kia picanto

32
Kia

Upload: bilaumbodid-askja

Post on 12-Mar-2016

268 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

Kia Picanto bæklingur

TRANSCRIPT

Page 1: Kia Picanto

Kia

Page 2: Kia Picanto

2

Page 3: Kia Picanto

Splunkunýr Picanto er nútímalegur, skemmtilegur og glæsilegur. Hann er uppfullur orku en það sem meira er þá er hann líka hlaðinn þægindabúnaði, snjallri samskiptatækni og hátæknivæddum öryggisbúnaði. Hann býr yfir hinu fullkomna jafnvægi æskuandans og alvöru akstursánægju.

Eilíf æska. Endalaus gleði.

3

Page 4: Kia Picanto

Picanto er fyrirferðalítill og býr yfir snerpu í akstri og meðhöndlun. Hann er fullkominn borgarbíll. Aksturinn einkennist af mýkt, hvort sem leiðin liggur um þröng stræti borgar og bæja eða hlykkjótta þjóðvegi.

Sniðinn aðöllum aðstæðum.

4

Page 5: Kia Picanto

5

Page 6: Kia Picanto

6

Page 7: Kia Picanto

Farþegarýmið í Picanto gleður hjartað. Það halda þér engin bönd í þessu mikla rými sem einkennist af nútímalegri hönnun og hágæða efnisvali. Sestu undir stýri, komdu þér vel fyrir og njóttu þess að aka nýjum Picanto.

Fullkomin þægindi. Hágæða frágangur.

7

Page 8: Kia Picanto

Glæsilegt upplýsinga- og afþreyingarkerfi með einfaldri leiðsögn um vegakerfið, rauntímaupplýsingum og ýmsu öðru.

Leiðsögukerfi með 7" snertiskjá

8

Page 9: Kia Picanto

Þráðlaus farsímahleðsla Samhæfða snjallsíma er hægt að hlaða þráðlaust á þægilegan hátt. Hleðslusvæðið er þægilega staðsett við framanverðan miðjustokkinn.

Handfrjálst Bluetooth kerfi með raddstýringuMeð innbyggðu Bluetooth® kerfi má samstilla samhæfða snjallsíma og streyma tónlist, hringja handfrjálst og stýra leiðsögukerfi.

2,6 tommu TFT-LCD litaskjárLCD skjár með skýrum litum birtir aðvaranir um of lágan loftþrýsting í hjólbörðum og aðrar mikilvægar upplýsingar um ástand bílsins og aksturinn.

Lýsing í sólskyggni Þægileg lýsing í sólskyggninu sér til þess að útlitið er alltaf í lagi. Sólskyggnið er einfaldlega dregið niður og spegilinn opnaður til að kveikja á lýsingunni. Ljós eru við báðar hliðar spegilsins en líka u-laga stemningslýsing frá botni til beggja hliða.

Hlutirnir gerast hratt. Picanto er hlaðinn lausnum sem opna fyrir samskipti, upplýsingastreymi og fullkomna tengingu við umheiminn.

Ávallt skrefi á undan.

Staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum. 9

Page 10: Kia Picanto

Hiti í stýriHiti í framsætum

Getur smábíll ekki verið rúmgóður? Rangt. Plássið í Picanto kemur nefnilega þægilega á óvart. Fótarými, hæð og hliðarrými er ríkulegt. Hiti í stýri og framsætum eykur þægindi og vellíðan.

Fyrirferðarlítill en rúmgóður.

10

Page 11: Kia Picanto

11

Page 12: Kia Picanto

Kia Picanto er orkubolti sem er tilbúinn í allt. Mikið pláss er í fjölbreytilegu innanrýminu sem er með niðurfellanlegum sætum og 255 l farangurs-rými. Í Picanto er allt það pláss sem nauðsynlegt er í daglegum önnum.

Meira rými. Fleiri ævintýri.

60:40 niðurfelling á aftursætum Notkunarmöguleikarnir aukast með aftursætum sem fella má niður í hlutföllunum 60:40 til að skapa meira pláss fyrir farangur.

Tveggja hæða gólf Gólfþil í farangursrými er hægt að lækka til að auka enn á rými fyrir farangur.

HanskahólfHanskahólfið auðveldar gott skipulag með aðskildum hirslum fyrir fylgihlutina.

Tvöfaldur bakki Fyrir neðan miðstöðvarrofana er tvöfaldur bakki sem hentar vel fyrir sólgleraugu, fjarstýringar eða tónspilara.

