grænn apríl - aukablað morgunblaðsins 8.04.2011

24
GRÆNN APRÍL 08 | 04 | 11

Upload: marianna-fridjonsdottir

Post on 14-Jan-2015

738 views

Category:

Documents


26 download

DESCRIPTION

Aukablað Morgunblaðsins um Grænan apríl 2011.

TRANSCRIPT

Page 1: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011

GRÆNNAPRÍL

08 | 04 | 11

Page 2: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011

2 | MORGUNBLAÐIÐ

08.04.2011

GRÆNNAPRÍL

08 | 04 | 11Útgefandi Árvakur

Umsjón Sigurður Bogi Sævarsson [email protected]

Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson [email protected]

Karl Eskil Pálsson [email protected]

Elín Albertsdóttir [email protected]

Guðrún S. Guðlaugsdó[email protected]

Auglýsingar Katrín Theodórsdóttir [email protected]

Forsíðumyndina tók RAX í Hrafntinnuskeri.

Prentun Landsprent ehf.

Meðalfjölskyldan framleiðir mikið af sorpien getur sparað þar.

14Þórður og Karólína

rækta lífrænt. Eruhugsjónabændur.

15

Vor í lofti, segja grænukonurnar; Guðrún,

Maríanna og Vala Matt.

12

Göngum ekki á gæði, segir Þuríður Kristjáns-

dóttir í Norræna húsinu.

6

salka.is

Njótum náttúrunnarvið bæjarvegginn

Allir velkomnir

Gönguferðmeð Reyni

Ingibjartssyni,höfundi bókarinnar,

frá Straumsvíkkl. 13.30

sunnudaginn17. apríl

3. upplag væntanlegt

Umhverfisvænartöskur og veski selj-

ast vel hjá Kolors.

16

Enginn getur verið hlutlaus íþví ábyrgðarmikla hlut-verki að bera ábyrgð á eig-in umhverfisáhrifum. Öllfinnum við fyrir því ef

náttúran gefur sig undan ágangiokkar.

Grænn apríl minnir líka á, að ekkiþarf mikið til að koma miklumbreytingum til leiðar. Oftast nærþarf bara að staldra við stund-arkorn, kynna sér mál og vanda val.Umhverfisvæni kaffibollinn er jafn-góður og jafnvel ódýrari en hinnvalkosturinn. Náttúrukær hreinsi-efnin fyrir heimilið virka jafnvel ogfara betur með heilsuna. Meira aðsegja tískuvaran sem við kaupumokkur getur verið væn og græn ensamt vakið athygli og aðdáun þarsem við göngum um bæinn.

Hagkvæmasta leiðin

Að ástunda grænni lífsstíl þarf ekkiað kosta meira eða minnka lífsgæðiokkar. Þvert á móti getur grænaleiðin verið sú hagkvæmasta, færtokkur bætta heilsu og líðan.

Að baki þessu framtaki standa at-hafnakonurnar Guðrún G. Berg-mann, Valgerður Matthíasdótir,Sólveig Eiríksdóttir og MaríannaFriðjónsdóttir, en markmið þeirra

er að vekja landsmenn til betri vit-undar um að gæta að umhverfi okk-ar og náttúru. Um leið er Grænumapríl ætlað að beina sjónum fólks aðþeim fyrirtækjum sem selja grænavöru og þjónustu, en framboðið áumhverfis- og mannvænni vöru hef-

ur aukist til muna á síðustu árum. Síðast en ekki síst er það mark-

mið verkefnisins að hvetja til um-ræðu um þau skref sem við þurfumað taka til að tryggja að komandikynslóðir taki við jörðinni í góðuásigkomulagi og geti notið ávaxta

hennar á sama hátt og við gerum ídag.

Náttúran lifnar við

Sumarið er að bresta á, grasið ferað grænka, dagurinn lengist ognáttúran lifnar við. Hvaða betri tími

er til að meta allt það sem náttúrangefur okkur, staldra við og veltavöngum yfir eigin vali? Hvaða betritími er til að taka nýja stefnu, vit-andi að ef við leggjumst öll á eittgetum við breytt heiminum á einumdegi?

Breytum heiminum á einum degi

Morgunblaðið/Ernir

Nauthólsvík Ylströndin er umhverfisvæn. Þangað finnst öllum ljúft að sækja, t.d. fötluðum börnum í Reykjadal sem á ströndina koma þegar sól skín og lífið er gott.

Hvaða máli skiptir valhvers og eins? Hvaðaáhrif getur lítil eyjanyrst í Atlantshafi haftá umhverfið? VerkefniðGrænn apríl minnirokkur á að það er ekkisama hvernig viðgöngum um jörðina ogauðlindirnar.

Page 3: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011

Heilsa ehf óskar eftir umsóknum um Umhverfisstyrk Ecover

og Heilsu. Styrkurinn mun í ár vera að upphæð 300.000 kr.

Valið verður verkefni sem mun miða að bættri umhverfisvitund,

t.d. þróun námsefnis, rannsókna á vatnasvæðum eða

strandlengju til að sporna við óæskilegri umgengni s.s.

frárennsli eða öðrum mengandi þáttum, hreinsun ákveðins

landsvæðis, endurvinnslu úrgangs, gerð námsefnis í

umhverfisvernd eða eitthvað annað verkefni sem klárlega

mun nýtast til verndar íslenskri náttúru.

Umsóknarfrestur er til 17. apríl næstkomandi, umsóknar-

eyðublöð og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á

www.heilsa.is

Styrkurinn verður afhentur í fyrsta sinn 30. apríl 2011, en

gert er ráð fyrir að veitt verði úr sjóðnum árlega í kringum

dag umhverfisins (25. apríl).

UMHVERFISSJÓÐURINN

F Y R I R H R E I N N A L E I R TA U

VILTU VINNA GJAFAKÖRFU?

LUKKULEIKURINN

• Keyptu eina eða fleiri Ecover vöru í apríl

• Heftaðu kassakvittunina við lukkumiðann

• Settu miðann í kassann sem á að vera

staðsettur í versluninni

4. maí drögum við úr innsendum miðum 10 stórar

gjafakörfur með vörum og 20 minni gjafakörfur.

Taktu þátt í lukkuleiknum í apríl:

Page 4: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011

Íapríl mun Reykjavíkurborghleypa af stokkunum nýju ogáhugaverðu umhverfisverk-efni. „Um er að ræða kerfisem fengið hefur nafnið Græn

skref í starfsemi Reykjavík-urborgar. Umhverfis- og sam-göngusvið annaðist undirbúningkerfisins, en um er að ræða að-ferðafræði sem þróuð var við Har-vard-háskóla. Fólk frá öllum svið-um borgarinnar hefur síðan komiðað útfærslu og aðlögun í samræmivið aðstæður og þarfir,“ segir Ey-gerður Margrétardóttir, fram-kvæmdastýra Staðardagskrár 21.

Kerfi sem lagar sig að aðstæðum

Undirbúningi að verkefninu varhrundið af stað sl. haust, fyrir orðborgarstjóra. „Í hnotskurn másegja að þetta kerfi miði að því aðgera allt starf borgarinnargrænna og vænna, en um leið aðstuðla að hagræðingu og sýna gottfordæmi í verki. Lagt var af staðmeð það að leiðarljósi að setja uppeinfalt og aðgengilegt kerfi, meðskýrum leikreglum og mark-miðum, en um leið þess eðlis aðgæti hentað jafnfjölbreyttu starfiog á sér stað á vegum borg-arinnar,“ útskýrir Eygerður ogbendir á hve fjölþætt starfsemiborgarinnar sé – svo sem íþrótta-og tómstundastarf, leik- og grunn-skólakennsla, viðburðir og hátíðir,viðhald gatna og opinna svæða,

sorphirða, vinnuskóli, skrif-stofuhald og önnur þjónusta viðborgarbúa.

Nokkur atriði einkenna Grænuskrefin og er stærsta einkennið aðverkefnið er skipulagt í fjórumáföngum sem hver og einn vinnu-staður á vegum borgarinnar geturlagað sig að á eigin hraða og for-sendum.

„Fyrsti áfangi, eða sá sem viðköllum skref 1, byggist á frekareinföldum aðgerðum sem krefjastlítils tilkostnaðar eða umstangs.Skref 2 innifelur aðgerðir semgeta kallað á meiri fyrirhöfn, ogsvo er skref 3 með enn umfangs-meiri verkefni til að bæta um-hverfismál. Þegar komið er aðskrefi 4 er um að ræða flóknariaðgerðir sem krafist geta meiriútgjalda og átaks. Þvert á þessiskref liggja svo skilgreindir und-irþættir, s.s. endurvinnsla, sam-göngur, innkaup og orkumál.“

Hægt að taka misstór skref

Í hverju skrefi er því fengist viðatriði eins og rafmagnsnotkun,húshitun, útgáfumál eða ferðalögstarfsmanna á vinnutíma. Hvervinnustaður borgarinnar fær meðátakinu vissa forskrift til að vinnameð en ræður, eins og fyrr segir,hversu langt er farið.

„Einn af kostum þessa verkefniser að það er þannig hannað aðhvetja til breytinga neðan frá.Ekki er um það að ræða að boðkomi að ofan heldur ákveður hvervinnustaður fyrir sig hversu langtá að ganga, og fær viðurkenningufyrir hvert skref sem tekst aðljúka,“ segir Eygerður.

Hægt að græða

Eins og sagt var í byrjun grein-arinnar er markmiðið með Grænuskrefunum ekki aðeins umhverf-isvernd, heldur líka hagræðing.

Eygerður segir erfitt að reiknaeða áætla fyrirfram hver heild-arávinningurinn verður í krónum.

„En af þeim verkefnum sem áð-ur hefur verið ráðist í má sjá aðverulegar fjárhæðir geta sparasthjá borginni með réttum og um-hverfisvænum ákvörðunum. Semdæmi höfum við unnið að því aðauka notkun á metani á vinnu-tækjum borgarinnar og ganga t.d.allir sorpbílarnir fyrir metani ídag. Áætlað er að vegna þessasparist um 126.000 lítrar af dísil-olíu á ári, eða sem svarar til rösk-lega 14 milljóna króna. Annaðdæmi er breyting sem gerð var ágötulýsingu árið 2009 svo að ögnmeira myrkur þarf áður en kvikn-ar á götuljósunum. Útkoman varðað ljósin eru kveikt 300 klst.skemur á ári hverju og sparnaður-inn sem af því hlýst er í kringum13,5 milljónir.“[email protected]

Borgin hagræðir og sýnir gott fordæmi Verkefnið Græn spor ístarfsemi Reykjavík-urborgar á að getaminnkað umhverfis-áhrif og sparað fé.Hver vinnustaður get-ur tekið þátt á eiginforsendum. Verkefniðer í fjórum skrefumsem spanna frá ein-földum aðgerðum tilframkvæmda.

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Hvatning „Einn af kostum þessa verkefnis er að það er hannað til að hvetja til breytinga neðanfrá. Ekki er um að ræða aðboð komi að ofan heldur ákveður hver vinnustaður hversu langt á að ganga,“ segir Eygerður Margrétardóttir.

Eldhús Víða má stokka upp í umhverf-ismálum svo sem í eldhúshaldinu.

Markmið Stefnan er víðtæk og tekurm.a. til fundahalds borgarinnar.

Skref Hvert spor getur verið skref íátt til umhverfisvænna lífernis.

4 | MORGUNBLAÐIÐ

Eygerður segir það geta haft veruleg já-kvæð áhrif á framboð á markaði efReykjavíkurborg velji vörur og þjónustusem hlotið hafa umhverfisvottun. „Borg-in er stórtæk í innkaupum og getur

skapað þær forsendur sem þarf til aðframleiðendur og seljendur þrói og bjóðiupp á vistvænar vörur. Þessi þróun getursvo aftur auðveldað aðgengi almenningsað vistvænni vöru og þjónustu.“

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Kaupmáttur Með innkaupum sínum getur Reykjavíkurborg hugsanlega stuðlaðað auknu framboði og þróun á umhverfisvænum lausnum.

Borgin getur verið hvati

Stjórnendum hættir til að líta áumhverfisvæn vinnubrögð semumstang og útgjaldalið. Mínútansem það tekur starfsmanninn aðslökkva á tölvunni kostar kannski50 kr. í launum en sparar bara 30kr. í rafmagn, eða hvað? „Hægt erað breyta miklu með lítilli fyr-irhöfn og nýjum vinnubrögðum.Vissulega getur tekið stund aðræsa tölvuna að morgni vinnu-dags, en hve lengi er fólk aðsækja sér fyrsta kaffibolla dags-ins eða koma sér fyrir?“ segir Ey-gerður.

„Gott dæmi er nýlegt útboðborgarinnar á ræstiþjónustu þarsem vistvænum starfsháttum vargefið aukið vægi. Fyrirtæki, semhlotið hefur Svansmerkið, varðfyrir valinu. Þá er notast við um-hverfisvænni efni og öðrum að-ferðum beitt til fá jafngóða eðabetri ræstingu. Það hefur sýnt sigí útboðum á vegum borgarinnarað slíkt getur einnig minnkaðkostnað töluvert. Það kom t.d. íljós þegar ræsting í leikskólumvar boðin út nýverið en þá varðkostnaður vegna umhverf-isvænnar ræstingar nokkuð lægrien raunkostnaður fyrir útboð.

Þá á vitaskuld eftir að takameð í reikninginn að umhverf-isvænar ræstivörur færa ekkisterk og mögulega skaðleg efniinn í vinnuumhverfi starfsmanna.Eins hefur verið sýnt fram á aðumhverfisvæn hreinsiefni getaminnkað viðhald enda innihaldaþau ekki kemískar blöndur.“

Þarf ekki aðvera dýrt aðhugsa umumhverfið

Page 5: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011
Page 6: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011

6 | MORGUNBLAÐIÐ

áhrif á umhverfið og að bein teng-ing getur verið á milli þess hvortvið veljum t.d. að borða ávexti ídag eða fisk og hvort gengið er áauðlindir náttúrunnar,“ segir Þur-íður. „Neytandanum er sýnt hvaðliggur að baki matnum á disknum:hvernig skordýr bera frjó á milliplantna, sem síðan verða að fóðrifyrir nautpening; hversu mikilvatn, landrými og orku þarf til aðrækta salathaus eða tómat ogkoma alla leið í innkaupapokann.Sem dæmi um þær leiðir semfarnar eru til að koma skilaboð-unum áleiðis er stafli af 400 vatns-flöskum. Þetta er það magn vatnssem þarf til að framleiða einaflösku af bjór, enda þarf að vökvavandlega akrana til að rækta gottbygg og humla. Hinn almennineytandi hefur yfirleitt enga hug-mynd um hversu miklu er kostaðtil við framleiðslu drykkjarins íglasinu.“

Umhverfistossar?

Þuríður segir boðskap sýning-arinnar eiga mikið erindi við Ís-lendinga. „Mælingar sýna að Ís-lendingar er eru meðal þeirraþjóða sem hafa hvað stærst „um-hverfisfótspor“ á hvern ein-stakling. Að meðaltali hefur hverÍslendingur rösklega fjórfalt meiriumhverfisáhrif en dæmigerðurBandaríkjamaður og halda þóflestir að fólk þar vestra sé mestuumhverfisskussarnir.“

Hluti af stóru umhverfisfótsporiÍslendingsins skýrist af háum al-mennum lífsgæðum. Þuríður segirtilgang sýningarinnar ekki aðmæla gegn neyslu og að ekki þurfiað tileinka sér meinlætalíf til að

Neytandinn er í aðal-hlutverki þegar kemurað verndun umhverf-isins. Þetta er umfjöll-unarefni áhugaverðrar

sýningar sem stendur nú yfir íNorræna húsinu. Þuríður HelgaKristjánsdóttir er umsjónarmaðursýningarinnar Manna – annars-konar sýning um mat:

„Sýninguna fáum við frá Resili-ence Centre í Svíþjóð sem er sam-starfsverkefni sænskra listamannaog vistfræðinga. Viðfangsefnið erhvernig matarvenjur okkar hafa

fara skynsamlega með auðlindirnáttúrunnar.

„En það má breyta miklu meðþví að vera meðvitaður um þauáhrif sem við höfum með vali okk-ar í matvöruversluninni,“ segirhún. „Það kann að hafa mun minniumhverfisáhrif að velja t.d. vist-

vænan bjór, velja lífrænt ræktaðarvörur, og innlendar vörur semekki hafa verið fluttar um langanveg.“

Að breyta neyslunni með þess-um hætti getur líka gert heilsunnigott. „Á Íslandi er t.d. kjötneyslatvöfalt meiri og fiskneysla minni

en hjá hinum Norðurlandaþjóð-unum. Bæði krefst hvert kíló afkjöti sem framleitt er mikilsmagns ræktarlands og einnig máætla að aukin neysla magurs fisksá kostnað feits kjöts myndi hafajákvæð áhrif á heilsufar.“[email protected]

Neysla hefuráhrif á umhverfiðSýning í Norræna húsinu varpar ljósi áþær auðlindir sem þarf til að framleiðamatinn sem við setjum á diskinn. Breyttarvenjur geta haft mikil áhrif til batnaðar.

Morgunblaðið/Sigurgeir S

Valkostir Þuríður Helga Kristjándóttir segir það rýri ekki lífsgæði fólks að hlífa auðlindum jarðar. „En það má breytamiklu með því að vera meðvitaður um þau áhrif sem við höfum með vali okkar í matvöruversluninni.“

Neysluvenjur Íslendings nyrst í Atlants-hafi geta haft víðtæk áhrif. Áhrifin eruekki aðeins á náttúruna heldur einnig álífsgæði fólks hinum megin á hnett-inum, að sögn Þuríðar. „Til dæmis máfinna í hillum verslana afurðir sem eru

vatnsfrekar í ræktun en ræktaðar ílöndum þar sem almenningur býr viðvatnsskort. Með því að velja slíka vöruer því verið að leggja enn þyngri byrðaren fólk grunar á þá sem síst mega viðþví.“

Reuters

Skortur Afleiðingar neyslu á einum stað geta komið fram þar sem síst væntir.

