helga grím í forseta nfmh

8

Upload: helgigrimur

Post on 06-Mar-2016

237 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Helga Grím í forseta NFMH
Page 2: Helga Grím í forseta NFMH

Allt frá því ég var á fyrsta ári hefur mér þótt rosalega vænt um NFMH og ég hef alltaf reynt að taka sem mestan þátt í félagsstarfinu og öllu því tengdu. Mér fannst félagslífið í ár rosalega kröftugt og skemmtilegt og held ég að flestir séu sammála mér, en það er þó ýmislegt sem mætti bæta. Ýmsir viðburðir voru skipulagðir með of litlum fyrirvara sem olli slæmri mætingu. Fólk má ekki taka því sem sjálfsögðum hlut að vera í stórfélaginu og skipuleggja viðburði fyrir aðra nemendur, það eru forréttindi. Með auknu upplýsingaflæði og örlítið betra skipulagi er hægt að sjá til þess að viðburðir verði betur sóttir.

Í mínum augum er forsetaembættið ekkert æðra en önnur hlutverk innan nemendafélagsins. Forsetinn á í sjálfu sér bara að hafa yfirumsjón með öllu sem tengist NFMH og sjá til þess að sem flestir í nemendafélaginu séu ánægðir. Það er einmitt eitthvað sem ég ætla að leggja mikið upp úr nái ég kjöri. Mig langar í raun og veru að annast NFMH eins og barnið mitt. Allir innan ne-mendafélagsins ættu að vera sáttir með störf forseta og almennt skipulag á viðburðum á vegum félagsins, og ef einhver er ekki sáttur ætti sá hinn sami hiklaust að geta labbað upp að forsetanum og látið hann vita af því. Því fleiri sem eru ánægðir með nemendafélagið því betra, vegna þess að ef það er ekki gaman þá er leiðinlegt.

Ég hef endalausan áhuga, óþrjótandi metnað og gífurlegan vilja til að gera næsta skólaár að frábæru ári fyrir alla MH-inga. Ég bið þess vegna, kæri vinur um þinn stuðning á föstudaginn.

Page 3: Helga Grím í forseta NFMH

Það er ekki af ástæðulausu að Helgi ber viðurnefnið “pabbi”. Traustur, hlýr og fyndinn. Hann er svona pabbalegur á góðan hátt. Skemmtilegi pabbinn sem kaupir ís handa þér eftir fótboltaæfingu en segir þér líka að vinna verkefnin sem þú tekur þér fyrir höndum vel. Ég kynntist Helga í gegnum leikfélagið þegar eg var busi, þar sem hann var í leikfélaginu og ég leik-félagsbusi. þá settum við upp sýninguna SKRÍN ( sem við vorum reyndar bæði að leika í líka) og það var oft alveg helviti mikið strit. En ég man einmitt eftir því að hafa fengið samviskubit afþví ég var ekki nærrum því jafn dugleg og Helgi. Hann sýndi mikla leiðtogahæfni og hjálpaði mér endalaust oft að finna verkefni til að stússast og ég veit að Helgi verður bara alveg frábær forseti.

Helgi Grímur er sérlegur vinur Gettu betur liðsins og hann átti stóran hluta í að koma með Hljóðnemann í Hamrahlíðina. Það var ekki í gegnum neinar sérstakar æfingar eða neitt slíkt heldur með því að senda endalaust af jákvæðum straumum til okkar. Helgi er nefnilega svo yndisleg manneskja að hann þarf ekki nema bara að vera til staðar og þá gengur allt svo miklu betur. Það skemmir ekki hvað hann er vinnusamur og sýndi það með listafélaginu á síðustu mánuðum þegar hann hélt fullt af mön-skvöldum. Það var líka svo hentugt fyrir okkur að læðast í snakkið og borða það á æfingum.

Helgi Grímur Pavoticic Hermansson Drago-queen er góðvinurveltreystandiöðlingsfés með meiru. Hann hefur að mínu mati nú þegar unnið sér inn vel verðskuldaðan sigur í forse-takosningum Menntaskólans Við Hamrahlíð með sínum sjarma, hugmyndum og aðgerðum í gegnum tíðina í félagslífi skólans. Hann veit alltaf hvað er að, hvað mun verða að, hvað veitir af, hvað hvað verður af, hvað hvaðanaf hvað var og af hverju það var. Hann hefur alltaf haft sterkar skoðanir á hlutunum sem tengjast nemendafélaginu og finnur alltaf hvað sé hægt að bæta. Hann mun bæta það sem er að, sem er að hans mati mun meira en fólk gerir sér grein fyrir, hann mun ekki sýna aðgerðarleysi og myndi sjarma sig vel sem talsmaður skólans.

Katrín Sigríður

Katrín HelgaGestur Sveinsson

Gettu Betur lið MHEf þið viljið að félagslífið verði framúrskarandi, og þá meina ég eins og aldrei áður, á næsta ári - þá mæli ég með því að þið setjið x við Helga. Nú höfum við setið saman í stjórn í næstum ár og hef ég þekkt hann aðeins lengur en það, og hann er án alls vafa, sannur leiðtogi. Kynnið ykkur stefnumálin hans og spjallið við hann í vikunni og þá munu þið sjá það sem ég sé, ástríðuna og kraftinn í augunum á krakkanum, hann er af annari plánetu.

