hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfsigurður nordal bendir á a ... 13 jenny jochens 1996, bls 38 14...

32
Hugvísindasvið Hverra vætta ert þú? Dísir í Þiðranda þætti ok Þórhalls Ritgerð til BA prófs í almennri bókmenntafræði Kristrún Hildur Bjarnadóttir Maí 2014

Upload: others

Post on 05-Oct-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

Hugvísindasvið

Hverra vætta ert þú?

Dísir í Þiðranda þætti ok Þórhalls

Ritgerð til BA prófs í almennri bókmenntafræði

Kristrún Hildur Bjarnadóttir

Maí 2014

Page 2: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

Háskóli Íslands

Hugvísindasvið

Almenn bókmenntafræði

Hverra vætta ert þú?

Dísir í Þiðranda þætti ok Þórhalls

Ritgerð til BA prófs í almennri bókmenntafræði

Kristrún Hildur Bjarnadóttir

Kt: 070688-3529

Leiðbeinandi: Ármann Jakobsson

 

Page 3: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

Ágrip Þessi ritgerð er lokaverkefni til Bakkalárgráðu í almennri bókmenntafræði við

íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Aðalviðfangsefni hennar eru

yfirnáttúrulegir kvenvættir í norrænni goðafræði, með Íslendingaþáttinn Þiðranda þátt

ok Þórhalls til hliðsjónar. Skoðuð eru helstu einkenni og hlutverk fjögurra fornra

kvenvætta; dísa, norna, valkyrja og fylgja, ásamt því að bera þau að einhverju leyti

saman.

Umfangsmiklar rannsóknir hafa í gegnum tíðina verið gerðar á hugtökum

norrænnar goðafræði. Hvað sem því líður eru enn mörg viðföng sem eru mönnum að

nokkru leyti sem hulin ráðgáta. Seinni tíma heimildir hafa haft óneitanleg áhrif á

skilning okkar á goðfræðilegum vættum, sem veldur því að enn erfiðara er að bera

kennsl á hver upprunaleg merking hugtakanna var. Náttúrufræðileg flokkunarfræði

hefur einna helst verið notuð til að flokka slíka vætti, e.t.v. með misjöfnum árangri.

Í þessari ritgerð verður farið yfir rannsóknir nokkurra fræðimanna á slíkum

kvenvættum. Rýnt verður í hvar þeir mögulega fléttast saman, hvort sem það snýr að

einkennum eða hlutverkum. Skoðuð verða lítillega hin ýmsu eddukvæði og fornsögur

sem innihalda vísanir í slíka vætti til að bera megi saman bæði aðstæður og auðkenni

þeirra. Kannað verður enn fremur hvort dísirnar í Þiðranda þætti falli vel að þeim

skilgreiningum sem gerðar hafa verið á vættunum, eða hvort aðrir kvenvættir falli

e.t.v. betur að því hlutverki.

Page 4: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

1  

Efnisyfirlit  

Inngangur ..............................................................................................................................2  1. Hvað eru dísir? .................................................................................................................3  

1.1. Hvað þýðir dís? ......................................................................................................................3  1.2. Hvar koma dísir fram?.........................................................................................................5  1.3. Einstakar dísir........................................................................................................................9  1.4. Dísablót ................................................................................................................................ 10  

2. Aðrir kvenvættir ........................................................................................................... 13  2.1. Nornir ................................................................................................................................... 14  2.2. Valkyrjur ............................................................................................................................. 18  2.3. Fylgjur .................................................................................................................................. 22  2.4. Flokkunarkerfi ................................................................................................................... 25  

Niðurstaða .......................................................................................................................... 27  Heimildaskrá...................................................................................................................... 29    

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Page 5: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

2  

Inngangur Þiðranda þáttr ok Þórhalls er stuttur þáttur, varðveittur í Ólafs sögu Tryggvasonar

hin mesta sem er að finna m.a. í fyrsta bindi Flateyjarbókar (1944), en hún er stærsta

íslenska skinnbók sem varðveist hefur og talin hafa verið rituð undir lok 14. aldar.1

Sigurður Nordal bendir á að Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta sé „sögubákn sem á

sér langan aðdraganda og margvíslegar heimildir”.2

Þiðranda þáttur er aðeins nokkrar blaðsíður að lengd. Hann fjallar um Síðu-

Hall og son hans Þiðranda, ásamt Þórhalli Spámanni og afdrif þeirra eitt haustið.3

Nefndar eru í sögunni áætlanir um að halda haustboð, en Þórhallur virðist hafa

einhvers konar ónotatilfinningu gagnvart því. Hann tjáir Síðu-Halli áhyggjur sínar, en

halda átti boðið að „vetrnáttum”4. Hann „býðr svá fyrir, at spámaðr muni vera drepinn

at þeirri veislu” og enn fremur að enginn skuli fara út um nóttina, því þá muni hann

lenda í hættu. Samt sem áður er veislan haldin, en hún er fámenn vegna slæms veðurs.

Um nóttina er barið í þrígang á dyr og ansar Þiðrandi, sonur húsbóndans. Í

fyrstu er engin sjáanlegur, en þegar hann gengur aðeins út fyrir sér hann níu konur í

svörtum klæðum, vopnaðar og ríðandi á svörtum hestum. Í fjarska sér hann einnig

aðrar níu konur, en þær voru í hvítum klæðum, einnig vopnaðar og ríðandi á hvítum

hestum. Þiðrandi reynir að flýja en þær svartklæddu sækja að honum. Hann verst

drengilega en særist illa. Um morguninn er hann borinn inn á bæ, þar sem hann segir

frá þessum atburði, áður hann hann lætur lífið. Þórhallur útskýrir atburðinn á þann

hátt að konurnar níu, í hvorum klæðum fyrir sig, séu einhvers konar fylgjur eða dísir.

Þær hafi komið til að boða siðaskiptin á Íslandi.5

Í þessari ritgerð verður hlutverk þessarra dularfullu kvenna skoðað, ásamt því

að skoða einkenni annarra kvenvætta til hliðsjónar þess. Hvernig birtist hlutverk dísa í

Þiðranda þætti ok Þórhalls og hvaða vísbendingar gefur sú birtingarmynd um almenn

einkenni þeirra í fornnorrænni trú?

                                                                                                               1 Samkvæmt Sigurði Nordal er ólíklegt að jafnstór skinnbók hafi yfir höfuð verið rituð. Hann tekur fram að u.þ.b. 113 kálfskinn hafi verið notuð við gerð hennar. Bókin samanstendur af 225 blöðum, 450 blaðsíðum og var mjög vandlega unnin; upphafstafir eru litaðir og skreyttir. (Sigurður Nordal, 1944, bls V) 2 Sigurður Nordal, 1944, formáli. Hann tekur einnig fram að sagan hafi á sér helgisagnablæ, sem gæti því talist heldur óáreiðanleg heimild. (bls XXV) 3 Eins og gefur til kynna er Þórhallur kenndur við spámann, vegna þess að hann „var maðr fróðr ok mjök framsýnn”. (bls 465) 4 Farið verður nánar í vetrarnætur og haustboð í kafla 1.4.  5 Flateyjarbók I (Ólafs saga Tryggvasonar Hin mesta), 465-468 (í útgáfu Sigurðs Nordal 1944)  

Page 6: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

3  

1. Hvað eru dísir? Til er þó nokkuð af heimildum sem nefna hugtakið dísir en í gegnum tíðina hafa verið

nokkuð skiptar skoðanir á hlutverki þeirra, sem og umfangi þess. Margir fræðimenn

hafa tekið það að sér að skrifa um hlutverk dísa sem slíkt, til þess að reyna að

skilgreina það, þó með nokkuð mismunandi niðurstöðum. Folke Ström6, er meðal

þeirra sem gert hafa rannsóknir á hlutverki dísa. Afrakstur þeirrar rannsóknar mætti

túlka sem grundvöll þegar kemur að skilgreiningu á kvenvættunum. Síðan þá hafa

verið gerðar fleiri seinni tíma rannsóknir, sem byggja margar hverjar á kenningum

hans. Hvað sem öðru líður er endanleg skilgreining á dísum enn fremur torræð.

1.1. Hvað þýðir dís? Ef skoðuð er skilgreining orðabókarinnar Ordbog over det norrøne prosasprog sem

Háskólinn í Kaupmannahöfn stendur fyrir er hugtakið dís tvíþætt. Annars vegar er það

skilgreint sem yfirnáttúrlegur kvenvættur (sem er dýrkaður/trúað á); tengt

hugtökunum „verndunarandi” og „fylgja”. Hins vegar sem heiti fyrir „konu” (eða

„systur”).7 Heimildir fyrir hvorri skilgreiningunni fyrir sig er að finna í íslenskum

fornsögum, en sú síðari kemur t.d. fram í „Skáldskaparmálum” Snorra Eddu, sem

titluð hefur verið sem einhvers konar kennslubók í skáldskap. Þar stendur „heitir ok

dóttir ok barn, ioð; heitir ok systir dís, ioðdís.”8. Í Snorra-Eddu stendur jafnframt:„

Konv er ok kend við allar asynjvr [e(ða) valkyrivr e(ða) nornir e(ða) disir.”9 Sem

sýnir fram á hvernig hugtakið dís var notað sem heiti eða kenning fyrir konur. Fyrri

skilgreiningin er þó heldur flóknari.

Ein af þeim sem skoðað hefur hlutverk dísa er Karen Bek- Pedersen. Í bók

sinni The Norns in Old Norse Mythology lýsir hún þeim á þennan veg; hópur

kvenvætta sem eru jafnan tengdar við fæðingu og dauða (upphaf og enda lífs), en þær

eru einnig tengdar við frjósemi. Hugtakið kemur víða fyrir, annars vegar í prósa, og

hins vegar í kvæðum, en samkvæmt Bek-Pedersen getur verið erfitt að áætla til

hvorrar skilgreiningar á hugtakinu sé verið að vísa. Hún tekur einnig fram þá

útskýringu að hugtakið megi nota sem heiti yfir konu, eða einhvers konar kvenveru,

ásamt því að vera notað sem vísun í ákveðinn hóp kvenvætta.10 Raudvere (2003)

útskýrir á svipaðan hátt hlutverk dísa, en leggur meiri áherslu á verndun uppskeru á                                                                                                                6 Diser, Nornor, Valkyrjor (1954)  7 Ordbog over det norrøne prosasprog – Københavns Universitet 8 Snorra-Edda (Skáldskaparmál), bls 190 (í útgáfu Finns Jónssonar 1931) 9 Snorra-Edda, bls 120 10 Karen Bek-Pedersen 2011, bls 41-42

Page 7: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

4  

tilteknum stað.11 Það gefur til kynna enn frekari tengingu þeirra við frjósemi.

Í bók sinni Old Norse Images of Women skrifar Jenny Jochens að dísirnar séu

án efa jafnfornar öðrum frjósemisgyðjum og tengir þær við matres eða matrones12,

sem voru dýrkaðar af germönskum og keltneskum ættbálkum. Þær birtast oftast í hópi

þriggja og hafa jafnan verið kallaðar frjósemisgyðjur.13 Samkvæmt John Lindow hafa

fundist yfir 1000 styttur sem og áletranir, tileinkaðar matres og matrones og hann

bendir einnig á að það séu ákveðin líkindi milli þeirra og hinna norrænu dísa.14

Jochens minnist enn fremur á hvernig dísir deili einkennum með enn annarri tengund

kvenvætta, itisi (eða idisi; konur); sem var lýst í kvæðinu Fyrsti Merseburg

Galdurinn15.

Eiris sazun idisi, sazun hera duoder. Suma hapt heptidun, suma heri lezidun, suma clubodun umbi cuoniouuidi insprinc haptbandun, inuar uigandun!. H.

