forn skriðuföll á suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/ni-01027.pdf · svo smár að ei verður...

52
Forn skriðuföll á Suðurlandi Halldór G. Pétursson og Höskuldur Búi Jónsson Unnið fyrir Ofanflóðasjóð NÍ-01027 Akureyri, desember 2001 NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS

Upload: others

Post on 31-Jan-2020

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

Forn skriðuföll á Suðurlandi Halldór G. Pétursson og Höskuldur Búi Jónsson Unnið fyrir Ofanflóðasjóð NÍ-01027 Akureyri, desember 2001

NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS

Page 2: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því
Page 3: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því
Page 4: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

Efnisyfirlit INNGANGUR 3 AUSTUR SKAFTAFELLSSÝSLA 4 VESTUR SKAFTAFELLSSÝSLA 9 RANGÁRVALLASÝSLA 15 ÁRNESSÝSLA 29 VESTMANNAEYJAR 43

2

Page 5: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

Inngangur Hér hefur verið tekið saman á á einn stað allt það efni sem við höfum fundið um forn skriðuföll á Suðurlandi, þ.e. í báðum Skaftafellssýslum að undanskildu Lóni sem við höfum látið fylgja með Austurlandi, í Rangárvallasýslu, Árnessýslu auk sérkafla um grjóthrun í Vestmannaeyjum. Er þessum upplýsingum raðað upp eftir sýslum, héraðsheitum, jörðum eða örnefnum. Gagnasöfnun þessi fór fram í tengslum við verkefni sem nefnt hefur verið „Skriðuannálar fyrri tíma“ og unnið er fyrir Ofanflóðasjóð. Aðalheimildir okkar eru Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns um Árnes- og Rangaárvallasýslur, en sá hluti hennar sem fjallaði um Skaftafellssýslur er glataður og er talinn hafa brunnið í Kaupmannahöfn árið 1727, og Sýslu- og sóknarlýsingar Hins íslenska bókmenntafélags, teknar saman á árunum 1839-1874. Auk þess höfum við leitað fanga í byggða- og jarðalýsingum sem birst hafa í ýmsum tímaritum og bókum, svo sem Árbókum Ferðafélagsins, Árbókum Fornleifafélagsins, fornum annálum, Sunnlenskum byggðum og ýmsum rit- og þjóðsagnasöfnum af Suðurlandi. Eflaust finnast fleiri sagnir um forn skriðuföll á Suðurlandi í þeim prentuðum heimildum, sem okkur vannst ekki tími til að kanna innan ranna þessa verkefnis, og án efa eru þær fleiri sem leynast í óbirtum heimildum, svo sem gömlum jarða- og fasteignamötum og örnefnaskrám.

3

Page 6: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

Austur Skaftafellssýsla – Austur–Skaftafellssýsla (alm.): …Skógar eru hér í sýslu til kolgjörðar og eldiviða, eyðast merkilega ár eftir annað af skriðum og vötnum, sem koma úr jöklum og fjöllum (Sýslulýsingar 1744–1749, Sögurit 28, 1957). Hornafjörður – Horn: …Útheyskapur er þar enginn og túnið að mestu komið í grjótskriðu og það litla, sem eftir er af því, undirorpið sandáfoki, því það eins og allur úthagi þessarar jarðar liggur undir stærstu skriðuáföllum og jörð þessi því að landsnytjum til hjá því sem hún til forna hefur verið, lítt byggileg (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Bjarnaness– og Hoffellssóknir, 1840). – Horn: …mjög er þar hætt við áfoki af sandi á túnið og eins eru þar talsverð skriðuhlaup úr kringjum liggjandi fjöllum (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Bjarnaness– og Hoffellssóknir, 1873). – Almannaskarð: …en á móts við Skarðstind liggur skáhöll sniðgata upp eftir skriðunni, upp á skarðið. Framan í tindinum eru hrikalegir hamrar og oft falla þaðan steinar niður í götuna, einkum eftir miklar rigningar eða í vorleysingum. …Neðan við skarðið eru svonefndar Skarðsbrekkur, og er þar sagt að Hrollaugur Rögnvaldsson, landnámsmaður hafi búið fyrst eftir að hann kom að vestan og tók sér fasta bólfestu í landnámi sínu. En miklar breytingar hljóta að hafa á orðið undir skarðinu, ef sú sögn er rétt, að hér hafi bústaður hans verið (skriður?). Engar menjar þess sjást nú (Árbók FÍ, 1937). – Krossbær: …Þessari jörðu fylgir í betra lagi tún en engjar eru nú orðnar lítilvægar af því Hornafjarðarfljót bera á þær jökulleir og skriður úr fjallinu á þær hlaupa (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Bjarnaness– og Hoffellssóknir, 1840). – Setberg: …hefur lítið tún en nokkurn útheyskap sem árlega gengur af sér með sama hætti og Krossbæjarengjar (Hornafj.fljót/skriður) (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Bjarnaness– og Hoffellssóknir, 1840). – Hoffell: …Innan Bjarnaness sóknar takmarka er ekki hið minnsta af skógi nokkurs staðar, og ei heldur annars staðar í Hoffellssókn, en í Hoffells og Hoffellshjáleignalandi, eins og að framan fjallalýsingunni er tilgreint og er sá skógur svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því skriður hlaupa hér og hvar á hann, jarðvegur uppblæs af veðrum og vötn uppbrjóta bakka þar sem hann vex nálægt þeim. …hefur nokkurn útiheyskap en sem árlega af sér gengur með sama hætti og Krossbæjar– og Setbergsengjar (Hornafj.fljót/skriður) (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Bjarnaness– og Hoffellssóknir, 1840).

4

Page 7: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Hoffell: …Jörð þessi hefir mikið eyðilagst, bæði vegna vatnaágangs og skriðuhlaupa úr fjöllum (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Bjarnaness– og Hoffellssóknir, 1873). – Hoffell (fjalllendi): …(Fjalllendið: Hoffellsnúpur, Gjánúpur, Múli). Graslendi er hér mikið af sér gengið sökum skriðuhlaupa, og eru núpar þessir umgirtir að norðan, vestan og sunnan af jöklum (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Bjarnaness– og Hoffellssóknir, 1873). – Hoffell: ..Einu sinni kom það fyrir, að Þuríður áleit aðsókn það, sem síðar sannaðist að var allt annað. Hún fór einu sinni sem oftar út í eldhús að hita morgunkaffið. Hér (Hoffell, seinni hluta 19. aldar) var þá útieldhús og eldað á hlóðum, því að hér var þá ekki komin eldavél, en innangengt var í eldhúsið úr bæjarinnganginum. Um nóttina og þennan morgun var mikil rigning og stormur. Þegar hún kom inn með ketilinn, var hún óvenju fasmikil og segir: „Það var ljóti aðgangurinn í eldhúsinu í morgun. Sá eða þeir, sem eiga þá aðsókn, eiga víst eitthvað brýnt erindi, og þá líka í þessu illveðri. En þeim tókst nú samt ekki að reka mig úr eldhúsinu. Ég fór ekki fyrr en ég var búin að hita á katlinum.“ Spurðum við hana, hvað hún hefði séð. „Ég sá ekkert,“ sagði hún. „En ég heyrði, að komið var upp á eldhúsið með svo miklum djöfulgangi að brakaði í hverju tré, og raftar komu aftanundir mig út að hlóðunum og gat kom á stafninn, svo að ég sá út.“ Við fórum nú að athuga, hvað gerst hafði og sáum, að það var rétt, sem hún sagði, að gat væri á stafninum og raftabrot lágu á gólfinu við hlóðirnar, og höfðu raftabrotin kastast þangað eftir endilöngu húsinu, um 10 álnir. Sumir álitu, að þetta væri eitthvað yfirnáttúrulegt, aðrir kenndu storminum um. Í norðurenda eldhússins var taðið, sem haft var til eldiviðar. Geil hafði verið tekin með austurvegg og fyrir stafn. Taðstakkur stóð því með vesturhlið, og náði hann upp í þak. Síðar um veturinn heyrðist eitt sinn frá eldhúsinu dynkur mikill. Enginn var þar þá inni. Var farið að athuga, hvað um væri að vera. Lá þá steinn á eldhúsgólfinu, um 200 pund á þyngd, og þar með var gátan ráðin, hvað orsakaði gatið á eldhússtafnum. Steininn hafði losnað úr fjallinu í ofveðrinu, kastast á klakasvaði alla leið niður túnið og í gegnum eldhússtafninn. En svo hafði kastið verið mikið á honum eftir að hann kom í gegnum stafninn, að hann fór yfir geilina við stafninn og skáhalt gegnum mæninn og upp á taðstakkinn. En það datt engum í hug að leita þess, sem orsakaði gatið á stafninum. Steinninn hafði lent á einni sperrunni í vesturhliðinni, rekið hana langt úr skorðum og grafist þar fastur í taðstakkinn, en féll svo niður, er allmikið hafði verið undan honum tekið taðið, það sem brennt var, og var heppni, að eigi varð slys að. Og hefði steinninn komið beint gegnum eldhússtafninn, hefði þessi aðsókn að líkindum riðið Þuríði að fullu, þar sem hún sat við hlóðirnar. En þetta atvik sýnir, hve óvenjulega kjarkmikil hún var (Guðmundur Jónsson Hoffell, Skaftfellskar þjóðsögur og sagnir, ásamt sjálfsævisögu höfundar, 1946). – Hoffell: …Þegar ég var heima á vetrum og ekki var hægt að rista þökur fyrir frosti, klauf ég steina í túninu. Flesta gat ég rifið með fleygum, en hina sprengdi ég með dynamit. Þetta grjót hafði oltið úr fjallinu um aldaraðir. Sumir steinarnir lágu djúpt og voru mosavaxnir, aðrir sem yngri voru, lágu grynnra eða jafnvel ofan á. …Prestaklettar: Steinn með þessu nafni, er fyrir vestan túnið í Hoffelli. Ber hann nafn af því, að þar eiga eitt sinn að hafa setið 18 prestar á ráðstefnu. Valt þá kletturinn úr fjallinu og urðu þeir allir undir honum, svo að enginn komst undan, segir sagan

5

Page 8: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

(Guðmundur Jónsson Hoffell, Skaftfellskar þjóðsögur og sagnir, ásamt sjálfsævisögu höfundar, 1946). – Hoffellsjökull: …lausgangandi menn geta farið upp á Múlann um 220 m hátt einstigi, sem kallað er Kleifin. Það er bratt og örðugt, auk þess sem ekki er þar hættulaust, vegna grjóthruns (Árbók FÍ, 1937). Mýrar – Mýrar (alm.): …Um öll þessi hér að framan áminnstu fjöll er það sannast að segja að þau eru víðast ber og graslaus, aðeins finnast hér og hvar grasbrekkur sem alla jafnan blása meir og meir upp, fyrir utan hvað skriðuhlaup hjálpa til þeirra eyðilegginga (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Einholtsprestakall, 1839). – Mýrar (um skóga): …Á þeim þremur áminnstu aðaldölum Heiðnabergs–, Kolgrafar–, og Vindborðs–, eru lítilfjörlegar skógarleifar, og ætla ég mismuni um stærð eða gæði þeirra í áminnstum plássum. En að skógunum fari aftur, er vafalaust, og orsakast það af skriðuhlaupum, jöklum og vötnum (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Einholtsprestakall, 1839). – Raufarberg: …en engjar litlar, er liggja fyrir vötnunum, og hefur jörðin meir gengið af sér fyrir þessa skuld heldur en vegna snjóflóða og fjallskriðna, sem hvorutveggja er henni þó allhættulegt (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Einholtsprestakall, 1839). Suðursveit – Suðursveit (alm.): …Vel sjást þau merki enn í dag, að sveit þessi hefur til forna verið forkunnar fríð, en nú er hún orðin mjög hrörleg og umrótuð af skriðum og stórhlaupum úr fjöllum ofan, sem hafa nú að kalla eyðilagt allt graslendi, sem til þeirra fyrri legið hefur (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Kálfafellsstaðarsókn, 1855). – Suðursveit (um skóga): …Skógarpláss þau, sem finnast hér nú og bráðum virðast standa feigum fótum. Ef jöfn aðgæsla er við höfð sem hingað til, eru á Kálfafellsdal, Breiðabólstaðarfjalli og Steinadal. …Það má fullyrða, að skógar þessir eyðist stórum árlega bæði af skriðum og vötnum, þó mest af vondri meðferð og hirðingu (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Kálfafellsstaðarsókn, 1855). – Skálafell: …Tún eru þar allgóð, en liggja þó sem allt graslendi þar fram með fjallinu fyrir skriðuáhlaupum og eru mjög fordjörfuð þar af (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Kálfafellsstaðarsókn, 1855). – Hestgerði: …tún grasgefin, en grjóthlaupin mjög (árfram–burður/lækur?) (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Kálfafellsstaðarsókn, 1855).

6

Page 9: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Kálfafellsstaður (og hjáleigur): …Jörðin er mjög kostalítil og að kalla beitislandslaus, túnin undirlögð stórskriðuáhlaupum og standa öll á skriðu með þunnri grasrót, og þegar ég kom hér fyrir 12 árum, sáust hér (að ég kalla) engin tún. Fengust þá einir 40 hestar töðu, en nú í hverju meðalári 180–200. Líka hafa ei skriður síðan komið til muna (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Kálfafellsstaðarsókn, 1855). – Kálfafell: ...Á tún og engjar falla oft skriður. (Johnsens Jarðatal, 1847). – Innra–Kálfafell: …tún nokkuð stór og grasgefin, en grjóthlaupin mjög sem hér, þar bærinn stendur undir sama fjalli (og Kálfafellsstaður) (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Kálfafellsstaðarsókn, 1855). – Sléttaleiti (fyrrum Steinar): …Bærinn Sléttaleiti var fluttur nokkuð lengra með fjallinu hér um fyrir 20 árum frá Steinum vegna vatnsærsla úr Köldukvísl á Steinasandi, er næst lá bænum, sem og vegna stórhlaupa úr fjallinu fyrir ofan. Tún eru þar lítil og stórum skemmd af grjóthlaupum, á hvor og bætist árlega. Neðan undir túninu er mýrlendi lítið grasgefið en grjótugt af grjóti því, sem veltur ofan úr fjallinu yfir túnið of staðnæmist þar (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Kálfafellsstaðarsókn, 1855). – Steinar: ...Þegar kemur yfir Steinasand, er riðið út fyrir Steinafjall. Þar eru hamrar miklir og berg uppi í fjallinu, og hafa ótal björg hrunið niður. Liggja þau á víð og dreif um hlíðina kringum götuna og sum nýhrunin í henni. Fyrir 60 árum var bær undir fjallinu, sem hét Steinar. Hann lagðist í eyði af grjóthruni úr fjallinu og af ágangi Köldukvíslar úr Steinadal (milli 1830–40). Bærinn var fluttur vestur í fjallshlíðina, og heitir þar nú á Sléttaleiti. Kaldakvísl hljóp í bæjarlækinn og eyddi túnið, en litlu síðar féll skriða á bæinn (Þorvaldur Thoroddsen, Rannsóknarferðir sumarið 1894, Ferðabók III, 2. útg. 1958–60). – Steinar: …Austan við Breiðabólstað heitir fjallið Steinafjall. Það er mikið og hrikalegt standberg með vallgrónum urðum framan undir, en víða eru þar heljarbjörg, sem hrunið hafa úr hömrunum. Bær er þar einn í skriðunni og heitir Sléttaleiti. Áður stóð bærinn austan undir fjallinu á Steinasandi, en var fluttur vegna grjóthruns. Sjást enn tættur af Steinabænum. Þar er nú bjarg mikið sem smiðjan kvað hafa staðið, og er jarðvegurinn framan undir því mjög litaður járnbrá (Árbók FÍ, 1937). – Steinar: …um 15 mínútna gang fyrir austan Sléttaleiti, stóð forðum daga bærinn Steinar. Hann lagðist í eyði á fyrri hluta 19. aldar sakir vatnagangs austan af Steinasandi og grjóthruns úr Steinafjalli, en bærinn stóð á sléttu undir rótum fjallsins. Þá var byggðin flutt vestur í fjallshlíðina og bærinn kallaður Sléttaleiti. Tættur af Steinabænum sáust glöggt í mínu ungdæmi, og einhverjar minjar þeirra munu enn þá sýnilegar (Þórbergur Þórðarson, Gráskinna hin meiri, 1962). – Breiðibólstaður, Gerði og Hali (sama jörð): …Tún eru þar stór og grasgefin, því bæirnir standa á sléttum flöt lengra niður frá fjallinu en Sléttaleiti, svo fjallhlaupin ná ei til. En sem búfjárhaga um sumar brúka ábúendurnir brekkurnar fyrir ofan sig fram með fjallinu, sem er þó lítið land og grjóthlaupið mjög (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Kálfafellsstaðarsókn, 1855).

7

Page 10: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Reynivalla og Steinafjall: …og fyrir austan hann Reynivalla og Steinafjall, samföst. Er hátt og langt fjall með miklum hömrum úr hverjum fallið hefur grjót og skriður (Sýslulýsingar 1744–1749, Sögurit 28, 1957). – Steinafjall: ...Breiðabólsstaðarfjall (Steinafjall) er hættulegt ferðamönnum, sem um veginn fara fram með því, sakir grjóthruns (Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, 1752–57). – Reynivellir: …Tún eru hér stór og meðallagi grasgefin, skriðuhlaupin líkt og á Sléttaleiti (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Kálfafellsstaðarsókn, 1855). – Fell: …Tún er þar lítið og grjóthlaupið (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Kálfafellsstaðarsókn, 1855). Öræfi – Ingólfshöfði: …Bergið í höfðanum (Ingólfshöfði) er frekar laust, svað áður fyrr, meðan veiðin var stunduð af kappi, bar það oft við, að menn hröpuðu til bana eða rotuðust af steinkasti úr bjarginu (Árbók FÍ, 1937). – Ingólfshöfði: ...Árið 1892 var að nafninu til löggiltur verslunarstaður við Ingólfshöfða og í framhaldi af því voru gerðar athuganir á hafnarskilyrðum og glímt lítilsháttar við lendingarbætur, síðast árið 1917. Þá var löguð vör vestan undir Eiríksnefi í höfðanum sunnanverðum. Á bjargbrúninni sjást enn leifar af spili sem ætlað var til uppskipunar úr vörinni en það kom að litlum notum eftir að stykki hrundi úr bjarginu niður á veg að fyrirhugaðri lendingu (Árbók FÍ, 1993). – Sandfell: …Einstakt fjall er líka undir jöklinum og heitir það Slaga. Það er að langmestu leyti gert úr móbergi og má svo heita, að það sé hömrum girt á alla vegu, enda hafa víða hrunið úr þeim geysistór björg (Árbók FÍ, 1937). – Morsárdalur: ...Þegar haldið er til baka úr Morsárdal til tjaldsvæðis (í Skaftafelli) er tilbreyting að ganga úr Vesturbrekkuslóð í Skaftafellsheiði. …og fylgt troðinni slóð sem brátt sveigir af áreyrum upp í skóginn þar sem hét Neðstagata. Liggur hún um ótal gil með lækjarsytrum sem falla niður úr heiðinni. Innst heitir Snið og gegnum þau skerast Sniðagil. Úr innsta Sniðagili hljóp mikil aurskriða ofan úr Skerhól veturinn 1967–68 og myndaðist þá eyri við Morsá, sem enn sér merki (Árbók FÍ, 1993). – Morsárdalur: ...Kjós er dalur sem liggur í sveig vestur úr Morsárdal. …Fjöllin umhverfis Kjós rísa bratt upp í 100–1400 m hæð. …Réttargil gengur niður utarlega í norðanverða Kjós og þar var Miðfellstóð fyrrum réttað. Litlu utar er mikil grjóturð og hefur hún fallið sem berghlaup úr Vesturhnútu (919 m) sem er klettahnaus út Miðfelli. Í urðinni var skúti undir mjög stórum steini og það kallað Gæskugreni. Um 1965 féll stórt stykki úr Vesturhnútu, umturnaði urðinni sem fyrir var og hvarf þá Gæskugreni (Árbók FÍ, 1993).