Page 4: Helga Grím í forseta NFMH

StefnumálFlokkunartunnur og vistvænni umbúðir

Krítartöflur bæði inn í Norðurkjallara, uppi og fram á Matgarði til að auka upplýsingaflæðið og minnka áreiti.

Ný gluggatjöld í Norðurkjallara

Lengja opnunartíma á bókasafninu í jóla- og vorprófum

Með tilkomu flokkunartunna víðs vegar um skólann og vistvænni umbúða í Sómalíu er hægt að færa MH nær því að vera umhverfisvænn skóli og minnka vistspor hans.

Svo nemendur geti séð hvenær helstu viðburðir á vegum nemendafélagsins eru.

Með duglegri og virkri markaðsnefnd er einfaldara að safna styrkjum og vin-ningum fyrir viðburði á vegum NFMH. Nemendafélagsskírteinin myndu einnig koma á réttum tíma.

Færa ráða-emailin úr Vefpóst og yfir í Gmail

Gera Myndbandabúa kleift aðkaupa þann búnað sem þeim vantar

Öflugri markaðsnefnd

NFMH Dagatal

Krítartöflur

Page 5: Helga Grím í forseta NFMH

StefnumálMeð nokkrum vel staðsettum öryggismyndavélum við innganga skólans er hægt að koma í veg fyrir að úlpum og tölvum verði stolið frá nemendum.

Efla mætingu á skólafundi

Öryggismyndavélar

Busaballstraplag, Grímuballstraplag og Jólaballstraplag

Meiri Trapplög

Á seinastliðnu skólaári var ráðist í það verkefni að efla NFMH.is. Mig langar að halda því verkefni áfram, setja upplýsingar um nemendur með Skara-mússmyndunum og gera síðuna enn áhugaverðari og nytsamlegri fyrir nemendur. Til að mynda gætu nemendur sent inn efni af ýmsum toga; greinar, ljóð, tónlist, myndlist o.s.frv.

Nýta aðstöðu NFMH beturHimnaríki, Auglýsingakompan og Myrkrakompan eru illa nýttar. Ég legg til þess að í sumar verði þessum svæðum breytt svo þær geti orðið nytsamlegar fyrir nemendur.

Mála Norðurkjallara aftur með hjálp listamanna innan skólans

NFMH.IS

Nýta aðstæður

Page 6: Helga Grím í forseta NFMH

Á morgnana þegar ég borða kornflexið mitt hugsa ég gjarnan um lífið og tilveruna. Ég hugsa um það hvernig hin fullkomni leiðtogi væri. Væri hann dökkhærður? Nei, ég myndi ekki treysta dökkhærðum manni, hvað með rauðhærður? Já það gæti virkað. Hin fullkomni leiðtogi væri rauðhærður og traustur gaur. Pabbi væri góður leiðtogi en hann er dökkhærður svo það gæti ekki virkað. Ég á samt annan semi pabba sem væri verulega gott efni í leiðtoga og hann er einmitt rauðhærður! Þessi rauðhærði semi pabbi heitir Helgi Grímur Hermannsson. Helgi er hið fullkomna dæmi um góðan leiðtoga sem er metnaðarfullur, vinnusam-ur og traustur náungi. Sem samstarfsmaður Helga gef ég honum 10 rokkstig fyrir starf sitt sem oddviti Listafélagsins og gæti ég ekki beðið um betri leiðtoga. Þess vegna kýs ég Helga Grím Hermannsson í forseta Menntaskólans við Hamrahlíð og veit ég að hann mun standa sig frábærlega í því starfi.

Helgi í forsetaframboð? Það er bara besta hugmynd sem heyrst hefur eftir Krist. Ég er ekki frá því að hann Helgi sé bara nokkuð heilagur sjálfur, að minnsta kosti dýrlingur. Helgi, Helgari, Helgastur er stigbreyting nafnsins og ég vildi gjarnan bjóða ykkur góðrar helgar og góðs Helga. Helgi er að vísu ekki lýsingarorð, hann er meira svona snillingur. „Lead“ er enska heitið yfir blý. Ef Helgi væri frumefni þá væri hann blý, sannur leiðtogi. Reyndar gæti hann líka verið gull. Ef Helgi væri popp þá væri hann Stjörnupopp. Ef Helgi væri tóbak þá væri hann President. Ef Helgi væri hvellur þá væri hann Miklihvellur.Ég kom í MH síðastliðið haust sem busi, spenntur eins og bílbelti. Ég þekkti nú reyndar Helga ekkert þá en ég sá strax að þarna var gæðablóð á ferð. Síðan þá hefur álit mitt á Helga vaxið og dafnað enn meira og ég treysti honum. Helgi er manneskjan sem hefur það sem þarf til að vera forseti nemendafélagsins, bjóða busa velkomna í MH með solid ræðu, vera í sjónvarpsviðtölum á Rúv, leiðrétta MS-inga sem kalla hann ármann og sinna svona þúst, áríðandi málefnum. Þetta er það sem ég vil sjá Helga gera, og þetta er það sem þú átt að vilja sjá Helga gera (ásamt fleiru). Ekki hugsa það þannig að þið séuð að gera Helga greiða með því að kjósa hann, Helgi er miklu frekar að gera ykkur greiða með því að bjóða sig fram.

