fréttabréf leiðsögumanna - · pdf filefréttabréf...

29
Fréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011 www.touristguide.is 2 HORFÐI Á FERÐAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur 7 IGC - Borgþór S. Kjærnested 8 IGC - Ragnheiður Björnsdóttir 9 ÁFANGAR FYRIR LEIÐSÖGUMENN Bryndís Kristjánsdóttir 10 LEIÐSÖGUMAÐUR VERÐUR FORSETI Viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur 20 CAFÉ SÓLHEIMAJÖKULL 21 LISTASAFN REYKJAVÍKUR 25 SELJUM ÍSLAND HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR Stefán Helgi Valsson Ritnefnd: Berglind Steinsdóttir málfarsráðunautur, Kári Jónasson, Helgi J. Jónsson, Stefán Helgi Valsson ritstjórn, ljósmyndun og umbrot.

Upload: voduong

Post on 05-Feb-2018

259 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

Fréttabréf leiðsögumanna1. tbl. 6. árg., desember 2011 www.touristguide.is

2 HORFÐI Á FERÐAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

7 IGC - Borgþór S. Kjærnested

8 IGC - Ragnheiður Björnsdóttir

9 ÁFANGAR FYRIR LEIÐSÖGUMENN Bryndís Kristjánsdóttir

10 LEIÐSÖGUMAÐUR VERÐUR FORSETIViðtal við Vigdísi Finnbogadóttur

20 CAFÉ SÓLHEIMAJÖKULL

21 LISTASAFN REYKJAVÍKUR

25 SELJUM ÍSLAND HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTARStefán Helgi Valsson

Ritnefnd: Berglind Steinsdóttir málfarsráðunautur, Kári Jónasson, Helgi J. Jónsson, Stefán Helgi Valsson ritstjórn, ljósmyndun og umbrot.

Page 2: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

2Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

Horfði á ferðamennina koma í land á léttabátum og gerðist leiðsögumaður

Kári Jónasson sp ja l lað i

við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

um Félag leiðsögumanna og

u p p h a f s k i p u l e g s leið-

sögunáms hér á landi.

Page 3: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

3Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

Nafn Birnu G. Bjarnleifsdóttur þekkja fjölmargir sem starfa innan ferðageirans, því hún er ein af frum-kvöðlum meðal leiðsögumanna og einnig varðandi menntun þeirra og vel þekkt á þeim vettvangi.

Ég heimsótti Birnu þar sem hún býr í Ár-skógum í Reykjavík með gott útsýni í margar áttir, en einkum í átt að Akrafjalli og Esju og nálægum fjöllum. Ekki síst vill hún benda mér á Gunnlaugsskarð, sem hún horfir á oft á dag, en hefur ekki getað fundið hvers vegna það heitir svo. Það var mikil vetrarfegurð, sem blasti við þetta síðdegi í fyrri-hluta desember úr íbúðinni hennar, en hún hefur búið í Breiðholti síðan 1969.

Hvernig bar það til að þú gerðist leiðsögu-maður? spyr ég Birnu fyrst.- Forsagan er sú að rétt áður en ég lauk Verslunarskólaprófi vorið 1953 barst skóla-num bréf frá nokkrum fyrirtækjum þar sem okkur nemendum var boðið að sækja um vinnu, a.m.k. það sumarið. Ég þáði það boð og fékk vinnu á skrifstofunni hjá H. Ben. við Tryggvagötu. Reyndar hafði ég í nokkur sumur á undan unnið við gestamóttöku á hótelum, t.d. á Nýja Garði. En þarna á skrif-

stofu H.Ben. sá ég oft út um gluggann þegar fjöldi ferðamanna kom í land á léttabátum frá stórum skemmtiferða-skipum, sem lágu á ytri höfninni. Þegar ég hafði svo nokkrum sinnum séð auglýst í blöðunum námskeið fyrir leiðsögumenn ferðamanna sló ég til og fór á námskeið, sem Ferðaskrifstofa ríkisins hélt í Menntaskólanum í Reykjavík árið 1965.

Ég fór þó ekki strax að vinna sem leiðsögu-maður og fór því aftur á námskeið hjá Ferðaskrifstofu ríkisins árið 1969 sem þá var haldið í Stofnun Árna Magnússonar, rétt hjá Háskóla Íslands. Umsjónarmenn voru Vigdís Finnbogadóttir, síðar forseti Íslands, Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, og Ásta Stefánsdóttir, frönskukennari. Fljótlega eftir það fór ég svo að vinna sem leiðsögumaður, aðallega hjá Kynnisferðum en einnig nokkrum öðrum ferðaskrifstofum. Ég fór þó nær eingöngu í dagsferðir þar sem ég taldi að ég ætti að annast fjölskylduna... bæði börn og eiginmann.

Ein af fyrstu ferðunum sem ég fór í sem leiðsögumaður var með hóp farþega frá Norðurlöndunum í hringferð að Gullfossi og Geysi. Margar rútur voru á brottfarar-staðnum og þegar ég spurði konu frá viðkomandi ferðaskrifstofu í hvaða rútu ég

ætti að vera benti hún mér á réttu rútuna. Þegar ég fór þangað inn kom í ljós að allir farþegarnir voru finnskir. Ég fór aftur út og sagði starfskonunni að ég talaði ekki finnsku. Hún sagði mér þá að einhver í hópnum hlyti að kunna ensku og gæti þá túlkað fyrir mig. Loksins fann ég eina konu sem sagðist kunna svolítið í ensku, en í ferðinni heyrði ég að sumir farþeganna töldu að hún væri ekki að túlka rétt. Í lokin kvaddi ég þau svo með eina finnska orðinu, sem ég kunni = kiitos.

Mér fannst leiðsögustarfið mjög áhugavert og man hvað sumt kom mér skemmtilega á óvart. Ég man t.d. þegar ég sagði hópi frá Bandaríkjunum frá bandarísku geim-förunum sem höfðu æft sig fyrir norðan og ein konan í hópnum sagði að sonur sinn hefði verið einn af þeim. Einu sinni var ég líka með hóp frá Norðurlöndum og þegar við ókum framhjá Hlíð í Hrunamannahreppi sagði ég farþegunum frá Fjalla-Eyvindi. Þá kom í ljós að ein kona í hópnum hafði leikið Höllu í kvikmynd sem sænski kvikmynda-leikstjórinn Victor Sjöström gerði árið 1918 eftir leikriti Jóhanns Sigurjónssonar.

Þú varst meðal stofnenda Félags leiðsögu-manna 1972.- Já, ég var á stofnfundinum 6. júní það

Page 4: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

4Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

ár og það var haldið í litlum „sal“ á Hótel Loftleiðum (eins og það hét þá). Ég veit ekki um tilgang eða ástæðu þess að félagið var stofnað, en þeir sem unnu að undir-búningi stofnunar félagsins voru Kristján Arngrímsson og Jón Þ. Þór sem unnu báðir sem leiðsögumenn hjá Kynnisferðum. Þeir vildu þó hvorugur gefa kost á sér í formanns-sætið, en Bjarni Bjarnason kennari var hins vegar kosinn fyrsti formaður félagsins. Ég held að á stofnfundinum hafi verið u.þ.b. 27 leiðsögumenn og margir þeirra höfðu farið á leiðsögunámskeið hjá Ferðaskrif-stofu ríkisins en aðrir höfðu stundað háskólanám í ýmsum fræðum. Á þessum tíma voru leiðsögumenn venjulega kal-laðir „túlkar“, stundum „gædar“ eða „farar-stjórar“, en smám saman var farið að tala um „leiðsögumenn“. Nú er stundum talað um „hópstjóra“ og ég veit að almenningur gerir sér alls enga grein fyrir mismuni-num á þessum starfs-heitum.

Hvað með menntun leiðsögumanna á þessum tíma?- Eftir stofnun FL reyndum við að finna út hvenær fyrsta námskeiðið fyrir leiðsögu-menn hefði verið haldið hér á landi og elsta skírteinið sem ég fann var frá 1960. Til-gangur okkar var að fá fleiri félagsmenn og aðstoða þannig ferðaskrifstofur við að fá

sérmenntaða leiðsögumenn til starfa. Árið 1976 var talið æskilegt að leiðsögunám-skeiðin væru ekki haldin af einni ákveðinni ferðaskrifstofu og var því ákveðið að Ferðamálaráð Íslands héldi námskeiðin. Ég var þá fulltrúi í ráðinu og var beðin að sjá um leiðsögunámið á Íslandi þar sem ég hafði bak-grunn þaðan. Fyrst fékk ég að nota sama húsnæðið á lóð hjá Háskóla Íslands en fljótlega kom að því að það húsnæði fékkst ekki lengur. Ég spurði þá hvort Háskólinn vildi ekki bara taka að sér þetta nám en var sagt að það félli ekki að kennsluháttum í Háskólanum þar sem ken-nslan þar væri yfirleitt afmörkuð við ákveðnar greinar. Í leiðsögunáminu var hins vegar um að ræða margar greinar, eins og jarðfræði, bókmenntir, Íslandssögu, tungumál svo að dæmi séu tekin.

