kaþólska kirkjan og landakotsskóli

4
ÓKEYPIS 17.-19. júní 2011 24. tölublað 2. árgangur 24 Trúir á bæn og fyrirgefninguna VIÐTAL Íris Norðfjörð 34 BÆKUR 54 Nanna Árna Skrifar bók um upp- vakninga 2 Ana Lily Berst fyrir brott- numdum syni ÚTTEKT KYNFERÐISLEGT OFBELDI INNAN KAÞÓLSKU KIRKJUNNAR Séra George, sem var skólastjóri Landakots- skóla og staðgengill kaþólska biskupsins, er sakaður um grófa kynferðislega mis- notkun á ungum dreng. Þýsk kennslukona við skólann er einnig sökuð um að hafa misnotað drenginn. Börnin sem hafa verið klippt út úr myndinni tengjast ekki efni fréttarinnar. Kajsa fær Íslenski útgefandinn heitir því á kápu að sagan sé meinfyndin. Það er hún ekki. Rós Kristjáns 46 TÍSKA Rómantísk hippatíska Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur SÍÐUR 16-20 FAST VERð Gleraugnaverslunin þín PIPAR\TBWA SÍA 111589 SÓLGLER með styrkleika fylgja kaupum á gleraugum í júní MJÓDDINNI Álfabakka 14 Opið: virka daga 9–18 FIRÐI Fjarðargötu 13–15 Opið: virka daga 10–18 og laugardaga 11–15 AKUREYRI Hafnarstræti 95 Opið: virka daga 9–17.30 SELFOSS Austurvegi 4 Opið: virka daga 10–18 Kynferðisleg misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi Tveir menn stíga fram og lýsa kynferðislegu ofbeldi sem var látið viðgangast innan kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík. Þeir vilja rannsókn og svör frá kaþólska biskupnum á Íslandi sem hefur þagað þunnu hljóði þrátt fyrir vitneskju um málið. Nýtt fagráð um kynferðisbrot á vegum innanríkisráðuneytisins er með málin til meðferðar.

Upload: bora-tomasdottir

Post on 05-Apr-2016

234 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

Ásakanir um að skólastjóri Landakotsskóla og aðrir starfsmenn kaþólsku kirkjunnar hafi misnotað nemendur kynferðislega.

TRANSCRIPT

Page 1: Kaþólska kirkjan og Landakotsskóli

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

2. tölublað 1. árgangur

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

17.-19. júní 201124. tölublað 2. árgangur

24

Trúir á bæn ogfyrirgefninguna

Viðtal

Íris Norðfjörð

34Bækur

54

Nanna Árna

Skrifar bók um upp-

vakninga

2

ana lilyBerst fyrir

brott-numdum

syni

úttekt kynferðislegt ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar

Séra George, sem var skólastjóri landakots-

skóla og staðgengill kaþólska biskupsins, er sakaður um grófa

kynferðislega mis-notkun á ungum dreng.

Þýsk kennslukona við skólann er einnig sökuð

um að hafa misnotað drenginn. Börnin sem hafa verið klippt út úr

myndinni tengjast ekki efni fréttarinnar.

kajsa fær

„Íslenski útgefandinn

heitir því á kápu að sagan sé

meinfyndin. Það er

hún ekki.“

rós kristjáns

46tÍska

Rómantísk hippatíska

Ljós

myn

d/Lj

ósm

ynda

safn

Rey

kjav

íkur

Síður 16-20

FAST Verð

Gleraugnaverslunin þín

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

• 1

1158

9

SÓLGLER með styrkleika fylgja kaupum á gleraugum í júní MJÓDDINNI

Álfabakka 14Opið: virka daga 9–18

FIRÐIFjarðargötu 13–15Opið: virka daga 10–18og laugardaga 11–15

AKUREYRIHafnarstræti 95Opið: virka daga 9–17.30

SELFOSSAusturvegi 4Opið: virka daga 10–18

Kynferðisleg misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar á ÍslandiTveir menn stíga fram og lýsa kynferðislegu ofbeldi sem var látið viðgangast innan kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík. Þeir vilja rannsókn og svör frá kaþólska biskupnum á Íslandi sem hefur þagað þunnu hljóði þrátt fyrir vitneskju um málið. Nýtt fagráð um kynferðisbrot á vegum innanríkisráðuneytisins er með málin til meðferðar.