Eitt sinn sátu konur, þær sátu hér svo þar. Sumar festu fjötra, sumar stóðu í vegi fyrir her, sumar leystu hlekki: losnið undan fjötrunum, flýjið óvininn!. H.16

Kvæðið er talið hafa verið samið í Þýskalandi í kringum árið 900.17 Folke Ström tekur

fram í sínu riti Diser, Nornor, Valkyrjor að Fyrsti Merseburg Galdurinn sé líklega

galdrasöngur sem þulinn var fyrir stríð. Hann telur að söngurinn hafi verið til þess að

kalla fram þessar „stríðs-gyðjur”, sem komu ríðandi á hestum og höfðu tvenns konar

hlutverk. Annars vegar að „binda niður” óvinaherinn og hins vegar að „losa menn

við” þá hermenn sína sem e.t.v. voru í samráðum með óvinahernum. Söngurinn var til

þess að koma bardaganum upp á „hærra guðdómlegt plan” og reyna að beina

útkomunni sér í hag.18 Samkvæmt John Lindow fjallaði þessi fyrri Merseburg galdur

                                                                                                               11 Catharina Raudvere 2003, bls 68 12 Kvenvættir sem voru tilbeiðnar í Norð-vestur Evrópu frá 1.-5.öld eftir Krist. 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama hóp og tekur einnig fram að heimildir um þær séu ritaðar mikið seinna. 15 Á ensku: First Merseburg Charm, þýtt af ritgerðarhöfundi. 16 Karen Bek-Pedersen 2011, bls 148. Íslensk þýðing höfundar; þýtt úr enskri þýðingu Bek-Pedersen. Þýðing á frumtexta gerð af Bek-Pedersen eftir samanburð á þýðingum Simek (1993) og Giangrosso (2001). Once sat women, they sat here then there./ Some fastened bonds, some impeded army,/ some unravelled fetters:/ escape the bonds, flee the enemy! H 17 Jenny Jochens 1996, bls 38 18 Folke Ström 1954, bls 71

Page 8: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

5  

aftur á móti bókstaflega um hvernig komast mætti úr fjötrum og voru idisi kvenvættir

sem höfðu það hlutverk að leysa menn úr hlekkjum (e. fetters).19 Karen Bek- Pedersen

bætir við að idisi gátu fjötrað óvini, en einnig leyst stríðsmenn úr fjötrum, sem höfðu

verið fangaðir af óvinum sínum. Báðum hópum idisi hefur verið líkt við dísirnar, en

hún telur þó líkindin ekki nægileg til að hægt sé að gera beina tengingu þar á milli.20 Í

bókinni Myth and Religion of the North eftir Turville- Petre fjallar hann einnig um

líkindi milli vættanna, en þar kemur fram svipuð niðurstaða; þó svo orðið hafi löngum

verið talið vera af sama uppruna hefur seinni tíma orðsifjafræði hrakið slíkar tilgátur

að mestu á brott. Hann bætir samt sem áður við að þó orðin séu ekki skyld, eru þau

nægilega lík til að, í skáldlegum skilningi, hafi eldra orðið, idisi, möguleg áhrif haft á

mótun þess yngra, dís.21 Samkvæmt Turville-Petre er engin sérstök ástæða til

samsömunar milli idisi og hinna norrænu dísa en hins vegar sé sterkari tenging milli

þeirra og vættanna matres/matrones, sem nefndar voru ofar.22

Ström telur að skilning á mikilvægi dísa í fornnorænni trú hafi ekki verið náð í

fyrri rannsóknum. Samt sem áður telur hann að komin sé góð byrjun á slíkum

rannsóknum. Innsta eðli vættanna og upprunalegt hlutverk hefur reynst sérstaklega

erfitt viðureignar.23 Uppruni dísanna og dýrkunar á þeim er enn óljós, en mögulega er

hægt að draga þær ályktanir að rætur þeirra liggi vafalaust í mjög fornum jarðvegi,

líkt og Raudvere leggur til. Líkt og með flest önnur hugtök úr fornum heimildum er

erfitt að vita með vissu hver skilgreiningin var upprunalega, vegna þess að þrátt fyrir

að vísarnir í kvenvættina séu ekki af skornum skammti í fornum heimildum, eru þær

samt sem áður óljósar.

1.2. Hvar koma dísir fram? John Lindow skrifar um dísir í riti sínu Norse Mythology: a Gude to the Gods,

Heroes, Rituals and Beliefs. Hann heldur því fram að áreiðanlegar goðsögulegar

                                                                                                               19 John Lindow 2001, bls 227 20 Karen Bek-Pedersen 2011, bls 148-149. Hún bendir á að sú persóna sem er líklegust til að falla undir idisi nafnið sé valkyrja að nafni Herfjötr og kemur fram í Grímnismálum st. 36. Einnig veltir hún því fyrir sér að Óðinn eigi mögulega best við þessa lýsingu; en honum er eignað svipaðir hæfileikar og koma fram í Fyrsta Merseburg galdrinum; þeim er lýst í Hávamálum st. 149. 21 E.O.G. Turville-Petre 1964, bls 222 22 Sama heimild 1964, bls 227 23 Folke Ström 1954, bls 5  

Page 9: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

6  

heimildir um dísir séu vandfundnar og tekur fram að eina örugga heimildin (e. secure

appearance) um þær sé í eddukvæðinu Grímnismál vísu 53. 24

Eggmóðan val nú mun Yggur hafa, þitt veit eg líf um liðið, varar eru dísir, nú knáttu Óðin sjá, nálgastu mig ef þú megir.25

Folke Ström (1954) bendir á að hér sé skýrt dæmi um óheillavænlegt hlutverk dísa.

Hér eigi þær jafnan þátt og Óðinn í dauða Geirröðar.26 Lindow tekur fram að

tengingin við yfirvofandi dauða sé ein að þeim sem er einkennandi í sambandi við

notkun á hugtakinu dísir í eddukvæðum.27

Fólk ákallaði einnig dísirnar í óviðráðanlegum aðstæðum, líkt og við

barnsburð, og báðu um aðstoð. Sigrdrífumál vísa 9 inniheldur dæmi um slíkar

aðstæður.28

Bjargrúnar skaltu kunna ef þú bjarga vilt og leysa kind frá konum, á lófa þær skal rísta og of liðu spenna og biðia þá dísir duga.29

Bek-Pedersen bendir á að í Sigrdrífumálum veiti dísirnar ákveðna verndun við upphaf

nýs lífs. Einnig er athyglisvert að þeim skuli vera fært að stíga inn í aðstæður og veita

beina aðstoð. Slík beiðni bendir einnig til þess að þær hafi verið taldar tilbúnar til að

veita aðstoð. 30

Turville- Petre (1964) telur dísirnar hafi verið einhvers konar verndunarandar.

                                                                                                               24 John Lindow 2001, bls 95  25Eddukvæði (Grímnismál): bls 81 (Í útgáfu Finns Jónssonar 1998). Eddukvæðið Grímnismál er eintal Óðins yfir Agnari, verðandi konungi. Gísli Sigurðsson telur að kvæðið hafi verið eins konar kennslukvæði í helgiathöfnum og ritúölum (mögulega vígslu konunga). Í 53 erindi er vísun í dísirnar notuð til að boða yfirvofandi dauða Geirröð, föður Agnars. (Gísli Sigurðsson 1998, bls 81-83) 26 Folke Ström 1954, bls 77 27 Lindow 2001, bls 95  28 Karen Bek-Pedersen 2011, bls 42 29Eddukvæði (Sigrdrífumál), bls 245. Hetjukvæðið Sigrdrífumál er úr Konungsbók og segir frá æsku Sigurðar Fáfnisbana. Kvæðið er í lausu máli og bundnu og segir frá því þegar Sigurður hittir valkyrjuna Sigrdrífu, sem kennir honum rúnafræði. Gísli Sigurðsson 1998, bls 251)  30 Karen Bek-Pedersen 2011, bls 43

Page 10: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

7  

Hann bendir á að ýmsar heimildir innihaldi vísbendingar um að þær hafi verið tengdar

ákveðnu svæði, fjölskyldu og jafnvel aðeins einum manni.31 Karen Bek-Pedersen er

sammála því að margt bendi til þess að dísir hafi verið einhvers konar

verndunarandar; mögulega andar liðinna kvenkyns ættingja.32 John McKinnell skrifar

í bók sinni Meeting the Other in Norse Myth and Legend að vafi liggi á hvort

einstakar dauðar konur hafi verið ákallaðar til að hjálpa eftirlifandi ættingjum sínum.

Einnig bendir hann á að það sé himinn og hafsjór milli þess að ákalla þær og að vekja

þær upp á virkan hátt(e. actively ‘waking them up’). Undir lok heiðninnar var samt

sem áður hefð fyrir því að hægt væri að nota galdur til að hinir dauðu gætu risið.33

Folke Ström tekur saman upplýsingar sem gefa til kynna tengingu dísa við það sem

hann kallar eins konar sálar- eða fylgjutrú (s. själatron). Hann bendir á að heimildir

liggi fyrir þar sem dísir eru nefndar sem dauðar, en að þær séu almennt mistúlkaðar.

Þar sem dísir eru titlaðar sem „dauðar konur” telur Ström að verið sé að vísa til þess

að þær séu konur sem boði dauða, eða komi með skilaboð úr heimi hinna dauðu. Þær

séu ekki á neinn hátt dauðar sjálfar.34

Ein af heimildum sem gefa til kynna að þær eigi hlut í dauðanum er Atlamál

vísu 25. Þar eru dísir bendlaðar við slíkar „dauðar konur”, sem koma að næturlagi og

„sækja” Gunnar; 35

Konur hugðag dauðar koma í nótt hingað, væri-t vart búnar vildi þig kjósa, byði þér bráðlega til bekkja sinna, eg kveð aflima orðnar þér dísir.”36

Óskýrt virðist vera hverjar þessar „dauðu konur” eru; mögulega einhvers konar

yfirnáttúrulegar konur sem ákveða dauðastund fólks, en dísirnar, sem hér eru nefndar,

                                                                                                               31 Hann nefnir því til rökstuðnings að veislur sem haldnar voru dísum til heiðurs hafi verið lokaðar; aðeins þeim sem var boðið máttu vera viðstödd og var það helst nánir vinir og ættingjar, en dýpra verður fjallað um þess konar veislur í kaflanum um dísablót (1.4.). 32 Karen Bek-Pedersen 2011, bls 42  33 Það var gert með því að sitja á krossgötum eða í helli og nefnir McKinnell dæmi úr Völuspá vísu 28 og Baldrs draumar 4-5.(John McKinnell 2005, bls 200). 34 Folke Ström 1954, bls 97  35 Karen Bek-Pedersen 2011, bls 43 36 Eddukvæði (Atlamál), bls 334. Atlamál er lengsta hetjukvæðið, varðveitt í Konungsbók. Það fjallar að mestu leyti um sama efni og Atlakviða, en frásögnin er fyllri og meira lagt upp úr hlut kvenna og tilfinningalífi. (Gísli Sigurðsson 1998, bls 350-351)

Page 11: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

8  

gátu ekki hjálpað Gunnari. Bek- Pedersen veltir einnig fyrir sér hvort hér sé kominn

einhvers konar samruni dísa, norna og fylgja.Við fáum í þessu kvæði vísbendingu um

að dísirnar séu verndunarandar; mögulega verndarar lífsins, gegn vættum sem hér

tákna dauða. Hins vegar telur Bek-Pedersen mögulegt að „dauðu konurnar” séu einnig

dísir, sem gefur til kynna að erindið sé að sýna fram á andstöðu milli tveggja

undirflokka dísa. Bek-Pedersen varpar fram þeirri kenningu hvort erindið sé einmitt

að leika á þeirri hugmynd að það séu til a.m.k. tvær mismunandi túlkanir á hlutverki

