island - malta undankeppni hm 2015

20
Ísland - Malta 19. júní - Kl. 18:00

Upload: ksiisland

Post on 28-Mar-2016

235 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

Leikskrá fyrir leik Íslands og Möltu í undankeppni HM 2015

TRANSCRIPT

Page 1: Island - Malta Undankeppni HM 2015

Ísland - Malta19. júní - Kl. 18:00

Page 2: Island - Malta Undankeppni HM 2015
Page 3: Island - Malta Undankeppni HM 2015

Mótherjar ÍslandsÍslenska kvenna landsliðið mun mæta Möltu í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvellinum á morgun.

HM draumur íslenska liðsins er afar fjarlægur en liðið er nú í öðru sæti í riðli 3 með 10 stig en Sviss er á toppnum með 22 stig. Þrjú stigahæstu liðin í öðru sæti í sínum riðlum komast í umspil um þátttökurétt á heimsmeistaramótinu en Ísland á ekki mikla möguleika á því þar sem önnur lið eru í betri stöðu.

Lið Möltu er á botni riðils 3 með ekkert stig og hafa fengið á sig 36 mörk en ekki tekist að skora.

Malta er í 104. sæti styrkleikalista FIFA og er leika allir leikmenn liðsins með Maltneskum liðum nema Kirsty Feasey, hún leikur með Reading á Englandi. Þjálfari liðsins er Pierre Brincat, hann hefur þjálfað liðið frá upphafi en kvennadeild var stofnuð á Möltu árið 1995.

Mótsmiði sem gildir á alla leiki í undankeppni EM karla 2016 Fyrir undankeppni EM karla 2016, sem hefst í september þegar Ísland mætir Tyrklandi á Laugardalsvellinum, geta stuðningsmenn íslenska landsliðsins í fyrsta sinn keypt mótsmiða, sem gildir þá á alla heimaleiki Íslands í undankeppninni. Jafnframt munu mótsmiðahöfum bjóðast forkaupsréttur á miðum á vináttuleiki. Laugardalsvöllur tekur aðeins um 10 þúsund áhorfendur og á síðustu heimaleiki A landsliðs karla í undankeppni HM 2014 seldust aðgöngumiðarnir upp á skömmum tíma. Stuðningsmenn geta, með tilkomu mótsmiðanna, tryggt sér miða á alla leikina í undankeppninni, í sama sætið, og því ekki átt á hættu að missa af miða á einstaka leiki. Miðarnir fara í sölu vel tímanlega áður en undankeppnin hefst og verður nánara fyrirkomulag kynnt síðar.

KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS | FOOTBALL ASSOCIATION OF ICELANDLAUGARDAL | 104 REYKJAVIK | +354 510 2900 | [email protected] | WWW.KSI.IS

FACEBOOK.COM/FOOTBALLICELAND | TWITTER @FOOTBALLICELAND | INSTAGRAM @FOOTBALLICELAND

VELKOMIN Á LEIKINN

Page 4: Island - Malta Undankeppni HM 2015
Page 5: Island - Malta Undankeppni HM 2015

Freyr Alexandersson þjálfari íslenska kvenna liðsins tók við liðinu árið 2013. Liðinu hefur gengið ágætlega í undankeppni HM 2015 og er það nú í öðru sæti í sínum riðli. Draumurinn um HM er þó fjarlægur þar sem aðeins fjögur lið úr öðru sæti sinna riðla komast í umspil um laust sæti á HM 2015. Freyr segir markmiðið nú vera að tryggja annað sætið í riðlinum og svo sjá hvað setur.

Hvernig leggst leikurinn við Möltu í þig og hvernig má búast við að maltneska liðið mæti til leiks? Leikurinn leggst vel í mig eins og flestir leikir gera. Það er kærkomið að spila loksins heimaleik og við ætlum að njóta þess að spila á heimavelli. Ég á von á því að mæta liði sem reynir að verja mark sitt eins vel og mögulegt er á kostnað sóknarleiksins. Við getum átt von á því að Malta reyni að hægja á leiknum með öllum ráðum og stóla á skyndisóknir og föst leikatriði. Það sem ber helst að varast í þeirra leik er að láta ekki þeirra leikstíl fara í taugarnar á okkur. Það ber að varast það að missa einbeitingu yfir hlutum sem við stjórnum ekki og þolinmæðin ásamt öguðum leikur þarf að vera í fyrirrúmi.