Page 2: Kaþólska kirkjan og Landakotsskóli

Mennirnir eru báð-ir um fimmtugt og ljóst þykir að brotin gegn þeim séu fyrnd. Sögur

þeirra eru mjög ólíkar og gerendur ekki þeir sömu. Í tilviki annars mannsins var um prest og fjöl-skylduvin að ræða en í tilviki hins voru starfsmenn Landakotsskóla að verki. Allir gerendur eru látnir. Mennirnir eiga það sameigin-legt að koma báðir frá kaþólsku heimili. Annar maðurinn var aðeins ungur drengur þegar hann var beittur grófu kynferðislegu ofbeldi af hálfu séra A. George, sem var skólastjóri Landakotsskóla, og Margétar Müller, þýskrar kennslu-konu við skólann. Séra George var hollenskur prestur sem gegndi mörgum af valdamestu störfum kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Hann var staðgengill kaþólska biskupsins, féhirðir kaþólsku kirkj-unnar, postullegur umsjónarmað-ur biskupsdæmisins og fjármála-stjóri þess. Hann hafði í áraraðir umsjón með sumarbúðum fyrir kaþólsk börn í Riftúni í Ölfusi. Áður en hann lést fyrir nokkrum árum var George sæmdur ridd-arakrossi á Bessastöðum fyrir vel unnin störf. Margrét Müller var

kennari við Landakotsskóla og bjó í turninum á skólanum fram til síðasta dags.

„Ég bjó utan við Reykjavík en foreldrar mínir sendu mig í Landa-kotsskóla enda þótti það besti skól-inn. Ég byrjaði í sex ára bekk og við fórum samferða tveir strákar úr mínu hverfi. Afi hans fylgdi okkur í strætó alla leið, beið eftir okkur frammi á gangi á meðan við vorum í skólanum, og svo fylgdi hann okkur aftur heim. Þetta var ekkert mál. Karlinn var þarna með okkur og hefur örugglega tryggt það að ég var látinn í friði fyrsta skólaárið.“

Tekinn út úr skólastofunniAnnað skólaárið þóttu drengirnir nógu stórir til að fara sjálfir með strætó í skólann. „Þá vorum við farnir að þekkja leiðina og þurftum ekki lengur fylgd. Ég var ekki búinn að vera nema tvær vikur í sjö ára bekk þegar mér var fyrst fylgt út úr kennslustofunni og inn í lítið herbergi þar sem séra George hafði aðsetur. Mér þótti mjög merkilegt að koma inn til hans því þarna var risastór bíósýningarvél sem sýndi myndir í sunnudaga-skólanum. Þar sat presturinn á bak við stærðar skrifborð. Ég hélt kannski að ég hefði gert eitthvað

af mér úr því að ég var sendur einn inn til skólastjórans. Ég var ekki fyrr kominn inn en karlinn renndi sér á gömlum skrifborðsstól und-an borðinu með hann blýstífan út í loftið.“ Þannig hófst kynferðislegt ofbeldi prestsins gegn drengnum en strax voru brotin mjög alvarleg. George ætlaðist til að drengurinn framkvæmdi athafnir sem hann vissi ekkert um. Ekki leið á löngu þar til strákurinn var aftur tekinn út úr skólastofunni.

„Í þetta skiptið var kerlingin með. Margrét Müller var starfs-maður skólans. Ég var látinn fara á milli lappanna á henni, sjö ára gamall. Ég vissi ekki einu sinni hvað ég átti að gera og mér var refsað fyrir það. Alla mína skóla-göngu í Landakotsskóla, frá sjö til

þrettán ára aldurs, var mér nauðg-að af þessu fólki.“

Maðurinn segir að bæði séra Ge-orge og Margrét hafi gert honum ljóst að hann yrði að þegja yfir ofbeldinu. „Mér var líka sagt það strax að þetta væri Guði þóknan-legt. Og þetta væri bara milli mín og Guðs.“ Í nafni Guðs varð mis-notkunin því hluti af skólagöngu drengsins.