Nokkru síðar sá ég í fjölmiðlum að setja ætti á fót sérstakt ferðamálanám við Menntaskólann í Kópavogi. Ég hafði samband við skólameistarann, Ingólf A. Þorkelsson, og honum leist vel á að leiðsögu-námið færi fram í MK. Hann var þá einmitt að undirbúa kennslu um ferðamál sem átti að byrja þá um haustið í MK. Hann spurði hvort ég gæti aðstoðað sig við undir-búninginn. Ég fann nokkra aðila sem höfðu sótt ferðamálanám erlendis og á þessu kynn-

ingarnámskeiði kynntu þeir hvernig þeirra námskeið höfðu farið fram. Ég sá aðeins um þessa fyrstu kynningu, en það varð upphafið að námi sem nú kallast Ferðamálaskólinn við MK. Leiðsögukennslan var hins vegar óbreytt um haustið þegar námið fluttist í Kópavog en smám saman bættist ýmislegt við, t.d. þegar ferðaskrifstofurnar fóru að bjóða nýjar og lengri ferðir. Einnig fóru skemmti-ferðaskipin að heimsækja önnur landsvæði svo að Leiðsöguskólinn í MK fór að bjóða upp á svæðisnámskeið fyrir leiðsögumenn. Þau voru síðan haldin í flestum landshlutum. Fyrst fóru allir í „kjarnann“ en gátu svo valið sitt eigið landsvæði. Ég spurði göngu-ferðafólk (þ.e. fararstjóra þeirra) hvort það hefði ekki áhuga á að kynna farþegum sínum ýmislegt áhugavert í gönguferð-unum, en var sagt að farþegar þess vildu bara ganga, ekki endilega hlusta á einhverja fyrirlestra. Ég hef hins vegar frétt að í sumum gönguferðum núna sé farið að segja frá landslaginu og skoðaðar ýmsar plöntur, þær teknar upp og notaðar í matinn sem farþegarnir fá í ferðinni. Þarna í MK var góð kennsluaðstaða og t.d. var hægt að hafa æfingatíma í mörgum kennslustofum sama kvöldið fyrir nemendur með mismunandi tungumál.

Page 5: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

5Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

Hvernig finnst þér svo hafa til tekist með menntun leiðsögumanna?- Þótt leiðsögunámið í MK hafi farið fram í húsnæði menntaskóla þurftu nemendur að hafa lokið stúdentsprófi áður en kennslan hófst. Sumir misskildu þetta og jafn-vel forstöðumenn MK svo að ég reyndi að fá námið opinberlega viðurkennt af menntamálaráðuneytinu. Það fór milli margra ráðuneyta og tók langan tíma, en loksins fékkst þar skilgreint sem „nám eftir framhaldsskóla“. Mér fannst leiðsögun-emendur í MK vera jákvæðir og áhugas-amir, en ég veit að sumum fannst ég vera ákveðin og ströng og tala fornmál! En mér fannst hins vegar afar einkennilegt þegar ákveðinn ferðaskrifstofueigandi stofnaði eða tengdist leiðsöguskóla á Bíldshöfða þar sem engin inntökupróf voru tekin, engar vettvangsferðir farnar og ýmis-legt annað undanskilið. Mér fannst það ekki sýna metnað í verki, en kennslan hefur víst breyst til betri vegar. Síðar hófst líka leið-sögunám hjá Endurmenntun Háskóla Íslands sem mér skilst að sé mjög fagmannlegt. Hvað svo um þróun mála varðandi leiðsögumenn?- Fyrst eftir stofnum félagsins fóru leiðsögu-

menn að hittast oftar og þá uppgötvuðum við að ferðaskrifstofurnar greiddu misjöfn laun. Þegar við fórum fram á að þau yrðu samræmd var okkur sagt að það væri ekki hægt, af því að við værum ekki í ASÍ. Þegar við svo höfðum samband við Alþýðusam-bandið var okkur neitað um inngöngu vegna þess að starf leiðsögumanna væri ekki viðurkennt sem alvörustarf!! Félagið fékk svo inngöngu í ASÍ fyrir nokkrum árum.

Annað mál vil ég nefna. Við komumst líka fljótlega að því að víða erlendis máttu íslenskir leiðsögumenn ekki fara með íslen-ska hópa sína um ákveðin svæði eða inn á ákveðin söfn. Það mátti aðeins heimafólk gera. Stjórn félagsins fannst því aðkallandi að fá viðurkenningu á starfsréttindum ok-kar hér, m.a. með það í huga að erlendir fararstjórar (hópstjórar) gætu ekki unnið hér sem leiðsögumenn. Þá fórum við að kalla slíka fararstjóra „hópstjóra“. Ég hef ávallt haft þá trú og von að „faglærðir leiðsögu-menn“ gætu sagt erlendum farþegum sínum e-ð fleira en „You must fuck the river after me“ og að á Íslandi sé „frjálst kynlíf“. Þetta voru t.d. aðalfréttir heimsins eftir leiðtoga-fundinn í Höfða.

En ósk um fagréttindi hefur verið hörð barátta í gegnum árin, ekki síst þegar gerð var alveg hrikaleg og óskiljanleg breyting á félaginu fyrir nokkrum árum þannig að allir sem þess óskuðu gátu gengið í Félag leiðsögumanna þótt þeir hefðu aldrei farið í leiðsögunám. Einnig burtséð frá því hvort leiðsögunám þeirra hefði verið samþykkt af menntamálaráðuneytinu. Á einum félags-fundinum þar sem þessi lagabreyting var rædd mátti stór hluti félagsmanna ekki taka til máls fyrr en eftir að breytingin tók gildi. Ég mátti t.d. ekki taka til máls fyrr en undir liðnum „Önnur mál“. Þetta gat ég ekki skilið öðruvísi en svo að aldarfjórðungsstarf mitt við umsjón leiðsögukennslu hefði verið gert að engu. Þrotlaust starf mitt var að engu metið hjá Félagi leiðsögumanna. Ég taldi því ekki líklegt að félagið hefði áhuga á að fá starfsréttindi viðurkennd eða lögleidd enda hefur lítið sem ekkert heyrst um það frá félagsmönnum eða stjórnarfólki síðustu árin. Fyrir nokkrum árum ræddi fagmenntaður leiðsögumaður (þá alþingis-maður) um fagmenntun leiðsögumanna en stjórn FL gerði ekkert. Ég hef líka frétt að fyrir fáeinum árum hafi landsfundur sjálf-stæðismanna samþykkt eftirfarandi: „Tryggja þarf lögverndun starfheitis

Page 6: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

Birna G. Bjarnleifsdóttir er Vestfirðingur að uppruna, fædd á Ísafirði árið 1934. Hún lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Ísafjarðar vorið 1949 og flutti suður um haustið. Hún lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands vorið 1953, var skrifstofumaður hjá H.Ben. 1953–1958, kenndi vélritun við Réttarholtsskóla 1965-1966 og tók leiðsögupróf frá Leiðsögu-námskeiðum Ferðaskrifstofu ríkisins 1965 og 1969 og hóf þá störf sem leiðsögumaður ferða-manna.

Birna stundaði nám í fjölmiðlafræðum við Fjölbrautaskólann í Breiðholti 1986, hlaut endurnýjun leiðsöguskírteinis frá Leiðsögu-skóla Ferðamálaráðs 1983 og aftur 1991 og hefur sótt bæði námskeið og ráðstefnur erlendis

sem erlend samtök leiðsögumanna hafa haldið um leiðsögumál. Hún var forstöðumaður Leiðsögu-skóla Ferðamálaráðs 1976-1991 og síðan fag-stjóri Leiðsöguskólans í MK frá þeim tíma til 2002.

Birna vann sem dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu um tíma. Hún var formaður Félags le iðsögumanna 1973 -1979 og hefur auk þess gegnt ýmsum öðrum trúnaðar-störfum fyrir félagið. Þá hefur hún verið ötul í félagsmálum í sinni heimabyggð, Breiðholtinu í Reykjavík, þar sem hún var fyrsti formaður Kvenfélags Breiðholts, var í byggingarnefnd og síðar sóknarnefnd Breiðholtskirkju og formaður Soroptimistaklúbbs hverfisins. Hún safnaði margs konar fróðleik fyrir nemendur sína í Leiðsöguskólanum, t.d. Leiðsögu 1 og Leiðsögu 2, og margs konar öðrum fróðleik um Ísland. Hún rekur Bókaútgáfuna Sögu sem gaf út Handbók leiðsögumanna, útdrátt um helstu Íslendingasögurnar. Hún skrifaði bókina Saga ferðaþjónustunnar (bæði erlendis og á Íslandi) og fjölmenningarheftið Sinn er siður í landi hverju. Hún skrifaði einnig um kirkjugluggana úr Coventry-kirkju sem eru í kirkjum og öðrum húsum hér á landi. Síðustu árin hefur Birna safnað fróðleik um Breiðholtið (t.d. um torf-bæinn gamla). Fyrir það fékk hún viður-kenningu á Breiðholtsdögum árið 2009. Og síðast en ekki síst, var Birna sæmd riddara-krossi fyrir fræðslustörf í þágu ferðamála árið 2000.

Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011. 6

leiðsögumanna og annarra sem sótt hafa sérmenntun til að gegna afmörkuðum störfum í ferðaþjónustu.“ Mér skilst að þessi samþykkt hafi verið send Félagi leiðsögumanna en aldrei neitt heyrst frá félaginu... enda var innganga í félagið þá opin öllum.

Hvernig líst Birnu svo á að hingað komi ein milljón ferðamanna árlega?

- Auðvitað hljóta leiðsögumenn að fagna því að ferðamönnum fjölgi hér á landi... og að arðurinn falli í okkar skaut, að við og aðrir íslenskir ferðaþjónar fáum þann hagnað sem atvinnugreinin ferðaþjónusta gefur af sér, t.d. íslenskar ferðaskrifstofur, fagmenntaðir leiðsögumenn, rútueigendur og bílstjórar og að íslenskt starfsfólk fái atvinnu á hótelum hér á landi. Ganga þarf eftir því að fag-menntun leiðsögumanna verði opinberlega viðurkennd. Einnig þarf að huga að umh-verfisvernd, hvort ferðamannastaðirnir þoli aukinn fjölda ferðamanna og fleira í þeim dúr. Mér sýnist að núna sé verið að vinna að öryggismálum á þeim stöðum sem ferða-menn heimsækja. -kj

Page 7: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

7Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

Fyrir yfir 40 árum voru leiðsögumenn búnir að stofna með sér hagsmunasamtök á heimavelli, enda ferðamennska vaxandi atvinnugrein um öll Norðurlönd.

Leiðsögumenn eins og aðrir sem bindast hags-munasamtökum sjá hag í samskiptum milli félaga sinna í öðrum löndum. Hjá okkur á Norðurlöndum var stofnun norrænna samtaka fyrsta skrefið áður en menn fóru áfram inn á alþjóðavettvang, en til eru heimssamtök leiðsögumanna.

