knattspyrnulögin 2015

144
KNATTSPYRNULÖGIN 2014 / 2015

Upload: ksiisland

Post on 21-Jul-2016

218 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Knattspyrnulögin 2015 Gefið út af KSÍ

TRANSCRIPT

Page 1: Knattspyrnulögin 2015

KNATTSPYRNULÖGIN2014 / 2015

Merkið má aðeins nota í þeim litum sem hér eru tilgreindir, og á hvítum grunni.  Sé merkið notað á lituðum grunni skulu hvítar línur sjást umhverfis merkið.  Lögun merkisins eða litum má ekki breyta á nokkurn hátt.

The logo may only be used as shown. When used on a coloured background a white line must be visible.The aspects of the logo and/or appearance may not be altared.

MERKI KSÍ - NOTKUNARLEIÐBEININGAR

THE FA OF ICELAND - LOGO GUIDE

Page 2: Knattspyrnulögin 2015

Fédération  Internationale  de  Football  Association    

President:   Secretary  General:   Address:   Telephone:   Fax:   Internet:    

Joseph  S.  Blatter   Jérôme  Valcke   FIFA   FIFA-­Strasse  20   P.O.  Box   8044  Zurich  Switzerland   +41  (0)43  222  7777  +41  (0)43  222  7878   www.FIFA.com    

Page 3: Knattspyrnulögin 2015

Hefti þetta má ekki afrita með neinum hætti, hvorki með ljósmyndun, prentun, hljóðritun né með rafrænum hætti eða á nokkurn annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án leyfis Knattspyrnusambands Íslands.

KNATTSPYRNULÖGIN2015-2016

Page 4: Knattspyrnulögin 2015

2

Knattspyrnusamband  Íslands    

Formaður:   Geir  Þorsteinsson    Framkvæmdastjóri:  Klara  Bjartmarz  Heimili:   Sími:   Fax::    Vefsíða:    

Laugardalsvelli   108  Reykjavík    Ísland     510  2900  568  9793   www.ksi.is  

Alþjóðanefnd  knattspyrnusambanda  (IFAB)    

Meðlimir:    

The  Football  Association   The  Scottish  Football  Association  The  Football  Association  of  Wales   Irish  Football  Association   (1  atkvæði  hver)  

Alþjóðaknattspyrnusambandið  (FIFA)   (4  atkvæði)    

Page 5: Knattspyrnulögin 2015

3

Ábendingar  um  knattspyrnulögin  

Frávik Með  samþykki  viðkomandi  meðlimasambands,  og  að  því  tilskildu  að  ekki  sé  hvikað  frá  meginreglum  þessara  knattspyrnulaga,  má  gera  frávik  frá  lögunum  vegna  leikja  fyrir  leikmenn  yngri  en  16  ára,  vegna  knattspyrnu  kvenna,  vegna  knattspyrnu  eldri  leikmanna  (eldri  en  35  ára)  og  vegna  fatlaðra  leikmanna.

Frávik  eru  heimil  hvað  varðar  eftirfarandi  atriði:   •  stærð  leikvallar •  stærð,  þyngd  og  efni  knattar   •  breidd  milli  marksúlna  og  hæð  frá  jörðu  undir  þverslá   •  leiktíma   •  leikmannaskipti

Frekari  frávik  eru  aðeins  heimil  með  samþykki  Alþjóðanefndarinnar  (IFAB).  

Karlar  og  konur   Tilvísanir  í  karlkyni  í  knattspyrnulögunum,  þegar  fjallað  er  um  dómara,  aðstoðardómara,  leikmenn  og  forráðamenn,  eru  til  einföldunar  og  eiga  við  bæði  karla  og  konur.

Opinber  tungumál FIFA  gefur  knattspyrnulögin  út  á  ensku,  frönsku,  þýsku  og  spænsku  fyrir  hönd  Alþjóðanefndar  knattspyrnusambanda.  Komi  upp  ósamræmi  milli  orðalags  hinna  mismunandi  tungumálaútgáfa  laganna  ræður  sú  enska.

Til  skýringar   Lóðrétt  lína  á  spássíu  vinstra  megin  er  til  merkis  um  nýja  lagabreytingu  í  útgáfunni  2013-­14.

Page 6: Knattspyrnulögin 2015

4    Knattspyrnulögin  á  íslensku:    

•   1962  –  Útgáfa  á  þýðingu  Sigurgeirs  Guðmannssonar  skv.  enskri  útgáfu  FIFA  1957  (Universal  Guide  for  Referees).  

•   1970  –  Útgáfa  með  áorðnum  breytingum  í  janúar  1970,  endurskoðuð  af  Helga  V.  Jónssyni.  

•   1978  –  Endurprentun.  •   1985  –  Útgáfa  á  þýðingu  Rafns  Hjaltalín  skv.  enskri  útgáfu  

FIFA  1984.  •   1987  –  Endurprentun.  •   1989  –  Endurprentun  með  áorðnum  breytingum.  •   1993  –  Endurprentun  með  áorðnum  breytingum.  •   1996  –  Útgáfa  skv.  enskri  útgáfu  FIFA  1995,  byggð  á  eldri  

þýðingu  Rafns  Hjaltalín  með  áorðnum  breytingum.  •   2000  –  Útgáfa  skv.  enskri  útgáfu  FIFA  1999  og  2000,  byggð  á  

þýðingu  Rafns  Hjaltalín  frá  1997,  en  þá  voru  verulegar  breytingar  gerðar  á  uppsetningu  knattspyrnulaganna.  Rafn  Hjaltalín  og  Halldór  B.  Jónsson,  formaður  Dómaranefndar  KSÍ,  þýddu  allar  breytingar  og  viðbætur  sem  Alþjóðanefnd  knattspyrnusambanda  ákvað  eftir  þann  tíma.  

•   2001  –  Útgáfa  frá  2000  með  áorðnum  breytingum  frá  Alþjóðanefnd  knattspyrnusambanda  2001.  

•   2002  –  Útgáfa  frá  2000  með  áorðnum  breytingum  frá  Alþjóðanefnd  knattspyrnusambanda  2001  –  2002.  

•   2003  –  Útgáfa  frá  2000  með  áorðnum  breytingum  frá  Alþjóðanefnd  knattspyrnusambanda  2001  –  2003.  

•   2004  –  Útgáfa  frá  2000  með  áorðnum  breytingum  frá  Alþjóðanefnd  knattspyrnusambanda  2001  –  2004.  

•   2005  –  Útgáfa  frá  2000  með  áorðnum  breytingum  frá  Alþjóðanefnd  knattspyrnusambanda  2001  –  2005.  

•   2006  –  Útgáfa  frá  2000  með  áorðnum  breytingum  frá  Alþjóðanefnd  knattspyrnusambanda  2001  –  2006.  

•   2007  –  Útgáfa  frá  2000  með  áorðnum  breytingum  frá  Alþjóðanefnd  knattspyrnusambanda  2000  –  2007.  

•   2008  –  Útgáfa  skv.  enskri  útgáfu  FIFA  2008  með  verulegum  breytingum  í  uppsetningu  og  orðalagi.  Unnin  af  Gylfa  Þór  Orrasyni  (GÞO).  

•   2009  –  Útgáfa  frá  2008  með  áorðnum  breytingum  frá  Alþjóðanefnd  knattspyrnusambanda  2009  (GÞO).  

•   2010  –  Útgáfa  frá  2009  með  áorðnum  breytingum  frá  Alþjóðanefnd  knattspyrnusambanda  2010  (GÞO).  

•   2011-­12  –  Útgáfa  frá  2010  með  áorðnum  breytingum  frá  Alþjóðanefnd  knattspyrnusambanda  2011  (GÞO).  

•   2012-­13  –  Útgáfa  frá  2011-­12  með  áorðnum  breytingum  frá  Alþjóðanefnd  knattspyrnusambanda  2012  (GÞO).  

•   2013-­14  –  Útgáfa  frá  2012-­13  með  áorðnum  breytingum  frá  Alþjóðanefnd  knattspyrnusambanda  2013  (GÞO).  

•   2014-­15  –  Útgáfa  frá  2013-­14  með  áorðnum  breytingum  frá  Alþjóðanefnd  knattspyrnusambanda  2014  (GÞO).  

Page 7: Knattspyrnulögin 2015

 Efnisyfirlit   5

Bls.   Lagagrein  

6 1  -­  Leikvöllurinn   15   2  -­  Knötturinn   17   3  -­  Fjöldi  leikmanna   21   4  -­  Búnaður  leikmanna 24   5  -­  Dómarinn 28   6  -­  Aðstoðardómararnir 29   7  -­  Leiktíminn 30   8  -­  Upphaf  leiks  og  leikur  hafinn  að  nýju   33   9  -­  Knöttur  í  og  úr  leik 34   10  -­  Hvernig  mark  er  skorað   36   11  -­  Rangstaða   37   12  -­  Leikbrot  og  óviðeigandi  hegðun 41   13  -­  Aukaspyrnur 45   14  -­  Vítaspyrna 49   15  -­     Innkast 51   16  -­  Markspyrna 53   17  -­  Hornspyrna 55   Aðferðir  til  að  ákveða  sigurvegara  leiks,

eða  leikja  heima  og  heiman   57   Boðvangurinn    58   Fjórði  dómarinn  og  varaaðstoðardómarinn  59   Auka-­aðstoðardómarinn 62   Túlkun  knattspyrnulaganna  og  leiðbeiningar  til dómara

Page 8: Knattspyrnulögin 2015

6                      1.  GREIN  -­  LEIKVÖLLURINN

Yfirborð  leikvallar

Leikir  mega  fara  fram  á  yfirborði  úr  náttúrulegu  efni  eða  gerviefni,     í  samræmi  við  mótareglur.

Yfirborð  leikvalla  úr  gerviefni  skal  vera  grænt  að  lit.

Þar  sem  notað  er  yfirborð  úr  gerviefni,  hvort  sem  er  í  mótaleikjum  milli  landsliða  á  vegum  sambanda  innan  FIFA  eða  í  milliríkja  mótaleikjum  félagsliða,  skal  yfirborðið  standast  gæðakröfur  FIFA  um  knattspyrnusvörð  eða  alþjóðlega  staðalinn  um  gervigras,  nema  FIFA  veiti  sérstaka  undanþágu  .    

Merking  leikvallar  

 

Leikvöllurinn  skal  vera  rétthyrndur  og  merktur  með  línum.  Línurnar  tilheyra  þeim  svæðum  sem  þær  afmarka.  

Tvær  lengri  útlínurnar  nefnast  hliðarlínur  en  tvær  þær  styttri  marklínur. Miðlína,  sem  snertir  miðpunkt  beggja  hliðarlína,  skiptir  leikvellinum  í  tvo  helminga.  

Miðjumerki  er  sýnt  á  miðri  miðlínu.  Hringur  með  9,15  m  radíus  er  merktur  umhverfis  það.

Setja  má  merki  utan  leikvallar  9,15  m  frá  hornboganum,  hornrétt  á  mark-­  og  hliðarlínur,  til  að  tryggja  að  þessi  fjarlægð  sé  virt  þegar  hornspyrna  er  tekin.

Page 9: Knattspyrnulögin 2015

1.  GREIN  -­  LEIKVÖLLURINN   7

Stærð  

Hliðarlínan  skal  vera  lengri  en  marklínan.    

Lengd  (hliðarlína):   minnst   90  m

mest   120  m   Breidd  (marklína):   minnst   45  m    

mest   90  m    

Allar  línur  skulu  vera  jafnbreiðar  og  ekki  breiðari  en  12  cm.       Milliríkjaleikir  

Lengd:   minnst   100  m  

mest   110  m   Breidd:   minnst 64  m

mest   75  m  

Markteigur  

Tvær  línur  eru  dregnar  hornrétt  á  marklínu  5,5  m  frá  innri  brún  markstangar.  Þessar  línur  ná  5,5  m  inn  á  leikvöllinn  og  eru  tengdar  saman  með  línu  sem  dregin  er  samsíða  marklínu.  Svæðið  sem  afmarkast  af  þessum  línum  og  marklínunni  er  markteigurinn.  

Page 10: Knattspyrnulögin 2015

8 1.  GREIN  -­  LEIKVÖLLURINN  

Vítateigur  

Tvær  línur  eru  dregnar  hornrétt  á  marklínu  16,5  m  frá  innri  brún  hvorrar  markstangar.  Þessar  línur  ná  16,5  m  inn  á  leikvöllinn  og  eru  tengdar  saman  með  línu  sem  dregin  er  samsíða  marklínu.  Svæðið  sem  afmarkast  af  þessum  línum  og  marklínunni  er  vítateigurinn. Innan  hvors  vítateigs  er  sett  vítamerki  11  m  frá  miðju  milli  markstanga  og  jafn  langt  frá  þeim. Hringbogi  með  9,15  m  radíus  frá  hvoru  vítamerki  er  merktur  utan  vítateigsins.  

Fánastangir  

Stöng  með  fána  er  sett  í  hvert  horn  og  skal  hún  ekki  vera  lægri  en  1,5  m  og  ekki  oddmjó  að  ofan.   Fánastangir  má  einnig  setja  við  hvorn  enda  miðlínu,  þó  ekki  nær  en  1  m  frá  hliðarlínu.

Hornbogi  

Fjórðungur  úr  hring  með  1  m  radíus  frá  hverri  hornfánastöng  er  merktur  innan  leikvallarins.

Page 11: Knattspyrnulögin 2015

1.  GREIN  -­  LEIKVÖLLURINN   9

Mörk  

Mark  skal  sett  á  miðju  hvorrar  marklínu.

Mark  er  gert  úr  tveimur  lóðréttum  markstöngum,  jafn  langt  frá  hornfánastöngum,  og  láréttri  þverslá  sem  tengir  þær  saman  að  ofan.  Markstangir  og  þverslá  skulu  vera  úr  tré,  málmi  eða  öðru  viðurkenndu  efni.  Lögun  þeirra  skal  vera  ferhyrnd,  rétthyrnd,  sívöl  eða  sporöskjulaga  og  af  þeim  má  ekki  stafa  hætta  fyrir  leikmenn. Lengd  milli  markstanga  er  7,32  m  og  hæð  frá  neðri  brún  þverslár  til  jarðar  er  2,44  m.

2.44  m   (8  ft)  

7.32  m  (8  yds)    

Page 12: Knattspyrnulögin 2015

10   1.  GREIN  -­  LEIKVÖLLURINN  

Staðsetning  markstanganna  á  marklínunni  skal  vera  í  samræmi  við  skýringarmyndirnar  hér  að  neðan.

Ef  lögun  markstanganna  er  ferhyrnd  (að  ofan  séð)  skulu  hliðarnar  vera  samsíða  eða  þvert  á  marklínuna.  Hliðar  markslárinnar  skulu  vera  samsíða  eða  þvert  á  sléttuflöt  markstanganna.   Ef  lögun  markstanganna  er  sporöskjulaga  (að  ofan  séð)  skal  lengsti  ásinn  vera  þvert  á  marklínuna.  Lengsti  ás  markslárinnar  skal  vera  samsíða  sléttuflöt  markstanganna.   Ef  lögun  markstanganna  er  rétthyrnd  (að  ofan  séð)  skal  lengsta  hliðin  vera  þvert  á  marklínuna.  Lengsta  hlið  markslárinnar  skal  vera  samsíða  sléttuflöt  markstanganna.  

Page 13: Knattspyrnulögin 2015

1.    GREIN  -­  LEIKVÖLLURINN   11  

Markstangirnar  tvær  og  þversláin  skulu  vera  sömu  breiddar  og  þykktar,  þó  ekki  meira  en  12  sm.  Marklínurnar  skulu  vera  sömu  breiddar  og  markstangir  og  þverslá.  Festa  má  net  við  mörkin  og  til  jarðar  aftan  við  mörkin,  enda  séu  þau  hengd  vandlega  upp  og  hindri  ekki  markvörðinn.

Markstangir  og  þverslár  skulu  vera  hvítar  að  lit.     Til  öryggis    Mörk  skulu  fest  tryggilega  til  jarðar.  Færanleg  mörk  má  því  aðeins  nota  að  þau  uppfylli  þetta  skilyrði.

Page 14: Knattspyrnulögin 2015

12   1.  GREIN  -­  LEIKVÖLLURINN  

Leikvöllurinn    

Hornfánastöng Marklína (Skylda)

Markteigur

Vítapunktur

Vítabogi

Fánastöng (valkvætt) Miðjuhringur

Miðlína Miðjupunktur

Vítateigur Valkvætt merki

Valkvætt merki Marklína Hornbogi Hornfánastöng    

Fánastöng ekki lægri en 1,5m og ekki oddmjó að ofan

Línur skulu ekki vera breiðari en 12 sm.

Hornbogi

Hliðarlína

E

Page 15: Knattspyrnulögin 2015

1.  GREIN  -­  LEIKVÖLLURINN   13  

Mælieiningar  í  metrum    

Breidd Mest 90 m Minnst 45 m

Radius: 9.15 m

9.15 m

16.5 m

11 m

7.32 m

9.15 m

5.5 m

5.5 m

16.5 m

1 m radius

9.15 m

Mælieiningar  í  "yards"    

Width: Maximum 100 yds Minimum 50 yds

Radius: 10 yds

10 yds

18 yds

10 yds

18 yds

12 yds

8 yds

6 yds

6 yds

1 yd radius

10 yds

Leng

t 90

– 12

0 m

etra

r

s 00

yd

um

1

Min

im

0 yd

s

m 1

3

axim

u

th: M

Le

ng

Page 16: Knattspyrnulögin 2015

14     1.  GREIN  -­  LEIKVÖLLURINN   Ákvarðanir  Alþjóðanefndar Ákvörðun  1   Þar  sem  boðvangur  er  til  staðar  skal  hann  standast  kröfur  Alþjóðanefndarinnar  sem  er  að  finna  í  þeim  kafla  laganna  sem  ber  heitið  Boðvangurinn.  

Ákvörðun  2   Heimilt  er  að  gera  tilheyrandi  breytingar  á  umgjörð  marksins  þar  sem  marklínutækni  (MLT)  er  notuð.  Breytingarnar  verða  að  vera  samkvæmt  þeirri  forskrift  sem  gefin  er  í  "Gæðastöðlum  FIFA  fyrir  MLT"  og  samkvæmt  þeirri  lýsingu  sem  gefin  er  upp  hér  að  framan  um  "Mörk".    

Page 17: Knattspyrnulögin 2015

2.  GREIN  -­  KNÖTTURINN   15  

Eiginleikar  og  mál

Knötturinn  er:   •  hnöttóttur •  gerður  úr  leðri  eða  öðru  hentugu  efni  •  með  ummál  ekki  meira  en  70  cm  og  ekki  minna  en  68  cm   •  ekki  meira  en  450  g  og  ekki  minna  en  410  g  að  þyngd  við  upphaf  leiks •  með  þrýsting  0,6  –  1,1  loftþyngd  (600  –  1100  g/cm2)  við  sjávarmál.      

Skipt  um  gallaðan  knött  

 Ef  knötturinn  springur  eða  verður  ónothæfur  meðan  á  leik  stendur:   •  skal  leikurinn  stöðvaður   •  skal  leikurinn  hafinn  að  nýju  með  því  að  láta  varaknöttinn  falla  á  þeim  stað  þar  sem  upphaflegi  knötturinn  varð  ónothæfur,  nema  það  hafi  verið  innan  markteigs,  en  í  þeim  tilfellum  skal  dómarinn  láta  varaknöttinn  falla  á  markteigslínunni,  sem  liggur  samsíða  marklínunni,  næst  þeim  stað  sem  upphaflegi  knötturinn  var  þegar  leikurinn  var  stöðvaður.

Ef  knötturinn  springur  eða  verður  ónothæfur  við  töku  vítaspyrnu,  eða  í  vítaspyrnukeppni,  er  hann  hreyfist  fram  á  við  og  áður  en  hann  snertir  einhvern  leikmann  eða  markslá  eða  markstangir: •  skal  endurtaka  vítaspyrnuna.  

Ef  knötturinn  springur  eða  verður  ónothæfur  þegar  hann  er  ekki  í  leik  við  upphafsspyrnu,  markspyrnu,  hornspyrnu,  aukaspyrnu,  vítaspyrnu  eða  innkast: •  skal  leikurinn  hafinn  að  nýju  í  samræmi  við  það.  

Ekki  má  skipta  um  knött  meðan  á  leik  stendur  nema  með  samþykki  dómarans.

Page 18: Knattspyrnulögin 2015

16     2.  GREIN  -­  KNÖTTURINN   Ákvarðanir  Alþjóðanefndar Ákvörðun  1   Til  viðbótar  kröfum  2.  greinar  eru  einungis  þeir  knettir  samþykktir  til  notkunar  í  opinberum  mótaleikjum  á  vegum  FIFA  og  álfusambandanna  sem  bera  eina  af  eftirfarandi  áletrunum: •  opinbera  "FIFA    APPROVED"  táknið    •    opinbera  "FIFA    INSPECTED"  táknið •  "INTERNATIONAL    MATCHBALL    STANDARD"  táknið  

Slíkt  tákn  á  knetti  gefur  til  kynna  að  hann  hafi  verið  prófaður  opinberlega  og  reynst  vera  í  samræmi  við  sérstakar  kröfur,  sem  eru  mismunandi  fyrir  hvert  tákn,  og  til  viðbótar  þeim  lágmarkskröfum  sem  fram  eru  settar  í  2.  grein.  Skrá  yfir  viðbótarkröfur,  sem  eru  sérstakar  fyrir  hvert  tákn,  verður  að  hljóta  samþykki  Alþjóðanefndarinnar.  Stofnanir  sem  framkvæma  prófanir  eru  háðar  viðurkenningu  FIFA.

Meðlimasambönd  geta  einnig  gert  þá  kröfu  að  í  mótum  á  þeirra  vegum  séu  notaðir  knettir  áletraðir  með  einhverju  þessara  þriggja  tákna.

Ákvörðun  2   Í  opinberum  mótaleikjum  á  vegum  FIFA,  álfusambandanna  og  meðlimasambandanna  eru  engar  viðskiptaauglýsingar  leyfðar  á  knettinum  nema  merki  keppninnar,  framkvæmdaaðila  hennar  og  viðurkennt  vörumerki  framleiðandans.  Mótareglur  geta  takmarkað  stærð  og  fjölda  slíkra  merkja.  

 Ákvörðun  3   Heimilt  er  að  nota  knetti  með  tilheyrandi  tæknibúnaði  þar  sem  marklínutækni  (MLT)  er  notuð,  en  þeir  verða  engu  að  síður  að  bera  áletrunina  "FIFA  APPROVED",  "FIFA    INSPECTED"  eða  "INTERNATIONAL    MATCHBALL  STANDARD"  (sjá    "Ákvörðun  1").  

Page 19: Knattspyrnulögin 2015

3.  GREIN  –  FJÖLDI  LEIKMANNA   17  

Fjöldi  leikmanna    

Leikur  fer  fram  milli  tveggja  liða.  Í  hvoru  þeirra  um  sig  eru  ekki  fleiri  en  ellefu  leikmenn  og  skal  einn  þeirra  vera  markvörður.  Leikur  getur  ekki  hafist  ef  annað  hvort  liðið  er  skipað  færri  leikmönnum  en  sjö.

Fjöldi  skiptinga   Opinber  mót Nota  má  hið  mesta  þrjá  varamenn  í  öllum  leikjum  sem  leiknir  eru  í  opinberum  mótum  á  vegum  FIFA,  álfusambandanna  eða  meðlimasambandanna.

Mótareglur  skulu  kveða  á  um  hversu  marga  varamenn  megi  tilnefna,  frá  þremur  upp  í  tólf  hið  mesta.  

Aðrir  leikir   Í  leikjum  A-­landsliða  má  nota  sex  varamenn  hið  mesta.

Í  öllum  öðrum  leikjum  má  nota  fleiri  varamenn  að  því  tilskildu  að: •  viðkomandi  lið  nái  samkomulagi  um  hámarksfjölda  þeirra •  dómarinn  sé  látinn  vita  áður  en  leikur  hefst.

Ef  dómarinn  er  ekki  látinn  vita,  eða  samkomulag  næst  ekki  áður  en  leikur  hefst,  er  ekki  heimilt  að  nota  fleiri  en  sex  varamenn.

Page 20: Knattspyrnulögin 2015

18     3.  GREIN  –  FJÖLDI  LEIKMANNA   Framkvæmd  leikmannaskipta

Í  öllum  leikjum  skulu  nöfn  varamanna  tilkynnt  dómaranum  áður  en  leikur  hefst.  Sérhver  varamaður  sem  ekki  hefur  verið  nefndur  á  þeirri  stundu  í  tilkynningu  til  dómara  má  ekki  taka  þátt  í  leiknum.

Þegar  varamaður  kemur  í  stað  leikmanns  skal  eftirfarandi  skilyrða  gætt: •  láta  verður  dómarann  vita  áður  en  fyrirhuguð  leikmannaskipti  fara  fram   •  varamaðurinn  kemur  ekki  inn  á  leikvöllinn  fyrr  en  leikmaðurinn,  sem  hann  skiptir  við,  er  farinn  út  af  og  eftir  að  hafa  fengið  merki  frá  dómaranum •  varamaðurinn  kemur  einungis  inn  á  leikvöllinn  við  miðlínu  og  þegar  leikur  hefur  verið  stöðvaður •  leikmannaskiptunum  er  lokið  þegar  varamaður  kemur  inn  á  leikvöllinn   •  frá  þeirri  stundu  verður  varamaðurinn  leikmaður  en  leikmaðurinn  sem  hann  skiptir  við  verður  leikmaður  sem  skipt  hefur  verið  út  af   •  leikmaðurinn  sem  skipt  hefur  verið  út  af  tekur  ekki  frekari  þátt  í  leiknum •  allir  varamenn  lúta  valdsviði  dómarans,  hvort  sem  þeir  koma  inn  á  til  að  leika  eða  ekki.  

Leikmaður  skiptir  við  markvörð  

Hvaða  leikmaður  sem  er  má  skipta  um  stöðu  við  eigin  markvörð  að  því  tilskildu  að: •  dómarinn  sé  látinn  vita  áður  en  skiptin  fara  fram •  skiptin  fari  fram  þegar  leikur  hefur  verið  stöðvaður.  

Page 21: Knattspyrnulögin 2015

3.  GREIN  –  FJÖLDI  LEIKMANNA   19  

Brot  og  refsiákvæði  

Ef  varamaður,  eða  leikmaður  sem  skipt  hefur  verið  út  af,  kemur  inn  á  leikvöllinn  án  leyfis  dómara: •  skal  dómarinn  stöðva  leikinn  (þó  ekki  strax  ef  varamaðurinn,  eða  leikmaðurinn  sem  skipt  hefur  verið  út  af,  hefur  ekki  áhrif  á  leikinn) •  skal  dómarinn  áminna  hann  fyrir  óíþróttamannslega  framkomu  og  skipa  honum  að  yfirgefa  leikvöllinn •  hafi  dómarinn  stöðvað  leikinn  skal  hann  hafinn  að  nýju  með  óbeinni  aukaspyrnu  frá  þeim  stað  sem  knötturinn  var  á  þegar  leikurinn  var  stöðvaður  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu).  

Ef  dómara  er  ekki  tilkynnt  um  að  varamaður,  tilgreindur  á  leikskýrslu,  hefji  leik  frá  byrjun  í  stað  leikmanns  skal:   •  dómarinn  leyfa  varamanninum  að  halda  áfram  leik •  varamaðurinn  ekki  beittur  neinni  agarefsingu   •  ekki  dregið  úr  fjölda  heimilaðra  skiptinga  viðkomandi  liðs •  dómarinn  tilkynna  um  atvikið  til  viðeigandi  yfirvalda. Ef  leikmaður  skiptir  um  stöðu  við  markvörð  án  undangengis  leyfis  dómarans:   •  skal  dómarinn  láta  leikinn  halda  áfram   •  skal  dómarinn  áminna  viðkomandi  leikmenn  næst  þegar  knötturinn  fer  úr  leik.     Ef  önnur  brot  eru  framin  á  þessari  lagagrein: •  skulu  viðkomandi  leikmenn  áminntir •  skal  leikurinn  hafinn  að  nýju  með  óbeinni  aukaspyrnu  tekinni  af  leikmanni  mótherjanna  frá  þeim  stað  sem  knötturinn  var  á  þeim  tíma  sem  stöðvað  var  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu).

