fjölskyldan í forgang alþjóðavæðingin drífið ykkur í...

65
SEPTEMBER 2002 • 5. TÖLUBLA‹ • 7. ÁRGANGUR Drífið ykkur í skólann Bls. 24 Í sviðsljósið Bls. 26 Alþjóðavæðingin Bls. 45 Eyðir í sjálfa sig Bls. 65 Fjölskyldan í forgang Bls. 6 Námsstyrkur Bls. 18

Upload: others

Post on 08-Jul-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

SEPTEMBER 2002 • 5. TÖLUBLA‹ • 7. ÁRGANGUR

Drífið ykkur í skólannBls. 24

Í sviðsljósiðBls. 26

AlþjóðavæðinginBls. 45

Eyðir í sjálfa sigBls. 65

Fjölskyldan í forgangBls. 6

NámsstyrkurBls. 18

Page 2: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika
Page 3: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

3F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

E F N I S Y F I R L I T

Það hefur ekki farið framhjá félagsmönnum Eflingar að rauðu strikin héldu oggott betur.Verðbólgan miðað við 12 mánaða tímabil er nú 2,8 % og flest bendirtil að hún geti lækkað enn frekar. Ljóst er að þakka má forystu Alþýðusambands-ins og stéttarfélaganna á almenna markaðnum fyrir að það tókst að snúa af þeirrióheillabraut í efnahagsmálum sem allt efnahagskerfið var fast í. Breytingin hefurskipt sköpum fyrir launafólk og fyrirtæki.

Því miður hafa ekki allir sem geta haft veigamikil áhrif á verðþróun, verið til-búnir í slaginn við verðbólguna. Þar hafa nokkur stórfyrirtæki skorist úr leik s.s.Landssíminn. Það vekur einnig óneitanlega athygli hvernig Seðlabankinn tregðastvið að lækka vexti en veltir sér nú upp úr vel heppnaðri peningastefnu og þakkarsér góðan árangur í efnahagsmálum.

Því miður ber annan skugga á. Í sumar höfum við verið að sjá hækkandi at-vinnuleysistölur. Nú í lok agúst eru um 3.700 manns atvinnulausir á landinu öllu oghér á höfuðborgarsvæðinu um 2.700 án atvinnu. Þetta eru allt of háar tölur. Þessuverður að linna. Það er engin afsökun lengur fyrir Seðlabankann að tregðast viðog lækka vexti. Nú er lag. Þar með væru send mjög ákveðin skilaboð til atvinnu-lífsins um að viðsnúingurinn í atvinnulífinu sé varanlegur.

Áfram sókn í fræðslumálumMeð þessu blaði kynnir Efling áframhaldandi uppbyggingu í fræðslumálum fyr-

ir félagsmenn sína. Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika s.s.fyrir bensínafgreiðslumenn og byggingargeirann. Efling býður einnig uppá úrvalalmennra fræðslumöguleika m.a. í tölvu- og tungumálanámi og Grunnmennta-skólanum. Í þriðja lagi höldum við áfram þróun í félagslegri fræðslu s.s. með fram-haldsnámskeiðum fyrir trúnaðarmenn og sjálfstyrkingarnámskeiðum fyrir alla fé-lagsmenn.

Mikilvægt nýmæli er nú í boði fyrir félagsmenn. Það er náms- og starfsráðgjöf,hvort heldur er í einka- eða hóptímum, þar sem sérstaklega verður kennd aðferðvið að byggja upp sína eigin færnimöppu - læra að meta eigin færni og kynnastmöguleikum á að bæta eigin þekkingu.

Annað nýmæli sem Efling kynnir nú í fyrsta sinn er tækifæri félagsmanna til aðkynna sér sambærileg störf erlendis, og þeir stunda hér á landi. Gert er ráð fyrir aðsækja um styrk til mannaskiptaverkefna á vegum Leonardó áætlunar Evrópusam-bandsins. Félagsmönnum mun bjóðast að sækja sér þekkingu og kynnast kollegumsínum í öðrum Evrópulöndum með því að sækja vinnu við sambærileg störf ogþeir vinna hérlendis.

Allt þetta er nánar kynnt hér í blaðinu.Efling-stéttarfélag er félag í mikilli sókn í menntamálum. Félagsmenn eiga kost

á góðri menntun og öflugri þjónustu á sviði fræðslumála. Það er mikilvæg sannfær-ing forystumanna og starfsmanna Eflingar að með því að leggja traustan grundvöllí menntamálum félagsmanna sé um leið opnuð leið til bættra kjara og betri starfafélagsmanna.

Sigurður Bessasonformaður Eflingar - stéttarfélags

Erlendar kynnisferðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4

Áfram vinnustaðafundir . . . . . . . . . . . . . . . . . 8

Fjölskyldan í forgang . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9

Vetrarorlofiðr . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10

Frábær ferð til eyja . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16

Námsstyrkur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18

Færnimappan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19

Náms- og starfsráðgjöf . . . . . . . . . . . . . . . . . 20

Drífið ykkur í skólann! . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24

Í sviðsljósið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26

Róleg og afslöppuð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28

Vöffludagurinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40

Félagslegt fræðslustarf . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42

Alþjóðavæðingin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 45

Tölvunámskeið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 56

Seldust upp . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 59

Eyðir í sjálfa sig . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 65

SEPTEMBER 2002 5. TÖLUBLA‹ • 7. ÁRGANGUR

Útgefandi:Efling-stéttarfélag Sætúni 1

ÁbyrgðarmaðurSigurður Bessason

RitstjóriÞráinn Hallgrímsson

BlaðamaðurRóbert Ágústsson

RitstjórnGuðmundur Þ JónssonSigurður BessasonÞórunn Sveinbjörnsdóttir

Starfsmenn á skrifstofuFjóla JónsdóttirGarðar VilhjálmssonGuðmundur Þ. JónssonGuðrún Kr. ÓladóttirHildur KjartansdóttirHjálmfríður ÞórðardóttirHjördís BaldursdóttirHjördís ÞorsteinsdóttirHulda HafsteinsdóttirIngunn ÞorsteinsdóttirKristjana ValgeirsdóttirMargrét DavíðsdóttirSigurður BessasonSigurlaug GröndalSigríður ÓlafsdóttirSveinn IngvasonTryggvi MarteinssonViktoría JensdóttirÞórdís AndrésdóttirÞórir GuðjónssonÞórunn SveinbjörnsdóttirÞráinn Hallgrímsson

Úthlutunarnefnd atvinnuleysisbótaBjörk StefánsdóttirElín BaldursdóttirHallsteinn Friðþjófsson

StarfsaflMaríanna Traustadóttir

Útlit og umbrotEinn, tveir og þrír, auglýsingastofa

Prentun og bókbandOddi hf.

AuglýsingarHænir sf

Ljósmyndir og aðstoð við útgáfuRóbert Ágústsson

ForsíðumyndÞorfinnur Sigurgeirsson

Aðsetur Efling-stéttarfélagSætún 1sími 510 7500/fax 510 7501

ÚthlutunarnefndÚtborgun atvinnuleysisbóta er annan hvern fimmtu-dag. Atvinnuleysisbætur eru greiddar inn á bankareikn-ing viðkomandi.Sími úthlutunarnefndar er 510 7510myndsendir: 510 7511

L E I Ð A R I

Nú er lag!

Page 4: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

4 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

T Æ K I F Æ R I

kostnaðar. Eflingarfélagar geta síðan sótt umstyrk vegna þessara ferða í starfsmenntasjóðisem félagsmenn eiga aðild að.

Félagið mun afla tengsla við vinnustaði ogstofanir erlendis sem eru tilbúnar að taka ámóti félagsmönnum okkar í þessar heimsóknir.Efling mun einnig verða félagsmönnum sínuminnan handar við að kynna viðkomandi atvinn-urekendum verkefnið og óska eftir leyfi til aðtaka þátt í mannaskiptunum. Slíkt verður aðvera samkomulagsatriði milli hvers þátttak-anda og atvinnurekanda hans.

Þeir félagsmenn eða starfsmannahópar semóska eftir að taka þátt í þessum mannaskipta-verkefnum eða vilja fá nánari upplýsingar getahaft samband við Eflingu. Garðar Vilhjálms-son og Þórunn Sveinbjörnsdóttir veita frekariupplýsingar.

Efling - stéttarfélag mun í haust sækja umstyrki fyrir 20 til 30 félagsmenn sína til þess aðfara til annarra Evrópulanda til að kynna sérog starfa við hliðstæð störf og þeir vinna viðhér heima. Verkefnið fellur undir svokallaðamannaskiptaáætlun sem er hluti af starfs-menntaáætlun Evrópusambandsins (Leonar-dó-áætlun) og er ætlað að gefa launafólki kostá að auka þekkingu sína með því að kynnastsambærilegum störfum og það vinnur við dag-lega í öðrum löndum.

Verði umsókn Eflingar samþykkt mun hverfélagi eða starfshópur (allt að 30 félagsmenn)geta verið allt frá einni og upp í sex vikur er-lendis og notað tímann til að kynnast vinnu-staðnum, starfsaðferðum og því námi sem boð-ið er uppá fyrir viðkomandi starf í landinu.Styrkirnir sem fást eru fyrir öllum ferðakostn-aði ásamt mestum hluta dvalar og uppihalds-

Skyldu þessir starfsmenn hjá Vélamiðstöð Reykjavíkur eiga eftir að kynna sér Vélamiðstöð í Kaupmannahöfn eða í Osló?

Efling sækir um styrki til erlendrakynnisferða fyrir félagsmenn sínaEfling sækir um styrki til erlendrakynnisferða fyrir félagsmenn sína

Leonardo da Vinci Starfsmenntaáætlun EvrópusambandsinsLeonardo da Vinci Starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins

Dvalið ererlendis að

lágmarki í vikuog sambærilegstörf skoðuð

Eflingarfélagar geta fengið afslátt hjá eftirtöldumfræðsluaðilum með því að framvísa félagsskírteini:

Hraðlesttrarskólinn 10%Ökuskólinn Mjódd 10%Nýju ökuskólinn 10%Iðntæknistofnun 10%

Afslættir til EflingarfélagaAfslættir til Eflingarfélaga

Page 5: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika
Page 6: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

6 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

T Ó M S T U N D I R Í S V E I T I N N I

Í sumar hefur umhverfi margra orlofshúsaEflingar tekið miklum stakkaskiptum. Fram-kvæmdir hafa tekið mið af því að gera þau fjöl-skylduvænni ef svo má segja. Þannig hafa veriðsett niður leiktæki og aðstaða barna bætt eftirföngum við mörg húsanna.

Sumarið 2001 var farið í gagngerar breyting-ar á Flúðum í þessa veru og hafa gestir þar lýstmikilli ánægju með þær framkvæmdir. Nú síð-ast var allt umhverfi Hvamms í Skorradal tekiðí gegn, ekki aðeins leiksvæðin heldur einniggöngustígar í skóginum endurbættir, settar brýrog ræsi, skógur grisjaður og aðgengi um hannbætt, vegir lagfærðir og margt fleira.

Á leiksvæði barna voru settar rólur, sand-kassi, körfuboltaspjald, byggt lítið “dúkkuhús”og svæðið allt hellulagt og formað á mjögsmekklegan hátt. Óhætt er að segja að sérlegaskemmtilega hafi tekist til og almenn ánægjameð útkomuna eins og meðfylgjandi myndirbera vott um. Verktaki við þessar framkvæmd-ir var jarðvinnslufyrirtækið Garpar ehf. íHveragerði.

Rétt er að brýna fyrir börnum og ekki síðurfullorðnum að ganga vel um þessa hluti sem ogannað í orlofshúsunum svo gestir megi njótaalls þessa sem allra lengst!

Fjölskyldan í forgangBreytingar við orlofshús Eflingar

- Mikil ánægja gesta með framkvæmdirnar

Og áfram var unnið við frágang og viðhald göngustíga í Hvammi.

Dæmi um skemmtilega útfærslu og gott handbragð við leiksvæði.

Að ýmsu er að hyggja við frágang húsa!

„Garpar“ vinna að lokafrágangi leiksvæðis í Hvammi.

Page 7: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika
Page 8: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

8 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

V I N N U S T A Ð U R I N N

- Þema Viku símenntunar er símenntun í at-vinnulífinu og er því beint til allra þeirra semtaka þátt í atvinnulífinu hvort sem um er aðræða stjórnendur eða almenna starfsmenn.Áhersla verður einnig á almenna hvatningu ogkynningu á mikilvægi símenntunar. Að aukimun Ísland taka þátt í samnorrænu verkefni,sem tengist lýðræði og hlut símenntunar í virkriþátttöku fólks í samfélaginu.

Hvernig munu almennir Eflingarfélagarverða helst varir við daginn?

- Mikilvægur þáttur átaksins er Símenntun-ardagur í fyrirtækjum þar sem fyrirtæki eruhvött til þess að tileinka 12. september fræðslu-málum starfsmanna. Þann dag er gert ráð fyrirað fyrirtæki nýti til að kynna starfsmönnumsínum möguleika á símenntun.

Laugardaginn 14. september verður síðanhaldin fræðsluhátíð í Smáralind þar sem náms-framboð verður kynnt, bæði í kynningarbásumog með lifandi kynningum.

Við skorum á öll fyrirtæki á félagssvæði Efl-ingar að nýta sér 12. september sem kynningar-dag fyrir starfsfólk sitt og svo vonumst til að sjásem flesta Eflingarfélaga á fræðsluhátíðinni íSmáralind, sagði Þóra að lokum.

Vika símenntunar verður haldin dagana 8.-14. september nk. Nýr framkvæmdastjóriMenntar, Þóra Stefánsdóttir, hefur boriðhitann og þungann af verkefninu í ár eins og ífyrra. Við forvitnuðumst um viku símenntunarþetta árið.

fólk og félagsmenn Eflingar um hin ýmsu málsem snúa að kjara-, réttinda- og fræðslumálum.Á þriðja tug vinnustaða var heimsóttur og áfimmta hundrað manns sátu þessa fundi.Skemmst er frá því að segja að þeir mæltustmjög vel fyrir hjá félagsmönnum og verðurþeim framhaldið í vetur.

Á fundunum var stutt framsaga en síðanspjall við félagsmenn. Fjallað var um stöðukjaramála, orlofsmál, félagsmál, fræðslumál,sjúkrasjóð og fleira. Félagsmenn eru ánægðirmeð fundina, töldu greinilega mikilvægt aðgeta haft tækifæri á að skiptast á skoðunum viðforystu félagsins og þeim var ofarlega í hugaeftir fundina þær fjölbreytilegu upplýsingarsem þarna fást.

Fundir fóru oft fram á fleiru en einu tungu-máli sem endurspeglar vel það fjölþjóðlegasamfélag sem við búum í. Við hvetjum félags-menn að hafa samband við skrifsofu félagsinssé óskað eftir fundi en haldið verður áfram aðfunda út á vinnustöðunum í haust.

Fyrir utan þessa fundi eru síðan haldnir fjöl-margir fundir á vinnustöðum vegna kosninga átrúnaðarmönnum og ágreiningmála sem uppkoma á vinnustöðum.

Á síðastliðnum vetri voru haldnir fjölmargirvinnustaðafundir þar sem forystumenn Efling-ar mættu á vinnustaði til að spjalla við starfs-

Áfram vinnustaðafundirEfling undirbýr vetrarstarfið

Rabbað við félagsmenn Eflingar í Granda hf.

Þóra Stefánsdóttir

Tökum frá 12. og 14. septemberVika símenntunar haldinn í þriðja sinn

Page 9: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika
Page 10: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

10 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

V E T R A R - O G H E L G A R O R L O F I Ð

Kirkjubæjarklaustur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 húsAkureyri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 íbúðir

Svignaskarð í Borgarfirðiheitir pottar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13 hús

Hvammur í Skorradal . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 hús

Húsafell í Borgarfirðiheitir pottar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 hús

Úthlíð í Biskupstungum heitir pottar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 hús

Flúðirheitur pottur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 hús

Bein leiga hjá umsjónarmanni á staðnum

Illugastaðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 húsÖlfusborgir heitir pottar . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 hús

Alls 39 hús í boði - 29 með heitum pottiVetrarleiga í orlofshúsum Eflingar

Sá skemmtilegi kostur að geta dvalið í orlofs-húsum yfir helgi eða jafnvel lengur yfir vetrar-tímann er alltaf að verða vinsælli. Í vetur eru íboði 39 glæsileg hús fyrir félagsmenn Eflingarsem flest eru í þægilegri fjarlægð frá Reykjavík.Öll eru þau vönduð heilsárshús og vel útbúin.

Að sögn Fjólu Jónsdóttur, umsjónarmannsmeð úthlutun orlofshúsa á skrifstofu Eflingarhefur fjöldi húsa með heitum pottum aukist ogeru nú 29 af 39 húsum þannig útbúin.

Nú er byrjað er að taka á móti bókunumvegna vetrarleigu á skrifstofu Eflingar og hafafélagsmenn 3 virka daga til að greiða leigu ogganga frá samningi eftir að bókað hefur verið.Hægt er bóka 6 mánuði fram í tímann en ein-ungis er hægt að bóka 1 hús á hvern félags-mann. Þau takmörk eru sett til að sem flestirfélagsmenn eigi þess kost að nýta sér húsin.

Að gefnu tilefni er nauðsynlegt að taka framað félagsmönnum er óheimilt að lána öðrumviðkomandi hús. Þeir sem taka hús á leigu eruábyrgir fyrir húsinu og ber þeim að sjá til þessað vel sé þrifið í lok dvalar og vel sé skilið viðhúsin að öllu leyti.

Nánari upplýsingar um húsin er hægt aðnálgast á heimasíðu Eflingar stéttarfélagswww.efling.is og smella á síðu orlofssjóðs.