Er einhver breyting á hópnum eftir leikinn gegn Dönum og munum við tefla fram okkar sterkasta liði á fimmtudaginn?Það eru tvær breytingar á leikmannahópnum frá því í Danmörku. Sandra Sigurðardóttir markvörður gat ekki verið með okkur að þessu sinni og í hennar stað kom Sonný Lára Þráinsdóttir. Mist Edvardsdóttir þurfti svo að draga sig út úr leikmannahópnum vegna veikinda sem hún er að berjast við og í hennar stað kom vinstri bakvörðurinn Thelma Björk Einarsdóttir. Við munum tefla fram mjög sterku liði gegn Möltu. Það er góð breidd í leikmannahópnum okkar, margir leikmenn sem eru áþekkir að styrkleika og allir leikmenn sem spila fyrir íslenska landsliðið hverju sinni hafa fullt traust þjálfaranna.

Íslenska liðið vann síðast átta marka sigur gegn Möltu á útivelli, ætti þetta ekki að vera auðveldur sigur hérna heima og hvernig er best að leggja leikinn upp gegn ekki sterkara liði en Möltu?Íslenska landsliðið er sterkara en það maltneska, það er ekkert launungarmál. Ekkert verkefni er auðvelt, það þarf að nálgast leikinn af virðingu og með fullri einbeitingu. Við gerum þá kröfu á okkur að sýna góða frammistöðu, ekki síst á heimavelli fyrir framan okkar fólk.

FreyrAlexandersson

Þurfum alltafað bæta

okkar leik

Page 6: Island - Malta Undankeppni HM 2015

Við þurfum að nýta hvert einasta verkefni til þess að bæta okkar leik. Í þessum leik viljum við láta boltann vinna fyrir okkur, láta boltann ganga vel á milli manna, skapa góðar sóknarhreyfingar og gott samspil. Við þurfum að vera árásagjörn og jafnframt yfirveguð inn í vítateig andstæðinganna og sækjast eftir góðri frammistöðu frá öllum einstaklingum.

Hver eru markmið liðsins núna eftir að HM draumurinn varð ennþá fjarlægari og hvernig lítur framtíðin út hjá íslenska kvennalandsliðinu?Líkurnar á því að 2. sætið í okkar riðli gefi okkur umspilssæti eru ekki með okkur, en fyrsta markmið er að tryggja okkur þetta 2. sæti. Við viljum safna eins mörgum stigum og mögulegt er og sjá svo í haust hverju það skilar okkur.

Markmiðið er einnig að halda áfram að bæta okkur sem lið og einstaklingar innan liðsins. Framtíðin lítur ágætlega út, við eigum marga góða leikmenn og marga reynda leikmenn á fínum aldri. Við þurfum að halda áfram að bæta okkar leikmenn og landsliðin um leið. Pepsi-deild kvenna hefur farið vel af stað og mörg sterk lið í deildinni í ár, sem er mjög jákvætt og vonast ég eftir góðu knattspyrnusumri í deildinni hér heima. Knattspyrnusambandið, félagsliðin, stuðningsmenn og fjölmiðlar þurfa að hjálpast að við að fara lengra með íslenska kvennaknattspyrnu. Við erum á góðri leið en tækifærin eru til staðar að til að fara ennþá lengra.

Íslenskar getraunir eru stoltur styrktaraðili íslenska landsliðsins í knattspyrnu

Page 7: Island - Malta Undankeppni HM 2015

Íslenskar getraunir eru stoltur styrktaraðili íslenska landsliðsins í knattspyrnu

Page 8: Island - Malta Undankeppni HM 2015

VIÐ ERUM Á RÉTTRI LEIÐ!Glódís Perla Viggósdóttir leikmaður Stjörnunnar er 19 ára og ein af ungu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins. Hún hóf knattspyrnuferilinn í Danmörku en gekk til liðs við Stjörnuna árið 2012. Glódís segir íslensku stelpurnar vera gráðugar í annað sætið í riðlinum svo leikurinn gegn Möltu skiptir miklu máli.

Page 9: Island - Malta Undankeppni HM 2015

Hvernig er stemmingin í liðinu fyrir leikinn gegn Möltu?Stemmningin í liðinu er mjög góð fyrir leikinn á móti Möltu. Við náðum mörgum góðum æfingum í Danmörku og áttum fínan leik þar þó svo að úrslitin hafi ekki verið eins góð og við vonuðum. Við eigum ekki mikla möguleika á að komast á HM eins og staðan er núna en við stefnum samt gráðugar á annað sætið í riðlinum og vonum það besta svo þessi leikur skiptir miklu máli ef við ætlum okkur að ná því.

