hyraugad 1. tolublad 1. argangur

6
HÝRAUGAÐ hinsegin fréttabréf FRÉTTABRÉF SAMTAKANNA ‘78 FÉLAGS HINSEGIN FÓLKS Á ÍSLANDI // október 2010 01. TÖLUBLAÐ 01. ÁRGANGUR FERÐAIÐNAÐUR Hýraugað talar við Ómar Inga Magnússon um hinsegin ferðaiðnað ... Bls. 3 FORDÓMAR Erum við sjálf með fordóma? Hýrauganu beint að innhverfum fordómum ... Bls. 5 MENNING Drottningar, ást og drama.La Cage aux folles sem nú er sýnt á Broadway... Bls. 2 DREIFT FRÍTT Á RAFRÆNU FORMI TIL FÉLAGSMANNA SAMTAKANNA ‘78 OG ÁHUGAFÓLKS UM HINSEGIN MÁLEFNI UNGLIÐASTARF Ungliðahreyfingin sjálfstæð eining innan S’78 Eins og fólk hefur eflaust tekið eftir er félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 lokuð. Regnbogasalurinn hefur verið nær óbreyttur frá opnun fyrir rúmum áratug og því þótti kominn tími til að fríska upp á húsnæðið. Ákveðið var að nota sumarið til þessa, enda rólegur tími og lítil starfsemi hefur verið á sumrin. Nær eingöngu hefur verið treyst á sjálfboðaliða við framkvæmdirnar. Stjórn S’78 kann öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg bestu þakkir. Formleg opnun Regnbogasals verður auglýst síðar. Nýverið voru gerðar breytingar á fyrirkomulagi ungliðahóps Samtakanna ‘78 í þá átt að gera hann að sjálfstæðari einingu undir hatti Samtakanna. Ungliðar þjóni hinsegin táningum til 18 ára aldurs. Til þessa hafa ungliðarnir tekið á móti ungu fólki upp að 20 ára aldri en nú er stefnt að því að lækka þetta aldursþak niður í 18 ár. Síðustu ár hefur þróunin orðið sú að sífellt yngri krakkar hafa sótt fundi ungliðanna sem eiga fátt sameiginlegt með eldri krökkunum. Starfsemi ungliðanna í framtíðinni er ætlað að styðja betur við þessi ungmenni en stefnt er að því að fá fjárveitingu til þess að ráða ungmennafulltrúa sem myndi sjá um þetta starf og leiða hópinn. ENDURBÆTUR Á REGNBOGASAL Nýkjörin stjórn Ungliðahreyfingar S’78. Frá vinstri: Guðmundur Helgi Arnarson (alþjóða- og samskiptafulltrúi), Grímur Ólafsson (varaformaður), Steina Daníelsdóttir (formaður) og Linda Andrea Mikaelsdóttir Persson (ritari).  Mynd frá Gender Bender-kvöldi Ungliðanna. Samtakanna 78 Þríréttuð máltíð :: Dansleikur Búrdívurnar úr La Cage aux Folles Allur ágóðu rennur til starfs S'78 >>> Upplýsingar & miðapantannir<<< Galakvöldverður & ball ÍÞRÓTTIR FRÁBÆR ÁRANGUR 19 gull, 3 silfur og 4 brons. Hýraugað hittir hýrasta íþróttahóp landsins ... Bls. 2 SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE

