jólabærinn borgarnes

16
JÓLABÆRINN BORGARNES Verslun og þjónusta í Borgarnesi á aðventu

Upload: skessuhorn

Post on 12-Mar-2016

231 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

Þetta er blað sem ritstjórn Skessuhorns bjó til í samvinnu við verslunar- og þjónustuaðila í Borgarnesi í samráði við Borgarbyggð. Það var gefið út í desember 2012 með aðventublaði Skessuhorns. Því var dreift ókeypis inn á öll heimili á Vesturlandi, sunnanverðum Vestfjörðum, á Ströndum og í Vestur Húnavatnssýslu. Blaðið er 16 síður.

TRANSCRIPT

JÓLABÆRINN BORGARNESVerslun og þjónusta í Borgarnesi á aðventu

42 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013

Verslun og þjónusta hefur verið ein af meginstoð-um athafnalífsins í Borg-

arnesi frá upphafsdögum bæj-arins á 19. öld. Stendur sú stoð enn styrkum fótum nú þegar 21. öldin er gengin í garð. Bæjarbú-ar fagna senn 150 ára verslun-arafmæli og má því með sanni segja að kaupmennska í bæn-um hvíli á rótgróinni og sterkri hefð, enda hefur Borgarnes ver-ið í alfaraleið landsmanna alla tíð.

Á fullveldisdaginn 1. desemb-er nk. er jafnframt fyrsti sunnu-dagur í aðventu. Marka þau tímamót upphaf þess að há-tíð ljóss og friðar nálgast og um leið hefst jólaundirbúningurinn með formlegum hætti um borg og bæ. Þá hefjast margir handa við að skreyta híbýli sín og lóð-

ir með jólaljósum, huga að jóla-gjafakaupum og viða að sér nauðsynjum. Þá er gott að vita af verslunum í Borgarnesi, því þar er að finna breitt úrval versl-unar- og þjónustuaðila; veitinga-staði, kaffihús, söfn, gististað-ir og ýmsa aðra þjónustugtengda starfsemi sem fólk á ferð um bæ-inn ætti ekki að láta framhjá sér fara.

Á næstu síðum er að finna kynningu á verslunum og þjón-ustu í Borgarnesi. Þar gefst les-endum færi á að skyggnast inn í búðirnar, kynnast því góða fólki sem stendur vaktina fyrir við-skiptavini og aðra gesti með þjónustulund í fyrirrúmi. Við lestur þessa sérblaðs geta les-endur lagt drög að því að láta jólin byrja í Borgarnesi.

Verið velkomin í Borgarnes!

Jólin byrja í Borgarnesi!

Markaðsstofa Vesturlands

www.skessuhorn.iswww.skessuhohorn.is

Fylgist þú með?Áskriftarsími: 433 5500

43ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013

Kveikt á jólatré BorgarbyggðarKveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á

Kveldúlfsvelli (við Ráðhús) í Borgarnesi sunnudaginn 1. desember kl. 17.00.

Dagskrá:

Ávarp Björns Bjarka Þorsteinssonar formanns byggðaráðs Borgarbyggðar.

Nemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar syngja og spila í umsjón Birnu Þorsteinsdóttur.

Jólasveinar koma til byggða og gleðja okkur með söng og skemmtilegheitum.

Freyjukórinn syngur nokkur jólalög undir stjórn Zsuzsönnu Budai.

Níundi bekkur Grunnskólans í Borgarnesi mætir í jólaskapi og gefur gestum og gangandi heitt kakó.

Ef veður verður slæmt verður athöfninni frestað.Hægt er að leita upplýsinga á vefnum www.borgarbyggd.is

Framköllunarþjónustan við Brú-artorg hefur þjónað viðskiptavin-um sínum vel og dyggilega í tæp-an aldarfjórðung. Svanur Stein-arsson, eigandi búðarinnar, seg-ir að viðskiptavinir geti vænst þess að finna þar margt fallegt til að gefa sínum nánustu í jóla-gjöf. „Þungamiðjan í starfseminni er myndvinnslan en einnig selj-um við ljósmyndavörur, skó, fatn-að og armbandsúr. Auk þess sem við erum með umboð fyrir VÍS og Heimsferðir,“ segir Svanur sem segir fólk enn duglegt við að láta framkalla myndir þrátt fyrir allar tæknibreytingarnar á liðnum árum. „Auðvelt er að koma með myndir í framköllun og vek ég at-hygli á aðgengilegum vef okk-ar, www.framkollunarthjonust-an.is, þar sem hægt er að senda inn myndir til framköllunar. Við

bjóðum síðan upp á að senda myndir út um allt land,“ bætir hann við. Viðskiptavinir eiga þess einnig kost að láta prenta mynd-ir sínar á striga, MDF plötur og álplötur.

Svanur segir að á síðustu árum hafi Framköllunarþjónustan byrj-að að bjóða upp á aðrar vörur á borð við fatnað frá íslenska merk-inu Icewear en einnig heimaunn-ar sængur fylltar með hlýjum æð-ardúni frá Straumfirði á Mýrum. „Hér í Framköllunarþjónustunni er fjölbreytt úrval af gæðavörum og leitumst við sem fyrr að veita viðskiptavinum persónulega og góða þjónustu. Verið velkomin í Framköllunarþjónustuna!“

Í Bjargslandi í efri hluta Borgarness rekur Elfa Hauksdóttir hárgreiðslu-

stofu sína. Hún hefur rek-ið stofuna í bænum í samtals 32 ár. Hárgreiðslustofa Elfu er til húsa í Höfðaholti 10 og er gengið inn í stofuna frá af-leggjaranum að bænum Bjargi í efri hluta bæjarins, en bíla-stæði viðskiptavina er einmitt að finna neðan við inngang stofunnar. Elfa hyggst taka vel á móti viðskiptavinum á að-ventunni og er stofan opin eftir pöntunum. „Ég er síðan á stof-unni yfir daginn. Opið verður

fram að Þorláksmessu þannig að það verða næg tækifæri fyrir fólk að koma í klippingu fram að jólum.“

Á stofunni hefur Elfa einn-ig til sölu fjölbreyttar hárvör-ur fyrir konur og karla, t.d. frá lúxuslínu Wella. „Í tilefni jólanna býð ég síðan til sölu ilmkerti og jólasprey í Nöel línunni frá Crabtree og Evelyn. Ég hef selt þessar vörur fyr-ir jólin undanfarin ár og hafa þær ætíð notið mikilla vinsælda meðal viðskiptavina minna,“ segir Elfa sem hlakkar til að sjá sem flesta á aðventunni.

Jólailmur í boði á Hárgreiðslustofu Elfu

Elfa Hauksdóttir hárgreiðslumeistari við hlið varanna sem hún selur.

Fjölbreytt úrval í Framköllunarþjónustunni

Svanur Steinarsson með myndir sem prentaðar hafa verið á striga í Fram-köllunarþjónustunni. Myndin til vinstri er af Borg á Mýrum snemma á síðustu öld en hin af málverki Einars Ingimundarsonar af Flatey.

