fjolskyldusvid - arsskyrsla 2005

45
FJÖLSKYLDUSVIÐ ÁRSSKÝRSLA 2005

Upload: iris-kristjansdottir

Post on 25-Mar-2016

239 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

FJÖLSKYLDUSVIÐ ÁRSSKÝRSLA 2005 Efri röð frá vinstri: Ingunn Árnadóttir, Unnur Erla Þóroddsdóttir, Margrét Hjaltested, Elín Gunnarsdóttir og Svanhildur Þorkelsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Unnur V. Ingólfsdóttir og Valgerður Magnúsdóttir.

TRANSCRIPT

FJÖLSKYLDUSVIÐÁRSSKÝRSLA 2005

Efri röð frá vinstri:Ingunn Árnadóttir, Unnur Erla Þóroddsdóttir, Margrét Hjaltested,Elín Gunnarsdóttir og Svanhildur Þorkelsdóttir.Neðri röð frá vinstri:Unnur V. Ingólfsdóttir og Valgerður Magnúsdóttir.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 1

ÁVARP FÉLAGSMÁLASTJÓRA ............................................................................3

FJÖLSKYLDUSVIÐ....................................................................................................4

Útgjöld fjölskyldusviðs .................................................................................................................... 5Tafla I: Samanburður á útgjöldum fjölskyldusviðs árin 2004 og 2005. .......................5

FJÖLSKYLDUNEFND ...............................................................................................6

Hlutverk fjölskyldunefndar ............................................................................................................... 6

Verkefni fjölskyldunefndar ............................................................................................................... 6

FJÖLSKYLDUDEILD .................................................................................................6

MÁLEFNI BARNA .................................................................................................... 7Tafla II: Fjöldi fjölskyldna og barna sem unnið var með á grundvelli bvl. árin ........ 2001–2005..............................................................................................................7Mynd I: Fjöldi fjölskyldna árin 2001–2005........................................................................8Mynd II: Fjöldi barnaverndartilkynninga árin 2001–2005. ...............................................8Tafla III: Tilkynningar á grundvelli bvl. árin 2002, 2003, 2004 og 2005. ......................9Tafla IV: Hlutfall aðila í % sem tilkynna árið 2003, Mosfellsbær borinn saman við .... landið í heild. ........................................................................................................10Tafla V: Ástæða tilkynningar árin 2001–2005. ...............................................................10Tafla VI: Ástæða afskipta árin 2001–2003. .....................................................................11Tafla VII: Ástæða afskipta árin 2004–2005. .....................................................................11

Forvarnir í málefnum barna ........................................................................................................... 12

FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF ........................................................................................14

FJÁRHAGSAÐSTOÐ...............................................................................................14

Skipting fjárhagsaðstoðar árið 2005 ............................................................................................ 14Mynd III: Útgjöld til fjárhagsaðstoðar árin 2001–2005. ...................................................15Mynd IV: Fjárhagsaðstoð og skráðir atvinnulausir í Mosfellsbæ árin ...........................15

2001–2005............................................................................................................15Mynd V: Skipting fjárhagsaðstoðar árið 2005 eftir fjölskyldugerð. ...............................16Mynd VI: Skipting fjárhagsaðstoðar árin 2001–2005 eftir aldri styrkþega. ..................16

Fjármálanámskeið ........................................................................................................................... 17Tafla: VIII. Fjöldi þátttakenda skipt eftir kyni, barnafjölda og hjúskap. ............................18Mynd VII: Fjöldi þátttakenda á fjármálanámskeiði skipt eftir aldri og kyni.....................18

Fjölsmiðjan ............................................................................................................................. 19Tafla IX: Félagsleg heimaþjónusta árið 2005. .................................................................20Mynd VIII: Fjöldi heimila sem naut félagslegrar heimaþjónustu árin 2001–2005..........20Mynd IX: Útgjöld vegna heimaþjónustu árin 2001–2005 í þúsundum króna. ..............21

MÁLEFNI ALDRAÐRA ............................................................................................22

Íbúða- og þjónustumiðstöð aldraðra við Hlaðhamra.................................................................. 22

Dagvist aldraðra ............................................................................................................................. 22Tafla X: Dagvist aldraðra eftir kyni, dvalartíma í stundum, fjölda og aldri ..................23

01.01.–31.12. 2005. ............................................................................................23Mynd X: Fjöldi einstaklinga í dagvist aldraðra árið 2005. ..............................................23Tafla XI: Þátttakendur í námskeiðum, meðaltalsfjöldi árið 2005. .................................24Tafla XII: Þátttaka í ferðum og á skemmtunum félagsstarfs aldraðra árið 2005. ........24Tafla XIII: Útgjöld til félagsstarfs aldraðra árin 2001–2005. ............................................25Mynd XI: Útgjöld í þúsundum króna til félagsstarfs aldraðra árin 2001–2005.............25Tafla XIV: Félagsstarf aldraðra, útgjöld vegna ferða árin 2001–2005............................25Mynd XII: Félagsstarf aldraðra, útgjöld vegna ferða árin 2001–2005............................26

Þjónustuhópur aldraðra............................................................................................................... .. 26

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 2

Tafla XV: Einstaklingar vistaðir á hjúkrunarheimilum í lok árs árin 2003, 2004 og ... 2005.......................................................................................................................27

MÁLEFNI FATLAÐRA .............................................................................................28

Ferðaþjónusta fatlaðra ................................................................................................................... 28Tafla XVI: Ferðafjöldi eftir aldri þjónustuþega árin 2001–2005. ......................................28Tafla XVII: Ferðafjöldi árið 2005 eftir tegund ferða. ...........................................................28Tafla XVIII: Tegundir ferða árin 2001–2005. ........................................................................29Mynd XIII: Einstaklingar sem nutu ferðaþjónustu fatlaðra árin 2001–2005. ..................29Mynd XIV: Útgjöld vegna ferðaþjónustu fatlaðra árin 2001–2005. ..................................30Tafla XIX: Skólaakstur, fjöldi barna skipt eftir árum. .........................................................30

Liðveisla fatlaðra ............................................................................................................................. 30Tafla XX: Liðveisla árið 2005 skipt eftir aldri, kynferði og liðveislutímum. ....................31Mynd XV: Liðveisluþegar árin 2001–2005. ........................................................................31Mynd XVI: Útgjöld og veittur stundafjöldi vegna liðveislu árin 2001–2005. ....................31

Búsetumál fatlaðra.......................................................................................................................... 31

Þjónusta við fatlaða íbúa Mosfellsbæjar...................................................................................... 32Tafla XXI: Útgjöld vegna þjónustu við fatlaða árin 2001–2005. ......................................32Mynd XVII: Skipting útgjalda vegna þjónustu við fatlaða árin 2001–2005.......................33

FÉLAGSLEG HÚSNÆÐISMÁL .............................................................................34Tafla XXII: Félagslegar íbúðir árin 2001–2005. ..................................................................34Mynd XVIII: Félagslegar íbúðir árin 2001–2005. ..................................................................34

Félagslegar leiguíbúðir................................................................................................................... 35Mynd XIX: Félagslegar íbúðir árin 2001–2005. ..................................................................35Tafla XXIV: Meðalleigutími við árslok 2005. .........................................................................36Mynd XX: Fjöldi leiguíbúða, meðaleignarhaldstími og meðalleigutími í árum, skipt ... eftir stærð íbúða...................................................................................................37Mynd XXI. Fjöldi leiguíbúða og fjöldi móttekinna umsókna á árunum 2001–2005. .....37Tafla XXV: Óskir umsækjenda um íbúðarstærð. ................................................................38

Framkvæmdir á árinu 2005 ........................................................................................................... 38

Félagsleg húsnæðismál – rekstur ................................................................................................ 38Mynd XXII: Rekstrarniðurstaða félagslegra húsnæðismála árin 2001–2005. .................38

Húsaleigubætur ................................................................................................................................39Mynd XXIII: Húsaleigubætur árin 2001–2005. ......................................................................39Tafla XXVI: Greiðsla húsaleigubóta í maí 2005, fjölskyldugerð.........................................40Mynd XXIV: Húsaleigubætur, fjöldi bótaþega 2001–2005...................................................40Mynd XXV: Þróun félagslegra húsnæðismála árin 2001–2005. ........................................40

Íbúða- og þjónustuhús aldraðra við Hlaðhamra ......................................................................... 41

Mynd XXVI: Íbúða- og þjónustuhús rekstrarniðurstaða áranna 2001–2005. ................. 41

JAFNRÉTTISMÁL ....................................................................................................42

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 3

ÁVARP FÉLAGSMÁLASTJÓRA Frá setningu laga um félagsþjónustu sveitarfélaga fyrir rúmum 15 árum hafa átt sér stað umtalsverðar breytingar á þjónustunni og viðhorfi til hennar. Viðhorf um að þjónustan sé neyðarúrræði, ætlað afmörkuðum hópi sem orðið hefur undir í lífsbaráttunni hefur vikið fyrir sjónarmiði um almenna velferðarþjónustu. Þjónustu þar sem leitast er við að tryggja lífsgæði einstaklinga og fjölskyldna, þar sem sjálfsákvörðunarréttur einstaklingins er í brennidepli. Félagsþjónustan snertir í miklum mæli grunnþarfir manneskjunnar, þörfina fyrir fæði, húsnæði og öryggi. Þjónustunni er ætlað að bæta lífskjör þeirra sem standa höllum fæti, tryggja þroskavænleg uppeldisskilyrði barna, veita aðstoð til þess að íbúar geti búið sem lengst í heimahúsum, stundað atvinnu og lifað sem eðlilegustu lífi. Þá er þjónustunni ætlað að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir félagsleg vandamál. Stór hluti þjónustunnar er þess eðlis að árangurs er tæplega að vænta nema að þeir sem í hlut eiga njóti félagslegrar ráðgjafar samhliða annarri aðstoð sem veitt er. Ráðgjöfin getur í sumum tilvikum jafnvel vegið þyngra, þegar til lengri tíma er litið, en hin eiginlega aðstoð sem mælt er fyrir um í lögum. Þjóðfélagið sem stöðugt verður flóknara kallar á aðgang fólks að ráðgjöf um almenn félagsleg réttindi og samskipti við opinbera aðila, auk leiðbeiningar og ráðgjafar í einkamálum. Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar hefur í gegnum árin lagt ríka áherslu á að veita félagslega ráðgjöf í tengslum við aðra aðstoð sem veitt er á sviðinu. Þá hefur áhersla á samvinnu við stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök við úrlausn einstakra mála og á sviði forvarna farið stöðugt vaxandi. Hvorutveggja er ætlað að stuðla að hjálp til sjálfshjálpar þannig að veitt aðstoð og þjónusta hafi það að markmiði að einstaklingurinn verði sjálfbjarga og fær um að lifa sem eðlilegustu lífi. Af verkefnum fjölskyldusviðs er óhætt að segja að mestar breytingar hafi átt sér stað undanfarin ár á sviði félagslegra húsnæðismála. Afnám félagslega kaupleigu- og eignaíbúðakerfisins, afnám viðbótarlána ásamt auknum lánamöguleikum fólks hefur stuðlað að því að fleiri hafa átt þess kost að festa kaup á eigin húsnæði. Breytingar þessar hafa stuðlað að því að fjöldi ungs fólks sem er að hefja sjálfstæða búsetu er skuldum vafinn og lítið má út af bregða til að dæmið gangi ekki upp. Tölur Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna fyrir árið 2004 sýna að fjölmennasti aldurshópurinn sem leitaði þangað var á aldursbilinu 20–30 ára. Helstu ástæður greiðsluvanda voru veikindi og offjárfesting. Þar sem framtíð þessa hóps og velferð afkomenda hans er í húfi er mikilvægt að þeir sem að málum koma leggi aukna áherslu á félagslega ráðgjöf ásamt fræðslu um fjámál.

Unnur V. Ingólfsdóttir

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 4

FJÖLSKYLDUSVIÐ

Fjölskyldusvið fer með málefni félagsþjónustu samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, barnavernd samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002 (bvl), félagsleg húsnæðismál samkvæmt lögum um húsnæðismál nr. 44/1998 og jafnréttismál í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000. Þá falla undir verksvið nefndarinnar og sviðsins verkefni samkvæmt lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992 og verkefni samkvæmt lögum um málefni aldraðra skv. lögum nr. 125/1999, ennfremur verkefni samkvæmt lögræðislögum nr. 71/1997 og ættleiðingarlögum nr. 130/1999. Fjölskyldusvið fer auk þess með málefni samkvæmt bvl fyrir Kjósarhrepp í samræmi við samkomulag Mosfellsbæjar við hreppinn. Félagsmálastjóri er yfirmaður fjölskyldusviðs. Skrifstofa sviðsins er til húsa í Þverholti 2. Í árslok 2005 voru starfsmenn sviðsins 30 í um 17 stöðugildum. Forstöðumaður fjölskyldusviðs (félagsmálastjóri) er Unnur V. Ingólfsdóttir og Margrét Hjaltested yfirmaður fjölskyldudeildar. Félagsráðgjafar við fjölskyldudeild á árinu voru Unnur Erla Þóroddsdóttir og Lilja Björk Þorsteinsdóttir. Lilja lét af störfum í lok janúar, við starfi hennar tók Elín Gunnarsdóttir sem hóf störf 9. maí. Þær voru allar í 100% starfi. Ingunn Árnadóttir húsnæðisfulltrúi var í 50% starfi. Sviðið naut þjónustu frá þjónustuveri fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna ritvinnslu og frágangs mála, því starfi sinnti Sigríður Erlendsdóttir. Sigríður lét af störfum um miðjan maí og frá þeim tíma var breytilegt hvaða starfsmaður þjónustuvers sinnti verkefnum fyrir sviðið. Valgerður Magnúsdóttir starfaði sem forstöðumaður félagslegrar heimaþjónustu og þjónustumiðstöðvar aldraðra og Svanhildur Þorkelsdóttir sem forstöðumaður félagsstarfs aldraðra. Vísað er til kafla skýrslunnar um félagslega heimaþjónustu og málefni aldraðra varðandi upplýsingar um starfsmannahald þeirrar þjónustu. Fjölskyldunefnd fór með yfirstjórn og eftirlit með málaflokkum fjölskyldusviðs í samræmi við samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 125/2004. Eftirtaldir aðilar skipuðu nefndina á árinu:

Aðalmenn Herdís Sigurjónsdóttir, D-lista, formaður Þorbjörg Inga Jónsdóttir, D-lista, aðalmaður Lovísa E. Hallgrímsdóttir, D-lista, aðalmaður til 19. janúar 2005 Hafdís Rut Rudolfsdóttir D-lista aðalmaður frá 19. janúar 2005 Marteinn Magnússon, B-lista, aðalmaður Jóhanna B. Magnúsdóttir, G-lista, aðalmaður

Varamenn Íris Bjarnadóttir, D-lista, varamaður Hafdís Rut Rudolfsdóttir, D-lista, varamaður til 19. janúar 2005 Lovísa E. Hallgrímsdóttir varamaður frá 19. janúar 2005 Magnús Kristmannsson, D-lista, varamaður Helga Thoroddsen, B-lista, varamaður Dóra Hlín Ingólfsdóttir, G- lista, varamaður

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 5

Útgjöld fjölskyldusviðs Málaflokkar fjölskyldusviðs eru A-hluta stofnunin 02-Félagsþjónusta og B-hluta stofanirnar 61-Félagslegar íbúðir og 63-Þjónustumiðstöð Hlaðhömrum. Skipting stofnana bæjarfélagsins í A og B hluta helgast af því hvort rekstur þeirra er fjármagnaður að meirihluta með skatttekjum eða þjónustutekjum frá íbúum og fyrirtækjum. Útgjöld vegna félagsþjónustu jukust um 4% frá árinu 2004, þar vógu hæst útgjöld umfram áætlun vegna húsaleigubóta, málefna fatlaðra og fræðslu- og forvarnarstarfs og félagsstarfs aldraðra. Útgjaldaaukning vegna húsaleigubóta og málefna fatlaðra skýrist af aukinni eftirspurn eftir þjónustu. Gengið var til samninga við fyrirtækið Rannsóknir og greining hf. um kaup á niðurstöðu rannsókna á högum og líðan ungs fólks í Mosfellsbæ, sem skýrir hækkun útgjalda vegna fræðslu- og forvarnarstarfs. Hækkun útgjalda vegna félagsstarfs aldraðra er vegna launaleiðréttingar í kjölfar starfsmats. Í reikningum Mosfellsbæjar er deild 02–19 önnur félagsleg þjónusta og deild 02-49 afsláttur af fasteignagjöldum færð á 02 –Félagsþjónustu, en heyra ekki undir fjölskyldusvið. Fyrrnefnda deildin er á verksviði fræðslu- og menningarsviðs og hin síðarnefnda á fjármála- og stjórnsýslusviði. Útgjöld til félagslegra íbúða voru 3.396.928 krónur, rúmum 10,5 milljónum lægra en árið 2004 sem skýrist af sölu tveggja íbúða á árinu. Útgjöld vegna íbúða- og þjónustuhúss aldrðara voru 4.242.304 sem var lækkun um rúmar 3,7 milljónir. Hún stafar af hækkun tekna, millifærðri kosnaðarhlutdeild og húsaleigu um 1,5 milljón og vegna lækkunar á millifærðum sameiginlegum kostnaði sem var ofáætlaður á árinu 2004.

Tafla I: Samanburður á útgjöldum fjölskyldusviðs árin 2004 og 2005.

2004 2005 Mismunur

Kóti Heiti Hreyfing Hreyfing

hækkun/ -lækkun

Mismunur í %

1 Fjölskyldunefnd 1.626.681 1.641.669 14.988 0,92 2 Skrifstofa félagsþjónustu 23.968.360 23.763.928 -204.432 -0,85

11 Fjárhagsaðstoð 4.031.101 2.996.591 -1.034.510 -25,66 13 Barnaverndarnefnd Kjósarhrepps 0 -5.947 -5.947 16 Niðurgreiðsla dvalargjalda 477.960 476.307 -1.653 -0,35 18 Húsaleigubætur 8.690.567 11.256.436 2.565.869 29,52 31 Barnaverndarmál 984.683 1.927.914 943.231 95,79

41 Framlög til ellilífeyrisþega og öryrkja 2.559.421 1.997.256 -562.165 -21,96

42 Þjónustuhópur aldraðra 86.578 82.113 -4.465 -5,16 45 Þjónustumiðstöð aldraðra 34.028.569 35.883.779 1.855.210 5,45 48 Félagsstarf aldraðra 6.845.049 8.544.348 1.699.299 24,83 51 Málefni fatlaðra 14.410.251 16.977.416 2.567.165 17,81 62 Fræðslu og forvarnarstarf 92.642 1.063.246 970.604 1.047,69 73 Framlag til Bjargráðasjóðs 749.453 803.870 54.417 7,26 74 Orlofssjóður húsmæðra 368.285 399.067 30.782 8,36 75 Framlag vegna viðbótarlána 4.409.222 462.476 -3.946.746 -89,51 81 Ýmsir styrkir 1.257.179 635.867 -621.312 -49,42

Alls félagsþjónusta 104.586.001 108.906.336 4.320.335

61 Félagslegar íbúðir 13.951.284 3.396.928 -10.554.356 -75,65 63 Þjónustumiðstöð Hlaðhömrum 7.995.130 4.242.304 -3.752.826 -46,94

Alls B-hluti 21.946.414 7.639.232 -14.307.182

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 6

FJÖLSKYLDUNEFND

Hlutverk fjölskyldunefndar

Hlutverk fjölskyldunefndar samkvæmt samþykkt Mosfellsbæjar er að: • Gera tillögur til bæjarstjórnar um stefnu í félags- og húsnæðismálum og hafa

eftirlit með að stefna bæjaryfirvalda á hverjum tíma sé haldin. • Hafa eftirlit með stofnunum sem vinna að félagsþjónustu og húsnæðismálum

og fylgjast með að þær vinni að settum markmiðum í samræmi við lög og veiti góða þjónustu.

• Leggja mat á þá þjónustu sem veitt er á vegum sveitarfélagsins í þeim málum sem hana varðar með tölulegum upplýsingum og könnunum á meðal bæjarbúa.

• Fjalla um kvartanir sem berast vegna þjónustunnar. • Gera tillögur að fjárhagsáætlun til bæjarstjórnar um þá liði sem falla undir

verksvið nefndarinnar. • Hafa eftirlit með að fjárhagsáætlunin sé haldin. • Vera bæjarstjórn að öðru leyti til ráðuneytis í þeim málum sem varða verksvið

nefndarinnar.

Verkefni fjölskyldunefndar

Verkefni fjölskyldunefndar á árinu 2005 voru málefni félagsþjónustu sveitarfélaga (lög nr. 40/1991) það er, málefni tengd félagslegri ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, málefnum aldraðra, félagslegri heimaþjónustu, málefnum unglinga, málefnum fatlaðra (lög nr. 59/1992), umsjón með leiguhúsnæði í eigu bæjarins og umsjón með greiðslu húsaleigubóta (lög nr. 138/1997) og málefni barna og ungmenna, þar með talin barnavernd (lög nr. 80/2002). Ennfremur málefni samkvæmt lögum um húsnæðismál (lög nr. 44/1998) og jafnréttismál (lög nr. 96/2000).

Fjölskyldunefnd fundaði 26 sinnum á árinu. Auk kjörinna fulltrúa sátu félagsmálastjóri, yfirmaður fjölskyldudeildar og húsnæðisfulltrúi fundi nefndarinnar.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar fól fjölskyldunefnd það verkefni að vera stýrihópur fyrir mótun fjölskyldustefnu. Formaður nefndarinnar, yfirmaður fjölskyldudeildar og grunnskólafulltrúi voru skipaðir í starfshóp í júlí 2004. Hópnum var ætlað að leggja fram tillögur um vinnuferli stefnumótunarinnar. Í september 2005 var Edda Jónsdóttir ráðin verkefnisstjóri, við árslok lágu fyrir drög að fjölskyldustefnu.

FJÖLSKYLDUDEILD

Starfsmenn fjölskyldudeildar annast meðferð mála, sem varða einstaklinga og fjölskyldur í samræmi við verkefni fjölskyldunefndar, reglur bæjarfélagsins, lög og reglugerðir.

Íbúar Mosfellsbæjar voru 7.157 1. desember 2005. Karlar voru 3.591 og konur 3.566. Íbúum fjölgaði um 375 eða rúm 5,5% frá 1. desember 2004.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 7

MÁLEFNI BARNA

Markmið barnaverndar er að tryggja börnum viðunandi uppeldisskilyrði. Það er gert með því að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar og beita úrræðum til verndar einstaka börnum þegar það á við. Barnavernd er umfangsmesti málaflokkur fjölskyldudeildar. Þjónustan á árinu 2005 var í samræmi við bvl. Ennfremur var þjónustan í samræmi við önnur lög eftir því sem við átti hverju sinni. Öll mál sem unnin eru samkvæmt bvl. hefjast á því að kannað er hvort aðbúnaði barns sé ábótavant eða að barn kunni að vera í hættu. Ef könnun leiðir í ljós að úrbóta er þörf er gerð meðferðaráætlun í samvinnu við foreldra. Áhersla er lögð á stuðning við foreldra í uppeldishlutverkinu enda er það meginforsenda þess að barnaverndarstarf beri árangur. Beitt er ýmsum stuðningsúrræðum þar til viðunandi árangur næst. Í einstökum málum nær meðferðaráætlun ekki fram að ganga og getur þá reynst nauðsynlegt að beita þvingunarúrræðum. Ekki var um slíkt að ræða á árinu. Fjölskyldur í Mosfellsbæ sem nutu aðstoðar á grundvelli bvl. á árinu 2005 voru 142 vegna 149 barna. Fjölskyldum þar sem mál fleiri en eins barns eru til meðferðar hefur fækkað umtalsvert undanfarin ár.

Tafla II: Fjöldi fjölskyldna og barna sem unnið var með á grundvelli bvl. árin 2001–2005.

2001 2002 2003 2004 2005 Fjölskyldur 119 180 112 124 142Börn í þeim fjölskyldum 143 218 140 141 149

Á árinu bárust 126 tilkynningar vegna 130 barna sem er um 39% fækkun tilkynninga frá árinu 2004 þegar þær voru 207. Fækkun tilkynninga er áberandi mestfrá lögreglu eða um 81 milli áranna, úr 170 í 89. Væntanlega er engin ein einhlýt skýring fyrir því. Breytingar í starfsmannahaldi lögreglu urðu á árinu, einstaklingur sem sinnt hafði stöðu forvarnarfulltrúa í Mosfellsbæ til margra ára í bæjarfélaginu lét af störfum í byrjun ársins, nokkuð sem gæti hafa haft einhver áhrif á fjölda tilkynninga. Tilkynnandi óskaði nafnleyndar í þremur tilvikum. Að könnun lokinni var ekki talið að frekari afskipta væri þörf í 95 tilvikum. Barnaverndarlögin kveða skýrt á um að barnaverndaryfirvöld skuli leitast við að hafa góða samvinnu við börn og forsjáraðila þeirra. Við könnun máls er alla jafna leitað upplýsinga um barnið hjá foreldrum, barninu sjálfu, heilsugæslu og leik- eða grunnskóla eftir því sem við á. Það er mat starfsmanna fjölskyldudeildar að merkja megi aukna vitund fólks um skyldu sína til að gera barnaverndaryfirvöldum viðvart þegar grunur er um að uppeldisskilyrðum barna sé ábótavant. Foreldrar leita einnig í auknum mæli sjálfir til starfsmanna fjölskyldunefndar vegna erfiðleika í sambandi við uppeldi og aðbúnað barna sinna. Aukin vitund um mikilvægi þess að griptið sé í taumana sem fyrst þegar barn sýnir merki um alvarlega félagslega erfiðleika, býr við óviðunandi aðstæður eða sætir illri meðferð, getur stuðlað að því að til vægari úrræða þurfi að grípa til aðstoðar barni. Könnun máls stuðlar í flestum tilfellum að því að forsjáraðilar og aðrir þeir sem að daglegu lífi barnsins koma, beina auknum sjónum að velferð þess. Slík viðbrögð leiða í mörgum tilfellum til þess að ekki er talin ástæða til frekari afskipta barnaverndaryfirvalda.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 8

0

20

40

60

80

100

120

140

160

2001 2002 2003 2004 2005

Ný mál Til vinnslu árið áður

Mynd I: Fjöldi fjölskyldna árin 2001–2005.

Af þeim 149 börnum sem nefndin hafði til athugunar, könnunar og meðferðar á grundvelli bvl. árið 2005 hófst athugun og málsmeðferð í málum 126 barna eða 85% á árinu sem er töluvert hærra hlutfall en árið áður þegar hlutfallið var 50%.

0

50

100

150

200

250

300

2001 2002 2003 2004 2005

Fjöldi tilkynninga Fjölskyldur Börn Fjölskyldur, fyrri afskipti Börn, fyrri afskipti

Mynd II: Fjöldi barnaverndartilkynninga árin 2001–2005.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 9

Tilkynningar til nefndarinnar árið 2005 bárust með eftirfarandi hætti, til samanburðar eru tilkynningar árin 2004, 2003 og 2002:

Tafla III: Tilkynningar á grundvelli bvl. árin 2002, 2003, 2004 og 2005.