Val okkar getur bitnað á öðrum

Sýningunni í Norræna húsinu lýkur ílok apríl og verður af því tilefni efnt tilráðstefnu um aðbúnað dýra í íslensk-um landbúnaði. Þuríður segir þar ým-islegt vel gert, en ástæðu til að hafaáhyggjur af þróuninni á sumum svið-um.

„Aðbúnaður í mjólkurframleiðslu ogsauðfjárrækt er almennt ágætur, enframleiðsla á kjúklingum, eggjum ogsvínakjöti er oft ekki með þeim hættisem neytendur myndu vilja sjá. Finnamá örfáar undantekningar þar semfrumkvöðlar hafa tekið sig til og fram-

leiða vistvæn egg og lífrænt ræktaðsvínakjöt og hafa dýrin það hreinleganokkuð fínt á þeim bæjum. En í verk-smiðjubúskap með alifugla og grís eraðbúnaður oft skelfilegur.“

Þuríður segir alla – bæði bændur,dýr og neytendur– eiga að geta notiðgóðs af bættum framleiðsluaðferðum.„Ég þykist vita að neytendur væruflestir fúsir að borga meira fyrir kjöt-vöru vitandi að dýrið hefði verið alið ogþví slátrað á siðrænan hátt, rétt einsog neytendur hafa tekið vel við sér íkaupum á lífrænni vöru,“ segir hún.

Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Framleiðsla Ekki stendur öllum á sama um hvernig staðið er að ræktun alidýra.

Framleiðslan sé siðræn

Baggubag eru sterkir,litríkir, umhverfisvænirpokar sem rúma jafnmikið og venjulegurplastpoki.

Fallegir fjölnotapostulínsbollar meðsílikonloki og haldi.

kr. 1299.-

kr. 1950.-

PÆGILEGT&

UMHVERFIS-VÆNT

Page 7: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011

Með sölu á fjölnota kaffimálum stuðlar Olís

að umhverfisvernd. Kaffimál Olís kostar

aðeins 2.290 kr. og því fylgir kaffiáfylling út

árið. Minnkum ruslið og hugsum grænt.

Með umhverfisstefnu sinni vill Olís stuðla að

því að hver kynslóð skili landinu og auðlind-

um þess í betra horfi til þeirrar næstu.

Grænn apríl er verkefni sem hópur áhugafólks um umhverfismál hrinti í framkvæmd. Markmiðið er að fá ríkisstjórnina, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og

einstaklinga til að kynna vöru, þekkingu og þjónustu sem er græn og umhverfisvæn og styður við sjálfbæra framtíð á Íslandi. Með sameinuðu átaki er ætlunin

að gera umhverfisumræðuna skemmtilega, líflega og sjálfsagða fyrir alla Íslendinga. Nánari upplýsingar á graennapril.is.

PIPA

R\T

BWA

-SÍA

-110

757

OLÍS er þátttakandi í umhverfisverkefninu GRÆNN APRÍL

Page 8: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011

Aðalheiður Héðinsdóttir,forstjóri Kaffitárs, segirað í örfáum tilfellum hafiviðleitni fyrirtækisins tilað vera umhverfisvænna

valdið viðskiptavinum pirringi.„Það hefur helst verið vegna þessað við tókum upp þá reglu að ekkier lengur hægt að fá drykkinn ípappírsmáli ef hans verður neyttinni á kaffihúsinu. Sumir hafanefnilega vanist því að setjast nið-ur um stund en halda svo af staðmeð drykkinn sinn og við það fólksegjum við að sjálfsagt sé að færainnihald bollans í pappamál á leið-inni út.“

Þessi ákvörðun var tekin til aðdraga úr notkun einnota umbúðaog þannig minnka umhvefisáhrifkaffisölunnar. „Þetta eina skrefkallaði á endurskipulagningu þvímeð færri pappamálum jókst upp-vaskið töluvert. Mest var breyt-ingin í kaffihúsinu í Leifsstöð þarsem áður höfðu nánast allir drykk-ir verið afgreiddir í pappamáli. Úr

varð að við þurftum á endanum aðbæta við aukastarfsmanni,“ segirAðalheiður. „Þetta er aukið um-stang í fyrstu, en smám saman séég að þetta kemst upp í vana ogmunar á endanum lítið um aðgæta þess að safna bollunum,stafla þeim rétt fyrir þvottinn ogganga svo frá á sinn stað.“

Fyrst með Svansmerkið

Þessi nýja stefna með pappamálinvar hluti af þeim skilyrðum semKaffitár þurfti að uppfylla til aðhljóta Svansmerkið síðasta vor,fyrst íslenskra kaffihúsa. Að-alheiður segir að þeir fáu sem hafilátið breytingarnar pirra sig hafifljótt jafnað sig og að viðskiptavin-irnir hafi varla fundið fyrir öðrumbreytingum sem Svansvottuninkallaði eftir.

„Viðskiptavinir eru mjög með-vitaðir um mikilvægi þess að hafaekki slæm áhrif á umhverfið.Þetta er þenkjandi fólk sem kannað meta að fyrirtæki taki afstöðuog er meira en til í að leggja sittaf mörkum og laga sig að breyt-ingunum.“

Meðal annarra skrefa sem stiginvoru er að sykurinn er ekki lengurhafður frammi í litlu bréfi, heldurí gamaldags „sykurbyssum“ ogþannig hægt að minnka umbúða-notkun. Munnþurrkur eru heldurekki hafðar uppi við heldur þurfaviðskiptavinirnir að biðja um þær.„Þetta eru litlir hlutir sem safnastfljótt upp. Það getur t.d. veriðmjög auðvelt að kippa fimm serví-ettum með einni kökusneið af ein-skærum vana, en þurfa kannskiekki nema eina servíettu eða jafn-vel enga.“

Önnur breyting er að samlokurnarsem útbúnar eru daglega í eldhúsiKaffitárs í Njarðvík eru ekki leng-ur innpakkaðar í einnota plast-poka. „Þeirri breytingu fylgdióneitanlega viss stofnkostnaður,því við þurftum að fjárfesta í sér-stökum fjölnota plastílátum semsíðan þarf að safna og þrífa ræki-lega á milli nota. Til lengri tímalitið er samt ljóst að við erum með

þessu ekki aðeins að minnka plast-notkun heldur einnig að spara.“

Rusl í sjö flokkum

Aðalheiður segir að frá því fyrstakaffihús Kaffitárs var opnað fyrirsautján árum hafi fyrirtækið alltafreynt að ástunda umhverfisvænvinnubrögð. Á fyrstu árunum hafit.d. verið lögð mikil áhersla áflokkun úrgangs. Til að hljótaSvansmerkið þurfti að innleiðanýtt flokkunarkerfi svo núna errusl frá öllum kaffihúsum Kaffi-társ flokkað í sjö flokka. Að sögn

Aðalheiðar fer þessi nákvæmaflokkun ekki aðeins vel með um-hvefið heldur kemur sér líka velfyrir reksturinn. „Okkur reiknasttil að hafa sparað um 40% af sorp-hirðugjöldum og fyrir fyrirtæki afokkar stærð eru þetta engar smá-tölur. Það munar verulega umgjöldin fyrir hvert kíló af blönd-uðu sorpi annars vegar og líf-rænum úrgangi hins vegar. Svoeru engin gjöld fyrir pappa, plastog ál ef búið er að flokka rusliðrétt.“[email protected]

8 | MORGUNBLAÐIÐ

Umhverfisvænni rekstur hjá Kaffitári er ekki aðeins hagfelldur náttúrunni.Hvatning til enn minni notkunar á einnota umbúðum er að kaffihúsin bjóðagestum afslátt ef þeir koma með eigin drykkjarmál.

„Þetta hefur til dæmis gefist vel í kaffihúsinu okkar á Höfðatorgi þar semmargir borgarstarfsmenn eru í húsinu. Þeir leggja þá leið sína til okkar meðsína bolla og könnur og fá 30 króna afslátt af hverjum einasta bolla. Viðspörum umbúðir og uppvask, og neytandinn fær enn betra verð á kaffisop-anum.“

Viðskiptavinirnir kunna að meta að fyrirtækið tekur afstöðu

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sorpflokkun Aðalheiður Héðinsdóttir bendir á að umhverfisstefnan komi vel út fyrir rekstur. „Sparast hafa um 40% af sorphirðugjöldum og munar vel um það.“

Kaffitár fékk í fyrravorviðurkenningu Svans-merkisins, fyrst ís-lenskra kaffiveitinga-húsa. Viðskiptavinirnireru fljótir að aðlagastumhverfisvænnivinnubrögðum.

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Kaffi Ætíð hressir sopinn og það er ekki amalegt að fá afslátt.

Viðskiptavinirnir spara líka

LITRÍKURKAFFISOPIKEEP CUP er málið í dag!!

- Umhverfisvænt og fjölnota ferðamál

- Leiktu þér með litina og hannaðu

þitt eigið útlit

+3Okr.afsláttur af

kaffi í fjölnota máli

www.kaffitar.is

191 144Kaffihús

www.birkiaska.is

MinnistöflurBætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem erundir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar velfyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur íprófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

Page 9: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011

MORGUNBLAÐIÐ | 9

Erlendir nemarvoru frumkvöðlarLitríkar flokkunarstöðvar eru í Háskóla Íslands, enþar falla til um 300 tonn af sorpi á ári. Undanfarna mánuði hefur verið unniðötullega að því að koma á heildstæðriflokkun sorps í Háskóla Íslands. Í þessuskyni hafa verið settar upp flokk-unarstöðvar, sem eru samtals um eitthundrað í öllum byggingum skólans. Sig-ríður Björnsdóttir rekstrarstjóri fast-eigna Háskóla Íslands segir kerfið ein-falt.

„Þetta er írskt kerfi frá Ecodepo enflutt hingað til landsins í samvinnu viðGámaþjónustuna. Pokarnir eru losaðireftir þörfum í viðeigandi gáma og Gáma-þjónustan sér svo um að koma sorpinutil endurvinnslu. Þetta er stílhreint kerfiog litríkt og fer vel í allskonar umhverfiskólans.“

Fjórir litir

Flokkunarstöðvarnar frá Ecodepo erhægt að fá í mörgum litum en Háskóli Ís-lands notar fjóra. Í rauðu pokana faraflöskur og dósir sem eru með skilagjaldi.Í þá grænu fara tómar umbúðir, bæðifernur og plast. Bláu pokarnir eru undir

blöð og tímarit og svörtu pokarnir eruætlaðir undir almennt sorp. Allir pokarsem notaðir eru á flokkunarstöðvunumeru umhverfisvænir og brotna því niður ínáttúrunni.

„Hér var talsvert flokkað fyrir, en sorpsem til fellur í öllum byggingum háskól-ans er líklega hátt í 300 tonn á ári. Nem-endurnir eru um tíu þúsund og starfs-menn eru nærri tvö þúsund, svo þaðsegir sig sjálft að magnið er verulegt.Áður en byrjað var að flokka fyrir alvöruvar svokallað almennt sorp samtals 212tonn á ári, mismunandi eftir deildumeins og gefur að skilja. Það voru erlendirnemendur og kennarar á Verkfræði- ognáttúruvísindasviði sem þrýstu á um úr-bætur í sorpmálum skólans og öfluðuátakinu stuðnings alls staðar innan skól-ans. Fyrstu flokkunarstöðvarnar vorusettar þar upp, en nú er sem sagt búiðað setja upp þessar litríku stöðvar í öll-um deildum,“ segir Sigríður Björnsdóttirrekstrarstjóri fasteigna Háskóla Í[email protected]

Snæfellsnes er fyrsta land-svæðið í Evrópu sem færumhverfisvottun Green-Check-samtakanna og þaðfjórða í heiminum. Krist-

inn Jónasson bæjarstjóri í Snæ-fellsbæ segir undirbúningsferlið hafikrafist mikillar vinnu, enda sveit-arfélögunum settar strangar kröfur

til að fá slíka al-þjóðlega vottun.

„Ég held að áengan sé hallaðþótt ég segi aðhjónin Guðrún ogGuðlaugur heit-inn Bergmannhafi ýtt okkur afstað í þessum efn-um,“ segir Krist-inn „Við urðum tildæmis fyrsta

sveitarfélag landsins til að starfamarkvisst samkvæmt umhverf-isstefnunni Staðardagskrá 21. Guð-laugur var stórhuga maður og lét sérþað ekki nægja, heldur hvatti okkurtil að falast eftir alþjóðlegri umhverf-isvottun. Því takmarki var náð í júní2008. Við erum ákaflega stolt af þvíað vera fyrsta landsvæðið í Evróputil að fá slíka umhverfisvottun.“

Íbúarnir gera kröfur

EarthCheck-vottunarsamtökin eru íeigu ferðamálasamtakanna í Ástr-alíu, ríkisins og háskóla. Um er aðræða stærstu rannsóknamiðstöðferðamála í heiminum og er mark-miðið að stuðla að sjálfbærni í ferða-þjónustunni.

„Þegar við vorum að stíga fyrstuskrefin í þessari vinnu var gert hálf-gert grín að okkur, vísur á þorrablót-um og svo framvegis. Í dag er staðanallt önnur. Nú gera íbúarnir kröfurtil sveitarfélaga hérna á Snæfellsnesium að þau standi sig vel í umhverf-ismálum. Grænfáninn blaktir við húní grunnskólum á svæðinu, en til að fáað flagga honum þarf að uppfylla

ýmsar kröfur í umhverfismálum.Tvær hafnir á svæðinu hafa fengiðBláfánann, sem er alþjóðlegt um-hverfismerki sem hefur þann tilgangað stuðla að verndun umhverfishafna.“

Sveitarfélögin ásamt Þjóðgarð-inum Snæfellsjökli hafa sett sér sam-eiginlega stefnu um sjálfbæra þróunmeð sérstaka áherslu á umhverf-isvæna ferðaþjónustu á svæðinu. Ístefnunni er meðal annars kveðið áum að láta vinnuafl, vörur og þjón-ustu af svæðinu njóta forgangs.

„Við setjum okkur það markmið aðbæta okkur á hverju ári. Í grunnskól-anum hjá okkur var í vetur tekin uppkennsla í átthagafræðum. Nemend-urnir læra meðal annars um um-hverfi sitt og uppruna. Þetta erspennandi verkefni. Sorpmálin hafatekið miklum breytingum í öllumsveitarfélögunum, núna er sorpiðflokkað og það endurunnið eins oghægt er. Vörur sem sveitarfélöginkaupa þurfa að vera sérstaklegavottaðar sem umhverfisvænar, til

dæmis pappír og þvottaefni. Íbúarnireru vel með á nótunum og fylgjastmeð því að stefnunni sé fylgt eftir.Breytingin á hugarfari íbúanna ersannarlega mikil og jákvæð og hefurskilað sér með ýmsum hætti inn á

flest heimilin á svæðinu.“„Þessi viðurkenndu áströlsku sam-

tök meta árangurinn reglulega ogþannig fáum við hlutlausar upplýs-ingar um frammistöðu okkar. Það erþví líklegra að raunverulegur árang-

ur náist í átt að sjálfbærni. Auk þessstyður vottunin við bakið á mik-ilvægum atvinnugreinum, fram-leiðslugreinum og ferðaþjónustu,“segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri íSnæfellsbæ. karlesp@simnet

Snæfellingarnir eru í fararbroddi

Ólafsvík Nú gera íbúarnir kröfur til sveitarfélaga á Nesinu um að þau standi sig vel í umhverfismálum, að sögn bæjarstjórans í Snæfellsbæ.

Stærsta rannsókn-armiðstöð heimsins íferðamálum vottarSnæfellsnesið. Íbúarnirfylgjast vel með og gerakröfur í umhverfismál-um og sveitarfélagiðkaupir aðeins vottað.

Kristinn Jónasson

Farfuglaheimilin eru góður kostur fyrir meðvitaða ferðalangasem vilja að dvölin hafi sem minnst umhverfisáhrif.

Farfuglar � Borgartúni 6 � 105 Reykjavík � Sími 575 6700 � [email protected] � www.hostel.is

Þegar leggja á land undir fót getur þú valið á milli 36 farfuglaheimila.Þar af eru 2 svansvottuð heimili og 10 Græn farfuglaheimili.Á heimilunum er unnið frábært starf til að draga úr áhrifum áumhverfið – og ávallt tekið vel á móti þér.

Allar nánari upplýsingar finnur þú á vef okkar hostel.is

Grænn kostur áferðalögum um Ísland

„Þú finnur góðan staðtil þess að sofa á þínugræna eyra hjá okkur!“

G

reen H ostel

Græ

nt

Farfuglaheimili

Page 10: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011

10 | MORGUNBLAÐIÐ

www.kolors.is

Fyrir hverja selda tösku er plantað tré

Framleiddar eftir Fair Trade stefnunni

Umhverfisvænar tískutöskurHandunnar úr sælgætisbréfum, dagblöðum, gosdósaflipum o.fl.

Akureyri

HRÍMhönnunarhús

VestmannaeyjumPÓLEY

LaugavegiEMAMI

E n d u r s ö l u a ð i l a r

Flottar og öðruvísi

Fix TöframassinnHreinsar, fægir og verndar samtímis

Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Tengi - Melabúðin - Verkfæralagerinn - EyjatölvurMiðstöðin Vestmannaeyjum - Pottar og prik Akureyri - Rafsjá Sauðárkróki - Áfangar KeflavíkSkipavík Stykkishólmi - Nesbakki Neskaupsstað - Vélaleiga Húsavíkur - Verslanir RönningLitabúðin Ólafsvík - Tengi - Byggt og búið - SR byggingavörur Siglufirði - Núpur Ísafirði

Hentar vel til þrifa á blöndunartækjum, vöskum, ryðfríu stáli, áli, kopar,messing, gleri, plasti, lökkuðum flötum, kristal, keramiki, postulíni o.fl.

