helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · miljøfartsgrense, riksveg 4....

30
USR - 2010 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar, og tilraunir með rykbindingar, - á tímabilinu 23. desember 2009 til 22. febrúar 2010 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar / Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar

Upload: others

Post on 14-Aug-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

USR - 2010

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar, og tilraunir með

rykbindingar, - á tímabilinu 23. desember 2009 til 22. febrúar 2010 -

Anna Rósa Böðvarsdóttir

Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar /

Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar

Page 2: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

2

Efnisyfirlit

Efnisyfirlit ............................................................................................................ 2

Myndir .................................................................................................................. 2

Samantekt ............................................................................................................. 3

1 Inngangur ......................................................................................................... 5

2 Helstu niðurstöður ........................................................................................... 6

2.1 Uppruni mengunar og veðurfar ..................................................................................... 8

2.1.1 Mengun frá flugeldum ............................................................................................... 8

2.1.2 Mengun frá umferð .................................................................................................... 9

2.2. Tilraunir með rykbindingar ........................................................................................ 10

3 Umræða og tillögur ....................................................................................... 12

4 Heimildir ........................................................................................................ 16

Viðauki I ............................................................................................................. 17

Viðauki II ........................................................................................................... 18

Viðauki III .......................................................................................................... 22

Viðauki IV .......................................................................................................... 24

Viðauki V ............................................................................................................ 25

Viðauki VI .......................................................................................................... 29

Myndir Mynd 1. Staðsetning farstöðvar Umhverfis- og samgöngusviðs (gulur blettur) við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar. Á myndinni má einnig sjá áttir. ................................................ 5

Mynd 2. Farstöðin staðsett að horni Miklubrautar og Stakkahlíðar í desember 2009. ............. 6

Mynd 3. Sólarhringsmeðaltöl köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) við Grensásveg (blá lína), ............ 7

Mynd 4. Sólarhringsmeðaltöl svifryks (PM10) við Grensásveg (blá lína), í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum (FHG – græn lína) og við Miklubraut (farstöð – bleik lína). ........................ 7

Mynd 5. Drög að korti sem sýnir viðbragðsáætlun fyrir rykbindingar í Reykjavíkurborg. ..... 10

Mynd 6. Sólarhringsmeðaltöl svifryks (PM10) við Grensásveg (blá lína), í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum (FHG – græn lína) og við Miklubraut (farstöð – bleik lína). ...................... 11

Page 3: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

3

Samantekt

Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar mælingar á styrk köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) og svifryks (PM10) við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar í farstöð Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar. Þetta var í annað sinn sem mælingar voru gerðar á þessari staðsetningu en áður höfðu verið gerðar mælingar á tímabilinu 7. desember 2007 - 16. janúar 20081. Umferðin er minni á þessum stað en í nágrenni mælistöðvar við Grensásveg, en um Miklubraut og Stakkahlíð fara um 47.000 bílar en um gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar fara í kringum 74.500 bílar2. Helstu niðurstöður mælinga miðað við heilsuverndarmörk eru eftirfarandi: Farstöðin:

NO2 – 1 klst: Styrkur NO2 fór átta sinnum yfir heilsuverndarmörkin. NO2 - 24 klst.: Styrkur efnisins fór einu sinni yfir heilsuverndarmörkin. PM10 - 24 klst.: Styrkur PM10 fór níu sinnum yfir heilsuverndarmörkin.

Til samanburðar fylgja hér á eftir niðurstöður frá tveimur föstum mælistöðvum Umhverfis- og samgöngusviðs á sama tíma: Grensásvegur:

NO2 – 1 klst.: Styrkur NO2 fór þrettán sinnum yfir heilsuverndarmörkin. NO2 – 24 klst.: Styrkur NO2 fór þrisvar yfir heilsuverndarmörkin. PM10- 24 klst.: Styrkur PM10 fór níu sinnum yfir heilsuverndarmörkin.

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn: NO2 – 1 klst.: Styrkur NO2 fór aldrei yfir heilsuverndarmörkin. NO2 – 24 klst.: Styrkur NO2 fór aldrei yfir heilsuverndarmörkin. PM10 – 24 klst.: Styrkur PM10 fór aldrei yfir heilsuverndarmörkin. Niðurstöður mælinga við horn Stakkahlíðar og Miklubrautar benda til þess að styrkur svifryks (PM10) fari oftar yfir heilsuverndarmörk vegna mengunar frá bílaumferð heldur en við gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar. Á mælingartímabilinu voru helstu umferðagötur borgarinnar eins og Mikla- og Kringlumýrarbraut rykbundnar tvisvar sinnum (sjá Viðauka ). Niðurstöður mælinga benda til þess að mótvægisaðgerðirnar hafi heppnast vel. Fyrstu niðurstöður benda til þess að mótvægisaðgerða er þörf við Miklubraut miðað við núverandi reglugerð (nr. 251/2002), þar sem svifryk má einungis fara 7 sinnum yfir heilsuverndarmörkin (50 µg/m3) árið 2010. Þess vegna er nauðsynlegt að gera frekari mælingar við Miklubraut og í Hlíðarhverfi eins og þegar verið er að gera tilraunir með rykbindingar. Einnig hefur Reykjavíkurborg farið fram á það við stjórnvöld að fá heimild til þess að loka umferðargötum þegar mengun verður mikil og til að hægja á umferð. Í nýjum drögum að umferðarlögum (drög 0709) eru heimildir fyrir þessu. Ef þessi drög fara óbreytt í gegn mun það fjölga þeim tólum sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur til að minnka loftmengun á vissum svæðum til skamms tíma. Þekking á áhrifum mengunar á heilsu

1 Anna Rósa Böðvarsdóttir. 2010. Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar, á tímabilinu 7. desember - 16. janúar 2008. 12 bls. 2 Munnleg heimild: Björg Helgadóttir, Landfræðingur, Umhverfis- og samgöngusvið, dags. 03. mars 2010.

Page 4: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

4

almennings er sífellt að aukast og á það bæði við um áhrif NO2 og svifryks (PM10) á heilsu almennings. Í mars 2009 samþykkti Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur viðbragðsáætlun fyrir loftgæði3, í samræmi við reglugerð um loftgæði (nr. 787/1999). Í henni eru lagðar til ýmsar aðgerðir til að draga úr loftmengun þegar styrkur loftmengandi efna er líklegur til að fara yfir heilsuverndarmörk. Aðgerðir eins og rykbinding gatna með magnesíumklóríð hafa gefið góða raun þegar vindur er lítill úti, en erlendis er þekkt að styrkur svifryks getur minnkað allt að 35 prósent4. Aðrar aðgerðir eins og lækkun hraða eða að loka götum eru einnig lagðar til en rannsóknir erlendis frá sýna fram á lækkun styrks NO2 í andrúmsloftinu og svifryks (PM10) þegar hraði er minnkaður5. Reykjavíkurborg hefur ekki lagalega heimild í dag til að lækka hraða eða til að loka götum.

Reykjavíkurborg hóf tilraunir með að rykbinda helstu umferðagötur borgarinnar með magnesíumklóríð árið 2007, og hafa þær tilraunir gefið góða raun. Miklabraut og Kringlumýrarbraut eru á meðal þeirra gatna sem lögð er áhersla á að rykbinda. Heilbrigðiseftirlitið leggur áherslu á að gera frekari mælingar í Hlíðarhverfi og um leið tilraunir með rykbindingar að vetrarlagi, en líklegt er að rykbinding muni hafa jákvæð áhrif á styrk svifryks (PM10) í Reykjavík.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur mikilvægt að hægt verði að gera loftgæðaspár og dreifilíkön fyrir loftmengandi efni fyrir áhugaverða staði í borginni, til að sjá hvernig mengun dreifist t.d. frá miklum umferðagötum og hversu margir einstaklingar eru útsettir fyrir henni. Slíkt kerfi myndi t.d. nýtast vel fyrir hverfi eins og Hlíðarnar. Reykjavíkurborg hefur leitt vinnu á höfuðborgarsvæðinu í að skoða loftgæðastjórnunarkerfi (Urban Air Quality Management System) ásamt fleirum aðilum eins og heilbrigðiseftirlitum á nærliggjandi svæðum, Vegagerðinni og Umhverfisstofnun, en hægst hefur á þeirri vinnu vegna efnahagshrunsins árið 2008.

3 Reykjavíkurborg. 2009. Viðbragðsáætlun Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um loftgæði. 4 Normann, M & Johansson C. 2006. Studies of some measures to reduce road dust emissions from paved roads in Scandinavia. Atmospheric Environment 40: 6154 – 6164. 5 Sjá t.d. Statens vegvesen. 2005. Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls.

Page 5: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

5

1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar mælingar á styrk köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) og svifryks (PM10) við horn Miklubrautar og Stakkahlíðar (sjá mynd 1). Þetta var í annað sinn sem mælingar voru gerðar á þessari staðsetningu en áður höfðu verið gerðar mælingar á tímabilinu 7. desember 2007 - 16. janúar 20086. Farstöð sem Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar rekur og er notuð til mælinga á áhugaverðum stöðum var komið fyrir við Miklubraut (sjá mynd 2). Auk farstöðvarinnar eru tvær fastar mælistöðvar við Grensásveg og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum7. Föstu mælistöðinni við Grensásveg, sem staðsett er stutt frá gatnamótunum við Miklubraut, er ætlað að vakta hæsta styrk mengandi efna sem líklegt er að finnist í Reykjavík og þar sem almenningur er líklegur til að verða fyrir mengun beint eða óbeint. Með hinni mælistöðinni sem staðsett er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er ætlað að afla gagna um svæði sem eru dæmigerð fyrir loftgæði sem almenningur nýtur.

