frÉttabrÉf sÍÐuskÓla · lið keppa í beinni útsendingu á ruv. við óskum krökkunum allra...

5
Til foreldra og nemenda FRÉTTABRÉF SÍÐUSKÓLA Ábyrgðarmaður: Ólöf Inga Andrésdóttir Kæru nemendur og foreldrar! Nú er marsmánuður að baki og ekki er nú verra að sjá sólina hækka stöðugt á lofti. Í mánuðinum var mikið um að vera hjá okkur eins og endranær og má þar nefna vel heppnaðan útivistardag, við sáum sólmyrkva sem er nú ekki á hverjum degi hjá okkur og svo náðum við að sigra Akureyrarriðilinn í Skólahreysti í þriðja skiptið í röð. Þetta eru nú bara nokkur atriði af mörgum sem við í Síðuskóla tókum okkur fyrir hendur í þessum mánuði. Við höfum fengið niðurstöðurnar úr foreldrakönnun Skólapúlsins og einnig eru hægt að skoða niðurstöður úr nemendakönnuninni. Þessar niðurstöður má finna á heimasíðunni undir http://siduskoli.is/is/page/mat_a_skolastarfi. Mig langar að þakka ykkur kæru foreldrar fyrir það traust sem þið sýnið mér sem nýjum skólastjóra og nýju stjórnendateymi en skólinn mælist talsvert fyrir ofan landsmeðaltal hvað varðar ánægju foreldra með stjórnun skólans. Þetta er mikil hvatning fyrir okkur stöllur. Einnig er vert að taka það fram að skólinn mælist langt fyrir ofan landsmeðaltal þegar spurt er um ánægju foreldra með hraða á úrvinnslu skólans á eineltismálum. Ýmslegt fleira athyglisvert má skoða í þessum niðurstöðum og hvet ég ykkur til að gera það. Nú erum við farin að huga að næsta skólaári og er búið að senda skóladagatalið til samþykktar hjá skólanefndinni og munum við senda það út um leið hún hefur lagt blessun sína yfir það. Einnig er verið að raða niður kennarateymum. Eins og staðan er í dag verða í 1. bekk 42 nemendur en svipaður nemendafjöldi verður í skólanum næsta vetur eins og verið hefur á þessu skólaári, um 400 nemendur. Að lokum vona ég að þið eigið ljúfa og góða daga framundan í páskaleyfinu! Ólöf Inga Skólaárið 2014-2015 01.04. 2015 9. bréf Á döfinni í apríl: 7. apríl Kennsla hefst að loknu páskaleyfi 8.-10. apríl 4. bekkur fer á Kiðagil 16. apríl Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk 22. apríl Úrslitakeppni í Skólahreysti í Laugardagshöll 23. apríl Sumardagurinn fyrsti Fréabréf Síðuskóla er sent í tölvupós l nemenda, forráðamanna og starfsmanna skólans. SPEKI DAGSINS Dagur án hláturs er dagur án tilgangs. - Charlie Chaplin Kennsla hefst að loknu páskafríi þriðjudaginn 7. apríl samkvæmt stundaskrá. Einkunnarorð marsmánðar er: VINÁTTA Í Síðuskóla sýnum við vináttu með því að hugsa vel hvert um annað, taka þátt í því sem fram fer og gæta þess að enginn sé einmana. Þann 22. apríl n.k.mun hið frækna vinningslið Síðuskóla í Skólahreysti leggja land undir fót og halda til Reykjavíkur. Liðið tekur þátt í úrslitakeppninni sem fer fram í Laugardalshöllinni þar sem 12 lið keppa í beinni útsendingu á RUV. Við óskum krökkunum allra heilla. ÁFRAM SÍÐUSKÓLI !

Upload: others

Post on 05-Aug-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: FRÉTTABRÉF SÍÐUSKÓLA · lið keppa í beinni útsendingu á RUV. Við óskum krökkunum allra heilla. ÁFRAM SÍÐUSKÓLI ! Elva Ólafsdóttir sérkennari Hugmyndir að lestraraðferðum

Til foreldra og nemenda

FRÉTTABRÉF SÍÐUSKÓLA

Ábyrgðarmaður: Ólöf Inga Andrésdóttir

Kæru nemendur og foreldrar!

Nú er marsmánuður að baki og ekki er nú verra að sjá sólina hækka

stöðugt á lofti. Í mánuðinum var mikið um að vera hjá okkur eins og

endranær og má þar nefna vel heppnaðan útivistardag, við sáum

sólmyrkva sem er nú ekki á hverjum degi hjá okkur og svo náðum

við að sigra Akureyrarriðilinn í Skólahreysti í þriðja skiptið í röð.

Þetta eru nú bara nokkur atriði af mörgum sem við í Síðuskóla tókum okkur fyrir hendur í

þessum mánuði.

