hjólastólar og gönguhjálpartæki - sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · vi. kafli...

214
HJÁLPARTÆKJAMIÐSTÖÐ Hjólastólar og gönguhjálpartæki 1. desember 2016 - 30. nóvember 2020

Upload: others

Post on 26-Feb-2021

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

HJÁLPARTÆKJAMIÐSTÖÐ

Hjólastólar og gönguhjálpartæki

1. desember 2016 - 30. nóvember 2020

Page 2: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

1

Efnisyfirlit I. kafli Inngangur bls. 2 II. kafli Reglugerð nr. 1155/2013 um styrki vegna hjálpartækja með síðari breytingum og útdráttur úr fylgiskjali með reglugerð bls. 3

III. kafli Samningar um kaup á göngutækjum og hjólastólum bls. 14 lV. kafli Skilgreiningar gönguhjálpartækja og hjólastóla bls. 16 V. kafli Leiðbeiningar varðandi útfyllingu umsóknareyðublaða bls. 24 VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja bls. 26 VIII. kafli Vörulisti hjólastóla og fylgihluta bls. 65

Myndir í vörulistanum eru birtar með góðfúslegu leyfi NAV í Noregi Útgefandi: Sjúkratryggingar Íslands – hjálpartækjamiðstöð Allar upplýsingar í vörulista eru á ábyrgð seljenda Ábyrgðarmaður: Björk Pálsdóttir Netútgáfa upplýsingaheftis á heimasíðu: www.sjukra.is Tölvupóstur: [email protected] Allar upplýsingar, málfar og framsetning í vörulista (kafla VlI og VIII) er alfarið á ábyrgð þess seljanda sem í hlut á. Öll réttindi áskilin. Heimilt er að afrita vörulistann að hluta eða í heild og birta, enda sé heimildar ávallt getið.

Page 3: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

2

I. kafli Inngangur Í kjölfar útboðs hafa Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gert samninga við fimm fyrirtæki um kaup á gönguhjálpartækjum, hjólastólum og fylgihlutum. Fyrirtækin eru þessi: Eirberg ehf. Stórhöfða 25 110 Reykjavík Fastus ehf Síðumúla 16 108 Reykjavík Sérmót ehf. Hraunbæ 119 110 Reykjavík Stoð hf. Trönuhrauni 8-10 220 Hafnarfjörður Öryggismiðstöð Íslands ehf. Askalind 1 201 Kópavogur Hér er að finna yfirlit yfir þær tegundir gönguhjálpartækja, hjólastóla og fylgihluta sem SÍ hafa gert samning um kaup á frá 1. desember 2016 fyrir þá sem eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar. Við hvert hjálpartæki í vörulista (kafli VII og VIII) kemur fram hvaða fyrirtæki er með samning við SÍ um kaup á viðkomandi tæki. Þátttaka SÍ í kaupum á hjálpartækinu er háð því að tækið sé fengið hjá tilgreindu samningsbundnu fyrirtæki. Hér er einnig að finna reglugerð nr. 1155/2013 um styrki vegna hjálpartækja með síðari breytingum og útdráttur úr fylgiskjali með reglugerð, (kafli II) svo og upplýsingar um samninga um kaup á göngutækjum, hjólastólum og fylgihlutum (kafli III).

Page 4: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

3

II. kafli

Reglugerð nr. 1155/2013 um styrki vegna hjálpartækja með síðari breytingum og útdráttur úr fylgiskjali með reglugerð. Nr. 1155/2013 6. desember 2013

REGLUGERÐ

um styrki vegna hjálpartækja.

I. KAFLI

Gildissvið og skilgreiningar.

1. gr.

Gildissvið.

Í reglugerð þessari er kveðið á um styrki sjúkratrygginga almannatrygginga til

að afla nauðsynlegra hjálpartækja sem eru til lengri notkunar en þriggja

mánaða, skv. 26. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar. Sjúkratryggingar

Íslands annast framkvæmd reglugerðar þessarar. Í þeim tilgangi rekur stofnunin

sérstaka hjálpartækjamiðstöð.

Sjúkratryggðir eiga rétt á styrkjum vegna hjálpartækja samkvæmt reglugerð

þessari. Sjúkratryggður er sá sem er búsettur á Íslandi og hefur verið það a.m.k.

síðustu sex mánuðina áður en bóta er óskað úr sjúkratryggingum að uppfylltum

öðrum skilyrðum laga um sjúkratryggingar, nema annað leiði af

milliríkjasamningum, sbr. 10. gr. laga um sjúkratryggingar. Með búsetu er átt

við lögheimili í skilningi lögheimilislaga. Börn yngri en 18 ára sem búsett eru

hér á landi eru sjúkratryggð með foreldrum sínum. Sama á við um stjúpbörn og

fósturbörn. Að öðru leyti gilda um það hverjir teljist sjúkratryggðir hér á landi

ákvæði í 10.-16. gr. laga um sjúkratryggingar.

Sjúkratryggingar Íslands ákvarða hvort einstaklingur teljist sjúkratryggður.

2. gr.

Skilgreiningar.

Hjálpartæki er tæki sem ætlað er að draga úr fötlun, aðstoða fatlaða við að

takast á við umhverfi sitt, auka eða viðhalda færni og sjál

fsbjargargetu eða auðvelda umönnun. Hjálpartækið verður jafnframt að teljast

nauðsynlegt og hentugt til að auðvelda athafnir daglegs lífs.

II. KAFLI

Page 5: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

4

Styrkir vegna hjálpartækja.

3. gr.

Réttur til styrkja.

Sjúkratryggingar Íslands greiða styrki vegna hjálpartækja sem eru til lengri

notkunar en þriggja mánaða til að auðvelda einstaklingum að takast á við

athafnir daglegs lífs. Einkum er um að ræða hjálpartæki til sjálfsbjargar og

öryggis og í ákveðnum tilvikum til þjálfunar og meðferðar. Styrkur er ekki

greiddur ef hjálpartæki er eingöngu til nota í frístundum eða til afþreyingar (þ. á

m. útivist og íþróttir). Tæki til líkamsæfinga flokkast ekki undir hjálpartæki skv.

þessari reglugerð. Þá er ekki veittur styrkur til að kaupa almenn tæki, svo sem

heimilistæki, nema þegar um er að ræða aukabúnað eða séraðlögun. Ennfremur

er ekki veittur styrkur til að kaupa (auka)hjálpartæki til að hafa á heimili

aðstandenda ef viðkomandi býr annars staðar eða á heimavist skóla.

Þeir sem búa á sambýli eiga sama rétt og þeir sem búa á einkaheimilum til ein-

staklingsbundinna hjálpartækja, svo sem göngutækis, sérútbúins rúms,

borðáhalda og hjálpartækja til að klæðast. Ef um er að ræða tæki sem geta nýst

fleiri einstaklingum á sambýlinu, svo sem standbekk, lyftara og baðtæki, er

aðeins veittur styrkur vegna eins slíks tækis á sambýlið. Sækja þarf um tækið til

Sjúkratrygginga Íslands fyrir tilgreindan einstakling á sambýlinu þó aðrir geti

samnýtt þau. Ef einstaklingurinn flytur úr sambýlinu tekur hann tækin með sér

og er þá unnt að sækja um fyrir annan aðila á sambýlinu sem þarf að nota slík

tæki. Styrkir eru ekki veittir vegna veggfastra tækja og búnaðar á sambýlum,

svo sem handfanga, handriða og lyfta.

Sjúkratryggingum Íslands er heimilt að veita styrki vegna tveggja hjálpartækja

af sömu gerð til mikið fatlaðra barna og unglinga sem vegna skólagöngu

(leikskóla og grunnskóla) eða dvalar á þjálfunar- og dagvistunarstofnunum yrðu

ella að vera án hjálpartækja sinna daglangt. Skal þá annað hjálpartækið vera til

nota á heimili og hitt í skóla eða á stofnun. Hér er að jafnaði um að ræða

sérhannaða stóla, standgrindur og göngugrindur.

4. gr.

Styrkir.

Styrkir eru eingöngu veittir til kaupa á þeim hjálpartækjum sem tilgreind eru í

fylgiskjali með reglugerð þessari, að uppfylltum öðrum skilyrðum

reglugerðarinnar. Í fylgiskjalinu er hjálpartækjunum raðað eftir flokkunarkerfi

hjálpartækja EN ISO9999:2002. Styrkur getur ýmist verið greiddur sem

ákveðið hlutfall af verði hjálpartækis og/eða ákveðin fjárhæð til kaupa á

hjálpartæki.

Þegar um er að ræða samninga Sjúkratrygginga Íslands í kjölfar útboðs, sbr. IV.

kafla laga um sjúkratryggingar, er styrkur frá stofnuninni háður því að

hjálpartæki sé keypt hjá tilteknu samningsbundnu fyrirtæki. Sjúkratryggingar

Íslands skulu veita upplýsingar um aðila sem stofnunin hefur gert samninga við

Page 6: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

5

og um hvaða hjálpartæki er að ræða. Þar sem stofnunin hefur ekki gert

samninga er leitað tilboða í einstök hjálpartæki og vörur eða gerðar

verðkannanir og styrkveiting miðuð við það verð. Styrkur frá stofnuninni er

þannig ávallt bundinn við tiltekna tegund og gerð hjálpartækis.

Sjúkratryggingar Íslands veita innkaupaheimildir sem gilda ýmist í eitt, fimm

eða tíu ár eftir atvikum hverju sinni vegna einnota hjálpartækja, sbr. fylgiskjal

með reglugerð þessari. Innkaup sjúkratryggðra hverju sinni skulu aldrei vera

meiri en sem nemur þriggja mánaða notkun. Stofnunin getur afturkallað áður

útgefið skírteini eða veitta innkaupaheimild ef eigandi þess notar það til að taka

út vörumagn sem er í ósamræmi við það stig sjúkdóms eða fötlunar sem er

forsenda útgáfu skírteinisins eða innkaupaheimildar.

III. KAFLI

Sérreglur um hjálpartæki.

5. gr.

Hjálpartæki til þeirra sem eru á stofnunum.

Sjúkratryggingar Íslands greiða ekki styrki vegna hjálpartækja til þeirra sem

dveljast á sjúkrastofnunum. Hið sama gildir um öldrunarstofnanir, búsetuúrræði

á vegum sveitarfélaga fyrir fatlað fólk og kostuð eru af sveitarfélögum og aðrar

sambærilegar stofnanir. Í þeim tilvikum skal viðkomandi sjúkrahús eða heimili

sjá hlutaðeigandi einstaklingum fyrir öllum hjálpartækjum, sbr. t.d. reglugerð

nr. 427/2013, um greiðslur öldrunarstofnana fyrir heilbrigðisþjónustu og 4. gr.

laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum.

Sjúkratryggingar Íslands greiða þó styrki til þeirra sem dveljast á sjúkrahúsi eða

stofnun vegna hjólastóla með skilaskyldu að notkun lokinni. Hið sama á við um

einnota vörur fyrir einstaklinga með gildandi innkaupaheimild frá Sjúkratrygg-

ingum Íslands á meðan þeir dveljast þar til skamms tíma (skammtímadvöl), þó

að hámarki sex vikur, enda sé þörfin fyrir vörurnar ekki beinlínis vegna inn-

lagnarinnar.

Einstaklingur sem útskrifast af sjúkrahúsi og býr í heimahúsi á rétt á styrk frá

Sjúkratryggingum Íslands vegna kaupa á hjálpartækjum sem beinlínis er aflað

til að viðkomandi geti útskrifast.

Þegar einstaklingur dvelst á stofnun ber að skila skilaskyldum hjálpartækjum til

hjálpartækjamiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands að undanskildum hjólastólum,

göngugrindum og sérstaklega aðlöguðum tjáskiptatækjum. Hjólastólum,

göngugrindum og tjáskiptatækjum skal skilað þegar einstaklingur þarf ekki

lengur á þeim að halda.

6. gr.

Hjálpartæki til heyrnar- og sjónskertra.

Page 7: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

6

Heyrnar- og talmeinastöð útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa

og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um

Heyrnar- og talmeinastöð. Í þeim tilvikum sem heilbrigðisráðherra hefur veitt

öðrum en Heyrnar- og talmeinastöð heimild til að selja heyrnartæki getur

einstaklingur snúið sér til þess aðila vegna kaupa á heyrnartæki. Um styrki til

þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um

greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar,

og reglugerð nr. 146/2007, um styrki vegna kaupa á heyrnartækjum hjá öðrum

en Heyrnar- og talmeinastöð.

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskertra og daufblinda

einstaklinga annast úthlutun sérhæfðra hjálpartækja, sbr. lög nr. 160/2007, um

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda

einstaklinga.

7. gr.

Hjálpartæki vegna náms og atvinnu.

Sjúkratryggingar Íslands greiða ekki styrki vegna kaupa á hjálpartækjum til

náms og atvinnu. Sveitarfélög þar sem fatlaðir einstaklingar eiga lögheimili

annast afgreiðslu umsókna vegna hjálpartækja til náms fyrir 16 ára og eldri og

atvinnu fyrir 18 ára og eldri skv. 27. gr. laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðs

fólks, með síðari breytingum og samkvæmt leiðbeinandi reglum ráðherra. Um

nemendur í grunnskóla fer skv. 17. gr. laga nr. 91/2008, um grunnskóla, með

síðari breytingum, sbr. þó 3. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar.

8. gr.

Ökuþjálfun.

Sjúkratryggingar Íslands greiða styrki vegna ökuþjálfunar að undangengnu öku-

hæfnismati sem leiðir í ljós nauðsyn ökuþjálfunar vegna sérhæfðra hjálpartækja

til stjórnunar bifreiðar. Styrkur til ökuþjálfunar skal nema að hámarki tíu

ökutímum en heimilt er að samþykkja allt að tíu viðbótartíma að fenginni

rökstuddri greinargerð þeirra sem annast ökuhæfnismat samkvæmt samningi

við Sjúkratryggingar Íslands. Stofnunin getur ákveðið að ökuþjálfunin verði

einungis gerð í tengslum við endurhæfingarstað sem annast ökuhæfnismat.

Styrkur vegna ökuþjálfunar er ekki veittur til þjálfunar í almennum ökuskóla

heldur einungis til ökuþjálfunar í eigin bifreið einstaklings og þegar aðstæður

kalla á frekari þjálfun en almennt gerist. Skal styrkurinn vera 70% af

samþykktum kostnaði.

Styrkur til ökuþjálfunar skal eingöngu veittur þegar eftirfarandi skilyrði eru

uppfyllt:

1. Umsækjandi hefur sjálfur ökuréttindi og er skráður eigandi

bifreiðarinnar. Ef umsækjandi hefur ekki haft ökuréttindi áður þá skal

hann hafa staðist bóklegan hluta náms til ökuréttinda.

Page 8: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

7

2. Nauðsyn á bifreið vegna hreyfihömlunar er ótvíræð og mat á

hreyfihömlun liggur fyrir.

3. Mat á ökuhæfni liggur fyrir.

Ökuþjálfun skal fara fram í samræmi við gildandi reglugerð um ökuskírteini.

IV. KAFLI

Ýmis ákvæði.

9. gr.

Umsóknir um hjálpartæki.

Sækja þarf um styrk frá Sjúkratryggingum Íslands til kaupa á hjálpartæki á

sérstökum eyðublöðum stofnunarinnar og skal það gert áður en fest eru kaup á

hjálpartæki. Umsækjanda er skylt að veita stofnuninni allar nauðsynlegar

upplýsingar til þess að unnt sé að taka ákvörðun um rétt til styrks, fjárhæð hans,

greiðslu og endurskoðun.

Við mat á umsókn skal leitast við að skoða heildarástand einstaklingsins. Í

umsókninni skal ávallt koma fram mat á þörf fyrir hjálpartæki frá þeim

heilbrigðisstarfsmanni sem vinnur að lausn fyrir viðkomandi einstakling enda

hafi heilbrigðisstarfsmaður enga fjárhagslega hagsmuni tengda umsókninni.

Enn fremur skal koma fram lýsing á skertri færni og rökstuðningur fyrir

hjálpartæki. Þegar um er að ræða fyrstu umsókn er umsögn

heilbrigðisstarfsmanns nauðsynleg. Í tilviki fyrstu umsóknar um

meðferðarhjálpartæki (þ.m.t. stoðtæki í meðferðarskyni) skal umsögn læknis

ætíð fylgja. Sjúkratryggingar Íslands geta áskilið að lagt sé fram vottorð

sérfræðings um nauðsyn hjálpartækis. Ef breyting verður á

sjúkdómsástandi/fötlun getur þurft nýtt vottorð/umsögn hlutaðeigandi

heilbrigðisstarfsmanns. Ætíð er krafist nýs vottorðs með umsókn ef ekki er

samræmi milli þeirra hjálpartækja sem um er sótt og þeirra læknisfræðilegu

upplýsinga sem áður hafa borist með umsókn til Sjúkratrygginga Íslands.

Sá heilbrigðisstarfsmaður sem hlut á að umsókn skal leitast við að tryggja að

hjálpartækið nýtist sem best, t.d. með viðeigandi eftirfylgni og endurhæfingu.

Þegar um ný hjálpartæki er að ræða þar sem lítil eða engin þekking eða reynsla

liggur fyrir geta Sjúkratryggingar Íslands áskilið staðfestingar um gagnreynda

meðferð og reynslu tækis.

10. gr.

Ákvarðanir um styrki.

Allar umsóknir um styrki vegna hjálpartækja skulu afgreiddar svo fljótt sem

kostur er og skulu styrkir reiknaðir frá þeim degi sem umsækjandinn hefur

uppfyllt skilyrðin til þeirra.

Page 9: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

8

Styrkir skulu aldrei ákvarðaðir lengra aftur í tímann en tvö ár frá því að umsókn

og/eða önnur gögn sem nauðsynleg eru til að unnt sé að taka ákvörðun um rétt

til styrks og fjárhæð styrks berast stofnuninni.

Ákvarðaðir styrkir falla niður ef þeir eru ekki nýttir innan tólf mánaða, en

ákvarða má styrk á ný ef rökstudd umsókn berst.

11. gr.

Ráðgjöf, endurnýting, skilaskylda o.fl.

Sjúkratryggingar Íslands skulu veita umsækjendum ráðgjöf og upplýsingar um

hjálpartæki, aðstoða við val á hjálpartækjum og við afgreiðsluferlið. Skal

stofnunin sjá um endurnýtingu þeirra hjálpartækja sem við á. Jafnframt skal

stofnunin annast uppsetningu, breytingar, sérsmíði og aðstoð við aðlögun

hjálpartækja fyrir notendur eða sjá um að aðrir aðilar annist þessa þjónustu.

Stofnunin skal annast nauðsynlegt viðhald og viðgerðir á hjálpartækjum sem

eru í eigu hennar eftir að ábyrgð seljenda er útrunnin.

Að notkun lokinni ber að skila hjálpartækjum sem hægt er að endurnýta. Tækin

eru í eigu Sjúkratrygginga Íslands og ber að fara vel með þau.

Endurnýtanlegum hjálpartækjum öðrum en spelkum og gervilimum ber að skila

til hjálpartækjamiðstöðvar stofnunarinnar. Spelkum og gervilimum ber að skila

til þeirra stoðtækjafyrirtækja sem hafa smíðað eða útvegað viðkomandi tæki.

12. gr.

Stjórnsýslukærur.

Rísi ágreiningur um grundvöll, skilyrði eða upphæð styrks vegna hjálpartækja

samkvæmt reglugerð þessari er heimilt að kæra ákvörðun Sjúkratrygginga

Íslands til úrskurðarnefndar almannatrygginga samkvæmt lögum um

almannatryggingar.

Kæra til úrskurðarnefndar almannatrygginga skal vera skrifleg og skal hún

borin fram innan þriggja mánaða frá því umsækjanda/aðila máls var tilkynnt um

ákvörðun. Á skrifstofum Sjúkratrygginga Íslands skulu liggja frammi eyðublöð

í þessu skyni og veita starfsmenn stofnunarinnar nauðsynlega aðstoð við

útfyllingu þeirra.

Sjúkratryggingar Íslands skulu láta nefndinni í té öll gögn máls, svo og þær

upplýsingar og skýringar er nefndin telur þörf á.

V. KAFLI

Gildistaka o.fl.

13. gr.

Page 10: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

9

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 26. gr. laga nr. 112/2008, um

sjúkratryggingar, gildir frá 1. janúar 2014. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr.

1138/2008, um styrki vegna hjálpartækja, með síðari breytingum.

Velferðarráðuneytinu, 6. desember 2013.

Kristján Þór Júlíusson

heilbrigðisráðherra.

Hrönn Ottósdóttir.

Page 11: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

10

ÚTDRÁTTUR ÚR FYLGISKJALI MEÐ REGLUGERÐ NR. 1155/2013. Hjálpartæki frá Sjúkratryggingum Íslands

Skilgreiningar og skýringar:

Lífeyrisþegi: Sá sem hefur gilt örorkuskírteini frá Tryggingastofnun ríkisins

eða er

67 ára eða eldri.

Börn/unglingar: Börn og unglingar yngri en 18 ára.

Innkaupaheimild: Innkaupaheimild veitt af Sjúkratryggingum Íslands vegna

einnota

hjálpartækja sem gildir ýmist í eitt ár, fimm ár eða tíu ár.

50/70/80/90/95/100%: Þátttaka Sjúkratrygginga Íslands í greiðslu á hjálpartæki er

50%, 70%, 80%, 90%, 95% eða 100%.

12 Ferlihjálpartæki og hjálpartæki við flutning.

Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samninga um kaup á gönguhjálpartækjum, hand-drifnum hjólastólum, sérsmíði í hjólastóla og ýmsum fylgi- og aukahlutum í hjólastóla svo og um kaup á lyfturum á hjólum. Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samninga um kaup á sjúkrarúmum og fylgihlutum (m.a. hjálpartæki við flutning fólks, sjá 1230 og snúningshjálpartækjum, sjá 1233). Sjúkratryggingar Íslands gefa út hefti sem hefur að geyma tæmandi yfirlit yfir allar þær tegundir hjálpartækja sem framangreindir samningar ná til og sem stofnunin tekur þátt í að greiða fyrir þá sem eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar. Við hvert og eitt hjálpartæki í vörulistanum í heftinu kemur einnig fram hvaða fyrirtæki er með samning við stofnunina um kaup á viðkomandi tæki. Greiðsluþátttaka í kaupum á ákveðnu hjálpartæki er háð því að tækið sé fengið hjá tilgreindu samningsbundnu fyrirtæki.

1203 Stafir/hækjur. Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir stafi og hækjur fyrir þá sem eru með sjúkdóma sem valda alvarlegri lömun eða hrörnun, t.d. MS, MND og aðra vöðvarýrnunarsjúkdóma, helftarlömun, Parkinsonsjúkdóm, illvíga RA liðagigt, Spina bifida svo og einstaklinga með lungna- og/eða hjartasjúkdóm á háu stigi. Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samninga um kaup á gönguhjálpartækjum, sjá fremst í þessum kafla..

12 03 03 Stafir 100% 12 03 06 Olnbogahækjur 100% 12 03 09 Gigtarhækjur 100% 12 03 12 Axlarhækjur 100% 12 03 16 Þrí- eða fjórfótastafir 100%

1206 Göngugrindur. Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samninga um kaup á göngugrindum, sjá fremst í þessum kafla. 12 06 03 Göngugrindur án hjóla 100% 12 06 06 Göngugrindur á hjólum 100% 12 06 09 Göngustólar á hjólum með setstuðningi 100% 12 06 12 Háar göngugrindur á hjólum með framhandleggsstuðningi 100% 12 06 90 Viðgerðir á göngugrindum 100% 12 06 91 Breytingar á göngugrindum 100%

1207 Fylgihlutir við gönguhjálpartæki. 12 07 90 Aukahlutir á göngugrind (s.s. karfa, bakki) 100% 12 07 91 Stafa-/hækjuhaldarar 100% 12 07 92 Gúmmí t.d. á stafi/hækjur 100%

Page 12: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

11

12 07 93 Ísbroddar t.d. á stafi/hækjur 100%

1221 Hjólastólar.

Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samninga um kaup á handdrifnum hjólastólum, sérsmíði í hjólastóla og ýmsum fylgi- og aukahlutum í hjólastóla, sjá fremst í þessum kafla. Metið er eftir færni og sjúkdómi hvort umsækjandi á rétt á hjólastól. Sjúkratryggingum Íslands er heimilt að greiða fyrir tvo hjólastóla, innihjólastól og útihjólastól, vegna sama einstaklings. Einstaklingar með tvo rafknúna hjólastóla geta í undantekningartilvikum fengið að auki einn handdrifinn hjólastól, s.s. ef viðkomandi er mjög virkur (t.d. sækir skóla, vinnu, dagvistun) og er algjörlega háður hjólastól. Veiting hjólastóla er óháð búsetu í heimahúsi eða á stofnun. Einstaklingar sem eiga rétt á rafknúnum hjólastól eiga kost á öflugri rafknúnum útihjólastól í stað venjulegs. Tegund hjólastóls fer eftir færni og virkni viðkomandi. Dæmi: Léttir hjólastólar sem eru með auknum stillimöguleikum á hjólum/setstöðu og þar sem hægt er að taka hjól af eru frekar fyrir virka einstaklinga, einnig hugsanlega fyrir þá sem ekki ráða við annað vegna sjúkdóms og verða sjálfbjarga með léttari stól. Einfaldir hjólastólar eru almennt frekar fyrir þá sem eru ekki eins virkir, t.d. aldraða á dvalarstofnunum og þá sem ekki eru stöðugt háðir hjólastól. Mjög virkir hjólastólanotendur geta fengið auka umgang af hjólum á handknúna hjólastóla, þ.e. drifhjól með öflugri dekkjum (fjalladekk) og tilheyrandi framhjól. Rafknúinn innihjólastóll er stóll ætlaður til nota innandyra og er einfaldari en rafknúinn útihjólastóll. Rafknúinn inni- og útihjólastóll er stóll sem hentar til notkunar bæði innan- og utandyra og rafknúinn útihjólastóll er stóll til nota eingöngu utandyra. Hjólastólar af lager hjálpartækjamiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands ganga fyrir nýkaupum á hjólastólum.

Rafknúnir hjólastólar. Rafknúnir hjólastólar eru einungis drifnir með rafgeymum, hámarkshraði takmarkast við 10 km/klst. Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir þá ef þeir leiða til aukinnar/bættrar færni. Rafknúinn hjólastóll er samþykktur vegna skaða, sjúkdóms og verulegrar minnkunar á almennri færni ef talið er nauðsynlegt og hentugt að bæta möguleika viðkomandi til að annast daglegar athafnir sínar. Skilyrði er að fyrir liggi mat heilbrigðisstarfsmanns, t.d. iðjuþjálfa eða sjúkra- þjálfara, á þörf fyrir rafknúinn hjólastól. Matið byggist fyrst og fremst á hvort viðkomandi hafi skertan kraft í handleggjum eða hvort handarfærni muni skaðast við not á handdrifnum hjólastól. Ennfremur er tekið tillit til heildargetu einstaklingsins. Rafknúnir hjólastólar eru að jafnaði greiddir ef viðkomandi getur ekki notað handdrifinn hjólastól eða komist lengri ferðir á handdrifnum hjólastól. Sjúkratryggingar Íslands ákvarða hvaða rafknúnir hjólastólar, hleðslutæki og rafgeymar eru keyptir í hverju tilviki og úthlutar þeim síðan til notkunar meðan þörf einstaklingsins er fyrir hendi. Sjúkratryggingar Íslands meta hverju sinni hvort greiða skuli fyrir rafknúinn hjólastól til nota utandyra (skóla/vinnu) og handdrifinn hjólastól til nota heima eða öfugt (t.d. einstaklingur virkur heima í rafknúnum hjólastól en er með handdrifinn hjólastól þegar hann fer út, t.d. í dagvistun eða heimsóknir sem hann fer aldrei einn í). Einstaklingur sem á rétt á rafknúnum hjólastól getur átt val um öflugan rafknúinn útihjólastól. Einstaklingur 67 ára eða eldri sem er með skerta færni getur fengið úthlutað einfaldari rafknúnum hjólastól (svokallaðri rafskutlu) til að auðvelda sjálfstæða búsetu að uppfylltum almennum skilyrðum um rafknúna hjólastóla, sbr. hér að framan, enda sé ekki bifreið á heimili hans. Sjúkratryggingar Íslands greiða að jafnaði ekki fyrir rafknúinn hjólastól vegna einstaklinga sem eru með mænuskaða nema skaði sé ofar en við 6. hálshryggjarlið (ofar en C6). Ef skaði er neðar þarf auk þess að vera fyrir hendi önnur fötlun, sjúkdómar eða aldurstengd vandamál til þess að þessir einstaklingar geti fengið rafknúinn hjólastól, t.d. blóðrásarvandamál, slitgigt/ stoðkerfisvandamál, beinþynning, hormónabreytingar, ofþyngd.

Page 13: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

12

Sjúkratryggingar Íslands greiða að jafnaði ekki fyrir rafknúna hjólastóla vegna barna fyrr en frá og með 6. aldursári (við upphaf skólagöngu).

Endurnýjun hjólastóls.

Sjúkratryggingar Íslands meta hverju sinni hvort forsendur eru breyttar (t.d.

líkamsstærð/ sjúkdómur/færni) og hvort hagkvæmt er að gera við stól.

Séraðlögun/sérsmíði.

Sjúkratryggingar Íslands meta í einstökum tilvikum hvort þörf sé á séraðlögun og/eða

sérsmíði til varnar frekari skaða/skekkju/aflögun og/eða til að viðhalda eða auka

færni.

Viðgerðir á hjólastólum.

Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands sér um viðgerðir á hjólastólum

notendum að kostnaðarlausu. Jafnframt greiðir stofnunin flutningskostnað utan af

landi/út á land eftir því sem við á.

Fylgihlutir hjólastóla fyrir einstaklinga sem vistast á stofnunum.

Tilheyrandi tæki í hjólastól fylgja í þessum tilvikum með hjólastólum ef þess þarf

með, s.s. setpúði, bakpúði, hjólastólaborð, belti í hjólastól.

12 21 03 Handknúnir hjólastólar, stjórnað af aðstoðarmanni 100%

12 21 06 Handknúnir afturhjóladrifnir hjólastólar 100%

12 21 09 Handknúnir framhjóladrifnir hjólastólar 100%

12 21 12 Handknúnir vogarstangadrifnir hjólastólar 100%

12 21 15 Handknúnir hjólastólar, drifnir öðrum megin 100%

12 21 18 Handknúnir lágir hjólastólar 100%

12 21 24 Rafknúnir hjólastólar með handstýringu (stýri) 100%

12 21 27 Rafknúnir hjólastólar með mótorstýringu (pinna) 100%

1224 Aukahlutir fyrir hjólastóla. 12 24 03 Stýrikerfi fyrir hjólastóla 100% (innifalið er stjórnbox og stjórnstöð fyrir

hjólastóla)

12 24 09 Aflbúnaður fyrir hjólastóla 100% (innifaldir eru mótorar í rafknúna

hjólastóla og hjálparmótorar á handknúna hjólastóla)

12 24 12 Ljós á hjólastóla 100%

12 24 15 Hjólastólaborð sem fest er á hjólastóla 100%

12 24 18 Bremsur fyrir hjólastóla 100%

12 24 21 Hjól og dekk fyrir hjólastóla 100%

12 24 24 Rafgeymar og hleðslutæki 100%

12 24 30 Belti í hjólastóla 100%

12 24 90 Viðgerðir á hjólastólum 100%

12 24 91 Breytingar á hjólastólum 100%

12 24 92 Töskur fyrir hjólastóla 100%

12 24 93 Hnakkapúðar fyrir hjólastóla 100%

12 24 95 Hliðarstuðningur í hjólastóla 100%

12 24 96 Ýmsir fylgihlutir í hjólastóla 100% (s.s. armar, fótafjalir, handhringir,

hliðarhlífar, hælkappar, hjólastólaþrengjarar)

12 24 97 Ýmsir varahlutir í hjólastóla 100% (s.s. setur, bök)

1809 Stólar Sjúkratryggingar Íslands greiða að jafnaði fyrir stóla vegna þeirra sem eru með sjúkdóma sem valda alvarlegri lömun eða hrörnun, t.d. MS, MND og aðra

Page 14: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

13

vöðvarýrnunarsjúkdóma, helftarlömun, Parkinsonsjúkdóm, illvíga RA liðagigt og Spina bifida. Einnig geta einstaklingar með lungna- og/eða hjartasjúkdóm á háu stigi fengið greidda stóla, einkum standstóla. Metið er eftir færni hvort og hvenær viðkomandi eigi rétt á stól, t.d. göngufærni, úthaldi, stand- og/eða setjafnvægi. Greitt er fyrir stóla ef þeir leiða til aukinnar sjálfsbjargargetu og færni við athafnir daglegs lífs en ekki til að nota eingöngu í frístundum eða til afþreyingar. Val á stól fer eftir þörf sem er metin eftir færni og sjúkdómi. Sjúkratryggingar Íslands greiða ekki fyrir stóla sem hafa almennt notkunargildi en heimilt er að taka þátt í kostnaði vegna tiltekins aukabúnaðar eða séraðlögunar ef þess er þörf, t.d. vegna alvarlegrar skekkju/aflögunar í hrygg og/eða mjöðmum. Stólar af lager hjálpartækjamiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands ganga fyrir nýkaupum á stólum.

Endurnýjun stóls. Sjúkratryggingar Íslands meta hverju sinni hvort forsendur eru breyttar (t.d. líkamsstærð/sjúkdómur/færni) og hvort hagkvæmt er að gera við stól.

Séraðlögun/sérsmíði. Sjúkratryggingar Íslands meta í einstökum tilvikum hvort þörf sé á séraðlögun og/eða sérsmíði til varnar frekari skaða/skekkju/aflögun og/eða til að viðhalda eða auka færni.

Viðgerðir á stólum. Sjúkratryggingar Íslands sjá um viðgerðarþjónustu á stólum notendum að kostnaðarlausu. Jafnframt greiðir stofnunin flutningskostnað utan af landi/út á land. 18 09 03 Vinnustólar 100% 18 09 06 Standstólar 100% 18 09 09 Gigtarstólar („arthrodesustólar“) 100% (stólar með skiptri setu, framhluti stillanlegur í einu eða tvennu lagi) 18 09 21 Sérstakir stólar (m.a. stólar fyrir börn, gólfsæti) 100% 18 09 27 Fótskemlar/fótstuðningur 100% 18 09 31 Sérsmíðað sæti, setur og/eða bök (með áklæði) (í hjólastóla) 100% 18 09 39 Tilbúin setkerfi (í hjólastóla) 100% 18 09 42 Sætispúðar/undirlag 100%

(innifelur einnig púða og undirlag til varnar legusárum) 18 09 45 Bakpúðar/undirlag 100% 18 09 90 Viðgerðir á stólum 100%

Sjúkratryggingar Íslands greiða ekki endurnýjun áklæðis á lyftistólum 18 09 91 Breytingar á stólum 100% 18 09 92 Mótorar í stóla 100% 18 09 93 Ver með sérstökum eiginleikum utan um púða sérstaklega í hjólastóla

100% 18 09 94 Aukahlutir á stóla 100%

Page 15: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

14

III. kafli Samningar um kaup á gönguhjálpartækjum og hjólastólum Hér er að finna yfirlit yfir allar þær tegundir hjálpartækja sem samningarnir á gönguhjálpartækjum, hjólastólum og fylgihlutum ná til og sem Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) taka þátt í kaupum á fyrir þá sem eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar. Við hvert og eitt hjálpartæki í vörulistanum kemur fram hvaða fyrirtæki er með samning við SÍ um kaup á viðkomandi tæki. Þátttaka SÍ í kaupum á ákveðnu hjálpartæki er hér háð því að tækið sé fengið hjá tilgreindu samningsbundnu fyrirtæki. Fyrirtækin eru þessi: Eirberg ehf. Fastus ehf

Sérmót ehf. Stoð hf.

Öryggismiðstöð Íslands ehf.

Kaup á hjálpartækjum Kaup á hjálpartækjum verða aðeins gerð að fyrir liggi formlegt samþykki SÍ á umsókn um hjálpartæki.

Afhending hjálpartækja Viðkomandi fyrirtæki ber ábyrgð á afhendingu umsaminna hjálpartækja til notenda. Fyrirtækið skal afhenda þeim notendum, sem búa eða dveljast í nágrenni starfsstöðvar umsamin tæki á starfsstöð sinni. Þegar ekki er hægt að koma því við að tæki séu sótt á starfsstöð, skal þeim ekið á heimili notenda sé það í nágrenni starfsstöðvar. Koma skal tækjum á póststöð vegna þeirra sem búa eða dveljast fjarri starfsstöð. SÍ geta farið fram á að tæki sé afhent í hjálpartækjamiðstöð SÍ. Í afhendingu er innifalin aðlögun og leiðbeiningar um notkun hjálpartækjanna sem við á hverju sinni. Með aðlögun er átt við að tækið sé tilbúið til notkunar, samsett og stillt fyrir notanda. Viðkomandi fyrirtæki skal ennfremur sinna öllum sanngjörnum óskum notanda um frekari leiðbeiningar um notkun hjálpartækisins án sérstaks endurgjalds. Leiðbeiningar á íslensku skulu fylgja hjálpartæki. Tækið skal vera með merki framleiðanda og seljanda, fyrirtækið skal einnig merkja tæki með merkimiða hjálpartækjamiðstöðvar. Afhendingartími, þ.e. sá tími sem tekur fyrirtæki að útvega og stilla hjálpartæki, skal vera hámark þrjár vikur frá móttöku formlegs samþykkis SÍ eða móttöku tækjapöntunar, hvort sem síðar er. Í sérstökum tilvikum geta SÍ samþykkt lengri afhendingartíma að fenginni rökstuddri greinargerð frá viðkomandi fyrirtæki. Öll framangreind þjónusta er innifalin í verði tækjanna.

Page 16: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

15

Endurnýting hjálpartækja Hjálpartækin sem hér um ræðir eru með skilaskyldu til hjálpartækjamiðstöðvar SÍ að notkun lokinni. Tæki á lager hjálpartækjamiðstöðvar SÍ ganga fyrir nýkaupum á tækjum frá seljanda. Við samþykkt hjálpartækis sömu gerðar gengur því úthlutun á eldra tæki fyrir að loknum nauðsynlegum viðgerðum, þrifnaði og aðlögun, sem hjálpartækjamiðstöð SÍ annast. Hjálpartækjamiðstöð SÍ sér alfarið um afhendingu endurnýttra tækja.

Verð á hjálpartækjum Verð á umsömdum hjálpartækjum og aukahlutum er tilgreint í vörulistanum, sjá kafla VII og VIII. Verðið er heildarverð með virðisaukaskatti og felur í sér viðeigandi aðlögun og leiðbeiningar í notkun hvers hjálpartækis eftir því sem við á. Tilgreint verð miðast við 1. desember 2016 og getur breyst samkvæmt ákveðnum reglum.

Reikningar Fyrirtækin senda SÍ reikninga í kjölfar afhendingar á tæki. Notandi eða aðstandandi hans þarf að staðfesta móttöku hjálpartækis með undirskrift sinni. Notandi greiðir fyrirtækinu sinn hluta í verðinu þar sem það á við.

Ábyrgð Fyrirtækin ábyrgjast að geta ætíð útvegað hjálpartæki, aukahluti, varahluti og annað, sem tryggir fullnægjandi þjónustu. Þau bera tveggja ára ábyrgð á framleiðslugalla í hjálpartæki og á tjóni, sem hlýst af ágalla á hjálpartæki.

Aðgengi að húsnæði fyrirtækis Fyrirtækin ábyrgjast að gott aðgengi sé fyrir alla að sýningarsvæði fyrirtækjanna.

Page 17: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

16

IV. kafli Skilgreiningar Gönguhjálpartæki og aukahlutir Öll gönguhjálpartæki í vörulistanum eru CE merkt samkvæmt kröfu þar um. Gönguhjálpartækin eru flokkuð samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO 9999:2002 og skipt í undirflokka þar sem þess er þörf. Upplýsingar í vörulistanum eru frá seljendum og alfarið á ábyrgð þeirra.

12 03 Gönguhjálpartæki, notuð með annarri hendi fyrir börn og fullorðna 12 03 03 01 Stafir

Eru hæðarstillanlegir á auðveldan og öruggan hátt, með mismunandi handfangi t.d. handformuðu. 12 03 06 01 Olnbogahækjur, stillanlegar 12 03 06 02 Olnbogahækjur, stillanlegar og samanleggjalegar

Eru hæðarstillanlegar á auðveldan og öruggan hátt á fæti eða á fæti og armi. Handfang er mismunandi formað og stillanlegt. Armstuðningur getur verið á lið og þær geta verið samanleggjalegar. 12 03 09 01 Gigtarhækjur Eru með láréttan framhandleggsstuðning og stillanlegu gripi. Þær skulu vera hæðarstillanlegar á auðveldan og öruggan hátt. 12 03 16 01 Þrífótastafir 12 03 16 02 Fjórfótastafir Eru með þrjá eða fjóra fætur, með handfangi og þeir geta haft fram- eða upphandleggsstuðning. Þeir skulu vera hæðarstillanlegir á auðveldan og öruggan hátt.

12 06 Gönguhjálpartæki, notuð með báðum höndum fyrir börn og fullorðna 12 06 03 05 Göngugrindur án hjóla 12 06 03 06 Göngugrindur án hjóla, samanleggjalegar/víxlhreyfanlegar Eru hæðarstillanlegir fastir rammar með fjórar fætur, sem er lyft við göngu. Grindurnar geta verið samanleggjalegar og/eða víxlhreyfanlegar (reciproke walking frames). 12 06 03 08 Göngugrindur á 2 hjólum Eru hæðarstillanlegar með tveim framhjólum og tveim fótum að aftan. Þær eru ýmist fastar eða samanleggjalegar og án sætis að barnagrindum undanskildum.

Page 18: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

17

12 06 06 03 Göngugrindur á 4 hjólum Göngugrindur til almennrar notkunar inni og/eða úti eru hæðarstillanlegar með sæti, aksturs- og stöðubremsu og mjúkum dekkjum (ekki uppblásnum). Þær eru samanleggjalegar (fellanlegar) og með körfu. Karfa fylgir ekki allaf með göngugrindum fyrir börn. 12 06 06 04 Göngugrindur á 4 hjólum, baklægar Eru hafðar aftan við notandann og eru opnar að framan. Þær eru dregnar í gönguátt og geta læst afturhjólum þegar þeim er ýtt afturábak. Þær eru hæðarstillanlegar, með mjúkum dekkjum fyrir fullorðna og börn. Oftast er hægt að fá gott úrval aukahluta s.s. sæti, bolstuðning og veltivörn.

12 06 09 90/91 Göngustólar á hjólum með setstuðningi Eru með 4 eða fleiri hjól, sæti/setpoka, mjaðma- og/eða bolstuðning. Notandinn ýtir sér áfram í sitjandi eða hálf sitjandi stöðu. Göngupílur flokkast hér einnig. 12 06 12 06 Háar göngugrindur á hjólum með stuðningsborði 12 06 12 07 Háar göngugrindur á hjólum með aðskildum framhandl.stuðningi Eru með 4 hjólum og láréttum aðskildum stuðningi fyrir framhandleggi eða stuðningsborði. Hafa ýmist aksturs- og stöðubremsur eða bremsur á a.m.k. tveim hjólum. Geta verið samanleggjalegar og geta haft búnað (pumpu) sem aðstoðar einstakling við að rísa á fætur.

12 07 Aukahlutir fyrir gönguhjálpartæki 12 07 90 Aukahlutir fyrir göngugrindur Helstu aukahlutir eru körfur, bakkar, haldari fyrir súrefniskút, framhandleggsstuðningur og bolstuðningur. 12 07 91 Stafa- og hækjuhaldarar Eru festingar á hækjur og stafi t.d. ,,froskar” til að hindra að þau falli á gólfið. Einnig er um að ræða festingar til að festa hækjur og stafi á hjólastóla og göngugrindur. 12 07 92 Gúmmí á stafi og hækjur (grátt) 12 0793 Ísbroddar á stafi og hækjur Eru til að auka stöðugleika stafa og hækja í hálku og snjó. Eru ýmist með einum eða fleiri broddum. Ísbrodda þarf að vera létt að setja á og taka af.

Page 19: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

18

Hjólastólar og fylgihlutir

Allir hjólastólar í vörulistanum eru CE merktir samkvæmt kröfu þar um. Þeir hafa einnig vottun um að hafa staðist prófun samkvæmt Evrópustaðlinum ÍST EN 12183, Handknúnir hjólastólar - Kröfur og prófunaraðferðir. Hjólastólarnir eru flokkaðir samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO 9999:2002 og skipt í undirflokka eftir gerð. Þar er skilgreind grunnútfærsla hjólastólsins, hvernig bygging hans er og t.d. hvernig fótahvílur og armar fylgja. Athuga þarf hvað er innifalið í grunnútfærslu hvers hjólastóls í vörulistanum, hverju þarf að breyta og/eða hvað þarf að panta af aukahlutum. Flokkun hjólastólanna á að auðvelda notendum að velja hentuga gerð út frá þarfagreiningu. Barnahjólastólar er ekki sérstakur flokkur heldur falla barnahjólastólar í alla flokkana. Byrja þarf að greina þarfir notandans, t.d. hvar á að nota stólinn, hvort þörf sé fyrir mikinn stuðning eða lítinn og hver færni notandans er við að aka stólnum. Því næst er gerð hjólastólsins valin, fastramma, krossramma eða hægindahjólastóll. Að lokum er mikilvægt að tryggja að stærð og burðargeta hjólastólsins sé í samræmi við notandann. (Sjá leiðbeiningar um mælingar fyrir hjólastól bls. 23). Í vörulistanum er merkt við þá hjólastóla sem henta til notkunar í bifreiðum. Það þýðir að stólarnir hafa merkta festipunkta til að festa þá í bifreið og hafa staðist árekstursprófun samkvæmt staðlinum ISO 7176-19. Hinsvegar þarf að tryggja öryggi þess sem situr í stólnum á viðeigandi hátt. Uppgefin þyngd hjólastólanna er á ábyrgð seljenda og á að miðast við hjólastólinn eins og hann er í vörulistanum með fótahvílum en án sessu og arma/hliðarhlífa. Bent skal á að erfitt er að bera saman þyngd hjólastóla milli framleiðenda þar sem ólíkir hlutir geta verið vegnir.

Page 20: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

19

Upplýsingar í vörulistanum eru frá seljendum og alfarið á ábyrgð þeirra. Ökuhandföng Armar Fótahvílur

Veltivörn Fótplata Snúningshjól Drifhjól og drifhringur

Orðskýringar

Grunnútfærsla: Hjólastóll ásamt þeim hlutum sem skilgreindir eru í flokkun hér á eftir. Öll mál skulu gefin upp án þess að notaðir séu aukahlutir sem koma til viðbótar við grunnútfærslu.

Aukahlutir: Koma til viðbótar eða í staðinn fyrir grunnútfærslu og breyta þannig hjólastól miðað við grunnútfærslu.

Hjólastólar með krossramma / samanleggjalegir: Eru lagðir saman með því að draga upp (losa) sæti og leggja hliðar saman.

Hjólastólar með fastan ramma: Hafa fastan ramma sem ekki er hægt að leggja saman, en oftast er hægt að fella bak niður að setu.

Barnahjólastólar eru sérstaklega gerðir fyrir börn (skv. skilgr. framleiðanda/ hámarks setbr. 35 cm).

Fótahvílur (legrest): Átt er við fótahvíluna í heild þ.e. frá festingum, niður legginn og undir il. Talað er um lyftanlegar (elevating) fótahvílur þegar hægt er lyfta fótahvílunni og rétta úr hné. Með fótaplötu (footrest) er átt við plötuna undir ilinni. Athugið að fótbogi fellur undir fótplötur.

Drifhringir / handhringir: Á afturhjólum til að ýta stólnum áfram.

Hraðlosun (quick release): Er búnaður til að taka hjól af undirstelli á skjótan hátt.

Kambra (cambring): Er þegar vinkill er stilltur á drifhjólum, þeim hallað miðað við lóðrétta stöðu.

Mjúk dekk / hálf massíf dekk Hörð dekk / massíf dekk.

Ökuhandföng / keyrsluhandföng: Handföng fyrir aðstoðarmann til að ýta hjólastól.

Hallastilling sætis (tilt): Þegar halli sætiseiningar er stillanlegur þ.e. setstöðu er breytt, velt fram/aftur án þess að vinkill milli setu og baks breytist.

Bakhalli: Er ýmist stillanlegur án verkfæra eða aðlagaður með verkfærum og þá oftast aðeins fáar gráður.

Sethæð: Skal mæld frá gólfi upp á framkant sætis (dúks eða plötu) án sessu. Á hægindahjólastólum skal til viðbótar uppgefin hæð á bólstrun (mæld á framkanti án álags).

Þyngd hjólastóls skal vera miðuð við stærð (setbreidd), með þeim fótahvílum sem þeir eru boðnir með en án sessu og arma. Þyngd hægindahjólastóla skal þó gefin upp með örmum og einnig þeir stólar sem hafa áfasta arma.

Page 21: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

20

12 21 03 Handknúnir hjólastólar stjórnað af aðstoðarmanni

12 21 03 03 Handknúnir hjólastólar stjórnað af aðstoðarmanni, hæginda

Hjólastólar með bólstruðu sæti (sessu og baki) þar sem hægt er að halla baki og/eða sætiseiningu (tilt). Armar eru hæðarstillanlegir og ökuhandfang/ baula einnig.

Afturhjól eru lítil u.þ.b. 12”, framhjól skulu vera 8” eða stærri snúningshjól, dekk skulu vera mjúk.

Fótahvílur geta verið lyftanlegar og það er hægt að taka þær af/slá frá (ekki krafa á barnastólum).

Bremsur eru fyrir aðstoðarmann.

Veltivörn og ástig fylgja.

12 21 06 Handknúnir afturhjóladrifnir hjólastólar 12 21 06 00 Handknúnir afturhjóladrifnir hjólastólar - almennir krossramma

Samanleggjalegir, krossramma hjólastólar án eða með takmarkaða stillimöguleika drifhjóla, snúningshjóla og sætis. Stólarnir eru með örmum og hæðarstillanleg ökuhandföng. Sessa skal boðin sem aukahlutur.

Fótahvílur er hægt að slá frá og/eða taka af (ekki krafa á barnastólum). Fótaplötur eru uppfellanlegar.

Dekk eru mjúk.

Hraðlosun er á drifhjólum.

Veltivörn og ástig fylgja.

12 21 06 01 Handknúnir afturhjóladrifnir hjólastólar - stillanlegir krossramma

Samanleggjalegir, léttir og stillanlegir krossramma hjólastólar. Stólar með möguleika á að skapa virka setstöðu og bæta aksturseiginleika með því að stilla sethæð/þyngdarpunkt t.d. með því að færa drifhjól lárétt/lóðrétt. Auk þess er hægt að stilla snúningshjól í samræmi við drifhjól. Stólarnir hafa hæðarstillanlega arma og hæðarstillanleg ökuhandföng. Sessa er hins vegar boðin sem aukahlutur.

Hraðlosun er á drifhjólum og jafnvel er hægt að stilla vinkil (kambra). Dekk eru mjúk.

Fótahvílur eru ýmist fastar eða hægt að slá til hliðar/taka af. Fótplötur eru uppfellanlegar.

Bakvinkill getur verið stillanlegur (fáeinar gráður með/án verkfæra)

Bakdúkur getur verið stillanlegur með reimum/riflás.

Veltivörn og ástig fylgja. 12 21 06 02 Handknúnir afturhjóladrifnir hjólastólar - stillanlegir fastramma

Fastramma, léttir hjólastólar með möguleika á að skapa virka setstöðu og bæta aksturseiginleika með því að stilla þyngdarpunkt t.d. með því að færa drifhjól. Auk þess skal vera hægt að stilla snúningshjól í samræmi við drifhjól. Stólarnir skulu boðnir bæði með og án hæðarstillanlegra ökuhandfanga (séu þeir gerðir fyrir þau). Sessa skal boðin sem aukahlutur.

Hraðlosun er á drifhjólum og æskilegt er að hægt sé að stilla vinkil þeirra (kambra).

Dekk snúningshjóla /drifhjóla eru loftfyllt eða mjúk

Fótahvílur geta verið fastar eða hægt að slá þeim frá/taka af.

Hliðarhlífar eða stillanlegir armar fylgja.

Page 22: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

21

Bakvinkill getur verið stillanlegur (fáeinar gráður með/án verkfæra)

Bakdúkur getur verið stillanlegur með reimum/riflás.

Veltivörn og ástig fylgja sé stóllinn gerður fyrir það.

12 21 06 03 Handknúnir afturhjóladrifnir hjólastólar - hægindahjólastólar

Hjólastólar með bólstruðu sæti (sessu og baki) þar sem hægt er að halla baki og/eða sætiseiningu (tilt). Hjólastólarnir skulu hafa hæðarstillanlega arma og ökuhandföng /baulu. Hjólastólarnir geta einnig haft: hraðlosun, festingar fyrir hliðarstuðning, vinkilstillanlegar fótplötur o.fl.

Höfuðstuðningur fylgir.

Fótahvílur skulu vera lyftanlegar og það skal vera hægt að taka þær af/slá til hliðar (ekki krafa á barnastólum).

Dekk skulu vera mjúk.

Æskilegt er að stærð framhjóla sé um 8”

Stólarnir geta haft bremsur fyrir aðstoðarmann.

Veltivörn og ástig skal fylgja. 12 21 03 90 Undirstell stjórnað af aðstoðarmanni (án sætis) 12 21 06 90 Afturhjóladrifin undirstell (án sætis)

Undirstellin hafa hallanlega sætiseiningu (tilt) og geta haft hallanlegt bak. Þau hafa hæðarstillanlega arma og ökuhandföng/baulu. Bremsur eru fyrir aðstoðarmann.

Fótahvílur eru hæðarstillanlegar og í einhverjum tilfellum er hægt að slá fótahvílum frá/ taka af.

Afturhjól á undirstelli stjórnað af aðstoðarmanni eru lítil u.þ.b 12”, framhjól skulu vera 8” eða stærri snúningshjól, dekk skulu vera mjúk.

Veltivörn og ástig fylgja.

12 21 15 Handknúnir hjólastólar, drifnir öðru megin

Hjólastólar geta verið ýmist krossramma eða fastramma, einnar handar drifnir hægra eða vinstra megin, með einnar handar bremsu. Fótahvílur er hægt að taka af. Ekki er gerð krafa um hraðlosun en að öðru leyti falla þeir undir sömu skilgreiningar og afturhjóladrifnir hjólastólar 122106 01.

12 21 18 Handknúnir lágir hjólastólar, drifnir með fótum

Hjólastólar geta verið ýmist krossramma eða fastramma, drifnir með fótum og hafa því lægri sethæð en aðrir hjólastólar. Fótahvílur er hægt að taka af ef þær fylgja. Þeir eru að öðru leyti sambærilegir afturhjóladrifnum hjólastólum og falla undir sömu skilgreiningar og 122106 01/02.

12 24 09 Aflbúnaður, hjálparmótor á hjólastóla

Aflbúnaður er hjálparmótor sem er í sérstökum drifhjólum til að létta akstur handknúinna hjólastóla. Gæta þarf þess að hjálparmótor hæfi þeim hjólastól sem hann er pantaður fyrir. Mikilvægt er að aflbúnaður sé prófaður af væntanlegum notanda áður en slíkur búnaður er valinn.

18 09 31 01 Sérsmíðuð sæti (seta og bak) 18 09 31 02 Sérsmíðuð bök

Page 23: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

22

18 09 31 03 Sérsmíðaðar setur 18 09 31 04 Sérsmíðaðir höfuðstuðningar

Um er að ræða sæti, setur, bök og höfuðstuðning í hjólastóla sem eru sniðin og mótuð að sérþörfum notanda. Auka áklæði fylgir. Móttaka, aðlögun, mátun og festing sætis við undirstell eru innifalin í verði. Ef um sérstaka aðlögun sérmóts við undirstell er að ræða þá kemur sá kostnaður til viðbótar og leita þarf tilboða í þann þátt. Festing sérsmíði við undirstell er á þrjá mismunandi vegu:

Sérsmíði án undirlags. Sérmótið er með festingum við undirlag þess hjólastóls sem það er gert fyrir. Oftast eru festingarnar riflás sem festast við plötu sem er í hjólastólnum.

Sérsmíði með undirlagi. Sérmótið er með undirlagi, plötu úr krossvið, áli eða koltrefjum sem er fest við hjólastólinn.

Sérsmíði með festingum. Sérmótið er með ramma/undirlagi úr krossviði, áli eða koltrefjum með hraðlosunarfestingum til að festa það á hjólastólinn. Þannig að hægt er að taka sérmótið af og setja það á undirstellið án verkfæra.

Sérsmíðaður höfuðstuðningur er sniðinn og mótaður að sérþörfum notanda. Hann er með áklæði, með tilheyrandi festingum til að festa hann á hjólastól en ýmist með eða án ramma/undirlags.

18 09 39 02 Tilbúin setkerfi, bakeiningar

Um er að ræða fastar grunneiningar (skeljar) mismunandi að lögun sem hægt er að stilla og aðlaga með lausum viðbótareiningum. Aðlögunareiginleikar og stillimöguleikar baksins auðvelda aðlögun setstöðu að þörfum hvers einstaklings.

Page 24: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

23

Mælingar fyrir hjólastóla Það sem huga þarf að

Hæð og þyngd notanda Hjólastólar eru misjafnir að gerð og þola mismunandi þyngd. Samanlögð sethæð (frá efst á höfði niður í sæti), setdýpt og lengd fótleggja ætti að vera svipuð og hæð einstaklings. Ef svo er ekki er ástæða til að yfirfara málin.

Axlarbreidd Axlarmál skiptir máli þegar notað er axlarbelti eða annar stuðningur við axlir. Stundum er ekki samræmi á milli setbreiddar og axlarbreiddar. Meta þarf hvað er mikilvægast og hvernig er hægt að koma til móts við það.

Brjóstmál Brjóstmál hefur áhrif á bakbreidd og bakstuðning hjólastóls. Almennt gildir að eftir því sem viðkomandi er kraftminni þarf hærri bakstuðning til að ná viðunandi setjafnvægi. Of mjór bakstuðningur, veldur óþægindum og getur valdið sárum. Of breiður bakstuðningur getur heft viðkomandi við akstur stóls. Breidd bakstuðnings ætti að vera u.þ.b. 2 cm breiðari heldur en brjóstmálið við hæsta punkt hans.

Mittisbreidd Mittisbreidd er mæld til að staðsetja arma þannig að þeir hæfi notanda. Almennt eru 5-10 cm frá mitti í arm.

Setbreidd Æskilegt er að stóllinn sé eins nálægt setbreidd einstaklings og hægt er, hjá þeim sem keyra sig sjálfir. Almennt er miðað við 1-2 cm aukalega. Þegar komið er yfir 3-5 cm umfram mjaðmabreidd hefur það veruleg áhrif á færni við akstur. Einnig er aukin hætta á að viðkomandi geti þróað skekkju á mjaðmagrind og/eða hrygg ef stóllinn er of breiður.

Hæð baks Er mæld frá sætinu og upp að herðablaði á þeim sem keyra sig sjálfir og þurfa að hafa fulla hreyfingu. Of hátt bak hindrar rétta hreyfingu við akstur stólsins.

Setdýpt Er mæld frá aftasta punkti (aftur fyrir rass) fram í hnésbót. Almennt þarf að draga frá 5-7 cm eða þannig að hægt sé að setja 3-4 fingur, eftir stærð handar á milli hnésbótar og setu. Undantekningar geta verið s.s. þegar einstaklingar keyra sig m/fótum/fæti en þá getur þurft grynnri setu til að gefa svigrúm fyrir hreyfingu.

Page 25: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

24

Lengd fótleggja Er mæld frá setdúk niður fyrir fót og segir til um lengd fótahvílu og sethæð. Æskilegt er að viðkomandi sé í skóm þegar mælt er. Ef hann keyrir stól með fótum/fæti þurfa fætur að ná vel niður á gólf til fá spyrnu.

Stærð fótar Æskilegast er að mæla lengdina í skóm. Mikilvægt er að fótplata styðji vel undir fætur. Val fótplötu fer eftir virkni og aðstæðum notenda.

Heildarmál notanda í stólnum

Segir til um samspil notanda við umhverfið. Heildarhæð (frá gólfi og upp fyrir höfuð). Heildarlengd (frá tám að aftasta hluta) segir til um svigrúm fyrir snúning. Heildarbreidd (ysta brún/ drifhringir báðum megin) gefur til kynna hversu breiðar dyr og annað þarf að vera.

Page 26: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

25

V. kafli Leiðbeiningar varðandi útfyllingu umsóknareyðublaða Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) vinna markvisst að því að efla rafræna þjónustu við viðskiptavini sína. Heilbrigðisstarfsmenn geta sent rafrænar umsóknir um hjálpartæki í Gagnagátt, sjá á www.sjukra.is og í Sögu sjúkraskrárkerfi. Öll bréf frá SÍ eru birt í Gagnagátt og Réttindagátt eftir því sem við á og þar er hægt að fylgjast með réttindum sem lúta að hjálpartækjum, sérfræðiþjónustu, lyfjum og fleira. Í umsókninni skal ávallt koma fram mat á þörf fyrir hjálpartæki, lýsing á skertri færni og rökstuðningur fyrir vali á hjálpartæki. Þegar um er að ræða fyrstu umsókn er umsögn heilbrigðisstarfsmanns nauðsynleg (ICD númer og sjúkrasaga skv. sjúkraskrá). Eyðublöð er varða upplýsingar um tæki, skulu fylgja eftir því sem við á. Mikilvægt er að skrá netfang og símanúmer umsækjanda og tengiliðs, t.d. iðjuþjálfa eða sjúkraþjálfara til að auðvelda upplýsingaöflun. Skrifleg umsókn skal undirrituð af umsækjanda eða fyrir hans hönd, eyðublað má finna á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands, www.sjukra.is; http://www.sjukra.is/lyf-og-hjalpartaeki/hjalpartaeki/sott-um-hjalpartaeki/. Ekki þarf undirskrift þegar umsókn er send úr gátt. Einnig má nálgast eyðublaðið hjá hjálpartækjamiðstöð SÍ, Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík og umboðum SÍ um land allt. Vinsamlegast notið prentstafi ef eyðublaðið er ekki fyllt út í tölvu. Nánari upplýsingar varðandi umsóknir og hjálpartæki veita starfsmenn hjálpartækjamiðstöðvar í síma 515-0100. Bent er á að ýmsar notendaleiðbeiningar um hjálpartæki má finna á heimasíðu SÍ, www.sjukra.is; http://www.sjukra.is/lyf-og-hjalpartaeki/hjalpartaeki/um-hjalpartaeki/notendaleidbeiningar/.

Page 27: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

26

VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta Hjálpartækjamiðstöð SÍ hefur umsjón með allri viðhalds- og viðgerðarþjónustu á hjálpartækjum sem SÍ veita, svo framarlega sem hjálpartæki er ekki lengur í ábyrgð seljanda. Samningar eru við ákveðin verkstæði á landsbyggðinni (Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Vestmannaeyjum) um viðgerðir á hjálpartækjum, sjá nánar á heimasíðu SÍ www.sjukra.is; http://www.sjukra.is/lyf-og-hjalpartaeki/hjalpartaeki/um-hjalpartaeki/vidgerdir/. Mögulega verða einhverjar breytingar á fyrirkomulagi um viðgerðir á tímabili samninga. Athugið að notendum ber að fara vel með hjálpartæki og sjá um þrif á þeim. Sjá nánari upplýsingar um umhirðu hjálpartækja á heimasíðu SÍ www.sjukra.is; http://www.sjukra.is/lyf-og-hjalpartaeki/hjalpartaeki/um-hjalpartaeki/umhirda-hjalpartaekja/.

Page 28: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

27

VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

1203 Stafir/hækjur

12 03 03 Stafir

12 03 06 Olnbogahækjur, stillanlegar

12 03 09 Gigtarhækjur

12 03 16 Þrí- og fjórfótastafir

1206 Göngugrindur

12 06 03 05/06 Göngugrindur án hjóla

12 06 03 08 Göngugrindur á 2 hjólum

12 06 06 03 Göngugrindur á 4 hjólum

12 06 06 04 Göngugrindur á 4 hjólum, baklægar

12 06 09 90/91 Göngustólar á hjólum með setstuðningi

12 06 12 06/07 Háar göngugrindur á hjólum með framhandl.stuðn

1207 Fylgihlutir við gönguhjálpartæki

12 07 90 Aukahlutir á göngugrindur

12 07 91 Stafa- og hækjuhaldarar

12 07 92 Gúmmí á stafi/hækjur

12 07 93 Ísbroddar á stafi/hækjur

Page 29: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 03 03

SÍ 12 03 03

Stafir 120303

Framleiðandi

Vöruheiti

vörunúmer Bu

rðar-

geta

k

g

Þyn

gd

g

r Hæð að

handfangi

frá-til

cm Fo

rmað

han

fan

g

Lýsing

stillimöguleikar

litir My

nt Verð

m/vsk

Sam

ræm

isyfi

rlýsin

g

Sta

ðis

t krö

fur

ÍS

T E

N

ISO

1985:1

998

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

Swereco Reko hægri 370 73-95 X Efni:ál Handfang SEK 3.300 X

SWE-124300 formað grátt plast

Swereco Reko vinstri 370 73-95 X Efni:ál Handfang SEK 3.300

SWE-124310 formað grátt plast X

Swereco Flex 336 75-97 Efni: ál Handfang SEK 3.300 X

SWE-124400 grátt plast

Seljandi: Stoð

Kowsky Göngustafur

með Derby

handfangi

KO500-501

100 400 79-99 Nei Svart

handfang.Má nota

í hægri eða vinstri

hendi. Val um

gráan eða svartan

legg. Hæðarstilling

í fæti, hnappur.

EUR 3.950 x

Kowsky Göngustafur

með

handformuðu

handfangi-

hægri KO502-

503H

100 410 79-99 Já Svart formað

handfang-hægri

Veitir gott grip Val

um gráan eða

svartan legg

Hæðarstilling í

fæti, hnappur.

EUR 4.250 x

Kowsky Göngustafur

með

handformuðu

handfangi-

vinstri

KO502-503V

100 410 79-99 Já Sama og að ofan

nema fyrir vinstri

hendi.

EUR 4.250 x

Seljandi: Eirberg

28

Page 30: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 03 06

SÍ 12 03 06

Olnbogahækjur 120306

Framleiðandi

Vöruheiti

vörunúmer Fyri

r b

örn

Bu

rðarg

eta

kg

Þyn

gd

g

r Hæð að

handfangi

frá-til

cm Hæ

ðars

tillin

g á

arm

i

cm

Lýsing

handfangs fyrir

hægri/ vinstri -

annað My

nt Verð

m/vsk

Sam

ræm

isyfi

rlýsin

g

Sta

ðis

t krö

fur

ÍST

EN

ISO

11334-1

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

Swereco Flex 140 470 75-97 Efni ál, handfang SEK 2.400 X

SWE-127000 grátt plast h/v

Swereco Flex löng 120 540 75-112 Efni ál, handfang SEK 3.700 X

SWE-127050 grátt plast h/v

Seljandi: Stoð

Kowsky KO220-221 140 570 76-96 Ergonomískt

handfang.

Hæðar-stilling á fæti

Glitauga á

handfangi.

Litir: Grá,svört og

rústrauð

EUR 2.290 x x

Kowsky KO222-223 140 630 76-96 Ergonomískt mjúkt,

handfang. Hægt að

skipta um handfang

Hæðarstilling á fæti

Litir: Grá,svört og

rústrauð

EUR 2.750 x x

Kowsky KO226-227H 140 600 76-96 Handformað mjúkt

handfang-hægri

Hægt að skipta um

handfang

Hæðarstilling á fæti

Litir: Grá, svört og

rústrauð

EUR 3.950 x x

Kowsky KO226-227V 140 600 76-96 Handformað mjúkt

handfang-vinstri

Hægt að skipta um

handfang

Hæðarstilling á fæti

Litir: Grá,svört og

rústrauð

EUR 3.950 x x

Kowsky KO242 x 100 440 61-81 Ergonomískt mjúkt

handfang. Hægt að

skipta um handfang

Blá, rauð eða græn

með gráum fæti

Hæðarstilling á fæti

EUR 3.590 x

Seljandi: Eirberg

29

Page 31: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 03 06

SÍ 12 03 06

Olnbogahækjur 120306

Framleiðandi

Vöruheiti

vörunúmer Fyri

r b

örn

Bu

rðarg

eta

kg

Þyn

gd

g

r Hæð að

handfangi

frá-til

cm Hæ

ðars

tillin

g á

arm

i

cm

Lýsing

handfangs fyrir

hægri/ vinstri -

annað My

nt Verð

m/vsk

Sam

ræm

isyfi

rlýsin

g

Sta

ðis

t krö

fur

ÍST

EN

ISO

11334-1

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

Seljandi: EirbergSeljandi: Stoð

Kowsky KO246H x 100 440 61-81 Handformað mjúkt

handfang-hægri

Hægt að skipta um

handfang. Blá,rauð

eða græn með

gráum fæti.

Hæðarstilling á fæti

EUR 4.670 x

Kowsky KO246V x 100 440 61-81 Sama og að ofan

nema fyrir vinstri

hendi.

EUR 4.670 x

30

Page 32: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 03 09

SÍ 12 03 09

Gigtarhækjur 120309

Framleiðandi

Vöruheiti

vörunúmer Bu

rða

r-g

eta

k

g

Þy

ng

d g

r Hæð að

handfangi

frá-til

cm

Lýsing

stillingar á armi/ handf.

annað My

nt Verð

m/vsk

Sa

mræ

mis

yfi

rlý

sin

g

Sunrise

Medical

Arthritic Elbow

Crutch

SUNN8300C

127 950 98 - 125,5

cm

Handfang hægt að snúa 360°

og er fest í þá stöðu sem

hentar hverjum og einum.

Formað handfang. Litur:

Silfur.

EUR 7.000 X

Seljandi: Fastus

31

Page 33: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 03 16

SÍ 12 03 16

Þrí- og fjórfótastafir 120316

Framleiðandi

Vöruheiti

vörunúmer Fy

rir

rn

Þrí

fóta

sta

rfir

0

1

Fjó

rfó

tas

tafi

r 0

2

Bu

rða

rge

ta k

g

Þyngd

gr

Hæð að

handf.

frá-til

cm

Lýsing

handfang

stillingar - litir Myn

t Verð

m/vsk

Sam

ræm

isy

firl

ýs

ing

Sta

ðis

t krö

fur

ÍS

T E

N

ISO

113

34-4

Vo

ttu

n f

rá s

íðasta

tím

ab

ili

Sunrise

Medical

Tetrapod

(small base)

SUNN7808C

X 127 1000 72 - 97,5

cm

Formað

handfang,

hæðarstill. fætur

með

gúmítöppum.

Litur: Silfurgrár.

EUR 5.000 X

Tetrapod

(large base)

SUNN7801C

X 127 1000 76,5 -

102 cm

Sama og fyrir

ofan.

EUR 5.000 X

Tetrapod

(centred legs)

SUNN7812C

X 127 1000 72 - 97,5

cm

Sama og fyrir

ofan.

EUR 5.000 X

Tripod

SUNN7782C

X 127 1000 76,5 -

102 cm

Sama og fyrir

ofan.

EUR 5.000 X

Seljandi: Fastus

32

Page 34: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 06 03

SÍ 12 06 03

Göngugrindur án hjóla 120603 05/06

Framl.

Vöruheiti

vörunúmer Fyri

r b

örn

Víx

lhr.

/sam

an

l. 06

Bu

rðarg

eta

kg

Þyn

gd

kg Hæð að

handf.

frá-til

cm Bre

idd

(m

ax)

cm

Sam

an

leg

gja

nle

g

Lýsing

handföng -

annað Myn

t Verð

m/vsk

Sam

ræm

isy

firl

ýs

ing

Sta

ðis

t krö

fur

ÍS

T E

N

ISO

111

99-1

:199

9

Vo

ttu

n f

rá s

íðasta

tím

ab

ili

Seljandi: Fastus

Göngugrindur teknar úr samningi 23. apríl 2018

33

Page 35: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 06 06

SÍ 12 06 06 01

Göngugrindur á 2 hjólum 120603 08

Framl.

Vöruheiti

vörunúmer Fyri

r b

örn

Bu

rðarg

eta

k

g

Þyn

gd

k

g

Hæð að

hand-

fangi

frá-til

cm

Breidd

(max)

cm Sam

an

leg

gja

nle

g

Hjó

lastæ

rð c

m

Lýsing

handföng - annað My

nt Verð

m/vsk

Sa

mræ

mis

yfi

rlý

sin

g

Sta

ðis

t k

röfu

r ÍS

T E

N IS

O

11

19

9-2

:20

05

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

Eurovema Atila 10208000 x 50 6 57-80 57 Já 15 Einföld barnagrind með

föstum framhjólum og

gúmmítöppum að aftan.

Mjúk handföng. Litur:

Græn. Fáanlegir

aukahlutir: bakki, karfa

og sæti.

EUR 49.800 x

Seljandi: Fastus

Seljandi:Stoð

Göngugrindur teknar úr samningi 23. apríl 2018

34

Page 36: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 06 06

SÍ 12 06 06 03

Göngugrindur á 4 hjólum 120606 03

Framl.

Vöruheiti

vörunúmer Fy

rir

rn

Ha

nd

f. o

g b

rem

sa

fyri

r e

ina

he

nd

i

Bu

rða

rge

ta k

g

Þy

ng

d k

g

ð a

ð h

an

dfa

ng

i

frá

-til c

m Breidd

(max)

cm Sæ

tis

ð c

m

Hjó

las

tærð

c

m

Lo

ftd

etk

k(L

)/

rð d

ek

k(H

)

Me

rkt

X e

f

úti

ng

ug

rin

d

Lýsing

handföng - sæti - litir - annað

Fáanlegir aukahlutir

karfa er innif. nema á

barnagrind My

nt Verð

m/vsk

Stykkjaverð

m/vsk m.v.

Magnkaup*

(10 stk)

Sa

mræ

mis

yfi

rlý

sin

g

Sta

ðis

t k

röfu

r ÍS

T E

N

ISO

11

19

9-2

:20

05

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

Topro Troja Classic M

TOP-814750

165 7,4 78-100 61 62 20 H X Dökkgrá plasthúðuð álgrind

með svörtum formuðum

handföngum. Krossramma

með ástigi og handfangi til að

lyfta í bíl. Stendur samanlögð.

Hægt að forstilla hæð á

handföngum (memory

function). Úrval aukahluta

fáanlegt/sjá aukahlutalista.

EUR 37.164 33.448 x x

Topro Troja Classic S

TOP-814770

125 7,1 67-86 61 54 20 H X Silfurgrá plasthúðuð álgrind

með svörtum formuðum

handföngum. Krossramma

með ástigi og handfangi til að

lyfta í bíl. Stendur samanlögð.

Hægt að forstilla hæð á

handföngum (memory

function). Úrval aukahluta

fáanlegt/sjá aukahlutalista.

EUR 37.164 x x

Topro Troja Classic X

TOP-814740

x 80 6,6 63,5-79 51,5 52 20 H X Sifurgrá plasthúðuð álgrind

með svörtum formuðum

handföngum. Krossramma

með ástigi og handfangi til að

lyfta í bíl. Stendur samanlögð.

Hægt að forstilla hæð á

handföngum (memory

function). Úrval aukahluta

fáanlegt/sjá aukahlutalista.

EUR 40.137 x x

Dietz Fakto

DIE-329NPU

130 8,9 80,5-99 57 61,5 20 H X Grár stálrammi með formuðum

svörtum handföngum. Sæti,

bakki, karfa og hækjuhaldari

fylgja.

EUR 21.125 17.990 X X

Sunrise

Medical

Rolling Walker

SUNN10907C

130 11,5 78 - 94 58 61 18 H X Sterk og stöðug.

Tregðubremsa. Hægt að nota

innan- og utandyra. Kemur

með körfu og fráleggsbakka.

Litur: Metal grár.

EUR 29.600 X

Lightweight

Rolling Walker

SUNN10910C

125 9,3 78 -

91,5

62 51 20 H X Létt álgrind en stöðgu.

Tregðubremsa. Bólstraður

mjóbaksstuðningur - hægt að

taka af á einfaldan hátt og

karfa fylgir með. Sæti 34 x 34

cm. Litur: Blá.

EUR 33.300 X

Heavy Duty

Rolling Walker

SUNN10929C

180 11,9 89 - 100 73,5 56 20 H X Breiðari en standard

göngugrindur og taka þyngri

einstaklinga. Sama og fyrir

ofan. Litur: Grábrún.

EUR 38.800 X X

Extra Heavy Duty

Rolling Walker

SUNN10931C

227 12,8 89 - 100 76 56 20 H X Er extra breið og taka þyngri

einstaklinga. Sama og fyrir

ofan nema seta er 46 x 35 cm.

Litur: Rauðbrún.

EUR 41.000 X X

Gemino 20

SUNN7120000

150 7,3 78 - 100 60 62 20 H Inni

og úti

X

Stöðug og einföld í stillingum.

Tregðubremsa. Hámark þyngd

í körfu 5 kg. Hentar fyrir hæð

einstakl. 150 - 200 cm

EUR 39.500 37.525 X X

Gemino 20 M

SUNN7120200

130 7,2 69 - 88 60 55 20 H Inni

og úti

X

Sama og fyrir ofan nema

hentar fyrir hæð einstakl. 135 -

170 cm.

39.500 37.525 X X

Gemino 20 S

SUNN7120100

x 125 6,8 65 - 77 55 48 20 H Inni

og úti

X

Fyrir börn, unglinga eða lægri

einstaklinga. Sama og fyrir

ofan nema hentar fyrir hæð

einstakl. 125-165 cm. Gott

úrval aukahluta. Litur: Grár.

EUR 39.500 37.525 X X

Gemino 30 S

SUNN710010X

x 125 6,8 65 - 77 55 48 20 H Inni

og úti

X

Hentar fyrir börn, unglinga og

lágvaxna einstaklinga. Sama

og fyrir ofan nema hentar fyrir

hæð einstakl. 125 - 165 cm.