8

Page 11: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Bæjarstaðaskógur: …Þegar kemur austur fyrir Bæjarstaðaskóg tekur við svæði með lágvöxnu birkikjarri. …Ekki er þó langt að fara uns komið er í stórvaxinn skóg og all víðáttumikinn. …skógurinn á Hálsinum, en svo nefnist þetta svæði. …Spottakorn fyrir innan þennan skóg er á kortinu merkt Stóraskriða, og þar nokkru innar Rauðhellar. Stóraskriða mun vera hin sama og skriða hin mikla, sem getið er um í máldögum frá 14. öld (skriðufall?) (Árbók FÍ, 1979). Vestur Skaftafellssýsla Fljótshverfi – Fljótshverfi – (alm.): …samt að úr fremri enda Lómagnúps hefur í elstu manna minnum fallið til útsuðurs mjög stórt skriðuhlaup, víst 200–300 faðma frá honum, fyrir utan aðrar skriður, sem iðulega hrynja úr fjöllum og fjallahlíðum (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Kálfafellssókn, 1859). – Lómagnúpur: ...Síðan þeir Eggert voru hér, hefur annars hlaupið skriða eða fylla fremst úr Núpnum beint upp af svonefndum Lómatjörnum. Þetta gerðist fyrra hluta dags í júlímánuði með svo skjótri svipan, að stúlka ein, sem var að bera mjólk af stöðli heim að Núpsstað, heyrði brest, líkan reiðiþrumu, og leit þegar til núpsins, en gat þá í fyrstu ekki greint þar neitt fyrir reyk. En ekki hafði hún fyrr sett mjólkurföturnar niður, til þess að athuga þetta nánar, en allt var um garð gengið og framhlaupið lá úti á sandinum, þar sem það er nú, allt að mílufjórðungi frá fjallinu, í smáhaugum með djúpum gjótum á milli eða trektlöguðum svelgjum, sem að líkindum hafa skapast af þrýstingi samþjappaðs lofts. Þessu framhlaupi fylgdi talsvert vatnsflóð, og hefur það sennilega sprengt úr fjallinu fyllu þá, er fram hljóp (Sveinn Pálsson, Dagbók 1793, Ferðabók, 2.útg. 1983). – Lómagnúpur: ...Lørdag den 23. Tog fra Núpstað til Sandfell i Öræfa–bygden. Vejen falder først forbipræcipiten Lómagnúpur. Jeg har set mange bjergstyrtninger i Island og mange endog uberegnelig meget større end den, som har er sket i den sidste Halvdel af 18. århundrede. Imidlertid trør jeg, ingen af den har vært skrækkeligere, idet minste ikke så pludselig som denne. Den er sket en formiddag i julimaaned. En Pige, som bar mælk hjem til Núpstad gaard, hørte et forfædeligt knald som af mange tørdenskrald. I samme øjeblik så hun sig om til Nupen, som var aldeles indkyllet i røg, ligesom i en Tyk Tåge, men førend hun havde fået tid til at sætte mælkebøttene ned på jorden, for nærmere at betrage dette skugespil, lå alle de nedstyrtede bergmasser på sandet, således som de endnu den dag i dag ligger i større og midre dynger og grashole, de fjerneste endog en fjerdingvej fra fjældet. Imellem disse dynger skal der i førstingen have været mangfoldinge, traktfornige jordybninger i sandet, endog dybe svælg, om hvis dannelse jeg ikke kan have nogen bestemt mening. Afdøde kirung Paulsen, fra hvem jeg har Fortællingen denne bjergstyrting, antager ikke usandsynlig, at de må have hidrørt fra indvirkningen af luftrykket. Dog er det muligt, da en betydelig vandflod fulgte med bjergstyrtningen (og uden Tvil har forårsaget den), at vandet, idet det styrtede ned på sandet fra såden uhyre høfde, haf dannet mange ringhvirber forend det kunne samle sig til et bestemt atløb, og således frembragt de omtalte, dragtfornige fordybninger. De er nu for en stor del aldeles udfyldte. (Jónas

9

Page 12: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

Hallgímsson, Geologisk dagbog, ført på en rejse langs Íslands syd–og østkyst sommeren 1842, Rit III, 1933). – Lómagnúpur: ...Við riðum yfir leirurnar neðan við bæinn og yfir smákvíslir, er þar renna, að stórri skriðu, sem fallið hefir úr Lómagnúpi, vestanverðum. Skriða þessi féll fyrir rúmum 100 árum, líklega um 1790, og skalf þá og nötraði bærinn á Núpsstað, er öll þessi ódæmi hrundu úr berginu. Skriðan er ákaflega stór, margir hólar af grjóti og urð og stóreflis björgum, allavega tildrað saman (Þorvaldur Thoroddsen, Rannsóknarferðir sumarið 1893, Ferðabók III, 2. útg. 1958–60). – Lómagnúpur: ...Við riðum inn eftir grænum grundum og þangað, er skriða mikil er fyrir neðan núpinn og nær langt fram á graslendið. Hér varð bjarghrun í jarðskjálfta 1784. Stór fylla úr tuga faðma háu bjarginu losnaði þá og hrundi niður. Smali frá Núpstað var þá að reka kindur þarna og slapp nauðulega unda. Heljarbjörgin, stærri en nokkur hús, komu niður með ógurlegum gný, þrumum og brestum, svo að jörðin nötraði eins og í jarðskjálfta og brakaði og brast í hverju tré í bænum á Núpstað. Svo var fallhraðinn mikill og fallið þungt, að björgin hófust á loft aftur eins og knetti hefði verið varpað, og hentust langar leiðir. Af þeim er mynduð þessi skriða, og má þar nú glöggt sjá, hvernig topphólaþyrpingar myndast. ...Þar sem skriðan féll, var áður stór tjörn, sem Lómatjörn hét. Skriðan fyllti hana, svo að hún hvarf alveg. En þar sem bjarghrunið kom fyrst niður, mynduðust stórar dældir, og safnaðist síðan vatn í þær og eru þar nú þrjár tjarnir fyrir ofan hólana (Árni Óla, Blárra tinda blessað land, 1949). – Lómagnúpur: …um eða rétt fyrir 1790 hljóp afarstór skriða úr Lómagnúpi og nær um 1 km vestur á Leirur. Hún er kölluð hlaupið. Rétt austan við Hlaupið eru tveir geysistórir klettar uppi í hlíðinni og eru skútar undir þeim báðum, venjulega nefndir Hellar. Vera má að kletturinn hafi komið um leið og hlaupið. (Gísli Gestsson, Gömul hús á Núpsstað, Árbók Fornleifafélagsins, 1969). – Lómagnúpur: ...Sjálfsagt tekur margur ferðamaðurinn eftir skarði því sem er í Lómagnúpi framanverðum. Skarð þetta heitir Tittlingaskarð og er raunar suðurhliðin á sigdal eða sigspildu, sem þarna gengur þvert gegnum núpinn. Vel sér fyrir þessum sprungum niður gegnum bergið allt til þess að skriða og brekka tekur við. Á þessum stað féll skriðan mikla, Hlaupið, úr núpnum í júlí 1789 (Árbók FÍ, 1983). – Lómagnúpur: ...Lómagnúpur (671m) gnæfir við himin austur af Núpsstað, eitt hæsta strandberg á Íslandi og sést vangi hans víða að. ...Niður af hánúpnum vestanverðum hefur fallið mikil skriða úr 600 metra hæð niður á sandinn og nær fast að þjóðvegi; heitir hún Hlaup, og verður því stórgrýttari sem nær dregur fjallinu. Vestast í skriðuhaugnum eru tvær Haugstjarnir og umhverfis þær stórgrýtisbjörg. Meðfram Hlaupi vestanverðu er mýri sem heitir Veita og þar norður af eru Selhólar. Skriðan kom niður í júlí 1789. ...Frá því að Sveinn (Pálsson) reið hér um fyrir 200 árum hafa ár borið sand að skriðunni og fyllt upp í svelgina sem hann lýsir en annars er hér allt með svipuðum verksummerkjum. Hermt er að Lómatjarnir hafi orðið undir skriðunni. ...Annað berghlaup er um einum km innar með hlíð Lómagnúps að vestan; það er langt um eldra og að miklu leyti sandorpið (Árbók FÍ, 1993). – Núpstaður: ...Þar (Núpsstað) vorum við um daginn ...Alla þessa nótt var ég ákaflega uggandi um, að háir hamrar, sem risu rétt fyrir ofan tjaldið og slúttu nærri fram yfir það, kynnu að hrapa niður, því að ég sá, að hin mikla úrkoma undanfarið

10

Page 13: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

hafði víða haft þess háttar verkanir og valdið miklum skaða á engjum manna, einkum í þessari sveit. Grjót– og aurskriður, sem fallið höfðu úr fjöllunum, höfðu víða lagt undir sig stórar landspildur (líklega skriðuföll á þessu svæði í sept./okt. 1793). (Sveinn Pálsson, Dagbók 1793, Ferðabók, 2.útg. 1983). – Núpsstaður: …Þar er fjárgeymsla mjög örðug, og jörð liggur undir ágangi af skriðum og grjóthruni og hefur frá því í fyrndinni mikið gengið af slægjum, þar sem að nú er stór sandleira framundan bænum, sem áður var besta stararengi (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Kálfafellssókn, 1859). – Núpsstaður: …Undir hömrunum (við Núpsstað) eru víða skriður eða grasbrekkur, þar sem stór björg standa djúpt í jörðu, er hrunið hafa úr fjallinu á ýmsum tímum. …Undir Núpnum (Lómagnúp) suðvestanverðum er mikil skriða eða hlaup, sem gengur langt niður á sandinn. Skriða þessi féll úr fjallinu nál. 1790. Er sagt að bærinn á Núpsstað hafi skolfið og nötrað, þegar þessi ódæmi hrundu úr fjallinu. Sagt er og, að undir skriðunni hafi orðið tjörn, er hét Lómatjörn (Árbók FÍ, 1935). – Núpsstaður: …Núpsstaður heitir austasti bær í Vestur–Skaftafellssýslu. Hann stendur í sléttu, hallandi túni og snýr framhlið á móti landsuðri. Að baki bænum og vestan hans gnæfir snarbratt hamrafjall nær turnum og tindum, og velta þaðan stór björg allt niður að húsum, en annars eru brekkurnar neðan hamra víða grasigrónar. (Gísli Gestsson, Gamla bænhúsið á Núpsstað, Árbók Fornleifafélagsins, 1961). – Núpsstaður: …Áður en gengið er í bæinn, er þó rétt að virða hann fyrir sér að neðan túnið, hefði mætt auganu allstór bær undir geigvænlega bröttu fjalli, en hlíðin neðan hamra sáð stórbjörgum, sem öðru hvoru hafa oltið þaðan, senn alveg heim að bæjarhúsum. …Vestan þessarar hlöðu er dálítið autt svæði (þar mun vera á kafi ákaflega stór klettur, sem einhvern tíma hefir oltið ofan úr fjallinu). (Gísli Gestsson, Gömul hús á Núpsstað, Árbók Fornleifafélagsins, 1969). – Kálfafell: ...Það er undirorpið skriðuföllum, er slægjulítið, en hagagöngu jörð góð. (Johnsens Jarðatal, 1847). – Kálfafell: …þó ganga slægjurnar af sér vegna þess að grjót hrynur á þær árlega, og vissulega hafa grastorfur þær í hlíðinni, sem enn eru slegnar, mikið blásið upp síðan í fyrri daga (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Kálfafellssókn, 1859). Síða – Þverá: …Áfallajörð af skriðum og vötnum (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Kirkjubæjarklaustursókn, 1841). – Foss: ...Allmikil skriða féll úr Fossnúpi árið 1961 fram á sléttlendið og liggur vegurinn yfir hana. Vothamar heita í núpinum austan við skriðuna. Undan þeim féll Prestalækur sem fór að mestu undir skriðuna. Var hann talinn vígður og vatn hans hafa lækningarmátt (Árbók FÍ, 1983). – Hörgsland: …Hörgsland heitir bær á Síðu. Ofan bæjarins eru háir hamrar og paldrabrekkur, en neðan þeirra tekur túnið við. Vestast í túninu, skammt frá brekku,

11

Page 14: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

stendur smábjarg, sem Hjónasteinn nefnist. Nafn kvað bjargið draga af atburði þeim, sem nú er lýst: Endur fyrir löngu bjuggu ung hjón á Hörgslandi. Það var eitt sinn um túnasláttinn, að þau sátu við kaffidrykkju með sláttufólkinu á þeim stað, sem Hjónasteinn stendur nú. Ungbarn, sem þau áttu, sat á milli þeirra. Eftir að vinnufólkið var staðið upp frá kaffidrykkjunni og farið að vinna, sátu þau hjónin og barnið kyrr, enn um stund. Sprakk þá stór steinn frá hömrunum, geystist niður brekkuna og stefndi á hjónin, og létu þau, ásamt barninu, líf sitt undir bjarginu. Liggja þau, að sögn undir bjarginu, enn í dag. Fram að þessu hefir börnum verið bannað að vera með ærsl hjá Hjónasteini (Einar Guðmundsson. Þjóðsögur og þættir, 1932). – Hörgsdalur: …miklar valllendisslægjur, en misbresta– og áfallasamar af skriðum (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Kirkjubæjarklaustursókn, 1841). – Mörtunga: …Sagt er að Mörður héti maður sá, er fyrst nam Mörtungu á Síðu. …Mörður bjó í helli vestur með Geirlandsá, á gilbrúninni. …Hellirinn heitir Marðarhellir. Nú er skriða hlaupin fyrir dyrnar og illfært orðið í hann. Gæti aðeins hundur smogið þar inn. (Sigfús Sigfússon, Íslenskar þjóðsögur og sagnir). – Kirkjubæjarklaustur: …áföll nokkur af skriðum og foksandi, og því bærinn fyrir 20 árum síðan fluttur utar með fjallinu, en hann áður var (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Kirkjubæjarklaustursókn, 1841). – Kirkjubæjarklaustur: ...Mörg björg hafa hrunið hér niður og sum sjálfsagt vegna jarðskjálfta. …Fyrir vestan bæinn liggur eitt slíkt bjarg í túninu, stórt eins og hús og ferhyrnt. Myndar það vegg á einn veg fyrir fagran skrúðgarð, sem það er. Bjarg þetta eða klettur heitir Hjónasteinn, og fylgir því nafni þessi saga. Einu sinni voru hjón við heyþurrk þarna. Þau settust undir sátu á þessum stað til þess að snæða, en í sama bili kom ógurlegt bjarghrun, og þessi stóri steinn kom ofan á þau, og liggja nú bein þeirra undir honum. …Annað bjarg, mikið sem stórhýsi, hefir skorðast í gilinu rétt fyrir ofan bæinn. Má enn sjá, hvar það hefir verið í hamrinum áður, og stór skriða fallið á eftir því og nær upp í mitt gilið. (Árni Óla, Blárra tinda blessað land, 1949). – Kirkjubæjarklaustur: …Eins og fyrr var sagt var bærinn á Klaustri fluttur þangað sem hann er nú árið 1822 (vegna sandfoks), á hæð vestan Fossár eða Lækjarins eins og hann er nefndur í daglegu tali. …Fossá fellur fram af brúninni fyrir ofan Kirkjubæjarklaustur, ofan í Fossárgil. Neðarlega í gilinu er geysistór steinn, Stóristeinn eða Fossasteinn, sem liggur að nokkru yfir lækjarfarveginum. Hann hrapaði úr fjallinu í miklu þrumuveðri um 1830. Annar stór steinn er í brekkunni vestan við gilið, eins og hús í laginu, og heitir Bustarsteinn eða Bustasteinn. …Fyrir vestan bæinn er blóma– og trjágarður en þar var fyrrum matjurtagarður sem talinn er hinn fyrsti í héraðinu. Mikill steinn er vestan við garðinn sem heitir Hjónasteinn. Sú saga er til nafnsins að hjón nokkur hafi eitt sinn hvílt sig í heybing, en þá hrapaði steininn úr fjallinu yfir þau (Árbók FÍ, 1983). – Kirkjubæjarklaustur: …Gönguleiðin upp að brún Systrafoss liggur frá gamla bænum á Klaustri og Kirkjubæjarstofu sem síðar verður minnst á. Neðst í gilinu er geysistórt bjarg, stærsta grettistak sem ég minnist að hafa nokkurs staðar séð. Þessi klettur mun hafa verið einhvers staðar ofarlega, eða efst í gilinu, en losnaði árið 1833 og féll niður. Elding var talin hafa valdið því, segir Lárus Siggeirsson (bóndi á Klaustri). Nú er kletturinn svo umvafinn háum gróðri og sjálfur raunar að miklu leyti

12

Page 15: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

þakinn gróðri, að líklega taka ekki allir eftir honum (Lesbók Morgunblaðsins, 29.07.2000). Síðuheiðar – Eintúnaháls á Síðuheiðum: ...Við Helgastaðafjall var búseta á síðustu öld svo sem fyrr segir, líklega nokkrum sinnum, fyrst um miðja öldina en síðast á árunum 1870-1880. Stutt hefur verið búið í hvert sinn og ekki alltaf á sama stað. Elstu rústirnar munu vera í króknum norðan við Lágafjall sem gengur suðvestur úr Helgastaðafjalli en jafnvel er haldið að skriður hafi fallið yfir eitthvað af rústum þarna við fjallið. Yngri rústir voru vestar, nær Eintúnahálsi, en upp úr þeim voru byggð fjárhús og réttir (Árbók FÍ, 1983). Mýrdalur – Mýrdalur (alm.): …skriður eru burt færðar eða mokaðar í hauga. Í Hvammi hinum innri hafa tveir býsna langir vatns– og leirskriðuafleiðingarskurðir verið grafnir (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Reynis– og Höfðabrekkusóknir, 1840). – Mýrdalur (alm.): …(breytingar á landslagi) Hér í sóknum er fjalllendið víða komið í skriður, en á sléttlendið gengur víða sandur, sem í vatnayfirgangi rótast í aur (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Sólheima– og Dyrhólasóknir, 1839). – Reynisfjall: …Við sjóinn austan undir Reynisfjall er krókur nokkur sem kallaður er Bolabás, og er um hann saga sú, er nú skal greina. Það var trú manna, að í Bolabási væri vættur einn sem kallaður var Urðarboli. …Ekki get ég borið á móti því, að ég heyrði til Urðarbola eftir að ég kom hingað í Vík. En tveim árum síðar (1829) hljóp fjarskalega mikið hlaup úr fjallinu rétt innan við Bolabás, og eftir það veit ég ekki til að heyrst hafi til Urðarbola, enda er sjórinn búinn að brjóta upp hellinn hans (Handrit Runólfs Jónssonar í Vík, 1865, í Jón Þorkelsson, Þjóðsögur og munnmæli 1899). – Reynisfjall: …Næsta slysið við Reynisfjall varð 18. apríl 1891, þegar Andrés Andrésson bóndi frá Kerlingardal lést, er steinn lenti í höfði hans. Á þeim árum var sjórinn sóttur fast frá Vík. voru skipin höfð í krika, sem heitir Bás, austan við Stórurð undir Reynisfjalli. …Fjallið er geysihátt og slútir fram yfir Básinn. Kom þá steinvala hátt ofan úr fjalli og dauðrotaði manninn (Magnús Finnbogason í Reynisdal, Slysfarir í Mýrdalsfjöllum, í Ragnar Ásgeirsson, Skrudda II, 1973). – Reynisfjall: …Reynisfjall er um 340 m að hæð, mynduð úr móbergi og basaltbeltum. Mikið hrun hefur orðið úr fjallinu hvað eftir annað og hefur þá stundum verið gegnt austur með því á eftir. Gerðist slíkt fyrir skömmu og er feikileg stórgrýtisurð minjar þess atburðar (Björn Jónsson, Við rætur Reynisfjalls, Áfangar (39), 1991).

13

Page 16: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Hvammur Ytri, Hvammur Innri: …skriður falla þar til skemmda á tún og valllendisslægjur (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Reynis– og Höfðabrekkusóknir, 1840). – Giljur: ...Bæjarhúsin standa á sléttu túni sunnan undir bröttum brekkum með hamrabeltum efst. ...Snjóflóðahætta er og hefur valdið manntjóni. Skriður falla oft úr hlíðinni og valda tjónum á túni og girðingum (Oddgeir Guðjónsson o.fl. (ritstj.), Sunnlenskar byggðir VI, 1985). – Skaganes: …skriður skemma valllendisslægju fyrir innan bæinn (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Reynis– og Höfðabrekkusóknir, 1840). – Kaldrananes: …Kaldrananes, Neðri–Dalur, Stóri–Dalur, Breiðahlíð, Fjós: …austan, fram í dalnum skemma skriður úr kömbunum slægjur Dalamanna (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Reynis– og Höfðabrekkusóknir, 1840). – Skammidalur: ...Bæirnir (Skammidalur I og II) voru sunnan undir brattri fjallshlíð ofanvert við þjóðveginn. Gömlu túnin eru brattlend og eru nú að mestu leyti nytjuð til beitar. Þessi tún hafa nokkuð legið undir áföllum vegna grjóthruns og skriðuhættu (Oddgeir Guðjónsson o.fl. (ritstj.), Sunnlenskar byggðir VI, 1985).). – Neðri–Dalur: …Kaldrananes, Neðri–Dalur, Stóri–Dalur, Breiðahlíð, Fjós: …austan, fram í dalnum skemma skriður úr kömbunum slægjur Dalamanna (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Reynis– og Höfðabrekkusóknir, 1840). – Stóri–Dalur: …Kaldrananes, Neðri–Dalur, Stóri–Dalur, Breiðahlíð, Fjós: …austan, fram í dalnum skemma skriður úr kömbunum slægjur Dalamanna (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Reynis– og Höfðabrekkusóknir, 1840). – Breiðahlíð: …Kaldrananes, Neðri–Dalur, Stóri–Dalur, Breiðahlíð, Fjós: …austan, fram í dalnum skemma skriður úr kömbunum slægjur Dalamanna (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Reynis– og Höfðabrekkusóknir, 1840). – Fjós: …Kaldrananes, Neðri–Dalur, Stóri–Dalur, Breiðahlíð, Fjós: …austan, fram í dalnum skemma skriður úr kömbunum slægjur Dalamanna (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Reynis– og Höfðabrekkusóknir, 1840). – Dyrhólaey: …Vestan í Dyrhólaey, upp af Dyrhólahöfn, heitir eitt sigið Hundabásar. Var þar sigið eftir fýlunga. Eitt sinn, þegar verið var að síga þarna, vildi svo slysalega til, að steinn losnaði undan vaðnum og lenti á höfði sigmannsins með þeim afleiðingum að hann beið þegar bana. Ekki hef ég getað grafið upp, hver þessi maður var eða hvenær þetta gerðist (Magnús Finnbogason í Reynisdal, Slysfarir í Mýrdalsfjöllum. Í Ragnar Ásgeirsson, Skrudda II, 1973). – Steig: …Það er einhvör en mesta skriðujörð á tún og valllendi (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Sólheima– og Dyrhólasóknir, 1839). – Keldudalur: …bæði er tún og engjar nokkrum skriðum og grjótfoki ofan af heiðum undirorpin (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Sólheima– og Dyrhólasóknir, 1839).

