komdu og skoÐaÐu land og ÞjÓÐ – …Ísland er mjög óvenjulegt að mörgu leyti með...

11
KoMDU OG SKOÐAÐU LAND OG ÞJÓÐ – KENNSLULEIÐBEININGAR Markmið Námsefnið Komdu og skoðaðu land og þjóð er ætlað yngstu bekkjum grunnskólans og hentar líklega best í 2. bekk. Námsefnið samanstendur af: a) Nemendabók. Texti bókarinnar er tvenns konar. Vinstra megin á síðu er léttur sögutexti sem allflest 7 ára börn ættu auðveldlega að geta lesið en hægra megin er tiltölulega þungur fræðilegur texti. b) Geisladiski með sögunni Kári skoðar land og þjóð. Sagan er lesin af Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. Í henni er sögu stráksins Kára fléttað saman við fræðilegar upplýsingar um Ísland og þjóðina sem þar býr. c) Kennsluhugmyndum og fjölbreyttu ítarefni á vef. Efnið tekur mið af markmiðum aðalnámskrár aðallega í náttúru- og samfélagsfræði. Meginmarkmið efnisins eru að kynna landið Ísland • loftslag • landslag; hálendi og láglendi • byggð; dreifbýli, þéttbýli, óbyggðir • nokkra náttúru- og sögustaði; Reykjavík, Þingvelli, Gullfoss, Geysi segja frá eldvirkni á Íslandi • orsökum eldvirkni; flekaskil • afleiðingum; eldgosum, jarðhita fjalla um Íslendinga fyrr og nú • félagslegt umhverfi; fjölskyldu, samfélagið, reglur, lög • menningu; þjóðsögur, þjóðlög, þjóðbúninga • sögu; landnám, sjálfstæði • nöfn nokkurra merkra Íslendinga • þjóðtákn; þjóðhátíðardag, þjóðsöng, þjóðfána, skjaldarmerki • stjórnskipulag; Alþingi, ríkisstjórn, forseta 1 © 2001 Sigrún Helgadóttir Kári sér eldgos. Hann sér Heklu gjósa. Hekla er eldfjall. Kári sér svartan reyk. Hraunið er rautt. Snjórinn er hvítur. Himinninn er blár. Á Íslandi eru mörg eldfjöll. 4 Hnötturinn okkar heitir Jörð. Skorpan á jörðinni er úr flekum. Inni í jörðinni er bráðið grjót. Það er kallað kvika. Stundum kemur kvikan upp á jörðina á milli flekanna. Þá er eldgos. Kvika á yfirborði kólnar og storknar og verður að hrauni. Úr þannig hrauni hefur Ísland orðið til. 5 Léttur texti Fræðilegur texti

Upload: others

Post on 01-Oct-2020

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: KoMDU OG SKOÐAÐU LAND OG ÞJÓÐ – …Ísland er mjög óvenjulegt að mörgu leyti með eldfjöll og hraun, jökla, ár og fossa og stór, skóg-laus og óbyggð svæði. Ferðamenn

KoMDU OG SKOÐAÐU LAND OG ÞJÓÐ –KENNSLULEIÐBEININGAR

Markmið

Námsefnið Komdu og skoðaðu land og þjóð er ætlað yngstu bekkjum grunnskólans og hentar líklegabest í 2. bekk. Námsefnið samanstendur af: a) Nemendabók. Texti bókarinnar er tvenns konar. Vinstra megin á síðu er léttur sögutexti sem allflest

7 ára börn ættu auðveldlega að geta lesið en hægra megin er tiltölulega þungur fræðilegur texti.

b) Geisladiski með sögunni Kári skoðar land og þjóð. Sagan er lesin af Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. Íhenni er sögu stráksins Kára fléttað saman við fræðilegar upplýsingar um Ísland og þjóðina sem þarbýr.

c) Kennsluhugmyndum og fjölbreyttu ítarefni á vef.

Efnið tekur mið af markmiðum aðalnámskrár aðallega í náttúru- og samfélagsfræði.

Meginmarkmið efnisins eru að

kynna landið Ísland• loftslag• landslag; hálendi og láglendi• byggð; dreifbýli, þéttbýli, óbyggðir• nokkra náttúru- og sögustaði; Reykjavík, Þingvelli, Gullfoss, Geysi

segja frá eldvirkni á Íslandi• orsökum eldvirkni; flekaskil• afleiðingum; eldgosum, jarðhita

fjalla um Íslendinga fyrr og nú• félagslegt umhverfi; fjölskyldu, samfélagið, reglur, lög• menningu; þjóðsögur, þjóðlög, þjóðbúninga• sögu; landnám, sjálfstæði • nöfn nokkurra merkra Íslendinga• þjóðtákn; þjóðhátíðardag, þjóðsöng, þjóðfána, skjaldarmerki• stjórnskipulag; Alþingi, ríkisstjórn, forseta

1© 2001 Sigrún Helgadóttir

Kári sér eldgos.Hann sér Heklu gjósa.Hekla er eldfjall.Kári sér svartan reyk.Hraunið er rautt. Snjórinn er hvítur.Himinninn er blár.Á Íslandi eru mörg eldfjöll.

4

Hnötturinn okkar heitir Jörð. Skorpan á jörðinni er úr flekum.

Inni í jörðinni er bráðið grjót. Það erkallað kvika. Stundum kemur kvikanupp á jörðina á milli flekanna. Þá ereldgos.

Kvika á yfirborði kólnar og storknarog verður að hrauni. Úr þannig hraunihefur Ísland orðið til.