Litur: Silfur grár, blár eða

bleikur.

EUR 54.900 X X

Seljandi: Eirberg

Seljandi: Fastus

35

Page 37: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 06 06

SÍ 12 06 06 03

Göngugrindur á 4 hjólum 120606 03

Framl.

Vöruheiti

vörunúmer Fy

rir

rn

Ha

nd

f. o

g b

rem

sa

fyri

r e

ina

he

nd

i

Bu

rða

rge

ta k

g

Þy

ng

d k

g

ð a

ð h

an

dfa

ng

i

frá

-til c

m Breidd

(max)

cm Sæ

tis

ð c

m

Hjó

las

tærð

c

m

Lo

ftd

etk

k(L

)/

rð d

ek

k(H

)

Me

rkt

X e

f

úti

ng

ug

rin

d

Lýsing

handföng - sæti - litir - annað

Fáanlegir aukahlutir

karfa er innif. nema á

barnagrind My

nt Verð

m/vsk

Stykkjaverð

m/vsk m.v.

Magnkaup*

(10 stk)

Sa

mræ

mis

yfi

rlý

sin

g

Sta

ðis

t k

röfu

r ÍS

T E

N

ISO

11

19

9-2

:20

05

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

Seljandi: Eirberg

Gemino 60

SUNN7160000

150 8,8 76 - 95 64 62 Fhj:

28,

Ahj:

23

H X Sérstaklega hönnuð til

notkunar utandyra. Kemur á

stórum dekkjum að framan.

Auðvelt að fara utanvega eða

þar sem er ekki malbik. Er

extra breið og tekur þyngri

einstaklinga. Hámarksþyngd í

poka er 10 kg. Gott úrval

aukahluta. Hentar fyrir hæð

einstakl. 150 - 200 cm. Litur:

Silfurgrár.

EUR 70.300 X X

Gemino 60 M

SUNN7160200

150 8,5 73 - 83 64 53 Fhj:

28,

Ahj:

23

H X Sama og fyrir ofan nema

hentar fyrir hæð einstakl. 135 -

170 cm.

Litur: Sifurgrá.

EUR 70.300 X X

Gemino 30

Parkinson

SUNN7100070

130 7,8 78-100 60 62 20 H Inni

og úti

X

Hámarksöryggi fyrir notandann

við göngu - er með innbyggðu

hemlakerfi. Innbyggða

bremsukerfið í tveimur aftari

hjólum fer í gang ef

viðkomandi fer of hratt áfram.

Hentar einstaklega vel

einstaklinga sem eru með

skert jafnvægi eða sjúkdóma

eins og Parkinson. Hentar

einnig fyrir þá einstaklinga sem

þurfa að ganga við vissan

hraða og öryggi. Gott úrval

aukahluta. Hentar fyrir hæð

einstakl. 150 - 200 cm. Litur:

Silvurgrár, ljósblár eða bleikur.

EUR 149.000 X X

Gemino 30 M

Parkinson

SUNN7100270

130 7,7 69-88 60 55 20 H Inni

og úti

X

Sama og fyrir ofan nema

hentar fyrir hæð einstakl. 135 -

170 cm. Litur: Silfurgrár.

EUR 149.000 X X

Invacare

Dolomite

Banjo P452E-3

1452442

130 9 71-98 60 61 19 H Formuð handföng. Svart

plastsæti. Litur: grá. Bakki og

hækjuhaldari innifalin.

NOK 16.900 15.210

m.v 12 stk

x

Futura 450

12074-43-27

150 7,6 64-79 60 47,5 20 H Stöðug grind með stóran

undirstöðuflöt. Formuð

handföng sem vísa fram.

Stamt plastsæti sem hægt er

að lyfta upp til að auka

göngurými. Litur: svört. Mikið

úrval af aukahlutum s.s

einnarhandar bremsa, hemi-

armur, bakstuðningur, bakki,

tregðubremsa, súrefnis-

kútahaldari, stafahaldari,

vökvastatíf ofl. Sjá

aukahlutalista.

NOK 29.800 x

Futura 520

12072-43-27

150 7,8 71-85 61 54,5 20 H Sama lýsing og Futura 450.

Stærð 2

NOK 29.800 x

Futura 600

12074-43-27

150 8 79-93 61 62 20 H Sama lýsing og Futura 450.

Stærð 3

NOK 29.800 x

Futura 680

12076-43-27

150 8,23 86-101,5 64 70,5 20 H Sama lýsing og Futura 450.

Stærð 4

NOK 29.800 x

Futura HP x 150 20 H Futura grindin með

einnarhandar bremsu og hemi-

handfangi. Fáanleg í sömu

stærðum hefðbundin Futura

grind. Sjá lýsingu og stærðir að

ofan.

NOK 69.000 x

Seljandi: Fastus

Seljandi: Stoð

36

Page 38: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 06 06

SÍ 12 06 06 03

Göngugrindur á 4 hjólum 120606 03

Framl.

Vöruheiti

vörunúmer Fy

rir

rn

Ha

nd

f. o

g b

rem

sa

fyri

r e

ina

he

nd

i

Bu

rða

rge

ta k

g

Þy

ng

d k

g

ð a

ð h

an

dfa

ng

i

frá

-til c

m Breidd

(max)

cm Sæ

tis

ð c

m

Hjó

las

tærð

c

m

Lo

ftd

etk

k(L

)/

rð d

ek

k(H

)

Me

rkt

X e

f

úti

ng

ug

rin

d

Lýsing

handföng - sæti - litir - annað

Fáanlegir aukahlutir

karfa er innif. nema á

barnagrind My

nt Verð

m/vsk

Stykkjaverð

m/vsk m.v.

Magnkaup*

(10 stk)

Sa

mræ

mis

yfi

rlý

sin

g

Sta

ðis

t k

röfu

r ÍS

T E

N

ISO

11

19

9-2

:20

05

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

Seljandi: Eirberg

Maxi+ 550

12122-37-23

200 9,8 72,5-89,5 70 55 20 Stöðug breið grind með stóran

undirstöðuflöt og allt að 200 kg

burðargetu. Formuð handföng

sem vísa fram. Stamt plastsæti

sem hægt er að lyfta upp til að

auka göngurými. Litur: blá.

Gott úrval af aukahlutum s.s

einnarhandar bremsa, hemi

armur, bakki, tregðubremsa og

súrefniskútahaldari. Sjá

aukahlutalista.

NOK 69.000 x

Maxi+ 650

12120-37-27

200 10,3 81,5-95,5 70 65 20 Sama lýsing og fyrir Maxi+

550. Stærð 2.

NOK 69.000 x

Rehasense Server S

SRCHM550

150 6,9 60-72 60 50 20x

3,5

H Létt krossramma grind stærð

S, fyrir notendur í hæð125-160

cm. Leggst auðveldlega

saman og stendur samanlögð.

Mótuð handföng. Plasthúðað

tausæti, setbreidd 46 cm.

Karfa og stafahaldari innifalin.

Litur: Drapplituð. Gott úrval

aukahluta s.s bakki,

bakstuðningur, einnarhandar

bremsa, tregðubremsa,

súrefniskútahaldari,

vökvastandur, taska ofl. Sjá

aukahlutalista.

EUR 32.900 x x

Server M

SRCHM550

150 7 66-86 60 55 20x

3,5

H Sama lýsing og að ofan.

Stærð M, fyrir notendur í hæð

135-170 cm.

EUR 32.900 29.610 x x

Server L

SRCHL600

150 7,1 74-102 60 62 20x

3,5

H Sama lýsing og að ofan.

Stærð L, fyrir notendur í hæð

150-200 cm.

EUR 32.900 x x

Server HD

HRSGL600

200 7,9 74-102 69 62 20x

3,5

H Krossramma grind með 200 kg

burðargetu og 55 cm breiðu

sæti. Fyrir notendur í hæð 150-

200 cm. Leggst auðveldlega

saman og stendur samanlögð.

Mótuð handföng. Plasthúðað

tausæti. Karfa og stafahaldari

innifalin. Litur: Grá. Gott úrval

aukahluta s.s bakki,

bakstuðningur, einnarhandar

bremsa, tregðubremsa,

súrefniskútahaldari,

vökvastandur, taska ofl. Sjá

aukahlutalista.

EUR 45.900 x x

Explorer M

ERWHM550

200 9,3 78-90 69 54 fram-

an

28x

4,4

aft-

an

23x

44

H

L

x Öflug krossramma útigrind

stærð M, fyrir notendur í hæð

150-180 cm. Stór mjúk dekk

sem komast vel áfram og gefa

góða dempun á grófu

undirlagi. Loftdekk eru fáanleg

sem aukahlutur. Leggst

auðveldlega saman og stendur

samanlögð. Mótuð handföng.

Plasthúðað tausæti, setbreidd

53 cm. Karfa og stafahaldari

innifalin. Litur: Hvítur. Gott

úrval aukahluta s.s bakki,

bakstuðningur, einnarhandar

bremsa, tregðubremsa,

súrefniskútahaldari,

vökvastandur, taska ofl. Sjá

aukahlutalista.

EUR 59.800 x x

Seljandi: Stoð

37

Page 39: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 06 06

SÍ 12 06 06 03

Göngugrindur á 4 hjólum 120606 03

Framl.

Vöruheiti

vörunúmer Fy

rir

rn

Ha

nd

f. o

g b

rem

sa

fyri

r e

ina

he

nd

i

Bu

rða

rge

ta k

g

Þy

ng

d k

g

ð a

ð h

an

dfa

ng

i

frá

-til c

m Breidd

(max)

cm Sæ

tis

ð c

m

Hjó

las

tærð

c

m

Lo

ftd

etk

k(L

)/

rð d

ek

k(H

)

Me

rkt

X e

f

úti

ng

ug

rin

d

Lýsing

handföng - sæti - litir - annað

Fáanlegir aukahlutir

karfa er innif. nema á

barnagrind My

nt Verð

m/vsk

Stykkjaverð

m/vsk m.v.

Magnkaup*

(10 stk)

Sa

mræ

mis

yfi

rlý

sin

g

Sta

ðis

t k

röfu

r ÍS

T E

N

ISO

11

19

9-2

:20

05

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

Seljandi: Eirberg

Explorer L

ERWHL600

200 9,5 91-112 69 62 fram-

an

28x

4,4

aft-

an

23x

44

H

L

x Sama lýsing og að ofan. Stærð

L, fyrir notendur í hæð 170-210

cm.

EUR 59.800 x x

Eurovema Volaris S7 Kid

1918076T

x 60 6,5 58-70 53 42 15x

3,2

H Stöðug barnagrind með gott bil

á milli afturdekkja.

Krossramma grind sem leggst

auðveldlega saman og stendur

samanlögð. Mjúk, mótuð

handföng. Plastsæti. Litur: grá.

Bremsuvírar inniliggjandi og

eru ekki sjáanlegir.

Tregðubremsa innifalin. Gott

úrval aukahluta.

SEK 77.900 x x

Atila

10208001

x 50 6 57-80 57 15 H Barnagrind með

snúningshjólum að framan og

föstum hjólum með

handbremsu að aftan. Mjúk

handföng. Litur: Græn.

Fáanlegir aukahlutir: bakki,

karfa og sæti.

EUR 79.800 x

Atila

10208002

x 50 6 57-80 57 15 H Barnagrind með fjórum föstum

hjólum og tregðubremsu. Mjúk

handföng. Litur: Græn.

Fáanlegir aukahlutir: bakki,

karfa og sæti.

EUR 58.900 x

Atila

10208003

x 50 6 57-80 57 15 H Barnagrind með

snúningshjólum að framan og

tregðubremsu. Mjúk handföng.

Litur: Græn. Fáanlegir

aukahlutir: bakki, karfa og sæti.

EUR 79.800 x

Seljandi: Stoð

38

Page 40: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 06 06

SÍ 12 06 06 04

Göngugrindur á 4 hjólum, baklægar 120606 04

Framleið.

Vöruheiti

vörunúmer Fyri

r b

örn

Bu

rðarg

eta

kg

Þyn

gd

kg

ð a

ð h

an

df.

f

rá-t

il

cm

Uta

nm

ál b

reid

d (

max)

cm

Inn

an

mál m

illi

han

dfa

ng

a c

m

tish

æð

cm

Hjó

lastæ

rð cm

Bakklæ

sin

g á

aft

urh

jólu

m

Ste

fnu

lás in

nif

.

Sam

an

leg

gja

nle

g

Lo

ftd

etk

k(L

)/

rð d

ekk(H

)

Merk

t X

ef

úti

ng

ug

rin

d

Lýsing

handföng - bremsur -

annað

Innifaldir/ fáanlegir

aukahlutir. My

nt Verð

m/vsk

Sa

mræ

mis

yfi

rlý

sin

g

Sta

ðis

t k

röfu

r ÍS

T E

N

ISO

11

19

9-2

:20

05

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

R82 Crododile st. 1

R82A86801

Já 30 5,5 39-70 62 27-55 Fram

hj: 14

Aftur

hj: 20

Já Já Já H Inni

og úti

X

Létt göngugrind úr áli

auðvelt að leggja saman.

Innifalið: Hæðar,dýptar

og vinkilst. handföng. Efri

rammi bólstraður með

veri. Snúningshjól að

framan með

stefnulæsingu og

afturhjól með

tregðubremsu. On/off

hnappur til að koma í veg

fyrir að hægt sé að ganga

aftur á bak. Gott úraval

aukahluta. Hentar fyrir

max hæð einstakl: 115

cm.

Litur á stelli: Gulur.

DKK 88.500 X

Crocodile st. 2

R82A86802

Já 45 6,5 55-88 69 32-60 Fram

hj: 14

Aftur

hj: 20

Já Já Já H Inni

og úti

X

Sama og fyrir ofan nema

hentar fyrir max hæð:

150 kg. Litur á stelli:

Appelsínugulur.

DKK 88.500 X

Crocodile st. 2

R82A86852

Já 45 6,5 55-88 69 32-60 Fram

hj: 14

Aftur

hj: 20

Já Já Já H Inni

og úti

X

Sama og fyrir ofan nema

hentar fyrir max hæð:

150 kg. Litur á stelli:

Svartur

DKK 88.500 X

Crocodile st. 3

R82A86803

80 12 70-100 69 35-69 Fram

hj: 14

Aftur

hj: 20

Já Já Já H Inni

og úti

X

Hentar vel fyrir unglinga.

Sama og fyrir ofan nema

hentar fyrir max hæð:

180 cm. Litur á stelli:

Metalgrár.

DKK 99.800 X

FLUX 4

3302-0004

100 9,1 75-102 78 39-51 58 20

fram

an 30

aftan

x Nei x H Stöðug og létt grind sem

hvetur til eðlilegs göngu-

mynsturs. Handföngin

eru hæðar- og dýptar-

stillanleg og gefa kost á

stiglausri stillingu innra

máls milli handfanga svo

álag á axlir verði sem

minnst. Auðvelt að leggja

saman. Fjölbreytt úrval

aukahluta s.s

mjaðmastuðningur,

bremsa, framhandleggs-

stuðningur, sæti, segl-

sæti, tregðubremsa, karfa

ofl. Litur: Grár

EUR 161.000 x x

Seljandi: Fastus

Seljandi: Stoð

39

Page 41: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 06 09

SÍ 12 06 09

Göngustólar á hjólum með setstuðningi 120609 90/91

Framleiðandi

Vöruheiti

vörunúmer Fyri

r b

örn

Bu

rðarg

eta

k

g

Þyn

gd

kg

ð s

etu

frá

-til c

m

Bre

idd

(m

ax)

cm

tish

æð

cm

Hjó

lastæ

rð cm

Bre

msu

r á h

jólu

m (

fjö

lda)

Sam

an

leg

gja

nle

g

Lo

ftd

etk

k(L

)/

rð d

ekk(H

)

Merk

t X

ef

úti

ng

ug

rin

d

Með bolstuðningi

Lýsing

Lýsing

handföng - bremsur -

annað

Innifaldir/ fáanlegir

aukahlutir. My

nt Verð

m/vsk

Sa

mræ

mis

yfi

rlý

sin

g

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

R82 Mustang st. 1

R82A869011

Já 30 4"

hjól:

10

4" hjól:

17-35

52 17-35 10 4 Já H Já - Hæð 8,5 cm

og innanmál

stillanlegt frá 47 -

64 cm.

Stærð 1 - hentar vel fyrir

einstaklinga hæð frá gólfi að

handarkrika 40 - 65 cm.

Göngugrind sem veitir

góðan stuðning við gang.

Þessi kemur með 4"

dekkjum og hentar betur

innandyra. Hægt að

vinkilstilla miðjustöng um 30°

til að auðvelda einstakl við

gang. Snúningsradius 46

cm. Kemur standard með

brjóststuðningi og

sætispoka. Gott úrval

aukahluta. Litur á stelli:

Gulur.

DKK 209.720 X

Mustang st. 1

R82A869015

Já 30 8"

hjól:

13

8" hjól:

26-44

52 26-44 20 4 Já H Inni

og úti

X

Já - Hæð 8,5 cm

og innanmál

stillanlegt frá 47 -

64 cm.

Stærð 1 - hentar vel fyrir

einstaklinga hæð frá gólfi að

handarkrika 40 - 65 cm.

Annars sama og fyrir ofan,

dekk eru 8" henta bæði

innan- og utandyra.

DKK 209.720 X

Mustang st. 2

R82A869022

Já 40 8"

hjól:

14

8" hjól:

33-50

58 33-50 20 4 Já H Inni

og úti

X

Já - Hæð 12 cm

og innanmál

stillanlegt frá 67 -

78 cm.

Stærð 2 - hentar vel fyrir

einstaklinga hæð frá gólfi að

handarkrika 60 - 85 cm.

Annars sama og fyrir ofan,

litur á stelli Metalgrár. Þessi

kemur á 8" henta bæði innan-

og utandyra.

DKK 226.600 X

Mustang st. 2

R82A869023

Já 40 8"

hjól:

14

8" hjól:

33-50

58 33-50 20 4 Já H Inni

og úti

X

Já - Hæð 12 cm

og innanmál

stillanlegt frá 67 -

78 cm.

Stærð 2 - sama og fyrir ofan.

Litur á stelli: Rauður og dekk

eru 8" og henta bæði innan-

og utandyra.

DKK 218.200 X

Mustang st. 2

R82A869024

Já 40 8"

hjól:

14

8" hjól:

33-50

58 33-50 20 4 Já H Inni

og úti

X

Já - Hæð 12 cm

og innanmál

stillanlegt frá 67 -

78 cm.

Stærð 2 - sama og fyrir ofan.

Litur á stelli: Hvítur og dekk

eru 8" og henta bæði innan-

og utandyra.

DKK 218.200 X

Mustang st. 2

R82A869025-2

Já 40 4"

hjól:

11

4" hjól:

24-41

58 24-41 10 4 Já H Já - Hæð 12 cm

og innanmál

stillanlegt frá 67 -

78 cm.

Stærð 2 - sama og fyrir ofan.

Litur á stelli Metalgrár og

dekk eru 4" og hentar því

betur innandyra.

DKK 218.200 X

Mustang st. 2

R82A869025-3

Já 40 4"

hjól:

11

4" hjól:

24-41

58 24-41 10 4 Já H Já - Hæð 12 cm

og innanmál

stillanlegt frá 67 -

78 cm.

Stærð 2 - sama og fyrir ofan.

Litur á stelli Rauður og dekk

eru 4" og hentar því betur

innandyra.

DKK 218.200 X

Mustang st. 2

R82A869025-4

Já 40 4"

hjól:

11

4" hjól:

24-41

58 24-41 10 4 Já H Já - Hæð 12 cm

og innanmál

stillanlegt frá 67 -

78 cm.

Stærð 2 - sama og fyrir ofan.

Litur á stelli Hvítur og dekk

eru 4" og hentar því betur

innandyra.

DKK 218.200 X

Mustang st. 3

R82A869032

Já 60 8"

hjól:

18

8" hjól:

45-68

65 45-68 20 4 Já H Inni

og úti

X

Já - Hæð 15 cm

og innanmál

stillanlegt frá 87 -

114 cm

Stærð 3 - hentar vel fyrir

einstaklinga hæð frá gólfi að

handarkrika 70 - 105 cm.

Annars sama og fyrir ofan

nema litur á stelli Metalgrár

og dekk eru 8" henta bæði

innan- og utandyra.

DKK 275.560 X

Mustang st. 3

R82A869033

Já 60 8"

hjól:

18

8" hjól:

45-68

65 45-68 20 4 Já H Inni

og úti

X

Já - Hæð 15 cm

og innanmál

stillanlegt frá 87 -

114 cm

Stærð 3 - sama og fyrir ofan.

Litur á stelli: Rauður og dekk

eru 8" henta bæði innan- og

utandyra.

DKK 275.560 X

Mustang st. 3

R82A869034

Já 60 8"

hjól:

18

8" hjól:

45-68

65 45-68 20 4 Já H Inni

og úti

X

Já - Hæð 15 cm

og innanmál

stillanlegt frá 87 -

114 cm

Stærð 3 - sama og fyrir ofan.

Litur á stelli: Hvítur og dekk

eru 8" henta bæði innan- og

utandyra.

DKK 275.560 X

Seljandi: Fastus

40

Page 42: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 06 09

SÍ 12 06 09

Göngustólar á hjólum með setstuðningi 120609 90/91

Framleiðandi

Vöruheiti

vörunúmer Fyri

r b

örn

Bu

rðarg

eta

k

g

Þyn

gd

kg

ð s

etu

frá

-til c

m

Bre

idd

(m

ax)

cm

tish

æð

cm

Hjó

lastæ

rð cm

Bre

msu

r á h

jólu

m (

fjö

lda)

Sam

an

leg

gja

nle

g

Lo

ftd

etk

k(L

)/

rð d

ekk(H

)

Merk

t X

ef

úti

ng

ug

rin

d

Með bolstuðningi

Lýsing

Lýsing

handföng - bremsur -

annað

Innifaldir/ fáanlegir

aukahlutir. My

nt Verð

m/vsk

Sa

mræ

mis

yfi

rlý

sin

g

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

Seljandi: Fastus

Mustang st. 4

R82A869042

80 8"

hjól:

19

8" hjól:

62-84

70 62-84 20 4 Já H Inni

og úti

X

Já - Hæð 15 cm

og innanmál

stillanlegt frá 87 -

114 cm

Stærð 4 - hentar vel fyrir

einstaklinga hæð frá gólfi að

handarkrika 87 - 130 cm.

Annars sama og fyrir ofan

nema litur á stelli: Metalgrár

og dekk eru 8" henta bæði

innan- og utandyra.

DKK 275.560 X

Pony st. 0

R82A86400

Já 30 7 52-69 59 24-38 7,5 3 Já H Góður bólstraður

bolstuðningur með

belti.

Kemur í 3 stærðum og

hentar börnum frá 1 1/2 til 12

ára aldurs. Til notkunar

innandyra. Innifalið: Kemur á

5 gúmíhjólum. Bremsur á 2

hjólum að framan og 1 að

aftan. Hægt að vinkilstilla

miðjustöng um 32° til að

auðvelda gang. Plata sem

aðskilur fætur,

hæðarstillanlegt sæti og

bakstuðningur,

dýptarstillanleg handföng.

Gott úrval aukahluta. Litur á

stelli fyrir st. 0: Gulur.

DKK 234.000 X

Pony st. 1

R82A86401

Já 40 10 60-82 69 38-50 7,5 3 Já H Góður bólstraður

bolstuðningur með

belti.

Sama og fyrir ofan nema st.

1 og litur á stelli: Fjólublár.

DKK 234.000 X

Pony st. 2

R82A86402

Já 50 13,5 68-104 77 48-64 7,5 3 Já H Góður bólstraður

bolstuðningur með

belti.

Sama og fyrir ofan nema st.

2 og litur á stelli: Lillablár.

DKK 242.000 X

Seljandi: Fastus

41

Page 43: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 06 12

SÍ 12 06 12 01/02

Háar göngugrindur á hjólum með framhandl.stuðn. 120612 06/07

Framl.

Vöruheiti

vörunúmer Fy

rir

rn

06

stu

ðn

.bo

07

Tv

ísk

ipt.

stu

ðn

.

Bu

rða

rge

ta k

g

Þy

ng

d k

g

ð a

ð h

an

dfa

ng

i fr

á-

til c

m

Bre

idd

(m

ax

) c

m

Hjó

las

tærð

c

m

Ak

stu

rs-

og

stö

ðu

bre

ms

ur

Bre

ms

ur

á h

jólu

m

(fjö

ldi)

Sa

ma

nle

gg

jan

leg

Me

ð p

um

pu

til a

ð r

ísa

á f

ætu

r

Lýsing

aukahlutir - litir My

nt Verð

m/vsk

Sa

mræ

mis

yfi

rlý

sin

g

Sta

ðis

t k

röfu

r ÍS

T E

N IS

O

11

19

9-3

20

05

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

Topro Troja Walker

M TOP-814749

07 135 10,1 98-115 61 20 x 2 x Dökkgrá plasthúðuð

álgrind með svörtum

skálum fyrir framhandlegg

og bremsu. Stendur

samnalögð. Hægt að

forstilla handföng í hæð

(skrúfuð - memory

function). Ætluð til

notkunar inni. Hentar

notendum í ca.150-185 cm

hæð.

EUR 89.900 x x

Topro Troja Walker S

TOP-814742

07 125 9,8 84-100 61 20 x 2 x Silfurgrá plasthúðuð

álgrind með svörtum

skálum fyrir framhandlegg

og bremsu. Stendur

samnalögð. Hægt að

forstilla handföng í hæð

(skrúfuð - memory

function). Ætluð til

notkunar inni. Hentar

notendum í ca.130-170 cm

hæð.

EUR 89.900 x x

Sunrise

Medical

Gemino 30 M

Walker

SUNN7100220

Já 7 130 10,7 84 -

100

61 20 Já 2 Já Nei Hentar bæði fyrir börn og

fullorðna. Er létt og

auðstillanleg. Gott úrval

aukahluta. Tvískiptur

skálalaga stuðningur sem

auðvelt er að stilla í hæð,

dýpt og vinkil. Gott grip á

handföngum með

stöðubremsu og bremsum

í handföngum. Góð karfa

sem tekur max 5 kg.

Hentar fyrir hæð einstakl.

135 - 170 cm. Litur:

Silfurgrár.

EUR 92.800 X X

Gemino 30

Walker

SUNN7100020

Já 7 150 10,9 98 -

115

61 20 Já 2 Já Nei Sama og fyrir ofan nema

hentar fyrir hæð einstakl.

150 - 200 cm. Litur:

Silfurgrár

EUR 92.800 X X

Follo Futura Eva Walker

FOLL109-836

7 150 16,2 88 -

128

70 10 2 Sterk og stöðug há

göngugrind með manual

hæðarstillingu. Kemur

með: Tvískiptum

armstuðningi sem er

skálalaga og hægt að

dýptarstilla frá 28,5 - 49

cm. Hægt að bremsa 2

aftari hjól. Gott úrval

aukahluta. Litur á stelli:

Ljósgrár

NOK 70.510 X

Eva Walker

FOLL109-

836HB

7 150 16,2 88 -

128

70 10 Já 2 Sama lýsing og fyrir ofan

nema með manual

hæðarstillingu og

bremsum í handföngum.

NOK 102.000 X

Eva Walker

FOLL109-838

7 150 14,7 88,5 -

130

70 10 2 Já Stabilis Walker með

gaspumpu. Sama lýsing

og fyrir FOLL109-836

NOK 75.000 X

Seljandi: Eirberg

Seljandi: Fastus

42

Page 44: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 06 12

SÍ 12 06 12 01/02

Háar göngugrindur á hjólum með framhandl.stuðn. 120612 06/07

Framl.

Vöruheiti

vörunúmer Fy

rir

rn

06

stu

ðn

.bo

07

Tv

ísk

ipt.

stu

ðn

.

Bu

rða

rge

ta k

g

Þy

ng

d k

g

ð a

ð h

an

dfa

ng

i fr

á-

til c

m

Bre

idd

(m

ax

) c

m

Hjó

las

tærð

c

m

Ak

stu

rs-

og

stö

ðu

bre

ms

ur

Bre

ms

ur

á h

jólu

m

(fjö

ldi)

Sa

ma

nle

gg

jan

leg

Me

ð p

um

pu

til a

ð r

ísa

á f

ætu

r

Lýsing

aukahlutir - litir My

nt Verð

m/vsk

Sa

mræ

mis

yfi

rlý

sin

g

Sta

ðis

t k

röfu

r ÍS

T E

N IS

O

11

19

9-3

20

05

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

Seljandi: Eirberg

Eva Walker

FOLL109-

838R

7 150 14,7 88,5 -

130

70 10 2 Já Stabilis Walker með

gaspumpu og

stefnulæsingu.

Sama lýsing og fyrir

FOLL109-836

NOK 82.000 X

Eva Walker

FOLL109-

837HB

7 150 14,7 88,5 -

130

70 10 Já 2 Já Stabilis Walker með

gaspumpu og bremsum í

handföngum.

Sama lýsing og fyrir

FOLL109-836

NOK 106.000 X

Invacare Alpha Basic

12230-35-27

07 125 10,9 95-

124

65 20 já 2 já nei Samanleggjanleg há

göngugrind með góðum

stillanlegum armstuðningi

og sæti. Stöðug grind með

stóran undirstöðuflöt. Litur:

blá. Fjöldi aukahluta s.s

karfa,bakki,tregðu-

bremsa,einnarhandar-

bremsa,stafahaldari,súr-

efniskútahaldari ofl. Sjá

aukahlutalista.

NOK 69.500 x

Step up

handknúin

1521677

06 150 16 87-132 70-

88

### Stöð

ubre

msur

4 Nei Nei Mjög stöðug grind með

stóran undirstöðuflöt.

Hægt að stilla breidd á

undirstelli 70, 79 og 88 cm.

Mjúkir stillanlegir

armpúðar. Hæðarstilling

handknúin með pinna.

Litur grár. Gott úrval

aukahluta s.s karfa, bakki,

olnbogapúðar,

handbremsur, súr-

efniskútahaldari ofl. Sjá

aukahlutalista.

NOK 118.000 x x

Step up

gaspumpa

1521678

06 18 87-133 70-

88

### Stöð

ubre

msur

4 Nei Nei Sama og að ofan nema

mjög auðveld hæðarstilling

með gaspumpu.

NOK 134.000 x x

Rehasense Navigator

NRSGL600

07 150 9,9 95-120 62 20 já 2 Já Nei Stöðug krossramma

göngugrind sem auðvelt er

að leggja saman. Mjúkir

armpúðar með stilli-

möguleika. Plasthúðað

tausæti. Sethæð 62 cm.

Karfa innifalin. Litur: grár.

Gott úrval aukahluta s.s

bakki, bakstuðningur,

einnarhandabremsa,

tregðubremsa, súrefnis-

kútahaldari, vökvastandur,

taska ofl.

EUR 64.500 x x

Seljandi: Fastus

Seljandi: Stoð

43

Page 45: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 07

SÍ 12 07 90

Aukahlutir á göngugrindur 120790

Aukahlutir Framleiðandi Vörunúmer Ætlað göngugrind/teg. Myn

t

Verð m/vsk

Seljandi: Eirberg

Bakki Troja Topro TOP-814728Troja classic M, S,

Troja Walker M, S

EUR 5.745

Hækju-/ stafahaldari Topro TOP-814025Troja classic M, S, X

Troja Walker M,S

EUR 3.256

Bakstuðningur

stillanlegur TrojaTopro TOP-815271 Troja classic M, S, X

EUR 8.579

Taska m. rennilás Topro TOP-814046 Troja Classic M, S EUR 7.325

Net f. súrefniskút Troja

(burðarþol 5 kg) Topro TOP-814009

Troja classic M, S,

Troja Walker M, S

EUR 7.584

Einnar handar bremsa

TrojaTopro TOP-814026 Troja Classic M, S, X

EUR 2.767

Handfang fyrir blinda á

TrojaTopro TOP-814014

Troja classic M, S,

Troja Walker M, S

EUR 13.827

Bakstuðningur Walker Topro TOP-814765 Troja Walker M, S EUR 15.512

Karfa á Walker Topro TOP-814125 Troja Walker M, S EUR 5.171

Stafahaldari á Fakto Dietz DIE-290060 Fakto EUR 6.435

Bakstudningur Fakto Dietz DIE-290081 Fakto EUR 7.641

Seljandi: Fastus

CROCODILE:

Framhandlegs-

stuðningur með

handfangi - par

R82 R82A86858 Crocodile st. 1 DKK 41.200

R82 R82A86859 Crocodile st. 2 DKK 41.200

R82 R82A86860 Crocodile st. 3 DKK 41.200

Stuðningur við

framhandlegg - stk

R82 R82A869370 Crocodile 1, 2 og 3 DKK 4.500

Hringir á handföng - par R82 R82A86861 Crocodile 1, 2 og 3 DKK 3.300

Veltivörn Swing away -

par

R82 R82A86815 Crocodile st. 1 og 2 DKK 25.900

R82 R82A86815-38 Crocodile st. 3 DKK 25.900

Veltivörn föst - par R82 R82A86815-F Crocodile st. 1 og 2 DKK 10.900

R82A86815-3F Crocodile st. 3 DKK 10.900

Bakstuðningur R82 R82A86816 Crocodile st. 1, 2 og 3 DKK 16.500

Baklægur

mjaðmastuðningur

R82 R82A86808 Lítill - Crocodile st. 1 og 2 DKK 45.500

R82 R82A86809 Stór - Crocodile st. 1 og 2 DKK 45.500

Band fyrir baklægan

mjaðmastuðning

R82 R82ASN4016 Tekið með litlum eða

stórum baklægum

mjaðmastuðningi

DKK 9.690

Bakstuðningur með

stillanlegum púða

R82 R82A86886 Crocodile st. 3 DKK 40.200

44

Page 46: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 07

SÍ 12 07 90

Aukahlutir á göngugrindur 120790

Aukahlutir Framleiðandi Vörunúmer Ætlað göngugrind/teg. Myn

t

Verð m/vsk

Seljandi: Fastus

Band fyrir bakstuðning

R82A86886

R82 R82A85490-2 Crocodile st. 3 DKK 6.700

Stöng til að festa

bakstuðning

R82 R82A86880 Bara fyrir Crocodile st. 3 DKK 8.800

Mjaðmastuðningur R82 R82A86819 Crocodile st. 1, 2 og 3 DKK 37.000

Sæti uppfellanlegt R82 R82A86820 Crocodile st. 1, litur gul DKK 21.000

R82 R82A86821 Crocodile st. 2, litur

appelsínugul

DKK 21.000

R82 R82A86823 Crocodile st. 2, litur svört DKK 21.000

R82 R82A86863 Crocodile st. 3, litur

metalgrá

DKK 21.000

Sætispoki R82 R82A86824 Crocodile st. 1 DKK 15.700

R82A86825 Crocodile st. 2 DKK 15.700

Geymslu taska R82 R82A86839 Crocodile st. 1 og 2 DKK 6.200

R82 R82A86843 Crocodile st. 3 DKK 14.000

Bremsur á handföng R82 R82A86834 Crocodile st. 1 og 2 DKK 18.000

R82 R82A86873 Crocodile st. 3 DKK 18.000

MUSTANG:

Brjóststuðningur R82 R82A869810 Small - stillanlegur og

innanmál er frá 47 - 64 cm.

DKK 39.560

R82 R82A869820 Medium - stillanlegur og

innanmál er frá 67 - 78 cm

DKK 40.492

R82 R82A869830 Large - stillanlegur og

innanmál er frá 87 - 114

cm

DKK 41.467

Ver á brjóststuðning R82 R82A869810-160 Fyrir small brjóststuðning DKK 10.023

R82 R82A869820-260 Fyrir medium

brjóststuðning

DKK 10.467

R82 R82A869830-360 Fyrir large brjóststuðning DKK 10.954

Sæti R82 R82A869110 Mustang st. 1 og 2 DKK 18.627

R82 R82A869120 Mustang st 3 og 4 DKK 18.627

Bakstuðningur R82 R82A869250 Lítill - verður að panta sæti

líka

DKK 11.886

R82 R82A869255 Stór - verður að panta sæti

líka

DKK 15.700

45

Page 47: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 07

SÍ 12 07 90

Aukahlutir á göngugrindur 120790

Aukahlutir Framleiðandi Vörunúmer Ætlað göngugrind/teg. Myn

t

Verð m/vsk

Seljandi: Fastus

Baklægur

mjaðmastuðningur

R82 R82A869220 Lítill fyrir Mustang st. 1 og

2 - verður að taka sæti líka

DKK 20.490

R82 R82A869230 Stór fyrir Mustang st. 3 og

4 - verður að taka sæti líka

DKK 22.441

Baklægur

mjaðmastuðningur með

festingu fyrir

höfuðstuðning

R82 R82A869221 Lítill fyrir Mustang st. 1 og

2 - verður að taka sæti líka

DKK 23.639

R82 R82A869231 Stór fyrir Mustang st. 3 og

4 - verður að taka sæti líka

DKK 27.187

Baklægur

mjaðmastuðningur með

sveigðri stöng

R82 R82A869222 Lítill fyrir Mustang st. 1 og

2 - verður að taka sæti líka

DKK 23.639

R82 R82A869232 Stór fyrir Mustang st. 3 og

4 - verður að taka sæti líka

DKK 27.187

Stöng til að festa

höfuðstuðning við

mjaðmastuðning

R82 R82A869226 Tekin ef nota á

höfuðstuðning á allr stærðir

DKK 4.302

Magastuðningur R82 R82A869260 Mustang st. 1, 2, 3 og 4 DKK 8.116

Mjaðmastuðningur

stillanlegur

R82 R82A869610 Small: heildarummál

innanvert 47-64 cm, H: 8,5

cm

DKK 39.560

R82 R82A869620 Medium: heildarummál

innanvert 67-78 cm, H: 11

cm

DKK 40.492

R82 R82A869630 Large: heildarummál

innanvert 87-114 cm,

H: 14 cm

DKK 41.467

Handföng R82 R82A869360 Small - er tekið þegar

göngugrind er notuð sem

framlæg (anterior use)

DKK 14.769

R82 R82A869365 Large - er tekið þegar

göngugrind er notuð sem

framlæg (anterior use)

DKK 9.846

Armstuðningur með

handföngum

R82 R82A869350 Small er tekið þegar

göngugrind er notuð sem

framlæg (anterior use)

DKK 29.094

R82 R82A869355 Large - er tekið þegar

göngugrind er notuð sem

framlæg (anterior use)

DKK 32.908

46

Page 48: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 07

SÍ 12 07 90

Aukahlutir á göngugrindur 120790

Aukahlutir Framleiðandi Vörunúmer Ætlað göngugrind/teg. Myn

t

Verð m/vsk

Seljandi: Fastus

Tvískiptur

framhandleggsstuðning

ur stillanlegur með

handfangi

R82 R82A869310 Small er tekið þegar

göngugrind er notuð sem

framlæg (anterior use)

DKK 35.746

R82 R82A869320 Medium er tekið þegar

göngugrind er notuð sem

framlæg (anterior use)

DKK 35.746

R82 R82A869325 Large er tekið þegar

göngugrind er notuð sem

framlæg (anterior use)

DKK 37.653

Bólstraður

framhandlegsstuðning-

ur

R82 R82A869370 Allar stærðir og er til að

staðsetja arminn

DKK 4.568

Plata til að aðskilja

fætur

R82 R82A869410 Mustang st. 1 með litlum

hjólum

DKK 21.510

R82 R82A869410-8 Mustang st. 1 með stórum

hjólum

DKK 21.510

R82 R82A869420 Mustang st. 2 með stórum

hjólum

DKK 21.510

R82 R82A869430 Mustang st. 3 og st. 2 með

litlum hjólum

DKK 26.255

R82 R82A869440 Mustang st. 4 DKK 26.255

Ökklafestingar R82 R82A869450 Mustang st. 1 með liltum

og stórum hjólum

DKK 14.281

R82 R82A869455 Mustang st. 2 með stórum

hjólum

DKK 14.281

R82 R82A869455-4 Mustang st. 2 með litlum

hjólum

DKK 14.281

R82 R82A869460 Mustang st. 3 DKK 16.631

R82 R82A869465 Mustang st. 4 DKK 16.631

Stýristöng R82 R82A869510 Mustang st. 1 og 2 DKK 18.627

Geymslupoki R82 R82A869560 Mustang st. 1 og 2 DKK 6.209

R82 R82A869565 Mustang st. 3 og 4 DKK 13.083

47

Page 49: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 07

SÍ 12 07 90

Aukahlutir á göngugrindur 120790

Aukahlutir Framleiðandi Vörunúmer Ætlað göngugrind/teg. Myn

t

Verð m/vsk

Seljandi: Fastus

Sætispoki R82 R82A869570 Mustang st. 1 DKK 15.700

R82 R82A869571 Mustang st. 2 DKK 15.700

Bólstrun á miðjustöng R82 R82A869470 Allar stærðir DKK 10.954

PONY:

Hliðarstuðningur R82 R82A86408 Pony st. 0 DKK 27.941

R82 R82A86410 Pony st. 1 DKK 27.941

R82 R82A86412 Pony st. 2 DKK 27.941

Magastuðningur R82 R82A86420 Pony st. 1 DKK 18.317

R82 R82A86422 Pony st. 2 DKK 18.317

Framhandlegsstuðning

ur/borð

R82 R82A86427 Pony st. 0 DKK 38.496

R82 R82A86428 Pony st. 1 DKK 38.496

R82 R82A86429 Pony st. 2 DKK 38.496

Lóðrétt handföng R82 R82A86432 Allar stærðir DKK 12.995

Höfuðstuðningur R82 R82A86424-01 Höfuðstuðningur nr. 1

Pony st. 0

DKK 55.571

R82 R82A86424-02 Höfuðstuðningur nr. 2

Pony st. 0

DKK 55.571

R82 R82A86424-03 Höfuðstuðningur nr. 3

Pony st. 0

DKK 55.571

R82 R82A86424-04 Höfuðstuðningur nr. 4

Pony st. 0

DKK 55.571

R82 R82A86424-11 Höfuðstuðningur nr. 1

Pony st. 1

DKK 55.571

R82 R82A86424-12 Höfuðstuðningur nr. 2

Pony st. 1

DKK 55.571

R82 R82A86424-13 Höfuðstuðningur nr. 3

Pony st. 1

DKK 55.571

R82 R82A86424-14 Höfuðstuðningur nr. 4

Pony st. 1

DKK 55.571

R82 R82A86424-21 Höfuðstuðningur nr. 1

Pony st. 2

DKK 55.571

48

Page 50: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 07

SÍ 12 07 90

Aukahlutir á göngugrindur 120790

Aukahlutir Framleiðandi Vörunúmer Ætlað göngugrind/teg. Myn

t

Verð m/vsk

Seljandi: Fastus

R82 R82A86424-22 Höfuðstuðningur nr. 2

Pony st. 2

DKK 55.571

R82 R82A86424-23 Höfuðstuðningur nr. 3

Pony st. 2

DKK 55.571

R82 R82A86424-24 Höfuðstuðningur nr. 4

Pony st. 2

DKK 55.571

Vörn fyrir fætur R82 R82A86450 Allar stærðir DKK 8.693

Ökuhandfang R82 R82A86416 Allar stærðir DKK 20.268

GEMINO

Borð Sunrise

Medical

SUNNHCM7109140 Allar tegundir EUR 11.680

Taska fyrir súrefniskúð Sunrise

Medical

SUNNHCM7109050 Gemino 20 og 20 M, 30 S,

60,

EUR 15.330

Sunrise

Medical

SUNNHCM7109051 Gemino 20 S EUR 15.330

Bakstuðningur Sunrise

Medical

SUNN7109020 Gemino 20, 20M EUR 14.235

Sunrise

Medical

SUNN7109021 Gemino 20S, 30S EUR 14.235

Stillanlegt comfort bak Sunrise

Medical

SUNN7109035 Gemino 30S, 30 Parkinson EUR 17.885

Einnarhandarbremsa Sunrise

Medical

SUNN7109071 Hægt að nota bæði hægri

og vinstri - fyrir Gemino 20,

20M, 20S, 30S

EUR 16.060

Hækjuhaldari Sunrise

Medical

SUNN710911 Allar tegundir EUR 6.935

Taska í lit Sunrise

Medical

SUNN7104006 Taska með loki og

handföngum - svört

Gemino 20, 20 M, 30

Walker, 30 M Walker, 60,

60 M

EUR 15.330

Sunrise

Medical

SUNN71040XX Taska með loki og

handföngum - val um liti

grá/svört, brún/svört,

blá/svört, bleik/svört. Fyrir

Gemino 20, 20 M, 30

Walker, 30 M Walker

EUR 18.250

49

Page 51: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 07

SÍ 12 07 90

Aukahlutir á göngugrindur 120790

Aukahlutir Framleiðandi Vörunúmer Ætlað göngugrind/teg. Myn

t

Verð m/vsk

Seljandi: Fastus

Sunrise

Medical

SUNN7104007 Taska með loki og

handföngum - svört

Gemino 20 S, 30 S

EUR 15.330

Sunrise

Medical

SUNN71040XX Taska með loki og

handföngum - val um liti

grá/svört, blá/svört,

bleik/svört. Fyrir Gemino

20 S, 30 S

EUR 10.220

Bremsa til að draga úr

hraða

Sunrise

Medical

SUNNHCM7109080 Allar tegundir EUR 13.870

Bremsa til að draga úr

hraða fyrir notendur

max 100 kg

Sunrise

Medical

SUNNHCM9009329 Gemino 30 S EUR 54.750

Universal festing Sunrise

Medical

SUNNHCM7109090 Allar tegundir EUR 3.285

Ljós Sunrise

Medical

SUNNHCM7109095 Allar tegundir EUR 10.220

FOLLO FUTURA

Karfa með festingum Follo Futura FOLL107-710860 Allar tegundir NOK 14.314

Taska fyrir súrefniskút Follo Futura FOLL107-710862 Allar tegundir NOK 24.582

Gigtarhandföng Follo Futura FOLL107-710855 Allar tegundir NOK 13.872

Handföng með

rafmagnsstýringu

Follo Futura FOLL107-710856 Allar tengndir NOK 34.000

Seljandi: Stoð

Einnarhandarbremsa H Invacare 12514-R Alpha NOK 53.600

Einnarhandarbremsa V Invacare 12514-L Alpha NOK 53.600

Stuðningsborð Invacare 13018 Alpha NOK 63.900

Einnarhandarbremsa H Invacare 12507-R Futura NOK 20.800

Einnarhandarbremsa V Invacare 12507-L Futura NOK 20.800

Hemi armur hæ.

Einnarhandarbremsa vi.

Invacare 12611-R Futura NOK 49.800

Hemi armur vi. Einnar-

handarbremsa hæ.

Invacare 12611-L Futura NOK 49.800

Bakstuðningur Invacare 12600 Futura NOK 5.500

Taska Invacare 12523 Futura, Alpha, Maxi+ NOK 14.800

Bremsuléttir Invacare 12651 Futura, Alpha, Maxi+ NOK 5.500

50

Page 52: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 07

SÍ 12 07 90

Aukahlutir á göngugrindur 120790

Aukahlutir Framleiðandi Vörunúmer Ætlað göngugrind/teg. Myn

t

Verð m/vsk

Seljandi: Stoð

Ástig Invacare 12560-21 Futura, Alpha, Maxi+ NOK 5.900

Stafahaldari Invacare 12606 Futura, Maxi+ NOK 5.200

Súrefniskútahaldari Invacare 12682-25 Futura, Maxi+ NOK 23.700

Bakki Invacare 70311 Futura, Maxi+ NOK 2.500

Tregðubremsa Invacare 13041-21 Futura, Maxi+ NOK 18.400

Karfa - stór Invacare SP158296 Jazz 510/610 NOK 17.500

Stafahaldari Invacare SP1512912 Jazz 510/610 NOK 10.400

Bakstuðningur Invacare SP1522062 Jazz 510/610 NOK 5.200

Bakki Invacare SP1546264 Jazz 510/610 NOK 6.500

Tregðubremsa Invacare SP1571260 Jazz 510/610 NOK

Vökvastandur Invacare SP1580895 Jazz 510/610 NOK 34.600

Súrefniskútahaldari Invacare SP1580903 Jazz 510/611 NOK 27.600

Einnarhandarbremsa H Invacare SP1582046 Jazz 510 NOK 22.900

Einnarhandarbremsa V Invacare SP1582014 Jazz 510 NOK 22.900

Hemi armur vi. Einnar-

handarbremsa hæ.

Invacare SP1581935 Jazz 510 NOK 37.900

Hemi armur hæ.

Einnarhandarbremsa vi.

Invacare SP1581965 Jazz 510 NOK 37.900

Þverslá með einnar-

handarbremsu vi.

Invacare SP1580723 Jazz 510 NOK 52.900

Þverslá með einnar-

handarbremsu hæ.

Invacare SP1580725 Jazz 510 NOK 52.900

Einnarhandarbremsa H Invacare SP1582048 Jazz 610 NOK 22.900

Einnarhandarbremsa V Invacare SP1582047 Jazz 610 NOK 22.900

Hemi armur vi. Einnar-

handarbremsa hæ.

Invacare SP1581966 Jazz 610 NOK 37.900

Hemi armur hæ.

Einnarhandarbremsa vi.

Invacare SP1582013 Jazz 610 NOK 37.900

Þverslá með einnar-

handarbremsu vi.

Invacare SP1580724 Jazz 610 NOK 52.900

Þverslá með einnar-

handarbremsu hæ.

Invacare SP1580726 Jazz 610 NOK 52.900

Olnbogastuðningur Invacare 1531448 Step up NOK 35.800

Borð Invacare 1531391 Step up NOK 10.900

Einnarhandarbremsa V Invacare 1531450 Step up NOK 68.900

Einnarhandabremsa Hr Invacare 1539513 Step up NOK 68.900

Hjól með stefnulás Invacare 1531408 Step up NOK 7.400

Handbremsa Invacare 1537656 Step up NOK 68.900

Vökvastandur Invacare 1531407 Step up NOK 74.900

Kúlugrip Invacare 1539515 Step up NOK 25.900

Karfa Invacare 1531390 Step up NOK 17.900

Súrefniskútahaldari Invacare 1531406 Step up NOK 17.800

Standplata Invacare 1535330 Step up NOK 45.200

Borð Eurovema 60102660 Atila EUR 17.900

Karfa Eurovema 60102370 Atila EUR 8.900

Sæti Eurovema 60102670 Atila EUR 4.500

Tregðubremsa Eurovema 711-01 Atila EUR 7.900

Bakstuðningur Eurovema 2422200 Volaris S7 Kid EUR 2.800

Flöskuhaldari Eurovema 2431200 Volaris S7 Kid EUR 2.500

51

Page 53: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 07

SÍ 12 07 90

Aukahlutir á göngugrindur 120790

Aukahlutir Framleiðandi Vörunúmer Ætlað göngugrind/teg. Myn

t

Verð m/vsk

Seljandi: Stoð

Stafahaldari Eurovema 2432200 Volaris S7 Kid EUR 2.800

Súrefniskútahaldari Eurovema 2441201 Volaris S7 Kid EUR 5.600

Tregðubremsa Eurovema 2460200 Volaris S7 Kid EUR 8.400

Bólstrun á sæti Eurovema 2494200 Volaris S7 Kid EUR 4.200

Vökvastandur Eurovema 2497200 Volaris S7 Kid EUR 31.000EUR

Framhandleggsstuðnin

gur

Hoggi 3302-5200 Flux EUR 51.400

Framhandleggsstuðnin

gur stillanlegur

Hoggi 3302-5300 Flux EUR 79.200

Diskar á handföng Hoggi 3301-6600 Flux EUR 16.500

Höggvari Hoggi 3301-5400 Flux EUR 11.900

Tregðubremsa Hoggi 3313-5500 Flux stærð 4 EUR 7.400

Bremsa með læsingu Hoggi 3313-5600 Flux stærð 4 EUR 46.600

Veltivörn Hoggi 3313-5700 Flux stærð 4 EUR 14.300

Veltivörn með hjólum Hoggi 3313-5701 Flux stærð 4 EUR 14.300

Uppleggjanlegt sæti Hoggi 3313-5800 Flux stærð 3 og 4 EUR 29.900

Mjaðmapúðar stillanl. Hoggi 3301-5900 Flux EUR 49.800

Dynamic mjaðmastýring Hoggi 3301-6000 Flux EUR 70.800

Dynamic mjaðma-

stýring lenging mjúk

Hoggi 3301-6001 Flux EUR 67.900

Dynamic mjaðma-

stýring lenging hörð

Hoggi 3301-6002 Flux EUR 67.900

Mjaðmabelti 53-83 cm, f.

3301-6000

Hoggi 3301-6300 Flux EUR 32.300

Mjaðmabelti 65-115 cm,

f. 3301-6000

Hoggi 3302-6300 Flux EUR 32.300

Farangursgrind Hoggi 3303-6100 Flux stærð 3 og 4 EUR 12.900

Karfa Hoggi 3301-6200 Flux EUR 8.500

Stefnulás Hoggi 3202-7100 Flux EUR 15.300

Segl 57-77 cm Hoggi 3302-6400 Flux EUR 32.300

Segl 73-103 cm Hoggi 3303-6400 Flux EUR 35.700

Slá fyrir segl stærð 3 Hoggi 3303-6500 Flux strærð 3 og 4 EUR 29.900

Einnarhandarbremsa Rehasense ACR01001L Sever, Server HD, Explorer

stærð L

EUR 4.900

Rehasense ACR01001M Sever, Server HD, Explorer

stærð M

EUR 4.900

Rehasense ACR01001S Sever stærð S EUR 4.900

Rehasense ACR01001N Navigator EUR 4.900

Vökvastandur Rehasense ACR01002 Server, Server HD,

Explorer

EUR 8.000

Taska vatnsheld m.

renndu loki

Rehasense ACR01004 Server, Server HD,

Explorer, Navigator

EUR 5.600

Taska m. loki Rehasense ACR01004C Server, Server HD,

Explorer, Navigator

EUR 6.500

Bakki Rehasense ACR01005 Server, Server HD,

Explorer, Navigator

EUR 3.900

Lok á körfu Rehasense ACR01011 Server, Server HD,

Explorer, Navigator

EUR 3.900

52

Page 54: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 07

SÍ 12 07 90

Aukahlutir á göngugrindur 120790

Aukahlutir Framleiðandi Vörunúmer Ætlað göngugrind/teg. Myn

t

Verð m/vsk

Seljandi: Stoð

Súrefniskútahaldari Rehasense ACR01008 Server, Server HD,

Explorer, Navigator

EUR 4.300

Bakstuðningur Rehasense ACR01009XL 85 cm Server, Server HD,

Explorer, Navigator

EUR 4.900

Rehasense ACR01009M 75 cm Server, Server HD,

Explorer, Navigator

EUR 4.500

Rehasense ACR01009L 70 cm Server, Navigator EUR 4.500

Bakstuðningur

stillanlegur

Rehasense ACR01009A Server, Server HD,

Explorer, Navigator

EUR 6.800

Stafahaldari Rehasense ACR01012 Server, Server HD,

Explorer

EUR 1.300

Tregðubremsa Rehasense ACR01025 Server, Server HD,

Explorer, Navigator

EUR 8.600

Bólstrun á sæti Rehasense ACR01021W Server HD, Explorer EUR 7.900

Rehasense ACR01021 Server, Navigator EUR 7.400

Loftdekk framan Rehasense ACR1017FPB Explorer EUR 7.200

Loftdekk aftan Rehasense ACR1017RPB Explorer EUR 7.200

Framhandleggs-

stuðningur par

Rehasense ROL1DH Server EUR 32.000

Karfa OttoBock HR24168200 Nurmi Neo stærð 1 EUR 15.175

Karfa OttoBock HR24268200 Nurmi Neo stærð 2 og 3 EUR 23.146

Mjaðma og rass stuðn. OttoBock HR24168400 Nurmi Neo EUR 98.653

Sæti OttoBock HR24x67500 Nurmi Neo EUR 50.847

Stefnulæsing OttoBock HR24167100 Nurmi Neo par EUR 21.552

Tregðubremsur OttoBock HR24167200 Nurmi Neo par EUR 10.028

Veltivörn OttoBock HR24167300 Nurmi Neo par EUR 19.281

Framhandleggsstuðnin

gur

OttoBock HR24x61800 Nurmi Neo EUR 81.202

Universal handföng OttoBock HR24x61700 Nurmi Neo EUR 38.553

Handbremsur á

standard handföng

OttoBock HR24x68100 Nurmi Neo EUR 60.714

Handbremsur á

universal handföng eða

framhandleggst.

OttoBock HR24x68700 Nurmi Neo EUR 72.848

53

Page 55: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 07

SÍ 12 07 91

Stafa- og hækjuhaldarar 120791

Framleiðandi

Vöruheiti

vörunúmer

Hentar hvaða

tæki/tækjum

Lýsing

Útlit - efni - festing Myn

t Verð

m/vsk Sa

mræ

mis

yfi

rlý

sin

g

Seljandi: Eirberg

Swereco SWE-124885 Stöfum og hækjum Svört gúmmíklemma með SEK 1.100 x

54

Page 56: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 07

SÍ 12 07 92

Gúmmí á stafi og hækjur 120792

Framleiðandi

Vöruheiti

vörunúmer Þvermál ops mm Lýsing Myn

t Verð

m/vsk Sa

mræ

mis

yfi

rlý

sin

g

Seljandi: Eirberg

Swereco Stafa og hækjugúmmí 19-20 Grátt gúmmí SEK 550 x

SWE-120750

Seljandi: Stoð

Kowsky Hækjugúmmí 18 Hækjugúmmí með stálstyrkingu,

grátt eða svart.

EUR 350

55

Page 57: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 07

SÍ 12 07 93

Ísbroddar á stafi og hækjur 120793

Framleiðandi

Vöruheiti

vörunúmer

Fyrir þvermál

hækju mm Lýsing Myn

t Verð

m/vsk Sa

mræ

mis

yfi

rlý

sin

g

Seljandi: Eirberg

Swereco Ísbroddur Spets 15-24 Með einum gaddi, skrúfað á SEK 1.150 x

SWE-123300 staf. Hægt að fella upp þegar

ekki er þörf á að nota

Swereco Ísbroddur Kronan 15-24 Með fimm göddum, skrúfað á SEK 1.150 x

SWE-123350 staf. Hægt að fella upp þegar

ekki er þörf á að nota

Seljandi: Stoð

Kowsky KO17151 15-24 Ísbroddur með 5 göddum. Festist á

legg, auðvelt að smella broddum

frá

EUR 1.980

56

Page 58: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 07

SÍ 12 07

Varahlutir í gönguhjálpartæki 1207

Varahlutir Framleiðandi Vörunúmer Ætlað tegund tækis My

nt

Verð m/vsk

Seljandi: Eirberg

Festiklemma Topro TOP-716703 Troja classic, allar stærðir EUR 517

Læsiskrúfa Topro TOP-101591 Troja classic, allar stærðir EUR 1.034

Læsing - klemma Topro TOP-716704 Troja classic, allar stærðir EUR 776

Festistykki Topro TOP-716551 Troja classic, allar stærðir EUR 1.551

Bremsustykki Topro TOP-814101 Troja classic, allar stærðir EUR 1.551

Bremsugormur Topro TOP-716560 Troja classic, allar stærðir EUR 259

Festing (memory

clamp)Topro TOP-716506 Troja classic, allar stærðir EUR

517

Sætisstöng Topro TOP-814791 Troja classic, allar stærðir EUR 3.447

Bremsuhandfang

vinstriTopro TOP-814769 Troja classic, allar stærðir EUR

1.551

Bremsuhandfang

hægriTopro TOP-814768 Troja classic, allar stærðir

EUR 1.551

Formað handfang Topro TOP-814680 Troja classic, allar stærðir EUR 2.844

Rúnnað handfang Topro TOP-814126 Troja classic, allar stærðir EUR 2.844

Framhjól Topro TOP-814779 Troja classic, allar stærðir EUR 4.654

Framhjól m. gaffli Topro TOP-814757 Troja classic, allar stærðir EUR 7.239

Afturhjól Topro TOP-814755 Troja classic, allar stærðir EUR 6.205

Bolti kompl. Topro TOP-814778 Troja classic, allar stærðir EUR 3.619

Læsing Topro TOP-814727 Troja classic, allar stærðir EUR 2.068

Sæti M / S Topro TOP-814759 Troja classic M, S EUR 4.654

Sæti X Topro TOP-814134 Troja classic X EUR 4.654

Karfa M / S Topro TOP-101474 Troja classic M, S EUR 6.137

Handfang formað

m.stöng vinstri MTopro TOP-814772 Troja classic M EUR

8.273

Handfang formað

m.stöng hægri MTopro TOP-814771 Troja classic M EUR

8.273

Handfang formað m.

stöng vinstri STopro TOP-814776 Troja classic S EUR

8.273

Handfang formað m.

stöng hægri STopro TOP-814775 Troja classic S EUR

8.273

Bremsuvír M / S Topro TOP-814792 Troja classic M, S EUR 2.068

Bremsuvír X Topro TOP-814131 Troja classic X EUR 2.068 Bremsuvír M (par) Topro TOP-814020 Troja Walker M EUR 6.894

Bremsuvír S&X (par) Topro TOP-814137 Troja Walker S, X EUR 6.894

Reim Topro TOP-814017 Troja Walker M, S EUR 3.447

Armpúði Topro TOP-814021 Troja Walker M, S, X EUR 21.257

Framhandleggs-

stuðningur Troja MTopro

TOP-814829 Troja Walker M EUR 62.335

Framhandleggs-

stuðningur Troja S&X

Topro

TOP-814845 Troja Walker S, X EUR 62.335

Hjól 200x50 Dietz DIE-290057 Fakto EUR 3.900

Handfang hægri Dietz DIE-290082 Fakto EUR 1.206

Handfang vinstri Dietz DIE-290083 Fakto EUR 1.206

Seljandi: Fastus

Bólstrun/áklæði á efri

rammann

R82 R82A86813 Crocodile st. 1 DKK 10.585

R82A86814 Crocodile st. 2 DKK 10.585

R82A86883 Crocodile st. 3 DKK 10.467

Gúmmí á handföng R82 R82A2500540 Crocodile st. 1 DKK 1.005

R82A2500530 Crocodile st. 2 DKK 1.005

R82A2500520 Crocodile st. 3 DKK 1.005

57

Page 59: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 07

SÍ 12 07

Varahlutir í gönguhjálpartæki 1207

Varahlutir Framleiðandi Vörunúmer Ætlað tegund tækis My

nt

Verð m/vsk

Seljandi: Fastus

Framhjól R82 R82A86838 Crocodile - ein stærð DKK 8.397

Afturhjól R82 R82A8000102 Crocodile - ein stærð DKK 7.746

4" hjól - vinstri R82 R82A79436-L-KIT Mustang st. 1 DKK 28.680

4" hjól - hægri R82 R82A79436-R-KIT Mustang st. 1 DKK 28.680

8" hjól - vinstri R82 R82A79438-L-KIT Mustang st. 2 - 4 DKK 38.141

8" hjól - hægri R82 R82A79438-R-KIT Mustang st. 2 - 4 DKK 38.141

Seljandi: Stoð

Soft Handgrip

L=150mm, 2-pack

Invacare 12593 alpha basic NOK 1.367

SL II wheel complete

with locking nut

Invacare 12609 alpha basic NOK 2.461

Brake shoe complete Invacare 12620 alpha basic NOK 2.625

Folding lock complete Invacare 12656 alpha basic NOK 5.195

Handle tube Invacare 13626 alpha basic NOK 6.836

Height adjustment

tube

Invacare 13627 alpha basic NOK 6.836

Wire cover L=1000

mm

Invacare 80075 alpha basic NOK 1.750

Cover 20 pcs Invacare 1452282 alpha basic NOK 2.187

Folding lock red 10

pcs

Invacare 1452288 alpha basic NOK 5.195

End Cap, 10-pack Invacare 1452465 alpha basic NOK 1.094

Wire L=1330 mm 10-

pack

Invacare 1452466 alpha basic NOK 9.570

Knob 10-pack Invacare 1452467 alpha basic NOK 3.554

Locking device with

clamp, 2 units

Invacare 1452468 alpha basic NOK 4.101

Folding mechanism

kit

Invacare 1510376 alpha basic NOK 3.554

Spring for

Foldinghandle 10 pcs

Invacare 1529858 alpha basic NOK 3.828

Adjustmentscrew with

nut, 10 pcs

Invacare 1542524 alpha basic NOK 2.461

Rear fork complete

with SL II wheel grey

Invacare 12590-25 alpha basic NOK 5.468

Forearm support left Invacare 13005-L alpha basic NOK 18.866

Forearm support right Invacare 13005-R alpha basic NOK 18.866

Brake handle left

comlpete

Invacare 13098-L alpha basic NOK 4.648

Brake handle right

comlpete

Invacare 13098-R alpha basic NOK 4.648

Front fork complete

with SL II wheel grey

Invacare 13565-25-V01 alpha basic NOK 4.648

Invacare NOK

Anatomic handgrip,

pair

Invacare 12519 Futura NOK 3.008

Anatomic grip, anti-

static, Pair

Invacare 12522 Futura NOK 9.296

Seat kit Invacare 12545 Futura NOK 15.585

Soft Handgrip

L=150mm, 2-pack

Invacare 12593 Futura NOK 1.367

58

Page 60: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 07

SÍ 12 07

Varahlutir í gönguhjálpartæki 1207

Varahlutir Framleiðandi Vörunúmer Ætlað tegund tækis My

nt

Verð m/vsk

Seljandi: Stoð

SL II wheel complete

with locking nut

Invacare 12609 Futura NOK 2.461

Brake shoe complete Invacare 12620 Futura NOK 2.734

Folding lock complete Invacare 12656 Futura NOK 5.195

Handle attachment for

folding hinge, pair

Invacare 12687 Futura NOK 1.641

Cover 20 pcs Invacare 1452282 Futura NOK 2.187

Folding lock red 10

pcs

Invacare 1452288 Futura NOK 5.195

Folding mechanism Invacare 1510376 Futura NOK 3.554

Spring for

Foldinghandle 10 pcs

Invacare 1529858 Futura NOK 3.828

End cap 20 pcs Invacare 1529859 Futura NOK 2.461

Rear fork complete

DABS II with wheel,

black

Invacare 1534944 Futura NOK 4.101

Adjustmentscrew with Invacare 1542524 Futura NOK 2.187

Anatomical handle 10 Invacare 1560485 Futura NOK 7.929

Wheel 200x32 Invacare 1560637 Futura NOK 2.187

Brake handle left Invacare 12619-L Futura NOK 10.117

Brake handle right Invacare 12619-R Futura NOK 10.117

Brake handle left

complete

Invacare 13509-L Futura NOK 6.836

Brake handle right

complete

Invacare 13509-R Futura NOK 6.836

Cover L=515mm &

wire 10 pcs (80088)

Invacare SP1529910 Futura NOK 7.109

Cover L=565mm &

wire 10 pcs (80089)

Invacare SP1529917 Futura NOK 7.109

Cover L=645mm &

wire 10 pcs (80090)

Invacare SP1529918 Futura NOK 7.109

Cover L=750mm &

wire 10 pcs (80091)

Invacare SP1529935 Futura NOK 7.109

Front Fork Cpl. Invacare SP1553013 Futura NOK 7.109

Front fork with SL II

wheel

Invacare SP1580412 Futura NOK 10.117

Locking knob 10-pack Invacare SP1584459 Futura NOK 9.023

Invacare NOK

Cover 20 pcs Invacare 1452282 Jazz NOK 2.187

Seat cpl. Invacare SP1542575 Jazz NOK 17.772

Push handle 510 Right

Cpl.

Invacare SP1543722 Jazz NOK 9.570

Push handle 510 Left

Cpl.

Invacare SP1543723 Jazz NOK 9.570

Push handle 610 Right

Cpl.

Invacare SP1543724 Jazz NOK 9.570

Push handle 610 Left

Cpl.

Invacare SP1543725 Jazz NOK 9.570

Wheel Invacare SP1551848 Jazz NOK 4.922

Front Fork Cpl. Invacare SP1553013 Jazz NOK 7.109

59

Page 61: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 07

SÍ 12 07

Varahlutir í gönguhjálpartæki 1207

Varahlutir Framleiðandi Vörunúmer Ætlað tegund tækis My

nt

Verð m/vsk

Seljandi: Stoð

Axle Cpl., Front Wheel Invacare SP1563204 Jazz NOK 3.008

Wire Cover Brake Cpl. Invacare SP1563205 Jazz NOK 3.828

Folding Lock Incl.

Fixation

Invacare SP1563206 Jazz NOK 3.008

Handle Height

Adjustment + Screw

Invacare SP1563244 Jazz NOK 3.008

Rear Wheel Incl

Fixation

Invacare SP1563247 Jazz NOK 5.742

Brake Pad Incl.

Fixation

Invacare SP1563249 Jazz NOK 4.101

Kerb Climber Invacare SP1563251 Jazz NOK 3.554

Seat Pads Invacare SP1563253 Jazz NOK 5.742

Label Kit Invacare SP1563255 Jazz NOK 3.828

Anatomic Hand Grip,

Pair

Invacare SP1563282 Jazz NOK 3.554

Push handle 510H Left

CpI.

Invacare SP1574889 Jazz NOK 11.484

Push handle 510H

right Cpl.

Invacare SP1574890 Jazz NOK 11.484

Kerb Climber Jazz

510/610 From 2014-06

Invacare SP1576558 Jazz NOK 3.828

Rear wheel cpl. Invacare SP1581927 Jazz NOK 4.101

Basket Invacare SP1582945 Jazz NOK 8.476

Invacare NOK

Anatomic handgrip Invacare 12509 Maxi+ NOK 3.281

SL II wheel complete

with locking nut

Invacare 12609 Maxi+ NOK 2.461

Brake shoe complete Invacare 12620 Maxi+ NOK 2.734

Cover 20 pcs Invacare 1452282 Maxi+ NOK 2.187

Wire 10 pcs Invacare 1452283 Maxi+ NOK 5.195

Height adjustment

knob and screw 10

pcs

Invacare 1452458 Maxi+ NOK 5.195

Distance and folding

lock kit 5 pcs

Invacare 1452464 Maxi+ NOK 8.476

End cap 20 pcs Invacare 1529860 Maxi+ NOK 1.641

Cover L=820 mm 10

pcs

Invacare 1531587 Maxi+ NOK 8.476

Cover L=875 mm 10

pcs

Invacare 1531588 Maxi+ NOK 7.929

Adjustmentscrew with Invacare 1542524 Maxi+ NOK 2.461

Rear fork complete Invacare 12590-25 Maxi+ NOK 5.468

Seat kit Invacare 12721-M Maxi+ NOK 5.468

Handle Left anatomic

with brake

Invacare 13238-L Maxi+ NOK 6.836

Handle Right

anatomic with brake

Invacare 13238-R Maxi+ NOK 6.836

Brake handle left Invacare 13464-L Maxi+ NOK 2.734

Brake handle right Invacare 13464-R Maxi+ NOK 2.734

Front fork complete

with SL II wheel grey

Invacare 13565-25-V01 Maxi+ NOK 4.648

60

Page 62: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 07

SÍ 12 07

Varahlutir í gönguhjálpartæki 1207

Varahlutir Framleiðandi Vörunúmer Ætlað tegund tækis My

nt

Verð m/vsk

Seljandi: Stoð

Invacare NOK

Front fork complete

with wheel

Invacare 1452450 Banjo NOK 3.554

Wheel complete with

locking nut

Invacare 1452451 Banjo NOK 2.187

Seat kit Invacare 1452452 Banjo NOK 1.914

Wire kit Invacare SP1452068 Banjo NOK 2.187

Anatomic handgrip,

pair

Invacare 1452069 Banjo NOK 1.094

Handle fixation kit Invacare 1452072 Banjo NOK 1.094

Load shelf Invacare 1452407 Banjo NOK 1.367

Folding lock complete Invacare 1452453 Banjo NOK 820

Left guide bracket Invacare 1512890 Banjo NOK 820

Brake handle

complete

Invacare SP1510892 Banjo NOK 3.008

Basket Invacare 1452157 Banjo NOK 2.461

Tray Invacare 1452047 Banjo NOK 2.734

Holder for wire cover,

10-p

Invacare 1518646 Banjo NOK 3.281

Cane holder Invacare 1452454 Banjo NOK 1.914

black front wheel pair Rehasense ROL11H-RS Server EUR 3.640

black rear wheel pair Rehasense ROL11J-RS Server EUR 3.521

Black front fork 1 pc. Rehasense ROL11Z-RS Server EUR 1.422

Seat, 1 pc. Rehasense ROL1GH-RS Server EUR 1.135

Compl. Brake handle

R, 1 pc.

Rehasense ROL1DK-RS Server EUR 3.292

compl. Brake

handle,Left, 1pcs

Rehasense ROL1DL-RS Server EUR 3.292

brake block, (L+R) Rehasense ROL1DR-RS Server EUR 1.193

Compl. Cross-

Streamer, Large,1pc.

Rehasense ROL2DS-RS Server EUR 9.065

Compl. Cross-

Streamer, M, 1pc.

Rehasense ROL2DT-RS Server EUR 9.542

Compl. Cross-

Streamer, S, 1 pc.

Rehasense ROL2DU-RS Server EUR 10.019

Brake cable, for Large

Rollator, 1pc.

Rehasense 69100X-RS Server EUR 654

Brake cable, for M&S

Rollator, 1pc.

Rehasense 69100Z-RS Server EUR 654

Locking mechanism,

L roll, 1pc.

Rehasense ROL1DW-RS Server EUR 2.195

Locking mechanism,

M roll, 1pc.

Rehasense ROL1DX-RS Server EUR 2.195

locking mechanism, S

roll, 1pc.

Rehasense ROL1DY-RS Server EUR 2.195

Step pedal,1pc. Rehasense ROL117-RS Server EUR 1.097

right compl.pushing

handle,L,1 pc.

Rehasense ROL1DZ-RS Server EUR 3.912

right compl. pushing

handle,M,1pc.

Rehasense ROL1E1-RS Server EUR 3.912

61

Page 63: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 07

SÍ 12 07

Varahlutir í gönguhjálpartæki 1207

Varahlutir Framleiðandi Vörunúmer Ætlað tegund tækis My

nt

Verð m/vsk

Seljandi: Stoð

right compl. pushing

handle,S,1pc.

Rehasense ROL1E2-RS Server EUR 3.912

left compl.pushing

handle,L,1 pc.

Rehasense ROL1E3-RS Server EUR 3.912

left compl.pushing

handle,M,1pc.

Rehasense ROL1E4-RS Server EUR 3.912

left compl. pushing

handle,S,1pc.

Rehasense ROL1E5-RS Server EUR 3.912

front piece set (L+R) Rehasense ROL1EW-RS Server EUR 2.290

lifting shaft,1set Rehasense ROL30W-RS Server EUR 1.145

basket for Server Rehasense ROL1GJ-RS Server EUR 1.527EUR

black front wheel,

2pc.

Rehasense ROL11H-RS Server HD EUR 3.640

black rear wheel, 2pc. Rehasense ROL11J-RS Server HD EUR 3.521

black front fork, 1pc. Rehasense ROL11Z-RS Server HD EUR 1.422

Seat, 1pc. Rehasense ROL18G-RS Server HD EUR 1.870

compl. Brake

handle,Right, 1pc.

Rehasense ROL1DK-RS Server HD EUR 3.292

compl. Brake

handle,Left, 1pc.

Rehasense ROL1DL-RS Server HD EUR 3.292

brake block, (L+R) Rehasense ROL1DR-RS Server HD EUR 1.193

Compl. Cross, 1pc. Rehasense ROL333-RS Server HD EUR 12.404

Brake cable, 1pc. Rehasense 69100X-RS Server HD EUR 654

locking

mechanism,1pc.

Rehasense ROL2DW-RS Server HD EUR 2.195

Step pedal,1pc. Rehasense ROL117-RS Server HD EUR 1.097

right compl.pushing

handle,1pc.

Rehasense ROL1DZ-RS Server HD EUR 3.912

left compl.pushing

handle,1pc.

Rehasense ROL1E3-RS Server HD EUR 3.912

front piece set on

Server,(L+R)

Rehasense ROL1EW-RS Server HD EUR 2.290

lifting shaft,1set Rehasense ROL20A-RS Server HD EUR 2.147

Sever HD basket,1pc. Rehasense ROL3AA-RS Server HD EUR 4.151

Rehasense EUR

Black front wheel,2pc. Rehasense ROL11H-RS Navigator EUR 3.640

Black rear wheel, 2pc. Rehasense ROL11J-RS Navigator EUR 3.521

Black front fork, 1pc. Rehasense ROL11Z-RS Navigator EUR 1.422

Seat, 1pc. Rehasense ROL10F-RS Navigator EUR 1.822

Compl. PU

armpad,R,1pc.

Rehasense ROL18M-RS Navigator EUR 13.597

Compl. PU

armpad,L,1pc.

Rehasense ROL18N-RS Navigator EUR 13.597

Right compl.pushing

handle,1pc.

Rehasense ROL28M-RS Navigator EUR 17.509

Left compl.pushing

handle,1pc.

Rehasense ROL28N-RS Navigator EUR 17.509

Com.separate kit for

change Rollator to

Navigator

Rehasense ROL1DH Navigator EUR 32.060

62

Page 64: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 07

SÍ 12 07

Varahlutir í gönguhjálpartæki 1207

Varahlutir Framleiðandi Vörunúmer Ætlað tegund tækis My

nt

Verð m/vsk

Seljandi: Stoð

Brake block, (L+R) Rehasense ROL1DR-RS Navigator EUR 1.193

Compl.Cross, L,1 pc. Rehasense ROL1DS-RS Navigator EUR 10.496

Brake cable,1pc. Rehasense 69100X-RS Navigator EUR 654

Locking

mechanism,1pc.

Rehasense ROL1DW-RS Navigator EUR 2.195

Step pedal,1pc. Rehasense ROL117-RS Navigator EUR 1.097

Lifting shaft,1set Rehasense ROL20A-RS Navigator EUR 2.147

Navigator basket,1pc Rehasense ROL1AA-RS Navigator EUR 4.151EUR

Multifunktionsteil mit

Rücklaufsperre links

Hoggi 3301-1910 Flux stærð 1-3 EUR 16.925

Multifunktionsteil mit

Rücklaufsperre rechts

Hoggi 3301-1920 Flux stærð 1-3 EUR 16.925

Lenkgabel LG-K-150-

15/12-HO

Hoggi 1281-0009 Flux stærð 1-3 EUR 4.866

Achsbolzen 12x70 mit

M6 Innengewinde

verz.