þeirra; voru þær til lífs eða dauða?37 John Lindow bætir við í umræðu um kvæðið að

þessum dísum, sem sækja dauðadæmdan stríðsmann og bjóða honum til bekkja sinna,

skuli svipa til valkyrja; kvenvætta sem hafa jafnan verið bendlaðar við það hlutverk

að velja og sækja dauða stríðsmenn og fara með þá til Valhallar. Hann nefnir því til

stuðnings að Herjans dísir (dísir Óðins) sé ein af kenningum fyrir valkyrjur. 38

Turville- Petre segir aftur á móti að hér séu dísirnar sjálfar dauðar konur;

In this last passage, the dísir are dead women, calling the hero to join them in the world of the dead; they are probably dead female ancestors [...] As is shown in many other sources, fertility cults cannot always be dissociated from the cult of the dead.39

Hann segir einnig að stundum hafi dísirnar verið sagðar dauðar og því ófærar um að

aðstoða menn í bardaga.40 Folke Ström telur hins vegar að ástæðan að talið var að

dísir gætu gripið inn í baráttu og veitt aðstoð bendi til þess að þeir sem féllu í bardaga

hefðu verið valdir af guðunum (og dísunum). Helmingurinn fór til Freyju og hinn

helmingurinn fór til Óðins.41

Terry Gunnell (2000) dregur saman hlutverk dísa á ágætan hátt. Hann lýsir

þeim sem kvenvættum með karllega eiginleika; þær ríða um á hestum og elta jafnvel

uppi fórnarlömb. Einnig að þær hafa vald yfir bæði lífi og dauða. Þeim eru færðar

fórnir og þær virðast ekki einungis hafa verndað einstaklinga, heldur heilu

fjölskyldurnar. Gunnell heldur því fram að dísir hafi augljóslega verið einhvers konar

                                                                                                               37 Karen Bek-Pedersen 2011, bls 44. 38 John Lindow 2001, bls 95 Farið verður ítarlegar í valkyrjur í næsta kafla 39 E.O.G. Turville- Petre 1964, bls 225. Áherslur mínar. 40 E.O.G. Turville-Petre 1964, bls 225. Hann vitnar hér í Hálfs sögu ok Hálfsrekka. Folke Ström (1954) fjallaði einnig um þessa sögu og var ósammála Turville-Petre. Hann taldi að textinn hafi jafnan verið mistúlkaður og í hans augum er augljóst að það sem átt er við er að dísirnar séu dauðar honum; geti ekki hjálpað honum. Í stað þess að vera bókstaflega dauðar. (bls 73) 41 Folke Ström 1954, bls 73

Page 12: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

9  

hálf- gyðjur eða smá-gyðjur (e. minor goddesses) og tengir þær við frjósemisgyðjuna

Freyju, sem eitt sinn var nefnd sem Vanadís.42

1.3. Einstakar dísir. Dísir eru sjaldnast nefndar með nafni, en þó hafa aðrar yfirnáttúrlegar konur verið

nefndar dísir; eða haft dís sem viðlið. Til eru dæmi í norrænum heimildum um

svokallaðar spádísir, en Raudvere heldur því fram að spádís sé heiti yfir völvu.43

Karen Bek-Pedersen talar einnig um spádísir og nefnir dæmi þess sem kemur fram í

Völsungasögu 11, þar sem sagt er að Sigmundr hafi verið verndaður af spádísum, svo

hann særðist ekki. Hún segir því tengingu Raudvere milli spádísa og völva vera

ólíklega vegna þess að hann spádísirnar vernda Sigmund, sem passar ekki við

hlutverk völva44. Hún bætir við að þessar spádísir, sem verndi þeirra völdu hetju, séu í

hlutverki sem svipi til þess sem gefið hefur verið fylgjum og valkyrjum.45

Annað dæmi um einstaka dís er Freyja vanadís, en hún fær það viðurnefni í

Gylfaginningu kafla 34.46 Vegna tengingar Freyju við vani hefur hún jafnan verið

kölluð frjósemisgyðja. Fræðimenn hafa haldið því fram að vegna þess að karlkyns

ættingjar hennar voru frjósemisguðir, væri hún líka í þeim flokki. Jenny Jochens

bendir hins vegar á að hún hafi verið tengd við ást og kynlíf, dauða og töfra.47 Bek-

Pedersen bætir við þetta;

Freyja ‘chooses half of the slain’ (Grímnismál 14), which lends her an identity as a female counterpart of Óðinn […], and Vanadís could be a name drawing of the link between fecundity and death twice over- through the vanir and through the dísir.48

Hér kemur fram að Bek-Pedersen gefur Freyju tvöfalda frjósemismerkingu; annars

vegar sem dís og hins vegar vegna þess að hún er af vanaættum. Turville-Petre þýðir

nafnið Vanadís hins vegar sem gyðja vana. Hér virðist sem hann noti hugtakið sem

heiti yfir „konu” og því verður Vanadís að „kvenkyns Vani” eða gyðja Vana. 49

                                                                                                               42 Terry Gunnell 2000, bls 130  43 Catharina Raudvere 2003, bls 68 44 Samkvæmt orðabókinni Snöru er Völva „forspá kona (í heiðnum sið) sem framdi seið og þuldi véfréttir” eða „spákona”. (www.snara.is)    45 Karen Bek-Pedersen 2011, bls 45 46 Karen Bek-Pedersen 2011, bls 45 47 Jenny Jochens 1996, bls 66 48 Karen Bek-Pedersen 2011, bls 45-46 49 E.O.G Turville-Petre 1964, bls 175

Page 13: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

10  

Samkvæmt Ström var að minnsta kosti ein önnur vísun þar sem dís er notað sem

einhvers konar viðliður. Ásamt því að nefna frjósemisgyðjuna Freyju Vanadís, sem

hann titlar sem hina „miklu dís” (s. den stora disen), tekur hann einnig fram gyðjuna

Skaði sem hann nefnir sem ǫndurdís. Hann bætir við að Skaði sé í raun eins konar

„vinterliga aspekt” Freyju; þær séu í raun sama gyðjan.50 Turville-Petre tekur undir að

Freyja sé æðsta dísin (e. supreme dís). Hann bætir við að hægt sé að finna í heimildum

fleiri afbrigði af dís sem viðlið.51

1.4. Dísablót Eitt af því sem aðgreinir dísir frá öðrum kvenvættum er að þeim er tileinkað blót.52

Engir aðrir kvenvættir virðast hafa verið blótaðir, sem e.t.v. hefur þær afleiðingar að

dísir séu settar ofar í goggunarröðina en hinir vættirnir. Blótið færir þær nær guðunum;

gefur jafnvel til kynna að þær hafi verið dýrkaðar á svipaðan hátt og þeir. Turville-

Petre setur þetta upp sem svo:

The dísir were objects of cult, and their festival, the dísablót was held at regular times. They were superios beings, detached from man, although standing in close relationship to an individual, a family or a community. Men must revere them or else incur their wrath.53

Sumt af þessu hefur nú þegar verið fjallað um, en hér kemur að Turville-Petre telji að

dísablót hafi verið haldið reglulega og ef þær voru ekki vegsamaðar á réttan hátt á

þeim hátíðum var mönnum refsað.

Hann tekur einnig fram að heimildir bendi til þess að dísablót hafi verið haldið

annað hvort um haustið, eða við upphaf vetrar. Var það tilefni til mikillar drykkju og

veisluhalda.54 John Lindow segir frá því að slík athöfn hafi hugsanlega komið fram í

textum sem eru sagðir vera frá seinni hluta 13. aldar, en erfitt er þó að vita það með

vissu. Lýsing á einhvers konar veislu kemur m.a. fram í Heirvarar sögu ok Heiðreks

                                                                                                               50 Folke Ström 1954, bls 6 51 Sem dæmi má nefna jódís (Ynglingatal 7) (E.O.G Turville-Petre 1964, bls 226), einnig tekur Folke Ström fram að Freyja hafi eitt sinn verið nefnd blótgyðja (Ynglingasaga). (Folke Ström 1954, bls 60)  52 Blót er samkvæmt orðabókinni Snöru skilgreint sem fórnarathöfn/ fórnfæring/ fórnarveisla, tileinkuð guðum; guðsdýrkun (annarra guða en kristinna manna). (www.snara.is) 53 E.O.G. Turville-Petre 1964, bls 227  54 E.O.G Turville-Petre 1964, bls 221

Page 14: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

11  

sem mögulega væri hægt að túlka sem slíka.55 Lindow segir frá því að í þeirri sögu

komi fram ákveðnar vísanir um það hvernig blótið fór mögulega fram.

The ceremony takes place at the home of a king, is presided over by a woman (one indeed of royal lineage), and involves the spilling of blood, presumably from an animal that was sacrificed.56

Enn fremur tekur Lindow fram að blótið hafi líklega verið opinber athöfn og vill

endilega tengja það við kóngafólk eða einhvers konar eðalborið fólk. Hann bendir

einnig á að í fleiri heimildum þar sem minnst er á dísablót 57 virðist það hafa verið

tengt haustinu.58

Terry Gunnell (2000) hefur rannsakað nokkuð ítarlega hlutverk og eiginleika

hátíðinar sem er talin hafa verið haldin dísum til heiðurs. Hann hefur t.d. skoðað hvaða

hátíðir eru nefndar í fornum heimildum og hvenær á árinu þær voru mögulega haldnar.

Niðurstaða Gunnell er í stuttu máli sú að a.m.k. þrjár meginhátíðir voru haldnar hvert

ár.59 Smáatriði um eðli hátíðanna voru eilítið breytileg eftir staðsetningu, en þó voru

þær allar á svipuðu nótum, á svipuðum tíma árs, en mestur var tímamunurinn líklega á

vor- og sumarhátíðunum.60

Gunnell telur að sú hátíð, sem kölluð var „veturnætur”, sé einna líklegust til að

hafa verið tengd við dísablót.61 Hátíðin, sem var haldin í þrjá daga, lenti á þeim dögum

sem voru ekki tengdir við neina árstíð, heldur féllu á einhverskonar millibilsástand.

Einnig nefnir hann að vísanir í hátíðina gefi til kynna að hún hafi falist m.a. í einhvers

konar veislu (e. feast), sem hefur verið miðpunkturinn. Vinum og vandamönnum var

síðan boðið til veislunnar. Einnig fór fram slátrun á dýri sem Gunnell vill meina að

                                                                                                               55 Lindow telur að blótið sem lýst er þar hafi e.t.v. frekar verið tileinkað guðum en dísum. (Lindow 2001, bls 94) 56 John Lindow 2001, bls 94 (Vert er að benda á að hér er verið að ræða aðeins eina heimild þar sem dísablót kemur fyrir, en gera má ráð fyrir að blótin hafi mögulega verið breytileg (t.d. ekki alltaf konungsfólk viðstatt). Aftur á móti eru afar fáar lýsingar til í heimildum, svo erfitt er að segja til um það með vissu.)  57 Víga-Glúms saga, Ynglingasaga, Egilssaga o.fl. 58 John Lindow 2001, bls 94-95  59 Hann tekur einnig fram að öllum þessum hátíðum virðist hafa verið breytt í kristnar hátíðir á friðsælan hátt, þegar kristnitakan fór fram í Skandínaviu. 60 Gunnell nefnir að þetta geti mögulega verið afleiðing af mismunandi veðurfari. (Gunnell 2000, bls 126) 61 Í greininni kemur fram að á miðöldum í Skandínavíu hafi upphaf vetur verið titlað sem endir 26. viku sumars. Hann bendir á að á þessu svæði hafi tímatalinu verið skipt í tvennt (en ekki fernt, eins og í nútímatímatali) og því voru haldnar tvær hátíðir í tilefni þess; ein við upphaf vetur í lok október og hin við upphaf sumars um vorið.