5

Léttur texti

Fræðilegur texti

Page 2: KoMDU OG SKOÐAÐU LAND OG ÞJÓÐ – …Ísland er mjög óvenjulegt að mörgu leyti með eldfjöll og hraun, jökla, ár og fossa og stór, skóg-laus og óbyggð svæði. Ferðamenn

skoða tengsl Íslands og Íslendinga við önnur lönd og þjóðir• stöðu Íslands á hnettinum jörð• uppruna Íslendinga fyrr og nú• viðskipti Íslendinga við aðrar þjóðir

læra um náttúrulega ferla og ræða landnýtingu • aðlögun, þróun• hringrás vatnsins• skipulag á landi• nýtingu jarðvarma og vatnsorku• náttúruvernd, þjóðgarða

þjálfa nemendur í að lesa, hlusta og tileinka sér• sögutexta • fræðilegan texta

Bókin á að hjálpa kennurum að undirbyggja eða ná fjölmörgum markmiðum aðalnámskrár, sjá áfanga-markmið í lok 4. bekkjar. Í náttúrufræði eru það aðallega markmið úr jarðvísindum; Jörðin í alheimi,Jarðfræði – landmótun, og úr lífvísindum; Erfðir, aðlögun og þróun og Tengsl lífvera innbyrðis og viðumhverfi sitt. Í samfélagsfræðinni eru viðfangsefnin tengd markmiðum úr nær öllum þáttum samfélags-fræðinnar; Sjálfsmynd og félagslegt umhverfi, Skóli og heimabyggð, Land og þjóð, Heimsbyggð, Forn-saga, Tími, Rýni og Innlifun og víðsýni.

Notkun efnisins

Sagan Kári skoðar land og þjóð er bakgrunnur nemendabókarinnar. Sagan er til útprentunar á vefnumen er einnig til lesin á geisladiski. Sagan er um strákinn Kára sem á heima á Austurlandi en dvelur hjáafa sínum og ömmu í Reykjavík á meðan foreldrar hans fara til Indlands til að sækja litla kjördóttur,systur Kára. Kári er því ferðamaður í Reykjavík og rétt eins og aðrir ferðamenn á framandi svæðumkynnir hann sér áhugaverða staði og fólkið sem þar býr.

Efninu er skipt í 12 afmarkaða hluta, jafnmarga opnunum í nemendabókinni. Á hverri opnu er efniðtengt fjölmörgum þekkingar- og skilningsatriðum og mælt er með því að vel sé farið yfir hverja opnuáður en byrjað er á næstu.

Tillaga að kennslu hverrar opnu

1. Hlustað á viðeigandi kafla í sögunni Kári skoðar land og þjóð.2. Umræða um söguna um leið og viðkomandi opnumynd er skoðuð í bókinni. 3. Farið yfir ný eða erfið orð sem þarfnast útskýringa.4. Farið yfir þekkingar- og skilningsatriði t.d. í samræmi við kennsluhugmyndir sem nefndar eru við

hverja blaðsíðu hér á eftir og ítarefni á vefnum.5. Nemendur lesa sjálfir. Langflestir sjö ára nemendur ættu að geta stautað sig í gegnum léttari textann

vinstra megin á síðunum en textinn hægra megin er þyngri og oft fræðilegur.6. Nemendur spreyta sig á verkefnum og leikjum á vefnum.

Fyrsta opna, bls. 2 og 3

Gott að hafa við höndina:Landakort af Íslandi.

LykilorðHálendi, láglendi, þéttbýli, dreifbýli, náttúra.

2© 2001 Sigrún Helgadóttir

Page 3: KoMDU OG SKOÐAÐU LAND OG ÞJÓÐ – …Ísland er mjög óvenjulegt að mörgu leyti með eldfjöll og hraun, jökla, ár og fossa og stór, skóg-laus og óbyggð svæði. Ferðamenn

Þekkingar- og skilningsatriði, útfærslaLandlýsing. Útskýringar á lykilorðum. Einnig á ýmsum orðum sem tengjast búsetu, landi og landslagi;hús, bær, lækur, á, vatn, jökull, fjall, heiði, dalur, sandur, mýri, hraun, skógur og tún.

Á þessum vefJökull (Í handraðanum)

Annað efniSögur um tröll og útilegumenn.

Önnur opna, bls. 4 og 5

Gott að hafa við höndina:Fótbolta, tvö egg (hrátt og harðsoðið), hnattlíkan, pappaspjald og rautt teygjuefni.

LykilorðEldgos, eldfjall, jarðskorpa, jarðskorpuflekar, sprunga, jarðskjálfti, kvika, aska, storknun, hraun, sól-roði.

Þekkingar- og skilningsatriði, útfærsla• Um liti í náttúrunni. Bent er sérstaklega á litina í náttúrunni til að undirbyggja síðar umfjöllun um

litina í íslenska fánanum.• Um eldgos og jarðskorpufleka. Hér er verið að kenna þungt efni og hægt er að útskýra það á ýmsa

vegu.

Fótbolta þekkja allir krakkar en slíkur knöttur er saumaður saman úr mörgum litlum bútum. Skorpan ájörðinni er líka samsett úr bútum og þeir bútar eru kallaðir flekar. Flekarnir eru alla vega í lögun en eruekki fastir heldur geta þeir hreyfst til. Flekarnir geta færst frá og að hver öðrum og geta nuddast samaneða hliðrast. Hér ætti þó að leggja áherslu á þegar flekar færast hver frá öðrum því að þannig er það áÍslandi.