Hoggi 3301-1150 Flux stærð 1-3 EUR 626

Zahnscheibe A12,5 Hoggi 1056-0021 Flux stærð 1-3 EUR 72

Scheibe A 13 verz

DIN/ISO 125 A 13

Hoggi 1051-0012 Flux stærð 1-3 EUR 72

PU-Rad R150/32-1-PU-

S 150x30

Hoggi 1221-1530 Flux stærð 1-3 EUR 4.222

Innensechskantschra

ube M8x55 mit Mutter

Hoggi 1205-0855-E Flux stærð 1-3 EUR 179

PU-Rad R200/30-1-PU-

S 12/5 200x30

Hoggi 1221-2030 Flux stærð 1-3 EUR 5.081

Sechskantschraube

verz DIN 933 M12x80

s19

Hoggi 1011-1280 Flux stærð 1-3 EUR 447

Nabenabdeckkappe

KN-S-32/12

Hoggi 1209-0004 Flux stærð 1-3 EUR 107

Griffgummi schwarz

d25 x 120

Hoggi 1143-0005 Flux stærð 1-3 EUR 447

Rücklaufsperre links

komplett

Hoggi 3313-1810E Flux stærð 3 EUR 21.344

Rücklaufsperre rechts

komplett

Hoggi 3313-1820E Flux stærð 4 EUR 21.344

Gleiter komplett Hoggi 3313-1400E Flux stærð 4 EUR 7.174

Griffgummi schwarz

d25 x 120

Hoggi 1143-0005 Flux stærð 4 EUR 447

Lenkgabel LG-K-200-

12 schw 200x60

Hoggi 1281-0007 Flux stærð 4 EUR 5.081

Innensechskantschra

ube M8x75 mit Mutter

Hoggi 1205-0875-E Flux stærð 4 EUR 125

Achsbolzen 12x70 mit

M6 Innengewinde

verz.

Hoggi 3301-1150 Flux stærð 4 EUR 626

63

Page 65: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Gönguhjálpartæki ÍST EN ISO 12 07

SÍ 12 07

Varahlutir í gönguhjálpartæki 1207

Varahlutir Framleiðandi Vörunúmer Ætlað tegund tækis My

nt

Verð m/vsk

Seljandi: Stoð

Scheibe A 13 verz

DIN/ISO 125 A 13

Hoggi 1051-0012 Flux stærð 4 EUR 72

Zahnscheibe verz

DIN/ISO 6797I I12,5

innengezahnt

Hoggi 1056-0013 Flux stærð 4 EUR 125

PU-Rad R200/48

(Chrom)

Hoggi 1221-2048 Flux stærð 4 EUR 7.765

PU-Rad 190x50 Hoggi 1221-1950 Flux stærð 4 EUR 7.693

PU-Rad R300/60-HOG-

BS-SV (Chrom) mit

Bremsscheibe

Hoggi 1221-3061 Flux stærð 4 EUR 12.327

PU-Rad 290x60 mit

Bremsscheibe

Hoggi 1221-2961 Flux stærð 4 EUR 10.663

64

Page 66: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

65

VIII. kafli Vörulisti hjólastóla og fylgihluta 12 21 03 Hjólastólar, stjórnað af aðstoðarmanni

12 21 03 03 Handknúnir hjólastólar stjórnað af aðstoðarmanni - hæginda

12 21 06 Handknúnir afturhjóladrifnir hjólastólar

12 21 06 00 Handknúnir hjólastólar - almennir krossramma

12 21 06 01 Handknúnir hjólastólar - stillanlegir krossramma

12 21 06 02 Handknúnir hjólastólar -stillanlegir fastramma

12 21 06 03 Handknúnir hjólastólar – hæginda

12 21 03/06 90 Undirstell, stjórnað af aðstoðarmanni og afturhjóladrifin

12 21 15 Handknúnir hjólastólar drifnir öðrum megin

12 21 18 Handknúnir, lágir hjólastólar, drifnir með fótum

12 24 09 Aflbúnaður, hjálparmótor á hjólastóla

18 09 31 Sérsmíðað sæti, setur og eða bök í hjólastóla

18 09 31 01 Sérsmíðuð sæti (seta og bak)

18 09 31 02 Sérsmíðuð bök

18 09 31 03 Sérsmíðaðar setur

18 09 31 04 Sérsmíðaðir höfuðstuðningar

18 09 39 02 Tilbúin setkerfi, bakeiningar

Page 67: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 03

SÍ 12 21 03 03

Handknúnir hjólastólar stjórnað af aðstoðarmanni, hæginda 122103 03

Fy

rir

rn (

B)

My

nt

ma

rks

þy

ng

d n

ota

nd

a

kg

Þy

ng

d h

jóla

stó

ls k

g

Se

tbre

idd

Se

tdý

pt

(frá

-til)

Se

thæ

ð á

n s

es

su

Se

thæ

ð m

se

ss

u

ð b

ak

s (f

rá-t

il)

Sti

lla

nle

gu

r b

ak

ha

lli

(grá

ðu

r)

Sti

lla

nle

gu

r s

æti

sh

alli

(tilt)

fra

m°/

aft

ur°

Alu-Rehab

Netti4U CE

Plus

AL-D64035 EUR 334.639 135 27,5 -

2935 42,5 - 50 46,5 -

50

50 -

60

90 -

135°

-5° -

+20°

AL-D64040 EUR 334.639 135 27,5 -

2940 42,5 - 50 46,5 -

50

50 -

60

90 -

135°

-5° -

+20°

AL-D64045 EUR 334.639 135 27,5 -

2945 42,5 - 50 46,5 -

50

50 -

60

90 -

135°

-5° -

+20°

AL-D64050 EUR 334.639 135 27,5 -

2950 42,5 - 50 46,5 -

50

50 -

60

90 -

135°

-5° -

+20°

Seljandi: Öryggismiðstöð Íslands

Framl.

Vöruheiti

vörunúmer

Verð

m/vsk

Sæti

66

Page 68: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 03

SÍ 12 21 03 03

Sti

lla

nle

gir

arm

ar

lan

gir

(L)

stu

ttir

(S

)

Aft

urf

ella

nle

gir

(

S / L

)

Ly

fta

nle

ga

r fó

tah

vílu

r

rar

fóta

hv

ílu

r

Mjú

k 1

2"

Lo

ftfy

llt

12

"

Mjú

k 8

"/ a

nn

Lo

ftfy

llt

8"/ a

nn

Hæðarstill. ökuhandföng og

armar, bremsur fyrir

aðstoðarmann, veltivörn og

ástig eru innifalin.

Aðrar athugasemdir

Litir Sa

mræ

mis

yfi

rlý

sin

g f

ylg

ir

Sta

ðis

t k

röfu

r s

kv

. ÍS

TE

N

ISO

12

18

3:1

99

9

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

L Já Já Já 12 ½ " 7" Já Höfuðpúði A, B eða C fylgir: Uno

bak- og setpúði með Easy Care

áklæði fylgir. Fótaplötur m/ lás.

Úrval aukahluta í boði.

Aðstoðarmanna bremsur fylgja

með.

x x x

L Já Já Já 12 ½ " 7" Já Sama að ofan x x x

L Já Já Já 12 ½ " 7" Já Sama að ofan x x x

L Já Já Já 12 ½ " 7" Já Sama að ofan x x x

Framhjól

Ætl

ur

til n

ota

í b

íl, s

tað

ist

pró

fun

sk

v IS

O 7

17

6-1

9 (

ve

ef

þa

rf a

uk

ab

ún

)

Fótahvílur Afturhjól

67

Page 69: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 00 Handknúnir hjólastólar - almennir krossramma 122106 00

Fy

rir

rn (

B)

My

nt

ma

rks

þy

ng

d n

ota

nd

a

kg

Þy

ng

d h

jóla

stó

ls k

g

Se

tbre

idd

Se

tdý

pt

(frá

-ti

l)

Se

thæ

ð á

n s

es

su

ð b

ak

s (f

rá-t

il)

Ba

kv

ink

ill s

tilla

nl. G

ráð

ur

(m/v

erk

f.)

Ba

k s

tilla

nle

gt

me

ð r

iflá

s

Ba

kd

úk

ur

lstr

ur

Sti

lla

nle

gir

arm

ar

lan

gir

(L)

stu

ttir

(S

)

Sunrise

Medical

Breezy

Basix2

SUNN074100-

000EXP

EUR 115.000 125 14,9 38 / 40,5 /

43 / 45,5 /

48 / 52

Forst.

std.

43,5

cm

en

hægt

stilla

frá 41

- 46

cm

Forst.

std

47,5

cm en

er

stillanl.

frá

42,5 -

50,5

cm

Forst.

Std.

43,5

cm en

hægt

hæðar

st. frá

41 - 46

cm

Nei Já Já Já

með

verkfæ

rum

Breezy

Basix2

SUNN074100-

000EXP

EUR 138.500 125 14,9 38 / 40,5 /

43 / 45,5 /

48 / 52

Forst.

std.

43,5

cm

en

hægt

stilla

frá 41

- 46

cm

Forst.

std

47,5

cm en

er

stillanl.

frá

42,5 -

50,5

cm

Forst.

Std.

43,5

cm en

hægt

hæðar

st. frá

41 - 46

cm

X: 30

° (7°-

30°)

Já Já Já

með

verkfæ

rum

Excel G-

Evolution

VOM-G-

EVOLUTION

GB

P61.988 135 13,9 45 43 47, 49

og 51

39 Nei Nei Já S

VOM-G-

EVOLUTION50

GB

P61.988 135 13,9 50 43 47, 49

og 52

39 Nei Nei Já S

Sæti

Verð

m/vsk

Seljandi: Öryggismiðstöð Íslands

Vöruheiti

vörunúmer

Armar

Seljandi: Fastus

Framl.

68

Page 70: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 00 A

rma

r í fa

str

i h

æð

la

ng

ir

(L)

stu

ttir

(S

)

Aft

urf

ella

nle

gir

Ly

fta

nle

ga

r fó

tah

vílu

r

tap

lötu

r tv

ísk

ipta

r

tap

lötu

r h

eila

r

Mjú

k 2

4"

Lo

ftfy

llt

24

"

Sti

lla

nle

g lá

rétt

og

/eð

a

lóð

rétt

Mjú

k fr

am

ah

jól (

str

.)

Lo

ftfy

llt

(str

.)

Hæðarstill. ökuhandföng,

veltivörn og ástig eru

innifalin.

Aðrar athugasemdir

Litir Sa

mræ

mis

yfi

rlý

sin

g f

ylg

ir

Sta

ðis

t k

röfu

r s

kv

. ÍS

TE

N

ISO

12

18

3:1

99

9

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

34500 Já Nei Já Nei Já Ál

drifhr.

8" Nei Já Einfaldur góður og sterkur

krossramma hjólastóll. Setdýpt,

sethæð og bakhæð stillanleg.

Gott úrval aukahluta. Litur á

ramma Silfurgrár.

X X

34500 Já Nei Já Nei Já Ál

drifhr.

8" Nei Já Sama og fyrir ofan nema með

bakhalla. Litur á ramma

Silfurgrár.

X X

S Já Nei Já Nei Já Lóðr. Ál Já Nei Léttur, þægilegur og einfaldur

hjólastóll í álramma. Auðveldur

í flutningum. Standard litur:

silfraður.

x x

S Já Nei Já Nei Já Lóðr. Ál Já Nei Léttur, þægilegur og einfaldur

hjólastóll í álramma. Auðveldur

í flutningum. Standard litur:

silfraður.

x x

Fótahvílur

Ætl

ur

til n

ota

í b

íl, s

tað

ist

pró

fun

sk

v IS

O 7

17

6-1

9 (

ve

ef

þa

rf a

uk

ab

ún

)

Dri

fhri

ng

ir t

ilg

r. t

eg

.

Armar Drifhjól Framhjól

69

Page 71: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 01

Handknúnir hjólastólar - stillanlegir krossramma 122106 01Armar

My

nt

ma

rks þ

yn

gd

no

tan

da

kg

Þyn

gd

hjó

lastó

ls kg

Setb

reid

d (

frá-t

il)

Setd

ýp

t (

frá-t

il)

Seth

æð

án

sessu

ð b

ak

s (

frá

-til

)

Ba

kv

inkil

l s

tilla

nl.

°

(m/v

erk

f.)

Ba

k s

tilla

nle

gt

m/

rifl

ás

Ba

kd

úk

ur

lstr

ur

Sti

llan

leg

ir A

rmar

Lan

gir

(L)

/ s

tutt

ir (

S)

Hli

ða

rhlí

far

Sunrise

Medical

Rubix2

SUNN074000-

001

EU

R148.000 125 15,5 38, 40, 43,

45, 48, 52

41, 43,

46, 48,

51

37 - 53 41 - 46 0 - 6° Já Já X (S)

9900

Nei

Rubix2 XL

SUNN074000-

001

EU

R168.000 170 15,5 52, 56, 60 41, 43,

46, 48,

51

37 -

50,5

41-46 0 - 6° Já Já X (S)

9900

Nei

Quickie Life

SUNN072001

EU

R314.800 125 12 36, 38, 40,

42, 44, 46,

48

36, 38,

40, 42,

44, 46,

48

40 - 53 25 -

47,5

9° / -9° Já Já X (S)

16500

Sjá

aukahl

utalista

Quickie Life T

SUNN84600001

Já EU

R341.500 100 10,5 28, 30, 32,

34, 36, 38,

40, 42, 44,

46, 48, 50

32, 34,

36, 38,

40, 42,

44, 46

40 - 53 25 -

47,5

Nei Já Já X (S)

16500

Sjá

aukahl

utalista

Quickie Life T

SUNN84600001

Já EU

R364.500 100 10,5 28, 30, 32,

34, 36, 38,

40, 42, 44,

46, 48, 50

32, 34,

36, 38,

40, 42,

44, 46

40 - 53 25 -

47,5

78° /

102°

Já Já X (S)

16500

Sjá

aukahl

utalista

Quickie Neon2

SUNN05300001I

C

EU

R366.700 125 11 30, 32, 34,

36, 38, 40,

42

34, 36,

38, 40,

42, 44,

46, 48.

50

35 - 57 25 -

47,5

78° /

103°

Já Já X (S)

22000

Sjá

aukahl

utalista

Fy

rir

rnVöruheiti

vörunúmer

Seljandi: Fastus

Framl.

Sæti

Verð

m/vsk

70

Page 72: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 01

Ly

fta

nle

ga

r fó

tah

víl

ur

gt

ta

ka

af/

slá

frá

Tv

ísk

ipta

r fó

tap

lötu

r

He

il f

óta

pla

ta

Vin

kil s

tillan

leg

ar

fóta

plö

tur

Mjú

k

24

"

Lo

ftfy

llt

24

"

Sti

llan

leg

láré

tt o

g/e

ða

lóð

rétt

Mjú

k

(str

.)

Lo

ftfy

llt

(str

.)

Stillanl. armar,

ökuhandföng, hraðlosun

afturhjóla, veltivörn og

ástig eru innifalin.

Aðrar upplýsingar

Litir Sam

ræm

isyfi

rlýsin

g f

ylg

ir

Sta

ðis

t krö

fur

skv. ÍS

TE

N

ISO

12183:1

999

Vo

ttu

n f

rá s

íðasta

tím

ab

ili

21.000 Já Já Sjá

aukah

lutalis

ta

Já Já Já Já Ál 6", 7"

8"

8" Já Einfaldur í stillingum, gott

úrval aukahluta. Hægt að

stilla þyngdarpunkt. Dýptarst

á örmum. Hentar vel fyrir Jay

sessur og bakeiningar. Litur á

ramma: Silfur, blár og rauður

X

21.000 Já Já Sjá

aukah

lutalis

ta

Já Já Já Já Ál 6", 7"

8"

8" Já Sama og fyrir ofan nema er

fyrir þyngri einstaklinga.X

30.000 Já Já Sjá

aukah

lutalis

ta

Já Já Já Já Ál 4", 5",

6" 7"

7", 6" 7.200 Léttur og sterkur. Með

bakvinkil og einfaldur í

stillingum. Hægt að velja á

milli ramma með swing away

fótahvílum sem hægt er að

taka af eða áföstum ramma

þar sem fótbogi er áfastur.

Hægt að stilla þyngdarpunkt

og val um kömbrun. Gott

úrval aukahluta. Hentar vel

fyrir Jay sessur og

bakeiningar. Litur á ramma:

Svartur, platinsilfur, rauður og

blár.

X

38.000 Já Já Sjá

aukah

lutalis

ta

Já Já Já Já Ál 4", 5",

6" 7"

5", 4" 10.500 Léttur og sterkur. Hannaður

fyrir eldri börn og unglinga.

Hægt að velja um ramma

með swing away fótahvílum

sem hægt er að taka af eða

áföstum ramma þar sem

fótbogi er áfastur. Hægt að

stilla þyngdarpunkt og val um

kömbrun. Gott úrval

aukahluta. Hentar vel fyrir Jay

sessur og bakeiningar. Litur á

ramma: Svartur, platinsilfur,

hvítur, rauður og blár.

X X

38.000 Já Já Sjá

aukah

lutalis

ta

Já Já Já Já Ál 4", 5",

6", 7"

5", 4" 10.500 Sama og fyrir ofan nema með

bakvinkil.X X

22.000 Já Já Sjá

aukah

lutalis

ta

Sjá

aukahl

utalist

a

Já Já Já Ál 3", 4",

5", 6",

7"

7" 12.300 Sama og fyrir ofan nema

tekur hámarksþyngd 125 kg

og með bakhalla.

X X

Dri

fhri

ng

ir t

ilg

r. t

eg

.

Ætl

ur

til n

ota

í b

íl, sta

ðis

t

pró

fun

skv IS

O 7

176-1

9 (

verð

ef

þarf

au

kab

ún

)

Drifhjól Framhjólfótahvílur

71

Page 73: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 01

Handknúnir hjólastólar - stillanlegir krossramma 122106 01Armar

My

nt

ma

rks þ

yn

gd

no

tan

da

kg

Þyn

gd

hjó

lastó

ls kg

Setb

reid

d (

frá-t

il)

Setd

ýp

t (

frá-t

il)

Seth

æð

án

sessu

ð b

ak

s (

frá

-til

)

Ba

kv

inkil

l s

tilla

nl.

°

(m/v

erk

f.)

Ba

k s

tilla

nle

gt

m/

rifl

ás

Ba

kd

úk

ur

lstr

ur

Sti

llan

leg

ir A

rmar

Lan

gir

(L)

/ s

tutt

ir (

S)

Hli

ða

rhlí

far

Fy

rir

rnVöruheiti

vörunúmer

Seljandi: Fastus

Framl.

Sæti

Verð

m/vsk

Quickie Neon2

SUNN05300001I

C

EU

R395.700 140 13 44, 46, 48,

50

34, 36,

38, 40,

42, 44,

46, 48.

50

35 - 57 25 -

47,5

78° /

103°

Já Já X (S)

22000

Sjá

aukahl

utalista

Zippie

Youngster 3

SUNN843900001-

000

Já EU

R329.300 85 8,5 22, 24, 26,

28, 30, 32,

34, 36, 38,

40

24, 28,

30, 32,

34, 36,

38, 40,

42, 44

37 - 50 22,5 -

42,5

Nei Já Já X (S)

10500

Sjá

aukahl

utalista

Zippie

Youngster 3

SUNN843900001-

000

Já EU

R350.300 85 8,5 22, 24, 26,

28, 30, 32,

34, 36, 38,

40

24, 28,

30, 32,

34, 36,

38, 40,

42, 44

37 - 50 22,5 -

42,5

87° /

105°

Já Já X (S)

10500

Sjá

aukahl

utalista

Quickie Xenon2

SA

SUNN77800000

EU

R383.700 125 10,3 32, 34, 36,

38, 40, 42,

44, 46, 48,

50

34, 36,

38, 40,

42, 44,

46, 48.

50

43 - 56 25 -

47,5

75° /

103°

Já Já X (S)

19000

Sjá

aukahl

utalista

Quickie Xenon2

SUNN76800000

EU

R376.700 140 8,8 32, 34, 36,

38, 40, 42,

44, 46, 48,

50

34, 36,

38, 40,

42, 44,

46, 48.

50

43 - 55 25 -

47,5

Nei Já Já X (S)

19000

Sjá

aukahl

utalista

Quickie Xenon2

SUNN76800000

EU

R402.700 140 8,8 32, 34, 36,

38, 40, 42,

44, 46, 48,

50

34, 36,

38, 40,

42, 44,

46, 48.

50

43 - 55 25 -

47,5

75° /

103°

Já Já X (S)

19000

Sjá

aukahl

utalista

Seljandi: Fastus

72

Page 74: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 01

Ly

fta

nle

ga

r fó

tah

víl

ur

gt

ta

ka

af/

slá

frá

Tv

ísk

ipta

r fó

tap

lötu

r

He

il f

óta

pla

ta

Vin

kil s

tillan

leg

ar

fóta

plö

tur

Mjú

k

24

"

Lo

ftfy

llt

24

"

Sti

llan

leg

láré

tt o

g/e

ða

lóð

rétt

Mjú

k

(str

.)

Lo

ftfy

llt

(str

.)

Stillanl. armar,

ökuhandföng, hraðlosun

afturhjóla, veltivörn og

ástig eru innifalin.

Aðrar upplýsingar

Litir Sam

ræm

isyfi

rlýsin

g f

ylg

ir

Sta

ðis

t krö

fur

skv. ÍS

TE

N

ISO

12183:1

999

Vo

ttu

n f

rá s

íðasta

tím

ab

ili

Dri

fhri

ng

ir t

ilg

r. t

eg

.

Ætl

ur

til n

ota

í b

íl, sta

ðis

t

pró

fun

skv IS

O 7

176-1

9 (

verð

ef

þarf

au

kab

ún

)

Drifhjól Framhjólfótahvílur

22.000 Já Já Sjá

aukah

lutalis

ta

Sjá

aukahl

utalist

a

Já Já Já Ál 3", 4",

5", 6",

7"

7" 12.300 Sama og fyrir ofan nema

tekur meiri þyngd notanda

eða 140 kg og með

bakhalla.

X X

Sjá

aukah

lutalist

a

Já Já Já Já Já Ál 4", 5",

6"

9.700 Léttasti krossramma

barnastóllinn. Hægt að auka

setbreidd um 2 cm og setdýpt

um 4 cm. Gott úrval

aukahluta til að mæta þörfum

barnsins. Hægt að stilla

þyngdarpunkt og val um

kömbrun. Hentar vel fyrir Jay

sessur og bakeiningar. Litur á

ramma: Svartur, platingrár,

grænn, rauður, blár, gulur og

bleikur.

X

Sjá

aukah

lutalist

a

Já Já Já Já Já Ál 4", 5",

6"

9.700 Sama og fyrir ofan nema með

bakvinkli.X

22.000 Já Já Sjá

aukah

lutalis

ta

Já Já Já Já Ál 3", 4",

5", 6",

7"

7" 12.300 Léttasti krossramma

hjólastólinn. Kemur með

bakvinkil. Gott úrval

aukahluta. Hægt að stilla

þyngdarpunkt og val um

kömbrun. Hentar vel fyrir Jay

sessur og bakeiningar. Litur á

ramma: Svartur, platingrár,

rauður og blár.

X X

Já Já Já Já Já Ál 3", 4",

5", 6",

7"

Nei 12300 Léttasti krossramma

hjólastólinn með föstum

ramma. Án bakvinkils. Gott

úrval aukahluta. Hægt að

stilla þyngdarpunkt og val um

kömbrun. Tekur meiri

hámarksþynd eða 140 kg.

Hentar vel fyrir Jay sessur og

bakeiningar. Litur á ramma:

Svartur, platingrár, rauður og

blár.

X X

Já Já Já Já Já Ál 3", 4",

5", 6",

7"

Nei 12.300 Sama og fyrir ofan fyrir

Xenon2 nema með bakvinkli.X X

73

Page 75: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 01

Handknúnir hjólastólar - stillanlegir krossramma 122106 01Armar

My

nt

ma

rks þ

yn

gd

no

tan

da

kg

Þyn

gd

hjó

lastó

ls kg

Setb

reid

d (

frá-t

il)

Setd

ýp

t (

frá-t

il)

Seth

æð

án

sessu

ð b

ak

s (

frá

-til

)

Ba

kv

inkil

l s

tilla

nl.

°

(m/v

erk

f.)

Ba

k s

tilla

nle

gt

m/

rifl

ás

Ba

kd

úk

ur

lstr

ur

Sti

llan

leg

ir A

rmar

Lan

gir

(L)

/ s

tutt

ir (

S)

Hli

ða

rhlí

far

Fy

rir

rnVöruheiti

vörunúmer

Seljandi: Fastus

Framl.

Sæti

Verð

m/vsk

M6

SUNN759900000

EU

R560.000 295 27 55, 60, 65,

70, 75

45 / 47,5

/ 50 cm

47 eða

50

42,5 -

51

Já X val S

eða L

M6

SUNN759900000

EU

R584.500 295 27 55, 60, 65,

70, 75

45 / 47,5

/ 50 /

52,5 / 55

cm

47 eða

50

42,5 -

51

Já X val S

eða L

Etac Etac Cross 5

131230XX

SEK 378.000 135 14 m

v 35 S

35-37,5-

40-42,5-

45-47,5-

50

S= 36-42

* L=42-

48*

34-51 32-45** -5° -

+20°

x x L/S

Etac Etac Cross 5 XL

131231XX

SEK 455.000 160 14,9

m v

47,5 S

47,5-50-

52,5-55-

57,5-60

S= 36-42

* L=42-

48*

40-51 32-45** -5° -

+20°

x x L/S

OttoBock Motus CV

480F61=00000

EUR 360.000 125 13m.v

35

35,5-38-

40,5-43-

45,5-48

36-38-40-

42-44-46-

48-50-52-

54

42-52 30-50 x x L ME02

Motus CV

480F61=00000

EUR 360.000 140 13,5

m.v.

50

50,5-53-

55,5

44-46-48-

50-52-54

42-52 30-50 x x L ME02

Motus CS

480F61=00000

EUR 360.000 125 12

m.v.

35

35,5-38-

40,5-43-

45,5-48

36-38-40-

42-44-46-

48-50-52-

54

42-52 30-50 x x L ME02

Seljandi:Stoð

Seljandi: Fastus

74

Page 76: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 01

Ly

fta

nle

ga

r fó

tah

víl

ur

gt

ta

ka

af/

slá

frá

Tv

ísk

ipta

r fó

tap

lötu

r

He

il f

óta

pla

ta

Vin

kil s

tillan

leg

ar

fóta

plö

tur

Mjú

k

24

"

Lo

ftfy

llt

24

"

Sti

llan

leg

láré

tt o

g/e

ða

lóð

rétt

Mjú

k

(str

.)

Lo

ftfy

llt

(str

.)

Stillanl. armar,

ökuhandföng, hraðlosun

afturhjóla, veltivörn og

ástig eru innifalin.

Aðrar upplýsingar

Litir Sam

ræm

isyfi

rlýsin

g f

ylg

ir

Sta

ðis

t krö

fur

skv. ÍS

TE

N

ISO

12183:1

999

Vo

ttu

n f

rá s

íðasta

tím

ab

ili

Dri

fhri

ng

ir t

ilg

r. t

eg

.

Ætl

ur

til n

ota

í b

íl, sta

ðis

t

pró

fun

skv IS

O 7

176-1

9 (

verð

ef

þarf

au

kab

ún

)

Drifhjól Framhjólfótahvílur

Já Já Já Já Já Ál 5", 8" 8" Sérstaklega hannaður fyrir

þyngri einstaklinga.

Uppfellanlegir armar +

hæðarstillanlegir. Litur á

ramma: Svartur og rauður.

X

Já Já Já Já Já Ál 5", 8" 8" Sama og fyrir ofan nema að

hér er hægt að fá meiri

setdýpt.

X

25567

26.700

stk

x x 25937

18500

stk

x x x Ál 6,5 " x Etac Cross 5 er sterkur og

stöðugur stóll sem hefur mikla

stillimöguleika og mjög

fjölbreytt úrval aukahluta svo

einfalt er að aðlaga stólinn að

þörfum notandans. 3A bakið

gefur möguleika á hæðar,

halla og mjóbaksstillingu auk

þess að dýpka setdýptina um

7 cm.* Einnig er hægt að fá

hátt bak, 38-51 cm** og

bremsu fyrir aðstoðar-mann

sem aukahlut. Litur: svartur

og perlugrár.

x

25567

26.700

stk

x x 25937

18500

stk

x x x Ál 6,5" x Sama lýsing og að ofan nema

hámarksþyngd notanda 160

kg og aukin setbreidd.

Þverslá að aftan, styrktur

kross og framgafflar.

x

MB25

52.400

x x x x x Ál 6" MZ70

100.400

Léttur krossramma stóll með

góða keyrslueiginleika og létt

yfirbragð. Swing away

tvískiptar fótahvílur. Góðir

stillimöguleikar. Áklæði í

svart/grænt. Litur

Silvermetallic eða grár

metallic.

x

MB25

52.400

x x x x x Ál 6" MZ70

100.400

Sama lýsing og að ofan nema

styrktur kross og aukin

burðargeta.

x

x x x x Ál 6" MZ71

62.500

Léttur krossramma stóll með

góða keyrslueiginleika og létt

yfirbragð. Fastar fóthvílur

með heilli upplyftanlegri

fótaplötu. Góðir

stillimöguleikar. Áklæði í

svart/grænt. Litur

Silvermetallic eða grár

metallic.

x

75

Page 77: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 01

Handknúnir hjólastólar - stillanlegir krossramma 122106 01Armar

My

nt

ma

rks þ

yn

gd

no

tan

da

kg

Þyn

gd

hjó

lastó

ls kg

Setb

reid

d (

frá-t

il)

Setd

ýp

t (

frá-t

il)

Seth

æð

án

sessu

ð b

ak

s (

frá

-til

)

Ba

kv

inkil

l s

tilla

nl.

°

(m/v

erk

f.)

Ba

k s

tilla

nle

gt

m/

rifl

ás

Ba

kd

úk

ur

lstr

ur

Sti

llan

leg

ir A

rmar

Lan

gir

(L)

/ s

tutt

ir (

S)

Hli

ða

rhlí

far

Fy

rir

rnVöruheiti

vörunúmer

Seljandi: Fastus

Framl.

Sæti

Verð

m/vsk

Motus CS

480F61=00000

EUR 360.000 140 12,3

m.v.

50

50,5-53-

55,5

44-46-48-

50-52-54

42-52 30-50 x x L ME02

Start M6 Junior

48F53=60000

x EUR 232.000 90 13,5

m.v.

28

28-30,5-

33-35,5-

38

31-34-37 39,5-

52

30-

37,5

x x L/S

Van OS

Medical

Excel G

Modular: VOM-

GM35

GB

P98.813 130 12,9 -

14,935 40 - 52,5

cm

43 -

51.5

cm

42,5 -

47,5

cm

85°-

105°

Já Já L Já /

Hæð:

23-25

cm

Excel G

Modular: VOM-

GM40

GB

P98.813 130 12,9 -

14,940 40 - 52,5

cm

43 -

51.5

cm

42,5 -

47,5

cm

85°-

105°

Já Já L Já /

Hæð:

23-25

cm

Excel G

Modular: VOM-

GM45

GB

P98.813 130 12,9 -

14,945 40 - 52,5

cm

43 -

51.5

cm

42,5 -

47,5

cm

85°-

105°

Já Já L Já /

Hæð:

23-25

cm

Excel G

Modular: VOM-

GM50

GB

P98.813 150 12,9 -

14,950 40 - 52,5

cm

43 -

51.5

cm

42,5 -

47,5

cm

85°-

105°

Já Já L Já /

Hæð:

23-25

cm

Seljandi: Öryggismiðstöð Íslands

Seljandi:Stoð

76

Page 78: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 01

Ly

fta

nle

ga

r fó

tah

víl

ur

gt

ta

ka

af/

slá

frá

Tv

ísk

ipta

r fó

tap

lötu

r

He

il f

óta

pla

ta

Vin

kil s

tillan

leg

ar

fóta

plö

tur

Mjú

k

24

"

Lo

ftfy

llt

24

"

Sti

llan

leg

láré

tt o

g/e

ða

lóð

rétt

Mjú

k

(str

.)

Lo

ftfy

llt

(str

.)

Stillanl. armar,

ökuhandföng, hraðlosun

afturhjóla, veltivörn og

ástig eru innifalin.

Aðrar upplýsingar

Litir Sam

ræm

isyfi

rlýsin

g f

ylg

ir

Sta

ðis

t krö

fur

skv. ÍS

TE

N

ISO

12183:1

999

Vo

ttu

n f

rá s

íðasta

tím

ab

ili

Dri

fhri

ng

ir t

ilg

r. t

eg

.

Ætl

ur

til n

ota

í b

íl, sta

ðis

t

pró

fun

skv IS

O 7

176-1

9 (

verð

ef

þarf

au

kab

ún

)

Drifhjól Framhjólfótahvílur

x x x x Ál 6" MZ71

62.500

Sama lýsing og að ofan nema

styrktur kross og aukin

burðargeta.

x

MB26

26.800

stk

x x MB20

45700X X

20"

22"

X Ál 5" 6" MZ70

80.800

Krossramma barnastóll sem

auðvelt er að leggja saman

og setja í bíl. Fjarlægjanlegar

fótahvílur. Stillanleg setdýpt

og bakhæð. Hægt að fá

bremsur fyrir aðstoðarmann

kr. 69.000. Litur: Gulur eða

rauður.

x

Já Já Já Nei Já Mjúk

24"

Nei Já Ál Mjúk 8" Nei Já Hæðarstillanlegar fótahvílur; .

Hælband og stafahaldari

fylgir. Armar dýptar- og

hæðarstillanlegir.Einföld

sessa fylgir. Allir

stillimögulegar sérmerktir.

Standard Litur: Silfraður.

x x

Já Já Já Já Mjúk

24"

Já Ál Mjúk 8" Já Sama að ofan x x

Já Já Já Já Mjúk

24"

Já Ál Mjúk 8" Já Sama að ofan x x

Já Já Já Já Mjúk

24"

Já Ál Mjúk 8" Já Sama að ofan x x

77

Page 79: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 02

Handknúnir hjólastólar - stillanlegir fastramma 122106 02

Fyri

r b

örn

My

nt

ma

rks

þyn

gd

no

tan

da

kg

Þy

ng

d h

jóla

stó

ls

kg

Se

tbre

idd

Se

tdý

pt

(frá

-til

)

Se

thæ

ð á

n s

es

su

(fr

á-t

il)

ð b

ak

s

(frá

-til

)

Ba

kv

inkil

l s

till

an

l.°

(m/v

erk

f.)

Ba

k s

till

an

leg

t m

rif

lás

Sti

lla

nle

gir

arm

ar

Lan

gir

(L)

/ s

tutt

ir (

S)

Hli

ðarh

lífa

r

Panthera Micro stuttur

BARNA PAN-

3560024

x SEK 322.917 30 3,5 24 15-20 31 22 nei x x

Panthera Micro langur

BARNA PAN-

3560124

x SEK 322.917 30 3,8 24 15-20 31 22 nei x x

Panthera Micro stuttur

BARNA PAN-

3560027

x SEK 322.917 30 3,6 27 20-25 31 22 nei x x

Panthera Micro langur

BARNA PAN-

3560127

x SEK 322.917 30 3,8 27 20-25 31 22 nei x x

Panthera Bambino

BARNA PAN-

356BB00G

x SEK 347.485 60 8,2

8,4

8,6

8,8

24

27

30

33

20-27,5

23-30

23-30

23-30

41

frama

n 39

aftan

Val um

17-25

eða 27-

35

12

fram

7,7

aftur

x x

Panthera Bambino

BARNA ABD

PAN-

356BB00G

x SEK 369.192 60 8,12

8,35

8,58

8,8

24

27

30

33

20-27,5

23-30

23-30

23-30

41

frama

n 39

aftan

Val um

17-25

eða 27-

35

12

fram

7,7

aftur

x x

Framleið.

Sæti

Verð

m/vsk

Vöruheiti

vörunúmer

Armar

Seljandi: Eirberg

78

Page 80: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 02 H

æg

t a

ð t

aka

af/

slá

frá

Tvís

kip

tar

fóta

plö

tur

He

il f

óta

pla

ta

Mjú

k

24"

Lo

ftfy

llt

24"

Sti

lla

nle

g l

áré

tt o

g/e

ða

lóð

rétt

Mjú

k

(str

.)

Lo

ftfy

llt

(str

.)

Hraðlosun afturhjóla,

hliðarhlífar eða still. armar,

veltivörn og ástig eru

innifalin.

Aðrar upplýsingar

Litir Sam

ræm

isyfi

rlýsin

g f

ylg

ir

Sta

ðis

t krö

fur

skv.

ÍST

EN

ISO

12183:1

999

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

x x

20"

nei nei 3"

hart

355.779 Léttur stóll fyrir börn 1-5 ára.

Innistóll með 20" drifhjólum, einu

framhjóli og án drifhringja. Án

bremsu með aðlöguðum plast

hliðarhlífum og ökuhandfangi

öðrum megin (ekki

hæðarstillanlegt). Sætisvinkill 0°.

Kömbrun afturhjóla 10°. Ekki

ástig.

x

x x

20"

nei nei 3"

hart

355.779 Léttur stóll fyrir börn 1-5 ára.

Innistóll með 20" drifhjólum, einu

framhjóli og án drifhringja. Án

bremsu með aðlöguðum plast

hliðarhlífum og ökuhandfangi

öðrum megin (ekki

hæðarstillanlegt). Sætisvinkill 0°.

Kömbrun afturhjóla 10°. Ekki

ástig.

x

x x

20"

nei nei 3"

hart

355.779 Léttur stóll fyrir börn 1-5 ára.

Innistóll með 20" drifhjólum, einu

framhjóli og án drifhringja. Án

bremsu með aðlöguðum plast

hliðarhlífum og ökuhandfangi

öðrum megin (ekki

hæðarstillanlegt). Sætisvinkill 0°.

Kömbrun afturhjóla 10°. Ekki

ástig.

x

x x

20"

nei nei 3"

hart

355.779 Léttur stóll fyrir börn 1-5 ára.

Innistóll með 20" drifhjólum, einu

framhjóli og án drifhringja. Án

bremsu með aðlöguðum plast

hliðarhlífum og ökuhandfangi

öðrum megin (ekki

hæðarstillanlegt). Sætisvinkill 0°.

Kömbrun afturhjóla 10°. Ekki

ástig.

x

x x

22"

lárétt titan 5" 362.886 x Léttur stóll fyrir börn 4-12 ára.

Kömbrun 6°. Sethalli 4°.

Hliðarhlífar með boga. Bremsur

báðum megin. Ekki ástig. Val um

rauðan eða svartan lit nema í

setbreidd 24 cm þá eingöngu

rauður. Úrval aukahluta fáanlegt -

sjá aukahlutalista.

x

x x

22"

lárétt titan 5" 383.583 x Léttur stóll fyrir börn 4-12 ára.

ABD fótplata 6 cm breiðari.

Kömbrun 6°. Sethalli 4°.

Hliðarhlífar með boga. Bremsur

báðum megin. Ekki ástig. Val um

rauðan eða svartan lit nema í

setbreidd 24 cm þá eingöngu

rauður. Úrval aukahluta fáanlegt -

sjá aukahlutalista.

x

Dri

fhri

ng

ir

til

gr.

te

g.

Ætl

ur

til

no

ta í

bíl

, sta

ðis

t

pró

fun

skv I

SO

7176-1

9 (

verð

ef

þa

rf a

uk

ab

ún

)

Ve

rð s

tóls

me

ð h

æð

ars

till

.

öku

han

dfa

ng

i

Drifhjól FramhjólFótahvílur

79

Page 81: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 02

Handknúnir hjólastólar - stillanlegir fastramma 122106 02

Fyri

r b

örn

My

nt

ma

rks

þyn

gd

no

tan

da

kg

Þy

ng

d h

jóla

stó

ls

kg

Se

tbre

idd

Se

tdý

pt

(frá

-til

)

Se

thæ

ð á

n s

es

su

(fr

á-t

il)

ð b

ak

s

(frá

-til

)

Ba

kv

inkil

l s

till

an

l.°

(m/v

erk

f.)

Ba

k s

till

an

leg

t m

rif

lás

Sti

lla

nle

gir

arm

ar

Lan

gir

(L)

/ s

tutt

ir (

S)

Hli

ðarh

lífa

r

Framleið.

Sæti

Verð

m/vsk

Vöruheiti

vörunúmer

Armar

Seljandi: Eirberg

Panthera S3 SHORT

BARNA PAN-

549BB00B

x SEK 353.235 100

100

9,4

9,5

30

33

27-33

27-33 47

frama

n 43

aftan

20-45 17,3

fram

5

aftur

x x

Panthera S3 SHORT

BARNA PAN-

549BB00F

x SEK 344.378 100

100

8,8

8,9

30

33

27-33

27-3347

frama

n 43

aftan

20-45 17,3

fram

5

aftur

x x

Panthera S3 SHORT

LOW BARNA

PAN-

552BBBLG

x SEK 344.378 100

100

8,7

8,8

30

33

27-33

27-3344,5

frama

n 40,5

aftan

20-45 17,3

fram

5

aftur

x x

Panthera S3 BARNA

PAN-

5483300G

x SEK 344.378 100 8,9 33 40 47

frama

n 43

aftan

20-45 17,3

fram

5

aftur

x x

Panthera S3 SWING

SHORT

BARNA PAN-

5333300BLG

x SEK 381.028 100 9,3 33 35 45

frama

n 43

aftan

20-45 8,5

fram

an 7

aftan

x x

Seljandi: Eirberg

80

Page 82: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 02 H

æg

t a

ð t

aka

af/

slá

frá

Tvís

kip

tar

fóta

plö

tur

He

il f

óta

pla

ta

Mjú

k

24"

Lo

ftfy

llt

24"

Sti

lla

nle

g l

áré

tt o

g/e

ða

lóð

rétt

Mjú

k

(str

.)

Lo

ftfy

llt

(str

.)

Hraðlosun afturhjóla,

hliðarhlífar eða still. armar,

veltivörn og ástig eru

innifalin.

Aðrar upplýsingar

Litir Sam

ræm

isyfi

rlýsin

g f

ylg

ir

Sta

ðis

t krö

fur

skv.

ÍST

EN

ISO

12183:1

999

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

Dri

fhri

ng

ir

til

gr.

te

g.

Ætl

ur

til

no

ta í

bíl

, sta

ðis

t

pró

fun

skv I

SO

7176-1

9 (

verð

ef

þa

rf a

uk

ab

ún

)

Ve

rð s

tóls

me

ð h

æð

ars

till

.

öku

han

dfa

ng

i

Drifhjól FramhjólFótahvílur

nei x

Bamb

ino

fótsk

úffa

x

22"

lárétt titan 5" 379.189 x Léttur stóll fyrir börn 4-12 ára.

Kömbrun 2,2 °. Sethalli 7°.

Hliðarhlífar sveigjanlegt plast,

afturhjól með titan drifhringjum og

háþrýsti dekkjum. Bremsur báðum

megin. Ekki ástig. Þyngd miðast

við bakhæð 30 cm. Litir: svartur

eða grár. Úrval aukahluta - sjá

aukahlutalista.

x x

nei x titan

fótbo

gi

x lárétt titan 5" 370.333 x Léttur stóll fyrir börn. Kömbrun

2,2°. Sethalli 7°. Hliðarhlífar

sveigjanlegt plast, titanfótbogi

afturhjól með titan drifhringjum og

háþrýsti dekkjum. Bremsur báðum

megin. Ekki ástig. Þyngd miðast

við bakhæð 30 cm. Litir: svartur

eða grár. Úrval aukahluta - sjá

aukahlutalista.

x x

nei x

titan

fótbo

gi

x lárétt titan 5" 370.333 x Léttur stóll fyrir börn. Kömbrun 2,2

°. Sethalli 7°. Hliðarhlífar,

sveigjanlegt plast, titan fótbogi,

drifhjól með titan drifhringjum,

háþrýstidekk. Bremsur báðum

megin. Ekki ástig. Þyngd miðast

við bakhæð 30 cm. Litur: svartur.

Úrval aukahluta - sjá

aukahlutalista.

x x

nei x

titan

fótbo

gi

x lárétt titan 5" 370.333 x Léttur stóll fyrir börn 4-12 ára

Kömbrun 2,2°. Sethalli 7°.

Hliðarhlífar sveigjanlegt plast,

afturhjól með titan drifhringjum og

háþrýstidekkjum. Bremsur báðum

megin. Ekki ástig. Þyngd miðast

við bakhæð 30 cm. Litir: svartur

eða grár. Úrval aukahluta - sjá

aukahlutalista.

x x

x x x lárétt titan 5" 406.982 x Léttur stóll fyrir börn. Kömbrun 2,2

° . Sethalli 4°. Hliðarhlífar

sveigjanlegt plast, afturhjól með

titan drifhringjum og háþrýsti-

dekkjum. Bremsur báðum megin.

Ekki ástig. Þyngd miðast við

bakhæð 30 cm. Litur: svartur.

Úrval aukahluta - sjá

aukahlutalista.

x x

81

Page 83: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 02

Handknúnir hjólastólar - stillanlegir fastramma 122106 02

Fyri

r b

örn

My

nt

ma

rks

þyn

gd

no

tan

da

kg

Þy

ng

d h

jóla

stó

ls

kg

Se

tbre

idd

Se

tdý

pt

(frá

-til

)

Se

thæ

ð á

n s

es

su

(fr

á-t

il)

ð b

ak

s

(frá

-til

)

Ba

kv

inkil

l s

till

an

l.°

(m/v

erk

f.)

Ba

k s

till

an

leg

t m

rif

lás

Sti

lla

nle

gir

arm

ar

Lan

gir

(L)

/ s

tutt

ir (

S)

Hli

ðarh

lífa

r

Framleið.

Sæti

Verð

m/vsk

Vöruheiti

vörunúmer

Armar

Seljandi: Eirberg

Panthera U3 BARNA

PAN-

5513300BLG

x SEK 344.378 100 8,7 33 35-46 47

frama

n 43

aftan

20-45 17,3

fram

5

aftur

x x

Panthera U3 LIGHT

BARNA PAN-

5573300BLG

x SEK 459.110 100 5,9 33 35-46 47

frama

n 43

aftan

25-35 11,5

fram

4,5

aftur

x x

Panthera S3 SHORT

PAN-

549BB00G

SEK 344.378 100

100

100

150

8,9

9,0

9,1

9,3

36

39

42

45

35

35

35

35

35

47

frama

n 43

aftan

20-45 17,3

fram

5

aftur

x x

Panthera S3 SHORT

LOW PAN-

552BB00G

SEK 344.378 100

100

8,8

8,9

36

39

35

3544,5

frama

n 40,5

aftan

20-45 17,3

fram

5

aftur

x x

Panthera S3 PAN-

548BB00G

SEK 344.378 100

100

100

150

150

8,9

9,0

9,1

9,3

9,4

36

39

42

45

50

40

40

40

40

40

47

frama

n 43

aftan

20-45 17,3

fram

5

aftur

x x

Seljandi: Eirberg

82

Page 84: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 02 H

æg

t a

ð t

aka

af/

slá

frá

Tvís

kip

tar

fóta

plö

tur

He

il f

óta

pla

ta

Mjú

k

24"

Lo

ftfy

llt

24"

Sti

lla

nle

g l

áré

tt o

g/e

ða

lóð

rétt

Mjú

k

(str

.)

Lo

ftfy

llt

(str

.)

Hraðlosun afturhjóla,

hliðarhlífar eða still. armar,

veltivörn og ástig eru

innifalin.

Aðrar upplýsingar

Litir Sam

ræm

isyfi

rlýsin

g f

ylg

ir

Sta

ðis

t krö

fur

skv.

ÍST

EN

ISO

12183:1

999

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

Dri

fhri

ng

ir

til

gr.

te

g.

Ætl

ur

til

no

ta í

bíl

, sta

ðis

t

pró

fun

skv I

SO

7176-1

9 (

verð

ef

þa

rf a

uk

ab

ún

)

Ve

rð s

tóls

me

ð h

æð

ars

till

.

öku

han

dfa

ng

i

Drifhjól FramhjólFótahvílur

nei x

titan

fótbo

gi

x lárétt titan 3" 370.333 x Léttur stóll fyrir börn. Kömbrun 2,2

°. Sethalli 7°. Hliðarhlífar

sveigjanlegt plast, titan aðsniðinn

fótbogi, drifhjól með titan

drifhringjum, háþrýstidekk.

Bremsur báðum megin. Ekki

ástig. Þyngd miðast við bakhæð

30 cm. Litur: svartur. Úrval

aukahluta - sjá aukahlutalista.

x x

nei x

ál

fótbo

gi

x lárétt ál 3" Mjög léttur stóll fyrir börn.

Kömbrun 2,2 °. Sethalli 7°.

Hliðarhlífar sveigjanlegt plast,

aðsniðinn fótbogi ál, drifhjól með

ál drifhringjum, háþrýstidekk.

Bremsa báðum megin S3. Ekki

ástig. Án veltivarnar. Taska undir

setu fylgir. Þyngd miðast við

bakhæð 30 cm. Litur: svartur.

Úrval aukahluta - sjá

aukahlutalista.

x x

nei x

titan

fótbo

gi

x lárétt titan 5" 370.333 x

Léttur stóll með 2,2 ° kömbrun.

Sethalli 7°. Hliðarhlífar

sveigjanlegt plast, titan fótbogi,

afturhjól með titan drifhringjum og

háþrýsti dekkjum. Bremsur báðum

megin. Ekki ástig. Þyngd miðast

við bakhæð 30 cm. Litir: svartur

eða grár. Úrval aukahluta - sjá

aukahlutalista.

x x

nei x

titan

fótbo

gi

x lárétt titan 5" 370.333 x Léttur stóll með 2,2 ° kömbrun.

Sethalli 7°. Hliðarhlífar

sveigjanlegt plast, titan fótbogi,

drifhjól með titan drifhringjum,

háþrýstidekk. Bremsur báðum

megin. Ekki ástig. Þyngd miðast

við bakhæð 30 cm. Litur: svartur.

Úrval aukahluta - sjá

aukahlutalista.

x x

nei x

titan

fótbo

gi

x lárétt titan 5" 370.333 x Léttur stóll með 2,2 ° kömbrun.

Sethalli 7°. Hliðarhlífar

sveigjanlegt plast, titan fótbogi,

afturhjól með titan drifhringjum og

háþrýsti dekkjum. Bremsur báðum

megin. Ekki ástig. Þyngd miðast

við bakhæð 30 cm. Litir: svartur

eða grár. Úrval aukahluta - sjá

aukahlutalista.

x x

83

Page 85: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 02

Handknúnir hjólastólar - stillanlegir fastramma 122106 02

Fyri

r b

örn

My

nt

ma

rks

þyn

gd

no

tan

da

kg

Þy

ng

d h

jóla

stó

ls

kg

Se

tbre

idd

Se

tdý

pt

(frá

-til

)

Se

thæ

ð á

n s

es

su

(fr

á-t

il)

ð b

ak

s

(frá

-til

)

Ba

kv

inkil

l s

till

an

l.°

(m/v

erk

f.)

Ba

k s

till

an

leg

t m

rif

lás

Sti

lla

nle

gir

arm

ar

Lan

gir

(L)

/ s

tutt

ir (

S)

Hli

ðarh

lífa

r

Framleið.

Sæti

Verð

m/vsk

Vöruheiti

vörunúmer

Armar

Seljandi: Eirberg

Panthera S3 LARGE

PAN-

554BB00G

SEK 364.652 150

150

150

150

9,4

9,5

9,7

9,9

39

42

45

50

45

45

45

45

49,5

frama

n 45,5

aftan

20-45 17,3

fram

5

aftur

x x

Panthera S3 SWING

SHORT PAN-

533BB00BLG

SEK 381.028 100

100

100

9,4

9,5

9,6

36

39

42

35

35

35

45

frama

n 43

aftan

20-45 8,5

fram

an 7

aftur

x x

Panthera S3 SWING

PAN-

547BB00BLG

SEK 381.028 100

100

100

150

150

9,5

9,6

9,7

9,8

10,1

36

39

42

45

50

40

40

40

40

40

45

frama

n 43

aftan

20-45 8,5

fram

7

aftur

x x

Panthera U3 PAN-

551BB00BLG

SEK 344.378 100

100

100

150

8,8

8,9

9,0

9,2

36

39

42

45

35-46

35-46

35-46

35-46

47

frama

n 43

aftan

20-45 17,3

fram

5

aftur

x x

Panthera U3 LIGHT

PAN-

557BB00BLG

SEK 459.110 100

100

100

100

5,9

6

6,1

6,2

36

39

42

45

35-46

35-46

35-46

35-46

47

frama

n 43

aftan

20-35 11,5

fram

4,5

aftur

x x

Seljandi: Eirberg

84

Page 86: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 02 H

æg

t a

ð t

aka

af/

slá

frá

Tvís

kip

tar

fóta

plö

tur

He

il f

óta

pla

ta

Mjú

k

24"

Lo

ftfy

llt

24"

Sti

lla

nle

g l

áré

tt o

g/e

ða

lóð

rétt

Mjú

k

(str

.)

Lo

ftfy

llt

(str

.)

Hraðlosun afturhjóla,

hliðarhlífar eða still. armar,

veltivörn og ástig eru

innifalin.

Aðrar upplýsingar

Litir Sam

ræm

isyfi

rlýsin

g f

ylg

ir

Sta

ðis

t krö

fur

skv.

ÍST

EN

ISO

12183:1

999

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

Dri

fhri

ng

ir

til

gr.

te

g.

Ætl

ur

til

no

ta í

bíl

, sta

ðis

t

pró

fun

skv I

SO

7176-1

9 (

verð

ef

þa

rf a

uk

ab

ún

)

Ve

rð s

tóls

me

ð h

æð

ars

till

.

öku

han

dfa

ng

i

Drifhjól FramhjólFótahvílur

nei x

titan

fótbo

gi

x lárétt titan 5" 390.607 x Léttur stóll með 2,2 ° kömbrun.

Sethalli 7°. Hliðarhlífar

sveigjanlegt plast, titan

sérstyrktur fótbogi, afturhjól með

titan drifhringjum og háþrýsti

dekkjum. Bremsur báðum megin.

Ekki ástig. Þyngd miðast við

bakhæð 30 cm. Litir: svartur.

Úrval aukahluta - sjá

aukahlutalista.

x x

x x x lárétt titan 5" 406.982 x Léttur stóll með 2,2 ° kömbrun.

Sethalli 4°. Hliðarhlífar

sveigjanlegt plast, afturhjól með

titan drifhringjum og háþrýsti

dekkjum. Bremsur báðum megin.

Ekki ástig. Þyngd miðast við

bakhæð 30 cm. Litur: svartur.

Úrval aukahluta - sjá

aukahlutalista.

x x

x x x lárétt titan 5" 406.982 x Léttur stóll með 2,2 ° kömbrun.

Sethalli 4°. Hliðarhlífar

sveigjanlegt plast, afturhjól með

titan drifhringjum og háþrýsti-

dekkjum. Bremsur báðum megin.

Ekki ástig. Þyngd miðast við

bakhæð 30 cm. Litur: svartur.

Úrval aukahluta - sjá

aukahlutalista.

x x

nei x titan

fótbo

gi

x lárétt titan 3" 370.333 x Léttur stóll með 2,2 ° kömbrun.

Sethalli 7°. Hliðarhlífar

sveigjanlegt plast, titan fótbogi,

drifhjól með titan drifhringjum,

háþrýstidekk. Bremsur báðum

megin. Ekki ástig. Þyngd miðast

við bakhæð 30 cm. Litur: svartur.

Úrval aukahluta - sjá

aukahlutalista.

x x

nei x

ál

fótbo

gi

x lárétt ál 3" Mjög léttur stóll með 2,2 °

kömbrun. Sethalli 7°. Hliðarhlífar

sveigjanlegt plast (PAN-4401000),

aðsniðinn ál fótbogi, létt drifhjól

24" Spinergy X (PAN-1100140)

með ál drifhringjum, háþrýstidekk.

Bremsa báðum megin (S3). Ekki

ástig. Án veltivarnar. Taska undir

setu fylgir. Þyngd miðast við

bakhæð 30 cm. Litur: svartur.

Úrval aukahluta - sjá

aukahlutalista.

x x

85

Page 87: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 02

Handknúnir hjólastólar - stillanlegir fastramma 122106 02

Fyri

r b

örn

My

nt

ma

rks

þyn

gd

no

tan

da

kg

Þy

ng

d h

jóla

stó

ls

kg

Se

tbre

idd

Se

tdý

pt

(frá

-til

)

Se

thæ

ð á

n s

es

su

(fr

á-t

il)

ð b

ak

s

(frá

-til

)

Ba

kv

inkil

l s

till

an

l.°

(m/v

erk

f.)

Ba

k s

till

an

leg

t m

rif

lás

Sti

lla

nle

gir

arm

ar

Lan

gir

(L)

/ s

tutt

ir (

S)

Hli

ðarh

lífa

r

Framleið.

Sæti

Verð

m/vsk

Vöruheiti

vörunúmer

Armar

Seljandi: Eirberg

U3 LIGHT

PAN-

557BB00MTB

SEK 379.917 100

100

100

100

36

39

42

45

35-46

35-46

35-46

35-46

47

frama

n 43

aftan

20-35 11,5

fram

4,5

aftur

x x

Zippie Simba

SUNN062000

Já EUR 330.300 65 8 22, 24, 26,

28, 30, 32,

34, 36

24 - 38 36 -

48

20 - 40 20° / -

16° Já X S

9900

Sjá

auka

hlutali

sta

Quickie

Argon2

SUNN6510000

1

EUR 319.700 140 8 30, 32, 34,

36, 38, 40,

42, 44, 46,

48, 50

30 - 50 34 -

52

25 - 45 15° / -

31° Já Sjá

aukahl

utalista

X

1090

0

Quickie

Helium

SUNN066001-

000

EUR 331.700 125 6,4 32, 34, 36,

38, 40, 42,

44, 46

34 - 48 43 -

57

25 - 45 15° / -

31° Já Sjá

aukahl

utalista

X

1090

0

Quickie

Helium

SUNN066001-

000

EUR 372.700 125 6,4 32, 34, 36,

38, 40, 42,

44, 46

34 - 48 43 -

57

Föst:

25 - 45

15° / -

31° Já Sjá

aukahl

utalista

X

1090

0

Seljandi: Fastus ehf

Seljandi: Eirberg

86

Page 88: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 02 H

æg

t a

ð t

aka

af/

slá

frá

Tvís

kip

tar

fóta

plö

tur

He

il f

óta

pla

ta

Mjú

k

24"

Lo

ftfy

llt

24"

Sti

lla

nle

g l

áré

tt o

g/e

ða

lóð

rétt

Mjú

k

(str

.)

Lo

ftfy

llt

(str

.)

Hraðlosun afturhjóla,

hliðarhlífar eða still. armar,

veltivörn og ástig eru

innifalin.

Aðrar upplýsingar

Litir Sam

ræm

isyfi

rlýsin

g f

ylg

ir

Sta

ðis

t krö

fur

skv.

ÍST

EN

ISO

12183:1

999

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

Dri

fhri

ng

ir

til

gr.

te

g.

Ætl

ur

til

no

ta í

bíl

, sta

ðis

t

pró

fun

skv I

SO

7176-1

9 (

verð

ef

þa

rf a

uk

ab

ún

)

Ve

rð s

tóls

me

ð h

æð

ars

till

.

öku

han

dfa

ng

i

Drifhjól FramhjólFótahvílur

nei x

ál

fótbo

gi

x

MTB

lárétt ál 3" Mjög léttur stóll með 2,2 °

kömbrun. Sethalli 7°. Hliðarhlífar

sveigjanlegt plast (PAN-4401000),

aðsniðinn ál fótbogi, MTB 24"

drifhjól (fjallahjól) með titan

drifhringjum. Bremsa báðum

megin (S3). Ekki ástig. Án

veltivarnar. Taska undir setu fylgir.

Þyngd miðast við bakhæð 30 cm.

Litur: svartur. Úrval aukahluta - sjá

aukahlutalista.

x x

Nei Nei Já Já Já Já Já Ál 3",

4",

5", 6"

Nei 405.000 9.700 Léttur fastramma barnahjólastóll.

Hægt að auka setbreidd um 2 cm

og setdýpt um 4 cm - stækkar

með barninu. Gott úrval

aukahluta. Hentar vel með Jay

sessum og bakeiningum. Litur:

Svartur, Platingrár, rauður, blár,

grænn og gulur.

X

Nei Sjá

aukahl

utalista

Já Já Já Já Já Ál 3",

4",

5", 6"

Nei 391.000 6.300 Sterkur, endingargóður og

auðstillanlegur fastramma

hjólastóll sem tekur þyngri

einstaklinga eða max 140 kg.

Gott úrval aukahluta og hentar vel

með Jay sessum og bakeiningum.

Litur: Svartur, Platingrár, rauður

og blár.

X X

Nei Nei Já Já Já Já Já Ál 3",

4",

5", 6"

Nei 403.000 6.300 Einn af léttustu fastramma

hjólastólunum. Miklir

stillimöguleikar og gott úrval

aukahluta. Hentar vel fyrir Jay

sessur og bakeiningar. Litur:

Svartur, hvítur og platingrár.

X X

Nei Nei Já Já Já Já Já Ál 3",

4",

5", 6"

Nei 444.000 6.300 Sama og fyrir ofan fyrir utan Oval

shape bakhvílu - föst bakhæð

og gott grip á þverslá

X

87

Page 89: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 02

Handknúnir hjólastólar - stillanlegir fastramma 122106 02

Fyri

r b

örn

My

nt

ma

rks

þyn

gd

no

tan

da

kg

Þy

ng

d h

jóla

stó

ls

kg

Se

tbre

idd

Se

tdý

pt

(frá

-til

)

Se

thæ

ð á

n s

es

su

(fr

á-t

il)

ð b

ak

s

(frá

-til

)

Ba

kv

inkil

l s

till

an

l.°

(m/v

erk

f.)

Ba

k s

till

an

leg

t m

rif

lás

Sti

lla

nle

gir

arm

ar

Lan

gir

(L)

/ s

tutt

ir (

S)

Hli

ðarh

lífa

r

Framleið.

Sæti

Verð

m/vsk

Vöruheiti

vörunúmer

Armar

Seljandi: Eirberg

Wolturnus Hawk EUR 395.000 120 7 kg

m.v

sb

38-

40

35

37.5

40

42.5

45

47.5

50

35-41

39-45

43-50

frama

n 45

til

54.5

Aftan

39-

47.5

35-40

stillan-

legt

±4° x

56.800

hæðar-

stillan-

legir L

eða S

x

Wolturnus W5 A

Standard

EUR 467.000 140 8,5 36

38

40

42

45

48

39-44 48

frama

n 42

aftan

35-41 ±4° x 57.900

hæðar-

stillan-

legir L

eða S

x

W5 XXL A EUR 569.000 250 12 36-48

auka

kostnað-ur

fyrir

breiðari en

48 cm

49.800

39-44 48

frama

n 42

aftan

35-42 ±4° x 86.000

hæðar-

stillan-

legir L

eða S

x

Wolturnus W5 EUR 455.000 170 6,5 36-48

auka

kostnað-ur

fyrir

breiðari en

48 cm

49.800

samkv.

mælingu

m

samk

v.

mælin

gum

samkv.

mæling

um.

±4°-

12°

x 57.900

hæðar-

stillan-

legir L

eða S

x

Seljandi: Stoð

88

Page 90: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 02 H

æg

t a

ð t

aka

af/

slá

frá

Tvís

kip

tar

fóta

plö

tur

He

il f

óta

pla

ta

Mjú

k

24"

Lo

ftfy

llt

24"

Sti

lla

nle

g l

áré

tt o

g/e

ða

lóð

rétt

Mjú

k

(str

.)

Lo

ftfy

llt

(str

.)

Hraðlosun afturhjóla,

hliðarhlífar eða still. armar,

veltivörn og ástig eru

innifalin.

Aðrar upplýsingar

Litir Sam

ræm

isyfi

rlýsin

g f

ylg

ir

Sta

ðis

t krö

fur

skv.

ÍST

EN

ISO

12183:1

999

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

Dri

fhri

ng

ir

til

gr.

te

g.

Ætl

ur

til

no

ta í

bíl

, sta

ðis

t

pró

fun

skv I

SO

7176-1

9 (

verð

ef

þa

rf a

uk

ab

ún

)

Ve

rð s

tóls

me

ð h

æð

ars

till

.

öku

han

dfa

ng

i

Drifhjól FramhjólFótahvílur

x x lárétt

og lóð-

rétt

x ál 4"

5"

6"

431.900 x

56.500

Léttur fastramma stóll með mikla

stillimöguleika. Hægt að stilla

jafnvægispunkt, sethæð, setdýpt

og bakhæð. Kömbrun 1°eða 3°

Einstök lögun á sæti sem gefur

góða og stöðuga setstöðu og

lágmarkar hættu á þrýstings-

sárum. Niðurfellanlegt

hallastillanlegt bak. Hæðar- og

halla stillanlegar fótahvílur. Án

ástigs. Mikið úrval aukahluta. Litir

á ramma: Svartur, Silfur, Hvítur.

Hægt að velja um 8 liti á

framgöfflum, fótplöturörum,bak og

hliðarhlífafestingum.

x x

x x lárétt x ál 3"

4"

5"

519.900 x

56.500

Sterkbyggður, léttur fastramma

stóll með stiglausri stillingu á

jafnvægispunkti. Kömbrun 3°.

Einstök lögun á sæti sem gefur

góða og stöðuga setstöðu og

lágmarkar hættu á þrýstings-

sárum. Niðurfellanlegt, halla- og

hæðarstillanlegt bak. Hæðar og

hallastillanlegar fótahvílur. Án

ástigs. Mikið úrval aukahluta. Litir:

svartur, silfur, blár, rauður, hvítur,

brúnn, appelsínugulur.

x x

x lárétt x ál 3"

4"

5"

621.900 x

56.500

Léttur fastramma stóll fyrir

notendur í yfirþyngd. Styrktur

rammi sem þolir allt að 250 kg.

Einstök lögun á sæti sem gefur

góða og stöðuga setstöðu og

lágmarkar hættu á

þrýstingssárum. Stiglaus stilling á

jafnvægispunkti. Kömbrun 3°.

Niðurfellanlegt, halla- og

hæðarstillanlegt bak. Mikið úrval

aukahluta. Litir: svartur, silfur,

blár, rauður, hvítur, brúnn,

appelsínugulur.

x x

x x x ál 3"

4"

5"

507.900 x

56.500

Einstaklega léttur og sterkbyggður

stóll sem er sérgerður eftir

stærðarmálum notandans. Þolir

170 kg og er fáanlegur í allt að 70

cm setbreidd. Bak, jafnvægis-

punktur og fótahvílur eru föst svo

rammi stólsins hefur enga

hreyfanlega hluta. Þetta gerir

stólinn mjög sterkan og léttan.

Kömbrun 1°, 3° eða 5°. Án

veltivarnar. Hentar vel fyrir virka

notendur sem hafa reynslu í

notkun hjólastóla.

x x

89

Page 91: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 02

Handknúnir hjólastólar - stillanlegir fastramma 122106 02

Fyri

r b

örn

My

nt

ma

rks

þyn

gd

no

tan

da

kg

Þy

ng

d h

jóla

stó

ls

kg

Se

tbre

idd

Se

tdý

pt

(frá

-til

)

Se

thæ

ð á

n s

es

su

(fr

á-t

il)

ð b

ak

s

(frá

-til

)

Ba

kv

inkil

l s

till

an

l.°

(m/v

erk

f.)

Ba

k s

till

an

leg

t m

rif

lás

Sti

lla

nle

gir

arm

ar

Lan

gir

(L)

/ s

tutt

ir (

S)

Hli

ðarh

lífa

r

Framleið.

Sæti

Verð

m/vsk

Vöruheiti

vörunúmer

Armar

Seljandi: Eirberg

Wolturnus Dalton EUR 465.900 160 10 36

38

40

42

45

48

39-44 48

frama

n 42

aftan

35-41 ±4° x 57.900

hæðar-

stillan-

legir L

eða S

x verð

Wolturnus Tukan A EUR 466.000 120 9 36

38

40

42

45

48

39-45 48

frama

n 42

aftan

32-38 ±4° x 57.900

hæðar-

stillan-

legir L

eða S

x

Ottobock Ventus

480A25=0000

0

EUR 423.800 100

100

100

100

100

140

140

140

11 36

38

40

42

44

46

48

50

38

40

42

44

46

48

50

44-54

frama

n 38-

53

aftan

30-50 +15°

-25°

x x

57633

x

carbon

Voyager Evo

480A76=0000

0

EUR 452.400 100 8,7 28-46 36-52 44-53

frama

n 38-

48

aftan

20-50 +15 x

Hoggi Cleo

327X-00SW

x EUR 396.000 60 10,3 24-26-28-

30-32-34

22-40 29-46 20-35 - 10°

- +

10°

x

Seljandi: Stoð

90

Page 92: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 02 H

æg

t a

ð t

aka

af/

slá

frá

Tvís

kip

tar

fóta

plö

tur

He

il f

óta

pla

ta

Mjú

k

24"

Lo

ftfy

llt

24"

Sti

lla

nle

g l

áré

tt o

g/e

ða

lóð

rétt

Mjú

k

(str

.)

Lo

ftfy

llt

(str

.)

Hraðlosun afturhjóla,

hliðarhlífar eða still. armar,

veltivörn og ástig eru

innifalin.

Aðrar upplýsingar

Litir Sam

ræm

isyfi

rlýsin

g f

ylg

ir

Sta

ðis

t krö

fur

skv.

ÍST

EN

ISO

12183:1

999

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

Dri

fhri

ng

ir

til

gr.

te

g.

Ætl

ur

til

no

ta í

bíl

, sta

ðis

t

pró

fun

skv I

SO

7176-1

9 (

verð

ef

þa

rf a

uk

ab

ún

)

Ve

rð s

tóls

me

ð h

æð

ars

till

.

öku

han

dfa

ng

i

Drifhjól FramhjólFótahvílur

x x x lárétt x ál 5" 519.900 x

56.500

Fastramma stóll með swing away,

fjarlægjanlegar fótahvílur og

tvískiptar upplyftanlegar

fótaplötur. Einstök lögun á sæti

sem gefur góða og stöðuga

setstöðu og lágmarkar hættu á

þrýstingssárum. Kömbrun 3°.

Stiglaus stilling á jafnvægis-

punkti. Niðurfellanlegt, halla- og

hæðarstillanlegt bak. Mikið úrval

aukahluta. Ekki ástig. Einnig

fáanlegur án auka kostnaðar í

extra lágri útgáfu fyrir þá sem

keyra sig með fótum. Litir:

Svartur, Silfur, Blár, Rauður.

x x

x lárétt x ál 3"

4"

5"

519.000 L ramma stóll. Stiglaus stilling á

jafnvægispunkti. Kömbrun 3°.

Niðurfellanlegt, halla- og

hæðarstillanlegt bak. Hæðar og

hallastillanlegar fótahvílur. Án

ástigs og veltivarnar. Mikið úrval

aukahluta. Litir: svartur, silfur,

blár, rauður, hvítur, brúnn,

appelsínugulur.

x x

x x

22"

24"

25"

lárétt

og

lóðrét

t

x ál 3"

4"

5"

5,5"

6"

6" 459.500 Fastramma stóll með L ramma og

mikla stillimöguleika. Hægt að

stilla jafnvægispunkt, sethæð og

bakhalla. Kömbrun 0°,3°, 6° eða

9°. Niðurfellanlegt hallastillanlegt

bak. Carbon hliðarhlífar. Hæðar-

og halla stillanlegar fótahvílur.

Gott úrval aukahluta. Litir: silfur,

svartur,rauður, blár og hvítur.

x x

x x

22"

24"

25"

lárétt x ál 3"

4"

5"

465.000 Fastramma stóll með L ramma.

Hægt að stilla jafnvægispunkt.

Kömbrun 0°, 3° eða 6°. Fast

hæðar og hallastillanlegt bak og

hörð setplata úr áli sem gefur

góða setstöðu. Fastar

hæðarstilanlegar fótahvílur. Án

ástigs. Gott úrval aukahluta. Litur:

svartur.

x x

x x x lár ál 5" x x

29000

Litríkur fastrammastóll sem

stækkar með barninu. Hörð

setplata og föst hörð bakplata.

Fjölbreytt úrval aukahluta s.s

afturhallanlegt bak og höfuðpúði.

Sjá aukahlutalista.

x x

91

Page 93: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 03Handknúnir hjólastólar - hæginda 122106 03

Fy

rir

rn

My

nt

ma

rks

þy

ng

d n

ota

nd

a

kg

Þy

ng

d h

jóla

stó

ls k

g

Se

tbre

idd

(fr

á-t

il)

Se

tdý

pt

(frá

-til)

Se

thæ

ð á

n s

es

su

(fr

á-t

il)

Se

thæ

ð m

/se

ss

u (

frá

-til)

ð b

ak

s (f

rá-t

il)

Sti

lla

nle

gu

r b

ak

ha

lli

Sti

lla

nle

gu

r s

æti

sh

alli

(tilt)

fra

m°/

aft

ur°

Sunrise

Medical

Breezy Relax2

SUNN069000-000

EUR 212.000 145 34 41 (37-

43), 46

(42 - 48),

51 (47 -

53)

42 - 50 Kemur

std

47,5

cm en

still.leg

frá 45 -

50 cm

50 -

55

cm

55 -

60

0° -

35°

0° - 25°

eða -

3° / 22°

Breezy Relax2 XL

SUNN069000-000

EUR 236.500 170 36 53 ( 49 -

53)

42 - 50 Kemur

std

47,5

cm en

still.leg

frá 45 -

50 cm

50 -

55

cm

55 -

60

0° -

35°

0° - 25°

eða -

3° / 22°

R82 Kudu st.1

R82A951X121X1X

Já DKK 412.700 40 19 26 22-32 48 52 37 -

46

30° / -

-3° /

+45°

Kudu st. 2

R82A952X121X1X

Já DKK 412.700 50 21 30 27-37 48 52 40-52 30° / -

-3° /

+45°

Kudu st. 3

R82A953X121X1X

Já DKK 412.700 60 23 34 31-41 48 52 43-58 30° / -

-3° /

+45°

Kudu st. 4

R82A954X121X1X

Já DKK 412.700 60 25 38 35-45 48 52 43-63 30° / -

-3° /

+45°

Framleiðandi

Sæti

Verð

m/vsk

Vöruheiti

vörunúmer

Seljandi: Fastus

92

Page 94: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 03

Armar

Sti

lla

nle

gir

arm

ar

la

ng

ir

(L)

stu

ttir

(S

)

Ly

fta

nle

ga

r fó

tah

vílu

r

rar

fóta

hv

ílu

r

Tv

ísk

ipta

r fó

tap

lötu

r

He

il f

óta

pla

ta

Vin

kil s

tilla

nle

ga

r fó

tap

l.

Mjú

k (2

4"/ a

nn

)

Lo

ftfy

llt

(24

"/ a

nn

)

Sti

lla

nle

g lá

rétt

og

/eð

a

lóð

rétt

Mjú

k (s

tr.)

Lo

ftfy

llt

(str

.)

Bre

ms

ur

fyri

r a

ðs

t.m

an

n

(in

nif

a v

erð

)

Hallanlegt bak /sæti með

tilti, stillanlegir armar og

ökuhandföng. Lyftanlegar

fótahvílur, höfuðst. (tilgr.

teg/nr.) veltivörn og ástig

eru innifalin.

Aðrar upplýsingar

Litir Sa

mræ

mis

yfi

rlý

sin

g f

ylg

ir

Sta

ðis

t k

röfu

r s

kv

. ÍS

TE

N

ISO

12

18

3:1

99

9

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

Já L Já Já Já Já Nei Já Já Ál 6" og

8"

Nei 19.500 Já Sætiseining og bakeining eru

vel mótaðar til að veita góðan

stuðning við setstöðu.

Höfuðstuðningur er skálalaga.

Hliðarhlífar koma með bólstrun.

Fótbogi kemur líka bólstraður.

Hægt er að dýptarstilla

armpúða sem eru bólstraðir.

Gott úrval aukahluta. Hentar

vel fyrir Jay sessur og

bakeiningar. Litur á ramma:

Grábrúnn.

X

Já L Já Sjá

auk

ahl.l

ista

Já Já Já Nei Já Já Ál 6" og

8"

Nei 19.500 Já Sama og fyrir ofan nema fyrir

þyngri einstaklinga.X

Já S Já Sjá

auk

ahl.l

ista

Já Já 16",

20",

22",

24"

16",

20",

22",

24"

Já Já Ál 6", 7" 7" 50.790 12.546 Hentar fyrir börn og unglinga.

Hægt að stilla setdýpt og

bakhæð þegar einstaklingur

stækkar. Gott úrval aukahluta.

Teinahlífar fylgja með. Hægt að

nota önnur setkerfi. Anatomic

höfuðstuðningur fylgir

R82A99XX4XX-83. 6° kömbrun

er alltaf á dekkjum. Litur á stelli:

Hvítur, rauður og platinium

grár.

X X

Já S Já Sjá

auk

ahl.l

ista

Já Já 16",

20",

22",

24"

16",

20",

22",

24"

Já Já Ál 6", 7" 7" 50.790 12.546 Sama og fyrir ofan nema st. 2 X X

Já S Já Sjá

auk

ahl.l

ista

Já Já 16",

20",

22",

24"

16",

20",

22",

24"

Já Já Ál 6", 7" 7" 50.790 12.546 Sama og fyrir ofan nema st. 3 X X

Já S Já Sjá

auk

ahl.l

ista

Já Já 16",

20",

22",

24"

16",

20",

22",

24"

Já Já Ál 6", 7" 7" 50.790 12.546 Sama og fyrir ofan nema st. 4 X X

Ætl

ur

til n

ota

í b

íl, s

tað

ist

pró

fun

sk

v IS

O 7

17

6-1

9 (

ve

ef

þa

rf a

uk

ab

ún

)

Drifhjól FramhjólFótahvílur

Dri

fhri

ng

ir t

ilg

r. t

eg

.