Page 15: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

12  

hafi verið einhvers konar fórnfæring.62 Hann tekur fram að margir fornir textar vísi til

þess að hátíðin sé líklega af heiðnum uppruna, jafnvel að þeir tengi hana beint við

dísirnar. Á meðal þeirra heimilda þar sem dísablót er nefnt eru Egilssaga og Víga-

Glúmssaga. Í Egilssögu segir í kafla 44:

Eiríkur konungur og Gunnhildur komu það sama kveld í Atley, og hafði Bárður þá búið veislu móti honum, og skyldi þar vera dísablót, og var þar veisla hin besta og drykkja mikil inni í stofunni.63

Folke Ström tekur einnig fram að hér sé rætt um veislu, sem vinum og ættingjum er

boðið í, og bendir á að um sjálft blótið „iakttar sagan fullkomlig tystnad”.64 Í Víga-

Glúms sögu er einnig sagt frá dísablóti.

Þar var veisla búin að veturnóttum og gert dísablót og allir skulu þessa minning gera.65

Hér er sagt frá því þegar Egill og félagar hans mæta óboðnir í dísablót hjá

Noregskonungi. Í sögunni er sagt frá því að mikilvægast var að halda áfram með

blótið, þrátt fyrir óboðnu gestina. Ström tekur einnig fram að í sögunni komi fram að

á þessum tíma sé líklegast haust, nánar tiltekið október, sem styður þá niðurstöðu sem

Gunnell, ásamt fleirum, hafa komist að; dísablótin voru jafnan haldin á þeim tíma.66 Í

báðum heimildunum sem hér eru nefndar eru vísanirnar samt sem áður stuttar og litlar

sem engar lýsingar á aðstæðum eða athöfnum sem fram fóru á blótinu.

Gunnell tekur fram að þessar veislur hafi líklega verið það sem hann kallar

„hálf-opinberar” (e. semi-public) sem gefur til kynna að boð hafi verið grundvöllur

þátttöku. Einnig telur hann að þær hafi verið haldnar innandyra og að þær hafi að

mestu leyti snúist um fyrrnefnda fórnfæringu, líkt og nafnið dísablót gefur til kynna,

en þar sér hann mögulega líkingu við hin sænsku álfablót, sem einnig voru haldin á

haustin.67 Ström bætir við að til séu fleiri textar þar sem líklega sé verið að tala um

dísablót, þó svo það sé ekki nefnt. Hann nefnir þar t.d. Gísla sögu þar sem nefnt er

                                                                                                               62 Hér nefnir Gunnell Eyrbyggjasögu sem dæmi. Þar er nefnt að Snorri Goði hafi ætlað að halda veislu, hann hafi boðið vinum sínum og þar var mikið af öli drukkið. (Terry Gunnell 2000, bls 128) 63 Egilssaga (Úr Íslensk fornrit 2, 1933) Áherslur mínar.  64 Folke Ström 1954, bls 12 65 Víga-Glúms saga (Úr Íslensk fornrit 9, 1956) Áherslur mínar. 66 Folke Ström 1954, bls 13-14 67 Gunnell nefnir hér álfablót sem kemur fram í Ólafs sögu helga, þar sem Sighvati Þorðarsyni var meinaður aðgangur að slíku blóti þegar hann var á ferð um Svíþjóð á 11.öld. (Terry Gunnell 2000, bls 129)

Page 16: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

13  

blót tileinkað frjósemisguðinu Frey, og Þiðranda þátt ok Þórhalls, þar sem skrifað er

um veislu á vetrarnóttum, en ekki er tekið beint fram að þar sé um blót að ræða. Samt

sem áður er vísað í að fólki sé boðið til haustboðsins, þó fáir mæti vegna slæms

veðurs. Þar að auki kemur fram vísbending um að einhvers konar fórnfæring fari

fram.68 Einnig bendir hann á að bæði í Egilssögu og Vǫlsa þáttr sé skrifað um veislu,

eða blót, haldið á haustin, en ekki tekið fram nánari tímasetning.69

Gunnell tekur fram í áðurnefndri grein að mögulega hafi verið tvær hátíðir

haldnar til heiðurs dísa. Önnur, líkt og komið hefur fram, á vetrarnóttum, við upphaf

veturs og loka sumars, en einnig hefur hann fundið heimildir fyrir hátíð sem haldin

var um vorið, við upphaf sumars.70 Ýmsir fræðimenn hafa komið með þá tilgátu að

hér sé um tvenns konar átrúnað að ræða (e. two different cults), sem báðar gáfu fórnir

og Gunnell telur að jafnvel hafi verið um að ræða mannfórnir á einhverjum

tímapunkti. Hann veltir fyrir sér hvort hægt sé að finna fleiri leifar í alþýðutrú (e. folk

belief) í Skandinavíu sem mögulega veita betri innsýn í þetta mynstur.71

Augljóst er að dísatrú var í hávegum höfð í Skandinavíu í fornöld. Eins og

komið hefur fram er ekki mikið af beinum heimildum um dísablót og mikið af því

sem stendur hér að ofan eru aðeins möguleikar og tilgátur, því einhvers konar

niðurstöðu er nær ómögulegt að fá. Heimildirnar benda þó sterklega til þess að hátíð

var haldin, um haust, þar sem fórnfæring fór fram og eru dísir oft nefndar í samhengi

við slíka hátíð (en þó ekki alltaf). Því liggur e.t.v. beinast fyrir að tengja þetta saman.

2. Aðrir kvenvættir Einhverjir fræðimenn vilja skilgreina hugtakið dísir sem ákveðið „regnhlífarhugtak”

fyrir yfirnáttúrulega kvenvætti. Folke Ström vill meina að vegna þess að hlutverk

dísanna hefur svo mikilfengleg áhrif á líf og dauða sé ástæða til að áætla að valkyrjur

standi fyrir „heroiskt-mytiska” hlutverk dísa og nornir sjái um dauðahlutverkið.72

Karen Bek-Pedersen tekur fram að slík skilgreining gæti mögulega átt rétt á sér, en þó

                                                                                                               68 Nautinu sem nefnt er Spámaður, er slátrað til að hafa í veislunni. Einn möguleiki er að nautinu hafi ekki verið fórnað, vegna fárra gesta (óþarfi að „sóa” svo góðu nauti) og þess vegna hafi dísirnar reiðst og ráðist á Þiðranda; til að sækja sína fórn sjálfar. 69 Folke Ström 1954, bls 19 70 Hann tekur þó fram að þær heimildir séu takmarkaðar við Svíþjóð og tekur sé form hátíðar sem er haldin af þjóðinni sem heild, á meðan hin virðist hafa verið meira persónuleg.    71 Því næst segir hann frá mögulegri tengingu hátíð vetrarnátta við jólin. Hann nefnir að mögulega væri hægt að finna hliðstæður milli dísa og Jólavættinum Grýlu. Þær hugmyndir verða þó ekki ræddar frekar. (Terry Gunnell 2000, bls 135-139) 72 Folke Ström 1954, bls 85-86  

Page 17: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

14  

séu ýmsir hlutir sem mæla gegn því. Hún telur að slík nálgun myndi að öllum

líkindum gefa falskar hugmyndir í sambandi við yfirnáttúrulegar konur í norrænum

fræðum. Hún bendir á að þó svo línurnar sem aðgreina þessa kvenvætti geti oft á

tíðum verið óljósar, sé grundvallarmunur á milli hlutverka þeirra of mikill.73 Þó er

vert að hafa í huga að ólíklegt er að einhvers konar reglur og skilgreiningar til

aðgreiningar á þessum vættum hafi verið til. Líkt og kemur fram í greininni „The

taxonomy of the Non-existent” eftir Ármann Jakobsson er töluverður munur á því

hvernig við flokkum yfirnáttúrulegar og náttúrulegar verur. Gjarnan hefur verið reynt

að flokka fornnorræna vætti eftir reglum náttúrunnar, en oftar en ekki eiga þær ekki

við. Í miðaldatextum fléttast vættir oft á einhvern hátt saman.74 Ármann tekur einnig

fram að á flesta vætti hafi á einhvern hátt verið borin kennsl og þeir flokkaðir, og er

það mikilvægt skref þegar kemur að þeirri tiltekinni fræðigrein. Samt sem áður telur

hann að oft sýni meiri árangur að sleppa því að aðgreina og fara fremur að skoða

sameiginlega þætti.

The terminology of the paranormal gains an added importance if it is kept in mind that unlike living creatures who may exist in the same way whether we refer to them as cats, dogs, seals or walruses, the non existent creatures do not exist independently of human thought and consequently of human vocabulary, terminology and taxonomy.75

Hér kemur fram að lifandi, raunverulegar verur þurfi ekki nafn til að vera vissar um

tilveru sína, en það sama gildi ekki um yfirnáttúrulegar verur. Hið yfirnáttúrulega

verður til í hugsun, í orðum og þess vegna er orðaforðinn einna mikilvægur til að

öðlast skilning.76 Þess vegna er vert að skoða þá vætti sem deila bæði einkennum og

hlutverkum með dísum. Þeir kvenvættir sem m.a. hafa verið skilgreindir sem

undirflokkar dísa eru nornir, valkyrjur og fylgjur.

2.1. Nornir Í bók sinni The Norns in Old Norse Mythology tekur Karen Bek-Pedersen hugtakið

nornir nokkuð ítarlega fyrir, ásamt því að bera það saman við aðra kvenvætti

                                                                                                               73 Karen Bek-Pedersen 2011, bls 65 74 Ármann bendir líka á að út um allan heim séu til yfir tvö þúsund greinar sem skýra frá yfirnáttúrulegum verum. Jafnvel þótt margar þeirra hafi sameiginleg einkenni, fá þær allar sín eigin „persónuskilríki”. Þrátt fyrir það kemur fyrir að yfirnáttúrulegir vættir deili ekki aðeins einkennum, heldur einnig hlutverki. (Ármann Jakobsson 2013, bls 206) 75 Sama heimild 2013, bls 207 76 Sama heimild 2013, bls 207. (Nánar verður farið í flokkunarfræði í kafla 2.4.)

Page 18: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

15  

norrænnar goðafræði. Hún bendir á að í norrænum dróttkvæðum séu nornir jafnan

tengdar við ofbeldisfullan (e. violent) dauða eða við bardaga, en einnig að í

mismunandi kvæðum koma fram mismunandi afbrigði af hlutverki þeirra.77

Samkvæmt John Lindow eru nornir kvenvættir sem eru oftast tendgar við örlög. Í

Völuspá st. 19-20 eru þrjár nornir nefndar á nafn ; Urðr, Verðandi og Skuld. Snorri

Sturluson lýsir þeim enn frekar í Gylfaginningu, en þær eru einu nornirnar sem

nefndar eru á nafn.78 Nöfn örlaganornanna þriggja hafa, af fræðimönnum verið

tengdar við tíðirnar; fortíð (Urðr), nútíð (Verðandi) og framtíð (Skuld).79 Snorri segir

einnig í framhaldi af því í Gylfaginningu:

En erv fleiri nornir, þær er koma til hvers barns, er borit er, at skapa alldr, ok erv þessar goðkvNigar, en aðrar alfa ættar, eN enar iii. dverga ættar, sva sem her segir:

21. Svndrbornar mioc segi ec [nornir vera, eigot þær ætt saman; svmar erv askvnnar svmar erv alfkvNar svmar dætr Dvalins.80

Hér virðist sem Snorri sé þeirra skoðunar að tegundir norna séu að minnsta kosti

þrjár.81 Lindow skýrir það sem svo að þær nornir sem séu skyldar ásum komi til

mennskra barna og hinar tvær tegundirnar vitji barna álfa og dverga.82 Slík vitjun er

mögulega eitthvað sem svipar til þess sem dísir eru sagðar gera. Líkt og tekið var

fram hér að ofan hafa dísir verið ákallaðar við barnsburð og tengdar við frjósemi.