Glasahaldarar að framan Drykkirnir eru innan seilingar í tveimur glasahöldurum í framanverðum miðjustokknum. Einfalt er að breyta formi glasahaldaranna með einum hnappi ef þörf er á meira rými.

MiðjuarmhvílaMiðjuarmhvílan er með viðbótar geymslurými sem kemur sér vel. Armhvílan er stillanleg og býður upp á ákjósanlega hvíldarstöðu fyrir handlegginn.

farangursrými255 lStaðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum.12

Page 13: Kia Picanto

13

Page 14: Kia Picanto

Vélarnar í nýjum Picanto eru áreiðanlegar, sparneytnar og hentugar fyrir borgarakstur.

Áreiðanlegur bíll.

84 hö, 120 Nm67 hö, 96 Nm

1,0 MPI vélMeð OCV ventlum með breytilegum opnunartíma. Þessi þýðgenga, 67 hestafla, 1,0 lítra MPI vél býr yfir sparneytni, afli og snerpu.

1,2 MPI vél84 hestafla, 1,2 lítra með tvöföldu ventlakerfi með síbreytilegum opnunartíma. Hún er afkastamikil og dugleg en um leið hljóðlát og sparneytin.

BeinskiptingFimm gíra beinskiptingin kemur með minna viðnámsálagi sem eykur endingu og býður upp á hraðar gírskiptingar.

SjálfskiptingFjögurra þrepa sjálfskiptingin er hljóðlát með skiptimynstri sem hámarkar þýðleika í skiptingum, jafnvel í þungri borgarumferð.

14

Page 15: Kia Picanto

15

Page 16: Kia Picanto

Bakkmyndavél með viðmiðunarlínumÞegar bakkað er inn í bílastæði varpar bakkmyndavélin upp mynd af umhverfinu aftan við bílinn á 7“ skjáinn ásamt viðmiðunarlínum sem aðstoða ökumann að leggja bílnum.

RPAS (bílastæðavari þegar bílnum er bakkað) RPAS dregur úr streitu þegar bílnum er lagt í stæði. Hann er með nálægðarskynjurum og aðvarar ökumann með hljóðmerki þegar annar bíll eða fyrirstaða er nærri.

Virki öryggisbúnaðurinn í Picanto sér um að halda ökumanni við efnið, upplýstum og viðbúnum. Hann sinnir mörgum hlutverkum, allt frá því að aðstoða við að leggja í þröng bílastæði til þess að forðast árekstur.

Öryggi í forgangi.

16

Page 17: Kia Picanto

FCA (árekstrarvari að framan) FCA kerfið styðst við ratsjá og greinir hættu á árekstri við ökutæki sem á undan fara. Ef nauðsyn krefur aðvarar búnaðurinn ökumann við hættunni og beitir hemlun í gegnum ESC kerfið til að koma í veg fyrir árekstur.

Staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum. 17

Page 18: Kia Picanto

44%

Hátæknivædd hástyrktarstál

67 m

Hátæknivætt límefni

Í nýjum Picanto er 44% meira af háþróuðu hástyrktarstáli (AHSS), sem og heitvalsaðir hlutir á helstu álagssvæðum. Þetta eykur til muna togstyrk og stífleika yfirbyggingarinnar sem leiðir jafnt til aukins öryggis í farþegarýminu og bættra afkasta í akstri.

Hátæknivætt hástyrktarstál og heitvalsað stál (AHSS)

Öryggispúðar að framan, til hliða og loftpúðagluggatjaldÍ nýjum Picanto eru öryggispúðar fyrir ökumann og farþega í framsæti, tveir hliðaröryggispúðar að framan og tvö loftpúðagluggatjöld sem veitir farþegum vörn og getur dregið úr alvarleika meiðsla í árekstri.

18

Page 19: Kia Picanto

ESC (rafeindastýrð stöðugleikstýring) ESC tryggir hámarks hemlunarvirkni og stefnustýringu. Það deilir með sjálfvirkum hætti réttu hemlunarátaki til hvers hjóls með tilliti til mats á snúningsvægi vélar og akstursaðstæðna.

TPMS (eftirlitskerfi með loftþrýstingi í hjólbörðum)TPMS kerfið mælir stífleika í belg hjólbarðanna og ummál þeirra. Það aðvarar ökumann þegar leiðrétta þarf loftþrýsting með upplýsingagjöf í skjá ökumælaklasans.

