gildispósturinn 2010 nóv - 4. tbl. 17. árg

2
Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 4. tbl. nóvember 2010 17. árg. Stofnað 22. maí 1963 St. Georgsgildið í Hafnarfirði Tónlistarsafnið heimsótt Fúsi á ýmsa vegu - fimmtudaginn 11. nóvember kl. 20 Sigfús Halldórsson tónskáld, píanó leikari, söngvari og myndlistarmaður 7. febrúar 1920 21. desember 1996 Í tilefni þess að 7. september 2010 voru liðin 90 ár frá fæðingu Sigfúsar Hall dórssonar listamanns, í víðum skilningi þess orðs, opnaði Tónlistarsafn Íslands sýningu um líf og störf listamannsins. Sjá má á sýningunni ýmsa muni úr búi Sigfúsar, svo sem dagbækur, myndir, skjöl, bréf og annað sem og ljósmyndir úr myndabók heimilisins. Þá má sjá og heyra nokkur lög úr gömlum sjónvarpsþáttum þar sem Sigfús flytur lög sín með söngvurunum Guðmundi Guðjónssyni, Ingu Maríu Eyjólfsdóttur og Sigurveigu Hjaltested. Næsti fundur gildisins verður einmitt í Tónlistarsafni Íslands fimmtudaginn 11. nóvember kl. 20. Safnið er við Hábraut 2 í Kópavogi beint á móti Gerðarsafni. Til þess að allt fari nú vel fram þurfum við að vita um þátttöku í síðasta lagi á hádegi þriðjudaginn 9. nóvember. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 5554513 eða 6998191. Ef ykkur vantar far þá endilega látið vita í sömu númer. Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður safnsins mun taka á móti okkur og fræða okkur um tilurð safnsins og tilgang þess og síðan njótum við sýningarinnar um Sigfús. Framundan • Fimmtudaginn 11. nóv.kl. 20 Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi • Fimmtudaginn 25. nóv. kl. 20 Afhending Friðarlogans í Karmelklaustrinu • Laugardaginn 12. des. kl. 14 Jólafundur – í Skátalundi • Fimmtudaginn 13. jan. kl. 20 Fundur í Skátalundi • Fimmtudaginn 10. feb. kl. 20 Aðalfundur í Hraunbyrgi • Fimmtudaginn 10. mars kl. 20 Fundur í Skátalundi • Fimmtudaginn 14. apríl kl. 20 Fundur í Skátalundi • Fimmtudaginn 12. maí kl. 20 Fundur í Skátalundi Jólafundurinn í Skátalundi Sunnudaginn 12. desember kl. 14 verður jólafundurinn. Að venju verðu hann í Skáta lundi. Þangað eru að sjálfsögðu allir velkomnir með börn og barnabörn og jafnvel langömmu eða langafabörn. Jólasveinninn kemur í heimsókn og auðvitað verður gengið í kringum brennuna ef veður leyfir. Við vonum að sem flestir komi með heimalagað góðgæti á hlaðborðið. Drykkjarföng verða á staðnum. Lesin verður jólasaga, sungnir jólasöngvar og jólaguðspjallið flutt. Hittumst sem flest, klædd eftir veðri og eigum góða stund saman. Skátakórinn – Syngjandi jól Skátakórinn syngur í Hafnarborg laugardaginn 4. desember kl. 17.2017.40. Gott tækifæri til að fara í bæinn, hlusta á góðan söng og fá sér kaffi með vinum og kunningjum. Kórinn er einnig að æfa þessa dagana lög Tryggva Þorsteinssonar og mun flytja þau á næsta ári. Munið: http://stgildi.hraunbuar.is „Þá getum við í gleði okkar gengið suður Laufásveginn“. Vatnslitir. 1985. Eigendur: Hrefna Sigfúsdóttir og Ágúst E. Ágústsson Stjórn gildisins Guðvarður B. F. Ólafsson, gildismeistari, 5551216 / 8566907 Edda M. Halldórsdóttir, varagildismeistari, 5651308 / 8941544 Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir, ritari, 5554513 / 6998191 Jóna Briet Guðjónsdóttir, gjaldkeri, 5552614 Edda M. Hjaltested, meðstjórnandi, 5551811 / 6901811 Hermann Sigurðsson, varamaður, 5551283 / 8988298 Sigurður Baldvinsson, varamaður, 5552902 / 8950309 <<Nafn>> <<Nafn2>> <<Heimili>> <<Postfang>>

Upload: gudni-gislason

Post on 13-Mar-2016

234 views

Category:

Documents


7 download

DESCRIPTION

Gildispósturinn 2010 nóv - 4. tbl. 17. árg.

