hvað getum við lært af reggio emilia hugmyndafræðinni þegar … ritgerð... · 2018. 10....

57
Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Leikskólakennaradeild 2014 Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar kemur að lýðræði í leikskólum? Lýðræði í leikskólum í anda Reggio Emilia hugmyndafræðinnar Aldís Ingvadóttir Rakel Þórarinsdóttir Lokaverkefni

Upload: others

Post on 01-Oct-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

Háskólinn á Akureyri

Hug- og félagsvísindasvið

Leikskólakennaradeild

2014

Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni

þegar kemur að lýðræði í leikskólum?

Lýðræði í leikskólum í anda Reggio Emilia hugmyndafræðinnar

Aldís Ingvadóttir

Rakel Þórarinsdóttir

Lokaverkefni

Page 2: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

Háskólinn á Akureyri

Hug- og félagsvísindasvið

Leikskólakennaradeild

2014

Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni

þegar kemur að lýðræði í leikskólum?

Lýðræði í leikskólum í anda Reggio Emilia hugmyndafræðinnar

Aldís Ingvadóttir

Rakel Þórarinsdóttir

Lokaverkefni til 180 eininga B.Ed. – prófs í kennaradeild

Leiðsöguleikskólakennari: Kristín Dýrfjörð

Page 3: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem
Page 4: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

ii

Við Aldís Ingvadóttir og Rakel Þórarinsdóttir lýsum því hér með yfir að við einar erum

höfundar þessa verkefnis og að það er ágóði eigin rannsókna.

___________________________

Aldís Ingvadóttir

_____________________________

Rakel Þórarinsdóttir

Það staðfestist hér með að lokaverkefni þetta fullnægir að mínum dómi kröfum til B.Ed. – prófs í

leikskólakennaradeild.

_________________________

Kristín Dýrfjörð

Page 5: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

iii

Útdráttur

Markmið verkefnisins er að öðlast dýpri sýn á hvað felst í lýðræði í leikskólastarfi, ásamt því að rýna í hvað Reggio Emilia hugmyndafræði felur í sér og hvernig þessir þættir fléttast saman í leikskólastarfi. Eins og fram kemur þá líta kennarar á hvern og einn einstakling sem sérstakan og hann efldur og hvattur til virkrar og sjálfstæðrar þátttöku í leikskólastarfinu. Í leikskóla þar sem skólastarfið byggist á lýðræði eins og Reggio Emilia leikskólar er lögð áhersla á að hver og einn fái að njóta sín, nýta sína reynslu og þekkingu til þess að leysa ýmis verkefni og þróa með sér nýja og bættari þekkingu þar sem fleiri spurningar vakna til frekari rannsókna. Í verkinu er skoðað hvað felst í hugmyndafræði sem þessari, hvernig lýðræði fléttast inn í leikskólastarf sem starfar í anda Reggio Emilia hugmyndarinnar og fjallað verður um leikskólan Aðalþing í Kópavogi þar sem aðstaða og starfsemi leikskólans var skoðuð. Helsti hugmyndasmiður Reggio Emilia var Loris Malaguzzi og verður fjallað um sögu hans og starf. Lýðræði í leikskólastarfi er eitt af meginþáttum í Aðalnámskrá leikskóla og verður fjallað um það ásamt því hvernig þátttaka barna er nýtt í skólastarfinu. Þátttaka barna er mikilvæg fyrir skólastarfið þegar kemur að ákvarðanatökum í hinum ýmsu málum er kemur börnunum við. Í lokinn verður stiklað á því helsta sem greip höfunda ritgerðarinnar ásamt mati þeirra á efninu. Abstract The purpose of this thesis is to gain deeper knowledge of what is included in democracy in the early childhood profession, along with looking into what is involved in the Reggio Emilia approach and how those elements are wound up together in the early childhood profession. Teachers look on every individual as special and he is strengthened and encouraged to be active and independent in the kindergarten profession. In a kindergarten where the early childhood work is built on democracy as the Reggio Emilia kindergartens, there is an emphasis on that everyone gets to enjoy themselves, use their experiences and knowledge to solve various tasks and develop new and improved knowledge where more questions are awakened to do further research. In the thesis it will be examined what is involved in a ideology like this and how democracy is wound up in kindergarten which works with the Reggio Emilia ideology and it will be written about the kindergarten Aðalþing which is in Kópavogur, whose operation was observed. One of the foremost ideologists in Reggio Emilia was Loris Malaguzzi and his story and work will be covered in this thesis. Democracy in the early childhood profession is one of the essence in Aðalnámskrá leikskóla and it will be covered along with how children’s participation is used in the profession. Children’s participation is important for the early childhood profession when it comes to decisions in various matters that involve children. At the end of the thesis there will be a conclusion where it will be mentioned just the chief points that caught the authors attention along with their evaluation on these subjects.

Page 6: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem
Page 7: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

1

Efnisyfirlit 1 Inngangur ........................................................................................................................................ 2

2 Lýðræði ............................................................................................................................................ 5

2.1 Hvað er lýðræði? ..................................................................................................................... 5

2.2 Barnasáttmáli sameinuðu þjóðanna. ...................................................................................... 7

2.3 Jafnrétti ................................................................................................................................... 9

2.4 Aðalnámskrá leikskóla 2011 .................................................................................................. 11

3 Reggio Emilia hugmyndafræðin .................................................................................................... 13

3.1 Kynning á Reggio Emilia hugmyndafræðinni ......................................................................... 13

3.2 Loris Malaguzzi ...................................................................................................................... 14

3.3 Hvað er leikskólastarf í anda Reggio Emilia? ......................................................................... 15

3.4 Hvernig hafa leikskólarnir þróast? ......................................................................................... 16

3.5 Skráningar .............................................................................................................................. 18

3.6 Áhrif barna í Reggio ............................................................................................................... 23

3.7 Hugmyndir um lýðræði og þátttöku barna í Reggio .............................................................. 24

3.8 Lýðræðishugmyndir John Dewey .......................................................................................... 25

4 Lýðræði og leikskólastarf – þátttaka barna ................................................................................... 27

4.1 Lýðræði og skóli ..................................................................................................................... 27

4.2 Lýðræði og mannréttindi í skólum ........................................................................................ 28

4.3 Lýðræði og skólastarf ............................................................................................................ 29

4.4 Mikilvægi samræðunnar ........................................................................................................ 31

4.5 Lýðræðismenntun ................................................................................................................. 31

4.6 Sjónarmið barna í mati .......................................................................................................... 32

4.7 Hugmyndir Clark og Moss...................................................................................................... 33

4.8 Þátttaka barna ....................................................................................................................... 35

4.9 Aðferðir og leiðir við að hlusta á börn ................................................................................... 36

4.10 Þátttaka barna í skólastarfi .................................................................................................... 37

5 Leikskólinn Aðalþing ...................................................................................................................... 39

6 Lokaorð .......................................................................................................................................... 43

7 Heimildaskrá .................................................................................................................................. 46

Page 8: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

2

1 Inngangur

Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem flestir, ef ekki allir skóla landsins

standa fyrir að innleiða í skólastarf sitt. Það er réttur hvers og eins að fá tækifæri til þess að

tjá sig, koma sínum skoðunum á framfæri og taka þátt í ýmsum ákvarðanatökum sem kemur

þeim við á einn eða annan hátt. Þegar lýðræðisleg gildi í samfélaginu eru til staðar eru meiri

líkur á að hægt sé að tryggja að allir nýti sér rétt sinn til tjáningar og að taka þátt í

ákvarðanartökum í því samfélagi sem hver og einn tilheyrir. Lýðræði og jafnrétti fléttast

saman og skal samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla leggja áhersla á bæði. En þar segir:

Lýðræðislegt leikskólastarf byggist á jafnrétti, fjölbreytileika, samábyrgð, samstöðu og

viðurkenningu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Þar eiga börn að finna að þau eru hluti af hópi og

samfélagi þar sem réttlæti og virðing einkenna samskipti. Litið er á börn sem virka borgara og

þátttakendur þar sem hver og einn fær tækifæri til að leggja sitt af mörkum til að hafa áhrif á

umhverfi sitt (Aðalnámskrá leikskóla, 2011:35).

Til þess að undirbúa börn fyrir það að verða virkir þátttakendur í samfélagi þar sem lýðræði

er haft að leiðarljósi er lagt upp úr því að byrja snemma að ala börnin upp við

lýðræðishugmyndina og er leikskólinn talinn heppilegur vettvangur til þess (Jóhanna

Einarsdóttir, 2008).

Samhliða því að börn læri að leika sér, rannsaka og þjálfa ýmsa þætti í þroska sínum er

fléttað inn ýmsum félagslegum þáttum sem mikilvægt er þau tileinki sér og sem við kemur

samskiptum í lýðræðissamfélagi. Að skiptast á, vinna saman, skiptast á hugmyndum, bera

virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og leysa úr ágreiningi eða vandamálum svo allir verði

sáttir er meðal þess sem börn í leikskóla með lýðræði að leiðarljósi fá að kynnast og þjálfa sig

í.

Reggio Emilia hugmyndafræðin er opin og áhugaverð þegar kemur að þessum þáttum þar

sem hún leggur áherslu meðal annars á sjálfstæði barnanna, leit að þekkingu og eflingu

þátttöku í starfi. Allir fá að njóta sín og leggja sitt af mörkum sem er mjög mikilvægt fyrir

hvern og einn einstakling því það styrkir sjálfstraust hans og býr hann betur undir það að

takast á við lífið í framtíðinni. Lýðræði í skólastarfinu er ein þungamiðja Reggio Emilia

hugmyndafræðinnar og gefur hún ákveðna sýn á hvernig lýðræði birtist í skólastarfi.

Markmiðin með þessu verkefni eru að kanna hvað felst í hugtakinu lýðræði og hvernig það er

nýtt í skólastarfi. Hugtakið verður skilgreint og sýnt verður fram á hvernig það birtist í

Page 9: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

3

leikskólastarfinu. Leikskólar sem leggja áherslu á lýðræði í skólastarfi sínu bera ákveðin

einkenni sem gert verður grein fyrir í verkefninu. Lýðræðislegt þátttökumat verður skilgreint

þar sem fjallað verður um hvað það felur í sér, en matið er hannað og lagað að lýðræðislegu

skólastarfi. Einnig verður fjallað um mikilvægi samræðunnar, lýðræðismenntun og sjónarmið

barna í mati. Fjallað verður stuttlega um nokkra hugmyndafræðinga sem tengjast lýðræði í

skólastarfi og Reggio Emilia hugmyndafræðinnar. Lögð verður áherlsa á að fjalla um Reggio

Emilia leikskólastarf og er markmið verkefnisins að skoða og skýra hvað felst í því starfi,

uppruna þessarar hugmyndafræði, þróun hennar og þær lýðræðishugmyndir og hugmyndir

um þátttöku barna sem hún hefur að geyma. Tengt þessu efni verður fjallað um

birtingarmynd lýðræðis í einum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu, hvernig er unnið með

lýðræði í starfinu og hvaða ávinning fæst út úr því að nýta lýðræði í skólastarfi eins og gert er

í þessum tiltekna leikskóla. Markmiðið er að lokum einnig það að svara spurningunni Hvað

getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar kemur að lýðræði í leikskólastarfi?

Í lokin verður spurningunni svarað og niðurstöður verkefnisins gerð skil og kostir og gallar

lýðræðisstarfsemis í leikskóla verða metnir.

Það er haft að leiðarljósi að tryggja það að börn þessa lands fái þá menntun sem þau þurfa

sem og að stuðla að því að þeim sé tryggt öruggt og þroskandi umhverfi sem eflir þau bæði

líkamlega og andlega. Við viljum að þau fá tækifæri til þess að kanna og rannsaka umhverfið

og samfélagið út frá sínum eigin forsendum sem og í kjölfar ákveðinna spurninga sem hafa

vaknað eins og í skólastarfinu eða annars staðar frá. Sem kennarar viljum við vera

leiðbeinendur í stað þess að vera að mata börnin á ákveðnum upplýsingum sem þau fá upp í

hendurnar og þau missa þar af leiðandi af tækifærinu til þess að kynnast hlutunum sjálf. Við

viljum vera til staðar sem kennarar og leiðbeina en í leiðinni að leyfa börnunum svolítið að

ráða ferðinni og stjórna. Þannig fáum við betri sýn á hugsunarhátt þeirra, framkvæmd og

vangaveltum um niðurstöður sem þau fá hvort sem það er í ákveðnu verkefni eða bara í

almennum leik þar sem upp koma einhver deilumál eða þess háttar sem leysa þarf úr. Reggio

Emilia hugmyndafræðin snýst meðal annars um það bæði hvernig kennarar skuli starfa í

skólastarfinu sem og hvernig börnin eiga að vinna að því að leysa verkefni á lýðræðislegan

hátt. Reggio leggur fram þá sýn á hvernig best sé, að þeirra mati, að undirbúa börnin fyrir

komandi framtíð með því að gera þau virka og forvitna einstaklinga sem vilja rannsaka nánar

og læra, hver á sinn hátt og á þeirra eigin forsendum. Hver og einn einstaklingur hefur

eitthvað sérstakt að bjóða eða leggja fram í samfélaginu, í skólastarfi, í vinnunni eða hvar svo

Page 10: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

4

sem styrkleikarnir liggja. Með því að efla til lýðræðis í skólastarfi erum við að undirbúa og

þjálfa börnin til þess að leyfa þessum styrkleikum að njóta sín án leiðinlegra og vondra

athugasemda frá öðrum. Virðing, samstaða og jákvætt viðhorf eru meðal þess sem þarf til

þess að ná framförum í baráttunni fyrir auknu lýðræði í samfélaginu.

Page 11: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

5

2 Lýðræði

2.1 Hvað er lýðræði?

Hugtakið lýðræði er orðið algengt þegar kemur að skólastarfinu. Í Aðalnámskrá leikskóla má

finna sex grunnþætti í íslenskri menntun. Þeir eru: Læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi,

jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun (Aðalnámskrá leikskóla, 2011:14).

Með lýðræði er átt við að einstaklingar séu virkir þátttakendur þegar kemur að því að móta

samfélagið sem þeir búa í. Þeir eiga að vera virkir í að taka afstöðu til álitamála sem eru

siðferðislegs eðlis. Lagt er upp úr því að gefa börnum og unglingum tækifæri til þess að

kynnast og taka þátt í lýðræðissamfélagi og því er tækifærið nýtt í skólanum og þeim kennt

um hvað lýðræði snýst, í lýðræði innan skólaveggjanna (Hrund Hlöðversdóttir, 2013).

Eins og stefnan er tekin í dag í samfélaginu okkar þá beinist hún í átt að lýðræðisþjófélagi,

sem Ísland er nú þegar, en alltaf má gera betur í lýðræðisbaráttunni. Þar með talið má nefna

baráttuna um jafnrétti, milli kynja, milli samfélagsstétta, kynþátta og fleira. Börn eru eins og

svampar, sérstaklega þau yngri, þar sem áhuginn og forvitnin eru ríkjandi og því gott tækifæri

til þess að hefja lýðræðisumræðu og þjálfun í lýðræðislegri hugsun í leikskóla.

Í bókinni Uppeldi og menntun má finna grein eftir Hrund Hlöðversdóttur (2013) þar sem hún

fjallar um tvær hugmyndir um lýðræði. Annars vegar er að sumir líta á lýðræði sem einhvers

konar frjálsa samkeppni meðal fólks sem tekst á við ólíkar skoðanir. Þá má líta á það sem

hlutverk skólanna að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í samkeppni á frjálsum markaði

ásamt því að upplýsa þá um réttindi, skyldur og grundvallareglur í samfélagi. Hins vegar er

um annars konar hugmynd um lýðræði. Hugmyndin gerir ráð fyrir að lýðræði snúist um

samstarf og samveru frekar en samkeppni (Hrund Hlöðversdóttir, 2013).

Samkvæmt Wolfgang Edelstein (2012) þá snýst lýðræði um félagslega virk samskipti. Þessi

samskipti byggjast á umræðu og umræðuform samskipta, kallar á aðgang að sjónarhorni

annarra en sjálfs síns, skilning, á sameiginlega áætlunargerð fyrir sameiginlegar

framkvæmdir, á friðsamar lausnir á misskilningi og deilum en fyrst af öllu á viðurkenningu,

ábyrgð og réttlætisskyn. Samskipti sem þessi kalla á æfingu, reynslu og krefjast þess að nám

og skóli stuðli að þroska, bæði hópa og einstaklinga. Lýðræði er eitthvað sem er lært. Við

lærum að lifa við lýðræðisleg lífsform og að tileinka okkur félagslega hæfni til þess að búa í

Page 12: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

6

lýðræðislegu samfélagi. Við lærum að þroska getu okkar til þess að móta og þróa

lýðræðisgerð félagslegra samskipta (Wolfgang Edelstein, 2010:2).

Í samræmi við þessi markmið miðar lýðræðisnám að þrennu:

Að læra lýðræðislega starfshætti, að kunna að athafna sig á lýðræðislegan hátt

Að læra að lifa í lýðræðislegum samskiptum við aðra, tileinka sér lýðræðislegar lífs- og

starfsvenjur

Að taka þátt í mótun lýðræðislegra samfélagshátta og samfélagsgerðar (Wolfgang

Edelstein, 2010:2)

Wolfgang Edelstein (2010) telur að í þessu ferli skiptir félagsleg hæfni (social competence)

einstaklinga mestu máli. Einstaklingar verða að hafa þá hæfileika og búa yfir þeim

leikniþáttum sem þarf. Annars er hann hvorki samvinnuhæfur eða tilbúinn til þess að taka á

sig ábyrgð. Ábyrgð, samvinna og þátttaka eru forsendur lýðræðislegra samskipta og án

félagshæfninnar vantar forsendur til þátttöku. Hann bendir á að á grundvelli sameiginlegrar

reynslu þróast félagshæfni sem hann segir að John Dewey tengir við reynslunám. Wolfgang

Edelstein telur skólann vera einu stofnunina sem sé hæf til þess að skipuleggja slíka reynslu

fyrir börn óháð félagsstöðu og uppruna þeirra. Skólar verða því að gæta að þroska

félagslegrar hæfni barna og unglinga og það geta þeir gert með því að bjóða upp á virka aðild

að þróun sinni, að halda uppi umræðu um mótun og markmið innan stofnunarinnar.

