frumgreinar - ru.is · n nari uppl#singar: m lfr "ur $ rarinsd ttir forst "uma"ur...

6
FRUMGREINAR Undirbúningur fyrir háskólanám

Upload: others

Post on 20-Aug-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: FRUMGREINAR - ru.is · N nari uppl#singar: M lfr "ur $ rarinsd ttir Forst "uma"ur frumgreinadeildar malfrid@hr.is S mi 599 6438 Gunnhildur Gr tarsd ttir Verkefnastj ri frumgreinadeildar

FRUMGREINARUndirbúningur fyrir háskólanám

Page 2: FRUMGREINAR - ru.is · N nari uppl#singar: M lfr "ur $ rarinsd ttir Forst "uma"ur frumgreinadeildar malfrid@hr.is S mi 599 6438 Gunnhildur Gr tarsd ttir Verkefnastj ri frumgreinadeildar

Nám í frumgreinadeild- undirbúningur fyrir háskólanám

Frumgreinapróf á einu ári: Hentar það þér?• Langar þig að hefja háskólanám en vantar tilskilinn undirbúning?• Vilt þú stunda markvisst og metnaðarfullt nám á stuttum tíma?• Ert þú með stúdentspróf en þarft að styrkja þig í stærðfræði og raungreinum?• Vilt þú stunda nám við framsækinn háskóla þar sem lögð er áhersla á góða kennslu og þjónustu?

Af hverju aðfaranám við HR?• Gott og hagnýtt nám.• „Skemmtilegt og krefjandi nám“ eru einkunnarorð nemenda.• Lýkur með frumgreinaprófi sem veitir rétt til háskólanáms.• Metnaðarfullir nemendur og kennarar.• Námið byggir m.a. á hópvinnu og öflugri samvinnu nemenda.• Fjölbreyttur nemendahópur.

Um námið:• Fullt nám tekur eitt ár í staðarnámi. • Mörg stéttarfélög aðstoða félagsmenn sína við greiðslu námskeiðsgjalda. Kannaðu rétt þinn.• Þeir tveir nemendur sem bestum árangri ná á hverri önn eiga þess kost að fá námsstyrk frumgreinanáms HR sem nemur skólagjöldum næstu annar. • Boðið er upp á val eftir því hvort nemendur stefna í raunvísindanám eða félagsvísindanám.

Hraðferð:Nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi en vantar frekari undirbúning í stærðfræði og eðlisfræði geta skráð sig í hraðferð til að undirbúa sig fyrir háskólanám.Upplýsingar um námskeiðin má finna á hr.is/frumgreinanam

Nám í frumgreinadeild er góður kostur fyrir þá sem hafa iðnmenntun og reynslu úr atvinnulífinu.Námið byggir á 50 ára reynslu og hefur reynst góð brú milli atvinnulífs og háskólanáms.

Page 3: FRUMGREINAR - ru.is · N nari uppl#singar: M lfr "ur $ rarinsd ttir Forst "uma"ur frumgreinadeildar malfrid@hr.is S mi 599 6438 Gunnhildur Gr tarsd ttir Verkefnastj ri frumgreinadeildar

Skylda

Skylda

Val

Val

Skylda

Skylda

Skoðaðu skipulag námsins á hr.is/frumgreinanam.

Skipulag náms í frumgreinadeild• Nemendur taka 100 framhaldsskólaeiningar (fein) til viðbótar við þær einingar sem þeir hafa áður lokið.• Námið byggir á aðgangsviðmiðum akademískra deilda HR.• Lýkur með frumgreinaprófi.

Kennsla hefst í ágústbyrjun og eru allir nemendur eingöngu í stærðfræði.

Tekur við eftir að vorönn lýkur.Nemendur taka námsgreinar sem taldar eru tengjast best áframhaldandi námi.Námslok í frumgreinadeild eru um miðjan júní.

Íslenska, stærðfræði, enska (27 fein)

Íslenska, enska (15 fein)

Háskólagrunnur I (15 fein til viðbótar)Megináhersla á raunvísindi.

Háskólagrunnur I (30 fein til viðbótar)Megináhersla á raunvísindi.

