homo habilis: var hinn handlagni maður af ættkvíslinni homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · homo...

40
Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? Ágúst Dalkvist Lokaverkefni til BAgráðu í Mannfræði Félagsvísindasvið

Upload: others

Post on 18-Jul-2020

5 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

Homo habilis:

Var hinn handlagni maður

af ættkvíslinni Homo?

Ágúst Dalkvist

Lokaverkefni til BA–gráðu í Mannfræði

Félagsvísindasvið

Page 2: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

1

Homo habilis:

Var hinn handlagni maður

af ættkvíslinni Homo?

Ágúst Dalkvist

Lokaverkefni til BA–gráðu í Mannfræði

Leiðbeinandi: Agnar Sturla Helgason

Félags- og mannvísindadeild

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Október 2015

Page 3: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

2

Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA–gráðu í Mannfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn

hátt nema með leyfi rétthafa.

© Ágúst Dalkvist 2015

Reykjavík, Ísland 2015

Page 4: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

3

Útdráttur

Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo en talið

er að hún hafi verið uppi fyrir 1,6-2,3 milljón árum. Síðan tegundin var fyrst skilgreind árið

1964 hafa staðið deilur um það hvort telja skuli hana til ættkvíslarinnar Homo eða ekki þar sem

sumir telja hana tilheyra eldri hominina ættkvísl sem kölluð er Australopithecus. Margar

rannsóknir hafa verið gerðar og bein habilis verið borin saman við bein annarra hominina

tegunda og margar þeirra sýna að habilis eigi meira sameiginlegt með Australopithecus

tegundum en flestum öðrum Homo tegundum. Það eitt og sér er ekki endilega nægjanlegt til

þess að skilgreina habilis sem Australopithecus þar sem eðlilegt hlýtur að teljast, ef Australo-

pithecus er forfaðir Homo, að elstu Homo tegundirnar líkist meira nánustu forfeðrum sínum en

Homo tegundum sem eru 1-2 milljón árum yngri. Til að ákvarða hvort Homo habilis geti talist

til ættkvíslarinnar Homo þarf að skilgreina hvað er Homo en mannfræðingar hafa ekki enn

komið sér saman um það.

Lykilhugtök: Homo habilis, Hominidi, Hominini, Homo rudolfensis, Homo floresiensis,

Homo ergaster, Homo erectus, Australopithecus.

Page 5: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

4

Efnisyfirlit

Inngangur ................................................................................................................................... 5

Flokkunarfræði ........................................................................................................................... 7

Homo og steináhöld ............................................................................................................. 10

Homo habilis ............................................................................................................................ 11

Einstaklingar sem fundist hafa ............................................................................................. 12

Aðgreining habilis frá öðrum tegundum .................................................................................. 15

Heili ...................................................................................................................................... 15

Kjálkar og tennur .................................................................................................................. 17

Sköpulag ............................................................................................................................... 19

Í tré eða á jörðu ..................................................................................................................... 22

Þróunin ..................................................................................................................................... 24

Ólíkir en mjög skyldir .......................................................................................................... 25

Líkir en ekki svo skyldir ....................................................................................................... 27

Línuleg og ólínuleg þróun .................................................................................................... 27

Að flokka tegundir í ættkvíslir ................................................................................................. 29

Umræður ................................................................................................................................... 32

Niðurstöður ............................................................................................................................... 33

Heimildaskrá ............................................................................................................................ 35

Page 6: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

5

Inngangur

Á meðal margra, jafnvel flestra, þjóðflokka eru sagðar upprunasögur þar sem gátan er ráðin um

upphaf mannsins. Flest trúarbrögð greina frá því hvaðan við komum og vísindin hafa einnig

lengi velt þessari spurningu fyrir sér. Reynt hefur verið að rekja ættir manna og annarra

dýrategunda tugi og hundruð milljóna ára aftur í tímann og þær flokkaðar niður í hina ýmsu

hópa. Ekki hafa mannfræðingar komið sér saman um hvernig skuli flokka mannapa- og

manntegundir en í þessari ritgerð verður notast við tillögu Mann og Weiss (1996). Ættin (e.

family) hominidae nær yfir órangútana, górillur, simpansa, bónóbóa og menn af núlifandi

tegundum (e. species), þeirra sameiginlegu forfeður og alla afkomendur þeirra. Hominidae er

svo flokkuð niður í tvær undirættir (e. subfamily) og er önnur þeirra homininae og nær yfir allar

af fyrrgreindu tegundunum að undanskildum órangútum og þeirra forfeðrum. Henni er svo aftur

skipt upp í tvo ættbálka (e. tribe) og er annar þeirra hominini sem undanskilur górillur frá hinum

tegundunum. Sá ættbálkur flokkast í tvo undirættbálka (e. subtribe) að tillögu Mann og Weiss

(1996), panini sem inniheldur ættkvíslina (e. genus) Pan (bónóbóa og simpansa) og hominina

sem innheldur ættkvíslirnar Sahelanthropus, Orrorin, Ardipithecus, Australopithecus,

Paranthropus, Kenyanthropus og Homo (Mann og Weiss, 1996). Í þessari ritgerð verður þó

eingöngu talað um tvo af þessum hópum fyrir utan heiti tegunda og ættkvísla. Það eru ættin

Hominidae, en þeir sem falla undir hana verða kallaðir hominidar hér til að það falli betur að

íslenskri tungu, og ættbálkinn hominini, en þeir sem falla undir hann verða hér kallaðir

homininar.

Elsta vísbending um upprétta göngu hominina er talin vera um 6-7 milljón ára gömul og er

þar um að ræða tegundina Sahelanthropus tchadensis (Brunet o.fl., 2002). Í þeim fundi er að

ræða eina hauskúpu sem fannst í Tsad og er í um 2500 km. fjarlægð frá Sigdalnum mikla í

Austur-Afríku þar sem er talið er líklegt að mannkynið hafi annars þróast en langflestar leifar

hominina hafa fundist í Austur- og Suður-Afríku. Ástæðan fyrir því að Sahelanthropus er tal-

inn hafa gengið uppréttur er staðsetning gatsins þar sem hryggjarsúlan kemur upp í hauskúpuna

(foramen magnum) (Brunet o.fl., 2002).

Orrorin tugenensis er næst elsta tegundin sem fundist hefur sem líklega hefur gengið á

tveimur fótum. Hún er talin vera um 6 milljón ára gömul (Richmond og Jungers, 2008).

Lærleggur Orrorin er sérstakur að því leiti að hann er líkari lærlegg Homo en þeirra tegunda

sem eru á milli þeirra í aldri (Grine o.fl., 1995).

Fleiri ættkvíslir hominina hafa verið skilgreindar sem ganga uppréttir. Tvær tegundir

Ardipithecus sem taldar eru vera um 4,4 til 5,8 milljón ára (Haile-Selassie og Woldegabriel,

Page 7: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

6

2009; White o.fl., 2009) og nokkrar tegundir Australopithecus og Paranthropus sem eru taldar

hafa verð uppi fyrir um 1-4 milljónum ára (White o.fl., 2009), ein tegund Kenyanthropus og

síðast en ekki síst Homo sem telur um 9 tegundir.

Nútímamaðurinn tilheyrir ættkvíslinni Homo og ber tegundar heitið sapiens. Elstu minjar

um Homo eru taldar vera um 2,8 milljón ára gamlar (Dimaggio o.fl., 2015) en hvað er það sem

greinir Homo frá öðrum ættkvíslum hominina? Samkvæmt Leakey, Tobias og Napier (1964)

voru það helst fjórir þættir sem skiptu þar máli: heili sem er að minnsta kosti 600 cm3 að stærð,

tungumál, hendur sem vel eru hæfar til fínhreyfinga, þar á meðal þumall sem er lagaður til grips

á móti hinum fingrunum og áhaldagerð.

Þessir þættir duga þó skammt sem tæki til að skilgreina hvað telst vera Homo og hvað ekki.

Oft er ekki hægt að vita heilastærð með vissu út frá fornleifafundum, nánast útilokað er að segja

til um hvort tegundir hafi haft tungumál, og hugsanlegt er að fleiri en Homo hafi góðar

fínhreyfingar í höndum. Einnig er ljóst að fleiri tegundir gera sér áhöld (Wood og Collard,

1999). Hefur því ekki enn náðst samkomulag um hvernig nákvæmlega skuli skilgreina

ættkvíslina Homo.

Engu að síður hafa þessir fjórir þættir gengt lykilhlutverki við skilgreiningu á Homo og

hefur verið reynt að áætla stærð heila og lögun handa til fínhreyfinga til að ákvarða hvað getur

talist til ættkvíslarinnar Homo og hvað ekki. Þær tegundir sem hafa verið skilgreindar undir

ættkvíslina Homo eru habilis, rudolfensis, ergaster, erectus, heidelbergensis, floresiensis,

neanderthalensis, denisova og sapiens. Sumir vilja telja ergaster og erectus sem sömu teg-

undina og hafa þeir nokkuð til síns máls. Ergaster bjó í Afríku en erectus í Evrasíu og verður

því talað um þá sem tvær tegundir í þessari grein, til aðgreiningar einstaklinga á sitthvoru

meginlandinu. Ein elsta tegundin sem talin er tilheyra Homo er habilis, en ergaster, erectus og

rudolfensis eru taldar vera henni samtíða, að minnsta kosti að einhverju leiti. Umdeilt hefur

verið hvort sú tegund geti talist til ættkvíslarinnar Homo og hvort hún geti verið forfaðir

nútímamanna og verður leitast við að svara þeim spurningum hér.

Þessari ritgerð er skipt upp í níu megin kafla og sumum þeirra svo skipt upp í undirkafla. Á

eftir innganginum er farið í flokkunarfræðina þar sem lítillega er varpað ljósi á það með hvaða

hætti steingervinga- og beinafundir eru flokkaðir niður í tegundir og ættkvíslir. Stein-áhöld hafa

haft nokkur áhrif á þá flokkun og er því undirkafli sem fjallar aðeins um þau og hvaða hlutverki

þau hafa gengt í þessum efnum. Þriðji kafli segir frá Homo habilis og taldir eru upp nokkrir

einstaklingar sem hafa verið flokkaðir til þeirrar tegundar. Gefin eru upp þau bein sem tilheyra

hverjum einstaklingi svo lesandinn geti gert sér einhverja grein fyrir því við hvað

mannfræðingar þurfa að eiga þegar þeir greina og flokka þau bein sem finnast. Þar á eftir verður

Page 8: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

7

farið í að bera Homo habilis saman við skyldar tegundir í kafla sem ber yfirskriftina

„Aðgreining habilis frá öðrum tegundum“. Margar rannsóknir hafa verið gerðar í þá veru og

verður farið yfir samanburð á heilastærð hominina, gerð tanna og kjálka, hlutföll á milli útlima

og skrokks, hlutföll á milli handleggja og fótleggja og hlutföll á milli efri beina í útlimum

(upphandleggs og lærleggs) og neðri beina (framhandleggs og sköflungs). Borinn hefur verið

saman styrkur beina í upphandlegg og lærlegg á milli tegunda, hvort tegundir hafi verið betur

hæfar til trjáklifurs eða göngu og fleira. Fjallað er um þróunina í fimmta kafla og hvað hún

getur verið með fjölbreyttum hætti. Það gerir mannfræðingum erfitt um vik að ákvarða um

skyldleika á milli fornra tegunda. Sjötti kafli nefnist „Að flokka tegundir í ættkvíslir“ og fjallar

um nokkrar af uppástungum mannfræðinga með hvaða hætti skuli flokka hominina tegundir

upp í ættkvíslir en um það hefur ekki náðst samstaða enn. Farið er í umræður um efnið í sjöunda

kafla, niðurstöður í þeim áttunda og endað er svo á heimildaskránni í þeim níunda.

Flokkunarfræði

Innan hverrar ættkvíslar eru ein eða fleiri tegundir. Ein tegund Homo lifir í dag, Homo sapiens,

og tvær tegundir Pan, Pan troglodytes (simpansar) og Pan paniscus (bónóbóar). Eini hominidinn

sem býr í Afríku og ekki telst vera hominini er górillan. Það getur verið erfiðleikum bundið að

skilgreina þessar ættkvíslir og eru ekki til nákvæmar lýsingar á því hvað skilgreinir í raun hverja

ættkvísl fyrir sig, og enn síður hverja tegund.

Auðveldara er að finna skyldleika seinni tíma tegunda með greiningu erfðaefnis. Á það ekki

einungis við þær þrjár tegundir hominina sem nú lifa, nútímamenn, simpansa og bónóbóa, þar

sem það hefur einnig tekist að raðgreina erfðaefni nokkurra einstaklinga af tegundinni Homo

neanderthalensis og Homo denisova og einn af tegundinni Homo heidelbergensis. Úr eldri

tegundum hefur ekki tekist að einangra erfðaefni og ekki mikil von um að það verði hægt í

framtíðinni þar sem það varðveitist ekki eftir að bein steingerast og fyrir þann tíma er mjög

erfitt að finna ómengað sýni. Við þær aðstæður er reynt að flokka tegundir eftir því hversu lík

bein þeirra eru, þar sem það eru einu vísbendingarnar sem við höfum um tilvist þeirra.

Þó það mundi vissulega auðvelda flokkun í ættkvíslir og tegundir að hafa meira en aðeins

sýni af beinum einstaklinganna, þá geta þau sagt ýmislegt um líf þeirra forðum. Stærð er einn

af mikilvægustu eiginleikum lífveru og hefur viðtæk áhrif á aðra líffræðilega og vistfræðilega

aðlögun hennar. Mikil fylgni er á milli stærðar og lífeðlislegra einkenna sem og styrks,

hegðunar og annarra eiginleika (J. H. Brown og West, 2000; Calder, 1984; Damuth og

MacFadden, 1990). Það má áætla stærð hominina með því að endurgera líkama þeirra eftir

Page 9: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

8

beinagrindunum þeirra (Aiello og Wood, 1994; Kappelman, 1996; H. M. McHenry, 1991,

1994) en stærð prímata er tengd því hverskonar lífi þeir lifðu og í hverskonar umhverfi. Fyrir

utan stærð þá fræða beinin okkur töluvert um beinabyggingu og lögun tegundanna sem gefur

aftur vísbendingar um hreyfanleika þeirra og lesa má útfrá tönnum og gerð kjálka hver líkleg

fæða þeirra hafi verið (Wood og Collard, 1999).