Hvað finnst þér um íslenska hópinn og framtíð íslenska kvennalandsliðsins?Hópurinn er frábær. Mikið af mismunandi týpum sem gerir þennan hóp alveg rosalega fjölbreyttan og skemmtilegan. Hópurinn er líka gríðarlega sterkur og jafn og það er mikil samkeppni í liðinu um stöður og að fá að vera í hópnum sem mjög jákvætt núna, en einnig uppá framtíðina. Framtíðin hjá kvennalandsliðinu er mjög björt að mínu mati. Landsliðið hefur verið í stanslausri bætingu undanfarin ár og ég geri ekki ráð fyrir öðru en að það haldi áfram og með vaxandi áhuga á kvennafótbolta er þetta bara á réttri leið. Ég veit líka um margar litlar fótboltastelpur sem eru byrjaðar að stefna á landsliðið og það verður gaman að fylgjast með þeim ná markmiðum sínum í framtíðinni.

Hvernig leggst tímabilið í þig hjá Stjörnunni og hvernig lítur framtíðin út hjá þér ? Tímabilið leggst mjög vel í mig. Deildin er jafnari en hún hefur verið áður og það er bara gaman. Framtíðin hjá mér er frekar óákveðin eins og

staðan er núna. Ég stefni á að eiga gott tímabil með Stjörnuliðinu í sumar og reyna svo að komast í atvinnumennsku á næstu árum, svo vonandi gengur það upp hjá mér.

Hvernig er að vera yngsti leikmaðurinn í liðinu? Þarftu að gera mikið fyrir þessar gömlu í liðinu? Kunna þær á allt þetta helsta, Instagram og Snapchat?Ég og Elín Metta erum eiginlega saman í því hlutverki og það er bara alveg ótrúlega fínt. Þær eldri eru bara alveg rosalega góðar við okkur og láta okkur ekki gera neitt sérstakt fyrir þær í rauninni. Nema það að við þurfum að sjá um að dröslast með liðshátalarana milli landa og passa þá svo vel uppá hóteli. En það er samt bara ágætt því þá erum við alltaf með vel hljómandi tónlist inná herbergi hjá okkur. Já, þær eru sko alveg með Instagram og Snapchat á hreinu, mér skilst meira að segja að Dóra María sé Snapchat-drottning Íslands!

Hver tekur mest af „selfie“ myndum í liðinu?Ég er bara ekki viss,en til að segja einhvern ætla ég að segja hún Metta, herbergisfélagi minn, hún er allavega dugleg í „snapchat selfie-um“.

Eitthvað að lokum til stuðningsmanna Íslands?Takk fyrir að mæta á leikina og styðja okkur. Það skiptir okkur alveg gríðarlega miklu máli og við erum rosalega þakklátar fyrir það!

Page 10: Island - Malta Undankeppni HM 2015

KOMDU Í FÓTBOLTA

Það leika að meðaltali

250 landsliðsmenn fótbolta

Alls leika um

20.000fótbolta með liðum

Page 11: Island - Malta Undankeppni HM 2015

410 4000Landsbankinn landsbankinn.is

„Ég vil eiga fyrir því sem ég geri“

Besta leiðin til að eignast hluti er að eiga fyrir þeim. Hvort

sem ætlunin er að koma upp varasjóði eða safna fyrir sumarfríi

þá er alltaf skynsamlegt að leggja fyrir. Kynntu þér allt um

reglubundinn sparnað á landsbankinn.is/istuttumali.

Page 12: Island - Malta Undankeppni HM 2015

Leikmenn ÍslandsNafn Staða FélagÞóra Björg Helgadóttir Markmaður FC RosengårdGuðbjörg Gunnarsdóttir Markmaður FFC Turbine PotsdamSonný Lára Þráinsdóttir Markmaður Breiðablik

Dóra María Lárusdóttir Varnarmaður Valur Ólína G. Viðarsdóttir Varnarmaður ValurSif Atladóttir Varnarmaður Kristianstads DFFGlódís Perla Viggósdóttir Varnarmaður StjarnanElísa Viðarsdóttir Varnarmaður Kristianstads DFFThelma Björk Einarsdóttir Varnarmaður SelfossAnna Björk Kristjánsdóttir Varnarmaður Stjarnan

Hólmfríður Magnúsdóttir Miðjumaður AvaldsnesSara Björk Gunnarsdóttir Miðjumaður FC RosengårdRakel Hönnudóttir Miðjumaður BreiðablikHallbera Guðný Gísladóttir Miðjumaður TorresFanndís Friðriksdóttir Miðjumaður BreiðablikDagný Brynjarsdóttir Miðjumaður SelfossGuðný Björk Óðinsdóttir Miðjumaður Kristianstads DFFÞórunn Helga Jónsdóttir Miðjumaður Avaldsnes