14

Page 17: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Fell: …(um tún) líka falla skriður á brekkurnar í stórleysingum á vetrardaginn, sem ekki virðist mögulegt að afvenda skaðræði frá að öllu leyti (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Sólheima– og Dyrhólasóknir, 1839). – Pétursey: …jörðin er yfirhöfuð túnastór, þó víða skriðum undirorpin (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Sólheima– og Dyrhólasóknir, 1839). Rangárvallasýsla Austur Eyjafjöll – Eyjafjöll (alm.): …(1206) Sumar vætusamt með votu hausti. Féllu í mörgum stöðum það haust skriður í fjöllum, bæði á tún manna og engjar. Var það kallað Skriðnahaust. Urðu undir einni undir Eyjafjöllum 15 hestar (Setbergsannáll). – Eystri Skógar: …Jörðinni spilla skriður, sem tíðum falla á tún og engjar úr fjallinu, líka ágangur af sandi í stórviðrum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). – Ytri Skógar: …Túnum og engjum spilla moldar og grjótskriður úr fjalli og lækjum þegar leysing kemur, þar til fjallhögum blástur stórkostlega. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). – Skóganúpur: ... En sjálfur hann (Þrasi í Skógum) er sagt að heygður hafi verið undir fjallsrótum vestanvert við svokallaðan Skóganúp, hver til enginn merki nú sjást, þar stór skriða er yfirfallin (Frásögur um fornaldaleifar 1817–1823, úr lýsingu Eyvindarhólaprestakalls). – Drangshlíð: …Túni, slægjum og högum spilla skriður og grjóthrun úr fjallinu, er ábúendur með erfiðismunum hljóta oftast árlega að hreinsa. Hefur fyrir 7 árum af túninu tekið nær 4 kúa fóður. Þykir ei sýnilegt að þar verði bót á. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). – Drangshlíð: …Grjótskriður hafa til forna orðið jörðunni að tjóni, að öðru leyti gengur hún ekki af sér (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Eyvindarhóla–, Steina– og Skógasóknir, 1840). – Skarðshlíð: …Fyrir 12 árum eða þar um, var 30 álnum á létt af landskuld vegna stórkostlegs skriðuhlaups á tún úr fjallinu, áður var landskuld af allri jörðinni í C. …Túninu granda grjótskriður úr fjallinu, sem ábúendur verða árlega að hreinsa, ef jörðin skal ei eyðileggjast. Bænum er og mjög hætt fyrir steinum og stórklettum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). – Hrútafell: …Engjar eru á miklu leyti af fyrir sandi, grjóti og leir af vatnsgangi úr Kaldaklofsá. Hagar eru og mjög foragaðir, af blástri, vatni, skriðum og sandi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709).

15

Page 18: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Rútshellir: …Rútshellir hjá Hrútafelli undir Austur–Eyjafjöllum er nafnkunnugur og hefur lengi verið álitinn næsta einkennilegur. …Er hann í stökum kletti undir fjallinu fyrir ofan bæinn, lítið austan til. Er kletturinn því líkastur, sem hann sé frálaus og hrapaður úr fjallinu. …Margir aðrir stórir steinar hafa fallið þar úr fjallinu, en miklu er þessi meiri en nokkur þeirra. (Brynjúlfur Jónsson, Rannsókn í Rangárþingi sumarið 1901, Árbók Fornleifafélagsins, 1902). – Raufarfell Eystra: ... en goldið eftir það lxviij alin siðan 1703 eða 1704. Þá skemmdu jörðina skriður og vatnahlaup stórkostlega. …Hætt er mjög fyrir skriðum, líka dýjum, svo og hrapar fé úr fjalli og deyr þar oft í sveltum. Túnið hefur stóran skaða fengið af skriðum og liggur þessi jörð undir spjöllum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709) – Raufarfell Ytra: …Fjallhagar jarðarinnar eru mjög spilltir af skriðum og blástri, líka skemma túnið mikillega. Engjar og hagar á sléttlendinu stórlega fordjarfaðar og næsta allt í burt af yfirgangi Laugaár. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). – Rauðafell: …þó liggja þær (engjar) undir miklum áföllum af Kaldalklifsá, og hefir jörðin þess vegna af sér gengið, sem og af skriðum er hlaupa úr fjallinu niður á túnið (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Eyvindarhóla–, Steina– og Skógasóknir, 1840). – Rauðafellshellar: …Rauðafellshellar eru í hárri og fagurri fjallshlíð, eigi allskammt austur frá bænum og næstum upp í miðri hlíð. Þeir hafa á sínum tíma fyllst af skriðuauri og sást til sams tíma eigi á þá, nema lítill skúfi af opi annars, og var hann hafður fyrir fjárból. Fyrir fáum árum var bólið grafið upp. (Brynjúlfur Jónsson, Rannsókn í Rangárþingi sumarið 1901, Árbók Fornleifafélagsins, 1902). – Lambafell: ...Um 1912 flutti Pétur Hróbjartsson bóndi á Lambafelli bæinn um 350 m austur með Lambafelli sökum ágangs Svaðbælisár. ...Nýja íbúðarhúsið á Lambafelli, byggt 1967, stendur spölkorn suðaustur frá bæ Péturs, var reist þar sökum hraphættu frá hömrunum ofan við bæinn, en litlu áður hafði orðið þar mikið hrap heim að bæ og framúr húsasundum (Oddgeir Guðjónsson o.fl. (ritstj.), Sunnlenskar byggðir IV, 1982). – Eyjafjöll (alm. um vegi): …Frá Svaðbæli og að Hellnahól hjá Holti undir Eyjafjöllum, liggur vegurinn með fjallsrótum, sem árlega hrapar grjót í, og það 1/5 þingmannaleiðar (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Rangárvallasýsla, 1856). – Núpakot: ….Á tún, slegin og haga fellur grjót úr fjallinu og er sjálfum bænum líka þar fyrir hætt, einkum í stórveðrum, svo og grandar Svartbælisá túnunum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). – Núpakot: …Grjót berst á túnið bæði ofan úr fjallinu og í ofviðrum, sem eru þar skæð, svo undur mega heita (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Eyvindarhóla–, Steina– og Skógasóknir, 1840).

16

Page 19: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Hlíð: …Túninu grandar grjót og skriður úr fjallinu, líka er bænum þar fyrir hætt. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). – Hlíð: ...Austan við Steina er bærinn Hvoltunga, en Gata neðan vegar og Hlíð litlu austar. Hlíð fékk einnig að kenna á ærnum landspjöllum á jólunum 1926, þótt ekki væri eins stórkostlegt og á Steinum (Árbók FÍ, 1972). – Steinar: …(1604) Sama ár, kringum 1. febrúar, var bærinn Steinar í hættu fyrir hruni úr fjalli, svo sem einu sinni áður hafði verið, og olli það afskaplegu slysi einkum úr vesturátt. Auk annars hrapaði steinn úr fjallinu, barst með ofsaflugi beint á bæinn og geystist í gegnum og braut í einu slagi ris þriggja húsa, þar sem inni voru húsmunir og heimamenn sjálfir; og þannig fór hann yfir kirkjugarðinn, inn í kirkjuna sjálfa, allt inn að prédikunarstól og braut allt og bramlaði, er fyrir var. En hann er talinn vera svo stór og þungur, að tólf menn geti rétt bifað honum úr stað með verkfærum. Hvílíkt eftirminnilegt dæmi guðslegrar mildi, að hann skyldi ekki skadda mennina sjálfa hið allra minnsta! (Íslensk annálabrot). – Steinar: …Túnum spilla skriður og grjóthrun úr fjallinu, er og bænum sjálfum þar fyrir stórlega hætt. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). – Steinar: …Túnin liggja mjög undir áföllum af grjótskriðum er í leysingum koma ofan úr fjallinu og hafa þau liðið þar við mikið tjón (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Eyvindarhóla–, Steina– og Skógasóknir, 1840). – Steinar: …Gömlu Steinar undir Eyjafjöllum mega muna fífil sinn fegri. Ólöguleg tóftabrot í grárri urð Steinalækjar, skammt utan Steina, sem nú eru, eru einu minjar þess, að þarna hafi fyrir eina tíð skartað snyrtilegt þorp margra bæja ásamt kirkju. …Tvö geigvænleg hlaup í Steinalæk hafa valdið þessum umskiptum. Hið fyrra árið 1888, en hið síðara aðfaranótt annars jóladags 1926. …Í leysingum safnast í farveg Steinalækjar allt það vað að heita má, sem þá rennur um Steinafjall, því að hvarvetna hallar yfirborði þess að læknum. Flug verður einkum ofsalegt í honum, þegar miklir snjóar liggja á fjallinu og þá leysir snögglega. Fönn getur líka safnast í farveg lækjarins frammi við fjallsbrúnina, og getur hún orðið það mikil, að hún varni vatninu framrásar, uns það verður svo mikið, að það ryðst í gegnum hana. …Í annarri viku þorra 1888 snerist veðurátta snögglega frá frostum og fannkyngi til bráðrar leysingar. Hún hafði þá strax nokkur áhrif á Steinalæk. …Klukkan var á níunda tímanum að morgni, þegar mönnum varð ljóst, hvaða voði var á ferðinni. Þess varð þá varð þá vart heiman frá Steinum, að ógurlegur vatnsflaumur ruddist niður eftir lækjargilinu, og kastaði hann sér að miklum hluta vestur á bóginn í áttina að Steinabæinn, þegar hömrunum sleppti. …Menn reyndu að bæja vatninu frá húsunum, en það var lítið, sem þeir gátu gert. …en eftir því sem á nóttina leið sjatnaði það og var nær þorrið um morguninn. Hervirki þess voru ill og ömurleg. Margt hafði það fært úr skorðum, og mikið gróið land var orpið svörtum sandi og stórgerðri skriðu. …Þetta var upphafið að hnignun gömlu Steina. Búendum fækkaði þar ár frá ári eftir þetta, og nýir Steinabæri risu á öðrum stöðum, þar sem ógnir lækjarins buðu mönnum ekki eins byrginn. …Endir basts svo á byggðina í gömlu Steinum með hlaupinu 1926, sem var mun stórfenglegra því, sem nú hefur verið lýst að nokkru (Þórður Tómasson, Eyfellskar sagnir II, 1949).

17

Page 20: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Steinar: ...Jökullinn (Eyjafjallajökull) er eldfjall og rís frá jafnsléttu með miklum hamrabrúnum að norðan, vestan og sunnan, víða eru brúnirnar rofnar af skriðjöklum og þröngum giljum. Ár og lækir falla þar bratt fram á láglendið og bera með sér aur og grjót, svo að jafnvel hefur eytt bæi. Skemmst er að minnast, er gömlu Steinabæirnir grófust í aur á einni nóttu fyrir tæpum mannsaldri (Árbók FÍ, 1960). – Steinar: ...Steinabæir standa á hættulegum stað. Snarbrött brekka er upp af bænum, en hið efra gínandi hamar. Steinalækur rennur rétt hjá bæjunum, auðvita flugstrangur og getur umhverfst í stórrigningu eða leysingu. Hafa Steinabæir oft fengið að kenna á því geypilega. Jarðabók Á.M. og P.V. segir svo um Steina: ,,Túnum spilla skriður og grjóthrun úr fjallinu, og er bænum sjálfum þar fyrir stórlega hætt”. Annálar og aðrar frásagnir sýna fullkomlega að þetta er ekki ofmælt. Gísli Oddsson segir svo í Íslenskum annálsbrotum frá 1604: „Kringum 1. febrúar var bærinn Steinar í hættu fyrir hruni úr fjalli, svo sem einu sinni áður hafði verið, og olli það afskaplegu slysi, einkum úr vesturátt. Auk annars hrapaði steinn úr fjallinu, barst með ofsaflugi beint á bæinn og geystist í gegnum og braut í einu slagi ris þriggja húsa, þar sem inni voru húsmunir og heimamenn sjálfir; og þannig fór hann yfir kirkjugarðinn, inn í kirkjuna sjálfa allt inn að prédikunarstól og braut allt og bramlaði, er fyrir var. Er hann talinn svo stór og þungur, að 12 menn rétt getað bifað honum úr stað með verkfærum“. Þess er getið í blöðum, að 13. janúar 1888 hafi hlaupið skriða „á bæinn Steina undir Eyjafjöllum, skekkt þar og brotið sum bæjarhúsin, fyllt kálgarðinn aur og leðju, gerskemmt túnið og borið á þau þvílík heljarbjörg, að tuttugu manns fengu eigi hreyft þau úr stað. Menn og skepnur björguðust. Sjálfsagt hefur þetta hlaup komið úr Steinagili, sem síðar mun koma við sögu“. Og það varð orð að sönnu. Lækurinn kom rækilega við sögu í hinu ógurlega hlaupi 1926. Sá sem fer fram hjá Steinum í björtu sumarveðri, sér grænar brekkur og lækinn nær þurran, gerir sér naumast hugmynd um, hver ósköp hafa gengið á aðfaranótt annars jóladags 1926, en þennan dag tók skriða bæina að Steinum undir Eyjafjöllum (Árbók FÍ, 1972). – Steinar: ...Í Steinum var á 19. öld eitt af fáum sveitaþorpum landsins. Framan af öldinni voru þar stundum 9 bændur en oftast síðan 8. Undir lok aldarinnar hefst hnignunarsaga byggðarinnar. Hún stóð þá vestan undir mikilli skriðubungu Steinalækjar í allgóðu skjóli fyrir austanátt. Árið 1888 hljóp Steinalækur á bæina með miklum vatnsflaumi og grjótburði. ...Býlin, sem eftir eru á síðasta tugi aldarinnar, eru smátt og smátt flutt austur á bóginn, á land, sem var tryggara fyrir áhlaupum lækjarins. Síðustu tveir bæirnir eyðilögðust gersamlega í Steinahlaupinu aðfaranótt þriðja í jólum 1926, en menn og skepnur björguðust með ólíkindum heil á húfi. Nú minna aðeins skriðurunnar tóftir og kirkjugarður á hinn gamla Steinastað (Oddgeir Guðjónsson o.fl. (ritstj.), Sunnlenskar byggðir IV, 1982). – Steinafjall: ...þá dundi jarðskjálftinn (1896) yfir alt í einu fyrirvararlaust kl. 9:50 (um kvöldið). ...Suðurlandsundirlendið hristist allt, en þó langmest Rangárvellir, Land, Upp–Holt og Gnúpverjahreppur. ...undir Eyjafjöllum voru jarðskjálftarnir vægari en í ytri hluta sýslunnar. ...grjóthrap varð ógurlegt úr fjöllunum, en þó mest úr Holtsnúp, hjá Hellnahól og Steinafjalli, svo fólk flýði frá bæjum sínum fram á sléttlendið, en skriður og steinar spilltu víða slægjum og haglendi. (Þorvaldur Thoroddsen, Jarðskjálftar á Suðurlandi, 1899).

18

Page 21: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

Vestur Eyjafjöll – Eyjafjöll (alm.): …af rigningum þessum orsakast og oft meiri eður minni skriður upp við fjallið. …Ofviðri koma hér stundum ofsaleg. …en í sjálfum byljunum hringlar og brakar í öllu, þorir þá enginn að liggja í rúmi sínu, þótt um næturtíma sé, og á stundum sumstaðar heldur ekki að fara út fyrir grjóthríðinni ofan úr hömrunum, enda hefur það þá oft við borið að gróin hún hafa á einni svipstundu rofið mörg á sama bænum og hey upptekið heil úr görðum og jafnvel stórgripi og hvort bein þeirra brotnað. Hvergi kveður þó eins mikið að þessum ofveðrum hér í sókn eins og í Hvammi. Sjást þar oft eldglæringar í hömrunum, líklega af grjóthríðinni oftar eru þessi veður framan af vetri, en koma þó líka einstaka sinnum um heyskapartímann (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Holtssókn, 1845). – Eyjafjöll (alm.): …Öefield (Eyjafjöll) som staar under fiældene langs med söen. Der ere temmelig god eng og grasmærker hvorpaa böijgden. Men der er stor fare for fiældskræd af de höje biærge som og er kiændeligt hvorledes store kampesteene, grus og leer er nedfaldet dicht omkring huusene (Sýslulýsingar 1744–1749, Sögurit 28, 1957). – Varmahlíð: …Túnum spilla stórlega skriður og grjóthrun úr fjallinu, sem ábúendur hljóta með erfiðismunum oft og tíðum í burt að koma og afvenda. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). – Varmahlíð: …Tún stór, en að mestu slétt, eru samt, eins og hagarnir, undirorpin ágangi af skriðum úr fjallinu (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Holtssókn, 1845). – Varmahlíð: ...Varmahlíð er allskammt austan við Arnarhól. Hér eru hamrar fyrir ofan bæinn, en lækir koma út úr berginu, fossa niður hlíðina og ofan túnið. Vestan við bæinn er forn skriða, nefnd Hlaupið, mjög gróin. Eru í henni stórbjörg, sem hafa hrunið úr fjallinu (Árbók FÍ, 1972). – Hellnahóll: …norðanvert við Holtsá, sem hefur spillt túni hennar og næstu engjum, sem og svo líka skriður fjallhögunum í brekkunum þar austur og vestur með, sem nú eru að mestu orðnar tómt grjót og sandur (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Holtssókn, 1845). – Hellnahóll: …Við höldum áfram út með Fjöllunum og stönsum næst við Holtsá. …En eins og kunnugir vita er þetta vatnsfall hið mesta forað, sem olli verstu spjöllum á nærliggjandi jörðum áður en hún var heft. Heila jörð hefur hún lagt í eyði, Hellnahól. Enn sér móta fyrir bæjartóttunum rétt við veginn á grænum hól við rætur Holtsnúps. …Hellnahóll lét ekki mikið yfir sér og auðnarlegt var að líta þar til fjallsins, með klettum og skriðum niður á jafnsléttu. Öðruvísi hafði verið þar um að lítast áður en skriðurnar féllu. Sagan sagði að ekki hefði verið hægt að finna þar stein til að hefnda fyrir kind, og átti ekki að vera langt til þess að rekja. Örnefnið Kálfaból efst í skriðunum minnti á þá sældarhaga. Í skriðunum upp af bænum í Hellnahóli var smátorfa, sem hafði staðið af sér öll ofanföll. (Viðtal við Þórð Tómasson, Safnvörð í Skógum, Heima er best, 1965).

19

Page 22: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Hellnahóll, Holtnúpur: ...þá dundi jarðskjálftinn (1896) yfir alt í einu fyrirvararlaust kl. 9:50 (um kvöldið). ...Suðurlandsundirlendið hristist allt, en þó langmest Rangárvellir, Land, Upp–Holt og Gnúpverjahreppur. ...undir Eyjafjöllum voru jarðskjálftarnir vægari en í ytri hluta sýslunnar. ...grjóthrap varð ógurlegt úr fjöllunum, en þó mest úr Holtsnúp, hjá Hellnahól og Steinafjalli, svo fólk flýði frá bæjum sínum fram á sléttlendið, en skriður og steinar spilltu víða slægjum og haglendi. (Þorvaldur Thoroddsen, Jarðskjálftar á Suðurlandi, 1899). – Holt, Holtsdalur: …á að sönnu tiltölu til haga í Holtsdal, en bæði er hann svo lítill og graslítill vegna skriðuhlaupa rétt allstaðar (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Holtssókn, 1845). – Ásólfsskáli: …Fjallhögum spilla skriður. Engjar hrjóstrast upp og og fara til spjalla, meinast af þurrki, þar vatn hefur áður yfir slægjurnar runnið, en er nú í burtu. Tún heimajarðarinnar liggja undir skriðum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). – Skálakot: …Á túnið falla moldarskriður. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). – Miðskáli: …Á túnið falla skriður og liggur undir spjöllum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). – Ysti-Skáli: …(1624) Aftur sama ár kollvarpaði og huldi fjallskriða að nóttu til meira en helminginn af bænum Ysta-Skála í Holtssókn, bjuggu þar sjö barna foreldrar; aðeins foreldrunum varð bjargað með lífi, þannig að þau voru dregin hálfdauð úr aurleðjunni. Þegar móðirin daginn eftir sá, hvernig um börnin hafði farið, lét hún guðrækilega líf við dauða, og þannig liggur hún í einni gröf ásamt þeim; en maðurinn lifir eftir og þjakast af hörmum sínum (Íslensk annálabrot). – Ysti–Skáli: …Á tún hefur skriða fallið fyrir 28 árum, eða þar um bil og mikinn part aftekið, sem enn nú verður ekki til slægna brúkað og liggja túnin undir spjöllum framvegis af vatni og skriðum úr fjallinu. Ekki er heldur sumum bæjarins húsum þar fyrir óhætt. – Fjallhögum spilla skriður og blástur. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). – Núpur: …Jarðardýrleiki xlc. Sögn manna er, til forna hafi jarðardýrleiki reiknast ic. En fyrir 60 árum eða þar um féll stór skriða með vatni og klettum á tún og engjar, og meinast þá hafi jarðardýrleiki aftur hlaupið. …Á túnið gengur vatn og grjót, og liggur undir spjöllum. Fjallhögum spilla skriður og blástur. Bænum þykir og ekki óhætt fyrir grjóti úr fjallinu. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). – Hvammur: …Á tún og fjallhaga sem eftir eru fellur grjót og skriður árlega og liggja undir spjöllum. …Bænum sýnist ei óhætt fyrir steina hrapi úr fjallinu. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). – Sauðhússvöllur: …Túnum, engjum og úthögum spilla skriður og grjóthrun úr fjallinu stórlega og þar fyrir liggur jörðin undir miklum spjöllum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709).