Upload: hyraugad-frettabref

Post on 18-Feb-2016

230 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

Hyrauganu er ekkert hinsegin óvi[komandi

TRANSCRIPT

Page 1: Hyraugad 1. tolublad 1.  argangur

HÝRAUGAÐhinsegin fréttabréf

FRÉTTABRÉF SAMTAKANNA ‘78 FÉLAGS HINSEGIN FÓLKS Á ÍSLANDI// október 201001. TÖLUBLAÐ 01. ÁRGANGUR

FERÐAIÐNAÐUR

Hýraugað talar við Ómar Inga Magnússon um hinsegin ferðaiðnað ... Bls. 3

FORDÓMAR

Erum við sjálf með fordóma? Hýrauganu beint að innhverfum fordómum ... Bls. 5

MENNING

Drottningar, ást og drama.La Cage aux folles sem nú er sýnt á Broadway... Bls. 2

DREIFT FRÍTT Á RAFRÆNU FORMI TIL FÉLAGSMANNA SAMTAKANNA ‘78 OG ÁHUGAFÓLKS UM HINSEGIN MÁLEFNI

UNGLIÐASTARF

Ungliðahreyfingin sjálfstæð eining innan S’78

Eins og fólk hefur eflaust tekið eftir er félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 lokuð. Regnbogasalurinn hefur verið nær óbreyttur frá opnun fyrir rúmum áratug og því þótti kominn tími til að fríska upp á húsnæðið.

Ákveðið var að nota sumarið til þessa, enda rólegur tími og lítil starfsemi hefur verið á sumrin. Nær eingöngu hefur verið treyst á sjálfboðaliða við framkvæmdirnar. Stjórn S’78 kann öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg bestu þakkir.

Formleg opnun Regnbogasals verður auglýst síðar.

Nýverið voru gerðar breytingar á fyrirkomulagi ungliðahóps Samtakanna ‘78 í þá átt að gera hann að sjálfstæðari einingu undir hatti Samtakanna.

Ungliðar þjóni hinsegin táningum til 18 ára aldurs.Til þessa hafa ungliðarnir tekið á móti ungu fólki upp að 20 ára aldri en nú er stefnt að því að

lækka þetta aldursþak niður í 18 ár. Síðustu ár hefur þróunin orðið sú að sífellt yngri krakkar hafa sótt fundi ungliðanna sem eiga fátt sameiginlegt með eldri krökkunum. Starfsemi ungliðanna í framtíðinni er ætlað að styðja betur við þessi ungmenni en stefnt er að því að fá fjárveitingu til þess að ráða ungmennafulltrúa sem myndi sjá um þetta starf og leiða hópinn.

ENDURBÆTUR Á REGNBOGASAL

Nýkjörin stjórn Ungliðahreyfingar S’78. Frá vinstri: Guðmundur Helgi Arnarson (alþjóða- og samskiptafulltrúi), Grímur Ólafsson (varaformaður), Steina Daníelsdóttir (formaður) og Linda Andrea Mikaelsdóttir Persson (ritari).  Mynd frá Gender Bender-kvöldi Ungliðanna. 

Samtakanna 78

Þríréttuð máltíð :: DansleikurBúrdívurnar úr La Cage aux Folles Allur ágóðu rennur til starfs S'78

>>> Upplýsingar & miðapantannir<<<

Galakvöldverður & ball

ÍÞRÓTTIRFRÁBÆRÁRANGUR19 gull, 3 silfur og 4 brons. Hýraugað hittir hýrasta íþróttahóp landsins ... Bls. 2

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE

Page 2: Hyraugad 1. tolublad 1.  argangur

VIÐTAL

STONEWALL27. júní 1969 er merkur dagur í sögu hinsegin fólks. Þann dag reis hópur fólks upp gegn reglulegum ofsóknum lögreglu og yfirvalda.

Í kjöl far upp þotanna mynduðust hópar hin segin aðgerða- sinna í New York og um allan heim. Dag blöð voru stofnuð til að tala fyrir mann-réttindum hin segin fólks. Fyrsta Gay pride var 27.06.70.

SNARÖFUG KEPPNI Í KÖLN

Ekkert hinsegin óviðkomandi Hvað er IGLA?

Alþjóðleg Sundsamtök Hinsegin fólks (Igla.org)

Hafdís Erla Hafsteinsdóttir,var kjörin í stjórn alþjóðafélagsins á

síðasta aðalfundi.Sundíþróttamót IGLA er í

Reykjavík 2012

Dagana 31. júlí til 7. ágúst voru haldnir Hinsegin leikar eða Gay Games í Köln. Íþróttafélagið Styrmir sendi hýran hóp til þátttöku sem náði stórkostlega góðum árangri. Sundhópurinn kom heim með 19 gullpeninga, 3 silfur og 4 brons en auk hans fóru blaklið og þónokkrir fótboltamenn til keppni.