Harpa Þorsteinsdóttir Sóknarmaður Stjarnan Elín Metta Jensen Sóknarmaður Valur

Page 13: Island - Malta Undankeppni HM 2015

Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun . is

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

Með Borgun getur þú rekið vefverslun með einföldum og öruggum hætti

Það eru til ótal gerðir af greiðslu--kortum og margir greiðslumátar. Borgun býður upp á sérsniðnar lausnir sem gera þér kleift að taka við greiðslum á netinu með ein-földum og öruggum hætti.

Page 14: Island - Malta Undankeppni HM 2015

SARA BJÖRKGUNNARSDÓTTIR

FYRIRLIÐINN

Page 15: Island - Malta Undankeppni HM 2015

Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði landsliðsins og leikmaður FC Rosengård segir stelpurnar halda í þá litlu von um að HM draumurinn verði að veruleika og hvetur stuðningsmenn til þess að mæta á völlinn því stuðningurinn sé gríðarlega mikilvægur.

Hvernig er stemmningin í liðinu eftir jafnteflið við Dani?Stemmningin í liðinu er bara góð, þrátt fyrir að að hafa gert jafntefli við Dani, sem hefðu oftast talist góð úrslit fyrir okkur, en í þessum leik hefðum við viljað fá 3 stig til þess að eiga séns á umspili. En það er ennþá smá von og við höldum í hana.

Verður erfitt að gíra sig upp fyrir leikinn við Möltu eftir að HM draumurinn varð ennþá fjarlægari? Nei alls ekki, við verðum að klára þessa leiki sem eru eftir i riðlinum og viljum enda með eins mörg stig og við getum.

Hvað finnst þér um maltneska liðið. Hvað ber að varast í þeirra leik? Maltneska liðið er lið sem við eigum að vinna, það hefur ekkert gengið rosalega vel hjá þeim og þær hafa fengið mörg mörk á sig í keppninni. Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur, fara eftir okkar leikskipulagi, slaka aldrei á og ná fram okkar styrkleikum í leiknum.

Hvernig heldurðu að leikurinn muni spilast þar sem Malta er á botninum með ekkert stig? Ég held að við munum stýra leiknum og vera meira með boltann eins og í fyrri leiknum, það er mikilvægt að við höldum uppi góðu tempói og vonandi náum við að skapa fullt af færum og bjóða áhorfendum upp á góðan og skemmtilegan fótboltaleik.

Hvað finnst þér um íslenska liðið eins og það er í dag og hvernig sérðu framtíð íslenska kvennalandsliðsins?Mér finnst liðið vera gott í dag, það er búnar að vera nokkrar breytingar þetta ár, en jákvæðar breytingar. Það eru margar búnar að fá tækifæri

til að sanna sig, fleiri leikmenn búnar að stiga upp og taka meiri ábyrgð. Á Algarve spiluðum við mjög vel og það jákvæða var að Freyr rúllaði mikið á liðinu, en við héldum vel leikskipulagi og náðum rosalega góðum úrslitum á móti mjög sterkum liðum. Það er búið að vera góður mórall í liðinu og mér finnst við alltaf vera að bæta okkur sem lið og sem einstaklingar, en það eru líka nokkrir þættir sem við þurfum að vera betri í og munum við halda áfram að vinna í þeim hlutum.

Hvernig er lífið í Malmö og hvernig lítur framtíðin út hjá þér?Lífið í Malmö er gott og mér líður mjög vel þarna úti, ég er í topp liði, góðri deild og svo lengi sem mér finnst ég vera að bæta mig sem leikmaður þá vil ég vera í því umhverfi. Ég mun vera í FC Rosengård út sumarið 2016 og vil vinna eins marga titla og ég get með liðinu, en draumurinn og markmið hjá klúbbnum og mér er að spila í úrslitaleik í Meistaradeild Evrópu.

Hvernig leggst það í þig að Þóra sé að yfirgefa liðið og þjálfari liðsins einnig? Það verður erfitt að fylla skarð hennar í markinu, hún er í algjörum heimsklassa og það hefur verið frábært að hafa hana í markinu hjá sér. Einnig er súrt að missa þjálfarann á miðju tímabili, það kom frekar óvænt og hann hefur reynst okkur vel en það er ekkert í því að gera, leikmenn og þjálfarar koma og fara.