Verkefni IGC voru frá upphafi að fást við aukna menntun leiðsögumanna og afla skilnings hjá stjórnvöldum og viðsemjendum á gildi leiðsögu-mannsins fyrir ferðaþjónustuna. Fyrir nokkrum árum tókst IGC að gefa út heildstæða mynd af menntun leiðsögumanna í öllum grundval-laratriðum á Norðurlöndum. Með aukinni upplýs-ingatækni og nýrri kynslóð leiðsögumanna hafa ýmsar áherslur breyst í alþjóðasamstarfi. Þannig hafa sum félög leiðsögumanna á Norðurlöndum sett spurningarmerki við norræna samstarfið en lagt meiri áherslu á það evrópska. Framkvæmdastjórn ESB hefur einnig viðurkennt FEG, Evrópusam-tök leiðsögumanna, sem umsagnaraðila í málum sem snerta hagsmuni þeirra, svo sem menntun og starfsskilyrði.

Aukið vægi Evrópusamstarfsins breytir hins vegar ekki þörfinni fyrir okkur Norðurlandabúa að vinna okkar mál í sameiningu á heimavelli áður en farið

er út á evrópskan eða alþjóðlegan vettvang. Allt alþjóðlegt samstarf er sérlega mikilvægt fyrir leiðsögumenn sem eru að sinna fólki frá öllum heiminum og miðla þekkingu sinni á aðstæðum, menningu og sögu viðkomandi landa til fróðleiks-fúsra ferðamanna. Gildi góðrar menntunar fyrir fróðleiksmiðlun til ferðamanna verður seint of-metið, enda um að ræða verðmæti sem ekki eru áþreifanleg. Innan ESB hefur verið lögð áhersla á að menningarverðmæti Evrópu séu slík að ekki megi láta skeika að sköpuðu við miðlun þeirra til ferðafólks.

IGC hefur verið vettvangur til að hitta starfsbræður frá öðrum Norðurlöndum einu sinni á ári og skip-tast á skoðunum, reynslu og hugmyndum. Slíkt samstarf verður áfram mikilvægt þrátt fyrir skype og annan tækjabúnað, enda kemur í staðinn fátt fyrir upplifun á staðnum af þeim stöðum sem heim-sóttir eru í tengslum við árlegan fund IGC.

Í apríl 2012 munu menn geta hist á landamærum Finnlands og Svíþjóðar, en þar er um að ræða afar merkilegt menningarsvæði til margra alda.

Borgþór S. Kjærnested, fv. formaður FL og IGC

IGC (Internordic Guide Club)samtök norrænna leiðsögumanna

Page 8: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

8Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

IGC (Internordic Guide Club)samtök norrænna leiðsögumanna

„Þegar ég kom inn í stjórn FL var mér falið það hlutverk að vera tengiliður félagsins við norrænu samtökin og gerði ég það með gleði. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á norrænni samvinnu.“

Í tengslum við ársfundi IGC hef ég farið á marga staði á Norðurlöndum sem ég hefði sennilega ekki farið til ella. Langar mig að nefna Hamina í Finnlandi og Álandseyjar. Á báðum þessum stöðum upplifði ég nýjar hliðar á Norðurlöndunum. Í Hamina fann ég nálægðina við Rússland, hvernig Finnar hafa mátt takast á við stríð og frið og sjá hvað landamæri þeirra hafa flust til í aldanna rás. Á Álands-eyjum upplifði ég hversu margt er hægt að

rækta á svo norrænum slóðum, s.s. epli og dalíur. Þar heimsóttum við bónda sem ræktaði epli og gerði úr þeim margs konar vín sem voru mjög góð. Hann er fyrsti ferðaþjónustu-bóndinn sem ég sótti heim. Hann tók á móti hópum í einu af útihúsunum, og gaf þeim að smakka vínin og annað sem hann gerði úr eplunum. Það hefur einnig verið mjög gagnlegt og gaman að fylgjast með leiðsögumönnum

annars staðar á Norðurlöndunum sýna og segja frá og tengja það við mínar frásagnir fyrir Skandinava og skynja hvað við eigum mikið sameginlegt. Ég vona að norrænt samstarf eigi eftir að blómstra í framtíðinni og vona að sem flestir fari með til Haparanda – Torneaa á komandi vori.

Ragnheiður Björnsdóttir,leiðsögumaður.

Page 9: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

9

Mikilvægir áfangar fyrir leiðsögumenn

Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

Hversu oft höfum við leiðsögumenn ekki pirrast yfir ráðstefnum, fundum, nefndum eða einhverju slíku þar sem verið er að fjalla um ferðamál á Íslandi og enginn fulltrúi leiðsögumanna er þar með? Okkur hefur gramist að ekki sé leitað álits okkar sem mörg hver þekkjum landið út og inn, helstu einkenni ferðavenja ferðamanna frá mismunandi löndum heimsins og allt hitt sem við kunnum og þekkjum svo vel. Löggilding á starfsheitinu okkar hefur verið uppi á borðum næstum frá stofnun félag-sins, bráðum fyrir 40 árum, og gengið svo grátlega hægt að ekki borgar sig að fjölyrða frekar um það mál. Á vegum Félags leiðsögumanna starfa ýmsar nefndir að hagsmunamálum okkar og meðal þeirra er löggildingarnefnd. Hún hefur á árinu farið á fundi í ráðuneyti ferðamála, þ.e. iðnaðarráðuneytinu, og í haust fengu formaður nefndarinnar og formaður félagsins áheyrn hjá ráðherra sem leiddi til þess að fulltrúi félagsins fékk sæti

í nefnd sem er að vinna reglugerð fyrir lögin um skipanferðamála á Íslandi, sem nú er verið að endurskoða. Fulltrúi félag-sins hefur mætt á þó nokkuð marga fundi undanfarnar vikur og m.a. tekist að koma leiðsögumönnum á blað í reglugerðinni, sem og námi okkar frá leiðsöguskólum viðurkenndum af menntamálaráðuneytinu. Síðan kastaði stjórn félagsins á milli sín skilgreiningunni á leiðsögumanni, sem koma á fram í orðskýringum í reglugerðinni, og er þessi skilgreining komin á sinn stað.

Leiðsögumenn fái fulltrúa í samráðs-nefnd um ferðamál

Síðast en ekki síst var send inn athugasemd við drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um skipan ferðamála á þá leið að fulltrúi leiðsögumanna ætti sæti í samráðs-nefnd um ferðamál í landinu - og þessi athugasemd var tekin til greina! (Þetta geta allir lesið í frumvarpinu). Þetta er afar mikilvægt fyrir okkur leiðsögumenn, auk

þess sem segja má að leiðsögumenn séu komnir á alvörublað, sem væntanlega leiðir til þess að ekki verður lengur gengið alfarið framhjá okkur þegar verið er að fjalla um ferðamál og erlenda ferðamenn á landinu. Þess ber þó að geta að bæði á eftir að samþykkja frumvarpið og reglugerðina. Dropinn holar steininn - og auk þessa sem að ofan greinir þá leita nefndir Alþingis í ríkari mæli eftir umsögn félagsins um ýmis mál sem snerta ferðamál og hefur verið lögð áhersla á að senda umbeðnar umsagnir. Nú er það okkar að sýna að við gögnumst málaflokknum virkilega vel. Það gerum við með því að vera dugleg að koma sjónarmiðum okkar áleiðis, koma með góðar og uppbyggilegar ábendingar um það sem betur má fara og bara á allan hátt að vinna vel það sem okkur er falið. (Ég tel reyndar að við séum flest að því.)

Bryndís Kristjánsdóttir, fulltrúi í stjórn Félags leiðsögumanna

Page 10: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

10

Hlédrægur leiðsögu-maður varð forseti

Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

Frú Vigdís Finnbogadóttir, leiðsögumaður, kennari, leikhússtjóri og forseti íslenska lýðveldisins, segist feimin þótt hún láti aldrei á því bera. Stefán Helgi Valsson heimsótti Vigdísi og fræddist um þessa einstöku konu sem hefur beint og óbeint haft áhrif á leiðsögumenn og ferðaþjónustu á Íslandi sem hún starfaði við í 13 ár í hlutastarfi.

Ég sjóaðist í framkomu í starfi mínu sem leiðsögumaður. Þótt ég sé feimin læt ég aldrei á því bera. Það er mikil ögrun að vera leiðsögumaður og maður tekst á við hana. Ég er hlédræg, er ekkert fyrir að gaspra. Leiðsögnin var góður skóli til að vinna á feimninni. Ég er af þeirri kynslóð kvenna

þegar konur voru að bylta af sér farginu. Kvenfólk fór ekkert til útlanda til að stúdera, nema kannski listamenn. Ég var af fyrstu kynslóð kvenna sem fóru í háskólanám erlendis í stríðslok, sýktist af útþrá, var afskaplega hrifin af franskri menningu en Frakkland var vagga 20. aldarinnar í

evrópskri menningu. Um miðbik aldarinnar varð ég stúdent (1949) frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þar var ég í litlum klúbbi í sem kallaði sig tesófista. Við tesófistar vorum á bólakafi í að skoða og skeggræða evrópska menningu. Mig langaði að sjá land og þjóð með eigin augum og það sem ég hafði heyrt um og lesið.

Page 11: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

11Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

Fyrsta ferðin 1951 eða 1952

Þorleifur Þorleifsson, forstjóri Ferðaskrif-stofu ríkisins, kom að máli við móður mína og spurði hvort ég gæti ekki tekið að mér leiðsögn með franska ferðamenn af skemmti-ferðaskipi því að hann vissi að ég talaði frönsku. Þá áttaði ég mig á því að maður getur ekki sagt ferðamönnunum hvað sem er. Áður en ég fór af stað vildi ég vita hvernig ég ætti að fara að þessu.

Gunnlaugur Þórðarson var einn þeirra sem byrjuðu sinn leiðsöguferil á þessum tíma. Þarna var einnig Valtýr Pétursson listmálari og Herdís Vigfúsdóttir – gríðarlega góður leiðsögumaður. Við Herdís og Valtýr vorum seinna líka mikið saman sem leiðsögu-menn í Grænlandi með Birni Þorsteins-

syni, sagnfræðingi og prófessor. Við Herdís kenndum lengi saman frönsku í Menntaskólanum í Hamrahlíð.