Reynslan af samskiptum er grunnurinn að þroska og vexti samskiptarhæfni einstaklinga

samkvæmt því sem hann heldur fram.

Gunnar Helgi Kristinsson (2008) skilgreinir hugtakið lýðræði á þann hátt að það sé

stjórnskipulag þar sem uppsprettu valdsins er hægt að rekja til fólksins. Tenging valds við

fólkið er ýmiss konar og margs konar lýðræðiskenningar líta ólíkum augum á tilgang

lýðræðisins. Lýðræði hefur breyst mikið frá einum tíma til annars þar sem lýðræðiskerfi

heimsins eru fjölbreytt. Hvort sem er á íslensku eða grísku þá gefur orðið lýðræði

(demokratia) til kynna ákveðið stjórnfyrirkomulag þar sem fólkið ræður. Þess ber þó að

athuga að fólkið er ekki sjálfgefin eining. Gunnar Helgi veltir fyrir sér eftirfarandi spurninga:

Eru það allir sem hafa áhuga á tilteknu máli, óháð því hver aðkoma þeirra er, eða viljum við

þrengja hópinn sem ætti að hafa áhrif? Krefst lýðræði tiltekins þroska – sem gæti til dæmis

komið fram í aldursskilyrðum? (Gunnar Helgi Kristinsson, 2008:92). Þessar spurningar eiga

mest heima í pólitískri umræðu um lýðræði en tengja má þetta við leikskólastarf þannig að

Page 13: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

7

spyrja mætti hvort þrengja mætti til dæmis hópinn í leikskóla á þann hátt að börn endi með

því að sitja á á hakanum með sínar skoðanir þegar kemur að ákvarðanatökum sem tengjast

þeim eða hvort hægt væri að fara í hina áttina með þetta og opna betur fyrir þátttökuna í

ákvörðunartöku þar sem börn og jafnvel foreldrar þeirra fengju aukið vægi og meiri

þátttökurétt í ákvörðunartöku er varðar skólastarfið, svo dæmi sé tekið.

Í áraraðir hafa ýmis skilyrði verið sett vegna pólitískra áhrifa eins og kyn og kynþáttur,

trúarbrögð og margt annað (Gunnar Helgi Kristinsson, 2008). Þess ber að gæta vel að í

leikskólastarfi að þegar börn fá að taka fullan þátt í ákvörðunartökum af ýmsu tagi sem er í

anda lýðræðishugsunar þá er hætta á að einhverjir hópar verða útundan eða litið sé á þá

sem minni en hina, að þeirra skoðanir skipta ekki eins miklu máli. Sem dæmi um það eru ef

til vill börn innflytjenda, sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli sínu og búa við

aðra venjur en sem þykir ríkja í hinu venjubundna íslensku samfélagi. Kennarar þurfa að

temja sér hlutleysi og fordómaleysi áður en þeir stýra lýðræðislegri ákvörðunartöku, sem og

almennt í öllu sínu starfi. Þegar verið er að vinna með marga ólíka einstaklinga eins og á

leikskóla þá þurfa kennararnir að stýra starfinu á þann hátt að allir fái að njóta sín jafnt óháð

stöðu þeirra, hæfileika, kunnáttu og fleira.

Gunnar bendir enn frekar á að ljóst þarf að vera yfir hverju fólk ræður. Hann veltur fyrir sér

hvort fólk geti ákveðið hvað sem því þóknast eða eru fulltrúar lýðsins og vald þess sett

einhver takmörk? Í öllum lýðræðiskerfum þarf að ákveða hvernig skal greiða atkvæði og um

hvað, hvers lags undirbúningur sé nauðsynlegur til þess að atkvæðagreiðsla telst

fullnægjandi og enn fremur þarf að gæta að hvers konar mörk eigi að setja (Gunnar Helgi

Kristinsson, 2008).

2.2 Barnasáttmáli sameinuðu þjóðanna.

Á vef Umboðsmanns barna er fjallað um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sögu hans

(Umboðsmaður barna, e.d). Samkvæmt því sem fram kemur þar er hægt að rekja tilurð hans

til Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1948 en þar segir að mannréttindi eiga

að tryggja öllum mönnum rétt til þess að njóta mannlegrar reisnar (Umboðsmaður barna,

e.d.). Þar segir:

Sérhver manneskja er borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kveður á um mannréttindi sem allir eiga jafnt tilkall til án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, skoðana,

Page 14: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

8

þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Þetta eru þín mannréttindi! Kynntu þér þau. Leggðu þitt af mörkum til að efla virðingu fyrir mannréttindum - þínum eigin og annarra (Mannréttindarskrifstofa Íslands, 2010).

Á heimasíðu Umboðsmanns barna má finna helstu upplýsingar um það hvað

Barnasáttmálinn felur í sér. Hann hefur að geyma vernd ákveðinna grundvallarmannréttinda

fyrir börn, eins og rétt barna til lífs, friðhelgi fjölskyldu- og einkalífs, skoðana-, félaga-, trú- og

tjáningarfrelsis. Einnig leggur hann áherslu á að aðildarríkin beri skylda að grípa inn í til þess

að tryggja velferð barna ef þess ber þörf, meðal annars á sviði félags-, heilbrigðis- og

menntamála (Umboðsmaður barna, e.d).

Börn eru menn og eiga því undantekningarlaust að njóta sömu mannréttinda og fullorðnir.

Því miður njóta börn ekki allra stjórnmálalegra réttinda, eins og kosningarréttar, vegna

reynslu- og þroskaleysis. Í ýmsum alþjóðlegum mannréttindasamningum er börnum tryggð

aukinn stuðningur og vernd þar sem börn er þjóðfélagshópur sem er einstaklega viðkvæmur.

Með Genfaryfirlýsingu Þjóðabandalagsins frá árinu 1924 hlaut sérstaða barna fyrst

alþjóðlega viðurkenningu. Genfaryfirlýsingin var byggð á stefnuyfirlýsingu alþjóðasamtaka

Save the children (Barnaheill). Ýmsar grundvallarreglur um umönnun og vernd barna var að

finna í yfirlýsingunni. Samþykkt var sérstök yfirlýsing um réttindi barnsins á vettvangi

Sameinuðu þjóðanna 1959 og byggðist hún á yfirlýsingu Þjóðabandalagsins. Einróma

samþykki flestra ríkja um nauðsyn þess að vinna að og þróa réttindi barna á alþjóðlegum

vettvangi enn frekar, og veita börnum víðtækari vernd varð til þess að undirbúningur

sérstaks þjóðréttarsamnings um réttindi barna 1979 fór af stað. Samkvæmt umboðsmanni

barna (e.d.) þá var Barnasáttmálinn, eða samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna

var lagður fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember 1989. Á Íslandi varð

Barnasáttmálinn fullgildur árið 1992. Fullgildingin felur það í sér að Ísland er skuldbundið að

þjóðarrétti til þess að uppfylla og virða ákvæði sáttmálans. Þann 20. febrúar 2013 varð

Barnasáttmálinn lögfestur hér á landi og er hann nú hluti af íslenskri löggjöf. Barnasáttmáli

Sameinuðu þjóðanna felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn eru sjálfstæðir

einstaklingar sem hafa fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn felur í sér

grundvallarréttindi og tryggir það að öll börn undir átján ára aldri fái sérstaka vernd og

umönnun. Sáttmálinn endurspeglar einnig þá nýju sýn á stöðu og hlutverk barna og hann

Page 15: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

9

tekur fram að öll börn eigi þann rétt á að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu

(Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, e.d ).

2.3 Jafnrétti

Höfundar telja að lýðræði og jafnrétti haldast í hendur þar sem markmið lýðræðis er að gefa

einstaklingum tækifæri á að tjá sig óáreittir, leggja fram skoðanir sínar og taka þátt í

ákvarðanatökum sem á við hverju sinni. Það er einnig réttur einstaklings og lagt er upp úr því

að allir einstaklingar fái jafnan rétt til þess að njóta þessara réttinda.

„Allar manneskjur eru jafn mikils virði og hefur hver sín sérkenni, því jöfnuð og fjölbreytileika

ber að að virða“. Svona hljómar fyrsta grein yfirlýsingar 500 nemenda af 80 mismunandi

þjóðernum sem þeir sömdu á Mannréttindaráðstefnu sem haldin var í Strassborg (Ólafur Páll

Jónsson og Þóra Björg Sigurðardóttir, 2012:26). Lýðræði gerir ráð fyrir því að fólk með ólík

gildi og margskonar lífssýn nálgist hvert annað sem manneskjur því ólík lífsreynsla getur verið

dýrmæt uppspretta þekkingar sem auðgar veruleikann, en með því að ýta tilteknum hópum

á jaðar samfélagsins er þessi reynsla og þekking afskrifuð og þar sem samfélagið

samanstendur af ólíkum hópum fólks ætti að hlusta á alla hópa samfélagsins. Allir

einstaklingar eiga að taka virkan þátt í mótun samfélags ásamt því að taka afstöðu til

siðferðislegra álitamála sem herja á samfélagið en bæði áþreifanlegar og óáþreifanlegar

forsendur fólks geta hamlað fulla þátttöku þess í samfélaginu eða gert það að verkum að

vegur þess sé torfær eða óaðgengilegur og eru þær forsendur til dæmis fátækt og peningar,

fötlun og stigar, tungumálaörðuleikar ásamt ýmsum öðrum ástæðum. Hvernig er hægt að

tryggja jafna möguleika fólks til þáttöku þegar fólk stendur misjafnlega að vígi? Það er hægt

með hlutkesti þar sem það felur í sér ákveðna óvissu en skapar einnig rými fyrir nýjar

aðferðir, önnur sjónarhorn ásamt tækifæri fyrir fleiri að láta ljós sitt skína. Lýðræðislegt

samfélag og lýðræðisleg stjórn gera ráð fyrir samræðum, bæði einka- og opnum samræðum

sem samfélagið tekur þátt í, hvort sem um er að ræða bekki í skóla eða samfélagið í heild

sinni. Þá skiptir líka máli um hvers konar samræður sé að ræða og hvers vegna og partur af

því er skoðana- og tjáningafrelsi, en skiptir þetta frelsi máli ef enginn hlustar á skoðanir

manns og ekkert sé gert. Fimm ólíkar samræður eru mjög mikilvægar þegar talað er um

lýðræði og eru það í fyrsta lagi hversdagssamræður þar sem sagt frá daglegu lífi og lýsa

reynslu eða athugasemdir um það og svo vangaveltur um veður. Í öðru lagi eru það sögur

sem hafa upphaf end og atburðarás sem vindur fram með röklegum hætti. Í þriðja lagi eru

Page 16: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

10

það samstöðu samræður þar sem sjónarmið nokkurra einstaklinga er sett fram á við í

gagnkvæmu viðurkenningar- og hvatningarskyni og eru þær fyrirfram ákveðið sjónarmið. Í

fjórða lagi koma kappræðu en þar er tekin afstaða af gagnkvæmum sjónarmiðum sem sett

eru fram af mælsku og þrótti sem hrífa áhorfendur með sér og er sá sigurvegari sem stelur

senunni. Í fimmta og síðasta lagi koma rökræður þar sem er lík bæði samstöðusamræðu og

kappræðu en snýst um tiltekna afstöðu eða staðhæfingu en er ólík að því leyti til að

markmiðið er ekki að leita eftir viðurkenningu né sigra, heldur er markmiðið rannsókn eða

leit eftir sannleika eða viti og ekki skiptir máli hver segir hvað heldur hvað sé sagt (Ólafur Páll

Jónsson og Þóra Björg Sigurðardóttir, 2012).

Í ritinu Jafnrétti í skólum eftir Kristínu Dýrfjörð, Þórð Kristinsson og Berglindi Rós

Magnúsdóttur eru talað um grunnstoðir lýðræðis og skólastarfs. Meðal þessara grunnstoða

eru jafnréttisáherslur sem finna má í aðalnámskrám sem skólar fara eftir (Kristín Dýrfjörð,

Þórður Kristinsson og Berglind Rós Magnúsdóttir, 2013). Þar segir

Í lögum um öll skólastigin er kveðið á um að allir eigi jafnan aðgang að menntun og að

skólastarf megi ekki mismuna fólki á grundvelli uppruna, kyns, kynhneygðar, búsetu,

stæettar, trúarbragða, heilsufars, fötlunar eða stöðu að öðru leyti (Kristín Dýrfjörð, Þórður

Kristinsson og Berglind Rós Magnúsdóttir, 2013:51)

Þar kemur ennfremur fram að skólarnir eru fjölmennir staðir þar sem þúsundir fullorðinna,

barna og ungmenna vinna. Þegar kemur að jafnrétti þá er nauðsynlegt að skoða það hugtak í

sem víðustu mynd. Umræður þurfa að eiga sér stað til þess að þessi víðsýni á

skólasamfélaginu geti átt sér stað. Í því skyni er talað um að setja upp hin svokölluðu

Jafnréttisgleraugu en þau eru hjálpartæki svo hægt sé að greina valdahlutföll, áhrifavald og

tengsl. Gleraugun hjálpa til við að koma auga á mismunum sem er til staðar og þessi fyrirbæri

verða okkur augljósari (Kristín Dýrfjörð, Þórður Kristinsson og Berglind Rós Magnúsdóttir,

2013).

Jafnréttisgleraugun hafa meðal annars verið notuð þegar einblítt er á kynjamun í

leikskólastarfi og átak verið hrint í gang í kölfarið til þess að minnka bilið sem hefur myndast í

gegnum tíðinna á milli kynjanna. Jafnréttisgleraugun geta komið sér vel þegar kemur að

hinum ýmsum átökum sem teknar eru inn í skólastarf eins og átök gagnvart kynþátta- eða

menningarmismunun, þegar kemur að valdabarátti innan hóps barna í leik og fleira. Að nýta

Page 17: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

11

þessa aðferð getur verið góð leið til þess að fá börn með í umræðu um jafn viðkvæm mál

sem þessi og fá þau til þess að opna augun og vera meðvituð um það sem er að gerast í

kringum þau og hvernig þau eiga að takast á við það.

2.4 Aðalnámskrá leikskóla 2011

Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla (2011) byggist lýðræðislegt leikskólastarf á fjölbreytileika,

samstöðu, samábyrgð, jafnrétti og viðurkenningu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Börn eiga að

finna fyrir því að þau tilheyri samfélagi og hópi þar sem virðing og réttlæti einkenna

samskiptin. Börnin fá tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum og verða þannig áhrifavaldar í

umhverfi sínu þar sem litið er á þau sem virka þátttakendur. Með því að stuðla að skapa

börnum tækifæri á því að öðlast reynslu í lýðræðislegum vinnubrögðum og samskiptum í

daglegu starfi er verið að tryggja virka þátttöku þeirra í samfélaginu og jafnrétti en

leikskólanum ber sú skylda að uppfylla þessi skilyrði. Með þessu fá börnin skilning á innihald

lýðræðisins, þau læra ýmis lýðræðisleg gildi og vinnubrögð og efla borgaravitund sína. Það er

réttur barna að innsæi, færni, reynsla og skoðanir þeirra séu virt og taka skal mið af

sjónarmiðum þeirra þegar kemur að skipulagningu leikskólastarfs. Þannig er verið að bjóða

þeim upp á tækifæri til þátttöku í ákvörðunum um vinnubrögð og verkefni, sem

lýðræðishugmyndin í leikskólastarfi snýst meðal annars um (Aðalnámskrá leikskóla, 2011).

Þrátt fyrir að aðalnámskrá leikskóla leggi áherslu á ákveðin skilyrði um lýðræði og jafnrétti þá

telja höfundar að leikskólar leggja mismikla áherslu á þessa þætti. Þeir leikskólar sem gera sig

út á að vinna eftir lýðræðishugmyndinni sýna vinnubrögð og samskipti í anda lýðræðis ef til

vill betur en aðrir leikskólar. Meðal leikskóla sem það gera eru leikskólar sem vinna í anda

Reggio Emilia hugmyndafræðinnar en lýðræði og jafnrétti eru meðal þeirra atriða sem unnið

er markvisst með. Samvinnan, vinnuandinn, samskipti og framkoma eru meðal þeirra þátta

sem höfundar þessa verkefnis telja vera léttari og jákvæðari en þegar um aðra leikskóla er að

ræða. Virðing milli kennara, annarra starfsfólks og barnanna er alla jafnan meiri og

samskiptin eru yfirvegaðari. Börnin taka meiri þátt í leikskólastarfinu, það er að segja þegar

kemur að ákvarðanartöku er varðar börnin. Einnig er meira einblítt á að spyrja þau álits og

hvað þau halda að best sé að gera ef eitthvað kemur upp á. Ef fleiri en eitt eða tvö börn

lenda í einhverri deilu í leik þá gefur kennarinn öll börnin tækifæri á að tjá sig og segja frá.

Síðan reynir hann að komast að sameiginlegri niðurstöðu með börnunum sem allir verða

Page 18: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

12

sáttir með, eins og hægt er. Í næsta kafla verður leitast við að gera hugmyndafræði í anda

Reggio Emilia nokkur skil.

Page 19: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

13

3 Reggio Emilia hugmyndafræðin

3.1 Kynning á Reggio Emilia hugmyndafræðinni

Leikskólastarfið í Reggio Emilia er byggt á hugmyndafræði sem hefur verið kennd við borg á

Ítalíu sem ber sama nafn, ásamt hugmyndum Loris Malaguzzi sem var kennari og

sálfræðingur að mennt. Starfsemi leikskólanna hefur verið að mótast frá upphafi og er alltaf í

stöðugri endurskoðun því að skólar verða að vera á stöðugri hreyfingu, í stöðugri þróun og

með þann hæfileika að fara út fyrir mörk sín án þess að falla um sjálfan sig. Þeir verða að

kunna að hafa grip á þeim áskorunum samfélagsins ásamt því að kalla fram áhuga hjá og

ögra öllum nýjum börnum andlega hverju sinni (Hoyuelos, 2013: 329). Þeir leikskólar sem

kenndir eru við Reggio hafa sín einkenni þó grunnhugmyndafræðin í þeim sé hin sama.