Jenny Jochens telur að annað sameiginlegt einkenni þessara kvenvætta séu

líkindi hinna þriggja örlaganorna við hina fornu vætti matrones; í gegnum þrítöluna.

Hún heldur því fram að, líkt og dísirnar, séu nornir samtvinnaðar örlagatrú, en bætir

þó við að nornirnar séu taldar mun voldugri. Hún nefnir að æsirnir, jafnvel Óðinn

                                                                                                               77 Karen Bek-Pedersen 2011, bls 15 78 John Lindow 2001, bls 245 79 Jenny Jochens bendir á að nafn Skuldar feli mögulega í sér skyldu fremur en val. (Jenny Jochens 1996, bls 40) 80 Finnur Jónsson 1931, bls 23 81 Finnur Jónsson (1907) bendir á í formála sínum að íslensku útgáfu hans af Snorra-Eddu að Snorri Sturluson hafi mögulega fengið sínar heimildir úr Eddu kvæðum; einkum Völuspá, Vafþrúðnismálum og Grímnismálum. 82 John Lindow 2001, bls 245  

Page 19: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

16  

sjálfur, hafi ekkert um það að segja þegar kemur að örlögum. Þó svo goðin fái

stundum að vita örlög sín, geta þau samt sem áður ekki breytt þeim; sem bendir til

þess að þau hafi ekki verið talin almáttug. Jochens tekur einnig fram að ekki sé hægt

að kenna nornunum beint um það sem gerist; þær séu ekki orsök aðstæðna, heldur séu

þær einungis að framfylgja einhvers konar ónefndu afli.83 Í sumum hetjukvæðum og

hjá nokkrum öðrum þekktum höfundum norrænna fornsagna, kemur fyrir að

nornirnar séu kallaðar til ábyrgðar fyrir atburði sem eru hetjunum í óhag. Helsta

vísbending, utan Gylfaginningar um örlaganornirnar þrjár er, samkvæmt Jochens,

Norna-Gests þáttur kafli 11. Þar eru nefndar þrjár spákonur, sem koma til að segja

fyrir um örlög Gests.

In yngsta nornin þótti of lítils metin hjá hinum tveimr, er þær spurðu hana eigi eftir slíkum spám, er svá váru mikils verðar. Var þar ok mikil ribbalda sveit, er henni hratt ór sæti sínu, ok fell hún til jarðar.84

Jochens bendir á að í þessum þætti séu nornirnar ekki einungis færar um að segja til

um framtíðina, heldur einnig um að ákveða hana.85 Hvort sem nornir voru taldar bera

ábyrgð á örlögum; á beinan eða óbeinan hátt, eða ekki, er samt sem áður á hreinu að

nornir voru einar af þeim kvenvættum sem taldar voru ótakmarkaðri visku gæddar.86

Líkt og kemur fram í bókinni The Norns in Old Norse Mythology voru nornir alla

jafna tengdar við einhvers konar umskipti; einna helst úr lífi í dauða. Bek-Pedersen

tekur hins vegar undir það að nornir hafi líka haft einhverja tengingu við fæðingu,

sem aftur bendir til líkinda við dísirnar.87 Hún segir í framhaldi af því að hlutverk

norna m.a. í eddukvæðinu Fáfnismálum88 sé að nokkru leyti tvíræð; þær hafi í för

                                                                                                               83 Ef tekið er mið af því sem stendur í Völuspá, sem og því sem Snorri Sturluson skrifar. (Jenny Jochens 1996, bls 40) 84 Norna-Gests þáttur (Úr Fornaldarsögur Norðurlanda 1, 1950), bls 333. Í þessum hluta Norna-Gests þáttar er sagt frá því að völvur eða spákonur hafi rómað um sveitina og spáð mönnum örlög. Þær voru kallaðar heim til Gests, þegar hann var barn. Þegar reiddist „in yngsta” spáði hún því að hann myndi deyja strax og kerti, sem var nálægt honum, brann niður. Ein af hinum tveimur spákonunum sagði móður hans að slökkva strax á kertinu og kveikja ekki á því fyrr en á síðasta degi lífi hans og kemur fram í 12. kafla að hann varð 300 ára gamall. (Sama heimild 1950, bls 333-334) 85 Jenny Jochens 1996, bls 40 86 Jenny Jochens 1996, bls 39-41 87 Karen Bek-Pedersen nefnir hér Fáfnismál vísu 12, þar sem nornir eru nefndar. Hún veltir fyrir sér hvort hér sé um að ræða nornir sem heiti; yfir yfirnáttúrulegar konur. Hún nefnir hins vegar að vegna þess hve oft nornir eru nefndar í vísu 11, 12 og 13 í kvæðinu, sé möguleiki á að hér sé ekki verið að vísa til norna sem heitis. (Karen Bek-Pedersen 2011, bls 36-37) 88 Eddukvæði (Fáfnismál), bls 231 Í Fáfnismálum er sagt frá einum hluta æsku Sigurðar Fáfnisbana. Goðsagnaefnið er heldur sundurleitt, en segir frá því þegar Sigurður steikir hjarta Fáfnis, bragðar á

Page 20: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

17  

með sér annars vegar líf og hinsvegar dauða. 89

Lýsingin hér að ofan passar að sumu leyti ágætlega við hlutverk dísa eins og

því hefur verið lýst. Til að draga saman eru helstu sameiginleg einkenni þessi: báðar

þessar tegundir kvenvætta eru iðulega nefndir sem hópur (í fleirtölu), þær eru tengdar

við líf, dauða og frjósemi. Samt sem áður er ýmislegt sem er ólíkt. Bek-Pedersen

tekur t.d. fram að dísir séu töluvert oftar nefndar í heimildum heldur en nornir. Einnig

voru dísir ákallaðar, þær voru beðnar um aðstoð á meðan inngrip norna virðist hafa

verið eitthvað sem vert var að forðast. Einnig eru til heimildir um að dísir séu sagðar

hafa egnt menn til að drepa aðra90, en samkvæmt Jochens passar það ekki við hlutverk

norna. Hún vill meina að bein afskipti norna af mönnum er tiltölulega óséð; þær egna

ekki, heldur einungis ákveða. Einnig virðist vera ákveðin grundvallarmunur á

tvískiptingu hlutverka þeirra:91

[...] the dísir often appear in benign roles as well as sinister ones; the portrayal of the nornir is less balanced, weighted more towards the negative end.92

Dísir virðast því, samkvæmt þessu, vera jafnt góðar, sem slæmar, þær vekja ótta, jafnt

sem von, á meðan nornir hallast meira að hinu vonda. Líklega er það ein af

ástæðunum þess að Jochens telur það e.t.v. óæskilegt að áætla að nornir sé einhvers

konar „undirflokkur” dísa. Einnig er ekki hægt að áætla að vegna þess að Snorri

Sturluson setti það fram að nornir væru tengdar barnsburði sé þar með sagt að þær séu

ákallaðar og beðnar um hjálp líkt og dísirnar. Folke Ström (1954) tekur hins vegar

fram að þær heimildir sem við höfum, (t.d. úr Fáfnismálum), sýni fram á að mögulegt

sé að dísir og nornir geti verið steyptar úr sama grunni. Hann bendir á að í

Fáfnismálum geti þeirra dómur boðað dauða, „men det är också de, som har makt att

förlossa mödrarna från deras livsfrukt.”93 Ström segir nornir þannig taka virkan þátt í

lífi mannanna og hann telur að í sumum kvæðum hafi þeirra viðvera verið tákn fyrir

                                                                                                               

blóðinu og skilur þá fuglamál. Fuglarnir segja honum frá vélbrögðum Regins, sem Sigurður drepur og ríður af stað á við Valkyrjunnar Sigrdrífu (sjá Sigrdrífumál kafla 1.2.) (Gísli Sigurðsson 1998, bls 242)  89 Karen Bek-Pedersen 2011, bls 36 90 Hér er t.d. Hamðismál vísa 28. Eddukvæði (Hamdismál), bls 358. Í 28. Vísu kemur fram hvernig Hamdir segir dísir hafa neytt hann til að drepa bróður sinn, Erp. Kvæðið er aðeins varðveitt í Konungsbók, en er nokkurs konar sjálfstætt framhald af Guðrúnarkviðu sem er staðsett á undan því í Konungsbók. Kvæðið segir frá afdrepi bræðranna Hamdir og Sörla eftir að móðir þeirra, Guðrún hefur eggjað þá til hefnda, svo þeir m.a. drepa bróður sinn, Erp. 91 Karen Bek-Pedersen, bls 41-45 92 Karen Bek-Pedersen 2011, bls 45  93 Folke Ström 1954, bls 81

Page 21: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

18  

bæði gott og illt.94. Líkt og Bek-Pedersen og aðrir hafa haldið fram, er þetta líklega

grundvallarmunurinn á milli þessara tveggja kvenvætta.

2.2. Valkyrjur Annar hópur kvenvætta sem hefur verið tengdur við dísirnar eru valkyrjur. Karen

Bek-Pedersen tekur fram að þær dragi nafn sitt, samkvæmt orðsifjafræði, af orðunum

valr (þeir sem liggja niðri; eru fallnir95) og kjósa (að velja; kaus, kurum96). Þessi

skilgreining á stóran þátt í því hvaða hlutverk þeim hefur jafnan verið gefið, það er að

þær voru yfirnáttúrulegir kvenvættir sem völdu þá sem féllu í bardaga. Bek-Pedersen

bendir þó á að þær virðist sjaldnast fylgja því hlutverki í þeim heimildum sem þær

koma fyrir, sem er bæði í hetju- og dróttkvæðum, sem og fornaldarsögum. Hún tekur

fram að t.d. í Eiríksmálum 1 sé hlutverki þeirra að bera einherjum (þeir sem dáið hafa

í bardaga) drykki í Valhöll.97 Snorri Sturluson segir einnig frá hlutverki valkyrja í

Gylfagynningu kafla 35, en þar tekur hann fram hvernig þær „[..] þiona skvlo i

Valhavll, bera dryckiv ok gæta borðbvnaþar ok avlgagna.”98 Það gefur til kynna að

hugtakið hafi greinilega breiðari skilning en við getum ráðið út frá orðsifjafræði.