2002 2003 2004 2005

Tilkynnandi Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi %

Lögregla 221 83 96 64 170 82,1 89 70,6 Foreldrar barns 11 4 14 9 16 7,7 7 5,6 Barnið sjálft 2 0,75 0 0 1 0,5 0 0 Ættingjar barns 11 4 8 5 1 0,5 2 1,6 Skóli, sérfræðiþj. 7 2,5 12 8 5 2,4 11 8,7 Leikskólar/daggæsla 3 1 0 0 1 0,5 2 1,6 Önnur bvn. 1 0,5 1 1 0 0 4 3,2 Læknar/heilsug./sjúkrahús 5 2 9 6 4 2 8 6,3 Nágrannar 4 1,5 8 5 9 4,3 3 2,4 Héraðsd./sýslum./

dómsmálaráðuneyti 2 0,75 0 0 0 0 0 0 Aðrir 0 0 3 2 0 0 0 0

Samtals 267 100 151 100 207 100 126 100

Flestar tilkynningar bárust frá lögreglu, 89 eða 70,6%, sem er fækkun um tæp 48%. Töluverðar sveiflur eru í tilkynningum lögreglu milli áranna 2002, 2003, 2004 og 2005. Sveiflur í tilkynningum frá lögreglu vekja upp spurningar um það hvort dregið hafi úr eftirliti lögreglu í bæjarfélaginu árið 2003, hvort um raunverulega fækkun á afbrotum barna hafi verið að ræða, hvort breytingar í starfsmannahaldi eins og fyrr hefur verið vikið að ráða þar mestu um eða hvort um raunverulega fækkun er að ræða. Svör við spurningum þessum liggja ekki fyrir en áhugavert væri að skoða það nánar.

Foreldrar sem höfðu frumkvæði að því að leita aðstoðar voru sjö, þar af fóru fimm með forsjá barna sinna. Tilkynningum frá skólum, leikskólum og heilbrigðisstofnunum hefur fjölgað nokkuð, en miðað við heildarfjölda tilkynninga eru þær mjög fáar eða aðeins tæp 17%. Það er athyglisvert í ljósi þess að þagnarskylda þessara aðila nær ekki til atvika sem þeim ber að tilkynna um samkvæmt ákvæðum bvl. Ennfremur er það athyglisvert þar sem í bvl. eru mjög ákveðin fyrirmæli um tilkynningarskyldu þeirra og hversu náin samskipti þeir hafa við börn. Í ljósi þess síðarnefnda ættu þessir aðilar að verða þess fyrr varir en aðrir ef velferð barns er í húfi. Borið saman við tilkynningar til barnaverndarnefnda á landinu öllu árið 20031, eru tilkynningar frá opinberur aðilum hlutfallslega fleiri í Mosfellsbæ en á landinu í heild. Tilkynningar frá lögreglu eru fleiri í Mosfellsbæ en tilkynningar frá skóla, sérfræðiþjónustu og leikskóla eru töluvert færri en yfir landið í heild. Hins vegar er hlutfallið svipað þegar um er að ræða tilkynningar frá læknum, heilsugæslu og sjúkrahúsum.

1 Nýjasta skýrsla Barnaverdarstofu

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 10

Tafla IV: Hlutfall aðila í % sem tilkynna árið 2003, Mosfellsbær borinn saman við landið í heild.

Landið MosfellsbærLögregla 49,1 63,6Skóli, sérfræðiþjónusta 9,1 7,9Leikskóli 1,7 0 Önnur barnaverndarnefnd 2,1 0,7Læknar, heilsugæsla, sjúkrahús 5,2 6 Félagsþjónusta 2,5 0 Opinberir aðilar alls 69,7 78,2 Foreldrar 12,1 9,3Barnið sjálft 0,6 0 Ættingjar 4,4 5,3Nágrannar 5,5 5,3Aðrir 7,8 2 Aðrir en opinberir aðilar 30,4 21,9

Við skráningu á ástæðu tilkynningar getur verið um fleiri en eina ástæðu að ræða. Árið 2004 var gerð sú breyting að tilkynningar sem bárust vegna gruns um vanrækslu eða vanlíðan barns voru flokkaðar eftir því hvers eðlis hin meinta vanræksla var. Þá voru ástæðurnar „Hegðunarerfiðleikar og eða tengslaröskun barns“ og „Annað“ felldir út. Í eftirfarandi töflu er ekki fyllt út í þá flokka sem ekki eiga við, en 0 sett ef enginn tilkynning hefur borist vegna umrædds atviks.

Tafla V: Ástæða tilkynningar árin 2001–2005.

Ástæða: 2001 2002 2003 2004 2005

- Barn sem þolandi: Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi Grunur um vanrækslu/vanlíðan barns 33 18 22 • Líkamleg vanræksla 1 0 • Vanræksla tengd umsjón og eftirliti 23 9 • Vanræksla tengd námi 8 0 Grunur um andlegt ofbeldi 0 2 5 2 16 Grunur um líkamlegt ofbeldi 11 7 8 1 10 Grunur um kynferðislegt ofbeldi 7 7 9 5 6 Grunur um áfengis-/vímuefnaneyslu foreldra 3 12 10 0 0 - Barn sem gerandi:

Grunur um neyslu barns á áfengi eða vímuefnum 11 18 15 23 12 Barn stefnir eigin heilsu og þroska í hættu 38 0 0 4 23 Grunur um afbrot, skemmdarverk, árásarhneigð barns 37 193 69 133 38 Erfiðleikar barns í skóla, skólasókn áfátt 3 0 0 5 6 Grunur um að barn hafi beitt annað barn ofbeldi 3 0 0 2 6 Hegðunarerfiðleikar/tengslaröskun barns 0 8 11 Annað 5 2 2

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 11

Að könnun lokinni var ekki talin ásæða til þess að grípa til ráðstafana í málum 95 barna eða 74% þeirra mála þar sem könnun var framkvæmd. Fleiri en ein ástæða getur átt við um sama barn. Flokkun mála eftir ástæðu afskipta er í samræmi við skýrslu sem barnaverndarnefnd skilar til Barnaverndarstofu ár hvert. Flokkunarkerfið hefur tekið breytingum síðustu tvö ár og því er töflunni skipt upp, annars vegar er gerð grein fyrir árunum 2001–2003 og hins vegar árunum 2004 og 2005.

Tafla VI: Ástæða afskipta árin 2001–2003.

Ástæða afskipta 2001 2002 2003Fjöldi Fjöldi Fjöldi

Vanræksla/vanlíðan barns 13 21 12Andlegt ofbeldi gagnvart barni 1 5 4Líkamlegt ofbeldi gagnvart barni 5 4 0Kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni 5 5 6Áfengis/vímuefnaneysla foreldra 3 7 4Neysla barns á áfengi eða vímuefnum 5 11 13Barn stefnir eigin heilsu og þroska í hættu 16 0 0Afbrot, skemmdarverk, árásarhneigð barns 6 12 1Erfiðleikar barns í skóla 6 0 0Barn beitir ofbeldi 2 0 0Hegðunarerfiðleikar/tengslaröskun 0 9 8

Tafla VII: Ástæða afskipta árin 2004–2005.

Ástæða afskipta 2004 2005Fjöldi Fjöldi

Vanræksla 11Líkamleg 0Við umsjón og eftirlit 7Vegna náms 0Tilfinningaleg 7

Ofbeldi Tilfinningalegt og sálrænt 1Líkamlegt 4Kynferðislegt 5 4

Eigin hegðun barns Neysla vímuefna 9 4Stefnir eigin heilsu og þroska í hætti 2Afbrot 4Beitir aðra ofbeldi 1Erfiðleikar í skóla/skólasókn áfátt 5 3

Áfengis-/vímuefnaneysla foreldra 2 0

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 12

Forvarnir í málefnum barna

Í Mosfellsbæ hefur frá árinu 1993 verið unnið markvisst að því að þróa forvarnarstarf. Starfið hefur beinst að því að styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu og grípa til almennra og einstaklingsbundinna aðgerða til að koma í veg fyrir að börn lendi í aðstæðum sem geta leitt til þess að þau ánetjist vímuefnum og eða leiðist út í afbrot. Að starfinu hafa komið þeir aðilar í bæjarfélaginu sem vinna með börnum. Fjölskyldunefnd og starfsmenn fjölskyldusviðs hafa haft með höndum samræmingu á starfinu. Starfsmenn fjölskyldunefndar og fulltrúar lögreglu, (forvarnarfulltrúi) hafa haft með sér markvisst samstarf í málum þeirra barna sem gerast brotleg við lög. Í framhaldi af því að lögregluskýrsla berst nefndinni boða starfsmenn foreldra/forsjáraðila og barn til viðtals í samræmi við ákvæði V. kafla bvl. Markmið þessa er þríþætt. Í fyrsta lagi að heyra sjónarmið barnsins, í öðru lagi að tryggja að foreldrar/forsjáraðilar hafi kynnt sér gögn í vörslu barnaverndarnefndar sem fjalla um barnið og í þriðja lagi að kanna hvort barn og/eða foreldrar/forsjáraðilar séu í þörf fyrir liðsinni barnaverndarnefndar. Könnun sem framkvæmd var meðal forsjáraðila barna sem boðuð höfðu verið í viðtal árið 2001 gaf tilefni til þess að sömu vinnubrögðum væri beitt áfram. Fram kom meðal annars að foreldrum þótti gott til þess að vita að kerfið virkaði og að viðtölin hafi veitt forsjáraðilum stuðning í uppeldishlutverkinu. Fulltrúar foreldra, félagsmálayfirvalda, fræðslu-, íþrótta- og tómstundamála, kirkju, heilsugæslu, lögreglu og Kjósarsýsludeildar Rauða-kross Íslands (RKÍ) hafa á undanförnum árum haft samráð um málefni sem tengjast börnum í bæjarfélaginu. Á árinu 2005 fundaði samráðshópurinn einu sinni. Auk samráðs þessara aðila var boðið upp á kynningu á verkefnum sem tengjast forvarnarstarfi í Mosfellsbæ og annars staðar. Starfsmenn fjölskyldudeildar í samvinnu við foreldrafélög grunnskólanna tóku þátt í að virkja foreldra barna í sjöunda, áttunda, níunda og tíunda bekk til foreldrarölts og annast skipulagningu vaktalista. Verkefni lögreglunnar er að veita foreldrum á rölti stuðning. Verkefni Kjósarsýsludeildar RKÍ er að bjóða fram húsnæði fyrir þá sem taka þátt í röltinu, taka á móti foreldrum fyrir og eftir röltið og veita leiðbeiningar um það hvernig er best að bera sig að og minna foreldra sem eru á lista á vakt. Foreldrar röltu flest föstudags- og laugardagskvöld.

Starfsmenn fjölskyldudeildar sátu nokkrar yfirheyrslur vegna afbrota barna, tæpt 71% þeirra 126 tilkynninga sem bárust fjölskyldunefnd á grundvelli bvl. voru frá lögreglu. Starfsmenn fjölskyldudeildar voru í nánu samstarfi við forvarnarfulltrúa lögreglunnar, auk þess sem þeir funduðu reglulega með öðrum aðilum í bæjarfélaginu sem vinna að málefnum barna. Má þar nefna aðstoðarskólastjóra beggja grunnskólanna, lækna, sérfræðinga á heilsugæslu Mosfellsumdæmis, tómstundafulltrúa og sálfræðinga fræðslu- og menningarsviðs. Starfsmenn fjölskyldusviðs og hverfislögregluþjónn héldu kynningu fyrir leiðbeinendur vinnuskólans þar sem þeim var kennt að þekkja einkenni vímuefnanotkunar, hvernig best sé að bregðast við ef grunur um neyslu vaknar og hver viðbrögð lögreglu og félagsmálanefndar eru í slíkum málum. Ein athvarfsvakt var haldin vorið 2005, þar hittust starfsmaður fjölskyldudeildar, hverfislögregluþjónn, starfsmaður Rauða-krossdeildar Kjósarsýslu og starfsmaður félagsmiðstöðvar sem röltu með foreldrum á föstudagskvöldi. Að lokum má nefna „Marita“ fræðslu sem er átaksverkefni í samstarfi fjölskyldudeildar, lögreglunnar í Reykjavík, Samhjálpar og grunnskólanna. Fræðslan byggir á myndasýningu og umræðu við börn í níunda bekk þar sem sýnt er myndbandið „Hættu áður en þú byrjar“ og því fylgt eftir með fundi með foreldrum. Fjölskyldudeild Mosfellsbæjar hélt svokallað ,,Bauju” námskeið haustið 2005. Námskeiðið er þróað af Guðbjörgu Thoroddsen leikara, ráðgjafa og kennara. Hún var fengin til að stýra námskeiðinu ásamt félagsráðgjafa hjá fjölskyldudeild

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 13

Mosfellsbæjar. Námskeiðið var hluti af stuðningi sem veittur er börnum sem unnið er með samkvæmt bvl. Fimm stúlkur á aldrinum 9 ára til 11 ára tóku þátt í námskeiðinu. Á ,,Bauju” námskeiðinu er unnið með tilfinningar og sjálfstyrkingu. Forsjáraðilum stúlknanna var boðið á fræðslukvöld þar sem námskeiðið var kynnt. Vel þótti takast til með námskeiðið og ástæða þykir til að endurtaka það. Áfengis- og vímuvarnaráð úthlutaði fjölskyldusviði styrk að upphæð 250.000 krónur vegna verkefnisins „Árla skal að auðnu hyggja“. Markmið verkefnisins er að þróa frekar og markvissar forvarnarstarf í Mosfellsbæ, en verkefninu lauk í lok ársins 2005. Þá úthlutaði Velferðarsjóður barna fjölskyldusviði styrk að upphæð 300.000 krónur til ráðstöfunar í samræmi við ákvæði sjóðsins. Fjölskyldunefnd gerði samning í lok ársins 2005 við fyrirtækið Rannsóknir & greining ehf. (R&G), sem rannsakað hefur hagi og líðan ungs fólks undanfarin ár. Rannsóknirnar hafa verið lagðar fyrir nemendur í grunnskólum landsins. Fyrirtækið tekur að sér úrvinnslu úr rannsóknum meðal ungs fólks sem lagðar verða fyrir í grunnskólum landsins samkvæmt rannsóknaráætlun R&G frá árinu 2005 til 2010. Markmið úrvinnslunnar er að vinna hagnýtar upplýsingar fyrir fjölskyldusvið og bæjaryfirvöld til stefnumótunar og áætlunargerðar í málefnum ungmenna í Mosfellsbæ. Úrvinnsla rannsókna verður með eftirfarandi hætti:

1) Könnun á vímuefnaneyslu í efstu bekkjum grunnskóla árin 2005 til og með 2010. Rannsóknarniðurstöður vímuefnakannananna taka á vímuefnaneyslu ungmenna, reykingum, munn- og neftóbaksneyslu, áfengisneyslu og fíkniefnaneyslu.