Mynd 1. Staðsetning farstöðvar Umhverfis- og samgöngusviðs (gulur blettur) við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar. Á myndinni má einnig sjá áttir.

6Anna Rósa Böðvarsdóttir. 2010. Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar, á tímabilinu 7. desember - 16. janúar 2008. 12 bls. 7 Umhverfisstofnun sér um rekstur föstu mælistöðvanna.

Farstöðin

N

N

V A

S

Page 6: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

6

Í báðum föstu mælistöðvunum eru mældir veðurfarsþættir eins og vindátt og vindhraði. Hins vegar eru engir veðurfarsþættir mældir í farstöðinni, þess vegna er einnig stuðst við mælingar á veðurfarsþáttum eins og vindstefnu frá Veðurstofunni þ.e. frá mælistöðinni við Bússtaðaveg í Reykjavík8 til að fá vísbendingar um hvaðan mengun er að berast.

Mynd 2. Farstöðin staðsett að horni Miklubrautar og Stakkahlíðar í desember 2009.

2 Helstu niðurstöður Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) og svifryks (PM10) mældist að meðaltali hærri við Miklubraut og Stakkahlíð (sjá Viðauka I, tafla A) heldur en við Grensásveg (sjá Viðauka I, tafla B), en hæstu klukkutíma- og sólahringsstyrkirnir bæði fyrir NO2 og svifryk (PM10) við Grensásveg. Hins vegar mældust alltaf lægstu styrkirnir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum (FHG) (sjá Viðauka I, tafla C). Styrkur svifryks (PM10) fór níu sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörkin við Miklubraut sem eru 50 µg/m3 (sjá Viðauka I, tafla A og Viðauka III, tafla A). Á sama tíma fór styrkur svifryks (PM10) við Grensásveg jafnoft yfir heilsuverndarmörkin eða níu skipti (sjá mynd 4) (Sjá Viðauka I, tafla B og Viðauka III, tafla B). Styrkur svifryks (PM10) í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum fór aldrei yfir sólarhringsheilsuverndarmörkin (Sjá Viðauka I, tafla C og Viðauka III, tafla C). Sólarhringsgildi köfnunarefnisdíoxíð (NO2) fór einu sinni yfir sólarhringsheilsuverndarmörkin við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar, en þau eru 75 µg/m3, en þrisvar sinnum yfir sólahringsheilsuverndarmörkin við Grensásveg á þessu tímabili (sjá mynd C), (sjá Viðauka I, töflu A). Styrkur NO2 fór átta sinnum yfir klukkutímaheilsuverndarmörkin sem eru 110 µg/m3 við Miklubraut en 13 sinnum yfir mörkin við Grensásveg. Styrkur NO2 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum mældist yfirleitt langt undir þeim styrk sem mældist við Miklubraut og við Grensásveg, enda lengra í umferðargötur þar.

8Veðurfarsgögn við Bússtaðaveg fengin frá Veðurstofu Íslands.

Page 7: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

7

0

25

50

75

100

125

150

23.12.2009 31.12.2009 8.1.2010 16.1.2010 24.1.2010 1.2.2010 9.2.2010 17.2.2010

µg

/m3

Grensás

FHG

Farstöð

Heilsuverndarmörk f. 24 klst.

Mynd 3. Sólarhringsmeðaltöl köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) við Grensásveg (blá lína), í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum (FHG - græn lína) og við Miklubraut (farstöð - bleik lína).

0

25

50

75

100

125

150

175

200

225

250

23.12.09 31.12.09 08.01.10 16.01.10 24.01.10 01.02.10 09.02.10 17.02.10

µg

/m3

Grensás

FHG

Farstöð

Heilsuverndarmörk f. 24 klst.

Mynd 4. Sólarhringsmeðaltöl svifryks (PM10) við Grensásveg (blá lína), í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum (FHG – græn lína) og við Miklubraut (farstöð – bleik lína).

PM10

NO2

Page 8: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

8

Af níu skiptum sem styrkur svifryks (PM10) fór yfir sólarhringsheilsuverndarmörkin við Miklubraut má rekja sjö skipti (daga) til mengunar frá bílaumferð (sjá Viðauka II, töflu A), og tvö skipti vegna mengunar frá flugeldum á nýársnótt. Við Grensásveg fór styrkur svifryks (PM10) fimm skipti vegna bílaumferðar yfir sólarhrings-heilsuverndarmörk, þrjú skipti vegna flugelda, og eitt skipti til vinds sem þyrlaði upp ryki frá þurrum götum og jörð (sjá Viðauka III, tafla B). Uppruni allra skipta NO2 yfir heilsuverndarmörkum má rekja til umferðar, enda umferð farartækja sem gengur fyrir jarðolíum nær eina uppspretta NO2 í Reykjavíkurborg. Mælingar við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar stóðu í alls 62 daga. Stærstan hluta mældist styrkur svifryks (PM10) og NO2 hærri við gatnamótin en í loftgæðamælistöðinni við Grensásveg þar sem gert er ráð fyrir að mælist mesta mengun í borginni. Af 62 dögum mældist svifryk (PM10) hærri í 22 daga við gatnamót Miklubrautar og Miklubrautar Þar sem engin veðurstöð er í farstöðinni var stuðst við niðurstöður mælinga frá mælistöðinni við Grensásveg og frá veðurathugunarstöð Veðurstofunnar við Bústaðarveg. Það er gert til að fá vísbendingar um hvaðan mengun var að berast við Miklubraut þegar loftmengandi efni fóru yfir sólarhringsheilsuverndarmörkin. Á mælingartímabilinu voru gefnar út þrjár tilkynningar, til að vara við einstaklinga með viðkvæm öndunarfæri. Ein tilkynning var gefin út til að vara við loftmengun og hávaða á nýjársnótt og tvær tilkynningar til að vara við mengun vegna bílaumferðar. Þar af var ein tilkynning til að vara við að styrkur NO2 væri líklegur til að fara yfir heilsuverndarmörk og ein tilkynning um að styrkur svifryks (PM10) væri líklegur til að fara yfir heilsuverndarmörk vegna bílaumferðar.

2.1 Uppruni mengunar og veðurfar

2.1.1 Mengun frá flugeldum

Eins og komið hefur fram fór styrkur svifryks (PM10) tvisvar sinnum yfir heilsuverndarmörk við gatnamót Stakkahlíðar og Miklubrautar vegna mengunar frá flugeldum þann 31. desember og 1. janúar (sjá viðauka III, töflu A og IV, bls. 23). Styrkur svifryks mældist hæstur við loftgæðamælistöðina við Grensásveg en búast hefði mátt við að styrkurinn hefði verið hæstur í íbúðabyggð eða við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar, en líklegt er að landslag og vindur hafi haft áhrif á þar. Á gamlárskvöldi fóru svifryksgildi (PM10) hækkandi eftir því sem leið á kvöldið, en hæstu klukkutímagildi svifryks (PM10) mældust milli klukkan eitt til tvö, eða rúmlega 2000 µg/m3 við gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar og á sama tíma rúmlega 1150 µg/m3 við gatnamót Stakkahlíðar og Miklubrautar. Á þessum tíma voru suðaustlægar áttir ríkjandi þegar hæstu gildin mældust á nýársnótt og vindhraði var innan við 1 m/s (sjá Viðauka V, bls. 23). Vindur mælist mestur við Bússtaðaveg í mælitækjum Veðurstofunnar á gamlárs- og nýársnótt í samanburði við niðurstöður mælinga á vindhraða við Grensásveg og FHG (sjá Viðauka IV bls. 23, graf fyrir vindhraða). Þessar niðurstöður benda til þess að vindur hafi mælst meiri við gatnamót Stakkahlíðar og Miklubrautar en við Grensásveg, en þar stóð farstöðin í tiltölulega opnu landslagi. Þess vegna mældist styrkur svifryks (PM10) hærri í föstu mælistöðinni við Grensásveg vegna þess að stöðin þar er staðsett í lægð. Því safnast styrkur svifryks (PM10) frekar fyrir þar og vindur verður minni, sem þ.a.l. hefur minni áhrif á dreifingu svifryks.