Þóra Sif Svansdóttir mun standa vaktina í Framköllunarþjónustunni á aðventunni þar sem meðal annars verður hægt að kaupa vörur frá Icewear sem hér má sjá.

44 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013

Verslunarmiðstöðin Hyrnu-torg við Borgarbraut hef-ur verið miðstöð verslun-

ar í Borgarnesi í 13 ár, en mið-stöðin var sú fyrsta sinnar tegund-ar á Vesturlandi. Vígsla Hyrnu-torgs fór fram með pompi og prakt sunnudaginn 26. nóvember árið 2000, einungis sex mánuðum frá því að bygging hússins hófst. Þótti byggingarhraðinn tíðindum sæta. Skessuhorn fjallaði um vígsluna á sínum tíma og greindi blaðið frá því að um þrjú þúsund gestir hafi lagt leið sína í Hyrnutorg á opnun-ardaginn og hafi gestir tekið nýja húsinu vel. Tilkoma Hyrnutorgs markaði tímamót í verslunarlífi Borgfirðinga en að byggingu húss-ins stóð fyrirtækið Borgarland ehf. í eigu Kaupfélags Borgfirðinga, Olíufélagsins og Samvinnulífeyr-issjóðsins. Í dag er Borgarland ehf. enn í eigu Kaupfélags Borgfirðinga auk annarra aðila.

Þegar Hyrnutorg var opnað voru tíu fyrirtæki með starfsemi í húsinu; matvöruverslun Kaup-félags Borgfirðinga, ÁTVR, Punt-stráið, Sparisjóður Mýrasýslu, Rakarastofa Hauks, tölvuverslun

Íslenskrar upplýsingatækni, Vá-tryggingafélag Íslands, Skóbúðin Borg, Blómabúð Dóru og Borgar-ness Apótek. Síðan hafa fyrirtæki komið og farið og sum hver skipt um eigendur og nafn, en enn þann dag í dag eru öll rými í notkun. Í dag eru með starfsemi í húsinu: Nettó, Lyfja, Markaðsstofa Vestur-lands sem rekur í húsinu Upplýs-ingamiðstöð ferðamanna, Borgar-sport, Verslunin Kristý, Solo hár-snyrtistofa, Vínbúðin, Knapinn og Sjúkraþjálfun Halld óru. Fyrirtæk-in kappkosta sem fyrr við að veita gestum Hyrnutorgs góða þjón-ustu og tryggja þeim gæðavörur á góðu verði.

Hyrnutorg er því sem fyrr ákjós-anlegur vettvangur jólaverslunar-innar í Borgarnesi og finna gest-ir hússins þar öll helstu aðföng til jólahaldsins, allt undir einu þaki. Fjöldi bílastæða er við Hyrnutorg. Kaffiþyrstir þurfa svo ekki að ör-vænta meðan verslað er, því snot-urt kaffihorn er á gangi torgsins sem Verslunin Kristý hefur um-sjón með.

Verið velkomin í Hyrnutorg!

Allt undir einu þaki í Hyrnutorgi Hyrnutorg í Borgarnesi.

Frá jólaösinni í Hyrnutorgi fyrir síðustu jól. Þægileg jólastemning er ætíð í húsinu í aðdraganda jóla.

Oftar en ekki eru óvæntar uppákomur í Hyrnutorgi. Hér sjást heimamennirnir Orri Sveinn Jónsson og Halldór Hólm Kristjánsson leika jólalög fyrir gesti Hyrnutorgs. Jólaborðið í verslun Nettó.

Séð inn Hyrnutorg. Á ganginum geta gestir tyllt sér niður og keypt sér gæðakaffi í sjálfsala sem Oddný Bragadóttir í Versluninni Kristý sér um.

Konur í Lionsklúbbnum Öglu við sölu á jóladagatölum á aðventunni í Hyrnutorgi í fyrra. Lionsklúbbarnir í Borgarnesi, auk annarra góðgerðarfélaga í héraðinu, eru oft á ferðinni með uppákomur í Hyrnutorgi, sem er öðrum þræði miðstöð mannlífs í bænum.

Frá fjöltefli í Hyrnutorgi á Skákdeginum. Stórmeistarinn Helgi Ólafsson á leik.

Nóg að gera í verslun Nettó.

45ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013

Margt fallegt er að sjá og fá í versluninni Kristý í Hyrnutorgi. Verslunin

er rekin af hönnuðinum Oddnýju Þórunni Bragadóttur. Í Kristý er sala á haganlega hönnuðum skart-gripum í öndvegi á borð við arm-bönd, hálsmen og eyrnalokka sem gerðir eru ýmist úr gulli, silfri eða

stáli. „Ég er t.d. að selja núna gull-fyllta skartgripi sem hafa átt upp á pallborðið á allra síðustu árum. Gullfyllingin tryggir betri endingu á gripunum, svo dæmi sé tekið, og eru á lægra verði en skartgrip-ir sem eru úr gegnheilu gulli. Þessa skartgripi flyt ég inn, en að auki sel ég vörur sem ég hef hannað sjálf.“

Jafnhliða skartgripunum sel-ur Oddný glæsilegan skófatnað í Kristý, að stærstum hluta dömuskó frá hinu þekkta gæðamerki Ecco. Ein helsta nýjung verslunarinnar eru síðan svokallaðar framlenging-ar við dömuskó, en um er að ræða hönnun Oddnýjar sjálfrar. „Hug-myndin spratt út frá því að ég varð

þess áskynja að sumar konur áttu í vanda með að finna sér skófatnað á borð við stígvél út af sverum kálf-um. Framlengingin leysir þenn-an vanda og er einfaldlega fest við skóinn með frönskum rennilás,“ segir Oddný en hún selur fram-lengingarnar með fjölbreyttu útliti.

„Ég sel einnig föt í búðinni af ýmsum gerðum fyrir konur, svo sem frá franska tískuvörumerk-inu La El Couture og loks frá ástr-ölsku merkjunum Kita-Ku og Sammaya Moods, en þeir fram-leiðendur sérhæfa sig í stórum stærðum. Að auki er fjöldi annarra

vara í boði og hvet ég alla til að koma og skoða úrvalið.“

Oddný vildi að lokum minna á heimasíðu verslunarinnar: www.kristy.is, en þar er að finna að-gengilega vefverslun. Að auki er Kristý á Facebook. „Ég býð alla hjartanlega velkomna í búðina og minni á að í desember verða tæki-færistilboð alla fimmtudaga og föstudaga. Sérstaklega býð ég síðan alla eiginmenn velkomna í Kristý á aðventunni og er tilbúin að veita þeim góð ráð í leit sinni að jólagjöf fyrir eiginkonuna.“

Oddný við búðarborðið í versluninni. Eins og sjá má er þar að finna mikið úrval af fallegum skartgripum.

Gjöfina fyrir dömuna er að finna hjá Kristý

Oddný Lára Bragadóttir kaupmaður í versluninni Kristý með framlenginguna góðu sem er hennar eigin hönnun.

Verslunin Kristý í Hyrnutorgi.