2) Skýrslur um hagi og líðan ungmenna (félagslega þætti) í grunnskólum verða unnar árin 2006, 2008 og 2010.

3) Rannsóknir á líðan ungmenna í 5. – 7. bekk verða unnar árin 2005, 2007 og 2009.

Niðurstöður munu byggja á upplýsingum úr báðum grunnskólum Mosfellsbæjar og þær bornar saman við höfuðborgarsvæðið annars vegar og landið í heild hins vegar. Að lokum má nefna að fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar er stýrihópur fyrir mótun fjölskyldustefnu bæjarfélagsins sem unnið var að árið 2005. Markmið stefnunnar er að styrkja fjölskylduna í verkefnum sínum.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 14

FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga V. kafli segir að félagsmálanefndir skuli bjóða upp á félagslega ráðgjöf. „Markmið hennar er að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál annars vegar og stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda hins vegar.“ Í greinargerð með frumvarpi laganna segir að aðstoð og þjónusta sú sem lögin kveða á um sé þess eðlis að hún verði tæplega veitt öðru vísi en á grundvelli félagslegrar ráðgjafar og að í sumum tilvikum geti ráðgjöfin jafnvel vegið þyngra, þegar til lengri tíma er litið, en hin eiginlega aðstoð sem mælt er fyrir um, t.d. fjárhagsaðstoð. Hið flókna nútímaþjóðfélag kallar á aðgang fólks að ráðgjöf um almenn félagsleg réttindi ásamt leiðbeiningum og ráðgjöf í einkamálum. Það á ekki síst við um samskipti fólks við opinbera aðila og aðstoð til þess að leita réttar síns. Þannig getur þörf fyrir félagsráðgjöf verið algjörlega óháð öðrum þáttum félagsþjónustu sveitarfélaga. Fjölskyldusvið leggur áherslu á að þeim sem til sviðsins leita standi ætið til boða félagsleg ráðgjöf og að henni sé beitt í eðlilegu samhengi við aðra aðstoð samkvæmt lögunum, í samvinnu skjólstæðinginn og aðra þá aðila sem að málum hans koma.

FJÁRHAGSAÐSTOÐ

Markmið með veitingu fjárhagsaðstoðar er að stuðla að því að einstaklingar og fjölskyldur geti framfleytt sér.

Fjárhagsaðstoð er veitt í eftirtöldum tilvikum eftir því sem nánar er kveðið á um í sérstökum reglum:

• Til einstaklinga og fjölskyldna sem hafa ónógar tekjur sér til framfærslu og geta ekki séð fyrir sér og sínum.

• Þar sem önnur löggjöf mælir fyrir um aðgerðir sem hafa í för með sér fjárútlát svo sem lög nr. 80/2002 um vernd barna og ungmenna.

• Þar sem um er að ræða fjárhagsaðstoð með það að markmiði að koma í veg fyrir að einstaklingar eða fjölskyldur komist í þá aðstöðu að geta ekki framfleytt sér.

• Þegar um er að ræða fjárhagsaðstoð sem lið í endurhæfingu og stuðning til sjálfsbjargar, enda ekki í verkahring annarra að veita hana. Jafnan eru kannaðir til þrautar möguleikar á annarri liðveislu en

fjárhagsaðstoð. Fjárhagsaðstoð er einungis veitt í tengslum við önnur úrræði.

Skipting fjárhagsaðstoðar árið 2005

Árið 2005 námu útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar 3.207.793 krónum sem var rúmum 1.500 þúsund krónum lægri upphæð en árið 2004 eða 32%. Útgjöld á íbúa Mosfellsbæjar vegna fjárhagsaðstoðar voru 488 krónum sem er töluverð lækkun frá árinu 2004 þegar þau voru 697 krónur. Meðalgreiðsla á fjölskyldu2 sem naut aðstoðar var 123.377 krónur. Atvinnuástand á höfuðborgarsvæðinu var með besta móti á árinu, sem er væntanlega ein helsta skýring þess að upphæð fjárhagsaðstoðar var minni en árið áður.

2 Hér eru þeir styrkþegar sem ekki eru í hjúskap eða sambúð og eru barnlausir einnig taldir með.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 15

-

500.000

1.000.000

1.500.000

2.000.000

2.500.000

3.000.000

3.500.000

4.000.000

4.500.000

5.000.000

2001 2002 2003 2004 2005

Ár

Hei

ldar

útgj

öld

Mynd III: Útgjöld til fjárhagsaðstoðar árin 2001–2005.

Meðalmánaðafjöldi sem hver fjölskylda naut aðstoðar árið 2005 var 2,15 mánuðir en 2,88 árið 2004. Árið 2005 var aðstoð greidd lengst í sjö mánuði og skemmst í einn mánuð. 13 fjölskyldur nutu aðstoðar í einn mánuð og tíu í tvo, helmingur styrkþega naut því aðstoðar í einn til tvo mánuði.

Sex af 26 fjölskyldum sem nutu aðstoðar árið 2005 nutu einnig aðstoðar árið 2004.

0

20

40

60

80

100

120

140

2001 2002 2003 2004 2005

Fjölskyldur Aðstoð 2002 Meðalf jöldi mán. Atvinnulausir

Mynd IV: Fjárhagsaðstoð og skráðir atvinnulausir í Mosfellsbæ árin 2001–2005.

Tvenn hjón eða sambúðarfólk með börn nutu fjárhagsaðstoðar á árinu 2005. Barnlausir einstaklingar voru 16, sjö konur og níu karlar. Einstaklingar með börn voru átta, sjö konur og einn karl. Aðstoð til kvenna með börn nam 549 þúsund krónum eða rúmum 78 þúsundum að meðaltali og aðstoð til karlsins með börn á framfæri nam rúmum 100 þúsundum. Aðstoð til barnlausra kvenna nam 1.023 þúsundum, að meðaltali um 146 þúsund og aðstoð til barnlausra karla nam 1.273 eða um 141 þúsund krónum að meðaltali. Meðalupphæð á fjölskyldu nam 123 þúsundum. Hlutfallsleg skipting útgjalda vegna fjárhagsaðstoðar miðað við fjölskyldugerð var þannig að einstæðir karlar fengu um 40% og einhleypar konur 32%. Þá fengu einhleypar konur með börn um 17%.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 16

-

200

400

600

800

1.000

1.200

1.400

Hjónmeðbörn

Konurmeðbörn

Konurán

barna

Karlmeðbörn

Karlarán

barna

Fjölskyldugerð

Up

phæ

ð í

þús

.

Alls veitt aðstoð

Upphæð áfjölskyldu

Mynd V: Skipting fjárhagsaðstoðar árið 2005 eftir fjölskyldugerð.

Konur sem nutu fjárhagsaðstoðar voru 54% (14), karlar 38% (10) og hjón 8% (2). Einstaklingar 24 ára eða yngri voru 13, 25–39 ára voru tíu, 40–54 ára voru tveir og einn var eldri en 67 ára. Barnlausir einstaklingar eru um tveir þriðju styrkþega (62%), þá eru konur með börn tæpur þriðjungur eða 27%. Þegar horft er til aldurs þá voru 88% styrkþega 39 ára eða yngri, 13 konur og níu karlar. Helmingur styrkþega var 24 ára og yngri, ein hjón voru í hópnum, einstæðar konur voru átta þar af þrjár með börn. Karlar voru fjórir, allir barnlausir. Yngsti styrkþeginn var 18 ára kona. Útfararstyrkur var veittur vegna andláts elsta einstaklingsins.

Árið 2005 fengu 26 einstaklingar/fjölskyldur fjárhagsaðstoð af þeim 33 sem um hana sóttu. Umsóknum frá fimm körlum 17–30 ára og tveimur konum 26–42 var synjað. Ástæður synjunar voru í fimm tilfellum vegna þess að umsóknir samræmdust ekki reglum, í einu að tekjur voru umfram viðmiðunarmörk og öðru vegna þess að umsækjandi átti von á tekjum annars staðar frá. Af þeim 26 sem nutu aðstoðar fékk einn aðstoð í formi láns að upphæð krónur 84.245. Árið 2004 fengu fimm aðstoð í formi láns og nam upphæð lánveitinga 645.821 krónu. Einn einstaklingur fékk lán á árinu 2005 hann beið eftir endurmati vegna endurhæfingarlífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins. Lán er einungis veitt þeim sem sannanlega hafa ekki lánstraust hjá lánastofnun.

0

2

4

6

8

10

12

14

2001 2002 2003 2004 2005

Ár

Fjö

ldi

18-24 ára

25-39 ára

40-54 ára

55-66 ára

67 ára og eldri

Mynd VI: Skipting fjárhagsaðstoðar árin 2001–2005 eftir aldri styrkþega.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 17

Skólaganga yngsta hópsins er í lágmarki og reynsla af vinnumarkaði er afar takmörkuð. Kannanir hafa sýnt fram á að yngra fólki, sem ekki hefur menntun eða reynslu af vinnumarkaði, er mun hættara við að verða atvinnulaust þegar dregur úr framboði á atvinnu. Þessi hópur er því í mikilli hættu ef harðnar á dalnum. Því lengur sem ungur einstaklingur er óvirkur því meiri hætta er á að hæfni hans til að lifa eðlilegu lífi minnki, sjálfstraust skerðist, lífsstíll breytist, afleiðingar sem geta haft áhrif á andlega og líkamlega líðan. Þrátt fyrir gott atvinnuástand á höfðuborgarsvæðinu fer styrkþegum í yngsta aldurshópnum fjölgandi.

Markmið með veitingu fjárhagsaðstoðar til einstaklinga og fjölskyldna er, eins og áður greinir, að styðja þá sem hafa ónógar tekjur sér til framfærslu og geta ekki séð fyrir sér og sínum. Í markmiðsgreininni er jafnframt bent á ákvæði laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, gr. 19, en þar segir: „skylt er hverjum manni að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára“. Þar er einnig tekið fram að jafnan skuli kanna til þrautar aðra möguleika en fjárhagsaðstoð og að fjárhagsaðstoð skuli einungis beitt í eðlilegum tengslum við önnur úrræði, svo sem ráðgjöf og leiðbeiningar, svo og í tengslum við úrræði annarra stofnana samfélagsins.

Í tengslum við setningu reglnanna fór fram umræða um hlutverk ríkis og sveitarfélaga og var það skoðun manna að það væri hlutverk ríkisins að ákveða og tryggja þeim lægst launuðu tekjur sem unnt væri að lifa af. Í framhaldi af því var ákveðið að styðjast við opinber viðmið ríkisstjórnar Íslands sem eru greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins til örorkulífeyrisþega. Í reglunum kemur fram að við málsmeðferð skuli starfsmaður fjölskyldudeildar rökstyðja tillögu um afgreiðslu málsins þar sem gerð sé grein fyrir forsendum og markmiðum fjárhagsaðstoðar. Umsækjandi skal boðaður í viðtal til félagsráðgjafa þar sem kannaðar eru félagslegar aðstæður og honum leiðbeint um meðferð málsins. Ennfremur skal umsækjandi upplýstur um rétt til aðstoðar sem hann kann að eiga annars staðar og ber umsækjanda að nýta sér þann rétt.

Almenna vinnureglan er að umsækjandi um fjárhagsaðstoð þarf að skila inn umsókn mánaðarlega. Hann fær viðtal við félagsráðgjafa þar sem markmiðið er að gera einstaklingsbundið mat á stöðu hans og fjölskyldunnar þar sem það á við. Réttur til þjónustu annars staðar er kannaður og lögð er upp áætlun í samvinnu við umsækjanda um þá leið sem best er til þess fallin að styðja hann í því að vinna bug á aðsteðjandi vanda. Reynslan sýnir að margir þeirra sem fengið hafa þessa þjónustu geta nýtt sér hana og þannig komist úr þeim vanda sem leiddi til þess að þeir leituðu aðstoðar. Það er mat starfsmanna fjölskyldudeildar, með aldurssamsetningu framfærsluþega í huga þar sem 70% eru undir 30 ára aldri, að þetta vinnulag sé mikilvægt til að stuðla að því að þeir nái fótfestu í samfélaginu.

Atvinnuástand á höfðuborgarsvæðinu var með besta móti á árinu, sem er væntanlega ein helsta skýring þess að upphæð fjárhagsaðstoðar var minni en árið áður.

Fjármálanámskeið

Í starfsáætlun fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar fyrir árið 2002 var gert ráð fyrir að hafist yrði handa um að efla samvinnu við aðrar stofnanir samfélagsins sem hafa það að markmiði að aðstoða fólk við að leysa úr fjármálavanda sínum. Haldin hafa verið þrjú fjármálanámskeið á vegum sviðsins og samstarfsaðila. Fyrsta var árið 2002 og annað árið 2003. Þriðja námskeiðið var haldið í mars 2005. Á námskeiðunum er lögð áhersla á þátt tilfinningaþroska og hugsunar gagnvart fjármálum. Leiðbeinandinn, Garðar Björgvinsson, hefur þróað módel sem hann notar við kennsluna, þar sem hann kennir að leiðin til velgengni sé þroskaferill, sem allir geti tileinkað sér. Þátttakendur fá námsgögn og heimaverkefni, þar sem hverju þroskaþrepi er lýst og þeir staðsetja sig og vinna með fjármálin sín samhliða.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 18

Námskeiðið sem haldið var í mars 2005 var samstarfsverkefni fjölskyldusviðs, Kjósarsýsludeildar Rauða-kross Íslands, Lágafellssóknar, KB banka og Íslandsbanka. Undirbúningur og námskeiðsstjórn var í höndum Margrétar Hjaltested yfirmanns fjölskyldudeildar fjölskyldusviðs og Garðars Björgvinssonar hjá Fjármálaþjónustunni. Þátttakendur voru 26 á aldrinum 18–55 ára, 16 konur og tíu karlar, flestir í hjúskap eða 18 og langflestir með börn eða 23. Þrenn hjón tóku þátt í námskeiðinu.