20

Page 23: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Fit: …Túni, engjum og högum grandar grjóthrun úr fjallinu, líka möl og grjót sem uppá slægjur drífur í stórveðrum. Húsum og heyjum er hætt fyrir þeim. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). – Fit: …(1790) Um veturinn á góinni kollvarpaði snjóflóð (þetta mun hafa verðið skriða/berghlaup) bænum Fit í Holtssókn, svo ei undan stóð utan fjósið, í hverju húsfreyjan var stödd og þess vegna hélt ein lífinu af heimafólkinu, sem auk hennar voru 4 manneskjur. Þar týndust og 4 geldneyti, sem voru í öðru húsi, og 24 lömb (Espihólsannáll, viðauki). – Fit: …Þessi bær forgekk fyrir fjallskriðuhlaupi 1790, sem urðaði undir sér 4 manneskjur, er allar deyðu (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Stóradalssókn, 1840). – Fit: …Faðir minn var iðjumaður svo mikill, að honum féll sjaldan verk úr hendi. Fyrsta ár sitt á Fit byrjaði hann á hlöðubyggingu og þótti þar í talsvert ráðist, því að hlöður voru þá sárafáar risnar upp. …Um veturinn vann hann að því að rífa upp grjót og draga það heim. Voru það engar smávölur, svo sem enn má sjá. Hlaðan stendur fyrir norðan bæinn og held ég, að aldrei hafi þurft að hreyfa stein í henni, svo vel var frá þeim gengið. Brot af meisum og röftum fann faðir minn, þegar hann gróf fyrir hlöðuveggjum. Taldi hann það minjar frá hlaupinu, sem eyðilagði Fitjabæinn seint á 18. öld. Steininn, sem á bæinn kom, sagði hann, að væri í veggjum hlöðunnar, en ekki veit ég, af hverju hann dró það. Líklega gamalli sögn (Andrés Pálsson frá Fit, Föðurminning. Í Þórður Tómasson, Sagnagestur I, 1953). – Fit: ...Var bærinn fluttur austur á svipaðar slóðir og hann er nú. Sést enn í bæjarhólinn, og heitir Forna–Fit. Um 1790 féll mikið bjarg úr fjallinu fyrir ofan bæinn. Fór hlaupið yfir bæinn og fórst þá öldruð kona og barn. Ef til vill hefur bærinn þá verið fluttur dálítið vestur fjær fjallinu. ...Fjallshlíðin er grýtt og víða skriðurunnin en gróin neðan til. …Við fjallsrætur er mýrlendi og grýtt, óslétt land, frá berghlaupi úr fjallinu (Oddgeir Guðjónsson o.fl. (ritstj.), Sunnlenskar byggðir IV, 1982). – Seljaland: …Túni engjum og högum grandar moldar– og grjótskriður, jarðföll og blástur stórum, og liggur jörðin þar fyrir undir miklum spjöllum. Af landi jarðarinnar halda menn að vísu helming eyddan og kominn í aur og skriður. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). – Seljaland: …Þessi jörð missti stórt engjastykki af engjum sínum hinum bestu fyrir skriðuhlaupi seint á hinni 18du öld (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Stóradalssókn, 1840). – Hamragarðar: …Fyrir 6 eða 7 árum var landskuldin lxxx álnir, var hún niðursett vegna skriðuhlaups og ágangs af Markárfljóti. Slægjum granda skriður og grjóthrun úr fjallinu. Jörðin liggur undir spjöllum jafnvel foreyðing. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). – Neðri–Dalur: …Af engjum hefur Markarfljót mikinn part brotið, en sumt komið í mold og skriður, slægjur sem eftir eru liggja undir spjöllum af skriðum og Markarfljóti. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709).

21

Page 24: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Stóri–Dalur: …Beitarlandi sem eftir er granda skriður úr fjallinu. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). – Murnavöllur: …Afbýli Stóra–Dals. …Túninu granda moldarskriður. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). – Eyvindarholt: …Afbýli Stóra–Dals. …Uppá engjarnar ber Syðstumerkurá grjót og leir og hefur miklum parti af þeim spillt, líka grandað slægjum, grjót og moldar rennsl úr fjallinu. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). – Syðstamörk: …Engjum grandar grjóts– og moldarhlaup úr fjallinu í vatnaleysingum. Hagar eru af skriðum og blástri spilltir, sérdeilis fjallhagarnir. Jörðin sýnist framvegis liggja undir stórum spjöllum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). – Miðmörk: …Högum hafa stórum spillt skriður úr fjallinu og liggja allt jafnt undir spjöllum, bæði af þeim og jarðföllum, sem fénaði er hætt fyrir. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). – Miðmörk: prestsetrið Miðmörk. ...segir prestur mikið af sér gengið af skriðum. (Johnsens Jarðatal, 1847). – Stóramörk: …Skóg á jörðin nú næsta gagnslítinn og til kolagjörðar ekki brúkandi nema með yfirlegu. Fyrrum var hann miklu betri. Hefur hann eyðst af skriðum og brúkun manna. …Engjar, sem verið hafa hefur Markarfljót mestallar aftekið. Högum spilla skriður úr fjallinu og blástur af moldarflögum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eyjafjallasveit 1709). Þórsmörk – Steinsholt: …Steinsholt og Stakkholt munu lengi verða til vitnis um berghrunið í Innstahausi í ársbyrjun 1967. Nokkur undanfarin ár var mikil bergsprunga uppi á hausnum, uppi yfir skriðjöklinum, á vitorði fjallmanna undir Vestur–Eyjafjöllum. Stórfelld leysing í janúar 1967 hefur sennilega átt þátt í að hleypa hinni geysimiklu bergfyllu af stað austan úr hausnum. Umfang hennar er talið hafa verið um 15 milljónir rúmmetra og hún bar með sér nokkrar milljónir rúmmetra af jökulís. Hræring sem skráðist á jarðskjálftamælinum á Kirkjubæjarklaustri 15 janúar gefur hlauptímann til kynna, 47 mín. og 55 sek. yfir 13. Samstundis að kalla hljóp fram dalinn undir Suðurhlíðum á Stakkholti ofsaleg hlaupalda vatns, lofts, íss og stórbjarga. Hæð fljóðöldunnar í dalnum var um 745 m yfir dalbotninum. Leið hennar lá áfram norður sundið milli Hoftorfu á Steinsholti og Réttarnefs á Stakkholti og norður í Markarfljótsdalinn, í átt til Þórólfsfells og síðan út dalinn með aðhaldi varnargarða. Stórbjörgin skildust frá hlaupinu á leið þess vestur og upp um Steinsholt og Stakkholt, en minjar þess má enn sjá drjúgan spöl uppi á Markarfljótsaurum í nánd við Lausöldu. Hlaupið æddi fram farveg Markarfljóts undir Markarfljótsbrúnni um kl 15.35 og hélt nærri að það næði upp í brúarbitana (Þórður Tómasson, Þórsmörk – land og saga, 1996).

22

Page 25: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Goðaland, Hestagötur: ...Hlíðin austan í Goðalandi, norður frá Stóra–Hruna og norður á hornið við Krossáraur, heitir Hestagötur. Þær horfa beint við til vesturs frá Múlatungum og Teigstungum. ...Á olnboganum þar sem hálendið beygir að Krossáraurum, norðan við Hestagötur, var áður gatklettur áþekkur hesti að sjá. Hann nefndist Hestur og gatið Hestgat. Sennilegast tengist örnefnið Hestagötur þessum hestakletti en ekki hestavegi eða hestagötum. Kletturinn mun hafa hrunið í jarðskjálftanum 1896 (Þórður Tómasson, Þórsmörk – land og saga, 1996). – Þuríðarstaðir: ...Sæmundur hefur að líkindum valið sama bæjarstæðið og byggt ofan á rústina, þó nú kunni fólk ekki að segja frá því að segja. Sá bær hefir þá verið miðbærinn í Þórsmörk (Húsadalur), því nokkru lengra fram með fljótinu hefir verið fremsti bærinn. Þar heitir á Þuríðarstöðum. Nafnið er órækur vottur þess, að þar hefir bær verið. En ekki er þar byggilegt nú á dögum. Það er í litlum króka, sem nú er ekki annað en moldarskriða. Rúst sést þar ekki, en hún kann að vera hulin skriðu. Þó er hitt líklegra að bærinn hafi staðið á undirlendi, sem fljótið hafi síðan farið yfir. (Brynjúlfur Jónsson, Rannsóknir í Rangárþingi sumarið 1893, Árbók Fornleifafélagsins, 1894). Fjallabaksleið – Streitugil á Fjallabaksleið: …Frá Mögugili er haldið áfram inn með Markarfljóti milli Litlu- og Stóru-Streitu. Streitugil allhrikaleg og stórbrotin. Auðséð er, að þar hefur áður verið fjölfarið, því að djúpar götur eða troðnar af hesthófum í móbergklappirnar. …Grjóthrun og vatnagangur hefur spillt veginum, en ekki þyrfti að kosta miklu til, svo þarna væri sæmilega fært (Árbók FÍ, 1960). Fljótshlíð – Fljótsdalur: …(1889) 15 nóv. urðu skemmdir miklar af skriðuhlaupum og árennsli á tún og engjar á eitthvað 9 jörðum í Fljótshlíð, einkum Eyvindarmúla, Múlakoti og Fljótsdal (Fréttir frá Íslandi 1889). – Innri Stekkjartún: …hefur heitið hjáleiga frá Fljótsdal, skammt frá bæum. …Verður ekki aftur byggð, því túnið er komið í jarðfall, þar til slægjur engar. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Fljótshlíð 1710). – Barkarstaðir: …Slægjum grandar mold og grjót úr fjallinu. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Fljótshlíð 1710). – Háimúli: …Túninu spilla skriður. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Fljótshlíð 1710). – Árkvörn/Árkvarnarkot: Túni og engjum þeim litlum, sem til eru, granda skriður. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Fljótshlíð 1710). – Eyvindarmúli: …Hætt er bænum, túni og engjum fyrir snjóflóðum, skriðum og jarðhlaupum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Fljótshlíð 1710).

23

Page 26: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Eyvindarmúli: …(1889) 15 nóv. urðu skemmdir miklar af skriðuhlaupum og árennsli á tún og engjar á eitthvað 9 jörðum í Fljótshlíð, einkum Eyvindarmúla, Múlakoti og Fljótsdal (Fréttir frá Íslandi 1889). – Dúðastaðir: …Hjáleiga frá Eyvindarmúla. …Slægjum spilla skriður úr fjallinu, hafa hér komið stór hlaup og bæinn einu sinni aldeilis aftekið. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Fljótshlíð 1710). – Sauðhústún …Hjáleiga frá Evindarmúla. …Túni og slægjum spillir ágangur úr fjallinu af vatni og skriðum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Fljótshlíð 1710). – Múlakot/Múlahjáleiga: …Á tún og engjar hrapar grjót, möl og skriður úr fjallinu og spillir stórlega slægjum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Fljótshlíð 1710). – Múlakot: …(1889) 15 nóv. urðu skemmdir miklar af skriðuhlaupum og árennsli á tún og engjar á eitthvað 9 jörðum í Fljótshlíð, einkum Eyvindarmúla, Múlakoti og Fljótsdal (Fréttir frá Íslandi 1889). – Hlíðarendi: …Engjaplássi er hætt við skriðum og ber á engjarnar sand, grjót, og leir, svo með stórum kostnaði þarf burt að koma og lagfæra. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Fljótshlíð 1710). – Hlíðarendakot/Hlíðarendahjáleiga: …Engjar liggja undir spjöllum eins og á heimajörðinni (Hlíðarenda, skriður o.fl.). (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Fljótshlíð 1710). – Nikuláshús: …Á túnið fýkur mold með sandi, líka spillir engjum grjót og skriður. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Fljótshlíð 1710). – Þverá: …Af túninu brýtur Þverá og ber þar á grjót og sand í ísaleysingum, líka tekur jakaferð þá grasrót í burt. Högum spillir blástur og skriður. Land jarðarinnar er lítið, og þar til að vísa þriðjungur þess kominn í hraun og hrjóstur. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Fljótshlíð 1710). – Vatnsdalur: …Á engjar hrynur grjót úr fjalli og foragast mjög. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Fljótshlíð 1710). – Vatnsdalur: …engjunum granda sums staðar skriður (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Breiðabólstaðarsókn, 1839). – Engidalur: …hjáleiga frá Vatnsdal. …Eyðilagðist hér um fyrir 40 árum. Menn meina vegna aðþrengingar hagabeitar. Kann ekki aftur uppbyggjast vegna grjóts og sands, sem á er fallið slægjur og annað landsplássið (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Fljótshlíð 1710). – Flókastaðir: …Á túnið tekur til að falla grjót. Líka ber Flókastaðaá á engjarnar grjót og möl. Engjunum spillir og annarsstaðar grjótságangur úr fjallinu. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Fljótshlíð 1710).

24

Page 27: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Núpur: …Túninu grandar grjót og aur, sem rennur úr fjallinu í vatnaleysingum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Fljótshlíð 1710). – Núpur: ...Í fjallinu, austan og ofan við bæinn (Núpar I), er mjög stór hellir, mun hann vera með stærstu hellum á Suðurlandi. Í jarðskjálftanum 1896 féll mikið bjarg í hellismunnann og einnig þá fór hellirinn að leka (Oddgeir Guðjónsson o.fl. (ritstj.), Sunnlenskar byggðir IV, 1982). Hvolhreppur – Miðhús: …Hætt er túni fyrir skriðum úr fjallinu. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Hvolhreppur 1709). – Efrihvoll: …Hætt er túninu að vestan fyrir áfalli af mold og möl úr fjallinu, líka spillir túni fram undan bænum, aur og mold. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Hvolhreppur 1709). – Þórunúpar: …Högum jarðarinnar grandar blástur, jarðföll og skriður. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Hvolhreppur 1709). – Markaskarð: …Túninu spillir aur og grjót, sem úr fjallinu kemur í leysingum, engjum í sama máta, högum vatnsrásir, sem orsaka jarðföll, svo og grandar högum blástur og moldarflög, er árlega aukast. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Hvolhreppur 1709). –Argilsstaðir: …Túninu spilla skriður og jarðföll, á engjar ber aur og grjót, högum granda skriður úr fjallinu og forargast fjallendið af blæstri. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Hvolhreppur 1709). Rangárvellir – Minnahof: …Engjaslægjum spilla skriður af grjóti og blásturs sandur. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Rangárvellir 1709). – Stokkalækur: …Túninu grandar blástur, sandur og skriður í leysingum og hefur um manna minni, jafnvel næstu 20 ár, tekið af því fjórða part. Beitarlandinu spillir líka blástur og sandur. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Rangárvellir 1709). – Kirkjubær, Þingskálar: ...fór ég fyrst upp að Kirkjubæ og þaðan upp að Þingskálum. Þangað er langur vegur. Þingskálar standa fyrir austan vestari Rangá, langt upp í héraði, um 4 mílur vestur frá Heklu. ..1811 var byggður þar bær uppi í brekkunni ofan við búðina og sjálfsagt ofan á nokkrar þeirra. Þessi bær er nú samt komin í eyði af sandfoki. Hann er byggður í Víkingslækjarlandi, sem nú er löngu í eyði. Þingið í landi þess bæjar. Fyrir sunnan búðirnar hefir brotist fram ákaflega mikið jarðfall og niður í á. Þar voru áður sléttir vellir allt að búðunum. Getur verið, að hér hafi verið eitthvað af búðum, þar sem jarðfallið er. (Sigurður Vigfússon, Rannsóknir

25

Page 28: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

sögustaða, sem gerðar voru 1883 um Rangárvöllu og þar í grennd, einkanlega í samráði við Njáls sögu, Árbók Fornleifafélagsins, 1888–1892). – Hrólfstaðahellir: (Suðurlandsskjálfti 1896) ...á Hrólfstaðahelli komu miklar sprungur í jörðu og ein þeirra klauf grundvöll bæjarins, þar voru tveir hellar og gengu sprungurnar í þá og brotnuðu þar niður stór björg, svo ekkert sést að ráði inn í hellana. ...var ekki hægt að komast í hellana því óviðráðanleg stórbjörg höfðu hrapað niður og stóðu fyrir. (Þorvaldur Thoroddsen, Jarðskjálftar á Suðurlandi, 1899). Land – Selsund: ...Allir þessir lækir sameinast Selsundslæk. Við Tjörnina og suður með henni eru lágir hólar og gjár. Þeir mynduðust í jarðskjálftanum 1912. Tjörnin tók miklum breytingum og þá hljóp líka fylla úr hraunbrúninni norðan hennar og kastaðist fram á undirlendið (Árbók FÍ, 1995). – Bjólfell: ...Norðan við túnið í Haukadal er Bjalli, dálítill móbergshóll við rætur Bjólfells. Innan við hann er Stóristeinn á mörkum Haukadals og Næfurholts. Þetta er laus klettur úr móbergi sem ber af öllum öðrum björgum á þessum slóðum fyrir stærðarsakir. Samkvæmt lauslegu máli er hann um 600 rúmmetrar eða 1200 tonn að þyngd og hefur vafalaust hrapað úr hlíðum Bjólfells í jarðskjálfta endur fyrir löngu (Árbók FÍ, 1995). – Næfurholt: …Jarðskjálftinn 6. maí 1912. …en hvergi fór eins hörmulega og í Næfurholti. Eitt barn beið bana, en hitt fólkið bjargaðist nauðlega úr rústunum, sumt stórslasað. Kýrnar í fjósinu meiddust allar illa og ein drapst. Stórgrýti hrundi úr hálsinum niður á tún, og munaði minnstu, að það lenti á bænum. Eftir þetta var bærinn fluttur út yfir lækinn, þar sem hann stendur nú (Árbók FÍ, 1945). – Næfurholt: ...Þá gengu jarðskjálftarnir miklu yfir Suðurland (1912) og voru snarpastir við Heklu. ...Stórgrýti hrundi úr Hálsinum og niður á tún og munaði minnstu að það lenti á húsunum. Eftir þetta var Næfurholt flutt vestur yfir lækinn þar sem það stendur nú. Enn mótar vel fyrir tóftum bæjarins og í túninu þar hjá er stórt móbergsbjarg sem þangað skoppaði hinn örlagaþrungna vormorgun 1912 (Árbók FÍ, 1995). – Skarð: …Túni grandar mold og grjót, sem rennur úr fjallinu í snjóaleysingum og vatnagangi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Landmannahreppur 1709). – Skarðsfjall: (Suðurlandsskjálfti 1896): …Skarðsfjall þoldi ekki hreyfinguna, og auk þess sem blágrýtisbjörgin sprungu í sundur og hrundu í feikna stórum molum niður á sléttlendið, dustaði fjallið utan af sér hinar fögru grasi grónu hlíðar, er lágu með líðandi halla upp á brún þess. Þessar feikna þykku grashlíðar höfðu runnið líkt og þykkar flögur niður á sléttar grundir og námu ekki staðar fyrr en rúmum 100 föðmum eftir að þær komu niður á jafnsléttu (Sr. Ólafur Ólafsson, Jarðskjálftarnir á Suðurlandi 1896, Sunnlenskir sagnaþættir, 1981).

