hafnarfjörður – jólaþorpið 2014

44
Hittumst á Thorsplani! Jólaþorpið 2014 opnað á laugardaginn » Fólk og fyrirtæki » Hönnun og handverk » Menning og saga » Álfar og huldufólk » Jólaréttir bæjarfulltrúa

Upload: athygli

Post on 06-Apr-2016

240 views

Category:

Documents


9 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Hittumst á Thorsplani!Jólaþorpið 2014 opnað á laugardaginn

» Fólk og fyrirtæki

» Hönnun og handverk

» Menning og saga

» Álfar og huldufólk

» Jólaréttir bæjarfulltrúa

Page 2: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

2 | Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Útgefandi: Athygli ehf.

Textagerð: Sólveig Baldursdóttir, Óskar Þór

Halldórsson, Svava Jónsdóttir, Gunnar E. Kvaran,

Sigurður Sverrisson og Valþór Hlöðversson (ábm).

Ljósmyndir: Þormar V. Gunnarsson o.fl.

Umbrot: Athygli ehf.

Auglýsingar: Inga Ágústsdóttir. Sími 515-5206.

GSM 898-8022, [email protected]

Prent un: Landsprent ehf.

Dreift til áskrifenda Morg un blaðsins og til allra heimila í

Hafnarfirði miðvikudaginn 26. nóvember 2014.

„Bæjarstjórastarfið leggst vel í mig. Hafnfirðingar eru skemmtilegt fólk og starfsumhverfið á bæjarskrif-stofunni er til fyrirmyndar og starfs-fólkið frábært. Þetta lofar því allt saman mjög góðu,“ segir Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur sem tók við starfi bæjarstjóra í Hafnarfirði í lok ágúst sl.

Haraldur er enginn nýliði í fag-inu því hann hefur hefur áður verið bæjarstjóri á Ísafirði í 10 ár og 5 ár í Dalabyggð, auk þess að veita ráðgjöf um fjármál sveitarfélaga um margra ára skeið. Hann segir sveitarfélögin, sem hann hefur stýrt, vera mjög ólík þótt viðfangsefnin séu í grunnin svipuð. „Munurinn er kannski sá að í Dalabyggð gerði maður nánast allt sjálfur en hér í Hafnarfirði felst mitt starf í að stýra verkefnum til annarra og að fylgjast með því að þau séu unnin og síðan að kynna niðurstöð-una. Ætli Ísafjörður hafi ekki verið þarna mitt á milli.“

Haraldur segir bæjarstjórastarfið skemmtilegt, því fylgi erill og miklar fundarsetur enda séu viðfangsefnin fjölbreytt. „Það má segja að í rekstri sveitarfélags sé bæjarstjóranum ekkert óviðkomandi.“ Spurður um stærstu verkefnin um þessar mundir segir hann þau mörg og miserfið úrlausn-ar. Hann nefnir sem dæmi málefni fatlaðra og húsnæðismál og segir að á bæjarskrifstofurnar komi enn fólk sem sé í miklum erfiðleikum með húsnæðismál sín vegna efnahags-hrunsins. Þetta eru oft mjög aðkall-andi mál sem er erfiðara að leysa en til dæmis þau sem snerta fjármál bæjarins, vegna þess að lausnin tekur tíma sem þessir aðilar hafa ekki.

Jólaþorpið HafnarfjörðurHaraldur segist fullur tilhlökkunar að

heimsækja Jólaþorpið. „Við ætlum að halda áfram með öflugt jólaþorp og það eru hugmyndir um ýmsa við-burði sem munu styrkja enn frekar þá skemmtilegu stemningu sem tekist hefur að skapa á undanförnum

árum. Auk Jólaþorpsins er heilmikil dagskrá í Hafnarfirði á aðventunni og auk skemmtidagskrár í Jólaþorp-inu verður dagskrá í söfnum bæjar-ins, í Bæjarbíói og víðar.

„Jólaþorpið hefur að markmiði

að styrkja verslun í miðbænum og það er von okkar að fólk heimsæki þorpið og kíki síðan í skemmtiegu sérverslanirnar og veitingastaðina sem eru þar allt um kring. Ég vona að bæjarbúar taki þátt í að gera jóla-

þorpið að vettvangi sem veitir gleði í bæinn og lýsir upp skammdegið í að-draganda jólanna.“

Sjálfur segist Haraldur alla tíð hafa verið talsverður jólamaður og fastheldinn á jólahefðirnar. Þannig sé rjúpan ómissandi jólamatur og jólahaldið á hans heimili sé í föstum skorðum. Hann segist ekki fara oft í kirkju, en á aðfangadag sé hlustað á messu annað hvort í útvarpi eða sjón-varpi áður en sest er að jólamatnum. „Jólahátíðin sjálf er alltaf með svip-uðu sniði hjá okkur en leiksviðið hefur breyst eftir því sem við eldumst og nýjar kynslóðir bætast við. Í dag upplifir maður þessa barnslegu gleði og eftirvæntingu sem fylgir jólunum fyrst og fremst í gegnum barnabörn-in. Ég hvet alla landsmenn til að gera sér ferð í Hafnarfjörðinn á aðvent-unni og heimsækja Jólaþorpið okkar, heimsækja Hafnarfjörð og upplifa um leið allt sem hann hefur að bjóða í verslun, veitingum og ekki síst menningu. Sjáumst í Jólaþorpinu,“ segir Haraldur að síðustu.

Urta Islandica er hafnfirskt fjöl-skyldufyrirtæki sem framleiðir vörur úr íslenskum jurtum eins og sælkera jurtasalt, jurtate, jurtasíróp og sultur. Stofnandi Urta Islandica er Þóra Þórisdóttir, myndlistamaður og list-fræðingur en hún hefur lengi haft

mikinn áhuga á íslenskum jurtum. Þóra hafði oft velt því fyrir sér hvað væri hægt að gera með þessa auðlind sem hún vissi að bjó í íslenskri nátt-úru en aldrei haft sig í að byrja held-ur helgaði hún sig listinni í mörg ár.

Hrunið breytti ýmsuVið hrunið 2008 breyttust aðstæður. Þóra dreif sig á brautargengisnám-skeið og lærði það sem þurfti til að byrja að láta hugmyndir sínar varð-andi íslenskar jurtir verða að veru-leika. Eiginmaður hennar er Sigurður Magnússon og Þóra segir að aðkoma hans að fyrirtækinu hafi verið mikil-væg en Sigurður sér um fjármála-hliðina. Þau hjónin eiga húsnæðið við Austurgötu 47 og þau búa sjálf

á efri hæðinni. Þóra hafði áður notað neðri hæðina fyrir vinnustofu en þar fer framleiðslan nú fram auk þess sem í plássinu, sem snýr að götunni, er lítil verslun sem þau nefna Gamla matarbúðin – Urta Islandica. Þar fást allar vörur þeirra auk skemmtilegrar hönnunarvöru eftir ýmsa íslenska listamenn.

Upprunamerktar vörur„Þetta var geysileg vinna til að byrja með en nú erum við farin að sjá af-rakstur erfiðisins,“ segir Þóra. Í janú-ar 2013 stofnaði hún einkahlutafélag um Urta Islandica. Fyrst var bara tvö og hálf staða í fyrirtækinu en nú, tæpum tveimur árum síðan erum við orðin 8. Flestir starfmenn eru fjöl-

skyldumeðlimir og eftir því sem fyr-irtækið hefur stækkað hafa þau þurft að ráða utanaðkomandi starfskrafta og þau hafa þurft að leigja húsnæði í Fornubúð fyrir lager.

Nú geta þau sporað allar vörurnar þeirra til baka þannig að hægt er að upprunamerkja vörur þeirra. Þegar Þóra fór að lesa sér til um jurtirnar var alltaf fyrsta spurningin hvort jurt-in væri æt, ef ekki þá hvort hægt væri að lækna með henni og síðast var spurt hvort hægt væri að nota hana til að lita með henni. Þegar gengið er um verslunina við Austurgötuna má sjá að þar kemur listamaður nærri. Liturinn í jurtunum er látinn ráða uppstillingu varanna.

Velkomin í JólaþorpiðStutt spjall við bæjarstjórann Harald L. Haraldsson sem hvetur alla til að gera sér ferð í Hafnarfjörðinn á aðventunni

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri hvetur landsmenn til að heimsækja Hafnarfjörð og upplifa um leið allt sem bærinn hefur að bjóða í verslun, veitingum og ekki síst menningu.

Urta Islandica

Gamla matarbúðin – falinn fjársjóður

Á myndinni frá vinstri til hægri eru Chingmei Yang, Aðalbjörg Eir Pétursdóttir, Sigurður Magnússon, Þóra Þórisdóttir, Kolbeinn Lárus Sigurðsson, Hólmfríður Þórisdóttir og Guðbjörg Lára Sigurðardóttir.

Nóvember 2014

Page 3: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014 | 3

Eyrnalokkar, Eldur og ís: 15.900 kr.

Hringur, Eldur og ís, 15.900 kr.

Eyrnalokkar, Eldur og ís, 11.700 kr.Hálsmen: Eldur og ís: 15.900 kr.

Armband, Eldur og ís: 18.900 kr.

Jólin eru komin hjá SIGN- fullt af nýjum vörum

Hálsmen, rósagyllt/rodhium: 14.900 kr.

Hringur, Rock: 17.900 kr.

Hálsmen, Mystic: 25.900 kr.

Eyrnalokkar, Mystic, 12.900 kr.

Hringur, Mystic 29.900 kr.

Armband, Mystic: 25.900 kr.

Hálsmen: 17.900 kr.

Hringur: 17.900 kr.

Hringur, gylltur/rodhium: 17.900 kr,

Kíktu í búðina okkar við smábátahöfnina í HafnarfirðiOpn. tími virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 11-15Opið til 21:00 fimmtudaginn 27. nóvember.

Sölustaðir á höfuðborgarsvæðinu: GÞ Skartgripir og Úr, Bankastræti 12 Carat, Smáralind Georg V. Hannah , Reykjanesbær Úr og Gull, Firði, Hafnarfirði Palóma föt og skart, Grindavík Leonard, KringlunniKlukkan, Hamraborg 10Klukkan, Hamraborg 10

Sjá fleiri sölustaði á www.sign.is

Hálsmen, Eldur og ís: 17.900 kr.

Page 4: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

4 | Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Nú um helgina 29. og 30. nóvem-ber opnar jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði en undanfarin 12 ár hefur það sett skemmtilegan svip á mannlífið í miðbæ Hafnarfjarðar og verið kærkomin viðbót í flóru versl-ana og viðburða á aðventunni. Jóla-þorpið verður opið á laugardögum og sunnudögum allar helgar fram til jóla á milli klukkan 12 og 18 og sömu-leiðis mánudaginn 22. desember og á Þorláksmessu frá 16-21.

„Markmið Jólaþorpsins eru þau sömu í dag og árið 2003 þegar þetta árvissa ævintýri hófst, en það er að auka verslun og líf í bænum og skapa gleði á aðventunni,“ segir Marín Guðrún Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar. Hún segir að oft sé talað um að með opnun Jólaþorpsins komi jólin í Hafnarfjörð. „Við leggjum áherslu á að Hafnfirðingum finnist þeir eiga hlut í þorpinu. Við fáum leik-skólabörn til að skreyta þorpið með heimatilbúnu jólaskrauti og tengjum þannig fjöldann allan af yngstu Hafnfirðingunum við uppsetningu þorpsins. Við vinnum líka með kórum, íþróttafélögum og félagasam-tökum og tengjum Jólaþorpið þannig á fjölbreyttan hátt við hafnfirskt sam-félag.“

Jákvætt framtakMarín segir Hafnfirðinga hafa tekið Jólaþorpinu opnum örmum og flesta dagana sé þorpið fullt af gestum, sama hvernig viðri. „Í hugum Hafn-firðinga er þetta jákvætt framtak og verslunarfólk í Hafnarfirði virðist líka sátt því menn gera sér grein fyrir því að Jólaþorpið og viðburðir sem því tengjast laða að fólk alls staðar að af höfuðborgarsvæðinu. Einnig höfum við fundið fyrir því að fjöldi erlendra ferðamanna er að aukast í Jólaþorp-inu og í ár auglýsum við Þorpið alveg sérstaklega fyrir þann hóp.“

Marín segir jólaþorpið að sumu leyti í föstum skorðum eins og jóla-hefðir almennt en nefnir að alltaf sé bryddað uppá einhverjum nýjung-um. „Í ár er lögð áhersla á fjölbreytta vöru í söluhúsunum og sérstaklega á kynningu og framboð á matvöru og að fólk geti fengið að smakka á ýmsu góðgæti. Jólaþorpið á að vera veisla sem höfðar til allra skynfæra. Það á að vera fallegt fyrir augað, hér verður fjölbreytt skemmtidagskrá og tónlist fyrir eyrun og lyktin á að vera lokkandi þannig að fólk komi til að smakka.“

Bitastæð dagskrá fyrir börn og fullorðnaSjálft Jólaþorpið er á Thorsplani en skreytingar og viðburðir sem tengj-ast því teygja sig út á Strandgötuna í báðar áttir. Þannig verða skátarnir til dæmis með varðeld við Strand-götuna og verslunarmiðstöðina Fjörð þar sem fólk getur grillað brauð og fleira og síðan er heilmikil dagskrá í Bæjarbíói á vegum Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar. „Þetta er liður í að stækka þennan vettvang og að beina gestum Jólaþorpsins víðar um bæinn. Hér í miðbænum eru frábærar verslanir og veitingastaðir og um að gera að gera bara öll jólainn-kaupinn í Hafnarfirði.

Að sögn Marínar taka fjölmargir þátt í undirbúningi og skipulagningu Jólaþorpsins en megin vinnan er á höndum þriggja kvenna auk hennar, en það eru þær Ragna Rut Magnús-dóttir og Bára Kristín Þorgeirsdóttir frá íþrótta- og tómstundaráði Hafn-arfjarðar og síðast en ekki síst hafi þær notið tímabundinnar aðstoðar Margrétar Blöndal útvarpskonu, sem

hefur komið að hugmyndavinnu og öðrum undirbúningi. Margrét segir að það hafi verið mjög skemmtilegt að taka þátt í að móta og undirbúa dagskrá Jólaþorpsins. „Við höfum lagt áherslu á að hafa virkilega bita-stæða viðburði alla dagana og síðan röðum við ýmsum öðrum kannski minna þekktum atriðum inn á milli, þannig að úr verði skemmti-leg heild.“ Margrét segir að meðal nýrra atriða sem nú er bryddað upp á sé Hafnfirski jólaálfurinn, sem

verði kynntur til sögunnar á súkkul-aðisætum sunnudegi 14. desember. Hún nefnir einnig ævintýraferð fyrir börn í Hellisgerði þegar farið verður eftir kvöldmat með luktir að leita að jólasveininum. Hún nefnir einnig Þorláksmessugöngu frá Völlunum í Hafnarfirði að Thorsplani. „Hafnar-fjörður hefur þá sérstöðu að geta boðið upp á þessa fallegu umgjörð utan um viðburði eins og Jólaþorpið sem verður allt öðruvísi en annars staðar,“ segir Margrét.

Ljósmyndasamkeppni og hafn-firska jólatréðÞeir sem vilja kynna sér dagskrá Jólaþorpsins ættu að fylgjast með Facebooksíðu þorpsins sem verður mjög virk fram til jóla. Þar verður boðið upp á ýmsa leiki sem tengjast viðburðum Jólaþorpsins. Þannig býðst þeim sem koma með heima-tilbúið skraut á Hafnfirska jólatréið að taka mynd af skrautinu og setja inn á Facebook síðuna. Dregið verður úr innsendum myndum 17.

desember og í vinning verða matar-körfur úr Fjarðarkaupum. Á síðunni verður einnig samkeppni um bestu ljósmyndina af Jólaþorpinu og verður hægt að taka þátt í henni fram í byrj-un janúar og að sjálfsögðu eru einnig vegleg verðlaun í boði fyrir þrjár bestu myndirnar.

Facebook: Jólaþorpið í Hafnarfirði

Í hópnum sem hefur borið hitann og þungan að skipulagningu og undirbúningi Jólaþorpsins eru Bára Kristín Þorgeirsdóttir, Berglind Guðmundsdóttir, Margrét Blöndal, Marín Guðrún Hrafnsdóttir og Ragna Rut Magnúsdóttir.

H-Berg ehf. er ungt fyrirtæki í Firð-inum sem hefur vaxið hratt á síðustu árum. Ferskleiki og gæði þeirrar vöru sem fyrirtækið framleiðir er öðru fremur lykillinn að örum vexti en framleiðsluvörur þess er nú orðnar um 70 talsins. H-Berg ehf. er dæmi um framsækið fjölskyldufyrirtæki, þar sem hugmyndaauðgi og atorka frumkvöðlanna hefur rutt brautina.

„Við duttum þarna niður á gat í markaðnum,“ segir Halldór Berg þegar við ræddum stuttlega við hann fyrir skömmu um upphaf fyrirtækis-ins. „Við fórum að framleiða súkkul-aðihjúpaðar gráfíkjur og döðlur en þetta eru vörur sem ég veit ekki til að séu í boði annars staðar. Íslendingar tóku þessari nýjung feiknavel og söluaukningin hjá okkur hefur verið ævintýri líkust ár frá ári,“ bætir hann við.

Upphafið var tilviljun Reynsluboltinn Halldór var ekki að sýsla með þurrkaða ávexti í fyrsta sinn þegar H-Berg ehf. þusti inn á markaðinn með látum 2009. Hann var frumkvöðull í vélpökkun þessara vörutegunda á Íslandi og stofnaði ár-ið 1983 fyrirtækið Hagver, sem náði á skömmum tíma mikilli markaðs-hlutdeild í ýmsum vörum til matar-gerðar.

„Ég ætlaði auðvitað aldrei að selja það fyrirtæki en allt hefur sitt verð og ég sló til þegar ég fékk tilboð í fyrir-tækið árið 1990.“ Halldór hélt áfram í fyrirtækjarekstri eftir söluna á Hag-veri en það var hins vegar hálfgerð

tilviljun sem varð til þess að hann fór út á þá braut sem nú er kjarninn í starfsemi H-Bergs ehf.

Vöruþróun og nýjungarVelgengni varanna frá H-Berg ehf. hefur rutt brautina fyrir margvíslega vöruþróun hjá fyrirtækinu, sem setti nýverið, fyrst íslenskra fyrirtækja, á markað möndlu- og hnetusmjör,

sem hefur algjörlega slegið í gegn hjá neytendum sem nota þessa nýju vöru í bakstur, matargerð og ekki síst alls kyns heilsudrykki eða „boost.“ Önn-ur áhugaverð nýjung er sætuefni sem kemur í stað sykurs eða gervisætu og þá eru ótaldar nýjungar eins og lífræn kókosolía og lífrænt ljóst og dökkt Agave-síróp svo örfá dæmi séu tekin.

Slíkur hefur vöxturinn verið hjá

H-Berg ehf. á síðustu árum að fyrir-tækið hefur sprengt utan af sér hús-næðið og hefur flutt í nýtt og mun stærra, reyndar í sömu götu. Fyrir-tækið er nú með þrjár pökkunarvélar í gangi til þess að anna eftirspurn. Starfsmenn eru sex talsins en auk þess hleypur fjölskyldan undir bagga þegar mikið liggur við á annatímum.

H-Berg ehf. er fjölskyldufyrirtæki eins og þau gerast best, þar sem allir hlaupa undir bagga þegar þörf krefur. Frá vinstri: Halldór Berg, dóttirin Elísa Ýr og eiginkonan, Hrönn Helgadóttir.

Fjölskyldufyrirtækið H-Berg:

Ferskleiki og gæði eru lykillinn

Jólaþorpið – veisla fyrir skilningarvitin

Page 5: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014 | 5

Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956

hluti af Bygma

Jólin eru í húsAsmiðJunni hAfnArfirði

Page 6: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

6 | Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

„Verslunarmiðstöðin Fjörður var hart leikin í kreppunni og í kjölfarið helt-ust ýmsir, sem voru með þjónustu hér, úr lestinni. Undanfarna mánuði höfum við hins vegar unnið skipu-lega að því að fá nýja aðila inn í þau pláss sem losnuðu og það hefur geng-ið mjög vel. Við erum búin að fylla öll pláss á neðri hæðinni og það hafa þegar bæst við nýjar verslanir á efri hæðina og fleiri eru á leiðinni. Við erum því bjartsýn og það er sóknar-hugur í okkur,“ segir Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðar.

Guðmundur, sem tók við starfi framkvæmdastjóra Fjarðar fyrir um hálfu ári, lýsir sjálfum sér sem sölu-miðuðum markaðsmanni sem hafi gaman af mannlegum samskiptum en á þau reynir mikið í hans starfi.

Fjölbreytni og persónuleg þjónustaGuðmundur segir að við val á nýjum aðilum í verslunarmiðstöðina hafi fjölbreytni verið höfð að leiðarljósi þannig að tryggt sé að í Firði geti Hafnfirðingar gengið að allri þeirri þjónustu sem þeir þurfa á að halda „Til að verslunarmiðstöð blómstri þarf hún að bjóða fjölbreyttar og öfl-ugar verslanir og þjónustufyrirtæki. Þetta teljum við okkur gera nú þegar en við stefnum að því að styrkja þessa flóru enn frekar.“ Auk fata- og tískuverslana má í dag finna verslanir sem bjóða skó, síma, hönnunarvörur, skartgripi, lyfjaverslun, gleraugna-verslun, bakarí, hárgreiðslustofur og snyrtistofur. Þar að auki eru heilsu-gæslustöð, pósthús og banki í Firði auk bónstöðvar í kjallara. Mjög góðar almenningssamgöngur eru við versl-unarmiðstöðina Fjörð og þar er fjöldi bílastæða, bæði úti og í bílakjallara. „Það sem mér finnst áhugavert við Fjörð er að verslunarmiðstöðin bygg-ir á mjög traustum grunni en það eru þeir aðilar sem hafa verið með verslanir hér frá upphafi. Hér standa verslunareigendur yfirleitt sjálfir vaktina með starfsfólki sínu og eru þannig í beinum tengslum við við-skiptavinina. Þetta gerir þjónustuna enn persónulegri og skemmtilegri.“

Afmælishátíð í Firði og miðbæ HafnarfjarðarFimmtudaginn 27. nóvember verður haldið upp á 20 ára afmæli verslunar-miðstöðvarinnar með veglegri afmæl-ishátíð. Björgunarsveitin verður þá með flugeldasýningu og gestum sem leggja leið sína í verslunarmiðstöð-ina á afmælisdaginn býðst biti af 20 metra langri afmælisköku í boði Jóns Areliusar bakara, en einnig verða fjöl-breytt tónlistar- og skemmtiatriði. Segja má að afmælishátíðin sé nokk-urs konar upptaktur að Jólaþorpinu sem opnar á Thorsplani laugar-daginn 29. nóvember. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að

Jólaþorpið muni veita verslunarmið-stöðinni erfiða samkeppni segir Guð-mundur að svo sé alls ekki. „Ég fagna því að fá þessa fjölbreytni. Fyrirtækin í miðbæ Hafnarfjarðar styðja hvert annað. Því sterkari sem Fjörður og önnur starfsemi í miðbæ Hafnar-fjarðar er því líklegra er að mannlíf hér blómstri,“ segir Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðar.

Tískuverslunin Dalakofinn á 2. hæð Fjarðar, verslunarmiðstöðvarinnar við Fjarðargötu 13-15 í Hafnar-firði, nær með skemmtilegum hætti að sameina framboð á sígildum kvenfatnaði samhliða því að bjóða

jafnframt upp á fatnað sem endur-speglar nýjustu stefnur og strauma í tískunni. Markhópur verslunarinnar eru konur frá 35 ára aldri en vöru-framboðið höfðar í raun til kvenna á öllum aldri.

Það eru þær systur Guðrún og Sjöfn Sæmundsdætur sem reka Dala-kofann en faðir þeirra, Sæmundur Þórðarson, setti versunina á fót árið 1975 rak hana allt fram til ársins 1992. Systurnar tóku þá við rekstr-inum af föður sínum, sem þá var orð-inn 88 ára gamall. Dalakofinn fagnar því 40 ára afmæli á næsta ári.

Kúnnarnir koma víða aðVerslunin Dalakofinn á sér fjölmarga fastakúnna, jafnt innan Hafnar-fjarðar sem utan. Síðasti viðskipta-vinurinn, sem var að yfirgefa búðina þegar okkur bar að garði, er búsettur í Stavanger í Noregi og kemur í hverri Íslandsferð til að kaupa fatnað í Dalakofanum. „Kúnnarnir okkar koma víða að og við fáum t.d. fjölda Færeyinga í viðskipti,“ segja þær syst-ur glaðbeittar.

Vöruframboðið í Dalakofanum ber það með sér að þar fara konur sem hafa næmt auga fyrir smekklegri hönnun en eru jafnframt opnar fyrir tískustraumum. Megnið af fatnað-inum flytja þær inn beint frá Bret-

landi og Danmörku en faðir þeirra gerði flest sín innkaup í Glasgow á upphafsárum verslunarinnar.