Page 22: Knattspyrnulögin 2015

20     3.  GREIN  –  FJÖLDI  LEIKMANNA   Leikmönnum  og  varamönnum  vikið  af  leikvelli

Í  stað  leikmanns  sem  vísað  hefur  verið  af  leikvelli  áður  en  leikur  hefst  má  einungis  koma  einn  hinna  tilnefndu  varamanna.  

Enginn  má  koma  í  stað  tilnefnds  varamanns,  sem  vikið  hefur  verið  af  leikvelli,  hvort  heldur  áður  en  leikur  hefst  eða  eftir  að  hann  er  hafinn.    

Page 23: Knattspyrnulögin 2015

4.  GREIN  –  BÚNAÐUR  LEIKMANNA   21  

Til  öryggis    

Leikmaður  má  ekki  nota  búnað  eða  klæðast  neinu  því  sem  er  hættulegt  honum  sjálfum  eða  öðrum  leikmönnum  (þ.m.t.  hvers  kyns  skartgripir). Lágmarks  búnaður

Lágmarksskyldubúnaður  leikmanns  samanstendur  af  eftirfarandi  aðskildum  hlutum: •  peysu  eða  skyrtu  með  ermum  –  ef  klæðst  er  nærskyrtu  skal  litur  erma  vera  í  sama  meginlit  og  peysan  eða  skyrtan •  stuttbuxum  –  ef  klæðst  er  undirbuxum,  stuttum  eða  síðum,  skulu  þær  vera  í  sama  meginlit  og  stuttbuxurnar •  sokkum  –  ef  límband  eða  svipað  efni  er  notað  utan  á  sokkana  verður  það  að  vera  sama  litar  og  sá  hluti  sokkanna  sem  það  hylur  (er  notað  á) •  legghlífum •  skóm. Legghlífar    

• skulu  huldar  algjörlega  með  sokkunum   • skulu  gerðar  úr  gúmmíi,  plasti  eða  álíka  hentugu  efni • skulu  veita  hæfilega  vörn  gegn  meiðslum.  

Litir  

• Liðin  tvö  skulu  klæðast  litum  sem  aðgreina  þau  frá  hvort  öðru  og  einnig  

frá  dómaranum  og  aðstoðardómurunum • Hvor  markvörður  um  sig  skal  klæðast  litum  sem  aðgreina  hann  frá  öðrum  

leikmönnum,  dómaranum  og  aðstoðardómurunum.

Page 24: Knattspyrnulögin 2015

22     4.  GREIN  –  BÚNAÐUR  LEIKMANNA   Brot  og  refsiákvæði

Ef  brot  eru  framin  á  þessari  lagagrein: •  þarf  ekki  að  stöðva  leik •  skal  dómarinn  skipa  hinum  brotlega  leikmanni  að  yfirgefa  leikvöllinn  til  að  lagfæra  búnað  sinn   •  skal  leikmaðurinn  yfirgefa  leikvöllinn  næst  þegar  knötturinn  fer  úr  leik,  nema  hann  hafi  þá  þegar  lagfært  búnaðinn •  skal  leikmaður,  sem  látinn  er  yfirgefa  leikvöllinn  til  að  lagfæra  búnað  sinn,  ekki  koma  aftur  inn  á  nema  með  leyfi  dómarans •  skal  dómarinn  aðgæta  hvort  búnaðurinn  er  í  lagi  áður  en  hann  leyfir  honum  að  koma  aftur  inn  á •  má  leikmaðurinn  einungis  koma  aftur  inn  á  leikvöllinn,  þegar  knötturinn  er  úr  leik

Leikmaður  sem  hefur  verið  látinn  yfirgefa  leikvöllinn  vegna  brots  á  þessari  grein  og  kemur  inn  á  leikvöllinn  án  leyfis  dómarans  skal  áminntur.       Leikur  hafinn  að  nýju  

Stöðvi  dómarinn  leikinn  til  þess  að  veita  áminningu: •  er  leikurinn  hafinn  að  nýju  með  óbeinni  aukaspyrnu  sem  tekin  skal  af  leikmanni  mótherjanna  frá  þeim  stað  þar  sem  knötturinn  var  þegar  dómarinn  stöðvaði  leikinn  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu).

Page 25: Knattspyrnulögin 2015

4.  GREIN  –  BÚNAÐUR  LEIKMANNA 23    

Ákvarðanir  Alþjóðanefndar   Ákvörðun  1   Lágmarksskyldubúnaður   Á  lágmarksskyldubúnaði  leikmanna  má  ekki  vera  að  finna  neinar  slagorð,  yfirlýsingar  eða  tákn/myndir  af  pólitískum,  trúarlegum  eða  persónulegum  toga. Liði  leikmanns  sem  ber  slagorð,  yfirlýsingar  eða  tákn/myndir  af  pólitískum,  trúarlegum  eða  persónulegum  toga  á  lágmarksskyldubúnaði  sínum  verður  refsað  af  mótshaldara  eða  FIFA. Undirfatnaður   Leikmenn  mega  ekki  láta  undirfatnað  sjást  sem  á  er  að  finna  slagorði,  yfirlýsingar,  tákn/myndir,  eða  auglýsingar  aðrar  en  auðkennismerki  framleiðandans.   Liði  leikmanns  sem  ber  slagorð,  yfirlýsingar,  tákn/myndir,  eða  auglýsingar  aðrar  en  auðkennismerki  framleiðandans  verður  refsað  af  mótshaldara  eða  FIFA.  

Page 26: Knattspyrnulögin 2015

24     5.  GREIN  -­  DÓMARINN   Valdsvið  dómarans

Öllum  leikjum  er  stjórnað  af  dómara,  sem  hefur  full  réttindi  til  að  framfylgja  knattspyrnulögunum  í  sambandi  við  leikinn  sem  hann  hefur  verið  skipaður  til  að  dæma.  

Völd  og  skyldur  

Dómarinn:   •  framfylgir  knattspyrnulögunum   •  stjórnar  leiknum  í  samvinnu  við  aðstoðardómarana  og  fjórða  dómarann,  þar  sem  við  á   •  sér  um  að  allir  knettir  sem  notaðir  eru  standist  kröfur  2.  greinar •  sér  um  að  búnaður  leikmanna  standist  kröfur  4.  greinar •  er  tímavörður  og  heldur  skýrslu  um  leikinn •  stöðvar,  frestar  eða  slítur  leiknum  eftir  hans  eigin  mati  vegna  hvers  kyns  brota  á  knattspyrnulögunum •  stöðvar,  frestar  eða  slítur  leiknum  vegna  hvers  kyns  utanaðkomandi  truflana •  stöðvar  leikinn  ef  leikmaður  er  alvarlega  meiddur  að  hans  dómi  og  sér  um  að  hann  sé  færður  af  leikvelli.  Leikmaðurinn  má  einungis  koma  aftur  inn  á  leikvöllinn  eftir  að  leikur  er  hafinn  að  nýju •  lætur  leikinn  halda  áfram  þar  til  knötturinn  er  úr  leik  ef  leikmaður  er  aðeins  lítillega  meiddur  að  hans  dómi •  sér  um  að  leikmaður  með  blæðandi  sár  fari  af  leikvelli.  Leikmaðurinn  má  einungis  koma  aftur  inn  á  eftir  að  hafa  fengið  merki  frá  dómaranum,  sem  verður  að  fullvissa  sig  um  að  blæðingin  sé  hætt •  lætur  leikinn  halda  áfram,  þegar  liðið  sem  brotið  hefur  verið  á  hefur  af  því  hagnað,  og  refsar  fyrir  upphaflega  leikbrotið,  ef  hinn  ætlaði  hagnaður  fylgir  ekki  í  kjölfarið   •  refsar  fyrir  alvarlegra  leikbrotið  þegar  leikmaður  brýtur  af  sér  með  meira  en  einum  hætti  samtímis •  grípur  til  agarefsinga  gegn  leikmönnum  sem  gerast  sekir  um  áminningarverð  leikbrot  og  leikbrot  sem  leiða  til  brottvísunar.  Dómaranum  er  ekki  skylt  að  grípa  til  slíkra  agarefsinga  þegar  í  stað  en  verður  að  gera  það  þegar  knötturinn  fer  næst  úr  leik

Page 27: Knattspyrnulögin 2015

5.  GREIN  -­  DÓMARINN   25  

• grípur  til  aðgerða  gegn  forráðamönnum  liðs  sem  ekki  haga  sér  með  ábyrgum  hætti  og  getur  að  eigin  mati  vísað  þeim  frá  leikvellinum  og  næsta  umhverfi  hans  •  fer  að  ráðum  aðstoðardómara  varðandi  atvik  sem  hann  hefur  ekki  séð  • sér  um  að  enginn  komi  inn  á  leikvöllinn  sem  ekki  hefur  til  þess  heimild  •  gefur  til  kynna  hvenær  hefja  megi  leikinn  að  nýju  eftir  að  hann  hefur  verið  stöðvaður  •  sendir  viðkomandi  yfirvöldum  leikskýrslu,  sem  hefur  að  geyma  upplýsingar  um  hvers  kyns  agarefsingar  sem  leikmenn  og/eða  forráðamenn  liðs  voru  beittir,  svo  og  um  önnur  atvik  sem  áttu  sér  stað  fyrir  leik,  meðan  á  leik  stóð  og  eftir  leik    

Ákvarðanir  dómarans

Úrskurðir  dómarans  varðandi  atvik  leiksins,  þ.m.t.  hvort  mark  sé  skorað  eða  ekki  og  úrslit  leiksins,  eru  endanlegir.

Dómarinn  getur  því  aðeins  breytt  úrskurði  sínum  komist  hann  að  raun  um  að  hann  sé  rangur  eða  fer  að  eigin  mati  eftir  ráðleggingu  aðstoðardómara  eða  fjórða  dómara,  enda  hafi  hann  ekki  hafið  leik  að  nýju  eða  slitið  leiknum.

Page 28: Knattspyrnulögin 2015

26     5.  GREIN  -­  DÓMARINN   Ákvarðanir  Alþjóðanefndar Ákvörðun  1   Dómari  (eða  aðstoðardómari  eða  fjórði  dómari  þar  sem  við  á)  verður  ekki  gerður  ábyrgur  fyrir: • meiðslum  sem  leikmaður,  forráðamaður  eða  áhorfandi  verður  fyrir • eignatjóni  af  nokkru  tagi • öðru  tjóni  sem  einstaklingur,  félag,  fyrirtæki,  samband  eða  annar  aðili  verður  fyrir,  sem  verður  vegna  eða  kann  að  verða  vegna  einhverrar  ákvörðunar  sem  hann  kann  að  taka  samkvæmt  knattspyrnulögunum  eða  með  hliðsjón  af  eðlilegum  starfsháttum  við  að  standa  fyrir,  taka  þátt  í  og  stjórna  leik.

Slík  ákvörðun  kann  að  vera:   •  ákvörðun  um  að  ástand  leikvallar  eða  umhverfis  hans  eða  verður  sé  með  þeim  hætti  að  heimila  eða  heimila  ekki  að  leikur  fari  fram •  ákvörðun  um  að  slíta  leik  af  hvaða  ástæðu  sem  er •  ákvörðun  um  hvort  útbúnaður  leikvallar  sé  við  hæfi,  sem  og  knötturinn •  ákvörðun  um  að  stöðva  eða  stöðva  ekki  leik  vegna  truflana  áhorfenda  eða  hvers  kyns  vandamála  á  áhorfendasvæðum •  ákvörðun  um  að  stöðva  eða  stöðva  ekki  leik  til  að  leyfa  að  meiddur  leikmaður  sé  færður  af  leikvelli  til  meðferðar •  ákvörðun  um  að  óska  eftir  að  meiddur  leikmaður  sé  færður  af  leikvelli  til  meðferðar •  ákvörðun  um  að  leyfa  eða  leyfa  ekki  leikmanni  að  klæðast  vissum  búningi  eða  búnaði •  ákvörðun  um  (sé  það  á  hans  valdsviði)  að  leyfa  eða  leyfa  ekki  neinum  (þ.m.t.  forráðamönnum  liða  eða  leikvanga,  öryggisvörðum,  ljósmyndurum  eða  öðrum  starfsmönnum  fjölmiðla)  að  vera  í  næsta  nágrenni  leikvallarins •  sérhver  önnur  ákvörðun  sem  hann  kann  að  taka  samkvæmt  knattspyrnulögunum  eða  í  samræmi  við  hlutverk  hans  samkvæmt  ákvæðum  reglna  eða  reglugerða  FIFA,  álfusambands,  meðlimasambands  eða  deildar,  sem  um  leikinn  gilda.

Page 29: Knattspyrnulögin 2015

5.  GREIN  -­  DÓMARINN   27  

Ákvörðun  2    Í  keppnum  eða  mótum  þar  sem  skipaður  er  fjórði  dómari,  skal  hann  hafa  hlutverk  og  skyldur  í  samræmi  við  leiðbeiningar  Alþjóðanefndarinnar,  sem  er  að  finna  í  útgáfu  þessari.    Ákvörðun  3   Sé  marklínutækni  (MLT)  notuð  (í  samræmi  við  viðkomandi  mótareglur)  ber  dómaranum  að  prófa  virkni  búnaðarins  fyrir  leikinn.  Prófanir  þær  sem  honum  ber  að  gera  eru  útlistaðar  í  "Handbók  FIFA  fyrir  Prófun  á  Virkni  MLT".  Ef  tæknibúnaðurinn  virkar  ekki  samkvæmt  ákvæðum  handbókarinnar  er  dómaranum  óheimilt  að  notast  við  búnaðinn  og  ber  jafnframt  að  tilkynna  atvikið  til  viðeigandi  yfirvalds.    

Page 30: Knattspyrnulögin 2015

28     6.  GREIN  -­  AÐSTOÐARDÓMARARNIR   Skyldur  

Skipa  má  tvo  aðstoðardómara.  Hlutverk  þeirra  er  að  gefa  eftirfarandi  atriði,  með  fyrirvara  um  ákvörðun  dómarans,  til  kynna: •  þegar  knötturinn  fer  allur  út  fyrir  leikvöllinn •  hvort  liðið  eigi  rétt  á  hornspyrnu,  markspyrnu  eða  innkasti •  þegar  refsa  megi  leikmanni  fyrir  að  vera  í  rangstöðu •  þegar  leikmannaskipta  er  óskað •  þegar  óviðeigandi  hegðun  eða  hvers  kyns  önnur  atvik  eiga  sér  stað  utan  sjónmáls  dómarans •  þegar  leikbrot  hafa  verið  framin  og  aðstoðardómararnir  hafa  betra  sjónarhorn  en  dómarinn  (þar  með  talin,  við  vissar  kringumstæður,  leikbrot  innan  vítateigs) •  hvort  markvörðurinn  hefur  hreyft  sig  af  marklínunni  áður  en  knettinum  er  spyrnt,  þegar  vítaspyrna  er  tekin,  svo  og  hvort  knötturinn  fer  yfir  línuna

Aðstoð  

Aðstoðardómararnir  veita  dómaranum  einnig  aðstoð  við  stjórn  leiksins  í  samræmi  við  knattspyrnulögin.  Þannig  hafa  þeir  sérstaka  heimild  til  að  fara  inn  á  leikvöllinn  til  að  sjá  til  þess  að  9,15  m  fjarlægðin  sé  virt.

Hafi  aðstoðardómari  ótilhlýðileg  afskipti  af  leiknum,  eða  hegði  hann  sér  á  óviðeigandi  hátt,  skal  dómarinn  leysa  hann  frá  hlutverki  sínu  og  gefa  viðeigandi  yfirvöldum  skýrslu  um  málið.    

Page 31: Knattspyrnulögin 2015

7.  GREIN  -­  LEIKTÍMINN   29  

Leikhlutar  

Leikurinn  stendur  yfir  í  tvo  jafna  45  mínútna  hálfleiki,  nema  gagnkvæmt  samkomulag  sé  um  annað  milli  dómarans  og  beggja  liðanna.  Samkomulag  um  að  breyta  lengd  beggja  hálfleikja  (t.d.  að  stytta  hvorn  um  sig  í  40  mínútur  vegna  slæmra  birtuskilyrða)  verður  að  gera  áður  en  leikur  hefst  og  verður  slíkt  samkomulag  að  vera  í  samræmi  við  mótareglur. Leikhlé  

Leikmenn  eiga  rétt  á  leikhléi  þegar  leikur  er  hálfnaður.   Leikhlé  skal  ekki  vara  lengur  en  í  15  mínútur. Mótareglur  skulu  kveða  á  um  lengd  leikhlés. Lengd  leikhlés  má  einungis  breyta  með  samþykki  dómarans.  

Viðbótartími  

Sá  tími  sem  tapast  skal  allur  bættur  upp  í  hvorum  hálfleik  fyrir  sig: •  vegna  leikmannaskipta •  þegar  metin  eru  meiðsli  leikmanna   •  þegar  meiddir  leikmenn  eru  færðir  af  leikvelli  til  aðhlynningar •  vegna  leiktafa   •  vegna  annarra  ástæðna

Dómarinn  metur  hver  viðbótartíminn  skuli  vera.

Vítaspyrna  

Ef  taka  þarf,  eða  endurtaka  vítaspyrnu,  skal  leiktíminn  lengdur  í  lok  hvors  hálfleiks  þar  til  vítaspyrnunni  er  lokið.

Leikur  sem  hefur  verið  slitið

Leikur,  sem  slitið  hefur  verið,  skal  leikinn  að  nýju,  nema  mótareglur  kveði  á  um  annað.    

Page 32: Knattspyrnulögin 2015

30     8.  GREIN  –  UPPHAF  LEIKS  OG  LEIKUR  HAFINN  AÐ  NÝJU   Skilgreining  á  upphafsspyrnu

Aðferðin  við  að  hefja  leikinn  og  hefja  hann  að  nýju  kallast  upphafsspyrna: •  við  upphaf  leiksins •  eftir  að  mark  hefur  verið  skorað •  við  upphaf  seinni  hálfleiks •  við  upphaf  hvors  leikhluta  í  framlengingu,  ef  framlengt  er  

Mark  má  skora  rakleitt  úr  upphafsspyrnu.

Framkvæmd  

Fyrir  upphafsspyrnu  við  upphaf  leiks  eða  upphaf  framlengingar   •  varpað  er  hlutkesti  og  það  lið  sem  vinnur  hlutkestið  ákveður  að  hvoru  markinu  það  sækir  í  fyrri  hálfleik •  hitt  liðið  tekur  upphafsspyrnu  til  að  hefja  leikinn •  liðið  sem  vinnur  hlutkestið  tekur  upphafsspyrnu  til  að  hefja  seinni  hálfleik •  í  seinni  hálfleik  skipta  liðin  um  vallarhelming  og  sækja  að  gagnstæðu  marki

Upphafsspyrna •  eftir  að  lið  skorar  mark  skal  hitt  liðið  taka  upphafsspyrnu •  allir  leikmenn  skulu  vera  á  eigin  vallarhelmingi •  mótherjar  liðsins  sem  tekur  upphafsspyrnuna  skulu  vera  að  minnsta  kosti  9,15  m  frá  knettinum,  þar  til  hann  er  kominn  í  leik •  knötturinn  skal  vera  kyrrstæður  á  miðjumerki •  dómarinn  gefur  merki •  knötturinn  er  kominn  í  leik  þegar  honum  er  spyrnt  og  hann  hreyfist  fram  á  við •  sá  sem  tekur  upphafsspyrnu  má  ekki  snerta  knöttinn  öðru  sinni  fyrr  en  knötturinn  hefur  snert  annan  leikmanN  

Page 33: Knattspyrnulögin 2015

8.  GREIN  –  UPPHAF  LEIKS  OG  LEIKUR  HAFINN  AÐ  NÝJU   31  

Brot  og  refsiákvæði  

Ef  sá  sem  tekur  upphafsspyrnu  snertir  knöttinn  aftur  áður  en  knötturinn  hefur  snert  annan  leikmann: •  skal  liði  mótherjanna  dæmd  óbein  aukaspyrna,  sem  tekin  skal  frá  þeim  stað  sem  knötturinn  var  þegar  brotið  var  framið  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu)

Ef  önnur  brot  eru  framin  á  þessari  lagagrein: •  skal  upphafsspyrnan  endurtekin

Skilgreining  á  "að  láta  knöttinn  falla"

Að  láta  knöttinn  falla  er  aðferð  til  þess  að  hefja  leik  að  nýju,  eftir  að  dómarinn  hefur  þurft  stöðva  leikinn  um  stundarsakir,  af  sérhverri  ástæðu  sem  ekki  er  getið  um  annars  staðar  í  knattspyrnulögunum.

Framkvæmd

Dómarinn  lætur  knöttinn  falla  á  þeim  stað  sem  hann  var  þegar  leikur  var  stöðvaður,  nema  hann  hafi  verið  innan  markteigs,  en  þá  ber  dómaranum  að  láta  knöttinn  falla  á  markteigslínunni,  sem  liggur  samsíða  marklínunni,  sem  næst  þeim  stað  sem  knötturinn  var  þegar  leikur  var  stöðvaður.  

Leikur  er  hafinn  að  nýju  þegar  knötturinn  snertir  jörð.

Page 34: Knattspyrnulögin 2015

32     8.  GREIN  –  UPPHAF  LEIKS  OG  LEIKUR  HAFINN  AÐ  NÝJU Brot  og  refsiákvæði

Knötturinn  er  látinn  falla  á  ný: •  ef  leikmaður  snertir  knöttinn  áður  en  hann  nemur  við  jörð •  ef  knötturinn  fer  út  fyrir  leikvöllinn  eftir  að  hafa  numið  við  jörð,  án  þess  að  leikmaður  snerti  hann

Ef  knötturinn  fer  í  markið: •  ef  knettinum  er  spyrnt  rakleiðis  í  mark  mótherjanna  er  markspyrna  dæmd •  ef  knettinum  er  spyrnt  rakleiðis  í  mark  liðs  spyrnandans  er  mótherjunum  dæmd  hornspyrna  

Page 35: Knattspyrnulögin 2015

9.  GREIN  –  KNÖTTUR  Í  OG  ÚR  LEIK 33  

Knöttur  úr  leik  

Knötturinn  er  úr  leik  þegar:  •  hann  hefur  allur  farið  yfir  marklínu  eða  hliðarlínu,  hvort  heldur  með  jörðu  eða  á  lofti •  dómarinn  hefur  stöðvað  leikinn

Knöttur  í  leik

Knötturinn  er  annars  alltaf  í  leik,  þar  með  talið  þegar: •  hann  hrekkur  af  markstöng,  þverslá  eða  hornfánastöng  og  er  áfram  inni  á  leikvellinum •  hann  hrekkur  af  dómara  eða  aðstoðardómara,  þegar  þeir  eru  inni  á  leikvellinum

Knöttur  sem  hrekkur  af  hornfánastöng,  markstöng  eða  markslá  inn  á  leikvöllinn  er  í  leik  

   

Knöttur  í  leik    

Knöttur  í  leik    

Knöttur  í  leik   Knöttur  í  leik    

Knöttur  úr  leik    

Page 36: Knattspyrnulögin 2015

34     10.  GREIN  –  HVERNIG  MARK  ER  SKORAÐ   Skorað  mark  

Mark  er  skorað,  þegar  allur  knötturinn  fer  yfir  marklínuna,  milli  markstanga  og  undir  markslá,  að  því  tilskildu  að  liðið  sem  skoraði  markið  hafi  ekki  áður  brotið  knattspyrnulögin.  

 

Mark    

Ekki  mark  

Ekki  mark  

Ekki  mark  

Sigurvegari  

Það  lið  sem  skorar  fleiri  mörk  í  leik  telst  vera  sigurvegari.  Skori  bæði  lið  jafn  mörg  mörk,  eða  ef  ekkert  mark  er  skorað,  eru  úrslit  leiksins  jafntefli.

Mótareglur  

Þegar  þess  er  krafist  í  mótareglum  að  fenginn  sé  sigurvegari  í  leik  sem  endar  með  jafntefli,  eða  þegar  samanlögð  úrslit  heima  og  heiman  eru  jöfn,  má  eingöngu  beita  þeim  aðferðum  til  að  skera  úr  um  sigurvegara  sem  Alþjóðanefndin  hefur  samþykkt: •  reglunni  um  mörk  á  útivelli   •  framlengingu •  vítaspyrnukeppnimark   Marklínutækni  (MLT)  

Nota  má  MLT  kerfi  í  þeim  tilgangi  að  staðfesta  hvort  mark  hafi  verið  skorað  og  styðja  þannig  við  ákvörðun  dómarans.  Notkun  MLT  er  háð  því  að  kveðið  sé  á  um  notkun  hennar  í  viðeigandi  mótareglum  .    

Page 37: Knattspyrnulögin 2015

11.  GREIN  -­  RANGSTAÐA   35  

Rangstaða  

Það  er  ekki  leikbrot  í  sjálfu  sér  að  vera  í  rangstöðu.   Leikmaður  er  í  rangstöðu  ef:  •  hann  er  nær  marklínu  mótherjanna  en  bæði  knötturinn  og  næst  aftasti  mótherji

Leikmaður  er  ekki  í  rangstöðu  ef: •  hann  er  á  eigin  vallarhelmingi  eða •  hann  er  samsíða  næst  aftasta  mótherja  eða •  hann  er  samsíða  tveimur  öftustu  mótherjum

Refsiverð  rangstaða  

Leikmanni  í  rangstöðu  er  því  aðeins  refsað  að  hann  taki  virkan  þátt  í  leiknum  að  mati  dómarans,  á  þeirri  stundu  sem  knötturinn  snertir  eða  er  leikið  af  samherja,  með  því  að:   •  hafa  áhrif  á  leikinn  eða •  trufla  mótherja  eða •  hafa  hagnað  af  þeirri  stöðu  sinni

Ekki  refsiverð  rangstaða  

Það  er  ekki  refsiverð  rangstaða  ef  leikmaður  fær  knöttinn  rakleiðis  úr: •  markspyrnu  •  innkasti   •  hornspyrnu  

Brot  og  refsiákvæði  

Ef  um  refsiverða  rangstöðu  er  að  ræða  dæmir  dómarinn  liði  mótherjanna  óbeina  aukaspyrnu,  sem  tekin  skal  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu).

Page 38: Knattspyrnulögin 2015

36     12.  GREIN  –  LEIKBROT  OG  ÓVIÐEIGANDI  HEGÐUN   Fyrir  leikbrot  og  óviðeigandi  hegðun  er  refsað  með  eftirfarandi  hætti:

Bein  aukaspyrna

Bein  aukaspyrna  er  dæmd  liði  mótherjanna  ef  leikmaður  fremur  eitthvert  eftirfarandi  sjö  leikbrota  með  þeim  hætti  að  dómarinn  telji  það  ógætilegt,  skeytingarlaust  eða  heiftarlegt:   •  sparkar,  eða  gerir  tilraun  til  að  sparka,  í  mótherja  •  bregður,  eða  gerir  tilraun  til  að  bregða,  mótherja •  stekkur  á  mótherja  •  ræðst  á  mótherja •  slær,  eða  gerir  tilraun  til  að  slá,  mótherja •  hrindir  mótherja  •  tæklar  mótherja

Bein  aukaspyrna  er  einnig  dæmd  liði  mótherjanna  ef  leikmaður  fremur  eitthvert  eftirfarandi  þriggja  leikbrota: •  heldur  mótherja •  hrækir  að  mótherja •  handleikur  knöttinn  viljandi  (nema  markvörður  innan  eigin  vítateigs)

Bein  aukaspyrna  skal  tekin  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu).

Vítaspyrna  

Vítaspyrna  er  dæmd  ef  leikmaður  fremur  eitthvert  fyrrgreindra  tíu  leikbrota  innan  eigin  vítateigs,  án  tillits  til  þess  hvar  knötturinn  er,  enda  sé  hann  í  leik.