„Þetta gerðist ekkert bara einu sinni á vetri eða eitthvað svoleið-is. Þetta var viðstöðulaust allan tímann. Alltaf þegar ég kom seint heim úr skólanum þá var það vegna þess að ég þurfti að vera að þjónusta þetta fólk.“

Maðurinn segist oft hafa velt því fyrir sér hvers vegna einmitt hann var tekinn út úr bekknum og mis-

notaður. „Kannski vegna þess að ég bjó lengst í burtu en allir hinir krakkarnir bjuggu í hverfinu. Ég var algjörlega á valdi þessa fólks á meðan ég var í skólanum. Þau létu mig meira að segja vera eitt ár í viðbót í skólanum. Þau töldu bráð-nauðsynlegt að hafa mig þarna lengur en önnur börn.“

Ofbeldið hélt áfram í sumar-búðumEllefu ára var hann sendur í Riftún í Ölfusi, sumarbúðir fyrir krakka á vegum kaþólsku kirkjunnar. „Krakkarnir gistu í stórum svefn-sölum fullum af kojum. Við inn-ganginn var eitt rúm og ég var að sjálfsögðu látinn í það. Fyrstu nóttina sem ég svaf í þessu rúmi opnast dyrnar að svefnsalnum um miðja nótt. Ég vissi alveg hvað var að fara að gerast. Ég var tekinn yfir í aðalhúsið yfir nóttina og skilað undir morgun. Og þannig var tíminn í sumarbúðunum.“ Að verki voru bæði Margrét Müller og George. „Hún var eiginlega verri en hann. Hún var miklu illskeytt-ari og grimmari. Hún sparkaði og beit og sló. Það hægðist mikið á prestinum eftir að ég stækkaði. Ég hef hugsað mikið um þetta og held að hann hafi fyrst og fremst verið pedófíl og fyrir lítil börn.“

Biskupi hafa verið gefin ótal tækifæri til að bregðast við og rannsaka málin. Skeytingar-leysið hefur verið algjört.

Misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi til meðferðar hjá fagráðiFagráð um kynferðisbrot hefur til meðferðar mál tveggja manna sem saka presta og starfsmann kaþólsku kirkjunnar um andlegt og kynferðislegt ofbeldi. Þóra Tómasdóttir hitti mennina á heimili annars þeirra í miðbænum. Þeir vilja vekja athygli á því ofbeldi sem þeir voru beittir í von um að starfshættir kirkjunnar verði skoðaðir og koma megi í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Þeir kjósa, að svo stöddu, að koma ekki fram undir nafni. Ljósmyndir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Margrét Müller var kennslukona í Landakotsskóla og tók þátt í að beita drenginn kynferðislegu ofbeldi, bæði í skólanum og í kaþólsku sumarbúðunum í Riftúni. Börnin á myndinni tengjast fréttinni ekki.

16 úttekt Helgin 17.-19. júní 2011

Page 3: Kaþólska kirkjan og Landakotsskóli

ur um að mínir skólafélagar vissu allt um þetta. Ég er algjörlega viss. Eins og til dæmis í Riftúni; einhver í þessum fjörutíu manna svefnsal vissi hvað var að gerast. Ég hef hins vegar ekki haft kjark til að segja skólafélögum mínum frá því.“

Eins og lítil hrísla í vindiDvölin í Riftúni hafði svo djúpstæð áhrif á manninn að hann hefur ekki treyst sér til að keyra Ölfusið síðan. „Ég hef aldrei getað það. Ég vann í Þorlákshöfn í sex ár og var oft sendur á Selfoss í erindum. Veistu hvaða leið ég fór? Ég fór upp Þrengslin, Hellisheiðina, Selfoss, til baka aftur upp Kamb-ana og niður Þrengslin. Ég prófaði að beygja þarna niður en gat það ekki og sneri bara við. Ég held að fólk geti ekki ímyndað sér hvernig þessi ótti er. Maður er eins og lítil hrísla í vindi.“