Page 9: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

9

2.1.2 Mengun frá umferð

2.1.2.1 Svifryk (PM10)

Í sjö daga af níu sem styrkur svifryks (PM10) fór yfir heilsuverndarmörkin við gatnamót Stakkahlíðar og Miklubrautar mátti rekja til umferðar (sjá viðauka III, tafla A). Eins og komið hefur fram fór styrkur svifryks (PM10) tvisvar sinnum yfir sólarhrings-heilsuverndarmörkin vegna flugelda. Þann 27. janúar (sjá Viðauka III, tafla A) fór styrkur svifryks (PM10) yfir sólarhrings-heilsuverndarmörkin. Þá mældist vindur að meðaltali innan 3,5 m/s hjá Veðurstofunni, en mældist lægst vel innan við 1 m/s. Vestlægar áttir voru ríkjandi þennan dag (sjá Viðauka V, graf sem sýnir vindáttir, bls. 24). Um hádegisbil og í hádeginu mældust hæstu gildin við gatnamót Stakkahlíðar og Miklubrautar og við gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar (sjá Viðauka IV, bls. 24). Þá mældist vindhraði í kringum 1 m/s og vindátt var suðaustlæg í mælistöðinni við Grensásveg og í mælistöð Veðurstofunnar. Dagana 3.- 4. febrúar fór styrkur svifryks (PM10) yfir sólarhrings-heilsuverndarmörk við gatnamót Stakkahlíðar og Miklubrautar yfir sólahrings-heilsuverndarmörkin sem eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Á sama tíma fór styrkur svifryks (PM10) ekki yfir heilsuverndarmörk við Grensásveg. Aðfaranótt 5. febrúar ákvað viðbragsteymi Reykjavíkurborgar að rykbinda helstu umferðagötur borgarinnar (sjá viðauka IV, bls 25) en fjallað verður um árangur þess í næsta kafla). Þessa tvo daga sem styrkur svifryks (PM10) fór yfir sólarhrings-heilsuverndarmörk að þá voru austlægar áttir ríkjandi bæði í mælistöðvum við gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar og við Veðurstofu Íslands (sjá viðauka V, bls. 25) og raki mældist lár allt niður í u.þ.b. 45 % þann 4. febrúar. Vindhraði var yfirleitt innan við 4 m/s bæði við gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar og við Veðurstofuna. Tímabilið 17. - 20. febrúar fór styrkur svifryks (PM10) yfir heilsuverndarmörk við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar (sjá Viðauka III, tafla A). Alla þessa fjóra daga voru austlægar áttir ríkjandi og raki var tiltölulega lár, fór allt niður í 45% við gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar og við Veðurstofuna (sjá Viðauka V, bls. 26). Vindhraði var lítill dagana 17. til 18. febrúar eða yfirleitt innan við 2 m/s. Þann 19. febrúar jókst vindhraði og fór vindhraði yfir 6 m/s. Þegar vindur er orðinn svo mikil fer hann að valda uppþyrlun ryks frá jörðu. Þann 20. febrúar fór vindhraði yfir 7 m/s sem olli uppþyrlun svifryks (PM10) frá jörðu en stærsta hluta sólarhringsins mældist hann undir 2 m/s þannig að ætla má að mengun frá umferð hafi haft mikil áhrif að styrkurinn fór yfir heilsuverndarmörk. Þegar styrkur svifryks (PM10) fór yfir heilsuverndarmörkin vegna umferðar við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar voru nær alltaf austlægar áttir. Þetta er vísbending um að mengun gæti hafa borist lengra að eins og frá gatnamótum Kringlumýra- og Miklubrautar og því hafi sammögnunaráhrifa gætt við mengun frá umferð á Miklubrautinni (sjá áttir á mynd 1). Eina undantekningin á þessu var þann 27. janúar en þá voru vestlægar og norðvestlægar vindáttir ríkjandi, en vindur mældist þá innan við 4 m/s. Mengun gæti þá hafa verið að berast m.a. frá Hamrahlíð og Bússtaðavegi sem hafi bæst við þá mengun sem var fyrir á Miklubraut. Hér verður að hafa í huga að veðurfarsmælingar við Grensásveg og Veðurstofuna þurfa ekki alltaf að gefa rétta mynd af því sem er að gerast á þeim staðsetningum sem farstöðin er á.

Page 10: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

10

2.1.2.2 Köfnunarefnisdíoxíð (NO2)

Köfnunarefnisdíoxíð (NO2) fór einu sinni yfir sólarhringsheilsuverndarmörkin, sem eru 75 µg/m3, þann fimmta janúar við gatnamót Stakkahlíðar og Miklubrautar (sjá Viðauka III, tafla C) en þrisvar sinnum við Grensásveg, en aldrei í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum (sjá Viðauka III, tafla D). Þennan dag voru austlægar og suðaustlægar áttir ríkjandi, en eins og áður hefur verið getið getur þetta verið vísbending um að mengun geti verið að berast frá nálægðum umferðargögnum og magnast upp við mengun á Miklubraut. Köfnunarefnisdíoxíð fór átta sinnum yfir klukkutíma-sólarhringsmörkin við gatnamót Stakkahlíðar og Miklubrautar, þau skipti sem köfnunarefnisdíoxíð (NO2) fór yfir klukkustundarmörkin voru nær alltaf austlægar og suðlægar áttir ríkjandi, á bilinu 90˚ – 240˚ gráður (sjá viðauka III, tafla E). Eins og áður hefur verið getið getur þetta verið vísbending um að mengun geti verið að berast frá nálægðum umferðargötum og magnast upp við mengun frá Miklubrautinni. Á sama tíma fór styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2), 13 sinnum yfir klukkutímamörkin við gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar (sjá Viðauka III, sjá tafla F).

2.2. Tilraunir með rykbindingar

Á mælingartímabilinu tók viðbragðsteymi Reykjavíkurborgar tvisvar sinnum ákvörðun um að rykbinda með magnesíumklóríð helstu götur borgarinnar eins og Miklubrautina ásamt fleiri stórum umferðargötum eins og Kringlumýrarbrautina (sjá rauða krossinn á mynd 4 & viðauka IV). Rykbundið var dagana 5. og 22. febrúar (sjá mynd 5), en bæði skiptin heppnaðist rykbindingin vel. Seinna skiptið voru mælingar á loftgæðum við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar einungis í hálfan dag við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar.

Mynd 5. Drög að korti sem sýnir viðbragðsáætlun fyrir rykbindingar í Reykjavíkurborg. Rauða línan (rauði krossinn) sýnir mestu umferðagöturnar sem er mikilvægast að rykbinda (Kort: Kristinn J. Eysteinsson)

Aðfaranótt og að morgni 5. febrúar var rykbindiefnið magnesíumklóríð borið á Miklubraut frá Höfðabakkabrú að Melatorgi Hringbrautar, á Kringlumýrarbrautina frá Bússtaðavegi að Laugavegi (sjá Viðauka IV og rauða krossinn á mynd 5). Alls var borið á 120 kílómetra, en

Page 11: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

11

borið er á allar akreinar og var styrkur magnesíumklóríðs u.þ.b. 11 %. Dagana 3. - 4. febrúar hafði styrkur svifryks (PM10) mælst yfir mörkum við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar en styrkurinn fór stigvaxandi frá 2. mars (sjá mynd 6). Þann 3. febrúar mældist styrkur svifryks (PM10) 68,8 µg/m3 og þann 4. mars mældist styrkur svifryks (PM10) 95,6 µg/m3. Styrkur svifryks (PM10) fór ekki yfir heilsuverndarmörk við gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar þessa daga. Mælingar á svifryki (PM10) mældust langt undir þessum gildum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum (sjá mynd 6). Svifryksmengun var hægt að rekja til umferða faratækja og uppþyrlunar á svifryki (PM10) á götum. Hins vegar mældist styrkur NO2 tiltölulega hár en fór ekki yfir sólarhrings-heilsuverndarmörk. Austlægar áttir voru ríkjandi og því var mikil mengun á því svæði þar sem farstöðin var staðsett við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar þar sem mengun barst m.a. frá sjálfri Miklubrautinni auk Kringlumýrarbrautar.

Rykbindingin virkaði þann 5. febrúar og mældist styrkur svifryks (PM10) langt undir heilsuverndarmörkum við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar og við gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar. Næstu daga á eftir virkaði rykbindingin greinilega líka þar sem þurrt var í veðri, vindur var innan 4 m/s og austlægar áttir ríkjandi. Auk þess sem raki var lár (sjá viðauka IV, bls. 25). Viðbragðsteymi9 fylgdist með aðstæðum og taldi að rykbinding hefði verið að virka til og með 9. febrúar.

Mynd 6. Sólarhringsmeðaltöl svifryks (PM10) við Grensásveg (blá lína), í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum (FHG – græn lína) og við Miklubraut (farstöð – bleik lína).

Aðfaranótt og að morgni mánudagsins 22. febrúar var rykbundið í annað sinn á meðan að mælingar stóðu yfir á horni Miklubrautar og Stakkahlíðar. Aftur voru sömu götur rykbundnar

9 Í viðbragðsteymi eru starfandi fulltrúar frá heilbrigðiseftirlitinu, Umferðaskrifstofu Umhverfis- og samgöngusviðs og Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar

0

25

50

75

100

125

150

175

200

225

250

24.12.09 31.12.09 07.01.10 14.01.10 21.01.10 28.01.10 04.02.10 11.02.10 18.02.10

µg

/m3

Grensás

FHG

Farstöð

Heilsuverndarmörk f. 24 klst.

Rykbinding 05.02.10

Rykbinding 22.02.10

des 2009 janúar – febrúar 2010

Page 12: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

12

og í fyrstu rykbindingunni (sjá rauða krossinn á mynd 4 og viðauka IV, bls. 26). Svipað magn var borið á göturnar af magnesíumklóríð á göturnar og þann 5. febrúar (sjá, Viðauka IV). Rykbindingin tókst vel og mældist styrkur svifryks (PM10) undir heilsuverndarmörkum þann 22. febrúar. Farstöðin var færð þann 22. febrúar að leikskólanum Furuborg, en niðurstöður mælinga við gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar benda til þess að rykbindingin hafi virkað. Styrkur svifryks (PM10) fór ekki yfir heilsuverndarmörkin þennan dag, en hins vegar fór styrkur svifryks (PM10) rétt yfir sólarhrings-heilsuverndarmörkin daginn eftir við Grensásveg (mældist 51,8 míkrógrömm á rúmmetra), en hægur austlægur vindur var ríkjandi þennan dag.

