fræðsluverkefni leikskóla

4
Markmið verkefnisins er að börnin fái að upplifa Langasand á eigin forsendum og kynnist því sem umhverfið þar hefur upp á að bjóða. Að þau kynnist lífríki fjörunnar, hvað þar er að finna og hvernig hægt sé að nýta í leikskólanum. Farið var að lágmarki einu sinni í viku á Langasand. Markmið ferðanna voru að upplifa og leika. Stundum voru teknar með fötur og skóflur, stundum stækkunargler og tangir og stundum pokar til að tína fjársjóð í. Gljúfur á Langasandi Bláfánaverkefni Akrasels Leikskólinn Akrasel | Ketilsflöt 2 | 300 Akranes | Sími: 433 1260 | [email protected]

Upload: akraneskaupstadur

Post on 01-Apr-2016

221 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Bláfánaverkefni 2014 hjá Leikskólanum Akraseli

TRANSCRIPT

Page 1: Fræðsluverkefni leikskóla

• Markmið verkefnisins er að börnin fái að upplifa Langasand á eigin forsendum

og kynnist því sem umhverfið þar hefur upp á að bjóða. Að þau kynnist lífríki

fjörunnar, hvað þar er að finna og hvernig hægt sé að nýta í leikskólanum.

• Farið var að lágmarki einu sinni í viku á Langasand. Markmið ferðanna voru að

upplifa og leika. Stundum voru teknar með fötur og skóflur, stundum

stækkunargler og tangir og stundum pokar til að tína fjársjóð í.

Gljúfur á Langasandi

Bláfánaverkefni Akrasels

Leikskólinn Akrasel | Ketilsflöt 2 | 300 Akranes | Sími: 433 1260 | [email protected]

Page 2: Fræðsluverkefni leikskóla

Markmið verkefnisins er: • að börnin fái að upplifa Langasand á eigin forsendum

• að börnin læri að þekkja nánasta umhverfi Langasands

• að börnin læri að þekkja sjávarföllin ( flóð, fjara, öldur / bárur)

• að börnin læri góða umgengni og þekki hætturnar í umhverfinu

• að börnin þekki heiti þess sem hafið færir að landi ( steinar, þang, kuðungar, skeljar, hrúðurkarlar,

fuglar, fiskar, fjaðrir, annað )

• að börnin nýti þann efnivið sem þau finna á sandinum

Börnin í Garðaseli fara reglulega á Langasand og skipar hann stóran sess í útinámi

þeirra. Farið er með hópa á Langasand þar sem börnin leika sér, tína það sem þau

finna og sumt taka þau með heim í leikskólann og vinna frekar með það

(listsköpun, rannsóknir, söngur og sögur, stærðfræði).

Rætt er um mikilvægi góðrar umgengni og hjálpað til að við að tína rusl sem

finnst. Hugtök sem tengjast hafinu er hluti af verkefni tengd Langasandi og börnin

læra fuglaheiti, heiti sjávarfalla ásamt kennileitum sem sjást frá sandinum.

Það sem hafið færir að landi

Bláfánaverkefni Garðasels

Leikskólinn Garðasel | Lerkigrund 9 | 300 Akranes | Sími: 433-1240 | [email protected]

Page 3: Fræðsluverkefni leikskóla

Markmið:

• Að kynna Langasandinn fyrir börnunum. Hvaða möguleika hefur hann upp á að bjóða

og kenna þeim á hvenær er flóð og fjara.

fara með þau á Langasandinn til að finna efnivið til að búa til listaverk (sameiginlegt),

að börnin læri að bera virðingu fyrir náttúrunni.

Þriðjudaginn 21.janúar fórum við í ferð á Langasand.

Börnin á Lundi báru ábyrgð á börnunum á Völlum.

Þau áttu að fara saman um sandinn og týna það sem

þeim fannst áhugavert. Ferðin gekk mjög vel og

Börnin voru áhugasöm um Langasandinn. Það var

skemmtilegt að fara saman tveir árgangar og vinna

svo áfram með verkefnið.

Langisandurinn okkar

Bláfánaverkefni Vallarsels

Leikskólinn Vallarsel | Skarðsbraut 6 | 300 Akranes | Sími: 433-1220 | [email protected]

Page 4: Fræðsluverkefni leikskóla

Börn af elstu deild Teigasels tóku sig til og hreinsuðu Langasand hress og kát

þann 27. maí sl. Markmið verkefnisins er að vekja áhuga og vitund hjá

nemendunum um hve mikilvægt er að halda umhverfinu hreinu. Ein af

forsendum þess að strönd geti orðið Bláfánaströnd er fræðsla um mikilvægi

þess að halda ströndinni hreinni.

Vorhreinsun á Langasandi

Bláfánaverkefni Teigasels

Leikskólinn Teigasel | Laugarbraut 20 | 300 Akranes | Sími: 433-1280 | [email protected]