TRANSCRIPT

Page 1: Gildispósturinn 2010 nóv - 4. tbl. 17. árg

Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði4. tbl. nóvember 2010 17. árg.

Stofnað 22. maí 1963

St. Georgsgildið í Hafnarfirði

Tónlistarsafnið heimsótt Fúsi á ýmsa vegu - fimmtudaginn 11. nóvember kl. 20

Sigfús Halldórsson tónskáld, píanó­leikari, söngvari og myndlistarmaður 7. febrúar 1920 ­ 21. desember 1996

Í tilefni þess að 7. september 2010 voru liðin 90 ár frá fæðingu Sigfúsar Hall­dórssonar listamanns, í víðum skilningi þess orðs, opnaði Tónlistarsafn Íslands sýningu um líf og störf listamannsins. Sjá má á sýningunni ýmsa muni úr búi Sigfúsar, svo sem dagbækur, myndir, skjöl, bréf og annað sem og ljósmyndir úr myndabók heimilisins. Þá má sjá og heyra nokkur lög úr gömlum sjónvarpsþáttum þar sem Sigfús flytur lög sín með söngv urunum Guðmundi Guðjónssyni, Ingu Maríu Eyjólfsdóttur og Sigurveigu Hjaltested.

Næsti fundur gildisins verður einmitt í Tónlistarsafni Íslands fimmtudaginn 11. nóvember kl. 20. Safnið er við Hábraut 2 í Kópavogi beint á móti Gerðarsafni. Til þess að allt fari nú vel fram þurfum við að vita um þátttöku í síðasta lagi á hádegi þriðjudaginn 9. nóvember. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 5554513 eða 6998191. Ef ykkur

vantar far þá endilega látið vita í sömu númer.

Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður safnsins mun taka á móti okkur og fræða okkur um tilurð safnsins og tilgang þess og síðan njótum við sýningarinnar um Sigfús.

Fram

unda

n

• Fimmtudaginn 11. nóv.kl. 20 Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi• Fimmtudaginn 25. nóv. kl. 20 Afhending Friðarlogans í Karmelklaustrinu• Laugardaginn 12. des. kl. 14 Jólafundur – í Skátalundi• Fimmtudaginn 13. jan. kl. 20 Fundur í Skátalundi• Fimmtudaginn 10. feb. kl. 20 Aðalfundur í Hraunbyrgi• Fimmtudaginn 10. mars kl. 20 Fundur í Skátalundi• Fimmtudaginn 14. apríl kl. 20 Fundur í Skátalundi• Fimmtudaginn 12. maí kl. 20 Fundur í Skátalundi

Jólafundurinn í SkátalundiSunnudaginn 12. desember kl. 14 verður

jólafundurinn. Að venju verðu hann í Skáta­lundi. Þangað eru að sjálfsögðu allir velkomnir með börn og barnabörn og jafnvel langömmu eða langafabörn. Jólasveinninn kemur í heimsókn og auðvitað verður gengið í

kringum brennuna ef veður leyfir. Við vonum að sem flestir komi með heimalagað góðgæti á hlaðborðið. Drykkjarföng verða á staðnum. Lesin verður jólasaga, sungnir jólasöngvar og jólaguðspjallið flutt. Hittumst sem flest, klædd eftir veðri og eigum góða stund saman.

Skátakórinn – Syngjandi jólSkátakórinn syngur í Hafnarborg laugardaginn 4. desember kl. 17.20­17.40. Gott tækifæri

til að fara í bæinn, hlusta á góðan söng og fá sér kaffi með vinum og kunningjum. Kórinn er einnig að æfa þessa dagana lög Tryggva Þorsteinssonar og mun flytja þau á næsta ári.