Stækkuðu við sig í kreppunniDalakofinn hefur blómstrað undir stjórn þeirra systra. Verslunin flutti upphaflega í helmingi minna hús-

næði í Firði en búðin hefur nú yfir að ráða, en mitt í kreppunni stækk-uðu þær við sig. „Okkur bauðst þetta tækifæri og létum bara vaða. Það reyndist rétt ákvörðun því stækk-unin hefur gert okkur kleift að bjóða muna meira vöruúrval en áður,“ segja þær Guðrún og Sjöfn.

Það verður mikið um dýrðir á afmælishátíð verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar 27. nóvember.

„Við erum bjartsýn og hér er allt á uppleið“, segir Guðmundur Bjarni, fram-kvæmdastjóri Fjarðar.

Blásið til sóknar á 20 ára afmæli Fjarðar

www.siggaogtimo.is

Demantshringur 1.36ctVerð kr 1.275.000.-

Dalakofinn

Sígildur fatnaður og tískustraumar

Systurnar Guðrún (t.v.) og Sjöfn Sæmundsdætur standa saman að rekstri Dala-kofans, sem faðir þeirra setti á stofn fyrir bráðum 40 árum. Þeim kippir í kynið því verslunin blómstrar.

Page 7: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014 | 7

Page 8: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

8 | Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Hafnfirska jólatréð Hafnfirska jólatéð verður staðsett við Strand-götuna og er hluti af skemmtilegum jólaleik Jólaþorpsins og Fjarðarkaupa. Hafnfirðingar eru hvattir til koma með heimatilbúið jóla-skraut og hengja á tréð og senda í leiðinni mynd af skrautinu á Facebooksíðu Jólaþorps-ins. Þar þarf líka að koma fram hver sendand-inn er því 17. desember verður dregið út inn-sendum myndum og heppnir Hafnfirðingar frá jólalegar matarkörfur frá Fjarðarkaupum.

Jólaævintýraferð í Hellisgerði Ævintýraferðin verður farin að kvöldi laugar-dagins 13. desember. Hún er ætluð þeim sem vita að jólasveinar eru til og fylgdarmönnum þeirra. Felix Bergsson mun taka á móti leiðang-ursfólkinu klukkan 20:00 og mikilvægt er að allir hafi með sér vasaljós eða luktir. Staðfestar heimildir herma að jólasveinar hafi aðsetur í Hellisgerði en að öðru leyti er ekki hægt að gefa upp hvað verður á vegi ferðalanga þessa kvöld-stund. Ævintýraferðin er samvinnuverkefni Jólaþorpsins og Íslandsbanka og á án efa eftir að verða árviss viðburður á aðventunni.

Þorláksmessuganga frá Völlunum Skatan verður í aðalhlutverki í miðbæ Hafnar-fjarðar á Þorláksmessu en þeir sem treysta sér ekki í slíkan mat munu eiga öruggt skjól í Gló í Hafnarborg.

Þorláksmessugangan verður farin frá Ásvalla-laug á Völlunum kl. 19:00 að þessu sinni og mun enda á Thorsplaninu þar sem tekið verður fallega á móti göngufólki. Íshestar, Skátafélagið Hraunbúar og margir fleiri munu koma að göngunni og eru bæjarbúar hvattir til að taka þátt og búa þannig til nýja hefð í Hafnarfirði.

Ljósmyndasam-keppni JólaþorpsinsÍ ár efnir Jólaþorpið til ljósmyndasamkeppni og er tilgangurinn að virkja alla þá góðu ljósmynd-ara sem heimsækja munu Jólaþorpið og velja verðlaunaljósmyndir í 1.-3. sæti. Skemmtileg verðlaun eru í boði og skal senda myndirnar á [email protected] fyrir lok janúarmán-aðar 2015. Jólaþorpið áskilur sér rétt til þess að nýta myndirnar í samráði við þátttakendur.

Súkkulaðisætur sunnudagur Sunnudagurinn 14. desember verður súkku-laðisætur. Veitingastaðir, kaffihús og verslanir munu sjá til þess að gestir Jólaþorpsins verða súkkulaðihjúpaðir eftir heimsókn í miðbæ Hafnarfjarðar og hafnfirsku jólaálfarnir munu ekki láta sitt eftir liggja heldur. Dísæt stemning og súkkulaði í öllum útgáfum.

Syngjandi kátir skátar í Strandgötunni Skátafélagið Hraunbúar munu setja skemmti-legan svip á Jólaþorpið og gleðja gesti eins og þeim einum er lagið. Söngvar og varðeldur, þar sem m.a. verður hægt að grilla skátabrauð, berjate og skátaþrautir ásamt ýmsu fleiru skemmtilegu.

Súkkulaðisæt aðventa

Page 9: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014 | 9

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða er frá 9. október, til og með 12. október. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

StundarfróVildarverð: 4.799.-Verð áður: 5.999.-

Litróf dýrannaVerð: 2.599.-

Surtsey í sjónmáliVerð: 7.499.-

Skaraðu fram úrVerð: 3.999.-

Maðurinn sem hataði börnVerð: 4.299.-

ManndómsárVerð: 3.299.-

Fuglaþrugl og NaflakraflVerð: 3.499.-

Lína langsokkur - allar sögurnar Verð: 3.999.-

Út í vitannVerð: 3.499.-

[buzz] & [geim] - saman í pakkaVerð: 3.299.-

Í innsta hringVerð: 3.499.-

SkrímslakisiVerð: 3.499.-

LESTU EINS MIKIÐOG ÞIG LYSTIR!

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Keflavík - Sólvallagötu 2

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Akranesi - Dalbraut 1

Austurstræti 18

Skólavörðustíg 11

Laugavegi 77

Hallarmúla 4

Álfabakka 14b, Mjódd

Kringlunni norður

Kringlunni suður

Smáralind 540 2000 | [email protected] | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Vestmannaeyjum - Faxastíg 36

Leifsstöð5% afsláttur af ÖLLUM VÖRUM einnig tilboðum

NÝ VERSLUN LAUGAVEGI 77

Af bestu lyst 4 hefur að geyma fjölmargar uppskriftir að hollum og ljúffengum réttum líkt og fyrri bækurnar í flokknum. Við gerð bókarinnar var tekið mið af börnum og barnafjölskyldum og áhersla lögð á spennandi mat sem er allt í senn góður fyrir bragðlaukana, heilsuna, budduna og umhverfið.

Bókin er gefin út í samvinnu við Hjartavernd, Krabbameinsfélagið og Embætti landlæknis.

Verð 3.999 kr.

TVÆR ÍPAKKA!

FULLT AF NÝJUM BÓKUM

vildar-afsláttur

20%

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

BÆKUR, TÓNLIST, FERÐATÖSKUR OG MIKIÐ ÚRVAL AF GJAFAVÖRUM!

HeyrnartólMaxell Retro DJVerð: 9.990.-

Hátalari þráðlausBluetooth & hljóðnemiVildarverð: 7.999.-Verð: 9.999.-

PENNINN EYMUNDSSON HAFNARFIRÐI OPIÐ TIL KL. 22:00 FIMMTUDAGINN 27. NÓVEMBER

GUNNI HELGA mætir og ræðir við gesti um nýju bókina sína „Gula spjaldið í Gautaborg” kl. 20:00 fimmtudaginn 27. nóvember.

Page 10: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

10 | Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

„Við verðum vör við að fólk er nú þegar komið af stað í jólainnkaupin og undanfarin ár hefur fólk byrjað sífellt fyrr á þessum undirbúningi. Salan eykst mikið um mánaðamótin nóvember desember og síðan er jafn stígandi til jóla. Mestu lætin verða síðustu tíu dagana, þá verður eigin-lega hálfgerð sprenging,“ segir Stein-unn Ólafsdóttir verslunarstjóri hjá Eymundsson við Strandgötu.

Steinunn segir góða sölu í nýjum innlendum bókum og plötum, en minni sala sé hins vegar í innfluttri tónlist. Hún segir mikla grósku í út-gáfu íslenskra skáldsagna í ár og því sé úr mörgu að velja. Að sögn Stein-unnar er talsvert um að viðskiptavinir leiti álits starfsfólks á þeim bókum, sem í boði eru og þá komi sér vel að það eru miklir lestrarhestar á meðal starfsmanna Eymundsson. „Við erum ekkert feimin við að láta okkar skoð-un í ljós ef við höfum lesið þær bæk-ur sem spurt er um og því má segja að þjónustan hér sé mjög persónuleg en þannig viljum við líka hafa það.“

Jólabókaflóðið svonefnda er ár-viss viðburður og þegar Steinunn er spurð hvernig starfsmenn í bókaversl-unum undirbúi sig fyrir slíka vertíð nefnir hún tvennt. Annars vegar reyni þau að lesa sem mest af því sem gefið er út og fari á bókakynningar og hins vegar eru samkomur eins og jólahlaðborðið á vinnustaðnum tekn-ar snemma áður en hasarinn hefst fyrir alvöru.

MetsölulistarEðli málsins samkvæmt er mikið úrval af innlendum og erlendum bókum af öllum stærðum og gerðum í Eymundsson, en þar er einnig hægt að fá tónlist og myndbönd og hvers kyns spil og leikföng. Verslanir Pennans Eymundsson eru dreifðar víða um landið og á þeirra vegum er haldið úti metsölulistum yfir þær bækur og diska sem eru vinsælust á hverjum tíma í verslunum bókabúða-keðjunnar. Í byrjun nóvember hafði gamall kunningi, Arnaldur Indr-iðason, hreiðrað um sig í efsta sæti heildarlistans með sína nýjustu bók, en í öðru sæti var hins vegar bók um treflaprjón sem verður varla flokkuð sem hefðbundin metsölubók. Þessi

listi tekur hins vegar mjög örum breytingum.

Verslað í heimabyggðSteinunn hefur verið viðloðandi bókaverslanir í um rúm 20 ár, lengst

af á Akranesi, en síðan 2007 hefur hún staðið vaktina í hjá Eymundsson í Hafnarfirði. Það liggur beint við að spyrja hvort Hafnfirðingar og Akur-nesingar hagi bókakaupum sínum með svipuðum hætti og segir hún

svo vera. Báðir staðirnir séu á jaðri höfuðborgarsvæðisins og það sé eins í Hafnarfirði og á Akranesi að fólk vilji hafa sem mesta og besta þjónustu í sinni heimabyggð. Aðspurð um Jóla-þorpið í Hafnarfirði segir hún það

góða viðbót við mannlífið í miðbæ Hafnarfjarðar og styðji þar með þá starfsemi sem fyrir er.

„Aðsókn á sýningar í Hafnarborg hefur verið að aukast undanfarin ár og sama er að segja um þá fjöl-breyttu viðburði sem boðið er upp á hér. Aðsókn á þá er yfirleitt alltaf góð líka, segir Auður Vésteinsdóttir, safn- og fræðslufulltrúi Hafnarborgar. Í sama streng taka þær Áslaug Frið-jónsdóttir upplýsinga- og fræðslu-fulltrúi og Unnur Mjöll Sveinbjargar og Leifsdóttir safnfulltrúi. Þær segja að aðsóknin fari vissulega eftir þeim sýningum sem settar eru upp hverju sinni, en undanfarin misseri hafi safnið verið með mjög sterkar sýn-ingar sem hafi mælst vel fyrir.

„Áhugi á myndlist virðist fara vaxandi og fólk gefur sér meiri tíma en áður til að fara á myndlistarsýn-ingar,“ segir Unnur Mjöll. Áslaug segir að Hafnarborg verði með öfluga

dagskrá í aðdraganda jóla og leggi þannig sitt af mörkum til að skapa góða stemningu í Hafnarfirði. „Hér er frítt inn á allar sýningar og ekki innheimtur aðgangseyrir nema í und-antekningartilvikum þegar um aðra listviðburði er að ræða,“ segir Áslaug.

Vara-litirÞessa dagana eru tvær sýningar í gangi í Hafnarborg. Annars vegar það sýning úr safneign Hafnar-borgar, grafíkverk Elíasar B. Hall-dórssonar sem hann gaf safninu árið 1993. Hins vegar er það sýningin Vara-litir með málverkum eftir sjö samtímalistamenn af yngri kyn-slóð myndlistarmanna. Þetta eru þau Gabríella Friðriksdóttir, Guð-mundur Thoroddsen, Helgi Þórs-son, Hulda Vilhjálmsdóttir, Ragnar Þórisson, Þorvaldur Jónsson og Þórdís Aðalsteinsdóttir. Sýningin hefur verið mjög vel sótt og fengið ljómandi góðar umsagnir en hún var opnuð 1. nóvember og stendur til 4. janúar. Boðið er upp á stuttar opnar leiðsagnir um sýninguna vikulega í hádeginu á föstudögum. Hugmyndin er sú að gestir geti sameinað í einni ferð heimsókn á sýningarnar og há-degismat á veitingastaðnum Gló sem staðsettur er á jarðhæð Hafnarborgar. Í tengslum við sýninguna Vara-liti hefur einnig verið boðið upp á lista-mannaspjall einu sinni í viku þar sem listamennirnir koma, ræða verk sín og svara spurningum gesta. Sunnu-daginn 30. nóvember klukkan 15 er röðin komin að Ragnari Þórissyni og Hulda Vilhjálmsdóttir kemur síðan í listamannaspjall sunnudaginn 7. desember.

TónleikarFram til jóla verður einnig fjöl-breytt tónlistardagskrá í Hafnarborg. Sunnudaginn 30. nóvember kl. 20 kemur strengjakvartettinn Siggi fram á tónleikum tónleikaraðarinnar Hljóðön. Á efnisskrá eru verk eftir bæði innlenda og erlenda höfunda.

Fyrsta þriðjudag hvers mánaðar eru hádegistónleikar í Hafnarborg í sam-vinnu við Antoniu Hevesi píanó-leikara. Þriðjudaginn 2. desember mun óperusöngkonan Hanna Þóra Guðbrandsdóttir syngja við undirleik Antoniu. Syngjandi jól er samfelld söngdagskrá sen verður boðið upp á laugardaginn 6. desember. Þar munu flestir ef ekki allir kórar í Hafnarfirði

skemmta gestum frá því snemma um morgun og fram undir kvöld með fjölbreyttu efni. Í þessum kórum eru Hafnfirðingar á öllum aldri allt frá leikskólabörnum upp í eldri borgara. Þetta er í átjánda skiptið sem boðið er upp á þennan viðburð en upphafs-maður hans er Egill R.Friðleifsson kórstjóri.

Áslaug, Unnur Mjöll og Auður í sýningarsalnum í Hafnarborg þar sem hin eld-fjöruga sýning Vara-litir hangir uppi um þessar mundir.

Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar.

Fjölbreytt og öflug dagskráí Hafnarborg fram til jóla

Steinunn Ólafsdóttir verslunarstjóri segir starfsmenn Eymundsson mikla lestrarhesta og ófeimna við að láta skoðun sína á bókunum í ljós ef eftir er spurt.

Eymundsson Strandgötu:

Mikil sala í innlendum bókum og plötum

Allt sem þú elskar við

gott kaffihús

Súfistinn Strandgata 9, Hafnarfirði og Bókabúð Máls og menningar, 2. hæð Laugavegi 18, Reykjavík

Page 11: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014 | 11

Lækjargata er ein af fallegri götum Hafnarfjarðar. Þarna skvaldrar lækur-inn á leið sinni til sjávar og í nýlegum fjölbýlishúsum meðfram götunni er skemmtileg blanda íbúðabyggðar og fyrirtækja og þjónustu á jarðhæð. Þarna veita hjónin Jón Gestur Ár-mannsson og Ásta Birna Ingólfsdóttir Hafnfirðingum, nærsveitarmönnum, og raunar landsmönnum öllum, sér-hæfða og faglega þjónustu í gegnum fyrirtæki sitt Stoðtækni.

Jón er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur en Ásta er úr Breiðdal á Austfjörðum. Jón lærði skósmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og mennt-aði sig í framhaldinu í ortopedískum skósmíðum. Auk þess að sinna öllum hefðbundnum verkefnum skósmiðs smíðar Jón sérhæfðan skóbúnað fyrir þá sem eiga við aflögunarvanda að stríða á fótum. Stoðtækni stofnuðu þau hjón árið í mars 2006 og það er nóg að gera hjá þeim.

Aflögun á fótum og mislangir fæturUpphaflega hugmyndin með fyrir-tækinu var sú að smíða skó fyrir þá sem sökum aflögunar á fótum geta ekki valið sér skó úr búð. En þau ákváðu að vera opin fyrir öðrum verkefnum, eins og viðgerðum á hefðbundnum skóm. Þeir sem eiga við aflögunarvandamál á fótum að stríða fá eitt til tvö pör af skóm á ári sem Sjúkratryggingar greiða fyrir að stærstum hluta, enda um afar sér-hæfða og kostnaðarsama smíði að ræða. Þess vegna er Stoðtækni einnig í góðu sambandi við bæklunarlækna sem benda sínum skjóstæðingum á þá þjónustu sem fyrirtækið býður. Einn-ig lagar Jón skó fyrir þá sem eru með mislanga fætur með upphækkunum. Hægt er að panta sérstyrkta skó hjá Stoðtækni fyrir þá sem eru með minni háttar aflaganir og þurfa sér-hæfðan stuðning. Aflaganir geta t.d. verið af völdum liðagigtar eða annarra sjúkdóma eða meðfædds útlits.

Jón Gestur segir að margir geri sér ekki grein fyrir því að þeir eru með aflögun á fótum og nota jafnvel skó sem passa þeim ekki. Margt fullorðið fólk hafi átt við fótavandamál að stríða allt sitt líf og aldrei fundið skó sem eru þægilegir.

Göngugreining og innleggjasmíðiHjá Stoðtækni er boðið upp á göngugreiningu og innleggjasmíði. Jón segir að margir séu orðnir með-vitaðir um að alls kyns stoðkerfis-vandamál geti tengst skekkjum í fótum og mismunandi lengd á fótleggjum. Einnig er mikil vitunda-vakning um fótabúnað meðal þeirra sem stunda útihlaup.

„Það er næstum annar hver maður með seiðing í baki og ástæðan þarf ekki að vera önnur en annar fótur-inn sé 5-7 mm styttri en hinn. Það munar einhverju hjá okkur öllum en mismunandi miklu. Þessu er hægt að bjarga einfaldlega með upphækkun-arhæl í annan skóinn.“

Leðurskór eru bestirÍ skóviðgerðunum er markhópurinn Hafnfirðingar og nærsveitamenn. Jón segir að eftir hrun hafi orðið mikil og jákvæð breyting á hugarfari fólks til skóviðgerða. „Fólk er viljugra að halda því við sem það á. Það velur sér gjarnan vandaða skó og heldur þeim við.

Jón segir það fari betur með fæturna að ganga í skóm sem eru úr leðri. Plastefni tekur ekki við fótraka sem myndast og gefur ekki eftir eins og leðrið. Á allan hátt kveðst hann vanda valið á skóm og vill hafa þá úr leðri, bæði að utan og innan.

Jón Gestur Ármannsson og Ásta Birna Ingólfsdóttir, eigendur Stoðtækni, veita sérhæfða þjónustu og sinna almennum skóviðgerðum.

Jón Gestur með mót af fóti með aflögun. Hann sérsmíðar skó út frá sérfræðilegu mati á aflöguninni.

Stoðtækni

Vandamál í stoðkerfi lagfærð með réttum skóm

Allt eru þetta orð sem koma upp í hugann þegar við seljum eða kaupum fasteign.

Kíktu endilega í kaffi á Lækjargötuna eða hafðu samband við okkur. Bjóðum upp á frítt söluverðmat. Við hlökkum til að aðstoða þig.

Starfsfólk RE/MAX Fjarðar

GuðrúnFramkvæmdastjóri

820-0490

HildurSölufulltrúi775-9845

ÁrsællSölufulltrúi896-6076

PállLögg.fasteignas.

861-9300

VíglundurSölufulltrúi891-9981

RE/MAX Fjörður | Lækjargata 34d. | 220 Hafnarfirði | Sími: 519-5900

Fjörður

heimili híbýli notalegt þægilegtfallegt skipulag

verð stærðöryggigleði staðsetning

Page 12: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

12 | Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

„Mér finnst rekstur Jólaþorpsins gott framtak hjá Hafnarfjarðarbæ og þeim sem að því standa því það eflir sam-kennd og þjappar fólkinu í bænum saman. Þetta er skemmtilegur vett-vangur þar sem Hafnfirðingar geta hist við notalegar aðstæður úti undir berum himni, spjallað saman og átt góða stund um leið og þeir skoða það sem er á boðstólum,“ segir Jón Helgi Þórarinsson prestur í Hafnar-fjarðarkirkju. Sjálfur segist Jón Helgi hafa komið í Jólaþorpið á aðventunni í fyrra og skynjað þar stemningu sem var ólík öðru sem hann hafði áður kynnst. „Það er skemmtileg fjölbreytni í því sem boðið er fram í Jólaþorpinu og menn virðast heldur afslappaðri þarna en maður á að venj-ast í verslunarmiðstöðvunum.“

Kirkjan leggur sitt af mörkumJón Helgi segir að Hafnarfjarðar-kirkja, eins og reyndar aðrar kirkjur í bænum, vilji gjarnan leggja sitt af mörkum til að þetta framtak geti heppnast sem allra best. Kórar kirkjunnar hafa tekið virkan þátt í tónlistarviðburðum í tengslum við Jólaþorpið og einnig eru margir tón-leikar í kirkjunni á aðventunni. Einn sunnudag í fyrra var opið hús fyrir þá sem vildu njóta kyrrðar kirkjunnar og var einnig leikið á orgel, lesinn ritningarlestur og bæn. Þá var boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu. „Þetta mæltist mjög vel fyrir og litu margir við hjá okkur enda er kirkjan í næsta nágrenni við Jólaþorpið. Ég geri ráð fyrir að við munum endur-taka þetta og við viljum gjarnan þróa aðkomu okkar að þessum viðburði enn frekar.“

Jón Helgi segir mannlífið á að-ventunni hafa breyst mikið undan-farna áratugi. Undirbúningur jólahá-tíðarinnar hafi færst framar og lengst um leið og hann hafi orðið líflegri og fjölbreyttari en áður. Fjölskrúðugt tónlistarlíf setji mark sitt á þennan tíma í sífellt ríkari mæli.„Ég er ekki

í hópi þeirra sem líta með hornauga á þessa miklu virkni í aðdraganda jólanna. Það er ekkert að því að fólk leggi sig fram við undirbúning hátíð-arinnar og þegar það er gert af kær-

leika og með áherslu á fjölskylduna og samveru samrýmist það ágætlega inntaki jólanna. Við þurfum hins vegar að muna eftir að taka frá tíma fyrir okkur sjálf og börnin og leitast við að eiga einnig samverustundir í kyrrð. Kirkjan er einmitt staður þar sem fólk getur komið og notið kyrrð-ar og á aðventunni eru guðsþjón-ustur oft ákveðin vin í allri ösinni og skarkalanum úti.“

Hafnarfjarðarkirkja 100 áraJón Helgi bendir á að boðskapur jólanna feli líka í sér að muna eftir þeim sem eiga erfitt og standa höllum fæti. „Það er gamalt þema á aðventunni að við tökum hlut af okkar veraldlegu gæðum og miðlum til þeirra sem eru þurfandi. Við erum svo lánsöm að í landinu eru mörg samtök sem hafa milligöngu um að koma slíkri aðstoð til skila. Þá þjón-ustu eigum við að nýta.“

Í ár eru 100 ár frá því Hafnar-fjarðarkirkja var vígð en það var 20. desember 1914. Sunnudaginn 21. desember kl. 11 verður sérstök afmælismessa þar sem biskup Ís-lands predikar. Afmælisins hefur verið minnst á árinu með ýmsum viðburðum og messum og nú er að

koma út 2ja binda ritverk um helgi-staði við Hafnarfjörð sem Gunn-laugur Haraldsson hefur tekið saman. Í fyrra bindinu er fjallað um tímann frá landnámi til 1914 þegar Hafnar-fjarðarkirkja var byggð og í síðara bindi er fjallað um tímann frá 1914 til þessa dags.

Jón Halldór Bjarnason gullsmíða-meistari rekur skartgripaverslunina Nonna gull við Strandgötu. Fyrir-tækið hét áður Gullsmíðaverkstæði Bjarna og Þórarins en það hóf starf-semi árið 1954 og er Jón Halldór sonur Bjarna Þorgeirs Bjarnasonar sem stofnaði fyrirtækið ásamt Þórarni Gunnarssyni. Jón Halldór festi kaup á fyrirtækinu árið 2000.

