italiubaeklingur samsett

17

Upload: sel8smidja

Post on 09-Jun-2015

289 views

Category:

Education


5 download

TRANSCRIPT

Page 1: Italiubaeklingur samsett
Page 2: Italiubaeklingur samsett

Ítalía er land í Suður-Evrópu. Landið liggur aðallega á Appenínaskaga sem gengur til suðausturs út í Miðjarðarhafið og minnir í lögun dálítið á stígvél. Að norðan nær landið allt upp í Alpafjöll.

Lönd sem liggja að Ítalíu eru Frakkland, Sviss, Austurríki og Slóvenía. Einnig eru tvö sjálfstæð ríki umlukin af Ítalíu; San Marínó (sem er nálægt austur-ströndinni og Rímíní) og Vatíkanið eða Páfagarður, sem er hluti af Róm.

Rómaborg er höfuðborgin og stærsta borgin. Hún er ein af söguríkustu og merkustu borgum Evrópu og er stundum kölluð „borgin eilífa“. Aðrar stórar borgir eru t.d. Mílanó, Flórens, Genúa, Tórínó, Feneyjar, Veróna, Bologna, Rímíní, Napólí og Palermó. Gjaldmiðillinn er evra síðan 1999, en var áður líra.

Page 3: Italiubaeklingur samsett

Milan Cathedral

Page 4: Italiubaeklingur samsett

Róm

Page 5: Italiubaeklingur samsett

Róm

Róm er í 11-139 m hæð yfir sjó. Íbúafjöldinn er u.þ.b. 3 milljónir. Borgin eilífa er höfuðborg landsins,

héraðsins Róm og sýslunnar Latium ásamt því að vera stærsta borg landsins. Vatíkanið í Róm er setur

páfa og hirðar hans. Róm er á svipaðri breiddargráðu og Chicago og Istambúl, 20 km frá Tyrreníska

hafinu í hæðóttu Campagna di Roma og við ána Tiber, hina þriðju stærstu á Ítalíu. Þvermál Rómar er

u.þ.b. 9 km en heildarflatarmál 1500 km².

Róm tók við hlutverki höfuðborgar Ítalíu af Flórens þegar hersveitir konungsríkisins hertóku hana 20.

september árið 1870. Áður hafði hún verið

höfuðstaður Páfaríkisins sem náði yfir miðhluta

Ítalíuskagans frá tímum Karlamagnúsar. Við her-

tökuna lýsti páfi sig fanga í Vatíkaninu og

neitaði að viðurkenna ítalska ríkið, hótaði jafn-

vel bannfæringu þeim sem tækju þátt í kosn-

ingum á Ítalíu. Málið var óleyst þar til Lateran-

samningarnir voru gerðir milli páfa og ríkis-

stjórnarinnar (undir stjórn fasista) árið 1929.

Undir stjórn Mússólínís var ráðist í ýmsar

róttækar og mjög umdeildar breytingar á borg-

inni, gömul hverfi rifin til að skapa pláss fyrir

breiðgötur og torg sem hæfðu nútíma höfuðborg, en borgin hafði vaxið mjög hratt eftir að hún var gerð

að höfuðborg.

Í stríðinu varð borgin fyrir miklum loftárásum, en var þó ekki eyðilögð. Hún féll í hendur bandamanna 6.

júní 1944 eftir stutt tímabil þýskrar hersetu (stjórn fasista féll 1943).

Page 6: Italiubaeklingur samsett

Hringleikahúsið í Róm

Kólosseum er hringleikahús í Róm, hið stærsta sinnar tegundar í fornöld. Það var fullgert árið 80 e.Kr. og er 188 metra langt og 156 metra breytt. Kólosseum var upprunalega 50 metra hátt á fjórum hæðum og rúmaði 40.- 50.000 manns í sæti. Í hringleikahúsinu voru haldnir hefðbundnir bardagar með skylmingarþrælum, en margs konar aðrir viðburður einni, s.s. dýraveiðar, aftökur, leik-rit og endurleiknir frægir bardagar. Kólosseum var í notkun í nærri 500 ár, síðasti skráði viðburðurinn var haldinn á 6. öld, löngu eftir fall Rómar árið 476.