Page 39: Knattspyrnulögin 2015

12.  GREIN  –  LEIKBROT  OG  ÓVIÐEIGANDI  HEGÐUN 37  

Óbein  aukaspyrna  

Óbein  aukaspyrna  er  dæmd  liði  mótherjanna  ef  markvörður  fremur  eitthvert  eftirfarandi  fjögurra  leikbrota  innan  eigin  vítateigs: •  hefur  vald  á  knettinum  með  höndunum  í  meira  en  6  sekúndur  áður  en  hann  sleppir  honum  frá  sér •  snertir  knöttinn  aftur  með  höndunum,  eftir  að  hafa  sleppt  honum  frá  sér,  og  áður  en  knötturinn  hefur  snert  annan  leikmann •  snertir  knöttinn  með  höndunum  eftir  að  samherji  hefur  spyrnt  knettinum  viljandi  til  hans •  snertir  knöttinn  með  höndunum  eftir  að  hafa  fengið  hann  beint  úr  innkasti  sem  samherji  tekur

Óbein  aukaspyrna  er  einnig  dæmd  liði  mótherjanna  ef  leikmaður  að  mati  dómarans: •  leikur  með  háskalegum  hætti •  hindrar  för  mótherja •  hindrar  markvörðinn  í  að  losa  sig  við  knöttinn  úr  höndum  sínum

•  fremur  eitthvert  annað  leikbrot,  sem  ekki  hefur  áður  verið  nefnt  í  12.  grein,  sem  stöðva  skal  leik  fyrir  til  að  áminna  eða  vísa  leikmanni  af  leikvelli  

Óbein  aukaspyrna  er  tekin  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu).    

Page 40: Knattspyrnulögin 2015

38     12.  GREIN  –  LEIKBROT  OG  ÓVIÐEIGANDI  HEGÐUN   Agarefsingar  

Gula  spjaldið  er  notað  til  þess  að  gefa  til  kynna  að  leikmaður,  varamaður  eða  leikmaður  sem  skipt  hefur  verið  út  af,  hafi  verið  áminntur.

Rauða  spjaldið  er  notað  til  þess  að  gefa  til  kynna  að  leikmanni,  varamanni  eða  leikmanni  sem  skipt  hefur  verið  út  af,  hafi  verið  vísað  af  leikvelli.

Rauða  eða  gula  spjaldið  má  einungis  sýna  leikmanni,  varamanni  eða  leikmanni  sem  skipt  hefur  verið  út  af.

Dómarinn  hefur  vald  til  að  grípa  til  agarefsinga  frá  þeirri  stundu  sem  hann  kemur  inn  á  leikvöllinn  og  þar  til  hann  fer  af  leikvellinum  eftir  að  hafa  flautað  til  leiksloka.

Leikmaður  sem  gerist  sekur  um  áminningar-­  eða  brottvísunarvert  leikbrot,  innan  leikvallar  sem  utan,  hvort  sem  hann  brýtur  gegn  mótherja,  samherja,  dómaranum,  aðstoðardómara,  eða  sérhverjum  öðrum,  verður  beittur  agarefsingu  í  samræmi  við  eðli  brotsins.

Áminningarverð  leikbrot

Leikmaður  skal  áminntur  og  sýnt  gult  spjald  ef  hann  fremur  eitthvert  eftirfarandi  sjö  leikbrota: •  óíþróttamannslega  framkomu •  mótmæli  með  orðum  eða  látæði •  brýtur  knattspyrnulögin  ítrekað •  tefur  að  leikur  geti  hafist  að  nýju   •  virðir  ekki  tilskilda  fjarlægð  þegar  hefja  skal  leik  að  nýju  með  hornspyrnu,  aukaspyrnu  eða  innkasti •  kemur  inn  á,  eða  kemur  aftur  inn  á,  leikvöllinn  án  leyfis  dómara •  fer  viljandi  af  leikvelli  án  leyfis  dómara

Page 41: Knattspyrnulögin 2015

12.  GREIN  –  LEIKBROT  OG  ÓVIÐEIGANDI  HEGÐUN  

Varamaður,  eða  leikmaður  sem  skipt  hefur  verið  út  af,  er  áminntur  ef  hann  fremur  eitthvert  eftirfarandi  þriggja  leikbrota: •  óíþróttamannslega  framkomu •  mótmælir  með  orðum  eða  látæði •  tefur  að  leikur  geti  hafist  að  nýju

Leikbrot  sem  leiða  til  brottvísunar

Leikmanni,  varamanni  eða  leikmanni  sem  skipt  hefur  verið  út  af,  skal  vísað  af  leikvelli  og  sýnt  rautt  spjald  ef  hann  fremur  eitthvert  eftirfarandi  sjö  leikbrota: •  alvarlega  grófan  leik  •  ofsalega  framkomu   •  hrækir  að  mótherja  eða  einhverjum  öðrum  • hefur  af  liði  mótherjanna  mark  eða  augljóst  marktækifæri  með  því  að  handleika  knöttinn  viljandi  (á  ekki  við  um  markvörð  innan  eigin  vítateigs)  • hefur  augljóst  marktækifæri  af  mótherja,  sem  er  á  leið  að  marki  leikmannsins,  með  leikbroti  sem  refsað  er  fyrir  með  aukaspyrnu  eða  vítaspyrnu  • notar  særandi,  móðgandi  eða  svívirðilegt  orðbragð  og/eða  látbragð  • hlýtur  tvær  áminningar  í  sama  leiknum    Leikmaður,  varamaður  eða  leikmaður  sem  skipt  hefur  verið  út  af,  sem  vísað  hefur  verið  af  leikvelli,  verður  að  fara  frá  næsta  nágrenni  leikvallar  og  boðvangs.

Page 42: Knattspyrnulögin 2015

40     13.  GREIN  -­  AUKASPYRNUR   Tvenns  konar  aukaspyrnur

Aukaspyrnur  eru  annað  hvort  beinar  eða  óbeinar.

Bein  aukaspyrna  

Knötturinn  fer  í  markið •  ef  knetti  er  spyrnt  rakleitt  í  mark  mótherjanna  úr  beinni  aukaspyrnu,  er  dæmt  mark   •  ef  knetti  er  spyrnt  rakleitt  í  eigið  mark  úr  beinni  aukaspyrnu,  skal  liði  mótherjanna  dæmd  hornspyrna

Óbein  aukaspyrna

Bending Dómarinn  gefur  óbeina  aukaspyrnu  til  kynna  með  því  að  rétta  handlegg  upp  fyrir  höfuð.  Hann  heldur  handleggnum  þannig  uppi  þar  til  spyrnan  hefur  verið  tekin  og  knötturinn  hefur  snert  annan  leikmann  eða  farið  úr  leik.

Knötturinn  fer  í  markið Mark  verður  því  aðeins  skorað  að  knötturinn  snerti  annan  leikmann  áður  en  knötturinn  fer  í  markið: •  ef  knetti  er  spyrnt  rakleitt  í  mark  mótherjanna  úr  óbeinni  aukaspyrnu,  skal  dæmd  markspyrna •  ef  knetti  er  spyrnt  rakleitt  í  eigið  mark  úr  óbeinni  aukaspyrnu,  skal  liði  mótherjanna  dæmd  hornspyrna

Framkvæmd  

Hvort  sem  um  er  að  ræða  beinar  eða  óbeinar  aukaspyrnur,  verður  knötturinn  að  vera  kyrrstæður  þegar  spyrnan  er  tekin  og  spyrnandinn  má  ekki  snerta  knöttinn  aftur  fyrr  en  hann  hefur  snert  annan  leikmann.

Page 43: Knattspyrnulögin 2015

13.  GREIN  -­  AUKASPYRNUR   41  

Staðsetning  aukaspyrnu Aukaspyrna  innan  vítateigs Bein  eða  óbein  aukaspyrna  dæmd  liðinu  sem  er  til  varnar:    •  allir  mótherjar  skulu  vera  að  minnsta  kosti  9,15  m  frá  knettinum •  allir  mótherjar  skulu  vera  utan  vítateigs  þar  til  knötturinn  er  kominn  í  leik   •  knötturinn  er  kominn  í  leik  þegar  honum  hefur  verið  spyrnt  rakleitt  út  fyrir  vítateiginn   •  taka  má  aukaspyrnu,  sem  dæmd  er  innan  markteigs,  frá  hvaða  stað  sem  er  innan  hans

Óbein  aukaspyrna  dæmd  liðinu  sem  sækir: •  allir  mótherjar  skulu  vera  að  minnsta  kosti  9,15  m  frá  knettinum  þar  til  hann  er  kominn  í  leik,  nema  þeir  séu  á  eigin  marklínu  milli  markstanganna •  knötturinn  er  kominn  í  leik  þegar  honum  hefur  verið  spyrnt  og  hann  hreyfist •  taka  skal  óbeina  aukaspyrnu,  sem  dæmd  er  innan  markteigs,  frá  þeim  hluta  markteigslínu  sem  liggur  samsíða  marklínu,  á  þeim  stað  sem  næstur  er  brotstað

Aukaspyrna  utan  vítateigs •  allir  mótherjar  skulu  vera  að  minnsta  kosti  9,15  m  frá  knettinum  þar  til  hann  er  kominn  í  leik •  knötturinn  er  kominn  í  leik  þegar  honum  hefur  verið  spyrnt  og  hann  hreyfist •  aukaspyrna  skal  tekin  frá  brotstað  eða  frá  þeim  stað  sem  knötturinn  var  þegar  brotið  átti  sér  stað  (eftir  eðli  brotsins)    

Page 44: Knattspyrnulögin 2015

42     13.  GREIN  -­  AUKASPYRNUR   Brot  og  refsiákvæði

Ef  mótherji  er  nær  knettinum  er  tilskilið  er  þegar  aukaspyrna  er  tekin: •  skal  spyrnan  endurtekin

Ef  knettinum  er  ekki  spyrnt  rakleitt  út  úr  vítateignum,  þegar  aukaspyrna  er  tekin  innan  eigin  vítateigs  af  liðinu  sem  verst: •  skal  spyrnan  endurtekin  

Aukaspyrna  tekin  af  öðrum  leikmanni  en  markverðinum Ef  spyrnandinn  snertir  knöttinn  aftur  (nema  með  höndum)  eftir  að  hann  er  kominn  í  leik,  áður  en  knötturinn  hefur  snert  annan  leikmann: •  skal  liði  mótherjanna  dæmd  óbein  aukaspyrna  sem  tekin  skal  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu)

Ef  spyrnandinn  handleikur  knöttinn  viljandi,  eftir  að  hann  er  kominn  í  leik,  áður  en  knötturinn  hefur  snert  annan  leikmann: •  skal  liði  mótherjanna  dæmd  bein  aukaspyrna  sem  tekin  skal  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu)    • skal  vítaspyrna  dæmd  ef  brotið  átti  sér  stað  innan  eigin  vítateigs  spyrnandans    

Page 45: Knattspyrnulögin 2015

13.  GREIN  -­  AUKASPYRNUR   43  

Aukaspyrna  tekin  af  markverðinum  Ef  markvörðurinn  snertir  knöttinn  aftur  (nema  með  höndum)  eftir  að  hann  er  kominn  í  leik,  áður  en  hann  hefur  snert  annan  leikmann: •  skal  liði  mótherjanna  dæmd  óbein  aukaspyrna  sem  tekin  skal  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu)

Ef  markvörðurinn  handleikur  knöttinn  viljandi,  eftir  að  hann  er  kominn  í  leik,  áður  en  knötturinn  hefur  snert  annan  leikmann: •  skal  liði  mótherjanna  dæmd  bein  aukaspyrna  ef  brotið  átti  sér  stað  utan  vítateigs  markvarðarins  og  skal  spyrnan  tekin  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  staðsetning  aukaspyrnu) •  skal  liði  mótherjanna  dæmd  óbein  aukaspyrna  ef  brotið  átti  sér  stað  innan  vítateigs  markvarðarins  og  skal  spyrnan  tekin  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu)

Page 46: Knattspyrnulögin 2015

44     14.  GREIN  -­  VÍTASPYRNA   Vítaspyrna  er  dæmd  á  það  lið,  sem  fremur  innan  eigin  vítateigs  og  þegar  knötturinn  er  í  leik,  eitt  hinna  tíu  leikbrota  sem  bein  aukaspyrna  er  dæmd  á.

Mark  má  skora  rakleitt  úr  vítaspyrnu.

Bætt  skal  við  leiktímann  til  að  láta  taka  vítaspyrnu  í  lok  hvors  hálfleiks  og  í  lok  hvors  leikhluta  í  framlengingu.

Staðsetning  knattarins  og  leikmanna

Knettinum:   •  skal  stillt  upp  á  vítapunktinum

Leikmaðurinn  sem  tekur  vítaspyrnuna:   •  skal  vel  auðgreindur

Markvörðurinn  sem  er  til  varnar: •  skal  snúa  að  spyrnandanum  og  vera  á  eigin  marklínu,  milli  marksúlna,  þar  til  knettinum  hefur  verið  spyrnt

Aðrir  leikmenn  en  spyrnandinn  skulu  vera: •  innan  leikvallarins   •  utan  vítateigsins  •  aftar  en  vítapunkturinn   •  að  minnsta  kosti  9,15  m  frá  vítapunktinum    

Page 47: Knattspyrnulögin 2015

14.  GREIN  -­  VÍTASPYRNA   45  

Framkvæmd  

• Eftir  að  leikmennirnir  hafa  tekið  sér  stöðu  í  samræmi  við  þessa  lagagrein  gefur  dómarinn  merki  um  að  taka  megi  vítaspyrnuna • Leikmaðurinn  sem  tekur  vítaspyrnuna  skal  spyrna  knettinum  fram  á  við • Hann  má  ekki  leika  knettinum  aftur  fyrr  en  hann  hefur  snert  annan  leikmann   • Knötturinn  er  kominn  í  leik  þegar  honum  hefur  verið  spyrnt  og  hann  hreyfist  fram  á  við  

Þegar  vítaspyrna  er  tekin  í  venjulegum  leiktíma,  eða  þegar  leiktími  hefur  verið  lengdur  eftir  lok  fyrri  eða  seinni  hálfleiks,  til  þess  að  láta  taka  eða  endurtaka  vítaspyrnu,  skal  mark  teljast  skorað  ef  knötturinn  snertir,  áður  enn  hann  fer  á  milli  markstanganna  og  undir  þverslána: •  aðra  hvora  eða  báðar  markstangirnar  og/eða  þverslána  og/eða  markvörðinn    Dómarinn  ákveður  hvenær  vítaspyrna  telst  afstaðin.

Page 48: Knattspyrnulögin 2015

46     14.  GREIN  -­  VÍTASPYRNA   Brot  og  refsiákvæði

Ef  dómarinn  hefur  gefið  merki  um  að  taka  megi  vítaspyrnu  og  eitthvað  af  eftirtöldu  á  sér  stað  áður  en  knötturinn  er  kominn  í  leik:

leikmaðurinn  sem  tekur  spyrnuna  brýtur  knattspyrnulögin:   •  leyfir  dómarinn  töku  spyrnunnar   •  ef  knötturinn  fer  í  markið  er  spyrnan  endurtekin •  ef  knötturinn  fer  ekki  í  markið  stöðvar  dómarinn  leikinn  og  leikurinn  hefst  að  nýju  með  óbeinni  aukaspyrnu  til  handa  liðinu  sem  er  til  varnar  sem  tekin  skal  frá  brotstað

markvörðurinn  brýtur  knattspyrnulögin:   •  leyfir  dómarinn  töku  spyrnunnar   •  ef  knötturinn  fer  í  markið  er  mark  skorað •  ef  knötturinn  fer  ekki  í  markið  er  spyrnan  endurtekin

samherji  spyrnandans  brýtur  knattspyrnulögin: •  leyfir  dómarinn  töku  spyrnunnar •  ef  knötturinn  fer  í  markið  er  spyrnan  endurtekin •  ef  knötturinn  fer  ekki  í  markið  stöðvar  dómarinn  leikinn  og  leikurinn  hefst  að  nýju  með  óbeinni  aukaspyrnu  til  handa  liðinu  sem  er  til  varnar  sem  tekin  skal  frá  brotstað

samherji  markvarðarins  brýtur  knattspyrnulögin: •  leyfir  dómarinn  töku  spyrnunnar •  ef  knötturinn  fer  í  markið  er  mark  skorað •  ef  knötturinn  fer  ekki  í  markið  er  spyrnan  endurtekin

leikmenn  í  báðum  liðum  brjóta  knattspyrnulögin: •  er  spyrnan  endurtekin  

Page 49: Knattspyrnulögin 2015

14.  GREIN  -­  VÍTASPYRNA   47  

Ef  eitthvað  af  eftirtöldu  á  sér  stað  eftir  að  vítaspyrna  hefur  verið  tekin:  

spyrnandinn  snertir  knöttinn  aftur  (nema  með  höndum)  áður  en  knötturinn  hefur  snert  annan  leikmann: •  er  liði  mótherjanna  dæmd  óbein  aukaspyrna  sem  tekin  skal  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu)

spyrnandinn  handleikur  knöttinn  viljandi  áður  en  knötturinn  hefur  snert  annan  leikmann: •  er  liði  mótherjanna  dæmd  bein  aukaspyrna  sem  tekin  skal  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu)

knötturinn  er  snertur  af  einhverjum  utanaðkomandi  á  leið  knattarins  fram  á  við: •  er  spyrnan  endurtekin

knötturinn  hrekkur  af  markverði,  þverslá  eða  markstöngum  aftur  út  á  leikvöllinn  og  er  þá  snertur  af  einhverjum  utanaðkomandi: •  stöðvar  dómarinn  leikinn •  leikur  er  hafinn  að  nýju  með  því  að  dómarinn  lætur  knöttinn  falla  á  þeim  stað  þar  sem  hann  snerti  hið  utanaðkomandi,  nema  að  snertingin  hafi  átt  sér  stað  innan  markteigs,  en  þá  lætur  dómarinn  knöttinn  falla  á  markteigslínunni,  sem  liggur  samsíða  marklínunni,  næst  þeim  stað  sem  knötturinn  var  þegar  leikurinn  var  stöðvaður  

Page 50: Knattspyrnulögin 2015

48     15.  GREIN  -­  INNKAST   Innkast  er  aðferð  til  að  hefja  leik  að  nýju.

Innkast  er  dæmt  mótherjum  þess  leikmanns  sem  síðast  snertir  knöttinn  áður  en  hann  fer  allur  yfir  hliðarlínuna,  hvort  heldur  með  jörðu  eða  á  lofti.

Mark  verður  ekki  skorað  úr  innkasti.  

Framkvæmd

Þegar  kastarinn  losar  sig  við  knöttinn  skal  hann: •  snúa  að  leikvellinum •  hafa  hluta  af  báðum  fótum  annað  hvort  á  hliðarlínu  eða  á  jörðu  utan  hennar •  halda  knettinum  í  báðum  höndum •  kasta  knettinum  úr  bakstöðu  og  fram  yfir  höfuð •  kasta  knettinum  inn  frá  þeim  stað  sem  hann  fór  út  fyrir  leikvöllinn

Allir  mótherjar  verða  að  vera  að  minnsta  kosti  2  m  frá  þeim  stað  sem  innkastið  er  tekið. Knötturinn  er  í  leik  um  leið  og  hann  kemur  inn  á  leikvöllinn.

Eftir  að  hafa  kastað  inn  má  kastarinn  ekki  snerta  knöttinn  aftur  fyrr  en  hann  hefur  snert  annan  leikmann.      

Page 51: Knattspyrnulögin 2015

15.  GREIN  -­  INNKAST   49   Brot  og  refsiákvæði Innkast  tekið  af  öðrum  leikmanni  en  markverðinum Ef  kastarinn  snertir  knöttinn  aftur  (nema  með  höndum)  eftir  að  hann  er  kominn  í  leik,  áður  en  knötturinn  hefur  snert  annan  leikmann: •  er  liði  mótherjanna  dæmd  óbein  aukaspyrna  sem  tekin  skal  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu)

Ef  kastarinn  handleikur  knöttinn  viljandi,  eftir  að  hann  er  kominn  í  leik,  áður  en  knötturinn  hefur  snert  annan  leikmann:   •  er  liði  mótherjanna  dæmd  bein  aukaspyrna  sem  tekin  skal  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu) •  er  vítaspyrna  dæmd  ef  brotið  átti  sér  stað  innan  vítateigs  kastarans

Innkast  tekið  af  markverðinum   Ef  markvörðurinn  sem  kastar  inn  snertir  knöttinn  aftur  (nema  með  höndum)  eftir  að  hann  er  kominn  í  leik,  áður  en  knötturinn  hefur  snert  anna  leikmann: •  er  liði  mótherjanna  dæmd  óbein  aukaspyrna  sem  tekin  skal  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu)

Ef  markvörðurinn  sem  kastar  inn  handleikur  knöttinn  viljandi,  eftir  að  hann  er  kominn  í  leik,  áður  en  knötturinn  hefur  snert  annan  leikmann: •  er  liði  mótherjanna  dæmd  bein  aukaspyrna,  ef  brotið  var  utan  vítateigs  markvarðarins,  og  skal  spyrnan  tekin  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu) •  er  liði  mótherjanna  dæmd  óbein  aukaspyrna,  ef  brotið  var  innan  vítateigs  markvarðarins,  og  skal  spyrnan  tekin  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu)

Ef  mótherji  truflar  eða  hindrar  þann  sem  kastar  inn  á  óheiðarlegan  hátt: •  er  hann  áminntur  fyrir  óíþróttamannslega  framkomu

Fyrir  öll  önnur  brot  á  þessari  lagagrein: •  er  innkastið  tekið  af  leikmanni  úr  liði  mótherjanna    

Page 52: Knattspyrnulögin 2015

50     16.  GREIN  -­  MARKSPYRNA   Markspyrna  er  aðferð  til  að  hefja  leik  að  nýju.

Markspyrna  er  dæmd  þegar  knötturinn  fer  allur  yfir  marklínuna,  hvort  heldur  með  jörðu  eða  á  lofti,  eftir  að  hafa  síðast  snert  leikmann  liðsins  sem  sækir,  og  mark  er  ekki  skorað  í  samræmi  við  10.  grein  laganna.

Skora  má  mark  rakleitt  úr  markspyrnu,  en  eingöngu  í  mark  mótherjanna.  

Framkvæmd  

• Leikmaður  liðsins  sem  er  til  varnar  skal  spyrna  knettinum  frá  hvaða  stað  sem  er  innan  markteigsins  • Mótherjar  skulu  vera  utan  vítateigs  þar  til  knötturinn  er  kominn  í  leik   • Spyrnandinn  má  ekki  leika  knettinum  fyrr  en  hann  hefur  snert  annan  leikmann    • Knötturinn  er  í  leik  þegar  honum  hefur  verið  spyrnt  rakleitt  út  úr  vítateignum  

Brot  og  refsiákvæði  

Ef  knettinum  er  ekki  spyrnt  rakleitt  út  úr  vítateignum  í  markspyrnu: •  er  spyrnan  endurtekin

Markspyrna  tekin  af  öðrum  leikmanni  en  markverðinum Ef  spyrnandinn  snertir  knöttinn  aftur  (nema  með  höndum)  eftir  að  hann  er  kominn  í  leik,  áður  en  knötturinn  hefur  snert  annan  leikmann: •  er  liði  mótherjanna  dæmd  óbein  aukaspyrna  sem  tekin  skal  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu)

 

Page 53: Knattspyrnulögin 2015

16.  GREIN  -­  MARKSPYRNA   51  

Ef  spyrnandinn  handleikur  knöttinn  viljandi,  eftir  að  hann  er  kominn  í  leik,  áður  en  knötturinn  hefur  snert  annan  leikmann: •  er  liði  mótherjanna  dæmd  bein  aukaspyrna  sem  tekin  skal  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu) •  er  vítaspyrna  dæmd  ef  brotið  átti  sér  stað  innan  vítateigs  spyrnandans  

Markspyrna  tekin  af  markverðinum  Ef  markvörðurinn  sem  tekur  spyrnuna  snertir  knöttinn  aftur  (nema  með  höndum)  eftir  að  hann  er  kominn  í  leik,  áður  en  knötturinn  hefur  snert  annan  leikmann: •  er  liði  mótherjanna  dæmd  óbein  aukaspyrna  sem  tekin  skal  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu)

Ef  markvörðurinn  sem  tekur  spyrnuna  handleikur  knöttinn  viljandi,  eftir  að  hann  er  kominn  í  leik,  áður  en  knötturinn  hefur  snert  annan  leikmann: •  er  liði  mótherjanna  dæmd  bein  aukaspyrna,  ef  brotið  var  utan  vítateigs  markvarðarins,  og  skal  spyrnan  tekin  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu)   •  er  liði  mótherjanna  dæmd  óbein  aukaspyrna,  ef  brotið  var  innan  vítateigs  markvarðarins,  og  skal  spyrnan  tekin  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu)

Ef  önnur  brot  eru  framin  á  þessari  lagagrein:   •  er  spyrnan  endurtekin      

Page 54: Knattspyrnulögin 2015

52     17.  GREIN  -­  HORNSPYRNA   Hornspyrna  er  aðferð  til  að  hefja  leik  að  nýju.

Hornspyrna  er  dæmd  þegar  allur  knötturinn  fer  yfir  marklínuna,  hvort  heldur  með  jörðu  eða  á  lofti,  eftir  að  hafa  síðast  snert  leikmann  liðsins  sem  er  til  varnar,  og  mark  er  ekki  skorað  í  samræmi  við  10.  grein  laganna.

Skora  má  mark  rakleitt  úr  hornspyrnu,  en  eingöngu  í  mark  mótherjanna.    

Framkvæmd    

• Knötturinn  skal  látinn  vera  innan  hornbogans  sem  er  nær  þeim  stað  sem  knötturinn  fór  yfir  marklínuna  • Hornfánastöngina  má  ekki  hreyfa  úr  stað • Mótherjar  skulu  vera  að  minnsta  kosti  9,15  m  frá  hornboganum  þar  til  knötturinn  er  kominn  í  leik • Leikmaður  liðsins  sem  sækir  skal  spyrna  knettinum • Knötturinn  er  kominn  í  leik  þegar  honum  er  spyrnt  og  hann  hreyfist • Spyrnandinn  má  ekki  leika  knettinum  öðru  sinni  fyrr  en  knötturinn  hefur  snert  annan  leikmann   Brot  og  refsiákvæði

Hornspyrna  tekin  af  öðrum  leikmanni  en  markverðinum Ef  spyrnandinn  snertir  knöttinn  aftur  (nema  með  höndum)  eftir  að  hann  er  kominn  í  leik,  áður  en  knötturinn  hefur  snert  annan  leikmann: •  er  liði  mótherjanna  dæmd  óbein  aukaspyrna  sem  tekin  skal  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu)

Ef  spyrnandinn  handleikur  knöttinn  viljandi,  eftir  að  hann  er  kominn  í  leik,  áður  en  knötturinn  hefur  snert  annan  leikmann: •  er  liði  mótherjanna  dæmd  bein  aukaspyrna  sem  tekin  skal  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu) •  er  vítaspyrna  dæmd  ef  brotið  átti  sér  stað  innan  vítateigs  spyrnandans      

Page 55: Knattspyrnulögin 2015

17.  GREIN  -­  HORNSPYRNA   53  

Hornspyrna  tekin  af  markverðinum  Ef  markvörðurinn  sem  tekur  spyrnuna  snertir  knöttinn  aftur  (nema  með  höndum)  eftir  að  hann  er  kominn  í  leik,  áður  en  knötturinn  hefur  snert  annan  leikmann: •  er  liði  mótherjanna  dæmd  óbein  aukaspyrna  sem  tekin  skal  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu)

Ef  markvörðurinn  sem  tekur  spyrnuna  handleikur  knöttinn  viljandi,  eftir  að  hann  er  kominn  í  leik,  áður  en  knötturinn  hefur  snert  annan  leikmann: •  er  liði  mótherjanna  dæmd  bein  aukaspyrna,  ef  brotið  var  utan  vítateigs  markvarðarins,  og  skal  spyrnan  tekin  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu) •  er  liði  mótherjanna  dæmd  óbein  aukaspyrna,  ef  brotið  var  innan  vítateigs  markvarðarins,  og  skal  spyrnan  tekin  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  staðsetning  aukaspyrnu)

Ef  önnur  brot  eru  framin  á  þessari  lagagrein:   •  er  spyrnan  endurtekin    

Page 56: Knattspyrnulögin 2015

54     AÐFERÐIR  TIL  AÐ  ÁKVEÐA  SIGURVEGARA  LEIKS  EÐA  LEIKJA  HEIMA  OG  HEIMAN               Mörk  á  útivelli,  framlenging  og  vítaspyrnukeppni  eru  þær  þrjár  aðferðir  sem  nota  má  til  að  ákveða  sigurvegara  þegar  þess  er  krafist  í  mótareglum  að  fenginn  sé  sigurvegari  í  leik  sem  endar  með  jafntefli.