46 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013

Sportvörubúðin Borgarsport hefur lifað með Borgnesing-um í yfir þrjá áratugi og þjón-

að viðskiptavinum sínum innan sem utan héraðs. Í tæp ellefu ár hefur Jó-hanna Björnsdóttir rekið verslunina af röggsemi í Hyrnutorgi. Jóhanna er borinn og barnfæddur Borgnes-ingur. Borgarsport er glæsileg og fjölbreytt verslun með úrvalsvörur í fjölskrúðugum litum frá þekktustu sportvöruframleiðendum heims. Viðskiptavinir Borgarsports ættu því

ekki að vera í vandræðum með að finna réttu jólagjöfina í ár í búðinni.

„Hér finnur fólk allt það nauð-synlega í sportið, góðar æfinga-treyjur, hvort sem það er í þreksal-inn, spinning eða fyrir útihlaup-ið; sundföt, íþróttaskó, töskur og sitthvað fleira á borð við hlýjar og góðar úlpur. Merkin sem við bjóð-um upp á eru í heimsklassa; Adidas, Nike, Puma, Speedo og Casall, svo eitthvað sé nefnt, en einnig íslensk merki eins og gamla góða Hen-

son,“ segir Jóhanna. „Eftir að við stækkuðum verslunina fyrir fáeinum árum höfum við verið að bjóða upp á tískufatnað fyrir konur, t.d. kjóla, ásamt barnafatnaði frá danska merk-inu Me-Too. Borgarsport er því stöðugt vakandi fyrir nýjungum og er reynt að tryggja að viðskiptavin-um okkar sé boðið upp á gæðavörur og síðast en ekki síst góða þjónustu hér í heimabyggð,“ segir Jóhanna sem býður alla velkomna í Borgar-sport á aðventunni.

Verslunin Knapinn í Hyrnutorgi í Borgarnesi er eina sérvöruverslun hestamanna á Vesturlandi. Búðina

reka þau Gunnfríður Harðardóttir (Guffý) og Sveinn Harðarson. Í Knapanum er gott úrval af alhliða vörum fyrir hestamenn, allt frá fyrsta flokks fatnaði til gæðaútbúnað-ar til reiðmennskunnar á borð við reiðtygi, hjálma, skófatnað og skeifur. „Hestaáhuga-fólk kemur ekki að tómum kofanum hjá okk-ur hér í Borgarnesi og munum við sem fyrr taka vel á móti viðskiptavinum á aðvent-unni. Við Sveinn leggjum okkur fram um að bjóða viðskiptavinum upp á úrvals vörur og umfram allt persónulega og góða þjónustu,“ segir Guffý.

„Meðal þess sem við seljum er fjölbreyttur fatnaður frá þýska fyrirtækinu HKM sem við flytjum inn beint frá Þýskalandi. Fötin frá HKM eru fyrsta flokks og nýtast vel til reið-mennskunnar sem og almennrar útiveru,“ segir hún og bætir við að margir viðskipta-vinir Knapans kaupi föt gagngert til útver-unnar. „Einnig mætti nefna ullarnærfötin frá

Janus sem hafa verið vinsæl meðal viðskipta-vina okkar, en Janusarfötin eru mjúk og fín og stinga ekki.“

„Svo má ekki gleyma hestanamminu sem við seljum. Einnig höfum við byrjað að selja hundamat frá Arion fóður, þannig að það eru ætíð einhverjar nýjungar í boði,“ segir Guffý að lokum. Hún býður alla viðskipta-vini velkomna í heimsókn í Knapann og minnir um leið á að tilboð verða á völdum vörum á föstudögum á aðventunni.

Á aðventunni þurfa gestir Hyrnutorgs ekki að örvænta þegar kemur að jóla-klippingunni því þar rekur Katrín

Arna Ólafsdóttir hársnyrtimeistari frá Hvít-árvöllum hársnyrtistofuna Solo. Á stofunni tekur Kata vel á móti öllum viðskiptavinum en þar býður hún upp á alhliða klippingu og hárgreiðslu allt eftir þörfum viðskiptavinar-ins. Stofan er þeim kosti gædd að vera vott-uð Aveda stofa sem tryggir gæði og staðfest-ir fagmennsku. „Aveda leggur áherslu á líf-rænar vörur en fyrirtækið er með sterka sam-félags- og umhverfisvitund og hagar fram-

leiðslu sinni á hárvörum þannig að þær séu framleiddar í sátt við umhverfi og fólk. Ég býð því stolt til sölu Aveda vörur, sem eru hágæða lífrænar vörur,“ segir Kata.

„Einnig býð ég til sölu hand- og fótakrem, ilmkerti, bodyvörur, te og gloss frá Aveda. Vegna jólanna er ég kominn með í sölu sér-staka jólalínu í þessum vörum sem ég sel í snotrum jólapakkningum,“ bætir hún við og býður fólk að koma og kynna sér vöruna. „Síðan minni ég á gjafabréfin sem ég hef til sölu og eru kjörið fyrir fólk að lauma í jóla-pakkann,“ segir Kata að lokum.

Borgarsport er hágæða verslun í heimabyggð

Jóhanna Björnsdóttir í Borgarsport býður alla velkomna í búðina á aðventunni.

Tískuföt fyrir konur og barnaföt frá Me-Too skipa sess í Borgarsporti ásamt sportvörunum.

Borgarsport er vel staðsett í verslanamiðstöðinni Hyrnutorgi.

Katrín Arna Ólafsdóttir hárgreiðslumeistari við afgreiðsluborðið í Solo.

Solo hársnyrtistofa er vottuð Aveda stofa

Gæðavörur og persónuleg þjónusta í Knapanum

Guffý í Knapanum.

Gott og glæsilegt vöruúrval er í Knapanum í Borgarnesi.

47ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013

� ���� ��� ����

Egils guesthouse er nýtt fyrirtæki sem býður uppá „self-catering“ gistingu í

tveimur húsum við Egilsgötu í gamla bænum í Borgarnesi. Gisti-staðurinn var opnaður í apríl 2011 en eigendur hans eru bræðurn-ir Gunnar og Finnbogi Jónssyn-ir ásamt eiginkonum sínum þeim Helgu Halldórsdóttur og Krist-ínu Ósk Halldórsdóttur. Egils gu-esthouse er í tveimur húsum við götuna, Egilsgötu 8 og 6 og búa húsin yfir gistirými fyrir allt að 30 manns.

