hlutverk innstæðutrygginga - wordpress.com...2011/04/03  · uppruni tryggingakerfis rætur...

2
Vísbending • 11. tbl. 2011 3 framhald á bls. 4 Hlutverk innstæðutrygginga B ankakerfi byggir rekstur sinn á trausti. Bankar taka við innlánum sem eru yfirleitt laus til útborg- unar hvenær sem er. Útlán banka eru aft- ur á móti til langs tíma. Innlánstrygging kerfisins liggur fyrst og fremst í gæðum útlánasafns bankanna. En aðstæður geta breyst eða mistök verið gerð við útlán. Reynslan af fjármálakreppum sýnir að gjaldþrot banka eru oft óvænt og geta valdið sparifjáreigendum miklu tjóni. Innstæðutryggingakerfi eru meðal annars sett á fót til að tryggja að venjulegt fólk, sem ekki hefur tök á því að meta gæði útlána eða stöðu fjármálastofnana, geti lagt sparnað sinn í viðskiptabanka undir eftirliti hins opinbera, fullvisst um að fá þetta fé aftur til baka án mikilla tafa eða óvissu um endurheimtur, ef bankinn fer í gjaldþrotameðferð. Uppruni tryggingakerfis Rætur innstæðutrygginga í Bandaríkj- unum má rekja til fyrstu áratuga 19. aldar. Í nefndaráliti um eitt fyrsta kerfið á rík- isþingi New York árið 1829 kom fram eft- irfarandi staðhæfing: „Tapið af greiðslu- falli banka lendir almennt á bóndanum, iðnaðarmanninum eða verkamanninum. Slíkir aðilar hafa minnsta þekkingu á stöðu banka og þeir eru verst settir af öll- um til að verjast eða takast á við tapið af falli bankanna.“ i Þessi rök hafa verið endurtekin marg- oft til þess að réttlæta innstæðutryggingar. Andstaða við slíkar tryggingar var þó ávallt mjög sterk, auk þess sem margir trygg- ingasjóðir á vegum einstakra ríkja Banda- ríkjanna urðu gjaldþrota í bankakreppum sem gengu yfir allt fram að kreppunni miklu. Bankamenn voru yfirleitt mjög andsnúnir hugmyndinni um innstæðu- tryggingar sem byggðu á tryggingarsjóð- um, ekki vegna ágreinings um rétt litla mannsins heldur af tryggingafræðilegum ástæðum. Grundvöllur trygginga er að hægt sé að greina áhættu og flokka eft- ir líkum, þannig að þeir sem taka mesta áhættu borgi mest í tryggingasjóðinn. Það töldu bankamenn illframkvæmanlegt. Árið 1933 urðu þáttaskil þegar sett var á fót innstæðutryggingakerfi á vegum alrík- isins. Lauk þá áratuga deilum um málið á Bandaríkjaþingi. Í sparisjóðakreppunni á níunda áratugnum þurftu skattgreið- endur í Bandaríkjunum að leggja til háar upphæðir (um 150 milljarða dala) vegna innstæðutrygginga. Sagan af innstæðu- tryggingum í Bandaríkjunum bendir ein- dregið til þess að án víðtæks stuðnings hins opinbera sé ekki mögulegt að vernda innstæður almennings með fullnægjandi hætti þegar bankakreppur ganga yfir. Hagsmunir litla mannsins eru ekki eina ástæðan fyrir því að nauðsynlegt er talið að setja upp innstæðutrygging- arkerfi. Fjármálastöðugleiki og þjóð- arhagsmunir hafa vegið þungt í um- ræðunni á seinni árum þar sem reynslan hefur sýnt að fjármálakreppur eru mjög kostnaðarsamar fyrir þjóðarbúið. Van- traust á bönkum og áhlaup á bankakerfi gera lítinn greinarmun á vel reknum og illa reknum bönkum. Innstæðutrygg- ingar eru taldar vera ein leið til að draga úr líkum á bankakreppum og minnka þá áhættu sem felst í óstöðugu fjármálakerfi. Það er þó ekki einfalt mál að setja upp skilvirkt tryggingarkerfi fyrir innstæður. Auk fjármögnunar kerfisins þarf að taka tillit til þess að óvarkárni í útlánum getur aukist ef tryggingar eru of miklar. Alls- herjartrygging á öllum innstæðum jafn- gildir tryggingu á útlánum fyrir bankana sjálfa og er augljóslega óframkvæmanleg, nema við sérstakar og ófyrirséðar aðstæður og þá í stuttan tíma. Verjast þarf þeirri til- hneigingu að mesta áhættustarfsemin sogi til sín megnið af tryggingarfénu hvað eftir Grundvöllur trygg- inga er að hægt sé að greina áhættu og flokka eftir líkum, þannig að þeir sem taka mesta áhættu borgi mest í trygg- ingasjóðinn. Björn Ólafsson stjórnmálahagfræðingur „En hvers vegna lagðirðu ekki peninga í banka þegar allt gekk vel?“ „Ég gerði það“ John McCutcheon / Chicago Tribune, 1931. Höfundur þessarar myndar hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 1931. FÓRNARLAMB BANKAGJALD- ÞROTS