Þegar bein einstaklinga finnast, sem uppi voru fyrir hundruðum þúsunda, og jafnvel

milljónum, árum síðan þá hafa þau orðið fyrir ýmsu hnjaski af völdum veðurs og annarra dýra

sem og almennri eyðingu tímans. Hafa því enn ekki fundist heilar beinagrindur sem orðnar eru

svo gamlar. Byggist því greining á útreikningum og oft getgátum á þeim beinum sem fundist

hafa. Gerir það greinendum ekki auðveldara fyrir og eykur líkurnar á því að þeir komist að

mismunandi niðurstöðum.

Þegar kemur að homininum þá eru það vissir þættir sem helst eru skoðaðir til að aðgreina

þá í tegundir og skal þar fyrst nefna hauskúpuna, en hún býr yfir miklum heimildum. Sé

hauskúpan nægjanlega heilleg getur hún frætt okkur um hugsanlegt rúmmál heilans en það

hefur verið mjög mikilvægt tæki til aðgreiningar á milli ættkvísla og tegunda hominina (Collard

og Wood, 2007; L. S. B. Leakey, o.fl., 1964; Wood og Collard, 1999). Hversu undarlegt sem

það kann að hljóma, þá getur hauskúpan einnig gefið vísbendingar um hvort einstaklingurinn

gekk uppréttur eða ekki. Það sést á gati neðan á henni þar sem að hryggjarsúlan tengist við hana

(mynd 1). Á dýrum sem ganga á fjórum fótum liggur þetta gat aftarlega á hauskúpunni en á

uppréttum manntegundum liggur það undir henni miðri (Brunet o.fl., 2002; Tobias, 1983).

Hauskúpan getur einnig sagt okkur töluvert um stærð einstaklingsins sem hana bar. Ekki

bara vegna stærðar hennar sjálfrar, heldur hefur það komið í ljós að á meðal hominina eru fylgni

Mynd 1: Til vinstri hauskúpa af bavíana og til hægri hauskúpa manns. Myndin sýnir hvar hryggjarsúlan kemur upp í hauskúpuna (Tobias, 1983).

Page 10: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

9

á milli stærðar einstaklingsins og flatarmál augntóftar (e. orbital area) og má því áætla stærð

einstaklingsins út frá hauskúpunni einni (Kappelman, 1996). Stærð og gerð kjálka og tanna eru

einnig notuð til aðgreiningar á tegundum og ættkvíslum sem og almenn lögun andlits og

hauskúpunnar allrar og stærðarhlutföll á milli ólíkra parta hennar (Collard og Wood, 2007; D.

C. Johanson o.fl., 1987; L. S. B. Leakey o.fl., 1964; Wood og Collard, 1999). Má þar nefna

höku, nef, kinnbein, þykkt efri brúnar augntófta, hæð ennis, hversu kúptur hnakkinn er og margt

fleira.

En það eru fleiri bein sem notuð eru til aðgreiningar á milli tegunda. Bein útlima eru mikið

notuð í því sambandi. Eru þá mæld hlutföll á milli framhandleggs og upphandleggs og einnig á

milli sköflungs og lærleggs. Hlutföll á milli handleggja og fótleggja eru mæld (Reno o.fl., 2005;

Richmond o.fl., 2002) og svo hlutföll á milli útlima og skrokks (Holliday, 2012; D. C. Johanson

o.fl., 1987; Wheeler, 1993; Wood og Collard, 1999). Slíkur samanburður getur sagt töluvert til

um það hvort einstaklingurinn var betur hæfur til uppréttrar göngu á jörðu niðri eða trjáklifurs.

Eftir því sem framhandleggur er lengri miðað við upphandlegg og handleggir lengri miðað við

fótleggi þá er einstaklingurinn talinn hafa verið betur hæfur til klifurs en göngu. Sjaldgæft er að

finna heil útlimabein og er það því oft álitamál hversu löng þau hafa verið í upphafi. Einnig

hefur hreyfanleiki liðamóta mikið að segja í þessu efni.

Gerð fótar skiptir einnig mjög miklu máli hvað varðar gang sem og gerð handar hvað varðar

möguleika til klifurs og áhaldagerðar, þá sérstaklega gerð úlnliðs og þumals. Hefur það

sérstaklega mikla þýðingu þegar kemur að því að ákvarða hvort einstaklingurinn getur talist til

Homo eða ekki þar sem möguleiki á gerð áhalda hefur verið eitt af skilgreiningaratriðunum

fyrir þá ættkvísl (L. S. B. Leakey o.fl., 1964).

Mjaðmarbein og tenging þess við lærlegg skiptir einnig afar miklu máli þegar kemur að því

að ákvarða hvort einstaklingurinn hafi verið hæfur til uppréttrar göngu eða ekki. Að auki eru

Mynd 2: Dmanisi hauskúpurnar. Mynd tekin af http://dmanisi.ge/images/articles/83mnpfi18i04wc.jpg.

Page 11: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

10

svo framkvæmdar ýmiskonar mælingar á þeim beinum sem fundist hafa, eins og til dæmis

hversu rúnnuð eða flöt þau eru, stærð merghols, styrkur þeirra, gerð vöðvafestinga við þau og

fleira. Því má segja að reynt sé að fullnýta þau sýni sem fundist hafa til að afla allrar mögulegrar

vitneskju þegar kemur að því að skilgreina hvaða ættkvísl og tegund beinin tilheyra.

Það getur þó verið afar flókið að ákvarða hvort nýr fundur tilheyri nýrri tegund eða hvort

hann falli innan breytileika áður þekktra tegunda. Ekki er algengt að finna margar beinagrindur

á sama stað sem eru frá sama tíma en það hefur þó gerst. Stærsti fundarstaðurinn er Dmanisi í

Georgíu. Þar fundust fimm nokkuð heillegar hauskúpur og er áætlað að þær séu um 1,77-1,85

milljón ára gamlar. Það gerir þær að elstu heimildum um hominina í Evrasíu. Þessar fimm

hauskúpur eru nokkuð breytilegar að stærð og lögun og rennur það stoðum undir það að

hugsanlega hafi vísindamenn hingað til verið of viljugir til að flokka forvera okkar niður í

tegundir í stað þess að gera sér grein fyrir breytileika innan sömu tegundar. Breytileiki Dmanisi

hauskúpnanna er þó ekki meiri en fyrirfinnst innan okkar tegundar í dag sem og innan simpansa.

Ein af þessum hauskúpum líktist nokkuð Homo habilis (D2700), þá sérstaklega vegna

heilastærðar en einnig nokkur einkenni hauskúpunnar eins og miðandlitið. Var hauskúpan þó

líkari Homo erectus að flestu leiti (Lordkipanidze o.fl., 2013; C. Ruff, 2009). Önnur ber ýmis

einkenni Homo rudolfensis (D2280) (Lordkipanidze o.fl., 2013; Rightmire o.fl., 2006). Það

verður því ávalt að vera vilji til að endurskoða eldri gögn útfrá seinni fundum sem geta varpað

nýju ljósi á það hvernig þróun mannsins og skyldra tegunda hefur atvikast í gegnum tíð og tíma.

Sá vilji hefur verið til staðar og hafa ný tegundaheiti iðulega skotið upp kollinum og önnur

horfið fyrir tilstuðlan niðurstaðna nýrri rannsókna.

Homo og steináhöld

Í gegnum tíðina hefur eitt af mikilvægust skilgreiningaratriðunum fyrir ættkvíslina Homo

verið að hún hafi haft visku og líkamlega getu til að gera sér verkfæri. Steináhöld hafa fundist

með beinum, eins og til dæmis í Olduvai, en það er líka reynt að meta út frá heilastærð tegund-

anna og gerð handa þeirra hvort þær hafi haft getu til að gera þau og nota (Collard og Wood,

2007; L. S. B. Leakey o.fl., 1964; Wood og Collard, 1999). Elstu steináhöld sem fundist hafa

koma frá Gona í Afar í Eþíópíu og eru talin vera allt að 2.6 milljón ára gömul (Dominguez-

Rodrigo o.fl., 2005) og hefur Homo habilis verið eignuð þau eða Homo rudolfensis en þær

tegundir eru taldar hafa verið samtíða að einhverju leiti. Flestar heimildir um þessar tvær

tegundir eru þó til muna yngri, jafnvel innan við tveggja milljóna ára gamlar (Haeusler og

McHenry, 2004; Hill o.fl., 1992; D. C. Johanson o.fl., 1987, 21 maí; L. S. B. Leakey o.fl., 1964)

Page 12: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

11

og var því erfitt að sýna fram á að verkfærin tilheyrðu þeim. Það ber þó að hafa í huga að elstu

bein sem fundist hafa af hverri tegund fyrir sig eru að öllum líkindum ekki elstu einstaklingar

tegundarinnar. Sama má segja um steináhöldin, þau elstu sem fundist hafa eru að öllum

líkindum ekki fyrstu verkfærin sem Homo gerði sér. Spurningin er einungis hversu miklu eldri

voru þau sem ekki hafa enn fundist. Skiptir það tugum, hundruðum, þúsundum eða jafnvel

milljónum ára? Í Ledi-Geraru í Afar í Eþíópíu fundust nýlega steingerð bein og talið er líklegt

að þau tilheyri tegund sem skilgreina verði til ættkvíslarinnar Homo. Samkvæmt rannsóknum

eru þau til muna eldri en önnur sem fundist hafa og tilheyrt Homo en talið er að þau geti verið

um 2,8 milljón ára (Dimaggio o.fl., 2015). Ekki einungis eru þessi bein eldri en önnur bein

Homo sem fundist hafa, heldur eru þau einnig staðsett mikið nær elstu steinverkfærunum en

þau bein sem hingað til hafa verið eignuð Homo habilis og rudolfensis.

Ekki er hægt að fullyrða að aðrar hominina tegundir hafi ekki gert sér áhöld til forna. Í dag

er það þekkt að Pan gerir sér áhöld úr tré og notar steina sem verkfæri. Ekki er þó vitað til þess

að þeir geri sér steináhöld.

Homo habilis

Árið 1960 fundust steingerð bein í Olduvai Gorge í Tansaníu og var þeim fyrst lýst af L. S. B.

Leakey og M. D. Leakey (1964). Að mörgu leiti virtust beinin geta tilheyrt ættkvíslinni Homo

þó svo að þau væru eldri en önnur bein sem fundist höfðu af þeirri tegund og heldur

„frumstæðari“ að sumu leiti, til dæmis hvað varðar stærð og gerð tanna, heilastærð, gerð ökkla

og fleira. Leakey, Tobias og Napier (1964) gerðu hver sína rannsóknina á beinunum og komust

allir að þeirri niðurstöðu að þarna væru komin bein af áður óþekktri Homo tegund, sem

hugsanlega gæti tengt þróun mannsins á milli Australopithecus og Homo ergaster (erectus) sem

þá var elsta Homo tegund sem þekktist. Þeir gáfu þessari nýju tegund heitið Homo habilis eftir

tillögu Raymond Dart. Orðið habilis er fengið úr latínu og merkir meðal annars handlaginn (e.

handy), vera fær um (e. able), kröftugur (e. vigorous) og andlega hæfileikaríkur (e. mentally

skilful) (L. S. B. Leakey o.fl., 1964).

Síðan 1960 hafa fundist fleiri steingerð bein í Olduvai sem talin eru tilheyra habilis, einnig

hafa þau fundist í Koobi Fora í Kenía (Rightmire o.fl., 2006; Schrenk, Kullmer og Bromage,

2014) og hugsanlega í Sterkfontein í Suður-Afríku en það er þó mjög umdeilanlegt hvort þau

bein tilheyra habilis, Australopithecus eða eru sér tegund (Berger o.fl., 2010; Kuman og Clarke,

2000; Schrenk o.fl., 2014).

Page 13: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

12

Um tíma var talið að Homo habilis og Homo rudolfensis væri ein og sama tegundin og gekk

hún undir nafninu habilis. Talið var að mikill munur hafi verið á tegundinni hvað kyn varðar.

Þau bein sem nú eru talin tilheyra rudolfensis voru talin vera af karldýrum, en þau sem nú eru

talin tilheyra Homo habilis voru talin tilheyra kvendýrum. Sumir telja að það sé afar ólíklegt að

svo hafi verið þar sem að kynjamunurinn hefur þá verið meiri en nú þekkist á milli górilla sem

annars hafa mestan mun á milli kynja af þekktum hominidum (Lieberman, Pilbeam og Wood,

1988). Þar sem ekki þótti einsýnt að þarna væri um eina tegund að ræða, þó sumir telja að svo

sé, þá var komið fram með tegundarheitið rudolfensis til að ná yfir þann stærðar- og formgerðar

mun sem virðist vera á tegundunum.

Þeir steingervingar sem fundist hafa og eru flokkaðir sem Homo habilis eru taldir vera á

milli 1,6-2,3 milljón ára gamlar. Á því tímabili er talið að þrjár aðrar Homo tegundir hafi verið

uppi. Það eru Homo rudolfensis sem er talinn hafa verið uppi fyrir 1,8-2,4 milljónum ára, elsti

Homo ergaster er talinn vera um 1,9 milljón ára gamall (Wood og Collard, 1999) og Homo

erectus er talinn hafa verið uppi svo snemma sem fyrir 1,77-1,85 milljónum ára (Lordkipanidze

o.fl., 2013; C. Ruff, 2009). En spurningin er hvort allar þessar tegundir hafi tilheyrt ættkvíslinni

Homo.