Svampurfylgir með

- Fitu- og kýsilleysandi

- Húðvænt

- Náttúrulegt

- Mjög drjúgt

Óskaþrif Hólmavík - Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf.

Við stefnum að því að fjölgagrænum farfuglaheimilumog umhverfisvænum val-kostum í ferðaþjónustu áÍslandi. Núna bíðum við

spennt eftir nýju gæða- og umhverf-isstjórnunarkerfi Ferðamálastofusem verður öllum sem starfa í grein-inni mikilvægt,“ segir Ásta KristínÞorsteinsdóttir, verkefnisstjóri Far-fugla í umhverfis- og gæðamálum.

Farfuglaheimilin á Íslandi eru alls36 talsins og byggist starfsemiþeirra allra á þeirri stefnu í um-hverfismálum sem Farfuglar hafamótað – bæði hér heima og erlendis.

Betri og grænni

„Starfsemi okkar hefur fengið marg-víslega viðurkenningu fyrir að vera ígóðri sátt við náttúruna. Slíkt ergott klapp á bakið og veitir okkurhvatningu til að verða enn betri oggrænni. Mestu skiptir samt að finnavelvilja og ánægju gestanna okkar á

hverjum degi. Þetta er afskaplegaskemmtilegt umhverfi að vinna í ogfrábært að geta haft áhrif til betrivegar,“ segir Ásta Kristín. „ÁbyrgðFarfugla og samtaka okkar liggursérstaklega í því að vera góð fyr-irmynd og vekja ferðamenn til um-hugsunar um hvernig draga megi úráhrifum ferðalaga og daglegs lífs áumhverfið. Til að geta það þurfaheimilin að standa sig vel í öllumþáttum sem snúa að umhverfinu,bæði stórum og smáum. Og lífið er

þannig í nútímasamfélagi að þar erekkert undanskilið, ekki einu sinnihvernig klósettpappírinn er eða meðhvernig penna þú skrifar á póst-kort.“

Gestirnir eru meðvitaðir

Öll farfuglaheimilin þurfa að upp-fylla lágmarksskilyrði á sviði um-hverfismála til að vera innan keðj-unnar. Þar er meðal annars tekið tilþátta eins og endurvinnslu og end-urnýtingar, umhverfissjónarmiðavið innkaup, hvetja skal til notkunará almenningssamgöngum og fræðagestina um nærumhverfið.

„Gestir farfuglaheimilanna eru al-mennt afar meðvitaðir um umhverf-ismál, enda að stórum hluta fólk fráNorður-Evrópu sem er vant því aðgera vel í umhverfismálum. Þegarþarf að fljúga til landsins er ferða-lagið í eðli sínu kannski ekki gott

fyrir umhverfið en hægt er að gerasitt besta til að þjónusta fólk þannigað ferðalagið hafi sem minnst um-hverfisáhrif,“ segir Ásta.

„Gestirnir kjósa þann valkost ogFarfuglar líta svo á að þeim beri aðgera gestum eins auðvelt fyrir oghægt er. Svo er það okkar ljúfaskylda að upplýsa þá gesti sem ekkieru eins meðvitaðir, svo auk þess aðfá góða aðstöðu og þjónustu reynumvið að blása þeim anda í brjóst ogvera gott fordæmi.“

Skemmtilegar leiðir

Farfuglaheimilin í Reykjavík erutvö; annað í Laugardalnum og hitt ímiðborginni. Bæði eru þau Svans-vottuð og eru einu gististaðirnir áhöfuðborgarsvæðinu sem hafa feng-ið slíka viðurkenningu. Til að getaflaggað Svaninum, sem er umhverf-ismerki Norðurlanda, þarf að upp-

fylla strangar kröfur sem taka á ölluí starfinu, s.s. orkunotkun og hvaðaefni eru notuð til hreingerninga og ímatvöru. Í umhverfisstjórn-unarkerfinu eru árlega sett framskýr og mælanleg markmið í um-hverfismálum og þau síðan gerð uppí skýrslu til Umhverfisstofnunar.

Utan Reykjavíkur uppfylla tíufarfuglaheimili allar kröfur sem þarfsvo þau geti kallað sig Grænt far-fuglaheimili.

„Svanurinn getur verið þungur ívöfum fyrir smærri farfuglaheimilienda mikil vinna í kringum ut-anumhald og mælingar. Þessi tíuheimili eru ólík heimili og hafa hvertsín séreinkenni en eiga það sameig-inlegt að vilja leggja sitt af mörkumvið umhverfisvernd, og til að hjálpagestum sínum að njóta umhverfisinsog náttúrunnar. Grænu farfugla-heimilin hafa í fjölbreytileika sínumfundið skemmtilegar leiðir til aðvinna með umhverfi sínu og að-stæðum, auk þess að uppfylla þauviðmið sem farið er fram á við þásem bera það merki,“ segir ÁstaKristín Þorsteinsdóttir að síð[email protected]

Starfsemi í sátt við náttúruna

Gisting Farfuglaheimilið að Berunesi íBerufirði austur á landi.

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Umhverfisvitund „Fjölga þarf grænum farfuglaheimilum og umhverfisvænum valkostum í ferðaþjónustu á Íslandi,“ segirÁsta Kristín Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri Farfugla í umhverfis- og gæðamálum.

Umhverfismálin eru íbrennidepli hjá Farfugl-um. Öll farfuglaheimilin,36 talsins, þurfa að upp-fylla skilyrði á sviði um-hverfismála til að verainnan keðjunnar. Endur-vinnsla, almennings-samgöngur, endurnýt-ing og fræðsla.

Svanurinn, Norræna um-hverfismerkið, hefur skap-að sér sess sem mikilvæg-asta umhverfismerkið áNorðurlöndunum. Starfs-

fólk Prentmets í Reykjavík hefurunnið að því að fyrirtækið fái Svans-vottun og er sú vinna á lokastigi.Hermann Sverrisson innkaupastjórisegir að uppfylla þurfi ýmis skilyrðitil að fyrirtækið fái að slíka vottun.

„Við þurftum að gera grein fyriröllum efnum sem notuð eru við fram-leiðsluna til að standast þær kröfursem gerðar eru til fyrirtækja semóska eftir heimild til að nota Svans-merkið,“ segir Hermann. „Þetta á tildæmis við um allan pappír, prent-farva, lökk, fólíur og hreinsiefni. Inn-kaupaferlinu hjá okkur hefur veriðbreytt og allur úrgangur er nú flokk-aður og sem mest fer í endurvinnslu.Í raun má segja að kröfurnar taki tilallrar starfsemi fyrirtækisins, fráframleiðslu til úrgangs.“

Starfsmenn áhugasamir

Hermann segir að starfsfólk Prent-mets hafi verið áhugasamt um aðvinna í sameiningu að því að fyr-irtækið fái Svansvottunina.

„Já, þegar þetta var fyrst kynntvoru viðtökurnar jákvæðar, en hérstarfa um eitt hundrað manns og all-ir hafa verið áhugasamir um að fyr-

irtækið hljóti þessa vottun. Afstaðaalmennings til umhverfismála hefurtekið miklum breytingum til hinsbetra á síðustu árum. Við finnum þaðlíka á viðskiptavinum að auknarkröfur eru gerðar í þessum efnum.Þetta á sérstaklega við um mat-vælaiðnaðinn og ferðaþjónustuna.Ég er sannfærður um að samkeppn-isstaða Prentmets styrkist eftir aðvið fáum þessa vottun, ávinningurinner því töluverður.“

Svanurinn er opinbert umhverf-ismerki Norrænu ráðherranefnd-arinnar og merkið er langþekktastaumhverfismerkið hér á landi, sam-kvæmt nýlegri könnun CapacentGallup. Þegar þátttakendur vorubeðnir um nefna eitthvert umhverf-ismerki sem þeir könnuðust við þánefndu 45% aðspurðra Svaninn eninnan við 6% nefndu þau umhverf-ismerki sem næst komu í röðinni.

Þegar þátttakendum könnunarinnarvar sýnt merki Svansins sögðust73% þekkja merkið. Umhverf-isstofnun er rekstraraðili Svansins áÍslandi.

Upplýsandi og skemmtilegt

Umsóknarferlið hefur verið veriðfræðandi og gefandi, segir Hermann.„Þetta hefur verið um margt upplýs-andi og vinnan hefur verið skemmti-leg. Maður finnur það alveg að af-staða fólks til umhverfismála er aðtaka breytingum, sem er auðvitaðhið besta mál. Sjálfur er ég ekki fráþví hugsunarhátturinn hafi breyst tilbatnaðar í þessum efnum eftir að viðfórum að vinna markvisst að því að fáSvansvottun. Ég hvet því fyrirtækiog stofnanir til að huga að þessummálum,“ segir Hermann Sverrissoninnkaupastjóri [email protected]

Svanur er bót í samkeppni

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Prentarinn „Kröfurnar taka til allrar starfsemi fyrirtækisins, frá framleiðslu tilúrgangs,“ segir Hermann Sverrisson, innkaupastjóri Prentmets.

Prentmet hefur unniðað því að fá Svans-vottun. Afstaða fólks tilumhverfismála er aðbreytast. Umsóknarferlifræðandi og gefandi.

Page 11: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011

MORGUNBLAÐIÐ | 11

Sigurður K. Pálsson, for-stöðumaður markaðssviðsOlís, segir að fyrirtækiðstyrki árlega fjárhags-lega fjölmörg verkefni á

sviði umhverfismála, auk heldursem umhverfismálin séu í raunrauður þráður í öllu starfi. „Viðleggjum ríka áherslu á stuðningvið samfélagsmál af ýmsum toga,enda er stefna Olís að stuðla aðþví að hver kynslóð skili landinuog auðlindum þess í betra horfi tilþeirrar næstu. Listinn yfir þauverkefni sem við höfum styrktfjárhagslega er langur og þegarhann er skoðaður kemur berlega íljós að umhverfis- og uppgræðslu-mál eru áberandi.“

Allt sem til fellur

Olís tekur þátt í verkefninu Grænnapríl og segir Sigurður að vonandiaukist umræða starfsfólks fyr-irtækisins um umhverfismál ennfrekar

„Þetta gefur okkur hjá Olís til-efni til að fara enn betur yfir ýmsaþætti er varða umhverfismál, ræðahvað vel er gert og ekki síður áhvaða sviðum við getum bætt okk-ur. Starfsfólk er almennt vel með ánótunum; allt sorp sem til fellur erflokkað hjá okkur og sent til end-urvinnslu. Þar nefni ég sem dæmibylgjupappa og aðrar umbúðir,dagblöð og einnota umbúðir. Allarokkar þjónustustöðvar taka á mótirafhlöðum og rafgeymum sem síð-an fara í endurvinnslu, kerta-afgöngum söfnum við saman, semfara til Sólheima í Grímsnesi, ámörgum þjónustustöðvum að-skiljum við gúmmí frá járni áþurrkublöðum og svona mættiáfram telja. Síðast en ekki sístsöfnum við saman úrgangsolíu semer endurunnin eða fargað á við-urkenndan hátt.“

Olís þjónustar mörg fyrirtæki ogstofnanir sem leggja ríka áherslu áað nota einungis umhverfisvottaðarvörur.

„Olís sér Snæfellsbæ fyrirrekstrarvörum, en sveitarfélagiðsetur það skilyrði að allar vörurséu merktar viðurkenndu umhverf-ismerki. Þær vörur sem við bjóð-um sveitarfélaginu uppfylla þessiskilyrði og sömu sögu er að segjaum aðra viðskiptavini sem sér-staklega óska eftir því að vörurnarséu vottaðar af viðurkenndum að-ilum,“ segir Sigurður.

Hlotið viðurkenningar

Olís hefur hlotið umhverf-isverðlaun Reykjavíkur og við-urkenningar fyrir fallegar lóðir. Þáhafa Garðabær, Mosfellsbær ogÁrborg einnig veitt félaginu við-urkenningar, en í öllum þessumsveitarfélögum rekur félagið þjón-ustustöðvar sem rómaðar eru fyrirhve vel hefur tekist til með upp-byggingu í sátt við umhverfið.

„Þegar þjónustustöðvar erubyggðar eða endurnýjaðar eru um-hverfisstaðlar hafðir að leiðarljósi.Ég nefni sem dæmi umbúðalausasölu á smurolíu, rúðuvökva ogfrostlegi. Þá leggjum við miklaáherslu á góðan aðbúnað starfs-fólks og umhverfi til að tryggja ör-yggi, heilbrigði og vellíðan þeirra,“segir Sigurður K. Pálsson að síð[email protected]

Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Árborg Vel þykir staðið að skipulagi og umhverfismálum við stöð Olís á Selfossi.Fyrirtækið fékk viðurkenningu fyrir stöðina þar sem og í Mosfellsbæ og Garðabæ.

Morgunblaðið/Sigurgeir S

Olís Styðjum málefni og umhverfismálin rauð-ur þráður í starfinu, segir Sigurður K. Pálsson

Starfsfólkiðer með ánótunum Olís hefur unnið skipulega að umhverfis-og uppgræðslumálum í tvo áratugi.Reynt er að taka mið af umhverfisvernd,s.s. meðferð á vörum, förgun efna, end-urnýtingu umbúða, vöruþróun og fleira.

Örlitlar breytingar t.d. á heim-

ilisrekstri og innkaupavenjum

gera jörðina að betri stað fyrir

komandi kynslóðir. Hvetjandi bók

sem hjálpar okkur að taka fyrstu

grænu skrefin.

Við getum frá fyrstu stundu bætt

umhverfi barnanna okkar og forðað þeim

frá aukaefnum í mat, bleyjum og

hreinlætisvörum.

Góð bók fyrir grænt uppeldi.

64 grænar, bráðskemmtilegar

leiðbeiningar um samsetningu

matar, matarinnkaup og kaup-

hegðun, hvað beri að sækjast

eftir og hvað sé rétt að forðast.Þessi nútímasjúkdómur

dafnar með unnum matvörum

og of miklum sykri. Hér er

græna leiðin notuð og sigur

unninn á kvillanum með réttu

mataræði og án allra lyfja.

Grænt uppeldi eins og það

gerist best: Hér njóta börn

og fullorðnir 20 gönguleiða

í nágrenni Reykjavíkur og

læra að umgangast

náttúruna af virðingu.

Græn skrefGræða heiminn

salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík

Page 12: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011

Við viljum með þessu átakivekja athygli á þeimvörum og þjónustu semheyrir til þess flokks semvið nefnum grænan og

umhverfisvænan,“ segir Guðrúnsem þekkt er fyrir baráttu sína fyr-ir heilbrigðum lífsstíl. „Við vonumað eftir fimm ár verði grænn apr-ílmánuður orðinn svo eðlilegur hlutitilveru okkar að allir hinir mánuðirársins verði líka orðnir grænir.Þetta er vitundarvakning semminnir á hve margt er framleitt á

vistvænan hátt. Takmarkið er aðsjálfbærara Ísland verði raunveru-leiki. Með því að auka þekkingu áhvað er vistvænt og hægt að veljaerum við að hvetja fólk til að farainn á þá braut í innkaupum sínumað kaupa umhverfisvænar og vott-aðar vörur. Og helst að þær séuframleiddar á Íslandi. Þannig get-um við stutt við íslenskt hagkerfi ogatvinnusköpun.“

Maríanna hefur lengi starfað viðsjónvarp og var þekktur rallöku-maður á árum áður. „Ég hlakka til

Mergsjúgumekki Móður jörðVor er í lofti, aprílmánuður blasir við. Hópur fólksákvað að þetta yrði grænn mánuður í ár og sem ognæstu fimm árin. Guðrún Bergmann og MaríannaFriðjónsdóttir eru í forsvari.

12 | MORGUNBLAÐIÐ

Það skiptir höfuðmáli aðbörnunum líði vel og húðþeirra haldist mjúk ogheilbrigð. Og fátt er ynd-islegra en ilmur af ung-

barni,“ segir Hildur Björk Gunn-arsdóttir hjá Ó. Johnson & Kaabersem flytur inn Libero-barnavör-urnar. Libero-bleiur og aðrarbarnavörur eru framleiddar af SCAHygiene Products, sem hefur velmótaða stefnu í umhverfismálum.

Engin óæskileg litarefni

Við framleiðslu á Libero-bleiumhefur fyrirtækið dregið úr losunkoltvísýrings í andrúmsloftið um50% síðan 1987 og stefnir að því aðminnka þessa losun um 20% í við-bót. Nær allar bleiur frá Liberohafa nú hlotið umverfisvottunNorðurlanda, Svaninn, sem og nýjaungbarnavörulínan.

Ilmandi vörur og umhverfisvænar

Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Vellíðan Í ungbarnavörum frá Libero er hvorki að finna ilm- né litarefni, segir Hildur Björk Gunnarsdóttir.

„Ungbarnavörurnar eru sér-staklega eftirtektarverðar en íþeim er hvorki að finna ilm- né lit-arefni eða önnur óæskileg efni áborð við parabena,“ segir HildurBjörk. „Þannig kemur framleiðand-inn til móts við vaxandi kröfurneytenda umhverfisvænna vara –og víst er að börnin njóta einniggóðs af því.“

Barnaolía, krem og sjampó

Meðal þess sem finna má í ung-barnavörulínunni eru einnotaþvottaklútar, barnaolía og krem,sjampó, undirlag fyrir bleiuskiptiog einnig brjóstahaldarainnleggfyrir mæðurnar. Allar vörurnar, aðþví síðastnefnda undanskildu, eruunnar úr norrænu hráefni og íþeim er að finna ýmist rapsolíu eðasykurrófuekstrakt. Rapsolían er ríkað E-vítamíni sem gefur húðinni

raka og dregur úr ertingu. Þáhjálpar ekstrakt úr sykurrófumhúðinni að viðhalda raka.