HemlakerfiHemlakerfið er uppsett með tilliti til ABS kerfisins og hjólbarða í því skyni að lágmarka stöðvunarvegalengd og hámarka stöðvunargetu og stefnustöðugleika við hemlun.

HAC (brekkuvari) HAC kerfið kemur í veg fyrir bíllinn renni aftur á bak þegar hann er kyrrstæður í halla. Kerfið beitir léttri hemlun um leið og ökumaður lyftir fætinum af hemlinum og gefur honum ráðrúm til færa fótinn án flýtis yfir á inngjöfina.

Öryggismál eru tekin föstum tökum í Picanto. Hann er búinn hátæknivæddum, virkum öryggisbúnaði og hvert smáatriði prófað til þrautar. Picanto er smíðaður til að veita fullkomna hugarró.

Skjólán málamiðlana.

19

Page 20: Kia Picanto

20

Page 21: Kia Picanto

Gegnsæ varnarfilma á afturstuðaraVertu áhyggjulaus þegar þú hleður bílinn og affermir hann reglulega. Með varnarfilmunni er yfirborðið á afturstuðaranum tryggilega varið fyrir hugsanlegum rispum og skrámum.

LED myndvarpi í hurðum, Kia merkiðGerðu aðkomuna að bílnum enn áhrifameiri í myrkri með skörpum ljósgeisla með Kia merkinu sem þó truflar ekki augað. Það kviknar sjálfvirkt á lýsingunni þegar framhurðir eru opnaðar.

Slitsterkar mottur með litatónum Ævintýrin geta verið af margvíslegu tagi en það þarf ekki að hafa áhyggjur af óhreinum skóm þegar sest er aftur inn í bílinn. Þessar slitsterku mottur eru auðveldar í þrifum og verja gólfið í farþegarýminu. Þær eru sérsniðnar, með Picanto merkinu í tveimur ólíkum litum og festingum sem halda þeim í skorðum á gólfinu.

LED lýsing í fótrými Skapaðu fágað andrúmsloft í innanrýminu með þessum lúxusbúnaði. Fótrýmið að framan er baðað þægilegri umhverfislýsingu í hvert sinn sem dyr eru opnaðar. Ljósið deyr út þegar vélin er ræst. Val er um fallega, rauða lýsingu eða sígilda, hvíta lýsingu.

ÚtlitspakkiVertu viss um að þinn Picanto er jafn einstakur og þú sjálfur. Nú getur þú stolið athyglinni úti í umferðinni með úrvali glæsilegra útlitsatriða og litasamsetninga. Meðal útlitsatriða í boði eru hliðarlistar, skrautlisti á afturhlera og önnur útfærsla á hliðarspeglum. Þessi útlitsatriði eru fáanleg í glæsilegum silfurlit, klassísku, hágljáandi svörtu og áhrifaríkum rauðum lit. Vörurnar eru í boði sem pakki en einnig er hægt að velja einstök atriði.

Fáðu svolitla forgjöf með úrvali nytsamlegra og fegrandi aukahluta. Það er eitthvað fyrir alla að velja úr, hvort sem það snýr að útlitsatriðum eða sniðugum lausnum til að verja bílinn.

Glæsilegir aukahlutir.

21

Page 22: Kia Picanto

Sjálfvirk hraðastilling Hraðinn er valinn, hraðanum breytt eða kerfið afvirkjað með aðgerðarrofum á stýrinu.

Picanto kemur fullbúinn. En með breiðu úrvali aukabúnaður er hægt að klæðskerasauma hann nákvæmlega að þínum lífstíl. Staðalbúnaður er mismunandi eftir gerðum en framleiðandi bíður upp á fjölbreytilegan búnað sniðin að þörfum hvers og eins.

Það sem hentar.

Hljómtæki Fyrirferðalítið, 3.0 hljómtæki með RDS kemur með TFT-LCD einlitum flatskjá. Til viðbótar við útvarp er það með tengingar fyrir önnur tæki um AUX og USB innstungur.

Sóllúga Sóllúgan er rafknúin og opnast og lokast hljóðlega með einni snertingu.

Fjarstýring á hljómtækjum Með aðgerðarofum á stýrinu er hægt að stjórna hljómtækjunum án þess að líta af veginum.

Sjálfvirk stýring á miðstöð Sjálfvirk hitastýring með einum rofa býður upp á aukin þægindi. Það nægir að stilla inn valið hitastig og sjálfvirka kerfið sér um að viðhalda því þar til ökumaður ákveður að endurstilla hitann.