„Fyrirtækið var fyrst heildverslun

og handsmíðavinnustofa þar til ég festi kaup á því en þá hóf ég jafn-framt verslunarrekstur,“ segir Jón Halldór. „Við leggjum mikla áherslu á þjóðbúningasilfur sem við framleið-um sjálf svo sem víravirkismillur og steypt silfur á þjóðbúninga. Þetta er mikið af afsteypum sem unnar eru að öllu leyti hjá fyrirtækinu og oft eru þetta gömul mynstur og er sumt sótt á Þjóðminjasafnið en annað smíðað hérna hjá okkur.“

Lögð er áhersla á fleiri gripi sem tengja má við þjóðlegan arf og má þar nefna galdrastafi sem hafa verið framleiddir hjá fyrirtækinu í áratugi. Jón Halldór segir að galdrarúnir hafi verið sérstaklega vinsælar en þess má geta að galdrarúnirnar sem fram-leiddar eru hjá Nonna gull eru seldar í ferðamannaverslunum víða um land og hafa m.a. notið mikilla vinsælda hjá erlendum ferðamönnum.

Viðgerðir, gyllingar og letur-gröfturÚrvalið er mikið í versluninni og segir Jón Halldór að líkja megi henni við krambúð. „Hér er hægt að fá eiginlega allt sem vantar til tækifæris-gjafa.“

Burtséð frá þjóðbúningasilfri og galdrarúnum þá eru smíðaðir nú-tímalegri skartgripir úr silfri og gulli hjá fyrirtækinu: hálsmen, armbönd og hringir. Mikið úrval af herra- og dömuúrum fæst í versluninni svo sem frá Breil, Casio, Timex og Eichmueller. „Við erum nánast með allt það sem beðið er um.“

Gott úrval af skírnarvöru fæst hjá Nonna gull svo sem hnífapör, mynd-arammar og myndaalbúm. Fyrir utan vörurnar sem í boði eru má nefna ýmiss konar þjónustu svo sem við-gerðir, gyllingar, leturgröft auk þess sem gerð eru göt í eyru.

Mikið úrval af herra- og dömuúrum fæst í versluninni.

Í Nonna gulli er hægt að fá allt til jóla- og tækifærisgjafa.

Jón Halldór Bjarnason í Nonna gull. „Hér er hægt að fá eiginlega allt sem vantar til tækifærisgjafa.“

Nonni gull við Strandgötu

Þjóðbúningasilfur, galdrarúnir og nútímalegir skartgripir

Jón Helgi Þórarinsson prestur í Hafnarfjarðarkirkju segir að á aðventunni séu gott að koma og njóta kyrrðar í kirkjum landsins, mitt í allri ösinni og skarkal-anum úti.

Jólaþorpið er gott fram-tak sem eflir samkennd

Í ár er Hafnarfjarðarkirkja 100 ára.

Page 13: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014 | 13

„Allir vita að gott rúm getur verið gulls ígildi enda verjum við drjúgum hluta ævinnar í rúminu. Þess vegna teljum við svo mikilvægt að fólk velji dýnurnar af kostgæfni og fái okkur til að aðlaga þær að líkama hvers og eins. Þetta getum við vegna þess að við frtamleiðum dýnurnar sjálf hér í Hafnarfirðinum og okkar viðskipta-vinir njóta þess,“ segir Birna Katrín Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri RB-rúma að Dalshrauni 8 í Hafnar-firði.

Mjúk RB-rúm fyrir jólinVissulega framleiðir RB-rúm spring-dýnur fyrir alla landsmenn en segja má að Hafnarfjörður sé heimavöll-urinn enda hefur fyrirtækið alla tíð verið starfrækt í bænum eða allt frá stofnun þess fyrir liðlega 70 árum.

„Fyrirtækið hefur frá upphafi haft að markmiði að uppfylla þarfir við-skiptavina sinna ásamt því að vera í fararbroddi við þróun og framleiðslu springdýna. Við höfum framleitt og selt springdýnur og rúm til þúsunda ánægðra viðskiptavina um land allt í gegnum árin en auðvitað höfum við haft sérstaka ánægju af því að þjóna Hafnfirðingum sem ávallt hafa sýnt okkur mikla tryggð. Þeirra bíða mjúk RB-rúm fyrir jólin,“ segir Birna Katrín.

Jólakertin komin!Þótt rúm og dýnur séu uppistaðan í vöruvali RB-rúma er ýmislegt fleira að finna í versluninni að Dalshrauni 8 í Hafnarfirði. „Fyrir utan að bjóða upp á fjölbreytt úrval fylgihluta í svefnherbergin erum við nú með

sérstaklega spennandi smávörur að auki fyrir jólin. Jólakertin frá Yan-kee Candle eru nýkomin í hillurnar og eins og oft áður hjá okkur er að finna mikið úrval af vörum frá Esprit home. Þá vorum við að fá nýja send-ingu af vörum frá Scintilla, hand-klæði, kerti og sængurver og margt fleira,“ segir Birna Katrín.

Þess má geta að RB-rúm eru eina þjónustufyrirtækið hér á landi sem býður endurhönnun á springdýnum eftir áralanga notkun. Sú þjónusta hefur mælst vel fyrir enda óþarfi að henda góðri dýnu ef hægt er að gera hana sem nýja fyrir sanngjarnt verð.

Birna Katrín Ragnarsdóttir í RB-rúmum segist þjóna Hafnfirðinum af mikilli ánægju.

Úrval smávara til jólagjafa er að finna í RB-rúmum.

Heimavöllurinn er Hafnarfjörður

RB-rúm selur dýnur og rúm í miklu úrvali. RB dýnurnar eru sérsniðnar.

íslensk hönnun í gulli og silfri

Strandgötu 43Hafnar�rði

fridaskart.is

Page 14: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

14 | Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Ísfell er eitt öflugasta fyrirtæki á Ís-landi á sviði veiðarfæraþjónustu og sölu á útgerðarvörum, björgunar-vörum, bindivörum, hífilausnum og ýmsum rekstrarvörum. Fyrir-tækið var stofnað 1992 og flutti höfuðstöðvar sínar á Óseyrarbraut 28 í Hafnarfirði árið 2006. Þar eru skrifstofur fyrirtækisins, vöruhús og netaverkstæði. Um 60 manns starfa hjá Ísfelli í Hafnarfirði og á netaverk-stæðunum úti á landi.

„Við teljum okkur vera með góða umgjörð og góða staðsetningu fyrir starfsemina og auk þess einvala starfs-lið,“ segir Gunnar Skúlason, fram-kvæmdastjóri Ísfells.

Dótturfyrirtæki í KanadaMagnús Eyjólfsson, sölu- og mark-aðsstjóri Ísfells, bendir á að auk þess starfræki fyrirtækið sex önnur netaverkstæði undir heitinu Ísnet, þ.e.a.s í Þorlákshöfn, á Sauðárkróki, Húsavík, Akureyri, Ólafsfirði og í Vestmannaeyjum. Kjarnastarfsemi Ís-nets er þróun, uppsetning og viðhald fullbúinna veiðarfæra. Lögð er mikil áhersla á þjónustu í heimabyggð og framboð á öllum vörum Ísfells. Dótt-urfyrirtæki Ísfells er North Atlantic Marine Supplies and Services Inc. í St. John´s í Kanada. Þar er rekið mjög myndarlegt þjónustuver fyrir útgerðir skipa, sem veiða við austur-

strönd Kanada og undan Nýfundna-landi. Félagið er einnig með útibú í Halifax í Nova Scotia og í Port au Choix á vesturströnd Nýfundna-lands. Starfsmenn eru um 30 á þess-um þremur stöðum.

Aukin umsvif framundan við Hafnarfjarðarhöfn„Upphaflega þjónustuðum við ein-göngu sjávarútveginn en síðustu tíu árin hefur þjónusta við annan iðnað aukist hröðum skrefum. Við seljum mikið af hífibúnaði til flutningaaðila og álvera og einnig fallvarnabúnað. Sjó- og vinnufatnaður er líka stór hluti af okkar vöruframboði. Nú síð-ast var að bætast við vöruframboðið snjókeðjur framleiddar í Noregi sem henta dráttarvélum, vörubílum og rútum. Við erum vel í stakk búnir til að þjónusta allan iðnað í landinu,“ segir Gunnar.

Mjög hefur dregið úr útgerð í Hafnarfirði síðustu ár. Nú stefnir í að umsýsla í höfninni aukist verulega eftir áramót þegar framkvæmdir hefj-ast við nýja 10.000 fermetra frysti-geymslu við höfnina á vegum Eim-skips. Því fylgja mörg tækifæri til framtíðar með aukinni umferð skipa um höfnina, að mati stjórnenda Ís-fells.

Tíu manns starfa í söludeild Ís-fells sem skipt er niður í þrjár deildir,

þ.e. togveiðideild, línu-, þorskanets- og beitudeild og loks þriðju deildina fyrir björgunarvörur og rekstrarvörur, þ.e. pökkunarlausnir, hífibúnað, snjó-keðjur, fatnað og fleira. Sérhæfing er í hverri deild og fær viðskiptavinurinn sérhæfða þjónustu í hverri deild fyrir sig. Á þessu ári hefur Ísfell einnig aukið verulega sölu á bindivélum, plaststrekkifilmuvélum og skyldum vörum. Viðskiptavinirnir eru vöru-hótel í landinu, gosdrykkjaframleið-endur, fiskvinnslur og fleiri aðilar.

Þjónusta við byggingariðnaðinn er fyrirtæki eins og Ísfelli mikilvæg. Umsvif í byggingariðnaði fara vax-andi og segir Magnús að Ísfell ætli sér að vera með í þeirri uppbygg-ingu sem framundan er með breiðu vöruúrvali og þjónustu til bygginga-verktaka.

Alþjóðleg vottun„Í tengslum við hífibúnað veitum við þjónustu sem er einstæð hér á landi og felst í því að við höfum réttindi til að votta búnaðinn og tökum að okkur eftirlit með búnaðinum fyrir fyrirtækin. Við höfum réttindi til al-þjóðlegrar vottunar og höfum t.a.m. vottað búnað fyrir Jarðboranir sem fer út um allan heim. Við höfum lagt mikla áherslu á þjálfun starfsmanna okkur á þessu sviði. Við höfum einnig tekið að okkur námskeiðahald í notkun hífibúnaðar og fallvarnar-

búnaðar fyrir fyrirtæki. Í fyrra héld-um við til dæmis námskeið í öllum starfsstöðvum Landsvirkjunar,“ segir Magnús.

Ísfell er í viðskiptum við fjöl-marga erlenda birgja. Þar má nefna víraframleiðandann Bridon í Eng-landi, hleraframleiðandann Morgére, breska keðju- og lásaframleiðandann Crosby, alþjóðafyrirtækið Cyklop sem sérhæfir sig á sviði pökkunar-lausna og svona má lengi telja. Neta-vörurnar koma að stærstum hluta frá Asíu en þungavörurnar koma að mestu frá evrópskum framleiðend-um.

„Við erum með nánast allt frá a-ö fyrir sjávarútveginn, allt sem tengist veiðarfærum, fatnað, hnífa og rekstrarvörur. Ísfell er því eins og ein stoppistöð fyrir útgerðarmann-inn. Hann þarf ekki að leita víðar. En okkar aðalsmerki er mjög hæft starfsfólk með mikla reynslu. Ég get nánast fullyrt að viðskiptavinurinn fær góða þjónustu hjá Ísfelli. Við erum stoltir af vöruframboðinu og starfseminni um allt land.“

Lögð hefur verið vinna undan-farin í heimasíðu Ísfells. Þar eru fluttar stuttar fréttir af starfseminni og vörulisti fyrirtækisins birtur á að-gengilegan hátt.

Magnús Eyjólfsson, sölu- og markaðsstjóri, og Gunnar Skúlason, framkvæmdastjóri Ísfells.

Höfuðstöðvar Ísfells eru í 3.650 fermetra húsnæði á Óseyrarbraut í Hafnarfirði.

Öryggisbúnaður og snjókeðjur er með-al vöruliða sem í boði eru hjá Ísfell.

Ísfell starfrækir sjö netaverkstæði víða um land undir heitinu Ísnet.

Þjónusta við sjávar-útveginn er kjarna-starfsemin

Jólagjöfinhanda elskunni þinni!

Nærfatnaður í öllum stærðumNáttsloppar fyrir dömur og herra

Mikið úrval og góð þjónusta

Strandgötu 33, Hafnarfirði / Sími 555 0070

Page 15: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014 | 15

Yfir 200 manns búa á Hrafnistu í Hafnarfirði og segir Árdís Hulda Eirkísdóttir forstöðumaður að lögð sé áhersla á heimilislegt og hlýlegt heimili í aðdraganda jólanna og um hátíðarnar, eins og reyndar alltaf á Hrafnistu. Hún segir að þeir sem eru í dagdvöl eða búi í þjónustuíbúðum í kring nýti sér gjarnan þá þjónustu og þá dagskrá sem boðið er upp á.

Hefðbundinn jólaundirbúningur„Jólaundirbúningurinn er eins og á venjulegum heimilum og reynum við að aðstoða heimilisfólk í undir-búningnum. Við erum með mikið af alls kyns uppákomum í desember og er þakkarvert hvað fólk er duglegt að hafa samband og bjóðast til að koma fram svo sem hvað varðar kóra, annan söng og upplestur. Það má segja að eitthvað sé um að vera hvern einasta dag í desember. Við setjum í raun og veru upp dagskrá og geta heimilismenn tekið þátt í því sem þeir hafa áhuga á.“

Piparkökubakstur er á meðal þess sem boðið er upp á og segir Árdís að hann veki jafnan mikla lukku. Boðið er upp á konfekt og sérrí á meðan á bakstrinum stendur og eru svo góm-sætar piparkökurnar borðaðar að bakstri loknum. Að sjálfsögðu hlusta heimilismenn á jólalög þennan dag.

Sérrí og sund„Við bjóðum einnig upp á sérrís-und en þá fara þeir heimilismenn og starfsmenn sem það vilja ofan í sundlaugina á Hrafnistu þar sem er búið að koma fyrir fjöldanum öllum af kertaljósum og þekktir tónlistar-menn spila og syngja. Korkbakki með sérrístaupum á flýtur í lauginni þar sem fólk er í sundfötum og með jólasveinahúfu. Þetta er afskaplega hátíðleg og skemmtileg stund og er orðin mikil hefð fyrir þessu.“

Jólaskrautið er að sjálfsögðu sett upp í desember og jólalög spiluð. Þá aðstoða starfsmenn heimilismenn sem þess óska að pakka inn jólagjöf-um.

Einnig má nefna að farið er í jóla-ljósaferð, þá er keyrt um í rútu og fal-legar jólaskreytingar á höfuðborgar-svæðinu skoðaðar, boðið er upp á verslunarferð í Kringluna og svo er haldin jólakortasamkeppni á milli Hrafnistuheimilanna. Íbúar sem vilja taka þátt teikna eða mála jólamynd og sú mynd sem vinnur er prentuð á kort sem er gefin eru út af Hrafnistu-heimilunum.

PiparkökulyktinÁrdís segir að það skipti máli í svart-asta skammdeginu að svona mikið sé um að vera. „Konurnar sérstaklega voru vanar því að baka fyrir jólin og fá piparkökulykt í húsin, allt svona skiptir miklu máli. Svo myndast stemning í tengslum við það að gera eitthvað skemmtilegt saman. Það er

líka svo ómetanlegt. Við starfsmenn-irnir erum auk þess heppnir að fá líka að taka þátt. Það léttir lundina í vinnunni auk þess sem við erum ánægð þegar við sjáum að heimils-mönnum okkar líður vel. Þá finnst manni við vera að gera rétt. Þá finnst okkur mikilvægt að aðstandendur heimilismanna heimsæki þá og taki þátt í því sem heimilið hefur upp á að bjóða ekki síst í jólamánuðinum.“

Árdís Hulda Eiríksdóttir. „Það má segja að eitthvað sé um að vera hvern einasta dag í desember.“

Fyrir jólin er boðið upp á sérrísund á Hrafnistu þar sem fólk bætir jóla-sveinahúfu við sundfötin.

Piparkökubakstur er ómissandi þáttur í undirbúningi jóla á Hrafnistu.

Heimilislegt og hlýlegt á Hrafnistu

Page 16: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

16 | Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

„Bæjarbíó verði hjartaðí iðandi menningarlífi Hafnarfjarðar“Hafnarfjörður hefur um langt árabil skapað sér nafn sem menningar-samfélag, þar sem leiklist, tónlist og myndlist hefur staðið í blóma. Hafnfirðingar búa að hinni glæsilegu menningarmiðstöð Hafnarborg, auk þess sem þar hafa sprottið upp virkir og hugmyndaríkir einstaklingar og lista- og leikhópar sem auðgað hafa mannlífið. Eitt nýjasta afsprengið á þeim vettvangi er Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar sem stofnað var fyrr á árinu og hefur m.a. tekið að sér að reka Bæjarbíó að Strandgötu 6 núna í vetur með það að markmiði að auðga menningarlíf bæjarinns með öflugri starfsemi í húsinu.

MLH í traustum höndumKristinn Sæmundsson hefur í dag að mestu tekið að sér starfsemi félags-ins. Flestir þekkja hann kannski betur sem Kidda Kanínu eða Kidda í Hljómalind. Hann brosir þegar hann er spurður hvernig standi á því að starfsemi félagsins hafi meira og minna færst á hans herðar. „Æ, þetta er bara svona. Ein er flutt úr Hafnar-firði og aðrir sem komu að stofnun félagsins hafa bara miklu meira en nóg á sinni könnu. Það hefur eigin-lega gerst meira og minna af sjálfu sér að starfsemin hefur færst yfir til mín, ég er svo hrikalega meðvirkur og á svo erfitt með að segja nei,“ segir hann og hlær.

Blómstrandi BæjarbíóÍ Bæjarbíói hafa farið fram fjöl-margir skemtilegir viðburðir undir hatti félagsins. Þar má nefna fyrstu tónleika Björgvins Halldórssonar í Hafnarfirði, Prins Póló, Bjartmar Guðlaugs, ADHD, Todmobile og fleiri hafa komið fram á frábærum tónleikum, þar sem svo auðvelt er að skapa ómótstæðilega stemningu og nánd í einum besta tónleikasal á höfuðborgarsvæðinu.

Í Bæjarbíói hefur einnig hefur verið boðið upp á uppistand og kvik-myndasýningar, barnaskemmtanir og jafnvel tískusýningar og brúðkaup. Þar er starfandi Jazzklúbbur Hafnar-fjarðar sem býður upp á fjölbreytt úrval af heimsklassa jazz, m.a. frá Færeyjum, Danmörku, Hollandi og að sjálfsögðu Íslandi. Von er á heim-sóknum víðar að. Bæjarbíó er farið að iða af mannlífi aftur eftir frekar langa lægð. Og veislan er bara rétt að byrja.

Viðburðir og samvinnaMenningar- og listafélag Hafnar-fjarðar varð til vegna sameiginlegs

áhuga stofnendanna á því að vilja sjá Hafnarfjarðarbæ lifna við og dafna í takt við öflugt og lifandi menningar-líf í bænum. Félagið hefur staðið fyrir ýmsum viðburðum á eigin vegum en hefur einnig orðið vettvangur upp-lýsinga og ráðgjafar til að auðvelda listamönnum að koma með viðburði til bæjarins.

„Markmiðið er að Bæjarbíó verði hjartað í iðandi menningarlífi Hafn-arfjarðar,“ segir Kristinn. Ætlunin er að virkja sem flest hús og mannvirki í bænum sem henta til menningarvið-burða og bjóða fram krafta til skipu-lagningar á viðburðum á vegum bæj-arins og sjálfstæðra aðila sem hyggjast vera með viðburði í bæjarfélaginu. Þetta hefur gengið eftir því fram til þessa hefur verið efnt til tónleika í allt að 30 til 40 mismunandi stöðum í bænum. Á meðal verkefna má nefna Heimahátíðina, Færeyskan febrúar, Draugabæinn Hafnarfjörð og fleira.

Gaflarinn hrikalega opinnKristinn, sem var mjög áberandi í tónlistarlífinu um 20 ára skeið, dró sig út úr hringiðu tónleikahalds og verslunarreksturs og venti sínu kvæði í kross. Sneri sér að garðyrkju og blómaskreytingum. Í kjölfar vinnu-slyss ákvað hann að snúa sér aftur að fyrri iðju, þ.e. tónlist og tónleika-haldi. Hann flutti til Hafnarfjarðar í fyrra og segir það hafa breytt lífi sínu. Hann segir Hafnarfjörð hafi tekið vel á móti sér og að þar sé mikið af listaspírum sem gaman sé að grafa upp og starfa með. „Gaflarinn er svo hrikalega opinn og nýjungagjarn og hér er allt löðrandi í skapandi tæki-færum og fólki sem er til í að leggja eitthvað til málanna og vera með,“ segir Kristinn.

„Ég hef reyndar alltaf haft sterkar taugar til Hafnarfjarðar og hér er ein-staklega skemmtilegur bæjarbragur. Hér er mjög auðugt lista- og menn-

ingarlíf og margvísleg tækifæri fyrir félag eins og Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar,“ segir Kristinn og bendir á að margt sé á döfinni í Firð-inum sem ætti að kæta heimamenn

og aðra þá sem vilja leggja leið sína til bæjarins, m.a. til að njóta þess sem er í boði í Bæjarbíó á vegum Menningar og listafélags Hafnarfjarðar núna fram að jólum.

„Við höfum rekið Gló hér í Hafnar-borg í tvö ár og það hefur gengið mjög vel. Hafnfirðingar hafa tekið okkur opnum örmum og það er greinilega mikil heilsuvakning í gangi í bænum. Þannig hafa til dæmis Haukarnir verið duglegir að nýta sér okkar þjónustu,“ segir Elías Guð-mundsson, framkvæmdastjóri hjá Gló.

Hann segir að bærinn hafi á sín-um tíma lagt fast að þeim að koma með Gló veitingastað í Hafnarborg og þau sjái ekki eftir því að hafa slegið til. Húsnæðið sé einstaklega fallegt og skemmtilegt með stórum bogadregnum gluggum sem minni helst á hús á Ítalíu. Húsnæðið henti þeim líka vel því það sé hvort tveggja í senn; í mikilli nálægð við safnið en líka algjörlega aðskilið frá því, þannig að þau eru ekki háð safninu með opnunartíma.

Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði sem allir bjóða samskonar matseðla. Auk Hafnarborgar rekur Gló veit-ingastaði á Laugaveginum og við Engjateig í Reykjavík. Elías segir Gló eiga sér stóran hóp fastagesta sem sækist eftir góðum grænmetis- og hráfæðisréttum á sanngjörnu verði. „Í þessum hópi er meðal annars fólk með alls konar fæðuóþol eða fólk hefur valið að fara yfir í hollustufæði.

Fyrir þennan hóp eru okkar staðir nánast þeir einu sem fólk getur geng-ið að því vísu að fá mat við hæfi.“

Grænmetisborgarinn sló í gegnElías segir að Gló veitingastaðirnir bjóði alltaf upp á fjóra rétti dagsins. hráfæðisrétt, grænmetisrétt, kjúk-lingarétt og súpu dagsins. Síðan er úrval af kökum bæði lífrænum og hráfæðiskökum en einnig hefð-bundnari elduðum kökum. Aðspurð-ur um vinsælasta réttin segir Elías að í dag sé það grænmetisborgarinn.

„Ég er búinn að vera í þessum bransa í 12 ár og ég hef aldrei séð einn rétt slá jafn rækilega í gegn á jafn stuttum tíma og grænmetisborgarinn gerði. Í sjálfu sér á það ekki að koma á óvart því hann er óhugnanlega góður. Það er snilligáfu Sollu að þakka að hann er eiginlega betri en alvöru hamborg-ari.“ Hér talar Elías um eiginkonu sína Sollu, eða Sólveigu Eiríksdóttur matarhönnuð, eiganda Gló veitinga-húsanna, en hún hefur verið frum-kvöðull á sviði hollustu og matar-gerðar um margra ára skeið. Þau

Elías reka einnig saman vörulínuna Himneskt sem eru mest seldu lífrænu vörurnar á Íslandi í dag.

Lífrænar vörur á viðráðanlegu verðiElías segir Sollu vera höfund græn-metis- og hráfæðisréttanna en Eyþór Rúnarsson, einn af bestu matreiðslu-mönnum Íslands, var fenginn til að sjá um kjúklingarétti og aðra eldaða rétti sem boðið er upp á á Gló stöð-unum. Hann segir að með auknum vinsældum veitingastaðanna hafi veltan aukist sem hafi gert þeim kleift að ná fram meiri hagkvæmni í inn-kaupum og rekstri og þannig hafi verið hægt að halda verðinu í skefjum þrátt fyrir að aukin gæði. „Það hefur alltaf verið hugsjón okkar Sollu að bjóða lífrænar gæðavörur á viðráðan-legu verði. Það á bæði við um veit-ingahúsin og Himnesku vörulínuna. Þetta hefur okkur tekist það vel að verð á lífrænum vörum á Íslandi er í dag algjört grín, samanborið við það sem gerist erlendis,“ segir Elías Guð-mundsson.

Hafnfirðingar tóku Gló opnum örmum

Það er í mörg horn að líta hjá Kristni Sæmundssyni þegar kemur að skipulagn-ingu viðburða í Hafnarfirði. Heimilið er í hlutverki skrifstofu ef því er að skipta.