3 Umræða og tillögur

Eins og komið hefur fram er styrkur svifryks (PM10) og köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) að meðaltali svipaður á horni Stakkahlíðar og Miklubrautar og við gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar (sjá Viðauka I, töflu A og töflu B). Mælingar koma betur út núna við gatnamót Stakkahlíðar og Miklubrautar en í síðustu mælingu sem fór fram þann 7. desember til 16. janúar 2008. Það fara um 47.000 bílar10 um gatnamótin hjá Stakkahlíð og Miklubraut en mun fleiri bílar fara um gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar eða rúmlega 74.500 bílar11. Niðurstöður mælinga á vindáttum í mælistöðinni við Grensásveg og í mælistöð Veðurstofunnar við Bústaðaveg gefa vísbendingar um að mengun geti verið að berast lengra frá t.d. gatnamótum Kringlumýrar- og Miklubrautar. Þetta eru sambærilegar niðurstöður og niðurstöður fyrri mælinga sem gerðar voru á sama stað á tímabilinu 7. desember 2007 til 16. janúar 200812.

Niðurstöður mælinga, benda til þess að niðurstöður mælinga komi betur út núna en í fyrri mælingunni. Þá mældist mengun aðeins meiri en við gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar, en núna eru mælingar sambærilegar. Áhrif veðurfars getur haft áhrif til minnkunar á mengun á þessu svæði, eins og færri þurrir dagar og austlægar áttir frekar ríkjandi. Einnig getur verið að einhver minnkun á umferð hafi átt sér stað á þessu svæði, en ekki voru til nýjar umferðartalningar fyrir þetta svæði, þannig að stuðst er við sömu umferðartölur og í fyrri mælingunni. Niðurstöður mælinga benda jafnframt til að þó að styrkur svifryks (PM10) fari yfir heilsuverndarmörk við gatnamót Stakkahlíðar og Miklubrautar þurfi það ekki endilega að gerast við gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar, sbr. 3., 4. og 17. febrúar, en upptökin voru bílaumferð og uppþyrlun svifryks (PM10) af götum. Þessa daga var hægur vindur austlægar og suðaustlægar áttir ríkjandi. Að sama skapi gefa niðurstöður mælinga til kynna að þegar styrkur svifryks (PM10) fari yfir heilsuverndarmörk hjá gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar vegna uppþyrlunar svifryks frá jörðu vegna vinds að þá þarf styrkur svifryks (PM10) ekki að fara yfir heilsuverndarmörk við gatnamót Stakkahlíðar og Miklubrautar sbr. 15. febrúar 2010 (sjá Viðauka III, tafla B). Þessar niðurstöður kalla á fleiri mælingar við Miklubraut og Stakkahlíð og á öðrum tímum til að þekkja hvenær mengunartoppar þar eru miðað við föstu mælistöðina við Grensásveg, til að 10 Munnleg heimild: Björg Helgadóttir, Landfræðingur, Umhverfis- og samgöngusvið, dags. 27.02.08. 11 Munnleg heimild: Björg Helgadóttir, Landfræðingur, Umhverfis- og samgöngusvið, dags. 03. mars 2010. 12Anna Rósa Böðvarsdóttir. 2010. Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar, á tímabilinu 7. desember - 16. janúar 2008. 12 bls.

Page 13: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

13

þekkja betur hvernig er best að bregðast við mengunartoppum og hvenær með mótvægisaðgerðum eins og með rykbindingum. Einnig er mikilvægt að útbreiðsla mengunar á þessu svæði verði kortlögð. Jafnframt er æskilegt að mæla á fleiri staðsetningum í Hlíðarhverfinu. Tvær mælisyrpur hafa áður verið gerðar í Hlíðarhverfinu við Leikskólann Hlíðarborg í Eskihlíð nr. 19 á tímabilinu 18. maí – 19. júní 200713 og á tímabilinu 14. janúar til 16. febrúar 200914. Í bæði skiptin mældist styrkur NO2 mun lægri en við Grensásveg, einnig mældist styrkur PM10 lægri. Í fyrri mælingunni var styrkur svifryks (PM10) ekki eins mikið lægri og í seinni mælingunni en ástæða þess var að Orkuveitan var að leggja ljósleiðara og hafði því grafið skurði fyrir framan leikskólann. Niðurstöður þessara tveggja mælinga gefa til kynna að mengun frá umferð sé ekki eins mikil á þessu svæði eins og við Miklubraut. Ein skýringin á því að mengun mælist mun minni þarna er sú að leikskólinn stendur ekki við mikla umferðagötu en Eskihlíð er lokuð gata. Engu að síður er ekki langt í Miklubraut og Bústaðaveg, en leikskólinn er u.þ.b. 200 metra frá Miklubraut og u.b.b. 250 metra frá Bústaðaveg, þar sem styst er á milli. Til samans fara um Bússtaðaveg og Miklubraut u.þ.b. 80.000 bílar15. Mælingar voru einnig gerðar á gatnamótum Miklu- og Kringlumýrarbrautar á tímabilinu 19. júní 2004 til 9. janúar árið 200516. Helstu niðurstöður þeirra voru að mengun mældist svipuð þar og við gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar. Um gatnamót Miklu- og Kringlumýrarbrautar fóru u.þ.b. 81.000 bílar daglega árið 2006, en við gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar, fóru á sama tíma u.þ.b. 72.000 bílar. Ástæða þess að svipuð mengun mælist við gatnamót Kringlumýrar- og Miklubrautar þrátt fyrir að meiri umferð fari þar um er að landslag þar er opnara heldur en við Grensásveg. Ljóst er að um Miklubraut fer mikil umferð sem veldur mengun, auk þess sem miklar umferðargötur eru nálægðar eins og Kringlumýrarbraut og Bústaðavegur. Fyrstu niðurstöður benda til þess að aðgerða er þörf við Miklubraut miðað við núverandi reglugerð (nr. 251/2002), þar sem svifryk má einungis fara 7 sinnum yfir heilsuverndarmörkin (50 µg/m3) árið 2010. Tilraunir með rykbindingu gefa góða raun. Hér verður þó að hafa í huga að strangari kröfur eru hérlendis um fjölda skipta sem styrkur svifryks (PM10) má fara yfir heilsuverndarmörk en hjá öðrum Evrópulöndum. Líklegt er að breytingar verði á þar sem Evrópusambandið hefur gefið út nýja tilskipun fyrir loftgæði sem tekin er gildi en óljóst er hvernig íslensk stjórnvöld munu innleiða hana. Áhrif mengunar á heilsu almennings eru nokkuð vel þekkt og sífellt er að koma betur í ljós að mengað andrúmsloft getur haft margvísleg áhrif á heilsu almennings17. Þar eru ákveðnir hópar viðkvæmari fyrir loftmengun. Þessir hópar eru m.a. börn, unglingar18, einstaklingar með

13Anna Rósa Böðvarsdóttir. 2007. Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Hlíðaborg. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur / Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar. 9 bls. 14Anna Rósa Böðvarsdóttir. 2009. Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Hlíðaborg á tímabilinu 14. janúar til 16. febrúar 2009. 16. bls. 15 Munnleg heimild: Björg Helgadóttir, Landfræðingur, Umhverfis- og samgöngusvið, dags. 27.02.08 16 Anna Rósa Böðvarsdóttir. 2007. Helstu niðurstöður loftgæðamælinga frá gatnamótum Kringlumýrar- og Miklubrautar. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur / Um hverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar. 9 bls. 17 Sjá t.d. Pope, C.A. & Dockery, W.A. 2006. Health Effects of Fine Particulate Air Pollution: Lines that connect. Journal of the Air & Waste Management Association. 56: 709 – 742. 18 Sjá t.d. Gaudermann, W.H o.fl. 2007 Effect of exposure to traffic on lung development from 10 to 18 years of age: a cohort study. Lancet. 369: 571-77.