Yfirvöld veita mjög góðan stuðning við leikskólastarfið og er mikil áhersla lögð á

foreldrasamstarf. Gott samstarf við foreldra er eitt af frumskilyrðum fyrir góðu leikskólastarfi

þar sem að það er mikilvæg aðferð til þess að styrkja þau mörk sem liggja milli sameiginlegra

siðferðilegra ábyrgða og afskiptaleysis eða samhengislausri sýn einstaklings af veruleikanum

(Vecchi, 2010: 79). Hugmyndafræði leikskólanna í Reggio Emilia hafa borist víða og eru

heimsóknir gesta frá öðrum löndum til borgarinnar mjög tíðar. Einnig eru haldnar alþjóðlegar

ráðstefnur, námskeið og fyrirlestrar um uppeldis- og leikskólamál sem allir hafa tækifæri til

þess að fara á.

Malaguzzi helgaði lífi sínu stofnun námssamfélags og hafði hann merkan hóp kennara með

hinar ýmsu sérgreinar sem hafa unnið saman í mörg ár, sumir jafnvel í áratugi, bæði með

foreldrum, samfélags meðlimum og hinum þúsundum barna sem hafa gengið í Reggio

skólanna, með því að setja upp kerfi sem virkar. Forvitni, hreinskilni og landamæri hafa ekki

skilið Reggio Emilia að og hafa kenningar og hugmyndir sem í dag eru mikið notaðar í

umræðum um menntun, oft verið sýnilegar og notaðar í Reggio um nokkurt skeið (Gardner,

1998)

Starfinu í Reggio Emilia er hægt að lýsa þannig að þetta sé samansafn skóla fyrir ung börn þar

sem allir möguleikar þeirra eru vandlega ræktaðir, eins og vitsmuna-, tilfinninga-, félagslegir-

og siðferðilegir möguleikar þeirra. Helstu menntatækin eru þau sem gera börn að

þátttkendum í skemmtilegum og áhugaverðum langtíma verkefnum sem eru framkvæmd á

fallegan, góðan og heilbrigðan máta. Reggio samfélagið er það sem telst þungamiðja afreka

Malaguzzis, stærri en hugmyndir hans um heimspeki eða aðferðir hans, því að hvergi

Page 20: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

14

annarstaðar í heiminum er svona mikið, gott og náið samband milli framsækinnar

heimspekisstefnu skólans og starfshátta þess. Alveg eins og Reggio stendur fyrir afrek margra

einstaklinga og hópa þar sem hver og einn er með sínar eigin sérstöku gjafir, er einnig greint

á milli mismunadi starfssviða þeirra einstaklinga sem hafa endurspeglað Reggio frá sínum

eigin auðkennandi og fjölbreyttu sjónarhornum (Gardner, 1998). Viðfangsefni sem skoðuð

eru frá fleiri en einu sjónarhorni hafa dýpri og víðþættari þekkingu og lært er að takast á við

og finna lausnir á vandamálum. Með stuðningi er hægt að koma með fjölbreytt verkefni sem

þýða fleiri sjónarhorn og ríkari reynslu (Guðrún Alda Harðardóttir og Baldur Kristjánsson,

2013:5).

Höfundar eru sammála því að þegar viðfangsefni eru skoðuð frá fleiri en einu sjónarhorni í

verkefnum þá er hægt að byggja upp meiri og fjölbreyttari þekkingu. Þar sem Ísland er

fjölmenningarsamfélag þá er mikilvægt að börnin fái fjölbreytta kennslu án fordóma. Því eru

höfundar einnig sammála Malaguzzi að nýta samfélagsaðstæður og umhverfi í kennslu til

þess að búa börnin undir þeim fjölbreytileika sem er til staðar og þar að auki verða þau betur

undirbúin fyrir framtíðina.

3.2 Loris Malaguzzi

Loris Malaguzzi var fæddur þann 23. febrúar árið 1920 í Corregio og lést þann 30. janúar

1994 úr hjartaáfalli á heimili sínu í Reggio Emilia, þá 74 ára að aldri. Malaguzzi lét af störfum

árið 1985 en fylgdist með því sem var að gerast í kringum sig og kerfið sem hann hjálpaði við

ýmislegt þar til hann lést óvænt 1994 (Smidt, 2013). Malaguzzi útskrifaðist með gráðu í

kennslufræðum frá Háskólanum á Urbine með gráðu í sálfræði frá Ítölsku þjóðar

rannsóknarmiðstöðinni í Róm. Árið 1950 stofnaði hann félag sál-uppeldisfræðilega starfsemi

innan menntakerfis leikskólakennara, og var Malaguzzi einnig ráðgjafi fyrir Ítalska

menntamálaráðuneytið. Hann stofnaði „gruppo nazionale nidi-infanzia“ í Reggio Emilia árið

1980. Malaguzzi setti fyrstur fram hugmyndina um að „börn hafa hundrað mál“ sem hugtak

yfir þá nýjung sem skapandi heimspeki í menntun var og fór hann um gjörvalla Evrópu og

Bandaríkin til þess að kynna þessa hugmynd sína því hann gagnrýndi vestræna menningu og

skóla fyrir að afneita bæði líkama og tilfinningum barnanna ásamt því að upphefja talað mál,

rökhyggju og kerfishugsun (Gandini, 1998). Malaguzzi skilgreindi menntun sem leið þar sem

börn væru studd til sjálfshjálpar ásamt því að prófa sig áfram, uppgötva nýja hluti, rannsaka

umhverfið ásamt því að endurskoða og meta upp á nýtt. Malaguzzi taldi að grundvöllur þess

Page 21: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

15

að starfa með börnum væri að kynnast hugarheimi þeirra en til að komast að því þyrfti hinn

fullorðni að læra með þeim (Anna Friðriksdóttir, Edda Valsdóttir og Ingibjörg Erla

Björnsdóttir, 2010). Samkvæmt Malaguzzi er sköpunargáfa ekki bara guðsgjöf sem menn fá

upp í hendurnar heldur þarf einnig að hlúa að og upphefja hana því sköpunargáfu öðlast

menn fyrir alla vinnu sína við að athuga umheiminn í gegnum öll sín skilningarvit. Því þarf að

staldra við, kanna, skoða, spyrja spurninga, leita svara, rannsaka og upplifa vegna þess að allt

þetta stuðlar að skapandi og gagnrýnum einstaklingi (Berglind Káradóttir, Jenný Borgedóttir,

Lilja Kristjánsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir og Sigrún Ingimarsdóttir, 1995).

3.3 Hvað er leikskólastarf í anda Reggio Emilia?

Í umfjöllun um þróunarverkið Hvað, hvernig, hvers vegna sem var gert í leikskólanum

Marbakka í Kópavogi er fjallað um fræmkvæmd leikskólastarfs í anda Reggio Emilia. Þar

kemur fram að mikið er unnið er með þemavinnu, uppeldisfræðilega skráningu og það

umhverfi sem leikskólinn er staddur í (Berglind Káradóttir, Jenný Borgedóttir, Lilja

Kristjánsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir og Sigrún Ingimarsdóttir, 1995). Þar kemur einig fram

að í Reggio Emilia starfa listamenn mikið með börnum og eru þeir þá í því hlutverki að vera

„hugmyndaráðgjafar“ fyrir börnin og leikskólakennara og er það gjarnan hann sem þróar það

þema sem unnið er að í náinni samvinnu við annað starfsfólk og börn. Einnig gefur hann

börnum og starfsfólki nýjar hugmyndir og nýja sýn á ýmis viðfangsefni. Mikið er lagt upp úr

að börnin fái bæði vinnufrið og nægilegt rými til athafna og er mikil virðing borin fyrir þeirri

vinnu og hugmyndum sem börnin koma upp með. Verk þeirra eru ekki helsta markmiðið í

sjálfu sér heldur endurspeglar vinna þeirra þá djúpu persónulegu upplifun sem þau verða

fyrir. Bæði listamenn og börn hafa sömu sýn á heiminn þegar þau skoða hann, en hafa þó

mismunandi ástæður og upplifanir (Vecchi, 2010). Í Reggio er mikil áhersla lögð á hæfni alls

starfsfólks til að leiða starf barnanna og verða því allir að vera færir um að vinna eftir

hugmyndafræðinni og starfa í anda hennar. Einnig verður starfsfólkið að vera vel undirbúið

fyrir vinnu hvers dags þar sem að hlutverk starfsfólksins er að hafa áhrif á barnið ásamt því

að starfa með því og jafnframt gera grein fyrir starfi sínu. Malaguzzi og starfsfólk leikskólanna

fara því ekki leynt með þau áform sín að hafa meðvitað og markvisst mótandi áhrif á börnin

(Berglind Káradóttir, Jenný Borgedóttir, Lilja Kristjánsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir og Sigrún

Ingimarsdóttir, 1995).

Page 22: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

16

3.4 Hvernig hafa leikskólarnir þróast?

Í Reggio Emilia vildu Malaguzzi og aðrir leikskólakennarar setja fram nýja sýn á uppeldi barna

með það að markmiði í uppeldinu því að hvetja börnin til þess að nota öll sín skilningarvit

eða málin sín eitt hundrað eins og Malaguzzi kallaði það ásamt því vinna markvisst að því að

virkja frumlega og skapandi hugsun hjá börnum (Björg Vigfúsína Kjartansdóttir, Jóna Björk

Jónsdóttir, Kirsten Lybæk Vangsgaard, 2001). Hugmyndafræðin tekur ávallt mið af þeim

þjóðfélagsbreytingum sem eru á hverjum tíma en stjórnast ekki af hinni hefðbundnu

kennslu, sem hefur breyst lítið og hægt þrátt fyrir örar breytingar í þjóðfélaginu.

Leikskólakennara starfið tekur mið af því að veruleikinn er síbreytilegur og hafa börn því

bestu skilyrðin til að sjá til allra átta og þar með hafa áhrif á þá þjóðfélagsþróun og breyta

henni ef unnt er. Þessi afstaða til barna hefur það að leiðarljósi að barnæskan er ekki aðeins

líffræðilegt fyrirbrigði heldur einnig menningarlegt og félagslegt. Börn eiga sjálf að hugleiða

og sannreyna kenningar, hugsanlega hafna þeim kenningum og reyna að leita þá nýrra svara

(Berglind Káradóttir, 1994-95). Fyrir Malaguzzi þýðir menntun að standa opinberlega og

ræða mögulega túlkun þess hvernig menntun skal vera, það gefur í skyn að samþykkja þá

löngun að virða menningu barna en ekki þann almenna hátt sem börn eru litin. Menntun

gefur í skyn að manneskja sé opin fyrir gagnrýni á vinnu sinni og sé viljug til þessa að láta

aðra hvetja sig opinberlega, einnig að læra að kunna að meta og virða verk atvinnumanna og

aðgreina það frá persónulegri gagnrýnni (Hoyuelos, 2013)

Samkeppni milli leikskóla var hörð í byrjun þegar Loris og konurnar byggðu fyrsta leikskóla

sinn og þurftu þeir því að sanna gildi sitt og sýna fram á að þeirra væri þörf og því var strax í

upphafi farið að vinna eftir ákveðnum þemaverkefnum og til þess var notað skapandi starf. Í

dag hefur sú stefna sem starfað er eftir í Reggio Emilia fengið athygli um allan heim fyrir

þann merkilega árangur sem hefur náðst með börnum þar vegna þess að í Reggio hefur verið

sýnt fram á að börn hafa mun meiri getu og þekkingu en hefðbundnar kenningar höfðu gert

ráð fyrir og sést það á verkum þeirra, hugsunum og samtölum barnanna (Edwards, Gandini

og Forman, 1998).

Leikskólakennarar Reggio Emilia hugmyndafræðinnar hafa unnið saman með foreldrum og

öðrum borgurum að byggja upp kerfi barnaumönnunar fyrir almenning í um 50 ár og er sú

menntun sem þekkt um allan heim sem miðja nýsköpunar í Evrópu og er hún í sívaxandi

mæli þekkt sem aðalatriði viðmiðunar og sem úrræði og innblástur fyrir kennara bæði í

Page 23: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

17

Bandaríkjunum og um allan heim. Það kerfi hefur síðan þróað sína eigin sérkennandi og

frumlegu röð af heimspekilegri og uppeldisfræðilegri áætlun. Sú aðferð sem skólasamfélög

og umhverfis hönnun eiga hefur verið tekið sem einni sameiginlegri heild og hefur verið

kallað Reggio Emilia nálgunin. (Edwards, Gandini og Forman, 1998) Þessi nálgun á að ala

vitsmunaþróun barnanna í gegnum kerfisbundna athygli á táknrænni framsetningu og eru

ung börn hvött til þess að kanna umhverfi sitt og tjá sig í gegnum alla þeirra tiltæku

„tjáningaríku miðlanir og vitsmuna tungumál“ hvort sem það séu orð, hreyfingar, teikningar,

klippimyndir, skúlptúrar, skuggaleikir, dramatískir leikir eða tónlist svo dæmi séu tekin. Alveg

frá byrjun hefur verið bæði skýrt og auðþekkjanlegt samstarfs milli foreldra, kennara og

barnanna í Reggio og eru kennslustofur skipulagðar þannig að þær styðji mjög við samvinnu

lausna, þrauta og nálgun við lærdóm (Edwards, Gandini og Forman, 1998).

Í Reggio Emilia er nám séð sem bæði samfélagsleg starfsemi ásamt því að vera deiling

menningar í gegnum sameiginlegan leiðangur sem börn og fullorðnir fara saman í gegnum.

Þetta opnar umfjöllunarefni sem skal hugleiða og ræða saman um og hefur sú nálgun

útvegað okkur ýmsar nýjar leiðir til að hugsa um eðli barns sem nemanda, um hlutverk

kennarans, skólasamfélagið og rekstur þess ásamt áformum og notkun á umhverfinu í kring,

námskrárgerð sem leiðbeinir hinum ýmsu reynslum á sameiginlegri og fordómalausri

uppgötvun sem leiðir til uppbyggjandi stöðu og lausnar á vandamálum og vegna allra þessara

einkenna er Reggio Emilia nálgunin því bæði mikilvæg og spennandi (Edwards, Gandini og

Forman, 1998). Árið 2010 voru leikskólarnir 78 (Sightline. (e.d.)) og skiptast í leikskóla fyrir 3-

6 ára börn sem kallast „scuola dell‘Infanzia“ eða leikskóli fyrir börn og svo leikskólar fyrir 3

mán- 3ára börn sem kallast „asilo nido“ eða leikskóli fyrir ungabörn. Samkvæmt Carolyn

Edwards, Lellu Gandini og George Forman er Reggio Emilia er þekkt um ítalíu sem íbúðarhæf

borg með auðkennandi lága atvinnuleysis- og glæpatíðni, mikla velmegun, hreinskilna og

áhrifaríka svæðisbundna sveitarstjórn og ríkulega hágæða félagsmálaþjónustu (Edwards,

Gandini og Forman, 1998: 8). Ef börn hafa lögbundin réttindi, þá er einnig rétt að þau hafi

tækifæri til að þróa upplýsingaöflun sína og að vera tilbúin til að ná árangri sem myndi ekki,

og ætti ekki að flýja. Áhersla á mennta nálgun þeirra er lögð ekki svo mikið á hið

óhlutbundna vit barnsins heldur á hvert barn sem á í tengslum bæði við önnur börn,

leikskólakennara, foreldra, sína eigin sögu, eða félagslegt menningar umhverfi sitt. Sambönd,

samskipti og samskipta nálgun okkar námi í samnemendur sína eru öflug hugtök einkennast

Page 24: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

18

af tveimur mikilvægum þáttum: aðgerðir og félagslegur hópur eru taldir vera grundvöllur að

uppbyggingu þeirra þátta sem fara í uppbyggingu sjálfsmyndar hvers og eins barns og verður

því leikskólakennari að koma á persónulegum tengslum við hvert barn og setja það í

samband í hinu félagslega kerfi skólans (Gandini, 1998: 58).

Samkvæmt því sem fram kemur hjá Filippini, (1998: 130) er kennslufræði blanda af

félagslegri hugsmíðahyggju og samskiptahæfni innan fræðilegs ramma sem leiðir vinnu okkar

bæði með fullorðnum og börnum. Það er á ábyrgð kennslufræðinga að vinna með

leikskólakennurum við að finna ný þemu og reynslur fyrir áframhaldandi faglega þróun og

starfsþjálfun og er það bæði mikilvægt og viðkvæmt verkefni vegna ónógs grunn

undirbúnings margra leikskólakennara þeirra og telja þau að kennslu sé best náð í gegnum

alvöru starfsreynslu, sem studd er af sífelldri endurskoðun. Leikskólakennarar í kerfi Reggio

Emilia hafa hver um sig 190 klst á ári af vinnu utan skólastofunnar, þar á meðal 107

klukkustundir í þjónustu þjálfun, 43 klst af fundum með foreldrum og í ýmsum nefndum og

svo um 40 klst fyrir aðrar málstofur, vinnufundi, skóla aðila, hátíðahöld og svo framvegis.

Kennslufræðingurinn vinnur að því að stuðla að því að hjálpa hverjum og einum

leikskólakennara og fá þá til að taka upp viðhorfið "að læra til að læra" og þá hreinskilni að

vilja breyta, og ræða mótlægri sjónarmið (Filippini, 1998:130).

Næst verður svo aðeins fjallað um skráningar

3.5 Skráningar

Síðustu áratugi hafa leikskólar í Reggio Emilia á Ítalíu þróað og notað uppeldisfræðilega

skráningu sem aðferð sem notuð er til þess að skoða á kerfisbundinn hátt hvernig börn læra

(Jóhanna Einarsdóttir, 2008: 122).