Húsin eiga sér merka sögu. Eg-ilsgata 8 er t.d. með eldri hús-um í Borgarnesi enda byggt árið 1906, segir Helga Halldórsdótt-ir. Þar bjuggu í rúma tvo áratugi afi og amma Gunnars og Finn-boga, Kolfinna Jóhannesdóttir og Þórður Jónsson í Krossnesi, og tengjast því eigendurnir húsun-um sterkum böndum. Síðast átti

Snyrtistofa Jennýjar Lind við Borgarbraut er nota-leg vin fyrir konur jafnt

sem karla í hjarta Borgarness. Þar hefur Jenný Lind Egilsdótt-ir snyrtifræðingur rekið stofuna sína í 24 ár við góðan róm við-skiptavina. Jenný Lind býður upp á fjölbreytilegar snyrtimeðferð-ir á borð við styrkjandi og nær-andi andlitsböð svo húðin ljóm-ar af heilbrigði, húðhreinsun, hand- og fótsnyrtingu, vaxmeð-ferðir auk slakandi og styrkjandi líkamsmeðferðir. ,,Nýjasta með-ferðin er síðan detox meðferð fyrir líkamann. Meðferðirnar sem ég býð upp á eru fjölbreyttar og reyni ég eftir fremsta megni að tryggja fólki þægilegt umhverfi þar sem fólk getur slakað á. Ég legg mikið upp úr slökunarþætt-inum þannig að fólk getur tek-ið sér gott hlé frá amstri dagsins í

snyrtistólnum. Margir viðskipta-vinir hafa verið hjá mér í árarað-ir og koma ekki síst til mín með-an vetrargráminn vofir yfir. Þá er gott að skella sér í snyrtingu og um leið í nauðsynlegt slökunar-ferðalag.“

Á snyrtistofunni fást einnig snyrtivörur frá Académie og Gat-ineau fyrir bæði kynin og seg-ir Jenný að þar geti viðskipta-vinurinn fundið nytsamlega jóla-gjöf. Að auki selur hún gjafa-kort í snyrtimeðferðir. „Ég hef alltaf leitast við að bjóða fólki upp á góða þjónustu svo ekki sé minnst á ráðgjöf þegar kemur að umhirðu húðarinnar og annarri snyrtingu. Hingað eru allir hjart-anlega velkomnir og hlakka ég til að hitta fólk á aðventunni í góða jólaskapinu sínu,“ segir Jenný að lokum. Hún býður upp á tíma á kvöldin og um helgar í desember.

Slökun og rólegt umhverfi er stór þáttur í snyrtimeðferðunum sem Jenný Lind býður upp á.

Náttúruleg fegurð dregin fram hjá Jennýju Lind

Jenný Lind Egilsdóttir við afgreiðsluborðið í Snyrtistofunni.

Egils guesthouse í „nýju“ gömlu húsunum

Egils guesthouse við Egilsgötu í gamla bænum. Fremst má sjá Egilsgötu 8 og fjær Egilsgötu 6.

það Birgir Björnsson áður en nú-verandi eigendur eignuðust það árið 2010. „Við keyptum húsið með það í huga að leigja það út til ferðamanna og byrjuðum strax að taka það í gegn og endurbæta. Síðan við opnuðum hefur eitt leitt af öðru og viðtökur gesta ver-ið mjög góðar. Í fyrra festum við síðan kaup á Egilsgötu 6 sem er næsta hús við hliðina og útbjugg-um þar fjórar íbúðir til útleigu, þrjár stúdíó íbúðir á neðri hæð og eina þriggja herbergja á efri hæð. Það hús var byggt 1936 og marg-ir Borgnesingar sem hugsanlega þekkja það hús sem „smiðjuna“ eða „bókabúðina.“

Helga segir auðvelt að bóka gistingu hjá Egils guesthouse. Það sé hægt að gera á heimasíðunni, www.egilsguesthouse.is, eða á vef-síðunni booking.com. „Á heima-síðunni er síðan hægt að skoða myndir úr húsunum og fá frekari upplýsingar um íbúðirnar og sögu húsanna. Þar má einnig finna ten-gil inn á Facebook síðu okkar.“ Svefnherbergin eru rúmgóð í íbúðum Egils guesthouse.

Stofan í Egilsgötu 8 er hlý og björt. Á veggjum eru innrammaðar úrklippur úr gömlum dagblöðum sem fundust í veggjum hússins meðan verið var að gera það upp.

HAMBORGARHRYGGURKJÖTSEL

1.297ÁÐUR 2.198 KR/KG

HAM

ÁÐ

-41%

KENGÚRFILLE

3.499ÁÐUR 4.998 KR/KG

LAMBALÆRIFERSKT

1.476ÁÐUR 1.845 KR/KG

LONDONLAMBKJÖTSEL

1.998ÁÐUR 2.498 KR/KG

KALKÚNNFRANSKUR

1.274ÁÐUR 1.592 KR/PK

HANGILÆRIKJÖTSEL - ÚRBEINAÐ

2.397ÁÐUR 3.995 KR/KG

LAUFABRAUÐOKKAR - 8 STK

982ÁÐUR 1.198 KR/KG

HANGIFRAMPARTURKJÖTSEL - ÚRBEINAÐUR

2.029ÁÐUR 2.898 KR/KG

www.netto.is

| Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

BAYONNESKINKAKJÖTSEL

1.591ÁÐUR 1.989 KR/KG

ÁÐ

-20%

HAK

ÁÁÐ

-30%ÁÁÐ

-40%ÁÁÁÁÁÁÐ

-30%

ma

rkh

ön

nu

n e

hf

Tilboðin gilda 28. nóv - 1. desTilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

JÓLADAGATÖLSÚKKULAÐI

279ÁÐUR 349 KR/STKÁ

-20%

50 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013

Verslun Omnis við Borg-arbraut 61 í Borgarnesi verður stútfull af flottum

tækni- og tölvuvörum á aðvent-unni og ættu viðskiptavinir versl-unarinnar því ekki að örvænta þegar kemur að vali á tækjum og tólum í jólapakkann. „Búðin er auðug af allskyns tölvu- og tækni-vörum frá heitustu merkjunum á markaðinum allt frá snjallsímum til borðtölva,“ segir Ómar Örn Ragnarsson rekstrarstjóri verslana Omnis á Vesturlandi, en Omn-is rekur einnig verslun á Akranesi. „Myndavélar frá Canon, Nikon og GoPro skipa einnig ríkan sess í búðinni sem og flatskjáir, prent-arar, hátalarar og útvörp svo eitt-hvað sé nefnt. Við erum einnig með umboð fyrir Símann þannig að fólk getur tryggt sér símkort, 3G punga og fyrsta flokks net-tenginu hjá okkur,“ segir Ómar.

Hann segir Omnis vera vak-andi fyrirtæki fyrir öllu því nýja sem veröld tölvutækninnar er að þróa og geta viðskiptavinir feng-ið að prófa nýjasta undur geir-ans á aðventunni. „Um er að ræða sýndarveruleikagleraugun Occu-lus Rift sem verða sett á mark-að fljótlega eftir áramót. Við höf-um fengið til okkar í Borgarnes prufuútgáfu af gleraugunum og geta viðskiptavinir okkar fengið að prófa þau fram að jólum. Þetta

er alveg mögnuð græja sem mun örugglega valda byltingu í tækni-heiminum á næstu misserum,“ segir Ómar. Blaðamaður fékk að prófa gleraugun og tók sér far með rússíbana í sýndarveruleik-anum sem hann fann sig í og var upplifun hans afar raunveruleg og eftirminnileg. Omnis mun einnig kynna til leiks JXD leikjavélina, þetta er fyrsta Android leikjatölvan í heimi með öllum klassísku tökkunum ásamt fimm tommu kristaltærum snert-iskjá í háskerpu og ótrúlegu úr-vali af leikjum, allt frá gömlu og góðu PacMan leikjunum til nýj-ustu Android hasarleikjanna.