Jörðin er ekki full af lofti eins og fótbolti heldur er allt öðruvísi efni inni í henni. Skurn á eggi er ekkisamsett úr bútum eins og jarðskorpan og fótboltinn. Með beittum, oddhvössum hníf er hægt að skeraskurn á hráu eggi í búta. Hvað gerist þá? Innihaldið lekur svolítið út. Þessu er svipað farið með jörðina,þar sem skorpan er brotin á flekamörkum vellur svolítil kvika út en hún er venjulega lengst niðri í jörð-inni.

Hvernig er innan í egginu? Hvað er það búið til úr mörgum lögum? Þremur, skurn, hvítu og rauðu. Þettasjáum við vel ef við harðsjóðum egg og tökum það svo í sundur. Jörðin er líka samsett úr þremur meg-inhlutum, skorpu, möttli og kjarna. Erum við mennirnir eins og örsmáar agnir á risastóru eggi?

Líkan af sprunginni jarðskorpunni má gera á ýmsa vegu. Einfaldast er að klippa í sundur pappaspjaldog festa það (hefta, sauma með nokkrum sporum) saman á rautt teygjuefni, svo það myndi eina heild.Þegar togað er í spjaldið gliðnar það í sundur þar sem það var klippt svo að glittir í rautt teygjuefniðundir.

Á þessum vefEldgos (Í handraðanum)Flekamörk (Leikjahugmyndir)Jarðskjálftar (Leikjahugmyndir)Jarðskálftar og þjóðtrú (Ævintýri og sögur)

3© 2001 Sigrún Helgadóttir

Page 4: KoMDU OG SKOÐAÐU LAND OG ÞJÓÐ – …Ísland er mjög óvenjulegt að mörgu leyti með eldfjöll og hraun, jökla, ár og fossa og stór, skóg-laus og óbyggð svæði. Ferðamenn

Annað efniVeðurstofa Íslands, jarðskjálftar. (Krækjur)Víða í bókum, m.a. kennslubókum frá Námsgagnastofnun (Land og líf, Auðvitað I), má sjá myndir semútskýra gerð jarðar og eldvirkni. Sérstaklega góðar myndir eru í bókinni Perlur í náttúru Íslands eftirGuðmund Pál Ólafsson.

Þriðja opna, bls. 6 og 7

Gott að hafa við höndina:Hnattlíkan, hrafn (uppstoppaður), myndir (Myndasafn).

LykilorðAð ferðast, setjast að, nema land, landnemi, Indland, Hrafna-Flóki, Ingólfur Arnarson.

Þekkingar- og skilningsatriði, útfærslaEfnið gefur tilefni til að spjalla um ýmislegt.

• Fjölskyldur, börn, barnleysi, kjörbörn og alls kyns fjölskyldugerðir.• Ísland, Íslendinga, íslensku, útlönd, útlendinga, útlensku, innflytjendur. • Ferðalög - hverjir hafa farið í ferðalög? Ferðalög fyrr og nú.• Landnám - landnám Íslands, landnámsmenn.

Mikilvægt er að benda á að fólk hefur alltaf ferðast og einhverjir sest að fjarri heimabyggð.

Á þessum vefHrafninn (Kennsluhugmyndir – þema)Hrafn (Fróðleikshorn)Krummasaga (Ævintýri og sögur)Hrafnamyndir (Myndasafn)

Annað efniSögur og ljóð um hrafninn

Fjórða opna, bls. 8 og 9

Gott að hafa við höndina:Hnattlíkan, myndir af fólki víðs vegar að úr heiminum.

LykilorðAfríka, aðlögun.

Þekkingar- og skilningsatriði, útfærsla• Uppruni mannsins. Upplýsingar sem koma fram á þessari síðu eru kannski mörgum framandi.

Margar kenningar hafa verið settar fram um uppruna mannsins en nú er það almennt viðurkenntí vísindaheiminum að allt mannkyn sé afkomendur fólks sem bjó í Afríku fyrir um 200 þúsundárum. Það er auðvitað lengri tími en svo að 7 ára krakkar geri sér grein fyrir honum en er þó að-eins örskotsstund í þróunarsögu jarðar. Aðalatriðið er að allt fólk á jörðinni telst til sömu tegund-ar og allir hafa sömu grunnlífsþarfirnar. Til að undirstrika lífsþarfirnar og vekja til umhugsunarog skilnings á aðlögun er bent á nokkur verkefni í Náttúruverkefnunum (Námsgagnastofnun,1994). Þar er verið að fjalla um aðlögun dýra. Undirstrikað er að aðlögun og þróun dýra og að-greining þeirra í margar tegundir hefur tekið margfalt lengri tíma en þann sem menn hafa geng-ið hér á jörð.

4© 2001 Sigrún Helgadóttir

Page 5: KoMDU OG SKOÐAÐU LAND OG ÞJÓÐ – …Ísland er mjög óvenjulegt að mörgu leyti með eldfjöll og hraun, jökla, ár og fossa og stór, skóg-laus og óbyggð svæði. Ferðamenn

Annað efni:Náttúruverkefnin, gefin út af Námsgagnastofnun 1994, eru fyrst og fremst um villt dýr. Mörg verkefniættu að auka skilning á aðlögun almennt og einnig á lífsþörfum bæði fólks og dýra. Verkefnin má að-laga aldri og skilningi nemenda og markmiðum kennarans.

Verkefni sem útskýra aðlögun eru t.d. Litagleði (bls. 9), Hver býr hvar? (bls. 71), Leikur í leynum (bls.89), Listileg aðlögun (bls. 91), Furðubúr (bls. 95), Hvítabirnir í Laugardal (bls. 97) og Snarstirðnuðsmádýr (bls. 99).