„Lykt gegnir mikilvægu hlut-verki varðandi tengslamyndun ung-barna og engin ástæða til að spillaþeim mikilvæga ferli með ilm-efnum. Það er líka skoðun Libero-framleiðandans að börn megi baravel ilma eins og börn,“ segir HildurBjörk.

Hjá SCA Hygiene Products erstöðug þróunarvinna í gangi. Mark-mið fyrirtækisins er þríþætt íþessu tilliti: Að auka gæði barna-varanna, gera þær umhverfisvænniog draga úr mengun við fram-leiðslu þeirra.

„Þetta getur allt haldist í hend-ur,“ segir Hildur. „Libero-vörureru mjög góðar fyrir börnin – enekki síður fyrir umhverfið þannigað allir græða!“

Libero eru vinsælar barnavörur, svo sem bleiur. Þróunarstarf miðarað því að auka gæði barnavara, gera þær umhverfisvænni og dragaúr mengun. Ó.Johnson &Kaaber er með umboðið hér á landi.

Láttu hjartað ráða

Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus · www.lífrænt.is

Page 13: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011

þess dags þegar ég stend hér úti ígarðinum mínum og heyri ekki um-ferðarnið,“ segir hún að bragði.Þetta vonast hún til að verði þegarallir bílar eru orðnir hljóðlátari afþví þeir ganga fyrir vistvænni orku,svo sem raforku, metani eða vetni.

„Á góðum apríldegi þegar sólin erfarin að verma krókusana í garð-inum er truflandi að heyra stór-borgarniðinn. Mín framtíð-arhugmynd er að einn góðanveðurdag getum við öll gengið út íborgina okkar eða bæinn og það ríkiþögn. Reyndar trúi ég að ekki sélangt til þess dags,“ segir hún.

Ljósin í bænum

Guðrún Bergmann bjó í allmörg árvestur á Snæfellsnesi en er nú fluttí bæinn. Hún segir að mikil við-brigði hafi verið þegar hún flutti afNesinu, þar sem öldugjálfrið varþað eina sem heyrðist á kvöldin ogstjörnurnar skinu skært í niða-myrkrinu á Hellnum.

„Ljósagangurinn hér er slíkur aðþótt dregið sé fyrir glugga og ljósinslökkt er yfirleitt ratljóst inni hjáfólki,“ segir hún.

„Höfuðmáli skiptir að þetta átakhópsins okkar skili því að umræðanfari að snúast um þá vistvænumöguleika sem til boða standa. Fólker vanafast, en eins og SvandísSvavarsdóttir umhverfisráðherraorðar það þá snýst umhverfisvitundum að fara upp úr hjólförunum, aðhugsa hlutina á annan hátt. Í um-hverfisráðuneytinu eru t.d. ekkilengur ruslafötur, fólk þarf því aðhugsa um hvernig úrgangur ogpappír skuli flokkast,“ segir Marí-anna. Hún lætur þess getið að eftirað Kaffitár fékk Svansmerkið, semer gæðavottun, þá hafi fyrirtækiðsparað 40% í urðunarkostnaðivegna betri flokkunar. „Og starfs-fólkið finnur til gleði og stolts vegnaþessa framtaks,“ segir hún.

Erlendis eru að sögn þeirrastallna í gangi umræður í fyr-irtækjum um græna hagstjórn ogaukna umhverfisvitund á næstu ár-um. Ekki síst er þetta mikið málvegna nauðsynlegs orkusparnaðar.

Ekki endilega ódýrast.

En er dýrt að vera umhverfisvænn?„Eftir að ég fór að vinna eftir

ákveðinni umhverfisstefnu í mínufyrirtæki fór rekstrarkostnaður nið-ur. Og þótt borgaður væri á mótivottunarkostnaður þá var samtrekstrarafgangur. Ég varð vör við

að virðing fyrir fyrirtækinu óx, semog starfsmannagleðin. Ég leitaðieftir hugmyndum hjá starfsfólkinuog það lagði sannarlega sitt afmörkum í meiri umhverfisvitund írekstrinum,“ segir Guðrún. Húnbætir við að starfsmenn frá Eist-landi hafi haft samband við hana ívetur til að þakka fyrir það semþeir lærðu í fyrirtæki hennar í þess-um efnum og hefur komið þeim tilgóða í ferðþjónustufyrirtæki þeirraí heimalandinu.

„Fólk sem fer út í búð og velurbara það ódýrasta er ekki endilegaað velja það sem á endanum eródýrast. Vistvænar vörur koma íveg fyrir óhollustu og mengun. Þaðer aðeins til ein jörð og ef við meng-um hana hittir það okkur fyrir –líka hér í rokinu á Íslandi,“ segirGuðrún.

Konurnar geta breytt miklu

„Konurnar geta breytt miklu á ein-faldan hátt og orðið leiðandi í þess-um málum. Þær stýra megninu afneyslu heimila,“ segir Maríanna.

„Með til dæmis minni notkunþvottefna og lægra hitastigi endistþvotturinn okkar betur og viðmengum minna og spörum orku.Vatn er ekki óþrjótandi auðlind ogöllum hollt að hugsa til þess, líkahér á Íslandi. Í Afríku er oft spurthve langt maður þurfi að ganga tilað ná í vatn. Fólk rekur upp stóraugu þegar svarið er þrjú skref. Þargengur fólk kannski tvo til þrjáklukkutíma til að fá vatn í fötu.“

Guðrún bætir við að hún elski aðkoma heim frá útlöndum í heitt baðhér og fá kalt vatn að drekka.„Þetta er ekki sjálfsögð lífsgæði. Íátaki okkar erum við að vekja fólktil vitundar um þá auðlegð sem viðbúum við að þessu leyti og hvernigvið getum sem best nýtt hana ogvarðveitt. Það skortir upp á virð-ingu fólks hér fyrir náttúrunni oggæðum hennar,“ segja þær Guðrúnog Maríanna.

Íturfögur

Átakinu Grænn apríl er ætlað aðvekja umhugsun, umræðu um vist-vænan lífsstíl, sem og að sýna ís-lenskri náttúru virðingu.

„Við vonumst til að almenningur ísínum hópi sitji í apríl og ræði umað sniðugt gæti verið að reyna hinarog þessar vistvænar vörur og þjón-ustu. Fengjum við fréttir af slíkumumræðum fyndist okkur að við vær-um nær takmarkinu,“ segja þær.

En margs þarf að gæta, það eyðistsem af er tekið. „Indíanar í Am-eríku höfðu fyrir sið að ef þeirfundu plöntu með berjum þá genguþeir áfram að þeirri sjöundu ogtóku berin af þeirri áttundu, þannigvernduðu þeir landið fyrir næstu sjökynslóðir,“ segir Guðrún. Íslensknáttúra er viðkvæm. „Við viljum aðfólk geri sér grein fyrir að það erbæði „hip og kúl“ og mjög „sexý“ aðvera umhverfisvænn,“ segir Marí-anna.

„Ef við hugsum okkur Móðurjörð sem persónu þá viljum við hafahana íturfagra. Það verður hún ekkief við mergsjúgum hana,“ segjaþær að [email protected]

Morgunblaðið/RAX

Apríl Konur geta breytt miklu á einfaldanhátt og orðið leiðandi í umhverfismálum.Þær stýra neyslu heimila,“ segir MaríannaFriðjónsdóttir. Guðrún Bergmann til vinstriog Valgerður Matthíasdóttir til hægri.

MORGUNBLAÐIÐ | 13

„Mér finnst við hér á Íslandi al-veg ótrúlega sofandi gagnvartumhverfismálum. Það er eins ogvið höldum að af því að við eigummikið af hreinu vatni og hreinnináttúru, þurfum við ekkert sér-staklega að vera á varðbergi. Envið þurfum einmitt að varðveitaokkar auðæfi sem liggja í þessarihreinu og stórkostlega fallegunáttúru. Við eigum að vera fyr-irmynd,“ segir Valgerður Matt-híasdóttir, arkitekt og sjónvarps-kona.

„Við eigum að vera fyrstalandið þar sem allir bílar gangafyrir íslenskri náttúrulegri orku,annaðhvort rafmagni eða metani.Ég er núna einmitt að fara af staðmeð breytingu á mínum bíl úrbensínbíl í tvinnbíl sem verðurbæði með metani og bensíni.Þannig legg ég mitt af mörkumtil umhverfismálanna og um leiðspara ég um helming í rekstr-arkostnaði sem aldeilis munarum í dag! Finnst þetta ótrúlegaspennandi og ég hlakka til að fábílinn breyttan og umhverf-isvænan. Svo er ofboðslegaskemmtilegt að vera í stjórnstýrihópsins sem er að hrindaþessu frábæra átaki af stað semvið köllum Grænan apríl. Góð til-finning að láta gott af sér leiðaog ég veit að þetta er bara byrj-unin á grænni byltingu!“

Bara byrjuniná grænnibyltingu

Kópavogsbær tekur þátt íGrænum apríl og afþessu tilefni hyggst bær-inn halda fjölskyldu- ogskógargöngu í samstarfi

við Skógræktarfélag Kópavogs ílok apríl. Á undanförnum árumhefur Kópavogsbær unnið ötullegaað umhverfismálum. Það sést m.a.á fallegum opnum útivistarsvæðumog á frágangi og umhverfi íbúð-arsvæða. Unnið hefur verið að þvíað bæta lífsgæði íbúa og verndanáttúru- og menningarminjar.

Að sögn Örnu Schram upplýs-ingafulltrúa Kópavogsbæjar er núunnið að mótun umhverfisstefnufyrir Kópavog og leikskóla bæj-arins. Jafnframt er verið að skoðahvort stefna beri að því að hafn-irnar tvær í Kópavogi fái al-

þjóðlegu umhverfisviðurkenn-inguna Bláfánann og hvort friðlýsaeigi hluta Skerjafjarðar innanKópavogs. Á síðasta ári voru út-búnar fjórar útistofur til úti-kennslu fyrir leik- og grunn-skólabörn í Kópavogi og er stefntað því að bæta tveimur til þremurvið á þessu ári.

Starfsmenn Kópavogsbæjarleggja líka sitt af mörkum til aðbæta umhverfið. Allt rusl á bæj-arskrifstofunum er til dæmisflokkað, öll hreinsiefni eru vist-væn, pappírsnotkun er minni ogstofnuð hefur verið umhverf-isnefnd bæjarstarfsmanna semhefur það verkefni að leiðbeinasamstarfsmönnum sínum í um-hverfismá[email protected]

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Ræktun Mikil áhersla hefur verið lögð á umhverfismál í Kópavogi, svo sem upp-byggingu opinna svæða. Þá er elsti bæjarhlutinn afar gróðursæll enda rík hefðfyrir því í bænum að rækta sinn eigin garð í bestu merkingu þeirra orða.

Unnið að mótunumhverfisstefnu

Grænn apríl í Kópavogi

af rétti dagsins eftir kl. 16:00 alla virkadaga. Njóttu þess að borða hollan ognæringarríkan mat í notalegu umhverfieða taktu með þér heim.

Borgartúni 24105 ReykjavíkSími: 585 8700

Hæðarsmára 6201 KópavogurSími: 585 8710

Hafnarborg220 HafnarfirðiSími: 585 8720

www.madurlifandi.is

TveirfyrireinnÞað er grænn apríl hjá Maður Lifandiog í tilefni þess ætlum við að bjóða

Matseðill vikunnar er birtur áwww.madurlifandi.is

næringarríkeða taktu m

2 1fyrir

eftir kl. 16:00 allavirka daga

Page 14: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011

Agnes segir fræðslu skipta miklu máli fyrir end-urvinnslu og umhverfisvernd hér á landi. Því hafiÍslenska gámafélagið leitast við að veita almenn-ingi sem greiðastan aðgang að fyrirtækinu ogt.d. tekið að jafnaði á móti 2-3 stórum hópumgesta í hverri viku. Auk þess að skoða fjölbreyttastarfsemina eru gestir fræddir um áhrif eiginneysluvenja. „Það er staðreynd að því eru takmörksett hversu mikið við getum gengið á auðlindirjarðar. Margir átta sig ekki á að umhverfisáhrifþeirra eru meiri en blasir við í fyrstu. Til að fram-leiða t.d. litla snjallsímann sem allir eru með ívasanum þarf oft allt að 25 kg af hráefni ogheilmikla orku.“

En um leið læra gestir líka að þeir geta breyttmiklu án mikillar fyrirhafnar. „Ef fyrirtæki t.d.flokkar vandlega allt rusl sem fellur til er ekki að-eins verið að vernda umhverfið heldur líka sparaverulegar fjárhæðir í sorphirðu- og urðunar-gjöldum. Meðalfjölskyldan á síðan að geta flokkaðríflega tvo þriðju af öllu sorpi heimilisins.“

Agnes Gunnarsdóttir, fram-kvæmdastjóri sölu- ogmarkaðssviðs Íslenskagámafélagsins, segir end-urvinnslu ekki bara góða

fyrir umhverfið heldur séu verðmætií ruslinu: „Stundum orða ég þettaþannig að finni ég lykt af rusli þáfinni ég lykt af peningum. Rusl erhráefni sem getur verið mikils virði,“segir hún.

Æ fleiri eru að vakna til vitundarum hve mikil auðlind ruslið okkargetur verið. Til að skapa vettvang ogaðstöðu fyrir frumkvöðla á þessusviði hefur Íslenska gámafélagið settá laggirnar svokallað endurvinnslu-þorp á athafnasvæði fyrirtækisins íGufunesi.

„Endurvinnsluþorpinu er ætlað aðmynda eina stóra heild fyrirtækja áþessu svæði sem vinna að endur-vinnslu og sjálfbærni. Hér höfum viðgóða aðstöðu, aðgang að hráefni ogekki síst möguleikann á að deila hug-myndum og láta efnileg verkefni oggóðar hugmyndir gerjast,“ segirAgnes.

Geta gert meira í sameiningu

Íslenska gámafélagið nýtir bygg-ingar gömlu Áburðarverksmiðj-unnar og segir Agnes þar bæði hús-næði og landrými. Agnes segirÍslenska gámafélagið hafa markaðþá stefnu að reyna að laða að frum-kvöðla og fyrirtæki og vinna saman ífyrirtækjaklösum frekar en reyna aðleysa og gera allt upp á eigin spýtur.Nú þegar eru fyrirtæki farin aðkoma sér fyrir á svæðinu.

„Hér er til dæmis brettavinnslaþar sem skemmd EURO-vörubrettiúr timbri eru löguð og endurseld. Út-koman er ekki aðeins endurnýting ávörubrettum og sköpun verðmæta

heldur hefur starfsemin gengið svovel að forsprakki verkefnisins hefurþurft að ráða til sín fjóra starfsmenntil að anna eftirspurn.“

Eldsneyti og upptökuver

Annað áhugavert fyrirtæki í Endur-vinnsluþorpinu býr til lífdísil. „Líf-dísill er unninn úr matarolíum einsog þær sem falla t.d. til á skyndibita-stöðum. Hér áður fyrr áttu veitinga-staðir í mesta basli með að losna viðþessa olíu og var mikill urð-unarkostnaður sem því fylgdi. Núnaer ekki nóg með að veitingastaðirnirlosni við kostnaðinn heldur fá þeirborgað fyrir. Olían er síðan með-höndluð og búinn til lífdísill sem notamá sem eldsneyti á bíla.

Óvenjulegasta fyrirtækið í Endur-vinnsluþorpinu er sennilega svokall-að „analog“ upptökustúdíó sem þarstarfar. Dagur Kári Pétursson leik-stjóri og Orri hljóðmaður stýra þvíverkefni, en á svæðinu var fyrir gam-alt upptökuver með hljóðfærum ogbúnaði frá 1960. Margar spennandihljómsveitir koma þangað til að fáþetta „gamla hljóð“ í tónlistina sína.“

Þá eru ónefnd fleiri fyrirtæki íEndurvinnsluþorpinu eins ogMetanbill.is, ánamaðkaræktun ímoltugerð, Grænir hælar, PM end-urvinnsla og fræðslumiðstöð umendurvinnslu.

Áhrifin meiri en margan grunar

En hvaða máli skipta sorpmál ogendurvinnsla á Íslandi? Erum viðekki svo fá og smá að engu munarhvort við flokkum ruslið eða ekki?Agnes segir að hjá bara Íslenskagámafélaginu einu sé um að ræðaveruleg jákvæð áhrif á ári hverju.„Sem dæmi þá fluttum við á síðastaári 7.000 tonn af pappír úr landi til

endurvinnslu og dugar það magn tilað bjarga um 119.000 trjám. Fólkáttar sig oft ekki á því hvað endur-vinnsla getur sparað miklar nátt-úruauðlindir. Við getum tekið annaðdæmi af áldós, en við endurvinnsluáldósar er notað 5% af þeirri orkusem frumvinnsla dósarinnar þarfn-ast. Orkan sem sparast við að end-urvinna eina áldós myndi duga til aðhalda sjónvarpi gangandi í þrjárstundir.“

Jafnvel þótt kosta þurfi til orku ogfyrirhöfn í að flytja hráefnið úr landitil endurvinnslu segir Agnes dæmiðsamt mjög skýrt.

„Nýleg rannsókn sýndi t.d. að þaðborgar sig alltaf að endurvinna í staðþess að urða eða brenna sorp. Í rann-sókninni var tekið tillit til þess aðferja þarf endurvinnanlega hráefniðá vinnslustað en þrátt fyrir það erávallt umhverfisvænna að end-urvinna.“

Von á meira metani

Íslenska gámafélagið knýr um 15%af bílaflota sínum á orkugjöfunummetani og lífdísil, en fyrirtækið ermeð um 500 tæki í útgerð, og er þaðtalandi dæmi um nýtingu þessararorku. Aukinn kraftur virðist vera aðhlaupa í metanframleiðslu og leikurendurvinnsluþorpið þar stórt hlut-verk.