„Það hefur alltaf verið hugsjón okkar Sollu að bjóða lífrænar gæðavörur á viðráðanlegu verði,“ segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Gló.

Úr veitingastaðnum Gló í Hafnarborg.Helstu viðburðir í Bæjarbíói á næstunni28. nóvember kl. 21: Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar29. nóvember kl. 21: Páll Rósinkrans og Margrét Eir6. desember kl. 15: Pollapönk – fjölskyldutónleikar7. desember kl. 15: Einar Mikael og töfrahetjurnar12. desember kl. 21: Laddi - allt það besta 13. desember kl. 15: Frostgestir - Eiríkur Fjalar tekur á móti

góðum Frostgestum. 14. desember kl. 15: Frostgestir - Eiríkur Fjalar tekur á móti

góðum Frostgestum. 15. desember kl. 17 og 21: KK og Ellen - jólatónleikar (Uppselt á báða

tónleikana!)23. desember kl. 23: Þorláksmessutónleikar (Nánar auglýst síðar)

Miðasala á flesta viðburði er á midi.is og nánari upplýsingar er að fá á www.mlh.is og á Facebooksíðu Bæjarbíós og Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar. Sími 860 0631.

Page 17: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014 | 17

Page 18: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

18 | Hafnarfjörður – Velkomin í Jólaþorpið!

Guðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi.

Guðlaug Kristjánsdóttir, Bjartri framtíð

Kalkúnn með ávaxta-fyllingu Uppskriftin að þessum kalkún segir Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar, að sé komin frá tengdafólki sínu. „Við vorum að leita að uppskrift sem innihéldi ekki lauk og þessi varð fyrir valinu,“ segir Guðlaug og er alsæl með hátíðlegan jólarétt fjölskyldunnar sem hún segir að sé fyrirhafnarlítil eldamennska að dýr-indisrétti og það þykir henni vera mikill kostur.

„Fyllingin í kalkúnann eru ferskir niður-skornir ávextir og döðlur. Ég nota oftast an-anas, perur, epli, kíví, appelsínur eða bara það sem hugurinn girnist hverju sinni. Allt skorið í bita og döðlurnar líka. Öllu blandað saman og sett inn í fuglinn. Ég nudda smjöri gjarnan innan og utan á fuglinn. Svo þek ég fuglinn með beikoni og þá er hann klár í ofninn. Það er engin þörf á að ausa eða sprauta meðan á steik-ingu stendur. Þetta er mjög fyrirhafnarlítil elda-mennska. Með þessu ber ég fram soðnar stapp-aðar sætkartöflur og sósu sem ég laga úr soðinu. Ávaxta- og rjómasalat er líka ómissandi, hvort sem það eru niðurskorin epli eða ávextir úr dós með þeyttum rjóma og súkkulaðispæni.“

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir Vinstri grænum

Heit berja-bomba með ís„Þessi eftirréttur er uppáhald allra í fjölskyld-unni,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti Vinstri grænna. „Mamma mín fann þessa uppskrift í einhverju jólablaðinu fyrir mörgum árum síðan og hefur þessi eftirréttur orðið að ómissandi hluta af jólunum hjá okkur í fjölskyldunni. Berjabomban er hituð í ofni og borin fram heit með ís að eigin vali. Upp-skriftin er svona:

1 poki af makkarónukökum2–3 öskjur af ferskum jarðarberjum2–3 öskjur af ferskum bláberjum (önnur ber ganga líka)300 g af því súkkulaði sem manni finnst best

Myljið makkarónurnar og dreifið mylsnunni þannig að hún þeki botninn á eldföstu móti. Hreinsið berin, skerið jarðarberin í tvennt og blandið jafnt yfir makkarónurnar. Brytjið súkk-ulaðið niður og dreifið yfir berin.

Stillið ofninn á 180°C, látið berjabombuna inn í heitan ofninn og bíðið þar til að súkkul-aðið er orðið bráðið. Þá er rétturinn tilbúinn. Þetta getur hvorki verið einfaldara né betra. Njótið!“

Jólaréttur bæjarfulltrúans

Jólakalkúnn Guðlaugar er býsna girnilegur á að líta. Berjabomba er í uppáhaldi hjá fjölskyldu Guðrúnar Ágústu.

Page 19: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Hafnarfjörður – Velkomin í Jólaþorpið! | 19

Gunnar Axel Axelsson, Samfylkingunni

Andalifrar-mús„Auðvitað eru ýmsir réttir sem tengjast jólunum í mínum huga en þessi er í sérstöku uppáhaldi,“ segir Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylk-ingarinnar.

„Uppskriftina notaði ég fyrst fyrir mjög mörgum árum. Síðan hef ég útbúið hana allavega einu sinni á ári, þ.e. fyrir hver jól. Hún nýtur mikillar hylli á heimilinu, ekki síst hjá fjögurra ára dóttur minni sem kallar hana „pabbakæfu“.

Músin virkar vel sem forréttur og er kjörin sem slík en líka, og alls ekkert síður, sem smá-réttur. Í grunninn er notuð kjúklingalifur sem oft er hægt að fá frosna í verslunum, t.d. í Fjarðarkaupum. Andalifur eða gæsalifur er hægt að nota á móti kjúklingalifrinni í helmings hlutföllum ef vill.

Ég ber músina alltaf fram með ristuðu brauði, rifsberjasultu og helst fersku tímíani. Þegar þannig stendur á bæti ég líka góðu rauð-víni við. Uppskriftin er svona:

300 g andalifur (má nota kjúklingalifur)10 g salt1 cl sherry/portvín2 cl koníakmarjoramtímíanpipar250 g brætt smjör1 egg

Lifrin er snyrt og snöggsteikt á pönnu, krydduð og koníaki og sherríi bætt út í. Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel ásamt smjörinu og egginu. Síðan er kæfan bökuð í vatnsbaði við 150°C í u.þ.b. 15-20 mínútur. Ég baka músina í þar til gerðu ílöngu álformi en hægt er að nota ýmislegt, t.d. niðursuðukrukkur.“

Rósa Guðbjartsdóttir, Sjálfstæðisflokki

Laxarós á kartöflu „Það leikur enginn vafi á því hvaða réttur er orðinn mesti uppáhaldsréttur fjölskyldunnar á jólunum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Það er Laxarós á kartöflu sem við höfum jafnan í forrétt, annaðhvort á aðfangadag eða á gamlárskvöld, eða bjóðum upp á sem smárétt einhvern hátíðisdaginn. Uppskrift að henni er að finna í bókinni minni Eldað af lífi og sál sem kom út fyrir nokkrum árum. Laxarósin er sérlega falleg á diski, afar einföld í undirbúningi og mjög ljúffeng. Upp-skriftin fyrir fjóra er svona:

1 stór kartafla200 g reyktur laxsaltsítrónusafi1 dós sýrður rjómi eða 2 dl grísk jógúrt2 skalotlaukar, smátt saxaðir2 tsk. wasabi japanskt piparrótarmauk eða 1 tsk. fersk piparrót4 tsk. silungahrogndill til skrauts

Sneiðið kartöfluna í um 1 cm þykkar sneiðar og sjóðið í 10-15 mínútur. Takið hana síðan úr pottinum og látið kólna. Saltið kartöflu-sneiðarnar og penslið með sítrónusafa. Hrærið saman sýrðan rjóma, skalotlauk og piparrótar-mauk. Skerið laxinn í sneiðar og setjið á fjórar kartöflusneiðar. Skiptið síðan piparrótarsósunni á sneiðarnar og setjið 1 tsk. af hrognum ofan á hverja og eina. Skreytið með fersku dilli.“

Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi.

Jólaréttur bæjarfulltrúans

Andalifrarmúsin hans Gunnars Axels. Laxarós á kartöflu er gómsætur forréttur hjá Rósu og fjölskyldu.

Page 20: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

20 | Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Sigurbjörg Karlsdóttir hefur frá árinu 2001 boðið upp á spennandi göngu-ferðir um Hafnarfjörð þar sem hún segir frá álfum og huldufólki; hvar þessar verur halda sig í bænum auk þess að segja sögur í tengslum við álfa og huldufólk. Sumarmánuðina eru fastar ferðir á þriðjudögum og föstu-dögum auk þess sem boðið er upp á sérferðir fyrir hópa stóra og smáa á öðrum tíma.

Huliðsheimar Hafnarfjarðar„Ég hitti fólk við Strandgötu þar sem það fær í hendurnar kortið Huliðs-heimar Hafnarfjarðar sem ferðamála-nefnd bæjarins lét útbúa á sínum tíma í samvinnu við Erlu Stefánd-óttur sjáanda. Oftast er gengið upp Merkurgötu og upp í Hellisgötu og þaðan inn í garðinn Hellisgerði sem státar af fallegum hraunmyndunum og hafa nokkrir gestir sagst hafa séð álfa og huldufólk þar. Þá er gengið eftir Austurgötu og að hamrinum. Stundum er farið upp á hamarinn sem er sagður vera náttúrvætti og

honum tengjast sögur um álfa og huldufólk.“

Sigurbjörg segir að mikið sé til af skráðum sögum sem tengjast þessari leið auk munnmælasagna. „Göng-urnar taka um einn og hálfan tíma og fræði ég fólk um ýmsan þjóðlegan fróðleik auk þess sem saga Hafnar-fjarðar tvinnast inn í þetta og stopp-um við m.a. við Sívertsenshús, Pakk-húsið og Siggubæ.“

Sumir sjá álfanaSigurbjörg segir frá gömlum þjóð-sögum um hegðun álfanna og huldu-fólks í kringum jól og áramót sem fólk hefur gaman að heyra. „Til eru sögur um álfareið á nýársnótt en sagt er að álfar flytji þá búferlum og komi við á bæjum. Bæir voru því sópaðir hátt og lágt og húsfreyjan gekk svo um bæinn sagði:

Komi þeir sem koma viljaveri þeir sem vera viljafari þeir sem fara viljamér og mínum að meinalausu.

Sumir sjá og skynja meira heldur en aðrir og í gegnum árin hafa nokkrir erlendir gestir sagst hafa séð verur á ferð sinni um Ísland. Sumir sjá verur í sínum heimalöndum en þeir hafa sagt að þar geti þeir talað við fáa um það. Þeir eru ánægðir að hér á landi er hægt að tala opinskátt

um þetta við alla. Þetta fólk hefur lýst álfum nokkurn veginn eins og myndir af þeim gefa til kynna að þeir líti út.“

Mikið af skemmtilegu fólkiSigurbjörg segist hafa lært mikið af þessu starfi. „Ég hef hitt mikið af

skemmtilegu fólki sem hefur virki-legan áhuga á að kynna sér eitthvað sérstakt sem tengist menningu Ís-lendinga. Einnig hef ég kynnst sagna-menningu annarra þjóða og verið boðið á sagnahátíðir erlendis þar sem ég segi sögur af íslenskum álfum, huldufólki og ýmsu fleiru.“

Sigurbjörg Karlsdóttir. „Göngurnar taka um einn og hálfan tíma færi ég fólki ýmsan þjóðlegan fróðleik auk þess sem saga Hafnarfjarðar tvinnast inn í þetta og stoppum við m.a. við Sívertsenshús, Pakkhúsið og Siggubæ.“

Sumir sjá og skynja meira heldur en aðrir og í gegnum árin hafa nokkrir erlendir gestir sagst hafa séð verur á ferð sinni um Ísland.

Á slóðum álfa og huldufólks

„Þótt útlendingar séu stærstur hluti gesta Hótels Hafnarfjarðar þá eru Ís-lendingar líka tíðir gestir hér, sérstak-lega á veturna utan háannatímans. Það er til dæmis vinsælt hjá þeim sem eru á leið úr landi að gista hér nóttina áður og geyma síðan bílinn hjá okkur á meðan þeir eru í burtu. Héðan er talsvert styttra að fara út á flugvöll en úr miðborginni og frá hótelinu okkar eru góðar samgöngur við Keflavíkurflugvöll með flugrút-unni sem stoppar hér,“ segir Haukur Birgisson framkvæmda- og hótelstjóri Hótels Hafnarfjarðar.

Fallegur rauður turnHótel Hafnarfjörður er við Reykja-víkurveg 72 í næsta nágrenni við Actavis og er auðvelt að finna það því hluti hótelsins er fallegur rauður turn sem nú þegar er orðinn að kennileiti sem blasir við áður en ekið er inn í bæinn.

Hótel Hafnarfjörður er heilsárs-hótel með 71 herbergi yfir vetrartím-ann með 160 rúmum, en á sumrin bætast við 22 herbergi með 40 rúm-um í nálægu húsi hinum megin við götuna, þannig að fullbókað getur hótelið tekið á móti 200 gestum. Haukur segir hótelið hafa þá sér-stöðu að geta boðið mjög fjölbreyttar stærðir herbergja og geta allt að 4-6 gist í stærstu herbergjunum. Þetta segir hann að henti mjög vel fyrir stærri hópa og því hafi íþróttahreyf-ingin verið dugleg að nýta sér þessa aðstöðu á veturna.

Við finnum að erlendum ferða-mönnum líkar vel við staðsetningu Hótels Hafnarfjarðar hér á jaðri höfuðborgarsvæðisins. Þeir líta á það sem kost að vera aðeins fyrir utan hringiðuna og mesta túristaflauminn í miðborg Reykjavíkur en taka frekar bíl eða strætó inn í miðborgina þegar þeir vilja fara þangað.

Certificate of Excellence frá TripadvisorHótel Hafnarfjörður skilgreinir sig sem 3ja stjörnu hótel sem býður alla hefðbundna þjónustu. „Við erum stolt af því að Tripadvisor setur okkur í 16. sæti yfir hótelin á höfuð-borgarsvæðinu í samanburði við 50 til 60 önnur hótel. Við fengum Cer-tificate of Excellence frá Tripadvisor þar sem meðal annars er lagt mat á staðsetningu, viðmót starfsfólks, her-bergin og alla aðstöðu á hótelinu,“ segir Haukur og bendir á að þetta sé hægt að skoða á heimasíðu hótelsins hhotel.is

Hótel Hafnarfjörður er með samstarf við fyrirtækið Matbæ sem rekur alla veitingaþjónustu hótels-ins og býður meðal annars upp á hádegisverðarhlaðborð í Bakhúsinu fyrir gesti og gangandi. „Hlaðborðið þeirra hefur mælst mjög vel fyrir, ekki bara hjá gestum hótelsins heldur líka hjá Hafnfirðingum og fólki sem vinnur í fyrirtækjum í nágrenninu sem finnst gott að koma í hingað í hádeginu. Þar ræður ríkjum Odd-steinn Gíslason veitingamaður sem er mörgum að góðu kunnur,“ segir Haukur Birgisson hótelstjóri.

Hótel Hafnarfjörður stendur við Reykjavíkurveg og er auðvelt að finna það því fagur rauður turn þess er kennileiti sem blasir við þegar ekið er inn í bæinn.

Hótel Hafnarfjörður

Vinsæll kostur á jaðri höfuðborgarsvæðisins

Allar gerðir bindivélaStrekkifilmur, plast- og stálbönd

www.isfell.is

Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19• Ísnet Húsavík - Barðahúsi• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi• Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1• Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • [email protected]

Page 21: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014 | 21

Annríki býður upp á fjölbreytt úr-val námskeiða tengdum íslensku þjóðbúningunum. Þar var nýlega þróuð handverkslína sem kallast Blómstranna móðir sem er sérstök að því leyti að hún er byggð á gömlu handverki formæðranna; um er að ræða útsaumuð stykki og eru notaðar sömu aðferðir eins og í gömlu fald-búningunum.

„Ekki ætla allar konur að sauma sér faldbúning en þær eru hins vegar margar sem hafa mikinn áhuga á þessu handverki. Mig hefur lengi langað til að búa til einhver hand-verksstykki sem fólk gæti notið sín við að vinna við,“ segir Guð-rún Hildur Rosenkjær klæðskeri. „Við jurtalitum garnið þannig að hráefnið er nákvæmlega eins og það var í gömlu faldbúningunum. Hug-myndin er að fólk geti svo notað handverksstykkin eins og það vill; ég hef t.d. notað þau í púða og töskur og svo rammaði ég eitt inn.“ Um tvö mynstur er að ræða og er von á fleiri mynstrum. Möguleiki er að bjóða upp á kvöldnámskeið í þessum útsaumi sem gæti hentað fyrir minni hópa.

Annríki býður einnig upp á faldbúningsnámskeið og skautbún-ingsnámskeið sem taka þrjú ár en þá mætir fólk í lotum. Mikil heima-vinna fylgir þeim námskeiðum. „Fólk fær notið sín í fjölbreyttu handverki sem var við það að hverfa eins og t.d. allur þessi útsaumur og knipl.“

Einnig er boðið upp á námskeið í tóvinnu sem tengist því hvernig ís-lenska ullinn er uppbyggð og hvernig hægt er að vinna úr henni. „Ullin er svo mikilvæg þegar kemur að faldbúningnum því allur fatnaður á þessum tíma var unninn úr ull.“

Formleg útskriftHefðbundin búninganámskeið eru í boði hjá Annríki sem taka að jafnaði 11 vikur. „Fólk saumar þá upphlut, peysuföt, herrabúning eða barnabún-ing. Sífellt fleiri fara á þessi námskeið og höfum við útskrifað um 50 manns á ári.“ Útskrift er haldin í lok hverrar annar þar sem nemendur af öllum námskeiðum koma saman og fá af-hent skjal þess efnis.

„Við munum eins og tvö undan-farin ár taka þátt í hátíðarmessu í Hafnarfjarðarkirkju þar sem nokkrir nemendur mínir taka þátt í messu-haldinu fyrsta sunnudag í aðventu en þá mæta bæði þeir sem eru að útskrifast sem og fyrrverandi nem-

endur í þjóðbúningum sem þeir hafa saumað. Farið er í Gúttó að athöfn lokinni þar sem sjálf útskriftin er og

koma þangað vinir og vandamenn og gleðjast saman.“

Annríki

Fjölbreytt úrval nám-skeiða tengdum íslensku þjóðbúningunum

Hjónin Guðrún Hildur Rosenkjær og Ásmundur Kristjánsson.

Nemendur Annríkis taka þátt í hátíðarmessu í Hafnarfjarðarkirkju fyrsta sunnu-dag í aðventu.

Heiðarleiki - Framsýni - MetnaðurMeð heiðarleika, framsýni og metnað að vopni ætlar fyrirtækið sér enn stærri hluti í framleiðsluorku á umhverfisvænan hátt samfélaginu til hagsbóta.

-

Aukin verðmæti í AuðlindagarðiHS Orka á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir, Orkuverið í Svartsengi og Reykjanesvirkjun.Virkjanirnar eru grundvöllur Auðlindagarðs hvar markmiðið er virðing fyrir umhverfinu, fjölnýtingauðlindarinnar og að ekkert fari til spillis. Stolt Sea Farm, CRI, fiskþurrkanir á Reykjanesi og ekkisíst Bláa Lónið, auk fleiri fyrirtækja byggja starfsemi sína á virkjunum HS Orku.Í Auðlindagarðinum hafa skapast fjöldamörg störf og mikil verðmæti samfélaginu til heilla.

www.hsorka.is

Nýting allra strauma er

okkar markmið samfélaginu til hagsbóta.

Auðlindagarðshugsunin er í reynd ekki ný af nálinni, né heldur er hún frumleg.Hugsunin grundvallast á heilbrigðri skynsemi. Albert Albertsson

Page 22: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

22 | Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Jólaþorpið er risið í 12 sinn í miðbæ Hafnarfjarðar.

Í litlu jólahúsunum verður, handverk og hönnun, fiskur og fegurð, sultur og saft, kakó og kandís og ýmislegt annað góðgæti.

Fjölbreytt skemmtidagskrá verður alla opnunardaga og má stóla á jólasveinanna á milli kl. 14-16. Á laugardögum verða alvöru úti-jólaböll kl. 15 og svo er búist við að Lína langsokkur, Pollapönkarar, Margrét Eir og Páll Rósinkrans, jólaálfar Hafnarfjarðar, Rauðhetta og fleiri reki inn nefið.

Jólaþorpið er opið á aðventunni um helgar frá kl. 12-18auk 22. og 23. desember frá kl. 16-21.

Opnun og ljós tendruð á tveimur vinabæjartrjám.Laugardaginn 29. nóvember opna jólahúsin kl. 12 og síðan verður hápunkturinn þegar tendrað verður á tveimur jólatrjám frá vinabæjum Hafnarfjarðar. Tendrað verður á jólaljósum Cuxhaventrésins kl. 15 en það er staðsett við Flensborgarhöfn og á jólaljósum á vinabæjartrénu frá Frederiksbergi við hátíðlega athöfn í Jólaþorpinu kl. 17. Mætum öll og fögnum jólaljósunum og opnun Jólaþorpsins.

Jólaþorpið í Hafnarfirði

Kynntu þér heildardagskrá á www.hafnarfjordur.is

og á facebooksíðunni Jólaþorpið í Hafnarfirði.

#Jólaþorpið

Page 23: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014 | 23

Við styrkjum JólaþorpiðFjarðarkaup, Íslandsbanki, Íshestar, Nói Síríus, Stormur,

Hafnarfjarðarhöfn, Fjarðarmót, Atlantsolía, Góa, KFC, Lögmenn Hafnarfirði, Hópbílar, Veislulist, Saltkaup, AC-Raf, Snati.is, iRobot, Skor, Músik og Sport.

Page 24: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

24 | Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Allir Hafnfirðingar og nærsveitungar þekkja Fjallakofann við Reykjavíkur-veg 64 en það var einmitt í Hafnar-firði sem fyrsta Fjallakofabúðin opn-aði 1. apríl 2004. Framan af var fyrir-

tækið til húsa á Bæjarhrauni 14 en flutti síðan á Reykjavíkurveginn þar sem aðgengi er gott og áhersla lögð á góða þjónustu við kaup á vörum. Við tókum hús á Söndru Ýr Andrés-

dóttur verslunarstjóra og spurðum hana hvort ekki sé nóg að gera þessa dagana?

Þrautreyndir starfsmenn„Jú, svo sannarlega. Hér er alltaf stöðugur straumur, bæði af fólki sem veit hvað það vill og finnur það yfirleitt í búðinni okkar og einnig af þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í útivist. Hafnfirðingar eru duglegir að versla hér en segja má að hingað sæki fólk frá Garði til Garðabæjar og allt þar á milli. Fjallakofinn á Reykjavíkurveginum er rótgróinn og útivistarfólk veit alveg að hverju það gengur.“

Fjallakofinn er sem kunnugt er útivistarvöruverslun með vörur í mjög háum gæðaflokki og starfs-fólkið býr yfir mikilli reynslu af úti-veru til að miðla til viðskiptavinanna. „Þegar við erum að leiðbeina fólki og aðstoða við kaupin skiptir miklu að við erum öll útivistarfólk og höfum notað þessar vörur meira og minna og getum því mælt með þeim enda gæðin númer eitt, tvö og þrjú. Það þekkjum við af eigin reynslu, oft við

erfiðar aðstæður,“ segir Sandra sem á bakgrunn úr skátunum.

Merkin sem allir þekkjaFjallakofinn býður upp á mörg þekkt merki í útivistarvörum og allir þekkja Marmot, Scarpa og Smartwool sem eru framleiðendur með breiða línu fatnaðar og skóbúnaðar, bæði til útivistar á fjöllum og í borginni. Þá má nefna merki eins og Arc‘Teryx, Black Diamond, Petzl, Pieps, Smith, Jetboil, Silva, Nikwax, Goal Zero Sea To Summit og mörg önnur. „Hér

í Fjallakofanum hefur ávallt verið drjúgt framboð af útivistarvörum og þessa dagana erum við taka upp nýju vetrarlínuna frá Smith, m.a. skíðahjálma og gleraugu sem eru frá-bærar vörur til jólagjafa, auk þess sem starfsfólk okkar í Kringlunni 7 vinn-ur nú hörðum höndum að því að taka upp nýju skíðalínuna frá þýsku framleiðendunum Völkl og Marker“ segir Sandra Ýr.

Samanlagt eru verslanir Fjallakof-ans þrjár, en sú þriðja er á Laugavegi 11 í Reykjavík.

Sandra Ýr Andrésdóttir, verslunarstjóri í Fjallakofanum Hafnarfirði: „Fatnaðurinn frá Marmot er afskaplega vandaður og fæst í miklu úrvali, bæði fyrir dömur og herra.“

Gönguskór frá Scarpa í öllum regnbogans litum fást í Fjallakofanum.

Í Fjallakofanum er að finna fjölbreytt úrval af vörum til jólagjafa.

Allir Hafnfirðingar þekkja Fjallakofann á Reykjavíkurveginum.