Þau náttúruverkefni sem útskýra lífsþarfir eru t.d. Skin og skúrir (bls. 19), Ljúfar lífsþarfir (bls. 21), All-ir þurfa bústað (bls. 23), Skaut búsvæðis (bls. 25), Búsvæðisslóð (bls. 27), Búsvæði, hvað er það (bls.31), Hvað er í matinn? (bls. 41), Hver býr hvar? (bls. 71) og Ó, hreinn (bls. 121).

Búrkína Fasó. Spennandi margmiðlunardiskur. Nemendur kynnast nýjum og litríkum hliðum á lífinu íNorður-Afríkuríkinu Búrkína Fasó. Á diskinum eru ævintýri, ljósmyndir, teikningar, tónlist og lifandimyndir sem nemendur skoða, hlusta á og vinna með gagnvirkt. Brugðið er ljósi á daglegt líf búrkínskrabarna með verkefnum, sögum, leikjum, dansi og hljómfalli.

Fimmta opna, bls. 10 og 11Gott að hafa við höndina:Hnattlíkan, myndir af rjúpu og fálka í viðeigandi umhverfi og aðrar myndir frá Íslandi, myndir af nátt-úru og dýrum í útlöndum.

LykilorðHeimsálfa, Evrópa, Asía, Ameríka, Ástralía, Afríka, rjúpa, mói, fálki, sjómaður, ferðamaður.

Þekkingar- og skilningsatriði, útfærsla• Heimsálfur. Skoða hnöttinn skoða haf og land og hvernig landi er skipt í heimsálfur. (Seinna eiga

krakkarnir eftir að læra að Ameríka skiptist í norður og suður, Ástralía og nálæg lönd eru í Eyja-álfu og Suðurskautslandið er enn ein heimsálfan.)

• Ólíkt náttúrufar – ólíkir möguleikar. Sólin skín ekki jafn skært á alla hluta jarðar. Sjá verkefnisem útskýra þetta í tengslum við bókina Komdu og skoðaðu himingeiminn. Hér er meira fjallaðum ólíkt veðurfar á jörðinni sem staðreynd og hverjar afleiðingar þess eru. Hinar ólíku náttúru-legu aðstæður leiða til þess að lífríkið er ólíkt frá einum stað til annars og þær aðstæður sem fólkbýr við. Þess vegna eru atvinnumöguleikar þjóða ólíkir og ólíkt hvaða vörur þær geta framleitteða flutt til annarra landa.

• Atvinnuvegir á Íslandi, fiskveiðar og vinnsla, þjónusta við ferðamenn. Fiskveiðar á Íslandi - um-fjöllun um fiska og fiskvinnslu. Umræða í bekkjum væntanlega mismunandi eftir því hvar á land-inu skólinn er. Mikilvægi fiskveiða og vinnslu fyrir Íslendinga rætt.

Ísland er mjög óvenjulegt að mörgu leyti með eldfjöll og hraun, jökla, ár og fossa og stór, skóg-laus og óbyggð svæði. Ferðamenn vilja gjarnan sjá eitthvað annað en þeir sjá heima hjá sér ogþess vegna finnst mörgum margt að skoða á Íslandi.

Á þessum vefRjúpan (Kennsluhugmyndir – Þema)Rjúpumyndir (Myndasafn)Rjúpa (Fróðleikshorn)Rjúpan hefur loðna fætur (Ævintýri og sögur)

5© 2001 Sigrún Helgadóttir

Page 6: KoMDU OG SKOÐAÐU LAND OG ÞJÓÐ – …Ísland er mjög óvenjulegt að mörgu leyti með eldfjöll og hraun, jökla, ár og fossa og stór, skóg-laus og óbyggð svæði. Ferðamenn

Fálkamyndir (Myndasafn)Fálki (Fróðleikshorn)Fiskar (Á vettvangi)Dropar á peningum (Á vettvangi)

Annað efniGunnhildur Óskarsdóttir. 1990. Umhverfið, kaflinn um ljós. Námsgagnastofnun.Sól og skuggar, Kennsluleiðbeiningar með tilraunum og verkefnum. 1993. Námsgagnastofnun.

Sjötta opna, bls. 12 og 13

Gott að hafa við höndina:Myndir úr miðbæ Reykjavíkur.

LykilorðLandspítali, Háskóli, Þjóðminjasafn, miðbær, tjörn, engi, Aðalstræti, suður, norður, austur, vestur, rík-isstjórn, stjórnarráð, ráðherra, forsætisráðherra, höfuðborg, stofnun, umferðarreglur, reglur, lög, Alþing-ismenn, kjósa, verkstjóri, fyrirliði.Þekkingar- og skilningsatriði, útfærsla:Á þessari opnu eru mörg og ólík þekkingar- og skilningsatriði sem vert er að staldra við og ræða:

• Höfuðborg og stofnanir höfuðborgarinnar. Hvaða hlutverk hafa höfuðborgir og einstakar stofn-anir sem nefndar eru?

• Landnámsfólk. Hvaða fólk er talið að sest hafi fyrst að í okkar byggðarlagi? Hvar bjó það? Gam-an væri að fara í vettvangsferð þangað. Eru götur þar í kring? Hvað heita þær?