Húsin í vetur

Eftirtalin orlofshús verða til útleigu fyrir félags-menn í vetur:

Ver›listiVer›listiHelgarleiga

Almennt verð kr. 6.500.-

Hús með heitum pottum kr. 7.500.-

Minni hús í Svignaskarði kr. 6.500.-

Hvammur í Skorradal kr. 10.500.-

Verð í vikuleigu er 10.500 - 13.000eftir húsum

Mikið annríki er oft í orlofsmálunum en Fjóla Jónsdóttir hefur umsjón með útleigu húsanna.

Helgarleiga miðast við fimmtudag til sunnudags eðaföstudag til mánudags.

Tímabil vetrarleigu er frá 13. september 2002 - 1. maí 2003. Páskar eru undanskildir.

Ekki áhrif á punktasöfnunVetrarleiga hefur ekki áhrif til frádráttar á punktasöfnunfélagsmanna.

Hvert á ég að snúa mér?Ef þið hafið áhuga á að fá orlofshús til leigu í vetur haf-ið þá vinsamlega samband í síma 510 7500.

Ölfusborgir og IllugastaðirVakin er athygli á því að hús í Ölfusborgum og á Ill-ugastöðum eru leigð beint af rekstrarfélögunum ástaðnum. Sími í Ölfusborgum er 483 4260, opið virkadaga nema miðvikudaga 13.00-16.30 og sími á Illuga-stöðum er 462 6199. Aðrir bústaðir og íbúðir erubókaðar í síma 510 7500.

fifieettttaa flflaarrfftt flflúú aa›› vviittaa!!

Page 11: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika
Page 12: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

14 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Á F E R Ð M E Ð E F L I N G U

matinn. Eftir að borðhaldi lauk var farið í bæ-inn en þessa helgi héldu Vestmannaeyingarupp á goslokin. Þar var sungið, spilað og dans-að fram undir morgun. Margir ferðalangar Efl-ingar tóku þátt í gleðinni fram eftir nóttu.

Á sunnudeginum fór Ragnar Ólason meðhópinn í gönguferð um bæinn og sagði hópnumýmsar skemmtilegar sögur af mannlífinu þar.Flestir tóku þátt í gönguferðinni. Þegar haldiðvar heim á leið var siglt í sólskini og logni tillands og heilsaðist öllum vel á leiðinni. Aðkvöldi sunnudagsins komu allir ánægðir tilReykjavíkur eftir velheppnaða ferð.

Um 90 Eflingarfélagar og ferðafélagar þeirralögðu upp í helgarferð föstudaginn 5. júlí síð-astliðinn til Vestmannaeyja. Veðrið var heldurrisjótt og lofaði ekki góðu með sjóferðina. Þaðkom líka á daginn að slæmt var í sjóinn, mót-vindur og nokkur sjór. Margir urðu því sjóveik-ir en hresstust strax og við höfðum fast landundir fótum á ný. Í Eyjum biðu okkar rútursem fluttu okkur á gistiheimilin Hvíld, Árnýog Heimir.

Á laugardeginum rigndi fyrst um morguninen birti síðan upp og dró varla ský fyrir sóluþað sem eftir var ferðarinnar. Í skoðunarferðum Heimaey var okkur sýnt það helsta semþeir Eyjamenn sýna ferðamönnum. Eftir há-degið fór hluti hópsins í siglingu um Eyjarnarog lofuðu mjög ferðina þegar í land var kom-ið. Sameiginlegur kvöldverður var á HótelÞórshamri. Það er ekki ofsagt að maturinnhafi verið rausnarlega útilátinn. Ferðalangarn-ir áttu varla orð til að lýsa ánægju sinni með

Frábærri ferð til EyjaEflingarfélagar sungu og dönsuðu á goslokum í

Page 13: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika
Page 14: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

16 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Á F E R Ð M E Ð E F L I N G U

matur að Laugum í Reykjadal þar sem gist varallar næturnar.

Næsta dag var ekið að Dettifossi og hannskoðaður í frábæru veðri og síðan ekið að Sel-fossi og þaðan í Ásbyrgi þar sem gengið varum svæðið í logni og um 18 stiga hita þar varhádegisnesti borðað úti á grasflötum. Þaðan lásvo leiðin að Hljóðaklettum þar semgöngugarpar úr hópnum fóru í lengri hring ogskoðuðu frábær listaverk nátttúrunnar. Á köfl-um var leiðin illfær en allir komu heilir til baka.Frá Hljóðaklettum var farið um Tjörnesið ogsteingervingalögin skoðuð en síðan ekið aðHúsavík þar sem fólk fór og kynnti sér veit-ingastaði Húsavíkur.

Á heimleið var svo ekið heim um Kjöl semskartaði fögru veðri þar til við fórum að nálg-ast Geysi í Haukadal. Þessi ferð tókst afar velog var félaginu til sóma í alla staði.

Gott veður og skemmtilegur hópur ein-kenndi ferð Eflingarfélaga um Norðurlandhelgina 20. - 23. júní. Við Mývatn var gengingullfalleg leið frá Höfða út að vatninu og íDimmuborgir. Gönguleiðir voru að hentug-leika hvers og eins. Þarna gafst mörgum kosturá að sameina góða lautarferð og fræðandi nátt-úruskoðun í fallegu umhverfi.

Á sprungusvæði sunnan Mývatns þar semsprungubelti jarðskorpunnar koma samanskoðuðu ferðalangar nýjustu sprungurnar semblöstu við eftir jarðskjálfta. Upp á Námafjallvið námaskarð þar sem stórbrotin náttúrusmíðMývatnssvæðisins blasti við auk Herðubreiðarog nærliggjandi fjalla. Farið var að Kröfluvirkj-un sem áður var umdeild en malar nú gull fyrirþjóðarbúið. Um kvöldið var borðaður góður

Mývatn er náttúruperla á heimsmælikvarða.

Glaðvær ferðahópur á góðri stundu.

Mývatnssvæðið heillaðiMývatnssvæðið heillaðiSumarferðin norður í blíðskaparveðri

Page 15: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika
Page 16: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

18 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

M E N N T U N

Ásamt styrkjum til félagsmanna vegna nám-skeiða að eigin vali standa fræðslusjóðir Eflingarfyrir ýmsum starfsmenntanámskeiðum í sam-vinnu við starfsmannahópa, einstök fyrirtæki eðastarfsgreinar. Ef félagsmenn hafa tillögu eða hug-mynd að uppsetningu á ákveðnu starfsnámi fyrirsig og sitt fyrirtæki - eða bara áhuga á að lærameira um sitt starf - er hægt að hafa samband viðskrifstofu Eflingar og skoða möguleika á uppsetn-ingu á námi.

Hér í blaðinu er gerð grein fyrir þeim nám-skeiðum sem eru í undirbúningi eða eru að fara ígang núna í haust. Yfirleitt geta Eflingarfélagarskráð sig á þessi námskeið sem einstaklingar ogýmsir kostir eru á að koma þessum námskeiðumá fyrir fleiri starfshópa eða í samstarfi við önnurfyrirtæki. Einnig eru möguleikar á að sníða nám-skeiðin að ákveðnum þörfum fyrirtækja bæði aðefnisinnihaldi og tímasetningum. Við hvetjum allaEflingarfélaga til að skoða rækilega möguleika áað koma á starfsnámi í sínu fyrirtæki og hafasamband við okkur. Verum öll meðvituð um að íöllum störfum má bæta þekkingu og hæfni starfs-manna.

Efling starfsrækir í samstarfi við atvinnurek-endur starfsmenntasjóði fyrir alla félagsmennsína. Hlutverk starfsmenntasjóðanna er tví-þætt:

• Að styrkja einstaklinga til starfsnáms aðeigin vali þ.e. með einstaklingsstyrkjum.

• Að standa að framboði á starfsmennta-námskeiðum í samstarfi við fræðsluaðila ogákveðnar starfsgreinar eða fyrirtæki.

Réttur félagsmanna til einstaklingsstyrkjagetur verið mismunandi eftir því hvort viðkom-andi starfar hjá ríki, borg eða á almennumvinnumarkaði, en einnig lagt mat á starfsteng-ingu námsins við úthlutun námsstyrkja.

Meginreglur starfsmenntasjóða Eflingar geraráð fyrir að umsækjandi hafi verið í félaginu í

12 mánuði áður en sótt er um styrk en greitt erhlutfallslega fyrir hlutastörf. Styrkir til ein-stakra félagsmann vegna starfsnáms að eiginvali geta verið allt að frá 27.000 til 42.500 krón-ur á ári eftir sjóðum. Aldrei er þó greitt meiraen sem nemur 60-75% af kostnaði við viðkom-andi námskeið.

Til þess að sækja um styrk þarf að fylla útsérstakt eyðublað sem fæst á skrifstofu Efling-ar og skila inn kvittun fyrir greiðslu á nám-skeiði ásamt ljósriti af síðasta launaseðli ogstaðfestingu á að hafa lokið námskeiðinu.Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublaðá heimasíðu Eflingar undir liðnum fræðslumál.

27.000 - 42.500krónur á ári

27.000 - 42.500krónur á ári

Hvaða námsstyrki get ég fengiðhjá Eflingu - stéttarfélagi?

Efling provides in cooperation with employers, ed-ucational funds which are available to all its mem-bers. The role of these educational funds is twofold:

• to grant a subsidy to individuals for vocationaleducation, chosen by themselves, i.e. individual subsi-dies.

• to offer courses in vocational education incooperation with educational institutions, specifictrade departments or firms.

The individual’s right to receive subsidies isdependent on whether they work for the state, thecity or in the private sector. The link between the

planned vocational education course, and the jobperformed, is also evaluated before subsidies aregranted.

The main rules of the educational funds of Eflingstate that those applying for a subsidy must havebeen members of the union for a 12 month periodbefore applying. Grants to those in part-time employ-ment are proportional. The amount of any grant of-fered to an individual for vocational education theychoose themselves may vary from 27.000 kr. to 42.500per annum. In order to apply for a subsidy applicantsmust complete a special form, available at the Eflingoffice. This may also be found on the Efling homepa-ge under the heading of „Education“. Applicantsmust also present receipt(s), for payment of a cour-se, together with a copy of their last salary slip.

WHAT rights do I have??WHAT rights do I have??Efling Educational funds

Hafið samband við EflinguSj

á bl

aðsí

ðu 6

6

Page 17: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

19F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

M E N N T U N

Atvinnurekandinn veit oft lítið um bakgrunnokkar og reynslu, að frátöldum upplýsingumum skólagöngu og starfsferil. Oftast eru upplýs-ingar um viðfangsefni og verkefni sem við höf-um sinnt í fyrri störfum honum ókunn. Fyrir-tækinu myndi því nýtast sú skráning sem felst ífærnimöppunni (á færni allra starfsmanna)veita yfirsýn og vitneskju um þá færni/mannauðsem fyrirtækið býr yfir. Jafnframt veitir húnupplýsingar um hvernig best verður komið tilmóts við þarfir starfsmanna fyrir frekara námeða þjálfun. Þannig er hún góður grunnur aðgerð starfsþróunaráætlana og markvissri hæfn-is-uppbyggingu starfsfólks.

Kennsla í gerð færnimöppu er hluti af 5klukkustunda námskeiði í starfs- og námsráð-gjöf sem Efling mun bjóða á vinnustöðu á fé-lagssvæði sínu í vetur.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofuEflingar.

MFA áður hefur nú um nokkurt skeið unniðað þróun sérstaks verkefnis sem kallast Færni-mappa. Allir búa yfir færni og þekkingu sem afmörgum ástæðum er ókunn bæði atvinnurek-anda og samstarfsmönnum. Fyrir fyrirtæki get-ur verið afar gagnlegt að vita af slíku og hafaþannig yfirsýn yfir þann mannauð sem í starfs-fólkinu býr. En það er einnig staðreynd að ofterum við sjálf ekki nægilega meðvituð um þáþekkingu sem við búum yfir, færni sem við get-um hafa öðlast bæði í formlegu og óformlegunámi, í starfi, fjölskyldulífi og með þátttöku í fé-lags- og tómstundastarfi.

Ef við hins vegar viljum vera metin að verð-leikum þurfum við að þekkja og hafa yfirsýnyfir hvað við kunnum og getum - færni okkar.Með færnimöppunni er lögð áherslu á að dragafram og varpa ljósi á alla þá kunnáttu sem viðbúum yfir. Skráning þessara upplýsinga semgetur reynst gagnleg ef við viljum byggja ofaná hæfni okkar með þátttöku í endur- og sí-menntun.

Ný leið til að ná yfirsýn á eigin færni og getuFærnimappa — gagnleg nýjung

Sjá

blað

síðu

66

Page 18: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

20 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

M E N N T U N

Einnig geta vinnustaðir óskað eftir að fá 5klukkustunda hópráðgjöf þar sem farið verðurí grundvallaratriði á gerð svokallaðrar Færni-möppu (sjá umfjöllun á bls. 19) og útskýrt fyrirfélagsmönnum hvernig á að bera sig að við aðmeta sína möguleika og leiðir.

Einstaklingstímar - Á vinnustað eða skrifstof-um Eflingar.

Allir Eflingarfélagar geta haft samband viðskrifstofu Eflingar og bókað tíma í einstaklingsnáms- og starfsráðgjöf á skrifstofu Eflingar.

Þá geta starfsmenn vinnustaðarins tekið sigsaman og óskað eftir að fá starfs- og námsráð-gjafa í heimsókn á vinnustaðinn, t.d. í heilaneftirmiðdag í einstaklingsviðtöl. Þeir starfs-menn sem þess óska geta þá hitt ráðgjafann,t.d. á kaffistofunni, - og rætt sín mál í næði.

Allar frekari upplýsingar má fá á skrifstofuEflingar í síma 510-7500 þar sem Garðar Vil-hjálmsson sér um málið eða með tölvupó[email protected]. Einnig er hægt að hafa sam-band við MFA í síma 533 1818.

Möguleikar til að læra og bæta við sig þekk-ingu verða sífellt fjölbreyttari og margvíslegri.Þá hefur nýleg skoðanakönnun Eflingar sýntað mikill meirihluti Eflingarfélaga telji sér þaðnauðsynlegt að sækja námskeið til þess að þró-ast áfram í starfi. Ennfremur kemur fram íþessari könnun að meirihluti atvinnurekendaer áfram um það að starfsmenn sæki sér þekk-ingu með námskeiðum.

Til þess að auðvelda félagsmönnum að metasína stöðu og átta sig á möguleikum sem erufyrir hendi hefur Efling með fræðslusjóðumsínum ákeðið að bjóða félagsmönnum ókeypisráðgjöf um þessi efni. Við munum bjóðatvenns konar ráðgjöf, annars vegar hóptíma útiá þínum vinnustað eða einkatíma.

Hóptímar - klukkutíma kynning eða fimmtíma námskeið:

Þeir vinnustaðir sem það vilja geta óskað eft-ir því að fá náms- og starfsráðgjafa á klukku-tíma kynningarfund eða 5 klukkustundar nám-skeið um náms- og starfsráðgjöf. Kynningar-fundurinn stendur í um 1 klst. (tilvalið í hádeg-ishlé) og markmið hans er að kynna í stuttumáli hvaða aðstoð er hægt að sækja í náms- ogstarfsráðgjöf og hvað fellst í henni.

Það getur skipt miklu máli fyrir starfsfólk á vinnustöðum að eiga möguleika á góðri námsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf fyrir Eflingarfélaga

- á þinn vinnustað!!!!!

Fræðslusjóðir Eflingar og atvinnurek-enda mun í vetur í samvinnu við MFA

bjóða félagsmönnum Eflingar uppástarfs- og námsráðgjöf í hóp- eðaeinkatímum úti á þínum vinnustað.

Sjá

blað

síðu

66

Page 19: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika
Page 20: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

22 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S22 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

M E N N T U N

hafa einkaskólar aukið námsframboð sitt svoum munar.

Almenningur á öllum aldri sækist nú í vax-andi mæli eftir menntun á hinum ýmsu sviðumsem ekki tengist beint atvinnuþátttöku en er tilþess fallin að auka almenna þekkingu og komatil móts við áhugamál hvers og eins. Símennt-un er því orðin mikilvægur hluti af lífsgæðumfólks. Ég tel að eftirspurn eftir fjölbreyttri sí-menntun muni vaxa á næstu árum og þeirri eft-irspurn þarf að mæta.

Huga að fólki með skamma skólagöngu að baki

Hversu nauðsynlegt telur þú að allt launa-fólk eigi aðgang að menntun eftir að út ávinnumarkaðinn er komið?

Aukinn hagvöxtur sem allar þjóðir sækjasteftir er undir því kominn að vel takist til ummenntun þeirra sem starfa í atvinnulífinu og aðþeir sækist eftir og hafi tækifæri til að haldamenntun sinni við með símenntun. Það er þvíhagsmunamál hverrar þjóðar að greiða öllumaldurshópum leið í nám hver sem starfsvett-vangur þeirra er, hver sem grunnmenntunþeirra er og hvar sem fólk býr á landinu.

Huga þarf sérstaklega að möguleikum fólksmeð stutta skólagöngu og tryggja framboð ánámi sem miðað er við þarfir þessa hóps. Íþessu samhengi er talað um að fólk eigi að fá,,annað tækifæri til náms“. Þetta á að verasamstarfsverkefni einstaklinga, stéttarfélaga,atvinnurekenda og hins opinbera.

Hversu mikið er eðlilegt að ríkisvaldið komiað kostnaði við símenntun launafólks?

Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherrahefur verið áberandi í allri opinberri umræðuum menntamál frá því hann tók við embætti sl.vetur. Það hefur vakið nokkra athygli að ráð-herrann hefur lagt mikla áherslu á menntun íatvinnulífinu. Við útskrift úr Grunnmennta-skóla Eflingar og MFA sl. vor kom ótvírættfram áhugi hans og stuðningur við þetta starffyrir ófaglærða starfsmenn. Að þessu tilefnileitaði Fréttablað Eflingar eftir því við TómasInga að ræða við hann um starfsmenntun í at-vinnulífinu sem skiptir ekki síst miklu máli fyr-ir félagsmenn Eflingar. Ráðherrann var fyrstspurður um sýn á símenntun og hvernig hannsæi þróunina framundan.