Fjallakofinn í Hafnarfirði

Kjörverslun úti-vistarfólksins

BU R K N I

L I N N E T S S T Í G U R 3 , 2 2 0 H A F N A R F J Ö R Ð U R , S Í M I : 5 5 5 0 9 7 1

Strandgötu 37 / 220 Hafnarfirði / Sími 565 4040

Jólastemningí Burkna

Gullsmíði / Fagleg Þjónusta / Nýsmíði / Sérsmíði / Viðgerðir

NONNI GULL

Page 25: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014 | 25

Strandgötu 11

Monro Design Íslensk hönnun

30% afsláttur af öllu skarti gegn framvísun miðanns

Fallegur fatnaður, Íslensk og Frönsk hönnun í stærðum frá 38-52 Persónuleg og góð þjónusta í hjarta Hafnarfjarðar

Blómabúðin Burkni var stofnuð 1962 af Gísla J. Egilssyni og Sig-rún Þorleifsdóttir en Gyða dóttir þeirra og dóttir hennar Brynhildur Helgadóttir reka verslunina í dag við Linnetsstíg 3. Burkni stendur því á gömlum merg og Gyða segist halda merki foreldra sinna á lofti með því að veita viðskiptamönnum þeirra góða og persónulega þjónustu.

Gyða segist óendanlega þakklát tryggum viðskiptavinum verslunar-innar sem hún segir hafa fylgt þeim mjög lengi. Verslunin var fyrst stað-sett í gamla pósthúsinu við Strand-götuna en síðar festu foreldar Gyðu kaup á húsnæðinu þar sem verslunin

er í dag. Hún segir að það hafi verið löngu fyrir alla uppfyllinguna sem nú hefur breytt bæjarmyndinni verulega og margir hafi verið undrandi á nýrri staðsetningu. Þá hafi verslunin staðið á sjávarkantinum og bátarnir hafi verið rétt við dyrnar á versluninni.

„Síðar færðist miðbærinn nær og við vorum komin niður í nýja miðju og erum búin að vera hér síðan,“ segir Gyða og er hæstánægð með persónulegt viðmót sem gestir Hafn-arfjarðarbæjar njóta alls staðar sem þeir koma. „Margir eru forvitnin að koma og skoða rólega stemninguna, sér í lagi í kringum jólin,“ segir hún að lokum.

Gyða Gísladóttir er þakklát sínum tryggu viðskiptavinum.

Burkni blómabúð

Rótgróin búðvið Linnetsstíg

Hópbílar og Hagvagnar eru systur-fyrirtæki í fólksflutningum sem hafa verið örum vexti á síðustu árum. Gert er ráð fyrir að í lok næsta árs muni fyrirtækin gera út um 120 hópferðabíla en mikið af verkefnum þeirra eru unnin í verktöku fyrir Strætó bs. og sveitarfélögin á höfuð-borgarsvæðinu.

Þannig reka Hagvagnar nú um 40 gula strætisvagna á höfuðborgar-svæðinu en Hópbílar hafa verið með enn fleiri vagna, bæði í almennum rútuakstri auk verkefna fyrir Strætó bs. Hópbílar hafa meðal annars séð um rekstur „landsbyggðar strætós-ins“ sem svo hefur verið nefndur en hann heldur uppi strætóferðum milli höfuðborgarsvæðisins og ýmissa bæja á landsbyggðinni. Næsta stóra verk-efnið bíður Hópbíla um áramótin en þá mun fyrirtækið taka við stærstum hluta af ferðaþjónustu við fatlaða á höfuðborgarsvæðinu sem undir-verktaki fyrir Strætó bs. Það verkefni var boðið út síðast liðið haust eftir að ákveðið var að færa ferðaþjónustuna undir Strætó bs. Áður hafði þessi þjónusta verið á höndum nokkurra aðila þar á meðal Hópbíla.

Ferðaþjónusta fatlaðraJón Arnar Ingvarsson, markaðsstjóri Hópbíla segir það spennandi verk-efni að taka við þessu verkefni en það kalli á mikla skipulagningu og tals-verðar fjárfestingar í nýjum vögnum. „Ætli við þurfum ekki að fá hátt í

30 nýja bíla til að sinna þjónustunni við fatlaða þannig að bílaflotinn hjá Hópbílum verður þá hátt í 80 bílar í lok næsta árs,“ segir Jón Arnar. Hann segir starfsmenn Hópbíla og Hagvagna vera í kringum 250 en þar sem verkefnin eru breytileg eftir árs-tímum er hluti hópsins lausráðinn í tímabundin verkefni.

Umhverfis- og öryggismálJón Arnar segir Hópbíla og Hag-vagna leggja mikla áherslu á um-hverfis- og öryggismál og hafa fyrirtækin meðal annars sett sér um-hverfisstefnu þar sem segir að öryggi og heilsa starfsmanna og farþega skuli

ávallt vera í fyrirrúmi. Fyrirtækin fengu alþjóðlega umhverfisvottun ÍSÓ 14001 árið 2004 og um þessar mundir er verið að ljúka öryggis-vottun samkvæmt OHSAS 18001 staðlinum. „Í hruninu dró mikið úr verkefnum fyrir innlenda aðila því mörg stór og umsvifamikil fyrirtæki, sem höfðu verið í viðskiptum við okkur, drógu saman seglin. Þetta er hins vegar að koma til baka og auk-inn straumur erlendra ferðamanna til landsins hefur vegið þetta upp og gott betur þannig að í dag er meira að gera hjá okkur en var fyrir hrun,“ segir Jón Arnar Ingvarsson, markaðs-stjóri Hópbíla.

Jón Arnar Ingvarsson markaðsstjóri Hópabíla segir næsta stóra verkefni Hópbíla kalla á talsverða endurnýjun á bílaflota fyrirtækisins .

Hópbílar og Hagvagnar – systurfyrirtæki í sókn

Page 26: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

26 | Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

HS Orka og Hafnarfjarðarbær eiga í viðræðum um hugsanlega nýtingu jarðhitaauðlinda í Krýsuvík. Svæðið gæti orðið næsti Auðlindagarður sem skapar fjölda starfa. Albert Alberts-son, hugmyndasmiður HS Orku, segir okkur frá hugsuninni á bak við Auðlindagarð HS Orku og næstu skrefum þegar við spyrjum hann fyrst hver sé hugmyndin á bak við Auð-lindagarðinn?

„Í kringum orkuver HS Orku í Svartsengi og á Reykjanesi hefur byggst upp fjölbreytt starfsemi sem nýtir afurðir frá orkuverunum. Starf-semin hefur fengið nafnið Auðlinda-garður, en þar má meðal annars finna Bláa lónið, snyrtivöruframleiðendur, líftæknifyrirtæki og fiskeldi. Um 400 bein störf má rekja til Auðlindagarðs-ins á meðan einungis 30 manns starfa í orkuverunum en að auki skapast fjöldi afleiddra starfa kringum starf-semi garðsins.

Hugsunin og skilgreiningin á bak við Auðlindagarð HS Orku á sér liðlega tuttugu ára sögu og er meðal annars sótt í líferni indíána Norður-Ameríku og kröpp kjör íslenskra fjöl-skyldna á fyrri hluta nítjándu aldar. Í Auðlindagarðinum er unnið eftir kjörorðinu „Samfélag án úrgangs“. Í því felst að nýta beri allar þær auð-lindir sem streyma inn og út úr garð-inum til fullnustu og á sem ábyrg-astan hátt. Í raun er ekkert til sem heitir rusl heldur einungis hráefni – verðmætar auðlindir sem hægt er að nýta í ólíka framleiðslu,“ segir Albert.

Ögrandi og spennandi verkefniBláa Lónið er sennilega skýrasta dæmið um slíka nýtingu sem Albert nefnir en þar hefur affalsvatn, sem venju samkvæmt hefði farið til spillis, verið nýtt til verðmætasköpunar. Bláa Lónið er nú einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins og skapar fjölda starfa og samstarfið sem orðið hefur til á milli orkuveranna í Svarts-engi og á Reykjanesi og fyrirtækjanna í Auðlindagarðinum er einstakt á heimsvísu.

„Með Auðlindagarðinum viljum við vekja fólk til umhugsunar um þær verðmætu auðlindir sem við eigum og okkur er treyst fyrir og tryggja að þær endist kynslóð fram af kynslóð.“

Albert bendir á að sérstaða Auð-lindagarðsins á Reykjanesi sé mikil. „Flest háhitasvæði eru fjarri byggðu bóli eða innan þjóðgarða sem stofn-aðir hafa verið í kringum þau. Í þjóð-görðum hefur almenningur getað notið þessara einstöku svæða; nátt-úrulegs varmaútstreymis háhitakerf-anna, jarðmyndanna, hvera, lauga, leirpytta, sérstakrar jarðfræði og líf-ríkis. Til að nýta varmann á háhita-svæðunum hefur ekki fundist önnur leið en að framleiða rafmagn og leiða það til byggða. Iðnaður til fjalla, fjarri öllum byggðum, er enda vart hugsanlegur hvað þá iðnaður innan þjóðgarða. Virkjanir á slíkum háhita-svæðum hafa því einungis gefið einn tekjustraum sem er sala á rafmagni. Tekjurnar af þeirri sölu hafa verið nýttar til að greiða niður allan virkj-anakostnað sem og standa straum af nauðsynlegum rannsóknum, þróun, endurgjaldi til þeirra sem lögðu fram féð í upphafi o.s.frv.“

Albert segir að í Auðlindagarði HS Orku á Reykjanesi sé þessu með allt öðrum hætti farið. „Auðlinda-

garðurinn okkar er sá eini í heim-inum, sem við vitum allavega til, sem hefur byggst upp í kringum jarðvarma. Þar gefur hver háhitahola marga tekjustrauma, sem myndast við sölu rafmagns, hitaveituvatns, jarðhitavökva, grunnvatns, gufu, kol-tvísýrings, sérhæfðrar og einstakrar lækningameðferðar, húðvara til lækninga og snyrtingar og svo mætti lengi telja. Einnig fást tekjur af af-leiddri starfsemi svo sem hótelrekstri, ráðstefnum og fræðsluferðamennsku. Þessi upptalning er ekki tæmandi á nokkurn hátt og mun væntanlega bætast á listann á næstu árum, sem er verðugt, ögrandi og spennandi verk-efni.“

Þegar við spyrjum Albert hvort aðrar þjóðir séu að hugsa sínar virkj-anir á svipaðan hátt og HS Orka segir hann að sú skoðun sé sífellt að verða víðtækari í heiminum að ekki sé rétt að framleiða rafmagn nema í orkuverum sem framleiða hvoru tveggja í senn, rafmagn og fjarvarma,

sem nýst getur til iðnaðar eða hita-veitu (svokallað CHP – Combined Heat and Power Plant). „Það er kunnara en frá þurfi að segja að HS Orka hefur alla tíð haft þessa stefnu í hávegum og kynnt hugsunina að baki henni ötullega. Samofin nýting grunnvatns, jarðhitavökva og jarðar í fjölþættri starfsemi manna er rökrétt túlkun lögmála náttúrunnar. Næsta skref er hins vegar að litið sé á hvert og eitt orkuver sem fjölþættan auð-lindagarð. Auðlindagarður HS Orku er um margt einstakur og boðar nýja tíma, nýja hugsun og hvetur til enn frekari þróunar í þessum efnum. Til að opna augu manna fyrir þessum staðreyndum viljum við hætta að nota hugtakið orkuver því það er fjarri því að vera nógu víðfeðmt og skapar í reynd ranghugmyndir en notum þess í stað hugtakið Auðlinda-garður.“

Auðlindagarður í Krísuvík„Starfsemi Auðlindagarðsins er afar

fjölbreytt. Í Svartsengi sem dæmi er Bláa lónið stór hluti starfseminnar þar sem baðsvæðið, lækningalindin og vöruframleiðsla þeirra er samofin virkjuninni. CRI (Carbon Recycl-ing International) er einnig með starfsemi þar og nýtir koltvísýring (CO2) frá orkuverinu til framleiðslu á metanóli (tréspritti) til íblöndunar í farartækjaeldsneyti. Þá er líftækni-fyrirtækið ORF einnig með starfsemi

í garðinum en það framleiðir pró-tein sem notað er til líf- og læknis-fræðirannsókna sem og framleiðslu á húðsnyrtivörum. Við teljum líka hótelrekstur á svæðinu, ferðamanna-iðnaðinn og allt það þekkingarsam-félag sem þrífst þar sem hluta af Auð-lindagarðinum.“

Albert segir að það sama hafi gerst í kringum virkjunina á Reykjanesi. Þar hafi fyrirtæki komið sér fyrir, nýtt sér afurðir jarðhitavinnslunnar og þannig skapað Auðlindagarð. Háþrýstigufa sé nýtt til þurrkunar á fiski, Stolt Sea Farm nýti sér volgan hreinan kælisjó (35°C) frá gufu-hverflum virkjunarinnar til eldis á hitabeltisfiski og þar fram eftir göt-unum. Möguleikarnir á þessum svæðum séu hvergi nærri tæmdir og áhuginn mikill.

„Mér telst til að þegar fiskeldi Stolt Sea Farm á Reykjanesi er full-byggt muni jarðhitavinnsla á utan-verðum Reykjanesskaga skapa um 400 bein störf og fjöldann allan af óbeinum störfum. Til samanburðar starfa um 30 manns í orkuverunum sjálfum. Þess má geta að Auðlinda-garðurinn og fyrirtæki tengd honum kaupa umfangsmiklar rannsóknir og ráðgjöf hvert ár. Í Auðlindagarðinum starfa fjöldi fólks úr ólíkum stéttum, þar á meðal læknar og hjúkrunar-fræðingar, vélvirkjar, viðskiptafræð-ingar, ferðamálafræðingar, trésmiðir, verk-, tækni- og vélfræðingar, líffræð-ingar, lyfjafræðingar, jarðfræðingar, rafvirkjar og ófaglærðir. Þessi listi getur aldrei orðið tæmandi því það sem er mest heillandi við þetta allt saman er að verkefnið er þverfaglegt og vegferðinni er hvergi nærri lokið.“

Aðspurður segir Albert Alberts-son að HS Orka muni áfram beita sér fyrir uppbyggingu Auðlinda-garðsins á Reykjanesi. „HS Orka og Hafnarfjarðarbær hafa einnig átt í viðræðum um hugsanlega nýtingu jarðhitaauðlinda í Krýsuvík. Þær auðlindir yrðu nýttar til orkuvinnslu, framleiðslu á heitu vatni, fjölþættrar auðlindagarðsstarfsemi og aukinnar ferðamennsku. Krýsuvík gæti orðið næsti Auðlindagarður með allri þeirri verðmætasköpun og þeim fjölda starfa sem honum fylgir – í sátt við náttúruna og samfélaginu til heilla.“

Albert Albertsson, hugmynda-smiður HS Orku segir okkur frá hug-myndinni á bak við Auðlindagarð HS Orku.

Í kringum orkuver HS Orku í Svartsengi og á Reykjanesi hefur byggst upp fjölbreytt starfsemi sem nýtir afurðir frá orkuverunum.

Stolt Sea Farm nýtir sér kælisjó frá gufuhverflum virkjunarinnar til eldis á hitabeltisfiski.

Nýr Auðlindagarður gæti risið í Krýsuvík

Page 27: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014 | 27

HAFNARFJARÐARHÖFNtengir flutninga um allan heim

Ein þeirra verslana sem setja svip sinn á Fjörðinn verslunarmiðstöð í miðbæ Hafnarfjarðar heitir Dís ís-lensk hönnun en hún flutti sig ný-lega um set í glæsilegt rými á 1. hæð hússins. Þar ræður ríkjum eigandinn, Snædís Guðmundsdóttir sem nam kjólasaum og klæðskurð í Tækniskóla Íslands og útskrifaðist þaðan sem klæðskeri í lok árs 2011. En hvað tók svo við?

„Eftir að hafa aðeins þreifað fyrir mér á markaðnum ákvað ég að setja á stofn mitt eigið fyrirtæki og leitaði til frumkvöðlasetursins á Ásbrú. Þar varð fyrirtækið mitt, Dís ís-lensk hönnun, í raun til. Ég stefndi alltaf að því að vera með verslun með eigin fatalínu og opnaði hér í Firði árið 2012. Þá fór boltinn að rúlla og þetta hefur gengið vonum framar. Ég tel mig einstaklega heppna að fá að starfa við það sem ég hef áhuga á og afar þakklát þeim vaxandi fjölda viðskiptavina sem leita til mín,“ segir Snædís í samtali.

Kjólar og leggingsAð sögn Snædísar eru markhópur viðskiptavinanna 25-30 ára konur og uppúr. „Í raun er þetta ótrúlega breiður hópur af konum sem hingað koma en mest erum við að hanna og sauma kjóla og leggings. Hjá eldri konunum verðum við varar við að þær kunna vel að meta að flíkurnar eru líka saumaðar hér en ekki ein-hvers staðar erlendis. Fólk veit sem er að þegar saumavélarnar eru í næsta herbergi er auðvelt að aðlaga flíkurn-ar líkama hvers og eins viðskiptavinar sem þýðir að hér fer enginn út með flík öðru vísi en að hún smellpassi.“

Fólk gerir kröfurAðalsölutíminn í versluninni byrjar í nóvember og stendur fram í maí en þá fer aðeins að róast inn í sum-arið. Að vísu slakar Snædís lítið á því þá þarf að huga að nýrri hönnun og auðvitað saumaskap til að undirbúa næstu vertíð.

„Í svona rekstri þarf maður að vera búinn að undirbúa sig vel og setja sér markmið. Ég ákvað strax í upphafi að leggja mig alla fram við hönnunina, nota aðeins hágæða efni í vörurnar og sauma flíkurnar hér heima. Þessu hef ég fylgt og ætla að fylgja áfram því mínir viðskiptavinir gera kröfur sem ég reyni að standa undir,“ segir Snædís klæðskeri og kaupmaður í fallegu búðinni sinni.

Dís íslensk hönnun er opin á virk-um dögum frá kl. 11-18 og kl. 11-16 á laugardögum.

Facebook: Dís íslensk hönnun

Snædís Guðmundsdóttir klæðskeri og kaupmaður í versluninni Dís íslensk hönnun.

Konur á öllum aldri sækja í verslunina Dís íslensk hönnun í Firði.

Dís íslensk hönnun

Saumar og selur eigin fatalínu

Page 28: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

28 | Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Steinunn Guðnadóttir hefur undan-farin ár skipulagt Hátíð Hamarskots-lækjar þriðja sunnudag í aðventu og heldur hún með því á lofti minningu og menningarþætti frumkvöðulsins Jóhannesar J. Reykdals (1874-1946). Hann reisti trésmiðju við Hamars-kotslæk árið 1903 og ári síðar 9kw rafal sem hann tengdi við hverfilinn sem knúði trésmíðavélarnar. Beitti hann sér fyrir því að rafmagn var lagt í 16 hús og í desember 1904 var raf-magni hleypt á kerfið. Þá voru aðeins liðin 22 árum frá því fyrsta almenn-ingsraveitan í heiminum var stofnuð í New York af sjálfum Thomas Alva Edison.

„Þetta varð þar með fyrsta al-menningsrafveitan á Íslandi“ segir Steinunn. „Síðar gerði hann stíflu við Lækinn sem nú heitir Reykdalsstífla og byggði Hörðuvallastöðina, fyrsta rafstöðvarhús hér á landi. Hann seldi virkjanirnar til Hafnarfjarðarbæjar árið 1909.“ Jóhannes reisti síðan enn eina rafstöðina við Lækinn árið 1917 fyrir býlið Setberg.

Fjölbreytt dagskráDagskrá hátíðarinnar í ár, sunnudag-inn 14. desember er fjölbreytt. Hald-ið er svokallað Kaldárhlaup sem er 10 kílómetra víðavangshlaup en þá er hlaupin vatnaleið Hamarskotsklækjar frá Kaldárbotnum að Jólaþorpinu við Strandgötu þar sem Grýla veitir verð-launin sem ýmsar verslanir og fyrir-tæki gefa. Í ár verða fyrstu verðlaun gripir úr skartgripalínunni Lækur frá Gullsmiðjunni og eru þeir sérstaklega hannaðir fyrir hátíðina í ár. „Gamla matarbúðin, sem framleiðir vörur úr íslenska jurtaríkinu, er að koma með nýja línu fyrir íþróttafólk og gefur hún te sem kallast Sprettur, sem allir þátttakendur í kaldárhlaupi koma til með að fá,“ segir Steinunn. Sjá nánar á hlaup.is.

Hátíðardagskrá verður haldin í Gúttó, Góðtemplarahúsi Hafnfirð-inga, eitt af þeim 16 húsum sem fyrst fengu raflýsingu árið 1904. Þar mun Steinunn kynna bók um uppruna og æskuár Jóhannesar sem er fyrsta bókin í ritröð um ævi Jóhannesar J.Reykdal. Þá verður jafnframt sýnd stutt kvikmynd um Jóhannes og ferð Steinunnar og kvikmyndamannsins Halldórs Árna Sveinssonar á æsku-

slóðir Jóhannesar norður í land sl. sumar. Þá verður sögusýning sett upp í Gúttó, en Steinunn hefur látið út-

búa spjöld með ýmsum fróðleik um Jóhannes, ævi hans og störf í máli og myndum.

Tvö verkefni fram undan„Ég hef hugað að því hvernig hægt væri að auka við hátíðina smátt og smátt og hafði samband við Hafnar-fjarðarbæ og Iðnskólann í Hafnar-firði. Mér var vel tekið og er búið að ákveða að ráðast í tvö verkefni sem verður formlega skrifað undir á há-tíðardagskráinni. Annars vegar er um að ræða samstarf við rafiðnaðardeild Iðnskólans sem mun á komandi ár-

um sjá um að setja upp skrautlýsingu í Hellisgerði á aðventunni. Hafnar-fjarðarbær kemur að tengingum og er í samstarfi við útfærslu verkefnisins. Hitt verkefnið er tengt hönnunar-deild Iðnskólans. Samningurinn varðar hönnunarsamkeppni innan skólans á vatnspósti. Markmiðið er að vinningstillagan verði unnin af hönnuði og síðan sett upp í Hafnar-firði.“

Gaflaraleikhúsinu, sem er til húsa í Gömlu vélsmiðjunni að Strandgötu 50 í Hafnarfirði, hefur vaxið fiskur um hrygg á þeim rúmu þremur árum sem það hefur starfað.

Að rekstri Gaflaraleikhússins hafa frá upphafi staðið félagasamtök sem kalla sig „Gaflarana“ – en að þeim standa sem listrænir stjórnendur annars vegar leiklistarhjónin Björk Jakobsdóttir og Gunnar Helgason og hins vegar Ásdís Skúladóttir. Fram-kvæmdastjóri er Lárus Vilhjálmsson.

„Þetta hefur gengið framar vonum og við getum ekki kvartað yfir við-tökunum. Nægir þar að nefna frá síðasta leikári Hjartaspaða, sem fékk tvær tilnefningar til Grímunnar, og Unglinginn, sem tveir fjórtán og fimmtán ára unglingar, Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnars-son, skrifuðu. Sú sýning fékk frábær-ar viðtökur og vakti mikla athygli. Unglingurinn var einnig tilnefndur til tveggja Grímuverðlauna og verður sýndur á RÚV í vetur og sömuleiðis kemur sýningin út á DVD-diski,“ segir Björk og bætir við að eitt af upphaflegum markmiðum Gaflara-leikhússins hafi verið að byggja upp öflugt barna- og unglingastarf í leik-

list. Á þessari braut hefur verið haldið áfram á þessu leikári með stofnun sérstakrar ungmennadeildar innan Gaflaraleikhússins – svokallaðrar Framtíðardeildar – og er fyrsti ávöxt-ur hennar verkið Heili-Hjarta-Typpi eftir Auðun Lúthersson og Ásgrím Gunnarsson, sem nú er á fjölum Gaflaraleikhússins og hefur slegið í gegn. Auðunn og Ásgrímur leika jafnframt í sýningunni ásamt Gunn-

ari Smára Jóhannessyni. Í stórum dráttum er verkið sprenghlægilegt leikrit um þrjá ólíka handritshöfunda í tilvistarkreppu.

Tvö ný íslensk verk frum sýnd eftir áramótGaflara leikhúsið lætur ekki þar við sitja því í janúar nk. verður frum-sýnt splunkunýtt verk, Konubörn, sem er skrifað og leikið af sex ungum

konum um tvítugt. Í verkinu er skyggnst inn í hugarheim og til-vistarkreppu unglingsstúlkna. Við hefðum ekki getað verið heppnari með fyrsta stelpuverkið okkar. Þetta er æðislegur hópur og handritið drepfyndið en samt er mikill sann-leikur í því fólginn. Ég hlakka mikið til og lofa góðri skemmtun fyrir þá sem vilja kynnast furðufyrirbærinu unglingsstúlkur betur,“ segir Björk. Og enn eitt nýtt íslenskt verk birtist áhorfendum Gaflaraleikhússins í febrúar nk. þegar tvíeykið góðkunna, Gunni og Felix – Gunnar Helgason og Felix Bergsson – sem flestir sem hafa alið upp börn kannast við – stíga á fjalirnar í eigin verki, Bakara-ofninn, þar sem matargerð er list. Aðrir leikarar í sýningunni eru Elva Ósk Ólafsdóttir og Ævar vísinda-maður. Tónlistina í sýningunni gerir Máni Svavarsson. „Þetta er sannkall-aður fjölskyldufarsi. Við erum byrjuð að æfa þetta verk og okkur gengur satt best að segja erfiðlega að komast áfram því við hlæjum svo mikið!“ segir leikstjórinn Björk Jakobsdóttir og lofar góðum sýningum og ómæld-um hlátri í Gaflaraleikhúsinu í vetur.

