Í þágu heimilanna

30
Í þágu heimilanna Tillögur Sjálfstæðisflokksins í fjárhagslegri endurreisn heimilanna

Upload: dympna

Post on 24-Feb-2016

53 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Í þágu heimilanna. Tillögur Sjálfstæðisflokksins í fjárhagslegri endurreisn heimilanna. Við ætlum að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi heimilanna. - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Page 1: Í þágu heimilanna

Í þágu heimilanna

Tillögur Sjálfstæðisflokksins í fjárhagslegri endurreisn heimilanna

Page 2: Í þágu heimilanna

Við ætlum að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi heimilanna

• Skuldavandi heimilanna verður ekki leystur nema með skilvirkum úrræðum, samhliða uppbyggingu atvinnulífsins. Aukin fjárfesting er forsenda þess að hægt sé að skapa ný störf og hækka kaupmátt launa. Hagvöxtur og aukinn kaupmáttur launa eru forsendur þess að íslensk heimili endurheimti þau lífskjör sem hafa tapast á undanförnum árum.

Page 3: Í þágu heimilanna

Hvernig á að leysa vandann? • Bregðast verður við greiðslu- og skuldavanda heimilanna með

almennum aðgerðum enda er með því lagður grunnur að auknum hagvexti og framtíðaruppbyggingu íslensks þjóðfélags:– Afsláttur af tekjuskatti vegna afborgana– Skattfrjáls séreignasparnaður– Auðveldari fyrstu kaup– Annað tækifæri án gjaldþrots– Fólk hafi raunverulegt val– Samkeppni milli lánastofnana– Endurskoðun vísitölunnar– Lækkun skatta og aukar ráðstöfunartekjur

Page 4: Í þágu heimilanna

Vandinn er tvíþætturskuldir hafa hækkað og kaupmáttur minnkað

• Frá janúar 2008 til desember 2011 hækkaði vísitalan 36%.

• Frá 2008 til loka 2012 var hækkunin 42%

Page 5: Í þágu heimilanna

Minni kaupmáttur ráðstöfunartekna

• Jókst að meðaltali um 4,3% á ári á tímabilinu 1994 - 2008

• Frá 2008 til 2011 minnkaði kaupmáttur ráðstöfunartekna um fjórðung – 25%.

Page 6: Í þágu heimilanna

Stórhækkun skatta

• Lækkun raunlauna, minni atvinna og stóraukin skattheimta skýrir hrap í kaupmætti.

• Nær öll opinber gjöld hafa hækkað – tekjuskattur, virðisaukaskattur, útsvar og sérgjöld sveitarfélaga.

• Ráðstöfunartekjur hafa því dregist saman og kreppan hefur dýpkað og lengst.

Page 7: Í þágu heimilanna

10% meira í skatta

• Heimili með meðaltekjur og þar yfir greiðir allt að 10% meira í skatta og opinber gjöld.

• Það er búið að rýra ráðstöfunartekjur heimila um 500 þúsund til eina milljón á mánuði.

• Þessir fjármunir vera ekki notaðir til að standa undir mánaðarlegum greiðslum lána.

• Þar með hefur verið þrengt að heimilum.

Page 8: Í þágu heimilanna

Þyngri skattbyrði• Staðgreiðsla

tekjuskatts var 35,7% árið 2008.

• Nú er greiða allir meira:– 37,32% af tekjum 0 -

241.475 kr.– 40,22% af tekjum

241.476 - 739.509 kr.– 46,22% af tekjum yfir

739.509 kr.

Frá ársbyrjun 2009 hefur lögum um tekjuskatt verið breytt 28 sinnum.

Page 9: Í þágu heimilanna

Afsláttur af tekjuskatti vegna afborgana íbúðalána• Hægt verður að draga allt að 100 þúsund krónur

frá tekjuskattsstofni vegna afborgana íbúðalána eða 1,2 milljónir króna á ári.

• Þetta þýðir að greiddur tekjuskattur lækkar um 40 þúsund á mánuði eða um 482 þúsund á ári. Skattspörunin rennur til greiðslu inn á höfuðstól lánsins.

• Á fimm árum spara – greiða – íbúðaeigendur 2,4 milljónir króna aukalega inn á höfuðstól.