Einstaklingar sem fundist hafa

Þó nokkrir einstaklingar hafa fundist og verið skilgreindir sem Homo habilis. Þeir fá heiti eftir

fundarstöðum, OH nefnast þeir sem hafa fundist í Olduvai og KNM-ER þeir sem hafa fundist í

Koobi Fora. Til aðgreiningar fylgja svo númer þessum heitum. Hér á eftir fer listi yfir bein sem

talin eru tilheyra habilis. Listinn er ekki tæmandi en ætti að gefa góða mynd af því við hvað er

að eiga þegar reynt er að tegundagreina þetta gömul sýni.

OH-4:

Brot úr kjálka með einum áföstum jaxli og brot úr nokkrum öðrum tönnum (L. S. B. Leakey

o.fl., 1964).

OH-6:

Brot úr hauskúpu, framjaxl úr neðri kjálka og jaxl úr efri kjálka (L. S. B. Leakey o.fl., 1964).

Page 14: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

13

Mynd 3: A) Bein OH 7. Mynd tekin af http://nutcrackerman.com/2015/03/11/all-the-hominin-type-specimens/. B) Hauskúpa OH 24. Mynd tekin af http://www.angelfire.com/mi/dinosaurs/zhabilis.html. C) Hauskúpa KNM-ER 1813. Mynd tekin af https://www.pinterest.com/pin/9710955422067034/.

OH-7:

Neðri kjálki með tönnum, jaxl úr efri góm, hvirfilbein (e. parietal bone) og bein úr hendi (mynd

3A). OH 7 er talinn vera af unglingi (L. S. B. Leakey o.fl., 1964). og um 1,75 milljón ára gamall

(Spoor o.fl., 2015).

OH-8:

Handar- og fótarbein og hugsanlega partur af viðbeini. Talinn vera fullorðinn einstaklingur (L.

S. B. Leakey o.fl., 1964).

OH-13:

Partar af ennisbeini, hvirfilbeini og báðum gagnaugabeinum. Stór partur af kinnbeini, neðri

kjálki með augntönnum, framjöxlum og jöxlum og partur af báðum efri kjálkum ásamt öllum

kinntönnum fyrir utan einn framjaxl. Tennurnar benda til þess að um fullorðinn einstakling sé

um að ræða (L. S. B. Leakey o.fl., 1964).

OH-14:

Brot úr hauskúpu unglings (Schrenk o.fl., 2014).

OH-16:

Brot úr hauskúpu og tönnum ungs fullorðins einstaklings (Schrenk o.fl., 2014).

OH-24:

Afmynduð hauskúpa sem fannst 1968 (mynd 3B) (Schrenk o.fl., 2014).

A B C

Page 15: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

14

Mynd 4: A) Bein OH 62. Mynd tekin af http://www.angelfire.com/mi/dinosaurs/zhabilis.html. B) Bein KNM-ER 3735 sett á teikningu John Gurche af beinagrind Australopithecus. Ekki er þó verið að gefa til kynna að habilis hafi litið út með þessum hætti (Haeusler og McHenry, 2007).

OH-62:

OH 62 fannst árið 1986 og hann er talinn vera um 1,8 milljón ára gamall. Þau bein sem talin

eru tilheyra honum eru hauskúpa, hluti af hægri sköflungi, megnið af hægri úlnlið, partur af

hægri framhandleggs beini, nærri heilt hægri upphandleggsbein og hálft vinstra lærbein með

hálsi (mynd 4A). Talið er að hér sé um kvendýr að ræða (D. C. Johanson o.fl., 1987; C. Ruff,

2009; Schrenk o.fl., 2014).

Að auki hafa fundist í Olduvai brot úr níu hauskúpum, fjögur brot úr neðri kjálka, 19 tennur

og átta beinbrot sem koma annarsstaðar úr beinagrindinni en hauskúpunni (Schrenk o.fl., 2014).

KNM-ER 1813:

Nokkuð heilleg hauskúpa (mynd 3C) (Lieberman o.fl., 1988).

A B

Page 16: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

15

KNM-ER 3735:

Það sem hefur fundist af honum er partur af spjaldhrygg, hluti af vinstra viðbeini, og partur af

herðablaði. Neðsti hluti af hægri upphandlegg. Brot af lærlegg og sköflungi, partar af

framhandlegg og partar af fingrum. Að auki eru um 50 brot af hauskúpunni og nokkrar flísar af

útlimum (mynd 4B) (Haeusler og McHenry, 2007; R. E. F. Leakey og Walker, 1985).

Aðgreining habilis frá öðrum tegundum

Síðan fyrstu ummerki um Homo habilis fundust hafa vaknað deilur um tegundina. Flestir virðast

núorðið vera sammála að um sé að ræða sér tegund (þó ekki allir), einhverjir hafa talið að Homo

rudolfensis og habilis sé sama tegundin, en í dag snúast helstu deilurnar um hvaða ættkvísl

habilis eigi að tilheyra, Homo eða Australopithecus.

Heili

Hlutfallslega stærri heili miðað við líkamsstærð og stærð nýbarkar (stór hluti af heilaberkinum)

hafa verið tengd við mikilvæga félagslega þætti (Dunbar, 1995; Passingham og Ettlinger, 1974)

eins og minni, athyglisgáfu, hugsun, tungumáli, skynjun og sjálfsvitund (Lui, Hansen, og

Kriegstein, 2011). Erfitt getur verið að mæla stærð nýbarkar í steingervingum þar sem ekkert

er eftir af heilanum sjálfum, en hægt er að áætla rúmmál heilans útfrá hauskúpunni.

Ein aðal ástæðan fyrir því að Leakey og fleiri (1964) töldu að beinafundurinn í Olduvai

1960 tilheyrði nýrri tegund var heilastærð hennar. Hún féll hvorki að þá þekktum

Australopithecus eða Homo tegundum en stærð heila Homo habilis féll þar á milli. Heili

Australopithecus africanus var um 457 cm3 en heili Homo ergaster, sem fyrir fundinn var elsta

þekkta Homo tegundin, var um 854 cm3. Heilastærð habilis er talin hafa verið um 552 cm3

(Wood og Collard, 1999).

Stærð heila segir ekki allt um greind einstaklingsins þar sem að stærri dýr hafa oft stærri

heila og hafa því farið fram rannsóknir á hlutfallslegri stærð heila miðað við stærð líkamans.

Góð fylgni virðist vera á milli flatarmáls augntóftar (e. orbital area) og líkamsstærðar hominida

(Kappelman, 1996) og má því giska á með nokkurri vissu á líkamsstærð þó ekkert finnist nema

hauskúpan. Þessi aðferð hefur verið notuð til dæmis þegar hlutfallsstærð heila miðað við

líkamsstærð er fundin. Til að finna út hlutfallslega stærð heilans er verpilrót af rúmmáli hans

deilt í kvaðratrótina af flatarmáli augntóftarinnar og útkoman af því svo margfölduð með 10

(sjá töflu I) (Wood og Collard, 1999).

Page 17: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

16

Tegund Heila stærð cm3.

Stærð augntóftar mm2.

Hlutfallsleg stærð

H. floresiensis P. aethiopicus P. boisei P. robustus A. africanus H. habilis H. ergaster H. rudolfensis H. heidelbergensis H. erectus H. neanderthalensis H. sapiens

417 410 513 530 457 552 854 752 1198 1016 1512 1355

992 968 1114 1066 839 908 1180 1084 1403 1225 1404 1289

2,37 2,39 2,40 2,48 2,66 2,72 2,76 2,76 2,84 2,87 3,06 3,08

Tafla I: Hlutfallsleg stærð heila hominina. Heilastærð robustus er fengin hjá (DeSilva og Lesnik, 2008) og hlutfallsleg stærð sömu tegundar er útreikningur höfundar. Aðrar tölur eru fengnar frá Wood og Collard (1999) og Collard og Wood (2007).

Wood og Collard (1999) framkvæmdu útreikninga á hlutfallsstærð heila nokkurra hominina

tegunda, Paranthropus aethiopicus og boisei, Australopithecus africanus, Homo habilis,

rudolfensis, ergaster, erectus, heidelbergensis, neanderthalensis, sapiens og seinna bættu þeir

Homo floresiensis við. Flatarmál augntóftar Australopithecus afarensis er ekki þekkt (Collard

og Wood, 2007; Wood og Collard, 1999).

Þegar stærð heilans er skoðuð ein og sér þá skera Homo tegundirnar sig nokkuð frá

Australopithecus africanus og Paranthropus tegundunum ef undan eru skildir Homo habilis og

Homo floresiensis. Habilis er með stærri heila (552 cm3) en Australopithecus africanus (457

cm3), Paranthropus robustus (530 cm3), boisei (513 cm3) og aethiopicus (410 cm3) en til muna

nær þeim þó en öðrum Homo tegundum. Aðeins Paranthropus aethiopicus er með minni heila

en Homo floresiensis (417 cm3). Til viðmiðunar má nefna að heili simpansa er 290-500 cm3

(Zuckerman, 1928). Töluverður stærðarmunur er á milli heila Homo ergaster (854 cm3) og

rudolfensis (752 cm3) annars vegar og Homo erectus (1016 cm3) og heidelbergensis (1198 cm3)

hins vegar. Þegar heilastærðin hefur verið reiknuð út sem hlutfall af líkamsstærð þá eru allar

Homo tegundirnar nær Australopithecus africanus en Homo sapiens ef undan eru skildar Homo

erectus sem er miðsvegar og Homo neanderthalensis sem er miklu nær Homo sapiens.

Leifar Homo floresiensis fundust á eyjunni Flóres í Indónesíu og er talið að hann hafi lifað

allt fram til fyrir 12 þúsund árum (Argue o.fl., 2006; P. Brown o.fl., 2004) og er hann eina

tegundin af ættkvíslinni Homo sem er með hlutfallslega minni heila en Homo habilis, og er

Page 18: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

17

floresiensis með hlutfallslega minni heila en bæði Australopithecus og Paranthropus

tegundirnar (Wood og Collard, 1999).

Ekki eru þó allir sammála um stærð heila Homo habilis. Spoor og fleiri (2015) komust að

þeirri niðurstöðu, vegna þess að mikil fylgni er á innanmáli allrar hauskúpunnar og innanmáls

og gerðar hvirfilbeinsins hjá núlifandi mönnum og mannöpum, að heili OH 7 var til muna stærri

en áður var talið, eða um 729-824 cm3 og fellur hann þá innan breytileika Homo erectus (Spoor

o.fl., 2015). Hauskúpa habilis er breiðust við hvirfilbeinið og á hann það sameiginlegt með

Homo sapiens. Hjá öðrum Homo tegundum er hauskúpan sverust neðar (L. S. B. Leakey, 1966).

Að auki hafa nýlegir fundir sýnt fram á meiri breytileika í heilastærð Homo erectus en áður var

vitneskja um. Innanrúmmál hauskúpnanna fimm sem fundust í Dmanisi eru um 546-730 cm3

og falla því þær minni innan breytileika Homo habilis (509-687 cm3) (Lordkipanidze o.fl.,

2013), hugsanlega allar ef útreiknar Spoor og fleiri (2015) gefa rétta niðurstöðu. Þess fyrir utan

voru Dmanisi einstaklingarnir stærri en Homo habilis (Lordkipanidze o.fl., 2013) og heili þeirra

þess vegna hlutfallslega minni en tölurnar hér gefa til kynna.

Kjálkar og tennur

Gerð og stærð kjálka og tanna geta sagt okkur töluvert um líklega fæðugerð dýrategunda, um

þróun þeirra og hugsanlega skyldleika þeirra í milli. Til dæmis getur snertiflötur jaxla sagt

okkur til um hversu skilvirkir þeir voru til að brjóta fæðuna niður. Einnig hefur stærð kjálka

mikið með það að gera og hvernig þeir koma saman, hverskonar fæðu þeir hafa verið helst hæfir

til að mylja (Wood og Collard, 1999).

Kjálkar og tennur Homo habilis eru nokkuð frábrugðin frá öðrum tegundum. Kjálkabein

hans eru minni en hjá Australopithecus en falla nokkuð að Homo erectus og jafnvel Homo

sapiens hvað stærð varðar. Framtennur eru stærri en þekktist bæði hjá öðrum tegundum Homo

og Australopithecus. Augntennur voru hlutfallslega stórar miðað við framjaxla. Allir framjaxlar

eru þynnri (mælt frá kinn inn í munn) en gerðist hjá Australopithecus en einungis þeir í neðri

gómi eru einnig þynnri en framjaxlar Homo erectus. Jaxlarnir eru einnig þynnri en gerist bæði

hjá Australopithecus og Homo erectus en lengri (mælt aftan frá og fram) (Chamberlain, 1987;

L. S. B. Leakey o.fl., 1964).

Vegna misjafnar stærðar hominina er rétt að velta fyrir sér stærðum tanna í hlutfalli við

skrokkstærð tegundanna. Wood og Collard (1999) gerðu mælingar á 10 mismunandi stöðum á

tönnum og kjálkum á Australopithecus africanus, Paranthropus boisei og robustus og Homo

tegundunum habilis, rudolfensis, ergaster, erectus, neanderthalensis og sapiens. Voru þær

Page 19: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

18

mælingar síðan reiknaðar í hlutföllum við áætlaða líkamsstærð sem fundin var út með

útreikningum útfrá flatarmáli augntófta. Þar á eftir voru líkindi fundin á milli Homo tegunda

við Homo sapiens, Australopithecus africanus og Paranthropus robustus. Slík mæling leiddi í

ljós að Homo rudolfensis og habilis eru mikið líkari Australopithecus og Paranthropus en

nútímamanninum. Homo erectus er nokkru líkari Homo sapiens en hinum tegundunum en

Homo ergaster og neanderthalensis eru til muna líkari fólki í dag en Australopithecus og

Paranthropus (Wood og Collard, 1999). Collard og Wood (2007) bættu svo seinna Homo

floresiensis inn í töfluna en þá voru aðeins gerðar mælingar á 6 mismunandi stöðum (Collard

og Wood, 2007) og lítur þá taflan örlítið öðruvísi út (tafla II). Meiri líkindi eru á milli allra

tegundanna en var í fyrri mælingunni. Homo erectus sýnir nærri jafn mikil líkindi við

Australopithecus africanus og Homo sapiens en Homo floresiensis er mikið líkari

nútímamanninum en africanus og robustus. Það er afar athyglisvert þar sem Homo erectus er

talinn vera langlíklegasti forfaðir Homo floresiensis.