93

Page 95: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 03Handknúnir hjólastólar - hæginda 122106 03

Fy

rir

rn

My

nt

ma

rks

þy

ng

d n

ota

nd

a

kg

Þy

ng

d h

jóla

stó

ls k

g

Se

tbre

idd

(fr

á-t

il)

Se

tdý

pt

(frá

-til)

Se

thæ

ð á

n s

es

su

(fr

á-t

il)

Se

thæ

ð m

/se

ss

u (

frá

-til)

ð b

ak

s (f

rá-t

il)

Sti

lla

nle

gu

r b

ak

ha

lli

Sti

lla

nle

gu

r s

æti

sh

alli

(tilt)

fra

m°/

aft

ur°

Framleiðandi

Sæti

Verð

m/vsk

Vöruheiti

vörunúmer

Seljandi: Fastus

Cougar st. 3

R82A973181X113

12

DKK 507.800 100 27 45 43-53 46-53 51-58 60 35° 37°

Cougar st. 4

R82A974181X113

12

DKK 507.800 120 28 50 49-59 46-53 51-58 60 35° 37°

Etac Etac Prio

134202XX

SEK 530.000 135 33,5 40-45-50-

55

39-51 43,5-

52,5

51,5-

60,5

55-70 0°-

30°

+3° -

20°

Rea Azalea

1539531

NOK 385.000 135 32

m.v.

44

cm

39-44-

49+5

43-50 40-45 52-57 56-79 30° -1°- +20°

Rea Azalea Tall

1539535

NOK 399.000 135 34

m.v.

39

cm

39-44-

49+5

48-55 50 62 56-79 30° -1°- +20°

Rea Azalea Max

1539533

NOK 564.000 180 50,2

m.v.

55

cm

55-61+5 53-60 40-45 52-57 55-80 30° -1°- +20°

Hoggi Swingbo-VTi

3248-10SW

x EUR 456.000 60 24-42 24-26-28-

30-32-34-

36

24-42* 37-47 40-50 33-54

36-55

85°-

105°

75°-

120°

-5°-

+45°

Seljandi: Fastus

Seljandi: Stoð

94

Page 96: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 03

Armar

Sti

lla

nle

gir

arm

ar

la

ng

ir

(L)

stu

ttir

(S

)

Ly

fta

nle

ga

r fó

tah

vílu

r

rar

fóta

hv

ílu

r

Tv

ísk

ipta

r fó

tap

lötu

r

He

il f

óta

pla

ta

Vin

kil s

tilla

nle

ga

r fó

tap

l.

Mjú

k (2

4"/ a

nn

)

Lo

ftfy

llt

(24

"/ a

nn

)

Sti

lla

nle

g lá

rétt

og

/eð

a

lóð

rétt

Mjú

k (s

tr.)

Lo

ftfy

llt

(str

.)

Bre

ms

ur

fyri

r a

ðs

t.m

an

n

(in

nif

a v

erð

)

Hallanlegt bak /sæti með

tilti, stillanlegir armar og

ökuhandföng. Lyftanlegar

fótahvílur, höfuðst. (tilgr.

teg/nr.) veltivörn og ástig

eru innifalin.

Aðrar upplýsingar

Litir Sa

mræ

mis

yfi

rlý

sin

g f

ylg

ir

Sta

ðis

t k

röfu

r s

kv

. ÍS

TE

N

ISO

12

18

3:1

99

9

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

Ætl

ur

til n

ota

í b

íl, s

tað

ist

pró

fun

sk

v IS

O 7

17

6-1

9 (

ve

ef

þa

rf a

uk

ab

ún

)

Drifhjól FramhjólFótahvílur

Dri

fhri

ng

ir t

ilg

r. t

eg

.

Já S Já Sjá

auk

ahl.l

ista

Já Sjá

auka

hl.list

a

Já 20",

22",

24"

20",

22",

24"

Já Já Ál 6", 8" 6", 8" 54.000 21.200 Cougar st. 3 og 4 hentar vel

fyrir unglinga og eldri

einstaklinga. Mjög gott úrval

aukahluta. Hægt að nota önnur

setkerfi. Anatomic

höfuðstuðningur fylgir

R82A99XX4XX-83.

Vinkilstillanlegt bak 35°. Litur á

stelli: Silfur, blár og rauður.

X

Já S Já Sjá

auk

ahl.l

ista

Já Sjá

auka

hl.list

a

Já 20",

22",

24"

20",

22",

24"

Já Já Ál 6", 8" 6", 8" 54.000 21.200 Sama og fyrir ofan - st. 4 X

L x x 2790

5

8.700

x x Lárétt

Lóðrétt Ál 8" 58.400 x Ný útgáfa af Prio

hægindastólnum. Hefur nú

stillanlega bakhæð og

fjölbreyttara úrval aukahluta.

Hægt að auka setbreiddina um

2,5 cm ef bætt er við

breikkunarsetti. Auðveldur í

akstri. Höfuðstuðingur 27719-

60 er innifalinn. Sessa, bak og

höfuðstuðningur með gráu

pluss áklæði en einnig hægt að

fá Dartex áklæði. Bremsa fyrir

aðstoðarmann innfalin. Litur:

svartur.

x x

L x x x 24" bæði Ál 8" 46.400 x Azalea hægindastóll fyrir

fullorðna sem hefur mikla

stillimöguleika svo auðvelt er

að aðlaga hann að

einstaklingnum. Flex 3 bakið

er hægt að stilla bæði í hæð og

breidd. Stillanleg setdýpt og

setbreidd. Svart pluss áklæði.

Fjölbreytt úrval af höfuðpúðum

og bökum. Litur: Silfur.

x

L x x x 24" bæði Ál 8" 46.400 x Sama lýsing og að ofan nema

meiri sethæð og bakhæð.x

L x x x 24" bæði Ál 8" 46.400 x Sama lýsing og að ofan nema

með meiri burðargetu og aukna

setbreidd og dýpt.

x

L/S x x x 20"

22"

24"

20"

22"

24"

bæði Ál 4" 5"

5,5 "

39.300 31.000 Skemtilegur barnastóll sem

stækkar með barninu.

*Setdýptin er stillanleg um 8 cm

innan hverrar setbreiddar. Tilt

in space. Hægt að fá skerm

með regnhlíf.

x x

95

Page 97: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 03Handknúnir hjólastólar - hæginda 122106 03

Fy

rir

rn

My

nt

ma

rks

þy

ng

d n

ota

nd

a

kg

Þy

ng

d h

jóla

stó

ls k

g

Se

tbre

idd

(fr

á-t

il)

Se

tdý

pt

(frá

-til)

Se

thæ

ð á

n s

es

su

(fr

á-t

il)

Se

thæ

ð m

/se

ss

u (

frá

-til)

ð b

ak

s (f

rá-t

il)

Sti

lla

nle

gu

r b

ak

ha

lli

Sti

lla

nle

gu

r s

æti

sh

alli

(tilt)

fra

m°/

aft

ur°

Framleiðandi

Sæti

Verð

m/vsk

Vöruheiti

vörunúmer

Seljandi: Fastus

Alu-Rehab

Netti III

Comfort

AL-D20035 EUR 501.521 145 29,7 -

32,8

35 40 - 50 cm 43,5 -

50 cm

46 -

49

cm

50 -

60 cm

86°-

133°

-9° -

+16°

AL-D20038 EUR 501.521 145 29,7 -

32,8

38 40 - 50 cm 43,5 -

50 cm

46 -

49

cm

50 -

60 cm

86°-

133°

-9° -

+16°

AL-D20040 EUR 501.521 145 29,7 -

32,8

40 40 - 50 cm 43,5 -

50 cm

46 -

49

cm

50 -

60 cm

86°-

133°

-9° -

+16°

AL-D20043 EUR 501.521 145 29,7 -

32,8

43 40 - 50 cm 43,5 -

50 cm

46 -

49

cm

50 -

60 cm

86°-

133°

-9° -

+16°

AL-D20045 EUR 501.521 145 29,7 -

32,8

45 40 - 50 cm 43,5 -

50 cm

46 -

49

cm

50 -

60 cm

86°-

133°

-9° -

+16°

AL-D20050 EUR 501.521 145 29,7 -

32,8

50 40 - 50 cm 43,5 -

50 cm

46 -

49

cm

50 -

60 cm

86°-

133°

-9° -

+16°

Netti 4U CED

Comfort

AL-D65035 EUR 393.775 160 30 35 42,5 - 50

cm

46,5 -

50 cm

50 -

60 cm

90°-

135°

-5° -

+20°

AL-D65040 EUR 393.775 160 30 40 42,5 - 50

cm

46,5 -

50 cm

50 -

60 cm

90°-

135°

-5° -

+20°

AL-D65043 EUR 393.775 160 30 43 42,5 - 50

cm

46,5 -

50 cm

50 -

60 cm

90°-

135°

-5° -

+20°

AL-D65045 EUR 393.775 160 30 45 42,5 - 50

cm

46,5 -

50 cm

50 -

60 cm

90°-

135°

-5° -

+20°

AL-D65050 EUR 393.775 160 30 50 42,5 - 50

cm

46,5 -

50 cm

50 -

60 cm

90°-

135°

-5° -

+20°

Netti 4U

Comfort CE

Plus

AL-D64035 EUR 297.813 135 27,5-

29

35 42,5 - 50

cm

46,5 -

50 cm

50 -

60 cm

90°-

135°

-5° -

+20°

AL-D64040 EUR 297.813 135 27,5-

29

40 42,5 - 50

cm

46,5 -

50 cm

50 -

60 cm

90°-

135°

-5° -

+20°

AL-D64045 EUR 297.813 135 27,5-

29

45 42,5 - 50

cm

46,5 -

50 cm

50 -

60 cm

90°-

135°

-5° -

+20°

Seljandi: Öryggismiðstöð Íslands

96

Page 98: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 03

Armar

Sti

lla

nle

gir

arm

ar

la

ng

ir

(L)

stu

ttir

(S

)

Ly

fta

nle

ga

r fó

tah

vílu

r

rar

fóta

hv

ílu

r

Tv

ísk

ipta

r fó

tap

lötu

r

He

il f

óta

pla

ta

Vin

kil s

tilla

nle

ga

r fó

tap

l.

Mjú

k (2

4"/ a

nn

)

Lo

ftfy

llt

(24

"/ a

nn

)

Sti

lla

nle

g lá

rétt

og

/eð

a

lóð

rétt

Mjú

k (s

tr.)

Lo

ftfy

llt

(str

.)

Bre

ms

ur

fyri

r a

ðs

t.m

an

n

(in

nif

a v

erð

)

Hallanlegt bak /sæti með

tilti, stillanlegir armar og

ökuhandföng. Lyftanlegar

fótahvílur, höfuðst. (tilgr.

teg/nr.) veltivörn og ástig

eru innifalin.

Aðrar upplýsingar

Litir Sa

mræ

mis

yfi

rlý

sin

g f

ylg

ir

Sta

ðis

t k

röfu

r s

kv

. ÍS

TE

N

ISO

12

18

3:1

99

9

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

Ætl

ur

til n

ota

í b

íl, s

tað

ist

pró

fun

sk

v IS

O 7

17

6-1

9 (

ve

ef

þa

rf a

uk

ab

ún

)

Drifhjól FramhjólFótahvílur

Dri

fhri

ng

ir t

ilg

r. t

eg

.

L Já Já Já Mjúk

24"

Bæði Ál Mjúk

7"

Fylgir Já Hægt að halla baki sér og með

tilt ( e.Dynamic Settings). Er

með setplötu (e. Gliding plate).

Ökuhandföng með bremsur

fyrir aðstoðarmann fylgir.

Höfuðpúði A, B eða C fylgir.

Smart bak- og Uno setpúði

fylgir. Fótaplötur m/ lás. Mjög

mikið úrval aukahluta í boði.

Standard litur: Svartur

x

L Já Já Já Mjúk

24"

Bæði Ál Mjúk

7"

Fylgir Já * x

L Já Já Já Mjúk

24"

Bæði Ál Mjúk

7"

Fylgir Já * x

L Já Já Já Mjúk

24"

Bæði Ál Mjúk

7"

Fylgir Já * x

L Já Já Já Mjúk

24"

Bæði Ál Mjúk

7"

Fylgir Já * x

L Já Já Já Mjúk

24"

Bæði Ál Mjúk

7"

Fylgir Já * x

L Já Já Já Mjúk

24"

Bæði Ál Mjúk

7"

Fylgir Já Ökuhandföng ergónomísk með

bremsur fyrir aðstoðarmann.

Höfuðpúði A, B eða C fylgir:

Uno bak- og setpúði. Fótaplötur

m/ lás. Aðstoðarmanna

bremsur fylgja með. Stillanleg

setdýpt 8cm + 5cm

x

L Já Já Já Mjúk

24"

Bæði Ál Mjúk

7"

Fylgir Já * x

L Já Já Já Mjúk

24"

Bæði Ál Mjúk

7"

Fylgir Já * x

L Já Já Já Mjúk

24"

Bæði Ál Mjúk

7"

Fylgir Já * x

L Já Já Já Mjúk

24"

Bæði Ál Mjúk

7"

Fylgir Já * x

L Já Já Já Mjúk

24"

Bæði Ál Mjúk

7"

Fylgir Já Höfuðpúði A, B eða C fylgir:

Uno bak- og setpúði fylgir.

Fótaplötur m/ lás.

Aðstoðarmanna bremsur fylgja

með.

x x

L Já Já Já Mjúk

24"

Bæði Ál Mjúk

7"

Fylgir Já * x

L Já Já Já Mjúk

24"

Bæði Ál Mjúk

7"

Fylgir Já * x

97

Page 99: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 03Handknúnir hjólastólar - hæginda 122106 03

Fy

rir

rn

My

nt

ma

rks

þy

ng

d n

ota

nd

a

kg

Þy

ng

d h

jóla

stó

ls k

g

Se

tbre

idd

(fr

á-t

il)

Se

tdý

pt

(frá

-til)

Se

thæ

ð á

n s

es

su

(fr

á-t

il)

Se

thæ

ð m

/se

ss

u (

frá

-til)

ð b

ak

s (f

rá-t

il)

Sti

lla

nle

gu

r b

ak

ha

lli

Sti

lla

nle

gu

r s

æti

sh

alli

(tilt)

fra

m°/

aft

ur°

Framleiðandi

Sæti

Verð

m/vsk

Vöruheiti

vörunúmer

Seljandi: Fastus

AL-D64050 EUR 297.813 135 27,5-

29

50 42,5 - 50

cm

46,5 -

50 cm

50 -

60 cm

90°-

135°

-5° -

+20°

Seljandi: Öryggismiðstöð Íslands

98

Page 100: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 06

SÍ 12 21 06 03

Armar

Sti

lla

nle

gir

arm

ar

la

ng

ir

(L)

stu

ttir

(S

)

Ly

fta

nle

ga

r fó

tah

vílu

r

rar

fóta

hv

ílu

r

Tv

ísk

ipta

r fó

tap

lötu

r

He

il f

óta

pla

ta

Vin

kil s

tilla

nle

ga

r fó

tap

l.

Mjú

k (2

4"/ a

nn

)

Lo

ftfy

llt

(24

"/ a

nn

)

Sti

lla

nle

g lá

rétt

og

/eð

a

lóð

rétt

Mjú

k (s

tr.)

Lo

ftfy

llt

(str

.)

Bre

ms

ur

fyri

r a

ðs

t.m

an

n

(in

nif

a v

erð

)

Hallanlegt bak /sæti með

tilti, stillanlegir armar og

ökuhandföng. Lyftanlegar

fótahvílur, höfuðst. (tilgr.

teg/nr.) veltivörn og ástig

eru innifalin.

Aðrar upplýsingar

Litir Sa

mræ

mis

yfi

rlý

sin

g f

ylg

ir

Sta

ðis

t k

röfu

r s

kv

. ÍS

TE

N

ISO

12

18

3:1

99

9

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

Ætl

ur

til n

ota

í b

íl, s

tað

ist

pró

fun

sk

v IS

O 7

17

6-1

9 (

ve

ef

þa

rf a

uk

ab

ún

)

Drifhjól FramhjólFótahvílur

Dri

fhri

ng

ir t

ilg

r. t

eg

.

L Já Já Já Mjúk

24"

Bæði Ál Mjúk

7"

Fylgir Já * x

99

Page 101: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 03/06

SÍ 12 21 03/06 90Undirstell, stjórnað af aðstoðarm. og afturhjóladrifin 122103/06 90

Sæti Armar

Fyri

r b

örn

Myn

t Verð

m/vsk Hám

ark

s þ

yn

gd

no

tan

da

kg

Fyri

r setb

reid

d (

frá-t

il)

Seth

æð

Fyri

r setd

ýp

t (f

rá-t

il)

Sti

llan

leg

ur

tish

alli

(tilt)

fra

m°/

aft

ur°

Sti

llan

leg

ur

bakh

alli °

Fyri

r b

akh

æð

(f

rá-t

il)

Sti

llan

leg

ir a

rmar

Lan

gir

/ stu

ttir

R82 Kudu st.1

R82A951X22

2X4X

6 Já DKK 452.454 40 26 48 22-32 -3° /

+45°

30° / -5° 37 - 46 Já S

Kudu st.2

R82A952X22

2X4X

6 Já DKK 452.454 50 30 48 27-37 -3° /

+45°

30° / -5° 40-52 Já S

Kudu st.3

R82A953X22

2X4X

6 Já DKK 452.454 60 34 48 31-41 -3° /

+45°

30° / -5° 43-58 Já S

Kudu st.4

R82A954X22

2X4X

6 Já DKK 452.454 60 38 48 35-45 -3° /

+45°

30° / -5° 43-63 Já S

Ottobock Dino 3

470G42=000

00

3 EU

R544.000 120 30-36-40-

44

43,5-

48,5

36,5-49 -5° til

+30

120° 35-50 Langir

ME05

74.300

Dino 3

470G42=000

00

6 EU

R566.000 120 30-36-40-

44

43,5-

48

36,5-49 -5° til

+30

120° 35-50 Langir

ME05

74.300

Hoggi Swingbo-2

XL

3247-10SW

6 x EU

R466.000 100kg 32-36-40-

44

45-51 30-50 -5° til

+45°

75°-

120°

42-59 L/S 72

Eur

Seljandi: Stoð

Framl.

Vöruheiti

vörunúmer

Seljandi: Fastus

03 a

ðsto

ðarm

/06 a

ftu

rhjó

lad

r.

100

Page 102: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 03/06

SÍ 12 21 03/06 90L

yft

an

leg

ar

fóta

hvílu

r

gt

taka a

f/slá

frá

Tvís

kip

tar

fóta

plö

tur

Heil f

óta

pla

ta

Vin

kil s

tillan

leg

ar

fóta

plö

tur

Mjú

k (s

tr.)

Lo

ftfy

llt

(str

.)

Mjú

k (s

tr.)

Lo

ftfy

llt

(str

.)

fuð

stu

ðn

ing

ur

inn

ifalin

n (

teg

. n

r)

Tilt sætis, hæðarstill.

ökuhandföng, bremsur fyrir

aðstoðarmann, veltivörn og

ástig er innifalið.

Aðrar upplýsingar

Litir S

am

ræm

isy

firl

ýs

ing

fylg

ir

Sta

ðis

t k

röfu

r s

kv

. ÍS

TE

N

ISO

12

18

3:1

99

9

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

Sjá

aukahlu

talista

Já Já val Já val Já

fótplat

an

16",

20",

22",

24"

16",

20",

22",

24"

Ál

drifhri

ngir

6" og

7"

7" 12.546 Já

R82A

99454

92-83

Hentar fyrir börn og unglinga. Hægt

að stilla setdýpt og bakhæð þegar

einstaklingur stækkar. Gott úrval

aukahluta. Teinahlífar fylgja með. 6°

kömbrun alltaf á dekkjum. Hægt að

nota önnur setkerfi. Litur á stelli:

Hvítur, rauður og platinium grár.

X X

Sjá

aukahlu

talista

Já Já val Já val Já

fótplat

an

16",

20",

22",

24"

16",

20",

22",

24"

Ál

drifhri

ngir

6" og

7"

7" 12.546 Já

R82A

99454

92-83

Sama og fyrir ofan nema st. 2 X X

Sjá

aukahlu

talista

Já Já val Já val Já

fótplat

an

16",

20",

22",

24"

16",

20",

22",

24"

Ál

drifhri

ngir

6" og

7"

7" 12.546 Já

R82A

99454

92-83

Sama og fyrir ofan nema st. 3 X X

Sjá

aukahlu

talista

Já Já val Já val Já

fótplat

an

16",

20",

22",

24"

16",

20",

22",

24"

Ál

drifhri

ngir

6" og

7"

7" 12.546 Já

R82A

99454

92-83

Sama og fyrir ofan nema st.4 X X

MB18

53.200

MB10

21.000

MB03 x 12" 12" 6" 8" auka-

verð MZ70

100.200

Álgrind með tilt. Hægt að fá

vinkilstillanlegan keyrsluboga.

Hægt að nota með sérmóti eða

tilbúnu setkerfi. Litir grátt ,blátt

og svartur

x

MB18

53.202

MB10

21.002

MB03 x 22"

24"

22"

24"Ál 6" 8"

auka-

verð

MZ70

100.202

Álgrind með tilt. Hægt að fá

vinkilstillanlegan keyrsluboga.

Hægt að nota með sérmóti eða

tilbúnu setkerfi. Litir grátt ,blátt

og svartur

x

x x x 20"

22"

24"

20"

22"

24"

Ál 5"

5,5"

35.100 x Stell fyrir sérmót eða góða

sessu/bakpúða. Hentar bæði fyrir

börn og fullorðna. Hörð set- og

bakplata fylgja. Gott úrval aukahluta

Litir: rautt, blátt og svart.

x x

Ætl

ur

til n

ota

í b

íl, s

tað

ist

pró

fun

sk

v IS

O 7

17

6-1

9 (

ve

ef

þa

rf a

uk

ab

ún

)

Afturhjól Framhjól

Dri

fhri

ng

ir t

ilg

r. t

eg

.

Fótahvílur

101

Page 103: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 15

SÍ 12 21 15 Handknúnir hjólastólar, drifnir öðru megin 122115

My

nt

ma

rks

þy

ng

d n

ota

nd

a

kg

Þy

ng

d h

jóla

stó

ls

kg

Se

tbre

idd

(fr

á-t

il)

Se

tdý

pt

(fr

á-t

il)

Se

thæ

ð á

n s

es

su

(fr

á-t

il)

ð b

ak

s

(frá

-til

)

Ba

kv

ink

ill

sti

lla

nl.

°

(m/v

erk

f.)

Ba

k s

till

an

leg

t m

rif

lás

Ba

kd

úk

ur

lstr

ur

Sunrise

Medical

Breezy

Rubix2

SUNN074000-

001

EU

R

225.000 125 16 38, 40,

43, 45,

48, 52

41, 43,

46, 48,

51

37 - 53

cm

41-46 0 - 6° Já Já

Breezy

Rubix2 XL

SUNN074000-

001

EUR 258.000 170 18 52, 56,

60

41, 43,

46, 48,

51

37 -

50,5

cm

41-46 0-6° Já Já

Ottobock Start M2

480F53=2000

0

EUR 264.700 125 14,7

m.

38

SB

38-40,5-

43-45,5-

48-50,5

40,5-43-

45,5-48-

50,5

38-51 40-47,5 x

Seljandi: Stoð

Seljandi: Fastus

Framleiðandi

Sæti

Verð

m/vsk

Vöruheiti

vörunúmer

102

Page 104: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 21 15

SÍ 12 21 15

Armar

Sti

lla

nle

gir

arm

ar

lan

gir

(L)

stu

ttir

(S

)

gt

ta

ka

af

Ly

fta

nle

ga

r fó

tah

víl

ur

Tv

ísk

ipta

r fó

tap

lötu

r

Vin

kil

sti

lla

nle

ga

r

fóta

plö

tur

Mjú

k

24

"

Lo

ftfy

llt

24

"

Mjú

k

(str

.)

Lo

ftfy

llt

(str

.) Stillanlegir armar,

ökuhandföng, veltivörn

og ástig eru innifalin.

Aðrar upplýsingar

Litir Sa

mræ

mis

yfi

rlý

sin

g f

ylg

ir

Sta

ðis

t k

röfu

r s

kv

. ÍS

TE

N

ISO

12

18

3:1

99

9

Vo

ttu

n f

rá s

íða

sta

tím

ab

ili

X (S)

9900

Já 21.000 Já Já Já Já Já Ál 6", 7",

8"

8" Já Einfaldur í stillingum, gott

úrval aukahluta. Hægt að

stilla þyngdarpunkt.

Dýptarst á örmum. Hentar

vel fyrir Jay sessur og

bakeiningar. Litur á ramma:

Silfur, blár og rauður

X

X (S)

9900Já 21.000 Já Já Já Já Já Ál 6", 7",

8"

8" Já Sama og fyrir ofan nema

fyrir þyngri einstaklinga.

X

S x x x x Ál x MZ70

80.800

Einfaldur krossramma stóll

með hæðarstillanlegum

örmum og fóthvílum. Hægt

að velja um 3 staðsetningar

á drifhjólum. Gott úrval

aukahluta s.s hallastillanlegt

bak 30°, bremsa fyrir

aðstoðarmann og

lyftanlegar fótahvílur. Svart

áklæði. Litur: dökk grár.

Tvöfaldir drifhringir öðru

megin til að stjorna báðum

hjólum. Hægt að fá bremsu

fyrir aðstoðarmanni kr.

69000.

x x

Ætl

ur

til n

ota

í b

íl, s

tað

ist

pró

fun

sk

v IS

O 7

17

6-1

9 (

ve

ef

þa

rf a

uk

ab

ún

)

Drifhjól FramhjólFótahvílur

Dri

fhri

ng

ir

til

gr.

te

g.

103

Page 105: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24 09

SÍ 12 24 09

Aflbúnaður, hjálparmótorar fyrir hjólastóla 122409

Vöruheiti

vnr.

Hentar hvaða

hjólastólum My

nt Verð

m/vsk

Lýsing á aflbúnaði - þ.m.t

akstursstill.

Lýsing

hvernig aflbúnaður er

settur á/tekinn af

Stjórnbox

(m/stýripinna)

fylgir búnaði

(lýsið)

Meðal

ending

hleðslu í

akstri

klst.

Seljandi / Framleiðandi Eirberg / Decon

Decon 24" E-

drive DEO-

MED224

Flestar gerðir

hjólastóla

EUR 885.000 Aflbúnaður fyrir 24" hjól með

stýripinna og NiMH rafhlöðu.

Hjálparmótorar í drifhringjum.

Stjórnbox og rafhlaða er við

bak hægra megin. Hraðanum

er hægt að stjórna með

stýripinna sem hægt er að

forstilla á staðnum á marga

vegu. Möguleiki á ítarlegri

forritun varðandi hraða og

snerpu. Hægt er að stilla

næmni stýripinna. Ítarlegri

forritun eða stillingar skal

framkvæma af

seljanda/fagfólki. Einnig hægt

að nota sem handknúinn

hjólastól. Kemur með

veltivörn. Mismunandi

festingar fyrir mismunandi

gerðir af hjólastólum. Ál

drifhringir og gróf dekk 24" x 1

3/8" std. Hægt að fá aðra

drifhringi og dekk.

Hraðastilling 0-6 km/klst.

Breikkar stól um ca. 4 cm.

Burðarþol 125 kg.

Tengistykki / brakket sett

yfir öxulgat sem er fest

með 6mm bolta og

hjólunum smellt á. Brakket

fyrir handstýringu komið

fyrir undir armpúða, snúrur

festar með dragböndum.

Hægt er að fá nýtt brakket

ef það á að endurúthluta

búnaðinum á annan

hjólastól. Snögglosun

(quick release búnaður) í

dekkjum. Þarf að taka úr

sambandi 2 snúrur og með

því að þrýsta á takka í

miðju hjóls er því kippt úr /

sett á.

Sjórnbox er með

stömum

stýripinna. Hægt

er að forstilla hann

t.d. hraða, hröðun,

hemlunartíma ofl.

Gulur rofi til að

kveikja/slökkva

(ýtt upp/niður).

Svartur rofi til að

stilla hraða (ýtt

upp/niður). Hægt

er að ýta stjónboxi

til hliðar ef ekið er

nálægt borði.

2,5 klst

15 km

104

Page 106: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24 09

SÍ 12 24 09

Rafhlaða

inni í

búnaði

Heildar-

þyngd

búnaðar

Þyngd

hjóls

kg

Þyngd

rafhlöð

u Sa

mræ

mis

yfi

rlý

s.

fylg

ir

Áh

ætt

ug

rein

ing

fylg

ir

rar

vo

tta

nir

Aukahlutir Lýsing hlutar og festinga Verð m/vsk

Er aftan á

stól.

16 kg 7 kg 2,8 kg x x Drifhringir

Compact

Polymer DEO-

MED5220

Stamir drifhringir fyrir 24" hjól,

aukahlutur teknir með búnaði,

PAR

41.750

DEO-999 Auka

festing fyrir

búnað, PAR

Auka tengistykki / brakket við

búnað, PAR

75.000

Teinahlifar DEO-

SG2408

Teinahlifar transparent, aukahlutir

teknar með búnaði, PAR

42.000

105

Page 107: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24 09

SÍ 12 24 09

Aflbúnaður, hjálparmótorar fyrir hjólastóla 122409

Vöruheiti

vnr.

Hentar hvaða

hjólastólum My

nt Verð

m/vsk

Lýsing á aflbúnaði - þ.m.t

akstursstill.

Lýsing

hvernig aflbúnaður er

settur á/tekinn af

Stjórnbox

(m/stýripinna)

fylgir búnaði

(lýsið)

Meðal

ending

hleðslu í

akstri

klst.

Seljandi / Framleiðandi Eirberg / Decon

Decon 24" E-

drive DEO-

MEDL224

Flestar gerðir

hjólastóla

EUR 972.000 Aflbúnaður fyrir 24" hjól með

stýripinna og Li-ion rafhlöðu.

Hjálparmótorar í drifhringjum.

Stjórnbox og rafhlaða er við

bak hægra megin. Hraðanum

er hægt að stjórna með

stýripinna sem hægt er að

forstilla á staðnum á marga

vegu. Möguleiki á ítarlegri

forritun varðandi hraða og

snerpu. Hægt er að stilla

næmni stýripinna. Ítarlegri

forritun eða stillingar skal

framkvæma af

seljanda/fagfólki. Einnig hægt

að nota sem handknúinn

hjólastól. Kemur með

veltivörn. Mismunandi

festingar fyrir mismunandi

gerðir af hjólastólum. Ál

drifhringir og gróf dekk 24" x 1

3/8" std. Hægt að fá aðra

drifhringi og dekk.

Hraðastilling 0-6 km/klst.

Breikkar stól um ca. 4 cm.

Burðarþol 125 kg.

Tengistykki / brakket sett

yfir öxulgat sem er fest

með 6mm bolta og

hjólunum smellt á. Brakket

fyrir handstýringu komið

fyrir undir armpúða, snúrur

festar með dragböndum.

Hægt er að fá nýtt brakket

ef það á að endurúthluta

búnaðinum á annan

hjólastól. Snögglosun

(quick release búnaður) í

dekkjum. Þarf að taka ur

sambandi 2 snúrur og með

því að þrýsta á takka í

miðju hjóls er því kippt úr /

sett á.

Sjórnbox er með

stömum

stýripinna. Hægt

er að forstilla hann

t.d. hraða, hröðun,

hemlunartíma ofl.

Gulur rofi til að

kveikja/slökkva

(ýtt upp/niður).

Svartur rofi til að

stilla hraða (ýtt

upp/niður). Hægt

er að ýta stjónboxi

til hliðar ef ekið er

nálægt borði.

3,5 klst

35 km

E-move 24"

DEO-MEM24

Flestar gerðir

hjólastóla

EUR 940.700 Hjálparmótorar í drifhringjum

fyrir 24" hjól með NiMH

rafhlöðu. Búnaður er

gangsettur með því að ýta á

grænan takka að framan, við

armpúða. Aflstillingar eru

forstilltar ca. 60% eða 70%.

Hægt að stilla að þörfum

notanda. Einnig möguleiki á

ítarlegri forritun varðandi

hraða og snerpu. Hægt er að

stilla mismunandi næmni á

hjóli eftir handstyrk

einstaklings. Þarf að

framkvæma af

seljanda/fagaðila. Mismunandi

festingar/brakket fyrir

mismunandi gerðir af

hjólastólum. Drifhringir úr

ryðfríu stáli og slétt dekk 24"

x1" standard. Hraðastilling 0-

6 km/klst. Breikkar stól um ca.

3,8 cm. Burðarþol 130 kg.

Tengistykki / brakket sett

yfir öxulgat sem er fest

með 6mm bolta og

hjólunum smellt á. Tengist

saman í gegnum stjórnbox

sem er með rafhlöðu sem

fest er við bak

hjólastólsins. Hægt er að

fá nýtt brakket ef það á að

endurúthluta búnaðinum á

annan hjólastól.

Snögglosun (quick release

búnaður) í dekkjum. Þarf

að taka ur sambandi 2

snúrur og með því að

þrýsta á takka í miðju hjóls

er því kippt úr / sett á.

Sjórnbox er með

stömum

stýripinna. Hægt

er að forstilla hann

t.d. hraða, hröðun,

hemlunartíma ofl.

Gulur rofi til að

kveikja/slökkva

(ýtt upp/niður).

Svartur rofi til að

stilla hraða (ýtt

upp/niður). Hægt

er að ýta stjónboxi

til hliðar ef ekið er

nálægt borði.

3,5 klst

18 km

106

Page 108: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24 09

SÍ 12 24 09

Rafhlaða

inni í

búnaði

Heildar-

þyngd

búnaðar

Þyngd

hjóls

kg

Þyngd

rafhlöð

u Sa

mræ

mis

yfi

rlý

s.

fylg

ir

Áh

ætt

ug

rein

ing

fylg

ir

rar

vo

tta

nir

Aukahlutir Lýsing hlutar og festinga Verð m/vsk

Er aftan á

stól.

17,5 kg 7 kg 3,5 kg x x

Er aftan á

stól eða

undir

setu.

17 kg 7 kg 2,8 kg x x Aukatakki (blár)

fyrir A og B

stillingu /mode

DEO-MEM7600

Hægt að forrita næmni í

drifhringjum með aukahnapp t.d.

ef einstaklingurinn hefur

mismunandi styrk í höndum eða ef

það er dagamunur á honum.

Einnig ef þarf að hafa 2

mismunandi hraða t.d. úti- og

innihraða (flakkað á milli) eða fyrir

annarrar handar drif. Þarf að

forrita af tæknimanni. Ekki hægt

að hafa auka takkann sömu megin

og start takkann. Aukahlutur með

búnaði.

95.500

Drifhringir

Compact

Polymer DEO-

XA3-W253A-60,

par

Stamir drifhringir fyrir 24" hjól,

aukahlutur með búnaði, PAR

90.600

107

Page 109: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24 09

SÍ 12 24 09

Aflbúnaður, hjálparmótorar fyrir hjólastóla 122409

Vöruheiti

vnr.

Hentar hvaða

hjólastólum My

nt Verð

m/vsk

Lýsing á aflbúnaði - þ.m.t

akstursstill.

Lýsing

hvernig aflbúnaður er

settur á/tekinn af

Stjórnbox

(m/stýripinna)

fylgir búnaði

(lýsið)

Meðal

ending

hleðslu í

akstri

klst.

Seljandi / Framleiðandi Eirberg / Decon

E-move 24"

DEO-

MEML24

Flestar gerðir

hjólastóla

EUR 1.110.000 Hjálparmótorar í drifhringjum

fyrir 24" hjól með Li-ion

rafhlöðu. Búnaður er

gangsettur með því að ýta á

grænan takka að framan, við

armpúða. Aflstillingar eru

forstillar ca. 60% eða 70%.

Hægt að stilla að þörfum

notanda. Einnig möguleiki á

ítarlegri forritun varðandi

hraða og snerpu. Hægt er að

stilla mismunandi næmni á

hjóli eftir handstyrk

einstaklings. Þarf að

framkvæma af

seljanda/fagaðila. Mismunandi

festingar/brakket fyrir

mismunandi gerðir af

hjólastólum. Drifhringir úr

ryðfríu stáli og slétt dekk 24" x

1" standard. Hraðatilling 0-6

km/klst. Breikkar stól um ca.

3,8 cm. Burðarþol 130 kg.

Tengistykki / brakket sett

yfir öxulgat sem er fest

með 6mm bolta og

hjólunum smellt á. Tengist

saman í gegnum stjórnbox

sem er með rafhlöðu sem

fest er við bak

hjólastólsins. Hægt er að

fá nýtt brakket ef það á að

endurúthluta búnaðinum á

annan hjólastól.

Snögglosun (quick release

búnaður) í dekkjum. Þarf

að taka ur sambandi 2

snúrur og með því að

þrýsta á takka í miðju hjóls

er því kippt úr / sett á.

Hraða og átaki er

stjórnað í gegnum

drifhringina og

meta þeir

hraðaaukninguna

eftir því hve fast er

tekið í hringina

5 klst

35 km

Smart Drive

MX2 DEO-

MSD1100

Flestar gerðir

hjólastóla

EUR 855.000 Hjálparmótor Smart Drive

MX2 fyrir virka notendur sem

er settur aftan á fastramma

hjólastól. Hægt að setja á og

taka af sjálf-/ur sitjandi í

stólnum. Fyrir hjólastærðir

22", 24", 25" eða 26".

Rafhlaða er inní búnaðinum.

Hraðastilling 0-6 km/klst.

Burðarþol 150 kg. Vatnsvarið.

Tengistykki sett aftan á

öxulinn fyrir miðju.

Ræsir búnaðinn

með úlnliðsól.

Blue tooth

samband milli

rafhlöðu og

úlnliðsbands.

Notar drifhringi til

að virkja

búnaðinn. Ýtir létt

til að fara hægt en

fast til að auka

hraðann. Til að

stoppa þá þrýsta

úlnliðsólinni.

19,8 km

108

Page 110: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24 09

SÍ 12 24 09

Rafhlaða

inni í

búnaði

Heildar-

þyngd

búnaðar

Þyngd

hjóls

kg

Þyngd

rafhlöð

u Sa

mræ

mis

yfi

rlý

s.

fylg

ir

Áh

ætt

ug

rein

ing

fylg

ir

rar

vo

tta

nir

Aukahlutir Lýsing hlutar og festinga Verð m/vsk

Gróf dekk DEO-

DM2414M

Aukahlutur með búnaði fyrir 24"

hjól, Wide tread pattern stærð 1",

PAR 6.600

Hörð dekk DEO-

DP2402M

Aukahlutur með búnaði stærð 24",

PU-dekk, slétt PAR 16.604

DEO-9999

Aukafesting fyrir

búnað, par

Auka tengistykki / brakket fyrir

búnað, PAR

75.000

Er aftan á

stól eða

undir

setu.

18 kg 7 kg 3,5 kg

Já 6,1 kg Inni í

búnaðin

um.

DEO-MX2-801 Auka ól "Wristband Module" fyrir

Smart Drive MX2

69.900

109

Page 111: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24 09

SÍ 12 24 09

Aflbúnaður, hjálparmótorar fyrir hjólastóla 122409

Vöruheiti

vnr.

Hentar hvaða

hjólastólum My

nt Verð

m/vsk

Lýsing á aflbúnaði - þ.m.t

akstursstill.

Lýsing

hvernig aflbúnaður er

settur á/tekinn af

Stjórnbox

(m/stýripinna)

fylgir búnaði

(lýsið)

Meðal

ending

hleðslu í

akstri

klst.

Seljandi / Framleiðandi: Fastus / Sunrise Medical

WheelDrive

SUNN90085

14

Öllum

hjólastólum

frá Fastus og

öðrum

framleiðeindu

m.

EUR 1.074.000 Hjálparmotor kemur með

tveimur drifhringjum. Ytri

drifhringur er hjálparmotorinn

sem hjálpar notanda að drífa

stólinn áfram. Hámarkshraði

fer upp í 6 km/klst.

Innri drifhringur er mótor sem

drífur hjólastólinn áfram og

stoppar ekki nema maður taki

í drifhringinn aftur.

Viðkomandi þarf því ekki að

ýta drifhringjum aftur til að

drífa stólinn áfram.

Hámarkshraði fer upp í 10

km/klst.

Hægt er að velja um þrjár

hraðastillingar.

Mjög auðvelt er að svissa á

milli hjálparmótors og mótors.

Kemur með veltivörn.

Mjög auðvelt að festa á flest

alla hjólastóla án annarra

aukahluta eða breytinga á

þeim hjólastól. Hægt er að

taka hjálparmótors dekkin af

og nota upphaflegu dekkin ef

þess þarf. Tekur cirka 2 klst

að hlaða. Hámarksþyngd

notanda 130 kg.

Það er mjög einfalt að

festa aflbúnaðinn á hvaða

hjólastól sem er þar sem

stillanlegu festingarnar eru

þegar til staðar. Þau er

tekin af og sett á eins og á

venjulegum hjólastólum

með því að ýta á takka í

miðju aflbúnaðarhjólinu þar

sem dekkið festist á

öxulinn.

Aflbúnaði er stýrt í

gegnum

drifhringina annað

hvort yrti

(hjálparmotor) eða

innri (motor) og þá

er hann eins og

rafknúinn

hjólastóll. Hægt er

að velja um 3

stillingar af hraða.

Einnig er hægt að

forstilla ýmislegt

fyrir hvern og einn

eins og hraða,

hemlunartíma og

fl.

Hjálparm

otor ca.

20 km /

Mótor ca.

12 km

Seljandi / Framleiðandi : Stoð / Alber

E-motion M15

ECS 1490998

22" eða 24"

dekk

Flestar gerðir

hjólastóla. Ekki

mælt með að

setja búnaðinn

á Etac Act eða

Elite.

Fjarstýring og

mótorfestingar

fyrir hjólastóla

fylgir.

EUR 997.476 Kveikt er á búnaði og aflgjafi

virkjaður með því að ýta á

drifhringi. Mótor og rafhlaða í

báðum hjólum. Aflstilling er

80% aðstoð nema ef annað er

umbeðið. Búnaður er forstilltur

frá framleiðanda en hægt að

stilla á drifhringjum hversu

mikil hjálp er veitt. Stilling er

framkvæmd af

seljanda/fagfólki.

Mótor er settur á og tekinn

af með því að þrýsta á

takka í miðju aflbúnaðar.

(Quick release)

4-6 klst.

Fer eftir

þyngd,

aksturs-

lagi og

umhverfi

notanda.

Með fjarstýringu er hægt að

kveikja/slökka á búnaði og

velja milli tveggja kraftstillinga.

Sérstakar festingar fylgja e-

motion fyrir þann hjólastól

sem er valinn.

110

Page 112: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24 09

SÍ 12 24 09

Rafhlaða

inni í

búnaði

Heildar-

þyngd

búnaðar

Þyngd

hjóls

kg

Þyngd

rafhlöð

u Sa

mræ

mis

yfi

rlý

s.

fylg

ir

Áh

ætt

ug

rein

ing

fylg

ir

rar

vo

tta

nir

Aukahlutir Lýsing hlutar og festinga Verð m/vsk

Rafhlaðan

er inn í

búnaði en

mjög

auðvelt að

fjarlægja.

11,5 9,7 3,6 X X Teinahlífar Teinahlífar settar á gjarðir

hjólanna - 24" par.

49.850

Aukabatterí Aukabatterí 3.8 Ah, par 198.000

Já 22 kg 10 kg 1 kg x Fjarstýring

1490707

Fjarstýring

dregst frá ef

óskað er

eingöngu eftir

aflbúnaði.

Fjarstýring til að kveikja og

slökkva. Einnig notuð til að skipta

á milli kraftstillinga og til að

prógramma búnað.

99.052

Festing fyrir

fjarstýringu

1490821

Burðarfesting á hjólastól fyrir

fjarstýringu.

28.131

Veltivörn

1489214

Veltivörn, fest á festingar búnaðar.

PAR

51.903

111

Page 113: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24 09

SÍ 12 24 09

Aflbúnaður, hjálparmótorar fyrir hjólastóla 122409

Vöruheiti

vnr.

Hentar hvaða

hjólastólum My

nt Verð

m/vsk

Lýsing á aflbúnaði - þ.m.t

akstursstill.

Lýsing

hvernig aflbúnaður er

settur á/tekinn af

Stjórnbox

(m/stýripinna)

fylgir búnaði

(lýsið)

Meðal

ending

hleðslu í

akstri

klst.

Seljandi / Framleiðandi : Stoð / Alber

E-fix E35

með 22" eða

24" dekk

Hentar á

flestar gerðir

hjólastóla.

6 Ah rafhlaða

fylgir ef ekki

er valið

annað.

EUR 911.888 Hjálparmótorar með

stýripinna. Rafmótorar eru inni

í drifhjólum og tengjast saman

við stjórnkerfi og stýripinna.

Rafhlaða er sett undir stólinn í

sérstakt box. Hraða er

stjórnað með samvinnu

stýripinna og hraðarofa.

Einfalt stjórnbox með skýrum

glugga og táknum. Hægt að

aðlaga (prógramma) svörun

stýripinna að notanda.

Aftengja (frí-kúpla) mótora er

hægt með því að snúa hring í

miðju hjóla, er þá hægt að ýta

stólnum eða aka með

handhringjum.

Valmöguleiki á 2 stærðum af

rafhlöðu, 6 Ah eða 7,5 Ah.

Hraði 0,5 - 6 km/klst.

Burðargeta 120 kg.

Hægt að fá handstýringu fyrir

aðstoðarmann þar sem

aðstoðarmaður keyrir stólinn

með búnaðinum. Fest á

keyrsluhandföng stóls.

Hring í miðju er snúið til að

frí-kúpla og taka hjólin af /

setja á. Hjólin fara í

sérstakar festingar og

tengjast þar sjálfkrafa

stjórnbúnaði og rafhlöðu.

Rafhlaða er sett í box

(tekin úr) sem er fest undir

stólinn með riflásum og

tengd / aftengd með

handfangi. Ef um

krossramma stól er að

ræða þarf að taka

rafhlöðuna undan ef leggja

þarf saman hjólastólinn.

Stjórnbox er hægt að

aftengja og fjarlægja án

verkfæra.

Stjórnbox með

stórum glugga

sem sýna tákn.

Af/Á rofi, hraðarofi

og flauta. Hægt er

að aðlaga stöðu

og taka af án

verkfæra.

Stuðningsplata

undir úlnlið.

6 Ah

2,5-3 klst

7,5 Ah

3,5-4 klst

Fer eftir

þyngd,

akstursla

gi og

umhverfi

notanda

112

Page 114: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24 09

SÍ 12 24 09

Rafhlaða

inni í

búnaði

Heildar-

þyngd

búnaðar

Þyngd

hjóls

kg

Þyngd

rafhlöð

u Sa

mræ

mis

yfi

rlý

s.

fylg

ir

Áh

ætt

ug

rein

ing

fylg

ir

rar

vo

tta

nir

Aukahlutir Lýsing hlutar og festinga Verð m/vsk

Auka rafhlaða

1490492

Auka rafhlaða fyrir M15 54.280

Hálfmassiv dekk

1466806

Loftfyllt með vörn (flat-free)

aðeins 24"

23.238

Gúmmi á

drifhringi

1456273

Laust gúmmi sett á drifhringi 22"

eða 24". PAR

24.169

Stamir drifhringir

1457829

Drifhringir með áföstu gúmmíi fyrir

betra grip. Aðeins fyrir 24". PAR

34.668

Teinahlífar

1490973

Plast teinahlífar fyrir 22" eða 24".

PAR

27.279

Bremsuaðlögun

1467780

Til að framlengja bremsur. PAR 4.358

Breytisett

1565005

ATH! Tegund

Breytisettt til að setja staðal hjól í

e-motion festingar. PAR

16.839

Nei 18,9 kg 7,8 kg 2,1 kg x Veltivörn

1489214

Veltivörn fyrir e-fix. PAR 51.903

Teinahlífar Merkt framleiðanda. PAR

22" 1566201 23.574

24" 1566200 23.574

113

Page 115: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24 09SÍ 12 24 09

Aflbúnaður, hjálparmótorar fyrir hjólastóla 122409

Vöruheiti vnr.

Hentar hvaða hjólastólum M

yn

t Verð m/vsk

Lýsing á aflbúnaði - þ.m.t akstursstill.

Lýsing hvernig aflbúnaður er

settur á/tekinn af

Stjórnbox (m/stýripinna) fylgir búnaði

(lýsið)

Meðal ending

hleðslu í akstri klst.

Seljandi / Framleiðandi : Stoð / Alber

E-fix E36 með 24" dekk

Hentar á flestar gerðir hjólastóla.7,5 Ah rafhlaða fylgir ef ekki er valið annað.

EUR 1.047.192 Sama og að ofan (E35) nema öflugri gír til að ráða við

aukinn burð, og bara 24" dekk.

Burðargeta 160 kg

Mælt er með stærri (7,5 Ah) rafhlöðum þegar þessi tegund

er valin.

Sama og að ofan Sama og að ofan 6 Ah2,5-3 klst

7,5 Ah3,5-4 klst

Fer eftir þyngd,

aksturslagi og

umhverfi notanda

Twion T24 24" dekk

Flestar gerðir hjólastóla.

Mótor-festingar fyrir hjólastóla

fylgir.

EUR 792.242 Kveikt er á búnaði og aflgjafi virkjaður með því að ýta á

drifhringi. Mótor og rafhlaða í báðum hjólum.

Mótor er settur á og tekinn af með því að þrýsta á

takka í miðju aflbúnaðar.

(Quick release)

12-20 km (2-3 klst). Fer eftir þyngd,

aksturs-lagi og

umhverfi notanda.

Sérstakar festingar fylgja Twion fyrir þann hjólastól sem

er valinn.

114

Page 116: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24 09SÍ 12 24 09

Rafhlaða inni í

búnaði

Heildar-þyngd

búnaðar

Þyngd hjóls

kg

Þyngd rafhlöð

u Sa

mræ

mis

yfi

rlý

s.

fylg

ir

Áh

ætt

ug

rein

ing

fy

lgir

rar

vo

tta

nir

Aukahlutir Lýsing hlutar og festinga Verð m/vsk

Snúningsarmur á stjórnbox1467901

Hægt að snúa stjórnboxi t.d. til að komast nær borði.

51.903

Auka rafhlaða6 Ah Vara eða aukarafhlaða 87.1667,5 Ah 116.881

Breytisett1565005ATH! Tegund

Breytisett til að setja staðal hjól í e-fix festingar. PAR

16.839

Bremsuaðlögun1467780

Til að framlengja bremsur ef þarf. PAR

4.358

Nei 19,3 kg 8 kg 2,1 kg x Sömu aukahlutir og E35

Já 12,6 kg 6,3 kg Rafhlaða

áföst hjóli

Veltivörn1489214

Veltivörn, fest á festingar búnaðar. PAR

51.903

Bremsuaðlögun1467780

Til að framlengja bremsur. PAR

4.358

Breytisett1565005ATH! Tegund

Breytisettt til að setja staðal hjól í e-motion festingar. PAR

16.839

115

Page 117: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 18 09 31

SÍ 18 09 31 01

Sérsmíðuð sæti (seta og bak) 180931 01

Vörunúmer

Setbr.

cm

Hentar öllum gerðum undirstells

Áklæði og aukaver er innif. My

nt

1. Mót

Verð

m/vsk

2. Mót*

Verð

m/vsk

Seljandi: Sérmót

Sæti án

undirlags OMS100 Allt að 70 cm Tvær tegundir af svampi, harðari oft ætlað EUR 455.000 410.500

börnum og til að rétta af líkamsstöðu og svo

mýkri sem er algengari fyrir fullorðna.

Hentar öllum gerðum undirstells, áklæði og

aukaver innifalið

Sæti m/ OMS 101 Allt að 68 cm Undirlag úr áli fyrir bak og sæti EUR 549.000 507.000

undirlagi OMS 101B Allt að 70 cm Undirlag úr krossvið fyrir sæti og bak EUR 528.000 484.000

Sæti m/ OMS 102 Allt að 68 cm Undirlag úr áli fyrir bak og sæti með EUR 599.000 557.000

festingum hraðlosandi festingum.

OMS 102B Allt að 70 cm Undirlag úr krossvið fyrir bak og sæti með EUR 578.000 534.000

hraðlosandi festingum.

Innifalið í verði er einnig aðlögun, mátun og festing sætis við undirstell

2 Mót: Gert innan 3ja mánaða frá afhendingu 1. móts 116

Page 118: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 18 09 31

SÍ 18 09 31 01

Sérsmíðuð sæti (seta og bak) 180931 01

Vörunúmer

Setbr.

cm

Hentar öllum gerðum undirstells

Áklæði og aukaver er innif. My

nt

1. Mót

Verð

m/vsk

2. Mót*

Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

122199AC20-1 20-34 Svampur, áklæði, riflás IKR 560.000

Sæti án 122199AC20-2 20-34 án fasts ramma eða plötu IKR 471.000

undirlags 122199AC35-1 35-49 IKR 595.000

122199AC35-2 35-49 IKR 506.000

122199AC50-1 50-70 IKR 630.000

122199AC50-2 50-70 IKR 541.000

122199AA20-1 20-34 Svampur, áklæði, riflás og fast undirlag. IKR 646.000

122199AA20-2 20-34 Sérsmíði með ál- eða IKR 576.000

Sæti m/ 122199AA35-1 35-49 krossviðsundirlagi / ramma. IKR 680.000

undirlagi 122199AA35-2 35-49 Plata/rammi með föstum festingum við stól IKR 612.000

122199AA50-1 50-70 IKR 734.000

122199AA50-2 50-70 IKR 646.000

Sæti m/ 122199AAL20-1 20-34 Svampur, áklæði, riflás og fast undirlag. IKR 664.000

festingum 122199AAL20-2 20-34 Sérsmíði með koltrefjaundirlagi. IKR 594.000

122199AAL35-1 35-49 Plata/rammi með föstum festingum við stól IKR 699.000

122199AAL35-2 35-49 IKR 630.000

122199AAL50-1 50-70 IKR 734.000

122199AAL50-2 50-70 IKR 698.000

122199AB20-1 20-34 Svampur, áklæði, riflás og fast undirlag IKR 699.000

122199AB20-2 20-34 Sérsmíði með undirlagi IKR 630.000

122199AB35-1 35-49 eða ramma úr áli eða krossviði. IKR 751.000

122199AB35-2 35-49 Plata/rammi með hraðlosunarfestingum IKR 700.000

122199AB50-1 50-70 við stól IKR 805.000

122199AB50-2 50-70 IKR 770.000

122199ABL20-1 20-34 Svampur, áklæði, riflás og fast undirlag. IKR 771.000

122199ABL20-2 20-34 Sérsmíði með koltrefjaundirlagi. IKR 700.000

122199ABL35-1 35-49 Plata/rammi með hraðlosunarfestingum IKR 822.000

122199ABL35-2 35-49 við stól IKR 752.000

122199ABL50-1 50-70 IKR 875.000

122199ABL50-2 50-70 IKR 805.000

Innifalið í verði er einnig aðlögun, mátun og festing sætis við undirstell

2 Mót: Gert innan 3ja mánaða frá afhendingu 1. móts 117

Page 119: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 18 09 31

SÍ 18 09 31 02

Sérsmíðuð bök 180931 02

Vörunúmer

Setbr.

cm

Hentar öllum gerðum undirstells

Áklæði og aukaver er innif. My

nt

1. Mót

Verð

m/vsk

2. Mót*

Verð

m/vsk

Seljandi: Sérmót

Bak án

ramma OMS 200 Allt að 70 cm Tvær tegundir af svampi, harðari oft ætlað EUR 322.000 291.000

börnum og til að rétta af líkamsstöðu og svo

mýkri sem er algengari fyrir fullorðna.

Hentar öllum gerðum undirstells, áklæði og

aukaver innifalið

Bak með

undirlagi OMS 201 Allt að 68 cm Undirlag úr áli EUR 364.000 333.000

OMS 201B Allt að 70 cm Undirlag úr krossvið EUR 351.000 320.000

Bak með

festingum OMS 202 Allt að 68 cm Undirlag úr áli með hraðlosandi festingum EUR 414.000 383.000

OMS 202B Allt að 70 cm Undirlag úr krossvið með hraðlosandi festingum EUR 401.000 370.000

Innifalið í verði er einnig aðlögun, mátun og festing baks við undirstell

2 Mót: Gert innan 3ja mánaða frá afhendingu 1. móts 118

Page 120: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 18 09 31

SÍ 18 09 31 02

Sérsmíðuð bök 180931 02

Vörunúmer

Setbr.

cm

Hentar öllum gerðum undirstells

Áklæði og aukaver er innif. My

nt

1. Mót

Verð

m/vsk

2. Mót*

Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

122199BC20-1 20-34 Svampur, áklæði, riflás IKR 386.000

Bak án 122199BC20-2 20-34 án fasts ramma eða plötu IKR 334.000

ramma 122199BC35-1 35-49 IKR 420.000

122199BC35-2 35-49 IKR 368.000

122199BC50-1 50-70 IKR 438.000

122199BC50-2 50-70 IKR 386.000

Bak með 122199BA20-1 20-34 Svampur, áklæði, riflás og fast undirlag. IKR 438.000

undirlagi 122199BA20-2 20-34 Sérsmíði með ál- eða IKR 386.000

122199BA35-1 35-49 krossviðsundirlagi / ramma. IKR 457.000

122199BA35-2 35-49 Plata/rammi með föstum festingum við stól IKR 403.000

122199BA50-1 50-70 IKR 472.000

122199BA50-2 50-70 IKR 420.000

122199BAL20-1 20-34 Svampur, áklæði, riflás og fast undirlag. IKR 486.000

122199BAL20-2 20-34 Sérsmíði með koltrefjaundirlagi. IKR 578.000

122199BAL35-1 35-49 Plata/rammi með föstum festingum við stól IKR 530.000

122199BAL35-2 35-49 IKR 477.000

122199BAL50-1 50-70 IKR 558.000

122199BAL50-2 50-70 IKR 505.000

Bak með 122199BB20-1 20-34 Svampur, áklæði, riflás og fast undirlag IKR 492.000

festingum 122199BB20-2 20-34 Sérsmíði með undirlagi IKR 494.000

122199BB35-1 35-49 eða ramma úr áli eða krossviði. IKR 526.000

122199BB35-2 35-49 Plata/rammi með hraðlosunarfestingum IKR 473.000

122199BB50-1 50-70 við stól IKR 561.000

122199BB50-2 50-70 IKR 507.000

122199BBL20-1 20-34 Svampur, áklæði, riflás og fast undirlag. IKR 522.000

122199BBL20-2 20-34 Sérsmíði með koltrefjaundirlagi. IKR 468.000

122199BBL35-1 35-49 Plata/rammi með hraðlosunarfestingum IKR 547.000

122199BBL35-2 35-49 við stól IKR 494.000

122199BBL50-1 50-70 IKR 574.000

122199BBL50-2 50-70 IKR 522.000

* Innifalið í verði er einnig aðlögun, mátun og festing baks við undirstell

2 Mót: Gert innan 3ja mánaða frá afhendingu 1. móts 119

Page 121: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 18 09 31

SÍ 18 09 31 03

Sérsmíðaðar setur 180931 03

Vörunúmer

Setbr.

cm

Hentar öllum gerðum undirstells

Áklæði og aukaver er innif. Myn

t

1. Mót

Verð

m/vsk

2. Mót*

Verð

m/vsk

Seljandi: Sérmót

Seta án

ramma OMS 300 Allt að 70 cm Tvær tegundir af svampi, harðari oft ætlað EUR 265.000 240.000

börnum og til að rétta af líkamsstöðu og svo

mýkri sem er algengari fyrir fullorðna.

Hentar öllum gerðum undirstells, áklæði og

aukaver innifalið

Seta með

undirlagi OMS 301 Allt að 68 cm Undirlag úr áli EUR 318.000 293.000

OMS 301B Allt að 70 cm Undirlag úr krossvið EUR 295.000 270.000

Seta með

festingum OMS 302 Allt að 68 cm Undirlag úr áli með hraðlosandi festingum EUR 363.000 328.000

OMS 302B Allt að 70 cm Undirlag úr krossvið með hraðlosandi festingumEUR 330.000 305.000

Innifalið í verði er einnig aðlögun, mátun og festing sætis við undirstell

Mót 2: Gert innan 3ja mánaða frá afhendingur móts 1 120

Page 122: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 18 09 31

SÍ 18 09 31 03

Sérsmíðaðar setur 180931 03

Vörunúmer

Setbr.

cm

Hentar öllum gerðum undirstells

Áklæði og aukaver er innif. Myn

t

1. Mót

Verð

m/vsk

2. Mót*

Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

122199CC20-1 20-34 IKR 297.000

Seta án 122199CC20-2 20-34 Sérsmíði án ramma eða plötu - IKR 261.000

ramma 122199CC35-1 35-49 Svampur, áklæði og riflás IKR 313.000

122199CC35-2 35-49 IKR 278.000

122199CC50-1 50-70 IKR 348.000

122199CC50-2 50-70 IKR 297.000

Seta með 122199CA20-1 20-34 Svampur, áklæði, riflás og IKR 348.000

undirlagi 122199CA20-2 20-34 fast undirlag/ plata úr áli eða IKR 315.000

122199CA35-1 35-49 krossviði með föstum IKR 363.000

122199CA35-2 35-49 festingum við stól IKR 332.050

122199CA50-1 50-70 IKR 400.000

122199CA50-2 50-70 IKR 367.000

122199CAL20-1 20-34 Undirlag, plata úr koltrefjum, IKR 403.000

122199CAL20-2 20-34 Svampur, áklæði, riflás og fast undirlag, IKR 351.000

122199CAL35-1 35-49 sérsmíðuð fyrir hverja stólgerð IKR 421.000

122199CAL35-2 35-49 með föstum festingum við stól IKR 368.000

122199CAL50-1 50-70 IKR 438.000

122199CAL50-2 50-70 IKR 386.000

Seta með 122199CB20-1 20-34 Svampur, áklæði, riflás og IKR 377.000

festingum 122199CB20-2 20-34 fast undirlag/ plata úr áli eða IKR 325.000

122199CB35-1 35-49 krossviði með föstum IKR 412.000

122199CB35-2 35-49 festingum við stól IKR 359.000

122199CB50-1 50-70 IKR 447.000

122199CB50-2 50-70 IKR 394.000

122199CBL20-1 20-34 Svampur, áklæði, riflás og fast undirlag, IKR 438.000

122199CBL20-2 20-34 plata úr koltrefjum, sérsmíðuð fyrir hverja IKR 387.000

122199CBL35-1 35-49 stólgerð m.hraðlosunarfest. við stól IKR 473.000

122199CBL35-2 35-49 IKR 420.000

122199CBL50-1 50-70 IKR 507.000

122199CBL50-2 50-70 IKR 455.000

Mót 2: Gert innan 3ja mánaða frá afhendingur móts 1 121

Page 123: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 18 09 31

SÍ 18 09 31 04

Sérsmíðaðir höfuðstuðningar 180931 04

Vörunúmer

Setbr.

cm

Hentar öllum gerðum undirstells

Áklæði og aukaver er innif. Myn

t

1. Mót

Verð

m/vsk

2. Mót*

Verð

m/vsk

Seljandi: Sérmót

Án

ramma OMS 400 Allt að 33 cm

Hentar öllum gerðum, ákæði og aukver

innifalið EUR 149.000 135.000

Bæði harður og mjúkur svampur í boði

Með

undirlagi & OMS 401 Allt að 33 cm Hægt að hafa festingarnar beinar, framm- EUR 205.000 185.000

festingu og afturhallandi.

Innifalið í verði er einnig aðlögun, mátun og festing á undirstell

Mót 2: Gert innan 3ja mánaða frá afhendingur móts 1 122

Page 124: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 18 09 31

SÍ 18 09 31 04

Sérsmíðaðir höfuðstuðningar 180931 04

Vörunúmer

Setbr.

cm

Hentar öllum gerðum undirstells

Áklæði og aukaver er innif. Myn

t

1. Mót

Verð

m/vsk

2. Mót*

Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

122199HC20-1 20-34 IKR 191.000

Án 122199HC20-2 20-34 Sérsmíði án ramma eða plötu IKR 155.000

ramma 122199HC35-1 35-49 Svampur, áklæði, riflás IKR 207.000

122199HC35-2 35-49 IKR 174.000

122199HC50-1 50-70 IKR 226.000

122199HC50-2 50-70 IKR 191.000

Með 122199HA20-1 20-34 Sérsmíði með undirlagi / ramma. IKR 243.000

undirlagi & 122199HA20-2 20-34 Svampur, áklæði, riflás og fast undirlag IKR 209.000

festingu 122199HA35-1 35-49 plata/rammi með festingum við stól IKR 261.000

122199HA35-2 35-49 IKR 226.000

122199HA50-1 50-70 IKR 278.000

122199HA50-2 50-70 IKR 244.000

*Innifalið í verði er einnig aðlögun, mátun og festing á undirstell

Mót 2: Gert innan 3ja mánaða frá afhendingur móts 1 123

Page 125: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 18 09 39

SÍ 18 09 39 02

Tilbúin setkerfi, bakeiningar 180939 02

Framl.

Vörunafn

(skel/púði)

Vörunúmer

Stólbreidd

frá-til cm

Utanmál

baks BxH Inn

an

mál

Lýsing

Efni, einingar og áklæði

(innif. í verði)

My

nt Verð

m/vsk Sam

ræm

isyfi

rlýs.

fylg

ir

rar

ðavo

ttan

ir

V-Trak VIT-AXPR-L 33-45 35-43x30 31-

37

Profile bak MID með V-trak plastskel, með 2

festingum á hliðum MBR20 . Á fastramma

hjólastóla. Festist á þverslá. Þvermál rörs

getur verið 20mm / 22 mm eða 25 mm. Hægt

er að stilla hliðarstuðning og aðlaga að bol.

Áklæði er úr nylon/polyester og er

svampfóðrað. Auðvelt að taka það af og má

þvo við 40°.

GPB

118.000 x x

V-Trak VIT-AXPS-L 33-45 35-43x40 31-

37

Profile bak MID með V-trak plastskel, með 2

festingum á hliðum MBR20 . Á fastramma

hjólastóla. Festist á þverslá. Þvermál rörs

getur verið 20mm / 22 mm eða 25 mm. Hægt

er að stilla hliðarstuðning og aðlaga að bol.

Áklæði er úr nylon/polyester og er

svampfóðrað. Auðvelt að taka það af og má

þvo við 40°.

GPB

118.000 x x

V-Trak VIT-AXPR-XL 39-50 40-50x30 35-

43

Profile bak MID með V-trak plastskel, með 2

festingum á hliðum MBR20 . Á fastramma

hjólastóla. Festist á þverslá. Þvermál rörs

getur verið 20mm / 22 mm eða 25 mm. Hægt

er að stilla hliðarstuðning og aðlaga að bol.

Áklæði er úr nylon/polyester og er

svampfóðrað. Auðvelt að taka það af og má

þvo við 40°.

GPB

118.000 x x

V-Trak VIT-AXPS-XL 39-50 40-50x40 35-

43

Profile bak MID með V-trak plastskel, með 2

festingum á hliðum MBR20 . Á fastramma

hjólastóla. Festist á þverslá. Þvermál rörs

getur verið 20mm / 22 mm eða 25 mm. Hægt

er að stilla hliðarstuðning og aðlaga að bol.

Áklæði er úr nylon/polyester og er

svampfóðrað. Auðvelt að taka það af og má

þvo við 40°.

GPB

118.000 x x

V-Trak VIT-VP-DC1 27-30 26-33x25 26-

32

Lágt bak barna/ Pediatric- Deep Contour með

V-trak plastskel með hliðarstuðningi, með

festingu fyrir miðju BBMB20. Á fastramma

hjólastóla. Festist á þverslá. Þvermál rörs

getur verið 20mm / 22 mm eða 25 mm. Hægt

er að stilla hliðarstuðning og aðlaga að bol.

Áklæði er úr nylon/polyester og er

svampfóðrað. Auðvelt að taka það af og má

þvo við 40°.

GPB

95.000 x x

V-Trak VIT-AXSBD-LR 33-45 35-43x16 29-

40

Lágt bak Segmented - Deep Contour með V-

trak plastskel með hliðarstuðningi og festingu

fyrir miðju BBMB20. Þvermál rörs getur verið

20mm / 22 mm eða 25 mm. Á fastramma

hjólastóla. Festist á þverslá. Hægt er að stilla

hliðarstuðning og aðlaga að bol. Áklæði er úr

nylon/polyester og er svampfóðrað. Auðvelt að

taka það af og má þvo við 40°.

GPB

95.000 x x

V-Trak VIT-AXSBD-LF 33-45 35-43x20 29-

40

Lágt bak Segmented - Deep Contour með V-

trak plastskel með hliðarstuðningi og festingu

fyrir miðju BBMB20. Þvermál rörs getur verið

20mm / 22 mm eða 25 mm. Á fastramma

hjólastóla. Festist á þverslá. Hægt er að stilla

hliðarstuðning og aðlaga að bol. Áklæði er úr

nylon/polyester og er svampfóðrað. Auðvelt að

taka það af og má þvo við 40°.

GPB

95.000 x x

Seljandi: Eirberg

124

Page 126: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 18 09 39

SÍ 18 09 39 02

Tilbúin setkerfi, bakeiningar 180939 02

Framl.

Vörunafn

(skel/púði)

Vörunúmer

Stólbreidd

frá-til cm

Utanmál

baks BxH Inn

an

mál

Lýsing

Efni, einingar og áklæði

(innif. í verði)

My

nt Verð

m/vsk Sam

ræm

isyfi

rlýs.

fylg

ir

rar

ðavo

ttan

ir

Seljandi: Eirberg

V-Trak VIT-AXSBD-XLR 39-50 40-50x17 33-

46

Lágt bak Segmented - Deep Contour með V-

trak plastskel með hliðarstuðningi og festingu

fyrir miðju BBMB20. Þvermál rörs getur verið

20mm / 22 mm eða 25 mm. Á fastramma

hjólastóla. Festist á þverslá. Hægt er að stilla

hliðarstuðning og aðlaga að bol. Áklæði er úr

nylon/polyester og er svampfóðrað. Auðvelt að

taka það af og má þvo við 40°.

GPB

95.000 x x

V-Trak VIT-AXSBD-XLF 39-50 40-50x20 33-

46

Lágt bak Segmented - Deep Contour með V-

trak plastskel með hliðarstuðningi og festingu

fyrir miðju BBMB20. Þvermál rörs getur verið

20mm / 22 mm eða 25 mm. Á fastramma

hjólastóla. Festist á þverslá. Hægt er að stilla

hliðarstuðning og aðlaga að bol. Áklæði er úr

nylon/polyester og er svampfóðrað. Auðvelt að

taka það af og má þvo við 40°.

95.000 x x

Sunrise

Medical

Jay Carbon

bakeiningar

Jay 3 Carbon

bakeining,

SUNNJAYJ3BCF

SLTSXX

32-44 Breidd:

val um

32, 36, 41

x Hæð:

17 cm

32,

36,

41

cm

Létt bakeining úr Carbon efni fyrir mjög virka

einstaklinga og hámarksþyngd notanda er

max 125 kg. Þetta bak heitir Lower Thoracic

(LT). Hægt að fá með föstum eða hraðlosandi

festingum. Auðvelt að stilla bakið. Hægt að

dýptastilla um 4 cm og vinkilstilla bakið +/-

20°. Dýpt á mótun baks inn á við er 5 cm.

Þyngd baks er frá 690 gr. XX í vörunúmeri er

fyrir setbreiddinni.

USD 141.900 X

Jay 3 Carbon

bakeining,

SUNNJAYJ3BCF

SLTTXX

32-50 Breidd:

val um

32, 36, 41

,46 x

Hæð: 24

cm

32,

36,

41,

46

cm

Lover Thoracic (LT) - Sama lýsing og fyrir

ofan

USD 141.900 X

Jay 3 Carbon

bakeining,

SUNNJAYJ3BCF

SCMTSXX

32 - 50 Breidd:

val um

32, 36, 41

,46 x

Hæð: 30

cm

32,

36,

41,

46

cm

Mid Thoracic (MT) - Sama lýsing og fyrir ofan USD 141.900 X

Jay 3 Carbon

bakeining,

SUNNJAYJ3BCF

SCMTTXX

32 - 50 Breidd:

val um

32, 36, 41

,46 x

Hæð: 38

cm

32,

36,

41,

46

cm

Mid Thoracic (MT) - Sama og fyrir ofan USD 141.900 X

Aukahlutir

fyrir Carbon

bakeiningar

Festingar fyrir

fasta

bakeiningu

SUNNJAYJ3BCF

BRKTFX

Allar breiddir Festingar fyrir fast bak - ekki hægt að taka af. USD 28.544

Festingar fyrir

bakeiningu

sem hægt er

að taka af.

SUNNJAYJ3BCF

MNTSYSQR

Festingar fyrir bakeiningu sem hægt er að

taka af.

USD 28.544

Spacer blocks SUNNJAYJ3BCF

SPCRBLCK

Notast ef það þarf að auka breiddina um 2 cm USD 9.915

Seljandi: Fastus

Seljandi: Eirberg

125

Page 127: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 18 09 39

SÍ 18 09 39 02

Tilbúin setkerfi, bakeiningar 180939 02

Framl.

Vörunafn

(skel/púði)

Vörunúmer

Stólbreidd

frá-til cm

Utanmál

baks BxH Inn

an

mál

Lýsing

Efni, einingar og áklæði

(innif. í verði)

My

nt Verð

m/vsk Sam

ræm

isyfi

rlýs.

fylg

ir

rar

ðavo

ttan

ir

Seljandi: Eirberg

Clamp inserts SUNNJAYJ31209

84E

Notast með spacer blocks til að auka

breiddina um 2 cm

USD 2.103

Jay 3

bakeiningar

Shallow

Contour (SC)

SUNNJAYJ3SCL

TXXX

31 - 56 cm Breidd val

um 31,

36, 41,

46, 51 cm

x H val

um: 17,

20, 24 cm

28,

33,

38,

43,

48

cm

Shallow Contour (SC) lág bakeining Lower

Thoracic sem veitir léttan hliðarstuðning. Dýpt

á mótun baks inn á við: 5 cm. Velja þarf

breidd og bakhæð. Áklæði er loftanlegt.

Auðvelt að stilla - hægt að vinkilstilla bak. Gott

úrval aukahluta. Einfaldar festingar til að taka

bakeiningu af hjólastólnum. Hámarksþyngd

notanda 136 kg. Litur á áklæði: Svart.

USD 77.300 X X

SUNNJAYJ3SCM

TXXX

31 - 56 Breidd val

um 31,

36, 41,

46, 51 cm

x H val

um: 30,

34, 38 cm

28,

33,

38,

43,

48

cm

Mid Thoracic - Sama og fyrir ofan USD 81.316 X X

SUNNJAYJ3SCU

TXXX

31 - 56 Breidd val

um 31,

36, 41,

46, 51 cm

x H val

um: 42,

46, 50 cm

28,

33,

38,

43,

48

cm

Upper Thoracic - Sama og fyrir ofan USD 90.100 X X

SUNNJAYJ3SCS

HXXX

36 - 56 Breidd val

um 36,

41, 46, 51

cm x H

val um:

53, 57, 61

cm

28,

33,

38,

43,

48

cm

Shoulder Height - Sama og fyrir ofan USD 96.876 X X

Jay 3 Mid

Contour (MC)

SUNNJAYJ3MC

MTXXX

31 - 56 Breidd val

um 31,

36, 41,

46, 51 cm

x Hæð val

um: 30,

34, 38 cm

24,5

/

29,5

/

34,5

/

39,5

/

44,5

cm

Mid Contour (MC) bakeining sem gefur

miðlungs stuðning til hliðanna. Dýpt á mótun

baks inn á við 8 cm. Mid

Thoracic - sama og fyrir ofan.

USD 89.096 X X

SUNNJAYJ3MCU

TXXX

31 - 56 Breidd val

um 31,

36, 41,

46, 51 cm

x Hæð val

um: 42,

46, 50 cm

24,5

/

29,5

/

34,5

/

39,5

/

44,5

cm

Upper Thoracic - sama og fyrir ofan USD 99.386 X X

Seljandi: Fastus

126

Page 128: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 18 09 39

SÍ 18 09 39 02

Tilbúin setkerfi, bakeiningar 180939 02

Framl.

Vörunafn

(skel/púði)

Vörunúmer

Stólbreidd

frá-til cm

Utanmál

baks BxH Inn

an

mál

Lýsing

Efni, einingar og áklæði

(innif. í verði)

My

nt Verð

m/vsk Sam

ræm

isyfi

rlýs.

fylg

ir

rar

ðavo

ttan

ir

Seljandi: Eirberg

SUNNJAYJ3MCS

HXXX

36-56 cm Breidd val

um 36,

41, 46, 51

cm x

Hæð val

um: 53,

57, 61 cm

24,5

/

29,5

/

34,5

/

39,5

/

44,5

cm

Shoulder Height - sama og fyrir ofan USD 104.656 X X

Jay 3 Deep

Contour (DC)

SUNNJAYJ3DCU

TXXX

36 - 56 cm Breidd val

um 36,

41, 46, 51

cm x

Hæð val

um: 42,

46, 50 cm

28,

33,

38,

43

Deep Contour (DC) bakeining Upper

Thoracic (UT) gefur mjög góðan stuðning við

efri búk. Dýpt á mótun baks inn á við 15 cm.

Annars það sama og fyrir ofan.

USD 107.166 X X

SUNNJAYJ3DCS

HXXX

36 - 56 cm Breidd val

um 36,

41, 46, 51

cm x

Hæð val

um: 53,

57, 61 cm

28,

33,

38,

43

Shoulder Height - sama og fyrri ofan. USD 109.927 X X

Jay 3 Mid

Deep Contour

(MDC)

SUNNJAYJ3MDC

MTXXX

36-51 cm Breidd val

um 36,

41, 46, 51

cm x

Hæð val

um: 30 og

38 cm

28,

33,

38,

43

cm

Mid Deep Contour (MDC) bakeining Mid

Thorarcic (MDC) gefur mjög góðan stuðning

fyrir miðjum búk. Dýpt á mótun baks inn á við

er 15 cm. Annars sama lýsing og er fyrir ofan.