Hýraugað hitti sundkappana Hafdísi Erlu Hafsteinsdóttur og Andrés Watjanarat til að komast að því hvernig upplifun þetta hafi verið. „Ég get ekki útskýrt það, þetta var bara ógeðslega gaman“ segir Andrés en hann fór í fyrsta skipti á alþjóðlegt stórmót, aðeins 10 mánuðum eftir að hann lærði að synda.

Ef við gefum okkur að lesendur séu almennt ekki með augu í hnakkanum þá ertu nú með Hýraugað fyrir framan þig, nýtt fréttabréf Samtakanna ‘78.

Hugmyndin að fréttabréfinu komst á flug eftir opinn trúnaðarráðsfund Samtakanna í vor þegar nokkrir verðandi blaðamenn gáfu sig fram við stjórn og lýstu áhuga á að starfa á þessum vettvangi. Undirritaður tók að sér að leiða vinnuna og titlar sig því nú ritstjóra og skrifar fyrsta ritstjórnarpistil lífs síns.

Fyrst um sinn stefnum við á að fréttabréfið komi út 3–4 sinnum á ári á rafrænu formi og verði sent til allra á póstlista S’78, auk þess sem nokkur eintök verða prentuð og látin liggja frammi á bókasafni og í Regnbogasal. Hýrauganu

er ekkert hinsegin óviðkomandi og ætlum við að fjalla um hver þau málefni sem okkur finnst

eiga erindi við les-

endur með fjöl-

breytileikann að leiðarljósi. Auk þess hvetjum við fólk til þess að hafa samband ef það lumar á góðu efni. Fróðleikur og skemmtun, allt í sama pakka, framreitt af því fólki sem talið er upp hér

að neðan. Njótið vel!

ÚTGEFANDI OG ÁBM:Samtökin ‘78 RITSTJÓRI:Guðmundur HelgasonRITSTJÓRNÁsta Kristín BenediktsdóttirAtli Þór FanndalSigurður Júlíus GuðmundssonHafsteinn SverrissonHÖNNUN OG UMBROTAtli Þór FanndalLJÓSMYNDIREva Ágú[email protected]

Allur réttur áskilinn. Allar tilvitnanir og önnur notkun efnis úr blaðinu, þar með talin afritun, birting, fjölföldun og hvers

kyns dreifing, er háð leyfi ritstjóra.2

RITSJÓRNARSPJALL

Guðmundur Helgason, ritstjóri Hýraugans

Andrés segir að það hafi verið mjög gaman að sjá hvað íslenski hópurinn stóð vel saman en mikill og góður liðsandi var hjá íslensku keppendunum sem fékk verðskuldaða athygli í Köln. Hafdís, sem vann til 5 gullverðlauna á mótinu, segir að upplifunin hafi verið alveg frábær. „Það er hvað mest heillandi að sjá allra þjóða kvikindi á öllum aldri og öllum kynjum, allt samankomið í einni súpu“.

Sunddeild Styrmis, sem þjálfar nú tæplega 20 manns, setur stefnuna á Havaí á næsta ári og að sjálfsögðu Reykjavík 2012. Öllum er velkomið að taka þátt og breytir engu hvort um vant sundfólk er að ræða eða algjöra byrjendur. „Við erum oftast á braut 5,“ segir Hafdís, en æfingar eru haldnar í Laugardalslaug.En hvað er svo næst á dagskrá hjá Styrmi? „Slappa af“ segir Hafdís með vott af glensi, en mánaðarfrí var tekið frá reglulegum æfingum eftir Hinsegin leikana.

