffi á staðnum. Allir velkomnir og allar hendur vel þegnar.

MálverkasýningBjörn Traustason og Kristinn Þór Elíasson opna samsýningu í Samfylkingarhúsinu á Strand götu 43

á morgun, föstudag kl. 18. Stendur sýningin til sunnu dags.

Skriðið úr skelinniÞriðji hluti tónleikaraðarinnar „Skriðið út úr Skelinni“ verður haldinn á A. Hansen Bar á laugardagskvöld kl. 22 og standa tónleikarnir fram að miðnætti. Sjá frétt á bls. 8.

Ljósmynd Ásgeirs LongSýning á ljósmyndum Ásgeirs Long í Menningarsalnum stendur yfir á Hrafnistu í Hafnarfirði. Ásgeir var afkastamikill kvikmyndatökumaður og ljósmyndari en hann er 87 ára í dag. Sýndar eru um 150 ljósmyndir teknar á árunum 1945­1965.

Ný verk í HafnarborgNú stendur yfir sýningin Rás í Hafnarborg. Á sýningunni eru ný verk eftir mynd listar mennina Daníel Magn­ús son, Guðrúnu Hrönn Ragn ars­dóttur, Ívar Brynjólfsson, Ívar Val­garðs son, Sól veigu Aðalsteinsdóttur og Þóru Sigurð ardóttur. Á sýningunni Rás er teflt saman verkum listamanna sem þekktir eru fyrir að gera huglægri reynslu efnisleg skil á áhrifaríkan hátt.

menning & mannlíf Skriðsundsnámskeið  fyrir  byrjendur    

Næsta  námskeið  verður  haldið  í  Sundhöll  Hafnarfjarðar  

23.okt-­‐18.nóv.    Alls  8  skipti.Kennt  verður  þriðjudaga  og  fimmtudaga  kl  19:00-­‐19:50  

Skráning  á  [email protected]  

MiðilsfundurStarfsmannafélag Leikskólans Álfasteins kynnir:

Þórhallur Guðmundsson miðill verður með miðilsfund í Hvaleyrarskóla

fimmtudaginn 23. október kl. 20:00.Miðasala við innganginn.

Miðaverð kr. 2000.- Allir velkomnir — Kaffisala á staðnum

www.facebook.com/fjardarposturinn

Skoðaðu fjölmargar myndir úr bæjarlífinu

Smelltu áLÍKAR VIÐ

Stofnað 1982

Dalshrauni 24Sími 555 4855

[email protected]

reikningar • nafnspjöld • umslögbæklingar • fréttabréf • bréfsefni

og fleira

Um er að ræða m.a. baðvörslu í búningsherbergi drengja.

Dag- og kvöldvaktir.

Upplýsingar veitir María skólastóri í síma 565 1011 og á netfanginu [email protected]

STARFSMAÐUR ÓSKAST Í ÍÞRÓTTAHÚS

SETBERGSSKÓLA

Frumkvæði

Prjónar slaufur og selur

Elías Bergmann, nemandi í 10. bekk Áslandsskóla, sat í anddyri skólans á foreldradegi og prjónaði slaufur. Vakti hann eðlilega mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem menn mæta

unglingi með bleika slaufu um hálsinn.

Slaufurnar rokseldust enda á aðeins 1500 og 2000 krónur stykkið.

Góð byrjun á Allir lesaSíðastliðinn föstudag var

lestrarvefurinn Allir lesa, vett­vangur landsleiks í lestri sem hefst föstudaginn 17. október, opnaður við hátíðlega athöfn á BSÍ. Það er skemmst frá því að segja að móttökurnar hafa verið vonum framar, og nú þegar hafa yfir hundrað lið skráð sig á vefinn. Það má því búast við spennandi keppni, en Allir lesa er liðakeppni í lestri, með svipuðu fyrirkomulagi og Hjólað í vinnuna, sem flestir ættu orðið að þekkja. Keppt er í því hvaða lið ver mestum tíma í lestur, að meðaltali. Ekki skiptir máli

hversu mikið er lesið, heldur hversu lengi.