Fjörmiklar sýningar í Gaflaraleikhúsinu

Steinunn Guðnadóttir heldur á lofti lofti minningu frumkvöðulsins Jóhannesar J. Reykdals (1874-1946) sem stofnsetti fyrstu almenningsrafstöðina hér á landi fyrir 110 árum.

Hjónin Jóhannes J. Reykdal og Þórunn Böðvarsdóttir Reykdal voru mektarhjón í Hafnarfirði á sinni tíð.

Hátíð Hamarskotslækjar

Víðavangshlaup og fjöl-breytt hátíðardagskrá

Allt frá konfektmola í fullbúna veislu!

kokulist.is - Sími 555 6655

Núna er Gaflaraleikhúsið að sýna Heili-Hjarta-Typpi eftir Auðun Lúth-ersson og Ásgrím Gunnarsson.

Í janúar frumsýnir Gaflaraleikhúsið nýtt verk, Konubörn, sem sex ungar konur hafa skrifað.

Page 29: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014 | 29

Losaðu tengilínu og hylki. Taktu um handfang á bakhlið og færðu hylkið að björgunarstað. Taktu um háls kastlínupokans og opnaðu lásinn á honum. Taktu um útkant netsins og hvolfdu síðan lyftilínum í sjóinn. Um leið og

kastpokanum er kastað vindmeginn við manninn, er netstykkið látið falla fyrir borð. Dragðu hratt inn slaka á tengilínu og lyftilínum og gefðu það síðan út til mannsins eftir því sem hann dregur netið að sér.

Hafðu átak á línunum allan tímann. Leyfðu manninum í sjónum að fara í netið, helst sitjandi og í nokkurri fjarlægð frá skipinu. Nýtið ykkur ölduna þegar þið dragið manninn að og byrjið að lyfta honum upp.

Lloyd’s Register / SOLAS gerðar viðurkenning nr.: SAS S100116 Viðurkenning Siglingastofnunar nr: 06.11.09.01

Nánari upplýsingar má fá í gegnum vef okkar:

www.markusnet.com

Maður fyrir borð öruggi og björgun er okkar viðfangsefni.

Framleiðandi: Markus Lifenet Ehf. Breiðvangur 30, IS-220 Hafnarfirði. Sími: 565 1375 Fax: 565 1376 Netfang: [email protected]

„Við erum auðvitað að sigla inn í helsta sölutíma ársins, aðventan á næsta leiti og undirbúningur fyrir jólin að komast á fulla ferð,“ segir Atli Ólafsson, rekstrarstjóri Húsa-smiðjunnar og Blómavals í Hafnar-firði, þegar við náðum að trufla hann eitt augnablik í önnum dagsins. Í versluninni var ys og þys og í loftinu lá þetta sérstaka yfirbragð, sem ein-kennir aðdraganda stórhátíðarinnar.

Verslun Húsasmiðjunnar og Blómavals í Firðinum, sem er að Dalshrauni 15, hefur fallið vel í kramið hjá Hafnfirðingum og nær-sveitungum en hátt í aldarfjórðungur er liðinn frá því Húsasmiðjan opnaði fyrst verslun í Firðinum. Verslunin á fjölda fastakúnna í Hafnarfurði og nágrannabyggðum og þeim hefur fjölgað enn frekar eftir að hluti fram-boðs Blómavals bættist í vöruflóruna.

Jólablær á versluninni„Þegar kemur að þessum tíma árs breytir verslunin hjá okkur um yfir-bragð að vissu leyti því við bjóðum upp á alls kyns vörur sem tengjast jólunum,“ segir Atli og bendir á úrval af jólaseríum og hvers kyns ljósaskrauti, jólakransa, gervijólatré auk ýmissa skemmtilegra „harðra“ pakka fyrir laghenta og úrval jóla- og gjafavöru sem prýðir hvert heimili. Þá eru ótalin smærri raftæki í eld-húsið; kaffikönnur, grill, brauðristar og blandarar svo fátt eitt sé nefnt. Að sjálfsögðu býður Húsasmiðjan einnig upp á stærri raftæki líka, t.d. þvott-vélar, þurrkara, ís- og frystiskápa, helluborð og ofna.

Þótti jólin séu hátíð ljóssins er áratugagömul hefð fyrir því að Ís-lendingar nýti þennan tíma ársins til þess að dytta að híbýlum sínum. Mála gjarnan eldhúsið eða endur-bæta að hluta, skella parketi á barna-herbergið, setja upp nýja innréttingu á baðherberginu eða annað í þessum dúr.

Fagleg ráðgjöfÞeir sem eru í þessum hugleiðingum koma ekki að tómum kofanum hjá Atla og starfsmönnum hans í Húsa-smiðjunni og Blómavali í Firðinum. „Við erum með mikið úrval af öllu því sem þarf til þess að fegra heim-ilið. Jotun málningu og málningar-vörur í úrvali, parket og flísar – og að sjálfsögðu öll, tæki og tól sem þarf til þess að mála, flísa- og parketleggja. Hér er harðsnúinn hópur fagmanna sem veitir jafnt áhugamönnum sem atvinnumönnum faglega ráðgjöf um allt sem snýr að endurbótum og viðhaldi. Við erum svo sannarlega komin í jólagírinn,“ segir Atli sem fer fyrir samstilltum hópi starfsmanna.

„Svo sannar-lega komin í jólagírinn“– segir Atli Ólafsson, rekstrarstjóri Húsa-smiðjunnar og Blómavals í Hafnarfirði Atli ásamt tveimur starfsmanna, þeim Hildi Tryggvadóttur (í miðið) og Ástu Ragnarsdóttur í verslun Húsasmiðjunnar og

Blómavals í Hafnarfirði.

Page 30: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

30 | Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Árið 1975 stofnuðu þau Birgir Páls-son matreiðslumeistari og Eygló Sigurliðadóttir fyrirtækið Skútuna og verður fyrirtækið því 40 ára á næsta ári. Synir þeirra þrír fóru fljótlega að hjálpa til og nú 40 árum síðar eru þeir teknir við fyrirtækinu en þeir eru Birgir Arnar matreiðslumeistari, Sigurpáll matreiðslumaður og Ómar Már rekstrarfræðingur. Þetta fyrir-tæki er því enn eitt fjölskyldufyrir-tækið í Hafnarfirði sem stóð af sér kreppuna og er á fullri siglingu.

Fyrirtækið hét fyrst Skiphóll og var til húsa í Strandgötunni þar sem bókasafnið er nú. Þar var skemmti-staðurinn Snekkjan & Skútan, veit-ingastaður, veisluþjónusta og kaffi-tería rekið, allt í sama húsnæðinu. Árið 1982 var ákveðið að breyta rekstrinum og var skemmtistaður-inn seldur en Skútan færð um set í Dalshraun og þá var farið af krafti í matarbakkaþjónustu fyrir fyrir-tæki í hádeginu og nú sér Veislulist/Skútan líka um matarþjónustu fyrir aldraða fyrir Hafnarfjarðarbæ. Árið 1992 flutti fyrirtækið í eigið húsnæði að Hólshrauni 3 þar sem það er stað-sett í dag. Þar er rekin kröftug veislu-þjónusta auk þess sem leigður er út veislusalur fyrir stórar sem smáar veislur. Þeir bræður segja stoltir frá því að meðal viðskiptamanna þeirra séu allnokkrir sem hafi fyrst verslað við fyrirtækið 1975 og hafi verið dyggir viðskiptamenn síðan.

Á heimasíðu Veislulistar veislulist.is má finna ótal hugmyndir að veislu-föngum. Búið er að raða smáum sem stórum réttum þannig að auðvelt er að finna það sem best hentar og myndir fylgja hverjum rétti. Þar er að finna veislumat, smurbrauð, tertur, smárétti og heimilismat fyrir fyrir-tæki. Þeir Birgir, Sigurpáll og Ómar sjá um að aðstoða viðskiptamenn við útfærslu og alla hugmyndavinnu við veisluhöld enda býr fyrirtækið yfir áratugareynslu þar sem valinn maður er í hverju rúmi.

Flottir skór frá SixMix

Hafnarfjörður er oft nefndur litla þorpið á höfðuborgarsvæðinu. Þar er að finna vörur sem finnast ekki annars staðar á svæðinu að sögn Lilju Ingvarsdóttur, eiganda Lilju Bouti-que við Strandgöti 21 í Hafnarfirði.

Í versluninni Lilja Boutique hefur Lilja sífellt aukið við úrvalið sem fyrir er um leið og kúnnahópur hennar hefur stækkað. Lilja hefur lagt áherslu á fatnað fyrst og fremst en er einnig að selja íslenska hönnun í gjafavöru sem nokkrir íslenskir hönn-uðir hafa framleitt fyrir hana.

Lilja var að koma úr verslunar-ferð þegar viðtalið var tekið en hún kaupir mikið inn frá Frakklandi. „Ég gæti þess að kaupa inn fá eintök

af hverri flík sem gerir vöruna okkar einstaka,“ segir Lilja. „Engin hætta er þess vegna á að viðskiptavinir mínir mæti mörgum í samskonar fatnaði.“

Auk fatnaðar flytur Lilja inn húðvörur undir merkjum Crab tree og Evelyn sem margir viðskiptavina hennar velja fram yfir margar aðrar.

Í Gamla vínhúsinu við Vesturgötu 4 í Hafnarfirði hafa hvers kyns steikur verið vinsælastu réttirnir á matseðl-inum undanfarin misseri. Þar er bæði hægt að fá nautasteikur og nauta-lundir á góðu verði með bernaissós-um og frönskum eða bökuðum kart-öflum, auk lambakjöts og fleiri rétta. Nýlega var farið að bjóða piparsteik úr hrossafile sem hefur slegið algjör-

lega í gegn að sögn Unnar Sigurðar-dóttur framreiðslumeistara, sem á og rekur Gamla vínhúsið ásamt manni sínum Karli Stefánssyni.

Þau Unnur og Karl hafa rekið Gamla vínhúsið frá árinu 2007 en áður var meðal annars veitingastað-urinn A. Hansen rekin í þessu húsi. „Þótt steikurnar hafi verið vinsælastar hjá okkur undanfarið þá eru hvít-

lauksristuðu humarhalarnir einnig alltaf eftirsóttar af gestum okkar. Þá höldum við áfram að bjóða plankas-teikur og salöt eru sívinsælir réttir,“ segir Unnur.

Gamla vínhúsið er einnig við Laugaveg 73 í Reykjavík og segir Unnur að það sé mjög breiður hópur fólks á öllum aldri sem sæki báða staðina.

Piparsteik úr hrossafile er meðal þess sem gestir Gamla vínhússins í Hafnarfirði hafa verið hvað sólgnastir í undanfarið.

Unnur Sigurðardóttir framreiðslu-meistari.

Gamla vínhúsið

Steikurnar vinsælastar

Stofnendurnir ásamt sonum sínum: Ómar Már, Eygló Sigurliðadóttir, Sigurpáll, Birgir Pálsson og Birgir Arnar.

Veislulist-Skútan

Fjörutíu ára fjöl-skyldufyrirtæki í Hafnarfirði

Lilja Boutique

Fatnaður og gjafavara í úrvali

Lilja Ingvarsdóttir, eigandi Lilju Boutique. Fatnaður og íslensk gjafavara fæst í Lilju Boutiqe við Strandgötuna.

Page 31: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014 | 31

Börnin skreyta jólatrénLeikskólabörn Hafnarfjarðar hafa verið í önnum við að skreyta jólatrén í Jólaþorpinu fyrir opnun þess á laugardaginn. Þau hafa því undanfarna daga komið í hópum frá öllum leikskólum bæjar-ins með fallega skrautið sitt. Það er því virkilega fallegt um að litast í Jólaþorpinu og fjölbreytt og litríkt skraut.

Í fyrra fór af stað skemmtilegt verkefni þegar ákveðið var að skreyta hluta Hellisgerðis. Þetta verður endurekið í ár og eru það 6. bekkingar sem sjá um að fegra viss svæði í Hellisgerði með alls konar skrauti og setja þannig ævintýralegan blæ á garðinn fallega.

Álfagarðurinn Hellisgerði Álfagarðurinn, miðstöð álfa og huldufólks er með opið í litla húsinu í Hellisgerði um helgar á aðventunni frá kl. 12-18. Þar er boðið upp á álfagöngur um garðinn og seldar álfabækur, listmunir og handverk, lífrænt huldukonukaffi, te og kakó. Allt byggist á notalegri álfajólastemningu í desember.

Syngjandi jól í HafnarborgLaugardaginn, 6. desember verða Syngjandi jól haldin í átjánda skiptið í Hafnarborg. Þá koma saman kórar sem samanstanda af söngfólki á öllum aldri. Syngjandi jól er samstarfsverkefni Skóla-skrifstofu Hafnarfjarðar, skrifstofu menningar- og ferðamála og Hafnarborgar. Dagskráin þennan skemmtilega laugardag 6. desember verður svona:

09.40-10.00 Leikskólinn Hvammur10.00-10:20 Leikskólinn Stekkjarás10:20-10:40 Leikskólinn Álfasteinn10:40-11:00 Leikskólinn Brekkuhvammur11:00-11:20 Kór Öldutúnsskóla11.20-11:40 Litli kór Öldutúnsskóla 11:40-12:00 Leikskólinn Arnarberg12:00-12:20 Hraunvallaskóli (leikskóli)12:20-12:40 Kór Áslandsskóla 12:40-13:00 Kór Setbergsskóla13:00-13:20 Kór Flensborgarskóla13:20-13:40 Hrafnistukórinn13:40-14:00 Skátakórinn14:00-14:20 Karlakór eldri Þrasta 14:20-14:40 Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju 14:40-15:00 Gaflarakórinn15:00-15:20 Kvennakór Hafnarfjarðar15:20-15:40 Gospelkór Ástjarnarkirkju

Þorláksmessuganga frá Völlunum Skatan verður í aðalhlutverki í miðbæ Hafnarfjarðar á Þorláks-messu en þeir sem treysta sér ekki í slíkan mat munu eiga öruggt skjól í Gló í Hafnarborg.

Þorláksmessugangan verður farin frá Ásvallalaug á Völlunum kl. 19:00 að þessu sinni og mun enda á Thorsplaninu þar sem tekið verður fallega á móti göngufólki. Íshestar, Skátafélagið Hraunbúar og margir fleiri munu koma að göngunni og eru bæjarbúar hvattir til að taka þátt og búa þannig til nýja hefð í Hafnarfirði.

Spásserað eftir Austurgötunni Austurgatan er ein af perlunum í miðbænum og þar verður ýmis-legt um að vera á aðventunni. Laugardaginn 29. nóvember milli kl. 14 og 18 verða opnar vinnustofur hjá Rúnu, Ingu og Stínu að Austurgötu 17. Rúna sýnir og selur myndverk og Inga og Stína/Koffort verða með ýmsar vörur úr ull og silki. Að auki munu rit-höfundar kynna nýjar bækur sínar. Jólahúsið á Austurgötu 31 er engu líkt og Gamla matarbúðin gleður augu, munn og maga. Við mælum með að gestir Jólaþorpsins bæti Austurgötunni við á ferð sinni um jólaþorpi.

Upplestur úr jólabókumBókasafn Hafnarfjarðar verður með metnaðarfulla jóladagskrá í ár. Upplestur fyrir yngstu börnin, upplestur fyrir eldri börn, tvö stór upplestrarkvöld fyrir fullorðna. Lifandi tónlist. Kaffihúsa-stemning í samstarfi við Súfistann. Jólaorigami-föndur. Eitthvað fyrir alla á öllum aldri. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

Fimmtud. 27. nóvember kl. 20:00 - Stóra upplestrarkvöldið I.Steinar Bragi, Kata. Guðmundur Brynjólfsson, Gosbrunnurinn: sönn saga af stríði. Guðrún Eva Mínervudóttir, Englaryk. Einar Kárason, Skálmöld. Kaffihúsastemning í samstarfi við Súfistann og lifandi tónlist í hléinu.

Þriðjud. 2. desember kl. 17:00 - Jólaorigami.- Anna María kennir gestum og gangandi að búa til origami jóla-skraut.

Fimmtud. 4. desember kl. 17:00 - Upplestur fyrir eldri börn.Sigrún Eldjárn, Draugagangur á Skuggaskeri. Gunnar Helgason, Gula spjaldið í Gautaborg.

Fimmtud. 4. desember kl. 20:00 - Stóra upplestrarkvöldið IIStefán Máni, Litlu dauðarnir. Helga Guðrún Johnson, Saga þeirra, sagan mín. Ingibjörg Reynisdóttir, Rogastanz.Bryndís Björgvinsdóttir. Hafnfirðingabrandarinn. Kaffihúsastemning í samstarfi við Súfistann og lifandi tónlist í hléinu.

Sigurður Ingi Bjarnason gullsmiður er aðalhönnuður SIGN skartgrip-anna en að fyrirtækinu koma hinir ýmsu starfskraftar í gullsmíði og sölu. SIGN hefur nú verið starfandi síðan 2004 eða í 10 ár. Sign vinnustofa og verslun er staðsett í fallegu umhverfi við smábátahöfnina í Hafnarfirði. Á vinnustofunni eru hannaðir og smíðaðir skartgripir sem gjarnan endurspegla íslenska náttúru, fegurð hennar og dulúð.

Margar skartgripalínurIngi, eins og hann er kallaðar, hefur starfað sem gullsmiður í tuttugu ár og hefur fyrirtækið hans verið að vaxa og dafna á síðustu árum. „Við erum með sjö mismunandi línur undir SIGN vörumerkinu og seljum skart-gripina hér á vinnustofunni en að auki í um 30 verslunum um land allt. Þá erum við með skartgripina okkar líka til sölu í Scandinavian House í New York, um borð í flugvélum Ice-landair og víðar,“ segir Ingi.

Skartgripirnir frá SIGN eru orðnir velþekktir hjá Íslendingum sem og hjá útlendingum sem hafa heimsótt Ísland. Hjá SIGN eru flestir skartgripirnir úr silfri en einnig eru einhverjir þeirra úr stáli. Stór hluti skartgripanna er með sirkon steinum og eru þeir fáanlegir í fjölmörgum lit-um. Einnig er hægt að láta gylla silf-urskartgripina án endurgjalds og er SIGN nýbúið að taka upp rósagyll-ingu en hingað til hefur einungis hin hefðbundna gullgylling verið í boði. Því ættu allir að geta fundið eitt-hvað við sitt hæfi en hjá SIGN eru hannaðir skartgripir bæði við dömur og herra. „Við erum einmitt að setja

ýmsar nýjungar á markaðinn núna og erum t.d. að bjóða upp á rósagyllingu sem við höfum ekki verið með áður. Eins erum við líka að koma með fullt af nýjum skartgripum sem við erum búin að vera hanna í vetur og

hlökkum svo sannarlega til að sýna viðskiptavinunum nýju vörurnar,“ segir Ingi

Yoko Ono var ánægðMeðal nýju skartgripanna er fallegt hálsmen sem var í fyrstu sérstaklega

smíðað fyrir Yoko Ono. Um er að ræða barinn silfurhring á leðurfesti sem táknar eilífðina. „Hún Yoko er mikill vinur okkar og hefur tvisvar sinnum heimsótt okkur, nú síðast í haust. Yoko er áhugamanneskja um góða hönnun og að auki mikill

listamaður og fagurkeri. Okkur þykir mikil viðurkenning fólgin í því að hún velur okkar skart fram yfir ýmis-legt annað,“ segir Ingi.

Ýmsar sérpantanirAuk þess að framleiða eigin frum-hönnun í hinum ýmsu línum smíðar SIGN sérpantaða skartgripi og muni, meðal annars á stærri gripum fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki. „Margir koma jafnvel með hug-myndir að skartgripum til okkar sem við teiknum upp með þeim og smíðum sérstaklega fyrir þá og er þá um sérsmíði að ræða,“ segir Ingi. Þá er alltaf mikið um viðgerðir og end-ursmíði gamalla hluta. „Fólk kemur oft til okkar með gamla og slitna gullmuni sem við endursmíðum og lögum til,“ segir Ingi að lokum.

Söngur og lestur á aðventunni

Sign vinnustofa og verslun

Innblástur frá náttúrunni

Starfsfólk Sign vinnustofu hefur verið í önnum undanfarnar vikur við að hanna og smíða skart af ýmsu tagi.

Handtökin við silfursmíðina eru mörg.

Page 32: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

32 | Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Tískuverslunin Kona var í haust opnuð í verslunarmiðstöðunni Firði og ættu flestar konur að geta fundið þar á sig fatnað, fylgihluti og skó. „Ég er aðallega með fatnað frá dönskum hönnuðum svo sem frá fyrirtækinu C’arla Du Nord sem er ekki selt í

öðrum verslunum á landinu,“ segir Laufey Vilhjálmsdóttir, eigandi versl-unarinnar.

Toppar og peysurÍ Konu má einnig fá fatnað frá dönsku fyrirtækjunum Créton og

Mos Mosh og frá spænska fyrir-tækinu Desigual. Laufey bendir á að dönsk hönnun og framleiðsla sé búin að vera vinsæl undanfarin ár. „Þetta er gæðavara; góð merki og vandaður fatnaður. Konur sem versla hjá mér leita að vönduðum fatnaði. Fötin, sem fást hjá okkur eru yfir höfuð sígild.“ Laufey segir að hvað t.d. Cré-ton varðar þá sé um kvenleg föt að ræða. „Stíllinn í fötum frá C’arla Du Nord er grófari; meiri smáatriði svo sem hvað varðar rennilása og vasa.“

Flíkurnar eru úr vönduðum efn-um svo sem ullarblöndum, bómull

og silki og öðrum náttúruefnum. Einnig er seldur fatnaður frá öðrum merkjum en þeim sem búið er að nefna sem Laufey ætlar að athuga hvort falli í kramið hjá viðskiptavin-um sínum. Þetta eru toppar, peysur og yfirhafnir og eru ólíkur fatnað-inum frá fyrrnefndum merkjum.

Eins og áður segir ættu flestar konur að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og þá líka hvað varðar stærðir en fötin hjá Konu eru frá stærðum 36 upp í 46.

Úrval af fylgihlutumGott úrval af fylgihlutum fæst í Konu svo sem húfur, hanskar og klútar. „Svo er ég með mjög falleg skinn sem hægt er að nota sem kraga eða draga þau niður á axlir og eru þau flott svoleiðis, hvort sem við-komandi er í jakka eða kjól. Þá er ég með falleg hálsmen og armbönd frá íslenska fyrirtækinu Óskaböndum.“

Fyrir utan vandaða vöru er í versl-uninni Konu er lögð áhersla á góða og persónulega þjónustu sem allir kunna að meta.

„Þann 28. nóvember eru liðin 22 ár frá því ég opnaði búðina í Lækjar-götu 34c þannig að það er komin ágæt reynsla á reksturinn hér,“ segir Guðrún Bjarnadóttir gullsmíðameist-ari sem rekur Gullsmiðjuna við Læk-inn í Hafnarfirði. Guðrún hefur sér-

hæft sig í hönnun og smíði vandaðra skartgripa auk skarts sem hún flytur inn erlendis frá og er einnig til sölu í Gullsmiðjunni. Þá hefur Guðrún fengist talsvert við sérsmíði fyrir við-skiptavini sína, auk breytinga og við-gerða á eldri skartgripum.

Af nýsmíðaverkefnum sem Guð-rún hefur sent frá sér eru skart-gripalínurnar Foss og Lækur en í þeim er hægt að fá hringi, hálsmen, eyrnalokka og armbönd. Guðrún segist sækja hugmyndir að skart-gripum í ólíkar áttir. Þannig hafi ein hugmundin kviknað á flugi yfir Ís-landi þegar hún sá hvar á eða lækur liðaðist um landið. Þessar línur urðu innblástur að skartgripalínunni Læk. Annars segist Guðrún sjálfsagt þekkt-ust fyrir Verndarengilinn sem fékk viðurkenningu í samkeppni sem hún tók þátt í 2006. Hún hefur haldið áfram að smíða Verndarengilinn allar götur síðan enda er hann alltaf eftir-sóttur.

Guðrún segir jólaverslunina fara óvenju snemma af stað í ár. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég man eftir því að fólk byrji að kaupa jólagjafir

svona snemma. Þetta er miklu fyrr en ég hef átt að venjast,“ segir Guðrún Bjarnadóttir gullsmíðameistari.

Nú eru 22 ár frá því að Guðrún Bjarnadóttir gullsmíðameistari opnaði Gullsmiðjuna við Lækinn í Hafnarfirði.

Það er margt skartið sem fæst í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði.