Tafla: VIII. Fjöldi þátttakenda skipt eftir kyni, barnafjölda og hjúskap.

Konur Karlar með börn án barna

með börn án barna

Í hjúskap eða sambúð 10 0 8 0 Einhleyp/ur 5 1 0 2 Alls 15 1 8 2

012

3456

789

18-25 26-35 36-45 46-55 55 og eldri

Aldur

Fjö

ldi Konur

Karlar

Alls

Mynd VII: Fjöldi þátttakenda á fjármálanámskeiði skipt eftir aldri og kyni.

Þátttakendur voru flestir launþegar, þrír voru öryrkjar og tveir sjálfstætt starfandi. Þátttakendur með heildartekjur yfir 250 þúsund krónur á mánuði voru 12, tíu voru með tekjur undir 250 þúsund og fjórir með tekjur undir 150 þúsund krónum. Fjórir voru eignalausir, átta áttu eignir á bilinu 500 þúsund til þrjár milljónir, fimm áttu eignir á bilinu fimm til sjö milljónir og níu áttu eignir sem námu sjö milljónum eða meira. Skuldir vegna eigin húsnæðis voru að meðaltali um og yfir níu milljónir. Aðrar skuldir (neysluskuldir) þátttakenda voru frá 200 þúsundum króna til átta milljóna. Sex skulduðu um fimm milljónir og fjórir frá tveimur til þriggja milljóna. Langflestir kváðust hafa áhyggjur af fjármálum sínum og fundu fyrir kvíða, þá sér í lagi svefntruflunum. Algengustu kvíðaeinkenni þátttakenda voru svefnvandamál, leiði og þunglyndi. Sautján töldu að fjárhagsáhyggjur væru tilefni ágreinings í fjölskyldu að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Flestir töldu sig hafa haft gagn af námskeiðinu og kváðust vildu fá áframhaldandi stuðning við að vinna úr fjárhagsvandanum til dæmis með einstaklingsráðgjöf. Könnun var gerð meðal þátttakenda við upphaf og lok námskeiðsins. Helsta orsök fjármálavandans að mati þátttakenda var almennt skipulagsleysi, bruðl, ábyrgðarleysi, vanþekking, græðgi, vanskil, kreditkort og offjárfesting vegna húsnæðis. Að loknu námskeiðinu töldu þátttakendur að kostir námskeiðsins hafi falist í því að finna leiðir til að eiga afgang, minnka skuldir, læra nýtt skipulag til að koma fjármálanum í betra horf og öðlast trú á að til séu leiðir til að bæta

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 19

fjárhagsstöðuna. Margir þátttakendanna lýstu ánægju með að vera upplýstir um almennar reglur varðandi fjármál og réttarstöðu sína. Allir þátttakendurnir lýstu yfir ánægju sinni með námskeiðið, flestir sögðust finna fyrir minni kvíðaeinkennum og áhyggjum af fjármálunum. Einn þátttakandi vildi fá meiri fræðslu um lífeyrismál, það er að segja hvaða leiðir væru til að öðlast áhyggjulaust ævikvöld.

Fjölsmiðjan

Mosfellsbær er aðili að Fjölsmiðjunni sem er sjálfseignarstofnun sem starfrækir vekþjálfunar- og framleiðslusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16–24 ára sem hætt hefur námi og/eða hefur ekki náð fótfestu á vinnumarkaði. Í desember 2005 undirritaði bæjarstjóri Mosfellsbæjar, ásamt bæjarstjórum annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þjónustusamning við stofnunina. Markmið starfseminnar er að þroska persónuleika nema Fjölsmiðjunnar og búa í haginn fyrir þá til aukins skólanáms eða þátttöku á hinum almenna vinnumarkaði. Það er gert með því að beina sjónum að styrkleikum þeirra og áhuga í gegnum verklega þjálfun og fræðslu. Enginn nemandi úr Mosfellsbæ var í Fjölsmiðjunni árið 2005.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 20

FÉLAGSLEG HEIMAÞJÓNUSTA

Markmið félagslegrar heimaþjónustu er að efla einstaklinginn til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður. Um félagslega heimaþjónustu í Mosfellsbæ gilda reglur sem bæjarstjórn hefur samþykkt í samræmi við 25. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Þeir einstaklingar sem búa í heimahúsum og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar eiga kost á félagslegri heimaþjónustu. Á árinu 2005 nutu alls 65 heimili félagslegrar heimaþjónustu í samtals 26.780 stundir. Heildarútgjöld voru 36.903 þúsund, að meðaltali 1.378 krónur á klukkustund, þar af var hlutur sveitarfélagsins 35.888 þúsund eða 97%. Af heildarstundafjölda var þjónusta við aldraða 93% eða 24.960 stundir, einungis 2.280 stundir voru skráðar á heimili aldraðra, þar af voru 1.125 stundir á heimili aldraðra í íbúðum aldraðra. Þær 22.680 stundir sem ekki voru skráðar á heimili aldraðra er þjónusta vegna dagvistar og þjónusta við íbúa íbúða aldraðra utan dagvinnutíma. Í lok ársins störfuðu 19 starfsmenn við heimaþjónustu í 9,63 stöðugildum, fjórir voru í fullu starfi. Miðstöð heimaþjónustu er í þjónustu- og íbúðahúsi aldraðra við Hlaðhamra.

Tafla IX: Félagsleg heimaþjónusta árið 2005.

Fjöldi Alls á Vinnu- Rekstrar- Hlutur Hlutur

heimilum stundir gjöld* þj.þega* sv.félags*

Aldraðir: 45 58 24.960 34.395 733 33.662 Fatlaðir: 16 22 1.655 2.281 162 2.119 Aðrir: 4 15 165 227 120 107

Samtals 65 95 26.780 36.903 1.015 35.888

* Upphæðir í þús.

0

1020

30

40

5060

70

80

2001 2002 2003 2004 2005

Aldraðir Fatlaðir Önnur heimili Alls heimili

Mynd VIII: Fjöldi heimila sem naut félagslegrar heimaþjónustu árin 2001–2005.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 21

-

5.000

10.000

15.000

20.000

25.000

30.000

35.000

40.000

2001 2002 2003 2004 2005

Ár

Útg

jöld

í þ

ús.

Mynd IX: Útgjöld vegna heimaþjónustu árin 2001–2005 í þúsundum króna.

Matarsendingar voru hluti af heimaþjónustu sveitarfélagsins á árinu og nutu átta heimili þeirrar þjónustu. Greiðslur neytenda vegna þessa voru 642.130 krónur.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 22

MÁLEFNI ALDRAÐRA

Markmið félagslegrar þjónustu við aldraða er, samanber lög um málefni aldraðra nr. 125/1999, að þeir eigi völ á þeirri þjónustu sem þeir þurfa á að halda, þannig að þeir geti búið við eðlilegt heimilislíf í umgengni við aðra svo lengi sem verða má. Þjónustan skal veitt á því þjónustustigi sem er eðlilegast og hagkvæmast miðað við þörf hins aldraða. Íbúar Mosfellsbæjar 67 ára og eldri voru 333 eða 4,65% af íbúafjölda og hafði þeim fjölgað um tæp 10% frá árinu 2004 þegar þeir voru 303. Hlutfall karla og kvenna var nánast jafnt þar sem karlar voru 166 eða 49,85% og konur 167 eða 50,15%.

Íbúða- og þjónustumiðstöð aldraðra við Hlaðhamra Þjónustumiðstöð aldraðra er rekin í íbúða- og þjónustuhúsi við Hlaðhamra. Þar er miðstöð félagslegrar heimaþjónustu og félagsstarfs aldraðra. Miðstöðin er rekin í samræmi við ákvæði greinar 13.2 í lögum nr. 125/1999 um málefni aldraðra. Miðstöðinni er ætlað að tryggja eldri borgurum félagsskap, næringu, hreyfingu, tómstundaiðju, skemmtun og heilsufarslegt eftirlit. Íbúar hússins njóta sólarhringsþjónustu frá starfsmönnum félagslegrar heimaþjónustu sem hefur gert mörgum íbúa hússins kleift að búa lengur á eigin heimili en ella. Kostnaður vegna þjónustunnar hefur alfarið verið bæjarfélagsins, en þrátt fyrir lagaheimild (20. grein laga 125/1999) hafa ekki verið innheimt þjónustugjöld af íbúum hússins. Íbúar voru 21 í lok ársins 2005, ein hjón og 19 einstaklingar, þar af voru 14 konur og sjö karlar. Meðalaldur íbúa var um 82,4 ár í lok ársins. Þrír einstaklingar voru vistaðir á hjúkrunardeildum, tveir á hjúkrunarheimilinu Eir og einn á Hrafnistu í Reykjavík.

Rammasamningur Mosfellsbæjar og Eirar hjúkrunarheimilis um uppbyggingu öldrunarþjónustu í Mosfellsbæ var undirritaður 7. júlí 2005. Markmið samningsins er að byggja upp og reka þjónustu fyrir aldraða í Mosfellsbæ. Skóflustunga að byggingu 39 öryggisíbúða var tekin 1. nóvember 2005, áætlað er að fyrsti áfangi verði tekin í notkun 1. desember 2006 og verklok verði í apríl 2007. Núverandi íbúðir munu tengjast hinum nýju húseiningum með tengigangi, þar verður einnig sameiginleg setustofa. Nýbyggingin verður á þremur til fjórum hæðum og byggð sem þrjár húseiningar sem tengdar verða með glerjuðum byggingareiningum. Tvær húseininganna verða fjögurra hæða og ein þriggja hæða. Íbúðir verða á öllum hæðum og lyfta verður í húsinu. Auk íbúðanna verða tvö herbergi í byggingunni sem ætluð eru sem gistiherbergi aðstandenda íbúa hússins. Þessi herbergi verða á annarri og þriðju hæð. Stefnt er að því, þegar tilskilin leyfi hafa fengist frá ríkinu, að byggt verði hjúkrunarheimili fyrir aldraða á sömu lóð.

Dagvist aldraðra

Dagvist aldraðra er rekin í samræmi við 13. gr í lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999. Heilbrigðisráðherra veitti Mosfellsbæ heimild til reksturs fjögurra dagvistarrýma í þjónustumiðstöð aldraðra við Hlaðhamra frá 1. febrúar 2002. Heimildin var aukin um fimm rými eða úr fjórum í níu frá 1. mars 2003. Starfsemi dagvistarinnar í þjónustumiðstöð aldraðra við Hlaðhamra er stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima. Dvöl á dagvist er tímabundin, ýmist daglega, virka daga eða nokkra daga í viku. Þar er meðal annars boðið upp á fæði, tómstundaiðju, félagslegan stuðning, fræðslu, ráðgjöf og aðstoð við athafnir daglegs lífs. Rekstur dagvistarinnar er samtvinnaður þeirri

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 23

starfsemi sem fram fer í þjónustumiðstöðinni, þar með talið félagsstarf aldraðra. Lögum samkvæmt greiðir ríkissjóður daggjöld, virka daga, með þeim einstaklingum sem dvelja í dagvist. Árið 2005 námu endurgreiðslur ríkissjóðs vegna dagvistar 6.724.324 krónum. Alls dvöldu 16 einstaklingar í dagvist, átta konur og átta karlar. Heildardvalartími var 2.258 stundir og meðaldvalartími yfir tímabilið var 188 stundir. Lengsti dvalartími var 273 dagar og minnsti 9 dagar. Meðalaldur var 83,1 ár. Elsti dvalargesturinn var 100 ára og yngsti 71 árs, meðalaldur kvennanna var 84,3 ár og meðalaldur karlanna var 81,5.

Tafla X: Dagvist aldraðra eftir kyni, dvalartíma í stundum, fjölda og aldri 01.01.–31.12. 2005.

Alls Konur Karlar

Stundir 18.064 11.776 6.288 Meðaldvalartími 11.254 1.472 768 Fjöldi 16 8 8 Meðalaldur 83,1 84,3 81,5

0

1

2

3

4

5

6

1914 ogfyrr

1915-1919 1920-1924 1925-1929 1930-1934 1935-1938

Aldur

Fjö

ldi

Mynd X: Fjöldi einstaklinga í dagvist aldraðra árið 2005.

Félagsstarf aldraðra

Félagsstarf fyrir eldri borgara hefur verið starfrækt frá árinu 1982. Starfsemin fór fram í þjónustumiðstöðinni að Hlaðhömrum, fastir starfsdagar í félagsstarfinu voru þriðjudagar og fimmtudagar. Fastráðnir starfsmenn voru Svanhildur Þorkelsdóttir forstöðumaður og Unnur Karlsdóttir leiðbeinandi í handavinnustofu. Auk þeirra voru eftirtaldir leiðbeinendur í tímabundnu starfi, Stefán Erlingsson leiðbeinandi í tréskurði, Guðlaug Friðriksdóttir leiðbeinandi í bókbandi, Björg Valsdóttir kennari sá um tölvunámskeið, Karl Loftsson leiðbeindi við pútt, Kolbrún Jónsdóttir kenndi línudans, Halldóra Björnsdóttir leikfimikennari sá um leikfimi og jóga. Páll Helgason er kórstjóri Vorboðans og auk hans sá Guðrún Tómasdóttir um raddæfingar. Í handavinnustofu

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 24

eru að jafnaði 14–18 konur, svo spila bæði karlar og konur félagsvist og bridge á tveimur til þremur borðum. Bókasafnið sér um bókaútlán á þriðjudögum. Vorið 2001 voru viðhorf eldri borgara til félagsstarfsins könnuð. Könnunin var liður í verkefni jafnréttisnefndar Mosfellsbæjar um samþættingu jafnréttissjónarmiða í þjónustu bæjarfélagsins. Samþætting jafnréttissjónarmiða felur í sér að tekið er tillit til sjónarmiða og hagsmuna beggja kynja við alla ákvarðanatöku. Sem lið í því hefur forstöðumaður félagsstarfsins lagt áherslu á að greina þátttöku þeirra sem þátt taka í starfinu eftir kyni. Tafla XI: Þátttakendur í námskeiðum, meðaltalsfjöldi árið 2005.