Háskólagrunnur II (15 fein til viðbótar)Megináhersla á félagsvísindi.

Háskólagrunnur II (30 fein til viðbótar)Megináhersla á félagsvísindi.

1. lota

4. lota

2. lota

3. lota

2 vikur (5 fein)

4 vikur (8 fein)

16 vikur (haustmisseri 42 fein)

17 vikur (vormisseri 45 fein)

„Ég hef lært grunnatriði í forritun og nokkuð erfiða stærðfræði sem býr mig vel undir verkfræðina.Við nemendur höfum góða aðstöðu hér í HR og getum notað hana dag og nótt, þar hjálpumst við að í bekknum við undirbúning fyrir próf og verkefni.“

Úlfur Jóhann EdvardssonNemi í frumgreinadeild

Page 4: FRUMGREINAR - ru.is · N nari uppl#singar: M lfr "ur $ rarinsd ttir Forst "uma"ur frumgreinadeildar malfrid@hr.is S mi 599 6438 Gunnhildur Gr tarsd ttir Verkefnastj ri frumgreinadeildar
Page 5: FRUMGREINAR - ru.is · N nari uppl#singar: M lfr "ur $ rarinsd ttir Forst "uma"ur frumgreinadeildar malfrid@hr.is S mi 599 6438 Gunnhildur Gr tarsd ttir Verkefnastj ri frumgreinadeildar

„Ég er málarameistari og þurfti að taka tvær annir í frumgreinanámi til að komast inn í tæknifræðinámið. Sem betur fer, því ég hefði ekki átt erindi í tæknifræðina nema vera búinn að fara í gegnum frumgreinarnar. Deildin er skipuð mjög góðum kennurum sem undirbúa mann fyrir álagið sem fylgir háskólanáminu. Ég mæli hiklaust með þessu námi fyrir alla sem stefna á háskólanám í tækni- eða verkfræði.“

Bjartmar Freyr ErlingssonNemi í vél- og orkutæknifræði við HR

„Mér fannst námið krefjandi, fjölbreytt og skemmtilegt. Andrúmsloftið sem skapaðist í bekknum einkenndist af vináttu og samhug þar sem allir stefndu að sama markmiði. Aðstaðan sem í boði er ýtir undir samvinnu því bekkurinn hefur sína heimastofu þar sem hægt er að sitja og læra saman eftir að kennsludegi lýkur. Góð tengsl mynduðust við kennarana og voru þeir ávallt tilbúnir að aðstoða. Reynsla mín af náminu er jákvæð í alla staði og mæli ég hiklaust með námi við frumgreinadeild HR.“

Ólafur Georg GylfasonNemi í tölvunarstærðfræði við HR

„Frumgreinanám HR er krefjandi og frábær undirbúningur fyrir áframhaldandi háskólanám. Bekkjarkerfið skapar gott vinnuumhverfi og ómetanleg tengsl. Enn fremur er kennslan metnaðarfull, hvetjandi og drífur mann áfram þegar mest á reynir. Að lokinni útskrift hóf ég nám við lagadeild HR, það voru að vissu leyti mikil viðbrigði en grunnurinn er góður og greinilegt að góð samvinna ríkir milli deilda skólans.“

Margrét Lilja HjaltadóttirNemi í lögfræði við HR

„Frumgreinanámið styrkir mann í þeim vinnubrögðum sem nauðsynlegt er að temja sér í háskólanámi. Kennararnir eru frábærir, ná vel til nemenda og vekja meiri áhuga á námsefninu. Mikið er lagt upp úr að þjálfa nemendur í því að koma fram fyrir framan hóp af fólki og sú reynsla er dýrmæt þegar komið er út á vinnumarkaðinn eða í frekara nám.“