Einhver skilaboð að lokum til stuðningsmanna Íslands? Ég vil endilega fá sem flesta á völlinn. Stuðningur er okkur gríðarlega mikilvægur og ég vil þakka fyrir góðan stuðning undanfarin ár. Við stelpurnar munum leggja okkar af mörkum til þess að bjóða upp à góðan og skemmtilegan fótboltaleik.

FYRIRLIÐINN

Page 16: Island - Malta Undankeppni HM 2015

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum er aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll. Við minnum svo vallargesti á að mæta tímanlega á leik Íslands og Möltu sem hefst kl. 18:00.

Það er gott að vera á góðum tíma til að forðast óþarfa biðraðir. Þá er minnt á að strætisvagnar stoppa víðsvegar í kringum Laugardalinn og geta verið afar góður kostur fyrir marga vallargesti.Mörg hlið verða opin á leiknum til að koma fótboltaþyrstum stuðningsmönnum sem fyrst í sætin sín og biðjum við alla að dreifa álaginu á hliðin.

LaugardalurLaugardalur-enginn skortur á bílastæðum!

SUNDLAUGAVEGUR

RE

YK

JA

VE

GU

R

LA

UG

AR

ÁS

VE

GU

R

SU

ÐU

RLA

ND

SB

RAU

TEN

GJA

VEG

UR

Skautahöll, Grasagarður173 stæði

World Class110 stæði

Laugardalsvöllur530 stæði

Íþróttasvæði Þróttar130 stæði

ÍSÍ50 stæði

Á bak við Laugardalshöll160 stæði

Austan við Laugardalshöll115 stæði

Ofan við Fjölskyldu- og húsdýragarð100 stæði

TBR húsið80 stæði

Laugardalshöll100 stæði

Í Laugardal, einu allra vinsælasta Íþrótta- og útivistarsvæði landsins

er að finna yfir 1800 bílastæði.

Þó svo að ekki séu laus stæði næst þeim stað í dalnum sem þú ætlar á,

bendum við á að víða í Laugardal er að finna næg bílastæði.

Sýnum sjálfsagða tillitssemiog leggjum aldrei á gangstígum.

Laugardalslaug190 stæði

Bílastæðamál við Laugardalsvöll

Page 17: Island - Malta Undankeppni HM 2015

www.n1.is facebook.com/enneinn

Hluti af umhverfinu

UmhverfisvottuðhestöflAníta er hestakona. Gammur er hestur. Á Gammi kemst Aníta í tengsl við náttúruna. Gammur kann að meta það. Stundum langar þau að komast fjær hesthúsinu. Þá þarf bíl og ólíkt Gammi þarf bíllinn olíu. Þess vegna eru Aníta og Gammur ánægð með ISO-vottaðar stöðvar N1 sem bjóða upp á jákvæðari orku – VLO-blandaða díselolíu sem minnkar útblástur og eykur endingu vélarinnar.

Það er stórt skref í átt að umhverfisvænni þjónustu.

Vetnisblönduð lífræn olía dregur úr út blæstri koltví sýr ings. Hún er í boði á flestum af 98 útsölu stöðum N1.

Hjá N1 eru níu þjónustu stöðvar og eitt hjól barða verk stæði ISO- umhverfis vottaðar starfs stöðvar – og það eru fleiri á leiðinni.

Í ágúst ætlar Aníta að ríða 1.000 km yfir sléttur Mongólíu og safna fé fyrir Barnaspítala-sjóð Hringsins og Cool Earth verkefnið. N1 óskar henni góðrar ferðar.

Þjónustustöð N1 á Bílds höfða býður öku mönnum umhverfis-vænt íslenskt metan.

ÍST ISO 14001

Page 18: Island - Malta Undankeppni HM 2015
Page 19: Island - Malta Undankeppni HM 2015

Hvar er sætið þitt?

Page 20: Island - Malta Undankeppni HM 2015

Vertu með okkur

ÍSLENSKA

SIA

.IS

IC

E 6

9301

05/

14

VILDARPUNKTAR AF ALLRI VERSLUN

MEÐ ICELANDAIR

FLJÚGÐU VELAlltaf innifalið: Frjálst sætaval við bókun I Afþreyingarkerfi 350 klst. I Meira pláss milli sæta

Ein ferðataska allt að 23 kg til Evrópu og tvær töskur til N-Ameríku I Matur fyrir börnin

Óáfengir drykkir og dagblöð I Vildarpunktar I Flug- og flugvallarskattar

Skoða nánar