Fyrsta ferðin mín gekk sem betur fer tiltölulega vel en það var árið 1951 eða 1952. Fjórir smekkfullir bílar frá BSÍ voru í samfloti þennan dag og var ekið frá Kalkofns-vegi þaðan sem Ferðaskrifstofa ríkisins var til húsa. Ferðaskrifstofan var í gömlu húsi sem fyrir löngu er búið að rífa en stóð við rætur Arnarhóls þar sem tónlistarsviðið er sett upp á hátíðisdögum eins og 17. júní.

Ég þekkti leiðina vel, Hreppana og Tungurnar, en las mér þó til og bjó til vörður (stiklur) sem komu sér vel í ferðinni. Ég talaði í hljóðnema sem ég var ekki vön að nota. Í þessari ferð kom allur matur beint

af skipinu og frönsku ferðamennirnir fóru í dúkaða lautarferð við Geysi sem var mjög skemmtilegt.

Ég var alltaf hálfkvíðin fyrir ferðir sem í sjálfu sér er gott. Ég trúi því að ef manni er ekki alveg sama áður en maður leggur af stað í ferð geri maður betur en ella. En með æfingunni fer maður auðvitað að eiga auðveldara með að tjá sig. Leiðsögumenn horfa oftast út um framrúðuna og tala. Sjálf þarf ég alltaf að horfa á áheyrendur til að nema viðbrögð þeirra. Væntanlega er það til komið vegna þess að ég vandist því í kennslunni. Ég sat oft á gírkassanum eins og þeir voru í gamla daga og horfði aftur í bílinn. Ef ég á að segja brandara þá verð ég að sjá fólkið.

Þetta voru mjög skemmtileg og gefandi ár í því tilliti að manni gáfust tækifæri til að stúdera landið gagngert. Er það nokkur furða þótt ég sé á móti Kárahnjúka-virkjun, ég þekki þetta svæði mjög vel. Þegar maður hefur kynnt sér landið í þaula verður maður svo hjartasár ef eitthvað spillir því. Hálendinu kynntist ég best á ferðalögum með Guðmundi Jónassyni óbyggðabílstjóra og Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi.

Page 12: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

12Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

Upphaf leiðsögunáms á Íslandi

Þorleifur Þorleifsson, forstjóri Ferða- skrifstofu ríkisins, sá nauðsyn þess að þjálfa leiðsögumenn erlendra ferðamanna. Hann bað Björn Þorsteinsson listfræðing, Björn Th. Björnsson sagnfræðing og mig um að skipuleggja nám. Fyrstu námskeiðin voru haldin í Aðalbyggingu Háskóla Íslands árið 1957 eða 1958 minnir mig. Seinna voru námskeiðin haldin í Árnagarði í stofu á 1. hæð beint á móti Árnastofnun, en námið var alltaf innan háskólasvæðisins. Þar voru ekki slegin nein vindhögg.

Námskeiðin þóttu fjarska skemmtileg og voru mjög vinsæl. Við fengum sérfræðinga á alla pósta. Stofurnar voru þéttsetnar. Þú getur ímyndað þér Björn þorsteinsson skálmandi um gólf að segja innblásnar sögur um land og þjóð. Sigurður Þórarins-son kenndi jarðfræði og Björn Th. kenndi að sjálfsögðu listasögu. Auk þess vorum við með fuglafræðinga, náttúrufræðinga og óbyggðasérfræðinga. Þetta voru miklir meistarar.

Það var símenntunarbragur á leiðsögu-náminu. Sá sem hafði grunnþekkingu hafði gagn og gaman af þessu námi. Fólk sem bjó yfir alþýðufróðleik var þarna líka því að við vildum halda öllu til haga. En þúfan sem þurfti að klífa var sú að fólk talaði ekki erlendu tungumálin nógu vel til að segja frá landi og þjóð.

Mér þykir mjög gaman að kenna sem er ríkur þáttur í leiðsögumannsstarfinu. Mig langar alltaf svo mikið að aðrir viti það sem ég veit og að miðla því sem mér finnst merkilegt.

Námskeiðin voru markverð vegna þess að þau ýttu undir sjálfsálitið. Fólk vantreystir sér oft en þarna öðlaðist það þá sjálfs-virðingu sem þekkingin gefur.

Allt sem prýðir góðan leiðsögumann

Eitt af því sem ég gerði á Ferðaskrifstofu ríkisins var að ráða leiðsögumenn. Stundum kom til mín fólk sem talaði málin vel, en vissi ekkert hvað átti að segja. Ein stúlka

var einhvern tíma fengin í hallæri til að leiðsegja á ítölsku í bíl. Og það fyrsta sem hún þorði að segja þegar hún kom upp fyrir Elliðaár var: „A sinistra Lago Rosso“ (til vinstri Rauðavatn). Væntanlega leit fólkið út um gluggana og velti fyrir sér hvað hún átti við.

Það er grundvallaratrið að þeir sem kynna landið viti um hvað á að fjalla. Ég hjálpaði stundum væntanlegum leiðsögumanni að búa til það sem ég kallaði „vörður“ sem studdi þá í því að tala um ákveðin efni á tilteknum stöðum sem meginatriði og svo væri öllum auðvitað velkomið að flétta ýmislegt annað inn í frásögnina. Við vorum algjörir brautryðjendur í þessu. Það var nýtt á þessum tíma í ferðamennsku að búa til vörður. Það voru Björn Þorsteinsson og Þorleifur Þórðarson sem virkjuðu mig. Það er oft að maður veit ekki sjálfur hvað maður getur gert fyrr en manni er bent á það. Þessir tveir sáu eitthvað í mér sem þeir virkjuðu. Ég er mjög vandvirk, ég undirbjó mig, lærði eins mikið og kostur er um allt landið þvert og endilangt.

Page 13: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

13Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

Á ferð með Guðmundi Jónassyni

Vigdís naut samvista við Guðmund Jónasson óbyggðabílstjóra, stofnanda Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar, og Sigurð Þórarinsson jarðfræðing á ferðalagi um landið tvö sumur.

Sigurður sjanghæjaði mig til að þýða fyrir sig í ferðum um landið með erlendum jarðvísindamönnum. Við Guðmundur urðum miklir vinir – hann var yndislegur maður. Seinna, þegar hann varð eldri, minnti hann mig stundum á að í hryssings-tíð á fjöllum hafði ég í koju sofið fyrir innan hann – og naut auðvitað hlýjunnar af þessum stóra manni - og hann var kankvís þegar hann spurði mig: „Manstu þegar við sváfum saman í Hrafntinnuskeri - eða var það í Landmannaugum?“ Honum fannst skemmtilegast að segja þetta þegar sem flestir heyrðu.

Guðmundur kenndi mér margt og ekki síst eitt sem mér finnst óendanlega fallegt: Þegar þú sérð gullmuru, fálkapung (holurt), geldingahnapp eða eyrarrós gægjast uppúr svartri sandauðninni þá eru þetta orkídeur norðursins, orkídeur sandanna. Ég hugsa

all taf um þetta þegar ég ferðast um óbyggðirnar.

Á þessum ferðalögum með Guðmundi kynntist ég landinu og ánum mjög vel. Guðmundur hafði einstaka þekkingu á öllum vöðum, sérstaklega vaðinu yfir Tungná. Hann þekkti botninn á þessu stór-fljóti eins og lófa sinn. Hann hafði alltaf eyktarmark og fór svona, pínulítið svona, og svo örlítið niður eftir ánni, og þegar einn stein bar við annan átti hann að fara aðeins uppeftir. Hann þekkti hvern einasta stein við sjóndeildarhring.

Halldór Eyjólfsson á Rauðalæk, sem seinna var hjá Landsvirkjun við Búrfell og Hrauneyjafoss, var stundum bílstjóri hjá Guðmundi og hann þekkti líka hverja einustu þúfu. Þetta voru svo fínir og traustir karlar á fjórhjóla-trukkunum. Þeir þekktu nöfn á öllum fellum, öllum kennileitum og voru glaðbeittir við að segja Íslendingum frá. En útlendingarnir vildu ekkert vita um nöfnin á fellunum. Ég var – og er – nú almennt meira í yfirlitsmyndinni um hvað erlent fólk vill vita þegar það kemur til Íslands.

Page 14: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

14Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

Ferðaskrifstofa ríkisins

Vigdís starfaði fyrir Ferðaskrifstofu ríkisins á sumrin á árunum 1959-1972. Ferðaskrif-stofa ríkisins var stofnuð árið 1936 en lögð niður 1939. Hún var svo endurreist eftir síðari heimsstyrjöld og hafði einkaleyfi reksturs ferðaskrifstofu erlendra ferða-manna til ársins 1964.

Ég var stöðugt í Gullfoss-ferðum sumarið eftir að ég fór í fyrstu skipsferðina en svo urðu breytingar á. Þorleifur Þórðarson, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, óskaði eftir starfskröftum mínum á skrifstofunni og bað mig að vinna að kynningarmálum. Þá var ég farin að þekkja landið nokkuð vel. Eitt af því sem ég kom að var að semja við heimavistarskóla í landinu um hótelrekstur. Það hófst með því að við Fríða Ásgeirs-dóttir, gjaldkeri Ferðaskrifstofu ríkisins, oft þá kallaðar „vegmeyjarnar“, ókum milli heimavistarskólanna vítt og breitt um landið sem seinna urðu Eddu-hótel á sumrin.

Þorleifur var hinn mikli brautryðjandi í íslenskum ferðamálum. Hann var öðlingur, hógvær og tranaði sér aldrei fram. Hann

beitti okkur Fríðu til að mynda fyrir sig þegar honum datt einn góðan veðurdag í hug að gera heimavistarskólana að sumar-hótelum. Þorleifur pantaði sjálfur inn fyrir hótelin þegar verið var að undirbúa hótel-reksturinn í upphafi. Sængurverastrangar voru fluttir til hans beint frá útlöndum til að láta sauma sængurfatnað fyrir hótelið. Á skrifborðinu hans var iðulega hrúga af léreftsströngum, sængurlíni og gluggatjalda-efni. Áður vorum við kvenfólkið búnar að aðstoða hann við að velja efnið í gegnum heildsala.