Vinnustaðir skora hver á annanKeppnin skiptist í þrjá flokka,

vinnustaðaflokk, skólaflokk og opinn flokk. Skólar landsins koma nú þegar sterkir inn í liðaskráningu, og vinnustaðirnir eru ekki síst að taka við sér. Það er greinilegt að það verður hörð barátta um það hvaða vinnustaður stendur uppi sem best lesni vinnustaður landsins að keppni lokinni, en úrslit munu liggja fyrir þann 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu.

Page 11: Fjarðarpósturinn 16. október 2014 - 37. tbl. 32. árg

www.fjardarposturinn.is 11 Fimmtudagur 16. október 2014

Hönnunarhæð á þriðju Höfum til ráðstöfunnar þrjú rými

á efstu hæð í þessu sögufræga húsi í hjarta Hafnafjarðar.

Fyrir í húsinu er kaffihús á miðhæð og hönnuður og verslun á jarðhæð.

Upplýsingar í síma 898 8212.

STRANDGATA 29(Sjálfstæðishúsið)

EERR BBEESSTTAA ÞÞJJÓÓNNUUSSTTAA ÍÍ BBOOÐÐII?? MMáállþþiinngg uumm hheeiillbbrriiggððiissþþjjóónnuussttuu

vviiðð kkrraabbbbaammeeiinnssssjjúúkklliinnggaa

Málþing verður í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabbameins-félagsins að Skógarhlíð 8 mánudaginn 20. október

á vegum Brjóstaheilla ‒ Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar, Krabbameinsfélags

Reykjavíkur og Ráðgjafarþjónustunnar

17:00 Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands setur málþingið

17:05 Eru krabbameinslækningar á Íslandi í fallhættu? Helgi Sigurðsson prófessor og yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala

17:20 Dýr og vandmeðfarin lyf: Hver er innkaupastjórinn? Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur

17:35 Pallborðsumræður Þátttakendur: Helgi Sigurðsson prófessor, Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson læknir, Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri, Rannveig Einarsdóttir lyfjafræðingur og Þórunn Sævarsdóttir hjúkrunarfræðingur

18:45 Samantekt og veitingar

Fundarstjóri: Þórunn Sveinbjarnardóttir framkvæmdastjóri

Allir velkomnir – ókeypis aðgangur

Tónlistarskólakennarar hafa haft lausan kjarasamning frá 1. febrúar sl. og eru þeir mjög ósáttir við að ekkert hafi þokast í kjara viðræðum við samninga­nefnd sveitarfélaganna.

Kennarar við Tónlistarskólann í Hafnarfirði eru uggandi um sinn hag enda hafi laun tónlistar­skólakennara dregist langt aftur úr launum annarra kennara frá því um 2006 þegar launin voru sambærileg.

Stefán Ómar Jakobsson, kenn­ari og deildarstjóri við Tón­listarskólann segir ýmsa kennara farna að horfa í kringum sig eftir öðrum störfum enda sé óþolandi að tónlistarskóla kennarar séu hlunnfarnir á þennan hátt. Hann segir dauft hljóð í kennurum.

Telur hann að það flæki samningsstöðuna að rekstrarform tónlis tarskóla sé mismunandi. Í

Reykjavík séu t.d. margir einka­skólar og í Kópavogi reki Tón­listarfélagið tónlistarskóla.

Hafnarfjarðarbær rekur Tón­listarskóla Hafnarfjarðar og ber því fulla ábyrgð á rekstri hans, þ.m.t. launagreiðslum. Geta kenn ararnir með engu móti sam­þykkt að störf þeirra, menntun og reynsla séu ekki talin jafn

verðmæt og störf annarra kenn­ara og stjórnenda.