Alls Konur Karlar

Bókband 7 4 3 Glerlist 28 27 1 Leikfimi 12 9 3 Línudans 10 10 0 Postulínsmálun 10 9 1 Púttnámskeið 5 0 5 Tréskurður 12 4 8 Tölvunámskeið 5 4 1 Samtals 89 67 22

Tafla XII: Þátttaka í ferðum og á skemmtunum félagsstarfs aldraðra árið 2005.

Alls Konur Karlar

Leikhús, Hýbýli vindanna 39 23 16 Ferð í Alþingishúsið 40 27 13 Hverasvæðið í Hveragerði 27 18 9 Safnaferð á Hvanneyri 40 27 13 Færeyjaferð 47 31 16 Þingvellir, Laugarvatn, Biskupstungur 77 49 28 Sandgerði, Garður, Flösin 39 30 9 Jólaskemmtun 70 41 29

Það sem eftirminnilegast þykir úr ferðum ársins er ferðin til Færeyja, sem tókst sérlega vel í alla staði. Meðal annars var farið í skoðunarferðir undir leiðsögn Jóhönnu Traustadóttur, íslenskrar konu sem er búsett í Færeyjum. Einnig var farið í Tilhaldið, sem er samkomustaður eldri borgara í Færeyjum, þar sungu Færeyingar og Íslendingar saman færeyska og íslenska söngva, og stiginn var færeyskur dans. Einnig var farið í Norðurlandahúsið og Sjónleikarahúsið þar sem boðið var uppá sjónleik, dans og mat.

Haustið 1990 var stofnaður kór aldraðra, „Vorboðar“. Kórstarfið er blómlegt og syngur kórinn á ýmsum mannamótum og tekur þátt í kóramóti eldri borgara sem haldið er árlega. Kórinn hefur sér stjórn en nýtur stuðnings bæjarfélagsins, hann hefur aðstöðu til kóræfinga í húsakynnum þjónusutmiðstöðvar aldraðra við Hlaðhamra án endurgjalds og nýtur árlega styrks til að mæta kostnaði við kórstjórn. Styrkurinn nam 397 þúsund krónum árið 2005. Kórfélagar voru 30 í lok árs, 12 karlar og 18 konur. Útgjöld til félagsstarfs aldraðra á árinu 2005 voru 8.554 þúsund krónur.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 25

Tafla XIII: Útgjöld til félagsstarfs aldraðra árin 2001–2005.

Ár Útgjöld í þúsundum 2001 4.676 2002 5.172 2003 5.742 2004 6.845 2005 8.554

01.0002.0003.0004.0005.0006.0007.0008.0009.000

2001 2002 2003 2004 2005

Ár

Útg

jöld

í þú

s.

Mynd XI: Útgjöld í þúsundum króna til félagsstarfs aldraðra árin 2001–2005.

Þátttakendur í félagsstarfinu sem hvorki hafa aðgang að eigin farartæki né eru færir um að nota almenningsvagna eiga þess kost að fá akstur til og frá félagsstarfinu gegn gjaldtöku, 135 krónur á ferð. Útgjöld vegna akstursins námu 758 þúsund krónum sem var tæp 2% lækkun frá árinu 2004. Alls nýttu 8 einstaklingar sér akstur til og frá félagsstarfinu, allt konur.

Tafla XIV: Félagsstarf aldraðra, útgjöld vegna ferða árin 2001–2005.

Útgjöld Hlutur farþega Heildar

Ár Mosfellsbæjar tekjur útgjöld

2001 669 115 724 2002 608 211 819 2003 642 120 762 2004 536 236 772 2005 481 277 758

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 26

0100200300400500600700800900

2001 2002 2003 2004 2005

Ár

Útg

jöld

í þú

s.

Útgjöld Mosfellsbæjar Tekjur Heildarútgjöld

Mynd XII: Félagsstarf aldraðra, útgjöld vegna ferða árin 2001–2005.

Þjónustuhópur aldraðra

Þjónustuhópur aldraðra starfar í samræmi við lög um málefni aldraðra nr. 125/1999. Starfssvæði hópsins er það sama og umdæmi Heilsugæslustöðvar Mosfellsumdæmis. Þjónusta við Kjalarnes er þó undanskilin þar sem þjónusta við íbúa þar færðist yfir til Reykjavíkur við sameiningu sveitarfélaganna árið 1998. Hópurinn þjónar Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og íbúum Bláskógabyggðar sem áður tilheyrðu Þingvallahreppi. Lögum samkvæmt skal hópurinn skipaður fimm fulltrúum, lækni og hjúkrunarfræðingi sem tilnefnd eru af héraðslækni og tveimur fulltrúum sveitarfélaga á svæðinu, þar af skal annar vera félagsráðgjafi. Þjónustuhópinn skipuðu: Unnur V. Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi og félagsmálastjóri Mosfellsbæjar, formaður Sigurbjörg Ólafsdóttir, Meðalfelli í Kjósarhreppi, fulltrúi Kjósarhrepps og Bláskógabyggðar Þengill Oddsson yfirlæknir Heilsugæslustöðvar Mosfellsumdæmis Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri Heilsugæslustöðvar Mosfellsumdæmis. Grétar Snær Hjartarson fulltrúi Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni Sigrún lét af störum á árinu og enginn fulltrúi var skipaður í hennar stað. Verkefni þjónustuhóps aldraðra samkvæmt lögum eru að:

• Fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra og samhæfa þjónustu. • Gera tillögur til sveitarstjórna um öldrunarþjónustu.• Leitast við að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast og kynna öldruðum þá kosti sem í boði eru.

• Meta vistunarþörf aldraðra. Helsta verkefni þjónustuhópsins á árinu 2005 var að meta vistunarþörf aldraðra. Sex einstaklingar voru metnir í þörf fyrir vistun. Fjórir einstaklingar voru vistaðir á hjúkrunarheimilum, tveir á Eir, kona og karl, einn karl var vistaður á Hrafnistu í Reykjavík og annar á Dvalarheimilinu Stykkishólmi. Í lok ársins voru 24 einstaklingar úr umdæmi þjónustuhópsins vistaðir á hjúkrunarheimilum, þar af voru 15 konur og níu karlar.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 27

Tafla XV: Einstaklingar vistaðir á hjúkrunarheimilum í lok árs árin 2003, 2004 og 2005.

2003 2004 2005

Hjúkrunarheimili: Konur Karlar Alls Konur Karlar Alls Konur Karlar Alls

Blesastaðir á Skeiðum 1 1 2 1 0 1 1 0 1

Eir, Reykjavík 6 3 9 5 4 9 6 5 11

Grund, Reykjavík 2 1 3 1 0 1 1 0 1 Heilbrigðisstofnun

Blönduósi 1 0 1 0 0 0 0 0 0

Hjallatún, Vík 1 1 2 0 1 1 0 1 1

Hrafnista, Reykjavík 3 0 3 2 0 2 3 1 4

Skjól/Laugaskjól Reykjavík 0 1 1 3 0 3 0 1 1

Víðihlíð, Grindavík 0 0 0 0 0 0 1 0 1

Víðines Reykjavík 4 0 4 0 0 0 3 0 3 Dvalarheimilið

Stykkishólmi 0 0 0 0 0 0 0 1 1

Alls 18 7 25 12 5 17 15 9 24

Þrír einstaklingar sem vistaðir voru á hjúkrunarheimili af svæði þjónustuhópsins létust á árinu. Á biðlista fyrir vistun í lok ársins voru fjórir. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur ítrekað sótt um styrk til Framkvæmdasjóðs aldraðra til byggingar hjúkrunarheimilisdeildar í tengslum við Íbúða- og þjónustuhús aldraðra við Hlaðhamra, en ætíð verið synjað. Hugmyndir bæjaryfirvalda hafa verið að byggja hjúkrunarheimili áfast núverandi aðstöðu fyrir eldri borgara. Þannig næðist hagræðing þar sem mötuneyti og þvottaaðstaða er til staðar í eldri byggingu. Á árinu 2003 var tekið upp samstarf við fulltrúa hjúkrunarheimilisins Eirar um uppbyggingu öldrunarseturs í Mosfellsbæ. Eins og fyrr greinir þá hefur þegar verið hafist handa við byggingu 39 öryggisíbúða.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 28

MÁLEFNI FATLAÐRA

Þjónusta við fatlaða íbúa Mosfellsbæjar miðar að því að skapa þeim skilyrði til að lifa sem eðlilegustu lífi. Fatlaðir eiga kost á allri almennri þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Um málefni fatlaðra gilda ennfremur lög nr. 59/1992. Samkvæmt þeim lögum veitir sveitarfélagið fötluðum liðveislu og ferðaþjónustu.

Ferðaþjónusta fatlaðra

Þeir einstaklingar sem eru fatlaðir og geta ekki ferðast með almenningsfarartækjum eiga kost á ferðaþjónustu á vegum sveitarfélagsins til að geta stundað atvinnu, nám og tómstundir. Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra voru samþykktar um mitt ár 1996 og í framhaldi af því var gerður samningur við Atla S. Grétarsson og Gunnar Torfason sem önnuðust akstur fatlaðra frá 1. ágúst 1996. Samningurinn hefur verið endurnýjaður í þrígang og síðast 25. janúar 2005 við Gunnar Torfason f.h. Smartbíla ehf. Gjaldið tekur breytingum í samræmi við breytingu á gjaldskrá leigubifreiða til fólksflutninga. Alls nutu 53 einstaklingar ferðaþjónustu, karlar voru 33 og konur 20. Heildarfjöldi ferða var 11.861 ferð. Meðalfjöldi ferða á dag var 32,5 ferðir, flestar ferðir voru farnar í nóvember eða 1.435 og fæstar í júlí eða 434 ferðir. Ferðafjöldi á einstakling var að meðaltali 224 ferðir á árinu. Ferðafjöldi var mestur hjá einstaklingum á aldrinum 26–40 ára og algengast var að ferðir væru nýttar til vinnu.

Tafla XVI: Ferðafjöldi eftir aldri þjónustuþega árin 2001–2005.

Aldur 2001 2002 2003 2004 2005

0-15 ár 333 169 398 864 940 16-25 ára 2.813 3.458 2.579 1.402 1.526 26-40 ára 1.070 1.055 1.894 3.344 4.029 41-66 ára 1.078 1.132 1.428 3878 3.878

67 ára og eldri 0 0 17 0 0 Samtals 5.294 6.159 6.316 9.488 11.861

Tafla XVII: Ferðafjöldi árið 2005 eftir tegund ferða.

Yngri en 18 ára

Eldri en 18 ára Samtals

Fluttir: Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Daglega 1 2 3 20 3 23 21 5 26 Vikulega 1 1 2 10 12 22 11 13 24 Mánaðarlega 1 2 3 1 2 3 Samtals 2 3 5 31 17 48 33 20 53

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 29

Tafla XVIII: Tegundir ferða árin 2001–2005.

Tegund 2001 2002 2003 2004 2005

Vinna 2.078 2.393 2.290 4.392 4.446 Skóli 722 836 997 1.189 1.537 Þjálfun 1.140 862 1.379 1.634 2.401 Einkaferðir 449 1.636 1.416 1.859 3.453 Annað 905 432 234 129 24 Alls ferðir 5.294 6.159 6.316 9.203 11.861

0

10

20

30

40

50

60

2001 2002 2003 2004 2005

Ár

Fjö

ldi

Mynd XIII: Einstaklingar sem nutu ferðaþjónustu fatlaðra árin 2001–2005.

Á árinu 2005 voru útgjöld til ferðaþjónustu fatlaðra, önnur en akstur fatlaðra grunnskólabarna, 10.365 þúsund krónur. Árið 2004 voru útgjöldin 9.234 þúsund krónur. Útgjöldin hækkuðu um 12%. Helsta ástæða hækkunarinnar er að einstaklingum á sambýlum Skálatúnsheimilisins var veitt ferðaþjónusta, 18 af 30 íbúum sambýlanna þar njóta ferðaþjónustu. Íbúar Skálatúnsheimilisins eru 45 þar af búa 30 á fimm sambýlum.

Þjónustuþegar greiddu fyrir hverja ferð upphæð sem nam hálfu fargjaldi Strætó BS eða 110 krónur. Endurgreiðslur þjónustuþega voru 1.305 þúsund krónur eða 11% af útgjöldum.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 30

-

2.000

4.000

6.000

8.000

10.000

12.000

2001 2002 2003 2004 2005

Ár

Útg

jöld

í þú

s.

Útgjöld alls Útgjöld á einstakling

Mynd XIV: Útgjöld vegna ferðaþjónustu fatlaðra árin 2001–2005.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu reka sameiginlega ferðaþjónustu fyrir fatlaða grunnskólanema. Árið 2005 nutu sjö einstaklingar þjónustunnar, þrír drengir og fjórar stúlkur. Þjónustan nær til fatlaðra grunnskólanema sem sækja skóla utan Mosfellsbæjar og fatlaðra einstaklinga sem starfa í Bjarkarási.

Tafla XIX: Skólaakstur, fjöldi barna skipt eftir árum.