• Sólargangurinn og áttirnar.• Götur. Hvernig myndast götur? Hafa krakkarnir séð götur myndast, t.d. stíga yfir grasflöt? Upp-

lagt að fara út og leita að slíkum götum.• Tjarnir og fuglar. Hvers konar fugla ætli Kári og amma hafi séð á Tjörninni? Er einhver tjörn ná-

lægt þar sem við búum? Hvaða fuglar eru þar?• Umferðarreglur, reglur í fótbolta. Rætt mikilvægi þess að hópar fólks sem vinna saman eða eiga

eitthvað sameiginlegt þurfi að hafa reglur til að fara eftir. • Íslenska stjórnkerfið. Þjóðin kýs Alþingismenn, þeir búa til lögin sem allir verða að fara eftir og

þeir velja líka ríkisstjórnina. Svo höfum við lögreglu sem fylgist með að fólk fari eftir lögum ogreglum. Ef fólk brýtur lögin þá hefur þjóðin líka dómara (næstum eins og í fótboltaleik) semdæmir um hvort einhver hefur gert rangt og ef svo er þá fer fólk kannski í fangelsi um tíma. (Ífótbolta er fólk stundum sent út af vellinum, er það ekki?)

Á þessum vefFuglalíf við tjarnir, vötn og í fjöru (Kennsluhugmyndir – Þema)

AnnaðFarið í leik – hvernig væri ef fólk kynni ekki reglurnar, fólk þarf bæði að kunna reglurnar og fara eftirþeim.

Sjöunda opna, bls. 14 og 15

Gott að hafa við höndinaÍslenska fánann, geisladisk með þjóðsöngnum og hluti sem tengjast íslenska þjóðbúningnum. Mjöggóðar myndir af búningunum eru á póstkortum Heimilisiðnaðarfélagsins.

Lykilorð17. júní, þjóðhátíðardagur, þjóðbúningur, þjóðsöngur, þjóðlag, þjóðsaga.

6© 2001 Sigrún Helgadóttir

Page 7: KoMDU OG SKOÐAÐU LAND OG ÞJÓÐ – …Ísland er mjög óvenjulegt að mörgu leyti með eldfjöll og hraun, jökla, ár og fossa og stór, skóg-laus og óbyggð svæði. Ferðamenn

Þekkingar- og skilningsatriði, útfærslaÞessi opna og sú næsta eru tengdar og styðja hvor aðra. Hér er lögð áhersla á ýmiss konar þjóðtákn, hinopinberu þjóðtákn, þjóðhátíðardaginn, þjóðsönginn og fánann og hin þjóðmenningarlegu, búningana,lögin og sögurnar. Á opnunni er imprað á efni sem tekið er fyrir á næstu opnu, Jóni Sigurðssyni og á-hrifum hans og forsetanum sem þjóðhöfðingja.

• 17. júní, þjóðhátíðardagur. Þjóðir velja sér einhvern ákveðinn dag sem þær kalla sinn þjóðhátíð-ardag og halda upp á hann með ýmsum hætti. Oftast er dagurinn sem valinn er tengdur einhverj-um atburði í sögu þjóðarinnar. 17. júní 1944 lýstu Íslendingar yfir stofnun lýðveldis á Íslandi en17. júní var líka fæðingardagur Jóns Sigurðssonar. Hvernig halda Íslendingar upp á 17. júní núna?Þekkjum við þjóðhátíðardaga annarra þjóða? Hvernig ætli aðrar þjóðir haldi upp á sína þjóðhá-tíðardaga?

• Þjóðsöngur Íslendinga heitir Lofsöngur. Lagið er eftir Sveinbjörn Sveinbjörsson en ljóðið eftirMatthías Jochumsson. Við þurfum að þekkja þjóðsönginn og læra að sýna honum virðingu.Hvenær er hann spilaður?Vefur íslenska þjóðsöngsins http://www.musik.is/Lof/lif.htm/

• Þjóðfáninn. Þjóðfáninn teiknaður. Hvað minna litir hans á? Rifjaðir upp áberandi litir í íslenskrináttúru sem fjallað er um á 2. opnu.

• Þjóðbúningar. Á myndinni í kennslubókinni á bls. 14 má sjá þrenns konar íslenska þjóðbúninga.Amma er í peysufötum, konan hægra megin við hana er í faldbúningi og unga konan og litla stelp-an vinstra megin á myndinni eru í upphlutum. Gamla konan vinstra megin við afa er líka í þjóð-búningi en ekki hægt að sjá hvort hún er í upphlut eða peysufötum því að hún er í kápu yfir. Afþessum búningum er faldbúningurinn elstur en honum klæddust konur á 17., 18. og 19. öld. Und-ir langerma treyju búningsins glittir í rauðan upphlut sem var á þeim tíma undirfatnaður. Höfuð-búnaðurinn heitir spaðafaldur og gefur til kynna að búningurinn er eftirlíking af búningi fyrrihluta 19. aldar. (Hvernig ætli sé að vera svona klæddur á hestbaki og í lágum torfbæjum?) Á 18.öld földuðu konur svo kölluðum krókfaldi. Peysuföt fóru að þróast fyrir árið 1700 en urðu líklegaekki algeng fyrr en á seinni hluta 18. aldar. Á 19. öld og fram á þá 20. notuðu konur peysufötbæði hversdags og sem spariföt. Upphluturinn er að uppruna undirföt og hefur þekkst um aldirsem slíkur en hann var ekki að ráði notaður sem sérstakur búningur fyrr en á 20. öld. Konan ogstelpan eru í s.k. 19. aldar upphlutum sem eru eftirlíkingar af upphlutum sem notaðir voru viðgamla faldbúninginn. Þannig upphlutir eru gjarnan í lit og þeim fylgir djúp, prjónuð húfa meðstuttum skúf. Upphluturinn sem þróaðist á 20. öld (eftir konungskomuna 1907) er svartur og húf-an oft úr flaueli með löngum silkiskúf. Skautbúningur fjallkonunnar (sem sést á bls. 16) er ólík-ur hinum búningunum að því leyti að hann þróaðist ekki smátt og smátt heldur var hann hannað-ur af Sigurði Guðmundssyni málara um 1860. Enginn karlmaður er sýndur í íslenskum búningiá teikningunni í bókinni. Af einhverjum ástæðum hafa búningar íslenskra karla ekki náð að lifameð þjóðinni á sama hátt og kvenbúningar. Talið er að klæðnaður karla hafi meira mótast af er-lendum fyrirmyndum en búningar kvenna t.d. vegna þess að karlar, svo sem embættismenn, ferð-uðust til útlanda en konur ekki. Einstaka karlar hafa þó komið sér upp eftirlíkingum af gömlumkarlbúningum, hnébuxum úr ullarefni, prjónuðum ullarsokkum, vesti, jakka og prjónahúfu. Í til-efni af 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins árið 1994 var efnt til samkeppni um þjóðhátíðarbún-ing fyrir karla. Búningurinn sem vann þá keppni er ekki talinn byggja á íslenskri, þjóðlegri hefðen líkist færeyskum búningum. Hann hefur notið þó nokkura vinsælda.