Snemma fór ég að skipuleggja ferðir. Við skipulögðum m.a. SAGA tour sem var ákaflega vinsæl. Einnig sérferð fyrir fugla-skoðara og þá sem vildu skoða fossa og jökla. Ég man að við lögðum sérstaka áherslu á jöklana í litlum bæklingi sem við gáfum út. Ég varð svo meginkynnir ferða-skrifstofunnar fyrir þá sem vildu skrifa um Íslandi og tók á móti rithöfundum, ljós-myndurum og blaðamönnum. Eftir á að hyggja var ég á þessum árum hægri hönd Þorleifs og starfið sem slíkt kenndi mér býsna margt um ábyrgð. Leiðsögunám-skeiðin stækkuðu og Eddu-hótelum fjölgaði.

Page 15: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

15Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6 árg., des. 2011.

Gullni hringurinn

Gullni hringurinn er vinsælasta dagsferðin út frá Reykjavík meðal erlendra ferða-manna. Færri vita að nafnið er komið frá Vigdísi. - Okkur vantaði gott nafn til að selja ferðina milli Þingvalla, Gullfoss og Geysis. Nafnið er komið beint uppúr þjóðarkveðskap Íslendinga sem á vel við, enda eru allir þessir staðir gulls ígildi í sögu og náttúru út frá Reykjavík. Gullhringurinn eða The Golden Circle heitir eftir þriðju álfkonunni í kvæðinu um Ólaf Liljurós sem var með gullband um sig miðja.

Ólafur Liljurós

Ólafur reið með björgum fram, Villir hann, stillir hann

hitti´ hann fyrir sér álfarann, þar rauður loginn brann.

:,: Blíðan lagði byrinn undan björgunum, blíðan lagði byrinn undan björgunum fram:.

Þar kom út ein álfamær,Sú var ekki Kristí kær.Þar kom út ein önnur,

hélt á silfurkönnu.Þar kom út hin þriðja

með gullband um sig miðja.

Leikhússtjóri og forseti

Ég varð viðskila við ferðaþjónustuna 1972 þegar ég tók við starfi leikhússtjóra Leik-félags Reykjavíkur og varð reyndar fyrsti kvenmaðurinn sem gegndi þeirri stöðu. Fyrir forsetakjörið árið 1980 fór ég um landið og talaði þá alltaf um umhverfið, fólkið á staðnum en ekki sjálfa mig. Þetta kunni fólk að meta. Þá naut ég þess að hafa verið leiðsögumaður og vegmær. Kosninga-baráttan var kannski erfiðari fyrir mig en hina frambjóðendurna vegna þess að fólk þekkti mig fyrst og fremst sem frönsku-kennarann úr sjónvarpinu eða leikhús-manneskju, en ég var óþekkt í pólitík. Það var landið og þekking mín á landinu sem fleytti mér áfram.

Hvar er skógurinn?

Þingvellir eru hliðið inn í sögu og fortíð Íslands og þjóðarinnar og þess vegna finnst mér að alltaf eigi að byrja þar þegar farið er í Gullhringinn. Þingvellir eru þar á ofan fegurstir í árdegissól. Staðurinn er ótrúlega merkilegt jarðfræðilegt fyrirbæri, enda á mörk tveggja heimsálfa.

Á mínum t íma var a lgengt að Gul l -hringurinn tæki 10 klukkustundir (og þá var borðað a.m.k. einu sinni á leiðinni) en nú veit ég að í boði eru ferðir sem taka rúmar 5 klukkustundir.

Ég sakna hvorki Valhallar né grenitrjánna á Þingvöllum. Birki er mitt tré. En annars á maður að vera þakklátur fyrir allt sem grær á Íslandi. Elísabet Bretadrottning kom til Íslands og skoðaði Þingvelli árið 1990. Á leiðinni til Þingvalla var gert stutt stopp í Vinaskógi til að vígja hann í tilefni land-græðsluskógaátaks. Henni hafði verið sagt að staðurinn héti The Forest of Friendship. Þegar við stigum út úr bílnum og gengum inn á svæðið staldraði drottningin við og leit í kring um sig og sagði í undrun sinni: „Where is the forest?“ Við fengum þann heiður að gróðursetja fyrstu tvær hríslurnar á svæðinu svo það var ekki nema eðlilegt að hún skyldi spyrja, blessuð konan. Þetta voru tvær birkihríslur sem standa hnar-reistar neðan við stöplana þar sem meitluð eru nöfn þeirra sem hafa gróðursett í þessum skika, sem nú, tveim áratugum síðar, er orðinn að gróðuryndi.

Page 16: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

16Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

Nauðsynlegt að gera kröfur til leiðsögumanna

Ég ber mikla virðingu fyrir leiðsögu-mannanáminu eins og það er orðið. Mér skilst að þetta sé gríðarlega mikið og traust nám. Mér finnst gott að kröfur séu gerðar til leiðsögumanna og ég veit að lágmarks-menntunar er krafist í Evrópu. Viðhorfið var almennt, þegar við Björn vorum í þessu, að hver sem er gæti verið leiðsögumaður með erlenda ferðamenn. Starfið þótti ekkert sérstakt, en það er nú heldur betur fjarri öllu raunsæi. Að mínu mati verður að þjálfa afar vel til starfans eins og í öllum mikilvægum starfsgreinum. Fólk verður að kunna tungu-málið, sem það notar til frásagna, og vita hvað það ætlar að segja. Það þarf að þekkja landið, kunna sögu þjóðarinnar, þekkja staðhætti, og þekkja jarðsögu. Og margt, margt fleira. Það er ákveðin list fólgin í því að standa á Berþórshvoli og segja: Þaðan komu þeir! Að fá söguna til að verða að mynd í hugum þeirra sem eru að horfa á umhverfið. Okkur Birni var efst í huga að byggja upp leiðsögunám á þann

veg að það væri ekki nóg að kunna að koma fyrir sig orði á ensku til að verða leiðsögu-maður, heldur þurfti einnig að kunna að segja frá, - líka á öðrum tungumálum.

Það er allt öðruvísi að leiðsegja Íslendingum en erlendum ferðamönnum. Íslendingar vilja vita hvað fjöllin heita og hvaða útilegumenn hlupu upp á hvaða fjöll og földu sig í hellum og hraunum. Til allrar hamingju erum við ennþá svo tengd minningum úr fortíðinni að við viljum heyra um það þegar við ferðumst um landið.

Page 17: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

17Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

Gylltur lúður

Auðvitað lenti Vigdís í ýmsu minnisverðu á löngum ferli: - Einu sinni bilaði hljóð-neminn í bílnum. Þá þurfti ég að standa í ganginum og tala eins hátt og ég gat og eins þegar við stoppuðum. Eldri maður – reyndar vel við aldur - sat í fremsta sætinu og starði eitthvað svo mikið á mig að ég fór að velta því fyrir mér hvers vegna hann góndi svona stíft. Það hlaut að vera eitthvað sem ég var að gera vitlaust. Daginn eftir kemur hann aftur í sömu ferð, og enn einblínir hann á mig og sýnist ekki hafa áhuga á að horfa í kringum sig. Þing-vellir voru fyrsta stopp dagsins og þar vindur hann sér að mér, með þessu starandi augnaráði, og spyr hvort ég sé komin af Melkorku. Ég hélt það gæti nú passað því að amma mín væri úr Dölunum og ég þættist áreiðanlega skyld fornköppum þar.

Þegar hann heyrir þetta býður hann mér á stundinni að heimsækja írska innflytjenda-félagið í New York. Hann myndi bjóða mér og fylgdarmanni far og gistingu og laun fyrir ljósmyndaleyfi. Hann sagðist vera af

írsku bergi og vera síðasti ábúandinn í prívat-húsi í Wall Street (hann var þannig búinn að hann var greinilega auðugur) og ég væri sú sem hann hefði verið að leita að sl. ár til að sitja fremst í aðalvagni sem Melkorka í árlegri skrúðgöngu afkomenda írskra inn-flytjenda. Og ekki nóg með það, hann las mér bréf frá ritstjórn Life þar sem farið var fram á einkaleyfi hjá stjórn írska innflytjenda-félagsins til að birta í tilteknum mánuði forsíðumynd af þessari þá hefðbundnu skrúðgöngu um Fifth Avenue. „Þú átt að vera fremst á þessari mynd – þú ert svo írsk og þú átt að segja blaðinu söguna af Mel-korku,“ sagði hann. Mér blöskraði sú til-hugsun að það gæti komið til mála að vera á útsíðu Life. Ég hugsaði aldrei lengra en að verða hrædd um að ég yrði að athlægi ef ég kæmi á forsíðu í erlendu blaði, sem kannski yrði selt í Bókabúð Lárusar Blöndal á Skólavörðustígnum – kannski jafnvel stillt út í glugga - og neitaði þessu áhugaverða boði. Engu að síður kom nokkru seinna blaðamaður frá Ameríku, tók af mér ljós-myndir sem tvífara Melkorku og yfirheyrði mig um sögu Melkorku í Laxdælu.

Góð ráð fyrir leiðsögumenn

• Vertu þú sjálf/ur. • Konur eiga ekki að leika karla og karlar eiga ekki að leika konur. • Vertu heilsteypt/ur. • Aldrei fara af stað nema vera vel undirbúin/n. • Hógværð er góður kostur. Það er auðvelt að monta sig af landinu því að það er svo flott.

Allar ferðir eru eins og að fara í próf uppá nýtt og engin ferð er eins — einfald-lega vegna þess að fólkið er aldrei eins. Leiðsögumaðurinn andspænis landinu bergmálar landið. Og fyrir alla muni sýna hógværð.

Nema hvað, stuttu seinna kom svo kassi í póst i á ferðaskrifs tofuna merktur „Vigdis“ og var opnaður með mikilli varúð. Í kassanum var lúður eins og notaður er á íþróttavöllum. „Fyrir yður að nota þegar hljóðneminn er bilaður,“ stóð á korti sem fy lgdi g jöf inni f rá þessum a ldraða afkomanda írskra innflytjenda í Ameríku.