Hann lýsir því hvernig George og Margrét lögðu hann í einelti fyrir framan börnin í skólanum. Það hafi verið hluti af kerfis-bundnu niðurbroti þeirra á honum. „Ég gat aldrei varið mig gagnvart því. Ég tel mig vera sæmilega vel gefinn mann. Ég á rosalega falleg og góð og dugleg börn. Enginn af mínum vinum mun bera mér illa söguna. Andstæðurnar milli þess sem ég er og þess sem ég var lát-inn halda að ég væri, eru rosalega miklar.“

Að rjúfa tengslin við kaþólsku kirkjuna reyndist honum þó þrautin þyngri eftir strangt trúar-legt uppeldi. Hann giftist konunni sinni í kaþólsku kirkjunni og lét skíra börnin sín þar. Það var ekki fyrr en foreldrar hans voru látin að hann treysti sér til að ganga úr söfnuðinum. „Daginn eftir að mamma mín var jörðuð fór ég niður á Hagstofu, skráði mig úr kaþólsku kirkjunni og gekk í Ása-trúarfélagið. Ég var búinn að heita því að gera þetta ekki fyrr en hún væri farin.“

Fjölskyldupresturinn sem brástHinn maðurinn vill einnig segja sína sögu til að varpa ljósi á það sem viðgengist hefur innan kaþólsku kirkjunnar. Brotin gegn honum voru framin af fjölskyldu-presti sem hann, í samráði við for-eldra sína, leitaði til 35 ára gamall vegna mikillar vanlíðanar.

„Á þessum tímapunkti stakk presturinn upp á því að ég aðstoð-aði hann við ýmis verk sem hann bauð mér greiðslu fyrir.“

Ljóst er á lýsingum mannsins að hann ber mikla skömm af því sem gerðist.

„Kannski var ég kærulaus, kannski var ég vitlaus. Ég veit það ekki. Ég var bara með mjög lélega sjálfsmynd og fannst ég ömurleg-ur. Ég var vikulega hjá prestinum og hann borgaði mér fyrir mína vinnu. Ég leit alltaf á þetta sem greiðslu fyrir vinnu og fannst frek-ar halla á mig en hann þegar allt var tekið saman. Ég var farinn að gera honum alls konar greiða. Ég fór í ríkið fyrir hann og keypti föt fyrir hann. Eitt sinn lét hann mig fara inn í svefnherbergið sitt til að þrífa þar. Þar tók ég eftir að hann var með einhver hommablöð.“

Eftir þetta fór presturinn að stinga upp á því að maðurinn reyndi að öðlast frelsi frá umheim-inum. Til þess að það mætti verða gæti hann afklæðst fyrir prestinn.

„Ég sagði bara bíddu nú við, nú væri hann kominn að einhverri línu. Þetta væri ekki inni í mynd-inni.“

Eftir þetta atvik fór maðurinn ekki í þó nokkurn tíma til að að-stoða prestinn.

„Ég tók þá ákvörðun að þetta myndi ég ekki gera. Nema ég vildi „fronta“ prestinn og segja honum, maður á mann, að svona gerði ég ekki en við gætum áfram verið vinir. Þá brjálaðist hann og sagðist vilja fá alla peningana til baka sem hann hefði borgað mér. Ég varð bara hræddur.“

Maðurinn segir að honum hafi liðið eins og hann ætti ekki ann-arra kosta völ en að gera það sem presturinn sagði honum.

„Hann var brjálaður. Og ég hátt-aði mig fyrir hann. Þetta átti eftir að gerast alloft. Mér tókst sem betur fer að binda enda á þetta nokkru síðar.“

Biskupinn settur inn í málið„Strax eftir að ég batt enda á sam-skiptin við prestinn leitaði ég til annars kaþólsks prests og bað hann að greina biskupi frá málinu. Ég vænti þess að hann hafi gert það en ég fékk engin viðbrögð frá kirkjunni.“

Maðurinn segir fjölskylduprest-inn hafa beitt sig andlegu ofbeldi í langan tíma og hann hafi ekki

þorað annað en að fara reglulega til hans. Hann hugsaði mikið um peningana sem hann gæti ómögulega endurgreitt og ekki vildi hann valda foreldrum sínum vonbrigðum með því að bregðast prestinum.