Vegna örra breytinga á sviði atvinnulífs erugerðar kröfur til þess að starfsfólk fyrirtækjabúi yfir miklum sveigjanleika og aðlögunar-hæfni. Menntakerfið hefur freistað þess aðlaga sig að þessum kröfum með fjölbreyttunámsframboði innan skólakerfisins og einnig

Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra

Hagsmunamál aðgreiða öllum aldurs-

hópum leið í nám

Hagsmunamál aðgreiða öllum aldurs-

hópum leið í nám

Menntamálaráðherra, Tómas Ingi OlrichMenntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich

Page 21: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

M E N N T U N

Markið sett hátt í starfsmenntun

Telur þú eðlilegt að atvinnulífið komi meiraað skipulagningu og framkvæmd starfsmennt-unar, og ,,öðru tækifæri til náms“ (almennunámi fyrir þá sem luku ekki grunnskóla eðatæplega það)?

Ítarlegur kafli nýju laganna um starfsnám ervottur þess að með þeim var markið sett hátt ístarfsmenntun. Ég hef mikinn áhuga á því aðefla starfsmenntir og iðnnám og vil sjá til þessað lögunum verði fylgt. Samkvæmt þeim erenginn vafi á því að einn hornsteinn stefnu-mótunar í starfsmenntun er hjá atvinnulífinu ígegnum samstarfsnefnd um starfsnám ogstarfsgreinaráðin. Þau er smám saman að festasig í sessi og styrkja innviði sína og starfshætti.

Um þessar mundir verður víða vart áhuga ávinnustaðanámi sem hluta af almennu starfs-og iðnnámi. Á þeim vettvangi kunna að felastmöguleikar á nýrri framkvæmd starfsmenntun-ar og auknum tækifærum til náms. Meðaláhersluatriða framhaldsskólalaganna erustöðupróf eða auknir möguleikar fólks til aðsýna kunnáttu sína í verki. Mat á fyrra námi ogstarfsreynslu er einnig meðal forgangsverkefnavið skipulagningu nýrra starfsnámsbrauta.

Að öðru leyti tel ég að sú þrískipting starfs-menntakerfisins sem felst í löggjöfinni: starfs-greinaráð, ráðuneyti og skólar, eigi enn eftir aðsanna sig og fylgjast þurfi grannt með þeirriframvindu og styðja til árangursríks starfs.

Símenntun launafólks getur falist í aukinnialmennri grunnmenntun eða þjálfun til aðvinna sérhæfð störf innan fyrirtækja og allt þará milli.

Að mínu mati á ríkisvaldið fyrst og fremst aðstanda fyrir og fjármagna almenna menntun íhinu hefðbundna skólakerfi. Það er svo viðvar-andi viðfangsefni að semja um það með hvaðahætti atvinnulíf og stjórnvöld koma að annarrimenntun launafólks.

Kennsluformið verði val nemandans — ekkikennarans

Sérð þú fyrir þér breytingar á framhaldsskól-anum, s.s. opnara og sveigjanlegra skólastarfs.s. aukið framboð á starfsnámi í kvöldskóla,aukið fjarnám, lotubundið nám o.fl?

Framhaldsskólastigið í heild sinni er í örriþróun og ýmis merkustu og róttækustu ákvæðiframhaldsskólalaganna frá 1996 eru tiltöluleganýkomin til framkvæmda eða í þann mund aðkoma til framkvæmda. Þar má t.d. nefna inn-tökuskilyrði í skólana, nýja brautarskiptingunámsins, almenna námsbraut og viðbótarnámvið starfsnám allt til stúdentsprófs.

Löggjöfin frá 1996 var í grundvallaratriðumopnari og sveigjanlegri en eldri löggjöf um leiðog hún kveður skýrar á um kröfur og markmiðnáms. Allt sætir það nánari útfærslu í nýjumnámskrám og stöðugri endurskoðunarvinnuvið þær.

Samhliða nýrri löggjöf og námskrám er hröðþróun tæknibúnaðar, endurmenntun kennaraog tölvuvæðing að opna alveg nýja möguleikaá fjarnámi og sveigjanlegri endurmenntun aföllu tagi. Markmiðið er að hentugleikar ein-staklingsins og þróun starfa og starfsumhverfisráði meiru um kennsluhætti en verið hefur,kennsluformið verði val nemandans en ekkikennarans. Hröð uppbygging símenntunar-stöðva um allt land er einn vottur þessararhugsunar og markmiðssetningar.

Ég hef mikinn áhuga á því að eflastarfsmenntir og iðnnám og vil sjá til

þess að lögunum verði fylgt

Page 22: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

24 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

M E N N T U N

Lucrecia Dugay Ingólfsson var í fyrsta hópn-um sem settist á skólabekk í Landnemaskólan-um þegar hann tók til starfa síðastliðinn vetur.Lucrecia vinnur við ræstingar í þjónustuíbúð-um aldraðra við Dalbraut 21-27 og er fráFilippseyjum. Fréttablað Eflingar tók hana taliog spurði um ástæðu þess að hún fór í skólann.

Ég vildi einfaldlega læra meira í íslensku og ámarkvissan hátt. Einnig fannst mér nauðsyn-legt að vita meira um réttindi og skyldur í sam-félaginu og líka til að kynnast fólki.

Stóð skólinn undir væntingum þínum? Já, ég lærði heilmikið í íslensku og um menn-

inguna hér og samskipti almennt, komstþannig betur inn í samfélagið. Svo lærðum viðlíka heilmikið um menningu annarra þjóða aföðrum landnemum þannig að ég er mjögánægð með skólann.

Hefur það nýst þér í vinnu eða persónulegaað hafa farið í skólann?

Já, núna hef ég meiri þekkingu og sjálfs-traust, ég veld mínu starfi betur og er öruggarimeð mig í vinnunni og ég á auðveldara mér aðhafa samskipti við fólk bæði í vinnunni og utanhennar.

Ætlarðu að halda áfram að bæta við þig ínámi?

Ég hef áhuga á að halda áfram í íslensku þvíað það er mjög erfitt að læra hana.

Áttu einhver ráð handa þeim sem eru aðhugsa um að fara í Landnemaskólann næstavetur?

Drífið ykkur í skólann því að það er mjögmikilvægt fyrir þá sem ætla að setjast að hér aðkunna málið vel og hafa staðgóða þekkingu áíslensku samfélagi og Landnemaskólinn erkærkomið tækifæri til þess.

The educational fund of Efling and SA (Starfsafl), incooperation with MFA and a number of companies that haveemployed foreign workers, will offer new courses in Icelandicthis winter, a total of 250 lessons. This education is designed toprovide a deeper understanding of the Icelandic language andsociety in the minds of the members of Efling. They will learnabout the Icelandic community, the Icelandic labour marketand about Icelandic traditions and culture.

We assume that participating companies will make sure thatemployees continue to receive their wages while attendingclasses. We plan to teach throughout the winter, but the timingof classes will be planned in cooperation with employers tominimise disruption.

We encourage foreign employees and their employers toconsider this offer and to contact the office of Efling forfurther information.

Telephone: 510-7500, or e-mail, [email protected]

Drífið ykkur í skólannLandnemaskólinn á öðru starfsári

- segir Lucrecia Dugay

A school for foreignmembers of EflingA school for foreignmembers of Efling

Settlers in Iceland

Já, núna hef ég meiri þekkingu og sjálfstraust, ég veld mínu starfi betur og er öruggari með mig ívinnunni, segir Lucrecia Dugay og hvetur aðra útlendinga til að fara í skólann.

Um LandnemaskólannLandnemaskólinn er samvinnuverkefni Eflingar —

stéttarfélags, MFA og Starfsmenntaráðs félagsmála-ráðuneytisins. Skólinn er hugsaður sérstaklega fyrirfyrir félagsmenn Eflingar af erlendu bergi brotna. Allser námið 250 stundir. Ný önn skólans hefst í haust eninntak hans er að kenna erlendum félagsmönnum ís-lensku og ýmislegt um íslenska menningu og söguásamt því að taka fyrir réttindi og skyldur í íslenskusamfélagi. Nemendur þurfa að sækja um inngöngu ískólann í samvinnu við vinnuveitanda þar sem hlutinámsins fer fram á vinnutíma - enda er atvinnurek-endum mikill akkur í því að starfsmenn sem ekki hafaíslensku að móðurmáli þekki tungumálið vel og kynn-ist íslensku samfélagi. Námsgjöld eru kr. 25.000 oggeta þeir félagsmenn sem eiga rétt í starfsmenntasjóðifélagsins, hafa verið félagsmenn í 12 mánuði og ekkifullnýtt sér einstkalingstyrk sinn sótt um 60-75% end-urgreiðslu á skólagjöldum.

Nánari upplýsingar um Landnemaskólannmá fá hjá Eflingu - stéttarfélagi eða hjáHólmfríði hjá MFA í síma 531818

Sjá blaðsíðu 66

Page 23: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

H E I M I L D

Við byggjum húsVið byggjum hús

Þann19. júní s.l. var Þorsteini Jónssyni af-hentur styrkur upp á kr. eina milljón frá Raf-iðnarsambandi Íslands, Trésmiðafélagi Reykja-víkur og Eflingu - stéttarfélagi í húsakynnumríkisáttasemjara og var þá jafnframt sýndurhluti úr myndinni sem er 50 mínútna löng og erætluð til sýningar í sjónvarpi og kvikmyndahús-um.

Þetta er áhugaverð mynd og skemmtileg.Við hvetjum félagsmenn til að fylgjast með þvíhvenær hún kemur á dagskrá sjónvarpsins þvíhún er vel þess virði að eyða kvöldstund yfirsjónvarpinu.

Síðastliðinn vetur lauk Þorsteinn Jónssonkvikmyndagerðmaður við gerð myndar semhlotið hefur vinnuheitið “Við byggjum hús” enhún fjallar um störf byggingarmanna þegarHöfðaborg, hús ríkisáttasemjara við Borgar-tún, var reist.

Myndin sýnir líf og störf verkamanna og iðn-aðarmanna hjá Eykt og er sérstaklega áhuga-verð fyrir þá innsýn sem hún veitir á vinnustaðí byrjun 21. aldar.

Til þess að nálgast verkefnið réði Þorsteinnsig sem verkamaður í byggingarvinnu í þrjámánuði á meðan á tökum myndarinnar stóð.

Page 24: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

Efling í sviðsljósið

26 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Gallup könnun sem gerð var m.a. fyrir Efl-ingu-stéttarfélag á þessu ári sýndi styrkleika fé-lagsins í mörgum mikilvægum þáttum starf-seminnar. Stjórn félagsins ákvað í sumar aðláta vinna kynningarefni fyrir Eflingu sem tek-ur mið að viðhorfum félagsmanna í könnun-inni. Efnið er fólgið í leiknum auglýsingumsem draga upp mynd af félagsmönnum Efling-ar og viðhorfum í þeim meginþáttum semskipta miklu í starfi félagsins.

Afrakstur af þessu starfi mun koma í ljós ánæstu mánuðum í helstu fjölmiðlum landsins.Gerðar hafa verið stuttar sjónvarpsmyndir,auglýsingar sem munu birtast í dagblöðum ogtímaritum og síðan bæklingar um helstu sviðfélagsins.

Auglýsingaefnið fjallar um fræðslumál, or-

lofsmál og sjúkrasjóð, en þessu efni verða svobyggðir bæklingar um félagsstarfið. Markmiðiðer að draga fram þau jákvæðu viðhorf sem fé-lagsmenn Eflingar hafa af félaginu og komaþessum skilaboðum á framfæri með sjónvarps-auglýsingum og blaðaauglýsingum.

Það er Auglýsingastofan 1,2 og 3 sem vannkynningarefnið með aðstoð kvikmyndafyrir-tækins SPARK.

Að lokinni aðalherferðinni eru búnar tilstyttri útgáfur af auglýsingum og minni dag-blaðsauglýsingum.

Hér á síðunni getur að líta dæmi um kynn-ingarefnið, en lesendur blaðsins og félagsmenneiga síðar eftir að sjá hvernig þetta kynningar-starf kemur út í vetur.

Efling í sviðsljósið

Það getur verið erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, – en það á ekki við um mannfólkið!

Að gefnu tilefni er rétt að benda félags-mönnum á að orlofshúsin sem eru í útleigu ívetur eru ekki aðeins leigð um helgar. Þvert ámóti er hægt að njóta þeirra í miðri viku líkaog reyndar æ algengara að hús séu leigð út ívikutíma á veturna.

Bæði kemur þar til að vetrarfrí eru almenntað aukast hjá fólki og svo er oft um löngvaktafrí að ræða hjá þeim sem á annað borðvinna vaktavinnu.

Full ástæða er til að vekja athygli þeirra fé-lagsmanna Eflingar sem kost hafa á, að viku-leiga að vetri er bæði ódýr og skemmtileg til-breyting sem vert er að prófa!

Vetrarfrí

Mynd af húsi í vetrarbúningi.

Vetrarkyrrð í Úthlíð.

Ekki bara um helgar!

Page 25: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika
Page 26: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

Róleg og afslöppuðí prófunum

Í félagsliðanámi hjá Námsflokkunum

28 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

M E N N T U N

Á síðasta ári hófst kennsla í félagsliðanámihjá Borgarholtsskóla og NámsflokkumReykjavíkur. Hér er um að ræða nýtt stuttstarfsnám fyrir starfsfólk við umönnunarstörf.Nokkrir Eflingarfélagar hafa hafið nám á þess-ari námsbraut en gert er ráð fyrir því að starfs-reynsla og starfstengd námskeið verði metinsem hluti af náminu. Fréttablað Eflingar ræddivið Gunnhildi Gróu Jónsdóttir sem fór í námiðá síðasta ári og spurði fyrst hvernig námiðhefði gengið.

Mér hefur gengið mjög vel og ég hef haftótrúlega gaman að þessu námi. Þegar félags-liðanámið var auglýst á síðasta ári var okkursem höfðum unnið lengi við aðhlynningarstörfboðið að taka þetta nám á tveim önnum í staðfjögurra anna hjá óreyndu fólki. Síðan átti aðmeta fyrri menntun og starfsreynslu og ákveða

Gunnhildur Gróa Jónsdóttir

XxxxXxxx

Xxxx

Námsflokkum Reykjavíkur til að geta orðið félagsliðar oghafa starfsmenntunarsjóðir Eflingar veitt styrki vegna tilnámsins.

Félagsliðanámið er fyrst og fremst ætlað þeim starfs-mönnum sem ætla sér að vinna við umönnun aldraðra,fatlaðra og í heimaþjónustu. Efling-stéttarfélag hefur kynntsér hvernig sambærilegt nám hefur nýst t.d. í Danmörk enþar eru slíkar stuttar starfsmenntabrautir mjög algengar.Starfsmönnum sem hafa slíka menntun hafa verið falinmeiri verkefni og þeir tekið þátt í að bera meiri ábyrgð ásínum vinnustað.

Efling lítur svo á að með þessu sé mikilvægum áfanga ífræðslumálum félagsmanna náð og vonandi verða marg-ir tilbúnir til að nýta sér þá nýju möguleika. Hægt er aðfinna hvað á að kenna á námsbrautinni t.d. með því að farainn á heimasíðu Námsflokkar Reykjavíkur (www.námsflokk-ar.is) eða heimasíðu Borgarholtsskóla (www.bhs.is). Mikil-vægt er fyrir hvern og einn að kynna sér hversu mikið þarfað taka af náminu áður en námið hefst.

Ný námsbraut - Félagsliðabraut - fyrir starfsfólk semvinnur við umönnun aldraðra, fatlaðra og í heimaþjónustuer orðin að veruleika. Ný námskrá var staðfest á árinu 2001og mun Borgarholtsskóli kenna eftir þeirri námskrá í vetur.Námskráin er sniðin að þörfum atvinnulífsins og uppfylliröll markmið sem lagt var upp með við undirbúning henn-ar. Einnig hafa Námsflokkar Reykjavíkur sótt um til mennta-málaráðuneytisins að geta útskrifað félagsliða.

Félagsþjónustan í Reykjavík er með tilbúna áætlun fyrirstarfsmenn sína sem vinna við umönnun og heimaþjón-ustu til að ná félagsliðaréttindum með styttingu námsvegna langrar starfsreynslu og þátttöku í fagnámskeiðumá undanförnum árum. Þessi áætlun hefur verið kölluð brú-arsmíð og er verkefnið til skoðunar og samþykktar hjámenntamálaráðuneytinu. Starfsmenn Eflingar-stéttarfélagshafa tekið virkan þátt í þessari undirbúningsvinnu og lagtríka áherslu á að starfsreynsla og eldri námskeið verði met-in til styttingar á námsleiðinni.

Margir félagsmenn Eflingar hafa verið að safna sérnámseiningum í öldungadeildum framhaldsskóla eða hjá

FélagsliðabrautFélagsliðabraut- Spennandi nýtt starfsnám í ummönnunargeira

- og viti menn þetta gekk upp!!!segir Gunnhildur Gróa Jónsdóttir

Page 27: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

M E N N T U N

mönnunarstörfum sem tengdumst góðum vin-áttuböndum og styðjum hver aðra eftir megni.Við hittumst reglulega heima hjá okkar í veturog unnum saman við ritgerðir og fyrir prófin.Ég get ekki neitað því að ég var stressuð fyrirpróf og fannst ég lítið kunna en ég róaði migniður kvölds og morgna með því að hlusta áhann Kára Eyþórsson á slökunarspólunniMáttur hugans. Svo þegar ég kom í prófin varég róleg og afslöppuð og viti menn þetta gekkupp.

Hvernig hefur starfsmenntasjóður Eflingarnýst þér?