Uppeldisfræðileg skráning er einskonar mat á framvindu í þeim skilningi að safnað er gripum

sem eru verðmætir og staldrað við og á það við einna helst við ljósmynda skráningar því að

ekki er hægt að endurtaka sömu skráningu oftar en einu sinni. Uppeldisfræðileg skráning

gerir það mögulegt fyrir leikskólakennara að íhuga djúpt eins og í stiginu eftir framleiðslu þar

sem stundum kemur sú tilfinning að það verði að bæta lifandi frásögn sem sett er inn síðar

sem smáatriði í skjalfestu ferli til þess að gefa meiri heildarútgáfu á sundurgreint efni

(Vecchi, 2010:137).

Page 25: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

19

Uppeldisfræðileg skráning felur ekki bara það í sér að skrá niður heldur felur hún í sér bæði

skráningu og athugun á gjörðum, samspili milli barna, samspili milli barna og fullorðinna og á

orðum þeirra sem á að leiða til aukins skilnings á samskiptum þeirra og þeim hugarheimi sem

þau dvelja í ásamt aðferðum þeirra við að tileinka sér þekkingu þar sem börn eru ólíkir

einstaklingar og þurfa öll örvun en mismikla, það er því hlutverk uppalandans að sinna hverju

og einu barni þannig að því finnist það ekki vanrækt. Í gegnum uppeldisfræðilega skráningu

hafa kennarar lært að hlusta meira á heim barnanna og hann orðin kunnugur bæði

einstaklings og hóp útsjónarsemi sem eru notaðar af börnum (Vecchi, 2010). En ekki er nóg

að rannsaka bara og hlusta vel heldur þarf líka að nota þá vitneskju sem er fengin og það

þarf að skilja það sem við sjáum, heyrum og skynjum og er það gert með því að hlusta á

börnin, ræða við þau og skiptast á skoðunum og er það gert til þess að öðlast meiri skilning á

barninu og því að hægt verði að byggja áframhaldandi vinnu á þeirri reynslu sem við fengum

frá þeim. Mælikvarði Reggio er rótgróinn í þeirri trú að réttur allra sé jafn og að geta

manneskjunar muni vaxa á hvaða aldri sem hún er, ef þeir hafa alvöru áskorun til þess að

leysa (Smidt, 2006)

Með skráningu er átt við að samtöl barna ásamt hugleiðingum þeirra, sögum, atferli og fleira

er skráð niður í gegnum ýmsa miðla til þess að gera vinnu þeirra sýnilegri, en ekki er ætlast til

að allt sé skráð niður heldur eru valdar ástæður og vettvangar þar sem hægt er að skrá niður

eftir barni eða hóp barna og eru þar segulband og myndavél hentug hjálpartæki sem auðvelt

er að vinna síðar úr skráningunni og þeim upplýsingum sem komu fram. Ljósmyndir eru

einnig mjög gagnlegt hjálpartæki til að gera vinnu barna sýnilegri fyir foreldra og aðra

uppalendur til að gera þeim kleift að sjá hvernig verkefni fara fram því þau sjá í flestum

tilvikum bara lokaverkið tilbúið, hvort sem það eru myndir, leikrit eða söngur barna.

Skráningar í Reggio Emilia sýna fram á hvernig margir fjölbreyttir sjónrænir miðlar eru

notaðir til að kanna skilning þeirra ásamt því að endurbyggja á þeim skráningum sem áður

voru gerðar, að byggja og endurbyggja skilning á þeim fyrirbærunum sem hafa verið skoðuð.

(Gandini 1998: 27)

Gögnin benda á þann styrk sem samanfléttar aðgerðir fullorðna og barna og er bæði

tímabær og sjáanleg og bætir gæði samskipta og samskiptin sjálf. Uppeldisleg gagnaskráning

gerir það mögulegt fyrir kennara til að halda uppi áhuga barnanna til þess að læra að læra,

en á sama tíma og kennarinn lærir af þekkingar ferli barnanna og lærir að kenna. Uppeldisleg

Page 26: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

20

gagnaskráning er til dæmis að búa til skjöl, skrifa athugasemdir, gera töflur, dagbækur ásamt

öðrum formum frásagna, en einnig eru notaðar upptökur, skyggnur, ljósmyndir og önnur

tækni sem geta hjálpað til við að læra ferli og búa til þekkingu. Þessi gangaskráning býður

einnig börnum afskaplega dýrmætt tækifæri á að skoða vinnu sína, líta til baka og íhuga,

leggja merkingu hluta og skoða sjálf sína þekkingu og að sjá sig í nýju ljósi. Þau geta því tjáð

sig og gert athugasemdir, einnig leyfir það foreldrum að sjá það sem börn þeirra gera í

leikskólanum, hvað og hvers vegna og þá merkingu sem barnið gefur því og þá sameiginlegu

merkingu með öðrum börum (Gandini,1998:234).

Eitt af sérkennum Reggio Emilia hugmyndafræðinnar er hátturinn sem börnin taka þátt í

samfélaginu þar sem eru börnin eru hvött til þess að nota það sem kallast myndrænt

tungumál sitt og aðra tjáningarmiðila sem það býr yfir til að skrásetja og túlka minningar

sínar, tilfinningar og þar fram eftir götunum, í verkum sínum. Þegar verkefnin eru börnunum

kunnuleg geta þau þá lagt sitt af mörkum frá sinni vitneskju, komið fram með spurningar til

að spyrja hvað skuli rannsaka og kanna og geta þá börnin sjálf tekið forystu í áætlanagerðum

sem snúa að því sem þau kunna. Einnig geta þau tekið sér fyrir hendur ábyrgð fyrir

ákveðnum skoðunum og upplýsingum sem þarf að safna að sér til þess að geta skoða vel.

Þau verkefni þar sem börn eru hluti af, þar sem þau hjálpa til við að rannsaka raunveruleg

fyrirbrigði bjóða börnunum einstakt tækifæri til þess að verða þeir eðlislægu vísindamenn

eða mannfræðingar sem þau eru fædd til að vera. Ef verkefnin eru hinsvegar framandi og

utan þeirrar reynslu þá eru þau háð kennaranum til að geta spurt þeirra spurninga sem þau

þurfa, fá upplýsingar, hugsanir, hugmyndir og áætlanagerðir (Gandini, 1998:33).

Annað skal hins vegar gilda um verkefnavinnu sem hefur gert langt nám á ákveðnu fyrirbæri

sem tekið er fyrir hendur gefa börnum að hraða reynslu í því að þekkja og skilja kjarna

efnisins sem verið er að rannsaka. Að hafa reynslu af því að þekkja kjarna efnis getur verið

einstaklega gefandi fyrir börn þar sem sú reynsla ásamt tilfinningum að hafa náð

afburðarþekkingu getur bæði ræktað og styrkt tilhneiginguna til þess að sækjast eftir kjarna

mála. Sú tilhneiging getur þjónað börnum vel í gegnum þroska þeirra og nám þetta er hins

vegar árangurríkast ef þau hafa fengið að velja verkefnin sjálf. Annað sérkenni í Reggio Emilia

hugmyndafræðinni er að umfangsmikil reynsla að teikna eftir afritun hindrar ekki löngun

þeirra til að teikna og mála frá ímyndunaraflinu eða draumórum sínum (Gandini, 1998 :33).

Page 27: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

21

Bæði sjónrænt og myndrænt tungumál búa til leiðir til að rannsaka og tjá skilning á

umheiminum sem er auðveldlega tiltæk hjá langflestum leikskólabörnum. Hinar sjónrænu

listir geta verið auka tungumál fyrir ung börn sem eru ekki nægilega hæf í hinum

„hefðbundnu“ námsaðferðum eins og skrift og lestri. Þessar listir eru ekki kenndar sem

námsgrein, heldur agi, samsettar raðir af kunnáttu sem meðhöndlaðar eru á aðra vegu sem

fókus kennslu í þeirra eigin þágu. Þetta er þó ekki til að gefa til kynna að börnum sé ekki

gefnar leiðbeiningar og tilsögn í því hvernig skal nota þessi verkfæri, efnivið og tækni í

myndrænum og sjónrænum túlkunum. En það ætti samt að hafa í huga að börnin í Reggio

Emilia, sérstaklega þau yngri, fást við margskonar aðrar athafnir en bara verkefnavinnu

(Gandini, 1998). Tækifæri fyrir leik sem sprettur upp ósjálfrátt með kubbum, dramatískum

leik, leikjum utandyra, því að hlusta á sögur, elda ásamt heimilishaldi og búningaleikjum, en

einnig leikir þar sem þau leika ein, eins og að mála, gera klippimyndir og leira sem standa

börnunum til boða daglega. Sambönd við aðra leyfa börnum að vera með meðvituð um

þeirra eigin sjálfsvitund, sameiginlegum einkennum þeirra ásamt einkennum sem eru

frábrugðin sem leiða til nýrra uppgötvanna og kenninga (Hoyuelos, 2010). Öll börn eru einnig

hvött til að taka þátt í verkefnum sem teygja sig í gegnum alla skólagöngu þeirra. Sum börn

geta gert suma hluti betur og eru færari en önnur börn til dæmis í því að teikna, mála og

annað, en sú umfangsmikla reynsla sem börn eru að ganga í gegnum með tjáningu og

skýringum koma þau hugmyndum og skoðunum sínum á framfæri í gegnum leikskólagöngu

sína og hjálpar til með að skýra þá tilkomumiklu hæfni sem þau fá (Gandini, 1998). En

mikilvægast er að Reggio er einstakt meginmál í kenningum og starfi um að vinna með

ungum börnum og fjölskyldum þeirra sem framleitt úr mjög ákveðnu sögulegu,

menningarlegu og pólitísku samhengi því þeim langaði til að viðurkenna rétt hvers barns til

að vera söguhetjan og nauðsyn þess að halda uppi hinni ósjálfráðu forvitni hvers barns á háu

stigi (Rinaldi, 1998).

Venjulega hafa kennararnir í Reggio tekið innblástur frá hinum ýmsu kenningum og

fræðimönnum, en hafa ekki verið bundin af þeim, og frekar en að endurnýja kenningar

annarra, hafa þeir notað þau til að búa til eigin faglegu sjónarmið sín. Malaguzzi sagði til

dæmis að í upphafi þeir miðlað á vinnu Maria Montessori, í því skyni að vera fær um að fara

út frá henni: Montessori, er hún móðir okkar, en eins og öll börn, við höfum þurft að gera

okkur sjálfstæð frá mæðrum okkar " (Rinaldi, 2006: 7) og sama er að segja um sambönd

Page 28: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

22

þeirra við Piaget og aðra fræðimenn, og hefur þessi viðurkenning á fjölbreytileika

tungumálsins hefur valdið því að þeir hafa tekið mörg ný verkfæri og aðra tækni í skólum, svo

sem myndbönd, stafræna myndavél og tölvur svo fátt eitt sé nefnt og hvatti þetta Reggio

Emilia kennara til að sjá mikilvægi þess að tengslin milli hugsana og tungumáls og hvernig

hverri aðgerð er miðlað af menningarlegum verkfærum og táknum.

Í Reggio er náttúran og umhverfið nýtt til hins ýtrasta í skólastarfinu en einnig eru tölvur

nýttar og þá sem tæki fyrir tilraunir. Lögð er áhersla á að læra af börnunum. Þannig lærir

starfsfólkið inn á það hvernig börnin þroskast og hugsa. Samtöl barnanna eru skráð og

þannig geta kennararnir fylgst vel með þroskanum. Gott dæmi um skráningu er uppgötvun

barnanna í tilraunum sínum í tölvunni. Þau áttuðu sig á því að tölvan væri háð manninum og

gæti ekkert gert sjálf. Þau komust einnig að því að tölvan man vel það sem mannsekjan hefur

skráð í hana og hún verður aldrei þreytt (Björg Vigfúsína Kjartansdóttir, Jóna Björk Jónsdóttir

og Kristen Lybæk Vangsgaard, 2001). Barn þarf einhvern kraft til þess að virkja skilning sinn

eða eins og það er orðað í hugmyndafræði Reggio, að barn þarf einhvern neista til þess að

kveikja eld skilningsins sem það ber í sál sinni. Fróðleikurinn sem barn þarf að öðlast kemst

ekki til skila ef það hefur ekki eitthvað krefjandi verkefni eða þraut fyrir framan sig til þess að

leysa. Talað er um að barnið hafi allt frá frumbernsku sinni listina til þess að kanna og þegar

eitthvað kemur óvænt í ljós þegar barnið kannar gleðst það yfirleitt yfir því. Lagt er upp úr því

að hlusta á börnin af athygli, bæði að það séu börn að hlusta á börn sem og fullorðnir að

hlusta á börn (Björg Vigfúsína Kjartansdóttir, Jóna Björk Jónsdóttir og Kristen Lybæk

Vangsgaard, 2001). Þetta er í samræmi við það sem tekið er fram í Barnasáttmála Sameinuðu

þjóðanna sem og það sem kemur fram á síðu Umboðsmanns barna að börn sem myndað

geta eigin skoðanir eiga rétt á að láta þær í ljós í öllum þeim málum sem koma þeim við eða

þau varðar og fullorðnum ber sú skylda að taka réttmætt tillit til skoðana þeirra með tilliti til

þroska og aldurs þeirra, samanber 12. gr. Barnasáttmálans. Samkvæmt 13. gr.

Barnasáttmálans eiga börn rétt á að tjá sig nema það skaði mannorð, brjóti gegn almennu

siðgæði eða brjóti gegn réttindum annarra. Enn fremur kemur þar fram að börn eigi rétt á að

taka við upplýsingum, leita sér upplýsinga og koma þeim á framfæri. Stjórnvöldum, þar á

meðal skólaryfirvöldum ber skylda að hlusta á skoðanir barnanna og virða þær. Þessi réttur

barna nær til allra mála sem varðar börn á einn eða annan hátt, til dæmis málefni,

fjölskyldunnar, skólans, æskulýðs- og tómstundarmála og fleira (Barnasáttmálinn, e.d).

Page 29: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

23

Opnuð er frjáls leið fyrir börn til þekkingar og náms og hlutverk fullorðna fólksins í starfinu er

að aðstoða börnin til þess að tjá sig, allri getu þeirra og öllum málum sem þau búa yfir. Til

þess að þau hætti ekki og stöðvist í tilraunum sínum þegar þau eru að þroskast og verða að

gagnrýnum einstaklingum þarf að gæta þess að hindranir samfélagsins verði ekki til þess að

hægja á þeim eða stoppa þau. Ný þekking leiðir til nýrrar þekkingar, það leiðir börnin til

nýrrar þekkingar það sem þau hugsa og sjá. Þekking felur í sér að finna rétta svarið, aukið

sjálfstraust, skýrari vitund og vellíðunartilfinningu. Börnin þurfa að fá tækifæri til þess að

prufa, kanna, mistakast og reyna aftur því þörfin þeirra er mikil þegar kemur að því að vera

sjálfstæð. Þau þurfa sitt svigrúm og tækifæri til þess að vera sjálfstæð í uppgötvunum sínum

og læra í kjölfarið að meta það sem þau búa yfir, svo sem heyrn, skynjun og sjón. Þau verða

einnig að fá að rannsaka og upplifa af sínum eigin forsendum og að uppgötva hvernig

þættirnir hugsun, skynsemi og ímyndun vinna saman. Með því að hjálpa þeim í gegnum

þessar kannanir og uppgötvanir erum við að leiða þau áfram og undirbúa þau til þess að

takast á við hinn stóra heim og hafa áhrif á hann (Björg Vigfúsína Kjartansdóttir, Jóna Björk

Jónsdóttir, Kirsten Lybæk Vangsgaard, 2001).

3.6 Áhrif barna í Reggio

Í Reggio hlusta leikskólakennararnir á börnin, sýna þeim hvernig á að taka frumkvæðið og

jafnframt hvernig skal leiðbeina þeim á árangursríkan hátt. Samkvæmt Howard Gardner

(1998) eru engar kröfur gerðar um að ná stöðlum fullorðinna en samt er það áhugi

almennings um skýringar sem tryggja gæðin í hugmyndafræðinni á endanum. Áhrifin komu

til vegna gaumgæfni sem er notuð með tilliti til allra hliða tilverunnar, hvort sem það er

ákvörðunin um að mynda hópa með tveim til að bera saman við þrjú börn, vals um

málningarbursta eða lit eða móttækileika hins óvænta og að þess að koma á óvart. Reggio

Emilia hugmyndafræðin hefur með góðum árangri náð að rísa gegn mörgum tvískiptingum

eins og því að list vinni gegn vísindum, einstaklingur vinni gegn samfélagi, barn gegn

fullorðnum, ágægja gegn lærdómi, kjarnafjölskylda gegn stórfjölskyldu með því að ná fram

einstöku samlyndi sem nær yfir þessar andstæður og sníðir hið kalkaða gamla kerfi (Gardner,

1998: xvii). Þess í stað eru þessar tvískiptingar látnar vinna saman í Reggio Emilia

hugmyndafræðinni

Page 30: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

24

3.7 Hugmyndir um lýðræði og þátttöku barna í Reggio

Samkvæmt Lilju Ólafsdóttur (2003) eru sett fram í Reggio Emilia leikskólum eftirfarandi

markmið til þess að vinna að:

• gæði í samskiptum með aðaláherslu á virðingu, vináttu og kærleik.

• skapandi starf, þar sem tekið er tillit til áhuga barnanna og þeim búinn örvandi

efniviður í leik og starfi.

• rannsakandi leikskólastarf þar sem lögð er áhersla á að fylgjast með nýjustu

rannsóknum um nám barna

Leikskólastarfið er unnið í samræmi við þá þætti sem fjallað er um hérlendis í Aðalnámskrá

leikskóla (2011) en einnig er notast við aðferð sem kallast rannsakandi leikskólastarf. Þá

fylgjast leikskólakennarar með nýjustum rannsóknum um nám barna og nýta þær hugmyndir

sem þar er að finna í starfinu sínu. Þetta er ekki lokuð stefna heldur opið starf. En er

leikskólastarf Reggio lífsýn eða listnám? Lögð er áhersla á listgreinar og samtöl (heimspeki).