Gerðar hafa verið rannsóknir á „incremental“ línum (sem myndast í tannbeini þegar það

vex, svipað og árhringir í trjám) og „periradicular“ böndum (sem myndast í rótum tanna þegar

þær vaxa) á OH 16 og nokkrum öðrum Homo tegundum (M. C. Dean, 1995; Moggi-Cecchi,

o.fl., 1998). Þessar tvær gerðir lína geta sagt til um þroskatíma tegundanna, en um helmings

munur er á honum á milli nútímamanna annarsvegar og górilla og simpansa hins vegar þar sem

þroskatími Homo sapiens er lengri (M. C. Dean o.fl., 1986; Smith, 1994). Komið hefur í ljós

að þroskatími Homo habilis, Homo rudolfensis, Homo ergaster og Homo erectus var líkari því

sem gerist nú hjá simpönsum og górillum en mönnum (C. Dean o.fl., 2001; M. C. Dean, 1995;

M. C. Dean o.fl., 1986; Moggi-Cecchi o.fl., 1998; Smith, 1994; Tardieu, 1998). Homo

neanderthalensis virðist hins vegar hafa verið líkari Homo sapiens að þessu leiti (C. Dean o.fl.,

2001) og hugsanlega er hægt að segja sama um Homo heidelbergensis (Collard og Wood,

2015). Aðrar rannsóknir á tönnum (og einnig lærbeinum) hafa sýnt fram á að Australopithecus

Tegund Homo sapiens

Australopithecus africanus

Paranthropus robustus

H. rudolfensis H. habilis H. erectus H. ergaster H. floresiensis H. neanderthalensis

3,96 3,45 2,81 1,98 1,77 1,19

1,75 2,63 2,91 3,57 4,97 4,54

1,17 3,40 3,59 4,22 5,72 5,19

Tafla II: Útreiknuð líkindafjarlægð (e. Normalized Euclidean distances) á milli Homo tegunda annarsvegar og Homo sapiens, Australopithecus africanus og Paranthropus robustus hinsvegar. Eftir því sem talan er lægri, því meiri er skyldleikinn. Taflan tekin hjá Collard og Wood (2007)

Page 20: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

19

er líkari afrísku mannöpunum en nútímamönnum en Homo ergaster og Homo neanderthalensis

eru líkar Homo sapiens (M. C. Dean o.fl., 1986; Smith, 1994; Tardieu, 1998) en Homo habilis

virðist svipa meira til Australopithecus.

Sköpulag

Það eru greinileg skil á milli Homo tegunda og annarra hominina hvað stærð varðar ef undan

eru skildir Homo habilis (Wood og Collard, 1999) og Homo floresiensis (P. Brown o.fl., 2004)

en aðrar Homo tegundir eru stærri en aðrar hominina tegundir (tafla III). Habilis er talinn hafa

verið um 1-1,2 metrar á hæð og 20-37 kíló (Will og Stock, 2015) og fellur því í flokk með

Australopithecus og Paranthropus og er reyndar minnstur af þeim tegundum sem koma fram í

töflu III (D. C. Johanson o.fl., 1987; Wood og Collard, 1999). Homo floresiensis er talinn hafa

verið um 106 cm. á hæð og 16-36 kíló (Argue o.fl., 2006; P. Brown o.fl., 2004) og er hann því

enn minni en Homo habilis. Homo ergaster, sem uppi var að einhverju leiti á sama tíma og

habilis, var hins vegar 1,6-1,85 metrar á hæð og 50-70 kíló (Will og Stock, 2015). Fyrir utan

Homo habilis og floresiensis er Homo erectus minnsta Homo tegundin, en hún er stærri heldur

en Paranthropus boisei sem er stærsta hominina tegundin af þeim sem mældar voru og flokkast

ekki í ættkvíslina Homo (Collard og Wood, 2007; Wood og Collard, 1999).

Tafla III kemur frá Wood og Collard (1999) ef undan er skilinn talan fyrir Homo sapiens

en hún kemur frá Walpole og fleirum (2012). Þyngd Homo habilis, Australopithecus afarensis

og africanus, Paranthropus robustus og boisei og Homo ergaster er fengin með

aðhvarfsgreiningu (Aiello og Wood, 1994; Kappelman, 1996; H. M. McHenry, 1991, 1994).

Tveir einstaklingar eru notaðir til að finna út þyngd fyrir Homo erectus, OH 28 (C. B. Ruff o.fl.,

1997; C. B. Ruff og Walker, 1993) og Trinil (Aiello og Wood, 1994; Kappelman, 1996; H. M.

McHenry, 1991, 1994). Þyngd Homo heidelbergensis er áætluð út frá einstaklingum sem

fundust í Boxgrove og Kabwe og tveimur sem fundust á Atapuerca (Roberts o.fl., 1994; Wood

og Collard, 1999). Heimildir um Homo neanderthalensis voru fengnar af sama stað og heimildir

um OH 28. Það eru ekki til nein sýni fyrir utan hauskúpu sem greind hafa verið með vissu sem

Homo rudolfensis og því ekki hægt að meta þyngd þeirrar tegundar með sama hætti (Wood og

Collard, 1999).

Einungis hefur tekist að meta hlutföll á milli útlima og skrokks hjá fimm útdauðum

hominina tegundum. Það eru Australopithecus afarensis og africanus, Homo ergaster,

neanderthalensis og habilis (Wood og Collard, 1999) en ekki eru þó allir sammála því að hægt

sé að fullyrða um útlima lengd Homo habilis útfrá þeim sýnum sem fundin eru (Holliday, 2012).

Page 21: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

20

Hlutföll á milli skrokks og útlima Australopithecus afarensis eru töluvert nær því að líkjast

sömu hlutföllum hjá mannöpum en Homo sapiens, en það er byggt á einum einstaklingi AL

288-1 sem nefndur hefur verið Lucy. Lucy fannst í Hadar í Eþíópíu árið 1974 og er lang-

heillegasta beinagrindin sem hefur fundist af elstu hominina tegundunum og er talin vera um

3,2 milljón ára gömul (Nagano o.fl., 2005). Hlutföll Australopithecus africanus líkjast mjög

afarensis en Homo ergaster líkist til muna meira Homo sapiens en Australopithecus (Wheeler,

1993). Hlutföll beggja þessara tegunda eru mæld út frá á einum einstaklingi, Sts 14 sem hefur

verið flokkaður sem africanus og KNM-WT 15000 sem ergaster. Sts 14 fannst 1947 og er talinn

vera um 2,5 milljón ára gamall. Þau bein sem varðveist hafa og tilheyra honum eru

mjaðmagrind, brot af rifi og lærlegg og hluti af hrygg (D. Johanson og Edgar, 2006). KNM-

WT 15000 er talinn vera um 1,5-1,8 milljón ára og um 75% af beinagrind hans hefur varðveist

(Wang o.fl., 2004). Það gerir hann einstaklega góðan til rannsókna en hafa ber í huga að talið

er að um ungling sé að ræða og má því velta fyrir sér hvort hann hafi verið full vaxinn. Margar

beinagrindur hafa fundist af Homo neanderthalensis og falla hlutföll þeirra á milli skrokks og

útlima undir breytileika nútímamanna. Við rannsóknir á OH 62 og KNM-ER 3735 hefur komið

í ljós að hlutföll á milli skrokks og útlima habilis hafa verið til muna líkari Australopithecus

africanus en Homo sapiens (D. C. Johanson o.fl., 1987; Wheeler, 1993).

Ruff (2009) tók sneiðmynd af lærbeini og upphandleggsbeini úr OH 62 til að geta metið

styrk þeirra. Það gerði hann með því að mæla harða ytra byrði beinanna og einnig margganginn

og reiknaði svo út hlutfallsþykkt ytri hlutans. Hann bar styrk beinanna saman við styrk beina

simpansa, nútímamanna og tveggja einstaklinga af tegundinni Homo ergaster (KNM- WT

15000 og KNM-ER 1808). Samkvæmt rannsóknum Ruff (2009) féllu bæði lærleggurinn og

upphandleggurinn utan breytileika Homo sapiens þar sem styrkur Homo sapiens er meiri en hjá

Tegund Þyngd kg.

Tegund Þyngd kg.

H. habilis A. africanus P. robustus A. afarensis P. boisei

34 36 36 37 44

H. erectus H. ergaster H. heidelbergensis H. sapiens H. neanderthalensis

57 58 62 62 76

Tafla III: Áætlaður þungi hominina tegunda. Homo floresiensis vantar í töfluna en hann er minni en Homo habilis. Taflan fengin hjá Wood og Collard (1999) að undanskyldri tölunni yfir Homo sapiens (Walpole o.fl., 2012).

Page 22: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

21

habilis. Skipti þar engu máli við hvaða lengd var miðað á beinum OH 62, en þar sem þau eru

ekki heil þá er ekki hægt að fullyrða um nákvæma lengd þeirra. Hins vegar fellur styrkleiki

beinanna vel innan breytileika beina simpansa. Homo erectus beinin mælast innan breytileika

Homo sapiens eða jafnvel sterkbyggðari (C. Ruff, 2009). Rétt er að árétta það að OH 62 og

erectus einstaklingarnir eru taldir hafa verið uppi á svipuðum tíma.

Einnig hafa verið mæld stærðarhlutföll á milli handleggjabeina og fótleggjabeina og sýna

þær mælingar svipaðar niðurstöður og mælingar á milli útlima og skrokks. Í einni slíkri

rannsókn voru notaðir 30 karlkyns og 23 kvenkyns górillur (Gorilla gorilla), 19 karlkyns og 16

kvenkyns simpansar (Pan troglodytes), 16 karlkyns og 16 kvenkyns órangútannar (Pongo

pygmaeus), 9 karlkyns og 8 kvenkyns bónóbóar (Pan paniscus), 46 karlkyns, 42 kvenkyns og

14 sem ekki er vitað kynið frá Homo sapiens. Einnig voru mældir AL 288-1 (Australopithecus

afarensis), OH 62 (Homo habilis), KNM-WT 15000 (Homo ergaster) og BOU-VP 12/1 sem er

óþekkt tegund (hugsanlega Australopithecus garhi) en er talin vera um 2,5 milljón ára gömul

(Reno o.fl., 2005; Richmond o.fl., 2002). Homo habilis mælist þar einnig líkari simpönsum en

mönnum sem og Australopithecus afarensis (mynd 5). Athygli vekur þó niðurstöður sem varða

BOU-VP 12/1 þar sem hann fellur alveg innan breytileika Homo sapiens (Richmond o.fl.,

2002).

Það hafa fundist 18 bein af Stw 431, þar á meðal brot af hrygg, mjöðm, handleggjum,

Mynd 5: Hlutfall á milli lærleggs og upphandleggsbeins (Richmond o.fl., 2002).

Page 23: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

22

axlarlið og stór hluti úlnliðs, og hefur hann verið skilgreindur sem Australopithecus africanus

(H. M. McHenry og Berger, 1998; Toussaint o.fl., 2003). Stw 431 sýnir mikil líkindi með

Australopithecus afarensis (H. M. McHenry og Berger, 1998; Toussaint o.fl., 2003) sem er eldri

tegund en africanus. Getur það bent til þess að africanus, sem var uppi fyrir 2,6-3,0 milljónum

ára sé afkomandi afarensis, sem uppi var fyrir 3,0-3,6 milljónum ára (H. M. McHenry og

Berger, 1998). Australopithecus anamensis, sem uppi var fyrir 3,5-4,1 milljónum ára, virðist

hafa að sumu leiti verið frumstæðari en hinar tvær yngri tegundirnar, til dæmist rót augntanna

var töluvert stærri. Africanus virðist svo hafa nokkur einkenni sem virðast hafa þróast í átt að

Homo sem finnast ekki hjá afarensis, eins og til dæmis stærri heili, minni augntennur og fleira.

Stw 431 sýnir þó einnig að africanus virðist að nokkru leiti hafa verið apalegri en afarensis. Á

það helst við um hlutföll á milli fram- og upphandleggs þar sem framhandleggur africanus er

hlutfallslega lengri en framhandleggur afarensis og afturlimir hafa sennilega verið minni hjá

africanus. Þessa þróun er enn að sjá hjá Homo habilis (OH 62 og KNM-ER 3735) þar sem

habilis virðist vera enn apalegri en africanus hvað þetta varðar (H. M. McHenry og Berger,

1998). Það er í nokkurri mótsögn við hvað varðar hauskúpuna en hún er líkari nútímamönnum

en hauskúpa afarensis (C. Ruff, 2009).

Í tré eða á jörðu

Hominidar hafa misjafnar leiðir til að komast yfir. Sumir ganga frekar á fjórum fótum (eða

fjórum höndum) á meðan aðrir ganga uppréttir og Pan og górillur ganga á hnúum framútlima.

Sumir kunna betur við sig klifrandi í trjám á meðan aðrir haga sínu lífi að mestu á jörðu niðri.