Hann hefur reynst mér góður bakhjarl. Efl-ingarfélagar hafa aðgang að öflugum starfs-menntasjóði en í þessu námi þurfum við aðleggja út í kostnað í byrjun skólaárs og fáumsíðan endurgreitt ef við stöndumst próf í lokannar. Þetta fyrirkomulag getur reynst lág-launafólki í umönnunarstörfum erfitt sérstak-lega ef það er eina fyrirvinna heimilis. StjórnEflingar mætti alveg breyta þessu þannig aðskólinn fengi greiðslu fyrir nemendur í byrjunannar. En ég hef ekki trú á því að margir hættinámi, sagði Gunnhildur að lokum.

út frá því hvaða greinar við ættum að taka.Þegar við innrituðum okkur í skólann kom íljós að menntamálaráðuneyrið hafði ekki skil-að sinni vinnu en með hjálp Guðrúnar Hall-dórsdóttur skólastjóra ákváðum við náms-greinarnar sjálfar. Ég tók heilbrigðisfræði, sið-fræði, líkamsbeitingu, starfstellingar, næringar-fræði, sálarfræði og skyndihjálp svo kemur íljós í haust hvaða greinar vantar uppá til aðljúka náminu.

Eitt áttu þessi ólíku fög sameiginlegt og þaðvar hversu allir kennararnir voru miklir fag-menn og frábærir í að gera námið áhugavert ogskemmtilegt.

Nú tekur þú námið sem kvöldnám meðvinnu, hvernig hefur það gengið?

Ég er í fullu starfi og vel það þannig að þaðhefði verið óhugsandi fyrir mig að mæta þrjúkvöld í viku í skólann nema vegna velviljadeildarstjóra míns. Fyrir prófin notaði égvetrarfríið mitt til upplestrar. Ég veit um for-dæmi þar sem starfsfólki á leikskólum er gefiðfrí hálfan dag í viku vegna náms og síðannokkra daga fyrir próf en vinnuveitandi minnvar ekki reiðubúinn að veita neitt frí á launumþar sem það er ekki í samningum.

Er það hindrun að þurfa að taka próf eftirhverja önn?

Örugglega í sumum tilfellum en ég held aðþað sé ekki algengt. Mér finnst gaman að fara ípróf og fá sönnun á því að ég ráði við námsefniog það eykur líka sjálfstraustið. Við erum fjór-ar konur sem höfum langan starfsaldur í um-

Starfsmenntasjóðurinn hefur reynstmér góður bakhjarl

Page 28: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

30 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

M E N N T U N

starfi yfir í félagsliðaréttindin er að vera í starfihjá Félagsþjónustunni og hafa unnið a.m.k.þrjú ár við umönnun eða heimaþjónustu. Aukþess þurfa starfsmennirnir að vera byrjaðir ástarfstengdu námi eða því sem við í daglegutali í dag köllum 100 og 70 stunda Eflingar-námskeið.

Er þetta nám mikilvægt fyrir Félagsþjónust-una ?

Það þarf ekki að orðlengja það að ákvörðun-in um félagsliðabrautina er eitt merkilegastaskrefið sem lengi hefur verið tekið í starfs-menntamálum á starfsviði Félagsþjónustunnar.Það hefur til margra ára verið baráttumál okk-ar sem störfum innan Félagsþjónustunnar aðþessi starfshópur fengi formlega menntun inn-an skólakerfisins. Það er algjört lykilatriði fyr-ir fólk sem sinnir svo mikilvægum og ábyrgð-armiklum störfum sem umönnunarstörf og fé-lagsleg heimaþjónusta eru. Með aukinnimenntun eru líkur á að staða þessa starfshópsverði betri bæði hvað varðar virðingu og launa-mál og að starfsánægja og hollusta aukistþannig að það að lokum leiði til bættrar þjón-ustu við notendur sem er vitanlega lokamark-mið með öllu okkar starfi.”

Telur þú að námið geti stuðlað að víðtækariheimaþjónustu og auknum stuðningi við aldr-aða og fatlaða?

Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að til-koma þessa náms mun ef vel tekst til leiðir tilbættrar og víðtækari heimaþjónustu við fatl-aða, aldraða og aðra þá hópa sem þurfa ástuðningi að halda til lengri eða skemmri tíma.Margir halda ranglega að heimaþjónusta sé“bara” ræsting. Þó ég sé síður en svo að geralítið úr þeim mikilvæga þætti í lífi hvers ein-staklings eða fjölskyldu er það þó einungis lítiðbrot af þeirri þjónustu sem við viljum getaboðið upp á til þess að hún mæti þörfum semflestra. Bæði reynslan og rannsóknir sýna aðallflestir vilja búa á eigin heimili svo lengi semstætt er. Til þess að svo megi verða þarf aðbyggja upp heimaþjónustu sem er bæði sveigj-anleg og víðtæk og félagsliðanámið er enn eittskrefið í þá átt.”

Félagsþjónustan í Reykjavík er um þessarmundir að undirbúa félagsliðanám fyrir starfs-menn sem vinna við heimaþjónustu og umönn-un aldraðra. Fréttablað Eflingar fór á stúfanaog ræddi við Láru Björnsdóttur og spurði hanafyrst hvernig gengi að undibúa þetta nám þarsem félagsmenn Eflingar geta öðlast félagsliða-réttindi.

Það gengur mjög vel. Búið er að skipa öflug-an undirbúningshóp til þess að hrinda þessulangþráða verkefni úr vör. Í hópnum eru full-trúar frá Félagsþjónustunni, Eflingu og Náms-flokkum Reykjavíkur. Gaman er að segja fráþví að einn í hópnum er trúnaðarmaður Efling-ar innan Félagsþjónustunnar og er því í sennfulltrúi starfsmanna, Eflingar og Félagsþjónust-unnar. Hópurinn mun á næstu vikum vinna aðþví að koma námskeiðunum af stað í samvinnuvið Námsflokkana og/eða aðra framhaldsskólaog kynna möguleikana á þessu námstilboðifyrir starfsfólki Félagsþjónustunnar.

Hvað eru þetta margir starfsmenn sem getanýtt sér þessa leið?

Það má reikna með að af um 600 félags-mönnum Eflingar sem vinna hjá Félagsþjón-ustunni muni 3-400 manns geta farið þessa leiðnæstu fjögur til fimm ár. Skilyrðin sem sett hafaverið til að geta notað þessa “námsbrú” frá

Lára Björnsdóttir

Námið er lykilatriðifyrir ábyrgðarstörf

Námsbrú sem tengir starf og félagsliðanám

- segir Láru Björnsdóttur félagsmálastjóri

Tilkoma þessa náms mun ef vel tekst tilleiðir til bættrar og víðtækari heima-

þjónustu við fatlaða, aldraða og aðra þáhópa sem þurfa á stuðningi að halda

Page 29: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika
Page 30: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, skólastjóri Mímis Tómstundaskólans

32 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

M E N N T U N

Mímir-Tómstundaskólinn býður upp á fjöl-breytt úrval tómstundanámskeiða á haustönn2002 eins og undanfarin ár. Blaðamaður Efl-ingarblaðsins ræddi við skólastjórann, Ingi-björgu E. Guðmundsdóttur og kom fram að ádöfinni eru mörg áhugaverð og skemmtilegnámskeið. Ingibjörg var beðin um að segja fráhelstu nýjungunum.

Mörg ný námskeið eru í boði eins ogendranær. Meðal nýrra námskeiða er námskeiðum brýningar fyrir heimilið, þar sem nemend-um gefst kostur á að brýna heimilishnífana. Ef-laust verða margir hissa á námskeiði í bloggi,

sem nú er auglýst. Það mun vera kallað aðblogga, þegar texti er uppfærður á heimasíðu.Einnig verður stutt námskeið í heimasíðugerð,en áhugi fólks fer vaxandi á því að halda útieigin heimasíðu. Heimasíður geta verið tilmargs nytsamlegar, eins og til dæmis til að setjainn á þær nýjar myndir af fjölskyldumeðlimumog fréttir úr fjölskyldunni. Þannig er hægt aðmiðla upplýsingum til þeirra sem búa fjarri.

Verða fornsögunámskeiðin áfram á dagskráskólans?

Já, nú verða í boði Brennu-Njáls saga, Þing-eyinga sögur, sem Jón Böðvarsson mun kennaog Sturlunga, sem Magnús Jónsson munkenna.

Ævisögur og sjálfsævisögur

En önnur menningarnámskeið?Mímir-Tómstundaskólinn verður einnig í

samstarfi við Reykjavíkurakademíuna áhaustönn. Í boði verða tvö námskeið „Slegist ífylgd með Guðríði Símonardóttur“, sem Stein-unn Jóhannesdóttir mun kenna og námskeiðum ævisögur og sjálfsævisögur sem SigurðurGylfi Magnússon mun kenna ásamt m.a. JóniViðari Jónssyni og Viðari Hreinssyni. Áhugi Ís-lendinga á ævisögum hefur þótt sérstakur ognú gefst áhugamönnum um ævisögur gott tæki-færi til að kynnast þeim fræðum.

Tungumálanámskeiðin eru sívinsæl, er þaðekki?

Tungumálanámskeiðin eru fjölmörg og fyriralla aldurshópa og flest getustig. Segja má aðöll helstu tungumálin séu í boði hjá skólanum.Af nýjum námskeiðum má nefna ungversku,dönsku fyrir börn og einnig er í boði nýtt nám-skeið um ítalskar bókmenntir.

Einkatímar í tungumálum

Einnig er boðið upp á einkatíma í tungumál-um. Það getur komið sér vel þegar starfsmennþurfa að sækja ráðstefnur eða fyrirlestra er-lendis að fá æfingu í orðaforða viðkomandistarfsgreinar áður en haldið er út. Tímarnir eruþá aðlagaðir að þörfum viðkomandi starfs-manns.

Er hægt að kaupa námskeið fyrir heila hópahjá ykkur?

Já, það færist í vöxt að keypt séu heil nám-skeið fyrir hópa. Námskeiðin geta hvort heldurverið beint upp úr dagskrá skólans, eða þaueru sérsniðin fyrir viðkomandi hóp. Ýmist erkennt í okkar húsakynnum eða hjá þeim semkaupir námskeiðið Helst er um að ræða starfs-mannahópa, stéttarfélög eða fyrirtæki semkaupa þessi námskeið. Einnig eru dæmi um aðheilu bekkirnir úr framhaldsskólum sæki nám-skeið til okkar.

Það getur komið fyrirtækjum mjög vel að fákennara til sín, í stað þess að senda alla starfs-menn á námskeið. Það sparast óneitanlega tímivið að það sé eingöngu kennarinn sem er áferðinni, fremur en 10-20 starfsmenn.

Sjá blaðsíðu 66

Blogg og brýningarBlogg og brýningarMímir-Tómstundaskólinn

og mörg áhugaverð námskeið- segir Ingibjörg E. Guðmundsdóttir

Page 31: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

R Æ K T U N A R F Ó L K

Jörðin Svignaskarð í Borgarfirði er semkunnugt er í eigu Eflingar stéttarfélags. Þaðvar í kringum 1970 sem Iðja félag verksmiðju-fólks sem síðar sameinaðist Eflingu stéttarfé-lagi keypti jörðina. Seinna var gerður samning-ur um leigu á landi til skógræktar við Skóg-ræktarfélag Borgarfjarðar sem hafa ræktaðþar myndarlegan skóg sem hlaut nafnið Daní-elslundur.

17. ágúst síðastliðinn hófst formlega sam-starfsverkefnið “Opinn Skógur” með opnunar-hátíð í Daníelslundi. Skógræktarfélög um alltland standa að verkefninu sem er ætlað aðbæta aðgengi að þeim fjölmörgu skógum semvíða eru til í umsjón og vörslu þeirra. Mark-miðið er að opna skógana með gangstígum oggera upplýsingar um lífríki, náttúru og sögusvæðisins sem aðgengilegasta. Fyrirtækin Olísog Alcan á Íslandi styrkja verkefnið. Þá hefurVegagerðin styrkt verkefnið myndarlega meðþví að útbúa nýja aðstöðu fyrir ferðamenn viðDaníelslund.

Viðurkenningtil Eflingar

Skógrækt í Daníelslundi í Svignaskarði

Á opnarhátíðinni afhenti Guðmundur Þorsteinsson, formaður Skógræktarfélags Borgarfjarðar, Sig-urði Bessasyni, formanni Eflingar og Guðmundi Þ Jónssyni, 2.varaformanni félagsins, viðurkenningufyrir framlag Eflingar til skógræktar í Daníelslundi.

Page 32: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

34 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

B E T R A L Í F

áshverfi í Árbæ hefur aðstoðað dóttur sína,Kristínu Magnúsdóttir, við að setja saman upp-skriftirnar. Dórótea er félagsmaður í Eflingu.

Ég kynntist mataróþoli fyrst fyrir 30 árumhjá syni mínum, sagði Dóróthea aðspurð umástæður þess að hún fór að vinna við bækling-inn. Síðan eignaðist dóttir mín tvíbura semfengu eggjaofnæmi og þegar þeir fóru í afmæl-isveislur hjá öðrum börnum gátu þeir ekkiborðað kökurnar í veislunni vegna þess að eggeru notuð í allar afmæliskökur. Þá ákváðumvið mæðgur að baka sjálfar eggjalausar kökurhanda þeim til að fara með í veislurnar. Þaðvarð nú eiginlega kveikjan að þessu. Svo hef égbakað fyrir börn á leikskólanum sem hafa ver-ið með eggjarofnæmi og önnur mataróþol.

Í bæklingnum fjalla þær Sigurveig Þ.Sigurð-ardóttir, læknir og Kolbrún Einarsdóttir, nær-ingarfræðingur um þetta ofnæmi. Ég vona aðbæklingnum verði dreift sem víðast s.s. á leik-skólum og skólum almennt. Einnig mætti látahann liggja frami í apótekum og á heilsugæslu-stöðvum.

Ég vil benda fólki á að Kristín er með heima-síðu ([email protected]), þar sem hægter að nálgast uppskriftir og fleiri upplýsingarum eggjaofnæmi sagði Dóróthea að lokum.

Dórótea Einarsdóttir er matráðskona í leik-skólanum Heiðarborg í Árbæ.

Um 1-2% íslenskra barna innan við fjögurraára aldur er með fæðuofnæmi og um helmingurþeirra er með eggjaofnæmi en sem betur fereldist ofnæmi fyrir eggjum af flestum börnumá nokkrum árum. Nýlega kom út bæklingurþar sem fjallað er um eggjaofnæmi og m.a. birt-ar eggjalausar uppskriftir af kökum, brauði ogýmsu fleiru góðgæti. Dóróthea Einarsdóttir,matráðskona í leikskólanum Heiðarborg í Sel-

Dórótea Einarsdóttir með bæklinginn

Við ákváðum að baka sjálfar eggja-lausar kökur

Við ákváðum að baka sjálfar eggja-lausar kökur-segir Dórótea Einarsdóttir

Page 33: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika
Page 34: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

36 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

M E N N T U N

Eflir sjálfstraust og hveturtil frekara náms

lega? Já, það hefur eflt mig mikið sem manneskju

hvað varðar sjálfstraust og annað þannig að öllsamskipti verða mun auðveldari.

Ætlar þú að halda áfram að bæta við þig ínámi?

Já, nú hef ég öðlast kjark til að fara í félags-liðanámið.

Áttu einhver ráð handa þeim sem eru aðhugsa um að fara í Grunnmenntaskólan næstavetur?

Ég á bara það ráð að drífa sig í skólann þvíað þetta er ótrúlegt tækifæri fyrir fólk á öllumaldri og getur opnað ýmsa möguleika tilfrekara náms. Svo má ekki gleyma því að þaðvar afskaplega skemmtilegt í skólanum.

Efling hvetur félagsmenn til að nýta sér þettatækifæri á að komast í almennt nám sem er sér-sniðið fyrir fullorðna og getur gefið ýmsamöguleika í framhaldi. Upplýsingar og um-sóknir eru hjá Eflingu í síma 510-7500 eða ítölvupósti [email protected]

Katrín Gunnarsdóttir vinnur við aðhlynn-ingu á sambýlinu Hlein þar sem sjö fatlaðireinstaklingar búa og Reykjalundur rekur. Húnvar í fyrsta hópnum sem stundaði nám íGrunnmenntaskólanum síðastliðinn vetur. Efl-ingarblaðið ræddi við hana um þátttöku henn-ar í fyrsta hópnum sem fór í gegnum námiðsiðasta vetur.

Ég var að hugsa um að fara í félagsliðanámsem er stutt starfsnám í framhaldsskóla envantaði kjark til að drífa mig en svo sá ég aug-lýsingu frá Grunnmenntaskólann og ákvað þáað sækja um og fékk inngöngu.

Stóð skólinn undir væntingum þínum? Já, hann gerði það alveg fullkomlega. Við

lærðum íslensku, ensku, stærðfræði og heilmik-ið á tölvur. Svo fór líka mikill tími í að lærasjálfsstyrkingu og tjáningu sem mun koma sérvel í framtíðinni. Einnig var farið í atvinnuum-sóknir, náms- og starfsráðgjöf og gerð svokall-aðrar færnimappa sem gaf manni góða yfirsýná eingin hæfni - það sem maður kann og getur.

Hefur námið nýst þér í vinnu eða persónu-

Katrín Gunnarsdóttir útskrifaðist úr Grunnmenntaskólanum í vor og starfar við umönnun á Reykjalundi

Eflir sjálfstraust og hveturtil frekara náms

Grunnmenntaskóli MFA og Eflingar fer aftur af stað

- segir Katrín Gunnarsdóttir

Sjá

blað

síðu

66

Page 35: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

Um Grunnmenntaskólann

37F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

M E N N T U N

Námið er 300 stundir sem kenndar verða ítveim 3ja mánaða lotum. Fyrri lotan hefst núí lok september og stendur fram í nóvember,síðari lotan verður frá miðjum janúar fram ímars 2002. Kennt verður á þriðjudögum ogfimmtudögum frá kl 17:00 - 21:00 og annanhvern laugardag frá kl 09:00 - 13:00, samtals50 kennslustundir á mánuði.