Upload: others

Post on 13-Feb-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • V í s b e n d i n g • 1 1 . t b l . 2 0 1 1 3

    framhald á bls. 4

    Hlutverk innstæðutrygginga

    Bankakerfi byggir rekstur sinn á trausti. Bankar taka við innlánum sem eru yfirleitt laus til útborg-unar hvenær sem er. Útlán banka eru aft-ur á móti til langs tíma. Innlánstrygging kerfisins liggur fyrst og fremst í gæðum útlánasafns bankanna. En aðstæður geta breyst eða mistök verið gerð við útlán. Reynslan af fjármálakreppum sýnir að gjaldþrot banka eru oft óvænt og geta valdið sparifjáreigendum miklu tjóni.

    Innstæðutryggingakerfi eru meðal annars sett á fót til að tryggja að venjulegt fólk, sem ekki hefur tök á því að meta gæði útlána eða stöðu fjármálastofnana, geti lagt sparnað sinn í viðskiptabanka undir eftirliti hins opinbera, fullvisst um að fá þetta fé aftur til baka án mikilla tafa eða óvissu um endurheimtur, ef bankinn fer í gjaldþrotameðferð.

    Uppruni tryggingakerfisRætur innstæðutrygginga í Bandaríkj-unum má rekja til fyrstu áratuga 19. aldar. Í nefndaráliti um eitt fyrsta kerfið á rík-isþingi New York árið 1829 kom fram eft-irfarandi staðhæfing: „Tapið af greiðslu-falli banka lendir almennt á bóndanum, iðnaðarmanninum eða verkamanninum. Slíkir aðilar hafa minnsta þekkingu á stöðu banka og þeir eru verst settir af öll-um til að verjast eða takast á við tapið af falli bankanna.“ i

    Þessi rök hafa verið endurtekin marg-oft til þess að réttlæta innstæðutryggingar. Andstaða við slíkar tryggingar var þó ávallt mjög sterk, auk þess sem margir trygg-ingasjóðir á vegum einstakra ríkja Banda-ríkjanna urðu gjaldþrota í bankakreppum sem gengu yfir allt fram að kreppunni miklu. Bankamenn voru yfirleitt mjög andsnúnir hugmyndinni um innstæðu-tryggingar sem byggðu á tryggingarsjóð-um, ekki vegna ágreinings um rétt litla mannsins heldur af tryggingafræðilegum ástæðum. Grundvöllur trygginga er að hægt sé að greina áhættu og flokka eft-ir líkum, þannig að þeir sem taka mesta áhættu borgi mest í tryggingasjóðinn. Það töldu bankamenn illframkvæmanlegt. Árið 1933 urðu þáttaskil þegar sett var á fót innstæðutryggingakerfi á vegum alrík-isins. Lauk þá áratuga deilum um málið

    á Bandaríkjaþingi. Í sparisjóðakreppunni á níunda áratugnum þurftu skattgreið-endur í Bandaríkjunum að leggja til háar upphæðir (um 150 milljarða dala) vegna innstæðutrygginga. Sagan af innstæðu-tryggingum í Bandaríkjunum bendir ein-dregið til þess að án víðtæks stuðnings hins opinbera sé ekki mögulegt að vernda innstæður almennings með fullnægjandi hætti þegar bankakreppur ganga yfir.