Tilgangurinn er sá að listin er mótvægi við orðið og það veitir fleiri upplifanir og túlkanir

barnanna. Túlkun barnanna er eitt af áhersluatriðunum þar sem fylgst er með samtölum

annars vegar barnanna á milli og hins vegar á milli barna og fullorðinna (myndir spretta úr

málinu og málið sprettur úr myndum). Í listasmiðju fá börnin tækifæri til þess að kynnast

hinum ýmsum efnivið og tækni annars vegar og listasmiðjan aðstoðar fullorðnum að átta sig

á námsferli barna hins vegar. Leikskólastarf Reggio er lífsýn þar sem það fjallar um viðhorf

barna, um sýn, hæfileika, nám og rétt einskaklinga. Uppeldisfræðin er lifandi hugmynd sem

er í tengslum við raunveruleikann og fær kraft frá börnunum samkvæmt Malaguzzi. Lagt er

upp úr því að fylgst er með hverju barni fyrir sig og litið á það sem einstakt og að hvert og eitt

barn sé aðalpersónan í eigin þroska og vexti (Lilja Ólafsdóttir, 2003)

Menntunin er rannsókn í starfi Reggio. Í nálgun viðfangsefna fær barnið að upplifa

fjölbreytileika viðfangsefna, nota fjölbreyta nálgun og efnivið. Í kjölfarið verða til ýmsar

vangaveltur og tilgátur og síðar vinnur barnið með það og reynir að komast að niðurstöðum.

Börnin eru virkir þátttakendur þegar kemur að túlkun og að fanga. Börnin öðlast

skemmtilega reynslu í náminu og sýna vilja til þess að nota reynsluna til landvinninga. Í

Reggio starfinu mætast hugmyndir leikskólakennara og nemenda og fær áhugi beggja að

njóta sín. Samkvæmt lýðræði eiga börn rétt á að vera aðalpersónur eða viðfang, um

Page 31: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

25

einstaklingsleg, lagaleg og félagsleg réttindi. Þau eiga rétt á að bera og skapa eigin menningu.

Þau eiga rétt á að vera viðurkennd sem virkir þátttakendur í að skapa eigin sjálfsmynd,

sjálfstæði og hæfni (Lilja Ólafsdóttir, 2003).

3.8 Lýðræðishugmyndir John Dewey

Reynsla af Leikskólakennarafræðum í anda Reggio Emilia er saga sem spannar meira en 40

ára sé hægt að lýsa sem uppeldisfræðilegri tilraun í heilu samfélagi. Það er einstakt að því

leytinu til að það hefur, að eftir bestu vitund, aldrei verið önnur uppeldisfræðileg tilraun sem

spannar svo langan tíma áður. Til að setja þessa reynslu í samhengi þá var einn tilraunaskóli

John Dewey sem stóð í 4 ár (Rinaldi, 2006: 3).

Eins og áður hefur komið fram þá er leikskólastarf í anda Reggio Emilia undir sterkum

áhrifum lýðræðishugmynda John Deweys. Samkvæmt Guðrún Öldu Harðardóttur og Baldri

Kristjánssyni (2013) þá telur Dewey að lýðræði byggist á viðhorfum fólks, lífsmáta þess og

lífsýn. Athafnir mannsins tengjast viðhorfum hans sem eru svo staðföst að þau hafa gerst

hluti af persónugerð hans. Því heldur Dewey því fram að það þýðir lítið að tala um

lýðræðislegt samfélag ef fólk hefur það ekki tileinkað sér að vera lýðræðislegt. Hugmyndir

Deweys um lýðræði í leikskólastarfi er því þannig skilinn að lýðræðislegt viðhorf

leikskólakennara til samleikskólakennara, barna og foreldra skuli hafa áhrif á allt skólastarfið

og í kjölfarið stuðli það að frekari lýðræðislegri hugsun innan skólasamfélagsins. Af þessu má

svo líta á að lýðræðislegt skólastarf sé afurð lýðræðislegra hugsunar sem og að það styrkir

slíka hugsun enn frekar Lýðræði í leikskólastarfi byggist á samveruform þar sem jafnræði

ríkir, bæði í valda- og félagslegum aðstæðum. Sem dæmi má nefna það að foreldrar eru í

ákveðinni valdastöðu gagnvart barni. Dewey setti fram eitt lykilatriði hvað þetta varðar þar

sem hann taldi að sameiginlegir hagsmunir allra vega jafnt. Þegar þetta er yfirfært á

leikskólastarfið þá vega hagsmunir leikskólakennarans ekki meira en hagsmunir barnanna og

því ganga þeir hagsmunir ekki fyrir, heldur vega hagsmunir þessara beggja hópa jafnt

(Guðrún Alda Harðardóttir og Baldur Kristjánsson,2013:5)

Rinaldi (2006) fjallar um viðhorf John Dewey til náms, hann sagði að nám væri virkt ferli en

ekki innlögn fyrirfram gefinni þekkingu heldur af innblæstri og skilningi sem smíðaður sé með

hjálp barnanna, í gegnum raunsæja og frjálsar tilraunir ásamt þátttöku í starfsemi. Hann fór

einnig tvíhyggju milli efni og aðferð, ferli og vara, huga og líkama, vísindi og list, kenningum

og starfi. Rinaldi (2006) talar um að mannkyninu finnst gaman að hugsa í hinum erfiðustu

Page 32: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

26

andstæðum, því það er gefið að móta skoðanir sínar í skilmálum af annaðhvort- eða og því

að það viðurkennir engin millistig möguleika(Rinaldi, 2006).

Page 33: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

27

4 Lýðræði og leikskólastarf – þátttaka barna

4.1 Lýðræði og skóli

Lýðræði er mikilvægt á vettvangi skóla þar sem lýðræðis- og mannréttindamenntun byggist á

gagnrýnni hugsun og ígrundun um grunngildi samfélagsins. Gert ráð fyrir að börn og

ungmenni læri til lýðræðis með því að læra um lýðræði í lýðræði. Svo það sé hægt þarf skóli

að halda ákveðnu gildismati, það er gildismat lýðræðislegs samstarfs, gagnrýnnar samræðu

og gagnkvæmrar viðurkenningar og virðingar fyrir öðrum manneskjum sem hægt er að flétta

inn í námið, þá einna helst í siðfræði og lífsleikni (Ólafur Páll Jónsson og Þóra Björg

Sigurðardóttir, 2012:7). Þegar búið er að finna út um hvað lýðræðishugtakið er haft yfir má

sjá að það er notað yfir starfshætti skóla, markmið þeirra og samfélagið, sem er samhengi

þeirra. Einnig er hugtakið haft yfir nemendum sem er ætlað að vera þátttakendur (Ólafur Páll

Jónsson, 2010:5). Viðhorf, gildismat og siðferði eru ríkir þættir í lýðræðismenntun og fléttast

þeir við aðra grunnþætti menntunar. Lýðræðislegt gildismat getur hins vegar ekki gengið

nema öll námssvið og allar námgreinar séu notuð til þess, og eru til dæmis umhyggja fyrir

fólki, dýrum og umhverfi hluti af lýðræðismennt og á það heima í öllum námsgreinum.

Skólum ber að rækta það viðhorf að samfélag eigi að vera lýðræðislegt og einstaklingar þess

að vera gagnrýnir og með framtíðarsín því að lýðræðislegt skólasamfélag byggist á samvinnu

og samveru og viðurkennir að velferð hvers og eins skipti miklu máli og að mannréttindi allra

séu virt (Ólafur Páll Jónsson og Þóra Björg Sigurðardóttir, 2012:7-8). Skólasamfélagið þarf að

stuðla að nemendur þess tileinki sér ákveðið gildismat og gagnrýna hugsun svo viðfangsefnin

verði persónulegt og hvetji þá til þess að efla mannréttindi og að stuðla að jafnrétti kynjanna

ásamt því að berjast gegn mismunun, ofbeldi og einelti. Nemendur þurfa að læra að bera

kennsl á viðhorf og athöfnum sem tengjast hugmyndum um mismunun og spyrji sig hvernig

þurfi að breyta til þessa að hægt sé að byggja upp samfélag sem jafnrétti ríki (Ólafur Páll

Jónsson og Þóra Björg Sigurðardóttir, 2012:28). Menntun ætti að stuðla að gagnrýnni afstöðu

til samfélagsins og kenna nemendum að ekki sé hægt að treysta á það að allt sé réttlátt og að

allir hafi jafnan aðgang að lýðræðislegum vettvangi heldur þurfi að sjá til þess að svo verði,

jafnvel þó það taki mikla fyrirhöfn til þess þar sem framtíð lýðræðis felst í hæfileikum barna

og möguleikum þeirra til þroska en til þess að barn nái að þroska hæfileika sína og manngerð

er það grundvallaratriði að það búi við góð og örvandi lífsskilyrði. Uppeldi til lýðræðis felst í

því að barn sé og verði virkur þátttakandi í samfélagi og má segja að hin lýðræðislega hugsun

Page 34: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

28

þurfi að móta manngerð einstaklings svo hann muni bæði vilja og reyna að hafa áhrif á

samfélag sitt. Fræðsla um jöfnuð og jafnrétti miðlar að því að gera nemendur meðvitaða um

forréttindi og mismunun og áhrif þess á manneskjur og möguleika þeirra til að vera ráðandi

um eigið líf og samfélag, því ekki er sjálfsagt að búa við öryggi, njóta virðingar eða það að

komast fram á eigin forsendum því nemendur búa við mismunandi tækifæri (Ólafur Páll

Jónsson og Þóra Björg Sigurðardóttir, 2012:31). Menntun til jafnréttis felst ekki einungis í því

að fræða nemendur um staðreyndir tengdar mismunun og forréttindum heldur þurfa

nemendur að skilja að þessi félagslegi veruleiki er þeim ekki óviðkomandi heldur snertir þá

beint og er hægt að nota dæmisögur, þjóðsögur og ævintýri til þess að vekja börn til

umhugsunar um til dæmis siðferðilega breytni og verður þá að gefa þeim tíma til að hugsa í

friði og ræða svo málin með þeim (Ólafur Páll Jónsson og Þóra Björg Sigurðardóttir, 2012:28).

4.2 Lýðræði og mannréttindi í skólum

Þar sem lögð er áhersla á lýðræði í skóla þá er gert ráð fyrir því að lýðræði og mannréttindi

haldist í hendur óháð því hvort verið sé að tala um lýðræðismenntun eða borgaramenntun.

Lýðræðishugtakið hefur verið eitt af lykilatriðum í aðalnámskrá grunnskóla frá því 1974 en

mannréttindarhugtakið hefur lítið sem ekkert komið fyrir í aðalnámskrá skólanna og kemur

það hvergi fyrir í lögum um skólastigin (Ólafur Páll Jónsson, 2011).

Ólafur Páll Jónasson (2011) höfundur bókarinnar Lýðræði, réttlæti og menntun. Hugleiðingar

um skilyrði mennskunar leggur fram þrjár spurningar sem vert var að svara um mannréttindi,

lýðræði og skólastarf; 1. Er nauðsynlegt að lýðræði og mannréttindi fari saman? 2. Gegna

mannréttindi einhverju sérstöku hlutverki í lýðræðissamfélagi? 3. Eiga mannréttindi sérstakt

erindi inn í skólastarf? Þar sem full viðurkenning og vernd mannréttinda er forsenda lýðræðis

þá myndi svarið við spurningu eitt vera já ef við viljum lýðræði í anda efnislegra kenninga.

Svar við spurningu tvö yrði einnig já vegna þess að mannréttindi skilgreina lágmarksskilyðri til

þess að borgarar samfélags geti lifað sem manneskjur með fullri reisn. Aftur á móti í

spurningu þrjú þá vakna upp ýmsar vangaveltur um það hvers konar stofnanir skólar eru. Þar

sem samtíminn einkennist af fjölhyggju um gildi og skoðanir þá er ekki lengur til kennivald

sem segir okkur til um hvað gott líf er. Almennur skóli hefur þá stóru áskorun að gera

einstaklinga færa um að setja sjálfir markmið óháð því hver þau séu og leitast við að gera þau

að veruleika á vettvangi mannlífsins (Ólafur Páll Jónsson, 2011).

Page 35: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

29

4.3 Lýðræði og skólastarf

Þegar kemur að almennri menntun, félagsmótun og velferð þroska barna og fullorðinna þá

hefur íslenskt skólakerfi fengið ýmisleg markmið til þess að stefna að. Tilgangur kerfisins er

því ekki aðeins byggður þannig upp að það fræðir börn og býr þau undir ákveðin störf í

framtíðinni. Talað er um að skólar séu annað hvort einstaklingsmiðaðir eða samfélagsmiðaðir

þegar horft er á hefðbundnum fræðslumarkmiðum skólanna. Með einstaklingsmiðaðan skóla

er átt við þá kröfu sem þeir hafa að þeir séu skyldugir til þess að veita nemendum

lágmarksfærni og þekkingu í ákveðnum greinum. Hins vegar er krafa samfélgasmiðaðra skóla

sú að skólarnir sjái um að samfélagið eignist vel menntað fólk, rækti góða starfskrafta, dragi

úr mismunun og stéttaskiptingu í samfélaginu tryggi það að fólk búi yfir þá almennu færni að

geta tekið þátt í lýðræðislegu samfélagi. Ef allt á að ganga vel þurfa þessar tvær stefnur að ná

að vinna vel saman. Annars er hætta á að skólinn verði stefnulaus og endar með því að

einblína einungis á annað markmiðið fremur en hitt sem verður þá útundan.

En hvað þarf til þess að skólinn sé í stakk búinn til þess að búa nemendur undir lífið og starf í

lýðræðisþjóðfélagi? Skólar hafa fengið víðtæk hlutverk í samfélaginu þar sem þátttaka hans á

opinberum vettvangi þjóðfélagsins er einn af þeim hlutverkum. Má þar nefna að með

samvinnu skólans og heimilis er verið að tryggja alhliða þroska nemenda og þátttöku þeirra í

lýðræðislegu þjóðfélagi sem er í endalausri þróun (Hrund Hlöðversdóttir, 2013).

Gott samstarf leikskóla og foreldra/heimilis er mikilvægur þáttur í þorska og uppeldi

barnanna þar sem skólinn og foreldrar þurfa að skiptast á ýmsum mikilvægum upplýsingum

er varðar börnin svo hægt sé að vinna sem best með þeim svo árangur náist. Ýmis

þroskafrávik geta sett strik í reikninginn þegar kemur að til dæmis samskipti við önnur börn

og fullorðinna, þegar vinna á sjálfstætt, leggja fram hugmyndir og tjá skoðanir og því þarf

samstarf milli þessara tvo hópa að vera gott svo hægt sé að grípa inn í og aðstoða barn sem

þarf aðstoð.

Talað er um að skólakerfi undirbýr nemendur fyrir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi á þremur

vegum. Í fyrsta lagi er það menntunin – að þjálfa og fræða einstaklinginn þannig að hann

verði gjaldgengur starfskraftur fyrir lýðræðislegar stofnanir í samfélaginu. Í öðru lagi er það

áhersla sem er lögð á lífið frekar en starfið. Verið er að horfa á hvað það er að vera borgari í

samfélagi við aðra jafningja. Sem dæmi um þetta má nefna einstaklinga á jafningjagrundvelli

sem eru þó án sérstakrar stöðu í samfélaginu. Á þetta við um hvernig þeir geti haft áhrif á sitt

eigið líf og sín kjör með því að taka þátt í sameiginlegri ákvarðanatöku í ýmsum málum sem

Page 36: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

30

varðar almannahagsmuni. Í þriðja lagi gefur skólinn nemendum tækifæri til að verða

sjálfráða gerendur í eigin lífi í stað þess að verða að strengjabrúðum fáviskunnar,

afturhaldslegra hefða eða fordóma (Hrund Hlöðversdóttir, 2013).

,,Nemendalýðræði er hugtak sem hefur verið áberandi í skólaumræðu undanfarinna ára. Þá

er átt við þann þátt lýðræðisuppeldis í skólum sem viðkemur formlegu skipulagi og

stjórnsýslu. Það er til að mynda þátttaka nemenda í nefndum og ráðum innan skólanna“

(Hrund Hlöðversdóttir, 2013).

Í ljósi þess sem hefur komið fram hér að framan finnst höfundum vert að benda á að í

leikskóla þarf að huga að því hvernig hægt sé að tryggja sem mesta þátttöku barna í

skólastarfinu. Leikskóli sem hefur lýðræði að leiðarljósi í starfi sínu byggir leikskólann þannig

upp að börnin séu óheft og hafi gott aðgengi að öllu því sem þau þurfa að nota í daglegu

starfi í skólanum. Í slíkum leikskóla líta leikskólakennarar á sig sem leiðbeinendur sem

aðstoða börnin við að kanna, spyrja spurninga og leita svara við þeim. Þar fá börnin tækifæri

til þess að prufa sig áfram sjálf og ef þau lenda í vandræðum hafa þau tækifæri til þess að

spyrja önnur börn og leikskólakennara. Skólastarfið snýst meira um samstarf milli

leikskólakennarana sjálfa, leikskólakennara og barna sem og barnanna á milli. Vert er að

endurskoða öll þau boð og bönn sem leikskólakennarar og foreldrar eiga til með að leggja

fyrir börnin og má spyrja að því hvort verið sé að setja börnin of mikil takmörk til þess að fá

að læra sjálf, til þess að tjá sig og til þess að mótast þar að auki sem sjálfstæður einstaklingur.