Aðeins verður hægt að taka inn 18 nem-endur og skólagjald er aðeins 30.000 krónurfyrir allt námið og innifalin eru öll námsgögn.Eflingarfélagar geta sótt um styrk fyrir 60 -75% af þessari upphæð til Starfsmenntasjóðafélagsins.

Upplýsingar og umsóknir fást á skrifstofuEflingar s. 510-7500.

Meginviðfangsefni Grunnmenntaskólans erað kenna nemendum að tileinka sér nýjaþekkingu - að læra að læra. Mikil áhersla erlögð á virkni nemenda í náminu, bæði í upp-lýsingaöflun og meðferð og miðlun upplýs-inga. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögðauk þjálfunar í að vinna að lausn með öðrum- vera partur af liðsheild.

Í skólanum er kennd íslenska, stærðfræði,enska, verkefnavinna, vinna við tölvur ogþjónusta. Einnig er farið í náms- og starfsráð-gjöf, sjálfstyrkingu og samskipti/ samvinnu.Allt námið er miðað við að nemendur hafa ímesta lagi grunnskólapróf, þ.e. hafi ekkistundað nám eftir grunnskóla og að jafnvel sélangur tími liðinn frá því þeir sátu á skóla-bekk.

Um Grunnmenntaskólann

Efling og Starfsafl í samvinnu við Fræðslu-ráð hótel- og matvælagreina (FHM) standa aðnámskeiðum fyrir aðstoðarfólk við framreiðsluá veitingahúsum í vetur. Að sögn Ólafs Jóns-sonar hjá FHM voru haldin 4 námskeið í fyrrasem voru ágætlega sótt og er því áætlað að hafaframhald á og verða námskeiðin haldin í sept-ember og október.

Þetta eru þriggja klukkustunda námskeið ogsýnikennsla, en tilgangur námskeiðanna er aðauka almenn færni starfsfólks til starfa á hótel-um og veitingahúsum. Á námskeiðinu verðagrunnþættir þjónustu teknar fyrir svo sem fag-leg framkoma og snyrtimennska, framreiðsla,að þjóna til borðs og sölumennska, sagði Ólaf-ur.

Starfsafl og FHM stefna að nánara samstarfi,s.s. framhaldsnámskeiðum þar sem áhersla erá vínfræði, samskipti starfsfólks og viðskipta-vina, meðferð kvartana, — allt eftir sem þarfir

og áhugi starfsfólks og fyrirtækja stendur til.Nánari upplýsingar fást á heimasíðu FHM,

www.fhm.is eða síma 580-5254, einnig veitirMaríanna upplýsingar í síma 510-7543 eð[email protected]

Vínfræði, samskipti, sölumennska ogsmurbrauð

Starfsmenntun fyrir Eflingarfélaga við framreiðslu

– meðal þess sem í boði er

Góð framkoma og fagleg vinnubrögð eru lykill að ánægðari viðskiptavinum

Sjá blaðsíðu 66

Sjá

blað

síðu

66

Page 36: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

38 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

M E N N T U N

Efling-stéttarfélag hefur samið við Mími-Tómstundaskólann um að bjóða upp á sérstöktungumálanámskeið fyrir Eflingarfélaga.Kennt verður síðdegis í lok vinnudags. Nám-skeiðin eru 20 kennslustundir að lengd. Sér-stök áhersla er lögð á talmál á námskeiðunum.

Samið hefur verið um sérstaklega hagstættverð. Hvert námskeið kostar kr. 17.600.-Félags-menn geta sótt um styrki til fræðslusjóða Efl-ingar til þess að mæta kostnaði við námskeiðin.Fullgildir félagsmenn eiga rétt á 60-75% styrkog kostar ámskeiðið félagsmann þá frá kr.4.400-7.040.

Umsóknareyðublöð um námstyrk frá Efl-ingu liggja frammi á skrifstofu Mímis-Tóm-stundaskólans fyrir þá, sem vilja sækja umstyrkinn um leið og þeir ganga frá greiðslunámskeiðsins. Skólinn mun sjá um að komastyrkbeiðnum til skila til Eflingar-stéttarfélags.Styrkurinn er greiddur inná bankareikningviðkomandi við framvísun kvittunar fyrirgreiðslu námsgjalds og staðfestingu á að félags-maðurinn hafi lokið námskeiðinu.

Úrval tungumálananámskeiða á sér-kjörum fyrir Eflingarfélaga í vetur

- Lærðu ensku, dönsku eða spænsku fyrir 4 - 7 þúsund krónur.

Eftirfarandi námskeið verða í boði í vetur

Enska

Þriðjudaga kl. 16.00-17.30Þriðjudaga kl. 18.00-19.30

Danska

Miðvikudaga kl. 16.00-17.30 (10 vikur frá 25. september)Fimmtudaga kl. 18.30-20.00 ( 10 vikur frá 26. september)

Spænska

Miðvikudaga kl. 16:30 - 18:00 (10 vikur frá 25. sept.).Fimmtudagar kl. 18:30 - 20:00 (10 vikur frá 26. sept.).

Þá er bara að drífa sig í tungumála-nám. Skráning er hjá Mími í síma588-7222.

Sjá blaðsíðu 66

Page 37: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika
Page 38: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

40 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

T I L B R E Y T I N G

Trúnaðarmönnum Eflingar er ýmislegt gotttil lista lagt auk þess að standa vörð um réttindiog kjör félagsmanna á vinnustað. FréttablaðEflingar hafði spurnir af því að Ragnar Ólasonaðaltrúnaðarmaður Eflingarfélagar hjáReykjavíkurborg bakaði vöfflur á hverjumföstudagsmorgni fyrir samstarfsfólk hjá Véla-miðstöðinni. Okkur langaði að vita meira umþetta uppátæki Ragnars og brugðum okkur ívöfflukaffi í Vélamiðstöðina einn sólarríkanföstudagsmorgun í sumar.

- Jú, það er rétt sagði Ragnar þegar við hitt-um hann í matsalnum í Vélamiðstöðinni þarsem hann var önnum kafinn við vöfflubakstur.Þetta byrjaði þannig að síðastliðið haust vardagur símenntunar hjá okkur í VélamiðstöðReykjavíkurborgar og var meðal annarsákveðið að bjóða upp á vöfflur. Ég bauðst tilað sjá um baksturinn. Þegar vöffluveislunni varlokið kom í ljós að of mikið var eftir af rjómaog frekar en að skila afgangnum og vegnagóðra undirtektir vinnufélaganna var ákveðiðað hafa vöfflur aftur næsta föstudag og síðanhef ég bakað vöfflur með kaffinu á föstudags-morgna.

Hvað bakarðu margar vöfflur? Ætli þær séu ekki svona 30 til 40 í hvert

skipti.Ætlarðu að halda þessu áfram? Já, meðan áhugi samstarfsfólksins á vöfflu-

deginum er eins mikill og raun ber vitni og fólker tilbúið að greiða fyrir þær sem svarar kostn-aðarverði á ég ekki von á öðru, sagði Ragnarað lokum.

Vöffludagurinn lífgarupp á tilverunaVöffludagurinn lífgarupp á tilveruna

Aðaltrúnaðarmanni margt til lista lagt

Ragnar Ólason, aðaltrúnaðarmaður Eflingar hjá Reykjavíkurborg og starfsmaður Vélamiðstöðvarborgarinnar stendur fyrir vinsælu vöfflukaffi á föstudögum, sem er gott krydd í tilveruna

Hersir og Sigurður

Page 39: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

41F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

T I L B R E Y T I N G

Félagarnir f.v. Guðmundur, Jónas, Pálmi, Oddur og Ragnar voru sammála um að vöfflurnar væru afbragðs góðar

Vissir þú?Að aðeins 46% félagsmanna í Eflingu

telja að þeir verði í sama starfi og í dageftir þrjú ár.

Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað?

Hafðu samband á skrifstofuna 510 7500Félagar- fylgist með réttindum ykkar!!!!

Vissir þú?Vissir þú að 65% félagsmanna í Eflingu

vilja leggja áherslu á vinnutímabreytingarí kjarasamningum og 74% vilja að félagið

leggi áherslu á húsnæðismál í kjara-samningum. Fleiri konur eru sammála

þessu en karlar.

Page 40: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

42 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

M E N N T U N

armannanámskeiði I áður en farið er á nám-skeið II. Trúnaðarmenn eiga samningsbundinnrétt á að sækja trúnaðarmannanámskeið í einatil tvær vikur á ári. Námskeiðin verða haldinsem hér segir:

Framhaldsnámskeið

Lífeyrissjóður og tryggingar - persónuverndÍ fyrra var þeim sem hafa lokið trúnaðar-

mannanámskeiði II boðið framhaldsnámskeiðsem standa einn til tvo daga og taka á ákveðnuefni sem gott er fyrir trúnaðarmenn að kunnaskil á. Við höldum áfram með þessi námskeið ívetur og verðum með tvö námskeið fyrir ára-mót og tvö eftir áramót. Námskeiðin fyrir ára-mót eru annarsvegar um lífeyrissjóði og trygg-ingar þar sem farið er í grundvallaratriði lífeyr-

Það verður fjölbreytt framboð félagslegranámskeiða hjá Eflingu - stéttarfélagi í vetur,bæði fyrir trúnaðarmenn félagsins og aðra fé-lagsmenn. Félagið hefur lagt á það áherslu síð-ustu ár að byggja upp félagslega fræðslu endaer það grundvallarþáttur undir starfi félagsinsað félagsmenn hafi tækifæri á að bæta færnisína og þar með verða öflugri í öllu starfi fé-lagsins.

Ýmsar nýjungar í félagsmálafræðslu verða íboði á komandi vetri og er nánar gerð greinfyrir þeim hér að neðan ásamt yfirliti yfir öllnámskeiðin á bls. 66.

Öll félagsleg fræðsla fer nú fram í fræðslu-setri Eflingar að Sætúni 1, 4. hæð og námskeið-in eru félagsmönnum að kostnaðarlausu.Skráning og upplýsingar eru veittar á skrifstofufélagsins í síma 510-7500 eða í tölvupósti [email protected]. Einnig er að finna yfirlit og ítar-legri upplýsingar um námskeiðin á heimasíðufélagsins www.efling.is undir fræðslumál. Lág-marksþátttaka er 12 manns á námskeiði ogáskilur félagið sér rétt til að fella einstök nám-skeið niður ef ekki næst lágmarksþátttaka.

Trúnaðarmannanámskeið

Að venju verða haldin Trúnaðarmannanám-skeið I og II fyrir og eftir áramót en gerð erkrafa um að trúnaðarmenn hafi lokið Trúnað-

Frá trúnaðarmannanámskeiði Eflingar

Fjölbreytt félagslegt fræðslu-starf Eflingar 2002-2003

Námskeið fyrir trúnaðarmenn og félagsmenn

Persónuvernd — bréfaskriftir og sjálfstyrking

Trúnaðarmannanámskeið I

Fyrir áramót 7.10.-11.10. 2002Eftir áramót 3.2.-7.2. 2003

Trúnaðarmannanámskeið II

Fyrir áramót 11.11.-15.11. 2002Eftir áramót 3.3.-7.3. 2003Sj

á bl

aðsí

ðu 6

6

Page 41: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika
Page 42: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

44 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

M E N N T U N

taka í fundum verði markviss og ákveðin.Tímasetning verður auglýst síðar.

Sjálfstyrkingarnámskeið - framhaldsnámskeið

Einhver vinsælustu félagslegu námskeiðinsem Efling stendur fyrir eru sjálfstyrkingar-námskeið og í vetur verður í fyrsta sinn boðiðuppá framhaldsnámskeið í sjálfstyrkingu. Þessinámskeið eru opin öllum félagsmönnum ogstanda yfir þrjú kvöld í miðri viku. Í boði verðanámskeið fyrir og eftir áramót og er stefnt aðalls fjórum grunnnámskeiðum og tveimurframhaldsnámskeiðum í vetur. Nauðsynlegt erað skrá sig sem fyrst á þessi námskeið því eftir-spurn hefur alltaf verið meiri en framboð. At-hugið að nauðsynlegt er að hafa sótt fyrranámskeiðið áður en hægt er að skrá sig á fram-haldsnámskeiðið.

Sjálfstyrkingarnámskeiðin verða haldin semhér segir

Starfslokanámskeið

Efling mun eins og fyrri ár standa fyrir starfs-lokanámskeiðum fyrir Eflingarfélaga sem eruað nálgast eftirlaunaaldurinn og maka þeirra.Á námskeiðinu er farið í þá þætti sem skiptamáli þegar fólk nálgast þennan áfanga í lífinu,að draga úr reglubundnum störfum og taka líf-inu með meiri ró. Farið er í réttindi og skyldurgagnvart hinu opinbera, lífeyrissjóðum ogþjónustu sveitarfélaga en einnig er tekið á ýms-um félagslegum og heilsufræðilegum þáttum.Námskeiðin, sem taka tvö kvöld (þriðjud. ogfimmtud.) og einn laugardagspart verða hald-inn sem hér segir:

issjóðakerfilsins, mun á séreignar og sameign-arlífeyrissjóðum og samspil lífeyrissjóða við al-mannatryggingakerfis og frjálsra tryggingar.

Hinsvegar verður um nýtt námskeið að ræðaþar sem trúnaðarmönnum verða kennd grund-vallaratriði í bréfaskriftum og greinargerðum,en trúnaðarmenn þurfa oft að geta gert greinfyrir einstökum atburðum tengdum sínu starfimeð skriflegum hætti bæði vegna vaxandinotkunar tölvusamskipta og eins til að forðastmisskilning í málsatvikum.

Lausn ágreiningsmála á vinnustað — grunnur íbréfaskriftum

Á þeim tveim námskeiðum sem boðið verð-ur uppá eftir áramót verður annarsvegar fjallaðum samskiptavanda á vinnustöðum og lausnágreiningsmála en þar er tekið á málaflokksem allir trúnaðarmenn lenda í með einum eðaöðrum hætti í sínu starfi.

Hinsvegar verður eftir áramót boðið uppánýtt námskeið um réttarstöðu launafólks í ýms-um álitamálum er snúa að persónuverndlaunamannsins s.s. vegna myndavéla á vinnu-stað, GPS tækja í vinnubílum eða tölvupósts ávinnustað.

Væntanlega verður farið með eitt þessaranámskeiða út úr bænum og er þá gist eina nótt.Nánar verður gerð grein fyrir því með bréfi tiltrúnaðarmanna.

Framhaldsnámskeið vetrarins verða haldinsem hér segir:

Undirbúningur og stjórn (vinnustaða)funda- virk þátttaka í fundum

Efling mun í vetur standa að tveggja kvöldanámskeiði í undirbúningi og stjórn funda ásamtmeð kennslu í virkri þátttöku í fundum. Ekkisíst er námskeiðið hugsað fyrir trúnaðarmennvegna vinnustaðafunda en námskeiðið verðuröllum félagsmönnum opið sem vilja kynna sérog bæta þekkingu í almennri fundarstjórn oghvernig best er að bera sig að þannig að þátt-

Lífeyrissjóður og tryggingar

26.11.2002.

Bréfaskriftir og greinargerðir

22.10.2002

Persónuvernd og réttarstaða launamanna

Dagsetning auglýst eftir áramót

Samskipti og lausn ágreinings

Dagsetning auglýst eftir áramót

Sjálfstyrking I

1., 3. og 8. okt. og 5., 7. og 12. nóv.kl 19:00 - 22:00

Sjálfstyrking - framhald

24., 29. og 31. kl 19:00 -22:00

Dagsetningar eftir áramót verðaauglýstar síðar

Starfslokanámskeið

15.okt., 17.okt. kl 19:00 -22:00 og 19.okt. kl 10:00 - 14:00

Starfslokanámskeið

5. nóv., 7.nóv. kl 19:00 -22:00 og 9.nóv. kl 10:00 - 14:00

Smelltu á www.efling.isSjá

blað

síðu

66

Page 43: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

45F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

P I S T I L L

við Ísland í aldamótin 1900 en 2000. Á fyrri tíðvoru erlend fyrirtæki mjög umsvifamikil hér-lendis í sjávarútvegi, verslun, þjónustu ogbankaviðskiptum. Það var hins vegar þjóðinsjálf sem ákvað að loka efnahagslífinu eftir1930. Þeir sem studdu markaðsfrelsi á þessumtíma voru kallaðir íhaldsamir, enda flestir íeldri kantinum. Unga fólkið hallaðist fremurað styrku pólitísku aðhaldi í efnahagsmálum.Þetta var ekki séríslenskt fyrirbrigði, heldurátti sér hliðstæður víðs vegar um heiminn.Þetta minnir á að ekkert er til sem heitir nú-tímaleg stjórnmálaskoðun, því flest það sem

Því er oft haldið fram að tækniframfarir hafitengt strönd við strönd í efnahagslífi heimsinsog séu aðal orsökin á bakvið aukningu alþjóða-viðskipta á seinni árum. Af þessu sökum getialþjóðaþróunin ekki gengið til baka, svo fremisem tækninýjungar falli ekki í gleymsku. Þettaer þó mikil einföldun. Alþjóðavæðingin orsak-aðist fyrst og fremst af breytingum á stjórn-málaástandi, ekki aðeins tækni. Helstu fröm-uðir heimsvæðingarinnar voru ekki tölvusnill-ingar úr Kísildal í Bandaríkjunum, heldur grá-ir nafnlausir embættismenn sem sátu á löngum,líklega leiðinlegum fundum og sömdu um nið-urfellingu tolla, opnun landamæra og gagn-kvæmar reglur í alþjóðaviðskiptum. Staðreynd-in er nefnilega sú að öll skilyrði til alþjóðavæð-ingar hafa verið til reiðu í 150 ár eða allt fráþví að samgöngubylting átti sér stað með til-komu járnbrauta, vélknúinna skipa og skipa-skurða. Ennfremur kölluðu símskeyti og sam-hæfðir póstflutningar á sannkallaða upplýs-ingabyltingu á sama tíma. Eftir þetta varð bæðiöruggara og ódýrara að senda vörur og upplýs-ingar á milli landa. Utanríkisviðskipti uxuhröðum skrefum allt fram til ársins 1914, þegaralþjóðasamvinna sundraðist í kjölfar heimstyrj-aldarinnar fyrri. Þá tók við langt tímabil haftaog lokunar á landamærum sem heimsbyggðinhefur smátt og smátt verið að fikra sig frá. Þaðer fyrst eftir 1980 sem vöruviðskipti hafa eftirnáð svipuðu mikilvægi og þau höfðu um 1913.