Fékk hugmynd að skart-grip á flugi yfir landinu

Laufey Vilhjálmsdóttir. „Ég er aðallega með fatnað frá dönskum hönnuðum svo sem frá fyrirtækinu C’arla Du Nord sem er ekki seldur í öðrum verslunum á landinu.“

Tískuverslunin Kona

Sígild gæðavaraog góð merki

www.isfell.is

VinnufatnaðurStarfsstöðvar Ísfells og Ísnets:• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19• Ísnet Húsavík - Barðahúsi• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi• Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1• Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • [email protected]

Page 33: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014 | 33

Umsvifin í Hafnarfjarðarhöfn voru svipuð á síðasta ári og árinu 2012 en útlit er fyrir talsverðan tekjuauka á þessu ári vegna aukinna landana makrílbáta. Þetta segir Már Svein-björnsson, hafnarstjóri í Hafnar-fjarðarhöfn.

Rekstur Hafnarfjarðarhafnar hef-ur einkennst af stöðugleika. Fram til ársins 2008 var framkvæmt fyrir um tvo og hálfan milljarð króna. Verið er að greiða niður af lánum sem tekin voru vegna framkvæmdanna og gengur sú niðurgreiðsla vel. Engar nýjar framkvæmdir eru á döfinni, að sögn Más.

Þjónusta við sjávarútvegSmábátahöfnin, sem er þekkt undir nafninu Flensborgarhöfn, sem þýskir útgerðaraðilar sem stunduðu útgerð frá Hafnarfirði í um 200 ár gáfu henni, var byggð upp í kringum 1970. Már segir að hún gegni ekki hlutverki sínu fullkomlega því smábátar hafa stækkað verulega að undanförnu. Þetta kalli á breytingar og er verið að skoða með verkfræð-ingum hvernig smábátahöfnin verði stækkuð. Hugmyndin er þá óbreytt smábátahöfn fyrir minni bátana en að byggð verði upp ný höfn fyrir þá stærri.

Már segir sóknarfæri hafnarinnar felast í þjónustu við sjávarútveg og rannsóknir og námavinnslu við austurströnd Grænlands. Íslenskar

hafnir liggi vel við sem þjónustuað-ilar þar sem mun styttri sigling er til Íslands en til annarra staða sem veita þjónustu. Fyrirtaks samgöngur séu við útlönd á suðvesturhorni landsins og lítil bið eftir varahlutum sé þeirra þörf.

„Við teljum að Ísland og þar með Hafnarfjörður liggi mjög vel við þess-ari þjónustu. Þarna sjáum við klár-lega sóknarfæri í framtíðinni,“ segir Már.

Umferð skemmtiferðaskipaKoma skemmtiferðaskipa hefur hald-ist stöðug undanfarin ár í Hafnarfirði eða um tíu skip á ári. Útlit er fyrir að svipaður fjöldi skemmtiferðaskipa komi á næsta ári. Þróunin hefur verið sú að minni skemmtiferðaskip hafa komið til Hafnarfjarðar, svokölluð kynnisferðaskip. Í nánast öllum til-vikum koma þau úr norðurhöfum og við komuna til Íslands eru höfð farþegaskipti.

„Þetta byrjaði fyrir um sex árum en nú hafa nánast öll skemmtiferða-skipin, sem koma til Hafnarfjarðar-hafnar, farþegaskipti hér á landi. Þetta helgast að hluta til af auknum mengunarvarnakröfum sem veldur auknum tilkostnaði við útgerðina. Það verður því sennilega stöðugt meira um það að skipin sigldi hingað og farþegarnir komi með flugi. Þetta er að aukast einnig í Reykjavík. Þetta er jákvæð þróun því þessir ferðamenn skila mun meiri tekjum en áður hef-ur verið,“ segir Már.

Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri, í Hafnarfirði.

Frá Flensborgarhöfn. Í bakgrunni má sjá þýska skemmtiferðaskipið Deutsc-hland.

Hafnarfjarðarhöfn

Stöðugleiki í rekstrinum

Strandgötu 21 - Hafnarfirði

Page 34: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

34 | Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

„Hafnfirðingar eru okkar traustasti kúnnahópur enda vilja þeir efla verslun í sinni heimabyggð. Hingað í Skóhöllina hafa þeir komið um langt árabil og verslað skó á alla fjöl-skylduna. Eftir að við fluttum á besta stað hér á 2. hæðinni í Firði, beint á móti rúllustiganum, verða viðskipta-vinir okkar ekki í vandræðum með að finna okkur,“ segir Vigdís Grét-arsdóttir, kaupmaður í Skóhöllinni þegar við litum þar við á dögunum.

Gæðaskór á góðu verðiSkóhöllin hefur ávallt lagt áherslu á gæðaskó á góðu verði fyrir alla fjöl-skylduna; konur, karla og börn. „Ég held satt að segja að það séu ekki margar verslanir sem bjóða upp á eins mikið úrval og við í Skóhöllinni en hjá okkur ættu allir að geta fundið skó við hæfi, hvort sem það eru spari-skór eða skór til hversdagslegra nota,“ segir Vigdís.

Í Skóhöllinni má sjá mörg þekkt skómerki, t.d. dömuskó frá þýsku framleiðendunum Tamaris og Marco Tozzi, dömuskó frá portúgalska fyrir-tækinu SixMix og ítalska herraskó

frá Imac. Þá býður Skóhöllin upp á dömu- og herrasportskó frá Skechers og einnig mjög fjölbreytta línu af barnaskóm frá ýmsum framleiðend-um. Þannig mætti lengi telja.

Ökklastígvél og sokkabuxur„Skótískan gengur í bylgjum og nú eru ökklastígvélin aftur að verða vin-sæl með hæla af öllum stærðum og gerðum.“ Hún segir að þessir hefð-bundnu svörtu og brúnu litir séu allt-af vinsælastir en hönnun skófatnaðar-ins taki alltaf nokkrum breytingum, einkum í kvenskónum.

„Við höfum, auk skófatnaðarins, alltaf boðið upp á ýmsa fylgihluti eins og skóáburð, innlegg, vatnsvörn, skóreimar og þess háttar. Þá hafa Falke sokkabuxurnar og ýmsar teg-undir af herrasokkum notið mikilla vinsælda hér í búðinni.

Skóhöllin á 2. hæð í Firði er opin virka daga frá kl. 10-18 og á laugardögum frá kl. 11-16. Svo verður örugglega opið lengur þegar líða tekur að jólum enda mikilvægt að gefa öllum tækifæri til að verða sér úti um skó og ýmsa aðra muni í jólapakkann!

Birgir Sigurjónsson er rafeindavirki að mennt. Eftir að hafa starfað hjá Símanum í meira en þrjá áratugi

ákvað hann að söðla um og snúa sér að öðru. Til að byrja með var hann í innflutningi olíuvara frá Banda-ríkjunum en mál æxluðust þannig að hann gerðist umboðsaðili hér á landi fyrir sölu á hitaveiturörum og vörum þeim tengdum frá fyrirtækinu Logstor A/S í Danmörku og stofnaði hann fyrirtækið Ísrör ehf. heildversl-un sem hann hefur ásamt eiginkonu sinni, Hólmfríði Valdimarsdóttir, nú rekið í tvo áratugi. Fyrirtækið er í 600 fermetra eigin húsi að Hring-hellu 12 í Hafnarfirði.

Í þessi tuttugu ár hefur áhersla fyrirtækis þeirra hjóna verið á vörur tengdar hitaveitulögnum og eru stærstu viðskiptavinir þess orku-veitur, bændur, sumarhúsaeigendur og verktakar um land allt. Ísrör selur m.a. foreinangruð pex- og stálrör og efni því tengt frá Log-storA/S, sem er stærsti framleiðandi á þessu sviði í heiminum. Aðrar vörur sem Ísrör er með eru m.a. inntaks-skápar fyrir hitaveitulögn, geymslu-skápar fyrir gashylki, tengiskápar fyrir ljósleðara- og kapalkerfi, lokar, ídráttarbarkar, varúðarborðar o.fl.

„Nýtt á þessum markaði eru

sveigjanlegri foreinangruð pexrör, en þau eru þrisvar sinnum sveigjanlegri en eldri gerð sem þó eru enn fram-leidd. Vegna sveigjanleikans hentar þessi nýja gerð t.d. mjög vel fyrir heimæðar í hús. Og svo í allt öðrum

geira, þá erum við með tréramma um grænmetis- og blómabeð ásamt plast-borðum sem hindra vöxt á grasi inn á moldarbeð,“ segir Birgir.

„Auðvitað minnkaði umsetningin á þessu sviði eins og öðru í þjóðfélag-inu í kjölfarið á efnahagshruninum en landið er greinilega að rísa aftur,“ segir Birgir og bætir við að margir stórir aðilar hafi mjög haldið að sér höndum með viðhaldsframkvæmdir undanfarin ár en von sé til þess að á næsta ári verði boðin út stór við-haldsverkefni.

„Við erum að þjónusta veitufyrir-tæki út um allt land og við höfum átt aðild að mörgum stórum veitufram-kvæmdum á undanförnum árum. Síðasta stóra nýframkvæmdin sem við komum að var nýja hitaveitan á Skagaströnd. Og það eru fleiri veitu-framkvæmdir á döfinni, bæði í dreif- og þéttbýli,“ segir Birgir og kann því vel að vinna í þessum sérhæfða heimi hitaveituröra og vara tengdum þeim. „Þetta er skemmtilegt og það er ákveðinn kostur að reka sitt eigið fyrirtæki og vera sinn eiginn herra,“ segir hann. Reyndar hefur hann áhuga á ýmsu öðru eins og t.d. hesta-mennsku og fornbílum.

Hjónin Hólmfríður Valdimarsdóttir og Birgir Sigurjónsson reka Ísrör ehf.

Vörur tengdar hitaveitulögnum eru sérsvið fyrirtækisins.

w w w . f j o r u k r a i n . i s P ö n t u n a r s . 5 6 5 1 2 1 3

1. Jólapakki: Gisting og jólahlaðborð Tveggja manna herbergi kr. 13.700 á mann Gildir frá 21 nóv 2014

- ATH. Morgunmatur innifalinn í öllum pökkum. Tilboð gilda til 15. apríl 2015. Aukagistinótt kostar kr. 5.000 á mann fyrir tveggja manna herbergi.

Heitur pottur og sauna !

Glæsileg herbergi

Syngjandi valkyrjur og víkingar Fordrykkur í Hellinum

Jólahlaðborð í Fjörugarðinum

Þriggja rétta kvöldverður

Ómótstæðileg vetrartilboðÓmótstæðileg vetrartilboð

4. Árshátíðarpakki: Gisting með fordrykk og þriggja rétta hátíðarkvöldverði í Fjörugarðinum Tveggja manna herbergi kr. 14.000 á mann

Gildir til 15 apríl 2015

3. Þorrapakki: Gisting og fordrykkur með þorrahlaðborði í Fjörugarðinum Tveggja manna herbergi kr. 13.700 á mann

Gildir til 15 apríl 2015

2. Sælkerapakki: Gisting og kvöldverður með þriggja rétta sælkeraveislu í Fjörunni Tveggja manna herbergi kr. 13.300 á mann Gildir til 15 apríl 2015

Ísrör ehf. í Hafnarfirði:

Góðir í hitaveitulögnum

Vigdís Grétarsdóttir kaupmaður segir að allir geti fundið skó við sitt hæfi í Skóhöllinni.

Hafnfirðingar versla í Skóhöllinni

Sígild gæðavara og góð merki

Fjarðargötu 13, Hafnarfirði - Sími 555 1557

Page 35: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014 | 35

H-Berg ehf | S. 565-6500 | [email protected] | hberg.is

Kókosolía Sætuefni Vöfflumix Agave síróp dökkt Agave síróp ljóst

Nýjar vörur frá H-Berg

FRÁBÆRT

VERÐ

Fjörukráin í Hafnarfirði er komin í hátíðarbúninginn og rómað jólahlað-borð staðarins var í boði í fyrsta þetta árið um síðustu helgi. Fjörukráin á sér ótal fastakúnna sem halda tryggð við staðinn og koma margir að til þess að upplifa þá sérstöku stemningu sem einkennir þetta skemmtilega veitingahús í hjarta Hafnarfjarðar.

Óhætt er að segja að Fjörukráin eigi sér enga hliðstæðu í annars fjöl-breyttri flóru íslenskra veitingastaða. Innréttingar og skreytingar, sem allar eru í víkingastíl, færa staðnum heillandi yfirbragð. Á meðan gestir njóta fjölbreytts úrvals rétta af jóla-hlaðborði skemmtir söngveit gestum en sveitina skipa þau Kjartan Ólafs-son, Elín Ósk, Svava Kristín Ingólfs-dóttir og Ólafur Árni Bjarnason.

Frábær nýting á gistingu Jóhannes Viðar Bjarnason stofnsetti Fjörukrána þann 10. maí 1990 og því styttist óðum í aldarfjórðungsaf-mælið. Þótt Fjörukráin sé hjartað í þeirri starfsemi, sem hefur vaxið og dafnað í miðbæ Hafnarfjarðar í bráðum 25 ár og er nú þekkt sem Víkingaþorpið, rekur Jóhannes einn-ig Hótel Víking, þar sem boðið er upp á gistingu í 42 herbergjum. Að auki er gisting í boði í 14 smáhýsum, sem hvert um sig getur tekið allt að sex manns.

„Maður hefur ekki alltaf verið með vindinn í bakið á þessum bráð-um 25 árum og það er því ánægjulegt

að upplifa þá miklu aukningu sem orðið hefur í ferðaþjónustunni. Við höfum horft til Reykjavíkur sem stóra bróður í þessu tilliti en nú er svo komið að nýtingin á gistirýminu okkar er orðin eins og á best gerist í borginni.“

Hlið á ÁlftanesiJóhannes er sannkallaður frumkvöð-ull. Samhliða stórhuga uppbyggingu í kringum Fjörukrána hefur hann blásið lífi í hinn fornfræga stað, Hlið á Álftanesi. Þar er nú í boði gisting og veitingar í einstöku umhverfi, í

raun í fullkominni náttúrukyrrð en samt aðeins steinsnar frá ys og þys höfuðborgarsvæðisins. „Fólk sem gistir þarna upplifir sig í raun eins og það sé á eyju enda alveg við fjöru-borðið og fuglalífið með magnað útsýni yfir Faxaflóann og Reykjanesið

og Snæfellsnesið við ystu sjónar-rönd,“ segir Jóhannes.

Jóhannes stendur hér brosmildur við jólasveininn sem hefur fengið að tylla sér í skut víkingaskipsins í tilefni jólahlaðborðsins.

Fjörukráin er notalegur veitingastaður sem hefur skapað sér nafn langt út fyrir bæjarmörkin.

Jólahlaðborð Fjörukráarinnar

Góður matur og glaðleg stemning

Page 36: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

36 | Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Fyrirtækið Markus Lifenet ehf. er hafnfirskt í húð og hár og fram-kvæmdaartjórinn, Pétur Pétursson, er stoltur af uppruna þess. Fyrirtækinu hefur jafnt og þétt vaxið fiskur um hrygg á síðustu áratugum en róður-inn hefur stundum verið þungur. Nú starfa 10 manns hjá Markus Lifenet ehf. og viðskiptavinir þess eru um heim allan.

Bjart er framundan að sögn fram-kvæmdastjórans en Markus Lifenet ehf. nýtur nú umtalsverðs meðbyrs í kjölfar þess að Pétur var fenginn til þess að leiða vinnu við gerð al-þjóðlegs ISO staðals um allan búnað sem lýtur að björgun úr sjó. Sú vinna beindi sjónum að fyrirtækinu og því frumkvöðlastarfi sem þar hefur verði unnið síðustu áratugi. Pétur segir að við gerð staðalsins hafi verið lögð áhersla á mannlega þáttinn og sér-

stakur gaumur gefinn að hugtakinu „björgunarhugsun“ enda er björgun úr sjávarháska við erfiðar aðstæður grafalvarlegt mál.

Meðfærilegt og einfalt„Það er auðvitað ekki sjálfgefið að sá sem stendur frammi fyrir því að þurfa að stökkva út í ískalt haf til að bjarga skipsfélaga sínum úr háska viti hvernig hann á að bregðast við. Það er síður en svo sjálfgefið að allir hafi þann kjark og yfirvegun sem til þarf á slíkri stundu en björgunarnetið okkar hefur margsannað gildi sitt við erfiðar aðstæður. Það er með-færilegt og einfalt auk þess að vera ódýrari kostur en samkeppnisaðilar eru að bjóða úti í heimi. Flest okkar björgunarnet bjóða upp á að einn dekkmaður komi búnaðinum í sjó á

nokkrum sekúndum og tveir til fjórir dekkmenn lyfti manni með handafli um borð. Okkar búnað má einnig nota með krana,“ segir Pétur.

Óbilandi trúUm þessar mundir er því fagnað að 35 ár eru frá því Markús B. Þorgeirs-son skipstjóri hóf að þróa hugmynd sína Markúsarnetið (Björgunarnetið Markús), búnað til að bjarga mönn-um úr sjó. Hugmyndin þótti á sínum tíma nýstárleg, en jafnframt einföld. Engan hefði órað fyrir því þá en í dag er þessi björgunarbúnaður leiðandi á sínu sviði í heiminum, þökk sé frum-kvöðlinum Markúsi Þorgeirssyni og þrautseigju Péturs í þrjá áratugi og óbilandi trú hans á hafnfirska hug-vitið.

Vaxandi vitund er á meðal útgerða um mikilvægi þess að bæta vinnu-umhverfi áhafna um borð í skipum. Lengi vel var áherslan einkum lögð á að draga úr útblæstri og svokallaðri ytri mengun en minni gaumur gef-inn að þeim heilsufarsvandamálum sem fylgja innri mengun í skipum. Þar er einkum um að ræða mengun í vélarrúmi; olía, olíugufur og snefil-efni sem og loftmegnun frá útblæstri í vistarverum skipverja.

Véltak ehf. í Hafnarfirði sérhæfir sig í ástandsgreiningu og úrlausnum á þessu sviði. Guðbjartur Einarsson vélfræðingur hefur sinnt verkefnum af þessum toga í bráðum aldarfjórð-ung og leitun er að manni með meiri reynslu og þekkingu í þessum geira. Hann segir að umtalsverð viðhorfs-breyting hafi orðið á síðustu árum hjá vélstjórum og útgerðarstjórum.

Greinir ástand olíunnar„Menn eru smám saman að átta sig á því að það skiptir öllu máli fyrir end-ingu atvinnutækja að viðhaldi þeirra sé sinnt með viðunandi hætti. Olía á þrýstikerfum, svokallaðir glussar, eru þar auðvitað ekki undanskildir. Í nýrri gröfu er kannski þriðjungi alls búnaðar stýrt með olíuþrýstikerfum og því mikilægt að endurnýja olíu á þeim kerfum rétt eins og á sjálfri aðalvél tækisins,“ segir Guðbjartur sem fjárfest hefur í þýskum grein-ingartækjum sem geta með ótrúlegri nákvæmni sagt til um ástand olíu á vökvakerfum.

Véltak ehf. er 44 ára gamalt fyrir-tæki, sem varð til þegar Guðbjartur fékk stóran vinning í Happdrætti Háskóla Íslands á sínum tíma og ákvað að nýta vinninginn til þess að koma fótunum undir eigin rekstur.

Þegar best lét störfuðu 25-30 manns hjá fyrirtækinu en straumhvörf urðu í rekstrinum þegar hann flutti til Noregs og starfaði þar um fimm ára skeið.

Hugljómun í NoregiÍ Noregi hreifst Guðbjartur af um-hverfisvitund heimamanna og sneri heimleiðis með breytta sýn á til-veruna. Upp frá þeim tíma hefur starfsemi Véltaks ehf. snúist um þjónustu sem miðar í senn að því

að bæta starfsumhverfi og draga úr umhverfisáhrifum. „Við eigum enn talsvert í það að ná frændum okkar og það er enn víða þörf á úrbótum en þetta þokast allt í rétta átt,“ segir Guðbjartur.

Guðbjartur með olíusýni við greiningartækin sem segja af nákvæmni til um ástand olíunnar.

Véltak ehf.:

Lausnir til að draga úr olíu- og sótmengun

Markus Lifenet ehf.:

Hafnfirskt hugvit hefur sannað gildi sitt

Pétur Th. Pétursson, framkvæmdastjóri Markus Lifenet ehf.

STAHL kranar og talíur

Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19• Ísnet Húsavík - Barðahúsi• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi• Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1• Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • [email protected]

www.isfell.is

Sérsmíði - Göngugreiningar

Skóbreytingar - Almennar skóviðgerðir

Stoðtækni ehf.

Jón Gestur Ármannsson sjúkraskósmiðurLækjargötu 34a - 220 Hafnarfjörður - Símar: 533 1314 & 433 1516 - [email protected]

Page 37: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014 | 37

Tendrað á tveimur vina-bæjartrjám

Hafnarfjarðarbær fær tvö vegleg jólatré að gjöf frá vina-bæjum sínum í Þýskalandi og Danmörku þessi jólin og verða þau tendruð nk. laugardag, 29. nóvember. Annað tréð kemur frá Fredriksbergi en hitt frá Cuxhaven og koma sendiherr-ar landanna til þess að vera við tendrunina.

Fyrst verður hátíðarsam-koma í kringum tendrunina á Cuxhaventrénu kl. 15:00 en það tré er staðsett við Flens-borgarhöfnina. Síðdegis eða kl. 17:00 verður mikið um dýrðir þegar tendrað er á trénu frá Danmörku enda trónir það í miðju Jólaþorpsins.

Það er því mikið um að vera í Hafnarfirði laugardaginn 29. nóvember!

Verslunin Sigga og Timo gullsmíði í Hafnarfirði er rekin af hjónum sem bæði eru gullsmiðir og ber fyrirtækið nöfn þeirra beggja. Nú eru liðin 21 ár síðan þau opnuðu verslunina við Strandgötuna, sem nú er ásamt verk-stæði þeirra í glæsilegu húsnæði á horni Linnetsstígs og Strandgötu í Hafnarfirði.

Sigga er borin og barnfædd í Hafnarfirði en Timo er frá Finn-landi, litlum bæ sem ber nafnið Rauma og er ekki svo ólíkur Hafnar-firði. Viðskiptavinir þeirra koma ekki einungis úr Hafnarfirði heldur víðar að, meira að segja frá útlöndum. Í metnaðarfullu handverksfyrirtæki verður hópurinn líkur fjölskyldu, þannig er andrúmsloftið í verslun þeirra Siggu og Timo.

Perónugerðir skartgripirSigga og Timo hafa verið dugleg við að tileinka sér nýjustu tækni við skartgripasmíði. Nýjast í hönnun þeirra er að þau skanna inn fingrafar fólks, fótafar nýbura eða barnateikn-ingar og færa yfir á skartgripi. Þannig taka viðskiptavinirnir þátt í hönnun skartgripsins sem eru þannig pers-ónugerðir á mjög sérstakan hátt.

80% af allri hönnun Siggu og Timo er nú demantsskartgripir. „Það segir okkur að nú sé fólk að rétta úr kútnum og farið að kaupa dýrari skartgripi aftur sem betur fer,“ segir Sigga.

Finnskt og flottÞau Sigga og Timo sækja mikið af hugmyndum í hönnun sína til Finnlands auk þess sem þau hafa ráðið finnska gullsmiði í vinnu. Sem dæmi má nefna að bærinn Rauma er þekktur fyrir knipplinga sem Sigga segir að hafi haft sín áhrif. Þau hjónin voru stödd á sýningu í Finn-landi fyrir nokkru og þar rakst Sigga á konur sem voru að hanna og sauma úr finnskum ref. Hún ákvað að prófa að flytja inn nokkur eintök af vöru þeirra sem var sérlega vel tekið meðal viðskiptavina þeirra. „Fólk var mjög ánægt með verðið sem við gátum boðið af því við flytjum vöruna inn beint frá framleiðandanum,“ segir Sigga.

Doppurnar í hönnuninniSynir þeirra Siggu og Timo hafa verið mikið með þeim á verkstæðinu í gegnum tíðina. „Annar þeirra vildi eitt sinn búa til broddgölt sem hann langaði að gefa ömmu sinni og úr þeim vangaveltum hans og vinnu urðu til doppurnar sem við vinnum mikið með. Á hverju ári búum við til skartgrip í þessari „broddgaltarlínu“ segir Sigga brosandi, hæstánægð með aðkomu sona þeirra að hönnuninni.

Sigga og Timo eru bæði skartgripahönnuðir.Doppurnar, sem sonur Siggu og Timo hannaði, er einkennismerki þeirra.

Fingrafar á giftingarhringjum.

Einstakir skartgripir hjá Siggu og Timo

Page 38: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

38 | Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Jón Rúnar Arilíusson er margverð-launaður bakarameistari sem rekur bakaríið Kökulist í Firði í Hafnar-firði. Þar hefur hann verið síðan 1999, fyrst með hefðbundið bakarí en síðan þróaðist reksturinn og nú er þar rekið bakarí og konditori þar sem hægt er að setjast niður og njóta veitinganna sem reiddar eru fram á staðnum.