USD 102.146 X X

SUNNJAYJ3MDC

UTMXX

36-51 cm Breidd val

um 36,

41, 46, 51

cm x

Hæð 40

cm

28,

33,

38,

43

cm

Upper Thoracic (UT) - sama lýsing og fyrir

ofan.

USD 102.146 X X

SUNNJAYJ3MDC

SHSXX

36-51 cm Breidd val

um 36,

41, 46, 51

cm x

Hæð 53

cm

28,

33,

38,

43

cm

Shoulder Height (SH) - sama lýsing og fyrir

ofan.

USD 104.656 X X

Jay 3

Posterior

Deep Contour

(PDC)

SUNNJAYJ3PDC

LTXXX

36-51 cm Breidd val

um 36,

41, 46, 51

cm x

Hæð 20

og 24 cm

28,

33,

38,

43

cm

Posterior Deep Contour (PDC) bakeining

Lower Thoracic (LT) gefur flullan stuðning við

neðanverðan búk. Dýpt á mótun baks inn á við

er 15 cm. Annars sama lýsing og fyrir ofan.

USD 112.436 X X

SUNNJAYJ3PDC

MTXXX

36-51 cm Breidd val

um 36,

41, 46, 51

cm x

Hæð 30

og 38 cm

28,

33,

38,

43

cm

Mid Thoracic (MT) - sama lýsing og fyrir ofan. USD 112.436 X X

Seljandi: Fastus

127

Page 129: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 18 09 39

SÍ 18 09 39 02

Tilbúin setkerfi, bakeiningar 180939 02

Framl.

Vörunafn

(skel/púði)

Vörunúmer

Stólbreidd

frá-til cm

Utanmál

baks BxH Inn

an

mál

Lýsing

Efni, einingar og áklæði

(innif. í verði)

My

nt Verð

m/vsk Sam

ræm

isyfi

rlýs.

fylg

ir

rar

ðavo

ttan

ir

Seljandi: Eirberg

SUNNJAYJ3PDC

UTMXX

36-51 cm Breidd val

um 36,

41, 46, 51

cm x

Hæð 46

cm

28,

33,

38,

43

cm

Upper Thoracic (UT) - sama lýsing og fyrir

ofan.

USD 112.436 X X

SUNNJAYJ3PDC

SHXX

41 - 51 cm Breidd val

um 41,

46, 51 cm

x Hæð

53, 57, 61

cm

33,

38,

43

cm

Shoulder Height (SH) - sama lýsing og fyrir

ofan.

USD 114.946 X X

Aukahlutir

fyrir Jay 3

bakeiningar

Festingar til

að auka

setdýpt

SUNNJAYJ3EUA

HB

Hægt að auka setdýptina á bakeiningunni. USD 5.408

4 punkta

festing á

baksúlur

SUNNJAYJ3EU4

PTHDWSH

4 punkta festingar til að halda bakeiningu

stöðugri. Gott fyrir spasma eða ofhreyfingar.

USD 28.544

Bakdúkur SUNNJAYJ3BVF

XX

Bakdúkur sem kemur neðan frá baki og festist

á sætisramman til að loka baki.

USD 5.408

Höfuðst.ur SUNNJAYJ3EUH

DLSP

Jay standard höfuðstuðningur USD 12.319

SUNNJAYJ3EUH

DLCP

Jay mótaður höfuðstuðningur USD 49.576

Festing fyrir

höfuðstuðning

SUNNJAYJ3EUH

DXH

Jay standard festing USD 24.638

SUNNJAYJ3EUH

DFH

Jay Flip back festing USD 34.553

Jay Zip

Bakeiningar

SUNNJAYJZIPBX

XS

20 - 38 cm 20 x 15,

25 x 15,

30 x 15,

35 x 15

cm

14,

19,

24,

29

cm

Jay Zip sérstaklega hannað fyrir börn. Velja

þarf breiddina á bakinu. Kemur með extra

léttum festingum og bakskel er einnig létt.

Hægt að vinkilstilla bakeiningu frá -20° til

+20°. Ver er úr Neopren efni sem er

teygjanlegt og Anti microbial, gefur vel eftir.

Innra ver er vatnshelt. Gott úrval aukahluta.

Þessi bakeining kemur með bakhæð 12 cm.

USD 79.950 X

SUNNJAYJZIPBX

XM

20 - 38 cm 20 x 20,

25 x 20,

30 x 20,

35 x 20

cm

14,

19,

24,

29

cm

Sama og fyrir ofan nema bakhæð er hærri eða

20 cm.

USD 79.950 X

SUNNJAYJZIPBX

XT

20 - 38 cm 20 x 25,

25 x 25,

30 x 25,

35 x 25

cm

14,

19,

24,

29

cm

Sama og fyrir ofan nema bakhæð er hærri eða

25 cm

USD 79.950 X

SUNNJAYJZIPBx

xX

20 - 38 cm 20 x 30,

25 x 30,

30 x 30,

35 x 30

cm

14,

19,

24,

29

cm

Sama og fyrir ofan nema bakhæð er hærri eða

30 cm

USD 79.950 X

Seljandi: Fastus

128

Page 130: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 18 09 39

SÍ 18 09 39 02

Tilbúin setkerfi, bakeiningar 180939 02

Framl.

Vörunafn

(skel/púði)

Vörunúmer

Stólbreidd

frá-til cm

Utanmál

baks BxH Inn

an

mál

Lýsing

Efni, einingar og áklæði

(innif. í verði)

My

nt Verð

m/vsk Sam

ræm

isyfi

rlýs.

fylg

ir

rar

ðavo

ttan

ir

Seljandi: Eirberg

Aukahlutir

fyrir Jay Zip

bakeiningar

Hliðarst.ur SUNNJAYJZFX3

4F

Fastir hliðarstuðningar - beinir, L: 7 cm x H: 10

cm

USD 37.558

SUNNJAYJZFX4

5F

Fastir hliðarstuðningar - beinir, L: 10 cm x H:

12 cm

USD 37.558

SUNNJAYJZFX3

4C

Fastir hliðarstuðningar - sveigðir (curved), L: 7

cm x H: 10 cm

USD 37.558

SUNNJAYJZFX4

5C

Fastir hliðarstuðningar - sveigðir (curved), L:

10 cm x H: 12 cm

USD 37.558

Höfuðst.ur SUNNJAYJZHED

6

Höfuðstuðningur með skálalaga

höfuðstuðningi, B: 15 cm.

USD 57.388

SUNNJAYJZHED

8

Höfuðstuðningur með skálalaga

höfuðstuðningi, B: 20 cm.

USD 57.388

SUNNJAYJZHED

CINF

Höfuðstuðningur með mótuðum anatomisc

höfuðpúða með góðum stuðningi til hliðanna.

B: 15 cm

USD 54.384

SUNNJAYJZHED

CS

Höfuðstuðningur með mótuðum anatomisc

höfuðpúða með góðum stuðningi til hliðanna.

B: 20 cm

USD 54.384

Hlífðardúkur SUNNJAYVF08 20 - 22 cm Hlífðardúkur sem er festur frá baki og niður á

setdúk til að hlífa viðkomandi fyrir vind.

USD 6.911

SUNNJAYVF10 25 - 27 cm Sama og fyrir ofan USD 6.911SUNNJAYVF12 30 - 33 cm Sama og fyrir ofan USD 6.911SUNNJAYVF14 35 - 38 cm Sama og fyrir ofan USD 6.911

Belti SUNNJAYZIP Bolbelti á bakeininguna - sjá pöntunarblað til

að velja réttu stærðina

USD 24.037

Varilite Icon back low 35

4400321410

33-38 29x18 27 Icon er hart bak sem er gert fyrir fastramma

stóla og festist á bakrörin.

USD 69.800x

Icon back low 38

4400321510

35-40 29,5x19,5 31 Bakið hefur mikla stillimöguleika. Auðvelt er að

stilla hæð, setdýpt og halla.

USD 69.800x

Icon back low 40

4400321610

38-43 34x21 32 Festingar með hraðlosun. Bakið er bólstrað

með loftfylltum svamppúða sem

USD 69.800x

Icon back low 43

4400321710

41-46 36,5x22 34 hægt er að stilla með þartilgerðum ventli.

Áklæði með góðri öndun

USD 69.800x

Icon back low 45

4400321810

43-48 39x23 37 Hægt er að festa Varilite hliðarstuðninga á

Icon bökin

USD 69.800x

Icon back low 50

4400322010

48-53 44x24 42 Icon bakið kemur í þremur mismunandi

hæðum, low, mid og tall.

USD 69.800x

Icon deep er dýpra og með auknum x

Varilite Icon back mid 30

4400121210

30-33 24x24,5 25 hliðarstuðningi. USD 73.600x

Icon back mid 35

4400121410

33-38 29x28,5 27 Icon bakið er árekstrarprófað og uppfyllir ISO

16840-4

USD 73.600x

Icon back mid 38

4400121510

35-40 31,5x30,5 29 USD 73.600x

Icon back mid 40

4400121610

38-43 34x32 32 USD 73.600x

Icon back mid 43

4400121710

41-46 36,5x34 34 USD 73.600x

Icon back mid 45

4400121810

43-48 39x36 37 USD 73.600x

Icon back mid 50

4400122010

48-53 44x40 42 USD 73.600x

Icon back mid 55

4420122210

53-58 49x40 47 USD 91.200x

Icon back mid 56

4420122410

58-63,5 54x40 52 USD 91.200x

x

Varilite Icon back Tall 30

4400221210

30-33 24x37 22 USD 76.900x

Icon back Tall 35

4400221410

33-38 29x43 27 USD 76.900x

Seljandi: Fastus

Seljandi: Stoð

129

Page 131: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 18 09 39

SÍ 18 09 39 02

Tilbúin setkerfi, bakeiningar 180939 02

Framl.

Vörunafn

(skel/púði)

Vörunúmer

Stólbreidd

frá-til cm

Utanmál

baks BxH Inn

an

mál

Lýsing

Efni, einingar og áklæði

(innif. í verði)

My

nt Verð

m/vsk Sam

ræm

isyfi

rlýs.

fylg

ir

rar

ðavo

ttan

ir

Seljandi: Eirberg

Icon back Tall 38

4400221510

35-40 31,5x46 29 USD 76.900x

Icon back Tall 40

4400221610

38-43 34x49 32 USD 76.900x

Icon back Tall 43

4400221710

41-46 36,5x52 35 USD 76.900x

Icon back Tall 45

4400221810

43-48 39x55 37 USD 76.900x

Icon back Tall 50

4400222010

48-53 44x50 42 USD 76.900x

xIcon back deep

35 4400421410

33-38 32x43 30 USD 91.200x

Icon back deep

38 4400421510

35-40 36x46 34 USD 91.200x

Icon back deep

40 4400421610

38-43 39x49 37 USD 91.200x

Icon back deep

43 4400421710

41-46 41x52 39 USD 91.200x

Icon back deep

45 4400421810

43-48 44x55 42 USD 91.200x

Icon back deep

50 4400422010

48-53 50x60 48 USD 91.200x

x

Varilite Icon aukahlutir xMounting Kit

07197

USD 9.120x

Complete HW Kit

07198

USD 15.435x

Nut and Bolt Kit

07196

USD 842x

Permanent Mount

Kit 07139

USD 1.684x

VariLock Upgrade

Kit 07485

USD 11.085

xVariLock

Complete HW Kit

07484

USD 27.502

xVariLock

Mounting Kit

07483

USD 17.259

xVariLock Slide

Bracket Kit 07304

USD 4.069

xModesty kit 35-

37 cm 04584

35-37 Dúkur sem hylur bilið milli baksins og setunnar

að aftan.

USD 4.500x

Modesty kit 40-43

cm 04585

40-43 USD 4.500x

Modesty kit 45-50

cm 04586

45-50 USD 4.500x

Varilite Evolution back 30

regular 47506

30-32,5 30x26 21 Evolution er hart bak sem passar á flesta stóla

með bakrörum.

USD 62.400

Evolution back 35

regular 47500

35-37,5 35x30 26 Hægt að stilla setdýpt og halla. USD 62.400

Evolution back 38

regular 47501

38-40,5 38x33 29 Bakið er bólstrað með loftfylltum svamppúða

sem

USD 62.400

Evolution back 40

regular 47502

40-42,5 40x34 31 hægt er að stilla með þartilgerðum ventli.

Áklæði með góðri öndun

USD 62.400

Evolution back 43

regular 47503

43-45,5 43x38 33 Hægt er að festa Varilite hliðarstuðninga á

Icon bökin

USD 62.400

Seljandi: Stoð

130

Page 132: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 18 09 39

SÍ 18 09 39 02

Tilbúin setkerfi, bakeiningar 180939 02

Framl.

Vörunafn

(skel/púði)

Vörunúmer

Stólbreidd

frá-til cm

Utanmál

baks BxH Inn

an

mál

Lýsing

Efni, einingar og áklæði

(innif. í verði)

My

nt Verð

m/vsk Sam

ræm

isyfi

rlýs.

fylg

ir

rar

ðavo

ttan

ir

Seljandi: Eirberg

Evolution back 45

regular 47504

45-47,5 45x40 36 Evolution bakið kemur í tveimur mismunandi

hæðum, regular og tall.

USD 62.400

Evolution back 50

regular 47505

50-52,5 50x45 41 Evolution deep er dýpra og með auknum

hliðarstuðningi.

USD 62.400

Evolution back 55

regular 47507

55-57,5 55x45 46 Evolution bakið er árekstrarprófað og uppfyllir

ISO 16840-4

USD 91.200

Evolution back 60

regular 47508

60-62,5 60x45 50 USD 91.200

Varilite Evolution back 30

Tall 47516

30-32,5 30x35 21 USD 70.900

Evolution back 35

Tall 47510

35-37,5 35x41 26 USD 70.900

Evolution back 38

Tall 47511

38-40,5 38x44 29 USD 70.900

Evolution back 40

Tall 47512

40-42,5 40x40 31 USD 70.900

Evolution back 43

Tall 47513

43-45,5 43x52 33 USD 70.900

Evolution back 45

Tall 47514

45-47,5 45x55 36 USD 70.900

Evolution back 50

Tall 47515

50-52,5 50-68 41 USD 70.900

Varilite Evolution back 35

Deep 4751835-37,5 35x42 26 USD 94.700

Evolution back 38

Deep 4752038-40,5 38x45 29 USD 94.700

Evolution back 40

Deep 4752240-42,5 40x48 29 USD 94.700

Evolution back 43

Deep 4752443-45,5 43x52 33 USD 94.700

Evolution back 45

Deep 4752645-47,5 45x56 34 USD 94.700

Evolution back 50

Deep 4752850-52,5 50x64 40 USD 94.700

Varilite Evolution

aukahlutir

Hardware Kit

(cane clips/shims

only) 04650

Festingar á Evolution skel USD 15.400

Upper Cane Clips

04660

Festing fyrir efri tengiflöt USD 11.200

Lower Cane Clips

04670

Festing fyrir neðri tengiflöt USD 8.400

Standard Pin Bar

(pair) 04581

Standard stillipinnar USD 3.500

Extended pin bar

(pair) 04582

Langir stillipinnar USD 4.200

Varilite Junior

Varilite Hliðarstuðn-

ingar fyrir

Varilite bök

PAL swing away

lateral supports

Short 890

35-60 Hliðarstuðningur - stuttur. Hægt að slá til hliðar

við flutning í og úr stól. Láréttur stillanleiki

púða 2,5 cm . Stærð púða 7,5x10 cm

USD 26.300

Seljandi: Stoð

131

Page 133: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 18 09 39

SÍ 18 09 39 02

Tilbúin setkerfi, bakeiningar 180939 02

Framl.

Vörunafn

(skel/púði)

Vörunúmer

Stólbreidd

frá-til cm

Utanmál

baks BxH Inn

an

mál

Lýsing

Efni, einingar og áklæði

(innif. í verði)

My

nt Verð

m/vsk Sam

ræm

isyfi

rlýs.

fylg

ir

rar

ðavo

ttan

ir

Seljandi: Eirberg

PAL swing away

lateral supports

Long 891

35-60 Hliðarstuðningur - langur. Hægt að slá til hliðar

við flutning í og úr stól. Láréttur stillanleiki

púða 5,7 cm . Stærð púða 10x13 cm

USD 26.300

PAL swing away

lateral supports

Offset 892

35-60 Hliðarstuðningur - offset (2 cm) Hægt að slá til

hliðar við flutning í og úr stól. Láréttur

stillanleiki púða 2,5 cm . Stærð púða 10x13

cm

USD 26.300

Vicair Liberty Back

system LBS/1

36-40 38x45 Liberty Back system er samsett úr

riflásabakdúk og bakpúða. Bakpúðinn er fylltur

með loftfylltum þríhyrningum sem gefa mýkt

og góðan stuðning. Bakið er mjög létt og

hentar vel í flesta krossramma stóla til að

bæta setstöðu og auka stuðning og þægindi.

Hægt að velja um öndunaráklæði eða

vantshelt áklæði.

EUR 63.700 x

Liberty Back

system LBS/2

40-44 42x45 sama og að ofan EUR 63.700 x

Liberty Back

system LBS/3

44-48 46x45 sama og að ofan EUR 63.700 x

Liberty Back

LB/CK/1

Sömu stærðir og mál

og fyrir Liberty back

system

Liberty Bakpúði án bakdúks. Sömu mál og

eiginleikgar og að ofan.

EUR 38.300 x

Vicair Anatomic Back

AABS/AX/3532

35-38 35x32 Anatomic Back er samsett úr riflásabakdúk og

bakpúða. Hentar vel fyrir notendur með

hryggskekkju. Hægt að aðlaga að

einstaklingnum. Fyrir krossramma stóla.

Áklæði með góðri öndun.

EUR 118.000 x

Anatomic Back

System

AABS/AX/4032

38-42 40x32 sama og að ofan EUR 118.000 x

Anatomic Back

System

AABS/AX/4040

38-42 40x40 sama og að ofan EUR 118.000 x

Anatomic Back

System

AABS/AX/4048

38-42 40x48 sama og að ofan EUR 118.000 x

Anatomic Back

System

AABS/AX/4540

43-47 45x40 sama og að ofan EUR 118.000 x

Anatomic Back

System

AABS/AX/4548

43-47 45x48 sama og að ofan EUR 118.000 x

Anatomic Back

System

AABS/AX/4556

43-47 45x56 sama og að ofan EUR 118.000 x

Anatomic Back

System

AABS/AX/5048

48-52 50x48 sama og að ofan EUR 118.000 x

Anatomic Back

System

AABS/AX/5056

48-53 50x56 sama og að ofan EUR 118.000 x

xAnatomic back

AAB/AX/XXXX

Sömu stærðir og mál

og fyrir Anatomic Back

system

Anatomic Back án bakdúks. Sömu mál og

eiginleikar og fyrir Anatomic back system

EUR 92.900 x

Vicair Multi functional

Back

AMFB/CK/3645

34-38 36x45 Multifunctional Back er bakpúði fyrir

hægindahjólastóla með bakhalla, tilt og harðri

setplötu. Bakpúðinn er fylltur með loftfylltum

þríhyrningum sem veita góða

þrýstingsdreifingu, stuðning og mýkt. Góð

vörn gegn þrýstingssárum. Hægt að aðlaga

að einstaklingnum. Áklæði með góðri öndun.

EUR 95.900 x

Seljandi: Stoð

132

Page 134: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 18 09 39

SÍ 18 09 39 02

Tilbúin setkerfi, bakeiningar 180939 02

Framl.

Vörunafn

(skel/púði)

Vörunúmer

Stólbreidd

frá-til cm

Utanmál

baks BxH Inn

an

mál

Lýsing

Efni, einingar og áklæði

(innif. í verði)

My

nt Verð

m/vsk Sam

ræm

isyfi

rlýs.

fylg

ir

rar

ðavo

ttan

ir

Seljandi: Eirberg

Multi functional

Back

AMFB/CK/4145

39-43 41x45 Sama og að ofan EUR 95.900 x

Multi functional

Back

AMFB/CK/4645

44-48 46x45 Sama og að ofan EUR 95.900 x

Multi functional

Back

AMFB/CK/3754

35-39 37x54 Sama og að ofan EUR 95.900 x

Multi functional

Back

AMFB/CK/4054

38-42 40x54 Sama og að ofan EUR 95.900 x

Multi functional

Back

AMFB/CK/4554

43-47 45x54 Sama og að ofan EUR 95.900 x

Multi functional

Back

AMFB/CK/5054

48-52 50x54 Sama og að ofan EUR 95.900 x

Wolturnus Wing Back ILSA

812200200030

35-50 Í

samræmi

við breidd

stóls

Stillanleg

hæð

Stilla

n-

leg

Wing Back ILSA er bak fyrir fastramma stóla

með innbyggðum stillanlegum hliðarstuðningi

sem býður upp á möguleika á mismunandi

stillingu hæ. og vi. megin Bakið er samsett úr

tveimur stillanlegum bakrörum, riflásum og

bakdúk. Festist á bakrörin sem eru fyrir á

stólnum. Góð lausn fyrir einstaklinga með

asymmetriska setstöðu og minnkað

setjafnvægi. Fáanlegt í 5 eða 7 cm dýpt með

festingum fyrir flestar gerðir fastramma stóla.

Þarf að tilgreina þvermál á bakrörum.

EUR 88.700 x

Seljandi: Stoð

133

Page 135: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Eirberg

Armar PAN-4401200 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

swing, U3, U3 light,

Hæðarstillanlegir armar, par, passa á hjólastóla með 24"

afturdekkjum

SEK 21.200

PAN-4401300 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

swing, U3, U3 light,

Hæðarstillanlegir armar, par, passa á hjólastóla með 26"

afturdekkjum

SEK 21.200

Belti PAN-4380238 Bambino Bolbelti SEK 12.078 Bök PAN-525BBHH S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

swing, U3,

Aðsniðið bak komplett, með svörtum bólstruðum dúk,

stilling með frönskum rennilás. HH=bakhæð á stól.

BB=setbreidd á stól skv. pöntunarblaði Panthera. Er 3

cm mjórra að ofan en neðantil. Fæst í breidd 30-45 og

hæð 30-40 cm. Lengri afhendingartími allt að 4-5 vikur.

SEK 40.806

PAN-524BBHH S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

swing, U3,

Aftursveig bak komplett, með svörtum bólstruðum dúk,

stilling með frönskum rennilás. HH=bakhæð á stól.

BB=setbreidd á stól skv. pöntunarblaði Panthera.

Dýpkar stól um 2,5 cm. Fæst í breidd 30-45cm og hæð

20-40 cm. Lengri afhendingartími allt að 4-5 vikur.

SEK 40.806

PAN-323BB17 Bambino, Bambino

Abd

Stillanleg bakhæð 17-25 cm SEK -

PAN-323BB18 Bambino, Bambino

Abd

Stillanleg bakhæð 27-35 cm SEK -

Drifhringir Sjá undir liðnum hjól

Dekk PAN-1000038 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

swing, U3,

Dekk Marathon plus 24"x1", parið SEK 7.010

PAN-1000039 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

swing, U3,

Dekk Marathon plus 26"x1", parið SEK 7.010

PAN-1000040 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

swing, U3,

Dekk Marathon plus 25"x1", parið SEK 7.010

PAN-1000115 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

swing, U3,

Hörð dekk 24"x1", parið SEK 22.063

PAN-1000124 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

swing, U3,

Gróf dekk 24"x1" (threaded PR1MO), parið SEK 4.288

Fótahvílur PAN-3600131 S3 short, S3 short

low

Fótbogi titan, stuttur fyrir setbreidd 30 cm SEK -

PAN-3600134 S3 short, S3 short

low, S3

Fótbogi titan, stuttur fyrir setbreidd 33 cm SEK -

PAN-36001BB S3, S3 short, Fótbogi titanium std, fyrir setbreidd 36-45 BB=setbreidd SEK -

PAN-3600137 S3 Lítill fótbogi titan, setbreidd 36, til að fá meira rými fyrir

fætur

SEK -

134

Page 136: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Eirberg

PAN-3600138 S3 Lítill fótbogi titan, setbreidd 39, til að fá meira rými fyrir

fætur

SEK -

PAN-36111BB S3, S3 short, S3

Large,

Fótbogi lengdur um 25 mm, fyrir setbreidd 33-50 BB=

setbreidd, sérstyrktur. Er standard á S3 Large.

SEK 25.578

PAN-41200BB S3, S3 short, S3

Large

Fótbogi titan snúið fram, fyrir setbreidd 33-45 cm. SEK 26.035

PAN-36915BB U3 Fótbogi titanium std, fyrir setbreidd 33-45 cm

BB=setbreidd

SEK -

PAN-36006BB U3 Fótbogi lengdur um 25mm, fyrir setbreidd 33-45 cm,

BB= setbreidd, sérstyrktur

SEK 9.972

PAN-36010BB S3, S3 short, S3

short low, S3 swing,

S3 Large, U3 Light

Svört plastplata á fótboga SEK 4.870

Fótaplötur PAN-670BB00 S3, S3 short, S3

short low, S3 Large,

Tvískiptar fótplötur uppfellanlegar, með röri

BB=setbreidd, fáanlegt fyrir setbreidd 33-50, án

hælbands, par

SEK 13.591

PAN-672BB00 S3, S3 short, S3

short low, S3 Large

Tvískiptar fótplötur, uppfellanlegar með röri, án

hælbands, 4 cm lengri. (Rör + plata), par

SEK 13.591

PAN-3700335 S3, S3 short, S3

short low, S3 swing

short, S3 swing

Hælbönd á fótafjalir, SB 33/36, par SEK 4.084

PAN-3700341 S3, S3 short, S3

short low, S3 Large,

S3 swing short, S3

swing

Hælbönd á fótafjalir, SB 39/42, par SEK 4.084

PAN-3700347 S3, S3 short, S3

Large, S3 swing

Hælbönd á fótafjalir, SB 45, par SEK 4.084

PAN-3700352 S3, S3 Large, S3

swing

Hælbönd á fótafjalir, SB 50, par SEK 4.084

PAN-40021BB Bambino, Bambino

Abd, S3 short, S3

short low,

Fótplata Bambino, komplett sett, BB= setbreidd Kemur

std á Bambino/Bambino Abd

SEK 26.411

PAN-4002110 Bambino, Bambino

Abd

Samsetning fyrir Swing Up fótplötu á Bambino SEK 16.022

Hliðarhlífar PAN-4401000 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

swing, U3, U3 light,

Bogadregnar hlíðarhlífar með sveigjanlegum efri part.

Standard á stól með 24" drifhjólum, par

SEK -

PAN-4401010 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

swing, U3, U3 light,

Bogadregnar hlíðarhlífar með sveigjanlegum efri part. Á

stól með 26" drifhjól, par

SEK 1.838

PAN-4410015 Bambino, Bambino

Abd

Hliðarhlífar, Bambino 20" , par SEK -

PAN-4410115 Bambino, Bambino

Abd

Vetrar hliðarhlífar, Bambino 20", par SEK 1.857

PAN-4410010 Bambino, Bambino

Abd

Hliðarhlífar, Bambino 22", std, par SEK -

PAN-4410110 Bambino, Bambino

Abd

Vetrar hliðarhlífar, Bambino 22" , par SEK 1.857

135

Page 137: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Eirberg

PAN-4410410 Bambino, Bambino

Abd

Hliðarhlífar, Bambino 24" , par SEK -

PAN-4410310 Bambino, Bambino

Abd

Vetrar hliðarhlífar, Bambino 24" , par SEK 1.857

Hjólast.borð

Hjólast.töskur

PAN-9900200 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 swing

short, U3

Taska undir setu m. 3 hólfum. SEK 11.564

PAN-9900202 U3 light Taska undir setu m. 3 hólfum. SEK 11.937 PAN-9900260 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

U3, U3 Light,

Bambino

Bakpoki m. Panthera logo SEK 14.706

Hnakkapúðar

PAN-47100BB Bambino, Bambino

Abd

Hnakkapúði SB 24-33, festur á baulu SEK 15.932

Hliðarstuðn. PAN-4710010 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

swing, U3, Bambino

Lítill mjúkur kíll í bakið, stk SEK 3.431

PAN-6770200 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

swing, U3, Bambino

Bolstuðningur TORSO, par festist á hæðarstillanleg

aksturshandföng

SEK 43.632

PAN-6770206 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

swing, U3, Bambino

Bolstuðningur TORSO, hægri, festist á hæðarstillanleg

aksturshandföng

SEK 21.816

PAN-6770205 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

swing, U3, Bambino

Bolstuðningur TORSO, vinstri, festist á hæðarstillanleg

aksturshandföng

SEK 21.816

Höfuðstuðn.

Hækjuhaldari PAN-9900300 S3, S3 short, S3

short low, S3 Large,

S3 Swing, S3 Swing

short, U3

Hækjuhaldari, fyrir 1 hækju SEK 5.028

Hjól PAN-2100090 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

Swing,

Framhjól 90 mm þvermál, 3" , par SEK -

PAN-2100070 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

Swing,

Framhjól 120 mm þvermál, 5" , par

Koma standard á S3 og S3 swing

SEK -

PAN-2100050 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

Swing,

Framhjól 150 mm þvermál, 6", par SEK 14.817

PAN-2100030 U3, U3 Light Framhjól 90 mm þvermál, 3", par

Koma standard á U3 hjólastól

SEK -

136

Page 138: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Eirberg

PAN-2100020 U3, U3 Light Framhjól 120 mm þvermál, 5", par SEK - PAN-

2100141+2000061

U3 Light Framhjól 90 mm þvermál, 3", par

Koma standard á U3 Light hjólastól

SEK -

PAN-2300192 Bambino, Bambino

ABD

Framhjól 5" úr þunnu gúmmíi fyrir 20" afturhjól, par SEK -

PAN-2300096 Bambino, Bambino

ABD

Framhjól 5" úr þykku gúmmíi fyrir 22-24" afturhjól, par SEK -

PAN-2300002 Bambino, Bambino

ABD

Framhjól 5" úr þunnu gúmmíi fyrir 22-24" afturhjól, par SEK -

PAN-1300010 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 Swing

short, U3,

24" drifhjól (háþrýstidekk) með ál-drifhringjum, par SEK -

PAN-1300020 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 Swing

short, U3, Bambino

24" drifhjól (háþrýstidekk) með titanium drifhringjum, par

Koma standard á S3 og U3

SEK -

PAN-1300050 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 Swing

short, U3

24" drifhjól (háþrýstidekk) með paragrip drifhringjum, par SEK 12.339

PAN-1300040 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 Swing

short, U3, Bambino

24" drifhjól (háþrýstidekk) með tetragrip drifhringjum, par SEK 12.339

PAN-1300030 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 Swing

short, U3, Bambino

24" drifhjól (háþrýstidekk) með maxgrip drifhringjum, par

(ath. Innihalda latex)

SEK 15.412

PAN-1100080 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 Swing

short, U3

24" drifhjól Spox (háþrýstidekk) með titanium

drifhringjum, svartir koltrefjateinar, par

SEK 82.148

PAN-1100082 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 Swing

short, U3

24" drifhjól Spox (háþrýstidekk) með titanium

drifhringjum, rauðir koltrefjateinar, par

SEK 82.148

PAN-1100085 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 Swing

short, U3

24" drifhjól Spox (háþrýstidekk) með paragrip

drifhringjum, svartir koltrefjateinar, par

SEK 82.148

PAN-1100087 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 Swing

short, U3

24" drifhjól Spox (háþrýstidekk) með paragrip

drifhringjum, rauðir koltrefjateinar, par

SEK 82.148

PAN-1100086 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 Swing

short, U3

24" drifhjól Spox (háþrýstidekk) með tetragrip

drifhringjum, svartir koltrefjateinar, par

SEK 82.148

137

Page 139: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Eirberg

PAN-1100088 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 Swing

short, U3

24" drifhjól Spox (háþrýstidekk) með tetragrip

drifhringjum, rauðir koltrefjateinar, par

SEK 82.148

PAN-1100140 U3 light 24" drifhjól Spinergy X (háþrýstidekk) með ál

drifhringjum, svartir koltrefjateinar. Koma standard á U3

light og á X stól, par

SEK -

PAN-1100120 U3 light 24" drifhjól Spox extra light (háþrýstidekk) með

titandrifhringjum, svartir koltrefjateinar, par

SEK -

PAN-1100121 U3 light 24" drifhjól Spox extra light (háþrýstidekk) með

titandrifhringjum, rauðir koltrefjateinar, par

SEK -

PAN-1100131 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 Swing

short, U3

25" drifhjól Spox (háþrýstidekk) með titanium

drifhringjum, léttir koltrefjateinar, par

SEK 82.148

PAN-1100133 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 Swing

short, U3

25" drifhjól Spox (háþrýstidekk) með paragrip

drifhringjum, léttir koltrefjateinar, par

SEK 82.148

PAN-1100132 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 Swing

short, U3

25" drifhjól Spox (háþrýstidekk) með tetragrip

drifhringjum, léttir koltrefjateinar, par

SEK 82.148

PAN-1100101 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 Swing

short, U3

26" drifhjól Spox (háþrýstidekk) með titanium

drifhringjum, léttir koltrefjateinar, par

SEK 82.148

PAN-1100104 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 Swing

short, U3

26" drifhjól Spox (háþrýstidekk) með paragrip

drifhringjum, léttir koltrefjateinar, par

SEK 82.148

PAN-1100105 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 Swing

short, U3

26" drifhjól Spox (háþrýstidekk) með tetragrip

drifhringjum, léttir koltrefjateinar, par

SEK 82.148

PAN-1102462MTB S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 Swing

short, U3

24" drifhjól Mountainbike (MTB) dekk með titan

drifhringjum festum í gjörð, par

SEK 36.474

PAN-1102463MTB S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 Swing

short, U3

25" drifhjól Mountainbike (MTB) dekk með titan

drifhringjum festum í SPOX gjörð, par

SEK 110.847

PAN-1100020 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 Swing

short, U3

24" drifhjól Spider með titan drifhringjum, par SEK 17.775

PAN-1320020 Bambino 20" drifhjól (háþrýstidekk) með titan drifhringjum, par. SEK -

PAN-1320030 Bambino 20" drifhjól (háþrýstidekk) með maxgrip drifhringjum

(ATH! Innihalda latex). Max grip drifhringir alltaf festir í

teina, par

SEK 15.412

PAN-1310020 Bambino 22" drifhjól (háþrýstidekk) með titan drifhringjum, par.

Koma standard með Bambino stól.

SEK -

PAN-1310030 Bambino 22" drifhjól (háþrýstidekk) með maxgrip drifhringjum

(ATH! Innihalda latex). Max grip drifhringir alltaf festir í

teina, par

SEK 15.412

138

Page 140: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Eirberg

PAN-1000018 Micro 18" drifhjól án drifhringja, par SEK - PAN-1000120 Micro 20" drifhjól án drifhringja, par. Koma standard á Micro. SEK -

PAN-2600102 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

U3

Freewheel standard, hjól framan á hjólastól. Þarf

sérstyrktan fótboga.Til notkunar úti.

SEK 110.331

PAN-2600103 Bambino Freewheel standard, hjól framan á hjólastól. Til notkunar

úti.

SEK 123.067

Klofkíll Keyrsluhandf. PAN-4252060 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

Swing, U3

Hæðarstillanleg keyrsluhandföng, par SEK 25.954

PAN-4252063 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

Swing, U3

Hæðarstillanleg keyrsluhandföng, +10cm, par SEK 25.954

PAN-4252066 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

Swing, U3

Hæðarstillanleg keyrsluhandföng, +20cm, par SEK 25.954

PAN-42400BB S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

Swing, U3

Hæðarstillanleg keyrslubaula, max þyngd notanda 100

kg BB=setbreidd

SEK 25.954

PAN-4245000 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

swing, U3, U3 light

Niðurfellanleg keyrsluhandföng, par SEK 16.931

PAN-42200BB Bambino Hæðarstillanleg keyrslubaula, max þyngd notanda 60

kg. Hæst 100 cm með 22" afturhjólum BB=setbreidd 24,

27, 30 eða 33 cm

SEK 25.954

PAN-4250000 Bambino Hæðarstillanleg keyrsluhandföng, max þyngd notanda

60 kg, par

SEK 25.954

PAN-4251000 Bambino Hæðarstillanleg keyrsluhandföng + 10cm, max þyngd

notanda 60 kg, par

SEK 25.954

PAN-4252000 Bambino Hæðarstillanleg keyrsluhandföng + 20cm, max þyngd

notanda 60 kg, par

SEK 25.954

Sessur PAN-47200BB S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing short, S3

Swing, U3

Sessa dýpt 40 cm, breidd frá 33-50 cm,

þykkt 2.5 cm

SEK 16.466

PAN-47500BB S3, S3 large, S3

Swing, U3, U3 light

Sessa dýpt 40 cm, breidd frá 33-50 cm,

þykkt 5.0 cm

SEK 16.466

PAN-47700BB S3, S3 large, S3

Swing, U3, U3 light

Sessa dýpt 40 cm, breidd frá 33-50 cm,

þykkt 7.0 cm

SEK 16.466

PAN-47235BB S3 short, S3 short

low, S3 swing short

Sessa dýpt 35 cm, breidd frá 36-39 cm,

þykkt 2.5 cm

SEK 16.466

PAN-47535BB S3 short, S3 short

low, S3 swing short

Sessa dýpt 35 cm, breidd frá 36-39 cm,

þykkt 5.0 cm

SEK 16.466

PAN-47735BB S3 short, S3 short

low, S3 swing short

Sessa dýpt 35 cm, breidd frá 36-39 cm,

þykkt 7.0 cm

SEK 16.466

139

Page 141: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Eirberg

PAN-47234BB S3 short, S3 short

low, S3 swing short

Sessa stillanleg, setdýpt 35 cm, breidd frá 30-33 cm,

þykkt 2.5 cm

SEK 16.466

PAN-47534BB S3 short, S3 short

low, S3 swing short

Sessa stillanleg, setdýpt 35 cm, breidd frá 30-33 cm,

þykkt 5.0 cm

SEK 16.466

PAN-4724539 S3 large Sessa setdýpt 45 cm, breidd 39, þykkt 2.5 cm SEK 17.474 PAN-47545BB S3 large Sessa setdýpt 45 cm, breidd 42, þykkt 5 cm SEK 17.474 PAN-4774542 S3 large Sessa setdýpt 45 cm, breidd 45, þykkt 7 cm SEK 17.474 PAN-47230BB Bambino Sessa setdýpt 23-30 cm, þykkt 2.5 cm SEK 16.466 PAN-47530BB Bambino Sessa setdýpt 23-30cm, þykkt 5 cm SEK 16.466 PAN-47241BB Micro, Bambino Sessa Micro long, þykkt 2.5 cm og Bambino BB=24 SEK 16.466 PAN-47541BB Micro, Bambino Sessa Micro long, þykkt 5 cm og Bambino BB=24 SEK 16.466

Stúf púði PAN-6760501 S3 short, S3 short

low, S3, S3 large, S3

swing, S3 swing

short

Stúfpúði kompl., hægri SEK 35.265

PAN-6760502 S3 short, S3 short

low, S3, S3 large, S3

swing, S3 swing

short

Stúfpúði kompl., vinstri SEK 35.265

Teinahlífar PAN-4500000 Bambino, S3 short,

S3 short low, S3, S3

large, S3 swing, S3

swing short, U3,

Teinahlífar á 24" drifhjól m. Panthera logo, par SEK 17.346

PAN-4500011 Bambino, S3 short,

S3 short low, S3, S3

large, S3 swing, S3

swing short, U3,

Teinahlífar á 24" drifhjól án Panthera logo, par SEK 17.346

PAN-4500100 Bambino Teinahlífar á 22" drifhjól m. Panthera logo, par SEK 17.346 PAN-4500111 Bambino Teinahlífar á 22" drifhjól án Panthera logo, par SEK 17.346 PAN-4500021 Bambino Teinahlífar á 20" drifhjól m. Panthera logo, par SEK 17.346 PAN-4500019 Micro Teinahlífar 18", par SEK 17.346 PAN-4500021 Micro Teinahlífar 20", par SEK 17.346

Veltivörn PAN-4353000 S3, S3 swing, S3

swing short, S3

short, S3 short low,

S3 large, U3

Veltivörn, kemur standard með stól, hægt að fella undir

stól, par

SEK -

PAN-4353030 S3, S3 swing, S3

swing short, S3

short, S3 short low,

S3 large, U3

Lengri veltivörn um 30 mm. Þarf ef stóll er hækkaður um

30-50 mm, par

SEK 7.880

PAN-4353060 S3, S3 swing, S3

swing short, S3

short, S3 short low,

S3 large, U3

Lengri veltivörn um 60 mm. Þarf ef stóll er hækkaður um

60 mm eða hærra, par

SEK 7.880

Annað PAN-3302510 S3, S3 short, S3

swing, S3 swing-

short, U3

Hækkunarsett á stól, 10 mm SEK 24.533

PAN-3302520 S3, S3 short, S3

swing, S3 swing-

short, U3

Hækkunarsett á stól, 20 mm SEK 27.712

140

Page 142: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Eirberg

PAN-3302530 S3, S3 short, S3

swing, S3 swing-

short, U3

Hækkunarsett á stól, 30 mm, þarf lengri veltivörn SEK 30.890

PAN-3302540 S3, S3 short, S3

swing, S3 swing-

short, U3

Hækkunarsett á stól, 40 mm, þarf lengri veltivörn SEK 34.068

PAN-3302550 S3, S3 short, S3

swing, S3 swing-

short, U3

Hækkunarsett á stól, 50 mm, þarf lengri veltivörn SEK 37.247

PAN-3302560 S3, S3 short, S3

swing, S3 swing-

short, U3

Hækkunarsett á stól, 60 mm, þarf lengri veltivörn SEK 40.425

PAN-3302570 S3, S3 short, S3

swing, S3 swing-

short, U3

Hækkunarsett á stól, 70 mm, þarf lengri veltivörn SEK 43.603

PAN-4630000 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 swing-

short, U3, U3 Light

Bremsur báðum megin, svart gúmmí, standard, par SEK -

PAN-3673033 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 swing-

short, U3, U3 Light

Annarrar handar bremsa, hægri, fyrir setbreidd 30-33 SEK 15.240

PAN-3683033 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 swing-

short, U3, U2 Light

Annarrar handar bremsa, vinstri, fyrir setbreidd 30-33 SEK 15.240

PAN-3673639 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 swing-

short, U3, U3 Light

Annarrar handar bremsa, hægri, fyrir setbreidd 36-39 SEK 15.240

PAN-3683639 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 swing-

short, U3, U3 Light

Annarrar handar bremsa, vinstri, fyrir setbreidd 36-39 SEK 15.240

PAN-3674245 S3, S3 short, S3

large, S3 swing, S3

swing-short, U3, U3

Light

Annarrar handar bremsa, hægri, fyrir setbreidd 42-45 SEK 15.240

PAN-3684245 S3, S3 short, S3

large, S3 swing, S3

swing-short, U3, U3

Light

Annarrar handar bremsa, vinstri, fyrir setbreidd 42-45 SEK 15.240

PAN-1103240 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 swing

short, U3, Bambino

Bremsa fyrir aðstoðarmann með 24" hjólum og ál

drifhringjum

SEK 106.772

141

Page 143: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Eirberg

PAN-1103220 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

S3 swing, S3 swing

short, U3, Bambino

Bremsa fyrir aðstoðarmann með 22" hjólum og ál

drifhringjum

SEK 106.772

PAN-9900251 S3, S3 short, S3

short low, S3 large,

U3, Bambino

Teygjanlegur efnishólkur (bólstrun), til að verja rör við

fótboga, par

SEK 5.515

PAN-4210100 U3 light Armkrækja (hook), er eingöngu seldur með hjólastól,

ekki hægt að kaupa sér, par

SEK 14.154

PAN-4800000 S3, U3 Tetra quick release, set SEK 7.709 PAN-4800005 S3, U3, U3 light Tetra quick release á SPOX hjól, set SEK 13.877 PAN-334BB04 S3, S3 short,S3

large, U3

Kömbrun 4° / camberaxle SEK 47.690

PAN-580139G U3 Y-rammi, sérsmíði. Lengri afgreiðslutími - allt að 11

vikur

SEK 113.196

Seljandi: Fastus

Armar

SUNNRUB40006 Rubix2 og XL Hemi armar stuttir púðar - par EUR 43.860

SUNNRUB40008 Rubix2 og XL Hemi armar langir púðar - par EUR 43.860

SUNNBAS040002 Breezy Basix2 Hæðarstillanlegir armar, dýptarstillanlegir - par EUR 11.610

SUNNLIF050026 Quickie Life Single post hæðarst. Armar með 25 cm armpúðum - par EUR 2.580

SUNNLFT040050 Quickie Life T Single post hæðarst. Armar með 25 cm armpúðum - par EUR 22.704

SUNNLIF050106 Quickie Life Single post hæðarst. Armar með 35 cm armpúðum - par EUR 22.704

SUNNLFT040051 Quickie Life T Single post hæðarst. Armar með 35 cm armpúðum - par EUR 22.704

SUNNLIF050108 Quickie Life Desk armrest hæðarst. Með 25 cm armpúðum - par EUR 36.378

SUNNLFT040002 Quickie Life T Desk armrest hæðarst. Með 25 cm armpúðum - par EUR 36.378

SUNNLIF050109 Quickie Life Desk armrest hæðarst. Með 35 cm armpúðum - par EUR 36.378

SUNNLFT040007 Qukckie Life T Desk armrest hæðarst. Með 35 cm armpúðum - par EUR 36.378

SUNNNSW040002 Quickie Neon2 Desk sideguard, armpúði 25 cm, hæðarstillanlegir hægt

að taka af - Par

EUR 36.378

SUNNNSW040004 Quickie Neon2 Desk sideguard, armpúði 31 cm, hæðarstillanlegir hægt

að taka af - Par

EUR 36.378

SUNNNSW040050 Quickie Neon2 Single post hæðarstillanlegir armar, 25 cm armpúðar -

par

EUR 26.316

SUNNNSW040051 Quickie Neon2 Single post hæðarstillanlegir armar, 36 cm armpúðar -

par

EUR 26.316

SUNNXES040005 Xenon 2 SA Desk sideguard, uppfellanlegir, hægt að taka af. - par EUR 27.090

SUNNXFF040005 Quickie Xenon 2 Desk sideguard, uppfellanlegir, hægt að taka af. - par EUR 27.090

SUNNXES040002 Xenon 2 SA Desk sideguard, hæðarstillanlegir, 25 cm armpúði, hægt

að taka af. - par

EUR 36.378

SUNNXFF040002 Quickie Xenon 2 Desk sideguard, hæðarstillanlegir, 25 cm armpúði, hægt

að taka af. - par

EUR 36.378

SUNNXES040004 Quickie Xenon 2 SA Desk sideguard, hæðarstillanlegir, 35 cm armpúði, hægt

að taka af. - par

EUR 36.378

142

Page 144: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Fastus

SUNNXFF040004 Quickie Xenon 2 Desk sideguard, hæðarstillanlegir, 35 cm armpúði, hægt

að taka af. - par

EUR 36.378

SUNNAGN040050 Quickie Argon 2 Single post hæðarstillanlegir armar, 25 cm armpúðar -

par

EUR 26.316

SUNNHUM040050 Quickie Helium Single post hæðarstillanlegir armar, 25 cm armpúðar -

par

EUR 26.316

SUNNAGN040051 Quickie Argon 2 Single post hæðarstillanlegir armar, 36 cm armpúðar -

par

EUR 26.316

SUNNHUM040051 Quickie Helium Single post hæðarstillanlegir armar, 36 cm armpúðar -

par

EUR 26.316

SUNNAGN040052 Quickie Argon 2 Single post armar hæðarstillanlegir með verkfærum,

dýptarstillanlegir - 33 cm - par

EUR 22.704

SUNNHUM040052 Quickie Helium Single post armar hæðarstillanlegir með verkfærum,

dýptarstillanlegir - 33 cm - par

EUR 22.704

SUNNAGN040108 Quickie Argon 2 Padded tubular armar - Par EUR 21.672SUNNHUM040108 Quickie Helium Tubular armar, aluminium, swing away til hliðar,

bólstraðir, hægt að taka af. - par

EUR 21.672

SUNNRLX050029 Breezy Relax2, Hemi armar - par EUR 29.154SUNNRLX050027 Breezy Relax2 XL Hemi armar - par EUR 29.154R82A970600-1 Cougar st. 1 +2 Armar með hliðarhlíf, L: 39 cm x B: 7,5 cm, lengd á

stöng 19 cm og vinkilstilling 40° - par

DKK 983

R82A970600-2 Cougar st. 3+4 Armar með hliðarhlíf, L: 44 cm x B: 7,5 cm, lengd á

stöng 29 cm og vinkilstilling 40° - par

DKK 983

R82A970600-3 Cougar st. 3+4 Armar með hliðarhlíf, með hliðarhlíf, 19 cm stöng - par DKK 983

R82A970601-1 Cougar st. 1+2 Armar án hliðarhlífar L: 39 cm x B: 7,5 cm, lengd á

stöng 19 cm og vinkilstilling 40° - par

DKK 983

R82A970630-1 Cougar allar stærðir Framlenging á arma - par B: 6,5 cm x L: 11,5 cm - Par DKK 15.093

Belti

SUNNRUB090019 Rubix2 og XL Mjaðmabelti með smellulæsingu EUR 1.806

SUNNBAS090012 Breezy Basix2 Mjaðmabelti með smellulæsingu EUR 1.806

SUNNAGN090018 Quickie Argon 2 Mjaðmabelti með smellulæsingu EUR 8.250

SUNNHUM090018 Quickie Helium Mjaðmabelti með smellulæsingu EUR 8.250

SUNNXES090018 Quickie Xenon 2 SA Mjaðmabelti með smellulæsingu EUR 8.250

SUNNXFF090018 Quickie Xenon 2 Mjaðmabelti með smellulæsingu EUR 8.250

SUNNLIF090011 Quickie Life Mjaðmabelti með smellulæsingu EUR 8.250

SUNNNSW090018 Quickie Neon 2 Mjaðmabelti með smellulæsingu EUR 8.250

SUNNLFT090018 Quickie Life T Mjaðmabelti með smellulæsingu EUR 8.250

SUNNRLX090116 Breezy Relax2,

Breezy Relax2 XL

Mjaðmabelti EUR 2.064

SUNNYNG020301 Youngster 3 Mjaðmabelti EUR 7.482

SUNNSIB090018 Zippie Simba Mjaðmabelti EUR 7.482SUNNQUICKIE M6 Mjaðmabelti EUR 18.060R82A89113-1 Alla hjólastóla Neopren vest, st. 1 DKK 15.690R82A89113-2 Alla hjólastóla Neopren vest, st. 2 DKK 15.690R82A89113-3 Alla hjólastóla Neopren vest, st. 3 DKK 15.690R82A89625-060 Alla hjólastóla Kross vesti st. 0 DKK 13.514R82A89625-160 Alla hjólastóla Kross vesti st. 1 DKK 13.514R82A89625-260 Alla hjólastóla Kross vesti st. 2 DKK 13.514R82A89625-360 Alla hjólastóla Kross vesti st. 3 DKK 13.514

143

Page 145: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Fastus

R82A89625-460 Alla hjólastóla Kross vesti st. 4 DKK 13.514R82A89111-060 Alla hjólastóla Rennt vesti st. 0 DKK 15.690R82A89111-060 Alla hjólastóla Rennt vesti st. 3/4 DKK 15.690R82A89111-060 Alla hjólastóla Rennt vesti st. 1 DKK 15.690R82A89111-060 Alla hjólastóla Rennt vesti st. 2 DKK 15.690R82A89111-060 Alla hjólastóla Rennt vesti st. 3/4 DKK 15.690R82A89111-060 Alla hjólastóla Rennt vesti st. 4 DKK 15.690R82A85427-0 Alla hjólastóla Mjaðmabelti bólstrað st. 0 DKK 8.564R82A85427-1 Alla hjólastóla Mjaðmabelti bólstrað st. 1 DKK 8.564R82A85427-2 Alla hjólastóla Mjaðmabelti bólstrað st. 2 DKK 8.564R82A85427-3 Alla hjólastóla Mjaðmabelti bólstrað st. 3 DKK 8.564R82A85427-340 Alla hjólastóla Mjaðmabelti bólstrað st. 3 DKK 8.564R82A85427-4 Alla hjólastóla Mjaðmabelti bólstrað st. 4 DKK 8.564R82A85427-440 Alla hjólastóla Mjaðmabelti bólstrað st. 4 DKK 8.564R82A85428-1 Alla hjólastóla Brjóstbelti - st. 1 DKK 13.338R82A85428-2 Alla hjólastóla Brjóstbelti - st. 2 DKK 13.338R82A85428-3 Alla hjólastóla Brjóstbelti - st. 3 DKK 13.338R82A85428-4 Alla hjólastóla Brjóstbelti - st. 4 DKK 13.338

R82A89108-0 Alla hjólastóla Buxna belti til að halda viðkomandi upp í stólnum -

rennur ekki fram á við. St. 0

DKK 16.848

R82A89108-1 Alla hjólastóla Buxna belti til að halda viðkomandi upp í stólnum -

rennur ekki fram á við. St. 1

DKK 16.848

R82A89108-2 Alla hjólastóla Buxna belti til að halda viðkomandi upp í stólnum -

rennur ekki fram á við. St. 2

DKK 16.848

R82A89108-3 Alla hjólastóla Buxna belti til að halda viðkomandi upp í stólnum -

rennur ekki fram á við. St. 3

DKK 16.848

R82A85426-1 Alla hjólastóla Ökklafesting bólstruð - festist með riflás, st. 1 - Par DKK 11.618R82A85426-2 Alla hjólastóla Ökklafesting bólstruð - festist með riflás, st. 2 - Par DKK 11.618R82A85426-3 Alla hjólastóla Ökklafesting bólstruð - festist með riflás, st. 3 - Par DKK 11.618R82A85426-4 Alla hjólastóla Ökklafesting bólstruð - festist með riflás, st. 4 - Par DKK 11.618R82A85426-5 Alla hjólastóla Ökklafesting bólstruð - festist með riflás, st. 5 - Par DKK 11.618R82A85426-1B Alla hjólastóla Ökklafesting bólstruð - festist með smellulæsingu st. 1 -

Par

DKK 13.900

R82A85426-2B Alla hjólastóla Ökklafesting bólstruð - festist með smellulæsingu st. 2 -

Par

DKK 13.900

R82A85426-3B Alla hjólastóla Ökklafesting bólstruð - festist með smellulæsingu st. 3 -

Par

DKK 13.900

R82A85426-4B Alla hjólastóla Ökklafesting bólstruð - festist með smellulæsingu st. 4 -

Par

DKK 13.900

R82A85426-5B Alla hjólastóla Ökklafesting bólstruð - festist með smellulæsingu st. 5 -

Par

DKK 13.900

R82A854696-1 Alla hjólastóla Neopren sandalar festist með riflásum - ein stærð - Par DKK 6.915

R82A85096 Alla hjólastóla Fótbönd festast með smellulæsingu - par DKK 2.141R82A85102 Alla hjólastóla Fótbönd festast með riflás - par DKK 2.141R82A85425-1 Alla hjólastóla Úlnliðsbönd fest með riflás - par, st. 1 DKK 4.949R82A85425-2 Alla hjólastóla Úlnliðsbönd fest með riflás - par, st. 2 DKK 4.949R82A85425-3 Alla hjólastóla Úlnliðsbönd fest með riflás - par, st. 3 DKK 4.949R82A85425-4 Alla hjólastóla Úlnliðsbönd fest með riflás - par, st. 4 DKK 4.949

Bök

SUNNRUB030020 Rubix2 og XL Hallarstillanlegt bak fyrir notanda EUR 17.028

SUNNRUB030003 Rubix2 og XL Stillanlegur bakdúkur með 7 velcro ströppum EUR 1.032

144

Page 146: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Fastus

SUNNAGN030317 Quickie Argon 2 Exo pro stillanlegur bakdúkur EUR 16.770

SUNNHUM030317 Quickie Helium Exo pro stillanlegur bakdúkur EUR 16.770

SUNNLIF030317 Quickie Life Exo pro stillanlegur bakdúkur EUR 16.770

SUNNLTF030317 Quckie Life T Exo pro stillanlegur bakdúkur EUR 16.770

SUNNXES030317 Quickie Xenon 2 SA Exo pro stillanlegur bakdúkur EUR 16.770

SUNNXFF030317 Quickie Xenon 2 Exo pro stillanlegur bakdúkur EUR 16.770

SUNNNSW030317 Quickie Neon 2 Exo pro stillanlegur bakdúkur EUR 16.770

SUNNHUM030003 Quickie Helium Oval shaped backrest (osb) EUR 24.510

SUNNHUM030102 Quickie Helium Bakhvíla, vinkilstillanleg, kemur með læsingu þegar bak

er sett fram (lock when folding)

EUR 6.192

SUNNJCL030002 Breezy Relax2,

Breezy Relax2 XL

Cofort back hæð 50 cm, Pro skin EUR 11.868

SUNNJCL030003 Breezy Relax2,

Breezy Relax2 XL

Comfort back, Stretchrubber hæð 50 cm EUR 11.868

SUNNJCL030004 Breezy Relax2,

Breezy Relax2 XL

Comfort back, Stretchstof hæð 50 cm EUR 11.868

SUNNJCL030005 Breezy Relax2,

Breezy Relax2 XL

Comfort back, Stretchrubber hæð 57 cm, straps velcro EUR 37.152

SUNNJCL030006 Breezy Relax2,

Breezy Relax2 XL

Comfort back, Stretchstof hæð 57 cm, straps velcro EUR 37.152

SUNNJCL030007 Breezy Relax2,

Breezy Relax2 XL

Comfort back, Stretchrubber hæð 57 cm, webbed EUR 31.992

SUNNJCL030008 Breezy Relax2,

Breezy Relax2 XL

Comfort back, Stretchstof hæð 57 cm, webbed EUR 31.992

SUNNJCL030009 Breezy Relax2,

Breezy Relax2 XL

Active comfort back with velcro straps hæð 57 cm,

stretchrubber

EUR 37.152

SUNNJCL030010 Breezy Relax2,

Breezy Relax2 XL

Active comfort back with velcro straps hæð 57 cm,

stretchstof

EUR 37.152

SUNNJCL030011 Breezy Relax2,

Breezy Relax2 XL

Passive comfort back, velcro straps hæð 57 cm,

Stretchrubber

EUR 38.958

SUNNJCL030012 Breezy Relax2,

Breezy Relax2 XL

Passive comfort back, velcro straps hæð 57 cm,

Stretchstof

EUR 38.958

SUNNBULD4ME Youngster 3 Hallarstillanlegt bak fyrir notanda EUR 55.728

SUNNYNG030302 Youngster 3 Bakdúkur stillanlegur - loftanlegt (Air flow) EUR 12.126

SUNNYNG030303 Youngster 3 Bakdúkur stillanlegur - vented material EUR 3.612

SUNNYNG030304 Youngster 3 Bakdúkur stillanlegur - alcantara material EUR 24.252

SUNNSIB030309 Simba Bakdúkur, stillanlegur - loftanlegur EUR 15.222

R82A Cougar Trébakeining með mótaðri bakeiningu - comfort DKK 10.284R82A Cougar Bakdúkur, stillanlegur með mótaðri bakeiningu - comfort DKK 3.089

R82A Cougar Bakhalli sem notanda getur sjálfur stýrt DKK 17.024

Bakframlenging R82A870055-113 Cougar st. 1 Bakframlenging H: 11 cm x B: 22 cm - fyrir trébak DKK 23.622R82A870055-213 Cougar st. 2 Bakframlenging H: 11 cm x B: 26 cm - fyrir trébak DKK 23.622R82A870055-313 Cougar st. 3+4 Bakframlenging H: 11 cm x B: 30 cm - fyrir trébak DKK 23.622R82A870050-113 Cougar st. 1+2 Bakframlenging H: 10 cm - fyrir stillanlegan bakdúk DKK 6.283R82A870050-313 Cougar st. 3+4 Bakframlenging H: 10 cm - fyrir stillanlegan bakdúk DKK 6.283R82A95743-XXX Kudu Bakframlenging fyrir Kudu - hægt að velja um +5 og +10

fyrir allar stærðir

DKK 3.931

SUNNBAS030008 Breezy Basix2 Framlenging á bakdúk virkar sem höfuðstuðningur EUR 6.192

145

Page 147: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Fastus

Bremsur

SUNNRUB060003 Rubix2 og XL Bremsur fyrir aðstoðarmann EUR 13.674

SUNNBAS060003 Breezy Basix2 Bremsur fyrir aðstoðarmann EUR 13.674

SUNNRUB060004 Rubix2 og XL Einnarhandarbremsa vinstra megin EUR 12.900

SUNNRUB060005 Rubix2 og XL Einnarhandarbremsa hægra megin EUR 12.900

SUNNLIF080807 Quickie Life, Quickie

Life T

Bremsa fyrir aðstoðarmann EUR 37.410

SUNNLIF080802 Quickie Life Knee lever wheel lock - Par EUR 6.192

SUNNLIF080804 Quickie Life Compact wheel lock - Par EUR 6.708

SUNNLFT060003 Quickie Life T Compact wheel lock - Par EUR 6.708

SUNNLIF080809 Quickie Life One arm brake vinstra megin - Par EUR 16.770

SUNNLFT060015 Quickie Life T One arm brake vinstra megin - Par EUR 16.770

SUNNLIF080810 Quickie Life One arm brake hægra megin - Par EUR 16.770

SUNNLFT060016 Quickie Life T One arm brake hægra megin - Par EUR 16.770

SUNNAGN060002 Quickie Argon 2 Knee lever brake - Par EUR 5.676

SUNNHUM060002 Quickie Helium Knee lever brake - Par EUR 5.676

SUNNNSW060002 Quickie Neon 2 Knee lever brake - Par EUR 5.676

SUNNXES060002 Quickie Neon 2 SA Knee lever brake - Par EUR 5.676

SUNNXFF060002 Quickie Neon 2 Knee lever brake - Par EUR 5.676

SUNNYNG060104 Youngster 3 Knee lever wheel lock angled to the inside - Par EUR

SUNNYNG060102 Youngster 3 Knee lever wheel lock angled to the outside - Par EUR

SUNNSIB060002 Zippie Simba Knee liver brake - Par EUR 5.676

SUNNNSW060003 Quickie Neon 2 Compact brake - Par EUR 6.192

SUNNAGN060003 Quickie Argon 2 Compact brake - Par EUR 6.192

SUNNHUM060003 Quickie Helium Compact brake - Par EUR 6.192

SUNNXES060003 Quckie Xenon 2 SA Compact brake - Par EUR 6.192

SUNNXFF060003 Quickie Xenon 2 Compact brake - Par EUR 6.192

SUNNSIB060003 Simba Compact brake - Par EUR 6.192

SUNNHUB060004 Quickie Helium Lightweight Compact - Par EUR 11.094

SUNNAGN060006 Quickie Argon 2 One arm wheel lock vinstri EUR 18.576

SUNNHUM060006 Quickie Helium One arm wheel lock vinstri EUR 18.576SUNNAGN060007 Quickie Argon 2 One arm wheel lock hægri EUR 18.576SUNNHUM060007 Quickie Helium One arm wheel lock hægri EUR 18.576

146

Page 148: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Fastus

SUNNYNG070111 Youngster 3 Bremsa fyrir aðstoðarmann EUR 33.798

SUNNYNG060105 Youngster 3 Safari bremsa - koma fyrir ofan hliðarhlífar - Par EUR 17.544

SUNNYNG060107 Youngster 3 Bremsa fyrir aðstoðarmann EUR 14.706

SUNNSIB060013 Simba Bremsa Push to lock, kemur fyrir ofan hliðarhlífar, Safari

- Par

EUR 17.544

SUNNSIB060014 Simba Auka bremsa fyrir aðstoðarmann - bara hægt með

Safari bremsu - Par

EUR 28.122

SUNNNSW060015 Quickie Neon2 Push to lock, einnar handarbremsa - vinstra megin EUR 23.736

SUNNNSW060016 Quickie Neon2 Push to lock, einnar handarbremsa - hægra megin EUR 23.736

Bremsuframl.

SUNNRUB060002 Rubix2 og XL Bremsuframlengind á standard bremsur - Par EUR 1.032

SUNNBAS060002 Breezy Basix2 Bremsuframlengind á standard bremsur - Par EUR 1.032

SUNNLIF080803 Quickie Life Bremsuframlengind á standard bremsur - Par EUR 1.032

SUNNLFT060010 Quickie Life T Bremsuframlengind á standard bremsur - Par EUR 1.032

SUNNLIF080803 Quickie Life Bremsuframlenging fyrir knee lever brake - Par EUR 3.096

SUNNLIF080801 Quickie Life Bremsuframlenging fyrir Push to lock - Par EUR 3.096

SUNNAGN060010 Quickie Argon 2 Bremsuframlenging fyrir knee lever brake - Par EUR 3.096

SUNNHUM060010 Quickie Helium Bremsuframlenging fyrir knee lever brake - Par EUR 3.096

SUNNNSW060010 Quckie Neon 2 Bremsuframlenging fyrir knee lever brake - Par EUR 3.096

SUNNXES060010 Quickie Xenon 2 SA Bremsuframlenging fyrir knee lever brake - Par EUR 3.096

SUNNXFF060010 Quickie Xenon 2 Bremsuframlenging fyrir knee lever brake - Par EUR 3.096

SUNNYNG060201 Youngster 3 Bremsuframlenging fyrir knee lever brake - Par EUR 3.096

SUNNSIB060010 Zippie Simba Bremsuframlenging fyrir knee lever brake - Par EUR 3.096

SUNNQUICKIE M6 Bremsuframlenging fyrir knee lever brake - Par EUR 5.934

Drifhringir SUNNLIF080661 Quickie Life Super grip - Par EUR 34.572SUNNLFT070207 Quckie Life T Super grip - Par EUR 34.572SUNNLIF070208 Quickie Life Max Grepp - Par EUR 45.666SUNNLFT070208 Quickie Life T Max Grepp - Par EUR 45.666SUNNAGN070205 Quickie Argon 2 Titanium drifhringir - Par EUR 22.188SUNNHUM070205 Quickie Helium Titanium drifhringir - Par EUR 22.188SUNNNSW070205 Quickie Neon 2 Titanium drifhringir - Par EUR 22.188SUNNXES070205 Quickie Xenon 2 SA Titanium drifhringir - Par EUR 22.188SUNNXFF070205 Quickie Xenon 2 Titanium drifhringir - Par EUR 22.188SUNNYNG070305 Youngster 3 Titanium drifhringir - Par EUR 22.188SUNNSIB070205 Zippie Simba Titanium drifhringir - Par EUR 22.188SUNNAGN070206 Quickie Argon 2 Titanium drifhringir með powder coated húð. - Par EUR 22.188

SUNNHUM070206 Quckie Helium Titanium drifhringir með powder coated húð.- Par EUR 22.188

SUNNNSW070206 Quickie Neon 2 Titanium drifhringir með powder coated húð.- Par EUR 22.188

SUNNXES070206 Quickie Xenon 2 SA Titanium drifhringir með powder coated húð.- Par EUR 22.188

147

Page 149: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Fastus

SUNNXFF070206 Quickie Xenon 2 Titanium drifhringir með powder coated húð.- Par EUR 22.188

SUNNYNG070306 Youngster 3 Titanium drifhringir með powder coated húð.- Par EUR 22.188

SUNNSIB070206 Zippie Simba Titanium drifhringir með powder coated húð.- Par EUR 22.188SUNNAGN070207 Quickie Argon 2 Super grip - Par EUR 27.218

SUNNHUM070207 Quickie Helium Super grip - Par EUR 27.218

SUNNNSW070207 Quickie Neon 2 Super grip - Par EUR 27.218

SUNNXES070207 Quickie Xenon 2 SA Super grip - Par EUR 27.218

SUNNXFF070207 Quickie Xenon 2 Super grip - Par EUR 27.218

SUNNYNG070307 Youngster 3 Super grip - Par EUR 27.218

SUNNSIB070207 Zippie Simba Super grip - Par EUR 27.218

SUNNAGN070208 Quickie Argon 2 Max Grepp - Par EUR 41.280

SUNNHUM070208 Quickie Helium Max Grepp - Par EUR 41.280

SUNNNSW070208 Quickie Neon 2 Max Grepp - Par EUR 41.280

SUNNXES070208 Quickie Xenon 2 SA Max Grepp - Par EUR 41.280

SUNNXFF070208 Quickie Xenon 2 Max Grepp - Par EUR 41.280

SUNNYNG070308 Youngster 3 Max Grepp - Par EUR 41.280

SUNNSIB070208 Zippie Simba Max Grepp - Par EUR 41.280

SUNNNSW070211 Quickie Neon 2 Surge drifhringir- Par EUR 34.830

SUNNXES070211 Quickie Xenon 2 SA Surge drifhringir - Par EUR 34.830

SUNNXFF070211 Quickie Xenon 2 Surge drifhringir - Par EUR 34.830

SUNNHUM070211 Quickie Helium Surge drifhringir - Par EUR 34.830

SUNNXES070307 Quickie Xenon 2 SA Drifhringir festir super nálægt - 7 mm EUR 11.352

SUNNXFF070307 Quickie Xenon 2 Drifhringir festir super nálægt - 7 mm EUR 11.352

SUNNHUM070307 Quickie Helium Drifhringir festir super nálægt - 7 mm EUR 11.352

SUNNQUICKIE M6 Plasthúðaðir ál drifhringir EUR 12.384SUNNNSW070203 Quickie Neon2 Plasthúðaðir ál drifhringir EUR 5.934

Hjól SUNNLIF080310 Quickie Life Lightweight wheel - par EUR 26.832SUNNLIF080318 Quickie Life Spinergy wheels 18 teina - Par EUR 67.080SUNNLFT070005 Quickie Life T Spinergy wheels 18 teina- Par EUR 67.080SUNNLFT080304 Quickie Life T Snúningshjól solid aluminium fork - Par EUR 10.320SUNNLFT080306 Quickie Life T Snúningshjól solid breið aluminium fork - Par EUR 16.770SUNNLFT070004 Quickie Life T Afturhjól, Proton gjarðir, 24 teinar beinir - Par EUR 37.410SUNNNSW080304 Quickie Neon2 Framhjól, solid hörð, aluminium - 4" og 5" - Par EUR 9.030SUNNNSW080306 Quickie Neon2 Framhjól, solid soft, aluminium - 4" og 5" - Par EUR 13.158SUNNHUM080304 Quickie Helium Framhjól, hörð, aluminium, litur: silfur - Par EUR 9.030SUNNXES080304 Quickie Xenon 2 SA Framhjól, hörð, aluminium, litur: silfur - Par EUR 9.030SUNNXFF080304 Quickie Xenon 2 Framhjól, hörð, aluminium, litur: silfur - Par EUR 9.030SUNNHUM080306 Quickie Helium Framhjól, mjúk, aluminium, litur: silfur - Par EUR 13.158SUNNXES080306 Quickie Xenon 2 SA Framhjól, mjúk, aluminium, litur: silfur - Par EUR 13.158SUNNXFF080306 Quickie Xenon 2 Framhjól, mjúk, aluminium, litur: silfur - Par EUR 13.158SUNNAGN070004 Quickie Argon 2 Afturhjól, Proton gjarðir, extra léttar 24 teinar beinir - Par EUR 33.798

SUNNHUM070004 Quickie Helium Afturhjól, Proton gjarðir, extra léttar 24 teinar beinir - Par EUR 33.798

148

Page 150: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Fastus

SUNNNSW070004 Quickie Neon 2 Afturhjól, Proton gjarðir, extra léttar 24 teinar beinir - Par EUR 33.798

SUNNXES070004 Quickie Xenon 2 SA Afturhjól, Proton gjarðir, extra léttar 24 teinar beinir - Par EUR 33.798

SUNNXFF070004 Quickie Xenon 2 Afturhjól, Proton gjarðir, extra léttar 24 teinar beinir - Par EUR 33.798

SUNNYNG070105 Youngster 3 Afturhjól, Proton gjarðir, extra léttar 24 teinar beinir - Par EUR 33.798

SUNNSIB070004 Zippie Simba Afturhjól, Proton gjarðir, extra léttar 24 teinar beinir - Par EUR 33.798

SUNNAGN070005 Quickie Argon 2 Spinergy wheels 18 beinir teinar, silfur - Par EUR 60.372

SUNNHUM070005 Quickie Helium Spinergy wheels 18 beinir teinar, silfur - Par EUR 60.372

SUNNNSW070005 Quckie Neon 2 Spinergy wheels 18 beinir teinar, silfur - Par EUR 60.372

SUNNXES070005 Quickie Xenon 2 SA Spinergy wheels 18 beinir teinar, silfur - Par EUR 60.372

SUNNXFF070005 Quickie Xenon 2 Spinergy wheels 18 beinir teinar, silfur - Par EUR 60.372

SUNNAGN070006 Quickie Argon 2 Spinergy wheels, 12 beinir teinar, silfur - Par EUR 84.882SUNNHUM070006 Quickie Helium Spinergy wheels, 12 beinir teinar, silfur - Par EUR 84.882SUNNNSW070006 Quickie Neon 2 Spinergy wheels, 12 beinir teinar, silfur - Par EUR 84.882SUNNXES070006 Quickie Xenon 2 SA Spinergy wheels, 12 beinir teinar, silfur - Par EUR 84.882SUNNXFF070006 Quickie Xenon 2 Spinergy wheels, 12 beinir teinar, silfur - Par EUR 84.882

SUNNHUM070007 Quickie Helium Spinergy wheels, 12 beinir teinar, svartir - Par EUR 84.882

SUNNNSW070007 Quickie Neon 2 Spinergy wheels, 12 beinir teinar, svartir - Par EUR 84.882

SUNNXES070007 Quickie Xenon 2 SA Spinergy wheels, 12 beinir teinar, svartir - Par EUR 84.882

SIMMXFF070007 Quickie Xenon 2 Spinergy wheels, 12 beinir teinar, svartir - Par EUR 84.882

SUNNNSW070008 Quickie Neon 2 Afturhjól, bremsur fyrir aðstoðarmann, 36 beinir teinar,

silfur. Par

EUR 30.702

SUNNXES070008 Quickie Xenon 2 SA Afturhjól, bremsur fyrir aðstoðarmann, 36 beinir teinar,

silfur. Par

EUR 30.702

SUNNXFF070008 Quickie Xenon 2 Afturhjól, bremsur fyrir aðstoðarmann, 36 beinir teinar,

silfur. Par

EUR 30.702

SUNNAGN070009 Quickie Argon 2 Afturhjól, fjallahjóladekk, 36 beinir teinar, silfur - Par EUR 30.702

SUNNHUM070009 Quickie Helium Afturhjól, fjallahjóladekk, 36 beinir teinar, silfur - Par EUR 30.702

SUNNNSW070009 Quickie Neon 2 Afturhjól, fjallahjóladekk, 36 beinir teinar, silfur - Par EUR 30.702

SUNNXES070009 Quickie Xenon 2 SA Afturhjól, fjallahjóladekk, 36 beinir teinar, silfur - Par EUR 30.702

SUNNXFF070009 Quickie Xenon 2 Afturhjól, fjallahjóladekk, 36 beinir teinar, silfur - Par EUR 30.702

SUNNYNG070106 Youngster 3 Afturhjól, fjallahjóladekk, 36 beinir teinar, silfur - Par EUR 30.702

SUNNSIB070009 Zippie Simba Afturhjól, fjallahjóladekk, 36 beinir teinar, silfur - Par EUR 30.702

SUNNAGN080304 Quickie Argon 2 Framhjól solid með aluminium framgaffal 4" og 5" - Par EUR 9.030

SUNNYNG080204 Youngster 3 Framhjól solid með aluminium framgaffal 4" og 5" - Par EUR 9.030

SUNNSIB080304 Zippie Simba Framhjól solid með aluminium framgaffal 4" og 5" - Par EUR 9.030

SUNNAGN080306 Quickie Argon 2 Framhjól soft roll með aluminium framgaffal 4" og 5" -

Par

EUR 13.158

SUNNYNG080205 Youngster 3 Framhjól soft roll með aluminium framgaffal 4" og 5" -

Par

EUR 13.158

SUNNSIB080306 Simba Framhjól solid soft með aluminium framgaffal - ekki

hægt með 3" - Par

EUR 13.158

SUNNBAS080002 Breezy Basix2 6" og 8" breiðari dekk - Par EUR 3.612

149

Page 151: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Fastus

Dekk SUNNLIF080513 Quickie Life, Quickie

Life i, Quickie Life T

Matathon plus evolution (puncture proof) - Par EUR 5.418

SUNNLFT070107 Quickie Life T Loftdekk, Slick, Schwalbe One - Par EUR 5.160SUNNAGN070106 Quickie Argon 2 Loftdekk, Schwalbe Downtown Two Grip. Bara fyrir 24"

dekk - Par

EUR 3.612

SUNNNSW070106 Quckie Neon 2 Loftdekk, Schwalbe Downtown Two Grip. Bara fyrir 24"

dekk - Par

EUR 3.612

SUNNXES070106 Quickie Xenon 2 SA Loftdekk, Schwalbe Downtown Two Grip. Bara fyrir 24"

dekk - Par

EUR 3.612

SUNNXFF070106 Quickie Xenon 2 Loftdekk, Schwalbe Downtown Two Grip. Bara fyrir 24"

dekk - Par

EUR 3.612

SUNNYNG070204 Youngster 3 Loftdekk, Schwalbe Downtown Two Grip. Bara fyrir 24"

dekk - Par

EUR 3.612

SUNNSIB070106 Zippie Simba Loftdekk, Schwalbe Downtown Two Grip. Bara fyrir 24"

dekk - Par

EUR 3.612

SUNNHUM070107 Quickie Helium Loftdekk, Schwalbe One. - Par EUR 4.902

SUNNNSW070107 Quickie Neon 2 Loftdekk, Schwalbe One. - Par EUR 4.902

SUNNXES070107 Quickie Xenon 2 SA Loftdekk, Schwalbe One. - Par EUR 4.902

SUNNXFF070107 Quickie Xenon 2 Loftdekk, Schwalbe One. - Par EUR 4.902

SUNNAGN070107 Quickie Argon 2 Loftdekk, Schwalbe One. - Par EUR 4.902

SUNNYNG070112 Youngster 3 Loftdekk, Schwalbe One. - Par EUR 4.902

SUNNSIB070107 Zippie Simba Loftdekk, Schwalbe One. - Par EUR 4.902

SUNNNSW070104 Quickie Neon 2 Loftdekk, Schwalbe Marathon Plus Evolution. Bara fyrir

24" dekk - Par

EUR 5.160

SUNNXES070104 Quickie Xenon 2 SA Loftdekk, Schwalbe Marathon Plus Evolution. Bara fyrir

24" dekk - Par

EUR 5.160

SUNNXFF070104 Quickie Xenon 2 Loftdekk, Schwalbe Marathon Plus Evolution. Bara fyrir

24" dekk - Par

EUR 5.160

SUNNAGN070107 Quickie Argon 2 Down town 2 grip - Par EUR 3.612

SUNNHUB070106 Quickie Helium Down town 2 grip - Par EUR 3.612SUNNAGN070009 Quickie Argon 2 Marathon plus evolution (puncture proof) - Par EUR 4.902SUNNHUM070104 Quickie Helium Marathon plus evolution (puncture proof) - Par EUR 4.902SUNNYNG070205 Youngster 3 Marathon plus evolution (puncture proof) - Par EUR 4.902SUNNSIB070104 Zippie Simba Marathon plus evolution (puncture proof) - Par EUR 4.902SUNNM6 M6 5" Soft solid dekk - bara hægt með sethæð 47 cm - Par EUR 10.062

SUNNM6 M6 8" solid dekk - bara hægt með sethæð 50 cm - Par EUR 11.610

Fótahvílur

SUNNRUB060006 Rubix2 og XL Bólstraður kálfastuðningur - par EUR 3.612

SUNNLIF og

SUNNLFT

Quickie Life, Quickie

Life T

Aluminium tvískiptar fótahvílur - par EUR 16.254

SUNNXES050011 Quickie Xenon2,

Xenon SA 2

Aluminium tvískiptar fótahvílur - par EUR 25.284

SUNNXFF050027Xenon2 Heil fótplata. Leightweight, carbon fibre, auto folding,

vinkil- og dýptarstillanleg, svört

EUR 47.472

150

Page 152: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Fastus

SUNNXFF050028 Xenon2 Heil fótplata. Leightweight, plastic, auto folding, vinkil-

og dýptarstillanleg, svört

EUR 35.088

SUNNRLX090123 Breezy Relax2,

Breezy Relax2 XL

Fótbogar 70° - Par EUR 8.514

R82A Cougar allar stærðir Tvískiptar fótahvílur lyftanlegar með gaspumpu og

bólstraður stuðningur við kálfa - Par

DKK 18.603

Fótaplötur

SUNNRUB050002 Rubix2 og XL Heil fótplata uppfellanleg EUR 9.288

SUNNLIF060192 Quickie Life Tvískiptar, vinkil- og dýptarstillanlegar, aluminium

fótplötur. - Par

EUR 25.026

SUNNLTF050050 Quickie Life T Tvískiptar, vinkil- og dýptarstillanlegar, aluminium

fótplötur. - Par

EUR 25.026

SUNNLIF060193 Quickie Life Heil fótplata, vinkil- og dýptarstillanleg, flip up,

aluminium.