Page 14: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

14

astma, einstaklingar með lungna- og/eða hjarta- og æðasjúkdóma19. Nýleg rannsókn frá Stokkhólmi sýnir fram á að svifryksmengun styttir meðalævi íbúa þar að meðaltali um 60-70 daga20 og má því ætla útfrá þeirri rannsókn að þeir íbúar sem búa við meiri mengun að staðaldri geti orðið fyrir meiri heilsufarslegum áhrifum. Í dag er lítið vitað um áhrif mengunar á heilsu almennings hérlendis, en nýverið lauk fyrstu rannsókn á áhrifum loftmengunar á lyfjainntöku astmasjúklinga. Helstu niðurstöður voru þær að marktæk tengsl voru við notkun astmalyfja við háan styrk brennisteinsvetnis (H2S) og svifryks (PM10) í andrúmsloftinu21. Í mars 2009 samþykkti Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur viðbragðsáætlun fyrir loftgæði22, í samræmi við reglugerð um loftgæði (nr. 787/1999). Í henni eru lagðar til ýmsar aðgerðir til að draga úr loftmengun þegar styrkur loftmengandi efna er líklegur til að fara yfir heilsuverndarmörk. Aðgerðir eins og rykbinding gatna með magnesíumklóríð hafa gefið góða raun þegar vindur er lítill úti, en erlendis er þekkt að styrkur svifryks getur minnkað allt að 35 prósent23. Aðrar mótvægisaðgerðir eru einnig taldar upp í viðbragðsáætluninni eins og lækkun hraða eða að loka götum eru einnig lagðar til en rannsóknir erlendis frá sýna fram á lækkun styrks NO2 í andrúmsloftinu og svifryks (PM10) þegar hraði er minnkaður24. Reykjavíkurborg hefur í dag ekki lagalega heimild til að lækka hraða eða til að loka götum, en í drögum að umferðarlögum (drög 0709), eru veittar heimildir til að loka götum og hægja á hraða. Ef drögin verða samþykkt óbreytt fær heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur auknar heimildir til að bregðast við þegar líklegt er að styrkur mengandi efna er líklegur til að fara yfir heilsuverndarmörk. Í drögunum er sveitafélögum einnig veitt heimild til að leggja gjald á nagladekk, en sú eina rannsókn sem gerð var árið 2003 bendir til þess að malbik sé 55% af heildarsamsetningu svifryks. Síðan þá hefur nagladekkjum fækkað úr 67% í 42 %. Reykjavíkurborg hóf tilraunir með að rykbinda helstu umferðagötur borgarinnar með magnesíumklóríð árið 2007, og hafa þær tilraunir gefið góða raun. Miklabraut og Kringlumýrarbraut eru á meðal þeirra gatna sem lögð er áhersla á að rykbinda. Heilbrigðiseftirlitið leggur áherslu á að gera frekari mælingar í Hlíðarhverfi og um leið tilraunir með rykbindingar að vetrarlagi, en líklegt er að rykbinding muni hafa jákvæð áhrif á styrk svifryks (PM10) í Reykjavík. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur mikilvægt að hægt verði að gera loftgæðaspár og dreifilíkön fyrir loftmengandi efni fyrir áhugaverða staði í borginni, til að sjá hvernig mengun dreifist t.d. frá miklum umferðargötum og hversu margir einstaklingar eru útsettir fyrir henni. Slíkt kerfi myndi t.d. nýtast vel fyrir hverfi eins og Hlíðarnar. Reykjavíkurborg hefur leitt vinnu á höfuðborgarsvæðinu í að skoða loftgæðastjórnunarkerfi (Urban Air Quality

19 Sjá t.d. Næss, Ø. o.fl. 2006. Realtion between Concentration of Air Pollution and Cause-Specific Mortality: Four-Year Exposures to Nitrogen Dioxide and Particulate matter Pollutants in 470 Neighborhoods in Oslo, Norway. American Journal of Epidemiology. 165: 435-443. 20 Johansen. C. 2006. Health Effects of Particles. Nordic Workshop on PM10. 21 Hanne Krage Carlsen. 2010. Air pollution in Reykjavík and use of drugs for obstructive airway diseases. Thesis submitted for Master of Public Health (MPH) degree University of Iceland, School of Health Sciences. 78 bls. 22 Reykjavíkurborg. 2009. Viðbragðsáætlun Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um loftgæði. 23 Normann, M & Johansson C. 2006. Studies of some measures to reduce road dust emissions from paved roads in Scandinavia. Atmospheric Environment 40: 6154 – 6164. 24 Sjá t.d. Statens vegvesen. 2005. Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls.

Page 15: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

15

Management System) ásamt fleirum aðilum eins og heilbrigðiseftirlitum á nærliggjandi svæðum, Vegagerðinni og Umhverfisstofnun, en hægst hefur á þeirri vinnu vegna efnahagshrunsins árið 2008. Auk þessa sendir viðbragðsteymi út tilkynningar til leikskóla í Reykjavík og til fjölmiðla til vara þá sem eru viðkvæmir í öndunarfærum ef styrkur loftmengandi efna er líklegur til að fara yfir heilsuverndarmörk. Borgarbúar geta nálgast niðurstöður mælinga á svifryki (PM10) á heimasíðu Reykjavíkurborgar (www.Reykjavík.is) og Umhverfis- og samgöngusviðs (www.umhverfissvid.is). Einnig birta fleiri miðlar niðurstöður mælinga eins og vefmiðill Morgunblaðsins (www.mbl.is).

Page 16: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

16

4 Heimildir Anna Rósa Böðvarsdóttir. 2007. Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Hlíðaborg. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur / Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar. 9 bls. Anna Rósa Böðvarsdóttir. 2007. Helstu niðurstöður loftgæðamælinga frá gatnamótum Kringlumýrar- og Miklubrautar. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur / Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar. 9 bls. Anna Rósa Böðvarsdóttir. 2009. Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Hlíðaborg á tímabilinu 14. janúar til 16. febrúar 2009. 16. bls. Drög að umferðarlögum (drög 0709). Johansen. C. 2006. Health Effects of Particles. Nordic Workshop on PM10. Hanne Krage Carlsen. 2010. Air pollution in Reykjavík and use of drugs for obstructive airway diseases. Thesis submitted for Master of Public Health (MPH) degree University of Iceland, School of Health Sciences. 78 bls. Gaudermann, W.H o.fl. 2007 Effect of exposure to traffic on lung development from 10 to 18 years of age: a cohort study. Lancet. 369: 571-77. Næss, Ø. o.fl. 2006. Realtion between Concentration of Air Pollution and Cause-Specific Mortality: Four-Year Exposures to Nitrogen Dioxide and Particulate matter Pollutants in 470 Neighborhoods in Oslo, Norway. American Journal of Epidemiology. 165: 435-443. Pope, C.A. & Dockery, W.A. 2006. Health Effects of Fine Particulate Air Pollution: Lines that connect. Journal of the Air & Waste Management Association. 56: 709 – 742. Munnlegar heimildir Munnleg heimild: Björg Helgadóttir, Landfræðingur, Umhverfis- og samgöngusvið, dags. 27.02.08 og 03.03.10.

Page 17: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

17

Viðauki I

Yfirlit yfir helstu niðurstöður mælinga á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010. Tafla A. Gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíða. Niðurstöður mælinga í 23. des 2009 - 22. feb 2010. Efni/mælieining Meðaltal Hæsta gildi á mælitímabilinu Fjöldi gilda yfir

heilsuverndarmörkum 24 klst 1 klst 24 klst 1 klst

Köfnunarefnis-díoxíð (µg/m3)

28,4 76,9

30/12/09 117,7

5/05/10 kl:14-15 1 8*

Svifryk PM10 (µg/m3)

27,8 139

01/01/10 1157**

01/01/10 kl:01-02 9 **

.* Ef miðað er við heilsuverndarmörkin 110 µg/m3. **Heilsuverndarmörk ekki til eða á ekki við

Efnið hefur mælst yfir heilsuverndarmörkum Efnið hefur ekki mælst yfir heilsuverndarmörkum

Tafla B. Grensásvegur. Niðurstöður mælinga 23. desember 2009 - 22. febrúar 2010. Efni/mælieining Meðaltal Hæsta gildi á mælitímabilinu Fjöldi gilda yfir

heilsuverndarmörkum 24 klst 1 klst 24 klst 1 klst

Köfnunarefnis-díoxíð (µg/m3) 27,3

77,6 30/12/09

139,2 05/01/10 kl:14-15

3 13*

Svifryk PM10 (µg/m3) 29,9

225,0 01/01/10

2008** 01/01/10 kl:01-02

9 **

* Ef miðað er við heilsuverndarmörkin 110 µg/m3. **Heilsuverndarmörk ekki til eða á ekki við.

Tafla C. Fjölskyldu- og húsdýragarður. Niðurstöður mælinga 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010.

Efni/mælieining Meðaltal Hæsta gildi á mælitímabilinu

Fjöldi gilda yfir heilsuverndarmörkum

24 klst 1 klst 24 klst 1 klst

Köfnunarefnis-díoxíð (µg/m3)

15,3*** 56,7

31/12/09 99,5

04/01/10 0 0*

Svifryk PM10 (µg/m3)

10,6 123,2

01/01/10 994,1

01/01/10 kl:01-02 1 **

* Ef miðað er við heilsuverndarmörkin 110 µg/m3. **Heilsuverndarmörk ekki til eða á ekki við.

Page 18: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

18

Viðauki II Tafla A. Sólarhringsmeðaltal fyrir NO2, vindhraða, vindátt og úrkomu (veðurfarsupplýsingar bæði frá föstu mælistöðinni við Grensásveg og Bústaðavegi þar sem Veðurstofan rekur fasta mælistöð). Þeir dagar sem styrkur NO2 mældist hærri við gatnamót Stakkahlíðar og Miklubrautar en við Grensásveg eru gráletraðir.

Dag

s.