Þó að hringleikahúsið sé nú mjög illa farið eftir jarðskjálfta og steinaræningja hefur Kólosseum lengi verið séð sem tákn keisaradæmis Rómar og eitt af bestu varðveittu dæmum um Rómverska byggingalist.

Vatíkanið

Vatíkanið er ríki páfans, Páfagarður, og er sjálfstætt ríki innan Rómar og miðstöð kaþólsku kirkjunnar. Vatíkanið var stofnað 1929, en áður hafði verið til svo kallað Kirkjuríki sem laut forræði rómversk- kaþólsku kirkjunnar, einnig með höfuðstöðvar í Róm og aðsetur Páfa. Mikil leynd hvílir yfir eignum, tekju-stofnum og útgjöldum Vatíkansins, en það hefur eigin utanríkisþjónustu, réttarkerfi, gjaldmiðil, póst- og símaþjónustu, járnbrautarstöð, dagblað og útvarpsstöð. Vatíkanið afmarkast af múrum á þrjá vegu, en Péturstorgi með Vatíkanhöllinni og Péturskirkjunni á fjórða veginn. Þar að auki tilheyra Vatíkaninu 13

Page 7: Italiubaeklingur samsett

Péturskirkjan

Péturskirkjan er höfuðkirkja rómversk-

kaþólsku kirkjunnar og er nefnd eftir Pétri

postula sem var lærisveinn Krists. Hófst bygg-

ing hennar fyrir um 5 öldum þegar hafist var

handa að endurbyggja eldri Péturskirkju frá 4.

öld. Grunnskipulag Péturskirkjunnar er í stíl

við latneskan kross með þremur göngum milli

kirkjubekkja og mikilli hvelfingu beint uppi yfir

háaltarinu, en þar undir er talin vera gröf

Péturs postula.

Péturskirkjan hefur um aldir verið stærst og

mikilfenglegust kirkna kristninnar. Hún er

með stærstu kirkjum í heimi. Michelangelo

hannaði hvolfþak kirkjunnar og á mestan

heiður af endanlegu útliti Péturskirkjunnar.

Forum Romanum

Forum Romanum var aðaltorgið í Róm til forna, byggt um 575

f.Kr. og sá staður sem Róm þróaðist út frá. Það liggur í dalverpi

milli Kapítólhæðar og Palatínhæðar. Þar hófst verslun og

stjórnun réttarfars fór fram. Miðpunktur samfélagsins var í

Forum Romanum.

Skipulagður uppgröftur fornleifa hefur farið fram á Forum

Page 8: Italiubaeklingur samsett
Page 9: Italiubaeklingur samsett

Feneyjar eru reistar á 118 hólmum og helsti ferðamáti íbúa

innan borgarinnar hefur frá upphafi verið siglingar. Margar fal-

legar brýr tengja hólmana saman og því er þægilegt að fara

ferða sinna fótgangandi en umfram allt skemmtilegt að sigla

milli staða á gondóla, að degi eða kvöldi, jafnvel undir angur-

værum söng ræðarans. Gondólarnir eru smíðaðir samkvæmt

gamalli hefð, breiðari í annan endann til þæginda fyrir ræðarann

sem aðeins notast við eina ár

.

Page 10: Italiubaeklingur samsett

Feneyska Rivieran er einn vinsælasti sumardvalarstaður Ítalíu og strandbærinn

Lido di Jesolo býr yfir öllu því besta sem prýtt getur vel heppnað sumarleyfi. Stór-

kostleg strandlengja, fjörugt næturlíf, góðir veitingastaðir og fjölbreytt skemmtun

fyrir fjölskylduna.

Lido di Jesolo er nýtískulegur bær sem stendur við 14 km langa strandlengju

með gullnum fíngerðum sandi og þar er hægt að stunda fjölbreyttar vatnaíþróttir.

Við strandgötu bæjarins eru ótalmargar verslanir með ítalskan tískuvarning opnar

langt fram á kvöld. Þar eru einnig lítil torg þar sem heimamenn setja upp markaði

og götulistamenn skemmta.Á föstudögum er markaður á Kennedytorgi, Piazza

Kennedy, með fjölmörgum básum þar sem fjölbreyttur varningur er á boðstólum:

matvara, fatnaður, blóm, o.m.fl. Fjöldi góðra veitingastaða er við strandgötuna og

eftir góða ítalska máltíð með rómuðum vínum héraðsins er tilvalið að bregða sér á

dansstað, en þeir eru fjölmargir í nágrenninu og hafa opið fram undir morgun.