Önnur nýjung er frá þýska merkinu EasyPix sem eru vandað-ar vörur á góðu verði sem Omn-is flytur sjálft inn. „Meðal annars verðum við með GoXtreme has-armyndavélar frá EasyPix. Þetta eru gjafirnar fyrir hina skapandi framtíðarleikstjóra en einnig til gagns og gamans. EasyPix vélarn-ar taka upp bæði myndskeið og ljósmyndir en þær eru handhæg-ar og léttar og því hægt að koma þeim fyrir á óvenjulegum stöð-um. Aukahlutir fylgja með vélun-um og er hægt að festa vélina við hjálm á meðan hjólað er svo dæmi sé tekið. Þá munum við einn-ig selja sérstaka EasyPet útgáfu af EasyPix sem hægt er að koma

fyrir á ól á gæludýrinu, svo sem á heimiliskettinum. Vélin tekur upp myndskeið og getur fólk því fengið fróðlega innsýn í líf gælu-dýrsins,“ segir Ómar sem minn-ir einnig á skannana frá EasyPix

sem á einfaldan hátt geta skann-að inn gömlu filmurnar auk slides mynda inn í tölvuna.

„Tækniheimurinn er skemmti-legur heimur að vasast í og eru nýjungar hans óþrjótandi. Það er

okkur í Omnis sannur heiður að tryggja viðskiptavinum okkar það nýjasta sem í boði er í honum,“ segir Ómar að lokum og býður alla hjartanlega velkomna í Omn-is á aðventunni.

Gæðavörur og nýjasta tækni í öndvegi hjá Omnis

Ómar Örn Ragnarsson í kunnuglegum félagsskap Nikon og GoPro myndavéla, hátalara og spjaldtölva.

Fjölbreytt úrval flatskjáa er að finna í Omnis, t.d. frá Panasonic og Philips, og sumir með Smart TV stýrikerfi. Omnis á í samstarfi við Sjónvarpsmiðstöðina og Heimilistæki í Reykjavík og býður viðskiptavinum upp á sömu verð og þar eru í boði.

Hágæða fartölvur og borðtölvur eru til sölu í Omnis.

Farþegi í rússíbana framtíðarinnar. Hér sést blaðamaður gera tilraun til að halda jafnvægi með Occulus Rift sýndarveruleikagleraugun sem við-skiptavinir Omnis geta fengið að prófa á aðventunni.

Nýja Android JXD leikjavélin.

EasyPet myndavélin frá EasyPix á eftir á slá í gegn hjá dýraunnendum.

EasyPix skanninn skannar inn gömlu filmurnar auk slides mynda inn í tölvu.

51ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013

Egilsholti 1

310 Borgarnesi

Opið mán-föstud. 8-16, laugard. 10-14

Sími: 430-5500, www.kb.is

Allt í aðventukransinn

-Greni -Strákransar -Bindivír -Kerti -Borðar -Jólakúlur -Jólastyttur -Skrautkúlur -Skrautnálar -Oasis -Epli -Sveppir -Kirsuber -Skrautgreinar -Berjagreinar Kynnið ykkur úrvalið

F jölbreytt úrval af jólavör-um verður að finna sem fyrr í verslun Kaupfélags

Borgfirðinga að Egilsholti 1 á aðventunni. Margrét K. Guðna-dóttir verslunarstjóri segir að þar verði sérstök áhersla lögð á að hafa hráefni í aðventu- og jólaskreytingar til reiðu. „Við-skiptavinir hafa verið dugleg-ir að kaupa hér hráefni í skreyt-ingarnar undanfarin ár og verður gott framboð af allskyns efniviði í boði að þessu sinni. Hér má t.d. nefna snotrar styttur sem hægt er að nota á ýmsan máta og lítur út fyrir að hreindýrstytturnar verði vinsælar í ár líkt og í fyrra. Einn-ig erum við með greni til sölu auk jólaljósa í ýmsum litum,“ segir Margrét, en KB selur jóla-ljós í umboði fyrir Garðheima í

Reykjavík á sama verði og í höf-uðborginni.„Að auki erum við með um-

boð fyrir 66°N útivistarfatnað og seljum í versluninni fjölbreytt-ar tegundir frá þessu vinsæla ís-lenska vörumerki á sama verði og í Reykjavík. Fólk þarf því ekki að leita langt yfir skammt eftir fal-legum varningi á aðventunni.“ Leikföng skipa einnig sinn sess í kaupfélaginu, mikið til tengd sveitamenningu. „Við erum trú okkar stærsta kúnnahópi sem eru bændur og erum með trak-tora, ámoksturstæki og fleiri sveitatengd leikföng í boði. Jóla-sveinninn yrði ánægður með úr-valið hjá okkur þykist ég vita. Þá erum við með ýmsar vörur í sölu á borð við kertastjaka sem eru tilvaldir sem saumaklúbbsgjöf

eða lukkupakki,“ bætir Margrét við. „Við hlökkum svo til að sjá sem flesta á aðventunni og verð-

ur heitt á könnunni. Alltaf er létt og góð stemning í versluninni og vel tekið á móti öllum.“

Virka dagaKl. 8-18

Laugardagurinn 7. des.Kl. 10-14

Laugardagurinn 14. des.Kl. 10-16

Sunnudagurinn 15. des.Kl.12-16

Föstudagurinn 20. des.

Kl. 8-21

Laugardagurinn 21. des.

Kl. 10-16

Sunnudagurinn 22. des.

Kl. 12-16

Þorláksmessa.

Kl. 8-21

Aðfangadagur.

Kl. 10-12

Jóladagur og annar í jólum.

Lokað

Opnunartími fram að jólum

Góð stemning myndast jafnan í jólaösinni í versluninni.

Hreindýrin vinsæl í kaupfélaginu Margrét K. Guðnadóttir verslunarstjóri ásamt fulltrúum ungra bænda í verslun KB að Egilsholti. Fjölbreytt úrval af jólakskreytingarefni er að finna í kaupfélaginu.