Gömul vísa

Samt sem áður var hugtakið alþjóðavæðingmun meira réttnefni á tímanum 1860-1914 ená okkar dögum. Á þessum tíma var einangrunstórra heimshluta rofin í nýlendukapphlaupisem og vestrænum fjárfestingum um gervallaheimsbyggðanna, og fólksflutningar á millilanda voru nær fullkomlega frjálsir. Hugtakiðalþjóðlegt viðskiptaumhverfi átti einnig betur

Úr myndasögunni Umhverfis jörðina á 80 dögum

Er alþjóðavæðingin ósigrandi?eftir Ásgeir Jónsson, hagfræðing

Ásgeir Jónsson hagfræðingur

Page 44: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

46 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

P I S T I L L

Hins vegar verður vart neitað að Fileas Foggkom úr yfirstétt. Hann hafði þjón sem sá tilþess að húsbóndi sinn gæti klætt sig sem ensk-um heiðursmanni sæmdi hvar sem var. Ferða-öryggi hans í gegnum sumar lendur heimsinsvar tryggt með evrópskum herjum. Og inn-fæddir báru hann á burðarstól yfir meginlandAfríku. Það eru líklega hlutir af þessu tagi semsitja helst í huga fólks nú tímum, þegar hugsaðer um heiminn fyrir 1914. Hins vegar er mjögvafasamt að líta á fortíðina með lituðu gleri nú-tíðar. Tekjumunur var óneitanlega meiri þá ennú tíðkast. Hins vegar duldist engum þegar dróað lokum síðustu aldar að hagur alþýðufólksfór hraðfluga batnandi og heldur dró saman ensundur á milli stétta á Vesturlöndum.

Hollur er heimafenginn baggi

Heimur Fileasar Fogg hrundi eftir að heims-stríð braust út árið 1914. Stríðið sjálft og eftir-málar þess léku þar stórt hlutverk, en hér kem-ur fleira til. Lýðræði á síðustu öld var yfirleittbundið við fámennar, vel stæðar stéttir fólkssem tóku alþjóðavæðingunni fagnandi. Þeirsem snauðari voru fengu kjörgengi í upphafituttugustu aldar og felldu sig illa við hagsveifl-ur og annað óöryggi sem alþjóðaviðskiptinmögnuðu upp. Ennfremur spruttu upp róttæk-ir hugsjónamenn sem réðust gegn óréttlætiheimsins, sem þeim fannst speglast í gróða-hyggju. Erlendar fjárfestingar voru tengdar viðnýlendustefnu í huga fólks, enda segin saga aðverstu gróðapungarnir hlutu að vera útlending-ar. Þegar veruleg efnahagsvandræði steðjuðusíðan eftir verðfall á hlutabréfamarkaðinum áWall Street 1929, snerist fólkið frá frjálsum ut-anríkisviðskiptum.

Þegar kreppan braust út var alþjóðasam-vinna í molum eftir auðmýkjandi uppgjafar-skilmála á hendur Þjóðverjum. Bretar höfðufram til þess verið helstu verndarar heimsvið-skipta, en skorti slagkraft þegar leið á tuttug-ustu öld. Bandaríkjamenn voru eina þjóðinsem hefði getað tekið við forystu en skorti al-þjóðlega yfirsýn. Þegar kreppan kreppti aðBandaríkjunum var landamærunum lokað meðtollum og önnur lönd svöruðu í sömu mynt.Alþjóðaviðskipti drógust saman á mjögskömmum tíma.

telst nýtt í pólitík er aðeins gamalt góss sem erendurunnið af nýjum kynslóðum. Þess sjást númerki að veður séu að skipast á lofti í stjórn-málaheiminum og verulega andstaða sé aðskapast gegn alþjóðavæðingu hérlendis sem er-lendis.

Umhverfis heiminn

Skáldsagan Umhverfis jörðina á 80 dögumeftir Jules Verne er ágætur vitnisburður um hiðfyrra tímabil alþjóðavæðingar 1860-1914. Enskiheiðursmaðurinn Fileas Fogg tók því veðmáliað komast umhverfis jörðina á svo skömmumtíma og heppnaðist það eftir bardaga við bæðiindjána og indverja. En það er lýsandi fyrirheiminn á þeim tíma, að nefndur Fileas gat ferð-ast að eigin lyst án þess að fara nokkurs staðar ítollskoðun. Hann þurfti heldur ekki að hafaáhyggjur af gjaldeyri. bresku pundin, tryggðmeð gulli, voru tekin gild um allan heiminn ogsvo var reyndar um flesta aðra peninga heims-ins. Um aldamót 1900 notuðu 89% af heimsbú-um gulltryggða gjaldmiðla sem höfðu fast verð-mæti alls staðar í veröldinni. Þá má einnig nefnaað Fileasi var frjálst að kaupa til Lundúna vörurhvaðanæva úr heiminum, án tolla eða hindrana,og leggja út í fjárfestingar á nánast hverju ein-asta byggðu bóli í veröldinni með góðu öryggi.Þetta var heimur án hindrana.

Hugtakið alþjóðlegt viðskiptaumhverfi áttieinnig betur við Ísland um aldamótin 1900en 2000. Á fyrri tíð voru erlend fyrirtæki

mjög umsvifamikil hérlendis í sjávarútvegi,verslun, þjónustu og bankaviðskiptum. Það

var hins vegar þjóðin sjálf sem ákvað aðloka efnahagslífinu eftir 1930.

Page 45: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

47F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

P I S T I L L

Endurtekning sögunnar

Svo virðist sem sagan sé að endurtaka sig ogþjóðir heimsins séu að snúast gegn alþjóðavæð-ingu. Menn skyldu ekki treysta á hagfræðiröktil varnar slíkri hugarfarsbreytingu. Allt tal umefnahagslegan ábata verður marklaust ef fólkiðkemst á þá skoðun að gróðinn sitji eftir hjáþeim ríku, en dreifist ekki út. Sama á við ef súvissa kemst á kreik að alþjóðleg samkeppnileiði til samþjöppunar í fyrirtækjarekstri meðþví að stórir hákarlar gleypi smærri fiska. Efáhrif alþjóðavæðingarinnar birtast fyrst ogfremst í fréttunum um gin-og klaufaveiki,strippbúllur og glæpi innflytjenda þarf ekki affara í grafgötur með lýðhylli hennar. Flestirmeta öryggi mikils og að ráðin séu hjá þeimsjálfum eða hjá þeim stjórnmálamönnum semþeir kjósa yfir sig. Það sem lýðir heimsins töldumest á móti alþjóðavæðingunni árið 1930 varað hún færði vald frá fólkinu (og leiðtogumþess) yfir til alþjóðlegra auðhringja sem hugs-uðu aðeins um gróða. Sama gagnrýni hefurorðið æ háværari á síðustu misserum, jafnt hér-lendis sem erlendis. Þess vegna er líklegaskammt að bíða að sömu lausnir geti litið dags-ins ljós og 1930.

Smelltu á www.efling.isÚr myndasögunni Umhverfis jörðina á 80 dögum

Page 46: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

Kynning á grund-vallaratriðum í bygginga- og mannvirkjagerð

48 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

M E N N T U N

Starfsafl og Menntafélag byggingariðnaðar-ins gerðu á síðasta ári með sér samning ummenntun sérhæfðra starfsmanna í bygginga- ogmannvirkjagerð. Námskeiðunum er ætlað aðefla hæfni starfsmanna til þess að hafa betravald á starfi sínu og starfsumhverfi og aukaþannig framtíðarmöguleika þeirra á vinnu-markaði.

Að sögn Hafsteins Eggertssonar hjáMenntafélagi byggingariðnaðarins er nám-skeiðum skipt niður á fjögur megin svið og erunámskeiðin að jafnaði 5-10 tímar. Boðið verðurupp á grunnnámskeið þar sem starfsmaðurinnfær kynningu á bygginga- og mannvirkjaiðnaðiog hinum ýmsu störfum innan hans. Þau fjögurmeginsvið bygginga- og mannvirkjageiranssem verða tekin fyrir eru vega- og jarðfram-kvæmdir, nýbyggingasvið, námskeið í viðgerð-um og viðhaldi og framleiðsluiðnaði s.s.steypuframleiðslu, og glugga og hurðafram-leiðsla.

Maríanna Traustadóttir hjá Starfsafli segirnámskeiðskostnaðinn að mestu borin af Starfs-afli - fræðslusjóði Eflingar og atvinnurekendaog hvetur hún félagsmenn Eflingar til að kynnasér námskeiðsáætlun fyrir haustönnina, þarsem einnig eru upplýsingar um námskeiðs-gjöld, námskeiðsstaði o.fl.

Nánari upplýsingar má fá hjá Hafsteini Egg-ertssyni í síma 552-1040 eða www.mbf.is ogMaríönnu hjá Starfsafli í síma 510-7543 eð[email protected] Bætt þekking starfsmanna þýðir vönduð vinnubrögð

Áframhald á samstarfi við Menntafélagbyggingariðnaðarins

Sjá blaðsíðu 66

Page 47: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika
Page 48: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

50 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

M E N N T U N

bæta stöðu sína á vinnumarkaði. Efling hefurum árabil stutt félagsmenn sína til að sækja sérþessi réttindi og með nýjum fræðslusjóðumhækkaði sá styrkur umtalsvert. Fréttablaðinulék forvitni á að vita aðeins meira um þettanám og ákváðum að mæla okkur mót við ÞórðAdólfsson, forstöðumann Ökuskólans í Mjódd,en ófáir Eflingarfélagar hafa sótt sér þetta námþangað. Við spurðum fyrst hverjir það værusem helst sýndu meiraprófi áhuga?

Það eru mest karlmenn á aldrinum 25 til 45ára sem eru að leita eftir betri atvinnutækifær-um. Einnig sýnist mér að konur séu í vaxandimæli að skoða þennan möguleika. Þær eruekkert síðri starfskraftar en karlmenn og ímörgum tilfellum er orðið auðveldara aðstjórna stórum ökutækjum heldur en einka-bílnum því að þessi stóru tæki eru orðin mjögtæknivædd og það léttir alla líkamlega áreynslutil muna. Nú eru t.d. nokkrar konur að starfavið akstur strætisvagna og svo hefur verið ein-hver aukning í verktakastarfssemi og lengihefur tíðkast að konur keyri leigubíla þannigað þær eiga fullt erindi í meiraprófið.

Er fólk almennt að fara í meirapróf til aðbreyta um starf eða vegna núverandi starfs?

Mín tilfinning er að þeir sem eru með al-mennt ökupróf eða takmörkuð réttindi eru aðbæta stöðu sína innan fyrirtækis sem þeir vinnahjá eða að gera sér kleyft að komast í beturlaunuð störf hjá öðrum fyrirtækjum.

Margir Eflingarfélagar hafa í gegnum tíðinasótt sér aukinn ökuréttindi (meirapróf) til að

Konur eiga fullt erindi í meiraprófið, segir Þórður

Bæta stöðu sínainnan fyrirtækisBæta stöðu sínainnan fyrirtækis

Meiraprófið skiptir máli

- segir Þórður Adolfsson forstöðmaðurÖkuskólans í Mjódd

Page 49: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

M E N N T U N

Eflingarfélagar hafa tekið hugmynd stjórnar um netklúbb fé-lagsins afar vel. Netklúbbnum er ætlað að vera viðbót við upp-lýsingamiðlun félagsins til félagsmanna en kostur þessarar boð-leiðar er sá að hægt er að koma skilaboðum til félagsmanna meðmjög stuttum fyrirvara.

Í haust munum við kynna sérstök tilboð til félagsmanna í net-klúbbnum ásamt því sem við munum ítreka boð á fundi og sam-komur félagsins. Þá er ætlunin að senda netklúbbsfélögumhelstu fréttir af starfi félagsins í stuttu máli.

Efling hvetur sem flesta til þess að senda okkur netfang sitt ánetfangið [email protected] og óska eftir skráningu í netklúbb-inn.

Gefur meirapróf mikla atvinnumöguleika? Já, auðvitað hefur fólk sem tekur meirapróf

meiri atvinnumöguleika. Það getur farið íleigubílaakstur, hópbifreiðaakstur, vörubif-reiðaakstur bæði hvað varðar flutning og verk-takavinnu og svona mætti lengi telja.

Hve langt er námið og hvaða kröfur erugerðar til nemenda?

Námskeiðunum er skipt í tvo hluta. Fyrst erbóklegi þátturinn tekinn fyrir þar sem fimmnámsgreinar eru kenndar ásamt skyndihjálp ogstendur yfir í 5 og 1/2 viku. Síðan tekur æfinga-akstur við sem tekur kannski hálfan mánuð oglýkur með prófi. Fyrirkomulag bóklegu kennsl-unar sem við köllum áfangakerfi er þannig aðþað er kennd ein námsgrein í einu og að þvíloknu er tekið próf í henni. Þetta gefur fólkimöguleika á að fara í gegnum námskeiðið ámun lengri tíma því að ef viðkomandi geturekki sótt eina eða fleiri námsgreinar af ein-hverjum ástæðum getur hann tekið þær seinnaeftir ákveðnum reglum en samt verður aðklára námið innan tveggja ára. Ef fólk vill fánánari upplýsingar getur það snúið sér til okk-ar, sagði Þórður að lokum.

Smelltu á www.efling.is

Netklúbbur Eflingar

Fer vel af staðFer vel af stað

Page 50: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

M E N N T U N

Smelltu á www.efling.is

Við reynum að bjóða viðtæka endur- og sí-menntun hér hjá Framvegis. Mig langar aðbenda sérstaklega á áhugaverð námskeið semtengjast skólastarfi og kennslufræðum. Hérverður t.d. námskeið fyrir fullorðið fólk sem ávið lesörðugleika að stríða, en þeir eru fjöl-margir og mörgum er þetta ennþá feimnismál.Sérkennarar Fjölbrautaskólans við Ármúla ásviði lesblindu munu styðja og styrka þetta fólkauk þess að þjálfa lesturinn. Einnig ætla náms-ráðgjafarnir hér við skólann að halda nám-skeiðið FORELDRAR — UNGLINGAR —SKÓLI. Um er að ræða hagnýtt námskeið fyr-ir foreldra sem vilja fylgjast með námi ungling-anna sinna og skilja betur framhaldsskólakerf-ið.

Saga námskeiðshalds í Fjölbrautaskólanumvið Ármúla er sú að fyrir um áratug var fariðað bjóða starfandi sjúkraliðum endurmenntun-arnámskeið sem urðu mjög vinsæl. Síðan fóraðrar heilbrigðisstéttir sem útskrifast héðan aðsækjast eftir námskeiðum, en skólinn erkjarnaskóli í heilbrigðisgreinum. Þetta var orð-in töluvert umfangsmikil starfsemi því heil-brigðisstofnanir sóttust líka eftir sérsniðnumnámskeiðum og sívaxandi ásókn var í tölvu-námskeið sem hér voru í boði. Heilbrigðis- ogtölvunámskeiðin voru því grunnur að símennt-unarmiðstöð hér við skólann, segir BjörgÁrnadóttir, framkvæmdastjóri Framvegis -miðstöðvar um símenntun í Reykjavík, semstarfrækt er í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.

Björg Árnadóttir framkvæmdastjóri.

Að eiga barn í framhaldsskóla og námskeið fyrir fólk með lesörðugleika

Framkvæmdastjóri Framvegis

Viðtal við Björgu Árnadóttur

Page 51: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

53F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

M E N N T U N

Símenntun metin til eininga

Árið 1999 varð skólinn þróunarskóli í upp-lýsingatækni og því var mjög mikið um að veraá því sviði og farið var að bjóða kennurumþessa skóla og annarra námskeið um hvernignota má tölvur í kennslu. Síðan tókum við aðokkur samstarfsverkefni við Háskóla Íslandsum að kenna þar upplýsingatækni í skólastarfi.

Ég var ráðin hingað til skólans árið 2000 tilað sjá um þetta háskólaverkefni og annaðnámskeiðshald. Við stofnuðum svo sérstaktfyrirtæki innan skólans ári síðar á tuttugu áraafmæli skólans þann 7. september 2001. Auknámskeiða í heilbrigðisgreinum og upplýsinga-tækni höfum við haft ýmis námskeið fyrir al-menning. Það kemur til af því að kennararskólans hafa ýmsar hugmyndir um efni semþeir vilja kenna og einnig erum við í góðu sam-starfi við símenntunarmiðstöðvarnar á lands-byggðinni og höfum fengið námskeið þaðan.

Einnig erum við í sívaxandi mæli að rekanámskeið fyrir aðra, t.d. er nú að byrja 260tíma nám fyrir stuðnings- og meðferðarfulltrúaí samstarfi við Starfsmannafélag ríkisstofnana.Okkur finnst umtalsverðir kostir felast í því aðframhaldsskóli sjái um sí- og endurmenntun.Skólinn býr að reyndu og menntuðu kennara-liði, aðstaðan er góð og við getum metið nám-skeiðin okkar til eininga á framhaldsskólastigi.

Sjálf er ég því fylgjandi að nám fullorðinnasé metið á heildstæðan hátt þannig að hægt séað safna námskeiðum í sarpinn. Hér á landiríkir engin ákveðin stefna í þessum málum enmikil umræða er um þau meðal þeirra er sinnafullorðinsfræðslu.