• Þjóðlög / þjóðsögur. Afi sagði: „Þjóðlögin eru söngvar sem hafa verið til svo lengi að enginn veithver bjó þá til. Fullorðið fólk kenndi krökkum þessa söngva og þegar krakkarnir voru orðnir full-orðnir kenndu þeir öðrum krökkum söngvana. Þjóðsögur verða til á sama hátt.” Hvaða þjóðlögþekkja þau, krakkar nútímans? (Hani, krummi, hundur, svín, Guð gaf mér eyra, o.s.frv.) Hvaðaþjóðsögur þekkja þau? Þjóðlög sungin og lesnar þjóðsögur.

• Veðrið. Má sjá á myndinni í kennslubókinni hvernig veðrið hefur verið þennan 17. júní? Skoðumt.d. fánana. Hvernig ætli standi á því að það fylgir húfa eða e.k. höfuðfat öllum íslensku þjóðbún-ingunum?

7© 2001 Sigrún Helgadóttir

Page 8: KoMDU OG SKOÐAÐU LAND OG ÞJÓÐ – …Ísland er mjög óvenjulegt að mörgu leyti með eldfjöll og hraun, jökla, ár og fossa og stór, skóg-laus og óbyggð svæði. Ferðamenn

Á þessum vefÞráður tímans (Á vettvangi)Fánar (Í handraðanum)

Annað efniElsa E. Guðjónsson, 1969. Íslenzkir þjóðbúningar kvenna. Bókaútgáfa Menningarsjóðs í Reykjavík. Fríður Ólafsdóttir, 1999. Íslensk karlmannaföt 1740–1850. Bókaútgáfan Óðinn ehf.Póstkort með myndum af þjóðbúningum. Heimilisiðnaðarfélag Íslands.

Áttunda opna, bls. 16 og 17

Gott að hafa við höndina:Skjaldarmerki Íslands, kort af landinu og nokkra peninga sem skjaldarmerkið er á.

LykilorðJón Sigurðsson, sjálfstæð þjóð, þjóðhöfðingi, konungur, forseti, Sveinn Björnsson, landvættur, skjald-armerki.

Þekkingar- og skilningsatriði, útfærsla• Misskilningur leiðréttur. Ástæða er að ítreka tvennt: Jón Sigurðsson var aldrei forseti Íslands,

enda dó hann 1879, og orðið landvættur er kvenkyns orð, hún landvætturin.• Dagsetningar og ártöl. Hvernig eru dagsetningar og ártöl lesin? Hvenær voru þau sjálf fædd?

Hvernig segja þau og skrifa sinn fæðingardag? Á þessari blaðsíðu er fæðingardagur Jóns Sigurðs-sonar og ártalið þegar Ísland varð lýðveldi. Í næstu köflum sögunnar verða nefnd fleiri ártöl.

• Landvættirnar. Skoða Íslandskort og sjá hvar staðirnir eru sem galdramaðurinn reyndi að komastað landi.

Á þessum vefÞráður tímans (Í handraðanum)Athuganir með peninga – (Á vettvangi)Myndir af skjaldarmerki Íslands (Myndasafn)

Annað efnihttp://for.stjr.is/interpro/for/for.nsf/pages/forHér er góð leitarvél þar má slá inn t.d. þjóðsöngur, fáni, skjaldarmerki osfv.

Níunda opna, bls. 18 og 19

Gott að hafa við höndina:Íslandskort, heimatilbúna líkanið sem notað var við kennslu á 2. opnu.

LykilorðSkipulag (íbúðar, lands), Þingvellir, þjóðgarður, friðun, ræktun, klettur, sprunga, dæld, langafi, langa-langafi, alþingishátíðin 1930, lýðveldi 1944, ættfræði.

Þekkingar- og skilningsatriði, útfærsla• Útbúnaður í ferðalögum. Kári, afi og amma eru að fara í ferðalag og taka með sér nesti, góð föt

og skó. Þau eru að fara til að ganga um og skoða landið. Hvers vegna er nauðsynlegt að vera velnestaður og klæddur í ferðalögum?