EUR 18.318

SUNNLTF050050 Quickie Life T Heil fótplata, vinkil- og dýptarstillanleg, flip up,

aluminium.

EUR 18.318

SUNNLIF050032 Quickie Life Lightweight heil fótplata, vinkil- og dýptarstillanleg, flip

up

EUR 36.120

SUNNLTF050131 Quickie Life T Lightweight heil fótplata, vinkil- og dýptarstillanleg, flip

up

EUR 36.120

SUNNLFT050132 Quickie Life T Lightweight heil fótplata, carbon, vinkil- og

dýptarstillanleg, flip up

EUR 51.600

SUNNNSW050020 Quickie Neon2 Tvískiptar, vinkilstillanlegar, flip up - Par EUR 14.706SUNNNSW050051 Quickie Neon2 Tvískiptar, aluminium, vinkilstillanlegar, flip up fyrir lægri

leggjalengd (high mount) - Par

EUR 44.376

SUNNNSW050023 Quickie Neon2 Fótplata, aluminium, vinkilstillanleg, flip up EUR 31.476SUNNNSW050059 Quickie Neon2 Fótplata, Performance, aluminium, vinkilstillanleg, flip up EUR 38.958

SUNNNSW050131 Quickie Neon2 Fótplata, lightweight, plastic, vinkil- og dýptarstillanleg,

flip up

EUR 32.766

SUNNNSW050132 Quickie Neon2 Fótplata, lightweight, Carbon fibre, vinkil- og

dýptarstillanleg, flip up

EUR 46.182

SUNNXES050022 Quickie Xenon2,

Xenon SA 2

Tvískiptar, vinkil- og dýptarstillanlegar, aluminium

fótplötur. - Par

EUR 22.704

SUNNNSW050022 Quickie Neon2 Tvískiptar, aluminium, vinkilstillanlegar, flip up - Par EUR 37.410SUNNXES050051 Quickie Xenon2,

Xenon SA 2

Tvískiptar, vinkil- og dýptarstillanlegar, aluminium

fótplötur - hátt stilltar fyrir lægri LLL. - Par

EUR 29.928

SUNNXES050023 Quickie Xenon2,

Xenon SA 2

Heil fótplata, vinkil- og dýptarstillanleg, flip up,

aluminium.

EUR 16.770

SUNNXES050126 Quickie Xenon2,

Xenon SA 2

Swing away festing fyrir heila fótplötu þar sem lágmarks

LLL er 3 cm lengri

EUR 16.770

SUNNXES050059 Quickie Xenon2,

Xenon SA 2

Heil fótplata, Performance, aluminium, vinkilstillanleg,

uppfellanleg.

EUR 24.252

SUNNXES050131 Quickie Xenon2,

Xenon SA 2

Heil fótplata, lightweight, plast, vinkilstillanleg,

uppfellanleg.

EUR 18.060

SUNNXES050132 Quickie Xenon2,

Xenon SA 2

Heil fótplata, lightweight, carbon fibre, vinkilstillanleg,

uppfellanleg.

EUR 31.476

SUNNXES050052 Quickie Xenon2,

Xenon SA 2

Heil fótplata, aluminium, vinkilstillanleg, uppfellanleg,

high mount

EUR 23.736

SUNNAGN050030 Quickie Argon 2 Tubular fótplata lightweight, vinkil og dýptarstillanleg

með flötu loki

EUR 6.966

SUNNHUM050030 Quickie Helium Tubular fótplata lightweight, vinkil og dýptarstillanleg

með flötu loki

EUR 6.966

151

Page 153: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Fastus

SUNNHUM050025 Quickie Helium Fótplata, leightweight, vinkil og dýptarstillanleg (Helium

LLL 36 - 52 cm)

EUR 10.320

SUNNAGN050025 Quickie Argon2 Fótplata, leightweight, aluminium ( LLL 36-50 cm) EUR 10.320

SUNNHUM050024 Quickie Helium Fótplata, leightweight, vinkil og dýptarstillanleg,

aluminium (LLL 36 - 52 cm)

EUR 10.320

SUNNAGN050026 Quickie Argon 2 Fótplata, leightweight, vinkil og dýptarstillanleg, carbon,

(Argon2 LLL 36 - 50 cm)

EUR 22.446

SUNNHUM050026 Quickie Helium Fótplata, leightweight, vinkil og dýptarstillanleg, carbon,

(Helium LLL 36 - 52 cm)

EUR 22.446

SUNNAGN050034 Quickie Argon 2 Heil fótplata, aluminium, vinkilstillanleg, uppfellanleg,

high mount, (LLL 22 - 39 cm)

EUR 17.544

SUNNHUM050034 Quickie Helium Heil fótplata, aluminium, vinkilstillanleg, uppfellanleg,

high mount, (LLL 22 - 39 cm)

EUR 17.544

SUNNAGN050125 Quickie Argon 2 Performance fótplata vinkilstillanleg EUR 21.414

SUNNHUM050125 Quickie Helium Performance fótplata vinkilstillanleg EUR 21.414SUNNHUM050128 Quickie Helium Fótplata, plastic, vinkil- og dýptarstillanleg, uppfellanleg

til baka.

EUR 21.414

SUNNQUICKIE Quickie Helium Fótplata, tvískipt, aluminium, vinkilstillanleg,

uppfellanleg til hliðar, sama lit og rammi.

EUR 22.704

SUNNAGN050020 Quickie Argon2 Tvískipt fótplata Composite EUR 21.414SUNNAGN060033 Quickie Argon2 Tvískipt fótplata aluminium EUR 22.704SUNNYNG050102 Youngster 3 Fótplata, vinkilstillanleg - composite board fyrir abd

ramma setbreidd 26-40 cm og std ramma setbreidd 30 -

40 cm

EUR 7.482

SUNNYNG050103 Youngster 3 Fótplata, vinkilstillanleg - carbon board fyrir abd ramma

setbreidd 28-40 cm og std ramma setbreidd 32 - 40 cm

EUR 20.898

SUNNYNG050107 Youngster 3 Læsing á Platform fótplötu fyrir þá sem eru með

spasma.

EUR 5.418

SUNNYNG050101 Youngster 3 Tvískiptar fótplötur Alu Youngster 3 - abd rammai frá

setbreidd 26 og std ramma frá 30 cm

EUR 5.934

SUNNSIB050032 Simba Fótplata, plastic, vinkil- og dýptarstillanleg, uppfellanleg

til baka.

EUR 11.352

SUNNSIB050048 Simba Fótplata, plastic, vinkil- og dýptarstillanleg, high mount,

LLL 17 - 25 cm

EUR 7.224

R82A95145-1 Cougar st. 1+2 Heil fótplata án stangar DKK 21.938R82A85145-2 Cougar st. 3+4 Heil fótplata án stangar DKK 21.938R82A95145-2 Cougar st. 2 Wombat fótplata stærð 36 x 23 cm DKK 21.938R82A95145-3 Cougar st. 3 Wombat fótplata stærð 41 x 24 cm DKK 21.938R82A95145-4 Cougar st. 4 Wombat fótplata stærð 48 x 24 cm DKK 21.938R82A89146-1 Cougar st. 1 Tvískiptar fótplötur, B: 10 cm x D: 16 cm - Par DKK 9.161R82A89146-2 Cougar st. 2 Tvískiptar fótplötur, B: 12,5 cm x D: 18,5 cm - Par DKK 9.161R82A89146-3 Cougar st. 3+4 Tvískiptar fótplötur, B: 13 cm x D: 21 cm - Par DKK 9.161R82A89143-1 Cougar st. 1+2 Tvískiptar hægt að stilla hvora fyrir sig, vinkilstillanlegar,

B: 7,5 cm x D: 17 - Par

DKK 11.408

R82A89143-2 Cougar st. 1+2 Tvískiptar hægt að stilla hvora fyrir sig, vinkilstillanlegar,

B: 9,5 cm x D: 21 - Par

DKK 11.408

R82A89143-3 Cougar st. 3+4 Tvískiptar hægt að stilla hvora fyrir sig, vinkilstillanlegar,

B: 11 cm x D: 23,5 - Par

DKK 11.408

R82A970152 Cougar st. 1 Festing fyrir eina eða tvövalda stöng DKK 17.550R82A970153 Cougar st. 2+3+4 Festing fyrir eina eða tvövalda stöng DKK 17.550

Stöng fyrir

fótplötu

R82A8975261 Cougar Einföld stöng fyrir fótplötu 15,5 cm DKK 4.703

R82A8975262 Cougar Einföld stöng fyrir fótplötu 24 cm DKK 4.703

152

Page 154: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Fastus

R82A8975285 Cougar Einföld stöng fyrir fótplötu 29 cm DKK 4.703R82A8975287 Cougar Tvöföld stöng fyrir fótplötu 15 cm DKK 8.319R82A8975288 Cougar Tvöföld stöng fyrir fótplötu 25 cm DKK 8.319R82A8975289 Cougar Tvöföld stöng fyrir fótplötu 31 cm DKK 8.319

Kálfapúði R82A85131 Kudu Kálfapúði heill fyrir heila fótplötu - ein stærð DKK 24.605R82A85131-10 Kudu Kálfastuðningur fyrir tvískiptar fótahvílu - ein stærð DKK 3.229

Hælbönd R82A85132-10 Kudu Hælabönd á tvískiptar fótplötur - Par DKK 3.229

Hnéstuðningur R82A95860-XX Kudu Hnéstuðningur - swing away. Velja þarf stærð - par DKK 44.542

Hliðarhlífar SUNNLIF050112 Quickie Life Composite - hægt að taka af. - par EUR 13.158SUNNLIF050114 Quickie Life Aluminium án aurhlífar - par EUR 22.188SUNNLIF050115 Quickie Life Aluminium með aurhlífum - par EUR 30.444SUNNLFT040107 Quickie Life T Hliðarhlífar plast, hægt að taka af - par EUR 13.158SUNNLFT040102 Quickie Life T Aluminium hliðarhlífar í sama lit og ramminn - par EUR 23.220SUNNLFT040103 Quickie Life T Aluminium hliðarhlífar með aurhlíf í sama lit og ramminn

- par

EUR 30.444

SUNNLFT040104 Quickie Life T Carbon fibre hliðarhlífar með aurhlíf - svartar - par EUR 40.248SUNNXES040103 Quickie Xenon2,

Xenon SA

Aluminium hliðarhlífar með aurhlíf í sama lit og ramminn

- par

EUR 1.290

SUNNXES040104 Quickie Xenon2,

Xenon SA

Hliðarhlífar carbon fibre, með aurhlíf - svartar - par EUR 10.320

SUNNAGN040102 Quickie Argon 2 Aluminium án aurhlífar - par EUR 20.124SUNNHUM040102 Quickie Helium Aluminium án aurhlífar - par EUR 20.124SUNNAGN040103 Quickie Argon 2 Aluminium með aurhlífum - par EUR 27.606SUNNHUM040103 Quickie Helium, Aluminium með aurhlífum - par EUR 27.606SUNNSIB030411 Simba Aluminium með aurhlífum - par EUR 27.606SUNNAGN040104 Quickie Argon 2 Carbon fibre hliðarhlífar með aurhlíf - par EUR 36.378SUNNHUM040104 Quickie Helium Carbon fibre hliðarhlífar með aurhlíf - par EUR 36.378SUNNYNG040204 Youngster 3 Hlíf sem er sett ofan á hliðarhlífar - par EUR 7.740SUNNYNG040210 Youngster 3 Aurhlífar - fara yfir dekkin - par EUR 22.962SUNNYNG040203 Youngster 3 Extra léttar carbonfibre hliðarhlífar með hlíf - par EUR 5.418SUNNYNG040211 Youngster 3 Beinar hliðarhlífar með hlíf - tekið með hæðarst. Örmum

- par

EUR 8.772

SUNNYNG040212 Youngster 3 Beinar hliðarhlífar með hlíf - tekið með Safari bremsum. -

par

EUR 8.772

R82A970560 Cougar allar st. Aurhlífar - fara yfir dekkin - par DKK 31.485R82A95202X Kudu Aurhlífar fyrir drifhjól - velja þarf stærð - par DKK 17.831

Hjólast.borð

SUNNRUB090110 Rubix2 og XL Borð festu undir arma - ekki niðurfellanlegt EUR 14.190

SUNNRUB090111 Rubix2 og XL Borð niðurfellanlegt til vinstri EUR 17.802

SUNNRUB090112 Rubix2 og XL Borð niðurfellanlegt til hægri EUR 17.802

SUNNBAS090007 Breezy Basix2 Borð festu undir arma - ekki niðurfellanlegt EUR 14.190

SUNNQUICKIE Quickie Life i,

Quickie Life T,

Quickie Neon2,

Quickie Xenon2,

Xenon SA 2

Swing away borð, fest vinstra megin EUR 36.636

153

Page 155: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Fastus

SUNNQUICKIE Quickie Life T,

Quickie Neon2

Swing away borð, fest hægra megin EUR 36.636

SUNNLII090045 Quickie Life i Half side tray, fest vinstra megin EUR 19.350

SUNNLII090046 Quickie Life i Half side tray, fest hægra megin EUR 19.350

SUNNLII090011 Quickie Life i, Borð rennt undir arma EUR 28.380

SUNNQUICKIE Quickie Neon2,

Quickie Xenon2,

Xenon SA

Borð, push fit, Setbreidd 38-48 cm EUR 36.378

SUNNQUICKIE Youngster 3, Simba Hæðarstillanlegt borð, slide on fyrir setbreidd 22-36 cm EUR 17.028

SUNNQUICKIE Youngster 3, Simba Borð fellt til hliðar - festist fyrir hægri hönd EUR 33.024SUNNQUICKIE Youngster 3, Simba Borð fellt til hliðar - festist fyrir vinstri hönd EUR 33.024R82A970240-1 Cougar st. 1+2 Borð gegnsætt, lítið DKK 24.044R82A970240-2 Cougar st. 3+4 Borð gegnsætt, lítið DKK 24.044R82A970260-1 Cougar st. 1+2 Borð gegnsætt, stórt DKK 32.187R82A970260-2 Cougar st. 3+4 Borð gegnsætt, stórt DKK 32.187R82A9576350 Kudu Borð DKK 17.480R82A95764-KIT Kudu Festingar fyrir önnur borð sem hægt er að velja í lista DKK 8.564

Hjólast.töskur SUNNLIF090009 Quickie Life Bakpoki EUR 7.998

SUNNLTF090030 Quckie Life T Bakpoki EUR 7.998

SUNNLIF090010 Quickie Life Lítil taska fyrir GSM síma EUR 2.580

SUNNLFT090026 Quckie Life T Lítil taska fyrir GSM síma EUR 2.580

SUNNAGN090030 Quickie Argon 2 Bakpoki EUR 7.224

SUNNHUM090030 Quickie Helium Bakpoki EUR 7.224

SUNNNSW090030 Quickie Neon 2 Bakpoki EUR 7.224

SUNNXES090030 Quickie Xenon 2 SA Bakpoki EUR 7.224

SUNNXFF090030 Quickie Xenon 2 Bakpoki EUR 7.224

SUNNYNG090103 Youngster 3 Bakpoki EUR 7.224

SUNNSIB090030 Zippie Simba Bakpoki EUR 7.224

SUNNAGN090026 Quickie Argon 2 Lítil taska fyrir GSM síma EUR 2.580

SUNNHUM090026 Quickie Helium Lítil taska fyrir GSM síma EUR 2.580

SUNNNSW090026 Quckie Neon 2 Lítil taska fyrir GSM síma EUR 2.580

SUNNXES090026 Quickie Xenon 2 SA Bakpoki EUR 7.224

SUNNXFF090026 Quickie Xenon 2 Bakpoki EUR 7.224

SUNNYNG090107 Youngster 3 Lítil taska fyrir GSM síma EUR 2.580

SUNNSIB090026 Youngster 3, Simba Lítil taska fyrir GSM síma EUR 2.580

Hjólastóla

útipokar

R82A87460-170 Allir hjólastólar Útipoki fóðraður, vind og vatnsheldur, small DKK 37.873

R82A87460-270 Allir hjólastólar Útipoki fóðraður, vind og vatnsheldur, medium DKK 42.260R82A87460-370 Allir hjólastólar Útipoki fóðraður, vind og vatnsheldur, large DKK 45.700R82A87460-460 Allir hjólastólar Útipoki fóðraður, vind og vatnsheldur, x-large DKK 47.596R82A87460-560 Allir hjólastólar Útipoki fóðraður, vind og vatnsheldur, xx-large DKK 50.298

154

Page 156: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Fastus

Regnslá fyrir

börn

R82A87465-410 Allir hjólastólar Regnslá sem fer alveg yfir barnið og er með hettu.

Stærð 4

DKK 12.776

R82A87465-510 Allir hjólastólar Regnslá sem fer alveg yfir barnið og er með hettu.

Stærð 5

DKK 12.776

Bakki undir

ramma

R82A970815 Cougar Bakki fyrir lækningatæki, tekur 20 kg,

Stærð L: 31 cm x B: 30 cm x H: 5 cm

DKK 23.868

R82A95281-10 Kudu Bakki fyrir t.d lækningatæki og bara

fyrir st. 2 + 3 + 4

DKK 23.903

Hnakkapúðar

SUNNRUB030133 Rubix2 og XL Framlenging á bak - stuðningur við höfuð EUR 6.192

Hliðarstuðn.

SUNNLII030603 Quickie Life i Hliðarstuðningur, swing away - par EUR 12.900

SUNNRLX040910 Breezy Relax 2,

Relax 2 XL

Hliðarstuðningur swing away hægt að taka af - par. EUR 7.482

R82A838XX-XXX Cougar Hliðarstuðningur swing away hægt að taka af - par. Val

um nokkrar týpur af púðum.

DKK 41.137

R82A95401-XX Kudu Fastir hliðarstuðningar - velja þarf stærð - par DKK 8.915R82A838XX-XXX Kudu Swing away hliðarstuðningur. Velja þarf tegund af

hliðarstuðning. Sjá pöntunarblað. Par

DKK 40.295

Mjaðmast. R82A970751-1 Cougar st. 1+2 Mjaðmastuðningur par, L: 19 cm - Par DKK 18.498R82A970751-2 Cougar st. 3+4 Mjaðmastuðningur par, L: 25 cm - Par DKK 18.498R82A95713-XX Kudu Mjaðastuðningur - dýptarstillanlegur. Velja þarf stærð -

par

DKK 14.461

Höfuðstuðn.

SUNNRUB030025 Rubix2 og XL Skálalaga höfuðstuðningur EUR 20.382

SUNNJCL040001 Rubix2 og XL Standard comfort höfuðstuðningur EUR 17.286

SUNNJCL040002 Rubix2 og XL Comfort höfuðstuðningur með vængjum til hliðanna EUR 18.576

SUNNRUB030025 Rubix2 og XL Höfuðstuðningur EUR 20.382

SUNNBAS030007 Basix2 Höfuðstuðningur með swing away þerslá innifalin. EUR 20.382

SUNNQUICKIE Quickie Life i,

Quickie Life T,

Quickie Neon2,

Quickie Xenon SA

Höfuðstuðningur, 20 x 11 cm, dýptar- og

vinkilstillanlegur.

EUR 38.700

SUNNQUICKIE Quickie Life i,

Quickie Life T,

Quickie Neon2,

Quickie Xenon SA2

Höfuðstuðningur, 23 x 11 cm, dýptar- og

vinkilstillanlegur.

EUR 38.700

SUNNQUICKIE Youngster 3, Simba Höfuðstuðningur medium EUR 34.830

SUNNQUICKIE Youngster 3, Simba Höfuðstuðningur large EUR 34.830

R82A99XXXXX-XX Cougar, Kudu Höfuðstuðningur, val um nokkrar gerðir sjá

pöntunarblað.

DKK 33.345

R82A99XX4XX-83 Cougar, Kudu Anatomic höfuðstuðningur, val um nokkrar gerðir sjá

pöntunarblað.

DKK 33.345

155

Page 157: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Fastus

R82A99XX5XX-83 Cougar, Kudu Anatomic höfuðstuðningur með bandi, val um nokkrar

gerðir sjá pöntunarblað

DKK 49.842

Hækjuhaldari

SUNNRUB090102 Rubix2 og XL Hækjuhaldari vinstra megin EUR 1.548

SUNNRUB090103 Rubix2 og XL Hækjuhaldari hægra megin EUR 1.548

SUNNBAS090001 Breezy Basix2 Hækjuhaldari EUR 1.548

SUNNLIF090001 Quickie Life og

Quickie Life i

Hækjuhaldari EUR 3.870

SUNNLFT090009 Quickie Life T Hækjuhaldari festur á ástig EUR 3.870

SUNN090009 Quickie Xenon2,

Xenon SA 2, Quickie

Argon2, Quickie

Helium

Hækjuhaldari festur á ástig EUR 3.870

SUNNYNG010303 Youngster 3 Hækjuhaldari festur á ástig EUR 3.870

SUNNSIB090009 Zippie Simba Hækjuhaldari festur á ástig EUR 3.870

Klofkíll SUNNRLX040920 Breezy Relax 2,

Relax 2 XL

Klofkíll festur undir sætisramman EUR 6.192

R82A970030-1 Cougar st. 1 Klofkíll H: 9 cm x D: 9 cm x B: 9 cm DKK 20.990R82A970030-2 Cougar st. 2 Klofkíll H: 9 cm x D: 12 cm x B: 9 cm DKK 20.990R82A970030-3 Cougar st. 3 Klofkíll H: 9 cm x D: 15 cm x B: 10 cm DKK 20.990R82A970030-4 Cougar st. 4 Klofkíll H: 9 cm x D: 9 cm x B: 10 cm DKK 20.990R82A95430-X Kudu Dýptarstillanlegur klofkýll - velja þarf stærð DKK 21.832

Keyrsluhandf. SUNNSIB030208 Simba Heilt ökuhandfang, hæðarstillanlegt, breiddar og

vinkilstillanlegt. Ekki hægt með setbreidd 22 cm

EUR 12.900

Sessur SUNNQUICKIE Alla hjólastóla Jay Basic setbreidd frá 36 - 50 cm USD 19.545SUNNQUICKIE Alla hjólastóla Jay Basic setbreidd frá 55 - 60 cm USD 31.688SUNNQUICKIE Alla hjólastóla Jay Easy Visco setbreidd frá 38 - 50 cm USD 48.247SUNNQUICKIE Alla hjólastóla Jay Easy Visco setbreidd frá 55 - 60 cm USD 59.286SUNNQUICKIE Alla hjólastóla Jay Easy Fluid setbreidd frá 38 - 50 cm USD 55.311SUNNQUICKIE Alla hjólastóla Jay Easy Fluid setbreidd frá 55 - 60 cm USD 66.350SUNNJAYJZ Alla hjólastóla Jay Zip sessur frá 20 - 40 cm USD 54.208SUNNQUICKIE M6 Sessa 5 cm há EUR 17.286

SUNNJCL020001 Breezy Relax 2,

Relax 2 XL

Standard Comfort seat, Pro Skin EUR 14.964

SUNNJCL020002 Breezy Relax 2,

Relax 2 XL

Standard Comfort seat, Stechrubber EUR 22.188

SUNNJCL020003 Breezy Relax 2,

Relax 2 XL

Standard comfort seat, Stechstof EUR 22.188

SUNNJCL020004 Breezy Relax 2,

Relax 2 XL

Standard comfort seat, webbed, stretchrubber EUR 27.864

SUNNJCL020005 Breezy Relax 2,

Relax 2 XL

Standard comfort seat, webbed, stretchstof EUR 27.864

SUNNJCL200006 Breezy Relax 2,

Relax 2 XL

Optimum comfort seat, webbed, stretchrubber EUR 34.830

156

Page 158: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Fastus

SUNNJCL200007 Breezy Relax 2,

Relax 2 XL

Optimum comfort seat, webbed, stretchstof EUR 34.830

SUNNJCL200008 Breezy Relax 2,

Relax 2 XL

Comfort Visco seat, webbed, stretchrubber EUR 34.830

SUNNJCL020009 Breezy Relax 2,

Relax 2 XL

Comfort Visco seat, webbed, stretchstof EUR 34.830

SUNNJCL020010 Breezy Relax 2,

Relax 2 XL

Comfort seat pan without treshold EUR 20.124

SUNNQUICKIE M6 Sessa 5 cm há EUR 20.898

Ver á sessur R82A970425-X13 Cougar Vatnshelt ver fyrir sessu á Cougar í öllum stærðum. DKK 11.794

Stúf púði

SUNNRUB050008 Rubix2 og XL Bólstraður stuðningur fyrir stúf (amputee) - par EUR 20.382

SUNNBAS050005 Breezy Basix2 Bólstraður stuðningur fyrir stúf (amputee) - par EUR 20.382

SUNNLIF050012 Quickie Life, Quickie

Life T

Bólstaður stuðningur fyrir stúf (amputee) EUR 40.506

SUNNXES050012 Quickie Xenon2,

Xenon SA2

Bólstaður stuðningur fyrir stúf (amputee) EUR 36.636

SUNNRLX090124 Breezy Relax 2,

Relax 2 XL

Bólstaður stuðningur fyrir stúf (amputee) fyrir vinstri fót EUR 12.384

SUNNRLX090125 Breezy Relax 2,

Relax 2 XL

Bólstraður stuðningur fyrir stúf (amputee) fyrir hægri fót EUR 12.384

Teinahlífar

SUNNRUB090004 Rubix2 og XL Teinahlífar glærar fyrir 22" dekk - Par EUR 9.546

SUNNRUB090105 Rubix2 og XL Teinahlífar glærar fyrir 24" dekk - Par EUR 9.546

SUNNBAS090003 Breezy Basix2 Teinahlífar glærar fyrir 24" dekk - Par EUR 9.546

SUNNAGN070831 Quickie Argon 2 Teinahlífar glærar - Par EUR 17.286

SUNNHUM070831 Quickie Helium Teinahlífar glærar - Par EUR 17.286

SUNNLIF070831 Quickie Life Teinahlífar glærar - Par EUR 17.286

SUNNLTF070831 Quickie Life T Teinahlífar glærar - Par EUR 17.286

SUNNNSW070831 Quickie Neon 2 Teinahlífar glærar - Par EUR 17.286

SUNNYNG070601 Youngster 3 Teinahlífar glærar - Par EUR 17.286

SUNNSIB070831 Zippie Simba Teinahlífar glærar - Par EUR 17.286

SUNNXES070831 Quickie Xenon 2 SA Teinahlífar glærar - Par EUR 17.286

SUNNXFF070831 Quickie Xenon 2 Teinahlífar glærar - Par EUR 17.286

SUNNQUICKIE Quickie Life, Quickie

Life T, Quickie

Neon2, Xenon2,

Xenon SA 2, Quickie

Argon2, Quickie

Helium, Youngster 3,

Simba

Teinahlífar með mynd - velja þarf mynd - Par EUR 22.962

SUNNRLX090120 Breezy Relax 2,

Relax 2 XL

Teinahlífar glærar - Par EUR 11.610

R82A970920 Cougar Teinahlífar glærar 20" - Par DKK 10.284

157

Page 159: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Fastus

R82A970922 Cougar Teinahlífar glærar 22" - Par DKK 10.284R82A970924 Cougar Teinahlífar glærar 24"- Par DKK 10.284

Veltivörn SUNNAGN090007 Quickie Argon 2 Quickie style anti-tip pluggable - Par EUR 13.932SUNNHUM090007 Quickie Helium Quickie style anti-tip pluggable - Par EUR 13.932SUNNAGN090033 Quickie Argon 2 Anti tip flip up - user operated, vinstri EUR 18.576SUNNHUM090033 Quickie Helium Anti tip flip up - user operated, vinstri EUR 18.576SUNNAGN090008 Quickie Argon 2 Anti tip flip up - user operated, hægri EUR 18.576SUNNHUM090008 Quickie Helium Anti tip flip up - user operated, hægri EUR 18.576SUNNAGN090035 Quickie Argon 2 Sport anti tip - Par EUR 34.314SUNNHUM090035 Quickie Helium Sport anti tip, central mount, pluggable - Par EUR 34.314

Þverslá

SUNNRUB030022 Rubix2 og XL Swing away þerslár EUR 6.450

SUNNRUB030023 Rubix2 og XL Niðurfellanleg þerslá EUR 8.256

SUNNRUB030024 Rubix2 og XL Lite niðurfellanleg þverslá EUR 4.128

SUNNNSW030402 Quickie Neon 2 Niðurfellanleg þerslá EUR 12.900

SUNNLIF040042 Qucikie Life Niðurfellanleg þerslá EUR 12.900

SUNNLTF030402 Quickie Life T Niðurfellanleg þerslá EUR 12.900

SUNNXES030402 Quickie Xenon SA Þverslá niðurfellanleg EUR 16.254SUNNQUICKIE Quickie Xenon SA,

Quickie Neon2,

Þverslá swing away EUR 16.254

SUNNYNG030403 Youngster 3 Þverslá EUR 14.706SUNNSIB030405 Simba Fjarðlægt frá Þverslá ef setja skal sérmót - 2 cm EUR 3.870SUNNBAS030006 Breezy Basix2 Þverslá swing away EUR 6.450

Rammi

SUNNLIF010016 Quickie Life Active fastur rammi 85° og 2 cm inset. EUR 13.674SUNNLFT010023 Quickie Life T Fastur rammi 105° með áföstum fótbogum, abducted

2.5 cm á hvorri hlið. Ekki hægt með setbreidd 48/50 cm

og LLL 26 cm.

EUR 13.674

SUNNLFT010011 Quickie Life T Fastur rammi 95° með áföstum fótbogum, inset 2 cm á

hvorri hlið. Ekki hægt með setbreidd 34 cm og LLL 26

cm.

EUR 13.674

SUNNXFF010101 Quickie Xenon2 Rammi inset 1 cm EUR 13.674SUNNAGN010013 Quickie Argon 2 Rammi 92° (integrated fottrest) EUR 13.674SUNNXFF010021 Quickie Xenon2 Rammi 92° (integrated fottrest) EUR 13.674SUNNXFF010020 Quickie Xenon2 Hybrid rammi 100° - max 140 kg notandi, EUR 13.674SUNNXFF010021 Quickie Xenon2 Hybrid rammi 92° - max 140 kg notandi, EUR 13.674SUNNHUM010013 Quickie Helium Rammi 92° Performance fixed front frame EUR 13.674SUNNHUM010009 Quickie Helium Rammi 88° Performance compact fixed front frame EUR 13.674SUNNAGN010103 Quickie Argon 2 Inset: Performance 3 cm EUR 13.674SUNNHUM010103 Quickie Helium Inset: Performance 3 cm EUR 13.674SUNNHUM090031 Quickie Helium Suspension up to 70 kg EUR 51.342SUNNHUM090032 Quickie Helium Suspension up to 120 kg EUR 51.342SUNNHUM090016 Quickie Helium Frame protection EUR 6.192

Seljandi: Stoð

Bodypoint belti Fyrir alla hjólastóla Verð án ísetningar

158

Page 160: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

Evoflex

mjaðmabelti

EB205-M46-B1 Evoflex mjaðmabelti stærð M. Bólstrað mjaðmabelti

sem er fest á hliðar stóls með plastspöngum. Belti sem

helst alltaf í réttri stöðu. Þrýstismella.

USD 23.200

EB205-L62-B1 Evoflex mjaðmabelti stærð L USD 23.200EB235-S38-B1 Evoflex mjaðmabelti stærð S. Lítil þrýstismella USD 19.500

Mjaðmabelti,

bólstrað 2

punkta. Strekkt

í miðju.

HB235-S32-B1 Mjaðmabelti 2 punkta. Stærð XXS. Lítil þrýstismella. USD 14.800

Þrýstismella HB235-S38-B1 Mjaðmabelti 2 punkta. Stærð XS.Lítil þrýstismella. USD 14.800HB205-M36-B1 Mjaðmabelti 2 punkta. Stærð S. Þrýstismella. USD 16.300HB205-M46-B1 Mjaðmabelti 2 punkta. Stærð M. Þrýstismella. USD 16.300HB205-L62-B1 Mjaðmabelti 2 punkta. Stærð L. Þrýstismella. USD 16.300

HB205-L82-B1 Mjaðmabelti 2 punkta. Stærð XL. Þrýstismella. USD 20.200HB205-L92-B1 Mjaðmabelti 2 punkta. Stærð XXL. Þrýstismella. USD 20.200

Mjaðmabelti,

bólstrað 2

punkta. Strekkt

í miðju.

HB225-M46-B1 Mjaðmabelti 2 punkta. Stærð M. Rehab-smella. Fyrir

notendur með kraftminnkun í höndum17.300

Rehab - smella HB225-L62-B1 Mjaðmabelti 2 punkta. Stærð L. Rehab-smella. USD 17.300Mjaðmabelti,

bólstrað 2

punkta.

Strekkt í miðju.

HB215-S38-B1 Mjaðmabelti 2 punkta. Stærð S. Plastsmella. USD 12.800

Plastsmella HB215-M46-B2 Mjaðmabelti 2 punkta. Stærð M. Plastsmella. USD 12.800HB215-L62-B3 Mjaðmabelti 2 punkta. Stærð L. Plastsmella. USD 12.800

Mjaðmabelti HB435-S38-B1 Mjaðmabelti 4 punkta stærð XS. Lítil þrýstismella. USD 18.700Bólstrað HB405-M36-B1 Mjaðmabelti 4 punkta stærð S. Þrýstismella. USD 20.300

4 punkta HB405-M46-B1 Mjaðmabelti 4 punkta stærð M. Þrýstismella. USD 20.300

Strekkt í miðju HB405-L62-B1 Mjaðmabelti 4 punkta stærð L. Þrýstismella. USD 20.300

Öryggislæsing

opnuð með

penna

FS018C-1 Öryggislæsing á þrýstismellu. Belti stærð S, M USD 4.900

FS019C-1 Öryggislæsing á þrýstismellu. Belti í stærð L,XL, XXL USD 4.900

Læsing með

heftum

FS018D-1 Læsing með heftum aðgangi fyrir þrýstismellu. Belti

stærð S,M.

USD 4.900

FS019D-1 Læsing með heftum aðgangi fyrir þrýstismellu. Belti í

stærð L,XL, XXL.

USD 4.900

Nárabelti

bólstrað

LH600S-B1 Nárabelti stærð S. Bólstrað belti sem kemur í veg fyrir

innsnúning og adduction í mjöðmum.

USD 15.800

LH600M-B1 Nárabelti stærð M USD 15.800LH600L-B1 Nárabelti stærð L USD 15.800

Ökklafestingar FT210XS Ökklafestingar með riflás stærð XS USD 25.800

með riflás FT210S Ökklafestingar með riflás stærð S USD 25.800FT210M Ökklafestingar með riflás stærð M USD 25.800

159

Page 161: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

FT210L Ökklafestingar með riflás stærð L USD 25.800FT210XL Ökklafestingar með riflás stærð XL USD 25.800

Ökklafestingar FT220XS Ökklafestingar með plastsmellu stærð XS USD 25.800

með plastsmelluFT220S Ökklafestingar með plastsmellu stærð S USD 25.800FT220M Ökklafestingar með plastsmellu stærð M USD 25.800FT220L Ökklafestingar með plastsmellu stærð L USD 25.800FT220XL Ökklafestingar með plastsmellu stærð XL USD 25.800

Kálfabönd SP102S Kálfaband fyrir stóla í breidd 31-38 cm. Hæð 9 cm. USD 13.700SP102M Kálfaband fyrir stóla í breidd 38-48 cm. Hæð 9 cm. USD 13.700SP102L Kálfaband fyrir stóla í breidd 48-56 cm. Hæð 9 cm. USD 13.700

Kálfabönd breið SP103S Kálfaband fyrir stóla í breidd 31-38 cm. Hæð 19 cm. USD 17.800

SP103M Kálfaband fyrir stóla í breidd 38-48 cm. Hæð 21 cm. USD 17.800

SP103L Kálfaband fyrir stóla í breidd 48-56 cm. Hæð 23 cm. USD 17.800

Axlabelti SH250XXS-B1 Axlabelti Pivofit. Strekking fram á við. Stærð XXS USD 24.300Pivofit SH250XS-B1 Axlabelti Pivofit. Strekking fram á við. Stærð XS USD 24.300

SH250S-B1 Axlabelti Pivofit. Strekking fram á við. Stærð S USD 24.300SH250M-B1 Axlabelti Pivofit. Strekking fram á við. Stærð M USD 24.300SH250L-B1 Axlabelti Pivofit. Strekking fram á við. Stærð L USD 24.300SH250XL-B1 Axlabelti Pivofit. Strekking fram á við. Stærð XL USD 24.300

Axlabelti

Pivofit

Dynamic

SH270XXS-B1 Axlabelti Pivofit Dynamic - gefa aðeins eftir við

hreyfingu. Henta vel fyrir spastiska notendur. Strekking

fram á við. Stærð XXS

USD 25.800

SH270XS-B1 Axlabelti Pivofit Dynamic. Stærð XS USD 25.800SH270S-B1 Axlabelti Pivofit Dynamic. Stærð S USD 25.800SH270M-B1 Axlabelti Pivofit Dynamic. Stærð M USD 25.800SH270L-B1 Axlabelti Pivofit dynamic. Stærð L USD 25.800SH270XL-B1 Axlabelti Pivofit dynamic. Stærð XL USD 25.800

Axlabelti

Trimline

SH230S-B1 Axlabelti sem heldur við axlir og ýtir þeim aftur á bak.

Einnig hægt að nota í kross yfir brjóstkassa. Stærð S

USD 19.300

SH230M-B1 Axlabelti Trimline. Stærð M USD 19.300SH230L-B1 Axlabelti Trimline. Stærð L USD 19.300

Bolbelti

Stayflex með

SH310S-B1 Stayflex með rennilás. Strekking fram á við. Stærð S USD 29.500

SH310M-B1 Stayflex með rennilás. Strekking fram á við. Stærð M USD 29.500

SH310L-B1 Stayflex með rennilás. Strekking fram á við. Stærð L USD 29.500

SH310XL-B1 Stayflex með rennilás. Strekking fram á við. Stærð XL USD 29.500

Bolbelti

Stayflex án SH311XS-B1 Stayflex án renniláss. Strekking fram. Stærð XS USD 28.500

SH311S-B1 Stayflex án renniláss. Strekking fram. Stærð S USD 28.500

160

Page 162: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

SH311M-B1 Stayflex án renniláss. Strekking fram. Stærð M USD 28.500SH311L-B1 Stayflex án renniláss. Strekking fram. Stærð L USD 28.500SH311XL-B1 Stayflex án renniláss. Strekking fram. Stærð XL USD 28.500

Bolbelti

Stayflex mjótt

með rennilás

SH330M Mjó útgáfa af Stayflex sem hentar vel fyrir konur og

granna einstaklinga. Með rennilás. Strekking fram á við.

Stærð M.

USD 29.900

SH330L Stayflex mjótt með rennilás. Strekking fram. Stærð L USD 29.900

SH330XL Stayflex mjótt með rennilás. Strekking fram. Stærð XL USD 29.900

Bolbelti

Stayflex mjótt

án renniláss

SH331M Mjó útgáfa af Stayflex sem hentar vel fyrir konur og

granna einstaklinga. Án renniláss. Strekking fram á við.

Stærð M.

USD 29.100

SH331L Stayflex mjótt án renniláss. Strekking fram. Stærð L USD 29.100

SH331XL Stayflex mjótt án renniláss. Strekking fram. Stærð XL USD 29.100

Bolbelti

Monoflex.

SH120XS-B1 Einfalt bolbelti sem fer þvert yfir bolinn. Festingar við

handarkrika. Stærð XS

USD 17.800

handakrika SH120S-B1 Monoflex. Festingar við handarkrika. Stærð S USD 17.800SH120M-B1 Monoflex. Festingar við handarkrika. Stærð M USD 17.800SH120L-B1 Monoflex. Festingar við handarkrika. Stærð L USD 17.800SH120XL-B1 Monoflex. Festingar við handarkrika. Stærð XL USD 17.800

Bolbelti

Monoflex

Festing í miðju

SH122XS-B1 Einfalt bolbelti sem fer þvert yfir bolinn. Festing í miðju

með plastsmellu. Stærð XS

USD 26.200

SH122S-B1 Monoflex. Festing í miðju m. plastsmellu. Stærð S USD 26.200SH122M-B1 Monoflex. Festing í miðju m. plastsmellu. Stærð M USD 26.200SH122L-B1 Monoflex. Festing í miðju m. plastsmellu. Stærð L USD 26.200SH122XL-B1 Monoflex. Festing í miðju m. plastsmellu. Stærð XL USD 26.200

Fjölnota belti

Universal

Elastic Strap

SP110S Fjölnota belti úr þykku og sterku teygjanlegu efni. Festist

með riflás. Hægt að nota um bol, kvið, mjaðmir og

fætur. Auðvelt að stytta. Stærð S 142 x 8 cm

USD 16.400

SP110L Fjölnota belti. Stærð L 142 x 11 cm USD 16.400SP110XL Fjölnota belti. Stærð XL 142 x 15 cm USD 16.400

Framlenging á SP111S Framlenging á SP110S. 72,5 x 8 cm USD 9.500

SP110 SP111L Framlenging á SP110L. 72,5 x 11 cm USD 9.500SP111XL Framlenging á SP110XL. 72,5 x 8 cm USD 9.500

Taska SP001 Taska sem festist undir sæti eða á hliðarhlíf á hjólastól USD 9.800

Fótplötur FT111 Fótplata, hallastillanleg. Stærð 10 x 20 cm. Festing á

legg fyrir fótplötur fylgir. Stykkjaverð

USD 15.800

FT112 Fótplata, hallastillanleg. Stærð 12 x 24 cm. Festing á

legg fyrir fótplötur fylgir. Stykkjaverð

USD 16.200

161

Page 163: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

Leggir fyrir

fótplötur

FT021 Leggur fyrir fótplötu L laga. Hægt að nota á fjölbreyttan

máta þegar þarf sérlausnir fyrir fótaplötur. Lengd 22cm.

USD 11.600

FT022 Leggur fyrir fótplötu L laga. Lengd 32 cm. USD 13.100FT023 Leggur fyrir fótplötu L laga, stillanlegur. Lengd 22 cm. USD 23.900

FT024 Leggur fyrir fótplötu L laga, stillanlegur. Lengd 32 cm. USD 25.900

Festingar SH024-C2-U Lenging á efri festibönd fyrir Stayflex og Pivofit. Par. USD 4.200

HW312-KIT Vinkillaga beltafesting til að skrúfa á rör eða hliðar.

Hægt að velja um 3 stöður fyrir beltafestingu. Par.

USD 4.600

HKA12-1 Belta lengi- og festisett. Par. USD 4.700HW303-B-2 Rörklemma fyrir beltafestingu Passar á Ø 22mm og

25mm. Par.

USD 2.300

HW303-19S Þétting fyrir HW303-B-2 svo hún passi á Ø 19 mm USD 1.700HW320-22-2 Rörklemma fyrir beltafestingu Passar á Ø 22mm. Par. USD 4.200

HW320-25-2 Rörklemma fyrir beltafestingu Passar á Ø 25mm. Par. USD 4.200

HW320-27X33-2 Rörklemma fyrir beltafestingu Passar á sporöskju-laga

rör 27x33 mm. Par

USD 4.200

HW320-29-2 Rörklemma fyrir beltafestingu Passar á Ø 29mm. Par. USD 4.200

HW320-30-2 Rörklemma fyrir beltafestingu Passar á Ø 30mm. Par. USD 4.200

HW320-32-2 Rörklemma fyrir beltafestingu Passar á Ø 32mm. Par. USD 4.200

HW404 Röraklemma fyrir samhliða rör Ø 19 og 25 mm.

Stykkjaverð

USD 11.500

HW406 Röraklemma fyrir samhliða rör Ø 19 og 22 mm.

Stykkjaverð

USD 11.500

FS032-2 Smellufesting fyrir bol og axlabelti. 5 mm. Par USD 3.100FS034-2 Smellufesting fyrir bol og axlabelti. 6,3mm. Par USD 4.900

Whitmyer - Art

Group

Hnakkapúðar.

Henta á alla

hjólastóla.

ATH - velja þarf festingar á hjólastóla með

höfuðbúnaði

Einfaldir púðar.

PLUSH

PLUSH 1-2-3 " Höfuðpúðar PLUSH - Einfaldir skálalaga púðar. Áklæði

Lycra. 3 stærðir 20-25-30 cm

USD 31.754

PLUSH 4 " Sama lýsing og að ofan. 48 cm. USD 43.548Einfaldir púðar

m/ tvöfalda

festingu

DUAL PLUSH

DUAL PLUSH 3 " 35 cm höfuðpúði fyrir 2 burðarfestingar USD 68.951

DUAL PLUSH 4 " 48 cm höfuðpúði fyrir 2 burðarfestingar USD 70.765Heads-up púðar HU " Höfuðstuðningur sem nær yfir axlir til að hindra að

einstaklingur halli fram. Hægt að fá stuðning undir höku

líka. Ýmsar útfærslur. 4 stærðir (XS-S-M-L), Short/Tall,

Short/long arm.

USD 52.620

162

Page 164: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

Þríhyrningspúðar

Contoured

Cradle

CCP 2-3-4 " Höfuð/hnakkastuðningur. CONTOURED

þríhyrningspúðar. Áklæði lycra. Stærðir S-M-L

USD 29.032

Þríhyrningspúðar

Contoured

Cradle - C

PLUSH

CCS 2-3-4 " Höfuð/hnakkastuðningur- Meira bólstraðir.

CONTOURED þríhyrningspúðar. Áklæði lycra. Stærðir S-

M-L

USD 29.032

Þrískiptir höfuð-

og

hnakkapúðar

S.O.F.T.

S.O.F.T. 1-2-3-4-6 " Þrískiptur höfuðstuðningur. 5 útfærslur. Áklæði lycra.

Samanstendur af 4 stærðum af höfuðpúða og 2

gerðum/stærðum af hnakkapúða.

USD 70.765

S.O.F.T. 5-8 " Þrískiptur höfuðstuðningur. 5 útfærslur. Áklæði lycra.

Samanstendur af 4 stærðum af höfuðpúða og 2

gerðum/stærðum af hnakkapúða.

USD 83.013

Tvískiptir

höfuð og

hnakkapúðar.

S.O.F.T. Single

Sub-occipital

SS 3-4-8-10 " Tvískiptur höfuðstuðningur. 4 útfærslur. Áklæði lycra. 3

stærðir af höfuðpúða og 2 stærðir af hnakkapúða.

USD 55.342

Barnapúðar.

Cuddle Infant

CCS " Höfuð/hnakkastuðningur. CONTOURED

þríhyrningspúði. 16,5x10 cm dýpt 4 cm. Flísáklæði.

USD 25.403

Festingar á

hjólastóla fyrir

höfuðpúða

COBRA X-TRA " Einása lóðrétt stöng. Lárétt stöng bogin til að fá aukna

stillimöguleika.

USD 55.342

COBRA X-TRA

FLIP

" COBRA X-TRA - afturfellanleg með hnappi. USD 71.672

PRO " Lóðrétt stöng með +/- 45° lárétta færslu. USD 54.435ONYX 7010 " Einása lóðrétt stöng, fjölása lárétt stöng. Barna: Lárétt

15 cm x lóðrétt 20 cm. Fullorðins: Lárétt 20 cm x 30 cm

USD 29.032

Ennisbönd DFS10 Ennisband " Barna, fyrir einfaldan púða PLUSH, str. 20x4 cm festing

18 cm, 2 gerðir fylgja. Svampur klæddur neopran.

USD 52.439

DFS30 Ennisband " Fullorðins, fyrir einfaldan púða PLUSH, str. 26x4 cm

festing 20 cm, 2 gerðir fylgja. Svampur klæddur

neopran.

USD 52.439

DFS1 Ennisband " Barna fyrir S.O.F.T. þrískiptan höfuðstuðning. 20 x 4

cm, festing 18 cm, 2 gerðir fylgja. Svampur klæddur

neopran.

USD 36.290

DFS3 Ennisband " Fullorðins fyrir S.O.F.T. þrískiptan höfuðstuðning. 26 x 4

cm, festing 20 cm, 2 gerðir fylgja. Svampur klæddur

neopran.

USD 36.290

HU-1 Ennisband " Skeifulaga ennisband, stíf plaststöng, stillanleg gráða,

stærðar aðlögun. Uppréttanleg fyrir S.O.F.T.

höfuðstuðning.

USD 57.157

HU-10 Ennisband " Skeifulaga ennisband, stíf plaststöng, stillanleg gráða,

stærðar aðlögun. Uppréttanleg fyrir einfaldan púða /

PLUSH

USD 57.157

INFT500 " Barn - fyrir Cuddles höfuðstuðning. 15.423Ennisbönd /

Derhúfur

CAP1 " Ennisband sem derhúfa 2 stærðir - 3 litir USD 59.878

Gelpúðar

Sett af 1

höfuðpúða og

2 hliðarpúðum

SOFT-PG1 " SOFT str. 1 með gelpúðum. Púðar: riflás til að festa á

plötu, svamplag og gellag. Áklæði Lycra.

USD 52.878

163

Page 165: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

SOFT-PG3 " SOFT str. 3 með gelpúðum. Púðar: riflás til að festa á

plötu, svamplag og gellag. Áklæði Lycra.

USD 50.806

SOFT-PG4 " SOFT str. 4 með gelpúðum. Púðar: riflás til að festa á

plötu, svamplag og gellag. Áklæði Lycra.

USD 50.806

Gelpúðar.

Stakir

PG 500 " Stakur gel höfuðpúði USD 19.959

PG 600 " Stakur gel höfuðpúði USD

PGSO1 L/R " Gelpúði fyrir hnakkastuðning, hægri eða vinstri stk USD

PGSO3 L/R " Gelpúði fyrir hnakkastuðning, hægri eða vinstri stk USD

Hliðarstuðning

ar á Whitmeyer

höfuðpúða

með púðum.

LFC1x1040 " Hliðarstuðningur, stakur(unilat), 7 gerðir púða með lycra

áklæði, fjöllása, hægt að slá til hliðar.

USD 39.919

LFC2x1040 " Hliðarstuðningur, par(bilateral), 7 gerðir púða með lycra

áklæði, fjöllása, hægt að slá til hliðar.

USD 74.394

Hliðarstuðning

ar á Whitmeyer

höfuðpúða ÁN

púða. - fyrir

rofa eða annan

búnað.

LFC1 " Hliðarstöng með festingu á stuðningpúða. Fyrir t.d.

Höfuðrofa eða annan búnað. Festist á Whitmeyer

festingar. Hægt að slá til hliðar.

USD 38.649

Aukafestingar

á hjólastóla

fyrir Whitmeyer

höfuðfestingar

M5000 " Niðurfellanleg. (SWA) Festing fyrir alla höfuðstuðninga. USD 18.145

M1010 " Boruð plastfesting, með fjölbreytta festimöguleika. USD 8.165M2010 " Boruð plastpl. f./einf. festimöguleika. USD 7.258M7010 " Boruð festiplata, festimöguleikar f/ höfuðstuðninga með

hliðarfærslu um 10 cm. Notist með eða án M2010.

USD 17.238

M7000 " Hraðfesting á keyrsluhandfang. Leyfir 30° horn, fyrir 30-

66 cm bil.

USD 40.826

LM-CCS " Festiplata fyrir hlilðarstuðning 90° USD 6.169LM-PL " Festiplata fyrir hlilðarstuðning 45° USD 6.169

KIK-Reifen Teinahlifar

Glærar 500101 Alla hjólastóla 22" og

24"

Gegnsæar teinahlífar - Plast með plast skrúfum. Verð

með stól

EUR 23.850

Litaðar 500102 Alla hjólastóla 22" og

24"

Einlitar teinahlífar. Val um 6 liti. Plast með plast

skrúfum. Par. Verð með stól

EUR 37.600

Myndir 500103 Alla hjólastóla 22" og

24"

Mikið úrval mynda - Plast með plast skrúfum. Par. Verð

með stól

EUR 49.000

Etac

Armar 28034-60-1/2 Etac Prio Hemiarmur, kemur í staðinn fyrir standard arminn, grátt

pluss áklæði. Verð með stól

SEK 65.700

28034-60-1/2 Etac Prio Hemiarmur, kemur í staðinn fyrir standard arminn, grátt

pluss áklæði. Verð án stóls

SEK 92.995

Belti 27904 Etac Prio Mjaðmabelti með plastsmellu. Festist á stólrammann SEK 11.445Bök 28015-60 Etac Prio Stillanlegt kyfosubak með þrískiptum bakdúk. Grátt

pluss áklæði. Hæðarstillanlegt í 45-60 cm með stól

SEK 95.600

27771-60/65 Etac Prio Komfort bakpúði. Mjúkbólstrað. Grátt Dartex eða pluss

áklæði. Verð með stól

SEK 5.475

27771-60/65 Etac Prio Komfort bakpúði. Mjúkbólstrað grátt Dartex eða pluss.

Verð án stóls

SEK 24.885

Bremsufram-

lenging

27895-1/2 Etac Prio Bremsuframlenging. Verð með stól SEK 1.295

164

Page 166: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

27895-1/2 Etac Prio Bremsuframlenging. Verð án stóls SEK 10.055Einnar handar

bremsa

27531-1/2 Etac Prio Einnar handa bremsa. Hægri eða vinstri. Verð með stól SEK 63.500

27531-1/2 Etac Prio Einnar handa bremsa. Hægri eða vinstri. Verð án stóls SEK 59.460

Bremsa fyrir

aðstoðarmanni

81346 Etac Prio Bremsa fyrir aðstoðarmanni , komplett kit, með stól ,20"

22" eða 24"

SEK 58.485

81346 Etac Prio Bremsa fyrir aðstoðarmanni , komplett kit, án stóls ,20"

22" eða 24"

SEK 91.000

Breikkunarsett 27892 Etac Prio Festist á milli arma og ramma stólsins. Breikkar stólinn

um 2,5 cm

SEK 2.985

Fótahvílur 27729-1/2 Etac Prio Fastur vinkill. Mjúkbóstraðir kálfapúðar. Svart dartex

áklæði. Verð með stól

SEK -9.955

27729-1/2 Etac Prio Fastur vinkill. Mjúkbólstraðir kálfapúðar. Svart dartex

áklkæði. Verð án stóls

SEK 17.425

Fótaplötur 25644-1/2 Etac Prio Sömu fótplötur og eru á Etac Cross 5. Verð með stól SEK 12.445

25644-1/2 Etac Prio Sömu fótplötur eru á Etac Cross 5. Verð án stóls SEK 20.40025649-1/2 Etac Prio Fótplötur með lengra röri. Sömu fótplötur og á Etac

Cross Verð með stól

SEK 19.650

25649-1/2 Etac Prio Fótplötur með lengra röri. Sömu fótplötur og á Etac

Cross Verð án stóls

SEK 27.625

27905 Etac Prio Heil fótplata með fasta fótahvílur, þarft að vera með 6"

framhjól. Verð með stól

SEK 7.465

27905 Etac Prio Heil fótplata með fasta fótahvílur, þarft að vera með 6"

framhjól. Verð án stóls

SEK 51.000

Hliðarhlífar 28021 Etac Prio Bólstrun innan á armplötuna til að þrengja sætið.

Verð fyrir parið

SEK 17.620

Hjólast.borð2797x Etac Prio Glært plexiglerborð. Festist með velcroborða á armana SEK 29.100

2797x Etac Prio Hemiborð SEK 29.000Hnakkapúðar 28023-60/65 Etac Prio Minni bólstraður höfuðstuðningur með stillanlegri

festingu. Grátt plusch eða dartex áklæði. Verð með stól

SEK 28.475

28023-60/65 Etac Prio Minna höfuðstuðing með stillanleg festing,grátt plusch

eða dartex, bólstrað án stóls

SEk 47.385

Hliðarstuðningur28020 Etac Prio Stillanlegur í hæð, dýpt og breidd. Polyutethan áklæði SEK 12.895

Hliðarstuðningur28153-1/2 Etac Prio Bolstuðningur stillanlegur í hæð, dýpt og breidd. Hægt

að slá til hlíðar. Polyutethan áklæð

SEK 25.830

Hælbönd 24458 Etac Prio Hælbönd. Verð án stóls SEK 3.775Klofkíll 28022 Etac Prio Klofkíll fest i ramman undir setuna , í grátt plysch,

festing fylgir

SEK 45.000

Kíll 28030 Etac Prio Komfortkíll aukabakstuðningur til að bæta og breyta

bakstuðningi. Stærð: (hxbxl) 20x 90x 130 mm

SEK 13.685

Keyrsluhandf. 27163 Etac Prio Vinkil- og hæðarstillanlegur keyrslubogi. Verð með stól SEK 17.400

27163 Etac Prio Vinkil- og hæðarstillanlegur keyrslubogi. Verð án stóls SEK 33.350

Karfa 28162 Etac Prio Karfa fyrir súrefniskút eða annan farangur. Festist undir

setuna

SEK 35.975

Sessur 2775x-60/65 Etac Prio Komfort sessa með úrtak fyrir læri og setbein. Tilgreina

setbreidd. Verð með stól.

SEK 5.475

2775x-60/65 Etac Prio Komfort sessa með úrtak fyrir læri og setbein. Tilgreina

setbreidd. Verð án stóls

SEK 24.875

Stúf púði 25516-63/60 Etac Prio Mjúkbólstraður stúfpúði. Svart dartex eða pluss áklæði.

Verð með stól

SEK 12.000

25516-63/60 Etac Prio Mjúkbólstraður stúfpúði. Svart dartex eða pluss áklæði.

Verð án stóls

SEK 43.450

165

Page 167: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

Teinahlífar 25504-28 Etac Prio Glærar teinahlifar með Etac logoi SEK 13.900Vökvahaldara 28160 Etac Prio Statif fyrir vökvapoka. Festist framan á stólinn,komplett

sett

SEK 68.250

Etac Cross 5 ,Cross 5 XL

Armar 27313-60-1/2 Cross 5 og Cross 5 XLHemiarmur. Grátt pluss áklæði. Festist á langa arma SEK 36.900

62282-60 Cross 5 ,Cross 5 XL Mjúk bólstrun á langa/stutta arma SEK 7.00026240-60 Cross 5 ,Cross 5 XL Gel bólstrun á langa/stutta arma SEK 11.65026873 Cross 5 ,Cross 5 XL Breiðari 8x40 cm mjúk armplata sem festist á standard

arminn

SEK 22.895

27397-1/2 Cross 5 ,Cross 5 XL Aurhlífar úr koltrefjum. Verð á stykki SEK 48.655Belti 26163 Cross 5 XL XL Nælonbelti m bílsmellu. Festist á rammann,

stillanlegt.

SEK 13.240

25668 Cross 5 Nælonbelti með plastsmellu. Festist á rammann,

stillanlegt

SEK 10.200

62190 Cross 5 ,Cross 5 XL Heilt nælonbelti með bílsmellu. SEK 15.500Breikkunarsett 26854 Cross 5 ,Cross 5 XL Breikkar setbreidd um 2 cm SEK 4.380Bök 6239x-60 Cross 5 ,Cross 5 XL Extra bólstraður bakdúkur. Verð með stól SEK 5.275

6239x-60 Cross 5 ,Cross 5 XL Extra bólstraður bakdúkur. Verð án stól SEK 22.6506303x-60 Cross 5 ,Cross 5 XL Extra bólstraður hár bakdúkur. Verð með stól SEK 6.4706303x-60 Cross 5 ,Cross 5 XL Extra bólstraður hár bakdúkur. Verð án stóls SEK 23.80026399 Cross 5 ,Cross 5 XL Konubak, 5 cm mjórra að ofan. Verð með stóls SEK 11.69526399 Cross 5 ,Cross 5 XL Konubak, 5 cm mjórra að ofan. Verð án stóls SEK 50.50027609-01-1/2 Cross 5 ,Cross 5 XL Hátt bak. 51 cm. Bakdúkur,riflás og rör. Verð með stól SEK 16.675

27609-01-1/2 Cross 5 ,Cross 5 XL Hátt bak. 51 cm. Bakdúkur,riflás og rör. Verð án stól SEK 66.900

2662x-60/63 Cross 5 ,Cross 5 XL ECS bak (extra comfort system) 48-62 cm. Pluss eða

dartex áklæði

SEK 76.575

Bakdúkur 63087-63 Cross 5 ,Cross 5 XL Dartex bakdúkur. Verð með stól SEK 5.27563087-63 Cross 5 ,Cross 5 XL Dartex bakdúkur. Verð án stóls SEK 22.645

Bremsur 27178-1/2 Cross 5 ,Cross 5 XL Einnar handar bremsa Hægri/vinstri. Verð með stól SEK 53.00027178-1/2 Cross 5 ,Cross 5 XL Einnar handar bremsa Hægri/vinstri. Verð án stóls SEK 67.500

Bremsa fyrir

aðstoðarmanni

27890 Cross 5 ,Cross 5 XL Bremsa fyrir aðstoðarmanni , komplett kit, með stól ,20"

22" eða 24" með stól

SEK 52.470

27890 Cross 5 ,Cross 5 XL Bremsa fyrir aðstoðarmanni , komplett kit, 20" 22" eða

24" án stóls

SEK 99.340

Bremsufram-

lenging

25515 Cross 5 ,Cross 5 XL Bremsuframlenging. Sett í stað standard handfangs. SEK 2.500

25719 Cross 5 ,Cross 5 XL Bremsuframlenging á standard bremsuhandfang. Verð

með stól

SEK 2.500

25719 Cross 5 ,Cross 5 XL Bremsuframlenging á standard bremsuhandfang. Verð

án stóls

SEK 20.100

Drifhringir 80894 Cross 5 ,Cross 5 XL Plasthúðaður stamur drfhringur. Par. Verð með stól SEK 17.950Dekk 27797 Cross 5 ,Cross 5 XL 8" framdekk massíf. Verð með stól SEK 14.285

277899 Cross 5 ,Cross 5 XL 6" halv massif. Verð með stól SEK 7.45028070 Cross 5 ,Cross 5 XL 1 3/8 gróf massiv dekk. Par. Verð með stól SEK 16.900

Fótahvílur 25575-01 Cross 5 ,Cross 5 XL Standard læsanlegar fótahvílur.Par. Verð með stól SEK 6.97525575-01 Cross 5 ,Cross 5 XL Standard læsanlegar fótahvílur. Verð án stóls SEK 21.40025567-1/2 Cross 5 ,Cross 5 XL Hæðarstillanlegar með kálfapúða úr plasti. Verð án stóls SEK 53.400

26100 Cross 5 ,Cross 5 XL Hæðarstillanlegar með formðum kálfapúða. Verð með

stól

SEK 22.945

26100 Cross 5 ,Cross 5 XL Hæðarstillanlegar með formuðum kálfapúða. Verð án

stóls

SEK 60.325

62762-60 Cross 5 ,Cross 5 XL Pluss/Dartex áklæði fyrir kálfastuðning á vnr.26100 SEK 7.715

166

Page 168: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

25660-01 + Cross 5 ,Cross 5 XL Hæðarstillanlegar með bólstruðum kálfapúða. Verð

með stól

SEK 44.600

25660-01 + Cross 5 ,Cross 5 XL Hæðarstillanlegar með bólstruðum kálfapúða. Verð án

stóls

SEK 51.865

25660-01+ Cross 5 XL Hæðastillanlegar með bólstruðum kálfapúða. Verð með

stól

SEK 47.880

25660-01+ Cross 5 XL Hæðarstillanlegar með bólstruðum kálfapúða.Verð án

stóls

SEK 55.100

Fótaplötur2565x-1/2 Cross 5 ,Cross 5 XL Ísetningarrör 10cm lengra eða 8 cm styttra en standard

rör. Verð með stól

SEK 7.200

2565x-1/2 Cross 5 ,Cross 5 XL Ísetningarrör 10cm lengra eða 8 cm styttra en standard

rör. Verð án stóls

SEK 27.625

2593x Cross 5 Heil vinkilstillanleg fótplata, hægt að slá upp. Verð með

stól

SEK 18.565

2593x Cross 5 Heil fótaplata, hægt að slá upp og stilla vinkillinn SEK 38.97326853 Cross 5 XL Heil vinkilstillanleg fótaplata, hægt að slá upp. Verð með

stól

SEK 37.000

26853 Cross 5 XL Heil vinkilstillanleg fótaplata, hægt að slá upp. Verð án

stóls

SEK 57.500

50798 Cross 5 ,Cross 5 XL Framlenging á fótaplötu, festist utanyfir plötuna. SEK 8.900Framgafflar 24835 Cross 5 ,Cross 5 XL Styrktir framgafflar úr stáli. Par. Verð með stól SEK 10.800

25763 Cross 5 ,Cross 5 XL Framgaffalfesting, breikkar sparkrýmið. Verð með stól SEK 6.700

Hjólast.borð 24417 Cross 5 ,Cross 5 XL Plexigler, þarf langa arma á stólinn SEK 28.27026563 Cross 5 ,Cross 5 XL Hemiborð úr plexigleri. Festist með riflás á bólstraða

arma sem eru innifaldir

SEK 41.900

27352-1/2 Cross 5 ,Cross 5 XL Hemiborð hálft, rörafesting SEK 63.620Hliðarhlífar 27391-1/2 Cross 5 ,Cross 5 XL Lengri hliðarstuðn. Festist á standard armana SEK 24.240

27392-1/2 Cross 5 ,Cross 5 XL Lengri hliðarstuðn. Festist á standard armana SEK 27.00082488-1/2 Cross 5 ,Cross 5 XL Bólstrun á hlíðarplötur SEK 8.460

Hliðarstuðning

ur

62346-60 Cross 5 ,Cross 5 XL 15 cm svampkíll með pluss áklæði SEK 4.80062347-60 Cross 5 ,Cross 5 XL 30 cm svampkíll með pluss áklæði SEK 5.52527395 Cross 5 ,Cross 5 XL Fastur hliðarðastuðningur, stillanleg í hæð, dýpt og

breidd. Grátt Dartex áklæði

SEK 47.285

Hnakkapúðar 24462-60 Cross 5 ,Cross 5 XL Pluss eða dartex áklæði. Festist á bogahandfang. Panta

þarf festingu sér

SEK 41.100

25795 Cross 5 ,Cross 5 XL Festing á bogahandfang fyrir höfuðpúða SEK 9.955Hjól 27402 Cross 5 ,Cross 5 XL Léttari drifhjól 24" fyrir Cross Aktiv. Verð með stól SEK 73.000

27402 Cross 5 ,Cross 5 XL Léttari drifhjól 24" fyrir Cross Aktiv. Verð án stóls SEK 91.25027572 Cross 5 ,Cross 5 XL 26" drifhjól með stál drifhringir. Parið. Verð með stól SEK 41.89527572 Cross 5 ,Cross 5 XL 26" drifhjól með stál drifhringir. Parið. Verð án stól SEK 92.91028070 Cross 5 ,Cross 5 XL 24" drifhjól með grófmunstruð 13/8 dekk með

áldrifhringjum. Par. Verð án stóls

SEK 57.700

Hælbönd 24458 Cross 5 ,Cross 5 XL Festist í fótplötuna. SEK 3.785Hækjuhaldarar 27327 Cross 5 ,Cross 5 XL Universal, hentar með öllum tegundum af veltivörnum SEK 3.885

Keyrslu-

handföng

2557x-01 Cross 5 ,Cross 5 XL Bogahandfang. Verð með stól SEK 5.325

2557x-01 Cross 5 ,Cross 5 XL Bogahandfang. Verð án stóls SEK 12.195Sætisplata 2672x Cross 5 ,Cross 5 XL Hörð plata í staðinn fyrir setdúk SEK 34.990Sessur 6223x-60 Cross 5 ,Cross 5 XL Svampsessa með pluss áklæði. Velja stærð skv.

setbreidd stóls.

SEK 27.500

Sætiskíll 80714 Cross 5 ,Cross 5 XL Frauðskum, kíll undir setuna til að aðlaga setstöðuna SEK 5.825

Stúfpúði 25516-60-1/2 Cross 5 ,Cross 5 XL Bólstraður stúfpúði, dartex eða pluss SEK 43.45026210-60-1/2 Cross 5 XL Bólstraður stúfpúði, dartex eða pluss SEK 46.300

167

Page 169: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

Teinahlífar 25504-28 Cross 5 ,Cross 5 XL Glærar teinahlífar með gráu Etac logoi SEK 13.500Töskur 92009 Cross 5 ,Cross 5 XL Bakpoki SEK 10.250

92010 Cross 5 ,Cross 5 XL GSM taska með festingu á stólinn SEK 5.475Þverslá 25610 Cross 5 ,Cross 5 XL Festist á bakrörin, hraðlosun 2,5 cm mjórri en setbreidd SEK 18.275

Verkfæri 25174 Cross 5 ,Cross 5 XL Helstu verkfæri sem þarf til að stilla stólinn SEK 5.525

HoggiSwingbo VTi

Armar 3246-6400 Swingbo VTi Armar sem fylgja settilti Verð með stól EUR 9.500Bolstuðningur 3246-6802 Swingbo VTi Bólstraður bolstuðningur sem er hægt að stilla í hæð og

breidd. Par. Verð með stól

EUR 35.200

Borð 3240-8202 Swingbo VTi Gegnsætt plexigler borð festist á arma. Verð með stól EUR 55.100

Belti 3201-6100 Swingbo VTi Mjaðmabelti með plastlæsing. Verð með stól EUR 12.2453240-6702 Swingbo VTi Fjagrapunkta belti, festist á rammann. Verð með stól EUR 27.900

3201-6400 Swingbo VTi Bólstruð ökklabönd, festist á heilafótplötu. Par. Verð

með stól

EUR 24.500

Drifhringir 1294-xxx3 Swingbo VTi Stál drifhringir. Verð með stól EUR 5.500Fótahvilur 3246-400 Swingbo VTi Heil fótplata með hælkanti, á fasta fótahvílur. Verð með

stól

EUR 52.725

3246-4004 Swingbo VTi Stillanlegar tvískiptar fótahvílur með tvískiptum

fótplötum, hægt að slá upp. Verð með stól

EUR 87.500

Hliðarstuðning 3245-6501 Swingbo VTi Stillanlegur hliðastuðningur. Verð með stól EUR 34.000Höfuðstuðning 3245-7800 Swingbo VTi Stillanlegur höfuðpúði með festingu. Verð með stól EUR 52.300Klofkíll 3231-7800 Swingbo VTi Swing away, festi í setplötuna að framan. Verð með stól EUR 30.100

Sessa 3246-80SW Swingbo VTi Mótuð sessa 6 cm, hægt að taka áklæði af fyrir þvott.

Verð með stól

EUR 71.000

Skermur 3245-9300 Swingbo VTi Skermur með glugga og vasa fyrir regnhlíf. Hægt að

draga alveg niður fyrir framan andlit. Regnhlíf fylgir.

Verð með stól

EUR 43.750

Teinahlifar 1204-101 Swingbo VTi Glærar teinahlífar. Verð með stól EUR 23.8001204-101x Swingbo VTi Mynstraðar teinahlífar. Verð með stól EUR 27.990

Armar 3246-6400 Swingbo 2XL Armar sem fylgja settilti Verð með stól EUR 34.900Bolstuðningur 3246-6802 Swingbo 2XL Bólstraður bolstuðningur sem er hægt að stilla í hæð og

breidd. Par. Verð með stól

EUR 35.300

Borð 3240-8204 Swingbo 2XL Gegnsætt plexigler borð festist á arma. Ver ð með stól EUR 55.100

Belti 3201-6100 Swingbo 2XL Mjaðmabelti með plastlæsing. Verð með stól EUR 12.2453240-6702 Swingbo 2XL Fjagrapunkta belti, festist á rammann. Verð með stól EUR 27.900

3201-6400 Swingbo 2XL Bólstruð ökklabönd, festist á heilafótplötu. Par. Verð

með stól

EUR 24.500

Bakpúða 3245-73SW Swingbo 2XL Bólstraður bakpúði , svart tauefni EUR 28.350Drifhringir 1292-xxx3 Swingbo 2XL Stálringir , par , verð með stól EUR 5.510Fótahvilur 3246-4004 Swingbo 2XL Stillanlegar tvískiptar fótahvílur með tvískiptum

fótplötum, hægt að slá upp. Verð með stól

EUR 87.400

3246-400 Swingbo 2XL Heil fótplata með hælkanti, á fasta fótahvílur. Verð með

stól

EUR 52.725

3245-4007 Swingbo 2XL Heil fótplata fyrir stutt undirlegg EUR 48.800Hliðarstuðning 3245-6501 Swingbo 2 XL Stillanlegur hliðastuðningur. Verð með stól EUR 34.000Höfuðstuðning 3245-7800 Swingbo 2XL Stillanlegur höfuðpúði með festingu. Verð með stól EUR 52.300

3243-7603 Swingbo 2 XL Höfuðstuðning sem er fest á bakplatan með bólstrún EUR 33.000

168

Page 170: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

Klofkíll 3231-7900 Swingbo 2 XL Swing away, festi í setplötuna að framan. Verð með stól EUR 30.500

Sessa 3245-80SW Swingbo 2XL Mótuð sessa 6 cm, áklæði hægt að taka af fyrir þvott.

Verð með stól

EUR 71.000

Skermur 3245-9300 Swingbo 2XL Skermur með glugga og vasa fyrir regnhlíf. Hægt að

draga alveg niður fyrir framan andlit. Regnhlíf fylgir.

Verð með stól

EUR 43.750

Teinahlifar 1204-101 Swingbo 2 XL Glærar teinahlífar. Verð með stól EUR 23.8001204-101x Swingbo 2 XL Mynstraðar teinahlífar. Verð með stól EUR 27.990

Armar 3276-160x Cleo Aurhlíf með armpúða, stillanleg í hæð. Hægt að taka af EUR 68.000

Aurhlífar 3275-160x Cleo Svart plast EUR 32.590Borð 3240-8202 Cleo Glært plexigler, fest á armana EUR 55.250Belti 3201-6100 Cleo Mjaðmabelti með plastlæsingu. Verð með stól EUR 12.245

3240-6702 Cleo Fjagrapunkta belti, festist á rammann. Verð með stól EUR 27.900

3201-6400 Cleo Bólstruð ökklabönd, festist á heilafótplötu.Par. Verð með

stól

EUR 24.500

Bak 3276-26SW Cleo Afturhallandi bak EUR 29.7503276-7100 Cleo Bakpúða fyrir afturhallandi bakið EUR 28.4003274-7301 Cleo Framlenging á bakplötu EUR 31.200

Drifhringir 1204-101x Cleo Silicon/gúmmiílíf utan á drifhringi. Par EUR 16.100Fótplata 3275-30SW Cleo Heil fótplata með hælstoppi EUR 6.140Höfuðstuðning 3245-7800 Cleo Stillanlegur höfuðpúði með festingu. Verð með stól EUR 36.400Keyrsluboga 3275-5501 Cleo Einnarhanda keyrsluhandfang EUR 29.750Klofkíll 3231-7800 Cleo Swing away, festi í setplötuna að framan. Verð með stól EUR 30.000

Sessa 3245-80SW Cleo Mótuð sessa 6 cm, hægt að taka áklæði af fyrir þvott.