Valkyrjur koma einnig fram í Hákonarmál st. 1;

Gǫndul ok Skǫgul sendi Gautatýr99 at kjósa of konunga, hverr Yngva ættar skyldi með Óðni fara ok í Valhǫllu vesa. 100

Hér kemur fram hlutverk sem líkist því sem orðsifjafræðin gefur til kynna. Það er sagt

frá valkyrjum sem ríða um á hestbaki, bera vopn og er tenging þeirra við Óðinn,

Valhöll og hina dauðu nokkuð skýr. Svo virðist sem þær hafi einhvers konar vald yfir

lífi og dauða þeirra sem berjast og nýti það beint á bardagavellinum.101 Folke Ström

bætir við að hér séu valkyrjurnar einhvers konar útsendarar Óðins, sem koma ríðandi

                                                                                                               94 Folke Ström 1954, bls 80-81 95 Finnur Jónsson og Sveinbjörn Egilsson 1913-16, bls 590 96 Sama heimild 1913-16, bls 337-338 97 Karen Bek-Pedersen 2011, bls 48- 51. 98 Snorra-Edda (Gylfaginning) (Í útgáfu Finns Jónssonar 1931), bls 40  99 Gautatýr er Óðinsheiti (Karen Bek-Pedersen 2011, bls 52 (bls 71; neðanmálsgrein)) 100 Finnur Jónsson 1929, bls 16 (Einnig má benda á að síðar í kvæðinu koma Valkyrjur aftur fyrir, í vísu. 10, 11 og 12. (Folke Ström 1954, bls 75)) 101 Karen Bek-Pedersen 2011, bls 53-54

Page 22: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

19  

á hestum.102 Snorri tekur þetta einnig fram í Gylfagynningu kafla 36 (í framhaldi af

því sem ofar er sagt frá) að „þær sendir Oþinn til hverrar orrosto; þær kiosa feigð

amenn ok raþa sigri.”103 Bek-Pedersen skýrir einnig frá því hvernig valkyrjur komi

fram í bardaga, sendar af Óðni til að sækja þá stríðsmenn sem valdnir hafa verið til að

fara í Valhöll. Hins vegar liggur ákveðinn vafi á hvort þær velji stríðsmennina sjálfar,

eða hvort þær séu sendar af Óðni aðeins til að sækja þá sem hann hefur fyrirfram

valið.104

Valkyrjur er sá hópur sem er, samkvæmt Jenny Jochens, talinn vera yngstur af

yfirnáttúrulegu kvenvættunum.105 Folke Ström nefnir að fyrirrennari Óðins hafi verið

frjósemisguðinn Freyr, sem einnig gefur til kynna að valkyrjur (tengdar við Óðinn)

séu yngri vættir en dísir (tengdar við Frey/Freyju). Líkt og ofar komið hefur fram106

lýsir Ström kvenvættunum idisi sem ríðandi stríðsgyðjum sem höfðu áhrif á það hver

bar sigur úr býtum. Hann telur að þessir vættir hafi ákveðna vísun í norrænu

valkyrjurnar og nefnir því til stuðnings valkyrjuna Herfjötr, sem nefnd er í

Grímnismálum. Líkt og hann tekur fram er hægt að skilja nafn hennar sem vísun í e.k.

„hlekki” eða „fjötra”.107 Í Grímnismálum vísu 36 er sagt:

Hrist og Mist vil eg að mér horn beri, Skeggjöld og Skögul, Hildur og Þrúður, Hlökk og Herfjötur, Göll og Geirörul, Randgríð og Ráðgríð, Reginleif, þær bera einherjum öl.108

                                                                                                               102 Folke Ström 1954, bls 74-75 (Hér mætti bæta við að Ström heldur því fram að í þessu kvæði sé undirliggjandi „eskatological motivering”. Hann nefnir að í Eiríksmálum komi fyrir svipað dæmi, sem vísi til e.k. mannfórnun konunganna.) 103 Snorra-Edda (Gylfaginning) bls 40 104 Karen Bek-Pedersen 2011, bls 54  105 Jochens telur ástæðu þess geta verið vegna tengingu þeirra við Óðinn, sem kom seinna. (Jenny Jochens 1996, bls 38) 106 Í kafla 1.1.  107 Folke Ström 1954, bls 70-71 (nefndir er m.a. um hlekkir eða fjötrar í Fyrsta Merseburg Galdrinum)  108 Eddukvæði (Grímnismál) bls 77 (Þetta er hluti kvæðis sem Óðinn þylur upp fyrir Agnari í Grímnismálum. Þessi hluti kemur á eftir lýsingu á bústöðum goðanna, sem og öðrum kyrrstæðum fyrirbærum. Gísli tekur fram að hér „minnist Grímnir þeirra valkyrja sem bera einhverjum öl”.) Gísli Sigurðsson 1998, bls 82-83

Page 23: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

20  

Hins vegar kemur fram í Völuspá st. 30 að valkyrjurnar séu „gjörvar að ríða til

goðþjóðar”.109 Ef til vill eru þetta ekki nægilegar ástæður til að ákveða að valkyrjur

séu á einhvern hátt tengdar idisi og útfrá því einnig tengdar dísunum, en það eru fleiri

vísanir í tengingu milli valkyrja og dísa. Líkt og Ström bendir á eru a.m.k. tvær

vísanir í dísir þegar kemur að kenningum um valkyrjur. Annars vegar eru valkyrjur

kallaðar ímundísir, sem hann þýðir sem „stríðsdísir” (s. kampdiserna).110 Orðið kemur

fram í Haustlǫng sem kennt er við Þjóðólfr frá Hvini. Þar segir;

17. Brátt fló bjarga gæti - bǫnd ollu því- randa (ímun) fǫlr und iljar íss (vildu svá dísir); varðat hǫggs frá hǫrðum hraundrengr þaðan lengi trjónu trolls of-rúna tíðs fjǫllama at bíða.111

Ström heldur því fram að hér sé þátttaka þessara imundísa afgerandi fyrir útkomu

stríðisins; sá sem hefur þær sér til stuðnings, fer með sigur af hólmi. Sigurinn var

stríðsdísanna vilji. Hér vill Ström meina að ímundísirnar séu ákallaðar fyrir

bardagann, með einhvers konar fórnfæringu; mögulega dísablóti (sjá kafla 1.4.)112

Hins vegar nefnir Ström kenninguna Herjans dísir sem var lýst í fyrsta kafla.

Kenningin kemur m.a. fram í Guðrúnarkviðu I, en þar er sagt frá því þegar Guðrún

nefnir sig sjálfa sem valkyrju í vísu 19; „Eg þótta og/ þjóðans rekkum/ hverri hærri/

Herjans dísi,”113 Í Krákumálum kemur þessi kenning einnig fram;

29. Fýsumk hins at hætta, heim bjóða mér dísir, sem frá Herjans hǫllu hefr Óðinn mér sendar. Glaðr skalk ǫl með ósum í ǫndvegi drekka,

                                                                                                               109 Eddukvæði (Völuspá), bls 10 110 Folke Ström 1954, bls 73  111 Finnur Jónsson 1929, bls 11-12 (Í þessu kvæði er m.a. sagt frá því hvernig Þór háir stríð gegn risanum Hrungni. Þeir há einvígi, Þór sigrar, en það festist „heinir” í höfðinu á honum, sem vǫlvan Gróa galdrar úr honum. (Richard North 1997, bls lxiii-lxvii) Í erindinu sem er að ofan er sagt m.a. frá því hvernig Hrungnir fær Mjöllni (hamar Þórs) í andlitið og tapar einvíginu, vegna þess að „stríðsdísirnar” sögðu það svo.) (Richard North 1997, bls 11)  112 Folke Ström 1954, bls 72 113 Eddukvæði (Guðrúnarkviða I) bls 265 (Gísli Sigurðsson tekur fram að hér gætu Herjans dísir verið aðeins vísun almennt um tigna konu, en bendir samt sem áður á að kenningin þýði valkyrja.)

Page 24: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

21  

lífs eru liðnar stundir, læjandi skalk deyja.114

Líkt og Ström bendir á birtast hér Herjans dísir, sendar af Óðni til að sækja Ragnar

Loðbrók og fara með hann til Valhallar. Hann segir að það sé þeirra „mytiskt-heroiska

utformningen av deras urgamla roll av dödens viv”115. Hann tengir þennan

(fórn)dauða konungs við frjósemistrú á þann hátt að í sambandi við Ragnarrök hefur

dauði þeirra þann tilgang að veita guðunum lið í endabardaganum. Þannig sé

(fórn)dauðinn einnig til lífs.116

Í þeim heimildum, sem að ofan eru nefndar, eru valkyrjurnar tengdar við

dauða og bardaga, en gefa samt sem áður til kynna að það sé ljóst að orðsifjafræðin

ein og sér nægi ekki til að útskýra hlutverk þeirra. Þær eiga dauðatenginguna

sameiginlega með dísum (og nornum), einnig að koma oftast fram í hópum, en þó

kemur fyrir að þær séu nafngreindar, sem hvorki kemur fyrir hjá dísum eða

nornum.117 Folke Ström vill tengja frjósemis/lífsgefandieiginleika dísanna við

valkyrjurnar og segir m.a. um hlutverk þeirra;118

Utan tvivel hör- I likhet med förehållandena i söderns kulturreligioner- vad man lämpligen kunde kalla valkyrjeaspekten hos diserna till föreställningsinnehållets kostituva element.119

Hann segir í framhaldi af þessu að í Sigrdrífumálum120 séu nefndar bæði valkyrjur og

dísir sem bendir til þess að vættirnir hafi þrátt fyrir allt verið taldir aðskildir.

Eitt af því sem einkennir valkyrjurnar er tenging þeirra við hesta. Í Þiðranda

þætti birtast kvenvættirnir í tveimur hópum, sem samanstendur af níu konum í

hvorum. Báðir hópar bera vopn og koma ríðandi á hestum. Þetta líkist óneitanlega því

hlutverki sem Valkyrjum hefur verið gefið, en í sögunni eru konurnar nefndar dísir

annars vegar og hins vegar fylgjur.

                                                                                                               114 Finnur Jónsson 1929, bls 69 115 Folke Ström 1954, bls 74 116 Folke Ström 1954, bls 75-76  117 Karen Bek-Pedersen 2011, bls 54 (Sem dæmi um nafngreindar valkyrjur mætti nefna m.a. Sigrdrífu úr Sigrdrífumálum.)(Sama heimild 2011, bls 55) Vert er að taka fram að einu nafngreindu nornirnar eru Urðr, Verðandi og Skuld, líkt og kemur fram í kafla 2.1. 118 Folke Ström 1954, bls 75-76  119 Sama heimild 1954, bls 72-73 (Hann nefnir að svipaða tengingu megi finna hjá Óðni og Freyju, þar sem annað þeirra var „annars flokks” (s. sekundär). Sem leiddi af sér að hluti þeirra sem sneri að stríði varð mun meira ríkjandi.) 120 Í vísu sem er talað um í kafla 1.2.

Page 25: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

22  

2.3. Fylgjur Síðasti hópur kvenvætta sem oft hefur verið tengdur við dísirnar eru fylgjur. Raudvere

nefnir þær í sambandi við vætti sem tengjast örlögum.121 Hún bendir á að slíkir vættir

hafi oft tvíþætt og nokkuð óljós hlutverk, sem fól m.a. í sér að ákveða einstaka örlög

og jafnvel framsýni. Hún bendir samt sem áður á að heimildir úr textum séu fáar og

oftar en ekki eru þeir nokkuð efablandnir.122 Samkvæmt Jenny Jochens eru fylgjur

vættir sem bendlaðar hafa verið við einstaklinga eða tengdar við ákveðnar fjölskyldur.

Fylgjur virðast hafa birst bæði sem manneskjur eða dýr en Jochens bendir á að þegar

fylgjan er í formi dýrs sé hún persónugervingur einstaklingsins, aðeins þekkjanlegur á

augunum.123 Hún telur að uppruni þessara tvenna gerða af fylgjum sé aðskilinn;

dýrafylgjan hafi líklega átt rætur sínar að rekja til fornrar hugsunarháttar á meðan

mennska fylgjan sé e.t.v. sótt úr forfeðradýrkun.124

Turville- Petre tekur fram í ritinu Myth and Religion in the North að dís og

fylgja geti hvortveggja verið þýtt (lauslega) sem verndarandar, „but some of the texts

in which they are mentioned reveal fundamental differences between them.”125 Einnig

er hann þeirrar skoðunar að dísir hafi átt sé mikilvægari sess innan trúarinnar en

fylgjur.126 Hann vill meina að fylgjur hafi einnig verið tengdar við það sem þekkjum í

nútímasamfélagi sem fylgja; einnig þekkt sem legkaka. Hann útskýrir að ákveðin

hjátrú í sambandi við fylgjuna hafi verið í hávegum höfð á Íslandi, þar sem talið var að

hluti sálar ungabarnsins sæti eftir í henni við barnsburð.127 Margir tengdu þetta við

fylgju vættina og sumir gengu jafnvel svo langt og að segja þessi hluti sálarinnar væri

fylgja; einhvers konar tvíburi sem fylgi einstaklingnum í gegnum lífið. Turville-Petre

tekur einnig fram að fylgjur hafi vegna þessa mögulega staðið nær manninum en

dísirnar gerðu; þær voru hluti af honum.128

Í ritinu er einnig talað um orðsifjafræðilega merkingu hugtaksins. Turville-

Petre segir frá því hvernig orðið hafi í gegnum tíðina iðulega haft nokkuð tiltekna

merkingu, en þó sé einnig hægt að túlka það á sértækinn hátt                                                                                                                121 Raudvere tekur samt sem áður fram á nornir eigi stærsta þáttinn í sambandi við örlögin.    122 Catharina Raudvere 2003, bls 61  123 Jochens bendir á að dýrafylgjur hafi verið jafnt karlkyns sem og kvenkyns, en aðeins karlmenn hafi verið verndaðir að mennskum fylgjum, sem voru þá kvenkyns (fylgjukona).  124 Jenny Jochens 1996, bls 37 125Hann bendir einnig á að hutgakið dís sé tiltölulega algengt sem hluti af staðarnöfnum, á meðan fylgja virðist ekki koma fram í þeim. 126 E.O.G. Turville-Petre 1964, bls 227 127 Svo virðist sem barnið hafi verið talið „ófullgert” ef ekki var „losað um” þennan hluta sálarinnar sem sat eftir. 128 E. O.G. Turville-Petre 1964, bls 228

Page 26: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

23  

[...] and thus became nearly synonymus with gipta, gæfa, words wich are often translated by ‘luck, fortune’, but imply rather a kind of inherent, inborn force.129

Af þessu má e.t.v. sjá að fylgja virðist hafa verið talið eitthvað sem væri meðfætt;

eitthvað sem fylgir einstaklingnum og verndar hann og verður honum jafnvel til happs.