„Fyrirtækið Metanorka er núnaað hefja starfsemi í þorpinu og stefn-ir fyrirtækið að því að þróa met-anframleiðslu enn frekar,“ segirAgnes. „Hægt er að framleiða metanúr hvers kyns lífmassa og ljóst aðnóg fellur til af lífmassa hér á landi,sérstaklega í landbúnaði, til að hægtværi að knýja allan bílaflota Íslend-inga.“ [email protected]

Morgunblaðið/RAX

Angan „Þegar ég finn lykt af rusli þá finn ég lykt af peningum,“ segir Agnes Gunnarsdóttir.

Ruslið er auðlindEndurvinnsluþorp er að verða til á Gufunesi. Fjöldi fyrirtækja vinnur við aðskapa verðmæti úr ruslinu okkar, svo sem að búa til lífdísil úr olíum fráveitingastöðum. Stefnt er að því að efla metanframleiðslu því nægur líf-massi fellur til hér á landi til að framleiða metan fyrir allan bílaflotann.

Gufunes Tölvugerð loftmynd af fyrirhuguðu endurvinnsluþorpi.

14 | MORGUNBLAÐIÐ

GERÐU HEIMILIÐ SKÍNANDI HREINT MEÐ AJAX!

Græni svanurinn er norræna umhverfismerkiðog vörurnar frá Ajax með Græna svaninumuppfylla öll skilyrði til að bera merkið.

GRÆNI SVANURINNPRÝÐIR AJAX

Betri flokkun og umhverfisvænna fyrir-komulag sorphirðu getur, að sögnAgnesar, bæði sparað sveitarfélögumútgjöld og skapað ný störf á staðnum.„Hafa verður í huga að í sumum til-vikum getur þurft að flytja sorpið ummörg hundruð kílómetra vegalengd. Efíbúarnir eru duglegir að flokka heima-fyrir, t.d. með því að aðgreina lífrænan

úrgang og safna til moltugerðar ástaðnum, er hægt að spara margarferðir og munar töluvert um kostn-aðinn. Stykkishólmur fór t.d. þá leið aðbæta flokkun sorps og ekki nóg með aðbæjarfélagið hafi sparað heldur fjölgaðistörfum um helming og það í bæjar-félagi sem losar sorp sem er á við þriðj-ung af sorpmagni Kringlunnar.“

Morgunblaðið/Þorkell

Tunnur Breytt vinnubrögð við sorphirðu og flokkun geta dregið úr útgjöldum.

Sveitarfélögin geta sparað

Getum bæði verndaðog sparað

Tækifæri Ein meðalfjöl-skylda framleiðir mikið afrusli og getur því haft veru-leg áhrif með því að flokka.

Page 15: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011

MORGUNBLAÐIÐ | 15

•Sérþróað, umhverfisvænt gæðaþvottaefni fyrir íslenskt vatn

•Án efna sem sitja eftir í tauinu

•Nægir að þvo á 40-60°C

•2 kg endist 40 þvotta

•Án fosfata

Upphaflega er Græni hlekk-urinn dreifingarfyrirtækisem Þórður Halldórssonog kona hans KarólínaGunnarsdóttir stofnuðu

til að koma afurðum sínum á mark-að. „Við höfum verið með lífrænaræktun frá árinu 1992 austur í Bisk-upstungum. Við vorum og erumbjartsýnisfólk og stukkum út í þettaán þess að eiga neitt og urðum aðbyggja allt okkar upp frá grunni,“útskýrir Þórður. Hann segir að fyrsthafi ekki verið neitt dreifingarfyr-irtæki til markaðssetningar á líf-rænt ræktuðu grænmeti og því hafiþau orðið að taka mál í sínar hendur.

Grænmeti í áskrift

„Fyrstu árin vorum við í sambandivið fyrirtæki sem vildi gera þetta, enþað gekk ekki sem skyldi og viðfengum ekki hærra verð en þeir semræktuðu grænmeti á hefðbundinnhátt. Til þess að bregðast við þessubyrjuðum við að bjóða grænmeti íáskrift, eins og við kölluðum það.Við tókum okkar eigin afurðir, sett-um þær í kassa og ókum í bæinn tilviðtakanda. Þangað sótti svo fólksem var með grænmetið sitt íáskrift. Sá tryggi hópur kaupir ennaf okkur á þennan hátt. Þessi starf-

semi er rósin í hnappagati okkar,“segir Þórður.

Í áskrift og dreifingu eru Þórðurog Karólína í samstarfi við Olís enviðskiptavinir geta sótt grænmetiðsitt á þjónustustöðvar félagsins.

„Nú fer megnið af vörum okkar ístórmarkaði, heilsubúðir og fleirisölustaði. Æ fleiri kjósa nú að nær-ast á hráfæði og við finnum hér í

markaðinum í Nethyl að sá hópur ersífellt að stækka. Við byrjuðummarkaðsstarfsemina hér í lag-erhúsnæði okkar við Nethyl fyrir jólfyrir tveimur árum en þetta mæltistsvo vel fyrir að enn er einskonarjólamarkaður hér og verður áfram.“

Bragðmikið með fyllingu

Er mikill munur á lífrænt ræktuðu

grænmeti og öðru grænmeti? „Já,það er stór munur. Fyrir sex árumsíðan fórum við að flytja inn lífræntræktað grænmeti og ávexti. Öðruhvoru smakkar maður nýjar teg-undir og alltaf kemur jafn mikið áóvart hve hið lífræna grænmeti eðaávextir er bragðmikið og gefurmikla fyllingu,“ segir Þórður.

„Þegar við stofnuðum Græna

hlekkinn 2002, sem er dreifingarfyr-irtæki, fórum við líka að selja fyriraðra framleiðendur auk þess aðbjóða okkar eigin afurðir og inn-flutning. Eftir hrunið var innflutn-ingur erfiður. Við vorum helst á þvíað innflutningur myndi detta uppfyrir. Á því hefur hinsvegar orðiðmikil breyting, heildaraukning í sölusl. tvö ár á innfluttu grænmeti ogávöxtum er yfir 200%. Við teljum aðeftir hrunið hafi orðið hugarfars-breyting hjá fólki, það vill borðahollt, stuðla að sjálfbærni og ís-lenskri framleiðslu. Þótt lífrænarvörur séu dýrari í innkaupum þáviljum við meina að þær séu þaðekki í reynd, fólk nýtir þær betur ogþarf minna af þeim.“

Það sem koma skal

Þórður segir að þegar þau Karólínahófu lífræna ræktun grænmetis árið1992 hafi þau talið sig kunna alltsem þar skipti máli.

„En smám saman rákum okkur áað við áttum margt ólært. Með okk-ur störfuðu fyrst börnin okkar enþau eru nú uppkomin og Pólverjarvinna með okkur nú. Við komumst ígott samstarf við Garðyrkjuskólaríkisins um framleiðsluhætti ogáburðargjöf. Sl. tvö ár höfum viðverið að þróa heilsársræktun ágúrkum og plómuberjatómötum ogsú framleiðsla hefur verið á markaðií allan vetur. Við ræktum í mold ogbesti áburðurinn hefur okkur reynstsvepparotmassinn frá Flúðumásamt með bætiefnum úr fiski- ogþörungamjöli. Við erum hug-sjónafólk og værum löngu hætt efvið hefðum bara hugsað um ágóða.Það sem hefur haldið okkur við efniðer vissan um að hið lífræna er þaðsem koma skal.“[email protected]

Hugsjónabændur og rós í hnappagatinu

Morgunblaðið/Kristinn

Grænmeti Æ fleiri kjósa nú að nærast á hráfæði, segja Þórður Halldórsson og Karólína Gunnarsdóttir í Græna hlekknum.

Græni hlekkurinn er aðNethyl 2C í Reykjavík.Þegar inn er komið blas-ir við grænmeti af ýmsutagi og kona sem er aðraða girnilegu brauði ogkökum á borð.

Page 16: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011

Morgunblaðið/Kristinn

Huggulegt Jónína segir mikinn áhuga á umhverfisvænni tísku og neytendur hrifnir. „Svo er því heldur ekki að neita aðþetta eru töskur sem auglýsa sig sjálfar. Þær eru óvenjulegar í útliti og flottar, og eftir þeim tekið á förnum vegi."

Sú neikvæða ímynd virðistlengi hafa loðað við um-hverfisvæna tísku að flotthönnun og klæðilegar flík-ur fari ekki saman við um-

hverfisvernd. Eins og Jónína Sigurð-ardóttir, framkvæmdastjóri Kolors,bendir á er þetta viðhorf alrangt ogorðið hefur vitundarvakning í tísku-heiminum um þessi mál.

Framleiðsla Kolors er seld í völd-um verslunum víða um land og í boðieru töskur og veski frá Ecoist, Es-cama Studio og Dinomighty en allteru þetta vinsælar tískuvörur.

Bylgja sem hófst vestanhafs

„Þetta hófst þegar bróðir minn ogkona hans fóru að veita þessumvörum eftirtekt þar sem þau bjuggu íBandaríkjunum, en þar hafði farið afstað töluverð umræða um þessaframleiðendur og stjörnurnar í Holly-wood meira að segja sést með fal-legar töskur úr endurnýttu efni árauða dreglinum,“ segir Jónína.

Töskurnar frá Ecoist hlutu t.d. til-nefningu til tískuverðlaunanna GlobalFashion Awards árið 2010 og voruþar í félagsskap hönnuða á borð viðCalvin Klein og Marc Jacobs. „Þessartöskur eru framleiddar í Mexíko,Brasilíu og Perú úr umbúðaefni sem

fellur til hjá framleiðendum. Um erað ræða áprentað plast sem hefði t.d.orðið að M&M pakka eða verið límtutan um Coca Cola-flösku en hefurgengið af í framleiðslunni vegna t.d.misprentunar. Í stað þess að fara áhaugana er efnið tekið, handunnið oggerðar úr því þessar skemmtilegutöskur,“ útskýrir Jónína en að sögnframleiðandans hefur ígildi 15 millj-óna umbúða verið nýtt með þessumhætti. „Við bætist að framleiðslanbyggist á þeirri stefnu að allir fáisanngjörn laun fyrir vinu sína og íMexíkó eru töskurnar gerðar af kon-um sem áður unnu við samskonariðju á götunni. Núna hafa þær ágætartekjur og geta hugsað betur um sigog fjölskyldur sínar.“

Flippaðir flipar og níðsterk veski

Töskurnar frá Escama Studio byggj-ast á svipaðri hugmyndafræði. „Umer að ræða töskur úr flipunum af gos-dósum. Flipana kaupir fólk sem safn-ar þeim, þrífur þá, flokkar og sótt-hreinsar, og síðan eru þeir festirfimlega saman til að búa til þessarsérstöku töskur,“ segir Jónína.

Dinomighty veskin, Mighty Walleteins og línan er kölluð, eru svo gerðúr efninu Tyvek sem er búið til úrplasttrefjum og eru veskin því með

mjög sérstaka eiginleika. „Fram-leiðsluskilyrðin fyrir Tyvek eru góðfyrir náttúruna og þarf litla orku viðframleiðsluna. Ekki þarf að nota eit-urefni eins og t.d. við framleiðslu áleðurveskjum. Þetta eru 100% um-hverfisvæn og endurnýtanleg veskien efnið er þeim eiginleikum gætt aðvera næfurþunnt og níðsterkt. Engirsaumar eru í veskinu, það þolir velhnjask og stækkar eða minnkar eftirþví sem meira er í bætt eða tekið úr,“segir Jónína.

Vinsælasta útgáfa Mighty Wallet-veskisins er með áprentun af neð-anjarðarlestarkerfi New York-borgar og hefur því tvöfalt notagildi.Varla þarf að taka fram að prentað erá með umhverfisvænu bleki.

Að sögn Jónínu er að eiga sér staðvakning meðal bæði framleiðenda ogneytenda um umhverfisvæna tísku.„Við sjáum þetta gerast hér á Íslandiog fáum fjöldann allan af fyr-irspurnum og tölvupóstum. Vörurnarokkar hafa meira að segja orðið aðrannsóknarefni hjá nemendum við ís-lenska háskóla. Svo er því heldur ekkiað neita að þetta eru töskur sem aug-lýsa sig sjálfar. Þær eru óvenjulegar íútliti og flottar, og eftir þeim tekið áförnum vegi.“[email protected]

Þetta er gott fyrirumhverfið og útlitiðUmhverfisvænar töskur og veski seljast vel hjá versluninni Kolors. Vakning ermeðal fólks og framleiðenda um að endurvinnsla komi ekki niður á útlitinu.

Töskur Þær eru óvenjulegar í útliti ogflottar, og eftir þeim tekið á förnumvegi.“

Töskur Ótal liti og jafnvel vörumerki má sjá í þessum umhverfisvænu töskum.

16 | MORGUNBLAÐIÐ

Áratuga reynsla af Svaninum segir allt !

GuðjónÓ fékk fyrst íslenskra prentsmiðjasvansvottun árið 2000

www.gudjono.is • sími 511 1234Grænn apríl!

Page 17: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011

Prentsmiðjan GuðjónÓ ruddibraut fyrir nær tveimuráratugum þegar fyr-irtækið fór að huga að um-hverfisvænni aðferðum við

prentun. Ólafur Stolzenwald fram-kvæmdastjóri GuðjónÓ segir að í þádaga hafi alls ekki verið að þvíhlaupið að prenta með vistvænumhætti.

Fundu strax breytinguna

„Ein helsta ástæða þess að viðákváðum að taka á þessum málumvar að við vildum bæta loftgæðin íhúsinu. Hér, eins og annars staðar,var prentað með sterkum efnum ogallir starfsmenn fundu það strax íöndunarfærum og á húð hvaðabreyting það t.d. var að fara yfir íprentun með jurtaefnum og öðrumminna skaðlegri efnum.“

Ólafur lýsir því hvernig smámsaman voru gerðar tilraunir meðumhverfisvænar aðferðir. Vélarnarvoru lagaðar að nýjum tegundum affarfa, leitað að umhverfisvænum og-vottuðum pappír og reynt að hagavinnubrögðunum þannig að tækistað bæta nýtingu og minnka úrgang.

„Árið 1997 hófumst við handa viðað tryggja okkur Svansmerkið ogfengum þá viðurkenningu fyrst allraprentsmiðja á Íslandi árið 2000.Svansmerkið vottar að fylgt sé ýtr-

ustu stöðlum um umhverfisvernd ígegnum allt prentferlið og að fram-leiðslan hafi lágmarksáhrif á um-hverfi og heilsu. Allar þær vörursem við notum í prentsmiðjunni erulíka vottaðar, til að tryggja heild-stæða umhverfisvernd frá upphafi tilenda, allt frá því tré er fellt í sjálf-bærum skógi og unnið í umhverf-isvænni pappírsverksmiðju yfir í ná-kvæma flokkun og endurvinnsluafgangspappírs.“

Ódýrt að vera umhverfisvænn

Oft telur fólk að umhverfisvænarframleiðsluaðferðir séu dýrari enaðrar – og útheimti bæði útgjöld ogfyrirhöfn. Ólafur bendir hins vegar áað umhverfisvæna prentunin hafi

bæði sparað fyrirtækinu peninga ogskapað góða tekjur.

„Magn úrgangs hefur minnkaðverulega með betri nýtingu og flokk-un. Hvítur pappír og litaður eruflokkaðir og endurunnir sér, öllspilliefni og blandað sorp,“ segirhann og undirstrikar að bæði þýðiþetta lægri sorphirðu- og urðunar-gjöld sem og betri nýtingu á hráefni.

En er ekki endurvinnslan tíma-frek? „Nei, þetta snýst bara um aðtemja sér ný vinnubrögð og fljótlegaer þetta orðið að vana. Mesta vinnanfór í sjálft undirbúningsferlið, endaþurftum við að byrja frá grunni ogtók oftar en ekki langan tíma að fásvör. Nú er öldin önnur og ekki erf-itt fyrir prentsmiðjur að finna birgja

með umhverfisvænt hráefni eðafinna leiðbeiningar um hvernig mástraumlínulaga umhverfisstefnuna.“

Ódýr og eftirsótt prentun

Umhverfisvæna varan er heldurekki dýrari. „Þvert á móti, þá t.d.eru umhverfisvænu farfarnir margirhverjir á svipuðu verði eða ódýrarien hinir kemísku en oft drýgri ogbetri að gæðum og eru fljótari aðþorna,“ segir Ólafur.

Og síðast en ekki síst hafa við-skiptavinirnir tekið umhverfisvænniprentun opnum örmum. „Við urðumfljótt varir við að jafnt einstaklingar,fyrirtæki og stofnanir tóku þessumvalmöguleika opnum örmum. Marg-ir hafa lagt sig fram við að huga að

umhverfismálum, m.a. með því aðhafa vistvæn innkaup að leiðarljósiog velja þá umhverfisvæna prent-smiðju til að sinna hvers kyns prent-verkefnum. Stöðugar framfarir erut.d. í þróun prentvéla sem miða aðþví að bæta nýtingu á pappír ogfarfa og má sjá mikinn mun á prent-vélum eins og þær eru í dag oghvernig þær voru fyrir tíu árum.Eins sjáum við möguleika til að geraenn betur í flokkun og það strandarhelst á því að stjórnvöld sjái til þessað hægt sé að skila inn fleiri teg-undum flokkaðs sorps.“[email protected]

Umhverfisstefnan laðar að viðskiptaviniPrentun með jurta-efnum bætti loftgæði oglíðan í prentsmiðjunni.Spara má mikið með þvíað nýta efnið betur ogflokka ruslið vandlega.Viðskiptavinirnir sækja ígræna þjónustu.