Í umfjöllun Hrundar um lýðræðis og mannréttindahefti leikskólakennara kemur fram að í

samfélaginu okkar koma upp alls konar vandamál og ágreiningsmál og skiptir máli hvernig

fólk tekst á við ólík sjónarmið og skoðanir. Þegar upp koma ágreiningsmál í skóla er um að

gera að nýta það tækifæri til þess að læra af. Leikskólakennarar þurfa að takast á við erfið

mál og þurfa að vera færir um að ráða fram úr ágreiningi sem upp kemur, óháð skólastigi.

Fljótlegasta og auðveldasta leiðin fyrir leikskólakennarann er að vitna í skólareglur eins og

„svona eru reglurnar“ og með þessu hefur leikskólakennarinn valdið. Leikskólakennarar

freistast oftar að nýta sér þennan möguleika sem er ekki í anda lýðræðisins. Sú leið sem talin

er vera mun árangursríkari og í anda lýðræðis er að gefa börnunum tækifæri á að tjá sig og

koma með skýringar á máli sínu. Það skiptir máli að ræða saman allar þær lausnir sem koma

til greina og finna í sameiningu eina lausn til þess að leysa málin. Þessa aðferð er gott að nota

Page 37: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

31

óháð því hvort um lýðræðislega kosningu í hópnum sé að ræða eða vitnað sé í reglur sem

liggja fyrir (Hrund Hlöðversdóttir, 2013).

4.4 Mikilvægi samræðunnar

Lagt er upp úr því að leikskólakennarar vinni almennt með lýðræðishugsjónina og nýti hana

bæði sem markmið og viðmið um verklag. Til eru margar aðferðir til þess að vinna með

hugsjónina en ein af þeim er samræðan. Í skólastarfinu getur samræðan bæði nýst sem

markmið og sem kennsluaðferð. Oftar en ekki einkennist kennsla af einræðu kennarans þar

sem hann miðlar upplýsingum til nemenda og nemendur spyrja á móti ef þeir skilja ekki

eitthvað. Þetta gerir valdahlutföllin mun skýrari í kennslunni (Hrund Hlöðversdóttir, 2013). Í

leikskóla á þetta ef til vill ekki eins mikið við þar sem bein kennsla fer ekki fram eins og í

grunnskólum og framhaldsskólum. Í leikskólum er lagt mikið upp úr því að ræða við börn, fá

þau til þess að koma með hugmyndir og vangaveltum og þeim gefin tækifæri á að vera

frumkvöðlar eigin hugsana og skoðana í stað þess að vera mötuð á ákveðnum

fyrirframgefnum upplýsingum.

Heimspeki með börnum er ein af þeim aðferðum sem til eru og snýst um jafningjasamræður

og þekkingarleit. Þegar þessi aðferð er notuð fá börnin tækifæri til þess að velta hinum

ýmsum hlutum tilverunnar fyrir sér og er rökræða kennd sem ein af gagnlegum leiðum til

þess að læra. Ein mikilvægustu einkenni góðs samræðufélags eru virðing og umhyggja

gagnvart sjálfum sér og öðrum (Hrund Hlöðversdóttir, 2013:88). Ef maður getur borið

virðingu fyrir sjálfum sér munu aðrir bera viðringu fyrir manni. Ekki er nóg með að

samræðufélagið verði gott ef virðing og umhyggja ríkir heldur verður samvinnan jákvæðari

og niðurstöður verða frekar til árangurs.

Það sem kennsluaðferð eins og heimspeki snýst um og býður upp á er góð samvinna, allir

hafa sama rétt fyrir að tjá sig og hlusta með gagnrýnni hugsun. Hún snýst um skapandi

hugsun þar sem ýmis sjónarhorn eru sett fram og dæmi eru tekin.

4.5 Lýðræðismenntun

Eitt af mikilvægum þáttum í skólastarfinu er lýðræðisuppeldi- og menntun. Með henni er átt

við að einstaklingur finnur að hann stjórnar lífi sínu, hann getur haft skoðanir og að á hann sé

hlustað. Lýðræðismenntunin snýst um það að virkja einstaklinga. Lýðræði snýst um samvinnu

en ekki samkeppni, þátttöku en ekki sigur. Til þess að virkja nemendur til þátttöku og jafnvel

í kjölfarið auka líkur á betri námsárangur er mjög gott að koma lýðræðishugsjónum inn í

Page 38: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

32

skólastarfið (Anna Magnea Hreinsdóttir og Sigurlína Davíðsdóttir, 2012). Ef byrjað er strax að

vinna með heimspekisaðferðina og lýðræðishugsjónina í leikskóla mætti telja að það væri

góðar líkur á árangri fyrr en ef þetta yrði gert við upphaf grunnskólagöngu. Börnin yrðu þá

mun öruggari með sig en ella þegar þau hafa náð grunnskólaaldri því þau hafa fengið reynslu

og tileinkað sér færni og þekkingu í samskiptum og ákveðnum vinnubrögðum í lýðræðislegu

samhengi (Jóhanna Einarsdóttir, 2008:116). Þrátt fyrir stöðugan bardaga við innleiðingu

lýðræðishugsjóna í skólastarf og í samfélaginu öllu þá eru stórir áhrifavaldar sem gera það að

verkum að einstaklingar tileinki sér þennan hugsunarhátt og samskiptarmáta sem

lýðræðishugsjónin felur í sér mun hægar en það gæti gert. Fjölmiðlar, netið og fleira gefur

upp ákveðna myndir af því hvernig skal hegða sér og hvað skal segja og gera. Miðlarnir senda

þau skilaboð að allir eigi að vera steyptir í sama mót og í kjölfarið verður fólk ragara við að

stíga út fyrir rammann vegna hræðslu af því að vera öðruvísi. Þessi hugsunarháttur og þetta

viðhorf smitar út frá sér, foreldrar kenna börnum sínum og börnin grípa við öllu því sem

þeim er sagt að gera og segja. Þess vegna er mikilvægt að þegar leikskólakennarar ætla að

nota lýðræðishugsjónina í kennslu sinni, að þeir séu vel í stakk búnir til þess að nota þá

aðferð rétt, þekkja vel um hvað sú kennsluaðferð snýst, svo þeir sendi frá sér jákvæða og

fordómalausa mynd til barnanna sem þeir eru að kenna. Þegar börn eru á leikskólaaldri og

allt upp í miðstig grunnskóla þá eru þau forvitin og fljót að læra. Áhuginn er mikill og þeim

finnst gaman að læra nýja hluti, skoða og rannsaka og leysa verkefni. Einnig eru börnin eins

mismunandi og þau eru mörg og því er um að gera að nýta sér þann fjölbreytileika sem finna

má í barnahópnum, skoðanir, vangaveltur, þekking og reynsla sem hvert og eitt barn býr yfir,

og nýta þennan auð í lýðræðiskennslu (Hrund Hlöðversdóttir, 2013).

4.6 Sjónarmið barna í mati

Staða barna hvað varðar tjáningarfrelsi og sjónarmið þeirra var bágstödd hér áður fyrr, þar

sem aðeins mátti sjá börnin en ekki mátti heyrast í þeim. Börn áttu að hlusta á fullorðna

fólkið og þegja á meðan og sjónarmið þeirra voru ekki virt viðlits. Með tímanum hafa

áherslurnar breyst til batnaðar börnunum í hag þar sem lagt er upp úr því að á þau sé hlustað

og þau fái að láta skoðanir sínar í ljós. Öll börn alveg niður í leikskólaaldri eiga nú í dag rétt á

því að fá að tjá sig og að á þau sé hlustað og tekið mark á (Hrund Hlöðversdóttir, 2013).

Börnin hafa margt að segja og kenna okkur og þegar upp koma vandamál er áríðandi að þau

fái að tjá sig því vera gæti að eitthvað fari framhjá þeim fullorðnu sem meta ástandið, sem

Page 39: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

33

gæti orðið barninu í óhag og jafnvel brotið á önnur réttindi barnsins. Börn hafa einnig

áhugaverðan og skapandi hugsunarhátt sem ber að virða og sem er ekki síður gaman að

skyggnast í (Jóhanna Einarsdóttir, 2008: 115). Heimurinn er mjög flókinn í augum barnsins og

telja höfundar það vera áhugavert að fá að fylgjast með hvernig barn hugsar um umhverfið

og samfélagið sem það býr í, hvernig það metur hlutina, með hvaða augum það sér þá og

hvernig þau túlka ýmis atvik eða aðstæður á sinn einfalda hátt sem þó hefur að geyma djúpa

ígrundun af barnanna hálfu. Því er mikilvægt að gefa börnunum lausan tauminn og fá að tjá

sig og segja frá ef þeim finnst þau þurfa þess, en þó verða leikskólakennarar að meta hvort

það sem börnin vilja tjá sig um eiga við hverju sinni. Ef ekki gæti leikskólakennarinn leiðbeint

þeim inn í þá umræðu sem á sér stað þá stundina án þess þó að hafa mikil áhrif á skoðun

þeirra og hugmyndir.

4.7 Hugmyndir Clark og Moss

Alison Clark og Peter Moss settu fram hugmynd að umgjörð um hlustun sem byggðist á

margþættum aðferðum til þess að ná fram viðhorfum barna en þessi viðhorf taka mið af

ýmsum tjáningarmátum barnanna (Jóhanna Einarsdóttir, 2008:121). Áhersla er lögð á

þátttöku barnanna og er gengið út frá því að þau séu sérfræðingarnir í sínu lífi. Ígrundun

barna, foreldra og annarra þátttakenda eru talin mikilvæg fyrir merkingu og túlkun þess sem

börnin segja. Uppeldisfræði hlustunar (e. Pedagogy of listening) er hugtak sem Clark og Moss

taka fyrir og rakið er til Reggio Emilia. Hugtakið felur í sér það að byggja upp og túlka

merkingu þegar verið er að hlusta á virkan hátt á börn. Leggja þarf áherslu á sveigjanleika

umgjarðarinnar til þess að hægt sé að laga hana að hverjum leikskóla fyrir sig. Fjallað er

meira um reynslu barnanna frekar en þarfir þeirra og nám þar sem áhersla er lögð á

upplifanir þeirra. Hægt er að nýta þessa umgjörð í daglegu skólastarfi en einnig sem

matstæki. Þá er hlustunin inngróin í starfið. Með þessu er átt við að hlustunin er stöðugt

samtal barna og fullorðinna í staðin fyrir að hún sé einkasamtal um samráð. Clark og Moss

nota ákveðna nálgun á grundvelli þessara þátta sem kallast mósaíknálgun (e. The mosaic

approach) (Jóhanna Einarsdóttir, 2008:121). Hún vísar til margra brota sem mynda eina heild

þegar brotin eru sett saman. Þessi nálgun inniheldur tvö stig. Fyrra stigið felur í sér það að

hvert brot veitir þátttakendum matsins möguleika á að kynnast viðhorfum eða reynslu

barnanna af lífi í leikskólanum. Stigið tekur mið af þeim brotum viðhorfa sem fullorðnir og

börn hafa safnað saman. Þó má finna styrkleika aðferðarinnar einna helst í seinna stiginu.

Page 40: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

34

Stig tvö felur í sér að nýta umræðu, túlkun og vangavelturnar til þess að safna saman þessum

brotum. Fullorðnir hafa tvö meginhlutverk. Þeir þurfa að íhuga vel hvernig þeir halda að

leikskólalífið sé og þeir þurfa að hlusta á viðhorf barnanna. Það að vita hver sýn foreldra er á

upplifun barnsins þeirra á leikskólann sinn er og hvernig það lítur á hann getur fyllt upp í

ýmsar eyður. Þetta á einkum við þegar um er að ræða lítil börn. Þátttakendur þessara

viðhorfskönnunar eru börn, foreldrar og leikskólakennarar. Talið er að viðhorf allra skipta

máli og séu jafnmikilvægir fyrir heildarmyndina. Leikskólakennarar og foreldrar fá svipaðar

spurninga. Meðal helstu spurninganna sem þau fá eru hvernig góður og/eða slæmur dagur

sér í leikskólanum og hvernig þau halda að barninu líði í leikskólanum. Þegar söfnun viðhorfa

hjá börnum og fullorðnum er lokið er komið að seinni hluta þessarar nálgunar sem er

mósaíknálgunin. Þegar búið er að safna saman brotin og sameina þau fæst frekari skilningur

á lífi barnanna. Ólík sjónarhorn geta komið upp sem þarfnast nánari umræðna til þess að

dýpka skilninginn á sjónarmiðum og lífsreynslu barna í leikskólanum. Þar sem fáar rannsóknir

höfðu verið til um skoðanir barna var áður talið að hætta væri á að börnin væru mjög

einsleitur hópur með samskonar skoðanir. Rannsóknum hefur þó fjölgað og í kjölfarið hefur

það sannast að börn hafa mjög ólíkar skoðanir. Þegar litið er á áhrifin þegar hlustað er á

sjónarmið barnanna, þá hafa rannsóknir sýnt að það gæti eflt innsýn barnanna og sjálfsálit

þegar kemur að þátttöku í lýðræðislegum vinnubrögðum. Það getur haft áhrif á marga þætti

í lífi og skólagöngu barna að hlustað sé á þau. Það getur einnig haft áhrif á skipulagi

leikskólastarfsins. Þó er ekki alltaf jákvætt að fá viðhorf barna. Hætta gæti verið á því að

tilgangurinn sé óljós og þar af leiðandi öðlast hlustunin takmarkað gildi. Þá upplifa börnin

það að skoðanir þeirra séu ekki til gagns og þar af leiðandi verða þau hikandi við að taka þátt

síðar meir. Það getur einnig haft aðrar afleiðingar í för með sér en ætlað var í upphafi að leita

eftir ráðum hjá börnum. Áhuginn gæti þróast yfir í það að verða meira eftirlit og stjórnun

frekar en valdefling. Fullorðna fólkið gæti farið að hnýsast meira í einkalíf barnanna. Því fleiri

aðferðir til þess að ná fram sjónarhornum barna því meiri innrás inn í einkalíf þeirra.

Fullorðna fólkið verður að hafa tök á því að ákveða hvaða upplýsingar sem börnin koma með

megi fara til stofnanna eða í stjórnkerfið og til almennings (Hrund Hlöðversdóttir, 2013).

Þátttaka barna er mjög mikilvæg í skólastarfi sem hefur lýðræði að leiðarljósi þar sem viðhorf

þeirra og skoðanir geta hjálpað til við að endurskoða og bæta starfið. Það verður þeim í hag

sem og auðveldar leikskólakennarana að fylgjast með og vinna með börnunum eftir þörfum

þeirra.

Page 41: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

35

Með því að nýta sér þessa matsaðferð eins og Clark og Moss leggja fram þá telja höfundar að

verið sé að tryggja þátttöku barnanna í matinu á leikskólanum sínum og starfinu. Það eykur

öryggi og sjálfstæði og þau finna að þeim sé treystandi. Fullorðnir verða þó að vera færir um

að meta hvað sé viðeigandi að sé nýtt í matinu og hvað á ekki heima þar, þar sem línan getur

verið fín milli þess sem viðeigandi þykir fyrir stjórnkerfið og því sem er meira persónulegt og

ætti ekki að nota þar sem það varðar ekki endilega skólann og skólastarfsemina. Börnin hafa

margt að segja og þau geta myndað skoðanir á ákveðnum hlutum og þáttum í skólanum

sínum og er því mikilvægt að gefa þeim tækifæri til þess að opna sig og tjá sig.

4.8 Þátttaka barna

í kaflanum Hvers vegna að hlusta á börn í bókinni Sjónarmið barna og lýðræði í leikskólastarfi

(2008) leitaði Jóhanna Einarsdóttir svara einni spurningunni hvers vegna að hlusta á börn?

Með aukinni þekkingu á þroska og námi barna hefur það komið betur í ljós að börn eru

getumikil og gædd þeim hæfileika að læra frá fæðingu. Helstu ástæður og rökstuðningar er

varðar þátttöku barna má skipta niður í fimm hluta (Jóhanna Einarsdóttir, 2008:115). Lögð er

áhersla á styrkleika og hæfni barna í síðtímahugmyndum. Börn hafa sjónarmið, innsæi og

reynslu sem er sérstök og þar af leiðandi geta þau kennt og upplýst fullorðna fólkinu um

margt sem varðar þau sjálf og þeirra líf. Önnur ástæða fyrir því að leitast var eftir viðhorfum

barna var vegna réttindi þeirra og má rekja það til samnings Sameinuðu þjóðanna um

réttindi barnsins (1989) eða Barnasáttmálans. Í þriðja lagi er aukin áhugi á þátttöku barna

vegna þess er varðar menntun til lýðræðislegrar þátttöku. Bent hefur verið á að ef börn eigi

að vaxa úr grasi sem gagnrýnir, lýðræðislega hugsandi einstaklingar, að þau séu hvött til þess

að taka þátt í lýðræðislegum ákvörðunum og að þau upplifi að þau hafi áhrif á aðstæður

sínar þá eru líkurnar taldar meiri á að þau eigi eftir að taka þátt í lífinu sem lýðræðislegar

þekjandi borgarar síðar á fullorðinsárunum. Til þess að stuðla að lýðræðislegum

vinnubrögðum í þjóðfélaginu og auka borgaravitund þá er hvatt til lýðræðislegra

vinnubragða með ungum börnum. Fjórða ástæðan er valdefling barna. Með því að leyfa

börnunum að taka virkan þátt og hafa áhrif á málefni sem þau varða er þeim sýnd virðing og

þau fá ákveðin völd. Þau sjá að fullorðnir virða skoðanir þeirra og hæfni og líti á þau sem

samstarfsaðila. Þegar börnin hafa ákvörðunarvald yfir því sem þau fást við í sínu daglega lífi

eykst valdefling þeirra (Jóhanna Einarsdóttir, 2008:116). Í fimmta lagi hefur verið litið á

kostina við að hafa börn með í ákvörðunartöku út frá hagkvæmnisjónarmiði. Talið er að börn

Page 42: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

36

virðast samsama sig frekar þeim hlutum sem þau hafa fengið að taka ákvörðun um sjálf, þau

eru líklegri til þess að fylgja reglum og eru líklegri til þess að styðja þá stefnu sem þau tóku

þátt í að móta. Verið er að leitast við að bæta þjónustu við börn og aðstæður þeirra með því

að auka þátttöku þeirra og áhrif á málefni sem þau varða. Ef börn fá tækifæri til þess að taka

þátt í ákvörðunum um efni sem snerta þau sjálf og þeirra líf eykur það líkurnar á gæðum sem

og að kröfum, óskum og þörfum þeirra sé mætt. Þátttaka barna getur komið sér vel fyrir

fullorðna þar sem það eykur skilning þeirra á lífi og reynslu barnanna. Kennarar geta nýtt

þátttökuna í skólastarfinu með því að hlusta á börnin og í kjölfarið fá þeir tækifæri til þess að

sjá hlutina út frá sjónarhorni barnanna og þar að auki verður vinnan við skipulag á

skólastarfinu auðveldara sem og að það verður unnið að þörfum og áhuga barnanna

(Jóhanna Einarsdóttir, 2008:117).