52 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013

Jólastemningin er komin til okkar í TK hársnyrtistofu í gamla pósthúsinu við Borg-

arbraut,“ segir María Júlía Jóns-dóttir eigandi stofunnar og ein af þremur hársnyrtimeisturum sem þar starfa, en með henni eru þær Jóhanna Lóa Sigurbergsdóttir og Auður Ásta Þorsteinsdóttir. TK hársnyrtistofa var opnuð í gamla pósthúsinu í fyrravor. Húsnæðið var skemmtilega endurhannað og blasir þar nú við rúmgóð og ný-tískuleg hársnyrtistofa sem eftir er tekið. „Viðtökurnar hafa verið góðar á nýja staðnum og er okk-ur sönn ánægja að vera með stof-una hér í gamla bænum í Borgar-nesi. Við bjóðum alla hjartanlega velkomna til okkar og ekki er úr vegi fyrir fólk að nota tækifærið í jólaamstrinu og skella sér í stól-inn hjá okkur,“ segir Júlía.Í TK hársnyrtistofu eru seldar

hárvörur frá Label M, Milk shake og D:fi svo eitthvað sé nefnt, en einnig hárblásarar, sléttu- og krullujárn frá HH Simonsen. „Þetta eru frábærar vörur sem fara einstaklega vel með hárið og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Við erum með ýmis jólatil-boð á vörum og má þar m.a finna fallega jólagjafapakkningar frá Label M,“ bætir hún við, en einn-ig eru seld gjafakort í TK snið-in að þörfum hvers og eins við-

skiptavinar, tilvalin í jólapakkann.„Við minnum síðan fólk á að

við erum með Facebook síðu sem við hvetjum alla til að líka við,“ segir Júlía. Hún hlakkar til að sjá sem flesta í TK á næstunni ekki síst á svokölluðu Aðventurölti sem fyrirtækin í gamla bænum í

Borgarnesi standa fyrir föstudags-kvöldið 6. desember nk. „Þá mun Theodóra Mjöll vera hjá okk-ur og kynna og árita nýju bók-ina sína „Lokkar.“ Einnig mun hún leiðbeina viðskiptavinum og kenna þeim réttu trixin,“ segir Júlía að lokum.

Tryggðu þér jólaklippingu í TK hársnyrtistofu

Tríóið í TK við stólana, f.v. Jóhanna Lóa Sigurbergsdóttir, María Júlía Jónsdóttir og Auður Ásta Þorsteinsdóttir.

Gott rými er í TK og eiga viðskiptavinir þess kosts að fá nudd í nuddstól meðan hárið er undirbúið fyrir klippingu.

Gæðahárvörur fást í TK, einnig í sérstökum jólapakkningum.

Opnunartími um jól og áramótí Íþróttamannvirkjum Borgarbyggðar 2013� � � � � � � � � � � � � � � � � � �� � � � � � � ! " # $ % � & � � � ' ! ( ) * % # � + , � - . / 0� 1 � � � � � 2 * 3 ' 4 5 ' � ' 5 6 " ! ( ) * % # � 7 , - - 8 / �� 9 � � � � � : ; # ' � ' 5 6 " # ! % ' *� + � � � � � 2 4 4 ' " < = ; # 6 & # ! % ' *� > � � � � � ! ( ) * + , � - 8 � � , - -� 0 � � � � � ! ( ) * 7 , - - 8 / 0 , - -� 7 � � � � � ! ( ) * 7 , - - 8 / 0 � - -� - � � � � � ! ( ) * + , � - 8 � � , - -� / � � � � � ? ' & # $ " � � ' 5 ! ( ) * % # � 7 , - - 8 / �/ � = ' 4 @ ' " A B $ " � � ' 5 6 " # ! % ' *� � � � � � � � C D � � E � � � � � � � � F G� � � � � � � � � C H � � I I J C � � � � � K F J E� � � � � � � ! " # $ % � & � � � ' 7 , - - 8 / + , - -� 1 � � � � � 2 * 3 ' 4 5 ' � ' 5 6 " # ! % ' *� 9 � � � � � : ; # ' � ' 5 6 " # ! % ' *� + � � � � � 2 4 4 ' " < = ; # 6 & # ! % ' *� > � � � � � ! ( ) * % # � 7 8 / +� 0 � � � � � # ! % ' *� 7 � � � � � # ! % ' *� / � � � � � ? ' & # $ " � � ' 5 # ! % ' */ � = ' 4 @ ' " A B $ " � � ' 5 6 " # ! % ' *

53ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013

L M N O P Q N M Q P R S T T S U O VW S U X Y X Z U [ P Q \ [ [ T ] N M^ _ ` a _ ` b c d ` e f g h i f j _ ` b d f ai k c b j g k j b lm h i f i ` b n b a _ ` a o f p q r a l f a d ` j bf i i f d s ` j ` e t ` a e k d u ov ` b a j ` e _ ` a j i f w x a b a y z { { { n a z ` o f e ` b a fp _ | i s u e _ ` a j i u d u e w k w a p c c k j } d b d l f a p~ s s u _ ` a | i s r l � f d s d k e j j ` c a b� � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � �� � � � � � � � �� � � � � � � � � � � � � � �     ¡ ¢

Jólakötturinn

£¤¥££¦§̈©ª«¬­®

Landnámssetur Íslands við Brákarpoll í gamla bæn-um er einn vinsælasti

áfangastaðurinn í Borgarnesi. Setrið er helgað landnámi Ís-lands og einni þekktustu Íslend-ingasögunni, sögunni af Mýra-manninum Agli Skallagrímssyni. Veitingahús Landnámsseturs-ins hefur einnig heillað marga gesti en þar eru reglulega haldn-ir tónleikar með þekktu íslensku tónlistarfólki. Söguloftið hefur að auki átt vinsæld um að fagna þar sem fram hafa farið eftir-tektaverðar leiksýningar og frá-sagnakvöld.Og ekki er allt upp talið. Í

Landnámssetrinu er einnig að finna glæsilega gjafavöruversl-un sem sérhæfir sig í að bjóða upp á íslenskar vörur í bestu gæðum. Verslunin er kennd við Þóru Hlaðhönd, móðir Ásgerð-ar konu Egils, en eins og við-urnefni hennar gefur til kynna var hún þekkt fyrir að vera hlað-in skarti. Að sögn Áslaugar Þor-valdsdóttur rekstrarstjóra Land-námssetursins er fjölbreytt úr-val af margskonar gjafavöru að finna hjá Þóru Hlaðhönd sem allar eru tilvaldar í jólapakk-ann. „Við leitumst við að bjóða upp á íslenskt handverk af ýms-um gerðum í versluninni, allt frá matarsalti og tei til bóka og skrautmuna. Stöðugt erum við að bæta við einhverju nýju. Má

í því samabandi nefna jólalö-berinn Laufabrauð frá hönn-uðinum Hugrúnu Ívarsdóttur hjá merklegt.is, sem gerir einn-ig fallegar svuntur og diska-mottur svo dæmi sé tekið,“ seg-ir Áslaug. Hún býður alla hjart-anlega velkomna í heimsókn í Landnámssetrið á aðventunni. Að lokum minnir hún á að í des-ember verður frítt á sýningar í Landnámssetrinu fyrir fólk sem verslað hefur fyrir 5000 krón-ur eða meira í völdum verslun-um í Borgarnesi. „Því borgar sig að geyma kvittanir eftir verslun-arferðina.“

Íslenskar vörur í hávegum hjá Þóru Hlaðhönd í Landnámssetrinu

Áslaug Þorvaldsdóttir með jólalöberinn Laufabrauð.

Gott úrval er hjá Þóru Hlaðhönd í Landnámssetrinu.

Vörurnar frá Hugrúnu Ívarsdóttur fást hjá Þóru Hlaðhönd.