    Hagsmunir litla mannsins eru ekki eina ástæðan fyrir því að nauðsynlegt

    er talið að setja upp innstæðutrygging-arkerfi. Fjármálastöðugleiki og þjóð-arhagsmunir hafa vegið þungt í um-ræðunni á seinni árum þar sem reynslan hefur sýnt að fjármálakreppur eru mjög kostnaðarsamar fyrir þjóðarbúið. Van-traust á bönkum og áhlaup á bankakerfi gera lítinn greinarmun á vel reknum og illa reknum bönkum. Innstæðutrygg-ingar eru taldar vera ein leið til að draga úr líkum á bankakreppum og minnka þá áhættu sem felst í óstöðugu fjármálakerfi. Það er þó ekki einfalt mál að setja upp skilvirkt tryggingarkerfi fyrir innstæður. Auk fjármögnunar kerfisins þarf að taka tillit til þess að óvarkárni í útlánum getur aukist ef tryggingar eru of miklar. Alls-herjartrygging á öllum innstæðum jafn-gildir tryggingu á útlánum fyrir bankana sjálfa og er augljóslega óframkvæmanleg, nema við sérstakar og ófyrirséðar aðstæður og þá í stuttan tíma. Verjast þarf þeirri til-hneigingu að mesta áhættustarfsemin sogi til sín megnið af tryggingarfénu hvað eftir

    Grundvöllur trygg-inga er að hægt sé

    að greina áhættu og flokka eftir líkum,

    þannig að þeir sem taka mesta áhættu borgi mest í trygg-

    ingasjóðinn.

    Björn Ólafssonstjórnmálahagfræðingur

    „En hvers vegna lagðirðu ekki

    peninga í banka þegar allt gekk

    vel?“

    „Ég gerði það“

    John McCutcheon / Chicago Tribune, 1931. Höfundur þessarar myndar hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 1931.

    Fórnarlambbankagjald-þrots

  • 4 V í s b e n d i n g • 1 1 . t b l . 2 0 1 1

    Aðrir sálmar

    Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt JóhannessonÚtgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646.Net fang: [email protected]. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda.

    )))(((framhald af bls. 3

    )))(((Samúð með vanda-málum landsmanna hefði vafalítið ver-ið meiri og skilað sér í betri samn-ingsaðstöðu, ef stuðningur við

    lágmarkstryggingu innstæðna hefði verið ótvíræður.

    annað. Jafnframt þarf að koma í veg fyrir að hagsmunagæsla villi eftirlitsaðilum og stjórnmálamönnum sýn þannig að reglum sé ekki framfylgt, oft á kostnað skattgreið-enda. i i

    Innstæðutryggingar innan

    EES og á Íslandi Tilgangur innstæðutryggingakerfa er neyt-endavernd. Tilskipun Evrópusambandsins um innstæðutryggingar er í samræmi við þennan tilgang. Eftir hrunið á Íslandi árið 2008 hafa þingmenn, ráðamenn og fleiri aðilar lýst því yfir ítrekað að þeir efuðust um að lagaleg skylda hvíldi á íslenskum stjórnvöldum að standa við lágmarkstrygg-ingu á innstæðum í útibúum íslenskra banka erlendis. Þessi afneitun á ábyrgðinni er vanhugsuð. Mikilvægt er að rugla ekki saman annars vegar lagalegu ábyrgðinni og hins vegar getu til að greiða út trygg-ingar sem augljóslega var takmörkuð hér á landi vegna umfangs hrunsins. Gagnvart rétti neytandans eða sparifjáreigandans skiptir engu máli hvort eignarhald banka er að öllu leyti í höndum ríkisins, einka-aðila eða einhver blanda þarna á milli. Jafnframt gufar réttur neytandans ekki upp þótt ábyrgðaraðilinn lendi í greiðslu-erfiðleikum. Samúð með vandamálum landsmanna hefði vafalítið verið meiri og skilað sér í betri samningsaðstöðu, ef stuðningur við lágmarkstryggingu inn-stæðna hefði verið ótvíræður. Þetta gildir ekki síst vegna þess að fjármálastöðugleika var ógnað í mörgum nágrannalöndum um þetta leyti og því nauðsynlegra en ella að styðja opinskátt við hlutverk innstæðu-tryggingakerfisins.