Við höfum fengið niðurstöðurnar úr foreldrakönnun Skólapúlsins og einnig eru hægt að

skoða niðurstöður úr nemendakönnuninni. Þessar niðurstöður má finna á heimasíðunni

undir http://siduskoli.is/is/page/mat_a_skolastarfi. Mig langar að þakka ykkur kæru

foreldrar fyrir það traust sem þið sýnið mér sem nýjum skólastjóra og nýju stjórnendateymi

en skólinn mælist talsvert fyrir ofan landsmeðaltal hvað varðar ánægju foreldra með

stjórnun skólans. Þetta er mikil hvatning fyrir okkur stöllur. Einnig er vert að taka það fram

að skólinn mælist langt fyrir ofan landsmeðaltal þegar spurt er um ánægju foreldra með

hraða á úrvinnslu skólans á eineltismálum. Ýmslegt fleira athyglisvert má skoða í þessum

niðurstöðum og hvet ég ykkur til að gera það.

Nú erum við farin að huga að næsta skólaári og er búið að senda skóladagatalið til

samþykktar hjá skólanefndinni og munum við senda það út um leið hún hefur lagt blessun

sína yfir það. Einnig er verið að raða niður kennarateymum. Eins og staðan er í dag verða í

1. bekk 42 nemendur en svipaður nemendafjöldi verður í skólanum næsta vetur eins og verið

hefur á þessu skólaári, um 400 nemendur.

Að lokum vona ég að þið eigið ljúfa og góða daga framundan í páskaleyfinu!

Ólöf Inga

Skólaárið 2014-2015 01.04. 2015 9. bréf

Á döfinni í apríl:

7. apríl Kennsla hefst að loknu páskaleyfi

8.-10. apríl 4. bekkur fer á Kiðagil

16. apríl Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk

22. apríl Úrslitakeppni í Skólahreysti í Laugardagshöll

23. apríl Sumardagurinn fyrsti Fréttabréf Síðuskóla er sent í tölvupósti til nemenda, forráðamanna

og starfsmanna skólans.

SPEKI DAGSINS

Dagur án hláturs er dagur án tilgangs. - Charlie Chaplin

Kennsla hefst að loknu páskafríi

þriðjudaginn 7. apríl samkvæmt

stundaskrá.

Einkunnarorð marsmánðar er:

VINÁTTA

Í Síðuskóla sýnum við vináttu með

því að hugsa vel hvert um annað,

taka þátt í því sem fram fer og gæta

þess að enginn sé einmana.

Þann 22. apríl n.k.mun hið frækna

vinningslið Síðuskóla í Skólahreysti leggja

land undir fót og halda til Reykjavíkur.

Liðið tekur þátt í úrslitakeppninni sem

fer fram í Laugardalshöllinni þar sem 12

lið keppa í beinni útsendingu á RUV.

Við óskum krökkunum allra heilla.

ÁFRAM SÍÐUSKÓLI !

Page 2: FRÉTTABRÉF SÍÐUSKÓLA · lið keppa í beinni útsendingu á RUV. Við óskum krökkunum allra heilla. ÁFRAM SÍÐUSKÓLI ! Elva Ólafsdóttir sérkennari Hugmyndir að lestraraðferðum

Elva Ólafsdóttir

sérkennari

Hugmyndir að lestraraðferðum og leiðum til að gera lesturinn skemmtilegri!

Foreldri og barn skiptast á að lesa eina málsgrein, efnisgrein eða blaðsíðu.

Foreldri les fyrst eina málsgrein, efnisgrein eða blaðsíðu og barnið les svo

sama textann.

Leyfa barninu að lesa í hljóði og segja svo frá innihaldi textans á eftir.

Foreldri les fyrir barnið og barnið umorðar svo það sem foreldrið las.

Skiptast á að lesa fyrir ólíkar persónur.

Breyta röddinni eftir því hvaða persóna er.

Foreldri notar fingurinn til að renna eftir línunum. Barnið keppist við að vera á undan foreldrinu að lesa,

þ.e. ljúka lestri á línunni áður en foreldri hefur náð enda línunnar með fingrinum.

Lesa ólíkar bækur.

Leyfa barninu að taka þátt í að velja bækurnar.

Lesa texta í tölvunni, t.d. inni á fréttasíðum, íþróttasíðum eða texta sem barnið skrifar sjálft.

Lesa dagblöð, tímarit og bæklinga.

Lesa ljóð.

Lesa brandarabækur og gátubækur.

Lesa textann í sjónvarpi, t.d. við erlendar bíómyndir.

Lesa á matvæli og vörur í búðum, t.d. matvörubúðum.

Lesa á skilti í umhverfinu, t.d. götuheiti.

Lesa texta í bók samhliða því að hlusta á hann á CD (t.d. Disneybækurnar).

Lesa texta og teikna lýsandi mynd úr honum.

Lesa texta og búa til teiknimyndasögu úr honum.

Skanna texta og leita að ákveðnum upplýsingum.

Hlusta á lestrarbækur inni á nams.is (krakkasíðunum).

Vinna ýmis lestrarverkefni inni á nams.is (krakkasíðunum).

Endurtekinn lestur þar sem tíminn er skráður. Einnig er hægt að keppast um að lesa sem lengst á ákv. tíma. Val

er hvort foreldri eða barnið sjálft taki tímann.