Ýmislegt getur sagt okkur um hvernig tegundir ferðuðust yfir eins og til dæmis hlutföll á milli

skrokks og útlima og hlutföll á milli beina í útlimum eins og rætt var um í kaflanum um flokk-

unarfræðina. Ályktanir um lifnaðarhætti útdauðra hominina eru dregnar af beinagrind þeirra

með því að reyna að finna út til hvers hún hefur hentað best, til lífs í trjám eða á jörðu niðri

(Wood og Collard, 1999). Upphandleggur simpansa og nútíma manna eru um það bil jafn

langir, en framhandleggur þeirra síðarnefndu eru töluvert styttri og lærleggurinn lengri en

þekkist hjá simpönsum. Sömu hlutföll Australopithecus tegunda virðist hafa verið mitt á milli

simpansa og Homo sapiens (Collard og Wood, 2015).

Ekki hafa fundist nægilega stór partur af beinagrindum allra útdauðra hominina svo hægt

sé að giska á gerð lífsvæðis þeirra, en þó eru það all margar þar sem það er hægt:

Australopithecus afarensis og africanus, Paranthropus robustus og boisei og Homo tegundirnar

habilis, ergaster, erectus, heidelbergensis, floresiensis og neanderthalensis. Eins hafa verið

Page 24: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

23

gerðar rannsóknir á vistkerfum á þeim stöðum og tímabilum sem hominina tegundir lifðu. Fyrir

utan Homo tegundirnar þá er beinagrind Australopithecus afarensis best varðveitt og er

samsetning hennar með þeim hætti að slíkt finnst ekki hjá núlifandi prímötum. Hún ber með sér

bæði góða eiginleika til upprétts gangs og klifurs. Vegna þessa hafa menn ekki komið sér saman

um við hvaða aðstæður afarensis lifði. Sumir halda því fram að hann hafi að mestu verið á jörðu

niðri (Ohman o.fl., 1997) á meðan að aðrir halda því fram að hann hafi varið stærri hluta

ævinnar í trjám (Hunt, 1996). Svo virðist sem Australopithecus africanus hafi mjög svipað til

afarensis hvað þetta varðar (Berger og Tobias, 1996; Clarke og Tobias, 1995) og jafnvel verið

betur aðlagaður að trjálífi en afarensis (H. M. McHenry og Berger, 1998).

Ekki er vitað mikið um Paranthropus robustus en hann virðist hafa verið hæfari til lífs á

jörðu niðri en síður hæfur til klifurs en Australopithecus (Grausz o.fl., 1988; MacLatchy, 1996).

Paranthropus boisei virðist hins vegar hafa verið líkari Australopithecus hvað þetta varðar en

robustus var (Berger og Tobias, 1996; Clarke og Tobias, 1995). Þetta má til dæmis sjá á því

hvernig lærleggur hefur tengst við mjaðmabein þeirra. Allar þessar fjórar tegundir virðast því

hafa bæði verið vel fallnar til klifurs en einnig til uppréttrar göngu á jörðu niðri. Sama má svo

einnig segja um Homo habilis, en hann virðist bæði hafa verið hæfur til klifurs vegna sinna

löngu arma og til uppréttrar göngu (D. C. Johanson o.fl., 1987; Susman og Creel, 1979;

Wheeler, 1993).

Steingervingar af fótleggjum Homo ergaster og mjaðmarbeini hans benda til þess að hann

hafi verið eins vel fallinn til uppréttrar göngu eins og nútímamaðurinn er en ekkert bendir til

þess að hann hafi verið eins hæfur til klifurs og Australopithecus, Paranthropus eða Homo

habilis. (C. B. Ruff og Walker, 1993).

Lengi vel var lítið vitað um Homo erectus varðandi mögulegan ferðamáta þar sem einungis

voru til mjaðmabein og lærleggur. Lærleggurinn bendir til þess að staða hans hafi verið sú sama

og hjá Homo sapiens og göngulagið eins en þrátt fyrir það er hann grófgerðari og flatari en

þekkist hjá mönnum í dag og mergholið þrengra (Roberts o.fl., 1994). Seinna fundust þó

töluvert fleiri bein í Dmanisi í Georgíu sem tilheyra að minnsta kosti 10 einstaklingum (Pontzer

o.fl., 2010). Pontzer og fleiri (2010) báru saman lærleggi, sköflunga, ökklabein og bein úr fótum

erectus sem fundist hafa í Dmanisi við bein annarra hominina. Niðurstöður þeirra sýna að beinin

í Dmanisi eru nokkuð frábrugðin seinni tíma Homo tegundum hvað varðar lengd fótleggja og

einnig gerð beina í fæti. Það er jafnvel töluverður munur í þessa veru á milli erectus í Dmanisi

og KNM-WT 15000 sem er talinn vera um 200 þúsund árum yngri og tilheyra Homo ergaster.

Lengd fótleggja er meiri hjá erectus en bæði simpönsum og Australopithecus afarensis og fellur

innan breytileika manna, en við neðri mörk þeirra þó. Fótarbein Dmanisi einstaklinganna var

Page 25: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

24

nokkuð frábrugðin fótabeinum nútímamanna en svipuð og gerðist hjá Homo habilis (OH 8) og

fyrri homininum. Þau virðast hafa virkað á nánast sama hátt og hjá seinni Homo tegundum.

Ökkli erectus er hins vegar samskonar og gerist hjá Homo sapiens en ólíkur því sem hefur

fundist hjá Homo habilis (OH 8) og er því talið að fóturinn hafi verið eins vel hæfur til gangs

eins og hjá seinni tíma Homo tegundum. Þrátt fyrir að erectus hafi nokkuð langan fótlegg þá er

sköflungurinn frekar stuttur þegar miðað er við hlutföll leggja Homo sapiens (Pontzer o.fl.,

2010). Ekkert bendir til þess að göngulag Homo heidelbergensis sé frábrugðið frá því sem

þekkist hjá nútímamönnum þó svo að ytra byrði beina hans sé þykkra en gengur og gerist í dag

(Roberts o.fl., 1994). Uppbygging Homo neanderthalensis til göngu er nákvæmlega sú sama og

þekkist hjá Homo sapiens (Trinkaus, Ruff, og Churchill, 1998). Virðast því Homo ergaster,

erectus, heidelbergensis og neanderthalensis hafa verið betur gerðir til lífs á jörðu niðri en

trjálífs.

Hlutfallslegur stærðarmunur á milli upphandleggs og lærleggs Homo floresiensis virðist

hafa verið svipaðri Australopithecus tegundum en Homo sapiens. Styrkleikur lærleggsins fellur

innan breytileika simpansa en ekki nútímamanna og styrkleikur upphandleggsins fellur

miðsvegar á milli simpansa og Homo sapiens, svipað og Australopithecus (Morwood o.fl.,

2005).

Ef þessum tegundum er skipt í tvo hópa, þær tegundir sem eru gerðar til klifurs og þær sem

eru það síður, þá lenda Homo tegundirnar saman í hóp þeirra sem henta síður til klifurs, fyrir

utan Homo habilis og hugsanlega floresiensis sem falla í hóp með Australopithecus og

Paranthropus sem virðast hafa haft betri eiginleika til klifurs í trjám en fyrrnefndi hópurinn

(Wood og Collard, 1999).

Þróunin

Þróunin virðist verða með misjöfnum hraða í gegnum tímans rás. Stundum virðist hún hafa

verið afar hæg en á öðrum tímum er eins og hafi orðið nokkurskonar sprenging og margar nýjar

tegundir komið fram á stuttum tíma (Tobias, 1983). Hversu undarlegt sem það virðist vera, þá

hefur það gerst með frekari rannsóknum á þróun dýra að það hefur orðið erfiðara að staðsetja

hominina á þróunartrénu. Ástæðan fyrir því er sú að með frekari rannsóknum verður okkur ljóst

að þróun getur gerst með mjög fjölbreyttum hætti og getur verið erfitt útfrá steingervingum

einum að ákvarða um skyldleika á milli tegunda.

Þegar tegundir hafa verið skilgreindar og þær bornar saman, þá er hægt að fara að raða þeim

upp á þróunartrénu (mynd 9). Við þá vinnu þarf að reyna að átta sig á hvaða eiginleikar hafa

Page 26: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

25

komið til vegna línulegrar þróunar (e. monophyletic) og hverjir hafa orðið við ólínulega þróun

(e. paraphyletic). Með línulegri þróun er átt við tegundir sem hafa sameiginleg einkenni og hafa

erft þau frá sameiginlegum forföður. Ólínuleg þróun er hins vegar þegar tegundir hafa þróað

með sér sama eða svipaðan eiginleika án þess að hafa erft hann frá sameiginlegum forföður.

Þegar leitað er svara við því hvort Homo habilis geti í raun talist til ættkvíslarinnar Homo þá

skiptir verulegu máli hvort hann hafi verið skyldari öðrum Homo tegundum eða Australo-

pithecus og Paranthropus tegundum. Þó segir útlitið ekki allt um skyldleikann. Lengi framan af

eftir að farið var að flokka dýrategundir upp í flokka með þróunarkenninguna í huga var talið

að Pan og Gorilla væru mikið meira skyldir innbyrðis, vegna útlits tegundanna, en þær tegundir

væru skyldar Homo. Það var ekki fyrr en gerðar voru rannsóknir á erfðaefni tegundanna að það

kom í ljós að Pan er skyldari Homo en Gorilla. En þegar kemur að steingervingum er útlitið það

eina sem hægt er að fara eftir.

Ólíkir en mjög skyldir

Þó svo að Homo habilis virðist vera á margan hátt frábrugðinn öðrum Homo tegundum, þarf

það ekki að merkja að hann sé minna skyldur þeim. Besti vinur mannsins, hundurinn, er talinn

eiga sama forföðurinn fyrir um 15-100 þúsund árum síðan samkvæmt rannsóknum á mtDNA,

en rannsóknir á DNA sýna til muna skemmri tíma (Goto og Kimura, 2001; Vila o.fl., 1999), en

eru þeir þó mjög breytilegir að stærð og gerð eins og allir þekkja.

Gerð var rannsókn á genum 142. hunda af 92 tegundum sem talin eru hafa með útlit að

gera. Þau voru síðan borin saman við svipuð gen manna og reynt að finna út hjá hvorri tegund-

inni var að finna fleiri stökkbreytingar. Reiknað var með fyrir fram að fleiri stökkbreytingar

væri að finna í hundum vegna mikils breytileika þeirra í útliti en niðurstaðan var önnur.

Stökkbreytingarnar höfðu verið færri í hundunum og virðist breytileiki þeirra að mestu vera

tilkominn vegna endurröðunar erfðaefnisins með ræktun (Fondon og Garner, 2004). Eins og

má sjá á mynd 7 getur þróunin gerst mjög hratt og breytingar á hauskúpum geta orðið á mjög

skömmum tíma, hugsanlega án stökkbreytinga. Myndin sýnir breytingar á hauskúpum þriggja

hundategunda á nokkrum áratugum. Auðvitað er þróun þeirra svo hröð vegna aðkomu manns-

ins, en hún gerist á nokkrum áratugum svo það er hægt að gera sér í hugarlund að möguleikarnir

úti í náttúrunni á tugum eða hundruðum þúsunda ára geta fræðilega verið mjög miklir.

Ekki þarf þó kynblöndun alltaf að eiga sér stað því að líkaminn á ótrúlega auðvelt með að

aðlaga sig að þeim aðstæðum sem honum eru boðnar. Það er vel þekkt að þjálfa má upp styrk

Page 27: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

26

Mynd 6: Ólíkir hundar. Mynd tekin af http://jp4.r0tt.com/l_20ec2240-92b4-11e1-a40f-2fd181500004.jpg

og liðleika, svo eitthvað sé nefnt. Einnig þekkist það á meðal geimfara að þyngdarleysið hefur

ýmis áhrif á líkamann. Til dæmis rýrna vöðvar og bein (Williams o.fl., 2009) þegar ekki er

mikil þörf fyrir þau í þyngdarleysinu. Það hefur líka gerst að börn alast upp hjá ferfætlingum

og læra því ekki í uppvextinum að ganga upprétt. Getur þá verið afar erfitt að kenna þeim það

og hafa þau aldrei náð því að læra að hlaupa á tveimur fótum. Eru ýmsar ástæður fyrir því, til

dæmis eru vöðvar mjaðma þeirra styttri og rassvöðvar lengri sem gerir þeim erfiðara fyrir að

halda sér uppréttum (McNeil o.fl., 1984). Líkamar einstaklinga geta því aðlagað sig eftir því

hvernig þeir eru notaðir.

Mynd 7: Ör þróun hundategunda. Elstu hauskúpurnar eru efst en þær yngstu neðst. (A) Hreinræktaðir St. Bernharðshundar frá 1850, 1921 og 1976. (B) Hreinræktaðir bull-terrier hundar frá 1931, 1950 og 1976. (C) Hreinræktaðir Nýfundnalandshundar frá 1926, 1964 og 1971 (Fondon og Garner, 2004).

Page 28: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

27

Líkir en ekki svo skyldir

Að sama skapi, eins og tegundir geta verið ólíkar en mjög skyldar, þá geta skyldar tegundir

einnig þróað með sér sömu eiginleika án þess að erfa þá frá sameiginlegum forföður. Nokkur

dæmi eru þekkt um það. Til dæmis má nefna í því sambandi hornsíli. Nokkrar tegundir þeirra

hafa þróað með sér mjaðmarbein hver í sínu lagi. Talið er að þær hafi gert það fyrir um 10-20

þúsund árum en samkvæmt fornleifarannsóknum eru að minnsta kosti 10 milljón ár síðan teg-

undirnar áttu sameiginlegan forföður (Shapiro o.fl., 2006). Annað dæmi um að tegundir þrói

með sér sömu eiginleika kom fram við rannsóknir á refum í Rússlandi. Þar var reynt að rækta

refi til að þeir verði gæfir líkt og hundar eru. Eftir ræktun í um aldarfjórðung fóru refirnir að

þróa með sér fleiri eiginleika hunda eins og liti og hringað skott (mynd 8) (Trut, 1999).