Mörk  á  útivelli   Mótareglur  mega  kveða  á  um,  þegar  lið  leika  hvort  gegn  öðru  heima  og  heiman,  að  mörk  skoruð  á  útivelli  séu  talin  tvöföld,  ef  samanlögð  markatala  er  jöfn  eftir  seinni  leikinn. Framlenging Mótareglur  mega  kveða  á  um  að  leiknir  skuli  til  viðbótar  tveir  jafnir  leikhlutar,  sem  hvor  um  sig  skal  ekki  vara  lengur  en  í  15  mínútur.  Ákvæði  8.  greinar  eiga  hér  við. Vítaspyrnukeppni Framkvæmd    

• Dómarinn  velur  markið  fyrir  vítaspyrnukeppnina • Dómarinn  varpar  hlutkesti  og  liðið  sem  vinnur  hlutkestið  ákveður  hvort  það  taki  fyrstu  eða  aðra  spyrnuna • Dómarinn  heldur  skrá  um  spyrnurnar  sem  teknar  eru   • Bæði  liðin  taka  fimm  spyrnur,  með  fyrirvara  um  skilyrði  sem  hér  fara  á  eftir • Liðin  skiptast  á  um  að  taka  spyrnurnar • Hafi  annað  liðið,  áður  en  bæði  lið  hafa  tekið  fimm  spyrnur,  skorað  fleiri  mörk  en  hitt  liðið  getur  skorað,  þó  svo  að  það  ljúki  við  allar  fimm  spyrnur  sínar,  eru  ekki  teknar  fleiri  spyrnur   • Hafi  bæði  liðin  skorað  jafn  mörg  mörk,  eða  engin  mörk  verið  skoruð,  þegar  hvort  lið  hefur  tekið  fimm  spyrnur,  skal  spyrnum  haldið  áfram  í  sömu  röð  þar  til  annað  liðið  hefur  skorað  marki  meira  en  hitt  úr  jafn  mörgum  spyrnum • Meiðist  markvörður  í  vítaspyrnukeppni  og  hann  getur  ekki  haldið  áfram  sem  markvörður,  má  tilnefndur  varamaður  koma  í  hans  stað  að  því  tilskildu  að  lið  hans  hafi  ekki  notað  mesta  leyfilega  fjölda  varamanna  samkvæmt  mótareglum • Með  fyrrgreindri  undantekningu  eru  aðeins  þeir  leikmenn  lögmætir  til  þátttöku  í  vítaspyrnukeppni  sem  eru  á  leikvelli  í  leikslok  og  er  framlenging  þar  talin  með,  þegar  framlengt  er

Page 57: Knattspyrnulögin 2015

 AÐFERÐIR  TIL  AÐ  ÁKVEÐA  SIGURVEGARA  LEIKS  EÐA  LEIKJA  HEIMA  OG  HEIMAN   55    

• Hver  spyrna  um  sig  er  tekin  af  nýjum  leikmanni  og  allir  lögmætir  leikmenn  verða  að  taka  spyrnu  áður  en  nokkur  leikmaður  fær  að  taka  aðra  spyrnu • Lögmætur  leikmaður  má  hvenær  sem  er  skipta  um  stöðu  við  eigin  markvörð  í  vítaspyrnukeppni • Aðeins  lögmætir  leikmenn  og  dómararnir  mega  vera  á  leikvellinum  í  vítaspyrnukeppni • Allir  leikmenn  skulu  vera  innan  miðjuhringsins,  nema  leikmaðurinn  sem  tekur  spyrnuna  og  markverðirnir  tveir • Markvörðurinn,  sem  er  samherji  spyrnandans,  skal  vera  á  leikvellinum,  utan  við  vítateiginn  þar  sem  spyrnurnar  eru  teknar  og  á  mörkum  marklínunnar  og  vítateigslínunnar • Viðeigandi  greinar  knattspyrnulaganna  og  ákvarðanir  Alþjóðanefndarinnar  eiga  við  í  vítaspyrnukeppni,  nema  annars  sé  getið    

FRAMKVÆMD  VÍTASPYRNUKEPPNI  

Allir  aðrir  leikmenn  innan  miðjuhrings  

Aðstoðardómari   Spyrnandinn    

Dómari    

Engir  forráðamenn,  þjálfarar  o.s.frv.  inni  á  leikvellinum  

Aðstoðardómari  

Markvörður  liðs  spyrnandans  

Page 58: Knattspyrnulögin 2015

56   AÐFERÐIR  TIL  AÐ  ÁKVEÐA  SIGURVEGARA  LEIKS  EÐA  LEIKJA  HEIMA  OG  HEIMAN  

• Ef  lið  lýkur  leik  með  fleiri  leikmönnum  en  mótherjarnir,  fyrir  upphaf  vítaspyrnukeppninnar,  skal  það  fækka  leikmönnum  sínum  til  jafns  við  mótherjana  og  skal  fyrirliðinn  láta  dómarann  vita  um  nöfn  og  númer  þeirra  leikmanna  sem  fækkað  er  um.  Sérhver  leikmaður,  sem  þannig  hefur  verið  undanskilinn  frá  þátttöku,  má  ekki  taka  þátt  í  vítaspyrnukeppninni. • Áður  en  vítaspyrnukeppni  hefst  skal  dómarinn  sjá  um  að  jafn  margir  leikmenn  úr  báðum  liðum  séu  innan  miðjuhringsins  og  skulu  þeir  taka  spyrnurnar    

Page 59: Knattspyrnulögin 2015

BOÐVANGURINN   57  

Boðvangurinn  á  við  um  leiki  sem  fara  fram  á  leikvöllum  þar  sem  er  að  finna  ákveðið  svæði  með  sætum  fyrir  forráðamenn  liða  og  varamenn,  eins  og  lýst  er  hér  að  neðan.    Jafnvel  þótt  stærðir  og  staðsetningar  boðvanga  geti  verið  mismunandi  frá  einum  leikvelli  til  annars  eru  eftirtalin  atriði  sett  fram  sem  almennar  leiðbeiningar:

• boðvangurinn  samsvarar  lengd  svæðisins  með  sætunum  að  viðbættum  einum  metra  við  hvort  enda  og  nær  fram  að  einum  metra  frá  hliðarlínu • mælt  er  með  því  að  boðvangurinn  sé  merktur  til  að  skilgreina  svæðið • mótareglur  skulu  kveða  á  um  fjölda  þeirra  sem  leyft  er  að  vera  í  boðvangi • tilgreina  skal  fyrir  leik  hverjir  megi  vera  á  boðvangi  í  samræmi  við  mótareglur • aðeins  einn  aðili  í  einu  má  koma  leikrænum  leiðbeiningum  á  framfæri • þjálfarinn  og  aðrir  forráðamenn  liðsins  skulu  halda  sig  innan  marka    hans,  nema  í  sérstökum  tilvikum,  t.d.  þegar  sjúkraþjálfari  eða  læknir  fer  inn  á  leikvöllinn  með  leyfi  dómarans  til  að  meta  meiðsli  leikmanns • þjálfarinn  og  aðrir  sem  eru  á  boðvangi  skulu  koma  fram  á  ábyrgan  hátt      

Page 60: Knattspyrnulögin 2015

58   FJÓRÐI  DÓMARINN  OG  VARAAÐSTOÐARDÓMARINN      

• Samræmist  það  mótareglum  má  skipa  fjórða  dómara  og  starfar  hann  við  leikinn,  ef  einhver  hinna  þriggja  dómaranna  getur  ekki  haldið  áfram  starfi  sínu,  nema  að  vara  aðstoðardómari  hafi  verið  skipaður.  Fjórði  dómarinn  aðstoðar  dómarann  hvenær  sem  þörf  krefur • Áður  en  mót  hefst  skal  mótstjórn  kveða  skýrt  á  um  hvort  fjórði  dómarinn  taki  við  sem  dómari  leiks,  ef  dómarinn  getur  ekki  haldið  áfram,  eða  hvort  fyrri  aðstoðardómarinn  taki  við  starfi  dómarans  og  fjórði  dómarinn  verði  aðstoðardómari • Fjórði  dómarinn  aðstoðar,  samkvæmt  fyrirmælum  dómarans,  við  öll  umsjónarstörf  fyrir  leik,  meðan  á  leik  stendur  og  að  leik  loknum • Hann  skal  aðstoða  við  leikmannaskipti  meðan  á  leik  stendur • Hann  hefur  vald  til  að  skoða  búnað  varamanna  áður  en  þeir  fara  inn  á  leikvöllinn.  Samræmist  búnaður  þeirra  ekki  því  sem  knattspyrnulögin  mæla  fyrir,  skal  hann  láta  dómarann  vita • Hann  sér  um  varaknetti,  þegar  þeirra  er  krafist.  Þurfi  að  skipta  um  knött  í  leik  leggur  hann  til  annan  knött,  þegar  dómarinn  mælir  svo  fyrir,  og  tryggir  þannig  að  tafir  verði  sem  minnstar   • Hann  aðstoðar  dómarann  við  stjórn  leiksins  í  samræmi  við  knattspyrnulögin.  Dómarinn  heldur  engu  að  síður  valdinu  til  að  úrskurða  um  öll  atriði  varðandi  leikinn  sjálfan • Að  leik  loknum  skal  fjórði  dómarinn  senda  skýrslu  til  viðkomandi  yfirvalda  um  hvers  kyns  óviðeigandi  hegðun  og  önnur  atvik  sem  hafa  átt  sér  stað  þar  sem  dómari  og  aðstoðardómarar  sjá  ekki  til.  Fjórði  dómarinn  skal  láta  dómarann  og  aðstoðardómarana  vita  um  slíkar  skýrslur • Hann  hefur  vald  til  að  láta  dómarann  vita  um  óviðeigandi  framkomu  þeirra  sem  eru  á  boðvangi • Skipa  má  vara  aðstoðardómara  samkvæmt  mótareglum.  Eina  hlutverk  hans  er  að  skipta  við  aðstoðardómara  sem  getur  ekki  haldið  áfram  starfi  sínu,  eða  til  að  taka  við  hlutverki  fjórða  dómara,  ef  þörf  krefur      

Page 61: Knattspyrnulögin 2015

AUKA-­AÐSTOÐARDÓMARINN   59  

Samræmist  það  mótareglum  má  skipa  auka-­aðstoðardómara  til  að  starfa  við  leiki.  Þeir  séu  virkir  dómarar  úr  hæsta  mögulega  gæðaflokki.  Mótareglur  skulu  kveða  á  um  hvaða  aðferð  skuli  beita  ef  dómarinn  verður  ófær  um  að  halda  áfram  og  þá  hvort:   1.  fjórði  dómarinn  taki  við  sem  dómari,  eða 2.  æðri  auka-­aðstoðardómarinn  taki  við  sem  dómari  og  fjórði  dómarinn  taki  hans  stöðu  sem  auka-­aðstoðardómari.  

Skyldur  

 Séu  auka-­aðstoðardómarar  tilnefndir  á  leikinn  skulu  þeir,  háð  ákvörðun  dómarans,  gefa  til  kynna:   •  þegar  allur  knötturinn  hefur  farið  út  leikvöllinn  yfir  marklínuna.   •  hvort  liðið  á  hornspyrnu  eða  markspyrnu.   •  þegar  ósæmileg  hegðun  eða  hvers  konar  önnur  atvik  eiga  sér  stað  utan  sjónmáls  dómarans. •  þegar  leikbrot  eru  framin  og  auka-­aðstoðardómarinn  hefur  betra  sjónarhorn  en  dómarinn,  sér  í  lagi  innan  vítateigsins.   •  hvort  markvörðurinn  hreyfi  sig  fram  af  marklínunni  áður  en  knettinum  er  spyrnt  í  vítaspyrnum  og  jafnframt  hvort  knötturinn  fer  yfir  marklínuna.    

Aðstoð  Auka-­aðstoðardómurunum  ber  einnig  að  aðstoða  dómarann  við  leikstjórnina  í  samræmi  við  Knattspyrnulögin,  en  lokaákvörðunin  er  alltaf  dómarans.  Hafi  auka-­aðstoðardómari  ótilhlýðileg  afskipti  af  leiknum,  eða  hegði  hann  sér  á  óviðeigandi  hátt,  skal  dómarinn  leysa  hann  frá  hlutverki  sínu  og  gefa  viðeigandi  yfirvöldum  skýrslu  um  málið.    

Page 62: Knattspyrnulögin 2015

60    

Page 63: Knattspyrnulögin 2015

Túlkun  knattspyrnulaganna  og  leiðbeiningar  til  dómara  2014  /2015  

Page 64: Knattspyrnulögin 2015

62     1.  GREIN  -­  LEIKVÖLLURINN   Merking  vallar  

Ekki  er  heimilt  að  merkja  völlinn  með  brotalínum  eða  rásum. Geri  leikmaður  óheimil  merki  á  leikvöllinn  með  fæti  sínum  ber  að  áminna  hann  fyrir  óíþróttamannslega  framkomu.  Veiti  dómarinn  slíku  athæfi  eftirtekt  á  meðan  á  leik  stendur  ber  honum  að  áminna  leikmanninn  fyrir  óíþróttamannslega  framkomu  næst  þegar  knötturinn  fer  úr  leik. Völlinn  má  eingöngu  merkja  með  þeim  línum  sem  getið  er  um  í  1.  grein  knattspyrnulaganna.   Þar  sem  yfirlag  úr  gerviefni  er  notað  er  heimilt  að  merkja  völlinn  með  öðrum  línum  svo  fremi  sem  þær  séu  í  öðrum  lit  og  skýrt  aðgreinanlegar  frá  þeim  línum  sem  merkja  knattspyrnuvöllinn. Mörk

Ef  þverslá  fer  úr  skorðum  eða  brotnar  skal  leikur  stöðvaður  þar  til  hún  hefur  verið  lagfærð  eða  komið  fyrir  að  nýju  á  sínum  stað.  Takist  ekki  að  gera  við  þverslána  skal  leiknum  slitið.  Ekki  er  heimilt  að  nota  kaðal  í  stað  þverslár.  Takist  að  gera  við  markslána  skal  leikur  hafinn  að  nýju  með  því  að  knötturinn  er  látinn  falla  á  þeim  stað    þar  sem  knötturinn  var  þegar  leikur  var  stöðvaður,  nema  leikur  hafi  verið  stöðvaður  innan  markteigs,  en  þá  skal  dómarinn  láta  knöttinn  falla  á  markteigslínunni,  sem  liggur  samsíða  marklínunni,  næst  þeim  stað  sem  knötturinn  var  þegar  leikur  var  stöðvaður.    

 

Page 65: Knattspyrnulögin 2015

1.  GREIN  -­  LEIKVÖLLURINN   63  

Viðskiptaauglýsingar     Viðskiptaauglýsingar  (liggjandi)  á  jörðinni  skulu  vera  í  a.m.k.  1  m  fjarlægð  frá  línum  vallarins

Uppréttar  viðskiptaauglýsingar  skulu  vera  a.m.k.: •  1  m  frá  hliðarlínum  vallarins •  jafn  langt  frá  marklínunni  og  dýpt  marknetsins,  og   •  1  m  frá  hliðarnetinu   Hvorki  raunverulegar  auglýsingar  né  sýndarauglýsingar  eru  leyfðar  á  leikvellinum,  á  svæðinu  inni  í  mörkunum  á  milli  marklína  og  –neta,  eða  á  boðvangi,  eða  innan  við  1  m  frá  hliðarlínum,  frá  því  að  liðin  koma  inn  á  leikvöllinn  og  þar  til  þau  hafa  yfirgefið  hann  í  hálfleik  og  frá  því  að  liðin  koma  aftur  inn  á  leikvöllinn  og  þar  til  að  leik  loknum.  Að  sama  skapi  eru  auglýsingar  ekki  heimilar  á  mörkum,  marknetum,  fánastöngum,  eða  fánum  þeirra,  og  engan  utanaðkomandi  búnað  (myndavélar,  hljóðnema  o.s.frv.)  má  festa  á  þessa  hluti. Einkennistákn  og  merki

Hvort  heldur  um  er  að  ræða  raunverulegar  eftirlíkingar  eða  sýndargerðir  af  einkennistáknum  eða  merkjum  FIFA,  álfusambanda,  meðlimasambanda,  deilda,  félaga  eða  annarra  aðila,  eru  þær  bannaðar  á  leikvellinum,  marknetunum  og  því  svæði  sem  þau  afmarka,  mörkunum,  fánastöngunum  og  fánum  þeirra,  á  meðan  á  leik  stendur.    

Page 66: Knattspyrnulögin 2015

64     2.  GREIN  -­  KNÖTTURINN   Aukaknettir

Koma  má  aukaknöttum  fyrir  kringum  völlinn  til  þess  að  nota  í  leik  að  því  gefnu  að  þeir  standist  kröfur  2.  greinar  knattspyrnulaganna  og  að  notkun  þeirra  sé  undir  stjórn  dómara.        

Page 67: Knattspyrnulögin 2015

3.  GREIN  –  FJÖLDI  LEIKMANNA   65  

Framgangsmáti  við  leikmannaskipti  

• Leikmannaskipti  mega  eingöngu  fara  fram  þegar  leikur  hefur  verið  stöðvaður • Aðstoðardómarinn  gefur  til  kynna  að  leikmannaskipta  hafi  verið  óskað • Leikmaðurinn  sem  skipta  á  út  af  fær  heimild  dómarans  til  þess  að  yfirgefa  leikvöllinn,  nema  hann  hafi  þegar  yfirgefið  leikvöllinn  af  ástæðum  sem  falla  undir  ákvæði  knattspyrnulaganna   • Dómarinn  gefur  varamanninum  heimild  til  þess  að  koma  inn  á  leikvöllinn • Varamaðurinn  bíður  eftir  að  sá  sem  hann  skiptir  við  yfirgefi  leikvöllinn  áður  en  hann  fer  sjálfur  inn  á • Ekki  er  nauðsynlegt  að  leikmaðurinn  sem  skipt  er  út  af  yfirgefi  leikvöllinn  á  miðlínu  vallarins • Í  sérstökum  tilvikum  er  hægt  að  neita  um  leyfi  til  þess  að  halda  áfram  með  leikmannaskipti,  t.d.  ef  varamaðurinn  er  ekki  tilbúinn  til  þess  að  fara  inn  á  leikvöllinn • Varamaður  sem  ekki  hefur  lokið  leikmannaskiptaferlinu  með  því  að  stíga  inn  á  leikvöllinn  má  ekki  hefja  leik  með  því  að  taka  innkast  eða  hornspyrnu • Ef  leikmaður,  sem  skipta  á  út  af,  neitar  að  yfirgefa  völlinn  heldur  leikurinn  áfram • Ef  leikmannaskipti  fara  fram  í  hálfleik,  eða  fyrir  upphaf  framlengingar,  ber  að  klára  þetta  ferli  fyrir  upphafsspyrnu  seinni  hálfleiks  eða  framlengingar  

     

Page 68: Knattspyrnulögin 2015

66     3.  GREIN  –  FJÖLDI  LEIKMANNA   Viðbótareinstaklingar  inni  á  leikvellinum Utanaðkomandi  aðilar Sérhver  sá  sem  ekki  er  skráður  á  leikskýrslu  sem  leikmaður,  varamaður  eða  forráðamaður  liðs  er  talinn  vera  utanaðkomandi  aðili,  sem  og  leikmaður  sem  vísað  hefur  verið  af  leikvelli. Ef  utanaðkomandi  aðili  fer  inn  á  leikvöllinn: •  skal  dómari  stöðva  leikinn  (þó  ekki  strax  ef  utanaðkomandi  aðilinn  hefur  ekki  áhrif  á  leikinn) •  skal  dómari  sjá  til  þess  að  láta  fjarlægja  hann  af  leikvellinum  og  næsta  umhverfi  hans •  ef  dómarinn  stöðvar  leikinn  skal  hann  hefja  leik  að  nýju  með  því  að  láta  knöttinn  falla  á  þeim  stað  sem  hann  var  á  þeim  tíma  sem  leikurinn  var  stöðvaður,  nema  leikur  hafi  verið  stöðvaður  innan  markteigs,  en  þá  skal  dómarinn  láta  knöttinn  falla  á  markteigslínunni,  sem  liggur  samsíða  marklínunni,  næst  þeim  stað  sem  knötturinn  var  þegar  leikur  var  stöðvaður

Forráðamenn  liðs Þjálfarinn  og  aðrir  forráðamenn  liðs,  sem  tilgreindir  eru  á  leikskýrslu  (að  undanskildum  leikmönnum  eða  varamönnum),  teljast  til  forráðamanna  liðs.

Ef  forráðamaður  liðs  fer  inn  á  leikvöllinn: •  skal  dómari  stöðva  leikinn  (þó  ekki  strax  ef  forráðamaðurinn  hefur  ekki  áhrif  á  leikinn  eða  ef  beita  má  hagnaði) •  skal  dómari  sjá  til  þess  að  láta  fjarlægja  hann  af  leikvellinum  og,  sé  hegðun  hans  óábyrg,  vísa  honum  af  leikvellinum  og  næsta  umhverfi  hans •  ef  dómarinn  stöðvar  leikinn,  skal  hann  hefja  leik  að  nýju  með  því  að  láta  knöttinn  falla  á  þeim  stað  sem  hann  var  á  þeim  tíma  sem  leikurinn  var  stöðvaður,  nema  leikur  hafi  verið  stöðvaður  innan  markteigs,  en  þá  skal  dómarinn  láta  knöttinn  falla  á  markteigslínunni,  sem  liggur  samsíða  marklínunni,  næst  þeim  stað  sem  knötturinn  var  þegar  leikur  var  stöðvaður    

Page 69: Knattspyrnulögin 2015

3.  GREIN  –  FJÖLDI  LEIKMANNA   67  

Leikmaður  sem  er  utan  leikvallar  Ef  leikmaður,  sem  hefur  með  leyfi  dómarans  yfirgefið  völlinn  til  þess  að  lagfæra  ólögmætan  búnað  eða  búning  sinn,  til  þess  að  fá  meðhöndlun  meiðsla  sinna  eða  blæðingar,  af  því  að  búningur  hans  er  blóðugur,  eða  af  sérhverri  annarri  ástæðu,  kemur  aftur  inn  á  leikvöllinn  án  leyfis  dómara  skal  dómarinn: •  stöðva  leik  (þó  ekki  strax  ef  leikmaðurinn  hefur  ekki  áhrif  á  leikinn  eða  ef  beita  má  hagnaði)   •  áminna  leikmanninn  fyrir  að  koma  inn  á  leikvöllinn  án  leyfis •  skipa  leikmanninum  að  yfirgefa  leikvöllinn  ef  þörf  krefur  (t.d.  vegna  brots  á  4.  grein  knattspyrnulaganna)

Ef  dómarinn  stöðvar  leik  skal  hann  hafinn  að  nýju: •  með  óbeinni  aukaspyrnu  mótherjanna  frá  þeim  stað  sem  knötturinn  var  þegar  leikur  var  stöðvaður  (sjá  13.  grein  –  Staðsetning  aukaspyrnu)  hafi  annað  brot  ekki  átt  sér  stað •  í  samræmi  við  12.  grein  ef  leikmaðurinn  hefur  gerst  brotlegur  við  hana

Ef  leikmaður  fer  óvart  út  fyrir  línur  vallarins  telst  hann  ekki  hafa  gerst  brotlegur.  Að  fara  þannig  út  af  leikvellinum  getur  talist  vera  hluti  af  leikrænni  aðgerð.

Varamaður  eða  leikmaður  sem  skipt  hefur  verið  út  af Ef  varamaður,  eða  leikmaður  sem  skipt  hefur  verið  út  af,  fer  inn  á  leikvöllinn  án  leyfis:   •  skal  dómarinn  stöðva  leik  (þó  ekki  strax  ef  viðkomandi  leikmaður  hefur  ekki  áhrif  á  leikinn  eða  ef  beita  má  hagnaði) •  skal  dómarinn  áminna  hann  fyrir  óíþróttamannslega  framkomu •  skal  leikmaðurinn  yfirgefa  leikvöllinn

Ef  dómarinn  stöðvar  leik  skal  hann  hefja  hann  að  nýju  með  óbeinni  aukaspyrnu  mótherjanna  frá  þeim  stað  sem  knötturinn  var  þegar  leikur  var  stöðvaður  (sjá  13.  grein  –  Staðsetning  aukaspyrnu).            

Page 70: Knattspyrnulögin 2015

68     3.  GREIN  –  FJÖLDI  LEIKMANNA   Mark  skorað  þegar  viðbótareinstaklingur  er  inni  á  vellinum

Ef  dómarinn  gerir  sér  grein  fyrir  því,  áður  en  hann  hefur  hafið  leik  að  nýju,  að  viðbótareinstaklingur  hafi  verið  inni  á  vellinum  þegar  mark  var  skorað:   •  skal  dómarinn  ekki  dæma  markið  gilt  ef: -­  viðbótareinstaklingurinn  var  utanaðkomandi  aðili  sem  hafði  áhrif  á  leikinn -­  viðbótaeinstaklingurinn  var  leikmaður,  varamaður,  leikmaður  sem  skipt  hafði  verið  út  af,  eða  forráðamaður  tengdur  liðinu  sem  skoraði  markið

•  skal  dómarinn  dæma  markið  gilt  ef: -­  viðbótareinstaklingurinn  var  utanaðkomandi  aðili  sem  ekki  hafði  áhrif  á  leikinn   -­  viðbótareinstaklingurinn  var  leikmaður,  varamaður,  leikmaður  sem  skipt  hafði  verið  út  af,  eða  forráðamaður  tengdur  liðnu  sem  fékk  á  sig  markið  

Lágmarksfjöldi  leikmanna  

Ef  mótareglur  kveða  á  um  að  tilgreina  beri  alla  leikmenn  og  varamenn  fyrir  upphaf  leiks  og  lið  hefur  leik  með  færri  en  ellefu  leikmenn,  mega  einungis  þeir  leikmenn  sem  tilgreindir  eru  í  byrjunarliðið  fylla  ellefu  manna  hópinn  er  þeir  mæta  til  leiks.  

Þó  ekki  megi  HEFJA  leik  ef  annað  hvort  liðið  er  skipað  færri  en  sjö  leikmönnum,  er  það  lagt  í  hendur  meðlimasambandanna  að  ákveða  þann  lágmarksfjölda  leikmanna  sem  til  þarf  til  þess  að  leikur  geti  HALDIÐ  ÁFRAM.  Það  er  hins  vegar  skoðun  Alþjóðanefndar  að  ekki  skuli  halda  leik  áfram  ef  færri  en  sjö  leikmenn  eru  eftir  í  hvoru  liðinu  sem  er.

Ef  fjöldi  leikmanna  liðs  fer  niður  fyrir  sjö  vegna  þess  að  einn  leikmaður  eða  fleiri  hafa  yfirgefið  leikvöllinn  viljandi  þarf  dómarinn  ekki  að  stöðva  leikinn  og  getur  beitt  hagnaði.  Í  slíkum  tilfellum  skal  dómarinn  ekki  heimila  að  leikur  sé  hafinn  að  nýju,  eftir  að  knötturinn  hefur  farið  úr  leik,  ef  lið  er  ekki  skipað  lágmarksfjölda  sjö  leikmanna.          