MUNA SVO AÐ HRÓSA BARNINU

Page 3: FRÉTTABRÉF SÍÐUSKÓLA · lið keppa í beinni útsendingu á RUV. Við óskum krökkunum allra heilla. ÁFRAM SÍÐUSKÓLI ! Elva Ólafsdóttir sérkennari Hugmyndir að lestraraðferðum

Fréttir úr 9. bekk

Norræn goðafræði í 9. bekk

Nemendur í 9. bekk hafa undanfarið lesið og lært um

Norrænu goðin og gyðjurnar. Þeir vinna saman í hópum þar

sem hver les 2-3 sögur og undirbýr kynningu á þeim og hafa

orðið til heilu handritin sem eru í bland leikin eða leiklesin.

Nemendur virtust njóta þess að flytja verk sín eins og sjá má

að myndunum.

Foreldrafélagið færir skólanum gjöf

Á fundi stjórnar FOKS var samþykkt að setja kr. 200.000 til kaupa á spilum, púslum og hvað eina sem nýtist börnunum á göngunum og í frístund. Stjórnin var sammála um að með þessu væri verið að nýta fjármuni FOKS fyrir alla nemendur.

Við í skólanum færum ykkur kæru foreldrar okkar bestu þakkir fyrir þetta og vissulega kemur þetta að góðum notum.

Page 4: FRÉTTABRÉF SÍÐUSKÓLA · lið keppa í beinni útsendingu á RUV. Við óskum krökkunum allra heilla. ÁFRAM SÍÐUSKÓLI ! Elva Ólafsdóttir sérkennari Hugmyndir að lestraraðferðum

Samkvæmt skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega, veita þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær til.

Skólanefnd hefur frá árinu 2010 veitt einstaklingum og/eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í eftirtöldum tveimur flokkum viðurkenningar, við hátíðlega athöfn. Skólanefnd ákveður fjölda viðurkenninga ár hvert að fenginni tillögu valnefndar.

Skólar/Kennarahópar/Kennari

Foreldrar, nemendur, kennarar, skólar og bæjarstofnanir geta tilnefnt verkefni í skóla til viðurkenningar. Tilnefna má nýbreytniverkefni um hvaðeina í skólastarfi sem unnið hefur verið að á yfirstandandi skólaári, nemendavinnu, vinnu hópa eða einstaklinga, upplýsingamiðlun (s.s. heimasíður og fréttabréf), stefnumótun og skipulag, starf eins kennara eða samvinnu þeirra, verkefni í almennri kennslu, sérgreinum eða sérkennslu, framlag annars starfsfólks skólans, forvarnarstarf, félagsstarf eða foreldrasamstarf.

Nemendur

Grunnskólar og Tónlistarskólinn setja sér almennar reglur um það hvaða nemendur þeir tilnefna til viðurkenninga og senda til valnefndar. Tilnefning er háð því að viðkomandi nemandi sé orðinn 10 ára eða eldri. Þessi samþykkt nær til allra leik-, grunn- og tónlistarskóla sem Akureyrarbær rekur eða styrkir.

Tilnefningar fyrir skólaárið 2014-2015 skulu berast rafrænt fyrir 20. apríl næstkomandi. Viðurkenningar verða afhentar við hátíðlega athöfn í maí og verður dagsetning um viðburðinn send út síðar.

Sjá nánar á síðu skóladeildar http://www.akureyri.is/skoladeild/vidurkenning-skolanefndar-2015

Viðurkenning skólanefndar fyrir frammúrskarandi skólastarf

Page 5: FRÉTTABRÉF SÍÐUSKÓLA · lið keppa í beinni útsendingu á RUV. Við óskum krökkunum allra heilla. ÁFRAM SÍÐUSKÓLI ! Elva Ólafsdóttir sérkennari Hugmyndir að lestraraðferðum

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur

7.

Steiktur fiskur í raspi,

kartöflur, grænmeti,

sósa, ávextir

8.

Slátur, kartöflumús

9.

Soðinn fiskur, kartöflur,

rófur, rúgbrauð, ávextir

10.

Mjólkurgrautur, slátur,

smurt brauð

13.

Krebinettur, kartöflur,

rauðkál, baunir, laukur

14.

Þorskur í koriandersósu,

kartöflur, grænmeti,

ávextir

15.

Hamborgarar, sósa,

grænmeti

16.

Fiskibuff, kartöflur,

grænmeti, sósa, ávextir

17.

Súpa, brauð, ávextir

20.

Fiskibollur, kartöflur,

laukur, grænmeti, sósa,

ávextir

21.

Kjötsúpa

22.

Fiskur í ofni, kartöflur,

grænmeti, sósa, ávextir

23.

Sumardagurinn fyrsti

Frí í skólanum

24.

Gúllas, kartöflur,

baunir

27.

Plokkfiskur, rúgbrauð,

ávextir

28

.Lasagne, snittubrauð,

grænmeti, ávextir

29.

Píta með hakki,

grænmeti, sósa

30.

Mjólkurgrautur, slátur,

smurt brauð

Mynd augnabliksins

Allir sem vettlingi gátu valdið flykktust út á skólalóð í góða

veðrinu þann 20. mars og fylgdust með sólmyrkvanum.

MATSEÐILL - apríl 2015