>>> HORFA Á VIÐTAL Í FULLRI LENGD

Það er hvað mest heillandi að sjá allra þjóða kvikindi á öllum aldri og öllum kynjum

>>> Heimasíða Styrmis

Page 3: Hyraugad 1. tolublad 1.  argangur

fær í gegnum alla þá þjónustu sem þeir kaupa á meðan dvölinni stendur. Á Íslandi eru kjöraðstæður til þess að gera eitthvað svipað þessu. Hérna eru réttindi samkynhneigðra með þeim bestu sem gerist og í raun ekkert því til fyrirstöðu að byrja strax á svona átaki.“

Nú er ljóst að alþjóðlegt sundmót á vegum IGLA (International Gay and Lesbian Aquatics) verður haldið á Íslandi í maí 2012. Ómar sér mikla möguleika sem tengjast þeim viðburði en telur að ferðaþjónustuaðilar verði að undirbúa sig vel. „Það er ekki nóg að skófla öllum upp í flugvél og til Íslands, það verður að vera eitthvað fyrir þá að gera hérna. Þetta sundmót er góð landkynning en það þarf að fylgja þessu vel eftir og helst að reyna bjóða upp á eitthvað meira. Ef mikill fjöldi gesta kemur er hægt að vera með eins konar „mini pride“ bara í kringum mótið.“

Erlendir ferðamenn sem koma til Íslands sækjast ekki allir eftir því sama og einn markhópur sem huga þarf að eru hinsegin ferðamenn. Hýraugað spjallaði við Ómar Inga Magnússon sem skrifaði BS-ritgerð við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst er ber heitið „Möguleikar Reykja-víkur sem ákjósanlegur áfangastaður fyrir samkyn-hneigða ferðamenn“.

„„Bleika pundið“ eða „bleika efnahagssvæðið“ eru hugtök sem ferðaþjónustan hefur lengi notað yfir þá umfram peninga sem samkynhneigðir eiga og nota í annað en barnauppeldi og slíkt, en barneignir eru hlutfallslega færri hjá þeim en gagnkynhneigðum. Þessir fjármunir eru oft notaðir í munað eins og ferðalög og aðra afþreyingu,“ útskýrir Ómar.

Á Íslandi hefur lítið verið stílað inn á að fá hinsegin ferðamenn til

landsins en ljóst er fyrirtæki gætu grætt mjög á því að komast inn á bleika efnahagssvæðið. „Það sem hægt er að gera, og á að gera, er að höfða beint til samkynhneigðra sem markhóps,“ segir Ómar. „Sá sem ætlar sér að ná til samkynhneigðra þarf að þekkja þarfir þeirra og væntingar og koma með góðar lausnir til þess að uppfylla þær þarfir.“

Ómari finnst að Reykjavíkurborg ætti að taka beinan þátt í slíku verkefni, enda gæti hún stórgrætt á því til lengri tíma. „Ef við tökum sem dæmi Manchester í Englandi, þá markaði sú borg sér stefnu í þessum málum fyrir ca. 15 til 20 árum síðan. Þeir tóku fyrir ákveðið hverfi og settu þau skilyrði að allur rekstur þar skyldi vera „gay related“. Með árunum jókst straumurinn til borgarinnar svo mikið að þangað koma margar milljónir samkynhneigðra ferðamanna á ári. Þú getur rétt ímyndað þér tekjurnar sem borgin

Fast ak únn ar Ston ew all Inn til-heyrð u lág stétt, jafn vel með al sam kyn hneigðr a. Drag drottn ing ar, stelp ustr ák ar, ung ir menn, transgend-er og heim il is-laus ir ung ling ar. Mynd af for síð u N.Y.D.N.29.06.1969

Stonewall Inn, 27. júní 2010, á 41 árs af mæli upp þotanna og 40 ára af mæli fyrstu Gay pride- göngunnar. Hópur fólks safnast þar árlega saman á af-mæli upp þotanna. Stonewall er einn þekktasti staður réttinda bar áttunnar.

HINSEGIN FERÐAÞJÓNUSTA Á ÍSLANDI

Alþjóðlegt hinsegin sundmót í Reykjavík 2012Árlegt sundíþróttamót IGLA verður haldið í Reykjavík árið 2012 en það var ákveðið á ársfundi IGLA í lok júlí.

Búist er við allt að 1000 erlendum keppendum ásamt fylgdarfólki og mun verða keppt í garpasundi, víðavatnssundi, sundknattleik, dýfingum og samhæfðri sundfimi.