Page 18: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

18Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

Mikilvægi leiðsögumanna

Ég lít á mig sem atvinnuleiðsögumann þótt ég hafi ekki slíkt próf eins og sjálfsagt er að hafa í dag. Ég held (vafalaust í einhverri bjartsýni) að ég gæti, ef svo bæri undir, stigið upp í bíl núna og komist nokkurn veginn klakklaust gegnum ferð, t.d. Gull-hringinn. Ég hef í raun aldrei hætt að vera leiðsögumaður, - og heldur ekki kennari.

Menntun leiðsögumanna og leiðsögupróf er nauðsynlegt vegna þess að það er ekki hægt að senda hvern sem er með ferðamönnum sem telja sig hafa keypt aðgang að upplýs-ingum um land og þjóð. Það verður að meta kunnáttu og þekkingu leiðsögumannsins, - á henni veltur hvaða áhrif land og saga hefur á ferðamanninn sem lítið veit um land og þjóð. Ferðamenn fara í ferð með leiðsögu-manni vegna þess að þeir vilja fræðast.

Reyndar vilja kannski ekki allir fá leiðsögn og sumir óska sér að leiðsögumaðurinn hætti að tala vegna þess að hann sé svo leiðinlegur. Það getur alveg drepið mann að hlusta á leiðinlegan leiðsögumann sem ekki er starfinu vaxinn – eins þótt maður viti ekki neitt sjálfur! Til allrar hamingju eigum við á Íslandi enga svoleiðis leiðsögumenn ...

-shv

Page 19: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

19Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

Lífshlaup Vigdísar Finnbogadóttur

Vigdís fæddist í Reykjavík 15. apríl 1930. Faðir hennar var Finnbogi Rútur Þorvalds-son, prófessor við Háskóla Íslands. Móðir hennar var Sigríður Eiríksdóttir, hjúkrunar-kona og formaður Hjúkrunarfélags Íslands. Vigdís útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949. Þá fór hún til Frakk-lands þar sem hún nam franskar bókmenntir við Háskólann í Grenoble og Sorbonne í París 1949-1953, og leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla. Eftir að hún sneri aftur til Íslands lauk hún BA-prófi frá Háskóla Íslands í frönsku og ensku og kennslufræði til kennsluréttinda.

Vigdís starfaði í ferðaþjónustu í um 13 ár sem leiðsögumaður almennra ferðamanna á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins, hannaði ferðir og sá um markaðs- og kynningarmál.

Síðast en ekki síst kom hún ásamt fleirum að menntun leiðsögumanna á upphafsárum fjöldaferðamennsku á Íslandi að undirlagi Þorleifs Þorleifssonar, forstjóra Ferðaskrif-stofu ríkisins.

Vigdís er einn af stofnendum framúrstef-nuleikhússins Grímu og var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó 1972-1980. Leikfélag Reykjavíkur flutti síðar í Borgar-leikhúsið, eftir að Vigdís var kosin forseti lýðveldisins 1980. Vigdís er fyrsti kvenkyns þjóðhöfðinginn í heimi sem er kosin í al-mennum lýðræðislegum kosningum. Hún dró sig í hlé árið 1996 eftir 16 gæfurík ár í embætti. Vigdís er heiðursdoktor við 16 háskóla og er öflugur talsmaður jafn-réttis kynjanna og mikil áhugamanneskja um varðveislu og viðgang tungumála fá-mennra þjóða.

Page 20: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

20Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

Sigrún Ragnarsdó t t i r og Tómas Í s l e i f s son f rá Só l -heimum eiga og reka nýtt kaffi-hús í nágrenni Sólheimajökuls. Sigrún útskrifaðist sem fag-menntaður leiðsögumaður frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 2005.

Kaffihús á besta stað

„Það vantaði sárlega salernis- og veitinga-aðstöðu í nágrenni við Sólheimajökul,“ segir Sigrún. Jökullinn er vinsæll á öllum árstímum, ekki síst vegna þess að ýmis fyrirtæki bjóða uppá léttar og skemmti-legar gönguferðir um hann. Aðstaðan er í grámáluðum gámum og er til fyrirmyndar. Afbragðsgott kalt vatn kemur úr borholu

í nágrenninu og rafmagn er framleitt með rafal. Heildarkostnaður er uppá á annan tug milljóna.

Sigrún og Tómas eru með tæplega 70 kindur, þrjú hross og einn kött heima á Sólheimum – en börnin fjögur eru farin að heiman. Það yngsta er 26 ára og það elsta er 31 árs. Sigrún hefur m.a. starfað sem framhaldsskóla-kennari, framkvæmdastjóri Njálusetursins á Hvolsvelli og verkefnisins Grettistaks á Laugarbakka sem tengist Grettissögu.

Sigrún segist kunna því vel að hella uppá kaffi fyrir ferðamenn. „Þetta er allt annað sjónarhorn en það sem maður kynnist í leiðsögninni. Nú skil ég miklu betur hvernig þeim líður sem vilja selja ferðamönnum veitingar og þjónustu og líka hvernig það er þegar á staðinn kemur fólk sem fer bara á salernið eða notar aðstöðuna til að borða nestið sitt. Þetta heyrir nú sem betur fer til undantekninga og fagmenntaðir leiðsögu-menn sem ég hef hitt eru mjög meðvitaðir um þetta.“

Leiðsögumenn óska Sigrúnu og Tómasi til hamingju með framtakið.

-shv

Café Sólheimajökull

Page 21: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

21Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

Ferðalag um Listasafn Reykjavíkur

Texti: Berghildur Erla BernharðsdóttirLjósm: Stefán Helgi Valsson

Page 22: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

22Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

Erlendum ferðamönnum hefur fjöl-gað hlutfallslega mun meira hér á landi síðustu ár en annars staðar í heiminum. Alls 566 þúsund erlendir ferðamenn sóttu landið heim í fyrra og hafa aldrei verið fleiri. Í ár er búist við um 600 þúsund ferða-löngum til landsins.

Þá eru ótaldir þeir farþegar sem koma til landsins með skemmtiferðaskipum en í ár hafa hátt í 80 skemmtiferðaskip boðað komu sína til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni kemur lang-stærsti hluti ferðamanna hingað sér til skemmtunar. Þeir sækja landið heim til

að skoða stórbrotna náttúru, menningu og mannlíf.

Listasafn Reykjavíkur sem staðsett er í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og Ásmundar-safni er meðal viðkomustaða margra ferðalanga í leit að skemmtun og menningu enda býður safnið upp á fjölbreyttar sýning-ar og viðburði allan ársins hring og er opið alla daga vikunnar. Þá gildir sami aðgöngu-miðinn tímabundið í öll húsin. Listasafnið er stærsta listasafn hér á landi og hýsir verk margra þekktustu og ástælustu listamanna þjóðarinnar. Safnið býður upp á sýningar hvort tveggja í senn fyrir þá sem aðhyllast gamla góða málverkið eða það allra nýjasta í listalífinu.

Hafnarhúsið sem er við Tryggvagötu er heimkynni Errósafnsins. Þar eru sýnin-gar á verkum listamannsins Errós (1932) sem er með þekktari samtímalistamönnum Íslendinga á alþjóðavettvangi. Hafnarhúsið býður jafnframt reglulega upp á sýningar á samtímalist og ýmiss konar viðburði eins og tónleika, málþing og fyrirlestra. Tón-listarhátíð Icelandic Airwaves er t.d. haldin árlega í húsinu. Gestir safnsins geta notið veitinga á 2. hæð með fallegu útsýni yfir höfnina og á jarðhæð er safnverslun með úrvali innlendra og erlendra listaverkabóka og sýningarskráa. Þar eru einnig til sölu afsteypur af verkum Ásmundar Sveinssonar, ýmis gjafavara frá KRAUMI, gjafakort og eftirprentanir af kunnum listaverkum.

Hafnarhús Ásmundarsafn Kjarvalstaðir

Page 23: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011. 23

Nú stendur yfir í Hafnarhúsi sýning á róttækum og ögrandi verkum spænska listamannsins Santiagos Sierras sem vakið hefur heimsathygli og mikil viðbrögð. Verk Santiagos Sierras hneyksla og ganga þvert á velsæmishugmyndir fólks. Hefur hann verið sakaður um að færa sér í nyt bágbornar aðstæður undirmálsfólks með því að greiða því fyrir þátttöku í verkum sínum með aðgerðum sem margir telja mjög vafasamar. En tilgangur Sierras er ekki að hneyksla heldur varpa ljósi á viðteknar hugmyndir manna um ójöfnuð og misskiptingu innan samfélagsins. Á sýningunni er í fyrsta sinn á heimsvísu sýnt heildarsafn allra heimildarkvikmynda og -myndbanda Sierras auk þess sem áhrifamiklir gjörningar listamannsins munu setja svip sinn á bor-

garlífið á sýningartímabilinu sem stendur til 15. apríl. Fjölbreytt dagskrá verður í boði í Hafnarhúsi í sumar en auk sýningar á verkum Errós verður húsið vettvangur stórrar norrænnar samtímalistasýningar sem reykvísk söfn og gallerý standa fyrir í sam-starfi við Listahátíð í Reykjavík. Kjarvalsstaðir eru með fjölbreyttar sýningar eftir þekkta listamenn, málþing, fyrirlestra og ýmiss konar viðburði. Fastur liður í starfsemi safnsins eru sýningar á verkum eftir Jóhannes S. Kjarval (1885-1972), eins ástsælasta listamanns þjóðarinnar. Sýningar á verkum Kjarvals eru jafnan helsta eftirlæti listelskandi ferðamanna sem sækja landið heim. Þar er nú jafnframt boðið upp á sýningu á verkum Karenar Agnete Þórarins-

son (1903-1992) sem var ein hinna mörgu, dönsku kvenna sem fylgdu íslenskum eigin-mönnum heim frá Kaupmannahöfn á fyrri hluta 20. aldar. Hún hreifst af landi og þjóð og næstu sex áratugina málaði hún og sýndi verk sín víða um land og varð virtur og vel þekktur málari.