Page 71: Knattspyrnulögin 2015

4.  GREIN  –  BÚNAÐUR  LEIKMANNA   69  

Lágmarksbúnaður

Litir:    •  Ef  peysur  beggja  markvarða  eru  eins  litar,  og  hvorugur  þeirra  hefur  aðra  til  skiptanna,  skal  dómari  leyfa  að  leikur  hefjist

Ef  leikmaður  missir  af  sér  skó  af  slysni  og  leikur  knettinum  strax  í  kjölfarið,  og/eða  skorar  mark,  hefur  ekkert  leikbrot  átt  sér  stað  og  markið  staðfest  vegna  þess  að  hann  missti  af  sér  skóinn  fyrir  slysni. Markvörðum  er  heimilt  að  leika  í  síðbuxum  sem  hluta  af  lágmarksbúnaði  sínum.

Annar  búnaður

Leikmanni  er  heimilt  að  notast  við  annan  búnað  en  lágmarksbúnað  svo  fremi  sem  eini  tilgangur  búnaðarins  sé  að  veita  leikmanninum  líkamlega  vernd  og  hann  skapi  ekki  hættu  fyrir  hann  sjálfan  eða  aðra  leikmenn.   Dómara  ber  að  skoða  allan  viðbótarklæðnað  eða  –búnað  annan  en  lágmarksbúnað  og  staðfesta  að  hann  sé  ekki  hættulegur. Nútímahlífðarbúnaður,  svo  sem  höfuðhlífar,  andlitsgrímur,  hné-­  og  handleggshlífar,  gerður  úr  mjúku,  léttbólstruðu  efni,  telst  ekki  hættulegur  og  er  því  heimill.

Sé  höfuðbúnaður  borinn,  skal  hann:   •  vera  svartur  eða  sama  meginlitar  og  peysan  (að  því  gefnu  að  búnaður  leikmanna  sama  liðs  sé  eins) •  vera  í  faglegu  samræmi  við  útlit  annars  búnaðar  leikmannsins •  ekki  vera  áfastur  peysunni   •  ekki  skapa  neina  hættu  fyrir  leikmanninn  sjálfan  eða  aðra  leikmenn  (t.d.  með  því  hvernig  hann  er  festur  um  hálsinn) •  vera  án  hluta  sem  flagsa  frá  yfirborði  hans  (án  viðhengja)    

Page 72: Knattspyrnulögin 2015

70     4.  GREIN  –  BÚNAÐUR  LEIKMANNA   Í  ljósi  tækniframfara  sem  hafa  gert  íþróttagleraugu  mun  öruggari,  bæði  fyrir  þann  sem  ber  þau  og  aðra  leikmenn,  skulu  dómarar  sýna  umburðarlyndi  gagnvart  notkun  þeirra,  sérstaklega  hvað  varðar  yngri  leikmenn.  Ef  hætta  skapast  af  einhverjum  viðbótarklæðnaði  eða  –búnaði,  sem  dómari  hefur  skoðað  fyrir  leikinn  og  metið  hættulausan,  eða  ef  hann  er  notaður  á  hættulegan  hátt  í  leiknum,  ber  dómara  að  afturkalla  heimild  til  notkunar  hans.  

Notkun  rafræns  samskiptabúnaðar  milli  leikmanna  og/eða  tækniliðs  er  ekki  heimil  .   Skartgripir  

Allir  skartgripir  (hálsmen,  hringar,  armbönd,  eyrnalokkar,  leðurólar,  gúmmíteygjur  o.s.frv.)  eru  stranglega  bannaðir  og  ber  að  fjarlægja.  Notkun  límbands  (plástra)  til  að  hylja  skartgripi  er  ekki  fullnægjandi.

Dómurum  er  einnig  óheimilt  að  bera  skartgripi  (að  undanskildu  úri  eða  þar  til  gerðs  búnaðar  til  tímatöku  leiksins).  

Agarefsingar

Skoða  ber  útbúnað  leikmanna  fyrir  upphaf  leiks  og  varamanna  áður  en  þeir  fara  inn  á  leikvöllinn.  Ef  í  ljós  kemur  á  meðan  á  leik  stendur  að  leikmaður  sé  með  ólöglegan  búnað  eða  skartgripi  skal  dómarinn: •  tilkynna  leikmanninum  að  fjarlægja  beri  viðkomandi  hlut •  skipa  leikmanninum  að  yfirgefa  leikvöllinn  næst  þegar  leikur  er  stöðvaður  ef  hann  er  ófær  eða  ófús  að  fara  að  fyrirmælunum   •  áminna  leikmanninn  ef  hann  þráast  við  að  fara  að  fyrirmælunum,  eða  ef  í  ljós  kemur  að  hann  beri  enn  viðkomandi  hlut/búnað  á  sér  eftir  að  hafa  verið  skipað  að  fjarlægja  hann  

Ef  leikur  er  stöðvaður  til  þess  að  áminna  leikmanninn  skal  dæma  mótherjunum  óbeina  aukaspyrnu  sem  tekin  skal  frá  þeim  stað  sem  knötturinn  var  á  þeim  tíma  sem  leikurinn  var  stöðvaður  (sjá  13.  grein  –  Staðsetning  aukaspyrnu).      

Page 73: Knattspyrnulögin 2015

5.  GREIN  -­  DÓMARINN 71  

Völd  og  skyldur    

Dómarinn  hefur  heimild  til  þess  að  stöðva  leikinn  ef  hann  telur  fljóðljósin  ófullnægjandi. Ef  aðskotahlutur,  sem  áhorfandi  hendir  inn  á  leikvöllinn,  fer  í  dómarann,  eða  annan  aðstoðardómaranna,  eða  leikmann,  eða  forráðamann  liðs,  hefur  dómarinn  heimild  til  þess  að  láta  leikinn  halda  áfram,  stöðva  leikinn  um  stund,  eða  aflýsa  leiknum,  allt  eftir  alvarleika  atviksins.  Honum  ber,  í  öllum  tilvikum,  að  tilkynna  um  viðkomandi  atvik  til  viðeigandi  yfirvalda. Dómarinn  hefur  heimild  til  þess  að  sýna  gul  eða  rauð  spjöld  í  leikhléi  og  eftir  að  leik  er  lokið  og  einnig  á  meðan  á  framlengingu  og  vítaspyrnukeppni  stendur,  enda  er  leikurinn  á  valdsviði  hans  á  þessum  tíma.   Ef  dómari  verður,  af  einhverri  ástæðu,  ófær  um  að  halda  leik  áfram  um  stund  getur  leikurinn  haldið  áfram  undir  eftirliti  aðstoðardómaranna  þar  til  knötturinn  fer  næst  úr  leik. Ef  áhorfandi  blæs  í  flautu  og  dómarinn  telur  flautið  hafa  haft  áhrif  á  leikinn  (t.d.  ef  leikmaður  tekur  knöttinn  upp  með  höndum,  þar  sem  hann  taldi  að  leikurinn  hafi  verið  stöðvaður)  skal  dómarinn  stöðva  leikinn  og  hefja  leik  að  nýju  með  því  að  láta  knöttinn  falla  á  þeim  stað  sem  hann  var  þegar  leikurinn  var  stöðvaður,  nema  leikur  hafi  verið  stöðvaður  innan  markteigs,  en  þá  skal  dómarinn  láta  knöttinn  falla  á  markteigslínunni,  sem  liggur  samsíða  marklínunni,  næst  þeim  stað  sem  knötturinn  var  þegar  leikur  var  stöðvaður. Ef  aukaknöttur  eða  aðskotahlutur  eða  dýr  kemur  inn  á  leikvöllinn  á  meðan  leikur  er  í  gangi  ber  dómaranum  einungis  að  stöðva  leikinn  ef  þetta  hefur  áhrif  á  leikinn.  Leikur  skal  hafinn  að  nýju  með  því  að  láta  knöttinn  falla  á  þeim  stað  sem  hann  var  þegar  leikurinn  var  stöðvaður,  nema  leikur  hafi  verið  stöðvaður  innan  markteigs,  en  þá  skal  dómarinn  láta  knöttinn  falla  á  markteigslínunni,  sem  liggur  samsíða  marklínunni,  næst  þeim  stað  sem  knötturinn  var  á  þegar  leikur  var  stöðvaður. Ef  aukaknöttur  eða  aðskotahlutur  eða  dýr  kemur  inn  á  leikvöllinn  á  meðan  leikur  er  í  gangi  án  þess  að  hafa  áhrif  á  leikinn  ber  dómaranum  að  láta  fjarlægja  hann  (það)  við  fyrsta  mögulega  tækifæri.      

Page 74: Knattspyrnulögin 2015

72     5.  GREIN  -­  DÓMARINN   Hagnaðarreglan

Dómarinn  hefur  heimild  til  þess  að  beita  hagnaði  hvenær  sem  leikbrot,  eða  brot  gegn  knattspyrnulögunum,  á  sér  stað.

Dómaranum  ber  að  hafa  eftirfarandi  kringumstæður  í  huga  þegar  hann  tekur  ákvörðun  um  hvort  beita  skuli  hagnaði  eða  stöðva  leikinn:   •  alvarleika  brotsins:  ef  brotið  réttlætir  brottrekstur  ber  dómaranum  að  stöðvaleikinn  og  vísa  leikmanninum  af  leikvelli  nema  að  tækifæri  til  þess  að  skora  mark  fylgi  í  kjölfarið •  staðsetningu  brotsins:  þeim  mun  nær  sem  brotið  er  marki  mótherjanna,  þeim  mun  líklegra  er  að  hagnaðurinn  hafi  þýðingu   •  möguleikana  á  tafarlausri,  hættulegri  sókn  að  marki  mótherjanna •  flæði  leiksins

Taka  verður  ákvörðun  um  hvort  refsa  eigi  fyrir  upphaflega  brotið  á  næstu  sekúndum.  

Ef  brotið  réttlætir  áminningu  ber  að  veita  hana  næst  þegar  leikurinn  er  stöðvaður.  Hins  vegar  er  mælt  með  því,  nema  um  augljósan  hagnað  sé  að  ræða,  að  dómarinn  stöðvi  leikinn  strax  til  þess  að  áminna  leikmanninn.  Ef  áminningin  er  síðan  EKKI  veitt  næst  þegar  leikurinn  er  stöðvaður  má  ekki  veita  hana  síðar.          

Page 75: Knattspyrnulögin 2015

5.  GREIN  -­  DÓMARINN   73  

Meiddir  leikmenn  

Dómarinn  skal  halda  fast  við  eftirfarandi  framgangsmáta  þegar  fengist  er  við  meidda  leikmenn:   •  leik  skal  haldið  áfram  þar  til  knötturinn  er  úr  leik  ef  leikmaður  er,  að  mati  dómarans,  eingöngu  smávægilega  meiddur   •  leikur  skal  stöðvaður  ef  leikmaður  er,  að  mati  dómarans,  alvarlega  meiddur •  eftir  að  hafa  ráðfært  sig  við  leikmanninn  getur  dómarinn  heimilað  einum,  eða  tveimur  læknum  hið  mesta,  að  koma  inn  á  leikvöllinn  til  þess  að  meta  meiðslin  og  til  þess  að  sjá  um  að  leikmaðurinn  sé  fluttur  út  af  leikvellinum  á  öruggan  og  fljótan  hátt •  börumennirnir  skulu  einungis  fara  inn  á  leikvöllinn  með  börur  sínar  eftir  að  dómarinn  hefur  gefið  um  það  merki   •  dómarinn  skal  tryggja  að  meiddur  leikmaður  sé  fluttur  af  leikvelli  á  öruggan  hátt •  óheimilt  er  að  meðhöndla  meiðsli  leikmanna  inni  á  leikvellinum •  sérhver  leikmaður  sem  er  með  blæðandi  sár  verður  að  yfirgefa  leikvöllinn  Hann  má  ekki  koma  inn  á  aftur  fyrr  en  dómari  hefur  fullvissað  sig  um  að  blæðingin  hafi  verið  stöðvuð.  Leikmaður  má  ekki  klæðast  búningi  sem  á  eru  blóðblettir •  hinn  meiddi  leikmaður  verður  að  yfirgefa  leikvöllinn  jafn  skjótt  og  dómarinn  hefur  heimilað  læknunum  að  koma  inn  á  leikvöllinn,  annaðhvort  á  börunum  eða  fótgangandi.  Ef  leikmaður  er  ófús  að  hlýða  því  ber  að  áminna  hann  fyrir  óíþróttamannslega  framkomu •  hinn  meiddi  leikmaður  má  eingöngu  koma  aftur  inn  á  leikvöllinn  eftir  að  leikur  hefur  verið  hafinn  á  ný   •  þegar  leikur  er  í  gangi  skal  hinn  meiddi  leikmaður  koma  aftur  inn  á  leikvöllinn  frá  hliðarlínum  hans.  Þegar  knötturinn  er  úr  leik  getur  hinn  meiddi  leikmaður  hins  vegar  komið  aftur  inn  á  leikvöllinn  frá  öllum  markalínum  hans •  aðeins  dómarinn  hefur  heimild  til  þess  að  leyfa  hinum  meidda  leikmanni  að  koma  aftur  inn  á  leikvöllinn,  óháð  því  hvort  leikurinn  sé  í  gangi  eða  ekki   •  dómarinn  hefur  heimild  til  þess  að  leyfa  hinum  meidda  leikmanni  að  koma  aftur  inn  á  leikvöllinn  ef  annar  aðstoðardómaranna  eða  fjórði  dómarinn  staðfesta  að  leikmaðurinn  sé  tilbúinn  

   

Page 76: Knattspyrnulögin 2015

74   5.  GREIN  -­  DÓMARINN    

• hafi  leikur  ekki  verið  stöðvaður  af  öðrum  ástæðum,  eða  ef  meiðsli  leikmanns  eru  ekki  afleiðing  brots  á  knattspyrnulögunum,  skal  dómari  hefja  leik  að  nýju  með  því  að  láta  knöttinn  falla  á  þeim  stað  sem  hann  var  þegar  leikurinn  var  stöðvaður,  nema  leikur  hafi  verið  stöðvaður  innan  markteigs,  en  þá  skal  dómarinn  láta  knöttinn  falla  á  markteigslínunni,  sem  liggur  samsíða  marklínunni,  næst  þeim  stað  sem  knötturinn  var  þegar  leikur  var  stöðvaður • dómarinn  skal  bæta  við,  í  lok  hvers  leikhluta,  öllum  þeim  leiktíma  sem  tapast  hefur  vegna  meiðsla   • hafi  dómarinn  ákveðið  að  sýna  meiddum  leikmanni,  sem  yfirgefa  þarf  leikvöllinn  til  aðhlynningar,  spjald,  skal  dómarinn  gera  það  áður  en  leikmaðurinn  yfirgefur  leikvöllinn  

Undanþágur  frá  þessum  framgangsmáta  má  einungis  gefa  þegar: •  markvörður  meiðist •  markvörður  og  útileikmaður  hafa  lent  í  samstuði  og  þarfnast  tafarlausrar  aðhlynningar   •  leikmenn  sama  liðs  hafa  lent  í  samstuði  og  þarfnast  tafarlausrar  aðhlynningar   •  alvarleg  meiðsli  hafa  orðið,  t.d.  ef  leikmaður  gleypir  tunguna,  heilahristingur,  eða  fótbrot

Fleiri  en  eitt  leikbrot  eiga  sér  stað  samtímis  

• Leikbrot  framin  af  tveimur  leikmönnum  sama  liðs:

-­  dómarinn  skal  refsa  fyrir  alvarlegasta  brotið  þegar  leikmenn  fremja  fleira  en  eitt  leikbrot  samtímis    -­  leikur  skal  hafinn  á  ný  í  samræmi  við  alvarlegasta  leikbrotið  sem  framið  var  

• Leikbrot  framin  af  leikmönnum  beggja  liða: -­  dómarinn  skal  stöðva  leikinn  og  hefja  leik  að  nýju  með  því  að  láta  knöttinn  falla  á  þeim  stað  sem  hann  var  þegar  leikurinn  varð  stöðvaður,  nema  leikur  hafi  verið  stöðvaður  innan  markteigs,  en  þá  skal  dómarinn  láta  knöttinn  falla  á  markteigslínunni,  sem  liggur  samsíða  marklínunni,  næst  þeim  stað  sem  knötturinn  var  þegar  leikur  var  stöðvaður    

     

Page 77: Knattspyrnulögin 2015

LEIÐBEININGAR  TIL  DÓMARA   75  

Staðsetningar  þegar  knötturinn  er  í  leik   Ráðleggingar  •  Leikurinn  ætti  að  fara  fram  milli  dómarans  og  aðstoðardómarans  á  vallarhelmingi  varnarliðsins •  Aðstoðardómarinn  á  vallarhelmingi  varnarliðsins  ætti  ávallt  að  vera  í  sjónlínu  dómarans.  Dómarinn  ætti  að  nota  vítt  skálínukerfi   •  Með  því  að  staðsetja  sig  utan  við  leikinn  (átakasvæðið)  gerir  dómarinn  sér  auðveldara  að  fylgjast  með  leiknum  og  að  hafa  aðstoðardómarann  á  vallarhelmingi  varnarliðsins  í  sjónlínu  sinni   •  Dómarinn  ætti  að  halda  sig  nógu  nálægt  leiknum  (átakasvæðinu)  til  þess  að  sjá  það  sem  fram  fer,  án  þess  þó  að  trufla  leikinn •  "Það  sem  fylgjast  þarf  með"  er  ekki  alltaf  í  nálægð  knattarins.  Dómarinn  þarf  því  einnig  að  beina  athygli  sinni  að:

-­  árásargjörnum  átökum  einstakra  leikmanna  fjarri  knettinum -­  mögulegum  leikbrotum  á  svæðinu  þangað  sem  leikurinn  (átakasvæðið)  stefnir   -­  leikbrotum  sem  eiga  sér  stað  eftir  að  knettinum  er  leikið  í  burtu  

Staðsetningar  í  föstum  leikatriðum   Besta  staðsetningin  er  sú  sem  tryggir  að  dómarinn  geti  tekið  rétta  ákvörðun.  Allar  ráðleggingar  varðandi  staðsetningar  eru  grundvallaðar  á  líkum  og  verður  því  að  aðlaga  með  hliðsjón  af  sérstökum  upplýsingum  um  liðin,  leikmennina  og  þróun  leiksins  fram  að  þeim  tíma.

Á  eftirfarandi  myndum  má  sjá  grundvallarstaðsetningar  sem  mælt  er  með  að  dómarar  nýti  sér.  Tilvísun  í  "svæði"  er  til  þess  ætluð  að  leggja  áherslu  á  að  sérhver  sú  staðsetning  sem  hér  er  mælt  með  á  í  raun  við  það  svæði  sem  líklegast  er  að  dómarinn  geti  nýtt  sér  til  þess  að  hámarka  árangur  sinn.  Svæðið  kann  að  vera  stærra,  minna  eða  annarrar  lögunar,  allt  háð  því  hverjar  kringumstæðurnar  eru  hverju  sinni.      

Page 78: Knattspyrnulögin 2015

76   LEIÐBEININGAR  TIL  DÓMARA  

1.  Staðsetning  við  upphafsspyrnu     2.  Staðsetning  við  markspyrnu    

Page 79: Knattspyrnulögin 2015

LEIÐBEININGAR  TIL  DÓMARA   77  

3.  Staðsetning  við  hornspyrnu  (1)     4.  Staðsetning  við  hornspyrnu  (2)    

Page 80: Knattspyrnulögin 2015

78   LEIÐBEININGAR  TIL  DÓMARA  

5.  Staðsetning  við  aukaspyrnu  (1)     6.  Staðsetning  við  aukaspyrnu  (2)    

Page 81: Knattspyrnulögin 2015

LEIÐBEININGAR  TIL  DÓMARA   79  

7.  Staðsetning  við  aukaspyrnu  (3)     8.  Staðsetning  við  aukaspyrnu  (4)    

Page 82: Knattspyrnulögin 2015

80   LEIÐBEININGAR  TIL  DÓMARA  

9.  Staðsetning  við  vítaspyrnu    

Page 83: Knattspyrnulögin 2015

MERKJAGJÖF  DÓMARA   81    

Bein  aukaspyrna   Hagnaður    

Óbein  aukaspyrna    

Gult  spjald   Rautt  spjald    

Page 84: Knattspyrnulögin 2015

82     MERKJAGJÖF  DÓMARA Notkun  flautu  

Flautunnar  er  þörf  til  að: •  hefja  leik  (í  fyrri  og  seinni  hálfleik)  og  eftir  að  mark  hefur  verið  skorað   •  stöðva  leik  til  að:  

-­  dæma  aukaspyrnu  eða  vítaspyrnu   -­  fresta  eða  aflýsa  leik -­  flauta  leikhluta  af  þegar  leiktíminn  er  liðinn  

•  hefja  leik  að  nýju  við: -­  aukaspyrnur  þegar  færa  þarf  varnarvegg  í  hæfilega  fjarlægð   -­  vítaspyrnur

•  hefja  leik  að  nýju  eftir  að  hann  hefur  verið  stöðvaður  vegna: -­  guls  eða  rauðs  spjalds  sem  sýna  þarf  vegna  óviðeigandi  hegðunar -­  meiðsla -­  leikmannaskipta

Flautunnar  er  EKKI  þörf  til  að: •  stöðva  leikinn  til  að  dæma:

-­  markspyrnu,  hornspyrnu  eða  innkast -­  mark

•  hefja  leik  að  nýju  eftir  að  dæmd  hefur  verið:   -­  aukaspyrna,  markspyrna,  hornspyrna,  innkast

Flauta  sem  notuð  er  oft  að  ástæðulausu  hefur  minni  áhrif  þegar  hennar  er  þörf.  Þegar  dómari  telur  sig  þurfa  að  nota  flautuna  til  þess  að  hefja  leik  skal  hann  gefa  leikmönnunum  það  skýrt  til  kynna  að  ekki  megi  hefja  leik  fyrr  en  eftir  að  hann  hefur  gefið  um  það  merki  með  flautu  sinni.

Líkamstjáning

Dómari  beitir  líkamstjáningu  til  þess  að:   •  auðvelda  sér  stjórnun  leiksins •  auðsýna  vald  sitt  og  sjálfsöryggi

Líkamstjáning  felur  ekki  í  sér: •  útskýringu  á  ákvörðun          

Page 85: Knattspyrnulögin 2015

AUKA-­AÐSTOÐARDÓMARARNIR   83      Völd  og  skyldur    Auka-­aðstoðardómararnir  aðstoða  dómarann  við  stjórn  leiksins  samkvæmt  knattspyrnulögunum.  Þeir  aðstoða  dómarann  einnig  við  allt  það  sem  viðkemur  gangi  leiksins  að  beiðni  og  samkvæmt  fyrirmælum  dómarans.  Þetta  á  almennt  við  um  atriði  svo  sem:   •  skoðun  leikvallar,  keppnisknatta  og  búnaðs  leikmanna. •  mat  á  því  hvort  vandkvæði  tengd  búnaði  leikmanna  eða  blæðinga  hafi  verið  leyst. •  að  taka  tímann  og  skrá  hjá  sér  markaskorun  og  óviðeigandi  hegðun.  

   Staðsetningar  og  samvinna  1.  Almennar  staðsetningar  á  meðan  á  leik  stendur   Staðsetning  auka-­aðstoðardómaranna  er  aftan  við  marklínuna.    

Aðstoðardómari  2    

Dómari    

Aðstoðardómari  1    

 Auka-­aðstoðardómurunum  er  óheimilt  að  fara  inn  á  leikvöllinn  nema  í  undantekningartilfellum.      

Auka-­aðstoðardómari  22    

1Auka-­aðstoðardómari  1    

Page 86: Knattspyrnulögin 2015

84     AUKA-­AÐSTOÐARDÓMARARNIR   2.  Markspyrna   Auka-­aðstoðardómararnir  skulu  ganga  úr  skugga  um  að  knettinum  sé  stillt  upp  innan  markteigsins.  Ef  knettinum  er  ekki  rétt  stillt  upp  ber  auka-­aðstoðardómaranum  að  gera  dómaranum  viðvart.  

3.  Vítaspyrna   Auka-­aðstoðardómaranum  ber  að  staðsetja  sig  þar  sem  marklínan  kemur  saman  við  markteigslínuna,  en  aðstoðardómarinn  tekur  sér  stöðu  í  línu  við  næst  aftasta  varnarmanninn.  

4.  Vítaspyrnukeppni   Auka-­aðstoðardómurunum  ber  að  staðsetja  sig  þar  sem  marklínan  kemur  saman  við  markteigslínuna,  hvor  sínum  megin  marksins,  hægra  og  vinstra  megin  við  það.   Hlutverk  auka-­aðstoðardómaranna  er  að  gefa  dómaranum  til  kynna  hvort  knötturinn  hafi  allur  farið  yfir  marklínuna,  á  milli  markstanganna  og  undir  markslánna.

5.  "Mark  –  ekki  mark"  atvik Auka-­aðstoðardómarinn  lætur  dómarann  vita  þegar  mark  hefur  verið  skorað.

Merkjagjöf  auka-­aðstoðardómaranna      Auka-­aðstoðardómararnir  noti  einungis  þráðlausan  samskiptabúnað  og  alls  ekki  flögg  til  að  koma  skilaboðum  til  dómarans. Ef  þráðlausi  samskiptabúnaðurinn  virkar  ekki  nota  auka-­aðstoðardómararnir  þar  til  gerðan  hljóðmerkjastaut     til  að  koma  skilaboðum  sínum  á  framfæri.     Að  jafnaði  ber  auka-­aðstoðardómaranum  að  forðast  að  gefa  augljósar  bendingar  með  höndunum.  Þó  geta  látlausar  bendingar  í  stöku  tilfellum  veitt  dómaranum  mikilvægar  vísbendingar.  Meining  slíkrar  merkjagjafar  verður  að  vera  skýr  og  skal  hún  rædd  og  ákveðin  á  fundi  teymisins  fyrir  leikinn.          

Page 87: Knattspyrnulögin 2015

6.  GREIN  -­  AÐSTOÐARDÓMARARNIR   85  

Völd  og  skyldur  

Aðstoðardómararnir  aðstoða  dómarann  við  stjórn  leiksins  samkvæmt  knattspyrnu-­  lögunum.  Þeir  aðstoða  dómarann  einnig  við  allt  það  sem  viðkemur  gangi  leiksins  að  beiðni  og  fyrirmælum  dómarans.  Þetta  á  almennt  við  um  atriði  svo  sem: •  skoðun  leikvallar,  keppnisknatta  og  búnaðs  leikmanna •  mat  á  því  hvort  vandkvæði  tengd  búnaði  leikmanna  eða  blæðinga  hafi  verið  leyst   •  að  fylgjast  með  leikmannaskiptaferlinu •  að  taka  tímann  og  skrá  hjá  sér  markaskorun  og  óviðeigandi  hegðun

Staðsetningar  og  samvinna  

1.  Upphafsspyrna Aðstoðardómararnir  skulu  staðsetja  sig  í  línu  við  næst  aftasta  varnarmann.      

Page 88: Knattspyrnulögin 2015

86     6.  GREIN  -­  AÐSTOÐARDÓMARARNIR   2.  Almennar  staðsetningar  á  meðan  á  leik  stendur Aðstoðardómararnir  skulu  staðsetja  sig  í  línu  við  næst  aftasta  varnarmann  eða  knöttinn,  ef  hann  er  nær  marklínunni  en  næst  aftasti  varnarmaðurinn.  Aðstoðardómararnir  skulu  ávallt  snúa  að  leikvellinum.    