„Ég fékk þá hugmynd að það væri mikilvægt í bataferli mínu að mæta prestinum augliti til auglitis. Ég fór því niður í Landakot þar sem ég hitti fyrir nokkra presta. Ég sest niður við borð hjá þeim og byrja að segja frá því sem gerð-ist. Þá segir fjölskyldupresturinn okkar að ég sé þarna eingöngu kominn til að hafa af þeim fé. Við það stend ég upp og geng út. Síðar komst ég að því að sá sem stýrði þessum fundi var sjálfur barnaníð-ingur.“

Algjört skeytingarleysiFréttaflutningur af barnaníði kaþ-ólskra presta fyrir um það bil ári ýtti aftur við manninum og varð til þess að hann skrifaði kaþólska biskupnum, Pétri Bürcher, bréf. Í bréfinu lýsir hann því ofbeldi sem hann varð fyrir. Í framhaldi af því fer hann á fund með kaþólska biskupnum og öðrum presti úr söfnuðinum. Á ný lýsti hann sinni eigin reynslu auk þess að segja þeim sögu mannsins sem var beitt-ur hrottalegu kynferðisofbeldi í Landakotsskóla.

„Ég gaf þeim kost á því að hefja sjálfstæða rannsókn á máli hans fyrst og fremst. Ég hugsaði bara að við leystum þetta eins og menn og þeir hlytu sjálfir að hefja ein-hverja rannsókn. Í kjölfar fundar-ins fékk ég bréf frá biskupi um að hann myndi hefja rannsókn á mál-inu. Síðar fékk ég annað bréf frá honum um að ekkert væri til um málin innan kaþólsku kirkjunnar og málinu væri því lokið af hennar hálfu.“

„Verst af öllu finnst mér þessi vanhelgun á foreldrum mínum. Þessir menn þóttust vera vinir þeirra og annar var meira að segja prestur í jarðarför föður míns. Það er sárt að þurfa að fara þessa leið til að upplýsa málið. Biskupi hafa verið gefin ótal tækifæri til að bregðast við og rannsaka málin. Skeytingarleysið hefur verið al-gjört.“

Þóra Tómasdóttir

[email protected]

Aðspurður telur maðurinn líklegt að tvíeykið hafi níðst á fleiri börnum. „Það þarf enginn að segja mér að það séu ekki fleiri sem þurfa að koma fram með sínar sögur. Núna í dag er ég sannfærð-

Þetta gerðist ekkert bara einu sinni á vetri eða eitt-hvað svoleið-is. Þetta var viðstöðulaust allan tímann. Alltaf þegar ég kom seint heim úr skól-anum þá var það vegna þess að ég þurfti að vera að þjónusta þetta fólk.

Hér er séra George, skólastjóri í Landakotsskóla, ásamt börnum í skólanum. Aðrir á myndinni tengjast fréttinni ekki. Formlegum tengslum Landakotsskóla og kaþólsku kirkjunnar var slitið fyrir allnokkrum árum. Skólinn er í dag sjálfseignarstofnun.

18 úttekt Helgin 17.-19. júní 2011

Page 4: Kaþólska kirkjan og Landakotsskóli

á RútstúniFjölskylduhátíð

KópavogiKópavogi17. júní í17. júní í

www.kopavogur.is

BIR

GIR

MA

R.C

OM

//

11

06

12

Blaz Roca

Friðrik Dór

Jón Jónsson

Björgvin Franz

Götuleikhús

...og margt fleira

Hoppukastalar

17. júní hlaup

Raggi Bjarna

Skrúðganga

Andlitsmálun

Hljómsveitin Bu�

Nánar á www.kopavogur.is

H lutverk fag-ráðsins er að hafa heildar-

sýn yfir málaflokk-inn og hvað sé að gerast innan hans. Kveikjan að stofnun ráðsins var kynferð-isbrotamál tengd trú-félögum sem bárust inn á borð ráðherra. Við Björgvin Björg-vinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeild-ar lögreglunnar, og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barna-verndarstofu, vorum skipuð í ráðið sem heyrir undir innan-ríkisráðuneytið. Vinnan hefst því á að skoða trúfélögin,“ segir Guðrún en viðurkennir að enn sé að koma mynd á starfsemina.