4.9 Aðferðir og leiðir við að hlusta á börn

Fullorðnir hafa of oft mistekist að koma auga á hæfileika barna vegna þess að þeir meti

börnin út frá sjónarhóli fullorðinna og aðferðirnar sem þau nota henta ekki ungum börnum

(Jóhanna Einarsdóttir, 2008:120). Meðal þeirra aðferða sem notaðar hafa verið til þess að fá

fram sjónarhorn barna er að skoða teikningar þeirra (Jóhanna Einarsdóttir, 2008:120).

Sjónarhorninu hefur þá verið beint að ferlinu en ekki útkomunni. Einnig er lögð áhersla á að

hlusta á frásagnir barnanna og útskýringarnar á meðan þau teikna eða eftir að þau hafa lokið

við myndina. Börn eru að fást við viðfangsefni sem þau þekkja og eru vön að vinna þegar þau

tjá sig með teikningu. Börnin hafa val um hvort þau horfast í augu við þann fullorðna og þau

geta einbeitt sér að teikningunni. Börnin fá tækifæri til þess að skýra frá og gefa til kynna

þekkingu sína á annan hátt en aðeins í töluðu máli þegar þau teikna um það sem þau teikna.

Áhersla er lögð á að börnin séu í sínu venjulega umhverfi og þau geti stjórnað því sem þau

gera. Þau teikna ef þau vilja og það sem þau vilja og sem skiptir máli að þeirra mati (Jóhanna

Einarsdóttir, 2008:121).

Svigrúm til þess að teikna án afskipta fullorðinna af því hvaða litir eru notaðir og hvernig þau

teikna það sem þau vilja teikna er mikilvægt atriði sem þeir aðilar sem fylgjast með

börnunum og meta þau þurfa að hafa í huga. Það sem þarf til þess að börnin njóti sín til fulls

er að hinir fullorðnu geti haldið sig til hliðar án allra afskipta. Ljósmyndir hafa einnig verið

nýttar til þess að fá fram viðhorf barna. Þá fá börnin myndavél í sínar hendur og þau taka

myndir af því sem þeim finnst skipta máli. Í kjölfarið fylgja oft viðtöl, sem eru þó öðruvísi en

Page 43: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

37

önnur hefðbundin viðtöl, þar sem myndirnar stýra viðtalinu og þar af leiðandi sjónarmið

barnanna. Í viðtölunum útskýra börnin og túlka það sem sjá má á myndunum og skýra frá

ástæðunni fyrir því af hverju þau tóku þessar myndir. Með þessu er komið í veg fyrir að þau

séu spurð spurninga frá sjónarhóli fullorðinna. Einnig gefur þessi aðferð með ljósmyndun

börnunum tækifæri til þess að skýra á nýjan hátt og ný aðferð fyrir fullorðna við að hlusta,

það er að segja ekki eingöngu byggt á töluðu máli. Með þessu verða börnin virk við sköpun

þekkingar (Jóhanna Einarsdóttir og Bryndís Garðarsdóttir, 2008).

Eins og fram hefur komið þá fá leikskólakennarar innsýn í námsferlið þegar þeir hlusta á og

skrá upplýsingar um iðju barnanna, tilgátur þeirra, kenningar og hugarflug. Þeir skoða einnig

og ígrunda uppeldisstarfið, ferli eigin hugsana og þær aðferðir sem notaðar eru til þess að

styðja við nám barnanna. Til eru ýmsar gerðir skráningar, svo sem myndverk barna,

ljósmyndir, skýrslur, hljóðupptökur eða myndbandsupptökur. Skráningar eru ígrundaðar í

umræðu við fagmenn, foreldra eða börnin og áhersla er lögð á að styrkleikar barnanna séu

metnir og að þeir verði sýnilegir (Jóhanna Einarsdóttir, 2008:122).

4.10 Þátttaka barna í skólastarfi

Dewey er þekktastur hér á landi sem menntunar- og uppeldisfrömuður en var líka

heimspekingur og helstu menntahugsuður 20. aldar (John Dewey, 2010:43). Dewey leggur

það til að samveran sé lýðræðisleg. Allir eiga að fá það tækifæri að leggja eitthvað af mörkum

þar á meðal börnin (Jóhanna Einarsdóttir og Ólafur Páll Jónsson, 2010:33). Dewey telur

reynslu vera algjört grundvallarhugtak í heimspekinni (Jóhanna Einarsdóttir og Ólafur Páll

Jónsson, 2010:19). John Dewey hafði ákveðna sýn á skóla og leit á hann sem samfélag í

smækkaðri mynd. Hann taldi að í lýðræðisþjóðfélagi ættu skólar að veita börnum tækifæri til

þess að upplifa lýðræði innan veggja skólans. Hann taldi að leggja ætti áherslu á að þjálfa

eiginleika hjá börnunum sem leiðir til lýðræðislegt samfélag þar sem hver og einn

einstaklingur fær tækifæri til að leggja sitt af mörkum (Jóhanna Einarsdóttir, 2008:122-123).

Peter Moss tekur undir með sjónarmiði Deweys og leggur áherslu á leikskólann sem stað þar

sem lýðræðisleg umræða og ákvarðanartaka í daglegu lífi og starfi fer fram. Moss heldur því

einnig fram að til þess að lýðræðisleg vinnubrögð nái að dafna í skólum þá þurfi starfsfólkið

að byggja starfið á sameiginlegum gildum sem innihalda viðurkenningu og virðingu fyrir

ólíkum sjónarmiðum, skapandi hugsun, fjölbreytileika og forvitni (Jóhanna Einarsdóttir,

2008:122-123). Leikskóli skal leggja grundvöll að því að börnin verði virkir, sjálfstæðir og

Page 44: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

38

ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi samkvæmt lögum um leikskóla. Einnig að tryggja

að börnin taki þátt í innra mati leikskólans (Lög um leikskóla nr. 90/2008). Í aðalnámskrám

leik- og grunnskóla, í samræmi við lögin, er lögð áhersla á rétt barna til þess að láta í ljós

skoðaninr sínar og rétt þeirra til að taka þátt í lýðræðislegum vinnubrögðum (Jóhanna

Einarsdóttir, 2008:123).

Page 45: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

39

5 Leikskólinn Aðalþing Eftir að efni ritgerðarinnar var valið, var ákveðið að hafa samband við leikskóla sem vinnur í

anda Reggio Emilia hugmyndafræðinnar. Höfundum ritgerðarinnar langaði að fá að

heimsækja einn slíkan leikskóla og varð leikskólinn Aðalþing í Kópavogi fyrir valinu. Því gerðu

höfundar sér ferð þangað þann 14. febrúar 2014 til þess að kynna sér starfsemina sem þar

fer fram. Leikskólastjóri Aðalþings heitir Hörður Svavarsson og samkvæmt honum er hann,

þegar viðtalið fór fram, eini starfandi karlkyns leikskólastjórinn á landinu. Hann tók á móti

gestunum ásamt Guðrúnu Öldu Harðardóttur sem er pedagógista leikskólans, en hún er

einnig með doktorsgráðu í leikskólafræðum. Þau héldu smá kynningu á leikskólanum og

starfinu áður en gengið var um húsið til þess að skoða aðstæður og þann búnað sem

starfsfólk og börn nýta í starfi sínu þar. Hörður leikskólastjóri fer á hverjum degi inn á hverja

og eina deild til þess að hitta leikskólakennarana og börnin ásamt því að spjalla við börnin

svo þau þekki hann, treysti honum og til þess að hann læri að þekkja hvert og eitt barn með

nafni (Hörður Svavarsson munnleg heimild, 14. febrúar 2014).

Starfsemin í Aðalþingi er samningsrekinn en húsnæðið sem skólinn er rekinn í er í eigu

Kópavogsbæjar. Leikskólakennarar eru um 63% hluti af starfsfólki og verður leikskólinn að

teljast í góðum málum hvað varðar hlutfall menntaðra starfsmanna. Hlutfall karlmanna í

starfi þar er á bilinu 20 – 25%. Hörður kom að því að bærinn greiði sama framlag til

leikskólans og annarra leikskóla bæjarins. Stjórnun leikskólans er bæði skipulögð og

lýðræðisleg og leggur starfsfólk mikið upp úr samvinnu og góðum samskiptum, að þeirra

sögn, bæði sín á milli sem og milli þeirra og barnanna.

Uppbygging starfsins er í anda hugmynda Malaguzzi og eru deildirnar fjórar talsins og

aldursskiptar, eins og algengt er í leikskólum sem starfa í anda Reggio Emilia. Byggingin sem

hýsir Aðalþing er mjög rúmgóð, hátt er til lofts og vítt til veggja. Í skólanum eru hundrað og

tuttugu börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Leikskólinn leggur mikla áherslu á sköpun,

lýðræði og uppeldisfræðilegar skráningar sem hafa gengið vel frá upphafi samkvæmt Herði

og Guðrúnu Öldu. Pedagógistan fundar með þremur hópum starfsmanna og hittir hvern hóp

einu sinni í viku til þess að ræða skráningar, faglega stefnumótun og til þess að tengja starfið

og fræðin saman. Lýðræði tekur tíma að innleiða og vinna með og lagt er upp úr því að allir

hlutir séu ræddir og framkvæmdir í sameiningu. Lýðræðisleg vinnubrögð milli starfsfólks

munu flytjast milli starfsfólks og barnanna og svo barnanna á milli.

Page 46: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

40

Deildirnar og hin ýmsu herbergi hafa skemmtileg nöfn og eitt dæmi um það er

undirbúningsherbergið þeirra en það kalla þau Stjórnlagaþing. Einnig hafa þau skírt

viðbótakennsluna Þrautaþing því þeim fannst það nafn vera betra og hljóma jákvæðara.

Þetta herbergi er ekki einungis nýtt fyrir þá sem eru erfiðir og eiga í erfiðleikum með hin

ýmsu verkefni heldur gefur það til kynna að þau börn sem þurfi þetta séu að taka auka

þrautir og verkefni með leikskólakennara sem hjálpar þeim og vill starfsfólk kalla

viðbótarkennslu frekar en sérkennslu.

Leiðarljós í leikskólastarfinu eru eftirfarandi þættir sem taldir eru vera hvað mikilvægastir í leikskólanámi, en þeir felast í að:

Hvetja börnin. Mikilvægara sé að kenna börnum að spyrja spurninga en að fræða þau með svörum. Hjálpa barninu að finna hvað vekur áhuga hjá því, hvað því finnst skemmtilegt, þetta

á að vera á forsendum barnsins ekki neinna annarra. Kenna barninu að takast á við hið óþekkta. Kenna barninu að taka ábyrgð á sjálfu sér. Kenna barninu að mikilvægasta umbunin er oft sú sem er í einu og öllu - í verkinu

sjálfu. Kenna barninu að setja sig í spor annarra (Leikskólinn Aðalþing. (e.d.).

Öll helstu námsgögn leikskólans eru aðgengileg börnunum, líka þeim yngstu og eru engar

hurðar á skápunum inn á deildunum heldur geta börnin náð sér sjálf í það sem þau vilja og

vita hvað er á hverjum stað. Í leikskólanum má til dæmis finna glóherbergi þar sem svartljós

(blacklight) eru notuð til þess að lýsa upp sjálflýsandi hluti og þá sem eru úr neonlitum svo

sem leikföng, púsl, gerviköngulær, flugur og margt fleira. Er þetta herbergi partur af

stöðvavinnu. Þetta herbergi var unnið í samstarfi við listamanninn Daníel Björnsson sem

vann að því að gera þetta herbergi tilbúið með Kristínu Dýrfjörð. Þingin eða deildirnar eru

allar svipaðar upp settar nema hvað að efniviðurinn verður flóknari eftir því sem börnin

verða eldri og stöðvavinna þeirra líka. Vangaveltur þeirra verða einnig dýpri. Í byrjun

stöðvavinnu velja þau sér það sem þau vilja gera og fá ákveðið margir að vera á hverjum

stað, en síðan fá börnin að flakka á milli og spjalla um það sem þau eru að gera, koma með

uppástungur og fleira. Leiksvæðið er allt opið og aðgangur að leikföngum og efniviði er opinn

og eru einungis svefnpláss barnanna lokuð af til að börnin sem sofi séu ekki vakin af þeim

sem ekki sofa. Samveran inni er með ögn öðruvísi sniði en á flestum öðrum leikskólum þar

Page 47: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

41

sem hún fer fram á tveggja hæða pöllum svo börnin verða ekki úti um allt heldur sitji á

pöllunum og á gólfinu við pallana (Hörður Svavarsson munnleg heimild, 14. febrúar 2014).

Allar deildirnar eru með sína palla en þeir eru notaðir í mismunandi tilgangi eftir deildum.

Einnig var hugsunin á bak við þessa palla, þegar þeir voru búnir til, að hægt væri að setja þá

alla saman til að búa til eitt ágætlega stórt svið fyrir börnin þegar þau væru með sýningar

(Kristín Dýrfjörð munnleg heimild, 8. ágúst 2014).

Matarstefnan sem er í Aðalþingi kallast – Slow food – sem þýðir að þar er hágæða

matreiðsla í næringu, nýtni og umhverfismennt. Þar eru engin kiwi, jarðaber, egg, hnetur

eða appelsínur á matseðli leikskólans þar sem þetta eru algengustu ofnæmisvaldarnir og er

hugsun bak við það að taka þessa ákveðnu ofnæmisvalda út. Það að hafa stefnu er gott

samkvæmt Herði, hvort sem það er í skólastofunum, skrifstofunum eða eldhúsinu því

stefnuleysi kostar peninga, samkvæmt því sem þau telja. Í eldhúsinu er fagmaður og er

eldhúsið vel tækjum búið. Nær allur matur sem er borinn fram á Aðalþingi er unninn frá

grunni á staðnum í anda slow food og því vel hægt að nýta áfram og meira það sem afgangs

verður. Í matsalnum er hlaðborð svo börnin geti skammtað sér sjálf, valið hvað þau vilja og

hversu mikið, og er í lagi að fara eins oft og þau vilja að fá sér ábót. Börnin skera svo matinn

sinn sjálf og gera allt sem þau geta sjálf en annars geta þau beðið um hjálp þar sem

leikskólakennarar eru viðstaddir í salnum til hjálpar. Einnig geta þau fært sig á milli borða þar

sem ekki má kalla yfir alla. Börnin koma á mismunandi tímum af mismunandi deildum og

mæta þau í matsalinn, borða, ganga frá og fara síðan aftur inná sína deild.

Matstofan er margbreytileg því þar eru ýmsar gerðir af borðum og stólum eins og lítil borð

þar sem bara komast að tvö börn, há fjögurra barna borð, borð sem þarf að sitja á gólfi til að

borða af og þar fram eftir götunum. Um leið og börn eru tilbúin að fara yfir í matsalinn meiga

þau það, en sum börn treysta sér ekki í það, bæði á yngsta og næst yngsta stigi (Hörður

Svavarsson munnleg heimild, 14. febrúar 2014). Með þessu fyrirkomulagi sýna

leikskólakennarar að þeir hafi trú á getu barnanna og treysta þeim.

Tæknin er nýtt á mjög skemmtilegan hátt í leikskólanum og má til dæmis nefna

upplýsingatæknina „heimsreisuna“ sem er skypefundur við leikskólakennara af leikskólanum

sem eru staddir í útlöndum, ef til vill í námsferð eða annars hvers ferðalögum og fá þá börnin

að tala við þessa kennara, segja þeim hvað er í gangi hjá þeim sem og að heyra skemmtilegar

Page 48: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

42

sögur frá útlöndum. Til þess að hafa þessa upplýsingatækni sem aðgengilegasta og opna er

matsalurinn notaður þar sem þar er skjávarpi og er myndinni af leikskólakennaranum sem er

erlendis varpað upp á vegg til að öll börnin geti séð leikskólakennaran án þess að þurfa að

vera að hnipra sig saman eða rífast um hver megi sjá núna, og þá er líka nóg pláss til þess að

sitja og spjalla (Hörður Svavarsson munnleg heimild, 14. febrúar 2014).

Lærdómur okkar af heimsókninni

Heimsókn þessi tengist efni ritgerðarinnar á þann hátt að hægt er að sjá hvernig

leikskólastarf í anda Reggio Emilia lýsir sér og við fengum hugmynd um það hvað sé gert á

leikskólum sem starfa í anda Reggio Emilia hugmyndafræðinnar. Við fengum ýmsar

skemmtilegar og áhugaverðar upplýsingar um starfið og hvernig samskiptum er háttað, hvort

sem það sé milli leikskólakennarana eða milli leikskólakennara og barna. Heyra mátti á Herði

leikskólastjóra að almenn ánægja ríkir meðal starfsfólks sem og barnanna. Að hans mati

verða samskiptin einfaldari og jákvæðari þegar allir leggja sitt af mörkum við að tileinka sér

samskiptahætti í anda lýðræðis þar sem virðing og samstarfsviljinn er meðal þess sem

einkennir andrúmsloft leikskólans.