Mótið, sem stendur í viku, verður haldið í lok maí og er stærsta sundmót sem haldið hefur verið á Íslandi til þessa. Íþróttafélagið Styrmir mun sjá um að halda mótið með dyggri aðstoð frá Sundsambandi Íslands og Íþróttasambandi Íslands.

Mótið mun koma Íslandi og Styrmi rækilega á kortið og draga fjölda erlendra sundkappa og aðra ferðamenn til landsins.

Gríðarmikil vinna er fram undan við undirbúning og framkvæmd mótsins en sundhreyfingin á Íslandi hefur gott orð á sér og góða reynslu af framkvæmd sundmóta sem mun nýtast vel fyrir þessa leika.

Reykjavík mun svo sannarlega verða hýr á brá sumarið 2012 þótt vert sé að taka fram að ekki er nauðsynlegt að vera hinsegin til að taka þátt í keppninni.

Það er ekki nóg að skófla öllum upp í flugvél og til Íslands, það verður að vera eitthvað fyrir þá að gera hérna.

3

BLEIKAR KRÓNUR

ÍÞRÓTTIR

>>> Ritgerð Ómars má lesa hér

Page 4: Hyraugad 1. tolublad 1.  argangur

La Cage aux Folles

DROTTNINGAR, ÁST OG DRAMANú er sýnd á Broadway í New York þriðja uppfærslan frá upphafi af söngleiknum La Cage aux Folles. Saga verksins hófst árið 1973 þegar út kom í Frakklandi leikrit með sama nafni eftir Jean Poiret. Eftir leikritinu var síðan gerð bíómynd árið 1978 sem margir hafa séð og seinna komu tvær framhaldsmyndir. Árið 1983 rataði verkið til Bandaríkjanna og upp á svið á Broadway en þá höfðu þeir Harvey Fierstein (handrit) og Jerry Herman (lög og söngtextar) samið þessa söngleikjaútgáfu sem síðan hefur verið sýnd víðs vegar um heiminn.

Parið George (eigandi nætur-klúbbsins La Cage aux Folles) og Albin (dragdrottningin Zaza, aðalstjarna klúbbsins) hafa gengið í gegnum súrt og sætt

saman. George tók hliðarspor eitt sinn forðum og eignaðist soninn Jean-Michel sem hann ól upp ásamt Albin sem gekk stráknum í „móðurstað“. Nú hefur Jean-Michel fundið sér stúlku [!] til að giftast, og þá þurfa tengdaforeldrarnir að hittast. Foreldrar stúlkunnar, sem heitir Anne, eru mjög siðprúð og afturhaldssöm hjón, pabbinn er stjórnmálamaður hvers aðal-stefnumál er að loka öllum sóðabúllum eins og La Cage. Upp hefst mikill feluleikur sem endar í skemmtilegum árekstrum tveggja menningarheima og jafnvel hommarnir þurfa að takast á við eigin fordóma og hræðslu við viðmót umheimsins.

Sýningin er uppfull af skemmti-legum uppákomum, drottningum af bestu sort, ást og drama. Tónlist Jerrys Hermans er einstaklega grípandi, einfaldar

fallegar melódíur sem auðvelt er að fá á heilann.

Aðalleikararnir tveir, Kelsey Grammer (Frasier), sem leikur George, og Douglas Hodge (Albin), voru báðir tilnefndir til Tony-verðlauna og Douglas fékk þau. Þeir hafa nýlega báðir undirritað samning um að leika áfram til 13. febrúar 2011. Allir í leikhús!

Sýningin er uppfull af skemmtilegum uppákomum, drottningum af bestu sort, ást og drama

Leikritið La Cage aux Folles var

frumsýnt 1. febrúar 1973 í Théâtre du

Palais-Royal..

Flestir muna eftir bíómyndinni The

Birdcage með Robin Williams

og Nathan Lane í aðalhlutverkum en

sú mynd kom á eftir leikritinu, frönsku

bíómyndinni og söngleiknum.