Page 10: Í þágu heimilanna

Skattaafsláttur og tekjur

Page 11: Í þágu heimilanna

Skattfrjáls séreignasparnaður

• Heimild verður að nýta mánaðarlegan séreignasparnað til að greiða inn á höfuðstól íbúðaláns.

• Séreignasparnaður er:– 2% eigið framlag launamanns.– 2% framlag launagreiðanda.

• Sé séreignasparnaðurinn nýttur til greiðslu á höfuðstól nýtur hann skattfrelsis – er undanþegin tekjuskatti til frambúðar.

Page 12: Í þágu heimilanna

Hvað þýðir þetta raunverulega?

Höfuðstóll verður um 19% lægri.

Greiðslubyrði lækkar:Án aðgerða verður greiðslubyrðin 115 þúsund á mánuði.Með aðgerðum XD verður greiðslubyrðin 94 þúsund.

Miðað er við að vextir séu 4,7% (Íbúðalánasjóður) og að verðbólga verði að meðaltali 3,5% á fimm árum.

Page 13: Í þágu heimilanna

Dæmi um 29 m. kr. lán

Höfuðstóll verður um 15% lægri.

Greiðslubyrði lækkar:Án aðgerða verður greiðslubyrðin 167 þúsund á mánuði.Með aðgerðum XD verður greiðslubyrðin 141 þúsund.

Miðað er við að vextir séu 4,7% (Íbúðalánasjóður) og að verðbólga verði að meðaltali 3,5% á fimm árum.

Page 14: Í þágu heimilanna

Hvað ef verðbólga verður meiri?

• Höfuðstóll íbúðaláns mun alltaf lækka verulega þó verðbólga verði meiri en reiknað er með í dæmum, ef tillögur XD komast til framkvæmda.

• Dæmi: Ef verðbólga er 5% í stað 3,5%:– Hlutfallslega verður lánið (í dæmi 1) 18% lægra en

annars en mismunurinn verður meiri í krónutölu eða 4,4 m.kr. í stað 4,2 m.kr. (miðað við 600 þúsund króna heimilistekjur á mánuði).

• Höfuðstólinn verður hins vegar hærri – eðli máls.

Page 15: Í þágu heimilanna

Við horfum til framtíðar

• Þeir sem ekki búa í eigin húsnæði geta einnig notið skattaafsláttar.

• Með því að leggja á sérstaka húsnæðissparnaðarreikninga fá einstaklingar skattaafslátt.

• 100 þúsund króna sparnaður veitir 40 þúsund króna afslátt. 50 þúsund króna sparnaður veitir 20 þúsund króna afslátt o.sfrv.

• Þar með getur fólk byggt upp eigið fé áður en ráðist er út í fasteignakaup.

Page 16: Í þágu heimilanna

Aukið eigið fé – minni áhætta

• Sá sem getur lagt fyrir 100 þúsund krónur mun eiga um 6,7 milljónir króna með skattaafslætti eftir fjögur ár, auk vaxta.

• Aukið eigið fé minnkar áhættu við fasteignakaup, lækkar greiðslubyrði og kostnað.

Page 17: Í þágu heimilanna

Við stöndum fyrir valfrelsi

• Sjálfstæðisflokkurinn vill að fólk hafi raunverulegt val um lánakjör.

• Óverðtryggð íbúðalán, með föstum vöxtum til lengri tíma, standi öllum til boða.

• Óverðtryggð lán eiga að verða meginregla.• Markmiðið er að kjör á íbúðalánum verði

sambærileg og á öðrum Norðurlöndum.

Page 18: Í þágu heimilanna

Endurskoðun vísitölunnar

• Sjálfstæðisflokkurinn telur nauðsynlegt að endurskoða samsetningu neysluverðsvísitölunnar. Það er óeðlilegt að t.d. hækkun á bensíngjaldi leiði til þess að íbúðalán hækki – jafnvel íbúðalán þess sem engan bíl á.

Page 19: Í þágu heimilanna

Samkeppni er nauðsynleg

• Til að tryggja hag lántakenda verða stjórnvöld að búa svo um hnútana að samkeppni sé á lánamarkaði.

• Afnám stimpilgjalda er ein forsenda þess að samkeppni komist á.

• Sjálfstæðisflokkurinn ætlar þannig að styrkja stöðu lántaka gagnvart lánastofnunum. Við ætlum að auka samkeppnina og gera það auðveldara og ódýrara að flytja viðskipti milli lánastofnana.