Handstýrð miðstöð Með einfaldri, myndrænni framsetningu er kjörhitastigið valið sem og blástur. Hita og blæstri er síðan breytt eftir þörfum hvenær sem er. Upplýstar táknmyndir sýna valdar stillingar í myrkri.

22

Page 23: Kia Picanto

Hátíðnihátalarar (Tweeter)Á sitt hvorum enda mælaborðsins eru hátíðnihátalarar sem varpa fram hærri tíðni hljóðmerkisins.

MDPS stýri með veltu MDPS stýrið, véldrifið aflstýri, léttir átakið í beygjum og velta í stýrssúlu auðveldar ökumanni að stíga inn og út úr bílnum.

AUX og USB tengingarTónspilara og önnur margmiðlunartæki er hægt að tengja um USB innstungu eða með RCA snúru.

ÁlpedalarÁlpedalar með keppnisyfirbragði gera aksturinn enn skemmtilegri. Upphleyptir gúmmíflipar tryggja öruggt ástig.

Uppskiptur LCD mælaklasiNauðsynlegustu upplýsingar birtast beint af augum í uppskiptum mælaklasa á milli hraðamælisins og snúningshraðamælisins.

Sjálfvirk ljósastilling Með því að setja ljósastilkinn í Auto stillingu kviknar og slokknar á fram- og afturljósum í takt við birtuskilyrði.

Samlitir hliðarspeglarÚtlit bílsins verður fágaðra með samlitum hliðarspeglum. Fáanlegir með upphitun, aðfellingu og innbyggðum stefnuljósum.

Rafdrifnir og aðfellanlegir hliðarspeglarFelldu hliðarspeglana að eða frá bílnum með einum rofa eða með fjarstýringunni.

Hástæð hemlaljósHástæð hemlaljós eru á fíngerðri vindskeiðinni ofan við afturgluggann. Þau aðvara ökumenn sem á eftir koma þegar bílnum er hemlað.

23

Page 24: Kia Picanto

LX Saturn svartar og gráar innréttingar

Tauáklæði Tauáklæði

Val um innréttingar sem grípa athyglina – allt frá laglegu tauáklæði til leðurlíkis og djarfra útlits sportpakkanna. Við erum þess fullvissir að allar væntingar verða uppfylltar hvert sem valið er.

Í glæsilegum félagsskap.

24

Page 25: Kia Picanto

Hágljáandi, svartur pakki Saturn svartar og gráar innréttingar

LeðurlíkiLeðurlíki

EX Saturn svartar og gráar innréttingar

Tauáklæði Tauáklæði

25

Page 26: Kia Picanto

Leðurlíki

Tauáklæði + leðurlíki

Brúnn pakki Saturn svartar innréttingar Ekki fáanlegt fyrir LX

Ekki fáanlegt fyrir LX Blár pakki Saturn svartar innréttingar

26

Page 27: Kia Picanto

Leðurlíki

Leðurlíki

Ekki fáanlegt fyrir LX

Ekki fáanlegt fyrir LX Sportpakki – grænt Grá innrétting

Sportpakki – rautt Saturn svartar innréttingar

27

Page 28: Kia Picanto

Lokafrágangurinn.Lokafrágangur af smekkvísi. Mikið úrval af frágangsatriðum, felgum og ljósabúnaði er í boði og auk þess val um fjölmarga liti, alveg frá hlutlausum litum að áberandi litum.

Framljós með linsu og dagljósabúnaði LED afturljósasamstæða Afturljósasamstæða með glóperuMFR framljós

Handföng að utan með krómi Samlit handföngDagljósabúnaður með glóperu

LinsuþokuljósLinsuþokuljós með dagljósabúnaði

Felgur

14" álfelgur 14" hjólkoppar 15" álfelgur 16" álfelgur(ekki fáanlegt fyrir LX)

16" álfelgur (ekki fáanlegt fyrir LX)

28

Page 29: Kia Picanto

Litir á yfirbyggingum

Aurora Black Pearl (ABP) Alice Blue (ABB) Milky Beige (M9Y)Shiny Red (A2R)

Celestial Blue (CU3) Pop Orange (G7A) Honey Bee (B2Y)Lime Light (L2E)

Clear White (UD) Titanium Silver (IM)Sparkling Silver (KCS)

Litaáherslur eru einungis fáanlegar í GT útfærslu

1.0 MPI 1.2 MPI

Skipting 5g bsk. 4 þrepa sjsk.