Munið: http://stgildi.hraunbuar.is

„Þá getum við í gleði okkar gengið suður Laufásveginn“. Vatnslitir. 1985. Eigendur: Hrefna Sigfúsdóttir og Ágúst E. Ágústsson

Stjórn gildisinsGuðvarður B. F. Ólafsson, gildismeistari, 5551216 / 8566907Edda M. Halldórsdóttir, varagildismeistari, 5651308 / 8941544Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir, ritari, 5554513 / 6998191Jóna Briet Guðjónsdóttir, gjaldkeri, 5552614Edda M. Hjaltested, meðstjórnandi, 5551811 / 6901811Hermann Sigurðsson, varamaður, 5551283 / 8988298Sigurður Baldvinsson, varamaður, 5552902 / 8950309

<<Nafn>> <<Nafn2>><<Heimili>> <<Postfang>>

Page 2: Gildispósturinn 2010 nóv - 4. tbl. 17. árg

Útg

efan

di: S

t. G

eorg

sgild

ið í

Haf

narfi

rði •

Um

sjón

og

ábm

.: G

uðva

rður

Óla

fsso

n, b

eggi

@hr

aunb

uar.i

s •

Um

brot

og

pren

tun:

Hön

nuna

rhús

ið e

hf.

Haustferðin Logn og blíða sumarsól fylgdi okkur

laugardaginn 9. október þegar lagt var af stað kl. 9 í ferð um Flóann. Ása María Valdimarsdóttir og Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir höfðu af kostgæfni undirbúið ferðina og hafði Ása María orðið í upp­hafi. Kynnti hún okkur landið eins og við værum útlendingar og var ansi fróðlegt að hlusta á það sem hún hafði að segja. Fyrsti áningarstaður var Eden í Hveragerði, sem nú hefur opnað að nýju eftir breytingar, en þar er nú rekin verslun með gjafavörur og einnig veitingastaður. Öll umgjörð er í víkingastíl.

Leiðin lá því næst niður Gaulverjabæinn. Kristjana sagði .þar frá ýmsum markverðum stöð­um m.a. Gaulverjabæjarkirkju og fræddi um landslag og fleira. M.a. sagði hún frá því að mesta hraun jarðar Þjórsárhraunið mikla liggur undir mestöllum Flóanum og er mesta hraun sem runnið hefur í einu gosi frá því að ísöld lauk og kom upp fyrir um 8.700 árum í 20­30 km langri sprungu sem var á milli Þórisvatns og Veiðivatna. Rann hraunið á milli Heklu og Búrfells og dreifði úr sér um Skeiðin og Flóann allt niður að sjó eða um 140 km leið. Einnig voru nokkrar draugasögur sagðar.

Næsti áningarstaður var svo Sveitabúðin Sóley, sem er við bæinn Tungu, en þar eru þau Sóley og Björgvin Njáll með litla búð í gamla bílskúrnum við íbúðarhúsið, þar sem þau selja ýmsar fallegar vörur frá Danmörku og fleiri stöðum. Búðin er að danskri fyrirmynd, en svona búðir er að finna í Danmörku á sveitabæjum vítt og breytt um

landið. Sveitabúðin er opin þegar einhver er heima. Var reglulega gaman að koma þangað.

Næsti áfangastaður var bærinn Forsæti í Flóa­hreppi. Þar hafa hjónin Bergþóra og Ólafur Sigur­jónsson endurbyggt gamalt fjós í frístundum sínum og sett upp gallerí og safn sem ber nafnið Tré og list. Þar er varðveitt verkstæði, vélar og uppfinningar Sigurjóns Kristjánssonar í Forsæti m.a. gömul spunavél en einnig handverk konu hans Kristínar Ketilsdóttur. Að auki er þar málverkasýning Ingibjargar Jóhannesdóttur frá Selfossi sem bæði líka málar á gamla mjólkurbrúsa. Sigga á Grund, Sigríður Jóna Kristjánsdóttir einn fremsti listamaður þjóðarinnar á sviði tréskurðar­listar er með nokkur verk þarna og einnig Ólafur sjálfur en hann er mikill hagleiks maður og margt til lista lagt. Við fengum svo aðstöðu á tré smíða­verkstæðinu til þess að gæða okkur á því sem þær stöllur Ása María og Kristjana höfðu tekið með. En það voru samlokur með skinku og osti og rúgbrauð og spægipylsu og safi til að skola því niður og síðan ávextir og súkkulaði í desert. Valli bílstjóri dró fram nikkuna og lék af sinni alkunni list á hana. Þeir sem áhuga höfðu gátu farið inn á verkstæðið hjá Ólafi, en þar var hann m.a. að smíða flugvél.