Hugsanlegt er að líkindi með Homo neanderthalensis og Homo sapiens séu af sama toga.

Tegundirnar bera með sér mikil líkindi sem ekki finnast í þeim tegundum sem í dag eru taldar

líklegir sameiginlegir forfeður þeirra eins og til dæmis í tann- og kjálkagerð (tafla II) en þó

sérstaklega í heilastærð (tafla I). Að þessu leiti eru tegundirnar líkari hvor annarri en fyrri Homo

tegundum og virðist það hafa gerst á svipuðum tíma. Samkvæmt fornleifafundum komu

Neanderdalsmenn fram fyrir um 230 þúsund árum (Reich o.fl., 2010; Sankararaman o.fl., 2012)

og Homo sapiens fyrir um 200 þúsund árum (Akazawa o.fl., 2014; Sankararaman o.fl., 2012).

Sama má segja um Homo floresiensis sem í tanna- og kjálkagerð svipar meira til Homo sapiens

en Homo erectus gerir (tafla II), en erectus er þó talinn vera langlíklegasti forfaðir Homo

floresiensis (Argue o.fl., 2006; P. Brown o.fl., 2004; Collard og Wood, 2007).

Mynd 8: Refir ræktaðir til að verða gæfir eins og hundar en fá önnur einkenni hundanna um leið eins og liti og hringað skott (Trut, 1999)

Línuleg og ólínuleg þróun

Mannfræðingar hafa reynt að átta sig á hvaða eiginleikar hominina tegunda eru komnir frá

sameiginlegum forföður og hverjir ekki. Til eru reikniaðferðir sem þeir notast við til að finna

út hversu líkar tegundir eru og hversu vel þær falla í hóp með hverri annarri á þróunartrénu.

Page 29: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

28

Þrátt fyrir það hafa mannfræðingar komist að mjög misjöfnum niðurstöðum (Collard og Wood,

2015; Wood og Collard, 1999). Wood (1991, 1992), Strait, Grine og Moniz (1997) komust að

því að Homo tegundir hafi þróast línulega, það er að Homo habilis eigi sama forföður og aðrar

Homo tegundir sem þær deila ekki með öðrum ættkvíslum. Niðurstöður þeirra sýndu þó fram á

að Homo habilis og Homo rudolfensis eru meira skyldir Australopithecus eða Paranthropus en

öðrum Homo tegundum (D. S. Strait o.fl., 1997; Wood og Collard, 1999).

Nýrri rannsóknir hafa einnig verið gerðar í þessa veru. Curnoe (2001) gerði eina slíka þar

sem hann bar saman 47 svæði á hauskúpunni á milli ýmissa hominina og notaði 6 aðferðir við

útreikningana. Allir hans útreikningar sýna Homo habilis í flokki með Homo erectus á meðan

að Homo rudolfensis fellur ýmist í flokk með Australopithecus africanus eða Paranthropus

tegundunum (Curnoe, 2001). Cameron og Groves (2004) komust að svipaðri niðurstöðu eftir

tvennskonar útreikninga þar sem í annarri voru bornir saman 92 eiginleikar 14 hominina og í

hinni 52 eiginleikar 16 hominina. Homo habilis féll þar í flokk með öðrum Homo tegundum en

rudolfensis með Kenyanthropus platyops (Cameron og Groves, 2004).

Eftir að hafa borið hominina tegundir saman eftir 198 eiginleikum tanna og hauskúpu fundu

Strait og Grine (2004) út að Homo tegundirnar hefðu þróast línulega. Homo sapiens og ergaster

mældust mjög skyldir hverjir öðrum og habilis og rudolfensis sömuleiðis. Samkvæmt þeim

Mynd 9: Sýnir niðurstöður Wood og Collard (1999). Praeanthropus africanus er nú kölluð Australopithecus afarensis. Mynd tekin hjá Wood og Collard (1999).

Page 30: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

29

rannsóknum áttu þeir allir sama forföður sem þeir deildu ekki með öðrum homininum (D. S.

Strait og Grine, 2004). Irish (2013) rannsakaði skyldleika hominina tegunda og þá helst hvar

Australopithecus sediba passaði inn í ættartréð. Hann komst að þeirri niðurstöðu að Homo

habilis og rudolfensis ættu þar heima með öðrum Homo tegundum (Irish o.fl., 2013).

En svo eru það þeir sem telja að Homo habilis hafi sumpart eiginleika annarra Homo

tegunda sem hann hafi þróað með sér sjálfur en komi ekki frá sameiginlegum forföður með

öðrum Homo tegundum. Chamberlain og Wood (1987) vildu meina að Homo habilis félli í

flokk með Australopithecus tegundum, og Homo rudolfensis með Paranthropus tegundum og

telja því þessar tegundir í raun ekki til Homo (Wood og Collard, 1999). Chamberlain (1987)

hafði áður komist að svipaðri niðurstöðu en þó taldi hann þá að Homo habilis ætti að tilheyra

ættkvíslinni Homo en rudolfensis ekki (Chamberlain, 1987; Wood og Collard, 1999).

Lieberman, Wood og Pilbeam (1996) gerðu sína rannsókn varðandi ættartré manntegunda.

Þeirra niðurstaða fól í sér að Homo habilis sé systurtegund Australopithecus africanus en

einnig Homo rudolfensis og Homo erectus (Lieberman o.fl., 1996; Wood og Collard, 1999).

Wood og Collard (1999) gerðu einnig rannsókn í þessa veru og þeirra niðurstöður sýndu að

habilis og rudolfensis féllu í hóp með Paranthropus tegundunum. Niðurstöður þeirra rannsókna

komu út 1999 en árið 2015 vörðu þeir niðurstöður sínar og töldu að nýlegri gögn breyttu þeim

ekki að því marki að það skipti einhverju máli (mynd 14) (Collard og Wood, 2015).

Að flokka tegundir í ættkvíslir

Mannfræðingum hefur sýnst hverjum sitt þegar kemur að því að flokka hominina tegundir í

ættkvíslir. Leakey og fleiri (1964) töldu að það væru helst fjórir þættir sem skilgreina ætti

ættkvíslina Homo:

1. Heili sem er að minnsta kosti 600 cm3 að stærð,

2. tungumál,

3. hendur sem vel eru hæfar til fínhreyfinga, þar á meðal þumall sem er lagaður til grips á

móti hinum fingrunum

4. og áhaldagerð.

Erfitt hefur reynst að flokka eftir þessum fjórum þáttum þar sem nánast útilokað er að

fullyrða hvaða hominina tegundir höfðu tungumál svipað því sem gerist á meðal nútímamanna

og hverjar ekki. Ekki er útilokað að aðrar tegundir en Homo tegundir geti búið yfir góðum

Page 31: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

30

fínhreyfingum og þekkt er að aðrar tegundir geri sér áhöld. Nýlegir fundir steingervinga hafa

einnig gert mannfræðingum erfitt um vik að fara að þessum mörkum um heilastærð sem og það

getur oft á tíðum verið erfitt að meta hver hún er.

Síðan þá hafa komið upp ýmsar tillögur að breytingum á hvernig skuli flokka tegundir í

ættkvíslina Homo, allt frá tillögu Cela-Conde og Ayala (2003) þar sem þeir leggja til að

ættkvíslin Homo nái yfir þær tegundir eins og hún gerir í dag og að auki mundi Kenyanthropus

platyops falla undir hana, til tillögu Watson og fleiri (2001) að forfaðir manna og górilla skuli

teljast undir ættkvíslina Homo og allir hans afkomendur.

Tillaga Cela-Conde og Altaba (2002) byggir á því að ákvarða skuli tegundir í sömu ættkvísl

sem ættu sama forföður, eða ættmóður. Töldu þeir að ættmóðirin fyrir Homo ætti að ná yfir

allar núverandi Homo tegundir fyrir utan Homo rudolfensis sem ætti að falla undir ættkvíslina

Kenyanthropus með platyops (Cela-Conde og Altaba, 2002). Cela-Conde og Ayala (2003)

byggðu tillögu sína á sama grunni en töldu að bæði Homo rudolfensis og Kenyanthropus

platyops skyldu tilheyra ættkvíslinni Homo (Cela-Conde og Ayala, 2003). Tillaga Wood og

Collard (1999) er mjög svipuð og tillaga Cela-Conde og Altaba (2002) en þeir telja þó ekki

nægjanlegt að tegundir innan sömu ættkvíslar hafi sömu ættmóður heldur væri einnig

nauðsynlegt að þær væru aðlagaðar svipuðum náttúrulegum aðstæðum. Þar með ættu tegundir

sem betur væru fallnar til klifurs í trjám en gangs á jörðu niðri ekki að flokkast undir ættkvíslina

Homo. Þar með getur Homo habilis ekki tilheyrt ættkvíslinni Homo og Wood og Collard (1999)

vildu einnig undanskilja rudolfensis frá Homo. Að auki töldu Collard og Wood (2007, 2015)

að Homo floresiensis ætti heldur ekki heima innan þeirrar ættkvíslar og þyrfti þá að gefa nýrri

ættkvísl nafn fyrir þá tegund þar sem að Homo virðist vera forfaðir floresiensis og er Homo

erectus líklegasti kandídatinn.

Watson og fleiri (2001) töldu að þegar tegundir eru flokkaðar í ættkvíslir eigi að fara eftir

erfðafjarlægð þeirra. Þegar talað er um erfðafjarlægð er átt við hversu skyldar tegundir eru

erfðafræðilega séð. Þegar erfðafjarlægð er minni eða svipuð því sem gerist á milli tegunda innan

annarra ættkvísla spendýra, eins og Canis (hundategunda), Felis (kattategunda) Ursus

(bjarnategunda) og fleiri, þá beri að flokka þær tegundir einnig í eina ættkvísl (Watson o.fl.,

2001). Töluvert minni erfðafjarlægð er á milli Gorilla, Pan og Homo en spendýra tegunda í

áðurnefndum ættkvíslum. Því leggja Watson og fleiri (2001) til að setja górillur, simpansa og

bónóbó undir sömu ættkvíslina sem og allar útdauðar hominina tegundir.

Tillaga Goodman og fleiri (1998) voru á svipuðum miðum og Watson og fleiri (2001).

Tillaga þeirra var sú að ættkvíslir prímata ætti að flokka saman í ættkvíslir ef sameiginlegur

forfaðir væri ekki eldri en 7-11 milljón ára gamall. Þetta byggði hann á því að flestar ættkvíslir

Page 32: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

31

prímata virðast eiga upphaf sitt á því tímabili. Talið er að Pan og Homo hafi átt sameiginlegan

forföður fyrir um 6 milljónum ára og mundu þær ættkvíslir því sameinast í eina ásamt öllum

öðrum homininum (Goodman o.fl., 1998).

Núverandi

tegundar heiti

Tillaga

Goodman o. fl

(1998)

Tillaga

Wood og Collard

(1999)

Tillaga

Watson o.fl.

(2001)

Tillaga

Cela-Conde og

Ayala (2003)

Gorilla gorilla Gorilla gorilla Gorilla gorilla Homo gorilla Gorilla gorilla

Pan paniscus Homo paniscus Pan paniscus Homo paniscus Pan paniscus

Pan troglodytes Homo

troglodytes

Pan troglodytes Homo

troglodytes

Pan troglodytes

Australopithecus

afarensis

Homo afarensis Australopithecus

afarensis

Homo afarensis Australopithecus

afarensis

Australopithecus

africanus

Homo africanus Australopithecus

africanus

Homo africanus Australopithecus

africanus

Australopithecus

anamensis

Homo

anamensis

Australopithecus

anamensis

Homo

anamensis

Australopithecus

anamensis

Homo erectus Homo erectus Homo erectus Homo erectus Homo erectus

Homo

floresiensis

Homo

floresiensis

?1 floresiensis Homo

floresiensis

Homo

floresiensis

Homo habilis Homo habilis Australopithecus

habilis

Homo habilis Homo habilis

Homo

heidelbergensis

Homo

heidelbergensis

Homo

heidelbergensis

Homo

heidelbergensis

Homo

heidelbergensis

Homo

neanderthalensis

Homo

neanderthalensis

Homo

neanderthalensis

Homo

neanderthalensis

Homo

neanderthalensis

Homo

rudolfensis

Homo

rudolfensis

Australopithecus

rudolfensis

Homo

rudolfensis

Homo

rudolfensis

Homo sapiens Homo sapiens Homo sapiens Homo sapiens Homo sapiens

Kenyanthropus

platyops

Homo platyops Kenyanthropus

platyops

Homo platyops Homo platyops

Orrorin

tugenensis

Homo

tugenensis

Orrorin

tugenensis

Homo

tugenensis

Orrorin

tugenensis

Paranthropus

aethiopicus

Homo

aethiopicus

Paranthropus

aethiopicus

Homo

aethiopicus

Paranthropus

aethiopicus

Paranthropus

boisei

Homo boisei Paranthropus

boisei

Homo boisei Paranthropus

boisei

Paranthropus

robustus

Homo robustus Paranthropus

robustus

Homo robustus Paranthropus

robustus

Sahelanthropus

tchadensis

Homo

tchadensis

Sahelanthropus

tchadensis

Homo

tchadensis

Sahelanthropus

tchadensis

1* Wood og Collard (1999) nefna ekki ættkvíslina sem þeir telja að floresiensis ætti að tilheyra.