    Jafnframt ströngu eftirliti hins opinbera með útlánum getur tryggingarsjóður verið hluti af innstæðutryggingarkerfi. Slík-ir sjóðir eru aðeins tæki til að fjármagna tryggingar en tilvist sjóðanna, hvort sem þeir eru fjármagnaðir til fulls eða ekki, takmarkar ekki lagalega, siðferðilega eða pólitíska ábyrgð stjórnvalda á innstæðum í bankakerfi þar sem eftirlit með rekstri banka er á ábyrgð hins opinbera.

    Lagalega ábyrgðin er útskýrð rækilega í áliti ESA vegna Icesave-málsinsi i i og hef-ur röksemdafærslunni ekki verið hnekkt að neinu leyti, hvorki af hendi íslenskra stjórnvalda né annarra aðila. Í áliti ESA er einnig sýnt fram á að jafnræðisregla EES hafi verið brotin. Verði þessu máli vísað til dómstóla eru yfirgnæfandi líkur á því, að Íslendingar tapi málinu, bæði hvað varðar ríkisábyrgð á innstæðutryggingu og fyrir brot á jafnræðisreglu. Samningsaðstaða

    Íslands yrði heldur bágborin eftir slíkan dóm.

    Ein forsenda fyrir innstæðutrygging-um er að almenningur er yfirleitt ekki í aðstöðu til að meta gæði banka eins og áður segir. Þetta kom glögglega fram hér á landi, því það var ekki aðeins almenningur sem lét blekkjast, heldur einnig innlendir og erlendir eftirlitsaðilar sem virtust ekki hafa hugmynd um hver staða bankanna var, þótt þeir gæfu út heilbrigðisvott-orð fram a síðasta dag. Það vekur nokkra furðu að almenningi er nú ætlað að leggja mat á áhættuna af nýgerðum Icesave-samningi, þar sem verðmæti eignasafns Landsbankans skiptir miklu máli, auk mats vegna fleiri þátta svo sem gengisþró-unar, sem eðli málsins samkvæmt er mjög vandasamt.

    Að bestu manna yfirsýn er nýgerður samningur um Icesave viðunandi fyrir Íslendinga hvað varðar upphæðir, vexti og varnagla. Óvissa er þó ávallt fyrir hendi, en komi upp vandamál ber að leysa þau á grundvelli góðs samningsvilja og sam-starfs við nágrannaþjóðir okkar meðal annars með hliðsjón af Brussel viðmið-unum. Atkvæði greitt með samningnum er ekki aðeins stuðningur við fyrirliggj-andi samkomulag heldur einnig stuðning-ur við hugmyndina um hlutverk innláns-tryggingakerfa við að vernda hagsmuni almennings.

    iCharter H. Golembe, The Deposit Insurance Legislation of 1933, p. 189. Political Science Quarterly, Vol. LXXVI. Lauslega þýtt. Sjá einnig: Mark D. Flood, The Great Deposit Insurance Debate. Federal Reserve Bank of St. Louis Review, July/August 1992. Volume: Vol. 74, No. 4iiSjá t.d. Garcia, Gillian G. H., Deposit Ins-urance, Actual and Good Practices, IMF Occational Paper No. 197, 2000.iiihttp://www.eftasurv.int/media/internal-market/LFN-Icesave.pdf