„Trúfélög fá fjár-framlög frá ríkinu og eru með börn og ungmenni innan sinna vébanda. Þar af leiðandi er enn mikil-vægara að þar sé rétt viðbragð ef eitthvað gerist. Uppi eru hug-myndir um laga-breytingar þess efnis að öll trúfélög setji sér fagráð og fagráð-in setji sér siðareglur til að vinna eftir. Þá er hægt að horfa til þeirrar góðu vinnu sem unnin er í fagráði þjóðkirkjunnar.“

Guðrún segir ekkert einsdæmi að kynferðisbrot komi upp í trúfélögum og því þurfi fyrirbyggjandi aðgerðir til að reyna að tryggja að rétt sé brugðist við þeim.

„Við sjáum núna málin sem koma upp í Krossinum. Þar er ekkert batterí sem tekur við, því miður. Þau mál væru í öðrum farvegi ef svo hefði verið. Það er heldur ekki langt síðan upp komu mál sem tengdust Vottum Jehóva. Þá sást að þeir höfðu komið sér upp vinnureglum.“

Engin viðbrögð frá kaþólsku kirkjunniFyrir nokkru komu tvö kynferðisbrotamál inn á borð Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra en hann vísaði málunum til fagráðsins.

„Málin tvö varða alvarlegt kynferðislegt ofbeldi gegn drengjum innan kaþólska safnaðarins í Reykjavík. Ofbeldið átti sér stað bæði í Landakotsskóla og í Riftúni sem var sumardvalarstaður þeirra kaþólikka. Þetta eru gömul og fyrnd mál og gerendur eru látnir. Það þýðir ekki að málin þurfi kyrr að liggja. Af og frá. Einstakling-unum sem urðu fyrir ofbeldinu var bent á að fara til lög-reglu og gefa skýrslu. Komið var á fundi með fagráðinu, ráðherra og biskupi kaþólsku kirkjunnar til að gera biskupi grein fyrir málinu. Síðan eru liðnir tveir mánuðir og ekkert viðbragð hefur komið frá kirkjunni.“

Hvernig viðbragði var kallað eftir frá kirkjunni á fund-inum?

„Kirkjan hefði getað sýnt margs konar viðbrögð við þessu. Stundum vilja þolendur bara það eitt að fá afsök-unarbeiðni. Uppreisn æru. Það er aldrei verið að tala um peninga í þessum málum heldur að fólki sé trúað. Yfirleitt er það mikilvægast. Kirkjan hefði getað kallað einstak-lingana sem málið snertir á sinn fund, beðist afsökunar á því sem gerðist eða sýnt að hún taki þetta alvarlega. Kirkjan hefur ekkert brugðist við þessu máli,“ segir Guð-rún og viðurkennir að hún sé hissa á dræmum undirtekt-um. Hún segir ástæðu til að fylgjast með trúarsöfnuðum á Íslandi. „Það má vel búast við fleiri málum frá kaþólsku kirkjunni. Við höfum heyrt af tveimur málum til viðbótar sem við eigum von á inn á borð til okkar.“

Kaþólska kirkjan í vandræðum víðaEins og margsinnis hefur komið fram í fréttum hafa mörg mál um kynferðisbrot og skipulagða yfirhylmingu þeirra vegna komið upp innan kaþólsku kirkjunnar í Evrópu

og Bandaríkjunum. „Kaþólska kirkjan hefur þurft að sópa upp eftir sig víða og auðvitað kom að því að það gerðist hér líka. Það var alveg vitað og bara tíma-spursmál.“

Guðrún segist margsinnis hafa reynt að vekja athygli á því í gegnum tíðina hve algengt sé að strákar séu misnot-aðir kynferðislega. „Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að kynferðis-legt ofbeldi gagnvart drengjum er jafnvel meira en talið hefur verið. Það er eitt af þessum tabúum sem hefur verið mjög erf-itt að hreyfa við. Mér finnst bara frábært að menn séu nú í aukum mæli að stíga fram og segja sínar sögur.“