54 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013

Við Skúlagötu, sem er ein af elstu götunum í gamla bænum í Borgarnesi, er að

finna blómabúðina Blómasetrið sem rekin er af hjónunum Svövu Víglundsdóttur og Unnsteini Ara-syni. Blómasetrið er engin venju-leg blómabúð því hún er þeim kosti gædd að hýsa notalegt kaffi-hús, Kaffi Kyrrð, sem þau hjón reka einnig. Sjón er sögu ríkari í þessu áhugaverða setri og seg-ir Svava að þar sé sú meginhugsun ráðandi að bjóða viðskiptavinum upp á góða og persónulega þjón-ustu, fallegar vörur og notalegt umhverfi til gera jólainnkaupin og njóta léttra veitinga um leið.„Við í Blómasetrinu einsetjum

okkur að veita góða þjónustu jafnt í gleði og sorg allt árið um kring. Núna er að fara í hönd hátíð ljóss og friðar og mun því sú stemning verða allsráðandi í búðinni á að-ventunni,“ segir Svava. Vöruúr-valið er fjölbreytt og er hægt að kaupa blóm í öllum regnbogans litum, sérútbúnar jólaskreytingar, gjafavörur á borð við skrautmuni, súkkulaði, indverska trefla, töskur, kerti, ilmi og margt, margt fleira. „Það er ótalmargt sem við bjóð-um upp á í Blómasetrinu, sjón er sögu ríkari,“ bætir Svava við, en að auki er boðið upp á heimagist-

ingu í íbúð eigendanna á hæðinni fyrir ofan búðina.Inn af Blómasetrinu er Kaffi

Kyrrð og er þar gott og þægilegt rými til að setjast niður og slappa af og njóta búðarbragsins. Til að krydda jólastemninguna í des-ember verða viðburðir á döfinni í versluninni svo sem kynningar og eiginmannakvöld þar sem veitt

verður gjafaráðgjöf fyrir eigin-menn. „Fylgjast má með dagskrá viðburða á Facebook síðu Blóma-setursins en þar má líka fylgjast með öllu því sem fram fer í búð-inni og hvet ég alla til að líka við síðuna,“ segir Svava að lokum. Hún minnir á opnunartíma versl-unarinnar sem er frá kl. 10-22 alla daga fram að jólum.

Blómasetrið er engin venjuleg blómabúð

Svava Víglundsdóttir ásamt dóttur sinni Katrínu Huld Bjarnadóttur í Blómasetrinu sem komið er í jólaham.

Ógrynni af fallegri gjafavöru í jólapakkann er að finna í Blómasetrinu.

Jólin eru komin í Blómasetrið.

Viðburðir í desember

Jólabærinn Borgarnes

1. desemberMessa í Borgarneskirkju kl. 11.Messa í Borgarkirkju kl. 14.Kveikt á Jólatrénu í Borgarnesi á Kveldúlfsvelli kl. 17.Skallagrímur – Þór Þorlákshöfn í bikarkeppni karla í körfubolta í íþróttamiðstöðinni kl. 19:15.„Ekki-Aðventutónleikar“ systranna Soffíu Bjargar og Kristínar Birnu Óðinsdætra frá Einarsnesi í veitingasal Landnámssetursins kl. 20. 4. desemberRússi spilaður í Edduveröld kl. 20. 5. desember Skallagrímur – KR í úrvalsdeild karla í körfubolta í íþróttamiðstöðinni kl. 19:15. 6. desemberAðventurölt í gamla bænum. Verslanir opnar til kl. 23. Frábær stemning!

8. desemberBarnaguðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 11:15.Aðventusamkoma í Borgarneskirkju kl. 20. 10. desemberAðventusamkoma í Brákarhlíð kl. 20. 12. desemberLay Low með tónleika í Landnámssetrinukl. 21:30. 15. desemberAðventuhátíð barnanna í Borgarneskirkju kl. 11:15.Skallagrímur – Grindavík í úrvalsdeild karla í körfubolta í íþróttamiðstöðinni kl. 19:15.Jólatónleikar fjölskyldunnar kl. 20 í Borgar-neskirkju. 18. desemberJólatrjáasala Björgunarsveitarinnar Brákar hefst við Ljómalind (Sólbakka 2).

20. desemberJólatónleikar KK & Ellenar á SöguloftiLandnámsseturs kl. 20. 21. desemberJólatónleikar KK & Ellenar á Sögulofti Landnámsseturs kl. 17.Jólakötturinn í Borgarnesi. Viðburðir um allan bæ: Dans, söngur og gleði. Verslanir opnar til kl. 22. 22. desemberTónlistar- og bænastund í Borgarneskirkju kl. 20. 23. desemberÞorláksmessuskatan á boðstólum á veitingahúsum bæjarins. 24. desember AðfangadagurAftansöngur í Borgarneskirkju kl. 18.Miðnæturguðsþjónusta í Borgarkirkju kl. 22:30.

25. desember - JóladagurHátíðarguðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 14. 26. desemberGuðsþjónusta í Brákarhlíð kl. 16:30 27. desemberHinn guðdómlegi gleðileikur í Hjálmakletti. 28. desemberFlugeldasala Björgunarsveitanna Brákar og Heiðars hefst í Ljómalind (Sólbakka 2). 31. desemberAftansöngur í Borgarneskirkju kl. 18. (Viðburðalistinn er alls ekki tæmandi og birtur með fyrirvara um villur og breytingar á dagskrá. Byggir á samantekt sem unnin var 20. nóvember sl.)

Ljósm. Kristín Jónsdóttir ¯ °±¯̄ ²³´ µ¶·̧¹º

55ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013

ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI

Eiríkur J. Ingólfsson ehf.

Skessuhorn

2013

» ¼ ½ ¾ ¿ À Á ½ Â Ã Ä Å Á ½ Â Æ ½ Ç ½ Æ ¿ À È É Ä Å Á ½ Â Æ ½ ¾ Ê Ë ÃÌ Í Î Ã Ï Ð Ñ Ò Ó Ó Ó Ô Ä Õ Õ Õ Ö × ¾ Æ Ø Ã ¾ ¾ Ö Ã Ë¯ °±¯̄ ²³´ µ¶·̧¹º

Í annað sinn verður efnt til aðvent-urölts um gamla bæinn í Borg-arnesi og fer það fram að þessu sinni föstudagskvöldið 6. desemb-er næstkomandi frá klukkan 18-23. Þá munu verslanir og þjónustuað-ilar í gamla bænum opna dyr sín-ar fyrir gestum og gangandi, kynna starfsemi sína, bjóða upp á tilboð á vörum eða þjónustu og jafnvel efna til skemmtilegra viðburða af ein-hverju tagi. Hugmyndin með rölt-inu er að fagna aðventunni en um leið að kynna þá fjölbreyttu starf-semi sem er að finna í gamla bæn-um í Borgarnesi. Í fyrra heppnaðist aðventuröltið vel og þótti því ein-boðið að halda það aftur í ár. Þeir aðilar sem taka þátt munu verða með logandi friðarkerti við sitt hús-næði og vonast aðstandendur við-burðarins til að sjá sem flesta á rölti um bæinn þetta föstudagskvöld.