Á Kjarvalsstöðum er einnig sýning norsku arkitektastofunnar Snøhettu sem hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir byggingar sínar. Stofan bar sigur úr býtum í alþjóðlegri sam-keppni um gerð Bóka-safnsins í Alexandríu og nýja Óperuhúss-ins í Ósló, byggingar sem nú eru orðnar að þekktum kenni-leitum. Á 20 ára afmæli stofunnar árið 2009 var efnt til stórrar yfirlitssýningar í nýju byggingarlistadeildinni í Listasafni Noregs

Santiago Sierra Erró Karen Agnete Þórarinsson

Page 24: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

24Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

í Ósló og er úrval verka frá þeirri sýningu á Kjarvalsstöðum. Sýningar Karenar Agnete Þórarinsson og Snøhettu standa þar til 4. mars. Þá tekur við sýning á verkum eftir einn virtasta listamann Spánar, Antoni Tápies og stendur hún til 13. maí. Sýning er nýtt og víðtækt yfirlit yfir starfsferil lista-mannsins og er sett upp í nánu samstarfi við hann. Í sumar verður sett upp sýningin Deleríum sjónskynsins en þar er verkum Kjarvals og yngri kynslóða listamanna teflt saman og þau túlkuð í anda fyrirbærafræði franska heimspekingsins Maurices Merleau-Pontys. Mjög gott aðgengi er að húsinu og yfir sumartímann er boðið upp á leiðsagnir á ensku. Veitingahús er á safninu og safn-verslun líkt og í Hafnarhúsinu.

Þriðja safn Listasafns Reykjavíkur er Ásmundarsafn sem er helgað verkumÁsmundar Sveinssonar myndhöggvara, (1893-1982) eins af frumkvöðlum höggmyndalistar á Íslandi. Safnið er til húsa í einstæðri byggingu við Sigtún sem listamaðurinn hannaði að mestu sjálfur og byggði á árunum 1942-1950. Formhugmyndir hússins eru sóttar til Miðjarðarhafsins, í kúluhús araba og píramída Egyptalands. Umhverfis safnið er höggmyndagarður og prýða hann nær þrjátíu höggmyndir listamannsins. Ásmundur Sveinsson sótti innblástur í íslenska náttúru og bókmenntir sem og til þjóðarinnar sjálfrar. Það þarf ekki að ganga lengi um sali safnsins eða garðinn umhverfis til að átta sig á hvers vegna Ásmundur er

dáður af þjóð sinni. Efnismikil, kröftug og stundum ógnandi verk hans eru lík þeim kynjamyndum sem Íslendingar hafa á öllum tímum getað lesið úr landi sínu. Myndir sem lýsa skynjun þeirra á landinu— og um leið þeim sjálfum. Í safninu eru sýnd verk sem spanna allan feril Ásmundar. Aðgengi að safninu er mjög gott og góð stæði fyrir hópferðabíla. Þeir ferðamenn sem kjósa árið 2012 að kynna sér íslenska og erlenda list í Listasafni Reykjavíkur verða ekki sviknir af heimsókn í safnið sem býður upp á fjölbreytta skemmtun fyrir augu og eyru.

Berghildur Erla Bernharðsdóttir,verkefnastjóri hjá Listasafni Reykjavíkur

www.listasafnreykjavikur.is

Snøhetta Ásmundarsafn Ásmundarsafn

Page 25: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

25Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

Seljum Ísland hvað sem það kostar

Leiðsögumenn eru hornreka stétt í þessu landi þrátt fyrir hið gríðar-lega mikilvæga starf sem þeir inna af hendi í landkynningarmálum. Það er alveg sama hversu miklum peningum er eytt í landkynningu

ef fólkið sem tekur á móti ferða-mönnunum stendur ekki undir væntingum. Fagmenntaðir leiðsögu-menn eru sérfræðingar í tungu-málum, málefnum tengdum náttúru og samfélagi og í mannlegum sam-

skiptum. Leiðsögumenn eru enn að bíða eftir þeirri viðurkenningu sem felst í löggildingu starfsins eða lögverndun starfsheitisins.

Inspired by Tourist Guide

Page 26: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

26Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

Inspired by Iceland

Markaðsherferðin Inspired by Iceland sem ráðist var í strax eftir eldgosið í Eyjafjalla-jökli 2010 og Inspired by Íslander 2012 hafa birst á netinu. Herferðirnar ganga út á að sýna hversu gestrisnir Íslendingar eru og það hversu reiðubúnir þeir eru að gera hitt og þetta ókeypis fyrir erlenda ferðamenn. Það er umhugsunarefni til hverra er verið að höfða og hvort Íslendingar almennt standi undir þeim væntingum sem markhópnum er gefið í skyn að staðið verði undir.

Innskotssvæði á Íslandi

Nuboland, eða Chinatown á Grímsstöðum á Fjöllum, er athygliverð tilraun til að byggja upp innskotssvæði (e. tour-ism enclave) fyrir kínverska ferðamenn á Íslandi. Ferðamálafræðingar hafa lýst áhrifum innskotssvæða á efnahag og sam-félög, sérstaklega í þróunarlöndum þar sem þau er einkum að finna. Helstu rök með slíkri uppbyggingu eru erlend fjárfesting, atvinnusköpun og í tilfelli Íslands að ná til asíumarkaðar. Helstu rök gegn slíkri upp-byggingu eru leki, þ.e. litlir peningar verða eftir í samfélaginu, og neikvæð umhverfis-áhrif. Að ónefndum samsæriskenningum.

Erfitt að manna stöður

Nefnt hefur verið að fyrirhugað lúxus-hótel verði með 300 herbergi, golfvöll og hestabúgarð. Vegna þess að það er fjarri byggðakjörnum þarf starfsfólkið að koma annarsstaðar að, t.d. Akureyri, Húsavík eða Beijing. Hótel- og gistihúsaeigendur á ekki afskekktari stöðum en Kirkjubæjarklaustri og Skaftafelli hafa lent í vandræðum með að manna stöður og hafa þurfa að flytja inn erlent starfsfólk á sumrin og útvega því fæði og húsnæði. Lúxushótel af þessari stærðargráðu eins og rætt hefur verið um á Grímsstöðum þarf ábyggilega yfir 200 starfsmenn. Með sumum fylgja fjölskyldur og þá er líklegt að megi reikna með 300 manns eða svipuðum íbúafjölda og býr í Vík í Mýrdal. Þar um slóðir, eins og annars-staðar á landinu, dregur ferðaþjónustan að sér erlent vinnuafl.

Ónákvæm mynd af landi og þjóð

Þótt talað sé um að ráða Íslendinga þá eru því miður alltof fáir innfæddir Íslendingar sem tala kínversku. Aðeins tveir kínversku-mælandi leiðsögumenn eru á lista Félags leiðsögumanna. Nýbúar frá Kína hafa notið góðs af fjölgun ferðamanna frá heimalandinu undanfarin ár. Flestir búa á höfuðborgarsvæðinu og það er alls óvíst að

þeir vilji flytja úr höfuðborginni til Gríms-staða á Fjöllum. Ferðamálafræðingar hafa bent á að ferðamenn sem dvelja á innskots-svæðum fái ónákvæma mynd af landi og þjóð.

Hákarl í gullfiskabúri

Nýtt lúxushótel á Grímsstöðum og sam-keppni um ferðamenn á svæðinu kemur kaupendum væntanlega til góða. En hvað með þá sem hafa af vanefnum en eljusemi byggt upp ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum í áratugi? Aðila með viðlíkt fjármagn og gefið hefur verið í skyn í fjölmiðlaumræðu má í samanburði við fjárstyrk heimamanna líkja við að hákarl sé við það að stinga sér til sunds í gullfiskabúri. Vissulega skortir gistirými við Mývatn yfir sumarmánuðina en það er ófyrirséð hvernig samkeppnin um ferðamenn og hugsanlega starfsfólk kemur til með að þróast, t.d. yfir vetrarmánuðina.

Álögur á ferðamenn

Bráðnauðsynlegt er að verja fjármunum í verndun og uppbyggingu ferðamannastaða víðsvegar um landið. Á Geysissvæðinu er hverahrúðrið fótumtroðið og litlaust. Þess vegna er fólk duglegt að brenna sig þar. Leiðsögumenn hafa ítrekað bent á þessi vandamál, m.a. í blaðagreinum.

Page 27: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

27Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

Siv Friðleifsdóttir, þá umhverfisráðherra, tók vel í að innheimta gjald af ferða-mönnum við vinsæla ferðamannastaði með það fyrir augum að vernda svæðið og ferða-mennina frá hættum. Það hlaut ekki hljóm-grunn sem betur fer. Össur Skarphéðinsson, þá iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála, boðaði nýjan skatt á ferðamálaráðstefnu fyrir þremur árum. Lög um Framkvæmda-sjóð ferðamannastaða voru samþykkt sl. sumar en hugmyndin með lögunum er að innleiða nýjan skatt á notendur til að fjár-magna nauðsynlegar úrbætur á ferðamanna-stöðum.

Meingallaður skattur

Tekjur framkvæmdasjóðsins áttu upphaflega að koma úr tveimur áttum, annarsvegar frá gististöðum og hinsvegar farþegum sem ferðuðust til landsins með flugvél. Í bili hefur verið hætt við að innheimta gjaldið af farþegum á leið til landsins. Gistinátta-gjaldið svokallaða sem haldið var til streitu er meingallað að sögn samtaka atvinnu-rekenda í ferðaþjónustu (SAF). Vissulega er það ósanngjarnt fyrir þá sem bjóða uppá gistingu að þurfa einir að bera uppi fram-kvæmdir á ferðamannastöðum. Og það er ekki heldur sanngjarnt gagnvart þeim sem greiða gjaldið að sumir sem bjóða uppá

gistingu sleppi við að greiða gjaldið vegna þess að gistingin er hvergi á skrá.