Nr.

m

ánuð

ur Stakkahlíð-

Miklabraut NO2

µg/m3

Grensás NO2

µg/m3

Grensás Vindátt (gráður)

Grensás Vindhraði

(m/s)

Grensás Úrkoma

(%)

Grensás Raki (%)

Bústaðav.* Vindhraði

(m/s)

23. 12 20,3 17,4 83,8 3,3 5,0 59,3 4,0 24. 12 21,4 33,4 149,5 2,3 11,1 66,1 3,1 25. 12 14,3 10,5 151,7 2,6 0,0 66,6 3,2 26. 12 6,3 7,0 89,1 2,7 0,0 69,6 3,9 27. 12 44,3 53,9 156,0 1,3 0,0 64,4 1,9 28. 12 40,2 53,2 220,7 1,2 45,2 84,8 1,4 29. 12 12,5 24,5 148,3 4,1 12,8 73,3 5,1 30. 12 69,0 77,6 206,0 1,0 0,0 74,8 1,2 31. 12 59,7 75,8 194,2 0,8 0,0 87,0 0,9 1. 1 39,4 37,1 111,8 1,6 0,0 83,4 2,4 2. 1 65,2 73,6 231,6 0,9 0,0 85,9 1,2 3. 1 54,7 64,7 226,5 1,0 0,2 85,6 1,6 4. 1 60,7 63,3 137,4 1,3 0,0 74,9 1,7 5. 1 76,9 75,3 182,8 0,7 0,0 68,8 1,3 6. 1 54,3 72,1 199,3 1,1 16,5 89,6 1,4 7. 1 53,8 67,4 120,8 0,9 5,9 94,1 1,2 8. 1 40,6 44,1 127,7 2,1 8,3 92,1 3,6 9. 1 4,3 7,6 184,8 5,2 16,5 94,7 6,7

10. 1 18,4 23,5 137,0 2,6 5,7 91,8 3,3 11. 1 34,2 21,2 93,3 2,8 4,3 87,1 3,1 12. 1 20,7 10,5 80,4 4,0 0,0 67,6 4,5 13. 1 14,8 6,2 94,3 5,9 5,3 76,0 5,5 14. 1 20,7 16,1 116,8 4,6 8,3 83,0 5,7 15. 1 14,1 6,5 100,0 5,6 9,5 80,7 6,2 16. 1 22,8 22,9 162,1 2,6 36,3 87,0 2,4 17. 1 17,9 27,6 220,7 1,5 10,5 93,7 2,0 18. 1 22,0 28,9 152,3 2,4 1,3 88,5 3,3 19. 1 4,4 5,1 131,2 7,6 29,5 88,5 8,8 20. 1 18,6 14,0 120,7 6,1 49,1 89,0 7,1 21 1 10,4 3,4 108,8 10,0 35,9 80,6 9,8 22. 1 12,0 26,1 171,9 2,7 12,8 84,9 4,4 23. 1 6,3 4,7 131,3 7,2 32,5 87,4 9,6 24. 1 2,9 1,5 147,8 6,2 45,3 86,1 7,2 25. 1 3,8 5,7 180,9 7,6 42,3 86,0 9,4 26. 1 12,0 18,1 218,9 3,2 26,3 85,9 5,2 27. 1 31,6 31,2 272,9 2,5 0,2 80,1 3,4 28. 1 33,2 27,2 301,2 2,2 8,9 92,2 2,4 29. 1 63,1 52,2 156,4 1,0 0,0 90,2 0,7 30. 1 61,5 50,3 151,2 0,9 0,0 86,4 0,9 31. 1 53,7 41,1 128,5 1,2 3,9 84,4 1,7

Page 19: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

19

*Ekki til sólarhringsmeðaltal fyrir vindátt við Bússtaðaveginn. ** Mælitæki sem mælir NO2 bilað.

1. 2 40,6 25,6 103,5 2,1 0,0 79,7 2,9

2. 2 23,3 11,0 85,9 3,0 0,0 71,3 4,2

3. 2 27,2 16,4 94,0 3,1 0,0 59,9 3,8

4. 2 29,1 20,4 86,6 2,6 0,0 49,0 3,1

5. 2 25,7 14,3 90,5 3,6 0,0 53,5 4,0

6. 2 17,6 7,8 85,1 3,4 0,0 56,8 4,0

7. 2 12,4 2,8 86,6 4,0 0,0 71,1 4,6

8. 2 30,5 19,3 86,9 2,7 0,0 74,6 3,2

9. 2 31,0 17,5 110,0 4,1 1,1 73,4 3,6

10. 2 26,5 24,3 117,8 2,4 7,3 86,2 3,2

11. 2 23,7 22,0 137,8 2,2 0,8 82,6 3,3

12. 2 24,7 11,4 81,2 2,6 14,4 87,7 3,1

13. 2 12,6 15,2 231,2 2,5 39,3 97,4 2,7

14. 2 9,2 3,0 272,8 4,5 20,2 80,5 6,7

15. 2 7,8 5,6 279,5 6,5 8,3 75,1 8,8

16. 2 32,5 29,9 171,7 1,9 0,0 71,4 2,0

17. 2 32,0 28,4 150,6 1,5 0,0 69,2 1,4

18. 2 34,2 40,5 162,6 1,4 0,0 61,1 1,5

19. 2 21,9 21,3 120,7 3,1 0,3 65,8 4,9

20. 2 27,6 17,4 96,7 2,6 0,0 51,2 2,6

21 2 15,1 10,5 85,7 2,4 0,0 52,8 2,5

22. 2 40,6 25,6 103,5 2,1 0,0 60,8 3,0

Framhald af Viðauka IV, töflu A.

Page 20: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

20

Tafla B. Sólarhringsmeðaltal fyrir svifryk (PM10), vindhraða, vindátt og úrkomu (veðurfarsupplýsingar bæði frá föstu mælistöðinni við Grensásveg og Bústaðaveg þar sem Veðurstofan rekur fasta mælistöð). Þeir dagar sem styrkur svifryk (PM10) mældist hærri við gatnamót Stakkahlíðar og Miklubrautar en við Grensásveg eru gráletraðir.

Dag

s.

Nr.

m

ánuð

ur Stakkahlíð-

Miklabraut PM10

µg/m3

Grensás PM10

µg/m3

Grensás Vindátt (gráður)

Grensás Vindhraði

(m/s)

Grensás Úrkoma

(%)

Grensás Raki (%)

Bústaðav.* Vindhraði

(m/s)

23. 12 38,0 33,1 83,8 3,3 5,0 59,3 4,0 24. 12 38,1 29,5 149,5 2,3 11,1 66,1 3,1 25. 12 12,2 15,7 151,7 2,6 0,0 66,6 3,2 26. 12 12,6 12,8 89,1 2,7 0,0 69,6 3,9 27. 12 32,3 19,3 156,0 1,3 0,0 64,4 1,9 28. 12 15,1 16,3 220,7 1,2 45,2 84,8 1,4 29. 12 14,5 24,5 148,3 4,1 12,8 73,3 5,1 30. 12 30,2 35,0 206,0 1,0 0,0 74,8 1,2 31. 12 61,1 82,0 194,2 0,8 0,0 87,0 0,9 1. 1 139,0 225,0 111,8 1,6 0,0 83,4 2,4 2. 1 24,9 24,3 231,6 0,9 0,0 85,9 1,2 3. 1 17,1 23,3 226,5 1,0 0,2 85,6 1,6 4. 1 16,4 18,9 137,4 1,3 0,0 74,9 1,7 5. 1 25,2 29,0 182,8 0,7 0,0 68,8 1,3 6. 1 33,9 55,6 199,3 1,1 16,5 89,6 1,4 7. 1 16,3 25,9 120,8 0,9 5,9 94,1 1,2 8. 1 13,9 14,4 127,7 2,1 8,3 92,1 3,6 9. 1 9,5 10,8 184,8 5,2 16,5 94,7 6,7

10. 1 9,4 14,0 137,0 2,6 5,7 91,8 3,3 11. 1 8,5 8,0 93,3 2,8 4,3 87,1 3,1 12. 1 12,7 7,7 80,4 4,0 0,0 67,6 4,5 13. 1 7,4 7,7 94,3 5,9 5,3 76,0 5,5 14. 1 15,0 15,5 116,8 4,6 8,3 83,0 5,7 15. 1 6,3 5,8 100,0 5,6 9,5 80,7 6,2 16. 1 9,3 11,8 162,1 2,6 36,3 87,0 2,4 17. 1 7,7 11,6 220,7 1,5 10,5 93,7 2,0 18. 1 13,6 14,7 152,3 2,4 1,3 88,5 3,3 19. 1 19,7 19,7 131,2 7,6 29,5 88,5 8,8 20. 1 9,5 10,1 120,7 6,1 49,1 89,0 7,1 21 1 12,3 14,5 108,8 10,0 35,9 80,6 9,8 22. 1 16,1 20,1 171,9 2,7 12,8 84,9 4,4 23. 1 18,1 19,3 131,3 7,2 32,5 87,4 9,6 24. 1 13,6 13,9 147,8 6,2 45,3 86,1 7,2 25. 1 25,2 26,6 180,9 7,6 42,3 86,0 9,4 26. 1 16,9 18,5 218,9 3,2 26,3 85,9 5,2 27. 1 62,6 72,6 272,9 2,5 0,2 80,1 3,4 28. 1 17,7 16,9 301,2 2,2 8,9 92,2 2,4 29. 1 18,0 19,7 156,4 1,0 0,0 90,2 0,7 30. 1 22,4 19,3 151,2 0,9 0,0 86,4 0,9 31. 1 19,2 15,0 128,5 1,2 3,9 84,4 1,7

Page 21: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

21

*Ekki til sólarhringsmeðaltal fyrir vindátt við Bússtaðaveginn. ** Mælitæki sem mælir svifryk (PM10) bilað.