Verð með stól

EUR 71.000

Teinahlifar 1204-101 Cleo Glærar teinahlífar. Verð með stól EUR 23.8001204-101x Cleo Mynstraðar teinahlífar. Verð með stól EUR 27.990

Seljandi: Invacare Rea Azalea , Tall, Minior og Max verð með stól

Armar BNA0680 Rea Azalea, Tall og

Max

Áklæði fyrir hliðarhlífar á arma, svart dartex. Verð með

stól

NOK 5.500

SP1561730 Rea Azalea, Tall og

Max

Bólstrun að innanverðu á hliðarhlífar til að þrengja

stólinn. Verð með stól

NOK 23.250

BNA0615 Rea Azalea, Tall og

Max

Hemiarmur. Verð með stól NOK 41.000

Belti BNA1200 Rea Azalea, Tall Mjaðmabelti með bílasmellu, festist a rammann. Verð

með stól

NOK 8.200

BSA0570 fyrir Max Mjaðmabelti með bílasmellu, festist á rammann. Verð

með stól

NOK 8.750

BNA1300 Rea Azalea, Tall og

Max

Festing fyrir bolbelti, festist á höfuðpúðaprofilinn. Verð

með stól

NOK 13.675

Bök SP1554118 Rea Azalea, Tall og

Max

Stillanlegt bak með riflás, flex 3. Verð með stól NOK 84.760

BNA0240 Rea Azalea, Tall og

Max

Bólstraður bakdúkur með auka hliðarstuðningi. Verð

með stól

NOK 41.000

BNA0260 Rea Azalea, Tall og

Max

Mistral bak með mjaðmastuðningur. Verð með stól NOK 51.950

BNA0270 Rea Azalea, Tall og

Max

Passad 2 bak með axlarstuðningi, small og medium.

Verð með stól

NOK 37.750

169

Page 171: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

BNA0270 Rea Azalea, Tall og

Max

Passad 2 bak með axlarstuðningi, large. Verð með stól NOK 49.250

BNA0280 Rea Azalea, Tall og

Max

Hátt bak með axlastuðningi, dartex small og medium.

Verð með stól

NOK 109.350

BNA0280 Rea Azalea, Tall og

Max

Hátt bak með axlastuðningi, dartex large. Verð með stól NOK 112.000

BNA0910 Rea Azalea, Tall og

Max

Mjóbakspúði. Verð með stól NOK 2.750

AMFB/CK Rea Azalea, Tall og

Max

VicAir multifunktionbak, lofthyrnu fyllt bakeining. Verð

með stól

EUR 95.000

Bremsa fyrir

aðstoðarmnni

BNA0030 Rea Azalea og Tall 24 " drifhjól með bremsa fyrir aðstoðarmanni í navið,

með stól

EUR 46.500

Drifhringir BNA1120 Rea Azalea, Tall og

Max

Plasthúðaðir drifhringir. Par. Verð með stól. NOK 24.600

Fótahvílur BNA0475 Rea Azalea, Tall og

Max

Heil fótaplata. Verð með stól NOK 76.550

Fótaplötur BNA0930 Rea Azalea, Tall og

Max

Lenging á fótaplötur. Verð með stól NOK 12.300

Hjólastólaborð BNA1230 Rea Azalea, Tall og

Max

Glært borð, með festingum. Verð með stól NOK 21.875

SP1567519 fyrir Max Glært borð, með festingum. Verð með stól NOK 22.000Hliðarstuðning

ur

BNA0820/30 Rea Azalea, Tall og

Max

Stillanlegur stuðningur á stillanlegan arm. Verð með stól NOK 30.625

Höfuðstuðning

ur

BNA0730 Rea Azalea, Tall og

Max

Hægt að stilla hliðarnar. Verð með stól NOK 41.000

BNA0750 Rea Azalea, Tall og

Max

Höku/ höfuðstuðningu , hægt að stilla til hliðar. Verð

með stól

NOK 43.750

Keyrslubogi BNA0345 Rea Azalea, Tall og

Max

Stillanlegur keyrslubogi. Verð með stól NOK 37.750

Klofkíll BNA0720 Rea Azalea, Tall og

Max

Bólstraður klofpúði, svart dartex. Verð með stól NOK 8.200

Rammi BNA0950 Rea Azalea, Tall og

Max

Framlenging á rammann, færir framhjólin framar. Verð

með stól

NOK 20.500

Sessa AMFS/CK Rea Azalea, Tall og

Max

VicAir multifunktionsessa, lofthyrnu fyllt sessa. Verð

með stól

EUR 85.000

Stúfpúði BNA0460/10 Rea Azalea, Tall og

Max

Stúfpúði festist á sama stað sem fótahvílan, svart

dartex. Verð með stól

NOK 28.990

Teinahlífar BNA1160 Rea Azalea, Tall og

Max

Frost teinahlífar. Verð með stól NOK 16.400

Ver BNA0710 Rea Azalea, Tall og

Max

Incontinence áklæði. Verð með stól NOK 16.300

BSA0360 Max Incontinence áklæði 550x635 mm. Verð með stól NOK 24.600

Ottobock

Start M6 Junior Verð með stól

Hækjuhaldari MA57 Start M6 Junior Festist á ástigið. Verð með stól EUR 6.250Fótplata

MB19Start M6 Junior Fótaplötur fyrir stuttan fótlegg. Festist á fótahvíluna.

Verð með stól

EUR 16.200

MB20 Start M6 Junior Heil fótplata fyrir stuttan fótlegg. Verð með stól EUR 45.800Fótahvílur MB26 Start M6 Junior Vinkill stillanleg fótahvíla. Verð með stól EUR 26.800Hælbönd MB72 Start M6 Junior Festist á fótplötuna. Verð með stól EUR 6.700Sessa MC05 Start M6 Junior Evolight 6 cm. Verð með stól EUR 58.500Borð ME60 Start M6 Junior Plexiglerborð, festist á armpúðana. Verð með stól EUR 41.507AðstoðarmannabremsaMG80 Start M6 Junior Bremsa í navið. Verð með stól EUR 83.000

MH06 Start M6 Junior Bremsa samtengd bremsan fyrir notandan EUR 53.900

170

Page 172: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

Teinahlifar MG90 Start M6 Junior Glæra teinahlifar. Par. Verð með stól EUR 32.800MG95 Start M6 Junior Myndateinahlifar. Par. Verð með stól EUR 41.800

Belti MZ50 Start M6 Junior Mittisbelti með plast smellu. Verð með stól EUR 9.550Höfuðstuðningur

MZ53Start M6 Junior PU foam púði, þarft að bæta við festingu vnr.

MZ54.Verð með stól

EUR 18.600

Festing fyrir höfstuðning MZ54

Start M6 Junior Festing fyrir höfuðpúða, milli keyrsluhandfanga. Verð

með stól

EUR 26.250

MZ55 Start M6 Junior Festing milli höfuðpúða og þverslá. Verð með stól EUR 22.700Motus CV og CS

Hækjuhaldari MA57 Motus CV og CS Festist á ástigið. Verð með stól EUR 13.900Fótplata MB03 Motus CV Heil fótplata. Verð með stól EUR 29.300Stúfpúði

MB21Motus CV Hægri eða vinstri, í staðinn fyrir fótahvilur. Verð með stól EUR 26.800

FótahvilaMB25

Motus CV og CS Vinkillstillanleg fótahvila , hægri eða vinstri.s Verð með

stól

EUR 26.240

Sessur MC02 fyrir alla stóla Cubic foam EUR 24.475MC09 fyrir alla stóla Contor Gel EUR 43.195MC05 fyrir alla stóla Evolight 6 cm EUR 58.500MC20 fyrir alla stóla Terra EUR 48.500MC21 fyrir alla stóla Terra Aquos EUR 54.950MC22 fyrir alla stóla Terra Flair EUR 81.500MC24 fyrir alla stóla Advantage EUR 107.400

BakMD10

Motus CV og CS Vinkilstillanlegt bak með föstum bakdúk. Verð með stól EUR 65.800

KeyrsluhandföngMD55

Motus CV og CS Hæðarstillanlega og hægt að taka af. Verð með stól EUR 34.800

Arma ME50 Motus CV og CS Swing away, röra arma bólstraði. Verð með stól EUR 67.900Borð ME60 Motus CV og CS Plexigleborð, festist á armana: Verð með stól EUR 43.400Drifhringir MG54 Motus CV og CS Gúmmidrifhringi. Par. Verð með stól EUR 51.500Bremsu MG80 Motus CV og CS Nav bremsa fyrir aðstoðarmann. Verð með stól EUR 89.200

MH08Motus CV og CS Einnarhanda bremsa, hægri eða vinstri. Verð með stól EUR 34.350

MH10Motus CV og CS Bremsuframlengingu, festist á bremsuhandfangið. Verð

með stól

EUR 7.150

Einnar handar drifMG83

Motus CV og CS Tvöfaldur drifhringur öðru meginn með öxul sem tengir

drifhjólin saman. Verð með stól

EUR 115.900

Teinahlifar MG90 Motus CV og CS Glæra teinahlifar. Par. Verð með stól EUR 31.800MG95 Motus CV og CS Myndateinahlifar. Par. Verð með stól EUR 41.800

Belti MZ51 Motus CV og CS Mittisbelti með bílasmellu. Verð með stól EUR 10.975Töskur MZ59 Motus CV og CS GSM taska, festist á rammann. Verð með stól EUR 6.675

MZ93 Motus CV og CS Bakpoki, festist á keyrsluhandföng. Verð með stól EUR 13.350Dino 3 verð með stól

Armar ME05 Dino 3 Hlíðarhlíf með stillanlegum armi. Par. Verð með stól EUR 79.750ME08 Dino 3 Aurhlíf. Verð með stól EUR 55.300

Bremsur MH01 Dino 3 Bremsur fyrir notandann. Par. Verð með stól. EUR 16.700MH10 Dino 3 Bremsuframlengingu. Par. Verð með stól EUR 10.000

FótahvilurMB10

Dino 3 Tvískiptar fótahvílur, eru fastar í rammann. Stillanlegar

fótplötur. Verð með stól

EUR 25.250

MB15Dino 3 Vinkillsstillanlegar fótahvílur, tvískiptar. Verð með stól EUR 87.500

MB18Dino 3 Vinkillstillanlegar með ratch joint, hægt að slá til hliðar.

Verð með stól

EUR 59.950

MB20 Dino 3 Heil fótplata fyrir stuttan legg. Verð með stól EUR 9.100MB30 Dino 3 Fótaskúffa. Verð með stól EUR -20.000MB70 Dino 3 Læsing á heil fótplata. Verð með stól EUR 14.300

Hælbönd MB72 Dino 3 Hælbönd á tviskiptar fótplötur. Par. Verð með sól EUR 16.200

171

Page 173: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

HjólastólaborðME60

Dino 3 Festist á langa armpúða, glært plexigler. Verð með stól EUR 50.575

KeyrsluhandfangMD61 Dino 3 Vinkillstillanlegur keyrslubogi. Verð með stól EUR 47.250Rammi

MA36Dino 3 Festi plata fyrir drifhjól, 6 cm lengra en standard. Verð

með stól

EUR 28.100

MA39Dino 3 Festiplata fyrir drivhjól , 6 cm styttra enn standard. Verð

með stól

EUR 28.100

MD31 Dino 3 Handfang til að stilla bakhalla. Verð með stól. EUR 35.775Sætisplata MC49 Dino 3 Auka sethalli +5°. Verð með stól EUR 22.900Teinahlifar MG90 Dino 3 Glæra teinahlifar. Par. Verð með stól EUR 31.800

MG95 Dino 3 Myndateinahlifar. Par. Verð með stól EUR 41.800

Armar ME05 Ventus Hliðarhlif með hæðarstillanlegum örmum. Par EUR 53.791ME50 Ventus Swing away armur með hæðarstillingu. Par EUR 53.037

Belti MZ51 Ventus Mjaðmabelti með málmsmellu EUR 19.697Bök MD03 Ventus Bakáklæði stillanlegt - bólstrað EUR 10.312

MD12 Ventus Bakrör beint - fast EUR 19.764MD22 Ventus Festingar fyrir höfuðstuðning EUR 26.365

MD25Ventus Bakáklæði hæðarstillanlegt/aðlaganlegt ásamt

keyrsluhandföngum löngum

EUR 47.276

MD26Ventus Bakáklæði hæðarstillanlegt/aðlaganlegt ásamt

keyrsluhandföngum stuttum

EUR 49.553

MD40 Ventus Hörð bakplata EUR 19.183Bremsur MH05 Ventus Skærabremsur. Par EUR 38.386

MH10 Ventus Bremsuframlenging. Par EUR 7.636Drifhringir MG52 Ventus Drifhringir ál silver anodised high EUR 0

MG53 Ventus Drifhringir ál silver anodised low EUR 2.062MG54 Ventus Drifhringir gúmmíhúðaðir. Par EUR 30.937MG56 Ventus Drifhringir stál high. Par EUR 11.400MG57 Ventus Drifhringir stál high. Par EUR 11.400MG58 Ventus Drifhringir titan high. Par EUR 86.076MG60 Ventus Drifhringir Top Grip high. Par EUR 30.937MG61 Ventus Drifhringir The Surge. Stykkjaverð EUR 61.527MG62 Ventus Drifhringir Max Grepp. Par EUR 70.084MG63 Ventus Drifhringir rúnnaðir Curve L. Par EUR 79.428MG64 Ventus Drifhringir rúnnaðir Curve L grip. Par EUR 86.103MX27 Ventus Drifhringir natural fit. Stykkjaverð EUR 45.922

Dekk MG37 Ventus Schwalbe Marathon Plus Evolution 1" EUR 11.559MF21 Ventus Framdekk 4" luminous. Par EUR 12.729MF35 Ventus Framdekk 4" mjúk. Par EUR 30.937MF36 Ventus Framdekk 5" mjúk. Par EUR 30.937MF37 Ventus Framdekk 6" mjúk. Par EUR 30.937

Fótahvílur MB06 Ventus Föst fótrör EUR 22.727MB71 Ventus Kálfaband EUR 4.339

Fótaplötur MB20 Ventus Fótplata fyrir stutta fótleggjalengd. 20-39 cm EUR 34.455MB73 Ventus Hliðarkantur fyrir hæla EUR 15.125

Hliðarhlífar ME01 Ventus Hliðarhlífar ál EUR 0ME02 Ventus Hliðarhlífar með boga ál. Par EUR 32.586

ME03Ventus Hliðarhlífar með boga, plast með stillimöguleikum. Par EUR 30.937

ME04Ventus Hliðarhlífar með boga, carbon með stillimöguleikum. Par EUR 123.948

ME51 Ventus Neopren innlegg í hliðarhlífar. Par EUR 4.339HjólastólatöskurMZ93 Ventus Bakpoki EUR 12.375

172

Page 174: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

MZ58 Ventus Taska fyrir drifhjól EUR 22.260MZ59 Ventus Vasi fyrir síma EUR 6.007

HöfuðstuðningurMZ61 Ventus Festingar fyrir höfuðstuðning lárétt og lóðrétt EUR 36.210MZ62 Ventus Festingar fyrir höfuðstuðning lárétt EUR 62.408MZ63 Ventus Höfuðstuðningur ásamt festingum lárétt og lóðrétt EUR 71.853

Keyrsluhandf. MD50 Ventus Keyrsluhandföng - stutt. Par EUR 0MD51 Ventus Keyrsluhandföng - löng. Par EUR 0MD52 Ventus Keyrsluhandföng - hæðarstillanleg löng. Par EUR 33.333MD53 Ventus Keyrsluhandföng - hæðarstillanleg stutt. Par EUR 33.333

MD55Ventus Keyrsluhandföng - hæðarstilanleg fjarlægjanleg. Par EUR 39.874

MD56 Ventus Keyrsluhandföng - niðurfellanleg. Par EUR 27.833Hjól MG11 Ventus Drifhjól Spinergy LX. Par EUR 164.637

MG15 Ventus Drifhjól Infinity Ultralight. Par EUR 22.000MG10 Ventus Drifhjól Spinergy SPOX. Par EUR 118.742

Teinahlífar

MG100 -MG104

Ventus Teinahlífar með myndum. Par EUR 43.385

MG90 Ventus Teinahlífar glærar. Par EUR 29.702Veltivörn MA51 Ventus Ástig hæ. EUR 18.949

MA52 Ventus Ástig vi. EUR 18.949MA55 Ventus Veltivörn hægri EUR 24.249MA56 Ventus Veltivörn vinstri EUR 24.249

Annað MF94 Ventus Framgafflar design. Par EUR 33.734MF99 Ventus Breikkun á framgaffla 10-15 cm EUR 4.339MG85 Ventus Breikkun á bili milli afturdekkja með 2 öxlum EUR 88.673MG86 Ventus Breikkun á bili milli afturdekkja EUR 58.436MG87 Ventus Pumpa EUR 23.034MG97 Ventus Shock-Absorber-System 1 að 60 kg EUR 119.983MG98 Ventus Shock-Absorber-System 2 að 100 kg EUR 119.983MG99 Ventus Shock-Absorber-System 3 að 140 kg EUR 119.983

MX30Ventus Frogleg framgafflar - breikka bil á milli framdekkja par EUR 87.798

MZ52 Ventus Verkfærasett EUR 9.284MZ92 Ventus Skíði á framhjól. Stykkjaverð EUR 89.173

Armar ME50 Voyager Evo Bólstraður swing away armur par EUR 100.120Bök MD03 Voyager Evo Bakáklæði - stillanlegt, bólstrað EUR 25.364

MD11 Voyager Evo Niðurfellanlegt bak EUR 53.397MD14 Voyager Evo Bein bakrör, carbon, bólstruð EUR 226.938MD72 Voyager Evo Bakáklæði - stillanlegt, öndunarefni EUR 40.448

Bremsur MH05 Voyager Evo Skærabremsur EUR 50.006MH13 Voyager Evo Standard bremsur með löngu handfangi. Par EUR 74.616

MH21Voyager Evo Standard bremsur með niðurfellanlegu stuttu handfangi EUR 35.376

MH22Voyager Evo Standard bremsur með niðurfellanlegu löngu handfangi EUR 35.376

Drifhringir MG53 Voyager Evo Drifhringir ál silver anodised low. EUR 10.412MG54 Voyager Evo Drifhringir gúmmíhúðaðir. EUR 35.629MG56 Voyager Evo Drifhringir stál high. EUR 11.400MG57 Voyager Evo Drifhringir stál high. EUR 16.820MG58 Voyager Evo Drifhringir titan high. EUR 86.076MG61 Voyager Evo Drifhringir The Surge. EUR 51.154MG62 Voyager Evo Drifhringir Max Grepp. EUR 54.398MG63 Voyager Evo Drifhringir rúnnaðir Curve L. Par EUR 79.428

173

Page 175: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

MG64 Voyager Evo Drifhringir rúnnaðir Curve L grip. Par EUR 86.103MX27 Voyager Evo Drifhringir natural fit. EUR 45.922

Dekk MG33 Voyager Evo Afturdekk - Schwalbe Downtown 1" EUR 8.043MG37 Voyager Evo Afturdekk -Schwalbe Marathon Plus Evo. 1" EUR 11.968MF21 Voyager Evo Framdekk 4" luminous. EUR 12.729MF35 Voyager Evo Framdekk 4" mjúk. EUR 30.937MF36 Voyager Evo Framdekk 5" mjúk. EUR 30.937

Fótaplötur MB02 Voyager Evo Fótplata - halla og dýptarstillanleg, ál. LL 30-46 cm EUR 56.067

MB03Voyager Evo Fótplata - halla og dýptarstillanleg, carbon LL 30-46 cm EUR 32.752

MB12 Voyager Evo Fótplata - halla og dýptarstillanleg, ál. LL 12-43 cm EUR 43.759

MB13Voyager Evo Fótplata - halla og dýptarstillanleg, carbon. LL 12-43 cm EUR 66.746

MB74 Voyager Evo Stamt yfirborð á fótplötu EUR 13.683MB71 Voyager Evo Kálfaband EUR 2.376

Hliðarhlífar ME12 Voyager Evo Hliðarhlífar - carbon EUR 66.746ME15 Voyager Evo Bogi á hliðarhlífar EUR 53.397ME16 Voyager Evo Hliðarhlífar - carbon með boga, ósamsett EUR 156.854

Hjólast.töskur MZ58 Voyager Evo Taska fyrir drifhjól EUR 22.260MZ59 Voyager Evo Vasi fyrir síma EUR 6.007MZ93 Voyager Evo Bakpoki EUR 12.375

Hjól MG10 Voyager Evo Drifhjól Spinergy SPOX. EUR 115.525MG11 Voyager Evo Drifhjól Spinergy LX. Par EUR 164.637MG15 Voyager Evo Drifhjól Infinity Ultralight. EUR 30.370

KeyrsluhandföngMD50 Voyager Evo Keyrsluhandföng - stutt. EUR 7.836MD51 Voyager Evo Keyrsluhandföng - löng. EUR 4.706MD52 Voyager Evo Keyrsluhandföng - hæðarstillanleg löng. EUR 6.875MD53 Voyager Evo Keyrsluhandföng - hæðarstillanleg stutt. EUR 16.213MD56 Voyager Evo Keyrsluhandföng - niðurfellanleg EUR 28.180

Teinahlífar MG90 Voyager Evo Teinahlífar glærar. EUR 29.702Veltivörn MA51 Voyager Evo Ástig hæ. EUR 26.111

MA52 Voyager Evo Ástig vi. EUR 26.111MA55 Voyager Evo Veltivörn hægri EUR 46.282MA56 Voyager Evo Veltivörn vinstri EUR 46.282

Annað MA12 Voyager Evo Rammi - Carbon EUR 113.469MA13 Voyager Evo Öxull - Carbon EUR 40.048MA17 Voyager Evo Crossbrace Carbon EUR 33.373MA18 Voyager Evo Hæðarstilling fyrir sæti - Carbon EUR 24.029MA19 Voyager Evo Halli á fótrörum 76° EUR 20.024MA23 Voyager Evo Lenging á framhluta ramma uþb. 4 cm EUR 20.024MA24 Voyager Evo Rammi - Titanim EUR 176.331MA25 Voyager Evo Öxull - Titanium EUR 98.785MA26 Voyager Evo Crossbrace - Titanium EUR 90.295MA27 Voyager Evo Hæðarstilling fyrir sæti - Titanium EUR 30.096MA91 Voyager Evo Lenging á afturhlut ramma EUR 20.024MC27 Voyager Evo Hörð setplata - Carbon EUR 171.538MG87 Voyager Evo Pumpa EUR 23.034MZ52 Voyager Evo Verkfærasett EUR 12.268MZ92 Voyager Evo Skíði á framhjól. Stykkjaverð EUR 89.173

Wolturnus

Armar 883124101001 W5, Dalton, Tukan Hliðarhlífar með örmum EUR 30.671883124101004 W5, Dalton, Tukan XXL Hliðarhlífar með örmum EUR 43.046

174

Page 176: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

951000080121 W5, Dalton, Tukan Púði á arma langur - 275mm EUR 5.346883124101002 W5, Dalton,Tukan Swing away armar EUR 30.672

Ástig 691000020020 W5, Dalton, Tukan Ástig EUR 30.581Bök 812200200060 W5, Dalton,Tukan Föst hörð bakplata EUR 8.860

691000010130 W5, Dalton, Tukan Læsingar fyrir niðurfellanlegt bak EUR 11.844812200200030 W5, Dalton,

Tukan,Hawk

Wing Back ILSA með stillanlegum hliðarstuðning EUR 62.405

Bremsur 885110101001 W5,

Dalton,Tukan,Hawk

Bremsur standard push model EUR 0

885110101003 W5,

Dalton,Tukan,Hawk

Bremsur með bognu handfangi lárétt EUR 3.535

885110101101 W5, Dalton, Tukan Fiberplast bremsur, push model EUR 10.575885110111001 W5, Dalton,Tukan Bremsur standard pull model EUR 9.003885110111101 W5, Dalton, Tukan Fiberplast bremsur, pull model EUR 10.575885110122002 W5,

Dalton,Tukan,Hawk

Framlenging á bremsuhandfang EUR 2.386

885110201009 W5,Dalton,Tukan,

Hawk

Skærabremsur EUR 8.574

885110201109 W5,Dalton,Tukan,

Hawk

Fiber plastic skærabremsur EUR 12.728

885110301009 W5, Dalton,Tukan Single stop wheel locks incl. discs EUR 78.383885120101009 W5, Dalton, Tukan Einnarhanda bremsa EUR 50.205885110301015 W5 junior Bremsur innbyggðar í hliðarhlífar - W5 junior EUR 48.985

Drifhringir 855122102009 W5, Dalton,Tukan 22" standard ál anodised drifhringir EUR 0855124102009 W5, Dalton,Tukan 24" standard ál anodised drifhringir Ø535xØ19 EUR 0855125102009 W5, Dalton, Tukan 25" standard ál anodised drifhringir EUR 0855126102009 W5, Dalton, Tukan 26" standard ál anodised drifhringir EUR 0855522000009 W5, Dalton,Tukan 22" 489mm Titanium drifhringir - léttir EUR 18.506855524000009 W5, Dalton,Tukan 24" 540mm Titanium drifhringir - léttir EUR 18.506855525000009 W5, Dalton, Tukan 25" 559mm Titanium drifhringir - léttir EUR 18.506855526000009 W5, Dalton, Tukan 26" 590mm Titanium drifhringir - léttir EUR 19.363855528000009 W5, Dalton, Tukan 28" 700cc Titanium drifhringir - léttir EUR 20.292855422030009 W5, Dalton,Tukan 22" Stamir drifhringir EUR 14.862855424010009 W5, Dalton,Tukan 24" Stamir drifhringir EUR 14.862855424030009 W5, Dalton, Tukan 24" Stamir drifhringir EUR 18.095855426020009 W5, Dalton,Tukan 26" Drifhringir, gúmmíhúðaðir EUR 14.862855424040009 W5, Dalton,Tukan 24" Drifhringir Maxgrepp EUR 20.578855424050009 W5, Dalton,Tukan 24" Drifhringir Maxgrepp Ergo Para EUR 24.437855224010001 W5, Dalton,Tukan 24" Decon ál anodised drifhringir EUR 0855224010002 W5, Dalton,Tukan 24" Decon Titanium drifhringir EUR 16.362855224010003 W5, Dalton,Tukan 24" Decon dual grip drifhringir EUR 14.862855224010004 W5, Dalton,Tukan 24" Decon plasthúðaðir svartir EUR 0855224010005 W5, Dalton,Tukan 24" Decon silikon drifhringir EUR 14.862855224010007 W5, Dalton,Tukan 24" Decon Polymer drifhringir EUR 14.862855322010009 W5, Dalton,Tukan 22" Dual grip, S-friction drifhringir EUR 14.862855324010009 W5, Dalton,Tukan 24" Dual grip, S-friction drifhringir EUR 14.862855325010009 W5, Dalton,Tukan 25" Dual grip, S-friction drifhringir EUR 14.862856124100001 W5, Dalton,Tukan 24" Plast drifhringir EUR 0855024103009 W5, Dalton,Tukan 24" Stál drifhringir EUR 9.9328555 ??00 0009 Hawk Titan drifhringir EUR 16.720

175

Page 177: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

8554 ???? 0009 Hawk Stamir drifhringir EUR 13.147

8553 ??06 0009 Hawk Surge LT rúnnaðir drifhringir EUR 27.580

8554 ???? 0009 Hawk Drifhringir Maxgrepp Ergo Para EUR 34.154

8554 ??08 0009 Hawk Curve L TG stamir rúnnaðir drifhringir EUR 19.149

8557 ??03 0001 Hawk B-Braver, short mounting EUR 33.439

8557 ??03 0002 Hawk B-Braver, long mounting EUR 33.439

Dekk 9662????00?? W5, Dalton,Tukan Standard dekk grá loftdekk 22",24",25",26" EUR 0966224010003 W5, Dalton,Tukan Schwalbe Downtown, gray EUR 2.144966222010004 W5, Dalton,Tukan 22" 25-489mm Schwalbe Marathon+, black EUR 2.652966224010004 W5, Dalton,Tukan 24" 25/540 Schwalbe Marathon plus black EUR 2.652966225010004 W5, Dalton, Tukan 25" Schwalbe Marathon, black EUR 2.652966226010004 W5, Dalton, Tukan 26" Schwalbe Marathon plus black EUR 2.652966225010021 W5, Dalton, Tukan 25" 25-559 Schwalbe Marathon plus grey EUR 2.652966220010009 W5, Dalton, Tukan Massivi dekk án lofts EUR 5.716966222010011 W5, Dalton,Tukan 22" 25 - 489 Schwalbe Right Run, blue EUR 1.286966224010011 W5, Dalton,Tukan 24" 25-540 Schwalbe Right Run blue tyre EUR 1.286966222010012 W5, Dalton, Tukan 22" 25-489 Schwalbe Right Run Grey EUR 1.286966224010012 W5, Dalton,Tukan 24" 25-540 Schwalbe RightRun RED EUR 1.286966224010006 W5, Dalton,Tukan 24" 25-540 Schwalbe Marathon + grey EUR 2.144966224020004 W5, Dalton, Tukan 24" 50-507 Land Cruiser fjallahjóladekk EUR 2.5729662 ??01 000? Hawk Schwalbe Marathon, Black 1" EUR 7.431

9662 ??01 00?? Hawk Schwalbe Marathon, Grey 1" EUR 5.716

9662 2401 0009 Hawk Massiv dekk grá 1" EUR 6.574

Fótahvílur 829999200001 Dalton Tvískipt upplyfanleg fótahvíla fyrir Dalton/ W5 D 15.005829999030010 W5 Heil upplyftanleg fótahvíla 32cm 51.588766000001011 W5, Dalton Hælband fyrir upplyftanlegar fótahvílur 10.914691000010001 W5, Tukan Festingar fyrir kálfabönd EUR 12.198

Fótaplötur 8219??000009 W5, Tukan Fótahvílur með hallastillanlegri fótplötu, dýpt 12 cm EUR 0

829999010001 W5, Tukan Föst fótplata - soðin á stól EUR 25.102829999010005 W5, Tukan Föst fótplata - fest með skrúfum EUR 24.7488219??????09 W5, Tukan Fótahvíla - opin án plötu EUR 0835099210001 W5, Tukan Gúmmíhúðun á fótahvílu EUR 5.656829999200001 Dalton Tvískipt upplyftanleg fótahvíla fyrir Dalton/W5 D EUR 0

Festingar fyrir

hliðarhlífar

681000010002 W5, Dalton, Tukan Festingar fyrir fastar hliðarhlífar m. plássi f.

niðurfellanlegt bak

EUR 2.523

951038480160 W5, Dalton,Tukan Breikkunarsett +3 cm EUR 9.860883124101002 W5, Dalton,Tukan Festing fyrir swing away arma EUR 30.672681000010010 W5, Dalton, Tukan Festingar fyrir niðurfellanlegar hliðarhlífar EUR 6.502

Hliðarhlífar 881024101001 W5, Dalton,Tukan Hliðarhlífar Dibond EUR 17.148881224010009 W5, Dalton,Tukan Hliðarhlífar Carbon með boga EUR 47.820881224011009 W5, Dalton,Tukan Hliðarhlífar Carbon EUR 42.958881224020009 W5, Dalton, Tukan Hliðarhlífar ál - fastar EUR 31.820

176

Page 178: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

881224020020 W5, Dalton, Tukan Hliðarhlífar ál með boga - fastar EUR 41.366881224030010 W5, Dalton,Tukan Hliðarhlífar ál með boga - skrúfaðar EUR 35.710881224030009 W5, Dalton,Tukan Hliðarhlífar ál - skrúfaðar EUR 14.142767000000010 W5, Dalton,Tukan Bólstrun á hliðarhlífar EUR 9.282883124101008 W5, Dalton, Tukan Hliðarhlífar Nylon EUR 17.2208810 0020 0001 Hawk Hliðarhlífar Carbon, upplyftanlegar EUR 42.728

8810 0020 0005 Hawk Hliðarhlífar Carbon - niðurfellanlegar á sæti EUR 42.728

8810 0030 0001 Hawk Hliðarhlífar Carbon með boga, upplyftanlegar EUR 47.730

8810 0030 0005 Hawk Hliðarhlífar Carbon með boga, niðurfellanlegar á sæti EUR 47.730

8810 0040 0001 Hawk Hliðarhlífar ál, niðurfellanlegar á sæti EUR 14.147

8815 0040 0005 Hawk Hliðarhlífar ál, upplyftanlegar EUR 14.147

88110010 0030 Hawk Hliðarhlífar með örmum. 27,5 cm púði rúnnaður niður að

framan

EUR 28.438

88110010 0040 Hawk Hliðarhlífar með örmum. 27,5 cm púði EUR 28.438

Hjólastólatöskur761000000001 W5, Dalton,Tukan Taska - lítil EUR 17.434761000000002 W5, Dalton, Tukan Taska - undir sæti EUR 25.3487610 0000 0005 Hawk Wolturnus bakpoki EUR 5.716

Hjól 853224101009 W5, Dalton,Tukan Drifhjól Decon 24" Svört EUR 27.723853224111009 W5, Dalton,Tukan Drifhjól Decon 24" Silfur EUR 27.723853524101008 W5, Dalton,Tukan Drifhjól 24/540 Spinergy LX, 12 teinar, svört EUR 48.444853524101009 W5, Dalton,Tukan Drifhjól 24/540 Spinergy L, 18 teinar, svört EUR 37.655853525101008 W5, Dalton, Tukan Drifhjól 25/559 Spinergy LX, 12 teinar, svört EUR 48.444853525101009 W5, Dalton, Tukan Drifhjól 25/559 Spinergy L, 18 teinar, svört EUR 37.655853526101008 W5, Dalton, Tukan Drifhjól 26/590 Spinergy LX, 12 teinar, svört EUR 48.444853526101009 W5, Dalton, Tukan Drifhjól 26/590 Spinergy L, 18 teinar, svört EUR 45.846853728243601 W5, Dalton, Tukan Drifhjól 24Wrex 25mm oversize/axle EUR 38.655853728253601 W5, Dalton, Tukan Drifhjól 25 Wrex 25mm oversize/axle EUR 38.655853728263601 W5, Dalton, Tukan Drifhjól 26 Wrex 25mm oversize/axle EUR 38.655853728111020 W5, Dalton, Tukan Drifhjól 26 m. Bremsu fyrir aðstoðarmann EUR 44.107853728111021 W5, Dalton, Tukan Drifhjól 24 m. Bremsu fyrir aðstoðarmann EUR 36.155851124201009 W5, Dalton, Tukan 24 507mm Rear wheel 36 spokes, MTB tyre EUR 26.4378535 2?10 1?08 Hawk Drifhjól Spinergy 12 teinar LX EUR 42.871

8535 2?10 1?09 Hawk Drifhjól Spinergy 18 teinar L EUR 35.297

860010201051 W5, Dalton, Tukan 105mm ál framhjól með 4" svörtum framgaffli EUR 8.074863401251009 W5, Dalton, Tukan 130mm ál framhjól með 5" svörtum framgaffli EUR 9.860952030150180 W5, Dalton, Tukan Vörn gegn hárum fyrir álframhjól EUR 530860010101001 W5, Dalton,Tukan 4" framhjól grá, breidd 26mm EUR 530860010101002 W5, Dalton,Tukan 4" framhjól, grá , breidd 32mm EUR 5308600 1020 ???? Hawk Ál framhjól 4",5",6" 35 mm breið EUR 14.290

Hækjuhaldari 886210101001 W5, Dalton, Tukan Hækjuhaldari EUR 8.663Keyrsluhandföng885200011001 W5, Dalton,Tukan Keyrsluhandföng hæðarstillanleg Ø22 EUR 28.550

885200021001 W5, Dalton, Tukan Keyrsluhandföng með Quick release EUR 18.363

177

Page 179: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

885200041001 W5, Dalton, Tukan Keyrsluhandföng tetra skrúfuð á stól EUR 17.506885200049001 W5, Dalton, Tukan Keyrsluhandföng tetra soðin á stól EUR 17.506885200051002 W5, Dalton, Tukan,

Hawk

Keyrsluhandföng niðurfellanleg EUR 31.202

885200051005 W5, Dalton, Tukan Keyrsluhandföng niðurfellanleg EUR 31.202885200100109 W5, Dalton, Tukan Festingar fyrir aflbúnað EUR 45.4378852 000? 1001 Hawk Keyrsluhandföng hæðarstillanleg EUR 18.435

Sessur 7500 W5, Dalton,Tukan Sessa EUR 28.438

Sæti 691000000009 W5, Dalton,Tukan Bein setrör EUR 0610000??0001 W5, Dalton,Tukan Ergonomic sæti EUR 25.870

Teinahlífar 8571??102117 W5, Dalton,Tukan Barbie EUR 17.7478571??102109 W5, Dalton,Tukan Bat EUR 13.3628571??102115 W5, Dalton,Tukan Dolphin EUR 17.7498571??102116 W5, Dalton,Tukan Globe EUR 17.7478571??102111 W5, Dalton,Tukan Dragon EUR 13.3628571??102114 W5, Dalton,Tukan Horses EUR 17.7478571??102110 W5, Dalton,Tukan Lightning EUR 13.3628571??102112 W5, Dalton,Tukan Lion EUR 13.3628571??102113 W5, Dalton,Tukan Shark EUR 13.3628571??102118 W5, Dalton,Tukan Spider EUR 17.7478571??102009 W5, Dalton,Tukan,

Hawk

Glærar EUR 9.932

Veltivörn 886110101300 W5, Dalton,Tukan Veltivörn swing away, stillanleg EUR 36.771886110102001 W5, Dalton, Tukan Veltivörn Ø 25 swing - fest í miðju EUR 36.1909535 9999 2001 Hawk Wing veltivörn - Hægri EUR 37.155

9535 9999 2002 Hawk Wing veltivörn - Vinstri EUR 37.155

Annað 885201001001 W5, Dalton, Tukan Læsingar á framhjól með barka EUR 73.598853728111009 W5, Dalton,Tukan Einnarhandar drif fyrir 22" dekk EUR 147.763853728111010 W5, Dalton,Tukan Einnarhandar drif fyrir 24" dekk EUR 147.763953001140120 W5, Dalton, Tukan Quick release öxull með löngu tetra gripi EUR 6.002862400001009 W5, Dalton, Tukan Framgaffall með quick release öxli EUR 30.296851306001009 W5, Dalton, Tukan Transit hjól fyrir þröngar dyr EUR 38.298

Allir stólarHöfuð/hnakka-

stuðningur

430C1= 3-7 Fyrir alla stóla Formaður hnakkapúði 19x11,5 cm. Verð með stól EUR 20.900

430C1= 1-7 Fyrir alla stóla Formaður hnakkapúði 22x13 cm. Verð með stól EUR 18.100430C2=3-7 Fyrir alla stóla Hnakkapúði með hliðarstuðning 18x11,5cm. Verð með

stól

EUR 23.000

430C2=1-7 Fyrir alla stóla Hnakkapúði með hliðarstuðnin 22x13cm. Verð með stól EUR 23.000

430C3=1-7 Fyrir alla stóla X-formaður hnakkapúði 22x19cm. Verð með stól EUR 21.800430C4=1-7 Fyrir alla stóla X-formaður hnakkapúði 20x15cm. Verð með stól EUR 25.200430H1=3-7 Fyrir alla stóla Lítill höfuðpúði 25x10cm. Verð með stól. EUR 16.000430H1=1-7 Fyrir alla stóla Stór höfuðpúði 29x15cm. Verð með stól EUR 21.700430H2=1-7 Fyrir alla stóla Bólstraður höfuðstuðningur með áklæði,stór. Verð með

stól

EUR 32.200

430H2=3-7 Fyrir alla stóla Bólstraður höfuðstuðningur með áklæði,lítill. Verð með

stól

EUR 34.800

Festing 476L52=SK025 Fyrir alla stóla Festing með einum hreyfiás, bein. Verð með stól EUR 21.660

178

Page 180: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

476L52=SK015 Fyrir alla stóla Festing með einum hreyfiás, vinkluð. Verð með stól EUR 26.575476L52=SK035 Fyrir alla stóla Festing með fjölása hreyfingu. Verð með stól EUR 31.800

Festisplata 477L52=SK039 Fyrir alla stóla Festiplata fyrir festingar - hægt að losa festingu.Verð

með stól

EUR 5.500

477L52=SK055 Fyrir alla stóla Festiplata, styrkt fyrir festingar. Verð með stól EUR 19.800Þverslá 476D52=SK065 Fyrir alla stóla Þverslá fyrir höfuðp.3 stærðir. Fest á keyrsluhandföng.

Verð með stól

EUR 30.400

476D52=SK035 Fyrir alla stóla Þverslá fyrir höfuðs. 3 stærðir Fest með klemmu. Verð

með stól

EUR 32.300

Klemma 434H1=7/8-7 Fyrir alla stóla Klemma á rör 22,2 mm. Verð með stól EUR 4.850434H1=1-7 Fyrir alla stóla Klemma á rör 25,0mm. Verð með stól EUR 5.600434H3/4-7 Fyrir alla stóla Klemma á rör 19,0 mm. Verð með stól EUR 4.800Hliðarstuðning

ur 434P1=1-7 Fyrir alla stóla Hliðarstuðningur S - M - L . Púðar. Verð með stól EUR 20.200Festing f.

hliðar434F1=L-7 Fyrir alla stóla Festing fyrir hliðarstuðning , vinstri stutt. Verð með stól EUR 14.450

434F1=R-7 Fyrir alla stóla Festing fyrir hliðarstuðning , hægri stutt. Verð með stól EUR 14.450

434F2=L-7 Fyrir alla stóla Festing fyrir hliðarstuðning,vinstri löng. Verð með stól EUR 11.975

434F2=R-7 Fyrir alla stóla Festing fyrir hliðarstuðning, hægri löng. Verð með stól EUR 11.975

434F3=L-7 Fyrir alla stóla Festing fyrir hliðarstuðning, niðursveigð. Verð með stól EUR 13.800

434F3=R-7 Fyrir alla stóla Festing fyrir hliðarstuðning, niðursveigð. Verð með stól EUR 13.800

434H4=7 Fyrir alla stóla Festing fyrir hliðarstuðning. Festing á bak. Verð með

stól

EUR 9.600

Armar 436A3=2-7 Fyrir alla stóla Skálaarmur heill. Verð með stól EUR 15.550436A2=3-7 Fyrir alla stóla Skálaarmur, efri hluti. 3 stærðir. Verð með stól EUR 15.300436P5=1-7 Fyrir alla stóla Neðri hluta fyrir skála arma marga stærðir og gerðir.

Verð með stól

EUR 9.400

476E52=SK015 Fyrir alla stóla Snúningsfesting fyrir skálaarma. Fest á rör 19 - 20 - 22 -

25,4mm. Verð með stól

EUR 35.000

436A4=1-7 Fyrir alla stóla Armpúði ,langur eða stuttur 36 / 26 cm. Verð með stól EUR 10.300

Stúfpúði 440P2=1-7 Fyrir alla stóla Stúfpúði án festingar. Verð með stól EUR 14.450

Seljandi:Öryggismiðstöð Íslands

Armar AL-20239 Netti I/II/III Arm support clothe protector EUR 4.803AL-20401 Netti I/II/III Arm support bracket left EUR 6.298AL-20404 Netti I/II/III Arm support bracket right EUR 6.298AL-20598 Netti I/II/III (44.5 cm) Arm support right EUR 29.461AL-20599 Netti I/II/III (44.5 cm) Arm support left EUR 29.461AL-20654 Netti I/II/III Arm support hemiplegic cover EUR 3.949AL-20757 Netti I/II/III Hemiplegic cushion right EUR 20.815AL-20835 Netti I/II/III Arm support pad - 385x58 mm PU EUR 6.298AL-21611 Allar gerðir Arm support plastic ball - 8 mm EUR 160AL-21681 Netti I/II/III (39.5 cm) Arm support Standard left EUR 14.090AL-21682 Netti I/II/III (39.5 cm) Arm support Standard right EUR 14.090AL-22149 Netti I/II/III 2.5 cm Arm support Comf pad EUR 5.871AL-22185 Netti I/II/III Arm support hemiplegic left EUR 31.596AL-22186 Netti I/II/III Arm support hemiplegic right EUR 31.596AL-23978 Netti I/II/III Tray Half right EUR 40.883AL-23979 Netti I/II/III Tray Half left EUR 40.883AL-25452 Netti I/II/III Arm support release handle R EUR 4.056AL-25985 Netti I/II/III Arm support release handle L EUR 4.056

179

Page 181: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi:Öryggismiðstöð Íslands

AL-26624 Netti 4U CE/FA Arm support Comf pad left EUR 6.298AL-26630 Netti 4U CE/FA Arm support Comf pad right EUR 6.298AL-27583 Allar tegundir Hemiplegic cushion left EUR 20.815AL-28027 Netti 4U CED/CEDS Arm support locking bracket EUR 1.921AL-29118 Netti 4U CED/CEDS "2010"Arm support right EUR 21.028AL-29119 Netti 4U CED/CEDS "2010"Arm support left EUR 21.028AL-29135 Allar gerðir Arm support pad - 335x58 mm PU EUR 6.298AL-29136 Allar gerðir Arm support pad - 445x68 mm PU EUR 7.365AL-29137 Allar gerðir Arm support pad - 420x80 mm PU EUR 6.618AL-29138 Allar gerðir Arm support pad - 525x80 mm PU EUR 7.365AL-29139 Allar gerðir Arm support pad bended - 525x80 mm PU EUR 9.500AL-29149 Netti I/II/III (50 cm) Arm support right EUR 31.382AL-29150 Netti I/II/III (50 cm) Arm support left EUR 31.382AL-29398 Netti 450 F/T Arm support bracket EUR 11.742AL-29459 Netti 4U CED Arm support hemiplegic left EUR 31.596AL-29460 Netti 4U CED Arm support hemiplegic right EUR 31.596AL-3954 Allar gerðir Cushion Hemiplegic - VB Hareid EUR 20.922AL-40501 Allar gerðir Arm support expansion kit 1.2 cm EUR 30.849AL-40502 Allar gerðir Arm support expansion kit 1.2 cm DB EUR 30.849AL-40503 Allar gerðir Arm support expansion kit 2.7 cm EUR 30.849AL-40691 Netti III Arm support CE Kit EUR 68.849AL-40693 Netti CED/CEDS Arm support CE Kit EUR 68.849AL-41458 Netti 4U CED/CEDS "2010"Arm support Comf pad right EUR 6.298AL-41459 Netti 4U CED/CEDS "2010"Arm support Comf pad left EUR 6.298AL-41649 Allar gerðir Arm support pad cover - 385x58 mm 3D EUR 4.697AL-43650 Allar gerðir Cover - Hemi 3D EUR 3.949AL-82563 Allar gerðir Arm support pad cover - 420x80 mm 3D EUR 5.871

Belti AL-20845 Allar gerðir Belt hip upholstered w/ lock - "car lock" EUR 11.780AL-20881 " Belt H upholstered w/ lock - "car lock" EUR 26.075AL-25441 " H-Strap attachment - 40-60 cm EUR 28.722AL-25949 " H-Strap attachment - 25-38 cm EUR 28.722AL-41645 " Belt Cross - EUR 22.369AL-41646 " Belt abduction large - 35-45 cm EUR 55.459AL-41647 " Belt abduction XL - 50-60 cm EUR 55.459AL-42208 " Belt Y w/ upholstered - Y-Hip Belt EUR 28.193AL-44915 " Belt bracket lower back - Netti EUR 11.780AL-86282 " Belt bracket Kit - EUR 5.956AL-86888 " Belt adapter kit - SW 25-40 BH: Standard EUR 22.237AL-86889 " Belt adapter kit - SW 25-40 BH: Extended EUR 26.208AL-86890 " Belt adapter kit - SW 35-38(Not 4U CE)-BH 50cm EUR 26.208AL-86891 " Belt adapter kit - SW 35-38(Not 4U CE)-BH 60cm EUR 32.826AL-86892 " Belt adapter kit - SW 43-45 BH: Standard EUR 26.208AL-86893 " Belt adapter kit - SW 43-45 BH: Extended EUR 32.958AL-86894 " Belt adapter kit - SW 50-60 BH: Standard EUR 26.208AL-86895 " Belt adapter kit - SW 50-60 BH: Extended EUR 32.958

Bök AL-206201 Allar gerðir Back cushion cover - Netti kyphotic 35 cm EUR 24.619AL-206202 " Back cushion cover - Netti kyphotic 40cm EUR 24.619AL-206203 " Back cushion cover - Netti kyphotic 45 cm EUR 24.619AL-206204 " Back cushion cover - Netti kyphotic 50 cm EUR 24.619AL-206301 " Back cushion - Netti kyphotic 35 cm EUR 88.285AL-206302 " Back cushion - Netti kyphotic 40 cm EUR 90.932AL-206303 " Back cushion - Netti kyphotic 45 cm EUR 90.932

*Netti bakpúðar og auka áklæði*

180

Page 182: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi:Öryggismiðstöð Íslands

AL-206304 " Back cushion - Netti kyphotic 50 cm EUR 90.932AL-21048 " (Spinal) Wedge cushion - EUR 15.089

Netti Uno bak AL-344701 " Back cushion Netti Uno - 3D 35x50 cm EUR 40.503AL-344702 " Back cushion Netti Uno - 3D 40x50 cm EUR 40.503AL-344703 " Back cushion Netti Uno - 3D 45x50 cm EUR 40.503AL-344704 " Back cushion Netti Uno - 3D 50x50 cm EUR 40.503AL-344705 " Back cushion Netti Uno - 3D 55x50 cm EUR 40.503AL-344706 " Back cushion Netti Uno - 3D 60x50 cm EUR 40.503

Netti Uno AL-344801 " Back cushion cover (WxH) - Uno 35x50 cm 3D EUR 24.619

bakáklæði AL-344802 " Back cushion cover (WxH) - Uno 40x50 cm 3D EUR 24.619AL-344803 " Back cushion cover (WxH) - Uno 45x50 cm 3D EUR 24.619AL-344804 " Back cushion cover (WxH) - Uno 50x50 cm 3D EUR 24.619AL-344805 " Back cushion cover (WxH) - Uno 55x50 cm 3D EUR 24.619AL-344806 " Back cushion cover (WxH) - Uno 60x50 cm 3D EUR 24.619

Netti Uno AL-344901 " Back cushion Netti Uno - Easycare 35x50 cm EUR 40.503

Easycare bak AL-344902 " Back cushion Netti Uno - Easycare 40x50 cm EUR 40.503AL-344903 " Back cushion Netti Uno - Easycare 45x50 cm EUR 40.503AL-344904 " Back cushion Netti Uno - Easycare 50x50 cm EUR 40.503AL-344905 " Back cushion Netti Uno - Easycare 55x50 cm EUR 40.503AL-344906 " Back cushion Netti Uno - Easycare 60x50 cm EUR 40.503

Netti UnoAL-345001 " Back cushion cover (WxH) - Uno 35x50 cm Easycare EUR 24.619

Easycare bakAL-345002 " Back cushion cover (WxH) - Uno 40x50 cm Easycare EUR 24.619

áklæðiAL-345003 " Back cushion cover (WxH) - Uno 45x50 cm Easycare EUR 24.619

AL-345004 " Back cushion cover (WxH) - Uno 50x50 cm Easycare EUR 24.619

AL-345005 " Back cushion cover (WxH) - Uno 55x50 cm Easycare EUR 24.619

AL-345006 " Back cushion cover (WxH) - Uno 60x50 cm Easycare EUR 24.619

Netti SmartAL-355201 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 25x40 cm 3D

colour

EUR 24.884

bakáklæðiAL-355202 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 30x40 cm 3D

colour

EUR 24.884

AL-355203 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 35x40 cm 3D

colour

EUR 24.884

AL-357201 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 25x40 cm 3D EUR 24.884

AL-357202 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 30x40 cm 3D EUR 24.884

AL-357203 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 35x40 cm 3D EUR 24.884

AL-357204 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 35x50 cm 3D EUR 24.884

AL-357205 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 38x50 cm 3D EUR 24.884

AL-357206 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 40x50 cm 3D EUR 24.884

AL-357207 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 43x50 cm 3D EUR 24.884

AL-357208 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 45x50 cm 3D EUR 24.884

AL-357209 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 50x50 cm 3D EUR 24.884

*Netti Smart 3D auka bakáklæði"

181

Page 183: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi:Öryggismiðstöð Íslands

AL-357210 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 55x50 cm 3D EUR 28.722

AL-357211 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 60x50 cm 3D EUR 28.722

AL-357220 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 35x60 cm 3D

w/foam

EUR 25.413

AL-357221 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 38x60 cm 3D

w/foam

EUR 25.413

AL-357222 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 40x60 cm 3D

w/foam

EUR 25.413

AL-357223 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 43x60 cm 3D

w/foam

EUR 25.413

AL-357224 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 45x60 cm 3D

w/foam

EUR 25.413

AL-357225 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 50x60 cm 3D

w/foam

EUR 25.413

AL-357226 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 55x60 cm 3D

w/foam

EUR 30.046

AL-357227 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 60x60 cm 3D

w/foam

EUR 30.046

Netti Smart bak AL-357301 " Back cushion Netti Smart - 3D 25x40 cm EUR 40.503AL-357302 " Back cushion Netti Smart - 3D 30x40 cm EUR 40.503AL-357303 " Back cushion Netti Smart - 3D 35x40 cm EUR 40.503AL-357304 " Back cushion Netti Smart - 3D 35x50 cm EUR 40.503AL-357305 " Back cushion Netti Smart - 3D 38x50 cm EUR 40.503AL-357306 " Back cushion Netti Smart - 3D 40x50 cm EUR 40.503AL-357307 " Back cushion Netti Smart - 3D 43x50 cm EUR 40.503AL-357308 " Back cushion Netti Smart - 3D 45x50 cm EUR 40.503AL-357309 " Back cushion Netti Smart - 3D 50x50 cm EUR 40.503AL-357310 " Back cushion Netti Smart - 3D 55x50 cm EUR 63.666AL-357311 " Back cushion Netti Smart - 3D 60x50 cm EUR 63.666AL-357320 " Back cushion Netti Smart - 3D 35x60 cm EUR 47.518AL-357321 " Back cushion Netti Smart - 3D 38x60 cm EUR 47.518AL-357322 " Back cushion Netti Smart - 3D 40x60 cm EUR 47.518AL-357323 " Back cushion Netti Smart - 3D 43x60 cm EUR 47.518AL-357324 " Back cushion Netti Smart - 3D 45x60 cm EUR 47.518AL-357325 " Back cushion Netti Smart - 3D 50x60 cm EUR 47.518AL-357326 " Back cushion Netti Smart - 3D 55x60 cm EUR 76.372AL-357327 " Back cushion Netti Smart - 3D 60x60 cm EUR 76.372

Netti SmartAL-358204 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 35x50 cm

Easycare

EUR 24.884

EasycareAL-358205 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 38x50 cm

Easycare

EUR 24.884

bakáklæðiAL-358206 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 40x50 cm

Easycare

EUR 24.884

AL-358207 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 43x50 cm

Easycare

EUR 24.884

AL-358208 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 45x50 cm

Easycare

EUR 24.884

AL-358209 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 50x50 cm

Easycare

EUR 24.884

AL-358210 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 55x50 cm

Easycare

EUR 28.722

AL-358211 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 60x50 cm

Easycare

EUR 28.722

*Netti Smart 3D bök*

*Netti Smart EasyCare auka bakáklæði*

182

Page 184: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi:Öryggismiðstöð Íslands

AL-358220 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 35x60 cm EC

w/foa

EUR 25.413

AL-358221 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 38x60 cm EC

w/foa

EUR 25.413

AL-358222 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 40x60 cm EC

w/foa

EUR 25.413

AL-358223 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 43x60 cm EC

w/foa

EUR 25.413

AL-358224 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 45x60 cm EC

w/foa

EUR 25.413

AL-358225 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 50x60 cm EC

w/foa

EUR 25.413

AL-358226 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 55x60 cm EC

w/foa

EUR 30.046

AL-358227 " Back cushion cover (WxH) - Netti Smart 60x60 cm EC

w/foa

EUR 30.046

Netti Smart AL-358304 " Back cushion Netti Smart - Easycare 35x50 cm EUR 40.503

Easycare bak AL-358305 " Back cushion Netti Smart - Easycare 38x50 cm EUR 40.503AL-358306 " Back cushion Netti Smart - Easycare 40x50 cm EUR 40.503AL-358307 " Back cushion Netti Smart - Easycare 43x50 cm EUR 40.503AL-358308 " Back cushion Netti Smart - Easycare 45x50 cm EUR 40.503AL-358309 " Back cushion Netti Smart - Easycare 50x50 cm EUR 40.503AL-358310 " Back cushion Netti Smart - Easycare 55x50 cm EUR 63.666AL-358311 " Back cushion Netti Smart - Easycare 60x50 cm EUR 63.666AL-358320 " Back cushion Netti Smart - Easycare 35x60 cm EUR 47.518AL-358321 " Back cushion Netti Smart - Easycare 38x60 cm EUR 47.518AL-358322 " Back cushion Netti Smart - Easycare 40x60 cm EUR 47.518AL-358323 " Back cushion Netti Smart - Easycare 43x60 cm EUR 47.518AL-358324 " Back cushion Netti Smart - Easycare 45x60 cm EUR 47.518AL-358325 " Back cushion Netti Smart - Easycare 50x60 cm EUR 47.518AL-358326 " Back cushion Netti Smart - Easycare 55x60 cm EUR 76.372AL-358327 " Back cushion Netti Smart - Easycare 60x60 cm EUR 76.372

Netti StabilAL-367201 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 25x40 cm 3D EUR 24.884

bakáklæðiAL-367202 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 30x40 cm 3D EUR 24.884

AL-367203 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 35x40 cm 3D EUR 24.884

AL-367204 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 35x50 cm 3D EUR 24.884

AL-367205 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 38x50 cm 3D EUR 24.884

AL-367206 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 40x50 cm 3D EUR 24.884

AL-367207 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 43x50 cm 3D EUR 24.884

AL-367208 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 45x50 cm 3D EUR 24.884

AL-367209 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 50x50 cm 3D EUR 24.884

AL-367210 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 55x50 cm 3D EUR 27.531

AL-367211 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 60x50 cm 3D EUR 27.531

AL-367220 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 35x60 cm 3D

w/foa

EUR 27.531

*Netti Smart EasyCare bök*

*Netti Stabil 3D auka bakáklæði*

183

Page 185: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi:Öryggismiðstöð Íslands

AL-367221 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 38x60 cm 3D

w/foa

EUR 27.531

AL-367222 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 40x60 cm 3D

w/foa

EUR 27.531

AL-367223 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 43x60 cm 3D

w/foa

EUR 27.531

AL-367224 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 45x60 cm 3D

w/foa

EUR 27.531

AL-367225 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 50x60 cm 3D

w/foa

EUR 27.531

AL-367226 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 55x60 cm 3D

w/foa

EUR 33.355

AL-367227 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 60x60 cm 3D

w/foa

EUR 33.355

AL-367228 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 65x60 cm 3D

w/foa

EUR 40.900

AL-367229 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 70x60 cm 3D

w/foa

EUR 40.900

AL-367230 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 75x60 cm 3D

w/foa

EUR 40.900

Netti Stabil bak AL-367301 " Back cushion Netti Stabil - 3D 25x40 cm EUR 65.784AL-367302 " Back cushion Netti Stabil - 3D 30x40 cm EUR 65.784AL-367303 " Back cushion Netti Stabil - 3D 35x40 cm EUR 65.784AL-367304 " Back cushion Netti Stabil - 3D 35x50 cm EUR 65.784AL-367305 " Back cushion Netti Stabil - 3D 38x50 cm EUR 65.784AL-367306 " Back cushion Netti Stabil - 3D 40x50 cm EUR 65.784AL-367307 " Back cushion Netti Stabil - 3D 43x50 cm EUR 65.784AL-367308 " Back cushion Netti Stabil - 3D 45x50 cm EUR 65.784AL-367309 " Back cushion Netti Stabil - 3D 50x50 cm EUR 65.784AL-367310 " Back cushion Netti Stabil - 3D 55x50 cm EUR 88.550AL-367311 " Back cushion Netti Stabil - 3D 60x50 cm EUR 88.550AL-367312 " Back cushion Netti Stabil - 3D 65x50 cm EUR 100.992AL-367313 " Back cushion Netti Stabil - 3D 70x50 cm EUR 100.992AL-367314 " Back cushion Netti Stabil - 3D 75x50 cm EUR 100.992AL-367320 " Back cushion Netti Stabil - 3D 35x60 cm EUR 75.314AL-367321 " Back cushion Netti Stabil - 3D 38x60 cm EUR 75.314AL-367322 " Back cushion Netti Stabil - 3D 40x60 cm EUR 75.314AL-367323 " Back cushion Netti Stabil - 3D 43x60 cm EUR 75.314AL-367324 " Back cushion Netti Stabil - 3D 45x60 cm EUR 75.314AL-367325 " Back cushion Netti Stabil - 3D 50x60 cm EUR 75.314AL-367326 " Back cushion Netti Stabil - 3D 55x60 cm EUR 91.065AL-367327 " Back cushion Netti Stabil - 3D 60x60 cm EUR 91.065AL-367328 " Back cushion Netti Stabil - 3D 65x60 cm EUR 112.242AL-367329 " Back cushion Netti Stabil - 3D 70x60 cm EUR 112.242AL-367330 " Back cushion Netti Stabil - 3D 75x60 cm EUR 112.242

Netti Stabil AL-368204 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 35x50 cm

Easycare

EUR 24.884

Easycare AL-368205 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 38x50 cm

Easycare

EUR 24.884

bakáklæðiAL-368206 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 40x50 cm

Easycare

EUR 24.884

AL-368207 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 43x50 cm

Easycare

EUR 24.884

*Netti Stabil 3D bök*

*Netti Stabil EasyCare auka bakáklæði*

184

Page 186: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi:Öryggismiðstöð Íslands

AL-368208 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 45x50 cm

Easycare

EUR 24.884

AL-368209 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 50x50 cm

Easycare

EUR 24.884

AL-368210 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 55x50 cm

Easycare

EUR 27.531

AL-368211 " Back cushion cover (WxH) - Netti Stabil 60x50 cm

Easycare

EUR 27.531

Netti Stabil AL-368304 " Back cushion Netti Stabil - Easycare 35x50 cm EUR 65.784

Easycare bak AL-368305 " Back cushion Netti Stabil - Easycare 38x50 cm EUR 65.784AL-368306 " Back cushion Netti Stabil - Easycare 40x50 cm EUR 65.784AL-368307 " Back cushion Netti Stabil - Easycare 43x50 cm EUR 65.784AL-368308 " Back cushion Netti Stabil - Easycare 45x50 cm EUR 65.784AL-368309 " Back cushion Netti Stabil - Easycare 50x50 cm EUR 65.784AL-368310 " Back cushion Netti Stabil - Easycare 55x50 cm EUR 88.550AL-368311 " Back cushion Netti Stabil - Easycare 60x50 cm EUR 88.550AL-368320 " Back cushion Netti Stabil - Easycare 35x60 cm EUR 75.314AL-368321 " Back cushion Netti Stabil - Easycare 38x60 cm EUR 75.314AL-368322 " Back cushion Netti Stabil - Easycare 40x60 cm EUR 75.314AL-368323 " Back cushion Netti Stabil - Easycare 43x60 cm EUR 75.314AL-368324 " Back cushion Netti Stabil - Easycare 45x60 cm EUR 75.314AL-368325 " Back cushion Netti Stabil - Easycare 50x60 cm EUR 75.314AL-368326 " Back cushion Netti Stabil - Easycare 55x60 cm EUR 91.065AL-368327 " Back cushion Netti Stabil - Easycare 60x60 cm EUR 91.065

Netti SuperStabilAL-377201 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 35x50 cm

3D

EUR 31.105

bakáklæðiAL-377202 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 38x50 cm

3D

EUR 31.105

AL-377203 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 40x50 cm

3D

EUR 31.105

AL-377204 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 43x50 cm

3D

EUR 31.105

AL-377205 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 45x50 cm

3D

EUR 31.105

AL-377206 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 50x50 cm

3D

EUR 31.105

AL-377207 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 55x50 cm

3D

EUR 33.223

AL-377208 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 60x50 cm

3D

EUR 33.223

AL-377209 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 65x50 cm

3D

EUR 36.399

AL-377210 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 70x50 cm

3D

EUR 36.399

AL-377211 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 75x50 cm

3D

EUR 36.399

AL-377220 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 35x60 cm

3D

EUR 31.105

AL-377221 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 38x60 cm

3D

EUR 31.105

AL-377222 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 40x60 cm

3D

EUR 31.105

AL-377223 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 43x60 cm

3D

EUR 31.105

AL-377224 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 45x60 cm

3D

EUR 31.105

*Netti Stabil EasyCare bök*

*Netti Superstabil 3D auka bakáklæði*

185

Page 187: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi:Öryggismiðstöð Íslands

AL-377225 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 50x60 cm

3D

EUR 31.105

AL-377226 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 55x60 cm

3D

EUR 33.223

AL-377227 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 60x60 cm

3D

EUR 33.223

AL-377228 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 65x60 cm

3D

EUR 38.517

AL-377229 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 70x60 cm

3D

EUR 38.517

AL-377230 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 75x60 cm

3D

EUR 38.517

Netti SuperStabilAL-377301 " Back cushion Netti SuperStabil - 3D 35x50 cm EUR 76.637AL-377302 " Back cushion Netti SuperStabil - 3D 38x50 cm EUR 76.637AL-377303 " Back cushion Netti SuperStabil - 3D 40x50 cm EUR 76.637AL-377304 " Back cushion Netti SuperStabil - 3D 43x50 cm EUR 76.637AL-377305 " Back cushion Netti SuperStabil - 3D 45x50 cm EUR 76.637AL-377306 " Back cushion Netti SuperStabil - 3D 50x50 cm EUR 76.637AL-377307 " Back cushion Netti SuperStabil - 3D 55x50 cm EUR 105.492AL-377308 " Back cushion Netti SuperStabil - 3D 60x50 cm EUR 105.492AL-377309 " Back cushion Netti SuperStabil - 3D 65x50 cm EUR 118.728AL-377310 " Back cushion Netti SuperStabil - 3D 70x50 cm EUR 118.728AL-377311 " Back cushion Netti SuperStabil - 3D 75x50 cm EUR 118.728AL-377320 " Back cushion Netti SuperStabil - 3D 35x60 cm EUR 88.550AL-377321 " Back cushion Netti SuperStabil - 3D 38x60 cm EUR 88.550AL-377322 " Back cushion Netti SuperStabil - 3D 40x60 cm EUR 88.550AL-377323 " Back cushion Netti SuperStabil - 3D 43x60 cm EUR 88.550AL-377324 " Back cushion Netti SuperStabil - 3D 45x60 cm EUR 88.550AL-377325 " Back cushion Netti SuperStabil - 3D 50x60 cm EUR 88.550AL-377326 " Back cushion Netti SuperStabil - 3D 55x60 cm EUR 111.448AL-377327 " Back cushion Netti SuperStabil - 3D 60x60 cm EUR 111.448AL-377328 " Back cushion Netti SuperStabil - 3D 65x60 cm EUR 132.229AL-377329 " Back cushion Netti SuperStabil - 3D 70x60 cm EUR 132.229AL-377330 " Back cushion Netti SuperStabil - 3D 75x60 cm EUR 132.229

Netti SuperStabilAL-378201 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 35x50 cm

EC

EUR 31.105

bakáklæðiAL-378202 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 38x50 cm

EC

EUR 31.105

AL-378203 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 40x50 cm

EC

EUR 31.105

AL-378204 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 43x50 cm

EC

EUR 31.105

AL-378205 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 45x50 cm

EC

EUR 31.105

AL-378206 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 50x50 cm

EC

EUR 31.105

AL-378207 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 55x50 cm

EC

EUR 33.223

AL-378208 " Back cushion cover (WxH) - Netti SuperStabil 60x50 cm

EC

EUR 33.223

Netti SuperStabilAL-378301 " Back cushion Netti SuperStabil - Easycare 35x50 cm EUR 76.637

Easycare bakAL-378302 " Back cushion Netti SuperStabil - Easycare 38x50 cm EUR 76.637

*Netti SuperStabil EasyCare bök*

*Netti SuperStabil 3D bök*

*Netti Superstabil auka bakáklæði*

186

Page 188: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi:Öryggismiðstöð Íslands

AL-378303 " Back cushion Netti SuperStabil - Easycare 40x50 cm EUR 76.637

AL-378304 " Back cushion Netti SuperStabil - Easycare 43x50 cm EUR 76.637

AL-378305 " Back cushion Netti SuperStabil - Easycare 45x50 cm EUR 76.637

AL-378306 " Back cushion Netti SuperStabil - Easycare 50x50 cm EUR 76.637

AL-378307 " Back cushion Netti SuperStabil - Easycare 55x50 cm EUR 105.492

AL-378308 " Back cushion Netti SuperStabil - Easycare 60x50 cm EUR 105.492

AL-378309 " Back cushion Netti SuperStabil - Easycare 65x50 cm EUR 118.728

AL-378310 " Back cushion Netti SuperStabil - Easycare 70x50 cm EUR 118.728

AL-378311 " Back cushion Netti SuperStabil - Easycare 75x50 cm EUR 118.728

AL-378320 " Back cushion Netti SuperStabil - Easycare 35x60 cm EUR 88.550

AL-378321 " Back cushion Netti SuperStabil - Easycare 38x60 cm EUR 88.550

AL-378322 " Back cushion Netti SuperStabil - Easycare 40x60 cm EUR 88.550

AL-378323 " Back cushion Netti SuperStabil - Easycare 43x60 cm EUR 88.550

AL-378324 " Back cushion Netti SuperStabil - Easycare 45x60 cm EUR 88.550

AL-378325 " Back cushion Netti SuperStabil - Easycare 50x60 cm EUR 88.550

AL-378326 " Back cushion Netti SuperStabil - Easycare 55x60 cm EUR 111.448

AL-378327 " Back cushion Netti SuperStabil - Easycare 60x60 cm EUR 111.448

AL-378328 " Back cushion Netti SuperStabil - Easycare 65x60 cm EUR 132.229

AL-378329 " Back cushion Netti SuperStabil - Easycare 70x60 cm EUR 132.229

AL-378330 " Back cushion Netti SuperStabil - Easycare 75x60 cm EUR 132.229

Bremsuframl. AL-20353 Allar gerðir Brake handle - 90 mm EUR 794AL-84007 " Brake handle kit - 150 mm EUR 4.500AL-84008 " Brake handle kit - 250 mm EUR 5.427

Drifhringir Allar gerðir Fylgir með öllum netti hjólastólum EUR

Dekk AL-43100 Allar gerðir Wheel - 22" PU EUR 15.751AL-43102 " Wheel - 24" PU EUR 15.751AL-43174 " Wheel - 20x1 3/8" Pneumatic EUR 20.516AL-43177 " Wheel - 22x1 3/8" pneumatic EUR 20.516AL-43179 " Wheel - 22x1 3/8" Flexel EUR 20.516AL-43184 " Wheel - 24x1 3/8" pneumatic EUR 30.046AL-43185 " Wheel - 24x1 3/8" Flexel EUR 30.046AL-43186 " Wheel - 26x1 3/8" pneumatic EUR 30.046AL-43188 " Wheel - 26x1 3/8" Flexel EUR 28.590AL-43357 " Main wheel w/ one hand drive - 24" DB EUR 192.056AL-44878 " Main wheel - 14" Air EUR 19.060AL-79855 " Wheel - Lenco 3.00- tyre 14" EUR 21.443AL-80803 " Main wheel - 24x1 3/8" PU galvanized EUR 13.104AL-83157 " Wheel - 24 x 1"PU (galvanized spokes) EUR 15.751

187

Page 189: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi:Öryggismiðstöð Íslands

AL-83158 " Wheel - 20" PU (galvanized spokes) EUR 15.751

Fótahvílur AL-20828 " Amputation support left - EUR 39.179AL-21293 " Calf strap w/ upholstry - EUR 8.736AL-21745 " Calf Plate Pad / support bracket upholster - EUR 2.780AL-233xx " Foot box - 35 cm til 60 cm EUR 62.077AL-25353 " Calf support adapter - EUR 4.500AL-26541 " Calf support hinged right - 35 cm EUR 9.133AL-26542 " Calf support hinged left - 35 cm EUR 9.133AL-26545 " Calf support hinged right - 38-40 cm EUR 9.133AL-26546 " Calf support hinged left - 38-40 cm EUR 9.133AL-26549 " Calf support hinged right - 43-45 cm EUR 9.133AL-26550 " Calf support hinged left - 43-45 cm EUR 9.133AL-26551 " Calf support hinged right - 50 cm EUR 9.133AL-26552 " Calf support hinged left - 50 cm EUR 9.133AL-26553 " Calf support hinged right - 55 cm EUR 9.133AL-26554 " Calf support hinged left - 55 cm EUR 9.133AL-26555 " Calf support hinged right - 60 cm EUR 9.133AL-26556 " Calf support hinged left - 60 cm EUR 9.133AL-26708 " Foot support universal R Black - EUR 20.516AL-26722 " Foot support universal L Black - EUR 20.516AL-27964 " Calf support - 35 cm EUR 8.736AL-27965 " Calf support - 38-40 cm EUR 8.736AL-27966 " Calf support - 43-45 cm EUR 8.736AL-27967 " Calf support - 50 cm EUR 8.736AL-27968 " Calf support - 55 cm EUR 8.736AL-27969 " Calf support - 60 cm EUR 8.736AL-29492 " Foot support swing unit - Black EUR 4.897AL-29555 " Foot support locking bracket - R EUR 2.250AL-29556 " Foot support locking bracket - L EUR 2.250AL-41617 " Calf Plate Pad / Support upholster - 35 cm 3D EUR 10.457AL-41618 " Calf Plate Pad / Support upholster - 38-40 cm 3D EUR 10.457AL-41619 " Calf Plate Pad / Support upholster - 43-45 cm 3D EUR 10.457AL-41620 " Calf Plate Pad / Support upholster - 50 cm 3D EUR 10.457AL-41621 " Calf Plate Pad / Support upholster - 55 cm 3D EUR 10.457AL-41622 " Calf Plate Pad / Support upholster - 60 cm 3D EUR 10.457AL-41762 " Foot support angle adj R Black - Easycare EUR 24.222AL-42406 " Calf support - 65 cm EUR 23.957AL-42407 " Calf support - 70 cm EUR 23.957AL-42408 " Calf support - 75 cm EUR 23.957AL-42724 " Extension part R reinforced - Black EUR 20.781AL-42725 " Extension part L reinforced - Black EUR 20.781AL-42727 " Foot support angle adj R Black - reinforced EUR 34.943AL-42728 " Foot support angle adj L Black - reinforced EUR 34.943AL-43287 " Foot support angle adj R Cyl - Reinforced Black EUR 39.179AL-43288 " Foot support angle adj L Cyl - Reinforced Black EUR 39.179AL-43294 " Foot support angle adj R Cyl - 3D Black EUR 35.473AL-43295 " Foot support angle adj L Cyl - 3D Black EUR 35.473AL-44863 " Ankle huggers - Small 17-20cm EUR 20.516AL-44864 " Ankle huggers - Medium 19-23 cm EUR 22.369AL-44865 " Ankle huggers - Large 22-29 cm EUR 23.693AL-44904 " Ankle huggers - X-Large 28-33 cm EUR 27.531AL-82862 " Calf support - Dynamic system 35 cm EUR 9.530AL-82863 " Calf support - Dynamic system 38-40 cm EUR 9.530

188

Page 190: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi:Öryggismiðstöð Íslands

AL-82864 " Calf support - Dynamic system 43-45 cm EUR 9.530AL-82865 " Calf support - Dynamic system 50 cm EUR 9.530AL-84723 " Foot support angle adj R Black - reinforced 3D EUR 34.943AL-84724 " Foot support angle adj L Black - reinforced 3D EUR 34.943

Fótaplötur AL-25701 " Foot board w/ lock - 35 cm (346 mm) EUR 28.855AL-25702 " Foot board w/ lock - 38 cm (346 mm) EUR 28.855AL-25703 " Foot board w/ lock - 40 cm (346 mm) EUR 28.855AL-25704 " Foot board w/ lock - 43 cm (346 mm) EUR 28.855AL-25705 " Foot board w/ lock - 45 cm (346 mm) EUR 28.855AL-25706 " Foot board w/ lock - 50 cm (346 mm) EUR 28.855AL-25707 " Foot board w/ lock - 55 cm (346 mm) EUR 28.855AL-25708 " Foot board w/ lock - 60 cm (346 mm) EUR 28.855AL-27xxx " Foot plate w/ heel strap right - 35 - 60cm (245 mm) EUR 11.780AL-284xx " Foot plate upholstery right - 35 - 60 cm EUR 14.824AL-284xx " Foot plate upholstery left - 35 - 60 cm EUR 14.824AL-286xx " Foot plate right - 35 - 60 cm (350 mm) EUR 11.780AL-41643 " Belt footplate - EUR 7.280AL-80703 " Foot board compl - 25 cm EUR 58.901AL-80704 " Foot board compl - 30 cm EUR 58.901AL-80705 " Foot board compl - 35 cm EUR 58.901

Hliðarhlífar Allar gerðir Áfastar hliðarhlífar eru í öllum gerðir af örmum EUR 0

Hliðarstuðn. AL-20830 Allar gerðir Knee & thigh support - EUR 20.781AL-26830 Netti I/II/III/4U Side support Stabil left - EUR 21.310AL-26843 Netti I/II/III/4U Side support Stabil right EUR 21.310AL-27374 Netti I/II/III/CED/CE+ Side support correction left EUR 21.310AL-27375 Netti I/II/III/CED/CE+ Side support correction right EUR 21.310AL-27541 Allar gerðir Side support upholster - Stable EUR 7.412AL-27542 " Side support upholster - Correction EUR 5.427AL-80071 " Extension part R abduction - Black EUR 15.089AL-80072 " Extension part L abduction - Black EUR 15.089