Page 89: Knattspyrnulögin 2015

6.  GREIN  -­  AÐSTOÐARDÓMARARNIR   87  

3.  Markspyrna  1.  Aðstoðardómararnir  skulu  fyrst  aðgæta  hvort  knettinum  sé  stillt  upp  innan  markteigs:  

•  ef  knettinum  er  ekki  réttilega  stillt  upp  skal  aðstoðardómarinn  standa  kyrr,  ná  augnsambandi  við  dómarann  og  lyfta  flaggi  sínu

2.  Þegar  knettinum  hefur  verið  rétt  stillt  upp  innan  markteigs  skal  aðstoðardómarinn  færa  sig  að  mörkum  vítateigsins  til  að  fullvissa  sig  um  að  knötturinn  fari  út  úr  vítateignum  (í  leik)  og  að  sóknarmennirnir  séu  staddir  utan  hans:

•  ef  næst  aftasti  varnarmaður  tekur  markspyrnuna  skal  aðstoðardómarinn  færa  sig  strax  að  mörkum  vítateigsins  

3.  Að  því  loknu  skal  aðstoðardómarinn  taka  sér  stöðu  til  þess  að  meta  rangstöðulínuna,  sem  ávallt  er  forgangsatriði

 

Page 90: Knattspyrnulögin 2015

88     6.  GREIN  -­  AÐSTOÐARDÓMARARNIR   4.  Markvörður  kemur  knettinum  í  leik Aðstoðardómararnir  skulu  taka  sér  stöðu  í  línu  við  mörk  vítateigsins  og  aðgæta  hvort  markvörðurinn  snerti  knöttinn  með  höndunum  utan  vítateigsins. Þegar  markvörðurinn  hefur  komið  knettinum  í  leik  skal  aðstoðardómarinn  taka  sér  stöðu  til  þess  að  meta  rangstöðulínuna,  sem  ávallt  er  forgangsatriði.      

Page 91: Knattspyrnulögin 2015

6.  GREIN  -­  AÐSTOÐARDÓMARARNIR   89  

5.  Vítaspyrna    Aðstoðardómarinn  skal  staðsetja  sig  þar  sem  vítateigslínan  kemur  saman  við  marklínuna.  Ef  markvörðurinn  fer  freklega  fram  af  marklínunni  áður  en  knettinum  er  spyrnt,  og  mark  ekki  skorað,  skal  aðstoðardómarinn  lyfta  flaggi  sínu.  

Page 92: Knattspyrnulögin 2015

90     6.  GREIN  -­  AÐSTOÐARDÓMARARNIR   6.  Vítaspyrnukeppni Annar  aðstoðardómaranna  skal  staðsetja  sig  þar  sem  markteigslínan  kemur  saman  við  marklínuna.  Aðalhlutverk  hans  er  að  aðgæta  hvort  knötturinn  fari  yfir  marklínuna: •  þegar  knötturinn  hefur  augljóslega  farið  yfir  marklínuna  skal  aðstoðar-­  dómarinn  ná  augnsambandi  við  dómarann  án  þess  að  gefa  nokkurt  merki  •  þegar  mark  er  skorað  og  ekki  er  augljóst  hvort  knötturinn  hafi  farið  yfir  marklínuna  eða  ekki  skal  aðstoðardómarinn  í  fyrstu  lyfta  flaggi  sínu  til  þess  að  ná  athygli  dómarans  og  síðan  staðfesta  markið

Hinn  aðstoðardómarinn  skal  staðsetja  sig  innan  miðjuhringsins  til  þess  að  stjórna  leikmönnunum  sem  eftir  eru  úr  báðum  liðum.    

Page 93: Knattspyrnulögin 2015

6.  GREIN  -­  AÐSTOÐARDÓMARARNIR   91  

7.  "Mark  –  ekki  mark"  atvik    Þegar  mark  hefur  verið  skorað  og  enginn  vafi  leikur  á  þeirri  ákvörðun  skulu  dómarinn  og  aðstoðardómarinn  hafa  augnsamband  og  aðstoðardómarinn  síðan  taka  25-­30  metra  snöggan  sprett  eftir  hliðarlínunni  í  átt  að  miðlínu  án  þess  að  lyfta  flaggi  sínu.    

Page 94: Knattspyrnulögin 2015

92     6.  GREIN  -­  AÐSTOÐARDÓMARARNIR   Þegar  mark  hefur  verið  skorað,  en  knötturinn  virðist  ennþá  vera  í  leik,  skal  aðstoðardómarinn  í  fyrstu  lyfta  flaggi  sínu  til  þess  að  ná  athygli  dómarans  og  síðan  taka  venjulegan  25  –  30  metra  sprett  eftir  hliðarlínunni  í  átt  að  miðlínu  

 Í  þeim  tilvikum  sem  knötturinn  hefur  ekki  farið  allur  yfir  marklínuna  og  leikur  heldur  áfram  af  eðlilegum  ástæðum,  enda  mark  ekki  verið  skorað,  skal  dómarinn  ná  augnsambandi  við  aðstoðardómarann  og  gefa  um  það  óáberandi  merki  ef  þörf  krefur.  

Page 95: Knattspyrnulögin 2015

6.  GREIN  -­  AÐSTOÐARDÓMARARNIR   93  

8.  Hornspyrna    Staðsetning  aðstoðardómarans  við  hornspyrnu  skal  vera  aftan  við  hornfánann  í  línu  við  marklínuna.  Hann  skal  gæta  þess  að  trufla  ekki  leikmanninn  sem  tekur  hornspyrnuna.  Hann  skal  gæta  þess  að  knötturinn  sé  réttilega  staðsettur  innan  horngeirans.    

Page 96: Knattspyrnulögin 2015

94     6.  GREIN  -­  AÐSTOÐARDÓMARARNIR   9.  Aukaspyrna   Staðsetning  aðstoðardómarans  við  aukaspyrnu  skal  vera  í  línu  við  næst  aftasta  varnarmann  til  þess  að  geta  metið  rangstöðulínuna,  sem  ávallt  er  forgangsatriði.  Hins  vegar  verður  hann  að  vera  reiðubúinn  til  þess  að  fylgja  knettinum  eftir  með  því  að  færa  sig  niður  eftir  hliðarlínunni  í  átt  að  hornfánanum  sé  um  beint  skot  að  marki  að  ræða  .    

Page 97: Knattspyrnulögin 2015

6.  GREIN  -­  AÐSTOÐARDÓMARARNIR   95  

Bendingar    

Almenna  reglan  er  sú  að  aðstoðardómarar  skuli  ekki  gefa  nein  augljós  merki  með  höndum  sínum.    Hins  vegar  getur  óáberandi  merki  í  sumum  tilvikum  veitt  dómaranum  mikilvægan  stuðning.  Merkið  verður  að  hafa  skýran  tilgang.  Merking  þess  ætti  að  hafa  verið  rædd  og  ákveðin  á  undirbúningsfundi  fyrir  leikinn.

Hlaupatækni  

Almenna  reglan  er  sú  að  aðstoðardómarinn  skuli  snúa  að  leikvellinum  við  störf  sín.  Hann  ætti  að  beita  hliðarskrefum  við  styttri  vegalengdir.  Þetta  er  sérstaklega  mikilvægt  við  að  meta  rangstöðu,  auk  þess  sem  það  tryggir  honum  betri  sjónlínu. Hljóðmerki  ("Signal  beep")

Dómarar  eru  minntir  á  að  hljóðmerkjakerfi  telst  til  viðbótarmerkjagjafar  sem  eingöngu  ber  að  nota  þegar  þörf  krefur  til  þess  að  ná  athygli  dómarans.

Aðstæður  þar  sem  hljóðmerki  getur  komið  að  góðum  notum  eru  m.a:   •  við  rangstöðu   •  við  leikbrot  (framin  að  baki  dómarans)   •  við  innköst,  hornspyrnur  eða  markspyrnur  (tvísýnar  ákvarðanir)   •  þegar  mark  er  skorað  (tvísýnar  ákvarðanir)      

Page 98: Knattspyrnulögin 2015

96   MERKJAGJÖF  AÐSTOÐARDÓMARA    

Leikmannaskipti   Innkast   Innkast   fyrir  sóknarmann   fyrir  varnarmann    

Markspyrna   Hornspyrna    

Page 99: Knattspyrnulögin 2015

MERKJAGJÖF  AÐSTOÐARDÓMARA   97    

Rangstaða   Rangstaða  á   Rangstaða  á   Rangstaða           svæðinu  nær   miðsvæðinu   á  svæðinu  fjær    

Leikbrot  varnarmanns   Leikbrot  sóknarmanns    

Page 100: Knattspyrnulögin 2015

98     MERKJAGJÖF  AÐSTOÐARDÓMARA   Flaggtækni  og  samvinna  

Flagg  aðstoðardómarans  skal  ávallt  vera  dómaranum  sýnilegt,  óupprúllað  og  kyrrt  á  hlaupunum.  

Þegar  aðstoðardómarinn  hyggst  gefa  merki  skal  hann  stoppa,  snúa  sér  að  leikvellinum,  ná  augnsambandi  við  dómarann  og  lyfta  flaggi  sínu  með  yfirveguðum  hætti  (ekki  í  flýti  eða  á  ýktan  hátt).  Flaggið  á  að  vera  eins  og  framlenging  handleggsins.  

Aðstoðardómarinn  skal  lyfta  flaggi  sínu  með  þeirri  hönd  sem  hann  mun  nota  til  þess  að  gefa  næsta  merki  í  röðinni.  Ef  aðstæður  breytast  og  nota  þarf  hina  höndina  við  næstu  merkjagjöf  skal  aðstoðardómarinn  skipta  um  hönd  neðan  mittis.

Í  hver  sinn  sem  aðstoðardómarinn  gefur  til  kynna  að  knötturinn  hafi  farið  úr  leik  skall  hann  halda  merki  sínu  til  streitu  þangað  til  dómarinn  hefur  tekið  eftir  því.

Í  hvert  sinn  sem  aðstoðardómarinn  gefur  til  kynna  að  ofsaleg  framkoma  hafi  átt  sér  stað  og  merki  hans  er  ekki  meðtekið  þegar  í  stað: •  skal  leikur  hafinn  að  nýju  í  samræmi  við  knattspyrnulögin  (aukaspyrna,  vítaspyrna  o.s.frv.)  hafi  hann  verið  stöðvaður  í  þeim  tilgangi  að  beita  agarefsingum •  hefur  dómarinn  engu  að  síður  heimild  til  að  beita  agarefsingum,  þó  leikur  hafi  verið  hafinn  að  nýju,  án  þess  þó  að  refsa  fyrir  brotið  með  aukaspyrnu  eða  vítaspyrnu        

Page 101: Knattspyrnulögin 2015

MERKJAGJÖF  AÐSTOÐARDÓMARA   99  

Innkast    Þegar  knötturinn  fer  yfir  hliðarlínuna  nálægt  aðstoðardómaranum  skall  hann  þegar  gefa  merki  um  í  hvaða  átt  innkastið  skal  tekið.

Þegar  knötturinn  fer  yfir  hliðarlínuna  langt  frá  aðstoðardómaranum,  og  ákvörðunin  um  hver  eigi  innkastið  er  augljós,  skal  aðstoðardómarinn  líka  gefa  þegar  merki  um  í  hvaða  átt  innkastið  skuli  tekið.

Þegar  knötturinn  fer  yfir  hliðarlínuna  langt  frá  aðstoðardómaranum,  en  virðist  enn  vera  í  leik  eða  ef  aðstoðardómarinn  er  í  nokkrum  vafa,  skal  aðstoðardómarinn  lyfta  flaggi  sínu  til  þess  að  upplýsa  dómarann  um  að  knötturinn  hafi  farið  úr  leik,  ná  við  hann  augnsambandi  og  benda  síðan  í  sömu  átt  og  dómarinn.

Hornspyrna/markspyrna Þegar  knötturinn  fer  yfir  marklínuna  nálægt  aðstoðardómaranum  skall  hann  þegar  gefa  merki  með  hægri  hönd  (betri  sjónlína)  um  hvort  um  sé  að  ræða  markspyrnu  eða  hornspyrnu.

Þegar  knötturinn  fer  yfir  marklínuna  nálægt  aðstoðardómaranum,  en  virðist  enn  vera  í  leik,  skal  aðstoðardómarinn  fyrst  lyfta  flaggi  sínu  til  þess  að  upplýsa  dómarann  um  að  knötturinn  hafi  farið  úr  leik,  og  síðan  gefa  til  kynna  hvort  um  sé  að  ræða  markspyrnu  eða  hornspyrnu.

Þegar  knötturinn  fer  úr  leik  langt  frá  aðstoðardómaranum  skal  hann  lyfta  flaggi  sínu  til  þess  að  upplýsa  dómarann  um  að  knötturinn  hafi  farið  úr  leik,  ná  við  hann  augnsambandi  og  fylgja  síðan  ákvörðun  dómarans.  Aðstoðardómarinn  má  jafnframt  gefa  strax  til  kynna  hvort  um  sé  að  ræða  markspyrnu  eða  hornspyrnu  ef  ákvörðunin  er  augljós.    

Page 102: Knattspyrnulögin 2015

100     MERKJAGJÖF  AÐSTOÐARDÓMARA   Rangstaða   Fyrsta  aðgerð  aðstoðardómarans  eftir  ákvörðun  um  refsiverða  rangstöðu  er  að  lyfta  flaggi  sínu.  Síðan  notar  hann  flaggið  til  þess  að  sýna  hvar  á  vellinum  leikbrotið  átti  sér  stað.

Sjái  dómarinn  ekki  flagg  hans  þegar  í  stað  skal  aðstoðardómarinn  halda  því  á  lofti  þar  til  dómarinn  hefur  veitt  því  eftirtekt  eða  þangað  til  v  arnarliðið  hefur  augljóslega  náð  valdi  á  knettinum.

Lyfta  skal  flagginu  með  hægri  hönd  til  þess  að  tryggja  aðstoðardómaranum  betri  sjónlínu  inn  á  leikvöllinn.    

Leikmannaskipti   Þegar  leikmannaskipti  fara  fram  ber  fjórða  dómaranum  í  fyrstu  að  upplýsa  aðstoðardómarann  um  það.  Aðstoðardómarinn  gefur  síðan  dómaranum  merki  næst  þegar  knötturinn  fer  úr  leik.  Ekki  er  nauðsynlegt  að  aðstoðardómarinn  hlaupi  að  miðlínu  þar  sem  fjórði  dómarinn  sér  um  leikmannaskiptaferlið.

Ef  fjórði  dómari  starfar  ekki  við  leikinn  skal  aðstoðardómarinn  aðstoða  við  leikmannaskiptaferlið.  Í  slíkum  tilfellum  ber  dómara  að  bíða  þar  til  aðstoðardómarinn  hefur  að  nýju  tekið  sér  rétta  stöðu  áður  en  hann  lætur  hefja  leik  að  nýju.        

Page 103: Knattspyrnulögin 2015

MERKJAGJÖF  AÐSTOÐARDÓMARA   101  

Leikbrot    Aðstoðardómarinn  skal  lyfta  flaggi  sínu  og  gefa  til  kynna  þegar  leikbrot  eða  óviðeigandi  hegðun  á  sér  stað  á  nærsvæði  hans  eða  þar  sem  dómarinn  sér  ekki  til.  Við  allar  aðrar  kringumstæður  skal  hann  bíða  og  vera  reiðubúinn  að  gefa  sitt  álit  ef  þörf  krefur.  Í  slíkum  tilfellum  skal  aðstoðardómarinn  upplýsa  dómarann  um  hvað  hann  hafi  séð  og  heyrt  og  hvaða  leikmenn  hafi  komið  við  sögu.

Áður  en  aðstoðardómarinn  gefur  merki  um  að  leikbrot  hafi  verið  framið  skal  hann  ganga  úr  skugga  um  að: •  leikbrotið  hafi  verið  framið  utan  sjónlínu  dómarans  eða  að  skyggt  hafi  verið  á  sjónlínu  dómarans  • dómarinn  myndi  ekki  hafa  beitt  hagnaðarreglunni  hefði  hann  séð  leikbrotið  

Þegar  leikbrot  eða  óviðeigandi  hegðun  á  sér  stað  skal  aðstoðardómarinn: •  lyfta  flaggi  sínu  með  sömu  hönd  og  hann  mun  nota  til  þess  að  ljúka  merkjagjöfinni,  en  þannig  gefur  hann  dómaranum  skýrt  til  kynna  á  hverjum  hafi  verið  brotið •  ná  augnsambandi  við  dómarann •  veifa  flagginu  lítillega  fram  og  til  baka  (enn  forðast  að  beita  við  það  ýktri  eða  óhóflegri  hreyfingu) •  nota  hljóðmerki  ("beep-­signal")  ef  þörf  krefur

Aðstoðardómarinn  skal  beita  "bíða  og  sjá  tækninni"  og  leyfa  leiknum  að  halda  áfram  og  ekki  lyfta  flaggi  sínu  ef  það  er  í  hag  liðsins  sem  brotið  var  á.  Í  slíkum  tilfellum  er  mjög  nauðsynlegt  að  aðstoðardómarinn  nái  augnsambandi  við  dómarann.        

Page 104: Knattspyrnulögin 2015

102     MERKJAGJÖF  AÐSTOÐARDÓMARA   Leikbrot  utan  vítateigs Þegar  leikbrot  eru  framin  utan  vítateigs  (nálægt  markalínum  vítateigsins)  skal  aðstoðardómarinn  ná  augnsambandi  við  dómarann  til  þess  að  aðgæta  hvar  dómarinn  er  staðsettur  og  til  hvaða  ráða  hann  hefur  gripið.  Aðstoðardómarinn  skal  standa  í  línu  við  vítateigslínuna  og  lyfta  flaggi  sínu  ef  þörf  krefur.

Í  hraðaupphlaupstilfellum  ætti  aðstoðardómarinn  að  vera  fær  um  að  gefa  upplýsingar  svo  sem  um  hvort  leikbrot  hafi  verið  framið  eða  ekki  og  hvort  leikbrotið  hafi  átt  sér  stað  innan  eða  utan  vítateigs,  sem  ávallt  er  forgangsatriði,  og  til  hvaða  refsinga  beri  að  grípa.

Leikbrot  innan  vítateigs Þegar  leikbrot  er  framið  innan  vítateigs,  utan  sjónlínu  dómarans,  sérstaklega  ef  það  á  sér  stað  nálægt  aðstoðardómaranum,  skal  aðstoðardómarinn  fyrst  ná  augnsambandi  við  dómarann  til  þess  að  aðgæta     hvar  dómarinn  er  staðsettur  og  til  hvaða  ráða  hann  hefur  gripið.  Ef  dómarinn  hefur  ekki  hafst  neitt  að  skal  aðstoðardómarinn  lyfta  flaggi  sínu  og  nota  hljóðmerki  og  síðan  færa  sig  greinilega  niður  eftir  hliðarlínunni  í  átt  að  hornfánanum.

Hópögranir Þegar  hópögranir  eiga  sér  stað  er  aðstoðardómaranum  sem  nær  er  heimilt  að  koma  inn  á  leikvöllinn  til  þess  að  aðstoða  dómarann.  Hinn  aðstoðardómarinn  skal  jafnframt  fylgjast  með  og  skrá  hjá  sér  upplýsingar  um  einstök  atvik.

Samráð   Við  ákvörðun  agarefsinga  getur  augnsamband  og  óáberandi  merkjagjöf  aðstoðardómara  með  hönd  sinni  til  dómara  í  vissum  tilfellum  verið  fullnægjandi.

Þegar  dómari  þarf  hins  vegar  að  ráðfæra  sig  ítarlega  við  aðstoðardómara  er  aðstoðardómaranum  heimilt  að  koma  2  –  3  metra  inn  á  leikvöllinn  ef  þörf  krefur.  Í  samræðum  sínum  skulu  dómarinn  og  aðstoðardómarinn  báðir  snúa  sér  að  leikvellinum  til  þess  að  koma  í  veg  fyrir  að  aðrir  heyri  tal  þeirra.          

Page 105: Knattspyrnulögin 2015

MERKJAGJÖF  AÐSTOÐARDÓMARA   103  

Tilskilin  fjarlægð    Þegar  aukaspyrna  er  dæmd  nálægt  hliðarlínu  í  námunda  við  aðstoðardómarann  er  honum  heimilt  að  fara  inn  á  leikvöllinn  til  þess  að  hjálpa  til  við  að  tryggja    að  varnarmennirnir  séu  staðsettir  í  9,15  metra  fjarlægð  frá  knettinum.  Í  slíkum  tilfellum  ber  dómaranum  að  bíða  þar  til  aðstoðardómarinn  er  kominn  aftur  í  rétta  stöðu  áður  en  hann  lætur  hefja  leik  að  nýju.        

Page 106: Knattspyrnulögin 2015

104     7.  GREIN  -­  LEIKTÍMINN   Viðbótartími  vegna  leiktafa

Leikur  stöðvast  iðulega  af  fullkomlega  eðlilegum  ástæðum  (t.d.  við  innköst,  markspyrnur).  Eingöngu  skal  bæta  upp  tíma  sem  þannig  tapast  þegar  slíkar  tafir  eru  óhóflegar.  

Fjórði  dómarinn  gefur  til  kynna  þann  lágmarksviðbótartíma  sem  dómarinn  hefur  ákveðið  að  bæta  við  í  lok  síðustu  mínútu  hvors  hálfleiks.  

Sú  tilkynning  um  viðbótartíma  gefur  ekki  til  kynna  nákvæmlega  hve  mikið  er  eftir  af  leiktímanum.  Bæta  má  við  viðbótartímann,  telji  dómarinn  þess  þörf,  en  aldrei  stytta  hann.    

Page 107: Knattspyrnulögin 2015

8.  GREIN  –  UPPHAF  LEIKS  OG  LEIKUR  HAFINN  AÐ  NÝJU   105  

Dómari  lætur  knöttinn  falla  

Sérhver  leikmaður  (þar  með  talinn  markvörðurinn)  má  reyna  að  vinna  knöttinn.  Það  er  ekki  gerð  krafa  um  neinn  lágmarks-­  eða  hámarksfjölda  leikmanna  til  að  freista  þess  að  vinna  knöttinn  er  dómarinn  lætur  hann  falla.  Dómarinn  hefur  ekki  heimild  til  þess  að  ákveða  hver  má  og  hver  ekki  freista  þess  að  vinna  knöttinn  þegar  hann  lætur  knöttinn  falla.    

Page 108: Knattspyrnulögin 2015

106     9.  GREIN  –  KNÖTTURINN  Í  OG  ÚR  LEIK   Knötturinn  snertir  annan  en  leikmann  inni  á  leikvellinum  

Ef  knötturinn,  þegar  hann  er  í  leik,  snertir  dómarann  eða  aðstoðardómara,  sem  er  um  stundarsakir  inni  á  leikvellinum,  skal  leik  haldið  áfram  vegna  þess  að  dómarinn  og  aðstoðardómararnir  eru  hluti  leiksins.    

Page 109: Knattspyrnulögin 2015

10.  GREIN  –  HVERNIG  MARK  ER  SKORAÐ 107  

Ekki  mark     Ef  dómari  hefur  gefið  til  kynna  að  mark  hafi  verið  skorað  áður  en  knötturinn  hefur  farið  allur  yfir  marklínuna  og  gerir  sér  síðan  strax  grein  fyrir  mistökum  sínum  skal  leikur  hafinn  að  nýju  með  því  að  dómari  lætur  knöttinn  falla  á  þeim  stað  sem  hann  var  þegar  leikur  var  stöðvaður,  nema  leikur  hafi  verið  stöðvaður  innan  markteigs,  en  þá  skal  dómarinn  láta  knöttinn  falla  á  markteigslínunni,  sem  liggur  samsíða  marklínunni,  næst  þeim  stað  sem  knötturinn  var  þegar  leikur  var  stöðvaður.    Marklínutækni  (MLT)      Megin  forsendur  MLT •  MLT  á  eingöngu  við  um  marklínuna  og  er  eingöngu  notuð  til  þess  að  ganga  úr  skugga  um  hvort  mark  hafi  verið  skorað  eða  ekki. •  MLT  kerfið  verður  að  vera  í  samræmi  við  "Gæðastaðla  FIFA  fyrir  MLT".   •  Ábendingin  um  að  mark  hafi  verið  skorað  verður  að  berast  strax  og  staðfestast  sjálfkrafa  innan  einnar  sekúndu. •  Ábendingin  um  að  mark  hafi  verið  skorað  skal  berast  í  gegnum  MLT  kerfið  eingöngu  til  dómarateymisins  (með  titringi  og  sýnilegu  merki  í  úr  dómarans).  

Forskrift  og  kröfur  til  MLT   Ef  MLT  er  notað  í  mótaleikjum  ber  mótshöldurum  að  ganga  úr  skugga  um  að  kerfið  standist  þær  kröfur  sem  settar  eru  fram  í  "Handbók  FIFA  fyrir  Prófun  á  Virkni  MLT".  Handbók  þessi  verður  að  hafa  hlotið  samþykki  Alþjóðanefndarinnar  (IFAB).  Hinar  mismunandi  útfærslur  þeirra  fyrirtækja  sem  bjóða  upp  á  MLT  þurfa  að  hafa  hlotið  staðfestingu  óháðrar  prófunarstofu  sem  sannreynt  hefur  nákvæmni  og  virkni  búnaðarins  í  samræmi  við  prófunarhandbókina.    

Page 110: Knattspyrnulögin 2015

108     11.  GREIN  -­  RANGSTAÐA   Skilgreiningar

Í  samhengi  við  11.  grein  knattspyrnulaganna  um  rangstöðu  gilda  eftirfarandi  skilgreiningar: •  "nær  marklínu  mótherjanna"  merkir  að  einhver  hluti  höfuðs,  búks  eða  fóta  leikmanns  sé  nær  marklínu  mótherjanna  en  bæði  knötturinn  og  næst  aftasti  mótherji.  Handleggirnir  eru  ekki  taldir  með  í  þessari  skilgreiningu •  "að  hafa  áhrif  á  leikinn"  þýðir  að  leika  knettinum  eða  snerta  hann  eftir  sendingu  eða  snertingu  samherja   •  "að  trufla  mótherja"  þýðir  að  hindra  mótherja  í  því  að  leika  knettinum  eða  vera  fær  um  að  leika  honum  með  því  að  vera  greinilega  fyrir  í  sjónlínu  mótherjans  eða  með  því  að  sækja  að  mótherja  til  þess  að  reyna  að  vinna  knöttinn •  "að  hafa  hagnað  af  þeirri  stöðu  sinni"  þýðir  að  leika  knetti:  (i)  sem  hrekkur  til  hans  eða  tekur  stefnubreytingu  til  hans  af  markstöng,  þverslá  eða  mótherja,  eftir  að  hafa  verið  í  rangstöðu  (ii)  sem  tekur  stefnubreytingu,  hrekkur  eða  er  leikið  til  hans  eftir  viljandi  björgun  mótherja,  eftir  að  hafa  verið  í  rangstöðu  

Leikmaður  í  rangstöðu  sem  fær  knöttinn  til  sín  frá  mótherja,  sem  leikur  knettinum  viljandi  (nema  eftir  viljandi  björgun),  telst  ekki  hafa  haft  hagnað  af  þeirri  stöðu  sinni.          

Page 111: Knattspyrnulögin 2015

11.  GREIN  -­  RANGSTAÐA   109  

Brot  

Þegar  refsiverð  rangstaða  á  sér  stað  skal  dómarinn  dæma  óbeina  aukaspyrnu  sem  tekin  skal  frá  þeim  stað  sem  hinn  brotlegi  leikmaður  var  á  þegar  knettinum  var  síðast  leikið  til  hans  af  samherja.

Sérhver  varnarmaður  sem  yfirgefur  leikvöllinn  án  heimildar  dómara,  af  sérhverri  ástæðu,  skal  talinn  vera  staðsettur  á  eigin  marklínu  eða  hliðarlínu  hvað  varðar  mat  á  rangstöðu  allt  þar  til  knötturinn  fer  næst  úr  leik.  Ef  leikmaðurinn  yfirgefur  leikvöllinn  viljandi  skal  hann  áminntur  næst  þegar  knötturinn  fer  úr  leik.  