Turville-Petre tekur fram vísanir í texta þar talað er um fylgjur sem einhvers konar

framlengingu af einstaklingnum, sem annaðhvort fylgir honum, vísar honum veginn,

eða veitir honum styrk.130

Eitt af grundvallarritunum þegar kemur að rannsóknum á fylgjum og fylgjutrú

er bókin Fylgemotiva i Norrøn Litteratur eftir Else Mundal. Hún segir frá því hvernig

fylgjutrúin sé einhvers konar leifar af eldri menningarstigi en því norræna; en sé samt

sem áður leifar sem hafa staðist tímans tönn og „tilpassa seg endra samfunnstilhøve og

framleis har ein funksjon.”131 Hún bætir því við að fylgjutrúin sé á einhvern hátt

lifandi trú (leifar). Líkt og nefnt var að ofan eru til tvær gerðir af fylgjum; dýrafylgja

og fylgjukona. Mundal heldur því fram að þessar tvær tegundir af fylgjum séu í

rauninni svo ólíkar að erfitt sé að sá einhverskonar líffræðilega (genatíska) tengingu

milli þeirra. Hún rökstyður það m.a. með því að benda á að, ólíkt dýrafylgjum, virðast

fylgjukonur ekki hafa verið túlkaðar sem einhvers konar spegilmynd manneskja, eða

„alter ego”. Þær séu frjálsar til að fylgja hverjum sem þær vilja.132

Skulle kvinnefylgje vere alter ego på samme måten som en dyrefylgja, så måtte ho på eller annen måte kome til denne verda saman með mennesket. Ho måtte vere mennesket sin private “eigedom” og følgje berre dette eine mennesket.133

Mundal skiptir fylgjukonum í sex flokka, en á milli nokkurra þeirra eru þó ekki skýr

greinarskil. Í samantektinni á flokkuninni er tekið fram hvort fylgjurnar birtist einar

eða í hóp, eru sýnilegar eða ósýnilegar134, en einnig er tekið fram undir hvaða nafni

fylgjan er nefnd.135 Flokkarnir sex skiptast svo niður; fylgjur sem tengjast fylgjum

(legkökum), fylgjur sem hjálpa til í stríði (eða skaða óvin þeirra sem þær fylgja),

fylgjur sem aðstoða við barnsburð, fylgjur sem gefa ráð eða segja til um framtíðina,

                                                                                                               129 E.O.G. Turville- Petre 1964, bls 230 130 Sama heimild 1964, bls 230 131 Else Mundal 1974, bls 11  132 Megináhersla verður hér lögð á fylgjukonuna. 133 Else Mundal 1974, bls 84 134 Vert er að taka fram að þær sem aðeins skyggnir geta séð eru taldar með ósýnlegum og eru þær aðeins taldar sýnilegar ef það kemur fram að þær hafi einhvern tímann birst einstaklingi. 135 Er hér verið að tala um hvort fylgjurnar eru nefndar dísir, spádísir, ófriðarfylgjur o.s.frv.

Page 27: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

24  

fylgjur sem gefa heppni og sá síðasti eru fylgjur sem boða dauða.136

Í þessari flokkun fer Mundal nokkuð frjálslega með fylgju-hugtakið. Í mörgun

tilvikum eru nefnd dæmi þar sem talað er um dísir og annars konar kvenvætti

(spádísir, draumkonur, hamingjur og jafnvel konur). Hún nefnir að í Íslendingasögum

sé algengast að nota hugtakið fylgja en í kvæðunum er dís algengast, einnig í

Fornaldarsögum. Aftur á móti kemur fyrir í konungasögum að talað sé t.d. um

hamingju.137 Mundal vill einnig meina að í Sigrdrífumálum sé verið að tala um fylgju,

sem er þá nefnd undir hugtakinu dís. Hún minnist á þá kenningu að fylgja sé einn af

undirflokkum dísanna en er aðeins að hálfu leyti sammála því; hún vill semsagt ekki

setja dýrafylgjuna og fylgjukonuna undir sama hatt. Hún nefnir að óæskilegt sé að ætla

að dísir séu „ein eigen flokk guddommelege vesen i norrøn tid fører ut i mange

uløysande problem.” Hún er þeirrar skoðunar að órökrétt sé að upphefja dísirnar og

setja þær nánast í flokk með guðunum, en hafa aðra kvenvætti neðar í

goggunarröðinni.138

Þegar kemur að notkun á hugtakinu dís hefur Else Mundal þá skoðun að það

hafi nokkuð víða merkingu. Hún vísar í P.A.Munch139 sem er einn af þeim sem er

þeirrar skoðunar að hugtakið sé samnefnari yfir valkyrjur, fylgjur, nornir, hamingjur

og jafnvel ásynjur. Hún vill meina að í heimildum séu fylgjur nefndar sem dísir, þá

sérstaklega í kvæðum (bundnu máli), og það sé vegna þess að hugtakið hafi á sér

einhvers konar skáldlegan blæ.

Skal ein I norrøn tid snakke om ein skilnad mellom kvinnefylgjer og diser, så er skilnaden den at ordet dís har ei vidare tyding fordi det er samnamn. Den viktigaste skilnaden mellom dei to orda er likevel ikkje ein innhaldsskilnad, men ein stilistisk skilnad.140

Folke Ström er sammála því að dís sé samheiti yfir kvenvætti, en þó telur hann

fylgjurnar ekki með í þann hóp.141 Líkt og kemur fram hér að ofan virðast samt sem

áður vera nokkuð skiptar skoðanir á þessu. Sumir vilja meina að þessir vættir séu allir

tengdir, aðrir telja aðeins suma þeirra eiga í tengslum og einnig eru þeir sem vilja

halda öllum kvenvættunum aðskildum (líkt og Karen-Bek Pedersen).

                                                                                                               136 Else Mundal 1974, bls 68-71 137 Mundal bendir á að hamingja sé helst tengd við dýrafylgjur (hamgengja) og þá tengd orðinu hamr (hamur). (Else Mundal 1974, bls 86-87) 138 Else Mundal 1974, bls 85 139 Þessar hugmyndir koma m.a. fram í bókinni Norrøne gude- og heltsagn (1967) 140 Else Mundal 1974, bls 79 141 Sama heimild 1974, bls 80

Page 28: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

25  

Ström heldur því fram að fylgjutrú haldist í hendur við það sem hann kallar

„sálartrú” (s. själatron). Hann telur að dísir hafi verið hluti af þeirri trú að sálir dauðra

ættkvenna geti á einhvern hátt birst aftur í líki dísa sem verndunarandar; verði eins

konar dísir ættarinnar. Þetta hlutverk líkist mikið því sem fylgjum hefur verið gefið;

andar sem fylgja einstaklingum eða fjölskyldum. Ström tekur fram að hlutirnir flækist

e.t.v. þegar kemur að því að ræða um fylgjurnar, en hann vill samt sem áður gefa þetta

hlutverk dísum. Hann telur þetta koma t.d. fram í Þiðranda þætti ok Þórhalls, en þar

koma fram bæði dísir og fylgjur. Turville-Petre heldur því fram að þar hafi höfundur

augljóslega hugsað hugtökin tvö sem samheiti að einhverju leyti. Hann tekur einnig

fram að fleiri heimildir styðji þá túlkun; að til séu þó nokkrir textar sem sýni hvernig

hugtökin fléttist saman, þó svo þau séu líklega aðskilin í grunninn.142 Ström nefnir enn

fremur að það sem helst skilur að fylgjutrú og dísatrú sé hinn helmingur fylgjanna;

dýrafylgjur. Þær fylgja einstaklingum, en ekki ættum og telur Ström að augljóst sé að

hugmyndir um þær séu úr allt öðrum grunni sprottnar. 143

2.4. Flokkunarkerfi Í greininni „The Taxonomy of the Non-ecxistent: Some Medieval Icelandic Concepts

of the Paranormal” ræðir Ármann Jakobsson um flokkunarkerfi sem beitt er á ýmsa

yfirnáttúrulega vætti í norrænni goðafræði; hvort það hafi rétt á sér og jafnvel hvort

það sé yfir höfuð nauðsynlegt. Hann tekur m.a. fram þá tilhneigingu að flokka það

yfirnáttúrulega á sama hátt og er gert í náttúruvísindum. Hann bendir á að sú flokkun

sem er algengust í dag eigi sinn uppruna frá þjóðsögum 19. aldar, þar sem einhvers

konar flokkun var e.t.v. nauðsynleg.144 Ármann leggur til að ein af afleiðingum þess að

flokka vættina í þjóðsögunum hafi verið sú kenning sem kom í kjölfarið; að allir

yfirnáttúrulegir vættir tilheyri einhverri ákveðinni tegund. Hann bendir hins vegar á að

í þeim textaheimildum sem við búum yfir, handritum frá tólftu, þrettándu og fjórtándu

öld, séu skilin á milli vætta ekki jafn skýr og fyrrnefnt flokkunarkerfi gefur til

                                                                                                               142 E.O.G. Turville-Petre 1964, bls 227 143 Folke Ström 1954, bls 96-98  144 Ármann tekur fram að við útgáfu þjóðsagnasafns, hafi komið fram þessi nauðsyn til að flokka vættina, vegna þess að flokka þurfti sögurnar. Þeim var skipt niður í þrjá flokka; goðfræðisögur, draugasögur og galdrasögur. (Ármann Jakobsson 2013, bls 200)

Page 29: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

26  

kynna.145 Nútímafræðimenn eiga það til að gleyma því að sum orð hafi ekki

upprunalega haft þá merkingu sem 19. aldar þjóðsögur gefa í skyn. Oft er því ýtt til

hliðar að taka til greina að upprunalega merkingin hafi mögulega verið víðari. Ármann

tekur fram að það séu mistök að ganga að því vísu að við vitum hvað hugtakið merki,

aðeins vegna þess að við vitum hvaða merkingu það hefur í textum frá 19. og 20. öld.