>>> SPILA MYNDBAND

Allar þrjár Broadway-

uppsetningarnar af La Cage hafa unnið til Tony- og Drama

Desk-verðlauna í hinum ýmsu

verðlaunaflokkum. >>> SPILA MYNDBAND

Lagið „I am what I am“ eða „Ég er

eins og ég er“ heyrðist fyrst í

söngleiknum, flutt af George Hearn

í hlutverki Albin/Zaza. Diskóútgáfa

Gloriu Gaynor af laginu kom út

seinna sama ár og varð það fljótlega að þeim þjóðsöng

hinsegin fólks sem við þekkjum.

>>> SPILA MYNDBAND

„Les Cagelles“-stelpurnar

munu heiðra okkur á Galaballi Samtakanna ‘78

sem haldið verður í Iðnó 9. október

2010.>>> NÁNAR

ÍTA

RE

FN

I

I love you Phillip Morris

Saga loddara sem gerir allt til að gefa ástmanni sínum það sem hugurinn gæti girnst. Framsækin mynd með samkynhneigðri aðalpersónu. Kynhneigð hans er þó engan veginn í aðalhlutverki í myndinni.

Hedwig and the Angry Inch

Segir frá klikkaðri ævi Hansels Schmidts, sem gerist Hedwig Schmidt eftir klúðraða kynleiðréttingaraðgerð. Rokkaður söngleikur með áhugaverðum ádeilum.

To Wong Fu, Thanks for Everything, Julie Newmar

Saga þriggja dragdrottninga sem ferðast þvert yfir Bandaríkin. Skemmtileg ádeila á hugarástand samkynhneigðra innan senunnar. Er senan okkar eina athvarf, eða hvað?

HÝRAUGAÐ MÆLIR MEÐ: Bíókvöldi með popp og kók ...

4

Page 5: Hyraugad 1. tolublad 1.  argangur

Hýr aug an u verð ur hér beint að inn hverf um for dóm um. Hug tak ið er á ensk u kall að „int ern a lis ed hom op hob i a“ og lýs ir for dóm um hin seg in fólks gagn vart sjálf u sér og öðru hin seg in fólk i.

Of sókn ir á hend ur fólk i vegn a kyn hneigð ar eru jað ar skoð an ir. Ís lensk a þjóð in hef ur í sam ein ing u tek ið þá á kvörð un. Ég gef þó lít ið fyr ir hvers kyns hug mynd ir um að bar átt unn i sé lok ið.

Fljót leg a eft ir að rétt ar bæt ur hóf-ust fór hin seg in fólk að af sak a þörf sína fyrir að tilheyra hinsegin tengsl a neti. Við hverj a rétt ar bót heyr ist að bar átt an sé búin og þörf fyr ir fé lag a sam tök eins og S’78 sé eng in. Hug sjón in er fal leg en að mínu mati röng og hætt-u leg. Mikil sjálf skoð un fylg ir að koma út úr skápn um. Flest ir læra af því um burð ar lynd i og virð ing u en auð vit að er það ekki al gilt.

Tví kyn hneigð ir hafa leng i þurft að berj ast fyr ir til vist ar rétt i með-al hin seg in fólks. Nokk ur ár er síð an „diet-gay“ var sam heit i yfir tví kyn hneigð a. Leng i mátt i hóp ur inn sætt i sig við skrán ing u sem stuðn ings með lim ir í S’78 og um tíma ollu þess i mál og önn ur klofn ing i inn an sam tak ann a.

Trans fólk var leng i lit ið horn aug a af sam fé lag in u. Sem bet ur fer hef ur orð ið mik il vakn ing í mál-efn um þeirr a. Eðli legt þótt i að trans fólk hefð i sig lít ið í framm i og í raun var tal að gegn sterk um

ein stak ling um sem vild u segj a sína sögu. Þeim var tal in trú um að með því að segj a eng um ættu þau mög u leik a á „eðl i leg u“ lífi. Auð vit að vilj um við helst gleym a þætt i hin seg in fólks í því en við nán ar i skoð un má sjá dæmi um að verst u mót tök urn ar hafi trans-fólk feng ið frá homm um, lesb í um og tví kyn hneigð um. Mög u leg a var trans bar átt an taf in um ár a tug i vegn a inn hverf ra for dóm a.