• Skipulag. Farið yfir skipulag íbúðar og lands eins og útskýrt er í sögunni. Kári skoðar land ogþjóð. Hvernig er íbúðin þeirra heima skipulögð? Geta þau teiknað sína íbúð? Hvers vegna er

8© 2001 Sigrún Helgadóttir

Page 9: KoMDU OG SKOÐAÐU LAND OG ÞJÓÐ – …Ísland er mjög óvenjulegt að mörgu leyti með eldfjöll og hraun, jökla, ár og fossa og stór, skóg-laus og óbyggð svæði. Ferðamenn

nauðsynlegt að skipuleggja og ákveða hvað eigi að gera á hverjum stað? Hvernig væri ef íbúð-irnar okkar væru óskipulagðar og allt hvað innan um annað, bæði hlutirnir sem við eigum ogverkin sem við erum að vinna? Það er líka mikilvægt að skipuleggja landið okkar svo að við för-um vel með það. Ef Þingvellir hefðu ekki verið teknir frá tímanlega og sagt að landið þar ætti aðvera þjóðgarður þá hefði kannski eitthvað verið gert við landið sem hefði skemmt það. Það þarfalltaf að gæta þess að nýta landið vel og ganga vel um það.

• Nota (nýta), rækta, friða land – skilgreining á orðum. • Mikilvægi landsins. Við þurfum land til að byggja húsin okkar á, ganga á og leika okkur, leggja

vegi á og allt sem við yfir höfuð gerum á þurru landi. Öll landdýrin þurfa líka rými til að þau getilifað en hvorki menn né dýr gætu lifað án plantnanna. Þær vaxa og framleiða fæðu bæði fyrir dýrog menn og til þess þurfa þær líka land.

• Síbreytileiki landsins. Landið er stöðugt að breytast. Hvernig? Uppbygging með eldgosum, nið-urbrot með jöklum, ám og hafi. Svo breytist landið líka eftir árstíðum. Hvernig? Ef við skoðummyndir af landslagi getum við þá séð á hvaða árstíð myndirnar eru teknar?

• Náttúrugróður og dýr. Sumar plöntur lifa á landinu sjálfar, þær hafa sjálfar komið sér þangað semþær eru og vaxa án þess að nokkur skipti sér að þeim. Þetta er náttúrugróður landsins. Náttúru-dýrin nota þennan gróður og líka fólkið. Húsdýrin okkar, ekki síst kindurnar, fara um landið ogéta náttúrugróðurinn. Hvaða gagn höfum við annað af villtum gróðri? Hann bindur jarðveg, veit-ir skjól, eykur fegurð og fjölbreytileika landsins o.m.fl.

• Ræktun. Stundum viljum við hafa aðrar plöntur en þessar náttúrulegu eða við viljum hafa meirigróður en getur vaxið þannig sjálfur. Þá ræktum við gróður. Plöntum t.d. trjám eða sáum gras-fræjum, hlúum að og hugsum um það sem vex. Bændur rækta tún til að fá nægilega mikið grasfyrir húsdýrin til að þau hafi nóg að éta allan veturinn. Við ræktum skóg - til hvers? Við ræktumalls kyns blóm og fallegan gróður t.d. í kringum húsin okkar - hvers vegna?

• Friðun. Fólk breytir alltaf landinu þegar það notar það. Ef landsvæði er svo merkilegt að við vilj-um að fólk breyti því sem allra minnst þá er það friðlýst, eins og Þingvellir. Þá er landið ekki not-að til annars en t.d. að skoða það eða læra um það og því er ekki breytt með ræktun eða með þvíað byggja mikið af húsum eða leggja mikið af vegum þar. Hús geta líka verið friðuð. Þekkið þiðeinhver friðuð svæði eða byggingar?

• Vettvangsferð. Eigum við að fara út og skoða landið í kring um okkur. Sjáum við eitthvert landsem er ræktað? Hvað er ræktað þar? Hvers vegna? Er friðlýst landssvæði nálægt heimili okkar?Hvers vegna er það friðlýst?

• Jarðfræðin rifjuð upp sem farið var yfir á 2. opnu. Einnig bætast við nokkur orð sem notuð erutil að lýsa landslagi.

• Hátíðir á Þingvöllum. Sumarið 1930 var haldin mikil hátíð á Þingvöllum til að minnast þess að1000 ár voru liðin frá því að Alþingi var fyrst stofnað á Þingvöllum árið 930. 17. júní 1944 varlýðveldi stofnað á Íslandi og var það gert á sérstökum fundi á Þingvöllum þar sem var mikillfjöldi manna. (Til er kvikmynd tekin í rigningunni þarna.)

• Afi, lang-afi, langa-lang-afi, ætt og ættfræði. Vita krakkarnir hvað afar þeirra, langafar og langa-langafar hétu? En ömmurnar? Búið til ættartré.

Á þessum vefÞráður tímans (Á vettvangi)

Annað efniÞingvellir, þjóðgarður: http:// www.thingvellir.isNáttúruverkefnin t.d. Náttúrudýr, hver eru þau? (bls. 1), Náttúrudýr eru alls staðar (bls.13), Njósnað umnáttúrudýr (bls.15) og mörg fleiri.

9© 2001 Sigrún Helgadóttir

Page 10: KoMDU OG SKOÐAÐU LAND OG ÞJÓÐ – …Ísland er mjög óvenjulegt að mörgu leyti með eldfjöll og hraun, jökla, ár og fossa og stór, skóg-laus og óbyggð svæði. Ferðamenn

Tíunda opna, bls. 20 og 21

Gott að hafa við höndina:Íslandskort – a.m.k. af SV-landi, svæði frá Langjökli til hafs.

LykilorðAlmannagjá, Lögberg, þing, Öxará, landvörður, gjá, Þingvallavatn, Sogið, Hvítá, Langjökull, Ölfusá,hringrás vatnsins.