Seinni tíma textar sýna ekki fram á hvernig hugtökin voru notuð í miðaldatextum;

skilgreiningarnar krefjast frekari rannsókna. Hin almenna regla virðist vera að fræðin á

miðöldum var mun vafasamari en margir fræðimenn ganga út frá í textum síðustu

tveggja alda.146

Þetta bendir til þess að þær skilgreiningar sem gerðar voru í köflunum hér að

ofan, geti því miður ekki talist afdráttarlausar. Engar beinar sannanir eru til um hvaða

hugmyndir voru ráðandi í norrænni trú, aðeins er hægt að draga ályktanir út frá lestri á

miðaldatextum, sem leiðir m.a. af sér að fræðimönnum greinir oft á. Líkt og Ármann

bendir á, þá höfum við samt sem áður ekki nægilega vitneskju um þá texta, um

samtímaskilgreininar á hugtökunum eða notkun þeirra í kvæðum til þess að fá

raunverulega niðurstöðu.147 Spurningin er aftur á móti hvort það sé í raun nauðsynlegt.

Ármann telur að svo sé ekki. Hann tekur fram að þó svo mögulegt sé að gera sér í

hugarlund hvað hvert orð merkir hverju sinni, er staðreyndin sú að orðin skipta um

merkingu frá einum texta til annars; hugtökin verða aldrei skilgreind að fullu.

A sharper focus on the vocabulary of the paranormal thus yields results that are essentially negative. What emerges is not a neat classification to replace the modern one but rather a vast and confusing array of words about the paranormal.148

Niðurstaða Ármanns er því sú að skýra afmörkun hugtakanna sé ómögulegt að finna,

þrátt fyrir að kjarni orðanna sýni mögulega fram á margskonar greinilegar áherslur.

Hann telur að grannskoðun á hugtökum miðalda sé hvorki ákjósanleg né yfir höfuð

möguleg. Hann nefnir að það yfirnáttúrulega muni og verði ávallt að vera dularfullt.

Yfirnáttúrulegir vættir eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum, sem leiðir af sér að þeir

falla ekki undir flokkunarkerfi sem hannað var fyrir hinn náttúrulega heim „the

                                                                                                               145 Ármann nefnir því til rökstuðnings hvernig t.d. orðið troll geti ekki aðeins vísað til risa eða vætta sem bjuggu í fjöllunum; sem er þjóðsagnaskilgreiningin á orðinu tröll, heldur hafi það einnig vísað til norna og jafnvel óvenjusterkbyggðs manns, svo eitthvað sé nefnt, í miðaldatextum. 146 Ármann Jakobsson 2013, bls 202-204 147 Hér vísa ég í hvernig orð voru notuð sem heiti og kenningar, en einnig sem myndræn tákn.  148 Ármann Jakobsson 2013, bls 212

Page 30: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

27  

unexplained will not be explained”. Við getum dregið ályktanir út frá orðsifjafræði;

þar sem kjarni orðsins ber með sér ákveðnar áherslur og e.t.v. með víðamiklum og

djúpum lestri.149 Þar fyrir utan, mætti jafnvel kalla þetta aðeins vel rökstutt gisk.

Niðurstaða Í fornnorrænum sið var dísatrú óneitanlega mikilvægur partur af trúsamfélaginu.

Fórnir voru færðar og veislur haldnar sem eru nefndar í fjölmörgum heimildum við

nærri því jafnmargar aðstæður. Það gefur til kynna að einkenni þeirra og hlutverk hafi

verið margþátta. Aðrir yfirnáttúrulegir vættir í miðaldatextum eru ekki af skornum

skammti og eru kvenvættir þar engin undantekning, þó svo það sé e.t.v. ekki mikill

munur á milli þess sem einkennir þá. Skoðað hefur verið nokkuð ítarlega einkenni

þriggja kvenvætta; norna, valkyrja og fylgja, auk dísanna og ekki vantar þar

sameiginlega þætti. Dauði, fæðing og frjósemi, stríð, rúnir og hestar, Freyr, Freyja og

Óðinn, verndun, ótti, ættir, jafnvel legkaka og að lokum fórnfæring og blót. Þó svo að

sameiginlegu einkennin séu ekki ætið þau sömu, er allstaðar hægt að finna ákveðinn

rauðan þráð.

Í Þiðranda þætti ok Þórhalls er sagt frá tveim kvennahópum sem eru, annars

vegar dökkar yfirlitum, en hins vegar ljósar. Þær koma um miðja nótt, ríðandi á

hestum, berandi vopn og ráðast á Þiðranda svo hann deyr af sárum sínum. Þessi

birtingarmynd er e.t.v. ekki sú fyrsta sem kemur upp í huga manns þegar hugsað er

um dísir, en hinsvegar myndi þessi lýsing mögulega smellpassa við Valkyrjur. Í

þættinum þegar aðspurður hvað hafði gengið á segir Þórhallur Spámaður:

„Þat veit ek eigi, en geta má ek til, at þetta hafi engar konur verit aðrar en fylgjur yðrar frænda. Get ek, at hér komi siðaskipti, ok mun þessu næst koma siðr betri hingat til lands. Ætla ek þær dísir yðrar, er fylgt hafa þessum átrúnaði, nú hafa vitat fyrir siðaskipti ok þat, at þær munu verða afhendar þeim frændum.[“]150

Hér eru nefndar bæði dísir og fylgjur, en það styður kenningar fræðimanna sem hafa

haldið fram að hér væri um samheiti að ræða. Einnig er hér vísað í einhvers konar

ættarfylgjur/-dísir sem tengdust fjölskyldu Síðu-Halls og Þiðranda. Líkt og komið

hefur fram getur reynst erfitt að bera kennsl hvar dísir enda og fylgjur byrja, svo

keimlík eru hlutverk þeirra; þ.e.a.s. hlutverk konufylgja er svo gott sem hægt að fella

                                                                                                               149 Ármann Jakobsson 2013, bls 211-212 150 Flateyjarbók, 1944: 467

Page 31: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

28  

inn í hlutverk dísanna. Þess vegna er ekki skrítið að tenging sé gerð þar á milli.151

Einnig er í þættinum nefnd „veizlan [sem] var búin at vetrnáttum”, þar sem

vinum og vandamönnum var boðið. Hér höfum við mögulega heimild fyrir dísablóti

líkt og Terry Gunnell (og fleiri) hafa fjallað um. Einnig er nefnd slátrun nautsins

Spámanns, sem mætti vel túlka sem einhvers konar fórnfæringu. Hér eru ófáar

vísbendingar sem passa við þau einkenni og hluverk sem fræðimenn hafa gefið dísum

í gegnum tíðina, því engin furða að þessi þáttur sé jafnan notaður til hliðsjónar þegar

kemur að slíkum rannsóknum.

Samt sem áður eru ýmsir eiginleikar sem ekki passa; hestarnir, vopnin, drápin.

Ef dísir eru verndunarandar, af hverju ráðast þær á Þiðranda? Hvaðan koma dökku

kvenvættirnir? Er mögulegt að hér sé um að ræða bæði dísir, fylgjur og valkyrjur?152

Niðurstöðurnar eru þær að allir þessir kvenvættir gætu átt þátt í Þiðranda þætti.

Jafnvel væri hægt að túlka annan kvennahópinn sem nornir sem komnar eru til að

tilkynna slæm örlög Þiðranda. Ótrúlega erfitt er að aðgreina þessa vætti á afgerandi

hátt en ef satt skal segja er það óþarfi. Þær fjölmörgu vísanir sem til eru um kvenvætti

skarast oftar en ekki á og sameiginleg einkenni eru nánast alltaf við lýði.

Birtingarmynd þeirra í Þiðranda þætti er því frekari staðfesting á kenningum

fræðimanna á borð við Folke Ström (1954) og Turville-Petre (1964) sem halda því

fram að hér sé um samheiti að ræða. Samt sem áður er það ekki vegna tilhneigingar til

þess að alhæfa eða nauðsyn til þess að komast að afgerandi niðurstöðu. Hugsanlega er

það vegna þess að baráttan fyrir sjálfstæði vættanna; skilgreining þeirra og hugsanleg

aðgreining, gæti leitt það af sér að við missum sjónar á töfrunum sem fylgja sögunum.

Líkt og kom fram að ofan á ekki að útskýra það óútskýranlega. Ef til vill hefur

hlutverk kvenvættanna orðið töluvert óljósara í gegnum aldirnar, sem gerir það að

verkum að þeir virðast skarast svolítið á. Skoðun á sameiginlegum þáttum þeirra,

fremur en á ólíkum einkennum, er því mögulega betri leið til að skilja hlutverk

kvenvætta í fornnorænni trú. Einnig mætti hugsanlega halda því fram að mismunandi

vættir geri sögurnar bara enn skemmtilegri.

                                                                                                               151 Fræðimenn hafa þó skiptar skoðanir á því, líkt og komið hefur fram. Þessi staðhæfing endurspeglar skoðun ritgerðarhöfundar.  152 Sú útskýring sem kemur fram í þættinum er sú að hér sé verið að sýna fram á siðaskiptin; mögulega dökku illsku villutrúnna (heiðnina) á móti hinni hreinu (hvítu) kristni. Það gæti samt sem áður aðeins verið kristin áhrif, sem virðist læðast inn í flesta texta sem skrifaðir eru eftir siðaskiptin. Önnur skýring væri þó sú að mikilvægi dísatrúr hafi verið svo mikil að skrifað var um þær sem refsandi illa kvenvætti, til að sverta þær.

Page 32: Hverra vætta ert þú?°_khb9.pdfSigurður Nordal bendir á a ... 13 Jenny Jochens 1996, Bls 38 14 John Lindow 2001, bls 224. Lindow setur hér dísir, nornir og valkyrjur í sama

29  

Heimildaskrá

Ármann Jakobsson. „Taxonomy of the Non-existent”. Fabula 54 (München 2013), bls 199-213

Catharina Raudvere. Kunskap och insikt i norrön tradition. Lund. 2003

Eddukvæði. Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna. Reykjavík. 1998.

Egilssaga. Úr Íslensk Fornrit 2. Reykjavík. 1933

Else Mundal. Fylgjemotiva I Norrön Litteratur. Oslo. 1974.

E.O.G. Turville-Petre. Myth and Religion of the North: The Religion of Ancient Scandinavia. London. 1964.

Finnur Jónsson. Carmina Scaldica. Kaupmannahöfn. 1929.

Finnur Jónsson. „Formáli”. Í Snorra-Eddu. Reykjavík. 1907.

Finnur Jónsson og Sveinbjörn Egilsson. Lexicon Poeticum: Antiquæ Linguæ Septentrionalis. Kaupmannahöfn. 1913-16

Flateyjarbók I. Sigurður Nordal sá um útgáfuna. Reykjavík. 1944.

Folke Ström. Diser, Nornor, Valkyrjor. Stokkhólmur. 1954

Jenny Jochens. Old Norse Images of Women. Philadelphia. 1996.

John Lindow. Norse Mythology: A Guide to the Gods, Heroes, Rituals and Beliefs. Santa Barbara. 2001.

John McKinnell. Meeting the Other In Norse Myth and Legend. Cambridge. 2005

Karen Bek-Pedersen. The Norns in Old Norse Mythology. Edinburgh. 2011.

Norna-Gests þáttur. Úr Fornaldarsögur Norðurlanda 1. Reykjavík. 1950.

Richard North. The Haustlöng of Þjóðólfr of Hvinir. 1997

Rudolf Simek. Hugtök og heiti í norrænni goðafræði. Reykjavík. 1993.

Snorra-Edda. Finnur Jónsson sá um útgáfuna. Kaupmannahöfn. 1931.

Terry Gunnell. „The Season of the Dísir: The Winter Nights, and the Dísablót in Early Medieval Scandinavian Belief”. Cosmos 16 (2000), bls 117-149

Víga-Glúms saga. Úr Íslensk Fornrit 9. Reykjavík. 1956

Netheimildir Ordbog over det norrøne prosasprog- Københavns Universitet. Sótt af: www.onp.ku.dk

Orðabók Snöru. Sótt af: www.snara.is