Tafla IV: Tillögur að skilgreiningu á Homo. Tillögur að breytingum eru rauðlitaðar. Tafla lítillega breytt frá töflu Collard og Wood (2007)

Page 33: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

32

Umræður

Homo rudolfensis, ergaster og erectus hafa verið um einhvern tíma samtíða Homo habilis og

virðist vera nokkur munur á tegundunum. Sumar rannsóknir sýna að Homo habilis og Homo

rudolfensis eigi meira skylt með Australopithecus tegundum en öðrum Homo tegundum. Ef

einhver Australopithecus tegundanna er forfaðir Homo, eins og til dæmis africanus eða garhi,

þá má velta fyrir sér hvort ekki sé eðlilegt að fyrstu Homo tegundirnar séu líkari þeim en Homo

sapiens sem er nærri 2 milljón árum yngri. Ekki hefur náðst samkomulag um hvar skuli staðsetja

habilis og rudolfensis á þróunartrénu en flestar rannsóknir benda til þess að þeir eigi sama

forföður og aðrar Homo tegundir sem þeir deila ekki með öðrum ættkvíslum.

Við rannsóknir á því hvort habilis skuli teljast Homo eða ekki hafa verið borin saman stærð

hans við aðrar tegundir, tennur hans og kjálkabein einnig, sem og hlutföll á milli handleggja og

fótleggja og á milli þeirra og skrokks og ekki má gleyma samanburði á heilastærð tegundanna.

Velta má fyrir sér hvort þessar mælingar hver fyrir sig geti í raun og veru sagt til um hvaða

ættkvísl hominina tegundir eigi að tilheyra þar sem þessir eiginleikar virðast breytast fram og

til baka í tíma, til dæmis í gerð og stærð tanna eins og má sjá hjá Homo denisova og í heilastærð

og líkamsstærð eins og má sjá hjá Homo floresiensis. Leiddar hafa verið líkur að því, þar sem

Homo habilis er til muna smærri en aðrar Homo tegundir, að hann eigi ekki að teljast til

ættkvíslarinnar Homo. Homo floresiensis er þó töluvert minni og þó að Collard og Wood (2007)

vilji ekki telja hann til Homo tegunda eins og stendur, vegna smæðar hans, lítils heila hans og

apalegra hlutfalla á útlimum, þá er Homo erectus langlíklegasti forfaðir hans þar sem hann er

eina hominina tegundin sem vitað er til að hafi þá verið komin til Evrasíu. Einnig hafa

rannsóknir á kjálka og tönnum floresiensis bent til að hann líkist mjög Homo sapiens sem styrkir

þá kenningu enn frekar að hann verði að teljast til Homo tegundar. Ef hann á ekki Homo að

forföður þá getur verið erfitt að útskýra hvernig hominini komst á eyjuna Flóres í Indónesíu á

þeim tíma.

Það er vel þekkt að líkaminn getur tekið örum breytingum á tiltölulega stuttum tíma við

breyttar ytri aðstæður, og segir því stærðin ein og sér lítið um það hvort Homo habilis geti talist

Homo eða ekki.

Samanburður á tönnum og kjálka Homo habilis við aðrar skyldar tegundir hefur einnig leitt

til þeirrar niðurstöðu að hann sé líkari Australopithecus tegundum en öðrum Homo tegundum.

Ekki er heldur víst að það sé áreiðanlegur samanburður þar sem Homo denisova, sem lifði í

Síberíu fyrir um 50 þúsund árum, var með jaxla að svipaðri stærð og gerðist hjá Homo habilis

en gerð þeirra svipaði meira til jaxla Australopithecus tegunda. Er þó mikill tími á milli þeirra

Page 34: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

33

sem og landfræðileg fjarlægð einnig. Gæti því verið að tennur séu ekki besta leiðin til að

ákvarða skyldleika á milli hominina tegunda.

Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á að Homo habilis hafi verið svipað apalegur í vexti og

Australopithecus ef litið er til hlutfalla á milli fótleggja og handleggja, og eins á milli útlima og

skrokks og að hann hafi verið hæfari til klifurs en aðrar Homo tegundir voru og eru.. Hins vegar

telja sumir að ekki séu til nægjanlega góð sýni til að hægt sé að meta lengd útlima Homo habilis

með einhverri vissu og því útilokað að bera hann saman að því leiti við aðrar tegundir. Einnig

virðist sem Homo floresiensis hafi verið líkur habilis að þessu leiti. Ökkli Homo habilis virðist

benda til þess að fætur hans hafi ekki verið eins vel lagaðir til göngu eins og annarra Homo

tegunda.

Heilastærð Homo habilis hefur einnig valdið deilum en flestir telja hana töluvert minni

heldur en er að finna hjá Homo ergaster. Það hefur verið notað sem rök fyrir því að habilis skuli

ekki teljast til ættkvíslarinnar Homo. Ekki aðeins Homo floresiensis setur spurningarmerki við

þá tillögu með enn minni heila en habilis, heldur einnig hauskúpurnar sem fundust í Dmanisi í

Georgíu. Þar er einnig Homo, í Evrasíu, sem er samtíða Homo habilis og með svipaða

heilastærð en í flestu öðru líkjast þær hauskúpur Homo erectus þó að ein beri svip af habilis og

önnur af rudolfensis.

Ofan á þessar deilur um hvort Homo habilis skuli tilheyra ættkvíslinni Homo vegna

útlitseinkenna kemur sú vitneskja sem til er um hvernig þróun getur orðið. Hvernig sameigin-

legir eiginleikar þurfa ekki nauðsynlega að koma frá sama forföður og hvernig náskyldar

tegundir geta verið nokkuð ólíkar hvor annarri. Það getur flækt enn frekar þá vinnu við að finna

út skyldleika hominina tegunda og stað þeirra á þróunartrénu.

Niðurstöður

Því hefur verið haldið fram að Homo habilis hafi sumpart verið líkari afrísku mannöpunum en

nútímamönnum. Heili habilis er til muna nær í stærð heila Pan en nútímamanna, augntennur

hans eru stærri í hlutfalli við framjaxla miðað við aðra hominina (fyrir utan Pan), þroskatími

hans er nær því að vera sá sami og hjá górillum og Pan en mannfólki í dag, líkamsstærð hans

er nær Pan en flestum Homo tegundum, styrkleiki upphandleggsbeins og lærleggs virðist vera

sá sami og hjá simpönsum en fellur utan breytileika Homo sapiens og svo virðist habilis hafa

verið vel gerður til klifurs. Einnig virðist habilis hafa haft mannlega eiginleika. Hann gekk

uppréttur, fótur hans var svipaður og hjá samtíða Homo tegundum þó að ökkli hans gerði það

sennilega að verkum að hann var ekki eins hæfur til gangs og þær. Steináhöld hafa fundist á

Page 35: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

34

sömu stöðum og bein habilis og má því reikna með að hann hafi haft kunnáttu og getu til að

gera þau og nota. Þroska tími habilis var einnig svipaður og hjá samtíða Homo tegundum. Að

sama leiti og Homo habilis líkist meira Pan en Homo sapiens er hann einnig, ef undan eru

skyldar hlutfallslega stórar augntennur, líkari Australopithecus africanus en Homo sapiens í

mörgum ólíkum rannsóknum og ætti því, miðað við það, að flokkast í ættkvíslina Australo-

pithecus í stað Homo á meðan þekking á tegundunum er ekki meiri en hún er í dag.

Flokkun í ættkvíslir sem slík er mannanna verk og er gerð til að auðvelda þeim að ná yfir

þá vitneskju sem til er hverju sinni. Homo habilis, rudolfensis, floresiensis og Dmanisi

fundurinn setja úr skorðum þá flokkun tegunda í ættkvíslina Homo sem hefur tíðkast fram til

þessa. Er því rétt að staldra við og skilgreina ættkvíslirnar upp á nýtt áður en ákveðið er hvort

habilis eigi að tilheyra ættkvíslinni Homo eða ekki.

Page 36: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

35

Heimildaskrá

Aiello, L. C., og Wood, B. A. (1994). Cranial variables as predictors of hominine body mass.

American journal of physical anthropology, 95(4), 409–426. doi:

10.1002/ajpa.1330950405

Akazawa, T., Ogihara, N., Tanabe, H. C., og Terashima, H. (Eds.). (2014). Dynamics of

learning in neanderthals and modern humans (Vol. 2). Tokyo: Springer.

Argue, D., Donlon, D., Groves, C., og Wright, R. (2006). Homo floresiensis: Microcephalic,

pygmoid, Australopithecus, or Homo? J Hum Evol, 51, 360-374.

Berger, L. R., Ruiter, D. J. d., Churchill, S. E., Schmid, P., Carlson, K. J., Dirks, P. H. G. M.,

og Kibii, J. M. (2010). Australopithecus sediba: A new species of Homo-like

Austraopith from South Africa. Science, 328, 195-204.

Berger, L. R., og Tobias, P. V. (1996). A chimpanzee-like tibia from Sterkfontein, South

Africa and its implications for the interpretation of bipedalism in Australopithecus

africanus. J Hum Evol, 30, 343-348.

Brown, J. H., og West, G. B. (Eds.). (2000). Saling in biology. New York: Oxford University

Press.

Brown, P., Sutikna, T., Morwood, M. J., Soejono, R. P., Jatmiko, Saptomo, E. W., og Due, R.

A. (2004). A new small-bodied hominin from the Late Pleistocene of Flores,

Indonesia. Nature, 431, 1055-1061. doi: doi:10.1038/nature02999

Brunet, M., Guy, F., Pilbeam, D., Mackaye, H. T., Likius, A., Ahounta, D., . . . Zollikofer, C.

(2002). A new hominid from the upper miocene of Chad, central Africa. Nature, 418,

145-151.

Calder, W. A. (1984). Size, Function, and Life History. Cambridge: Harvard University Press.

Cameron, D. W., og Groves, C. P. (2004). Bones, stones, and molecules: "out of Africa" and

human origins. Burlington: Elsevier.

Cela-Conde, C. J., og Altaba, C. R. (2002). Multiplying genera versus moving species: a new

taxonomic proposal for the family Hominidae. South African Journal of Science, 98,

229-232.

Cela-Conde, C. J., og Ayala, F. J. (2003). Genera of the human lineage. Proceedings of the

National Academy of Sciences, 100(17), 10133-10133. doi: 10.1073/pnas.1734099100

Chamberlain, A. T. (1987). A taxonomic review and phylogenetic analysis of Homo habilis.

University of Liverpool.

Clarke, R. J., og Tobias, P. V. (1995). Sterkfontein member 2 foot bones of the oldest South

African hominid. Science, 269, 521-524.

Collard, M., og Wood, B. (2007). Defining the genus Homo. In W. Henke og I. Tattersall

(Eds.), Handbook of paleoanthropology (Vol. 3). Berlin: Springer.

Collard, M., og Wood, B. (2015). Defining the Genus Homo. 2107-2144. doi: 10.1007/978-3-

642-39979-4_51

Curnoe, D. (2001). Early Homo from southern Africa: a cladistic perspective South African

Journal of Science, 97, 186-190.

Damuth, J., og MacFadden, B. J. (Eds.). (1990). Body size in mammalian paleobiology:

Estimation and biological implications. Cambridge: Cambridge University Press.

Dean, C., Leakey, M. G., Reid, D., Schrenk, F., Schwartzk, G. T., Stringer, C., og Walker, A.

(2001). Growth processes in teeth distinguish modern humans from Homo erectus and

earlier hominins. Nature, 414, 628-631.

Dean, M. C. (1995). The nature and periodicity of incremental lines in primate dentine and

their relationship to periradicular bands in OH 16 (<i>Homo habilis</i>). In J. Moggi-

Page 37: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

36

Cecchi (Ed.), Aspects of dental biology: Palaeontology, anthropology and evolution

(pp. 239–265). Florence, Italy: International Institute for the Study of Man.

Dean, M. C., Stringer, C. B., og Bromage, T. G. (1986). Age at death of the Neanderthal child

from Devil's Tower, Gibraltar and the implications for studies of general growth and

development in Neanderthals. American journal of physical anthropology, 70(3), 301–

309. doi: 10.1002/ajpa.1330700305

DeSilva, J. M., og Lesnik, J. J. (2008). Brain size at birth throughout human evolution: a new

method for estimating neonatal brain size in hominins. J Hum Evol, 55(6), 1064-1074.

doi: 10.1016/j.jhevol.2008.07.008

Dimaggio, E. N., Campisano, C. J., Rowan, J., Dupont-Nivet, G., Deino, A. L., Bibi, F., . . .

Arrowsmith, J. R. (2015). Late Pilocene fossilferous sedimentary record and the

environmental context of early Homo from Afar, Ethiopia. Sciencexpress, 1-8.

Dominguez-Rodrigo, M., Pickering, T. R., Semaw, S., og Rogers, M. J. (2005). Cutmarked

bones from Pliocene archaeological sites at Gona, Afar, Ethiopia: implications for the

function of the world's oldest stone tools. J Hum Evol, 48(2), 109-121. doi:

10.1016/j.jhevol.2004.09.004

Dunbar, R. I. M. (1995). Neocortex size and group size in primates: a test of the hypothesis. J

Hum Evol, 28(3), 287–296. doi: 10.1006/jhev.1995.1021

Fondon, J. W., og Garner, H. R. (2004). Molecular origins of rapid and continuous

morphological evolution. Pnas, 101(52), 18058–18063.

Goodman, M., Porter, C. A., Czelusniak, J., Page, S. L., Schneider, H., Shoshani, J., . . .

Groves, C. P. (1998). Toward a phylogenetic classification of primates based on DNA

evidence complemented by fossil evidence. Molecular Phylogenetics and Evolution,

9(3), 585-598.

Goto, S. G., og Kimura, M. T. (2001). Phylogenetic utility of mitochondrial COI and nuclear

Gpdh genes in drosophila. Molecular Phylogenetics and Evolution, 18(3), 404-422.

doi: 10.1006/mpev.2000.0893

Grausz, H. M., Leakey, R., Walker, A. C., og Ward, C. V. (1988). Associated cranial and

postcranial bones of Australopithecus boisei. In F. E. Grine (Ed.), Evolutionary history

of the "robust" Australopithecines (pp. 127–132). United States of America

Transaction publishers.