For dóm arn ir bein ast ekki að-eins gegn öðru hin seg in fólk i. Við erum full fær um að of sækj a okk-

ur sjálf og mörg okk ar hafa far ið tím a bund ið inn í skáp inn. Viss-ar að stæð ur kall a eft ir að kyn-hneigð in sé fal in og að við not um kyn laus orð um sam bönd in okk ar. Við erum minn a stolt hjá ömmu göml u en ann ars stað ar. Með þess um fel u leik föll umst við sjálf-kraf a á for dóm a.

Inn hverf ir for dóm ar verð a fast um fjöll un ar efn i í Hýr aug an u og öll um er boð in þátt tak a. Til lög ur um efni, reynsl u sög ur eða pistl a má send a á hyr aug ad@samt ok-in78.is.

Amma kom í heimsókn um síðustu helgi. Ég var ein heima á náttfötunum, opnaði fyrir henni og lét hana hafa dótið sem hún kom að ná í. Sú gamla kvaddi og fór, en mér fannst hún eitthvað skrýtin á svipinn. Þá varð mér litið í spegil og sá að ég var í bol sem vinur minn gaf mér (og mér

finnst rosa gott að sofa í af því að hann er allt of stór á mig) og á bolnum stóð „I love lesbians“. Fokk. Fokkfokkfokk!

Þetta var sem sagt dagurinn þegar ég kom út fyrir ömmu, alveg óvart. Oh well, þá er það a.m.k. búið...

KOM ÚT Á NÁTTFÖTUNUM

Lesendur Hýraugans eru aldrei kallaðir annað en hýrlingar. Gildir þar einu hvort átt er við þá sem fylgjast með Facebook- síðunni okkar eða væntanlega lesendur blaðsins. Í tilefni af fyrsta tölublaðinu deilum við tölfræðiupplýsingum um ykkur, hýrlingana ...

Fljót leg a eft ir að rétt­ar bæt ur hóf ust fór hin seg in fólk að af sak a þörf sína fyrir að tilheyra hinsegin tengsl a neti

SKÁPURINN

ÁHUGAVERT HÝRLINGARNIR/// ATBURÐIR & ÞJÓ[email protected]

BÓKASAFN S’78 LAUGAVEGUR 3 Opið virka daga frá 10.00-16.00 og mánudags- og fimmtudagskvöld frá 20.00-23.00. Safnið geymir mikið og fjölbreytt efni sem varðar líf, sögu og menningu hinsegin fólks – bækur, tímarit, , blaðaúrklippur og kvikmyndir.

>>> NÁNAR

NOAM CHOMSKY WWWFyrirlestur Noams Chomsky frá RIFF, sem haldinn var í HÍ, er nú á netinu fyrir alla þá sem ekki komust.

>>> NÁNAR

RAINBOW VISION60+ LJÓSMYNDASÝNINGLjósmyndarinn Laureen Greenfield hittir íbúa Rainbow Vision en það er hinsegin öldrunarheimili í Santa Fe, í Nýju-Mexíkó, Bandaríkjunum. Virkilega skemmtilegar ljósmyndir.

>>> NÁNAR

GALAKVÖLDSAMTÖKIN ‘78Laugardaginn 9. október halda Samtökin ‘78 Galaball til fjáröflunar. Í boði verður 3ja rétta málsverður. Skemmtanastjóri verður Tino the Tangolover og Búrdívur verða á staðnum með númer úr La Cage aux Folles. Viggó og Víoletta taka lagið og Daði Sverrisson leikur ljúfa tóna undir borðhaldi.

>>> NÁNAR

SAGA DAVID REIMER HEIMILDAMYNDDavid Reimer fæddist karlkyns. Sex mánaða brendist hann illa á getnaðarlim. Dr. Money, sálfræðingur og sérfræðingur í kynleiðréttingum sannfærði foreldra hans um að breyta David í konu án vitundar hans. Afleiðingarnar voru skelfilegar.