Ríkissjóður græðir

Erlendir ferðamenn sem hingað koma eyða miklum peningum og greiða virðisaukaskatt af ýmsum vörum og þjónustu. Starfsfólk í ferðaþjónustu greiðir tekjuskatt. Tekjur af ferðaþjónustu á Íslandi eru verulegar fyrir ríkissjóð. Eitt árið var það reiknað út að eyðsla þeirra sem ferðast um landið væri 155 milljarðar og vinnsluvirði greinarinnar um 37 milljarðar. Þess vegna ætti ekki að standa á ríkissjóði að fjármagna einstaka úrbætur á ferðamannastöðum án þess að skattleggja ferðamenn sérstaklega eins og nú hefur verið gert. Sérstaka athygli vekur að einungis 3/5 hlutar gistináttagjaldsins renna í framkvæmdasjóðinn. Það vekur líka athygli að fjármagni úr sjóðnum skuli út-hlutað til ferðamannastaða í eigu opinberra aðila sem voru, og eru væntanlega enn, á fjárlögum hvort sem er. Meginreglan er að peningarnir skulu fara til opinberra aðila, þó er gert ráð fyrir því að vinsælir ferðamanna-staðir fái stuðning þar sem nauðsynlegt þykir að bæta öryggi og vernda náttúru.

ÞingvellirÝmis uppbygging hefur átt sér stað á

Þingvöllum undanfarinn áratug. Má þá nefna göngustíginn og trépallinn að Öxarár-fossi og brýrnar yfir Öxará. Við Hakið hefur verið byggður útsýnispallur, gestastofa og salerni, og bílaplanið hefur verið stækkað. En betur má ef duga skal. Hraða þarf fram-kvæmdum í Almannagjá þannig að fólk geti gengið þar niðureftir. Sumir djarfir ferðamenn fara reyndar þrátt fyrir kirfi-legar merkingar um að stígurinn sé lokaður. Eins og leiðsögumenn væntanlega muna þá opnaðist 2011 gjá undir stígnum efst í Almannagjá. Mikil mildi var að kínverski forsetinn sem fékk bílfar þarna árið 2004 skyldi ekki hrapa í gjána. Reyndar var útsýnispallurinn við Hakið einmitt byggð-ur við það tækifæri. Hinsvegar var pallur-inn ekki kláraður alveg fyrir en nokkrum árum seinna, erlendum ferðamönnum og leiðsögumönnum til ama.

Gósentíð í köfun

Silfra er einn fallegasti köfunarstaður veral-dar enda er útsýnið í kristaltæru Þingval-lavatni framúrskarandi. Það sem hófst sem jaðarsport fyrir erlenda ferðamenn er nú orðið svo vinsælt að það myndast ör-tröð í Silfru nánast uppá hvern dag. Það er skondið að sjá fólk í brunafrosti um háve-tur spígspora í þurrbúningnum áður en það

Page 28: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

28Fréttabréf Félags leiðsögumanna. 1. tbl. 6. árg., des. 2011.

dýfir sér ofaní ískalt Þingvallavatn. Bílum er lagt þvers og kruss á veginum og tugir kafara hindra umferð um veginn sem liggur að bílastæðinu þar sem Hótel Valhöll stóð áður en það brann. Ágangurinn í svæðið hefur aukist svo mikið að rætt hefur verið um að takmarka aðgengi að Silfru, eða stjórna umferðinni á einhvern hátt til að allir séu sáttir.

Leiðsögn eða fararstjórn?

Framboð á ferðaþjónustu hefur vaxið gríðar-lega undanfarin ár. Nú er til dæmis hægt að fara í hestaferð og Gullhring, köfunarferð og Gullhring, reiðhjólaferð og Gullhring, ísgöngu og suðurströnd svo dæmi séu tekin. Án þess að draga mannkosti þess fólks í efa sem hefur yndi af hestum, köfun, hjólreiðum og ísgöngu þá verður ekki litið framhjá þeirri staðreynd að sumir sem „leiðsegja“ í þessum samsettu ferðum eru alls ekki fagmenntaðir leiðsögumenn.

Leiðsögumaður eða fararstjóri?

Því miður gera fáir greinarmun á starfi leiðsögumanns annarsvegar og fararstjóra hinsvegar. Munurinn liggur í því að leiðsögu-menn hafa lokið sérstöku fagnámi í leið-sögn sem tekur til svæðisins sem hann/hún

hyggst leiðsegja um og hefur fengið vottun yfirvalda. Ferðamálastofa vottar menntun leiðsögumanna á Íslandi. Hvorki faglegrar menntunar né vottorðs er krafist af farar-stjórum.

Fagleg leiðsögn

Í Bandaríkjunum er algengt að nota orðið guide fyrir hverskonar leiðsögn og farar-stjórn. Í Evrópu er til skilgreining sem er vottuð af Staðlaráði Evrópu (CEN) og talað um „tourist guide“ annarsvegar og „tour manager“ hinsvegar. Eitt afþreyingar-fyrirtæki sem býður uppá samsettar ferðir auglýsir þetta á vefsíðu sinni: „Your guide will show you around and tell you some interesting facts and stories about the spout-ing geysers “Strokkur” and “Geysir” as well as the area.“ Varla er ástæða til að halda að textanum sé viljandi ætlað að villa um fyrir kaupandanum en hann gerir það samt. Flestir kaupendur þjónustunar gera sér einfaldlega ekki grein fyrir muninum á leiðsögn og fararstjórn, fagmenntuðum leiðsögumanni og fararstjóra. Fjölmiðlafólk ruglar þessu líka endalaust saman þótt störfin séu ólík, stundum í sömu málsgrein. Og það allra versta er að sumir sem hafa atvinnu af ferðaþjónustu gera sér ekki heldur grein fyrir muninum. Fagmenntaðir

leiðsögumenn verða að vera vakandi fyrir þessu og vera duglegir að koma þessu á framfæri.

Leiðsögunám á villigötum

Upphaf leiðsögunáms á Íslandi má rekja aftur til ársins 1960. Leiðsögunámið í Menntaskólanum í Kópavogi nær aftur til ársins 1976. Nú er svo komið að þrír skólar á þremur ólíkum skólastigum bjóða uppá leiðsögunám. Einn er á háskólastigi, annar á framhaldsskólastigi og sá þriðji er einkaskóli. Óþarfi er að gera upp á milli þessara skóla því að þeir sinna allir hlut-verki sínu vel. Hinsvegar má ekki líta fram-hjá því að engin starfsstétt getur búið við það að fagnám hennar sé í boði á þremur skólastigum. Hvað fyndist fólki um að fara til læknis og vita ekki hvort viðkomandi er með háskólapróf, stúdentspróf eða skírteini úr einkaskóla? Geta kaupendur gengið að gæðunum vísum? Eiga allir að hafa sama kaup? Það sér hver sem vill að fyrir fag-menntaða leiðsögumenn er þetta ótækt ástand.

Löggilding fyrir leiðsögumenn

Það er löngu tímabært að leiðsögumenn fái löggildingu, eða lögverndun starfs-

Page 29: Fréttabréf leiðsögumanna -   · PDF fileFréttabréf leiðsögumanna 1. tbl. 6. árg., desember 2011   2 HORFI Á FERAMENNINA Viðtal við Birnu G. Bjarnleifsdóttur

heitisins hið minnsta. Á þessu tvennu er eðlismunur. Einhverjum þykir til of mikils ætlast að leiðsögumenn krefjist löggilding-ar sem bannar öðrum en fagmenntuðum leiðsögumönnum að leiðsegja. Hinsvegar ríkir almennur skilningur á því að leiðsögu-menn fái lögverndun starfsheitis. Það mundi þýða að aðeins þeir sem lokið hafa fagnámi megi nota starfsheitið „leiðsögu-maður“. Aðrir sem leiðsegja geta t.d. kal-lað sig fararstjóra. Sambærilegt dæmi þekkjum við úr famhaldsskólunum þar sem þeir einir mega kalla sig kennara sem hafa hlotið til þess menntun og leyfisbréf frá menntamálaráðuneytinu. Þeir sem kenna en hafa ekki leyfisbréf kallast leiðbeinendur.

Fjöldi fagmenntaðra leiðsögumanna

Lausleg samantekt undirritaðs sýnir að um 1.500 einstaklingar hafa lokið eins árs fagnámi í leiðsögn frá árinu 1976. Flest árin útskrifuðust 20-40 nemendur úr einum skóla, en frá hruni hafa allt að 160 manns útskrifast á einu ári frá þremur skólum. Áður var sagt að ekki mætti löggilda leiðsögumenn vegna þess að þeir væru ekki nógu margir til að mæta eftirspurn – þau rök eiga ekki lengur við.

Ritstjórinn kveður

Liðin eru sex ár frá því að Bryndís Kristjánsdóttir hafði fyrst samband og óskaði eftir aðstoð við efnisöflun fyrir vef-síðu félagsins og ritstjórn Fréttabréfs Félags leiðsögumanna. Um það leyti hafði ný vefsíða verið tekin í gagnið sem sárlega vantaði efni. Frá árinu 2006 til ársbyrjunar 2011 ritstýrði undirritaður vefsíðu félagsins, og Fréttabréfi Félags leiðsögumanna til ársloka 2011. Það var sérstaklega ánægjulegt að gefa út fyrsta Fréttabréf Félags leiðsögu-manna sem birtist á rafrænu formi. Að lokum vil ég þakka öllum sem sendu efni til birtingar og lesendum fyrir góðar viðtökur. Sérstaklega þakka ég Berglindi Steinsdóttur sem prófarkalas öll 18 fréttabréfin í minni ritstjórnartíð.

Stefán Helgi Valsson, ritstjóri

30

Skrifstofan er opin sem hér segir:

• Þriðjudaga kl. 12:00 – 15:00• Miðvikudaga kl. 12:00 – 15:00• Fimmtudaga kl. 12:00 – 15:00

Sími: 588 8670

Nýr starfsmaður heitir Ásta Ólafsdóttir.

N ý r s t a r f s m a ð u r á s k r i f s t o f u

Á döfinni vor 201222. marsBoðsferð til Þingvalla. Rútuferð frá Reykjavík klukkan 17:15. Nánari upplýsingar á vef Félags leiðsögu-manna.

29. marsBoð í Listasafn Reykjavíkur milli klukkan 17:00 og 19:00. Leiðsögn í Hafnarhúsi, Ásmundarsafni og Kjarvals-stöðum. Rútuferð er í boði milli staða og hressing. Nánari upplýsingar á vef Félags leiðsögumanna.