Page 49: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

43

6 Lokaorð Í inngangi þessarar ritgerðar var spurningin Hvað getum við lært af Reggio Emilia

hugmyndafræðinni þegar kemur að lýðræði í leikskólastarfi borin upp og var markmið

verkefnisins að leita svara við þessari spurningu. Reggio Emilia hugmyndafræðin er

áhugaverð og fræðandi þar sem leikskólastarf sem vinnur í anda hennar getur gefið okkur

endalausar hugmyndir og eykur víðsýni okkar á lífið og tilveruna. Börn læra af

leikskólakennurum og leikskólakennarar læra af börnum því í leikskólastarfi sem starfar í

anda Reggio Emilia og er með lýðræði og jafnrétti að leiðarljósi opnar mörg tækifæri og

áhugaverð vinnubrögð sem kallar á aukið samstarf milli leikskólakennara og barna. Ýmsir

þættir í þroskaferli barnsins styrkjast í starfi sem þessu og má þar nefna eins og

samskiptarhæfni, sjálfstæði og sjálfsöryggi, tjáning, ígrundunarhæfni ásamt auknum áhuga á

því að skoða endalaust og leita svara við spurningum eða leita lausna. Þau læra að bera

virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, reyna að leysa úr ágreiningsmálum og leita leiða sem

flestir verða sáttir með. Eins og fram kom fyrr í ritgerðinni er haldið fram að til þess að

árangur náist í að koma á lýðræðishugsun í samfélagið og virkja sem flesta í því þá er best að

hefja þá kennslu í skólunum og var leikskólinn nefndur sem einn aðal vettvang samfélagsins

sem hentaði best til þess að hefja þá kennslu eða fræðslu. Eins og Dewey talar um þá nýta

börn reynsluna þegar þau eru að læra og byggja allt á henni. Með því að kynna börnunum

fyrir lýðræðislegum samskiptum og hugsunarhátt sem fyrst verða þau fyrr búin að tileinka

sér þá hegðun og framkomu sem þau síðan taka með sér í komandi framtíð.

Við teljum að með þessari ritgerð höfum við stiklað á því helsta sem við kemur lýðræðisstarfi

í leikskóla og tókum fyrir Reggio Emilia hugmyndafræðina sem rauða þráðinn í ritgerðinni.

Við kynntum okkur það hvað felst í hugtakinu lýðræði og komumst að þeirri niðurstöðu að

lýðræði er samspil allra einstaklinga í samfélaginu. Talið var að best sé að hefja

lýðræðisuppeldið sem fyrst þar sem börn eru móttækilegri fyrir nýjum upplýsingum en

fullorðnir og eins það að börn nýta reynsluna þegar kemur að nýjum hlutum. Við teljum

okkur vera sammála því að gott sé að byrja lýðræðis- og jafnréttisuppeldið í leikskóla vegna

þess að miðað við meginþætti lýðræðishugtaksins og það sem það felur í sér þá teljum við

það búa samfélagið fyrir sterkari og umburðarlyndari einstaklinga.

Page 50: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

44

Reggio Emilia hugmyndafræðin einkennist í grunninn af lýðræðishugmyndinni þar sem

áhersla er lögð á einstaklinginn. Hvert barn fær sitt tækifæri til þess að tjá sig, leggja fram

hugmyndir sínar og frelsi til þess að rannsaka og upplifa umhverfið.

Okkur finnst mikilvægt að horft er til barnanna þegar kemur að leikskólastarfinu. Þátttaka

þeirra er mikilvæg til þess að hægt sé að tryggja gott skólastarf sem ber árangur. Meðal þess

sem hægt er að gera svo árangur náist er að gefa börnunum tækifæri til þátttöku í

ákvarðanatöku sem varðar skólastarfið, en þó upp að vissu marki. Leikskólakennarar þurfa að

hafa ákveðna umsjón með ákvarðanatökunni og meta hæfni barnanna til þess að geta tekið

þátt. Meðal annars gæti hann hannað ákvörðunartökuna þannig að hann fræðir börnin um

meginefnið og gefur þeim svo tækifæri til þess að ræða það, mynda skoðanir og viðra

hugmyndir sínar fyrir deildinni sinni. Efnið sem um ræðir verður þá í samræmi við aldur. Með

þessu fá börnin þá tilfinningu að þau hafi eitthvað til málanna að leggja og að á þau sé

hlustað og tekið mark á. Það styrkir þau og gerir þau sjálfstæðari og sjálfsöruggari. Í kjölfarið

verða þau betur búin undir framtíðina sem jákvæðir, hugsandi einstaklingar sem kunna að

bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Eins finnst okkur mikilvægt að börnin fái tækifæri til

þess að láta ljós sitt skína með því að nýta hinar ýmsu tjáningaraðferði við að koma ýmsu til

skila, svo sem með teikningu, ljósmyndum, dansi eða hvað svo sem þeim dettur í hug að

nýta. Þessa aðferð nýta Reggio Emilia leikskólar í sínu skólastarfi.

Reggio Emilia leikskólar eru áhugaverðir og nýttum við tækifærið og heimsóttum einn slíkan

sem staðsettur er í Kópavogi. Sá leikskóli heitir Aðalþing. Leikskólastjórinn Hörður Svavarsson

tók á móti okkur ásamt Guðrún Öldu Harðardóttur pedagogiu. Þau héldu smá kynningu fyrir

okkur og sýndu okkur síðan húsnæðið og aðföng leikskólans. Það var áhugaverð sjón að sjá

hvernig rýmin voru nýtt þar sem ekki er lagt upp úr því að eiga mikið af leikföngum sem

kosta mikið heldur voru þau einföld og mest af þeim voru endurnýtanlegur efniviður sem

börnin fá að föndra með. Skápar eru opnir og aðgengilegir fyrir börnin því þeim er kennt að

bjarga sér sjálf. Einnig var áhugavert að fylgjast með hvernig matartíminn fer fram en börnin

koma saman í einum sal þar sem hálfgert hlaðborð er í boði í hádeginu. Þar fá börnin

tækifæri til þess að bjarga sér sjálf án afskipta leikskólakennara, velja sér sæti og skammta

sér sjálf. Ákveðnar reglur gilda og þau sjá sjálf um að minna hvort á þær reglur. Þessi

samskipti þjálfa þau í að bera virðingu fyrir hvort öðru, hjálpast að sem og kennir þeim

almennar umgengisreglur.

Page 51: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

45

Það sem við getum lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar kemur að lýðræði í

leikskóla er að hvert og eitt okkar er einstakt og við eigum rétt á því að láta ljós okkar skína.

Við náum bestum árangri í góðri samvinnu þar sem allir fá jöfn tækifæri til þess að tjá sig og

hlusta. Við vinnum saman að því að komast að sanngjarnri niðurstöðu þegar kemur að

ákvarðanartöku í ýmsum deilumálum og þegar kemur að leikskólastarfi er mikilvægt að gefa

börnunum tækifæri til þess að taka þátt því leikskólakennarar geta lært margt af þeim eins

og þau læra margt af leikskólakennurunum sínum.

Í leikskólum sem starfa í anda Reggio Emilia hugmyndafræðinnar er þess gætt að hagsmunir

allra, bæði starfsfólks og barna sé metið jafnt og reynt er að komast til móts við alla. Telja

höfundar þessarar ritgerðar vera margt til í því sem Dewey heldur fram þar sem viðhorf og

hegðun leikskólakennara gagnvart samkennurum, börnum og foreldrum endurspeglast í

starfinu og ef þeir eru meðvitaðir og virkir lýðræðishuguðir þá hefur það jákvæð og hvetjandi

áhrif á skólastarfið í heild sinni.

Samkvæmt Kristínu Dýrfjörð (2014) þá telur hún að það sé tvennt sem einkennir

leikskólastarf í Reggio. Annað er það sem kallast sýn til barna. Með því er átt við að barnið sé

haft með í ákvarðanatökum og að barnið ráði við að vera með í þeim ákvarðanatökum sem

verið er að vinna með. Þetta snýst um að grunnurinn í starfinu sé sá að hafa trú á getu

barnanna. Hitt er lýðræði. Lýðræðið í skólastarfinu nær ekki einungis til starfsins með

börnunum heldur einnig til stjórnunar, til samstarfs við foreldra og samfélagsins í heild sinni

(Kristín Dýrfjörð, 2014). Fullorðnir eiga það til að vanmeta getu barna til þess að taka þátt í

ýmislegu sem ber að taka alvarlega, þrátt fyrir að málin snerti börnin. Ef foreldrar og

leikskólakennarar ætla að tileinka sér lýðræðislega hegðun og hugsun verða þau að gefa

barninu tækifæri til þátttöku sem varðar þau ef þau telja að barnið hafi tök á að ráða við það.

Börn hafa eyru sem heyra og augu sem sjá og þau velta fyrir sér hlutum sem þau verða vör

við í umhverfi sínu. Í kjölfarið vakna upp spurningar sem þau verða að fá svör við og þau

mynda sér skoðanir sem þau verða að fá að láta í ljós. Þetta snýst um samstarf allra aðila sem

að málinu kemur og þannig virkar lýðræði.

Page 52: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

46

7 Heimildaskrá

Aðalnámskrá leikskóla. (2011). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Anna Friðriksdóttir, Edda Valsdóttir, & Ingibjörg, E. B. (2010). Í Edda Valsdóttir, Ingibjörg Erla

Björnsdóttir (E.d.), Börn geta meira en við höldum : Uppeldisfræðilegar skráningar -

hvernig læra leikskólabörn / höfundar anna friðriksdóttir, edda valsdóttir, ingibjörg erla

björnsdóttir. Kópavogur: Kópavogur : Leikskólinn Fagrabrekka.

Anna Magnea Hreinsdóttir og Sigurlína Davíðsdóttir. (2012). Lýðræðislegt samræðumat :

Innra mat á starfi fjögurra leikskóla. Uppeldi og Menntun :, 21; 21 (1), 53-72.

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. (e.d.). Tilurð Barnasáttmálans. Sótt: 30. júlí 2014 af

http://barnasattmalinn.is/barnasattmalinn/umbarnasattmalann.html

Berglind Káradóttir, Jenný Borgedóttir, Lilja Kristjánsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir og Sigrún

Ingimarsdóttir. (1995). Hvað – Hvernig - Hvers vegna? Þróunarverkefni

leikskólakennara í leikskólanum Marbakka Kópavogi 1994-1995. Kópavogur,

Marbakki.

Björg Vigfúsína Kjartansdóttir, Jóna Björk Jónsdóttir, Kirsten Lybæk Vangsgaard. (2001).

Hugmyndafræði Reggio Emilia. Sótt 4. Júní 20014 af:

http://mennta.hi.is/vefir/snilliheimar/lok/margmidlunoghugb/hugmyndafrreggioemil.ht

m

Page 53: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

47

Edwards, C. P., Gandini, L., & Forman, G. E. (1998). Introduction: background and starting

points. Í Edwards C. P., Gandini L. and Forman G. E. (Eds.), The hundred languages of

children : The reggio emilia approach--advanced reflections. (2nd ed. ed.). Greenwich,

Conn.: Greenwich, Conn. : Ablex Pub. Corp.

Filippini, T. with Bonilauri, S. (1998). The hundred languages of children The Reggio

Emilia approach – advanced teflections. The role of the Pedagogista: An interview

with Lella Gandini. 2 editions. Carolyn Edwards, Lella Gandini og George Forman.

ABLEX PUBLISHING. Westport, Connectucut: London

Gardner, Howard (1998). Foreword: Complementary perspectives on Reggio Emilia. Í

Edwards C. P., Gandini L. and Forman G. E. (Ritstjórar.), The hundred languages of

children : The reggio emilia approach--advanced reflections. (2nd ed. ed.). Greenwich,

Conn.: Greenwich, Conn. : Ablex Pub. Corp.

Guðrún Alda Harðardóttir og Baldur Kristjánsson 1951. (2013). Þátttaka barna í

ákvarðanatöku í leikskólastarfi. Sótt 5. júní 2014 af:

http://skemman.is/stream/get/1946/17447/40521/1/%C3%BE%C3%A1tttaka.pdf

Gunnar Helgi Kristinsson. (2008). Lýðræði : Drög að greiningu. Stjórnmál Og Stjórnsýsla :, 4; 4

(1), 89-111.

Page 54: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

48

Hoyuelos, A. (2013). The ethics in loris malaguzzi's philosophy and pedagogical work /

Alfredo Hoyulos ; ensk þýðing: Roberto Pisano. Reykjavík: Reykjavík : Ísalda.

Hrund Hlöðversdóttir. (2013). Lýðræðismenntun - virkir nemendur. Uppeldi og menntun :,

22; 22 (1), 85-90.

Hörður Svavarsson munnleg heimild, 14. febrúar 2014.

Jóhanna Einarsdóttir, & Bryndís Garðarsdóttir. (2008). Í Jóhanna Einarsdóttir, Bryndís

Garðarsdóttir (ritstjórar), Sjónarmið barna og lýðræði í leikskólastarfi. Reykjavík:

Reykjavík : Háskólaútgáfan : Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna.

Jóhanna Einarsdóttir, Ólafur Páll Jónsson og Gunnar Ragnarsson. (2010). Hugsun, reynsla og

lýðræði. Í Jóhanna Einarsdóttir, Ólafur Páll Jónsson and Gunnar Ragnarsson (E.d.), John

dewey í hugsun og verki : Menntun, reynsla og lýðræði. Reykjavík: Reykjavík :

Háskólaútgáfan.

Kristín Dýrfjörð munnleg heimild, 8. ágúst 2014

Kristín Dýrfjörð. (2014). Einkenni leikskóla sem starfa í reggioískum anda. Sótt 9. ágúst 2014

af: http://m.visir.is/umraedan/grein/?ArticleID=2014702219989

Page 55: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

49

Kristín Dýrfjörð, Þórður Kristinsson, og Berglind Rós Magnúsdóttir. (2013). Í Þórður

Kristinsson, Berglind Rós Magnúsdóttir (E.d.), Jafnrétti : Grunnþáttur í menntun á öllum.

Reykjavík: Reykjavík : Mennta- og menningarmálaráðuneytið : Námsgagnastofnun.

Lilian G. Katz. (1998). The hundred languages of children the reggio Emilia . What can we

learn from Reggio Emilia. 2 editions. Carolyn Edwards, Lella Gandini og George Forman.

ABLEX PUBLISHING. Westport, Connectucut: London

Leikskólinn Aðalþing. (E.d.). Námskráin. Sótt 9. ágúst 2014 af:

http://www.adalthing.is/is/namskra

Lilja Ólafsdóttir. (2003). Hugmyndafræði og skipulag í Reggio. Sótt 4. júní 2014 af:

http://www.mmedia.is/~liljao/namsverkefni/hugmyndafr.reggio.htm

Lög um leikskóla nr. 90/2008.

Mannréttindarskrifstofa Íslands. (2010). Mannréttindaryfirlýsing Sameinuðu þjóðanna. Sótt

7. ágúst 2014 af: http://www.humanrights.is/log-og-

samningar/mannrettindasamningar/sameinudu-tjodirnar/Undirflokkur/

Ólafur Páll Jónsson. (2010). Lýðræði og mannréttindi í skólum. Erindi á ráðstefnunni Samstarf

og samræða allra skólastiga. Hvað ætlum við lýðræðinu? Hver er grundvöllur mannréttinda?

Page 56: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

50

Ólafur Páll Jónsson. (2011). Lýðræði, réttlæti og menntun : Hugleiðingar um skilyrði

mennskunnar. Reykjavík: Reykjavík : Háskólaútgáfan.

Ólafur Páll Jónsson, & Þóra Björg Sigurðardóttir. (2012). Í Þóra Björg Sigurðardóttir (E.d.),

Lýðræði og mannréttindi : Grunnþáttur í menntun á öllum. Reykjavík: Reykjavík :

Mennta- og menningarmálaráðuneytið : Námsgagnastofnun.

Rinaldi, Carlina (1998). Projected curriculum constructed through documentation. Í Edwards

C. P., Gandini L. and Forman G. E. (Ritstjórar.), The hundred languages of children : The

reggio emilia approach--advanced reflections. 2. útgáfa. Greenwich, Conn.: Greenwich,

Conn. : Ablex Pub. Corp.

Rinaldi, Carlina. (2006). In dialogue with reggio emilia : Listening, researching and learning.

London ; New York: Routledge.

Sightlines. Allt. (E.d.). The preschool services of Reggio Emilia. Sótt 9. ágúst 2014 af:

http://www.sightlines-

initiative.com/index.php?option=com_content&view=article&id=2&Itemid=4

Smidt, Sandra. (2013). Introducing Malaguzzi : Exploring the life and work of Reggio Emilia's

founding. New York : Routledge.

Page 57: Hvað getum við lært af Reggio Emilia hugmyndafræðinni þegar … Ritgerð... · 2018. 10. 12. · 2 1 Inngangur Lýðræði í leikskólum er eitt af þeim meginmarkmiðum sem

51

Umboðsmaður barna. (E.d.). Lýðræði í leikskólastarfi. Sótt 6. júní 2014 af: http://barn.is/um-

embaettid/verkefni/lydraedi-i-skolastarfi/lydraedi-i-leikskola/

Umboðsmaður barna. (E.d). Kynning á barnasáttmálanum. Hvað felst í Barnasáttmálanum?

Sótt 11. ágúst 2014 af: http://barn.is/barnasattmalinn/kynning-a-barnasattmalanum/

Vecchi, V. (1998). The hundred languages of children The Reggio Emilia approach advanced

reflections. The role of the Atelierista: An interview with Lella Gandini. 2. útgáfa. Carolyn

Edwards, Lella Gandini og George Forman. ABLEX PUBLISHING. Westport, Connectucut:

London

Vecchi, V. (2010). Art and creativity in reggio emilia : Exploring the role and potential of

ateliers in early childhood education New York : Routledge.

Wolfgang Edelstein. (2010). Lýðræði verður að læra! Sótt 16. júlí 2014 af:

http://netla.hi.is/greinar/2010/005/index.htm