H jónin Theodóra Þor-steinsdóttir og Ol-geir Helgi Ragnarsson

ásamt dætrunum Sigríði Ástu og Hönnu Ágústu halda nú í ann-að sinn jólatónleika í Borgarnes-kirkju í góðum félagsskap með-leikarans Ingibjargar Þorsteins-dóttur. Tónleikarnir verða haldn-ir sunnudaginn 15. desember kl. 20:30 og er aðgangur ókeypis. Í fyrra var húsfyllir á jólatónleik-um fjölskyldunnar. Að þessu sinni verður dagskráin þannig að þau munu fyrst syngja lög úr órat-oríum og jólalög frá Evrópu. Þá verður slegið á létta strengi með vinsælum lögum tengdum jólum og endað á hátíðlegum nótum.Á árinu sem er að líða hef-

ur fjölskyldan haldið nokkra tón-leika ásamt Ingibjörgu og fengið mjög góðar viðtökur. Fjölskyldan hefur tekið þátt í nokkrum verk-efnum saman, m.a. sungu þau öll í uppsetningu Tónlistarskóla Borgarfjarðar á „Sígaunabarón-inum“ eftir Johann Strauss á 40 ára afmæli skólans. Einnig hélt fjölskyldan með Óperukórnum í Reykjavík til New York og söng „Carmina Burana“ eftir Carl Orff í Carnegie Hall árið 2008 undir stjórn Garðars Cortes.Hanna Ágústa og Sigríður Ásta

stunduðu báðar tónlistarnám í Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Var aðalhljóðfæri Hönnu fiðla en Sigríðar píanó, en þær hófu báð-ar sitt söngnám þar. Nú stunda systurnar söngnám hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur í Söng-skólanum í Reykjavík ásamt því að vera við nám í Menntaskólan-um við Hamrahlíð. Theodóra stundaði söng-

nám við Söngskólann í Reykja-vík og voru kennarar hennar þar Sigurveig Hjaltested, Ólöf Kol-brún Harðardóttir, Anna Júlí-ana Sveinsdóttir og Snæbjörg Snæbjarnardóttir. Einnig stund-aði hún söngnám í Vínarborg um tveggja ára skeið hjá Prof. Hel-ene Karusso. Hún starfar sem skólastjóri og söngkennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar.Olgeir Helgi stundaði söng-

nám við Tónlistarskóla Borgar-fjarðar og hefur einnig sótt söng-tíma m.a. hjá Garðari Cortes, Keith Reed og Sigurði Demez.

Séð yfir gamla bæinn í Borgarnesi þar sem aðventuröltið fer fram.

Fjölskyldan heldur jólatónleika í Borgarneskirkju

Hann er framkæmdarstjóri Fjöl-ritunar- og útgáfuþjónustunnar í Borgarnesi og útgefandi Íbúans.Ingibjörg hefur starfað með

fjölskyldunni til margra ára. Hún stundaði tónlistarnám í Tónlist-arskólanum í Reykjavík, lengst af hjá Halldóri Haraldssyni. Einnig stundaði hún nám í Englandi og á Ítalíu og í Sviss lagði hún stund

á snarstefjun. Hún starfar við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.Fjölskyldan sendir öllum þeim

sem sýnt hafa henni stuðning og hvatningu bestu þakkir. Tón-leikarnir verða í Borgarneskirkju sunnudaginn 15. desember nk. kl. 20:30. Allir eru velkomnir á tón-leikana á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis.

Frá jólatónleikum fjölskyldunnar í Borgarneskirkju á síðasta ári. Theodóra Þorsteinsdóttir, Sigríður Ásta og Hanna Ágústa Olgeirsdætur og Olgeir Helgi Ragnarsson.

Aðventurölt í Borgarnesi

��������������� �������

�������������� ������������������������� ��������������� ���!�����!"���

�������������������������������

#$�����%�������������������&!"�����'������!"���(�)�� ��*+�'�������+'���'����������,�'���-�����)� +����).� '���������������'����/���)�0��������),�''�����������$�����&�1���/��)���������)�����/'�)�

�+��������������+��.���&�0�������,�����%���'�����������/����

2������'��)��3

56 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013

Digranesgötu 6 - Borgarnesi - Sími: 437 1920

Minnum á frábærar jólavörur

Smákökur með ekta íslensku smjöri

Ensk jólakaka

Laufabrauð

Jólabrauð

Sm

Verslum í

heimabyggð

Spölkorn frá gatnamótum Snæfellsnesvegar og hring-vegarins norðan við Borg-

arnes er sveitamarkaðurinn Ljó-malind til húsa. Markaðurinn hef-ur verið starfræktur þar frá því í vor. Að honum standa tíu heima-vinnsluaðilar á Vesturlandi sem bjóða upp á margvíslegan varning; sælgæti, blóm, skrautmuni, skart-gripi, smyrsl, matvæli og fatnað. Allar vörurnar eiga það sammerkt að vera hannaðar og unnar heima-við sem gerir markaðinn að sann-kölluðum heimamarkaði.

Að sögn Rósu Hlínar Sigfús-dóttur, formanns stjórnar Ljóma-lindar, mun jólaskapið verða í fyr-irrúmi í Ljómalind á aðventunni og ættu gestir markaðarins að geta fundið þar sitthvað kræsilegt til jólahaldsins. „Hér ætlum við að taka vel á móti fólki og eins og áður verður heitt á könnunni og alltaf eitthvað smakk af kræsing-um markaðarins á boðstólnum.“Rósa segir að viðtökur við Ljó-

malind hafi verið mjög góðar á árinu og margir gestir komið aftur og aftur. „Eitt af því skemmtilega

við Ljómalind er að það er stöð-ugt rennerí á vörum og alltaf ein-hverjar nýjungar að koma í sölu, allt beint frá býli,“ bætir Rósa við sem býður alla hjartanlega vel-komna í Ljómalind í desember.Ljómalind verður opinn föstu-

daga til sunnudaga fram að jólum frá kl. 13-18. Lengri opnunartími

verður síðustu dagana fyrir jól, 18. og 19. desember frá kl. 13-18 og loks á Þorláksmessu frá kl. 10-22. Frá 18. desember og fram að jól-um verður Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi með sína árlegu jóla-trjáasölu við Ljómalind og mun salan væntanlega setja skemmti-legan brag á markaðinn.

Jólaskapið í fyrirrúmi í Ljómalind

Gott rými er í Ljómalind sem er skemmtilega innréttuð með viði úr Skorradal, endurnýttum vörubrettum í búðarborðum og ofan á þau límdar úrklippur úr Bændablaðinu og Skessuhorni til að fá eðalstemningu.

Jólakúlur úr þæfðri ull eftir Steinunni Steinarsdóttur gerðar með einni þæfingarnál.

Fíngerður og litríkur nærfatnaður fyrir þau allra yngstu, búinn til af Ingibjörgu Jónasdóttur á Hvanneyri, er meðal þess sem kaupa má í Ljómalind.

Sultur frá Agnesi á Hundastapa.