Silfursmíðin vinsælust

Í haust verða hjá okkur miklar breytingar. Ífyrsta lagi erum við að setja upp fjarkennslu-búnað þannig að við getum sjónvarpaðkennslustundum vítt og breitt um landið, eneinnig eru mörg námskeiða okkar kennd í fjar-kennslu um tölvur. Í öðru lagi er verið að setjahér upp margmiðlunarver þannig að við getumhaft fjölbreyttari tölvunámskeið í gangi. Í veturverða því haldin hér margmiðlunarnámskeiðfyrir almenning, t.d. um stafræna ljósmyndunog myndbandagerð. Svo eru hér ýmis önnurnámskeið fyrir almenning t.d. námskeið í silf-ursmíðum sem kemur frá Fræðsluneti Austur-lands. Þar er kennt að smíða víravirkisgripi.Þetta er vinsælasta námskeiðið sem við höld-um og fyllist í hvert sinn sem það er haldið.

Björg Árnadóttir er framkvæmdarstjóraFramvegis, sem er miðstöð um símenntun íReykjavík

Page 52: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

54 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

K J A R A M Á L

Í síðustu kjarasamningum við Reykjavíkur-borg var m.a. samið um starfsmatskerfi sem áað ná árangri varðandi það langtímamarkmiðað greiða sömu laun fyrir sambærileg og jafn-verðmæt störf hjá öllum stofnunum og fyrir-tækjum Reykjavíkurborgar. Sameiginleg sam-starfsnefnd Eflingar - stéttarfélags, Tæknifræð-ingafélagsins og Reykjavíkurborgar hefur síð-an unnið að útfærslu kerfisins. Fyrir höndborgarinnar hefur Guðrún Halldóra Sveins-dóttir haldið utan um verkið. Eflingarblaðiðvildi forvitnast um þetta nýja kerfi og tók Guð-rúnu tali og spurði fyrst um aðdraganda verk-efnisins.

Við undirbúning kjarasamningaviðræðna2000/2001 setti samninganefnd borgarinnarlaunajafnrétti sem eitt af höfuðmarkmiðunum.Ég var fengin til þess í lok ársins 2000 að skoðaog meta þau starfsmatskerfi sem notuð eru afsveitarfélögum í nágrannalöndunum. Breskastarfsmatið Single Status var talið hentar okkurbest. Í kjarasamningum 2001 var síðan samiðvið Eflingu-stéttarfélag, StarfsmannafélagReykjavíkurborgar og Tæknifræðingafélag Ís-lands um að taka þetta starfsmatskerfi upp 1.desember 2002.

Hvernig er kerfið byggt upp?Starfsmatið, sem hefur fengið heitið SAM-

STARF, metur með samræmdum hætti þærkröfur sem gerðar eru til starfs eftir þrettánþáttum. Með þessu verður hægt að meta ásama grunni fjölbreyttan hóp starfa úr ýmsumstarfsstéttum, þar sem ólík krafa er gerð ummenntun, ábyrgð, og álag.

Hvernig gengur vinnan við starfsmatið hjáReykjavíkurborg?

Vinnuhópurinn er langt komin með aðlög-un á starfsmatinu þannig að óðum styttist í for-prófanir á kerfinu. Hins vegar er ljóst að öllvinna við starfsmatið, hugbúnaðinn utan umþað og annað tengt efni eins og handbók ogkynningarefni er mun umfangsmeiri en áætlaðhafði verið.

Til hvaða starfshópa nær starfsmatið?- Starfsmatið er hannað til að ná til allra

starfa sem unnin eru hjá sveitarfélögum aðundanskildum æðstu stjórnendum, það nær þvítil allra starfahópa innan Eflingar að undan-skildum þeim sem starfa við ræstingar í tíma-mældri ákvæðisvinnu enda laun þess hópsákvörðuð á öðrum grunni.

Ýtrustu kröfur um kynhlutlaust starfsmat

Teljið þið þetta vera réttlátt starfsmat gagn-vart kynjum og störfum?

Guðrún Halldóra Sveinsdóttir

Metum á sama grunni ýmsar starfsstéttir, þar semólík krafa er gerð um menntun, ábyrgð, og álag

Starfsmatskerfi hjá Reykjavíkurborg

- segir Guðrún Halldóra Sveinsdóttir

Page 53: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

K J A R A M Á L

Við teljum það uppfylla ýtrustu kröfur semkynhlutlaust starfsmat og það er viðurkenntsem slíkt. Í því sambandi ber að nefna aðstarfsmatið var hannað í samvinnu sérfræðingavinnuveitenda, sérfræðinga stéttarfélaga ogsérfræðinga breska jafnréttisráðsins og jafn-réttisráðs kynþátta þar í landi.

Sanngjörn niðurstaða fæst einnig með því aðfylgja eftir nokkrum lykilatriðum.

•Að hafa allar reglur um starfsmatið skýr-ar, einfaldar og aðgengilegar.

•Samræmdri meðferð gagna. Starfsmatiðvinnur eins gagnvart öllum sem fara í starfs-matið. Spurningar eru lokaðar og ferlið viðmat er hið sama í öllum tilvikum þannig aðekki verður misræmi gagnvart starfsfólki ímeðferð matsins. M.ö.o. það verða engir Jón-ar og Séra Jónar.

•Starfsmatsnefnd skipuð fulltrúum Reykja-víkurborgar, Eflingar- stéttarfélags, Starfs-mannafélags Reykjavíkurborgar og Tækni-fræðingafélags Íslands fer yfir niðurstöðurstarfsmatsins og samþykkir þær. Starfsmats-nefndin tekur einnig tillit til athugasemda oggerir ef þörf er á nauðsynlegar aðlaganir svoniðurstaða úr starfsmatinu verði réttlát. Allarslíkar breytingar þurfa að vera vel rökstuddar.

Munu allir færast til í launum þegar kerfiðverður tekið upp?

Nei, það færast ekki allir til í launum viðinnleiðingu starfsmatskerfisins og það er ekki

vitað fyrirfram hversu stór hópur starfsmannafær hækkun launa við starfsmatið.

Samningsaðilar hafa ákveðið að ráðstafaákveðnu fjármagni á samningstímabilinu tillaunaleiðréttinga samkvæmt starfsmatinu ognefnd samningsaðila ákveður hvernig þessumfjármunum verður ráðstafað. Í þessu sambandier vert að taka það fram að Reykjavíkurborghefur samið um það við félögin að það lækkarenginn í launum við innleiðingu á starfsmatinu.

Í síðustu kjarasamningum Eflingar ogReykjavíkurborgar var samið um að starfsmat-ið tæki gildi 1.desember 2002. Mun matið þáverða afturvirkt?

Já, það verður afturvirkt. Þótt niðurstöðurliggi ekki fyrir fyrr en í mars/ apríl þá verðalaun leiðrétt í samræmi við niðurstöður frá ogmeð 1. desember 2002 .

Hvernig er kynningu á verkefninu háttað?Fyrst ber að nefna kynningu til stéttarfélag-

anna og trúnaðarmanna þeirra. Sú kynning erþegar hafin og við verðum með áframhaldandikynningar til þess hóps þar til starfsmatið hefurverið tekið upp. Þar má nefna að stefnt er aðþví að halda stóran kynningarfund fyrir þessaaðila í lok ágúst/ byrjun september. Einnigverður kynning meðal starfsmannastjóra ogyfirmanna stofnana Reykjavíkurborgar ásamtsérstakri kynningu til starfsmanna og útgáfu áfræðslu og kynningarriti vegna starfsmatsins.

Page 54: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

56 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

N Á M S K E I Ð

Efling-stéttarfélag hefur samið við Tölvu- ogverkfræðiþjónustuna, Grensásvegi 16a um sér-kjör fyrir félagsmenn Eflingar-stéttarfélags. Ástyttri námskeiðum er boðið upp á 15% afsláttaf verðum.

Tölvu- og verkfræðiþjónustan býður upp áfjölmörg tölvunámskeið á ári hverju. Læturnærri að fjöldi námskeiða sé um 500 á ári. Umer að ræða bæði lengra nám og styttri nám-skeið. Eflingarfélagar fá afslátt af öllum nám-skeiðum, en mestan afslátt af styttri námskeið-unum. Námskeiðin eru bæði fyrir byrjendur oglengra komna.

Meðal helstu námskeiða er námskeiðiðWindows, Word og Internetið. Þar er farið ígrunnatriði eins og Windows, ritvinnslunaWORD, Netið og tölvupóst. Lögð er áhersla áskemmtilega nálgun og hagnýt verkefni fyrirbyrjendur.

Einnig er í boði kennsla á ritvinnuslukerfiðWord á tveimur námskeiðum Word I og II. ogreikniforritið Excel er kennt á fimm námskeið-um Excel I, II a, II b II c og III ásamt nám-skeiði í glærugerðarforritinu Power Point. Sér-hæfðari námskeið eru tvö, námskeið umgagnagrunnskerfin Access og File Maker.Einnig er boðið upp á námskeið í Vefsíðugerð,myndvinnslu og umbroti.

Sem dæmi um verð má nefna Tölvugrunn,sem er 15 klukkustunda langt námskeið ogkostar fyrir Eflingarfélaga kr. 17.900 (almenntverð er kr. 21.040). Félagsmenn geta sótt umstyrki til fræðslusjóða Eflingar til þess að mætakostnaði við námskeiðin. Fullgildir félagsmenneiga rétt á 60-75% styrk. Námskeiðið kostar fé-lagsmann þá frá kr. 4.475-7.160.

Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif-stofu Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar fyrirþá, sem vilja sækja um styrkinn um leið og þeirganga frá greiðslu námskeiðsins. Séð verðurum að koma styrkbeiðnum til skila til Efling-ar-stéttarfélags. Styrkurinn er lagður innáreikning viðkomandi gegn framvísun kvittunarfyrir greiðslu námsgjalds og staðfestingu á aðfélagsmaðurinn hafi lokið námskeiðinu.

Skráning og frekari upplýsingar má fá hjáTölvu- og verkfræðiþjónustunni í síma 520-9000 eða á heimasíðu þeirra www.tv.is

Tölvunámskeið fyrir Eflingarfélaga- Grunnámskeið fyrir Eflingarfélaga á 4 - 7 þúsund krónur

Skólastjóri Tölvu og verkfræðiþjónustunnar undirbýr vetrarstarfið í skólanum.

Smelltu á www.efling.is

Sjá blaðsíðu 66

Page 55: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

57F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Sjá blaðsíðu 66

Efling og Starfsafl í samvinnu við olíufélöginstanda nú annað árið í röð fyrir sérstökumnámskeiðum fyrir Eflingarfélaga sem vinna hjáolíufélögunum. Námið er starfsmönnum enþeir sækja námið í eigin tíma eða vinnutímaeftir því hvernig stendur á vöktum hjá þeim.Olíufélögin greiða starfsmönnum laun þegarnámið fer fram í vinnutíma, en starfsmennleggja fram tíma sinn þegar námið fer fram ívaktafríi. Bæklingur með námsframboðinu ervæntanlegur í byrjun september og verðurhonum dreift til allra Eflingarfélaga, sem starfahjá olíufélögunum.

Á haustönn 2002 eru í boði eftirtalin námskeið:

Tölvugrunnur 22 kst.23., 25.,30. sept. og 2. og 4.okt. kl. 13.00-16.00Tölvu- og Verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16.

WORD I 22 kst.7., 9., 14., 16. og 18. október kl. 13.00-16.00Tölvu- og Verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16

Íslenska og tölvupóstur 20 kst.28., 30., okt. og 4. og 6. nóv. kl. 13.00-16.45Mímir-Tómstundaskólinn, Öldugötu 23

Þróun bílsins og breytt þjónusta 10 kst.6. og 7. nóvember k.. 8.00-12.00Fræðslumiðstöð bílgreina, Gylfaflöt 19

ADR námskeið-flutningur á hættulegum farmiRéttindanámskeið Vinnueftirlits ríkisins11., 12. og 13. nóvember kr. 9.00-17.00Grensásvegur 16 a. III. hæð.

Sjálfsstyrking til náms 4 kst.verður í boði innan hvers olíufélags fyrir sig. Dagsetningar verða ákveðnar síðar.

Einkatímar vegna lesblinduÍ boði verður greining og ráðgjöf fyrir þásem eru með lestrarerfiðleika og lesblindu.

Nánari upplýsingar veitir Maríanna hjáStarfsafli í síma 510-7543 eða [email protected].

Menntun olíufélag-anna og Eflingar áöðru starfsári

Page 56: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

58 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

T Ó N L I S T

Sönghópurinn Plútó sem er skipaður ellefunemendum úr fullorðinsfræðslu fatlaðra gaf útsinn fyrsta geisladisk fyrir skömmu og að þvítilefni hélt heimildarmaður blaðsins til fundarvið einn söngfuglinn Hildigunni Jónínu Sigurð-ardóttur þar sem hún var að vinna við ræsting-ar í þjónustuíbúðum aldraðra á Dalbraut 27 ogbað hana að segja frá þátttöku sinni í söng-hópnum og tildrögum þess að þau réðust í aðgefa út geisladisk.

Hilla eins og hún er oftast kölluð, sagði aðhún hefði byrjað að æfa með söngfélögunumfyrir tíu árum en síðustu sex árin hefðu þaukomið fram opinberlega undir nafninu Plútó.Við höfum meðal annars sungið á tónleikum íRáðhúsinu í Reykjavík, á jólatónleikum ogvortónleikum og við ýmis önnur tækifæri. Þaðeru sjö söngvarar í hópnum og fjórir hljóðfæra-leikarar sem öll koma úr fullorðinsfræðslu fatl-aðra og svo nokkrir kennarar úr skólanu.

Við æfum einu sinni í viku yfir vetrartímanen á sumrin eigum við frí. Síðastliðið vor gáf-um við svo út geisladisk með 18 hressilegum ogskemmtilegum lögum úr ýmsum áttum semflestir þekkja eins og t.d. Guantanamera, Vor íVaglaskógi, Tvær úr tungunum, Maístjörnuna,Kenndu mér að kyssa rétt, þar sem ég syngsóló, og fleiri lög. Diskurinn kom út í rúmlega300 eintökum og seldis upp á augabragði, en éger að vona að það fáist samþykkt hjá nýrristjórn skólans að gefa hann aftur út og þá get-um við svarað eftirspurninni frá þeim sem viljaeignast geisladiskinn.

Við hefðum aldrei getað þetta nema meðgóðum stuðningi frá kennurum skólans og ætt-ingjum og vinum sem hafa reynst okkur frá-bærlega vel. Í haust byrjum við svo að æfa fleirilög til að hafa fjölbreyttara lagaval á efnis-skránni fyrir næstu tónleika og kannski kemurannar geisladiskur seinna.

Fyrir um tveim árum fórum við til Arhus íDanmörku og héldum tvenna tónleika við góð-ar undirtektir áheyrenda og að fenginni þeirrireynslu væri gaman að fara í fleiri tónleikaferð-ir til útlanda, sagði Hilla að lokum.

Hildigunnur Jónína Sigurðardóttir hefurstarfað við ræstingar í 18 ár í Þjónustuíbúð-um aldraðra á Dalbraut 27.

Hildigunnur Jónína Sigurðardóttir

Seldist upp áaugabragðiSeldist upp áaugabragði

Sönghópurinn Plútó gaf út plötu

- segir Hildigunnur Jónína Sigurðardóttir,sem hefur starfað við ræstingar í 18 ár íÞjónustuíbúðum aldraðra á Dalbraut 27.

Við hefðum aldrei getað þetta nemameð góðum stuðningi kennara, ættingja

og vina

Page 57: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

59F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

M E N N T U N

Um þessar mundir er Mennt - samstarfsvett-vangur atvinnulífs og skóla að setja af stað raf-ræna upplýsingaveitu um námsframboð. Þettaþýðir að allir sem hafa aðgang að internetinugeta farið inná heimasíðuna mennt.is og fengiðþar heildaryfirlit yfir möguleika á námi í land-inu, allt frá tómstundanámi upp í háskólanám.Tryggvi Thyer hjá Mennt hefur haft umsjónmeð verkinu og við spurðum hann um þaðhverjum þetta myndi helst nýtast.

- Öllum sem vilja bæta einhverri þekkinguvið sig með því að sækja sér nám eða námskeiðaf einhveru tagi. Um er að ræða gagnabankasem hýsir upplýsingar um nám sem í boði er áÍslandi eftir að grunnskólanámi lýkur, bæðinám innan hins hefðbundna skólakerfis svo ognámskeið sem hægt er að stunda á almennummarkaði. Upplýsingavefurinn mun því nýtastjafnt þeim sem leita eftir námi eða námskeiði,þeim sem skipuleggja námskeiðahald og þeimsem bjóða upp á nám.

Þarf ekki að vera tölvusérfræðingur til aðnýta sér þennan upplýsingavef?

- Nei, upplýsingavefurinn er með einföldunotendaviðmóti og er því aðgengilegur öllumsem hafa aðgang að tölvu og Interneti, og erþjónusta við notendur ókeypis. Oft hefurreynst erfitt fyrir almenning að fá heildarsýnyfir það framboð á námi eða námskeiðum semí boði er. Nú er hægt á einum stað að nálgastupplýsingar um nám hvort sem leitað er al-mennt í gagnagrunninum, t.d. leitað eftirenskunámi á öllu landinu eða gerð sértæk leit,t.d. leitað eftir byrjunaráfanga í ensku á Vest-fjörðum. Notendur geta borið saman framboð,verð og gæði því upplýsingarnar eru á stöðluðuformi sem einfaldar allan samanburð fyrir not-andann. Einnig er skráninga- og greiðslukerfiá upplýsingavefnum og notendur geta því bæðiskráð sig í nám eða á námskeið á netinu ogjafnframt greitt fyrir.