Skóli 2002/2003 2003/2004 2004/2005 2005/2006

Bjarkarás 2 3 3 3

Vesturhlíðarskóli 1 0 0 0 Safamýrarskóli 2 2 1 1 Öskjuhlíðarskóli 4 4 4 3 Samtals 9 9 8 7

Útgjöld Mosfellsbæjar vegna þjónustunnar á árinu 2005 voru 3.489 þúsund en árið 2004 voru þau 2.840 þúsund krónur. Aukningin nam 649 þúsundum eða 23%. Samanlögð útgjöld vegna ferðaþjónustu fatlaðra og skólaaksturs fatlaðra á árinu 2005 voru 19.599 þúsund krónur. Árið 2004 voru þessi útgjöld 15.188 þúsund krónur. Hækkun milli ára var 3.726 þúsund eða 23%.

Liðveisla fatlaðra

Fatlaður einstaklingur sem þarf persónulegan stuðning og aðstoð til að rjúfa félagslega einangrun á möguleika á liðveislu. Um liðveislu gilda reglur sem bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt. Alls nutu átta einstaklingar liðveislu í 1.584 stundir, árið 2004 nutu 12 einstaklingar liðveislu í 1.343 stundir. Þeim sem nutu liðveislu fækkaði um fjóra milli áranna en tímafjöldi jókst um 18%. Liðveisla var veitt í 1.584 stundir, að meðaltali í 198 stundir, mest var liðveisla veitt í 240 stundir og minnst í 12 stundir. Útgjöld vegna liðveislu námu 3.123 þúsund krónum á árinu sem var rúmlega 34% aukning frá 2003, er útgjöldin voru 2.337 þúsund. Einn einstaklingur fékk aðkeypta þjónustu frá Svæðisskrifstofu í formi liðveislu, sem fólst í frístundastarfi.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 31

Tafla XX: Liðveisla árið 2005 skipt eftir aldri, kynferði og liðveislutímum.

Yngri en 18 ára Eldri en 18

ára Samtals

Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Fjöldi 2 5 7 3 1 4 5 6 11 Tímar 308 610 918 540 126 666 848 736 1.584 Á biðlista í árslok 4 2 6 0 2 2 4 4 8

0

2

4

6

8

10

12

14

2001 2002 2003 2004 2005

Ár

Fjö

ldi

Mynd XV: Liðveisluþegar árin 2001–2005.

-

500

1.000

1.500

2.000

2.500

3.000

3.500

2001 2002 2003 2004 2005

Ár

Útgjöld í þús.

Stundafjöldi

Mynd XVI: Útgjöld og veittur stundafjöldi vegna liðveislu árin 2001–2005.

Búsetumál fatlaðra

Vorið 1999 var tekið í notkun sambýli að Hulduhlíð 32–34. Fjölskyldunefnd leigir Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi húsnæðið sem er félagslegt

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 32

leiguhúsnæði í eigu bæjarfélagsins. Tildrög þessa var fjöldi fatlaðra einstaklinga í Mosfellsbæ sem var á biðlista Svæðisskrifstofunnar eftir búsetuúrræði. Á sambýlinu búa fimm einstaklingar. Landssamtökin Þroskahjálp reistu fimm íbúða hús við Þverholt 19 í lok ársins 2003. Í húsið fluttu þrír fatlaðir einstaklingar úr Mosfellsbæ sem lengi höfðu verið á biðlista eftir húsnæði hjá Svæðisskrifstofu. Auk þeirra fluttu tveir fatlaðir einstaklingar af Tjaldanesheimilinu í húsið. Þroskahjálp leigir Svæðisskrifstofu húsið undir sambýli og eru íbúar hússins fimm eins og áður hefur komið fram. Öryrkjabandalag Íslands keypti þrjár íbúðir í Klapparhlíð 11 í aprílmánuði. Svæðisskrifstofa leigir íbúðirnar og rekur þær sem sambýli. Þar búa fimm einstaklingar sem allir fluttu af Tjaldanesheimilinu. Skálatúnsheimilið er heimili 45 einstaklinga, búsetuform íbúanna er tvenns konar, 15 eru búsettir á vistheimili og 30 á fimm sambýlum. Þeir einstaklingar sem búa á sambýlum njóta ferðaþjónustu, auk þess sem þeir eiga rétt á húsaleigubóum frá bæjarfélaginu.

Þjónusta við fatlaða íbúa Mosfellsbæjar

Vorið 2000 lagði félagsmálaráðherra fram á Alþingi frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir því að málefni fatlaðra flyttust frá ríki til sveitarfélaga 1. janúar 2002. Félagsmálaráðherra dró frumvarpið til baka. Þar sem umræðan um yfirfærslu á félagsþjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga hefur aftur skotið upp kollinum er ástæða til að taka saman þróun útgjalda bæjarfélagsins við fatlaða árin 2001–2005. Heildarútgjöld vegna þjónustu við fatlaða árið 2005 námu 21.100 þúsundum króna og hækkuðu þau um 3.766 þúsund eða 22% milli áranna 2004 og 2005. Útgjöld vegna liðveislu hækkuðu hlutfallslega mest eða um 34%, skólaakstur um 23% og ferðþjónusta um 12%. Útgjöld vegna félagslegrar heimaþjónustu lækkuðu um 28%. Útgjöld vegna handverkstæðisins Ásgarðs, sem áður höfðu verið skilgreind sem „annar kostnaður“ féllu niður frá og með árinu 2004 er félagsmálaráðuneytið tók þau yfir í kjölfar endurnýjunar þess á samstarfssamningi við handverkstæðið.

Tafla XXI: Útgjöld vegna þjónustu við fatlaða árin 2001–2005. Tegund 2001 2002 2003 2004 2005

Ferðaþjónusta 5.956 7.143 6.639 9.234 10.365 Skólaakstur 2.133 2.569 2.694 2.840 3.489 Liðveisla 1.232 1.316 1.909 2.337 3.123 Annar kostnaður 3 1.062 841 960 0 0

Fél. heimaþjónusta 2.243 2.659 2.144 2.782 2.118 Samtals 12.625 14.528 14.346 17.334 21.100

3 Kostnaður vegna Ásgarðs, verndaðs vinnustaðar, og styrkir vegna sumarnámskeiða fyrir fötluð börn.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 33

-

2.000

4.000

6.000

8.000

10.000

12.000

2001 2002 20003 2004 2005

Ár

Útg

jöld

í Þ

ús.

Ferðaþjónusta Skólaakstur Liðveisla Annar kostnaður Félagsleg heimaþjónusta

Mynd XVII: Skipting útgjalda vegna þjónustu við fatlaða árin 2001–2005.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 34

FÉLAGSLEG HÚSNÆÐISMÁL

Þjónusta á sviði félagslegra húsnæðismála er í samræmi við lög um húsnæðismál nr. 44/1998 með breytingum, lög um húsaleigubætur nr. 138/1997 og önnur lög eftir því sem við á hverju sinni. Félagslega eignar- og kaupleiguíbúðakerfið var lagt af 1. janúar 1999 með gildistöku laga um húsnæðismál nr. 44/1998. Í stað félagslegra eignar- og kaupleiguíbúða komu viðbótarlán. Lög um breytingu á lögum um húsnæðismál nr. 44/1998 tóku gildi 3. desember 2004. Með breytingunni voru meðal annars felld niður viðbótarlán. Samhliða því gátu íbúðakaupendur fengið 90% af matsverði íbúðar að láni hjá Íbúðalánasjóði. Samhliða þessu voru lánamöguleikar einstaklinga vegna íbúðakaupa auknir í allt að 100% íbúðalán hjá bankastofnunum. Verkefni sveitarfélaga á sviði félagslegra húsnæðismála eru uppbygging, rekstur og úthlutun félagslegra leiguíbúða og greiðslur húsaleigubóta.

Tafla XXII: Félagslegar íbúðir árin 2001–2005.

2001 2002 2003 2004 2005 Fél. eignaríbúðir 26 23 22 16 13

Fél. kaupleiguíbúðir 8 6 1 0 0 Alm. kaupleiguíbúð 1 0 0 0 0

Fél. leiguíbúðir 28 30 32 32 30 Búsetaíbúðir 27 27 50 50 56 Aðrar 4 4 4 4 4

Íbúðir aldraðra 20 20 20 20 20 Samtals 114 110 129 122 123

0

10

20

30

40

50

60

Fél.eignaríb.

Fél.kaupl.íb.

Fél.leiguíb.

Búsetaíb. Aðrar Íbúðiraldraðra

2001

2002

2003

2004

2005

Mynd XVIII: Félagslegar íbúðir árin 2001–2005.

Búsetaíbúðir í Mosfellsbæ eru 56. Tvenns konar lán hvíla á íbúðunum, annars vegar almennt lán sem hvílir á 37 íbúðanna, en íbúar þeirra eiga kost á vaxtabótum. Hins vegar eru íbúðir með leiguíbúðaláni 19, þeir sem þar búa gátu sótt um húsaleigubætur frá 1. janúar 1995.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 35

Að undangenginni beiðni frá bæjarstjórn heimilaði félagsmálaráðuneytið í maí 2002 að aflétt yrði kaupskyldu og forkaupsrétti af félagslegum eignaríbúðum í Mosfellsbæ. Um áramót 2004/2005 voru 13 félagslegar eignaríbúðir í bæjarfélaginu, flestar voru þær 24 í árslok 1999.

Félagslegar leiguíbúðir

Fjölskyldunefnd hefur umsjón með úthlutun félagslegra leiguíbúða. Félagslegar leiguíbúðir eru leigðar til einstaklinga og fjölskyldna sem eiga í húsnæðiserfiðleikum sökum lágra launa, þungrar framfærslu, skuldabyrði eða annarra félagslegra aðstæðna. Slík úrræði eru í öllum tilfellum tímabundin meðan unnið er að varanlegri lausn. Félagslegar leiguíbúðir voru 30 í árslok 2005. Bókfært verð þeirra var 219.103.462 krónur.

2623

23

1613

9

63

00

28

3032

32

30

0 10 20 30 40 50 60 70

2001

2002

2003

2004

2005

Eignaríbúðir Kaupleiguíbúðir Leiguíbúðir

Mynd XIX: Félagslegar íbúðir árin 2001–2005.

Myndin sýnir félagslegar eignaríbúðir, kaupleiguíbúðir og leiguíbúðir í Mosfellsbæ frá árinu 2001. Árið 2001 voru íbúðirnar samtals 63 en í árslok 2005 voru íbúðirnar 43. Helsta ástæða fækkunar íbúða er að leigjendur kaupleiguíbúða keyptu umræddar íbúðir og að eigendur félagslegra eignaíbúða seldu íbúðirnar í kjölfar þess að kaupskyldu og forkaupsrétti félagslegra eignaríbúða var aflétt. Samhliða breytingum á lánamarkaði mátti greina samdrátt í eftirspurn eftir félagslegu leiguhúsnæði.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 36

Tafla XXIII: Félagslegar leiguíbúðir í Mosfellsbæ í árslok 2005.

Staður Bygginga/ Tegund Tegund íbúða kaupár húsnæðis 2 herb. 3 herb. 4 herb. 5 herb.

Krókabyggð 1989 raðhús 1 Miðholt 1991-2 fjölbýli 2 3 3 Miðholt 1994 fjölbýli 1 2 1 Miðholt 1995 fjölbýli 1 1

Bugðutangi 1996 raðhús 1 Þverholt 1996 fjölbýli 1 Hjallahlíð 1997 fjölbýli 1

Hjallahlíð 2001 fjölbýli 1 Hjallahlíð 2002 fjölbýli 1 Hulduhlíð 1998 fjölbýli 4

Hulduhlíð 1999 fjölbýli 2 2 Skeljatangi 2001 fjölbýli 1 Krókabyggð* 2002 raðhús 1

Samtals 7 12 10 1

Við endurnýjun umsókna um félagslegar leiguíbúðir er leigutaka gert viðvart bréflega um að samningur sé að renna út og honum boðið viðtal við starfsmann fjölskyldusviðs. Þeir sem óska eftir endurnýjun leigusamnings er gert að skila inn skriflegri áætlun um markmið sem þeir hafa í húsnæðismálum og hvernig þeir ætli að vinna bug á aðsteðjandi vanda. Samhliða þessu stendur leigjendum til boða félagsleg ráðgjöf og stuðningur starfsmanns við gerð áætlunar.

Alls voru 59 húsaleigusamningar endurnýjaðir á árinu og eru allir til 6 mánaða nema einn sem er til 12 mánaða.

Tafla XXIV: Meðalleigutími við árslok 2005.

Stærð íbúða Fjöldi íbúða Meðaltal leigutími 2ja herbergja íbúði

7 2,2 ár 3ja herbergja íbúðir 12 2,7 ár 4ra herbergja íbúðir 10 4 ár

5 herbergja íbúðir 1 0,6 ár

Samtals 30 2,4 ár

Eins og sjá má á töflu XXIV er meðalleigutími tveggja og þriggja herbergja íbúða undir þremur árum. Meðalleigutími fjögurra herbergja íbúðanna er hins vegar fjögur ár. Tvær þessara íbúða hafa verið leigðar Svæðisskrifstofu Reykjaness um málefni fatlaðra fyrir sambýli frá árinu 1998. Mynd XX sýnir fjölda leiguíbúða eftir stærð, meðaleignarhaldstíma og meðalleigutíma leigutaka.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 37

0

2

4

6

8

10

12

14

2ja herb. 3ja herb. 4ra herb 5 herb.

Fjöldi Meðaleignarhaldstími Meðalleigutími

Mynd XX: Fjöldi leiguíbúða, meðaleignarhaldstími og meðalleigutími í árum, skipt eftir stærð íbúða.

Frá ársbyrjun 2002 hafa leigjendur félagslegra leiguíbúða greitt tryggingagjald við afhendingu leiguíbúðar. Upphæð gjaldsins nemur tveggja mánaða húsaleigu. Tryggingunni er ætlað að mæta kostnaði við endurbætur á íbúð ef í ljós koma skemmdir umfram eðlileg slit. Tryggingagjaldinu er einnig ætlað að stuðla að betri umgengni um íbúðirnar og að þær séu vel þrifnar við skil. Í árslok 2005 er tryggingagjald í vörslu bæjarsjóðs kr. 1.891 þúsund (án verðbóta) vegna 24 íbúða, ekki hafði verið greitt tryggingagjald af sex íbúðanna. Á árinu 2005 bárust alls 27 umsóknir um félagslegt leiguhúsnæði, 24 umsóknir voru fullnægjandi. Fimm umsóknir voru um flutning í stærri leiguíbúð. Eldri umsóknir þarf að endurnýja í mars ár hvert. Þrír umsækjendur af biðlista fengu úthlutaða íbúð.