26

Page 29: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Skarðsfjall: (Suðurlandsskjálfti 1896): ...þá dundi jarðskjálftinn yfir alt í einu fyrirvararlaust kl. 9, 50 (um kvöldið). ...Suðurlandsundirlendið hristist allt. ...Eyjólfur bóndi Guðmundsson í Hvammi lýsir jarðskjálftanum 26. ágúst á þessa leið: „ ... Skarðsfjall, sem stendur hér skammt austan bæinn, hafði ekki þolað slíka hreyfingu, og auk þess sem blágrýtisbjörgin sprungu í sundur og hrundu í feiknastórum molum niður á sléttlendið, dustaði fjallið utan af sér hinar fögru, grasgrónu hlíðar, er lágu með líðandi halla upp á brún þess; þessar feiknaþykku grashlíðar, sem flestar voru engjar hér frá Hvammi, og ein frá næsta bæ (Hellum), höfðu runnið líkt og þykkur lögur væri niður á sléttar grundir, sem liggja með fjallinu sunnar og ekki numið staðar fyrr en rúmum 100 föðmum eftir að þær komu niður á jafnsléttu. ...þetta jarðumrót er á 7 stöðum, hér frá Hvammstúnum og suður að næsta bæ, Hellum, sem eru tún og engjar, hér um bil 1/6 danskrar mílu á lengd af sléttum grundum hér með fjallinu og eru 2 af þessum jarðhlaupum víst rúmir 100 faðmar á hvern veg, en brúnin þar sem þau hafa numið staðar niður á grundunum er hér um bil 15 álnir á þykkt, en sumstaðar eru þau miklu þykkri. Um kvöldið hér um bil í hálfdimmu lét ég reka hross og fé mitt og sambýlismanns míns Jóns Gunnarssonar, af plássi því, sem annað þetta stóra hlaup lagðist yfir, og get ég því til, að það hafi ekki nú í svip gjört annað tjón en leggjast yfir talsverðan part af túni hans og eitt lambhús, hvarf það algjörlega undir hlaupið, sem hafði numið staðar örskammt frá hinum gjörfallna bæ hans”. ...varð Skarðsfjall fyrir miklu jarðhnjaski af landskjálftanum, fjallið klofnaði alt og sprakk og 13 skriður féllu úr því að vestanverðu, fjallið hristi sig einsog hundur nýkominn af sundi og grasvegurinn losnaði víða frá klöppinni og seig niður á láglendi. Skarðsfjall var þeim megin víðast grasi vaxið upp á brúnir og jarðvegur þykkur ofan á móberginu, sem er aðalefni fjallsins. ...Sama dag var hey hirt af engjum á flötunum með hlíðinni fyrir sunnan Hvamm og var nýbúið að koma heim heyi af bletti í fjallskrika þeim, þar sem stærsta skriðan féll.(eftir skýrslu Brynjólfs Jónssonar frá Minna–Núpi). (Þorvaldur Thoroddsen, Jarðskjálftar á Suðurlandi, 1899). – Skarðsfjall: ...(Suðurlandsskjálftar 1896): Ekkert fjall á jarðskjálftasvæðinu varð fyrir jafnmiklu harðhnjaski einsog Skarðsfjall á Landi og höfum vér fyrr getið dálítið um skriður þær og jarðhlaup, er úr því runnu. Skarðsfjall er úr móbergi og hér um bil 724 fet á hæð yfir sléttlendið þar í kring. Utan á fjallinu upp undir brúnir hefir víðast verið þykkur jarðvegur grasi vaxinn, sem legið hefur einsog kápa utan á berginu. Við jarðskjálftann losnaði alstaðar um jarðveg þenna, svo hann sprakk frá grundvelli, en rann þó ekki niður nema sumstaðar. Jarðhlaup þessi urðu langmest vestan í fjallinu, á 13 stöðum, og stærst nærri Hvammi. Þeim megin í fjallinu skín í mörg rauð flög, en grænar brekkur á milli. Sum flögin eru gömul, en flest mynduðust í hinum seinustu jarðskjálftum; hin nýju flög eru þegar í fjarska auðkennileg á því, að stórar hrúgur af graskekkjum liggja fyrir neðan þau á flatlendi. Hinn 17. júlí 1897 gekk ég upp á Skarðsfjall frá Gamla Skarði til þess að skoða þar vegsummerkin: þar hafa tvö hlaup komið niður. ...upp í Skarðsfjalli, hér um bil 300 fetum ofar en láglendið, er dalverpi grasi vaxið, sem gengur eftir endilöngu fjallinu og oftast til vesturs niður á móts við Hvamm. ...úr hlíðum dalverpisins hefir jarðvegur víða hlaupið fram, þar hafa 3 stórskriður fallið og margar smærri. ...langmestan skaða gjörðu jarðhlaupin úr hlíðunum hjá Hvammi og hefir þeim áður verið lýst. Moldar- og grashnausakökurnar, sem liggja á túni og engjum á Hvammi voru nú orðnar þriðjungi lægri en í fyrra. ...sú skriða, sem fallið hefir á túnið í Hvammi, hefir skilið eftir djúpa skál gígmyndaða í

27

Page 30: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

hlíðinni; þar sem hinar skriðurnar féllu niður hefir jarðvegur aðeins flagnað af. (Þorvaldur Thoroddsen, Jarðskjálftar á Suðurlandi, 1899). – Hátún: …Túninu grandar grjót og aur úr fjallinu. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Landmannahreppur 1709). – Hátún: …Á hana (jörðina) gengur sandur og skriður vilja hlaupa á túnið úr fjallinu í leysingum (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Landsþing, 1841). – Hvammur: …Fjallhögum spilla gil og jarðföll. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Landmannahreppur 1709). – Hellar: …Túni og slægjum í fjallinu spilla skriður, sem í leysingum falla á með grjóti, sandi og mold og með erfiðismunum verður í burt að koma. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Landmannahreppur 1709). – Hjallanes: …Á túnið rennur mold og aur í vatnaleysingum. Landinu spilla skriður og jarðföll. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Landmannahreppur 1709). Holt – Krókur: ...(Suðurlandsskjálftar 1896): ...nærri Þjórsá fyrir ofan Krók í Holtum undir Króksborgarholti hefir mikið jarðrask orðið. Þar hefir geysistór jarðvegstorfa losnað frá berginu og sigið niður þó hallinn sé lítill (1-2°), neðst hefir jarðvegur torfu þessarar bögglast saman í öldur (Þorvaldur Thoroddsen, Jarðskjálftar á Suðurlandi, 1899). Landmannaafréttur – Valahnjúkar á Landmannaleið: …Þegar komið er upp á Klofninga, dregur úr brattanum. Sveigir nú leiðin upp að Valahnjúkum og síðan með fram þeim. Litlu síðar ber okkur að úfnu hrauni, sem fallið hefir fast að hnjúkunum. Gata hefur verið rudd með fram hraunröndinni, en fremur ógreið vegna niðurhruns úr hnjúkunum, og á einum stað hefur orðið að leggja hana upp í litla klauf á bak við hamar, sem stendur fram í hraunið. Þetta hraun heitir Nýjahraun og rann árið 1878 (Árbók FÍ, 1933). – Sauðleysur á Landmannaleið: …en síðan upp hlíðina á Sauðleysum. Þar er stirður vegur vegna vatnsgrófa og stórgrýtis sem hrunið hefur úr fellunum (Árbók FÍ, 1933).

28

Page 31: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

Árnessýsla Flói – Oddgeirshólar: …Túninu grandar grjóthrun úr klettum fyrir ofan völlinn. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Hraungerðishreppur 1709). Villingaholtshreppur – Þjótandi, Egilsstaðir: ...(Suðurlandsskjálftar 1896): Úr klettunum fram með Þjórsá milli Þjótanda og Egilstaða féllu víða björg í ána, sumstaðar sprungu þau frá, en héngu uppi, og víða komu sprungur nokkrar í klettana bæði nærri brúnni og annarsstaðar (Þorvaldur Thoroddsen, Jarðskjálftar á Suðurlandi, 1899). – Þjótandi, Egilsstaðir: …Suðurlandsskjálftar (1896) …Við Þjórsárbrúna hrundi klöpp rétt í námunda við annan akkerisstöpulinn, en hvorki sakaði hann né brúna sjálfa (Fréttir frá Íslandi 1896). Skeið – Framnes: …Kostir og ókostir sem segir um heimajörðina Fjall, nema hér spillast engjar af skriðum úr fjalli og túninu grandar hér ekki landbrot. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Skeiðahreppur 1709). – Birnustaðir: …Engjar, sem verið hafa, eru nærri því allar eyðilagðar fyrir smálækjum úr fjallinu, sem borið hafa á þær sand, möl og grjót. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Skeiðahreppur 1709). – Vörðufell: ...Jarðskjálftinn 14. ágúst 1784 varð harðastur í uppsveitum Suðurlands, Biskupstungum, Holtum og Hreppum. ...Fjöllin hristu sig, eins og hundar komnir af sundi, svo að skriður og moldarmekkir þeyttust niður hlíðarnar. Sem dæmi má nefna það, að 36 skriður féllu fram í vestanverðu Vörðufelli á Skeiðum.(Pálmi Hannesson, Landið okkar, 1957). – Vörðufell: ...hinn 14 og 16 ágúst 1784 ...jarðskjálftar þessir voru harðastir í Árnessýslu og Rangárvallasýslu, þó einkum í Árnessýslu; menn fundu og allharða kippi um allan suðvesturhluta landsins og nokkrar hreyfingar í fjarlægum héruðum. ...jarðrask varð mikið við jarðskjálfta þessa, fjöllin léku á reiðiskjálfi og ótal skriður og björg hrundu niður á undirlendi; hinn 14. ágúst féllu 36 skriður úr vestanverðu Vörðufelli milli Hurðarbaks og Framness. Jarðvegur í hlíðum losnaði víða utan af berginu og rann ofan á láglendi., svo berir klettar urðu eftir, en mold, aur og sandur sem niður féll, spillti undirlendinu, lá þar í hrönnum og varð síðar að þúfum; haustrigningar og stormar fluttu aur og sand úr skriðuflögunum á graslendi og skemmdi það. Víða sprungu björg úr klettum og duttu niður á láglendi. (Þorvaldur Thoroddsen, Jarðskjálftar á Suðurlandi, 1899).

29

Page 32: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Vörðufell ...(Suðurlandsskjálftar 1896): en aftur féll ...og nokkuð úr Vörðufelli en þó ekkert líkt því sem varð 1784 (Þorvaldur Thoroddsen, Jarðskjálftar á Suðurlandi, 1899). – Álfsstaðir: …Engjar eru að mestu eyðilagðar fyrir grjóthruni og skriðum úr Vörðufelli. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Skeiðahreppur 1709). Gnúpverjahreppur – Þrándarholt: …Úthögum granda skriður og jarðföll, svo fyrir því þarf ábúandi í ár að þiggja haga af nábúum sínum, en geldur ei vissan toll fyrir. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eystri Hreppur 1709). – Miðhús: Túninu granda skriður og jarðföll til stórskaða. Úthögum spilla Þjórsá og Kálfá með landbroti og svo skriða og jarðföll. …Ekki sýnist bænum óhætt fyrir jarðföllum úr einni snarbrattri hlíð fyrir ofan túnið, hefur þó ekki á því mein orðið hingað til. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eystri Hreppur 1709). – Skaftholt: …Enginu granda jarðföll úr brattlendi til stórskaða, sem árlega fer í vöxt. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eystri Hreppur 1709). – Stóri–Núpur: …Túninu grandar vatn úr brattlendi og sumpart sandfok, svo og vatnsuppgangur, sem étur úr rótina. Enginu granda og smálækir úr brattlendi, bera á það grjót, sand, leir og vatn, sem fordjarfa rótina. Allt þetta til stórskaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eystri Hreppur 1709). – Stóri–Núpur: ...Vallendisslægjur utan túns, liggja undir skemmdum af sandfoki og skriðum. (Johnsens Jarðatal, 1847). – Minni–Núpur: …Túnið spillist hér af jarðfallsskriðu, sem af því hefur tekið mikinn part, en hinn partur túnsins fordjarfast af vatni, sem étur úr rótina, svo og af sandfoki. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eystri Hreppur 1709). – Minninúpur, Stórinúpur: ...(Suðurlandsskjálftar 1896): Í Hreppum féllu víða steinar úr fjöllum 26. ágúst, t.d. við Minninúp og tveir stórir klettar duttu við einhvern minni kipp milli 27. ágúst og 10. september, niður í Brunnagil fyrir ofan bæinn á Stóranúpi (Þorvaldur Thoroddsen, Jarðskjálftar á Suðurlandi, 1899). – Fossnes: …Engið er að mestu eyðilagt fyrir sama sandi (aska úr Heklu), svo og lækjum og jarðföllum úr brattlendi, sem ber á það grjót og sand jafnlega. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eystri Hreppur 1709). – Hagi: …að sunnaverðu er fjallið (Hagafjall) með grasivöxnum brekkum, sem árlega mæta áföllum af skriðuhlaupum og vikurfoki. Sumar af þessum brekkum, einkum þær er liggja á milli áðurnefndra höfða (Gaukshöfði, Bringa) og heita Steinkerabrekkur, voru seint á 18du öldinni skógivaxnar, en eru nú gjöreyddar af skriðum, sem hafa umrótað öllum jarðsverði og varpað heilum torfum ofan í á (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Stóranúpssókn, 1841).

30

Page 33: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Lýknýjarbrekkur í Hagafjalli: ...Þá fann hann auða jörð í brekkunum suðaustan í Hagafjalli framarlega. Þær kallaði hann Líknarbrekkur. Þá sást hvergi steinn nema gnípa ein efst á brekkunum. …Nú eru hamrar fyrir ofan brekkurnar, þó ekki mjög brattir, en gnípan skagar fram úr alþakin litunarmosa. Hún er nú kölluð Lýkný og brekkurnar Lýknýjarbrekkur. Um vorið færði Þorbjörn bú sitt þangað, og kallaði bæ sinn Haga, segja munnmælin. ...Á flötunum undir brekkunum, lítið vestar en beint niður undan Lýkný, er rúst sem ætla má að sé af bæ Þorbjarnar. Auðsjáanlega er það bæjarrúst og hefir hér um bil sömu lögun sem aðrar rústir í Þjórsárdal. Skriða hefur runnið ofan úr gilinu vestan Lýkný, niður um grundina og fram á bæinn. Undan þessum ágangi mun bærinn Hagi hafa verið færður, þangað sem hann nú er (Árbók FÍ 1996). – Ásólfsstaðir: …Túninu grandar aur og grjót úr brattlendi í leysingum, svo og sandfok ut supra á Haga. Engjar eru öngvar nema lítið í vallendismóum og einu mýrarsundi, sem mjög spilist af skriðum og grjóti úr brattlendi, og svo af stórfelldum átroðningi þeirra manna er brúka skóginn í almenningi og æja hér hestum sínum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eystri Hreppur 1709). – Skriðufell: …Túninu granda skriður og jarðföll úr brattlendi, og svo sandfjúk og vikur til stórskaða og eyðileggingar. Engjar eru að kalla eyðilagðar fyrir skriðum og sandfoki. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eystri Hreppur 1709). – Skriðufell: …Austur af Skriðufelli kemur annað fjall, sem heitir Dímon. …til skamms tíma hefir þar líka verið kalskógur, sem nú er gjöreyddur af skriðum og grjóthruni (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Stóranúpssókn, 1841). – Fossárdalur: …Fossárdalur er eiginlega botn Þjórsárdals er gengur til norðuráttar inn með Fossöldu suðaustan megin. Er hún þar brött og með hömrum. Innst í dalnum hafa þeir þó hrunið ofan. Heitir þar Hrun (oft ranglega nefnt „Hraun”). (Brynjúlfur Jónsson, frá Minna–Núpi, Um Þjórsárdal, Árbók Fornleifafélagsins, 1884–1885). – Hamarsheiði: …Túninu grandar vatn úr brattlendi, sem grefur sig undir túnið og gjörir stór jarðföll. Enginu granda skriður úr brattlendi með aur og grjóti, og stórkostleg jarðföll, þetta til stórskaða og eyðileggingar. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eystri Hreppur 1709). – Ásar: …Túnið blæs upp af stórviðrum. Engjunum grandar Kiljá með landbroti að neðan, en skriður að ofan. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eystri Hreppur 1709). – Mástunga/Stóru–Mástungur: …Engjunum grandar aur, sandur og grjót úr brattlendi í vatnagangi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eystri Hreppur 1709). – Hamrar: …Engjunum granda skriður og grjót úr brattlendi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eystri Hreppur 1709). – Geldingaholt: …Engjunum granda gil tvö, sem gjöra landbrot, svo og skriður úr brattlendi, og nokkur partur engisins blæs upp í grasleysuflög. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eystri Hreppur 1709).

31

Page 34: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Hlíð: …Túninu granda leirskriður úr brattlendi og bæjarlækurinn með stórkostlegu landbroti. Engjunum grandar Laxá með grjótsáburði og svo bæjarlækurinn og skriður úr fjalli, sem bera grjót og sand á engið til stórskaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eystri Hreppur 1709). – Hlíð: …samt mætir hún töluverðum skemmdum og grjóthruni úr fjallinu ofan á engið, sem fyrir löngu er aftekið (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Stóranúpssókn, 1841). – Hlíðargerði: …Hjáleiga upphaflega frá Hlíð. …Kostir allir og ókostir sem segir um heimajörðina, nema túninu grandar hér ekkert. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eystri Hreppur 1709). Hrunamannahreppur – Hrunamannahreppur (alm.): …(breyting á landslagi) ekki önnur en sú almenna, að lönd hafa gengið af sér af blæstri og fjallskriðum, og skógar sem líklegt sýnist hér hvarvetna hér hafi verið, sjást hér ekki framar. …(breytingar á landslagi): Sóknirnar einkum Tungufellssóknin eru auðsjáanlega stórmikið af sér gengnar af skriðum og blástrum. …Flestar sóknanna jarðir ganga árlega töluvert af sér af skriðum, árflóðum og blástrum, einkum þær sem liggja til fjalla (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Hrepphólasókn, 1840). – Hrepphólar: …Jarðskjálftarnir hófust kl hálfellefu um kvöldið hinn 26. ágúst (1896). …Það brakaði og brast í hverju bandi í bústofunni og yfir okkur var að heyra ógurlega skruðninga, það var helluþakið sem svarfaðist niður á báða bóga. Svo kom bjartir glampar og við héldum að eldgos væri byrjað, en eldglæringarnar voru af grjóthruni í felli hjá Hrepphólum. Þar hrundi niður stærðar fylla og sér þess enn merki. (Árni Óla, Bjarni Jónsson frá Galtarfelli, Heima er best, 1960). – Núpstún: …litlu framar með sama fjalli (Galtafelli). Mætir skriðuáföllum á tún og haga (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Hrepphólasókn, 1840). – Galtafell: …Túnið spillist af læk, sem ber þar upp á grjót og sand. Engjar spillast á sama máta. Landinu spilla skriður og uppblástur. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Ytri Hreppur 1709). – Galtafell: …en hagar hennar liggja undir áföllum af skriðum og blástri, stendur undir samnefndu fjalli vestanvert (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Hrepphólasókn, 1840). – Móakot: …hjáleiga frá Galtafelli. …Sami skaði er á kotinu sem heimajörðinni (Galtafelli). (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Ytri Hreppur 1709). – Gata: …hjáleiga frá Miðfelli. …Á túnið ber grjót og aur þess á milli úr tveimur lækjum. Engjar spillast og af Miðfellsgili. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Ytri Hreppur 1709).

32

Page 35: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Skriða: …Hét önnur hjáleiga hjá Sólheimum fyrir löngu byggð í fyrstu, en hefur nú meir en 40 ár í eyði legið. Skriða hefur smámsaman fallið á túnstæðið, svo það er nú öldungis undirlagt ásamt húsatóftunum sjálfum, svo að hér er ómögulegt aftur að byggja, var og byggðin aldrei sérleg. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Ytri Hreppur 1709). – Laxárdalur: …Útheys slægjur minka ár frá ári sökum skriðna, er jafnlega falla á þar sem engjar hafa fyrrum verið. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Ytri Hreppur 1709). – Hruni: ...Það er notaleg jörð að högum og engjum, eru þó engi og hagar mjög af sér gengnir, vegna skriðu og landbrots. (Johnsens Jarðatal, 1847). – Hrunakrókur: ...Hrunakrókur er eyðibýli austur undir Stóru Laxá, um 4 km innan við Kaldbak, sem nú er efsti bær í Hrunamannahreppi austanverðum. ...Forni Hruni, sem nú er kallaður Hrunakrókur. ...Bærinn í Hruna stendur undir samnefndri hæð, ekki allhárri. Brekkurnar eru að mestu grasi grónar og ekkert hrun sem skýrt gæti nafnið. Við Hrunakrók er einnig hæð sem heitir Hruni. Þar eru stuðlabergshamrar sem mikið grjót hefur hrunið úr og hrynur enn. Þar á nafnið því vel við. Líklegt má telja að hæðin ofan við bæinn í Hruna dragi nafn af bænum og það sé ekki upprunalegt á þeim stað. (Sigurjón Helgason, Fornbýli við Hrunakrók og sögnin um forna Hruna, Árnesingur, 1990). – Jata: …Engjar stórum fordjarfaðar af lækjum, sem á bera aur og grjót, skriðum og jarðföllum, og þetta í miðaldra manna minni, svo að þær eru svo að segja burt, og ekki til stórs heyskapar að telja nema á túninu. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Ytri Hreppur 1709). Afréttir Gnúpverja, Hrunamanna og Biskupstungna. – Hofsjökull: …grasbrekkur nokkrar finnast framan í Arnarfelli. Þar óx áður hvönn og rót, sem nú er farinn að eyðast af skriðum (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Stóranúpssókn, 1841). – Kerlingarfjöll: …Skessujökull er mjög í rénun og lítið sprunginn. Mikið af grjóti hefur hrunið niður á hann úr skriðum Eyvindar og Höllu (Árbók FÍ, 1942). – Hrútfell, Leggjabrjótur: …gönguleið á Hrútfell frá austurenda vatnsins nafnlausa. Farið er upp skriðuna, sem er sögð nokkuð brött og laus. …enda er í lýsingu Péturs getið um hættu á grjóthruni. …leið er vestur með Hrútfelli greið að sunnan, yfir nokkra skorninga og lítil gil þar til komið er vestur að horni Leggjabrjóts. Þar taka við sléttir melar með nokkrum stórum staksteinum sem hrunið hafa úr fjallinu. (Árbók FÍ, 2001). – Brekknafjöll við Eystri-Hagafellsjökul: ...Rétt er að líta ögn betur á Brekknafjöllin áður en lengra er haldið. …Mosaskarðsfjall er 593 m yfir sjó, Fagradalsfjall 614 m og sjálf Brekknafjöllin 631 m. …Fagradalsfjall er nefnt eftir djúpri og sendinni hvilft, sem skerst inn í fjallið framanvert og er öfugmæli að kenna hana við fegurð. Hér ríkja enn meiri andstæður milli suður- og norðurhlíðar en á

33

Page 36: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

Mosaskarðsfjalli. Suður hlíðarnar allar götur inn í Buðlungabrekkur eru víða hlýlegar og grösugar, en norðanmegin sést afar vel, að þessi fjöll hafa oftar en einu sinni fengið á sig kalt faðmlag jökulsins. Þarna eru hlíðarnar nakið berg, nagað af jökli, og þær eru afar dökkleitar og gróðursnauðar. Nokkur hætta er þar á grjóthruni og sumarið 1996 höfðu björg fallið fram á sléttlendið norðanmegin, sem ekki voru þar árinu áður (Árbók FÍ, 1998). Biskupstungur – Biskupstungur (alm.): …(breytingar á landslagi): Ei verður tilgreint, hversu mikið jörð í téðu prestakalli hefur aftur farið síðan í fornöld, nema hvað eftir líkindum, að heldur fari hnignandi vegna fjalla uppblásturs, þó víða séu fjöll meir skriðuhlaupin og uppblásin en hér (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Miðdals– og Úthlíðarsóknir, 1840). – Fell: …Á túnið hrynur þess á milli grjót úr fjallinu. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Biskupstungur 1709). Haukadalur – Helludalur: …Skriður falla hér á landið og gjöra skaða. Engjarnar eru þar af spilltar. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Biskupstungur 1709). – Helludalur: …Fyrir kemur að skriðuföll úr fjallshlíðinni valda skaða á gróðri og girðingum (Oddgeir Guðjónsson o.fl. (ritstj.), Sunnlenskar byggðir I, 1980). – Laugartorfa: ...Milli Helludals og Neðradals (Neðra – Haukadal) í Biskupstungum heitir á einum stað Laugartorfa milli gilja tveggja austanundir fjallinu. Hún er vaxin hrísi, og er það að aukast. Þar eru rústir neðst í torfunni, auðsjáanlega af fornum þingstað. ...Búðartóftir sjást þar nokkrar, fyrir víst 12 eða 13 og geta vel verið fleiri, því illt er að sjá þær, einkum síðan hrísið fór að aukast. Svo hefir og gilið, sem öðrum megin er, bæði brotið af torfunni og líka borið á skriðu yfir hana neðan til, og er bágt að segja hve margar búðartóftir það kann að hafa eyðilagt. (Brynjúlfur Jónsson, Rannsóknir í ofanverðu Árness þingi sumarið 1893, Árbók Fornleifafélagsins, 1894). – Neðri–Dalur: Landskuld í C xx álnir,fyrrum var í ij C. Á síðustu árum Magister Þórðar féll stór skriða á tún og engjar jarðarinnar og var þá aftur færð landskuldin um xl álnir …skriður spilla landinu, og hafa skemmt tún og engjar, sem áður er sagt. …bærinn hefur og færður verið vegna skriðu, sem féll. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Biskupstungur 1709). Laugardalur – Snorrastaðir: …Hætt er högunum fyrir skriðu, og hefur það kvikfé til meins orðið. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Grímsnes 1708).