>>> NÁNAR

5

Erum við sjálf fordómafull?

⚦ ♀⚦♀58%2%40%K

AR

LAR

KO

NU

R

SKILGREINA SIG EKKI

13 - 1718 - 24

25 - 3435 - 44

45 - 5455+

0.73 % 0.91 %

8.6 % 11 %

17 % 22 %

7.3 % 11 %

5.1 % 9.1 %

1.1 % 3.8 %

>>> HÝRAUGAÐ Á FACEBOOK

RÚMLEGA 550 FYLGJENDUR

ÍSLANDI, DANMÖRKU,

BRETLANDSEYJUM, NOREGI, BANDARÍKJUNUM,

ÍRLANDI, HOLLANDI, SVÍÞJÓÐ, SPÁNI, SVISS, TÉKKLANDI, FINLANDI, KANADA, ÞÝSKALANDI,

GRIKKLANDI, UNGVERJALANDI, PÓLLANDI, FRAKKLANDI OG FILIPPSEYJUM.

íslensku,ensku, dönsku, sjóræningjamál , sænsku, þýsku, grísku og spænsku

Frá;

& tala:

KYN & ALDUR

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE

Hinsegin Löggansérfræðingur Hýraugans

Page 6: Hyraugad 1. tolublad 1.  argangur

Lokaorðin eru fengin að láni úr þakkarræðu Þorvalds Kristinssonar, handhafa mannréttindaverðlauna S’78. Ræðuna flutti hann við móttöku verðlaunanna 27. júní síðastliðinn.

Lífsbaráttunni lýkur aldrei og baráttan sem nú er fram undan verður ekki síður erfið og flókin en sú sem við eigum að baki. Það er baráttan fyrir því að varðveita sérstöðu okkar. Það er eins og það liggi í náttúru samfélagsgerðarinnar að ríkjandi vald er aldrei í rónni nema því takist að fella lífsstíl og framkomu annarra að sínum eigin stíl og sínu eigin gildismati.

Sá réttur til fjölskyldulífs, sem við nú höfum unnið til fulls, er ómissandi forsenda þess að við getum lifað og dafnað sem frjálsar manneskjur, en allar þessar réttarbætur mega aldrei leiða til þess að við gleymum sérstöðu okkur, að við gleymum hvað það merkir að vera hinsegin. Þess vegna segi ég: Ræktið þann góða og fallega öfugugga sem býr í sál ykkar allra og verið óhrædd við að beita þessum ugga á sundi ykkar gegnum lífið!

Ég á þá ósk ykkur til handa að þið megið taka virkan þátt í samfélagi manna hvern einasta dag og njóta þeirrar virðingar sem öllum mönnum ber, hvar sem þið komið og hvert sem þið farið. En gleymið því aldrei hvað það er dýrmæt gjöf að vera hinsegin og horfa á heiminn hinsegin augum. Megið þið eignast anda og kraft til að miðla þessu sérstaka augnaráði til annarra manna, kenna þeim að sjá veröldina frá því sjónarhorni sem móðir náttúra færði hommum, lesbíum og öðru hinsegin fólki í vöggugjöf af sínum alkunna rausnarskap.

Gleymum ekki sérstöðu okkar

AFTURENDINN

En gleymið því aldrei hvað það er dýrmæt gjöf að vera hinsegin og horfa á heiminn hinsegin augum.

Þorvaldur Kristinsson

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE

Ert þú búin/n að borga félagsgjöldin? Það hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og nú að passa uppá félagið okkar í yfirstandandi samdrætti...Ef allir borga félagsgjöldin getum við haldið úti öflugri starfsemi og jafnvel eflt hana enn frekar.

Lumar þú á góðri hugmynd?

Í vetur ætlum við að bjóða uppá dagskrá í Regnbogasalnum á fimmtudögum og er öllum frjálst að hafa samband og koma með uppástungur. Endilega hafið samband með tölvupósti [email protected]