Þekkingar- og skilningsatriði, útfærsla• Þingvellir. Spjallað um Þingvelli, sögu þeirra og gildi. Lagið Öxar við ána sungið. Þingvellir,

þjóðgarður.• Vatnasvið. Vatnasvið Ölfusár skoðað á korti, Langjökull og Hvítá, Þingvallavatn og Sogið og svo

loks Ölfusá. Þekkið þið eitthvert vatnasvið í nágrenninu? Í Reykjavík rennur t.d. vatnið í Heið-mörk og áin Bugða í Elliðavatn og Elliðaár renna úr vatninu til hafs. Vatnið í Vatnsmýrinni renn-ur í Tjörnina og lækur rennur úr henni undir Læjargötunni til hafs. Á Sauðárkróki er Sauðá, hvað-an kemur hún, hvar rennur hún til hafs? Á flestum stöðum þar sem fólk býr er stutt í ár eða vatn.Hvers vegna ætli það sé? Gaman er að fara í ferð og fylgja á frá upptökum til ósa.

• Hringrás vatnsins. Farið yfir hringrás vatnsins. Þegar vatn gufar upp af sjó eða landi er sólin íraun að toga það upp. Um leið og hún gerir það „pakkar” hún svolitlu af orku sinni inn í allavatnsdropana.

•. Umgengni. Til Þingvalla koma mörg þúsund manns. Hvernig væri þar ef allir hentu rusli út umallt? Væri þá gaman að koma þangað til að skoða landið? Það eru fleiri reglur en sú að ekki megihenda rusli sem fara þarf eftir í þjóðgarði. Það má t.d. ekki tína blómin. Hvers vegna ætli það sé?Og það má ekki einu sinni labba alls staðar þar sem maður vill, fólk á helst að vera á göngustíg-um. Landverðir eru eins og kennarar í þjóðgörðunum og hjálpa fólki að skilja af hverju allar þess-ar reglur þurfa að vera þar.

Á þessum vef:Hringrás vatnsins í krukku, verkefni (Á vettvangi)Hringrás vatnsins, leikur (Leikjahugmyndir)Öxará (Fróðleikshorn)Skötutjörn (Fróðleikshorn)

Annað efni:Þingvellir, þjóðgarður: http://www.thingvellir.is/Sagan um Dropa litla

Ellefta opna, bls. 22 og 23

Lykilorð:Laut, hellir, hver, Geysir, foss, Gullfoss, úði, regnbogi, að virkja kraft, rafmagn.

Þekkingar- og skilningsatriði, útfærsla• Lýsing á landi. Enn bætast við orð notuð til að lýsa landslagi og náttúrufyrirbærum. Vitum við

hvernig þessi náttúrufyrirbæri líta út? Sjáum við myndir af þeim einhvers staðar í bókinni? At-huga líka myndir á vefnum eða ljósmyndir.

• Jarðhitinn. Hvernig hann myndast niðri í jörðinni, hvernig hann sýnir sig á yfirborðinu í hverumog laugum og hvernig við nýtum hann t.d. til að hita húsin okkar, í sundlaugum og gróðurhúsum.Hvernig er skólinn okkar hitaður? Ef hann er hitaður með heitu vatni, hvaðan kemur það? Hafanemendur skoðað jarðhitasvæði? Er slíkt svæði í nágrenninu?

10© 2001 Sigrún Helgadóttir

Page 11: KoMDU OG SKOÐAÐU LAND OG ÞJÓÐ – …Ísland er mjög óvenjulegt að mörgu leyti með eldfjöll og hraun, jökla, ár og fossa og stór, skóg-laus og óbyggð svæði. Ferðamenn

• Vatnsorka. Vatnið gufar upp um leið og sólin pakkar svolitlu af orku sinni inn í vatnsdropana. Þáhefur sólarorkan breyst í vatnsorku. Þegar vatnið dettur aftur niður á láglendi skilar það orkunni.Ef foss er virkjaður þá er vatnið tekið úr farvegi sínum og látið renna í gegnum vélar sem breytavatnsorkunni í raforku eða rafmagn. Raforkuna notum við svo til margra hluta. Hverra? Þegar viðhorfum á ljós rafmagnsperunnar skulum við muna að þetta ljós á uppruna sinn í sólinni! Á Íslandier mikil vatnsorka svo að við getum vel bæði virkjað suma fossa til að fá raforku og líka leyftöðrum fossum að renna svo að við, börnin okkar og barnabarnabarna... börnin okkar geti notiðþeirra áfram eins og fólk hefur gert hingað til. Í löndum þar sem ekki er mikil vatnsorka (hvern-ig lönd eru það?) þarf fólk að finna annan orkugjafa til að búa til rafmagn. Sums staðar er brenntkolum, annars staðar er notuð vindorka og svo er líka hægt með ákveðnum tækjum að virkja sól-ina beint, eins og í vasareikni sem gengur fyrir sólarrafhlöðu.

• Sigríður í Brattholti er hér nefnd sem dæmi um konu sem skilið hefur eftir sig spor í Íslandssög-unni. Allir geta haft áhrif - jafnvel fátæk alþýðukona. Sigríður lést 1957. Einar Guðmundsson varfæddur 1904 og var alinn upp í Brattholti frá unga aldri. Hann lést 1985.

Á þessum vefSigríður og Einar í Brattholti (Fróðleikshorn)Myndir af vísindafólki Orkustofnunar að störfum (Myndasafn)

Annað efniOrkuveita Reykjavíkur hefur gefið út góða bæklinga um heita vatnið, Nesjavellir og Í sátt við náttúr-una.

Tólfta opna, bls. 24

Að lokum má rifja upp viðfangsefnin sem tengjast Komdu og skoðaðu land og þjóð og gefa nemendumkost á að segja frá því hvað þeir hafa lært og hvað þeim þótti skemmtilegast.

11© 2001 Sigrún Helgadóttir