fréttabréf afa og ömmu 2015

4
Fréttabréf afa og ömmu 18. árgangur Desember 2015 Gerðhömrum Enn og aftur líður að jólum og nýtt ár er handan við hornið. Þá er mál að smella í jóla- kveðjur og senda ykkur; ágætu vinir og ættingjar. Um leið þökkum við fyrir sam- verustundirnar á árinu sem er að líða og gömul og góð kynni. Árið hefur markað nokkur tímamót hjá afa og ömmu í Gerðhömrum. Í vor ákvað Beta amma að ljúka störfum við Vætta- skóla og fara á eftirlaun. Þá sá afi að kominn var tími á að hægja aðeins á og fara á eftirlaun með henni. Reyndar ætlar hann að taka að sér ýmis tilfallandi verkefni sem upp koma. Eftir áramót leysir hann formann Skólastjórafélags Íslands Hjá Ýri og Ómari við Radbyvej 74 , Agedrup af á skrifstofu Kennara- sambandsins og gerist starf- smaður félagsins í hálfu starfi í veikindaforföllum formannsins. Síðan verður eflaust skroppið í sólarfrí og heimsóknir til Dan- merkur og Noregs. Í febrúar ákváðu Ýr og Emelía að flytja til Danmerkur. Ýr eru búin að finna sinn draumaprins sem er

Upload: kristinn-breidfjoerd-gudmundsson

Post on 25-Jul-2016

230 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Fréttabréf afa og ömmu 2015

Fréttabréf afa og ömmu

18. árgangur

Desember 2015

Gerðhömrum

Enn og aftur líður að

jólum og nýtt ár er

handan við hornið. Þá

er mál að smella í jóla-

kveðjur og senda

ykkur; ágætu vinir og

ættingjar. Um leið

þökkum við fyrir sam-

verustundirnar á árinu

sem er að líða og

gömul og góð kynni.

Árið hefur markað

nokkur tímamót hjá afa og ömmu í

Gerðhömrum. Í vor ákvað Beta

amma að ljúka störfum við Vætta-

skóla og fara á eftirlaun. Þá sá afi að

kominn var tími á að hægja aðeins á

og fara á eftirlaun með henni.

Reyndar ætlar hann að taka að sér

ýmis tilfallandi verkefni sem upp

koma. Eftir áramót leysir hann

formann Skólastjórafélags Íslands

Hjá Ýri og Ómari við Radbyvej 74 , Agedrup

af á skrifstofu Kennara-

sambandsins og gerist starf-

smaður félagsins í hálfu starfi í

veikindaforföllum formannsins.

Síðan verður eflaust skroppið í

sólarfrí og heimsóknir til Dan-

merkur og Noregs.

Í febrúar ákváðu Ýr og Emelía að

flytja til Danmerkur. Ýr eru búin

að finna sinn draumaprins sem er

Page 2: Fréttabréf afa og ömmu 2015

hafnfirskur og heitir Ómar Karl

Sigurðsson ættaður frá Flateyri

og Tannanesi í Önundarfirði. Þau

hafa nú keypt sér gamalt og

myndarlegt hús („bondegård“)

rétt utan við Óðinsvé sem

búið er að gera upp að hluta.

Húsið fengu þau afhent 1. de-

sember s.l. og eru flutt inn.

Þau vinna nú að endurbótum

á húsinu m.a. verður sett nýtt

gólfhitakerfi í það með því að

draga varma úr jarðvegi með

varmadælu. Svo er það stóra

fréttin: þau eiga von á erfingja

í vor. Heimilisfangið hjá þeim

Fréttabréf afa og ömmu Síða 2

er: Radbyvej 74, 5320

Agedrup, Odense.

Þau Atli og Guðný

ásamt sonum dvöldu á

Ítalíu í nokkrar vikur s.l.

sumar. Þá notuðu þau

tækifærið og trúlofuðu

sig á þjóðhátíðardaginn

17. júní. Fréttin barst

síðan með haust-

skipunum til Íslands.

Tómas Dagur hóf nám í

Vesturbæjarskóla s.l.

haust og er mjög áhugasamur KR-

ingur á meðan Ísak Óli tekur

heiminn með léttu spaugi og ljúfu

brosi.

Fyrir jólin gaf Þór út sinn þriðja

tónlistardisk undir heitinu Jól í

Ómar Karl og Ýr í Danmörku.

Page 3: Fréttabréf afa og ömmu 2015

Síða 3 18. árgangur

stofunni og hélt samnefnda tónleika

í Gamla Bíói dagana 11. og 12. de-

sember s.l. Hann kennir áfram við

söngleikjadeild Söngskóla

Sigurðar Demetz auk þess að

syngja við ýmis tækifæri. Hugrún

vinnur nú við þýðingar heima og

Kristinn er á öðru ári í MH.

Örn og Magga stefndu sínum fjöl-

skyldum saman í Asker s.l. sumar.

Þar var mikið um dýrðir, synt í

sjónum, skokkað og skoðað. Á

milli dýfinga á Hvalestrand sendi

Sædís, sem nú er í VMA á Akur-

eyri, milljón hjörtu og kossa með

SMS til Íslands. Þá lauk Andri

Fannar framhaldsskólanum í vor

og er að velta fyrir

sér áframhaldinu.

Unnur og Hlynur

skruppu svo til

Íslands fyrir jólin

með póstinn og tóku

með sér íslenska

jólastemmingu til

Noregs.

Eins og oft áður

lögðu amma og afi

land undir fót. Fyrst

var farið til Fórída í

lok febrúar, afi sótti síðan ráðstefnu

í Alberta í Kanada og svo var tekinn

rúntur í sumar til Danmerkur og

Noregs. Síðan var Afríka heimsótt

Áð við háa sandöldu í Saharae á leið í tjaldbúðirnar.

Elísa Rún og Andri Fannar í Noregi.

Page 4: Fréttabréf afa og ömmu 2015

Kæru ættingjar og vinir. Við sendum ykkur okkar bestu jóla- og nýársóskir. Þökkum liðnar stundir!

Kristinn og Elísabet

enn á ný og farið aftur til Marokkó

í hringferð frá Agadir út í Sahara-

eyðimörkina á úlfalda. Gist var yfir

nótt í berbatjaldi og þar næst

haldið norður yfir Atlasfjöllin og

borgirn-ar Marrakesh og Essaouira

heimsóttar.

Veiðimennskan var með minna

móti síðastliðið sumar. Þorskveiðin

í Hólminum var heldur treg en

dugði þó vel í matinn allt árið enda

róið bæði haust og vor (þ.e. farið í

tvær veiðiferðir). Silungsveiðin á

Arnarvatnsheiði gekk hins vegar

vel hjá afa en var lítil hjá ömmu

enda var hún að jafna sig eftir

axlaraðgerð fyrr á árinu.

Rjúpnaveiðin var slök eins og

undan farin ár en engu að síður

tókst að ná í tíu fugla í þremur

veiðiferðum. Kristinn yngri fór með

okkur í sína fyrstu veiðiferð í haust.

Því miður var veður leiðinlegt í

þeirri ferð og reyndi meira á rötun

og úthald en fengsæld í það skiptið.

Kristinn við Austurá með einn vænan.

Beta og Guðný sem statistar í Al Capone

kvikmynd undir vegg Dómkirkjunnar.