Sagt er að Lido di Jesolo sé staður sem aldrei sofi.

Stórskemmtilegur vatnsbrautagarður, Aqualandia, er skammt frá ströndinni,

með ótal tegundum af rennibrautum og sundlaugum; uppáhaldsstaður barna á

öllum aldri. Nálægðin við Feneyjar eykur enn á fjölbreytnina, enda samgöngur

þægilegar. Almenningsvagnar, leigubílar og farartækin sem einkenna Feneyjar,

„watertaxi“, bátar sem flytja fólki milli staða. Dagsferðir á slóðir Rómeó og Júlíu í

Verónu eða að hinu undurfagra Gardavatni gera fríið enn eftirminnilegra. Í Jesolo

er auðvelt að gleyma sér í skemmtilegu og líflegu andrúmslofti staðarins

Page 11: Italiubaeklingur samsett
Page 12: Italiubaeklingur samsett
Page 13: Italiubaeklingur samsett
Page 14: Italiubaeklingur samsett

Madonna di Campiglio er einn af þekktustu skíðabæjum Ítalu. Þangað flykkist skíðafólk á öllum aldri hvaðanæva að úr heiminum á hverju ári. Bærinn stendur í dalnum Val Rendena í vesturhluta Trentino héraðsins rétt við rætur vestur-Dólómítanna. Þetta fallega fjallaþorp liggur í rúmlega 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli og eru bæjarbúar um sjö hundruð talsins. Stutt er í skíðalyftur og kláfa úr miðbænum og liggja hæstu brekkurnar upp í allt að 2.600 metra hæð. Skíðabrekkurnar eru eins fjölbreyttar og þær eru margar og henta jafnt byrjendum sem og lengra komnum. Fjallasvæðið skiptist í fjögur mismunandi skíðasvæði sem hægt er að skíða á milli og getur fólk valið um svartar, rauðar eða bláar brekkur, allt eftir getu hvers og eins. Svæðin Pradalago og Grosté eru auðveldust á meðan svæðin Spinale og 5 Laghi fela í sér meiri á-skoranir og ögranir.

Page 15: Italiubaeklingur samsett

Skíðasvæðið er gríðarstórt, samtals um 150 km af skíðabrautum. Lengsta einstaka

skíðabrautin telur heila fimm kílómetra. Lyftur eru 57 talsins og flestar eru þær

opnar frá kl. 8.30 til 16.30 alla daga. Þær geta flutt allt að 30 þúsund gesti á

hverjum klukkutíma upp og niður fjöllin.

Boðið er upp á skíðakennslu á svæðinu fyrir alla aldurshópa. Með nýlegri tengingu

er hægt að skíða frá Madonna yfir í tvo nærliggjandi smærri skíðabæi, Folgarida og

Marilleva. Fyrrihluta dags og fram yfir miðjan dag er lífið í skíðabrekkunum en eftir

að miðdegishvíldinni eða „síestunni“ lýkur og fram á kvöld færist líf í bæinn sjálfan.

Miðbærinn er afar heillandi og gefa fjöldi skemmtilegra kaffihúsa og fjölbreyttra

verslana honum skemmtilegan blæ.

Page 16: Italiubaeklingur samsett

Frábær bæklingur, mæli eindregið með

honum. Gargandi snilld !

Bæklingur sem er nauðsýn í alla bíla !

nnannaunaunauðsýn

Ég á eftir að ferðast um alla Ítalíu með

Þessa handbók ! Gagnrýnendur

Page 17: Italiubaeklingur samsett

http://romarvefurinn.is/italia_feneyjar.html [sótt 2011]

http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%8Dtal%C3%ADa [sótt 2011]

http://is.wikibooks.org/wiki/R%C3%B3m [sótt 2011]

http://is.wikipedia.org/wiki/R%C3%B3m [sótt 2011]

http://www.urvalutsyn.is/skidi/madonna/ [sótt 2011]

http://www.icelandonline.is/ferdaheimurisl/italia_rom.htm [sótt 2011]