Ásvaldur Sigmar Erna Mashinkila

Helgi er dásamlegur, hörkuduglegur, áhugasamur og stórfyndinn. Mér finnst alltaf gott að hafa hann i kring um mig því hann kemur mér í svo gott skap. Svo skemmir nú ekki hvað hann á frábæra kærustu. Helgi mun án efa standa sig með stakri prýði sem forseti næsta skólaárið!

Hrefna Björg

Page 7: Helga Grím í forseta NFMH

Helgi Grímur er frekar einstakur strákur myndi ég segja. Flestir hafa áreiðanlega heyrt hann segja eitthvað fyndið og skem-mtilegt því það er jú algjörlega það sem geislar frá honum. En hann er ekki bara fyndinn og skemmtilegur, hann er nefni-lega ótrúlega metnaðarfullur og pottþéttur ungur maður. Ef ég ætti að lýsa Helga í nokkrum orðum væru þau eflaust traustur, skemmtilegur, metnaðarfullur, ákveðinn, ábyrgur og ljúfur. En þessi orð samankomin eru einmitt það sem ég tel gera góðan forseta. Helgi veit algjörlega hvað hann vill en einnig veit hann hvað hann er fær um að takast á við og tekur ekki að sér verkefni nema vera 100% viss um að hann geti klárað þau af fullum hug og sóma. Ef hann sér ekki fram á að geta leyst verkefnið eins vel og hann vildi þá einfaldlega tekur hann það ekki að sér. Þess vegna veit ég að hann væri ekki að bjóða sig fram í þetta æðsta embætti nemendafélagsins nema hann treysti sér fullkomnlega í það, en það hlýtur að vera grundvöllurinn að því að aðrir geti treyst þér; að þú treystir þér sjálfur. Þess vegna treysti ég Helga af öllu mínu hjarta fyrir forsetaembætti NFMH og kvet þig nemandi góður til að gera hið sama. Ég get fullvissað ykkur um að Helgi Grímur myndi standa sig fáránelga vel sem forseti og yrði sér sjálfum og okkur öllum til fyrirmyndar!

“Herra forseti, Rússland hefur gert innrás á Neskaupstað. Hátt í 400 manns létust á þriðja tímanum í gær og áætlað er að mannfallsfjöldi verði þrefaldur á næsta sólarhring. Hvað eigum við að gera?” -Haf-steinn Sigurbjörnsson (Varnarmálaráðherra) “Fokk ég veit það ekki.” -Ó.R. Big G (Forseti Íslands) Þetta samtal myndi aldrei vera svona ef Helgi væri Forseti. Þetta samtal myndi meira að segja aldrei eiga sér stað ef að Helgi væri Forseti. Helgi er alltof góð sál til að verða óvinveittur Rússlandi. Helgi er líka alltof útsjónarsöm manneskja til að leyfa Rússunum að ráðast inn í landið okkar. Helgi er líka rosalega skipulagður. Ef að Helgi væri Forseti þá væri Ísland Heimsveldi því það væri svo skipulagt. Rússland væri bara eins og fluga í saman-burði við Ísland á alþjóðavettvangi því Forseti Rússlands væri ekki eins skipu-lagður og Helgi. Skoðum samt hvernig svipað samtal hefði átt sér stað ef að Helgi væri Forseti. “Herra forseti, Þýskaland he-fur sökkt öllum togurum í kringum landið sunnan Skarðsstrandar og lagt Hellissand í eyði með langdrægum flugskeytum. Um það bil 7000 sjómenn, 1500 óbreyttir borgarar og 19 hundar Létust aðfaranótt mánudags og áætlað er að mannfjöldatjón fjórfaldist með degi hverjum. Hvað er til ráðs að taka?” -Haraldur Þórhallsson (Varnarmálaráðherra) “Vodd. Átt þú ekki að vera varnarmálaráðherra fíflið þitt? Vel gert, þú ert rekinn. Ég fer sjálfur í málið.” -Helgi Grímur Hermannsson (Gamlasjomli) Helgi er nefnilega mjög hreinskilinn. Það er einmitt ein af ástæðunum af hverju ég ber virðingu til Helga. Hann óhræddur við að koma sinni skoðun á framfæri. Eins og sést hér að ofan treysti ég Helga til að vera for-seti Íslands svo auðvitað treysti ég honum líka til að vera Forseti NFMH Áfram Helgi

Ingólfur Neto Sigrún Perla

Page 8: Helga Grím í forseta NFMH

Ef Helgi inn rís að lokinni viku gapir eldfjall og gýs, glætt flæðandi kviku.

Á bráðstorknu bergi ber gróðri að vaxa og nemar í fannfegri fá dreka að flaksa.

KRISTINN ARNAR SIGURÐSSON

Sjáumst á næstu önn!takk kærlega fyrir mig