Page 20: Í þágu heimilanna

Samkeppnin tryggir lægra verð

• Virk samkeppni á lánamarkaði vegna húsnæðiskaupa leiðir til lægri vaxta og neyðir lánastofnanir til hófsemdar í gjaldtöku.

• Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að tryggja að framtíðarskipan húsnæðis- og neytendalána taki mið af ríkjandi neytendaverndarreglum EES.

Page 21: Í þágu heimilanna

Annað tækifæri án gjaldþrots

• Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að fólk sé að óþörfu gert upp vegna skulda sem það hefur stofnað til vegna eigin íbúðarhúsnæðis. Sjái skuldari sér ekki fært að standa undir rekstri húsnæðis síns, jafnvel með þeim úrræðum sem lögð eru til, á honum að vera heimilt að skila lyklunum og losna undan skuldum sínum án þess að það leiði til gjaldþrots, með ákveðnum skilyrðum.

Page 22: Í þágu heimilanna

En allt skiptir engu nema...

• Allar þær aðgerðir sem gripið verður til og miða að því að leiðrétta og styrkja stöðu heimilanna, eru til einskis ef ekki tekst að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Við þurfum að fjölga hér tækifærum, fjölga störfum og hækka launin. Þetta og lækkun skatta er forsenda þess að kaupmáttur heimilanna aukist.

Page 23: Í þágu heimilanna

Fyrsti eða sá fimmti

• Við getum annað hvort verið áfram föst í fyrsta gír eða komið okkur í fimmta gírinn. (Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður greiningardeildar Arion banka)

• Í fyrsta gír skiptir engu hvað gert verður til að leiðrétta stöðu heimilanna. Skuldsettar fjölskyldur munu aftur rata í vandræði.

• Við þurfum að auka ráðstöfunartekjur, - byggja upp kaupmáttinn, fjölga störfum og tækifærum.

Page 24: Í þágu heimilanna

Vítamínsprauta – aukið súrefni

• Til að snúa þróuninni við verður að hefja umfangsmiklar skattalækkanir, samhliða afnámi gjaldeyrishafta og einfaldara regluverki.

• Það á að vinna með einfalt lögmál í huga:– Því meira sem eitthvað er skattlagt því minna

færðu af því. Að sama skapi: Því meira sem velgengni er skattlögð því minni verður velgengnin.

Page 25: Í þágu heimilanna

Hvar á að byrja?

• Lækka tryggingagjald – sem er skattur á atvinnu – laun – störf.

• Tryggingagjaldið verður um 22 milljörðum króna hærra á þessu ári en 2008.

• Að skattleggja störf í kreppu og atvinnuleysi er það vitlausasta sem hægt er að gera.

Page 26: Í þágu heimilanna

Og svo á að halda áfram

• Lækka verður tekjuskatt og innleiða flatan tekjuskatt einstaklinga á komandi árum.

• Flókið tekjuskattskerfi með háum jarðarsköttum dregur ekki aðeins úr hvatanum til að afla sér tekna, heldur kemur það niður á þeim sem síst skyldi – launamönnum sem eru með lágar tekjur og takmarkaða möguleika til vinnu.

Page 27: Í þágu heimilanna

Og enn á að halda áfram

• Gjörbreyta og grisja frumskóg tolla og vörugjalda.

• Við ætlum færa verslunina aftur heim til Íslands og skjóta þannig styrkari stöðum undir mikilvæga atvinnugrein.

• Ríkissjóður mun þegar upp er staðið njóta góðs af.

• Heimilin njóta góðs af því vöruverð lækkar

Page 28: Í þágu heimilanna

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka• tekjuskatt einstaklinga, sem jafnframt verði í einu þrepi• fjármagnskatt• tekjuskatt fyrirtækja • tryggingagjald • virðisaukaskatt sem jafnframt verði aðeins í einu þrepi • auðlindagjald • tolla og vörugjöld • eldsneytisgjöld• erfðafjárskatt• áfengisgjald

Page 29: Í þágu heimilanna

Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema

• eignarskatta, þar með talinn svokallaðan „auðlegðarskatt“

• stimpilgjöld • gistináttagjald• kolefnisgjald á eldsneyti • raforkuskatt• bifreiðagjöldÞá skal lögbundið lágmarksútsvar afnumið

Page 30: Í þágu heimilanna