„Hér lögum við súrdeigsbrauð, samlokur, létta rétti og sitthvað fleira í kútinn til að fleyta mönnum í gegnum daginn,“ segir Jón Rúnar. Hann segir að brauðin þeirri hafi þá sérstöðu að vera nokkurs konar aftur-hvarf til fortíðar. Ekkert ger, enginn sykur og engin olía. „Nútímamaður-inn lætur svo mikið af alls kyns auka-

efnum ofan í sig að alls konar óþol er orðið mjög útbreytt. Brauðin okkar hafa því mælst mjög vel fyrir og hingað kemur fólk langt að til að ná-lagast þau og keyrir framhjá ótal öðr-um bakaríum á leiðinni.“ Hann segir að hópurinn, sem geri sér grein fyrir sérstöðu brauðanna hjá Kökulist, fari ört stækkandi og hann viti bæði um hómopata og lækna sem mæli með þeim.Veisluþjónustan okkar hefur líka vaxið og dafnað í gegnum árin og eigum við stóran kúnnahóp í dag sem treystir okkur aftur og aftur fyrir því þegar halda skal veislu.

Líflegar umræðurEins og títt er um veitingastaði hefur Kökulist eignast marga fasta

viðskiptavini í gegnum tíðina. Jón Rúnar segir að margir tali um kaffi-húsið þeirra sem sjálfan Gaflinn í Hafnarfirði, sem menn setjist undir til að spjalla saman. „Það koma hingað margir eldri Hafnfirðingar og eins og við er að búast ber pólitíkina oft á góma. Hafnarfjörður er sósíal-demókratískur bær þannig að það er oft heitt í kolunum, sérstaklega núna þegar kratarnir eru ekki við

stjórnvölinn í bænum.“ Sjálfur segist Jón Rúnar vera aðfluttur Gaflari. Langamma hans hafi verið Hafnfirð-ingur en amma hans hafi flutti í bæ-inn þar sem hún ól föður hans. Síðan hafi hann sjálfur skilað sér til baka í Fjörðinn. „Það nægir til að geta talist aðfluttur Gaflari. Ég er tilbúinn að karpa um það fram í rauðan dauð-ann.“

Jón Rúnar segir feykilega gaman

í Firðinum fyrir jólin. Umhverfið sé rólegt og kjörið til að sinna jóla-undirbúningi og Jólaþorpið sé nánast á planinu við verslunarmiðstöðina Fjörð. „Það eru margir sem koma í Hafnarfjörð til að sækja jólaskapið enda er rólegt og afslappað umhverfi hérna,“ segir Jón Rúnar Arilíusson.

Steinunn Thorsteinsdóttir rekur verslunina Kaki í Strandgötunni. Hún er fatahönnuður sjálf og sjá má hönnun hennar í versluninni auk fransks tískufatnaðar.

Steinunn stofnaði Kaki 1995 og var hún fyrst til húsa í Strand-götunni í Hafnarfirði. Fljótlega flutti hún verslunina í verslunarmið-stöðina Fjörðinn. Eftir að hafa verið í rekstri með föt í nokkur ár opnaði hún gjafavöruverslun í Smáralind. Steinunn sá fljótlega að það átti ekki

við hana og ákvað að halda aftur í Strandgötuna þar sem hún er búin að selja fatnað í 11 ár.

„Hér er yndislegt að vera því allt er svo persónulegt. Fólk gefur sér tíma í rólegheitum og fær góða og persónulega þjónustu og ráðlegg-ingar hjá okkur en við erum tvær í Kaki sem erum lærðir stílistar,“ segir Steinunn. Íslenska línan í Kaki heitir Monro Design og er hönnuð í versl-uninni en saumuð bæði hérlendis og erlendis. Monro Desin hefur notið vaxandi vinsælda hér á landi síðast-liðin ár. Steinunn Thorsteinsdóttir, eigandi

Kaki.

Dæmi um fallega hönnun Steinunnar undir nafninu Monro design.

Íslensk og frönsk hönnun í Kaki

Jón Rúnar Arilíusson bakarameistari segir bæði hómopata og lækna hafa mælt með brauðunum frá Kökulist.

Bakaríið Kökulist

Fólk kemur langt að til ná í súrdeigsbrauðið

Markmið okkar er að hanna og sauma þægilegan, klæðilegan og einfaldan fatnað á konur á öllum aldri, við leggjum mikið uppúr því að

bjóða uppá góða vöru, úr góðum efnum og vandaðan frágang.

Einnig bjóðum við viðskiptavinum okkar uppá að aðlaga kjólana og leggingsbuxurnar að sínum þörfum og stærðum.

Íslensk hönnun

Page 39: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014 | 39

Hjónin Ragnhildur Jónsdóttir og Lárus Vilhjálmsson eru bæði Gafl-arar í húð og hár, þau búa í Hafnar-firði og reka Álfagarðinn – miðstöð álfa og huldufólks í Hellisgerði við Reykjavíkurveg. Álfagarðurinn er fyrst og fremst opinn eftir hádegi yfir sumarmánuðina en yfir veturinn er hann opinn í tengslum við ýmsa viðburði og einnig er þá, með því að hafa samband við þau hjónin, hægt að koma í heimsókn með hópa og fara í álfagöngu um Hellisgerði með Ragnhildi. Núna á aðventunni verð-ur Álfagarðurinn opinn allar helgar, laugardaga og sunnudaga, á opnunar-tíma Jólaþorpsins.

Eins og nafnið Álfagarðurinn ber með sér er áherslan þar á ýmis-legt sem tengist álfum og huldufólki. Boðið er m.a. upp á bækur, listmuni og handverk sem tengjast álfum og öðrum verum í Álfaheimum. Einnig er þar í boði lífrænt huldufólkskaffi og jurtate samkvæmt uppskrift frá álfkonu sem býr í Hellisgerði.

„Við erum með þessa starfsemi í litlu húsi í Hellisgerði sem er í eigu bæjarfélagsins. Við byrjuðum með þetta sumarið 2011 og vissum hreint ekki út í hvað við vorum að fara. En það hefur komið skemmtilega á óvart

hversu vel þetta hefur gengið og við höfum fengið jákvæð viðbrögð frá bæði Íslendingum sem hafa sótt okk-ur heim og ekki síður útlendingum. Þeim þykir auðvitað fróðlegt að vita af hverju álfa- og huldufólkstrú er meiri hér á landi en gengur og ger-ist. Ég hugsa að sé það sé ekki ein

skýring á því en ég segi útlendingum gjarnan að það kunni að tengjast því hversu nálægt við erum náttúrunni og hversu háð við Íslendingar erum henni á ýmsan hátt,“ segir Ragnhild-ur jónsdóttir.

Ragnhildur hefur frá blautu barnsbeini verið skyggn og sér á degi

hverjum ýmsar verur í kringum sig. „Sem krakki lék ég mér oft í Hellis-gerði. Þetta er afar sérstakur staður og þar er mikið af álfum, huldufólki og dvergum. Þarna er meðal annars álfakirkja og höll huldufólksins. Það var því engin tilviljun að við ákváð-um að byggja þessa starfsemi upp í Hellisgerði. Álfar eru almennt mjög húmorískir og þeir vilja meiri teng-ingu og samvinnu við mannfólkið til þess að við getum búið hér á jörðinni um ókomna tíð,“ segir Ragnhildur sem hefur víða komið við í andlegum málum, m.a. verið miðill, starfað við heilun og lesið í spil og steina.

Ragnhildur Jónsdóttir rekur Álfagarðinn ásamt eiginmanni sínum, Lárusi Vil-hjálmssyni. Mynd: Rannveig Sigurgeirsdóttir.

Ýmsar bækur eru á boðstólum í Álfa-garðinum, m.a. bók sem Ragnhildur hefur tekið saman um álfana og huldufólkið í Hellisgerði. Mynd: Ragnhildur Jónsdóttir.

Í Álfagarðinum eru ýmsir listmunir og handverk sem tengjast álfum og öðrum verum. Mynd: Ragnhildur Jónsdóttir.

Álfar eru húmorískir

Opið allar helgar á aðventunni í Álfagarðinum í Hellisgerði

Opið til 21 virka daga og 17 um helgar.

YFIRNÁTTÚRULEGURVEITINGASTAÐURÍ HAFNARBORG

Strandgötu 34 · Sími 553 1111

www.glo.is · #gloiceland

Page 40: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

40 | Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Lækjargötu 34c – Hafnarfirði – Sími 565 4453

Skartgripir í úrvali

Hó, hó, hó Jólafötin eru komin í Dalakofann

10% afsláttur fyrir eldri borgara Verið velkomnar

Verslunin Dalakofinn Firði Hafnarfirði - Sími 5554295

Kjötkompaní við Dalshraun 13 í Hafnarfirði var stofnað 2009 af Jóni Erni Stefánssyni matreiðslumeistara. „Heildarlausnir í veisluna“ er slagorð verslunarinnar en mikil áhersla er lögð á ráðleggingar fagmanna fyrir-tækisins varðandi veisluföng.

Í Kjötkompaníinu eru tilbúnir veisluréttir í boði, hvort sem eru for-, aðal- eða eftirréttir auk margskonar meðlætis og fjölbreyttra sósa. Ýmis-konar smáréttir eins og tapasréttir eru gríðarlega vinsælir allt árið en nú er jólahlaðborðatíminn í algleymingi og í Kjötkompaní geta minni hópar sem stærri keypt tilbúið hlaðborð. Mikið er um að fyrirtæki óski eftir jólahlaðborðum til að halda í heima-húsum og þá finna fagmennirnir í Kjötkompaní bestu lausnina. Heima-síða fyrirtækisins sýnir geysilegt úrval smárra sem stórra rétta. Auk þess er að finna ferskt hráefni í verslun fyrir-tækisins og ráðleggja fagmennirnir viðskiptavinum hvernig best megi fara með það.

Fagmennirnir í Kjötkompaníi ráðleggja viðskiptavinum um hvernig best megi fara með hráefnið.

Jón Örn Stefánsson matreiðslumeistari.

Við Strandgötu 9 í miðbæ Hafnar-fjarðar hafa hjónin Birgir Finnboga-son og Hrafnhildur Blomsterberg rekið kaffihúsið Súfistann frá árinu 1994. Tveimur árum síðar opnuðu þau einnig Súfistann í Reykjavík í húsi Máls og menningar við Lauga-veg og var það jafnframt fyrsta bóka-kaffið á Íslandi. Í dag er það dóttir þeirra Hjördís Birgisdóttir og maki hennar sem sjá um daglegan rekstur.

„Súfistinn skipar mjög ákveð-inn sess í bæjarlífinu hér í miðbæ Hafnarfjarðar. Hingað kemur mikill fjöldi fólks á hverjum degi þannig að stundum mætti líkja kaffihús-inu við umferðamiðstöð en allir eiga gestir okkar það sameiginlegt að langa í gott kaffi og meðlæti og að hitta mann og annan,“ segir Hjördís Birgisdóttir. Hún segir að sérstaða Súfistans felist meðal annars í því að kaffibrennsla hefur alla tíð verið rekin samhliða kaffihúsunum. „Við erum með okkar eigin kaffiblöndur sem fást einungis á Súfistanum,“ segir Hjördís en bætir því við að allt kaffi sé hægt að kaupa í lausasölu á Súfistanum í Hafnarfirði.

Allar veitingar sem bornar eru fram á Súfistanum eru matreiddar og bakaðar á staðnum. Hjördís segir matseðilinn í stöðugri þróun og nú sé

boðið upp á hollar og góðar súpur í bland við ýmsa fjölbreytta rétti. „Við leggjum mikið upp úr því að skapa heimilislega og notalega stemningu hjá okkur á Súfistanum þar sem við-skiptavinir geta gætt sér á nýristuðu kaffi, heimabökuðum hnallþórum sem við erum ákaflega stolt af ásamt öðrum veitingum,“ segir Hjördís Birgisdóttir.

Súfistinn í hjarta Hafnarfjarðar

„Sérstaða Súfistans felst meðal annars í því að kaffibrennsla hefur alla tíð verið rekin samhliða kaffihúsunum,“ segir Hjördís Birgisdóttir.

Kjötkompaní

Heildarlausnir í veisluna

Page 41: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014 | 41

Góð gisting fyrir hópa jafnt sem einstaklinga

Hótel Hafnarfjörður - Reykjavíkurvegi 72 - Hafnarfjörður - Sími 540 9700 - [email protected] - www. hhotel.is

„Nú gengur í garð skemmtilegt tíma-bil hjá okkur þegar jólin nálgast. Við erum þó búin að hugsa um þessi jól lengi en til þess að allt gangi upp og allt sé tilbúið á réttum tíma þá þarf skipulagið að vera gott. Við erum búin að vinna í jólalínunni síðan í vor og fórum á efnasýningu fyrir þetta tímabil í febrúar þannig að það má segja að jólin eigi sér langan að-draganda í okkar geira,“ segir Andr-ea Magnúsdóttir fatahönnuður, sem rekur verslunina AndreA við Strand-götuna í Hafnarfirði.

Í versluninni selur Andrea hönn-un sína undir undir vörumerkinu AndreA og ByBlack en auk þess er hún með litla barnafatalínu ásamt Magndísi A. Waage sem heitir Mí-nímí. Hún fæst einnig í versluninni á Strandgötu. Andrea hefur notið mikillar velgengni frá því að hönnun hennar kom inn á íslenskan markað árið 2009.

Skemmtilegur tímiÞótt undirbúningurinn að jólunum sé langur hjá Andreu segir hún þennan tíma árs vera einhvern þann skemmtilegasta. „Bæði er fatnaðurinn hátíðlegri og fínni og viðskiptavinir okkar og við allar í versluninni í sér-stökum jólagír. Ég gæti ekki hugsað mér jól án þess að vinna í verslun það er bara svo hátíðlegt og skemmtilegt.“

Andrea útskrifaðist úr fatahönn-unarnámi í Kaupmannahöfn vorið 2009. Hún og eiginmaður hennar,

Ólafur Ólason arkitekt og grafískur hönnuður, sem einnig var í námi í Kaupmannahöfn á sama tíma, not-uðu síðustu önnina til þess að stofna fyrirtæki og merki ásamt því að und-irbúa fyrstu framleiðslu merkisins og vefverslun þar sem Andrea ætlaði að

selja hönnun sína eftir heimkomuna. Samhliða vefversluninni opnuðu hún og Ólafur verslun við Strandgötu í heimabænum Hafnarfirði.

Með bros á vör og gleði í hjartaÞað er skemmst frá því að segja að

hönnun Andreu er skemmtileg og kærkomin viðbót við annars fjöl-breytta flóru í íslenskri fatahönnun. Hún segir mikla vinnu liggja að baki hverri fatalínu sem unnin sé af hæfi-leikaríku teymi.

„Akkúrat núna er búðin eins og

girnilegur konfektkassi – fullur af góðgæti sem gleður augað og sálina. Okkur hlakkar til að taka á móti við-skiptavinum okkar í jólaösinni með bros á vör og gleði í hjarta,“ segir fatahönnuðurinn Andrea Magnús-dóttir.

„Jólin eiga sér langan aðdraganda í okkar geira“– segir fatahönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir sem hefur slegið í gegn með hönnun sinni

Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður, sem rekur verslunina AndreA við Strand-götuna í Hafnarfirði ásamt manni sínum Ólafi Ólasyni.

„Akkúrat núna er búðin eins og girnilegur konfektkassi – fullur af góðgæti sem gleður augað og sálina,“ segir Andrea í samtali.

Page 42: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

42 | Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Lögð er áhersla á mikið og glæsilegt úrval af nærfatnaði, aðhaldsfatnaði og náttfatnaði í HB búðinni sem hefur verið rekin við Strandgötu í 21 ár. Góð þjónusta er einkennandi fyrir

verslunina. „Markmiðið er að vera með eitthvað fyrir allar konur,“ segir Alexandra Fanney Jóhannsdóttir verslunarstjóri.

„Við leggjum fyrst og fremst áherslu á nærfatnað og bjóðum upp á mikið úrval af stærðum. Nær-

fatnaðurinn er frá bandarísku fram-leiðendunum Bali og Maidenform ásamt fleirum. Á hverju ári koma ný snið og nýir litir af brjóstahöldurum en við erum einnig með klassískar týpur sem fara aldrei úr tísku, eins og t.d.frá Bali, en sumir þeirra hafa verið í framleiðslu í allt að 20 ár. Mikil áhersla er lögð á að brjóstahaldararnir veiti góðan stuðning, séu þægilegir og endingagóðir og að sjálfsögðu líka fallegir,“ segir Alexandra Fanney.

Svart er alltaf sígilt„Við erum líka með mikið úrval af nærbuxum frá sömu framleiðendum og eins og brjóstahaldararnir fást þær í hinum ýmsu sniðum, stærðum og litum. En þegar það kemur að því að velja sér nærföt skiptir öllu máli að fá góða þjónustu, hvort sem þú vitir nákvæmlega hvað þú vilt og hvað þig vantar eða ekki. Allt okkar starfsfólk hefur margra ára reynslu og mikla þekkingu á nærfatnaði.“

Hvað varðar tískuna þegar kemur að nærfatnaði segir Alexandra Fanney að svart sé sígilt. „Svart með fallegri blúndu er skemmtileg tilbreyting en það er líka skemmtilegt að eiga liti til að lífga uppá tilveruna og þá er rautt eða bleikt mjög vinsælt. Annars velt-ur þetta einnig á árstíðum og hvernig okkur líður hverju sinni.“ Þá fæst í

versluninni mikið úrval af aðhalds-fatnaði.

Ýmiss konar mynsturMikið úrval af náttfötum og nátt-sloppum fæst í versluninni, bæði fyrir dömur og í ár aukið úrval fyrir herra. Náttfötin eru framleidd í Banda-ríkjunum, Danmörku og Bretlandi. „Hjá okkur fást náttföt í ýmsum sniðum og stærðum, þar að auki mikið úrval af stærri stærðum,“ segir Alexandra Fanney en lögð er áhersla á þægindi hvað varðar náttfatnað líkt og nærfatnað. Hún segir að náttfötin fylgi ekki sömu reglum og nærfötin. „Við erum opnari fyrir fleiri litum og ýmiss konar mynstrum þegar kemur að náttfötum. Svo hvort sem þú leitar að einhverju einföldu og látlausu eða viljir litríkt og mynstrað þá finnur þú það hjá okkur.“

Það líður að jólum og margir sem gefa konunni nærfatnað eða náttföt í jólagjöf. „Það er mjög gott að vita hvaða stærð konan notar; langflestir hafa kíkt á gamla brjóstahaldara, nærbuxur eða náttföt til að athuga þetta. Snið og liti er svo lítið mál að finna út í sameiningu. Það er eitt-hvað svo rómantískt og huggulegt að fá nærfatnað eða náttfatnað frá elsk-unni sinni.“

Kuðunga-lína frá Fríðu skartFríða Jónsdóttir útskrifaðist sem gull-smiður 1992 og heillaðist snemma af alþýðulist. Hún nýtir nærumhverfi sitt í hönnun sína og hefur hlotið verðlaun fyrir.

Fríða er nú að setja nýja línu á markaðinn en þar er hún er að vinna með símunstur úr kuðungum, út-færsla sem er innblásin af skreyttum vindlakössum, þar sem formæður okkar notuðu kuðunga og skeljar til skrauts á töluboxin sín. Fríða segir að kuðungarnir séu búnir að trufla hana í mörg ár og nú hafi þeir brotist út í sköpun hennar á skartgripum.

Opið hús, þar sem nýja línan er kynnt, verður fimmtudagskvölið 27. nóvember í versuninni við Strand-götuna. „Allir hjartanlega velkomnir og opið verður til kl. 22.00,“ segir Fríða að lokum.

Kuðungar og skeljar eru innblástur Fríðu.

HB búðin

Mikið úrval og góð þjónusta

Alexandra Fanney Jóhannsdóttir í HB búðinni. „Við leggjum fyrst og fremst áherslu á nærfatnað og bjóðum upp á mikið úrval af stærðum.“

Page 43: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014 | 43

RE/MAX Fjörður hóf starfsemi 30. ágúst 2013. Eigendur stofunnar eru Guðrún Þ. Helgadóttir fram-kvæmdastjóri, Ágúst Sindri Karlsson lögmaður og Gunnar Berg Viktors-son. Páll Guðmundsson löggiltur fasteignasali starfar á stofunni auk Víglundar Helgasonar sölufulltrúa, Hildar Eggertsdóttur sölufulltrúa og Ársæls Steinmóðssonar sölufull-trúa. Guðrún, sem er viðskiptafræð-

ingur og MS í mannauðsstjórnun, sér um fjármál, gagnaöflun og rekstur stofunnar. Ágúst Sindri gengur frá samningum en starfar ekki við sölu á fasteignum.

Alþjóðleg keðja„Við erum vel staðsett í Lækjar-götunni og hingað eru allir ávallt velkomnir í kaffibolla og spjall,“ segir Guðrún og bætir við að þótt stofan

sé staðsett í gamla miðbænum í Hafnarfirði sé sölusvæðið allt höfuð-borgarsvæðið. „Ástæðan fyrir veru okkar hér í Hafnarfirði er sú að við erum öll héðan og að bærinn er okk-ur kær. Við finnum að margir Hafn-firðingar vilja beina viðskiptum sín-um til fyrirtækja í sinni heimabyggð og viljum við vera til taks og nálægt viðskiptavinunum,“ segir Guðrún.

RE/MAX er alþjóðleg keðja.

„Kosturinn að vera innan keðjunnar er sá að við höfum gott net með sam-eiginlegum gagnagrunni og góðum samskiptum og samvinnu við sölu-fulltrúa af öðrum RE/MAX stofum. Þetta er gott verkfæri fyrir okkur, til dæmis varðandi verðmat á fast-eignum,“ segir Guðrún. Innan RE/MAX Íslandi eru fjórar stofur en þær eru algjörlega sjálfstæðar og með að-skildan rekstur að öllu leyti.

„Við sýnum allar eignir og höldum ávallt góðu sambandi við kaupandann. Við tryggjum að allt upplýsingaflæði sé til fyrirmyndar og pössum að seljandinn verði fyrir sem minnsta ónæði af sölu eignarinnar. Kosturinn við það að selja fasteign í gegnum okkur er sá að seljand-inn er laus allra mála í ferlinu. Við nálgumst öll skjöl, sýnum eignina og höfum opið hús. Við erum ávallt með eignamöppur til taks við þessi tækifæri og við fylgjum viðskiptavin-um okkar vel eftir. Þá erum við með faglærðan ljósmyndara sem myndar allar eignir sem við erum með í sölu,“ segir Guðrún.

Það lifnar yfir markaðnumGuðrún segir að stofan leggi mikið upp úr vinnusemi, dugnaði, fag-legri þjónustu og fyrst og síðast því að ávinna sér traust viðskiptavina. „Traustið skiptir gríðarlega miklu máli því margir standa ekki í því að

selja fasteign nema einu sinni tvisvar á ævinni. Það vefst fyrir mörgum að setjast niður við gerð kaupsamnings. Við höfum það fyrir reglu að senda viðskiptavinum okkar kaupsamning og skjöl daginn fyrir undirritun kaupsamnings. Það gerum við við-skiptavinum til upplýsinga og þæg-inda. Vakni spurningar er gott að velta þeim upp yfir kaffibolla heima áður en haldið er til undirritunar á kaupsamningi. Viðskiptavinum finnst þetta gott fyrirkomulag því það geta verið miklar fjárhæðir undir og mikið að meðtaka. Fasteignavið-skipti geta verið flókin athöfn.“

Guðrún segir að það sé að lifna yfir fasteignamarkaðnum. Sömuleiðis hafi RE/MAX Firði verið afar vel tekið. „Hafnarfjörður á ekki mikið byggingarland en nú er mikil ásókn eftir húsnæði á Völlunum. Sagan segir okkur að ný hverfi þurfa að festa sig í sessi og það tekur tíma. En um leið eru kauptækifæri í slíkum hverfum í eignum sem eiga eftir að hækka þegar frá líður. Við höfum selt margar eignir á Völlunum. Nú er líka verið að ljúka framkvæmdum við fjölbýlishús, parhús og einbýlis-hús á þessu svæði sem fóru í bið eftir hrun. Þessar eignir eru að koma inn í sölu um þessar mundir. Heilt yfir eru spennandi tímar framundan og Hafnarfjörður er þar með talinn.“

Guðrún Þ. Helgadóttir, framkvæmdastjóri RE/MAX Firði, segir spennandi tíma framundan í Hafnarfirði.

RE/MAX Fjörður fasteignasala:

Traust er lykilatriði

[email protected]

Page 44: Hafnarfjörður – Jólaþorpið 2014

Jólaverslun Hafnfirðinga í 20 ár

Flugeldasýning · 20 metra afmæliskakaBjörgvin Halldórsson · Margrét Eir · Páll Rósinkranz

Karlakórinn Þrestir · Flensborgarkórinn

Afslættir og léttar veitingar í öllum verslunum

20 áraafmæli

1994-2014

Miðnæturopnunfim. 27. nóv.