1. 2 27,8 9,7 103,5 2,1 0,0 79,7 2,9 2. 2 48,4 22,6 85,9 3,0 0,0 71,3 4,2 3. 2 68,8 37,6 94,0 3,1 0,0 59,9 3,8 4. 2 95,6 40,5 86,6 2,6 0,0 49,0 3,1 5. 2 26,4 27,4 90,5 3,6 0,0 53,5 4,0 6. 2 18,8 25,6 85,1 3,4 0,0 56,8 4,0 7. 2 11,9 11,0 86,6 4,0 0,0 71,1 4,6 8. 2 11,9 12,5 86,9 2,7 0,0 74,6 3,2 9. 2 17,2 14,8 110,0 4,1 1,1 73,4 3,6

10. 2 16,9 18,0 117,8 2,4 7,3 86,2 3,2 11. 2 30,8 24,7 137,8 2,2 0,8 82,6 3,3 12. 2 14,7 10,6 81,2 2,6 14,4 87,7 3,1 13. 2 6,2 13,0 231,2 2,5 39,3 97,4 2,7 14. 2 11,6 31,8 272,8 4,5 20,2 80,5 6,7 15. 2 22,9 80,6 279,5 6,5 8,3 75,1 8,8 16. 2 30,3 53,3 171,7 1,9 0,0 71,4 2,0 17. 2 54,0 46,8 150,6 1,5 0,0 69,2 1,4 18. 2 76,7 90,4 162,6 1,4 0,0 61,1 1,5 19. 2 69,6 85,4 120,7 3,1 0,3 65,8 4,9 20. 2 90,3 59,1 96,7 2,6 0,0 51,2 2,6 21 2 40,7 31,4 85,7 2,4 0,0 52,8 2,5 22. 2 27,8 9,7 103,5 2,1 0,0 60,8 3,0

Framhald af Viðauka IV, töflu B.

Page 22: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

22

Viðauki III

Yfirlit yfir þau skipti sem farið er yfir heilsuverndarmörk, ásamt upplýsingum um uppruna mengunar, vindhraða, meðalvindátt og meðalúrkomu. Tafla A. Miklabraut. Þeir dagar sem svifryk (PM10) fór yfir sólarhrings-heilsuverndarmörk , uppruni mengunar og veðurfar. Veðurfarsupplýsingar notaðar frá Grensásstöðinni og Veðurstofunni (Bústaðavegur).

Dagsetning Styrkur (µg/m3)

Uppruni mengunar

Vindátt (gráður) 24 klst

Grensás / Veðurstofan

Vindhraði (m/s) 24 klst.

Grensás / Veðurstofan

Úrkoma (%) 24. klst Grensás

31.12.09 61,1 Flugeldar 194,2 / 196,4 0,8 / 0,9 0,0

01.01.10 139,1 Flugeldar 111.8 / 96 1,6 / 2,4 0,0

27.01.10 62,6 Bílaumferð, uppþyrlun svifryks af götum 272,9 / 279 2,5 / 3,4 0,2

03.02.10 68.8 Bílaumferð - uppþyrlun svifryks af götum 94 / 88,1 3,1 / 3,8 0

04.02.10 95,6 Bílaumferð, uppþyrlun ryks af götum 86,6 / 78,2 2,6 / 3,1 0

17.02.10 54,0 Bílaumferð 150,6 / 146,7 1,46 / 1,4 0

18.02.10 76,7 Bílaumferð 160,2 / 161,7 1,37 / 1,5 0

19.02.10 69,6 Bílaumferð og uppþyrlun svifryks af götum 120,7 / 54,6 3,1 /4,9 0,3

20.02.10 90,3 Bílaumferð og uppþyrlun svifryks 96,7 / 88,8 2,6 / 2,6 0

Tafla B. Grensásvegur. Þeir dagar sem svifryk (PM10) fór yfir sólarhrings-heilsuverndarmörk, uppruni mengunar og veðurfar.

Dagsetning Styrkur (µg/m3)

Uppruni mengunar Vindátt (gráður) 24 klst

Grensás

Vindhraði (m/s) 24 klst. Grensás

Úrkoma (%) 24 klst.

31.12.09 82,0 Flugeldar 194,2 0,8 0,0

01.01.10 225 Flugeldar 111.8 1,6 0,0

06.01.10 55,6 Flugeldar (og umferð) 199,3 1,1 16,5

27.01.10 72,6 Bílaumferð, uppþyrlun svifryks af götum 272,9 2,5 0,2

15.02.10 80.6 Vindur - Uppþyrlun ryks 279,5 6,5 8,3 16.02.10 53,3 Bílaumferð 171,7 1,9 0

18.02.10 90,4 Bílaumferð og uppþyrlun svifryks af götum 162,6 1,4 0

19.02.10 85,4 Bílaumferð og uppþyrlun svifryks af götum 120,7 3,1 0,2

20.02.10 59,1 Bílaumferð og uppþyrlun svifryks 96,7 2,6 0

Page 23: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

23

Tafla C. Miklabraut. Þeir dagar sem styrkur köfnunarefnisdíoxíð (NO2) fór yfir sólarhrings –heilsuverndarmörkin, uppspretta mengunar og veðurfar. Veðurfarsupplýsingar notaðar frá Grensásstöðinni og Veðurstofunni (Bústaðavegur).

Dagsetning Styrkur (µg/m3)

Uppruni mengunar

Vindátt (gráður) 24 klst.

Grensás / Veðurstofan

Vindhraði (m/s) 24 klst.

Grensás / Veðurstofan

Úrkoma (%) 24 klst. Grensás

05.01.10 76,9 Bílaumferð 182,7 / 107,9 0,7 / 1,2 0

Tafla D. Grensásvegur. Þeir dagar sem styrkur köfnunarefnisdíoxíð (NO2) fór yfir sólarhrings –heilsuverndarmörkin, uppspretta mengunar og veðurfar.

Dagsetning Styrkur (µg/m3)

Uppruni mengunar

Vindátt (gráður) 24 klst. Grensás

Vindhraði (m/s) 24 klst. Grensás

Úrkoma (%) 24 klst. Grensás

30.12.09 77,6 Bílaumferð 206 1,0 0 31.12.09 75,8 Bílaumferð 194,2 0,8 0 05.01.10 75,3 Bílaumferð 182,7 0,7 0

Tafla E. Miklabraut. Þeir klukkutímar sem styrkur köfnunarefnisdíoxíð (NO2) fór yfir heilsuverndarmörkin og veðurfar. Veðurfarsupplýsingar notaðar frá Grensásstöðinni og Veðurstofunni (Bústaðavegur).

Dagsetning Klukkan Styrkur (µg/m3)

Vindátt (gráður) 24 klst.

Grensás / Veðurstofan

Vindhraði (m/s) 24. klst

Grensás / Veðurstofan

Úrkoma (%) Grensás

30.12.2009 14:00 – 15:00 113,7 154,3 / 90 0,8 / 0,5 0 30.12.2009 15:00 – 16:00 115,2 141,9 / 176 0,6 / 0,4 0 30.12.2009 16:00 – 17:00 116,7 226,8 / 212 0,7 / 0,4 0 05.01.2010 08:00 – 09:00 115,7 201,2 /136 0,7 / 0,9 0 05.01.2010 09:00 – 10:00 117,4 234,6 / 156 0,8 / 0,5 0 05.01.2010 10:00 – 11:00 110,6 224,1 / 136 0,7 / 0,8 0 05.01.2010 14:00 -15:00 117,7 114,5 / 63 0,9 / 1,5 0 05.01.2010 17:00 – 18:00 114,2 90,4 / 39 0,8 / 0,3 0 Tafla F. Grensásvegur. Þeir klukkutímar sem styrkur köfnunarefnisdíoxíð (NO2) fór yfir heilsuverndarmörkin, klukkan hvað og veðurfarsþættir.

Dagsetning Klukka Styrkur (µg/m3)

Vindátt (gráður) 24 klst.

Vindhraði (m/s) 24 klst.

Úrkoma (%) Grensás

30.12.2009 16:00 -17:00 118,5 226,8 0,7 0 30.12.2009 17:00 -18:00 131,0 260,1 1,0 0 30.12.2009 18:00-19:00 137,2 271,7 1,0 0 30.12.2009 19:00-20:00 110,5 274,4 0,8 0 30.12.2009 20:00-21:00 111,0 278,8 0,8 0 04.01.2010 07:00-08:00 112,5 221,1 0,7 0 04.01.2010 08:00-09:00 114,5 149,8 1,0 0 04.01.2010 09:00-10:00 132,5 231,0 0,9 0 04.01.2010 10:00-11:00 133,8 259,5 1,0 0 04.01.2010 11:00-12:00 115,0 68,2 1,4 0 04.01.2010 17:00-18:00 111,3 219,1 1,4 0 05.01.2010 13:00-14:00 113,7 306,6 0,8 0 05.01.2010 14:00-15:00 139,2 114,5 0,9 0

Page 24: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

24

Viðauki IV

Yfirlit yfir þá daga sem rykbindiefnið magnesíumklóríð var borið á miklar umferðargötur og upplýsingar um framkvæmd og á hvaða götur efnið var borið á.

1. Þrýstingur ræðst meðal annars af þeim hraða sem bifreiðin keyrir á þegar verið er að dreifa rykbindiefninu.

Dagsetning Magn

magnesíumklóríðs

Kílómetra-fjöldi

Klukkan borðið á:

Þrýstingur á

dreifingu

Styrkur magnesíum-

klóríðs Umferðagötur sem borið

var á.

5.02.2010 20.000 ltr. 168 km kl: 02:00-

07:00 7 börr 11%

Miklabraut frá Höfðabakkabrú að Melatorgi. Kringlumýrarbraut frá Bússtaðavegi að Laugarvegi.

22.02.2010 20.000 ltr. 168 km. kl: 02:00-

07:00 7börr 11% ?