Stefnt er að því að einstaklingar sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi innan trúfélaga eða í æskulýðsstarfi geti sent tölvupósta til fagráðsins og fengið þar viðtöl, sé óskað eftir því. Guðrún hvetur fólk einnig til að leita til lög-reglunnar með mál sín, jafnvel þótt þau séu fyrnd samkvæmt

lögum. „Ég vil endilega hvetja fólk, sem er með svona gömul mál í farteskinu, til að fara til lögreglunnar og gefa skýrslu. Þá er fyrsta hindrunin í raun úr vegi. Síðan er spurning um leiðina til ákæruvaldsins. Ef málin eru fyrnd þá geta þau komið á borð fagráðsins, við gætum hitt við-komandi einstaklinga og hlustað á þeirra mál. Rætt hefur verið um, meðal annars við starfsmann bótanefndar, að breyta lögum þannig að þessir einstaklingar geti fengið stuðning til að vinna úr svona trámatískri reynslu. Vinnan hjá fagráðinu í sumar felst líka í að skoða aðra lagabálka og hvort ekki ættu að vera fagráð í öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi.“

Er ekkert viðkvæmt að ætla litlum félögum eða hópum að hafa sitt eigið viðbragðsteymi eða fagráð?

„Það þarf ekki að vera. Þetta er spurning um að finna málunum réttan farveg. Mál þar sem börn eiga í hlut fara að sjálfsögðu sína barnaverndarleið, annað væri ekki boðlegt. Við erum líka að búa til farveg fyrir fyrnd mál og önnur þau mál sem fólk hefur ekki treyst sér með í gegnum kerfið. Það er gríðarleg þörf fyrir slíkt. Skýrsl-urnar sem unnar voru um vistheimilin og sýndu fram á hvað þar fór fram, voru meðal þess sem kom þessu af stað. Andrúmsloftið er líka orðið þannig í samfélaginu að það þarf víða að laga til. Það er eitt af því jákvæða við þetta hrun. Þetta gildir bæði á persónulegu og faglegu plani, sem og í stjórnsýslunni.“

Guðrún segir fagráð ekki þurfa að kosta nokkurn skap-aðan hlut og því sé ekkert úr vegi fyrir félög að koma sér upp þriggja manna teymi sem geti gegnt því hlutverki að bregðast við ef kynferðisbrotamál koma upp.

En þegar fullyrt er að meira að segja æðsti maður þjóð-kirkjunnar, Karl Sigurbjörnsson biskup, hafi gert mistök og ekki brugðist rétt við ásökunum um kynferðisbrot, er þá ekki erfitt að fela fólki í söfnuðum hér og þar að taka á þessum málum?

„Við viljum að fagráðin hafi þann tilgang að tryggja að rétt verði brugðist við. Ég held að það sé eina leiðin. Að minnsta kosti ætti alls staðar að setja siðareglur sem vinna ber eftir þegar slík mál koma upp. Síðan er auðvitað hægt að beina málum til okkar fagráðs um kynferðisbrot.

Guðrún segir hins vegar ótal margt hafa gerst í kyn-ferðisbrotamálum á undanförnum árum. „Við erum bara komin á þann stað að fólki er trúað.“

[email protected]

Nú er fólki trúaðGuðrún Ögmundsdóttir stýrir nýju fagráði um kynferðisbrot og furðar sig á að engin við-brögð hafi komið frá kaþólska biskupnum, Pétri Bürcher, við þeim alvarlegu kynferðis-brotamálum sem upp hafa komið og varða kaþólsku kirkjuna. Fagráðið og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra héldu fund með Pétri biskupi fyrir tveimur mánuðum og gerðu honum grein fyrir brotunum. Þóra Tómasdóttir ræddi við Guðrúnu Ögmundsdóttur um vinnu fagráðsins við að fara ofan í saumana á trúfélögum á Íslandi.

Guðrún Ögmundsdóttir segir kaþólska biskupinn í Reykjavík hafa ótal mögu-legar leiðir til að bregðast við kynferðisbrotunum sem nú eru til rannsóknar.

Hún undrast dræmar undirtektir við alvarlegum málum.

HELGARBLAÐ

Fékkstu ekki Fréttatímann heim?Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar-svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á [email protected]

Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is

20 úttekt Helgin 17.-19. júní 2011