Hám. afköst (hö/sn.mín) 67/5500 84/6000

Hám. tog (Nm/sn.mín) 96/3750 120/4000

Eyðsla í blönduðum akstri frá 3,9 4,5

CO2 frá 89 104

Eiginþyngd kg. til/frá 885/952 913/950

Heildarþyngd kg. 1370 1370

Bensín

1,394 (16 )

1,4

85

1,403 (16 ) 675 5202,4003,5951,595

1,394 (15”) 1,403 (15”) 675 5202,4003,5951,595

1,4

85

EX

GT LINE

Fjöðrun (að framan)

Fjöðrun (að aftan)

Fótarými (að framan)

Fótarými (að aftan)

Höfuðrými (að framan)

Höfuðrými (að aftan)

Axlarými (að framan)

Axlarými (að aftan)

Lágmarks veghæð

Beygjuradíus

Skottstærð

Skottstærð (niðurfelld aftursæti)

Mcpherson

C.T.B.A.

1,085 mm

820 mm

1,005 mm

960 mm

1,300 mm

1,280 mm

15,6

4.7m

255 lítrar

1,010 lítrar

VélarStærðir

Lengd

Breidd

Hæð

Hjólhaf

Sporvídd (að framan)

Sporvídd (að aftan)

Slútun (að framan)

Slútun (að aftan)

Rými eldsneytisgeymis

Stýrisbúnaður

3,595 mm

1,595 mm

1,485 mm

2,400 mm

1,420 mm

1,423 mm

675 mm

520 mm

35 lítrar

Rafmagnsstýri

Mál

29

Page 30: Kia Picanto

30

Page 31: Kia Picanto

7 ára ábyrgð Kia7 ára /150.000 km ábyrgð á nýjum bíl. Gildir í öllum Ev-rópusambandslöndum (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar), háð staðbundnum skilmálum og skilyrðum.

7 ára ábyrð á ökutæki Allar gerðir Kia eru með 7 ára /150.000 km ábyrgð (ótakmörkuð í allt að 3 ár; miðað við 150.000 km akstur frá og með fjórða ári). Þessi yfirgripsmikla ábyrgð er yfirfæranleg á seinni eigendur bílsins að því gefnu að reglulegu viðhaldi hafi verið sinnt í samræmi við viðhaldsáætlun.

5 ára ábyrgð á lakki og 12 ára ábyrgð á gegnumtæringu Notað er hágæða bíllakk sem tryggir langtímavörn og skínandi útlit á þínum Kia. Bílnum fylgir verksmiðjuryðvörn og 12 ára ryðvarnarábyrgð gagnvart gegnumtæringu.

Vertu í tengslum við Kia Heimsæktu www.kia.com og fáðu allar nýjustu fréttirnar. Kynntu þér betur Kia og spennandi framleiðslulínu okkar. Sjáðu nýjustu áfangana í þróunarstarfi okkar á sviði umhverfisvænnar orku, eins og jarðgasi, tvinn - og rafbílatækni.

Við erum einnig þátttakendur í stórum íþróttaviðburðum. Kia er opinber bakhjarl UEFA og FIFA í knattspyrnu. Við erum stuðningsaðilar Opna ástralska tennismótsins og tennisstjörnunnar Rafael Nadal.

FjármögnunUmboðsaðili Kia getur aðstoðað þig við að setja upp fjármögnunaráætlun sem hentar þínum aðstæðum. Leitaðu nánari upplýsinga hjá söluaðilum.

Enn meiri hugarró.

31

Page 32: Kia Picanto

Allar upplýsingar, myndlýsingar og tölur eru réttar þegar bæklingurinn er prentaður en eru háðar breytingum án fyrirvara. Gerðir og búnaðursem sýndar eru í bæklingnum geta verið aðrar en gerðir sem boðnar eru á þínu markaðssvæði. Vegna takmarkana á prentgæðum getur yfirbyggingum í bæklingum verið frábrugðinn því sem hann er í raun. Leitaðu nýrri upplýsinga hjá næsta söluaðila Kia.

Bílaumboðið Askja ehf.Krókhálsi 11110 ReykjavíkSími 590 2100Netfang [email protected]

www.kia.com7 ára /150.000 km ábyrgð á nýjum bíl. Gildir í öllum Evrópusambandslöndum (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar), háð staðbundnum skilmálum og skilyrðum.