Morgunblaðið/Sigurgeir S

Breytingar Ólafur Stolzenwald segir ekki tímafrekt eða erfitt að reka prentsmiðjuna með umhverfisvænum hætti. „Nei,þetta snýst bara um að temja sér ný vinnubrögð og fljótlega er þetta orðið að rútínu.“

Þá tvo áratugi sem GuðjónÓ hefurunnið að bættum umhverf-ismálum hefur það einkum veriðhugsjón og jákvæð viðbrögðmarkaðarins sem hefur verið drif-kraftur. Ólafur telur þó rétt aðvelta því upp hvort stjórnvöldmegi ekki gefa íslenskum fyr-irtækjum hvata til að stíga skref íátt að umhverfisvernd en á mörg-um sviðum séu fyrirtæki hérlendis10 til 20 árum á eftir þróun á hin-um Norðurlöndunum. „Það gætit.d. verið í formi skattaívilnana ogeins með því að einfalda og auð-velda eftirlit og vottanir,“ segirhann. „Í dag er það t.d. svo að viðfáum bæði til okkar eftirlitsmennfrá heilbrgiðiseftirlitinu og Um-hverfisstofnun, og þurfum aðborga báðum, þó mikið til sé fariðyfir sömu atriði í báðum tilvikum.“

Mætti gerabetur við um-hverfisvænfyrirtæki?

MORGUNBLAÐIÐ | 17

Gardatunnan.is

Tvær góðar leiðirsem létta þér garðvinnuna!

Gardapokinn.is

Gardatunnan.is

Garðaúrgangur

21.6

00/m

aggi

@12

og3.

is

Garðapokinn er veglegur og traustur

plastpoki fyrir garðaúrgang. Þeir eru seldir 5 stk.

í pakka og er hirðing pokanna ásamt innihaldi

innifalin í verði.

Þú pantar Garðapokann á www.gardapokinn.is,

færð staðfestingu á pöntun og við sendum þér

síðan pokana heim.

Þegar þú pantar hirðingu á pokunum ferðu inn á

www.gardapokinn.is og fyllir út beiðni.

Einnig er hægt að hringja í síma 535 2520 og

panta hirðingu. Í báðum tilfellum verða pokarnir

sóttir samkvæmt áætlun sem hægt er að sjá á

heimasíðunni.

Garðatunnan er 240 lítra tunna sem

íbúar gerast áskrifendur að.

Þú pantar Garðatunnuna á www.gardatunnan.is, fyllir út beiðni og tunnan verður send til þín.

Hún er losuð á tveggja vikna fresti yfir sumar-

mánuðina og er hægt að sjá losunardaga á

www.gardatunnan.is.

Söludeild Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2510 • [email protected] • www.gamar.is

Page 18: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011

Íslendingar veiða ekki aðeinshval, hvalaskoðun nýtur vax-andi vinsælda og umsvif fyr-irtækja sem koma fólki í ná-vígi við hvali eru veruleg.

Elding í Reykjavík hefur vaxiðhratt á undanförnum árum, en fyr-irtækið býður upp á hvalaskoðunog náttúrulífsferðir. Elding er meðfulla vottun frá EartsCheck-umhverfisvottunarkerfinu og aukþess er fyrirtækið með heimild tilað flagga Bláfánanum. RannveigGrétarsdóttir, framkvæmdastjóriEldingar, segir þessa tvo stimplaafar mikilvæga.

Gerir út fimm skip

„Við leggjum ríka áherslu á gæðin,leiðsögumenn okkar eru mjög velmenntaðir og öll skipin okkar eruvel útbúin og standast ströngustukröfur,“ segir Rannveig. „Stóru er-

lendu ferðaheildsalarnir spyrjamjög um þessi mál þegar þeir eruað kynna sér starfsemina, enda rík-ar kröfur gerðar til ferðaþjónustu-fyrirtækja í umhverfismálum. Ís-land er auglýst erlendis sem hreintog ómengað, þannig að okkur þóttieðlilegt og sjálfsagt að sækjast eft-ir alþjóðlegri vottun. Við megumekki gleyma því að náttúran erhelsta aðdráttarafl okkar í ferða-þjónustu og því er svo mikilvægtað vernda hana eins vel og hægter.“

Elding gerir út samtals fimmskip sem öll eru sérstaklega útbúintil að þjóna viðskiptavinum sembest. Fyrirtækið er með aðstöðu íReykjavíkurhöfn og rekur þarfræðslusetur, þar sem hægt er aðfræðast um hvali, fugla og önnursjávardýr og lifnaðarhætti þeirra.Þá sér Elding um að koma fólki út

í Viðey, sem er vinsæl meðal ferða-fólks.

Margir þættir skoðaðir

„Umhverfisvottun snýst ekki ein-ungis um umhverfismál og sjálf-bæra þróun. Til að fá vottun Eart-hCheck er meðal annars tillit tekiðtil þátta eins og siðferðis, sann-gjarnra viðskiptahátta og fé-

lagslegrar ábyrgðar. Þegar við vor-um í umsóknarferlinu þurfti aðendurskipuleggja ýmislegt í rekstr-inum, svo sem á sviði gæðastjórn-unar. Ég er sannfærð um að þessivinna hafi bætt rekstur fyrirtæk-isins til muna, það hefur vaxiðhratt á undanförnum árum og þáer eins gott að innviðirnir séu semtraustastir.“

Rannveig segir að starfsfólk Eld-ingar fái reglulega fræðslu um um-hverfismál og lífríki hafsins „Viðlítum á það sem sjálfsagðan hlut aðstarfsfólkið sé sem best upplýst.Hluti af okkar starfsemi er einmittað fræða gesti okkar um náttúrunaog því er símenntun starfsfólksokkar afar mikilvæg.“[email protected]

Ísland auglýsthreint og ómengaðElding í Reykjavík býður hvalaskoðun og náttúru-lífsferðir. Umhverfisvottun snýst m.a. um siðferði,sanngjarna viðskiptahætti og félagslega ábyrgð.

Elding „Náttúran er helsta aðdráttarafl í ferðaþjónustu. Því er mikilvægt að vernda hana,“ segir Rannveig Grétarsdóttir.

18 | MORGUNBLAÐIÐ

salka.is

Njótum náttúrunnarvið bæjarvegginn

Allir velkomnir

Gönguferðmeð Reyni

Ingibjartssyni,höfundi bókarinnar,

frá Straumsvíkkl. 13.30

sunnudaginn17. apríl

3. upplag væntanlegt

Verum smart og hugsum um umhverfið

Umhverfisvænu töskurnar fráEnvirosax færðu hjá okkur

wwwwww..ddiissiirr..iiss

www.birkiaska.is

Birkilauf- BetulicBirkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægilíkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra.Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).

ÍFríkirkjunni í Reykjavík verð-ur miðvikudaginn 27. apríl efnttil samveru undir yfirskriftinniUmhverfishugleiðing, þar semkastljósi verður sérstaklega

beint að umhverfismálum bæði í taliog tónum. Hjörtur Magni Jóhanns-son Fríkirkjuprestur segir þettagert í samvinnu við verkefnið Græn-an apríl.

„Þegar umhverfismál eru annarsvegar er af nægu að taka. Í 1. Móse-bók er sagt að maðurinn skuli gerasér jörðina undirgefna. Þessi orðhafa verið skilin á ýmsa vegu og oftá tíðum tangtúlkuð að mínu mati.Hins vegar held ég að flestir getiverið sammála um að maðurinn hafiekki rækt jörðina sem skyldi, ekkisíst kristið fólk í hinum vestrænaheimi.“

Séra Hjörtur Magni segir mann-

kyninu hollt að viðurkenna brot sitt,biðja um eins konar græna syndaaf-lausn.

„Umhverfismál eru talsvert tilumræðu í hinni akademísku guð-fræði, en alltof lítið í söfnuðunum.Þar sem ég þekki til er nú ekki al-gengt að prestar tali um umhverf-ismál við sóknarbörnin sín úr pred-ikunarstólnum. Sjálfur hef ég ekkigert nóg af því, en vildi það gjarn-an,“ segir Hjörtur Magni. „Þessivæntanlega umhverfishugleiðing íFríkirkjunni er því kærkomið tæki-færi til að ræða hirspurslaust viðfólk um umhverfismál í víðum skiln-ingi. Ég nefni til dæmis allskonarhamfarir af manna völdum, mengunandrúmslofts og sjávar og svo fram-vegis. Kjarnorkuslysið í Japan erþessa dagana okkur öllum ofarlega íhuga, þannig að við verðum örugg-

lega ekki uppiskroppa með um-ræðuefni.“

Minna þarf að urða

Sjálfur kveðst Hjörtur Magni hafatamið sér að ganga eins vel um um-hverfið og mögulegt er. „Ég hefalltaf verið á litlum og sparneytnumbíl og líkar prýðilega. Hlutfallstórra bíla í borginni er allt of háttog algjör óþarfi að vera á kraftmikl-um bílum í þéttbýli sem eru hann-aðir til að aka við erfiðar aðstæður.Síðan get ég sagt frá því að fjöl-skyldan flokkar sorpið, sem þýðirað minna þarf að urða. En auðvitaðmá alltaf gera betur í þessum efn-um, ég get sannarlega bætt mig oggeri það vonandi í framtíðinni. Jörð-in er ekki einnota, þótt engu líkarasé en að margir standi í þeirri trú.“[email protected]

Morgunblaðið/G.Rúnar

Kirkja „Af nægu er að taka,“ segir Hjörtur Magni Jóhannsson sem ræðir umhverfismál úr prédikunarstólnum nú í apríl.

Hollt að viðurkenna ogbiðja um græna aflausnJörðin er ekki einnota þó margir standi í þeirri trú, segir Hjörtur MagniJóhannsson fríkirkjuprestur sem ræðir umhverfismál við söfnuð sinn.

Page 19: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011

MORGUNBLAÐIÐ | 19

Bros sérhæfir sig í sölu ogmerkingum á fatnaði ogauglýsingavörum. Fyr-irtækið hefur í nokkurár selt umhverfisvæna

taupoka og boli úr bómull og hef-ur eftirspurnin aukist jafnt ogþétt að sögn Sturlaugs Þórs Hall-dórssonar sölu og markaðsstjórafyrirtækisins.

„Við kaupum þessa poka og bolifrá breska fyrirtækinu Earth-Positive, en fyrirtækið er þekktfyrir að vera framarlega á þessusviði,“ segir Sturlaugur. „Fram-leiðslan uppfyllir ströngustu kröf-ur sem gerðar eru í Bretlandiþannig að vörurnar geti talist um-hverfisvænar. Við prentum á pok-ana samkvæmt óskum viðskipta-vinanna og þeir fást í mörgumlitum og í tveimur stærðum. Þeirhafa sömuleiðis verið vinsælirundir ráðstefnugögn, enda finnumvið fyrir auknum áhuga fyrirtækjaog stofnana á að vera með um-hverfisvænar vörur.“

Lengi að eyðast

Sturlaugur segir ekki óalgengt aðviðskiptavinir óski sérstaklega eft-ir umhverfisvænum vörum, endamörg íslensk fyrirtæki búin að

móta sína eigin umhverfisstefnu.„Plastpokar eru mjög lengi að

eyðast í umhverfinu, þannig aðtaupokarnir falla almennt vel aðumhverfisstefnu viðskiptavinaokkar. Sömu sögu er að segja er-lendis, umhverfisvænar vörur erualmennt að sækja í sig veðrið.Með aukinni umræðu og fræðsluum umhverfismál er ekki ósenni-legt að slíkar vörur verði enn vin-sælli, enda hönnunin nútímaleg oghentug í alla staði.“

Salan eykst

Umhverfisvænu bómullarbolirnirnjóta sömuleiðis vaxandi vinsældahér á landi, að sögn Sturlaugs.

„Það er sömu söguna að segjahvað bolina varðar og pokana. Við-skiptavinirnir leggja greinilegaríkari áherslu á þessa þætti, semer ánægjulegt. Þegar stóru mark-aðsátaki er hleypt af stokkunumhefur færst mjög í vöxt að allarauglýsingavörur séu umhverf-isvænar, enda gert ráð fyrir að al-menningur vilji síður hluti semeru lengi að eyðast í umhverfinu.Ég get því ekki betur séð en aðsalan haldist áfram að aukast ánæstu árum.“[email protected]

Morgunblaðið/Sigurgeir S

Poki Taupokarnir eru úr bómull og henta vel í ferðalög, sundferðir og innkaupa-leiðangra, segir Sturlaugur Þór Halldórsson hjá Brosi.

Áhugi á um-hverfisvænuBros framleiðir taupoka og boli úr bómull. Uppfyllirallar ströngustu kröfur. Hentar í ferðalög og inn-kaupferðir. Nútímaleg hönnun.

felst að flokka sem allra mest. „Sérhæft fyrirtæki sér um að

losa okkur við allan lífrænan úr-gang. Gler og skilagjaldsumbúðireru flokkaðar sér, rafhlöðum ogblekhylkjum er hent í þar til gerðílát og vélbúnaði er fargað á viðeig-andi hátt. Starfsfólk hefur tekið öll-um þessum ábendingum umhverf-

Auður Capital var stofnaðárið 2007 með það mark-mið að auka jafnvægi ogfjölbreytni í fjár-málaþjónustu. Í starfsem-

inni er lögð áhersla á lang-tímaárangur og virðingu gagnvarteinstaklingum, samfélagi og um-hverfi. Þóranna Jónsdóttir fram-kvæmdastjóri samskipta- og þjón-ustusviðs fyrirtækisins segirumhverfisstefnu þess einfalda ogauðskilda.

Áhersla á nægjusemi

Í stefnunni er lögð áhersla ánægjusemi og að nota minna til aðkoma í veg fyrir óþarfa sóun. Ífyrsta kaflanum eru settar framfjórar spurningar sem varða al-menna notkun. Fólk á að spyrja sighvort það þurfi á hlutnum að halda,velta fyrir sér hvort prenta skuli útskjalið í tölvunni, hvort það getinotað bollann sinn eða glasið afturog svo er mikilvægt að slökkvaljósin að lokinni vinnu á hverjumstað.

„Við lifum í miklu neyslu-samfélagi og spurningar eins ogþessar eiga því ágætlega við. Þaðþarf ekki að prenta út öll skjöl svodæmi sé tekið og það er einfaldlegagóður siður að slökkva ljósin þegarlýsingar er ekki lengur þörf,“ segirÞóranna.

Að nota rétt er yfirskrift annarskaflans í umhverfisstefnu AuðarCapital. Í því felst að leitast skulivið að kaupa vörur sem skaða um-hverfið sem minnst og endurnýtastsem mest. „Við leggjum líkaáherslu á að skipta við fyrirtækisem leggja áherslu á verndun um-hverfisins með umhverfisvottaðristarfsemi,“ segir Þóranna. Húnbendir á að hér á landi séu tildæmis nokkur fyrirtæki sem hafafengið Svansvottun.

„Í þessum efnum er sannarlegahægt að huga að ýmsum þáttum.Ég nefni sem dæmi vöru sem flutthefur verið til landsins. Þá skiptirmáli hvort flytja þurfti hana umlangan veg, því flutningar erusannarlega mengandi.“

Skilað sér á heimilin

Farga rétt er þriðji og síðasti lið-urinn í umhverfisstefnunni. Í því

isstefnu Auðar Capital vel og ég erekki frá því að hluti stefnunnar hafiskilað sér inn á heimili starfs-manna, sem er auðvitað fagnaðar-efni. Þetta eru einföld og skýrmarkmið, lykilatriðið er að sýnaumhverfinu virðingu,“ segir Þór-anna Jónsdóttir hjá Auði [email protected]

Umhverfisstefnan ereinföld og skýr

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Flokkun „Sýna umhverfinu virðingu,“ segir Þóranna Jónsdóttir hjá Auði Capital.

Græn gildi eru ráðandihjá fjármálafyrirtækinuAuði Capital. Enginóþarfa sóun og mark-miðin eru öllum afarskýr og orðin töm.

lífrænt.is

Frískandi svaladrykkur, beint úr brunni náttúrunnar!Náttúrulegur drykkur sem slekkur þorstann, unninn úr lífrænt rækt-uðum kókoshnetum. Án allra aukefna, mjólkursykurs, kólesteróls ogrotvarnarefna. Stútfullur af nauðsynlegum amínósýrum.

Page 20: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011

20 | MORGUNBLAÐIÐ

Húðvörurnar fráUrtasmiðjunni eru unnarúr heilnæmum jurtum og

vottuðu lífrænu hráefni

Nánar áurtasmidjan.is

Urtasmiðjan Svalbarðsströnd | sími 462 4769

Vörurnar fást í heilsu-

og náttúruvöruverslunum

Magnaða moppuskaftiðDagar skúringafötunnar eru taldir Alltaf tilbúið til notkunar

Gólfin þorna á augabragði

Fljótlegt og þægilegt

Húsasmiðjan - Pottar og prik Akureyri - Fjarðarkaup - Áfangar Keflavík - Eyjatölvur - MiðstöðinVestmannaeyjum - Skipavík Stykkishólmi - SR byggingavörur Siglufirði - Rafsjá Sauðárkróki -

Nesbakki Neskaupsstað - Núpur Ísafirði - Vélaleiga Húsavíkur - Óskaþrif Hólmavík

SÖLUAÐILAR:

Ræstivörur ehf - Sími 567 4142 - www.raestivorur.is

Polarolje

Meiri virkniHátt hlutfall Omega 3

fitusýrurMinn læknir mælir meðPolarolíunni, en þinn ?

Selolía, einstök olíaGott fyrir:

Maga- og þarmastarfsemiHjarta og æðarÓnæmiskerfið

KolesterolLiðina

Polarolían fæst í:apótekum, Þín verslun Seljabraut,

heilsuhúsum, Fjarðarkaupum,Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð

Nú líkaí hylkjum

Nýtt!

Helga segir það að velja lífrænan matekki aðeins snúast um að forðast eitur-efni og aukefni. „Þetta er líka spurningum hvernig er farið með náttúruna. Viðræktun lífræns grænmetis og ávaxta erekki verið að eitra jarðveginn og eyði-leggja næringargildi hans. Of oft virðisthefðbundinn nútímalandbúnaður kallaá æ meira magn af tibúnum áburði ogeiturefnum því aðferðirnar verða þessvaldandi að jarðvegurinn sem notaðurer til ræktarinnar verður sífellt rýrari.“

Lífrænt mataræði þarf heldur ekkiað snúast um að borða aðeins hrátt ogbragðlítið grænmetisfæði. „Margir eruhaldnir þeirri ranghugmynd að lífrænfæða sé baunaspírur og gulrætur, enþvert á móti er t.d. gott úrval af lífrænugóðgæti, sælgæti, súkkulaði og kök-um.“

Lúxus Þaðmá meira aðsegja kaupalífrænt víneins ogþetta hérfrá PujolDomaine dela RourédeCotes deRousillon.