Birgitta BjarnadóttirNemi í viðskiptafræði við HR

„Ég hafði lítið verið í námi áður en ég hóf nám í frumgreinadeildinni og þurfti því að læra að vera komin aftur í skóla. Ég kom sjálfri mér þó á óvart sem námsmaður og kolféll fyrir stærðfræði, efnafræði og eðlisfræði. Ég útskrifaðist úr frumgreinadeild með hæstu einkunn og fékk viðurkenningu frá Samtökum iðnaðarins fyrir bestan námsárangur. Eftir frumgreinanámið hafði stefnan breyst. Ég ákvað að stökkva í djúpu laugina og hóf nám í heilbrigðisverkfræði og var ekki lítið stolt af að hreppa nýnemastyrk háskólans. Í júní 2015 útskrifaðist ég með BSc-gráðu í heilbrigðisverkfræði og strax í lok ágúst 2015 hóf ég meistaranám í orkuverkfræði við HR.Að mínu mati er helsti kostur frumgreinanámsins vinnuálagið og skipulag námsins. Ég var vel undirbúin fyrir álagið sem fylgir háskólanámi. Það má því segja að ég hafi fundið námsáhugann í frumgreinadeildinni og þar fékk ég frábæran undirbúning til þess að taka stefnuna þangað sem mig langaði.“

Aníta HauksdóttirNemi í orkuverkfræði við HR

Page 6: FRUMGREINAR - ru.is · N nari uppl#singar: M lfr "ur $ rarinsd ttir Forst "uma"ur frumgreinadeildar malfrid@hr.is S mi 599 6438 Gunnhildur Gr tarsd ttir Verkefnastj ri frumgreinadeildar

InntökuskilyrðiEftirtaldir geta sótt um nám í frumgreinadeild:

1. Þeir sem lokið hafa skilgreindu starfsnámi, þ.e. burtfararprófi úr iðn-, verkmennta- eða fjölbrautaskóla eða sambærilegu námi. Ekki er gerð krafa um sveinspróf.

2. Nemendur sem hafa lokið Menntastoðum.

3. Nemendur sem hafa ekki lokið starfsnámi. Til að þeir umsækjendur geti hafið nám við frumgreinadeild er gerð krafa um talsverða starfsreynslu og bóklegan undirbúning.

4. Nemendur sem þegar hafa lokið stúdentsprófi en hafa ekki nægjanlegan fjölda eininga í stærðfræði og eðlisfræði. Þessir nemendur geta bætt við sig þeim einingum sem upp á vantar í frumgreinadeild.

Tekið er inn í fullt nám í frumgreinadeild á haustönn.

Fylgigögn með umsókn:• Staðfest afrit einkunna úr framhaldsskóla.• Starfsvottorð frá vinnuveitanda, umsögn um hvaða starfi viðkomandi gegndi, hversu lengi og starfshlutfall.

Skólagjöld og námslánUpplýsingar um skólagjöld má nálgast á vefnum undir hr.is/skolagjold.

Upplýsingar um námslán fyrir skólagjöldum og/eða framfærslu má finna á vef Lánasjóðs íslenskra námsmanna lin.is.

Námsstyrkir frumgreinadeildar HR:Þeir tveir nemendur í frumgreinadeild sem bestum árangri ná á hverju próftímabili eiga þess kost að fá námsstyrk frumgreinadeildar HR sem þýðir að skólagjöld næstu annar falla niður.

Til þess að vera gjaldgengir þurfa nemendur, að öllu jöfnu, að ljúka einingum sem svara til fulls náms á viðkomandi önn og þurfa að hafa lokið öllum námskeiðum viðkomandi annar samkvæmt samþykktri námsáætlun. Er þar eingöngu stuðst við þau námskeið sem nemendur ljúka á hefðbundnu próftímabili, eða fyrir þann tíma. Meðaleinkunn byggir eingöngu á prófum sem tekin eru í fyrsta sinn í tilteknu námskeiði, m.ö.o. sjúkrapróf gilda en endurtektarpróf ekki.

Háskólinn í Reykjavík | Menntavegi 1 | 101 Reykjavík | Sími 599 6200 | [email protected] | www.hr.is

Að hefja nám við HR

Nánari upplýsingar: Málfríður Þórarinsdóttir Forstöðumaður [email protected] Sími 599 6438

Gunnhildur Grétarsdóttir Verkefnastjóri [email protected] Sími 599 6447