Náttúrufegurð er mikil í austanverðum Fló­anum. Þaðan sér vítt til allra átta. Til vesturs má sjá allt til Fagradalsfjalls á Reykjanesi. Til norðurs sést til Þórisjökuls og til Mýrdalsjökuls í austri. Á milli er stórkostlegur fjallahringur; Selvogsheiði,

Friðarloginn

Fyrsta opna húsið

Fimmtudaginn 25. nóvember kl. 20 verður Friðarljósið tendrað í Karmel klaustr­inu í Hafnarfirði. Athöfnin verður í kapellunni og sér Landsgildið um hana ásamt nunnunum. Síðan verður farið upp í sal þar sem verður samverustund. Allir eru velkomnir. Þeir sem ætla að flytja logann þurfa að taka með sér lukt. Loginn verður keyrður út um land í

vikunni fyrir fyrsta sunnudag í aðventu og er það alveg á vegum BÍS. Renate Scholz Sörensen er tengiliður okkar við systurnar í klaustrinu og eru henni hér með þakkað fyrir hennar störf. St. Georgsgildið mun svo færa logann inn í kirkjur bæjarins á aðventunni og vona ég að allir verði tilbúnir til þess að aðstoða við það þegar haft verður samband.

Fimmtudaginn 14. október var opið hús í Skátalundi. Þá geta þeir komið sem vilja, með það sem þeir vilja, en engin skipulögð dagskrá er hugsuð á þessum kvöldum.

Boðið er upp á molakaffi. Fámennt var en góðmennt og kom Ólafur K. Guðmundsson með myndir úr sínu skátastarfi. Næsta opna hús verður tilkynnt á næsta fundi.

Skálafell, Ingólfsfjall, Búrfell, Kálfs tindar, Hlöðu­fell, Hestfjall, Vörðufell, Hekla, Tindfjöll, Þrí­hyrningur, Eyjafjallajökull og Selja landsmúli. Til suðurs blasa Vestmannaeyjar við á mörkum him­ins og hafs. Við Þjórsárver hefur verið komið fyrir útsýnispalli og má þar átta sig á heitum þess sem fyrir augu ber.Við vorum svo heppin með veður að alveg fram yfir hádegi var víðsýnt til allra átta og við upplifðum þessa víðsýni.

Eftir góða dvöl í Forsæti var stefnan tekin að Urriðafossi, sem er neðsti og vatnsmesti foss í Þjórsá. Fallhæð fossins er 6 metrar og á vetrum getur myndast allt að 20 metra þykk íshrönn við fossinn. Landsvirkjun fyrirhugar að virkja hann en áður hafði Einar Benediktsson og Fossafélagið Tít­an það markmið að virkja og leggja járnbraut þang­að frá Reykjavík. Dvöldum við þar í dágóða stund.

Skátamiðstöðin á Úlfljótsvatni var síðasti áningarstaðurinn. Þar var tekið á móti okkur með kaffi, te og kakói auk þess sem drengirnir á staðnum höfðu bakað eplaköku og vínarbrauð og útbúið salat. Rann þetta allt ljúflega niður. Þarna gerði fólk það sem það vildi, sumir fóru í Gilwell skálann en hann er nú verið að endurnýja, aðrir fóru í göngu niður að vatni og enn aðrir spjölluðu í góðu yfirlæti. Algjört logn var og ekki að finna að haust væri. Meira að segja fíflar voru enn að springa út.

En nú var komið að heimferð og lá leið okkur gegnum Grafninginn meðfram Þingvallavatni sem skartaði sínu fegursta og síðan um Mos fells­heiði og í Hafnarfjörð. Góðum degi var lokið og þökkum við kærlega fyrir ferðina.

Kristjana