Hjólastól.borð AL-15031 Tray guide bar EUR 3.177AL-15040 Tray upholster large right EUR 6.221AL-15041 Tray upholster large left EUR 6.221AL-15042 Tray upholster small right EUR 6.221AL-15043 Tray upholster small left EUR 6.221AL-15100 Netti I/II/III/CE 35-43

cm

Tray EUR 39.311

AL-15101 Netti I/II/III/CE 43-50

cm

Tray EUR 39.311

AL-15124Netti I/II/III 35-40 cm

Tray w/ lock EUR 26.737

AL-15125Netti I/II/III 43-50 cm

Tray w/ lock EUR 26.737

AL-15140 Netti I/II/III/CE 35-40

cm

Tray swingable EUR 26.737

AL-15141 Netti I/II/III/CE 43-50

cm

Tray swingable EUR 26.737

AL-21610Netti I/II/III 55-60 cm

Tray "plain" EUR 26.340

AL-28121Netti I/II/III 35-43 cm

Tray "plain" EUR 21.443

AL-28122Netti I/II/III 45-50 cm

Tray "plain" EUR 21.443

189

Page 191: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi:Öryggismiðstöð Íslands

AL-28826Netti 4U CED/CEDS

35-43 cm

Tray swingable EUR 26.737

AL-28828Netti 4U CED/CEDS

35-43 cm

Tray w/ lock EUR 26.737

AL-28832Netti 4U CED/CEDS

45-50 cm

Tray swingable EUR 26.737

AL-28836Netti 4U CED/CEDS

45-50 cm

Tray w/ lock EUR 26.737

AL-29303 Netti 4U Tray arm support profile EUR 7.809

Hjólast.töskur AL-42269 Allar gerðir Hjólastólataska til að setja aftan á hjólastól EUR 15.486

Hnakkapúðar AL-84850 Netti III og 4U Head support w/side aj. E 3D EUR 47.915

Höfuðstuðn. AL-23005 Allar gerðir Head support adapter - EUR 8.603AL-23017 " Head support adapter stabiliz - 35 cm EUR 28.458AL-23018 " Head support adapter stabiliz - 40 cm EUR 28.458AL-23019 " Head support adapter stabiliz - 43 cm EUR 28.458AL-23020 " Head support adapter stabiliz - 45 cm EUR 28.458AL-23021 " Head support adapter stabiliz - 50 cm EUR 28.458AL-23022 " Head support adapter stabiliz - 55 cm EUR 34.017AL-23023 " Head support adapter stabiliz - 60 cm EUR 34.017AL-23024 " Head support adapter stabiliz - 65 cm EUR 34.017AL-23025 " Head support adapter stabiliz - 70 cm EUR 34.017AL-23026 " Head support adapter stabiliz - 75 cm EUR 34.017AL-27554 " Head support cover - A Easycare EUR 8.736AL-27555 " Head support cover - B Easycare EUR 8.736AL-27556 " Head support cover - C Easycare EUR 8.736AL-27557 " Head support cover - A Easycare Mini EUR 8.736AL-28382 " Head support - A Easycare EUR 23.163AL-28383 " Head support - B Easycare EUR 23.163AL-28384 " Head support - C Easycare EUR 23.163AL-3950 " Head cushion w/ elastic band - 40x40 cm EUR 23.693AL-3952 " Head support cushion Comfort - Cospoflex Mars EUR 20.781AL-40880 " Head support - A 3D EUR 23.163AL-40881 " Head support - B 3D EUR 23.163AL-40882 " Head support - C 3D EUR 23.163AL-40883 " Head support cover - A 3D EUR 8.736AL-40884 " Head support cover - B 3D EUR 8.736AL-40885 " Head support cover - C 3D EUR 8.736AL-41401 " Head support vert bar w/ tube - 200 mm EUR 5.030AL-41402 " Head support vert bar w/ tube - 350 mm EUR 5.030AL-41403 " Head support vert bar w/ tube - 500 mm EUR 10.457AL-42329 " Head support adapter stabiliz - 38 cm EUR 28.458AL-42351

"Head support cushion w/ tube - C 150 mm Easycare EUR 21.045

AL-42352 " Head support cushion w/ tube - C 150 mm 3D EUR 21.045AL-42354

"Head support cushion w/ tube - C 250 mm Easycare EUR 23.957

AL-42355 " Head support cushion w/ tube - C 250 mm 3D EUR 23.957AL-42357

"Head support cushion w/ tube - C 380 mm Easycare EUR 24.884

AL-42358 " Head support cushion w/ tube - C 380 mm 3D EUR 24.884

190

Page 192: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi:Öryggismiðstöð Íslands

AL-42360"

Head support cushion w/ tube - B 150 mm Easycare EUR 21.045

AL-42361 " Head support cushion w/ tube - B 150 mm 3D EUR 21.045AL-42363

"Head support cushion w/ tube - B 250 mm Easycare EUR 23.957

AL-42364 " Head support cushion w/ tube - B 250 mm 3D EUR 23.957AL-42366

"Head support cushion w/ tube - B 380 mm Easycare EUR 24.884

AL-42367 " Head support cushion w/ tube - B 380 mm 3D EUR 24.884AL-42369

"Head support cushion w/ tube - A 150 mm Easycare EUR 21.045

AL-42370 " Head support cushion w/ tube - A 150 mm 3D EUR 21.045AL-42372

"Head support cushion w/ tube - A 250 mm Easycare EUR 23.957

AL-42373 " Head support cushion w/ tube - A 250 mm 3D EUR 23.957AL-42375

"Head support cushion w/ tube - A 380 mm Easycare EUR 24.884

AL-42376 " Head support cushion w/ tube - A 380 mm 3D EUR 24.884AL-44579 " Head support - Mini A 3D EUR 42.091AL-44970 " Head support w/band - A Esaycare EUR 28.193AL-81021 " Head support cushion w/ tube - D 150 mm 3D EUR 25.943AL-81022 " Head support cushion w/ tube - D 250 mm 3D EUR 28.855AL-81023 " Head support cushion w/ tube - D 380 mm 3D EUR 29.781AL-81024 " Head support - D 3D EUR 29.649AL-82025 " Head support lock - EUR 29.649AL-82566 " Head support w/band - A 3D EUR 28.193AL-82983

"Head support cushion w/ tube - D 150 mm Easycare EUR 25.943

AL-82984"

Head support cushion w/ tube - D 250 mm Easycare EUR 28.855

AL-82985"

Head support cushion w/ tube - D 380 mm Easycare EUR 29.781

AL-82986 " Head support - D EasyCare EUR 29.649AL-86133 " Head support - Mini A 3D 350mm EUR 42.885

Hækjuhaldari AL-26944 Allar gerðir Hækjuhaldari - Cruch holder EUR 13.104

Hjól Sjá undir dekk EUR

Klofkíll AL-24297 Allar gerðir Abduction block mini - EUR 23.163AL-86096 " Abduction block w/ kit - Small EUR 26.075AL-86097 " Abduction block w/ kit - Medium EUR 26.075AL-86098 " Abduction block w/ kit - Large EUR 26.075

Keyrsluhandf. AL-21754 Allar gerðir Push handle - 300 mm EUR 8.206AL-21808 " Push handle - 500 mm EUR 10.457AL-26051 Allar gerðir Push bow bracket kit EUR 3.971AL-269xx Netti III Push bow compl - 35 - 60 cm EUR 36.399AL-28578 Netti 4U CED/CEDS Push bow compl 45 cm EUR 21.443AL-28793 Netti 4U CED/CEDS Push bow compl 35 cm EUR 21.443AL-28794 Netti 4U CED/CEDS Push bow compl 40 cm EUR 21.443AL-28795 Netti 4U CED/CEDS Push bow compl 50 cm EUR 21.443AL-29557 Netti 4U CED/CEDS Push bow release handle compl EUR 1.191AL-40487 Netti 4U CED/CEDS Push bow compl 43 cm EUR 21.443AL-40488 Netti 4U CED/CEDS Push bow compl 55 cm EUR 30.575AL-40489 Netti 4U CED/CEDS Push bow compl 60 cm EUR 30.575AL-42177 Netti Push bow adjustable 40 cm EUR 27.531AL-42178 Netti Push bow adjustable 45 cm EUR 27.531AL-42179 Netti Push bow adjustable 50 cm EUR 27.531

191

Page 193: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi:Öryggismiðstöð Íslands

AL-81747 Netti I,II,III ,CE PLUS Push bow adjustable compl 35 cm EUR 38.650AL-81748 Netti I,II,III Push bow adjustable compl 35 cm EUR 38.650AL-81749 Netti I,II,III ,CE PLUS Push bow adjustable compl 40 cm EUR 38.650AL-81750 Netti I,II,III Push bow adjustable compl 43 cm EUR 38.650AL-81751 Netti I,II,III ,CE PLUS Push bow adjustable compl 45 cm EUR 38.650AL-81752 Netti I,II,III ,CE PLUS Push bow adjustable compl 50 cm EUR 38.650AL-81753 Netti I,III Push bow adjustable compl 55 cm EUR 38.650AL-81754 Netti I,III Push bow adjustable compl 60 cm EUR 38.650AL-83349 Allar gerðir Push bow adjustable compl 25 cm EUR 57.842AL-83350 " Push bow adjustable compl 30 cm EUR 57.842

Sessur EUR

AL-151601 Allar gerðir Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 38x45 cm R EUR 76.637AL-151602 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 38x45 cm L EUR 76.637AL-151603 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 38x50 cm R EUR 76.637AL-151604 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 38x50 cm L EUR 76.637AL-151605 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 40x40 cm R EUR 76.637AL-151606 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 40x40 cm L EUR 76.637AL-151607 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 40x45 cm R EUR 76.637AL-151608 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 40x45 cm L EUR 76.637AL-151609 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 40x50 cm R EUR 76.637AL-151610 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 40x50 cm L EUR 76.637AL-151611 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 43x45 cm R EUR 76.637AL-151612 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 43x45 cm L EUR 76.637AL-151613 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 43x50 cm R EUR 76.637AL-151614 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 43x50 cm L EUR 76.637AL-151615 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 45x45 cm R EUR 76.637AL-151616 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 45x45 cm L EUR 76.637AL-151617 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 45x50 cm R EUR 76.637AL-151618 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 45x50 cm L EUR 76.637AL-151619 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 50x45 cm R EUR 76.637AL-151620 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 50x45 cm L EUR 76.637AL-151621 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 50x50 cm R EUR 76.637AL-151622 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 50x50 cm L EUR 76.637AL-151623 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 55x55 cm R EUR 95.168AL-151624 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 55x55 cm L EUR 95.168AL-151625 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 60x55 cm R EUR 95.168AL-151626 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 60x55 cm L EUR 95.168AL-151628 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 35x40 cm L EUR 89.873AL-151629 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 35x45 cm R EUR 89.873AL-151630 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 35x45 cm L EUR 89.873AL-151631 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 35x50 cm R EUR 89.873AL-151632 " Seat cushion Bondi Coxit (WxD) - 3D 35x50 cm L EUR 89.873

Netti Uno AL-171805 Allar gerðir Seat cushion Netti Uno (WxD) - 3D 35x40 cm EUR 23.693

sessa AL-171806 " Seat cushion Netti Uno (WxD) - 3D 35x45 cm EUR 23.693AL-171807 " Seat cushion Netti Uno (WxD) - 3D 35x50 cm EUR 23.693AL-171809 " Seat cushion Netti Uno (WxD) - 3D 38x45 cm EUR 23.693AL-171810 " Seat cushion Netti Uno (WxD) - 3D 38x50 cm EUR 23.693AL-171812 " Seat cushion Netti Uno (WxD) - 3D 40x40 cm EUR 23.693AL-171813 " Seat cushion Netti Uno (WxD) - 3D 40x45 cm EUR 23.693AL-171814 " Seat cushion Netti Uno (WxD) - 3D 40x50 cm EUR 23.693AL-171817 " Seat cushion Netti Uno (WxD) - 3D 43x45 cm EUR 23.693AL-171818 " Seat cushion Netti Uno (WxD) - 3D 43x50 cm EUR 23.693

*Sessur og utanyfir áklæði fyrir allar gerðir af Netti*

*Netti Uno Sessur*

192

Page 194: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi:Öryggismiðstöð Íslands

AL-171821 " Seat cushion Netti Uno (WxD) - 3D 45x45 cm EUR 23.693AL-171822 " Seat cushion Netti Uno (WxD) - 3D 45x50 cm EUR 23.693AL-171823 " Seat cushion Netti Uno (WxD) - 3D 45x55 cm EUR 25.678AL-171825 " Seat cushion Netti Uno (WxD) - 3D 50x45 cm EUR 25.678AL-171826 " Seat cushion Netti Uno (WxD) - 3D 50x50 cm EUR 25.678AL-171829 " Seat cushion Netti Uno (WxD) - 3D 55x50 cm EUR 30.575AL-171833 " Seat cushion Netti Uno (WxD) - 3D 60x50 cm EUR 30.575

Netti EasycareAL-172105 Allar gerðir Seat cushion cover (WxD) - Netti Uno 35x40 cm

Easycare

EUR 15.222

áklæðiAL-172106 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Uno 35x45 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-172107 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Uno 35x50 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-172109 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Uno 38x45 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-172110 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Uno 38x50 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-172112 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Uno 40x40 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-172113 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Uno 40x45 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-172114 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Uno 40x50 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-172117 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Uno 43x45 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-172118 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Uno 43x50 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-172121 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Uno 45x45 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-172122 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Uno 45x50 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-172123 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Uno 45x55 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-172125 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Uno 50x45 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-172126 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Uno 50x50 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-172129 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Uno 55x50 cm

Easycare

EUR 18.266

Netti Uno AL-172205 Allar gerðir Seat cushion cover (WxD) - Uno 35x40 cm 3D EUR 15.222

áklæði AL-172206 " Seat cushion cover (WxD) - Uno 35x45 cm 3D EUR 15.222AL-172207 " Seat cushion cover (WxD) - Uno 35x50 cm 3D EUR 15.222AL-172209 " Seat cushion cover (WxD) - Uno 38x45 cm 3D EUR 15.222AL-172210 " Seat cushion cover (WxD) - Uno 38x50 cm 3D EUR 15.222AL-172212 " Seat cushion cover (WxD) - Uno 40x40 cm 3D EUR 15.222AL-172213 " Seat cushion cover (WxD) - Uno 40x45 cm 3D EUR 15.222AL-172214 " Seat cushion cover (WxD) - Uno 40x50 cm 3D EUR 15.222AL-172217 " Seat cushion cover (WxD) - Uno 43x45 cm 3D EUR 15.222AL-172218 " Seat cushion cover (WxD) - Uno 43x50 cm 3D EUR 15.222AL-172221 " Seat cushion cover (WxD) - Uno 45x45 cm 3D EUR 15.222AL-172222 " Seat cushion cover (WxD) - Uno 45x50 cm 3D EUR 15.222AL-172223 " Seat cushion cover (WxD) - Uno 45x55 cm 3D EUR 15.222AL-172225 " Seat cushion cover (WxD) - Uno 50x45 cm 3D EUR 15.222AL-172226 " Seat cushion cover (WxD) - Uno 50x50 cm 3D EUR 15.222AL-172229 " Seat cushion cover (WxD) - Uno 55x50 cm 3D EUR 18.266

*Netti EasyCare áklæði*

*Netti Uno áklæði*

193

Page 195: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi:Öryggismiðstöð Íslands

AL-172233 " Seat cushion cover (WxD) - Uno 60x50 cm 3D EUR 18.266

Netti Sit AL-187201 Allar gerðir Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 25x30 cm 3D EUR 15.222

áklæði AL-187202 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 30x35 cm 3D EUR 15.222AL-187203 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 35x40 cm 3D EUR 15.222AL-187204 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 35x45 cm 3D EUR 15.222AL-187205 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 35x50 cm 3D EUR 15.222AL-187206 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 38x40 cm 3D EUR 15.222AL-187207 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 38x45 cm 3D EUR 15.222AL-187208 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 38x50 cm 3D EUR 15.222AL-187209 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 40x40 cm 3D EUR 15.222AL-187210 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 40x45 cm 3D EUR 15.222AL-187211 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 40x50 cm 3D EUR 15.222AL-187212 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 43x40 cm 3D EUR 15.222AL-187213 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 43x45 cm 3D EUR 15.222AL-187214 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 43x50 cm 3D EUR 15.222AL-187215 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 45x40 cm 3D EUR 15.222AL-187216 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 45x45 cm 3D EUR 15.222AL-187217 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 45x50 cm 3D EUR 15.222AL-187218 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 45x55 cm 3D EUR 18.266AL-187219 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 50x45 cm 3D EUR 15.222AL-187220 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 50x50 cm 3D EUR 15.222AL-187221 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 50x55 cm 3D EUR 18.266AL-187222 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 55x50 cm 3D EUR 18.266AL-187223 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 55x55 cm 3D EUR 18.266AL-187224 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 60x50 cm 3D EUR 18.266AL-187225 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 60x55 cm 3D EUR 18.266AL-187226 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 65x50 cm 3D EUR 32.693AL-187228 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 70x50 cm 3D EUR 32.693AL-187230 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 75x50 cm 3D EUR 32.693

Netti Sit sessa AL-187301 Allar gerðir Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 25x30 cm EUR 47.121AL-187302 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 30x35 cm EUR 47.121AL-187303 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 35x40 cm EUR 47.121AL-187304 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 35x45 cm EUR 47.121AL-187305 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 35x50 cm EUR 47.121AL-187306 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 38x40 cm EUR 47.121AL-187307 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 38x45 cm EUR 47.121AL-187308 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 38x50 cm EUR 47.121AL-187309 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 40x40 cm EUR 47.121AL-187310 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 40x45 cm EUR 47.121AL-187311 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 40x50 cm EUR 47.121AL-187312 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 43x40 cm EUR 47.121AL-187313 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 43x45 cm EUR 47.121AL-187314 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 43x50 cm EUR 47.121AL-187315 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 45x40 cm EUR 47.121AL-187316 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 45x45 cm EUR 47.121AL-187317 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 45x50 cm EUR 47.121AL-187318 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 45x55 cm EUR 63.401AL-187319 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 50x45 cm EUR 47.121AL-187320 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 50x50 cm EUR 47.121AL-187321 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 50x55 cm EUR 63.401AL-187322 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 55x50 cm EUR 63.401

*Netti Sit Sessur*

*Netti Sit áklæði*

194

Page 196: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi:Öryggismiðstöð Íslands

AL-187323 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 55x55 cm EUR 63.401AL-187324 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 60x50 cm EUR 63.401AL-187325 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 60x55 cm EUR 63.401AL-187326 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 65x50 cm EUR 95.168AL-187328 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 70x50 cm EUR 95.168AL-187330 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - 3D 75x50 cm EUR 95.168

EUR

Netti Sit AL-188201 Allar gerðir Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 25x30 cm

Easycare

EUR 15.222

EasycareAL-188202 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 30x35 cm

Easycare

EUR 15.222

ÁklæðiAL-188203 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 35x40 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-188204 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 35x45 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-188205 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 35x50 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-188206 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 38x40 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-188207 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 38x45 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-188208 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 38x50 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-188209 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 40x40 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-188210 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 40x45 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-188211 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 40x50 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-188212 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 43x40 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-188213 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 43x45 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-188214 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 43x50 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-188215 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 45x40 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-188216 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 45x45 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-188217 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 45x50 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-188218 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 45x55 cm

Easycare

EUR 18.266

AL-188219 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 50x45 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-188220 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 50x50 cm

Easycare

EUR 15.222

AL-188221 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 50x55 cm

Easycare

EUR 18.266

AL-188222 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 55x50 cm

Easycare

EUR 18.266

AL-188223 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 55x55 cm

Easycare

EUR 18.266

AL-188224 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 60x50 cm

Easycare

EUR 18.266

AL-188225 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 60x55 cm

Easycare

EUR 18.266

AL-188226 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 65x50 cm

Easycare

EUR 32.693

*Netti Sit EasyCare áklæði*

195

Page 197: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi:Öryggismiðstöð Íslands

AL-188228 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 70x50 cm

Easycare

EUR 32.693

AL-188230 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit 75x50 cm

Easycare

EUR 32.693

Netti Sit AL-188303 Allar gerðir Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 35x40 cm EUR 47.121

Easycare AL-188304 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 35x45 cm EUR 47.121

Sessa AL-188305 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 35x50 cm EUR 47.121AL-188306 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 38x40 cm EUR 47.121AL-188307 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 38x45 cm EUR 47.121AL-188308 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 38x50 cm EUR 47.121AL-188309 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 40x40 cm EUR 47.121AL-188310 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 40x45 cm EUR 47.121AL-188311 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 40x50 cm EUR 47.121AL-188312 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 43x40 cm EUR 47.121AL-188313 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 43x45 cm EUR 47.121AL-188314 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 43x50 cm EUR 47.121AL-188315 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 45x40 cm EUR 47.121AL-188316 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 45x45 cm EUR 47.121AL-188317 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 45x50 cm EUR 47.121AL-188318 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 45x55 cm EUR 47.121AL-188319 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 50x45 cm EUR 47.121AL-188320 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 50x50 cm EUR 47.121AL-188321 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 50x55 cm EUR 63.401AL-188322 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 55x50 cm EUR 63.401AL-188323 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 55x55 cm EUR 63.401AL-188324 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 60x50 cm EUR 63.401AL-188325 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 60x55 cm EUR 63.401AL-188326 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 65x50 cm EUR 95.168AL-188328 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 70x50 cm EUR 95.168AL-188330 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - Easycare 75x50 cm EUR 95.168

EUR

Netti Sit °C AL-189201 Allar gerðir Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 25x30 cm EUR 23.957

áklæði AL-189202 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 30x35 cm EUR 23.957AL-189203 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 35x40 cm EUR 23.957AL-189204 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 35x45 cm EUR 23.957AL-189205 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 35x50 cm EUR 23.957AL-189206 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 38x40 cm EUR 23.957AL-189207 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 38x45 cm EUR 23.957AL-189208 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 38x50 cm EUR 23.957AL-189209 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 40x40 cm EUR 23.957AL-189210 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 40x45 cm EUR 23.957AL-189211 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 40x50 cm EUR 23.957AL-189212 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 43x40 cm EUR 23.957AL-189213 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 43x45 cm EUR 23.957AL-189214 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 43x50 cm EUR 23.957AL-189215 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 45x40 cm EUR 23.957AL-189216 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 45x45 cm EUR 23.957AL-189217 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 45x50 cm EUR 23.957AL-189218 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 45x55 cm EUR 28.722AL-189219 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 50x45 cm EUR 23.957AL-189220 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 50x50 cm EUR 23.957AL-189221 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 50x55 cm EUR 28.722

*Netti Sit EasyCare sessur*

*Netti Sit °C áklæði*

196

Page 198: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi:Öryggismiðstöð Íslands

AL-189222 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 55x50 cm EUR 28.722AL-189223 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 55x55 cm EUR 28.722AL-189224 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 60x50 cm EUR 28.722AL-189225 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 60x55 cm EUR 28.722AL-189226 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 65x50 cm EUR 41.164AL-189228 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 70x50 cm EUR 41.164AL-189230 " Seat cushion cover (WxD) - Netti Sit °C 75x50 cm EUR 41.164

Netti Sit °C AL-189301 Allar gerðir Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 25x30 cm EUR 65.784

Sessa AL-189302 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 30x35 cm EUR 65.784AL-189303 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 35x40 cm EUR 65.784AL-189304 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 35x45 cm EUR 65.784AL-189305 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 35x50 cm EUR 65.784AL-189306 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 38x40 cm EUR 65.784AL-189307 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 38x45 cm EUR 65.784AL-189308 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 38x50 cm EUR 65.784AL-189309 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 40x40 cm EUR 65.784AL-189310 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 40x45 cm EUR 65.784AL-189311 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 40x50 cm EUR 65.784AL-189312 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 43x40 cm EUR 65.784AL-189313 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 43x45 cm EUR 65.784AL-189314 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 43x50 cm EUR 65.784AL-189315 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 45x40 cm EUR 65.784AL-189316 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 45x45 cm EUR 65.784AL-189317 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 45x50 cm EUR 65.784AL-189318 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 45x55 cm EUR 75.314AL-189319 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 50x45 cm EUR 65.784AL-189320 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 50x50 cm EUR 65.784AL-189321 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 50x55 cm EUR 75.314AL-189322 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 55x50 cm EUR 75.314AL-189323 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 55x55 cm EUR 75.314AL-189324 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 60x50 cm EUR 75.314AL-189325 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 60x55 cm EUR 75.314AL-189326 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 65x50 cm EUR 95.168AL-189328 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 70x50 cm EUR 95.168AL-189330 " Seat cushion Netti Sit (WxD) - °C 75x50 cm EUR 95.168

Netti Contour AL-197301 Allar gerðir Seat cushion Contour (WxD) - 3D 35x35 cm EUR 31.105

Sessa AL-197302 " Seat cushion Contour (WxD) - 3D 40x40 cm EUR 31.105AL-197303 " Seat cushion Contour (WxD) - 3D 40x45 cm EUR 31.105AL-197304 " Seat cushion Contour (WxD) - 3D 43x40 cm EUR 31.105AL-197305 " Seat cushion Contour (WxD) - 3D 43x45 cm EUR 31.105AL-197306 " Seat cushion Contour (WxD) - 3D 45x40 cm EUR 31.105AL-197307 " Seat cushion Contour (WxD) - 3D 45x45 cm EUR 31.105AL-197308 " Seat cushion Contour (WxD) - 3D 45x50 cm EUR 31.105AL-197309 " Seat cushion Contour (WxD) - 3D 50x45 cm EUR 31.105AL-197310 " Seat cushion Contour (WxD) - 3D 50x50 cm EUR 31.105AL-197311 " Seat cushion Contour (WxD) - 3D 55x45 cm EUR 44.738AL-197312 " Seat cushion Contour (WxD) - 3D 55x50 cm EUR 44.738AL-34xx Allar gerðir Dry cover - allar stærðir EUR 23.428

Stúf púði AL-2215x Allar gerðir Amputation support right - 35 - 60 cm EUR 47.121AL-2216x " Amputation support left - 35 - 60 cm EUR

Teinahlífar AL-24143 Allar gerðir Spoke protector transparent - 20" EUR 9.133

*Netti Sit °C sessur*

*Netti Contour sessur

197

Page 199: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 A

Aukahlutir / fylgihlutir á hjólastóla 122496

Aukhlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi:Öryggismiðstöð Íslands

AL-24144 " Spoke protector transparent - 22" EUR 9.133AL-24145 " Spoke protector transparent - 24" EUR 9.133AL-24146 " Spoke protector transparent - 26" EUR 9.133

Veltivörn AL-24242 Netti II/III/Svipp Anti tip spring - 445 mm EUR 794AL-25416 Netti I/II/III Anti tip w/ pedal short/short - Netti I/II/III 20-24" EUR 15.486AL-25417 Netti I/II/III Anti tip w/ pedal short/long - Netti I/II/III 24-26" EUR 15.486AL-25418 Netti I/II/III Anti tip w/ pedal long/long - Netti I/II/III 26" EUR 15.486AL-25419 Netti I/II/III Anti tip w/ pedal long/short - Netti I/II/III 20-24" EUR 15.486AL-25422 Netti I/II/III Anti tip w/ pedal x-long/short - Netti I/II/III 20-24" EUR 15.486AL-25423 Netti I/II/III Anti tip w/ pedal x-long/long - Netti I/II/III 24-26" EUR 15.486AL-26075 Netti I/II/III Anti tip w/ pedal x-short - Netti I/II/III 20" EUR 15.486AL-26118 Allar gerðir Anti tip vertical beam short - EUR 4.500AL-26783 Netti 4U Anti tip spring - Netti 4U EUR 265AL-26844 Allar gerðir Anti tip locking pin - D12xd6 EUR 1.853AL-26980 " Anti tip lock kit - EUR 1.853AL-27539 " Anti tip vertical beam long - EUR 5.427AL-28018 Netti 4U Anti tip - Netti 4U 24" EUR 8.736AL-28816 Netti 4U Anti tip - Netti 4U 20-22" EUR 8.736AL-28972 Netti 4U Anti tip w/ pedal - Netti 4U EUR 16.942AL-41818 Netti 4U Anti tip w/ pedal short - Netti 4U 20" EUR 16.942AL-85011 Netti 4U Anti tip w/ pedal x-long/short - Netti 4U 20-24" EUR 11.515

Annað AL-21032 Netti I/II/III Tilt restrictor - Netti I/II/III EUR 5.956AL-21074 Netti Car fastening (festa hjólast. Í bíl) - Netti EUR 8.736AL-21239 Netti Tool kit - Netti EUR 10.589AL-26912 Netti III Back recline - Netti III 35 cm EUR 95.962AL-26913 Netti III Back recline - Netti III 38 cm EUR 95.962AL-26914 Netti III Back recline - Netti III 40 cm EUR 95.962AL-26915 Netti III Back recline - Netti III 43 cm EUR 95.962AL-26916 Netti III Back recline - Netti III 45 cm EUR 95.962AL-26917 Netti III Back recline - Netti III 50 cm EUR 95.962AL-26918 Netti III Back recline - Netti III 55 cm EUR 95.962AL-26919 Netti III Back recline - Netti III 60 cm EUR 95.962AL-29474 Netti 4U Tilt restrictor - Netti 4U EUR 5.427AL-41987 Netti Multi bar (lyfjastandur) - "2011" EUR 33.223AL-43032 Netti III Tilt lock - Netti III EUR 36.135

Van OS Medical

Fótahvílur VOM-020808665 Excel G Modular Lyftanlegar fótahvílur vinstri 0-60⁰ GBP 34.940VOM-020808666 Excel G Modular Lyftanlegar fótahvílur hægri 0-60⁰ GBP 34.940

*Aukahlutir fyrir Excel G Modular*

198

Page 200: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 V

Varahlutir í hjólastóla 122497

Varahlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Eirberg

Armar PAN-4401200 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Hæðarstillanlegir armar S3/U3 með festingum á

hjólastól með 24" afturhjólum, par

SEK 59.680

PAN- 4401201 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Hæðarstillanlegur armur vinstri S3/U3 án festinga

á hjólastól með 24" afturhjólum

SEK 25.259

PAN- 4401202 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Hæðarstillanlegur armur hægri S3/U3 án festinga

á hjólastóla með 24" afturdekkjum

SEK 25.259

PAN-4401050 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Festingar fyrir arma S3 / U3, Par SEK 20.454

PAN-4401111 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Armpúði á hægri arm S3/U3 SEK 5.086

PAN-4401112 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Armpúði á vinstri arm S3/U3 SEK 5.086

PAN-4401300 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Hæðarstillanlegir armar með festingum á

hjólastól með 26" afturhjólum, par

SEK 59.680

Hliðarhlífar PAN-4401000 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Mjúkar hliðarhlífar U3/ S3 fyrir hjólastól með 24"

afturhjólum, par

SEK 35.744

PAN-4401001 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Mjúkar hliðarhlíf vinstri U3/ S3 fyrir hjólastól með

24" afturhjólum

SEK 17.872

PAN-4401002 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Mjúkar hliðarhlíf hægri U3/ S3 fyrir hjólastól með

24" afturhjólum

SEK 17.872

PAN-4401003 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Festingar fyrir hliðarhlífar S3 / U3, Par SEK 7.958

PAN-4401010 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Mjúkar hliðarhlífar U3/ S3 fyrir hjólastól með 26"

afturhjólum, par

SEK 35.744

PAN-4410010 Bambino Hliðarhlífar kompl. Bambino fyrir hjólastól með

22" afturhjólum, par

SEK 31.566

PAN-4410011 Bambino Hliðarhlíf 22" hægri án festinga SEK 10.992 PAN-4410012 Bambino Hliðarhlíf 22" vinstri án festinga SEK 10.992 PAN-4410110 Bambino Hliðarhlífar Winter Bambino fyrir hjólastól með

22" afturhjólum, par

SEK 31.566

PAN-4410111 Bambino Hliðarhlíf Winter 22" hægri án festinga SEK 10.992 PAN-4410112 Bambino Hliðarhlíf Winter 22" vinstri án festinga SEK 10.992

199

Page 201: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 V

Varahlutir í hjólastóla 122497

Varahlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Eirberg

Bök PAN-523BBHH S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3.

Standard bak komplett, með svörtum bólstruðum

dúk, stilling með frönskum rennilás. HH=bakhæð

á stól. BB=setbreidd á stól skv. pöntunarblaði

Panthera. Fæst í breidd 33-45 og hæð 20-45 cm.

Lengri afhendingartími allt að 4-5 vikur.

SEK 48.887

PAN-525BBHH S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3.

Aðsniðið bak komplett, með svörtum bólstruðum

dúk, stilling með frönskum rennilás. Er 3 cm

mjórra að ofan en neðantil. HH=bakhæð á stól.

BB=setbreidd á stól skv. pöntunarblaði Panthera.

Fæst í breidd 30-45 og hæð 30-40 cm. Lengri

afhendingartími allt að 4-5 vikur.

SEK 93.430

PAN-524BBHH S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3.

Aftursveigt bak komplett, með svörtum

bólstruðum dúk, stilling með frönskum rennilás.

HH=bakhæð á stól. BB=setbreidd á stól skv.

pöntunarblaði Panthera. Dýpkar stól um 2,5 cm.

Fæst í breidd 30-45 cm og hæð 20-40 cm. Lengri

afhendingartími allt að 4-5 vikur.

SEK 93.430

PAN-323BB17 Bambino, Bambino ABD Stillanleg bakhæð 17-25 cm SEK 48.887 PAN-323BB18 Bambino, Bambino ABD Stillanleg bakhæð 27-35 cm SEK 48.887

Bakdúkur PAN-526BBHH S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3.

Bakbólstrun á S3 / U3 á standard bakrör og á

aftursveigð bakrör

SEK 25.648

PAN-526BBHHT S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3.

Bakbólstrun á S3 / U3 á aðsniðin bakrör SEK 25.648

PAN-526BBHHL U3 Light Bakbólstrun á U3 Light SEK 25.648 PAN-326BB17 Bambino, Bambino ABD Bólstrun bak Bambino 17-25 cm SEK 25.648 PAN-326BB18 Bambino, Bambino ABD Bólstrun bak Bambino 27-35 cm SEK 25.648

Setdúkur PAN-527BB40 S3, S3 swing Setdúkur S3 setdýpt 40 cm SEK 19.165 PAN-527BB35 S3 short, S3 swing short Setdúkur stuttur setdýpt 35 cm SEK 19.165 PAN-527BB15 U3, U3 Light Framhluti setdúks (ef komplett þá þarf einnig að

taka setdúk S3)

SEK 4.087

PAN-328BB31 Bambino Setdúkur fyrir Bambino BB=24, 27, 30 eða 33

cm

SEK 17.051

PAN-327BB20 Micro Setdúkur fyrir Micro barnahjólastól SEK 19.165 PAN-327BB30 Micro Setdúkur fyrir Micro long barnahjólastól SEK 19.165

Framhjól PAN-2002010 S3, S3 short, S3 large, S3

swing short, S3 swing, U3

Framhjól 3" ( S3 90mm), stk SEK 9.090

PAN-2002020 S3, S3 short, S3 large, S3

swing short, S3 swing, U3

Framhjól 5" ( S3 120mm), stk SEK 9.090

PAN-2002030 S3, S3 short, S3 large, S3

swing short, S3 swing, U3

Framhjól 6" ( S3 150mm), stk SEK 9.090

PAN-2000061 U2 Light Framhjól 3" /86mm, stk SEK 11.029 PAN-2000000 Bambino Framhjól 5" , stk SEK 6.060 PAN-2305130 U3 Light Framhjól 3" X, stk SEK 15.783

Drifhjól PAN-1300020 S3, S3 short, S3 large, S3

swing short, S3 swing, U3

24" drifhjól std (háþrýstidekk) með titanium

drifhringjum, stk

SEK 58.062

PAN-1300050 S3, S3 short, S3 large, S3

swing short, S3 swing, U3

Afturhjól 24" 6P með PARA grip svörtum stömum

drifhring, stk

SEK 60.196

200

Page 202: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 V

Varahlutir í hjólastóla 122497

Varahlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Eirberg

PAN-1300040 S3, S3 short, S3 large, S3

swing short, S3 swing, U3

Afturhjól 24" 6P með TETRA grip svörtum

stömum drifhring, stk

SEK 60.196

PAN-1102462 S3, S3 short, S3 large, S3

swing short, S3 swing, U3,

U3 light.

Afturhjól 24" x 2 " MTB með titan drifhring, stk SEK 61.474

PAN-1102463 S3, S3 short, S3 large, S3

swing short, S3 swing, U3,

U3 light.

Afturhjól 25" SPOX með titan drifhring m. MTB

dekki, stk

SEK 118.765

PAN-1100140 U3 Light 24" drifhjól Spinergy X (háþrýstidekk) með ál

drifhring, svartir koltrefjateinar. Standard á U3

light, stk

SEK 98.645

PAN-1100080 S3, S3 short, S3 large, S3

swing short, S3 swing, U3

24" drifhjól Spox (háþrýstidekk) með titanium

drifhring, svartir koltrefjateinar, stk

SEK 98.645

PAN-1100085 S3, S3 short, S3 large, S3

swing short, S3 swing, U3

24" drifhjól Spox (háþrýstidekk) með paragrip

drifhring, svartir koltrefjateinar, stk

SEK 98.645

PAN-1100086 S3, S3 short, S3 large, S3

swing short, S3 swing, U3

24" drifhjól Spox (háþrýstidekk) með tetragrip

drifhring, svartir koltrefjateinar, stk

SEK 98.645

PAN-1100131 S3, S3 short, S3 large, S3

swing short, S3 swing, U3

25" drifhjól Spox (háþrýstidekk) með titanium

drifhring, svartir koltrefjateinar, stk

SEK 98.645

PAN-1100133 S3, S3 short, S3 large, S3

swing short, S3 swing, U3

25" drifhjól Spox (háþrýstidekk) með paragrip

drifhring, svartir koltrefjateinar, stk

SEK 98.645

PAN-1100132 S3, S3 short, S3 large, S3

swing short, S3 swing, U3

25" drifhjól Spox (háþrýstidekk) með tetragrip

drifhring, svartir koltrefjateinar, stk

SEK 98.645

PAN-1100101 S3, S3 short, S3 large, S3

swing short, S3 swing, U3

26" drifhjól Spox (háþrýstidekk) með titanium

drifhring, svartir koltrefjateinar, stk

SEK 98.645

PAN-1100104 S3, S3 short, S3 large, S3

swing short, S3 swing, U3

26" drifhjól Spox (háþrýstidekk) með paragrip

drifhring, svartir koltrefjateinar, stk

SEK 98.645

PAN-1100105 S3, S3 short, S3 large, S3

swing short, S3 swing, U3

26" drifhjól Spox (háþrýstidekk) með tetragrip

drifhring, svartir koltrefjateinar, stk

SEK 98.645

PAN-1100020 S3, S3 short, S3 large, S3

swing short, S3 swing, U3

24" drifhjól Spider með titanium drifhring, stk SEK 98.645

Drifhringir PAN-1902411 S3, S3 short, S3 large, S3

swing short, S3 swing, U3,

U3 light.

Drifhringur titanium 24" 6P 510mm, stk SEK 21.861

PAN-195124BT S3, S3 short, S3 large, S3

swing short, S3 swing, U3,

U3 light.

Drifhringur PARA 24" 6P , svartur stamur, stk SEK 21.861

PAN-195224BT S3, S3 short, S3 large, S3

swing short, S3 swing, U3,

U3 light.

Drifhringur TETRA 24" 6P, svartur mjög stamur,

stk

SEK 21.861

PAN-1903080 Bambino Drifhringur MAXGRIP 22" 6P, svart mossgúmmí

(inniheldur latex), stk

SEK 27.761

Dekk PAN-1000030 Micro Dekk (tube tire) 18" Micro, stk SEK 17.051 PAN-1000052 Bambino, S3 Short Dekk Schwalbe Right Run 22"x1", stk SEK 2.941

201

Page 203: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 V

Varahlutir í hjólastóla 122497

Varahlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Eirberg

PAN-1000054 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Dekk Schwalbe Right Run 24"x1", stk SEK 2.941

PAN-1000055 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Dekk Schwalbe Right Run 25"x1", stk SEK 2.941

PAN-1000056 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Dekk Schwalbe Right Run 26"x1", stk SEK 2.941

PAN-1000038 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Dekk Schwalbe Marathon Plus 24"x1", stk SEK 7.292

PAN-1000039 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Dekk Schwalbe Marathon Plus 26"x1", stk SEK 7.292

PAN-1000040 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Dekk Schwalbe Marathon Plus 25"x1", stk SEK 7.292

PAN-1000124 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Grófmynstrað dekk 24" (PR1MO), stk SEK 6.300

Slöngur PAN-1000005 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Slanga 24" x 1" std / 25" Spox, stk SEK 1.268

PAN-1000025 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Slanga 26" x 1" , stk SEK 1.832

Teinahlífar PAN-4500001 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3.

Teinahlíf 24" með Panthera logo SEK 10.071

PAN-4500012 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3.

Teinahlíf 24" án logo SEK 10.071

PAN-4500101 S3 short, Bambino, Micro Teinahlíf 22" með Panthera logo SEK 10.071 PAN-4500112 S3 short, Bambino Teinahlíf 22" án logo SEK 10.071 PAN-4500018 Micro Teinahlíf 18" án logo SEK 10.071

Keyrsluhandf. PAN-4252060 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3

Aksturshandföng, par SEK 28.466

PAN-4252061 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3

Aksturshandfang vinstri hæðarstillanlegt SEK 16.934

PAN-4252062 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U4

Aksturshandfang hægri hæðarstillanlegt SEK 16.934

202

Page 204: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 V

Varahlutir í hjólastóla 122497

Varahlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Eirberg

PAN-4252064 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3

Aksturshandfang vinstri hæðarstillanlegt +10 cm SEK 16.934

PAN-4252065 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3

Aksturshandfang hægri hæðarstillanlegt + 10 cm SEK 16.934

PAN-4245010 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Niðurfellanlegt aksturshandfang, stk SEK 8.994

PAN-42202BB Bambino Akstursbogi SEK 18.568 PAN-42400BB S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing.

Akstursbogi BB=33-50 SEK 28.466

Driföxlar PAN-33023BBH S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3.

Koltrefjaöxull S3/ U3 fyrir stóla sem eru með

hliðarhlífum

SEK 32.080

PAN-33023BBA S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3.

Koltrefjaöxull S3/U3 fyrir stóla sem eru með

örmum

SEK 32.080

PAN-336BB16 Bambino Öxul kit 6° Bambino SEK 32.080 PAN-334BB04 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3.

Öxul kit með 4° kömbrun / 4 ° camberaxle SEK 53.691

Hækkun PAN-3302510 S3, S3 short, S3 swing, S3

swing-short, U3.

Hækkunarsett á stól, 10 mm SEK 28.433

PAN-3302520 S3, S3 short, S3 swing, S3

swing-short, U3.

Hækkunarsett á stól, 20 mm SEK 32.116

PAN-3302530 S3, S3 short, S3 swing, S3

swing-short, U3.

Hækkunarsett á stól, 30 mm SEK 35.779

PAN-3302540 S3, S3 short, S3 swing, S3

swing-short, U3.

Hækkunarsett á stól, 40 mm SEK 39.483

PAN-3302550 S3, S3 short, S3 swing, S3

swing-short, U3.

Hækkunarsett á stól, 50 mm SEK 43.166

PAN-3302560 S3, S3 short, S3 swing, S3

swing-short, U3.

Hækkunarsett á stól, 60 mm SEK 46.850

PAN-3302570 S3, S3 short, S3 swing, S3

swing-short, U3.

Hækkunarsett á stól, 70 mm SEK 50.533

Fótafjalir PAN-4391103 S3 swing, S3 swing-short Fótafjöl komplett vinstri 33/36 SEK 33.060

PAN-4391104 S3 swing, S3 swing-short Fótafjöl komplett hægri 33/36 SEK 33.060

PAN-4391105 S3 swing, S3 swing-short Fótafjöl komplett vinstri 39 SEK 33.060

PAN-4391106 S3 swing, S3 swing-short Fótafjöl komplett hægri 39 SEK 33.060

PAN-4391107 S3 swing, S3 swing-short Fótafjöl komplett vinstri 45 SEK 33.060

PAN-4391108 S3 swing, S3 swing-short Fótafjöl komplett hægri 45 SEK 33.060

PAN-37003BB S3 swing, S3 swing-short Hælband á fótplötu SEK 2.346

PAN-670BB01 S3, S3 short, S3 short Low,

S3 Large.

Neðri hluti fótafjalar, rör með fótplötu, vinstri BB

stóls =33-50

SEK 16.868

PAN-670BB02 S3, S3 short, S3 short Low,

S3 Large.

Neðri hluti fótafjalar, rör með fótplötu, hægri BB

stóls =33-50

SEK 16.868

203

Page 205: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 V

Varahlutir í hjólastóla 122497

Varahlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Eirberg

PAN-672BB01 S3, S3 short, S3 short Low,

S3 Large.

Neðri hluti fótafjalar lengri, rör 2,5 cm lengra með

fótplötu, vinstri BB stóls=33-50

SEK 16.868

PAN-672BB02 S3, S3 short, S3 short Low,

S3 Large.

Neðri hluti fótafjalar lengri, rör 2,5 cm lengra með

fótplötu, hægri BB stóls=33-50

SEK 16.868

PAN-36111BB S3, S3 short, S3 short Low,

S3 Large.

Sérstyrktur lengdur fótbogi SEK 48.526

PAN-36006BB U3 Sérstyrktur lengdur fótbogi, fyrir 5" framhjól SEK 31.044 PAN-36010BB S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Svört plastplata á fótboga SEK 5.783

Bremsur PAN-4630001 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Bremsa S3/U3 vinstri SEK 9.865

PAN-4630002 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Bremsa S3/U3 hægri SEK 9.865

PAN-367BBBB S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Annarrar handar bremsa S3/U3 hægri SEK 35.935

PAN-368BBBB S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3, U3 light.

Annarrar handar bremsa S3/U3 vinstri SEK 35.935

Veltivörn PAN-4353011 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3.

Veltivörn, S3 vinstri SEK 13.494

PAN-4353012 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3.

Veltivörn, S3 hægri SEK 13.494

PAN-4353031 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3.

Veltivörn +30, S3 vinstri SEK 16.763

PAN-4353032 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 swing, U3.

Veltivörn +30, S3 hægri SEK 16.763

PAN-4351011 Bambino Veltivörn Bambino, stk SEK 11.358 Annað PAN-6770206 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing, S3

swing short, U3, Bambino

Bolstuðningur "Torso support" hægri SEK 23.928

PAN-6770205 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing, S3

swing short, U3, Bambino

Bolstuðningur "Torso support" vinstri SEK 23.928

PAN-47500BB S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 Swing, U3

Sessa dýpt 40 cm, breidd frá 33-50 cm,

þykkt 5 cm

SEK 20.558

PAN-47530BB Bambino Sessa setdýpt 23-30cm, þykkt 5 cm SEK 20.558 PAN-47240BB Micro Sessa Micro, þykkt 2,5 cm SEK 17.905 PAN-47241BB Micro, Bambino Sessa Micro long, þykkt 2.5 cm og Bambino

BB=24

SEK 17.905

204

Page 206: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 V

Varahlutir í hjólastóla 122497

Varahlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Eirberg

PAN-2600103 Bambino Freewheel standard, hjól framan á hjólastól. Til

notkunar úti.

SEK 134.977

PAN-2600102 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 Swing, U3

Freewheel standard, hjól framan á hjólastól. Þar

sérstyrktan fótboga.Til notkunar úti.

SEK 124.567

PAN-9900300 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 Swing, U3

Hækjuhaldari, 1 stk SEK 6.488

PAN-9900251 S3, S3 short, S3 short low,

S3 large, S3 swing short,

S3 Swing, U3

Bólstrun á fótboga til að verja rör, par SEK 6.488

Seljandi: Fastus

Armpúðar SUNN561024 Quickie Life, Life T, Neon2,

Xenon 2 SA, Xenon,

Helium, Argon2

Stuttir armpúðar 25 cm - stk EUR 2.700

SUNN561031 Quickie Life, Life T, Neon2,

Xenon 2 SA, Xenon,

Helium, Argon2

Langir armpúðar 35 cm - stk EUR 3.200

R82A97054X Cougar st. 1 - 4 Keyrsluhandfang - velja þarf stærð DKK 13.050

R82A970500-X Cougar st. 1 - 4 Tvískiptar fótahvílur með gaspumpu - velja þarf

stærð - Par

DKK 89.585

R82A970510-X Cougar st. 1 - 4 Tvískiptar fótahvílur með föstum fótboga - velja

þarf stærð - Par

DKK 59.650

R82A970640-X Cougar st. 1 - 4 Tvískiptar fótahvílur með gaspumpu og

kálfastuðningi - par

DKK 111.525

R82A95629-X Kudu st. 1 - 4 Keyrsluhandfang - velja þarf stærð DKK 18.800

R82A95370-10 Kudu st. 1 - 4 Tvískipt ökuhandföng - Par DKK 16.250

R82A95152-X60 Kudu st. 1 - 4 Heil fótplata með stöng - velja þarf stærð DKK 33.000

R82A95151-X60 Kudu st. 1 - 4 Tvískipt fótplata - velja þarf stærð - Par DKK 48.750

Seljandi: Stoð

Etac Etac Cross og Prio

Armar 25286-1 Cross I Armar með stutta eða langa armpúða SEK 9.000Bök 62342-60 Cross I Tilgreinið stærð stóls SEK 18.160

62953-60 Cross 5 Tilgreinið stærð stóls SEK 18.160Bakdúkar 62136-60 Cross I Tilgreinið stærð stóls SEK 19.760

62943-60 Cross 5 Tilgreinið stærð stóls SEK 19.76062945-60 Cross 5 Tilgreinið stærð stóls SEK 17.420

Setdúkar 62718-60 Cross 5 Tilgreinið stærð stóls SEK 8.30062235-60 Cross I Tilgreinið stærð stóls SEK 10.500

Drifhringir 25181 Cross Álhringur fyrir 24" SEK 9.95580894 Cross Plasthúðaður fyrir 24" og 22" SEK 31.75082994 Cross Grófmunstraði dekk 1 3/8 stk. SEK 25.40024514 Cross Festingar til að festa drifhringi SEK 1.300

Hanger 25574-01 Cross Standard leggur SEK 7.250Fótplötur 81998 Cross Festingsrör fyrir standard fótplötu SEK 2.950

80619 Cross Gormur í fótplötu SEK 79525641 Cross Fótplata, tilgreinið stærð SEK 10.200

205

Page 207: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 V

Varahlutir í hjólastóla 122497

Varahlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

Framhjóla-

gafflar

24555-01 Cross Framhjólagaffall medium SEK 2.550

24678 Cross Framhjólagaffall medium m.festingu SEK 4.87524677 Cross Framhjólagaffall stuttur m.festingu SEK 4.87524835 Cross Styrktar framgafflar SEK 11.590

Framhjól 27869 Cross 5" massívt dekk SEK 8.76027866 Cross 6,5" massívt dekk SEK 8.76027864 Cross 8" dekk 300x35 soft SEK 7.50025535 Cross Festing fyrir arma SEK 3.85025676 Cross Festing fyrir hæðarstillan. ökuhandföng SEK 3.38527298/82221/11041 Cross Ökuhandfang/gummi og skrúfa SEK 4.750

Bremsa27527-1/2 Cross Bremsa m L-vinkil, standard, hægri eða vinstri SEK 8.100

27894-1/2 Prio Bremsa m L-vinkil, standard, hægri eða vinstri SEK 8.760

80796 Cross Gormur í bremsu SEK 795Veltivörn 27526 Cross 5 veltivörn SEK 9.000

Hoggi Hoggi Hjólastólar

3248-

1611EF115B100B10

0:F116

FenderVTi EUR 2.530

3240-1740E/50E Brake left/ right EUR 1.5953240-1710/20 Brake left/ right EUR 3.7251250-0003 Front castor, massiv 125x32 EUR 7951250-1440 Front castor, massiv 140x40 EUR 7951205-0009+1029-

6001

Wheelaxel and button head socket screw EUR 200

3245-3311+1044-

0005

Gripper clamp 6 stk+ Hexagonal cap nut EUR 250

3246-4630 Two single footplates EUR 3.1003246-44SB Hole footrest EUR 1.2953246-45SB Fotrest with heel stop EUR 2.2151129-0009 Scroll for pusch brace EUR 4501143-0005 Handel grip, black EUR 6001209-0028 Bowden cabel EUR 5001281-0011 Caster fork aul. EUR 1.8501281-0010 Caster fork aul.short EUR 1.8001205-0009+1042-

0008

Wheel axis+ hexagon nut EUR 250

3246-80SB-322 Cushion EUR 11.000

Invacare Rea Azalea, Tall og Minor

1518704 armlenepolster NOK 17.7701513007 benstøttehenger NOK 16.4001486410 bremser NOK 2.7505750015 dekk 1 3/8 massiv NOK 6.8505106375 fotbrettplate NOK 5.5001445763 Bólstrún á kálfapúða NOK 6.8001508848 nakkestøtte NOK 19.1001543670 ryggöverdrag med sitdostötte NOK 41.0001508135 seteplate NOK 13.7005750800 svinghjul 200x30 soft NOK 12.3005322004 svingjhul 200x27 meduim NOK 5.500

206

Page 208: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 V

Varahlutir í hjólastóla 122497

Varahlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

SP1554115 Flex 3 harð bakplata, stillanlegur NOK 62.900SP1554118 Stillanlegt bak með riflás, flex 3 NOK 84.7501424651-TR35 Mistral bak með mjaðmastuðningi NOK 46.5001424647-TR35 Passad 2 bak með axlarstuðningi , small o

medium

NOK 37.750

1429278-TR35 Passad 2 bak með axlarstuðningi , large NOK 49.8001444276-TR26 Hátt bak með axlastuðning , dartex large NOK 136.7001508057-TR35 Flo Shape standard sessa í Azalea stólana NOK 32.5001439933 tippesikringer NOK 2.7501525066 armlenepolster NOK 27.500

Ottobock Otto Bock hjólastólar

481F00=SV304 Otto Bock hjólastólar Framhjól 4 " massív EUR 12.500481F00=SV305 Otto Bock hjólastólar Framhjól 5" massív EUR 12.500481F00=SV310 Otto Bock hjólastólar Framhjól 140 mm. Massív EUR 7.500481F00=SV306 Otto Bock hjólastólar Framhjól 6" loft EUR 18.380481F00=SV320 Otto Bock hjólastólar Framhjól 7" loft EUR 18.380481F00=SV326 Otto Bock hjólastólar Framhjól 7" massív EUR 18.380481F00=SV312 Otto Bock hjólastólar Framhjól 8" massiv EUR 18.380481D09=SS088 Motus Back tube EUR 18.380481D09=SV082 Motus Back uppholstery EUR 50.575481D61=ST014 Motus Back upph.stillanlegt EUR 18.350481H64=LM001 Avantgarde Wheel look stand EUR 0471A42=LK080 Dino 3 Anti tip EUR 50.000471A42=LK170 Dino 3 Tip assist EUR 19.799471B42=LK123 Dino 3 Individual footrest angeladj. EUR 74.650471B42=LK124 Dino 3 Individual height adjust. EUR 127.000471B42=LK125 Dino 3 Individual elevet with ratch jout EUR 173.200481D53=SK297 Start M6 Bakdúkur EUR 39.450481C53=SV129 Start M6 Setdúkur EUR 7.500

Wolturnus 885110101001 Wolturnus allir stólar Push wheel locks (Standard) EUR 13.061885110101003 Wolturnus allir stólar Push wheel locks, bended handle (horizontal) EUR 13.061

885110201109 Wolturnus allir stólar Fiber plastic wheel locks, scissor model EUR 17.577851022101009 Wolturnus allir stólar 22" Rear wheel 24 spokes EUR 29.906851024101002 Wolturnus allir stólar 24" Rear wheel light 36 spokes EUR 23.803851124201009 Wolturnus allir stólar 24" 507mm Rear wheel 36 spokes, MTB tyres EUR 38.328

851124252009 Wolturnus allir stólar 24"/540 rear wheel 36 crossed spokes EUR 30.150851125201009 Wolturnus allir stólar 25"/559 rear wheel 36 crossed spokes EUR 31.737851126201009 Wolturnus allir stólar 26"/590 rear wheel 36 crossed spokes EUR 31.737853728111009 Wolturnus allir stólar One hand propelling 22" spoke wheels EUR 140.032853728111010 Wolturnus allir stólar One hand propelling 24" spoke wheels EUR 140.032855024103009 Wolturnus allir stólar 24" Stainless steel pushrims EUR 8.056855122102009 Wolturnus allir stólar 22" pushrims alu silver anod EUR 4.638855124102009 Wolturnus allir stólar 24" pushrims set alu silver Ø535xØ19 EUR 4.638855125102009 Wolturnus allir stólar 25" pushrims alu anod. EUR 4.638855126102009 Wolturnus allir stólar 26" pushrims alu anod. EUR 4.638855422030009 Wolturnus allir stólar 22" Frictions "Hard" pushrims EUR 18.920855424010009 Wolturnus allir stólar 24" Frictions "Hard" pushrims EUR 18.920855424020009 Wolturnus allir stólar 24" Friction pushrim w/edge upcharge EUR 18.920855424040009 Wolturnus allir stólar 24" Sponge rubber friction Maxgrepp Original EUR 26.122

207

Page 209: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 V

Varahlutir í hjólastóla 122497

Varahlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Stoð

855424050009 Wolturnus allir stólar 24" Friction Maxgrepp Ergo Para EUR 29.174821925001200 Wolturnus allir stólar Angle adjustable footrest W5 25,5 D120 EUR 63.083821925001600 Wolturnus allir stólar Angle adjustable footrest W5 25,5 D160 EUR 63.083860010101002 Wolturnus allir stólar 100 mm front wheel, grey 32 mm incl. 4" fork EUR 15.014860010101251 Wolturnus allir stólar 5"(125x29) frontwheel grey INCL.5" fork EUR 15.259860010101401 Wolturnus allir stólar 140 mm frontwheel grey incl 6" fork EUR 15.259860010200801 Wolturnus allir stólar 80 mm front wheel, incl. 3" fork EUR 27.098860010201502 Wolturnus allir stólar Frontwheel, 6"x46 (150x36) alu/fork complete EUR 37.107

860010201252 Wolturnus allir stólar 125 mm alu front wheel with 5" black fork EUR 37.230860010201051 Wolturnus allir stólar 105mm alu frontwheels with 4" black fork EUR 38.084710000002001 Wolturnus allir stólar Back rest coverpart (upholstery) EUR 40.525710000003001 Wolturnus allir stólar Back rest top (upholstery) EUR 40.525881224010009 Wolturnus allir stólar Carbon sideguards with mudguard EUR 53.903881224011009 Wolturnus allir stólar Carbon sideguards without mudguard EUR 40.330885200021001 Wolturnus allir stólar Push handles detachable (Quick release). EUR 26.977885200041001 Wolturnus allir stólar Push handles tetra screwed on EUR 28.930885200051002 Wolturnus allir stólar Push handles folding OB on welded tube 1,5mm EUR 50.657

885200051003 Wolturnus allir stólar Push handles folding OB on welded tube 2,0mm EUR 50.657

885200051005 Wolturnus allir stólar Push handle foldable OB mounted in top EUR 50.657611000010001 Wolturnus allir stólar Vario bagaksel justerbar EUR 257.378691000010100 Wolturnus allir stólar Extra rear axle for wheelchair/handbike EUR 90.068966224010003 Wolturnus allir stólar Schwalbe Downtown, gray EUR 2.977966222010004 Wolturnus allir stólar 22 25-489mm Schwalbe Marathon+, black EUR 3.684966224010004 Wolturnus allir stólar 24 25/540 Schwalbe Marathon plus black EUR 3.684966225010004 Wolturnus allir stólar 25" Schwalbe Marathon, black EUR 3.684966226010004 Wolturnus allir stólar 26 Schwalbe Marathon plus black EUR 3.684966225010006 Wolturnus allir stólar 24" 25 - 540 Schwalbe Marathon Plus, gray EUR 3.684966225010007 Wolturnus allir stólar 25 Schwalbe Marathon plus eval. Gray EUR 7.542966225010021 Wolturnus allir stólar 25 25-559 Schwalbe Marathon plus grey EUR 3.684966226011004 Wolturnus allir stólar 26" 25 - 590 Schwalbe Marathon Plus, gray EUR 7.939966220010009 Wolturnus allir stólar Solid tire EUR 7.9398571??102009 Wolturnus allir stólar Spoke guards Transparent EUR 13.794

Seljandi: Öryggismiðstöð Íslands

Alu-Rehab

Netti

Armar AL-44930 Netti I/II/III kit Arm support clothe protector EUR 4.803AL-80891 Netti 4U CE PLUS Arm support clothe protector R EUR 3.096AL-80892 Netti 4U CE PLUS Arm support clothe protector L EUR 3.096AL-80893 Netti 4U CE PLUS Arm support right EUR 19.107AL-80894 Netti 4U CE PLUS Arm support left EUR 19.107AL-80917 Netti 4U CE PLUS Arm support Comf pad right EUR 5.871AL-80918 Netti 4U CE PLUS Arm support Comf pad left EUR 5.871AL-2836 Netti III og Netti 4U Lumbar support - 55-60 cm EUR 15.089AL-2837 Netti III og Netti 4U Lumbar support - 25-30 cm EUR 15.089AL-2838 Netti III og Netti 4U Lumbar support - 35-40 cm EUR 15.089AL-2839 Netti III og Netti 4U Lumbar support - 45-50 cm EUR 15.089AL-334601 Netti III og Netti 4U Back cushion Flip (WxH) - 3D 35x50 cm EUR 20.516AL-334602 Netti III og Netti 4U Back cushion Flip (WxH) - 3D 40x50 cm EUR 20.516AL-334603 Netti III og Netti 4U Back cushion Flip (WxH) - 3D 45x50 cm EUR 20.516AL-334604 Netti III og Netti 4U Back cushion Flip (WxH) - 3D 50x50 cm EUR 20.516

208

Page 210: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 V

Varahlutir í hjólastóla 122497

Varahlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Öryggismiðstöð Íslands

AL-334605 Netti III og Netti 4U Back cushion Flip (WxH) - 3D 55x50 cm EUR 20.516AL-334606 Netti III og Netti 4U Back cushion Flip (WxH) - 3D 60x50 cm EUR 20.516AL-40748 Netti III og Netti 4U Back extender - Netti XHD 65-70 cm EUR 22.385AL-40749 Netti III og Netti 4U Back extender - Netti XHD 75 cm EUR 22.369AL-43797 Netti III og Netti 4U Back extender velcro - 25-60 cm EUR 5.956AL-43799 Netti III og Netti 4U Back extender - Netti I/II/III 25-60 cm(<2011) EUR 20.781AL-44530 Netti III og Netti 4U Back extender aluminium - 35-45 cm EUR 21.707AL-44531 Netti III og Netti 4U Back extender aluminium - 50-60 cm EUR 21.707AL-44532 Netti III og Netti 4U Back extender aluminium - 65-75 cm EUR 21.707AL-44872 Netti III og Netti 4U Back extender aluminium - kit 35-45 cm EUR 40.635AL-44912 Netti III og Netti 4U Back extender aluminium - kit 50-60 cm EUR 40.635AL-44913 Netti III og Netti 4U Back extender aluminium - Kit 65-75 cm EUR 40.635AL-80749 Netti CE PLUS Back compl - Netti 4U CE PLUS 35 cm EUR 62.077AL-80750 Netti CE PLUS Back compl - Netti 4U CE PLUS 40 cm EUR 62.077AL-80751 Netti CE PLUS Back compl - Netti 4U CE PLUS 45 cm EUR 62.077AL-80752 Netti CE PLUS Back compl - Netti 4U CE PLUS 50 cm EUR 62.077

Dekk AL-86000 Netti CE PLUS Push rim cover - 24" EUR 7.412AL-86001 Netti CE PLUS Push rim cover - 22" EUR 7.412AL-86002 Netti CE PLUS Push rim cover - 20" EUR 7.412AL-86003 Netti CE PLUS Push rim cover - 26" EUR 7.809

Fótahvílur AL-29500 Netti CE PLUS Foot support angle adj R Black - 35 cm 3D EUR 42.223AL-29501 Netti CE PLUS Foot support angle adj R Black - 38 cm 3D EUR 42.223AL-29502 Netti CE PLUS Foot support angle adj R Black - 40 cm 3D EUR 42.223AL-29503 Netti CE PLUS Foot support angle adj R Black - 43 cm 3D EUR 42.223AL-29504 Netti CE PLUS Foot support angle adj R Black - 45 cm 3D EUR 42.223AL-29505 Netti CE PLUS Foot support angle adj R Black - 50 cm 3D EUR 42.223AL-29506 Netti CE PLUS Foot support angle adj R Black - 55 cm 3D EUR 42.223AL-29507 Netti CE PLUS Foot support angle adj R Black - 60 cm 3D EUR 42.223AL-29508 Netti CE PLUS Foot support angle adj L Black - 35 cm 3D EUR 42.223AL-29509 Netti CE PLUS Foot support angle adj L Black - 38 cm 3D EUR 42.223AL-29510 Netti CE PLUS Foot support angle adj L Black - 40 cm 3D EUR 42.223AL-29511 Netti CE PLUS Foot support angle adj L Black - 43 cm 3D EUR 42.223AL-29512 Netti CE PLUS Foot support angle adj L Black - 45 cm 3D EUR 42.223AL-29513 Netti CE PLUS Foot support angle adj L Black - 50 cm 3D EUR 42.223AL-29514 Netti CE PLUS Foot support angle adj L Black - 55 cm 3D EUR 42.223AL-29515 Netti CE PLUS Foot support angle adj L Black - 60 cm 3D EUR 42.223AL-41763 Netti CE PLUS Foot support angle adj L Black - Easycare EUR 24.222AL-41802 Netti CE PLUS Foot support angle adj R Black - 35 cm EC EUR 42.223AL-41803 Netti CE PLUS Foot support angle adj L Black - 35 cm EC EUR 42.223AL-41804 Netti CE PLUS Foot support angle adj R Black - 38 cm EC EUR 42.223AL-41805 Netti CE PLUS Foot support angle adj L Black - 38 cm EC EUR 42.223AL-41806 Netti CE PLUS Foot support angle adj R Black - 40 cm EC EUR 42.223AL-41807 Netti CE PLUS Foot support angle adj L Black - 40 cm EC EUR 42.223AL-41808 Netti CE PLUS Foot support angle adj R Black - 43 cm EC EUR 42.223AL-41809 Netti CE PLUS Foot support angle adj L Black - 43 cm EC EUR 42.223AL-41810 Netti CE PLUS Foot support angle adj R Black - 45 cm EC EUR 42.223AL-41811 Netti CE PLUS Foot support angle adj L Black - 45 cm EC EUR 42.223AL-41812 Netti CE PLUS Foot support angle adj R Black - 50 cm EC EUR 42.223AL-41813 Netti CE PLUS Foot support angle adj L Black - 50 cm EC EUR 42.223AL-41814 Netti CE PLUS Foot support angle adj R Black - 55 cm EC EUR 42.223AL-41815 Netti CE PLUS Foot support angle adj L Black - 55 cm EC EUR 42.223AL-41816 Netti CE PLUS Foot support angle adj R Black - 60 cm EC EUR 42.223AL-41817 Netti CE PLUS Foot support angle adj L Black - 60 cm EC EUR 42.223

209

Page 211: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 V

Varahlutir í hjólastóla 122497

Varahlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Öryggismiðstöð Íslands

AL-41960 Netti CE PLUS Foot support angle adj R Black - 3D EUR 24.222AL-41961 Netti CE PLUS Foot support angle adj L Black - 3D EUR 24.222AL-82856 Netti CE PLUS Foot support adj. D-S right - 3D 100N EUR 116.478AL-82857 Netti CE PLUS Foot support adj. D-S left - 3D 100N EUR 116.478

HandföngVOM-12132070 Excel G-Modular Armrest block rear side for armrest receiving

block rearside

GBP 3.616

VOM-12138100 Excel G-Modular Height adjustable push handle, incl ergonomic

handgrip

GBP 8.638

VOM-12138115 Excel G-Modular Height adjustable push handles, incl ergonomic

handgrip and backrest

tubes (numbers) (set of 2)

GBP 29.328

Fótahvílur VOM-12362000 Excel G-Modular Footrest fixation block plastic GBP 2.411

ArmarVOM-30083050 Excel G-Modular Hemiplegic armrest, bowl shaped, L & R

(including mounting material)

GBP 52.430

VOM-32135500 Excel G-Modular Service kit for depth adjustable armpad (8

springs and 8 pins)

GBP 1.205

VOM-32135505 Excel G-Modular Service kit for depth adjustable armpad (8

springs and 8 metal pins)

GBP 1.205

Dekk

VOM-40080000 Excel G-Modular 24" x 1⅜" rear wheel AIR, 12mm bearings, silver

rim and hub,

aluminium handrim, complete with inner and

outside tire, excluding

GBP 26.717

VOM-40080001 Excel G-Modular 22" x 1⅜" rear wheel AIR, 12mm bearings, silver

rim and hub,

aluminium handrim, complete with inner and

outside tire, excluding

GBP 26.717

VOM-40080003 Excel G-Modular 22" x 1⅜" rear wheel PU, 12mm bearings, silver

rim and hub,

aluminium handrim, excluding axle

GBP 26.717

VOM-40080004 Excel G-Modular 24" x 1⅜" rear wheel Left/Right PU, 12mm

bearings, silver rim and hub,

aluminium handrim, excluding axle

GBP 26.717

AnnaðVOM-10083220 Excel G-Modular Fixation square block for footrest fixation + screw GBP 1.004

VOM-11340915 Excel G-Modular Fixationpart for headset (set of 2) GBP 2.611VOM-12130800 Excel G-Modular Mounting plates for the back and armrest

complete with mounting

material LEFT (set of 2 plates, 5 bolts, 2 saddle

washers, 2 flat washer, 2 closer washer and nut)

GBP 4.821

VOM-12130810 Excel G-Modular Mounting plates for the back and armrest

complete with mounting

material RIGHT (set of 2 plates, 5 bolts, 2 saddle

washers, 2 flat washer, 2 closer washer and nut)

GBP 4.821

VOM-12131046 Excel G-Modular Mounting set for Silver Seating armpads GBP 7.433VOM-12411040 Excel G-Modular Tension Bar including fixation lever (orange) seat

width 40 cm

GBP 14.062

VOM-12411042 Excel G-Modular Tension Bar including fixation lever (orange) seat

width 42½ cm

GBP 14.062

VOM-12411045 Excel G-Modular Tension Bar including fixation lever (orange) seat

width 45 cm

GBP 14.062

VOM-12411050 Excel G-Modular Tension Bar including fixation lever (orange) seat

width 50 cm

GBP 14.062

VOM-12430200 Excel G-Modular Side frame LEFT, Silver metallic, rotation

adaption on baring house

GBP 35.757

VOM-12430210 Excel G-Modular Side frame RIGHT, Silver metallic, rotation

adaption on baring house

GBP 35.757

210

Page 212: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 V

Varahlutir í hjólastóla 122497

Varahlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Öryggismiðstöð Íslands

VOM-12430265 Excel G-Modular Plastic receiving front/rearside LEFT/RIGHT for

crossframe

GBP 2.411

VOM-12432020 Excel G-Modular Axle plate (black) including fixing material and

axle bush

GBP 7.433

VOM-22133000 Excel G-Modular Side frame seat depth adjustmenttube for seat

depth 40, 42½, 45 ,

47½, 50, 52½, incl starknop

GBP 4.018

VOM-22430035 Excel G-Modular Cross frame (black) compleet with x-hinges and

depth adjustable tube

including mounting material, seat width 35 cm

GBP 20.088

VOM-22430037 Excel G-Modular Cross frame (black) compleet with x-hinges and

depth adjustable tube

including mounting material, seat width 37½ cm

GBP 20.088

VOM-22430040 Excel G-Modular Cross frame (black) compleet with x-hinges and

depth adjustable tube

including mounting material, seat width 40 cm

GBP 20.088

VOM-22430042 Excel G-Modular Cross frame (black) compleet with x-hinges and

depth adjustable tube

including mounting material, seat width 42½ cm

GBP 20.088

VOM-22430045 Excel G-Modular Cross frame (black) compleet with x-hinges and

depth adjustable tube

including mounting material, seat width 45 cm

GBP 20.088

VOM-22430050 Excel G-Modular Cross frame (black) compleet with x-hinges and

depth adjustable tube

including mounting material, seat width 50 cm

GBP 20.088

VOM-22430055 Excel G-Modular Cross frame (black) compleet with x-hinges and

depth adjustable tube

including mounting material, seat width 55 cm

GBP 21.092

Armar VOM-31170060 Excel G-Evolution Armrest long, foldable (LEFT) GBP 32.141VOM-31170070 Excel G-Evolution Armrest long, foldable (RIGHT) GBP 32.141VOM-31170500 Excel G-Evolution Armpad, PU LEFT GBP 5.022VOM-31170505 Excel G-Evolution Armpad, PU RIGHT GBP 5.022VOM-31170600 Excel G-Evolution Armrest fixation kit, fixation lever (front side

armrest) and aluminium

GBP 5.022

VOM-31171000 Excel G-Evolution Side panel for armrest, LEFT GBP 2.812VOM-31171005 Excel G-Evolution Side panel for armrest, RIGHT GBP 2.812VOM-31172580 Excel G-Evolution Armrest tube LEFT GBP 8.839VOM-31172585 Excel G-Evolution Armrest tube RIGHT GBP 8.839VOM-51170045 Excel G-Evolution Backrest upholstery 45 cm GBP 7.834VOM-51170050 Excel G-Evolution Backrest upholstery 50 cm GBP 8.236VOM-51171045 Excel G-Evolution Seat upholstery 45x43cm GBP 7.834VOM-51171050 Excel G-Evolution Seat upholstery 50x43cm GBP 7.834

FótahvílurVOM-61174200 Excel G-Evolution Footrest (with U shaped security handle)

complete, 42-50 cm, LEFT,

GBP 26.315

VOM-61174210 Excel G-Evolution Footrest (with U shaped security handle)

complete, 42-50 cm, RIGHT,

GBP 26.315

VOM-61174250 Excel G-Evolution Revision set for footrest LEFT (consisting of U-

shaped handle, spring,

GBP 7.031

VOM-61174255 Excel G-Evolution Revision set for footrest RIGHT (consisting of U-

shaped handle, spring,

GBP 7.031

211

Page 213: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

Hjólastólar ÍST EN ISO 12 24

SÍ 12 24 V

Varahlutir í hjólastóla 122497

Varahlutir Vörunúmer

Ætlað tegund

hjólastóls Lýsing Myn

t Verð

m/vsk

Seljandi: Öryggismiðstöð Íslands

VOM-61175760 Excel G-Evolution Foot plate complete incl lower leg tube seat width

45/50 cm LEFT

GBP 13.861

VOM-61175765 Excel G-Evolution Foot plate complete incl lower leg tube seat width

45/50 cm RECHTS

GBP 13.861

Bremsur VOM-71170000 Excel G-Evolution Brake, LEFT GBP 4.821VOM-71170010 Excel G-Evolution Brake, RIGHT GBP 4.821

DekkVOM-81170000 Excel G-Evolution Front wheel, 200 x 40 mm, complete with

bearings, PU, hub of 6 cm

GBP 5.826

VOM-81170010 Excel G-Evolution Front fork complete aluminium 3 holes, LEFT, 6

cm hub

GBP 4.419

VOM-81170015 Excel G-Evolution Front fork complete aluminium 3 holes, RIGHT, 6

cm hub

GBP 4.419

VOM-41170004 Excel G-Evolution 24" x 1⅜" rear wheel Left/Right PU, 12mm

bearings, silver rim and hub,

GBP 26.717

VOM-41171000 Excel G-Evolution Quick-Release axle, complete GBP 2.812VOM-41171011 Excel G-Evolution Hand rim 24”, one piece aluminium GBP 11.048VOM-41171100 Excel G-Evolution Tire 24" x 1 3/8" PU GBP 4.821

Annað VOM-11170100 Excel G-Evolution Stepper GBP 2.411VOM-11170350 Excel G-Evolution Plastic receiving bracket for armrest, LEFT GBP 2.611VOM-11170360 Excel G-Evolution Plastic receiving bracket for armrest, RIGHT GBP 2.611VOM-11170800 Excel G-Evolution Mounting plate for armrest complete with

mounting material

GBP 4.821

VOM-11170923 Excel G-Evolution Handgrip GBP 1.205VOM-11171016 Excel G-Evolution Fixation lever for height adjustable push handles GBP 2.009

VOM-11171140 Excel G-Evolution Side frame complete, LEFT, seat depth 43 cm GBP 25.713

VOM-11171150 Excel G-Evolution Side frame complete, RIGHT, seat depth 43 cm GBP 25.713

VOM-11172000 Excel G-Evolution Footrest fixation block plastic GBP 2.009VOM-11172020 Excel G-Evolution Back axle bracket complete for mounting 24" rear

wheel

GBP 7.031

VOM-11172070 Excel G-Evolution Armrest block rear side for armrest receiving

block rearside

GBP 3.616

VOM-21170000 Excel G-Evolution Spacer tube, nut, screw for crossframe (set of 4) GBP 6.026

VOM-21170035 Excel G-Evolution Height adjustable push handles complete

inclusing fixation handle

GBP 6.227

VOM-21170201 Excel G-Evolution Folding mechanism for cross bar, seat with 40

cm, black plastic

GBP 2.411

VOM-21170204 Excel G-Evolution Folding mechanism for cross bar, seat with 45

cm, black plastic

GBP 2.411

VOM-21170210 Excel G-Evolution Folding mechanism for cross bar, seat with 50

cm, black plastic

GBP 2.411

VOM-21174243 Excel G-Evolution Crossframe complete, seatwidth 42½ cm x

seatdepth 43 cm

GBP 17.878

VOM-21174543 Excel G-Evolution Crossframe complete, seatwidth 45 cm x

seatdepth 43 cm

GBP 17.878

VOM-21175043 Excel G-Evolution Crossframe complete, seatwidth 50 cm x

seatdepth 43 cm

GBP 17.878

212

Page 214: Hjólastólar og gönguhjálpartæki - Sjúkratryggingar Íslands...2016/12/01  · VI. kafli Viðhalds- og viðgerðarþjónusta bls. 25 VII. kafli Vörulisti gönguhjálpartækja

SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS LAUGAVEGI 114-118 150 REYKJAVÍK SÍMI 515 0000 SJUKRA.IS