34

Page 37: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Laugarvatn: Skógur og hagar hafa spillst af skriðum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Grímsnes 1708). Grímsnes – Grímsnes (alm.): …Enginn landkostur fylgir sérlegur neinni jörðunni, og engin svo mjög undir áföllum af skriðum, svo sem þeir er standa við Mosfellsfjall (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Mosfellssókn, 1840). – Sel: …Túninu grandar fjallskriður og jarðföll. Enginu spillir Brúará með grjótáburði. Ekki er hér óhætt fyrir snjóflóðum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Grímsnes 1708). – Mosfell (fjallið): ...(Suðurlandsskjálftar 1896): Úr Mosfelli í Grímsnesi féllu engar skriður, sem teljandi voru (Þorvaldur Thoroddsen, Jarðskjálftar á Suðurlandi, 1899). – Mosfell: ...Prestsetrið er slægjujörð góð að túni og engjum, en túninu er hætt við skriðum úr Mosfelli. (Johnsens Jarðatal, 1847). – Stóra–Mosfell: …Túnum og engjum granda leirskriður úr fjalli og jarðföll, sem árlega vaxa. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Grímsnes 1708). – Minna–Mosfell: …Túninu er hætt fyrir fjallskriðu, og hefur hún í voru minni að skaða orðið. Engi má varla telja, en það sem er, spillist af læk þeim, sem menn kalla Mosfellsgil. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Grímsnes 1708). – Bjarnastaðir: …Enginu grandar grjótskriða úr lækjargili því, sem heitir Þórustaðagil. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Grímsnes 1708). – Hestfjall: ...(Suðurlandsskjálftar 1896): en aftur féll mjög mikið stórgrýti úr Hestfjalli (Þorvaldur Thoroddsen, Jarðskjálftar á Suðurlandi, 1899). – Hæðarendi: …Túninu grandar skriða. Engið liggur undir beit og fordjarfast af leir, grjóts– og sandskriðum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Grímsnes 1708). – Kiðaberg: …Túninu grandar grjót, sem fellur úr bergi þvi, er bærinn stendur undir, item leir úr þvergili, og er erfitt hveru þessu að afvenda. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Grímsnes 1708). – Búrfell: …Túninu og enginu granda fjallskriður til stórskaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Grímsnes 1708). – Ásgarður: …Túnið spilllist af skriðum úr brattlendi með leir og grjóti til stórskaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Grímsnes 1708). – Syðri–Brú: …Engjar öngvar, nema þar sem hent verður í hagmýrum og spillast mjög af fjallskriðum með aur og grjóti. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Grímsnes 1708).

35

Page 38: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Efri–Brú: …Engjar eru litlar og spillast stórlega af grjóti og leir úr brattlendi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Grímsnes 1708). – Kaldárhöfði: …Leigukúgildi nú iiii hafa fyrir 10 árum verið V, því lækkað, að jörðin spilltist af skriðum. …Túnið spillist af skriðum úr brattlendi. Engjar má öngvar telja, nema hvað hent verður í vallendisbrekkum og spillist þá af leirskriðum og grjóti. Hætt er fyrir snjóflóðum bæði í túni og húsum, og hefur það innan 20 ára tekið fjósin. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Grímsnes 1708). Þingvallasveit – Miðfell: …Engjar sem jörðuni hafa eignaður verið lágu með einni fjallshlíð, en eru nú öldungis af fyrir skriðum og grjóthruni úr fjallinu svo og líka fyrir jarðhlaupum og moldflögum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Þingvallasveit 1711). – Miðfell: …Heyskaparlítið og skriðuhætt (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Þingvalla– og Úlfljótsvatnssóknir, 1840). –Mjóafell: …(við Hoffmannaflöt á leið til Hlöðuvalla) Inn með Mjóafelli er farið milli hrauns og hlíða. Götuslóðar eru þar og sæmilega greiðfært og væri þó miklu betur, ef ekki væru hvarvetna með veginum björg og stórgrýti sem hrapað hefir úr fjallinu í jarðskjálftum (Árbók FÍ, 1930). – Almannagjá: ...miklir jarðskjálftar í Árnessýslu og víðar um suðvesturlandið 1789. ...Landskjálftarnir byrjuðu 10.júní. ...þá hrundu og margir klettar í Almannagjá og víðar. (Þorvaldur Thoroddsen, Jarðskjálftar á Suðurlandi, 1899). – Heiðarbær: …Heyskapur nægur, en sumur skriðuhættur og sumur langt í burtu (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Þingvalla– og Úlfljótsvatnssóknir, 1840). Grafningur – Vatnsbrekka: ...Setbergsbalar heita upp undirhlíðinni, þar sem undirlendið er farið að breikka, og eru kenndir við klett einn í hlíðinni þar upp undan, er Setberg heitir. …Þykir mér því fremur ólíklegt, að hér sé um tvær aðskildar jarðir að ræða, heldur sé allt sama jörðin, Steinröðarstaðir.Hafi þar snemma verið tvíbýli og annar bærinn settur uppi á Setbergsbölum. Sá er þar bjó hafi síðar lagt Vatnsbrekkubæinn undir sig og sett þar fjárhús, en byggð haldist lengi á Setbergsbölum, þar til skriða má hafa tekið af vatnsbólið, sem líklega hefir verið í hinni djúpu laut. Nú er hvergi vatnsból hjá Setbergsbölum. (Brynjúlfur Jónsson, Rannsókn sögustaða í Grafningi í maímán. 1898, Árbók Fornleifafélagsins, 1899). – Hagavík: …Túninu spilla fjallskriður stórlega meir og meir, og lætur ábúandinn moka þær eftir magni, en heimabóndi (Ölfusvatn) veitir styrk til þess, þar sem ábúanda þrýtur. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Grafningur 1706).

36

Page 39: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Hagavík: …Hjáleiga frá Ölvisvatni. Heyskapur allgóður, útibeit og veiði, skriðuhætt (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Þingvalla– og Úlfljótsvatnssóknir, 1840). – Ölfusvatn: …Túnunum spillir skriða, sem oft hefur að meini orðið, og erfitt mjög að bæta, þá fallin er. En við því er ómögulegt að sjá. Engjunum spillir á með grjóti og leir. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Grafningur 1706). – Ölfusvatn: …skriðuhætt (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Þingvalla– og Úlfljótsvatnssóknir, 1840). – Krókur: …Túninu spilla leirskriður undan brekku, og hefur það að fornu til stórerfiðis verið að bæta. Enn ekki óhætt fyrir þeim skaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Grafningur 1706). – Úlfljótsvatn: …Túninu granda aurskriður. Engjunum granda jarðföll. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Grafningur 1706). – Úlfljótsvatnshjáleiga: …Kostir allir og ókostir (skriður, jarðföll) eru sem um heimajörðina talar. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Grafningur 1706). – Bíldsfell: …Túninu spilla leirskriður úr fjalli, sem éta sig niður í dældir og gjöra jarðföll, item stórgrýti, sem hrapar úr fjallinu. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Grafningur 1706). – Stóri–Háls: …Engjar eru engar nema það, sem hent verður á hagamýrum eður smáhlíðum þeim sem grjótskriður spilla. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Grafningur 1706). – Litli–Háls: Túninu spillir grjótskriða. Engjar eru nokkrar, en spillast þó árlega af jarðföllum og smáskriðum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Grafningur 1706). Ölfus – Ingólfsfjall: …(1403) Hljóp skriða úr Ingólfsfjalli. Urðu þar undir 12 hestar og dóu (Setbergsannáll). – Ingólfsfjall (alm): …Vegurinn frá Kögunarhól austur með Ingólfsfjalli og niður að Ölfusárbrú, hefir verið lagður á afaróþægilegum stað. …svo kemur hinn óbeini kostnaður. Þegar hlána tekur úr fjallinu á vorin, koma skriður og vatnsflóð ofan úr því, sem vinnur veginum meira og minna tjón á hverju ári, svo í hann falla stór skörð og ofaníburður ést úr (Þjóðólfur 04.06.1901). – Ingólfsfjall (alm): …frá Suðurlandsbraut er suðaustan undir Ingólfsfjall, 56 km frá Reykjavík, og ekið norður með fjallinu að austan. Grjóthrun er víða mikið í fjallinu, enda eru þar brattar skriður og hamrar efst (Árbók FÍ, 1936).

37

Page 40: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Ingólfsfjall: …Haustið 1879, hinn 11. nóvember, andaðist Þuríður húsfreyja í Alviðru eftir nokkurra daga legu. …Á því hausti voru miklar rigningar, og féllu margar aurskriður með stórgrýti, til og frá, kringum allt Ingólfsfjall, t.d. féllu sex skriður í Tannastaðalandi, sem yfir þurfti að fara með lík Þuríðar. Voru þá skriðurnar ósignar, stórgrýttar og mjög illar yfirferðar, en niðamyrkur um morguninn, því að snemma þurfti að fara af stað til jarðarfararinnar (Frá Alviðrumönnum, handrit Þórðar Sigurðssonar, fróða á Tannastöðum, Guðni Jónsson, Skyggnir I, 1960). – Ingólfsfjall: (Suðurlandsskjálfti 1896): …Frá Ingólfsfjalli heyrðist í næturkyrrðinni miklir hvinir og grjóthrun. …Á túnið (Tannastöðum) féll einnig stórgrýti úr fjallinu, og skriður og grjót féllu úr því á ýmsum öðrum stöðum (Sigurður Þorgrímsson, Frásöguþáttur frá landskjálftunum 5.–.6. sept. 1896, Gamalt og nýtt, 1948) – Ingólfsfjall: (Suðurlandsskjálfti 1896): ...þá dundi jarðskjálftinn yfir alt í einu fyrirvararlaust kl. 9, 50 (um kvöldið). ...svo heyrðist þyturinn líða suðvestur í Ingólfsfjall og þaðan kom svo aftur skruðningshljóð af grjóthruninu strax á eftir (eftir skýrslu Brynjólfs Jónssonar frá Minna–Núpi). (Þorvaldur Thoroddsen, Jarðskjálftar á Suðurlandi, 1899). Ingólfsfjall: ...(Suðurlandsskjálftar 1896): Að kvöldi hins 26. ágúst var Jón og fólk hans á engjum austur við Sogið. Það var nálægt kl. 10, var orðið dimmt og fólkið að búast heim. ...svo heyrðist þyturinn líða suðvestur í Ingólfsfjall og þaðan kom svo aftur skruðningshljóðið af grjóthruninu strax á eftir (Þorvaldur Thoroddsen, Jarðskjálftar á Suðurlandi, 1899). – Ingólfsfjall: …(Jarðskjálftar, 1896): ...laugardagskvöldið 5. september hristist Suðurlandsundirlendið enn á ný af voðalegum jarðskjálfta, sem gjörði engu minna tjón en hinir fyrri. ...laugardagskippurinn kom eins og fyrsti kippurinn um kl 11 þegar menn voru nýháttaðir og var hann lang harðastur um Skeið, Holt og Flóa, tók hann með fullu afli yfir miklu stærra svæði heldur en fyrri kippirnir og mjög harður var hann um undirlendið alt. ...í Ingólfsfjalli var hávaðinn voðalegur, þar féllu margar skriður og stóreflis björg, sem hentust hæst úr hamrabrúnunum niður undir á. ...á Tannastöðum gekk mikið á, þar hafði jafnan verið skriðuhætt, því bærinn stendur undir brattri hamrahlíð og hafði Sigurður bóndi hlaðið ákaflega mikinn og ramgjöran garð úr stórgrýti fyrir ofan túnið, einn hinn stærsta garð, sem til var á Íslandi. Garður þessi hrundi mestallur, ótal björg úr fjallinu lentu á honum og stöðvuðust þar, en sum þeirra, mannhæðar háir steinar, höfðu komist inn á tún niður undir bæ og höfðu plægt djúpar rásir í jarðveginn þar sem þau komu niður. (Þorvaldur Thoroddsen, Jarðskjálftar á Suðurlandi, 1899). – Torfastaðir: …Engjunum grandar sandságangur að framanverðu, en fjallaskriður að ofan. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Ölfus 1706). – Alviðra: …Túninu spilla stórkostlegar fjallsskriður, sem og einnig engjum og úthögum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Ölfus 1706). – Alviðra: …Í Alviðru sást votta fyrir vikilhlöðnum varnargarði fjallsmegin við fjósið. Hefur garður sá auðsjáanlega verið hlaðinn til varnar fjósunum, ef aurskriðu

38

Page 41: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

eða snjóflóð hefði að höndum borið (hugsanlega hlaðinn í tíð Þorvaldar Þorsteinssonar, sem flutti þangað 1789) (Guðni Jónsson, Skyggnir I, 1960). – Alviðra: … Á land allt upp í Inghól í Ingólfsfjalli, lítt gróið. Fjallsbrúnin er hamrar; þaðan er skriðuhætt (Oddgeir Guðjónsson o.fl. (ritstj.), Sunnlenskar byggðir III, 1983). – Tannastaðir: …Túnið fordjarfar árlega skriður með stórbjörgum, sem hrapa úr fjallinu og er bænum mjög hætt. Engjaplássið er í úthögum og spillist jafnan af skriðum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Ölfus 1706). – Tannastaðir: …Á Tannastöðum hefir jafnan verið skriðuhætt mjög, því að bærinn stendur undir Ingólfsfjalli sem er bæði hátt og bratt. Á túnið falla oft stórbjörg og þykkar aurskriður. Hefir hver bóndi þar eftir annan reynt í lengstu lög að verja túnið skemmdum með því að moka og bera burt sand og möl, sem á það hefir fallið. Þegar Vigdís (d. 1831) bjó á Tannastöðum rann á túnið hjá henni sem oftar, en hún varði sem hún mátti við koma og lét moka upp skriðurnar og vann að því sjálf með eigin hendi. …Litlar minjar hafa sést á Tannastöðum eftir Jón nema ein lítil grjóthleðsla fyrir skriðu og garðbrot hjá stórum steini …Þar, sem Vigdís lét moka saman sandinum á túninu, voru nokkrar uppgrónar dyngjur, kallaðar Vigdísarhólar. Þeim var ekið burt fyrir mörgum árum og túnið sléttað rækilega. Ekkert var í dyngjum þessum nema sandur og möl (Guðni Jónsson, Íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur, 1944). – Tannastaðir: …Gilsfláar er nefndur hamralaus kafli í Gilseggjum. Þar voru góðir hagar, er eyddust að mestu í jarðskjálftunum 1896. …Gníputóft stóð ofarlega á túninu, og var stór steinn í tóftinni, sem að mestu fyllti hana, hefur að líkindum brotið húsið niður, þegar hann hrapaði úr fjallinu. …Hákon er lítinn spöl til útsuðurs frá túninu. Þórður Erlendsson, sem þá bjó hér sá þegar Hákon hrapaði niður. Valt hann fyrst um möndul sinn, en svo náði hann á sig endakasti og varð þá ærið stórstígur. Hákon er sá eini steinn hér, sem ég fékk aldrei klifið upp. …Nýi Hákon er fyrir ofan túnið, hrapaði 12. nóv. 1889. …Sauðasteinshæð er sú stóra skriða, sem er næst fyrir sunnan Sauðastein. Hún mun vera orðin nokkuð hundruð ára gömul, er öll uppgróin. …Smáskriður ná frá Breiðutorfu og að Stóruskriðu. Þær hrundu allar 1794. …Stóradý, það fylltist mikið af möl og sandi haustið 1879. …Stóraskriða féll haustið 1879. Hún hljóp langt niður á mýri. …Steitur er í túninu suður af bænum. Steitur varð í hólma af skriðu 1879. …Túnskriða er í raun réttri framhald af Bæjarskriðunni. Hún hljóp niður úr túni og suður úr túni og tók af mikið stykki. Það var haustið 1879. Hún er nú að mestu grædd upp í tún. …Vigdísarhólar voru kallaðir að gamni sínu litlir sandbalar á túninu kringum Bleikana. Þeir hafa nú flestir verið keyrðir í burtu. …Hún (Vigdís, ofanverð 18. öld, byrjun 19. aldar) hélt vinnumann þann, sem Bjarni hét, Var hann seinlegur og lingerður til vinnu. Runnið höfðu þá skriður á túnið og gjörðist Bjarna erfitt að moka saman þungan sandinn, þegar hitna tók í veðrinu (kerlingunni rann í skap og barði vinnumanninn með reku, svo að hann lærbrotnaði) (Þórður Sigurðsson fróði, frá Tannastöðum. Örnefnatal í landeign Tannastaða í Ölfushreppi 1931. Í Guðni Jónsson, Skyggnir I, 1960). – Tannastaðir: …Á land upp á Ingólfsfjalli, lítt gróið. Fjallseggjar brattar upp frá bænum og hamrar víða. Grjóthrun og skriður hafa oft skemmt túnið. Mikill túngarður hefur verið hlaðinn til varnar og hefur dugað nema fyrir stærstu steinunum (Oddgeir Guðjónsson o.fl. (ritstj.), Sunnlenskar byggðir III, 1983).