303232

3028

2425

30

2522

0

5

10

15

20

25

30

35

2001 2002 2003 2004 2005

Leiguíbúðir 23 Mótteknar umsóknir

Mynd XXI. Fjöldi leiguíbúða og fjöldi móttekinna umsókna á árunum 2001–2005.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 38

Tafla XXV: Óskir umsækjenda um íbúðarstærð.

Tveggja herbergja

Þriggja herbergja

Fjögurra herbergja Alls

Einstaklingur 6 6 Einstætt foreldri m/ barn 4 4 8

Einstætt foreldri m/2 börn 3 3 6

Einstætt foreldri m/3 börn Einstætt foreldri m/4 börn 1 1

Hjón/sambúðarfólk

Hjón/sambúðarfólk m/barn 1 1 2

Hjón/sambúðarfólk m/2 börn 1 1

Hjón/sambúðarfólk m/5 börn

Samtals 10 8 6 24

Framkvæmdir á árinu 2005

Nýframkvæmdir á árinu 2005 voru engar. Útgjöld til viðhalds íbúða voru samtals 4.003 þúsund krónur. Farið var út í verulegar endurbætur á tveimur íbúðum og nam kostnaður vegna þeirra 1.700 þúsund. Við leigjendaskipti eru íbúðirnar yfirfarnar og algengast er að þær séu málaðar og dúkar bónaðir og minniháttar lagfæringar gerðar. Ef tekið er mið af kostnaði vegna viðhalds þeirra sex íbúða sem var úthlutað til nýrra leigjenda er meðalkostnaður á íbúð 285 þúsund. Minni háttar kostnaður var vegna þriggja íbúða. Má þar nefna sem dæmi endurnýjun raftækja í eldhúsi, en kostnaður vegna þess var á bilinu 90–140 þúsund. Útgjöldin deildust að mestum hluta niður á 11 íbúðir.

Félagsleg húsnæðismál – rekstur

Tekjur vegna félagslegra íbúða voru 19.970 þúsund krónur. Gjöld námu 23.267 þúsundum króna. Af helstu gjaldaliðum má nefna vexti og verðbætur 14.385 þúsund krónur, afskriftir fasteigna 7.238 þúsund krónur, fasteignagjöld 2.905 þúsund krónur. Tvær íbúðir voru seldar á árinu og nam söluhagnaður af þeim 11.644 þúsund krónum. Rekstrarafkoma var neikvæð um 3.397 þúsund krónur.

Ár

-3.3

97

-13.

951

-9.2

44

-1.3

06

-13.

592

-16.000

-14.000

-12.000

-10.000

-8.000

-6.000

-4.000

-2.000

-

2001 2002 2003 2004 2005

Þús

undi

r kr

óna

Mynd XXII: Rekstrarniðurstaða félagslegra húsnæðismála árin 2001–2005.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 39

Rekstrarniðurstaða var neikvæð um 3.397 þúsund krónur á árinu 2005 en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 8.258 þúsund króna rekstrarhalla, mestu munaði um söluhagnað íbúða. Öðrum reikningsskilaaðferðum var beitt við uppgjör áranna 2000 og 2001 en áranna á eftir. Árið 2001 var millifært framlag Mosfellsbæjar til reksturs félagslegra íbúða 2 milljónir. Afskriftir voru hækkaðar úr 2% í 2,5% til samræmis við reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga. Hækkunin nam 988 þúsund krónum. Í samræmi við lög sem samþykkt voru á Alþingi í lok árs 2001 voru ekki færðar verðleiðréttingar í ársreikningum sveitarfélagsins 2002. Áhrif verðlagsbreytinga voru ekki lengur færð í rekstrarreikning. Árið 2002 voru seldar þrjár kaupleiguíbúðir og ein leiguíbúð. Söluhagnaður íbúðanna nam sex milljónum króna, sem komu til lækkunar á útgjöldum málaflokksins.

Húsaleigubætur

Alls voru greiddar bætur til 149 bótaþega/heimila á árinu. Heildarupphæð bóta var 18.257 þúsund krónur. Samkvæmt lögum nr. 138/1997 um húsaleigubætur endurgreiðir Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sveitarfélögunum, sem leggja út fyrir bótunum, 40% af útlögðum kostnaði.

18.2

56.5

55

14.1

04.3

11

15.0

33.7

94

10.2

10.0

99

8.07

5.41

9

-

2.000.000 4.000.000

6.000.000

8.000.000

10.000.000

12.000.000 14.000.000

16.000.000

18.000.000

20.000.000

2001 2002 2003 2004 2005

Mynd XXIII: Húsaleigubætur árin 2001–2005.

Um áramótin 2001/2002 var felld niður skattskylda af húsaleigubótum. Á sama tíma gátu íbúar sambýla og námsmenn á heimavist sótt um húsaleigubætur í samræmi við lög um breytingu á lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 frá 16. maí 2001. Ætla má að hvoru tveggja hafi leitt til aukningar á greiðslum vegna húsaleigubóta. Skýringin á aukningu milli áranna 2002 og 2003 er að færðir voru 13 mánuðir á árið 2003 til að leiðrétta færslu bókhalds. Aukning á útgjöldum vegna húsaleigubóta á árinu 2005 er aðallega vegna greiðslu bóta til íbúa á sambýlum á Skálatúni.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 40

Tafla XXVI: Greiðsla húsaleigubóta í maí 2005, fjölskyldugerð.

Staða bótaþega Einstæðir karlar Einstæðar konur Hjón/sambúðar

fólk Alls Barn-lausir

Með börn

Barn-lausar

Með börn

Barn-laus

Með börn

Alls

3 7 36 1 2 49 Atvinnulausir 4 4

Öryrkjar 17 3 4 1 1 26

Ellilífeyrisþegar 1 1 2

Nemar 3 6 4 1 1 15

Samtals 21 3 16 48 4 4 96

149

118111

86

64

0

20

40

60

80

100

120

140

160

2001 2002 2003 2004 2005

Mynd XXIV: Húsaleigubætur, fjöldi bótaþega 2001–2005.

26

23

22

16

13

9

6

1

26

33

58

52

28

30

32

32

30

64

86

111

118

149

0 50 100 150 200 250

2001

2002

2003

2004

2005

Eignaríbúðir Kaupleiguíbúðir Viðbótarlán* Leiguíbúðir Húsaleigubætur

Mynd XXV: Þróun félagslegra húsnæðismála árin 2001–2005.

Eins og myndin ber með sér fækkar félagslegum eignaríbúðum um 13 á tímabilinu, kaupleiguíbúðir og viðbótarlán heyra sögunni til, leiguíbúðum fækkaði um tvær á árinu, á sama tíma og bótaþegum húsaleigubóta fjölgar um 31.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 41

Íbúða- og þjónustuhús aldraðra við Hlaðhamra

Í íbúða- og þjónustuhúsi aldraðra eru 20 íbúðir sem eru sérstaklega ætlaðar eldra fólki. Fyrstu íbúðirnar voru teknar í notkun árið 1980, sex leiguíbúðir sem Lionsklúbbur Mosfellsbæjar gaf bæjarfélaginu til rekstrar. Árið 1992 voru teknar í notkun 14 íbúðir (fimm leiguíbúðir og níu hlutdeildaríbúðir) til viðbótar ásamt þjónustukjarna. Í þjónustukjarna er miðstöð heimaþjónustu, dagvistar og félagsstarfs aldraðra. Fimm hlutdeildaríbúðir voru í húsinu við árslok. Frá árinu 2000 hefur rekstur íbúða- og þjónustuhúss verið aðgreindur frá rekstri félagslegrar heimaþjónustu. Samhliða þeim breytingum var húsnæðisfulltrúa falin umsjón með framkvæmdum á húsnæðinu.

Rammasamningur við Eir

Samningur var undirritaður 7. júlí 2005 um að Mosfellsbær og Eir, hjúkrunarheimili standi saman að uppbyggingu öldrunarþjónustu í Mosfellsbæ með það að markmiði að byggja upp og reka þjónustu fyrir aldraða í Mosfellsbæ. Hafin er bygging 39 íbúða í fjögurra hæða fjölbýlishúsi við Hlaðhamra. Íbúða- og þjónustuhús við Hlaðhamra, rekstur.

Tekjur íbúða- og þjónustuhúss aldraðra voru 22.678 þúsund krónur og gjöld 26.920 þúsund krónur. Helstu gjaldaliðir voru: orkukaup 1.678 þúsund krónur, tryggingar 350 þúsund krónur, fasteignagjöld 1.500 þúsund krónur, viðhald húsa og lóða 2.764 þúsund krónur, millifærður kostnaður 7.089 þúsund krónur. Vextir og verðbætur af langtímalánum voru 7.472 þúsund og afskriftir 5.982 þúsund krónur. Rekstrarniðurstaða var neikvæð um 4.242 þúsund krónur.

Ár

-4.4

39

-7.2

02

-6.2

60

-7.9

95

-4.2

42

-9.000

-8.000

-7.000

-6.000

-5.000

-4.000

-3.000

-2.000

-1.000

-

2001 2002 2003 2004 2005

Þús

undi

r kr

óna

Mynd XXVI: Íbúða- og þjónustuhús rekstrarniðurstaða áranna 2001–2005.

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2005 42

JAFNRÉTTISMÁL

Félagsmálasviði var breytt í fjölskyldusvið með samþykkt bæjarstjórnar 29. desember 2003. Heiti félagsmálanefndar var þá einnig breytt í fjölskyldunefnd. Samhliða þessari breytingu voru nefndinni falin verkefni sem áður heyrðu til verkefna jafnréttisnefndar, samkvæmt lögum um jafna stöðu og rétt kvenna og karla nr. 96/2000 frá 1. janúar 2004. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2002–2005 var samþykkt á 256. fundi bæjarstjórnar 18. september 2002. Grundvöllur áætlunarinnar eru lög nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt 1. gr. laganna er markmið þeirra að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Hlutverk jafnréttisnefnda skv. 10. gr. laganna er m.a. að vera ráðgefandi fyrir sveitarstjórnir í málefnum er varða jafnrétti kvenna og karla ásamt því að fylgjast með og hafa frumkvæði að sérstökum aðgerðum til að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar stóð fyrir námskeiði um jafnréttisstarf sveitarfélaga 18. janúar 2005. Námskeiðið var haldið í samvinnu við Jafnréttisstofu. Til námskeiðsins var boðið kjörnum fulltrúum Mosfellsbæjar, nefndarmönnum, sviðsstjórum og forstöðumönnum stofnana bæjarfélagsins. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru starfsmenn Jafnréttisstofu, Ingunn H. Bjarnadóttir og Silja Bára Ómarsdóttir. Á námskeiðinu var fjallað um staðreyndir og tölur um stöðu kynjanna og skyldur sveitarfélaga í jafnréttismálum samkvæmt fyrrgreindum lögum, hugmyndafræði samþættingar kynja- og jafnréttissjónarmiða og gerð jafnréttisáætlana. Námskeiðið sóttu 17 manns. Í kjölfar mats á framkvæmd jafnréttisáætlunar Mosfellsbæjar tímabilið 2002–2005 sem lauk í lok ársins 2004, hófst endurskoðun á áætluninni. Á 31. fundi fjölskyldunefndar 22. mars 2005 var félagsmálastjóra falið að óska eftir tillögum nefnda Mosfellsbæjar að nýrri jafnréttisáætlun. Tillögur bárust frá fimm nefndum af sjö og hafði fjölskyldunefnd þær til hliðsjónar við endurskoðun áætlunarinnar sem var verið að leggja lokahönd á í árslok. Tveir kjörnir fulltrúar fjölskyldunefndar og félagsmálastjóri sátu landsfund Jafnréttisstofu sem haldinn var á Akureyri 6. og 7. maí 2005. Fundurinn var þrískiptur. Fyrir hádegi fyrra daginn var dagskrá í umsjón Jafnréttisstofu þar sem fjallað var um sveitarfélög sem atvinnurekendur, jafnréttisuppeldi í skólastarfi og Evrópuverkefnið „Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir“ var kynnt. Eftir hádegi sama dag var Málþing sem var öllum opið, þar var fjallað um launajafnrétti kynjanna undir yfirskriftinni „Fjarlægur draumur eða raunhæfur möguleiki“. Laugardagurinn var helgaður jafnaréttisnefndum, þar var fjallað um launamun kynjanna og starfsmat og kyngreindar hagtölur, auk þess sem nokkrar jafnaréttisnefndir sögðu frá eigin starfi.

Í kjölfar erindis frá félagsmálaráðuneytinu þar sem forsvarsmenn sveitarfélaga voru hvattir til að virða ákvæði lag nr. 96/2000 um launajafnrétti kynjanna sendi fjölskyldunefnd fyrirtækjum í Mosfellsbæ áskorun sama efnis, auk þess sem nefndin beindi þeim tilmælum til bæjaryfirvalda að umrædd ákvæði um jafna stöðu karla og kvenna verði tekin inn í starfsmannastefnu Mosfellsbæjar. Jafnréttisnefnd Kópavogsbæjar hélt hátíðarfund í tilefni af 30 ára afmæli nefndarinnar 3. nóvember 2005. Félagsmálastjóri sótti fundinn fyrir hönd fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar.

Útgefandi:Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar

Ábyrgðarmaður:Unnur V. Ingólfsdóttir

Prentun:Ljósrit og prent ehf

Þverholti 2, Mosfellsbæ

Prófarkalestur:Friðrik G. Olgeirsson

Netútgáfa á heimasíðu:www.mos.is