innflytjendabraut fjölbrautaskólans í breiðholti

12
Innflytjendabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti MENTORVERKEFNI

Upload: fred

Post on 14-Jan-2016

67 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Innflytjendabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. MENTORVERKEFNI. Markmið mentorverkefnis:. að nemendur aðstoði nemendur af sama uppruna bæði félagslega og námslega að virkja erlenda nemendur til þátttöku í félagslífi og efla félagshæfni þeirra - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Page 1: Innflytjendabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti

Innflytjendabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti

MENTORVERKEFNI

Page 2: Innflytjendabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti

Ágústa Unnur Gunnarsdóttir 2

Markmið mentorverkefnis:

• að nemendur aðstoði nemendur af sama uppruna bæði félagslega og námslega

• að virkja erlenda nemendur til þátttöku í félagslífi og efla félagshæfni þeirra

• að efla sjálfstraust erlenda nemenda og styrkja þau í námi

• að koma á fót mentorkerfi í skólanum í þeim tilgangi að efla bæði nemendur sem veita aðstoð og þá sem aðstoðina þiggja

• að auka flæði á milli erlendra og innlendra nema.

10.11. 2012

Page 3: Innflytjendabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti

AUG 3

• Í upphafi var haldið undirbúningsnámskeið bæði fyrir mentora og mentísa. Það var uppeldisfræðikennari skólans sem hélt námskeiðið.

• Nemendum var gert að halda dagbók yfir hvert skipti sem þau hittust og gert að skila möppu um ferlið í lok annar .

• Tvisvar sinnum yfir önnina var nemendum gert að koma í viðtal við verkefnisstjóra þar sem farið var yfir stöðu mála.

10.11.2012

Page 4: Innflytjendabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti

AUG 4

Leiðir sem valdar voru að markmiðiFyrri önn – tvískipt verkefni

Mentorar af íslensku og erlendu bergi brotnir aðstoða jafningja í skólanum. Mentorkerfi var komið upp með sérvöldum nemendum og út frá greiningu á náms-og félagslegri stöðu voru valdir þeir sem þurftu á aðstoð að halda.

10.11.2012

Erlendir nemar sem aðstoðuðu börn á grunnskólaldri af sama uppruna og á bókasafnið í Gerðubergi í samvinnu við Rauða Krossinn og veittu námsaðstoð einu sinni í viku.

Page 5: Innflytjendabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti

Mentorþjálfun í Gerðubergi 2008

10.11.2012 AUG 5

Page 6: Innflytjendabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti

Fjúgandi teppi – menningarmót

10.11.2012Þetta er Kung Fu gallinn minn !

• Á fyrstu vikum verkefnisins kom Kristín Vilhjálmsdóttir fjölmenningarstjóri Borgarbókasafnsins.og hélt fyrirlestur og kynnt m.a. verkefnið „Fljúgandi teppi“ bæði fyrir kennurum og nemendum í mentoráfanganum.

• Í framhaldinu héldum við „Menningarmót eða Fljúgandi teppi“ sem heppnaðist vel en það var haldið á sal skólans sem var opið öllum bæði nemendum og kennurum skólans.

• Mótið heppnaðist mjög vel. Tímafjöldi var 2 tímar á viku sem nemendur unnu saman eða samtals 30 tímar á önn sem gefa mentorum eina einingu.

Page 7: Innflytjendabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti

AUG 7

Leiðir sem valdar voru að markmiðiSeinni önn

Seinni hluta verkefnisins gerðum við smá breytingar þar sem við settum alla erlenda nemendur skólans í mentorkerfið. Við festum sama tíma í stundtöflu hjá öllum, bæði mentorum og mentísum.

 

10.11. 2012

Í þessum tímum aðstoðuðu mentorar mentísa og ennfremur fengum við hina ýmsu faggreinakennara til að veita stuðningskennslu í einstökum greinum þeim nemendum sem stóðu það illa að vígi að mentorarnir réðu ekki við umfangið.

Page 8: Innflytjendabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti

AUG 8

Ýmsar leiðir voru farnar til að hrista saman nemendahópinn bæði til að opna samskiptin og efla félagstengsl

10.11.2012

• Í upphafi verkefnis höfðum við skemmtikvöld þar sem nemendur skipulögðu hina ýmsu leiki þar sem markmiðið var að læra nöfn allra og kynnast á nýjum forsendum.

• Á því kvöldi komu nemendur með rétti frá sínu heimalandi og má segja að fjölskrúðug menning hafi svifið yfir.

Page 9: Innflytjendabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti

AUG 9

• Á námskeiði er uppeldisfræðikennari skólans hélt var nemendum kynnt mikilvægi mentorstarfsins en einnig tjáðu nemendur sína upplifun á fjölmenningu skólans.

• Á seinni hluta vorannar var skemmtikvöld sem tileinkað var jólasiðum, íslenskir nemendur kynntu ýmsar jólahefðir á Íslandi og hinir erlendu ýmsar hátíðarhefðir frá sínu heimalandi. Þar var einnig fjölmenningarlegur matur á borðum.

• Ýmsir leikir voru notaðir til að efla andann og styrkja samskiptin svo sem íþróttahópefli og ratleikir.

10.11. 2012

Page 10: Innflytjendabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti

AUG 10

Afrakstur mentorverkefnis• Verkefnið hefur haft margvísleg áhrif á skólastarfið í heild sinni.

• Með mentorkerfinu er komin vettvangur fyrir íslenska nemendur að nálgast erlenda nemendur.

• Ánægja nemenda með starfið spyrst út og er nú orðið nokkuð þekkt meðal annarra nemenda í skólanum.

• Margir sýna verkefninu áhuga og skapar það jákvæða umræðu um mikilvægi fjölmenningarinnar.

• Nemendur af innflytjendabraut hafa aldrei lokið jafnmörgum einingum á önn en þau gerðu á haustönn 2010.

• Einnig er gleðilegt að fylgjast með stigvaxandi samskiptum erlendra nemenda sín á milli sem og íslenskra og erlendra nemenda í kjölfar starfsins.

10.11.2012

Page 11: Innflytjendabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti

AUG 11

Mat á markmiðum verkefnisins• Metið út frá viðtölum við mentora og mentísa

sem og með yfirferð yfir möppur.

• Metið út frá samtölum við kennara nemenda af innflytjendabraut sem lýsa ánægju sinni með námsaðtoð nemendanna.

• Mentorar og mentísar hafa verið að hittast utan skólatíma í frístundum og virðast báðir aðilar hagnast á því.

• Markmiðum verkefnisins var fullnægt varðandi námsaðstoð og félagsstuðning 

10.11.2012

Page 12: Innflytjendabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti

AUG 12

Ávallt má gera betur og er von um að starfið geti haldið áfram og aðlagast þeim breytingum er verða á nemendahópnum og skólastarfinu.

Mikill vilji er á áframhaldandi þróun verkefnisins en ekki er víst að það takist vegna óvissu með fjármagn.

10.11. 2012

Lokaorð