39

Page 42: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Tannastaðir: ...(Suðurlandsskjálftar 1896): Úr fjöllunum kringum Ölfus hrundi víða grjót bæði í fyrri og seinni kippunum, en langmest hrapaði úr Ingólfsfjalli austanverðu, þó ekki margar stórskriður, en ótal smáskriður og einstök björg óteljandi, einkum kringum Tannastaði; fjallið er bratt að austan og hamrar í því að ofan, svo eðlilegt er að hræringarnar losuðu um marga steina (Þorvaldur Thoroddsen, Jarðskjálftar á Suðurlandi, 1899). – Laugabakkar: …Laugabakkar eru upphaflega byggðir úr landi Fjalls niðri á bakka Ölfusár. ...Hún á land upp á Ingólfsfjall, lítt gróið. Fjallsbrúnin er brattar eggjar og víða stórgrýtt af hruni úr fjallinu (Oddgeir Guðjónsson o.fl. (ritstj.), Sunnlenskar byggðir III, 1983). – Fjall: …Túninu spilla stórbjörg, er úr fjallinu hrapa og svo grjótskriður, svo að fyrir því hafa menn orðið að færa fjós og garða til að forða kvikfé sínu. Engjar eru sama skaða undirorpnar. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Ölfus 1706). – Fjall/Fjallstún: …Sunnanvert undir og skammt frá Ingólfsfjalli sjást enn merki til tófta og túnstæðis, er kvað hafa heitið „Fjall“. Tjáðist að Ingólfur landnámsmaður hafi átt þar bæ. Nú kallast það Fjallstún. Þar er óbyggilegt sakir skriðufalla (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Arnarbælis–, Hjalla– og Reykjasóknir, 1840). – Fjall: ...Af þessu sést að þá hefir heimajörðin Fjall verið komin í niðurlagningu, er jarðabókin var samin. Munu því mest hafa valdið skriðurennsli á túnið. Túnstæðið hefir upprunalega verið uppgróin skriðutunga, myndað af gili sem þar er uppundan í fjallinu. Það heitir Branddalsgil, og hefir nafn af lítilli dalkvos, er Branddalur heitir, sem þar er upp í gilinu, en sést ekki fyrr en að er komið. Branddalur er enn grasivaxinn, annars er gilið og hlíðin öll, nú eintóm skriða. Er líklegast að nafnið sé dregið af kolbröndum og að þar hafi verið kol brennd meðan fjallshlíðin, var skógi vaxin. Og að svo hafi verið þarf ekki að efa, því skriðutungan hefði aldrei fengið frið til að gróa upp, ef hlíðin og gilið hefði ekki áður verið orðið skógi vaxið og viðarrætur varnað skriðum. ...Með byggingu landsins hófst eyðing skóganna, og með tímanum hefir mönnum tekist að gjöreyða þeim víðast hvar, og einnig í hlíðinni fyrir ofan Fjall. En þá, þegar gilið var orðið skóglaust, hefir skriðurennslið úr því magnast að nýju. Það hefir spillt túninu og eyðilagt bæinn. Og enn heldur það áfram að hækka tunguna smátt og smátt, enda er hún að miklu leyti grjóti þakin, nema austan til. Þar er grasflöt, sem enn heitir Fjallstún. Á henni eru rústir bæjarins. Er of lítið gjört úr þeim í munnmælasögunni „Sængurkonusteinn” í „Huld” því allvel sér fyrir bæjarrústinni, og einnig fyrir fjós– og heygarðsrúst, sem er á austurjaðri tungunnar, efst á grasflötinni nær upp við fjallið. ...Hefir hér verið gott til heyafla og tún eigi alllítið meðan tungan var í friðið fyrir skriðum. Líklegra er, að þær hafi valdið eyðileggingunni smátt og smátt heldur en allt í einu, en auðvitað er, að loksins hefir eitt skriðuhlaup riðið baggamuninn. Bærinn hefir staðið fram á átjándu öld. Eftir að hann lagðist í eyði, lagðist landið til Hellis og Laugarbakka. (Brynjúlfur Jónsson, Fjall í Ölfus, Árbók Fornleifafélagsins, 1897). – Fjall: …Fyrir utan og ofan Helli í Ölfusi er fjöldi stórum steinu, sem hrunið hafa úr Ingólfsfjalli. Undir einum þeirra er skúti. Það er eitthvert stærsta bjargið, og heitir hann Sængurkonu steinn. Sagt er, að nafnið sé svo tilkomið. Til forna stóð bær austarlega undir suðurhlíð Ingólfsfjall, er hét „í Fjalli“ og var hið mesta höfuðból og

40

Page 43: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

var hið mesta höfuðból. 30 hurðir á járnum. Þar hafði Ingólfur fyrst byggt. Þegar sagan gerðist, bjuggu þar auðug hjón, en hörð og nísk. Eitt kvöld kom þangað förukona og bað gistingar. Það var auðséð á henni, að hún mundi innan skamms ala barn. Vildu hjónin því vera laus við hana og úthýstu henni. Var þó hellirigning um kvöldið. Hún ráfaði þá austur með fjallinu, en komst ekki nema að steininum og lét fyrir berast í skútanum. Þar ól hún barn sitt um nóttina. Bæði hún og barnið fundust þar lifandi um morguninn. Var þeim hjúkrað, og hresstust þau við. En þessa sömu nótt féll skriða á bæinn í Fjalli, og hefir síðan eigi sést eftir af honum, nema lítið eitt af túnjaðrinum, er enn í dag heitir Fjallstún, og litlar leifar af einhverri byggingu, sem þar vottar fyrir (Handrit Brynjúlfs Jónssonar frá Minna–Núpi, Huld, 2. útg. 1935). – Fjall: …Fornt höfuðból við landsuðurshorn Ingólfsfjalls. …Landnámsjörðin hefur verið Fjall sem stóð undir Ingólfsfjalli. ...Skriðuföll eyddu túni og gerðu þar óbyggilegt og búseta fluttist niður á holt í mýrinni. …Mun þar mestu hafa valdið skriðurennsli á túnið sem mun upphaflega hafa verið vel gróin skriðubunga fyrir neðan Brennudalsgil. …Fyrir ofan bæinn (rústirnar) eru skriðurnar sem runnið hafa ofan úr Brennudalsgili og eyðilögðu allt túnið á Fjalli (Oddgeir Guðjónsson o.fl. (ritstj.), Sunnlenskar byggðir II & III, 1981, 1983). – Hellir: …Túninu spilla steinar, er falla úr grjótklettum og í túninu standa. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Ölfus 1706). – Árbær: …Högum jarðarinnar spilla fjallskriður. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Ölfus 1706). – Þórustaðir: …Högum jarðarinnar spilla fjallskriður til skaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Ölfus 1706). – Hvoll: …Túninu grandar melur með sandi að norðan verðu. Högunum spilla fjallskriður. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Ölfus 1706). – Hvammur: …Högunum spilla fjallskriður og stórgrýti. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Ölfus 1706). – Reykjakot: …Túninu spillir að framan Varmá, er árlega af því brýtur, en að ofanverðu spillir grjót, er úr fjallinu fellur. Engjunum spilla allvíða grjótskriður úr fjalli. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Ölfus 1706). – Reykir: …Túninu granda fjallskriður. Fjallhagar jarðarinnar eru á sumar góðir, en um vetur snjógjarnir, þar hæðir eru allvíða að melum og skriðum orðnar. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Ölfus 1706). – Reykir: ...Hjá Reykjum í Ölfusi er mesti fjöldi af hverum. Þar er Litli–Geysir rétt fyrir ofan túnið norðanvert. …Um 1700 tepptist hver þessi af skriðu, sem yfir hann féll, og hafði hann áður orgað ógurlega (Þorvaldur Thoroddsen, Ferðir á Suðurlandi sumarið 1883. Ferðabók I, 2. útg. 1958–60). – Reykjahjáleiga: …Túninu granda fjallskriður. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Ölfus 1706).

41

Page 44: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

– Hveragerði: …Fjórði hver er upp undir fjallinu (Reykjafjall), fyrir ofan Reykjatún, nefndur Geysir, hvörs ógnarlega hljóð, nú fyrir nokkrum árum, skriða úr fjallinu með sínu hlaupi hefur stillt (Hálfdán Jónsson, Lýsing Ölveshrepps árið 1703 (úr Árnessýsla, sýslu– og sóknalýsingar hins íslenska bókmenntafélags, útg. 1979). – Hveragerði: …Af hverum ofan Varmár má nefna Litla–Geysi, hinn annan, sem átti að hafa flutt sig á þennan stað 1597. Hann gaus mjög fram að 1700, en skemmdist þá við skriðufall, en á 19. öld komst hreyfing á hann á ný. Nú er hann óvirkur (Árbók FÍ, 1936). – Núpafjall: ...í Annál Gísla Þorkelssonar á Setbergi er miklu ítarlegar sagt frá jarðskjálftanum 1706 heldur en annarsstaðar; þar segir svo: „Á þessum vetri voru oft jarðskjálftar. ...en sá hroðalega mikli og stóri jarðskjálfti skeði 20. Aprilis. ...uppi á Gnúpafjalli (Ölfus) segja kunnugir menn að sprungið sé sundur sem gjá eður sem fjallshamarinn hafi fram brostið og stór björg og grjót hafi fram sprungið og hrunið. Á skírdag, þegar fólk var á götum og sá til, hafði svo verið að sjá til Gnúpafjalls sem logandi væri framan björgin, þar grjótið barðist saman. Item sprungu í sundur jarðfastir steinar á sléttlendi og líka hrærðist grjót úr jörðu (Þorvaldur Thoroddsen, Landskjálftar á Íslandi, 1905). – Núpar: …Túnið spillist af vatni og grjóti úr brattlendi. Hætt er kvikfé og fjárhúsum fyrir snjóflóðum um vetur. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Ölfus 1708). – Núpar (Jarðskjálftar, 6. september 1896): ...alla nóttina milli laugardags og sunnudags 5.–6. september fundust ótal smákippir um alt jarðskjálftasvæðið, var Suðurlandsundirlendið þá á sífeldu ruggi og titringi og komu kippir á milli, sem flestir voru smáir, langharðasti kippurinn kom kl. 2 um nóttina, var hann allsnarpur víðast hvar í suðursveitum, en hvergi eins voðalegur eins og í Ölfusi. ...Gnúpur t.d. skemmdist miklu minna en neðri bæirnir, og færri skriður féllu úr fjallinu (Núpahnjúkur), en við hefði mátt búast. . (Þorvaldur Thoroddsen, Jarðskjálftar á Suðurlandi, 1899). – Hjallahverfi (Jarðskjálftar, 6. september 1896): ...vestan til í Ölfusi var jarðskjálftinn ekki alveg eins harður; í Hjallahverfi skemmdist t.d. ekki mjög mikið. ...alltaf heyrðust ógurlegar drunur í fjallinu (Neðrafjalli) og hár hvinur eftir hvern kipp; dimmt var og þoka, en í hlíðinni fyrir ofan sáust alltaf við og við eldglæringar er saman sló björgunum, sem alltaf voru að hrynja með miklum gauragangi. (Þorvaldur Thoroddsen, Jarðskjálftar á Suðurlandi, 1899). – Breiðabólstaður: …Túninu granda leirskriður með smágrjóti úr brattlendi (Vindheimar og Skriða voru hér hjáleigunöfn). (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Ölfus 1708). – Litlaland: …Túninu grandar vatn og leir með sandi, sem rennur á það úr brattlendi í vatnavöxtum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Ölfus 1708). – Hlíðarendi: …Túninu grandar grjóthrun úr fjalli og skriður með aur og sandi til stórskaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Ölfus 1708).

42

Page 45: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

Selvogur – Selvogur (alm.): …(breytingar á landslagi): Þar sem ekki er sandágangurinn, þar eru skriðuföll, blástrar (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Selvogsþing (Strandar– og Krýsuvíkursóknir), 1840). – Hlíð: …Túnunum grandar fjallsskriður og landbrot, sem Hlíðarvatn gjörir að neðan. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Selvogur 1706). – Hlíð, Stakkavík, Herdísarvík: …Hlíðar, Stakkavíkur og Herdísarvíkur hagar mæta stórum áföllum af grjótkasti og skriðum úr fjallinu, því þeir allir bæir eiga þar land, en hafa þó flatlendishaga ásamt (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Selvogsþing (Strandar– og Krýsuvíkursóknir), 1840). – Herdísarvíkurfjall: ...Fyrir austan Sýslustein taka við háar hamrahlíðar á vinstri hönd (Herdísarvíkurfjall) og ná þær óslitið alla leið austur á móts við Hlíðarvatn í Selvogi. Klettarnir eru háir, svartir og ógrónir, og þótt þeir séu svo skammt frá sjó, verpir bjargfugl þar ekki. Mun því valda gróðurleysið, að hann kann þar ekki við sig. Hamrabrúnirnar eru 215–250 metra yfir sjó og sýnast gnæfandi háar vegna þess hvað hraunið er lágt fyrir framan. Undir þeim eru skriður miklar, því að mikið hrynur úr þeim. Í jarðskjálftanum sem varð þegar hverinn mikli í Krýsuvík braust út haustið 1925, varð svo geysilegt hrun í þessum björgum, að undir tók í fjöllunum víðs vegar í grennd, og laust upp svo miklum rykmekki, að ekki glórði í hamrana lengi dags. Daginn eftir var mökkurinn enn sýnilegur, en hafði þá borist út yfir Herdísarvíkina. Má enn sjá stórar ljósleitar skellur í björgunum hingað og þangað, þar sem mest hrundi úr þeim. Eru það sárin eftir berghrunið. Til marks um hvað það var mikið, segja kunnugir menn, að hefði það borið að í náttmyrkri myndi allir hamrarnir hafa verið til að sjá sem glóandi eldhaf af neistarfluginu (Árni Óla, Landið er fagurt og frítt, 1944). Vestmannaeyjar – Vestmannaeyjar (alm): ...Á Vestmannaeyjum hrundu fuglabjörg til stórskaða og víða hrapaði grjót úr fjöllum (suðurlandsskjálftar 1784). (Jónas Hallgrímsson, Um landskjálfta á Íslandi, Rit IV, 1934). – Heimaey: …Skriður og jarðföll falla jafnlega úr fjöllunum, hvar við haglendið minnkar. Landið allt er mjög svo uppblásið og komið í flög, segja menn þetta í næstu 20 ár stórum aukist hafa, svo óttandi sé að hagarnir innan skamms eyðist. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vestmannaeyjar 1704). – Heimaey: …Milli Háarinnar og Dalsfjalls sem áður er nefnt, kemur kriki eður dalverpi, nefndur Herjólfsdalur, hvar Herjólfur, hvers áður er getið, reisti bústað sinn í landnámstíð, en skriða skyldi síðan hafa fallið yfir bæinn úr Dalfjalli, sem enn nú er þar fyrir sjónum, í feikistórri dyngju, og hefur mörg til verið gjörð forgefins að grafa þar niður og leita bæjarins.

43

Page 46: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

…nú inn með lengra tekur við allt að Torfmýri sá mannskæði Ofanleitishamar, með stórgrýti feiknarlega, úr honum hröpuðu, neðan undir hömrunum. Hann er geysihár, með lausagrjóti innanum grastoddana, sem oft hrapar af sjálfsdáðun, að ég ei tali um, þegar á þá er stigið, hvílíka varúð slíkt útheimtir. …fyrir austan það gagnvart Stóraklifinu, fáa faðma frá landi, eru 2 drangar, annar utar en annar nær landi. Sá innri er mjög langur og lítill ummáls og heitir Litla–Örn. Ytri kletturinn er afar hár með hengiflugum allt í kring. Ekki er hann fjarska stór ummáls. Hann nefna menn Stóra–Örn. Upp í hana liggur vegur móti útsuðri, vondur og tæpur, og er hann áþekkastur veginum upp á Súlnasker, nema hæðin er minni. …Menn segja, að áður fyrr hafi grasvaxið flatlendi verið kringum kletta þessa, allt frá Stóraklifinu og vestur fyrir Arnir, þar sem nú er tómur sjór, og hafi jarðskjálfta (grjóthrun?) og sjávargangur tekið það af. …en á heimalandi (Heimaey) skerst fé miklu lakara, sem orsakast af því, að það er alltaf að ganga af sér, blása upp, með flögum, skriðum úr fjöllunum, sjávargangi og sandfoki, sem mest kemur af Eiðinu og úr Botninum (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Vestmannaeyjar, 1843). – Heimaey: …Á landnámstímanum hefir Heimaey verið miklu grösugri en hún nú er, skriðurnar líklega engar, moldarflögin engin, sem nú eru óteljandi. Sandflákarnir litlir, hafi þeir annars nokkrir verið, nema er til vill milli Stórhöfða og Litlahöfða. …Þótt víðar sé fagurt og einkennilegt í dalnum, er ekkert að bær Herjólfs hafi staðið austan við Fjósaklett, fast upp við nætur Dalfjalls og brekkuna, sem liggur upp að hömrum Blátinds. Nú er brekkan þakin stórgerðri grjótskriðu, sem fallið hefir úr fjallinu, og smástækkar með árafjöldanum, yfir bæinn, og að líkindum nokkuð lengra fram. Grjótdyngjan sýnir nokkrar fornar gryfjur og geilar, sem hafa verið grafnar inn í hana, og tilgangurinn hefir verið sá, að leita bæjarins. …Dalurinn er einkennilegur og fagur enn í dag, en fegri og byggilegri hefir hann þó verið í fornöld meðan skriðurnar voru ekki komnar hingað og þangað um brekkurnar né Mykjuteigshlaupið. …Stóra grjótskriðu brekkan, undir Neðri Kleifum að vestan, er mynduð af margra alda sandfoki úr undirlendinu sunnan við Eiðir, og svo sífeldu grjóthrapi ofan úr Hettu. Sama er að segja um grjót– og sandbrekkuna undir Stóru Löngu upp af Hörgeyri. (Sigurður Sigurfinnsson, Gömul örnefni í Vestmannaeyjum, Árbók Fornleifafélagsins, 1913). – Heimaey: …Munnmælin um að bær Herjólfs hafi orðið undir skriðunni hjá Fjósakletti eru líklega mjög gömul. …Stórar skriður hafa sumstaðar verið kallaðar „hraun” og orðið „hraun” er haft um grjóturðir úr óbrunnu grjóti, en sögnin í Landnámabók tekur það fram að þar sem bær Herjólfs hafi staðið sé hraun brunnið. Verður þeim orðum ekki komið heim við sögnina nem með þeirri tilgátu að í Lnb. Hafi átt að standa t.d. „hraun runnið”. …Næsta ólíklegt er það að Herjólfur hafi byggt bæ sinn við fjallið undir Blátindi þar mátti einmitt búast við skriðum ofan. En fjós hafa að líkindum verið þar einhvers staðar nálægt Fjósakletti og kann það örnefni vel að vera frá tíð Herjólfs. …Ætla ég að sögur um að hann sé undir skriðunni sé tilbúningur einn og getgáta, er myndast hafi þá er bæjarleifarnar voru blásnar upp og eyddar, örfoka of aftur vallgrónar, svo enginn tók eftir þeim. Á síðustu áratugum hafa þær blásið upp aftur og komið betur í ljós. …og væri hið sama sem nú er kallað Klemenseyri, suðurundan miðjum Heimakletti, en það er ætlun manna, að Klemenseyri sé til orðin af hruni úr Heimakletti, og er því ólíklegt að hún sé hið sama og það er áður hefur heitið Hörgaeyri. (Matthías Þórðarson, Vestmannaeyjar,

44

Page 47: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

Nokkrar athugasemdir um sögustaði, örnefni, kirkjur o.fl. þar, Árbók Fornleifafélagsins, 1913). – Heimaey: …Bóndahaus: Stórt bjarg efst á Bónda. Hrapaði í sjó í landskjálftunum 1896. Bóndi: Lóðréttur kambur er gengur fram úr berginum norðan við Klettnefsbót. …Gat: Norðvestan á Geldung. Steinbogi var hér áður yfir gatið, en hann féll í landskjálftunum miklu 1896. …Hlaup (Hlaupið): Á Flugum sunnan við Flúðatanga. Hefir þar hrapað úr berginu (hlaupið fram skriða). Flug er strandlengjan milli Skarfatanga og Flugnatanga. …Maður: Blágrýtisstandur norðaustan á Klifinu, 4–5 faðma hár. Féll um koll í landskjálftanum 1896. Þarna er uppganga upp á Klifið og er kölluð „upp (niður) með Manni” (Þorkell Jóhannesson, Örnefni í Vestmannaeyjum, 1938). – Heimaey: …Stóra–Klif að austanverðu: …Maður hét blágrýtisstandur, sem þarna var, en hann lagðist út af í jarðskjálftunum 1896 (Árbók FÍ, 1948). – Heimaey: …Bergið í Hákollahömrum ofan við Dufþekju (í Heimakletti) er mjög laust, og verður því oft mikið grjótflug í henni. Þótti áður fyrr ákaflega hættuleg fjallaferð að sækja í Dufþekju, enda er það sagt, að þar hafi farist tuttugu og einn maður (Árbók FÍ, 1948). – Heimaey: …Vestur af Faxanefi er drangur upp úr sjónum, sem nefndur er Latur (28 m). Í Sjávarborgarannál er frá því sagt, að um Mikaelsmessuleyti árið 1638 hafi sprungið yfrið stórt bjarg eða fjallskúti úr Heimakletti, er menn kölluðu Faxa. „Hann hrapaði í sjó, og stendur þar bjarg 20 faðma djúpt“, segir annállinn. Virðist augljóst að þarna sé átt við Lat, og hefur hann þá upprunnalega verið nefndur Faxi, af því að hann var úr Faxa kominn. En Latsnafnið er síðar þannig til komið, að sjómönnum, sem streittust við að berja austur Faxasundið, hefur þótt hann latur við að hverfa austur undir Faxanefið (Árbók FÍ, 1948). – Heimaey: …Innst við norðanvert Litla–Klettsnefið er grjótskriða. Þar heitir Hlaup. Hún er mjög varasöm, sökum þess að grjótið er ákaflega laust, og skriðuföll tíð, eins og nafnið bendir til (Árbók FÍ, 1948). – Heimaey: …Hamrarnir upp af Klettsvík eru ákaflega hrikalegir og úfnir. Er bergið þar mjög brunnið og laust, enda er grjótflug algengt (Árbók FÍ, 1948). – Heimaey: …Hamarinn er nú orðinn allhár, enda heitir hann þarna Flug eða Flugur, eins og sagt er í daglegu tali, og ná þau frá Flugnatanga að Skarfatanga. Á þessu svæði öllu er bergið mjög sprungið og laust, enda er stórgrýtisurð undir hömrum (Árbók FÍ, 1948). – Heimaey: …Fyrir norðan Ufsaberg er Eysteinsvík og nokkru austar. Æðasandur og Æðahellir. Upp af sandinum eru Æðasandsskriður eða Skriður, eins og þær eru venjulega nefndar. Þar er laust berg og sífellt grjótflug (Árbók FÍ, 1948). – Heimaey: …Á síðari öldum hafa orðið stórfelldar breytingar á landslagi í Heimaey. Skriður hafa fallið úr fjöllum og eytt með öllu grösugar hlíðar og undirlendi meðfram hlíðunum. Eru þar nú malarskriður og stórgrýtisurðir, sem áður voru grösugir hagar fyrir sauðfénað og nautpening. …að þegar hún flutti 18 ára gömul