Grine, F. E., Jungers, W. L., Tobias, P. V., og Pearson, O. M. (1995). Fossil Homo femur

from Berg Aukas, Northern Namibi. American journal of physical anthropology, 97,

151-185.

Haeusler, M., og McHenry, H. M. (2004). Body proportions of Homo habilis reviewed

Journal of human evolution, 46, 433-465.

Haeusler, M., og McHenry, H. M. (2007). Evolutionary reversals of limb proportions in early

hominids? evidence from KNM-ER 3735 (Homo habilis). J Hum Evol, 53, 383-405.

Haile-Selassie, Y., og Woldegabriel, G. (2009). Ardipithecus kadabba: Late miocene

dvidence from the middle Awash, Ethiopia (Vol. 2). Kalífornía: University of

California Press.

Hill, A., Ward, S., Deino, A., Curtis, G., og Drake, R. (1992). Earliest Homo. Nature, 355,

719-722.

Holliday, T. W. (2012). Body size, body shape, and the circumscription of the genus Homo.

Current Anthropology, 53(56), S330-S345.

Hunt, K. D. (1996). The postural feeding hypothesis: An ecological model for the evolution of

bipedalism. South African Journal of Science, 92(2), 77-91.

Irish, J. D., Guatelli-Steinberg, D., Legge, S. S., Ruiter, D. J. d., og Berger, L. R. (2013).

Dental morphology and the phylogenetic “place” of Australopithecus sediba. Science,

340, 1233062-1233061-1233062-1233064.

Page 38: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

37

Johanson, D., og Edgar, B. (2006). From Lucy to language. Simon & Schuster.

Johanson, D. C., Masao, F. T., Eck, G. G., White, T. D., Walter, R. C., Kimbel, W. H., . . .

Suwa, G. (1987). New partial skeleton of Homo habilis from Olduwai Gorge,

Tanzania. Nature, 327, 205-209.

Kappelman, J. (1996). The evolution of body mass and relative brain size in fossil hominids. J

Hum Evol, 30(3), 243–276. doi: 10.1006/jhev.1996.0021

Kuman, K., og Clarke, R. J. (2000). Stratigraphy, artefact industries and hominid associations

for Sterkfontein, member 5. J Hum Evol, 38(6), 827-847. doi: 10.1006/jhev.1999.0392

Leakey, L. S. B. (1966). Homo habilis, Homo erectus and the Australopithecines. Nature,

209, 1279-1281.

Leakey, L. S. B., Tobias, P. V., og Napier, J. R. (1964). A new species of the genus of Homo

from Olduvai Gorge. Nature, 202, 7-9.

Leakey, R. E. F., og Walker, A. C. (1985). Further hominids from the Plio-Pleistocene of

Koobi Fora, Kenya. American journal of physical anthropology, 67, 135-163.

Lieberman, D. E., Pilbeam, D. R., og Wood, B. A. (1988). A probabilistic approach to the

problem of sexual dimorphism in Homo habilis: a comparison of KNM-ER 1470 and

KNM-ER 1813 J Hum Evol, 17, 503-511.

Lieberman, D. E., Wood, B. A., og Pilbeam, D. R. (1996). Homoplasy and early Homo: an

analysis of the evolutionary relationships of H. habilis sensu stricto and H. rudolfensis.

J Hum Evol, 30, 97-120.

Lordkipanidze, D., León, M. S. P. d., Margvelashvili, A., Rak, Y., Rightmire, G. P., Vekua,

A., og Zollikofer, C. P. E. (2013). A complete skull from Dmanisi, Georgia, and the

evolutionary biology of early Homo. Science, 342, 326-343.

Lui, J. H., Hansen, D. V., og Kriegstein, A. R. (2011). Development and evolution of the

human neocortex. Cell, 146(1), 18-36. doi: 10.1016/j.cell.2011.06.030

MacLatchy, L. M. (1996). Another look at the australopithecine hip. J Hum Evol, 31(5), 455–

476. doi: 10.1006/jhev.1996.0071

Mann, A., og Weiss, M. (1996). Hominoid phylogeny and taxonomy: A consideration of the

molecular and fossil evidence in an historical perspectiv. Molecular Phylogenetics and

Evolution, 5(1), 169-181.

McHenry, H. M. (1991). Petite bodies of the “robust” australopithecines. American journal of

physical anthropology, 86(4), 445–454. doi: 10.1002/ajpa.1330860402

McHenry, H. M. (1994). Behavioral ecological implications of early hominid body size. J

Hum Evol, 27(1-3), 77-87. doi: 10.1006/jhev.1994.1036

McHenry, H. M., og Berger, L. R. (1998). Body proportions in Australopithecus afarensis and

A. africanus and the origin of the genus Homo. J Hum Evol, 35, 1-22.

McNeil, M. C., Polloway, E. A., og Smith, J. D. (1984). Feral and Isolated Children:

Historical Review and Analysis Education and Training of the Mentally Retarded,

19(1), 70-79.

Moggi-Cecchi, J., Tobias, P. V., og Beynon, A. D. (1998). The mixed dentition and associated

skull fragments of a juvenile fossil hominid from Sterkfontein, South Africa.

American journal of physical anthropology, 106, 425–465.

Morwood, M. J., Brown, P., Jatmiko, Sutikna, T., Saptomo, E. W., Westaway, K. E., . . .

Djubiantono, T. (2005). Further evidence for small-bodied hominins from the Late

Pleistocene of Flores, Indonesia. Nature, 437(7061), 1012-1017. doi:

10.1038/nature04022

Nagano, A., Umberger, B. R., Marzke, M. W., og Gerritsen, K. G. (2005).

Neuromusculoskeletal computer modeling and simulation of upright, straight-legged,

bipedal locomotion of Australopithecus afarensis (A.L. 288-1). Am J Phys Anthropol,

126(1), 2-13. doi: 10.1002/ajpa.10408

Page 39: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

38

Ohman, J. C., Krochta, T. J., Lovejoy, C. O., Mensforth, R. P., og Latimer, B. (1997).

Cortical bone distribution in the femoral neck of hominoids: Implications for the

locomotion of Australopithecus afarensis. American journal of physical anthropology,

104(1), 117-131. doi: 10.1002/(SICI)1096-8644(199709)104:1<117::AID-

AJPA8>3.0.CO;2-O

Passingham, R. E., og Ettlinger, G. (1974). A comparison of cortical functions in man and the

other primates. In C. C. Pfeiffer og J. R. Smythies (Eds.), International review of

neurobiology (Vol. 16, pp. 233-302). United States of America Academic press

Pontzer, H., Rolian, C., Rightmire, G. P., Jashashvili, T., Ponce de Leon, M. S.,

Lordkipanidze, D., og Zollikofer, C. P. (2010). Locomotor anatomy and biomechanics

of the Dmanisi hominins. J Hum Evol, 58(6), 492-504. doi:

10.1016/j.jhevol.2010.03.006

Reich, D., Green, R. E., Kircher, M., Krause, J., Patterson, N., Durand, E. Y., . . . Pa, S.

(2010). Genetic history af an archaic hominin group from Denisova cave in Siberia.

Nature, 468, 1053-1060.

Reno, P. L., DeGusta, D., Serrat, M. A., Meindl, R. S., White, T. D., Eckhardt, R. B., . . .

Lovejoy, C. O. (2005). Plio-pleistocene hominid limb proportions: Evolutionary

reversals or estimation errors? Current Anthropology, 46(4), 575-588.

Richmond, B. G., Aiello, L. C., og Wood, B. A. (2002). Early hominin limb proportions. J

Hum Evol, 43, 529-548. doi: 10.1006/jhev.2002.0594

Richmond, B. G., og Jungers, W. L. (2008). Orrorin tugenensis femoral morphology and the

dvolution of hominin bipedalism. Science, 319, 1662-1665.

Rightmire, G. P., Lordkipanidze, D., og Vekua, A. (2006). Anatomical descriptions,

comparative studies and evolutionary significance of the hominin skulls from

Dmanisi, Republic of Georgia. J Hum Evol, 50(2), 115-141. doi:

10.1016/j.jhevol.2005.07.009

Roberts, M. B., Stringer, C. B., og Parfitt, S. A. (1994). A hominid tibia from Middle

Pleistocene sediments at Boxgrove, UK. Nature, 369, 311-313. doi:

10.1038/369311a0

Ruff, C. (2009). Relative limb strength and locomotion in Homo habilis. American journal of

physical anthropology, 138, 90-100.

Ruff, C. B., og Walker, A. (1993). Body size and body shape. In A. Walker og R. Leakey

(Eds.), The Nariokotome Homo erectus Skeleton (pp. 234–265). United States of

America Harvard university press

Sankararaman, S., Patterson, N., Li, H., Pääbo, S., og Reich, D. (2012). The date of

interbreeding between neandertals and modern humans. Plos Genetics, 8(10),

e1002947. doi: 10.1371/journal.pgen.1002947

Schrenk, F., Kullmer, O., og Bromage, T. (2014). The earliest putative Homo fossils. In W.

Henke og I. Tattersall (Eds.), Handbook of Paleoanthropology (2 ed., pp. 2145-2165):

Springer Berlin Heidelberg.

Shapiro, M. D., Bell, M. A., og Kingsley, D. M. (2006). Parallel genetic origins of pelvic

reduction in vertebrates. Pnas, 103(37), 13753-13758. doi: 10.1073/pnas.0604706103

Smith, B. H. (1994). Patterns of dental development in Homo, Australopithecus, Pan, and

Gorilla American journal of physical anthropology, 94, 307-325.

Spoor, F., Gunz, P., Neubauer, S., Stelzer, S., Scott, N., Kwekason, A., og Dean, M. C.

(2015). Reconstructed Homo habilis type OH 7 suggests deep-rooted species diversity

in early Homo. Nature, 519, 83-86.

Strait, D. S., og Grine, F. E. (2004). Inferring hominoid and early hominid phylogeny using

craniodental characters: the role of fossil taxa. J Hum Evol, 47(6), 399-452. doi:

10.1016/j.jhevol.2004.08.008

Page 40: Homo habilis: Var hinn handlagni maður af ættkvíslinni Homo? ritgerð.pdf · 2018-10-15 · Homo habilis er ein af elstu tegundunum sem hefur verið flokkuð í ættkvíslina Homo

39

Strait, D. S., Grine, F. E., og Moniz, M. A. (1997). A reappraisal of early hominid phylogeny.

J Hum Evol, 32, 17-82.

Susman, R. L., og Creel, N. (1979). Functional and morphological affinities of the subadult

hand (O.H. 7) from Olduvai Gorge. American journal of physical anthropology, 51(3),

311-331. doi: 10.1002/ajpa.1330510303

Tardieu, C. (1998). Short adolescence in early hominids: infantile and adolescent growth of

the Human femur. American journal of physical anthropology, 107, 163-178.

Tobias, P. V. (1983). Hominid evolution in Africa. Canadian Journal of Anthropology, 3(2),

163-185.

Toussaint, M., Macho, G. A., Tobias, P. V., Partridge, T. C., og Hughes, A. R. (2003). The

third partial skeleton of a late Pliocene hominin (Stw 431) from Sterkfontein, South

Africa. South African Journal of Science, 99, 215-223.

Trinkaus, E., Ruff, C. B., og Churchill, S. E. (1998). Upper limb versus lower limb loading

patterns among Near Eastern middle paleolithic hominids. In T. Akazawa, K. Aoki, og

O. Bar-Yosef (Eds.), Neandertals and modern humans in Western Asia (pp. 391-404).

New-York: Plenum.

Trut, L. N. (1999). Early canid domestication: The Farm-Fox experiment. American Scientist,

87(2), 160-169.

Vila, C., Maldonado, J. E., og Wayne, R. K. (1999). Phylogenetic relationships, evolution,

and genetic diversity of the domestic dog. The Journal of Heredity, 90(1), 71-77.

Wang, W., Crompton, R. H., Carey, T. S., Gunther, M. M., Li, Y., Savage, R., og Sellers, W.

I. (2004). Comparison of inverse-dynamics musculo-skeletal models of AL 288-1

Australopithecus afarensis and KNM-WT 15000 Homo ergaster to modern humans,

with implications for the evolution of bipedalism. J Hum Evol, 47(6), 453-478. doi:

10.1016/j.jhevol.2004.08.007

Watson, E. E., Penny, D., og Easteal, S. (2001). Homo Genus: a review of the classification of

humans and the great apes. In P. V. Tobias (Ed.), Humanity from African naissance to

coming millennia: colloquia in human biology and palaeoanthropology. Firenze:

Firenze University Press.

Wheeler, P. E. (1993). The influence of stature and body form on hominid energy and water

budgets; a comparison of Australopithecus and early Homo physiques. J Hum Evol,

24(1), 13-28. doi: 10.1006/jhev.1993.1003

White, T. D., Asfaw, B., Beyene, Y., Haile-Selassie, Y., Lovejoy, C. O., Suwa, G., og

WoldeGabriel, G. (2009). Ardipithecus ramidus and the paleobiology of early

Hominids. Science, 326.

Will, M., og Stock, J. T. (2015). Spatial and temporal variation of body size among early

Homo. J Hum Evol, 1-19.

Williams, D., Kuipers, A., Mukai, C., og Thirsk, R. (2009). Acclimation during space flight:

effects on human physiology. CMAJ, 180(13), 1317-1323.

Wood, B., og Collard, M. (1999). The human genus Science, 284, 65-71. doi:

10.1126/science.284.5411.65

Zuckerman, S. (1928). Age-changes in the Chimpanzee, with special reference to growth of

brain, eruption of teeth, and estimation of age; with a note on the taungs ape.

Proceedings of the Zoological Society of London, 98(1), 1-42. doi: 10.1111/j.1469-

7998.1928.tb07138.x