Hafa kennarar sent bæjarstjórn ályktun þar sem þeir hvetja að úr þessu verði bætt enda telja kenn­arar skólans ólíðandi að sam­bærilegum stéttum sé mismunað eins og raun ber vitni.

Boðað hefur verið til verkfalls kennaranna 22. október nk.

Verkfall kennara Tónlistarskólans á miðvikudag

Segja launakjör ekki hafa fylgt launaþróun annarra kennara

Ef 2,8% hækkun skv. tilboði SNS til FT

Lok samningstíma skv. tilboði SNS til FT

4

439.446 kr.

481.194 kr.

362.127 kr.

190.000 kr.

240.000 kr.

290.000 kr.

340.000 kr.

390.000 kr.

440.000 kr.

490.000 kr.

1.1.2006 1.1.2007 1.1.2008 1.1.2009 1.1.2010 1.1.2011 1.1.2012 1.1.2013 1.1.2014 1.1.2015 31.5.2015

Samningsbundin laun 45 ára með 15 ára starfsreynslu

Umsjónarkennari II + viðbótarl. Deildarstjóri í leikskólaUmsjónark. II (ef vinnumat samþ.) Tónlistarskólakennari IV + 6 lfl.

Ef 2,8% hækkun skv. tilboði SNS til FT

Lok samningstíma skv. tilboði SNS til FT

Eins og sjá má á línuritinu hafa laun tónlistarskólakennara ekki fylgt launaþróun umsjónarkennara og deildarstjóra í leikskólum skv. úttekt Félags tónlistarskólakennara.

KÖKUBASAR17. október

KÖKUBASARKvennakórs Hafnarfjarðar

Verður haldinn í Samkaupum við Miðvangföstudaginn 17. okt. 2014

frá kl. 13:00-17:00Ýmislegt góðgæti í boði:

tertur, brauðtertur, heitir réttir, pönnukökur og margt fleira.

KOMIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP

KVENNAKÓR HAFNARFJARÐAR

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

...blaðið sem Gaflarar lesa..bæjarblað Hafnfirðinga síðan 1983

Hvar auglýsir þú?

Page 12: Fjarðarpósturinn 16. október 2014 - 37. tbl. 32. árg

12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. október 2014

30 áraStofnuð 1983

styrkir barna- og unglingastarf SH

Sundstund gefur gull í mund

Láttu okkur elda fyrir þig

Veitinga- og kaffihúsið Silfur2. hæð Firði v/ Fjarðargötu

www.facebook.com/veitingahusidsilfurOpið 10-23, fi.-lau.: 10-01, su.: 11-23

Kósý-bleiki dagurinn í kvöldCamembert, rautt eða hvítt á 1990 kr. Tilboðið gildir 16. til 19. okt.

Trúbadorinn Þór Óskar í kvöld

Motus hefur opnað þjónustuskrifstofu á 5. hæð í verslunarmiðstöðinni Firði, Hafnarfirði.

Sextán umsóknir um styrki bæjarráðsAlls sóttu sextán aðilar um

tæplega 7 milljónir króna þegar bæjarráð auglýsti eftir styrk­umsóknum vegna seinni út hlutunar fyrir árið 2014.

Hæsta styrkumsóknin kemur frá Virginia Claire Gilliard fyirr verkefnið „Ég elska þig Bíó“, 1.196 þús. kr. en þrír aðilar sóttu um eina millj. kr. Það var Sigurður Þ. Ragnarsson fyrir „Stormað um Hafnarfjörð“, Helga Sigríður Ólafsdóttir fyrir „Skartgripir og Dullerí“ og Lárus Jón Guðmundsson fyrir „Dröfn Hansaborg“. Þá er sótt fyrir Hátíð Hamarskotslækjar, Elligleði, 20 ára afmæli Kvennakórs Hafnarfjarðar, fræðslu­ og menningarstarfs Bandalags kenna í Hafnarfirði og fl.