Það  er  ekki  leikbrot  í  sjálfu  sér  ef  sóknarmaður  stígur  út  fyrir  leikvöllinn  til  þess  að  sýna  dómaranum  að  hann  sé  ekki  virkur  þátttakandi  í  sóknaraðgerðinni.  Ef  dómarinn  telur  hins  vegar  að  hann  hafi  yfirgefið  leikvöllinn  af  takstískum  ástæðum  og  hafi  þannig  haft  ósanngjarnan  hagnað  af  endurkomu  sinni  inn  á  leikvöllinn,  skal  dómarinn  áminna  leikmanninn  fyrir  óíþróttamannslega  framkomu.  Leikmaðurinn  verður  að  spyrja  dómarann  leyfis  til  að  fá  að  koma  aftur  inn  á  leikvöllinn.

Ef  sóknarmaður  stendur  kyrr  milli  markstanganna  inni  í  markinu  þegar  knötturinn  fer  í  markið  skal  staðfesta  markið.  Ef  sóknarmaðurinn  hefur  hins  vegar  truflandi  áhrif  á  mótherja  sinn  skal  dæma  markið  af  og  leikmaðurinn  áminntur  fyrir  óíþróttamannslega  framkomu  og  leikur  síðan  hafinn  að  nýju  með  því  að  dómarinn  lætur  knöttinn  falla  á  þeim  stað  sem  knötturinn  var,  nema  leikur  hafi  verið  stöðvaður  innan  markteigs,  en  þá  skal  dómarinn  láta  knöttinn  falla  á  markteigslínunni,  sem  liggur  samhliða  marklínunni,  næst  þeim  stað  sem  knötturinn  var  þegar  leikur  var  stöðvaður.          

Page 112: Knattspyrnulögin 2015

110     11.  GREIN  -­  RANGSTAÐA  

1

Rangstaða  

Markvörður Varnarmaður Sóknarmaður Dómari Stefna knattarins Stefna

leikmannsins

Að  hafa  áhrif  á  leikinn   (A)  

GK    

Sóknarmaður  í  rangstöðu  (A),  sem  hefur  ekki  áhrif  á  mótherja,  snertir  knöttinn. Aðstoðardómarinn  skal  lyfta  flaggi  sínu  þegar  leikmaðurinn  snertir  knöttinn.     2

 Ekki  rangstaða  

Markvörður Varnarmaðu Sóknarmaður Dómari Stefna knattarins Stefna

leikmannsins

Að  hafa  áhrif  á  leikinn   (A)  

GK    

Sóknarmaður  í  rangstöðu  (A),  sem  ekki  hefur  áhrif  á  mótherja,  snertir  ekki  knöttinn.   Ekki  má  refsa  leikmanninum  fyrir  rangstöðu  þar  sem  hann  snerti  ekki  knöttinn.    

Page 113: Knattspyrnulögin 2015

11.  GREIN  -­  RANGSTAÐA 111  

Að  hafa  áhrif  á  leikinn   3

GK   Ekki  rangstaða    

Markvörður Varnarmaður Sóknarmaður Dómari Stefna knattarins Stefna

leikmannsins

(B)    

(A)    

Sóknarmaður  í  rangstöðu  (A)  hleypur  í  átt  að  knettinum  og  réttstæður  samherji  hans  (B)  hleypur  einnig  í  átt  að  knettinum  og  leikur  honum. Ekki  má  refsa  leikmanni  (A)  fyrir  rangstöðu  þar  sem  hann  snertir  ekki  knöttinn.    

Að  hafa  áhrif  á  leikinn   4

GK   Rangstaða    

Markvörður Varnarmaður Sóknarmaður Dómari Stefna knattarins Stefna

leikmannsins

(A)    

Refsa  má  leikmanni  í  rangstöðu  (A)  áður  en  hann  leikur  eða  snertir  knöttinn  ef  enginn  réttstæður  samherji  hans  á,  að  mati  dómarans,  möguleika  á  því  að  leika  knettinum.    

Page 114: Knattspyrnulögin 2015

112     11.  GREIN  -­  RANGSTAÐA  

5

Markspyrna    

Að  hafa  áhrif  á  leikinn  

GK    

(2)    

Markvörður Varnarmaður Sóknarmaður Dómari Stefna knattarins Stefna

leikmannsins

(1)    

Sóknarmaður  í  rangstöðu  (1)  hleypur  í  átt  að  knettinum  og  snertir  hann  ekki. Aðstoðardómarinn  skal  gefa  merki  um  "markspyrnu"     6

          Rangstaða  

Markvörður Varnarmaður Sóknarmaður Dómari Stefna knattarins Stefna

leikmannsins

            Að  trufla  mótherja  

GK   (A)    

Sóknarmaður  í  rangstöðu  (A)  er  fyrir  sjónlínu  markvarðarins.  Hann  telst  vera  í  refsiverðri  rangstöðu  vegna  þess  að  hann  hindrar  mótherja  sinn  í  að  leika  knettinum  eða  vera  fær  um  að  leika  honum.    

Page 115: Knattspyrnulögin 2015

7

Ekki  rangstaða  

Markvörður Varnarmaður Sóknarmaður Dómari Stefna knattarins Stefna

leikmannsins

          Að  trufla  mótherja  

GK  

(A)    

LAW  11    RANGSTAÐA   113    

Sóknarmaður  í  rangstöðu  (A)  er  hvorki  fyrir  í  sjónlínu  markvarðarins  né  að  sækja  að  mótherja  til  þess  að  reyna  að  vinna  knöttinn.    

                  Að  trufla  mótherja   8

GK           Ekki  rangstaða  

Hornspyrna    

Markvörður Varnarmaður Sóknarmaður Dómari Stefna knattarins Stefna

leikmannsins

(A)    

(B)    

Sóknarmaður  í  rangstöðu  (A)  hleypur  í  átt  að  knettinum  án  þess  að  hindra  mótherja  í  að  leika  knettinum  eða  vera  fær  um  að  leika  honum.   (A)  er  ekki  að  sækja  að  mótherja  til  þess  að  reyna  að  vinna  knöttinn.    

Page 116: Knattspyrnulögin 2015

114   11.  GREIN  -­  RANGSTAÐA  

        Að  trufla  mótherja   9

GK   Rangstaða    

Markvörður Varnarmaður Sóknarmaður Dómari Stefna knattarins Stefna

leikmannsins

(A)    

(B)    

Sóknarmaður  í  rangstöðu  (A)  hleypur  í  átt  að  knettinum  og  hindrar  þannig  mótherja  (B)  í  að  leika  knettinum  eða  vera  fær  um  að  leika  honum  með  því  að  sækja  að  honum  til  að  reyna  að  vinna  knöttinn. (A)  sækir  að  mótherja  (B)  til  þess  að  reyna  að  vinna  knöttinn.     10

Rangstaða  

Markvörður Varnarmaður Sóknarmaður Dómari Stefna knattarins Stefna

leikmannsins

(B)    

Hafa hagnað  af  stöðu  sinni  

GK    

(A)    

Sóknarmaður  (B)  telst  vera  í  refsiverðri  rangstöðu  með  því  að  leika  eða  snerta  knött  sem  tekur  stefnubreytingu,  hrekkur  eða  er  leikið  til  hans  eftir  viljandi  björgun  markvarðarins,  eftir  að  hafa  verið  í  rangstöðu  þegar  knötturinn  var  síðast  snertur  eða  honum  leikið  af  samherja.    

Page 117: Knattspyrnulögin 2015

11

Rangstaða    

Hafa hagnað  af  stöðu  sinni  

(C)   (B)  

GK    

11.  GREIN  -­  RANGSTAÐA     115    

Markvörður Varnarmaður Sóknarmaður Dómari Stefna knattarins Stefna

leikmannsins

(A)    

Skot  samherja  (A)  að  marki  hrekkur  af  markverðinum.  Leikmaður  (B)  er  réttstæður  og  leikur  knettinum.     (C),  sem  er  í  rangstöðu,  er  ekki  refsað  þar  sem  hann  hagnaðist  ekki  á  þeirri  stöðu  sinni,  enda  snerti  hann  ekki  knöttinn.     12

          Ekki  rangstaða  

(C)  

Markvörður Varnarmaður Sóknarmaður

Hafa  hagnað  af  stöðu  sinni

GK  

(B)    

Dómari Stefna knattarins Stefna

leikmannsins

(A)    

Sóknarmaður  (B)  telst  vera  í  refsiverðri  rangstöðu  þar  sem  hann  leikur  eða  snertir  knött  sem  tekur  stefnubreytingu,  hrekkur  eða  er  leikið  til  hans  eftir  viljandi  björgun  leikmanns  varnarliðsins  (C)  eftir  að  hafa  verið  í  rangstöðu  þegar  knötturinn  var  síðast  snertur  eða  honum  leikið  af  samherja.    

Page 118: Knattspyrnulögin 2015

116   11.  GREIN  -­  RANGSTAÐA  

Hafa  hagnað  af  stöðu  sinni   13  

GK   Rangstaða    

Markvörður Varnarmaður Sóknarmaður Dómari Stefna knattarins Stefna

leikmannsins

(B)    

(A)    

Skot  samherja  (A)  hrekkur  til  sóknarmanns  (B)  eða  tekur  stefnubreytingu  til  hans  af  mótherja.     (B)  er  refsað  fyrir  að  leika  eða  snerta  knöttinn  eftir  að  hafa  áður  verið  í  rangstöðu.

14  

        Ekki  rangstaða  

Markvörður

(B2)    

Hafa  hagnað  af  stöðu  sinni  

GK    

Varnarmaður Sóknarmaður Dómari Stefna knattarins Stefna

leikmannsins

(B1)    

(A)    

(C)    

Sóknarmaður  (C)  í  rangstöðu,  án  þess  að  trufla  mótherja,  þegar  samherji  hans  (A)  sendir  knöttinn  á  réttstæðan  leikmann  (B1)  sem  hleypur  í  átt  að  marki  mótherjanna  og  sendir  knöttinn  (B2)  á  samherja  (C).   Ekki  ber  að  refsa  sóknarmanni  (C)  þar  sem  hann  var  réttstæður  á  þeirri  stundu  sem  knötturinn  var  sendur  til  hans.    

Page 119: Knattspyrnulögin 2015

12.  GREIN  –  LEIKBROT  OG  ÓVIÐEIGANDI  HEGÐUN   117  

Grundvallarforsendur  leikbrots    

Eftirfarandi  forsendur  þurfa  að  vera  fyrir  hendi  til  þess  að  um  leikbrot  geti  verið  að  ræða: •  það  verður  eingöngu  framið  af  leikmanni  •  það  verður  eingöngu  framið  inni  á  leikvellinum •  það  verður  eingöngu  framið  á  meðan  knötturinn  er  í  leik  

Ef  dómarinn  stöðvar  leikinn  vegna  refsiverðs  athæfis  sem  framið  er  utan  leikvallarins  (á  meðan  knötturinn  er  í  leik)  skal  leikur  hafinn  að  nýju  með  því  að  láta  knöttinn  falla  á  þeim  stað  sem  knötturinn  var  þegar  leikur  var  stöðvaður,  nema  leikur  hafi  verið  stöðvaður  innan  markteigs,  en  þá  skal  dómarinn  láta  knöttinn  falla  á  markteigslínunni,  sem  liggur  samsíða  marklínunni,  næst  þeim  stað  sem  knötturinn  var  þegar  leikur  var  stöðvaður.

Ógætilegt,  af  skeytingarleysi,  með  heiftarlegum  hætti  

Leikmaður  telst  fara  fram  með  "ógætilegum"  hætti  þegar  hann  sækir  að  mótherja  án  nærgætni  eða  tillitssemi  eða  ef  hann  sýnir  ekki  aðgát. •  Ekki  er  þörf  á  frekari  refsingu  ef  leikbrot  telst  hafa  verið  framið  með  ógætilegum  hætti Leikmaður  telst  fara  fram  "af  skeytingarleysi"  þegar  hann  tekur  ekkert  tillit  til  þeirrar  hættu  sem  hann  skapar  mótherja  sínum  og  afleiðingum  hennar. •  Leikmaður  sem  leikur  af  skeytingarleysi  skal  áminntur

Leikmaður  telst  fara  fram  með  "heiftarlegum  hætti"  þegar  hann  beitir  langt  umfram  nauðsynlegu  afli  og  skapar  mótherja  sínum  þar  með  hættu  á  meiðslum.  •  Leikmanni  sem  leikur  með  heiftarlegum  hætti  skal  vísað  af  leikvelli

Að  hrinda  mótherja  

Að  hrinda  leikmanni  er     aðferð  við  að  reyna  að  vinna  knöttinn  með  því  að  beita  líkamlegri  snertingu  þegar  knötturinn  er  í  leikfæri,  án  þess  að  nota  handleggi  eða  olnboga.  Það  telst  leikbrot  ef  leikmanni  er  hrint: Það  telst  leikbrot  ef  leikmanni  er  hrint: •  með  ógætilegum  hætti    •  af  skeytingarleysi  •  meið  heiftarlegum  hætti      

Page 120: Knattspyrnulögin 2015

118     12.  GREIN  –  LEIKBROT  OG  ÓVIÐEIGANDI  HEGÐUN   Að  halda  mótherja  

Að  halda  mótherja  felur  m.a.  í  sér  að  koma  í  veg  fyrir  að  hann  komist  framhjá  eða  í  kringum  með  því  að  nota  hendurnar,  handleggi  eða  líkamann.

Dómarar  eru  minntir  á  að  grípa  strax  til  aðgerða  og  taka  fast  á  brotum  þar  sem  leikmönnum  er  haldið,  sérstaklega  þegar  þau  eru  framin  innan  vítateigs  við  hornspyrnur  og  aukaspyrnur.  

Við  þessar  kringumstæður:   •  skal  dómarinn  aðvara  hvern  þann  leikmann  sem  heldur  mótherja  áður  en  knötturinn  er  kominn  í  leik   •  skal  dómarinn  áminna  leikmanninn  ef  hann  heldur  mótherjanum  áfram  áður  en  knötturinn  er  kominn  í  leik   •  skal  dómarinn  dæma  beina  aukaspyrnu  eða  vítaspyrnu  og  áminna  leikmanninn  ef  brotið  á  sér  stað  eftir  að  knötturinn  er  kominn  í  leik  

Ef  varnarmaður  byrjar  að  halda  mótherja  utan  vítateigs,  en  heldur  því  áfram  eftir  að  leikurinn  hefur  borist  inn  í  teig,  skal  dómarinn  dæma  vítaspyrnu.

Agarefsingar   •  Áminna  ber  leikmann  fyrir  óíþróttamannslega  framkomu  ef  hann  heldur  mótherja  í  því  skyni  að  koma  í  veg  fyrir  að  hann  nái  valdi  á  knettinum  eða  nái  að  koma  sér  í  ákjósanlega  stöðu •  Vísa  ber  leikmanni  af  leikvelli  ef  hann  hefur  af  mótherja  upplagt  marktækifæri  með  því  að  halda  honum   •  Ekki  er  þörf  á  frekari  agarefsingum  í  öðrum  tilfellum  þar  sem  um  er  að  ræða  að  mótherja  sé  haldið  

Leikur  hafinn  að  nýju   •  Dæmd  skal  bein  aukaspyrna  á  þeim  stað  sem  leikbrotið  átti  sér  stað  (sjá  

13.  grein  –  Staðsetning  aukaspyrnu),  eða  vítaspyrnu  ef  brotið  átti  sér  stað  innan  vítateigs          

Page 121: Knattspyrnulögin 2015

12.  GREIN  –  LEIKBROT  OG  ÓVIÐEIGANDI  HEGÐUN   119  

Knötturinn  handleikinn    

Að  handleika  knöttinn  felur  í  sér  viljandi  aðgerð  leikmanns  til  að  snerta  knöttinn  með  hendi  eða  handlegg.  Dómarinn  skal  hafa  eftirfarandi  atriði  í     huga:   •  hreyfingu  handarinnar  í  átt  að  knettinum  (ekki  knattarins  í  átt  að  hendinni)   •  fjarlægð  milli  mótherjans  og  knattarins  (óvænt  sending/skot)  •  Staðsetning  handarinnar  þarf  ekki  endilega  að  merkja  að  um  brotlegt  athæfi  sé  að  ræða   •  að  snerta  knöttinn  með  aðskotahlut  sem  haldið  er  í  hendinni  (klæði,  legghlíf  o.s.frv.)  telst  vera  leikbrot   •  að  henda  aðskotahlut  í  knöttinn  (skó,  legghlíf  o.s.frv.)  telst  vera  leikbrot

Agarefsingar   Við  vissar  kringumstæður  ber  að  áminna  leikmann  fyrir  óíþróttamannslega  framkomu  er  hann  handleikur  knöttinn  viljandi,  t.d.  þegar  leikmaður:    •  handleikur  knöttinn  viljandi  til  þess  að  koma  í  veg  fyrir  að  mótherji  nái  valdi  á  honum   •  reynir  að  skora  mark  viljandi  með  hendi Hins  vegar  skal  leikmanni  vísað  af  leikvelli  ef  hann  hefur  af  mótherja  mark  eða  upplagt  marktækifæri  með  því  að  handleika  knöttinn  viljandi.  Sú  refsing  er  ekki  komin  til  vegna  þeirrar  aðgerðar  leikmannsins  að  handleika  knöttinn  viljandi  heldur  þeirri  óásættanlegu  og  ósanngjörnu  íhlutun  sem  kom     í  veg  fyrir  að  mark  væri  skorað. Leikur  hafinn  að  nýju   •  Dæmd  skal  bein  aukaspyrna  á  þeim  stað  sem  leikbrotið  átti  sér  stað  (sjá  13.  grein  –  Staðsetning  aukaspyrnu),  eða  vítaspyrna  

Utan  eigin  vítateigs  gilda  sömu  ákvæði  um  markvörðinn  er  hann  handleikur  knöttinn  og  sérhvern  annan  leikmann.  Markvörður  getur  aldrei  talist  sekur  um  að  handleika  knöttinn  innan  eigin  vítateigs  þannig  að  það  leiði  af  sér  beina  aukaspyrnu  eða  um  óviðeigandi  hegðun  fyrir  þá  sök  að  handleika  knöttinn.  Með  því  að  handleika  knöttinn  getur  hann  hins  vegar  hafa  gerst  sekur  um  ýmis  leikbrot  sem  refsa  ber  fyrir  með  óbeinni  aukaspyrnu.          

Page 122: Knattspyrnulögin 2015

120     12.  GREIN  –  LEIKBROT  OG  ÓVIÐEIGANDI  HEGÐUN Brot  markvarða  

Markvörðum  er  ekki  heimilt  að  halda  knettinum  lengur  í  höndum  sér  en  í  sex  sekúndur.  Markvörðurinn  telst  hafa  vald  á  knettinum  þegar: •  knötturinn  er  milli  handa  hans  eða  milli  handar  og  einhvers  annars  snertiflatar  (t.d.  jarðar  eða  líkama  hans)   •  hann  heldur  á  knettinum  í  lófa  sér  með  útréttum  handlegg   •  hann  slær  honum  niður  eða  hendir  honum  upp  við  útspark

Þegar  markvörður  hefur  náð  valdi  á  knettinum  í  höndum  sér  er  mótherja  óheimilt  að  gera  atlögu  að  honum.

Markverði  er  ekki  heimilt  að  snerta  knöttinn  með  höndum  innan  eigin  vítateigs  við  eftirfarandi  kringumstæður: •  ef  hann  snertir  knöttinn  aftur  með  höndum  eftir  að  hafa  sleppt  honum  frá  sér  og  knötturinn  hefur  ekki  snert  einhvern  annan  leikmann:  

-­  markvörðurinn  telst  hafa  vald  á  knettinum  með  því  að  snerta  hann  með  einhverjum  hluta  handar  eða  handleggs,  nema  ef  knötturinn  hrekkur  óvart  af  honum,  t.d.  eftir  að  hann  hefur  varið  skot -­  að  hafa  vald  á  knettinum  felur  m.a.  í  sér  þegar  markvörður  blakar  knettinum  viljandi  

•  ef  hann  snertir  knöttinn  með  höndum  eftir  að  samherji  hefur  spyrnt  knettinum  til  hans  viljandi   •  ef  hann  snertir  knöttinn  með  höndum  eftir  að  hafa  fengið  hann  rakleiðis  úr  innkasti  sem  samherji  tekur  

Leikur  hafinn  að  nýju   •  Dæmd  skal  óbein  aukaspyrna  á  þeim  stað  sem  leikbrotið  átti  sér  stað  (sjá  13.  grein  –  Staðsetning  aukaspyrnu)  

 

Page 123: Knattspyrnulögin 2015

12.  GREIN  –  LEIKBROT  OG  ÓVIÐEIGANDI  HEGÐUN 121    

Brot  gegn  markvörðum    

• Það  telst  leikbrot  ef  leikmaður  hindrar  markvörðinn  í  að  losa  sig  við  knöttinn  úr  höndum  sínum   • Refsa  ber  leikmanni  fyrir  að  leika  með  háskalegum  hætti  ef  hann  sparker,  eða  gerir  tilraun  til  að  sparka,  knettinum  þegar  markvörðurinn  er  að  losa  sig  við  hann  úr  höndum  sínum   • Það  telst  leikbrot  að  hamla  gegn  hreyfingum  markvarðarins  með  því  að  standa  í  vegi  fyrir  honum  á  ódrengilegan  hátt,  t.d.  við  töku  hornspyrnu  

Að  leika  með  háskalegum  hætti  

Leikmaður  sem  reynir  að  leika  knettinum  þannig  að  hætta  sé  á  að  einhver  meiðist  (þ.m.t.  hann  sjálfur)  telst  vera  að  leika  með  háskalegum  hætti.  Þetta  á  sér  stað  þegar  mótherji  er  nærstaddur  og  kemur  í  veg  fyrir  að  sá  geti  leikið  knettinum  af  ótta  við  meiðsli.

Klippu-­  eða  hjólhestaspyrna  er  heimil  að  því  gefnu  að  hún  skapi  ekki  hættu  fyrir  mótherja  að  mati  dómarans.

Háskaleikur  felur  ekki  í  sér  neina  líkamlega  snertingu  milli  leikmanna.  Sé  um  líkamlega  snertingu  að  ræða  telst  það  vera  athæfi  sem  refsa  ber  fyrir  með  beinni  aukaspyrnu  eða  vítaspyrnu.  Þegar  um  líkamlega  snertingu  er  að  ræða  ber  dómaranum  jafnframt  að  íhuga  gaumgæfilega  miklar  líkur  á  því  að  einnig  hafi  verið  um  óviðeigandi  hegðun  að  ræða.

Agarefsingar   •  Ef  leikmaður  leikur  með  háskalegum  hætti  í  "eðlilegri"  atlögu  ber  dómaranum  ekki  að  beita  neinum  agarefsingum.  Ef  atlagan  er  gerð  með  augljósri  hættu  á  meiðslum  ber  dómaranum  að  áminna  leikmanninn •  'Ef  leikmaður  hefur  af  mótherja  upplagt  marktækifæri  með  því  að  leika  með  háskalegum  hætti  ber  dómaranum  að  vísa  leikmanninum  af  leikvelli  

 

Page 124: Knattspyrnulögin 2015

122     12.  GREIN  –  LEIKBROT  OG  ÓVIÐEIGANDI  HEGÐUN Leikur  hafinn  að  nýju   •  Dæmd  skal  óbein  aukaspyrna  á  þeim  stað  sem  leikbrotið  átti  sér  stað  (sjá  13.  grein  –  Staðsetning  aukaspyrnu) •  Sé  um  snertingu  að  ræða  hefur  annars  konar  leikbrot  verið  framið  sem  refsa  ber  fyrir  með  beinni  aukaspyrnu  eða  vítaspyrnu.  

Að  hindra  framrás  mótherja  

Það  telst  vera  að  hindra  framrás  mótherja  að  færa  sig  í  hreyfilínu  hans  til  þess  að  hindra,  stöðva,  hægja  á  eða  þvinga  fram  stefnubreytingu  hans  þegar  knötturinn  er  í  leikfæri  hvorugs  leikmannanna.

Allir  leikmenn  eiga  rétt  á  sinni  stöðu  inni  á  leikvellinum,  þannig  að  það  að  vera  fyrir  mótherja  telst  ekki  jafngilda  því  að  færa  sig  fyrir  hann.

Heimilt  er  að  skýla  knettinum.  Leikmaður  sem  staðsetur  sig  á  milli  mótherja  og  knattarins  af  leiktæknilegum  ástæðum  er  ekki  að  fremja  neitt  leikbrot  að  því  gefnu  að  knötturinn  sé  í  leikfæri  og  hann  noti  ekki  handleggi  sína  eða  líkama  til  þess  að  halda  mótherjanum  frá  sér.  Sé  knötturinn  í  leikfæri  hans  er  mótherja  heimilt  að  hrinda  leikmanninum  með  löglegum  hætti  (öxl-­í-­öxl).

Dómari  bíður  með  að  hefja  leik  til  þess  að  sýna  spjald  

Þegar  dómari  hefur  tekið  ákvörðun  um  að  sýna  spjald,  hvort  sem  um  er  að  ræða  vegna  áminningar  eða  brottvísunar,  skal  leikur  ekki  hafinn  að  nýju  fyrr  en  að  því  ferli  loknu.    

Page 125: Knattspyrnulögin 2015

12.  GREIN  –  LEIKBROT  OG  ÓVIÐEIGANDI  HEGÐUN   123      Áminningar  fyrir  óíþróttamannslega  framkomu     Þegar  leikmaður  er  áminntur  fyrir  óíþróttamannslega  framkomu  geta  kringumstæður  verið  mismunandi,  t.d.  ef  leikmaður: •  fremur,  af  skeytingarleysi,  eitthvert  þeirra  sjö  leikbrota  sem  leiða  til  beinnar  aukaspyrnu   •  brýtur  af  sér  í  þeim  leiktæknilega  tilgangi  að  hindra,  eða  koma  í  veg  fyrir,  vænlega  sókn   •  heldur  mótherja  í  þeim  leiktæknilega  tilgangi  að  toga  mótherja  frá  knettinum  eða  að  koma  í  veg  fyrir  að  mótherji  komist  að  knettinum •  handleikur  knöttinn  til  þess  að  koma  í  veg  fyrir  að  mótherji  nái  valdi  á  knettinum  eða  geti  hafið  sókn  (að  undanskildum  markverði  á  eigin  vítateig) •  handleikur  knöttinn  til  þess  að  reyna  að  skora  mark  (óháð  því  hvort  tilraunin  heppnist  eða  ekki)   •  gerir  tilraun  til  þess  að  villa  um  fyrir  dómaranum  með  því  að  gera  sér  upp  meiðsli  eða  láta  líta  út  fyrir  að  brotið  hafi  verið  á  sér  (uppgerð)   •  skiptir  um  stöðu  við  markvörð  á  meðan  á  leik  stendur  eða  án  þess  að  fá  til  þess  lefi  dómara   •  sýnir  leiknum  óvirðingu  með  hegðun  sinni •  leikur  knettinum  á  leið  sinni  af  leikvelli  eftir  að  hafa  fengið  leyfi  til  þess  að  yfirgefa  leikvöllinn •  kallar  til  mótherja  til  þess  að  trufla  hann  á  meðan  á  leik  stendur  eða  þegar  leikur  er  u.þ.b.  að  hefjast  að  nýju •  gerir  óheimilar  merkingar  á  leikvöllinn   •  notar  viljandi  bragð  til  þess  að  leika  knettinum  til  eigin  markvarðar,  meðan  knötturinn  er  í  leik,  með  höfði,  brjósti,  hné  o.s.frv.  og  reynir  þannig  að  komast  í  kringum  lögin,  óháð  því  hvort  markvörðurinn  snertir  knöttinn  með  höndunum  eða  ekki.  Brotið  felst  í  því  að  leikmaðurinn  sé  þannig  að  reyna  að  komast  í  kringum  bæði  bókstaf  og  anda  laganna  og  skal  leikur  hafinn  að  nýju  með  óbeinni  aukaspyrnu   •  notar  viljandi  bragð  til  þess  að  leika  knettinum  til  eigin  markvarðar  og  reynir  þannig  að  komast  í  kringum  lögin  við  töku  aukaspyrnu  (eftir  að  leikmaðurinn  hefur  verið  áminntur  skal  síðan  endurtaka  aukaspyrnuna)  

 

Page 126: Knattspyrnulögin 2015

124     12.  GREIN  –  LEIKBROT  OG  ÓVIÐEIGANDI  HEGÐUN Marki  fagnað  

Þó  leikmanni  sé  heimilt  að  fagna  vel  eftir  að  mark  hefur  verið  skorað  mega  fagnaðarlætin  ekki  ganga  úr  hófi  fram.