En þeir sem vita ekki hvað þeir vilja læra envilja bæta einhverri þekkingu við sig?

- Fyrirhugað er að þróa „rafrænan námsráð-gjafa“ sem verður þannig hannaður að einstak-lingurinn svarar nokkrum spurningum og nið-urstöður greiningar sýna áhugasvið viðkom-andi. Rafræni námsráðgjafinn beinir síðan ein-staklingunum inn á ákveðna braut í vali á námieða námskeiðum sem sækir síðan námsleiðirinn í gagnagrunn upplýsingavefsins, sagðiTryggvi að lokum.

Þá er bara að smella á mennt.is og prufa sigáfram!

Allt námsfram-boð á Íslandi áeinum stað

Upplýsingaveita um námsframboð á vefnum

Page 58: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

60 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

M E N N T U N

Myndlistaskólinn í Reykjavík er sjálfseignar-stofnun, rekin af myndlistarmönnum og nýturviðurkenningar menntamálaráðuneytis ogFræðslumiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Þar erboðið upp á nám í námskeiðaformi fyrir fólk áöllum aldri, jafnt byrjendur sem lengra komna,frá 6 ára aldri. Fréttablað Eflingar heimsóttiÞóru Sigurðardóttur, skólastjóra til að fræðastum starfsemina, en í skólanum er fjölbreyttnámskeið í myndlist fyrir börn, unglinga ogfullorðna.

Að sögn skólastjóra eru námskeið fyrir full-orðna að jafnaði á kvöldin og er kennt í grunn-atriðum teikningar, ásamt því að boðið er uppá nám í ýmsum undirstöðugreinum sjón-mennta, teikningu, leirmótun, keramik, með-ferð olíu-og vatnslita, formfræði, hönnun ogfleiru. Námskeið fyrir börn og unglinga eru síð-degis og þar eru börnunum kynntar aðferðirmyndlistarinnar til tjáningar, leiks og túlkunarásamt því að kynna þeim fjölbreytt efni til úr-vinnslu. Námskeiðin eru ítarleg og ná yfirlengri tíma. Annir eru tvær á vetri, haust-ogvorönn og eru 14 vikur hvor. Áhersla er lögð áað þeir nemendur sem eru byrjendur kynnistgrunndvallaratriðum sjónmennta á teikninám-skeiðum skólans eða geti sýnt fram á að þeirhafi sótt sér námskeið eða áfanga í grunnatrið-um áður en þeir skrá sig inn í framhaldsnám-skeið.

Á haustönn 2002 er boðið upp á nýjung, enþað eru 6 vikna námskeið fyrir þá sem eru aðfeta fyrstu skrefin inn í heim myndlistar oghönnunar. Á það við um námskeið í módel-teikningu, leirmótun og litafræði. Áfram er þóboðið upp á 14 vikna námskeið í leirmótun ogmódelteikningu fyrir þá sem ætla sér að náfastari tökum á viðfangsefninu, eða eru að búasig undir frekara nám.

Teikninámskeiðin þ.e. hlutateikning eru 14vikna, enda komin góð reynsla á þá ítarlegukennslu sem þar fer fram. Sá grunnur sembyggður er upp á þeim námskeiðum undir-byggir hvort sem er tómstundastarf eða frekaranám. Teikningin stuðlar að virkri og skapandihugsun og ýtir undir skilning á umhverfi þesssem hana stundar.

Á teikninámskeiðunum kynnast nemendursígildum aðferðum til þjálfunar huga og hand-ar, greiningu forma, hlutfalla og rýmis og öðl-ast með því tæki til að setja hugmyndir sínarfram á skiljanlegan og greinagóðan hátt. Aðloknum teikninámskeiðum er nemendumfrjálst að velja sína námsleið.

Námskeið fyrir fullorðna eru metin til ein-inga innan framhaldsskólastigsins og eru einnigvíða metin til eininga í atvinnulífinu. Skólinnhefur gert þjónustusamning við menntamála-ráðuneytið um rekstur fornámsdeildar, þar semboðið verður upp á eins ár heilstætt nám í dag-skóla til undirbúnings námi á háskólastigi og ísérskólum sagði þóra að lokum.

Þóra Sigurðardóttir, skólastjóri Myndlistaskólans

Góð reynsla kominá námskeið skólansGóð reynsla kominá námskeið skólans

Þóra Sigurðardóttur, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík

Page 59: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

N Á M S K E I Ð

Fagnámskeið II verður haldið 12.febrúar-19.mars 2003 kennt verður á mánud,þriðjud, miðvikud, og fimmtudögumkl.13:00- 17:15. Þessi tímasetning er gerð ítilraunaskyni vegna erfiðleika við mönnuná námskeiðstímum.

Eldhús, ræsting,bytibúr og þvottahús

Fagnámskeið I verður haldið 3.okt-28.nóvkennt verður frá kl.14:00- 17:40 kennt verð-ur á þriðjudögum og fimmtudögum í Náms-flokkum Reykjavíkur

Fagnámskeið II verður haldið 10.mars-9.apríl. kennt verður á mánud, þriðjud, mið-vikud,og fimmtudögum kl. 13:00- 17:15.Þessi tímasetning er gerð í tilraunaskynivegna erfiðleika við mönnun á námskeiðs-tímum.

Leikskólar

Fagnámskeið I verður haldið 3-14.febrúar2003 kennt verður frá kl.8:45-16:00

Fagnámskeið II verður haldið 5-23. maí2003kennt verður frá kl.8:45-16:00

Heimaþjónusta

Fagnámskeið II verður haldið 17.sept-16.okt Kennt verður á morgnana kl.8:45-12:10Innritun hjá deildarstjórum

Umönnun aldraðra og fatlaðra

Fagnámskeið I verður haldið 1.okt- 13.nóvKennt verður frá kl.14:00-18:00 á þriðju-daga,miðvikudaga og fimmtudaga hjá Náms-flokkum Reykjavíkur

Kjarasamningsbundin námskeið launaflokkanámskeið- fyrir starfsmenn hjá Reykjavíkurborg og á Landspítala

Smelltu á www.efling.is

Sjá

blað

síðu

66

Page 60: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

M E N N T U N

Efling - stéttarfélag og Starfsafl í samstarfivið Fræðsluráð málmiðnaðarins og fleiri fenguá síðasta vetri Gallup til þess að gera úttekt ogþarfagreiningu í málmiðnaði. Tilgangur verk-efnisins var að skoða starfsgreinina með þaðað markmiði að geta sett fram beinar tillögurum námskeið fyrir félagsmenn Eflingar ogfleiri. Tuttugu fyrirtæki voru heimsótt og rættvið yfir 60 starfsmenn ásamt því sem settir voruá sérstakir rýnihópar þar sem kafað var ofan ístarf málmiðnaðarmannsins og skoðað hvarþeir þyrftu helst að bæta þekkingu sína oghæfni. Sett hefur verið saman skýrsla um þessaúttekt sem Efling mun byggja á stefnumörkun ístarfsnámi fyrir félagsmenn sem vinna viðmálm- véltækni og framleiðslugreinum. Núþegar hefur verið ákveðið að vinna í samvinnuvið Fræðsluráð málmiðnaðarins að námskeið-um í meðferð stórvirkra vinnutækja, öryggis-málum, efnismeðferð og gæðastjórnun.

Námskeiðin verða haldin í samvinnu við fyr-irtæki í greininni en að mestu kostuð að Starfs-afli. Nánari upplýsingar gefur MariannaTraustadóttir hjá Starfsafli í síma510-7543/860-4487 eða [email protected]

URF verkefnið á sér upphaf í því að Efling -stéttarfélag bar sig upp við Fræðsluráð málm-iðnaðarins með hina nýju fræðslusjóði semsamið var um í síðustu kjarasamningum ogóskuðu eftir samvinnu um þróun á námsfram-boði fyrir sitt fólk í málmiðnaðargreinum.Viðfengum fleiri aðila til samstarfs og úr varðþetta stóra þarfagreiningarverkefni - URF -sem Gallup framkvæmdi undir sérstakri verk-

62 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Tækniþróun er ör í málmiðngreinum og nauðsynlegt fyrir alla starfsmenn í greininni að ná tökumá tækninni

Undirstaða réttlig fundin - URF- Þarfagreinig og námskeið í málmiðnaði

Gylfi Einarsson

Stjórnendur fyrirtækja þurfaað huga betur að endur-menntun starfsmanna

Sjá blaðsíðu 66

- segir Gylfi Einarsson starfsmaðurFræðsluráðs málmiðnaðarins

Page 61: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

M E N N T U N

Í verkefninu kom skýrt fram áhugi á auknum aðgerðum ásviði öryggismála. Þar eigum við að vinna saman innanverkalýðshreyfingarinnar. Við eigum að útskýra fyrir hvortöðru hættur af þeim efnum og tækjum sem við notum og aðviðeigandi ráðstafanir séu gerðar.

Það sem mér fannst best var að hitta verkafólk frá öðrumvinnustöðum og annars staðar af landinu og skiptast áreynslu og skoðunum. Verkafólki, faglærðu sem ófaglærðu,er nauðsynlegt fá tækifæri til að hittast, ræða saman og miðlareynslu sinni. Til þess gefast alltof fá tækifæri, sagði GylfiPáll Hersir.

Heiti verkefnissins er tekið úr kvæðnuLilju eftir Eystein Ásgrímsson munk íÞykkvabæjarklaustri (d.1361). En kvæðiðmun hann hafa ort sér til yfirbótar eftirað hafa barið ábóta sinn til óbóta.

URF - undirstaða réttlig fundin

efnastjórn sem sett var á laggirnar.Hverjar voru svo megin niðurstöður verk-

efnisins?Margir almennir starfsmenn m.a. Eflingarfé-

lagar töldu sig oft vera setta til hliðar í endur-menntun þó þeir gegni mjög mikilvægum störf-um. Sem dæmi var nefnt vinna við að búa skipundir málningu og mála þau. Það er ekki fjarrilagi að málning á meðal togara kosti um tværmilljónir og því hlýtur að vera mikilvægt að öllvinnubrögð séu góð. Hver dagur sem togarareru frá er dýr og ending málningarinnar ræðstmikið af réttum vinnubrögðum. Samt er þess-um mönnum oft ekki kennt neitt. Oft virðistsem námskeið starfsmanna séu einhverskonarbónus frekar en hluti af starfsmannaþróun ogþekkingarlegri uppbyggingu fyrirtækja. Von-andi er þetta að breytast og uppbygging nýrranámskeiða í samvinnu við Eflingu og Starfsaflverður vonandi hluti af þessu breytingarferlisagði Gylfi að lokum.

Viðtal við Gylfa Pál Hersi félagsmann í Eflingu sem tók þáttí rýnihóp vegna þarfagreiningar í málmiðnaði

Gylfi Páll Hersir

Page 62: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

VerðlaunakrossgátaVeitt verða verðlaun fyrir lausn á krossgátunni. Verðlaunin nema 8.000,- krónumLausnir sendist til: Efling-stéttarfélag /Krossgátan • Sætún 1 • 105 ReykjavíkSvar þarf að berast fyrir 1. nóvember nk.

Nafn: Vinnustaður: Sími:

Lausnarorð:

Heimili: Kennitala:

Page 63: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

Eyðir pening í sjálfa sig

65F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

K R O S S G Á T A N

Lausn síðustukrossgátu

Sólrún Jónsdóttir starfsmaður á LSP í Foss-vogi var vinningshafi í krossgátuni að þessusinni. Þegar Sólrún var spurð að því hvað húnætlar að gera við vinninginn var hún fljót aðsvara. Hún ætlar að eyða honum í sjálfa sig.

Vinningshafi krossgátu

Eyðir pening í sjálfa sig

Page 64: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika

MSK

EIÐFYRIR H

VERJA?

HVEN

ÆR?

TÍMI

LENG

DU

PPLÝSING

AR.

SAM

STARFS-

SJÁ BLS

OG BÓ

KA

NIR

ILAR

Starfsmenntun

Framreiðsla

Eflingarfólk í hótel og veitingastörfumSept. og okt.

3 stundirStarfsafl

Fræðsluráð hótel og m

atvælagr.

37Jarðlagnatæ

kniStarfsm

. við jarðvinnu (lagnir og línur)Auglýst síðar

300 stundirEfling - stéttarfélag

Fræðslum

iðst. atv.lífsinsHlaðm

ennEflingarfélagar hjá flugfélögum

Auglýst síðarStarfsafl

Fræðslum

iðst. atv.lífsinsO

líufélöginEflingarfélagar hjá olíufélögunum

Sept. - nóv.Starfsafl

MFA

57Ræ

stingStarfsfólk við ræ

stingarNóv.

Eftir hádegi26 stundir

Efling - stéttarfélagM

FA32

Mötuneyti

Starfsfólk í almennum

mötuneytum

Nóv.Eftir hádegi

26 stundirEfling - stéttarfélag

MFA

32Áhaldahús Kópavogur/Seltj.nes

Eflingarfélagar áhaldahússAuglýst síðar

Efling - stéttarfélagM

FASorpa

Eflingarfélagar hjá SorpuAuglýst síðar

Efling - stéttarfélagM

FALeikskólar, fagnám

skeið IStarfsm

enn leikskóla3.-14. feb.

8:45-16:00Leikskólar Rvk.

Námsflokkar Rvk.

61Leikskólar fagnám

skeið IIStarfsm

enn leikskóla5.-23. m

aí8:45-16:00

Leikskólar Rvk.Nám

sflokkar Rvk.61

Heimaþjónusta Fagnám

skeið IIStarfsm

enn heimaþjónustunnar

17. sept. - 16. okt.8:45-12:10

Innr. hjá deildarstj.Nám

sflokkar Rvk.61

Umönnun aldr. og fatlaðra I

Fagnámskeið I

1.okt- 13. nóv14:00-18:00

Efling - stéttarfélagNám

sflokkar Rvk.61

Umönnun aldr. og fatlaðra II

Fagnámskeið II

12. feb.-19.mars

13:00-17:15Efling - stéttarfélag

Námsflokkar Rvk.

61Eldhús, ræ

sting, býtib. og þvottah.Fagnám

skeið I3.okt.-28. nóv.

14:00-17:40Efling - stéttarfélag

Námsflokkar Rvk.

61Eldhús, ræ

sting, býtib. og þvottah.Fagnám

skeið II10. m

ars-9.apríl13:00-17:15

Efling - stéttarfélagNám

sflokkar Rvk.61

Málm

iðnaðurStarfsm

enn í málm

iðnaðiAuglýst síðar

StarfsaflFræ

ðslur. málm

iðnaðarins62

ByggingariðnaðurStarfsm

enn í byggingariðnaðiAuglýst síðar

5 - 10 stundirStarfsafl

Menntafél. byggingariðn.

48

Alm

ennt nám og nám

sráðgjöfGrunnm

enntaskólinnAlla félagsm

ennSept. - m

ars300 stundir

Efling - stéttarfélagM

FA36

Landnemaskólinn

Erlenda félagsmenn /Nýbúa

Eftir áramót

250 stundirEfling - stéttarfélag

MFA

24Tölvunám

Alla félagsmenn

Allan veturÝm

sir15 stundir

Tölvu og verkfr. þj.Tölvu og verkfr. þj.

52Enska

Alla félagsmenn

Þriðjudaga16:00-17:30

20 stundirM

FAM

FA38

DanskaAlla félagsm

ennFim

mtudaga

16:00-17:3020 stundir

MFA

MFA

38Spæ

nskaAlla félagsm

ennM

iðvikud. og fimm

tud.16:30-18:00

20 stundirM

FAM

FA38

Vefbundið enskunámAlla félagsm

ennM

FAM

FAStarfsþróun/nám

sráðgjöf - færnim

appaAlla félagsm

ennAllan vetur

Skv. tímapöntun

1 - 5 klst.Efling - stéttarfélag

MFA

19 - 20Einstaklinga

1 klst.Efling - stéttarfélag

MFA

Hópa1 - 5 klst.

Efling - stéttarfélagM

FARáðgjafanám

sk. f trúnm+verkstj.

Trúnaðarmenn

Efling - stéttarfélagM

FA

Félagsleg fræðsla

Trúnm.nám

sk INýir trúnaðarm

enn7.-11 okt og 3. 7. feb

1 vikaEfling - stéttarfélag

MFA

42 - 44Trúnm

.námsk II

Trúnaðarm. sem

lokið hafa námsk I

18.-22. nóv og 3.-7. mars

1 vikaEfling - stéttarfélag

MFA

42 - 44Fram

haldsnám trúnaðam

annaTrúnaðarm

. sem hafa tekið trún.m

.námsk II

Efling - stéttarfélagM

FA42 - 44

-Lífsj./Tryggingar26.11.2002

1 dagurEfling - stéttarfélag

MFA

42 - 44-Bréfaskriftir/greinargerðir (tölvunám

)22.10.2002

1 dagurEfling - stéttarfélag

MFA

42 - 44-Persónuvernd og réttarstaða launam

annsAuglýst síðar

1 dagurEfling - stéttarfélag

MFA

42 - 44-Sam

skipti/lausn ágreiningsAuglýst síðar

1 dagurEfling - stéttarfélag

MFA

42 - 44Sjálfstyrking

Alla félagsmenn

1. 3. og 8. okt. 5. 7. og 12.nóv3 kvöld

Efling - stéttarfélagM

FA42 - 44

Sjálfstyrking framhald

Alla félagsmenn

24. 29. og 31. okt3 kvöld

Efling - stéttarfélagM

FA42 - 44

Starfslokanámskeið

Alla félagsmenn

15. 17. og 19. okt. og 5. 7. og 9. nóv.3 kvöld

Efling - stéttarfélagM

FA42 - 44

Undirbúningur, stjórn og virk þátttaka í fundum

66 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Page 65: Fjölskyldan í forgang Alþjóðavæðingin Drífið ykkur í skólannefling.is/wp-content/uploads/2014/06/efl502.pdf · Við höldum áfram að þróa nýja starfsmenntamöguleika