Ekki barabaunaspírur

Heilsa býður upp á margt fleira um-hverfisvænt en matvöru og snyrtivöru.Stutt er síðan hafinn var innflutningurá umhverfisvænum heimilisvörum afýmsum toga. „Við flytum t.d. innBaggu-innkaupapokana sem hafa veriðákaflega vinsælir. Þetta eru litríkir,flottir og fjölnota pokar sem hjálpa tilvið að minnka notkun á plastpokum.Pokarnir eru með flötum botni svo auð-velt er að raða í þá, og með stórum ogþægilegum handföngum,“ segir Helga.

„Umhverfisvæni postulínsbollinnEcoCup er líka vinsæll, en hann er bæðigóður fyrir umhverfið og fjárhaginn.Þetta er ferðabolli með hættulausu sílí-konloki og 100% blýlausu postulíni.Mörg kaffihús veita afslátt af verðiuppáhellingarinnar ef gesturinn kemurmeð eigið drykkjarmál, og vilja margirmeina að bolli eins og þessi leyfi bragð-gæðum drykkjarins að njóta sín endaekkert aukabragð eða aukefni sem ber-ast úr bollanum í vökvann.“

Færri plast-pokar ogbetra kaffi

Skaðleg efnigeta leynst íþvottaleginumHeilsa flytur einnig inn umhverfisvænarræstivörur frá vistfræðilegu verksmiðj-unni Ecover í Belgíu. Að sögn Helgugeta kemísk þvottaefni valdið töluverð-um óskunda í lífríkinu. „Eitt stærstavandamálið er notkun fosfórs í þvotta-efnum. Fosfórinn eykur virkni hefð-bundinna þvottaefna en þegar hannberst út í vötn og læki virkar hann einsog áburður á þörunga og leiðir tilofauðgunar. Þörungavöxturinn eykstþar til þeir drepast sem dregur úr súr-efni í vatninu. Súrefnisskorturinn drep-ur fljótlega allt annað líf sem þrífst ísama læk, tjörn eða sjó,“ segir Helga.„Nú má víða finna stór hafsvæði semeru bókstaflega líflaus og þar hefur fos-fórmengun mikil áhrif.

Gætum tekið frumkvæði

Von er á að Alþingi samþykki á næst-unni evrópska löggjöf sem bannar sölufosfórbætts þvottaefnis til nota íheimahúsum. Helgu þykja lögin þvímiður ganga of skammt. „Þessi lögtaka aðeins til fataþvottaefnis, en t.d.ekki til hreinsiefna fyrir uppþvottavélar.Þá ná lögin heldur ekki til efna semnotuð eru t.d. á sjúkrahúsum og fata-hreinsunum. Stærsti mengunarvald-urinn er þó sennilega tilbúinn áburður ílandbúnaði og lítur þessi nýja tilskipunframhjá því. Það er synd að ekki skulivera gengið lengra enda ættu Íslend-ingar, sem frá örófi alda hafa stundaðsjómennsku, að sýna frumkvæði í aðvernda miðin í kringum landið.“

Ekki fer á milli mála að ís-lenskir neytendur eruorðnir mjög áhugasamirum umhverfisvæna vöru,að sögn Helgu Snædal

Guðmundsdóttur, vörustjóra hjáHeilsu. „Þegar fyrirtækið var sett álaggirnar fyrir um fjórum áratugumvoru þetta eiginlega bara örfáirhippar sem höfðu áhuga á þessumlífsstíl,“ segir Helga og hlær. „Í dager hins vegar hinn almenni borgarifarinn að vakna til vitundar um þessimál og farinn að huga mun betur aðþví hvað hann setur ofan í sig og á.“

Meira að segja kreppan marg-umtalaða virðist ekki hafa dempaðáhugann. „Satt best að segja vorumvið óttaslegin yfir því að markaður-inn myndi bregðast illa við, endahafði veiking krónunnar þau áhrif aðmargir af okkar vöruflokkum hækk-uðu þónokkuð í verði. Útkoman varðhins vegar allt önnur og salan í fyrravar talsvert meiri en árið áður. Áþað jafnt við um matvöru, bætiefni,hreinlætis- og snyrtivörur.“

Vöxtur í sölu lífrænna snyrtivara

Mikill kippur hefur verið í sölu líf-rænnar vöru síðasta áratug og séstvel bæði á því hvað sérverslunumhefur fjölgað og eins að finna máágætis úrval af lífrænni vöru í öllum

betri matvöruverslunum í dag .Jafnvel eru sumar búðir svo vel bún-ar að vera með heilar deildir tileink-aðar lífrænni framleiðslu. Í dag ermesti vöxturinn í sölu náttúrulegra,lífrænna og umhverfisvænna snyrti-vara.

„Stórir snyrtivöruframleiðendureru margir farnir að framleiða sér-stakar lífrænar línur og það er alveghægt að bóka að þeir gera það ekkinema vegna þess að neytendur erufarnir að kalla eftir hreinni vörum,

markaðurinn stækkar og er þar afleiðandi orðinn gróðavænlegri en áð-ur,“ segir Helga.

Langbesta aðferðin

Það er alveg eðlilegt, að mati Helgu,að fólk hiki við að segja skilið viðgömlu snyrtivörurnar. Fólk vill sinnfarða og varalit og þegar upp erstaðið er útlitið sett ofar mögulegumneikvæðum áhrifum á heilsufar ogumhverfi. Þróunin hafi verið ör síð-ustu ár og núna séu að koma fram ásjónarsviðið lífrænar snyrtivörur

sem keppa vel við aðrar vörur.Ef markmiðið er hraustlegt og

gott útlit segir Helga betra að reynaað nota lífrænar snyrtivörur, og ennbetra að borða að auki lífrænan oghollan mat. „Það er að mínu matilangbesta aðferðin, ef markmiðið erað líta vel út: að velja hreinan mat,lausan við óæskileg aðskotaefni, oggæta að mataræðinu á að stuðla aðbetri líðan, bættri heilsu sem hlýtursíðan að skila betra útliti.“[email protected]

Örfáir hippar höfðu áhuga í fyrstu

Morgunblaðið/Sigurgeir S

Hreint Mesti vöxturinn er í sölu lífrænna og umhverfisvænna snyrtivara, segir Helga Snæland Guðmundsdóttir

Almennir neytendur leit-ast við að velja lífrænt.Ekki bara spurning ummatvæli heldur einnigsnyrtivörur og efni tilræstinga og þvotta.

Page 21: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011

MORGUNBLAÐIÐ | 21

Bókin Konur geta breyttheiminum hefur veriðgríðarlega vinsæl. Í hennihvetur Guðrún Bergmanntil þess að konur vinni

saman og taki upp grænan lífsstíl. Oftþarf einungis að breyta hugarfarinutil að verða umhverfisvænni í hugsun.„Kostnaður við húshitun hækkar um5-7% við hverja gráðu sem hitinn erhækkaður um og því getur falist um-talsverður sparnaður í því að lækkahitastigið innandyra,“ er eitt af þeimráðum sem Guðrún gefur í bókinni.

„Ekki þarf að vera sami hiti í öllumherbergjum hússins. Í svefnherberg-inu má til dæmis lækka hitann alvegniður í 18°C og í geymslum og bíl-skúrnum mætti lækka hann niður í15°C,“ bendir Guðrún á. Þetta er gottað vita núna þegar hitareikningurinner að hækka mikið.

Annað gott ráð sem Guðrún bendirá er notkun trefjaklúta við þrif. Meðþví að nota þá er óþarfi að nota dýrhreinsiefni. „Hægt er að þrífa ótrú-lega vel með þeim án þess að notanokkuð annað en vatn.“

Þá er gott að hafa í huga að leitaeftir umhverfismerktum þvottaefn-um fyrir þvottavél og uppþvottavél.

Að sögn Kristínar Birgisdóttur hjáSölku eru þetta oft ansi litlir en mik-ilvægir hlutir sem Guðrún bendir áog kosta ekki aukafjárútlát, heldurþvert á móti geta sparað heimilinumikla peninga þegar til lengri tíma erlitið. Þess má geta að innan tíðarverður bókin Konur geta breyttheiminum gefin út í Þýskalandi ogsíðar á árinu í Bandaríkjunum. Áhugiá umhverfisvænum ráðum er stöðugtað aukast um allan heim.

Uppeldi fyrir umhverfið

Önnur vinsæl bók sem Salka gefurút heitir Uppeldi fyrir umhverfið.Hún er eftir Susannah Marriott ogfjallar um vistvæn leikföng, bleiur,hreinlætisvörur, útivist og lífræntfæði fyrir ung börn. Í bókinni erumörg góð og holl ráð fyrir nýbakaðarmæður. Má þar nefna ráð er varðabrjóstagjöf, umhirðu barnsins ogýmsar góðar leiðbeiningar varðanditanntöku barnsins, þurra húð ogsvefnleysi svo eitthvað sé nefnt.Einnig er kennd meðhöndlun leik-fanga og bent á vistvæna og hættu-lausa vöru.

„Í rannsókn um aukefni í barna-vörum árið 2007 kom fram að um 90%breskra foreldra lesa innihaldslýs-ingar á matvælum en aðeins þriðj-ungur las innihaldslýsingar á húðvör-um. Nærri því helmingur vanmatmagn gerviefna í jafnvel „mildustu“blautþurrkunum – en þau geta veriðfleiri en fimmtán. Á meðal þeirra eruertandi efnið SLS (sódíum-lauryl-súlfat), tilbúin ilmefni, propylengly-kól (sem auðveldar öðrum efnum aðsmjúga inn í húðina), paraben semvirkar að hluta eins og estrógen ogbakteríueyðandi efni sem innihaldaplágueyði,“ segir í bókinni en for-eldrar eru hvattir til að velja vistvæn-ar blautþurrkur sem eru óbleiktar,brotna niður í umhverfinu og másturta niður, gerðar úr hreinsuðuvatni og hreinsiefnum úr sykri ogjurtaolíum og með lífrænum efnumsem róa húðina, s.s. aloe vera.

Ætigarðurinn

Bókin Ætigarðurinn eftir HildiHákonardóttur selst upp við hverjaendurprentun. Hún er nú væntanlegaftur á markað eftir að hafa veriðuppseld í meira en ár. Bókin er kær-komin fyrir alla þá sem hafa áhuga álífrænt ræktuðum matjurtum oggagnlegt uppflettirit með ýmsum

fróðleik úr náttúrunni. Bókin erhjálpartæki fyrir alla þá sem viljarækta eigin matjurtir og læra að nýtaþær.

Í bókinni minnist Hildur á kletta-salat sem er dýrt að kaupa úti í búðen ákaflega auðvelt að rækta sjálfur.„Þetta er ný tegund hér á landi, semheitir rúkkoló, en íslenska nafngiftinvirðist ætla að halda. Það nýtur vax-andi vinsælda enda auðræktanlegt ogfurðulegt að það skuli ekki hafa boristhingað fyrr,“ segir Hildur. „Kletta-salat vex nánast villt við Miðjarð-arhafið árið um kring. Það vex velbæði úti og inni, kemur snemma uppen hleypur líka snemma í fræ. Lengivar erfitt að afla fjölbreytilegra sal-atfræja en það hefur breyst. Það ereinkennilegt að hingað skuli helsthafa verið flutt inn fræ frá löndum,sem eru sléttlend og hlý með stórumgrænmetisökrum. Við þurfum fræfrá fjöllóttum löndum með stuttrivaxtartíð og frosthættu vor oghaust.“

Hildur hefur haldið vinsæl nám-skeið og mun endurtaka þau á næst-unni.

Eggjakaka með villijurtum

Til að halda upp á vorkomuna mágera eggjaköku með frönsku krydd-fernunni fine herbes, sem saman-stendur af kerfli, graslauk, fáfn-isgrasi (estragon) og steinselju.Þessar fjórar jurtir fara prýðilegasaman, hvað bragð snertir. En ástæð-an fyrir hefðinni er líklega sú að þærhafa sprottið á sama tíma. Eigi mað-ur gróðurhús geta ársgömul stein-selja og fáfnisgras fengist á samatíma og kerfill og graslaukur sprettaúti. Annars er bara að gera tilraunirmeð þær kryddjurtir náttúrunnarsem finnast á hverjum stað. En vor-jurtaeggjakaka skal það vera.“

Matur sem yngir og eflir

Bækur Þorbjargar Hafsteins-dóttur, 10 árum yngri á 10 vikum ogMatur sem yngir og eflir sem komuút í Danmörku undir heitinu 10 åryngre på 10 uger og Spis dig yngre,koma fljótlega út hjá Sölku í íslenskriþýðingu. Bækurnar urðu met-sölubækur í Danmörku og vöktumikla athygli. Í bókinni Matur semyngir og eflir eru 96 uppskriftir aðhollum og góðum mat. [email protected]

Lesendur viljagrænar bækurBókaútgáfan Salka hefur verið framarlega í útgáfu handbóka sem stuðla aðbættu umhverfi og lífsstíl. Þessum bókum hefur verið vel tekið og margarþeirra hafa verið prentaðar aftur og aftur - og nokkrar nýjar eru væntanlegar.

Morgunblaðið/Sigurgeir S

Bókakona Kristín Birgisdóttir hjá Sölku með nokkrar þeirra bóka sem forlagiðhefur gefið út á sínum tíma þar sem umhverfismál í víðustu merkingu eru íbrennidepli sem og ráðleggingar um heilbrigðan lífsstíl og betri heilsu.

Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Ræktun Hildur Hákonardóttir í garðinum heima, þar sem margt ætilegt máfinna. Bók hennar, Ætigarðurinn, kom út fyrir nokkrum árum og vakti mikla at-hygli. Nú hefur bókin verið endurpentuð enda ófáanlega um hríð.

Fram koma:Björgvin HalldórssonBuBBi mortHensHelgi Björnssonkklay lowólöF arnaldsPáll rósinkranzsigurður guðmundssonÞorsteinn einarsson

slow train,eina sérHæFðadylansveit Íslands.

kynnir:ólaFur Páll gunnarsson.

TÓNLEIKAR MEÐ MEMFISMAFÍUNNI TIL HEIÐURS BOB DYLAN

Í HÖRPU LAUGARDAGINN 28. MAÍ KL. 21:00

MOGGAKLÚBBSTILBOÐ

Áskrifendur Morgunblaðsins fá sérstakan afslátt á tónleikana.Miði í almennri sölu kostar 5.500 kr. en Moggaklúbbsfélagar fá miðann á 4.000 kr.

Miðasala er í síma 528 5050Tilboðið gildir út apríl. Gefa þarf upp kennitölu áskrifanda við pöntun. Almenn miðasala hefst 6. apríl á www.harpa.is.

70 ára

Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.Hafðu samband í síma 569 1122 hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.

FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFTEÐA Í SÍMA 569 1122

Page 22: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011

22 | MORGUNBLAÐIÐ

Auðvelt getur verið aðgleyma að margt af þvísem við lítum á sem sjálf-sagðan hlut í dagleguamstri hefur slæm áhrif á

umhverfið sé rangt að málum staðið.Þó hlutirnir séu úr augsýn er heldurekki þar með sagt að vandinn séhorfinn.

Rotþrær og tæming úr þeim geturt.d. skapað vandamál á ákveðnumsvæðum. „Rotþró getur valdið tölu-verðri mengun t.d. á stöðum þar semgrunnvatnsstaða er há. Það semdælist úr rotþrónni og út í umhverfiðber þá óæskilega gerla og aðramengun í læki, ár og vötn,“ segirHalldór Fannar Halldórsson hjáTengi í Kópavogi.

„Gott dæmi er svæðið í kringumÞingvallavatn þar sem nú er farið aðkoma í ljós að skólpmál eru víða íólestri og úrelt tækni eða úr sérgengnar rotþrær farnar að hafaáhrif á einstakt lífríkið í vatninu.“

Hreint með betri tækni

Tengi býður nú upp á nýja gerð rot-þróa sem Halldór segir að marki tví-mælalaust tímamót.

„Við köllum þetta raunar ekki rot-þrær heldur hreinar og klárar skolp-hreinsistöðvar,“ segir hann. „Þróiner með tvískiptan tank, þar sem sáfyrri safnar því sem kemur af heim-ilinu og tölva sér um að dæla yfir í

seinni tankinn. Rotþróin er tengdloftpumpu sem sækir súrefni inn íhúsið og dælir inn í seinna hólfið loftivið herbergishita. Loftinu er skotiðinn á mismunandi tímum og gengur ígegnum átta klukkustunda ferli þarsem bakteríurnar eru ýmist örvaðareða svæfðar.“

Stjórnbúnaðurinn sér um að haldatilsettu magni svifagna í hreinsihólfiog stuðlar það að mun virkara nið-urbroti á innihaldi tanksins. Þar semloftið er við herbergishita er örvuninmun virkari, en Halldór segir t.d. þáhættu til staðar þegar kalt er í veðriað kuldinn dragi úr bakteríuvirkn-inni í hefðbundnum rotþróm.