Höfðabakkabrú að Melatorgi (Miklabraut/Hringbraut) og frá

Bússtaðabrú að Laugavegi (Kringlumýrarbraut)

Page 25: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

25

Viðauki V Niðurstöður mælinga, þegar farið var yfir heilsuverndarmörk og/eða þegar tilraunir voru gerðar með rykbindingar. Eftirfarandi dagar og tímabil voru skoðuð fyrir svifryk (PM10), köfnunarefnisdíoxíð (NO2), vindátt, raka og vindhraða. 1). Niðurstöður mælinga gamlársdag 2009 til nýársdag 2010 sjá bls. 23 2). Niðurstöður mælinga 27. janúar 2010 sjá bls. 24 3). Niðurstöður mælinga 3. til 4. febrúar 2010, sjá bls. 25 4). Niðurstöður mælinga17. til 20. febrúar 2010, sjá bls. 26

Page 26: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

26

1). Niðurstöður mælinga gamlársdag 2009 til nýjársdag 2010 fyrir svifryks (PM10) og köfnunarefnis-díoxíð (NO2). Niðurstöður mælinga á NO2 og svifryki (PM10) við Grensásveg, og við leikskólann Steinahlíð, fyrir 31.desember og 1. janúar. Auk þess sem sýndar eru niðurstöður mælinga á vindáttum og vindhraða við Grensásveg og í mælistöð Veðurstofunnar við Bústaðaveg.

0

200

400

600

800

1000

1200

1400

1600

1800

2000

2200

µg

/m3

Grensás

FHG

Farstöð

PM10

0

200

400

600

800

1000

1200

1400

1600

1800

2000

2200

µg

/m3

Grensás

FHG

Farstöð

PM10

0

25

50

75

100

125

150

µg

/m3

Grensás

FHG

Farstöð

Heilsuverndarmörk f. 1 klst.

NO2

0

25

50

75

100

125

150

µg

/m3

Grensás

FHG

Farstöð

Heilsuverndarmörk f. 1 klst.

NO2

0

30

60

90

120

150

180

210

240

270

300

330

360

µg

/m3

Grensás

FHG

Veðurstofan

Vindátt

0

30

60

90

120

150

180

210

240

270

300

330

360

µg

/m3

Grensás

FHG

Veðurstofan

Vindátt

0

25

50

75

100

Ra

ki

% Grensás

FHG

Veðurstofan

Raki

0

25

50

75

100

Ra

ki

% Grensás

FHG

Veðurstofan

Raki

0

2

4

6

m /

s

Grensás

FHG

Veðurstofan

Vindhraði

2 6 10 14 18 22 2 6 10 14 18 22

31. desember 1. janúar

0

2

4

6

m /

s

Grensás

FHG

Veðurstofan

Vindhraði

2 6 10 14 18 22 2 6 10 14 18 22

31. desember 1. janúar

Page 27: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

27

2). Niðurstöður mælinga 27. janúar 2010 fyrir svifryk (PM10) og köfnunarefnisdíoxíðs (NO2). Niðurstöður mælinga á NO2 og svifryki (PM10) við Grensásveg, og við gatnamót Stakkahlíðar og Miklubrautar, þann 27. janúar. Auk þess sem sýndar eru niðurstöður mælinga á vindáttum og vindhraða við Grensásveg og í mælistöð Veðurstofunnar við Bústaðaveg.

0

50

100

150

200

µg

/m3

Grensás

FHG

Farstöð

Heilsuverndarmörk f. 24 klst.

PM10

0

50

100

150

200

µg

/m3

Grensás

FHG

Farstöð

Heilsuverndarmörk f. 24 klst.

PM10

0

50

100

150

200

µg

/m3

Grensás

FHG

Farstöð

Heilsuverndarmörk f. 24 klst.

PM10

0

25

50

75

100

µg

/m3

Grensás

FHG

Farstöð

Heilsuverndarmörk f. 24 klst.

NO2

0

25

50

75

100

µg

/m3

Grensás

FHG

Farstöð

Heilsuverndarmörk f. 24 klst.

NO2

0

25

50

75

100

125

Ra

ki

%

Grensás

FHG

Veðurstofan

Raki

0

25

50

75

100

125

Ra

ki

%

Grensás

FHG

Veðurstofan

Raki

0

30

60

90

120

150

180

210

240

270

300

330

360

µg

/m3

Grensás

FHG

Veðurstofan

Vindátt

0

30

60

90

120

150

180

210

240

270

300

330

360

µg

/m3

Grensás

FHG

Veðurstofan

Vindátt

0

2

4

6

8

10

12

14

m / s

Grensás

FHG

Veðurstofan

Vindhraði

06 12 18 06 12 18 06 12 18

26. janúar 27. janúar 28. janúar

0

2

4

6

8

10

12

14

m / s

Grensás

FHG

Veðurstofan

Vindhraði

06 12 18 06 12 18 06 12 18

26. janúar 27. janúar 28. janúar

Page 28: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

28

3). Niðurstöður mælingar á tímabilinu 2. – 9. febrúar 2010 á Styrkur svifryks (PM10) og köfnunarefnisdíoxíðs (NO2). Niðurstöður mælinga á NO2 og svifryki (PM10) við Grensásveg, og við gatnamót Stakkahlíðar og Miklubrautar þann 27. janúar. Auk þess sem sýndar eru niðurstöður mælinga á vindáttum og vindhraða við Grensásveg og í mælistöð Veðurstofunnar við Bústaðaveg.

0

25

50

75

100

µg

/m3

Grensás

FHG

Farstöð

Heilsuverndarmörk f. 24 klst.

NO2

0

25

50

75

100

µg

/m3

Grensás

FHG

Farstöð

Heilsuverndarmörk f. 24 klst.

NO2

0

30

60

90

120

150

180

210

240

270

300

330

360

Vin

dátt

- %

Grensás

FHG

Veðurstofan

Vindátt

0

30

60

90

120

150

180

210

240

270

300

330

360

Vin

dátt

- %

Grensás

FHG

Veðurstofan

Vindátt

0

25

50

75

100

Ra

ki

%

Grensás

FHG

Veðurstofan

Raki

0

25

50

75

100

Ra

ki

%

Grensás

FHG

Veðurstofan

Raki

0

2

4

6

8

10

m / s

Grensás

FHG

Veðurstofan

Vindhraði

02.02 03.02 04.02 05.02 06.02 07.02 08.02 09.02

0

25

50

75

100

125

150

175

200

225

250

275

µg

/m3

Grensás

FHG

Farstöð

Heilsuverndarmörk f. 24 klst.

PM10

Page 29: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

29

4). Niðurstöður mælingar á tímabilinu 14. – 22. febrúar 2010 fyrir svifryk (PM10) og köfnunarefnisdíoxíðs (NO2). Niðurstöður mælinga á NO2 og svifryki (PM10) við Grensásveg, og við gatnamót Stakkahlíðar og Miklubrautar, fyrir 31.desember og 1. janúar. Auk þess sem sýndar eru niðurstöður mælinga á vindáttum og vindhraða við Grensásveg og í mælistöð Veðurstofunnar við

PM10

0

50

100

150

200

250

300

350

400

450

µg

/m3

Grensás

FHG

Farstöð

Heilsuverndarmörk f. 24 klst.

PM10PM10

0

50

100

150

200

250

300

350

400

450

µg

/m3

Grensás

FHG

Farstöð

Heilsuverndarmörk f. 24 klst.

PM10

0

50

100

150

200

250

300

350

400

450

µg

/m3

Grensás

FHG

Farstöð

Heilsuverndarmörk f. 24 klst.

PM10

NO2

0

25

50

75

100

µg

/m3

Grensás

FHG

Farstöð

Heilsuverndarmörk f. 24 klst.

NO2

0

25

50

75

100

µg

/m3

Grensás

FHG

Farstöð

Heilsuverndarmörk f. 24 klst.

Raki

0

25

50

75

100

125

Rak

i%

Grensás

FHG

Veðurstofan

Raki

0

25

50

75

100

125

Rak

i%

Grensás

FHG

Veðurstofan

Vindátt

0

30

60

90

120

150

180

210

240

270

300

330

360

µg

/m3

Grensás

FHG

Veðurstofan

Vindátt

0

30

60

90

120

150

180

210

240

270

300

330

360

µg

/m3

Grensás

FHG

Veðurstofan

0

30

60

90

120

150

180

210

240

270

300

330

360

µg

/m3

Grensás

FHG

Veðurstofan

Vindhraði

14.02 15.02 16.02 17.02 18.02 19.02 20.02 21.02 22.020

2

4

6

8

10

12

14

m / s

Grensás

FHG

Veðurstofan

Vindhraði

14.02 15.02 16.02 17.02 18.02 19.02 20.02 21.02 22.020

2

4

6

8

10

12

14

m / s

Grensás

FHG

Veðurstofan

0

2

4

6

8

10

12

14

m / s

Grensás

FHG

Veðurstofan

Page 30: Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót ... · Miljøfartsgrense, Riksveg 4. 15.bls. 5 1 Inngangur Á tímabilinu 23. desember 2009 – 22. febrúar 2010 voru gerðar

30

Viðauki VI

Yfirlit yfir hvenær tilkynningar voru sendar úr og hvers vegna. Í töflunni er einnig hægt að sjá sólahringsstyrk mengunarefnis.

Dagsetning Ástæða

30.12.09 Hávaða- og loftmengun á nýársnótt vegna flugelda

04.01.10 Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs líklegur til að fara yfir heilsuverndarmörk vegna bílaumferðar.

03.02.10 Styrkur svifryks (PM10) er líklegur til að fara yfir heilsuverndarmörk í dag og næstu daga vegna bílaumferðar.