Hófleg  fagnaðarlæti  eru  heimil,  en  æfð  fagnaðarlæti  eru  óæskileg  ef  þau  leiða  til  óhóflegra  leiktafa  og  því  ber  dómaranum  að  grípa  til  aðgerða  í  slíkum  tilfellum.

Áminna  ber  leikmann  sem: •  að  mati  dómarans  hefur  við  ögrandi,  háðslegt  eða  æsandi  látæði   •  klifrar  upp  á  vallargirðingu  til  þess  að  fagna  eftir  að  mark  hefur  verið  skorað   •  klæðir  sig  úr  keppnistreyjunni  eða  setur  hana  yfir  höfuð  sér •  hylur  höfuð  sitt  eða  andlit  með  grímu  eða  einhverju  sambærilegu

Það  telst  ekki  áminningarvert  leikbrot  í  sjálfu  sér  að  yfirgefa  leikvöllinn  til  þess  að  fagna  marki,  en  mikilvægt  er  að  leikmennirnir  snúi  aftur  inn  á  leikvöllinn  eins  fljótt  og  mögulegt  er.

Dómarar  skulu  bera  sig  að  með  fyrirbyggjandi  hætti  og  beita  heilbrigðri  skynsemi  er  þeir  fást  við  fagnaðarlæti  vegna  marka.

Mótmæli  með  orðum  eða  látæði  

Leikmaður  sem  gerist  sekur  um  að  mótmæla  úrskurði  dómara  (með  orðum  eða  látæði)  skal  áminntur.

Fyrirliði  liðs  nýtur  engrar  sérstakrar  stöðu  eða  forréttinda  samkvæmt  knattspyrnulögunum  hvað  þetta  varðar,  en  hann  ber  vissa  ábyrgð  á  hegðun  liðs  síns.    

Page 127: Knattspyrnulögin 2015

12.  GREIN  –  LEIKBROT  OG  ÓVIÐEIGANDI  HEGÐUN 125  

Tafið  að  leikur  geti  hafist  að  nýju    

Dómurum  ber  að  áminna  leikmenn  sem  tefja  að  leikur  geti  hafist  að  nýju  með  brögðum  eins  og  að: •  taka  aukaspyrnu  frá  röngum  stað  í  þeim  eina  tilgangi  að  neyða  dómarann  til  þess  að  skipa  fyrir  um  endurtekningu   •  virðast  ætla  að  taka  innkast  en  eftirláta  það  skyndilega  einum  samherja  sinna   •  spyrna  knettinum  í  burtu,  eða  bera  hann  í  burtu  í  höndum  sér,  eftir  að  dómari  hefur  stöðvað  leik   •  tefja  óhóflega  við  töku  innkasts  eða  aukaspyrnu  •  tefja  för  sína  af  leikvelli  við  leikmannaskipti   •  storka  til  áreksturs  með  því  að  snerta  knöttinn  viljandi  eftir  að  dómari  hefur  stöðvað  leik  

Endurtekin  leikbrot  (síbrot)  

Dómurum  ber  að  vera  stöðugt  á  varðbergi  gagnvart  leikmönnum  sem  brjóta  lögin  hvað  eftir  annað.  Þeim  ber  sérstaklega  að  vera  þess  meðvitaðir  að  jafnvel  þó  leikmaður  fremji  nokkrar  mismunandi  tegundir  leikbrota  beri  samt  sem  áður  að  áminna  hann  fyrir  að  brjóta  lögin  hvað  eftir  annað.  

Hvorki  er  um  að  ræða  neinn  tiltekinn  fjölda  leikbrota  þegar  "síbrotum"  telst  náð,  né  að  um  sé  að  ræða  sérstakt  mynstur  leikbrota  –  þetta  er  eingöngu  spurning  um  dómgreind  sem  beita  verður  í  samhengi  við  árangursríka  leikstjórn.    

Page 128: Knattspyrnulögin 2015

126     12.  GREIN  –  LEIKBROT  OG  ÓVIÐEIGANDI  HEGÐUN   Alvarlega  grófur  leikur

Leikmaður  telst  hafa  gerst  sekur  um  alvarlega  grófan  leik  ef  hann  sækir  að  mótherja  með  heiftarlegum  hætti,  eða  af  ruddaskap,  er  hann  reynir  að  vinna  knöttinn  þegar  hann  er  í  leik.  

Refsa  ber  fyrir  tæklingu,  sem  stofnar  öryggi  mótherja  í  hættu,  sem  um  alvarlega  grófan  leik  sé  að  ræða.  

Sérhver  sá  leikmaður  sem  reynir  að  vinna  knöttinn  með  því  að  stökkva  að  mótherja  með  heiftarlegum  hætti,  að  framan,  frá  hlið  eða  að  aftan,  með  öðrum  fæti  jafnt  sem  báðum,  og  stofnar  þannig  öryggi  mótherja  í  hættu,  telst  hafa  gerst  sekur  um  alvarlega  grófan  leik.

Ekki  ber  að  beita  hagnaðarreglunni  í  tilfellum  þar  sem  um  er  að  ræða  alvarlega  grófan  leik  nema  að  við  blasi  augljóst  tækifæri  til  þess  að  skora  mark.  Dómaranum  ber  að  vísa  leikmanninum,  sem  gerðist  sekur  um  alvarlega  grófan  leik,  af  leikvelli  næst  þegar  knötturinn  er  úr  leik.

Vísa  ber  leikmanni  af  leikvelli,  sem  gerst  hefur  sekur  um  alvarlega  grófan  leik,  og  hefja  síðan  leik  að  nýju  með  beinni  aukaspyrnu  frá  þeim  stað  sem  leikbrotið  var  framið  (sjá  13.  grein  –  Staðsetning  aukaspyrnu)  eða  vítaspyrnu  (ef  brotið  var  framið  innan  vítateigs  hins  brotlega).

Page 129: Knattspyrnulögin 2015

12.  GREIN  –  LEIKBROT  OG  ÓVIÐEIGANDI  HEGÐUN   127  

Ofsaleg  framkoma    

Leikmaður  telst  hafa  gerst  sekur  um  ofsalega  framkomu  ef  hann  kemur  fram  við  mótherja  af  heift  eða  ruddaskap  þegar  ekki  er  um  að  ræða  baráttu  um  knöttinn.  

Hann  telst  einnig  hafa  gerst  sekur  um  ofsalega  framkomu  ef  hann  kemur  fram  við  samherja,  áhorfanda,  starfsmenn  leiksins,  eða  sérhvern  annan,  af  heift  eða  ruddaskap.

Ofsaleg  framkoma  getur  átt  sér  stað  jafnt  innan  vallar  sem  utan  og  hvort  sem  knötturinn  er  í  leik  eða  ekki.

Ekki  ber  að  beita  hagnaðarreglunni  í  tilfellum  þar  sem  um  er  að  ræða  ofsalega  framkomu  nema  að  við  blasi  augljóst  tækifæri  til  þess  að  skora  mark.    Dómaranum  ber  að  vísa  leikmanninum,  sem  gerðist  sekur  um  ofsalega  framkomu,  af  leikvelli  næst  þegar  knötturinn  er  úr  leik.

Dómarar  eru  minntir  á  að  ofsaleg  framkoma  leiðir  oft  til  hópmótmæla/ögrunar  og  því  ber  þeim  að  freista  þess  að  afstýra  slíku  með  virkri  íhlutun.

Leikmanni,  varamanni,  eða  leikmanni  sem  skipt  hefur  verið  út  af,  og  gerst  hefur  sekur  um  ofsalega  framkomu,  skal  vikið  af  leikvelli.    

Page 130: Knattspyrnulögin 2015

128     12.  GREIN  –  LEIKBROT  OG  ÓVIÐEIGANDI  HEGÐUN   Leikur  hafinn  að  nýju   •  Ef  knötturinn  er  ekki  í  leik  skal  hefja  leik  að  nýju  í  samræmi  við  fyrri  ákvörðun   •  Ef  knötturinn  er  í  leik  og  brotið  átti  sér  stað  utan  leikvallar:  

-­  og  ef  leikmaðurinn  er  þegar  utan  vallar  þegar  hann  fremur  brotið,  skal  leikur  hafinn  nýju  með  því  að  láta  knöttinn  falla  á  þeim  stað  sem  hann  var  þegar  leikur  var  stöðvaður,  nema  leikur  hafi  verið  stöðvaður  innan  markteigs,  en  þá  skal  dómarinn  láta  knöttinn  falla  á  markteigslínunni,  sem  liggur  samsíða  marklínunni,  næst  þeim  stað  sem  knötturinn  var  á  þegar  leikur  var  stöðvaður     -­  og  leikmaðurinn  yfirgefur  leikvöllinn  til  þess  að  fremja  brotið,  skal  leikur  hafinn  að  nýju  með  óbeinni  aukaspyrnu  frá  þeim  stað  sem  knötturinn  var  þegar  leikur  var  stöðvaður  (sjá  13.  grein  –  Staðsetning  aukaspyrnu)

•  Ef  knötturinn  er  í  leik  og  leikmaðurinn  fremur  brot  innan  leikvallar:   -­  gegn  mótherja,  skal  leikur  hafinn  að  nýju  með  beinni  aukaspyrnu  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  Staðsetning  aukaspyrnu)  eða  vítaspyrnu  (ef  innan  vítateigs  liðs  þess  brotlega) -­  gegn  samherja,  skal  leikur  hafinn  að  nýju  með  óbeinni  aukaspyrnu  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  Staðsetning  aukaspyrnu) -­  gegn  varamanni,  eða  leikmanni  sem  skipt  hefur  verið  út  af,  skal  leikur  hafinn  að  nýju  með  óbeinni  aukaspyrnu  frá  þeim  stað  sem  knötturinn  var  þegar  leikur  var  stöðvaður  (sjá  13.  grein  –  Staðsetning  aukaspyrnu) -­  gegn  dómara  eða  aðstoðardómara,  skal  leikur  hafinn  að  nýju  með  óbeinni  aukaspyrnu  frá  brotstað  (sjá  13.  grein  –  Staðsetning  aukaspyrnu) -­  gegn  öðrum  einstaklingi,  skal  leikur  hafinn  að  nýju  með  því  að  láta  knöttinn  falla  á  þeim  stað  sem  knötturinn  var  þegar  leikur  var  stöðvaður,  nema  leikur  hafi  verið  stöðvaður  innan  markteigs,  en  þá  skal  dómarinn  láta  knöttinn  falla  á  markteigslínunni,  sem  liggur  samhliða  marklínunni,  næst  þeim  stað  sem  knötturinn  var  þegar  leikur  var  stöðvaður      

Page 131: Knattspyrnulögin 2015

12.  GREIN  –  LEIKBROT  OG  ÓVIÐEIGANDI  HEGÐUN   129    

Leikbrot  sem  fela  í  sér  að  hlut  (eða  knettinum)  er  kastað  

Ef  knötturinn  er  í  leik  og  leikmaður,  varamaður  eða  leikmaður  sem  skipt  hefur  verið  út  af,  kastar  hlut  að  mótherja  eða  öðrum  einstaklingi  af  skeytingarleysi,  skal  dómari  stöðva  leikinn  og  áminna  hinn  brotlega.

Ef  knötturinn  er  í  leik  og  leikmaður,  varamaður  eða  leikmaður  sem  skipt  hefur  verið  út  af,  kastar  hlut  að  mótherja  eða  öðrum  einstaklingi  með  heiftarlegum  hætti,  skal  dómari  stöðva  leikinn  og  vísa  hinum  brotlega  af  leikvelli  fyrir  ofsalega  framkomu.

Leikur  hafinn  að  nýju   •  Ef  leikmaður,  innan  eigin  vítateigs,  kastar  hlut  að  mótherja  sem  stendur  utan  vítateigsins,  skal  dómari  hefja  leik  að  nýju  með  beinni  aukaspyrnu  sem  tekin  skal  af  liði  mótherjanna  frá  þeim  stað  sem  hluturinn  lenti  á,  eða  hefði  lent  á,  mótherjanum •  Ef  leikmaður,  utan  eigin  vítateigs,  kastar  hlut  að  mótherja  sem  staddur  er  innan  vítateigsins,  skal  dómari  hefja  leik  að  nýju  með  vítaspyrnu •  Ef  leikmaður,  innan  leikvallar,  kastar  hlut  að  einhverjum  sem  staddur  er  utan  leikvallar,  skal  dómari  hefja  leik  að  nýju  með  óbeinni  aukaspyrnu  frá  þeim  stað  sem  knötturinn  var  þegar  leikur  var  stöðvaður  (sjá  13.  grein  –  Staðsetning  aukaspyrnu) •  Ef  leikmaður,  utan  leikvallar  kastar  hlut  að  mótherja  sem  staddur  er  innan  leikvallar,  skal  dómari  hefja  leik  að  nýju  með  beinni  aukaspyrnu  sem  tekin  skal  af  liði  mótherjanna  frá  þeim  stað  sem  hluturinn  lenti  á,  eða  hefði  lent  á,  mótherjanum,  eða  með  vítaspyrnu  (ef  innan  vítateigs  þess  brotlega) •  Ef  varamaður  eða  leikmaður  sem  skipt  hefur  verið  út  af,  utan  leikvallar,  kastar  hlut  að  mótherja  sem  staddur  er  innan  leikvallar,  skal  dómari  hefja  leik  að  nýju  með  óbeinni  aukaspyrnu  sem  tekin  skal  af  liði  mótherjanna  frá  þeim  stað  sem  knötturinn  var  þegar  leikur  var  stöðvaður  (sjá  13.  grein  –  Staðsetning  aukaspyrnu)  

 

Page 132: Knattspyrnulögin 2015

130     12.  GREIN  –  LEIKBROT  OG  ÓVIÐEIGANDI  HEGÐUN   Mark  eða  upplagt  marktækifæri  haft  af  liði  mótherjanna

Tvö  leikbrot,  sem  leiða  til  brottvísunar,  felast  í  því  að  hafa  af  mótherja  upplagt  marktækifæri.  Ekki  er  nauðsynlegt  að  slík  leikbrot  eigi  sér  stað  innan  vítateigs.

Ef  dómarinn  beitir  hagnaði  við  upplagt  marktækifæri  og  mark  er  skorað  strax  í  kjölfarið,  þrátt  fyrir  að  mótherji  hafi  handleikið  knöttinn  eða  brotið  á  annan  hátt  af  sér,  má  ekki  vísa  hinum  brotlega  af  leikvelli  en  hugsanlega  má  áminna  hann.

Dómurum  ber  að  velta  fyrir  sér  eftirfarandi  kringumstæðum  þegar  þeir  taka  ákvörðun  um  hvort  vísa  beri  leikmanni  af  velli  fyrir  að  hafa  af  liði  mótherjanna  mark  eða  upplagt  marktækifæri:   •  fjarlægðinni  milli  brotstaðar  og  marksins   •  líkunum  á  að  halda,  eða  ná,  valdi  á  knettinum •  stefnu  leiksins  (sóknaraðgerðarinnar) •  staðsetningu  og  fjölda  varnarmanna •  leikbrotið  sem  verður  til  þess  að  hafa  af  mótherja  augljóst  marktækifæri  getur  hvort  heldur  sem  er  verið  brot  sem  kallar  á  beina  eða  óbeina  aukaspyrnu  

 

Page 133: Knattspyrnulögin 2015

13.  GREIN  -­  AUKASPYRNUR   131  

Framkvæmd  

Knötturinn  er  í  leik  þegar  honum  hefur  verið  spyrnt  og  hann  hreyfist.    

Heimilt  er  að  taka  aukaspyrnu  með  því  að  lyfta  knettinum  með  öðrum  fæti  eða  báðum  samtímis.  

Það  telst  tilheyra  leiknum  að  þykjast  ætla  að  taka  aukaspyrnu  til  þess  að  villa  um  fyrir  mótherjum.    Ef  dómarinn  telur  hins  vegar  að  í  því  felist  óíþróttamannsleg  framkoma  ber  að  áminna  viðkomandi  leikmann.

Ef  leikmaður,  sem  tekur  aukaspyrnu  með  löglegum  hætti,  spyrnir  knettinum  viljandi  í  mótherja  í  þeim  tilgangi  að  fá  knöttinn  aftur,  að  því  gefnu  að  það  sé  hvorki  gert  á  ógætilegan,  skeytingarlausan  eða  heiftarlegan  hátt,  skal  dómarinn  leyfa  leiknum  að  halda  áfram.

Endurtaka  skal  óbeina  aukaspyrnu  ef  dómarinn  vanrækir  að  rétta  handlegg  upp  fyrir  höfuð  til  merkis  um  að  aukaspyrnan  sé  óbein  og  knettinum  síðan  spyrnt  rakleitt  í  markið.  Hin  upprunalega  óbeina  aukaspyrna  upphefst  ekki  við  mistök  dómarans.

Fjarlægð  

Ef  leikmaður  ákveður  að  hraðtaka  aukaspyrnu  og  mótherji,  sem  er  innan  við  9,15m  frá  knettinum,  kemst  inn  í  sendinguna  skal  dómarinn  leyfa  leiknum  að  halda  áfram.

Ef  leikmaður  ákveður  að  hraðtaka  aukaspyrnu  og  mótherji,  sem  er  nálægt  knettinum,  hindrar  hann  viljandi  í  að  taka  aukaspyrnuna,  skal  dómarinn  áminna  hinn  brotlega  leikmann  fyrir  að  tefja  að  leikur  geti  hafist  að  nýju.

Ef  varnarlið  tekur  aukaspyrnu  innan  eigin  vítateigs  og  einn  eða  fleiri  mótherjar  eru  enn  innan  vítateigsins,  vegna  þess  að  varnarmaðurinn  ákveður  að  hraðtaka  spyrnuna,  og  mótherjarnir  höfðu  ekki  tíma  til  þess  að  koma  sér  út  fyrir  vítateiginn,  skal  dómarinn  leyfa  leiknum  að  halda  áfram.    

Page 134: Knattspyrnulögin 2015

132     14.  GREIN  -­  VÍTASPYRNA Framkvæmd

Gabbhreyfingar  í  atrennunni  að  töku  vítaspyrnu  til  þess  að  villa  um  fyrir  mótherjum  teljast  tilheyra  leiknum.  Hins  vegar  eru  gabbspyrnur,  eftir  að  atrennunni  er  lokið,  óheimilar  og  skulu  meðhöndlaðar  sem  brot  á  14.  grein  knattspyrnulaganna  og  sem  óíþróttamannsleg  framkoma  og  skal  viðkomandi  leikmaður  því  áminntur.   Undirbúningur  fyrir  töku  vítaspyrnu  

Dómaranum  ber  að  ganga  úr  skugga  um  að  eftirfarandi  skilyrði  séu  uppfyllt  áður  en  vítaspyrnan  er  tekin: •  skýrt  komi  fram  hvaða  leikmaður  taki  spyrnuna   •  knettinum  sé  réttilega  stillt  upp  á  vítaspyrnumerkinu   •  markvörðurinn  sé  á  marklínunni  á  milli  markstanganna  og  snúi  að  spyrnandanum   •  samherjar  spyrnandans  og  markvarðarins  séu:

-­  utan  vítateigsins   -­  utan  vítateigsbogans   -­  aftan  við  knöttinn    l    

Page 135: Knattspyrnulögin 2015

14.  GREIN  -­  VÍTASPYRNA   133  

Brot  –  eftir  að  flautað  hefur  verið  og  áður  en  knötturinn  er  kominn  í  leik    

      Niðurstaðan   Brot  fyrir  að  fara    

Mark   Ekki  mark   inn  í  vítateiginn   Sóknarmaður   Spyrnan  endurtekin   Óbein  aukaspyrna   Varnarmaður   Mark   Spyrnan  endurtekin  

Báðir   Spyrnan  endurtekin   Spyrnan  endurtekin    

Page 136: Knattspyrnulögin 2015

134     15.  GREIN  -­  INNKAST   Framkvæmd  -­  brot  

Dómarar  eru  minntir  á  að  mótherjar  mega  ekki  staðsetja  sig  nær  en  2m  frá  þeim  stað  sem  innkastið  er  tekið.  Gerist  þess  þörf  ber  dómaranum  að  aðvara  þá  leikmenn  sem  ekki  virða  þessa  fjarlægð  áður  en  innkastið  er  tekið  og  í  framhaldinu  áminna  viðkomandi  ef  þeir  vanrækja  að  færa  sig  í  tilskilda  fjarlægð.  Leikur  skal  hafinn  á  ný  með  innkasti.

Ef  leikmaður,  sem  tekur  löglegt  innkast,  kastar  knettinum  viljandi  í  mótherja  til  þess  að  fá  knöttinn  aftur,  að  því  gefnu  að  það  sé  hvorki  ger  með  ógætilegum,  skeytingarlausum  eða  heiftarlegum  hætti,  skal  dómarinn  leyfa  leiknum  að  halda  áfram.

Ef  knötturinn  fer  rakleitt  í  mark  mótherjanna  úr  innkasti  skal  dómarinn  dæma  markspyrnu.  Ef  knötturinn  fer  rakleitt  í  mark  kastarans  skal  dómarinn  dæma  hornspyrnu.  

Ef  knötturinn  snertir  jörðina  áður  en  hann  fer  inn  á  leikvöllinn  skal  innkastið  endurtekið  af  sama  liði  frá  sama  stað,  að  því  gefnu  að  það  hafi  verið  tekið  með  löglegum  hætti.  Ef  innkastið  er  ekki  tekið  með  löglegum  hætti  skal  það  endurtekið  af  liði  mótherjanna.    

Page 137: Knattspyrnulögin 2015

16.  GREIN  -­  MARKSPYRNA   135  

Framkvæmd  -­  brot    

Ef  leikmaður,  sem  tekið  hefur  markspyrnu  með  löglegum  hætti,  leikur  knettinum  viljandi  aftur  eftir  að  knötturinn  hefur  farið  út  fyrir  vítateiginn,  áður  en  annar  leikmaður  hefur  snert  hann,  skal  honum  refsað  með  því  að  dæma  óbeina  aukaspyrnu  frá  þeim  stað  sem  leikmaðurinn  snerti  hann  öðru  sinni  (sjá  13.  grein  –  Staðsetning  aukaspyrnu).  Ef  hann  hins  vegar  snertir  knöttinn  með  höndum  ber  að  refsa  honum  með  því  að  dæma  beina  aukaspyrnu,  auk  agarefsingar  ef  þurfa  þykir.

Ef  mótherji  fer  inn  í  vítateiginn  áður  en  knötturinn  er  kominn  í  leik  og  varnarmaður  brýtur  á  honum,  skal  markspyrnan  endurtekin,  en  hugsanlega  ber  engu  að  síður  að  áminna  eða  vísa  varnarmanninum  af  leikvelli  eftir  eðli  brotsins.    

Page 138: Knattspyrnulögin 2015

136     17.  GREIN  -­  HORNSPYRNA   Framkvæmd  -­  brot

Dómarar  eru  minntir  á  að  mótherjar  verða  að  halda  sig  í  a.m.k.  9,15m  fjarlægð  frá  hornboganum  þangað  til  knötturinn  er  kominn  í  leik  (nýta  má  viðbótarmerki  utan  leikvallar  til  aðstoðar  í  þessu  sambandi).  Gerist  þess  þörf  ber  dómaranum  að  aðvara  þá  leikmenn  sem  ekki  virða  þessa  fjarlægð  áður  en  hornspyrnan  er  tekin  og  í  framhaldinu  áminna  viðkomandi  ef  þeir  vanrækja  að  færa  sig  í  tilskilda  fjarlægð. Ef  spyrnandinn  snertir  knöttinn  öðru  sinni  áður  en  annar  leikmaður  hefur  snert  hann  skal  dæmd  óbein  aukaspyrna  sem  tekin  skal  af  liði  mótherjanna  frá  þeim  stað  sem  seinni  snertingin  átti  sér  stað  (sjá  13.  grein  –  Staðsetning  aukaspyrnu). Ef  leikmaður,  sem  tekur  hornspyrnu  með  löglegum  hætti,  spyrnir  knettinum  viljandi  í  mótherja  í  þeim  tilgangi  að  fá  knöttinn  aftur,  að  því  gefnu  að  það  sé  hvorki  gert  með  ógætilegum,  skeytingarlausum  eða  heiftarlegum  hætti,  skal  dómarinn  leyfa  leiknum  að  halda  áfram. Knötturinn  skal  látinn  vera  innan  hornbogans  og  telst  kominn  í  leik  þegar  honum  hefur  verið  spyrnt  og  þarf  því  ekki  að  vera  kominn  út  fyrir  hornbogann  til  þess  að  vera  í  leik. Myndin  sýnir  nokkrar  réttar  og  rangar  staðsetningar.    

RÉTT RÉTT

RÖNG RÉTT

Page 139: Knattspyrnulögin 2015

 AÐFERÐIR  TIL  AÐ  ÁKVEÐA  SIGURVEGARA  LEIKS  EÐA  HEIMA  OG  HEIMAN  LEIKJA   137   Vítaspyrnukeppni   Framkvæmd   •  Vítaspyrnukeppni  telst  ekki  hluti  sjálfs  leiksins  •  Eingöngu  má  skipta  um  vítateiginn  þar  sem  vítaspyrnukeppnin  fer  fram  ef  markið  þar  eða  yfirborð  vallarins  verður  ónothæft  •  Þegar  allir  til  þess  hæfir  leikmenn  hafa  tekið  vítaspyrnu  er  ekki  áskilið  að  taka  þurfi  spyrnurnar  í  sömu  röð  og  í  fyrstu  umferðinni •  Hvort  lið  um  sig  er  ábyrgt  fyrir  því  að  velja  leikmenn  til  þátttöku  í  vítaspyrnukeppninni  úr  hópi  þeirra  sem  voru  inni  á  vellinum  í  lok  leiksins  og  í  hvaða  röð  þeir  taka  spyrnurnar •  Ekki  má  skipta  inn  á  varamanni  í  vítaspyrnukeppni  nema  um  sé  að  ræða  markvörð  sem  hefur  orðið  fyrir  meiðslum •  Ef  markverðinum  er  vísað  af  leikvelli  á  meðan  á  vítaspyrnukeppninni  stendur  skal  hann  leystur  af  hólmi  af  leikmanni  sem  var  inni  á  vellinum  í  lok  leiksins •  Á  meðan  á  vítaspyrnukeppni  stendur  er  heimilt  að  áminna,  eða  vísa  af  leikvelli,  leikmanni,  varamanni  eða  leikmanni  sem  skipt  hefur  verið  út  af •  Í  vítaspyrnukeppni  ber  dómaranum  ekki  að  slíta  leiknum  þó  leikmönnum  annars  liðsins  hafi  fækkað  niður  fyrir  sjö •  Ef  leikmaður  meiðist,  eða  er  vísað  af  leikvelli,  á  meðan  á  vítaspyrnukeppni  stendur  og  lið  hans  verður  þannig  einum  leikmanni  fáliðaðra,  ber  dómaranum  ekki  að  fækka  spyrnendum  í  liði  andstæðinganna.  Einungis  er  áskilið  að  tala  spyrnenda  sé  jöfn  við  upphaf  vítaspyrnukeppni  

 

Page 140: Knattspyrnulögin 2015

138   REGLUR  ALÞJÓÐANEFNDAR  KNATTSPYRNUSAMBANDA  (IFAB)  

Á  fundi  sínum  13.  Janúar  2014  voru  staðfest  ný  lög  fyrir  IFAB  .   Nálgast  má  lögin  í  enskri  útgáfu  á  FIFA.com  á  pdf-­formi.    

Page 141: Knattspyrnulögin 2015

139    

Page 142: Knattspyrnulögin 2015

140        

Page 143: Knattspyrnulögin 2015
Page 144: Knattspyrnulögin 2015

ALÞJÓÐANEFND  KNATTSPYRNUSAMBANDA  (IFAB)