45

Page 48: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

flutti út í Eyjar (um 1818) …hefðu grösugar hlíðar verið vestur með Skönzum. Kýr hefðu þá verið reknar þangað á beit og hefðu þær að kvöldi komið í Náttmálaskarð. Nú eru þarna skriður og stórgrýti, sem fallið hefur úr Stóra– og Litla–Klifi, og mjög illt yfirferðar. Að norðanverðu er nú engum manni fært upp í Náttmálaskarð. Þar eru nú brattir of lausir bergfláar úr stuðluðu blágrýti, og er þar engum manni stætt. …að í Flugum og Ofanleitishamri hefði á fyrstu árum sínum í Eyjum allt verið grasi gróið, en nú eru þar grastær aðeins á víð og dreif. Hafa stór hröp orðið á báðum stöðum, enda er þar nú víðast hvar stórgrýtisurð undir hömrunum (Jóhann Gunnar Ólafsson, Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum, 2. útg. 1966). – Heimaey: …Norðan í Stóra–Klifi, í miðju berg, er stór hilla, sem kölluð er Durningsbás eða Durnisbás. …Síðari hluta ágústmánaðar árið 1878 fóru menn til fýla í Stóra–Klif. Sigmaðurinn var Jón Pétursson yngri í Elínarhúsi og var hann þá um þrítugt. Ætlaði hann að síga í Durningsbás. Fór hann á lærvað. Þegar hann var kominn um þrjár mannhæðir niður fyrir brúnina, kom hann á stein, sem stóð út úr berginu. Var betra að fara í básinn austan við steininn og bar því Jón bandið til. En þegar hann var að þessu, losnaði allstór steinn uppi í brúninni fyrir ofan hann og féll steinninn beint í höfuð honum, svo að hann steinrotaðist. Féll hann þá fram af klettinum, sem hann stóð á, og alla leið niður í urðina fyrir norðan Klifið (Jóhann Gunnar Ólafsson, Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum, 2. útg. 1966). – Heimaey: …Það var laust eftir 1950, að stjórn Lifrarsamlags Vestmannaeyja bað mig að athuga möguleika á því að leiða frárennsli frá bræðslunni í gegnum Eiðið. …Það kom í ljós, þegar farið var að grafa í hæðina norðaustur af Skiphamri, aðá um það bil tveggja metra dýpi var allþykkt sandlag, en undir því kom svo aftur moldar– eða jarðlag. Af þessu dró ég þá ályktun, að sandlagið væri frá uppblásturstímabilinu, en efra lagið skriðuhlaup (þ.e. efsti hluti hæðarinnar) af svæðinu milli Háar og Skiphamars, sem hefur runnið fram eftir að aðalsandblásturinn átti sér stað, og jafnfram dregið eitthvað úr honum, þar sem það hefur fallið yfir aðal sandfokssvæðið. Sennilegt er að sandburðartímabilið hafi verið frá því um miðja 12. öld og fram efri þeirri 13. (Helgi Benónýsson, Fjörutíu ár í Eyjum, 1974). – Heimaey: ...Við okkur blasir Heimaklettur ...Við uppgönguna vestan við klettinn hrapaði í sumar (einhvern tíma á milli 1968–74) amerísk kona, mun hafa hrunið í höfuð hennar úr berginu (Helgi Benónýsson, Fjörutíu ár í Eyjum, 1974). – Heimaey: …(1638) Um Michaeliesmessu leyti féll og sprakk yfrið stórt bjarg eður fjallsskúti úr Heimakletti í Vestmannaeyjum, er menn kölluðu Faxa. Hann hrapaði í sjó og stendur það bjarg 20 faðma djúp (Sjávarborgarannáll). – Heimaey: ...Sunnan við Urðavita varð ströndin brattari og hærri og nú var meira flug lunda og fýla. Geysistór blágrýtisbjörg hrundu stundum úr bergstálinu, sem þarna var laust hraungrýti. Björgin lágu niður á klöppunum og moluðust og slípuðust í vetraveðrum. …Flugum er svo lýst í sóknarlýsingu Jóns Austmanns 1837, að þar séu „hamrar með hillum og tóm og pöllum“. Lýsingin er góð og tæmandi, en á síðari árum hafði hrapað geysilega mikið úr Flugunum, því að berið var víðast laust rauðagjall með þunnum hraunlögum og hættulegt yfirferðar. ...Kallað var Hlaup, þar sem mest var skriðufall í Flugum fyrir sunnan Flúðatanga. ...Bær Herjólfs stóð í dalnum (Herjólfsdalur) vestanverðum undir háu og snarbröttu hamrafjalli ...Skriða féll á bæ Herjólfs, en hrafn sem Vilborg hafði vikið góðu að, tók skó Vilborgar og

46

Page 49: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

lokkaði hana í burtu og bjargaði þar með lífi hennar (Guðjón Ármann Eyjólfsson, Vestmannaeyjar – byggð og eldgos, 1973). – Heimaey (Jarðskjálftar, 1896): ...morguninn eftir, hinn 27. ágúst kl 9 ½ kom nýr kippur mjög harður og fannst hann einnig um alt Suðurlandsundirlendið og víðar. ...í Vestmannaeyjum. ...Menn voru um morguninn staddir í fjöllum á nokkrum stöðum við fýlaferðir, hrundu þá víða stór björg, minni steinar, grasflúðir og skriður úr fjöllunum víðast í sjó, en sumstaðar umrótuðu þau grassverðinum. Þá voru 5 menn hættast komnir neðst í svo kallaðri Dufþekju, norðan á Heimakletti, einu mannskæðasta fýlaplássi þar, því grjóthlaup kom efst úr „Hákolluhamri” og dundi niður fyrir alla Rauðupalla og nokkuð af Dufþekju og niður í sjó. Þá voru einnig 5 menn á tveim bátum neðan við Dufþekju að taka inn fugl þann, er nýbúið var að kasta ofan til þeirra. Þegar skruðningurinn heyrðist hlupu mennirnir sem í bjarginu voru, upp nokkuð til hliðar og fleygðu sér þar niður á grúfu hver hjá öðrum, og töldu sér og hinum á bátunum dauðann vísan, meðan grjóthríðin ruddist framhjá og nokkuð yfir þá. Engan sakaði nema einn, Ísleif Jónsson, hann fékk mikinn áverka á hægra hupp ...hann andaðist 31. s.m. af áverkunum. Hér um bil 10 mínútum fyrr höfðu þeir allir verið litlu austar, og þar varð hrapið svo mikið, að það mundi hafa sópað þeim öllum dauðum niður í sjó, hefðu þeir þá verið þar. Þeir, sem á bátunum voru, voru í sama háska staddir. Við hávaðann í hömrunum upp yfir sér tóku þeir þegar til róðurs út frá berginu og til hliðar; í sama vetfangi dundi grjóthríðin niður utan við bátana og aftan við þá, og nokkrir steinar þeyttust yfir þá, en ekkert sakaði. Grjóthríð þessi með grastorfum, reykjarsvælu og sjóskvettum er henni var samfara, dundi yfir sjávarflöt, sem var hér um bil 50 faðmar á hvern veg. (Þorvaldur Thoroddsen, Jarðskjálftar á Suðurlandi, 1899). – Heimaey (Jarðskjálftar, 5. september 1896): ......í Vestmannaeyjum var kippur þessi allharður, hann gjörði þar engan verulegar skaða á húsum, en allmikið hrapaði úr björgum. Úr svokölluðu „Klifi” hrapaði mikið, svo stór grashvammur (Mánaðarskora) sunnan í því skemmdist og hér um bil hálfar Hlíðarbrekkur neðan undir Klifinu. Úr Bláfjalli á Dalfjalli og úr Heimakletti að norðan hrundi og mikið og gjörði meiri og minni spjöll í fýlungabjörgum (fjallkonan 1896, bls. 165). (Þorvaldur Thoroddsen, Jarðskjálftar á Suðurlandi, 1899). – Heimaey: …Sumarið 1896 gerði mikla jarðskjálfta á Suðurlandi, sem eldri menn, er nú lifa muna eftir. Urðu jarðskjálftar allharðir hér úti í Vestmannaeyjum, og urðu talsverðarskemmdir á mannvirkjum, og úr fjöllunum hrundi mjög mikið af grjóti og grasflúðum. Þá voru 6 menn staddir niðri í Dufþekju, norðan í Heimakletti, við fýlungaveiði. Voru þeir hinum svonefnda „Neðsta Bryng“ er gerði einn hinn mesta jarðskjálftakipp, er hér kom í þessum jarðskjálftum. …og þá ætluðum við að halda upp úr tónni og upp á Heimaklett, en þá hristist allt undir fótum okkar, og jafnhliða þeyttist grjótið ofan úr Hákollahamri, sem er ofan og austanhalt yfir Dufþekju, niður alla tóna og fylgdi því einnig feikn af gras– og moldarkekkjum. Við fleygðum okkur samstundis niður, þar sem við vorum staddir, og samkvæmt því, er við töluðum saman á eftir, bjuggumst við allir við, að okkar síðasta stund væri komin. …Fleygðum við okkur niður á sömu grasflúðina, hvor við annars hlið. Hinir félagar okkar voru þarna mjög náægt okkur. Grjótið, sumt stór björg, hentist þarna niður sem áður segir með braki og miklum gný, og þegar það kom niður á móts við það, er við vorum hentust klettarnir þannig, að alllangt var á milli þess, er þeir komu niður. Margir steinar komu mjög nálægt okkur, en eitt bjargið kom svo nærri okkur, að það hjó torfuna niður í

47

Page 50: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

móbergið, er við lágum á, þétt við höfuð okkar og þeyttist svo yfir okkur. Þegar þessu var af létt, kallar Ísleifur Jónsson, unglingspiltur, til okkar og segir. „Eruð þið lifandi?“. Þá stóðu allir upp og játtu því, en Ísleifur stóð ekki upp, hann var dauðsærður á bakinu og dó af þeim meiðslum á öðrum eða þriðja degi. …og kom ekki heim til Eyja fyrr en seint í nóvember. Þá voru Hlíðarbrekkurnar, sem liggja undir Klifinu innan við höfnina, allar svartar og sundurtættar, svo að tæpast sást auður grasblettur, og býsn af grjóti nýhröpuðu lá undir Brekkunum (Magnús Guðmundsson, Vegur lagður upp á Geldung, Ægir, 1945). – Heimaey, Herjólfdalur: …Almennilegt vatnsból alls byggðarlagsins er inni í Herjólfsdal (þar er nú kallað Dalver), þar Herjólfur setti bústað sinn, er fyrstur byggði Vestmannaeyjar, fyrir innan Ægisdyr, segir Landnáma. …en til líkinda, þar bærinn skal staðið hafa, sést ekki neitt, því á þann hól, er fyrir löngum tíma skriða fallin, er sá bær skal staðið hafa, því það takmark er neðan til við Dalfjall (Gissur Pálsson, Lítil tilvísan um Vestmannaeyja háttalag og bygging, skrifað um 1700, sennilega í tengslum við Jarðabókina. Birtist í Örnefni í Vestmannaeyjum, Þorkell Jóhannesson 1938). – Heimaey, Herjólfsdalur: …Sagan segir, að í fyrndinni hafi maður nokkur, að nafni Herjólfur, búið í dal þeim á Vestmannaeyjum, sem síðan er nefndur Herjólfsdalur. Er dalur sá á þrjá vegu umkringdur háum fjöllum, og veit móti haflandssuðri, vestan til á Heimaeyjunni, sem svo er kölluð. Bær Herjólfs stóð í dalnum vestanverðum, undir háu og snarbröttu hamrafjalli. Hann var sá eini af eyjarbúum, er hafði gott vatnsból nærri bæ sínum, og komu því margir þangað, til að beiðast vatns, en hann vildi engum unna vatns, nema við verði. …stalst hún (Vilborg) því til þess oft á nóttum, þegar karl vissi ei af, að gefa mönnum vatn. Einhverju sinni bar svo við, að Vilborg sat úti nálægt bænum og var að gjöra sér skó. Kom þá hrafn til hennar og tók annan skóinn, og fór burtu með hann. Henni þótti fyrir að missa skó sinn, stóð upp og fór á eftir hrafninum. En er hún var komin spölkorn frá bænum, féll skriða undramikil niður úr fjallinu og yfir bæ Herjólfs, sem þá var í bænum og varð undir skriðunni. En Vilborg átti hrafninum líf sitt að þakka, en það, sem bar til þess var það, að hún margsinnis hafði vikið hrafninum góðu, og var hann því orðinn henni svo handgenginn. …Í Herjólfsdal við ofanverða grjóthrúguna, sem féll á bæinn, er enn tær vatnslind, sem aldrei þrýtur, þó alls staðar annars staðar verði vatnsskortur (Þjóðsögur Jóns Árnasonar, eftir séra Brynjólfi Jónssyni í Vestmannaeyjum). – Heimaey, Herjólfsdalur: ...er heitir Herjólfsdalur, er almennt kallaður Dalurinn. Þar hefir fyrir löngu urðarskriða mikil hlaupið ofan úr fjallinu, og segja menn hún hafi tekið af bæinn Herjólfsdal. ...Hafa ýmsir gjört tilraunir til að grafa upp skriðuna og komast niður á bæjarrústirnar, en gefist allir upp við það hingað til, þar eð hún er bæði mikil og ill viðureignar, af því hún er að mestu leyti tómt blágrýtisstuðlaberg, sem hrapað hefir úr kömpum, er liggja gegnum móbergsfjallið þar upp–undan. (Jónas Hallgrímsson, Úr þætti um eyjar og sker, Rit IV, 1934). – Heimaey, Herjólfsdalur: …En vestan megin heitir þar Dalfjall og þar niður undan Blátindi segja ævagömul munnmæli að bærinn hafir staðið, og hann hafi orðið undir skriðu þeirri miklu, sem þar hefir hlaupið ofan. Enda hefir hún næga víðáttu og ærna þykkt til þess, að svo getir verið. Sunnan við skriðuna gengur dálítill klettur fram úr brekkunni, hann heitir Fjósaklettur, og er það eina örnefnið, sem minnir á bæinn.

48

Page 51: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

Engar rústir sjást þó við Fjósaklett. …Þar sem Landn. segir: „Þar er nú hraun brunnið”, þá er annaðhvort átt við skriðuna miklu og heimildarmaður söguritarans þá ætlað að hún hafi orsakast af jarðeldi, eða hann hefur ímyndað sér, að hraunið frá Helgafellsgígnum hafir komið eftir landsnámstíð. …Skriðan hefir að neðanverðu myndað allmikla bungu, sem víst er allt að 100 faðm. í þvermál og 5–6 áln. á hæð, ef ekki meira. Er norður jaðar hennar nú grasi gróin, og að sunnanverðu ganga grasgeirar upp í hana hér og hvar. Fyrir innan grasjaðarinn norðan megin er lægð í skriðunni á einum stað. Sér þar vatn í urðarholum og eru þær kallaðar Silfurbrunnar. Miklar tilraunir hafa á ýmsum tímum verið gjörðar til þess að ryðja skriðuna og leita upp bæjarrústina. …Það virðist auðsætt að gagngerð tilraun til að grafa skriðuna mundi kosta stórfé, og þó lítil von um árangur. Því að nærri má geta, að þá er slíkur voða þungi skall á bæinn með flugferð og heljarafli, þá hefir allt hlotið að umveltast og færast úr stað og meira að segja, um leið og mannaverkin bældust undir skriðum hafa þau að mestu eða öllu leyti hætt að vera til í þekkjanlegu ásigkomulagi. (Brynjúlfur Jónsson, Rannsókn í Vestmannaeyjum sumarið 1906, Árbók Fornleifafélagsins, 1907). – Heimaey, Herjólfsdalur: …Þá myndaðist í Vestmannaeyjum þjóðsagan um afdrif Herjólfs og býlis hans með viðeigandi skýringum. Undir Blátindi í vestanverðum Herjólfsdal var mikill grjóthaugur, sem myndast hafði við skriðuföll úr tindinum. Þótti mönnum augljóst, að bær Herjólfs væri undir þessum grjóthól og gáfu honum nafn og nefndu hann Herjólfshaug. Í hólnum voru tvær lindir, og voru þær kallaðar Silfurbrunnar, því að þar átti fé Herjólfs að vera undir. Margar tilraunir voru gerðar til þess að bylta til hólnum og finna bæjarrústirnar, en þær báru engan árangur. Engar leifar fundust þar af bæ Herjólfs. Á síðustu áratugum hefur hólinn verið notaður til grjótnáms og víða fluttur brutu til grunns, en engar bæjaleifar komið í ljós. Þjóðsagan segir þannig frá afdrifum Herjólfs. Hann átti einn eyjarskeggja gott vatnsból nálægt bæ sínum. Seldi hann nágrönnum sínum vatnið, og þótti Vilborgu dóttur hans hann harðdrægur. Stalst hún því til að gefa vatn, þegar karlinn vissi ekki til. Einhverju sinni bar svo við, að Vilborg sat úti nálægt bænum og var að gera sér skó. Kom þá hrafn til hennar og tók annan skóinn og fór burtu með hann. Henni þótti fyrir að missa skó sinn, stóð upp og fór á eftir hrafninum. En er hún var komin spölkorn frá bænum, féll skriða undramikil niður úr fjallinu og yfir bæ Herjólfs, sem þá var í bænum, og varð undir skriðunni. En Vilborg átti hrafninum líf sitt að þakka, en það, sem bar til þess var það, að hún margsinnis hafði virkið hrafninum góðu, og var hann því orðinn henni svo handgenginn (Árbók FÍ, 1948). – Heimaey, Herjólfdalur: …Eins og kunnugt er af þjóðsögunni, varð bær Herjólfs landnámsmanns undir skriðu, sem féll úr Blátindi. Fórst Herjólfur þar og allt hans skyldulið, nema Vilborg dóttir hans, sem bjó á Vilborgarstöðum. Við skriðufallið myndaðist mikill grjóthaugur yfir bænum, og hefur hann til þessa dags verið nefndur Herjólfshaugur. Í skorningum sem lágu ofarlega í haugnum, voru til skamms tíma tvær lindir, sem menn nefndu Silfurbrunna. Var talið að þar lægi undir silfur Herjólfs, og var það trú manna, að aldrei mundi vatn þrjóta í Silfurbrunnum, þó langþurrkar gengi (Jóhann Gunnar Ólafsson, Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum, 2. útg. 1966). – Álsey: …Dag einn síðla sumars jarðskjálftaárið 1896 voru bjargmenn að fýlaveiðum víðsvegar um Vestmannaeyjar. Í Álsey voru þeir bræðurnir Gísli Eyjólfsson á Búastöðum og Guðjón Eyjólfsson á Kirkjubæ, báðir kunnir bjargveiði–snillingar, ásamt Einari bónda í Norðurgarði. …Hittist þá svo á, að þeir voru allir

49

Page 52: Forn skriðuföll á Suðurlandiutgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01027.pdf · svo smár að ei verður notaður til nokkurra muna til kolagjörðar. Þessum skógi fer víst aftur því

þrír staddir samtímis í allstórri grastorfu. Reið þá yfir mjög snarpur jarðskjálftakippur, og skipti það tæpast sekúndum, að torfan losnaði frá snarbröttu berginu og tók til jarðar. Hafði hún verið staðsett fyrir nálægt því miðju berginu, og var því um 60 faðma hátt í sjó niður, með snögum, syllum og grastóm. Það geta allir hugsað sér, hve ægilegt aðstað þeirra var, og litlir möguleikar að bjarga sér frá bráðum dauða, sem og hitt, hve skelfilegt var að vera utan í bjargi í miklum jarðskjálfta. Allt sýndist þeim vera dinglandi laust og lítið í hamförum náttúrunnar. Loftið var þrungið af hvin og þrýstingi frá niðurhrapandi mold, grjóti, graskekkjum og stærðar móbergsbjörgum, og eyjan öll sýndist þeim ganga í bylgjum, róla og rugga sem hrísla í vindi. …Þegar þeir fundu, hvað um var að vera og sáu, hvað verða vildi, stukku þeir sinn til hvorrar hliðar út úr grastorfunni og náðu fótfestu í öðrum grastætlum, sem fastar reyndust, og varð það þeirra björgun. (Árni Árnason, Fyrsta veiðiförin, Heima er best, 1957). – Álsey (Jarðskjálftar, 1896): ...sama dag (27. ágúst) voru 2 eða 3 menn nærri hrapaðir í Álsey; flúð utan í bergfláa losnaði og hljóp með þá. Stórrigning var allan fyrri hluta dags, er gerði allar ferðir í fjöllunum hættulegri og lítt mögulegar. (Þorvaldur Thoroddsen, Jarðskjálftar á Suðurlandi, 1899). – Bjarnarey: …og í Bládranganum (Bjarnarey?), sem hrundi í jarðskjálftanum 1896, voru snaraðir 2100 við fyrstu snörun á einum degi. (Árni Árnason, Fuglaveiðar í Vestmannaeyjum, Heima er best, 1956). – Geldungur: …Í sambandi við jarðskjálfta þessa (1896) hrapaði hinn mikli steinbogi, er lá yfir norður og suður Geldung. Úteyjan Geldungur liggur örskammt í NNV frá Súlnaskeri, og eru þær báðar sæbrattar (Magnús Guðmundsson, Vegur lagður upp á Geldung, Ægir, 1945). – Geldungur: …Geldingasker eða Geldungur, eins og hann er jafnan kallaður nú, var áður tengdur saman með steinboga. Hann hrundi í jarðskjálftunum 1896 (Árbók FÍ, 1948). – Geldungur (Jarðskjálftar, 1896): ...nóttina milli 1. og 2. september kom harður kippur í Vestmanneyjum, þá féll steinbogi sá, sem var yfir „Gatið” á eyjunni „Geldung” og aftókst þar með vegur upp á hann. (Þorvaldur Thoroddsen, Jarðskjálftar á Suðurlandi, 1899).

50