„Þegar innihaldi seinna tanksinser dælt út í svokallaðan siturbrunner þar komið mun hreinsaðra vatnen áður hefur þekkst og raunar orð-ið 99% hreint skv. mælingum,“ segirHalldór, en siturbrunnur er sívaln-ingur fylltur með möl þar sem inni-haldi rotþróarinnar er dreift út íjarðveginn. Ekki er nóg með að nýjaumhverfisvæna rotþróin verndi líf-ríkið heldur getur hún líka veriðhagkvæmari í rekstri. „Minnstaskolphreinsistöðin notar 146 kW/st áári og allt viðhald er mjög þægilegtþar sem allur stjórnbúnaður er inn-anhúss. Mælt er með því eftir semáður að tæma þróna árlega miðaðvið eðlilega notkun.“[email protected]

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Framfarir „Við köllum þetta raunar ekki rotþrær heldur hreinar og klárar skolp-hreinsistöðvar,“ segir Halldór Fannar Haldórsson um nýju tæknina.

Ný gerð rotþróaskilar um 99%hreinsun vatnsEldri gerðir rotþróa geta valdið töluverðri mengun ogt.d. ógnað lífríki þar sem grunnvatnsstaða er lág.

Undur Nýja rotþróin stuðlar að mun virkara niðurbroti. Allt viðhald er þægilegt.

Hótel Rauðaskriða í Aðaldalhefur fengið Svansvottuntil staðfestingar á góðumárangri í umhverf-ismálum. Rauðaskriða er

eina hótel landsins sem er með slíkaumhverfisvottun. Eigendur hótels-ins eru hjónin Kolbrún Úlfsdóttir ogJóhannes Haraldsson.

Kolbrún segir að rík áhersla hafiverið lögð á umhverfismál í rekstr-inum allt frá fyrstu tíð.

Erum umhverfisþenkjandi

„Við höfum verið umhverfisþenkj-andi í mörg ár og umsóknin umSvansvottunina var í raun eðlilegtframhald af þeirri stefnu sem viðhöfðum þegar markað okkur. Til aðfá þessa vottun þarf að ná lágmarks-viðmiðum í fjórum flokkum, það erað segja orkunotkun, vatnsnotkun,efnanotkun og meðhöndlun úrgangs.Lögð er áhersla á að velja sem mestaf umhverfismerktum vörum ogþjónustu í innkaupum, flokkun úr-gangs sé góð, starfsfólk sé vel upp-lýst í umhverfismálum og að um-hverfisstarf hótelsins sé skýrt áskilvirkan hátt.“

Kolbrún er sannfærð um aðSvansvottunin skipti máli fyrirreksturinn.

„Við höfum rekið gistiþjónustuhérna í um tvo áratugi. Byrjuðumsmátt, en í dag rekum við gistiheim-

ili þar sem herbergin eru sjö, og hót-el en herbergin þar eru 18. Auk þesserum við með eitt sumarhús. Gisti-aðstaða er fyrir hátt í 60 manns.Umhverfisstefna okkar hangir uppiá áberandi stöðum og gestirnir takatillit til hennar í allri umgengni ogkunna greinilega vel að meta hana.“

Mikil vakning

Kolbrún segist verða vör við aukinnáhuga fólks í ferðaþjónustu á um-hverfismálum. Hún er ekki í vafa umað fleiri fyrirtæki í greininni sækium Svansvottun í framtíðinni.

„Já, ég er viss um að við verðumekki lengi eina hótel landsins meðþessa vottun, það er mikil vakning íþessum efnum, það sést og heyristgreinilega á ýmsum fundum og ráð-stefnum. Svansmerkið er sterkurgæðastimpill, enda um að ræðaþekkt umhverfismerki sem flestiríbúar á Norðurlöndunum þekkja vel.

Kröfurnar sem gerðar eru til fyr-irtækja sem sækja um þessa vottuneru að vísu nokkuð ítarlegar, en okk-ar mat er að ákveðin og skýr stefna íumhverfismálum sé skynsamleg. Égget því ekki annað en ráðlagt öllumþeim sem eru að hugsa um að sækjaum vottun að hefjast sem fyrsthanda.“

Er bjartsýn

Kolbrún segir að sumarið líti ágæt-lega út, bókanir lofi góðu.

„Bókunarstaðan núna er ósköpsvipuð og hún var á sama tíma árið2009. Síðasta ár var ekkert aðmarka. Ég get því ekki annað enverið sæmilega bjartsýn. Reyndarer ég alltaf bjartsýn og ekki skemm-ir nú fyrir að geta líka flaggaðSvansvottuninni. Með slíkan gæða-stimpil hlýtur að vera bjart fram-undan.“[email protected]

Svansvottunin er gæðastimpill

Ferðaþjónar Kolbrún Úlfsdóttir og Jóhannes Haraldsson á Rauðuskriðu taka viðviðurkenningu um Svansvottun. Eva Rakel Jónsdóttir hjá umhverfisstofnun afhenti.

Hótel Rauðaskriða erfyrsta hótel landsinssem fær Svansvottun.Eigandinn hvetur fleiri tilað sækja um vottun.

Það hefur ýmislegt komið til framkvæmda hjáokkur undanfarin 9 ár á sviði umhverfismála,“segir Berglind Viktorsdóttir gæðastjóriFerðaþjónustu bænda. Nú hefur stefnan náðað festa sig enn betur í sessi því nýlega var

samþykkt framtíðarstefna og aðildarreglur þar semstefna sjálfbærrar og ábyrgrar ferðaþjónustu er lögð tilgrundvallar sem eitt af grunngildum Ferðaþjónustubænda.

Vinna að úrbótum

Í stefnunni eru félagar hvattir til að halda nánasta um-hverfi sínu hreinu, vinna markvisst að úrbótum í rekstriog þjónustu og draga úr skaðlegum umhverfisáhrifum.Lögð er meðal annars áhersla á endurnýtingu og endur-vinnslu, verndun menningar- og náttúruminja, notkunumhverfisvænna vara, fræðslu um umhverfismál aukþess sem bændur eru hvattir til að virkja fleiri til sam-starfs.

Þá má geta þess að skrifstofa Ferðaþjónustu bændahf. – Bændaferðir í Síðumúla 2 í Reykjavík – ákvað á sín-

um tíma að sýna gott fordæmi og hef-ur hún verið vottuð í 5 ár samfellt,fyrst hjá Green Globe en nú hjáEarth-Check.

Mikilvægt gæðatákn

Berglind segir að með sjálfbærri ogábyrgri ferðaþjónustu að leiðarljósiætli bændur að leggja sitt af mörkumtil að draga úr neikvæðum áhrifumgreinarinnar á umhverfið. Hver stað-ur og nánasta umhverfið er sú auðlind

sem félagar innan samtakanna byggja á og þess vegna ermikilvægt að félagarnir taki virkan þátt í að draga úrneikvæðum umhverfisáhrifum. Að sama skapi leynastmörg tækifæri fyrir ferðaþjónustubændur til að veitaferðamönnum einstaka upplifun með nánum tengslumvið sveitir landsins, menningu, náttúru og landbúnað.

„Ferðaþjónustubændur eru þess fullvissir að slíksjálfbærnistefna er til góða. Á árum áður heyrðust vissu-lega gagnrýnisraddir þegar þessi mál voru til umræðu,en í dag er staðan allt önnur. Félagarnir eru að taka ámóti gestum og þá skiptir miklu máli að þeir hlúi vel aðumhverfinu og leggi sitt af mörkum við að gera ferðalag-ið um Ísland að ánægjulegri og innihaldsríkri upplifunfyrir ferðamanninn. Það eru mörg spennandi verkefniframundan hjá okkur í Ferðaþjónustu bænda en þegarlitið er tilbaka, þá hafa öll skrefin á undanförnum árumverið vel þess virði og fært okkur í rétta átt,“ segir Berg-lind að lokum. [email protected]

Nálægð við fólk og náttúruFerðabændur eru hvattir til að haldanánasta umhverfi sínu hreinu, vinnamarkvisst að úrbótum í rekstri ogþjónustu og draga úr skaðlegum um-hverfisáhrifum.

Berglind Viktorsdóttir

Page 23: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011

Að sögn dr. Richards Krist-inssonar, rannsóknar- ogþróunarstjóra, hefur MjöllFrigg ehf. lengi lagt sigfram við að framleiða um-

hverfisvænar vörur. Hreinsi- ogræstivörur Mjallar Friggjar másennilega finna á hverju heimili hér álandi en ekki hefur farið hátt hvernigtekist hefur í tímans rás að fjarlægjaskaðleg efni úr vörunum.

„Fljótlega eftir að ég hóf hér störfvar hafist handa við að fjarlægja fos-föt úr öllum þvottaduftum. Þessibreyting var til þess fallin að minnkaáhrif þvottaefnanna á lífríkið, en fos-föt geta haft skaðleg áhrif með því aðvalda ofvexti þaragróðurs,“ segirRichard og bætir við að verkefniðhafi ekki verið sérlega flókið.

„Í raun snúast þessar framfarir umað finna hentug efni sem komið geta ístaðinn og sýnt sömu virkni.“

Kröftug en ekki skaðleg

Meðal framleiðsluvara hjá MjöllFrigg er umhverfisvænn tjöruhreins-ir, formalínlaust þvottaefni og blaut-sápa sem er fjölhæf náttúrusápa.„Við höfum ástæðu til að vera sér-staklega stolt af efni sem heitir Brút-us Granít. Þetta er efni sem virkarmjög vel til dæmis á sót og tjöru, ervinsælt til að hreinsa bíla og gólf, lík-lega besti felguhreinsir sem völ er á,og víða notað við þrif. Þrátt fyrir aðvera svona öflugt hreinsiefni þá erinnihaldið þannig að fólk ætti þessvegna að geta þvegið sér um hend-urnar með þessum vökva.“

Það er ekki af eintómri umhyggjufyrir umhverfinu sem vörurnar takastöðugum framförum.

„Helsti drifkrafturinn er að neyt-endur kalla eftir svona vöru. Mestumunar um stóru aðilana, ríki og sveit-arfélög, en þeirra fyrirtæki nota mik-ið af ræstivörum. Skrifstofur, veit-ingastaðir, spítalar og þvottahús –allir kalla eftir umhverfisvænni ogheilsuvænni vörum til ræstinga ogþrifa.“

Vantar aðgengilegri staðal

Vörur Mjallar Friggjar eru ekkiSvansvottaðar, en Richard segir aðauðvelt ætti að vera að fullnægja

Iðnaðurinn þarf íslenskan staðal

Morgunblaðið/Golli

Vænt Neytendur kalla eftir þessu, segir Richard Kristinsson hjá Mjöll-Frigg.

þörfum þessa skandinavíska um-hverfismerkis.

„En raunin er að markaðurinn hérer of smár til að það svari kostnaði aðfá þessa ákveðnu umhverfisvottun,“útskýrir Richard sem segir Svans-vottunarferli bæði langt og kostn-aðarsamt. „Þetta vottunarkerfi geng-ur þannig fyrir sig að aðeins er hægtað fá vottun fyrir eina vörutegund íeinu. Við myndum t.d. þurfa að fara ígegnum sérferli fyrir uppþvottalögannars vegar og fyrir þvottaduft hinsvegar, og kostnaðurinn er verulegur íhvert skipti. Síðan gerir Svansmerkiðráð fyrir að prósentur af söluverðiséu greiddar til stofnunarinnar semheldur utan um þennan staðal.“

Richard segir mikla þörf fyrir ís-lenskan vottunarstaðal fyrir um-hverfisvæna vöru. Bæði Mjöll Friggog aðrir keppinautar standi í sömusporum að hafa ekki um neitt annaðað velja en Svansmerkið, sem hentarbetur fyrir vöru sem framleidd er fyr-ir milljónamarkað. Þá sé synd aðgjöld sem greidd eru fyrir Svans-vottun fari úr [email protected]

Mjöll Frigg hefur unniðað því gera vörur um-hverfisvænni. Svans-merkið hentar ekkiframleiðslu. Neytendurmættu aðgæta vel inni-hald hreinsiefna semkeypt eru fyrir heimilið.

MORGUNBLAÐIÐ | 23

Hjónin Sigríður Lárusdóttirog Jóhann Albertssonreka sveitasetrið Gauks-mýri í Línakradal í Húna-þingi vestra, en Gauks-

mýri er nákvæmlega mitt á milliReykjavíkur og Akureyrar. Gistiað-staðan er gæðavottuð samkvæmtstöðlum Ferðaþjónustu bænda, enSigríður og Jóhann láta sér það ekkinægja. Þau hafa mótað sína eigin um-hverfisstefnu.

„Fyrsti liðurinn í umhverfisstefnuGauksmýrar fjallar um að halda nán-asta umhverfinu hreinu og aðlaðandi.Við leitumst við að fræða gestina umþessa stefnu okkar og fá þá í lið meðokkur eins og hægt er og viðtökurnarhafa undantekningarlaust verið já-kvæðar. Við erum með moltugerð ogflokkum sorp eins skipulega og hægter og þannig höldum við sorpi héðan ílágmarki. Síðan erum við með nokkr-ar íslenskar hænur sem eru óskap-lega umhverfisvænar. Þær éta tals-vert af lífrænum úrgangi úreldhúsinu, sem breytist í egg,“ segirJóhann.

Bitni ekki á lífríkinu

Í umhverfisstefnunni er kveðið á umræktun lífrænt ræktaðs grænmetisfyrir gesti og íbúa Gauksmýrar.Einnig að stunda græn innkaup einsog kostur er.

„Við notum til dæmis eingönguumhverfisvænar hreinlætisvörur ogleitumst við að orkunotkun sé skyn-samleg, án þess að slíkt bitni á lífs-gæðum eða þjónustu. Í umhverf-isstefnunni er tekið fram aðneysluvatnið komi úr borholum og aðrotþrær séu tæmdar að minnsta kostieinu sinni á ári og seyrunni eytt á við-eigandi hátt. Sömuleiðis að tryggt séað fráveitumál hafi ekki spillandiáhrif á umhverfið,“ segir Jóhann.

Gauksmýrartjörn er sunnan þjóð-vegarins og blasir við vegfarendum áleið um Norðurlandsveg. Um 1960þurrkaðist tjörnin upp við framræsluen hún var endurheimt fyrir um ára-tug.

„Árangurinn af þessu er fjölbreyttfuglalíf og segja má með sanni aðGauksmýrartjörnin standi aftur und-ir nafni. Fuglarnir kunna að metaþessa breytingu og það hafa veriðtaldar hátt í fjörutíu tegundir þarna,yfir sumartímann en tegundirnar eruað staðaldri fimmtán til tuttugu. Flór-goði kom fyrsta sumarið og nú erusex til átta pör sem koma upp ungumsínum við tjörnina. Flórgoðinn erhelsta skrautfjöðrin á Gauksmýri,enda sjaldséður fugl.“

Fuglaskoðunaraðstaða, hús meðkíki og fuglabókum, hefur verið útbú-in við tjörnina. Göngustígur hefurverið lagður niður að húsinu og segirJóhann að fjölmargir notfæri sér að-stöðuna.

„Við fuglaskoðunarhúsið er pallur,þannig að fólk getur borðað nestiðsitt og notið fjölskrúðugs fuglslífs.Tjörnin dregur til sín fleiri og fleiriferðamenn, enda fullyrði ég að þettasé mikil paradís. Með því að end-urheimta tjörnina hefur margt já-kvætt gerst.“

Virðing fyrir náttúrunni

Þau Sigríður og Jóhann hafa gróð-ursett skógarplöntur í samvinnu viðNorðurlandsskóga. Plönturnar eruhátt í tvö hundruð þúsund talsins.„Við viljum skila landinu eins góðu tilnæstu kynslóðar og hægt er. Í um-hverfisstefnunni okkar er einmitt tal-að um að sýna gott fordæmi í um-hverfismálum og bera virðingu fyrirnáttúrunni,“ segir Jóhann Albertssoná Gauksmýri í Línakradal. [email protected]

Fullyrði að þettasé mikil paradísGauksmýrartjörn stendur aftur undir nafni. Sveita-setrið Gauksmýri í Línakradal er með sína eiginumhverfisstefnu. Flórgoðinn vekur athygli.

Gauksmýri Áhersla er lögð á umhverfismál á Gauksmýri í Línakradalnum.

Að sögn Richards mætti hinnalmenni neytandi skoða beturinnihaldslýsingu þeirra þvotta-og ræstiefna sem seld eru íverslunum hér á landi. Þaðkemur honum sjálfum á óvartað oft er þar að finna mjögskaðleg efni sem sætir furðu aðnotuð séu á heimilum fólks.„Til dæmis má finna í einni lág-verðsversluninni erlenda línuræstivara sem innihalda for-malín, sem er t.d. til að varð-veita líffærasýnishorn. Þetta erstórskaðlegt efni sem valdiðgetur ofnæmisviðbrögðum, ex-emi og jafnvel krabbameini.Það er umhugsunarvert að notavörur sem innihalda formalín tilað þvo föt eða vaska uppdiskana.“

Hvað er íflöskunni?

Í sátt og samlyndi við náttúru og mennááttúruuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu og m

Page 24: Grænn apríl - aukablað Morgunblaðsins 8.04.2011

Það er skemmtileg staðreynd, burtséð frá einstaklingsbundinni skynjuná litum, að allir Chevrolet Spark eru grænir, - líka þeir appelsínugulu.

Eyðslan er aðeins 5,1 l/100 í blönduðum akstri og C02 losun er 119 g/km.

Verðið er líka afar skynsamlegt; Spark L, kr. 1.695 þús. Sjá benni.is

Rekstrarsparnaður skilar sér bæði í budduna þína og í betra andrúmslofti.

...líka fyrir litblinda!

Sérfræðingar í bílum

www.benni.is

Gæði í 100 ár

Ár slaufunnar

Bílabúð Benna - Chevrolet salur - Tangarhöfða 8-12 - Reykjavík - sími 590 2000

Bílabúð Benna - Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - sími 420 3330

Bílaríki - Glerárgötu 36 - Akureyri - sími 461 3636

Bíl

lám

ynd

:C

he

vro

let

Sp

ark

LT.

Ve

rðe

ruh

áð

ge

ng

ihve

rju

sin

nio

gg

eta

bre

yst

án

fyri

rva

ra.

Grænn Spark

AveoCruze Corvette

SparkCaptivaOrlandoCamaro

Volt